Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

NEW IN: STUTTBUXUR FYRIR BALÍ

NEW INSTYLE

Júúúú, ég er að fara til Balí! Ef þið eruð að fylgjast með á Snapchat (helgiomars) þá er búið að vera algjört vesen að finna hvert ég ætla í frí þetta sumarið. Þetta er án djóks búið að vera tveggja mánaða ferli að finna áfangastað. Við hoppuðum á milli Mexíkó, Króatíu, Svartfjallaland, Santorini, allskonar pakkarferðir, Miami, Orlando, LA, og þetta var endalaust og ég var orðinn algjörlega bensínlaus varðandi þetta frí í lokin. Shit. Tveir tvíburar sem þykjast ætla fara taka ákvarðanir, it don’t come easy (it don’t come cheap, no not with meeeeeeee, nnnnoooo-ooo-oooo Euronördar fatta) en svo blasti við okkur tilboð til Singapore með Qatar á mjög góðu verði svo bam! Miðinn bókaður og þaðan gátum við pantað okkur áfram. Mjög spennandi.

Ég fór í smá stuttbuxna mission og hér er útkoman:

Sundstuttbuxur frá Samsøe Samsøe

WEARECPH

WEARECPH

See ya’ soon Bali! Samt ekki, eftir tvo mánuði.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

LAUGARSPA EYE CREAM –

SNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég er miiiikið búinn að vera nota LaugarSpa vörurnar síðustu daga. Fyrir því er LÍKA góð ástæða fyrir því, en eins og staðan er núna má ég ekki segja mikið, en á næstu vikum mun þetta hægt og rólega koma í ljós, og fyrir þessu er ég eiginlega vandræðalega spenntur. En vörurnar er ég markvisst búinn að nota síðustu vikur, og þær eru svo fáranlega góðar, þær eru organic og innihaldið er all djúsi good stuff. En ég held mjög fast í eitt krem og það er augnkremið frá merkinu. Mér finnst það bæði vera gott og gefa drullu flottan svona ljóma, sem við viljum öll svona fínan ljóma í þessu ágæta sumari sem við erum að dúllast í þetta árið. Real talk samt, þetta sumar sökkar. Líka í Köben – og heima meira og minna líka held ég?

ALLAVEGA! Frá einu yfir í annað, jesús. Laugar Spa, mér til MIKILLAR gleði er bara unisex, ekkert karla eða konu lykt húllumhæ. Það lyktar unaðslega, styrkir augnsvæðið og maður fær súper flottan ljóma. Hvað viljum við meira?

Hér er kremið:

Ég sé það núna að ég hefði geta valið annan putta, eeen hey!

HAUST-JAKKINN KOMINN Í HÚS

ACNE STUDIOSMEN'S STYLENEW INSTYLE

Þetta er samt þannig séð sumarjakki, eða þið vitið, summer collection, EN! Ekki í Danmörku. Ef það er ekki heitt, þá er drullu rakt, sooo no. SVO! Þetta er jakki sem verður notaður í haust, og ég er mikill haust maður, so it’s aaall good y’all. ALLAVEGA –

Jakkinn er frá uppáhalds merkinu mínu Acne Studios, og keypti ég hann í Magasin Du Nord og nýtti þar að sjálfssögðu afsláttinn hans kæró. Ég var alveg veikur fyrir litnum, svo ég ákvað að þetta yrði formlega haust jakkinn. Liturinn heitir Eucalyptus Green og er hann rugl flottur. Mér þykir mjög gott að hafa svona reglu “vetrarjakki” “sumarjakki” æ þið vitið. Fullkomin afsökun að leyfa sér smá og það er alltaf næs að vera í einhverju nýju í hverri árstíð sem skellur á. Ég er enn að venjast árstíðunum hér í Danmörku. Þið vitið, snjólausir vetrar (grenja), endalaus raki út allt árið. Ég sakna ófærðar, snjóbyls, að ganga í úlpu á sumrin, æ þið vitið. It’s in my blooood. Hjálpi mér hvað ég sakna Íslands.

Hér er allavega jakkinn –

Ég sýndi hann á snappinu (addið núna ef þið eruð ekki búin y’all: helgiomars) – en tókst engan veginn að sýna litinn almennilega, en hann kemur drullu vel út á þessum myndum. Annars er ég án djóks svo þreyttur í dag, ég hef ekki hugmynd afhverju. Ég held varla augunum opnum, svo er hálf asnalegur á þessum myndum, þið fyrirgefið það.

Instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars

HELGASPJALLIÐ – EDDA FALAK

HELGASPJALLIÐSPORT

Ég rakst algjörlega random á Instagrammið hjá Eddu nokkurri Falak. Til að vera alveg hreinskilinn fékk ég big fat shot of girl-crush. Ég meira segja sagði henni það. Ég sá strax pínu eftir því, en ég var alltíeinu hræddur um að fá eitthvað “alrighty creep” tilbaka. Eins fögur og hún er, er hún líka úúúúber næs. Hún semsagt býr hér í Köben, æfir Crossfit og þjálfar það líka. Mér finnst hún gjörsamlega geisla af heilbrigði og náttúrulegri fegurð og mér þykir persónulega fátt meira heillandi í fari manneskju en heilbrigði. Hún er strax dottinn á listann af fólki sem ég svona horfi upp til á samfélagsmiðlum, enda á hún til að byrja dagana sína á til dæmis chocolate chip pancakes og svo er hún brjálaðslega metnaðarfull og góð í því sem hún gerir, og þá er ég að tala um Crossfit. Hún er án efa mega metnaðarfull á öðrum sviðum, en ég hreinlega þekki hana ekki nóg til að geta selt það jafn dýrt og ég mundi vilja. Kæru lesendur, I give you, ofur fögru og súper flottu Eddu Falak.

Nafn:

Edda Falak

Aldur: 

25 ára

Stjörnumerki: 

Bogamaður

Þrjú orð um þig: 

Ég myndi segja að ég væri þrjósk, glaðlynd og kærulaus.

Hefuru alltaf verið í íþróttum? 

Já það held ég bara. Ég æfði fótbolta með HK í mörg ár þegar ég var yngri, síðan var ég í WorldClass og spinning á menntaskólaárunum. Eftir menntó byrjaði ég að æfa hjá Mjölni því bróðir minn, hann Ómar Yamak er þjálfari þar og ég bara gjörsamleg elskaði Víkingaþrek tímana þar.

Hvenær byrjaðiru í Crossfit og afhverju? 

Ég flutti til Köben 2015 til þess að fara í mastersnám í Copenhagen Business School. Ég byrjaði þá að leita að einhverju svipuðu og Mjölnir, þar sem ég gat verið að æfa með hóp af fólki. Ég skráði mig því í Crossfit og byrjaði að æfa að einhverju viti í byrjun ársins 2016.

Hvað drífur þig áfram í íþróttinni? 

Úff það er svo margt. Það helsta sem drífur mig áfram er löngunin til að verða betri í einhverju. Sú tilfinning að vera betri í dag en fyrir mánuði síðan. Ég þrífst algjörlega á árangri og ég held að þar komi þrjóskan mér helst að gagni. Ég þoli ekki að geta ekki gert eitthvað og ég fer ekki heim fyrr en ég hef náð að gera eða læra það sem ég ætlaði mér. Félagsskapurinn er líka stór partur af því sem drífur mig áfram, maður er alltaf umkringdur fólki sem er að gera það sama, með svipuð markmið og hefur ánægju af sportinu þannig það er auðvelt að kynnast nýju fólki og eignast nýja æfingarfélaga.

Skemmtilegasta æfingin? 

Mér finnst alltaf skemmtilegast að gera eitthvað sem ég ger góð í og ég skipti reglulega um “skemmtilegustu æfingu” eða uppáhalds æfingu. Ég á það til að æfa mig í marga klukkutíma á dag þangað til ég tel mig vera orðin sæmilega góð í þeirri æfingu. Fyrir nokkrum vikum voru handstöðu pressur mín uppáhalds æfing og ég gerði fátt annað en það. Núna hef ég fært mig yfir í “Muscle up” og ég er ekki frá því að það sé bara mín uppáhalds æfing í dag.

Leiðinlegasta æfingin? 

Mér finnst “The asault bike” alveg ógeðslega leiðinlegt og ég held að það sé einungis vegna þess að ég er ekkert sérlega góð í þeirri æfingu, en ég er að vinna í þessu hægt og rólega. Er ég að sjá árangur? Nei. Er ég uppgefin á því? Já.

Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi? 

Ég er alveg snar ofvirk og snældu vitlaus og ég á mér sjaldan letidaga, nema ég sé veik eða eitthvað slíkt. Annars er ekkert sem “Dakke dak” tónlist og preworkout getur ekki lagað.

Hvernig hljómar dagur í lífi Eddu Falak? 

Ég vakna oftast rétt fyrir 7, fæ mér morgunmat og fer í skólann. Það er síðan hefð hjá okkur stelpunum að borða saman hádeginu sem er yfirleitt besti tími dagsins. Eftir skóla fer ég upp í Crossfit Copenhagen og tek æfingu með vinum mínum og þjálfa síðan upp í Crossfit Copenhagen á kvöldin. Um helgar er ég hin svegar að þjálfa kl. 8 á morgnana, þannig ég æfi yfirleitt fyrir þann tíma um helgar svo ég geti eytt deginum með vinum mínum. Ef ég hef ekkert fyrir stafni, engan skóla og er ekki að vinna þá vil ég helst fara með vinum mínum snemma upp í crossfit, taka æfingu, borða saman, taka aðra æfingu og síðan borða saman aftur. Það eru klárlega mínir uppáhalds dagar og þannig vil ég hafa sumarfríið mitt.

Tekuru einhver fæðubótaefni? 

Ég tek Omgega á morgnana og drekk BCAA eftir æfingar, einfaldlega bara af því mér finnst það svo gott á bragðið. Ég á líka einhver prótein duft sem ég nota stundum í boozt. Ég hef bara ekki verið nógu dugleg við það að kynna mér þau fæðubótaefni sem eru til á markaðinum og þau sem ég hef smakkað hefur mér ekki fundist vera góð. Ef einhver hefur fundið súkkulaði prótein duft sem smakkast eins og súkkulaði má sá hinn sami endilega senda mér línu. Ég er hrifin af þeirri hugsun að reyna að fá alla mína næringu úr mat. Ég reyni það stundum og fer það alveg á þrjóskunni að sanna fyrir sjálfri mér að það sé hægt að gera það, ódýrt og léttilega. Ég las einhverstaðar að Sardínur væru stútfullar af kalki og algjör snilld. Þær kosta svona eina krónu, svo ég keypti alveg böns af þeim og ætlaði að borða þetta ,,on the side” en þetta er það versta sem ég hef smakkað og núna ég sit uppi með heilan ruslapoka af Sardínum.

Hvað með mataræði? 

Ég er elska allan mat og borða næstum því allt, nema mysing. Ég fylgi engu sérstöku mataræði en ég reyni að borða fjölbreytta og orku mikla fæðu. Ég er í fullu námi, æfi á hverjum degi og þjálfa á kvöldin, og því preppa ég oftast kvöldið áður það sem ég ætla að borða yfir daginn svo ég þurfi ekki að eyða tíma og pening í að kaupa mér eitthvað. Ég hef enga sérstaka reglu á því hvenær ég borða. Ég borða bara þegar ég er svöng og það sem ég á til. Yfirleitt borða ég fjórar stórar máltíðar á dag, mér finnst ekki gott að borða milli mála og “snakka” yfirleitt ekki. Ég borða stóra og góða máltíð þegar ég vakna sem er yfirleitt hafragrautur, chiafræ, banani og möndlur. Ég elska brauð með osti, ég elska grænmeti, pasta, fisk, kjúkling og ég er algjör sökker fyrir möndlusmjöri. Hinsvegar, þá hugsa ég mikið út í það hvaða matur virkar best fyrir mig til þess að mér líði vel. Ég skipulegg matinn minn þannig að ég fái mikla fitu og mikið prótein og ég reyni að borða lítinn sem engan sykur á þeim dögum sem er mikið að gera hjá mér því mér finnst ég verða þreytt og orkulítil. Annars hef ég engan sérstakan nammidag, og kýs oftast að fá mér súkkulaði og ís á kvöldin frekar en eitthvað annað nammi ;)

Áttu þér eitthvað guilty pleasure? 

Ben&Jerry’s á mig alla.

Þú ert í miðju WOD-i og ert alveg að springa, hvernig nærðu að drífa þig áfram til að klára? 

Ég elska tilfinninguna þegar manni líður eins og maður geti ekki haldið áfram. Annars hugsa ég alltaf um atriðið úr bíómyndinni Finding Nemo ,,Just keep swimming, just keep swimming”, Það virkar alltaf!

Nú ertu ekki búin að vera æfa Crossfit neitt fáránlega lengi, en ert augljóslega búin að ná miklum árangri á svona skömmum tíma, hvernig tókst þér það? 

Fyrst og fremst er ég er með fáránlega góða og skemmtilega æfinga félaga sem eru dugleg að hvetja mig áfram og kenna mér. Svo skapar æfingin meistarann. Ég hef mikla ánægju af því að læra eitthvað nýtt og ég eyði miklum tíma í það að æfa mig. Ég held líka að stór partur af því sem hjálpaði mér að ná árangri var að breyta hugafarinu mínu gagnvart því hvers vegna ég er að æfa. Ég er ekki að æfa til þess að verða mjó eða til þess að líta út á ákveðin hátt. Ég fer á æfingar til þess að verða betri.

Áttu einhver ráð sem hjálpaði þér að ná árangri sem þú getur miðlað áfram? 

Ég held að það mikilvægasta sé að hafa gaman af því að fara á æfingar og eiga sér tvo eða fleiri æfingafélaga. Ég upplifði það pínulítið á tímabili, þegar ég var að fylgja einhverju prógrammi að æfingarnar urðu eins og vinna, eitthvað sem ég þurfti að gera og klára og þá fékk ég smá leið á þessu. Í dag reyni ég alltaf að fara á æfingar með einhverjum, búa til einhverja skemmtilega æfingu, setja á góða tónlist og bara njóta. Það sem hjálpaði mér líka við að ná árangri er að æfa með fólki sem er betra en ég. Það er alltaf ágætis hvatning þegar maður “vinnur” einhvern sem er betri en maður sjálfur.

Hvað finnst þér must að hafa í huga þegar maður er að byrja í Crossfit? 

Þegar maður er að byrja í Crossfit, þá er svo mikið af “new movements” og því er mikilvægt að hlusta á líkamann. Einnig finnst mér mikilvægt að ná tökum á the basics áður en maður reynir við þyngri lóð eða flóknari æfingar og skala niður í staðin fyrir að reyna við eitthvað sem maður kannski getur ekki alveg gert.

Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stelpu að eiga? 

Ég er öll í þægindunum og gæti ekki lifað án þess að eiga góðar jogging buxur (maður er náttúrlega svo mikið athlete). Annars geta allir verið sammála um að flott kápa eða loðkragi er must-have, það er hægt að poppa hvaða dress upp með loði.

En á heimilinu? 

Fyrir mig er must-have að eiga góða kaffivél, einn rjúkandi bolli á morgnana er náttúrulega bara toppurinn.

Eitthvað á fasjón óskalistanum? 

Það er alveg hættulegt að búa í Köben þegar kemur að því að langa í eitthvað fallegt. Ég elska búðirnar Ganni og Mads Nørgaard og er með hvítt sett frá Ganni mjög ofarlega á óskalistanum. Svo er einn sturlaður leðurjakki frá Mads Nørgaard sem ég verð að eignast!

Hvar sérðu þig eftir 5 ár? 

Göövuð það er erfitt að segja. Fyrir ári síðan hefði ég örugglega svarað: með tvö börn, hund og station bíll. Núna reyni ég bara að lifa einn dag í einu og njóta. Ég gæti trúað því að ég verði ennþá hér í Köben eftir 5 ár, að gera eitthvað tengt hreyfingu. Ég er í mastersnámi í Finance and Strategic Management en ég hræðist smá hugmyndina um að vinna í banka frá 8-16. Ég vona að þegar ég útskrifist muni ég halda áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt og sú hugmynd um að vinna fyrir sjálfa mig eða vinna við eitthvað tengt samfélegsmiðlum heillar mig mikið.

Hver er aðalsnilldin við kraftlyftingar? 

Hversu mikilvæg tæknin er og hvernig öll smáatriði skipta máli. Það er svo ótrúlega skemmtilegt að æfa tæknina, það er alltaf eitthvað sem hægt er að laga og bæta.

Lokaorð? 

Maður á bara að gera það sem manni finnst skemmtilegt, en stundum þarf maður að gera eitthvað leiðinlegt.

Takk fyrir spjallið Edda! x

Þið finnið Eddu á Instagram undir: @eddafalak

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

EF ÞÚ RIFNAR Í RÆKTINNI ..

SNYRTIVÖRURSPORT

Ég er ekki búinn að æfa Crossfit síðan apríl, eða maí, man ekki alveg. Einfaldlega því mér fannst Crossfit Copenhagen ekki næs staður að æfa á, fáranlega skrýtin orka þarna og já, ákvað joina Fitness World þar sem ég er ofboðslega sáttur núna. Ég elska þó ennþá Crossfit, og reyni að gera WOD bara á öðruvísi stað og hefur það tekist ágætlega. Æfingarnar og WOD-in þykir mér ennþá fáranlega skemmtilegt að gera og heldur mér svona á ágætlegu striki. En í Crossfit eru alltaf einhverjar æfingar sem maður elskar og aðrar sem maður þolir ekki. Nema Queen Katrín Tanja, hún sagði í viðtali að hún elskaði allar. En hún er líka one of a kind. Allavega! Ég þoli ekki boxjumps, ég veit ekki hvað það er, ég bara þoli það ekki. Ég er meira segja farinn að elska burpees, eða, taka þær í sátt meira. Annað sem ég er ekkert rosalega spenntur fyrir er toes to bar, en þá hengur maður og þrykkir tánum uppí stöngina sem þú hengur í. Pull-ups eru ágætar, ég elska þær og hata þær. Það er einfaldlega útaf því, að ég var mjöööög gjarn á að rifna á lófunum og finnst það svo óþæginlegt. Ég eiginlega hhhhhhata það.

EN! Þá er ekkert betra en að koma með nokkuð góða lausn, en ég var að æfa með Sonju vinkonu og auðvitað rifnaði eins og skrrrrattinn sjálfur eftir blöndu af ketilbjöllu veseni og kipping pull-ups. Þá sendi hún mér svona;

En þetta er svona smyrsl (með lavender lykt, mmmhm sign me up) – sem gerði þetta rifningarferli svo þúsund sinnum þæginlegra. En þetta kemur frá merki sem heitir Doc Spartan, og er algjört must ef maður rifnar á lófunum.

En á meðan ég er með ykkur, þá keypti ég síðast svona líka;

Almennilegt innihald –

Ég er mjöööööög mikill skrúbb maður, svo ef ég ætlaði að kaupa smyrsl á sár þá auðvitað greip ég skrúbb með mér, en hann var hræódýr OG ég fékk afslátt, svo já nei, ain’t gotta say no to that. En hann er mjööög góður, og lyktin er unaður. Það kemur svona smá áferð þar sem vatn festist ekki á, vitiði hvað ég á við? Æ þið vitið svona, fráhrindandi, æ allavega, það er ekkert slæmt. Þið vitið bara af því. En þessi skrúbbur var líka mjög skemmtilegur fyrir augað, en ég fattaði ekki innpökkunina fyrst, en hugmyndin er bara eins og einhverjir gæjar séu bara að pakka líma kvikk svona sodd ok jám ókei tilbúið! Fannst það mjög skemmtilegt. Þessi skrúbb fær háa einkunn frá mér.

Þetta fæst allt HÉRNA ásamt allskonar öðru góssi.

Þessi færsla er ekki kostuð, og Austur Store veit ekki af þessari færslu. Okay’yall