fbpx

DRAUMATASKA

LÍFIÐTÍSKA
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf frá AndreA

Halló!

Ég fékk svo ótrúlega fallega gjöf um daginn frá Andreu vinkonu minni og sambloggara hérna á Trendnet sem mig langar svo að deila með ykkur. Þetta var algjörlega óvænt gjöf og svo falleg hugsun á bakvið. Gjöfin voru töskur frá hennar eigin merki og hönnun AndreA, sem heita “All in” Tote bag  og Vanity Clutch. En ekki nóg með það þá var hún einnig búin að setja bleyjur og blautþurrkur ofan í töskuna (hversu sætt!). Þannig ég mun vera aðal skvísumamman með fallegustu skiptitöskuna en þetta er eins og Mary Poppins taska því það kemst allt í hana sem hentar vel fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Þetta er líka taska sem ég veit að ég mun eiga í mörg ár og er algjör klassík að mínu mati.

Það er líka gaman að segja frá því að ég er búin að vera mikill aðdáandi merkisins og verslunarinnar AndreA í mörg ár. Þessi verslun er nefnilega staðsett í hjarta Hafnarfjarðar, þar sem ég ólst upp og má segja að AndreA sé búðin okkar mömmu en okkur finnst ótrúlega gaman að gera okkur glaðan dag og kíkja þangað. Ég verð nú aðeins að peppa fjörðinn minn, einsog sannur hafnfirðingur. Ég mæli með að gera sér glaðan dag, fara á BRIKK og kíkja síðan í AndreA á Norðurbakkanum. Uppskrift af æðislegum laugardegi!

“All in” Tote bag er gullfalleg leðurtaska og hún er svo vel út pæld hjá Andreu. Hentar fullkomlega fyrir þá sem eru mikið á ferðinni, sem einkennir finnst mér íslendinga og maður er oft að fara gera margt sama daginn. Það er hægt að nota þetta sem skiptitösku, skólatösku, vinnutösku og bara fyrir allt og ekkert. Ég er alveg í skýjunum með þessa gullfallegu tösku!

Smáatriðin á töskunni eru svo falleg

Eins og ég sagði að ofan þá er taskan einstaklega vel út pæld. Það eru tvö stór hólf á henni og auðveldlega hægt að geyma tölvu, bækur og minni tösku. Mér finnst líka algjör snilld að hægt sé að loka töskunni og að það séu minni handföng ef maður vill ekki hafa hana á öxlinni. Smáatriðin inn í töskunni eru líka einstaklega skemmtileg og setja punktinn yfir i-ið.

Þessi taska er búin að vera í stanslausri notkun hjá mér. Hin taskan eða veskið sem ég fékk, Vanity Clutch er hægt að nota á marga vegu. Ég er búin að nota mína mikið eina og sér. Hægt að nota hana hversdags og líka ef maður er að fara eitthvað fínt. Síðan er þetta æðisleg snyrtibudda til að hafa ofan í stórutöskunni.

Það kemst líka lygilega mikið í þessa tösku, einnig er hún með sama fallega munstrinu að framan og inn í veskinu

Það eru til margir litir og meira úrval af fallegum töskum hjá Andreu. Við systkinin gáfum einmitt mömmu okkar Fanny töskuna og er mamma varla búin að taka hana af sér. Hún er klárlega komin á óskalistann minn!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

AF HVERJU AÐ NOTA AUGNKREM?

GÓÐ RÁÐHÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR

Halló!

Ég er oft að tala um mikilvægi þess að hugsa vel um húðina en ég tel það vera mikilvægasta skrefið þegar kemur að förðun. Húðumhirða verður alltaf mikilvægari og mikilvægari eftir því sem maður eldist. Góð húðumhirða þarf ekki að kosta hálfan handlegginn eða nota 15 vörur til þess að hún sé góð. Þetta snýst allt um það að finna eitthvað sem hentar þinni húð og hvað virkar fyrir þig.

Mér finnst alltaf gott að hugsa húðumhirðu í skrefum, eins og til dæmis skref 1: taka farða af, skref 2: hreinsa húðina, skref 3 rakakrem/serum/olía og síðan enda á mikilvægu skrefi sem er augnkrem. Síðan er hægt að bæta við skrefum inn í þessa einföldu rútínu en um leið og maður byrjar að þrífa á sér húðina á hverju kvöldi þá getur maður ekki hugsað sér að fara sofa án þess.

Mig langaði hinsvegar í þessari færslu að tala um þetta seinasta og mikilvæga skref þegar kemur að húðumhirðu en það er augnkrem. Þetta er skref sem margir gleyma oft og eru kannski líka í vafa hvenær maður á að byrja að nota augnkrem. Mér finnst gott að miða við að byrja að nota augnkrem daglega þegar maður er 25+ en auðvitað hægt að byrja fyrr en nota þá mildari augnkrem.

Afhverju að nota augnkrem?

Húðin í kringum augnsvæðið er mun viðkvæmara en restin af andlitinu. Húðin á augnsvæðinu er þynnra, viðkvæmara og missir rakan fyrr heldur en restin af andlitinu. Þess vegna þarf þetta svæði oft meiri raka og virkni heldur en restin af andlitinu. Augnsvæðið er líka fyrsti staðurinn til að sýna ummerki öldrunar. Einnig með því að nota augnkrem getur þú unnið á dökkum baugum.

Hvenær á maður að byrja að nota augnkrem?

Það er gott að miða við 25 ára aldurinn en það er hægt að byrja hvenær sem er en þá mæli ég með að byrja á mildum augnkremum.

Hvernig á að nota augnkrem?

– Lítið í einu: Það þarf einungis lítið af vöru í einu á þetta svæði

– Nota baugfingur við ásetningu: Með því að nota baugfingur á þetta viðkvæma svæði kemur ekki eins mikill þrýstingur

– Finna augnkrem sem hentar þinni húð og þínum aldri

Ég tók saman nokkur augnkrem sem ég mæli með og finnst áhugaverð –

1. Shiseido Ultimune Eye Power Infusing Concentrate

Þetta er lúxus augnkrem eða réttara sagt þá er þetta ekki beint augnkrem heldur Concentrate. Concentrate nær mun dýpra inn í húðina heldur en krem eða serum. Það er hægt að nota þessa vöru því eina og sér eða með öðrum augnkremum. Þetta er líka tilvalið fyrir þá sem eru 25+ og eru að leita sér af augnkremi með virkni en með því að nota þetta með öðrum kremum þá margfaldið þið virkni þeirra. Kemur í veg fyrir fínar línur, dökka bauga og dregur úr þrota. Þetta er algjör rakabomba sem veitir 25 stunda raka og styrkir húðina um leið.

2. Le Lift Chanel

Lúxus augnkrem frá Chanel sem inniheldur tvöfalda virkni gegn fínum línum, dökkum baugum og andoxun fyrir húðina. Formúlan er sérsniðin til þess að þétta húðina og vinnur á fínum línum. Einnig vinnur þetta á þrota og dökka bauga. Þetta hentar vel fyrir þá sem eru að leitast eftir meiri virkni fyrir húðina.

3. Origins – GinZing – Refreshing Eye Cream to Brighten and Depuff

Þetta augnkrem er hannað til þess að setja á sig á morgnana, ótrúlega frískandi og má segja að þetta sé kaffibolli fyrir augnsvæðið. Þetta minnkar þrota, lýsir samstundis upp augnsvæðið með kísil og steinefnum. Frískar húðina og dregur úr sjáanlegri þreytu með Panax Ginseng og koffíni úr kaffibaunum. Dregur úr dökkum baugum en kremið er ferskjulitað á litinn og litaleiðréttir augnsvæðið og dregur úr dökku svæðunum með mangolia extract. Dregur úr þrota og hjálpar til við að draga úr einkennum streitu með með því að byggja upp náttúrulegar varnir húðarinnar með B vítamini og einni nærir það augnsvæðið.

Ég myndi segja að þetta augnkrem sé fullkomið fyrir byrjendur og þá draga úr þrota á morgnana. Þetta er líka æðislegt augnkrem fyrir förðun.

4. Clinique Moisture Surge Eye™ 96-Hour Hydro-Filler Concentrate

Rakagefandi gelkennt augnkrem sem veitir raka í 96 klst. Gefur ljóma og samstundis verður augnsvæðið verður bjartara og mýkra. Það inniheldur Aloe butter,Hyaluronic Acids(Ávaxtasýrur),koffín,grænt te. Hentar fyrir allar húðtýpur. Það er hægt að nota þetta augnkrem eitt og sér, undir farða eða sem augnmaska. Ef þið notið þetta sem augnmaska þá mæli með að setja vel af vörunni og leyfa þessu að vera í 3-5 mínútur.

5. The Body Shop – Vitamin E

E vítamín augnkrem sem dregur úr baugum og fínum línum. Kremið er rakagefandi og mýkjandi og verndar viðkvæma húð augnsvæðisins. Þetta hentar öllum húðgerðum. Inniheldur E vítamín, hyaluronic og er vegan. Þetta er fullkomið augnkrem fyrir þá sem eru að byrja eða fyrir þá sem eru 20 ára og vilja byrja nota augnkrem.

6. Bobbi Brown

Augnkrem sem fer hratt og örugglega inn í húðina og gefur henni raka. Augnsvæðið verður mjúkt, slétt og endurnært. Hentar öllum húðtýpum. Þetta er rakabomba sem hentar bæði kvölds og morgna. Mér finnst þetta líka mjög gott augnkrem fyrir förðunarfræðinga til að eiga því þetta hentar öllum húðtýpum og gefur góðan raka.

7. Icelandic Relief Skyn Iceland

Augnkrem sem inniheldur öflugar stofnfrumur sem að örva frumbreytingu, draga úr dýpt á fínum línum, stinna húðina, draga úr þrota og bæta teygjanleika húðarinnar. Augnkremið er Saponaria Pumila sem er góð vörn við þremur af mestu vandamálum sem að við upplifum í kringum augun, sem er til dæmis þrútin húð, dökkir baugar og fínar línur. Saponaria plönturnar lifðu á ísöldina af með því að aðlaga sig nýju loftslagi og henta því vel íslenskri veðráttu.

8. GlamGlow

Þetta er annað augkrem sem er sérstaklega gert til að nota á morgnana. Þetta augnkrem birtir augnsvæðið samstundis, bjart og frísklegt útlit er ávinningur af þessu augnkremi.

9. Bio Effect

Endurnærandi og létt gel sem dregur úr hrukkum og fínum línum á augnsvæði og stuðlar að réttu rakajafnvægi húðarinnar. Það inniheldur EGF frumuvaka, prótín sem er náttúrulegt og vinnur gegn áhrifum öldrunar. Augnkremið er mjög þægilegt til ásetningar en það er stálrúlla sem maður dregur með fram augnsvæðinu og er því líka kælandi. Ég mæli með að geyma það inn í ísskáp til þess að draga en meira úr þroti og dökkum baugum.

10. MÁDARA

MÁDARA TIME MIRACLE Wrinkle Smoothing  augnkremið er fyrsta kremið í heiminum með birkivatn sem grunn.  Þetta dásamlega augnkrem enduruppbyggir viðkæma húð í kringum augun.  Dregur úr fínum línum, þrota og dökkum baugum. MÁDARA eru lífrænar snyrtivörur og henta því vel viðkvæmri húð.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

FERÐAHULSTUR FYRIR SVAMPINN

BURSTARSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Real Techniques á Íslandi

Halló!

Mig langaði að deila með ykkur ferðahulstri sem er sérstaklega hannað fyrir förðunarsvampa. Ég er búin að vera nota mitt seinasta hálfa árið og gæti ekki verið án þess. Ég nota alltaf svamp þegar farða mig og hef oft verið í vandræðum hvernig ég á að geyma hann og þá sérstaklega þegar ég er að ferðast eða á ferðinni. Real Techniques er búin að vera þróa ferðahulstrið og er þetta nýjasta útgáfan frá þeim.

Ferðahulstrið er sérstaklega gert til þess að vernda svampinn, koma í veg fyrir að hann mygli og að hann geymist vel. Ferðahulstrið er með fullt af loftgötum en þessi göt gegna mikilvægu hlutverki. Loftgötin koma í veg fyrir það að svampurinn myglar ef hann er settur rakur í hulstrið. Svampurinn þorna því á meðan hann er í hulstrinu og tilbúin næst þegar þú þarft að nota hann. Hulstrið er úr smitfríu sílíkon, brotnar því ekki, auðvelt að loka og opna og því ótrúlega þægilegt að hafa í snyrtibuddunni.

Fyrir mig er þetta er algjört must en það er mikilvægt vernda svampinn frá óhreinindum því þetta er notað beint á andlitið. Óhreinir burstar og svampar geta oft verið ástæða fyrir bólum. Því er það mjög mikilvægt að djúphreinsa burstana sína einu sinni í viku, fer eftir notkun og skipta út svampinum á 3-6 mánaða fresti en fer einnig eftir notkun.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HEIMFERÐ/SPÍTALATASKAN

LÍFIÐMEÐGANGA

Halló!

Núna er ég komin 37v+2 og ákvað að þegar ég væri komin 37 vikur væri góður tími til að fara græja heimferðar/spítalatöskuna. Ég sýndi á instagraminu mínu smá frá ferlinu og fékk margar spurningar um hvað ég ætlaði að taka með mér og svo framvegis. Ég ákvað því að gera lista með því sem ég ætla taka með mér en það gæti vel verið að ég sé að taka of mikið eða sumum finnst ég taka of lítið. Mér finnst allavega betra að vera með meira heldur enn minna. Ég veit ekkert nákvæmlega hvað ég er að fara út í og ef það vantar eitthvað, þá er auðvelt að að sækja það því við búum á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldan alltaf á hliðar línunni til að skjótast og sækja það sem vantar.

Þessi listi er saman blanda af listanum sem ég fékk af fæðingarfræðslunni sem ég fór á og það sem aðrir hafa mælt með. Þetta er alls ekkert heilagur listi og á örugglega eitthvað eftir að bætast við.

Mér finnst betra að taka meira af fötum en minna fyrir hana. Þegar kemur að því hvaða stærðir ég er að taka með þá ákvað ég að taka með mér heil/náttgalla í stærð 50 og 56.

Fyrir hana

Föt:

3x náttgallar

3x samfellur

1x peysa og buxur

1x þunnur ullargalli

2x klóruvettlingar

2x þunnar húfur

2x teppi

1x heimferðarsett/galli

2x teppi

1x uglupoka

Annað:

1x bleyjupakki

1x naglaklippur

1x Mexikanahattur

2x snuddur og snudduband

1x bursti

1x pakka af grisjum/blautþurkkur

3x taubleyjur

1x sótthreinsi

Bílstóll

Ég keypti þessa snilldar farangurspokar sem heita FÖRFINA í IKEA – Þetta er algjör snilld! Það var svo auðvelt að pakka og fer lítið fyrir öllu. Einnig verður mun þægilegra að sækja fötin og ganga frá þeim. Síðan er hægt að nota þetta þegar maður er að ferðast. Ég þarf klárlega að fá mér fleiri svona.

Þetta voru sex farangurspokar en þurfti ég bara að nota fjóra fyrir allt hennar dót. Mjög þægilegt!

Ég á eftir að pakka fyrir mig og Steinar en ég ætla græja það bara þegar nær dregur

Fyrir mig

Létt föt

Auka föt til skiptana

Náttföt

Kósý sokka

Snyrtidót, tannbursta og tannkrem

Varasalva

Vatnsbrúsi

Fyrir maka/fæðingarfélagi

Þægileg föt

Auka föt til skiptana

Innskór

Hlý peysa

Annað

Myndavél

Hleðslutæki

Eitthvað narsl, orkustangir og Powerade

Tónlist

Taskan sem ég er að nota er ræktartaskan mín en mér finnst þetta vera fullkomin taska fyrir allt dótið hennar og ég ætla nota þetta einnig sem skiptitösku. Það er hægt að minnka og stækka hana, er með tveimur handföngum og tveimur stórum vösum að framan sem er mjög þægilegt fyrir hluti sem maður nota oft.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

5 GÓÐ RÁÐ TIL AÐ LÁTA FÖRÐUNINA ENDAST LENGI

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló!

“Afhverju endist förðunin ekki lengi á húðinni minni?” Þetta er mjög algeng spurning sem ég hef fengið í gegnum tíðina sem förðunarfræðingur og geta verið margar ástæður fyrir því. Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að góðri endingu er undirbúningur húðarinnar. Þrífa húðina á morgnana og kvöldin, setja reglulega maska og drekka mikið vatn, þetta eru allt þættir sem skila sér þegar kemur að því að láta förðunina endast lengi á húðinni.

Ég ætla að fara í gegnum nokkra þætti sem mér finnst mikilvægir og sem ég mæli. Þetta er allt frekar einfalt en gerir mikið fyrir förðunina.

1. Byrja alltaf með hreina húð

Þetta skref er mjög mikilvægt en til þess að förðun endist lengi á húðinni verður maður að byrja alveg með hreinan grunn. Það er hægt að hugsa þetta þannig að ef maður væri málari þá myndi maður alltaf byrja með hreinan grunn.

2. Gott rakakrem og augnkrem

Þetta skref er einnig algjört lykilatriði þegar kemur að förðun en rakakrem og augnkrem geta gert kraftaverk fyrir endingu farða á húðinni. Með því að bera gott rakakrem 5-10 mín áður en þú farðar þig þá er húðin miklu meira tilbúin að taka á móti farðanum. Gott rakakrem sem hentar þinni húðtýpu getur einnig komið í staðinn fyrir farðagrunn (primer). Augnkrem undirbýr augnsvæðið fyrir hyljara og getur oft komið í veg fyrir að hyljarinn setjist í fínar línur.

3. Farðagrunnur (primer) sem hentar þinni húð

Mikilvægt að finna farðagrunn sem hentar þinni húðtýpu. Það er ótrúlega mismunandi hvað hver og einn þarf fyrir sína húð. Sumir eru með olíumikla húð og þurfa þá meiri mattandi farðagrunn en þeir sem eru með þurra þurfa farðagrunn sem gefur raka til dæmis.

Mér finnst farðagrunnur samt alls ekki eitthvað “must” en hentar sumum ótrúlega vel og er þetta auka skref við förðunina sem hjálpar henni að undirbúa sig fyrir farðann.

4. Finna rétta farðann fyrir þína húðtýpu

Þetta er mjög mikilvægt og getur oft verið vandaverk að finna hin “fullkomna” farða fyrir sig. Ég mæli með að lesa sig til um farða og fá aðstoð við að finna rétta farðann. Það er orðið svo gott upplýsingaflæði á netinu og ætti að vera ekkert mál að finna upplýsingar um farðann sem þú hefur áhuga á.

Ég reyni eftir bestu getu að vera með fjölbreyta umræðu um farða og skrifa þá ítarlega farða sem mér líkar við hér á Trendnet en ef þið viljið sjá meira af því ég þá megið þið endilega láta mig vita.

5. Púðra ef þarf

Þetta skref geta sumir sleppt en mér finnst mikilvægt að púðra ef maður er með olíumikla húð og einnig undir augun en ef þú ert með mjög þurra húð þá má alveg sleppa þessu skrefi. Sumir eru hinsvegar með blandaða og þá þarf maður oft að púðra á mismunandi staði í andlitinu.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NOMI: STÓLL SEM VEX MEÐ BARNINU

LÍFIÐMEÐGANGASAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Epal og Evomove

Halló!

Það styttist í settan dag og erum við á fullu að undirbúa komu barnsins. Ég er búin að vera smá (mjög) ýkt og vill að allt sé tilbúið, helst í gær haha en þetta er þessi svokallaða hreiðursgerð. Við erum nánst komin með allt það mikilvægasta sem við þurfum. Við hugsuðum vel út í allt sem við ætluðum að kaupa og pældum mikið í notagildi á hlutunum. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að velja vel, velja þá sérstaklega hluti sem vaxa með barninu og sem eiga eftir að nýtast manni vel næstu árin.

Þegar maður verður óléttur og fer að pæla í allskonar hlutum fyrir barnið þá er eins og maður detti inn í nýjan heim og það getur verið yfirþyrmandi. Það er ótrúlega mikið í boði og mikilvægt að kynna sér hlutina vel. Við pældum mikið í því hvernig matastól við ættum að fá okkur en það er mikið úrval af allskonar matarstólum í boði.

Við ákváðum síðan eftir mikila umhugsun að velja NOMI matarstólinn en það eru margar ástæður fyrir því afhverju við völdum þennan stól fram yfir aðra. Aðal ástæðan afhverju við völdum þennan stól er öryggið og er þessi stóll margverðlaunaður. Barnið getur notað þennan stól strax við fæðingu og fram að fullorðins árum. Mér finnst líka frábær kostur að hægt sé að gera stólinn að sínum með því að velja lit og annað sem passar inn á heimilið. Síðan fékk þessi stóll fékk frábær meðmæli frá vinkonum mínum sem eiga hann og hef ég því séð hann í notkun.

NOMI stóllinn er hannaður af Peter Opsvik sem þekktastur er fyrir hönnun sína á einum þekktasta barnastól í heiminum í dag, Tripp Trapp. Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Nomi stóllinn hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, þannig það má segja að Peter hafi tekist þetta.

NOMI hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.

 

Frábær kostur að það sé hægt að velja lit og við eftir sínu höfði

NOMI stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til um það bil 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.

Það sem heillaði mig við NOMI stólinn er að barnið getur strax byrjað að nota stólinn frá fæðingu. Barnið getur því verið í sömu hæð þegar við borðum kvöldmat eða annað við matarborðið. Notagildið er líka mjög mikið en til dæmis ætlum við ekki að fá okkur ömmustól eða allavega ekki í bili því við sáum svo mikið notagildi í ungbarnastykkinu. Það er hægt að fá leikgrind sem hægt er að festa á stólinn.

Það var mjög einfalt og þægilegt að setja stólinn saman, það þarf engin verkfæri heldur fylgir allt með sem þarf. Síðan þarf bara að skrúfa af ungbarnasætið til að setja sætið þegar barnið er orðið um það bil 6 mánaða.

Stóllinn vegur ekki nema 5 kg og því ótrúlega auðvelt að færa stólinn til um heimilið. Það er hægt að hengja stólinn á borðið þegar gólfið er þrifið, það er stór kostur þegar maður býr til dæmis í lítilli íbúð. Það eru líka gúmmí hnappar undir stólnum sem koma í veg fyrir að boriðið rispist og mjög auðvelt að þrífa stólinn.

NOMI stóllinn fæst á Epal.is

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

LÍFRÆNAR & VEGAN HÚÐVÖRUR

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNASAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við MÁDARA á Íslandi

Halló!

Þessi kuldi og verðurbreytingar kalla á smá húðvöruspjall!

Ég hef verið að prófa mig áfram í nokkra mánuði með húðvörur sem ég er ótrúlega hrifin af og langar að deila með ykkur. Ég hef ótrúlega mikin áhuga á húðvörum og finnst gaman að geta prófa allskonar. Þetta eru lífrænar húðvörur og heita MÁDARA. Þessar vörur henta einstaklega vel húð sem er þurr og viðkvæm. Þetta hentar einstaklega vel íslenskri húð að mínu mati því það eru margir sem eru með viðkvæma húð og þá sérstaklega á þessum tíma árs þegar veðurbreytingarnar eru miklar. Þessar húðvörur hafa einnig hentað einstaklega vel fyrir rósroða en mamma mín er einmitt með rósroða og ætla ég að leyfa henni að prófa, það getur nefnilega verið mjög vandasamt að finna húðvörur fyrir rósroða og þekki ég það mjög vel frá hennar reynslu.

MÁDARA eru margverðlaunaðar húðvörur. Innblástur fyrir þessum vörum er komin frá norðanvindinum og veðráttan. Allar vörurnar eru lífrænar og margar þeirra vegan en merkið leggur einnig mikla áherslu á umhverfið. Allar vörurnar eru einnig með Ecocert vottun sem segir til um það að vörurnar eru framleiddar úr lífrænt vottuðum jurtum. Þær eru því lausar við gerviefni, paraben, jarðolíur, tilbúin rótvarnarefni og önnur skaðleg kemísk efni.

Vöruúrvalið frá þeim er ótrúlega breitt og flott en ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds úr vörulínunum. Ég hlakka til að prófa mig áfram með þetta merki.

Daily Defence Ultra Rich Balm

– Viðgerðarkrem/útivistarkrem

– Verndar og kemur í veg fyrir þurrk og roða

– Fyrir andlit, varir, handabök ofl.

– Hentar öllum húðgerðum

Þetta krem er æðislegt að vera með í veskinu og hentar einstaklega vel á þessum tíma árs þegar það eru miklar veðurbreytingar.

MÁDARA vinnur að því að nota minna af plasti sem er ótrúlega jákvætt

Deep Moisture Cream

– Mjög nærandi rakakrem

– Með hyaluronic sýru, shea butter

– Með C og E vítamínum

– Hentar vel fyrir þurra húð

– Vegan

Þetta rakakrem er ég búin að vera nota og ég finn bara hvað húðin mín verður betri í þessum kulda. Þetta er algjör rakabomba og mér finnst æðislegt að blanda tveimur til þremur dropum af olíu við rakakremið til að fá enn meiri næringu.

Cleansing Milk

– Mild hreinsimjólk

– Fyrir andlit og augnsvæði

– Rakagefandi, róandi og mýkjandi

– Hentar vel fyrir allar húðgerðir

– Vegan

Æðisleg hreinsimjólk sem nærir og hreinsar húðina, án þess að þurrka hana upp. Ég hef aldrei verið neitt hrifin af hreinsimjólkum en mér finnst þessi æðisleg. Mild og góð.

Soothing Hydration

– Olía sem er róandi, nærir og fullt af andoxunarefnum

– Eykur raka í húð strax og mýkir

– Fyrir þurra, viðkvæma húð eða rósroða

– Vegan

Það er algjör snilld að blanda þremur dropum við rakakremið sitt til þess að fá ennþá meiri raka og næringu.

DETOX Mask

– Hreinsar húðholur

– Dregur í sig umfram olíu

– Vítamín- og steinefnaríkur

– Hreinsar, jafnar áferð húðarinnar og endurnýjar

– Hentar líflausri, þreyttri og blandaðri húð

– Vegan

SOS Moisture Hydra Mask

– Rakabomba fyrir þurra húð

– Róandi og sefandi

– Gefur húð frískleika og ljóma

– Fyrir þurra, viðkvæma og pirraða húð

– Vegan

Sölustaðir MÁDARA eru Lyfja.isBeutybox.is og Heilsuhúsið

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÁRIÐ 2019

LÍFIÐMEÐGANGA

Halló!

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir árin hérna á Trendnet xx

Ég var mikið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara yfir árið því ég vissi hreinlega ekki hvernig ég ætti að koma því í orð hvernig 2019 er búið að vera. Í byrjun árs gat ég ómögulega séð fyrir mér að óléttumyndir og annað meðgöngutengt myndu einkenna 2019. Þetta ár er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani. Mikil sorg og gleði sem er búið að einkenna þetta ár og má segja að ég smá andlega búin á því.

Mér finnst svo ótrúlegt að hugsa út í það að í byrjun árs varð ég ólétt í fyrsta skipti á ævinni. Sjokk en samt mikil tilhlökkun. Ég og Steinar búin að vera þá saman í 8 ár og var það alltaf planið að stofna fjölskyldu. Við Steinar fórum spennt saman í snemmsónar og sáum að það var ekkert í leginu en eftir tvær vikur af daglegum blóðprufum og óvissu var niðurstaðan sú að um utanlegsfóstur var að ræða. Öll þessi gleði og tilhlökkun tekin frá manni, barnið sem maður var strax byrjaður að sjá fyrir sér ekki lengur inn í myndinni. Það eina í stöðunni var aðgerð og láta fjarlægja annan eggjaleiðarann. Þetta gekk allt vel en ég hefði ekki getað ímyndað mér hvað þetta myndi taka mikið á andlegu hliðina, kvíði og hræðsla sem er búin að fylgja mér allt árið 2019.

Það var ótrúlega erfitt fyrir mig að opna mig um þetta hér á Trendnet og öðrum miðlum því ég er yfirleitt ekki að deila svona persónulegum hlutum hér en ég vissi að þetta myndi hjálpa mér og vonandi öðrum. Þetta kenndi okkur Steinari svo ótrúlega mikið og vorum við svo þakklát þegar ég varð ólétt eiginlega strax aftur eftir þetta. Ljósið í myrkrinu. Ég er svo óendanlega þakklát og svo stolt af okkur að hafa staðið saman í gegnum þetta.

Þetta ár hefur sýnt mér hvað ég á að góða að og hvað andlega heilsan er mikilvæg. Þennan lærdóm ætla ég að taka með inn í næsta ár. Ég ætla halda áfram að vera jákvæð, hafa meiri trú á sjálfri mér, elta draumana mína og vinna í andlegu hliðinni. Ég fer full tilhlökkunar og þakklát inn í árið 2020.

Takk fyrir að lesa alltaf  og ég hlakka til ársins 2020 á Trendnet xx

Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARTREND 2020

FÖRÐUN

Halló!

Nýtt ár og ný förðunartrend eru á næsta leiti. Það er gaman að sjá hverju er spáð vera áberandi í förðunarheiminum. Ég er búin að vera skoða seinustu daga hvað verður áberandi árið 2020. Eftir að hafa skoðað þetta er náttúrleg húð mjög áberandi. Það er verið að leggja enn meiri áherslu á náttúrulega húð en seinustu ár hefur einnig verið lögð áhersla á náttúrulega húð eða “no makeup, makeup”. Síðan er skemmtilegt að sjá að litir verða einnig áberandi árið 2020.

Maskari í björtum og áberandi lit

Marskari í björtum og áberandi litum. Það er jafnvel verið að tóna saman maskara og augnskugga. Það verður gaman að sjá hvort að þetta trend eigi eftir að vera áberandi.

Náttúrulegar gloss varir 

Það er alveg búið að segja bless við mattar varir og er nú lögð áhersla á náttúrulegar og glossaðar varir.

Náttúrulegur ljómi

Það er talað um “pre-highlight” en þá er verið að leggja áherslu á náttúrulegan ljóma og er mikill higlighter í púðurformi að minnka. Ég persónulega er mjög hrifin af þessu trendi!

Náttúruleg húð

Lögð verður meiri áhersla á farða sem gefa náttúrulega áferð og útlit. Þannig við munum líklegast sjá mikið af nýjungnum í förðum.

Andlitssteinar

Þetta trend kom seint á árinu og mun líklegast bara aukast 2020. Þetta er mjög skemmtileg leið til þess að breyta klassískri förðun í skemmtilega og öðruvísi förðun.

Pastel litir

Pastel litir verða áberandi, hvort sem það er í formi augnblýants eða augnskugga. Skemmtileg leið til að fríska upp á klassíska förðun.

Litsterkar varir

Litsterkar varir verða áberandi og eiga þá að tóna vel við náttúrulega húð.

Hvaða förðunartrend finnst þér flottast?

Það er alltaf gaman að skoða þessi trend en auðvitað á maður að vera alveg eins og maður vill. Það er langflottast að vera maður sjálfur!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GLIMMER FYRIR GAMLÁRS

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló!

Ég tók saman nokkur falleg glimmer og pigment sem eru tilvalin fyrir gamlárs. Gamlárskvöld er fullkomið kvöld að mínu mati til að fara aðeins út fyrir þægindarrammann þegar kemur að förðun og breyta aðeins til. Til dæmis setja á sig glimmer eða áberandi augnskugga.

 

 

1. Urban Decay Glitter Eyeliner – Midnight Cowboy

Gylltur glimmer eyeliner sem er mjög auðveldur í notkun og fullkominn fyrir þá sem vilja gera eitthvað smá öðruvísi án þess að breyta mikið til. Ég nota þennan eyeliner mjög oft og mikið hægt að leika sér með hann. Það er líka algjör snilld að það þurfi ekki neinn glimmerfesti eða bursta.

2. Urban Decay Glitter Eyeliner – Feature

Grænn glimmer eyeliner sem gaman er að nota til að breyta klassískri förðun. Þessi eyeliner-ar frá Urban Decay eru ótrúlega þægilegir í notkun og til í mörgum litum.

3. Nyx Professional Makeup – Love Lust Disco Glimmer Sett

Þetta sett inniheldur allt sem þú þarft fyrir glimmer ásetninguna, glimmerfesti og fimm mismunandi glimmer. Ef þú vilt fara “all in” á gamlárs og eiga glimmer fyrir fleiri tilefni þá er þessi kassi fullkominn.

7. Clarins Ombre Sparkle – Gold Diamond

Fallegur gylltur þétt pressaður augnskuggi sem er litsterkur. Hann er ótrúlega fallegur einn og sér eða með fallegri skyggingu.

4. Nyx Professional Makeup Shimmer Down Pigment – Champange

Pigmentin frá Nyx Professional Makeup eru í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég búin að eiga mín í nokkur ár núna en pigment endast svo lengi  vegna þess að maður notar svo lítið í einu.

5. Metallic Glitter – Sandy Gold

Fallegt glimmer fyrir gamlárs. Mér finnst þessi litur ótrúlega fallegur en Nyx Professional Makeup er með ótrúlega flott úrval af glimmeri á góðu verði.

6. Shaped Glitter – Electro

Stjörnuskraut fyrir andlitið og augun. Það er mjög skemmtilegt að setja glimmer eða skraut á kinnbeinin til að vera extra fínn. Gaman að prófa sig áfram og fara út fyrir þægindarrammann. Það er best að nota bara augnháralím ef maður ætlar að festa þetta á andlitið, þannig helst það best á.

8. Mac Cosmetics – Pink Hologram

Þetta pigment finnst mér ekta fyrir gamlárs, gullfallegt og minnir á flugelda!

9. Chanel Ombre Première Laque – Rayon

Fljótandi augnskuggi sem þægilegt er að skella á sig, flott að nota eitt og sér eða sem augnskuggagrunn til þess að gera aðra augnskugga litsterkari. Ótrúlega fallegur litur og hægt að nota líka hversdags.

 

Hvað þarf að nota fyrir glimmer og pigment?

Til þess að fá sem bestu áferðina og svo að allt glimmerið eða pigmentið fari ekki útum allt, þá mæli ég með að nota flatan bursta eins og Real Techniques 005 Shadow. Með því að nota flatan bursta þá eru minni líkur á að glimmerið fari útum allt, áferðin verður mun þéttari og fallegri fyrir vikið. Síðan er gott að eiga glimmerfesti og plötu til þess að blanda glimmerið og pigmentið á.

Síðan er mjög mikilvægt að nota glimmerfesti með glimmer, því annars festist það ekki á augnlokinu en með pigmenti er hægt að nota rakasprey.

Glimmer:

Best er að vera með plötu eða eitthvað til þess að blanda glimmerinu við festinn. Því næst er gott að taka flatan bursta og dýfa ofan í blönduna og setja á augnlokið. Gott ráð að horfa niður í smá stund meðan glimmerið er að þorna svo það fari ekki útum allt.

Pigment:

Það er síðan best að spreyja rakapreyi á flatan bursta og dýfa ofan í pigmentið. Gott ráð að horfa niður í smá stund meðan pigmentið er að þorna svo það fari ekki útum allt.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit