fbpx

Í JÓLA-ÖRTÍMARITI SMÁRALINDAR –

ÍSLANDJÓL

Ég fór í smá viðtal hjá vinum mínum í Smáralind, en ég er búinn að vera followa þau á Instagram frekar lengi og tók eftir hvað ég var alltaf að fá góðar hugmyndir og hvað mér fannst allt vera flott hjá þeim. SVO ÉG TALA NÚ EKKI UM að þau eru búin að vera með fáranlega skemmtilegt jóladagatal sem ég tek þátt í daglega því alltíeinu elska ég Instagram og Facebook leiki. En já fréttir hjá þeim er eiginlega eins og blogg, sem er mjög skemmtilegt. Ég hef unnið með þeim áður og hefur alltaf verið frábær upplifun. Þau fengu mig í smá jólaviðtal og ég segi AAAAALDREI nei við að tala um jólin almennt. Svo mér fannst það ógeðslega gaman –

En mér fannst þetta mjög skemmtilegt spjall svo ég gat eiginlega ekki annað en að deila því hér á Trendnet –

Þið getið lesið allt tímaritið HÉR – 

Takk fyrir spjallið Smáralind!

VIÐ & UNICEF ERUM ALVEG AÐ NÁLGAST MILLJÓN –

ÍSLANDYNDISLEGT

Það eru alveg ótrúlega magnaðir hlutir að gerast. Ég fékk hugmynd í fyrradag um að safna fyrir Neyðartjaldi Unicef, en í fyrra var ég líka að varpa ljósi á Unicef og Sannar Gjafir. Ég bæði gaf þær og óskaði mér Sannar Gjafir. Ég byrjaði smá söfnun á Instagram fyrir þessu Neyðartjaldi sem er snjóbolti sem hefur farið að rúlla fram úr björtustu vonum. Ég er eiginlega í smá svona losti núna. Við náum fljótlega markmiðinu okkar, 158.000 ISK –

Núna, 24 tímum síðar .. erum við komin uppí 834.955 ÞÚSUND!!!!!!!!

Hver 100 þúsund kall sem við hittum þá bara, vá. Þetta er klikkað. Það er svo gjörsamlega dásamlegt fólk þarna úti. Ég er búinn að fá endalaus skilaboð sem ég er að drukkna í en ætla finna mér góðan tíma til að setjast niður og svara öllum. Þetta er semsagt allt að gerast hjá mér í story á Instagram, sem fólk getur fylgst með.

Boðskapurinn með þessu öllu saman er bara sá, að margt smátt gerir eitt stórt. Það hafa komið millifærslur frá 350 kr uppí 50.000 kr og sú algengustu eru 1000 kr og 2000 kr, en það var upprunalega hugmyndin, til að ná uppí 158.000 kr, ef einhver vildi vera með. Svo þetta er bara svona mindblowing eitthvað. Hver og ein millifærsla er alveg algjörlega jafn vel þegin, því það eru ekki allir sem eiga aukakrónur milli handanna, en hver einastu skilaboð, eða deilingar eða hugsanir til þessara söfnunar er líka nóg.

Svo seinna í kvöld eða á morgun, birti ég þau nöfn sem tóku þátt. Er öllum alveg ótrúlega þakklátur.

HÉR er viðtal við mig við Fréttablaðið ef þið áhuga á að sjá hvernig þetta allt valt uppá sig (er það til? valt uppá sig? jæja!)


Frá heimsókn minni síðustu jól – 

@helgiomarsson

KERTAGLEÐIN – VOLUSPA

ILMURSAMSTARFYNDISLEGT
Kertin fékk ég að gjöf –

Kertaperrinn í mér hefur aldrei verið meiri. Kannski afþví Danmörk hefur verið krónískt dökkgrá í örugglega mánuð. Ekki rifa af bláum himni, og ég er búinn að vera meira heimavinnandi og á hundinn minn svo allt er einhvernveginn orðið meira kósý. Lífið hefur faktískt aldrei verið eins kósý. Það hlýtur að vera bara afþví ég á núna íbúð sem ég valdi, æ skiluru, pússlið er bara nokkuð fullt. Svo ef það eru ekki reykelsi í gangi þá ertu kerti í gangi á meðan ég er að vinna. En Maia Reykjavík kom mér alveg ótrúlega á óvart með kertum frá Voluspa, sem ég hef þó reglulega keypt síðan 2013 þegar ég uppgvötaði þær í Ampersand hjá Evu og Önnu hér í Kaupmannahöfn. Hef farið í gegnum ófá kerti síðan og elska þau alveg dásamlega heitt. Svo það var ótrúlega fallegt af þeim – og afþví ég hef notað þau í mörg mörg mörg mörg ár, þá datt mér í hug setja þau hérna inn og sérstaklega deila með ykkur þessu:

Jólailmurinn hjá þeim í ár! Ekki kanill eða epli, heldur GRENI ilmur. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað er geggjað að hafa kveikt á þessu kerti. Kertið mitt hefur verið kveikt á núna í tæplega tvær vikur og það er ekki einu sinni hálfnað, held þau segja 100 klst. En það er af öllum líkindum að fara haldast eitthvað lengur –

Þetta er svo lyktin sem alltaf er til á lager heima hjá mér. Þessa hef ég keypt síðan 2013 –

.. og afþví þau í Maia vita hvað ég elska þessa lykt mikið gáfu þau mér svona spray. Alveg geggjað!

Svo var einnig hin vinsæla og ósigrandi Crisp Champagne og Suede Blanc í pakkanum líka. Sem ég hlakka mikið til að prófa –

@helgiomarsson á Instagram

NÝJU ALGAE DROPARNIR FRÁ BLUE LAGOON – SAMANTEKT

ÍSLANDSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
Þessi færsla er í samstarfi við Blue Lagoon skincare

Bláa Lónið setti á markað alveg fáranlega spennandi vöru sem ég fékk að vera með til að læra um og prófa. Ég fór með Elísubet á kynningu hjá Bláa Lóninu og sérfræðingunum sem standa á bakvið allar vörurnar og það eitt og sér var alveg fáranlega skemmtilegt og fræðandi. Það var eiginlega gjööörsamlega geggjað og fræðandi að sitja á þeirri kynningu, sérstaklega þegar maður er orðinn töluvert meira upptekinn af sjálfbærni og náttúrunni sem slíkri, þá er Bláa Lónið hálf ‘mindblowing’ og að hugsa til þess að sjálfbærni hjá Bláa Lóns húðvörunum hafa verið í forgangi síðan þau fóru í gang með þær.

Allar upplýsingarnar um vöruna er hægt að lesa HÉR en um er að ræða andlitsolíu sem er gerð úr örþörungum Bláa Lónsins, og í raun eru þetta eins og Algae maskinn vinsælli þjappað saman í eina kjaftmikla olíu.

Það hefur verið hreinn unaður að nota þessa olíu, og ég á það til að vera svolítið æstur í vörur sem ég er spenntur fyrir (annaðhvort er ég nískur og nota aldrei, eða æstur og nota of hratt, ekkert þarna á milli) svo ég hef verið að nota hana morgna og kvölds. Á morgnana set ég hana yfirleitt í rakakremið mitt og á kvöldin löðra ég henni í andlitið þangað til ég góla.

Eftir tvær vikur í notkun, þá get ég ekki annað en að gefa þessari vöru mína bestu einkunn og eiginlega rúmlega það. Hún er alveg ótrúlega góð og mér líður eins og ég fari á sætuna þegar ég nota hana. Og það eru mín einlægu meðmæli –

Það var að sjálfssögðu ekki í boði að taka myndir án þess að sætasti gaurinn fékk að vera með –

.. og smakka, og já rífa pakkann í tætlur

Njótið vel!!

@helgiomarsson

RIGNING OG ROK OG HÚS Á MILLJARÐ –

DANMÖRKPERSONALSTYLEWORK

Ég fór í mjög skemmtilegt verkefni síðustu helgi þar sem ég var að mynda púða fyrirtæki. Myndatakan fór fram í húsi í Espergærde sem er á norður Sjálandi. Húsið hinsvegar var gríðarlega stórt, og það var einnig til sölu á litlar 910 litlar milljónir íslenskra króna. Þar voru meðal annars tvær “álmur” sem voru ekki í notkun. Húsið var alveg við sjóinn, þar var bryggja (sem er einmitt á myndunum), garðhús, annað úti hús og hvað ekki. Þetta var allt hið klikkaðasta. Eigendurnir voru þarna og voru hinir dásamlegustu og upplivelset var bara æði. Ég kannski deili myndum þegar þær eru ready, núna þegar ég er að blaðra svona mikið um húsið. Þetta var samt lúmskt fyndið því ég hef ekki séð eins gráan dag í langan tíma hér í Kaupmannahöfn, það var smá eins og væri myrkur allan tímann. En einhvernveginn tókst mér þetta og myndirnar eru alveg ótrúlega fallegar.

Við enduðum þó daginn hér, á bryggjunni sætu, í roki og rigningu. Sem mér fannst meira segja frekar geggjað –

@helgiomarsson

H&M & AIRWAVES Á ÍSLANDI –

ÍSLANDSAMSTARFSTYLE
Þessi færsla er í samstarfi með H&M

H&M bauð mér heim á Airwaves í síðustu viku og á sama tíma var einnig verið að kynna nýja samstarf H&M með stórhönnuðinum Giambattista Valli. Ég er fyrst og fremst bara þakklátur fyrir að hafa verið boðinn heim, því ég elska landið okkar svo MIIIKIÐ – alveg svona öllu gríni sleppt. Er búinn að vera í lúmsku Íslands ástarkasti síðan ég kom heim.

Það var nóg að gera, var meira og minna kominn útúr dyrunum kl 08:00 á morgnana og kominn milli 23:00 og 00:00 á kvöldin, sem mér fannst samt eiginlega geggjað. Það er ógeðslega gaman, ég náði ekki að klára allt sem ég ætlaði mér en hey, lífið er of stutt til að bögga sig á því. Það er alltaf næsti Íslandstúr!

 

Dressið frá samstarfi Giambattista Valli & H&M

Skórnir eru frá Valentino –

@helgiomarsson

HÉR FANN ÉG BLISSIÐ –

ÍSLANDSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi með Bláa Lóninu 

Sjón er sögur ríkari er mjög góð setning, þá sérstaklega á öldinni sem við lifum í núna, og það á einnig svo sannarlega við þeirri upplifun sem ég átti í Blue Lagoon Retreat í vikunni. Ég skal alveg vera hreinskilinn að ég hafði hugmynd hvað um var að ræða þegar ég heyrði Retreat! Kannski nokkrir djúsí pottar og slökunarherbergi með aðgang í lónið. Ef við segjum að ég hafi búist við 100% þá tók á móti mér 250% –

Ég labbaði inní lobbý þar sem maður tók á móti mér og fylgdi mér inní göng sem var eins og stjörnubjartur himinn, mjög magískt og þá færðist rennihurð yfir í paradís. Ef ég las rétt, yfir 4000 fermetrar af pjúra “omg” – mér var fylgt inní mitt eigið herbergi þar sem voru Bláa Lóns skincare vörurnar, sturta á stærð við allt baðherbergið mitt hér í Vesturbrú og allt sem þú þarft til að gera þig ready fyrir upplifunina.

Spa-ið virðist endalaust þegar þau kynna þér fyrir því. Endalaus herbergi á borð við afslöppunarherbergi, maskaherbergi, herbergi fyrir hugleiðslu þar sem dropar falla á glerþakið fyrir ofan þig (hallóó), nest með útsýni og ég gæti haldið endalaust áfram. Aðgangur í einka Bláa Lón er svo sannarlega tilstaðar og þar – fann – ég – blissið. Ég ætla meira segja að fara svo langt að ég fékk bara svona euphoric maníska bliss tilfinningu. Ég var þarna seinni partinn og ég var einn í þessu lóni, eða allavega þeim parti lónsins og ég flaut þarna í myrkrinu og það ringdi ofan á mig og ég andaði bara inn og út í rúmlega klukkutíma. Ég gjörsamlega gleymdi mér og bara hvarf í þennan klukkutíma. Þetta er líka bara svo ótrúlega mögnuð tenging við náttúruna, stjörnubjartur himinn, lónið sjálft uppúr jörðinni, hraun allt um kring, rigning, þið vitið.

Í lokin er hægt að fara í ritúal, sem var einnig klikkuð upplifun. Þar sem skref fyrir skref þú færð líkamsdekur á allan líkamann, frá toppi til táar gott fólk.

Þetta er svo sannarlega fimm stjörnu spa, en það sem gerir þetta aðeins svona, mindblown, er í rauninni hvað náttúran spilar beint við spa-ið. Víbrasjon undir jörðinni til að byrja með, og svo öll þau stórfenglegu elementin sem gera, Bláa Lónið.

Það mátti alls ekki taka myndir þarna inni, en ég kýs ávalt að beygja reglurnar en ekki brjóta þær –

Ég gæti ekki mælt meira með –

NÝR ILMUR – ST PAULS BY FRAMA

ILMURSNYRTIVÖRUR

Ég var á röltinu um Magasin Du Nord um daginn, meira segja bara úr hádegispásunni minni og ég fékk þessa hugmynd um að ég ætti að kaupa mér annan ilm. Ég er semsagt búinn með minn og er bara svona pungur sem er alltaf með ilmvatn á mér. Tilhugsunin að það sé ekki himnesk lykt af mér þykir mér MEEEEGA óþæginleg. Ég rölti um og skoðaði eitt og annað og rakst svo á þetta. Frama, og kynnti mér að þetta er alveg fáááááranlega sjarmandi framleiðsla. Þetta er gert meira og minna í höndunum hér í Kaupmannahöfn og það eru ekki margar flöskur gerðar í hverju holli. Fannst eitthvað sjarmerandi við þetta.

Lyktin fannst mér líka mjög heillandi, hún er svona krydduð en samt sæt og fersk. Algjört klám fyrir nefið.

  

.. svo er flaskan svo sæt og falleg!

@helgiomarsson
Helgaspjallið á Apple Podcast og Soundcloud

OUTFIT – COS

SAMSTARFSTYLE

Þessi færsla er í samstarfi með COS

Ég heimsótti COS heima á Íslandi á dögunum og í samstarfi með þeim fékk ég að velja mér nokkrar flíkur. Ég hef vel og lengi verið kúnni hjá COS, búðin er hérna við hliðin á vinnunni minni svo ég veit ekki hversu oft ég hef hoppað yfir og keypt mér skyrtu fyrir fund, eða desperate á Fashion Week eða óvænt út að borða eftir vinnu, YOOOOU name it! Ég elska flíkurnar þeirra, þær eru einfaldar og lúxus og á góðum prís.

Aumingja hundurinn – vantar athygli en pabbi alltof bussí að pósa –

Flíkurnar sem ég valdi mér voru þessar buxur, mér finnst þær eiginlega geggjaðar og þæginlegar. Fínar en samt einfaldar – og svo þessa skyrtu með rennilás. Hef verið mikið í báðum flíkum. Meðal annars hér í fertugs afmæli Röggu Nagla vinkonu

einnig er ég í peysu sem ég valdi mér líka í þessari færslu – sem svo skemmtilega á óvart sprakk alveg upp, færslan semsagt. Kom ótrúlega skemmtilega á óvart hvað hún hreyfði við mörgum –

Þið finnið COS á Kolagötu 101 í nýja miðbænum í Reykjavík. Mæli með að skoða fallega hönnun og fallegar vörur –

@helgiomarsson
Helgaspjallið á Soundcloud & Apple Podcast

HAUST & VETRAR KERTIN HEIMA –

HOMEPERSONAL

Ég átti bókstaflega bestu helgi ever. Kasper var í sumarbústað og ég ákvað að taka heila helgi fyrir sjálfan mig og taka allt í gegn heima. Alla skápa, skúffur, kassa, box, hillur, you name it. Þannig finnst mér langbest að taka til, að kasta hlutum hingað og þangað bara til að þurfa ekki að horfa á það. Ég þarf helst að vita hvar þessi hlutur á að vera, á ég að henda honum, gefa, geyma. Þið vitið. Svo í það fór helgin mín ásamt því að fara í langan túr með Noel og knúsa hann þar til hann fékk gjörsamlega nóg.

Ég einnig gróf fram allt sem ég er að fara nota með komandi vetri (hann er ekki enn kominn hingað til Köben) – kertin, reykelsin, jólaseríur, og svo framvegis. Ég gjörsamlega elska ilmkerti og er einnig mjög sparsamur á þau. En þau eru öll hálf búin, eitthvað lítið eftir í langflestum. Svo ég þarf að fara í mission á næstunni.

Ákvað þó að deila þeim með ykkur sem hafa verið með mér já, síðustu ár svei mér þá:


1. Voluspa – Lichen & Vetiver (lang uppáhalds) – Fást í Maia
2. Urð – Stormur / Winter – fást hér
3. Voluspa – Chestnut & Vetiver SVOOO góð lykt, held hún fáist ekki lengur rip
4. Diptyque – Tokyo – ekki viss hvort þetta sé til heima. Keypti mitt í Magasin Du nord, geggjaðir ilmir.
5. Haf Store – Vetur – fæst hér (ok reyndar uppselt, en þið vitið, er þaðan)
6. Ikea – jólakerti! Fæst í Ikea – 

Eigið kósý mánudag! x

@helgiomarsson