fbpx

FÖSTUDAGSDRESS & 32 VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGA

Halló!

Ég komst “loksins” aðeins út í gær en ég er búin að vera innilokuð að læra undir próf seinustu daga. Þessi önn er búin að vera frekar krefjandi, verandi í fullu námi, vinnu og ólétt. Mér finnst ég vera fyrst að finna fyrir því núna að ég sé orðin mjög ólétt. Það eru nánast tveir kjólar og einir skór sem ég passa í. Þannig kápur og jakkar bjarga mér til að breyta dressinu. Ég ákvað eiginlega strax að vera ekkert að kaupa mér nein föt á meðgöngunni nema ég keypti mér þrjá rúllukragakjóla sem ég er búin að nota til skiptis alla meðgönguna, ótrúlega góð kaup og hafa stækkað með mér. Ég er samt orðin frekar spennt að geta klætt mig í eitthvað annað á næsta ári.

Ég gerði hinsvegar ótrúlega góð kaup að mínu mati á Black Friday. Ég var að stússast á Black Friday og að klára jólagjafir, eins og svo margir og ákvað að kíkja aðeins í ZARA. Þar sá ég kápu sem mig var búið að langa að kaupa í nokkra mánuði en hætti alltaf við að kaupa. Þessi kápa var á 40% afslætti og ákvað ég því að slá til. Það er svo gaman að kaupa eitthvað sem manni er búið að langa í lengi, ég er svo extra ánægð með þessa kápu! Ég deildi mynd af mér í kápunni í gær á instagram (en ég er mjög virk þar) og margir að spurja um hana, ég vona að hún sé til ennþá en annars er ZARA með svo margar fallegar kápur í boði.

Mér finnst ég hafa lært svo mikið á því að vera ólétt og pæli núna meira en ég gerði, hvað ég er að kaupa og til hvers. Ég versla mér ekki oft föt en núna á meðgöngunni er ég eiginlega ekkert búin að versla mér.. hinsvegar búin að versla fullt af barnafötum haha.

Þessi kápa finnst mér algjör klassísk og veit að ég á eftir að nota hana mikið!

Sólgleraugu: Ray Ban

Kápa: ZARA

Trefill: ZARA

Taska: Bisou

32 vikur

Tók þessar myndir af krúttlegu hillunni hennar í seinustu viku xx

“Barnið vegur nú um 2,1 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 29 sm.”

– Ljósan (app)

Ég er komin 32 vikur í dag, 80% búin af meðgöngunni og eins og sagði hér að ofan þá er ég byrjuð að finna verulega fyrir óléttunni. Það tekur sérstaklega á að sitja í marga tíma og læra fyrir próf en fæturnir mínir eru að springa úr bjúg eða mér líður allavega þannig haha! Kúlan stækkar og það er orðið mun minna pláss fyrir hana. Það er magnað hvað þessi tími líður hratt en samt svo hægt. Mig langar að mála, breyta og taka allt í gegn. Það verður gaman að gera allt tilbúið fyrir hana eftir prófin.

Ég er líka búin að vera eitthvað svo lítil í mér og ólík sjálfri mér. Mér finnst ég finna fyrir gríðalegri pressu úr öllum áttum og er að ofhugsa allt. Þessar tilfinningar eru þó að hluta til eðlilegar vegna hormóna en í bland við kvíða. Það er samt gott að vera meðvituð um þessar tilfinningar og get þá reynt að bregðast rétt við þeim.

Þetta app er líka í miklu uppáhaldi hjá mér en það heitir Preglife – svo gaman að fylgjast með niðurtalningunni

Ég mæli síðan með að kíkja yfir á instagram-ið mitt en ég er að gefa aðventugjöf einu sinni í viku fram að jólum xx

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

JÓLAGJAFAHANDBÓKIN MÍN

*Færslan er ekki kostuð

Halló!

Ég tók saman nokkrar jólagjafahugmyndir sem ég ákvað að raða upp eftir nokkrum flokkum út frá mér og minni fjölskyldu. Ég setti saman hluti sem mér finnst fallegir en í raunin eru þessar gjafir ætlaðar hverjum sem er.

Ég vona að þessi listar eigi eftir að nýtast eða gefa ykkur einhverja hugmyndir! 

 

FYRIR HANA

METALLIC DIMENSION frá Real Techniques

Njordstjerne Brass vasi lítill

Coffee table book – Dior Catwalk

Frederik Bagger Bleik kokteilglös

Stafahálsmen frá MyLetra

Dragajökull frá 66 norður

Becca Cosmetics hátíðarsett

Hárbókin eftir Theodóru Mjöll

 

FYRIR HANN

Nike Tech Fleece peysa

Beard Care Set frá The Body Shop

Dr. Martens Crazy Horse

IITALA bjórglas sem má fara í frysti

1 Million rakspýri

AARKE sódastream tæki

FYRIR MÖMMU

Guerlain Mon Guerlain Eau De Parfum florale

Stoff vasi

Andrea by Andrea trefill

Myndaalbúm frá PRINTWORKS

Guerlain varalitur

Coffee table book – Yves Saint Laurent

L’Oréal sett

Clarins Multi Active Eye augnskrem

ILM

 

FYRIR LEYNIVININN

DBKD Jólatré Narrow

Essie naglalakkasett

Jólagjafasett frá The Body Shop

Mini Sponges frá Real Techniques

Mini Brush frá Real Techniques

Naglasett frá The Body Shop

Mig langar samt að minna á það að jólin snúast ekki um gjafir og gott að fara ekki framúr sér í gjöfunum. Ég hef sjálf staðið mig af því að finnast ég aldrei vera gefa “nóg” en það er hugurinn sem gildir  og yndislegt ef maður vill gefa gjafir og getur. Það besta við jólin er að vera með þeim sem manni þykir væntum xx 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÞEIR ERU MÆTTIR ..

BURSTARSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Real Techniques

.. Brush Crush volume 3 burstarnir!

Halló!

Ég get loksins sagt ykkur frá Brush Crush Volume 3 sem er mætt í verslanir en ég er búin að sitja á mér að segja ykkur frá þessum burstum í nokkra mánuði núna. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er ég “brand ambassador” eða andlit Real Techniques og búin að vera það í rúmlega eitt ár en fyrir það vann ég mikið með þeim. Ég er alltaf svo stolt að segja frá því. Real Techniques eru burstanir sem ég lærði á og þeir einu sem ég nota í dag. Mér finnst þeir einfaldlega lang bestir. Þeir eru fyrir alla, sama hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin. Ég fæ yfirleitt að prófa nýjungar frá Real Techniques löngu áður en þeir koma á markað.

Núna langar mig að segja ykkur frá nýjustu Brush Crush línunni en þetta er í þriðja sinn sem Real Techniques gefur út slíka línu. Brush Crush er burstalína sem kemur í takmörkuðu upplagi, fæst einungis í sérvöldum verslunum Krónunnar og á mjög góðu verði. Brush Crush línunar eru í allt öðrum stíl en upprunalegu burstanir og er kannski aðeins meira farið út fyrir rammann. Það er verið að leika sér með útlit og hönnun á burstunum en bursta gæðin eru þó algjörlega þau sömu.

Brush Crush línan í ár er ótrúlega falleg og má segja að burstanir séu trylltir! Burstahárin eru einstaklega mjúk og hægt að nota burstana í krem, fljótandi eða púður vörur. Það sem einkennir þessa bursta er hvað þeir eru léttir og eintaklega þægilegt að halda á þeim. Ég sé fyrir mér þessa bursta í fallegu glasi á snyrtiborði. Einn daginn þegar það verður pláss fyrir snyrtiborðið mitt aftur þá mun ég hafa þá þar.

Það eru fimm nýir burstar í þessari línu og langar mig að fara í gegnum alla með ykkur:

001 FOUNDATION

Þéttur bursti sem blandar farða vel og gefur fallega áferð.

Ég er mjög mikið fyrir að nota svampa dagsdaglega en þegar ég hef meiri tíma þá finnst mér oft gott að blanda fyrst farða út með bursta og fara síðan yfir með svampi. Það er mjög gott trix til að láta farða haldast á lengur og fá “airbrush” áferð.

003 POWDER

Stór púður bursti, ætlaður í púður en einnig mjög góður í krem vörur eins og til dæmis bronzer.

Ég er eiginlega bara búin að nota þennan í púður og krem bronzer. Mér finnst æðislegt að nota svona stóra bursta í bronzer því það gefur húðinni fallegt sólkysst útlit.

002 BLUSH

Kúptur bursti sem ætlaður er í kinnalit eða til að púðra ákveðin svæði.

Ég er búin að nota þennan í kinnalit og til að setja púður undir augun. Það er mjög þægileg stærð á þessum bursta og grípur púðrið vel.

005 SHADOW

Flatur og stífur bursti sem er ætlaður að grípa augnskugga eða glimmer vel og setja á augnlokið.

Ég er búin að bíða lengi eftir svona týpu af bursta frá Real Techniques en þetta er æðislegur bursti til að setja til dæmis litsterkann augnskugga eða glimmer yfir augnlokið. Burstinn er svo flatur og stífur að augnskuggavaran fer ekki útum allt.

004 CONTOUR

Skáskorinn bursti sem passar fullkomlega undir kinnbeinin til þess að skyggja.

Þessi bursti er æðislegur í öll smáatriði eða lokaskrefin þegar kemur að förðun. Til dæmis að skyggja andlitið, kinnalit eða jafnvel highlighter.

Ég gæti talað endalaust um bursta og hvernig ég nota þá. Allt við förðun er auðveldara ef maður er með góða bursta! Ég er ennþá að nota mína fyrstu Real Techniques bursta sem ég eignaðist fyrir sex árum. Þannig ég get svo sannarlega mælt með Real Techniques xx

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÓSKALISTI FYRIR FYRSTU DAGANA

MEÐGANGA
*Færslan er ekki kostuð

Halló!

Það styttist með hverri vikunni í litlu stelpuna okkar og mér líður eins og litlu barni að bíða eftir jólunum, þessi endalausa bið ..

Það er margt sem ég á eftir að gera og hlakka ég til að klára skólann svo ég geti farið að einbeita meira af þessari svokölluðu hreiðursgerð. Ég ákvað strax að byrja safna hlutum snemma og dreifa kaupunum á stærstu hlutina á mismunandi mánuði. Þannig þetta fer smátt og smátt að smella hjá okkur.

Mér bauðst að gera óskalista fyrir fyrstu dagana eða spítalatöskuna í jólabækling Petit. Þessi jólabæklingur er líklegast uppáhalds tímaritið mitt þessa stundina og er ég búin að skoða hann oft. Ég er strax byrjuð að hlakka til jólanna á næsta ári! Það er svo fyndið hvað maður dettur í allt annan gír á meðgöngunni og finnst mér ekkert skemmtilegra en að heyra fæðingarsögur eða um brjóstagjöf og vel frekar að skoða barnaföt heldur en föt á sjálfan mig, fleiri óléttar að tengja við þetta haha?

Það var ótrúlega gaman að fá að deila mínum óskalista. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá vann ég einu sinni í smá tíma í Petit og má segja að ég hafi fengið Petit hjarta eftir að vinna þarna. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að ég kynntist Linneu, eiganda Petit, hérna á Trendnet. Það er svo ótrúlega gaman að fylgjast með henni, sjá hvað Petit hefur stækkað og svo margt spennandi framundan hjá þeim.

Það var ótrúlega gaman að týna saman þessa fallegu hluti og hefði þessi listi geta verið endalaus!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÁTÍÐARFÖRÐUN #1

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er unnin í samstarfi með Chanel á Íslandi

Halló!

Það fer að styttast í jólahlaðborðin, jólaboðin og hátíðarglamúrinn. Ég ætla að reyna vera dugleg að deila með ykkur sniðugum hugmyndum af förðunum fyrir hátíðirnar og þegar ég farða mig. Hátíðarlína Chanel var að koma í verslanir og ég varð að leika mér aðeins með þessar nýju fallegu vörur. Ég er gjörsamlega ástfangin af þessari línu. Mér finnst Chanel koma alltaf með svo vandaðar og úthugsaðar förðunarlínur. Það er hægt að nota allt saman eða í sitthvoru lagi. Litirnir eru hlýjir og er rauður áberandi, í stíl við hátíðirnar.

Hátíðarlínan inniheldur augnskuggapallettu með fjórum shimmer augnskuggum, stakan vínrauðan mattan augnskugga, tvo rauða varaliti, tvö naglökk, augnblýant og síðast enn alls ekki síst, gullfallegt ljómapúður (highlighter). Þessi förðunarlína er dásamleg og mæli ég innilega með einhverjum af þessum vörum í jólagjöf. Chanel er algjör klassík og gaman að eiga eitthvað sem kemur einungis í takmörkuðu upplagi. Mér finnst til dæmis sérstaklega falleg gjöf að gefa einn rauðan varalit og ljómapúðrið.

Gullfallegur djúpvínrauður mattur augnskuggi sem dregur fram hvaða augnlit sem er að mínu mati, sérstaklega fyrir þá sem eru með græn augu. Þessi augnskuggi er fullkominn til þess að skyggja með hinum shimmer augnskuggunum eða fyrir fallegt smokey. Chanel er líka alltaf með öll smáatriði á hreinu og má sjá litla chanel merkið í miðjunni á augnskugganum.

Þessi palletta er tryllt og er hægt að nota alla litina sér eða blanda þeim sama. Litaúrvalið er einstaklega fallegt og er hægt að gera hversdagsförðun en einnig kvöldförðun. Ég notaði ljósasta litinn sem er hefst til hægri yfir allt augnlokið, sem er til dæmis fallegur hversdags augnskuggi. Þetta er svo fallegur augnskuggi sem endurspeglast þegar skín á hann ljós. Þið getið séð augnskuggann á myndinni hér fyrir neðan.

Ég setti nýja ljómapúðrið yfir kinnbeinin, nefið og fyrir ofan vörina. Húðin var ótrúlega fersk og falleg!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

28 VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGA

Halló!

Tíminn líður ótrúlega hratt en mjög hægt á sama tíma þessa dagana. Skólinn hjá mér er að klárast eftir tvær vikur og þá byrja lokaprófin. Ég get hreinlega ekki líst því hvað ég er spennt að klára skólann og geta einbeitt mér að hreiðurgerðinni. Mig langar að nýta desember í að klára allt þetta helsta sem ég á eftir að gera fyrir komu barnsins. Þetta er mjög skrítin tilfinning, þessi hreiðurgerð en mig langar gjörsamlega að snúa öllu á hvolf og liggur við þrífa allt sentímeter fyrir sentímeter. Ég er að byrja smátt og smátt en hlakka til að geta gefið mér tíma í desember.

Núna er ég hinsvegar komin 28 vikur og trúi því varla. Það eru 12 vikur eftir og er ég mjög spennt að sjá hvort þessi tími verði jafn lengi að líða og þessar fyrstu 12 vikur. Ég er komin á þriðja og seinasta hluta meðgöngunnar og langar mig aðeins að fara yfir með ykkur hvernig vikurnar eru búnar að vera. Mér finnst sjálfri svo gaman að lesa svona og gaman að tengja við aðra sem eru að ganga í gegnum þetta ferli.

Fyrsti þriðjungur

Mér fannst fyrstu vikurnar mjög erfiðar. Ég var með ógleði en ældi sem betur fer sjaldan. Andlega hliðin var samt lang erfiðust og var ég mjög kvíðin allan tímann og alla daga. Þetta leið svo hægt í minningunni (maður er mjög fljótur að gleyma) en þetta tók mikið á og var líka skrítið að finna fyrir hvernig líkaminn væri að breytast.

Annar þriðjungur

Þessi annar þriðjungur var að ljúka og verð ég að segja að mér leið yfir heildina mjög vel. Það eru auðvitað alltaf einhverjir meðgöngukvillar sem maður upplifir en yfir heildina litið leið mér mjög vel. Ég er mjög heppin að geta verið í fullu námi, nánast fullri vinnu og ásamt því að sinna öllu hinu. Ég fór á æfingar og get gert nánast allt sem ég gat áður. Líkaminn er þó mun þreyttari sem er mjög skrítið fyrir mig. Ég var týpan sem gat sofið í 4 tíma og allt var í góðu, var full af orku en núna er ég alltaf þreytt. Ef það er mikið að gera hjá mér og passa mig ekki, þá fæ ég að finna fyrir því daginn eftir.

Núna er þriðji og seinasti hluti meðgöngunnar að byrja og er ég mjög spennt en samt smá kvíðin. Það er mikið að gera hjá mér þessa stundina og er ég alltaf að passa mig að hlusta á líkamann og á andlegu hliðina. Það sem ég finn kannski mest fyrir eftir að hafa verið ólétt núna í 28 vikur er hvað maður er ólíkur sjálfum sér, mjög erfitt að útskýra en mér líður ekki 100% ég sjálf. Ég held að margir tengi við þessa tilfinningu sama hvernig meðgangan er.

Ég verð líka að fá að deila með ykur að fyrir um það bil viku síðan fékk ég babyshower/barnasturtu/steypiboð, hvað sem maður nú segir en fékk þessa yndislegu óvæntu veislu frá fjölskyldu og vinum. Þetta var yndislegt og er ég ennþá hissa, það er eitthvað svo óraunverulegt við það að fá babyshower og er ég svo þakklát fyrir hvað allir tóku sér tíma í þetta og gerðu þetta allt fyrir okkur. Óendanlega þakklát!

Næst á dagskrá er síðan námskeið sem ég er búin að skrá mig á, annars vegar brjóstagjafanámskeið og fæðingarnámskeið. Ég er mjög spennt fyrir því og er búin að lesa mig mikið til um hvoru tveggja. Það hjálpar mér allavega mikið að lesa mig til um þessa hluti, því mér finnst ekkert verra en að vera í mikilli óvissu, sem þetta ferli er að miklu leyti.

Hlakka til að sjá hvernig síðasti þriðjungur verður!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GLIMMER & GLAMÚR

BURSTARFÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Halló! 

Nú fer að styttast í hátíðirnar, þessi tími einkennist oft af glamúr og glimmer. Mér finnst förðun oft breytast og maður er að gera aðeins meira úr klassískri förðun, setur glimmer eða áberandi varalit fyrir jólaboðin. Það er því tilvalið að deila með ykkur nokkrum snyrtuvörum sem mér finnst ótrúlega fallegar, annað hvort í gjöf eða fyrir mann sjálfan.

Becca Pop Goes The Glow Champange Pop Face & Eye Palette: Gullfalleg andlits ljómapalletta sem inniheldur fimm mismunandi ljómapúður. Það er hægt að nota þessa pallettu í margt, eins og til dæmis fyrir ljóma á kinnbeinin, ljómandi sólarpúður til að hlýja andlitið og gefa ljóma og síðan er hægt að nota sem kinnaliti. Becca er mjög framanlega þegar kemur að ljómapúðrum og finnst mér alltaf góð kaup að fjárfesta í pallettu frá þeim. Það skemmir síðan ekki hvað pakkningarnar eru fallegar!

Real Techniques Season Exclusive: Jólin í ár frá Real Techniques eru með þeim flottari sem ég hef séð frá þeim og er ég einstaklega spennt að segja ykkur betur frá því seinna hérna á Trendnet. Ég fékk þetta sett fyrir nokkrum mánuðum og búin að vita af þessu lengi, þannig ég er mjög spennt að geta loksins sagt ykkur betur frá því.

Þetta er æðislegt burstasett fyrir alla, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin í förðun. Settið inniheldur fjóra bursta, appelsínugulu burstarnir eru ætlaðir fyrir andlitið en fjólubláu fyrir augun. Síðan stjarnan að mínu mati í settinu er blöndunarpallettan, það er eitthvað sem æðislegt er að eiga til að blanda saman förðum eða blanda glimmer við glimmerfesti. Þetta er skyldueign allra förðunarfræðinga og því æðislegt að það sé loksins hægt að nálgast þetta auðveldlega.

Caroline Herrera Good Girl: Ef þið ætlið að gefa einhverjum ilmvatn í jólapakkann þá mæli ég með þessu frá Caroline Herrera. Atllaf þegar ég er með þetta ilmvatn þá fæ ég ótrúlega góð viðbrögð. Ilmvatnssmekkur fólks er samt ótrúlega mismunandi og finnst mér líka alltaf sterkur leikur að gefa einhverjum uppáhalds ilmvatnið þeirra í jólagjöf. Ef þið eruð í vafa þá mæli ég allavega með þessum ilm!

Gueralin Parure Gold foundation: Þetta er bókstaflega gullfarði eins og nafnið gefur til kynna en hann inniheldur 24 karta gull. Farðinn gefur góða þekju en viðheldur samt raka í húðinni og leyfir henni að anda. Formúlan inniheldur collagen sem hefur þéttandi áhrif á húðina. Ef þið eruð að leita ykkur af fallegum farða fyrir hátíðirnar þá mæli með að kíkja á þennan.

L’Oréal Paris x Karl Lagerfeld: Nýtt samstarf hjá L’Oréal og er það við einn þekktasta tískugúru okkar tíma en það er Karl Lagerfeld. L’Oréal gaf út heila línu í samstarfi við Karl Lagerfeld og eru vörurnar mjög mikið í anda hans. Allt er mjög einfalt en samt sem áður áberandi og fallegt. Mér finnst varalitirnir einstaklega fallegir, umbúðirnar eru kolsvartar og stílhreinar.

Urban Decay Naked Honey: Urban Decay er búin að endurtaka leikinn enn einu sinni og var að gefa út sína sjöttu NAKED pallettu. Þessar pallettur hafa verið vinsælar í mörg ár og mjög sterkur leikur að gefa eina svona í jólapakkann. Þessi palletta inniheldur gullfallega gyllta augnskuggatóna, sem eru bæði shimmer og mattir. Hún er komin á óskalistann minn!

Nyx professional makeup glitter liner: Mér finnst nóvember og desember alltaf einkenna glimmer og finnst mér því tilvalið að brjóta aðeins upp klassíska förðun með glimmer eyeliner. Það er ótrúlega þægilegt að nota glimmer eyeliner og gerir heil mikið fyrir heildarútlitið.

NIP+FAB Tan Glow Getter Oil: Fallegur líkamsljómi sem toppar heildarlúkkið!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÁRSPANGIR Í UPPÁHALDI

HÁR

Halló!

Ég er algjörlega dottin á “hárskrautsvagninn” ef svo má segja og eru hárspangir í sérstöku uppáhaldi. Mér finnst svo ótrúlega auðvelt að gera hárið extra fínt með hárspöng. Ég krulla yfirleitt fremstu lokkana mína og tilli síðan spönginni á höfuðið, þá lítur það út eins og maður hafi verið mjög lengi að stússast í hárinu sínu en í raun og veru tók það bara 5 mín – love it! Það eru margar verslanir sem selja fallegar spangir, ZARA og AndreA eru í sérstöku uppáhaldi.

Demantaspöngin mín er úr ZARA og er ég búin að nota hana ótrúlega mikið. Þessi spöng er tilvalin fyrir hátíðirnar sem eru framundan og það gerir svo mikið fyrir heildarútlitið að vera með áberandi hárskraut við kannski “basic” dress. Það er einstaklega fallegt úrval af demanta hárspöngum í öllum stærðum og gerðum í ZARA – mæli með!

Ég á tvær svona spangir sem eru eins og hárbönd en eru í raun hárspangir. Þessar hárspangir keypti ég í H&M.

Þykk fléttuspöng úr flauel sem ég held mikið uppá keypti ég í ZARA og minnir mig að hún sé líka til í bleiku. Ég er oft með þessa dagsdaglega og virkar líka þegar maður vill vera aðeins fínni.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FARÐI SEM AÐLAGAST ÞINNI HÚÐ

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Vöruna fékk greinahöfundur í gegnum samstarf/PR

Halló!

Shiseido var að gefa út nýjan farða sem heitir Synchro Skin Self Refreshing Foundation og mér finnst allir vera að tala um hann. Það er ekki af ástæðulausu, formúlan er sögð mögnuð! Þetta er fyrsti farðinn frá Shiseido sem nærir húðina allan daginn og inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn, hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Farðinn á að hreyfa og aðlaga sig eftir þinni húð, sem sagt ekki fara í fínar línur eða festast á einum stað.  Einnig er formúlan með “re-freshing” tækni sem á að halda húðinni þinni ferskri yfir allan daginn og sjá þess að endurvekja ferskleikann. Þetta er formúla sem Shisheido er búin að vera þróa í mörg ár.

Farðinn gefur miðlungsþekju en hægt að byggja upp. Endingin er allt að 24 klukkustundir og á því haldast vel á húðinni yfir daginn. Hentar öllum húðtýpum en farðinn veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en hann jafnar olíumyndun í olíumikilli húðgerð. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur. Einnig er gaman að segja frá því að farðinn er strax búin að vinna til verðlauna.

Shiseido. Sharing beauty since 1872

 

Ég var ótrúlega spennt að prófa þennan farða eftir að hafa lesið mig til um hann og horft á margar umsagnir á YouTube. Það sem heillaði mig mjög mikið er að Shiseido gefur það út að farðinn hreyfi og aðlagist þinni húð. Mér finnst það hljóma magnað og verð að segja að hann uppfyllir það. Mér finnst hann ekki fara í broslínurnar mínar. Hann myndast líka mjög vel og er einstaklega fallegur á húðinni. Ég hlakka til að prófa mig ennþá meira með þennan farða en hann lofar góðu!

Hér er ég með farðann og búin að vera prófa hann nokkrum sinnum síðan að ég fékk hann. Hann er allavega komin með pláss í snyrtibuddunni minni. Þetta er fullkominn “spari” farði að mínu mati eða dagsdaglegur farði fyrir þá sem fýla meiri þekju. Ég mæli allavega með að skoða hann ef þið eruð að leita ykkur af góðum farða.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FJÖLNOTA SKÍFUR Í STAÐ EINNOTA

HÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/PR

Halló!

Ég er búin að ætla gera þessa færslu lengi núna en mig hefur langað að vekja athygli á þessu. Ég veit að margir nota oft einnota bómularskífur til að þrífa andlitið sitt, taka farða af með bómul, setja tóner á húðina með bómul og svo fleira. Mig langar svo að hvetja alla að byrja að minnka notkun á bómularskífum og nota frekar fjölnota. Ég er sjálf alltaf að reyna bæta mig og vera meðvitaðri að velja frekar umhverfisvænni kostinn. Þetta er lítið skref en hefur mikil áhrif og tala nú ekki um hvað maður sparar mikið á því að nota fjölnota. Úrvalið í dag af fjölnota bómularskífum er orðið svo flott og meira segja hægt að búa til sjálfur skífur ef maður kann til dæmis að hekla.

Þetta er eitt af mörgum skrefum sem hægt er að taka til að vera umhverfisvænni. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki fullkomin og má bæta mig á mörgum sviðum en ég er þó allavega tilbúin og viljung til að gera betur, hvet ykkur til að vera með mér í þessu!

Það er eitt merki sem mig langar að deila með ykkur sem er nýlega komið til Íslands en ég er búin að fylgjast með því lengi á samfélagsmiðlum og hef alltaf verið á leiðinni að panta mér vöruna þeirra. Þessi vara heitir Face Halo og er stór skífa til að þrífa andlitið. Það þarf ekki neina sápu eða neitt, heldur bara vatn. Þetta er algjör snilld og sparar manni því helling. Ég nota þetta þó bara til að taka farða af mér og nota síðan andlitssápu til að þrífa andlitið. Ég fékk Beautybox að gjöf um daginn frá Beautybox og leyndist þessi vara í, ég var sjálf alltaf á leiðinni að kaupa mér hana þegar ég sá að hún væri komin til Íslands og ætla klárlega að fá mér fleiri. Mér finnst þetta svo mikil snilld og varð því að deila með ykkur!

 

Face Halo er ástralskt merki og var stofnað 2017 en á þeim stutta tíma hefur það unnið til fjölda verðlauna. Face Halo er hannað til að fjarlægja farða og/eða þrífa andlitið. Það þarf alls ekki að nudda fast andlitið með Face Halo heldur er þetta gert úr örtrefjum sem eru 100x minni en mannshár og fara því auðveldlega ofan í húðholur og djúphreinsar húðina. Það eru því engin efni sem koma við sögu sem er stór plús fyrir vandamála- og ofnæmishúð.

Ótrúlega mjúk og þægileg stærð á þessum skífum sem hægt er að þrífa andlitið með

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit