*Færslan er í samstarfi við Bókabeituna
Halló!
Ný bók um húðina og umhirðu hennar! Það var löngu komin tími á bók um húðumhirðu. Ég elska að pæla í öllu tengdu húðinni og eftir því sem maður lærir meira um húðina, þá kynnist maður húðinni sinni betur. Ég var því ótrúlega spennt þegar ég sá að Kristín Sam væri að gefa út bók um húðina. Hún er algjör snillingur þegar kemur að húð og mæli ég með að fylgja henni á instagram (@ksam.beauty) en þar deilir hún reglulega ráðum og meðmælum tengt húðinni. Bókin Húðin & umhirða hennar er sett upp þannig að hver sem er geti nýtt sér hana, hvort sem maður er byrjandi eða fyrir lengra komna. Það er gott fyrir alla að kynnast húðinni sinni og vita hvaða vörur henta manni. Ég hefði svo mikið þurft þessa bók þegar var að byrja að nota húðvörur og fannst einmitt svo mikil vöntun á svona bók á markaðinn. Þetta er því fullkomin jólagjöf að mínu mati fyrir hvern sem er, á hvaða aldri sem er.
Í bókinni má finna margvíslegan fróðleik um húðina og hvernig best er að annast hana. Það er hægt að fræðast um starfsemi húðarinnar, algeng húðvandamál, ólíkar húðvörur og virkni þeirra. Lesendur læra að greina sína húðgerð og fá ráðleggingar um hvaða húðvörur henta best.
Bókin er fáanleg í flestum bókaverslunum og getið verslað hana hér.
Mig langaði að kynnast Kristínu betur og ákvað að spurja hana af nokkrum spurningum:
Hver er Kristín Sam?
Tveggja barna húsmóðir í Mosfellsbæ sem býr yfir gríðarlegum áhuga á öllu sem tengist snyrti- húð- og hárvörum. Það var alltaf draumur minn að starfa á einhvern hátt með snyrtivörur en frá því ég var tvítug að mig minnir hef ég starfað í snyrtivörugeiranum á einn eða annan hátt og alltaf elskað það.
Ég byrjaði ung að starfa í kynningum og má segja að áhugi minn á húðvörum hafi aukist verulega þá, en ég hef alltaf verið heilluð að húðvörum og hvað þær geta gert fyrir okkur. Mér fannst svo gaman að fræðast um vörurnar og kafa dýpra í þær og hefur það ekkert breyst.
Ég fagna þess hve mikil fjöldi íslendinga er orðið meðvitað um sína húðumhirðu, að vilja gera meira eða betur. Ég tók eftir miklu óöryggi hjá fólki sem vildi koma sér af stað í betri húðumhirðu, einnig þegar velja átti sér húðvörur. Það var þá sem hugmyndin af bókinni kom en það hefur verið mikil vöntun á slíkri bók á markaðnum hér heima.
Hefuru alltaf verið með svona mikinn áhuga á húðumhirðu?
Nei ekki alltaf, ég hef alltaf elskað snyrtivörur og haft gaman að þeim en þegar ég var yngri vissi ég ekki hvernig ég átti að nota þær rétt.
Ég er ein af þeim sem þurfti að kljást við húðvanda, þrálátar bólur, kýli og roða í mörg ár, eftir þá reynslu var ég tilbúin að gera hvað sem er til að halda húðinni minni í góðu jafnvægi og fór þá áhuginn tengt húðumhirðu að verða meiri og meiri.
Þitt besta ráð húðumhirðu ráð?
Eftir reynslu mína með minn húðvanda þá veit ég hversu mikilvægt það er að nota húðvörur sem hæfa okkar húðgerð og húðvanamálum, það þarf því að vanda valið á húðvörunum okkar rosalega vel. Ekki kaupa eitthvað bara af því að Sigga út í bæ sagði það væri frábært, við þurfum virkilega að hugsa út í hvort varan henti okkur sjálfum.
Svo er mikilvægt að nota milda andlitshreinsa kvölds og morgna, næra húðina vel með góðum raka og nota alltaf sólarvörn.
Þín uppáhalds vara/formúla?
Þetta er gríðarlega erfið spurning fyrir mig en ég á alveg nokkrar uppáhalds vörur en húðin breytist gjarnan, tildæmis milli árstíða og skipti ég gjarnan um vörur með.
En ef ég þyrfti að velja þá held ég að það væri gott rakaserum.
Rakaskortur í húðinni getur framkallað ýmis húðvandamál og þekki ég það af eigin raun.
Ég er mjög hrifin af Dior Capture Youth Plump Filler og Pestle & Mortar Pure Hyaluronic Serum. Báðar vörurnar eru afar ríkar af rakagjöfum.
Hvernig er þín húðumhirða?
Öll kvöld byrja ég á að fjarlægja sólarvörnina og farðann og nota svo annan mildan hreinsi strax á eftir til að fjarlægja öll umfram óhreinindi af húðinni.
Ég er mjög hrifin af rakavatni en það nota ég strax á eftir andlitshreinsun.
Þegar húðin er í uppnámi þá er húðrútínan mín oftast lengri en ég reyni að dúllast við hana með góðum serumum sem vinna á þeim húðvanda sem er til staðar.
En þegar húðin mín er í góðu jafnvægi þá læt ég gott rakaserum og rakakrem duga.
Á daginn enda ég svo á sólarvörn en það er gríðarlega mikið að nota hana alla daga, allan ársins hring og sé ég sjálf töluverðan mun á húðinni minni eftir ég byrjaði að tileinka mér þann sið.
Takk æðislega fyrir spjallið elsku Kristín og til hamingju aftur með bókina! xx