fbpx

KREMIÐ SEM BJARGAÐI MINNI HÚÐ

2020HÚÐIN MÍNSAMSTARF
Færslan er í samstarfi við CeraVe

Ó blessaði vetrartími … þegar kuldinn þurrkar upp húðina fyrir allan peninginn. Ekki svo gaman! Ég hef nefnilega verið í algjöru basli með húðina mína þegar það eru hitabreytingar. Ég fæ þessi litlu útbrot & mikinn þurrk í kringum nefið eins & sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Kremin sem ég notaði þá voru ekki að virka rétt fyrir mína húð, alveg sama hvað ég reyndi & prófaði, en viti menn margt breyttist eftir að ég kynntist CeraVe!

CeraVe – dry to very dry skin BJARGAÐI húðinni minni gjörsamlega 🌟

CeraVe Moisturizing Cream er olíulaust krem sem gefur bæði mikinn raka sem kemur jafnvægi á húðina & svo styrkir það einnig ysta lag húðarinnar. Kremið er þróað af húðsjúkdómalæknum og hentar þurri og mjög þurri húð bæði fyrir andlitið & líkamann. TVEIR FYRIR EINN! 👏🏻

Mér fannst tilvalið að minna ykkur á kremið núna af því að það eru ennþá Tax Free dagar í Hagkaup.

Annars segi ég bara HAPPY shopping & eigðu góðan dag kæri lesandi.

DRAUMA KÓSÝSETT

2020OUTFIT

Þið eruð greinilega alveg jafn skotin í þessu drauma kósýsetti & ég!

Galli: H&M
Skór: Gamlir úr Ica Maxi en ég sá mjög svipaða í H&M!

Mig grunar að þessi galli verði MIKIÐ notaður næstu mánuði þar sem flest öll fötin mín eru orðin þröng & óþægileg … gallinn er ekkert sérstaklega fyrir óléttar konur en teygjan er laus þannig hún þrengir ekki á kúluna sem er PLÚS.

Kósýgalli, heitur drykkur & kertaljós heima er eitt GOTT COMBO <3
Njóttu dagsins kæri lesandi & HAPPY shopping!

KNÚS,

Q&A Á YOUTUBE – ÆTLUM VIÐ TÓMAS AÐ FLYTJA AFTUR ÚT??

2020LÍFIÐMEÐGANGANYOUTUBE

Um helgina þá setti ég inn Q&A á instagram & fékk FULLT af skemmtilegum spurningum frá ykkur sem ég ákvað síðan að svara á YouTube.

Hér eru nokkrar skemmtilegar spurningar sem ég svara í myndbandinu:

– Er planið að flytja aftur út?

– Eruð þið búin að ákveða nafn?

– Ertu stressuð fyrir fæðingunni?

– Hvernig gengur með íbúðina & þið fáið að sjá smá sneak peak í íbúðina …

– Must have á meðgöngunni?

– Hvernig klippiru myndböndin þín?

– Hvernig líður þér? og hvernig er að vera ólétt í covid?

– Uppáhalds YouTube Channel?

– Hvar sérðu þig eftir 5 ár?

Í dag er fullkomið inniveður – YouTube veður***
Kveiktu nú á kertaljósum & sæktu þér eitthvað gúúrme, jafnvel heitt kakó með sykurpúðum & ýttu á play –

Takk ÞÚ sem gefur þér tíma til þess að horfa & hlusta á bullið í mér ❣️

KNÚS,Instagram hér.

RAFRÆNT BABY SHOWER

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Í gær sunnudaginn 8. nóvember þá var mér aldeilis komið á óvart þegar ég kom heim til mín eftir yndislegan dag með Tómasi.

Mínar allra bestu konur voru búnar að plana & setja upp rafrænt BABY SHOWER fyrir mig 🥺 & þarna tóku þær flestar á móti mér á skjánum eins og þið sjáið þá horfi ég beint á tölvuskjáinn!

Mig grunaði þetta ekki BAUN! Tómas stóð sig vel verð ég að fá að segja …

GOODIE BAG

Mamma mín er svo mikill SNILLINGUR & bjó til goodie bag fyrir stelpurnar til að hafa yfir zoom hittingnum 🌟 Í pokanum var miði fyrir stelpurnar til að giska á alls konar eins og fæðingardag, klukkan hvað, þyngd & flr. Svo var ein sæt bleik muffins frá 17 sortum, baby girl blaðra & mentos pakki 😂 hversu flott!

… ég get ekki lýst því hvað ég er heppin með konurnar í mínu lífi 🤍 þær gerðu þennan dag einn sá BESTA í langan tíma 🌟 TAKK aftur fyrir mig 🥺❣️

Það er svo sannarlega hægt að gera gott úr þessum aðstæðum!

KNÚS,Instagram hér.

LÍFIÐ Í ÞESSU ÁSTANDI

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Já … lífið í þessu ástandi:) Ég vona að flestir séu að halda sér heima eða allavega þeir sem geta.
Svo vona ég líka að þið hafið það gott & að þið séuð að hugsa vel um ykkur <3

Síðustu dagar hjá mér hafa verið frekar skrítnir, það er búið að vera svolítið þungt yfir mér. Ég ætla ekkert að fara neitt út í það heldur er ég bara búin að vera ein stór hormónablaðra sem sprakk í gær. Þónokkur tár fengu að falla en ég fann bara hvað það var hollt & gott, bara nákvæmlega það sem ég þurfti … að skæla smá.

Ég held að við séum mörg að eiga smá erfitt núna og það er alveg eðlilegt. En þá er bara að reyna að koma sér aftur í góða gírinn & það sem mér finnst gott að gera er að minna mig á það jákvæða & góða lífinu. Í gær þá leitaði ég til ykkar sem fylgið mér á instagram & þið gáfuð mér svo sannarlega PEPPIÐ sem ég þurfti! TAKK ❣️

Eftir að hafa lesið mig í gegnum fallegu skilaboðin þá ákvað ég að það væri bara ekkert annað í boði en að eiga góðan dag í dag. Rífa mig upp úr þessu af því að það er ekki séns að ég nenni að eiga annan svona dag?? Oft þá ræður maður því alveg sjálfur – hugarfarið skiptir miklu máli.

Það sem ég gerði í gærkvöldi áður en ég fór að sofa var að skrifa niður lista yfir það sem ég þurfti að klára fyrir næsta dag – check listinn góði hjálpar mér alltaf! En það sem var nr. 1,2 & 3 í dag var að gefa mér tíma til þess að gera jóga, að eyða einni klukkustund alveg fyrir mig sjálfa & ég er eins & NÝ!

Reyndu að finna þér eitthvað á hverjum degi sem þú gerir fyrir ÞIG. Ef þú hefur bara 5 mínútur lausar, notaðu þær þá í að telja upp 5 hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir EÐA hlustaðu á uppáhalds lagið þitt & dillaðu þér smá. Ég lofa það hjálpar! 😄

Svo er hér nýtt myndband sem ég póstaði á dögunum – algjört feelgood myndband sem sýnir frá lífinu heima í þessu ástandi. Heimadekur, vinna, meðgöngu update & Bósi besti <3<3<3 Vonandi gefur þú þér tíma til þess að horfa –

Farðu vel með þig kæri lesandi!

KNÚS,Instagram hér.

TOPP 10 LISTI: BARNIÐ ER AÐ KOMA!

MEÐGANGANSAMSTARF
(þessi færsla er í samstarfi við Nine kids)

TOPP 10 LISTI: BARNIÐ ER AÐ KOMA!

Það er til svo ótrúlega mikið úrval af fallegu fyrir ungabörn, en þarf maður að kaupa og eiga ALLT áður en barnið kemur í heiminn??

Þar sem ég er að ganga með mitt fyrsta barn og er þá JÁ að gera þetta allt saman í fyrsta sinn, þá varð ég að leita ráða hjá reynsluboltunum í Nine Kids. En eins og nafnið á búðinni gefur til kynna þá eiga eigendurnir samtals 9 börn! Þarna er sko blússandi reynsla og ég fékk þær til að gefa bæði mér og mínum fylgjendum topp 10 lista yfir það sem gott er að eiga áður en barnið kemur.

Ég ætla svo sannarlega að nýta mér þennan lista!

Sunnudaginn 1. nóvember þá á Nine Kids 2 ára afmæli og það verða mjög flott tilboð hjá þeim sem verða á netinu í ár. 

Taktu daginn frá <3

Takk fyrir að lesa kæri lesandi …

KNÚS,

HVAÐA TEGUND ER BÓSI??

2020LÍFIÐ

Ég er greinilega ekki sú eina sem er að missa mig yfir þessari krúttsprengju …

Hvaða tegund er Bósi?? – er vinsælasta spurningin.

Tegundin er Coton De Tulear 🤍

Bósi er alveg yndislegur! Hann er mjög duglegur að borða eða réttara sagt þá GLEYPIR hann matinn sinn 😳 & svo er hann ennþá duglegri að naga allt sem honum sýnist – meðal annars fæturna mína 👍🏻 Hann sefur mjög mikið & svo vaknar hann alltaf jafn spenntur til að fara að leika.

 Hvolpa lífið er bara skítsæmilegt get ég sagt ykkur 🐾

Fylgstu endilega betur með mér (& Bósa) hér á Instagram.

KNÚS,

ÞARNA SÁ TÓMAS MIG Í FYRSTA SINN …

2020ÍSLANDLÍFIÐYOUTUBE

Seinasta helgi var hreint út sagt YNDISLEG! Við eyddum helginni í kjósinni & náðum svoleiðis að slaka & njóta í BOTN með fjölskyldunni –

Ég var að enda við að pósta nýju myndbandi á YouTube frá helginni,
náðu þér nú í nammiskálina & settu fæturna upp í LOFT & ýttu á PLAY! Sunnudagar eru kósý dagar 🥰

Í myndbandinu:

– HVAR TÓMAS SÁ MIG Í FYRSTA SINN –
– LÍFIÐ Í KJÓSINNI –
– BUMBU UPDATE –

Takk fyrir að horfa & eigðu góðan sunnudag<3<3

KNÚS,

JÁKVÆÐIR STRAUMAR FRÁ MÉR TIL ÞÍN

2020LÍFIÐMEÐGANGANYOUTUBE

Góðan & blessaðan daginn kæri lesandi <3

Í dag er fallegur dagur! Fuglasöngurinn & sólin ætti að ná að gleðja okkur á svona tímum. Ég vona allavega að þú hafir það gott í dag & ég sendi þér góða & jákvæða strauma.

Notum þennan tíma til þess að hafa það bara svolítið kósýý heima …

Lesum bók

Horfum á YouTube ;) það er komið nýtt myndband frá mér!

Liggjum í leti ÁN þess að fá samviskubit!! – ég er að reyna að æfa mig 😄

Heyrum í gömlum vin

Hlustum á uppbyggjandi hlaðvörp

Skrifum í dagbók

Bökum KÖKU!

Tökum bíómyndamaraþon – Við Tómas erum að skiptast á að velja mynd 🍿

Gerum heimaæfingu ef við treystum okkur til

Förum í göngutúr (ef við getum)

Öndum að okkur þessu ferska haustlofti þó það sé ekki nema að stinga hausnum út um gluggann

Kveikjum á kertum

Hugsum extra vel um húðina

Setjum hrein rúmföt á rúmið okkar

Leyfum okkur að slaka á & gerum það besta úr þessu ástandi

& höfum það kósý heima!

UPDATE FRÁ MÉR:

Núna er ég komin 25 vikur á leið – Tíminn FLÝGUR!

Í gær þá póstaði ég nýju myndbandi á YouTube. Í því eru meðgöngu UPDATE & svo allskonar make up & skincare – TIPS & auðvitað er klaufaskapurinn á sínum stað … Mér þætti mjög vænt um það ef þú myndir horfa 🍿❣️ hafðu það gott –

KNÚS (snertilaust),