Guðrún Sørtveit

RAKAGEL SEM HÆGT ER AÐ NOTA Á MARGA VEGU

SAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Clinique

Ég verð að segja ykkur frá einni vöru sem er búin að vera í mikilli notkun hjá mér seinustu vikur. Þetta er Dramatically Different Jelly frá Clinique en þessa vöru fékk ég að gjöf í Köben þegar ég var á Estée Lauder Companies degi. Þar fékk ég að heyra allt um gelið og var strax mjög spennt fyrir því en þetta gel er núna loksins komið til Íslands og langar mig að segja ykkur aðeins betur frá því.

Það sem gerir þetta rakagel svo sérstakt er það að þetta er háþróuð vara frá Clinique sem á að vernda húðina gegn óhreinindum og mengun sem kann að finnast í umhverfinu en á sama tíma gefur þetta húðinni 24 stunda raka. Þetta styrkir einnig varnir húðarinnar og fer strax inn í húðina.

Það er hægt að nota rakagelið á marga mismunandi vegu. Til dæmis er hægt að nota þetta eitt og sér sem rakakrem, ég myndi þá sérstaklega mæli með þessu fyrir olíumikla húð ef maður ætlar að nota þetta eitt og sér. Síðan ef maður er með þurra húð er hægt að nota þetta sem serum og setja þetta á undan rakakreminu til þess að fá ennþá meiri raka. Það er hægt að blanda þessu við farða, til þess að fá rakameiri og léttari áferð. Einnig er hægt að nota þetta sem farðagrunn en með því að nota þetta á undan farða ertu að gefa húðinni raka og vernda hana um leið.

Þetta gel er algjörlega þess virði að skoða og mér finnst ótrúlega stór kostur að hægt sé að nota það á marga mismunandi vegu. Mig langaði einnig að benda ykkur á það að dagana 18-24. október eru Clinique dagar í Hagkaup. Í tilefni þess er 15% afsláttur af öllu frá Clinique og það fylgir kaupauki með ef verslað er fyrir meira en 7.900kr.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

REAL TECHNIQUES POWDERBLEU X GUÐRÚN SØRTVEIT

BURSTARSAMSTARF
*Þessi færsla er gerð í samstarfi við Real Techniques

Seinasti miðvikudagur var mjög stór dagur fyrir mig en ég var að halda minn eigin viðburð í samstarfi við Real Techniques. Ástæða þess að við vorum halda viðburð saman er vegna þess að við vorum að fagna komu PowderBleu og fagna því að ég sé andlit Real Techniques á Íslandi. Ég er ennþá að ná mér niður eftir þennan dag og er svo þakklát fyrir að Real Techniques hafi leyft mér að halda svona flott partý. Viðburðurinn var mjög mikið í anda PowderBleu. Skreytingarnar voru dökkbláar og allt mjög klassískt. PowderBleu burstarnir eru einstaklega fallegir og skrifaði ég einmitt um þá hér. Þeir eru fágaðir og algjörir lúxus burstar sem mér fannst þessi viðburður einmitt endurspegla. PowderBleu burstarnir eru strax orðnir einir af mínum allra uppáhalds og nota ég þá daglega. Viðburðurinn var haldin í Vox Club salnum með öllu tilheyrandi.

Ég ætla deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum –

Ingunn Sig gerði hárið mitt og var í skýjunum með það! Ég er strax búin að ákveða að fara aftur til hennar fyrir næsta tilefni xx

Myndaveggurinn minn xx

Gyða vörumerkjastjóri Real Tecnhiques, er snillingurinn á bakvið þetta og er best xx 

 

Þakklát fyrir alla sem komu að fagna með mér xx

Það eru núna framstillingar í nokkrum verslunum og við mamma kíktum á framstillinguna í Hagkaup Kringlu í gær. Þetta var mjög skrítið og óraunverulegt en mjög gaman! Ég mæli innilega með að fara og kíkja á þessa bursta, eru einir þeir bestu sem ég hef prófað og koma einungis í takmörkuðu upplagi.

 

Mig langaði að þakka ykkur öllum fyrir að lesa færslurnar mínar og fylgjast með mér á mínum miðlum. Þetta hljómar eins og algjör klisja en ég væri ekki að gera neitt af þessu ef það væri ekki fyrir ykkur sem nennið að fylgjast með mér haha xx 

Takk fyrir að lesa, alltaf!
Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit

RANDOM FAVORITES

SNYRTIVÖRURTÍSKA
*Vörunar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf eða vegna samstarfs 

Það er komið svolítið síðan að ég fór yfir mínar uppáhalds vörur. Ég ákvað að taka saman nokkrar vörur sem eru búnar að standa uppúr síðustu vikur.

 

FIRST LIGHT PRIMING FILTER*

Þetta er farðagrunnur frá Becca Cosmetics sem birtir yfirborð húðarinnar. Fjólublár litur er þekktur fyrir að birta húðina. Formúlan er ótrúlega létt og rakagefandi, stíflar ekki svitaholur heldur skilur húðina eftir bjarta og ferska.

 

Posea Nude bekkur

Þessi bekkur var búinn að vera mjög lengi á óskalistanum mínum og var ég því mjög glöð þegar ég fékk hann í afmælisgjöf frá fjölskyldunni minni. Hann er gullfallegur og mér finnst hann passa fullkomlega heima hjá mér. Þessir bekkir eru til í nokkrum litum og er hver annar fallegri. Bekkurinn fæst hér.

 

BOURJOIS HEALTHY MIX BB CREAM*

Ég fékk þetta BB krem að gjöf fyrir nokkrum vikum en ákvað að prófa það í seinustu viku og sé eftir að hafa ekki prófað það fyrr! Þetta er ótrúlega létt og rakagefandi BB krem sem inniheldur vítamín. Mér finnst formúlan mjög þægileg á húðinni og jafnar húðlitinn. Ég fæ oft spurningar um hvaða BB krem eða létta farða ég mæli og mæli ég svo sannarlega með þessu! Hentar vel fyrir þurra húð. Þetta BB krem fæst hér

LIP MAXIMIZER Í LITNUM NR. 6

Þennan gloss frá Dior keypti ég á flugvellinum í Köben en Dior fæst því miður ekki á Íslandi. Þessi gloss gefur vörunum fallegan nude lit og  inniheldur collagen sem stækkar varirnar örlítið. Mér finnst flottast að nota þennan gloss við nude varablýant eins og til dæmis Stripdown frá Mac.

 

STRIPDOWN FRÁ MAC COSMETICS

Þennan varablýant er ég búin að eiga lengi og nota ég hann mjög mikið. Þessi litur er fullkomin fyrir mig, ekki of kaldur og ekki of heitur. Ég nota hann mjög mikið við nude glossa og varaliti.

 

GOGO FLOWER*

GOGO Flower er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu vikur. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er ég GOGO Partner. Ástæðan afhverju ég valdi að vera GOGO Partner er vegna þess að þessi drykkur inniheldur fullt af vítamínum, steinefnum, náttúrulegt koffín, enginn sykur og engin gerviefni.

 

NIKE WMNS AIR MAX 95 LEA

Ég keypti þessa skó fyrir nokkrum vikum og hef nánst ekki farið úr þeim. Þeir eru ótrúlega þægilegir og fullkomnir dagsdaglega. Skórnir fást hér.

M NSW DWN FILL JKT

Þessa úlpu keypti ég einnig um daginn og er ekki búin að fara úr henni. Þetta er án gríns eins og að vera í svefnpoka! Úlpan fæst hér.

POWDERBLEU FRÁ REAL TECHNIQUES*

Burstinn nr. B201 úr PowderBleu línunni frá Real Techniques er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og elska ég að nota hann í sólarpúður. Hárin eru fíngerð og sérstaklega hönnuð fyrir púðurvörur. Hárin taka því fullkomið magn af vöru og blanda ótrúlega vel við húðina. Síðan skemmir ekki fyrir hvað þeir eru bilaðslega fallegir!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VILT ÞÚ VINNA 50.000KR GJAFABRÉF Á LAGERSÖLUNA HJÁ H VERSLUN?

SAMSTARF

Það er lagersala hjá Hverslun dagana 11-14.okt og ætla ég að gefa tveimur heppnum sitthvort 50.000kr gjafabréfið sem hægt er að nota á lagersölunni. Sjálf ætla ég að kíkja á lagersöluna og finna mér eitthvað fínt fyrir veturinn. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er H verslun verslun sem selur til dæmis Converse, Nike, Houdini, Now og margt fleira. Það er því tilvalið að kíkja og finna sér eitthvað fínt fyrir veturinn.

 

Gjafaleikinn má finna á instagraminu mínu en þetta er mjög stuttur gjafaleikur og stendur bara yfir í tvo daga, ég dreg úr leiknum á morgun! Ef þið viljið auka vinningslíkurnar ykkar ennþá meira þá er H verslun líka með alveg eins leik á Facebook síðunni sinni. Ég er mjög spennt að draga úr þessum flotta leik!

Þið finnið allar upplýsingar um lagersöluna hér 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

KÆRA DAGBÓK

FÆRSLAN ER EKKI KOSTUÐLÍFIÐTÍSKA

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér seinustu daga en mér finnst alltaf skemmtilegast þegar það er nóg að gera. Mig langaði að deila með ykkur seinustu dögum í máli og myndum.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn fór ég í skólann og borðaði síðan hádegismat með vinkonum mínum og  litla vini mínum. Það var ótrúlega gaman að setjast niður og njóta með þeim.

 

Ég ákvað að fjárfesta í þessum gullfallegu strigaskóm í vikunni og er bókstaflega ekki búin að fara úr þeim.. eins og þið munið eflaust sjá á næstu myndum. Þetta eru Air Max 95 frá Nike, ótrúlega þægilegir og passa við allt!

Ég keypti mér líka þetta vesti í Hverslun og ansi sátt með þau kaup.

Yndislegi Gunnar Steinn xx 

Seinnipartinn fór ég á námskeið hjá systrunum Evu Laufeyju og Eddu. Námskeiðið snerist um hvernig maður gæti bætt framkomu og annað tengt því. Þetta var mjög fræðandi og skemmtilegt, lærði helling af þessu námskeiði. Ég fór síðan óvænt á Ellý söngleikinn með mömmu í Borgarleikhúsinu. Vá þessi sýning er alveg hreint mögnuð!

FÖSTUDAGUR

Á föstudaginn var ég meira minna á hlaupum en ég fór með mömmu á Kauphlaup. Síðan beint eftir það fór ég heim og gerði mig til fyrir viðburð hjá Shiseido þar sem verið var að kynna fyrir okkur öllu því nýja og spennandi frá þeim. Ég er ótrúlega spennt að segja ykkur betur frá því við tækifæri en vörurnar frá þeim eru svo fágaðar og fallegar.

Fallega Bríet – Ég er mikil aðdáandi hennar og hlusta mikið á tónlistina hennar þannig ég var smá “starstruck” þegar ég sá hana

Síðan beint af viðburðinum fór ég á Grandamathöll með vinkonu minni og fögnuðum afmælinu hennar. Það er alltaf svo gott að setjast niður og spjalla við vinkonu sína um allar pælingar og tilfinningar.. nauðsynlegt!

 

LAUGARDAGUR

Á laugardaginn vaknaði ég snemma og gerði mig til fyrir spennandi myndatöku með Real Techniques. Þessi myndataka var fyrir nýjustu burstana þeirra, PowderBleu sem ég skrifaði um hér. Íris Dögg snillingur tók myndirnar og er ég spennt að sýna ykkur lokaútkomuna! Restin af deginum fór síðan í að sortera föt og annað fyrir Kolaportið.

 

 

Ég var með dökkt smokey í myndatökunni til þess að tóna við burstana

Það var brjálað veður þennan laugardaginn en sem betur fer verstnaði veðrið eftir myndatökuna haha.. annars hefði ég verið svona í myndatökunni.

Sunnudagur

Dress: Keypti þetta pils nýlega í ZARA, leggings úr Vero Moda, Nike skórnir og hvítur rúllukragabolur úr ZARA.

 

Ég og vinkona mín vorum með bás í Kolaportinu. Við seldum slatta af fötum og restin sem seldist ekki fór í Rauða Krossinn. Það er mjög frelsandi að fara í gegnum fataskápinn sinn – mæli með!

Þið megið endilega segja mér hvort ykkur finnst gaman að skoða svona dagbókar færslur, þá reyni ég að gera svona færslur oftar xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GÓÐ KAUP Á KAUPHLAUP

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTÍSKA

Ég og mamma gerðum okkur glaðan dag og kíktum á Kauphlaup í Smáralind í gær. Kauphlaup stendur yfir dagana 3-8.okt. Ég mæli með að kíkja og gera góð kaup og þá sérstaklega að kaupa jólagjafirnar. Sjálf ætla ég að gera það og verð örugglega mjög fegin í desember.

 

Við mamma kíktum í eina af okkar uppáhalds verslunum sem er ZARA og er einmitt einungis að finna í Smáralind. Verslunin er opin og falleg. Það voru ekki neinir afslættir í ZARA en þau voru að gera verðlækkun á mörgu og verðið hjá þeim er ótrúlega flott.

Ég sá að VITA ljósin í Dúka voru á 30% afslætti. Ég er með VITA ljós inn í svefnherbergi hjá mér,  svefnherbergið verður meira kósý og birtan frá því er ótrúlega falleg.

The Body Shop er með 30% afslátt af möskunum sínu. Ég hef lengi verið aðdáandi maskana þeirra og finnst mér maski alltaf vera skemmtileg gjöf.

Ég mæli með þessum hér! Þetta er mjög góður hreinsimaski sem dregur óhreinindi úr svitaholum og skilur húðina eftir ljómandi.

Líf & list er með mjög góða afslætti en ég nýtti mér það einmitt á seinasta ári þegar það var Kauphlaup í Smáralind og keypti mér hnífaparasettið og pottasettið. Ég mæli með þessu fyrir þá sem eru að byrja að búa eða safna í búið. Ég var mjög dugleg að safna og fékk óspart eitthvað fyrir búið í jólagjöf sem ég er mjög þakklát fyrir núna.

 

Þetta er einungis brot af því sem er að finna í Smáralind og bara hluti af verslununum sem við mamma kíktum í. Ég mæli svo sannarlega með að kíkja og gera sér góð kaup! 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

DEKUR AF BESTU GERÐ

DEKURSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Helgin mín einkenndist af dekri og ró. Ég fór með fjölskyldunni uppí sumarbústað og náði að slaka vel á. Ég var ómáluð alla helgina og leyfði því húðinni alveg að slaka á og anda. Það mjög mikilvægt að taka svona daga inn á milli og algjörlega leyfa húðinni að anda. Mig langaði að deila með ykkur hvaða húðvörur komu með mér og hvernig ég nota þær.

 

 

ADVANCED NIGHT REPAIR SERUM

Ég nota þetta serum á kvöldin og þetta gefur góðan raka, styrkir húðina og inniheldur einnig Hyaluronic Acid sem viðheldur rakanum í húðinni. Serum er sett á undan rakakreminu. Ég finn rosalega mikinn mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota þetta.

 

LA MER

Þetta er algjört lúxus krem og má eiginlega segja að þetta sé töfrakrem. Þetta krem gefur góðan raka, róar húðina og skilur hana eftir ljómandi. Mér finnst húðin mín alltaf vera extra fersk og ljómandi eftir að ég nota þetta krem. Það þarf líka bara pínu lítið í einu þannig ein svona krukka endist í langan tíma.

 

DRAMATICALLY DIFFERENT HYDRATING JELLY

Þetta gelkrem nota ég svo á daginn, annað hvort sem serum eða eitt og sér. Þetta verndar húðina frá óhreinindum og mengun sem finna má í umhverfinu. Það er líka mjög þægilegt hvað þetta fer strax inn í húðina og gefur góðan raka.

 

Body lotion og skrúbbur

Ég reyni að vera dugleg að skrúbba líkamann minn og bera body lotion en getur oft verið þreytandi að ferðast með stórar umbúðir. Ég var því mjög ánægð þegar ég sá að uppáhalds body lotion-ið mitt og skrúbburinn minn frá The Body Shop kæmu í ferðastærð.

Body lotion-ið inniheldur koffín sem hefur stinnandi áhrif á líkamann og fer strax inn í húðina. Ég hef mjög litla þolimæði fyrir að bíða eftir að body lotion fari inn í húðina þannig þetta hentar mér mjög vel. Síðan er skrúbburinn yndislegur en hann skrúbbar húðina en nærir hana um leið.

SJAMPÓ OG HÁRNÆRING

Ég er búin að vera nota Penetraitt sjampó og hárnæringu frá Sebastian sem er ætlað fyrir fíngert og litað hár. Þetta er ótrúlega vandaðar og góðar vörur sem ég mæli mikið með. Þetta combo er allavega að gera góða hluti fyrir mitt fíngerða litaða hár.

Vonandi fannst ykkur gaman að fá smá innlit hvað er í snyrtibuddunni minni þessa dagana xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FRÉTTABLAÐIÐ Í DAG: KONUR ERU EKKI Í EINNI STÆRÐ

BODY POSITIVITY

Ég er smá orðlaus yfir öllum þessum jákvæðu skilaboðum sem ég hef fengið í dag vegna viðtals sem kom í Fréttablaðinu. Þetta viðtal kom skemmtilega á óvart og er ég mjög sátt hvernig það kom út. Ég hélt fyrst að þetta væri snyrtivöru viðtal og var eiginlega ekki að búast við neinu nema að geta deilt skemmtilegum ráðum um förðun. Þetta símaviðtal endaði þó aðeins öðruvísi en ég átti von á og gaman að geta deilt mínum skoðunum.

Takk fyrir öll fallegu skilaboðin og það gleður mig mjög mikið að heyra hvað þetta hreyfir við mörgum.

Þið getið lesið viðtalið í heild sinni hér xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÞESSA BURSTA VERÐUR ÞÚ AÐ PRÓFA!

BURSTARSAMSTARF

POWDERBLEU

Loksins loksins eru PowderBleu burstarnir mættir til landsins! Ég er búin að bíða lengi eftir þessum burstum. Ég fékk að prófa þá fyrir nokkrum vikum og get 100% mælt með þeim. Þetta er eitt flottasta “launch” sem Real Techniques hefur komið út með að mínu mati. Þessir burstar eru ekki bara ótrúlega fallegir heldur einnig mjög góðir. Ég er búin að nota þá mikið á mig sjálfa og einnig þegar ég er að farða. Mig langar að segja ykkur betur frá þessum burstum og í leiðinni segja ykkur frá því að þeir eru mættir í verslanir!

PowderBleu er ný gullfalleg lína frá Real Techniques, sem inniheldur bursta sem eru sérstaklega ætlaðir í púður. Innblásturinn af burstunum er komin frá bláum íkorna sem hafa lengi veirð talin ein af þeim allra mýkstu og dýrmætustu í heimi, og margir af dýrustu burstum heims innihalda þau.

Púður getur verið eitt það mikilvægasta í förðun þegar kemur að endingu en með því að setja púðurvörur yfir kremaðar eða fljótandi förðunarvörur mun allt haldast betur yfir daginn. Hárin í PowderBleu burstunum eru sérstaklega gerð fyrir púður förðunarvörur. Hárin í burstunum eru einnig sérstaklega hönnuð til þess að grípa vel púður förðunarvörur, bera þær á þau svæði sem þú vilt púðra og án þess að hreyfa við farðanum. Það er skemmtilegt að segja frá því að PowderBleu burstarnir eru þeir fyrstu á markaðnum til að nota sérstaka FauxBleu tækni sem líkir eftir hárum blárra íkorna bæði í áferð og lit. Allir burstar frá Real Techniques eru að sjálfssögðu Cruelty Free.

B01

Soft Powder Brush: er hannaður til þess að bera púður yfir stærri svæði andlitsins og blöndun sólarpúðra og highlighters. Þessi er búin að vera í stanslausri notkun hjá mér en hann blandar út sólarpúður mjög vel. Hann nær að grípa passlega mikið af vöru og blandar síðan fallega við húðina.

B02

Soft Finishing Brush: Þessi bursti er hannaður til þess að bera kinnliti og blanda þeim svo að þekjan verði létt og ljómandi. Lögunin gerir það að verkum að auðvelt er að blanda út vöru en halda henni á nákvæmum stað. Ég er búin að nota þennan mikið til þess að setja púður undir augun en mér finnst hann fullkominn í það verk.

B03

Soft Complexion Brush: Burstinn er kúptur og mjög þéttur, og er hannaður til að pakka og blanda föstum púðurfarða á húðina. Með honum er auðvelt að byggja upp þekju með mattri áferð. Mér finnst þessi bursti bestur í kinnaliti eða til þess að gera nákvæma skyggingu.

B04

Soft Shadow Brush: Nákvæmur bursti til að byggja upp og blanda púður augnskuggum, og gefa létta áferð. Þessi bursti er strax orðinn minn allra uppáhalds blöndunarbursti en hann er fullkominn til þess að blanda “fyrsta” lit eða sem sagt blanda út fyrsta augnskuggan í blöndunarferlinu. Ég ætla klárlega að fá mér nokkra af þessum en góður blöndunarbursti er must í förðunarkittið!

B05

Soft Kabuki Brush: Stór og einstaklega mjúkur bursti sem þéttir og blandar sólarpúður, highlighter eða aðrar púðurvörur inn í húðina á andliti og yfir bringu. Þessi er æðislegur til þess að blanda út sólarpúður og blanda út highlighter á stærri svæði á líkamanum, eins og til dæmis bringuna. Síðan er hann svo fallegur á snyrtiborðið!

Plush Powder Puff

Plush Powder Puff: Mjúkur púði með flauels áferð sem er fullkominn til að setja farða með lausu púðri. Þessi púði er einnig gott verkfæri þegar maður er að farða aðra eða til þess að “baka”.

Ég vona að þið séuð jafn spennt og ég yfir þessum burstum! Þeir eru svo fallegir og ótrúlega mjúkir – Þeir eru klárlega þess virði að skoða xx 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

 

FALLEGT SKART

SAMSTARFTÍSKA

Halló! Síðastliðin vika leið ótrúlega hratt og það var mikið um að vera. Ég hef ekki haft tíma til að setjast niður en það nóg skemmtilegt framundan sem ég hlakka til að deila með ykkur. Mig langaði núna að segja ykkur frá fallegu úri sem ég fékk um daginn frá Daniel Wellington.

Ég er orðin ótrúlega hrifin af því að vera meira með skart. Það getur oft gert ótrúlega mikið fyrir heildar “look-ið” að setja á sig eyrnalokka, hálsmen eða úr. Eini fylgihluturinn sem ég er nánast alltaf með er úr og eru úrin frá Daniel Wellington í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru ótrúlega falleg, klassísk og tímalaus. Ég nota úrin mín frá Daniel Wellington ótrúlega mikið og mæli með þeim.

Úrið heitir Classic Petite Melrose og eyrnalokkarnir eru keyptir í Zara

Ég mun klárlega vera duglegri að setja inn færslur í vikunni en ég mæli líka með að fylgjast með mér á instagram. Þar set ég eitthvað í instastory nánast daglega og er oft með förðunarsýnikennslur eða ráð xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit