fbpx

STYLE INSPO: MAHMOOD

INSPERATIONALMEN'S STYLESMEKKSMAÐURSTYLE

Í Eurovision í fyrra keppti söngvarinn Mahmood fyrir Ítalíu með lagið Soldi. Það má segja það að ég er búinn að vera með svo massa skot í honum síðan, og þá aðallega hvað hann er flott klæddur, nettur og jú drullu myndalegur. En aðallega hvað hann er orðinn major style inspo fyrir mig. Hann situr á fremsta bekk á Milano Fashion Week og dælir merki eins og Prada, MSGM, Burberry og Stella McCartney meðal annars föt í okkar mann. Stíllinn hans er einfaldur en samt svo ógeðslega flottur –

Eftir að ég byrjaði að fylgjast með honum tildæmis þykir mér MSGM ógeðslega flott, sem er eitthvað merki sem ég hafði aldrei neitt tekið sérstaklega mikið eftir.

Hann gaf nýverið út lag sem ég hef hlustað SVO MIKIÐ Á – og aldrei grunaði mér að ég mundi hrista á mér rassinn yfir ítalskri tónlist.

Allavega, hér er okkar maður:

  

Klæddur Vetements

Klæddur Maison Margiela

Klæddur MGSM x Fila

    

Klæddur MGSM

Klæddur MGSM skóm

Klæddur Prada

Klæddur M1992

Klæddur Burberry

Hér má fylgjast með kauða á Instagram – 

@helgiomarsson

HAUSTIÐ: NÝTT ÁHUGAMÁL!

DANMÖRKPERSONAL

Ég er sko smá op at køre (strákurinn að dönsku sletta) yfir nýja áhugamálinu mínu! Finnst þetta geggjaðast í heimi – og ég verð pottþétt pró einn daginn. Ég og Kasper skráðum okkur nefnilega í keramik næstu tólf vikurnar.  Ástæðurnar voru margar. Okkur langaði í sameiginlegt áhugamál, okkur langaði að gera eitthvað saman sem er bara frekar kreatívt og skemmtilegt og smá svona, æfing fyrir hausinn og einbeita sér að einhverju og skapa.

Eftir fyrsta skiptið var handvissum að ég ætti að droppa öllu í lífinu og lifa sem keramíkus einhversstaðar í sjarmerandi skúr einhversstaðar. En þið vitið, svo hugsa ég um eitthvað allt annað. En ég get ekki beðið eftir að halda áfram, strax eftir fyrsta tímann er komin skál sem ég er nokkuð spenntur fyrir. Ekki sú fallegasta, en svo sannarlega gerð með kærleik –

Ég leyfi ykkur að fylgjast með því þetta er GEGGJAÐ.

Dúllerí sem á eftir að brenna –

Formin, sem er smá svona leikskólaleikur, ég ætla ekki að ljúga. Ég valdi eitthvað svaka form því ég vildi fá smá challenge (skeit samt á mig í fyrsta sem við gerðum) en heppnaðist ágætlega. Ég hefði viljað gera bara frekar stóra og fína venjulega skál.

.. ooog verðandi keramik STJARNA að verki. Hehoho

@helgiomarsson

SPORT FYRIR HAUSTIÐ – NIKE

NIKESAMSTARFSPORT

Þessi færsla er í samstarfi við Hverslun.is
Þessi færsla inniheldur linka

Ég veit ekki með ykkur en ég er SVO SPENNTUR fyrir haustinu. Jú sumarið er rosa fínt, en vor og haust er líka geggjað. Þetta sumar er búið að vera alveg ótrúlega gott og búið að vera mjööög mikið að gera. Svo ég hlakka alveg ótrúlega til að geta þið vitið, gera aðeins minna og setja fókus á allskonar annað. Eins og æfingar, sitja uppí sófa í kósí, æ skiliði? Svona haust læti. Best í heimi alveg hreint.

Ég hef náð að halda ágætri æfingar rútínu, að jöggla plönum, vinnu, og öllu þar í kring, þá var ákvað ég að mæta nógu reglulega til að halda öllum nauðsynlegum endrófínum uppi – en hlakka til að fá örlítið meira pláss með komandi hausti. Það er ekkert betra en nýr æfingarfatnaður, svo ég tók smá saman frá nýju haust sendingunni hjá Hverslun – svo margt fallegt!


1. Nike Breathe bolur (bestu æfingarbolirnir) 2. Dry Fit peysa 3. AirMax 97 4. Nike Pro bakpoki 

1. Club hettupeysa 2. Flex stuttbuxurnar (bestar í beyjur) 3. Dry fit peysa 4. Swoosh stuttermabolur 


1. Nike Air anorakkur 2. Nike Pro hettupeysa 3. Nike Pro buxur 4. Nike Pro síðerma innanundirbolur 

1. Nike Breathe bolur 2. Nike sokkar 3. Nike Anorakkur 4. Metcon 5 æfingaskór 

Haust, vertu velkomið og leeeet’s go!

Nýr æfingarfatnaður er svo peppandi og æfum fyrir líkama OOOG sál! x

@helgiomarsson

66°NORÐUR: TINDUR & JÖKLA – NÝIR LITIR!

Þessi færsla er hluti af samstarfi mínu með 66°Norður –

Það er ekkert merki sem ég er eins spenntur fyrir hverju ‘seasoni’ og 66°Norður. Ég innilega elska merkið og eftir að hafa unnið lengi með því er ég yfirleitt spenntur fyrir einasta litla nýja saum sem er saumaður. Merkið heldur manni líka oft skemmtilega á tánum, alltaf eitthvað nýtt og ný samstörf, nýjar útfærslur. Alveg hreint.

Nýjasta nýtt er að koma í búðir eru flíkurnar hannaðar af hönnuðinum Berg Guðna sem Trendnýtt fjallaði um fyrr í dag. Ógeðslega nett og kemur í aðeins eina búð á Laugarveginum og á heimasíðunni 29 ágúst –

EN ég vil fara yfir nýju litina sem eru að koma í vetur –

Orange Pro, ég er mega veikur fyrir honum ..

Dark Night blár – hversu fallegur litur?

Þessi litur er glænýr líka!

Dark Moss – elska

TINDUR:

  

Volcanic Gold –

Volcanic Glass –

Mér finnst þessir jakkar alveg að verða stórhætturlegir eins og Iphone og Apple. Ný vara kemur út og maður byrjar lúmskt að væla án þess að væla yfir því. Þið vitið?

Ok njótið veeeeel!

@helgiomarsson

NAMMIGRAUTUR Í HOLLARI KANTINUM –

MATUR

Ég skal segja ykkur það að þessi grautur er bara nammi, en ég ætla ekki að segja brjálaðslega hollur, en svo sannarlega á hollari kantinum miðað við hvað hann er ógeðslega góður og mögulega sá einfaldasti með ekkert nema slumpi og þæginlegheitum. Ég er að segja ykkur það. Kasper var það óþolandi að þegar ég reyndi að sofa úr þá vakti hann mig til að spurja hvort ég nennti ekki að gera graut fyrir hann því hann var svo spenntur og svo bara fara sofa aftur. Sælla minninga ..

Mér datt þó í hug að deila honum með ykkur ef ykkur langar að breyta til –

Þetta er það eina sem þið þurfið:
Hafrar
Chia fræ
Vatn
Haframjólk (ég nota Yosa)
Súkkulaði (Hazelnut Cream frá Barebells t.d)
Hnetusmjör
Bananar –

Ég geri 60% hafrar og 40% chia – sirka..
Nóg af vatni, látið malla, bæta við haframjólk ..

 

Mæli með!

@helgiomarsson á Instagram

MÍN TÍSKUVIKA –

Þessi færsla er hluti af samstarfi mínu með VitaminWell Zero – 

Tískuvikan er alltaf skemmtileg og mjög busy! Í fyrsta skipti þá fór ég á eventa með VitaminWell með Dóru Júlíu sem var gjörsamlega yndislegt. Ásamt því að sinna störfum mínum hjá Elite.

Boateng strákurinn minn sem ég fann í byrjun árs bókaði öll show sem voru í boði. Sem er frekar næs –

Súper sæti Joaquin, hálf danskur og hálf kólumbískur, gekk sitt fyrsta show fyrir Soulland –

Mættur á Hope presentation með VitaminWell hópnum –

Nina fyrir LaLa Berlin –

Lunch með VitaminWell –

@helgiomarsson

MINI FJÖLLU FRÍ – SKAGEN

DANMÖRKTRAVEL

Við vorum að koma heim eftir okkar fyrsta frí sem þríeyki, en við fórum til Skagen með fjölskyldunni hans Kaspers. Skagen er nyrsti (ég skrifaði norðasti á Instagram, er hálf traumatized eftir að fólk leiðrétti mig eins og brjálæðingar) partur Danmerkur og þar er alveg brjálaðslega falleg strönd, sumarhús, og mjög svona, Hamptons fýlingur. Ekki það að ég hafi nokkurntíman farið til Hamptons, en þið vitið hvert ég er að fara. Er það ekki? Það var yndislegt að komast aðeins í burtu og njóta og sérstaklega að fara með Nóel í frí. Honum fannst þetta bókstaflega skemmtilegast í heimi. Það er mjög fyndið að vera alltíeinu orðin lítil fjölla þar sem fókusinn er ekki lengur á mér (djók)(ish) heldur á þessum yndislega hundi sem toppar sig á hverjum degi í að vera yndislegur.

Grenen, nyrsti parturinn af Danmörku.

Minn maður að skemmta sér mega vel –

 

Yyyyyyndislegt! Hlakka strax til næsta túr með strákunum mínum –

@helgiomarsson

MUST FYRIR VERSLÓ: 66° NORÐUR KRÍA COLLECTION – MYNDIR

66°NorðurMEN'S STYLENEW INOUTFITSAMSTARFSHOOT

Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður

Samstarf eða ekki, þá veit maðurinn sem kemur með póstinn, beyglu-sölumaðurinn á horninu, endurskoðandinn minn og fuglinn fljúgandi að ég er forfallinn 66°Norður perri. Ég hlakka til í hvert skipti sem ég fæ að sjá nýtt collection, þegar nýjar vörur koma í búðina og þið vitið. Allt þetta. Held að flestir landsmenn séu að einhverju leyti í sama pakka. Þeir kynntu til leiks nýjar flíkur úr nýjasta collectioni sem ber nafnið Kría, held ég. Flíkurnar heita allavega Kría. Ekki kaupa þetta dýrar en ég er að selja þetta akkúrat núna. Þið munið kannski eftir þegar 66°Norður endurhannaði gamlar flíkur eins og Tind jakkann (halló ..), flíspeysurnar og hina jakkana með fallegu kríunni á logoinu. Þetta er allavega fleiri flíkur undir þeim hatti og mér fannst þær svo geðveikar. Ég vola yfir því að ég sé ekki að fara neitt í yfir verslunarmannahelgina svo ég geti ekki glennt mig í glænýjum Kríu flíkum. Svo ég tók mig til að glennti mig fyrir Trendnet. Pabbi meira segja tók sig til og pantaði eina flík. Svo fínar eru þær.

Værsogo –

Kría flís – sjá HÉR

Laugardalur – sjá HÉR

Svo jakkinn, the one and only –

Jakki –

Hlýr og góður –

Opna – og renna á hægri hlið (eða vinstri, er svo lélegur að átta mig á því)

Renna báðum hliðum – þó að þetta sé mynd af sú sömu

Boom, ferð úr ytri-skel –

Hin mesta djúsíflíspeysa – svo jakkinn, er tæknilegur, getur haft hann létt hann en á köldum dögum dúnmjúkan og kósý –

Jakkinn á flíspeysunnar –

Sjá HÉR

Annars mæli ég með að skoða myndaþátt sem 66°Norður gerði fyrir verslunarmannahelgina. Þar eru bæði nýjar og gamlar flíkur allt frá jökkum á 3500 kjeeeell. Einnig nýjar flíkur sem bera nafnið Dyngja, sem er geggjaðar  –

Skemmtið ykkur vel!!!

Ég er búinn að lofa sjálfum mér að ég fari á Þjóðhátíð á næsta ári, OK????

BRÚNKA SEM VIRKAR – MARC INBANE

ÉG MÆLI MEÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi við Marc Inbane

Já, sko ég hef – aldrei – fýlað brúnkukrem. Frá því í menntaskóla þá gerði ég þau mistök að smyrja á mig Brasilían Tan, sem kannski glöggir muna eftir. Ég hef síðan þá nokkrum sinnum prófað og alltaf endað flekkóttur, asnalegur, og með einhverja skítabrúnku á mér sem ég gat ekki þvegið af mér nema ég skrúbbaði mig til blóðs. Svo er ég með skegg, svo ég endaði aldrei fágaður. Svo þegar Arna vinkona, fyrrum markaðsgúru Bpró veldisins bað mig um að prófa. Því ég sagði strax, elskan, veitiggi með þetta. Hún er mikil smekkskona svo ég hugsaði með mér, ókei ef hún mælir með, þá prófa ég. Ég var smá tregur, ég var alltaf að bíða eftir því hvenær ég þyrfti ekki að fara útúr húsi í einhvern tíma ef allt skyldi fara til fjandans.

Það sem ég gerði fyrst var að taka bara svona foundation bursta, nettur, eins og pensill þið vitið og byrjaði að stille og rólígt að dýfa penslinum í brúnkuna, sem er by the way eins og vatn. Ekkert kremað, heldur bara lauflétt, silkimjúlk og tanað. Þarna var hinn fyrsti plús. Svo í rauninni pensla ég þetta bara eins og hvítan striga (sem andlitið á mér er þessa dagana, tómlegt og hvítt, æði) og þetta gekk alveg hrikalega vel. Þetta jafnaðist mjög vel í húðina, ég sá engar flekkur, ég sá engar svona línur, þetta allt jafnaðist mjög fallega. Svo ég byrjaði á að nota þetta sem svona quick tan til að vera sætari, en svo hef ég unnið mig áfram og áfram. Ég er ekki enn farinn að taka allan kroppinn því ég er ekkert ber að ofan þessa dagana nema heima hjá mér. Ég er semsagt búinn að prófa mig áfram í 6 mánuði, og búinn að bíða vel á lengi eftir að geta sagt I TOLD YOU SO. En ég get gefið þessu tani fullt stig húsa, og mjög einlægt. Samstarf eða ekki.

Á þessum myndum notaði ég reyndar Marc Inbane hanskann, því mig vantaði smá tan á hendur þið vitið. Það gekk einnig eins og í sögu.

Ég hef enn ekki náð að tana þetta sumarið og ég hef verið týpan sem fer í ljós af og til. NOT ANYMOOOORE.

Marc Inbane er með tilboð út mánuðinn, júlí mánuð með 20% af öllu. 

Ég mæli svo sannarlega með –

@helgiomarsson á Instagram

ÖSKUBUSKU ÆVINTÝRIÐ: MONA TOUGAARD NÝ STJARNA –

DANMÖRKMODELSWORK

Mona Tougaard er nafnið í allra nafni í tískubransanum. Hún fór frá því að vera smábæjarstelpa yfir í eitt eftirsóttasta fyrirsæta heimsins yfir nótt. Árið 2014, það herrans ár þá fórum við yfirmaðurinn minn í leiðangur til Århus þar sem við hjá Elite vorum með casting fyrir Elite Model Look og áður en að áheyrnaprufurnar voru settar í gang tókum við rölt um bæinn og undir brúnni sáum við langa, en litla og gullfallega stelpu labbandi með pabba sínum. Við báðir byrjuðum að labba aðeins hraðar að þeim og á sama tíma pikkuðum í öxlina hennar, hún var ekki nema 12 ára, gullfalleg, kurteis, sæt, skælbrosandi og pabbi hennar frábær. Við sögðum henni frá Elite castinginu sem átti sér stað þennan dag og báðum þau um að koma. Sem þau gerðu ..

Hún er svo yndisleg, þakklát og hógvær. Pabbi hennar er frá Danmörku og Tyrklandi og mamma hennar frá Sómalíu svo hún algjörlega gullfalleg blanda.

Við vissum báðir að við vorum með verðandi stjörnu í höndunum, og kæru vinir .. stjarna er eiginlega understatement!

Ég ætla segja ykkur smá frá þessu stóra ævintýri sem gerðist á örstuttum tíma.

Loksins varð hún 16 ára, sem þýddi: Elite Model Look Denmark, sem hún vann og fór svo í World Final og varð þar meðal top 10 meðal allra keppenda. Stærstu casting agents og stórir kúnnar mæta alltaf á lokakeppnina til að finna stjörnu framtíðarinnar. Svo eftir þessa keppni fór aaaaaaalllllt að gerast ..

Síminn stoppaði ekki hjá yfirmanninum mínum, og var ákveðið að hennar fyrsta “frumsýning” í tískuheiminn væri Prada Exclusive. Exclusive þýðir að Prada borgaði morðfjár til að halda Monu frá því að vinna fyrir neitt fyrirtæki (nema local fyrirtæki hér í Danmörku) þangað til að hún labbar Prada sýninguna.

Eftir að hún labbaði þarna þá enn og aftur sprakk allt saman aftur og hún fór beint til Parísar, gerði sér lítið fyrir og labbaði allar stóru sýningarnar.

 

Chanel

Loewe

Miu Miu

Louis Vuitton – og allar hinar! Þið fattið hvert ég er að fara ..

Frá þessu seasoni gerðist þetta:

Loewe herferðin, tekin af Steven Meisel, Guido sá um hár og Pat McGrath um make up – ekkert stress

Prada herferðin –

Louis Vuitton herferðin –

ooog uppáhalds, MaxMara eftir Steven Meisel og sama crew –

Að bóka svona margar herferðir er gjörsamlega ein af billjón, sérstaklega bara eftir eitt season. Það að þetta er að gerast fyrir hana er algjörlega bilun. Einnig var sagt nei við hina ótrúlegustu kúnna, þá stærstu í heiminum sem vildu fá hana. En Elite valdi vel og sérstaklega þær sem Steven Meisel var að mynda þetta season, svo það verður bilun að halda áfram að fylgjast með. Því það eru mörg merki sem bíða eftir henni með seðlabunkana –

Getið fylgst með henni HÉR –

Alveg einsdæmi, og ég er svo stoltur af henni og stoltur af hafa scoutað hana og fá að fylgjast með henni frá fyrsta degi x

@helgiomarsson