fbpx

ALLIR ÆTTU AÐ SOFA MEÐ SILKIKODDAVER

DEKURGÓÐ RÁÐHÁRHÚÐHÚÐRÚTÍNA
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Halló!

Ég hef í mörg ár ætlað að kaupa mér silkikoddaver eftir að ég sá meðmæli frá hinni umdeildu Kim Kardashian West fyrir nokkrum árum ..“I always sleep on a silk pillowcase. The silk is really good for your skin and hair – and it’s SO soft,”. Kim ásamt mörgum öðrum þekktum einstaklingum sem pæla mikið í útlitinu, nota silkikoddaver. Mér fannst þetta ótrúlega áhugahvert og fór því að lesa mig meira til um silki. Ég eignaðist síðan fyrir nokkrum vikum fallegt silkikoddaver frá versluninni Loforð sem er gert úr Mulberry silki sem er eitt af því besta sem finnst og í hæsta gæðaflokki. Mulberry silki er 100% náttúrulegt og margir kostir við að nota það.

Eins og ég sagði hér að ofan þá eru margir kostir við það að sofa á silkikoddaveri. Silki er gætt þeim eiginleikum að kæla og hita eftir því hvað við á. Silki er einnig nærandi og mjúkt fyrir bæði húð og hár. Kemur einnig í veg fyrir að hárið verði úfið og slitni. Húðin krumpast ekki jafn auðveldlega eða teygist og kemur því í veg fyrir fínar línur. Mulberry silkið inniheldur líka litlar koparagnir sem hafa bakteríudrepandi áhrif. Húðvörur haldast betur á húðinni og einnig andar húðin betur þegar það sefur á silkinu.

Ég er svo hrifin af þessu og finnst ég einmitt ekki vakna með koddafar í andlitinu sem getur haft áhrif á húðina. Þetta er líka einföld leið til þess að betrum bæta húð og hár rútínuna sína. Síðan er þetta líka bara svo mjúkt og gott að sofa á þessu.

Koddaverið sem ég fékk mér er handlitað í “tie dye” stíl en það eru til fullt af öðrum fallegum litum.

Allir að sofa með silkikoddaver!

Þið getið keypt koddaverið hér

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

BLACK FRIDAY & CYBER MONDAY Í HEILSUHÚSINU

*Færslan er í samstarfi við Heilsuhúsið

Halló!

Mig langaði að deila með ykkur að það eru afsláttadagar frá 27.-30.nóv um helgina hjá Heilsuhúsinu. Það er 20-50% af snyrtivörum og bætiefnum bæði í verslunum Heilsuhússins og í netverslun en þar hefst afslátturinn kl. 22:00 á netverslunni í kvöld!

Ég mæli með að klára allar jólagjafirnar um helgina og slaka síðan bara á í desember, líka miðað við hvernig ástandið er þá er gott að geta klárað kaupin á netinu. Ég held mikið uppá Heilsuhúsið og búin að vinna með þeim síðast liðið ár. Verslunin býður uppá marga möguleika og hægt að finna eitthvað handa öllum. Ég hélt sjálf alltaf að Heilsuhúsið væri bara með engiferskot og annað en það er svo sannarlega ekki raunin. Þau eru til dæmis með ótrúlega flott úrval af snyrtivörum. Mig langaði að deila með ykkur mínum óskalista!

SNYRTIVÖRUR

Það er ótrúlega flott úrval af snyrtivörum í Heilsuhúsinu og er snyrtivörumerkið Mádara algjörlega falin perla að mínu mati. Ég hef nokkrum sinnum áður sagt ykkur frá þessum vörum. Mádara er hannað með íslenska veðráttu í huga. Lífrænar snyrtivörur sem henta viðkvæmri og þurri húð einstaklega vel, sem að mínu mati er oft þessi pirraða íslenska húð. Ég mæli innilega með að skoða þessar vörur og eru þær á afslætti núna.

Mádara Anti-Pollution CC Cream

Þetta er náttúrlegur léttur farði, inniheldur SPF15, dregur fram ljóma húðarinnar. Kremið jafnar tóna húðarinnar, þar á meðal roða, dullness, dökka bletti og fölva. Vísindalega sannað að ver húðina fyrir mengun og öðrum umhverfisþáttum. Ver húðina fyrir sólinni og gefur henni góðan raka með hyaluronic sýru. Varan er vegan og cruelty free.

Ég er búin að nota þennan farða mikið í vetur, elska hvað hann er léttur á húðinni og gefur góðan raka.

Mádara Acne Blemish

Þetta krem inniheldur ótrúlega flott innihaldsefni sem vinna gegn bólum og öðrum óhreinindum. Inniheldur innhaldsefni á borð við Salicylic sýru en hún hjálpar til við að draga út óhreinindi í burtu, Tea Tree sem ótrúlega sótthreinsandi fyrir húðina og plöntu stofnfrumur sem eru róandi fyrir húðina. Varan er glútenlaus, vegan og cruelty free.

Ég set þetta krem á bólur áður en ég fer að sofa og hjálpar þetta bólunni að fara fyrr eða koma í veg fyrir hana þegar hún er myndast.

Mádara Ocean Love Gjafakassi

Gjafakassi sem inniheldur Daily Defence Ultra Rich Balm sem er viðgerðarkrem, verdnar og kemur í veg fyrir þurrk og roða. Kremið hentar bæði fyrir andlit, varir og hendur. Einnig er góð andlitssápa sem hreinsar húðina vel.

Mádara SOS Revive Hydra augnkrem

Augnkrem sem dregur úr þurrk og roða. Augnsvæðið okkar er svo ótrúlega viðkvæmt og því mikilvægt að nota krem sem hentar því svæði.

Mádara Cleansing Milk

Rakagefandi, róandi og mýkjandi hreinsimjólk. Hreinsimjólk sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og hentar einstaklega vel viðkvæmri húð.

Mádara SOS Hydra Star Gjafakassi

Fallegur gjafakassi sem inniheldur þriggja þrepa húðrútínu úr SOS Hyrda Star línuna frá Mádara. Þetta er sniðugur gjafakassi fyrir þá sem vantar góða húðrútínu eða raka.

Mádara Anti 20 sec hands spray

Sótthreinsirinn inniheldur 70% hreint jurtaspritt, sýkladrepandi og róandi kraft úr trönuberjum, roðrunnaberjum (Quince) og kamillu. Einnig inniheldur sprittið betaín sem viðheldur rakajafnvægi húðarinnar. Mikilvægt að vera með sótthreinsisprey í hverjum vasa og tösku.

 

 

BÆTIEFNI

Heilsuhúsið er einnig með held ég með eitt flottasta úrvalið af bætiefnum. Mér finnst líka vefversluninn þægilega sett upp þannig auðvelt sé að finna hvaða bætiefni maður er að leita af.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

RISA TAX FREE: HÁTÍÐARFÖRÐUN

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð

Halló!

Það er risa Tax Free í Hagkaup frá 19-26. nóvember og því tiLvalið að finna allt sem þú þarft fyrir hátíðarlúkkið. Mig langaði að deila með ykkur mínum meðmælum og kannski það sem er á mínum óskalista. Ég mæli einnig með að kíkja á eldri Tax Free lista frá mér ef þið viljið enn fleiri hugmyndir!

1. Becca Cosmetics – becca x barbie ferreira prismatica face palette

Becca Cosmetics kemur alltaf út með fallegar andlitspallettur á þessum árstíma og er þessi engin undartekning. Þetta er gullfalleg palletta sem hægt er að nota bæði á andlit og augu. Húðin verður ljómandi og fersk.

2. Chanel Les Beiges Foundation

Farði sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu mánuði. Þessi farði gefur 12 klukkustunda raka og því fullkomin á þessum tíma árs, þegar húðin á það til að verða þurr. Formúlan er létt og gefur miðlungsþekju en auðvelt að byggja upp. Farðinn sest ekki í fínar línur og verndar húðina frá þeim mengun og þeim efnum sem eru að finna í umhverfinu.

3. Urban Decay Stay Naked Correcting Concealer

Þessi hyljari er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en enduruppgötvaði hann fyrir nokkrum mánuðum. Formúlan er ótrúlega kremuð, létt en gefur mjög mikla þekju. Tekur alla mömmubauga í burt, allt sem ég þarf! Mér finnst best að vera með létta farða og síðan hyljara sem þekja vel.

4. Eylure Duos&Trios

Þetta eru einu augnhárin sem ég nota og eru einfaldlega lang fallegust. Það eru margir sem mikla fyrir sér að setja á sig stök augnhár en það er eiginlega auðveldara að setja þessi á sig heldur en heil augnhár. Ég er með sýnikennslu í highlights á Instagram en þarf klárlega að endurgera myndband. Ef það er mikill áhugi þá gæti ég hent í myndband fyrir ykkur, let me know!

5. L’Oréal Paris Glow Chérie Enhancer 30 ml – Porcelain Glow

Þessi vara kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er ljómagrunnur/primer og gefur ótrúlega fallegan ljóma. Rakagefandi formúla sig skilur húðina eftir ljómandi! Það er hægt að nota undir farða eða blanda við farða.

6. Guerlain Golden Bee Rouge G

Gullfallegir varalitir í trylltum umbúðum. Guerlain varalitirnir eru gæðin í gegn og umbúðirnar eru einar af þeim flottustu. Varalitirnir koma í einstaklega fallegum umbúðum sem inniheldur spegil, svo hægt sé að sjá varalita sig hvar og hvenær sem er. Ef ykkur vantar gjöf handa mömmu eða ömmu þá mæli ég með að skoða þessa.

7. Chanel Les Chaînes de Chanel Kinnalitur

Fallegur djúpvínrauður kinnalitur með gylltum undirtón. Það eru margir hræddir við svona litsterka kinnaliti en þeir gefa frísklegt útlit sem margir sækjast eftir.

8. Real Techniques Cashmere Dreams Eye Fantasy Kit

Burstasett sem inniheldur alla þá bursta sem þú þarft til þess að gera hvaða augnförðun sem er. Settið inniheldur sex bursta og burstaveski.

9. becca x barbie ferreira prismatica lip gloss kit

Gloss sett úr hátíðarlínu Becca Cosmetics og eru þessir glossar ótrúlega fallegir. Ég er mikil gloss kona og er helst með fimm alltaf í veskinu og þessir munu líklegast enda þar. Þeir gefa fallegan glans og passa yfir hvaða brúntóna varablýant sem er.

10. NIP+FAB Glow Getter Body Oil

Fallegur ljómi fyrir líkamann frá Nip+Fab. Það er fallegt að setja þessa olíu á bringuna til þess að vera ljómandi allsstaðar. Aldrei of mikið af ljóma!

11. Shiseido Ink Liner Duo – Beige 02 

Varablýantur sem þurrkar ekki varirnar, gefur raka og endist í allt að 8 klukkustundir á vörunum. Þessi varablýantur er tvískiptur en annars vegar er varagrunnur/primer og á hinum endanum er varablýantur sjálfur.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

TOPP 5 RAUÐIR VARALITIR FYRIR HÁTÍÐIRNAR

SNYRTIVÖRURTOPP 5VARIR

Halló!

Ég er orðin svo spennt að gera mig fína um hátíðirnar og mig langaði því að deila með ykkur mínum topp 5 rauðum varalitum. Ef það er einhverntímann tími til að skella á sig rauðum varalit þá er það á þessum árstíma. Það er svo hátíðarlegt að vera með rauðarvarir og í fallegum glimmer kjól, þótt það sé ekki nema heima.

Chanel Rouge Allure úr hátíðarlínu Chanel

Varalitur úr hátíðarlínu Chanel. Rouge Allure formúlan er ótrúlega mjúk og endist vel á vörunum en það gerir þessa varaliti einstaka eru örsmáar gullflögur sem á sérstaklega vel við um jólin. Varir glansa því fallega þegar skín á þær. Það eru til nokkrir litir en mér fannst þessi litur nr. 137 einstaklega fallega djúp vínrauður.

Dior Rouge Ruby Red

Fallega rauður varalitur frá Dior. Formúlan er mjúk, fallegur glans og endist vel á vörunum. Það eru til margir litir þannig allir ættu að geta fundið lit við sitt hæfi.

Guerlain Golden Bee Rouge G

Ég er smá að missa mig yfir þessum varalit. Umbúðirnar eru svo fallegar  en þær eru umvafðar kristölum og inniheldur líka lítinn spegil svo hægt sé að sjá sig setja varalitinn á. Fullkomin jólagjöf að mínu mati handa mömmu, ömmu eða handa einhverjum sem elskar varaliti. Það eru til margir fallegir litir og því ættu allir að geta fundið lit við sitt hæfi.

Smashbox Always on to cream to matte lipstick

Flott formúla frá Smashbox. Varalitir sem eru litsterkir, þægilegir á vörunum, þurrka ekki varirnar, vatnsheldir og haldast á 12 klukkutíma. Þetta hljómar ótrúlega heillandi fyrir hátíðirnar þegar maður er að borða, drekka og vill að varaliturinn endist lengi.

Clarins Joli Rouge Velvet

Varalitur sem gefur raka og liturinn helst á vörunum í allt að 6 klukkustundir. Þetta er því frábær varalitur fyrir hátíðirnar. Formúlan er létt, auðveld í notkun og ótrúlega mjúk.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

FYRSTA ÍBÚÐIN OKKAR KOMIN Á SÖLU

HEIMA

Halló!

Ég trúi ekki að fyrsta íbúðin okkar sé komin á sölu, það eru blendnar tilfinningar að selja þessa yndislegu íbúð en okkur búið að líða svo vel hérna. Þetta er hin fullkoma fyrsta eign að mínu mati og einstaklega vel skipulögð íbúð! Ég var nýflutt í þessa íbúð þegar ég byrjaði að blogga á Trendnet og hafa því ófáar bloggfærslur verið skrifaðar þarna. Við erum tilbúin í 2021!

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Það er lítið herbergi sem er fullkomið sem fataherbergi

Mynd: http://www.fasteignaljosmyndun.is/

Endum á þessum bongó svölum en hérna er gott að sitja á sumrin í sólinni!

Þið getið skoðað fasteignina hér

MAMMA HÁLSMEN

LÍFIÐSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við my letra

Halló!

Mig langaði að deila með ykkur að hálsmenið “mamma” sem ég hannaði í samstarfi við my letra er komið aftur. Þetta hálsmen seldist upp á fyrstu mínútunum og var mikil eftirspurn eftir því þannig við ákvaðum að koma með annað upplag. Ég er ennþá ekki alveg að ná því að þetta seldist upp og að línan hafi gegnið svona vel. Ég er endalaust þakklát og vildi bara segja TAKK! Það er ennþá hægt að nálgast línuna mína en það er sumt uppselt og kemur ekki aftur. Þið getið lesið allt um skartgripalínuna mína hér.

Hugmyndin af mömmu hálsmeninu varð til þegar ég var ólétt og mér fannst vanta eitthvað til að gefa mömmum. Þetta er fullkomið fyrir allar mömmur, hvort sem manni langar að verða mamma, nýbökuð mamma eða misst mömmu sína og langar að hafa hana alltaf hjá sér. Hálsmenið er ótrúlega einfalt og passar við öll önnur hálsmen eða að mínu mati. Það er hægt að snúa hálsmeninu bæði fram og aftur. Það fallegt að orðið “mamma” sést en líka fallegt að snúa því við þannig að þetta sé bara plata en þá veit maður sjálfur hvað stendur, sem er líka ótrúlega fallegt.

Mér finnst hálsmenið vera fullkomin jólagjöf, svo persónuleg og falleg! 

Þið getið verslað hálsmenið hér xx 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

MYNTO ÓSKALISTINN MINN

ÓSKALISTISAMSTARF
*Færslan er í samtarfi við Mynto

Halló!

Mig langaði svo að deila með ykkur Mynto en ég hef verið að fylgjast með Mynto svolítin tíma núna. Mynto er verslunarmiðstöð á netinu, sem er algjör snilld að mínu mati og sérstaklega þægilegt á þessum skrítnu tímum. Ég er líka þannig týpa að mér finnst oft svo yfirþyrmandi að vera skoða margar netverslanir í einu. Það er svo þægilegt að geta verið með yfirlit yfir allar vörur sem manni langar í á einum stað þótt þær séu kannski frá mismunandi verslunum. Eftir að ég byrjaði að skoða síðuna hjá Mynto þá útgötvaði ég líka fullt af flottum verslunum sem ég hafði aldrei séð áður eða verslað hjá. Þetta á svo sannarlega eftir að koma sér vel um jólin þegar maður fer að kaupa inn jólagjafir.

 
Það er svo flott úrval af verslunum hjá Mynto að ég var í marga daga að setja upp óskalista haha. Mér finnst líka algjör snilld að það er hægt að leita af ákveðnum vörum, eins og til dæmis ef ég væri að leita af skál þá sér maður allar skálarnar frá mismunandi vefverslunum.

Hérna er óskalistinn minn! Allt svo fallegar vörur og frá mismunandi verslunum.

Hvsik Cayman Pocket Sand Beige – Kremuð taska frá Hvisk sem er á óskalistanum, ótrúlega falleg og passar við allt.

The Ordinary NIACINAMIDE 10% + ZINC 1% – Ég er búin að vera lengi á leiðinni að prófa vörurnar frá The Ordinary en þetta er örugglega eitt vinsælasta húðvörumerki í heiminum núna. Niacinamide er vara sem vinnur á erfiðleikum húðarinnar. Minnkar svitaholur, hjálpar til við að losna við bólur, vinnur á litabreytingum og hjálpar húðinni að hafa stjórn á olíuframleiðslu. Varan hjálpar húðinni einnig við að minnka roða og hita í húðinni. Þarf að prófa þessa vöru!

Hvítar diskamottur – Ég er með bast á heilanum og þessar diskamottur eru svo fallegar!

Ilm – Ég er mikil aðdáandi Ilm kertanna og á þau nokkur en þetta er íslenskt merki. Ilmur nr. 28 einkennist af sítrónu, basil og myntu. Hljómar alltof vel og örugglega mjög ferskt.

“Frískandi ilmur sem samanstendur af sítrusávöxtum, basil og myntu. Kertin eru handgerð úr hágæða 100% soja vaxi, fyrsta flokks ilmkjarnaolíum og náttúrulegum bómullarkveik. Hver gerð af kerti er mótuð með það í huga að búa til töfrandi umhverfi þar sem samspil af unaðslegum ilmi og fullkominni brennslu kemur saman.”

Kertastjaki BOW marmari/hvítur frá Ferm Living – Ferm Living er eitt af mínum uppáhalds merkjum og þessi kertastjaki er svo fallegur. Ég sé líka svo mikið notagildi í honum en ég held að þetta sé fullkominn fyrir aðventukertin. Kertastjakinn er úr marmara sem gerir hann klassískan.

Spaði – Já hversu fullorðins er að vera með spaða á óskalistanum sínum haha! Góður spaði er búinn að vera á óskalistanum lengi og mér finnst ótrúlega sniðug gjöf.
Skál L frá Seimei – Seimei er verslun sem ég hef aldrei verslað hjá eða skoðað þannig ég var ótrúlega ánægð að rekast á diskamotturnar hérna að ofan og þessa gullfallegu skál. Þetta er bara ein fallegasta skál sem ég hef séð!
Alessi hraðsuðuketill – Góður hraðsuðuketill er búinn að vera á óskalistanum lengi. Ég er núna með einhvern eldgamlann úr plasti og verð ég alltaf jafn pirruð þegar ég sé hann haha, finnst hann svo ljótur og er alltaf að bila þannig góður hraðsuðuketill er á óskalistanum.
Vonandi fannst ykkur gaman að sjá óskalistann minn, mæli með að kíkja á Mynto og sjá úrvalið hjá þeim!

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ÞAKKLÆTISLISTI

Halló!

Síðan að covid byrjaði er ég búin að vera með áhyggjur og kvíða yfir þessum faraldri, eins og eflaust margir. Þetta hefur áhrif á alla og manni finnst þessi óvissa svo óþægileg. Ég hef að mestu reynt að halda mínum samfélagsmiðlum jákvæðum og covid fríum, ekki útaf mér er sama heldur að reyna hafa miðlana mína sem stað til þess að gleyma sér og hugsa um eitthvað annað eða reyna það.

Það að eignast barn á covid tímum er ótrúlega skrítið, mér finnst við mæðgur hafa verið extra einangraðar. Margir sem hafa lítið séð hana og manni finnst oft lítil tilbreyting. Ég er alltaf að minna mig á að þetta er bara tímabil og mun líða hjá. Mig langaði að deila með ykkur einu sem ég hef gert núna í nokkur ár, sem hjálpar mér ótrúlega mikið og er þetta eitthvað sem mamma mín kenndi mér. Það er að gera þakklætislista og segja hann annað hvort upphátt eða í hljóði áður en maður fer að sofa. Þetta þarf alls ekki að vera flókið, heldur best að einbeita sér að einföldu hlutunum í lífinu sem maður er þakklátur fyrir. Ég mæli með að gera svona lista og gera þetta að rútínu á hverjum kvöldi. Þá fer maður þakklátur að sofa.

Ég er þakklát fyrir.. 

Áslaugu Rún dóttur mína 

Steinar kærasta minn

Fjölskylduna mína

Vini mína

Eiga þak yfir höfuðið

Heilsuna mína

Geta unnið við það sem ég elska

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NÓG AF RAKA FYRIR HÚÐINA

Halló!

Núna er aldeilis farið að kólna og ég finn hvað húðinni minni vantar meiri raka. Ég hef líka verið að fá spurningar á instagram og frá vinkonum mínum hvaða rakakremum ég mæli með. Það er mjög algengt á þessum tíma árs að húðin fer að vera þurrari og oft viðkvæmari. Mig langaði að mæla með nokkrum kremum sem gefa góðan raka og næringu.

Þetta eru mörg mismunandi rakakrem og reyni ég að fara vel yfir þau. Ég hef prófað þau öll og get því mælt með þeim en það er ótrúlega mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Vonandi hjálpar þessi listi!

CeraVe – Moisturising Cream

Rakamikið krem sem styrkir ysta lag húðarinnar. Þetta er frábært krem fyrir þá sem þurfa mikinn raka og næringu. Kremið fer strax inn í húðina og skilur hana eftir vel nærða. CeraVe er hannað af húðsjúkdómalæknum. Formúlan inniheldur til dæmis ceramide sem styrkir ystalag húðarinnar og hyaluronic sýru.

BIOEFFECT EGF + 2A DAILY DUO

Byltingarkennd tvenna sem gefur raka, vinnur gegn sjáanlegri öldrun og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þessi vara inniheldur ótrúlega flott innhaldsefni á borð við hyaluronic sýru sem gefur raka, ferulic-sýru sem er andoxunarefni sem berst gegn sinduráhrifum í umhverfinu og azelaic-sýra sem er bólgueyðandi andoxunarefni.

Clinique – Dramatically Different Moisturizing Lotion

Rakabomba frá Clinique sem er hönnuð af húðlæknum. Kremið gefur raka, nærir, mýkir og skilur húðina eftir ljómandi.

Origins – Make a Difference Plus – Ultra-Rich Rejuvenating Cream

Origins eru þekkt fyrir að vera náttúrulegt merki. Þetta krem er næringarríkt og hjálpar húðinni að viðhalda raka sínum. Eflir og styrkir náttúrulega rakhæfni húðarinnar.

BLUE LAGOON HYDRATING CREAM

Rakakrem sem viðheldur rakajafnvægi húðarinnar og skilur hana eftir ljómandi. Kremið inniheldur heldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins.

the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion

Þetta krem hentar vel fyrir stressaða, rauða og pirraða húð. Kremið er létt en gefur góðan raka og kælir húðina.

MÁDARA DAILY DEFENCE

Mádara vörurnar eru lífrænar og eru sérstaklega hannaðar með fyrir húð þar sem loftslagið er þurrt. Þetta krem er einstaklega gott fyrir þurra húð og vera hana gegn kulda og vindi, sem hentar einstaklega vel hérna á Íslandi. Vítamínríkt, mýkir, gefur raka og hjálpar húðinni að endurnýja sig.

Elizabeth Arden Great 8 Daily Moisturizer

Great 8 frá Elizabeth Arden á að vera allt sem maður þarfnast í einni týpu. Það líkist vinsæla Eight hour kreminu en er sérstaklega hannað sem rakakrem fyrir andlitið. Þetta krem verndar húðina og veitir henni ljóma. Formúlan er einstaklega létt en gefur henni góðan raka.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

BÓLUBANI SEM VIRKAR

HÚÐRÚTÍNASAMSTARFSNYRTIVÖRUR
 Færslan er í samstarfi við Heilsuhúsið 

Halló!

Ég er búin að finna æðislegan bólubana sem virkar fyrir mína húð! Húðin mín er búin að breytast mikið eftir meðgöngu og fæðingu. Það er svo skrítið hvað margt breytist á meðgöngu og eftir fæðingu og ekki datt mér í hug að húðin mín myndi breytast svona mikið. Húðin mín hefur alltaf verið í frekar góðu jafnvægi og hef fengið þessar einstöku bólur en núna er hún búin að vera extra viðkvæm og fær bólur oftar. Ég hef verið að nota bólubana frá Mádara sem hentar fyrir mína viðkvæmu húð. Mádara er merki sem stendur fyrir lífrænar og hreinar snyrtivörur.

MÁDARA ACNE INTENSE BLEMISH & PORE TREATMENT

Þetta krem inniheldur ótrúlega flott innihaldsefni sem vinna gegn bólum og öðrum óhreinindum. Inniheldur innhaldsefni á borð við Salicylic sýru en hún hjálpar til við að draga út óhreinindi í burtu, Tea Tree sem ótrúlega sótthreinsandi fyrir húðina og plöntu stofnfrumur sem eru róandi fyrir húðina. Varan er glútenlaus, vegan og cruelty free.

Þetta virkar ótrúlega vel en þetta er samt ekki vara sem lætur bólur hverfa, heldur er einungis til að hjálpa og bæta inn í húðrútínuna sína. Ég mæli alltaf með að fara til húðsjúkdómalæknis ef maður er með mikla vandamála húð.

Hvernig á að nota þetta?

Þú setur smá dropa á bóluna eða það svæði sem þú vilt hreinsa. Mikilvægt að vera með hreina húð og gott að leyfa þessu að vera í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.

 

Mádara vörurnar eru fáanlegar hjá Heilsuhúsinu og er einmitt Tax Free af öllum snyrtivörum hjá þeim núna, þar á meðal Mádara.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx