fbpx

HÚÐLÆKNASTÖÐIN –

SAMSTARFUMFJÖLLUNÚTLIT
Þessi færsla er í samstarfi við Húðlæknastöðina

Ef það er eitthvað sem ég spái mikið í þá er það húðin á mér. Ég var mjög bólugrafinn þegar ég var yngri og hef farið á tvo húðkúra á þessari stuttu ævi minni (hehe young skiljiði) – og svo hef svo sannarlega farið til húðlæknis áður og í hvert skipti fannst mér alltaf mjög jákvæð upplifun fyrir mig því þá vissi ég að strákurinn var að fá aðstoð við eitthvað sem ég gjöööörsamlega var að bugast úr óöryggi með. 

Ég var kynntur fyrir Húðlæknastöðinni í fyrra (mér til mikillar ánægju) og þar fékk ég að kynnast henni Jennu Huld sem er húðlæknir. Ég spurði hana að sjálfssögðu rúmlega fimmtíu þúsund spurninga og hún svaraði þeim öllum og meira en það. Ég byrjaði á að fara í tattoo lazer hjá þeim, en þau eru með Rolls Royce (þó ég viti varla hvað Rolls Royce er) tattoo lazeranna. Ég hef aðeins farið eitt skipti en það tók alveg ótrúlega vel af flúrinu – 

Þar einnig fékk ég smá meðferð vegna þess að húðin mín undir augunum er einstaklega þunn, svo hún aðstoðaði mig með það og er bara svo mikill fagmaður að ég eiginlega bara smá bilast. 

Jenna stendur mjög mikið fyrir framtíðinni í húð og sérstaklega sprengjubylgjunni sem er í gangi í húð meðferðum. Eina sem skiptir mig máli er að eldast vel og gera það besta fyrir húðina og að sjálfssögðu bara vera eins náttúrulegur og ég get. Þetta hefur hún aðstoðað mig alveg ótrúlega mikið með. 

Fyrir þá sem hafa áhuga um meðferðir og húðmeðferðir þar sem húðlæknar ráða ríkjum. Þá get ég með engu móti mælt meira með Húðlæknastofunni – sérstaklega Jennu! Jeminn eini – 

Má einnig til með að mæla með Húðlæknastofunni á Instagram, en þar tildæmis er hægt að finna eldri stories með alveg ótrúlega miklum fróðleik.

Best in the biz!

BLUE LIGHT BLOCKING GLERAUGU –

ACCESSORIESNEW IN

Í langan tíma hef ég ætlað að fá mér blue light blocking gleraugu. Ég er búinn að vinna uppá módel skrifstofu á veturnar með skjáinn þremur sentimetrum frá andlitinu á mér, ég er með símann upp við andlitið á mér meira og minna allan sólarhringinn (förum nánar útí það seinna .. not cool) og vinn við myndvinnslu og allt tilheyrandi lengi líka. Svo augun á mér eru alltaf með þessa bláu geisla í sér. Jú svo auðvitað Netflix á kvöldinn og ég gæti haldið áfram. Þetta yfirtekur þannig séð hverdaginn eins og hann leggur sig. Þegar mér var bara orðið illt í augunum þá vissi ég að ég þurfti að gera eitthvað í málunum.

Ég skoðaði allskonar gleraugu útum allt, og þá sérstaklega þau sem eru ready og svona standard –

Ég persónulega var ekki alveg að fýla það svo ég endaði óvart í búð hérna í Kaupmannahöfn með vinum mínum sem heitir Ace and Tate – og fann þar gleraugu sem var alveg 100% á að voru match. Þetta var svolítið eins og þegar Harry Potter fékk galdrastafinn sinn, þið vitið. Svo ég valdi bara umgjörðina og svo bláa ljós blocker gler í :-)

Glerið blockerar 99% af bláum ljósum í augun og ég get vonandi farið að sofa eðlilega, og vera smá eðlilegur varðandi endalaust gláp og skjái – mjög ánægður með þessi kaup!

@helgiomarsson

GEYSIR –

Samstarf við Hótel Geysir

Geysir á við svo ótrúlega margt fallegt á Íslandi. Geysir, the one and only sem reyndar virkar ekki lengur. Geysir búðirnar fallegu á Íslandi, ég fór þangað nýlega og mér finnst þær smá underrated til að vera hreinskilinn. Finnst þær auðveldlega flottustu búðir landsins OG – nýjasta viðbótin, Hótel Geysir.

Við Kasper gistum þar og nú er ég extra EEEXTRA mikill hótel perri. Ég er picky, ég er smámunasamur, ég er unnnandi og jákvæðnispungur. Fjölskyldan mín er hótel eigendur, svo það er ekkert skemmtilegra að spá í hótelum. Hótel Geysir tókst að tikka í öll boxin, smáatriðin, hönnunin og vibe-ið. Naut mín svo innilega á Hótel Geysi –

@helgiomarsson á Instagram

PANORAMA GLASS LODGE

ÍSLANDSAMSTARFSTAYTRAVEL
Þessi færsla er í samstarfi við Panorama Glass Lodge

Þegar Kasper ákvað að koma til Íslands, þá vissi ég að ég vildi gera eitthvað einstakt fyrir hann því hann gjörsamlega elskar landið okkar. Það geri ég svo sannarlega líka og þess vegna var þessi upplifun eiginlega mögnuð og einstök. Panorama Glass Lodge er ótrúlega skemmtileg hönnun þar sem maður meira og minna sefur í náttúrunni á fallegum stað – sjón er sögu ríkari.

Þessi pottur var svo mikið ÆÐI!

Sætur gaur –

Fengum svo stórmagnað sólsetur –

Ég HELD – megið leiðrétta mig ef ég er að rugla, að þetta sé Hekla í bakrunninum –

Íslandið okkar!

@helgiomarsson á Instagram

LOKSINS KOMINN HEIM EN SVO ALLT Í RUGLI ..

PERSONALTHOUGHTS

Í dag er ég á ellefta, EEELLEFTA degi sóttkvís. Þetta hefur gengið vel, ég hefði getað hugsað mér verri staði til að vera í sóttkví. En ástæðan fyrir því að ég settist niður og skrifa, er því að fyrir nokkrum dögum sat ég í fjörunni hérna út lengra út í firðinum og eiginlega bara skældi, fyrsta skipti í langan tíma. Ég skrifaði niður texta og deildi honum á Instagram, en eyddi svo innslaginu fljótlega eftir.

Það kom stórkostlega á óvart að þegar ég loksins komst heim. Heim til mömmu, pabba, systurdætra minna og systkina þá var ég alveg 100% viss um að loksins þá fengi ég smá frið í hausnum á mér. Sem mér þykir ótrúlega vænt um, svona ‘ peace of mind ‘ – þess vegna fer ég aftur og aftur til Koh Lipe á Tælandi, og Bali. En yfir í mál málanna ..

Ég lenti í því að allt sem ég bjóst við og vonaðist eftir, plömpaðist í andstæðuna af því. Ég alltíeinu var eins og eitthvað detox, að reyna ná einhverju eitri úr líkamanum og hausnum, undirmeðvitundinni jafnvel. Án þess að fara í smáatriði, þá fékk ég að upplifa kvíða og vanlíða sem ég hef ekki fundið í mörg mörg ár. Ég komst ekki uppúr rúminu, ég forðaðist mína nánustu en komst ekkert í burtu, ég sofnaði sorgmæddur og vaknaði sorgmæddur, ég fékk svitaköst, kvíðahnút í magann og andaði asnalega bara við tilhugsunina um að senda e-mail eða taka mynd fyrir grammið. Allt þetta á Seyðisfirði, hjá mömmu og pabba, griðarstaðnum mínum. Þetta bara passaði ekki, því allt hér á að veita mér vellíðan, ánægju, létti og gleði.

Þó svo að mér þótti og þykir þetta erfið upplifun, þá eins og alltaf er ég mjög þakklátur fyrir hana. Ég fékk að eyða klukkutímum með mömmu, neyddist til að skrifa niður, skilja betur, vera einn í fjörunni osfrv osfrv. Einnig fékk ég hugrekki, jah, eða bara smá svona, common sense til að fara á kvíðalyf í fyrsta skipti. Sem á þessum tímum hafa hjálpað mér gríðarlega.

Ég ákvað að segja frá þessu eins og ég mundi segja frá heimsókn í showroom, eða ferðalagi erlendis. Því ég finn skömmina að vera tala um andlega heilsu, en það á að sjálfssögðu ekki að vera nein skömm.

Ég gæti talið upp langan lista af því sem triggeraði þetta allt saman, en það er bara eitthvað fyrir mig, mömmu, sálfræðinginn minn og dagbókina. En ég skrifa þetta með sjálfsöryggi því þetta fyrir mér er bara eins og ég hafi fengið Covid, drullu óþæginlegt, drullu erfitt, en ekkert til að skammast mín fyrir. Maður gerir bara það sem maður getur til að líða betur –

Nú er komið nóg af því að allt sé fullkomið, því váááááá hvað langflest er ófullkomið, og váááá hvað það er bara alltílagi. Látum í okkur heyra, tölum saman og tengjumst frekar.

Ást á alla –  

Kveðja frá Seyðisfirði

@helgiomarsson

SMYRIL LINE FRÁ DK TIL ISL – UPPLEVELSIÐ

PERSONALTRAVEL

ÓÓÓÓÓKEI.

Ég sýndi á Instagram allskonar frá ferðalagi mínu frá Danmörku til Íslands. Ég tók ákvörðun með mömmu að ég mundi bara negla mér heim með Smyril Line eða Norrænu, skipið sem ég ólst upp með. Það siglir frá Hirsthals sem er mjög norðarlega í Danmörku, til Þórshafnar í Færeyjum og svo loks til Seyðisfjarðar. Flestir sem vita eitthvað um mig, vita að það er staðurinn minn, heimabærinn minn. Svo mér fannst tilhugsunin að geta stokkið uppí skip og svo bara lenda fyrir utan hjá mömmu og pabba eiginlega bara yndisleg. Það beið mín svo sannarlega sóttkví, EN .. ég gæti hugsað mér verri staði í sóttkví en heima hjá mömmu og pabba.

En förum aðeins yfir ferðalagið, en ég er enn með spurningar sem bíða mín í skilaboðum hjá mér. Förum yfir þetta –

 • Ég var kannski einn af 20 farþegum í öllu skipinu, ég sá kannski svona 10 mismunandi manns og það var hálf fyndið. En þæginlegt líka –
 • Það er aaaalgjöööört must að taka sjóveikistöflur, ég lenti í helluðu veðri í sirka sólarhring og það var pínu klikkað.
 • Útaf Covid ástandinu var flest allt lokað. En í skipinu er til dæmis bíó, líkamsrækt, sundlaug, úti heitapottar. Það hafði auðvitað smá áhrif á upplevelsið en þið vitið, what to do!
 • Sama má segja um Þórshöfn, yfirleitt má maður fara út að skoða sig um og fá smá frí frá ruggandi bátinum, en útaf Covid var það ekki í boði.
 • Það er net um borð, 3 GB kosta 21 evrur.
 • Í herberginu var mega fínt sjónvarp með sjónvarpsstöðvum, horfði á ómarga Aircrash Investiongation þætti á National Geographic, mjög stór plús!
 • Starfsfólkið um borð var óótrúlega þæginlegt og kurteist, og það skiptir óóótrúlega miklu máli!! Mundi segja að starfsfólkið var það besta við skipið. 
 • Einn ókosturinn var maturinn í kantínunni, hann var mjöööög lélegur, bragðlítill, mjög lítið úrval og frekar svona óhollur og ósjarmerandi. Ég borðaði þar þvisvar og skildi öll skiptin helminginn eftir. Svo ég lifði á pink lady eplum, granola stykkjum, oreo kexi sem ég keypti áður en ég fór inn og nammi úr Tax Free búðinni. Hljómar harkalega en þetta er því miður the tea –
 • Ekki það að ég vilji einblína á ókosti þá var lyktin í skipinu bæði sterk og ekki góð. 
 • Ekki misskilja mig, ég er 100% Team Smyril Line, á Seyðisfirði er skrifstofan og ég ólst upp með skipinu og vann á sumrin á bílastæðinu.
 • Það sem mér fannst algjört æði við ferðina mína var glugginn í herberginu mínu. Mæli með að taka herbergi með glugga.
 • Meira var það held ég ekki.

Það stórkostlegasta við þetta allt saman var að sigla inn Seyðisfjörð og svo vinka Dagnýju systir, og svo vinka pabba frá svölunum í vinnunni hans og loks mömmu við smábátahöfnina sem tók á móti mér.

Sóttkví gengur vel, ég eyði tímanum mínum í að vinna, skokka, æfa úti í sólinni (sólin er á Seyðisfirði btw), rölta uppí fjöll, hugleiða og gjörsamlega baða mig í staðreyndinni að ég er bara hér. Mér finnst það yndislegt.

Að sigla inn Seyðisfjörð –

Salurinn í kantínunni –

Fimmta dekk, þar er reception-ið, Tax Free verslunin, bíó-ið og veitingastaðirnir –

Herbergið mitt indæla –

Mamma og elsku litli besti Kasper (hundurinn okkar semsagt – að taka á móti mér <3

@helgiomarsson á Instagram

 

29

PERSONALYNDISLEGT

Þann þriðja júní síðast liðinn datt ég inní síðasta árið mitt sem tuttugu og eitthvað. Tilfinningin var góð og ég er hægt og rólega að komast yfir króníska dramakastið mitt yfir því að ég sé að eldast. Hægt og rólega sé ég að fá að eldast er hin besta gjöf sem við getum fengið. Sérstaklega þegar við erum alltaf að fá áminningu um að lífið er ekki sjálfssagt og hvað erum heppin að eiga í okkur og á og almennt bara að vera lifandi.

Við Kasper förum yfirleitt í afmælisferðir, Róm, París, Japan. En í þetta skiptið þá var fátt annað í boði að skella okkur í ferð innan landamæra Danmerkur. Hljómar alltílagi, en var miklu betra en það! Danmörk er ekki stór en hún er stútfull af allskonar demöntum. Við leigðum okkur sumarbústað á Sjálandi og fögnuðum afmælinu hans þann 31 maí, þar sem við fengum til okkar vini og grilluðum mat og okkur sjálf því það voru gullfallegar 23 gráður og í skjóli!

Þessi prins auðvitað með –

Elsku besta Ragga mín Nagli kom og heilsaði uppá mig.

Ég spáði frekar mikið í því hvað ég átti að bjóða uppá. Svo sá ég að þessi bakki var í sumarbústaðnum og svo amerískar pönnukökur og með því varð fyrir valinu – og kláraðist!

Fólkið mitt góða –

Yndislegu vinir mínir hjá Bake My Day gáfu mér þessa köku í afmælisgjöf!! Þau þekkja mig fram og tilbaka með þessa Nocco dós –

Instagram: @helgiomarsson

FÖSTUDAGSLISTINN –

FÖSTUDAGSLISTINNPERSONAL

Föt dagsins:
Ég er í nýju hettupeysunni minni sem ég keypti í gær. Hún er frá Helmut Lang og ég féll eiginlega alveg fyrir henni. Ég hef verið að versla svolítið frá Helmut Lang, skyrtan sem ég er í á myndinni hérna uppi er einnig frá því merki. Finnst fittin vera flott og efnin góð. Svo er ég í teddy jakka frá Levi’s því mér er mega kalt og í stórum stuttbuxum frá Champion. 

Skap dagsins:
Það er alltílagi. Þetta ástand hefur verið að hafa áhrif á sambandið mitt uppá síðkastið, svo það hefur klárlega áhrif á skapið á mér. Mér finnst ég alltaf vera í einhverjum rökræðingum sem skipta engu máli. Ég ætla samt ekki að láta það hafa áhrif á daginn, en við Nóel ætlum á Íslands bryggju og hitta nokkra góða vini!

Lag dagsins:
So Will I með Ben Platt, hitti beint í hjartastrengina og ég elska lagið og hann. Svo gjörsamlega stórkostlegur söngvari. Mæli með!

Matur dagsins:
Röggu Nagla matur, ég læri svo ótrúlega mikið af vinkonu minni og þegar ég fór að taka til mín svona matarformúluna hana fannst mér alltíeinu miklu skemmtilegra að elda mat. Hún leggur alltaf áherslu að á disknum er prótein, kolvetni og fita. Svo ég er farinn að fara útí búð og kaupa allskonar, svo bara negli ég þessu á pönnu, þessu í oft og steikja þetta og svo bý ég til disk með svona aaaaallskonar á! Ég hef aldrei stundað eins litla matarsóun og ég hlakka yfirleitt til að sjá hvað ég á til til að setja á diskinn okkar. Mjög skemmtilegt! Þarf ekki að vera einhver réttur, bara fullt af allskonar með allskonar kryddum. Svo nýta djúsí hummus sem sósu. Hvítlauks og chilli hummus er mjög vinsælt hér. 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Miði heim til Íslands – skal fara betur útí það í næsta bloggi.

Óskalisti vikunnar:
Ég er með buxur frá Carhartt á heilanum – ég sá gaur labba í buxum og ég eiginlega elti hann til að sjá hvaðan þær voru. Þá sá ég Carhartt á hægri rass og þá var þetta komið. Þar er Carhartt búið hér uppí Nørrebro – og ég er að meta það hvort eigi að skella mér uppeftir í dag og máta allt líf úr mér og finna þær!

Plön helgarinnar:
Það er bara nokkuð kósí. Mig hefur langað að fara á stað sem heitir Dyrhaven með Noel. Mig langar að mála listana hérna heima, finnst sumir staðir verða svo ótrúlega asnalega skítugir alltíeinu. Þáttur á Helgaspjallinu er líka að fara inn og svo skipuleggja næstu viku. Eftir rólega mánuði er einhvernveginn allt að fara gerast hérna. 

Eigið góða helgi elsku vinir!

@helgiomarsson á Instagram

VILTU VINNA VÖRUR FRÁ SKIN REGIMEN?

GJAFALEIKURSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
Þessi færsla er í samstarfi við Skin Regimen –

Góðan daginn kæru vinir! Ég settist niður í gær á Trendnet instagraminu og fór yfir húðumhirðu með vörum frá Skin Regimen. Þið hafið eflaust séð það hjá mér áður einhversstaðar, en þessar vörur koma frá Davines þorpinu á Ítalíu þar sem sjálfbærni og náttúruleg og góð innihaldsefni eru í fyrirrúmi. Ég hef notað þessar vörur síðan í október, og það má segja að ég sé kominn með einskonar blæti fyrir þessum vörum. Þegar maður kynnir sér hugmyndina og vísindin bakvið vörurnar þá verður upplevelsið að nota þær bara svo miklu miklu betra. Hér má tildæmis bloggið sem ég gerði um vörurnar fyrir ekki svo löngu.

Ef þið eruð að lesa þetta mikið seinna en 12 tímum eftir að ég setti í Trendnet instagram story þá er þetta í highlights –

Ég endaði spjallið með veglegum gjafaleik þar sem hægt er að vinna alveg bilaðslega veglegan pakka frá Skin Regimen með öllum uppáhalds vörunum mínum:

 • Cleansing Cream
 • Enzymatic Powder djúphreinsi
 • Lift Eye Cream
 • Microalgae essence
 • 1.0 Tea Tree Booster
 • Urban Shield
 • Night Detox
 • Room Spray
 • Roll-on

Ef þið hafið áhuga á að vinna þetta endilega hendið ykkur inná Instagrammið mitt og takið þátt! x

Sjáumst á Instagram!