SUNNUDAGAR TIL SÆLU –

DANMÖRKNOELPERSONAL

Það er svo gaman að vera hundapabbi og ég held að ég og Kasper höfum fengið alveg yndislegan hund inná heimilið okkar. Það er svo fyndið hvað maður getur elskað dýr mikið. Nóel er alveg einstaklega fyndinn og hann er einhvernveginn algjörlega búinn finna sig með okkur, mér líður eins og ég þekki hann fram og tilbaka. Helgarnar eru betri, maður er miklu meira úti en áður, maður hefur alltíeinu gjörsamlega óendanlega mikla ást að gefa, hún magnast einhvernveginn þegar maður fær sér hund. Ég allavega með þessu bloggi gæti ekki mælt meira með að fá sér hund.

Mér finnst það gefa lífinu svo mikinn lit og orku og andrúmsloft að fá hund inní lífið sitt. Ef það er einhver þarna úti að velta því fyrir sér að fá sér, þá eins og ég segi, mæli ég með! Það var að sjálfssögðu eftir að við keyptum íbúðina okkar þegar við ákváðum að fá okkur hund og það hefur gengið rosalega vel hingað til.

Ef það er eitthvað hundaáhugafólk hérna megiði endilega láta í ykkur heyra, ég er kominn með alveg ótrúlega mikinn áhuga á að öllu sem þessu tengist og langar helst bara að blogga um hann og lífrænu kúkapokana hans sem eyðast upp á 30 dögum, haha. Eða þið vitið ..

Fyrir áhugasama er þessi elsku litli loðbolti með Instagram sem þið getiðið skoðað HÉR

x

66°NORÐUR X GANNI – UNISEX

Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður

Í dag koma flíkurnar frá samstarfi 66°Norður og Ganni sem er eitthvað samstarf sem mér persónulega finnst bilaðslega spennandi þar sem ég hef fengið beint í æð hversu mikið Ganni dominerar markaðinn hér í Kaupmannahöfn. Ég fangirla eiginlega jafn mikið núna og þegar þau gerðu samstarfið með Soulland til dæmis. En ég var á sýningunni þegar þessar flíkur voru frumsýndar á tískuvikunni hjá Ganni og Ganni hefur jú aðeins verið að gera föt fyrir kvennmenn (eða þið vitið, beint að kvennmönnum, auðvitað eiga strákar að geta verslað þar líka) og mér fannst þessar flíkur sem ég sá á tískuvikunni engin undantekning. NEMA HVAÐ!

Ég er yfirleitt pirrandi gaurinn sem vill sjá og vá og fínt og allt þetta og ég ákvað að máta einn jakkann því hann minnir mig á annan jakka sem ég á frá 66. Þá er þessi lína algjörlega unisex og ekkert bara stelpu eða stráka yfir þessu. Mér fannst eiginlega flíkurnar bara líta drullu vel út á mér. Mikil gleðitíðindi fyrir mesta 66 perra heimsins.

Það er semsagt þessi jakki, mér finnst hann gjörsamlega bilaður.

Þessi jakki finnst mér líka truflaður. Ég elska litasamsetninguna og hann er tæknilegur og léttur.

Vestið einnig á óskalistanum, finnst það bilaðslega flott.

@helgiomarsson á Instagram

DAGLEGU VÍTAMÍNIN –

HEILSA

Þessi færsla er í samstarfi við Now Iceland

Ég veit hvort ég sé á góðu róli þegar ég vakna, treð í mig graut og tek inn vítamín. Eins og ég hef svo oft sagt áður þá er ég svo bilaðslega tvískiptur að það er eiginlega vandræðalegt. Annaðhvort gríp ég með mér Croissant og drekk kaffi eftir að hafa vaknað aðeins of seint, eða ég tek mér tíma og geri grand graut og sest niður í kósý og nýt morgunsins. Ég er búinn að vera sem betur fer þar uppá síðkastið. Mér líður svo langbest þannig – en mér datt í hug að deila með ykkur þeim vítamínum sem ég tek á hverjum degi. Þetta finnst mér vera fullkomin blanda og hentar mér alveg ógeðslega vel til að eiga góðan dag.

C-1000: Upprunalega tók ég alltaf C vítamín útaf því að ég vildi alltaf forðast að fá munnangur, núna tek ég það af öllum hinum jákvæðu verkunum, eins og aukin orka, styrkir ónæmiskerfið, vinnur á móti tegundum af krabbameini og ég gæti haldið áfram.

Odorless Garlic: Hef svosem ekki kynnt mér hvaða jákvæðu verkanir hreinn hvítlaukur hefur annað en að ég nota hvítlauk í gríð og erg þegar ég er slappur eða lasinn. Mér finnst það hvítlaukur besta meðalið, áður keypti ég hvítlauk og kyngdi honum þegar ég var slappur og lyktaði eins og fjandinn eftirá. En þessar pillur eru lyktarlausar svo ég er einstaklega ánægður með þær. Hvítlaukur var notaður sem lyf í Kína í gamla daga, good enough for me!

Ginger Root: Ég eiginlega elska hvítlaukinn og þessar töflur mest því þær eru svo bilaðslega náttúrulegar. En engifer er jú töfrarót. Gott fyrir hjartað, vöðva, maga og almenna heilsu.

Adam: Fjölvítamín – segir sig sjálft.

Magnesium og Calcium: Virkni á taugakerfið og beinin, en ég tek það aðallega inn til að halda sykurþörf niðri. Hef tekið magnesium í mörg ár útaf því. Mundi borða gras ef það mundi hjálpa mér að vera ekki svona vittlaus í sykur.

Instagram: @helgiomarsson

HELGI BAKARI – BAKE MY DAY

DANMÖRKUMFJÖLLUN

Um jólin hringdi ég í mömmu og vildi tékka hvort hún væri til í að baka með mér þegar ég loksins kæmi heim því ég var og er orðinn algjörlega obsessed af þessum svona einföldu smjörkremskökum með allskonar húlluhæ. Og ekki nóg með það að mér finnst þetta bestu kökur í heiminum. Það kom engum á óvart að við mamma fórum ekki í þetta mission en ég lofaði sjálfum mér á nýju ári, þá mundi ég læra þetta. Hvernig svo sem mér mundi takast það.

Árið er 2019 og ég er búinn að skrá mig á námsskeið sem mun kenna mér allt varðandi að ná að skapa þessar kökur. En ég er skráði mig í námsskeið hjá Bake My Day  sem er kökufyrirtæki hér í Kaupmannahöfn með íslenskum eiganda sem ég eiginlega þvingaði að nenna tala við mig því ég varð asnalega spenntur þegar ég sá þetta. Ynja sem er eigandinn er ekki nema nýorðinn 22 ára og ég ber alveg ómælda virðingu fyrir henni, þau eru að gera kökur fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Kaupmannahafnar og hún er alveg augljóslega geggjuð í því sem hún er að gera.

Ég er alveg frekar ánægður með mig að hafa skráð mig á þetta námsskeið, því ég lofaði sjálfum mér að læra þetta í kringum áramótin. Núna þarf ég bara að skrá mig á keramik námsskeið –

Mamma var hjá mér á afmælinu sínu og ég pantaði köku frá Bake My Day og hún var gjörsamlega himnesk.

Við borðuðum saman sirka 4 sneiðar í allt, og næstu daga var ég að kjamsa á kökunni. Þvílík og önnur eins sæla –

En já, tékkið á Íslendingnum sem er að brillera hér í Kaupmannahöfn á Instagram og heimasíðunni

Ath: Þetta er ekki í neinu samstarfi eða nein greiðsla að neinu tagi kom að þessari færslu. Ég borga sjálfur fyrir námsskeiðið og ég innilega er bara áhugasamur varðandi þetta. 

Instagram: helgiomarsson

STOFAN – NÝTT LJÓS

HOMEINTERIORPERSONAL

Jú, það er alveg rétt. Ég bloggaði um loftljósið mitt heima, nýtt, mjög ánægður með það. Alveg hreint. Ef þið lásuð síðustu færslur þar sem ég skrifa aðeins um hvernig þetta virkar heima hjá mér. Það er að segja, hvernig maðurinn minn virkar. Við elskum báðir Gubi, og erum með Gubi ljós inná baði, lampa frammi í stofu og svo hangandi loftljósið umrædda. Svo sá ég færslu hjá Svönu minni elskulegu, ljósin frá Flos og við báðir einhvernvegin uppgvötuðum nokkur ljós frá því merki, búnir að vera dáleiddir af Gubi síðustu ár.

En já, einn daginn mætir minn maður heim, alveg brjálaður í eitthvað nýtt ljós og ég meira segja eiginlega hundsaði hann. Annað ljós? Nej tak.

Fyrst mætti hann með eitt ljós, það var of lítið og ég sagði pass, takk samt. Ég elska okkar ljós okr. Svo áður en ég vissi af var hann mættur með gínormus kassa á hausnum, en eitt ljósið.

Svo um helgina var ljósið sett upp, frá Flos, sem er alveg mega flott. Mér fannst það ekki virka inní stofu með fallega loftljósinu okkar, SEM VAR EEEEEKKERT Á LEIÐINNI ÚT.

Svona endaði þetta:

Hér er ljósið og jú, fallega loftljósið er selt, og farið.

Ég er mjög ánægður með það samt. Ég lofa.

Svo bættum við einum maur, þeir eru svo sætir.

Og já, við þurfum aðeins að mála neðst. Ég þori því ekki á meðan hundurinn heldur að nei þýðir “já algjörlega, gerðu það sem þú vilt” –

Instagram: @helgiomarsson

NÝTT RÚM – TOM DIXON X IKEA

HOMEINTERIOR

Nýtt rúm er búið að vera á óskalistanum SVOOO lengi og ég veit ekki afhverju við keyptum ekki fyrr. Kasper var reyndar áður ekkert sammála mér að eignast nýtt rúm. Ég er nokkuð nægjusamur svo ég ákvað bara að fljóta með  straumnum, sem ég er svolítið dýnamíkin hjá mér og Kasper. Hann fær hugmyndir og þá ÞARF HANN AÐ FRAMKVÆMA ÞÆR STRAX, á meðan ég fæ 15.000 hugmyndir á dag og svo framkvæmi ég bara þegar tíminn eða réttur eða framkvæmi ekki neitt, haha. Ég þarf svolítið með honum ásamt því að svona “heey, róum okkur smá” – þið vitið. Núna er hann með þá hugmynd að kaupa sófa fyrir hálfa milljón og við erum ekki með hálfa milljón til að nota í sófa. En sjáum til hvað hann gerir, hann er frekar fyndinn stundum.

Allavega – loksins kom rúm hugmyndin en planið var aldrei að kaupa okkur rúm í IKEA, ég er algjörlega á því að ég vil eyða peningum í fjárfestingar, eitthvað sem maður á eftir að eiga lengi og tala nú ekki um þegar við eyðum tæplega helminginn af lífinu okkar uppí rúminu okkar. Ég er ekki meina að rúmin séu slæm í IKEA, ég hefði viljað alveg hátæknigæði, þið vitið.

En ég er ánægður með þessa ákvörðun, við völdum dýnu sem hentaði okkur rosalega vel, og ég ætla að kaupa yfirdýnu seinna, sem ég er agalega spenntur fyrir.

Svona lítur þetta út hjá okkur. Ég var svo bilaðslega skotinn í rúmgaflinum, það var í rauninni það sem seldi þetta allt saman.

Svo er hægt að breyta og gera það öðruvísi. Bæta við borðum til dæmis og mismunandi gafla.

Mjög sniðugt og við erum mega ánægðir!

@helgiomarsson á Instagram
Podcast: Helgaspjallið

ACAI Á ANDLITIÐ –

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTHE BODY SHOP

Þessi færsla er í samstarfi við The Body Shop

Ég er búinn að taka möskunum mínum frá The Body Shop í ástfóstur, ef það meikar sense. Ég hef verið að hlakka til svona á þriggja daga fresti að setja á mig, prófa nýjan, og leyfa húðinni að fá blússandi dekur. Ég á alveg nokkuð marga frá þeim, svo mér finnst þetta allt voða grand og frábært. Þetta er hægt og rólega að verða smá áhugamál hjá mér. En öllu gríni sleppt þá hef ég hingað til ekkert nema alveg fáranlega góða reynslu af þessum möskum. Ég hef mikið kynnt mér baksögu The Body Shop og hvernig þau vinna og koma að innhaldsefnum í maskanum og það eru ansi margar vinnur skapaðar og fullt af stórum löndum ræktað til að gera maskana og það finnst mér alltaf mjög góð tilfinning að geta verið með í svoleiðis. Þeirra “source” (sorry íslenska orðið er HORFIÐ úr mér) er í raun alveg mjög almennilegt og gefandi fyrir bæði nátturuna og svona “substainability” – afhverju kann ég ekki íslensku lengur?

Þessi maski er allavega mjöööög ofarlega hjá mér, ég elska hann! En hann er gerður meðal annars úr Acai berjum frá Amazon skóginum –

Get einlægt mælt með fyrir maskaunnendur þarna úti!

Instagram: @helgiomarsson

VOR Í FEBRÚAR –

MEN'S STYLENIKEOUTFITPERSONALSTREETSTYLE

*Færslan inniheldur tvær flíkur frá fyrirtæki sem ég er í samstarfi við, stjarna er við flíkurnar

Krakkar, ég veit að ég er kuldaprins og vetrarunnandi. En ég er alveg tilbúinn að játa mig lúmskt sigraðan, ég hlakka til að það fari að hitna smá. Veturinn er ekkert skemmtilegur ef það er ekki snjór (EINS OG Á ÍSLANDI) – en á laugardaginn alltíeinu, kom bara yndislegt veður, glampandi sól sem var hlý en samt kalt úti en kuldinn ekki nógu mikill til að vera kalt. Þetta var geðveikt og þannig var þetta í gær, sunnudaginn líka. Mánudagurinn núna er held ég á leiðinni í sömu gleði. Heiðskýrt, sól en samt smá kalt. Þetta er í fyrsta skipti í ÞRRRRJÚÚÚÚÚ ÁR sem ég fer ekki til Tælands í kringum janúar, febrúar og mars. En ég á hvolp í staðinn sem ég fæ að ala upp og mér finnst það eiginlega betra. Viðurkenni þó að það reddaði manni alveg í vetrarblúsinu.

Jakki: Acne Studios
Peysa: Nike frá Hverslun*
Buxur: Samsøe Samsøe
Skór: Nike Airforce frá Hverslun*

LOFTLJÓSIÐ HEIMA –

DANMÖRKHOMEINTERIORPERSONAL

Ég setti þessa mynd af strákunum mínum á Instagram um helgina og fékk í kjölfarið helling af spurningnum. Þær flestar voru um ljósið sem við erum með hjá okkur og ég ákvað að skella í eina færslu varðandi ljósið. Ég var alveg 100% vissum að finna rétta ljósið yrði aaaaalgjör hausverkur því við getum hvorugir tekið ákvarðanir og þið vitið, það verður bara að vera hið rétta.

NEMA HVAÐ .. og ég veit að það eru endilega ekkert allir sammála mér um að þetta sé flottasta ljós í heimi, en ég gjörsamlega elska það. Það er frá GUBI og við rákumst alveg óvart á það og ég féll eiginlega alveg fyrir því. Það er eflaust hægt að túlka það mismunandi. Það heitir Satellite en ég sá bara svona ‘ lanturn ‘ eða lukt og heimilið okkar er undir miklum áhrifum frá ferðalögunum okkar. Mér fannst eitthvað svona asískt lukt yfir þessu. Svo já .. ég túlka ljósið svolítið sjálfur held ég.

Ég er líka mjög ánægður með lýsinguna á kvöldin, ég er eiginlega frekar vittlaus í þetta ljós.

Hér má sjá minni útgáfur frá heimasíðu Gubi –

Helgaspjallið á SoundCloud og Apple Podcasts – 
@helgiomarsson á Instagram

INNIHALD Í BESTA KARRÝ Í HEIMI –

MATUR

Ég gjörsamlega elska panang karrý og það er án efa mitt uppáhalds karrý af þeim tælensku sem eru í boði. Panang karrý og basíl chilli rétturinn minn uppáhalds eru þessir réttir sem ég smakka útum allt í Tælandi og á tælenskum veitingastöðum. Núna þegar Chinatown er í bakgarðinum mínum í Vesturbrú þá hugsaði ég með mér að nú er nóg komið og ég ætla byrja elda þetta sjálfur. Það hefur gengið vonum framar og ég er meeega stoltur af mér. Ég elda tælenskan mat alveg hreint út og brútt, mér og Kasper til mikillar hamingju.

Það sem mér finnst samt absolút krúsjal, er að nota hráefni sem notaðir eru á tælenskum heimilum til að maturinn verði sem bestur. Svo ég kaupi bara við asísku búðina mína, hráefni beint frá Tælandi. Helmingi ódýrara, helmingi betra og styð í kjölfarið minni og fjölskyldurekandi buisness.

Ég semsagt sett í story vegan panang karrý sem ég gerði. Ég er æfa mig á fullu í plöntufæði og er bara að passa að allt smakkist sem best sem er búið að vera alveg ógeðslega skemmtilegt ferli.

Allavega! Ég fékk svo fáranlega mikið af fyrirspurnum um uppskrift svo ég ætla að henda henni gróflega hér inn.

Hér er panang karrýið, sem er mjöööög auþentískt og gott. Ég hef meira og minna bara séð þetta til sölu í Tælandi og veitingastaðir eins og Ban Gaw (besti thai matur í Köben) notar þetta.

Ég steikti blómkál og panang karrý saman. Ég vill hafa þetta smá sterkt svo bara prufa sig áfram og smakka.

Þetta er BESTA SOYA SÓSA Í HEIMINUM. Enn og aftur, þetta fæst í tælensku matvörubúðum heima.

Sömuleiðis keypti ég þennan hrísgrjónapott í asísku búðinni. Kostaði klink og svínvirkar.

En já uppskriftin hljómar sirka svona:

Panang og blómkál steikt saman og smá vatn –
Bætti við kókosmjólk, steviusykur/sweet like sugar frá GoodGood Brand og fiskisósu, sprautaði bara smá slufsu, kannski svona 3 teskeiðar.
Svo hellti ég smá sætri soyasósu
Bætti við baunum og linsubaunum.
.. og svo hrísgrjón.

Voila!

Alltof einfalt, þarf kannski að taka myndir af hinum hráefnunum. Hægt er að nota AAAAALLSKONAR grænmeti, eða bæta við kjöti. Þá steikja það með karrýinu í byrjun.

Bilaðslega gott. Ef ykkur langar að nýta tælenska matargerð í matinn ykkar, kaupið þá af búðum sem selja vörurnar beint frá Tælandi. Mæli svo svo svo með.

Klem héðan!

@helgiomarsson á Instagram