fbpx

RIGNING OG ROK OG HÚS Á MILLJARÐ –

DANMÖRKPERSONALSTYLEWORK

Ég fór í mjög skemmtilegt verkefni síðustu helgi þar sem ég var að mynda púða fyrirtæki. Myndatakan fór fram í húsi í Espergærde sem er á norður Sjálandi. Húsið hinsvegar var gríðarlega stórt, og það var einnig til sölu á litlar 910 litlar milljónir íslenskra króna. Þar voru meðal annars tvær “álmur” sem voru ekki í notkun. Húsið var alveg við sjóinn, þar var bryggja (sem er einmitt á myndunum), garðhús, annað úti hús og hvað ekki. Þetta var allt hið klikkaðasta. Eigendurnir voru þarna og voru hinir dásamlegustu og upplivelset var bara æði. Ég kannski deili myndum þegar þær eru ready, núna þegar ég er að blaðra svona mikið um húsið. Þetta var samt lúmskt fyndið því ég hef ekki séð eins gráan dag í langan tíma hér í Kaupmannahöfn, það var smá eins og væri myrkur allan tímann. En einhvernveginn tókst mér þetta og myndirnar eru alveg ótrúlega fallegar.

Við enduðum þó daginn hér, á bryggjunni sætu, í roki og rigningu. Sem mér fannst meira segja frekar geggjað –

@helgiomarsson

H&M & AIRWAVES Á ÍSLANDI –

ÍSLANDSAMSTARFSTYLE
Þessi færsla er í samstarfi með H&M

H&M bauð mér heim á Airwaves í síðustu viku og á sama tíma var einnig verið að kynna nýja samstarf H&M með stórhönnuðinum Giambattista Valli. Ég er fyrst og fremst bara þakklátur fyrir að hafa verið boðinn heim, því ég elska landið okkar svo MIIIKIÐ – alveg svona öllu gríni sleppt. Er búinn að vera í lúmsku Íslands ástarkasti síðan ég kom heim.

Það var nóg að gera, var meira og minna kominn útúr dyrunum kl 08:00 á morgnana og kominn milli 23:00 og 00:00 á kvöldin, sem mér fannst samt eiginlega geggjað. Það er ógeðslega gaman, ég náði ekki að klára allt sem ég ætlaði mér en hey, lífið er of stutt til að bögga sig á því. Það er alltaf næsti Íslandstúr!

 

Dressið frá samstarfi Giambattista Valli & H&M

Skórnir eru frá Valentino –

@helgiomarsson

HÉR FANN ÉG BLISSIÐ –

ÍSLANDSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er í samstarfi með Bláa Lóninu 

Sjón er sögur ríkari er mjög góð setning, þá sérstaklega á öldinni sem við lifum í núna, og það á einnig svo sannarlega við þeirri upplifun sem ég átti í Blue Lagoon Retreat í vikunni. Ég skal alveg vera hreinskilinn að ég hafði hugmynd hvað um var að ræða þegar ég heyrði Retreat! Kannski nokkrir djúsí pottar og slökunarherbergi með aðgang í lónið. Ef við segjum að ég hafi búist við 100% þá tók á móti mér 250% –

Ég labbaði inní lobbý þar sem maður tók á móti mér og fylgdi mér inní göng sem var eins og stjörnubjartur himinn, mjög magískt og þá færðist rennihurð yfir í paradís. Ef ég las rétt, yfir 4000 fermetrar af pjúra “omg” – mér var fylgt inní mitt eigið herbergi þar sem voru Bláa Lóns skincare vörurnar, sturta á stærð við allt baðherbergið mitt hér í Vesturbrú og allt sem þú þarft til að gera þig ready fyrir upplifunina.

Spa-ið virðist endalaust þegar þau kynna þér fyrir því. Endalaus herbergi á borð við afslöppunarherbergi, maskaherbergi, herbergi fyrir hugleiðslu þar sem dropar falla á glerþakið fyrir ofan þig (hallóó), nest með útsýni og ég gæti haldið endalaust áfram. Aðgangur í einka Bláa Lón er svo sannarlega tilstaðar og þar – fann – ég – blissið. Ég ætla meira segja að fara svo langt að ég fékk bara svona euphoric maníska bliss tilfinningu. Ég var þarna seinni partinn og ég var einn í þessu lóni, eða allavega þeim parti lónsins og ég flaut þarna í myrkrinu og það ringdi ofan á mig og ég andaði bara inn og út í rúmlega klukkutíma. Ég gjörsamlega gleymdi mér og bara hvarf í þennan klukkutíma. Þetta er líka bara svo ótrúlega mögnuð tenging við náttúruna, stjörnubjartur himinn, lónið sjálft uppúr jörðinni, hraun allt um kring, rigning, þið vitið.

Í lokin er hægt að fara í ritúal, sem var einnig klikkuð upplifun. Þar sem skref fyrir skref þú færð líkamsdekur á allan líkamann, frá toppi til táar gott fólk.

Þetta er svo sannarlega fimm stjörnu spa, en það sem gerir þetta aðeins svona, mindblown, er í rauninni hvað náttúran spilar beint við spa-ið. Víbrasjon undir jörðinni til að byrja með, og svo öll þau stórfenglegu elementin sem gera, Bláa Lónið.

Það mátti alls ekki taka myndir þarna inni, en ég kýs ávalt að beygja reglurnar en ekki brjóta þær –

Ég gæti ekki mælt meira með –

NÝR ILMUR – ST PAULS BY FRAMA

ILMURSNYRTIVÖRUR

Ég var á röltinu um Magasin Du Nord um daginn, meira segja bara úr hádegispásunni minni og ég fékk þessa hugmynd um að ég ætti að kaupa mér annan ilm. Ég er semsagt búinn með minn og er bara svona pungur sem er alltaf með ilmvatn á mér. Tilhugsunin að það sé ekki himnesk lykt af mér þykir mér MEEEEGA óþæginleg. Ég rölti um og skoðaði eitt og annað og rakst svo á þetta. Frama, og kynnti mér að þetta er alveg fáááááranlega sjarmandi framleiðsla. Þetta er gert meira og minna í höndunum hér í Kaupmannahöfn og það eru ekki margar flöskur gerðar í hverju holli. Fannst eitthvað sjarmerandi við þetta.

Lyktin fannst mér líka mjög heillandi, hún er svona krydduð en samt sæt og fersk. Algjört klám fyrir nefið.

  

.. svo er flaskan svo sæt og falleg!

@helgiomarsson
Helgaspjallið á Apple Podcast og Soundcloud

OUTFIT – COS

SAMSTARFSTYLE

Þessi færsla er í samstarfi með COS

Ég heimsótti COS heima á Íslandi á dögunum og í samstarfi með þeim fékk ég að velja mér nokkrar flíkur. Ég hef vel og lengi verið kúnni hjá COS, búðin er hérna við hliðin á vinnunni minni svo ég veit ekki hversu oft ég hef hoppað yfir og keypt mér skyrtu fyrir fund, eða desperate á Fashion Week eða óvænt út að borða eftir vinnu, YOOOOU name it! Ég elska flíkurnar þeirra, þær eru einfaldar og lúxus og á góðum prís.

Aumingja hundurinn – vantar athygli en pabbi alltof bussí að pósa –

Flíkurnar sem ég valdi mér voru þessar buxur, mér finnst þær eiginlega geggjaðar og þæginlegar. Fínar en samt einfaldar – og svo þessa skyrtu með rennilás. Hef verið mikið í báðum flíkum. Meðal annars hér í fertugs afmæli Röggu Nagla vinkonu

einnig er ég í peysu sem ég valdi mér líka í þessari færslu – sem svo skemmtilega á óvart sprakk alveg upp, færslan semsagt. Kom ótrúlega skemmtilega á óvart hvað hún hreyfði við mörgum –

Þið finnið COS á Kolagötu 101 í nýja miðbænum í Reykjavík. Mæli með að skoða fallega hönnun og fallegar vörur –

@helgiomarsson
Helgaspjallið á Soundcloud & Apple Podcast

HAUST & VETRAR KERTIN HEIMA –

HOMEPERSONAL

Ég átti bókstaflega bestu helgi ever. Kasper var í sumarbústað og ég ákvað að taka heila helgi fyrir sjálfan mig og taka allt í gegn heima. Alla skápa, skúffur, kassa, box, hillur, you name it. Þannig finnst mér langbest að taka til, að kasta hlutum hingað og þangað bara til að þurfa ekki að horfa á það. Ég þarf helst að vita hvar þessi hlutur á að vera, á ég að henda honum, gefa, geyma. Þið vitið. Svo í það fór helgin mín ásamt því að fara í langan túr með Noel og knúsa hann þar til hann fékk gjörsamlega nóg.

Ég einnig gróf fram allt sem ég er að fara nota með komandi vetri (hann er ekki enn kominn hingað til Köben) – kertin, reykelsin, jólaseríur, og svo framvegis. Ég gjörsamlega elska ilmkerti og er einnig mjög sparsamur á þau. En þau eru öll hálf búin, eitthvað lítið eftir í langflestum. Svo ég þarf að fara í mission á næstunni.

Ákvað þó að deila þeim með ykkur sem hafa verið með mér já, síðustu ár svei mér þá:


1. Voluspa – Lichen & Vetiver (lang uppáhalds) – Fást í Maia
2. Urð – Stormur / Winter – fást hér
3. Voluspa – Chestnut & Vetiver SVOOO góð lykt, held hún fáist ekki lengur rip
4. Diptyque – Tokyo – ekki viss hvort þetta sé til heima. Keypti mitt í Magasin Du nord, geggjaðir ilmir.
5. Haf Store – Vetur – fæst hér (ok reyndar uppselt, en þið vitið, er þaðan)
6. Ikea – jólakerti! Fæst í Ikea – 

Eigið kósý mánudag! x

@helgiomarsson

SJÁLFSELSKU-JANÚAR?

THOUGHTS

Sko, ég fékk smá hugmynd um daginn sem mig langaði að bera undir ykkur, eða kannski ekki bera undir ykkur, eða jú smá því ég er óviss líka. Svo ég ætla deila þessu með ykkur allavega.

Ég held að ég sé ekki sá eini sem er með meðvirkni í blóðinu, og tildæmis segi já þegar mig langar að segja nei og set þarfir annarra framyfir mínar. Mér finnst þetta vera frekar óþæginlegur vítahringur og verður einhvernveginn óþæginlegri og óþæginlegri, er einhver að tengja? Afhverju sagði ég ekki bara nei, afhverju stóð ég ekki með mér, og svo framvegis. Allskonar fer í gegnum hausinn á manni. Mér finnst ég aldrei hafa tíma í neitt, því ef ég er ekki að fara hitta Sigga eða Palla, þá ætti ég að vera heima að vinna myndir, eða úti með hundinn eða muna að hringja í Sollu því ef ég hringi ekki þá verður hún fúl, og allt þetta.

Hugmyndin mótaðist svolítið út af þessu. Mig langar svo ótrúlega að setja sjálfan mig í fyrsta sæti, en það getur verið erfitt þegar maður segir já og amen við öllu sem er hent á borðið manns. SVO, þannig fæddist Sjálfselsku-Janúar, ég nefnilega horfi á orðið “sjálfselska” aðeins öðruvísi. Því mér finnst það flott og frábært að elska sjálfan sig. Þið vitið, sjálfselska.

En hugmyndin af Sjálfselsku-Janúar er eftirfarandi:

  • Ég ætla að taka allan mánuðinn fyrir sjálfan mig
  • Ég ætla tjá fólkinu í kringum mig að ég er næst laus í febrúar
  • Ég ætla að þrykkja mér í jóga sem ég er búinn að vera fresta alltof lengi
  • Ég ætla að skipuleggja mig þannig að ég hef nægan tíma til að fara á milli staða
  • Ég ætla setja fókus á sjálfan mig, rækta líkama og sál og þurfa ekki að hugsa um neitt annað
  • Ég ætla að neita mér um samviskubit, því það er, sorry, óþolandi að vera alltaf með samviskubit yfir prumpi
  • Ég ætla njóta náttúrunnar eins mikið og ég get, prófa sjósund, rölta um garðinn .. whatever
  • Horfa á bíómynd eða lesa bók heima hjá mér. Jú, það er varla til þessa dagana 
  • Ég ætla æfa mig í að segja nei. “Viltu hitta mig í kaffi á morgun?” “Nei ég er því miður ekki laus, en ég skal heyra í þér þegar það hentar”

.. ekki það að þessi hugmynd sé til á blaði. Ég svona on the go-aði hana með þessum skrifum. En þetta er svona planið. Ég held að þessi mánuður verði heljarinnar og drullu góð æfing.

Ég er alltaf að segja þetta við mig “Oh, ég bíð eftir þeirri helgi sem ég er ekki að gera neitt” – svo ég ætla að breyta helgi í heilan og langan mánuð takk og pent!

Kannski er enginn að tengja og aumingja ég að hafa svona mikið að gera. Lúxus vandamál. Ég held samt að það tengist því ekki alveg, held ég. Held það tengist því meira að reyna vinna að þessu endalausa samviskubiti og meðvirkni gagnvart hverri einustu lifandi veru í heiminum.
Annað, auðvitað ef að amma, eða besta vinkona á afmæli, eða hvað svosem það er, það er alltaf eitthvað maður kannski mundi og ætti ekki að sleppa. Ég er svona helst að tala um allt hitt, sem má bíða til febrúar.

Ég er mjög forvitinn hvað ykkur finnst, ég veit að það kommentar enginn á blogg lengur, en látið mig vita –

@helgiomarsson á Insta

BALENCIAGA? EÐA BARA BERNIE SANDERS!

Eins og flestir vita þá tók Balenciaga mjög beinan innblástur frá logo Bernie Sanders í forsetabáráttu sinni 2016 gegn Donald nokkrum Trump og varð hann einhversskonar muse tískuhúsins. Sem mér persónulega fannst geggjað og þykir enn skandall að ég eigi ekkert frá þessu collectioni enda hálf legendarískt í mínum bókum. Þó er logo-ið enn í notkun hjá tískuhúsinu í núverandi forsetaframboði hans. Svo það er kannski ekki of seint að næla sér í flík. Ég er mjög mikinn Bernie Sanders fan, finnst hann vera gjörsamlega og algjörlega einn nettasti maðurinn á jörðinni og hefur verið með sín gildi sem voru tabú þá en viðeigandi í dag og stendur enn pikkfastur. Ég vona svo innilega að hann vinni Trump í komandi kostningum, ég eiginlega get ekki sagt það nóg. Ég mun örugglega fara að skæla ef það gerist.

Ef þið þekkið ekki til hans, þá MÆLI ÉG MEÐ að fylgja honum eða skoða YouTube video eða hvað sem er, hann er gjöööörsamlega stórkostlegur.

Ég allavega fylgist mjög vel með og rakst á síðuna hans með merchandise (ef einhver vill vera svo falleg/ur að segja mér hvernig ég þýði þetta orð) og ég eiginlega langaði bara að vera good christian og kaupa helling. Styð þennan snilling í leiðinni og ég er ekki frá því að Balenciaga hafi aðstoðað við að þetta merch sé bara meeeega gott fassjon!

Er þetta ekki bara nocco flott?

“Not me, us”

ÁFRAM BERNIE SANDERS!!!

LÍFIÐ & BREYTINGAR

PERSONAL

Halló vinir!

Ég var að staðfesta mjög spennandi breytingar með vinnunni minni, en ég fundaði með yfirmanninum mínum varðandi svona framtíðina hjá fyrirtækinu. Mér hefur verið boðið allskonar í gegnum tíðina, hvort svo sem það sé að vinna í höfuðstöðvunum í París eða verða sjálfur agent. Það hefur margt verið í boði, en ég finn það svo sterkt í hjartanu að mig langar ekki að gera neitt nema vera glaður. Ef þú hefðir sagt Helga fyrir 10 árum að hann mundi neita því sem ég hef neitað þá hefði ég aldrei trúað því, ekki í eina sekúndu. En ég finn bara hvað mig langar að geta verið nær fjölskyldunni, átt hund og bara eiga nóg af plássi til að rækta allt sem mig langar að rækta. Frami fyrir mér er ekki lengur eitthvað sem ég elti, heldur bara lífsgæði og mér finnst ég eiga svo meira en nóg af lífsgæðum.

Við tókum semsagt ákvörðun um að ég mundi fara vinna 50% í staðinn fyrir 100% og þá vinn ég eina viku og vinn svo að mínum eigin verkefnum aðra vikuna. Mér finnst þetta skrýtin en samt svo spennandi þróun. Ég er búinn að vera í gjörsamlega kleinu bara svona andlega, sem ég hef ekki verið í lengi. Sem er samt bara eðlilegt, en alveg ótrúlega spennandi og það besta við þetta allt saman að ég get komið meira heim til Íslands.

Þegar öllu er á botni hvolft eða hvolfi bolt, þá er ég bara bilaðslega spenntur. Ég hlakka til að sjá hvað þessar breytingar eiga eftir að kenna mér og gefa mér OOOOG taka af mér. Það er allskonar, lífið er allskonar.

Heyrumst!

Peysa: COS
Buxur: Nike
Skór: Valentino

@helgiomarsson