fbpx

DREAMY RÚMFÖT

2022HEIMASAMSTARF

DREAMY RÚMFÖT
Er eitthvað betra en ný & hrein rúmföt? ☁️🌸

 @blankreykjavik eru með þessi drauma rúmföt sem ég mæli svo með … manni dreymir líka vel 🤭🤍 bjútífúl, þægileg & það þarf varla rúmteppi þar sem rúmið verður svo gúúrmeee & fallegt 😍🙌🏻

Sēkan Studio var stofnað árið 2021 og er grunnurinn að hugmyndinni sjálfbærar vörur fyrir heimilið sem veita vellíðan með þægindi í fyrirúmi☁️ Sekan Studio leggur áherslu á að heimurinn þurfi ekki meira heldur betra og eru allar þeirra vörur gerðar til að endast sem lengst ♻️ Allar vörur frá Sēkan eru GOTS og OEKO-TEX vottaðar.

Kóðinn: arnapetra15 gefur ykkur 15% afslátt af öllu frá @blankreykjavik 🤍 þau eru með meðal annars skóla töskuna mína fínu & símahulstrin mín 🫶🏻👌🏻 mæli með að heimsækja heimasíðuna þeirra ☁️

Kóði: arnapetra15

Rúmföt: skoða hér 💕🌸☁️
Taska: Skoða hér 👜💻📚✏️
Hlustur: Skoða hér 📞🌸🌻🌴

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

FYRSTA HELGIN Í ÍBÚÐINNI

2022NOOMIOUTFITSAMSTARF

HELGIN MÍN 

Ég er búin að eyða allri helginni í íbúðinni. Taka upp úr kössum, ganga frá, setja saman húsgögn & flr. Ég sem kunni ekki að halda á borvél náði að læra og redda sér. Ég er stolt af mér, það verður að segjast. Gott að vera í svona aðstæðum til að gera bara hlutina. Núna er það bara að finna stað fyrir allt dótið okkar. Ég var ótrúlega dugleg að fara í gegnum allt áður en við fórum út og tók ekki með það sem við þurfum ekki. Það var ótrúlega góð tilfinning að fara í gegnum allt og síðan flytja út með allt það nauðsynlega og allt sem var óþarfi fékk nýtt heimili.

Gizem poplin shirt: hér.

Ég setti saman nokkur outfit í story í dag þegar ég tók fötin upp úr töskunni – getur horft hér. Það voru að koma svo fallegar vörur í Noomi og mig langar að sýna ykkur líka hér fyrir ykkur sem hafið áhuga. Ég er líka með kóða sem þið getið nýtt ykkur.

Kóði: ARNAPETRA gefur 20% afslátt

Lola vest cardigan: hér.

Basic rib singlet: hér.

Elska þessa toppa – nota þá rosalega mikið bæði heima og líka undir skyrtur eða blazer.

Rita knitted top: hér.

Þessi toppur er ekkert smá fallegur bæði svona og líka við pils sem hægt er að kaupa í stíl. Læt mynd fylgja hér fyrir neðan af pilsinu …

Rita knitted skirt: hér.

Endilega nýttu þér kóðan: ARNAPETRA ef þú finnur eitthvað fallegt<3

Eigðu góðan sunnudag. Ég er allavega komin með nóg af því að vera inni og ætla að skella mér í bæinn og kaupa mér blóm 💐🌸🌻🌼 bless 👋🏻

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

FYRSTU DAGARNIR Í SKÓLANUM

2022SVÍÞJÓÐ

Fyrstu dagarnir hér í stokkholmi hafa verið lærdómsríkir, skemmtilegir, erfiðir, margar lestaferðir, margar vitlausar lestaferðir, krefjandi, mikil sænska sem ég ELSKA & svo er þetta hreinlega búið að vera frábært! Ég er ekkert smá heppin að fá að vera hérna. Þakklætið felur sig ekki. Það eina sem vantar er fjölskyldan mín, sem ég sakna svo! Það erfiðasta hefur verið að vera frá þeim en þau koma bráðum og þá verður allt betra.

Skólinn er á öðru leveli professional. Ég finn það strax að ég á eftir að læra miiiikið hér. Það eru búnir að koma 7 virtir aðilar í bransanum & halda fyrirlestur. Ljósmyndarar, director of photography, assistant fyrir virta ljósmyndara, myndvinnslu maður, art director, art buyer & svo mikið fleira spennandi! Mér líður ekki eins & ég sé í skólanum. Kannski er þetta tilfinningin sem maður á að upplifa þegar maður er að læra eitthvað sem maður hefur mikinn áhuga á.

Sænskan hefur gengið mjög vel hingað til! Eftir að hafa talað við Möggu vinkonu sem býr hér þá ákvað ég daginn áður en skólinn byrjaði, að tala bara sænsku. Það hefur gengið betur en ég þorði að vona & ef það er eitthvað sem ég skil ekki þá spyr ég bara. Ég var hörð á því að ég vil ekki að fólk breyti yfir í ensku bara fyrir mig. Ég er hér í námi sem er á sænsku & þá vil ég bara henda mér í djúpu. Ég er búin að segja alls konar bull … það er búið að gerast mjög oft. Stundum þegar ég finn ekki orðið þá tala ég íslensku bara til að prófa & sjá hvort það sé sama orð haha! Þetta reddast & þetta kemur smám saman.

Fyrsta vikan byrjar með trompi! Ég þarf að skila inn tveimur verkefnum á morgun & fara í munnlegt próf. Wish me luck!

Farin að læra …

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

NÝR KAFLI

2022SVÍÞJÓÐ

Kommersiell Fotograf

Ég man svo vel eftir því þegar ég skoðaði námið þegar ég bjó í Västerås & þá hugsaði ég … vá hvað þetta nám kallar á mig. Ég hafði þá & nú litla trú á því að ég myndi nokkurn tíman komast inn án þess að hafa einu sinni prófað að sækja um. En á þessu ári ákvað ég að sækja um. Ég komst í 40 manna úrtak & við tók 2 daga teams inntökupróf. Ég flúði ein uppí bústað til að fá 100% frið en ákvað samt að taka herra Bósa með. Það var mjög fyndið, ég að reyna að blaðra á sænsku & Bósi gelti í bakgrunn. Hann var heldur ekkert að skilja sænskuna mína held ég. Í lok júní fékk ég þær fréttir að ég hafi komist inn í skólann. VÁ hvað mér brá.

Já í lok júní! Þá þurftum við að taka ákvörðun … ætlum við að flytja til Svíþjóðar eftir minna en 2 mánuði?? Sú ákvörðun var ekki auðveld en ég held að við séum að gera rétt. Ég er búin að eyða síðustu vikum í að finna húsnæði & grátbiðja um leikskólapláss. Þetta er allt saman réttri leið.

Ég sit hér ein í flugvélinni á leiðinni til Stokkhólms. Ég get ekki hætt að hugsa um það að ég verði alein í næstum 2 vikur. Engin Emilía til að hlaupa á eftir & enginn Tómas til þess að knúsa. Skólinn byrjar á mánudaginn, þess vegna varð ég að drífa mig út. Tómas þarf að klára vinnu & Emilía fær ekki leikskólapláss strax þannig hún fær að vera pabbastelpa & með ömmum & öfum aðeins lengur. Heppin hún. Hún er í góðum höndum. Skrifa ég skælandi. Ég sakna hennar strax.

Það er ekki langt í þau 🤍 ég hlakka til að fá fjölskylduna mína út & byrja nýjan kafla saman.

Yfir & út –

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

3 TIPS: SVO FLÍKIN ENDIST LENGUR

2022OUTFITSAMSTARF

ÞVO SJALDNAR
Það að þvo sjaldnar, þvo rétt og breyta því sem hægt er að breyta er góð byrjun á að breyta þvottavenjum … hér koma 3 TIPS hvernig er hægt að gefa flíkinni nýtt líf & þar af leiðandi endist hún lengur.

1. HNÖKRAVÉL
Ég á óteljandi flíkur sem eru orðnar sjúskaðar en ég get sagt ykkur það að þessi græja gefur kósýpeysunni glænýtt líf! Hún fjarlægir hnökra og um leið lengir líftíma á flíkum heimilisins.

Skoða betur hér.
Kóði: arnapetra (gildir út sunnudaginn 7. ágúst)

2. GUFU/STRAUJÁRN
Að gufuhreinsa fatnað í stað þess að alltaf að þvo. Sum efni eins og ull þarf mun sjaldnar að þrífa.
Gufa drepur bakteríur, minnkar lykt og hressir uppá flíkur. Cirrus no.3 er skemmtileg blanda af gufu og straujárni sem gerir þér kleift að gufustrauja fötin eins og þú vilt á stuttum tíma.

Skoða betur hér.
Kóði: arnapetra  (gildir út sunnudaginn 7. ágúst)

3. FATASPREY
Fata sprey er líka einfalt og fljótlegt að nota. Frískar snögglega upp á föt & minnkar rafmagn í fatnaði.

Skoða betur hér.
Kóði: arnapetra  (gildir út sunnudaginn 7. ágúst)

STEAMERY 

Ég er farin að sjá meira & meira hvað mér þykir vænt um fötin mín eftir að ég byrjaði að nota Steamery.
Ég hugsa betur um þau & þau endast lengur … win win!

Nýttu kóðann: arnapetra fyrir 15% afslátt. Kóðinn gildir út sunnudaginn 7. águst.
Verslaðu Steamery inná Verma.is – hér.

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

HUGMYNDIR AF MAT FYRIR BÖRNIN

2022

Þegar ég á ekki til afganga hér heima þá geri ég yfirleitt alltaf það sama í hádegismat fyrir mig og dóttur mína … egg & avocado eða eggjabrauð 🍳🥑 Mér fannst vanta smá fjölbreytni þannig að ég ákvað að spurja ykkur. Það er alltaf góð hugmynd að spurja ykkur …

Ég skellti inn spurningaboxi & fékk allskonar hugmyndir af hádegismat sem virkar líka alveg jafn vel sem kvöldmatur.

HUGMYNDIR:

Couscous, grænmeti & kjúklingur/fiskur

Kjúklingur, sætar kartöflur, brokkoli & rauð paprika

Pasta með pestó/rjóma/tómat & grænmeti sem er til

Soðinn fiskur, kartöflur, stappað með smjöri & soðið broccoli til hliðar + tómatsósa

Plate-inspo highlight hjá barnabitum. VÁ hvað er mikið af hugmyndum þar mæli með að fylgja 🧡 Skoðaðu betur hér.

Getum skoðað matseðla hjá leikskólum & fengið hugmyndir … virkilega sniðug þessi!

Hakk & spagetti

Falafel/grænmetisbuff/vegan naggar & sætar kartöflur

Eggjabrauð: þá hræriru egg með örlítið af mjólk (má sleppa) og dýfir brauðinu ofaní og svo á pönnu.

Stafasúpa

Grjónsiii – mynd frá veganistum <3

1944 af & til – dóttir hennar elskar það

Ristað brauð með avocado & olíu

Bananapönnukökur (banani, 2 egg, ca dl hafrar, smá kanill í blandara & svo á pönnu …

Setja jarðaber í pott með smá hunangi & gera ,,jarðaberjasósu” og skella því síðan út á grískt jógúrt

Quesadilla í samlokugrilli með t.d. skinku & osti sem hægt er að dífa ofan í sósu. Hægt að hafa með gúrku & gulrótafranskar🥒🥕

 

Alls konar EGG … ég er búin að mastera öll þessi! jebbsípepsíí.

Takk fyrir hugmyndirnar <3 svo er það bara að googla uppskriftirnar … Hildur Rut er mjög líklega með einhverjar sniðugar!

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

BESTI MASKARINN

2022MAYBELLINESAMSTARF

Maybelline heldur áfram að toppa sig … 

Þessi er sá allra besti hingað til að mínu mati … þangað til Maybelline toppar sig aftur 😄 Sky High Cosmic black er sama formúla & bleiki nema extra svartur. Sky High gerir aughárin svo fallega þétt, þykk og lööng! Ég sem er ekki einu sinni með löng augnhár & sjáiði hvað gerist?!

Ég er ein af þeim sem eyddi 5000kr í maskara í mörg ár áður en ég kynntist Sky High frá Maybelline 🙈 HALELÚJA að ég hafi kynnst þessum 🙌🏻

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

KREMJA Í KJÓSINNI

2022SUMAR

Það var alveg extra dýrmætt að fá að eyða síðustu helgi með fjölskyldunni hans Tómasar í Kjósinni fögru.

En haldiði að ég hafi ekki steingleymt að spreyja á mig flugnaspreyi. Ég veit. EKKI gott. Við getum sagt að ég hafi orðið fyrir lúsmý árás. En við skulum nú ekkert vera að gefa þessum flugum meira pláss hér. Ég ætla að reyna að njóta þess upplifa mesta kláðakast lífs míns. Mjög gaman. Mjög þakklát fyrir þessar flugur sem eru svona frábær viðbót hér inn í þennan heim.

Þessi helgi mun hins vegar seint gleymast & ég ætla að fá að leyfa myndunum að tala í þessari færslu. 

Hafiði séð eitthvað fallegra?

KUBBUR bæði fyrir yngri & eldri … við spiluðum kubb um daginn & svo aftur þegar krakkarnir voru sofnaðir.

KREMJA ❣️ vantar bara Elísabetu!

Morgunganga með morgunhönum … 🐓

Tómas klifraði upp í tré. Eðlilega.

Við kíktum í kaffi & pönnsur til löngu & langa.

Eftir helgina tókum við þá ákvörðun að þetta verði árleg sumarhefð … stóra skemmtilega fjölskylda, ég er alveg til í þetta árlega & næst man ég eftir spreyinu 🦟

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

SPURT & SVARAÐ

2022YOUTUBE

Góðan daginn <3 vonandi ertu að eiga góðan dag & rigningin ekki að bögga þig eins mikið & hún böggar mig 😄

Ég fékk sendar mjög skemmtilegar spurningar á instagram fyrir ekki svo löngu síðan sem ég svaraði í nýjasta myndbandi á YouTube. Ef þú ert ekki búin/nn að horfa 👉🏻 sæktu þér þá kaffibolla eða te eða eitthvað gúrmeee & ýttu á PLAY 🎥

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra