fbpx

BARNASTÓLL FRÁ FÆÐINGU TIL FRAMTÍÐAR –

NINE KIDSSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi með Nine Kids …

Nomi stóllinn fallegi sem hugsaður er frá fæðingu til framtíðar …

Ég verð að segja að ég vissi ekki að það væri hægt að fá eins fallegan & vandaðan barnastól & þennan. En eftir að hafa notað hann í nokkra mánuði þá get ég ekki annað en skellt í fræslu & mælt með honum. Það kom mér svosem ekkert á óvart þar sem vinkonur mínar voru búnar að dásama hann í döðlur. Hann passar líka svo vel inn á okkar heimili, það er nefnilega hægt að velja allskonar liti á bæði stólnum sjálfum, fætinum & bólstrinu. Þannig að þú getur gert hann nákvæmlega eftir þínu höfði. Þú getur skoðað úrvalið nánar hér.

Ungbarnasætið …

Ungbarnasætið er talið vera fyrir börn frá 0-6 mánaða eða þar til barnið getur byrjað að sitja í barnasætinu.

Barnasætið …

Barnasætið er talið vera fyrir börn frá 6-24 mánaða eða þar til barnið þarf ekki lengur þennan auka stuðning. Emilía er að nota stólinn svona núna.

24 mánaða+

Stóllinn er hannaður af Peter Opsvik sem hannaði einnig Tripp Trapp stólinn vinsæla. Hann hannaði Nomi stólinn fyrir barnabarnið sitt með það í huga að gera besta & öruggasta barnastól í heimi.

Ég mæli með að gera ykkur heimsókn í Nine Kids & fá aðstoð frá þeim með hvað hentar þínu barni best.

Svo getið þið einnig skoðað stólinn hér.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

PEPP INN Í HELGINA

2021PEPP

Í dag rakst ég á þennan prófíl hér:

& ég gat ekki hætt að lesa. Ég elska svona! Ákvað þá að taka saman nokkur skemmtileg quote fyrir ykkur til að lesa & fá smá pepp inn í helgina & kannski hlæja smá …

Jæja komið gott, gæti samt auðveldlega bætt við 20 í viðbót, ef þú vilt skoða meira þá mæli ég með að skoða prófílinn hennar hér.

Góða helgi,

 

 

 

 

MÖMMUSPJALL: MBL

2021LÍFIÐMEÐGANGAN

Mbl spurði mig á dögunum út í mömmulífið. Margar hverjar persónulegar & skemmtilegar:) Lesið hér fyrir neðan …

Finn­ur þú fyr­ir mikl­um breyt­ing­um á lífi þínu núna þegar þú ert orðin móðir og hvernig mamma lang­ar þig að vera? 

„Ég var ekki beint með ein­hver svaka­leg framtíðar­plön en það að verða mamma 23 ára var ekki eitt­hvað sem ég var búin að sjá fyr­ir mér.  Um leið og ég sá já­kvætt þung­un­ar­próf þá fann ég strax hvað mig langaði ekk­ert meira en að verða mamma og að þetta væri ein­mitt full­kom­inn tími.“

„Ég vil vera hressa mamm­an eins og mamma mín. Hún er fyr­ir­mynd­in mín, alltaf hress og tek­ur öll­um opn­um örm­um. Ég vil ekk­ert vera að taka hlut­un­um neitt alltof al­var­lega þó við Tóm­as ætl­um klár­lega að setja niður skýr­ar regl­ur þegar Em­il­ía eld­ist. Ég vil að Em­il­ía horfi á mig sem mömmu og vin­konu. Að hún geti alltaf leitað til mín og fundið fyr­ir ör­yggi. Þannig líður mér gagn­vart mömmu minni,“ seg­ir Arna Petra.

Hvernig gekk meðgang­an?

„Meðgang­an gekk eins og í sögu. Mér leið mjög vel, fann fyr­ir smá þreytu í upp­hafi en slapp al­veg við ógleðina. Það hræddi mig mikið fyrstu vik­urn­ar að hafa fundið fyr­ir litl­um ein­kenn­um þannig að ég fór tvisvar í snemm­són­ar sem róaði mig mikið. Ég fór á sjöttu og ní­undu viku og allt var al­veg eðli­legt. Ég tók líka reglu­lega óléttu­próf aft­ur til þess að láta mér líða bet­ur sem ég vissi í raun­inni ekk­ert hvort það hafi verið áreiðan­legt. Svona verður maður heltek­inn af þessu,“ seg­ir Arna Petra og tek­ur fram að þetta hafi verið skrýtið því fyrstu vik­ur ólétt­unn­ar hafi hún verið út í Svíþjóð þar sem Tóm­as stundaði nám, langt frá vin­um og fjöl­skyldu.

„Ég vildi ekki segja fólk­inu mínu í gegn­um síma þannig að ég beið eft­ir því að segja þeim þar til að ég var kom­in heim. Þess­ar fyrstu vik­ur voru mjög lengi að líða og mér leið eins og ég væri al­ein í heim­in­um að bera stærsta leynd­ar­mál sem ég hef nokk­urn tím­ann geymt,“ seg­ir Arna Petra og er hand­viss að þegar hún verður ólétt næst þá ætl­ar hún að segja sín­um nán­ustu strax frá því og seg­ir að ef eitt­hvað ger­ist þá verða þau til staðar.

Eft­ir tólftu viku flaug tím­inn frá mér. Ég var ekki al­veg að tengja við mömm­urn­ar sem voru að far­ast úr spennu og óþol­in­mæðin al­veg að gera útaf við þær. Ég var sultuslök og fannst smá eins og ég ætti eft­ir að gera heil­an hell­ing áður en hún myndi koma. Svo var ég búin að ákveða að ég myndi fara 2 vik­ur framyf­ir þar sem flest all­ar sögðu að það myndi ger­ast með fyrsta barn. Ekki grunaði mig að hún myndi síðan mæta 10 dög­um fyr­ir sett­an dag.“

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Þegar Em­il­ía vakn­ar þá spjall­ar hún yf­ir­leitt út í loftið og ég kíki svo yfir í rúmið henn­ar og fæ þetta breiðasta fal­leg­asta bros sem til er. Alla morgna! Það hef­ur ekki klikkað hingað til. Svo færi ég hana yfir í mitt rúm og leyfi henni að sitja hjá mér af því að ég nenni alls ekki að standa upp strax.

En við tök­um því bara ró­lega, ég er yf­ir­leitt ennþá á nátt­föt­un­um en hún fer í föt­in fyr­ir dag­inn eft­ir að ég skipti á henni. Svo fáum við okk­ur að borða sam­an. Ég elska þess­ar stund­ir á morgn­ana. Við hlust­um mikið á tónlist og hún dill­ar sér í stóln­um við upp­á­halds lög­in. Svo leik­um við aðeins áður en við tök­um morg­un­göngu­túr­inn. Þegar hún sofn­ar fer ég inn og fæ mér fyrsta kaffi­boll­ann í ró­leg­heit­um,“ seg­ir Arna Petra og seg­ist spennt að vakna í fyrra­málið eft­ir þessa frá­sögn sína.

Þetta var hluti af viðtalinu en þú getur lesið það í heild sinni hér

Takk fyrir að lesa <3

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

HALLÓ MALMÖ

2021SUMAR 2021SVÍÞJÓÐ

Hallóó Malmö,

Ég var svo sannarlega búin að tala við hana Andreu Röfn áður en við mættum & fékk allskonar Malmö TIPS. Ég náði hins vegar ekki að tæma listann þar sem þetta var stutt stopp í þetta sinn.

Dagurinn byrjaði á kaffi með oatly haframjolkinni mér til mikillar gleði en hún er alltaf uppseld á Íslandi. Tómas keyrði síðan til Kalmar til að endurnýja flugskírteinið sitt. Á meðan vorum við mæðgur í svo góðum málum á röltinu um miðbæ Malmö.

Við kíktum í Beyond us sem er mjög töff búð/kaffihús/workshop. Emilía fékk að prófa sólgleraugu, frekar mikil skvísa verð ég að segja.

Svo mætti þrumuskýið stóra sem ákvað að hanga yfir okkur restina af deginum. Þannig að við hlupum á milli búða & plöntuðum okkur svo á NOIR kaffekultur. Mjög næs kaffihús. Ég lenti á spjalli við starfsmanninn & komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti kannski bara að flytja hingað. Hún var allavega voða sannfærandi 😅 Dásamaði Malmö í döðlur.

Svo þegar ég var búin með kaffibollann minn þá fattaði ég að ég væri rennandi á rassinum, með stóran blautan blett á jakkanum & hafði þá sest á blautt teppi … þannig að ég var sem betur fer búin að kaupa mér þennan fína blazer úr Zara.

Tómas kom síðan um kvöldið & við borðuðum saman MAX – þar færðu besta borgarann í 🇸🇪 að mínu mati.

Best í heimi að fara síðan beint úr sturtunni í hrein náttföt & í hreint rúm með maska. AHHH! En ég keypti maskann í fríhöfninni, ég á svo erfitt með mig þegar ég er í röðinni að kassanum & kippi alltaf með mér of miklu dóti. Þessi söluaðferð virkar allavega vel á mig 😄

Ég er mjög spennt að koma hingað aftur & skoða borgina ennþá frekar. Kannski ég hlusti á nýju vinkonu mína & finni mér nám hér einn daginn, hver veit.

Þangað til næst –

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

FJÖLLAN ER FARIN Í FRÍ

2021SUMAR 2021SVÍÞJÓÐ

Þá erum við lögð af stað í ferðalag, fyrsta ferðalagið með Emilíu erlendis. Við erum mjög spennt fyrir þessari skyndiákvörðun … þar sem við vorum hætt við að fara. En ákváðum síðan á seinustu stundu að hætta við að hætta við 😄 Týpískt við.

Tómas er sem sagt að fara að endurnýja flugskírteinið sitt í Kalmar & við ákváðum að gera smá ferð úr því. Við fljúgum fyrst til köben & tökum svo bílaleigubíl yfir til Svíþjóðar sem ætti ekki að vera neitt mál 🤞🏻 🦠

Við ætlum að eyða nokkrum dögum í Svíþjóð & mögulega enda ferðalagið á einum eða tveimur dögum í köben, en það er ekkert planað eins & er. Það eina sem við erum búin að bóka eru tvær nætur í Malmö. Þetta er allt voða opið hjá okkur & öll tips vel þegin.

Annars þá langaði mig bara rétt að koma hingað inn með smá Update & leyfa ykkur að fylgjast með hér á blogginu & á instagram hér☺️

Hlakka til –

LANGAR ÞIG AÐ BYRJA AÐ BLOGGA?

2021LÍFIÐ

Til hamingju með 9 árin Trendnet!! VÁ hvað tíminn líður. ÚFF það minnir mig bara á 9 ára sambandsafmælið okkar Tómasar eftir nokkra daga 😆 En í dag þá fór ég allt í einu mikið að spá í þessu öllu saman, bloggið, hvernig þetta byrjaði allt saman hjá mér & flr …

Förum nokkur ár til baka þegar ég var nýflutt til Svíþjóðar með Tómasi mínum sem var að byrja í námi. Ég var með mikinn frítíma þar sem ég var ekki komin með fullt starf þegar ég flutti. Ég ákvað þá að opna bloggsíðu sem ég vissi að hafi alltaf verið eitthvað sem mig hafði lengi langað til að gera. Þarna var loksins rétti tíminn. Ég dúllaði mér í síðunni í dágóðan tíma áður en ég ákvað síðan að ýta á publish. Ég þurfti að sætta mig við það að hún var aldrei að fara að vera eins fullkomin & ég vildi þar sem ég vildi gera þetta sem ódýrast. En djíííses hvað ég var stressuð & svo vissi ég heldur ekkert hvað ég væri að fara út í.

Ég skrifaði aðalega um heimsreisuna sem ég fór í fyrr um árið (2018), svo skrifaði ég um fleiri skemmtileg ferðalög & auðvitað lífið í Svíþjóð. Þetta var bland í poka af mörgu skemmtilegu. En ég held mest uppá heimsreisu færslurnar. Á þeim tíma þegar ég var að skrifa um ferðalagið þá rann ég í gegnum dagbókina mína sem ég var með í reisunni & skrifaði upp úr henni. Það var sprenghlægilegt að fara í gegnum þessa bók & ennþá skemmtilegra að koma því betur frá mér með myndum. Ó hvað mér þykir vænt um þessar færslur! Ég fer stundum inná gömlu bloggsíðuna & renni yfir nokkrar færslur.

Svo fékk ég vinnu á Hóteli í Västerås & þá varð ég að skipuleggja tímann minn. Þegar ég var á dagvakt þá skrifaði ég færslu um kvöldið & ef ég var á kvöldvakt þá skrifaði ég færslu um morguninn. Það fór mikill tími & vinna í hverja einustu færslu & ég man hvað mér þótti vænt um þennan litla lesendahóp sem stækkaði & stækkaði með tímanum. Sem vonandi fór síðan með mér yfir á Trendnet <3

Þessi 3 ár eru búin að vera svo lærdómsrík & skemmtileg. Svo er ég líka að fatta fyrst núna að ég er farin að vinna við það sem var einu sinni bara áhugamál.

Með þessari færslu þá langaði mig að segja frá því hvernig þetta byrjaði allt saman hjá mér & í leiðinni hvetja þig til þess að byrja ef þig langar. Það hlýtur að vera allavega einn annar lesandi hér sem hefur langað að byrja að blogga en ekki þorað. Ég segi bara GO for it! Ekki hika, byrjaðu að dúlla þér í þessu & ýttu svo á publish þegar þú ert sátt/sáttur. Það verður alltaf gaman að geta horft til bakar á allar þessar minningar.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

FERÐAST MEÐ EINA 6 MÁNAÐA

2021EMILÍA BIRNAÍSLANDLÍFIÐSUMAR 2021

Um helgina fórum við fjölskyldan saman í smá ferðalag norður. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð fyrir helginni. Ég var ekki viss um að hún gæti verið svona lengi í bíl, eða gist á nýju heimili, vakið langt fram á kvöld eða verið í kringum svona mikið fólk. ÆÆ elsku covid börnin 🙉 & já svo eru það líka við covid foreldrarnir …

Við lögðum af stað þegar Emilía átti að taka fyrsta lúrinn sinn & hún svaf í næstum 1,5 tíma. Síðan stoppuðum við í staðarskála til þess að borða, skipta á börnunum & leyfa þeim aðeins að skoða sig um (mikilvægt að hreyfa sig smá & fá smá útrás). Það tekur nefnilega á að sitja lengi í bíl, líka fyrir mig 😄 Ég var allavega ein af þeim börnum sem spurði trilljón sinnum á leiðinni norður ,,hvað er langt eftir?’’. Greyið mamma mín & pabbi.

En svo stoppuðum við næst til þess að fara í sund í Þelamörk sem er rétt fyrir utan Akureyri. Það var mjög fínt að hoppa aðeins í laugina áður en við komum okkur síðan fyrir í íbúðinni.

Þessi bílferð gekk eins & í sögu 👌🏻 Ég var með bækur & dót fyrir hana til þess að skoða.

Við leigðum mjög notalega íbúð á Akureyri með Fríðu systur Tómasar & fjölskyldunni hennar sem eru líka með einn lítinn dúllurass á sama aldri & E & einn sætann 3 ára. Það var gaman að við vorum í þessu saman, báðar alveg jafn stressaðar fyrir þessu ferðalagi haha!

Við eyddum heilum degi á Hauganesi sem er lítið þorp í Eyjafirði.
Virkilega fallegur staður sem ég mæli með að kíkja á ef þið eigið leið hjá.

Eins & þið sjáið á myndunum þá var veðrið ekkert að ákveða sig. En hver er ekki vanur því sem býr hér 😑 Hauganes var allavega súper NÆS þegar þessi gula lét sjá sig.

Emilía var svona hress & ánægð með fríið … svo er þetta tannlausasta bros ekki lengur svo tannlaust þar sem tvær fyrstu tennurnar komu upp um helgina & ég fékk auðvitað smá kusk í augun 🙈 Stóra stelpan mín.

Partýpinninn ákvað síðan að segja þetta gott kl 21 á laugardagskvöldinu ❣️ ef þetta er ekki það sætasta þá veit ég ekki hvað.

Á sunnudeginum borðuðum við brunch með Elísabetu & co fyrir brottför. Svo næs!

Þessi helgi var yndisleg & ég er svo ánægð að við skelltum okkur. Maður vill svo mikið geta farið með þau allt en þegar maður er svona mikið heima & þau ekki vön því að ferðast … þá er það aðeins erfiðara. Ég á það stundum til að mikla hlutina fyrir mér en þetta voru ekkert nema góðar minningar. Núna langar mig bara að gera helling meira skemmtilegt með henni.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

10 STAÐREYNDIR UM MIG

2021LÍFIÐUM MIGYOUTUBE

Ég ELSKA að fá að vita skrítnar staðreyndir um aðra. Við erum nefnilega öll eitthvað smá furðuleg er það ekki?
… kannski bara mis furðuleg 😄

Ég var smá óviss með að pósta nýjasta myndbandinu mínu á YouTube EN það sem er oft óþægilegt að pósta er yfirleitt eitthvað sem fólk tengir við eða tengir bara alls ekki. En þá segi ég bara – eins gott að við séum ekki öll eins 😆

En já eins & heitið á færslunni gefur til kynna að þá segi ég ykkur frá 10 furðulegum staðreyndum um mig í nýjasta myndbandinu mínu á YouTube. Ekki nóg með þessar 10 staðreyndir að þá tala ég einnig um brjóstagjöfina, hvernig hún er búin að ganga & hvernig staðan er núna.

… sæktu þér eitthvað gott & ýttu á PLAY 👇🏻

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

 

NÚNA ER ÞAÐ AÐ LÁTA DRAUMINN RÆTAST

2021LÍFIÐSUMAR 2021

Um helgina náðum við loksins að fagna Tómasi mínum sem er búinn að klára heldur stóra flugáfanga uppá síðkastið. Í ágúst í fyrra þá varð hann atvinnuflugmaður en við náðum ekki að halda veislu útaf svolitlu. En núna í byrjun Júlí þá kláraði Tómas flugkennarann & þá var þrefalt tilefni til þess að halda veislu þar sem hann átti líka afmæli á sunnudeginum.

Emilía var eldhress í partýinu & vakti til 22 sem hún er ekki vön að gera.

Veitingarnar voru 👌🏻

🖤 & fólkið var 👌🏻

Bósi litla ballerína lét sig sko aldeilis ekki vanta. Honum var reyndar smá kalt með svona lítinn feld elsku kallinn 😄

Kjóll: MANGO (gamall)
Skór: JoDis

Við dönsuðum síðan fram á kvöld með nánustu fjölskyldu & vinum. Þið sem fylgið mér á IG sáuð kannski tengdapabba & mömmu taka sporið 😅 Virkilega hæfileikarík bæði tvö. En þetta kvöld mun ég seint gleyma, það var SVO gaman!

Til hamingju aftur Tómas minn ❣️ þú hættir ekki að sýna & sanna að maður getur gert allt sem maður vill. Núna er það bara að vinna & safna til þess að láta drauminn rætast einn daginn 🇸🇪

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

DAGSFERÐ ÚT ÚR BÆNUM

2021SUMAR 2021

ORLOFIÐ

Ég er ennþá í fæðingarorlofi & þegar maður er í fæðingarorlofi þá er maður mikið heima. Ég verð alveg þreytt á því þó það sé líka oft mjög huggulegt. Það góða við að vera heima eru náttfötin/kósýgallinn … það er lítið sem ekkert stress & þá leyfi ég mér oft að vera bara í kósýdressinu 🙏🏻 Ég reyni hins vegar að vera dugleg að gera mig til fyrir daginn & að fara út úr húsi þó það sé ekki nema örstutt. Það er góð æfing bæði fyrir mig & Emilíu þar sem hún er smá mannafæla eins & staðan er núna 🙈

Núna er Tómas byrjaður að vinna vaktavinnu, þá fær hann frídaga inn á milli & stundum hittir það á miðja viku eins & í dag. Við ákváðum að nýta þessa frídaga í þrif & að komast aðeins út úr bænum. Það er svo gott að breyta um umhverfi.

LUNCH

Planið var að fara & fá okkur súpu í Friðheimum en við eigum eina litla ákveðna dúllu sem fékk að ráða ferðinni (vildi ekki vera lengur í bíl) 😄 þannig að við fengum okkur pizzu á stað sem heitir Þrastalundur. Það var mjög rólegt & osta pizzan sem við fengum okkur var virkilega góð. Góður matur & einstaklega fallegt útsýni.

ÞINGVELLIR

Svo keyrðum við Þingvallaleiðina í Kjósina fögru. Ég hefði beðið Tómas um að smella nokkrum myndum af þessari gullfallegu leið en hann & E vorum steinrotuð aftur í. Það er víst bannað að vekja ungabörn!

Þarna munaði mjóu … 🦢💩

KAFFI KJÓS

Við enduðum síðan á því að fá okkur kaffibolla hér á besta stað & svo rúlluðum við heim södd & sæl 🙏🏻

Það er svo gott að hafa hann hjá okkur 🤍 ég væri alveg til í að hafa hann meira heima 🙈

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra