Elísabet Gunnars

GANNI VS LINDEX

SHOP

Ást mín á dásamlegri Ganni peysu fór líklega ekki framhjá þeim sem fylgst hafa með mér á samskiptamiðlum. Ég sá hana fyrst í showroom heimsókn fyrir Geysi í Kaupmannahöfn, þá í rauðu. Um daginn mátaði ég hana svo í fjólubláu á story, litur sem ég er að kynnast upp á nýtt þessa dagana. Því miður gleymdi ég að vista myndbandið og get því ekki deilt því með hér í póstinn. Ég hef ekki enn látið verða af því að kaupa mér hana en hún er þó enn á óskalista. Copy/paste leikurinn heldur þó áfram og ég rakst á þessa álíku peysu frá Lindex í dag. Aldrei að vita nema ég byrji á þessari ódýru á meðan ég safna mér fyrir hinni (sem þó er ekkert brjálæðislega dýr).

//

I have told you about my love of the red Ganni sweater you can see on the photo below. It’s still not mine and today I saw one in Lindex that look pretty similar. Which one should I get?


GANNI
Verð: 52.800ISK
Fæst í GEYSI

LINDEX
Verð: 7.499 ISK

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

HEIMA: On hold

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

Ég elska þegar mínir nánustu lesa bloggið mitt …  stundum getur maður nefnilega grætt á slíku.
Fyrr í haust tók ég listamanninn Rakeli Tómasdóttur á tal þegar hún hóf sölu á fallegum nýjum verkum. Ég þekki Rakel frá því að ég vann með henni að Konur Eru Konum Bestar verkefninu góða og kynntist þar hennar miklu hæfileikum og ástríðu fyrir teikningum.
Mig langaði að hjálpa henni og deildi því myndunum hennar sem voru strax komnar á minn óskalista. Nokkrum vikum síðar fékk ég svo sendingu frá dýrmætri vinkonu sem les bloggið mitt og vildi gleðja mig óvænt. Útsýnið yfir morgunbollanum varð mun betra og þeir eru ófáir síðan þá með þetta dásamlega verk fyrir augum, On Hold.

//
This is my view over the morning coffee. A drawing by Rakel Tomasdottir, young and talented artist from Iceland.

Ég þurfti ansi marga mánudagsbolla í dag – jólatörnin er hafin af alvöru og ég því föst með nefið við skjáinn og símann á eyranu. Skemmtilegur tími framundan!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TREND: RAUÐIR SKÓR

SHOPTREND

 

Smá litur í lífið er alltaf góð hugmynd.
Rauðir skór eru eitt af trendum vetrarins. Ef þið eigið þá ekki til nú þegar þá gæti þetta verið tilvalin hugmynd á óskalistann fyrir jólin. Ég er sjálf að reyna að gera upp hug minn hvaða týpu ég mun setja á minn lista og ef þið eruð í sömu sporum þá gæti þessi póstur hjálpað við valið. Hér hef ég tekið saman hugmyndir úr öllum áttum og merkt undir myndirnar hvar pörin fást.
Notum þá fínt og hversdags og stíliserum þá við rauða litinn á einhverri annarri flík eða fylgihlut. Rautt er nefnilega ekki bara litur jólanna þetta árið heldur trend sem heldur áfram út veturinn.

Happy shopping!

//

All Red Everything!
The red shoes are everywhere now – a trend that will follow us through the winter at least. I am trying to decide which ones I should ask Santa for. Below you have some ideas.

Dear Santa…

 

 

 

ZARA

ZARA

MANGO

 

VAGABOND – Kaupfélagið

SixMi – Skor.is

KALDA – YEOMAN

H&MBillibi – GS Skór

Gazelle – Adidas.isBianco

Converse – H verslun

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Anti Black Friday

SHOP

Ég rakst á grein á Euroman sem bar nafnið ,,Nej tak til Black Friday”. Eins og við vitum hefur Black Friday orðið risa stór dagur fyrir verslunareigendur, amerísk hefð sem hefur náð til Evrópu. Verslanir bjóða uppá tilboð og lengja opnunartímann og hvert ár eru sett ný sölumet þennan dag. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessum degi og hafa sett sig upp á móti þessum svarta föstudegi.

Á síðasta ári ákvað danska merkið Mads Nørgaard að hafa netverslunin sína alveg svarta til að mótmæla deginum. Þeir vilja meina að þetta sé concept sem henti verslunar “risunum” og eru algjörlega á móti því að þjappa sölunni yfir á einn dag, það sé slæm niðurstaða fyrir alla.

Danska merkið Soulland (samstarfsaðili 66°Norður munið þið) setur sig einnig uppá móti þessu og tók í stað fram gamalt print, frá 2007 og ætlar að selja það á fullu verði til styrktar góðs málefnis. Þá má nefna að Vagabond ætlar í stað þess að gefa afslátt að gefa 10% af allri sölu til UNICEF í staðinn.

Undirfatamerkið Organic Basics notar daginn til að vekja athygli á sjálfbærni. Fyrir hverja flík sem þau selja þennan daginn þá ætla þau að endurvinna 20 aðrar flíkur.

Fyrirtækin eru semsagt byrjuð að nota þennan stóra verslunardag til að vekja athygli á öðrum og mikilvægari málefnum. Mér finnst það svolítið falleg ákvörðun.

Hvað finnst ykkur um þennan svarta föstudag? Með eða á móti?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLANCHE

HEIMSÓKNSHOP

Ég eyddi gærdeginum í Kaupmannahöfn í heimsókn hjá BLANCHE, nýju uppáhalds merki sem brátt fer í sölu á Íslandi. Það var Melissa Bech sem tók á móti mér í sýningarherbergi merkisins í fallegu dönsku húsi rétt við Strikið. Einhverjir kannast við Melissu en hún er nokkuð þekkt í Danmörku fyrir sinn persónulega og afslappaða stíl. Hún bloggaði lengi vel og þið fylgið henni líklega mörg á Instagram . Hún hefur áður starfað sem sölustjóri hjá dönskum merkjum á borð við WoodWood og Norse Projects og því með góða reynslu í faginu. Melissa stofnaði Blanche ásamt Mette Fredin Christiensen, sem var m.a. yfirhönnuður hjá 2ndday.

Fyrsta fatalína Blanche fer í sölu í lok janúar, þar á meðal á Íslandi og eru það snillingarnir í Húrra Reykjavík sem verða með merkið á sínum slám. Blanche er titlað sem denim brand og mun einblína á góðar gallabuxur en samhliða koma með nýjar línur fyrir hvert season. Í þetta skiptið fékk ég að kynnast þeirra fyrsta collectioni og velja þar mínar uppáhalds flíkur.

Gallabxurnar sem ég klæðist hér að neðan eru í boyfriend sniði og ég hefði mögulega tekið einu númeri minna í þessum með röndinni á hliðinni en þær eru í mjög miklu uppáhaldi. Slim fit sniðin koma svo í mörgum litum og eru víst að slá í gegn sagði hún mér.

Punktur sem má ekki gleyma að taka fram er að fötin, sem eru gæða vara, verða einnig á mjög góðu verði miðað við það sem við þekkjum hjá sambærilegum dönskum tískumerkjum.

//

Yesterday I spent my day in Copenhagen visiting the BLANCHE showroom. It’s a new Copenhagen based denim label that I am falling for – my kind of style. One of the founders and owner, Melissa Bech, welcomed me and presented their first collection. The collection will be available from the end of January and we are so lucky to be able to buy it in Iceland because my friends in Hurra Reykjavik liked it as much as me.

The jeans that I am wearing are boyfriend cut and I would probably take them on size smaller. Melissa told me that their slim fit jeans were a hit and people loved them. Like we know – jeans are all about the fit, if you are now satisfied with the fit, you never wear them.

You can see my favorites on the photos below…

 

 

 

Ég hlakka til að fylgjast með þessu merki vaxa og dafna á næstu árum. Hef mikla trú á að þau eigi eftir að verða stór ef þau halda rétt á spöðunum, sem mér sýnist þau vera að gera.

Þið sem viljið kynna ykkur betur merkið getið skoðað heimasíðuna þeirra HÉR eða fylgt þeim á instagram undir @blanchecph. Húrra Reykjavík verður svo líklega með allar helstu fréttir af merkinu til landsins þegar nær dregur: HÉR.

Eruði hrifin eins og ég? Pressið þá endilega á <3 eða deila takkann hér að neðan.

Takk fyrir mig BLANCHE CPH. //  MERCI BLANCHE!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR