fbpx

FÆÐINGARSAGAN OKKAR

2021EMILÍA BIRNALÍFIÐMEÐGANGAN

Ég veit ekki hversu oft ég er búin að ætla að setjast niður og skrifa þessa færslu. Núna lét ég loksins verða af því á meðan Emma litla sefur hér við hliðina á mér. Ég elska að lesa aðrar fæðingasögur og ég veit ekki hversu margar fæðingasögur ég las, hversu mörg fæðingamyndbönd ég horfði á eða hversu mörg hlaðvörp ég hlustaði á á meðgöngunni minni. Og það sem mér fannst svo magnað var að engin ein fæðing er eins.  

En að sögunni okkar Tómasar … 

Í desember fórum við Tómas á fæðingarnámskeið (online). Þar fengum við kynningu á því sem er í boði á spítalanum sem var mjög gott að vita. Það gerði það að verkum að ég fór inní fæðinguna með opnum huga og ekkert var fyrirfram ákveðið. Það fannst mér gott að gera af því það er svo margt sem getur komið upp á og allt sem ég hafði hlustað á styrkti mig í að ákveða sem minnst. Það er svo algengt að of mikil plön sem ekki ganga eftir valdi vonbrigðum og draumafæðingin verður ekki alltaf eins og vonast var til. 

Klukkan 4:30 vaknaði ég við það að það fór að leka í rúmið þannig að ég stóð strax upp og SPLASHHH … það fossaði á gólfið. Þetta var eins og í bíómyndunum en það sem var kannski ólíkt bíómyndunum var að ég reyndi að GRÍPA vatnið. Ég kalla þá strax á Tómas: ,,Tómas vaknaðu, ég er að pissa á mig!!’’. Örugglega furðulegt að vakna við þessa setningu haha. Ég fór svo á klósettið og náði að pissa. Þá grunaði mig að þetta hafi verið vatnið sem fór. Ég hringdi beint á spítalann á Akranesi af því að ég ætlaði að reyna að eiga þar. Mér var sagt að taka því rólega og reyna að sofna til þess að safna orku fyrir fæðinguna og hringja svo aftur þegar ég myndi byrja að fá verki af því að þarna var ég að fá verkjalausa samdrætti. Ég hoppaði í fullorðinsbleyju af því að vatnið hélt áfram að leka og svo reyndi ég að leggja mig sem gekk bara ekki baun. Ég gat ekki hætt að hugsa um það að ég væri að fara að eignast barn! Núna er þetta að fara að gerast, litla stelpan ætlar að mæta 10 dögum fyrir settan dag?! Ég sem var viss um að ég myndi ganga 2 vikur fram yfir. 

Klukkan 8 var orðið mun styttra á milli hríða. Ég ákvað þá að fara í sturtu og klæða mig. Klukkan 8:30 hringdum við aftur á Akranes en þá var orðið fullt hjá þeim. Þannig að við lögðum af stað niður á Landspítala til þess að taka stöðuna (það þarf nefnilega að fylgjast vel með þeim sem missa vatnið af því að þá er meiri hætta á sýkingu). Þarna voru verkirnir orðnir frekar miklir og lýstu sér eins og túrverkir í mjóbakinu x50.

Klukkan 9:20 fékk ég að hitta ljósmóður. Því miður fékk Tómas ekki að koma með og beið úti í bíl á meðan. Það var mjög skrítið fyrir okkur bæði að fá ekki að vera saman. Ljósan staðfesti síðan að þetta hefði verið legvatnið sem fór um morguninn og að ég væri komin með 3 í útvíkkun og leghálsinn næstum fullstyttur. Ég fékk tvær parkódín töflur og ákvað að fara heim. Við töldum það vera best í stöðunni af því að þar líður mér vel. En um leið og við komum heim þá ældi ég töflunum:) 

Um kl. 11:00 skellti ég mér í bað og eftir að hafa verið í baðinu í um klukkutíma ákvað ég að ég vildi fara aftur niður á spítala af því að ég var hreint út sagt að drepast úr verkjum og þarna voru 3 mín á milli hríða. Við vorum komin um kl. 12:00 á Landspítalann og ég fékk að hitta hjúkrunarfræðing. Hún ætlaði ekki að skoða mig af því að það var svo stutt síðan ég var skoðuð og þá ætti ekki að vera mikil breyting. Svo sá hún hvað hríðarnar voru reglulegar og ég gat ekki talað á meðan á þeim stóð þannig að hún ákvað að skoða mig. Þá kom í ljós að ég var komin með 6-7cm í útvíkkun. 

Við fengum strax herbergi og þá fékk Tómas að koma með inn. Við vorum á fæðingarstofu nr. 3 sem var stór og fín með baði. Ég labbaði um herbergið fram og til baka af því að ég gat ekki hugsað mér að liggja eða sitja. Mig grunar að það hafi hjálpað henni mikið að koma sér lengra niður (þyngdaraflið). Tómas vildi svo mikið hjálpa mér þegar hríðin kom og fór þá að tala við mig en ég gat alls ekki talað og ég vildi helst ekki að neinn myndi tala í kring um mig. Það eina sem ég gat gert var að einbeita mér að önduninni. 

Eftir að hafa labbað um herbergið varð ég svo ótrúlega verkjuð þannig ég ákvað að prófa glaðloftið. Ég var búin að lofa ljósunni í mæðraverndinni að gefa því tíma og séns en ég gerði það svo sannarlega ekki. Ég var búin að vera með mjög góða öndun en um leið og ég byrjaði að nota glaðloftið þá missti ég allan takt og liggur við andann. Ég er viss um að ég hafi ekki verið að nota glaðloftið rétt þannig að ég hafði enga þolinmæði til þess að reyna við þetta á meðan ég var svona verkjuð. 

Um kl. 13:30 ákveður ljósan að skoða mig og þá var leghálsinn opinn og komnir 9cm. Tómas lét hitapoka við bakið á mér sem bjargaði mér alveg. Þessi hitapoki var mín verkjastilling! Stuttu seinna fann ég allt í einu að ég þyrfti að fara á klósettið og þá nr 2. Má ég vera hreinskilin?? Ókei, mér leið smá eins og ég væri aaalveg að fara að kúka á mig. JEBB búin að pissa & næstum kúka á mig á einum sólarhring. Brjálað álag.

Ljósan sagði mér þá að fara á klósettið og prófa að rembast líka. Eftir að hafa verið á klósettinu í dágóðan tíma, ákvað ég að skella mér í baðið og stuttu eftir að ég fór ofan í baðið fann ég fyrir rosalega mikilli rembingstilfinningu. Ég prófaði að rembast nokkrum sinnum með hríðunum og svo fór ég uppúr. Ljósan skoðaði mig og þá var útvíkkuninni lokið og ég tilbúin að koma stelpunni okkar í heiminn. Ég var deyfð í spöngina sem ég fann ekkert fyrir. Þá var klukkan um 14:50. 

3. janúar klukkan 16:10 teygði ég mig eftir litlu stelpunni okkar og tók hana í fangið. Velkomin í heiminn elsku Emilía Birna. Við vorum með nokkur nöfn í huga en um leið og við sáum hana þá vissum við að þetta væri Emilía – lítil Emma. Hún var 50 cm og 3340 g af hreinni fullkomnun.

 Tómas klippti naflastrenginn og svo fæddi ég fylgjuna og var síðan saumuð þar sem ég rifnaði fyrsta stigs. Við fengum síðan að vera á fæðingarstofunni þangað til að við fórum heim um kvöldið þennan sama dag. Ástæðan fyrir því að við fórum heim var sú að allt gekk vel og ef ég hefði verið þarna um nóttina, þá hefði Tómas ekki fengið að vera með. Tilfinningin að fara út af spítalanum þrjú saman var ótrúleg. Þarna vorum við komin með nýjan einstakling sem við eigum eftir að elska í tætlur restina af lífinu. Þetta var & er svo yndislegt.

Hvernig í ósköpunum förum við að þessu? Ég fékk svo sannarlega að sjá nýja hlið af sjálfri mér.
Þessi líkami er svo magnaður!

BALIOS GIVEAWAY!

2021EMILÍA BIRNASAMSTARF

GIVEAWAY!
hér

Ég er þvílíkt stolt af samstarfinu mínu með Nine Kids. Það er svo gaman að vinna með þeim & ég heppin að fá að gefa einum fylgjanda ,,all black” útgáfu af Balios (vagn & kerra) 🖤

Ég er ekkert smá ánægð með minn vagn! Það er auðvelt að taka hann í sundur & saman & svo er hann mjög þægilegur í stýri. Vagnstykkið sjálft er til dæmis mjög sniðugt ferðarúm & notuðum við það þegar við fjölskyldan fórum í bústaðinn. Svo má ekki gleyma að nefna hvað hann er gullfallegur, en þið sjáið það nú alveg. Ég get allavega mælt mikið með Balios! 🤗

Þetta er minn allra fyrsti LEIKUR & er hann ekki af verri kantinum … þannig ég vona að þú takir þátt❗️💥
Þú getur fundið leikinn á instagram hjá mér hér.

Við drögum síðan úr leiknum mánudaginn 8. febrúar 🙌🏻
Megi heppnin vera með þér 🤞🏻

Nine Kids er einnig með mjög flotta útsölu í gangi núna á ninekids.is  🙌🏻
Balios kerran er til dæmis á 40% afslætti!

FYRSTI MÁNUÐURINN SEM MAMMA

2021EMILÍA BIRNA

Fyrsti mánuðurinn sem mamma 🥺🤍 …glænýtt & krefjandi en yndislegt hlutverk sem ég er að ELSKA!

Það var einhver sem hvíslaði því að mér að tíminn flýgur með ungabarn & að maður eigi að njóta hverrar einustu mínútu. Ég get staðfest það að síðastliðinn janúarmánuður er búinn að vera einn sá stysti í mínu lífi 😂 & vá hvað ég er búin að elska að knúsa, kyssa, kúra, andvaka með þér, fara fram úr kl. 14, taka blund á skrítnustu tímum, þefa (já ungbarnaLYKT er besta lykt í heimi) 😂 & bara stara á þig tímunum saman ❣️

Ég er búin að njóta þess til fulls & ég vona að þið mömmur þarna úti gerið það líka.

HÆ Trendnet 👋🏻 ég heiti Emilía Birna ❣️

Við fengum auðvitað hana Sól vinkonu til að smella nokkrum myndum af okkur fjölskyldunni í tilefni dagsins 🥳🥳
Svona myndir eru dýrmætar að eiga 🤍

& þessi fyrsti mánuður sem mamma er einn sá besti í mínu lífi hingað til!

(Aldrei hélt ég að ég yrði svona rosalega væmin en hjartað mitt er bara búið að stækka margfalt & því fylgir væmin Arna 😂)

Instagram: hér.
YouTube: hér.

LÍFIÐ Í KJÓSINNI / SECOND HOME

2021LÍFIÐ

SECOND HOME
Mér líður hvergi eins vel & hér í kjósinni.

🌅

ANDA
Anda inn & út … AHH! Ég hef verið mjög ódugleg að fara út & gleymi mér alveg þegar ég er með stelpunni minni. En Tómas er duglegur að hvetja mig til þess að fara út þó það sé ekki nema að fara út með ruslið 😂  Þetta var til dæmis alveg yndislegur göngutúr & við fjölskyldan vorum eins og ný þegar við komum aftur heim.


BAÐTÍMI
🤍🧸🛁
& svo steinsofnaði hún í næstum 4 tíma. Bað er greinilega góð leið til þess að svæfa.

OH BABY IT’S A WILD WORLD
Þetta dúllerííí elska ég! Myndaalbúm sem ég er að gera fyrir stelpuna 🤍
Myndaalbúmið er keypt í epal en mér sýnist það vera uppselt en það eru til fleiri tegundir.

Svo lét ég framkalla myndir hjá pixlar 🙌🏻FÖGNUM ROPINU!
Aldrei hefði mér dottið í hug að rop myndi gera mig svona ánægða & stolta 😂

MORGUNMATUR & TÁSLUR <3
Hér í kjósinni þá borðum við bakkelsi í morgunmat 🙌🏻 best í heimi! svo eru þessar táslur líka bestar í heimi.

Kveðjur úr kjósinni – Lífið er rosa gott <3

FYRSTU DAGARNIR EFTIR FÆÐINGU / ÞAÐ SEM ENGINN SAGÐI MÉR

2021EMILÍA BIRNALÍFIÐSAMSTARF
Samstarf

Fyrstu dagarnir eftir fæðingu:
Það sem enginn sagði mér 🤱🏼

Alla meðgönguna bíður maður spenntur eftir þeim degi sem barnið mun koma. En einhvernvegin þá pældi ég ekki mikið í fyrstu dögunum. Þannig ég ætla að fá að segja ykkur aðeins frá minni upplifun & ég ætla ekkert að fegra þetta neitt. Með því að segja ykkur frá mínum fyrstu dögum þá eruð þið kannski aðeins meira undirbúin fyrir því sem koma skal þó svo að þetta sé auðvitað misjafnt hjá hverri & einni.

BRJÓSTAGJÖFIN

Brjóstagjöfin er YNDISLEG en ÁI fyrstu dagarnir voru mjög erfiðir! Ég fékk sár & mikla stálma & var hreint út sagt alveg að drepast. Þetta var til dæmis eitthvað sem enginn sagði mér en fattaði svo að ég var alls ekki ein eftir að hafa talað við bumbuhópinn.

Maður verður að vera mjög þolinmóður fyrstu dagana & leita aðstoðar ef þess þarf. Þú átt t.d. rétt á brjóstagjafaráðgjafa fyrstu 14 dagana. Svo ef brjóstagjöfin gengur upp þá er þetta algjörlega þess virði ❣️

Vörur sem björguðu mér í brjóstagjöfinni:

– Kremið Græðir frá Sóley sem ég bar á sárin
– Therapearl (gjöf) hita & kælipúðarnir frá Lansinoh BJARGAÐI MÉR. Ég notaði bæði fyrir & eftir gjöf. Therapearl er hita og kælimeðferð sem hægt er að nota við verkjum, bólgum, stálmum eða stíflum.

Svo er gott að læra að handmjólka sig ef maður er með mikla stálma til þess að koma mjólkurframleiðslunni af stað áður en gefið er brjóst, annars er svo erfitt fyrir barnið að drekka þegar brjóstin eru svona hörð. Hér er myndbandið sem heimaljósan mín sagði mér að horfa á.

NEFSUGA & SALTVATNSDROPAR

Fyrstu dagana er barnið að losa sig við slím eftir fæðinguna & þau gera það yfirleitt sjálf. Við lentum í því að hún átti mjög erfitt með að losa sig við slímið & þurftum þá að nota nefsuguna. Ég myndi segja að það væri MUST að eiga hana & saltvatnsdropa.

Það er líka fínt að læra að nota hana áður en barnið kemur:) Við Tómas höfðum nefnilega ekki hugmynd hvernig við áttum að nota hana sem gerði okkar upplifun mjög erfiða þegar við vöknuðum eina nóttina við það að hún var að reyna að losa sig við slímið án árangurs.

KLÓSETTFERÐIR 

Á degi 3 þá kemur ljósan & segir mér að ég gæti núna farið að skæla yfir ótrúlegustu hlutum & að það væri bara mjög eðlilegt. Ég kannaðist svo sannarlega við það af því að sama dag áður en ljósan kom þá fór ég að skæla af því að ég var ekki búin að ná að fara á klósettið 💩 það tókst síðan nokkrum dögum seinna eftir að hafa borðað nokkrar sveskjur 😂

Þar hafið þið það … það er ekki auðvelt að fara á klósettið eftir fæðingu.

BLEYJUR FYRIR ÞIG 

Heyrðu ég keypti bleyjur fyrir mig & það var virkilega næs fyrstu dagana að skella sér bara í bleyju. Mér fannst það allavega betra en að fara í netanærbuxur & setja bindi. En þegar blæðingin minnkaði þá var fínt að eiga stór bindi & þægilegar nærbuxur.

NÁTTGALLARNIR ERU BESTIR 

Ég myndi segja að náttgallarnir séu lang mest notaðir hjá okkur þessa fyrstu daga & vikur. Mæli mikið með þeim & svo samfellum sem fara ekki yfir höfuðið. Maður leitar bara í það sem er þægilegast fyrir barnið.

BRJÓSTAGJAFAFATNAÐUR & NÆRBUXUR
(í samstarfi með Tvö Líf)

FYRIR BRJÓSTAGJÖFINA:
Ég gæti ekki mælt meira með vörunum frá Tvö Líf. Ég er t.d. búin að lifa í þessum bol sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan. Hann er svo ótrúlega þægilegur & auðveldar lífið við brjóstagjöfina. Þú lyftir bolnum upp hjá brjóstinu sem er mjög hentugt. Svo er þessir toppur frá boob mjög mikið notaður & einnig brjóstagafahaldarinn frá Bravado.

NÆRBUXUR:
Fyrstu dagana þá líður manni svolítið eins & maður sé tómur að innan svo ég myndi segja að það væri mjög gott að eiga nærbuxur eins og þessar frá merkinu boob.

& svo síðast en ekki síst …

Ekki gleyma að gera grindarbotnsæfingar! Þú átt eftir að hnerra & þá gerast slysin 🤦🏼‍♀️

HALLÓ HEIMUR

2021EMILÍA BIRNALÍFIÐ

HALLÓ HEIMUR – 03.01.21 🤍 13,5 merkur & 50cm 🌟

Þessi litla fullkomna skotta ákvað að koma í heiminn 10 dögum fyrir settan dag 🙈 ég var alls ekki komin í biðgírinn eins & svo margar tala um, heldur var ég viss um að ég myndi ganga fram yfir. Þannig að þegar ég missti vatnið (JÁ ég missti vatnið, segi ykkur betur frá því seinna) þá brá mér ekkert smá. Ég trúði ekki að þetta væri að fara að gerast, þess vegna hélt ég því fram að ég hafi bara pissað á mig … 🤣

Mig langaði bara rétt að koma hingað inn með smá update 🤍 öllum heilsast vel & þessi litla yndislega stelpa er svo sannarlega að bræða hjörtu okkar Tómasar.

Síðustu tvær vikurnar hafa farið í að njóta þess að vera saman, kúra, knúsast & að læra á þetta glænýja hlutverk sem mamma & pabbi. Rosa fullorðins eitthvað 🙈

Við hlökkum til að eyða lífinu með þér litla gull 🤍

2020 TEKIÐ SAMAN

2020LÍFIÐYOUTUBE

2020
Ó þetta klikkaða ár! Ár sem ég mun ALDREI gleyma …

Árið 2020 einkennist af miklum breytingum í lífi okkar Tómasar. Covid mætti með þvílík læti & rak okkur heim til Íslands þar sem fjölskyldan mín var öll með Covid & allt var að fara að loka. Tilhugsunin að vera í öðru landi á meðan öll fjölskyldan var lasin heima var alls ekki góð. Svo við pökkuðum lífi okkar í töskur & fórum (fluttum) heim. Planið var alltaf að flytja aftur til Íslands tímabundið en það var alls ekki á planinu að flytja í svona miklu flýti. Þetta var mjög skrítinn tími & óvissan var mikil. Við höfðum ekki hugmynd hvort eða hvenær við kæmumst aftur út til þess að klára að flytja dótið okkar heim. Þið getið horft á myndbandið frá þeim tíma hér.

Við eyddum tveimur þrælskemmtilegum vikum í sóttkví í Kjósinni fögru & bjuggum til DRAUMA trékofann. Ef þú ert ekki búin/nn að sjá myndbandið frá því þá mæli ég mikið með að horfa á það. Þetta er eitt af uppáhalds myndböndunum mínum sem ég hef gert – sjá hér.

Tómas fór síðan aftur út til þess að klára námið sitt & ég varð eftir. Ég byrjaði hér á Trendnet í byrjun maí sem var svo ótrúlega stórt & skemmtilegt skref hjá mér á þessu ári. Ég var í svo miklu spennufalli eftir það að ég fékk FRUNSU & ég sem fæ aldrei frunsu!! Nema hvað … stuttu seinna kemst ég að því að ég er ófrísk (þar fékk ég útskýringuna á frunsunni 🤣) & ég held því fyrir sjálfa mig í 3 HEILA DAGA þangað til ég fer aftur út til Tómasar. Þið getið horft á myndbandið þegar ég segi Tómasi frá gleðifréttunum hér.

Við Tómas kvöddum yndislega fólkið sem við vorum svo heppin að hafa kynnst & svo kvöddum við einnig lífið okkar í Västerås með BROS á vör & kannski nokkur tár með. Við Tómas lítum til baka á tvö bestu ár í heimi!!

Við fylltum Rauðu Þrumuna (blessuð sé minning hennar) af dóti úr íbúðinni & lögðum af stað í road trip um Svíþjóð. Hægt er horfa á mjög skemmtileg myndbönd frá því hér. & VÁ hvað ég mæli með að ferðast um Svíþjóð, um leið & það má þá ert þú að fara í RoadTrip um Sverige.

Ég fór síðan aftur heim til Íslands til þess að byrja að vinna mér inn réttindum:)
á meðan þá kláraði Tómas námið sitt úti. Það var mjög erfitt að vera ekki á sama staðnum næstum helminginn af meðgöngunni. En við lifðum það nú af. Þið getið horft á allt tengt meðgöngunni minni hér.

Tómas kom síðan heim í byrjun september <3<3 Ó hvað það var gott að fá flugmanninn minn heim!
Hann ferðaðist á Rauðu Þrumunni alla leið til Íslands með Norrænu. Það er mjög gaman að horfa ferðalagið hans heim til okkar hér þar sem hann tekur við af mér á YouTube!

Svo tók við heljarinnar verkefni & það var að gera upp íbúðina. Þið eruð ennþá að fá að fylgjast með öllu því ferli hér.

Núna erum við bara að reyna að taka því rólega & undirbúa allt fyrir litlu stelpuna sem ætlar að mæta með læti 2021.

Takk fyrir árið elsku Trendnet lesendur & takk fyrir að taka svona vel á móti mér hér <3<3

Ég hlakka ekkert smá til að halda áfram að deila með ykkur alls konar skemmtilegu hér á blogginu.

Hafið það sem allra best!

KNÚS,

Instagram: hér.
YouTube: hér.

AFMÆLISHELGIN MÍN

2020MEÐGANGANYOUTUBE

Ég átti yndislega afmælishelgi með fólkinu mínu. Þó ég hefði nú alveg verið til í að bjóða vinkonum mínum í kaffi þá ákvað ég að halda mér við jólakúluna í ár af því að núna er mælt með því að fara í sjálfskipaða sóttkví um mánuði fyrir fæðingu & ég er sett 13. Janúar. Kaffiboðið fær að bíða þangað til lilla mætir í heiminn ☕️🤗

En núna eru aðeins meira en tvær vikur í settan dag. ÞAÐ STYTTIST!! & ég hef ekki hugmynd hvernig er best að undirbúa sig, en ég hef ákveðið að að taka því rólega & safna orku fyrir fæðinguna.

En hér er nýtt myndband frá afmælishelginni minni ❣️  Í myndbandinu er jólabakstur, klaufaskapur í hámarki bæði af minni hálfu & mömmu 🤣, barnaundirbúningur, afmælið mitt & allskonar fleira skemmtilegt eins & guðdómlegur söngur með Tómasi 🎵 … sem þið megið helst ekki missa af 🤣

Sæktu þér eitthvað gúmmelaði & ýttu á PLAY 🎥‼️

Stundum þá skil ég mig ekki …

Einhvernvegin næ ég að koma mér í aðstæður sem eru svo óþægilegar & ég get svo svarið það að þetta er eitthvað sem myndi bara koma fyrir mig 🤦🏼‍♀️  – sjá í myndbandinu …

TAKK fyrir að horfa & hafðu það sem allra best❣️

KNÚS,
Instagram: hér.
YouTube: hér.

ÞETTA ER MEIRI VINNA EN VIÐ BJUGGUMST VIÐ!

2020FRAMKVÆMDIRYOUTUBE

Í gær þá póstaði ég á YouTube þætti nr. 2 af framkvæmdarseríunni. Í myndbandinu þá sjáið þið ennþá meiri breytingu & hversu ótrúleg vinna þetta er & jáá kannski fínt að nefna að þetta er aðeins meiri vinna en við bjuggumst við. Þið kannist örugglega við það, þið sem eruð í eða hafið farið í framkvæmdir 🙈 það kemur alltaf eitthvað uppá, seinkun á hinu & þessu, ikea LOKAR – ÆÆ þið vitið.

Ég er samt sem áður svo ótrúlega þakklát fyrir alla þessa snillinga sem eyddu ég veit ekki hvað mörgum klukkutímum í að hjálpa okkur <3 & svo var ég auðvitað bara á hliðarlínuninni, kasólétta klappstýran … ég sá allavega til þess að allir fengu kaffi, vatn & bjór. En ég hefði mátt vera duglegri með bjórinn samkvæmt Tómasi 😂 🍻

En hér getið þið horft á þátt 2 af Framkvæmdaseríunni 🙌🏻 Leyfið ykkur að slaka á uppí sófa í 10 mínútur eða klukkutíma & horfið á YouTube, við erum flest á fullu í desember en það er líka mjög mikilvægt að setjast aðeins niður & leyfa sér að slaka.

Sæktu þér heitt kakó & ýttu á PLAY! –

TAKK fyrir að horfa & hafðu það sem allra best yfir hátíðarnar kæri lesandi ❣️

KNÚS,

Instagram: hér.
YouTube: hér.

ÓSKALISTINN – JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

2020JÓLAGJAFAHUGMYNDIRSAMSTARF
Þessi færsla er í samstarfi við Pennan Eymundsson

Það styttist í jólagleðina & það eru alltaf einhverjir á seinustu stundu … ég þekki það vel! 🙈
En hér eru 5 hugmyndir af fallegum jólagjöfum sem fást í Pennanum Eymundsson. Linkurinn á vörurnar má finna hér fyrir neðan:

//1. Ilmkerti Winter White //2. Chanel Catwalk 2.útgáfa //3. Pensilpennar fyrir Bullet Journal  //4. Skipulag //5. Moleskine Bullet Journal 

HAPPY SHOPPING & gleðilega hátíð!

Instagram: hér.
YouTube: hér.