fbpx

LANGT SÍÐAN SÍÐAST – LIFE UPDATE

LÍFIÐ

langt síðan síðast!!

Ég er búin að vera rosalega ringluð eftir að ég flutti aftur til Íslands EN ég finn að ég hef saknað þess verulega að setjast niður & skrifa.

Mig langaði til að taka saman seinustu vikuna hér á blogginu með ykkur …

NÝ VINNA

Eins & ég skrifaði hér undir myndina þá hef ég verið að sjá um samfélagsmiðlana fyrir Reykjavík Letterpress.
Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera … & ég er að elska vinnuna mína & öll þau verkefni sem fylgja henni!

NEGLUR

Ég & móðir mín skelltum okkur í neglur í Kringlunni … ég talaði um á instagram story að ég upplifi alveg svakalega innilokunarkennd þegar ég er með neglur en einhvernveginn þá enda ég alltaf á því að fá mér aftur. EN VITI MENN ég er búin að vera með neglurnar núna í viku & ég er eiginlega bara að elska það að vera svona mikil skvísa!

FIMLEIKA ÆFING

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá æfði ég fimleika í mörg ár, alla daga & í 3 klst á dag. Þetta var ótrúlega skemmtilegur en kröfuharður tími & eftir að ég hætti þá hvarf ég alveg frá öllu fimleikatengdu … þannig að ég hef ekki hugmynd um það hvenær ég steig seinast fæti inn í Ármann. Tilfinningin var stórfurðuleg þegar ég kom inn í salinn en vá hvað það var gaman að hitta stelpurnar & rifja upp gamla takta!

DUCKS AND ROSE

Við stelpurnar hittumst í LUNCH á Duck and Rose.
Ég verð að fá að mæla með Chorizo pizzunni! Hún er guuuðdómleg.

KJÓSIN

Hef ég nefnt það áður að Kjósin er uppáhalds staðurinn minn á landinu??
Þið verðið að skella ykkur í roadtrip í Hvalfjörðinn, MUST að koma við á Kaffi Kjós í gúrmee franskar & svo halda áfram að keyra inn fjörðinn þar er svo FALLEGT!

AFMÆLI 

Ef það er einhver sem kann að halda PARTÝ þá eru það Guðrún Lind & Halli!
Þetta var svo gaman & kvöldið var bjúútífúl. OHH hvað það er gott að vera komin heim til þeirra<3

Þið megið búast við meiru frá mér á næstu dögum …
Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi <3

KNÚS,

 

FERÐ SEM SITUR FAST Í HUGA MÉR

LÍFIÐSVÍÞJÓÐYOUTUBE

Ferð sem situr fast í huga mér & náðist á filmu <3

Ef þið nennið þá þætti mér ótúlega vænt um það ef þið mynduð kommenta eða senda á mig línu & segja mér hvað ykkur finnst um svona myndbönd. & hvort það sé eitthvað sem þið viljið sjá meira af 😃

Mig langar t.d. að taka upp & sýna ykkur það sem ég keypti mér í Svíþjóð … gæti það verið skemmtilegt? 🤷🏼‍♀️
Ég allavega elska að sjá hvað aðrir eru að kaupa sér fínt.

En hér er ferðin góða um Svíþjóð (PART 2)

Takk fyrir að horfa & hafðu það núú gott þetta fína þriðjudagskvöld <3

KNÚS,

HVERNIG FÓR ÉG AÐ ÞESSU??

2020LÍFIÐYOUTUBE

ROADTRIP um Svíþjóð PART 1 á YouTube!

Við vorum sem sagt að flytja frá Västerås & ákváðum að fara í smá roadtrip áður en Tómas byrjar í nýja skólanum í Kalmar. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag & ég mæli mikið með því að skoða Svíþjóð betur ef þú hefur tök á.

Ef þið viljið sjá hvað ég náði að gera sem ég skil ekki ennþá hvernig ég fór að, þá verðuru að horfa á myndbandið til enda 😉

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndbandið. Náðu þér nú í popp & ís eða popp & lakkrÍS það er mjög GÓÐ blanda (bannað að dæma áður en þú smakkar!) – heyrðu eða þriðjudagstilboð á Dominos??

… æj þú fattar, hafðu það kósý & ýttu á play 💛

Hér er bloggfærslan um ferðalagið ef þú vilt frekar lesa um ferðina.

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra

Takk fyrir að horfa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

HEIMFERÐ EINA FERÐINA ENN

2020LÍFIÐ

 

HEIMFERÐ

 Góðan & blessaðan daginn. Í morgunn þá vaknaði ég fyrir allar aldir til að ná lestinni sem fór með mig til DK. Tómas skutlaði mér & svo þurfti ég að kveðja hann eina ferðina enn :( Í þetta sinn þá þarf ég að bíða alveg þangað til í ágúst til að hitta hann þar sem hann ætlar að vera í skóla í Svíþjóð <3 ÚFF hvað ég mun sakna hans mikið!

En að ferðasögunni aftur… þegar ég labbaði út úr lestinni þá tóku á móti mér hermenn eða menn í hermannabúning, eru það ekki hermenn annars??

Þeir voru voða næs & vísuðu mér til vegar. Svo náði ég auðvitað að flækja þennan flugvöll fyrir mér … sjokker! & einhvernvegin náði ég að fara með stóru ferðatöskuna mína alveg í gegn & næstum að öryggisleitinni áður en ég fattaði að ég var á kolröngum stað. Með STÓRU töskuna mína sem ég var ekki búin að innrita? Ég er ekki í lagi, of þreytt kannski.

Þetta fór allt saman vel enda hafði ég allan tímann í heiminum til að villast & klaufast þar sem ég var mætt mjög snemma.

En hér á flugvellinum eru allir með grímur & spritt. Þannig að ég vona bara svo innilega að ég & allir aðrir sem eru hér á ferðinni komist heim veirulausir 🤞🏻

Núna sit ég í rólegheitum & skrifa færslu á Trendnet á meðan ég bíð spennt eftir því að komast heim til allra <3

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi <3

KNÚS,

ROADTRIP UM SVÍÞJÓÐ

LÍFIÐSVÍÞJÓÐ

2344399647 km um Svíþjóð á rauðu þrumunni 🚗með aleiguna okkar í skottinu…það var FJÖR!

Að ferðast um Svíþjóð er mjög vanmetið, þannig að ef þú býrð í SWE þá mæli ég hiklaust með því að fara í roadtrip EN kannski best að geyma það að ferðast þangað til ástandið verður betra.

Eftir að hafa troðfyllt bílinn af eins miklu dóti & komst fyrir úr íbúðinni vorum við tilbúin að kveðja Västerås & leggja af stað.

JÖNKÖPING

Fyrsti áfangastaðurinn var Jönköping, við stoppuðum þar örstutt. Við gistum á herragarði með ekkert wifi, mikið af pöddum, flugum & það var brjálað stuð.

HALMSTAD

Daginn eftir komum við okkur niður til Halmstad sem var ÆÐI!
Við vorum svo heppin að fá að gista í húsi vinar Tómasar sem er staðsett við ströndina.

Ísbúð: World Of Riccardo
Strönd: Tylösand Strand
Lunch: Hotel Tylösand & Cyrano

KALMAR 

Við stoppuðum síðan í eina nótt í Kalmar & fengum að skila af okkur dótinu. Það var gaman að skoða Kalmar & sjá hvar Tómas mun eyða sumrinu. Kalmar heillaði mig strax & ég er viss um að Tómas eigi eftir að eiga eitt besta sumarið hér í þessum draumabæ.

KIVIK
AGDA LUND – BED & BREAKFAST

Hefurðu heyrt um bæinn Kivik?…nei ég hafði aldrei heyrt um hann heldur. Elísabet, snillingurinn sjálfur, uppgötvaði staðinn & það var ekki annað hægt en að stökkva á þennan krúttlega BLÁA bed & breakfast.

Okkur leið mjög vel þarna, mjög krúttlegt & hótelinu er haldið uppi af yndislegri fjölskyldu. Það sem heillaði mig mjög var að þegar við mættum á svæðið voru þau í fullri vinnu við að umpotta & setja blóm ÚT UM ALLT fyrir sumarið. Mjög fallegt…

Eitt TIPS til ykkar ef þið skellið ykkur á gistingu á Agda Lund…ekki vekja nágrannann! Það var víst mjög viðkæmt, allir farnir eldsnemma að sofa, veggirnir frekar þunnir & við vorum ekki beint þau vinsælustu í setustofunni. ÆJ við sem vildum bara spjalla & eyða smá tíma saman 😂 ÚPS!

EVA PÅ TORGET

Við borðuðum á litlum & sætum veitingastað rétt hjá hótelinu.
Maturinn var góður, þjónustan var ágæt & staðurinn bilaðslega sætur. Mér sýndist þetta einnig vera fjölskyldufyriræki & við elskum það.

KIVIK LEYNISTRÖND!

Ástæðan fyrir því að ég kalla þetta leyniströnd er sú að ég hefði líklegast aldrei fundið staðinn ef við hefðum ekki verið með Elísabetu & fjöllu! Þau eru alveg með þetta á hreinu. Við eyddum heilum degi á ströndinni & nutum þess að vera saman<3

FRIDEN

Besta PIZZA í Svíþjóð takk fyrir pent.

FALKENBERG

Við tókum stutt strandstopp í Falkenberg af því að við gátum ekki hugsað okkur að vera lengur inni í rauðu þrumunni 🚗

GAUTABORG

Gautaborg var algjör skyndiákvörðun, enda ekki í leiðinni…en Tómas komst inn í skóla til að taka einn kúrs sem er ný skylda í flugnáminu. Hann þurfti að fara í svokallað UPRT þar sem hann er bókstaflega að hrapa í hringi & þarf að læra hvernig á að bregðast við því. Mjög krípi EN mikilvægt!

Við skoðuðum svo Gautaborg örlítið & það sem við sáum var bara ekkert annað en NÆS!

Eftir Gautaborg var ferðinni haldið til Kalmar (já aftur) & hér erum við núna.

Tómas var að byrja í skólanum á mánudaginn & ég er bara að dúlla mér hér, aðallega niðri í miðbæ, hangandi inná kaffihúsum & er auðvitað strax orðin fastakúnni á espresso house 😂 Starfsfólkið er farið að muna eftir mér. Þetta minnir mig smá á þegar við vorum nýflutt til Västerås, þá labbaði ég á milli kaffihúsa, drakk yfir mig af kaffi & glápti á fólkið labba framhjá. Ég er að endurupplifa það einmitt núna.

Núna styttist í að ég komi heim til Íslands en flugið mitt er í næstu viku & ég er mjög spennt <3

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott <3

Fylgist endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube – það kemur inn nýtt myndband bráðum!
Arna Petra

KNÚS,

LIFE UPDATE & NÝTT MYNDBAND

LÍFIÐYOUTUBE

Ég bjó til myndband frá seinustu dögunum okkar í Västerås sem voru svo skemmtilegir & eftirminnilegir!
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég ennþá mjög lítil í mér yfir því að vera farin frá Västerås. Þetta var mun erfiðara en ég hélt. EN eins & ég hef oft sagt þá er stundum bara hollt & gott að sakna.

Núna er ég búin að bóka mér flug heim til Íslands þann 15. Júní & ég vona svo innilega að ég þurfi ekki að fara aftur í tveggja vikna sóttkví🤞🏻. . . ég er nefnilega EKKI að fara að byggja annan kofa án Tómasar 🤣úff það væri lost case

 Tómas verður síðan skilinn eftir hér í gullfallega Kalmar. Hann verður hér í sumar að fljúga & leika sér í góða veðrinu. Planið mitt er nú samt að pakka sólinni með mér í töskuna, en við sjáum til hvernig það fer 🌞🌞

Núna næstu daga þá ætla ég að njóta mín hér í blíðunni, það er mikið nýtt í gangi, nýtt heimili, ný borg & nýtt fólk til að kynnast. Sem er bara gaman:):)

Svo megið þið búast við skemmtilegri bloggfærslu um ferðalagið okkar um Svíþjóð á rauðu þrumunni.

Takk fyrir að lesa & horfa á myndbandið, mér þykir alveg ótrúlega vænt um það & ykkur sem fylgist með.
Hafðu það nú gott þennan fína Sunnudag<3

Fylgist endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra

KNÚS,

NÝR MÁNUÐUR – NÝ MARKMIÐ

MARKMIÐ & BULLET JOURNAL

HÆ Júní!

Núna er kominn nýr mánuður sem þýðir ný markmið!

Ég er með litla dúllu dagbók sem ég er vanalega mjög dugleg að nota EN hef verið hræðileg seinasta mánuðinn þar sem ég hef ekki verið í neinni rútínu & er ekki enn komin í rútínu. Ég hef ákveðið að byrja aftur að skrifa af því að ég veit að ég virka best þannig.

Svona bækur eru ein besta leiðin fyrir mig til að minnka alla frestunaráráttu. Ég vil standa við það sem ég segi & framkvæma hlutina sem mig langar til að gera. Að skrifa þá niður í litla sæta dagbók sem er gerð algjörlega eftir mínu höfði er SVO GAMAN & þvílíkur munur sem ég finn á mér eftir að ég byrjaði.

Það sem ég geri er MJÖG einfalt…

JÚNÍ OPNA

Ég nota auða bók. Ég hef heila opnu þar sem ég skrifa markmið fyrir mánuðinn & svo skipti ég markmiðunum niður á vikurnar & svo niður á dagana. Á myndunum hér fyrir ofan getið þið séð litla flokka & undir þá fara (geranleg) markmið.

VIKU OPNA

Ég byrja hverja viku á því að skrifa niður markmið fyrir vikuna. Síðan skipti ég þeim niður á dagana.

Þetta tekur enga stund, þú þarft ekki nema auða bók & penna. Svo geturðu sett bókina upp nákvæmlega eins & þú vilt.

Ég næ að gera milljón fleiri hluti yfir daginn þegar ég nota dagbók. Ef þú ert eins þá mæli ég mjög mikið með Bullet Journal. Ekkert vera að ofhugsa þetta með skreytingum, bara setjast niður & skrifa!

Ég lifi til dæmis fyrir það að checka í litlu boxin ☑ fyrir framan markmiðin, það er svo GÓÐ tilfinning að enda daginn á því að fara yfir listann & checka í boxin. Svo er ekki í boði að setja sér 1000 markmið & halda að það sé hægt að klára allt á einum degi. Fínt að setja sér nokkur geranleg markmið & fara svo sáttur að sofa 😄🙏🏻

Bók: Leuchtturm1917 A5 Dotted

Pennar: Bæði Tombow (mæli mikið með) & Panduro (mæli ekki eins mikið með)

———

Prófaðu að skrifa niður tvö markmið fyrir vikuna, sjáðu svo hvort það hjálpi!
Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

MITT FYRSTA Q&A!

YOUTUBE

Hér hafið þið mitt fyrsta Q&A VLOG!

Ég skellti inn spurningaboxi á instagram & fékk fullt af skemmtilegum spurningum frá ykkur sem ég svaraði í formi myndbands. Ég vona að þið gefið ykkur tíma til að horfa & í leiðinni þá getið þið kannski kynnst mér aðeins betur.

Ekki hika við að segja mér hvað ykkur finnst um svona Q&A <3

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra

Takk fyrir að horfa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

 

BLESS VÄSTERÅS

LÍFIÐ

Þið sem hafið fylgst með mér á instagram seinustu daga hafið líklegast tekið eftir því að ég er stödd hér ,,heima” í Svíþjóð.
Ástæðan fyrir því að ég dreif mig aftur út var til þess að klára að flytja með Tómasi.

Planið hjá okkur var alltaf að fara saman með Norrænu til Íslands en núna eru komin glæný plön. Tómas snillingurinn sjálfur komst inn í skóla í Kalmar & ætlar að búa þar í sumar til að klára CPL sem er partur af náminu. Á meðan Tómas flýgur um loftin blá & lærir á tveggja hreyfla flugvél þá verð ég á Íslandi að vinna <3 Við tökum því bara sem skemmtilegu verkefni & förum VONANDI bara skítlétt með.

Hér fyrir neðan getið þið skoðað myndir frá seinustu dögunum okkar í Västerås…
Einn góðan veðurdag þá komum við aftur til baka í heimsókn <3

& hér hafið þið tóma íbúð…

Það er ótrúlega skrítin tilfinning að vera að fara frá Västerås. Þetta er búið að vera litla heimilið okkar í tvö ár. Við sem vorum búin að gera íbúðina svo ótrúlega huggulega & fína. En núna sit ég hér uppi í rúmi & horfi yfir tóma íbúð…

Lífið í Västerås er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt & krefjandi. Núna fæ ég bara kusk í augun um leið & ég hugsa út í það að við séum að fara frá öllu yndislega fólkinu sem við erum búin að kynnast hér í Västerås.

En JÆJA bjóðum þennan nýja kafla velkominn 🥰❣️Við Tómas erum lögð af stað í leiðangur…

HEJDÅ VÄSTERÅS 👋🏻

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

LOKSINS NÝTT HÁR

LÍFIÐ

Það var kominn tími á að gera eitthvað nýtt & skemmtilegt eftir næstum heilt ár með dökka rót & druslusnúð alla daga.

Ég var það sjúskuð að hún Bogga frænka hárgreiðslusnillingur var spenntari en nokkru sinni fyrr.

– FYRIR –
Eruð þið að sjá þessa RÓT?  Ég sem hef alltaf verið ljóshærð en allt í einu orðin dökkhærð?
Bogga sagði að þetta gerist með aldrinum…gamlagamla ég 🤣

BÚMM stutthærð & spennt að verða blondína

Hér hafið þið lokaútkomuna…

– EFTIR –
Ég er svo ánægð með nýja hárið & það er líka svo gaman að breyta til. Núna held ég að ég eigi eftir að vera mikið duglegri að skella í allskonar hárgreiðslur þar sem ég næ ekki að skella í druslusnúðinn góða. Ég mæli mikið með því að prófa að breyta aðeins til þó það sé ekki nema klippa ogguponsu meira en seinast<3

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,