fbpx

FÖSTUDAGSLISTINN –

FÖSTUDAGSLISTINNPERSONAL


Fokkenhell, strax kominn annar föstudagur – 

Föt dagsins:
Ég er í buxum frá HanKjøbenhavn, sem var ein af þessum fjárfestingum sem borgaði sig gjöööörsamlega. Þær eru stórar og víðar með svona teyju neðst. Þæginlegar en einnig ótrúlega flottar. Eins og þær séu í lúmsku skel efni, en alveg ótrúlega góðar. Svo er ég í svörtum MUF10 bol og svörtu MUF10 hettupeysunni minni og hvítum Valentino skóm. Ég ákvað strax í morgun að ég vildi bara vera svartur og þæginlegur. 

Skap dagsins:
Ég er ótrúlega góður, og er bara svona .. ótrúlega sáttur! Vitiði hvað ég á við? Mér líður eins og hlutirnir eru eins og þeir eiga að vera. Ég er að æfa mig í að hætta að láta fólk fara í taugarnar á mér, datt í einhvern óþæginlega pakka í janúar. Svo er mikið að hugleiða og róa mig aðeins. Fannst mjög leiðinlegt að detta í þennan pakka, en eins og alltaf, þakklátur fyrir það líka. Því það hjálpar mér að vaxa og verða betri.

Lag dagsins:
Æ það tengir eflaust enginn við þetta. Núna er Eurovision að svona byrja, forkeppnir og svoleiðis. En ég er að hlusta á lag frá forkeppninni í Noregi sem heitir Out of Air með Didrik og Emil Solli-Tangen. Enginn að tengja? Nei ekkert mál.

Matur dagsins:
Ég fasta sem regla alltaf til kl 12:00 á daginn, en Ashley samstarfsfélagi minn keypti fullt af croissants. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég fékk mér ekki eina. En ég gerði það svo sannarlega. En hey ..
Annars var yfirmaðurinn minn að koma heim frá Couture tískuvikunni í París, svo hann býður okkur yyyyfirleitt í hádegismat eftir svoleiðis ferðir. Svo ég vona að það verði Garbanzo sem verður fyrir valinu. Uppáhalds maturinn minn þessa dagana. Píta, með falafel, allskonar gúrrrmey baunum og laukum og sveppum í allskonar kryddum og marineringu og bara gúrm fyrir allan peninginn. Hjálp! Á góðum dögum bæti ég við Halloumi ost með – 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það sé ekki Kasper svolítið, hann er að vinna extra mikið þessa dagana og er að taka að sér miklu meiri ábyrgð og það er svolitið svona ‘overwhelming’ fyrir hann. Svo hann hefur þurft á mér að halda sem stuðning og allskonar svoleiðis, það veitir mér vellíðan. Höfum talað mikið saman og það er ég alltaf mjög þakklátur fyrir. 

Óskalisti vikunnar:
Óskalistinn skal bara ekki vera til þessa vikuna, ég er búinn að eyða aaaaalltof miklum pening þennan mánuðinn. Útsölur eru svo hættulegar. Keypti stuttbuxur frá Palm Angels fyrir Tæland ásamt sundstuttbuxum frá Off-White og tösku frá sama merki, svo missti ég mig óvart í Magasín í fyrradag. Bara, takið af mér kortið. Ég vil ekki einu sinni vera þessi týpa. Jæja .. lífið bítur mig eflaust í rassinn í lok mánaðar. 

Plön helgarinnar:
Ég ætla að fara nóg út með Nóel, í garð og leyfa honum að hlaupa og leika. Það er svo erfitt að vera í vinnu og þurfa alltaf að fara út þegar er dimmt, elsku hundkrúttið. Svo út að hlaupa og eyða orku og svoleiðis. Svo er planið að bara njóta og æfa og hlúa að mér og mínum. Bestu vinir mínir hér uppá skrifstofu tóku snaröfugan “Dry January” og það gæti vel farið að verði eitt hvítvínsglas eða eitthvað í kvöld. Hver veit. Allir sem þekkja mig vita að ég er ekki nógu mikill drykkjumaður. Sjáum til!

Góða helgi allir saman! x

Instagram: helgiomarsson

Helgaspjallið á Apple Podcast & Spotify

OUTFIT OG BJARTIR DAGAR Í KÖBEN!

ACNE STUDIOSOUTFITSKÓR

VÁ hvað það gefur manni mikið að hvað dagarnir verða bjartari og plús dásemdin að eiga hund. Maður þarf að fara út með litlu krúttin og eyddi ég mestum tímanum úti í bjarta yndisveðrinu.

Ég er byrjaður almennilega að vinna 50% starf sem einnig er gjörsamlega algjör frelsis sprengja í lífið mitt. Hvet hvern sem er sem getur eða þarf að breyta aðeins til í lífinu og vinnu lífinu að bara stökkva á það. Ég get varla lýst því hvað þetta er frábær tilfinning. Ég er kominn á fullt með mitt eigið sem ég hlakka alveg ótrúlega að sýna ykkur –

Það var dásamleg tilfinning að geta hent mér í léttan jakka og baða sig í ljósi.

Jakki: Selected
Tefill: Acne Studios
Bolur: Son of Tailor
Buxur: AcneStudios
Skór: Dr. Martens (Japan only)

@helgiomarsson á Instagram

 

FÖSTUDAGSLISTINN – & OUTFIT

ACNE STUDIOSFÖSTUDAGSLISTINNOUTFITPERSONALSTYLE

*ath* ég ELSKA þegar Hildur gerir föstudagslista, og hún ekki bara gaf mér leyfi til að gera þá líka, heldur hvatti hún mig til að gera það sama. Takk Hildur!!

Föt dagsins:
Ég er í Whyred buxum sem ég keypti síðasta sumar held ég, nema hvað, ég passaði ekki í þær þá. Enda bætti ég nýverið smá á mig og fór beint í rassgatið á mér. Svo buxurnar mínar urðu flestar eins og gammósíur. En strákurinn er búinn að vera æfa og duglegur, svo nú smellpassa þær. Mér til mikillar ánægju. En svo er ég í langermabol frá Han Kjøbenhavn, alveg basic. Svo í hvítum Nike sokkum, en ég var að koma af deiti með Kasper, fengum okkur sushi. Þá var ég í gráa frakkanum mínum frá Selected sem ég bloggaði um um daginn og hvítu Valentino skónnum sem ég er í á myndinni. Með splunkunýja Acne trefilinn sem ég keypti á útsölu, sem ég bloggari LÍKA nýlega um. Flettið bara og þá finniði allt’etta. 

Skap dagsins:
Ég er bara mega góður. Það var sól í allan dag eftir gráustu vikur lífs míns. Það bara kom ekki einu sinni birta. Mjög hellað. Er búinn að ætla taka fullt af myndum, en aldrei kom dagsbirtan. Svo ég átti yndislegan dag, fór á æfingu og svo út að hlaupa með Noel og svo vann í verkefninu mínu. Sem er einmitt að fara líta dagsins ljós á næstunni, er bæði stressaður og spenntur. 

Lag dagsins:
Það er klárlega Someone you loved með Lewis Capaldi, en ég elska hann og hlusta endalaust á hann þessa dagana. Önnur ástæða afhverju það er nákvæmlega þetta lag er afþví ég er búinn að vera mastera að RADDA það!! Finnst ég geggjaður. Show Yourself frá Frozen 2 er líka æði, haha. 

Matur dagsins:
Ég er farinn að borða graut í hverju hádegi. Ég elska graut þessa dagana, er ótrúlegt en satt ekki kominn með ógeð af því ennþá. Og það er líka fullkomin afsökun til að borða ógeðslega mikið af hnetusmjöri. Svo sushi í kvöldmat, en við fórum á Sticks n Sushi og þar er broccoli með góma dressingu og svo blómkál með trufflusósu, það er bara gjörsamlega HEIMSKULEGT hvað það er gott. Jiiiisús! Og ódýrt! Svo ég tala nú ekki um það .. mæli með!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Öll samveran mín með hundinum mínum. Það er svo mikil blessun að eiga svona yndislegan hund, hann er bara glaðastur og yndislegastur. Get ekki lýst því. Við erum búnir að fara í góða göngutúra, út að skokka saman alveg þrisvar þessa vikuna. Hann bara er það besta í lífinu mínu. 

Óskalisti vikunnar:
Ég er reyndar búinn að vera í smá svona útsöluperra rúntun endalaust. Hef þó ekki pantað neitt, því æ .. þú veist, ég á svo mikið. En langar í fullt! Saint Laurent espadrilles fyrir Tæland, Prada nylon húfu fyrir Tæland, æ þið vitið. 

Plön helgarinnar:
Ég ætla að halda áfram með verkefnið mitt, sem ég hlakka svo ótrúlega til að koma þessu í loftið. Svo er Kasper meiddur, svo ég er mest með Noel þessa dagana, svo við förum líklegast í Søndermarken saman og hlaupum og brennum orku og svoleiðis. Annars engin plön, nema njóta og hafa það gott.

 

@helgiomarsson á Instagram

Helgaspjallið á Apple Podast & Spotify

Jakki: Supreme
Peysa: MUF10
Buxur: Acne Studios
Skór: Valentino

CURRENTLY USING:

Vörur merktar stjörnu* eru eða hafa verið partur af samstarfi

Ég var í sturtu og fékk þessa hugmynd að gera færslu um það sem ég nota mest þessa dagana og vikurnar. Ég er svona týpan sem tek tarnir á hinum og þessum vörum. Fæ æði fyrir þessu, svo þessu og svo einnig varðandi árstíðir og svoleiðis. En ég elska að nota það sem ég á og sérstaklega taka smá tíma frá vinnu og öllu praktísku og bara gera eitthvað sem vekur svona vellíðunartilfinningu.

Mér datt í hug að sýna ykkur smá, sem ég nota meira og minna daglega. Samstarf eða ekki, þá er þetta sem ég get alveg ótrúlega einlægt mælt með –

*Þetta combó frá Skin Regimen, ég er bókstaflega kominn með bara blæti fyrir þessum vörum. Þetta eru semsagt húðvörur sem koma frá Davines þorpinu sem eru bara bestu hárvörur sem ég veit um, ásamt því að vera örugglega fremst heimsins í sjálfbærni og náttúrulegum innihaldsefnum.

Allavega, Hildur hjá Bpro sagði mér að ef ég þrifi ekki á mér húðina, þá skiptir þannig séð engu hvað ég set á hana varðandi virkni. Svo hvert einasta kvöld og flesta morgna þríf ég húðina. Á kvöldin set ég svo Night Detox á húðina –

Þetta combó er bara bókstaflega geggjað. Og sjáiði hvað þetta eru eitthvað fallegar vörur? Elska þetta shit.

Face & Body frá MAC. Þessa dollu keypti ég held ég árið 2014, semsagt fyrir 6 árum, ég á örugglega ekki að vera setja þetta framan í mig. Löngu útrunnið eflaust, hahaha. En þetta endist alveg ótrúlega lengi. Á dögum eins og núna í janúar, þá er eiginlega smá must fyrir mig að henda svona á augnsvæðið mitt þar sem það verður bara mjög dökkt á þessum veturmánuðum. Þetta er 80% vatn og aðlagast ótrúlega vel húðtóninum þínum, þekur ekkert þannig, frískar mann upp og gerir mann hæfan til birtingar í samfélagi mannanna. Mæli með fyrir alla, stráka og stelpur og kyn þar á milli! .. og nei, það sést ekkert að maður sé með smá meikup!

*BeoPlay E8 heyrnatólin, ég semsagt týndi hleðslusnúrunni fyrri part sumars og keypti loksins nýja og eiginlega svona kolféll fyrir þessum heyrnatólum aftur. Þau eru svo geggjuð, og svona fitta fullkomnlega í eyrað, og svo er noice cancelerið alveg uppá milljón ásamt því að ég hélt alltaf að ég þyrfti að taka þau úr eyranu. Þangað til að ég áttaði mig að fúnktionið að þegar þú ýtir á vinstri hlið (eða hægri, þekki ekki muninn) þá heyriru allt eins og þú værir ekki með neitt í eyranu. Alveg revúlútíonalt stuff! Er búinn að nota þau alveg ótrúlega mikið síðasta mánuðinn .. geggjuð græja. Fæst í Ormsson –

Shea Butter, skínandi hreint og organík Shea Butter frá Ghana, mjög mindful og fair trade að því sem ég hef lesið mig til um. Shea Butter er undraverk, húðin á mér er alltaf óþolandi, en þetta hefur hjálpað mér mikið gríðarlega mikið!! Ég svoleiðis mjaka þessu á mig eftir sturtu. Vatnið í Köben er fífl alltaf, en extra slæmt þegar það er kalt úti. Svo þetta hefur hentað hrikalega vel! Fæst í Body Shop

*Davines sjampó – Þessa dagana er ég bara með eitthvað brjálað æði fyrir Davines, er búinn að vera lesa svo mikið um stefnu þeirra og gildi. En ég kláraði nýverið annað sjampó frá þeim sem ég gjörsamlega elskaði. Þetta sjampó er fyrir trouble hársverði sem ég er svo sannarlega með. Þetta hafði alveg ótrúlega fljótt áhrif og eftir fyrsta þvott fann ég mun. Sjampóióð er svona kremað og froðast alveg mega vel, sem ég elska. Hrikalega gott!

Instagram: @helgiomarsson
Helgaspjallið á Apple Podcast

FRANK OCEAN ER NÝJA ANDLIT PRADA –

STYLEUMFJÖLLUN

Það var tilkynnt í gær að Frank Ocean er nýjasta andlit Prada fyrir vor/sumar 2020 herferðina þeirra. Prada er óneitanlega eitt af eftirsóttustu merkjum heimsins og Ocean sjálfur hefur verið mikill Prada eþúsiasti en hann var meðal annars í head to toe klæddur Prada á Met Gala í fyrra (2019) ásamt sitið fyrir í myndaþætti W Magazine klæddur merkinu.

Frank Ocean er búinn að ná að vera current síðan Channel Orange kom út og ég persónulega dýrka hann og get spilað Channel Orange aftur og aftur og aftur. Ég fýlaði Blonded eitthvað minna, náði mér allavega ekki. En almennt, dýrka á hann og finnst geggjað að Prada hafi valið hann sem andlit fyrirtækisins þetta season.


Herferðin SS 2020

 Met Gala 2019 –

  @helgiomarsson á Instagram

Helgaspjallið á Apple Podcasts

SMÁ ÚTSÖLUGLEÐI –

ACNE STUDIOSNEW IN

Þegar þú býrð í Kaupmannahöfn er alveg lúmsk ástæða til að hlakka smá til útsölugleðinnar. Ég persónulega elska bara útsölur og gera góða díla. Það er bara svolítið svoleiðis, ég reyni þó líka alltaf að kaupa vörur sem ég svo nota aldrei því þær eru svo ÓGEÐSLEGA GÓÐUR DÍLL. Einnig hefur vitundavakningin átt þátt í að maður er miklu meðvitaðari og tekur betri og einlægari ákvarðanir. Það finnst mér náttúrulega algjörlega frábært –

Ég valdi mér þrjár flíkur í gær, hefði geta keypt svona 10, en sko mig .. þarna voru reyndar sundstuttbuxur sem ég þarf til Tælands, það er bara svolítið svoleiðis. Sjáumt til .. mindful shopping tttaaakkkalakk.

     

Anorakkur frá AcneStudios á 40% afslætti, ja tak.

Trefill frá Acne Studios á held ég bara 20% afslætti, rude en svo Han Kjöbenhavn bolur á 50%

Fráb!

Allt keypt í Magasin Du Nord –

@helgiomarsson á Instagram

Helgaspjallið á Apple Podcasts

NÝJA ÁRIÐ & UPPGJÖR

Í þessari færslu klæðist ég frakka sem var partur af samstarfi mínu við Selected

Long time no see!

Það er alveg ótrúlega fyndið hvernig lok desember og janúar lamar mig lúmskt varðandi bloggið og samfélagsmiðla. Ég man við ræddum þetta Trendnetarar hérna í Kaupmannahöfn fyrir tæplega ári á tískuvikunni. Ég veit hreinlega ekki hvað þetta er, en ég ætlaði mér svo sannarlega að vinna gegn þessu í ár. Sérstaklega þar sem ég er með alveg lúmskt kitl í maganum fyrir 2020, sem ég vona svo sannarlega að sé ekkert jinx. Þetta er eitthvað svo flott og royal ár.

Það er ótrúlega mikið í vændum og það er eitthvað sem segir mér að þetta verði ár með fullt af áskorunum en vonandi líka sá fullt af fræjum og svo uppskera. Ég reyni svo ótrúlega fast að lifa þannig að hvað svo sem kemur uppá yfirboðið og reynir að buga okkur er í raun aðeins til að kenna okkur og gefa okkur tækifæri til að verða sterkari. Þannig ætla ég líka að baða mig í nýja árinu. Lífið er oft drullu erfitt en með því að horfa á það að erfiður lærdómarnir eru oft þeir sem gefa okkur mest, það er nefnilega ágætis leið til að vaxa sem manneskja.

Kannski er ég bara að tala í hringi.

Vona innilega að þið haldið áfram að fylgjast með hérna á Trendnetinu á nýju ári og þykir vænt um allan lesturinn og áhugan á liðnu ári. Megi 2020 vera ykkur GJÖÖÖÖÖÐVEIKT!!


Þessi guðdómlegi frakki er frá Selected (já, þessi sem ég óskaði mér)

Ást og friður –

Í JÓLA-ÖRTÍMARITI SMÁRALINDAR –

ÍSLANDJÓL

Ég fór í smá viðtal hjá vinum mínum í Smáralind, en ég er búinn að vera followa þau á Instagram frekar lengi og tók eftir hvað ég var alltaf að fá góðar hugmyndir og hvað mér fannst allt vera flott hjá þeim. SVO ÉG TALA NÚ EKKI UM að þau eru búin að vera með fáranlega skemmtilegt jóladagatal sem ég tek þátt í daglega því alltíeinu elska ég Instagram og Facebook leiki. En já fréttir hjá þeim er eiginlega eins og blogg, sem er mjög skemmtilegt. Ég hef unnið með þeim áður og hefur alltaf verið frábær upplifun. Þau fengu mig í smá jólaviðtal og ég segi AAAAALDREI nei við að tala um jólin almennt. Svo mér fannst það ógeðslega gaman –

En mér fannst þetta mjög skemmtilegt spjall svo ég gat eiginlega ekki annað en að deila því hér á Trendnet –

Þið getið lesið allt tímaritið HÉR – 

Takk fyrir spjallið Smáralind!

VIÐ & UNICEF ERUM ALVEG AÐ NÁLGAST MILLJÓN –

ÍSLANDYNDISLEGT

Það eru alveg ótrúlega magnaðir hlutir að gerast. Ég fékk hugmynd í fyrradag um að safna fyrir Neyðartjaldi Unicef, en í fyrra var ég líka að varpa ljósi á Unicef og Sannar Gjafir. Ég bæði gaf þær og óskaði mér Sannar Gjafir. Ég byrjaði smá söfnun á Instagram fyrir þessu Neyðartjaldi sem er snjóbolti sem hefur farið að rúlla fram úr björtustu vonum. Ég er eiginlega í smá svona losti núna. Við náum fljótlega markmiðinu okkar, 158.000 ISK –

Núna, 24 tímum síðar .. erum við komin uppí 834.955 ÞÚSUND!!!!!!!!

Hver 100 þúsund kall sem við hittum þá bara, vá. Þetta er klikkað. Það er svo gjörsamlega dásamlegt fólk þarna úti. Ég er búinn að fá endalaus skilaboð sem ég er að drukkna í en ætla finna mér góðan tíma til að setjast niður og svara öllum. Þetta er semsagt allt að gerast hjá mér í story á Instagram, sem fólk getur fylgst með.

Boðskapurinn með þessu öllu saman er bara sá, að margt smátt gerir eitt stórt. Það hafa komið millifærslur frá 350 kr uppí 50.000 kr og sú algengustu eru 1000 kr og 2000 kr, en það var upprunalega hugmyndin, til að ná uppí 158.000 kr, ef einhver vildi vera með. Svo þetta er bara svona mindblowing eitthvað. Hver og ein millifærsla er alveg algjörlega jafn vel þegin, því það eru ekki allir sem eiga aukakrónur milli handanna, en hver einastu skilaboð, eða deilingar eða hugsanir til þessara söfnunar er líka nóg.

Svo seinna í kvöld eða á morgun, birti ég þau nöfn sem tóku þátt. Er öllum alveg ótrúlega þakklátur.

HÉR er viðtal við mig við Fréttablaðið ef þið áhuga á að sjá hvernig þetta allt valt uppá sig (er það til? valt uppá sig? jæja!)


Frá heimsókn minni síðustu jól – 

@helgiomarsson

KERTAGLEÐIN – VOLUSPA

ILMURSAMSTARFYNDISLEGT
Kertin fékk ég að gjöf –

Kertaperrinn í mér hefur aldrei verið meiri. Kannski afþví Danmörk hefur verið krónískt dökkgrá í örugglega mánuð. Ekki rifa af bláum himni, og ég er búinn að vera meira heimavinnandi og á hundinn minn svo allt er einhvernveginn orðið meira kósý. Lífið hefur faktískt aldrei verið eins kósý. Það hlýtur að vera bara afþví ég á núna íbúð sem ég valdi, æ skiluru, pússlið er bara nokkuð fullt. Svo ef það eru ekki reykelsi í gangi þá ertu kerti í gangi á meðan ég er að vinna. En Maia Reykjavík kom mér alveg ótrúlega á óvart með kertum frá Voluspa, sem ég hef þó reglulega keypt síðan 2013 þegar ég uppgvötaði þær í Ampersand hjá Evu og Önnu hér í Kaupmannahöfn. Hef farið í gegnum ófá kerti síðan og elska þau alveg dásamlega heitt. Svo það var ótrúlega fallegt af þeim – og afþví ég hef notað þau í mörg mörg mörg mörg ár, þá datt mér í hug setja þau hérna inn og sérstaklega deila með ykkur þessu:

Jólailmurinn hjá þeim í ár! Ekki kanill eða epli, heldur GRENI ilmur. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað er geggjað að hafa kveikt á þessu kerti. Kertið mitt hefur verið kveikt á núna í tæplega tvær vikur og það er ekki einu sinni hálfnað, held þau segja 100 klst. En það er af öllum líkindum að fara haldast eitthvað lengur –

Þetta er svo lyktin sem alltaf er til á lager heima hjá mér. Þessa hef ég keypt síðan 2013 –

.. og afþví þau í Maia vita hvað ég elska þessa lykt mikið gáfu þau mér svona spray. Alveg geggjað!

Svo var einnig hin vinsæla og ósigrandi Crisp Champagne og Suede Blanc í pakkanum líka. Sem ég hlakka mikið til að prófa –

@helgiomarsson á Instagram