fbpx

TOP PICKS Í SMÁRALIND –

JÓLSAMSTARFSMÁRALINDSTYLE
Þessi færsla er í samstarfi við Smáralind –

Á skrýtnum tímum eins og þessum eru allskonar hlutir sem maður áður tók sem sjálfssögðum hlut. Þið vitið, fara í teiti, knúsa fast og lengi, fara á tónleika eða bara yfirhöfuð vera í kringum þokkalega mikið af fólki. Það sem er þó hægt að gera er að smella á sig krúttlegri grímu og fara í krúttlega verslunarferð. Ef ekki til að refsa kreditkortinu, þá átti ég um daginn tvo klukkutíma í Smáralind með hlaðvarp í eyranu og gleymdi mér í að skoða úrvalið og fannst það svo róandi og þæginlegt. Ég ákvað að deila með ykkur vel völdnum vörum sem ég hef annaðhvort reynslu af og mæli með. Jú eða eitthvað sem mér fannst fáranlega spennandi.

Líf og List – verð frá 5.760 kr

Það fyrsta sem ég sá þegar ég labbaði inn þá var það jólagleðin frá Royal Copenhagen og ég fékk smá kitl í magann. Það styttist í jólin allir saman!! 

The Body Shop – 3.290 kr

Þetta Shea Butter frá The Body Shop hefur reynst mér alveg ótrúlega vel. Ég elska að það er hreint og það er einnig fair-trade, sem er svo sannarlega plús. Ég nota það á líkamann enda algjör rakasprengja og eftir að ég rakaði hárið af höfðinu á mér notaði ég það sem hárgel. Jú eða hárkrem. Reyndist mér mjög vel, hárið lookaði og hársvörðurinn varð spikk span glansandi fínn – 

Logan jakkaföt – Blazer 19.990 kr, buxur 12.990 kr og skyrta 9.990 kr

Ég rölti yfirleitt alltaf inní Selected í Smáralind, ég hef alltaf fengið svo ótrúlega góða þjónustu og ég á tvö jakkaföt þaðan. Þau eru reyndar týnd, en það er önnur saga. Jakkafötin mín er tegundin Logan og mér finnst þau geggjuð. Glútussinn minn lookar og sillúettan alveg tip top. Í þetta skipti fann ég sömu jakkaföt í litnum Coffee Bean. Fáranlega fallegt. Ég var nálægt því að þrykkja flíkunum á borðið og þrusa kortinu í gegnum vélina. Selected hefur verið að koma sterkt inn varðandi þróun á sjálfbærni. Stór plús þar!

H&M Home – 1.495 kr

Jóla og kertapervert lýsir mér ágætlega. Svo þetta kerti er bara eins og klímax fyrir mig. Ég mæli með að allavega stela einu sniffi ef þið eruð nálægt H&M Home. Þessu kerti bombaði ég í innkaupakörfuna og núna lyktar heimilið mitt eins og jólastormur hafi skollið á húsið. Unaður.

H&M Home – Hör gardínur 11.995 kr

Ég komst eiginlega ekki hjá því að mæla með nákvæmlega því sem ég fjárfesti í þegar ég flutti fyrir nokkrum vikum. Þessar hör gardínur eru svo fáranlega fallegar, og detailarnir uppi finnst mér líka mjög sætir. Þennan vasa á ég líka og svo almennt meiri jólagleði. Því jólin er’að KOOOOMA Í .. ókei fljótlega!

Hagkaup Dior Eu De Parfum – Sauvage – 15.399 kr

Ilmvatnið mitt unaðslega. Heitur sandalviður, sætar tonka baunir og krydduð mandarínur. Sexy í flösku! 

Söstrene Grene – Bambus ljós – 3890 kr

Á meðan ég er að safna mér fyrir draumaljósinu mínu þá þurfti ég eitthvað einfalt, hlýlegt og fallegt. Það fann ég í Söstrene Grene. Eftir að ég hengdi það upp þarf ég endilega ekkert að skipta. Frábær lýsingin, einfalt og fáranlega fallegt!

Hagkaup – verð frá 1.689 kr

BioEffect, enough said!

Gallerí 17 – 8.995 kr

Svo eru það nauðsynlegu og praktísku kaupin

Galleri 17 – 31.995 kr

Ég er með ágerandi pervertískar tilfinningar til Carhartt, eftir að ég keypti mér tvennar buxur frá þeim finnst mér góðar líkur að ég haldi mér bara á Carhartt vagninum. Galleri 17 í Smáralind er með fáranlega veglegt úrval – 

Galleri 17 – 19.995 kr

Ég elska danska merkið Libertine Libertine og ég hreinlega vissi ekki að þau væru með það í Galleri 17, og alveg ótrúlega fallegar flíkur í þokkabót í boði –

Weleda verð frá 1.549 kr – 

Ég á alveg ótrúlega góða reynslu af Weleda, innihaldið er hreint og þetta svínvirkar allt saman.

Levi’s buxur – 14.990 kr

Ég er búinn að vera í gallabuxna mission-i síðan ég kom til landsins fyrir tveimur mánuðum. Ég mátaði 502 Taper týpuna og þær eru komnar á jólaóskalistann. Ég mætti þegar stutt var í lokun svo ég þarf að koma tilbaka og máta hinar týpurnar sem afgreiðslustúlkan mælti með. 

Ég vona að þið hafið haft ánægju af þessum litla verslunarleiðangri mínum. Ég mæli svo sannarlega með að henda podcasti í eyrun og svo rölta um verslanir, skoða og spá. Ég hlakka næstum til að fara aftur.

Eigið yndislegan dag allir saman –

x

Helgi Ómarsson

@helgiomarsson

TOP PICKS Á LAGERSÖLU 66°NORÐUR – UPPÍ 70%

Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður

Í dag 21. október er gleðidagur fyrir afsláttarperra og 66°Norður unnendur eins og sjálfan mig því lagersalan hefst í vefverslun með fáranlega mikið af demöntum og hægt að gera alveg ótrúleg kaup. Ég hef síðustu ár verið duglegur að mæta og helst fyrstur því það er magnað hvað hægt er að finna á miklum afslætti. Vegna ástandsins í samfélaginu þá lagersalan á netinu, sem er klárlega skynsamast. Að standa í búð káfandi á flíkum, mátandi, gaspandi og allt þetta. Þið vitið. Þessi covid veira smitast nánast með augnsambandi. Nojan er alvöru.

Allavega – ég fékk að stelast inní markaðinn til að sýna ykkur nokkra spikfeita demanta sem ég fann, afslættirnir eru gríðarlega gjafmildir í þetta skiptið finnst mér svo jólin komu snemma og jólagjafirnar gætu verið keyptar snemma líka, ég keypti fjórar!

Förum yfir þetta –

Heimaklettur – Byrjum á jakkanum sem ég tel vera einn af svona top pick. Glöggir taka eftir rennilásnum á miðjum jakkanum. Flott detail mundi ég segja –

.. en nei þetta er þokkalega einn af top picks, þetta er svo mikil gæðaflík og fúnktíonal og afslátturinn er bomba. B-o-b-a og allt það.

.. enda fékk hann mikla athygli hjá mér og rennilásinn kominn á sinn stað :-)

Hólar, hef skrifað það áður á Trendnetið en þetta er einn besti jakki sem hægt er að kaupa. Mesta svona hitastigsjafnandi flík í heimi. Mikið úrval af þessari!

Þessi jakki er æðislegur, hef meira segja aldrei séð hann. Ég á aðra útgáfu sem er svona flashy og dökkur litur – liturinn fannst mér sérstaklega flottur.

hendum okkur svo inn og förum yfir fleiri flíkur!

Vesti –

Þetta vesti! 8.800 krónur I kid – you – not

Þessi hefur lengi verið á óskalistanum, klink og kanill á lagerútsölunni –

Soulland flíkur eru meira segja enn hægt að finna, hvernig veit ég ekki –

Elskaði þessa línu svo harkalega –

Þokkalega ein af top picks, eins og Hólar en með vasa og aðeins öðruvísi efni. Man því miður ekki hvað hún heitir, en damn son

Ótrúlega mikið úrval af hettupeysum og bolum –

Hér er peysa sem ég hélt ég hefði misst af – en þetta er kvennasnið, en alveg geggjuð –

Þessi fallega ullarskyrta –

Þessi er semi glæný, ég er búinn að eiga þessa í gulu síðan í sumar og er vægast sagt ofnotuð –

Euroman jakkinn – þessi vakti mikla athygli í Köben þegar 66 mætti þangað. Hinn fullkomni “under-layer” eða bara einn og sér –

Þetta er held ég ein af uppáhalds flíkum sem ég fann – ég hef meira segja ekki séð hana áður. Og mun finna útúr því hvað hún heitir. Set það á Instagramið @helgiomarsson –

Þessar til í báðum litunum, elska þessa flík –

HAPPY SHOPPING!

HAPPY SHOPPING KVK

@helgiomarsson á Instagraminu – 

BLEIK SLAUFA –

PERSONALUMFJÖLLUN

Þessi færsla á svosem bara að vera einföld og svona hnitmiðin. Það er sláandi staðreynd að á ári hverju greinast um það bil 800 konur á Íslandi með krabbamein og 300 af þeim konum tapa baráttunni. Bara sú staðreynd gjörsamlega snýr maganum á mér á hvolf. Ég get ekki lýst því hversu hræddur ég er við krabbamein. Ég held ég hafi verið með krónískan kvíða yfir þessu frá því ég var krakki. Ég hef einu sinni sjálfur lent í krabbameinshræðsluatviki, þá fékk ég hnút á hægra eða vinstra eistað og ég man bara eftir því að ég gjörsamlega fór í klessu. Það kom blessunarlega í ljós að þetta var ekki krabbamein heldur einhver bláæðahnútur sem fór af sjálfum sér.

Svo ég bið bara þá sem eru að lesa, aldrei missa af brjósta tjékki, nuddið bjóst reglulega og tékkið punginn og eistun í sturtu vel og áreiðanlega. Ef þið finnið fyrir einhverju, ekki hika, bara beint til læknis.

Fyrir þá sem hafa misst nákominn af krabbameini, hugur minn er hjá ykkur alltaf og hjálpumst að –

Hér er hægt að kaupa bleiku slaufuna hjá Krabbameinsfélaginu – 

@helgiomarsson

NÝJU TINDARNIR –

66°NorðurMEN'S STYLESAMSTARFSTYLE
Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður

Þetta er alltaf skemmtilegur tími ársins, við getum farið að baða okkur í jökkunum okkar sem hafa þurft að ganga einhversstaðar í geymslurými yfir sumartímann. Ég hlakka alltaf til að sjá hvað kemur nýtt frá 66Norður – sem háklassa 66 perri. Ég fékk í apríl síðastliðinn að sjá hvað væri að koma og hlakkaði ég eflaust mest til að sjá hvaða litir í Tind væru komnar. Eins og alltaf er fyrsti kemur fyrsti fær, ég sé að margar stærðir á úlpunum eru uppseldar – en það hljóta koma fleiri sendingar! Þannig er það allavega yfirleitt.

Þessi litur heitir Dark Glacier Water –

Black –

Khaki – persónulega langar mig GEEEEEEEÐVEIKT í þennan lit, beint á óskalistann!

@helgiomarsson

HELGASPJALLIÐ 4X Í MÁNUÐI

HELGASPJALLIÐ

JÆÆÆÆÆJA! Það fer að styttast í bloggfærslu sem kannski einhverjir eru að bíða eftir – ég er allavega að bíða eftir að skrifa hana. Það hafa vægast sagt verið miklar breytingar í lífi mínu, sem er bæði spennandi og stressandi. Meira um það seinna – partur af þeim breytingum er TIIIL DÆMIS að Helgaspjallið er í haust og vetur að vera fjórum sinnum í mánuði og kemur inn allar helgar. Ég er rosa spenntur að byrja það ferli. Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni í heimi. Trendnet-arnir mínir þurfa einmitt öll að fara koma! Alveg möst að þau séu partur af verkefninu x

Sjáumst á vetur – Helgaspjallið á Apple Podcast appinu & Spotify <3

LOST & ENDURKEYPT –

66°NorðurSTYLE

Þegar ég kom til Seyðisfjarðar þá mundi ég alltíeinu að ég keypti flíspeysu frá 66°Norður og Soulland samstarfinu fyrir örugglega bara, frekar mörgum mánuðum. Ég keypti mér þessa sömu peysu upprunalega þegar ég og EG vorum á leiðinni til Noregs saman í fyrsta skipti. Svo fór ég á djaaeeemmeð niðrí kjötbænum á Vesturbrú í Kaupmannahöfn og þá var þessari tilteknu flíspeysu stolið úr fatahenginu með tilheyrandi drama. Það gladdi mig þá mega þegar ég sá hana til sölu á fésbók og ákvað að eignast hana aftur, enda er hún eitthvað annað fín.

Það var oft sem ég sá mann í svona peysu í Kaupmannahöfn og ef ég væri aðeins klikkaðari en ég er, þá hefði ég allan daginn tæklað viðkomandi og rífa hann úr peysunni.

AAAAGALEGA ánægður með þetta!!

@helgiomarsson

50.000 KRÓNA MUNUR – PRADA X ADIDAS

MEN'S STYLESTYLE

Tískan er allskonar, allskonar getur verið silly og allskonar getur verið stórkostlegt. Í þessum tilfelli sem við ætlum að ræða í dag er – silly. Að mínu mati ..

Nýlega tilkynnti Adidas og Prada að það yrði samstarf þeirra á milli, mjög spennandi. Sérstaklega hversu fallegar línur og hönnunin hjá Miuccia Prada blessuninni er stórkostleg. Það er óhætt að segja að ég sé mögulega mest heillaður af Prada sem svona high fashion merki. Jæja, næsta skref, samstarfið er greinilega í kringum Adidas Superstar skónna. Ég velti mikið fyrir mér hvernig útfærslan yrði og útkoman var vægast sagt skúffandi ..

Afhverju?

Adidas Superstar fékk Prada límmiða á sig –

Förum yfir þetta:

 Hér eru Adidas Superstar – verðið á þeim er sirka 85$ dollarar eða í kringum 12.000 kr íslenskar

  Detail-arnir

Við könnumst flest við skónna, og munum hvernig þeir eldast ;-)

Leður og allt þetta –

Hér má sjá Prada skónna:

Öðruvísi gæði á leðrinu, eins og má sjá á strípunum – smáatriðin! En eru þau 50.000 króna virði?

Hér eru Prada Adidas skórnir – kosta rúmlega 60.000 krónur –

Gæðin góð – svo sannarlega – en come on –

Hvað segi þið, er þetta þess virði?

Heyrumst!

@helgiomarsson

HÁRIÐ RAKAÐ AF – AFHVERJU?

PERSONAL

Ég var á leiðinni í klippingu, fattiði, laga enda, laga gula litinn, allt þetta. Þegar ég alltíeinu það var eins og það var rödd í hausnum á mér sem sagði “af með hárið” – dramatískt, klárlega. En samt heilagur sannleikur, þá var ekki aftur snúið. Í flest þau skipti sem hárið hefur fengið að fjúka það er þegar eitthvað stórt er að gerast hjá mér, og þá helst innra með mér. Ég gerði þetta síðast 31 desember, rétt fyrir kvöldmat, en árið var búið að vera ótrúlega erfitt. Svo til að sleppa smá takinu eða ganga inní nýtt ár með aðeins nýtt hár var eitthvað frekar þýðingarmikið fyrir mig.

Í þetta skiptið er ég að ganga í gegnum hellings breytingar en breytingar af hinu góða. Og að taka hárið af ótrúlegt en satt hjálpar mér að koma mér í gegnum komandi breytingar – let’s go!

@helgiomarsson

ANDLEGT NÁMSKEIÐ HJÁ RVK RITUAL – MÍN UPPLIFUN

ÉG MÆLI MEÐYNDISLEGT

Ég og systir mín fórum í námskeið hjá Rvk Ritual sem, jah, dramatískt nok breytti svolítið lífi mínu. Námsskeiðið er 4 vikna netnámskeið og gúrúarnir mínir tveir Eva Dögg og Dagný Berglind standa á bakvið það. Eva hefur tvisvar verið í Helgaspjallinu og sló þar gegn í þáttunum sínum. Hún er hafsjór af visku og hefur kennt mér svo ótrúlega margt og námsskeiðinu er þetta eins og lítill skóli af samanhjúpað af Evu og Dagnýju og útkoman er mögnuð.

Á námskeiðinu er kennt ýmislegt tengt heilsu, andlegri og líkamlegri og að setja sjálfan sig í forgang. Við lærðum meðal annars um jógaheimspeki, hljómar flókið, eða það hljómaði flókið fyrir mig en það var alveg ótrúlega fróðlegt. Hugleiðslutækni, öndurnaræfingar, markmiðasetning, næring fyrir líkama og sál. Það voru allskonar verkefni líka, eins og dagleg hugleiðsla, sem ég hef verið að fikta með, en fannst gjörsamlega geggjað að vera með verkefni og ég fann hvað mig hlakkaði til að setjast niður og hugleiða. Ég var reyndar mjög heppinn að hafa magnað umhverfi þegar ég var á námsskeiðinu, en ég hugleiddi meira og minna uppí fjöllunum á Seyðisfirði. Engu að síður, þá fannst mér það vera eiginlega að opna dyr fyrir hausinn á mér, því ég hef verið að hugleiða reglulega síðan.

A powerful 4 week online class to elevate and transform us into our best selves.”

Það er líka farið útí stjörnumerki og stjörnukort hvers og eins, ég var reyndar kominn með mitt svo mér leið eins og nemandanum sem þið vitið, var búinn með verkefnið á undan öllum. Kannski í annað skipti sem það hefur gerst hjá mér, en sæt tilfinning, ætla ekki að ljúga hoho. En æ ég sakna eiginlega bara að vera í þessu nú þegar ég skrifa um þetta, og ég skrifa þetta því ég mæli svo einlægt með þessu námsskeiði, er svo þakklátur Evu og Dagnýju. Við fáum svona spjallgrúppu á námsskeiðinu þar sem við töluðum saman um það sem við vorum að læra og ræddum um allskonar andlegt og heilandi.

    
Hugleiðslustaðirnir góðu – 

 

HÉR getiði séð allt um The Ritual Class eins og þetta heitir – innilega mæli með.

@helgiomarsson

HÚÐLÆKNASTÖÐIN –

SAMSTARFUMFJÖLLUNÚTLIT
Þessi færsla er í samstarfi við Húðlæknastöðina

Ef það er eitthvað sem ég spái mikið í þá er það húðin á mér. Ég var mjög bólugrafinn þegar ég var yngri og hef farið á tvo húðkúra á þessari stuttu ævi minni (hehe young skiljiði) – og svo hef svo sannarlega farið til húðlæknis áður og í hvert skipti fannst mér alltaf mjög jákvæð upplifun fyrir mig því þá vissi ég að strákurinn var að fá aðstoð við eitthvað sem ég gjöööörsamlega var að bugast úr óöryggi með. 

Ég var kynntur fyrir Húðlæknastöðinni í fyrra (mér til mikillar ánægju) og þar fékk ég að kynnast henni Jennu Huld sem er húðlæknir. Ég spurði hana að sjálfssögðu rúmlega fimmtíu þúsund spurninga og hún svaraði þeim öllum og meira en það. Ég byrjaði á að fara í tattoo lazer hjá þeim, en þau eru með Rolls Royce (þó ég viti varla hvað Rolls Royce er) tattoo lazeranna. Ég hef aðeins farið eitt skipti en það tók alveg ótrúlega vel af flúrinu – 

Þar einnig fékk ég smá meðferð vegna þess að húðin mín undir augunum er einstaklega þunn, svo hún aðstoðaði mig með það og er bara svo mikill fagmaður að ég eiginlega bara smá bilast. 

Jenna stendur mjög mikið fyrir framtíðinni í húð og sérstaklega sprengjubylgjunni sem er í gangi í húð meðferðum. Eina sem skiptir mig máli er að eldast vel og gera það besta fyrir húðina og að sjálfssögðu bara vera eins náttúrulegur og ég get. Þetta hefur hún aðstoðað mig alveg ótrúlega mikið með. 

Fyrir þá sem hafa áhuga um meðferðir og húðmeðferðir þar sem húðlæknar ráða ríkjum. Þá get ég með engu móti mælt meira með Húðlæknastofunni – sérstaklega Jennu! Jeminn eini – 

Má einnig til með að mæla með Húðlæknastofunni á Instagram, en þar tildæmis er hægt að finna eldri stories með alveg ótrúlega miklum fróðleik.

Best in the biz!