fbpx

SEXY JÓLAPAKKAR – LE LABO

I LIKESNYRTIVÖRUR

samstarf

Án djóks, Le Labo er óneitanlega eitt mest sexy merki sem kom á íslenskan markað á árinu. Ég hef þekkt þetta merki lengi en maður er varla maður með manni ef maður er ekki ilmandi af Santal 33 eða Noir 29 eða Bergamote 22 eða Another 13, æ þið vitið. Ég hafði enga reynslu á húðvörunum þeirra og kom svo seinna í ljós að húðlínan er frekar ný á nálinni. Ég hef verið að nota þessar vörur í nokkra mánuði og eru þær orðnar klárt uppáhalds. Le Labo eru sérfræðingar í ilm og mér persónulega finnst þetta bara  vera svo ógeðslega sexy ilmir. Vörurnar komu skemmtilega á óvart með brjálaðslega góða virkni og hefur Face Lotion-ið verið lykil leikmaður að halda skraufþurru vetrarandlitinu mínu. Það sem kom aðallega á óvart hversu ógeeeeðslega gott verð er á þessari vörulínu og þess vegna hugsaði ég, hversu pörfekt í jólapakkann. Mest sexy merki OG á góðu verði – lessgo –

Face Lotion & deodorant combo –

Deo

Þetta kombo extra fallet inná baði –

Face Cleansing olían er gjörsamlega geggjuð –

Bergamote 22 sturtusápan – ilmurinn er upplifun útaf fyrir sig

Noir 29 ilmurinn í Body Lotion-i –

Þetta er Face Lotion-ið sem ég hef verið að nota síðustu mánuði, get mælt með 150%

Sexy handaáburður –

Þessi lína er gjörsamlega á geggjuðu verði –

Þetta kombo

Þessi lína fuuullkominn fyrir hann og hán – og jú hana svosem líka! Shaving creamið ekkert eðlilega sexy –

Allar vörurnar fást í Mikado á Hverfisgötu

@helgiomarsson

SJÓÐANDI HEITT: STÁL ELDHÚS

I LIKEINTERIOR

Ég hélt aldrei að ég mundi finna mig vel á Pinterest, ég skyldi lengi ekki hvað þetta var og náði aldrei að koma mér inní þetta þó svo að ég reyndi mjög oft. En eftir að ég flutti heima og fékk íbúðina mína þá fannst mér nokkuð auðvelt að gleyma mér á þessu appi. Ég er orðinn svo upptekinn að því að hafa hlutina nákvæmlega eins og ég vil hafa þá heima hjá mér. Eitt sem ég er farinn að elska er stál eldhús

Mér finnst það svo fáranlega fallegt. Uppá skrifstofunni okkar ákváðum við að vera með stál eldhús innréttingu sem kemur svo fáranlega fallega út. Hún verður að vissu kámug mjög fljótt, sem er kannski smá pirrandi, en þá heldur maður sér kannski við efnið að þrífa ógisssslea mikið. Sjáum til! Ég er að reyna manifesta það í döðlur að ég geti fyrr heldur en síðar keypt íbúðina sem ég er í núna. Ég elska hana og langar held ég bara að búa hér.

En skoðum aðeins stál eldhús –

jesús I love this –

@helgiomarsson

UPPÁHALDS JÓLAGJAFIR LANDSMANNA – 66°NORÐUR

66°NorðurI LIKEMEN'S STYLESAMSTARFSTYLE
samstarf með 66 north

Ég leyfi mér næstum því að fullyrða að það hefur enginn opnað jólagjöf frá 66°Norður og sagt “obbosí, langar ekkert í þetta”. Ég held ég hafi alltaf óskað mér einhvers og held ég hafi alltaf gefið eitthvað frá 66. En þegar gæði, kúl og hlýja er saman í einni kássu, þá er það oft solid jólagjöf. Að fara í gegnum síðuna og finna mér allskonar fallegt til að hafa á óskalistanum var auðvelt gigg, setti kannski meira en ég ætlaði mér en ég vona að þið fáið einhvern innblástur héðan.

LLLLETS GO!

 1. Tindur shearling jakkibecause obviously 
 2. Grettir hlaupabuxurþær eru uppáhalds hjá mér og gott verð!
 3. Sölvhóllekkert eðlilega sexy jakki, hannaður og gerður hér á Íslandi, sjáið meira hér
 4. Langjökull hanskarmögulega mest notaða “flíkin” mín, hundaeigendur skilja
 5. Snyrtitaskahendið einni clinique sólarvörn ofaní hana og þið eruð komin með fullkomna gjöf 

 1. Drangajökull parka MEÐ dúnkragasvo geggjað, ofarlega á óskalistanum í ár
 2. Bylursem er komin í nýtt snið sem er extra sexy
 3. Húfaþví húfur eru góð gjöf
 4. Hvannadalshnjúkur lúffur
 5. Straumur sundbuxurfyrir sjóinn eða heita pottinn

 1. Dyngja peysaþví allir þurfa að eiga hettupeysu, helst 9
 2. Jökla MEÐ dúnkragaef þið hafið ekki prófað Jöklu, þá mæli ég með
 3. Útilykt frá Fischersundstórmögnuð lykt frá samstarfsverkefni 66 og Fischersund
 4. Básar ullarbuxurótrúlegt nok á ég ekki svona og er mjöög ofarlega á óskalistanum mínum
 5. Snæfell hanskar

 1. Tindur úlpaef þið spyrjið mig, jólagjöf ársins. Ég góla enn í hvert skipti sem ég fer í hana – 
 2. Borgir bolur
 3. Garðar jakkivar að uppgvöta þennan! Svo flottur – 
 4. Dyngja húfaþví húfa er snilld
 5. Primaloft sokkarþessi eru guðdómlegir
 6. Sölvhóll mittistaska

 1. Snæfell buxurelska mínar, nota bæði sem street og útiveru, geggjaðar
 2. Askja úlpahún er komin stutt og stórgóð gjöf!
 3. Básarjólagjöf jólagjafanna ef þú spyrð mig
 4. Multinotkunartaskagríðargóð gjöf 
 5. Langjökull sokkarþví sokkar eru í rauninni besta jólagjöfin

Á síðunni getiði einnig skoðað lagerstöðu allra verslana, sem mér finnst brilliant! Þá vitiði hvert þið eigið að fara til að versla það sem ykkur finnst hin mesta snilld.

Happy shopping!

LIFE UPDATE –

PERSONAL

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja þetta blogg. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um að þetta ár er alveg að klárast og djöfulsins ride sem þetta ár hefur verið. Án efa, að öllu leyti, aðeins of miki meira segja, lærdómsríkasta ár í lífi mínu hingað til. Það er magnað að fá að læra svona mikið inná sjálfan sig og lífið eins og það leggur sig, en stundum vakna ég og hugsa að mig langar ekki að læra neeeeiitttt í dag, ekki átta mig á neinu eða spá í neinu. Bara baða mig í óvitundinni. Ég er samt svo ótrúlega stoltur af sjálfum mér sem er yndisleg tilfinning. Mér tókst í raun allt sem ég ætlaði mér, þó að ég áttaði mig kannski ekki á því í augnablikinu. Ég ætlaði að heila mig í döðlur úr þessu rugli (æ já, fokking rugli) sem gekk á í Kaupmannahöfn. Ég er stoltur af því að hafa staðið í sannleikanum mínum þrátt fyrir að hafa efað hann aðra hverja mínútu í marga mánuði. Með því að hafa opnað mig um andlegt ofbeldi þá hefur mér tekist að hjálpa öðrum að vakna og sjá skýrar og það er það sem gerir þetta allt þess virði.

Þegar við lendum í krefjandi verkefnum finnst mér ljósið alltaf tilhugsuninn að sársaukinn okkar gæti hjálpað öðrum, þá verður hann þess virði. Ef þið hafið hlustað eitthvað á Helgaspjallið þá er þráðurinn alltaf sá sami, að standa með sjálfum sér, hlusta á innsæið sitt og vinna í sjálfum sér. Hægt og rólega er ég að sjá að það er ekkert mikilvægara í þessu lífi. Það breytir öllu – svo ég hvet ykkur til að skoða árið sem er að líða, og skoða næsta. Hvað vil ég, hver er ég, hvað lætur mér líða vel og hvað drífur mig áfram og fylgið því. Ég lofa að það eru töfrar í myrkrinu ef við vinnum vel með því.

Mig langaði að stökkva inn og skrifa niður nokkur orð og ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Trendnet lesendur, Helgaspjalls-hlustendur, takk fyrir mig!

Farið varlega í jólatraffíkinni –

@helgiomarsson

HÖRÐU PAKKARNIR FRÁ ELKO – ÓSKALISTI

I WANTSAMSTARFUMFJÖLLUN
samstarf með Elko

Hver EEEEEELSKAR ekki hörðu pakkana? Ég er ekki að djóka, í minningunni þegar ég var yngri, þá eyddi ég endalausum tíma í BT á Egilsstöðum, shit muniði eftir BT? Allavega – jólin þegar maður gat ekki beðið eftir að opna alla hörðu pakkana. DVD mynd, geisladiskur, tölvuleikir, name it. Enn í dag fæ ég smá kitl í magann yfir hörðu pökkunum svo þið getið ímyndað ykkur hvað ég skemmti mér konunglega að setja saman óskalista með Elko.

Við Noel pósuðum fyrir Elko blaðið sem kom út nýlega sem er stútfullt af geggjuðum hugmyndum, fræðandi efni og mjög teknískum fítusum. Þar fékk ég að fara yfir heilsu og snyrtingadeild Elko þar sem hægt er að finna ógrinni að góðum hugmyndum fyrir jólagjafir. Það var ótrúlega skemmtilegt og í lokin var ég næstum farinn að rífa upp kortið og versla mér hverja einustu hugmynd sem ég kom með. Margt sem ég mæli með á ég, og get með reynslu mælt með. Eins og rakvélin meðal annars – ég mæli alltaf með að finna blaðið heima og setjast niður með tebolla og merkja í blaðið hvað væri sniðugt að gefa og óska sér. En svo er hægt að skoða blaðið HÉR –

 

 1. Hraðsuðuketill frá SMEG – ég á engan hraðsuðuketil og vá hvað mig vantar einn slíkan. Mér finnst SMEG fáranlegar fallegir og þrái þennan í stál.
 2. PS5 – þegar ég var yngri spilaði ég mjöög mikið Playstation. Tekken, Ratchet & Clank, Crash Bandicoot, allt þetta. Ég hef kannski ekki mikinn tíma fyrir að spila tölvuleiki núna í dag, en ég og bróðir minn erum með PS5 mjög ofarlega á listanum. Það er erfitt að næla sér í eintak, en hver veit. Mamma og pabbi voru dugleg að koma okkur á óvart í “gamla daga” – hver veit!
 3. Philips Azur straujárn – frekar fullorðnis að vera með straujárn á óskalistanum sínum og ég bölva því eins mikið og ég fagna því. Að vera fullorðinn og eiga foreldra hinum megin á landinu og búa sjálfur þýðir að sjálfssögðu, ef skyrtan er krumpuð, þá þarftu að finna útúr því sjálfur. Svo málið er einfalt, ég þarf straujárn, jú eða gufara. En ég held ég mundi velja straujárn. Annars er Elko líka með gufuvélar – við sjáum til!
 4. Nintendo Switch Pokemon Shining Pearl leikurinn – en það vita kannski ekki margir en ég er algjör Pokemon nölli. Hef aldrei vaxið uppúr því frá því ég var lítill. Elska leikina, þættina, spilin, name it. Þegar kemur út nýr leikur, þá kaupi ég hann. Ég meira segja gat ekki beðið til jóla og er nýbúinn að kaupa mér þennan leik. Það er ákveðið mindfulness að chilla og spila Nintendo Switch, sem er líka geggjuð jólagjöf, mæli með!
 5. Apple Watch – æ langar ekki öllum í Apple Watch? Mig langar í Apple Watch. Ég mæli yfirleitt með því fyrir vinkonur mínar sem spurja mig hvað þær eiga að gefa mönnunum sínum. Æ bara Apple Watch.
 6. Ipad – ég átti alltaf Ipad í Kaupmannahöfn, en mér þótti mikilvægara að berjast fyrir öðru í skilnaðinum. Svo ég hef alltaf verið á leiðinni að kaupa mér einn slíkann. Ég elska Ipad en eiginlega bara því það er næs að nota það í ferðalögum og horfa á þætti og bíómyndir og allt það.
 7. Sony ZV-1 – afþví er ekki það næsta að byrja að videoblogga?

 1. Sonos hátalari – mig hefur lengi langað í hátalara sem er bara á einum stað og búmar bara tónlist yfir allt. Treysti Sonos þokkalega fyrir því.
 2. Ratchet & Clank – akkúrat núna er þessi leikur eina ástæðan fyrir því að mig langar í PS5. True story. Uppáhalds leikirnir mínir byyy far –
 3. Dyson hárblásari – afþví ef þú ætlar að kaupa þér blásara, þá er frekar nett ef það er Dyson.
 4. Beurer nuddbyssa – því ef enginn annar getur nuddþrusuhamrað í auma vöðva, þá geri ég það bara með aðstoð nuddbyssu.

Njótið vel og gleðileg harðpakkajól og ást og friður!

@helgiomarsson

@elko.is

 

NOMOS – EINSTÖK ÚRA FRAMLEIÐSLA

MEN'S STYLENEW INSAMSTARFSTYLEÚR
samstarf með Michelsen

Ég fór um daginn uppí Michelsen og hitti þar Magnús og Róbert. Ég var reyndar mjög spenntur að hitta þá því ég fer reglulega í Michelsen og skoða Rolex úrin þar. Ég á mér semsagt draum að eignast Rolex úr. En það er annað mál, en ég var spenntur að hitta þá því þó svo að mig dreymi um að eignast Rolex úr þýðir ekki að ég sé mjög vitur um úr. En það má segja það að það hefur aldeilis breyst eftir rúmlega klukkutíma spjall með Magnúsi og Róbert. Það var brjálaðslega fræðandi að hlusta á þá og fékk ég þennan dag að kynnast ýmsum týpum af úrum en sérstaklega úrin frá Nomos Glashütte. Úrin er tímalaus og klassísk en þegar þú snýrð þeim við þá leynast miklir töfrar. Mig langar aðeins að segja ykkur betur frá.

Nomos var stofnað árið 1991 við sameiningu Vestur- og Austur Þýskalands en Nomos er staðsett í Glashutte sem er í Saxony héraðinu í Austur-Þýskalandi. Þeir eru ekki með langa sögu sjálfir en Glashutte bærinn á sér ríka hefð í úraframleiðslu en þar hafa úr verið framleidd frá upphafi 18. aldar. Til þess að mega merkja úraframleiðslu sína með Glashutte nafninu þá þarf að uppfylla ákveðnar skyldur og það gera Nomos svo sannarlega.

Ein af þessum skyldum er svokölluð “in-house” framleiðsla, en til að útskýra það aðeins nánar í sem stystu máli er að þá framleiðir Nomos sín eigin gangverk í staðinn fyrir að kaupa gangverkin tilbúin og samsett frá sérhæfðum verkframleiðanda eins og algengt er í þessum bransa. Það er töluvert afrek fyrir jafn lítinn og ungan framleiðanda því það er gríðarlega kostnaðarsamt ferli, bæði löng þróun að hanna jafn litla og nákvæma vél og úrverk er en líka að geta framleitt allt innanhúss sjálfir og fyrir þetta ótrúlega verð er einstakt í þessum úraiðnaði, sérstaklega þegar horft er til þess hversu vel skreytt úrverkin eru og hversu nákvæmur gangurinn er miðað við fjöldaframleidd svissnesk gangverk.

Það má líkja þessu saman við bílaframleiðanda; segjum að Mercedez Benz ætti verksmiðju sem sérhæfði sig í að framleiða vélar fyrir aðra bílaframleiðendur sem gætu keypt vélarnar algjörlega tilbúnar, þyrftu bara að setja þær í húddið á bílnum, tengja tvær snúrur og starta honum.

Nomos hafa einnig unnið til tuga hönnunarverðlauna fyrir sín skemmtilegu og einföldu úr en þar ríkir svokallaur Bauhaus stíll ríkjum en það er þýskur minimaliskur hönnunar- og arkitektrarstíll sem kom fram í kringum 1920 og lifði að cirka seinni heimsstyrjöldinni.

Fyrir mér er Nomos fáranlega spennandi merki, og sérstaklega eftir að ég fræddi mig um það. Ég verð extra pervertískur að læra um söguna sem liggur að baki merkis og þessi finnst mér alveg mögnuð. Úrin er hægt að skoða HÉR – og mín reynsla af úrinu hefur verið algjörlega geggjuð. Það sem er svo fyndið að ég er komin með svo fyndna úra pöddu. Alltíeinu er ég að lesa um úr og sögu úra áður en ég fer að sofa, og það er eitthvað sem ég hafði ekki hugsað mikið um áður. Djöfull er gaman að eiga næs úr – 

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá mæli ég með að heimsækja Michelsen, þjónustan þarna er á heimsklassa og veit að þau eiga svörin við spurningunum ykkar, svo er líka alveg ótrúlega næs upplevelse að fara þangað –

Þangað til næst

xx

Helgi

NUORI NÚ FÁANLEGT Á ÍSLANDI –

SNYRTIVÖRUR
samstarf

Í Hveragerði leynist ein fallegasta búð landsins sem heitir Hringur Verzlun. Ég kynntist einum eiganda búðarinnar Irpu Fönn þegar skartgripalínan mín 1104 fór í sölu þarna og eignaðist ég þar góða vinkonu og er ótrúlega gaman að fylgjast með aesthetic búðarinnar og innblásturinn hennar. Búðin er brjálaðslega falleg og heimilisleg. Næstum eins og fallegt heimili. Ég allavega labbaði inn og rölti um og langaði næstum að taka eitt af öllu. Það segir rosalega mikið.

Eitt af merkjunum þið finnið í Hringur er húðvörurnar frá danska merkinu Nuori. Rétt áður en ég flutti frá Kaupmannahöfn fannst mér Nuori vera á allra vörum. Um er að ræða mjög ferskar húðvörur og svo margir í kringum mig í Kaupmannahöfn lofsömuðu þessar vörur. Ég er búinn að vera prufukeyra Vital Face Cream sem er troðfullt af hyaluronic sýru, jojoba olíu, möndluolíu, shea smjöri, C og E vítamíni og borið á hreina húð. Það kemur sennilega ekkert á óvart en þetta krem fær fullt hús stiga frá mér og hlakka mikið til að skoða fleiri vörur frá merkinu.

Mæli þokkalega með heimsókn í Hveragerði eða skoða úrvalið HÉR:

@helgiomarsson

VIÐTAL: MENNIRNIR Á BAKVIÐ MIKADO

INTERIORÍSLANDVIÐTAL

Á Hverfisgötu er hægt að finna eina fallegustu verslun landsins Mikado. Ég á það til að fara þangað inn mér til dægrastyttina eða bara þegar mig langar að góla af aðdáun. Búðin er falleg, andrúmsloftið róandi, ilmurinn unaðslegur og alltaf tekið á móti manni með hlýju og ‘ gooood vibes ‘. Aðilarnir á bakvið nákvæmlega það er Aron Freyr og Einar Guðmundsson. Báðir menntaðir grafískir hönnuðir og brjálaðir fagurkerar. Hver einasti fermeter er úthugsaður og hver einasta vara vandlega valin inní þessa fallegu búð. Nýlega kom kynntu þeir til leiks nýtt merki sem ég er mikill aðdáandi af, Le Labo. Í kjölfarið plataði ég þá í smá viðtal, til að gefa forvitninni minni smá útrás –

Nafn: Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson

Aldur: Aron er 30 ára og Einar 36 ára.

Stjörnumerki (rísandi og tungl ef þið vitið):
Aron er fæddur 3. desember 1990 og er því bogamaður, tungl í krabba, rísandi ljón — Einar 26. desember 1984 og er steingeit, tungl í vatnsbera, rísandi vog. (Skv. einhverju Googli)
Hverjir eru mennirnir á bakvið Mikado Reykjavik?

Mennirnir á bakvið Mikado eru þeir Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson. Þeir eru báðir menntaðir grafískir hönnuðir og starfa sem slíkir auk þess að reka verslunina Mikado og prentstofuna Brotið blað, sem sérhæfir sig í hönnun og prentun bréfsefnis fyrir viðburði og veislur.

Hvar fæddist hugmyndin og hvernig byrjaði þetta? / Hvernig hefur ferlið verið hingað til?

Hugmyndin hefur lengi blundað í okkur að við vildum opna rými þar sem við gætum samtvinnað verslun, grafíska hönnun og prent, en við erum einmitt með vinnustofuna okkar inn af versluninni. Til að byrja með sáum við þetta fyrir okkur sem litla og kósý vinnustofu þar sem verslun fengi að vera með en þegar við fórum að skipuleggja þetta betur og af alvöru sáum við fljótt að okkur langaði að taka hugmyndina lengra og opna stærri verslun.
Það leið í raun ótrúlega stuttur tími frá því að við ákváðum að taka af skarið og hrinda þessu í framkvæmd, áður en við svo opnuðum í desember 2021. Við bjuggum í nokkurn tíma í Portúgal en fluttum heim í byrjun október í fyrra og höfðum þá smá stund til að staldra við og átta okkur á hvað tæki við. Það var svo í lok október sem við ákváðum að fara á fullt með verslunina og fórum þá í að finna húsnæði, hafa samband við vörumerki sem okkur langaði að taka inn, vinna að vörumerkinu og setja upp heimasíðu. Það var eiginlega ótrúlegt að við náðum að opna fyrir jól, en þetta voru allt í allt 6 vikur sem það tók að standsetja rýmið og fá vörur inn.
Það sem hefur gagnast okkur gífurlega er að við séum báðir grafískir hönnuðir, bæði þegar kemur að hönnun merkisins, uppsetningu heimasíðu og uppsetningu markaðsefnis.
Varðandi hugmyndina og stefnu Mikado að þá langaði okkur strax að blanda saman fagurfræði frá Japan og Skandinavíu. Við flytjum inn vörur beint frá framleiðendum og reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á vörur sem fást ekki annarsstaðar eða hafa ekki verið í boði hérlendis áður. Þar má einmitt nefna nýjasta vörumerki okkar, Le Labo, en við erum búnir að vera áðdáendur þess í fjöldamörg ár og í skýjunum með að geta loks boðið upp á vörur frá þeim á Íslandi.
En að opna búð í miðju Covid, hvernig lagðist það í ykkur?
Við sáum í raun líka tækifæri í því að opna í miðju Covid, bæði hvað varðar ýmis kjör og svo sáum við líka að innlend verslun jókst til muna á þessum tíma svo við vorum alveg til í að láta slag standa og láta reyna á þetta.
Búðin ykkar er svo innilega og áberandi falleg, voruði strax með hugmynd um hvernig búðin átti að líta út eða kom það hægt og bítandi?
Við erum báðir með nokkuð sterkar skoðanir þegar kemur að hönnun og fagurfræði en sem betur fer fara þær skoðanir í langflestum tilfellum vel saman. Við vorum með nokkuð fyrirfram ákveðnar hugmyndir varðandi litaval og þessháttar en í rauninni fæddist útlit búðarinnar hægt og bítandi. Þetta var svo stuttur tími sem við höfðum svo þetta varð til hratt. Við hönnuðum allar innréttingar og borð sjálfir og fengum svo góða hjálp fá fjölskyldu við að smíða og setja þær saman.
Við viljum að fólk finni fyrir ró þegar það kemur til okkar og vilji gefa sér tíma til að skoða vörurnar sem við bjóðum upp á. Það var svona útgangspunktur þegar kom að hönnun rýmisins og við teljum að vel hafi tekist til. Öllum vörum er stillt vandlega upp og við erum ekki mikið í því að setja of mikið fram í einu, viljum frekar gera hlutunum hátt undir höfði því oftar en ekki eru þetta vörur með mikla sögu sem nær áratugi, ef ekki hundruði ára, aftur í tímann.
Hvað hefur verið það skemmtilegasta við Mikado? Og hvað hefur verið það mest krefjandi?

Það sem hefur verið skemmtilegast er að finna fyrir allri velvildinni og jákvæðninni í okkar garð. Það að leggja allt sitt í eitthvað og finna fyrir því að fólk hefur áhuga og finnist það spennandi hefur gefið okkur mikið. Við segjum oft að uppáhalds hrósin okkar séu þegar fólk kemur inn og segir að það sé eins og það sé komið til útlanda, þá vitum við að við erum að koma með eitthvað fersk og spennandi í flóruna hér í Reykjavík.

Hvaðan kemur innblásturinn og hvernig veljið þið vörurnar í Mikado?

Eins og áður segir kemur innblástuinn mikið frá Japan og Skandinavíu. Japönsku hugmyndafræðirnar Wabi-sabi og Shibui sem fjalla um hefðbundna japanska fagurfræði er eitthvað sem er okkur hugleikið. Þær fjalla í grófum dráttum um að sönn fegurð felist ófullkomleika og er stundum lýst sem fegurð sem er ófullkomin og hverful í eðli sínu.
Það blandað við hreinleika skandinavískrar hönnunar skilar sér í einstöku vöruúrvali en við handveljum hverja einustu vöru inn af mikilli kostgæfni og gætum þess að allt falli að conceptinu á bakvið Mikado.
Japanskt handverk hefur lengi staðið fyrir gæði og það hefur skandinavísk hönnun sömuleiðis gert, svo það er sérstaklega gaman að blanda saman þessum heimum í einn.
Í raun veljum við inn allt milli himins og jarðar sem okkur þykir fallegt og passa inn. Við erum með allt frá ilmvötnum yfir í te, frá hjólabjöllum yfir í loftljós.
Tölum aðeins um Le Labo, hvernig kom það til?
Samtal við Le Labo hófst í raun um leið og við opnuðum í desember á síðasta ári. Við höfum verið persónulegir aðdáendur lengi svo það var ákveðinn draumur að reyna að fá merkið inn.
Þau hjá Le Labo hafa lengi viljað koma til Íslands en hafa verið að bíða eftir réttum tíma og réttum aðila til að vinna með hér heima svo við fundum að áhuginn var strax til staðar. Hlutirnir gerðust nokkuð hratt á þeirra mælikvarða, við tileinkuðum þeim hluta af Mikado sem er aðeins undir þeirra vörur og var sá partur innréttaður í þeirra stíl. Blessunarlega er hann ekki ólíkur okkar eigin stíl í Mikado svo í raun er dálítið eins og Le Labo hafi alltaf verið hjá okkur, það fellur svo vel inn.

Fyrst var ekki víst hversu mikið vöruúrval við fengjum til okkar, en við gerðum það ljóst í byrjun að við værum til í að fá allt sem við gætum. Það er því gaman að segja frá því að við erum með öll ilmvötnin í klassísku línunni þeirra ásamt baðvörulínunni og ilmkertum.

Hver er ykkar uppáhalds ilmur hjá Le Labo?

Einar hefur notað Vetiver 46 lengi og Aron hefur nýlega skipt yfir í Baie 19, einstaklega ferskan og skemmtilegan ilm. Svo er ákveðinn lúxus fólginn í því að geta prófað sig áfram á hverjum degi. Við erum báðir forfallnir patchouli aðdáendur svo Patchouli 24 hefur komið virkilega skemmtilega á óvart. Hann er frekar kryddaður, með tjöru og vanillu í grunninn.
Svo er líka afar skemmtilegt að prófa sig áfram með City Exclusive línuna þeirra, en það eru ilmir sem fást bara í ákveðnum borgum víðsvegar um heiminn. Gaiac 10 sem er Tokyo ilmurinn frá þeim situr hátt á lista þar.
Hvað er væntanlegt hjá Mikado?
Við erum í stöðugri þróun hvað varðar vöruúrval og erum alltaf að leita leiða til að stækka vörumerkið. Okkur langar að bjóða upp á meira af húsgögnum og sjáum fyrir okkur að gera það á næstu mánuðum. Eins erum við í viðræðum við handverksfólk í Japan sem vilja gjarnan selja vörur sínar á Íslandi.
En það sem er fyrst á döfinni væri nýji ilmurinn frá Le Labo, Thé Matcha. Hann kom út núna í byrjun október og er væntanlegur til okkar í vikunni (13.–14.okt). Ilmurinn hefur verið sérstaklega lengi í þróun og er byggður á japönsku matcha, eitthvað sem passar sérstaklega vel inn til okkar. Thé Matcha er lýst sem grænum og ferskum með nótum af fíkju og beiskri sítrónu og með vetiver og sedrus-við í grunninn.
Er eitthvað á ykkar persónulega óskalista?
Svo margt! Ég held að efst á lista sé Triangolo stóllinn frá Frama, ásamt fjölmörgu frá þeim. Eins erum við mikið fyrir stemningslýsingu og Alma veggljósið frá sænska merkinu Wästberg fullkomið til að ná henni fram, svo ætli það endi ekki hjá okkur fyrr en síðar!
Mæli svo innilega með því að heimsækja Mikado, sjón er sögu ríkari. Þangað til, þá mæli ég einnig með Instagramminu þeirra sem þið finnið HÉR – fyrir innblástur og fallegar myndir.
Takk fyrir spjallið boys!

E35 – TÖKUM ÍBÚÐ Í HLÍÐUNUM Í GEGN

E35INTERIOR

Hann Jón Þór, elsku yndislegi vinur minn keypti íbúð í Hlíðunum og höfum við eytt hellings tíma að vera innblástrast (það er nýtt orð) og við sameinuðum kraftana okkar og ætlum að gjörbreyta þessari fínu íbúð í skínandi demant.

Íbúðin er staðsett í, að okkar mati, einu skemmtilegasta hverfi Reykjavíkur, Hlíðunum. Í íbúðinni eru 3-4 herbergi (tvö svefnherbergi og tvær stofur). Það hefur ekki mikið verið dekrað við íbúðina í gegnum árin en það er í rauninni allt í íbúðinni (innréttingar, skápar og fleira) upprunalegt, húsið var byggt árið 1956 svo þetta er heldur betur farið að láta á sjá. Áður hefur verið skipt um gólfefni að hluta, og það gert í pörtum, svo það eru fjögur mismunandi gólfefni á íbúðinni (það er mögulega stíll út af fyrir sig?). Það er því heldur betur kominn tími til að taka íbúðina í nefið! Hugmyndin er að sópa öllu út úr íbúðinni og byrja með alveg blank canvas, draumurinn er að “byggja hana upp” og gera hana frekar bjarta, hlýja og sjarmerandi.

Eldhúsið er í minni kantinum og það er vægt til orða tekið að segja að það sé sérstök lögun á því! Það er smá útskot í því þar sem gert er ráð fyrir borðkrók með fallegum, frekar stórum, frönskum glugga með útsýni út í garð. Ætlunin er að koma fyrir innréttingu í “L” (svipað þeirri sem er núna) sem og að setja tækja/búrskáp á stærsta vegginn í eldhúsinu. Í staðinn fyrir að troða borði inn í lítið eldhús er hugmyndin að koma fyrir borðplötu undir franska glugganum með tveimur barstólum og búa þannig til kósý “morgunverðarhorn” þar sem hægt er að horfa út í garð á meðan maður nýtur þess að sötra fyrsta bolla dagsins.

Eins og eldhúsið, þá er baðherbergið í minni kantinum. Eins og er þá eru á veggjunum gamlar mósaíkflísar sem eru margar hverjar byrjaðar að hrynja af, sem er ekki beint vel séð svona þar sem þetta er votrými. Stefnan er að skipta baðkarinu út fyrir sturtu, setja innbyggð blöndunartæki í sturtuna og svissa á klósettinu og vaskinum, þ.e. setja klósettið upp við sturtuglerið og vaskinn við hurðaropið, og þannig nýta rýmið betur.

Svefnherbergin í íbúðinni eru svo tvö, hjónaherbergi og barnaherbergi. Í báðum herbergjum eru upprunalegir innbyggðir skápar sem eru allir frekar illa skipulagðir og verða því rifnir út (no surprise there). Á milli fataskápanna tveggja er sameiginlegur veggur sem er byggður á ská (hvorugur skápurinn er semsagt hornréttur). Það er frekar erfitt að lýsa þessu en þetta er allt saman mjög sérstakt. Þar sem skáparnir eru ekki hornréttir verður líklegast eitthvað mas að finna út úr því hvernig best er að tækla þá (því miður er ekki hægt að leita til elsku besta IKEA).

Allir ofnarnir í íbúðinni eru gamlir pottofnar á fótum sem eru sjúklega sjarmerandi og því er stefnan að halda þeim, það eru þó allar líkur á að það þurfi að losa þá frá veggjunum til að þrífa og lakka/mála þá og svo það sé hægt að mála vegina á bakvið þá (það virðist vera löngu kominn tími á það þegar maður horfir í gegnum ofnana)! Annað sem er svona frekar einstakt við íbúðina er boginn sem skiptir ganginum í tvennt, very much in þessa dagana, og það er spurning hvort hann fái að halda sér eða ekki.

Í íbúðinni eru svo tvær samliggjandi stofur, með frekar stórum gluggum, sem eru einstaklega bjartar og skemmtilegar.

Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er rétt að fara af stað. Stay tuned – Extreme makeover home edition coming your way!

Gengið inní íbúðina – mig langar sjúklega að halda boganum, eða stækka hann! Elska tilhugsunina –

Stofan, ég skeit smá en er ekki með mynd þar sem stofan sést hinum megin frá, því það er smá “stjarnan” í íbúðinni, það er mjööög stór gluggi báðum megin. Sem er brjálaðslega fallegt –

Eldhúsið –

Hornið fína með allskonar möguleikum!

Noel, sérlegur aðstoðarmaður –

Baðherbergið ..

Svefnherbergið

Séð hinum megin frá –

Hitt herbergið sem verður breytt í fataherbergi – if you can, you should!

Hinum megin –

Íbúðin séð hinum megin –

Fylgist með ferlinu kæru vinir!

@helgiomarsson

LISTAVERK EÐA SJÓNVARP? FRAME TV-

INTERIORÍSLAND
Samstarf með Elko 

Að flytja heim og svona “byrja uppá nýtt” er skrautlegt ferli. Svolítið skrýtið að hugsa til þess að ég átti heila búslóð í Danmörku en núna er ég að reyna velja vel og hægt og rólega safna mér í gott bú hérna á Íslandi. Ég vissi að mig vantaði nauðsynlega eftirfarandi, eldhúsborð, sjónvarp og sófa – í nýju íbúðinni var borð sem er mjög fallegt sem ég get fengið að nota þangað til að ég kaupi mitt eigið, sófinn – kemur vonandi bráðum.

En eitt var ég alveg 120% vissum, ég þyrfti að fá mér FRAME sjónvarpið sem fæst í Elko, án efa lang fallegasta sjónvarpið á markaðnum núna. Ég vildi minimalístískt look á íbúðinni og ekki hafa það of busy. Svo ég ákvað að einnig kaupa fætur á sjónvarpið, sá það í villu í Hellerup í Kaupmannahöfn einu sinni og hef ekki hætt að hugsa um það síðan. Ég er gjörsamlega í skýjunum yfir nýja sjónvarpinu. Það sem er þó svo magnað við Frame er að hægt er að hengja það á vegginn og svo velja mismunandi myndir á sjónvarpið svo það einfaldlega líti út eins og myndarammi. Ég er næstum því smá obsessed –

Ég gerði þetta svona hjá mér:

Ég valdi svona light oak ramma. Ég hætti ekki að skoða japanska innanhúshönnun þessa dagana svo mér fannst það koma fáranlega fallega út.

Ef þið eruð í sjónvarpshugleiðingum mæli ég innilega með –

@helgiomarsson