NÝ ÚLPA

LÍFIÐSAMSTARFTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Ellingsen

Halló! Ég verð að segja ykkur frá nýju úlpunni minni sem ég fékk í Ellingsen. Það er útsala núna hjá Ellingsen og því nóg af flottum útivistafatnaði á góðu verði. Til dæmis eru ótrúlega mikið af flottum úlpum á afslætti og ég valdi mér Silje úlpuna frá Didriksons. Didriksons er hágæða merki og er þekkt fyrir góð gæði. Gaman að segja frá því að þegar ég var að vinna á leikskóla í denn þá var nánast hvert einasta barn klætt í Didriksons útivistafatnað og finnst mér það alltaf segja mikið um gæði merkisins því krakkar leika sér í allskonar veðrum á Íslandi.

Didriksons Silje úlpan er ótrúlega létt en mjög hlý. Það er hægt að taka mittið saman sem mér finnst mjög flott og síðan er hún í fullkomnri sídd að mínu mati. Kraginn er líka einstaklega hár sem gerir það að verkum að hann veitir góða vörn gegn verði og vindum, mjög hentugt í rokinu á Íslandi. Síðan er ótrúlega gott að hún sé vind- og vatnsheld með teipuðum saumum og áberandi endurskínsmerkjum (mjög mikilvægt!). Mér finnst hún líka svona klassísk og veit ég á eftir að nota hana mikið.

Mér finnst þessi úlpa henta einstaklega vel borgarbörnum eins og mér. Ég get notað hana dagsdaglega en líka ótrúlega góð ef ég vill fara út að labba í rigningu og köldu veðri eða fyrir meiri útivist. Ég hef aldrei átt svona góða og veglega úlpu og er ég því mjög spennt að fara út að ganga meira.

Síðan tók þessa húfu með mér í ganni en hún er einmitt á 50% afslætti. Ég er rosalega hrifin af svona hvítum húfum og gera mikið þegar maður er í öllu svörtu.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÁR, NEGLUR OG FÖRÐUNAR TREND 2019

Halló! Ég ætla fara yfir með ykkur hvaða trend verða áberandi árið 2019 þegar kemur að hári, nöglum og förðun. Ég gerði svona færslu í fyrra og var ótrúlega gaman að sjá hvað margt af því var rétt. Þessi trend eru þó alls ekkert heilög og á maður algjörlega að gera það sem maður vill en gaman að sjá!

GLOSSY MAKEUP

Náttúruleg og “blaut” húð var byjruð að koma mjög sterk inn árið 2018 og heldur áfram 2019. Ég persónulega er ótrúlega hrifin af þessu og er byrjuð að nota miklu meira af krem vörum heldur en púður.

BABY BANGS/BANGS

Stuttir toppar eða “baby bangs” verða áberandi 2019

LILAC HAIR

Fyrir nokkrum árum voru kaldir litir og fjólutóna litir í hári mjög áberandi og greinilega komið aftur

GREY TONES

Gráir tónar að koma aftur

STATEMENT LIPS

Litsterkar varir voru líka áberandi árið 2018 og verða það áfram 2019. Ég mætti klárlega vera duglegri að vera með liti á vörunum og aldrei að vita nema 2019 verði árið sem ég byrja á því!

ALMOND NAILS

Möndulaga neglur alltaf klassískar og verða áberandi 2019

LASH LIFT

Augnháralyfting verður áberandi árið 2019 og náttúruleg augnhár yfir höfuð. Ég er mjög mikil augnhára manneskja og nota oftast stök augnhár en langar mjög mikið að prófa augnháralengingar. Hefur einhver reynslu af því?

 

  Hvað finnst ykkur um þessi trend og hvert er ykkar uppáhalds? Þið megið endilega skilja eftir athugasemd og segja mér!

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BEST MAKEUP GOLDEN GLOBES 2019

FÖRÐUNINNBLÁSTUR

Halló! Mig langaði að fara yfir með ykkur að mínu mati flottustu farðanirnar á Golden Globes sem var haldin hátíðleg í gær. Mér finnst alltaf gaman að sjá glamúrinn, fallegu flíkurnar og farðanirnar á rauða dreglinum. Förðun á rauða dreglinum verður fyrst og fremst að vera myndahæf og passa verður að förðunin komi vel út frá öllum sjónarhornum. Þess vegna skipta öll lítil smáatriði miklu máli og förðunin verður að tóna vel við heildarútlitið.

Ég ætla að fara yfir með ykkur flottustu farðanirnar að mínu mati:

 

LADY GAGA

Bjartir og fallegir kaldir bláir tónar! Það má segja að Lady Gaga hafi stolið senunni en margir voru mjög hrifnir af hennar heildarútliti. Það passar allt svo vel saman fallegi blái kjólinn, skartið, hárið og förðunin. Á augunum er dramatísk og falleg skygging með fjólubláum tónum og áberandi silfurlitaður augnskuggi settur yfir allt augnlokið. Ég elska hvað augun eru dramatísk en passa fullkomlega við bláa pastel hárið og kjólinn. Hún er svo flott!

 

EMMA STONE

Fallegir ferskjutónar! Emma Stone hittir alltaf í mark þegar kemur að rauða dreglinum en mér finnst ferskjutónarnir fara henni einstaklega vel og er mjög skotin í þessum kinnalit.

LUPITA NYONG’O

Dökkblár maskri og eyeliner! Lupita er ekki hrædd við að nota liti og er ég alltaf spennt að sjá hvaða kjóll hefur orðið fyrir valinu og hvernig förðunin hennar er. Það fer henni líka einstaklega vel að vera í litum.

EMILY BLUNT

Látlaust og slifur! Einstaklega falleg og látlaus förðun. Húðin mjög falleg, engin áberandi eyeliner og stök augnhár. Kjólinn hennar er líka æðislegur og fékk algjörlega að njóta sín.

THANDIE NEWTON

Gullfallegt smokey! Það eru ekki margir sem þora að vera með dökkt smokey á rauðadreglinum eða það var allavega ekki áberandi í ár. Þetta smokey fer henni einstaklega vel. Smokey rammar oft augun svo fallega og leyfir þeim að njóta sín. Síðan er flott hvað hárið er áberandi og kjólinn, tónar allt mjög vel saman.

LILI REINHART

Látlaust rautt smokey! Þetta rauða smokey er svo flott og tónar mjög vel við blágrænu augun hennar. Rauður litur ýkir oft augnlitinn hjá bláum og grænum augum. Það er algjörlega leyft rauða litnum að njóta sín og því engin áberandi eyeliner eða augnhár. Love it!

JULIA ROBERTS

Bronze og hlýjir tónar! Mér finnst Julia Roberts vera merki um tímalausa fegurð. Hún geislar alltaf og förðunin alltaf uppá tíu. Húðin er falleg og hlý.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT ÁR – NÝ ÉG?

LÍFIÐ

Halló! Gleðilegt nýtt ár og vonandi höfðuð þið það sem allra best yfir hátíðirnar. Þréttandinn er í dag og jólin eru því opinberlega búin.

Það ætla sjálfsagt margir að byrja nýja árið með stæl og setja sér markmið. Ég set mér alltaf markmið á nýju ári og finnst það ótrúlega hvetjandi. Einu sinni setti ég alltaf svakalega mikla pressu á sjálfan mig og ætlaði sko aldeilis núna að standa mig, eins og ég hafi ekki gert það árinu á undan? Nýtt ár – ný ég? Mér finnst þessi setning algjör klisja. Það er algjör óþarfi og hjálpar okkur ekki neitt að draga okkur niður fyrir árið sem var að líða og gera lítið úr því til þess að peppa næsta ár. Það að setja sér markmið er hollt og gott fyrir alla, það er hvetjandi og gaman að vera með eitthvað fyrir stefnu eða ná eitthverju markmiði sem okkur hefur langað að ná lengi. Markmið geta líka verið allskonar, stór og lítil. Það þarf ekki að breyta sér heldur getur maður bætt sig og spurja sig frekar hverju langar mig að bæta mig í? og hvað langar mig að gera? Markmið eru líka eitthvað sem við getum sett okkur mánaðarlega, hálfsárslega eða hvernær sem er. Það gott að setja sér nokkur smærri markmið sem koma þér nær stærra markmiðinu.

Ég hlakka til að byrja þetta ár og ég er ekki komin með dagbók eða búin skrifa markmiðin mín niður en það er allt í góðu því það er nú bara 6. janúar! Ég er samt svo spennt að byrja skrifa þau niður og í ár ætla ég í fyrsta skipti að gera “vision board” eða sýniskort. Þar ætla ég að skrifa allt niður sem mig langar að gerist á þessu ári.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ALLT UM GLIMMER FYRIR GAMLÁRS

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló! Það styttist í gamlárskvöld en mér finnst alltaf fylgja því kvöldi mikill glamúr og gaman að gera eitthvað extra þegar kemur að förðun. Það fyrsta sem kemur í upp í hugann þegar ég hugsa um gamlárskvöld er glimmer, glimmer og meira glimmer. Það er alltaf gaman að gera eitthvað öðruvísi og fullkomið að gera það á seinasta degi ársins. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt með glimmeri, til dæmis setja á kinnbeinin eða í hárið og taka á móti nýja árinu með stæl. Ég ætla að fara yfir nokkur glimmer sem mér finnst falleg og segja ykkur hvernig best sé að setja á sig glimmer.

GLIMMER

 

Glimmer getur komið í allskonar formum, til dæmis föstu, lausu eða glimmer flögur. Það er ótrúlega skemmtilegt að leika sér með glimmer og nota kannski nokkrar týpur til að fá mismunandi áferð og glans.

AG Glitter – Lion King

AG Glitter – Mars

AG Glitter – Venus

AG Glitter – Pshyco

Nyx Professional Makeup Glitter Brillants – Bronze

Nyx Professional Makeup Glitter Brillants – Teal

Nyx Professional Makeup Glitter paillettes – Goldstone

Nyx Professional Makeup Glitter paillettes – Dubai Bronze

GLIMMER FESTIR

Inglot Duraline- Nyx Professional Makeup Glitter Primer –Real Techniques Shading brush

Það er mjög mikilvægt ef maður er að vinna með laus glimmer að vera með góðan festi og bursta. Það líka hægt að nota glimmer festi fyrir lausa augnskugga (pigment) og þannig helst það betur á augnlokunum. Mér finnst best að nota þéttan bursta sem grípur vöruna vel.

Skref 1 – Setja glimmer festi á bursta og dýfa ofan í glimmerið. Passa að vera með ekki of mikið glimmer svo það fari ekki allt útum allt. Frekar að byggja upp vöruna.

Skref 2 – Leggja glimmerið varlega á augnlokið og alls ekki strjúka eða nudda glimmerinu á augnlokið því þá fer allt útum allt.

GLIMMER EYELINER

Það er örugglega auðveldast að vinna með glimmer sem er í föstu formi og sem þarf ekki að blanda við festi. Ég gríp mjög oft í glimmer eyeliner því mér finnst ég get stjórnað því betur. Ég held mikið uppá glimmer eyeliner frá Urban Decay.

GLIMMER TIPS

1. Byrja á augnskugganum: Það er best að byrja á augunum áður en maður gerir húðina því glimmer á það til að fara útum allt.

2. Taka glimmer af með límbandi: Besta ráð sem ég hef fengið við að fjarlægja glimmer er að taka límband og taka þannig glimmerið af. Það er ómögulegt að reyna ná því af með hreinsi eða blautþurrkum. Best að nota límband!

 

INNBLÁSTUR FYRIR GAMLÁRS

Ég er sjálf ekki búin að ákveða hvernig förðun ég ætla að gera á mig en langar að gera eitthvað aðeins öðruvísi og jafnvel nota einhvern skemmtilegan lit. Vonandi var þetta hjálplegt og ekki vera hrædd við að nota glimmer! Förum inn í nýja árið með stæl xx

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SNYRTIVÖRUR ÁRSINS 2018

SNYRTIVÖRUR

Halló! Það er komið að því að taka saman snyrtivörur ársins. Ég trúi varla að 2018 sé senn á enda og 2019 sé að ganga í garð! Mig langaði að deila með ykkur snyrtivörunum sem stóðu uppúr hjá mér á þessu ári. Þessi listi er þó ekki tæmandi og var því mjög erfitt að velja bara eina vöru fyrir hvern flokk. Ég ætla að fara yfir nokkrar af mínum uppáhalds snyrtivörum en mér fannst mjög gaman að skoða listann sem ég gerði í fyrra en þið getið skoðað hann hérÞað mun síðan einnig koma inn listi yfir húðvörur ársins, eins og í fyrra. Hérna eru snyrtivörur ársins að mínu mati:

FARÐI

Það var mjög erfitt að velja bara einn farða, mjög erfitt en ég hefði auðveldlega geta valið tíu. Ég ákvað hinsvegar að velja þennan farða því að hann er einn af mínum allra uppáhalds förðum og búinn að vera það allt árið 2018. Þetta er einstaklega léttur farði og minnir meira á þekjandi bb krem heldur en farða. Það kemur ótrúlega falleg og ljómandi áferð af þessum farða. Ég elska líka að blanda þessum farða við aðra farða.

 

BB KREM

Ég kynntist þessu BB kremi frekar seint á árinu en vá hvað ég varð strax hrifin. Þetta BB krem gefur góðan raka, létt og þekur vel. Fullkomið dagsdaglega eða til þess að blanda við aðra farða til að fá léttari áferð og meiri ljóma. Ég mun örugglega halda áfram að nota það langt fram á næsta ár, það verður erfitt að toppa þetta BB krem.

GRUNNUR

Ég er ekki mikið fyrir grunna sem eru mattir eða sem eiga að fylla inn í svitaholurnar og “trúi” eiginlega bara ekki á grunna (primer). Ég vil meina það að ef að maður undirbýr húðina vel með góðu rakakremi og setur farða sem hentar sér, þá á farðinn að haldast á lengi á húðinni. Hinsvegar eru grunnarnir frá Becca Cosmetics í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir gefa frá svo fallegan ljóma og raka. Grunnarnir frá Becca Cosmetics eru meira eins og rakakrem finnst mér með ljóma í. Þessi grunnur er í miklu uppáhaldi hjá mér Back Light Priming Filter frá Becca Cosmetics.

HYLJARI

Farði og hyljari er eitthvað sem mér finnst alltaf gaman prófa. Ég keypti mér hyljara og púður sett frá KKW Beauty og kom mér skemmtilega á óvart. Hyljarinn frá KKW Beauty er ótrúlega kremaður og þekur vel.

PÚÐUR

Þetta púður er ég oft búin að tala um en það er fullkomið til þess að birta undir augunum. Ég set sem sagt fyrst hyljara og síðan þetta púður. Þetta púður er búið að vera í stanslausri notkun síðan að ég keypti það i sumar og það nánast búið, sem segir mjög mikið!

 

Ég varð að fá nefna tvö púður. Þetta er annað uppáhalds púður og er frá Too Faced. Ég nota alltaf laust púður yfir allt andlitið eða undir augun. Mér finnst ég nota minna púður og geta stjórnað því betur ef það er laust.

 

SÓLARPÚÐUR

Þetta er sólarpúður frá Too Faced og er æðislegt. Það er alveg matt og gefur frá sér svo fallega hlýju. Það var samt mjög erfitt að velja bara eitt sólarpúður því það eru svo mörg í uppáhaldi.

 

KINNALITUR

 

Þessi kinnalitur er svo fallegur! Þetta er Blush Copper frá Becca Cosmetics og gefur frá sér þetta “sun kissed look”. Maður verður samt að passa sig að nota pínu lítið, “less is more” þegar kemur að þessum kinnalit.

HIGHLIGHTER

Æðislegt ljómastifi sem gefur fallegan og náttúrulegan ljóma. Ég er búin að halda mikið uppá þessa vöru!

 

 

MASKARI

Ég er búin að prófa marga maskara en það er enginn búinn að toppa þennann. Þykkir mjög vel og lengir.

ANDLITS PALLETTA

Falleg ljóma palletta fyrir andlitið frá Becca Cosmetics. Þessi palletta inniheldur fjögur ljómapúður vörur, ljómapúður, sólarpúður og kinnalitur. Það er þó ekkert shimmer eða slíkt heldur kemur mjög fallegur og náttúrulegur ljómi. Mér finnst ég alltaf vera spurð um hvaða kinnalit ég sé með þegar ég er með þennan úr þessari pallettu.

AUGNSKUGGA PALLETTA

Þessi palletta frá Becca Cosmetics stóð svo sannarlega uppúr árið 2018 en hún er gullfalleg með fallegum litum. Litirnir eru svo litsterkir og gott litaúrval. Það er hægt að gera allt frá dagsförðun yfir í “full glam look”. Pallettan kemur þó einungis í takmörkuðu upplagi þannig ég myndi hafa hraðar hendur ef ykkur langar að tryggja ykkur eintak.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

HÁTÍÐARFÖRÐUN: EINFALDUR GLIMMER EYELINER SEM ALLIR GETA GERT

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR
*Vöruna keypti greinahöfundur sjálf

Halló! Gleðilega þorláksmessu og gleðilega hátíð. Vonandi eruð þið búin að njóta aðventunnar og eruð spennt fyrir morgundeginum. Ég sjálf get ekki beðið eftir að borða góðan mat og njóta með fjölskyldunni minni. Þetta eru búin að vera öðruvísi jól hjá mér en í fyrsta skipti á ævinni bý ég ekki hjá foreldrum mínum og finnst það ansi skrítið. Þannig ég er orðin mjög spennt að vera heima (hjá mömmu og pabba) um jólin.

Mig langaði að deila með ykkur mjög einfaldri leið til þess að “poppa” uppá klassíska förðun. Mér finnst ótrúlega gaman að nota glimmer á þessum tíma árs. Ég er sjálf ekki mikið fyrir að vera með mikið glimmer en finnst gaman að setja smá eyeliner til þess að gera förðunina ennþá hátíðlegri.

Mér finnst mjög skemmtilegt að setja eyeliner-inn í glóbuslínuna en það gerir ótrúlega mikið fyrir förðunina og glitrar mjög skemmtilega. Þetta verður þá líka ekki of mikið og hentar vel ef maður er á hraðferð. Ég horfi alltaf niður í spegil og bíð eftir að eyeliner-inn þorni, þannig er hann ekki að fara smitast og fara útum allt.

Ég notaði þennan eyeliner frá Urban Decay sem heitir Midnight Cowboy en þessir glimmer eyeliner-ar eru til í mörgum litum. Það þarf engan festi eða slíkt með þessum eyeliner, heldur setur maður þetta bara á augnlokið og þetta helst vel á og glimmerið fer ekki útum allt.

Hérna er síðan loka útkoman og mér finnst mjög skemmtilegt að eyeliner-inn sést ekki alltaf en það glittir alltaf smá í hann. Ég sýndi einmitt hluta af þessari förðun inná instagram og sýndi líka hvernig ég geri hárið mitt.

Mig langar annars bara að óska ykkur gleðilegra jóla, eigið yndisleg jól og takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

GUÐRÚN SØRTVEIT MÆLIR MEÐ Í JÓLAPAKKANN

SAMSTARFTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Vero Moda

Halló! Það er aldeilis farið að styttast í jólin og er ég orðin ótrúlega spennt að hafa það kósý með fjölskyldunni minni. Ég á ennþá eftir að græja jólagjafir vegna þess hvað ég var lengi í prófum og mig grunar að margir séu í sama pakka. Mér finnst líka oft gaman að geyma nokkrar gjafir alveg fram á seinustu stundum (ég veit, living on the edge haha) en mér finnst eitthvað svo heillandi við það að fara og jólastússast.

Mig langaði því að deila með ykkur lista sem ég gerði í samstarfi við Vero Moda og er ég ótrúlega stolt að hafa fengið þetta skemmtilega verkefni. Ég valdi nokkrar flíkur og fylgihluti sem ég mæli með í jólapakkann eða bara fyrir mann sjálfan. Í versluninni verður síðan miði með mynd mér við hverja flík sem ég valdi, mjög spennandi og skemmtilegt!

 

Mér finnst þessi listi endurspegla mig og minn smekk mjög vel en það er fullt af öðru í boði, enda var mjög erfitt að velja einungis fimm flíkur. Ef þið viljið skoða flíkurnar eða nýjar sendingar þá er best gera það á Facebook síðu Vero Moda hér.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: SNYRTI- OG HÁRVÖRUR

SNYRTIVÖRUR

Halló! Ég er loksins loksins loksins búin í prófum (avúhú). Þetta er búin að vera löng prófatörn því að fyrsta prófið mitt var á fyrsta prófdegi og seinasta prófið á seinasta prófdegi. Þannig ég er ótrúlega ánæg að vera búin og verður þessi vika verður pökkuð því ég á eftir að klára allt fyrir jólin en ég ætla njóta þess í botn að vera í smá fríi. Mig langaði að taka saman jólagjafahugmyndir og leggja áherslu á snyrti- og hárvörur. Þetta eru allt vörur sem ég mæli með í jólapakkann.

 

 

Urban Decay – Naked Cherry – Þessi palletta er ótrúlega falleg og er nýjasta viðbótin við Naked pallettu fjölskylduna hjá Urban Decay. Þessi palletta inniheldur fallega plómutóna sem eiga einstaklega vel við þennan tíma árs. Pallettan inniheldur fallega shimmer liti og einnig matta, þannig það er hægt að gera endalaust af fallegum augnskugga förðunum. Mér finnst þessi palletta ótrúlega flott og tilvalin í jólapakkann.

The Body Shop – Facial Mask Duo  – Æðisleg tvenna af möskum sem hægt er að nota á sama tíma eða í sitthvoru lagi. Himalayan Charcoal maskinn er ótrúlega hreinsandi fyrir húðina og skilur hana eftir ljómandi. Þetta er einn mínum allra uppáhalds hreinsimöskum en mér finnst gott að nota hann þrisvar í mánuði. Síðan er hinn maskinn British Rose sem er rakagefandi og hefur þéttandi áhrif á húðina. Það er einstaklega gott að nota hann eftir að maður er búin að nota hreinsi maskann eða nokkrum dögum seinna. Síðan er mjög sniðugt að multimaska, sem sagt setja hreinsimaskann á T-svæðið og hinn á kinnarnar.

GHD – Classic Wave Wand – Þetta er mitt krullujárn sem ég nota alltaf og elska það! Þetta járn gefur frá sér þessa “hollywood” liði, sem mér finnst svo ótrúlega fallegir. Ég segi alltaf við alla að þetta sé “next level” krullujárn því tæknin á bakvið það er mögnuð en ég skrifaði einmitt um járnið hér, ef þið viljið kynna ykkur það betur. Þetta járn fær mín meðmæli og GHD!

Becca Cosmetics – Be a Light Face Palette – Þessi palletta er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er mikið notagildi í henni en hún inniheldur kinnalit, sólarpúður og tvö púður. Púðrin í þessari pallettu gefa öll frá sér náttúrulegan ljóma án þess að vera með mikið shimmer. Mér finnst hún ótrúlega falleg og vegleg.

Real Techniques – Brush Goals – Þetta sett inniheldur fimm mismunandi bursta og er mjög gott notagildi í þeim öllum. Mér finnst þetta klassísk gjöf fyrir hvern sem er, hvort sem maður er byrjandi eða lengra komin þegar kemur að förðun.

Calvin Klein – Obsessed – Ilmir eru mjög persónubundir þannig þessi gæti kannski ekki verið fyrir alla en ég mæli með að fara og finna lyktina. Ég er svo hrifin af þessari lykt! Hún er mjög frábrugðin öllum öðrum ilmum sem ég hef fundið.

Becca Shimmering Skin Perfector Pressed Highlighter Mini Macaron – Þetta er svo sætt highlighter sett frá Becca Cosmetics og er þetta sérstaklega fyrir þá sem ELSKA ljóma því þetta eru fjórir mismunandi highlighter-ar sem koma saman í einum kassa.

Guerlain Rouge G De Guerlain – Varalitir frá Guerlain sem hægt er að búa til sjálfur. Það er hægt að velja lit og velja síðan hvernig umbúðir maður vill. Mjög skemmtileg gjöf og gaman að gera varalitinn persónulegri.

 

Vonandi hjálpar þessi listi einhverjum sem eru í jólagjafa hugleiðingum en mig langar líka að minna á að það er hugurinn sem gildir xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

KÓSÝ & MJÚK JÓLANÁTTFÖT

SAMSTARFTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Vero Moda 

Halló! Ég er ekki búin að vera jafn virk hérna eins og ég hefði viljað hér í desember en þessi próf fara alveg að klárast eða það er akkúrat vika (avúhú!). Ég hlakka ótrúlega mikið til að komast í jólafrí og geta loksins deilt meiru með ykkur.

Mig langaði svo að deila með ykkur fallegum pakka sem ég fékk í seinustu viku frá Vero Moda. Í pakkanum voru falleg jólanáttföt, þau eru svo mjúk og notanleg. Það er líka einn mjög góður kostur við að vera í prófum en það er að ég get verið á náttfötunum allan daginn og er ég ekki búin að fara úr þessum! Mér finnst þessi náttföt svo falleg og klassísk. Þau eru hvít með röndum, jólasleikjó og rauðum laufum. Ég fékk bol og buxur en það er líka til náttfatagalli í sama munstri. Þessi náttföt gera mig einstaklega glaða! Þegar ég var lítil fékk ég oft náttföt í jólagjöf og er ekkert jafn kósý og að fara í ný og fín náttföt á aðfangadag.

VERO MODA býður einnig uppá þennan fallega kassa ásamt merkimiða sem stendur “The Joy of Giving” með hverri seldri flík. Þetta er einstaklega þægilegt og þarf maður ekki að pakka inn eða kaupa kort. Síðan eru þetta svo flottir kassar að maður getur endurnýtt þá en ég var einmitt alin upp við það að henda aldrei gjafapappír eða kössum. Mamma endurnýtir allt og er mætt með straujárnið ef pappírinn krumpast, haha, mæli með!

 

Það eru einstaklega falleg smáatriði á þessum náttfötum

 

Síðan eru þessi líka ótrúlega krúttleg!

Hérna eru gjafakassarnir og merkimiðarnir. Það er mjög flott að bæta við kannski smá grænu og þá lítur þetta mjög metnaðarfullt út haha ;-)

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit