fbpx

ALLT UM KYNJAVEISLUNA

2020MEÐGANGAN

KYNJAVEISLAN 

Það var ekki beint á planinu að halda kynjaveislu en svo ákváðum við á síðustu stundu að bjóða fólkinu í okkar innsta hring í litla kynjaveislu. Þetta var SVO GAMAN! Við buðum upp á kökur & pizzur & tilkynntum kynið með öööörlitlu tvisti.

Það sem við gerðum var að sprengja upp tvær confetti sprengjur en með bæði bleikum & bláum lit, bara svona til að rugla aðeins í fólkinu okkar. Það var vissulega mjög gaman en fólkið var ekki alveg að skilja þessa vitleysu í okkur Tómasi. Amma mín fékk létt áfall & hélt að það væru tvíburar á leiðinni 😂 en svo er ekki. Þannig að við Tómas gáfum þeim strax útskýringu & afhentum öllum í veislunni lítinn skafmiða með kyninu, sem við mamma bjuggum til. Segi ykkur betur frá því hér fyrir neðan.

Ég mæli svo mikið með að hafa svona veislu ef þú hefur tök á, þetta var svo yndislegt! Ég er viss um að þetta hafi gefið ömmum & öfum mikið <3 smá óvenjulegt veislufjör í lífið klikkar ekki.

Hér koma fallegar myndir sem teknar voru af bæði Sól Stefánsdóttur snillingi & mér 🙋🏼‍♀️📸
Takk aftur fyrir myndirnar elsku SÓL 🤍

CONFETTI & BLÖÐRUR: BALÚN 
(gjöf)

Eigum við að RÆÐA þessar confetti sprengjur & þennan fallega blöðruvönd???

Ég fékk vörurnar í gjöf frá Balún sem er glæný búð sem selur allt mögulegt fyrir veisluna. Frábær þjónusta & fallegar vörur fyrir alls konar tilefni! Ég mæli hiklaust með þeim & takk aftur fyrir okkur Balún 🤍 Það var svo gaman að koma í heimsókn til ykkar. Þið getið skoðað heimasíðuna þeirra hér.

VEITINGAR
Pizzur frá Blackbox
Cupcakes: 17 Sortir
Eplakaka með rjóma frá tengdóó

SERVÍETTUR
Frá Reykjavík Letterpress 🤍💫 getur fundið þær hér.

BORÐSKRAUT
Fríða Karen systir Tómasar átti þetta fína skraut sem hún keypti fyrir löngu úr Sostrene Grene, ég er ekki viss um að það sé ennþá til – veit einhver? :)

HEIMAGERÐIR SKAFMIÐAR
Mamma hannaði & prentaði út miðana. Svo límdi ég með límbandi yfir kynið & málaði yfir það með 2 tsk acryl málningu blandað saman við 1 tsk af glærum uppþvottalegi. Þetta var mjög einföld & skemmtileg leið til að tilkynna.

🤍 FAMILY 🤍
Sól náði þessum myndum af fjölskyldunni 🤍 svo dýrmætar myndir!

Takk fyrir að lesa kæri lesandi & ekki gleyma að horfa á nýjasta myndbandið á YouTube
sem sýnir frá því þegar við fáum að vita kynið 💙💗 Getur horft á myndbandið hér.

Vísir hér.

KNÚS,

 

TÓMAS ER KOMINN HEIM TIL OKKAR!

MEÐGANGANYOUTUBE

Tómas er mættur á klakann! Hann ferðaðist alla leið frá Svíþjóð til Danmerkur og tók þaðan Norrænu til Íslands á Rauðu Þrumunni með allt dótið okkar 😂🚗  Hann tók upp ferðalagið sem er mjög gaman að sjá & svo þegar við fáum loksins að hittast eftir næstum 3 mánuði í sitthvoru landinu.

Takk fyrir að horfa <3
& svo verður næsta myndband ennþá skemmtilegra – strákur eða stelpa … 🤫

KNÚS,

HÁLFNUÐ MEÐ MEÐGÖNGUNA

2020MEÐGANGANYOUTUBE

Ég trúi ekki að ég sé hálfnuð með meðgönguna!

Vonandi heldur þetta áfram að líða svona hratt 🤣
Ég var að pósta nýju myndbandi á YouTube sem sýnir frá allskonar skemmtilegu sem kom fyrir í seinustu viku eins & …

🌸 Ég tala um óöryggi hjá mér sem ég hef aldrei talað um áður
🌸 Meðgöngu update
🌸 20 vikna sónarinn
🌸 Make Up rútínan mín

Takk æðislega fyrir að lesa & horfa 🤍

Eigðu góðan dag,

STÓR DAGUR!

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Í gær var mjög stór dagur í lífi okkar Tómasar!

Á meðan ég fór í 20 vikna sónarinn þá tók Tómas sitt allra seinasta próf í flugnáminu úti í Svíþjóð. Honum gekk mjög vel & svo gekk 20 vikna sónarinn líka mjög vel. Hversu yndislegt að vera komin með eitt stykki atvinnulausann flugmann eins & hann kallar sig & svo eigum við von á heilbrigðu barni <3

  Eftir að Tómas fékk skírteinið sitt þá brunaði hann strax til DK til systur sinnar & fjölskyldu. Þau tóku svo vel á móti honum & fögnuðu þessum áfanga með búbblum & PIZZU 🥂🍕  hann heppinn með þau!

Þrátt fyrir að hafa viljað ganga í gegnum þennan fyrsta helming meðgöngunnar saman að þá horfum við bara á það jákvæða í þessu öllu saman. Þetta er alls ekki búið að vera auðvelt en núna er Tómas lagður af stað heim með Norrænu & þá getum við byrjað að undirbúa lífið með lítið kríli.

Planið mitt núna er að halda mér upptekinni svo tíminn líði nú hratt á meðan Tómas er í Norrænu & svo í sóttkví … svo ég þurfi ekki að hugsa 24/7 um þetta umslag með kyninu sem þið sjáið þarna á myndinni.

Ég hlakka svo til sýna Tómasi kúluna & leyfa honum að finna fyrir hreyfingum!!
það verður eitthvað … 😌 Lífið er ljúft 🤍

Takk fyrir að lesa & góða helgi kæri lesandi!

KNÚS,

DAGUR Í MÍNU LÍFI

2020MEÐGANGANYOUTUBE

Í gær þá póstaði ég nýju myndbandi á YouTube & í því þá sýni ég frá venjulegum degi í mínu lífi.

Í MYNDBANDINU:
🌸 Hvar ég vinn & hvað ég er að bralla
🌸 Ég fer yfir OUTFIT dagsins sem var frekar klaufalegt
🌸 Mini kvöldrútína
🌸 Preggó UPDATE

Ég elska að horfa á svona myndbönd þar sem sýnt er frá venjulegum degi & ég vona að þér þykir það líka skemmtilegt.

TAKK fyrir að horfa & ég vona að þér hafi þótt þetta myndband skemmtilegt.
& ekki gleyma að SUBSCRIBE-A!

KNÚS,

UPDATE – MEÐGANGAN

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

19+3

Í næstu viku þá er ég hálfnuð með meðgönguna, hvernig líður tíminn svona hratt??

Ég á pantaðan tíma í 20 vikna sónarinn föstudaginn 28. ágúst sem þýðir að ég fæ að vita kynið í NÆSTU VIKU! eða ég gæti fengið að vita það í næstu viku en … fyrst þá þarf Tómas minn að koma sér heim. Hann mun koma siglandi frá Danmörku með aleiguna okkar í skottinu á rauðu þrumunni 🚗.

Eftir tvo & hálfan mánuð í burtu frá hvort öðru þá er kominn tími á að sjá flugmanninn & tími kominn til að hann fái að sjá bumbubúann okkar sem hefur svo sannarlega tekið vaxtarkipp. Ég hlakka svo til! En fyrst þá þarf hann að fara í sóttkví & hann mun líklegast fara aftur upp í bústað eins & við gerðum í apríl … haldiði að hann skelli ekki bara í annan kofa á þessum 5 dögum? 😂

Ég á eftir að vera svo óþolinmóð með umslagið í fanginu, þannig ætli ég tjaldi ekki bara fyrir utan bústaðinn & við opnum umslagið saman í gegnum gluggann 😂 djók – en samt ekki.

Ég hlakka mikið til að segja ykkur hvort kynið barnið er.
Hvort heldur þú, stelpa eða strákur?

 Takk fyrir að lesa & eigðu góða helgi kæri lesandi,

HVERNIG ÉG KLIPPI MYNDBÖNDIN MÍN FYRIR INSTASTORY

2020INSTAGRAM TIPSMYNDAVÉL

Ég fæ reglulega spurningar um það hvernig ég vinn myndböndin mín fyrir instastory & mig langaði að gera færslu um það hér. Ég hef skrifað um appið áður en það var á gömlu bloggsíðunni minni þannig fínt að hafa þetta aðgengilegt hér líka.

Ég hef notað þetta app í næstum tvö ár & ég ELSKA það ennþá alveg jafn mikið!

Appið heitir Spark Camera & lítur svona út:
(því miður þá er appið ekki aðgengilegt fyrir Android)

Hér er myndbandið sem ég horfði á til að læra á appið.
Spark Camera er mjög einfalt & skemmtilegt að nota bæði fyrir insta story eða jafnvel Insta TV.

Mér þykir mjög gaman að horfa á svona myndbönd þannig ég er mjög spennt að sjá fleiri skella í svona mini Vlog!

Takk fyrir að lesa & eigðu góðan dag.

KNÚS,

VIÐ ERUM 8 ÁRA!

2020LÍFIÐSVÍÞJÓÐ

8 ÁRA Í DAG!

Ég sit hér í stofunni heima & hlusta á kósý tónlist á meðan ég fer í gegnum gamlar myndir frá seinustu árum.

Í dag eigum við Tómas 8 ára sambands afmæli 🎉🥂

Við byrjuðum saman þegar við vorum 14 ára og þá vorum við líka bara lítil börn með unglingaveiki og útivistatíma. Þannig að við erum búin að vera þroskast saman úr því að vera unglingaveikir rugludallar yfir í ,,fullorðið” fólk. Og sambandið hefur svo sannarlega breyst síðan við kynntumst, breyst á góðan hátt. Við eigum auðvitað okkar upp og niður tíma, sem við ættum flest að þekkja. En eftir erfiða tíma koma góðir tímar. Ekki satt??

Í dag eru tímarnir heldur betur breyttir! Ég er hér á ÍS-landinu & Tómas minn úti í sólinni í Svíþjóð. En hann fer alveg að klára flugnámið & við getum ekki beðið eftir því að fá hann heim þó hann vilji nú helst bara vera í sólinni 😅  Eftir tvö ár í bestu Svíþjóð þá höfum ákveðið að flytja til Íslands tímabundið, bæði til að safna smá pening & verða FORELDRAR!

Ég er ekki ennþá búin að átta mig á þessu öllu saman … BARN á leiðinni?? 🙊  en ég er viss um að þetta verði raunverulegra um leið & Tómas kemur heim til okkar núna í byrjun september.

Ég er MJÖG spennt fyrir fleiri árum með Tómasi❣️ Það toppar enginn þetta eintak! Hann gerir alla daga betri og dregur mig upp en ekki niður og þannig á það líka að vera.

LOVE,

 

VIKA 6-17 Á MEÐGÖNGUNNI

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

VIKA 6-17 Á MEÐGÖNGUNNI

Myndbandið er um fyrstu vikurnar af meðgögnunni minni & hvernig mér leið, cravings, bumbu update, hvaða kyn ég held að þetta sé & einnig hvað við erum búin að kaupa handa barninu …

Ég man að fyrstu vikurnar áður en ég tilkynnti þá var ég svo forvitin hvernig aðrar voru að upplifa þessar vikur. Mér leið eins & ég væri alein í heiminum & enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Youtube hjálpaði mér mjög mikið! Ég fann nefnilega alls konar skemmtileg meðgöngu mynbönd.

Við upplifum þetta auðvitað allar mismunandi en það væri gaman að vita hvernig ykkur leið eða líður. Þið megið endilega kommenta hér fyrir neðan ykkar upplifun eða senda mér persónulega.

Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að horfa <3 mér þykir svo vænt um það!
& öll skilaboðin sem þið sendið mér 🥺 TAKK!

KNÚS,