Helgi Ómars

BALI FYRIR SÁLINA –

PERSONALTHOUGHTSTRAVELYNDISLEGT

Ég er núna búinn að vera í tíu daga á Bali og á tólf daga á eftir. Þessir tíu dagar hafa verið svolítið mediteraðir, semsagt að við erum ekki búnir að vera á neinum túrum, eða fara langar keyrslur að sjá eitthvað eða neitt svoleiðis. Þessir dagar hafa verið alveg ótrúlega lærdómsríkir og svona fullur af allskonar sem ég hef getað nýtt mér til góðs. Við búum í þorpi inní Ubud sem heitir Penistanan, og ég fattaði það í rauninni fyrir stuttu, ég hélt þetta væri bara Ubud og það er hér sem töfrarnir gerast. Inní alveg ótrúlega þröngum stígum fullt með musterum, litlum yoga stúdíóum og hugleiðslu gúruum. Þorpið er mjög þétt og hér búa fjölskyldurnar kynslóð eftir kynslóð.

Það er bara svo fyndið að óvart mjakast útúr vananum sínum sem maður þekkir, berjast við sykur, fósturstellingar útaf kvíða, berjast við lúxus vandamálin, berja mig niður útaf smáhlutum, og eiga ekki pening fyrir Prada töskunni og ég gæti haldið áfram. Án þess að hafa tekið ákvörðun um það er allt þetta sem ég þekki heima í Kaupmannahöfn flogið útum gluggann og hausinn á mér er tómur en samt svo miklu fyllri en áður, ef það meikar sense. Við erum búnir að hitta svo magnað fólk og hlusta á svo margar sögur. Ég veit eins og þetta hljómar eins og feitasta Bali klisja sem þið hafið heyrt, en svona er þetta. Ég hef alltaf sagt það. Við erum heppnir með húsið sem við erum í og fólkið á bakvið það og fá að vera í þessu þorpi. Núna þarf ég að leggja mig allan fram til að halda fast í þessar tilfinningar og þessa sálarplöntu sem er að vaxa innra með og taka þetta með mér til Köben aftur.

Sorry klisjuna, en þær eru klisjur af ástæðu guys!

Nóg að gera hér: @helgiomarsson á Instagram

HOW TO: EKKI FLAGNA & HALDA TANI

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi við The Body Shop 

Ég man ekki alveg hvenær það var, en mér finnst mjög líklegt að það hafi verið eftir síðastu ferðina til Tælands þar sem ég var að bitcha yfir því að ég finn fyrir góðu tani og svo flagnar þetta allt af mér og ég enda eins og dalmatíuhundur. Þá var einhver, sem ég get heldur ekki munað hver sagði við mig – “Skrúbbaru ekki á þér líkamann þegar þú ert að ferðast????” pínu eins og ég hafi veri spurður hvort ég tannbursti mig ekki á hverjum morgni. Það átti víst að vera galdurinn við að halda tani og minnka flagn. Skrúbba þessar dauðu húðflögur af líkamanum og endurnýja þetta allt saman. Sem meikar sense nú þegar ég hugsa það. Að tana ofan á dauða húð flixur er auðvitað bara waste of tan & time. Svo ég er búinn að vera skrúbba eins og enginn sé morgundagurinn á hverju kvöldi. Ja, eða síðustu þrjá daga því það var eitthvað lítið af tani hérna fyrst. Var of upptekinn að vera barn á stökkpalli.

Ég er með Mediterranean Sea Salt Scrub frá The Body Shop og fær hann top einkunn. Saltið er þykkt og djúsi og maður endar silkismooth og mjúkur eftir skrúblætin.

Ég er svo ógeðslega til í að verða brúnn til jóla, BRRRRING IT ON.

Eyðinleggur ekki að dósin er geggjuð. Mun nýta hana sem nammiskál þegar skrúbburinn er búinn.

Skrúbbdiddy skrúbb, skrúbbdí skrúbbdí, skrúbbdí púp.

Btw munduði segja að sturtan mín er geggjuð? Ég líka nefnilega ..

Mæli með þessum – munið að skrúbba!

FYRSTU DAGARNIR Á BALI –

PERSONALTRAVELYNDISLEGT

Fjandinn hafi það. Bali er svo næs.

Við lentum seint að kvöldi rúmlega 23:00 og þar beið okkur pick up sem keyrði okkur í villuna sem við leigðum okkur í þrjár nætur. Hún var algjör draumur en hún var aðeins í burtu en við vorum með bílstjóra sem gat hent okkur á einn stað í downtown Ubud. Við höfðum hvorugir farið í naflann á Ubud, eða já semsagt miðbæinn og ég fékk smá svona “vó” – Ubud er líka túristastaður. Það var mikið af fólki og mikið af búðum og mörkuðum, sem var auðvitað gaman að heimsækja. Við höfðum bara aldrei séð Ubud svona. Þegar við ferðumst reynum við sem mest að vera eins autentískir og við getum. Við vorum sem betur fer með annan stað og svæði Ubud sem er gjörsamlega stórkostlegt sem við eigum eftir að fara í seinna í ferðinni.

Þessi staður var þó geggjaður, við gátum baðað okkur og sofið þar sem apar héngu/hengu/hengdu/wtf/ í trjánum og vorum með alveg ídíal jungle view, ef ég má sletta, fyrir utan.

Stór sundlaug, stökkpallur, þetta var mikill unaður. Það sem tekur við næst er svæði sem við þekkjum, þar sem við fengum að kynnast Ubud á mjög hráan og yndislegan hátt. Meira um það síðar –

Sundlaugin á svæðinu var gínormus og kom mér mjög á óvart. Hún var ekki einka en við meira en minna áttum hana útaf fyrir okkur á meðan við vorum á svæðinu. Algjör lúxus.

Þegar ég sá stökkpallinn froðufelldi ég næstum því. Ég tók ansi margar umferðir og Kasper tók núll.

Þetta var semsagt skrúfa. Hef átt betri lendingar.

Lítur allt út eins og hann hafi hoppað, hann gerði það ekki.

Sól og hrukkur.

Mesta beib lífs míns.

Endurtek.

Það er nóg að gera á Instagramminu í story – stökkvið þangað: @helgiomarsson

MÁLNINGIN KEYPT & KOMIN –

DANMÖRKHOMEINTERIORPERSONAL

Núverandi status er ágætur. Við erum hægt og rólega byrjaðir að pakka ofan í kassa. Pakka ofan í töskur fyrir Bali og gera allt klapp og klárt fyrir allt saman. Þegar við komum heim frá Bali fáum við lyklana afhenta og getum byrjað að flytja af alvöru. Við ætlum að byrja á því að mála allt hvítt hvítt hvítt, loftin og allt svoleiðis til að hreinsa íbúðina. Svo eru nokkrir veggir sem við komum til með að mála með litum. Þessir litir hafa verið ákveðnir og keyptir. Við erum búnir að fara fram og tilbaka og eins og ég hef áður sagt að við Kasper erum alveg hrikalegir að taka ákvarðanir, enda tveir tvíburar.

Ég er ánægður með valið akkúrat núna. Við skulum sjá til hvernig þetta verður þegar þetta er komið á samt. Hlutirnir þurfa svolítið að gerast ekki seinna en strax hjá mínum manni og það er nokkuð ríkjandi. Ég ætla samt að sýna ykkur hvað varð fyrir valinu ..

Þarna má sjá Cornforth White –

ooog Railings –

Railings er semsagt hugsaður fyrir svefnherbergið. Við ætlum að meta það á staðnum hversu margir veggir verða málaðir en það er allt frekar opið ennþá –

Þetta er þó ekki minn ideal stíll, en mér finnst hugmyndin um dökkt herbergi mjög heillandi.

Svo er það Cornforth White sem er hugsaður inní stofuna ..

Sjáum til hvernig lukkast!

Sjáuuuuumst –

Instagram: helgiomarsson

HÚÐRÚTÍNAN ÞESSA DAGANA –

SAMSTARFSNYRTIVÖRURÚTLIT

Þessi færsla er í samstarfi með The Body Shop

Ég er ekki eins mikill húðperri og ég gæti verið. Aðeins meiri en ég var áður. Ég fór niðrí The Body Shop í Kringlunni og þar var gríðarlega mikið úrval af vörum að ég varð næstum hringtossaður. Ég varð einnig forvitinn og verslunarstjórinn sem tók á móti mér var svo bilaðslega frábær og mér leið ekkert eins og ég væri að spurja of mikið, hún fær alveg hjúts hrós frá mér þar. Það sem mig langaði helst að forvitnast um það var toner, hvað er toner, hvernig nota ég toner, allt þetta. Ástæðan er sú að ég er alltaf að átta mig af mikilvægi tóners og hvað hann gerir gott fyrir húðina, svo hún leiddi mig eins og lítið barn í gegnum þetta og ég get óhræddur sagt að ég er LOKSINS búinn að ná þessu. Ég er semsagt búinn að vera með þessa sömu rútínu í nokkrar vikur núna og mér finnst húðin mín mjög heilbrigð og svona clean. Er allavega gríðarlega ánægður með þessa nýju rútínu.

Kittið í allri sinni dýrð –

FYRSTA, GRÍÐARLEGA MIKILVÆGT:

Þrífa húðina með heitu vatni, ég geri það með bómul því þá get ég haft það sjóðandi án þess að bræða af mér húðina. Get ekki hugsað mér að skvetta sjóðandi heitu vatni saman í mig, en setja það á smá bómul og strjúka, voða gott.

Andlitssápan sem er mjög þæginleg, eins og má sjá, með Brasilísku Guarana sem finnst í regnskóginum sem á að gera undur fyrir húðina samkvæmt rannsóknum mínum á Google og kaffi frá Eþíópíu.

Skrúbb skrúbb, ég er með svona mega þæginlegan bursta sem er líka frá The Body Shop. Bilaðslega mjúkur.

Hér er tónerinn! Aloe vera valdi ég, Aloe vera er vinur mannsins og getur ekki klikkað. Tónerinn lokar fyrir húðina og hefur extra hreinsun.

Strjúka honum inn alveg hreint inní húðina, gefur svona kick.

ooooog svo þetta rakakrem sem fær top einkunn hjá mér.

Go crazy með kremið á andlitið ..

OOOG ..

VOILA!

Þetta kombó mæli ég með,  hefur reynst mér vel og maður er að fá drullu góðar vörur fyrir gott verð.

Instagram: helgiomarsson

UPPÁHALDS MÓDELIÐ SEM ÉG HEF SCOUTAÐ –

DANMÖRKMODELSWORK

Ég scoutað þó nokkur módel í gegnum þessi rúmlega ár sem ég hef verið aktívur og þykir mér mjög vænt um langflest þeirra og hef mjög gaman að því að pikka einhvern upp frá götunni, eða verslunarmiðstöð, hvar sem er og svo fylgjast með þeim þéna fullt af krónum og upplifa hin ótrúlegustu verkefni á hinum ótrúlegustu stöðum.

Það kemur alltaf skýrara og skýrara í ljós að mitt uppáhalds módel sem ég hef scoutað er Mihn Cho, sem er hálf danskur og hálf kóreskur. Við erum ekkert að tala um eitthvað brútal “hann er betri en hinir” eða neitt svoleiðis. Veit varla afhverju hann er uppáhalds, en sorrrry, hann er það.

Ég fann þennan strák í Nike búðinni í Kaupmannahöfn. Tveimur vikum eftir að ég scoutaði hann var hann bókaður í Nike herferð, síðan þá hefur hann bókað fleiri Nike herferðir, ásamt hinum ýmsu verkefnum bæði útí heimi og hér í Danmörku –

Mér finnst hann er svona geggjaður, einstaklega heppinn með gen og mér finnst hann lúmskt eins og hann hafi verið skúlptúreraður. Svo er hann einlægur, frábær og aftur frábær.

Kæru vinir, ég færi ykkur:
Mihn Cho 

 

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

BESTA SJAMPÓIÐ FYRIR STRÁKANA –

HAIRSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi við Bpro

Það eru allskonar skelli spurningar sem poppa í hausinn þegar þú ert 27 ára karlmaður. Mun ég missa hárið? Mun ég fá hár á bakið? Mun nefið á mér stækka? EYRUN LÍKA? ÞIÐ VITIÐ. Allt þetta sem við höfum séð í kringum okkur í gegnum tíðina. Áður fyrr hef ég allavega alltaf hugsað að ég þarf ekki að hafa áhyggjur því tæknin mun finna öll þau svör sem ég þarf. Sama má segja með húðflúr, á ekki að vera löngu komið eitthvað krem?

Ég er reyndar mjög heppinn (SJÖNÍUÞRETTÁN) að vera enn með öll hárin mín á hausnum og ekki enn komið neitt á bakið ennþá nema eitt sem poppar upp í hvert skipti sem er fullt tungl. Mér finnst allavega alls ekki of snemmt að fara fyrirbyggja og pæla og spá í hvernig ég get haldið hárinu mínu þykku og fallegu eins vel og ég get. Þar kemur Label:M eða Label:Men sterkt inn. Herralínan þeirra hefur nefnilega mínar vangaveltur að sínu leiðarljósi. Heilbrigt og þykkt hár hjá okkur strákunum eins lengi og hægt er, og hlakka ég til að sýna ykkur fleiri vörur af þessu tagi því þær eru nefnilega nokkrar til hjálpa við þetta allt saman. Ég er einn af þeim sem er bara drullu pirrandi hársvörð og þetta sjampó er hannað til að þykkja, vinna að hártapi & róa og balansera hársvörð. Ég hef notað þetta sjampó síðan í lok ágúst, svo ég held að mér sé óhætt að gefa því 5 stjörnur af fimm eftir notkunina. Það hefur meðal annars unnið til verðlauna sem besta sjampóið hjá GQ og þeim treysti ég ágætlega.

Fæst á ÞESSUM SÖLUSTÖÐUM – 

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

Á NÝJA ÍBÚÐIN AÐ VERA DÖKK?

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Núna er allt komið á hreint varðandi íbúðina og lögfræðingurinn okkar gaf grænt ljós í gær. Íbúðin er formlega okkar. Það sem tekur við núna er allskonar æsingur, ganga frá núverandi, pakka, henda, gefa, selja, sparsla og hið mikilvæga: mála. Ég er á því máli að ég held að mig langi að íbúðin mín verði nökkuð dökk. Ég þarf að sjálfssögðu að fara manninn minn með á þessu máli og hann er einn þrjóskur fjandi. Flestir tala um að það “minnki rými” og ég eiginlega ætla ekki að kaupa það. Svartur klæðnaður á að grenna mann. Urban myth vinir. Mér persónulega líður eins og allir litir og lýsing nýtur sín tíu sinnum betur með dökkum veggjum og ég er svolítið að hallast að þessu. Ég er meira segja að verða meira og meira vissum að hreinlega detta í svartann lit. Ég eyddi morguninum mínum í að skoða þessi mál og ég tók nokkrar myndir saman.

Þið megið endilega deila með mér ef þið hafið einhverjar skoðanir á þessu eða hafið góða eða slæma reynslu.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars 

SUNNUDAGS HEIMSÓKN Í ÍBÚÐINA MEÐ MÖ&PA

DANMÖRKHOMEÍSLANDPERSONAL

Mamma og pabbi komu í heimsókn um helgina, mér til mikillar hamingju. Það að vera fjölskyldukær og með króníska móðursýki þá gladdi mig svo mikið að fá þau, og þá sérstaklega þar sem ég var að sjoppa íbúð. Fasteignasalinn okkar var einnig svo góður að taka sér tíma í gær og leyfa okkur að fara aftur inn og sjá íbúðina og þá sérstaklega sýna mömmu og pabba. Mér fannst eitthvað mikilvægt að fá svona “approval” frá mömmu og pabba. Þau voru að sjálfssögðu búin að sjá myndir og myndir sem ég tók sjálfur og þeim leist alveg ótrúlega vel á hana í fyrstu, en þið vitið. Að fá þau inn og segja mér hvað mætti mála og gera og hvað væri sniðugt hefuru alltaf verið mín ideal hugmynd um hvað það er að kaupa íbúð. Helst mundi ég vilja fljúga þau inn til að hjálpa mér að mála og flytja.

Ég verð þó að segja að ég varð eiginlega skotnari í íbúðinni í annað skiptið og er eiginlega juðandi spenntur akkúrat núna. 1 nóvember má koma fljótt!

Hér er svo baðherbergið, það sást ekki í fyrra pósti. En þetta er ný uppgert og lítur alveg bilaðslega vel út. Mig langar að gera smá breytingar en annars er það eiginlega alveg stein solid.

Mamma og pabbi að spjalla við fasteignasalann og Kasper að mynda hvern krók og kima. Segir maður það ekki annars? Jæja. Hann var að mynda allt allavega.

Gólfin eru alveg eldgömul og stútfull af sál og sögu. Alveg eins og ég vil hafa það!

Glugginn í svefnherberginu. Ég verð að segja að ég gjörsamlega elska þessa gluggakistu og langar helst bara að fylla hana púðum og chilla þar öllum stundum. Það er reyndar pínu bitter sweet að þetta verður þó rifið niður og tekið í burtu. Það kemur nefnilega hurð og heljarinnar svalir þarna út.

.. og svo tveir sáttur kaupendur.

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

ÉG KEYPTI ÍBÚÐ!

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Það fór ekki meiri tíma í þetta en þetta vinir. Eftir að við ákváðum að hætta við íbúðina í Frederiksberg þá var ég alveg tilbúinn að slappa af og gera íbúðarleit að svona þriggja til sex mánaðar missioni. Sjá hvaða íbúðir kæmu inn og svo framvegis. Það entist ekki eins lengi og ég hélt en við duttum inná íbúð sem við höfðum séð áður en hún var aðeins yfir budgetti og var aðeins í minni kantinum. Ég vildi fara í allavega 70 fermetra en það var þó áður en ég fattaði að einn fermetir kostar marga marga peninga svona miðsvæðis í Kaupmannahöfn.

Við allavega fundum íbúðina! Hún er á besta mögulega stað í Kaupmannahöfn, ég gæti ekki hugsað mér betri stað að búa á. Hún er alveg við Kødbyen, hún er á Vesterbro, rétt hjá bestu stöðunum að sóla sig, rétt hjá bestu veitingastöðum borgarinnar og ég gæti í raun haldið endalaust áfram. Mér finnst mjög súrríalískt að vera flytja á þetta svæði. Íbúðin er ekki nema rétt rúmlega 60 fermetrar en það mun bætast við svalir sem eru inní verðinu sem við borgum. Baðherbergið og eldhúsið er ný uppgert svo íbúðin er svo gott sem tilbúin að flytja inní, sem er algjör lúxus. Við ætlum bara að mála og gera allt fínt og þá erum við góðir í bili held ég. Ég er svo spenntur. Vanalega er ég ekkert það mikill staðsetningaperri, en þegar svona dettur uppí hendurnar á manni þá er varla hægt að segja nei.

Ég er með smá teaser myndir handa ykkur, en mig langar fyrst að fá hana afhenta áður en ég fer í öll details og sýni hana í heild sinni.

Byrjum á útlitinu á byggingunni sjálfri, það er þessi svarta hægra megin.

Eins Kaupmannahafnalegur inngangur og hann mögulega gerist –

Ég lofaði sjálfum mér að þegar ég mundi fjárfesta í íbúð í Kaupamannahöfn þá yrði að vera svona í loftinu.

Sem ég fékk aldeilis! En þetta er stofan – plís horfið framhjá hrikalegum húsgögnum. Við ætlum frekar mikið að pimpa þessa stofu enda fullt af möguleikum!

Eldhúsið! Sem ég er mjög skotinn í – ég mun taka þessa plötu af og skipta henni út. Og taka borðið og stólana og henda þeim í ruslið. En í bili þá er það ásættanlegt.

JÆJA, TIL HAMINGJU ÉG OG KÆRÓ! Við fáum hana afhenta þann 1 nóvember. Svo við komum heim frá Bali í glænýtt allskonar!