JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN –

ÉG MÆLI MEÐI LIKESTYLEWISHLIST

Í dag eru aðeins SEX dagar í jólafríið mitt og TÍU dagar í jólin! Ég verð mjög fyndinn rétt fyrir frí, hausinn á mér fer yfirleitt fyrst í frí og er kominn heim á undan mér. Ég verð mjög tilfinningaríkur, hef einu sinni tárast vel yfir Icelandair auglýsingu, og svo hafa tvö jólalög náð mér þar sem ég klökknaði upp og varð væminn. Eitt er “Dúnmjúkur snjór” með Heru Björk og svo “Leiðin liggur heim” með Friðrik Ómari. SVO JÁ, það er alveg hægt að segja að ég hlakki alveg ótrúlega til að koma heim í jólafrí.

Ég tók saman nokkrar hugmyndir fyrir strákana, og svosem stelpur og hvorukyn líka.

1. Úlpa úlpanna, Drangajökull frá 66°Norður –
2. Royal Copenhagen thermabolli – fæst í Kúnígúnd
3. Sjöstrand kaffivél – mjög spennandi nýjung á Íslandi – fæst á Sjostrand.is 
4. Hálsaskjól frá 66°Norður – 
5. Nike sokkar frá Hverslun – 
6. Calvin Klein nærbuxur – fást í Gallerí17

1. Wolf peysan frá Inklaw Clothing – 
2. Nutribullet – fæst í Elko
3. Langermabolur frá Wood Wood – fæst í Húrra Reykjavík
4. Derhúfa frá Norse Projects – fæst í Húrra Reykjavík
5. Lakkrís frá Johan Bulow, Dangerously Salty er rugl góður – fæst í Epal
6. Tindur úlpan fræga frá 66°Norður

1. BEOLIT 15 hátalari – fæst í Ormsson
2. String hilla – fæst í Epal
3. Eyrnaband frá 66°Norður
4. Jogging buxur frá 66°Norður
5. Thermabolli frá Royal Copenhagen – fæst í Kúnígúnd
6. Sólgleraugu frá Han Kjøbenhavn – fæst í Húrra Reykjavík

GLÆNÝ JÖKLA PARKA Í SVÖRTU – OF NÆS

66°NorðurI LIKEI WANTMEN'S STYLEWISHLIST

Aðra hverja helgi er ég að vinna í 66°Norður búðinni hér í Kaupmannahöfn. Sem þýðir að ég er svo heppinn að fá starfsmannaafslátt og ég fæ að sjá hvað er að koma, og hvað Beyonce og Jay Z keyptu á meðan þau voru á Íslandi, já, ekki neitt slæmt, akke neitt.

Allavega, á laugardaginn síðastliðinn voru á lager vörur sem eru að koma næsta haust og I’ll be damned!

Nýjasta úlpa 66° Norður heitir Jökla og hefur vakið gríðarlega athygli, enda bullandi solid og heimskulega flott. Allavega – ég er ekki einu sinni viss um að ég megi skrifa þetta hérna en hún er að koma í svörtu. Annars er hún til í dökkbláum og “earth grey” lit, sem er anskoti nógu næs, en svo er hún að lenda í svörtu. Sem jú Jay-Z keypti á meðan hann var á Íslandi, ég veit heldur ekki hvort ég megi skrifa þetta, en jæja.

Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with t1 preset

Rétt hjá ykkur, ég er alveg eins á öllum myndunum, but this is about le jacket. Hversu næs?

FYRSTA LOOK ALEXANDER WANG & H&M FYRIR STRÁKANA!

MEN'S STYLEWISHLIST

Ég verð að viðurkenna að ég er bilaðslega spenntur fyrir þessu nýja samstarfi og það lítur allt út fyrir að ég sé að fara finna helling sem mig langar að eignast! Ég er semsagt að fara vakna klukkan 05:00 til að bíða í röð til að kaupa flíkurnar. Já, ég er að keppa við Dani, og þeir eru þekktir, ef ekki frægir fyrir að mæta í raðir bilaðslega og hlægilega snemma. Ég er ekki þessi týpa, ég er Íslendingur.

En hey, ekki bý ég á Íslandi lengur! Ég mæti í þessa röð, því þetta er fallegt!

aw aw2 aw3 aw4 aw5

HERRAILMUR FRÁ RIHÖNNNU –

WISHLIST

Rihanna gaf það nýlega út það sé herrailmur á leiðinni! Hann heitir Rogue og ég er mega spenntur fyrir honum.

Kemur í september – en ég veit ekki hvort hann komi til Íslandi, veit í rauninni ekki mikið. Ég fann myndir og ég varð spenntur. Ég get einhvernvegin næstum því stólað á að pía eins og hún geri einhvern trylltan ilm.

Rihanna-Rogue-Man-Fragrance-Cologne-2014-001 Rihanna-Rogue-Man-Fragrance-Cologne-2014-002 Rihanna-Rogue-Man-Fragrance-Cologne-2014-003

SPORT Á LAUGARDEGI.

I WANTMEN'S STYLESTYLEWISHLIST

Þegar ég var að pakka niður í ræktartöskuna í morgun þá kom smá moment sem ég hugsaði að hlaupa beint niðrí bæ eftir æfingu og hlaupa niðrí bæ og endurnýja íþróttatöskuna. Það er afar lítill glamur á mér þegar ég fer í ræktina, vinnubolirnir sem kæró á, stuttbuxur og skór sem ég fékk á tilboði fyrir 3 árum. Jebb ..

Enginn er að fara segja mér að ég sé eitthvað hottípæ í ræktinni.

Svo í dag lét ég mig dreyma ..

Screenshot 2013-11-30 11.11.30Allt frá Nike nema taskan (Marc Jacobs) & derhúfan (BOY)

Væri rosa til í að fá stóran pakka með öllu þessu í ..

Í KVÖLD – EF ÉG ÆTTI PENING ..

I WANTSTYLEWISHLIST

Ókei, ég á pening en ekki til að eyða í klæðnað.

En ef ég ætti pening til að eyða í klæðnað, þá hefði ég pantað mér þetta í kvöld (sem ég auðvitað gerði ekki);

zara1 zara2 zara3

Þetta er allt frá ZARA, því sorry, ZARA er bara snilld, það er snilld .. djöfull er ZARA mikil snilld.

Í alvörunni samt ..

ÓSKALISTINN – ZARA

WISHLIST

Er ZARA samt eitthvað að grínast?

Ekki nóg með það að fötin eru alveg truflaðslega flott, líta rándýr út, skuggalega vel unnin, þá eru þau líka á alveg fáranlega viðráðanlegu verði! Ekki þannig að ég geti keypt allt sem ég vil, en ég er að reyna átta mig á því hvað mig langar að panta. Það gengur ekki vel, nope.

Nýjar týpur koma reglulega inn og verí bjútífúl.

Hér eru þær flíkur sem ég er að vandræðast með, semsagt, hvað skal panta og hvað ekki.

z zz zzz zzzz zzzzz zzzzzz zzzzzzzz zzzzzzzzz zzzzzzzzzzzzz zzzzzzzzzzzzzzzzz

Fallegt, ekki satt?

Það sem væri náttúrulega lang einfaldast væri hreinlega ef einhver þarna úti væri ekki bara til í að panta allt þetta handa mér og ég skal góðfúslega láta sá hinn sama hafa heimilisfangið mitt. Væri það ekki gaman? Einhver? EINHVER?

Jæja, ég fer í útilokunaraðferðarmode og vinn í þessu!