HAUST FÖRÐUNARTREND 2019

FÖRÐUNFÖRÐUNAR FRÉTTIR

Halló!

Það styttist óðum í haustið og ég verð að viðurkenna að ég er bara orðin mjög spennt fyrir haustinu, einhver annar að tengja við það? September er uppáhalds mánuðurinn minn enda afmælismánuðurinn minn en þá fer allt í rútínu og mér finnst maður fá mikla orku. Ég er að fara byrja í skólanum og margt spennandi sem sem tengist barninu framundan.

Mig langaði að deila með ykkur förðunartrendum haustsins 2019. Margt sem kemur alltaf aftur í tísku en margt nýtt og gaman að sjá að neon liturinn heldur áfram að njóta síðan og meðal annars ljóminn.

1. Mattar rauðar varir

Dökkar varir koma alltaf aftur í tísku á haustin. Ég hlakka mikið til að setja á mig dökkar varir, fara í haustkápuna mína og fá mér kaffi.

2. Kinnalitur

Kinnalitur kemur sterkur inn í haust.

3. Eyeliner

Áberandi eyeliner og grafískur eyeliner kemur sterkt inn í haust.

4. Ljómandi varir

Gloss og ljómandi varir verða mjög áberandi. Ég er mikill aðdáandi glossins.

5. Náttúrulegt smokey

Það heldur áfram að vera mjög áberandi náttúruleg förðun eða þetta “no makeup, makeup” og meðal annars þegar kemur að augnskuggum.

6. Neon

Neon heldur áfram að koma sterkt inn í haust!

7. Látlaust glimmer/mikið glimmer

Látlaust glimmer og glimmer steinar til dæmis verða áberandi.

Þessi öll trend er eitthvað sem ég get hugsað mér að vera með en hvað finnst ykkur?

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BESTA OG ÓDÝRASTA AUGABRÚNAGELIÐ

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Ég verð að segja ykkur frá besta og ódýrasta augabrúnagelinu en það er.. sápustykki! Já sápustykki er besta augabrúnagelið að mínu mati. Þetta er aldagamalt förðunarráð sem notað var í gamla daga þegar ekkert augabrúnagel var til. Ég sá þetta fyrst gert fyrir nokkrum árum hjá Pixiwoo systrunum á Youtube og þar útskýrðu þær líka söguna á bakvið þetta förðunartrix. Þetta er ótrúlega einfalt í notkun, helst á allan daginn og augabrúnirnar verða ótrúlega flottar. Sápustykkið endist endalaust og því mjög ódýrt augabrúnagel.

SVONA FERÐU AÐ:

(Myndirnar eru alveg óunnar og ég er ekkert máluð svo að augabrúnirnar eru í aðalatriði)

Það er best að nota glært sápustykki og alls ekki nota hvítt sápustykki því þá verða augabrúnirnar hvítar þegar þær þorna. Ég nota sápustykki frá The Body Shop sem er með mango lykt og er appelsínugul en það kemur engin litur af henni. Ég er þó ennþá að leita af glæru sápustykki sem ég hef ekki ennþá fundið.

Ég byrja á því að spreyja rakaspreyi en það er líka hægt að nota bara smá vatn. Bleyti smá í sápunni og nudda hreinni maskaragreiðu í sápuna.

Því næst greiði ég í gegnum augabrúninar. Mér finnst persónulega mjög fallegt að greiða augabrúnirnar upp og móta þær þannig.

 

Ég læt þær síðan bíða í smá stund eða um það bil 30-60 sek því næst ýti ég aðeins á þær til að fá þetta “úfna” útlit.

Ég mæli svo sannarlega að prófa þessa snilld!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARLÍNA SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Þessi færsla er í samstarfi við Becca Cosmetics

Halló!

Ég er búin að bíða spennt eftir að deila þessari færslu með ykkur. Þið sem hafið lesið færslurnar mínar lengi eða fylgist með mér á mínum miðlum vitið eflaust hversu mikið ég held uppá förðunarmerkið Becca Cosmetics og hef ég oft skrifað um þær vörur hér. Núna er Becca Cosmetics að koma út með tryllta förðunarlínu og þessi förðunarlína byggð í kringum ein af þeirra vinsælustu ljómapúðrum (highlighter), Champange Pop. Becca Cosmetics er þekkt fyrir sín æðislegu ljómapúður og núna fóru þau skrefinu lengra. Þessi förðunarlína er ekki komin í verslanir en er væntanleg.

Champange Pop Collector’s Edition er nýjasta förðunarlínan þeirra og ein sú flottasta að mínu mati. Ég ætla fara með ykkur í gegnum hverja vöru fyrir sig sem er í þessari förðunarlínu. Umbúðirnar eru einstaklega fallegar og kemur þessi lína einungis í takmörkuðu magni.

Champange Pop Shimmering Skin Prefector Pressed Highlighter

Þetta er eitt af vinsælustu ljómapúðrunum frá Becca Cosmetics og má segja að þetta ljómapúður hafi komið þeim á kortið. Það er magnað hvað þessi einstaki litur fer mörgum húðtónum vel og er einstaklega fallegur á húðinni. Ef ég ætti að lýsa litnum þá er þetta ljós gylltur ferskjutóna litur með smá perlulit í. Það sem gerir ljómapúðrin frá Becca Cosmetics einstök er að púðrið hefur verið pressað fimm sinnum, eða sem sagt það er sett púður, vökvi, púður, vökvi og þetta gert fimm sinnum. Þess vegna fær maður þessa fallegu og náttúrulegu áferð sem líkist helst blautri áferð eða “wet look”.

Champange Pop Glow Dust Highlighter

Þetta er ný vara hjá þeim og er þetta laust ljómapúður sem ég er einstaklega spennt að prófa. Það er því auðveldara að stjórna þekjunni og hversu mikið maður vill af ljóma. Þetta er sami litur en örðuvísi formúla.

 

Champange Pop Glow Slik Highlighter Drops

Fljótandi ljómi sem hægt er að nota einn og sér eða með til dæmis ljómapúðrunum sem ég sagði ykkur frá hérna að ofan. Það er einnig hægt að blanda þessu við farða til að fá ljómandi útlit.

Champange Pop Glow Gloss

Fallegt gloss sem gefur vörunum ljóma og fallegan glans. Formúlan er mjög þægileg, ekki of klístruð og fallegt að setja gloss yfir aðra varaliti.

Champange Pop Glow Body Stick

 

Síðast en alls ekki síst er þetta ljómastifti sem ég er búin að vera ótrúlega spennt fyrir. Þessu er ætlað að nota á líkamann til þess að fá ljómandi útlit allsstaðar. Þetta kemur í ótrúlega þægilegu stift formi sem auðvelt er að blanda yfir líkamann. Mér finnst algjört lykil atriði að setja ljóma á bringuna og axlirnar ef maður er ljómandi í andlitinu, þá spilar andlitið og líkaminn meira saman.

Hérna eru síðan myndir úr herferðinni sem mér finnst einstaklega skemmtilegar en þarna er Champange Pop sýndur á mismunandi húðlitum.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNNI

SNYRTIVÖRUR

Halló!

Ég er nýkomin heim frá Madrid og er að vinna í færslu um ferðina, sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur! Mig langar hinsvegar núna að deila með ykkur nokkrum gullfallegum snyrtivörum sem ég keypti mér á Spáni í Sephora. Þetta eru vörur frá Charlotte Tilbury og er ég búin að vera aðdáandi í langan tíma núna. Þessar snyrtivörur eru mjög mikið minn stíll og það er ekki oft sem mig langar bókstaflega í ALLT frá einu merki. Ég ákvað að kaupa mér nokkrar vörur en þessar vörur fást einungis á netinu eða sérverslunum erlendis, eins og Sephora. Það var svo gaman að geta loksins potað og prófað þessar vörur.

Vörurnar sem ég keypti voru Charlotte’s Magic Cream, Beauty Light Wand í litnum Spotlight og Peachgasam og Airblush Flawless Finish. Þessar vörur fylla í öll box hjá mér en gæðin er ótrúleg, áferðin gullfalleg og pakkningarnar eru æðislegar!

Charlotte’s Magic Cream

“I never do makeup without it” – Charlotte Tilbury

Ég ákvað eftir mikla umhugsun að kaupa mér dagkremið frá henni. Þetta krem inniheldur fullt af flottum innihaldsefnum, líkt og hylauronic acid sem hjálpar til við að endurnýja húðina. Vitamín C og E en vitamin c hjálpar til við að birta húðina og jafna yfirborð húðarinnar. Vitamín E gefur raka og dregur úr þrota. Einnig inniheldur þetta krem aloe vera, shea butter og mörg önnur flott innihaldsefni sem gera húðinni gott. Þetta krem inniheldur SPF15 sem er ótrúlega mikilvægt, gefur 24 stunda raka og hefur unnið til margra verðlauna.

Ég er búin að vera nota þetta krem síðan að ég keypti það .. og vá þetta krem er æðislegt! Mér finnst ég finna bara mun á húðinni minni.

Airbrush Flawless Finish

Þetta púður er ótrúlega fínt og blandast því vel á húðina. Þetta á að gefa húðinni “airbrush” útlit en púðrið er gert úr örsmáum púður ögnum sem taka í burtu línur og annað. Einnig inniheldur púðrið rósavax og möndluolíu sem gefur húðinni raka yfir daginn. Þetta púður er ótrúlega fallegt á húðinni!

Beauty Light Wand

Charlotte Tilbury sem er andlit og eigandi fyrirtækisins vildi búa til þetta “Hollywood Glow” og bjó því til þessa vöru. Þetta er krem highlighter sem gefur gullfallegan náttúrulegan ljóma. Þessi highlighter er einn sá fallegasti sem ég hef átt! Í Victoria Secret Show-inu hérna um árið þá var einungis notaðar Charlotte Tilbury vörur og þótt ég sé ekki alveg sammála áherslum Victoria Secret Show, þá var förðunin æðisleg.

Hérna er ég svo með allar vörurnar á mér sem ég var að segja ykkur frá – ég er ótrúlega ánægð með þessi kaup!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SNYRTIVÖRUR FYRIR VERSLÓ

SNYRTIVÖRUR

Halló!

Það styttist í verslunarmannahelgina og eflaust margir að fara út á land eða á útihátíð. Ég er ekki að fara neitt um verslunarmannahelgina eða ég verð bara nýkomin heim frá Spáni og ætla bara að njóta í Reykjavík. Mig langaði samt sem áður að taka saman nokkrar vörur sem ég myndi taka með mér og sem nýtast manni vel í útilegu eða á útihátíð.

 

Simple Cleansing Facial Wipes

Ég mæli aldrei með blautþurkkum til að hreinsa á sér húðina en einu skiptin sem það er í lagi þá er það þegar maður er í útilegu. Ég mæli samt alltaf með því að taka frekar bara andlitsvatn og hreinsi en það getur verið erfitt þegar það er kannski ekkert klósett eða erfiðar aðstæður.

Real Techniques Miracle Complexion Sponge + Case

Ferðabox fyrir svampinn er algjör snilld. Svampurinn helst hreinn og fínn.

The Body Shop Face Mist

Rakasprey sem er lítið og þægilegt að ferðast með. Það er algjör snilld að taka með sér rakasprey til að spreyja yfir húðina fyrir förðun, eftir förðun og á hreina húð til þess að fríska húðina við.

Anstasia Beverly Hills Dipbrow Gel

Ég er er nýlega búin að kaupa mér þessa vöru og er ekkert smá ánægð með hana. Þetta er augnskuggakrem vara sem hefur verið sett í nýtt form en yfirleitt kemur þetta í krukku en er núna í formi augabrúnagels. Snilldin við þetta er sú að þetta litar augabrúnirnar og heldur þeim á sínum stað. Þetta er ótrúlega þægilegt og fljótlegt ef maður hefur til dæmis ekki mikin tíma til að vera fylla augabrúnirnar eða vill bara smá lit. Síðan er líka hægt að setja vöruna á handarbakið og nota með skáskornum bursta. Ef að ég væri að fara á útihátíð væri ég búin að lita augabrúnirnar og myndi bara skella þessu á til að fá meiri fyllingu og móta þær.

Bourjois Velvet The Pencil

Æðislegir varalitir sem ég hef skrifað um áður, þið getið lesið meira hér. Haldast mjög vel á og því tilvalið í útilegur eða á útihátíð.

L’Oréal Paradise Mascara Waterproof

Vatnsheldur maskari er algjört must að mínu mati en veðrið á Íslandi er mjög breytilegt og maður vill að maskarinn sé á sínum stað.

Guerlain Terracotta Bronzing gel

Rakagefandi bronzing gel sem gefur fallegan og ferskan lit. Þetta er einstaklega þægilegt að skella á sig yfir daginn og líka um kvöldið. Mjög einfalt og þægilegt.

Clinique Eyeliner Pen

Ég er eiginlega alltaf með eyeliner og mæli ég innilega með þessum frá Clinique. Hann er mjög auðveldur í notkun og helst vel á allan daginn.. og kvöldið!

 

Góða skemmtun og skemmtið ykkur fallega xx

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Halló kveðja frá Madrid!

Ég sit hérna inn á hótelherbergi í Madrid aðeins að kæla mig niður eftir sólbað dagsins. Það er orðið ansi langt síðan ég spjallaði við ykkur seinast en það er mikið búið að vera í gangi sem ég ætla deila með ykkur. Þið sem fylgist með mér á instagram (@gudrunsortveit) eruð eflaust búin að heyra fréttirnar en ég og kærasti minn eigum von á barni í febrúar 2020. Vá hvað það er skrítið að skrifa þessi orð hérna og ég er ennþá að venjast því að segja þetta uppáhátt. Allt sumarið er búið vera einn stór feluleikur fyrir mér og finnst ég því ekki búin að vera ég sjálf, vonandi fleiri sem tengja haha.

Þetta kom mjög mikið á óvart en fyrir ykkur sem vitið það ekki eða misstuð af þá fékk ég undanlegsfóstur í vor og þurfti því að fara í aðgerð og láta taka annan eggjaleiðarann minn. Ég skrifaði færslu um það erfiða ferli sem þið getið lesið hér. Það að missa annan eggjaleiðarann var mikið sjokk en sem betur fer þá er það ekki útilokað að eignast börn náttúrulega því hinn eggjaleiðarinn fer að vinna fyrir báða. Af því sögðu þá er ég í áhættuhóp og voru eitthverjar líkur (mjög litlar) að þetta myndi gerast aftur. Þannig þið getið rétt svo ímyndað ykkur kvíðann en samt gleðina þegar ég komst að þvi að ég væri ólétt (aftur). Ég fór strax í sónar þegar ég komst að því að ég væri ólétt en það er gert til þess að útiloka utanlegsfóstur. Þannig til að horfa á það jákvæða þá fór ég í tvo snemmsónara í stað einn.

Snemmsónar nr.2

Þetta var mjög fyndið eða skrítið hvernig ég komst að þessu. Ég var búin að vera mjög upptekin að vinna að stóru verkefni um daginn og var síðan á leiðinni út að borða um kvöldið með Steinari kærastanum mínum. Ég fann það bara á tilfinningunni að ég væri ólétt sem er mjög skrítið en mér fannst ég bara vita það. Ég var á leiðinni heim, á mjög mikilli hraðferð en ákvað síðan að stoppa í apóteki og kaupa óléttupróf. Óléttuprófið sem ég keypti var rafrænt óléttupróf, á því stendur einfaldlega hvort maður sé “Pregnant” eða “Not pregnant”. Ég var á svo mikilli hraðferð því ég var á leiðinni að sækja Steinar úr vinnunni en ákvað samt að fara fyrst heim pissa á prófið og sækja hann síðan. Það er líka alltaf sagt að maður eigi að bíða þangað til um morgunin því þá er best fyrir óléttuprófið að greina gildin en mér fannst ég bara ekki geta beðið haha. Þegar heim var komið þá pissa ég á prófið fer síðan fram og byrja að gera eitthvað annað og gleymdi eiginlega prófinu því ég var að drífa mig svo mikið. Síðan rétt áður en ég hleyp út um dyrnar ákvað ég að kíkja á prófið en bjóst við að sjá “Not pregnant”.. en vá hvað mér brá! Það stóð “Pregnant 1-2 weeks” þótt að ég hafði það á tilfinningunni þá brá mér samt og trúði þessu varla. Ég gat síðan ekki beðið með að segja Steinari þegar við kæmum heim heldur ákvað ég að taka prófið með mér, mjög skrítið haha en mig langaði bara að segja honum strax. Ég setti litla Nike skó sem ég hafði keypt í vor og setti prófið með í kassann. Þetta var mjög fyndin og skrítin stund að gefa honum kassann beint fyrir utan vinnuna hjá honum en hann var mjög hissa og ótrúlega glaður.

Mig langaði að deila þessu með ykkur því ég hef sjálf svo gaman að því að lesa svona sögur og kannski hjálpar þetta einhverjum sem hafa verið í mínum sporum, örlítil vonarglæta <3 Það er samt sem áður búin að fylgja mikill kvíði og hef ég ekki beint notið mín í sónar vegna þess að ég er ennþá svo hrædd en ég er að reyna að slaka á og njóta.

Við erum alveg í skýjunum og litla krúttið okkar er væntanlegt 01.02.20 xx

Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit

VARALITUR SEM HELST Á ALLAN DAGINN

SAMSTARFSNYRTIVÖRURVARIR
*Færslan er í samstarfi við Bourjois/PR

Halló!

Ég fékk nokkra varaliti til að prófa fyrir rúmum mánuði síðan og hef verið að prófa mig áfram. Þessir varalitir komu mér skemmtilega á óvart og eru þeir búnir að vera í mikilli notkun síðan ég fékk þá. Ég fékk nokkra liti og einn af þeim var gullfallegur rauður litur. Þið sem hafið fylgst með mér lengi vitið að ég er meira fyrir þessa “nude” eða hlutlausu varaliti en það er eitthvað við þennan rauða lit. Mér finnst hann vera í þessum fullkomna rauða lit, ekki of hlýr og ekki of kaldur.

Varalitirnir eru frá Bourjouis og er formúlan alveg hreint æðisleg. Formúlan er ótrúlega létt, mött og meðfærileg. Það er auðvelt að bera varalitinn á sig en þeir koma í blýantsformi og er því einnig hægt að móta varirnar áður en maður fyllir þær síðan með litnum. Varaliturinn helst á vörunum í allt að átta klukkustundir. Ég fór út að borða með rauða varalitinn um daginn og hann hélst ótrúlega vel á vörunum. Mér finnst maður þó allt af þurfa bæta á ef maður er að borða og drekka en það persónulega truflar mig ekki neitt.

Þægilegt blýantsform 

Bronze húð og rauðar varir

Eftir margra vikna notkun get ég vel mælt með þessum varalitum!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SJÁLFSTRAUST

BODY POSITIVITY

Halló!

Ég sá eina magnaða klippu á instagram í dag sem ég er búin að vera hugsa endalaust um. Þetta var stutt myndbrot af ofturfyrirsætunni Ashley Graham í viðtali og þar var hún meðal annars að tala þar um sjálfstraust. Þessi kona er ein af mínum fyrirmyndum og hefur hún lengi verið að vekja athygli á “Beauty Beyond Size” eða fegurð kemur í öllum stærðum. Í þessu tiltekna myndbroti sem ég sá er hún að tala um hvernig hún fékk sjálfstraustið sitt og hvernig hún talar við sjálfan sig. Ashley talar um að hún þurfti að æfa sig í því að tala fallega til sín en þannig fékk hún sjálfstraust.

Ég veit að margir tengja við að tala niður til sín, þar á meðal ég og það getur haft svo mikil áhrif á mann. Ég gerði það einu sinni á hverjum einsta degi og það skipti ekki máli hvort að einhver sagði eitthvað annað en smám saman breytti ég hugafarinu mínu (sem var mjög erfitt!) með því að vera ánægð með mig og hætta að bera mig saman við einhvern annan. Það er svo mikilvægt hvernig við tölum við okkur og komum fram við okkur sjálf. Það gætu allir verið að segja fallega hluti við mann og verið að peppa mann endalaust en ef manni finnst það ekki sjálfum þá skiptir það engu máli hvað aðrir segja. Ég er með eitt gott ráð sem gott er að fara eftir en það er að tala við sjálfan þig eins og þú myndir tala við vinkonu þína eða vin þinn. Eina manneskjan sem maður á að bera sig saman við er maður sjálfur og reyna að vera betri manneskja í dag en maður var í gær.

Hérna er myndbrotið af instagram en ég hvet ykkur líka til að hlusta á þetta viðtal hér.

 

Vonandi fannst ykkur þetta jafn peppandi og mér!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

SUMARIÐ FRÁ REAL TECHNIQUES

BURSTARSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Real Techniques/Brand Ambassador

Halló!

Það voru að koma gullfallegar nýjungar frá Real Techniques en fyrir ykkur sem þið vitið það ekki þá er ég andlit Real Techniques á Íslandi og búin að vera í yndislegu samstarfi með þeim í eitt og hálft ár núna. Þessir burstar eru þeir bestu að mínu mati og þeir einu sem ég nota. Ég er búin að nota Real Techniques í mörg ár og voru þetta einmitt fyrstu burstanir sem ég eignaðist. Það eru margar ástæður afhverju ég elska þessa bursta og ákvað að setja nafnið mitt á þá en þeir eru vegan, cruelty free, auðveldir í notkun og á góðu verði. Það geta allir notað þessa bursta, hvort sem maður er förðunarfræðingur eða byrjandi.

Mig langaði að deila með ykkur nýjungunum sem voru að koma en ég er sjálf búin að bíða spennt í nokkra mánuði!

STICK & STORE ORGANIZER

Fallegur marmara grár hólkur sem geymir allskonar hluti og er til dæmis algjör snilld að hafa inn á baðherbergi. Ég bý í lítilli íbúð þannig þetta kemur sér mjög vel fyrir mig og ég elska litinn. Það er hægt að geyma svo margt í þessu, til dæmis bursta, förðunarvörur og annað. Síðan er þetta snilld fyrir ferðalagið.

STICK & DRY BRUSH DRYING RACK

Þessi vara er í sama stíl og hólkurinn fyrir ofan. Þetta heldur burtunum fyrir mann eftir að maður er búin að djúphreinsa burstana sína, því það er ótrúlega mikilvægt að burstarnir snúi niður eftir burstahreinsun svo þeir endist lengur en annars rennur vatnið niður í skaftið og leysir upp límið smám saman. Þessa vöru er mig búið að vanta lengi og hlakka mikið til að nota hana!

SCULPT + GLOW (Limited Edition)

Gullfallegt sett sem kemur í takmörkuðu magni, inniheldur alla þá bursta sem þú þarft til að ná fram mótuðu og ljómandi útliti. Settið inniheldur þrjá bursta, þar á meðal tvo nýja og sílikon svamp.

Strobing Fan Brush 410

Fan bursti sem er aðeins stærri og breiðari en þessi týpiski fan bursti eða vængja bursti eins og þetta er kallað á íslensku. Þetta er alveg nýr bursti frá Real Techniques. Þessi bursti er fullkominn til þess að setja ljóma púður og blanda á þá staði sem þú vilt ljóma. Ég er strax búin að prófa þennan og er hann strax orðinn í uppáhaldi. Þessi bursti er einnig æðislegur til að blanda á viðbeinin, axlirnar og bringuna sem er einstaklega fallegt í sólinni.

Liquid Highlighter Brush 411

Þéttur bursti sem er kúptur í laginu og er alveg nýr frá Real Techniques. Þessi bursti er ætlaður í fljótandi ljómavörur og er sérstaklega góður að blanda þær út. Ef maður vill fá ljómandi útlit þá er ótrúlega fallegt að nota fyrst Liquid Highlighter Brush 411 og blanda fljótandi highlighter og því næst taka Strobing Fan Brush 410 og setja púður ljóma.

Sculpting Brush

Þessi bursti hefur verið til áður frá Real Techniques. Burstinn er þéttur og skáskorinn sem gerir það að verkum að hann er einstaklega góður að blanda út krem bronzer eða krem skyggingar. Mér finnst hann líka æðislegur til að blanda út farða.

Silicon Sponge

Sílikon svampur sem gefur þéttari áferð en hin hefðbundni svampur og mér finnst hann æðislegur til að bera farða á andlitið áður en ég blanda síðan með bursta.

Sugar Crush Miracle Complexion Sponge (Limited Edition)

Miracle Complexion Sponge sem er vinsælasti förðunarsvampurinn samkvæmt Allure er komin í sumarglimmerbúning! Þetta er án efa fallegasta útgáfan sem hefur komið af svampinum góða. Þetta er nákvæmlega sami svampurinn og appelsínuguli. Ég hef áður skrifað færslu um Miracle Complexion Sponge sem ég mæli með að lesa ef þið viljið kynna ykkur hann nánar eða læra að nota hann. Þið getið séð færsluna hér.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TAX FREE: BRÚÐARFÖRÐUN

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er í samstarfi við Hagkaup

Halló!

Tax Free dagar í Hagkaup standa nú yfir og við látum það ekki fram hjá okkur fara.  Það munar um það að geta gert góð kaup á snyrtivörum og því fagna ég þessari góðu hefð hjá Hagkaup.

Ég fæ oft spurningar í sambandi við brúðarfarðanir, hvort sem það er fyrir brúðurina sjálfa eða gesti. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds vörum sem ég nota oft þegar ég er að farða og sem myndast vel.

Gott ráð fyrir brúðkaupsdaginn:

Undirbúa húðina og setja til dæmis á sig rakamaska kvöldinu áður og jafnvel um morgunin. Húðin er lykilatriði þegar kemur að brúðarförðun og því mikilvægt að undirbúa hana vel! Ég mæli samt með því að vera ekki að prófa neina nýja maska fyrir stóra daginn því maður veit aldrei hvernig húðin manns bregst við, notaðu frekar einhvern maska sem þú þekkir og hefur notað áður. Síðan er algjör snilld að eiga augnmaska til að setja undir augun fyrir brúðarförðunina en oftast er förðunarfræðingurinn með slíkt.

1. YSL Touché Éclat All-in-one Glow: Þessi farði er einstaklega fallegur á húðinni og myndast mjög vel. Hann er léttur á húðinni en það er auðveldlega hægt að byggja hann upp. Þetta er klárlega minn “go to” farði þegar kemur að brúðaförðun eða förðun sem ég vill að myndist vel.

2. Back Light Priming Filter frá Becca Cosmetics: Gullfallegur farðagrunnur (primer) sem lætur farðann haldast á lengur, gefur einnig fallegan og náttúrulegan ljóma.

3. Duo Bronze Et Lumiére frá Chanel: Ný vara frá Chanel sem gefur fallegan ljóma og gefur húðinni smá lit. Þessi gullfallega vara er til í tveimur litum.

4. Duos & Trios frá Eylure: Stök augnhár sem koma þrjú og tvö augnhár saman. Þessi augnhár þykkja og lengja en eru samt sem áður náttúruleg.

5. Nyx Professional Makeup Pigment: Það eru tveir litir sem ég held mikið uppá og eru einstaklega fallegir í brúðarförðun. Þetta eru litirnir Nude og Vegas Baby. Ég mæli með að setja Nude yfir allt augnlokið með fallegri skyggingu og síðan Vegas Baby í innri augnkrókinn.

6. SCULPT+GLOW frá Real Techniques: Nýtt burstasett frá Real Techniques sem er sérstaklega ætlað fyrir að móta andlitið og gefa því ljóma. Mér finnst það eiga einstaklega vel við sumarið og brúðkaup.

7. GOSH Blush: Gosh er með marga fallega kinnaliti í allskonar litum. Mér finnst kinnalitur oft setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að brúðarförðun og gefur ferskleika.

8. Sensai Total Lip Gloss: Ótrúlega fallegur gloss sem gefur vörunum sléttara yfirborð um leið og þær fá hraustlegri lit og fallegan glans. Þetta er fullkominn gloss til að nota yfir hvaða varalit eða varablýant sem er.. eða bara nota eitt og sér. Það er mikilvægt að biðja einhvern um að geyma varalitinn og glossið á sér á brúðkaupsdaginn, svo hægt sé að bæta á yfir daginn og kvöldið.

9. Urban Decay Smog Glide On Eyliner: Það er ótrúlega fallegt að vera með blandaðan (smudge) eyeliner og að velja brúnan lit fyrir mýkra útlit. Þessi eyeliner frá Urban Decay helst vel á allan daginn.

10. Becca Skin Love Glow Mist: Yndislegt rakaprey sem tekur í burtu púðuráferð og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er líka mjög gott ráð að biðja einhvern um að taka spreyið með sér og spreyja smá yfir andlitið um kvöldið.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit