fbpx

DIOR HOMME –

ILMURSAMSTARF
Samstarf með Dior & Artica

Ég held að það sé óhætt að segja að DIOR sé uppáhalds brandið mitt. Á ég efni á því? Takk fyrir að spurja, svarið er nei. Rakspýrarnir þeirra eru þó viðráðanlegir hvað varðar verð og eru svo sannarlega til hérna á Íslandi. Ég hef lengi notað Sauvage en ég hef síðustu daga verið að sprauta á mig Dior Homme ilminn. Hann er unaðslegur, spicy en ferskur á sama tíma –

Ég mæli hiklaust með honum –

Fæst meðal annars í Hagkaup –

eigið góðan x

LAGERSALA 66°NORÐUR – TOP PICKS

66°NorðurI LIKESAMSTARF
samstarf með 66°Norður

Ég held að þetta sé skemmtilegasta verkefni sem ég tek að mér. Þegar 66°Norður setur upp lagersöluna, því það er alltaf hægt að finna eitthvað sem maður kannski hafði auga á, eða flík sem maður þarf kannski ekki alveg en hún er 70% afslætti eða kannski leynist flík sem þú hefur ekki séð, kaupir hana og notar eins og bavíani. Þetta er allavega yfirleitt tilfellið hjá mér í hvert skipti sem ég fer á útsölumarkaðinn eða vafra um á lagersölunni 

Ég fór niðrí Faxafen og skoðaði hvað var búið að droppa frá lagersölunni, það er svo fáranlega gaman að skoða hvað er í boði og fann eeeeendalaust af flíkum sem voru geggjaðar. Svo leynast demantar á milli herðatrjánna –

Lagersöluna getiði skoðað akkúrat núna HÉR –

Langjökull – 

Grandi jakki/overshirt – nota þessa svooo mikið

Grandi jakki + Tangi mittistaska 

Logn hettupeysa – (og smá hax, ég fann þessar buxur niðrí Faxafeni, þær eru ekki á Lagersölunni, enda eru þær one of a kind, en mér fannst ég einmitt detta í feitan lukkupott þegar ég fann þær)

Happy shopping!

AÐ BROTNA & VAKNA TIL LÍFSINS –

PERSONAL

Hæ kæru Trendnet lesendur – ef þið munið ennþá eftir mér. Ég ákvað að koma inn og opna mig aðeins um síðustu vikur eða mánuði. Ég er liggur við hræddur við það en ég veit heldur ekki hversu mikið ég á að skrifa eða hvernig ég á að setja þetta almennilega í orð. Þið vitið kannski mörg að ég flutti heim síðasta haust og í kjölfarið endaði 8 ára samband. Samband sem ég hélt að ég mundi berjast fyrir að eilífu. Sem ég svosem gerði, nema að eilífu var lífstíðin innra með mér sem gat barist fyrir því að sambandið mundi virka. Ég átti ekkert eftir, þó svo að ég reyndi. Það var annaðhvort að færa mig heim og taka ákvörðunina eða halda áfram og verða að engu. Ég kom heim með smá ragettu í rassinum, stofnaði fyrirtæki, vann 16 tíma á dag, svaf lítið, borðaði lítið, gerði mitt besta og hugsaði með mér að kannski koma skuldardagarnir ekki. Kannski verð ég bara alltílagi í framhaldinu. Þið sáuð það hér, það kemur – alltaf – af skuldardögum. Uppgjörið er alltaf partur af programmet. 

Það gerðist á aðfangadag, systemið mitt var hætt að geta reipitogað og verndað mig frá því sem koma skyldi. Að horfast í augu við það sem var í raun og veru í gangi í lífinu mínu. Við tók erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér, tók því samt með auðmýkt, það er mjög gefandi að lenda í svona miklum sársauka. Grátköst örugglega 8 sinnum á dag, lokaður inní herbergi, takmarkaður svefn, martraðir, lítil sem engin næring, titringsköst undir sæng og hreinlega að efa hvort ég mundi lifa þetta af, og hvernig fólk yfirhöfuð hefur lifað svona af áður svo eitthvað sé nefnt. Ég var eins og heróín fíkill að ná úr mér eiturefnunum, ekki það að ég hafi prófað það, en ég get ímyndað mér að það sé sirka svona.

Ég þarf að passa mig að segja ekki of mikið. En ég var búinn að sitja í tilfinningarússíbana sem ég mundi ekki bjóða mínum versta óvini uppá í alltof langan tíma, mörg ár og núna var minn tími kominn til að loksins – eins og Fönixinn, að brenna upp og verða að ösku og hefja endurfæðinguna. Ein lítil fjöður í einu þangað til ég get staðið uppréttur aftur og tilbúinn að fljúga.

Janúarmánuður fór í full time sjálfsvinnu, frá því ég vaknaði og þangað til ég fór að sofa. Sársauki er stórkostlegur kennari, ég gæti ekki verið þakklátari fyrir þessa reynslu. Ég sé núna afhverju við brotnum, eins og vöðvarnir okkar. Við brotnum til að stækka og ég hlakka til að stækka enn meira en ég hef gert. Ég er enn í prógrammi, á hverjum degi. Ég hef náð gríðarlegum árangri en það er nóg eftir og er þakklátur að hafa fengið pláss til þess að horfast í augu við allt sem þessu tengist, það eru ekki allir sem hafa slíkt pláss. En hér er ég, lítill Fönix kjúklingur, með nokkrar glænýjar fjaðrir sem eru glansandi, heilbrigðar og sterkar. Og hlakka til að halda áfram ævintýrinu mínu, þá á ég við bara lífið almennt, en líka Trendnet ævintýrið. Ég er þakklátur að hafa þetta outlet til að fá að skrifa til ykkar sem nennið að lesa.

Ég sendi ást og kærleik á alla – og það er alltaf nóg að gera á @helgiomarsson og Helgaspjallinu – sjáumst þar líka!

Ykkar

Helgi

3 in 1 HJÁ CLINIQUE FYRIR STRÁKANA

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
samstarf

Húðvörurnar sem ég nota mest er Clinique Men, ég er einnig svo heppinn að vera í samstarfi með þeim. Clinique húðvörurnar eru klárt ein af þeim bestu á markaðnum. Þær eru ofnæmisprófaðar, án lyktarefna og þróaðar af húðlæknum, svo það er klárlega hægt að treysta því að maður sé að mjaka og smyrja inní húðina sína. Það er bóndadagur á morgun og ég kom með hugmynd á Instagramminu mínu varðandi nýjar gjafaöskjur frá Clinique Men. Ástæðan fyrir því að mig langaði að vekja athygli á þeim er því verðin eru eiginlega geggjuð, og um er að ræða í rauninni vörur 3 fyrir 1. Þar sem þú kaupir stjörnuvöruna, Anti Age kremið, rakakremið og svo súper rakakremið. Ég nota þau öll (helst anti age obviously, haha) svo ég gæti mælt með þeim öllum. Svo er andlitsskrúbbur og andlitshreinsir með – sem er í rauninni bara frítt með!

Algjör negla –

Það er bóndadagur á morgun – mjög góð gjöf!

Boom! Þessi hydrasjón, ókei raki, er í alvöru mjög powerful –

FÆST HÉR

Eina kremið sem virkaði þegar ég var á Decutan, true story

FÆST HÉR: 

Ég er búinn að vera nota þetta mest, þetta er mjög öflugt krem, top raki, geggjuð áferð og ég auðvitað yngri.

FÆST HÉR 

Þessi verslun, Beautybox er einnig með búð á Langholtsvegi –

mæli þokkalega vel –

@helgiomarsson

ROLLS ROYCE HÚÐVARA: LA MER

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
samstarf

Aldrei grunaði mig að ég gæti unnið með merkjum eins og La Mer, en stundum er lífið geggjað. Merkið á sér magnaða sögu, en Dr. Max Huber brenndist illa og gerði hann það að sínu lífsmarkmiði að þróa formúlu til að húðin gæti gróið vel, endurnýjað sig og byggja hana upp. Vörurnar eru kröftugar og innihalda aðeins fyrsta flokks innihaldsefni og eiginlega bara svolítið einstakar. Í hvert skipti sem ég nota þær þá fæ ég smá fiðring í magann. Hljómar dramatískt, en áferðin og virknin er vægast sagt stórkostleg.

Þó að ég geti ekki gert upp á neinni vöru, þá hef ég verið að nota mikið er augnkremið eða The Eye Concerntrate. Ég er orðinn alveg gríðarlega meðvitaður um augnsvæðið mitt og vil ég halda því eins stinnu og fínu eins lengi lengi lengi og ég get. Okkar maður er að skríða í þrítugt, ótrúlegt en þó satt. Ég sé alveg ótrúlega mikinn mun eftir að ég fór að nota þetta reglulega og get með engu móti mælt meira með þessari vöru –

Vörurnar fást í Lyf & Heilsu í Kringlunni, BeautyBox.is og Snyrtistofan Jóna –

@helgiomarsson 

FLOTTUSTU MERKIN Á ÚTSÖLU Í GK REYKJAVIK –

ÍSLANDMEN'S STYLEOUTFITSAMSTARFSTYLE
Samstarf

Útsölur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Unaður en einnig stórhætturlegt. Útsölur í GK Reykjavík, ennþá hættulegra! Ég er pínu “fokkit” týpan, örlítið minna eftir að ég varð einhleypur og þarf að borga hvern einasta reikning og allt þetta fullorðnis mambo jambo (don’t get me started) – tvær innkomur voru svo sannarlega sveigjanlegri en ein. Ég fór niðrí GK, var eiginlega búinn að vera vandræðalega spenntur fyrir útsölunni, en ég myndaði GK um jólin og ég var með auga á svona 58 flíkum. Hvað fer á útsölu, kannski þessi jakki, oh, kannski þetta. Þið vitið – var orðinn hálf geggjaður. Þessi útsala var svo betri en ég þorði að vona.

Ég hefði geta gripið allt á slánni en ég var þarna til lokunnar, en hér má sjá guðdómlegar vörur sem eru frá 40 – 50 % afslætti.

Þetta vesti frá Acne Studios –

Þessi peysa frá Acne Studios, svo falleg

Þessi jakki frá Helmut Lang, feitt want

Bolurinn frá Filippa K og ÞESSAR BUXUR, sem ég keypti. Ég á þær í dökkbláu og trúði varla að þær voru til í minni stærð í svörtu og á 40% afslætti. Frá Acne Studios –

Skórnir eru frá Acne Studios en því miður ekki á útsölunni –

Þessi jakki frá Tiger of Sweden, sem ég mun eflaust sjá eftir að eilífu. Fáranlega fallegur – ég rúmlega kláraði janúar budgettið mitt. Skal sýna ykkur hvað ég keypti líka –

Þessi Helmut Lang langermabolur á 50% – sjúklega næs

Á svo eftir að sjá eftir þessum jakka líka – frá Filippa K

Þessi jakki frá Acne Studios –

.. oooog sold! Keypti þessa líka – frá Acne Studios

Sé reyndar fáranlega eftir þessari líka – Helmut Lang

Buxurnar – oh buxurnar

.. OOOOG sold! Er eitthvað svo spenntur að hafa keypt þessi jakkaföt. Frá Tiger of Sweden og þau voru á 40% afslætti. Er eiginlega smá svona “oh næs” að ég hafi keypt þau.

Það er enn nóg til, mæli svo innilega með að stökkva niðureftir um helgina og skoða úrvalið –

Ást og friður –

@helgiomarsson

JÓLIN ERU Í SMÁRALIND –

I LIKESMÁRALINDSTYLEUMFJÖLLUN
Samstarf með Smáralind

Það er búið að vera svo yndislegt að fá að vera með Smáralind í kringum jólahátíðarnar. Andrúmsloftið þarna inni er yndislegur og ég kláraði í gærkvöldi allar jólagjafirnar á mettíma –
Það er margar frábærar viðbótir í Smáralind, eins og kampavínskaffihús Sætra Synda, ég er súper fan og fannst svo gaman að heimsækja það. Við hliðiná eru vinir mínir á Maikai (Helgaskál coming soon!) og fyrir alla þá sem ekki hafa smakkað, þá mæli ég svo innilega með. Súperfúd af bestu gerð og starfsfólkið yndislegt. Blue Lagoon Skincare er einnig glænýtt með gullfallega pop-up búð! Ég tók nokkrar myndir af stemmingunni á meðan ég straujaði kortið fyrir jólin –

Fyrsta stoppið mitt var í Maika’i – svo glæsileg og stór og falleg búð hjá þeim. Þið finnið hana á neðri hæðina við H&M Home –

Nágranninn ekki af verra endanum. Sætar Syndir. Maika’i skál og svo eftirrétturinn á Sætum Syndum, sörur, karamellustykkin, bollakökur, name it. Jú og kampavín!

Moet í boðinu!

Dumble, þristur, saltkaramella. Fæ vatn í munninn að skoða þetta aftur!

Ekkert eðlilega fallegt úrval –

Eva María, drollan á bakvið allt batterí-ið tók alveg fáranlega vel á móti mér –

Sörur, jólasveinar, kökudeig!

H&M er orðin fastaheimsókn hjá mér í Smáralind – alltaf eitthvað hægt að grípa með sér.

Jólalegt á öllum hornum Smáralindar –

Gallerí 17 í Smáralind sú glæsilegasta –

Tilvalið fyrir mjúku pakkana –

Minni á ÞESSA nýlegu færslu – 

Heimsótti Tobias vin minn í Selected –

Heimsókn í Selected er orðin smá hefð, ég er mikill fan af jakkafötunum sem þau eru með. Ég keypti reyndar engin þetta árið, en ég prófaði þessi rauðu, afþví ég bara varð!

Alltaf eitthvað fallegt að finna –

Jólaandinn er allavega þokkalega í Smáralindinni, happy shopping x

@helgiomarsson

HARMLEIKUR

ÍSLAND

Hæ elsku vinir –

Dagurinn í gær var vægast sagt skrýtinn. Ég var mættur í Smáralind að vinna verkefni þegar ég fann þessa fáranlegu þörf til að tala við Dagnýju systir og sagði meðal annars við hana “Mig vantar bara að heyra þig segja “you got this” við mig” – við erum bestu vinir og tölum reglulega saman. Nokkrar mínútur inní símtalið heyri ég bara “Framhús er farið” en það er húsið hennar systir minnar sem við höfum átt ófáar minningar saman með henni og stelpunum hennar, Margrét Móeiði og Sigrúnu Ísold. Skærustu stjörnur. Hjartað á mér pompaði og í kjölfarið tekur við stór rússíbani. Skriða féll á húsið og húsið algjörlega ónýtt. Þakklæti er varla nóg, því tilfinningin er svo þúsund sinnum stærri en það. Að húsið hafi verið mannlaust og að enginn slasaðist. Við eigum marga engla sem vaka yfir bænum og þeir hjálpuðu.

Ég veit ekki alveg hvert ég ætlaði með þennan pistil og skrifa ég þetta með tárin í augunum. Þetta er bara ekki flókið, Seyðisfjörður er fjölskylda. Við erum eins og heil ætt, með skrýtna frændanum með fyndnu frænkunni. Það hefur sýnt sig og sannað aftur og aftur að samkenndin sem einkennir þetta bæjarfélag er algjörlega einstakt. Það sem við Seyðfirðingar og velunnarar deilum fyrst og fremst er ástin okkar gagnvart bænum. Hver einasti foss og hver einasti lækur er okkur heilagur. Orkan þarna kemur líka beint tilbaka til okkar og til þeirra sem heimsækja bæinn. Hún er mjög heilandi, næstum eins og faðmlag frá góðum ástvin. Svo tilhugsunin hversu margir af okkar fólki á staðnum eru skelkaðir, hræddir og sorgmæddir er þyngra en tárum taki.

Þetta hefur verið eins og að fylgjast með bíómynd og raunveruleikinn hefur svo sannarlega ekki kikkað inn. Þessi nýi raunveruleiki að historísk og innilega stórkostleg hús séu farin og við deilum öll einhverjum minningum í hverju og einu húsi. Raunveruleikinn að fólk hafi misst heimili, vinnustaði og einstök hús. Ég veit ekki hvernig þetta verður allt, en ég veit að Seyðfirðingar sigra með kærleiknum sem býr í þeim.

Pabbi skrifaði svo fallegt á Facebook og ég nýti þau sem lokaorð:

“Seyðisfjörður mun rísa upp á ný, sólin mun aftur skína á fjörðinn og skriðan mun aftur verða græn” 

Ef þið hafið tök, þá eru eftirfarandi upplýsingar:

Rauði Krossinn á Seyðisfirði
Kennitala: 620780-3329
Reikningsnúmer: 0176-26-30

Björgunarsveitin Ísólfur
Kennitala: 580484-0349
Reikningsnúmer: 0176-26-5157

Þið sem hafið sent mér skilaboðin, takk æðislega <3

MÍN EIGIN SKARTGRIPALÍNA – 1104 BY MAR

MEN'S STYLESKARTÚTLIT

2020 er aaaallskonar – eitt sem stendur þokkalega uppúr er hafa hitt hana Dagmar Mýrdal. Sem byrjaði sem umboðskonan mín, sem varð fljótt buisness partnerinn minn og í lokin, gjööörsamlega frábær vinkona. Núna er hún allt blandað saman og er ég mjög þakklátur að hafa fengið hana inní lífið. Við erum fáranlega ólík, hún er mesti do-er sem ég hef hitt, og ég er maður með 15.000 hugmyndir á dag og kem engu í verk –

Saman erum við sterk og fyrsta verkefnið okkar fæddist á dögunum, sem er skartgripalínan 1104 by MAR. Línan er fyrir öll kyn og með fallegum sterkum gripum. Stærri statement keðjur, perlur, létti og nett. Við erum gríðarlega stolt af þessu og erum bæði ósofin eftir að hafa bombað í þetta verkefni. Skartið fæst á heimasíðu 1104 by MAR og í Maia Reykjavik, þar sem þið getið farið og skoðað og prófað.

Sigríður okkar besta mælir einnig með keðjum á óskalistunum sínum í ár, var mjög stoltur af því!

Akkúrat núna er möguleiki vinna hvern einasta grip í línunni á Instagramminu mínu @helgiomarsson

 

<3