Helgi Ómars

HELGASPJALLIÐ SNÝR AFTUR!

HELGASPJALLIÐ

JÆÆÆÆJA! Helgaspjallið er að fara aftur í loftið eftir þó nokkra pásu, tökurnar eru byrjaðar og allt sem þarf er þannig séð komið. Ég alveg hreinskilnislega fatta ekki ennþá hvað viðtökurnar voru góðar og finnst hálf erfitt að trúa því. Ég er þó með báða fæturna á jörðinni og tilbúinn að leggja enn meira í þetta ágæta podcast. Mér líður eins og ég sé að gera eitthvað sem ég innilega brenn fyrir. Að svala forvitni minni og að fá að hlusta á geggjaða viðmælendur hjálpa mér verða betri en ég var í gær og  fá fullt af innblæstri í lífið mitt. Vonandi er þetta eitthvað sem hlustendur mínir upplifa líka í kringum podcastið líka –

En Helgaspjallið byrjar aftur þann 1. desember – í besta mánuði í heiminum! 

Hlakka til!

Instagram: helgiomarsson

STATUS: FLUTTUR!

DANMÖRKHOME

Jææææja, ég ákvað að gefa ykkur smá status. Það hefur verið ansi hektískt hér í Kaupmannahöfn síðan við lentum frá Bali. Það tóku á móti okkur alveg ótrúlega mikið af verkefnum og við sóttum lyklana daginn eftir að við lentum. Síðasta helgi fór í að flytja, mála, pússa, lakka, þrífa. Þetta er búið að vera bilaðslega skemmtilegt allt saman. Tengaforeldrarnir komu og hjálpuðu okkur með allt saman. Pabbi Kaspers er algjör snillingur í öllu sem þessum framkvæmdum tengdist.

Nú er í raun allt komið á sinn stað og ég gæti ekki verið ánægðari. Mér líður svo sannarlega eins og þetta sé heimilið mitt og ég trúi varla að ég eigi þessa íbúð. Ég hlakka mikið til að sýna loka útkomuna, mun taka myndir við tækifæri. Helgarnar mínar eru ansi pakkaðar að jólum útaf Helgaspjallinu sem er aftur að fara í loftið myndir koma fljótt!

Daginn áður framkvæmdir fóru í gang!

BAMBUSHÚSIÐ Í FRUMSKÓGINUM –

Ég rakst á þetta hús þegar ég var að panta gistinguna í Bali og ég vissi að ég yrði að panta það. Ég er mjög öryggissinni og um er að ræða GALopið bambushús! Það var hægt að læsa herberginu, en þetta var jú bambushús, loftið opið og ef tígrisdýr mundi mæta og ætla að éta mig þá væri það alls ekki erfitt fyrir það. Ég yrði mennskt sushi á örstuttum tíma. Þetta er samt svolítið Bali, allt er mjög opið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef búið í húsi sem er opið. Af þeim upplýsingum sem ég hef fengið er Bali bara ótrúlega safe og þetta er mjög algengt.

Þetta hús var algjör upplifun. Útsýnið var eiginlega of geggjað til að bara taka það inn og átta sig á því. Ég sat tímunum saman og bara horfði út. Það eru svoleiðis augnablik sem maður á að njóta sem ég gerði. Töfrarnir á að gista í þessu húsi var algjörlega að það var ekkert auðveldara en að gera bókstaflega ekki neitt og bara vera. Án þess að vera upptekinn af símanum eða tölvunni eða klára eitt eða annað. Þetta var yndislegt.

Þetta var persónulega uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu. Elskaði að liggja þarna.

Að vakna var heldur alls ekki slæmt – við reyndum alltaf að vakna extra snemma því morgnarnir á Bali eru engir líkir. Ég er ekki að grínast, það er eitthvað gjörsamlega geggjað við þá.

Mér fannst húsið alltaf svo flott þegar við komum að því á kvöldin. Eins og þið sjáið þá er engin hurð til að komast inní það. Bara sætar tröppur inní galopið húsið. Einu gestirnir sem við fengum samt voru bara tveir kettir og gekkó eðlur.

Inngangurinn, stofan uppi og svo eldhúsið á neðri hæðinni.

Stiginn niður –

Þetta var svo geggjað! Einstök upplifun –

Instagram: helgiomarsson

SÓLARVÖRNIN Á BALI – DAVINES

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTRAVELÚTLIT

Þessi færsla er í samstarfi við Davines –

Þegar ég fór til Bali ætlaði ég að fara í massívt tan mission. Ég elska tan, ég ætla ekki að ljúga að ykkur að ég elska að vera tanaður. Ég fer lítið sem ekkert í ljós (aðeins ef það er neyðaratvik) og mundi aldrei mæla með því. Ég hef ekki verið enn prófað brúnkukrúnkukrems lausnina. Það er á döfinni að prófa. Þegar ég fór til Bali þá ætlaði ég bara að gera hlutina rétt, og vel. Þið vitið. Skrúbba, aftersun og bara passa uppá að ég komi ekki heim og skipti um húðleður eins og snákur. Það tókst svo vel þetta skiptið og ég er brúnn, og extra sætur (no shame) og með hvítari tennur og ég kann að meta að taka selfies aftur. Var kominn á algjör eftirlaun hvað selfies málin varða.

Þetta gerði ég með hjálp fagmannanna á bakvið Davines sem er merki sem ég er mikið að gæla við þessa dagana eftir að ég las mig til um sögu þess. Meira um það seinna og meira um tanið. Ég ákvað að skrifa þessa færslu þegar ég var búinn að fara í gegnum allt prósessið og hvort ég gæti gefið þessu öll saman fullt hús stiga. Sem ég get gert í fullri hreinskilni.

Þessar vörur eru gerðar úr bestu mögulegu hráefnum og er með sjálfbærni í algjöru leiðarljósi þegar kemur að framleiðslu.

Förum yfir góssið –

Það kom mér skemmtilega á óvart en ég kláraði næstum þessa flösku. Hármjólk er ekki eitthvað sem ég hef áður hugsað mér að nota, en ég notaði hana daglega og þetta er einnig vörn fyrir hárið í sólinni. Fannst þetta geggjuð vara og gæti alveg hugsað mér að nota meira –

Sólarvörnin sjálf – lyktar unaðslega og entist alla ferðina. Ég veit ekki hvort ég eigi að þakka Bali sólinni eða kreminu hvað tanið mitt kom geðveikislega vel út eftir þessa ferð.

En ég held að þetta eigi líka mjög stóran þátt, en ég notaði þetta á – hverjum degi – stundum tvisvar á dag. Ég var með tvær dollur fyrir mig og hubby og við náðum ekki einu sinni að klára. Held að þetta sé mjög krúsjal þáttur í taninu – aftersun. Þetta fær rúmlega fullt hús stiga.

Þetta bar ég á mig bæði áður en ég fór og á meðan ég var þarna. En þetta krem semsagt undirbýr húðina fyrir sólina – svo grípur tan maximizer bara. Það tók allavega ekki langan tíma að selja mér þetta.

Nota bene, ég er svo miklu tanaðari en þarna, ji þið munuð varla trúa .. fer í málið

Og til að hugsa sér að þarna hélt ég að ég væri brúnn!

Takk fyrir aðstoðina Davines! Er yfir mig ánægður x

Hér getiði séð sölustaði – 

Instagram: helgiomarsson

 

RITUAL MEÐ YUDA – ÞAKKLÆTI

Yuda er yndisleg kona sem tók á móti okkur í einu af húsinu okkar á Bali. Hún var hjálpsöm og brosmild og það var auðvelt að þykja vænt um hana. Sem forvitni fjandinn sem ég er þá langaði mig að vita meira um Bali og hefðir þeirra. Ég er búinn að lesa um Canang Sari sem eru gjafir til guðana þeirra. Mig langaði þó frekar að heyra það frá henni og hvað þetta þýddi. Hún sagði mér að þetta þýddi þakklæti. Fyrir að eiga þak yfir höfði, föt, mat og drykk. Mér fannst þetta svo frábært því ég er alltaf að reyna læra meira inná þakklæti og tileinka mér þakklæti. Hún talaði um að hún nýtti þetta sem daglega hugleiðslu og þetta er partur af trúnni þeirra, Hindu.

Ég gjörsamlega elskaði tilhugsunina, að þau sem regla hugleiða þakklæti daglega. Yuda sem gjörsamlega ætlaði að neyta peningunum sem ég gaf henni í tips því henni fannst það of mikið þakkar á hverjum degi fyrir allt sem hún á. Æ þið vitið hvert ég er að fara með þetta. Þetta er allavega eitthvað sem ég ætla að reyna að tileinka mér í lífinu, því ég held að það skapast helling af lífsgæði að þakka fyrir allt saman á hverjum degi.

Þetta var mitt innlegg í dag –

Hver fjölskylda í Bali á sitt eigið “temple” eða musteri og þetta er gert daglega, nema þegar það er dauði í fjölskyldunni.

Ég tók þátt í þessu með henni á hverjum degi henni og fannst það mjög kósý. Við sögðum lítið sem ekkert á meðan þessu stóð, nema hún sagði mér aðeins frá.

Áfram þakklætið!

MARGRÉTARVILLAN Í PENESTANAN –

INTERIORTRAVEL

Hæ vinir – nú er ég búinn að vera á Bali í yfir tvær vikur og þetta hefur að sjálfssögðu verið algjör forréttindi að vera hérna. Ég er þó að læra töluvert meira inná Bali en ég gerði áður. Síðast var ég miklu minna á sjálfu Bali, var bæði í Singrapore og á Gili eyjunum. Núna er ég bara í Bali og fengið að sjá töluvert meira. Í fyrra leigðum við ótrúlega einstakt hús í þorpi innan Ubud sem heitir Penestanan og umhverfið það var í raun allt sem við hefðum getað óskað okkur. Svo við vissum að vildum fara nákvæmlega þar aftur, sem við gerðum. Við ákváðum að leigja annað hús á sama svæði eftir sama arkitekt, sem við vorum svo heppnir að kynnast á meðan við vorum þarna. Húsið sem við vorum í áður heitir Villa Flora, en þetta fallega hús sem við vorum í núna heitir Villa Margrethe.

Hún heitir Alejandra og var algjörlega mögnuð. Hún átti algjörlega svona Eat Pray Love sögu og ég hlustaði dáleiddur á söguna hennar. Hún kom til Bali árið 2003 í frí og ákvað að mæta ekki í flugið sitt heim. Henni datt ekki til hugar að hún mundi nýta arkitektúrinn þegar hún ákvað að vera eftir í Balí, en hún byrjaði á að hanna og sauma og selja peysur til að eiga í sig og á, og hún leigði hús þar sem hún kynntist konu sem svo byrjaði að vinna fyrir Alejöndru. Hún átti lóð sem hún leigði Alejöndru sem er lóðin sem húsið sem við leigðum stendur á. Seinna meir bættust hús við og núna á hún stútfullt af kúnnum og bók um arkitektúrinn hennar.

Við erum sammála um að við hefðum getað flutt þangað. Ég get ekki alveg útskýrt hvernig þetta var, en það var algjörlega einstakt að vera þarna. Eftirá fórum við til Canggu og það er í fyrsta skipti sem við fórum til Canggu. Það var fínt, en það er mjög erfitt að toppa Penestanan, jú eða vera nálægt því.

Hér var borðaður morgunmatur á morgnana á slaginu 08:00 – Made og Made vöktu okkur yfirleitt þessum geggjuðum orðum “okaaii breakfast readyyy” en þær mættu á morgnana og gerðu geggjaðan morgunmat handa okkur.

Alveg bilaðslega mikið af öllum efnum er endurnýtt í húsunum hennar Alejöndru. Þessir veggir eru gamlir veggir frá húsum á eyjunni Java.

Efri hæðin, tvær mjög sætar svalir sem var mikið kúrað. Við sváfum úti á svölunum hægramegin því gekkó eðlan var beint fyrir ofan rúmið okkar og hún bókstaflega gargaði kl 04:30 um nóttina, svo við færðum okkur út. Ég kunni ekki við að fara rífa mig eitthvað við hana svona seint um nótt. Annars var það aðeins þessi tvö skipti. Ég kann vel að meta þessa ekkó eðlu sem fylgir húsinu.

Einn yndislegasti maður í heimi, Jampi kom og nuddaði okkur nokkrum sinnum á meðan við gistum. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og mögulega besta nudd sem ég hef fengið. Ef þið eruð á Bali eða eruð að fara, þá mæli ég með honum. Hann mætir í hús og hótel í Ubud – sendið mér bara á Instagram og ég læt ykkur hafa Whatsapp númerið hans!

Fiðrildin voru líka miklir vinir okkar, þau eru eitthvað svo forvitin og krúttleg.

Sundlaugin okkar sem fylgir húsinu og svo húsið – get ekki lýst því hvað ég elska þetta!

Hér var líka oft sofið. Það er bilað hversu afslappaður maður var.

Næst á planinu, byggja hús í Penistanan!

BALI FYRIR SÁLINA –

PERSONALTHOUGHTSTRAVELYNDISLEGT

Ég er núna búinn að vera í tíu daga á Bali og á tólf daga á eftir. Þessir tíu dagar hafa verið svolítið mediteraðir, semsagt að við erum ekki búnir að vera á neinum túrum, eða fara langar keyrslur að sjá eitthvað eða neitt svoleiðis. Þessir dagar hafa verið alveg ótrúlega lærdómsríkir og svona fullur af allskonar sem ég hef getað nýtt mér til góðs. Við búum í þorpi inní Ubud sem heitir Penistanan, og ég fattaði það í rauninni fyrir stuttu, ég hélt þetta væri bara Ubud og það er hér sem töfrarnir gerast. Inní alveg ótrúlega þröngum stígum fullt með musterum, litlum yoga stúdíóum og hugleiðslu gúruum. Þorpið er mjög þétt og hér búa fjölskyldurnar kynslóð eftir kynslóð.

Það er bara svo fyndið að óvart mjakast útúr vananum sínum sem maður þekkir, berjast við sykur, fósturstellingar útaf kvíða, berjast við lúxus vandamálin, berja mig niður útaf smáhlutum, og eiga ekki pening fyrir Prada töskunni og ég gæti haldið áfram. Án þess að hafa tekið ákvörðun um það er allt þetta sem ég þekki heima í Kaupmannahöfn flogið útum gluggann og hausinn á mér er tómur en samt svo miklu fyllri en áður, ef það meikar sense. Við erum búnir að hitta svo magnað fólk og hlusta á svo margar sögur. Ég veit eins og þetta hljómar eins og feitasta Bali klisja sem þið hafið heyrt, en svona er þetta. Ég hef alltaf sagt það. Við erum heppnir með húsið sem við erum í og fólkið á bakvið það og fá að vera í þessu þorpi. Núna þarf ég að leggja mig allan fram til að halda fast í þessar tilfinningar og þessa sálarplöntu sem er að vaxa innra með og taka þetta með mér til Köben aftur.

Sorry klisjuna, en þær eru klisjur af ástæðu guys!

Nóg að gera hér: @helgiomarsson á Instagram

HOW TO: EKKI FLAGNA & HALDA TANI

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi við The Body Shop 

Ég man ekki alveg hvenær það var, en mér finnst mjög líklegt að það hafi verið eftir síðastu ferðina til Tælands þar sem ég var að bitcha yfir því að ég finn fyrir góðu tani og svo flagnar þetta allt af mér og ég enda eins og dalmatíuhundur. Þá var einhver, sem ég get heldur ekki munað hver sagði við mig – “Skrúbbaru ekki á þér líkamann þegar þú ert að ferðast????” pínu eins og ég hafi veri spurður hvort ég tannbursti mig ekki á hverjum morgni. Það átti víst að vera galdurinn við að halda tani og minnka flagn. Skrúbba þessar dauðu húðflögur af líkamanum og endurnýja þetta allt saman. Sem meikar sense nú þegar ég hugsa það. Að tana ofan á dauða húð flixur er auðvitað bara waste of tan & time. Svo ég er búinn að vera skrúbba eins og enginn sé morgundagurinn á hverju kvöldi. Ja, eða síðustu þrjá daga því það var eitthvað lítið af tani hérna fyrst. Var of upptekinn að vera barn á stökkpalli.

Ég er með Mediterranean Sea Salt Scrub frá The Body Shop og fær hann top einkunn. Saltið er þykkt og djúsi og maður endar silkismooth og mjúkur eftir skrúblætin.

Ég er svo ógeðslega til í að verða brúnn til jóla, BRRRRING IT ON.

Eyðinleggur ekki að dósin er geggjuð. Mun nýta hana sem nammiskál þegar skrúbburinn er búinn.

Skrúbbdiddy skrúbb, skrúbbdí skrúbbdí, skrúbbdí púp.

Btw munduði segja að sturtan mín er geggjuð? Ég líka nefnilega ..

Mæli með þessum – munið að skrúbba!

FYRSTU DAGARNIR Á BALI –

PERSONALTRAVELYNDISLEGT

Fjandinn hafi það. Bali er svo næs.

Við lentum seint að kvöldi rúmlega 23:00 og þar beið okkur pick up sem keyrði okkur í villuna sem við leigðum okkur í þrjár nætur. Hún var algjör draumur en hún var aðeins í burtu en við vorum með bílstjóra sem gat hent okkur á einn stað í downtown Ubud. Við höfðum hvorugir farið í naflann á Ubud, eða já semsagt miðbæinn og ég fékk smá svona “vó” – Ubud er líka túristastaður. Það var mikið af fólki og mikið af búðum og mörkuðum, sem var auðvitað gaman að heimsækja. Við höfðum bara aldrei séð Ubud svona. Þegar við ferðumst reynum við sem mest að vera eins autentískir og við getum. Við vorum sem betur fer með annan stað og svæði Ubud sem er gjörsamlega stórkostlegt sem við eigum eftir að fara í seinna í ferðinni.

Þessi staður var þó geggjaður, við gátum baðað okkur og sofið þar sem apar héngu/hengu/hengdu/wtf/ í trjánum og vorum með alveg ídíal jungle view, ef ég má sletta, fyrir utan.

Stór sundlaug, stökkpallur, þetta var mikill unaður. Það sem tekur við næst er svæði sem við þekkjum, þar sem við fengum að kynnast Ubud á mjög hráan og yndislegan hátt. Meira um það síðar –

Sundlaugin á svæðinu var gínormus og kom mér mjög á óvart. Hún var ekki einka en við meira en minna áttum hana útaf fyrir okkur á meðan við vorum á svæðinu. Algjör lúxus.

Þegar ég sá stökkpallinn froðufelldi ég næstum því. Ég tók ansi margar umferðir og Kasper tók núll.

Þetta var semsagt skrúfa. Hef átt betri lendingar.

Lítur allt út eins og hann hafi hoppað, hann gerði það ekki.

Sól og hrukkur.

Mesta beib lífs míns.

Endurtek.

Það er nóg að gera á Instagramminu í story – stökkvið þangað: @helgiomarsson

MÁLNINGIN KEYPT & KOMIN –

DANMÖRKHOMEINTERIORPERSONAL

Núverandi status er ágætur. Við erum hægt og rólega byrjaðir að pakka ofan í kassa. Pakka ofan í töskur fyrir Bali og gera allt klapp og klárt fyrir allt saman. Þegar við komum heim frá Bali fáum við lyklana afhenta og getum byrjað að flytja af alvöru. Við ætlum að byrja á því að mála allt hvítt hvítt hvítt, loftin og allt svoleiðis til að hreinsa íbúðina. Svo eru nokkrir veggir sem við komum til með að mála með litum. Þessir litir hafa verið ákveðnir og keyptir. Við erum búnir að fara fram og tilbaka og eins og ég hef áður sagt að við Kasper erum alveg hrikalegir að taka ákvarðanir, enda tveir tvíburar.

Ég er ánægður með valið akkúrat núna. Við skulum sjá til hvernig þetta verður þegar þetta er komið á samt. Hlutirnir þurfa svolítið að gerast ekki seinna en strax hjá mínum manni og það er nokkuð ríkjandi. Ég ætla samt að sýna ykkur hvað varð fyrir valinu ..

Þarna má sjá Cornforth White –

ooog Railings –

Railings er semsagt hugsaður fyrir svefnherbergið. Við ætlum að meta það á staðnum hversu margir veggir verða málaðir en það er allt frekar opið ennþá –

Þetta er þó ekki minn ideal stíll, en mér finnst hugmyndin um dökkt herbergi mjög heillandi.

Svo er það Cornforth White sem er hugsaður inní stofuna ..

Sjáum til hvernig lukkast!

Sjáuuuuumst –

Instagram: helgiomarsson