fbpx

VIKA 6-17 Á MEÐGÖNGUNNI

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

VIKA 6-17 Á MEÐGÖNGUNNI

Myndbandið er um fyrstu vikurnar af meðgögnunni minni & hvernig mér leið, cravings, bumbu update, hvaða kyn ég held að þetta sé & einnig hvað við erum búin að kaupa handa barninu …

Ég man að fyrstu vikurnar áður en ég tilkynnti þá var ég svo forvitin hvernig aðrar voru að upplifa þessar vikur. Mér leið eins & ég væri alein í heiminum & enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Youtube hjálpaði mér mjög mikið! Ég fann nefnilega alls konar skemmtileg meðgöngu mynbönd.

Við upplifum þetta auðvitað allar mismunandi en það væri gaman að vita hvernig ykkur leið eða líður. Þið megið endilega kommenta hér fyrir neðan ykkar upplifun eða senda mér persónulega.

Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að horfa <3 mér þykir svo vænt um það!
& öll skilaboðin sem þið sendið mér 🥺 TAKK!

KNÚS,

SLÖKUN UM VERSLÓ

2020LÍFIÐ

Slökun í Kjósinni um versló er nákvæmlega eins & ég vil hafa það …
Að vakna á uppáhalds stað í heimi, fersk & hress var voða gott.

… 🥐☕️

FAMILY 🤍

Hverja verslunarmannahelgi þá söfnumst við saman stórfjölskyldan, borðum saman & dönsum fram á nótt. Þetta var extra kósý í ár, við settum upp tjöld af því að veðurguðirnir voru ekki með okkur í liði en þá bjuggum við til þetta litla sæta horn sem við ætlum seinna meir að gera að huggulegu lestrarhorni – ég sýni ykkur betur frá því hér fyrir neðan …

SJÓSUND

Ég veit ekki alveg hvað hljóp í mig en einhvernvegin þá náðu þessir vitleysingar að mana mig í sjósund … en ég var alls ekki lengi að koma mér upp úr 😂

SULLANDI SUNNUDAGUR

Sunnudagurinn var svona ☕️ ég veit ekki alveg afhverju ég læri ekki af mistökum mínum, það er bara svo kósý að drekka kaffibollann uppi í rúmi 😩

KÓSÝ LESTRAR HORN

Hér erum við að búa til alveg glænýtt draumahorn í bústaðnum sem verður gert fyrir okkur sem viljum lesa, skrifa, drekka kaffibolla eða sööötra á víni. Slökunar horn að bestu gerð … ég er mjög spennt fyrir því að hjálpa mömmu & pabba með þetta verkefni!

Þessi helgi var alveg einstaklega góð, ég eyði yfirleitt helgunum mínum í klippivinnu fyrir YouTube en ákvað að taka mér frí frá því um helgina & fann þá hvað ég hafði mikinn tíma til að vera í kring um fólkið mitt en ekki föst við tölvuskjáinn. Ahh hvað það var gott, ég er alveg endurnærð eftir helgina.

& núna er ég bara spennt að byrja að vinna í næsta myndbandi.

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð  <3 Takk fyrir að lesa & hafðu það gott!

KNÚS,

16 VIKUR & BLÁA LÓNIÐ

2020ÍSLANDMEÐGANGAN

BLÁA LÓNIÐ

Við stelpurnar ákváðum að nýta okkur sumartilboðið hjá bláa lóninu sem er í gangi núna. Við fórum síðastliðinn mánudag beint eftir vinnu & kvöldið var yndislegt enda hvernig annað hægt, í góðra vina hópi & á besta stað.

DEKUR

Við fengum 3 maska & einn drykk á barnum sem var innifalið í þessum sniðuga pakka 🥂 Það er langt síðan ég fór í lónið en þetta skipti var einstaklega notalegt & svo vorum við einnig ótrúlega heppnar með veður.

16 VIKUR Í DAG!

Litli gleðigjafinn minn er síðan búinn að vera að bakast í mallakút í 16 vikur & er á stærð við appelsínu.

Mér líður bara ósköp vel, ég er borða morgunkorn tvisvar á dag & svo er ég byrjuð að finna fyrir hreyfingum 🙈 Tilfinningin er eins & fjörfiskur eða búbblur. Get varla lýst þessu en ég brosi í hvert einasta skipti.

… núna vildi ég samt óska þess að ég gæti lokað augunum & vaknað í september þegar Tómas kemur til okkar ❣️ ég vona að tíminn muni líða hratt!

Takk fyrir að lesa & eigðu gott kvöld.

KNÚS,

VIÐBRÖGÐ FJÖLSKYLDU & VINA

LÍFIÐMEÐGANGANYOUTUBE

Þetta er UPPÁHALDS myndbandið mitt með besta fólkinu! <3

Í þessu myndbandi þá erum við Tómas að tilkynna okkar nánasta fólki frá ÓLÉTTUNNI … & viðbrögðin eru svo sannarlega misjöfn 🥺😂 reyndar svolítið mikið ,,ómægooood” en ég er sek um að nota það óspart sjálf 🙈

Ég náði því miður ekki að taka upp af öllum en það hefði aldrei verið hægt.

TAKK fyrir að horfa & ég vona að þér hafi þótt þetta myndband skemmtilegt.

KNÚS,

ROADTRIP EFTIR VINNU – REYKJADALUR

ÍSLAND

ROADTRIP EFTIR VINNU

Ég fékk allt í einu þessa svakalegu þörf á að fara í náttúrulaug & við erum svo sannarlega heppin að búa hér á Íslandi þar sem ekki er langt að sækja í náttúrulaugar. Við Hera vinkona ákváðum að skella okkur í Reykjadal beint eftir vinnu síðastliðinn þriðjudag.

GÖNGULEIÐIN

Við fengum það góða TIPS frá vinkonu okkar að keyra ekki til Hveragerðis heldur beygja inn á afleggjara á Hellisheiðinni sem mig minnir að heitir Ölkelduháls (best er að vera á bíl sem þolir malaveg). Þið getið séð það þarna efst á myndinni.

Við komum ofan frá að lauginni sem tekur mun styttri tíma en hin leiðin.
Það tók okkur um 20 mínútur að ganga í stað 40 & leiðin var svo falleg!

REYKJADALUR NÁTTÚRULAUG

Hér var NÆS!

PICNIC

Þegar við vorum búnar að liggja eins & skötur í dágóðan tíma þá ákváðum við að fá okkur að borða. Við tókum með okkur kvöldmat & borðuðum úti meðal fjölda flugna … við vorum samt heppnar & ekki bitnar!

ÍSLAND ❣️🇮🇸

Arna í mosanum biður að heilsa & hvetur ykkur að fara á þennan fallega stað!
Mjög gaman að skella sér í svona roadtrip & það þarf ekkert alltaf að vera heill dagur sem fer í svona.

Peysuna keypti ég í Sputnik fyrir mörgum árum en það er oft til mjög svipaðar hjá þeim.

KNÚS,

VIÐBRÖGÐIN OKKAR TÓMASAR VIÐ 🤰🏼

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Eins & þið eflaust vitið þá er ég ólétt … það ætti mjög líklega ekki að hafa farið framhjá ykkur 😂

& hér fyrir neðan er eitt mjög persónulegt myndband sem sýnir frá bæði mínum viðbrögðum við þessu öllu saman & einnig viðbrögðunum hans Tómasar þegar ég fékk loksins að færa honum þessar fréttir.

Okkur þykir svo ólýsanlega vænt um þessar minningar & við höfum ákveðið að deila þessu með ykkur hér líka 💗

HÉR er einnig hægt að lesa færslu á MBL um þetta …

Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að horfa <3 mér þykir svo vænt um það!
& öll skilaboðin sem þið sendið mér 🥺 TAKK!

KNÚS,

VINKONUBÚSTAÐUR Í KJÓSINNI FÖGRU

2020LÍFIÐ

VINKONU BÚSTAÐUR

Við stelpurnar fórum saman í vinkonubústað hér í kjósinni & áttum svo æðislegan dag!

Við vorum 9 saman en það fyndna var að við vorum í raun 12 af því að hér voru sko þrjár óléttar skvísur. Ég er svo ólýsanlega þakklát fyrir þennan hóp <3 það er svo gaman að geta verið samferða þeim & vita það að ég geti alltaf leitað til þeirra ef það er eitthvað.

SJÓNVARPSKAKA

Ég & Hera mættum aðeins fyrr til þess að baka þessa ljúffengu sjónvarpsköku sem beið stelpnanna þegar þær komu … ég held ég hafi bara aldrei smakkað eins góða sjónvarpsköku þó ég segi sjálf frá. Uppskriftina er hægt að finna hér hjá henni Hildi Rut.

(hún kláraðist & ég er bara hálfleið af því að mig langar í sneið núna… 😅)

PIZZA FRIDAY

Pizza á föstudegi … en ekki hvað??

GÓÐAN DAGINN 

Það er hvergi betra að byrja daginn en hér í kjósinni. Ég svaf líka ÚT & alveg til hálf 12 sem hefur ekki gerst mjög lengi, ég hefði jafnvel geta sofið lengur þar sem stelpurnar vöktu mig 😅 … þreytta óletta Arna 🤰🏼

Takk fyrir að lesa & njóttu nú helgarinnar kæri lesandi & ekki gleyma að horfa á myndbandið sem kemur inn á morgunn á YouTube sem verður um viðbrögðin mín & Tómasar þegar við komumst að því að ég væri ólétt.

KNÚS,

ÓVÆNTUR GLEÐIGJAFI Á LEIÐINNI!

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Passið ykkur öllsömul það er sóttkvíbarn á leiðinni í þennan heim … !!! 

Við Tómas erum að springa úr gleði yfir þessu óvænta gulli sem er að bakast í mallakút. Þetta er svo mikið KRAFTAVERK eins & hvert einasta barn <3 

Það hefur verið mjög erfitt að halda þessu leyndarmáli & það er ótrúlega skrítið að vera að ganga í gegnum eitthvað svona & á meðan þá veit enginn neitt. Þannig ef það er einhver þarna úti í sömu stöðu, þá skil ég þig mjög vel 😄

EN hvar á ég að byrja?

 … ég tók mitt fyrsta þungunarpróf á íslandi þann 13.maí 2020 & eina ástæðan fyrir því að ég tók prófið var að ég var orðin viku of sein. Ég var búin að vera með væga túrverki í viku & var alveg handviss um að ég væri bara alveg að fara að byrja … en ákvað samt að taka próf til öryggis. 

Búmm … búmm … búmm … 

TVÖ STRIK!?!?

Ég hef aldrei orðið ólétt áður þannig að sjokkið var mjööög mikið. Ég trúði þessu ekki í eina sekúndu & ég vissi heldur ekkert hvað ég ætti að gera eða við hvern ég ætti að tala (þarna var Tómas farinn út til Svíþjóðar). Það eina sem ég vildi var að vita hvort þetta prik væri að segja satt. Þannig að ég tók annað próf … & svo annað … & svo annað. Alltaf kom jákvætt.

Ég hringdi strax niður á spítala & var alveg HÁskælandi (af gleði) á meðan ég talaði við konuna sem svaraði símanum. Hún var ekki alveg viss um hvort þetta væri eitthvað sem ég vildi þar sem ég gat varla talað ég grét svo mikið 😅 En hún var svo YNDISLEG & hjálpleg. 

Ég hafði síðan samband við heilsugæsluna & fékk að tala við ljósmóður. Ég datt svo sannarlega í lukkupottinn af því að ég fann strax að mér fannst gott að tala við hana & ég heimtaði að fá að hitta hana þegar ég kæmi aftur heim til Íslands. Við sáum að það besta í stöðunni var að fara í snemmsónar úti í Svíþjóð þar sem ég er ekki sjúkratryggð á Íslandi.

 Þarna voru 3 dagar í að ég færi út til Tómasar til að segja honum <3 

Ég sagði engum frá litlu bauninni okkar í HEILA 3 DAGA sem var alveg skelfilega erfitt. 

Svo kom ég út til Tómasar & gaf honum þessa fallegu gjöf 💕
Viðbrögðin hans koma inn á YouTube á sunnudaginn! 

Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með hér á blogginu. Ég er alveg ný í þessu þannig ég hlakka til að geta spjallað & fengið ráð frá ykkur líka. TAKK aftur fyrir allar dásamlegu kveðjurnar, við erum í skýjunum!

KNÚS,

NÝ HLIÐ AF MÉR …

2020LÍFIÐSVÍÞJÓÐYOUTUBE

NÝTT MYNDBAND

Þetta er nú alls ekkert ný hlið heldur er þetta hlið sem þið fáið ekki oft að sjá en Tómas var sniðugur & tók upp myndavélina í mómentinu. Ég hefði betur tekið hana upp þegar hann var pirripú sjálfur, ég geri það næst. 😄

Ég hafði mjög gaman af því að horfa á mig þarna eftirá & sjá þessa hlið á cameru þar sem maður er ekki mikið að taka upp myndavélina á svona augnablikum.

Hins vegar þá er þetta myndband mjög skemmtilegt & létt. Ég sýni ykkur frá heimsókninni til Öland, Kalmar lífinu, svo sýni ég frá nokkrum fínum hlutum sem ég verslaði mér & síðan endar myndbandið á ferðalaginu heim til ÍSL – Covid skimunin & alles.

… Mæli með að horfa!

Takk fyrir að horfa & ekki gleyma því að fylgja mér á YouTube <3
Hafðu það nú GOTT!

KNÚS,

LANGT SÍÐAN SÍÐAST – LIFE UPDATE

LÍFIÐ

langt síðan síðast!!

Ég er búin að vera rosalega ringluð eftir að ég flutti aftur til Íslands EN ég finn að ég hef saknað þess verulega að setjast niður & skrifa.

Mig langaði til að taka saman seinustu vikuna hér á blogginu með ykkur …

NÝ VINNA

Eins & ég skrifaði hér undir myndina þá hef ég verið að sjá um samfélagsmiðlana fyrir Reykjavík Letterpress.
Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera … & ég er að elska vinnuna mína & öll þau verkefni sem fylgja henni!

NEGLUR

Ég & móðir mín skelltum okkur í neglur í Kringlunni … ég talaði um á instagram story að ég upplifi alveg svakalega innilokunarkennd þegar ég er með neglur en einhvernveginn þá enda ég alltaf á því að fá mér aftur. EN VITI MENN ég er búin að vera með neglurnar núna í viku & ég er eiginlega bara að elska það að vera svona mikil skvísa!

FIMLEIKA ÆFING

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá æfði ég fimleika í mörg ár, alla daga & í 3 klst á dag. Þetta var ótrúlega skemmtilegur en kröfuharður tími & eftir að ég hætti þá hvarf ég alveg frá öllu fimleikatengdu … þannig að ég hef ekki hugmynd um það hvenær ég steig seinast fæti inn í Ármann. Tilfinningin var stórfurðuleg þegar ég kom inn í salinn en vá hvað það var gaman að hitta stelpurnar & rifja upp gamla takta!

DUCK AND ROSE

Við stelpurnar hittumst í LUNCH á Duck and Rose.
Ég verð að fá að mæla með Chorizo pizzunni! Hún er guuuðdómleg.

KJÓSIN

Hef ég nefnt það áður að Kjósin er uppáhalds staðurinn minn á landinu??
Þið verðið að skella ykkur í roadtrip í Hvalfjörðinn, MUST að koma við á Kaffi Kjós í gúrmee franskar & svo halda áfram að keyra inn fjörðinn þar er svo FALLEGT!

AFMÆLI 

Ef það er einhver sem kann að halda PARTÝ þá eru það Guðrún Lind & Halli!
Þetta var svo gaman & kvöldið var bjúútífúl. OHH hvað það er gott að vera komin heim til þeirra<3

Þið megið búast við meiru frá mér á næstu dögum …
Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi <3

KNÚS,