fbpx

MY LETRA X GUÐRÚN SØRTVEIT

LÍFIÐSAMSTARF

Halló!

Mín eigin skartgripalína!

Þið sem hafið fylgst með mér á mínum miðlum hafið eflaust tekið eftir því að ég er að gefa út skartgripalínu í samstarfi við my letra. Þetta er verkefni sem ég er búin að vera vinna að í marga mánuði og trúi ekki að þetta loksins orðið að veruleika. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt á þessum skrítnu tímum með nýfætt barn (sem er reyndar að verða 7 mánaða núna). Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig allt ferlið fer fram og hvað þetta tekur í raun og veru langan tíma, frá hugmynd til viðskiptavinar. Ég er sjálf búin að vera viðskiptavinur my letra lengi og þess vegna var ótrúlega gaman að fá að hanna sitt eigið.

Ég hannaði allt út frá sjálfri mér, eitthvað sem mig langaði í persónulega og sem mér fannst vanta. Það er ekki beint neitt sérstakt þema en allt skartið á það samt sameiginlegt að vera mjög fíngert og klassískt. Nöfnin á skartinu er einnig allt sem einkennir mig og mitt líf. Ég er óendanlega þakklát fyrir þetta tækifæri og stolt! TAKK my letra fyrir tækifærið og Sóley eigandi my letra xx

 

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Spurningar frá ykkur:

Hvenær kemur hún í sölu?

04.09.20

Hvað eru margar vörur?

11 vörur

Kemur skartið í gylltu og silfri?

Já allt kemur í bæði gylltu og silfri

Hvernig skart er þetta?

Allt skartið frá my letra er gert úr ryðfríu stáli (stainless steel). Allt silfrið er stál og gyllt er með gylltur húð sem hefst vel. Það má fara með skartið í sturtu en mælt með að taka af sér fyrir lengri endingu en silfrið heldur sér alveg eins.

Get ég notað ef ég er með nikkelofnæmi?

Þeir sem eru með nikkelofnæmi geta notað allt skart frá my letra

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

 

MEYJA EYRNALOKKAR

Eyrnalokkar sem eru þykkir og eru einstaklega fallegir. Þetta eru eyrnalokkar sem setja punktinn yfir i-ið. Ég nefndi þá “Meyja” því ég er meyja í stjörnumerkinu og er ég ein af þeim sem er alltaf að pæla í stjörnumerkjum. Þeir koma í bæði silfur og gylltu.

24 CUFF EYRNALOKKUR

Þetta er “cuff” eyrnalokkur, sem hægt er að festa á eyrað án þess að vera með gat. Þetta gerir mikið fyrir heildarútlitið og er eitthvað aðeins öðruvísi. 24 er fyrir pabba minn en hann á afmæli 24.september.

SEPTEMBER HÁLSMEN

Fallegt, fíngert en samt smá gróft hálsmen sem er einstaklega fallegt eitt og sér eða með öðru skarti. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að vera með tvö September hálsmen saman, eins og þið getið séð á myndinni hérna fyrir neðan. September hálsmenið er í höfðuð á afmælismánuðinum mínum og á sérstaklega vel við núna.

GYÐJA EYRNALOKKAR

Ég er eiginlega alltaf með hringi í eyrunum þannig það var eiginlega skylda að hafa hringi í minni skartgripalínu. Þeir eru mattir sem gerir þá veglega. Ég vildi hafa nokkrar stærðir og er hægt að kaupa þá eina og sér eða versla í sitthvoru lagi.

RÚN HRINGUR

Hringur sem mig hefur alltaf langað til að eignast! Hringurinn er grófur en samt fíngerður, hægt að nota einan og sér eða með öðrum hringum. Rún er í höfðuð á dóttur minni sem heitir Áslaug Rún.

ÁSLAUG HRINGUR

Hringur sem er fíngerður og mjór. Þetta er fullkomin hringur til að nota með öðru skarti eða eitt og sér. Ég mæli sérstaklega með að

14 HÁLSMEN

Fallegt hálsmen sem fer þétt að hálsinum og minnir á hálsmenin frá 1990-2000. Þetta er hálsmen sem mig var búið að langa í lengi og ég er svo ótrúlega ánægð með.

MAMMA HÁLSMEN

Þetta hálsmen er fyrir allar mömmurnar. Það er hægt að túlka þetta alveg eins og maður vill, hvort sem þetta er fyrir þig sjálfa sem mamma, fyrir mömmu þína eða til að gefa einhverri mömmu. Þegar ég varð ólétt og mamma sjálf þá fannst mér eitthvað vanta til að gefa eða kaupa sér sjálf. Það var annað hvort allt á ensku eða eitthvað sem fyrirferða mikið og ekki mínum stíl. Mig langaði aðhanna eitthvað sem er klassískt og hægt að nota dagsdaglega. Ég er ótrúlega ánægð með þetta hálsmen.

Það er hægt að nota hálsmenið á tvenna vegu, annars vegar láta “mamma” hliðina snúa fram eða snúa henni við. Það þurfa endilega ekkert allir að vita hvað stendur, því maður veit það sjálfur og oft líka gaman að breyta til. Þannig þetta eru tvö hálsmen í einu.

2011 HÁLSMEN

Þetta hálsmen er einfalt og klassískt, passar við allt og klikkar aldrei. Þetta hálsmen heitir 2011 því að ég og kærasti minn byrjuðum saman 2011. Hann er svo sannarlega búin að standa við bakið á mér og alltaf þarna á hliðarlínunni að peppa mig.

FEBRÚAR HÁLSMEN

Þetta hálsmen er einstaklega fallegt og passar vel með “2011” eða eitt og sér. Þetta er einfalt hálsmen en með skemmtilegu smáatriði en keðjan er snúin sem gerir hálsmenið sérstakt. Febrúar er einnig einn af mínum uppáhalds mánuðum en dóttir mín og kærasti minn eiga afmæli þá.

 

Þessi skartgripalína kemur einungis í mjög takmörkuðu upplagi og fer hún í sölu á morgun kl. 10:00 xx

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

OOTD & SÍÐUSTU VIKUR

LÍFIÐTÍSKA

Halló!

Það er orðið ansi langt síðan að ég settist niður og skrifaði bloggfærslu. Dagarnir líða svo hratt, ég sem hélt að það væri algjör klisja hvað tíminn líður hratt þegar maður eignast barn en þetta er sannleikurinn! Það er nánast alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá Áslaugu Rún á hverjum degi og magnað að fylgjast með litlum einstaklingi vera að mótast. Áslaug Rún verður 6 mánaða (Omg!) eftir nokkra daga og mér finnst fyrst núna við vera detta í smá rútínu. Það tekur tíma að aðlagast þessu öllu saman og vera gera það sama og maður gerði fyrir barn. Þótt að tímarnir eru skrítnir núna þá er ég samt ótrúlega spennt fyrir komandi tímum en ég er búin að vera vinna að nokkrum verkefnum sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur.

Ég er annars búin að vera mjög virk á instagram og er að vinna í því að byrja að taka upp IGTV en það er hægara sagt en gert með lítið barn haha. Það er einnig gjafaleikur í gangi núna á instagram-inu mínum sem ég mæli mikið með að taka þátt í. Þetta er gjafaleikur í samstarfi við upprennandi hönnuðinn Sögu Sif og ætlum við að gefa einum heppnum flík eftir hana, eins og til dæmis þessa blússu sem þið sjáið á myndinni fyrir ofan.

OOTD um daginn þegar ég kíkti aðeins á Sögu Sif og fékk meðal annars að máta þennan fallega bol og er hann strax kominn á óskalistann.

OOTD

Sólgleraugu: Gina Tricot

Bolur/peysa: Sage by Saga Sif

Buxur: ZARA

Skóra: NIKE

Mesh kjóll: ZARA (keyptur fyrir nokkrum árum)

Blazer: ZARA

Skart: My Letra

Taska: Vintage Louis Vuitton

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ORKUBOMBA FYRIR HÚÐINA

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Halló!

Ef það er eitthvað sem er ómissandi í minni förðunarrútínu og má kannski segja að sé mitt förðunartrix þegar kemur að ljómandi förðun, þá er það er rakasprey. Gott rakaprey frískar uppá húðina, gefur raka og lætur förðunina haldast á lengur.

Rakaspreyið sem er búið að vera í stanslausri notkun hjá mér síðustu mánuði er MÁDARA INFINITY MIST PROBIOTIC ESSENCE. Þetta er yndislegt rakapsrey sem inniheldur hyalorinc sýru, veitir ljóma, raka, styrkir og verndar filmu húðarinnar, kemur í veg fyrir vökvatap og auk þess inniheldur það Probiotic-lactobacillus sem gefur jafnvægi á þarmaflóru húðarinnar. Þannig þetta rakasprey er algjör orkubomba fyrir húðina. Ég er búin að vera dugleg að spreyja þessu yfir andlitið á daginn þegar ég er ómáluð en nota þetta líka þegar ég er að farða mig.

Förðunartips:

Mér finnst það alltaf vera punkturinn yfir i-ið að spreyja rakapreyi eftir að ég er búin að farða mig. Síðan er einnig hægt að nota rakapreyið eitt og sér, mjög þægilegt fyrir mömmur sem eru kannski þreyttar og þurfa smá extra raka.

MÁDARA eru lífrænar húðvörur og eru til dæmis fáanlegar hjá Heilsuhúsinu. Heilsuhúsið hefur alla tíð lagt mikið uppúr gæðum og vandar valið þegar kemur að förðunar- og húðvörum. Ég gerði færslu fyrir nokkrum mánuðum um MÁDARA húðvörurnar sem þið getið lesið hér.

Það er TAX FREE af öllum förðunarvörum í Heilsuhúsinu. Að auki er afsláttur af öllum húðvörum frá Mádara, Lavera, Benecos og Dr. Hauschka. Tax free gildir í verslunum og netverslun Heilsuhússins og jafngildir 19,35% verðlækkun.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

MEST NOTUÐU SNYRTIVÖRURNAR Í JÚNÍ

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Halló!

Það er langt síðan að ég tók saman mínar uppáhalds eða mest notuðu snyrtivörurnar og deili með ykkur hér á Trendnet. Ég farða mig lítið þessa dagana en þegar ég geri það þá eru nokkrar snyrtivörur í uppáhaldi og langar mig að deila þeim með ykkur.

Ég er ótrúlega hrifin af ljómandi og ferskri húð, sérstaklega á þessum tíma árs. Húðin mín er búin að breytast smá eftir fæðingu og finnst mér ég þurfa búa meira til þennan “náttúrulega ljóma”. Það mikilvægasta þegar kemur að ljómandi og fallegri húð er undirbúningurinn. Mér finnst gott að setja á mig gott krem og leyfa því að fara inn í húðina áður ég farða mig. Mig langar að deila með ykkur vörunum og hvernig mér finnst best að nota þær.

Shiseido Ink Duo í litnum Beige: Þessi varablýantur er búinn að vera í stanslausri notkun síðan að ég fékk hann. Liturinn er fallega hlýr brúntóna og helst vel á vörunum. Varablýanturinn inniheldur varablýant og varagrunn (primer) sem undirbýr varirnar. Það er hægt að nota hann einan og sér, undir varaliti eða gloss.

Becca Cosmetics Glow Glaze: Ljómastifti sem ég hef einnig sagt ykkur oft frá áður en þetta stifti gefur hin fullkomna náttúrulega ljóma. Húðin virðist vera blaut á góðan hátt og gefur ferskleika. Þetta ljómastifti er alltaf lokaskrefið í förðuninni og set ég bara örlítið á kinnbeinin með fingrunum. Þetta ljómastifti er úr Skin Love línunni frá Becca Cosmetics sem þýðir að þetta hefur einnig góð áhrif á húðina. Það er líka ótrúlega flott að setja bara þetta á húðina ef þið eruð til dæmis í sól og viljið að húðin sé extra ljómandi. Það er hægt að setja ljómastiftið á hreina húð eða beint yfir farða.

Real Techniques Miracle Mixing Sponge: Nýr svampur frá Real Techniques sem kom mér mikið á óvart. Svampurinn er alveg eins og vinsæli Miracle Complexion Sponge í laginu nema núna er kominn sílikon skífa á svampinn. Ég nota sílikon hliðina til þess að grunna húðina (primer) og síðan nota ég svampinn til að blanda út farða og hyljara.

Charlotte Tilbury Flawless Filter: Ef þú vilt þetta ljómandi “Victoria Secret” útlit þá mæli ég með þessu. Þetta gefur gullfallegan ljóma og hægt að nota annað hvort yfir eða undir farða.

MÁDARA Infinity Mist: Mér finnst mikilvægt að spreyja vel af rakapsreyi yfir andlitið í gegnum förðunina til þess að koma í veg fyrir púðuráferð og er þetta rakasprey búið að vera í miklu uppáhaldi. Gefur góðan raka, frískandi og lætur förðunina endast lengur.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing: Farði sem hreyfir sig með húðinni, gefur ljóma, miðlungsþekju og helst vel á húðinni. Þessi farði er búin að vera í miklu uppáhaldi síðustu mánuði.

MÁDARA Deep Moisture: Rakakrem sem gefur raka, nærir og róar húðina. Þetta krem er búið að henta húðinni minni ótrúlega vel en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er húðin mín búin að vera extra viðkvæm eftir fæðingu.

GOSH I’m Blushing kinnalitirnir: Þessir kinnalitir eru búnir að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu mánuði og blanda ég oftast tveimur litum saman. Þeir eru mattir, sem mér finnst frábær kostur því ég set síðan oftast ljóma yfir. Þannig fyrir þá sem eru lítið fyrir ljóma eða eru með olíumikla húð þá eru þetta kinnalitir fyrir ykkur.

Smashbox Vitamin Glow Primer: Farðagrunnur sem gefur góðan raka, vekur og frískar uppá húðina. Þetta er eins og gott kaffiskot fyrir húðina.

Origins GinZing Boosting Tinted Moisturizer: Ég er búin að vera grípa mikið í þetta dagsdaglega þegar ég vil ekki vera með farða en vil samt fríska aðeins uppá húðina. Þetta er litað, létt, olíulaust og orkugefandi dagkrem. Þetta er einnig eins og gott kaffiskot fyrir húðina og hentar sérstaklega vel fyrir þreyttar mömmur haha.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

SAGA SIF

TÍSKA

Halló!

Fyrir nokkrum mánuðum var ég að rúlla í gegnum instagram, rekst þar á ótrúlega flotta stelpu sem er að hanna fallegar flíkur. Þetta er hún hæfileikaríka Saga Sif. Mér fannst ég verða að deila henni og hennar hönnun með ykkur hérna á Trendnet. Mér finnst flíkurnar hennar svo klæðilegar og manni, eða allavega mér ,líður svo vel í þeim. Saga er búin að pæla í öllum smáatriðum, sem gera flíkurnar hennar svo einstakar.

Mig langaði svo að kynnast henni betur, hennar hönnun, hvar hún fær innblástur og öllu sem því tengist, þannig ég ákvað að taka hana í smá spjall. Ég hlakka svo sannarlega til að halda áfram að fylgjast með henni og hvað hún á eftir að gera meira í framtíðinni.

Hver er Saga Sif?

Ég heiti Saga Sif Gísladóttir og er 25 ára Hafnfirðingur, ég útskrifaðist úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ af Fatahönnunar og textílbraut árið 2015. Árið 2018 sótti ég um Fatahönnun hjá Listaháskóla Íslands og komst inn og var núna að klára mitt annað ár þar. Ég hef æft handbolta í yfir 10 ár og var núna í vor að skirfa undir samning við Íþróttafélagið Val og þar mun ég spila næsta haust. Íþróttirnar eru mjög stór partur af mínu lífi og er þetta mjög áhugaverð blanda við listina, íþróttirnar hafa gefið mér ótrúlega mikið sem ég hef nýtt mér inní bæði listina og mótað mig sem einstakling. Þar þarftu að vera ákveðin og standa með sjálfri þér, jákvæð og ótrúlega dugleg því engin gerir vinnuna fyrir þig og er það klárlega eitthvað sem ég tileinkað mér þegar kemur að mínu vinnuferli í skólanum. 

 

 

Hvenær fékkstu áhuga fyrir tísku/hönnun? 

Ég hef lengi haft mikin áhuga á tísku og hönnun og hef alltaf verið að vinna mikið í höndunum og með fatahönnun hef ég einnig verið að hanna skart, töskur og macrame vegghengi. 


Hvar færðu innblástur?

Það er ótrúlega misjafnt, ég fæ mikin innblástur af instagram, pinterest og af tískusýningum. Þá er ég aðalega að horfa eftir detailum og formum sem hægt væri að taka innblástur frá til þess að gera eitthvað „nýtt“ og áhugavert. Sjálf vinn ég líka mikið með það að reyna ná fram áhugaverðu formi á flík því mér finnst svo ótrúlega gaman að gera eitthvað sem vekur athygli. 


Hvað er á döfinni? 

Það var ekki fyrr en í covid-19 sem ég fór að hugsa um hvort að ég gæti hugsanlega unnið sjálfstætt í sumar þar sem litla aðra vinnu var að fá. Ég dembdi mér í saumaskapinn og fann strax fyrir miklum áhuga á samfélagsmiðlum.

Mig langar að gera það að markmiði að búa til flíkur sem klæða sem flestar líkamsgerðir og geri ég það með því að nota mikla vídd og teygjan gerir flíkinni kleift að falla fallega á marga líkama. 

Ég hef einnig tekið alla afganga sem falla frá við saumaskapinn og langar mig að nýta þá í að gera nokkrar einstakar flíkur og vinna þá í átt að “zero waste“

Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á mynsturhönnun og mig langar að vinna með það í framtíðinni að prenta mín eigin mynstur á efni en hingað til hef ég aðeins notast við „tie-dye“ litun og finnst mér það ótrúlega skemmtilegt.

Það er draumurinn að stofna fyrirtæki og stefni ég á að gera það næsta sumar. Mig langaði að nýta sumarið vel í allskonar undirbúning því næsta haust held ég inní seinasta árið mitt í Listaháskólanum ásamt því að vera á leið inní mjög krefjandi keppnistímabil í handboltanum.  Ég stefni á að vera mögulega með nokkarar „pop-up“ sölur yfir þennan tíma.

 

Hvar er hægt að kaupa af þér flíkur?

Í sumar fékk ég ásamt níu öðrum listamönnum hönnunarstyrk þar sem við fengum húsnæði á Laugavegi 51 og erum þar undir nafninu Upprennandi. Þar höfum við sett upp vinnustofu þar sem fólk getur komið, mátað og verslað við okkur. Ég er einnig mjög virk á Instagram þar sem ég sýni mikið frá því sem ég er að gera og hef ég fundið fyrir miklum áhuga á því einmitt að fylgjast með hönnunarferlinu.  

Lokaorð? 

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir öll jákvæðu viðbrögðin sem ég fengið og hefur það klárlega gefið mér drifkraft til þess að vilja gera meira.

Takk æðislega fyrir spjallið elsku Saga. Ég mæli svo sannarlega með að fylgja henni á instagram @sagasifg xx

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NAFNAVEISLA

ÁSLAUG RÚNFYRIR BARNIÐLÍFIÐSAMSTARF
*Vörurnar sem eru merktar með * voru fengnar í gegnum samstarf/gjöf

Halló!

Þann síðast liðin miðvikudag, 17. júní eða öllu heldur þjóðhátíðardag okkar Íslendinga þá héldum við uppá nafnaveislu handa Áslaugu Rún dóttur okkar. Eins og með svo margt annað þá þurftum við að bíða með veisluna hennar í nokkra mánuði vegna heimsfaraldursins. Nafnið átti því alltaf í byrjun að vera óvænt en við ákvaðum síðan að tilkynna bara nafnið því við vissum að við þyrftum að bíða með veisluna og engin vissi hversu löng biðin það yrði.

Dagurinn var yndislegur í alla staði og fengum við glampandi sól en við grínuðumst með það að við ættum þessa sól inni eftir að Áslaug Rún fæddist í stormi. Veislan var haldin heima hjá foreldrum mínum í húsi sem ég ólst að hluta til upp í sem var ótrúlega dýrmætt. Við ákvaðum að hafa sumar stemningu og vorum með tjald út í garði og grillaðar pulsur. Þannig við vorum mikið að treysta á sólina og hugsuðum “þetta reddast ef það kemur rigning”, eins og sannir Íslendingar á þjóðhátíðardaginn. Það var svo yndislegt að sjá alla og vera í veislu á meðal fólks, manni líður eins og það sé mörg ár síðan maður fór í eða hélt veislu.

Ég var ótrúlega spennt fyrir nafnaveislunni, búin að plana lengi og get alveg viðurkennt það að við höfðum mikið fyrir þessari veislu. Það var líka alveg týpiskt að kvöldinu áður, þegar allt var tilbúið, þá rann það upp fyrir mér að ég átti eftir að hugsa í hverju ég ætti að vera haha, það var smá stress en sem betur fer fann ég eitthvað ég átti. Ég var búin að pæla í öllu nema sjálfri með þegar kom að veislunni.

Þessi dagur var yndislegur í alla staði. Það er eitt sem stóð mikið uppúr en það var þegar pabbi, mamma og Erna besta vinkona mín komu okkur á óvart með því að taka tvö lög fyrir Áslaugu Rún. Þau voru búin að æfa alla vikuna. Falleg gjöf sem við munum aldrei gleyma. Við erum að springa úr hamingju og þakklæti yfir hvað við eigum yndislegt fólk í kringum okkur.

Bake A Wish* sá um allar kökurnar í veislunni og vorum við skýjunum með allt. Þessi salt karmellu kaka sló alveg í gegn og var svo ljúfeng.

Þessi veislubakki sló í gegn og var fljótur að fara með kaffinu, mæli með!

Við ákvaðum að vera með mikið af myndum af Áslaugu Rún en það voru margir lítið búnir að sjá hana vegna ástandsins. Ég fyllti líka í minningarbókina hennar og var mjög vinsælt að setjast niður og skoða hana. Þá gat fólk fengið að sjá og lesa í stuttu máli til dæmis fæðinguna, fyrstu dagana og fleira.

Merktar Coke Cola flöskur*, þetta var eitt af því sem ég var löngu búin að ákveða. Ég sá þetta fyrir nokkrum árum þegar “Njóttu Coke með..” var sem vinsælast og þá var þetta einnig vinsælt í skírnar/nafnaveislum. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gerir mikið fyrir veisluborðið.

Ég deildi smá frá deginum á instagram og fékk nokkrar spurningar í kjölfarið sem mig langaði líka að deila hér.

“Hvar keyptiru blómakrasin hennar?”

Við keyptum hann í Auður Blómabúð. Ég var ótrúlega ánægð með hann og gaman að hafa aðeins öðruvísi en þetta týpiska.

“Hvar keyptiru fötin á Áslaugu Rún?”

Allt dressið hennar er keypt í Petit. Kjólinn keypti ég þegar ég var ólétt og hafði einmitt hugsa mér að hann yrði fullkominn fyrir nafnaveisluna.

“Hvaðan er kjólinn þinn?”

Þennan kjól fann ég inn í skáp en ég keypti hann í fyrra sumar þegar ég var nýbúin að komast að því að ég væri ólétt. Ég var alveg á seinasta snúning með að finna dress á mig en hann var fullkominn fyrir daginn. Hann er því miður ekki til lengur.

“Hvaðan eru servétturnar?”

Þessar gullfallegu servéttur eru frá Reykjavík Letterpress og var mig búið að dreyma um svona servéttur fyrir daginn hennar, þær settu punktinn yfir i-ið.

“Hvaðan er nafnaskiltið á kökunni?”

Það er hægt að panta nafnaskilti þegar maður kaupir köku hjá Bake a wish. Ótrúlega fallegt og einstaklega þægilegt að þurfa ekki að pæla í því eða muna eftir að setja á kökuna.

“Hvar fékkstu merkimiða á Coke Cola flöskurnar?”

Við fengum þessar merkimiða hjá Vörumerking Ehf en það er líka hægt að hanna miða sjálfur í tölvunni og líma á. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vakti mikla lukku.

“Er eitthvað sem þú myndir gera öðruvísi þegar þú lítur til baka yfir daginn?”

Nei ekki neitt, þessi dagur var yndislegur í alla staði. Eina sem ég hefði vilja gera meira, var að taka myndir en ég var ekkert með símann á mér allan daginn. Við vorum bæði á fullu að spjalla við alla og síðan var Steinar að grilla en sem betur fer tókum við nokkrar myndir áður en gestirnir komu.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NÁTTÚRULEGUR LJÓMI

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló!

Sumarið er tíminn til þess að ljóma og gera húðina frísklega. Mig langaði að deila með ykkur mínum ráðum þegar kemur að ljómandi húð. Þið sem hafið fylgst með mér lengi og lesið bloggið reglulega vitið að ég elska ljóma og þá sérstaklega “náttúrulegan” ljóma.

RAKAKREM

Góður grunnur skiptir öllu máli og því mikilvægt að grunna húðina vel. Gott rakakrem sem gefur góðan raka og hentar þinni húð skiptir miklu máli þegar kemur að ljómandi húð. Ég mæli með að setja rakakrem 5-10 mín fyrir förðun.

LJÓMAGRUNNUR

Eins og ég sagði þá skiptir grunnurinn ótrúlega miklu máli og til þess að ná fram náttúrulegu ljómandi útliti þá er sniðugt að setja ljómagrunn undir farðann. Með því að nota ljómagrunn þá verður ljóminn en náttúrulegri og gefur þetta “glow with in” útlit.

FLJÓTANDI LJÓMAKREM

Til þess að ná fram náttúrulegum og fallegum ljóma þá mæli ég alltaf með að nota fljótandi ljómakrem eða stifti. Ljóminn verður svo náttúrulegur og fallegur á húðinni.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

EINFALDUR EYELINER

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Chanel

Halló!

Ég verð að segja ykkur frá eyeliner sem ég er búin að vera nota seinustu mánuði. Ég er mjög vanaföst þegar kemur að blautum eyeliner. Mér finnst hin fullkomni eyeliner þarf að vera kolsvartur, mattur og auðveldur í notkun. Mér finnst best að nota eyeliner sem er í pennatúss formi. Chanel Beauty gaf nýlega út nýja eyeliner sem ég er ótrúlega hrifin af og varð því að deila með ykkur. Le Liner De Chanel eru ótrúlega auðveldir í notkun, kolsvartir, mattir og haldast vel á, tikka því í öll eyeliner box hjá mér!

EYELINER TIPS:

Mér finnst alltaf best að horfa niður í spegil þegar ég geri eyeliner. Þannig er ég ekki að blikka augunum og skemma eyeliner-inn. Síðan er mikilvægt að fylgja neðri augnháralínunni og mynda eyeliner vænginn þannig.

Ég nota alltaf eyeliner og finnst það gera svo mikið fyrir augun mín. Mér finnst eyeliner móta augun fallega og draga fram það besta.

Ásetjarinn er mjór og er því hægt að gera hin fullkona væng. Það er auðveldlega hægt að stjórna hversu þykkur eyeliner vængurinn er.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

FYRSTU MÁNUÐIRNIR

ÁSLAUG RÚNFYRIR BARNIÐ
*Vörurnar sem eru merktar með * voru fengnar að gjöf/samstarf

Halló!

Áslaug Rún er orðin þriggja mánaða og langaði mig að fara yfir hvernig fyrstu mánuðirnir eru búnir að ganga. Mér fannst sjálfri svo gaman að lesa, heyra og sjá hjá öðrum hvað var mest notað eða hvernig gekk fyrstu mánuðina. Mér finnst þessir mánðuir hafa liðið svo hratt og trúi varla að hún sé að verða fjögra mánaða eftir nokkrar vikur. Við erum ennþá að koma okkur í rútínu og aðlaga lífinu okkar í kringum þennan nýja lífstíl. Þetta eru án gríns búnir að vera bestu og erfiðustu mánuðir lífs míns. Mér finnst allar klisjur vera sannar og finnst ennþá jafn magnað að við höfum búið hana til.

Mig langaði að fara yfir hvað var mest notað hjá okkur og hverju ég mæli með. Það er samt ótrúlega mismunandi eftir hverjum einum hvað manni finnst vera “must” að eiga og nota fyrir barnið sitt. Börn þurfa bara ást, umhyggju og öryggi. Þannig allt sem ég er að fara mæla með er eitthvað sem virkaði fyrir okkur en síðan gæti það ekki virkar fyrir einhvern annan.

Ég spurði líka fyrir nokkrum vikum á instagraminu mínu og tók saman nokkrar spurningar sem ég ætla deila hérna með ykkur.

Fyrstu vikurnar:

Mér fannst fyrstu vikurnar ótrúlega erfiðar og var ég mikið að ofhugsa allt. Það er bara svo mikið í gangi þessar fyrstu vikur og ef ég gæti mælt með einhverju væri það að takmarka allar heimsóknir, allavega fyrstu tvær vikurnar. Ég veit að allir eru spenntir að hitta barnið og foreldrana en það er mikivægara að barnið og foreldrarnir fái að kynnast.

“Fyrstu dagana og vikunnar hvernig var svefninn hjá henni? Sváfu þið öll saman eða voru vaktir?”

Það er eiginlega enginn svefnrútína fyrstu vikurnar haha en við ákváðum strax frá fyrsta degi að gera alltaf sömu rútínuna á kvöldin og morgnana. Við byrjum semsagt á að skipta á henni, klæða hana í náttföt og svo fær hún alltaf að drekka inn í herbergi. Þetta hjálpar henni að þekkja muninn á dag og nótt. Við vöknuðum alltaf saman fyrstu vikurnar en síðan er sniðugt að skiptast á svo að báðir foreldrar séu ekki búnir á því haha.

“Hvernig voru fyrstu dagarnir? Svefn/stress/andlega líðan?”

Fyrstu daganir voru mjög erfiðir andlega fyrir mig. Tilfinningarnar voru útum allt, sængurkvennagrátur og allur pakkinn. Við þurftum líka að fara aftur uppá Vökudeild þegar hún var þriggja daga gömul og það gerði mig ennþá viðkvæmari. Síðan er eðilegt að vera stressaður fyrstu dagana, þetta er svo nýtt og maður veit í rauninni ekki neitt haha. Ég mæli með að vera alltaf búin að skrifa niður spurningar fyrir heimaljósuna, því maður gleymir öllu eiginlega strax.

 

BRJÓSTAGJÖF

 

Kæliskífur (Hydro Nipple Pads)

Brjóstagjöfin gekk ótrúlega vel hjá okkur fyrstu vikurnar og fékk ég ekki sár eða neitt en þetta tekur samt ótrúlega á og mér fannst gott að eiga svona kæliskífur til að setja á eftir brjóstagjöf. Þetta fannst mér koma í veg fyrir sár. Skífurnar koma held ég bara fjórar í pakka og mjög dýrt en endist miklu lengur ef maður klippir í litla búta, þannig nýtir maður vöruna betur.

Brjóstakrem

Góður græðandi varasalvi eða áburður sem inniheldur HPA lanólín. Mjög gott fyrir þurra og sprungna húð s.s. varir, fingurgóma frostsprungnar kinnar og slefexem. Ég notaði brjóstakrem ekki mikið en mér fannst samt ótrúlega gott að eiga svoleiðis fyrstu dagana.

Gjafapúði

Vá ef það er eitthvað sem ég mæli með að eiga þá er það gjafapúði! Ég fékk minn gefins notaðann á meðgöngunni og ég svaf alltaf með hann á milli fóta, mjög þægilegt fyrir grindina. Síðan fór ég með hann uppá fæðingadeild og gaf henni brjóst þar. Þessi gjafapúði er síðan búin að vera í stanslausri notkun heima og er enn í notkun. Mér fannst líka mjög þægilegt að þegar gestir voru að koma í heimsókn að bjóða þeim að setja gjafapúðann undir, uppá öryggi og þægindi fyrir þau. Mæli svo mikið með að eiga góðan gjafapúða!

SVEFN

Hreiður*

Hreiður (babynest) er eitthvað sem ég mun klárlega nota aftur og erum við ennþá að nota. Ég mæli mikið með babynestinu frá Konges Sljod, þau eru ótrúlega mjúk og frekar stór þannig þau endast lengi. Hreiðrið er líka hannað með öryggi barnsins í huga en dýnan er til dæmis með litlum “kössum” á sem gerir það að verkum að það loftar betur hjá barninu. Einnig er bandið sem heldur hreiðrinu saman, vel falið þannig engin hætta á að flækja sig í því. Ég er allavega þessi stressaða mamma og lét ljósmóður skoða hreiðrið vel áður en hún fékk að sofa í því, hún gaf allavega grænt ljós á þetta. Ég mæli samt alltaf með að spurja heimaljósuna og engin spurning er asnaleg. Henni leið og líður allavega ótrúlega vel í þessu hreiðri. Ég held að börn finnist þau vera örugg í hreiðri og minnir á þegar þau voru í maganum.

Hitapoka

Við hituðum alltaf hreiðrið hennar með hitapoka áður en við lögðum hana í rúmmið. Ungabörn eru svo viðkvæm fyrstu dagana og líður best hitanum, þannig að volgt hreiður er ótrúlega notanlegt fyrir þau. Við gerðum þetta á hverju kvöldi áður en hún fór að sofa fyrir nóttina.

Uglupoka/Swaddle

Við notðum uglupoka alveg þangað til hún varð og of stór í hann en það er sagt að börnum líði ótrúlega vel þegar það er búið að pakka þeim inn eins og “burrito” því þannig voru þau í maganum. Fyrir ykkur sem vitið ekki en þá er uglupoki prjónaður poki og mæli ég með að plata einhvern prjónasnilling að gera svona fyrir ykkur.

Vagga

Vagga er eitthvað sem við notuðum mikið og mæli ég sérstaklega með Moses Basket*. Okkur fannst ótrúlega þægilegt að geta haft hana hjá okkur á meðan hún svaf á daginn. Það er hægt að vagga henni fram og til baka, taka körfuna af grindinni, sem var mjög þægilegt ef maður fór til dæmis á klósettið og vildi ekki vekja hana en vildi hafa hana hjá sér. Við prófuðum líka þessa klassísku vöggu sem margir kannast við og eru líka ótrúlega góðar og fallegar en mér fannst meira fara fyrir henni og þegar maður er í lítilli íbúð þá er gott að hafa eitthvað sem tekur ekki mikið pláss.

BLEYJUSKIPTI

Ubbi Diaper Caddy

Ég sá þetta fyrir löngu áður ég varð ólétt og áður en þetta var komið til Íslands, lagði þetta á minnið því mér fannst þetta svo sniðugt. Þetta er bleyjubox sem hægt er að geyma allt sem þú þarft til þess að skipta á barninu. Við búum í lítilli íbúð og er mjög þægilegt að geta tekið þetta með þegar við skiptum á henni inn í stofu eða svefnherberginu. Það er einnig pláss fyrir heimatilbúnar blautþurrkubox.

Libero Touch Bleyjurnar*

Ég verð síðan að fá að mæla með þessum bleyjum. Við notum alltaf Libero Touch bleyjurnar og hafa þær reynst okkur best. Það sem heillar okkur svo mikið við þær er að það er vökva lína. Línan er gul þegar bleyjan er þurr en blá þegar hún blaut og þarf að skipta á henni. Þetta er svo þægilegt og auðveldari manni mjög mikið til dæmis á nóttunni þegar maður er þreyttur að kíkja bara og sjá hvort maður sjái bláa línu. Bleyjurnar eru líka einstaklega mjúkar og leka ekki auðveldlega. Einnig eru þær svansmerktar en svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og eru strangar kröfur sem vörur þurfa að uppfylla til að mega vera svansmerktar og eru þær vörur betri bæði  fyrir umhverfið og heilsuna.

FATNAÐUR

 

 

 

Samfellur/samfestingar

Þegar maður eignast barn þá er mjög fyndið hvað maður hefur allt í einu mikla skoðun á barnafötum og sér mjög fljótt hvað hentar sínu barni. Þannig mér finnst mjög erfitt að mæla með eitthverju því þetta er svo misjafnt eftir hverjum og einum. En það voru sumar samfellur og samfestingar í meira uppáhaldi en aðrar.

Við héldum mikið uppá ungbarnagalla frá Konges Sljod en ég keypti þá í Petit. Það sem mér fannst svo þægilegt við þessa galla er að það er hægt að opna þá alveg, þannig það er ótrúlega auðvelt að klæða ungabörn. Ég forðaðist allt sem mér fannst of þröngt til að setja yfir höfuðið. Síðan fannst mér æðislegt að eiga ullargalla og var mikið með hana í merino ull fyrstu vikurnar. Uppáhalds galli pabbans og veit ég að eru í uppáhaldi hjá mörgum öðrum eru uglugallarnir frá Soft Gallery. Þeir eru ótrúlega mjúkir, vaxa með barninu og auðvelt að skipta á barninu.

“Var eitthvað sem þið sáuð eftir að hafa keypt og notuðu ekki?”

Það margt sem ég hefði geta beðið með að kaupa og ekki eins mikið stress og maður hélt. Til dæmis mexíkana hattinn, fullt af taubleyjum og margt annað sem hægt er að hoppa frekar út í búð og kaupa ef manni vantar. Mér fannst ég líka smá klaufi við að kaupa réttu stærðinar en ég mæli með að eiga minna heldur en meira af fötum og kaupa kannski bara þrennt í hverri stærð. Ég keypti til dæmis alltof mikið í 56 en ekkert eiginlega 62. Stærðir eru samt ótrúlega mismunandi og eru hún til dæmis ennþá að nota sumt í 56. Ég keypti líka alltof mikið af sokkum. Sokkar detta bara af ungabörnum og notar hún til dæmis bara þrenn sokkapör því þau eru einu sem detta ekki af henni haha. Ég tók hreiðurgerðina alla leið og vildi hafa allt fullkomið en síðan þegar ég fékk hana í hendurnar þá skiptir allt það engu máli, hún er það eina sem skiptir máli. Maður verður samt að læra sjálfur og sjá hvað hentar manni.

“Hvað finnst þér ekki nauðsynlegt að eiga?”

Eins og ég segi þá fer það rosalega eftir hverjum og einum hvað manni finnst “nauðsynlegt”. Við vorum ekki með skiptiborð og er það eitthvað sem mér persónulega finnst ekki nauðsynlegt.

“Hvað sérðu eftir að hafa ekki átt þegar hún fæddist?”

Það er ekkert sem ég sé eftir að hafa ekki átt nema kannski við hefðum vilja eiga almennilegt swaddle.

 

Vonandi hjálpar þetta einhverjum og þið höfðuð gaman af xx

Þið getið lesið allt um hvað ég tók með mér í heimferðar/spítalatöskuna hér

Hvaða matarstól við völdum hér

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

BLÁTT GLOSS?

SAMSTARFSNYRTIVÖRURVARIR
*Færslan er í samstarfi við Shiseido

Halló!

Ég setti á mig bláan gloss í gær, já bláan! Vinkona mín og förðunarsnillingurinn Natalie Hamzehpour var búin að segja mér frá þessum gloss og sagði að þessi gloss yrði trylltur yfir nude varaliti. Þegar ég sá þennan skærbláa gloss þá var ég smá tvístígandi haha, ég er mjög föst í að vera með nude varaliti og ef ég er með lit á vörunum þá er það oftast rauður. Blár er því mjög út fyrir þægindarrammann minn en ég ákvað að prófa og var ekki fyrir vonbrigðum. Þessi gullfallegi blái gloss kemur skemmtilega á óvart en hann er í rauninni ekki blár á litinn heldur gefur fallegan glans. Glossinn passar einstaklega vel við nude varaliti og líka flottur einn og sér. Það er ótrúlega skemmtilegt að breyta aðeins til.

Glossinn heitir Hakka Mint 10 er frá Shiseido er úr Shimmer Gelgloss línunni þeirra. Glossarnir eru þægilegir á vörunum, eru ekki klístraðir, gefa kristal glans og eiga að endast á vörunum í allt að 12 klukkustundir.

Varablýantur: Shiseido Lipliner InkDuo í litnum 02 Beige 

Gloss: Shiseido Hakka Mint 10 

Ég er með engan filter á myndinni, þannig þið vonandi sjáið hvað það kemur fallegur glans og hvað hann passar vel við nude varaliti eða varablýanta. Varablýanturinn er æðislegur og er fallega brúnn á litinn. Það sem er líka æðislegt við þennan varablýant er að það er vara á sitthvorum endanum, öðru megin er varablýantur og hinum megin er varagrunnur (primer). Hann endist líka vel yfir daginnMæli með að skoða þessa varablýanta, þeir eru æðislegir!

Ég er allavega að missa mig yfir þessum bláa gloss! Hvað finnst ykkur?

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx