fbpx

FÆÐINGARMYNDBAND!

2021EMILÍA BIRNAMEÐGANGANYOUTUBE

Ég næ þessu ekki enn, það er KRAFTAVERK að geta gengið með barn & svo komið því út!! & það sem mér finnst svo áhugavert er að engin ein fæðing er eins & þess vegna lág ég yfir fæðingarmyndböndum (á YouTube) á minni meðgöngu.

Ég var ekki með nein plön fyrir fæðinguna mína. Ástæðan fyrir því er að eftir að hafa horft á öll þessi myndbönd & hlustað á öll þessi hlaðvörp þá vissi ég vel að ég ræð þessu ferli ekki baun. Ég ákvað þá að fara inn í fæðinguna með opnum huga & sjá hvað myndi gerast. Það er svo algengt að of mikil plön sem ekki ganga eftir valdi vonbrigðum og draumafæðingin verður ekki alltaf eins og vonast var til. Þó fannst mér gott að hafa farið á fæðingarnámskeið, þar fengum við kynningu á því sem er í boði á spítalanum sem var mjög gott að vita.

Ég veit að þetta er mjög persónulegt en við Tómas ákváðum í sameiningu að deila þessu með ykkur. Ég veit líka að þið sem fylgið mér bæði hér á blogginu, YouTube & Instagram styðjið okkur 150%. Ég er með besta klappliðið & ég er svo þakklát fyrir ykkur sem sendið mér falleg skilaboð daglega!

Hér geturðu horft á myndbandið (fyrir þá sem vilja) – ❣️

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

HELGI Í KJÓSINNI

2021LÍFIÐ

KJÓSIN FAGRA
Við fjölskyldan eyddum allri helginni í kjósinni fögru sem er alltaf jafn yndislegt. Það er alveg extra næs að komast í annað umhverfi þegar maður er svona mikið heima …

UPPÁHELLT ☕️  
Það er fátt betra en að vakna við kaffi ilminn í kjósinni. Ég þyrfti helst að eignast eina litla sæta kaffivél heima fyrir spari uppáhellingu … HELLÚ Sjöstrand? Getið þið ekki búið til eina þannig beauty vél? 😄☕️☕️☕️  neiinei ég segi svona.

Winter WONDERLAND ☃️
Ég veit ekki hverjum datt þetta í hug en þau eru öll hetjur 😄
Það hefði ekki ein einasta sála náð að mana mig upp í að stinga mér í snjóinn.

Á meðan vorum við Emilía inni að knúsast & reyna að leggja okkur aðeins. Emilía hefði nú alveg verið til í að vera úti með þeim en hún þarf að bíða í þónokkra mánuði í viðbót áður en hún fer að stinga sér í snjóinn 🥶

Núna er það bara að ganga frá & koma öllu dótinu í bílinn. Ég get svo svarið það að mér líður eins & ég eigi 10 börn við tókum svo mikið dót með okkur 🙈

Bless & góðar kveðjur úr sveitinni 👋🏻

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

HJÓNAHERBERGIÐ ER FULLKOMNAÐ

2021HEIMALÍFIÐ

 

Við fjölskyldan áttum yndislega helgi & var sunnudagurinn nákvæmlega svona … inni í kósý á náttfötunum 🤎 Eða svona er ég reyndar flesta daga í þessu orlofi 😄

Það nýjasta í hjónaherberginu er þetta fallega verk sem við fengum að gjöf & er eftir snillinginn Kötlu Marín eða Hekla Macramé. Um leið & Tómas hengdi upp verkið þá sá ég að herbergið var fullkomnað! Eruð þið að sjá hvað þetta er FALLEGT?

Þið getið skoðað meira hér. Hún býður upp á námskeið, uppskriftir af verkum & svo tekur hún einnig við sérpöntunum. Ekki hika við að hafa samband við hana ef þú vilt eignast þitt eigið.

Eigðu góðan dag<3

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

KORTER Í BARN!

2021FRAMKVÆMDIRYOUTUBE

Í gær þá póstaði ég næst seinasta þættinum af framkvæmdarseríunni … & vá hvað það er gaman að horfa til baka á þetta tímabil, þegar ég var kasólétt & við Tómas að reyna að koma okkur fyrir korter í barn!

Í þessu myndbandi er ALLT að verða tilbúið, fleiri húsgögn, myndir fara upp á vegg, barnarúmið sett saman & síðast en ekki síst þá mætir ein mjög mikilvæg manneskja í okkar lífi á svæðið.

Þið finnið myndbandið hér:

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

MUN ÞETTA LÍÐA HJÁ?

2021EMILÍA BIRNA

Er henni illt i maganum? Er ég að borða eitthvað sem fer illa í hana? Er hún svöng? Er henni kalt eða er henni heitt? Þarf að skipta á henni? Er þetta bakflæði? Þarf hún að prumpa eða kúka? Er þetta vaxtarkippur? Er ég að gera eitthvað rangt? Mun þetta líða hjá? Eða hvað … 😫 Þetta flýgur í gegnum hausinn minn á hverjum degi.

Þessi seinasta vika er búin að reynast mér mjög erfið. Það tekur á að sjá litlu stelpuna okkar líða svona illa 😔  Þetta er alltaf á svipuðum tíma yfir daginn þar sem hún grætur & grætur & það er ekkert sem nær að hugga hana – hún vill ekki einu sinni sjá brjóstið þegar henni líður svona. Ég ætla að reyna að fara jákvæð inn í þetta tímabil af því að það er allt svo miklu erfiðara þegar maður er stressaður & neikvæður.

SKIN TO SKIN
Ég er að fá svo mikla & góða hjálp frá yndislegu frænku minni sem er að skoða þetta munstur hjá Emilíu.

Núna þá ætla ég að vera dugleg að gefa mér tíma til þess að vera með Emilíu svona … skin to skin. Þar líður henni vel & hún róast þvílíkt á því að liggja svona hjá mér. Alveg eins & fyrstu vikurnar þá var ég alltaf með hana svona á bringunni. Ég mæli líka með því að hlusta á þennan hlaðvarpsþátt hjá Kviknar þar sem þau tala um afhverju það er gott að hafa barnið skin to skin. Svo er ég með þennan playlista í gangi.

Ástæðan fyrir því að mig langaði að gefa Update hér er af því að ef það eru fleiri sem eru að upplifa þetta þá vil ég bara að þið vitið að þið eruð ekki ein þó mér líði nú reyndar eins & ég sé alein í heiminum 🙈

En ég hafði hugsað mér að skrifa síðan aðra færslu eftir einhvern tíma & tala um það sem virkaði fyrir okkur … ef það er nú eitthvað sem virkar 🤞🏻🤍 

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

TVEGGJA MÁNAÐA

2021EMILÍA BIRNA

Emilía er orðin tveggja mánaða 🧸🤎

Þessi mánuður er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur. Það er svo gaman að sjá hvernig hún breytist & þroskast með hverjum deginum. Hún er líka farin að líkjast pabba sínum virkilega mikið þó ég eigi nú alveg eitthvað í henni – HALLÓ ég gekk með barnið í næstum 9 mánuði!! Takk fyrir pent.

Emilía er farin að brosa ótrúlega mikið sem er það sætasta sem ég veit & svo er hún líka farin að láta heyra í sér. Hún lætur okkur foreldrana alveg heyra það ef hún er ekki sátt … ákveðin lítill dúllurass 😅

Þetta er búið að vera yndislegur tími sem við fjölskyldan erum búin að eiga saman í orlofi en núna er Tómas farinn aftur að vinna. Við mæðgur verðum þá mikið saman næstu mánuði. Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst gott að hafa Tómas hjá okkur hér heima. En núna þarf ég bara að muna eftir því að fylla vatnsbrúsann áður en ég gef henni & vera allavega með 3 taubleyjur í sófanum 😅 já helst þrjár þar sem Emilía gubbar út um allt:):):)

 Nýjasta nýtt er að við Emilía erum byrjaðar í mömmu fit sem er skrautlega skemmtilegt. Þetta er góð æfing fyrir okkur að mæta á réttum tíma einhvert & svo er líka mjög gott að komast út úr húsi. En það er eitt sem stressar mig & það er að Emilía fari að hágráta í miðjum tíma … afhverju er ég stressuð?? Ég hef ekki hugmynd af því að það er bara fullkomnlega eðlilegt að lítið ungabarn láti heyra í sér. EN það er kannski bara eitthvað sem ég þarf að læra & komast yfir. 🙈

Takk fyrir tvo YNDISLEGA mánuði … tíminn flýgur svo sannarlega!

Mánaðar miðarnir fallegu fara bráðlega í sölu – ég gef update um leið í story!

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

INSPO – ÍBÚÐIN ER NÆSTUM TILBÚIN

2021FRAMKVÆMDIRHEIMALÍFIÐYOUTUBE

Pinterest hefur verið minn allra besti vinur seinustu mánuði til þess að fá INSPO fyrir íbúðina.

Ég geri mér nú alveg grein fyrir því að íbúðin er aldrei að fara að líta svona ótrúlega huggulega út.
En maður má nú alveg láta sig dreyma!!

Ef þú vilt fylgjast með framkvæmdunum okkar þá geturðu horft á nýjasta myndbandið hér  –

Til þess að fylgjast enn betur með:
Instagram hér.

FEBRÚAR UPPÁHALDS

MAYBELLINESAMSTARF

FEBRÚAR UPPÁHALDS

Síðastliðin mánuð hef ég verið að prófa nokkrar vörur sem ég er svo skotin í frá Maybelline sem ég verð að segja ykkur frá. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég núna búin að vera að vinna með Maybelline í um hálft ár en hef verið að nota vörur frá merkinu í mörg ár & ég elska merkið alltaf meira & meira með tímanum. Hver elskar ekki ódýra SNILLD eins & Maybelline 🌟

En að mínum uppáhalds vörum í febrúar …

LIFTER 

Þessi dásamlegi gloss er fullkominn alla daga! Ég hef alltaf elskað að vera með gloss & ég vil yfirleitt hafa þá svona glæra & glansandi fína eins & þessi. Lifter inniheldur hyaluronic sýru sem er SNILLD af því að hann gefur mikinn raka & verður þá ekki svona klístraður eins & mér finnst gloss oft verða.

GLASS SPRAY

Ég nota glass spreyið yfir farðann sem gefur þennan fallega ljóma & raka. Svo skelli ég því oft á mig þegar ég er orðin þreytt seinna um daginn & ég get svo svarið það að það lífgar uppá mig um heilan helling.

SKY HIGH MASKARINN

Ég er mjög kröfuhörð þegar kemur að maskara & Erna Hrund vinkona & vörumerkjastjóri Maybelline veit það vel 😂 Ég hef verið að nota sama maskarann í mööörg ár sem kostar hálfan handlegg & ég er svo GLÖÐ að hafa loksins kynnst maskara sem nær að standast mínum kröfum & kostar ekki hálfan handlegg 🙌🏻

…en þið vitið þetta eflaust þar sem þessi maskari er búinn að fá mikla athygli! Sem er alls ekki skrítið :)

ERASER HYLJARINN 

& svo síðast en alls ekki síst … Eraser hyljarinn góði sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár en er að bjarga mér EXTRA mikið núna fyrir eitt stykki þreytta mömmu. Enda er hann kallaður þreytubaninn 🙌🏻

Þetta var allt frá mér í dag – endilega nýtið ykkur taxfree dagana til þess að fá vörurnar á ennþá betra verði.

Takk fyrir að lesa,

FÆÐINGARSAGAN OKKAR

2021EMILÍA BIRNALÍFIÐMEÐGANGAN

Ég veit ekki hversu oft ég er búin að ætla að setjast niður og skrifa þessa færslu. Núna lét ég loksins verða af því á meðan Emma litla sefur hér við hliðina á mér. Ég elska að lesa aðrar fæðingasögur og ég veit ekki hversu margar fæðingasögur ég las, hversu mörg fæðingamyndbönd ég horfði á eða hversu mörg hlaðvörp ég hlustaði á á meðgöngunni minni. Og það sem mér fannst svo magnað var að engin ein fæðing er eins.  

En að sögunni okkar Tómasar … 

Í desember fórum við Tómas á fæðingarnámskeið (online). Þar fengum við kynningu á því sem er í boði á spítalanum sem var mjög gott að vita. Það gerði það að verkum að ég fór inní fæðinguna með opnum huga og ekkert var fyrirfram ákveðið. Það fannst mér gott að gera af því það er svo margt sem getur komið upp á og allt sem ég hafði hlustað á styrkti mig í að ákveða sem minnst. Það er svo algengt að of mikil plön sem ekki ganga eftir valdi vonbrigðum og draumafæðingin verður ekki alltaf eins og vonast var til. 

Klukkan 4:30 vaknaði ég við það að það fór að leka í rúmið þannig að ég stóð strax upp og SPLASHHH … það fossaði á gólfið. Þetta var eins og í bíómyndunum en það sem var kannski ólíkt bíómyndunum var að ég reyndi að GRÍPA vatnið. Ég kalla þá strax á Tómas: ,,Tómas vaknaðu, ég er að pissa á mig!!’’. Örugglega furðulegt að vakna við þessa setningu haha. Ég fór svo á klósettið og náði að pissa. Þá grunaði mig að þetta hafi verið vatnið sem fór. Ég hringdi beint á spítalann á Akranesi af því að ég ætlaði að reyna að eiga þar. Mér var sagt að taka því rólega og reyna að sofna til þess að safna orku fyrir fæðinguna og hringja svo aftur þegar ég myndi byrja að fá verki af því að þarna var ég að fá verkjalausa samdrætti. Ég hoppaði í fullorðinsbleyju af því að vatnið hélt áfram að leka og svo reyndi ég að leggja mig sem gekk bara ekki baun. Ég gat ekki hætt að hugsa um það að ég væri að fara að eignast barn! Núna er þetta að fara að gerast, litla stelpan ætlar að mæta 10 dögum fyrir settan dag?! Ég sem var viss um að ég myndi ganga 2 vikur fram yfir. 

Klukkan 8 var orðið mun styttra á milli hríða. Ég ákvað þá að fara í sturtu og klæða mig. Klukkan 8:30 hringdum við aftur á Akranes en þá var orðið fullt hjá þeim. Þannig að við lögðum af stað niður á Landspítala til þess að taka stöðuna (það þarf nefnilega að fylgjast vel með þeim sem missa vatnið af því að þá er meiri hætta á sýkingu). Þarna voru verkirnir orðnir frekar miklir og lýstu sér eins og túrverkir í mjóbakinu x50.

Klukkan 9:20 fékk ég að hitta ljósmóður. Því miður fékk Tómas ekki að koma með og beið úti í bíl á meðan. Það var mjög skrítið fyrir okkur bæði að fá ekki að vera saman. Ljósan staðfesti síðan að þetta hefði verið legvatnið sem fór um morguninn og að ég væri komin með 3 í útvíkkun og leghálsinn næstum fullstyttur. Ég fékk tvær parkódín töflur og ákvað að fara heim. Við töldum það vera best í stöðunni af því að þar líður mér vel. En um leið og við komum heim þá ældi ég töflunum:) 

Um kl. 11:00 skellti ég mér í bað og eftir að hafa verið í baðinu í um klukkutíma ákvað ég að ég vildi fara aftur niður á spítala af því að ég var hreint út sagt að drepast úr verkjum og þarna voru 3 mín á milli hríða. Við vorum komin um kl. 12:00 á Landspítalann og ég fékk að hitta hjúkrunarfræðing. Hún ætlaði ekki að skoða mig af því að það var svo stutt síðan ég var skoðuð og þá ætti ekki að vera mikil breyting. Svo sá hún hvað hríðarnar voru reglulegar og ég gat ekki talað á meðan á þeim stóð þannig að hún ákvað að skoða mig. Þá kom í ljós að ég var komin með 6-7cm í útvíkkun. 

Við fengum strax herbergi og þá fékk Tómas að koma með inn. Við vorum á fæðingarstofu nr. 3 sem var stór og fín með baði. Ég labbaði um herbergið fram og til baka af því að ég gat ekki hugsað mér að liggja eða sitja. Mig grunar að það hafi hjálpað henni mikið að koma sér lengra niður (þyngdaraflið). Tómas vildi svo mikið hjálpa mér þegar hríðin kom og fór þá að tala við mig en ég gat alls ekki talað og ég vildi helst ekki að neinn myndi tala í kring um mig. Það eina sem ég gat gert var að einbeita mér að önduninni. 

Eftir að hafa labbað um herbergið varð ég svo ótrúlega verkjuð þannig ég ákvað að prófa glaðloftið. Ég var búin að lofa ljósunni í mæðraverndinni að gefa því tíma og séns en ég gerði það svo sannarlega ekki. Ég var búin að vera með mjög góða öndun en um leið og ég byrjaði að nota glaðloftið þá missti ég allan takt og liggur við andann. Ég er viss um að ég hafi ekki verið að nota glaðloftið rétt þannig að ég hafði enga þolinmæði til þess að reyna við þetta á meðan ég var svona verkjuð. 

Um kl. 13:30 ákveður ljósan að skoða mig og þá var leghálsinn opinn og komnir 9cm. Tómas lét hitapoka við bakið á mér sem bjargaði mér alveg. Þessi hitapoki var mín verkjastilling! Stuttu seinna fann ég allt í einu að ég þyrfti að fara á klósettið og þá nr 2. Má ég vera hreinskilin?? Ókei, mér leið smá eins og ég væri aaalveg að fara að kúka á mig. JEBB búin að pissa & næstum kúka á mig á einum sólarhring. Brjálað álag.

Ljósan sagði mér þá að fara á klósettið og prófa að rembast líka. Eftir að hafa verið á klósettinu í dágóðan tíma, ákvað ég að skella mér í baðið og stuttu eftir að ég fór ofan í baðið fann ég fyrir rosalega mikilli rembingstilfinningu. Ég prófaði að rembast nokkrum sinnum með hríðunum og svo fór ég uppúr. Ljósan skoðaði mig og þá var útvíkkuninni lokið og ég tilbúin að koma stelpunni okkar í heiminn. Ég var deyfð í spöngina sem ég fann ekkert fyrir. Þá var klukkan um 14:50. 

3. janúar klukkan 16:10 teygði ég mig eftir litlu stelpunni okkar og tók hana í fangið. Velkomin í heiminn elsku Emilía Birna. Við vorum með nokkur nöfn í huga en um leið og við sáum hana þá vissum við að þetta væri Emilía – lítil Emma. Hún var 50 cm og 3340 g af hreinni fullkomnun.

 Tómas klippti naflastrenginn og svo fæddi ég fylgjuna og var síðan saumuð þar sem ég rifnaði fyrsta stigs. Við fengum síðan að vera á fæðingarstofunni þangað til að við fórum heim um kvöldið þennan sama dag. Ástæðan fyrir því að við fórum heim var sú að allt gekk vel og ef ég hefði verið þarna um nóttina, þá hefði Tómas ekki fengið að vera með. Tilfinningin að fara út af spítalanum þrjú saman var ótrúleg. Þarna vorum við komin með nýjan einstakling sem við eigum eftir að elska í tætlur restina af lífinu. Þetta var & er svo yndislegt.

Hvernig í ósköpunum förum við að þessu? Ég fékk svo sannarlega að sjá nýja hlið af sjálfri mér.
Þessi líkami er svo magnaður!