fbpx

BLÁTT GLOSS?

SAMSTARFSNYRTIVÖRURVARIR
*Færslan er í samstarfi við Shiseido

Halló!

Ég setti á mig bláan gloss í gær, já bláan! Vinkona mín og förðunarsnillingurinn Natalie Hamzehpour var búin að segja mér frá þessum gloss og sagði að þessi gloss yrði trylltur yfir nude varaliti. Þegar ég sá þennan skærbláa gloss þá var ég smá tvístígandi haha, ég er mjög föst í að vera með nude varaliti og ef ég er með lit á vörunum þá er það oftast rauður. Blár er því mjög út fyrir þægindarrammann minn en ég ákvað að prófa og var ekki fyrir vonbrigðum. Þessi gullfallegi blái gloss kemur skemmtilega á óvart en hann er í rauninni ekki blár á litinn heldur gefur fallegan glans. Glossinn passar einstaklega vel við nude varaliti og líka flottur einn og sér. Það er ótrúlega skemmtilegt að breyta aðeins til.

Glossinn heitir Hakka Mint 10 er frá Shiseido er úr Shimmer Gelgloss línunni þeirra. Glossarnir eru þægilegir á vörunum, eru ekki klístraðir, gefa kristal glans og eiga að endast á vörunum í allt að 12 klukkustundir.

Varablýantur: Shiseido Lipliner InkDuo í litnum 02 Beige 

Gloss: Shiseido Hakka Mint 10 

Ég er með engan filter á myndinni, þannig þið vonandi sjáið hvað það kemur fallegur glans og hvað hann passar vel við nude varaliti eða varablýanta. Varablýanturinn er æðislegur og er fallega brúnn á litinn. Það sem er líka æðislegt við þennan varablýant er að það er vara á sitthvorum endanum, öðru megin er varablýantur og hinum megin er varagrunnur (primer). Hann endist líka vel yfir daginnMæli með að skoða þessa varablýanta, þeir eru æðislegir!

Ég er allavega að missa mig yfir þessum bláa gloss! Hvað finnst ykkur?

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

BURSTAR SEM GEFA LÉTTA ÁFERÐ

BURSTARSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Real Techniques

Halló!

Núna er sumarið mætt og ég er svo ánægð með veðrið sem hefur verið seinustu daga. Núna þegar sumarið er komið þá fer ég alltaf í ákveðin sumargír þegar kemur að förðun, ég vel mér frekar léttari farða og sækist mun meira eftir léttari áferð. Þegar kemur að fallegri förðun þá skipta réttu burstarnir miklu máli og ef þú ert með réttu burstana þá er hægt að skapa hvaða förðun sem er. Nýju burstanrnir frá Real Techniques, Light Layer eru fullkomnir fyrir sumarið. Þeir eru einstaklega mjúkir og gefa léttari áferð.

Light Layer Collection inniheldur fjóra bursta sem eru sérstaklega hannaðir til að fá einstaklega létta og náttúrulega áferð á förðunarvörurnar þínar. Sérstök tri-layer tækni er notuð til að gefa léttari áferð á förðunarvörur sem er svo hægt að byggja upp. Öll þrjú lög burstans vinna saman til að gefa fullkomna áferð. Burstarnir eru einstaklega mjúkir, og með þeim nærðu hinu fullkomna no makeup – makeup lúkki.

Light Layer Powder 227: Púðurbursti sem gefur létta þekju og “airbrushed” áferð. Frábær í púðurfarða og sólarpúður. Þessi bursti er strax í miklu uppáhaldi hjá mér en hann gefur svo létta og fallega áferð. Ég á eftir að grípa mikið í þennan í sumar til að blanda sólarpúður.

Light Layer Complexion 220: Farðabursti sem gefur mjög létta þekju og blandar fljótandi og krem farða fullkomlega. Æðislegur bursti í létta farða sem hentar vel fyrir sumarið.

Light Layer Blush 430: Skáskorinn bursti sem tekur upp fullkomið magn af kinnalit og gefur mjög létta þekju. Frábær í krem eða púður kinnalit og sólarpúður. Þessi bursti er einstaklega góður til að blanda kinnaliti og skyggja.

Light Layer Highlighter 431: Fíngerður bursti sem er tilvalinn í highlighter eða aðrar ljómavörur. Hann gefur létta áferð svo ljóminn virðist koma innan frá.

Þessir burstar minna mig mikið á Duo Fiber burstana frá Real Techniques sem hafa alltaf verið í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Light Layer burstarnir gefa enn léttari áferð og mjög auðvelt að byggja upp vöruna á andlitið, sem mér finnst æði.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

AF HVERJU AÐ NOTA SERUM?

HÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR

Halló!

Ég fæ oft spurningar út í serum, af hverju að nota serum, hvað er serum og hvernig á að nota serum? Ég held að orðið “serum” þvælist oft fyrir manni og margir sem kannski tengja ekki strax við orðið. Ef ykkur finnst gaman af svona færslum þá gerði ég einnig færslu um augnkrem en þið getið lesið hana hér. Mig langaði að fara yfir hvað serum er og af hverju á að nota serum.

Af hverju að nota serum? 

Serum er þunn vara sem er full af virkum innihaldsefnum og hjálpar húðinni. Serum getur komið í veg fyrir fínar línur, gefur raka og næringu. Serum og rakakrem er ekki það sama en serum dregur oft fram það besta í rakakreminu eða gefur húðinni eitthvað sem rakakremið er ekki að gefa húðinni. Serum nær miklu dýpra inn í húðina og hefur því meiri virkni en rakakrem. Serum er oft talin vera eitt af áhrifamestu húðvörunum sem hægt er að nota gegn öldrun.

Hvenær á að byrja að nota serum?

Það er mjög mismunandi eftir hverjum og einum en mér finnst alltaf gott að miða við 25 ára aldurinn, þá er gott að byrja að nota serum og augnkrem. Húðin byrjar fyrst að sýna ummerki öldrunar um 25 ára aldurinn.

Hvernig á að nota serum?

Það er best að nota serum eftir húðhreinsun og fyrir rakakrem. Gott er að leyfa serum-inu að fara inn húðina áður en rakakremið er sett á.

Ég tók saman nokkur serum sem gera öll mismunandi hluti en eiga það eitt sameiginlegt að hjálpa húðinni.

 

Esteé Lauder Advanced Night Repair

Þetta er ein af vinsælustu vörunum hjá Esteé Lauder. Þetta eru dropar sem draga úr ótímabærum einkennum öldrunar. Inniheldur efni sem hámarka upptöku raka og þannig nær húðin í allan þann raka sem hún þarf yfir nóttina.

BIOEFFECT EGF SERUM

Bioeffect EGF húðdroparnir draga úr fínum línum og gefur húðinni góðan raka. Droparnir bæta einnig áferð húðarinnar og gefa henni ljóma. Serum-ið inniheldur prótínið EGF sem er unnið er úr plöntum í gróðurhúsi Bioeffect í Grindarvík. Mögnuð íslensk vara.

Shiseido Power Infusing Concentrate

Serum fyrir allar húðgerðir sem styrkir húðina og verndar hana fyrir mengun úr umhverfinu. Ultimune serumið skal nota kvölds og morgna eftir að húðin hefur verið hreinsuð. Notað á undan rakakremi til að auka virkni rakakremsins og má einnig nota með örðu serumi fyrir aukna virkni.

The Body Shop Drops of Light

Þetta serum hentar vel fyrir byrjendur. Þetta eru léttir serumdropar sem fara fljótt inn í húðina og gera hana flauelsmjúka. Droparnir draga úr litamismun í húðinni og minnka dökka bletti. Serumið eykur rakabyrgðir húðarinnar og eykur ljóma.

Mádara – SOS Hydra Repair Intensive Serum

Serum hægir á öldrun húðarinnar, styrkir og stinnir húðina. Einnig veitir þetta serum húðinni góðan raka og ver húðina gegn utanaðkomandi áreiti. Þetta er hannað sérstaklega með norræna húð í huga og inniheldur til dæmis hörfræ og hylouronic sýr sem fer fljótt inn í húðina og verndar hana allan daginn.

Elizabeth Arden Vitamin-C Ceramide

Serum sem inniheldur C-vítamín í olíuformúlu sem gerir það mun virkara en hefbundið C-vítamín. Það sem einkennir þetta serum er að það bætir ljóma, jafnar húðlit, minnkar dökka bletti og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Einnig eykur það kollagen framleiðslu húðarinnar.

Skyn Iceland

Serum sem vekur þreytta og þrútna húð. Serumið inniheldur peptide og plöntu stem cell virkni sem verndar húðina gegn áhrifum streitu sem getur leitt að ótímabærri öldrun, skort á ljóma, litabreytingum, bólum og þurrkublettum. Einnig á serumið að draga úr fínum línum, bæta teygjanleika húðarinnar ásamt því að virkja collagen myndun og veita vörn.

Yves Saint Laurent – Pure Shot línan
Þetta er ótrúlega flott ný lína frá YSL sem inniheldur fjögur mismunandi serum. Pakkningarnar eru einnig umhverfisvænar en það er hægt að kaupa áfyllingu.
Y Shape Serum (Græna)
Lyftir, þéttir og mótar útlínur andlitsins.
Light up Serum (Bleika)
Jafnar húðlitinn, vinnur á dökkum blettum og birtir.
Night Reboot Serum (Gula)
Dregur úr þreytumerkjum, slíðar yfirborð húðarinnar og endurnýjar

GlamGlow YOUTHPOTION

Serum sem er fullt af peptíðum og hindberja stofnfrumum sem eykur náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og gerir hana stinnari og unglegri. Sermuið er létt og þunnt og gefur ljóma.

DIOR GLOW BOOSTER

Serum sem viðheldur ljóma í húðinni, minnkar áferð og jafnar húðina. Þetta hentar vel þeim sem vilja “vekja” húðina sína og auka ljóma.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

TAX FREE HJÁ HEILSUHÚSINU: VEGAN & LÍFRÆNAR FÖRÐUNARVÖRUR

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er unnin í samstarfi við Heilsuhúsið

Halló!

Það eru Tax Free dagar af förðunarvörum hjá Heilsuhúsinu sem gildir til 8.júní. Ég fæ oft spurningar út í viðkvæma húð og hvaða förðunarvörur hentar þeirri húðtýpu. Það er mjög erfitt að gefa eitthvað eitt ráð eða hvaða förðunarvörur virka, það eru allir með mismunandi húð. Ég bendi yfirleitt á förðunarvöru úrvalið hjá Heilsuhúsinu en lífrænar förðunarvörur henta oft vel þeim sem eru með viðkvæma húð. Ég tók saman nokkrar förðunarvörur sem fá mín meðmæli og sem eru á óskalistanum mínum.

DR. HAUSCHKA BRONZING POWDER 10 GR. #01 BRONZE

Sólarpúður sem gefur hlýju og mótar andlitið. Mér finnst liturinn á þessu sólarpúðri einstaklega fallegur en hann er ekki of hlýr og ekki of kaldur.

MÁDARA ANTI-POLLUTION CC CREAM MEDIUM

Þetta er náttúrlegur léttur farði, inniheldur SPF15, dregur fram ljóma húðarinnar. Kremið jafnar tóna húðarinnar, þar á meðal roða, dullness, dökka bletti og fölva. Vísindalega sannað að ver húðina fyrir mengun og öðrum umhverfisþáttum. Ver húðina fyrir sólinni og gefur henni góðan raka með hyaluronic sýru. Varan er vegan og cruelty free.

LAVERA ILLUMINATING EFFECT FLUID #SHEER BRONZE 02

Léttur og ljómagrunnur sem gefur húðinni fallegan ljóma. Það er hægt að bera grunninn yfir andlitið eða blanda við farða.

DR. HAUSCHKA LIQUID EYELINER 01 BLACK

Svartur augnblýantur í fljótandi formi. Burstinn er eintaklega mjór og fíngerður sem gerir það að verkum að auðvelt er að búa til fallegan eyeliner.

DR. HAUSCHKA LIP GLOSS 05 CORNELIAN

Falleg rakagefandi nude tóna gloss sem hægt er að nota eitt og sér eða yfir aðrar varaliti.

LAVERA LIPSTICK #TENDER TAUPE 30

Fallegur nude varalitur sem veitir raka og er silkimjúkur.

BENECOS REFILL PALLETTA #FREAKING HOT

Augnskuggapalletta sem inniheldur hlýja og fallega liti. Það er mikið hægt að leika sér með þessa pallettu, bæði hægt að gera dagsförðun og kvöldförðun. Síðan er mikill kostur og umhverfisvænn að hægt sé að fylla á pallettuna. Ég á þessa pallettu sjálf og nota hana mikið hversdags.

LAVERA BEAUTIFUL MINERAL EYESHADOW #MATT N’ COFEE 30

Stakur augnskuggi sem hentugt er að hafa í snyrtibuddunni. Liturinn er hlýr, mattur augnskuggi og mótar augun fallega.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NÝJUSTU KAUP: HNÖKRAVÉL

HEIMALÍFIÐ
*Vöruna keypti greinahöfundur sjálf

Halló!

Ég fór í þriðja skiptið alein út um helgina síðan að Áslaug Rún fæddist (já ég er að telja haha) en ég fór í Epal og ætlaði að kaupa gjöf sem var síðan ekki til en endaði með að kaupa gjöf handa sjálfri mér. Þetta er eitthvað sem mig er búið að langa í lengi og mjög fullorðins, ég keypti mér hnökravél! Hljómar kannski mjög óspennandi en ég er bara svo ótrúlega ánægð með þessa gullfallegu hnökravél. Þetta er hnökravél frá STEAMERY Stockholm sem er ótrúlega fallegt og vandað merki. Eftir að ég keypti þessa græju þá fór ég að kynna mér þetta merki og er mjög heilluð. Hugmyndafræðin á bakvið allt og stílinn.

Þetta er einstaklega falleg vara og fullkomin gjöf handa þeim sem eiga allt!

“We call this Slow Fashion Movement”

Mér finnst líka hugsunin hjá fyrirtækinu Steamery Stockholm ótrúlega flott. Það er verið að leggja áherslu á að fara vel með hlutina sína en þá endast þeir líka lengur og betra fyrir umhverfið.

Recycle – Reuse – Reduce

 

Varan kemur í nokkrum litum og eru allir litirnir ótrúlega fallegir

 

Næst á óskalistanum mínum er þessi fallegi gufugæji en það sem ég hef verið að nota til að slétta úr fötunum mínum er sléttujárn, þannig ég held að það sé komin tími á að ég fjárfesti annaðhvort í strauj árni eða svona gufugæja.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

LÉTTIR FARÐAR FYRIR SUMARIÐ

Halló!

Alltaf þegar sólin lætur sjá sig þá fer ég strax að leitast í léttari farða og ljómandi húð! Ég tók saman nokkra létta farða saman sem henta ótrúlega vel fyrir sumarið, gefa raka og vernda húðina.

Chanel Water Tint – fæst í Hagkaup

Water Fresh Tint er farði sem inniheldur 75% vatn og örsmáar ambúllur sem bráðna inn í húðina og skilja eftir sig létta en fallega þekju. Berið farðan á í hringlaga hreyfingum með burstanum. Þið getið lesið meira um þennan farða hér en ég gerði færslu um hann í fyrra.

Esteé Lauder Day Wear – fæst hér

Litað dagkrem sem gefur húðinni jafna og fallega ljómandi áferð. Litlar litaagnir aðlaga sig að þínum húðlit og gefa þér náttúrulegan lit og frísklegt útlit.

Origins Ginzing – fæst hér

Litað, létt  olíulaust og orkugefandi dagkrem sem veitir húðinni raka, fyllir hana af orku, fullkomnar og verndar allt í einu skrefi. Formúlan er hvít á lit en þegar hún kemst í snertinu við húðina þá aðlagast hún þínum húðlit. Einnig inniheldur farðinn SPF 40.

Clinique Dramatically different moisturizing BB-gel – fæst hér

Olíulaust BB gel sem endist í 8 tíma, gefur góðan raka og aðlagast þinni húð.

Clarins Milky Boost – fæst í Hagkaup

Farði sem gefur fallega flauelsáferð sem minnir á hreinsimjólk. Formúlan er hvít á lit en þegar hún kemst í snertinu við húðina þá aðlagast hún þínum húðlit. Gefur húðinni fallega og náttúrulega þekju. Milky Booster Complex mýkir einnig húðina og gefur henni raka og ljóma með hjálp ferskjumólk og kiwi þykkni.

ILIA Super Serum Skin Tint – fæst hér

Þetta er farði, húðvara og sólarvörn. Inniheldur æðisleg innihaldsefni eins og Niacinamide, Squalane og Hyaluronic Acid. Jafnar áferð húðarinnar, gefur miðlungs þekju, fallegan ljóma og verndar húðina.

MÁDARA CITY CC – fæst hér

Þetta er náttúrlegur léttur farði, inniheldur SPF15, sem dregur fram ljóma húðarinnar. Kremið jafnar tóna húðarinnar, þar á meðal roða, dullness, dökka bletti og fölva. Vísindalega sannað að ver húðina fyrir mengun og öðrum umhverfisþáttum. Ver húðina fyrir sólinni og gefur henni góðan raka með hyaluronic sýru. Varan er vegan og cruelty free.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

DESK MASKING

HEIMAMASKARSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Blue Lagoon Skincare

Halló!

Ég sá skemmtilega setningu um daginn, “desk masking” og á vel við þessa dagana. Það eru margir að vinna heima og því tilvalið að brjóta uppá vinnudaginn með því að setja á sig maska. Setja á sig maska á vinnutíma er líka ekki eitthvað sem maður myndi gera á venjulegum vinnudegi og því tilvalið núna. Það er einfalt að setja á sig maska og tekur enga stund en gerir ótrúlega mikið fyrir húðina. Ég er líka svo oft að gera margt í einu og set oft á mig maska meðan ég er að gera eitthvað annað, slá tvær flugur í einu höggi, vinna og hugsa um húðina. Þetta er líka æðislegt fyrir þá sem eru að fara byrja í prófum, læra og setja á sig maska er góð tvenna. Þannig mitt heimadekur þessa dagana er að setja á mig maska á meðan Áslaug Rún leggur sig og þá getið ég notið með góðum kaffibolla.

Maskarnir sem eru mikið fyrir valinu þessa dagana er Silica Mud Mask og Mineral Face Mask frá Bláa Lóninu. Kísil maskinn frá Bláa Lóninu er búin að vera einn af mínum uppáhalds í mörg ár en skemmtileg staðreynd um mig er að ég vann einu sinni í Bláa Lóninu og fékk því að kynnast vörunum frá Bláa Lóninu ótrúlega vel. Mineral maskinn byrjaði ég að nota á seinasta ári og hann búin að vera í miklu uppáhaldi. Ég nota þessa maska oft eina og sér eða saman. Það er æðislegt að setja fyrst á sig Silica Mud Mask sem er hreinsandi og síðan setja á sig Mineral Face Mask.

Kísilmaskinn er ein þekktasta varan í Blue Lagoon húðlínunni. Unninn úr hreinum, hvítum kísli lónsins. Djúphreinsar og styrkir náttúrulegt varnarlag húðarinnar. Gefur frísklegt yfirbragð og dempar sýnilegar svitaholur í andliti. 

Ég finn alltaf hvað húðinni minni líður vel eftir að ég er búin að nota þennan maska en þessi maski styrkir einmitt náttúrulegt varnarlag húðarinnar og hefur sérstakan lækningarmátt.

Rakamaski fyrir andlit – inniheldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins. Öflugur rakagjafi sem gefur húðinni líflegra yfirbragð.

Ég nota Mineral Mask oft líka sem næturmaska og blanda þá nokkrum dropum af Bláa Lóns olíunni við til þess að fá meiri næringu. Húðin verður endurnærð og silkimjúk. Síðan hef ég einnig oft notað þennan maska áður en ég farða mig til þess að undirbúa húðina extra vel.

Til að toppa dekrið þá mæli ég með kertinu frá Bláa Lóninu en það lyktar alveg eins og að vera í Bláa Lóninu. Ótrúlega fersk en samt mjög róandi ilmur.

Bláa Lónið setti saman heimadekurspakka sem eru á sérstöku tilboði núna. Tilvalið að gera sitt Bláa Lón heima og njóta eða gefa einhverjum sem á skilið dekur xx

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NAGLALAKK FYRIR ÓÞOLIMÓÐA

NaglalakkNeglur
*Naglalakkið fékk greinahöfundur að gjöf

Halló!

Ég naglalakkaði mig í fyrsta skipti í langan tíma í gær og ákvað að prófa nýtt naglalakk og nýja formúlu frá Essie sem heitir Expressie. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta naglalakk sem hentar vel fyrir þá sem eru að flýta sér. Ég er ekki sú þolimóðasta þegar kemur að því að naglalakka mig og á oft erfitt með að bíða eftir að naglakkið þorni. Ég setti þetta naglakk á mig í gær og lakkið þornaði strax. Formúlan er “quik dry on the fly” og hentar því einstaklega vel fyrir þá sem eru óþolimóðir eða eru að flýta sér. Burstinn er líka einstaklega þægilegur og hannaður með það í huga að hægt sé að naglakka sig hvar og hvenær sem er.

Mig langaði að deila með ykkur þessari nýjung en ég held að margir tengi við það að vera naglakka sig og hafa síðan ekki þolimæðina í að bíða eftir að það þorni eða til dæmis að muna eftir því á seinustu stundu að maður eigi eftir að naglalakka sig (ég)! Ég er allavega týpan sem lendi oft í því og hef oftar en einu sinni þurft að taka naglakk með mér á staðinn sem ég er að fara á eða naglakka mig í bílnum.

Naglakkið sem ég setti á mig heitir “Buns up” og er ótrúlega fallegur bleik/beige tóna litur. Hlakka strax til að prófa fleiri liti.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

MERKT BIBS SNUÐ

ÁSLAUG RÚNFYRIR BARNIÐLÍFIÐ

Halló!

Ég pantaði mér nýlega ný snuð fyrir Áslaugu Rún en hún algjör snuddukelling og tekur bara BIBS snuðin. Það er svo gaman að eiga merkt snuð og held að það sé mjög gott að vera með merkt snuð þegar hún byrjar hjá dagmömmu eða leikskóla. Ég sá svona merkt BIBS snuð fyrst hjá vinkonu minni í fyrra og pantaði mér þá snuð með “Steinarsdóttir” en þá vissi ég ekki að hún myndi taka þessa týpu af snuði haha.

Netverslunin sem ég pantaði snuðin af heitir byhappyme.com og tekur sirka tvær vikur að fá þetta til landsinsÞað er hægt að panta allskonar týpur af snuðum eins og BIBS, AVENT og NUK. Síðan er einnig hægt að kaupa allskonar aukahluti og keypti box undir snuðin hennar, eitt box til að hafa heima og eitt sem verður alltaf í skiptitöskunni.

Ég mæli með að skoða vel hversu mörg snuð þið veljið en þegar ég pantaði fyrst þá pantaði ég óvart níu snuð í staðinn fyrir þrjú og athuga vel stærðina.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ÓSKALISTI FYRIR ÍSLENSKA SUMARIÐ

LÍFIÐÓSKALISTI

Halló!

Ég er búin að liggja yfir netverslunum síðustu vikur en það er mjög gaman að taka stundum “window shopping” á netinu, sérstaklega núna í fæðingarorlofinu og á þessum skrítnu tímum. Það er orðið ansi langt síðan að ég skoðaði eitthvað handa mér, síðast liðið ár hef ég bara verið að skoða netverslanir hjá barnafataverslunum. Ég veit ekki hvort þetta sé vorið, þessi mikla innivera og verandi nýbúin að eignast barn en mig langar að endurnýja allt, mér finnst ég ekki eiga nein föt og finnst flókið að finna mér föt sem henta brjóstagjöfinni haha – einhver vonandi að tengja! Ég held að það muni líka gera helling fyrir sjálfstraustið og að koma sér “aftur” í gírinn með því að kaupa sér ný föt og pása aðeins kósýgallann stundum.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum fallegum vörum sem hafa gripið áhuga minn síðastliðnar vikur og held að þær séu fullkomnar fyrir íslenska sumarið –

Sólgleraugu – Outta Love – Það er alltaf gaman að fá sér ný sólgleraugu fyrir sumarið

 Mini Letra – Á fyrir Áslaugu Rún en þetta er búið að vera á óskalistanum mínum síðan ég var ólétt

Nike Air Max Graviton – Ótrúlega flottir strigaskór, mér finnst ég verða að eiga hvíta strigaskó á sumrin og ótrúlegt en satt þá passa ég eiginlega ekki í strigaskónna mína í augnablikinu!

Dynja dúnvesti frá 66 norður – Vesti er fullkomið fyrir íslenska sumrið að mínu mati

Húfa – Andrea by Andrea – Ég er mikið að fara í göngutúr með vagninn þessa dagana og góð húfa er eitthvað sem er á óskalistanum

Cayman Pocket Beige  – Ótrúlega fallegt veski sem hægt er að nota við margt

AndreA – Knit Cardigan Long – Gullfalleg peysa sem hentar vel brjóstagjöfinni

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx