fbpx

HVAÐA TEGUND ER BÓSI??

2020LÍFIÐ

Ég er greinilega ekki sú eina sem er að missa mig yfir þessari krúttsprengju …

Hvaða tegund er Bósi?? – er vinsælasta spurningin.

Tegundin er Coton De Tulear 🤍

Bósi er alveg yndislegur! Hann er mjög duglegur að borða eða réttara sagt þá GLEYPIR hann matinn sinn 😳 & svo er hann ennþá duglegri að naga allt sem honum sýnist – meðal annars fæturna mína 👍🏻 Hann sefur mjög mikið & svo vaknar hann alltaf jafn spenntur til að fara að leika.

 Hvolpa lífið er bara skítsæmilegt get ég sagt ykkur 🐾

Fylgstu endilega betur með mér (& Bósa) hér á Instagram.

KNÚS,

ÞARNA SÁ TÓMAS MIG Í FYRSTA SINN …

2020ÍSLANDLÍFIÐYOUTUBE

Seinasta helgi var hreint út sagt YNDISLEG! Við eyddum helginni í kjósinni & náðum svoleiðis að slaka & njóta í BOTN með fjölskyldunni –

Ég var að enda við að pósta nýju myndbandi á YouTube frá helginni,
náðu þér nú í nammiskálina & settu fæturna upp í LOFT & ýttu á PLAY! Sunnudagar eru kósý dagar 🥰

Í myndbandinu:

– HVAR TÓMAS SÁ MIG Í FYRSTA SINN –
– LÍFIÐ Í KJÓSINNI –
– BUMBU UPDATE –

Takk fyrir að horfa & eigðu góðan sunnudag<3<3

KNÚS,

JÁKVÆÐIR STRAUMAR FRÁ MÉR TIL ÞÍN

2020LÍFIÐMEÐGANGANYOUTUBE

Góðan & blessaðan daginn kæri lesandi <3

Í dag er fallegur dagur! Fuglasöngurinn & sólin ætti að ná að gleðja okkur á svona tímum. Ég vona allavega að þú hafir það gott í dag & ég sendi þér góða & jákvæða strauma.

Notum þennan tíma til þess að hafa það bara svolítið kósýý heima …

Lesum bók

Horfum á YouTube ;) það er komið nýtt myndband frá mér!

Liggjum í leti ÁN þess að fá samviskubit!! – ég er að reyna að æfa mig 😄

Heyrum í gömlum vin

Hlustum á uppbyggjandi hlaðvörp

Skrifum í dagbók

Bökum KÖKU!

Tökum bíómyndamaraþon – Við Tómas erum að skiptast á að velja mynd 🍿

Gerum heimaæfingu ef við treystum okkur til

Förum í göngutúr (ef við getum)

Öndum að okkur þessu ferska haustlofti þó það sé ekki nema að stinga hausnum út um gluggann

Kveikjum á kertum

Hugsum extra vel um húðina

Setjum hrein rúmföt á rúmið okkar

Leyfum okkur að slaka á & gerum það besta úr þessu ástandi

& höfum það kósý heima!

UPDATE FRÁ MÉR:

Núna er ég komin 25 vikur á leið – Tíminn FLÝGUR!

Í gær þá póstaði ég nýju myndbandi á YouTube. Í því eru meðgöngu UPDATE & svo allskonar make up & skincare – TIPS & auðvitað er klaufaskapurinn á sínum stað … Mér þætti mjög vænt um það ef þú myndir horfa 🍿❣️ hafðu það gott –

KNÚS (snertilaust),

ÉG GET EKKI BEÐIÐ!!

2020MEÐGANGANSAMSTARF
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Nine Kids 

Dagurinn sem við fengum að vita kynið …

Okkur Tómasi var boðið að velja tvö dress í Nine Kids, eitt stráka & eitt stelpudress. Eftir að hafa valið dressin þá gáfum við starfsfólkinu umslagið með kyninu & þau pökkuðu gjöfinni inn. Um kvöldið þá brunuðum við svo upp í bústað til þess að opna pakkann saman í ró og næði.

Ef ég á að vera alveg hreinsskilin þá var ég HANDVISS um að það væri typpalingur á leiðinni eeeen viti menn!!

Dressið sem ég valdi úr Nine Kids er hægt að skoða hér:
Samfella: Cameo Rose
Leggings: Cameo Rose
Bloomers: 544 Old Rose
Bangsi: Kanína

Þetta dress er það sætasta sem ég hef séð & ef það væri til svona kósýgalli í minni stærð úr sama efni þá færi ég ekki úr því ?
Ég get ekki beðið eftir því að hitta litlu stelpuna okkar & að fá að klæða hana í þetta fallega dress ??  það er alltaf jafn óraunverulegt að segja þetta en það er STELPA á leiðinni!!

Takk fyrir að lesa & eigðu gott kvöld!

ÞAÐ VAR EITT HINT

2020MEÐGANGAN

(gjöf)

Í kynjaveislunni var eitt lítið hint sem enginn tók eftir…

Þessir GULLfallegu eyrnalokkar sem ég fékk í gjöf frá vinkonu minni Hlín Reykdal. Hún var svo góð að gefa mér lokkana fyrir veisluna en hún vissi samt sem áður ekkert hvort kynið það væri, heldur fann hún það bara á sér.

Takk aftur fyrir mig Hlín þú ert svo flink í því sem þú ert að gera ??? Ég bara varð að koma því að hér á blogginu!
Ef þið viljið skoða fallega skartið frá Hlín Reykdal – hér.

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott í dag!

 

ALLT UM KYNJAVEISLUNA

2020MEÐGANGAN

KYNJAVEISLAN 

Það var ekki beint á planinu að halda kynjaveislu en svo ákváðum við á síðustu stundu að bjóða fólkinu í okkar innsta hring í litla kynjaveislu. Þetta var SVO GAMAN! Við buðum upp á kökur & pizzur & tilkynntum kynið með öööörlitlu tvisti.

Það sem við gerðum var að sprengja upp tvær confetti sprengjur en með bæði bleikum & bláum lit, bara svona til að rugla aðeins í fólkinu okkar. Það var vissulega mjög gaman en fólkið var ekki alveg að skilja þessa vitleysu í okkur Tómasi. Amma mín fékk létt áfall & hélt að það væru tvíburar á leiðinni ? en svo er ekki. Þannig að við Tómas gáfum þeim strax útskýringu & afhentum öllum í veislunni lítinn skafmiða með kyninu, sem við mamma bjuggum til. Segi ykkur betur frá því hér fyrir neðan.

Ég mæli svo mikið með að hafa svona veislu ef þú hefur tök á, þetta var svo yndislegt! Ég er viss um að þetta hafi gefið ömmum & öfum mikið <3 smá óvenjulegt veislufjör í lífið klikkar ekki.

Hér koma fallegar myndir sem teknar voru af bæði Sól Stefánsdóttur snillingi & mér ??‍♀️?
Takk aftur fyrir myndirnar elsku SÓL ?

CONFETTI & BLÖÐRUR: BALÚN 
(gjöf)

Eigum við að RÆÐA þessar confetti sprengjur & þennan fallega blöðruvönd???

Ég fékk vörurnar í gjöf frá Balún sem er glæný búð sem selur allt mögulegt fyrir veisluna. Frábær þjónusta & fallegar vörur fyrir alls konar tilefni! Ég mæli hiklaust með þeim & takk aftur fyrir okkur Balún ? Það var svo gaman að koma í heimsókn til ykkar. Þið getið skoðað heimasíðuna þeirra hér.

VEITINGAR
Pizzur frá Blackbox
Cupcakes: 17 Sortir
Eplakaka með rjóma frá tengdóó

SERVÍETTUR
Frá Reykjavík Letterpress ?? getur fundið þær hér.

BORÐSKRAUT
Fríða Karen systir Tómasar átti þetta fína skraut sem hún keypti fyrir löngu úr Sostrene Grene, ég er ekki viss um að það sé ennþá til – veit einhver? :)

HEIMAGERÐIR SKAFMIÐAR
Mamma hannaði & prentaði út miðana. Svo límdi ég með límbandi yfir kynið & málaði yfir það með 2 tsk acryl málningu blandað saman við 1 tsk af glærum uppþvottalegi. Þetta var mjög einföld & skemmtileg leið til að tilkynna.

? FAMILY ?
Sól náði þessum myndum af fjölskyldunni ? svo dýrmætar myndir!

Takk fyrir að lesa kæri lesandi & ekki gleyma að horfa á nýjasta myndbandið á YouTube
sem sýnir frá því þegar við fáum að vita kynið ?? Getur horft á myndbandið hér.

Vísir hér.

KNÚS,

 

TÓMAS ER KOMINN HEIM TIL OKKAR!

MEÐGANGANYOUTUBE

Tómas er mættur á klakann! Hann ferðaðist alla leið frá Svíþjóð til Danmerkur og tók þaðan Norrænu til Íslands á Rauðu Þrumunni með allt dótið okkar ??  Hann tók upp ferðalagið sem er mjög gaman að sjá & svo þegar við fáum loksins að hittast eftir næstum 3 mánuði í sitthvoru landinu.

Takk fyrir að horfa <3
& svo verður næsta myndband ennþá skemmtilegra – strákur eða stelpa … ?

KNÚS,