fbpx

MAMMA HÁLSMEN

LÍFIÐSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við my letra

Halló!

Mig langaði að deila með ykkur að hálsmenið “mamma” sem ég hannaði í samstarfi við my letra er komið aftur. Þetta hálsmen seldist upp á fyrstu mínútunum og var mikil eftirspurn eftir því þannig við ákvaðum að koma með annað upplag. Ég er ennþá ekki alveg að ná því að þetta seldist upp og að línan hafi gegnið svona vel. Ég er endalaust þakklát og vildi bara segja TAKK! Það er ennþá hægt að nálgast línuna mína en það er sumt uppselt og kemur ekki aftur. Þið getið lesið allt um skartgripalínuna mína hér.

Hugmyndin af mömmu hálsmeninu varð til þegar ég var ólétt og mér fannst vanta eitthvað til að gefa mömmum. Þetta er fullkomið fyrir allar mömmur, hvort sem manni langar að verða mamma, nýbökuð mamma eða misst mömmu sína og langar að hafa hana alltaf hjá sér. Hálsmenið er ótrúlega einfalt og passar við öll önnur hálsmen eða að mínu mati. Það er hægt að snúa hálsmeninu bæði fram og aftur. Það fallegt að orðið “mamma” sést en líka fallegt að snúa því við þannig að þetta sé bara plata en þá veit maður sjálfur hvað stendur, sem er líka ótrúlega fallegt.

Mér finnst hálsmenið vera fullkomin jólagjöf, svo persónuleg og falleg! 

Þið getið verslað hálsmenið hér xx 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

MYNTO ÓSKALISTINN MINN

ÓSKALISTISAMSTARF
*Færslan er í samtarfi við Mynto

Halló!

Mig langaði svo að deila með ykkur Mynto en ég hef verið að fylgjast með Mynto svolítin tíma núna. Mynto er verslunarmiðstöð á netinu, sem er algjör snilld að mínu mati og sérstaklega þægilegt á þessum skrítnu tímum. Ég er líka þannig týpa að mér finnst oft svo yfirþyrmandi að vera skoða margar netverslanir í einu. Það er svo þægilegt að geta verið með yfirlit yfir allar vörur sem manni langar í á einum stað þótt þær séu kannski frá mismunandi verslunum. Eftir að ég byrjaði að skoða síðuna hjá Mynto þá útgötvaði ég líka fullt af flottum verslunum sem ég hafði aldrei séð áður eða verslað hjá. Þetta á svo sannarlega eftir að koma sér vel um jólin þegar maður fer að kaupa inn jólagjafir.

 
Það er svo flott úrval af verslunum hjá Mynto að ég var í marga daga að setja upp óskalista haha. Mér finnst líka algjör snilld að það er hægt að leita af ákveðnum vörum, eins og til dæmis ef ég væri að leita af skál þá sér maður allar skálarnar frá mismunandi vefverslunum.

Hérna er óskalistinn minn! Allt svo fallegar vörur og frá mismunandi verslunum.

Hvsik Cayman Pocket Sand Beige – Kremuð taska frá Hvisk sem er á óskalistanum, ótrúlega falleg og passar við allt.

The Ordinary NIACINAMIDE 10% + ZINC 1% – Ég er búin að vera lengi á leiðinni að prófa vörurnar frá The Ordinary en þetta er örugglega eitt vinsælasta húðvörumerki í heiminum núna. Niacinamide er vara sem vinnur á erfiðleikum húðarinnar. Minnkar svitaholur, hjálpar til við að losna við bólur, vinnur á litabreytingum og hjálpar húðinni að hafa stjórn á olíuframleiðslu. Varan hjálpar húðinni einnig við að minnka roða og hita í húðinni. Þarf að prófa þessa vöru!

Hvítar diskamottur – Ég er með bast á heilanum og þessar diskamottur eru svo fallegar!

Ilm – Ég er mikil aðdáandi Ilm kertanna og á þau nokkur en þetta er íslenskt merki. Ilmur nr. 28 einkennist af sítrónu, basil og myntu. Hljómar alltof vel og örugglega mjög ferskt.

“Frískandi ilmur sem samanstendur af sítrusávöxtum, basil og myntu. Kertin eru handgerð úr hágæða 100% soja vaxi, fyrsta flokks ilmkjarnaolíum og náttúrulegum bómullarkveik. Hver gerð af kerti er mótuð með það í huga að búa til töfrandi umhverfi þar sem samspil af unaðslegum ilmi og fullkominni brennslu kemur saman.”

Kertastjaki BOW marmari/hvítur frá Ferm Living – Ferm Living er eitt af mínum uppáhalds merkjum og þessi kertastjaki er svo fallegur. Ég sé líka svo mikið notagildi í honum en ég held að þetta sé fullkominn fyrir aðventukertin. Kertastjakinn er úr marmara sem gerir hann klassískan.

Spaði – Já hversu fullorðins er að vera með spaða á óskalistanum sínum haha! Góður spaði er búinn að vera á óskalistanum lengi og mér finnst ótrúlega sniðug gjöf.
Skál L frá Seimei – Seimei er verslun sem ég hef aldrei verslað hjá eða skoðað þannig ég var ótrúlega ánægð að rekast á diskamotturnar hérna að ofan og þessa gullfallegu skál. Þetta er bara ein fallegasta skál sem ég hef séð!
Alessi hraðsuðuketill – Góður hraðsuðuketill er búinn að vera á óskalistanum lengi. Ég er núna með einhvern eldgamlann úr plasti og verð ég alltaf jafn pirruð þegar ég sé hann haha, finnst hann svo ljótur og er alltaf að bila þannig góður hraðsuðuketill er á óskalistanum.
Vonandi fannst ykkur gaman að sjá óskalistann minn, mæli með að kíkja á Mynto og sjá úrvalið hjá þeim!

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ÞAKKLÆTISLISTI

Halló!

Síðan að covid byrjaði er ég búin að vera með áhyggjur og kvíða yfir þessum faraldri, eins og eflaust margir. Þetta hefur áhrif á alla og manni finnst þessi óvissa svo óþægileg. Ég hef að mestu reynt að halda mínum samfélagsmiðlum jákvæðum og covid fríum, ekki útaf mér er sama heldur að reyna hafa miðlana mína sem stað til þess að gleyma sér og hugsa um eitthvað annað eða reyna það.

Það að eignast barn á covid tímum er ótrúlega skrítið, mér finnst við mæðgur hafa verið extra einangraðar. Margir sem hafa lítið séð hana og manni finnst oft lítil tilbreyting. Ég er alltaf að minna mig á að þetta er bara tímabil og mun líða hjá. Mig langaði að deila með ykkur einu sem ég hef gert núna í nokkur ár, sem hjálpar mér ótrúlega mikið og er þetta eitthvað sem mamma mín kenndi mér. Það er að gera þakklætislista og segja hann annað hvort upphátt eða í hljóði áður en maður fer að sofa. Þetta þarf alls ekki að vera flókið, heldur best að einbeita sér að einföldu hlutunum í lífinu sem maður er þakklátur fyrir. Ég mæli með að gera svona lista og gera þetta að rútínu á hverjum kvöldi. Þá fer maður þakklátur að sofa.

Ég er þakklát fyrir.. 

Áslaugu Rún dóttur mína 

Steinar kærasta minn

Fjölskylduna mína

Vini mína

Eiga þak yfir höfuðið

Heilsuna mína

Geta unnið við það sem ég elska

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NÓG AF RAKA FYRIR HÚÐINA

Halló!

Núna er aldeilis farið að kólna og ég finn hvað húðinni minni vantar meiri raka. Ég hef líka verið að fá spurningar á instagram og frá vinkonum mínum hvaða rakakremum ég mæli með. Það er mjög algengt á þessum tíma árs að húðin fer að vera þurrari og oft viðkvæmari. Mig langaði að mæla með nokkrum kremum sem gefa góðan raka og næringu.

Þetta eru mörg mismunandi rakakrem og reyni ég að fara vel yfir þau. Ég hef prófað þau öll og get því mælt með þeim en það er ótrúlega mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Vonandi hjálpar þessi listi!

CeraVe – Moisturising Cream

Rakamikið krem sem styrkir ysta lag húðarinnar. Þetta er frábært krem fyrir þá sem þurfa mikinn raka og næringu. Kremið fer strax inn í húðina og skilur hana eftir vel nærða. CeraVe er hannað af húðsjúkdómalæknum. Formúlan inniheldur til dæmis ceramide sem styrkir ystalag húðarinnar og hyaluronic sýru.

BIOEFFECT EGF + 2A DAILY DUO

Byltingarkennd tvenna sem gefur raka, vinnur gegn sjáanlegri öldrun og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þessi vara inniheldur ótrúlega flott innhaldsefni á borð við hyaluronic sýru sem gefur raka, ferulic-sýru sem er andoxunarefni sem berst gegn sinduráhrifum í umhverfinu og azelaic-sýra sem er bólgueyðandi andoxunarefni.

Clinique – Dramatically Different Moisturizing Lotion

Rakabomba frá Clinique sem er hönnuð af húðlæknum. Kremið gefur raka, nærir, mýkir og skilur húðina eftir ljómandi.

Origins – Make a Difference Plus – Ultra-Rich Rejuvenating Cream

Origins eru þekkt fyrir að vera náttúrulegt merki. Þetta krem er næringarríkt og hjálpar húðinni að viðhalda raka sínum. Eflir og styrkir náttúrulega rakhæfni húðarinnar.

BLUE LAGOON HYDRATING CREAM

Rakakrem sem viðheldur rakajafnvægi húðarinnar og skilur hana eftir ljómandi. Kremið inniheldur heldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins.

the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion

Þetta krem hentar vel fyrir stressaða, rauða og pirraða húð. Kremið er létt en gefur góðan raka og kælir húðina.

MÁDARA DAILY DEFENCE

Mádara vörurnar eru lífrænar og eru sérstaklega hannaðar með fyrir húð þar sem loftslagið er þurrt. Þetta krem er einstaklega gott fyrir þurra húð og vera hana gegn kulda og vindi, sem hentar einstaklega vel hérna á Íslandi. Vítamínríkt, mýkir, gefur raka og hjálpar húðinni að endurnýja sig.

Elizabeth Arden Great 8 Daily Moisturizer

Great 8 frá Elizabeth Arden á að vera allt sem maður þarfnast í einni týpu. Það líkist vinsæla Eight hour kreminu en er sérstaklega hannað sem rakakrem fyrir andlitið. Þetta krem verndar húðina og veitir henni ljóma. Formúlan er einstaklega létt en gefur henni góðan raka.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

BÓLUBANI SEM VIRKAR

HÚÐRÚTÍNASAMSTARFSNYRTIVÖRUR
 Færslan er í samstarfi við Heilsuhúsið 

Halló!

Ég er búin að finna æðislegan bólubana sem virkar fyrir mína húð! Húðin mín er búin að breytast mikið eftir meðgöngu og fæðingu. Það er svo skrítið hvað margt breytist á meðgöngu og eftir fæðingu og ekki datt mér í hug að húðin mín myndi breytast svona mikið. Húðin mín hefur alltaf verið í frekar góðu jafnvægi og hef fengið þessar einstöku bólur en núna er hún búin að vera extra viðkvæm og fær bólur oftar. Ég hef verið að nota bólubana frá Mádara sem hentar fyrir mína viðkvæmu húð. Mádara er merki sem stendur fyrir lífrænar og hreinar snyrtivörur.

MÁDARA ACNE INTENSE BLEMISH & PORE TREATMENT

Þetta krem inniheldur ótrúlega flott innihaldsefni sem vinna gegn bólum og öðrum óhreinindum. Inniheldur innhaldsefni á borð við Salicylic sýru en hún hjálpar til við að draga út óhreinindi í burtu, Tea Tree sem ótrúlega sótthreinsandi fyrir húðina og plöntu stofnfrumur sem eru róandi fyrir húðina. Varan er glútenlaus, vegan og cruelty free.

Þetta virkar ótrúlega vel en þetta er samt ekki vara sem lætur bólur hverfa, heldur er einungis til að hjálpa og bæta inn í húðrútínuna sína. Ég mæli alltaf með að fara til húðsjúkdómalæknis ef maður er með mikla vandamála húð.

Hvernig á að nota þetta?

Þú setur smá dropa á bóluna eða það svæði sem þú vilt hreinsa. Mikilvægt að vera með hreina húð og gott að leyfa þessu að vera í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.

 

Mádara vörurnar eru fáanlegar hjá Heilsuhúsinu og er einmitt Tax Free af öllum snyrtivörum hjá þeim núna, þar á meðal Mádara.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

MY LETRA X GUÐRÚN SØRTVEIT

LÍFIÐSAMSTARF

Halló!

Mín eigin skartgripalína!

Þið sem hafið fylgst með mér á mínum miðlum hafið eflaust tekið eftir því að ég er að gefa út skartgripalínu í samstarfi við my letra. Þetta er verkefni sem ég er búin að vera vinna að í marga mánuði og trúi ekki að þetta loksins orðið að veruleika. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt á þessum skrítnu tímum með nýfætt barn (sem er reyndar að verða 7 mánaða núna). Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig allt ferlið fer fram og hvað þetta tekur í raun og veru langan tíma, frá hugmynd til viðskiptavinar. Ég er sjálf búin að vera viðskiptavinur my letra lengi og þess vegna var ótrúlega gaman að fá að hanna sitt eigið.

Ég hannaði allt út frá sjálfri mér, eitthvað sem mig langaði í persónulega og sem mér fannst vanta. Það er ekki beint neitt sérstakt þema en allt skartið á það samt sameiginlegt að vera mjög fíngert og klassískt. Nöfnin á skartinu er einnig allt sem einkennir mig og mitt líf. Ég er óendanlega þakklát fyrir þetta tækifæri og stolt! TAKK my letra fyrir tækifærið og Sóley eigandi my letra xx

 

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Spurningar frá ykkur:

Hvenær kemur hún í sölu?

04.09.20

Hvað eru margar vörur?

11 vörur

Kemur skartið í gylltu og silfri?

Já allt kemur í bæði gylltu og silfri

Hvernig skart er þetta?

Allt skartið frá my letra er gert úr ryðfríu stáli (stainless steel). Allt silfrið er stál og gyllt er með gylltur húð sem hefst vel. Það má fara með skartið í sturtu en mælt með að taka af sér fyrir lengri endingu en silfrið heldur sér alveg eins.

Get ég notað ef ég er með nikkelofnæmi?

Þeir sem eru með nikkelofnæmi geta notað allt skart frá my letra

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

 

MEYJA EYRNALOKKAR

Eyrnalokkar sem eru þykkir og eru einstaklega fallegir. Þetta eru eyrnalokkar sem setja punktinn yfir i-ið. Ég nefndi þá “Meyja” því ég er meyja í stjörnumerkinu og er ég ein af þeim sem er alltaf að pæla í stjörnumerkjum. Þeir koma í bæði silfur og gylltu.

24 CUFF EYRNALOKKUR

Þetta er “cuff” eyrnalokkur, sem hægt er að festa á eyrað án þess að vera með gat. Þetta gerir mikið fyrir heildarútlitið og er eitthvað aðeins öðruvísi. 24 er fyrir pabba minn en hann á afmæli 24.september.

SEPTEMBER HÁLSMEN

Fallegt, fíngert en samt smá gróft hálsmen sem er einstaklega fallegt eitt og sér eða með öðru skarti. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að vera með tvö September hálsmen saman, eins og þið getið séð á myndinni hérna fyrir neðan. September hálsmenið er í höfðuð á afmælismánuðinum mínum og á sérstaklega vel við núna.

GYÐJA EYRNALOKKAR

Ég er eiginlega alltaf með hringi í eyrunum þannig það var eiginlega skylda að hafa hringi í minni skartgripalínu. Þeir eru mattir sem gerir þá veglega. Ég vildi hafa nokkrar stærðir og er hægt að kaupa þá eina og sér eða versla í sitthvoru lagi.

RÚN HRINGUR

Hringur sem mig hefur alltaf langað til að eignast! Hringurinn er grófur en samt fíngerður, hægt að nota einan og sér eða með öðrum hringum. Rún er í höfðuð á dóttur minni sem heitir Áslaug Rún.

ÁSLAUG HRINGUR

Hringur sem er fíngerður og mjór. Þetta er fullkomin hringur til að nota með öðru skarti eða eitt og sér. Ég mæli sérstaklega með að

14 HÁLSMEN

Fallegt hálsmen sem fer þétt að hálsinum og minnir á hálsmenin frá 1990-2000. Þetta er hálsmen sem mig var búið að langa í lengi og ég er svo ótrúlega ánægð með.

MAMMA HÁLSMEN

Þetta hálsmen er fyrir allar mömmurnar. Það er hægt að túlka þetta alveg eins og maður vill, hvort sem þetta er fyrir þig sjálfa sem mamma, fyrir mömmu þína eða til að gefa einhverri mömmu. Þegar ég varð ólétt og mamma sjálf þá fannst mér eitthvað vanta til að gefa eða kaupa sér sjálf. Það var annað hvort allt á ensku eða eitthvað sem fyrirferða mikið og ekki mínum stíl. Mig langaði aðhanna eitthvað sem er klassískt og hægt að nota dagsdaglega. Ég er ótrúlega ánægð með þetta hálsmen.

Það er hægt að nota hálsmenið á tvenna vegu, annars vegar láta “mamma” hliðina snúa fram eða snúa henni við. Það þurfa endilega ekkert allir að vita hvað stendur, því maður veit það sjálfur og oft líka gaman að breyta til. Þannig þetta eru tvö hálsmen í einu.

2011 HÁLSMEN

Þetta hálsmen er einfalt og klassískt, passar við allt og klikkar aldrei. Þetta hálsmen heitir 2011 því að ég og kærasti minn byrjuðum saman 2011. Hann er svo sannarlega búin að standa við bakið á mér og alltaf þarna á hliðarlínunni að peppa mig.

FEBRÚAR HÁLSMEN

Þetta hálsmen er einstaklega fallegt og passar vel með “2011” eða eitt og sér. Þetta er einfalt hálsmen en með skemmtilegu smáatriði en keðjan er snúin sem gerir hálsmenið sérstakt. Febrúar er einnig einn af mínum uppáhalds mánuðum en dóttir mín og kærasti minn eiga afmæli þá.

 

Þessi skartgripalína kemur einungis í mjög takmörkuðu upplagi og fer hún í sölu á morgun kl. 10:00 xx

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

OOTD & SÍÐUSTU VIKUR

LÍFIÐTÍSKA

Halló!

Það er orðið ansi langt síðan að ég settist niður og skrifaði bloggfærslu. Dagarnir líða svo hratt, ég sem hélt að það væri algjör klisja hvað tíminn líður hratt þegar maður eignast barn en þetta er sannleikurinn! Það er nánast alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá Áslaugu Rún á hverjum degi og magnað að fylgjast með litlum einstaklingi vera að mótast. Áslaug Rún verður 6 mánaða (Omg!) eftir nokkra daga og mér finnst fyrst núna við vera detta í smá rútínu. Það tekur tíma að aðlagast þessu öllu saman og vera gera það sama og maður gerði fyrir barn. Þótt að tímarnir eru skrítnir núna þá er ég samt ótrúlega spennt fyrir komandi tímum en ég er búin að vera vinna að nokkrum verkefnum sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur.

Ég er annars búin að vera mjög virk á instagram og er að vinna í því að byrja að taka upp IGTV en það er hægara sagt en gert með lítið barn haha. Það er einnig gjafaleikur í gangi núna á instagram-inu mínum sem ég mæli mikið með að taka þátt í. Þetta er gjafaleikur í samstarfi við upprennandi hönnuðinn Sögu Sif og ætlum við að gefa einum heppnum flík eftir hana, eins og til dæmis þessa blússu sem þið sjáið á myndinni fyrir ofan.

OOTD um daginn þegar ég kíkti aðeins á Sögu Sif og fékk meðal annars að máta þennan fallega bol og er hann strax kominn á óskalistann.

OOTD

Sólgleraugu: Gina Tricot

Bolur/peysa: Sage by Saga Sif

Buxur: ZARA

Skóra: NIKE

Mesh kjóll: ZARA (keyptur fyrir nokkrum árum)

Blazer: ZARA

Skart: My Letra

Taska: Vintage Louis Vuitton

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ORKUBOMBA FYRIR HÚÐINA

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Halló!

Ef það er eitthvað sem er ómissandi í minni förðunarrútínu og má kannski segja að sé mitt förðunartrix þegar kemur að ljómandi förðun, þá er það er rakasprey. Gott rakaprey frískar uppá húðina, gefur raka og lætur förðunina haldast á lengur.

Rakaspreyið sem er búið að vera í stanslausri notkun hjá mér síðustu mánuði er MÁDARA INFINITY MIST PROBIOTIC ESSENCE. Þetta er yndislegt rakapsrey sem inniheldur hyalorinc sýru, veitir ljóma, raka, styrkir og verndar filmu húðarinnar, kemur í veg fyrir vökvatap og auk þess inniheldur það Probiotic-lactobacillus sem gefur jafnvægi á þarmaflóru húðarinnar. Þannig þetta rakasprey er algjör orkubomba fyrir húðina. Ég er búin að vera dugleg að spreyja þessu yfir andlitið á daginn þegar ég er ómáluð en nota þetta líka þegar ég er að farða mig.

Förðunartips:

Mér finnst það alltaf vera punkturinn yfir i-ið að spreyja rakapreyi eftir að ég er búin að farða mig. Síðan er einnig hægt að nota rakapreyið eitt og sér, mjög þægilegt fyrir mömmur sem eru kannski þreyttar og þurfa smá extra raka.

MÁDARA eru lífrænar húðvörur og eru til dæmis fáanlegar hjá Heilsuhúsinu. Heilsuhúsið hefur alla tíð lagt mikið uppúr gæðum og vandar valið þegar kemur að förðunar- og húðvörum. Ég gerði færslu fyrir nokkrum mánuðum um MÁDARA húðvörurnar sem þið getið lesið hér.

Það er TAX FREE af öllum förðunarvörum í Heilsuhúsinu. Að auki er afsláttur af öllum húðvörum frá Mádara, Lavera, Benecos og Dr. Hauschka. Tax free gildir í verslunum og netverslun Heilsuhússins og jafngildir 19,35% verðlækkun.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

MEST NOTUÐU SNYRTIVÖRURNAR Í JÚNÍ

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Halló!

Það er langt síðan að ég tók saman mínar uppáhalds eða mest notuðu snyrtivörurnar og deili með ykkur hér á Trendnet. Ég farða mig lítið þessa dagana en þegar ég geri það þá eru nokkrar snyrtivörur í uppáhaldi og langar mig að deila þeim með ykkur.

Ég er ótrúlega hrifin af ljómandi og ferskri húð, sérstaklega á þessum tíma árs. Húðin mín er búin að breytast smá eftir fæðingu og finnst mér ég þurfa búa meira til þennan “náttúrulega ljóma”. Það mikilvægasta þegar kemur að ljómandi og fallegri húð er undirbúningurinn. Mér finnst gott að setja á mig gott krem og leyfa því að fara inn í húðina áður ég farða mig. Mig langar að deila með ykkur vörunum og hvernig mér finnst best að nota þær.

Shiseido Ink Duo í litnum Beige: Þessi varablýantur er búinn að vera í stanslausri notkun síðan að ég fékk hann. Liturinn er fallega hlýr brúntóna og helst vel á vörunum. Varablýanturinn inniheldur varablýant og varagrunn (primer) sem undirbýr varirnar. Það er hægt að nota hann einan og sér, undir varaliti eða gloss.

Becca Cosmetics Glow Glaze: Ljómastifti sem ég hef einnig sagt ykkur oft frá áður en þetta stifti gefur hin fullkomna náttúrulega ljóma. Húðin virðist vera blaut á góðan hátt og gefur ferskleika. Þetta ljómastifti er alltaf lokaskrefið í förðuninni og set ég bara örlítið á kinnbeinin með fingrunum. Þetta ljómastifti er úr Skin Love línunni frá Becca Cosmetics sem þýðir að þetta hefur einnig góð áhrif á húðina. Það er líka ótrúlega flott að setja bara þetta á húðina ef þið eruð til dæmis í sól og viljið að húðin sé extra ljómandi. Það er hægt að setja ljómastiftið á hreina húð eða beint yfir farða.

Real Techniques Miracle Mixing Sponge: Nýr svampur frá Real Techniques sem kom mér mikið á óvart. Svampurinn er alveg eins og vinsæli Miracle Complexion Sponge í laginu nema núna er kominn sílikon skífa á svampinn. Ég nota sílikon hliðina til þess að grunna húðina (primer) og síðan nota ég svampinn til að blanda út farða og hyljara.

Charlotte Tilbury Flawless Filter: Ef þú vilt þetta ljómandi “Victoria Secret” útlit þá mæli ég með þessu. Þetta gefur gullfallegan ljóma og hægt að nota annað hvort yfir eða undir farða.

MÁDARA Infinity Mist: Mér finnst mikilvægt að spreyja vel af rakapsreyi yfir andlitið í gegnum förðunina til þess að koma í veg fyrir púðuráferð og er þetta rakasprey búið að vera í miklu uppáhaldi. Gefur góðan raka, frískandi og lætur förðunina endast lengur.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing: Farði sem hreyfir sig með húðinni, gefur ljóma, miðlungsþekju og helst vel á húðinni. Þessi farði er búin að vera í miklu uppáhaldi síðustu mánuði.

MÁDARA Deep Moisture: Rakakrem sem gefur raka, nærir og róar húðina. Þetta krem er búið að henta húðinni minni ótrúlega vel en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er húðin mín búin að vera extra viðkvæm eftir fæðingu.

GOSH I’m Blushing kinnalitirnir: Þessir kinnalitir eru búnir að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu mánuði og blanda ég oftast tveimur litum saman. Þeir eru mattir, sem mér finnst frábær kostur því ég set síðan oftast ljóma yfir. Þannig fyrir þá sem eru lítið fyrir ljóma eða eru með olíumikla húð þá eru þetta kinnalitir fyrir ykkur.

Smashbox Vitamin Glow Primer: Farðagrunnur sem gefur góðan raka, vekur og frískar uppá húðina. Þetta er eins og gott kaffiskot fyrir húðina.

Origins GinZing Boosting Tinted Moisturizer: Ég er búin að vera grípa mikið í þetta dagsdaglega þegar ég vil ekki vera með farða en vil samt fríska aðeins uppá húðina. Þetta er litað, létt, olíulaust og orkugefandi dagkrem. Þetta er einnig eins og gott kaffiskot fyrir húðina og hentar sérstaklega vel fyrir þreyttar mömmur haha.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

SAGA SIF

TÍSKA

Halló!

Fyrir nokkrum mánuðum var ég að rúlla í gegnum instagram, rekst þar á ótrúlega flotta stelpu sem er að hanna fallegar flíkur. Þetta er hún hæfileikaríka Saga Sif. Mér fannst ég verða að deila henni og hennar hönnun með ykkur hérna á Trendnet. Mér finnst flíkurnar hennar svo klæðilegar og manni, eða allavega mér ,líður svo vel í þeim. Saga er búin að pæla í öllum smáatriðum, sem gera flíkurnar hennar svo einstakar.

Mig langaði svo að kynnast henni betur, hennar hönnun, hvar hún fær innblástur og öllu sem því tengist, þannig ég ákvað að taka hana í smá spjall. Ég hlakka svo sannarlega til að halda áfram að fylgjast með henni og hvað hún á eftir að gera meira í framtíðinni.

Hver er Saga Sif?

Ég heiti Saga Sif Gísladóttir og er 25 ára Hafnfirðingur, ég útskrifaðist úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ af Fatahönnunar og textílbraut árið 2015. Árið 2018 sótti ég um Fatahönnun hjá Listaháskóla Íslands og komst inn og var núna að klára mitt annað ár þar. Ég hef æft handbolta í yfir 10 ár og var núna í vor að skirfa undir samning við Íþróttafélagið Val og þar mun ég spila næsta haust. Íþróttirnar eru mjög stór partur af mínu lífi og er þetta mjög áhugaverð blanda við listina, íþróttirnar hafa gefið mér ótrúlega mikið sem ég hef nýtt mér inní bæði listina og mótað mig sem einstakling. Þar þarftu að vera ákveðin og standa með sjálfri þér, jákvæð og ótrúlega dugleg því engin gerir vinnuna fyrir þig og er það klárlega eitthvað sem ég tileinkað mér þegar kemur að mínu vinnuferli í skólanum. 

 

 

Hvenær fékkstu áhuga fyrir tísku/hönnun? 

Ég hef lengi haft mikin áhuga á tísku og hönnun og hef alltaf verið að vinna mikið í höndunum og með fatahönnun hef ég einnig verið að hanna skart, töskur og macrame vegghengi. 


Hvar færðu innblástur?

Það er ótrúlega misjafnt, ég fæ mikin innblástur af instagram, pinterest og af tískusýningum. Þá er ég aðalega að horfa eftir detailum og formum sem hægt væri að taka innblástur frá til þess að gera eitthvað „nýtt“ og áhugavert. Sjálf vinn ég líka mikið með það að reyna ná fram áhugaverðu formi á flík því mér finnst svo ótrúlega gaman að gera eitthvað sem vekur athygli. 


Hvað er á döfinni? 

Það var ekki fyrr en í covid-19 sem ég fór að hugsa um hvort að ég gæti hugsanlega unnið sjálfstætt í sumar þar sem litla aðra vinnu var að fá. Ég dembdi mér í saumaskapinn og fann strax fyrir miklum áhuga á samfélagsmiðlum.

Mig langar að gera það að markmiði að búa til flíkur sem klæða sem flestar líkamsgerðir og geri ég það með því að nota mikla vídd og teygjan gerir flíkinni kleift að falla fallega á marga líkama. 

Ég hef einnig tekið alla afganga sem falla frá við saumaskapinn og langar mig að nýta þá í að gera nokkrar einstakar flíkur og vinna þá í átt að “zero waste“

Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á mynsturhönnun og mig langar að vinna með það í framtíðinni að prenta mín eigin mynstur á efni en hingað til hef ég aðeins notast við „tie-dye“ litun og finnst mér það ótrúlega skemmtilegt.

Það er draumurinn að stofna fyrirtæki og stefni ég á að gera það næsta sumar. Mig langaði að nýta sumarið vel í allskonar undirbúning því næsta haust held ég inní seinasta árið mitt í Listaháskólanum ásamt því að vera á leið inní mjög krefjandi keppnistímabil í handboltanum.  Ég stefni á að vera mögulega með nokkarar „pop-up“ sölur yfir þennan tíma.

 

Hvar er hægt að kaupa af þér flíkur?

Í sumar fékk ég ásamt níu öðrum listamönnum hönnunarstyrk þar sem við fengum húsnæði á Laugavegi 51 og erum þar undir nafninu Upprennandi. Þar höfum við sett upp vinnustofu þar sem fólk getur komið, mátað og verslað við okkur. Ég er einnig mjög virk á Instagram þar sem ég sýni mikið frá því sem ég er að gera og hef ég fundið fyrir miklum áhuga á því einmitt að fylgjast með hönnunarferlinu.  

Lokaorð? 

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir öll jákvæðu viðbrögðin sem ég fengið og hefur það klárlega gefið mér drifkraft til þess að vilja gera meira.

Takk æðislega fyrir spjallið elsku Saga. Ég mæli svo sannarlega með að fylgja henni á instagram @sagasifg xx

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx