fbpx

FÖRÐUNARTREND 2022

FÖRÐUNINNBLÁSTURSNYRTIVÖRUR

Halló!

Gleðilegt nýtt ár og takk innilega fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða. Ég kann svo óendanlega mikið að meta ykkur sem lesið bloggið. Þetta átti nú ekki að vera fyrsta færsla ársins en tíminn er búinn að fljúga áfram!

Núna er komið að árlegu færslunni minni um förðunartrend ársins, ein af mínum uppáhalds bloggfærslum. Ég elska skoða spár um hvaða trend verða stór á árinu, hvort sem það er í förðun, tísku eða hári. Það er líka svo gaman að sjá hvað allt fer í hringi og sjá hvort þessar spár rætist. Þið getið skoðað förðunartrend síðustu ára hér.

Myndir frá Pinterest

SKRAUT Í ANDLIT

Steinar og skraut í andlit verður stórt á þessu ári og jafnvel í tönnum líka. Þetta mun gera hefðbunda förðun aðeins öðruvísi og mikið hægt að leika sér með förðunina.

LJÓMANDI OG FERSK HÚÐ

Ljómandi og fersk húð heldur áfram að verða meira áberandi. Léttir farðar, fljótandi highlighter og kinnalitir verður vinsælt!

ÁFYLLANLEGT OG UMHVERIFSVÆNAR FÖRÐUNAR- OG SNYRTIVÖRUR

Áfyllanlegar og umhverfisvænar snyrtivörur. Mikilvæg þróun og vona ég eftir að sjá þetta eða einhverjar breytingar hjá snyrtivörumerkjum.

90’s/20’s VARIR

Dekkri varablýantur er búin að vera áberandi en ég spái því að það verði ennþá meira áberandi og ýktari. Innblásið frá árinu 2000!

 

MIKIÐ AF KINNALIT

Mikill kinnalitur og ljómandi kinnalitir verða áberandi. Kinnalitir fríska uppá útlitið.

LITRÍKIR OG GRAFÍSKIR EYELINER

Litríkir og grafískir eyeliner-ar verða áberandi og hlakka ég sérstaklega til að prófa mig áfram með þetta í sumar.

Vá mér finnst svo mörg skemmtileg trend á leiðinni, bæði í förðun, hári og tísku! Hvað finnst ykkur? Hvað er ykkar uppáhalds? xx

VILT ÞÚ LÆRA UM HÚÐINA OG UMHIRÐU HENNAR?

HÚÐHÚÐRÚTÍNASAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Bókabeituna

Halló!

Ný bók um húðina og umhirðu hennar! Það var löngu komin tími á bók um húðumhirðu. Ég elska að pæla í öllu tengdu húðinni og eftir því sem maður lærir meira um húðina, þá kynnist maður húðinni sinni betur. Ég var því ótrúlega spennt þegar ég sá að Kristín Sam væri að gefa út bók um húðina. Hún er algjör snillingur þegar kemur að húð og mæli ég með að fylgja henni á instagram (@ksam.beauty) en þar deilir hún reglulega ráðum og meðmælum tengt húðinni. Bókin Húðin & umhirða hennar er sett upp þannig að hver sem er geti nýtt sér hana, hvort sem maður er byrjandi eða fyrir lengra komna. Það er gott fyrir alla að kynnast húðinni sinni og vita hvaða vörur henta manni. Ég hefði svo mikið þurft þessa bók þegar var að byrja að nota húðvörur og fannst einmitt svo mikil vöntun á svona bók á markaðinn. Þetta er því fullkomin jólagjöf að mínu mati fyrir hvern sem er, á hvaða aldri sem er.

Í bókinni má finna margvíslegan fróðleik um húðina og hvernig best er að annast hana. Það er hægt að fræðast um starfsemi húðarinnar, algeng húðvandamál, ólíkar húðvörur og virkni þeirra. Lesendur læra að greina sína húðgerð og fá ráðleggingar um hvaða húðvörur henta best.

Bókin er fáanleg í flestum bókaverslunum og getið verslað hana hér.

Mig langaði að kynnast Kristínu betur og ákvað að spurja hana af nokkrum spurningum:

Hver er Kristín Sam?

Tveggja barna húsmóðir í Mosfellsbæ sem býr yfir gríðarlegum áhuga á öllu sem tengist snyrti- húð- og hárvörum. Það var alltaf draumur minn að starfa á einhvern hátt með snyrtivörur en frá því ég var tvítug að mig minnir hef ég starfað í snyrtivörugeiranum á einn eða annan hátt og alltaf elskað það.

Ég byrjaði ung að starfa í kynningum og má segja að áhugi minn á húðvörum hafi aukist verulega þá, en ég hef alltaf verið heilluð að húðvörum og hvað þær geta gert fyrir okkur. Mér fannst svo gaman að fræðast um vörurnar og kafa dýpra í þær og hefur það ekkert breyst.

Ég fagna þess hve mikil fjöldi íslendinga er orðið meðvitað um sína húðumhirðu, að vilja gera meira eða betur. Ég tók eftir miklu óöryggi hjá fólki sem vildi koma sér af stað í betri húðumhirðu, einnig þegar velja átti sér húðvörur. Það var þá sem hugmyndin af bókinni kom en það hefur verið mikil vöntun á slíkri bók á markaðnum hér heima.

 

Hefuru alltaf verið með svona mikinn áhuga á húðumhirðu?

Nei ekki alltaf, ég hef alltaf elskað snyrtivörur og haft gaman að þeim en þegar ég var yngri vissi ég ekki hvernig ég átti að nota þær rétt.

Ég er ein af þeim sem þurfti að kljást við húðvanda, þrálátar bólur, kýli og roða í mörg ár, eftir þá reynslu var ég tilbúin að gera hvað sem er til að halda húðinni minni í góðu jafnvægi og fór þá áhuginn tengt húðumhirðu að verða meiri og meiri.

Þitt besta ráð húðumhirðu ráð?

Eftir reynslu mína með minn húðvanda þá veit ég hversu mikilvægt það er að nota húðvörur sem hæfa okkar húðgerð og húðvanamálum, það þarf því að vanda valið á húðvörunum okkar rosalega vel. Ekki kaupa eitthvað bara af því að Sigga út í bæ sagði það væri frábært, við þurfum virkilega að hugsa út í hvort varan henti okkur sjálfum.

Svo er mikilvægt að nota milda andlitshreinsa kvölds og morgna, næra húðina vel með góðum raka og nota alltaf sólarvörn.

Þín uppáhalds vara/formúla?

Þetta er gríðarlega erfið spurning fyrir mig en ég á alveg nokkrar uppáhalds vörur en húðin breytist gjarnan, tildæmis milli árstíða og skipti ég gjarnan um vörur með.

En ef ég þyrfti að velja þá held ég að það væri gott rakaserum.

Rakaskortur í húðinni getur framkallað ýmis húðvandamál og þekki ég það af eigin raun.

Ég er mjög hrifin af Dior Capture Youth Plump Filler og Pestle & Mortar Pure Hyaluronic Serum. Báðar vörurnar eru afar ríkar af rakagjöfum.

Hvernig er þín húðumhirða?

Öll kvöld byrja ég á að fjarlægja sólarvörnina og farðann og nota svo annan mildan hreinsi strax á eftir til að fjarlægja öll umfram óhreinindi af húðinni.

Ég er mjög hrifin af rakavatni en það nota ég strax á eftir andlitshreinsun.

Þegar húðin er í uppnámi þá er húðrútínan mín oftast lengri en ég reyni að dúllast við hana með góðum serumum sem vinna á þeim húðvanda sem er til staðar.

En þegar húðin mín er í góðu jafnvægi þá læt ég gott rakaserum og rakakrem duga.

Á daginn enda ég svo á sólarvörn en það er gríðarlega mikið að nota hana alla daga, allan ársins hring og sé ég sjálf töluverðan mun á húðinni minni eftir ég byrjaði að tileinka mér þann sið.

Takk æðislega fyrir spjallið elsku Kristín og til hamingju aftur með bókina! xx

LAST MINUTE JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

ÓSKALISTISAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Purkhús

Halló!

Mér datt í hug að það væri gaman að taka saman smá lista af “last minute” jólagjafahugmyndum. Ég held nefnilega að það séu margir sem klára alltaf allar gjafirnar í desember. Ég næstum því búin að græja allar jólagjafir en finnst einmitt alltaf gaman að geyma nokkrar fyrir desember og geymi oft eina gjöf sem ég kaupi á Þorláksmessu. Það er þó alveg tvær vikur í jólin en þessi listi gæti kannski hjálpað þeim sem vantar fleiri hugmyndir eða bara finnst gaman að skoða fallega hluti.

Libbey can glas – Falleg glös sem eru fullkomin fyrir íslatte eða smoothie.

Louis Vuitton bók – Falleg bók er alltaf sniðug gjöf og ég kemst ekki yfir það hvað mér finnst bækurnar hjá Purkhús fallegar.

Ostahnífar – Fallegir ostahnífar.

Jólaskraut skel – Purkhús er með fullt af skemmtilegu jólaskrauti og mér finnst svo sniðugt að velja skraut sem á við persónuleika manneskjunnar sem fær gjöfina.

HK Living kerti – Dásamlegt ilmkerti frá HK Living sem er í fallegri keramík krús.

HK Living 70’s keramik kaffibolli – Gullfallegir bollar sem eru gylltir og hvítir. Ég er alveg bollasjúk og mér finnst það ótrúlega sniðug gjöf.

Þurrkuð blóm – Mér finnst þurrkuð blóm svo falleg og þau endast endalaust!

Marmara snúningsbakki – Fallegur og klassískur marmaradiskur sem er snúanlegur og því fullkomin til þess að bera fram veitingar. Ég á svona bakka sjálf og er alltaf með hann uppi. Hægt að setja einmitt veitingar eða kerti og bara hvað sem er.

Jólaskraut ferskja – Alltof sætt jólaskraut!

Mega tré gengheil eik – Falleg tímalaus tré sem passa við allt.

Ade funky skulptúr – Falleg stytta sem gerir heimilið fallegt.

Abigail spegill – Æðislegur spegill með mjúkum línum frá Danska merkinu Bloomingville.

Pawa bakki – Bakki frá danska merkinu Bloomingville. Það er hægt að nota þessa bakka á svo marga vegu. Ótrúlega fallegur!

BÓKAJÓL

Halló!

Vá það eru til svo margar fallegar bækur og mér finnst falleg bók æðisleg gjöf. Ég ákvað að taka saman nokkrar bækur sem mér finnst fallegar og eigulegar.

1. Bakað með Evu eftir Evu Laufey – Mér finnst allt svo fallegt og vel gert sem Eva Laufey gerir og nota ég mikið uppskriftir frá henni.

2. Peppmolar – Æðisleg bók eftir þvílíkar kjarnakonur, Örnu Vilhjálmsdóttur og Sigrúnu Maríu Hákonardóttur. Þetta er fullkomin gjöf fyrir hvern sem er. Þær eru algjörlega með hausinn og hjartað á réttum stað og allt sem þær gera er svo flott!

3. Fjárfestingar eftir Fortuna invest – Bók sem ég held að allir þyrftu að eignast. Ég var svo heppin að fá þessa bók að gjöf frá stelpunum og ég er ekkert smá ánægð með hana. Þetta er bók sem útskýrir fyrir manni fjármál á mannamáli. Gott og hollt fyrir alla að lesa.

4. Húðin eftir Kristín Sam – Það var löngu komin tími á bók um húðina og umhirðu hennar! Í bókinni er að finna allskonar fróðleik um húðina og hvernig best er að hugsa um hana. Ráðleggingar, húðvandamál og fleira.

5. Vouge The Covers – Mig dreymir um að eignast þessa. Svo falleg bók með öllum forsíðum Vouge. Gaman að sjá tískuna í gegnum árin.

6. Skipulagsdagbók 2022 eftir Sólrún Diego – Skipulagsdagbók er eitthvað sem ég kaupi á hverju ári og finnst mér þessi frábær. Þessi bók er þægilega sett upp og auðveld í notkun. Ég elska líka öll litlu smáatriðin.

7. Live Beautiful – Falleg “coffee table” bók sem gaman er að skoða en líka falleg fyrir augað.

8. Aðeins færri fávitar eftir Sólborgu Guðbrandsdóttur – Aðeins færri fávitar er önnur bók Sólborgar, byggð á samnefndu samfélagsverkefni hennar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Æðisleg og fróðleg bók sem er gott fyrir alla að lesa.

9. Louis Vuitton Catwalk – Falleg “coffee table” bók sem er gaman að skoða en líka falleg fyrir augað.

DRESS DAGSINS

Halló!

Ég klæddi mig upp um daginn sem er orðið frásögufærandi miðað við þennan veikindavetur hjá okkur fjölskyldunni haha. Mér finnst ótrúlega gaman að gera mig til og er það bara eins og hugleiðsla fyrir mig eða allavega farða mig og gera hárið. Það að finna dress getur hinsvegar verið hausverkur hjá mér. Það kannast held ég margir við það að fataskápurinn endi eins og hvirfilbylur eftir að hafa verið að leita af fötum eða vonandi kannast einhver við þetta líka haha! Mig langaði allavega að deila dressi dagsins með ykkur. Mér finnst þetta samt alls ekkert merkilegt en fékk ótrúlega margar spurningar á instagram og ákvað því að henda í bloggfærslu til að svara öllum.

Ég verð líka að segja ykkur söguna á bakvið trefilinn minn. Þessi trefill var búin að vera á óskalistanum mínum í mörg ár en hann var mjög dýr og gat einhvernveginn aldrei réttlætt mér það að kaupa trefil fyrir svona mikið. Þegar ég átti afmæli í september þá gáfu mamma mín og pabbi mér pakka og ég alveg grunlaus opnaði hann og þar var trefilinn. Ég var svo hissa og það komu strax nokkur þakklætistár. Þau eru alls ekki vön að gefa mér svona stóra gjöf en ákváðu að gefa mér því ég var búin að eiga frekar krefjandi tvö ár. Vonandi fannst ykkur gaman að heyra þessa sögu.

Klemma: Sisbis – elska að vera með klemmur í hárinu og fer líka miklu betur með hárið heldur en teygjur.

Trefill: Acne Studios fæst í GK Reykjavík – elsku besti trefilinn minn sem ég er svo ánægð með!

Jakki: Vintage jakki – Leðurjakki sem kærasti minn keypti í London og erum við bæði búin að nota hann mikið.

Veski: Blanche fæst í Húrra Reykjavík – Taska sem ég nota svo mikið. Svo þægilegt að grípa í þessa.

Buxur: ZARA (gamlar) – Ég held að þessar buxur séu ekki til lengur en það eru til fullt öðrum svipuðum í ZARA.

Sólgleraugu: CHIMI fæst í Andrá – Ef það er eitthvað sem ég kaupi alltof mikið af og greinilega ekkert mál fyrir mig að réttlæta þau kaup, þá eru það sólgleraugu!

Skór: Jodis by Andrea Röfn – Uppáhalds skórnir mínir eftir elsku bestu Andreu Röfn. Ég er búin of nota þessa, eins og kannski sést. Þarf að fara þrífa þá. Svo þægilegir og setja punktinn yfir i-ið,

Kjóll: Sage by Saga Sif x Gallerí 17 – Fallegur kjóll eftir Sögu Sif sem ég er líka búin að ofnota.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR BARNIÐ

FYRIR BARNIÐ

Halló!

Ég varð að taka saman lista fyrir þau allra minnstu og var það án efa skemmtilegast að taka saman þessa lista saman. Þessir listar hefðu geta verið endalausir en það er til svo margt fallegt fyrir börn. Ég setti þessa lista saman með dóttur mína í huga. Dóttir mín er að verða tveggja ára í febrúar og mér finnst hún fyrst núna byrja hafa áhuga á dóti. Ég er mjög hrifin af eiga minna heldur meira af dóti og dót sem hægt að nota á marga vegu, eins og til dæmis kubba.

Fairy sparkle dress – Fallegur kjóll með skínandi stjörnum.

Maileg mús – Ég er alveg veik fyrir þessu músadóti, finnst það svo alltof sætt en kannski ekki alveg “must” fyrir 21 mánaða en mjög sætt engu að síður. Þetta minnir mig á dót sem ég átti þegar ég var lítil.

Dúkkuvagn – Sebra dúkkuvagn í nýjum lit. Þetta er líka sniðugt fyrir þau sem eru að læra að labba því vagninn er svo stöðugur.

Skjelalampi Fallegur lampi sem hægt er að ráða birtustiginu á. Ég keypti alveg eins lampa nema bleikan og ég er alltaf jafn ánægð með hann.

Hárgreiðsludót – Ótrúlega sætt hárgreiðsludót sem hægt að taka líka með í bað. Dóttir mín á svona og henni finnst svo gaman að fá að greiða mér og pabba sínum. Þetta er líka dót sem hægt er að leika með lengi.

Dúkku ömmustóll – Fallegur ömmustóll fyrir dúkkur.

Afternoon tea set – Mér finnst svona bollastell alltof sæt og sniðug gjöf því það er hægt að leika sér með þetta lengi.

Slaufuspennur – Sætar spennur í hárið. Það stendur samt á pakkningunni að þetta sé fyrir þriggja ára og eldri þannig mikilvægt að hafa það í huga.

Micki Lína Langsokkur Seguldúkka – Þetta er ótrúlega sniðugt dót til þess að æfa fínhreyfingar og orðaforða. Við elskum Línu og finnst dótið frá Micki ótrúlega sniðugt.

Stuckies – Lang bestu sokkarnir að mínu mati og sniðug gjöf handa hverju barni sem er. Stuckies var stofnað til að leysa sokkavandamálið. Með sílikon doppum að innan og teygjum í kringum rist og ökla haldast Stuckies sokkarnir á sínum stað.

Viðarþvottavél – Dóttir mín elskar að taka og setja í þvottavélina og held ég því að þetta væri fullkomin gjöf.

Röndóttur kjóll & buxur – Æðislegt dress frá Petit Piao. Dóttir mín hefur átt kjóll frá þessu merki og notuðum við hann endalaust. Mér finnst líka svo gaman að hafa hana í “matching” dressi.

Nike strigaskór – Hvítir strigaskór sem passa við allt.

Petit Stories Tulipa kjóll & buxur – Íslensk hönnun og lífrænn bómull. Fötin frá Petit Stories fá mín meðmæli en dóttir mín á nokkrar flíkur frá merkinu.

Baðdót – Krúttað baðdót frá Konges Sljod.

Konges Sljod Christmas Ornament Luna – Fallegt jólaskraut frá Konges Sljod sem hægt er að merkja persónulega.

Seglukubbar – Seglukubbar eru ótrúlega sniðugir og þroskandi. Það er hægt að leika með þá á marga vegu og fram eftir aldri.

Viðarkubbar – Flottir viðarkubbar sem ýtir undir ímyndunaraflið og hægt að nota á marga vegu.

bObles krókódíll – Þorskaleikfang sem ýtir undir samhæfingarhæfni og ímyndun. bObles dýrin eru sniðug fyrir allan aldur.

Tígrísdýr – Skemmtileg dýr uppá vegg.

Tónlistarsett – Sett sem inniheldur allskonar hljóðfæri.

Stacking Tower Dag – Tuscany Rose Multi Mix – Mjúkur staflturn úr 100% sílikon sem auðvelt er að þrífa.

Viðartré dýr – Sæt dýr úr tré sem koma í poka.

Matarkarfa – Karfa full af allskonar mat sem hægt er að nota í eldhúsleik.

Stacking Tower Petal –  Staflturn hægt er að leika sér með á marga vegu.

Goki trékubbar – Trékubbar sem ýta undir ímyndunaraflið.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR VINKONU/VIN

ÓSKALISTI

Halló!

Ég tók saman hugmyndir af gjöfum fyrir vinkonu eða vin. Þegar ég tók saman þennan lista þá var ég með vinkonur, mömmu og mágkonur mínar í huga. Ég reyndi líka að finna gjafir undir 5000kr eða kringum það verð. Þessi listi hefði geta verið endalaus, svo margt fallegt í boði og vel hægt að finna eitthvað á góðu verði og tala nú ekki um núna þegar stóra Black Friday og Cyber monday afsláttarhelgin er.

 

Real Techniques Glow Radience Complexion Kit –  Æðislegt svampasett sem inniheldur þrjá mismunandi svampa sem eiga að hjálpa manni að ná fram ljómandi áferð í aðeins þremur skrefum. Settið inniheldur Cleanse svamp, Skincare svamp og Miracle Complexion Sponge. Cleanse svampurinn hjálpar þér að hreinsa húðina, Skincare svampurinn við að undirbúa húðina og búa til góðan grunn, og Miracle Complexion Sponge við að fá fullkomna áferð á förðunarvörurnar. Allir svamparnir eru með anti-microbial vörn gegn bakteríumyndun.

HAY Design kerti –  Falleg snúningskerti frá HAY sem brenna ótrúlega vel.

Bink Day Bottle Sand –  Falleg og stílhrein vatnsflaska úr gleri og sílikoni. Day Bottle er smart flaska sem hentar hverjum sem er. Á flöskunni eru merkingar sem hjálpa þér að fylgjast með þinni vatnsinntöku.

Louis Vuitton bók – Falleg bók í vasastærð um hönnuðinn Louis Vuitton. Það eru til allskonar bækur hjá Purkhús sem er ótrúlega skemmtileg gjöf.

Real Techniques Brush, Blend, Brow Kit – Hátíðarsett sem inniheldur þrjá bursta, plokkara og augabrúna rakavél. Allt sem þú þarft fyrir augnsvæðið.

• 304 Defining Crease: Augnskuggabursti með löngum, fluffy hárum sem gefa létta áferð og dreifa úr augnskugga fyrir ofan augnlok.
• 326 Flat Liner: Flatur bursti með stuttum hárum sem er frábær í eyeliner eða í kringum augabrúnir.
• 346 Angled Brow+Spoolie: Skáskorinn augabrúnabursti með greiðu á öðrum endanum.
• Plokkari: Úr stáli, með nákvæmum oddi til að ná litlum hárum.
• Augabrúna rakvél: Rakvél með tveim mismunandi endum með mismunandi stærðum af blaði.

Mynd eftir Tara Tjörva – Orð frá Töru Tjörva er persónuleg og falleg gjöf. Það er hægt að kaupa í allskonar stærðum og gerðum.

Guerlain Rouge G Luxurious Velvet – Lúxus varalitur sem kemur í fallegu hulstri innblásið úr fataskápum franskra kvenna. Ný og betrumbætt formúla sem innheldur hýlúrónsýru sem gefur raka, mangósmjör sem mýkir varirnar og silkiblóm sem gerir varirnar silikimjúkar. Fæst í Hagkaup.

my letra Stone armband – Ótrúlega fallegt armband með zircon steinum sem passar við allt og með öðru skarti.

my letra x Guðrún Sørtveit Stjörnumerkjahálsmen – Shamless plug! en ég mæli náttúrulega með skartgripalínunni minni í jólapakkann. Mér finnst stjörnumerkjahálsmen eða mánaðarsteinn ótrúlega falleg gjöf.

Klemma frá Sisbis – Klemmur í hárið er sæt gjöf.

Jólaskraut taska – Persónulegt jólaskraut. Svo sætt og falleg jólaskraut til hjá Purkhús og hægt að finna skraut sem einkennir persónuleika vinkonu eða vinar.

MÁDARA SOS EYE REVIVE HYDRA CREAM & MASK – Nærandi og rakagefandi augnmaski. Fullkomin gjöf handa hverjum sem er. Það eru margir sem gleyma að nota augnkrem og þetta því tilvalin gjöf. Hjálpar til við að minnka rauða og þurra húð í kringum augun. Minnkar þrota við augu. Vegan, án glútens, cruelty free.

Ilmkerti í vasa Ilmkerti í fallegum vasa sem hægt væri að nota síðan undir eitthvað annað eða sem skraut.

Thea Hair Care Hársvarðarbursti – Dúnmjúkur hársvarðarbursti sem þrífur hársvörðinn einstaklega vel. Burstinn fjarlægir flösu og fitu sem safnar fyrir í hársverðinum, mýkir stífan og auman hársvörð, eykur blóðflæði og styður við hárvöxt. Ég hef síðan heyrt að þessi bursti á einnig að auka hárvöxt, líklega útaf því það eykur blóðflæði.

The Body Shop hátíðarsett Sett sem inniheldur vörur úr Shea línunni, einstaklega mildur og hlýr ilmur og húðin verður silkimjúk.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

ÓSKALISTI

Halló!

Ég ákvað að taka saman jólagjafahugmyndir fyrir ykkur! Mér finnst sjálfri svo gaman að fá hugmyndir frá öðrum og sérstaklega þegar kemur að versla fyrir mennina í lífi mínu. Alltaf þegar ég spyr kærasta minn, pabba minn eða bræður mína “hvað langar þér í jólagjöf?” – þá fæ ég nánast alltaf sama svarið “veit það ekki”. Þannig þessi er listi innblásin af hugmyndum af gjöfum sem ég held að þeir myndu vilja. Ég var þó mest með kærasta minn í huga og fékk hann til að líta yfir listann og ég var nokkuð spot on. Síðan er alltaf klassískt að gefa gjafabréf en oft er bara svo skemmtilegt að gefa pakka.

Tindur peysa í litnum Tee frá 66 norður – Nýr litur á Tindur peysunni frá 66 norður. Kærasti minn á þessa peysu og notar hana nánast daglega.

Eva Solo Rifjárn Mini Chopper – Æðislegt rifjárn til að saxa fljótlega niður lauk eða hvítlauk.

Birkenstock – Góðir inniskór er klassísk gjöf fyrir alla!

Bolli Dad fra Design Letters – Pabbabolli en það er líka hægt að fá afabolla – mjög kjút gjöf.

Bink Day Bottle Smoke Falleg minimalísk og stílhrein vatnsflaska frá Bink. Flaskan er úr gleri og sílikoni með víðu opi sem gott er að drekka úr og auðvelt að fylla með klökum.

Paco Rabanne – 1 million – Það er mjög sniðugt að gefa uppáhalds ilmvatn eða rakspíra.

 

Vík hanskar frá 66 norður – Þetta er mjög sniðug gjöf. Hanskar sem eru úr vind- og vatnsheldu hágæða flísefni og mesta snilldin er að þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir snjallsíma. Þannig maður þarf ekki að fara úr hönskunum til að svara símanum.

Tim Vladimir svunta – Það er mikið eldað í minni fjölskyldu og væri því gæða svunta tilvalin jólagjöf. Þetta er líka ekta gjöf sem maður kaupir ekki handa sjálfum sér en ótrúlega gaman að eignast ef maður er mikið í eldhúsinu.

Nike Tech Fleece – Klassík! Þessir gallar eru æðislegir og ótrúlega flott gjöf.

Vínrekki Nordic Eik – Fallegur og stílhreinn vínrekki.

The Official Downton Abbey Cocktail Book – Skemmtileg bók sem kennir þér að búa til kokteila og segir einnig frá sögu hvers og eins kokteils.

Sett Salt og Piparkvörn BOTTLE Hunting Green/Beige Walnut – Falleg salt og piparkvörn. Kvörnin er gerð úr sterku keramiki.

Jólaskraut pulsa – Það er hægt að fá allskonar jólaskraut í Purkhús og sniðugt að finna jólaskraut sem einkennir persónuleika þeirra sem fá gjöfina.

Ostahnífar – Svart stál ostahnífasett. Þetta er eitthvað sem margir gleyma að kaupa fyrir sjálfan sig og því frábær gjöf.

Mynd eftir Töru Tjörva – Tara er með fallegustu orðin og hægt að finna orð sem henta hverjum sem er. Þetta er ótrúlega falleg og persónuleg gjöf.

The Body Shop Beard Care Gift – Sniðugt skegg sett sem heldur skegginu vel snyrtu.

ÓSKALISTINN MINN

ÓSKALISTI

Halló!

Það er mánuður í jólin og ég ákvað að henda í smá óskalista. Þetta er samt meira draumalistinn minn en margt af þessu er mér búið langa í lengi og eitthvað sem ég ætla safna mér fyrir. Þannig þetta er meira listi fyrir, ég sendi þennnan ekki á vini og ættingja. Það sem er samt raunverulega á óskalistanum mínum er jólamaturinn sem pabbi gerir, vá ég get ekki beðið! Jólamatur yfirhöfuð er kannski ekki í uppáhaldi en bara stemning í kringum hann og pabbi minn gerir hann svo góðan. Vá hvað ég hlakka til!

Stand StudiPatrice Coat – Jackets & Coats – Kápa drauma minna! Svo falleg og klassísk. Langar reyndar í allt frá þessu merki. Yfirhafnir er eitthvað sem ég fell alltaf fyrir.

Nike Max 2x skór – Nýir strigaskór eru á óskalistanum. Fæturnir mínir stækkuðu á meðgöngunni og passa ég því ekki lengur í gömglu strigaskónna mína, var alltaf að halda í vonina haha. Þannig núna á ég eina strigaskó og þarf eiginlega að fara fjarfesta í fleiri pörum.

Mynd eftir Leif Ými – Mynd eftir Leif Ými er búin að vera á óskalistanum lengi. Það eru allskonar setningar og orð í boði. Mér finnst þetta vera svo íslenskt og brýtur upp heimilið.

Jodis by Andrea Röfn: Margrét – Fallegir brúnir hælaskór sem passa við allt. Þessir skór eru búnir að vera lengi á óskalistanum og hef ég meira segja farið og mátað þá, ótrúlega þægilegir!

HAY Design Nelson Saucher Bubble ljós Þetta ljós er búið að vera líka á óskalistanum mjög lengi. Ég búin að ákveða að mig langar í þetta ljós yfir borðið heima. Finnst það svo fallegt, birtan mjög mild og góð.

Askja síðúlpa – Síð dúnúlpa fyrir mér eitthvað sem er fullkomið til að fara út að leika með dóttur minni. Þessi nýi litur er svo fallegur og ekta ég.

Búbblukerti – Ný kerti hjá Purkhús og finnst þau svo fallegt. Það er líka hægt að fá minni stærðir.

Innskór EMU Australia – Mayberry – Það er smá skóþema en mig vantar skó og þar á meðal góða inniskó. Ég átti inniskó en suprise suprise þá passa ég ekki í þá lengur haha! Þessir eru ekkert smá fallegir og kósý. Mér finnst þetta líka fullkomin gjöf handa mömmu eða ömmu.

Pond Mirror – Þessi spegill er búinn að vera á óskalistanum lengi lengi og verður áfram. Svo fallegur og gerir svo mikið fyrir rými.

MY LETRA X GUÐRÚN SØRTVEIT VOL. 2

LÍFIÐSAMSTARF

Halló!

Það eru komnar tvær vikur síðan að mín önnur samstarfslína með my letra kom út! Ég ætlaði að vera löngu búin að deila þessari færslu með ykkur en við fjölskyldan nældum okkur í ælupest sem er víst að ganga og ég hef bara aldrei vitað annað eins. Ég hef ekki fengið ælupest síðan ég var lítil minnig mig eða allavega mjög langt síðan. Það voru margir búnir að láta mig að fyrsta hálfa árið eða jafnvel bara fyrsta árið með barn á leikskóla yrði meira og minna veikindi en var ekki að búast við í nánast hverri viku haha. Dóttir mín hafði verið veik einu sinni eða tvisvar fyrstu 18 mánuðina en eftir að hún byrjaði á leikskóla þá eru veikindin búin að vera nánast vikulega. Það tengja örugglega margir foreldrar við þetta, þessi litlu covid börn sama hafa bara verið bómul fyrsta árið sitt. Þetta er samt vonandi allt að verða betra og svona er þetta bara. Þetta er alveg ótengt nýju línunni minni en langaði bara að gefa ykkur smá life update!

Ég er ótrúlega stolt af þessari samstarfslínu okkar og ekkert smá þakklát my letra að vilja fá mig í þetta verkefni. Það er búið að vera ótrúlega gott að vinna með þeim og leyfðu þau mér alveg að ráða ferðinni. Þessi samstarfslína er að mörgu leyti byggð á mamma hálsmeninu úr minni fyrri línu sem varð ótrúlega vinsælt, fór alveg fram úr öllum væntingum. Okkur langaði svo að koma með mamma hálsmenið aftur nema í breyttum búning. Síðan var ég svo ánægð með formið á hálsmeninu og vildi vinna meira með það. Það er ekkert smá gaman að sjá hugmynd verða að veruleika. Ég er gjörsamlega í skýjunum með þetta og ótrúlega þakklát xx

mamma hálsmen

.. í örlitlum breyttum búning. Fyrir rúmu ári síðan gerði ég mamma hálsmen og ákváðum við að það þyrfti að koma aftur. Hugmyndin af þessu hálsmeni myndast þegar ég varð ólétt af dóttur minni en mér fannst svo lítið í boði til að gefa mömmum í til dæmis í sængurgjöf eða baby shower gjöf. Það var hreinlega ekkert í boði nema þá á ensku. Ég vildi líka ekki hafa hálsmenið of væmið eða áberandi. Það er hægt að bera hálsmenið ef maður er mamma eða fyrir mömmu sína, maður ræður alveg hvernig maður túlkar það. Síðan er hægt að snúa hálsmeninu öfugt og þá er bara tóm plata, þannig veit maður sjálfur hvað stendur. Ég er ótrúlega stolt af þessu hálsmeni og gaman að sjá aðra með hálsmenið!

Stjörnumerkjahálsmen

Stjörnumerki er eitthvað sem ég hef alltaf haldið uppá síðan ég var lítil og pælt mikið í. Ég er þekkt fyrir að taka upp bók um stjörnuspeki og lesa fyrir alla sem koma í heimsókn til mín og pæli mikið í stjörnuspeki. Þannig ég varð bara að gera stjörnuerkjahálsmen. Stjörnumerkjahálsmenin eru í sama stíl og mamma hálsmenið nema aðeins minni og einmitt ótrúlega fallegt að nota þau saman. Síðan fannst mér mjög skemmtilegt að hafa stjörnumerkin á íslensku og hef ég aldrei séð svoleiðis.

Mánaðarsteinar

Eins og með stjörnumerkin þá pældi ég líka mikið í mánaðarsteinum þegar ég var yngri og langaði alltaf í minn mánaðarstein. Mér finnst mánaðarsteinar svo fallegir og gaman að hafa þá með stjörnumerkjahálsmenunum eða einir og sér. Það er síðan líka hægt að bera mánaðarsteina barnanna sinna, sem mér finnst ótrúlega fallegt! Þetta er samt ekkert heilagt og líka hægt að velja stein sem manni finnst fallegur.

elska þig

Elska þig hálsmenið er líka eitthvað sem mér fannst vanta. Það er hægt að kaupa endalaust af “love you” hálsmenum en mig langaði svo að gera á íslensku. Ég vildi hafa hálsmenið ekki of áberandi og eins og með hin hálsmenin þá er hægt að snúa því öfugt þannig engin sér setninguna en þú veist af henni.

Takk svo innilega allir þeir sama nú þegar verslað, peppað eða sent mér fallega kveðju í sambandi við línuna! Ég er svo þakklát xx