SÓLKYSST HÚÐ

SNYRTIVÖRUR

Halló!

Á sumrin nota ég alltaf meira af krem vörum heldur en púður vörum. Mér finnst krem vörur svo ótrúlega fallegar á húðinni og gefa frá sér fallegan ljóma. Ég er sérstaklega búin að vera elska bronze-aða eða sólkyssta húð í sumar. Ég tók saman um daginn nokkra krem kinnaliti sem ég mæli með og eru á óskalistanum mínum og núna er komið að krem bronzer! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum krem bronzer-um sem ég mæli með og nota mikið eða sem eru á óskalistanum mínum.

 

1. Drunk Elephant D-Bronzi Anti Pollution Sunshine Drops: Þetta er bronzer dropar sem hafa góð áhrif á húðina. Formúlan inniheldur fullt vítamínum og ver húðina gegn óhreinindum og mengun sem kann að finnast í umhverfinu. Þessi vara er á óskalistanum mínum!

2. Soleil Tan De Chanel: Ég fæ bara ekki nóg af þessum bronzer. Þessi er búin að vera í stanslausri notkun síðustu mánuði. Þetta er á milli þess að vera krem og púður, mjög skemmtileg formúla sem gefur húðinni fallegt sólkysst útlit.

3. Milk Makeup Baked Bronzer: Æðislegur bronzer sem gefur húðinni hlýju og kemur í mjög þægilegu stift formi. Formúlan er einstaklega létt og er því mjög auðvelt að blanda og hefur maður smá tíma til þess því oft þorna bronzer-ar mjög fljótt.

4. The Body Shop – Honey Bronze: Nýr krem bronzer frá The Body Shop sem er einstaklega léttur á húðinni og gefur fallega hlýju. Inniheldur Community Trade hunang frá Namibíu, bývax frá Kamerún og Shea smjör frá Ghana.

5. Becca Cosmetics Liquid Highlight í litnum Topaz: Þetta er reyndar ekki bronzer heldur fljótandi ljómi en ég nota þetta oft sem bronzer og það er æðislegt líka að blanda þessu við farða til að fá ljóma og sólkysst útlit.

6. YSL Les Shariennes Bronzer: Einn af mínum uppáhalds bronzer-um. Þessi formúla er mitt á milli þess að vera púður og krem. Þessi bronzer helst ótrúlega vel á húðinni, gerir húðina sléttari, líkt og primer og gefur fallegan lit.

7. Charlotte Tilbury – Contour Wand: Þessi vara er á óskalistanum. Þetta er eins og hyljari í laginu og því auðvelt að stjórna hvert maður vill að liturinn fari. Formúlan er ótrúlega létt og falleg.

Hver er þinn uppáhalds bronzer?

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SVONA VIÐHELDUR ÞÚ LITNUM Í SUMAR

BRÚNKUKREMSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við St.tropez 

Halló!

Síðast liðnar vikur eru búnar að vera yndislegar, glampandi sól og margir eflaust komnir með smá lit eftir sólina (munið eftir sólarvörninni!). Mig langar að deila með ykkur vöru sem mér finnst fullkomin til að grípa í þegar maður vill fallegan náttúrulegan lit eða þegar maður vill viðhalda sínum lit.

Þetta er Gradual Tan Watermelon Infusion frá St.tropez en St.tropez er þekkt fyrir sín gæða brúnkukrem og er þetta eitt af þeim. Gradual Tan frá St.tropez er búið að vera til lengi til hjá þeim en þetta er alveg nýtt því það er yndisleg vatnsmelónulykt af þessari týpu af Gradual Tan. Mér persónulega finnst lyktin svo góð og fersk, minnir á sumarið!

Þetta er líkamskrem sem byggir upp lit og hægt að nota á hvaða tíma árs en mér finnst þetta tilvalið núna þegar maður er kannski komin með smá lit og vill viðhalda honum eða byggja upp litinn.

Kremið er hvítt eins og hefðbundið body lotion en það byggist upp litur með hverjum deginum. Kremið gefur 72 klukkustunda raka en gefur manni einnig fallegt sólkysst útlit. Til þess að sjá sem bestan árangurinn þá er mælt með að bera á sig kremið á hverjum degi og nudda í hringlaga hreyfingar. Síðan er mikilvægt að skola lófana eftir að maður er búin að vera kremið á sig.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNAR INNBLÁSTUR FYRIR SECRET SOLSTICE

FÖRÐUN

Halló!

Secret Solstice er um helgina og langaði mig að deila með ykkur hugmyndum af förðunum og hári. Ég reyndi að taka saman myndir sem einfalt er að gera og ég er sérstaklega hrifin af neon eyeliner í ár. Það er svo gaman að nýta tækifærið og fara út fyrir förðunar þægindarammann á Secret Solstice.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Á BAKVIÐ TJÖLDIN: SIMPLE SKINCARE ÍSLAND

HÚÐRÚTÍNALÍFIÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Simple Ísland

Halló!

Fyrir nokkrum vikum tók ég þátt í ótrúlega skemmtilegu og öðruvísi verkefni. Þetta var mjög út fyrir minn þægindarramma en ég held að það sé mjög hollt fyrir mann að fara reglulega út úr þægindarammanum og gera eitthvað nýtt. Þetta verkefni var fyrir Simple Skincare á Íslandi og eru það vörur sem ég er búin að vera prófa mig áfram með síðastliðið ár. Simple vörurnar eru mjög hreinar, innihalda ekkert alkóhól, paraben eða ilmefni og síðan eru þær cruelty free. Þetta eru húðvörur sem ég mæli hvað oftast með fyrir byrjendur eða fyrir þá sem vilja bara eitthvað einfalt, þægilegt og sem virkar. Ég mun segja ykkur betur frá vörunum bráðlega. Ég er svo þakklát að fá að taka þátt í svona skemmtilegum verkefnum og vinna með svona flottu fyrirtæki eins og Simple!

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum, svona smá á bakvið tjöldin en ég hlakka til að deila með ykkur lokaútkomunni!

Skál!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BODY LOTION SEM FER INN Í HÚÐINA Á 15 SEK

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Núna eru eflaust margir búnir að vera að fara í sund og njóta í þessu yndislega veðri sem er búið að vera uppá síðkastið. Húðin á það til að verða þurr eftir sund og þá sérstaklega líka eftir sólina. Mig langaði því að segja ykkur frá líkamskremi sem er mjög fljótlegt í notkun, fer inn í húðina á 15 sek og viðheldur raka húðarinnar í 48 klst. Þetta er Body Yogurt frá The Body Shop og er til í allskonar týpum. Fyrir utan hvað þetta létta krem er nærandi fyrir líkamann, fer fljótt inn í húðina en þá eru umbúðirnar einstaklega þægilegar.

Þetta eru mínar þrjár uppáhalds týpur en það eru margar gerðir þannig það er auðveldlega hægt að finna eitthvða við sitt hæfi

Totally Tangled Ginger er body yogurt sem kemur bara yfir sumartímann og er yndisleg fersk lykt af því. Létt líkamskrem sem fer beint inn í húðina og er vegan. Viðheldur raka húðarinnar í 48 klst og hægt að bera á þurra eða raka húð. Engiferrótin er frá Indlandi og Community Trade lífræn möndlumjólk frá Spáni.

Wonderfully wonky Banana er einnig body yogurt sem kemur bara yfir sumartímann og er ótrúlega kremuð en fersk banana lykt. Létt líkamskrem sem fer beint inn í húðina og er vegan. Viðheldur raka húðarinnar í 48 klst og hægt að bera á þurra eða raka húð. Aðal hráefnið í þessu body yogurt-i er Community Trade lífrænt banana puree frá Ecuador og Community Trade lífræn möndlumjólk frá Spáni.

Almond milk Body Yogurt er ótrúlega klassísk og mild lykt. Hefur róandi áhrif á húðina og hentar vel viðkvæmri húð. Létt líkamskrem sem fer beint inn í húðina og er vegan. Viðheldur raka húðarinnar í 48 klst og hægt að bera á þurra eða raka húð. Aðal hráefnið í þessu body yogurt-i er Community Trade lífræn möndlumjólk frá Spáni.

Ef þið viljið kynna ykkur betur Community Trade þá er ég nýlega búin að gera færslu um það hér

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FULLKOMIÐ NUDE VARACOMBO

FÖRÐUNSNYRTIVÖRURVARIR
*Varan sem var fengin í gegnum samstarf er stjörnumerkt

Halló!

Ég var að spjalla inná instastory (@gudrunsortveit) í gær, eins og svo oft áður haha og fékk margar spurningar um hvaða vararlit ég væri með. Þannig ég ákvað að deila því með ykkur því þetta er eitt af mínum uppáhalds varacombo-um! Ég er mikið fyrir nude varaliti og er alltaf að leita af hinum fullkomna nude. Þetta er ótrúlega einfalt en ég notaði tvær vörur, varablýtant til að móta varirnar og gloss.

Ég móta alltaf varirnar fyrst með varablýantinum og síðan set ég smá gloss í miðjuna sem ég blanda við varablýantinn

Gloss: Chanel Rouge Coco Gloss í litnum Physical nr. 166*

Varablýantur: Iconic Nude frá Charlotta Tilbury

Glossinn er í óvenjulegum lit fyrir nude varir en liturinn er ferskjutóna með örlitlum glimmer ögnum. Þessi litur blandast fullkomlega við nude varaliti og þá sérstaklega við þennan varablýant frá Charlotte Tilbury. Varablýanturinn er einstaklega mjúkur, auðvelt að móta varirnar en blæðir þó ekki og helst vel á vörunum. Varirnar verða fallegar og bjartar.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FALLEGT OG ÓDÝRT SKARTGRIPASKRÍN

HEIMALÍFIÐ
*Greinahöfundur keypti hlutinn sjálf

Halló!

Ég var að stússast um daginn í Smáralind og ákvað taka einn hring í Søstrene Grene. Það er svo margt sniðugt að finna þar á góðu verði og fann ég ótrúlega fallegt skartgripaskrín! Ég á svo marga fallega skartgripi sem eru fíngerðir og voru alltaf að flækjast saman, sérstaklega hálsmenin mín (örugglega margir sem tengja við það). Skartgripaskrínið hefur sex króka sem eru fastir á stöng og er stöngin föst við lítið glært box. Ótrúlega fallegt og einfalt.

Mjög þægilegt að geta hengt upp hálsmenin sín

Ég geymi eyrnalokkana mína og úrið mitt í boxinu

Ég er svo ánægð með þessi kaup – mæli með!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SUMARKVÖLD Í REYKJAVÍK

LÍFIÐ

Halló!

Í seinustu viku átti ég yndislegan en upptekinn dag. Ég var að vinna í stóru verkefni sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur! Þessi dagur endaði síðan út að borða með kærastanum mínum á einum af mínum uppáhalds veitingastöðum í Reykjavík sem heitir Sumac, mæli með. Veðrið var yndislegt og var ég alveg búin á því eftir daginn en ótrúlega hamingjusöm.

Mig langaði að deila með ykkur dressinu sem ég var í en það var mjög sumarlegt og leið mér smá eins og ég væri hreinilega út í útlöndum. Þetta dress er mjög þægilegt og gaman að vera í engu svörtu, svona til tilbreytingar.

Jakki: Moss x Fanney Ingvars

Buxur: Vero Moda

Sokkar: Nike

Skór: Air Max by Nike

Taska: Palmero II Sand

Teygja: Fæst í Andreu

Skart: My Letra

Sólgleraugu: Ray Ban

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FERSKAR KINNAR Í SUMAR

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA

Halló! Það er svo yndislegt veður og mikið sumar í loftinu. Mig langar að deila með ykkur nokkrum krem kinnalitum sem gefa andlitinu einstaklega ferskt og ljómandi útlit. Þetta eru ýmist vörur sem eru búnar að vera í miklu uppáhaldi eða vörur sem mig langar að prófa í sumar. Mér finnst krem vörur svo ótrúlega fallegar á húðinni og þá sérstaklega kinnalitir. Það kemur svo fallegur og náttúrulegur ljómi.

Gott ráð: Þegar kemur að krem kinnalitum þá mæli ég með að blanda litnum á handabakið, bara aðeins til að hita upp vöruna en þá er auðveldara að blanda. Síðan finnst mér alltaf best að nota rakan Miracle Complexion Sponge frá Real Technqiues en það er líka hægt að nota bursta.

  1. Charlotte Tilbury: Beach Stick í litnum Moon Beach – Gullfallegur kinnalitur sem gefur húðinni á sama tíma ótrúlega fallegan ljóma. Charlotte Tilbury vörurnar eru þekktar fyrir að gefa húðinni fallegan ljóma og var þessi kinnalitur til dæmis notaður í Victoria Secret Fashion Show.
  2. Chanel Le Blush Créme De Chanel í litnum Intonation – Fallegur krem kinnalitur frá Chanel í ferskjutón sem gefur ferskt útlit.
  3. NARS Liquid blush í litnum Orgasam – Þetta er hin frægi kinnalitur frá NARS í fljótandi formi. Þessi ákveðni litur er búin að vera mjög vinsæll hjá NARS í mörg ár enda er hann ótrúlega fallegur.
  4. Nyx Professional Makeup: Bare With Me – Fallegir nýir kinnalitir í stift formi frá Nyx Professional Makeup sem ég er mjög spennt að prófa.
  5. Nabla: Stick Blush – Fallegir kinnalitir frá Nabla í stift formi.
  6. Becca Cosmetics Tint Blush – Þessir kinnalitir frá Becca Cosmetics eru ótrúlega þægilegir og fljótlegir í notkun. Mér finnst best að blanda smá á handabakið og blanda síðan með svampi á kinnarnar.
  7. Milk Makeup: Oil Lip and Cheek – Ný vara frá Milk Makeup sem ég er mjög spennt að prófa. Þetta á að gefa húðinni fallegan ljóma og lit en næra hana um leið.
  8. Bobbi Brown: Pot Rouge For Lips & Cheeks – Klassískir og fallegir kinnalitir.
  9. Bourjouis: Healthy Mis Sorbet Blush – Þessi kinnalita formúla er ótrúlega skemmtileg og öðruvísi. Hún minnir á sorbet, eins og nafnið gefur til kynna en mjög auðvelt að blanda út.

Þetta eru margir ólíkir kinnalitir og mismunandi formúlur en ég mæli með að prófa krem kinnalit í staðinn fyrir púður, það kemur svo falleg áferð!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÆRANDI OG RAKAGEFANDI SÓLARVÖRN

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er gerð í samstarfi við Clarins

Halló! Það er sól og gott veður í dag og því mikilvægt að muna eftir sólarvörninni. Ég hef tamið mér það í gegnum árin að vera mjög meðvituð um að setja á mig sólarvörn og passa uppá húðina mína. Þótt að við búum á Íslandi þá er sólin mjög sterk og getur haft skaðleg áhrif. Mig langar að deila með ykkur sólarvörninni sem ég ætla að nota í sumar og sem ég hef verið að prófa mig áfram með þegar sólin hefur látið sjá sig.

Sólarvarnirnar koma í nokkrum tegundum til dæmis olíulaus, með olíu, sprey eða krem. Þannig það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dry Touch Facial Sunscreen – Gefur andlitinu raka og jafna þekju sem þornar vel og klístarast ekki – sem er geggjað! Þetta er líka vatnshelt og ver húðina gegn fjólubláum geislum.

Sun Care Oil Mist – Æðisleg olía fyrir líkama og hár sem inniheldur einnig sólarvörn. Olían er einnig mjög nærandi fyrir líkamann og er ekki klístruð, sem er stór plús. Það er mjög þægilegt að spreyja yfir líkama og hár.

Compact Solaire Minéral – Þetta er sólvörn sem gefur einnig smá lit og er fullkomið fyrir “no makeup, makeup” daga. Það er hægt að nota þetta eitt og sér eða nota sem grunn fyrir farða.

Soothing After Sun Balm Kælandi rakakrem fyrir húðina eftir langan dag í sólinni. Þessi vara viðheldur líka sólkysstri húð og brúnkan endist þá lengur. Gefur einnig 48 klst raka sem er nauðsynlegt eftir mikla sól.

Soothing After Sun Gel  Kælandi rakagel fyrir húðina eftir langan dag í sólinni. Þessi vara viðheldur líka sólkysstri húð og brúnkan endist þá lengur. Þetta er mjög svipað og After Sun balm nema þessi vara kemur í gel formi og gefur 24 klst raka.

Munum eftir sólarvörninni, við eigum bara eina húð og það er mikill misskilingur að maður verði ekki brúnn ef maður notar sólarvörn.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit