JAPAN: ONSEN UPPLIFUNIN –

PERSONALTRAVEL

Japan heldur áfram að koma skemmtilega á óvart. Við Kasper fundum mjög fallegt hótel uppí fjöllum á Hakone svæðinu og tókum lest frá Tokyo og þaðan strætó lengst uppí fjall sem ekkert nema fegurð tók á móti okkur. Á þessu hóteli var svo kallað Onsen, og ég er að læra meira og meira inná hvað þetta er. Þetta lítur út eins og okkar klassíski heitapottur sem við erum vön en þetta er aðeins meira en það og sérstaklega er þetta partur af japönskum kúltúr. Þegar við komum fengum við seðil sem stóð á “No tattoos, no swimstuits, do not shower standing” og allskonar skemmtilegt. Ég hugsaði fyrst, JÁ .. ég er að fara sitja ofan í heitu vatni með allskonar nöktu fólki. Svo kom í ljós að þetta er kynjaskipt, svo þetta var svosem ekkert öðruvísi en að fara í sturtu í líkamsræktinni, svo það var all good. Svo kom að tattoo-um, ég ákvað að spurja lítið af spurningum því ég vissi húðflúr eru þannig séð ekki leyfileg í japönskum onsen. Maður þarf að finna sérstaklega “tattoo friendly” onsen. Ef ég hef skilið þetta rétt þá snýst þetta allt saman um hreinleika, og að þeir sem voru með húðflúr í gamla daga voru japönsk glæpagengi. Svo best að halda þeim aulum frá onsenunum.

Ég fór ofaní þrátt fyrir húðflúrin mín og ég var búinn að lesa mig til um á TripAdvisor að þeir sem voru með nýgerð tattoo mættu ekki fara ofan í.

Onsen eru semsagt náttúrulega heitar laugar þar sem fólk fer ofan í til að bæði af andlegum og líkamlegum ástæðum. Hvert einasta onsen þarf að innihalda x mikið af steinefnum og öðrum gagnlegum efnum fyrir líkamann og hitinn (flest eru sirka 42° gráður) á að hafa jákvæð áhrif á líkamann. Að fara í onsen á líka að vera mindful upplifun, einhver svona ‘ritual’ hugleiðslu ferli. Mér finnst það gjörsamlega geggjuð tilhugsun, og við Kasper óvart gerðum það svolítið svoleiðis. Settumst bara niður og sögðum lítið og nutum bara í tætlur. Það var einhver orka þarna inni sem var eiginlega alveg mögnuð og maður tók þátt í henni strax.

Þið kannski sjáið það ekki, en í sturtunni eru litlir kollar þar sem maður sat og var þannig í sturtunni, það var mjög fyndið en ég í lokin fýlaði það geðveikt.

Kveðjur frá Japan!

x

@helgiomarsson á Instagram

JAPAN: FIRST IMPRESSION

HALLÓ Japan calling!

Ég er staddur inná hótel herberginu mínu sem er staðsett uppí fjalli klukkutíma frá Tokyo. Ég var alveg að sofna, en ég ákvað að setjast niður og skrifa niður smá Japan færslu! Ég er meira segja búinn að vera frekar spenntur að skrifa færslu, ég er búinn að vera mjög duglegur á Instagram en ég veit að mig langar miklu frekar að skrifa hérna á blogginu.

Mér datt í hug að byrja á því að skrifa svona first impressions, sem á íslensku er .. hvað? Alveg dottið úr mér. First impressions it is!

  • Japan er brjálaðslega dýr! 4500 króna morgunmatur og þið vitið. Ég er samt dekurkúkalabbi sem er orðinn of góðu vanur í Tælandi og Bali. En þetta er legit bara eins og að vera í Evrópu. Ég er búinn að vera svona að sniffa hvað er sniðugt að kaupa sér, myndavélar, filmur, Commes Des Garcons og svo framvegis.
  • Það er ekkert rusl hérna, ég hef ekki séð eitt plast í götunni. Ég sá sígarettustubb á jörðinni á röltinu mínu og ég fékk smá svona .. “bíddu vó?” .. og týggjó, ekkert svoleiðis heldur. Það er eiginlega hálf magnað. Allt er bara eitthvað svo almennilegt hér. 
  • Japanarnir eru svo KURTEISIR!! Við sáum konu og karl klára fund, svona geri ég ráð fyrir og áður en þau lokuðu hurðinni, tóku þau sér tíma til að beygja sig niður vel og lengi og brostu. Það eru allir svona almennilegir. Það er eitthvað í þessu öllu saman sem gjörsamlega bara, vá!
  • Þeir eru minna í símanum en flestir. Við Kasper erum bara í metróinum til að komast á milli staða, og maður hefði haldið að hausinn væri hægt og rólega að leka af líkamanum vegna símanotkunar en nei! Margir loka augunum, nýta tímann í að slappa af, njóta, taka power nap, vera til staðar. Þið vitið. Það er yndislegt líka. 
  • Loftslagið er furðulega fullkomið fyrir mig. Þar sem ég kem frá Íslandi og gjörsamlega elska þurrt loftslag þá er ég og Japan, allavega Tokyo gott match. Hér er bókstaflega fullkomið veður, svipað og heima á Íslandi ef það væri smá jafnvægi í veðrinu. Ég hef verið í gallajakka þú veist og allt bara ógeðslega næs. Á meðan í Köben gæti ég sprænað um á penisnum en samt mundi ég deyja úr hita í 22 gráðum. Hér er maí og bara veðrið er GEGGGGGJAÐ, heitt en ekki of heitt, svalt og þurrt og bara shit.
  • Fólk hefur það gott, sýnist mér. Ég las mig til um meðal laun í Japan ásamt lámarks tímalaun og allt lítur bara frekar vel út hérna. Ég UPPLIFI allavega ekki fátæktina, en hún sjálfssagt hér eins og allsstaðar annarsstaðar. Japan er þó allt annað en tildæmis Bangkok ..

Nóg í bili!

Það er nóg að gera á Instagram og Insta story hjá mér og ég kem með allskonar good shit hér á næstu dögum!

Kys frá Japan

NETTUSTU MENNIRNIR Á MET GALA – MEÐ KOMMENTUM

CELEBSMEN'S STYLESTYLE

Mér finnst Met Gala mjög skemmtilegt að fylgjast með –

Þemað í ár var Camp og mér finnst það vera lúmskt áhugavert þema en finnst hægt að túlka það á svo alltof margan hátt. Camp fyrir mér er out of the box, litir, glingur, glamour, gay og allt svona “out of the ordinary” – næstum því club-kid nema bara meira glam.

Allavega, það voru allskonar túlkanir og ég valdi nokkra gæja sem mér fannst standa uppúr –

Mér fannst Harry Styles og Gucci mastermind Alessandro Michele æði. Báðir í Gucci, persónulega finnst mér Harry einhvernveginn negla þetta svo vel með fullkomnu jafnvægi af maskúlín og feminín –

Ezra Miller finnst mér gjörsamlega negla ‘ Camp ‘ í Burberry –

Ég hef alltaf sagt það, en mér finnst Jared Leto vera verst klæddi maður í Hollywood og mjög tacky. En finnst outfittið henta vel þemanu og finnst frekar skemmtilegt að hann nýtti sama og Gucci gerði í sýningunni sinni FW 18/19 á síðasta ári þar sem fyrirsæturnar héldu á eigin höfði í sýningunni.

Kylie í Versace og Travis Scott í Dior eftir Kim Jones. Ég fýla bæði – finnst þetta mjög glam og hann er næstum svona “Action Man” outfit sem er smá í anda eins og Kacey Musgraves, sem mætti 100% eins og Barbie dúkka í Moschino.

Frank Ocean, bókstaflega ekkert í anda þemans. Í Prada en hann fær samt mynd því ég elska hann.

Bella Hadid og Jeremy Scott í Moschino. Moschino er mjög campy brand og finnst þau negla þetta bæði tvö. Finnst grillið setja punktinn yfir i-ið .. (og Ray Ban gleraugun taka punktinn á i-inu aftur tilbaka, detaaails)

French Montana, ég tók þessa með því mér fannst athyglisvert að hann tók mjög þjóðlegan klæðnað og gerði camp útúr honum. French er fæddur og uppalinn í Morokkó svo – veit ekki hvort mér finnst þetta geðveikt – en fannst þetta samt athyglisvert.

Shawn Mendes í Saint Laurent, gullið í hárinu er attention to detaaaaails. Elska lookin og elska hann.

 

Aquaria í Margiela –

Darren Criss, mér finnst þetta svo mikil blanda af campy & mega flott og pínu léleg útfæring – miðað við það experta þá er þetta negla. Ég ætla að vera báðum megin –

Dwayne Wade og Gabrielle Union fannst mér mega flott saman – ég hef ekki enn fundið hvaðan dressin eru, nema bara custom made. En – elegant og kúl!

RuPaul – þessi kann campy. Ætla ekki að segja að mér finnist þetta flott outfit en hann kann þetta. Hann er alltaf í jakkafötum sem passa hann ekki og engin undantekning hér.

Rami Malek – skórnir og skyrtan skemmtileg!

Joe Jonas og Sophie Turner í Louis Vuitton – mér finnst vanta smá á hann en annars er dúó-ið geggjað.

Michael B Jordan í sérhönnuðu Coach outfitti. Er mjög ánægður með hann að taka bling á þetta.

Charles Melton og Camila Mendes, ég horfi reyndar ekki á Riverdale svo ég er ekki alveg viss þannig hver þau eru. En mér finnst hans outfit – göööögggjað –

BRÚÐKAUPS FÍNIR –

ACNE STUDIOSDANMÖRKPERSONALSTYLE

Ég fór í mitt fyrsta brúðkaup með Kasper núna um helgina, og mig hefur í rauninni oft langað til að fara í danskt brúðkaup. Þetta var líka ágætlega stórt skref þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti stórfjölskylduna hans Kaspers og fyrsta brúðkaup sem ég og Kasper förum í saman á okkar rúmlega sex árum sem við höfum verið saman. Það gekk allt gríðarlega vel og dagurinn var að öllu leyti frábær. Þau sem þekkja mig vita að ég get verið algjört munnræpugerpi svo ég kveikti bara svolítið á því og þá náði ég einhvernveginn að spjalla mig í gegnum þennan fagnað.

Við Kasper erum þannig par að við gerum mjög mikið saman og líka mjög mikið í sitthvoru lagi og það hefur hentað okkur vel, svo ég hef farið í flest brúðkaup einn og bara með vinum mínum, oftast með Palla besta vini mínum, en mér finnst það yndislegur máti til dæmis að eyða tíma með honum. En mér fannst eiginlega geggjað að fá að vera með Kasper í þetta skipti. Ég dreg hann með mér í brúðkaupið hennar Helgu frænku í sumar!

Jakkasettið mitt er frá Filippa K
Bolurinn sem ég er í frá Acne Studios
og skórnir frá Valentino – 

Jakkasettið & skyrtan hans Kaspers er frá Tiger of Sweden
Skórnir eru frá Eytys – 

@helgiomarsson á Instagram – 

.. ENN MEIRI KÖKULÆTI

Ég kláraði nýlega námsskeiðið mitt hjá Bake My Day hérna í Kaupmannahöfn, þar sem ég lærði allt frá því að gera fígúrur, setja tvær kökur saman, bollakökur, fontant, smjörkrem trix og trikk. Þetta var svo ÓGEEEEÐSLEGA GAMAN, ég væri til í að gera kökur á hverjum degi. Ég hef ekki enn gert þetta heima hjá mér, því mig vantar svona grind í ofninn minn. Ég á bara plötur. Ég kannski kaupi svoleiðis í dag svei mér þá.

Allavega! Ég ætla aldeilis að halda áfram að æfa mig, málið er að þetta er mjög tímafrekt, og þetta er líka mjög svona spiritúalískt, þið vitið. Ekki að hugsa um hvað þú átt eftir að gera eða hvaða myndir þú átt eftir að taka, heldur bara gera kökuna, skiluru, að hún heppnist, allt er mjúkt, allt er gott. Og svo undirbúa smjörkrem og allt þetta húllumhæ. Þetta er alveg nokkra tíma læti ef þú spyrð mig. Varðandi tímafrekt þá líður mér alltaf eins og ég eigi að vera gera eitthvað, sem er stressandi en þá er svo gott að eiga sér áhugamál til að slappa af. Þetta er á prógramminu –

Við áttum að gera tveggja turna köku, en mig langaði svo geðveikislega mikið að experímenta þetta er útkoman:

Hér er svona drottningblátt marmara fontant, en blómið á toppinum gerði Telma vinkona (ég komst ekki þann dag) en inni er bara silkimjúk súkkulaðikaka með smörkremi. Fontant kom skemmtilega á óvart, fannst það auðveldara en mig grunaði og það er GEGGJAÐ að leika sér með liti og svoleiðis –

Aðalkakan varð svo Panda í umhverfinu sínu, við áttum að gera svona venjulega bangsa, en ég hef alltaf óþolandi þörf til að gera eitthvað allt annað. Hún á að vera með höndina á maganum því hún er búin með allan bambusinn þið vitið –

Þessi kaka meira segja seldist á Instagram. Sem hentaði ágætlega því ég fór til Íslands fljótlega eftir þetta –

Helgarkökur væntanlegt guys!

@helgiomarsson

WIFI Í ROADTRIPPIÐ –

ÍSLANDPERSONALSAMSTARF

Þessi færsla er í samstarfi við Away Car Rental – 

Ég veit ekki hversu oft ég hef keyrt frá Reykjavíkur til Seyðisfjarðar, norðurleiðin, suðurleiðin, you name it! Síðast þegar ég keyrði bíl með wifi þá var ég bara á Reykjavíkursvæðinu og algjör lúxus. En við Kasper keyrðum semsagt frá Reykjavíkur til Seyðisfjarðar og svo tilbaka aftur og þvílíkur og annar eins MUNUR. Að geta tékkað GPS, eða hlusta á Spotify, hvað heitir þessi foss, hvert eigum við að fara næst, hvað er í nágrenninu og name it! Það var algjör lúxus. Í öllum bílum er wifi og ég hér með mæli 120% með þeim fyrir erlendu vini mína eða þá sem velja bílaleigu í roadtrippið.

Ég er að lifna við aftur eftir að ég kom heim frá Íslandi, það var alveg ótrúlega mikið að gera hérna uppá skrifstofu og með allt annað sem maður er að júggla í lífinu, þið vitið hvað ég á við.

Away er með legit bestu þjónustu sem ég hef upplifað í bílaleigum. Ég þurfti ekki að fara fyrir því að lyfta putta í þessu prócessi. Besta lið í heimi á bakvið þessa bílaleigu. Mæli með! – og mæli með að mæla með! Þið vitið –

@helgiomarsson

FYRSTA KAKAN –

MATURPERSONAL

Palli besti vinur minn varð 28 ára þann fyrsta apríl og þetta var á mánudegi, og ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að skemmta vini mínum öðruvísi en að bara ‘ hang out ‘ þið vitið. Ég er búinn að vera pínu upptekinn að læra að baka og gera flottar tertur svo mér datt í hug að nýta tækifærið og hvorki meira né minna baka handa kauða í tilefni af afmælinu hans. Ég er nokkuð mikill skítamixari svo ég fann köku sem ætti að vera negla og svo ætlaði ég að gera hina fínustu köku, en alveg með það í bakeyranu að ég væri af öllum líkindum að fara fokka þessu upp. A for effort ekki satt??

Kakan kom þá ágætlega út, ég þekki tæknina betur í dag og sé hvað ég gerði rangt en hún var fjandi krúttleg. Extra Íslensk sykurSPRRRRENGJA –

Hún heppnaðist semsagt svona:

Það var semsagt páskaþema og þetta var bara mjúk súkkulaðiköku uppskrift og svo smjörkrem (50/50 smjör og 50/50 smjörlíki) með allskonar gúmmelaði –

 Þetta var ógeðslega gaman – og ég er orðinn töluvert klárari í þessum málum núna í dag svo ég held vonandi áfram að baka eitthvað skemmtilegt.

@helgiomarsson á Instagram

ÞÚ GETUR UNNIÐ BEOPLAY P6 HÁTALARA –

Þessi færsla er í samstarfi með Bang og Olufsen á Íslandi –

Ég vinn með Bang og Olufsen á Íslandi, sem er að mínu mati, ótengt samstarfi eða ekki, með þeim flottustu vörum sem fást á Íslandi. Bang og Olufsen, eða BEOPLAY er svo gífurlega vinsælt hér í Danmörku, þú ferð varla inná heimili án þess að sjá hátalara eða heyrnatól frá fyrirtækinu.  Það er alveg brjálaðslega vinsælt hér á bæ.

Ég fékk go að gefa með þeim flottari hátölurum sem þeir eiga P6 –

Ég á hátalara sem heitir A1 sem ég nota á hverjum degi og hljóðið í þessum hátölurum algjört gæðasprengja og ég prófaði P6 hjá vinkonu minni um daginn og þetta er goooodshit.

Ég hvet ykkur endilega til taka þátt í þessum gjafaleik en hann er á Instastory hjá mér og Instagram.

Eina sem þið þurfið að gera er að screenshotta mynd sem þið finnið í story hjá mér og reposta og tagga mig og Bang og Olufsen Island svo við sjáum ykkur –

Takið þátt hér!

HEIM Á SEYÐISFJÖRÐ –

HOMEÍSLAND

Ég veit ég enda alltaf á því að skrifa smá í hvert skipti sem ég fer heim til Seyðisfjarðar. Í þetta skipti fór ég aðallega með þeim tilgangi að fagna afmæli systur dóttir minnar sem á afmæli 31 mars – og þar sem ég er í fullri vinnu hjá Elite og þá nýti ég páska dagana til að komast heim, einnig á besti vinur minn afmæli 1 apríl. Ég hef heldur ekki fagnað afmælinu hans í ár og aldir, að mér finnst. Mér finnst fjölskyldan og svona, kjarninn lang mikilvægastur og í raun hið allra mikilvægasta sem ég á. Þetta var mér auðveld ákvörðun að segja smá fuck it og stökkva heim. Ég er líka heppinn að geta unnið í Reykjavík og ég fór í nokkur verkefni sem var auðvitað æði. 

Seyðisfjörður eins og alltaf, voru alveg rúmlega 20 sálfræðitímar. Ég get ekki hvatt ykkur nóg til að heimsækja þennan stað. 

Þessi yndislega systurdóttir mín átti afmæli. Ég náði loksins að fagna með henni!

Hjartagull!

Helgi getur ekki komið í heimsókn án þess að koma færandi hendi ..

Margrét fékk þessa peysu líka, en hún var á útsölumarkaði 66°Norður, Margrét er vanarlega frekar picky en hún eeeeeeelskaði peysuna!! Fannst það svo gaman ..

Og Sigrún í blikkskónum sem ég gaf henni frá Sketchers, ég bloggaði um þá líka, hún hefur víst ekki farið úr þeim síðan hún fékk þá. Finnst það svoooo gaman.

Ég hélt að Playmo væri ready í fokking kassanum, aldeilis ekki. Ég er tilbúinn í verkfræðinám núna ..

Sami svipurinn .. af sömu ástæðu.

Nocco aldrei langt frá.

Bestu vinkonur mínar í lífinu ..

Einhvernveginn er Apríl mánuður alltaf geggjaður þegar ég er á Seyðisfirði. Þetta var veðrið –

.. oooog sækja stelpurnar í leikskólann!

Langar ykkur að giska hversu fljótt þessi poki hvarf?

.. oooooog bestu vinirnir –

@helgiomarsson

TATTOO LAZER HJÁ HÚÐLÆKNASTOFUNNI –

ÍSLANDSAMSTARF

Þessi færsla er í samstarfi við Húðlæknastöðina

Í mörg mörg mörg ár hef ég íhugað að láta fjarlægja tattoo sem ég fékk mér fyrir mörgum árum, 2009 ef ég man rétt. Tíu spikfeitum árum. Þegar LA Ink var sem vinsælast og Kat Von D var tilbeðin eins og Buddha sjálfur. Ég vissi bara að til að fitta inn þá ætlaði ég að fá mér “half sleeve” – sleeve eða ermi var auðvitað lang flottast. Ég man líka að ég ÁÁÁÁTTI EKKI LITLA BÓT fyrir boruna á mér. Ég fór á kúl stofuna í bænum og var flúraður af hrokafullum flúrara sem fékk sér jónu á svona hálftíma fresti. 

Að fá sér tattoo, fyrir mig persónulega. Er að setja á sig flúr sem hafa tilfinningaleg gildi að eilífu og að séu gerð af réttum forsendum.

Ég allavega heimsótti Húðlæknastofuna og tóku þar á móti mér tvær gjörsamlega æðislegar manneskjur, Guðrún og Jenna. Á Húðlæknastofunni eru semsagt húðlæknar sem vinna þarna og eru að vinna með öll þessi tók og allar þessar græjur og ég fékk svo mikið af góðum upplýsingum frá þeim og þær voru hreint út sagt alveg frábærar.

Tattoo lazerinn sem þau nota er víst alveg glænýr og algjörlega ný tækni sem á að brjóta flúrið hraðar og betur niður og í kjölfarið þarf maður færri skipti þangað til að flúrið er farið.

Ég fór yfir þetta á Instagram á dögunum og fékk svo brjálaðslega mikið af fyrirspurnum, en Húðlæknastöðin er með mjög fræðandi Instagram þar sem fullt af fyrirspurnum er svarað.

Til að örsnögglega svara spurningum sem gætu komið upp: 
– Þetta var vont, það er hægt að fá deyfikrem en ég afþakkaði, en þetta er svipað vont og að fá tattoo en tekur miiiiiklu styttri tíma!
– Dagný Erla er systir mín, ég mundi flúra nafnið hennar á ennið á mér. En ég fýlaði ekki hvernig það var gert, þetta var spontant tattoo í minni eigin skrift og það var bara orðið ljótt og ég ætla að fá mér Dagnýjar tattoo annarsstaðar. 

Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með þessu ferli, en flúrið heldur áfram að brotna niður næstu 6 – 8 vikur og svo fer ég aftur í lazer.

Fyrir og eftir fyrsta lazer.

Ef það eru einhverjar vangaveltur eða fyrirspurnir mæli ég með Instagrammi Húðlæknastöðvarinnar :-) 

Instagram: @helgiomarsson