Elísabet Gunnars

SUMARKVEÐJUR

LÍFIÐ

Sænska sælan er að ná nýjum hæðum þessa dagana. Við eigum erfitt með að halda einbeitingu sökum þess að manni langar bara að vera úti öllum stundum. En .. mínir dagar skiptast í fyrir og eftir hádegi þar sem ég reyni að halda einbeitingu við tölvuna fyrripart dags og verðlauna mig svo með útiveru seinnipartinn. Þó hefði ég viljað ná enn fleiri sólarstundum í síðustu viku en stundum bjóða dagarnir ekki uppá það .. ég vinn það upp um helgina í staðinn.

Sólin færir manni svo mikla gleði og allt verður einhvern veginn auðveldara – ég veit að einhverjir á Íslandi loka tölvunni við þennan lestur, en þetta er þó sannleikurinn. Ég reyni að fanga þessi augnablik á filmu og hér hafið þið sólríkar helgarkveðju frá suður Svíþjóð sem hefur boðið uppá óeðlilega gott vor/sumar. Ég er einnig yfir mig ánægð að íslenska sumarið sé farið að láta sjá sig, Instagram lýgur ekki <3

Þið senduð mér rosalega mörg á Instagram og spurðuð um þessa strönd. Ég finn fyrir því að þið eruð mörg að fylgja mér sem búið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og viljið alltaf fá nafn á þeim stöðum sem ég heimsæki hérna á meginlandinu. Þessari mæli ég heilshugar með.

Ströndin er talin ein af fallegri í Svíþjóð og liggur rétt hjá Kivik. Það er heillandi leið að labba niður að henni því hún er endastopp í “Stenshuvud National Park” og það er einhver Tælands fílingur yfir henni (þó ég hafi aldrei komið til Tælands) – eitthvað sem þið setjið inn í GPS ef þið ætlið í bíltúr. Ef þið leggið í roadtrip þá mæli ég með því að enda daginn á eldbakaðri pizzu á Friden Gårdskrog, yndislegur staður með ljúffengum súrdeigspizzum. Þið verðið að panta borð því það er alltaf fullt á þessum leynistað.

Ítalía? Nei .. Suður Svíþjóð þessa dagana.

Balsby (fyrir GPS) er frábær staður að heimsækja með börn – stöðuvatn með fínu næði og bryggju fyrir börnin.

Lífið er núna. Góða helgi kæru lesendur!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ALMENNT STRESS OG NÝIR SKÓR

LÍFIÐ

Ég hef ekki alveg náð að halda balance í dag – sumir dagar eru bara einhvernveginn erfiðari en aðrir og ég er virðist vera að eiga einn slíkann í dag. Ástæðuna má rekja til of mikils álags úr ólíkum áttum og ég vil ná að sinna öllu en það virðist ómögulegt. Það er nóg að gera vinnulega séð og það gengur auðvitað fyrir, svo er minna en mánuður í brúðkaup á sama tíma og framtíðin er í smá óvissu EN namaste, þetta reddast allt ;) þið eruð kannski einhver sem tengið við svona álag.
Það síðasta sem ég ætla að gera í tölvunni í dag (þangað til í kvöld) er að publisha þessu bloggi. Svo ætla ég að leyfa mér að setja tærnar upp í loft og njóta þess að vera með börnunum mínum í sólinni. Það má! Allt annað þarf bara að bíða!

Sænskar sólríkar kveðjur yfir hafið xxx ég er að reyna mitt besta við að senda þessa gulu geisla yfir hafið til ykkar. Það mun takast!

//

Some days I just have TOO much to think about and today is one of those. Lots of everyday work, less than an month until the our wedding in Iceland and our future for next handball season is not clear. Of course I know that everything will be good in the end but until then my head will be full.

But what do you think about my new Mango shoes? :)

Skór: MANGO
Fást: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BROSTU

BEAUTYLÍFIÐ

English Version Below

Síðasta myndin úr Max Factor herferðinni á vel við í dag á sænskum mömmudegi. Dagur sem hefur fært mér fallega rós úr garðinum frá Ölbu og nýtt armband frá Gunnari Manuel (verður uppáhalds fylgihlutur sumarsins) – báðar gjafirnar glöddu mig það mikið að ég brosti allan hringinn, eins og ég geri hér að neðan.
Ég lenti í óhappi með tennurnar á mér fyrir rúmu ári síðan (löng saga ..) og hef síðan þá brosað mun minna en ég var vön. Því finnst mér skemmtilegt að þessi mynd af mér, sem tekin var í “hita leiksins”, hafi verið valin sem einn af mínum faktorum. Ég vil og vona að ég muni geta haldið í brosið svo lengi sem ég lifi.

 

Armband: Gunnar Manuel, Rós: frá Ölbu, Bolli: Sjöstrand


Myndir: Íris Björk fyrir Max Factor á Íslandi
Makeup: Harpa Kára
Hár: Ásta Haralds

Reynum sem flest að tileinka okkur þennan faktor sem smitar út frá sér. Brostu framan í heiminn, þá mun heimurinn brosa framan í þig – þetta er ekkert flóknara en það!

//

Swedish mothers day gave me a flower from the garden, picked by Alba, and a new bracelet made by Manuel (definitely my new favorite accessory). The presents made me smile, like I do on the photo above – the last one from my Max Factor campaign.
Put a smile on your face! – It’s so important! 

Góðar stundir.
xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: FRIYAY

DRESS

Yndislegt föstudagskvöld með góðum sænskum vinkonum …
Ég klæddist nýju dressi sem var hluti af gjafapoka sem ég fékk í minni eigin gæsun um síðustu helgi. Um er að ræða náttföt sem ég nota að sjálfsögðu sem sumardress á svona sólríkum degi – þægilegt með meiru. Frá OROBLU .. já greinilega ekki bara sokkabuxur frá því ágæta ítalska merki. Ég hef fengið mjög mikið af fyrirspurnum um fötin, bæði á förnum vegi og á Instagram story. Hvort sem það er náttfatapartý eða ekki þá mæli ég með þessum :)

//

Lovely Friday summer night with some lovely Swedish friends. For me it was a pajamas party – wearing my Oroblu dress that I got in a gift bag in my bachelorette party. Paired with body from H&M, shoes from Mango and sunnies from Monki. 

Kimono: Oroblu, Buxur: Oroblu, Body: H&M, Skór: Mango, Sólgleraugu: Monki
Oroblu fötin fást einungis í Hagkaup Kringlunni fyrir áhugasama.

 

SKÁL og góða helgi til ykkar !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

MOTTAN SEM TRYLLTI LÝÐINN

HOMESHOP

Það er ekki hægt að segja annað en að motta, sem ég keypti mér fyrir áramót, hafi gert allt vitlaust ! Um er að ræða handofna ullarmottu sem ég féll fyrir um leið og ég sá hana – motta sem mótar stofuna okkar betur, kósý með meiru. Það er oft þannig að það sem maður getur ekki eignast langar manni enn frekar í. Þannig var það með þessa ágætu vöru sem ég keypti í IKEA hér í Svíþjóð og komst síðar að því að hún væri því miður ekki til á Íslandi, þar sem flestir mínir fylgjendur búa. Nú er sagan önnur því í morgun fékk ég þær fréttir að nokkrar mottur hefðu komið til landsins í gær og fóru í sölu í dag. Það verður því fyrstur kemur, fyrstur fær fyrir þær sem eru enn áhugasamar að eignast eina inn á sitt heimili. Mér finnst ég skyldug að segja frá því hér eftir allar fyrirspurnirnar sem ég er búin að svara síðustu mánuði. Mér finnst ég reyndar líka skyldug til að segja frá því að þessar fréttir eru bara sagðar af góðvild, ég borgaði mottuna mína sjálf og fékk ekki greitt fyrir að koma þessu að hér á blogginu.

Á heimasíðu IKEA segir um vöruna góðu:

  • Handofið af færu handverksfólki og því einstakt.
  • Ullin er ólituð og er því náttúrulega hvít.
  • Mottan er úr hreinni nýrri ull þannig að hún er afar slitsterk og með náttúrulega óhreinindavörn.

 

Hér er myndin frá því í desember – gleðileg jól öllsömul!

 

og hér er ég á hlaupum í dag og náði að smella af mynd til að vera meira “í beinni”.

Happy shopping!
Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ACNE CAP

SHOPTREND

Derhúfur er fylgihlutur sem margir tengja við sumar og sól. Það virðist þó vera einhver breytina þar, því húfurnar hafa verið mjög áberandi trend hjá skandinavískum töffurum í vetur – punkturinn yfir i-ið í rauninni. Gunni á nokkrar en hefur ekki endilega fundið sig með hinar hefðbundnu derhúfur heldur vinnur meira með afalúkkið. Ég náði þó að finna eina góða sem ég gaf honum í afmælisgjöf í byrjun mánaðar. Sniðið hentar betur, hún er aðeins breiðari en þær sem við höfum átt áður og því langar mig að mæla með henni hér á blogginu. Ég var sniðug þegar ég keypti þessa gjöf á Gunna, því ég hef notað hana jafn mikið – 2 fyrir 1 kaup ;) Frá: ACNE

//

Favorite accessory these days is Acne cap that I gave Gunnar as a birthday present. There is something about the form of this one that we really like – it’s a little heavier than a normal one. I am becoming so good at choosing presents for him that I can use as well – 2 for 1 ;)

 

Fæst: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ SEM GÆS

LÍFIÐ

 

Hvar á ég að byrja!!? Bloggið hefur allavega setið á hakanum um helgina sökum óvæntrar stelpuferðar í Kaupmannahöfn með mínum bestu konum – gæsun par exellence!
Vinkonur mínar komu mér heldur betur á óvart þennan föstudaginn þegar ég lagði leið mína til Kaupmannahafnar í vinnuferð. Ferðinni var heitið í sýningarherbergi 66°Norður til að skoða sumarlínuna fyrir 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að leyna mig einhverju í svona langan tíma því þær hafa víst verið að plana þetta frá því í janúar (!) og aldrei grunaði mig neitt. Þær vita allar að mér finnst mjög gott að vera með hlutina á hreinu og að dagskráin er yfirleitt mjög þétt frá morgni til kvölds en það sem það var þroskandi að þurfa að setja allt á hold í smá stund – alveg þess virði þó það hafi tekið mig ca. klukkutíma (og 3 kampavínsglös) að komast yfir það að þetta eða hitt yrði ógert með tölvuna fjarri góðu gamni ;) haha.

Það er erfitt að koma því í orð hversu þakklát ég er og ég mun lifa á þessu út lífið. Þarna voru samankomnar vinkonur mínar úr mörgum áttum sem allar náðu svo vel saman, það gleður mig mjög mjög mjög mikið.

Við vorum allar mjög aktívar á Instagram story og því eru örugglega einhverjir sem náðu að setja sig vel inní stemninguna og upplifa smá af gæsuninni. HÉR (@elgunnars) á Instagram hjá mér getið þið skoðað #EGGÆS í story eftirá, allt mjög óritskoðað, bara hent inn af og til. En AndreA mín var líka dugleg á story og setti í highlights svo það er ennþá HÉR hjá henni, t.d. viðbrögðin þegar þær komu mér á óvart í sýningarherberginu, ég held að ég hafi titrað í 2 tíma eftir þetta.

Hér að neðan eru svo myndir sem aldrei mega týnast – myndir eru minningar og þessar eru alltof góðar <3

… og auðvitað eruði að spá í kórónunni öll sem eitt? Það er fatahönnuðurinn (og vinkona mín) Rakel Jónsdóttir sem á heiðurinn af henni – finnið hana á Facebook til að panta! ;)

//

I just had one of the most memorable weekends of my life !! My friends surprised me on my “work-trip” in Copenhagen, I thought I was going to visit 66°North’s showroom to check out their summer collection. When I was looking through their clothes, over 20 of my friends showed up and I was totally shocked.

We had 3 days of bachelorette party – I have the most wonderful friends and I can’t describe how thankful I am.

 


ER ÉG HEPPNUST Í HEIMI EÐA HVAÐ!?
TAKK TAKK TAKK
ÞIÐ ALLAR (og hinar sem komust ekki en sendu mér kveðjur með einum eða öðrum hætti) <3 ég elska ykkur allar með tölu! Áfram þið!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

UPPÁHALDS HORNIÐ HEIMA

LÍFIÐMAGAZINE

Ég vona að flestir hafið lesið fylgiblað Morgunblaðsins um helgina – veglegt blað um heimili og hönnun sem ánægjulegt var að taka smá þátt í. Undirituð deildi þar uppáhalds horninu sínu – það kemur ykkur örugglega ekki á óvart að kaffihornið góða varð fyrir valinu. Sjöstrand sjúk!

Takk fyrir mig Smartland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: SUMARÁSTIN

DRESS

Það voru dregnir fram mjög háir hælar fyrir dinner með stuðningsmönnum daginn eftir SM gullið sem ég talaði um HÉR. Eins og þið vitið er ég lá í loftinu og finnst stundum gaman að hækka mig hliðiná betri helmingnum sem er annars örlítið stærri en ég ;)

//

When celebrating the Swedish champions, which I talked about HERE, I chose to wear higher heels than usual. Sometimes it just feels better to be higher, especially when you are celebrating with a bunch of athletes 😉

Bolur: AndreA Boutiqe
Buxur: Samsoe Samsoe
Veski: Vintage Gucci
Skór: Bianco

Sumarástin … best í heimi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MIKILVÆG MÖMMUKAUP

LÍFIÐSHOP

Í dag er Mæðradagurinn og það er einn af þeim dögum sem mér finnst svo ánægjulegt að sé til. Ég er mamma og á mömmu (og meira að segja fleiri en eina) og ég veit hversu krefjandi þetta dásamlega hlutverk þetta er. Börnin gráta, ég græt, börnin hlæja, ég hlæ … og svo framvegis … mömmur tengja.

Árlegt átak mæðrastyrksnefndar, mæðrablómið, hefur farið í sölu og í ár munu þær selja kerti með fimm mismunandi skilaboðum, hönnuð af Þórunni Árnadóttur. Kertin eru þannig að þú brennir kertið og þá koma skilaboð – mjög spennandi! 

“Ég skal mála allan heiminn elsku mamma”,
“Takk elsku mamma”,
“Þú ert best”,
“Þú ert ofurhetjan mín”,
“Fyrir heiminum ertu móðir,
“Fyrir mér ertu heimurinn”

Ég kveikti á mínu kerti fyrr í dag og hlakka til að sjá skilaboðin myndast. Mín verða “Ég skal mála allan heiminn elsku mamma” en það var forsetafrúin Eliza Reid sem kom með þá hugmynd að hafa þá fallegu línu með í herferðinni í ár.

Kertin verða til sölu í Kringlunni og Smáralind í dag en einnig má finna þau í öllum búðum Pennans Eymundssonar, í Epal Skeifunni, Hörpu og Kringlunni, Snúrunni og hjá Heimkaup.is, HÉR.

Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar sem stofnaður var árið 2012. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur til menntunar til að auka möguleika þeirra á góðu framtíðarstarfi. Frá því að hann var stofnaður hafa verið veittir 170 styrkir til 100 kvenna.

Gleðilegan mæðradag allar mæður!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR