Guðrún Sørtveit

VOUGE, SEPTEMBER 2018: BEYONCÉ

BODY POSITIVITYLÍFIÐ

Ég má til með að segja ykkur frá því að Beyoncé verður á forsíðu Vogue í september. Það hefur líklegast ekki farið framhjá ykkur eftir Berlínar færsluna mína, þar sem ég sá hana spila í fyrsta skipti (loksins!), að ég held mikið uppá þessa konu. Mér finnst hún vera svo framúrskarandi listamaður og æðislegt að fylgjast með henni.

Vogue er eitt flottasta tímarit í heiminum og september tímaritið þeirra eitt það mikilvægasta. Í blaðinu má finna gullfallegar myndir af Beyoncé sem teknar af Tyler Mitchell sem er aðeins 23 ára gamall. Þetta er í fyrsta skipti sem African American tekur mynd fyrir forsíðu Vogue. Það má einnig finna áhrifaríkt viðtal við Beyoncé, þar sem hún talar um lífið sitt, líkama sinn og uppruna sinn.

Viðtalið er magnað en þar talar hún meðal annars um hvernig líkaminn hennar hefur breyst eftir barnsburð og pressuna frá samfélaginu um að líkaminn eigi að vera kominn í topp stand þrjá mánuði eftir fæðingu. Hún talar einnig um uppruna sinn og segir frá því þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í bransanum. Á þeim tíma hefði aldrei komið til greina að svört kona yrði á forsíðu tímarits, því það myndi ekki seljast. Sem manni finnst fáránlegt og skrítið að hugsa til þess að það sé ekki lengra síðan. Í dag, 2018 er ekki bara African American kona á forsíðu Vogue heldur einnig ljósmyndarinn.

Það gladdi mig einnig mikið þegar hún minnist á OTR II tónleikaferðalagið sitt og Jay Z. Hún man þá sérstaklega eftir tónleikunum sínum í Berlín á Olympiastadion. Hún segir í viðtalinu að þessir tónleikar standi uppúr vegna þess að þessi staður var eitt sinn þekktur fyrir stuðla að hatri, rasisma og sundurleika. Beyoncé segir að þegar hún og Jay Z tóku lokalagið þeirra sáu þau alla brosa, haldast í hendur, kyssast og allir fullir af ást. Ég var ein af þessu fólki, man eftir lokalaginu og fékk gæsahúð þegar ég las þetta. Þau voru svo þakklát og voru endlaust að segja takk eftir lagið sem sýnir hvað þau eru auðmjúk.

Myndirnar eru ótrúlega flottar og mjög mikið í anda Beyoncé að mínu mati. Förðunin látlaus og dregur fram það besta – Love it!

Vá hvað ég er spennt að fá þetta blað í hendurnar. Hún er svo sannarlega ein flottasta kona í heiminum – staðfest!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

DRAUMUR Í DÓS

HÚÐRÚTÍNA

.. eða meira svona draumur í krukku. Mig langar að segja ykkur frá æðislegri tvennu sem ég er búin að vera nota mikið uppá síðkastið. Þetta er næturmaski og augnmaski úr Drops of Youth línunni frá The Body Shop. Þessar vörur er ætlaðar húð sem farin er að sýna sín fyrstu merki um öldrun og er því virkni í þeim. Drops of Youth línan er ætluð 25+, ég er 24 ára og húðin mín er ekki byrjuð að sýna merki um öldrun en það er þó alltaf gott að fyrirbyggja og þessar vörur gefa góða næringu. Áferðin á þessum vörum er ótrúlega en hún minnir mig helst á slím, hljómar mjög skringilega en þær eru yndislegar á húðinni.

*Samstarf

DROPS OF YOUTH BOUNCY MASK

Maskinn er ótrúlega frískandi, kælandi og skilur húðina eftir mjúka. Áferðin líkist slími og er mjög þétt. Ég set þykkt lag yfir húðina áður en ég fer að sofa og vakna endurnærð daginn eftir. Það er einnig hægt að nota þennan maska sem rakamaska á kvöldin.

DROPS OF YOUTH BOUNCY EYE MASK

Ég hafði aldrei heyrt um augnmaska og var því mjög spennt að prófa þennan. Augnsvæðið er mjög viðkvæmt og því mæli ég alltaf með að nota vörur sem eru sérstaklega ætlaðar augnsvæðinu. Þessi augnmaski kælir húðina allt að  -1.5°C sem dregur þar að leiðandi úr þroti og þreytu. Hann gefur góðan raka og mér finnst vera sjáanlegur munur fyrir og eftir.

Ég er orðin alveg háð þessum maska og nota hann óspart! Ég nota þetta ýmist sem augnkrem til þess að fá mikinn raka eða sem maska. Það er líka æðislegt að nota þetta áður en maður farðar sig og því fullkomið til þess að undirbúa sig fyrir sérstök tilefni.

Vörurnar eru í einstaklega veglegum pakkningum og eru svo djúsí!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MY LETRA

TÍSKA

Fylgihluturinn sem er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og vinkonunum mínum eru stafahálsmenin frá My Letra. My Letra Store er nýleg netverlun og selur gullfallega skartgripi. Ég er búin að vera fastakúnni hjá þeim í allt sumar en það má segja að þetta sé búið að vera afmælisgjöfin í ár hjá okkur vinkonunum. Það besta við My Letra er að það er hægt að fá íslenska stafi sem ég hef aldrei séð áður. Þannig vinkonur mínar sem eiga íslenska stafi voru einstaklega ánægðar með hálsmenin. Stafahálsmenin koma í tveimur stærðum annars vegar lágstafir á stórri plötu og hástafir á lítilli plötu. Það er mjög gaman að blanda saman stöfum og stærðum. Ég er með g og S, annað hvort saman á keðju eða á sitthvorri keðjunni. Þetta er ótrúlega einfalt, fallegt og passar við allt að mínu mati!

 

Ég er búin að vera svo ánægð með hálsmenin mín að mig langaði að vera með gjafaleik og gefa þessi fallegu hálsmen. Í samstarfi við My Letra Store er ég með gjafaleik á instagraminu mínu og ég dreg úr leiknum eftir helgina. Ég ætla gefa 5-10 vinkonum/vinum stafahálsmen. Þannig allur vinahópurinn getur verið eins xx

Ég mæli með að kíkja á þessa flottu síðu og fylgja þeim á instagram

www.myletra.is

@myletra

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BEAUTY BEYOND SIZE

BODY POSITIVITY

Ég hef lengi ætlað að segja ykkur frá einni konu sem ég lít mikið upp til. Hún kom einnig til landsins í dag, þannig ég held að það sé tilvalið að segja ykkur frá henni. Ashley Graham er fyrirsæta og ofurbomba. Hún er þekkt fyrir líkamann sinn og fyrir að vera “óhefbundin” fyrirsæta. Hún er í yfirstærð og hefur lengi verið að vekja athygli á því að konur geti verið í öllum stærðum og gerðum. Mottó Ashley er “Beauty beyond size”, sem mér finnst æðislegt og hefur svo fallega merkingu. Það eru allir flottir í sínum líkama og allir líkamar eru mismunandi, einsog þeir eru margir. Það er líka einstaklega jákvætt að sjá að hún breytir myndunum sínum ekki á samfélagsmiðlum.

Þegar ég byrjaði að fylgjast með Ashley varð ég strax mjög hrifin af henni. Ashley sýnir margt sem var og er tabú á samfélagsmiðlum. Ég varð samt sem áður ástfangin af henni þegar ég sá myndina hér að ofan sem hún deildi á instagram, undir henni stóð “I workout. I do my best to eat well. I love the skin I’m in. And I’m not ashamed of a few lumps, bumps or cellulite.. and you shouldn’t be either”. Þessi mynd og þetta caption undir myndinni finnst mér alveg magnað. Það er ótrúlegt hvað ein mynd getur haft mikil áhrif á mann. Þarna er gullfalleg kona sem er með sjálfstraust uppá tíu og elskar líkamann sinn. Það er eitthvað sem mig langar að tileinka mér og hvet alla til þess að gera það líka.

Ég mæli svo sannarlega með að fylgja henni á instagram – @ashleygraham

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TO BUY OR NOT TO BUY: KKW BEAUTY

SNYRTIVÖRUR

Ég pantaði mér um daginn nýjung frá KKW Beauty. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er þetta snyrtivörumerki í eigu Kim Kardashian West. Kim hefur lengi verið þekkt fyrir að vera ljós undir augunum og má segja að það sé hennar einkennandi “look”. KKW Beauty gaf nýlega út vörusett sem á að innihalda allar þær vörur sem þú þarft til þess að ná fram þessu fræga look-i.

*Greinahöfundur keypti vörurnar sjálf

Pakkningarnar fá strax 10/10 en mér finnst þær ótrúlega fallegar og einfaldar.

Settið inniheldur þrjár mismuandi vörur, sem er hyljari, laust púður og púður til þess að birta. Ég var mjög forvitin að prófa þessa aðferð. Ég nota oftast bara hyljara og púðra síðan yfir. Í settinu fylgir einnig mynd sem sýnir á mjög einfaldan hátt hugmynd um hvernig hægt sé að nota vörurnar.

Fyrsta skrefið er að hylja, því næst “baka” og síðan setja púður til þess að birta. Mér persónulega þætti það alveg nóg að nota annaðhvort lausa púðrið eða púðrið til þess að birta. Ég myndi fara varlega í að púðra svona mikið undir augunum en augnsvæðið gæti orðið mjög þurrt og fínar línur sjást greinilega. Vörurnar eru samt æðislegar og ég mun klárlega halda áfram að nota þær. Hyljarinn er ótrúlega kremaður og þekur vel. Púðrin eru líka mjög góð og gefa húðinni fallega áferð.

Ég er alltaf mjög spennt fyrir vörunum sem hún er gefa út og allar mjög flottar. Það eru gæði í þessum vörum en mér finnst maður samt sem áður ekki þurfa öll þessi skref til þess að skapa þessa birtu undir augunum. Hvað finnst ykkur? Þið megið endilega segja mér xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

5 GÓÐ RÁÐ FYRIR HVÍTARI TENNUR

DEKURHÚÐRÚTÍNA

Mig langaði að deila með ykkur hvað ég geri til þess að halda tönnunum mínum hvítum og heilbrigðum. Ég passa rosalega vel uppá tennurnar mínar og hef gert síðan ég var lítil. Mamma og pabbi voru alltaf að “nöldra” í mér um að ég þyrfti að vera dugleg að tannbursta mig, nota tannþráð og flúor. Þetta fannst mér einu sinni ótrúlega þreytandi en vá hvað ég er þakklát í dag.

Ég ætla deila með ykkur hvað ég geri til þess að halda þeim hvítum. Þetta er kannski mjög basic en ég ætla einnig að sýna ykkur mínar uppáhalds vörur þegar kemur að tannumhirðu.

*Færslan er ekki kostuð

Mín ráð eru að:

1. Tannbursta kvölds og morgna með góðu hvítunartannkremi

Þetta er kannski mjög basic en nauðsynlegt. Ég reyni líka oftast að nota hvítunartannkrem en mér finnst það oft virka mjög vel. Hérna eru tannkremin sem ég mæli með.

Crest fæst því miður ekki á Íslandi en ég mæli með að kaupa þetta þegar þið eruð næst í USA eða blikka einhverja flugfreyju!

Þetta tannkrem fæst hinsvegar hérna á Íslandi og líka mjög gott

 

2. Nota munnskol

Ég nota flúor alltaf á kvöldin og finnst það ómissandi. Þetta hreinsar tennurnar ótrúlega vel og mér finnst þær alltaf verða extra hvítar eftir á. Ég kaupi yfirleitt bara eitthvað munnskol og kaupi stundum eitthvað sem á að gera tennurnar hvítari.

3. Nota tannþráð

Þetta er svo mikilvægt, um leið og þetta er komið í rútínu þá getur maður ekki sleppt þessu.

4. Nota hvítunar skinnur á 6 mánaða fresti eða oftar

Þetta er kannski það helsta sem maður getur gert til þess að hvíta tennurnar og sjá árangur á skömmum tíma. Ég geri þetta kannski á 6 mánaða fresti. Ég er búin að prófa nokkrar hvítunar skinnur og mér finnst þessar bestar.

5. Forðast litaða drykki

Það sem getur litað tennurnar eru til dæmis gosdrykkir, safar, rauðvín og kaffi. Ég drekk ekki gos, bara sóda vatn og drekk eiginlega aldrei djús. Hinsvegar drekk mikið af kaffi en ég næ að koma í veg fyrir að það liti tennurnar með því að hugsa vel um þær á hverjum degi.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MUST FYRIR FERÐALAGIÐ

SNYRTIVÖRUR

Núna er rúm vika í stærstu ferðamannahelgi ársins hjá okkur Íslendingunum. Það eru eflaust margir að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, útilegu eða bara kósý uppí bústað. Það verða margir á ferðinni og í tjaldi. Mig langaði því að fara yfir með ykkur hvaða snyrtivörur mér finnst algjört must að taka með sér yfir verslunarmannahelgina.

*Færslan er ekki kostuð

1. Blautþurkkur

Ég held að í eina skiptið sem það er í lagi þrífa á sér húðina með blautþurrku er í útleigu. Það er einnig hægt að nota blautþurrkur í margt annað, einsog að þurkka sér um hendurnar. Mér finnst líka gott í útleigu að taka farðann fyrst af með blautþurkku og svo renna yfir með andlitsvatni. Þá er búið að taka það mesta af og húðin verður ekki í jafn slæmu ástandi.

 

2. Ferðaburstar

Ég elska þessa bursta frá Real Techniques! Það er hægt að kaupa minni útgáfu af þeirra vinsælustu burstum. Hausinn á burstanum er alveg í sömu stærð og hefðbundnu burstarnir nema skaftið er minna. Það fer minna fyrir þeim og snilld í ferðalgið.

 

 

3. Andlitsvatn í ferðastærð

Andlitsvatn í ferðaumbúðum – Þetta er mjög þægilegt til þess að taka með sér og einsog ég sagði um blautþurkkurnar, þá er sniðugt að taka farðann af með blautþurkku og renna síðan

 

yfir andlitið með andlitsvatni. Síðan er hægt að fara aftur yfir andlitið með andlitsvatni þegar maður vaknar.

4. Sótthreinsir

Sótthreinsir er algjört must í hvaða ferðalag sem er! Þessi er æði með kókoslykt.

5. Rakasprey

Rakasprey er eintaklega frískandi þegar maður vaknar daginn eftir skemmtilegt kvöld og þarf nauðsynlega góðan raka í húðina. Þetta sprey frá The Body Shop hefur góða eiginleika fyrir húðina, gefur orku og raka.

 

6. Ferðahólkur

Þetta er kannski ekki must fyrir þá sem eru í tjaldi en þetta er algjör snilld ef maður er að gista í húsi eða uppí bústað. Ég get ímyndað mér að þetta sé einstaklega þægilegt þegar margir eru að nota eitt baðherbergið saman til þess að gera sig til og mikið af dóti útum allt. Við vinkonurnar fórum til Berlínar í byrjun sumars og þetta var algjör snilld þegar við vorum að gera okkur til. Mér finnst best að vera með allt fyrir framan mig þegar ég er að gera mig til og þetta kemur líka í veg fyrir að allt dót ruglist saman. Það er hægt að festa þetta á spegla og glugga til dæmis!

 

Vonandi var þetta hjálplegt! Mikilvægast af öllu er þó góða skapið og skemmta sér fallega xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARSPJALL: INGUNN SIG

FÖRÐUN

Það er komið að förðunarspjalli mánaðarins og að þessu sinni er viðmælandinn minn hæfileikaríka Ingunn. Ég er búin að fylgjast lengi með henni á instagram, ótrúlega gaman að sjá allar fallegu farðanirnar sem hún gerir og hár. Hún leikur sér mikið með liti og fáránlega klár að gera fallegar greiðslur í hár. Ég ætla klárlega að biðja hana um að gera hárið á mér einn daginn! Við ætlum að kynnast henni aðeins betur hér xx

Hver er Ingunn?

Ingunn er 25 ára förðunarfræðingur og nýútskrifaður viðskiptafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík sem hefur brennandi áhuga á förðun og hárgreiðslum og finnst fátt skemmtilegra en að dunda sér heima að búa til ný look fyrir Instagramið.

Hvenær fékkstu áhuga á förðun?

Frá því að ég var lítil hef ég alltaf haft áhuga á snyrtivörum en mamma mín og systir máluðu mig alltaf í grunnskóla því þá kunni ég ekkert. En svo var það ekki fyrr en í menntaskóla sem áhuginn kviknaði að alvöru, eftir að ég byrjaði að horfa á myndbönd með Lisu Eldridge og fór að herma eftir henni þá var no turning back.

Hver er þín uppáhals förðunarvara?

Einmitt núna er uppáhalds varan mín Diamond and Blush pallettan frá Natasha Denona, hún er svo frábrugðin öllum pallettum sem ég hef átt. Elska hana.
En annars er góður hyljari alltaf í uppáhaldi, ég nota oft bara hyljara þar sem mér finnst húðin ójöfn og dags daglega fýla ég það mun betur en meik. Hyljararnir sem ég er mikið að nota núna eru Lock-It frá Kat Von D og Aqua Luminous Perfecting frá Becca.

Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína?

Uppá síðkastið hef ég verið að reyna taka efni sem kallast Sodium Laureth Sulfate úr hreinsivörunum mínum til að halda húðinni minni betri. Þannig í dag nota ég kókosolíu til að þrífa makeup-ið af, svo nota ég Water Drench Cloud Cream Cleanser frá Peter Thomas Roth til að þrífa húðina, svo skiptist ég á að nota Glossier Solution og Skyn Iceland Nordic Skin Peel, því næst er það Glossier Super Bounce Serum og svo að lokum nota ég til skiptanna Protini Polypeptide Cream frá Drunk Elephant og Water Drench frá Peter Thomas Roth.

Flottasta förðunartrendið að þínu mati?

Dewy skin, finnst alltaf svo fallegt þegar húðin ljómar. Elska að fylgjast með Namvo á Instagram þar sem hún er þekkt fyrir að gera alltaf dewy og glowy húð.

 

Förðun og hár eftir Ingunni

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum?

Ég á mér þónokkrar fyrirmyndir í förðunarheiminum en hún Katie Jane Hughes er svona sú nýjasta sem ég er að fylgjast með og er í algjöru uppáhaldi !

Svo er það Lisa Eldridge, Danessa Myricks, Natasha Denona og Nikki_makeup.

 

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án?

Get alls ekki verið án Sensai Kanebo Bronzing Gel, finnst ég alltaf mun frískari um leið og ég skelli því á.

 

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga?

Eins og ég nefndi hér að ofan er það fyrst og fremst Sensai Kanebo Bronzing Gel. Svo finnst mér Wonder Powder frá Makeup Store eitt fallegasta púðrið, finnst það gefa húðinni svo fallegan ljóma og jafna alla förðunina út, ég nota það í litnum Gobi. Fyrir augabrúnirnar verð ég að eiga Anastasia Beverly Hills Brow Definer, svo fljótlegt og auðvelt í notkun. Síðast en ekki síst þá er rauður varalitur alltaf mitt go to look og uppáhalds comboið mitt er frá Charlotte Tilbury, varablýanturinn Kiss N’ Tell og varaliturinn Tell Laura. Þetta combo helst á allt kvöldið og varaliturinn er mattur en verður aldrei þurr.

 

Hver er lykilinn af fallegri förðun?

Húðin, ljómandi húð finnst mér vera algjör lykill að fallegri förðun. Einnig það að allir eru með mismunandi lögun á augum og mikilvægt er að mála sig eftir sínu augnlagi.

Förðun og hár eftir Ingunni

Förðun og hár eftir Ingunni

Förðun og hár eftir Ingunni

Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð?

Að vera óhræddur við að nota liti og að gefa sér tíma í að preppa húðina. Undirstaðan að góðri húð er húðumhirða, að hugsa vel um húðina sína en passa sig samt að ofgera henni ekki. Ætla líka að fá að henda inn hérna tveimur ráðum sem hjálpuðu mér að berjast við bólur og að fá jafnari húð, fyrsta er að nota eplaedik blandað við vatn sem tóner kvölds og morgna. Það síðara er svo að reyna skipta út öllum vörum sem eru með efnið SLS. Þetta efni felst í öllum vörum sem freyða td. sjampóum og andlitshreinsum, en ég sé gífurlegan mun á húðinni minni eftir að hafa skipt út þessu efni Kv. ein sem hefur alltaf átt í húðvandræðum.

Takk æðislega fyrir spjallið Ingunn xx 

Ég mæli með að fylgja Ingunni á instagram – @ingunnsig

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

UPPÁHALDS VARACOMBO

VARIR

Sunnudagar til sælu.. sunnudagar eru alltaf frídagar hjá mér þar sem ég slaka á og undirbý komandi viku. Það er mikilvægt að taka sér einn “off” dag og hlaða batteríin! Mig lanaði hinsvegar að segja ykkur frá æðislegu varacombo-i sem ég er búin að vera nota mikið seinustu vikur.

Varacombo-ið sem er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana er varablýantur frá Nyx Professional Makeup og varalitur frá L’Oreál. Ég er yfirleitt með sirka tíu nude varaliti í öllum vösum, bílnum og í veskinu. Ég blanda alltaf nokkrum varalitum saman til þess að ná fram hin fullkomna nude. Núna er þetta þó aðeins einfaldara fyrir mig því ég er einungis með tvær vörur.

*Vörurnar keypti greinahöfundur sjálf

Varablýanturinn heitir Sand Beige og er frá Nyx Professional Makeup. Varaliturinn er úr Colour Riche línunni frá L’Oréal og er nr. 642. Báðar vörurnar fást til dæmis í Hagkaup.

Varablýanturinn er mjög þægilegur, það er hægt að skrúfa hann upp og niður, þarf því ekki yddara. Þessir varablýantar frá Nyx Professional Makeup eru ótrúlega kremaðir en haldast vel á vörunum. Varaliturinn er úr nýrri línu frá L’Oréal og er ótrúlega rakagefandi. Liturinn á varalitnum er fallega ljós nude sem passar einstaklega vel við varablýantinn. Varablýanturinn er aðeins dekkri en varaliturinn og nota ég hann til þess að móta varirnar. Síðan set ég varalitinn í miðjuna og þannig stækka ég varirnar örlítið.

Ef þið eruð að leita af flottu nude varacombo-i þá mæli ég með þessu xx 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT & FALLEGT HEIMA

LÍFIÐ

Gleðilegan sólardag, ég vona að þið hafið notið dagsins í botn en það er ótrúlega hvað smá sól getur gert mikið fyrir andlegu hliðina!

Það er komin tími á smá “home update” en ég er loksins búin að hengja upp myndir heima. Það að velja myndir fyrir hvert rými og finna út hvar þær eiga að vera, tók mun lengri tíma en ég gerði mér grein fyrir. Ég var búin að leita lengi af myndum sem myndu passa vel inn í stofuna og tóna vel við allt. Eftir langa leit fann ég þær loksins hjá Heiðdísi á Norðurbakkanum í Hafnarfirði (í besta bænum) myndir eru æðislegar inn í stofu.

Þessar myndir passa einstaklega vel við allt inn í stofu, ég er í skýjunum með þær!

Mig langaði líka að segja ykkur frá því að Heiðdís er með lagersölu núna þangað til að birgðir endast, ég mæli því með að hafa hraðar hendur. Ég er búin að sjá úrvalið af lagersölunni á instagraminu hennar og myndirnar eru hver annarri fallegri! Þið finnið frekari upplýsingar inná miðlunum hennar.

Instagram: @heiddddddis

Facebook: Heiddddddinstagram

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit