fbpx

MITT FYRSTA Q&A!

YOUTUBE

Hér hafið þið mitt fyrsta Q&A VLOG!

Ég skellti inn spurningaboxi á instagram & fékk fullt af skemmtilegum spurningum frá ykkur sem ég svaraði í formi myndbands. Ég vona að þið gefið ykkur tíma til að horfa & í leiðinni þá getið þið kannski kynnst mér aðeins betur.

Ekki hika við að segja mér hvað ykkur finnst um svona Q&A <3

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra

Takk fyrir að horfa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

 

BLESS VÄSTERÅS

LÍFIÐ

Þið sem hafið fylgst með mér á instagram seinustu daga hafið líklegast tekið eftir því að ég er stödd hér ,,heima” í Svíþjóð.
Ástæðan fyrir því að ég dreif mig aftur út var til þess að klára að flytja með Tómasi.

Planið hjá okkur var alltaf að fara saman með Norrænu til Íslands en núna eru komin glæný plön. Tómas snillingurinn sjálfur komst inn í skóla í Kalmar & ætlar að búa þar í sumar til að klára CPL sem er partur af náminu. Á meðan Tómas flýgur um loftin blá & lærir á tveggja hreyfla flugvél þá verð ég á Íslandi að vinna <3 Við tökum því bara sem skemmtilegu verkefni & förum VONANDI bara skítlétt með.

Hér fyrir neðan getið þið skoðað myndir frá seinustu dögunum okkar í Västerås…
Einn góðan veðurdag þá komum við aftur til baka í heimsókn <3

& hér hafið þið tóma íbúð…

Það er ótrúlega skrítin tilfinning að vera að fara frá Västerås. Þetta er búið að vera litla heimilið okkar í tvö ár. Við sem vorum búin að gera íbúðina svo ótrúlega huggulega & fína. En núna sit ég hér uppi í rúmi & horfi yfir tóma íbúð…

Lífið í Västerås er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt & krefjandi. Núna fæ ég bara kusk í augun um leið & ég hugsa út í það að við séum að fara frá öllu yndislega fólkinu sem við erum búin að kynnast hér í Västerås.

En JÆJA bjóðum þennan nýja kafla velkominn 🥰❣️Við Tómas erum lögð af stað í leiðangur…

HEJDÅ VÄSTERÅS 👋🏻

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

LOKSINS NÝTT HÁR

LÍFIÐ

Það var kominn tími á að gera eitthvað nýtt & skemmtilegt eftir næstum heilt ár með dökka rót & druslusnúð alla daga.

Ég var það sjúskuð að hún Bogga frænka hárgreiðslusnillingur var spenntari en nokkru sinni fyrr.

– FYRIR –
Eruð þið að sjá þessa RÓT?  Ég sem hef alltaf verið ljóshærð en allt í einu orðin dökkhærð?
Bogga sagði að þetta gerist með aldrinum…gamlagamla ég 🤣

BÚMM stutthærð & spennt að verða blondína

Hér hafið þið lokaútkomuna…

– EFTIR –
Ég er svo ánægð með nýja hárið & það er líka svo gaman að breyta til. Núna held ég að ég eigi eftir að vera mikið duglegri að skella í allskonar hárgreiðslur þar sem ég næ ekki að skella í druslusnúðinn góða. Ég mæli mikið með því að prófa að breyta aðeins til þó það sé ekki nema klippa ogguponsu meira en seinast<3

Fylgist svo endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi.

KNÚS,

 

UPPÁHALDS Á YOUTUBE

YouTube er SNILLD bæði til að læra eitthvað nýtt & einnig til að fylgjast með allskonar fólki úti í heimi.
Hér eru 7 rásir/channel sem ég fylgist mest með núna…

(ég fylgist reyndar lang mest með Svíunum en þið hafið kannski engann áhuga á því ef þið kunnið ekki tungumálið)

https://www.youtube.com/channel/UCnQhwPVwcP-DnbUZtIMrupw

Ég er nýbúin að uppgötva þessa einlægu & skemmtilegu stelpuskottu. Hún gerir allskonar myndbönd tengd tísku, DIY, hún sýnir frá því þegar hún gerir upp íbúðirnar sínar (hún er alltaf að flytja) & ég ELSKA þannig myndbönd. Hún er búsett í NY & ég get ekki beðið eftir því að sjá meira frá lífinu í NY um leið & ástandið verður betra.

https://www.youtube.com/channel/UCWkDFq1pO7YNzifE3A4UsMA

SÚPERMAMMA með allskonar tips & tricks. Ég elska til dæmis að fá tísku inspo frá henni þar sem hún kemur alltaf með skemmtilegar tískuhugmyndir inn á milli þess að sýna frá lífinu sínu.

https://www.youtube.com/channel/UCAHufvd02viJSRdt3ojdPOg

Sara’s Day. . . þú verður að fylgja henni. Heilsunördi sem einhvernvegin nær alltaf að peppa mig. Núna eru þau með svona Renovation Seríu þar sem þau eru að sýna frá öllum framkvæmdum á nýja húsinu.

https://www.youtube.com/channel/UC-CZmKnJbjGWAzJd6cIVUMg

Það var einhver sem mældi með þessari fyrir einhverju síðan þegar mig vantaði nýja til að fylgja. Hún er mjög spiritual, yogalover, pælari, tilfinningavera, skipulögð, dagbókarskrifari (👍🏻) & kaffi áhugakona. Í hverju myndbandi þá sýnir hún frá vikunni sinni.

https://www.youtube.com/channel/UCmh5gdwCx6lN7gEC20leNVA

Myndböndin hans eru yfirleitt bara 5 mínútur en stútfullar af RUGLI . . . skemmtilegu & fyndnu rugli. Ég elska myndbönd sem eru hnitmiðuð & í styttri kantinum eins & hans.

https://www.youtube.com/channel/UC78cxCAcp7JfQPgKxYdyGrg

Hún er einn rugludallur! Ég fylgist ekki beint með henni en ég horfi stundum á eitt & eitt myndband með henni þegar ég er í Emmu stuði.

https://www.youtube.com/channel/UCce7vvR81qpuXqFfICoKw1g

& svo síðast en ekki síst Living to DIY! Hún er geggjuð & svo gaman að horfa á svona myndbönd til að fá allskonar hugmyndir.

Ekki hika við að kommenta hér fyrir neðan eða senda á mig ef þú mælir með ehv skemmtilegum á YT. Svo er ég líka með nokkra Svía sem ég elska að fylgjast með, þið sem viljið fylgjast með þeim megið endilega senda á mig á instagram & ég sendi á ykkur.

Instagram: arnapetra 

Kæri lesandi, takk fyrir að lesa & eigðu yndislega helgi
(á YouTube eða í sólinni)

KNÚS,

SÓLRÍK HELGI Á ÍSLANDI

LÍFIÐ

 

HAMINGJUBROS

Sólin er uppskriftin af þessu hamingjubrosi…ég get svo svarið það!

Helgin mín er búin að vera hreint út sagt FRÁBÆR & ég vona að helgin ykkar hafi einnig verið frábær.

FöstudagsSÓL 🌞 🌞 kallar á blómaskyrtu & BJÓR🍻

KAFFIVAGNINN – LUNCH

Á föstudaginn fór ég í hádegismat á kaffivagninum & ég fékk svo góðan mat að ég gæti mögulega mætt þangað næstu 6 daga líka.

EN að öðru . . . ég pantaði mér flug til Svíþjóðar & fer eftir 6 daga <3 ég get ekki beðið!
Næstum ÖLL plön eru breytt sem er nú enginn sjokker ef þið þekkið okkur Tómas, en meira um það síðar þegar ég veit meira.

KAFFIBRENNSLAN

Á föstudagskvöldið þá fórum við Helena vinkona & fengum okkur einn eða tvo á Kaffibrennslunni.
Kaffibrennslan hefur verið einn af mínum uppáhalds stöðum lengi. Það er eitthvað svo kosy við þennan stað að setjast niður í kaffi eða bjór í spil & spjall.

Laugardags BRUNCH <3

KJÓSIN

Kjósin – minn uppáhalds staður<3
Gott að enda helgina hér.

Gleðilegan mæðradag fallegu mömmur<3

Takk fyrir að lesa & eigðu gott kvöld kæri lesandi.

KNÚS,

VIÐ GERÐUM ÞETTA BARA?!?!

YOUTUBE

 

Hæ&hó! Arna hér🙋🏼‍♀️

Núna verð ég að fá að spóla aðeins til baka & segja ykkur frá lífinu í sóttkví . . .

Við Tómas (kærastinn) gátum ekki hugsað okkur að sitja & horfa á sjónvarpið allan daginn alla daga þannig að við ákváðum að gefa kofanum úti í garði nýtt líf. Það var hörku vinna framundan & við tókum þessu mjög alvarlega!

Við eyddum hverjum einasta degi & hverri einustu mínútu í sóttkví í þennan blessaða kofa. 

Blóð, sviti & tár ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur.

 Á meðan Tómas lagði blóð, svita & tár í þetta verkefni þá sat ég hér tímunum saman að klippa myndband & borða páskaegg. kosy! 

. . . ég sem var að enda við að segja að ,,VIÐ’’ hefðum eytt hverri einustu mínútu í kofann 🤣
Neinei ég lifði í þessari rólu 🎥💻💭

Kofinn varð að drauma kaffi – setu – lestrar – getaway-i. Vó flókin setning en þið skiljið. Þarna fer maður til að gleyma öllu sem er í gangi í lífinu, hugleiða, lesa bók, drekka kaffi eða jafnvel opna einn ÖL.

Næs, ha?

Ef þið viljið fylgjast enn betur með framkvæmdunum þá getið þið horft á þetta glæsilega myndband sem ég gerði. Tók mig ekki nema marga sólarhringa að edita þetta myndband 🤣 Ég vona að þið gefið ykkur tíma til að horfa<3 & endilega segið mér svo hvað ykkur finnst!

Eigðu gott kvöld kæri lesandi.

KNÚS,

 

 

 

 

 

HÆ TRENDNET!

UM MIG

Hæ&hó fallegu Trendnet lesendur!

Arna Petra heiti ég & er splúnkunýr bloggari hér á Trendnet.

Ég hef verið Trendnet lesandi í mörg ár & STÓR aðdáandi! Ég er mjög spennt fyrir því að vera partur af þessum frábæra hópi & flotta miðli sem Trendnet er. 

TAKK elsku besta Elísabet fyrir að vilja hafa mig með <3

Ég er 22 ára, fædd & uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að búa allt annarsstaðar en á klakanum og fyrir um tveimur árum rættist sá draumur. Við Tómas Ingi (kærastinn) fluttum til Västerås sem er lítil & sæt borg staðsett rétt fyrir utan Stokkhólm. Þar stundar Tómas flugnám & á meðan hef ég verið að vinna á Steam Hotel. Við erum hins vegar að flytja til Íslands núna í þessum mánuði en við sjáum til hvað við endumst lengi hér á ÍSlandinu. Ævintýraþráin er mikil get ég sagt ykkur.

Ég myndi segja að ég sé jákvæður rugludallur sem lifir í óvissunni endalausu…ég er bara ein af þeim sem hefur ekki hugmynd um hvað ég vil gera í lífinu sem er að mínu mati bara alls ekkert stress. Ég elska bæði að blogga, taka fínar myndir & að taka upp myndbönd fyrir YouTube um allskonar vitleysu sem mér dettur í hug. Þar liggur áhugi minn . . . ég er alla vega ekki í neinni óvissu með það:)

Ég hef sjálf verið að skrifa á bloggsíðunni minni arnapetra.blog í bráðum tvö ár. Þar hef ég verið að skrifa um allt frá heimsreisu – sem var ævintýri lífs míns, skemmtilegum ferðalögum og til hversdagsleikans heima í Svíþjóð.

Hér megið þið búast við mjög svipuðu, eiginlega bara bland í poka af allskonar skemmtilegu. Ég er til dæmis mjög spennt fyrir því að ferðast innanlands & það væri gaman að taka ykkur með. 

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með & ég er spennt að fá að kynnast ykkur Trendnet lesendum betur.

instagram: @arnapetra

KNÚS & eigðu gott kvöld kæri lesandi,

– HUGMYNDIR TIL AÐ GERA HEIMA –

LÍFIÐ

Ég ætla ekki að tala neitt um veiruna í þessari færslu af því að ég held að við séum öll mjög meðvituð um það hvað er í gangi. En mig langar til að gefa ykkur skemmtilegar hugmyndir til að gera heima á meðan ástandið er svona.

(ATH! Ef þú ert lasin & rúmliggjandi þá er ég ekki að segja þér að fara að gera alla þessa hluti sem ég er að fara að nefna, hlustaðu á líkamann þinn & gerðu það sem þú treystir þér til að gera) 

Ég vil horfa á þetta með jákvæðu hugarfari & nýta þennan tíma til að vinna í einhverju sem mig hefur lengi langað til að gera.

Ég er með helling af hugmyndum þannig að staldraðu aðeins lengur við kæri lesandi…

MATUR

ELDA! Hafið þið einhverntíman pælt í því að þið eigið eftir að elda mat allt ykkar líf? 

Núna er fullkominn tími til að gera þetta að áhugamáli. Ekki satt??

Ég eeeelska t.d. Pick Up Limes hún er með mikið af sniðugum hugmyndum af hollum & góðum mat. 

Það er hægt að finna svo mikið skemmtilegt á YouTube til að horfa á þannig að ef Pick Up Limes hentar þér ekki þá er ekki erfitt að finna annan matarsnilling.

IMG_6168

BAKA! Bakstur gleður…það er bara staðreynd. Þið verðið að fylgjast með Lindu Ben, hún er alltaf að gera eitthvað girnilegt & gott. Maður finnur liggur við ilminn af bakstrinum í gegnum skjáinn!

En nóg um mat, förum aðeins út í hreyfingu…

HREYFING

YOGA! Ertu Yoga lover?? Þá skaltu taka þessu 30 daga Yoga Challengi með mér & ,,vinkonu minni” Adrienne.

HEIMA ÆFING!…ef þú ert ekki fyrir Yoga þá veit ég að Witney Simmons er búin að vera að pósta einhverjum sniðugum heima æfingum. Ég er ekki með mikla reynslu af æfingunum hennar en þið getið prófað!

ÚTIHLAUP! Þá er MUST að fylgja Elísabetu hér á instagram. Hún peppar mann á hverjum degi!

 Svo ef þið treystið ykkur til, þá er göngutúr eða hjólatúr með podcast í eyrunum mitt uppáhalds <3 

img_3783

HEIMA DÚLLERÍ

– Taka fataskápinn í gegn

– Lesa bókina sem þú fékkst í jólagjöf

– Opna bloggsíðu

– Byrja á YouTube

– Taka námskeið á netinu

– Skipuleggja drasl-skúffurnar…þið hljótið að eiga eina þannig 😂

– Mála eða teikna, þá sniðugt að fylgja Rakel Tómas… hún er með skemmtilegar áskoranir á hverjum degi!

– Taka húsið/íbúðina/herbergið í gegn! Hlusta á podcast & taka Monicu á þetta & sortera handklæðin 😄

Þið vitið vonandi hvað ég er að meina…það er hægt að gera SVO MARGT! 

Síðast en ekki síst:

SELF CARE

– Lærðu að hugleiða, það minnkar stress & það á að róa hausinn okkar sem er líklegast á milljóón hjá flestum núna 

– Skrifaðu í dagbók hvernig þér líður einmitt núna

– Nagglalakkaðu þig, litaðu augabrúnirnar, settu á þig maska & skelltu á þig brúnku…það gefur manni auka orku ég get svo svarið það!

– Farðu úr kósygallanum & klæddu þig 😄 

– Búðu til einhvers konar rútínu þótt það sé ekki nema bara að byrja daginn á einum Friends þætti yfir kaffibollanum 🙌🏻 & svo skella sér í göngutúr til að fá smá frískt loft

UPPÁHALDS Á

KVÖLDIN Á NETFLIX

Ég verð alveg snælduvitlaus á því að liggja bara uppí sófa & horfa á þætti…😳

En ef maður býr til ákveðna rútínu og tekur kvöldin frá til að horfa á eitthvað skemmtilegt með það í huga að þú hafir gert eitthvað yfir daginn. Það er næs! 

Hér eru mínir uppáhalds þættir á NETFLIX

& hér eru þættirnir sem ÞIÐ mælduð með á instagram:

– The Stranger (GEGGJAÐIR)

– Love is blind (Ekki mikill aðdáandi)

– The haunting of hill house

– Orphan black

– Black mirror

– RuPauls Drad race

– The trials of Gabriel Fernandez

– Real Detective

– Shutter island

– Norsemen

– Grace and Frankie

img_5331

Takk fyrir að lesa færsluna kæri lesandi ❤

Farðu vel með þig <3 

KNÚS & eigðu gott kvöld,

ArnaPetra (undirskrift) 

– VINKONU HELGI –

LÍFIÐ

Seinasta Helgi-3

Það eru forréttindi að eiga svona yndislegar vinkonur sem nenna að koma að heimsækja mig <3 Helgin einkenndist af tveimur frábærum dögum í Stokkholmi & svo vorum við í eina nótt í Västerås, þar sem ég á heima.

Við gerðum lítið annað en að borða góðan mat, spjalla um allt og ekkert, djammadjamma…& svo má ekki gleyma að við sjoppuðum yfir okkur.

Það eina sem ég nefndi við stelpurnar áður en þær ákváðu að koma var að við ætluðum bara að hafa þessa ferð ódýra. Það fór ekki eins og við ætluðum okkur 😂

En hér koma myndir frá helginni…

Sjoppa sjoppa…

Sól laumaðist til að taka nokkrar myndir af mér borða bestu samloku heims😄😳Einhvernveginn þá enda ég alltaf á Joe & the Juice þegar ég er í Stokkhólmi og ég fæ mér auðvitað heimsins bestu Spicy Tuna🤤

LRG_DSC05896

Ég stakk stelpurnar af nokkrum sinnum, ég er alltaf á hlaupum. Ég hef engann tíma í neitt rölt…neinei. Skemmileg vinkona…Jájá.

Ég keypti mér ný sólgleraugu. Hélt ég væri algjör gella. Svo sá ég þessar…

Þið komuð nú samt með mörg frááábær caption í gegnum instagram.
Þessi 3 voru best: 😂
– Västerås couldnt handle her so she ran away to Stockholm⁣
– On my way to steal your man ⁣
– No paparazzis pls 📸

Sólgleraugun fengu að fjúka á einni 😎⁣ sem er aðeins skárra að sjá…ég þarf að fara að læra að pósa með svona gellu sólgleraugu.

KASAI

Var svo óóótrúlega góður veitingastaður! Við pöntuðum okkur nokkra rétti til að deila & sötruðum á allskonar ljúúúffengum kokteilum.

IMG_6298IMG_5065IMG_5063

MAHALO

Óóó elskulegi Mahalo, I like U! Ég hef áður skrifað um staðinn en ég gæti ekki mælt meira með. Við prófuðum núna að fara á Mahalo í Södermalm & það var æði! Ég fékk mér sætkartöfluskál með chilimajo, vegan baconi og parmesan minnir mig.

JIDÚDDA svo gott!

Ég fór í fallegustu Gina Tricot sem ég hef farið í sem er staðsett í södermalm, þið þangað! Þar keypti ég dress kvöldsins…

Þessar tvær eru ekkert eeeeðlilega sætar!

Við borðuðum á Nybrogatan 38. Við vorum missáttar með matinn en þjónustan var frábær <3

Svo var dansað á skemmtistaðnum VIDA!

Á sunnudeginum var ferðinni haldið til Västerås & það var ekkert annað í myndinni en að hafa það kosy, borða Bruchetta ala Tómas & Arna, spjalla & horfa á mynd.

STEAM HOTEL
(vinnustaðurinn minn)

Við byrjuðum mánudagsmorguninn á besta morgunmat Svíþjóðar.
Sjáið líka hvað þau tóku vel á móti okkur 🥺 <3

<3

IMG_5271

Maður getur ekki verið sætur á öllum þessum 362518 myndum sem við tókum…😂 þið kannist öll við það er það ekki??

Takk aftur fyrir þessa yndislegu heimsókn stelpur <3 <3 elskykkur

img_5331

Takk fyrir að lesa færsluna kæri lesandi ❤

Hvað er gaman að gera í stokkhólmi?
!!!Hér hefurðu heila færslu með frábærum hugmyndum fyrir helgarferð í Stokkhólmi.!!!

Ef þú ætlar að skella þér í helgarferð til bestu Stokkhólm, þá er væri nú gaman fyrir þig/ykkur að kíkja á Steam Hotel (vinnustaðinn minn) í eina nótt (& segja hæ við mig).

Knús & eigðu gott kvöld,

ArnaPetra (undirskrift)

– SEINUSTU DAGAR –

2020LÍFIÐ

Screenshot 2020-02-26 at 20.57.28

HÆ!

Mig langar til að taka saman seinustu daga sem hafa verið svo skemmtilegir…

IMG_6100IMG_6104

19. Februar.

Gullfallega Sunna, vinkona sem ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast hér úti átti afmæli. Við eyddum öllum deginum saman og fórum í roadtrip til Skultuna, borðuðum Lunch á Messingbruk & enduðum svo kvöldið á STEAM HOTEL…en ekki hvað!

Þennan sama dag þá gerði ég svolítið sem ég ætla að tala um í næsta YouTube myndbandi😬🤭

IMG_4920IMG_4922IMG_4751

21. Februar.

Gullfallega Magga Dís átti daginn & hún hélt auðvitað eitt rosalegt afmælispartýýý þar sem við hittumst margir íslendingar. Meðal annars Hera & Sara sem þið sjáið á myndunum. Við fjórar vorum saman í Vogaskóla og erum búnar að vera vinkonur í ég veit ekki hvað mörg ár…& núna búum við allar í Svíþjóð. Aldrei hefði mér dottið það í hug að við yrðum allar saman í Svíþjóð <3

Núna verð ég bara hálf leið að hugsa út í það að vera bráðum að fara að flytja :(

IMG_4787IMG_4796img_4847

22. Febrúar

Við vöknuðum eldhress um morguninn, fengum morgunmat í rúmið af yndislega Tómasi sem gat ekkert sofið, þannig að hann skellti sér í bakaríið. Eftir morgunmatinn þá fórum við í  góðan göngutúr í Björnön OG það var alveg sturlað veður (á sænskum mælikvarða). Ekki taka mark á honum Andra, hann er alltaf í stuttbuxum EN skoðið hins vegar vandlega hárið á Fannari…það segir allt sem segja þarf 😂

Eftir góðan göngutúr þá enduðum við á þessu sæta kaffihúsi og fengum okkur heita súpu með brauði eeeða réttara sagt brauði með súpu. Já, ég er ein af þeim. Þess vegna ELSKA ég Svarta Kaffið, gamla vinnustaðinn minn <3

img_4846

STEAM HOTEL

Ég get sagt ykkur það að Steam er mitt annað heimili. Ég er bæði svo þakklát fyrir að vera með þessa vinnu og fá að kynnast þessu frábæra fólki sem eru að vinna með mér.

En núna er ég svo til í þetta stutta frí sem ég er komin í eftir erfiða vinnutörn. Núna bíð ég bara spennt eftir ykkur, Sól & Guðrún <3

83366D76-2552-4C2B-8ABE-641B41A68B3CIMG_483122029A05-45DF-4BFF-8646-7A4B306663E6

25. Febrúar

Haldið þið að ég hafi ekki bara verið í fríi á þessum SÓLRÍKA ,,sumar”degi…sem endaði síðan á snjókomu & ég sem hafði hjólað niður í bæ illa klædd. Ég var einum of bjartsýn svona í febrúar.

Ég fékk mér kaffi með vini mínum & gat ekki annað en keypt mér Semlu á bolludeginum. Hún var ekki eins góð og á ÍSL en hún slapp. Ég át hana allavega.

Rosalega var gott að eiga svona frídag… <3

img_5331

Takk fyrir að lesa færsluna kæri lesandi ❤

Ekki missa af næsta YouTube myndbandi sem kemur á sunnudaginn næsta.

https://www.youtube.com/channel/UCTkZp4bWEV0Rxv27Q8GcZug?view_as=subscriber

Knús & eigðu gott kvöld,

ArnaPetra (undirskrift)