FÖRÐUNARFRÉTTIR: PALLETTAN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM

FÖRÐUNAR FRÉTTIRSNYRTIVÖRUR

Hún er komin til Íslands! Pallettan sem allir eru að tala um en þetta er Naked Heat frá Urban Decay. Ég er búin að bíða lengi eftir þessari pallettu, þið munið kannski eftir því en þá var hún á óskalistanum mínum fyrr í sumar. Þessi palletta er búin að vera vinsæl hjá mörgum áhrifavöldum á Youtube og Instagram, það er ekki af ástæðulausu en þessi palletta er ótrúlega falleg. Þetta er fimmta Naked pallettan sem Urban Decay kemur út með og að mínu mati sú allra flottasta en ég er mikið fyrir hlýtóna liti.

Síðan um daginn fékk ég ótrúlega flottan pakka heim að dyrum en ég sem bloggari fæ oft PR (Public relations) pakka frá fyrirtækjum og er þessi pakki sá allra frumlegasti. Í pakkanum var allt mjög heitt (bókstaflega) en það var verið leika sér með nafnið á pallettunni..

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Þetta var það sem var í pakkanum, mjög skemmtilegt og ég var ótrúlega ánægð með allt í pakkanum!


Ég ætla sýna ykkur pallettuna betur og hvernig litirnir koma út

 

Mér finnst umbúðirnar ótrúlega flottar og veglegar

 

Pallettan kemur í hörðum umbúðum sem mér finnst frábært því þá er gott að ferðast með hana.

 

 

Litirnir eru æðislegir en það er bland af möttum og “shimmer” litum. Mér persónulega finnst algjört æði að það séu margir mattir litir því það er algjört lykilatriði að vera með góða blöndunarliti. Það er hægt að gera allskonar farðanir með þessari pallettu, allt frá hversdagsförðun út í dramatískari förðun.

 

Litirnir komu ótrúlega vel út og hlakka til að prófa betur á augunum!

Síðan fylgir bursti með og hann virðist vera mjög góður en það er oft sem burstar í pallettum eru ekkert spes. Það er bursti á báðum endunum og eru þeir ólíkir, þannig þetta eru eiginlega tveir burstar.

 

Ég ætla prófa þessa pallettu á morgun þannig ég mæli með að fylgjast með miðlunum mínum á morgun en ég er ekki búin að ákveða hvernig förðun ég vil gera. Þið megið endilega skilja eftir athugasemd hvernig förðun þið viljið sjá.. smokey eða beauty?

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

LÍFIÐ Á INSTAGRAM

LÍFIÐ

Halló! Mig langaði að deila með ykkur instagram-inu mínu en ég reyni að vera virk þar og set inn allskonar myndir. Instagram-ið mitt er mjög fjölbreytt og eru þetta myndir af mínu daglega lífi (glansmyndin) en auðvitað detta inn á milli förðunarmyndir. Ég er einnig mjög dugleg á instastory en ég ætla deila með ykkur nokkrum myndum af instagram og myndum úr instastory.

INSTAGRAM: @GUDRUNSORTVEIT

 

 

 

 

 

Vonandi fannst ykkur gaman af þessari færslu og ég hlakka til að sjá ykkur á instagram!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag! Vonandi var helgin hjá ykkur æðisleg, allir nutu sólarinnar og fylgdust spennt með landsleiknum.

Ég var í útskrift um helgina og mig langaði að deila með ykkur förðuninni sem ég gerði. Ég tók reyndar ekki góðar förðunarmyndir en tók nokkrar (margar) sjálfsmyndir.

Ég er ekkert búin að breyta myndunum, þannig að þið sjáið vonandi vel hvernig förðunin kom út

 

Ég ætla taka ykkur “step by step” ..

Mér finnst mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota ég alltaf gott rakakrem áður en ég geri eitthvað annað.

Ég er oft með hreinsiklúta við hönd, ekki til þess að hreinsa húðina heldur til þess að hreinsa undir augunum ef ske kynni að augnskuggi myndi detta niður.

 

 

Varaprepp er mjög mikilvægt. Ég gleymi þessu skrefi samt ansi oft samt en þetta er ótrúlega mikilvægt.

Þetta eru tvær vörur frá Glam Glow og heita Plumpageous Matte Lip Treatment og gera varirnar aðeins stærri. Síðan er það Poutmund Wet Lip Balm Treatment Mini og er varasalvi með lit í.

 

Ég byrja alltaf á augabrúnunum og notaði þetta Urban Decay combo. Ég er búin að vera nota Brow Beater og Brow Tamer í svolítinn tíma núna og elska þetta!

 

Ég notaði bara Coloured Raine augnskugga. Þeir eru ótrúlega litsterkir og blandast ótrúlega vel.

 

Augnskugginn sem ég notaði yfir allt augnlokið heitir “Down Town

 

Síðan notaði ég þennan eyeliner frá Rimmel til þess að gera léttan eyeliner. Oftast nota ég blautan eyeliner en ég vildi ekki hafa eyeliner-inn of áberandi.

 

Ég notaði ekki tvenn augnhár haha en þau sem ég var með eru ekki lengur í pakkningunni en þau heita Allure og eru frá Koko Lashes.

Síðan notaði ég fallegasta pigment í öllum heiminum í innri augnkrók en það heitir Vegas Baby (nr.20) frá Nyx.

 

Ég nota alltaf þetta augnháralím frá Eylure

 

Á húðina þá notaði ég þetta combo, farða frá YSL og hyljara frá Urban Decay. Þessi farði frá YSL er æðislegur, myndast ótrúlega vel og mjög léttur á húðinni.

Síðan notaði ég litaleiðréttandi penna frá YSL til þess að hylja roða.

 

Ég nota alltaf púður yfir allt andlitið því ég er með frekar olíumikla húð og vill að farðinn endist allt kvöldið, sem hann gerði. Ég keypti mér Airspun púðrið í Walgreens um daginn og kom mér skemmtilega á óvart, mæli með.

Síðan notaði ég Beached Bronzer frá Urban Deacy til þess að hlýja húðina, þetta er UPPÁHALDS sólarpúðrið mitt þessa stundina. Á kinnarnar notaði ég After Glow kinnalitinn frá Urban Decay í litnum SCORE og Rodeo Drive frá Ofra á kinnbeinin.

 

Ég er síðan alltaf mjög dugleg að spreyja rakaspreyi á andlitið nokkrum sinnum í gegnum förðunina. Það lætur allt blandast mun betur saman og förðunin endist lengur.

 

Á varirnar notaði ég nýju varalitina mína frá Kylie Þessir komu samt einungis í takmörkuðu magni en vonandi koma þeir aftur því þeir eru æði.

 

Notaði líka Velvet Teddy frá Mac 

 

Ég notaði sem sagt fyrst Velvet Teddy síðan Kimmie og svo Kimberly í miðjuna

 

Svo til þess að toppa look-ið þá spreyjaði ég þessu æðislega ilmvatni á mig frá Lancome

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

SAKN: MORPHE SKYGGINGARPALLETTA

FÖRÐUNUPPÁHALDS

nr6

Ég hef lengi langað að skrifa um þessa vöru, en skyggingarpallettan frá Morphe 06F er uppáhalds skyggingarpalletta sem ég hef nokkurn tímann átt! Því miður er pallettan hætt í sölu –  en ég keypti mína í Fotia þegar hún var í sölu ennþá. Ég er virkilega leið yfir því að pallettan er ekki lengur til sölu.

En pallettan er núna aðeins seld sem krem skyggingarpalletta sem ég fýla ekki. Ég hef lengi verið leið yfir því að pallettan er hætt í sölu en ég held að það sé kominn tími til að leita mér að nýrri uppáhalds skyggingarpallettu – með hverju mælið þið?

x

1 2 3 4 Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

Þessar fá Lancome pallettuna

AugnskuggarÉg Mæli MeðJól 2015JólagjafahugmyndirLancome

Verðlaunin í leiknum eru gjöf frá Lancome á Íslandi.

Elsku dömur! Takk kærlega fyrir öll fallegu hrósin í garð mömmu minnar sem steig aðeins út fyrir þægindarammann og sat fyrir hjá mér í hátíðarförðun fyrir Lancome. Ég var að nota Auda(city) in Paris pallettuna frá Lancome sem var að koma til landsins og er alveg stórglæsileg og hentar fyrir dagfarðanir, kvöldfarðanir og að sjálfsögðu hátíðarfarðanir eins og þessa…

mammalancome4

Endilega skoðið færsluna HÉR ef þið misstuð af henni.

mammalancome9

En í færslunni þá setti ég af stað smá leik með Lancome hér á Íslandi en þeim langaði að gleðja tvo lesendur með þessari fallegu pallettu. Palletta sem þessi er tilvalin í jólapakkann hjá glæsilegri dömu, ég gladdi mína mömmu með því að gefa henni pallettuna sem ég fékk og hún varð ofboðslega glöð með það þó hún eigi reyndar enn eftir að koma að sækja hana til mín. Ef ég þekki mína mömmu rétt þá á hún eftir að nota þessa mikið :)

En takk kærlega fyrir falleg orð í garð mömmu og hér koma þær tvær sem fá pallettuna…

Screen Shot 2015-11-27 at 12.42.05 AM Screen Shot 2015-11-27 at 12.41.50 AM

Innilega til hamingju dömur og endilega hafið samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvert þið getið sótt vinninginn.

Svo að lokum langar mig að þakka fyrir falleg hrós í minn garð. Mig hafði lengi langað að fá til mín alls konar dömur til að sitja fyrir í förðunum fyrir síðuna og sérstaklega að fá konur á öllum aldri til að gefa góð ráð útfrá aldri, húðgerð og að sjálfsögðu andlitsfalli. Ég vona að ég muni ná að gera meira af þessu í nánustu framtíð og ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða beiðnir um lúkk sem ykkur langar að sjá endilega látið í ykkur heyra!

Takk,

Erna Hrund

Kiss & Love

AuguÉg Mæli MeðJól 2015Lífið MittMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég kemst í hátíðarskap þegar hátíðarlínur merkjanna mæta í verslanir… Sem þýðir að ég er búin að vera í hátíðarskapi í þónokkrar vikur núna… ;)

Fyrstu hátíðarvörurnar sem ég fékk sendar eru frá Yves Saint Laurent en þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem hátíðarlúkk frá merkinu er fáanlegt hér á Íslandi sem er svo sannarlega tilefni til fagnaðar, alla vega í mínum bókum.

Nú þegar mér finnst svona kominn svona ágætis tími til að fara að tala um hátíðina sem er framundan þá er viðeigandi að hefja leikinn með því að gera förðun með þeirri fyrstu sem ég fékk og gera svo alveg útaf við ykkur með fleiri förðunum á næstu dögum/vikum!

Ég færi ykkur Kiss & Love lúkkið mitt fyrir hátðina 2015…

yslhátíð6

Lúkkið er töffaralegt og stílhreint, það inniheldur klassíska hátíðarliti með smá YSL tvisti eins og ég kýs að lýsa línunni og þá sérstaklega naglalökkunum!

yslhátíð2

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk en það eru þó fleiri vörur í henni eins og vörur fyrir varir…

Hér er það Kiss & Love pallettan sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti ásamt burstum sem er vel hægt að nota þó ég velji alltaf sjálf að nota RT burstana mína. Reyndar nýtast svampburstar alltaf best þegar maður vill þrýsta þéttum lit umhverfis augun en ég geri það hér í augnkróknum eins og ég skal útskýra betur hér fyrir neðan.

Pallettan lítur út eins og minnisbók og mér finnst lúkkið alveg gera þessa pallettu. Útlitið og umbúðirnar skipta alveg heilmiklu máli í þessum efnum og án þessara svakalega töffaralegu umbúða væru kannski ekki margir spenntir fyrir litunum svo þetta er svona eiginleikinn sem fullkomnar vöruna. Svo er það hinn dásamlegi Touche Éclat penni sem ég nota í lúkkinu líka sem er með þessu flotta varalita lúkki. Svo eru auk þess tvö mjög hátíðleg naglalökk sem eru með metallic sanseraðri áferð. Í naglalökkunum setur YSL sýan töffaralegu áferð yfir klassíska hátíðarliti sem mér finnst mjög skemmtilegt.

yslhátíð3

Augnförðunina fór ég yfir skref fyrir skref inná Snapchat og ég geri hérna fyrir neðan ágæta tilraun til að lýsa henni vel fyrir okkur svo þið getið kannski apað upp eftir uppskriftinni. En förðunin er mjög dramatísk að mínu mati og fer vel konum sem þola þungar farðanir þar sem pælingin er að gera augun enn meira hringlaga en þau eru. Það geri ég með því að setja skygginguna þéttasta inn í globuslínunna og mynda svona boga í globuslínunni. Ég er nefninlega með ágætlega möndulaga augu á meðan augnlokin eru meira hringlótt svo ég fýla að leggja áherslu á að hafa dýptina í globuslínunni.

yslhátíð

Hér fyrir ofan sjáið þið inn í pallettuna en það eru sumsé fjórir augnskuggar en ég nota reyndar bara þrjá þeirra í þessari förðun, alla nema þann sem er svona gultóna. Hann held ég reyndar að væri mjög fallegur highlighter fyrir þær sem eru með aðeins dekkri húðtón en ég, hann mun gefa húðinni mjög fallegan ljóma.

 • Byrjið á því að grunna augnlokið með augnskugga primer, þannig verður yfirborð augnanna enn betra til að vinna á, augnskuggarnir verða þéttari og flottari og förðunin endist lengur. Gefið primernum sirka 30 sem  til að jafna sig áður en þið byrjið að mála.
 • Ég tek fyrst dökka litinn og set bara nóg af honum í eins konar C yfir augnlokið, set sumsé skugga í alla globuslínuna og fer alveg í innri og ytri augnkrók auganna þannig miðjusvæði augnloksins sé það eina sem er ekki með neinum augnskugga. Setjið bara nóg af iltnum og notið svo blöndunarbursta til að dreifa vel úr litnum og mýkja áferðina.
 • Ég endurtók þetta fyrsta skref tvisvar sinnum því ég vildi mjög ýkta skyggingu í globusinn.
 • Næst tók ég silfurlitaða sanseraða augnskuggann og nota hann eins og eins konar grunnlit í miðju aunloksins. Ég set hann sem sagt í miðju augnloksins og blanda létt saman við dökka augnskuggann en reyni að halda honum samt bara í miðju augnloksins.
 • Næst tek ég svo bronslitaða augnskuggann. Hann er virkilega flottur og gerir förðunina mjög hátíðlega. Hann er þéttur í sér og með sterk pigment en með því að bleyta upp í honum (ég nota Fix+ frá MAC) þá verður hann enn sterkari enn þéttari og fær enn meiri glans. Hann set ég í miðjuna yfir ljósa augnskuggann og blanda og mýki útlínurnar svo áferðin verði mjúk yfir aunglokið.
 • Næst setti ég svo hyljara í kringum augnsvæðið og blandaði svo vel saman við húðina til að geta klárað augnförðunina. Ég geymi yfirleitt húðina þar til augun eru alveg tilbúin sérstaklega þegar ég er að vinna með svona dökka liti.
 • Svo tek ég dökka litinn aftur og set vel af honum meðfram neðri augnhárunum og blanda og endurtek þar til liturinn er orðinn mjög dramatískur. Þá tók ég mjög lítinn og fíngerðan bursta og setti augnskuggan alveg uppvið rót neðri augnháranna og lét hann smám saman deyja út. Ég vildi fá svona létta smokey áferð undir augun.
 • Svo tók ég aftur ljósa sanseraða augnskuggann og bleytti upp í honum (aftur með Fix+ frá MAC) og nota svampbursta sem fylgir með til að þrýsta litnum í innri augnkrókana til að fá þétta metallic áferð. Ég er alveg húkkt á því að gera svona í innri augnkrók augnanna – hafið þið tekið eftir því ;)
 • Næst set ég svo eyeliner og nóg af maskara til að gera umgjörð augnanna enn dramatískari.

yslhátíð5

Svo er ómissandi að koma með góða nærmynd af augnförðuninni…

yslhátíð9

En það sést í raun ekki alveg nógu vel hve dramatísk skyggingin er nema þegar ég er með lokuð augun. Mín augu eru nefinlega þannig að þau síga smá yfir augnlokin þegar ég er með opin augu og þess þá heldur að gera skygginguna í globusnum enn dramatískari!

yslhátíð7

Við lúkkið para ég svo minn uppáhalds YSL varalit Rouge Volupté í lit nr. 1 og Lip Plumper varagloss yfir. Þetta er svona þessi varalitur sem ég gríp svo ofboðslega oft í og hann er alveg á mínum all time topp 10 lista yfir uppáhalds varalitina. Ég ætti kannski mögulega að gera eina svoleiðis færslu fyrir háíðirnar, það væri kannski eitthvað.

Þessi förðun er tilvalin fyrir jólahlaðborð, jólatónleika eða bara eitthvað flott tilefni að kvöldi þar sem þið viljið svona extra flotta og hátíðlega augnförðun.

P.S. Til ykkar sem langar í ártiðan YSL varalit þá ættuð þið að kíkja HÉR en þetta verður einu sinni enn fyrir jól!

Erna Hrund 

Líst þér vel á lúkkið – endilega smelltu á like og láttu í þér heyra***

Tryllt förðun hjá Givenchy

FashionMakeup ArtistSS16Stíll

Ég er því miður lítið búin að geta fylgst með tískuvikunum undanfarið, mér þykir það nú frekar leiðinlegt þar sem ég væri nú alveg til í að sökkva mér í förðunartrend næsta sumars – en það verður að bíða betri tíma. Reyndar þá rakst ég á mynd af förðuninni í sýningu Givenchy og ég heillaðist samstundis. Svo fáguð og falleg förðun sem er virkilega vel gerð og svo kom svona smá extra. Mér fannst líka skemmtilegt að sjá að allar fyrirsæturnar voru ekki eins…

Ég tók saman nokkrar myndir til að sýna ykkur hvernig þetta leit allt saman út. Förðunarmeistarinn Pat McGrath hannaði förðunina.

CYN_7611

Sjáið þessa húð – sjáið þessi augu. Áferð húðarinnar er alveg svakalega flalleg og augun eru alveg sérstaklega fallega römmuð inn.

givenchy-backstage-beauty-2015-1-1024x683

Svo komu skreytingarnar… Það voru reyndar ekki allar svona skreyttar, þær voru flestar með sömu gullfallegu förðunina sem þið sjáið á efstu myndinni. Þessar skreyttu þykja mér þó alveg extra fallegar!

Givenchy-SS16-Couture-Backstage-Makeup-3-1024x1024

WOW!

CYN_7533

Hér sést augnförðununin ennþá betur, áferðin í litunum er dásamleg!

GivenchySS16-Celebration-of-Love-MakeupTests-pat-mcgrath-1024x768

Blúndur & perlur!

givenchy-backstage-beauty-2015-joan-smalls-683x1024

Joan Smalls skartaði þessum fallega varalit, mér sýndist hún meirað segja sú eina sem var með þennan varalit af öllum fyrirsætunum. Skemmtilegt að aðlaga förðunina að hverri og einni.

NYC_9929

Það þarf mikla þolinmæði í svona listaverk – þið getið rétt ímyndað ykkur alla vinnuna sem fer í svona.

givenchy-backstage-beauty-2015-3-683x1024

Hér eru það svo eins konar gimsteinar sem skreyta andlit þessarar fallegu fyrirsætu.

Mér finnst þetta alveg sjúklega fallegt – svona öðruvísi og kannski ekki verðandi förðunartrend að skreyta allt andlitið með perlum og blúndu en þetta er flott á tískupalli og svona fyrir okkur förðunaráhugmanneskjunar að skoða og dást af.

EH

Mánudags ljómi…

DiorÉg Mæli MeðLancomeLúkkMakeup ArtistMaybellineSmashbox

Í síðustu viku ákvað ég að skella upp sérstaklega ljómandi förðun einn daginn. Ég elska allt sem ljómar og ég bara elska ljómandi snyrtivörur útaf lífinu! Ég nota hins vegar miklu meira ljómandi vörur í fljótandi formi en í þessari förðun eru það ljómandi púður sem eru í sviðsljósinu, annað frá The Balm og hitt er púðrið sem Jaclyn Hill hannaði fyrir BECCA sem ég keypti ekki fyrir svo löngu síðan inná nordstrom.com.

Ljómi er besti þreytubaninn að mínu mati og ég nota hann óspart þegar ég á þreyttan dag. Þreyta sést alltaf á húðinni minni en ég er þó ansi ágæt í að fela þreytuna með ljóma og léttum litum. Getið þið nokkuð séð á þessum myndum að ég fékk bara 5 tíma svefn nóttina áður… ;)

ljómandihúð

Ég ákvað að leggja áherslu á húðina en samt um leið að gefa augunum fallega umgjörð með eyeliner og maskara. Ég hafði eyeliner línuna sem þynnsta og ég gat og setti örmjóan spíss á endann. Þegar þið eruð að gera spíss á eyelinerinn ykkar munið að miða hann útfrá neðri augnhárunum ykkar – ég skal útskýra þetta betur við tækifæri inná snappinu mínu.

ljómandihúð3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að ná fram þessari förðun – eða vörurnar sem eru í aðalhlutverki alla vega…

ljómivörur

Betty Lou-Manizer frá The Balm – ég var að prófa þessa vinsælu vöru þarna í fyrsta skipti en vó hvað ég var bara in love við fyrstu sýn! Púðrið er með fallegri gylltri áferð. Það er ábyggilega sjúklega flott við sólkyssta húð og það kom sérstaklega vel út í fallegri sólarbirtu. Ég setti púðrið á með stóra púðurburstanum frá Real Techniques til að fá sérstaklega mjúka og þétta áferð. Fyrir áhugasamar þá fæst púðrið inná Lineup.is HÉR.

BECCA x Jaclyn Hill Shimmering Skin Perfector í litnum Champagne Pop – sjitt hvað þetta er eitthvað það fallegasta ljómapúður sem ég hef séð í langan tíma. Ég dýrka persónuleikann hennar Jaclyn Hill hún er svakalega stór og skemmtilegur karakter sem minnir óneitanlega á púðrið sem er svakalega skemmtilegt í notkun því áferðin á því er ofboðslega flott og það bráðnar saman við húðina. Ég setti það ofan á kinnbeinin, í einskonar c upp að augabrúninni og smá yfir augnlokið. Þetta púður er algjörlega tryllt og ég skil svo vel að það seldist upp á örskömmum tíma.

Master Precise Eyeliner frá Maybelline – uppáhalds eyelinertússinn minn, alveg sá allra besti að mínu mati. Ég elska að nota hann, ég elska oddinn, ég elska formúluna, ég elska endinguna. Ég nota hann nánast undantekningarlaust þegar ég er að gera eyeliner hvort sem það er á mig sjálfa eða aðra. Það hefur enginn eyeliner komist með tærnar þar sem þessi er með hælana í mínum huga og þennan þurfa allir að eiga – það er bara þannig…

Hypnose Volume-a-Porter frá Lancome – nýjasti maskarinn frá Lancome og minn uppáhalds frá merkinu þó svo Grandiose sé auðvitað svakalega flottur en hann er kominn í annað sætið. Greiðan á þessum er úr gúmmíi og hárin eru þunn en ágætlega stíf svo það er svakalega gott að vinna með maskarann. Formúlan er þykk og góð svo augnhárin verða mjög falleg. Hann gerir mér kleift að móta augnhárin eftir því hvernig ég vil nákvæmlega hafa þau og formúlan helst svaka vel og hvorki smitar frá sér né hrynur. Ég er bara með eina umferð af maskaranum við þessa förðun og þið sjáið að augnhárin mín eru alveg extra svört og flott. Svo er ekkert mál að gera meira úr honum með fleiri umferðum.

Dior Addict Fluid Stick í litnum Avant Garde nr. 499 – þessi fallegi litur er úr haustlínunni frá Dior og hann er svo fallegur og klassískur. Það sem ég kann svo vel að meta við Fluid Stick varalitina er áferðin, hún er glossuð og glansandi en formúlan er örþunn og mér líður meira eins og ég sé með varasalva. Mér finnst þessi hlýji nude litur svo æðislegur og hann gengur við allt. Ég set hann mikið upp og ég held meirað segja að ég muni ná að tæma þennan ansi hratt…

Camera Ready BB Water SPF30 frá Smashbox – farðinn sem ég gleymdi að týna til þegar ég tók vörumyndina, en hann fær stærri færslu síðar svo ekkert stress. En það er svakalega léttur og vatnskenndur nýr farði sem gefur mjög náttúrulega og fallega áferð. Ég bar hann á með Beautyblender svampi og mér finnst hann alveg koma svakalega vel út á húðinni. Húðin verður náttúruleg og ljómandi falleg í takt við allt annað sem er í gangi.

ljómandihúð2

Ég var ofboðslega ánægð með þessa förðun og ég naut mín mjög vel með hana þetta kvöldið. Ég þarf dáldið að venjast því að vera stundum mikið máluð svona meðal annarra því ég er yfirleitt alltaf ómáluð og alltaf að nudda augun mín. Það hljómar því kannski ekki svo skrítið að stuttu eftir að þessar myndir voru teknar nuddaði ég augun…. – voða smart múv ;)

EH

Vörunar sem ég skrifa um hér hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn eða keypt sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Metallic Tryllingur!

AuguDiorÉg Mæli MeðFashionFW15LúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fæ bara ekki nóg af metallic áferðinni í förðunarvörum – hafið þið mögulega tekið eftir því ;) Áferðin er svo skemmtilega öðruvísi, hún krefst athygli en er samt svo mjúk og falleg. Metallic er áberandi í förðunarvörunum í haustlínu Dior, Cosmopolite, og þegar ég fékk aðra augnskuggapallettuna í hendurnar vissi ég að með þessum litum gæti ég gert einhverja tryllingslega flotta förðun – sem tókst!

diormetal

Hér sjáið þið því fyrstu förðunina sem ég geri með haustlúkkinu frá Dior – já þær eru fleiri og ég þarf að koma höndum yfir hina augnskuggapallettuna úr lúkkinu hún er líka tryllt!

Ég blandaði öllum litunm í pallettunni saman en ég sýndi förðunina einmitt inná snappinu þegar ég gerði hana og ég vona að þið sem fylgist með mér þar hafið náð að fylgja mér eftir. En ég ætla líka að reyna að fara aðeins yfir það með ykkur í þessari færslu hvernig ég fór að.

diorhaust16

5 Couleurs Cosmopolite Electric nr. 866

Pallettan samanstendur af mjög mjúkum og áferðafallegum augnskuggum sem er auðvelt að leika sér með og blandast fallega saman. 1 er mattur, 1 er með metallic áferð og 3 eru sanseraðir en samt mjög þéttir í sér. Þessir litir hæfa sérstaklega vel konum með brún og græn augu að mínu mati.

diorhaust5

Diorblush Cheek Stick Cosmopolite Rosewood nr. 765

Ég er svo með þetta dásamlega kinnalitastifti í kinnunum og ég er auðvitað einn helsti talsmaður þess hvað kinnalitir séu æðislegir og algjörlega ómissandi. Þessir eru með sterkum og flottum pigmentum og formúlan blandast mjög fallega saman við grunnförðun. Ég stimpla stiftinu bara í epli kinnanna og nota svo fingurna til að dreifa úr litnum og jafna áferðina.

diormetal2

Hér sjáið þið svo förðunina enn betur.

 1. Ég byrja á því að grunna allt augnsvæðið með ljósa matta litnum.
 2. Tek dökkfjólubláa litinn og set hann yst á augnlokið og nota blöndunarbursta til að mýkja hann upp og færi hann inneftir augnlokinu meðfram globuslínunni.
 3. Tek ljósari fjólubláa litinn og set ofan á dökkfjólubláa litinn og blanda inná mitt augnlokið.
 4. Tek aftur ljósasta litinn og set hann meðfram skilum augnskugganna s.s. við globuslínuna til að mýkja útlínur augnskugganna. Svo set ég hann líka aftur innst á augnlokið.
 5. Tek dökkgræna litinn og set hann í örlítið C yst á augnlokinu til að gera góða skyggingu þar og draga augnlokin saman þar og gera umgjörð augnanna dramatíska. Svo blanda ég litnum vel saman við restina en reyni að fara ekki útfyrir svæðið sem ég setti litinn upphaflega á. Sami græni litur fer svo meðfram neðri augnhárunum og ég mýki þá línu svo vel með stærri augnskuggabursta.
 6. Svo kemur aðaltipsið. Ég notaði vöru sem heitir Mixing Medium frá MAC sem er vara sem er reyndar bara Pro vara svo hún fæst ekki í verslununum hér en þið getið notað Fix+ spreyin til að gera það sama. En með Mixing Medium er hægt að búa til kremaðaaugnskugga t.d. úr lausum pigmentum. Ég nýtti vöruna til að gera silfuráferðina enn meira áberandi í augnskugganum svo ég blanda saman smá Mixing Medium og smá af augnskugganum á handabakinu og doppa augnskugganum svo létt yfir augnlokið og í innri augnkrókana. Þetta kom virkilega vel út þó ég segi sjálf frá ;)

diorhaust17

Diorskin Nude Cosmipolite Illuminating Face Powder

Mattandi örlétt púður sem gefur húðinni náttúrulega ljómandi áferð – need I say more!!

Dior Addict Fluid Stick Avant Garde nr. 499

Þessi fallegi gloss er varla búinn að fara af vörunum mínum síðan ég fékk hann. Dior Addict glossin eru ofboðslega létt og örþunn svo þið finnið ekki fyrir þeim en liturinn er mjög áberandi og flottur. Ég elska glansinn af þessum sjálf þoli ég ekkert mikið að vera með þykk gloss en ég elska þessi því þau eru eiginlega ekki gloss en samt fá varirnar mínar svona glosslegan glans – svo er þessi litur bara æði!

Farðinn sem ég notaði var Diorskin NUDE Air sem er ofboðslega léttur skincare farði sem fer svo vel með húðina og gefur jafnt og falleg yfirborð. Svo notaði ég nýja Fix It hyljarann frá Dior sem er hyljari með primer inní miðjunni. Ég þarf að sýna ykkur hann betur seinna.

diorhaust9

Sourcils Poudre 

Svo fyrst augabrúnir falla svona vel í kramið hjá ykkur miðað við ásókn í nýlega augabrúnafærslu verð ég að segja ykkur frá þessum blýöntum. Þetta er s.s. endurhönnun á vöru sem var áður til en nú er formúlan alveg púðurkennd og áferðin minnir meira á augnskugga en augabrúnablýant. Það er svaka auðvelt að nota þá og þeir renna mjúklega eftir augabrúnunum og svo er lítið mál að dreifa vel úr litnum eða leiðrétta mistök með skásettum förðunarpensli.

diormetal3

Sjáið þið ljómann á húðinni – þetta er þetta æðislega púður ekkert annað!

Þið verðið að afsaka hreinskilnina í mér en ég er eiginlega bara virkilega montin með þessa förðun – þetta kom bara virkilega vel út og ég er eiginlega alveg bara ástfangin af þessari fallegu augnskuggapallettu og hvernig litirnir blandast saman.

Elsku Peter minn Phillips TAKK fyrir þessa dásamlega fallegu haustlínu fyrir Dior!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Náttúrulegt á laugardegi

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSS15

Síðasta laugardag ákvað ég að skella upp einfaldri og náttúrulegri förðun. Ég átti leið inní Kringlu um daginn og gekk framhjá nýju L’Occitane búðinni sem er búin að opna þar sem Hygea var einu sinni. Búðin er stórglæsileg og það var eins og eitthvað drægi mig þangað inn. Ég féll kylliflöt fyrir nokkrum vörum sem ég keypti og þar á meðal var nýtt CC krem sem inniheldur bónadrósaseyði sem er eitt það fallegasta sem ég hef prófað. Það og nýtt súrefniskrem frá Guerlain var undirstaðan fyrir förðun dagsins…

natturuleglau

Ég vildi hafa húðina áferðfallega og ljómandi, fela roða og misfellur og fá góða næringu fyrir bæði húð og varir.

Hér getið þið séð vörurnar sem ég notaði…

natturuleglau12

Météorites Oygen Cream frá Guerlain – Þetta krem er eitt það yndislegasta sem ég hef borið á andlitið mitt. Það er alveg spunkunýtt frá Guerlain sem er eitt af mínum uppáhalds merkjum og það ilmar dásamlega. Kreminu er ætlað eins og öðrum vörum úr Météorites flokk merkisins að draga fram innri ljóma húðarinnar, gefur henni raka og silkimjúka áferð – og það stendur svo sannarlega við það!

Pivoine Sublime CC Cream frá L’Occitane – CC krem sem fær mín bestu meðmæli. Kremið er hvítt, þétt í sér og inniheldur litapigment sem bráðna og aðlaga sig að húðinni. Kremið gefur húðinni mikinn raka, virkilega fallega áferð og svakalega fallegt litarhaft. Húðin mín verður samstundis jafnari og roðinn minnkar sjáanlega. Svo finnst mér æðislegt þar sem það inniheldur SPF20!

Perfecting Stick Concealer frá Shiseido – Frábær hyljari sem þekur virkilega vel og blandast vel saman við grunninn. Ég ber hann bara beint á þau svæði sem þurfa á því að halda og svo blanda ég honum saman við CC kremið.

Bronze Lights sólarpúður frá Smashbox – glænýtt sólarpúður frá merkinu, mött áferð og fullkominn litur sem hentar alveg svakalega vel við svona náttúrulega förðun.

Giant Blush frá Gosh – kremkinnalitir eru bara fullkomnir. Set þennan beint í epli kinnanna og blanda svo með fingrunum til að jafna áferðina. Ég elska þetta stifti það er svo þægilegt í notkun.

Rapid Brow augabrúnaserum – augabrúnaserumið sem gerði mínar svona svakalega þéttar og glæsilegar, elska þessa vöru sem ég nota alltaf reglulega af og til.

Brow Pen frá Anastasia Beverly Hills – Þær gerast náttúrulega ekki meiri snilld en augabrúnavörurnar frá Anastasia og ég var að byrja að prófa þennan skemmtilega tússpenna sem þið fáið HÉR. Mér finnst hann hrikalega skemmtilegur og miklu náttúrulegri en ég átti von á. Það er leikur einn að þétta augabrúnirnar með þessum án þess að þær verði of mótaðar – kom mér skemmtilega á óvart.

Roller Lash maskari frá Benefit – þessi er dáldið skemmtilegur hann er að falla í mjúkinn hjá mér svona smám saman og alltaf meira og meira eftir því sem ég nota hann oftar. Hann er með gúmmíbursta sem mér finnst alltaf betra og það er bæði auðvelt að gera náttúruleg augnhár með honum og aðeins ýktari.

Volupte Tint-In-Oil í litnum I Rose You frá YSL – Elska þessa liti sem gefa vörunum fallegan glans, drjúga næringu svo þær verða alveg silkimjúkar og svo bara léttan og náttúrulegan lit. Það sem mér finnst best við þessi olíugloss er að þau eru alls ekkert klístruð bara ofboðslega létt og þægileg.

Hér fyrir neðan getið þið svo smellt á myndir af vörunum til að sjá þær betur…

Mér finnst þetta vera förðun sem hæfir sannarlega fallegum sumardegi eins og við fengum um helgina…

natturuleglau2

Ég verð að hæla alveg sérstaklega grunninum sem ég notaði kremið frá Guerlain er alveg dásamlegt eins og að vera ljómandi ský framan í sig. CC kremið frá L’Occitane hefur svo tryggt versluninni frekari viðskipti frá mér og ég held að þetta sé eitt af þeim þremur bestu CC kremum sem ég hef prófað – mæli 100% með þessari vöru en verðið skemmir engan vegin fyrir!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.