fbpx

LÍFIÐ & BREYTINGAR

PERSONAL

Halló vinir!

Ég var að staðfesta mjög spennandi breytingar með vinnunni minni, en ég fundaði með yfirmanninum mínum varðandi svona framtíðina hjá fyrirtækinu. Mér hefur verið boðið allskonar í gegnum tíðina, hvort svo sem það sé að vinna í höfuðstöðvunum í París eða verða sjálfur agent. Það hefur margt verið í boði, en ég finn það svo sterkt í hjartanu að mig langar ekki að gera neitt nema vera glaður. Ef þú hefðir sagt Helga fyrir 10 árum að hann mundi neita því sem ég hef neitað þá hefði ég aldrei trúað því, ekki í eina sekúndu. En ég finn bara hvað mig langar að geta verið nær fjölskyldunni, átt hund og bara eiga nóg af plássi til að rækta allt sem mig langar að rækta. Frami fyrir mér er ekki lengur eitthvað sem ég elti, heldur bara lífsgæði og mér finnst ég eiga svo meira en nóg af lífsgæðum.

Við tókum semsagt ákvörðun um að ég mundi fara vinna 50% í staðinn fyrir 100% og þá vinn ég eina viku og vinn svo að mínum eigin verkefnum aðra vikuna. Mér finnst þetta skrýtin en samt svo spennandi þróun. Ég er búinn að vera í gjörsamlega kleinu bara svona andlega, sem ég hef ekki verið í lengi. Sem er samt bara eðlilegt, en alveg ótrúlega spennandi og það besta við þetta allt saman að ég get komið meira heim til Íslands.

Þegar öllu er á botni hvolft eða hvolfi bolt, þá er ég bara bilaðslega spenntur. Ég hlakka til að sjá hvað þessar breytingar eiga eftir að kenna mér og gefa mér OOOOG taka af mér. Það er allskonar, lífið er allskonar.

Heyrumst!

Peysa: COS
Buxur: Nike
Skór: Valentino

@helgiomarsson 

NÝJASTA SAMSTARF 66NORÐUR MEÐ:

Þessi færsla er í samstarfi með 66°Norður

KORMÁKI OG SKILDI! 

Heimurinn hjálpi mér ef ég beygði þetta rétt. Ég gúgglaði og þetta ætti að vera rétt hjá mér. Ef ekki sssooorry! En sem mikill 66 unnandi og einn af forvitnustu dýrum arkandi um þessa jörð þá fannst mér mjög gaman að sjá þetta samstarf. En það er í dag, 10. október sem samstarfið verður kynnt í verslun 66°Norður á Laugarvegi. Þetta er semsagt ný útfærsla af vinsæla jakkanum þeirra Öxi, sem er tileinkaður íslenskum hestamönnum og er verður jakkinn partur af reiðfatalínu Kormáks og Skjaldar og verður í sölu í þeirra búðum líka.

Í dag frá 17:00 og 19:00 verður jakkinn til sýnis og sölu fyrir áhuga sama! 

        

Eins og sjá má er flottur innblástur frá einkennandi flíkum Kormáks & Skjaldar notað sem print á jökkunum –

Moi á Instagram

NOEL EINS ÁRS –

DANMÖRKPERSONAL

Jæja, elsku hjartans krútt prinsinn minn Noel varð eins árs síðasta föstudag og ég GAT EKKI EKKI FAGNAÐ! Ég vaknaði og byrjaði strax að juðast eitthvað í honum og segja að hann sé afmælisdrengur og til hamingju með afmælið og þið vitið öll þessi læti, og ég sver að þessi hundarass fann það á sér að það væri verið að fagna honum. Ég reyni þó að fagna honum á hverjum degi því ég dýrka hann alveg nokkrum númerum of mikið en þetta var eitthvað svo gaman. Brosti upp að eyrum og var bara ofurkrúttið sem hann er. En við erum mjög góðir vinir þeirra sem eiga Shia, sem er systir Nóels, og við ákváðum að fagna saman afmælinu hans saman.

Afmælismuffins fyrir hundarassgötin – Freja galdraði þessar fram!

.. og þeim fannst þetta jú geggjað.

Tvær ofur dúllur – og Noel kann ekki að stjórna sér þegar kemur að mat. Hann er aaaalgjör ryksuga –

Svo var að sjálfssögðu kaka fyrir fullorðna liðið, ég nýti öll tækifæri til að kaupa köku. En keypti þessa hjá BakeMyDay hér í Kaupmannahöfn. Franska súkkulaðikakan með smjörkreminu er náttúrulega bara djók góð –

Bestu fallegu gull –

.. og svo fjöllan saman líka <3

Hlakka til að eyða fleiri árum með þessum demant. Fattið ekki hvað hann er mikil dásemd.

Moi á Instagram – 

GLÆSILEG ÍBÚÐ – FYRIR & EFTIR HJÁ ARNARI FREY

Markaðsmúngúllinn og handboltamaðurinn Arnar Freyr Ársælsson keypti í fyrra íbúð í Garðabænum þar sem hann býr með kærustu sinni Nadíu Atladóttir. En þau tóku íbúðina í gegn frá toppi til táar með og gerðu það svo fáranleg vel. Ég kom í heimsókn síðustu jól og þá voru framkvæmdir komnar vel afstað og eins og alltaf, varð ég geðveikt forvitinn og spurði endalaust um hvernig eitt og annað ætti að vera og fannst mér hrikalega skemmtilegt að fylgjast með. Svo síðast þegar ég var á Íslandi átti ég erindi heima hjá þeim og við tókum myndir af íbúðinni þeirra til að deila. Íbúðin er vægast sagt glæsileg og óþekkjanleg frá fyrir myndunum. Það kom líka ótrúlega á óvart hvernig hægt er að umbreyta íbúð með málningu, útfærslu af góðum hugmyndum og einbeita sér að smá atriðum. Ég henti nokkrum spurningum á Arnar –

Hvenær keyptiru íbúðina?
Við fengum afhent rétt fyrir sumarið 2018.

Varstu strax með hugmyndir um hvernig þú vildir hafa íbúðina?
Já og nei. Við vissum að við vildum hafa dökkar innréttingar, dökka skápa og dökkar hurðar. Svo ætluðum við alls ekki að hafa hvíta veggi heldur meira út í grátt. Og svo þegar við byrjum á einum hlut þá koma fljótt hugmyndir um aðra hluti og hvernig maður vill hafa þá en þetta var svona overall pælingin.

Hver voru svona fyrstu skref?
Fyrstu skrefin voru bara að þrífa vel, rífa allt baðherbergið niður og svo var hægt að fara undirbúa málningarvinnuna og mála allt hátt og loft.

Hvað tóku framkvæmdirnar langan tíma?
Það er í raun aldrei neitt 100% tilbúið því við höfum alltaf verið að bæta og breyta. En þetta helsta sem við gerðum áður en við fluttum inn var líklega þrír mánuðir. Það var mikil málningarvinna en svo breyttum við baðherberginu gjörsamlega og það tók sinn tíma. Eftir að við fluttum inn þá hægðist rosalega á okkur og allt tók lengri tíma en við ætluðum. Ári seinna var þetta líklegast næstum því klárt.

Hver var helsta áskorunin í breytingunum?
Helsta áskorunin er að ákveða. Hvaða á að gera og hvernig. Hvað passar, hvað kemur vel út, hvernig er hægt að gera það og svo framvegis.

Hvað er gott að hafa í huga í svona framkvæmdum?
Það er mikilvægt að átta sig á því hvað maður er tilbúinn að eyða og reyna búa til smá plan í kringum það því in the end er allt töluvert dýrara en maður áætlar í byrjun. Það kemur alls konar “óvæntur” kostnaður sem maður kannski býst ekki við í byrjun, sérstaklega þar sem við vorum að gera þetta allt saman í fyrsta skipti.

 

Hvaða lit notaðiru á veggjunum og hvar fékkstu hann?
Það er oft erfitt að ákveða liti og litasamsetningu og því myndi ég segja að það sé ótrúlega mikilvægt að fá hjálp frá fagmönnum og þau hjá Sérefni auðvelduðu okkur ótrúlega mikið. Þau koma með allskonar pælingar og vissu nákvæmlega hvað við vorum að leitast eftir. Aðalliturinn okkar á veggjunum heitir Deep Sarcelles, inní svefniherbergi erum við með Dark Sarcelles og á innréttingum og skápum erum við með tón af svörtum sem heitir einfaldlega 8000. Allir litir frá Sérefni og mikið hrós á þau fyrir frábæra þjónustu og mikla hjálp.

Er allt ready núna?
Aldrei allt ready en svona næstum því. Við erum reyndar mjög nálægt því að fara mála loftið í sama lit og veggirnir og það er smá vinna en kannski svona það stærsta sem við eigum þá “eftir”.

Eitthvað að lokum?
Það halda margir að við höfum skipt út innréttingunni í eldhúsinu, sett nýjar hurðar og nýja fataskápa en við einfaldlega máluðum þetta allt saman og breytingin er ótrúleg. Það er líklega ódýrasta lausnin og kemur líka svona vel út! Svo settum við nýja svarta hurðarhúna og fórum með aðrar höldur í svarta pólýhúðun. Það er líklega ein mesta breytingin, ásamt baðherberginu, og breytir íbúðinni algjörlega.

Hér má sjá svo sjá hvernig íbúðin lítur út í dag:

Svo er hundurinn Emma inná heimilinu, hundar gera heimili fallegri.

Finnst þetta svo gjörsamlega bilaðslega fallegt hjá þeim og ég varaði Arnar lauslega við að ég gæti mögulega gert feita kópí peist af baðherberginu, en það er gjörsamlega draumabaðherbergi ef þið spyrjið mig –

Takk fyrir spjallið og heimilisinnblásturinn Arnar & Nadía!

Arnar á Instagram – 
Moi á Instagram – 

GLÆNÝTT FRÁ DANIEL WELLINGTON –

ACCESSORIESMEN'S STYLESAMSTARF

Þessi færsla er í samstarfi við Daniel Wellington

Fyrir ekki svo löngu hafði Daniel Wellington samband og kannaði hvort ég hefði áhuga á að vera á meðal þeirra fyrstu sem kynna til leiks nýtt úr frá þeim sem ber heitið Iconic Link –

Þetta úr var í vinnslu og hönnun í þrjú ár til að fullkomna það, og mér finnst það mjög fallegt.

Í samstarfi við mínu er ég með afsláttarkóðann Helgi15 sem hefur ykkur afslátt af öllum vörum ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur hann – 

  

Eigið góðan! x

EML 2019 – STÆRSTA MÓDEL KEPPNI Í HEIMI

DANMÖRKMODELSWORK

Í ár er hvorki meira né minna en sjöunda skipti sem ég kem að Elite Model Look hér í Danmörku. Við förum um allt land og reynum að finna stjörnu framtíðarinnar. Við höfum svo sannarlega fundið nokkrar, meðal annars stelpunar mínar Nina Marker (2014) og Mona Tougaard (2017), ásamt Alberte Mortensen (2016)Marie Louise Wedel (2013), Simon Julius (2015) til að nefna nokkra!

Í ár vorum við með þrjá daga allt í allt, frá fimmtudegi til laugardags. Krakkarnir voru í boot camp og borðuðum svo helling af mat og við bjuggum öll á hóteli. Svo þetta var mjög skemmtilegt uppá að kynnast krökkunum betur en við fáum vanarlega að gera. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og það er svo skemmtilegt að fá að vera svona klappstýran þeirra, maður vill bara að þeim gangi vel, fái góða upplifun útúr þessu og sérstaklega læri af þessu til að halda áfram inní þennan stóra bransa.

Runway æfingar úti og inni –

Súper stjarnan okkar Mona var með masterclass, en hún hefur labbað bókstaflega öll A-list showin sem eru í boði –

Strákurinn minn Frederik sem ég fann í sumar .. fáranlega flottur.

EML hópurinn x

Joaquin strákurinn minn sem ég fann í vor .. það mun rætast vel úr þessum!

Krakkarnir fóru svo í myndatöku með ljósmyndaranum Kristoffer Juul:

Joaquin

Mia

Þessi strákur vann, Rasmus

.. oooog þessi vann líka! Clara –

Emma Therese

Nanna

Evan

Thais

Lema

Frederik

.. oooog svo er það bara World Final í nóvember.

@helgiomarsson

STYLE INSPO: MAHMOOD

INSPERATIONALMEN'S STYLESMEKKSMAÐURSTYLE

Í Eurovision í fyrra keppti söngvarinn Mahmood fyrir Ítalíu með lagið Soldi. Það má segja það að ég er búinn að vera með svo massa skot í honum síðan, og þá aðallega hvað hann er flott klæddur, nettur og jú drullu myndalegur. En aðallega hvað hann er orðinn major style inspo fyrir mig. Hann situr á fremsta bekk á Milano Fashion Week og dælir merki eins og Prada, MSGM, Burberry og Stella McCartney meðal annars föt í okkar mann. Stíllinn hans er einfaldur en samt svo ógeðslega flottur –

Eftir að ég byrjaði að fylgjast með honum tildæmis þykir mér MSGM ógeðslega flott, sem er eitthvað merki sem ég hafði aldrei neitt tekið sérstaklega mikið eftir.

Hann gaf nýverið út lag sem ég hef hlustað SVO MIKIÐ Á – og aldrei grunaði mér að ég mundi hrista á mér rassinn yfir ítalskri tónlist.

Allavega, hér er okkar maður:

  

Klæddur Vetements

Klæddur Maison Margiela

Klæddur MGSM x Fila

    

Klæddur MGSM

Klæddur MGSM skóm

Klæddur Prada

Klæddur M1992

Klæddur Burberry

Hér má fylgjast með kauða á Instagram – 

@helgiomarsson

HAUSTIÐ: NÝTT ÁHUGAMÁL!

DANMÖRKPERSONAL

Ég er sko smá op at køre (strákurinn að dönsku sletta) yfir nýja áhugamálinu mínu! Finnst þetta geggjaðast í heimi – og ég verð pottþétt pró einn daginn. Ég og Kasper skráðum okkur nefnilega í keramik næstu tólf vikurnar.  Ástæðurnar voru margar. Okkur langaði í sameiginlegt áhugamál, okkur langaði að gera eitthvað saman sem er bara frekar kreatívt og skemmtilegt og smá svona, æfing fyrir hausinn og einbeita sér að einhverju og skapa.

Eftir fyrsta skiptið var handvissum að ég ætti að droppa öllu í lífinu og lifa sem keramíkus einhversstaðar í sjarmerandi skúr einhversstaðar. En þið vitið, svo hugsa ég um eitthvað allt annað. En ég get ekki beðið eftir að halda áfram, strax eftir fyrsta tímann er komin skál sem ég er nokkuð spenntur fyrir. Ekki sú fallegasta, en svo sannarlega gerð með kærleik –

Ég leyfi ykkur að fylgjast með því þetta er GEGGJAÐ.

Dúllerí sem á eftir að brenna –

Formin, sem er smá svona leikskólaleikur, ég ætla ekki að ljúga. Ég valdi eitthvað svaka form því ég vildi fá smá challenge (skeit samt á mig í fyrsta sem við gerðum) en heppnaðist ágætlega. Ég hefði viljað gera bara frekar stóra og fína venjulega skál.

.. ooog verðandi keramik STJARNA að verki. Hehoho

@helgiomarsson

SPORT FYRIR HAUSTIÐ – NIKE

NIKESAMSTARFSPORT

Þessi færsla er í samstarfi við Hverslun.is
Þessi færsla inniheldur linka

Ég veit ekki með ykkur en ég er SVO SPENNTUR fyrir haustinu. Jú sumarið er rosa fínt, en vor og haust er líka geggjað. Þetta sumar er búið að vera alveg ótrúlega gott og búið að vera mjööög mikið að gera. Svo ég hlakka alveg ótrúlega til að geta þið vitið, gera aðeins minna og setja fókus á allskonar annað. Eins og æfingar, sitja uppí sófa í kósí, æ skiliði? Svona haust læti. Best í heimi alveg hreint.

Ég hef náð að halda ágætri æfingar rútínu, að jöggla plönum, vinnu, og öllu þar í kring, þá var ákvað ég að mæta nógu reglulega til að halda öllum nauðsynlegum endrófínum uppi – en hlakka til að fá örlítið meira pláss með komandi hausti. Það er ekkert betra en nýr æfingarfatnaður, svo ég tók smá saman frá nýju haust sendingunni hjá Hverslun – svo margt fallegt!


1. Nike Breathe bolur (bestu æfingarbolirnir) 2. Dry Fit peysa 3. AirMax 97 4. Nike Pro bakpoki 

1. Club hettupeysa 2. Flex stuttbuxurnar (bestar í beyjur) 3. Dry fit peysa 4. Swoosh stuttermabolur 


1. Nike Air anorakkur 2. Nike Pro hettupeysa 3. Nike Pro buxur 4. Nike Pro síðerma innanundirbolur 

1. Nike Breathe bolur 2. Nike sokkar 3. Nike Anorakkur 4. Metcon 5 æfingaskór 

Haust, vertu velkomið og leeeet’s go!

Nýr æfingarfatnaður er svo peppandi og æfum fyrir líkama OOOG sál! x

@helgiomarsson