fbpx

2020 TEKIÐ SAMAN

2020LÍFIÐYOUTUBE

2020
Ó þetta klikkaða ár! Ár sem ég mun ALDREI gleyma …

Árið 2020 einkennist af miklum breytingum í lífi okkar Tómasar. Covid mætti með þvílík læti & rak okkur heim til Íslands þar sem fjölskyldan mín var öll með Covid & allt var að fara að loka. Tilhugsunin að vera í öðru landi á meðan öll fjölskyldan var lasin heima var alls ekki góð. Svo við pökkuðum lífi okkar í töskur & fórum (fluttum) heim. Planið var alltaf að flytja aftur til Íslands tímabundið en það var alls ekki á planinu að flytja í svona miklu flýti. Þetta var mjög skrítinn tími & óvissan var mikil. Við höfðum ekki hugmynd hvort eða hvenær við kæmumst aftur út til þess að klára að flytja dótið okkar heim. Þið getið horft á myndbandið frá þeim tíma hér.

Við eyddum tveimur þrælskemmtilegum vikum í sóttkví í Kjósinni fögru & bjuggum til DRAUMA trékofann. Ef þú ert ekki búin/nn að sjá myndbandið frá því þá mæli ég mikið með að horfa á það. Þetta er eitt af uppáhalds myndböndunum mínum sem ég hef gert – sjá hér.

Tómas fór síðan aftur út til þess að klára námið sitt & ég varð eftir. Ég byrjaði hér á Trendnet í byrjun maí sem var svo ótrúlega stórt & skemmtilegt skref hjá mér á þessu ári. Ég var í svo miklu spennufalli eftir það að ég fékk FRUNSU & ég sem fæ aldrei frunsu!! Nema hvað … stuttu seinna kemst ég að því að ég er ófrísk (þar fékk ég útskýringuna á frunsunni 🤣) & ég held því fyrir sjálfa mig í 3 HEILA DAGA þangað til ég fer aftur út til Tómasar. Þið getið horft á myndbandið þegar ég segi Tómasi frá gleðifréttunum hér.

Við Tómas kvöddum yndislega fólkið sem við vorum svo heppin að hafa kynnst & svo kvöddum við einnig lífið okkar í Västerås með BROS á vör & kannski nokkur tár með. Við Tómas lítum til baka á tvö bestu ár í heimi!!

Við fylltum Rauðu Þrumuna (blessuð sé minning hennar) af dóti úr íbúðinni & lögðum af stað í road trip um Svíþjóð. Hægt er horfa á mjög skemmtileg myndbönd frá því hér. & VÁ hvað ég mæli með að ferðast um Svíþjóð, um leið & það má þá ert þú að fara í RoadTrip um Sverige.

Ég fór síðan aftur heim til Íslands til þess að byrja að vinna mér inn réttindum:)
á meðan þá kláraði Tómas námið sitt úti. Það var mjög erfitt að vera ekki á sama staðnum næstum helminginn af meðgöngunni. En við lifðum það nú af. Þið getið horft á allt tengt meðgöngunni minni hér.

Tómas kom síðan heim í byrjun september <3<3 Ó hvað það var gott að fá flugmanninn minn heim!
Hann ferðaðist á Rauðu Þrumunni alla leið til Íslands með Norrænu. Það er mjög gaman að horfa ferðalagið hans heim til okkar hér þar sem hann tekur við af mér á YouTube!

Svo tók við heljarinnar verkefni & það var að gera upp íbúðina. Þið eruð ennþá að fá að fylgjast með öllu því ferli hér.

Núna erum við bara að reyna að taka því rólega & undirbúa allt fyrir litlu stelpuna sem ætlar að mæta með læti 2021.

Takk fyrir árið elsku Trendnet lesendur & takk fyrir að taka svona vel á móti mér hér <3<3

Ég hlakka ekkert smá til að halda áfram að deila með ykkur alls konar skemmtilegu hér á blogginu.

Hafið það sem allra best!

KNÚS,

Instagram: hér.
YouTube: hér.

AFMÆLISHELGIN MÍN

2020MEÐGANGANYOUTUBE

Ég átti yndislega afmælishelgi með fólkinu mínu. Þó ég hefði nú alveg verið til í að bjóða vinkonum mínum í kaffi þá ákvað ég að halda mér við jólakúluna í ár af því að núna er mælt með því að fara í sjálfskipaða sóttkví um mánuði fyrir fæðingu & ég er sett 13. Janúar. Kaffiboðið fær að bíða þangað til lilla mætir í heiminn ☕️🤗

En núna eru aðeins meira en tvær vikur í settan dag. ÞAÐ STYTTIST!! & ég hef ekki hugmynd hvernig er best að undirbúa sig, en ég hef ákveðið að að taka því rólega & safna orku fyrir fæðinguna.

En hér er nýtt myndband frá afmælishelginni minni ❣️  Í myndbandinu er jólabakstur, klaufaskapur í hámarki bæði af minni hálfu & mömmu 🤣, barnaundirbúningur, afmælið mitt & allskonar fleira skemmtilegt eins & guðdómlegur söngur með Tómasi 🎵 … sem þið megið helst ekki missa af 🤣

Sæktu þér eitthvað gúmmelaði & ýttu á PLAY 🎥‼️

Stundum þá skil ég mig ekki …

Einhvernvegin næ ég að koma mér í aðstæður sem eru svo óþægilegar & ég get svo svarið það að þetta er eitthvað sem myndi bara koma fyrir mig 🤦🏼‍♀️  – sjá í myndbandinu …

TAKK fyrir að horfa & hafðu það sem allra best❣️

KNÚS,
Instagram: hér.
YouTube: hér.

ÞETTA ER MEIRI VINNA EN VIÐ BJUGGUMST VIÐ!

2020FRAMKVÆMDIRYOUTUBE

Í gær þá póstaði ég á YouTube þætti nr. 2 af framkvæmdarseríunni. Í myndbandinu þá sjáið þið ennþá meiri breytingu & hversu ótrúleg vinna þetta er & jáá kannski fínt að nefna að þetta er aðeins meiri vinna en við bjuggumst við. Þið kannist örugglega við það, þið sem eruð í eða hafið farið í framkvæmdir 🙈 það kemur alltaf eitthvað uppá, seinkun á hinu & þessu, ikea LOKAR – ÆÆ þið vitið.

Ég er samt sem áður svo ótrúlega þakklát fyrir alla þessa snillinga sem eyddu ég veit ekki hvað mörgum klukkutímum í að hjálpa okkur <3 & svo var ég auðvitað bara á hliðarlínuninni, kasólétta klappstýran … ég sá allavega til þess að allir fengu kaffi, vatn & bjór. En ég hefði mátt vera duglegri með bjórinn samkvæmt Tómasi 😂 🍻

En hér getið þið horft á þátt 2 af Framkvæmdaseríunni 🙌🏻 Leyfið ykkur að slaka á uppí sófa í 10 mínútur eða klukkutíma & horfið á YouTube, við erum flest á fullu í desember en það er líka mjög mikilvægt að setjast aðeins niður & leyfa sér að slaka.

Sæktu þér heitt kakó & ýttu á PLAY! –

TAKK fyrir að horfa & hafðu það sem allra best yfir hátíðarnar kæri lesandi ❣️

KNÚS,

Instagram: hér.
YouTube: hér.

ÓSKALISTINN – JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

2020JÓLAGJAFAHUGMYNDIRSAMSTARF
Þessi færsla er í samstarfi við Pennan Eymundsson

Það styttist í jólagleðina & það eru alltaf einhverjir á seinustu stundu … ég þekki það vel! 🙈
En hér eru 5 hugmyndir af fallegum jólagjöfum sem fást í Pennanum Eymundsson. Linkurinn á vörurnar má finna hér fyrir neðan:

//1. Ilmkerti Winter White //2. Chanel Catwalk 2.útgáfa //3. Pensilpennar fyrir Bullet Journal  //4. Skipulag //5. Moleskine Bullet Journal 

HAPPY SHOPPING & gleðilega hátíð!

Instagram: hér.
YouTube: hér.

LOOOKSINS!! – FRAMKVÆMDIR (ÞÁTTUR 1)

FRAMKVÆMDIR

Jæææja, ég ætla að fá að segja LOKSINS!!

Núna er svo sannarlega kominn tími á að byrja þessa framkvæmdarseríu sem ég hef verið að tala um á mínum miðlum í nokkra mánuði – Já nokkra mánuði 🙈

Við Tómas erum búin að vera & erum enn í hörku framkvæmdum. Ég ætla ekkert að fara að ljúga að ykkur & segja að þetta sé búið að vera auðvelt. Þetta er búið að vera huuunderfitt & ég mæli bara alls ekkert með því að fara í framkvæmdir kasólétt. NEIBB! 😄 En þetta er allt saman að smella núna & ég er komin í gírinn til að vinna úr öllum klippunum sem ég hef safnað saman síðustu mánuði! 🎥

Núna getið þið byrjað að fylgjast vel með öllu ferlinu á YouTube þar sem ég var að pósta fyrsta þættinum af framkvæmdarseríunni. Farðu nú undir teppi, kveiktu á kertum & fáðu þér piparkökur & heitt kakó & ýttu á PLAY! 👇🏻

Hafðu það gott kæri lesandi ❣️

KNÚS,

Instagram: hér.
YouTube: hér.

BABY CHECKLISTI

LÍFIÐMEÐGANGAN

VEII hvað ég er búin að vera spennt & stressuð á sama tíma að klára þennan lista! Ég er örugglega bara alls ekkert búin að klára hann … en það verður bara að koma í ljós þegar barnið kemur 😊 Ég er að ganga með mitt fyrsta barn & þá getur maður ekki verið með allt á hreinu þó ég vildi nú óska þess að það væri til tæmandi listi sem hentar öllum.

En það er kannski GOTT að byrja á því að minna okkur á að maður þarf alls ekki að eiga allt! & þegar barnið er komið þá er enginn heimsendir ef það þarf að skjótast út í búð eftir einni samfellu eða hvað sem það er.

Listinn sem þið sjáið hér fyrir neðan er listi yfir hluti sem ég er búin að vera að púsla saman núna síðustu vikur með hjálp frá duglegu mömmunum í kringum mig ❣️

Svo er eitt sem vinkona mín sagði mér & ég held að það sé gott fyrir ykkur að heyra líka. Börnin eru svo fljót að stækka & óþarfi að eiga of mikið af öllu – það er alveg hægt að skella í vél & svo á maður pottþétt eftir að eignast uppáhalds samfellu eða flík sem maður vill eiga fleiri af. Þess vegna er gott að bíða með að MISSA sig & prófa & sjá hvað hentar hverju barni best.

… en ÓKEI ég ætla að hætta að babbla – hér er listinn:

Ég ætla að prenta listann út & styðja mig við hann. Svo væri gaman að fara yfir listann eftir einhverja mánuði til að sjá hvort eitthvað af þessu var algjör óþarfi eða að ég hafi kannski alveg steingleymt einhverju … hver veit! Það eru engin tvö börn eins & ég sá það svo vel þegar ég talaði við mömmurnar í kringum mig af því að það var sumt sem kannski hentaði einni en ekki annarri.

Þið megið svo auðvitað kommenta hér fyrir neðan ef það er eitthvað sem þið takið eftir að ég er að gleyma. Það er alltaf gaman að fá TIPS frá ykkur.

 Vonandi getur þetta hjálpað ykkur sem eigið von á litlu krúttrassgati 👶🏼

KNÚS,Instagram: hér.
YouTube: hér.

Í KAPPI VIÐ TÍMANN

2020HEIMALÍFIÐMEÐGANGAN
Vikuminnisblokk frá Reykjavík Letterpress hér.

MONDAY

Dauðþreytt & kasólétt eftir helgina 💻 … ég finn bara að ég er að verða meira & meira ólétt með hverjum degi sem líður 🙈 En þessi helgi var ein besta í langan tíma af því að núna er allt að gerast í 🏡

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá erum við Tómas búin að vera í framkvæmdum síðan í september & erum búin að vera að gera upp íbúð í húsinu hjá mömmu & pabba. Við erum ekkert smá heppin að fá að vera hér & að hafa fengið svona góða hjálp frá fólkinu okkar 🌟

Hins vegar þá eru þessar framkvæmdir búnar að taka frá okkur mikla orku enda hef ég ekki einu sinni haft orkuna í að gefa ykkur smá update hér eða á Instagram. Mér er búið að líða eins & ég sé í kappi við tímann & checklistinn endalausi verður alltaf ennþá lengri. En núna fer þetta allt saman að róast þar sem við erum á lokametrunum með íbúðina. Sem þýðir að við getum bráðum farið að einbeita okkur að því að gera allt tilbúið fyrir litlu stelpuna okkar sem við eigum von á í janúar en hún gæti nú svosem alveg komið hvenær sem er. Það er margt sem á eftir að gera áður en hún mætir í heiminn en ég reyni alltaf að minna mig á að maður þarf ekki að vera búinn að gera eða kaupa allt & það er alltaf hægt að biðja um hjálp ef hún kæmi fyrr.

En að framkvæmdunum aftur! Ég er búin að vera að fara yfir efnið sem ég hef tekið upp á þessum mánuðum & VÁÁ munurinn! Fyrsta framkvæmdarmyndbandið kemur í lok vikunnar – & ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með ÖLLU á YouTube 🤗

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég búin að sakna þess svo mikið að setjast niður & skrifa þannig núna ætla ég að vera alveg óþolandi virk. Ég ætla að sýna ykkur frá framkvæmdum & alls konar skemmtilegu tengdu undirbúningnum fyrir stelpuna.

Vonandi viljið þið fylgjast með því:):)

KNÚS,

Instagram: hér.
YouTube: hér.

BUMBUMYNDATAKA – VIKA 33

2020MEÐGANGAN

Við Tómas fórum í myndatöku til Sólar Stefánsdóttur (æskuvinkonu) & við vorum svo ánægð með útkomuna!

Ég ætlaði ekkert að vera að stressa mig á að fara í einhverja bumbumyndatöku en svo allt í einu fékk ég þessa þörf fyrir að eiga fínar myndir af mér nákvæmlega eins & ég er núna, með þessa stóru & fallegu kúlu komin 33 vikur á leið. Þetta var svo ótrúlega gaman & ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa skellt mér í myndatöku. Svo er ég viss um að okkur á eftir að þykja svo vænt um þessar myndir þegar okkur langar að líta til baka.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum hér á Trendnet …

❣️

Ef þú hefur áhuga á að fara í svona myndatöku hafðu þá endilega samband við hana Sól hér.
& ef þú vilt skoða fleiri myndir eftir hana þá geturðu skoðað heimasíðuna hennar hér.

Svo máttu alls ekki gleyma að horfa á nýja myndbandið á YouTube ‼️ – sæktu POPP eða bragðaref … eða bara bæði & ýttu á PLAY 🎥

Takk fyrir að fylgjast með kæri lesandi.

KNÚS,Instagram: hér.

KREMIÐ SEM BJARGAÐI MINNI HÚÐ

2020HÚÐIN MÍNSAMSTARF
Færslan er í samstarfi við CeraVe

Ó blessaði vetrartími … þegar kuldinn þurrkar upp húðina fyrir allan peninginn. Ekki svo gaman! Ég hef nefnilega verið í algjöru basli með húðina mína þegar það eru hitabreytingar. Ég fæ þessi litlu útbrot & mikinn þurrk í kringum nefið eins & sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Kremin sem ég notaði þá voru ekki að virka rétt fyrir mína húð, alveg sama hvað ég reyndi & prófaði, en viti menn margt breyttist eftir að ég kynntist CeraVe!

CeraVe – dry to very dry skin BJARGAÐI húðinni minni gjörsamlega 🌟

CeraVe Moisturizing Cream er olíulaust krem sem gefur bæði mikinn raka sem kemur jafnvægi á húðina & svo styrkir það einnig ysta lag húðarinnar. Kremið er þróað af húðsjúkdómalæknum og hentar þurri og mjög þurri húð bæði fyrir andlitið & líkamann. TVEIR FYRIR EINN! 👏🏻

Mér fannst tilvalið að minna ykkur á kremið núna af því að það eru ennþá Tax Free dagar í Hagkaup.

Annars segi ég bara HAPPY shopping & eigðu góðan dag kæri lesandi.

DRAUMA KÓSÝSETT

2020OUTFIT

Þið eruð greinilega alveg jafn skotin í þessu drauma kósýsetti & ég!

Galli: H&M
Skór: Gamlir úr Ica Maxi en ég sá mjög svipaða í H&M!

Mig grunar að þessi galli verði MIKIÐ notaður næstu mánuði þar sem flest öll fötin mín eru orðin þröng & óþægileg … gallinn er ekkert sérstaklega fyrir óléttar konur en teygjan er laus þannig hún þrengir ekki á kúluna sem er PLÚS.

Kósýgalli, heitur drykkur & kertaljós heima er eitt GOTT COMBO <3
Njóttu dagsins kæri lesandi & HAPPY shopping!

KNÚS,