Helgi Ómars

Á NÝJA ÍBÚÐIN AÐ VERA DÖKK?

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Núna er allt komið á hreint varðandi íbúðina og lögfræðingurinn okkar gaf grænt ljós í gær. Íbúðin er formlega okkar. Það sem tekur við núna er allskonar æsingur, ganga frá núverandi, pakka, henda, gefa, selja, sparsla og hið mikilvæga: mála. Ég er á því máli að ég held að mig langi að íbúðin mín verði nökkuð dökk. Ég þarf að sjálfssögðu að fara manninn minn með á þessu máli og hann er einn þrjóskur fjandi. Flestir tala um að það “minnki rými” og ég eiginlega ætla ekki að kaupa það. Svartur klæðnaður á að grenna mann. Urban myth vinir. Mér persónulega líður eins og allir litir og lýsing nýtur sín tíu sinnum betur með dökkum veggjum og ég er svolítið að hallast að þessu. Ég er meira segja að verða meira og meira vissum að hreinlega detta í svartann lit. Ég eyddi morguninum mínum í að skoða þessi mál og ég tók nokkrar myndir saman.

Þið megið endilega deila með mér ef þið hafið einhverjar skoðanir á þessu eða hafið góða eða slæma reynslu.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars 

SUNNUDAGS HEIMSÓKN Í ÍBÚÐINA MEÐ MÖ&PA

DANMÖRKHOMEÍSLANDPERSONAL

Mamma og pabbi komu í heimsókn um helgina, mér til mikillar hamingju. Það að vera fjölskyldukær og með króníska móðursýki þá gladdi mig svo mikið að fá þau, og þá sérstaklega þar sem ég var að sjoppa íbúð. Fasteignasalinn okkar var einnig svo góður að taka sér tíma í gær og leyfa okkur að fara aftur inn og sjá íbúðina og þá sérstaklega sýna mömmu og pabba. Mér fannst eitthvað mikilvægt að fá svona “approval” frá mömmu og pabba. Þau voru að sjálfssögðu búin að sjá myndir og myndir sem ég tók sjálfur og þeim leist alveg ótrúlega vel á hana í fyrstu, en þið vitið. Að fá þau inn og segja mér hvað mætti mála og gera og hvað væri sniðugt hefuru alltaf verið mín ideal hugmynd um hvað það er að kaupa íbúð. Helst mundi ég vilja fljúga þau inn til að hjálpa mér að mála og flytja.

Ég verð þó að segja að ég varð eiginlega skotnari í íbúðinni í annað skiptið og er eiginlega juðandi spenntur akkúrat núna. 1 nóvember má koma fljótt!

Hér er svo baðherbergið, það sást ekki í fyrra pósti. En þetta er ný uppgert og lítur alveg bilaðslega vel út. Mig langar að gera smá breytingar en annars er það eiginlega alveg stein solid.

Mamma og pabbi að spjalla við fasteignasalann og Kasper að mynda hvern krók og kima. Segir maður það ekki annars? Jæja. Hann var að mynda allt allavega.

Gólfin eru alveg eldgömul og stútfull af sál og sögu. Alveg eins og ég vil hafa það!

Glugginn í svefnherberginu. Ég verð að segja að ég gjörsamlega elska þessa gluggakistu og langar helst bara að fylla hana púðum og chilla þar öllum stundum. Það er reyndar pínu bitter sweet að þetta verður þó rifið niður og tekið í burtu. Það kemur nefnilega hurð og heljarinnar svalir þarna út.

.. og svo tveir sáttur kaupendur.

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

ÉG KEYPTI ÍBÚÐ!

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Það fór ekki meiri tíma í þetta en þetta vinir. Eftir að við ákváðum að hætta við íbúðina í Frederiksberg þá var ég alveg tilbúinn að slappa af og gera íbúðarleit að svona þriggja til sex mánaðar missioni. Sjá hvaða íbúðir kæmu inn og svo framvegis. Það entist ekki eins lengi og ég hélt en við duttum inná íbúð sem við höfðum séð áður en hún var aðeins yfir budgetti og var aðeins í minni kantinum. Ég vildi fara í allavega 70 fermetra en það var þó áður en ég fattaði að einn fermetir kostar marga marga peninga svona miðsvæðis í Kaupmannahöfn.

Við allavega fundum íbúðina! Hún er á besta mögulega stað í Kaupmannahöfn, ég gæti ekki hugsað mér betri stað að búa á. Hún er alveg við Kødbyen, hún er á Vesterbro, rétt hjá bestu stöðunum að sóla sig, rétt hjá bestu veitingastöðum borgarinnar og ég gæti í raun haldið endalaust áfram. Mér finnst mjög súrríalískt að vera flytja á þetta svæði. Íbúðin er ekki nema rétt rúmlega 60 fermetrar en það mun bætast við svalir sem eru inní verðinu sem við borgum. Baðherbergið og eldhúsið er ný uppgert svo íbúðin er svo gott sem tilbúin að flytja inní, sem er algjör lúxus. Við ætlum bara að mála og gera allt fínt og þá erum við góðir í bili held ég. Ég er svo spenntur. Vanalega er ég ekkert það mikill staðsetningaperri, en þegar svona dettur uppí hendurnar á manni þá er varla hægt að segja nei.

Ég er með smá teaser myndir handa ykkur, en mig langar fyrst að fá hana afhenta áður en ég fer í öll details og sýni hana í heild sinni.

Byrjum á útlitinu á byggingunni sjálfri, það er þessi svarta hægra megin.

Eins Kaupmannahafnalegur inngangur og hann mögulega gerist –

Ég lofaði sjálfum mér að þegar ég mundi fjárfesta í íbúð í Kaupamannahöfn þá yrði að vera svona í loftinu.

Sem ég fékk aldeilis! En þetta er stofan – plís horfið framhjá hrikalegum húsgögnum. Við ætlum frekar mikið að pimpa þessa stofu enda fullt af möguleikum!

Eldhúsið! Sem ég er mjög skotinn í – ég mun taka þessa plötu af og skipta henni út. Og taka borðið og stólana og henda þeim í ruslið. En í bili þá er það ásættanlegt.

JÆJA, TIL HAMINGJU ÉG OG KÆRÓ! Við fáum hana afhenta þann 1 nóvember. Svo við komum heim frá Bali í glænýtt allskonar!

RITSTJÓRINN SJÁLFUR Á FORSÍÐU, TEKIN AF MÉR –

UMFJÖLLUN

Ég er svo bilaðslega ánægður að hafa fengið að taka þátt í nákvæmlega – þessu – verkefni. Ég byrjaði að vinna fyrir MAN Magasín frá byrjun, árið 2013 ef ég man rétt? Ég held að ég hafi byrjað á öðru eða þriðja tölublaði og fékk að vinna meira minna undir manneskju sem ég ber svo fáranlega mikla virðingu fyrir mér og hef lært mikið af í gegnum tíðina, og það er engin önnur en forsíðu fyrirsætan og ritstjórinn sjálfur, Björk Eiðsdóttir. 

Mér finnst magnað skrefið hennar að vera á forsíðunni og ég fékk að lesa viðtalið snemma og mér fannst það mjög sterkt og magnað að lesa. Björk er ein af tveimur eigendum blaðsins og í viðtalinu fær maður einnig að heyra söguna á bakvið hvernig blaðið byrjaði og magnað að pæla í hversu stórt það er orðið í dag.

Myndatakan tókum við bara í þæginlegu umhverfi með Hafdísi Ingu og Steinunni Ósk og þetta var svo bilaðslega gaman og mér fannst eiginlega já, nokkuð svona einstakt, að fá að hafa verið valinn í þetta gigg með þessum power konum. Ég hlakka til að þið sjá restina af myndunum inní blaðinu og hvet ykkur til í að næla ykkur í blað.

Takk fyrir mig MAN og Björk

xx

HAUST MUST – FRAKKI // SELECTED

MEN'S STYLESAMSTARFSTYLE

Þessi færsla er í samstarfi með Selected – 

Ég er svo innilega spenntur fyrir haustinu. Ég veit að fólkið heima er ekki sammála mér, en nú hef ég verið hér í júlí og ágúst og það er búið að vera svo bilaðslega heitt og maður er einhvernveginn alltaf klístraður. Veðrið í Kaupmannahöfn er í kringum 16 og 19 gráður þessa dagana og mér finnst geggjað að geta verið í jökkum, löngum buxum og að geta sofið án þess ekki vera með galopinn glugga að kafna úr hita. Þannig hefur lífið í sumar verið nemlig kæru vinir. Ég fagna allavega komandi hausti, fagna ennþá meira komandi jólum og svo bíð ég bara eftir næsta vori. Þykir þetta allt mjög jákvætt allt saman.

Annars skoðaði ég úrvalið í Selected um daginn og var ótrúlega spenntur að eignast frakka fyrir vorið. Er alveg bilaðslega ánægður með hann og mér finnst gæðin á vörunum frá Selected eiginlega alveg ógeðslega góð. Ég var í jakkafötum frá þeim í tveimur brúðkaupum í sumar og var svo handvissum að þau mundu springa utan af rassinum á mér, en þau voru með þol á við Matt Fraser. Þetta eru einstaklega góðar vörur á góðu verði –

   

Allt outfittið er frá Selected
Nema skórnir – þeir eru frá Lanvin

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

ÍBÚÐARKAUP Í KAUPMANNAHÖFN –

DANMÖRKINTERIOR

Ég og Kasper skrifuðum á dögunum undir kaupsamning á íbúð í Frederiksberg. Geggjuð staðsetning og allt leit ágætlega út. Þangað til á síðustu stundu þegar við vorum að fara yfir íbúðina. Þá bökkuðum við út. Allt var í raun ready, það þurfti bara að flytja peningana yfir og lögfræðingurinn okkar var byrjaður að lesa yfir kaupsamninginn. Við erum tveir tvíburar sem geta ekki tekið fffföööökken ákvarðanir og við hættum við að kaupa þessa íbúð. Afhverju? Jú því hún var roooosa fín. Það var bara eitthvað sem var ekki að passa, þegar ég var inní íbúðinni þá fann ég ekki þetta “vá ég er bara kominn heim” –

Ég er enn að læra sitthvað í þessu ferli og eitt sem ég er að átta mig á að vera ekkert endilega að drífa sig og sætta sig við einhverja íbúð. Þetta eru stór kaup, þetta er einnig skuldbinding. Við erum að kaupa íbúð sem við erum að fara vera í mörg ár. Þetta er ekkert hoppa inn og út dæmi. Ég vil bara vera duglegur að skoða íbúðir, hægt og rólega. Íbúðin okkar mun birtast okkur og við munum hoppa á hana eins og apar.

Þetta er það sem okkur langar í varðandi íbúð:

  • Kaupmannahafnaríbúð, sem samt á eldri kantinum með sál og sjarma. Við erum alls ekki fyrir þessar nýju kubbaíbúðir útum allt.
  • Ég þverneita og svosem kæró líka, að fara í sturtu yfir klósettinu, eins og örugglega 70% af gömlu íbúðunum hér í Kaupmannahöfn. Svo við grömsum bara í 30 prósentunum svo ..
  • Við erum með frekar solid og strangt budget í hausnum sem við getum nýtt í íbúðina. Svo þessi fyrstu íbúðarkaup þurfa að vera frekar klók. Svo þegar við seljum hana þá fáum við góða summu og getum flutt í almennilega íbúð sem við getum alið upp hunda eða börn eða skjaldbökur og fengið familíuna í heimsókn.
  • Við viljum ekki þurfa gera of mikið við íbúðina, hún má alveg líta vel út og svo laga eitt og annað.
  • Svalir eða góður garður. Íbúðin okkar núna er með hvorugt og við finnum alveg hvað það er að kæfa mann að geta ekki bara sitið á svölunum og dúllað sér eitthvað. Þurfa alltaf að vera inni eða ferðast einhverja leið til að geta verið úti. Það er svona eiginlega möst.

Ég ligg á þessum síðum þessa dagana, þessar myndir gefa smá hugmynd um hvað okkur langar í:

Verð vonandi bráðum íbúðareigandi – ssssvei mér þá!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

DRAUMAMYNDIR Á FRÁ BRÚÐKAUPI I + M EFTIR STYRMI & HEIÐDÍSI

Í gær komu inn myndir af brúðkaupi Ingileifar og Maríu eftir ljósmyndara dúóið Styrmi Kára og Heiðdísi og myndirnar eru vægast sagt stórkostlegar. Einhvernveginn voru svo sterkar tilfinningar og mögnuð orka í kringum þetta brúðkaup sem þau náðu að festa svo ótrúlega á filmu, og ég var ekki vissum að hægt væri að segja söguna eins og hún var. En þeim tókst það og rúmlega það.

Ég er enn alveg ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vera með í þessu magnaða brúðkaupi og þess vegna splæsi ég í blogg númer tvö. Ef ég mætti velja þá myndu þær slæsur halda uppá brúðkaupsafmæli á sama máta á hverju ári. Ég væri no joke til í það.

Ég varð annars að deila með ykkur þessum myndum – Styrmir Kári og Heiðdís, ef þið eruð að lesa þetta þá eruði formlega ráðin í mitt brúðkaup. Ég læt ykkur vita um leið.

Ég valdi eins fáar myndir og ég gat, en þær eru nokkuð margar, NJÓTIÐ VEEEEL!!!!

  

 

 

Takk fyrir mig enn og aftur, elsku fallegu stelpur mínar og til hamingju enn og aftur með eitt fallegasta hjónaband sem ég hef séð <3

Allar myndir eftir Styrmi Kára & Heiðdísi 

TOP EINKUNN Á ÞENNAN MASKA –

SNYRTIVÖRUR

Samstarf

Ég ákvað nýlega að henda mér niðrí Body Shop og eftir fasjon week og hjóla endalaust í borginni þurfti ég eitthvað rembilega næs á andlitið mitt. Ég finn það með því að hljóla mikið þá finn ég að húðin verður lúmskt skítugari en áður, ekkert alvarlega en ég finn fyrir töluvert meiri þörf fyrir að þrífa á mér andlitið en vanalega. Ég fór upprunalega niðureftir til að grípa Tea Tree maskann sem ég hef notað frá því ég unglingur með bólur –

En þá benti afgreiðlsukonan mér á Tea Tree 2.0 – þið vitið

Eins og lesa má:

Bamboo Charcoal fry Himalaya fjöllunum

Grænt te frá Japan

Og svo er svellnóg af Tea Tree olíum frá Kenya – 

100% VEGAN

uuuu sold

Ég get gefið þessum maska topp einkunn en megin ástæðan fyrir því að mér fannst ég strax vera ferskari og á meðan ég var með hann á mér leið mér eins og hann væri í fullri vinnu að vinna að húðinni. Ég fékk svona kuldafersk tilfinningu, það er eitthvað sem ég elska við maska. Top einkunn héðan –

Ferskur mánudagur – I think sooo ..

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

BRÚÐKAUP INGILEIFAR & MARÍU –

ÍSLANDPERSONALYNDISLEGT

Ó hvað ég vildi að ég væri með heilan feitan myndabanka frá eigin myndavél frá þessu brúðkaupi. Ég sinnti starfi alt mulig mand ásamt því að vera veislustjóri með hinni yndislegu Helgu Lind Mar, svo það var nóg að gera frá sekúndunni sem ég lenti á Flateyri. Ég er svo innilega stoltur af Ingileif minni, við höfum verið bestu vinir í hátt í tíu ár og ég get varla með orðum sagt hvað hún er frábær, dugleg, hjartahlý og yndisleg. Mér finnst enn svo gaman að hún giftist ástinni sinni.

Þetta brúðkaup var að öllu leyti yndislegt og ég kynntist svo mikið af frábæru fólki og fékk að heimsækja Flateyri aftur sem er einn besti bær landsins (á eftir Seyðisfirði að sjálfssögðu) –

Ég á ekki margar myndir en hey, bitch was busy –

Mættur árla morguns að ná í blóm fyrir stóra daginn –

Stelpan mín –

Stelpurnar löbbuðu niður með mæðrum sínum á meðan Sigríður Thorlacius söng Halo með Beyonce – grenjuðu margir? Aldeilis. Ég? Jú, aldeilis.

Fallegu stelpurnar mínar giftar –

Daði bróðir Ingileifar gaf stelpurnar. Ég vildi að ég gæti lýst brúðkaupinu skref fyrir skrefi, svo magnað var það.

Okkar maður fór uppá svið að rífa kjaft og tókst að fá standing ovation. Get tékkað það af bucket listanum mínum, hélt alltaf að það yrði í X Factor UK, en brúðkaup Ingileifar og Maríu er eiginlega bara betra ..

Dansa saman með svo fáranlega skemmtilegu liði –

Og einstaklega góð heimleið með frábæru fólki með pulsubrauð en engum pulsum –

Takk fyrir mig allir!

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

HLAUPA 100 KM Í ÁGÚST –

HEILSANIKEPERSONAL

Ég setti mér markmið með sjálfum mér í gær, að ég ætlaði að hlaupa 100 kílómetra í ágúst mánuði. Eftir að ég flutti heim þá er ég búinn að vera vinna full time í sjálfum mér, ég datt pínu niður þegar ég bjó á Íslandi og týndi mér örlítið og þessar tengingu sem ég hef lengi unnið að. Svo nú eftir að ég kom aftur til Kaupmannahafnar vissi ég hvað mundi taka við. Að vinna enn betur og meira í sjálfum mér.

Eina orðið sem ég er með mér að leiðarljósi er “mindful” – mér finnst þetta vera svo sterkt og stórt orð. Ég hef alltaf strögglað við að vakna snemma þegar ég gæti alveg sofið í tvo tíma í viðbót, en núna hef ég verið að sofna og vakna til að vakna vel. Ekki þetta “5 mínútur meira, ohh og æ, og “svo þreyttur” blalala” – heldur að passa uppá það að ég vakni til þess að njóta morgunsins. Þetta er það fyrsta sem ég segi við sjálfan mig. Þetta hefur hingað til gengið rosa vel og vona að þetta haldi áfram að ganga vel.

Ég er tildæmis hættur til að æfa til að verða massaður eða ógeðslega flottur eða mega svona og hinsseginn. Ég er byrjaður að æfa til að njóta og passa uppá líkamann sem er einmitt tengt við þetta markmið sem ég setti mér.

Ég ætla að hlaupa 100 KM í ágúst mánuði með þrjá hluti í huga og þeir eru eftirfarandi –

  • Líkamleg velferð, þol, blóðflæði, styrking í core-i –
  • Náttúran, ég er náttúrubarn og ólst upp í klettum, fjöllum, trjám, gróðri, fossum og snjó. Ég hleyp í garði með tré útum allt, eitthvað sem ég umkringist mjög sjaldan hér í Kaupmannahöfn og skiptir mig máli.
  • Hugleiðsla og frekari núvitund og lærdómur – ég hleyp með podcast í eyrunum, yfirleitt fræðandi podcöst, bæði um söguna, einnig um sjálfsvitund og andlega hluti. Ásamt því að ég ætla að byrja að hlaupa með ekkert í eyrunum og nýta tækifærið til að koma hausnum á réttan stað.

Áður fyrr hljóp ég til að verða mjórri, meira tight, þynnri húð á maganum og svo framvegis. Með því að taka það algjörlega út og hlaupa með öðrum forsendum þá hlakka ég til að takast á við þetta markmið í ágúst mánuði.

Ég setti þetta á Instagrammið mitt og bauð fólki að vera með og hjálpast að við að halda okkur við efnið. Ykkur er velkomið að vera með í þessari áskorun og ég gerði grúppu á Facebook þar sem hverjum sem er getur skráð sig og fengið smá pepp hvað þetta varðar – Þið finnið hana HÉR

Ég kem eflaust til að blogga eitthvað um þetta markmið og vona að það sé áhugi fyrir að því – ég hlakka allavega til, þetta byrjar á morgun!!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars