NOEL & KASPER

DANMÖRKNOELPERSONALYNDISLEGT

Fyrir ekki svo löngu hefði mig aldrei grunað að það væri svona geggjað að komast aftur heim til Danmerkur þar sem tveir strákar biðu mín. Ég lenti í Kaupmannahöfn þann 7 janúar þar sem Kasper og Noel tóku á móti mér og hjartað á mér án gríns pompaði niðrí maga. Mér fannst þetta svo góð tilfinning að ég á erfitt með að lýsa henni almennilega. Það er búið að vera algjör rússíbani að eignast Noel, frá því að hann kom fyrst og hvar við stöndum í dag. Ég vakna einu sinni til tvisvar á næturnar með honum til að pissa og eins og mér fannst tilhugsunin eitthvað glötuð áður fyrr þá er mér svosem slétt sama í dag. Ég hendi mér bara í Tind úlpuna sem er náttúrulega bara eins og dúnsæng og rölti niður stigan á brókinni og leyfi drengnum að pissa. Mér finnst þetta án djóks orðið skemmtilegt og gefandi og ég hlakka alltaf til að sjá hann og hitta hann í hvert skipti sem ég er á leiðinni heim. Ég hlakka til sumarsins. Ekki samt misskilja mig, þessi þriggja mánaða litli ormur er enn óþekkur og bítur og stjórnar kannski ekki alveg gleðinni ennþá, en ég finn mun á honum á hverjum degi. Fattar örlítið meira, veit aðeins meira, bítur aðeins minna, hlustar aðeins betur, skilur aðeins betur.

Ég er allavega gjörsamlega elska hann og mér finnst þetta gera eitthvað frekar fyndið og skemmtilegt fyrir sambandið mitt og Kaspers. Ég mæli hiklaust með þessu, ef einhver er í hvolpahugleiðingum. Þetta er ógeðslega erfitt, en vá hvað þetta er gaman.

Bestu strákarnir mínir –

Ég veit að manni finnst alltaf manns eigið barn fallegast, en mér finnst hann gjörsamlega fallegasti hundur í heimi.

Instagram: helgiomarsson

.. og æ já, hundurinn á líka Instagram: noelthespitz

NEW YEAR NEW SHOES

Ég er mjög aftur úr, en ég á alveg eftir að gera upp gamla árið hér inná og veit svosem ekki hvort ég eigi eftir að gera það. Jólahátíðarnar mínar voru yndislegar, og að komast heim til Seyðisfjarðar er bara svona algjört bliss. Það einhvernveginn óvart slökknaðist á mér, að öllu leyti nema vera með fjölskyldunni minni.

Ég er allavega kominn tilbaka og er búinn að sakna að vera hérna inná Trendnetinu.

Hlakka mikið til ársins 2019 og ég er bæði vongóður og jákvæður.

En talandi um titillinn, ég byrjaði árið með allskonar útsölu fjárfestingum eins og sjá má t.d í síðasta bloggi. En þegar ég kom tilbaka til Kaupmannahafnar fjárfesti ég í þessum einstaklega fallegu skóm frá Dior –

Nýtt ár, nýir skór. Skópörin eru reyndar orðin þrjú á þessu ári. En þetta eru nýjustu. Mjög ánægður.

ÚTSÖLU-TÚR Í SMÁRALIND –

Þessi færsla  er unnin í samstarfi við Smáralind
Vörur merktar * voru gjöf

Í samstarfi við Smáralind fékk ég að kíkja á útsölur sem hentaði alveg ótrúlega vel því ég elska útsölur, er í raun algjör útsöluperri. Ég semsagt tók yfir Instagrammi Smáralindar og sýndi þar allskonar. Þið getið fundið allan daginn í Highlights á Instagramminu þeirra, ásamt Elísubetar okkar og Soffíu hjá Skreytum Hús líka. Ég ákvað að fara með þeim huga að ég mundi skoða og finna eitthvað sem ég innilega fannst fallegt og geggjað og það sem ég gæti hugsað mér að kaupa á þessum útsölum. Ég var að sjoppa nýja fartölvu svo ég var ekki alveg í stöðu til þess, nema jú ég keypti mér jakka. Þetta heitir ekki útsala nema ég bæti við mig jakka. En þetta var ógeðslega gaman og búðirnar í Smáralind bjóða margar uppá alveg ógeðslega góða afslætti. Hér eru jú bara einlæg meðmæli en ég sýndi ekkert ég hefði sjálfur ekki viljað keypt mér –

Þetta byrjaði allt saman á Te & Kaffi og beyglugleðinni þar & shoutout á afgreiðslustelpuna sem var þar. Hún var yndisleg.

.. ooog uppáhalds, dirty chai latte!

Ef við byrjun í Levi’s þá er þetta það fyrsta sem ég sá og þetta var á 30% afslætti. Ég endaði með að kaupa mér hann og er alveg ógeðslega ánægður með hann.

Æðisleg dúnúlpa á útsölunni líka –

Æ Brokeback Mountain remake, nenniði að ráða mig?

Þessar buxur voru eiginlega geggjaðar og sé smá eftir þeim – en þær og bolurinn voru og ERU á útsölu –

Er ég að ýta bossakinninni út til að rassinn á mér sé extra hringlaga og fínn? Já.

The Body Shop líka með alveg mjög góða afslætti. Það er nokkuð gott hakk að það eru fullt af gjafaöskjum með vörum í sem eru ekki á afslætti. Það er líka minimum 40% afsláttur svo þetta var allt mjög grand hjá þeim.

Ég elska Le Creuset og í Líf&List voru slíkar vörur allar á 50% afslætti –

Gjöf en ekki gjald fyrir svona fallega könnu fyrir brunchinn –

Bilaðslega fallegt frá Georg Jensen á 50%!!

Jólaskraut á djók verði. Versla fyrir næsta ár? WHYYYY NOT

Næst er það Selected og þar var aaaalgjörlega almennileg útsala. Ég sé eiginlega sé geðveikt eftir að hafa ekki bara gripið þennan jakka með mér. Fáranlega fallegur rússkins jakki á 40% afslætti. Ég er líka í mjööög næs ullarrúllukragapeysu sem var á 60% –

Alveg max fallegur –

Þessir langermabolir á útsölu líka –

Ég á tvenn jakkaföt frá Selected og er alveg ógeðslega ánægður með þau. Þá sá ég þessi rauðu og fannst þau eitthvað geggjuð.

En það voru bæði jakkaföt á 40 & 60% afslætti og þau eru fyrir á trufluðu verði.

Mjög almennilegir afslættir þarna

Þennan leddara fann ég á 60% afslætti, helloo

Allar útsöluvörur í AIR á 30% afslætti og þar er helling fallegt að finna!

*** Hinn fullkomni æfingarbolur ..

*** Þessar stuttbuxur, hef aldrei séð þennan lit áður og á þessar sjálfur í svörtu. Ógeðslega flottur liturinn –

**** Ég er ekki enn að fatta að þessir voru á afslætti, alveg max of flottir ..

**Geggjaðar buxur frá Air Smáralind –

Möst fyrir mig og hárið mitt á æfingum –

**Ég fékk svo dásamlegt tækifæri frá Skechers á Íslandi að kaupa blikkskó handa systurdætur mínum en ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt þær tala um svoleiðis. Þær verða svooo glaðar, ég trúi því varla. Þeir voru á bæði geðveikt góðu verði og góðum afslætti.

*Svona blikk líka!

Ýmislegt á afsláttarborðinu hjá Dúka –

Penninn fannst mér eiginlega hitta svolítið í mark. Mjöööööög mikið af geggjuðum bókum á góðum afsláttum!

Og svo glæný bók meira segja á tilboðsverði! Ég keypti þessa, reyndar beint af Sölva en er mjööööög spenntur að lesa!!

Margt fallegt að finna í Gallerí17 líka –

Þar var allt á 40% afslætti, eins og þessi Calvin Klein Jeans peysa og buxurnar fyrir ofan.

Á neðri hæð Smáralindar er demantur að finna. En tvær riiisa stórar Zöru búðir bara með afsláttarvörum og útsöluvörum. Bókstaflega allt hægt að finna þarna á geggjuðu verði. Rakst meðal annars á þennan Sherling jakka –

Hann kostaði tæpar 8.000 kr –

Léttur og fallegur sumarjakki –

Takk fyrir mig Smáralind!! x

Instagram: helgiomarsson

AÐ EIGA HVOLP ..

DANMÖRKNOELPERSONAL

Sætt? Algjörlega. Krúttlegt? Á hverjum degi. Krefjandi? Mjög svo ..

Þetta er sirka svona. Morgnarnir byrja þegar hann fer út að pissa kl 05:30 þá er hann vaknaður og finnst lífið bilaðslega skemmtilegt. Sem það að sjálfssögðu er. Ég reyni að róa hann niður og þið vitið, kannski ná klukkutíma í viðbót og svo vill hann leika. Það er jú mjög gaman að leika, Kasper er svona bestur á morgunvöktum. Ég tek svo hádegisvaktina og svona leiðis hjóla eins og elding heim og sinna öllum hans þörfum, út að þið vitið ef það bíður mín ekki á gólfinu, leika, vera bitinn, róa niður og svo aftur í vinnuna. Hann bítur, endalaust. Hvað sem er. Plönturnar mínar, þær líta núna allar út eins og ég hafi kveikt á orf og farið að slá inní íbúðinni. Hann bítur mikið putta og hendur og buxur og tær og sokka. Hann er með mótþróa á háu stigi. Allar þær reglur sem við eigum að fylgja og FYLGJUM það tekst honum einhvernveginn að snúa yfir í eitthvað allt annað. Við elskum hann alveg fáranlega mikið og erum að leggja svo hart af okkur að aga þennan litla rassgatakrúttprins til. Við vitum að þetta kemur allt með tímanum og við erum að njóta okkur eins vel og við getum á meðan hann er svona lítill og öfga-sætur. Ég er búinn að setjast niður og skæla yfir hvað hann er erfiður og krefjandi á tímabili, en þetta er allt þess virði. Ég finn það hjá mér. Mér alveg dauðkvíður að fara í burtu frá honum yfir jól og ég sakna hans þegar ég sef.

Þessar myndir náðust af okkur í gær sem lýsir öllu þessu nokkuð vel:

Mjög sætur og friðsæll .. svo varð hann pirraður og ég set hann niður aftur ..

Það fyrsta sem hann gerir þegar ég set hann niður er að taka einn stóran tjúnk af plöntunni minni sem er þarna fyrir aftan sem ég ætla mér þá að sækja í kjaftinn á honum nema hvað að elsku litli drengurinn minn rekur tennurnar eins fast og hann getur í holdið á mér og neitar að sleppa. Svo þetta er alveg 140% ekki uppsett.

Þetta fer allt á réttann farveg áður en við vitum af!

PS: Einnig tekur hann upp allan minn tíma – ég á að vera löngu búinn að blogga alveg eins og vindurinn. Sorry, ég verð duglegri!

Peysan er frá 66°Norður

NÝR FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR –

DANMÖRKNOELYNDISLEGT

Ég kynni með stolti, litla sæta snjóboltann minn, Noel Helgason Kramer. 

Noel er japanskur spitz hvolpur sem við Kasper fengum okkur fyrir rúmlega viku síðan. Við Kasper erum báðir miklir hundamenn og höfum alltaf talað um það að eiga búgarð með 12 hundum og vinna við að knúsa þá allan daginn. Þegar við keyptum íbúðina okkar þá vissum við að þetta væri tækifæri til að eignast hund enda er íbúðin okkar “ejer” íbúð sem þýðir að hún er öll okkar, en “andel” þýðir eitthvað annað, þar sem við eignumst bara hlut í henni eða eitthvað. Æ þið vitið, hvað veit ég um svona mál. Eftir að við fluttum þá fór ég strax að horfa á eftir hvolpum og var svosem búinn að spá í þessu sem svona árs verkefni. NEEEEMA HVAÐ! Ég bæði fann hvolpa og hunda sem ég gat ættleitt af götunni í Grikklandi, en það var aðeins meira en ég gat tekið að mér akkúrat núna, þeir sem ég vildi taka að mér voru með mikil andleg vandamál sem ég hefði þurft að taka mér frí til að sinna og íbúðin mín kannski er ekki nógu stór fyrir slíkan hund. ALLAVEGA!

Ég hef átt Chihuahua hunda sem ég elska meira en allt en ég var alveg tilbúinn að prófa örlítið stærri tegund. Ég elska hvíta hunda, ég veit ekki afhverju. Finnst þeir eitthvað svo stórkostlegir. Ég semsagt rekst á þessa tegund, Japanese Spitz. Stærðin var fullkomin, snjóhvítir, fallegir og ótrúlega góðir íbúðarhundar. Ching ching! Þarna er hundurinn minn –

Svo fer ég eitthvað að skoða status á tegundinni hér í Kaupmannahöfn, þegar ég fæ Facebook skilaboð frá stelpu sem heitir Astrid, sem segir mér að það eru hvolpar bráðlega tilbúnir að flytja út og hér í Kaupmannahöfn! Ég varð ekkert smá hissa. Þarna voru hvolpar, í Kaupmannahöfn (allir aðrir hvolpar voru lengst útá landi) .. ég var nokkuð vissum að örlögin voru að leika við mig!

Við fórum og heimsóttum hvolpana, og þessi litli prins tók á móti okkur ásamt fjórum systkinum sínum:

Hann valdi okkur gjörsamlega, hann var sá eini sem stóð upp og sá eini sem vildi hoppa upp til okkar um leið og við settum hann niður. Þetta var þá greinilega bara ákveðið!

Þessar myndir voru teknar um helgina þegar við tókum hann út að skoða heiminn í fyrsta skipti. Hann var búinn að vera í bakgarðinum hjá okkur að hlaupa og dýfa sér ofan í plöntur.

Þetta ferli er búið að vera SVOOOO krefjandi, meira krefjandi en mig hefði grunað! Ég er meira segja búinn að fara skæla í öllu þessu prósessi. Við vöknum með hann á hverri nóttu, hann pissar EEEEEEENDAAAALAUST og kann öll trickin til að gera okkur lúmskt gráhærða. Þetta er þó þess virði og við elskum hann rosalega mikið.

Elsku drengurinn minn –

Mér finnst hann svo sætur og ég gæti mögulega bilast. Það svo fyndið að kúra með honum, því hann er alveg nokkrum númerum of cute.

Hann sko ELSKAR Kasper, örugglega því Kasper er örlítið harðari en ég. Ég er of mjúkur fyrir hann. Hann ber svona aðeins meiri virðingu fyrir honum og hlustar aðeins meira á hann.

Svo gaman að vera til!

TVEIR NÝIR LITIR Á TINDUR ÚLPUNNI –

66°NorðurÍSLANDMEN'S STYLESTYLE

Tindur lenti í tveimur nýjum litum þann fyrsta desember. Ég og maðurinn minn eigum saman tvær Tindur úlpur sem voru keyptar í fyrra. Rauðappelsínugula og svarta, mig grunaði í raun aldrei að ég mundi þurfa aðra eða mundi fara íhug að fjárfesta í annarri. Ég er ÞÓ .. aðeins að hugsa um þessa tvo nýju liti. Fjólublá og græn og svo seinna kemur möttsvört, sem ég hef ekki enn séð. Er þó mjög spenntur að sjá –

Annars elska ég líka nýju myndirnar og castið.

Hvora mundu þið fá ykkur?

Let me knooow –

Instagram: helgiomarsson

ÓSKALISTINN: BEOPLAY A9

I WANT

Þessi færsla inniheldur linka – 

Eftir að við fluttum er ég kominn með sér stað sem ég er sérstaklega búinn að frátaka fyrir örugglega það eina sem er á óskalistanum mínum. Íbúðin er meira og minna ready og eins og staðan er núna þá er ég aðeins meira auga á þessum A9 hátalara frá BEOPLAY. Mér finnst hann gera svo mikið fyrir heimili og hönnunin er svo fáguð og flott. Þessir hátalar eru óalgeng sjón hér í Kaupmannahöfn og ég fæ alltaf þessa tilfinningu “ddddjöfull væri ég til í að eiga svona” – svo síðasta mánudag opnaði ég sparnaðarreikning og er formlega byrjaður að spara. Ég get alveg rólegur sagt að það er fátt sem mig vantar eða langar í. Er mjög nægjusamur, en þegar mig langar í eitthvað svona innilega, þá spara ég fyrir því og læt það gerast. Þessi hátari finnst mér bara svo flottur að ég gæti sleikt hann þegar ég sé hann í búðinni.

Þegar að því kemur yrði eflaust mesti hausverkurinn að velja lit. Ég frekar svartur svona vanalega en svo er stofan mín grá og hvít. En við tökum það þegar að því kemur –

og svo einn jóla í lokin.

Ég held að það sé hægt að skipta á klæðum á frontinu. Hversu bilað fyrir jólin. Stefni á að vera kominn með hann í hús fyrir næstu jól –

Allar vörur frá BEOPLAY fást allar í Ormsson og ég persónulega get ekki mælt meira með þeim. Á heyrnatól frá þeim og hljómurinn er engum líkur.

Instagram: helgiomarsson

VANMETIÐ OFUR DEKUR FYRIR ALLA –

Þessi færsla er í samstarfi með The Body Shop

Ég er meira og minna labbandi þessa dagana þar sem ég er að scouta módel í jólatraffíkinni en ég slumpaði sirka hversu mikið ég er að labba á Google Maps og það er á milli 10 – 15 km á dag. Einnig reyni ég sem reglu alltaf að hlaupa eftir æfingar. Það er alveg slatti og ég er jú frískur semi ungur kauði. Ég verð samt alveg smá þreyttur í fótunum, smá ókei, mjög. Ég held það sé alveg eðlilegt. Svo í síðustu viku var ég búinn að steingleyma að ég var með svo geggjað hack í skúffunni sem ég prrrrófaði og það er það sem ég er að sýna ykkur núna þar sem ég er orðinn aaaaaabsolút vittlaus í þetta og þetta er orðið lúmskt partur af rútínunni minni.

Það er nefnilega eitt, að fætur, er ansi vanmetið dekur. En djöfull er það geggjað –

Til að byrja með þá var þessi vara sem ég notaði fyrst og hef notað reglulega síðan. Ég tók þessar myndir í síðustu viku og þessi dós er tölvert meira notuð núna, þetta er svo næs.

Þessi er núna inní sturtunni er kominn með ágætis pláss þar. Þarna var ég að prófa hann í fyrsta skipti og hef notað hann helling síðan. Ég er maður sem ELSKAR sturtur, því meira gúmelaði í sturtu því betra.

Skrúbburinn verður svona smá svona froðukenndur við notkun og hann er ekki eins grófur og ég bjóst við. Hann er miklu mýkri en ég bjóst við sem er mikill plús fyrir kíttlinn mann eins og mig.

Ég veit ekki hvort ég sé geri þetta rétt. En ég gerði skrúbb – lotion og svo spreyið. Mjög gott combó.

Svoleiðis aldrei verið meira grand og geggjaður á fótunum og hana nú!

Meira fótanudd fólk. Ekki bara haus og axlir og bak.

Það er æði – 

Instagram: helgiomarsson

BLACK FRIDAY MEÐ DANIEL WELLINGTON

ACCESSORIESSAMSTARF

Þessi færsla er í samstarfi með Daniel Wellington 

Hæ vinir!

Ég er allur að koma aftur en ég er að jöggla aðeins of mörgum boltum þessa dagana en á sama tíma að skipuleggja mig eins og enginn sé morgundagurinn. Ég datt í samstarf með sænska úr framleiðandanum Daniel Wellington í kringum Black Friday þar sem verið er að bjóða uppá hinu ýmsu tilboð og alveg ótrúlega mörg úr með 50% afslætti.

Með afsláttakóðanum mínum: HELGI – er hægt að spara enn meira.

Ef einhver þarna úti hefur íhugað að fjárfesta í svona fínum úrum þá væri tilvalið að gera það í kringum núna – getið fundið link HÉR

Njótið vel og eigið góðan!

xx

Instagram: helgiomarsson

HELGASPJALLIÐ SNÝR AFTUR!

HELGASPJALLIÐ

JÆÆÆÆJA! Helgaspjallið er að fara aftur í loftið eftir þó nokkra pásu, tökurnar eru byrjaðar og allt sem þarf er þannig séð komið. Ég alveg hreinskilnislega fatta ekki ennþá hvað viðtökurnar voru góðar og finnst hálf erfitt að trúa því. Ég er þó með báða fæturna á jörðinni og tilbúinn að leggja enn meira í þetta ágæta podcast. Mér líður eins og ég sé að gera eitthvað sem ég innilega brenn fyrir. Að svala forvitni minni og að fá að hlusta á geggjaða viðmælendur hjálpa mér verða betri en ég var í gær og  fá fullt af innblæstri í lífið mitt. Vonandi er þetta eitthvað sem hlustendur mínir upplifa líka í kringum podcastið líka –

En Helgaspjallið byrjar aftur þann 1. desember – í besta mánuði í heiminum! 

Hlakka til!

Instagram: helgiomarsson