fbpx

AKUREYRI TO DO

2022FERÐALÖGÍSLANDLÍFIÐ

Við áttum svo ótrúlega góðar stundir saman fjölskyldan fyrir norðan á dögunum. Þannig að ég varð að taka saman lista yfir það sem við gerðum & mælum með.

GISTING
Byrjum á húsinu sem við vorum í …

Kostir:  Það var æðislegt, ótrúlega fínt & staðsetningin gæti ekki hafa verið betri. Beint á móti er sundlaug Akureyrar & stutt að labba nánast allt. Það eru 3 svefnherbergi þannig að þetta var fullkomið fyrir okkur.

Gallar: Það voru rosalega mikil læti, það heyrðist hátt í bílunum þegar þeir voru að keyra framhjá. Ég hljóma kannski eins & gömul kona að kvarta haha en ég er jú með lítið barn sem var ekki alveg til í þessi læti.

Linkur á húsið hér.

SUNDLAUG AKUREYRAR
Þessi sundlaug fær 10 af 10! Barnastólar út um allt, innilaug & svo er skemmtilegt útisvæði fyrir þau yngstu. En eigum við að ræða rennibrautirnar? Ég & Tómas skiptumst á að fara 😆 Litlu börnin í röðinni horfðu alveg skringilega á mig en ég meina …

LEIKVÖLLUR
Fínasti leikvöllur alveg miðsvæðis – beint fyrir utan kaffi Ilmur.

FLUGSAFN ÍSLANDS
Við fórum á flugsafnið & það var æði! Tómas var í essinu sínu & Emilía líka.

JÓLAHÚSIÐ
Það hefur verið hefð að kíkja í jólahúsið & kaupa karamellur þegar við förum norður. Hef ekki farið í mörg ár þannig að það var gaman að sjá allt það nýja. Það er til dæmis ótrúlega falleg búð með allskonar fínu fyrir búið … langaði að kaupa allt.

RUB23
Ég hringdi viku áður & pantaði borð & mat fyrir Emilíu í leiðinni. Já ég er þessi mamma 🤣 Emilía er ekki með neina þolinmæði þegar kemur að því að bíða eftir matnum þannig að ég ákvað bara að panta fyrirfram. Sniðug finnst mér. Maturinn þarna er ekkert smá góður, þjónustan var frábær & maturinn fljótur að koma. Við vorum öll mjög sátt!

BRUNCH Á BERLÍN AKUREYRI
Hér var allt stappað! Eins gott að ég var búin að panta borð. Þetta var ekkert smá flottur brunch seðill, frekar dýr en ótrúlega gott & svo fékk maður líka mikinn mat. Við vorum mjög sátt & fórum rúllandi út.

RÖLTA UM BÆINN
Það er svo næs að rölta um & vera ekki með neitt planað. Kíkja t.d. inn í Pennan Eymundsson til að skoða bækur, rölta lengra & skoða hverfin. Okkur Tómasi hefur alltaf fundist gaman að skoða hús & láta okkur dreyma. Það var líka gaman á Akureyri.

DALADÝRÐ
Við fórum í Daladýrð á leiðinni heim. Það er reyndar ekkert í leiðinni en jú fínasti rúntur. Emilía var ekkert smá glöð að fá að sjá öll dýrin sem hún er vön að skoða í bókunum sínum heima.

Næst þá ætla ég að rölta um Lystigarðinn & fara í skógarböðin 🙌🏻
Svo mæli ég með að fylgjast með Tönju Sól & kynna ykkur guide-inn hennar sem hún var að gefa út. Þar eru alls konar tips fyrir ferðalagið með börnin í sumar. Linkur á guide-inn hér.

ArnaPetra (undirskrift)

FALLEG BARNAFÖT & SKÓR FYRIR SUMARIÐ

2022LÍFIÐNINE KIDS

Í samstarfi við Nine kids þá langar mig að sýna ykkur frá nokkrum fallegum flíkum & skóm sem voru að lenda. Og það vill svo heppilega til að ég er með kóða fyrir ykkur.

Kóðinn: arnapetra20
Gefur þér 20% afslátt bæði á heimasíðunni & í búðinni.

Ég sýni ykkur mjög vel frá öllum þessum vörum í nýjasta myndbandi á YouTube sem þú getur horft á hér. En annars þá ætla ég líka að fara yfir þetta hér á blogginu & ég læt auðvitað link fylgja með á hverja flík.

Kjóll: smelltu hér.
Leggings: smelltu hér.
Peysa: smelltu hér.
Skór: smelltu hér.

Kjóll: smelltu hér.
Sokkabuxur (bestu): smelltu hér.
Leggings: smelltu hér.
Skór: smelltu hér.

Kjóll: smelltu hér.
Leggings: smelltu hér.
Peysa: smelltu hér.
Skór: smelltu hér.

Sokkar: smelltu hér.
Skór: smelltu hér.

Svo má ekki gleyma fallegu sandölunum fyrir sumarið. Það passar vel að vera í þeim & sætum sokkum við. Svo ef maður fer erlendis þá sleppir maður sokkunum;) Ég mun fara með þá til dagmömmunnar sem er fullkomið þar sem hún er bæði inni & úti á palli að leika.

Kóðinn arnapetra20 gildir bæði í netbúðinni & í verslun Nine Kids fyrir ykkur sem viljið skoða.

Happy summer shopping 🌞👟🌻

ArnaPetra (undirskrift)

OUTFIT

2022LÍFIÐOUTFIT

Síðustu helgi fórum við með fjölskyldan minni norður í smá frí til Akureyrar. Ég verð að viðurkenna að mér leið smá eins & ég hafi farið í ,,helgarferð” einhvert út. Við fórum út að borða, borðuðum góóóðan mat, gerðum allskonar skemmtilegt með krökkunum & áttum bara ótrúlega góðar stundir saman. Ég mun gera sér færslu um það.

En að þessu dressi sem ég fékk nokkrar spurningar út í …

Vesti: 66 norður
Peysa: 66 norður
Buxur: Calvin Klein
Skór: Veja

Ég fæ líka oft spurningar út í dressið hennar Emilíu en hún á svo yndislega langömmu & frænku sem prjónuðu peysuna, buxurnar & húfuna á hana.
Skór: Nine Kids 

Eins & þið sjáið þá er mín kona á tímabilinu sem heitir: ég vil gera allt sjálf.

Hún vill ekki vera í kerrunni, vill labba allt & helst ekki samferða mömmu & pabba 😄

ArnaPetra (undirskrift)

ELDUM RÉTT GEFUR FLUG

2022SAMSTARF

ÞÚ GÆTIR UNNIÐ
Eldum rétt afmælismánuðurinn er genginn í garð 🤭  Þau ætla að gefa viðskiptavinum sínum 200.000kr. gjafabréf hjá Icelandair í hverri viku & þú ferð í pottinn þegar þú pantar! Smelltu hér til þess að panta.

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá gerir Eldum rétt eldamennskuna ennþá skemmtilegri. Þú færð hollar og góðar uppskriftir til að elda heima ásamt ferskum hráefnum í réttu magni beint heim til þín. Þú pantar í síðasta lagi á miðvikudegi fyrir vikuna á eftir & lífið verður í alvöru mikið einfaldara.

FJÖLDI MANNS & RÉTTIR
Við pöntum alltaf fyrir 3 þar sem Emilía borðar með okkur & svo er gott að eiga stundum einhverja afganga. Síðan er það þitt að velja hversu marga rétti þú vilt panta.

AUKA RÉTTUR
Þau eru einnig með auka rétt í hverri viku sem er oft sniðugt fyrir til dæmis matarboð, kósýkvöld, Eurovision partý-ið, vinkonuhittinginn eða brunch. Það er mismunandi í hverri viku.


NÆSTA VIKA
Í næstu viku eru kóreskir kjúklingavængir í spæsí gochujang glasseringu með kælandi graslaukssósu og ferskri límónu. Fullkominn réttur fyrir 4 til að deila yfir leiknum eða góðri mynd!

EINFALT, GOTT & SKEMMTILEGT
Ég gæti haldið endalaust áfram að dásama Eldum rétt en ég held að þú kæri lesandi verður að prófa þessa snilld. Allar vinkonur mínar & fjölskylda sem hafa prófað Eldum rétt elska þetta í tætlur! Einfalt, gott & skemmtilegt.

🤞🏻✈️

Allir þeir sem kaupa matarpakka frá 28.apríl – 1. júní (vikur 19-23) fara í pott og eiga möguleika á vinning – megi heppnin vera með þér 🤞🏻✈️

Smelltu (HÉR) til þess að panta.
Takk Eldum rétt, fyrir að vinna með mér í þessari færslu <3

ArnaPetra (undirskrift)

TRENDNET DAY OF FUN

2022LÍFIÐYOUTUBE

Vlogið frá Trendnet deginum er mætt á YouTube – 

Þessi hópur! ÆÆ veistu þegar þú kynnist allt í einu manneskju sem þú tengir ótrúlega við, þið eigið margt sameiginlegt, getið talað eeeendalaust & maður er allt í einu ekki einn með þetta áhugamál. Þannig var það þegar ég kynnist Trendnet. Vá hvað það var & er góð tilfinning!

Áhugamál sem varð síðan að vinnu …

EN vinnan okkar getur stundum verið einmannaleg. Það er mín upplifun. Það fer svo mikill tími í að vinna efnið, undirbúningur, mynda fyrir samstörf, skrifa færsluna, taka upp, edita myndbandið & flr. Þetta geri ég yfirleitt allt ein, mjög fókuseruð föst við skjáinn í kappi við tímann áður en ég sæki Emilíu. Ég skil vel að þetta lítur kannski ekki út fyrir að vera einmannalegt starf, en það að vera skapandi á samfélagsmiðlum er ekki bara það sem birtist heldur er það lítil prósenta af því sem þið sjáið. Finnst alltaf gott að minna á það.

Veit nú reyndar ekkert hvert ég er að fara með þetta … ég bara skrifa & skrifa það sem ég er að hugsa. Elska þegar ég dett í þann gír. Vona að þetta sé ekki algjör vitleysa 😆

En til þess að koma með dæmi. Þið kannski þekkið það eftir covid, þegar margir þurftu allt í einu að vinna heima & þá var maður ekki að hitta samstarfsfélagana. Það var örugglega kósý í smá tíma?? En til lengri tíma kannski ekki svo kósý & eiginlega bara frekar einmannalegt. Það er svo hollt & gott að hitta fólk.

Þess vegna verð ég að segja að Trendnet fjölskyldan er eitt það besta sem hefur komið fyrir mig vinnulega séð! Ég er svo þakklát & heppin að eiga þau að, vita að ég get alltaf leitað til þeirra & hitt þau ef ég þarf að breyta um umhverfi & fá innblástur. Ég vona að við getum upplifað fleiri svona daga til þess að þjappa hópnum ennþá betur saman.

KNÚS til ykkar & allra sem ég hef kynnst sem vinna sjálfstætt & eru skapandi. Þið eruð dugleg ⭐️

Ef þú hefur áhuga á að horfa á myndbandið frá Trendnet deginum þá er það hér:

ArnaPetra (undirskrift)

HÆ FRÁ BALTIMORE

2022FERÐALÖG

Hæ frá Baltimore 👋🏻🇺🇸

Ég verð að viðurkenna að ég var tekin á teppið þegar ég mætti. Ég var spurð af alls konar spurningum & einhvernvegin átti ég erfitt með að svara þeim. Enskan ákvað að fara í felur & ég fann ekki stakt orð.

Mér finnst það svosem ekkert skrítið þar sem maðurinn horfði það alvarlega í augun á mér að mér leið eins & ég væri að fela eitthvað. Sem ég var auðvitað ekki 😆 Hvernig er maður ekki stressaður segi ég nú bara haha?? Ég þarf að fara að æfa mig að ferðast til bandaríkjanna. Ég hef lent í þessu áður þannig að þetta kom svosem ekkert á óvart. Bara ogguponsulítið PANIKK!

Hotel: Canopy 

Við Tómas ákváðum að hoppa til USA sem var algjör skyndiákvörðun. Við ætlum bara að vera tvær nætur, borða góðan mat & versla smá.

Ég er kannski komin með æði fyrir ískaffi … ég kenni tiktok um það.

🚌

Steik á Longorn …

Eruð þið að sjá meðlætið??? & svo engin sósa – hvað er málið með það? Sósukellingin var ekki sátt. Þetta var samt þrusugott.

DRESS:
Skyrta: Camy collection
Buxur: Noomi
Taska: LV
Hárklemma: mjöll

Drykkur á barnum, pool (ég vann) & svo uber eat 👌🏻

IHOP

Ef þið komið til USA þá er must að fara á IHOP en helst bara til þess að fá sér amerískar pönnukökur með old fashioned sýrópi …. SLEF 🥞

Shake Shack 🍔

Við Tómas erum búin að njóta okkar mikið en á sama tíma söknum við stelpunnar okkar alveg rosalega. Okkur hlakkar núna ennþá meira til þess að ferðast með henni í sumar.

Eigðu góðan dag kæri lesandi,

ArnaPetra (undirskrift)

UPPÁHALDS ESSIE LITIR

2022SAMSTARF

Ég er & hef verið með naglalakka æði síðan ég var lítil fimleikastelpa … ég hef oft sagt að mér líði eins & ég sé allsber ef ég er ekki með naglalakk. Fleiri sem tengja við það kannski? Ég veit allavega að tengdamamma er eins 😅 & hún er drottning þegar það kemur að fínu lakki.

 Að mínu mati þá gerir fallegt naglalakk svo mikið, það eiginlega fullkomnar lúkkið. Í þessari færslu þá ætla ég að sýna ykkur mína uppáhalds liti frá Essie.

Essie – Sizzling Hot 

Þetta naglalakk er gel couture sem gefur þessa fallegu gel áferð. Ég fer alltaf tvær umferðir & svo mæli ég með að nota gel couture yfirlakkið svo það endist lengur. Liturinn er fullkomnun.

Eruð þið óþolinmóð eins & 🙋🏼‍♀️?

… þá mæli ég með þessu hér. Þetta eru dropar sem stytta biðtímann & nærir naglaböndin í leiðinni.

Essie quick dry – Streetwear n’tear

Svo er það expressie snilldin! Expressie naglalökkin þorna á innan við mínútu. Elska það & þessi litur er trylltur!

Essie lökkin fást til dæmis í Hagkaup, apótekum & víða í snyrtivöruverslunum. Mæli með að finna ykkur sætan lit fyrir sumarið 💜💛🧡💚

ArnaPetra (undirskrift)

FYRIR & EFTIR

2022SAMSTARF

FYRIR & EFTIR 

Þið trúið því ekki hvað það var góð tilfinning að skipuleggja þessa skúffu. Ég var nefnilega alltaf jafn fúl þegar ég opnaði hana & fann ekki neitt. Svo þegar ég tók eitthvað upp úr þá hrundi annað úr skúffunni. Alveg óþolandi 😆

Ég ákvað þá að losa mig við helling & hafa frekar fáa hluti með gott notagildi.

Þá verð ég að fá að mæla með Combekk …

Combekk er Hollenskt fyrirtæki og eru þeir fyrstu til að framleiða sjálfbær eldunaráhöld úr endurunnu ryðfríu stáli.

Stál línan er hönnuð og framleidd með atvinnukokka í huga og því hugað að öllum smáatriðum. Eins & ég hef nefnt áður að þá er  ég heimsins besti heimiliskokkur 😄👩🏼‍🍳

Þetta er til dæmis ótrúlega falleg innflutningsgjöf eða jafnvel afmælisgjöf fyrir þann sem elskar að elda & á allt.

Combekk vörurnar eiga það allar sameiginlegt að vera úr endurunnum afurðum og náttúrulegum efnum sem eru góð fyrir umhverfið, matinn og heilsuna okkar. Svo skemmir ekki fyrir hvað vörurnar eru fallegar.

Skoðaðu Combekk hér.

& svo mana ég þig að taka til í þessum leiðindarskúffum ef þú átt eina eða tvær 😄

ArnaPetra (undirskrift)

ERU HÁ STÍGVÉL MÁLIÐ?

2022OUTFITSAMSTARF

,,Eru há stígvél ekki alveg málið núna?”

Spurði ég verslunarstjóra Kaupfélagsins. Hún hikaði ekki við að segja JÁ. Það er eiginlega það góða við Ísland að það er nánast stígvéla season allt árið um kring.

En hvernig er best að stílisera svona upphá stígvél?
Hér kemur smá inspo …

Svarar þetta spurningunni??
Ég trúi ekki öðru. Sérstaklega af því að það er farið að hlýna smá & þá er hægt að fara í:

Sokkabuxur & kjól við há stígvél

eða

Oversized peysu & blazer við 👢

eða

Hjólabuxur, bol & blazer við 👢

Af því að færslan er unnin í samstarfi með kaupfélaginu þá langar mig að sýna ykkur nokkur pör sem gripu augað …

Ángel Alarcón stígvél
Linkur hér.

JoDis by Andrea Röfn Adríana
Linkur hér.

JoDis by Andrea Röfn Diana
Linkur hér.

SixMix stígvél
Linkur hér.

Skór: JoDis by Andrea Röfn Adríana – hér.

Eftir að hafa verið ansi óákveðin með bullandi valkvíða þá urðu þessir fyrir valinu. Skórnir eru frá Jodis & eru hannaðir af hinni einu sönnu Andreu Röfn. Ég er svo skotin í öllum skónum sem hún gerir að það er erfitt að velja.

Ég mæli með að gera ykkur ferð í Kaupfélagið 👢👟

ArnaPetra (undirskrift)

MORGUNRÚTÍNA MEÐ BARN

2022EMILÍA BIRNALÍFIÐYOUTUBE

Gúdaaag gúdaag, ég vona að þú hafir átt góðan morgun.

Hér fyrir neðan er mín morgunrútína með barn & hund. Ég ákvað að vinna myndbandið eins lítið & ég gat. Ég vildi ekki að þetta myndi líta út fyrir að vera algjör glamúr (sem er nú mjög auðvelt að gera bara með einu lagi) heldur langaði mig að sýna frá morgunrútínunni eins & hún er. Sýna hvað þetta getur nú verið mikið kaos stundum.

PREPP

Það er margt sem við getum gert til þess að eiga betri morgun & þá er prepp þinn besti vinur. Ég er að reyna að temja mér það að undirbúa flest allt kvöldinu áður. Þó að það sé einfalt að velja föt fyrir Emilíu á morgnana þá endar það samt alltaf þannig að ég finn ekki jakkann eða húfuna eða skóna. Þið vitið. Að preppa þetta allt auðveldar svo mikið.

Horfðu endilega á myndbandið hér fyrir neðan & öll tips vel þegin ef þið eruð með sniðug ráð eða góðan vana þegar það kemur að ykkar morgunrútínu.

Horfðu hér:

ArnaPetra (undirskrift)