fbpx

TOPP FIMM Á DÖNSKU TÍSKUVIKUNNI

FASHIONFASHION WEEKFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Í fyrsta sinn í mörg ár fylgdist ég með tískuvikunni í Kaupmannahöfn úr fjarlægð. Margt vakti athygli mína og það kom mér á óvart hversu vel maður getur fylgst með í rauntíma þrátt fyrir að vera ekki á staðnum – takk tækni. Það er þó auðvitað ekki hægt að líkja því saman við að mæta og upplifa stemninguna. Hér að neðan hef ég tekið saman topplista af því sem vakti mest mínn áhuga. Lesið lengra og metið eftir ykkar smekk :)

GANNI x 66°NORÐUR

Þau gerðu það aftur! Íslenska Sjóklæðagerðin og danska hátískumerkið kynntu samstarfsflíkur í fjórða sinn á nýliðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Klárlega hápunktur hjá undirritaðri sem er mikill aðdáandi beggja merkjanna, en líka sérstakur aðdáandi þess þegar íslensku gengur vel erlendis. 66°Norður hefur svo sannarlega sannað vinsældir sínar á erlendri grundu. Eins og fyrri ár þá byggir samstarfið áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður í útivistarfatnaði. Útkoman fer rábær og það verða ekki bara æstir Íslendingar sem munu bíða eftir þessu í sölu í haust.

66°Norður x GANNI FW23

Bráðlega megum við eiga von á samstarfsflíkum sem kynntar voru í ágúst, þar mætti ég eftirminnilega á spíttbát, komin 35 vikur á leið haha: LESTU HÉR

TENNISBOLTAR HJÁ BAUM UND PFERDGARTEN

Nokkrar tískuvikur í röð hef ég heimsótt sýningarherbergi BAUM UND PFERDGARTEN daginn eftir show. Ó hvað ég vildi að ég hefði verið í dönsku höfuðborginni þegar þessi lína var sýnd. Tennisþema … mig langar í boltaveskið.

BAUM UND PFERDGARTEN FW23

FYRIRSÆTAN SEM DRÓG DÚKINN Á EFTIR SÉR

(Di)vision sýndi fatalínuna “Dressed for Disaster” fyrir næsta haust. Lokalúkkið sprengdi netheima, ekki að ástæðulausu.
Ég elskaði sýninguna en er persónulega ekkert að tryllast yfir fatnaðinum sem henni fylgdi, ekki fyrir minn smekk. Þetta kemst því á listann fyrir frábæra hugmynd sem skilaði sér í gríðarlegri dreifingu á öllum miðlum.

 

OPNAÐI HJÁ OpéraSPORT

Það var hin fagra Isabella Lu Warburg sem opnaði sýninguna hjá OpéraSPORT … það er kannski ekki frásögu færandi fyrir alla nema fyrir þær sakir að þessi flotta fyrirsæta býr hér á Íslandi og kannski ekki margir sem vita það.

Haustlínan hjá Opera er svo næs og mig langar í alltof margar flíkur í minn fataskáp.
Ég hef verið fan frá fyrsta degi af þessu merki og fagnaði þegar Húrra Reykjavík hóf sölu á því fyrir um ári síðan.

 

OPÉRASport FW23

 

SAKS POTTS Á ALLA FJÖLSKYLDUNA

Veiii elska elska að Saks hafi sýnt fatalínu í fyrsta sinn á alla fjölskylduna. Er líka svo ánægð með ungu hönnuðina Cathrine Saks og Barböru Potts að fá það í gegn að sýna haustlínuna í tívolíinu þrátt fyrir að því sé lokað á þessum tíma árs – sýnir mér ákveðnina og áræðnina í þessum öflugu og hæfileikaríku konum. Saks Potts fæst í Andrá á Laugavegi.

Þetta og margt fleira vakti athygli mína – takk fyrir mig danska tískuvika, rafrænt að þessu sinni.

Hlakka til haustsins.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HRINGRÁS: dansverk til heiðurs kvenlíkamans

LÍFIÐ

Góðan daginn og gleðilegan febrúar … þessi tími … hann flýgur!
Á þessum tíma árs heilsa ég ykkur alltaf frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn en í fyrsta sinn í mörg ár er ég að missa af henni og fylgist bara með úr fjarlægð. Ég sit þó ekki auðum höndum því samhliða því að vera í mömmó með minnstu dúllunni minni þá er ég svo lánsöm að fá að taka þátt í HRINGRÁS sem er eitt fallegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í.

Hringrás er dansverk sem samið til að heiðra kvenlíkamann og það er ekki hægt að segja annað en VÁ yfir allri fegurðinni sem fylgir verkinu. Það er margverðlaunaði dansarinn Þyri Huld Árnadóttir sem er bæði höfundur og dansari en hún hefur fagnað líkamanum í allskonar myndum þegar hún dansaði með barn í maga, aftur þegar hún var nýbúin að fæða og svo núna þegar hún er búin að endurheimta styrk líkamans. Líkami konunnar breytist á meðgöngu og ferlið er ótrúlegt og það má fagna hverju og einu tímabili.

Algjört kvenna power teymi kemur að verkinu en það er Saga Sigurðardóttur ljósmyndari og Anni Ólafsdóttirsem sjá um myndbandsinnsetningu, Urður Hákonardóttir sér um tónlist, og Júlíannna Steingríms um búninga- og leikmyndahönnun. Auk þeirra er leikstjórn & æfingastjórn í höndum Aðalheiðar Halldórsdóttur.

Að hafa fengið að fylgja verkefninu eftir í næstum tvö ár hafa verið mikil forréttindi og ég get ekki beðið eftir frumsýningu á föstudaginn.

Ég mæli með að allir tryggi sér miða HÉR – mjög takmarkaðir sýningardagar, svo hafið hraðar hendur ;)

Ég mæli sérstaklega með að óléttar konur og allar mömmur sjái þetta einstaka verk. 

LESTU LÍKA: UPPGÖTVAÐI LÍKAMANN SINN UPP Á NÝTT

Sjáumst í leikhúsinu!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GERUM BETRI KAUP Á ÚTSÖLU

SHOP

Það standa yfir lokaútsölur víða og mér datt því í hug að deila með ykkur nokkrum næs vörum sem ég hef spottað á niðurlækkuðu  verði í verslunum landsins. Vonandi kemur slíkur listi ykkur að góðum notum. Þið finnið linka inn á hverja vöru hér að neðan –

Happy shopping!

Mads Noorgaard pallíettujakki, fæst: HÉR
Hvisk snyrtitaska fæst: HÉR
EYTYS peysa fæst: HÉR
Hope prjónuð kaðlapeysa, fæst: HÉR
ANITA HIRLEKAR blazer, búinn að vera á óskalista lengi. Fæst: HÉR
SaksPotts opinn í bakið bolur, fæst: HÉR
Eygló samfestingur, fæst: HÉR
Magneu ó svo hlýja og fagra ullarkápa, fæst: HÉR
Cargo buxur frá Co´Couture, fást: HÉR
Jodis by Andrea Röfn stígvél, fást: HÉR
Verið sniðug og kaupið sneakers fyrir sumarið á útsölu í janúar, fást: HÉR
Svartur skvísutoppur frá Lindex, fæst: HÉR
Blár bundin frá Weekday, fæst í verslun og HÉR
Gylltir eyrnalokkar, fást: HÉR

*ath, ekki er um samstarf að ræða

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

VINSÆLAST ÁRIÐ 2022 – TOPP 20

LÍFIÐ

Halló 2023 – mikið líður þessi blessaði tími.

Árið 2022 var mitt tíunda hér á Trendnet, mitt þrettánda í bloggskrifum. Ég var ófrísk meiri part árs, við héldum áfram framkvæmdum í húsinu okkar, ég náði að ferðast mikið með og án barna, vinnu vegna en líka í frí, tískubablið heldur alltaf áfram og ég deili því sem ég finn að þið viljið fá frá mér – kauptips er alltaf vinsælt sem og persónuleg nálgun á mín lúkk og lífið almennt. Það er alveg magnað og skemmtilegt að sjá að 4 ára brúðkaupsfærslan mín nái enn á ný inn á topplistann en það hefur hún gert frá því 2018. Förðun – föt – matur og ferðalög verður allt á sínum stað á nýju ári og Beta Byggir er hvergi hætt en framkvæmdirnar eru þær vinsælustu á árinu.

Gleðilegt ár kæru lesendur.
Þakklæti til ykkar!

ást og friður. xx, Elísabet Gunnars.

20. NEW YORK MEÐ PLAY – STÓRBORGARLÍF, SVEITASÆLA OG SKEMMTIGARÐAR

Við fjölskyldan héldum í spennandi sumarfrí og í samstarfi við Play Air varð New York fyrir valinu. Við áttum yndislega viku þar sem við fengum sitt lítið af hverju – stórborgarlífið í New York, sveitasæluna í Hudson Valley og all-in Legoland heimsókn fyrir smáfólkið.

19. NÝTT Í FÖRÐUNARRÚTÍNUNA

Ég sat helgarnámskeið Makeup Studio Hörpu Kára á dögunum þar sem ég lærði eitt og annað þegar kemur að förðunartrixum fyrir sjálfa mig. Frábær og mjög þörf helgi fyrir undirritaða!  Water mist í förðunarrútínuna er eitt af því sem Harpa miðlaði úr sínum verðmæta reynslubanka og ég tók til mín, hef notað daglega síðan. Að nota Water Mist gefur ferskari tón og heldur dagsförðuninni við þegar líður á dagana. Ég nota það án förðunar og með í förðunarskrefum. Hörpu trix var að spreyja því vel á milli í förðunarskrefum og því meira – því betra, þannig helst förðunin betur á inn í daginn. Að geyma vöruna í veskinu yfir daginn og spreyja á mig síðdegis þegar þreytan fer að segja til sín gefur svo ótrúlega virkni til að halda í ferskleikann fram á kvöld. Frábær vara sem ekki allir vita af og því skemmtilegt tips að deila með ykkur hér á blogginu.

Water Mist fæst frá mörgum merkjum og ég nota frá La Roche-Posay, fæst: HÉR

LESA MEIRA

18. SUMARSALAT Í JÚLÍ HAUSTVEÐRI

Ég elska elska nýju fallegu skálina mína frá KER sem geymir ávextina dagsdaglega í nýja eldhúsinu mínu – en ég hef verið svo spennt fyrir að nota til sumarsalatgerðar. Búin að bíða eftir blíðskaparveðrinu en þar sem það er í felum þá læt ég þetta ganga upp án sólar.

Salatið sem ég gerði í gær inniheldur allt sem mér finnst gott

Uppskrift:

Ferskt salat
Jarðaber
Vínber
Agúrka
Örnu fetaostur
Brauðteningar
Döðlur

allt sett saman í skál ..

Með eða án kjöts, eftir smekk, en okkur fannst passa einstaklega vel að grilla með því kjúkling og beikon –

17. HÆ FRÁ HUDSON VALLEY

Halló HUDSON VALLEY, NEW YORK CITY. Til hamingju PLAY með þennan nýja og spennandi áfangastað sem við hlökkum til að kynnast. Við ætlum að skipta ferðinni smá upp, gistum á mismunandi stöðum og hér hefst stuðið. Ég hef aldrei séð son minn jafn sáttann með neitt! Þetta er svefnherbergið okkar! Eins og þið vitið þá þekkjum við Legoland vel eftir búsetu okkar í Danmörku. Legoland New York er samt nýtt og við erum spennt fyrir fyrstu dögum.

THE KIDS ARE ALRIGHT

LESA MEIRA

16. GANGIÐ HÆGT UM GLEÐINNAR DYR

Furðulegur raunveruleiki á þessum föstudegi – dagur sem við höfum mörg beðið eftir í lengri tíma. Aflétting allra takmarkanainnanlands og á landamærum er hafin hérlendis, til hamingju Ísland með venjulegt líf á ný!

Það er við hæfi að taka saman Frá Toppi Til Táar fyrir okkur sem viljum kíkja út á lífið næstu daga. Það er TaxFree af snyrtivörum í Hagkaup um helgina og þar má gera góð kaup, sjaldan meira við hæfi myndu einhverjir segja.

Eins og áður vel ég vörur úr íslenskum verslunum og ekki er um samstarf að ráða.

Góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr.

LESA MEIRA

15. BABYMOON – ÖÐRUVÍSI ALICANTE

Ó hvað spontant getur verið best. Einn erfiðan sumardag þegar lægð skall á landið í byrjun mánaðar þá ákvað ég að við Gunni skyldum hoppa í foreldrafrí í sólina, líklega það síðasta í einhvern tíma þar sem von er á nýjum fjölskyldumeðlim í haust. Við sáum alls ekki eftir ákvörðuninni að hoppa í hitann og náðum að fullnýta vikuna okkar vel.

Við byrjuðum í Valencia, borg sem fylgjendur mínir á Instagram vildu vita meira um. Það voru fáir sem gerðu sér grein fyrir hversu nálægt Alicante borgin er. Strönd í borg er concept sem ég kann mjög vel að meta. Ef ég ætti að lýsa Valencia þá upplifði ég hana sem litla Barcelona nema einhvernvegin hreinni og rólegri. Ást við fyrstu kynni hjá undirritaðri. Ég mæli með heimsókn í haust og “framlengja” þannig sumarið.

Ég á einhver góð tips fyrir ykkur sem leggið leið ykkar til borgarinnar…

LESA MEIRA

14. FRÁ FJÖLLUM ÍTALÍU Á HEIMILI Á ÍSLANDI

Beta Byggir hefur verið í smá pásu undanfarið eftir létta framkvæmdakulnun. Eftir frí og ferðalög þá kemur hún fersk inn aftur. Heimilið er komið á ágætis stað núna – þó svo að það sé heill hellingur af smáatriðum eftir.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá fallegu borðplötunni sem við völdum. Við heimsóttum í raun bara einn stað og fengum frábæra þjónustu og fræðslu frá Granítsmiðjunni. Við vorum ákveðin í að velja nokkuð látlausan ljósan stein á móti eikar eldhúsinu, ég vildi hafa hann alveg basic á meðan Gunni vildi hafa smá líf í honum. Við enduðum einhvers staðar þarna mitt á milli –  og ég er í skýjunum með útkomuna!!

LESA MEIRA

13. ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT

Eins og fyrri ár hef ég tekið saman gjafahugmyndir sem ég held að gætu hitt í mark. Allt eru þetta flíkur og vörur sem mættu vera undir mínu jólatré og allt frá íslenskum verslunum, sem þýðir að þið ættuð að geta nálgast allt saman fyrir jólin.
Ég setti upp FYRIR  HANA og FYRIR SMÁFÓLKIÐ hér í sömu færslunni en ég vona að þið getið nýtt ykkur hugmyndirnar.

Allir fá þá eitthvað fallegt –

FYRIR HANA

LESA MEIRA

12. HVÍT GÓLF Í DÖNSKUM STÍL

Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um hvítu gólfin okkar. Þau eru innblásin af yndislega húsinu okkar í Danmörku, en þetta er nokkuð algengt hjá frændum okkar Dönum, að þeir lakki plankagólfin hvít.

Þetta var ekki endilega planið hjá okkur til að byrja með. Planið var að skipta um gólfefni og á sama tíma setja hita í gólfið til að geta fjarlægt ofna og opnað betur rými. En í hreinskilni sagt þá var þolinmæðin gagnvart grófum framkvæmdu á þrotum ásamt því að bankabókin var farin að erfiða. Við tókum því skyndiákvörðun eitt kvöldið að halda bara gólefnum og sjarmerandi pönnuofnum, en að mála þau öll hvít og halda þannig smá heildarsvip í gegnum allar hæðir.

LESA MEIRA

11. EIN STOFA – 4 MOTTUR FRÁ KARA RUGS

Ég hef lengi haldið upp á fjölskyldufyrirtækið Kara Rugs sem stofnað var árið 2018 af fótboltamanninum Ólafi Inga og eiginkonu hans Sibbu Hjörleifsdóttur. Þau byrjuðu ævintýrið með því að flytja inn handofnar tyrkneskar mottur eftir búsetu í Tyrklandi um nokkurt skeið. Í dag hefur vöruúrvalið breikkað og bjóða þau upp á mottur frá ýmsum vel völdum birgjum hvaðan af úr heiminum. Sænska merkið Classic Collection er virkilega veglegt merki sem sérhæfir sig í handofnum mottum frá Indlandi. Fyrirtækið setur mikinn metnað í handverkið og vinnur náið með verksmiðjum sínum til að skapa vörur sem endast. Classic Collection motturnar eru handofnar í vefstólum, hver og ein, eftir ævagömlum hefðum á Indlandi. Engar vélar koma þar við sögu. Hver motta er því einstök.

Ég mátaði nokkrar mottur fyrir stofuna okkar heima og fór yfir málið á story með ykkur. Hægt er að sérpanta flestar mottur frá Classic Collection mjög stórar, 250×350 og 300×400. Það er örugglega gott tips að fá fyrir marga.

CURVE IVORY

LESA MEIRA

10. LÍFIÐ 3.0

Og þá stækkaði hjartað enn meira, þegar ég varð á einni nóttu forrík þriggja barna móðir. Það má með sanni segja að litla vogin mín hafi viljað hoppa með hraði í heiminn en ég rétt náði á spítlann áður en daman skaust í heiminn, í orðsins fyllstu. Ég á tvær fæðingasögur á undan þessari sem báðar voru langar, erfiðar og átakanlegar. Ég hef því verið að grínast með það á meðgöngunni að ég sé ekkert voðlega góð að eignast börn – en hver er það svosem? Auðvitað á maður kannski ekki að tala svona enda sagt með brosi á vör, allar konur eru góðar að eignast  börn, sama hvernig þau komast í þennan stóra heim. Það allra mikilvægasta og magnaðasta sem við fáum að upplifa og ég er svo lánsöm að hafa nú gengið í gegnum þessa upplifun þrisvar sinnum. Að þriðja fæðing hafi verið svona frábrugðin hinum tveimur setti svo fallegan punkt á þetta hlutverk í mínu lífi. Þetta var síðasta fæðingin mín og að fá nýja mynd á það magnaða móment er svo gefandi og gaman. Bestu móment lífsins sem gefa fallegustu gjafirnar. Ég er mjög þakklát kona og ber svo mikla virðingu fyrir öðrum konum sem ganga í gegnum þessa athöfn, VÁ hvað við erum geggjaðar – sterkar og stórkostlegar, það þarf sko ekkert að spara hrósin fyrir mæður.

LESA MEIRA

9. MÍN 11.11. KAUPTIPS

Gleðilegan 1111 dag kæru lesendur.

Er þetta dagurinn sem þú klárar allar jólagjafirnar og hvílir sig þig svo bara fram að jólum? Ég vildi að ég væri það skipulögð en það kannski kemur með reynslunni. Ég er aftur á móti með nokkra hluti í körfum hér og þar og að velta fyrir mér hvar peningunum verður best eytt á þessum ágæta afsláttardegi sem flestar verslanir taka þátt í.

Hér að neðan hef ég tekið saman vörur frá samstarfsverslunum mínum í bland við annað sem ég bara kann vel að meta og hef því með. Allt vörur frrá íslenskum netverslunum sem allar eru með afslátt út miðnætti í kvöld. Um að gera að skoða vel og nýta til góðs.

Tíska – heimili – smáfólkið? 

LESA MEIRA

8. FYRIR HANN

Strákar koma reglulega upp að mér og óskað eftir að ég sýni meira af kauptipsum fyrir herramenn landsins. Hér er því tímabært að verða við þeirri ósk. Eins og þið vitið hef ég verið dugleg að sýna hvað íslenskar verslanir hafa upp á að bjóða fyrir okkur konurnar. Nú er komið að því að taka saman Frá Toppi Til Táar fyrir herrana. Njótið –

LESA MEIRA

7. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA

6. B27 – BAÐHERBERGIÐ

Nýja baðherbergið í kjallaranum okkar er loksins klárt og ég frumsýndi það víst alveg óvart um síðustu helgi. Fannst eins og ég hefði áður sett það í mynd á Instagram hjá mér en það var greinilega ekki staðan því spurningunum rigndi inn.

Við fengum allt á einum stað – í BYKO – og erum í skýjunum með útkomuna.

PRESSAÐU Á PLAY

 

 

LESA MEIRA

5. ELDHÚSIÐ – SAMI LITUR Á VEGG OG SKÁP

Beta Byggir er ekki dauð í öllum æðum og ég ætla að fá að segja ykkur aðeins betur frá breytingum okkar í eldhúsinu. Við fórum í miklar pælingar fram og tilbaka og að lokum fengum við þær snilldar dömur frá M studio til að gefa okkur faglegt ráð og það borgaði sig heldur betur.

 

Vissuð þið að það er hægt að fá sama lit á vegg og innréttingu? Þetta er eitthvað sem ég bara hafði ekki hugmynd um fyrr en í okkar ferli og mér finnst þetta svo frábær punktur að deila með ykkur ef þið eruð eins og ég, og viljið ekki hafa skil á milli mismunadni tóna hvítu, sem dæmi.

PRESSIÐ Á PLAY

 LESA MEIRA

4. MEÐ KITKAT FLÍSAR Á HEILANUM

Hvort sem við köllum þetta kitkat flísar, píanóflísar eða fingra flísar þá eru þessar þunnu mjóu flísar fegurð fyrir augað og ég hef verið með þær á heilanum í nokkra mánuði. Þær gefa rýmum mikinn klassa að mínu mati. Við leituðum lengi að þessum fínu flísum í verslunum hér á Íslandi en án árangurs, þær voru hugsaðar fyrir nýtt lítið baðherbergi sem við erum að bæta við í húsið í kjallara.

LESA MEIRA

3. KONUR ERU KONUM BESTAR VOL6

Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt að byrja sölu þessa árs með mína litlu konu í maga. Verkefnið byrjaði auðvitað með það að leiðarljósi – við viljum hafa áhrif á næstu kynslóð kvenna –  tökum pláss – verum næs – höldum með hvor annarri – það er nóg pláss fyrir alla til að blómstra á mismunandi, eða sömu, sviðum samfélagsins.

Ég er virkilega ánægð með bolinn í ár en við fengum unga listamanninn kridola með okkur í lið að þessu sinni en hún er eigandi setningarinnar sem prýðir bolinn:

ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

LESA MEIRA

2.  TVÖ VERÐA ÞRJÚ

Hæ og æ hvað það gleður mig að hætta loksins í feluleik með nýjustu fréttir af okkur fjölskyldunni. Það bætist í hópinn í haust þegar lítil systir mætir til okkar – spennandi!
Það hefur verið heldur átakanlegur tími hjá mér síðustu mánuði við að halda þessu leyndu en við Gunni vildum segja Ölbu á undan öllum öðrum. Við foreldrarnir héldum þessu því út af fyrir okkur fyrstu 12 vikurnar+ og sögðum svo nánasta hring eftir að börnin vissu fréttirnar. Núna loksins segi ég svo frá hér og á mínum miðlum. Í fréttum er þetta helst …

LESA MEIRA

1. FALLEGASTA HEIMILIÐ Í SKANDINAVÍU?

Forsíða AD Magazine, mars isssue

Ohh hvað ég elska elska heimili hjónanna Pernille Teisbæk og Philip Lotko sem þau hafa nýlega tekið alfraið í gegn í Kaupmannahöfn. Eins og svo margir þá fylgdist ég með ferlinu í marga mánuði í gegnum Instagram aðgang Pernille sem sýndi þar reglulega frá stöðu mála.
Heimilið þeirra er eitt af fáum einbýlum í Frederiksberg, húsið var byggt árið 1875 og það tók hjónin 8 mánuði að gera það upp áður en þau gátu flutt inn með strákana sína þrjá. Það var arkitektinn Malene Hvidt hjá Spacon & X sem á heiðurinn af vel heppnuðu skipulagi sem skiptir sköpum í endurbyggingu á slíkri eign.
Undirrituð er heilluð af einfaldleikanum og einstöku húsgögnum fjölskyldunnar sem virðist ekki stíga feilspor í heimilis stíl frekar en annarstaðar. Trendy en samt einhvern veginn tímalaust –

LESA MEIRA (MYNDBAND OG MYNDIR)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

OPNUM FAÐMINN OG VERUM GÓÐ

DRESSLÍFIÐSAMSTARF

Gleðilegt nýtt ár, ást og friður til ykkar kæru lesendur. Mesti mánudagur í manna minnum tekur á móti okkur eftir stutt frí.  Ég ákvað að bæta ofan á það og vaknaði með hita og beinverki, hef verið betri og peppaðari að taka á móti nýjum tímum. EN áfram gakk !

Vegna veikinda hjá svakalega mörgum í minni fjölskyldu þá breyttust áramóta plönin okkar klukkan 16 á Gamlársdag og héldu áfram að breytast þegar nýr og nýr fjölskyldumeðlimur féll með í veikindi … það hefur svolítið verið staðan þessi jólin hér á bæ. Fall er fararheill?

Við Alba vorum í stíl þetta kvöldið – hún í topp og ég í kjól frá Andreu vinkonu okkar. Fást: HÉR
Sá fallegasti !! AndreA að toppa sig.

Það sem stóð hæst uppúr á árinu okkar –  nýr fjölskyldumeðlimur – Anna Magdalena. Hún var líka ástæða þess að ég var mjög stutta stund í partýklæðum þessi áramótin.

 

2023, margt á dagskrá en margt óplanað sem ég hlakka til að móta næstu mánuði – ég hlakka til.

xx,-EG-.

 

 

 

JÓLAMOLASPJALL VIÐ VÍSI

LÍFIÐ

Gleðileg jóli kæru lesendur.
Enn ein jólin afstaðin og ég náði að njóa þeirra vel með mínu allra besta fólki. Það er alltaf gaman að rifja upp minningar frá þessum tíma árs en ég fór yfir nokkur móment með Vísi fyrr í mánðinum – viðtal sem mér datt í hug að gaman væri að endurbirta á blogginu.  Takk fyrir mig Vísir …

 

Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?

„Elsta dóttir mín, hún Alba, er hreinræktaður Elf, alveg jólasjúk. Ég er kannski smá Grinch þegar hún spilar jólalög í byrjun október en breytist síðan í Elf þegar desember gengur í garð, jólin eru svo notaleg og ég tek þeim alltaf fagnandi.“

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

„Við fjölskyldan höfum búið víða og upplifað allskonar jól í mismunandi löndum. Jólamarkaðir í Þýskalandi og Frakklandi hafa eitthvað sérstakt vibe sem kveikir í jólaandanum.

Þegar ég fór að hugsa betur þá vaknaði líka ljúf og falleg minning þegar ég fór sem lítil stúlka á jólunum til heldri borgara í Gerðubergi og söng fyrir þau jólalög.

Aðfangadagskvöld heima í Danmörku fyrir tveimur árum síðan, það besta í heimi en ég kem því ekki í orð afhverju. Bara allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm með mínu allra dýrmætasta fólki í okkar jólakúlu eins og var og hét á þeim tíma, útaf svolitlu.“

Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Gunni var Rómeó ca. fyrstu 10 árin okkar sem kærustupar og gaf mér alltaf auka gjöf með jólagjöfunum, nefndi hana skemmtilega pakkann. Hann lagði mikinn metnað í að hafa hana persónulega, ekkert alltaf væmna en alls konar sem fól í sér smá bras og bræddi mig alltaf á aðfangadag. Allar þær gjafir voru aðeins betri en hinar. Hér með skora ég á hann að taka upp þennan sæta sið á ný haha.“

Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Man ekki eftir því að hafa fengið lélega jólagjöf – myndi allavega ekki segja frá því hér. Ef ég fæ slíka þá skipti ég henni pottþétt, ég er ekkert hrædd við að skipta því sem fellur ekki í kramið.“

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

„Það er engin ein. Ég elska að við fjölskyldan sköpum okkar eigin hefðir. Ristað brauð með graflax og eggjum í hádeginu á aðfangadag, jólamaturinn með því besta úr öllum áttum, rauðvínsglas horfandi í glampandi augu barnanna yfir opnun jólapakkanna og kyrrðin þegar þau er komin í háttinn. Jóladagur er síðan í miklu uppáhaldi, líklega eini dagur ársins sem inniheldur engar áhyggjur og algjöra slökun.“

Hvert er þitt uppáhalds jólalag?

Jólin eru okkar með Valdimar og Bríeti er sérstaklega fallegt og var það fyrsta sem kom í hugann. Christmas Lights med Coldplay er líka æði og svo Stúfur líka hressandi.“

Hver er þín uppáhalds jólamynd?

„Held það sé pottþétt Holiday, spennt að horfa á hana aftur og aftur.“

Hvað borðar þú á aðfangadag?

„Ég var alin upp við hamborghrygg og við höfum haldið í sömu hefð á okkar veisluborð eftir að við byrjuðum sjálf að halda jólin. Við höfum alltaf borðað íslenskan Hagkaups hrygg í útlöndum, þennan sem ekki þarf að sjóða. Mér finnst hann lang bestur en hann er ekki jafn saltaður og þeir eiga til að vera. Meðlætið er líka mikilvægt og þar er laufabrauð og Waldorf salat must. Ég held svo í hefðina hennar Elsu ömmu og ber fram rækjukokteil í forrétt sem er svo góður. Þetta er uppáhalds matur barnanna minna og þau borða sjaldan betur en klukkan ca. 18:30 þann 24. desember.“

Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár?

„Íslenskt eða samveru. Einhver falleg íslensk list á vegginn myndi hitta í mark en ég passa mig kannski á að nefna að slíkt vil ég velja sjálf – bara svona svo að foreldrar eða tengdaforeldrar lesi ekki þessa grein og sjái sér leik á borði og velji eitthvað fyrir okkur. Gjafabréf í Listvali myndi hitta í mark.

Ef ekki list fyrir heimilið þá mögulega íslenska hönnun. Falleg hvít kápa kemur upp í hugann, hvíta leðurkápan frá Andreu vinkonu eða hvíta ullarkápan frá Magneu Einars eru ofarlega á lista þetta árið.“

Leðurkápan frá Andreu fæst: HÉR
Ullarkápan frá Magneu fæst: HÉR

Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?

„Börnin mín og jólaandinn þeirra hringir inn mín jól, þau gáfu mér algerlega nýja sýn á þennan tíma ársins.

Við í Konur Eru Konum Bestar förum alltaf með ágóðann af bolasölunni í góðar hendur á aðventunni og það er oft sá dagur sem ég fæ jólaandann yfir mig.“

LESTU LÍKA: STYRKTU LJÓNSHJARTA UM 8,5 MILLJÓNIR

Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?

„Ég er nýkomin heim frá París þar sem ég tók þátt í skemmtilegu verkefni með Chanel. Þessi uppáhalds borg mín er líklega aldrei rómantískari en á þessum árstíma.

Síðan var planið að vera í mömmó með minnstu dúllunni minni sem fæddist í október en við mæðgur erum óvænt bara að taka þátt í stuðinu sem fylgir aðdraganda jólanna í mínum bransa. Ég er þó í færri verkefnum en áður og reyni að gera þetta á okkar takti.

Það er bara ekki hægt að sleppa ýmsum hefðum sem ég hef haldið í á blogginu síðustu árin, t.d. veglegu gjafaleikina sem ég vinn með mismunandi fyrirtækjum alla sunnudaga á aðventunni. Það er svo gaman að gleðja lesendur og þakka með þessum hætti fyrir samveruna á árinu.“

VIÐTALIÐ Í HEILD SINNI HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOPSMÁFÓLKIÐ

Eins og fyrri ár hef ég tekið saman gjafahugmyndir sem ég held að gætu hitt í mark. Allt eru þetta flíkur og vörur sem mættu vera undir mínu jólatré og allt frá íslenskum verslunum, sem þýðir að þið ættuð að geta nálgast allt saman fyrir jólin.
Ég setti upp FYRIR  HANA og FYRIR SMÁFÓLKIÐ hér í sömu færslunni en ég vona að þið getið nýtt ykkur hugmyndirnar.

Allir fá þá eitthvað fallegt –

FYRIR HANA

Mjög ofarlega á mínum óskalista, Tindur í rauðu. Fæst: HÉR
Sparkle Top frá Andreu er pottþétt á óskalista margra. Fæst: HÉR
Vesti frá uppáhalds Opera Sport, love love. Fæst: HÉR
Blómatrefill úr 100% ull, fæst: HÉR
Þakkið mér seinna en þessir maskar eru það sem við þurfum öll eftir jólaátið. Bio Effect uppáhaldið mitt er tilvalið í jólapakkann, fæst: HÉR
Kápa drauma minna, frá Magneu. Fæst: HÉR og í KIOSK
Íslensk list í jólapakkann. Mæli alltaf með Listval. Áslaug Íris er ofarlega á mínum óskalista. Fæst HÉR
Sjöstrand Espresso vélin fallega fæst í gulli HÉR og í verslunum Epal, á verma.is og á fleiri stöðum.
AndreA yoga top … þessi sem við munum nota undir dragtirnar aftur og aftur. Fæst: HÉR
Eins og þið vitið þá er undirrituð mikið Malene Birger fan, sniðin henta mér svo vel. Þessi ljósi fæst HÉR og kemur líka í svörtu
Skipulagsdagbók fyrir árið 2023 – ég er alltaf spenntust fyrir bókinni hennar Rakelar sem fæst: HÉR
Steamery er vara sem hefur verið á mínum óskalista í nokkur ár en ég hef ekki eignast ennþá. Fæst: HÉR
Stine Goya pallíettukjóll: Andrá & HÉR
Stálpottarnir frá Combekk eru gerðar úr hágæða endurunnu ryðfríu stáli og við elskum okkar og því get ég mælt heilshugar með. Fæst: HÉR
Hágæða förðunarburstar og sett frá MakeupStudio Hörpu Kára. Fást í HAF og: HÉR
Orð Töru Tjörva er fallegri gjöf sem mun hitta í hjartastað. Fæst: HÉR
Eyrnalokkar sem passa við allt og koma í nokkrum litum. Fást: HÉR
Ker skál, fyrir salt og pipar? Fæst: HÉR
Chanel varasalvi: Hagkaup
Ég hef lengi leitað að einmitt þessum brúna lit á neglurnar. Hátíðlegt? Fæst: HÉR
Sundhöll sundbolur í grænu, fæst: HÉR
Guide to Coco Chanel bók á borð. Fæst: HÉR
JoDis By Andrea Röfn há stígvél – líka í þessum brúna lit sem ég er svo hrifin af. Fást: HÉR


FYRIR SMÁFÓLKIÐ

Viðarkubbar sem hafa verið í mikilli notkun á mínu heimili í mörg ár: HÉR
Afafötin frá AsWeGrow – svo falleg gjöf. Fatnaður sem stækkar með börnunum.  Fæst: HÉR í mörgum litum.
Pocket dress í brúnu, frá AWG, fæst: HÉR
Falleg viðarleikföng er tilvalin jólagjöf fyrir minnstu krílin. Playroom er með mikið úrval af slíku HÉR
Duddubox er ný snilld frá BIBS. Fæst: HÉR
Hengið snuð sem skraut á jólapakka minnstu barnanna? Fást: HÉR
Það sem ég nota hvað mest á dúlluna mína eru svona sætir heilgallar. Bangsagallinn er úr nýrri línu Petit Stories, fæst: HÉR
Bugaboo Giraffe hefur verið okkar lífsins björg með ungabarn á heimilinu. En þetta er einmitt sú vara sem er jólagjöf þeirrar yngstu í ár á okkar heimili. Fyrirfram gjöf ;) Fæst: HÉR
Baðsett með dúsk: HÉR
Sæti bangsi, fæst: HÉR
Dúnúlpur, sú sætasta í bransanum er frá 66°Norður. Fæst: HÉR
Hör sængurverasett. Persónulegt með bókstaf eða Sofðu Rótt áletrun. Fæst: HÉR
Bækur er alltaf svo falleg gjöf. Sagan af Dimmalimm fæst: HÉR
Límmiða eyrnalokkar fyrir litlar skvísur, fæst: HÉR
Snjókúla: Epal og HÉR
Hringla: HÉR
Nagdót: HÉR

Sjáumst á ferðinni :)
Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

MATARKARFA FRÁ HAGKAUP – verður þú sá heppni?

LÍFIÐSAMSTARF

Gleðilegan fjórða í Aðventu, það styttist verulega í jólin og ég held áfram að gefa með gjöfum sem ég held að geti glatt fylgjendur …

Í samstarfi við Hagkaupsverslanir ætlum við að gefa heppnum einstaklingum Matarinnkaup að verðmæti 50.000,- … (!)

Síðustu árin hef ég keypt hamborgarahrygg frá appelsínugulu versluninni en hann er svo einfaldur að elda því það nægir að setja hann inn í ofn, Hagkaupshryggurinn er létt saltaður og nammi svo bragðgóður – ég hlakka til að bera minn á borðið um næstu helgi. Malt og appelsín og munið eftir konfektinu …
Hér að neðan sjáið þið mig með fullt í fangi þegar ég raðaði í innkaupakörfuna og reyndi að muna eftir öllu af listanum en svoleiðis listar eru algjört lykilatriði þegar farið er í jólainnkaupin. Ekki örvænta ef þið gleymið einhverju því þá er alltaf hægt að hoppa út í búð en opnunartími Hagkaupa er eftirfarandi yfir jólin. Sjá hér.


Freistið gæfunnar og takið þátt með því að smella á myndinna hér að neðan.

Megi heppnin vera með þér – ég dreg út á miðvikudag.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

DRESS: mademoiselle

DRESSÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Eftir mikla keyrslu síðustu daga þá er plan dagsins ekkert annað en knús og kram við Magdalenu mína sem er í fyrsta sinn í útlöndum, 2 mánaða dúllan mín. Allt hefur gengið svo vel hingað til en ég hlakka til að vinna með þetta plan í dag –

Kaffi, meira kaffi, gjafastopp, pönnukaka með nutella, sól í augu, rauður nebbi, croque monsieur, horfa upp á fallegu byggingarnar, jólatónlist …  já París er engu öðru lík á þessum tíma árs og að fá að njóta borgarinnarr með litla dömu í vagninum er alveg pottþétt uppáhalds göngutúrinn minn hingað til.

 

Við mæðgur erum báðar klæddar í íslenska hönnun – hún í AsWeGrow og ég í kápu frá Magneu Einars.

Kápan er úr nýrri fatalínu MAGNEU sem fór í sölu nýlega. Um er  að ræða 100% íslenska ull í þessu fullkomna sniði sem ég elska svo mikið – oversized með vösum og smáatriðum eins og böndum sem hægt er að hnýta að sér á marga vegu. Magnea hefur einstakt lag á því að hanna flíkur úr ullinni okkar, varð mjög montin þegar smart frönsk frú spurði mig út í flíkina á götum Parísar. Veljum íslenska hönnun HÉR

Hattur: Mango, Klútur: Chanel, Kápa: MAGNEA, Sokkabuxur: Lindex, Skór: Prada

Kápa fæst: HÉR og í KIOSK úti á Granda

Stroll.

Eitt af nokkrum gjafastoppum – þessi borg gefur manni svo mikla hlýju í hjartað og þessi kápa heldur svo mikilli hlýju á beinunum <3

Vonandi eigið þið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HEIMUR CHANEL ILMANNA

BEAUTYFASHIONSAMSTARF

Bonjour frá ó minni bestu Parísarborg.

Eins og þið sem fylgið mér á Instagram vitið þá er ég stödd hér að þessu sinni í tískuborginni í boði Chanel. Tilefnið er ilmvatns exhibition sem frumsýnt var í gær en húsið hefur nú verið opnað almenningi. Ég get fullyrt að þetta er sýning sem þið viljið alls ekki missa af. Þið þurfið ekki að kunna að meta tísku, fegurð eða förðun til að hafa gaman af heimsókn. Þó við fáum að kynnast sögu ilmanna ýtarlega þá er það aðalega leikur og gleði sem stendur uppúr minni upplifun og ég veit að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Sýningin stendur opin til og með 9.janúar og það er FRÍTT inn.

 

TRYGGIÐ YKKUR MIÐA HÉR

Eins og AndreA kom inná þá tekur fjölleikahús á móti gestum við komu og út frá miðju mæta manni fimm ólík rými sem hvert og eitt leiða okkur í mörg mögnuð móment sem hreyfa við öllum skynfærum – heimur ilmanna. LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL er tilfinningalegt ferðalag, tækifæri til að uppgötva alla þætti ilmsins og hvaða hlutverki það gegnir.

Herbergin fimm eru eftirfarandi –

NO 5. 
Gabrielle Chanel var fyrsti fatahönnuðurinn til að gera sitt eigið ilmvatn.  No5 varð til árið 1921 og er frægasti ilmur allra tíma.

CHANCE.
Hamingju heimur fullur af litum og gleði dans og spilakössum.

COCO MADEMOISELLE.
Bleikt þema og leyniskilaboð.

BLEU.
Imurinn hans.

LES EXCLUSIFS
Hvaða ilmur passar þér best? Fáðu ráð frá sérfræðingum sem greina það út frá persónu hvers og eins.

 

 

Lestu líka: STÓRKOSTLEG SÝNING: LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL

Parísarbúar eða ferðalangar, ekki láta þessa stórkostlegu sýningu fram hjá ykkur fara.
Addressa: Bakvið Eiffel turninn þangað sem margir Íslendingar eiga leið hjá  – LE GRAND PALAIS ÉPHÉMÈRE, 2 place Joffre, 75007 PARIS.

Bisou í bili, góða skemmtun!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram