fbpx

TOPP 5 HYLJARAR

Halló!

Það getur oft verið vandasamt að finna góðan hyljara en ég er búin að prófa þá nokkra í gegnum árin og langar að deila með ykkur í dag mínum Topp 5 hyljurum þessa stundina.

 

  • Tarte Shape Tape – Þekjandi hylari sem gefur matta áferð, þannig maður ætti ekki að þurfa púður og lyftir upp augnsvæðið. Ótrúlega auðvelt að blanda með honum og þarf bara pínulítið af vöru í einu. Hann inniheldur mangó fræ og shea butter sem gera hann ótrúlega mjúkan.

 

  • Maybelline Instant Eraser – Hyljari sem er búinn að vera uppáhaldi hjá mér í mörg og ár klikkar aldrei. Hyljarinn inniheldur goji ber og Haloxyl sýru sem draga úr þrota og kæla svæðið í kringum augun. Það má því segja að þetta sé algjör baugabani. Mér finnst líka mjög þægilegt að ásetjarinn sé svampur, sem gerir ásetninguna mjög auðvelda. Hann myndast líka mjög vel og endist lengi á húðinni.

 

  • Stay Naked Concealer – Hyljari sem gefur matta áferð og mikla þekju. Hann hefur þó teygjanleika í sér þannig hann fer minna í fínar línur og á að haldast á húðinni í allt að 24 klst. Mér finnst hann ótrúlega léttur á húðinni þótt að hann sé mjög þekjandi. Litavalið hjá Urban Decay er líka einstaklega gott.

 

  • Clarins Instant Concealer –  Formúlan inniheldur aloe vera sem gerir það að verkum að hyljarinn gefur góðan raka og er mjög frískandi undir augunum. Þegar hyljarar gefa raka þá eru líka minni líkur á að þeir fari í fínar línur. Þessi hyljari hentar öllum húðtýpum og er til dæmis líka mjög góður að hylja bólur eða roða.

 

  • Becca Cosmetics Brightening Concealer – Þessi vara er ekki beint hyljari heldur meira litaleiðréttandi. Ég varð samt að hafa hann með því þetta er algjör töfravara. Þetta er eins og 8 klst svefn í krukku, tekur í burtu þrota, bláma og dökka bauga. Formúlan inniheldur meðal annars vítamín E til þess að gefa raka og lyftingu, vitamín C to að þétta og birta húðina. Ótrúlega auðvelt að blanda vörunni og þarf lítið í einu.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

20 VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGA
*Minningarboxið fékk ég að gjöf frá Petit

Halló!

Ég trúi ekki að ég sé hálfnuð með meðgönguna, hálfnuð! Fyrst þegar ég komst að því að ég væri ólétt þá fannst mér heil öld í 12 vikna sónarinn og hvað þá 20 vikna sónarinn. Þessi meðganga er búin að líða ótrúlega hratt en samt svo hægt, það er svo margt búið að gerast og margt framundan. Mér líður samt eins og það sé heil öld í settan dag og finnst svo óraunverulegt að ég muni einn daginn halda á barninu mínu. Ég tek bara viku fyrir viku og er smá byrjuð að plana næstu mánuði en mig langar samt sem áður ekkert að plana of mikið eða gera allt strax, heldur bara einn hlut í einu.

Fyrstu vikurnar að 12 viku

Mig langaði svo að deila með ykkur mínum fyrstu vikum og fram að deginum í dag. Mér finnst sjálfri svo ótrúlega gaman að lesa reynslusögur frá öðrum konum.

Fyrstu vikurnar voru mjög skrítnar og mér fannst þær líða mjög hægt. Ég upplifði mikla ógleði alveg fram að sirka 12 viku en ég ældi bara nokkrum sinnum. Mér fannst ótrúlega skrítið að finnast allt í einu matur sem ég elska að borða vondur. Fyrir utan smá ógleði og þessa hefðbundnu meðgöngukvilla þá leið mér almennt vel líkamlega, það var aðallega andlegan hliðin sem var alveg í rugli. Það hjálpaði mér þó að tala við mömmu og vinkonur mínar sem eru óléttar eða hafa gengið í gegnum það sama. Mér fannst ég geta sagt allt uppáhátt og þær skyldu mig, sem var ótrúlega góð tilfinning. Ég mæli með að tala við óléttar vinkonur eða aðrar sem eiga börn, mér fannst það hjálpa mikið en svo er líka mjög gott að hringja bara í ljósmóður.

12 – 20 vikur

Eftir 12 viku þá smátt og smátt byrjaði mér að líða betur og núna fyrst þegar ég er komin 20 vikur finnst mér ég vera orðin meira ég sjálf. Mér finnst ég búin að fá orkuna mína aftur en þetta er samt allt öðruvísi orka og ég hafði áður. Mér finnst ég verða þreytt mjög auðveldlega, ef ég sef til dæmis ekki nóg eða það er mikið að gera einn daginn. Þetta er ótrúlega skrítin tilfinning. Ég er samt byrjuð líka í meðgönguleikfimi og finnst æðislegt að vera byrjuð að hreyfa mig reglulega aftur.

Mig langaði líka að deila með ykkur þessu gullfallega minningaboxi. Mér finnst þetta tilvalin skírnar/nafna veislugjöf eða “baby shower” frá vinkonum og vinum. Þetta er gjöf sem gefur og hverrar krónu virði að mínu mati.

Minningaboxið inniheldur sex umslög frá eins árs til sex ára, sex þunnar bækur, box fyrir fyrstu tennurnar, box fyrir litlar gersemar, box undir skemmtilegar tilvitnanir, málband sem sýnir hæð barnsins frá 1 árs til sex ára, umslag undir fyrsta hárlokkinn, poki fyrir fyrstu skónna, poki fyrir uppáhalds snuðið, umslag fyrir myndir af höndum og fótum.

Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu og vá hvað verður gaman að skoða þetta eftir nokkur ár. Það er líka svo einfalt að geta bara sett allt í einn kassa og auðvelt er að geyma.

Pokarnir fyrir fyrstu skónna og uppáhalds snuðið

Box á stærð við eldspítustokk sem geyma allskonar gersemar

Fyrir fyrstu klippinguna

Umslög undir myndir eða annað frá fyrsta ári til sjötta

Umslög til að stimpla hendur og fætur í

Málband til að mæla hæð barnsins fyrstu sex árin

Síðan er hægt að geyma fullt af öðru fallegu og ég ætla til dæmis að geyma allar sónarmyndirnar

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÚÐRÚTÍNA FYRIR BYRJENDUR

HÚÐRÚTÍNASAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Simple

Halló!

Ég fæ oft spurningar um húðumhirðu og reyni ég alltaf að ráðleggja eftir bestu getu. Ég er ekki snyrtifræðingur heldur förðunarfræðingur en ég hef verið dugleg að afla mér upplýsinga og hef ég brennandi áhuga á húðumhirðu. Þessi færsla heitir “húðrútína fyrir byrjendur” en það getur hver sem notað sér þessa rútínu og vörurnar sem ég ætla mæla með eða sett inn sínar vörur í þessa rútínu. Ég ætla að hafa þetta sem allra einfaldast en það er endalaust hægt að breyta og bæta inn skrefum.

Vörurnar sem ég mæli með fyrir byrjendur og hvern sem er, eru vörurnar frá Simple. Þær eru mjög góðar og á góðu verði sem er alltaf kostur. Ég er búin að vera nota Simple vörurnar núna í hálft ár og er ótrúlega hrifin af þeim. Mér finnst þær ótrúlega “simple” eins og nafnið gefur til kynna eða einfaldar í notkun. Vörurnar eru líka ilm og litaefna lausar sem mér finnst mikill kostur. Húðrútínan mín er þó aðeins flóknari og er ég alltaf að prófa nýjar vörur fyrir bloggið en það er alltaf einhver Simple vara í minni rútínu og eftir að hafa notað allar vörurnar í hálft ár þá get svo sannarlega mælt með þeim. Það er hægt bæta fleiri skrefum inn í þessa rútínu og fleiri vörum eftir því sem hentar manni.

Skref 1 – Taka farða af

Ef þú ert með farða á þér eða einhverjar snyrtivörur þá er ótrúlega mikilvægt að taka það af áður en við hreinsum húðina

Andlitsvatnið frá Simple hentar öllum húðtýpum, mjög rakagefandi, engin ilm- né litarefni, inniheldur andoxunarefni og B3 og C vítamín.

Sref 2 – Hreinsa húðina

Þegar við erum búin að taka í burtu farða og annað þá getum við loksins hreinsað húðina. Það er ekki nóg að nota bara andlitsvatn til að hreinsa húðina á kvöldin en er nóg á morgnana.

Andlithreinsir sem er 100% sápulaus, inniheldur engin ilm- né litarefni og gefur raka. Húðin manns verður ekki þurr eftir að maður notar þennan hreinsi, eins og margir hreinsar gera heldur gefur raka.

Skref 3 – Rakakrem

Gott rakakrem er lykilatriði að fallegri og ljómandi húð. Hvort sem þú ert með þurra, blandaða eða venjulega húð þá er mikilvægt að nota rakakrem. Rakakrem viðheldur rakanum í húðinni, kemur í veg fyrir fínar línur og gerir húðina ljómandi. Gott rakakrem er líka besti farðagrunnurinn (primer) að mínu mati, þannig ef þú á gott rakakrem þá þarftu ekki að eiga farðagrunn líka.

Rakakrem sem er algjör rakabomba og inniheldur SPF 15 sem er mjög mikilvægt, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Þetta krem hentar vel fyrir 25 ára og eldri en Simple er einnig með annað krem sem er léttara.

Þetta er ótrúlega einföld rútína en eins og ég sagði að ofan þá er endalaust hægt að breyta og bæta við en mér finnst þetta mjög góð rútína til að byrja með, sérstaklega ef maður er að byrja eða langar bara í eitthvað einfalt.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

26 ára & þakklát

FÖRÐUNHÁRHEIMALÍFIÐOOTD

Halló!

Mér finnst ótrúlega langt síðan að ég gaf ykkur “life update” eða sagði ykkur hvað væri að frétta af mér hérna á blogginu. Ég átti afmæli um helgina, 8.september nánar tiltekið og þeir sem þekkja mig vita að ég er MJÖG (já í caps lock) mikið afmælisbarn.

Ég elska að eiga afmæli og ein af aðal ástæðunum afhverju er vegna þess þá fæ ég að vera með fólkinu mínu. Svo finnst mér mikilvægt að maður fagni hverju ári og þetta er nú bara einu sinni á ári. Þessi afmælisdagur var hinsvegar mjög frábrugðin öðrum afmælisdögum. Vikuna fyrir afmælið mitt varð ég mjög veik og þurfti ég að fara á viðeigandi sýklalyf og fá púst. Það datt einhvernveginn öll tilhlökkun úr mér, mér fannst líka allir vera svo uppteknir og Steinar kærasti minn var mjög fastur á æfingum þessa helgi. Þetta hljómar kannski mjög dramatísk fyrir suma en miða við hvernig ég er alltaf fyrir afmælið mitt fannst öllum þetta mjög skrítið. Ég veit ekki hvort það spili líka inn í miklir hormónar útaf óléttunni, sem ég er að finna mjög mikið fyrir þessa dagana haha. Þetta var allavega mjög ólíkt mér og var ég næstum búin að hætta við að gera eitthvað þessa afmælishelgi. Þessi helgi varð síðan allt öðruvísi en ég átti von á en ég er svo ótrúlega heppin með vinkonur sem héldu óvænt pítsupartý fyrir mig og kósýkvöld, þrátt fyrir að vera fara i afmæliskaffi til mín daginn eftir. Þetta var mjög fyndið því ég og Steinar fórum út í búð og þegar við komum aftur heim voru vinkonur mínar heima hjá mér að útbúa pítsur. Þær komu mér svo mikið á óvart að ég var eiginega bara í sjokki allt kvöldið, bjóst svo innilega ekki við þessu! Meyjan í mér á mjög erfitt með óvissu og á erfitt með stjórna ekki aðstæðum, ég hafði mjög gott af þessu. Ég er ekkert smá þakklát að vinkonur mínar gáfu sér tíma og gerðu þetta fyrir mig. Endalaust þakklát! Síðan vinkonur mínar daginn eftir í yndislegt afmæliskaffi sem var yndislegt.

Mig langaði svo að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók úr afmæliskaffinu sem ég hélt, þær eru hinsvegar ekki margar og ég steingleymdi að taka myndir í óvænta afmælinu mínu, ég var bara í sjokki haha!

Þetta var eina myndin sem ég tók úr óvænta afmælinu mínu – hversu yndislegar vinkonur og ekki nóg með það að þær komu með allt fyrir pítsuna, gerðu pítsurnar og tóku til allt. Þannig það var ekki að sjá að það hefði verið pítsupartý.

Afmæliskaffi

Ég ákvað bara að hafa þetta mjög einfalt, bauð uppá brauð og salat frá BRIKK, ávexti, Mimosur og köku

Kökuna fékk ég að gjöf frá @una_bakstur en þið getið fundið hana á instagram og vá hvað ég mæli með. Þessi kaka er ein sú fallegasta sem ég hef séð og var ótrúlega bragðgóð. Mæli innilega með henni! Kökutoppinn keypti ég í USA. Marenstoppana keypti ég í Krónunni. Síðan keypti ég allt annað skraut í Søstrene Grene.

Skemmtilegir kampavínshlaupbangsar sem ég keypti í USA líka

Eini gesturinn sem ég tók mynd af, Gunnar Steinn vinur minn xx

Dress dagsins og förðun

Eftir að ég deildi þessum myndum á instagram þá fékk ég ótal spurningar um hár, dress og förðun.

Spöng: ZARA

Skart: My Letra

Bolur: Gamall úr ZARA

Tjullpils: Fæst í Andrea by Andrea

Förðunina og hárið gerði ég á 20 mín því mér seinkaði aðeins. Ég ætla deila með ykkur algengustu spurningunum sem ég fékk en þið getið alltaf spurt mig ef þið viljið vita meira x

Hár: Léttir liðir með GHD Classic Curve Wave

Farði: Stay Naked – mæli með að nota rakan Miracle Complexion með þessum farða

Augnskuggi: Clarins – Peach Girl yfir allt augnlokið og síðan sólarpúður til að skyggja í glóbus

Brúnkukrem: St.Tropez Classic

Bronzer: Soleil Tan De Chanel

Ljómi: Glow silk Highlighter Drops frá Becca Cosmetics

Vonandi fannst ykkur gaman að heyra þessa stuttu afmælissögu og fá aðeins sjá hvernig afmælishelgin mín var xx

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TAX FREE: HAUST FÖRÐUN

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð/samstarf

Halló!

Það er Tax Free í Hagkaup um helgina 5-9.september. Ég ætla halda í hefðina mína og gera Tax Free lista. Þetta eru allt vörur sem ég nota sjálf og hef prófað mig áfram með og mæli innilega með! Það er líka tilvalið núna að endurnýja snyrtibudduna fyrir haustið og ég ákvað að setja listann upp þannig að þetta væri nánast allt fyrir fallega haust förðun.

Glow Body Stick frá Becca Cosmetics:  Gullfallegt ljómastifti úr Champange Pop línunni frá Becca sem gefur líkamanum ljóma og hefur góð áhrif á húðina. Formúlan inniheldur meðal annars kókosolíu, shea butter og vitamín E. Ég mæli með að bera þetta á leggina og bringuna fyrir fallegt haustkvöld. Ég mæli annars með allri Champange Pop línunni og þið getið lesið meira um hana hér.

LES 4 OMBRES frá Chanel: Þessi augnskuggapalletta finnst mér einstaklega haustleg en hún inniheldur fallega rauða, brúna, græna og fjólubláatóna. Það er endalaust hægt að gera með þessum litum og ég mæli sérstaklega með að gera fallegt haust smokey með þessum rauðtóna.

St.Tropez Self Tan Classic: Núna þegar sólin er farin þá er gott að fjárfesta í góðu brúnkukremi fyrir komandi árshátíðir, veislur og jólaboð. Ég mæli líka með að kaupa hanska frá St.Tropez en þeir gera brúnkukrems ásetninguna miklu auðveldari og síðan getur maður sett hann bara í þvottavélina (alls ekki einnota!).

Idole by Lancome: Nýr ilmur frá Lancome sem ég er ótrúlega hrifin af. Mér finnst alltaf erfitt að lýsa ilmum og mæla með, því það er mjög persónubundið en ég mæli með að fara og finna lyktina af þessum. Þetta er ótrúlega fersk lykt en alls ekki sæt og síðan skemmir það ekki hvað flaskan er flott. Ilmurinn var hannaður með yngri kynslóð í huga og því flaskan í laginu eins og sími, sem mér finnst mjög skemmtileg hugsun.

Stay Naked frá Urban Decay: Nýr farði frá Urban Decay sem á að endast í allt að 24 klst, vegan og gefur þetta náttúrulega matta útlit. Þetta er tilvalin farði fyrir öll boðin og árshátíðirnar. Ég mæli alltaf með að nota gott rakakrem áður en maður setur á sig farða og sérstaklega fyrir þær sem eru með þurra húð. Þessi farði er þó alls ekki þurrkandi, formúlan er mjög fljótandi og er ótrúlega létt að bera á húðina.

Enchaned Eye Set frá Real Techniques: Æðislegt augnskuggaburstasett sem inniheldur alla þá bursta sem þú þarft til þess að ná fram fallegri augnförðun. Ef þú ert í efa hvernig á að nota burstana þá mæli með að lesa þessa færslu hér.

Terracotta Contour & Glow Palette: Þessi palletta er búin að vera í stanslausri notkun hjá mér síðan ég fékk hana fyrst fyrir nokkrum mánuðum. Hún inniheldur tvö falleg sólarpúður, annað er með smá ljóma í en hitt ekki. Síðan er ljómandi kinnalita og highlighter blanda. Mjög þægilegt að ferðast með þessa og ég nota matta sólarpúðrið líka oft til þess að skyggja augun. Mikið notagildi!

LE VOLUME ULTRA-NOIR DE CHANEL: Þessi maskari er einn sá besti sem ég hef prófað!.. og þá er mikið sagt. Ég er með frekar fíngerð og ljós augnhár en hann lengir, þykkir ótrúlega mikið og rammar augun fallega. Ég mæli innilega með honum.

Archliner Ink frá Shiseido: Nákvæmur og kolsvartur eyeliner sem auðvelt er að gera örmjóa línu með.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

AFMÆLISÓSKALISTI

HEIMALÍFIÐÓSKALISTI

Halló!

Afmælismánuðurinn og afmælisvikan mín formlega hafin. Ég ákvað samt sem áður að ná mér í smá haustflensu svona rétt fyrir afmæli en ég hef fulla trú á því að engifer og vítamín eiga eftir að bjarga mér.

Það er mjög langt síðan að ég gerði óskalista og finnst mér sjálfri alltaf gaman að lesa hjá öðrum. Þetta er aðsjálfsögðu bara listi yfir hluti sem mig er búið að langa í lengi. Hlutir handa mér eru þó eitthvað sem eru neðst á mínum lista þessa dagana en ég er nánast alveg búin að skipta yfir í barnafataverslanir.

1. Frederik Bagger Crispy kokteilglös í litnum Topaz

Gullfalleg bleik glös frá Frederik Bagger. Ég er að safna glösunum frá honum í bland við IITTALA.

2. by my letra Maze Lása hálsmen

Skartið frá My Letra er í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég nánast með það á mér daglega. Mér finnst þessir lása hálsmenn svo ótrúlega flott og hægt að nota við margt.

3. Pampas grös

Mér finnst mjög fyndið að vera með strá á óskalistanum mínum en þessi strá eru svo falleg. Þetta er einstaklega fallegt núna fyrir haustið.

4. Notes Du Nord Kápa

Draumakápa! Mér finnst hún svo falleg og klassísk. Það er mikið notagildi í henni, hægt að vera í henni við strigaskó og hæla.

5. Diskur frá Biscou.is

Við eigum fimm matardiska og er því alltaf næst á dagskrá hjá mér að fara fá mér fleiri. Mér finnst þessir diskar einstaklega fallegir.

6. Ferðamál frá Liewood

Núna er ég mikið að reyna taka mig á og hætta að nota einnota ferðmál. Ferðmál í gjöf finnst mér alltaf sniðugt og þetta hérna er einstaklega fallegt.

7. Fanny taska Andrea By Andrea 

Fanny hliðartaskan frá Andreu er búin að vera lengi á óskalistanum mínum. Ég sé mikið notagildi í henni og er algjör klassík í fataskápinn.

8. Ferðaprentari

Það er svo gaman að geta prentað út myndir en mig langar virkilega að bæta mig í því. Það er smá leiðinlegt hvað allar myndirnar manns eru bara í símanum.

9. Dr.Martens

Góðir skór fyrir veturinn er eitthvað sem mig vantar. Mér finnst þessir skór passa við svo margt og eitthvað sem maður á í mörg ár.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SVART & HVÍTT HAUST FRÁ CHANEL

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Chanel á Íslandi

Halló!

Haustið er mætt, ég er búin að kveikja á kertum og er ótrúlega tilbúin í haustið! Eitt af því sem ég held svo mikið uppá á haustin er fallega haust förðunin og haustlínurnar sem koma á þessum árstíma. Haustið er oft skemmtilegasti tíminn þegar kemur að tísku og förðun að mínu mati. Í tilefni haustins þá langar mig að deila með ykkur gullfallegri haustlínu frá Chanel sem ég er að missa mig yfir.

NOIR ET BLANC DE CHANEL

“Women think of all colors except the absence of color. I have said that black has it all. White too. Their beauty is absolute. It is the perfect harmony.” Gabrielle Chanel

Í þessari línu er lögð áhersla á svartan og hvítan, grunnliti og verið að leggja áherslu fegurð þeirra. Pakkningarnar eru ótrúlega einfaldar, fallegar og klassískar. Umbúðirnar eru einstaklega fallegar að mínu mati og eitthvað sem ég sé sem safngrip.. já sumir safna frímerkjum en ég safna fallegum snyrtivörum!

Þarna sést ég speglast í þessum fallegu umbúðum haha. Línan inniheldur tvö naglalökk, kolsvart og hvítt en mér finnst það vera einstaklega klassísk naglökk og eitthvað sem ég verð alltaf að eiga. Hvíta naglalakkið er örugglega líka með þeim betri hvítum naglalökkum sem ég hef prófað en oft þarf maður nefnilega að fara svo margar umferðir með hvítu naglalakki en ekki þessu. Tveir augnskuggar sem koma í svörtum og hvítum umbúðum. Gloss sem eru einnig í þemanu, dökkt gloss og ljóst eða glært. Síðan en alls ekki síst er gullfallegt líkams, andlits og hár glimmer sem hægt er að nota á marga vegu. Haustið og veturinn er tími glimmers að mínu mati.

Augnskugginn í svörtu umbúðunum er græntóna dökkur litur sem fallegt væri að nota í smokey förðun til dæmis.

Augnskugginn í hvítu umbúðunum er hvítur en kemur út meira sem ljómi og einstaklega fallegur að setja til dæmis í innri augnkrók.

Andlits, líkams og hár glimmer. Þetta gefur fallegan ljóma og endurspeglast í birtunni. Ég gæti alveg hugsað mér að maka mér í þessu fyrir árshátíð eða jólin, fullkomið fyrir glamúr og glimmer tímann sem er framundan.

Hvaða vara finnst ykkur standa upp úr þessari línu? 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HAUST FÖRÐUNARTREND 2019

FÖRÐUNFÖRÐUNAR FRÉTTIR

Halló!

Það styttist óðum í haustið og ég verð að viðurkenna að ég er bara orðin mjög spennt fyrir haustinu, einhver annar að tengja við það? September er uppáhalds mánuðurinn minn enda afmælismánuðurinn minn en þá fer allt í rútínu og mér finnst maður fá mikla orku. Ég er að fara byrja í skólanum og margt spennandi sem sem tengist barninu framundan.

Mig langaði að deila með ykkur förðunartrendum haustsins 2019. Margt sem kemur alltaf aftur í tísku en margt nýtt og gaman að sjá að neon liturinn heldur áfram að njóta síðan og meðal annars ljóminn.

1. Mattar rauðar varir

Dökkar varir koma alltaf aftur í tísku á haustin. Ég hlakka mikið til að setja á mig dökkar varir, fara í haustkápuna mína og fá mér kaffi.

2. Kinnalitur

Kinnalitur kemur sterkur inn í haust.

3. Eyeliner

Áberandi eyeliner og grafískur eyeliner kemur sterkt inn í haust.

4. Ljómandi varir

Gloss og ljómandi varir verða mjög áberandi. Ég er mikill aðdáandi glossins.

5. Náttúrulegt smokey

Það heldur áfram að vera mjög áberandi náttúruleg förðun eða þetta “no makeup, makeup” og meðal annars þegar kemur að augnskuggum.

6. Neon

Neon heldur áfram að koma sterkt inn í haust!

7. Látlaust glimmer/mikið glimmer

Látlaust glimmer og glimmer steinar til dæmis verða áberandi.

Þessi öll trend er eitthvað sem ég get hugsað mér að vera með en hvað finnst ykkur?

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BESTA OG ÓDÝRASTA AUGABRÚNAGELIÐ

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Ég verð að segja ykkur frá besta og ódýrasta augabrúnagelinu en það er.. sápustykki! Já sápustykki er besta augabrúnagelið að mínu mati. Þetta er aldagamalt förðunarráð sem notað var í gamla daga þegar ekkert augabrúnagel var til. Ég sá þetta fyrst gert fyrir nokkrum árum hjá Pixiwoo systrunum á Youtube og þar útskýrðu þær líka söguna á bakvið þetta förðunartrix. Þetta er ótrúlega einfalt í notkun, helst á allan daginn og augabrúnirnar verða ótrúlega flottar. Sápustykkið endist endalaust og því mjög ódýrt augabrúnagel.

SVONA FERÐU AÐ:

(Myndirnar eru alveg óunnar og ég er ekkert máluð svo að augabrúnirnar eru í aðalatriði)

Það er best að nota glært sápustykki og alls ekki nota hvítt sápustykki því þá verða augabrúnirnar hvítar þegar þær þorna. Ég nota sápustykki frá The Body Shop sem er með mango lykt og er appelsínugul en það kemur engin litur af henni. Ég er þó ennþá að leita af glæru sápustykki sem ég hef ekki ennþá fundið.

Ég byrja á því að spreyja rakaspreyi en það er líka hægt að nota bara smá vatn. Bleyti smá í sápunni og nudda hreinni maskaragreiðu í sápuna.

Því næst greiði ég í gegnum augabrúninar. Mér finnst persónulega mjög fallegt að greiða augabrúnirnar upp og móta þær þannig.

 

Ég læt þær síðan bíða í smá stund eða um það bil 30-60 sek því næst ýti ég aðeins á þær til að fá þetta “úfna” útlit.

Ég mæli svo sannarlega að prófa þessa snilld!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARLÍNA SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Þessi færsla er í samstarfi við Becca Cosmetics

Halló!

Ég er búin að bíða spennt eftir að deila þessari færslu með ykkur. Þið sem hafið lesið færslurnar mínar lengi eða fylgist með mér á mínum miðlum vitið eflaust hversu mikið ég held uppá förðunarmerkið Becca Cosmetics og hef ég oft skrifað um þær vörur hér. Núna er Becca Cosmetics að koma út með tryllta förðunarlínu og þessi förðunarlína byggð í kringum ein af þeirra vinsælustu ljómapúðrum (highlighter), Champange Pop. Becca Cosmetics er þekkt fyrir sín æðislegu ljómapúður og núna fóru þau skrefinu lengra. Þessi förðunarlína er ekki komin í verslanir en er væntanleg.

Champange Pop Collector’s Edition er nýjasta förðunarlínan þeirra og ein sú flottasta að mínu mati. Ég ætla fara með ykkur í gegnum hverja vöru fyrir sig sem er í þessari förðunarlínu. Umbúðirnar eru einstaklega fallegar og kemur þessi lína einungis í takmörkuðu magni.

Champange Pop Shimmering Skin Prefector Pressed Highlighter

Þetta er eitt af vinsælustu ljómapúðrunum frá Becca Cosmetics og má segja að þetta ljómapúður hafi komið þeim á kortið. Það er magnað hvað þessi einstaki litur fer mörgum húðtónum vel og er einstaklega fallegur á húðinni. Ef ég ætti að lýsa litnum þá er þetta ljós gylltur ferskjutóna litur með smá perlulit í. Það sem gerir ljómapúðrin frá Becca Cosmetics einstök er að púðrið hefur verið pressað fimm sinnum, eða sem sagt það er sett púður, vökvi, púður, vökvi og þetta gert fimm sinnum. Þess vegna fær maður þessa fallegu og náttúrulegu áferð sem líkist helst blautri áferð eða “wet look”.

Champange Pop Glow Dust Highlighter

Þetta er ný vara hjá þeim og er þetta laust ljómapúður sem ég er einstaklega spennt að prófa. Það er því auðveldara að stjórna þekjunni og hversu mikið maður vill af ljóma. Þetta er sami litur en örðuvísi formúla.

 

Champange Pop Glow Slik Highlighter Drops

Fljótandi ljómi sem hægt er að nota einn og sér eða með til dæmis ljómapúðrunum sem ég sagði ykkur frá hérna að ofan. Það er einnig hægt að blanda þessu við farða til að fá ljómandi útlit.

Champange Pop Glow Gloss

Fallegt gloss sem gefur vörunum ljóma og fallegan glans. Formúlan er mjög þægileg, ekki of klístruð og fallegt að setja gloss yfir aðra varaliti.

Champange Pop Glow Body Stick

 

Síðast en alls ekki síst er þetta ljómastifti sem ég er búin að vera ótrúlega spennt fyrir. Þessu er ætlað að nota á líkamann til þess að fá ljómandi útlit allsstaðar. Þetta kemur í ótrúlega þægilegu stift formi sem auðvelt er að blanda yfir líkamann. Mér finnst algjört lykil atriði að setja ljóma á bringuna og axlirnar ef maður er ljómandi í andlitinu, þá spilar andlitið og líkaminn meira saman.

Hérna eru síðan myndir úr herferðinni sem mér finnst einstaklega skemmtilegar en þarna er Champange Pop sýndur á mismunandi húðlitum.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit