ÖSKUBUSKU ÆVINTÝRIÐ: MONA TOUGAARD NÝ STJARNA –

DANMÖRKMODELSWORK

Mona Tougaard er nafnið í allra nafni í tískubransanum. Hún fór frá því að vera smábæjarstelpa yfir í eitt eftirsóttasta fyrirsæta heimsins yfir nótt. Árið 2014, það herrans ár þá fórum við yfirmaðurinn minn í leiðangur til Århus þar sem við hjá Elite vorum með casting fyrir Elite Model Look og áður en að áheyrnaprufurnar voru settar í gang tókum við rölt um bæinn og undir brúnni sáum við langa, en litla og gullfallega stelpu labbandi með pabba sínum. Við báðir byrjuðum að labba aðeins hraðar að þeim og á sama tíma pikkuðum í öxlina hennar, hún var ekki nema 12 ára, gullfalleg, kurteis, sæt, skælbrosandi og pabbi hennar frábær. Við sögðum henni frá Elite castinginu sem átti sér stað þennan dag og báðum þau um að koma. Sem þau gerðu ..

Hún er svo yndisleg, þakklát og hógvær. Pabbi hennar er frá Danmörku og Tyrklandi og mamma hennar frá Sómalíu svo hún algjörlega gullfalleg blanda.

Við vissum báðir að við vorum með verðandi stjörnu í höndunum, og kæru vinir .. stjarna er eiginlega understatement!

Ég ætla segja ykkur smá frá þessu stóra ævintýri sem gerðist á örstuttum tíma.

Loksins varð hún 16 ára, sem þýddi: Elite Model Look Denmark, sem hún vann og fór svo í World Final og varð þar meðal top 10 meðal allra keppenda. Stærstu casting agents og stórir kúnnar mæta alltaf á lokakeppnina til að finna stjörnu framtíðarinnar. Svo eftir þessa keppni fór aaaaaaalllllt að gerast ..

Síminn stoppaði ekki hjá yfirmanninum mínum, og var ákveðið að hennar fyrsta “frumsýning” í tískuheiminn væri Prada Exclusive. Exclusive þýðir að Prada borgaði morðfjár til að halda Monu frá því að vinna fyrir neitt fyrirtæki (nema local fyrirtæki hér í Danmörku) þangað til að hún labbar Prada sýninguna.

Eftir að hún labbaði þarna þá enn og aftur sprakk allt saman aftur og hún fór beint til Parísar, gerði sér lítið fyrir og labbaði allar stóru sýningarnar.

 

Chanel

Loewe

Miu Miu

Louis Vuitton – og allar hinar! Þið fattið hvert ég er að fara ..

Frá þessu seasoni gerðist þetta:

Loewe herferðin, tekin af Steven Meisel, Guido sá um hár og Pat McGrath um make up – ekkert stress

Prada herferðin –

Louis Vuitton herferðin –

ooog uppáhalds, MaxMara eftir Steven Meisel og sama crew –

Að bóka svona margar herferðir er gjörsamlega ein af billjón, sérstaklega bara eftir eitt season. Það að þetta er að gerast fyrir hana er algjörlega bilun. Einnig var sagt nei við hina ótrúlegustu kúnna, þá stærstu í heiminum sem vildu fá hana. En Elite valdi vel og sérstaklega þær sem Steven Meisel var að mynda þetta season, svo það verður bilun að halda áfram að fylgjast með. Því það eru mörg merki sem bíða eftir henni með seðlabunkana –

Getið fylgst með henni HÉR –

Alveg einsdæmi, og ég er svo stoltur af henni og stoltur af hafa scoutað hana og fá að fylgjast með henni frá fyrsta degi x

@helgiomarsson

STORYTEL: BÆKUR Í EYRUN – FRÍTT FYRIR LESENDUR

SAMSTARF

Þessi færsla er í samstarfi við Storytel – 

Ég er legit heimsins besti hljóðbóka og podcast-perri og ég gjörsamlega elska að hafa eitthvað í eyrunum. Ég elska bara hugmyndina að ég get orðið fróðari, gáfaðari, betri manneskja, hvað sem er með því að til dæmis taka labbitúr. Ég er búinn að ætla skrá mig á svona hljóðbókar app alveg ógeðslega lengi þar sem ég er byrjaður að hlusta á uppáhalds podcast þættina mína aftur og aftur og aftur. Það gleður mig semsagt alveg ótrúlega mikið að vera vinna smá verkefni með Storytel og tala nú ekki um þegar ég get gefið ykkur einn mánuð frítt. 

Þarna finniði íslenskar bækur, bækur á dönsku, ensku, norsku til dæmis.

Ég er búinn að vera hlusta á endalaust af allskonar bókum og vista þær sem ég ætla að hlusta á næst. Ég er búinn að bókstaflega liggja yfir öllum þeim bókum sem er í boði og það er alltof mikið sem ég vil hlusta á svo ég þarf að taka lengri labbitúra með Noel og vera virkilega duglegur. Ég hlakka rosalega til að halda áfram, mér finnst yndislegt að blasta í hátalarnum mínum á meðan ég elda mat eða vinn myndir eða úti með Noel.

Endilega veriði með mér í þessu og nýtið ykkur mánuðinn fría – ég ætla allavega að vinna mig áfram í þessum bókum hér sem Oprah mælir með, en ég elska podcastið og hún oft með viðmælendur sem eru rithöfundar og hafa skrifað bækurnar sem hún mælir svo vel með. En bókin sem ég er búinn að ætla hlusta á síðan hún kom út er þessi:

HÉR getiði fengið einn frían mánuð! 

Ég leyfi ykkur að fylgjast með ef það er einhver bók sem er GEEEEEÐVEIK –

Sjáumst á Instagram líka: @helgiomarsson

GRILL-VEISLA Í BOÐI RÖGGU NAGLA –

DANMÖRKMATURUPPLEVELSE

Ég tjékkaði nýlega af bucket listanum mínum að fara borða matinn hennar Röggu Nagla sem ég hef fylgst með á samfélagsmiðlum í langan tíma. Það er einhver bilaður sjarmur yfir því hvernig hún eldar, svona hollur matur en svo brjálaðslega heimilislegt og matur sem maður tengir við. Þið vitið? Svo í mörg ár hefur mig langað að setjast niður og gjörsamlega smakka og troða í mig allan þann mat sem hún eldar. Það var reyndar alveg hrikalega magnað að fylgjast með henni. Einhvernveginn tókst henni að þruma endalaust af hráefni og hoppa á grillið og hrista í pönnunni og power hakka grænmetið allt á saman tíma og það tók hana ENGA stund að henda í heilt borð af endalausum hollum möguleikum.

Ég mundi frekar ráða hana í veislu en einhvern michelin mat, því þetta var GEGGJAÐ! Ég hefði getað sitið og nartað frá þessum seinni parti til út nóttina.

Grillað súkíní, sem ég hef aldrei spáð í. En þetta var geggjað!

Sumarsalat –

Kartöflurnar voru algjörlega geggjaðar, og grillaður rauður laukur.

Horaða basíl sósan hennar Röggu, sem var jafn góð og hún hljómar.

Horaða kokteilsósan líka!

.. og ég er að skrifa þetta svangur.

Drottningin sjálf ..

Meistari að verki ..

Takk fyrir mig Ragga!

Fyrir áhugasama er 29 Línur með uppskriftarhefti sem heitir Undirbúningur er árangur með uppskriftum eftir Röggu, sem ég mæli með. Hef notað það ansi oft. Þið finnið það HÉR – 

LÍFIÐ MITT MEÐ ADHD – LÍFIÐ NÚNA (LYFJALAUS) ..

Það eru rúmlega fjögur ár síðan ég skrifaði þessa grein – sem vakti heilmikla athygli heima og ég man að ég eyddi næstu mánuðum að svara skilaboðum við fólk sem tengdi við þessi skrif og mér fannst í rauninni allt í kjölfarið mjög jákvætt. Mér leið eins og ég hafi skrifað eitthvað sem gat hjálpað einhverjum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávars síðan og mér datt í hug að skrifa smá niður, frá hvernig þetta var þá og hvernig lífið með ADHD er í dag.

Ég var semsagt á lyfjunum rítalín sem í byrjun voru algjörlega frábær og ég er þakklátur að hafa fengið að upplifa hvað það er að vera með fókus og að geta lesið bók án þess að detta út á hverri setningu. Það sem þó gerðist í áframhaldinu var að ég fékk magabólgur útaf lyfinu, sem var ömurlegt og sársaukafullt. Svo ég ræddi aftur við lækni um að prófa önnur lyf sem við náðum samt ekki. Lyfin hjálpuðu mikið en ég hef aldrei nokkurntíman viljað vera maðurinn sem er háður einhverjum lyfjum til að lifa. Svo í staðinn fyrir að prófa ný lyf ákvað ég að taka þann lærdóm sem rítalín hafi kennt mér og reyna að gera mitt allra besta til að vinna með það. Ég vildi ekki vera “fórnalamb” adhd heldur ákvað ég að reyna að dansa við það. Dance with the devil sjáið til. Á þessum tíma var Heiðar Logi, brimbretta legend og almennur snillingur farinn að miðla í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum hvernig hann tókst á við sínar raskanir og þá talaði hann til dæmis um hreint fæði, hann stundaði og stundar jóga og syndir um í ísköldum sjó á brimbretti. Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta og það voru allskonar hlutir í kringum mig sem hafði þessi áhrif á mig. Að ég mundi gera allt sem ég gat til að náttúrulega dansa við adhd röskunina mína, vinna með og á móti henni, en ekki gefa henni stjórn. Mér finnst persónulega hugtakið “fórnarlamb” algjörlega glatað, og ég vil ekki vera fórnarlamb eins eða neins í lífinu. Vil bara vera nemandi lífsins, í léttum og erfiðum verkefnum.

Í lok 2015 og byrjun 2016, undir ári eftir að ég var greindur, þá var ég hættur að taka lyfin. Ég hugsa tilbaka með allskonar tilfinningar, ég man að ég var týpan sem nýtti adhd sem allskonar afsakanir, til að gera ekki eitthvað, eða whatever whatever. Ég get ekki munað ákveðin atvik, en ég man að þetta var svolítið orðinn partur af rútínu.

Að mínu mati geturu þjálfað heilann alveg ótrúlega. Þú getur sigrast á allskonar ef maður ræktar hausinn eins vel og maður getur. Eins og að gleyma, í dag gleymi ég bara svona öllu sem gerðist í gær, eða er mjög gleyminn almennt. En hvernig tókst mér að muna eftir lyklum? Símanum? Veskinu? Allskonar sem gerðist nánast daglega, einhvernveginn gleymdi ég einhverju eða símann inní ísskáp eða name it. Ég hreinlega þjálfaði hausinn á mér. Ég labbaði ekki útúr húsi án þess að double tékka – “Sími, veski, lyklar” tildæmis. Ég gleymdi því svo sannarlega oft, en því oftar sem ég gleymdi því meira mundi ég að gera það næst.

ADHD er jú röskun, en ég tel, af eigin reynslu, að hægt að lifa með henni án þess að vera taka lyf. Heiðar Logi veitti mér svo mikinn innblástur til að gera slíkt hið sama. Þegar ég eldaði mér hreinan og góðan mat leið mér eins og ég væri að gera eitthvað rétt fyrir sjálfan mig, fyrir líkamann og hausinn. Þetta hefur verið mitt síðan. Geri mitt besta til að elda og borða hreint. Ég sé adhd ekki sem neinn einasta erfiðleika í mínu lífi lengur, ég kynntist adhd dýrinu í hausnum á mér, veit hvenær það virkar, finn fyrir því þegar ég er í lélegri eða góðri stjórn og stilli mig inn af bestu getu til að rúlla upp deginum mínum. Sem ég geri yfirleitt.

Að vera fórnarlamb athyglisbrest er það versta sem maður gerir. Að vingast við hann, taka stjórn, læra og þjálfa hugann gerir undraverk. Einnig að nýta lærdóminn sem kemur frá því að vera tildæmis á athyglisbrestslyfjum. Ég gerði það allavega.

Svo það sem ég gerði og það sem virkar best fyrir mig:

  • Ég borða eins hreint og ég get –
  • Ég borða eins lítinn sykur og ég get (en missi mig svo sannarlega oft) –
  • Ég tek stærstu vesenin sem þessi röskun getur valið og skrifa niður hvað ég gæti gert til að laga þau. Eins og að vera með tékklista í hausnum. Tékklista í símanum mínum osv.
  • Ég hugleiði, tengi mig við hausinn á mér. Það hentar mér best að gera það í sturtu, vatnið og hljóðin hjálpa mér að ná fókus. Áður gat ég enganveginn hugleitt.
  • Þegar ég hjóla í vinnuna þá fer ég fljótlega yfir hvort það sé eitthvað sem ég þarf að muna á næstu dögum
  • Ef ég á að fókusera, vinna myndir, klára verkefni, þá þarf ég tónlist eða podcöst. Myndvinnsla þýðir að það er podcast í gangi eða tónlist. Það hentar mér ótrúlega vel.
  • Ég hætti að kenna adhd-inu um. Reyni að taka ábyrgð á öllu sjálfur og þá gera betur næst. Því það er mannlegt og ekki bara adhd að kenna.
  • Ég hætti að svona “acknowladge” athyglisbrestinn. Gaf honum smá kalda öxl, það hjálpar mér að einbeita mér að því sem málið snýst um.

Ég er ekki að alhæfa neitt hérna, ég er aðeins að deila með minni upplifun og reynslu.

Ég mæli þó hiklaust með því að prufa, því ég mundi aldrei vilja hafa hlutina öðruvísi.

@helgiomarsson á Instagram

ÉG HELD AÐ ÉG SÉ HÆTTUR AÐ BORÐA KJÖT ..

MATURPERSONAL

Um áramótin byrjaði þetta ferli, ekki að verða grænmetisæta, alls ekki. Heldur bara mindful living, living mindfully. Í því fólst tildæmis að nota minna plast, hugleiða, rækta mig andlega og líkamlega, kaupa lífrænt, styðja eins mikið af frumkvöðla og hætta að gera ríkasta fólkið ríkara og versla af minni verslunum, gefa sem mest til góðgerðamála, borða minna kjöt og listinn heldur endalaust áfram. Þetta byrjaði þó á podcasti sem ég hlustaði á sem gjörsamlega snéri öllu við hjá mér. Þetta var þegar ég elskaði að gera vel við mig og smjatta á spikfeitri steik með öllu tilheyrandi. Það var podcast með Oprah þar sem hún talaði við Kathy Freston og hún ræðir um bókina sína The 8 Pillars of Wellness.

Þar talar hún um að hún hafi orðið vegan en ástæðan hennar kom frá allt öðrum stað en maður heyrir vanalega. Hún talaði um að í sjálfsvinnunni sinni þá þótti henni írónískt að það sem hún stendur fyrir, sem er kærleikur til náungans, að lina sársauka eða þjáningar sem verða fyrir vegi hennar, standa upp fyrir réttlæti, þið vitið. En samt setti hún mat uppí sig sem á sér sögu af þjáningu, sársauka, angist og svo framvegis. Það sat svolítið eftir í mér, og það opnuðust einhverjar dyr innra með mér sem ég gat eiginlega ekki lokað fyrir. Hægt og rólega var ég farinn að vilja opna fleiri video eða greinar um meðferð dýra, en var samt ennþá að borða kjöt. Í hvert skipti sem ég borðaði kjöt þá kom einhversskonar hugsun upp. Sérstaklega þegar um var að ræða kjúklingabringu tildæmis, eða steik. Dyrnar eru opnar og ég finn hvernig líkaminn og hausinn eru algjörlega samtaka í þessu. Mig langar ekki í kjöt lengur, og ég held, svei mér þá, eins og staðan er núna að ég sé hættur að borða kjöt. Ég hef verið að leyfa mér aðeins fisk, og egg ennþá, og fetaost.

Og áður en einhver fer að velta einhverju fyrir sér, þá er ég ekki vegan og ég er ekki að hætta neinu til þess að fá einhvern stimpil. Ég er ekki vegeterian eða grænmetisæta, ég er bara að gera allt sem mér finnst rétt og ég er að gera mitt besta til að lifa meira mindfully og hafa góð áhrif á umhverfið og dýrin. Eina sem ég er með í hausnum á hverjum degi, er að ég vil ekki að neitt dýr þurfi að deyja til þess að ég nærist.

Það er það eina sem ég vil fá útúr þessu.

Heyrumst!

@helgiomarsson

EIGANDI CHANEL FJÁRFESTIR Í 66°NORÐUR –

66°NorðurUMFJÖLLUN

Buisness of Fashion greindi fá því í morgun að eigandi Chanel hafi fjárfest í þjóðarmerkinu okkar 66°Norður. Fjárfesting eins og þessi gefur merkinu gríðarlegt búst til að stækka merkið á heimsvísu en merkið hefur eins og við vitum alltaf vakið mikla athygli og síðan þau opnuðu búð hér í Kaupmannahöfn þá finnst mér allt einhvernveginn hafa gerst alveg ótrúlega hratt. Hægt og örugglega var maður farinn að sjá fólk útum allt í 66°Norður flíkum hér í bæ og í hvert skipti fékk maður smá svona “hey .. geggjað!” –

Mikið verður bilaðslega gaman að fylgjast með! Hægt er að lesa greinina á linknum í fyrstu setningunni –

“This can be a really exciting global brand,” Woolsey said. “The opportunity is to change what technical can be.”

@helgiomarsson

VEL KLÆDDIR & ÍSLENSKIR

ÍSLANDMEN'S STYLESTYLE

Ég hef mjög gaman að fylgjast með vel klæddum kauðum á Instagram og verð algjörlega fyrir innblæstri á þeim miðli. Ég hef persónulega mjög gaman af því hvað þetta er að aukast hjá íslenskum strákum, þar sem sýnt eru outfit og svoleiðis. Svo ég gramsaði í nokkrum vel dressuðum og ætla að deila með ykkur –

Teitur Páll Reynisson@teiprey

Kannski margir lesendur þekkja hann en hann er heittelskaði maðurinn hennar Fanneyjar Ingvars okkar. Maðurinn er svo vel dressaður og ég hef komið heim til þeirra og skósafnið hans og fataskápurinn (sorry Fanney og Teitur ég kíkti smá) er svo tiptop geggjaður.

Björgvin Koustav @bjorgvinkoustav

Þessi finnst mér geggjaður, ekki bara er hann vel klæddur heldur klár og einlægur. Hann er mjög ungur en í fáranlega flottri stöðu hjá Adidas í London. Hann heldur einnig út bloggsíðunni bjorgvinkoustav.com

Logi Thorvaldsson@prettylogi

Einn flottasti gaur landins, punktur. Ég dýrka allt við hann og stíllinn hans er algjörlega einstakur, over the top og max insperandi. Instagrammið hans er algjör visual perla.

Pétur Kiernan@peturkiernan

Sindri Jensson@sindrijensson

Sem þarf varla að kynna, en mastermindið bakvið Húrra Reykjavík –

Tómas Urbancic@tomasurbancic

Af mörgum mögulegum mundi ég segja að Tómas sé best dressaði Íslenski karlmaðurinn held ég. Hann vinnur í Illum með stærstu merkjunum. Ég hef séð hann á götunum hér í Kaupmannahöfn og jú í Illum og mundi segja að það er eitthvað svona star quality við hann. Fáranlega flottur.

Guðmundur Ragnarsson@mundurr

Hér er annar Trendnet husband, Guðmundur hennar Sigríðar. Ég hef followað hann svo lengi og hann er einnig alltaf gjörsamlega on point og finnst svo gaman að fylgjast með honum.

Arnar Freyr Ársælsson@arnar.freyr

Markaðsgúrúinn á bakvið Nocco, Barebells, Froosh og VitaminWell svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega vel klæddur og alltaf on point.

Egill Ásbjarnarson@egillasbjarnar

Maðurinn á bakvið Suit Up Reykjavík, enough said þar.

Logi Pedro@logipedro

Instagram: @helgiomarsson

Eigið góðan mánudag!

JAPAN: ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA EF ÞÚ ÆTLAR TIL JAPAN

PERSONALTRAVEL

Ég lofaði að á grammenö mínu að ég mundi taka saman fullt af punktum af því sem ég lærði í Japan og það var alveg ógeðslega mikill áhugi fyrir þessum áfangastað. Sem ég skil alveg ótrúlega vel því mér fannst ég án djóks ekkert vita áður en ég pantaði miða þangað. Fannst ég meira segja ekki undirbúinn þegar ég lagði afstað þrátt fyrir að hafa þrætt hinar ýmsu heimasíður og blogg. Svo ég tók mig til og punktaði niður í Notes hjá mér hið ýmislega sem væri að nýta sér í að fá hugmynd um Japan og sérstaklega fyrir þá sem geta hugsað sér að fara eða jafnvel EEERU að fara. Ókei? Let’s go!

Flugvöllurinn: Yfirleitt höfum við Kasper alltaf eftir langt flug gert okkur lítið fyrir og tekið taxa á hótelið okkar þegar við ferðumst. Eftir langt ferðalag finnst okkur alltílagi að eyða smá pening í að fara beinustu leið uppá hótel. Japan er eins og Ísland, að því leyti (reyndar að mörgu leyti en förum útí það seinna) að þú hoppar ekki uppí taxa til að keyra frá Keflavíkurflugvelli og til Reykjavíkur. Þó að þú eigir smá aukakrónur, þá er það bara ekki worth it. Annaðhvort stekkuru í bússinn eða færð vin eða vandamann til að sækja þig. Narita flugvöllurinn er langt í burtu, eins og ég segi, svipað og Keflavíkurflugvöllur frá Reykjavík. Rúmur klukkutími með lest og strætó.

Suica: Ég er veginn að Sigrún vinkona sagði mér strax frá Suica, semsagt beinustu leið að búa til Suica kort eftir að við lentum og svo fylla á. Þið sem hafið farið til London eða Kaupmannahafnar kannast kannski við Rejsekort eða Oystercard, þetta er kort sem þú tjékkar þig inn og út og fyllir svo á í svona sjálfssala. Ekki nóg að kortið virki í subwayinn (allstaðar í Japan) heldur líka í strætóa útum allt Japan.

Vera alltaf með vegabréfið á sér: Þetta eru fyrstu mistök sem við gerðum. Við vorum ekki með vegabréfið á okkur fyrsta daginn sem við vorum í Japan. Okkur hefur yfirleitt verið kennt að skilja það eftir uppá herbergi og helst bara í svona harðlæstum skáp. En verðin í Japan eru yfirleitt ÁN SKATTS og þetta er gert meira og minna fyrir túristana. Með því að sýna framá að þú búir ekki í Japan, þá færðu að kaupa vöruna á þessu verði. Ef ekki, þá bætist skatturinn ofan í og þú borgar meira fyrir vikið. Eins og ég segi, ég og Kasper föttuðum þetta eftir að við vorum búnir að renna kortinu ansi oft í gegn. Við töpuðum smá penge, en allaf vera með það á sér. Það er samt óþolandi að þegar þú ert að versla þá taka þau kvittanirnar sem eru svo langar og troða þeim í vegabréfið og hefta þær við síðurnar, svo vegabréfið mitt er allt útí holum og var stútfullt af kvittunum.

Engar ruslatunnur (og ekkert rusl): Þetta var stærfræði í þessari ferð sem ég eiginlega skildi ekki (eins og öll önnur stærfræði samt). Í Japan eru ENGAR ruslatunnur, bara, engar. Það er ólöglegt að henda rusli í annarra manna ruslatunnur. Á sama tíma, er bókstaflega – ekkert – rusl á götunni. Þú sérð ekki sígarettustubb, eða tyggjó eða neitt á götunni. Ég gæti sleikt götuna og bara, allt í góðu. Ég fékk minn insider info að neyslumynstrið er bara betra en annarsstaðar. Ég var alltaf með ruslið mitt í vasanum eða ruslapoka í töskunni. Mjög magnað. Mér var sagt að rusla tunnur voru teknar í burtu eftir seinni heimstyrjöldina. Ástæðan veit ég ekki.

Maturinn: Þegar flestir heyra ‘ japanskur matur ‘ fá flestir vatn í munninn og byrja að slefa og hugsa um dýrindis sushi og allskonar dúllerí. Þó svo að sushi er algjör unaður er ekki eins mikið af því í Japan og fólk mætti halda. Ég hélt að sushi væri á hverju götuhorni, vaxi kannski í trjánum, þið vitið. Það er allskonar til, mjög mikið af sjávarréttum. Ég ætla þó ekki að ljúga að maturinn er FÍNN! Ég bara, þetta var svona öðruvísi. Ég greip mér yfirleitt einhverjar vefjur á Starbucks eða Sushi í súpermörkuðum og svo völdum við vel valdna staði til að borða á. Það sem ég mæli lang mest með að borða í Japan er: Okonomiyaki, Sushi & Ramen.  

JR passinn & lestirnar: JR passinn er passi sem langbest er að kaupa fyrir brottför, mánuði fyrir jafnvel. En aðeins ef maður ætlar að ferðast um Japan. Passinn er dýr, en hver og ein lestarferð er líka alveg mjög dýr, svo mikilvægt að kanna hvort það geti borgað sig að kaupa passann og svo bara hoppa inn og útúr lestum og heimsækja mismunandi staði. JR línan er oft bæði inní bæjunum en líka milli borga. Hann er ótrúlega þæginlegur og hægt er að kaupa tildæmis 7 daga passa, 14 daga passa, 21 og svo framvegis. Einnig er bullet lestin sem er geggjað að upplifa, hún flýgur á hvorki meira né minna á 320 km hraða og það er sko, bilaður hraði! Maður fann næstum því inneflin sín þrýstast í bakið á manni þegar maður sat í sætunum. Elskaði þetta!

Dýrt: Ef einhver heldur að Japan sé eins og Tæland, Bali, jafnvel Berlín eða einhversstaðar þar. Þá skjáltast ykkur alveg mega mikið. Japan er að mínu mati ekkert öðruvísi en Ísland og Kaupmannahöfn. Það er allt ógeðslega dýrt í Japan. Það er ekkert sem ég upplifði sem var bara “jii gott verð frábært” – eiginlega bara þvert á móti. Plús það eru geggjaðar búðir í Japan svo passið ykkur að vera með ágætis budget!

Shopping: Talandi um peninga og peningaeyðslu þá hef ég aldrei eytt eins miklum pening í lífi mínu. Í Japan eru endalausar vintage og resell búðir, allt í Japan er einhvernveginn gæði, það er erfitt að lýsa því, það er ekkert Kína drasl og svoleiðis, merki eins og Uniqlo og Commes Des Garcons eru töluvert ódýrari en annarsstaðar. Supreme er í Tokyo ásamt alveg endalaust af flottum búðum sem ég bæði hef ekki séð áður og umfangið einhvernveginn alveg ógeðslega flott og vel gert.

Japanir: Af því sem ég upplifði eru Japanir einstaklega hjálpsamir og góðir. Ég lenti ekki í neinu eða varð vitni að neinu óþæginlegu. Ef ég þurfti að spurja voru þeir alltaf til í að hjálpa hvort svo sem þeir kunnu ensku eða ekki. Þeir passa sig mikið, mjög mikið af “aaah sory sorry” og svoleiðis. Maður eiginlega datt í þannig hegðun líka. (Einmitt fólk, góðmennska er smitandi, fýla og dónaskapur er líka smitandi, think about it) Ég féll alveg fyrir kúltúrnum að þessu leyti.

3G/4G: Þetta er frekar fyndið því ég hefði ALDREI grunað að ég mundi vera vafrandi um Tokyo og Kyoto án þess að vera með 4G. Við Kasper fundum svona símafyrirtækis 4G læti stað á flugvellinum en við fengum eiginlega áfall hvað þetta var dýrt. Dagurinn kostaði sirka 1600 íslenskar, fannst það svolítið extreme og var alveg vissum að það væri nóg af þessu inní bænum. Hef gert það bæði á Bali og Tælandi, og eiginlega bara útum allt. Einnig var ég búinn að lesa mig til um að það væri hinu ýmsu sjálfssalar og almennt alveg ótrúlega margir sjálfsalar. Ég fann ekki einn sjálfsala eða búð með Sim-korti. Frekar hellað, svo fyndin staðreynd að við Kasper vorum ekki með 4G neitt í ferðinni. Við fengum síma til afnota á einu hóteli í Tokyo og húsinu í Kyoto sem hjálpaði helling. En svo skipulögðum við okkur bara! Nada problemo. Og já, öll Wifi í Japan eru MEGA góð! Starbucks og bara you name it!

Google Maps: Ef þú ætlar til Japans, þá er Google Maps besti vinur þinn. Það reiknar út allar lestir, subway, strætó-a. Algjör snilld! Meira var það ekki –

Reglur: Japanir eru mjög miklir reglumenn og það er svosem ekkert öðruvísi en Danirnir, svo ég er vanur. Nema það lítur allt út fyrir að þeir eru aðeins skárri í skapinu. Danirnir alltaf í viðbragðsstöðu til að árása. Þannig upplifði ég það alls ekki í Japan. Við Kasper löbbuðum einu sinni yfir rautt ljós, þegar gamall maður labbaði til okkar og benti á rauða ljósið skælbrosandi og klappaði svo Kasper á hendina. Brosið fékk okkur til að labba aldrei yfir á rauðu aftur. Bros borgar sig!

Andlitsgrímurnar: Andlitsgrímukúltúrinn er mjög stór í Japan, enn meira en mig hefði grunað. Ég sá þetta bara í Kína þegar ég var þar en þá var þetta að sjálfssögðu til að komast hjá því að vera ekki að anda að sér menguðu lofti. Andlitsgríma þýðir svolítið annað í Japan sem einkennist af tillitssemi. Ef maður er lasinn, veikur, með hósta eða bara eitthvað tussulegur, þá hendir maður á sig grímu til að spreða ekki sýklunum á annað fólk og útí hreint loftið. Sem er mjög falleg hugmynd. Finnst mér –

Mikið labb: Að ferðast um Japan er einn af þessum stöðum sem maður labbar EEEEENDALAUST. Ég sver að ég missti smá kíló í þessari ferð. Sem betur fer. Svo munið eftir góðum skóm og ekki fara í nýja skó og gera sömu mistök og ég! Ég endaði á einhverjum hótel inniskóm vafrandi um alla Osaka –

Allt er lítið: Að ætlast til að gista á svítum, stórum húsum er hugmynd sem má gleyma strax. Í Japan er bókstaflega allt lítið. Bílarnir eru litlir, húsin lítil, hótel herbergi lítil, bílskúrar litlir, allt er lítið. Við Kasper leigðum okkur hús í Kyoto þar sem við borguðum jafn mikið fyrir tvær nætur og við mundum borga fyrir 10 nætur í Tælandi á flottu hóteli. Við bjuggumst við frekar stóru húsi miðað við verðið, en svo var ekki. Allt – er – lítið.

Subwayinn:  Að nota neðanjarðarlestina í Japan er hrikalega þæginlegt, með hjálp Google Maps veistu nákvæmlega hvað þú átt að gera. Þæginlegt, þæginlegt þæginlegt!

Taxarnir: Taxarnir eru eins og leigubílarnir hérna heima á Íslandi og í Kaupmannahöfn, svo hægt er að miða svolítið við það. 15 mínútur í bíl geta auðveldlega orðið 3000 kr.

Onsen: HÉR má lesa allt um Onsen sem ég skrifaði um daginn! Sem er stór partur af japönskum kúltúr.

Klósettin: Klósettin voru eitt af því eina tæknilega sem ég upplifði í Japan (meira um það fyrir neðan). Klósett setan er sjóðandi heit, eins óþæginlegt og það er kósý. Vatni er sprautað uppí .. þið vitið. Þau eru oft á bara á japönsku svo þrisvar ýtti ég á takkann sem var sprautauppírass sem ég hélt að væri sturta niður. Svo þið getið ímyndað ykkur mig, með vatn útum allt að grúfa mig í hornið því vélmennaklósettið er að sprauta vatni uppí loftið. Ég hugga mig við það að ég held að þetta sé hreint vatn? Og ekki klósett vatn? Þið vitið. Annars, mjög krúttlegt, en klósett ferð nr 3 þá hættir þetta að vera spennandi og bara kósí.

Vatn með máltíðum og kranavatn: Eitt sem er eins og heima á Íslandi, maður fær vatn með máltíðinni og þarf ekki að borga 500 kr fyrir vatnið eins og hér í Kaupmannahöfn. Það er mega kósý. Kranavatnið í Japan MÁ DREKKA, og flestir drekka, það er mælt með svona filter til að setja á stútinn. En það kom skemmtilega á óvart. Við reyndar drukkum vatn úr flöskum og reyndum að nýta áfyllingar í flöskurnar okkar eins vel og mikið og við gátum.

Ekkert Pokemon & Anime: Ég sem hélt að Pikachu væri þjóðardýr Japans, og að það væri jafn eðlilegt að eiga pokemon bolta og eiga farsíma, og að fólk reyndi að fanga dúfur og kalla þá Pokemon. Vitiði hvað ég á við? WRONG! Eina sem ég fann, bara eitthvað gamalt Anime safn, annars ekkert. Svo eru örfáar Pokemon búðir, sem eru ekki einu sinni það impressive. En það er svæði í Tokyo sem heitir Akihabara, sem er það Tokyo sem ég hélt að væri. Það var mjög skemmtilegt að heimsækja það! Mæli með – annars er Tokyo, Kyoto, Osaka bara mjög klassísk, róleg, traditional og hugguleg. Ekki eins crazy og vélmennileg og ég hélt.

Innstungur: Eldsnöggt, kaupa adaptor fyrir innstungur strax. Því þær eru ekkert eins og okkar –

Sjónvarp: Allt sjónvarp á öllum hótelum er á Japönsku, og ekkert skemmtilegt. Allt leiðinlegt.

Sykur & nammi: Að lifa sykurlausum lífsstíl í Japan er SVO easy! Það er allt morandi í hnetum og hollum snacks. En það er algjört mission að finna Snickers. Ekki það að ég gerði einhverja leit, ég var svoooo feginn að vera ekki með sykur í kringum mig. Það er enginn nammikúltúr eins og við þekkjum á Íslandi. Enda þekkist varla til dæmis athyglisbrestur í japönsku samfélagi. Tilviljun? I THINK NOT!

Annars mæli ég hiklaust með Japan! Algjör upplifun að koma þangað!

x

Instagram: helgiomarsson

“JÁ, VAR HÚN EKKI ORÐIN GÖMUL?”

PERSONAL

Ég er staddur á Seyðisfirði hjá fjölskyldunni minni sem er alltaf jafn yndislegt. Ég lenti aðfaranótt föstudags í Keflavík og flaug svo um morguninn til Egilsstaða. Þaðan keyrði ég til Djúpavogs þar sem heimahagar mínir eru, ég bjó þar þangað til ég var sjö ára. Þar bjuggu einnig mörg systkini pabba og frændsystkini mín svo það er alltaf gaman að koma. Tilefnið var þó að kveðja ömmu mína Erlu, sem lést þann 22 maí, rétt eftir að ég kom til Japans og ég get ekki sagt ykkur hvað ég er þakklátur fyrir að hafa náð í tæka tíð til að kveðja hana. Það var yndislegt og erfitt á sama tíma.

Sem færir mig að viðfangsefninu. Ég fann það í kringum þetta ferli með ömmu Erlu, hvað mér gramdist það mikið þegar ég heyrði “Æj, var hún ekki orðin gömul?” “Já, hún var jú bara orðin gömul” – og með þessum skrifum er ég ekki bara að tala um ömmu mína, heldur öll okkur sem höfum misst til dæmis ömmur okkur og afa eða fólk nálægt okkur sem deyr úr elli. Nú er ég ekki að vitna í neinar sálfræðilegar staðreyndir eða slíkt, heldur eitthvað sem er mér frekar mikið common sense. Að spúa útúr sér “Já æ var hún ekki orðin gömul?” finnst mér í rauninni vera óviðeigandi að segja við einstakling sem er að syrgja eða eitthvað annað tengt. Sorgarferlið eru minningarnar, þessi hugmynd um að maður fær aldrei að hitta aftur manneskju sem var manni svo kær, sem kannski kenndi manni á lífið, hlúði að okkur, elskaði af afli. Sorgarferlið fyrir mér er að tárin og sorgin eru ekkert nema að heiðra manneskju sem maður elskaði heitt í gegnum lífið. Það að manneskjan er gömul, á ekki að vera neitt merki um að við eigum að draga úr sorginni eða gráta minna eða vera minna leið. Mér finnst þetta vera algjört disrespect gagnvart aðila sem er að syrgja. Ég vil biðja fólk um að hugsa sig tvisvar um áður látið er orð sem og þessi útúr sér til einstaklings sem syrgir. Sorgarferli er sorgarferli, ástin og söknuðurinn er nákvæmlega sá sami þó manneskjan var gömul eða ekki.

Sama gildir með dýr, sem lifa styttra en við, en að missa dýr getur verið gjörsamlega óbærilegt fyrir marga. Ég veit að þegar ég missti minn hund að ég fann hjartað á mér brotna. Jú hún var gömul, jú hún var veik en að missa hana fannst mér gríðarlega erfitt. En ég get ekki sagt hversu oft ég heyrði “Já, var hún orðin 12 ára? Já þessir hundar lifa stundum bara ekkert lengur” –

Mín persónulega reynsla, sem er enn í gangi er sú, að í gegnum sorgarferlið vegna andláts ömmu, þá leið mér hreinlega líkamlega og andlega óþæginlega. Mér fannst alveg ótrúlega vont að missa hana, ekki af eigingirni því það hentar mér svo vel að hún sé lifandi. Því hún átti svo stóran part í mér, og amma var gjörsamlega eins og ég hef sagt, svona “one of the greatest loves in my life” – hún var sólin í fjölskyldunni, hún var bara einstök. Ég get ekki lýst því með orðum hvað hún var best, mögnuð og frábær. Og að syrgja þessa konu, er erfitt, sama hversu gömul eða veik hún var. Ferlið er eins og það er og það á að fá að vera það ferli sem kemur til hvers og eins.

“Ég samhryggist” er nóg –

“Honor your tears, because they wash you” – 

JAPAN: TORII HLIÐIN Í KYOTO –

PERSONALTRAVEL

Torii er semsagt þetta rauða. Ég átta mig ekki á því hvað ég á að kalla þetta. Er þetta ekki hlið? Jæja, þetta heitir Torii og er heilagur staður og í Kyoto finnst nóg af þessu. Ég hefði að sjálfssögðu viljað verið til í að fara þangað þegar var lítið af fólki, en það er alveg á kristaltæru að þar sem þú finnur á bloggum, TripAdvisor, þar er skítnóg af fólki. Við reyndar náðum að vera á ágætum tíma þar sem kannski var ekki of mikið. Gátum alveg verið smá með sjálfum okkur og hafa það gott, en ég var heavy til í að taka spiritúal Helga á þessum stað og bara vera þarna í ró og næs, því þetta er stórmagnað svæði og gullfallegt.

Hálsmen & armband: Sign
Bolur & buxur: Uniqlo
Skór: Nike

@helgiomarsson á Instagram