fbpx

VÍTAMÍNIÐ SEM HÚÐIN ÞÍN ÞARF

HÚÐHÚÐRÚTÍNASAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/samstarf

Halló!

Síðast liðið ár hef ég verið að vinna í því að fullkomna mína húðrútínu og hef verið að prófa mig áfram með allskonar efni. Húðin mín var byrjuð að versna mjög mikið og langaði mig bara að gera eitthvað fyrir hana. Ég fór að lesa mig til um allskonar efni sem eru góð fyrir húðina en var smá smeyk við að prófa, því ég vildi ekki að húðin mín myndi versna. Ég ákvað því að tala við Karin sem er eigandi Nola og fá aðstoð. Karin er algjör húðvörusnillingur, hún gaf mér lítinn fyrirlestur um allskonar efni og af hverju maður nota hitt og þetta. Eitt því sem hún kynnti mig fyrir var C vítamín en ég hef oft heyrt talað um það áður en einhvernveginn aldrei komist uppá lagið að byrja nota það. Eftir að ég fór og kynnti mér betur C vítamín varð ég alveg heilluð og ákvað bæta því inn í húðrútínuna mína.

Hvað gerir C vítamín fyrir húðina?

Töfraefnið C vítamín hjálpar til við að draga úr fínum línum, ör eftir bólur, birtir húðina og gefur heilbrigðara útlit. C vítamín er stútfullt af andoxunarefnum sem hjálpa frumunum okkar að haldast heilbrigðum. Einnig hvetur það húðina til framleiðslu kollagens og elastíns sem eru byggingarprótín í húðinni, en þau halda húðinni þéttri og stinnri. Bara hversu vel hljómar þetta? Magnað!

 

C vítamínið sem er búið að vera notkun hjá mér seinustu mánuði er Vitamin C 2 phase serum frá Pestle & Mortar. Serum-ið er skipt í tvennt og inniheldur þrjár tegundir af áhrifamiklu c vítamíni sem þéttir, birtir og mýkir húðina. Einnig jafnar varan út húðina og hvetur til kollagens myndunar.

Þetta er mögnuð vara og mér finnst ég svo fersk eftir að nota þetta, sérstaklega þessa dagna þegar húðin er extra þreytt og líflaus. Ég nota þetta á morgnanna og mjög mikilvægt að nota sólarvörn alltaf með. Ég er mjög hrifin af Pestle & Mortar merkinu og langar að prófa meira frá þeim.

Mig langar samt að vekja athygli á því að þetta hentar minni húð og ég mæli alltaf með að kynna sér vörur vel sem eru með virki áður en maður notar þær. Ég fékk æðislega þjónustu hjá Nola og leggja þær mikið uppúr því að veita góða þjónustu. Það er bara svo gott að fá kynningu frá fagaðila, hvernig á maður að nota vöruna, hvenær og hvernig. Síðan er líka alltaf sniðugt að fá prufu!

SNUÐ HÖNNUÐ AF TANNRÉTTINGARSÉRFRÆÐINGUM

FYRIR BARNIÐSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Curaprox 

Halló!

Smá mömmuspjall! Eftir að ég varð mamma þá hef ég svo ótrúlega mikin áhuga á öllu sem tengist börnum, hvort sem það er uppeldisaðferðir, matur, rútínur eða bara skemmtilegir leikir. Þetta á allavega hug minn allan og mér finnst gaman að geta deilt því með ykkur. Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð við öllu sem tengist móðurhlutverkinu og mun klárlega halda áfram að deila, þó svo að förðunarburstinn sé aldrei langt undan.

Ég hef lengi ætlað að segja ykkur frá merkinu Curaprox. Ég fór á kynningu á seinasta ári um Curaprox vörurnar og varð strax heilluð. Vörurnar eru sérstaklega hannaðar af tannréttingarsérfræðingum og fékk ég kynningu á seinasta ári. Mér leið smá á kynningunni eins og ég væri á tannlækna fyrirlestri, mjög faglegt og hafa verið gerðar margar rannsóknir í sambandi við vörurnar þeirra.

Mér finnst margt áhugavert við merkið Curaprox og þá sérstaklega snuðin þeirra. Það sem gerir snuðið svo áhugavert er að það er hannað af tannréttingarsérfræðingum. Snuðið kemur í veg fyrir tilfærslu tanna, sem mér finnst magnað. Tennur mótast oft af snuðum en þið kannist kannski við að hafa heyrt talað um “snuddu tennur” en það gengur oftast tilbaka. Það eru þó til dæmi um að börn hafa átt í vandræðum seinna, með bit og annað, þess vegna finnst mér alveg þess virði að skoða þessi snuð því að tannréttingar kosta mun meira. Snuðið tryggir ákjósanlega öndun en það eru lítil göt á snuðinu sem sjá til þess að barnið andi betur. Einnig styður snuðið við eðlilega þróun góms og kjálka. Það sem vakti einnig áhuga minn var að stærð á snuðum fer eftir þyngd á barninu en ekki eftir aldri. Börn eru svo mismunandi og börn sem eru þyngri eru oft mjög kraftmeiri og þurfa því oft stærri snuð. Ég alls ekki að reyna hræða neinn en mér finnst þetta mjög áhugavert og gott að hafa á bakvið eyrað.

 

Dóttir mín var þó byrjuð að nota annað snuð þegar ég fékk að kynnast þessu merki og það getur oft verið erfitt að breyta um snuð en hún hefur samt tekið þetta snuð. Ástæðan af hverju ég ákvað að hefja samstarf með Curaprox er vegna þess að mér finnst þetta svo áhugavert og langaði að deila með fleiri foreldrum. Ef að ég hefði vitað að þessu snuði fyrr þá hefði ég kannski byrjað a því fyrst. Börn eru þó svo mismunandi og það er algjört happ og glapp hvort þau taki snuð yfir höfuð.

Ein af mörgum fyrir og eftir myndum. Það hafa verið gerðar rannsóknir á eineggja tvíburum. Tvíburanir fengu mismunandi snuð, Emma notaði ekki Curaprox og Paula notaði Curaprox. Þetta er mjög áhugavert og magnað að sjá hvaða áhrif snuð geta haft.

Naghringurinn hefur vakið mikla lukku hjá okkur tanntökunni. Það er algjör snilld að setja naghringinn í frysti og þá verður hringurinn ískaldur, sem er svo gott fyrir litla góma. Mæli mikið!

Vörurnar frá Curaprox eru til dæmis fáanlegar hjá Lyfju, Lyf&heilsu, Apótekaranum, Fífu, Apótek Garðabæjar, Lyfjaver, Urðarapóteki og Reykjarvíkur Apóteki. Ef þið eruð með fleiri spurningar þá getið þið alltaf sent þeim fyrirspurn á instagramið þeirra @curaproxisland

 

FLUTNINGAR & LÍFIÐ Á NÝJA HEIMILINU

LÍFIÐ

Halló!

Það er orðið alltof langt síðan ég settist niður skrifaði bloggfærslu. Það hefur mikið vera að gera hjá okkur litlu fjölskyldunni síðustu vikur og mánuðir  en við erum búin að flytja! Við vorum að flytja úr litlu 50 fm íbúðinni okkar og erum komin í aðeins stærra. Þvílíkur munur að komast í aðeins stærra og vá hvað við kunnum að meta litlu hlutina, eins og að vera með uppþvottavél og þurfa ekki að vaska upp, draumur! Það er þó margt eftir og ég hugsa oft “hvernig kom ég öllu þessu dóti fyrir í 50 fm íbúð?!”.

Það er svo yndislegt að vera búin að flytja en þetta ferli er búið að vera ótrúlega lærdómsríkt. Mér líður eins og við séum búin að vera flytja í marga mánuði því við vissum að við værum að fara flytja í haust. Þetta tók líka á andlegu heilsuna en það var margt að gerast í okkar lífi á þessu tímibili. Ég byrjaði því snemma að pakka og pakkaði ég nánast öllu ein með lítinn aðstoðarmann mér við hlið. Þrátt fyrir að hafa byrjað svona snemma þá var bara eins og það væri endalaust af dóti, eins og ég sagði fyrir ofan þá skil ég bara ekki hvernig allt þetta dót komst fyrir í litlu sætu íbúðinni okkar. Þetta var samt mjög hreinsandi ferli að fara í gegnum allt dótið sitt.

Okkur líður strax ótrúlega vel og hlakka ég til að gera íbúðina smátt og smátt heimilislegri.

TVÖFÖLD AFMÆLISGLEÐI

INNBLÁSTURLÍFIÐSAMSTARF

Halló!

Við við vorum með tvöfalda afmælisveislu um helgina. Steinar kærasti minn varð 30 ára þann 11.febrúar og Áslaug Rún dóttir okkar varð 1 árs þann 14. febrúar. Ég bara trúi ekki að Áslaug Rún sé orðin 1 árs! Þessi tími er búin að líða svo hratt og ég búin að bíða spennt eftir að halda þessa veislu. Vá hvað það er fullorðins að halda barnaafmæli, allt í einu eigum við bara 1 árs barn.

Þetta var lítil veisla með okkar nánasta fólki og það var að sjálfsögðu öllum sóttvarnarreglum fylgt. Ég er algjör gestgjafi, elska að halda veislur og var byrjuð að skoða innblástur á Pinterest þegar Áslaug Rún var sex mánaða. Þetta er held ég þriðja eða fjórða veislan sem Áslaug Rún fer í og hún var mjög hissa að sjá svona “mikið” af fólki haha.

Instagramið mitt eiginlega sprakk með spurningum um kjólinn minn en ég keypti hann í algjöru flýti panikki á Asos og vonaðist eftir að hann myndi passa, sem hann gerði og ég var mjög ánægð með hann. Þið getið skoðað hann hér.

Kakan er frá snillingum í Bake me a Wish og fékk ég hana í samstarfi en ég var líka með köku frá þeim í nafnaveislunni hennar. Ég var í skýjunum með kökuna en ég var með ákveðna hugmynd um hvernig köku ég vildi og Sylvía hjá Bake me a Wish gerði hana miklu flottari en mig hefði nokkur tímann geta ímyndað mér! Miðarnir á Coke Cola flöskurnar fékk ég hjá Vörumerking ehf. en ég lét gera þetta fyrir nafnaveisluna hennar og átti afgangs miða. Servétturnar voru líka afgangs úr nafnaveislunni og eru frá Reykjavík Letterpress, svo fallegar! Blöðrurnar og hluta af skrautinu fékk ég í samstarfi við Confetti sisters. Þær eru með ótrúlega flott úrval af skrauti og var ég algjörum vændræðum að velja.

Sætasta kaka sem ég hef séð og vá hvað hún var góð á bragðið!

Kakan hennar Áslaugar Rúnar var melóna með smá rjóma, jarðaberjum og bláberjum. Melónur eru það besta sem hún fær og var hún í skýjunum með þessa köku. Henni fannst rjóminn hinsvegar ekki en það fær hún ekki frá mömmu sinni.

Yndislegur dagur með fólkinu okkar, ég er að springa úr þakklæti xx

HEIMA MEÐ YEOMAN

LÍFIÐSAMSTARFSNYRTIVÖRURTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Yeoman

Halló!

Ég fór í litla myndatöku heima með Yeoman um daginn. Þetta er myndaseríu sem heitir “Heima með..” og eru búin að vera kíkja heim til flottra kvenna. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg hugmynd á þessu skrítnu tímum.

Þegar Hildur Yeoman hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka þátt í þessari myndaseríu, þá sagði ég strax já og var mjög spennt en um leið og ég var búin að skella á þá langaði mig að hringja aftur og hætta við. Ástæðan er og var sú að ég er ennþá smá óörugg með mig eftir fæðingu og meðgöngu og allt það. Það er samt að verða komið ár síðan ég átti en mér finnst ég ennþá ekki vera “ég”. Ég hugsaði samt strax að það er ótrúlega leiðinlegt að hafna eitthverju skemmtilegu verkefni bara útaf óöryggi. Ég vissi líka að ég myndi sjá eftir því ef ég myndi ekki gera þetta. Það er talað um að konur eru oft tvö ár að jafna sig eftir meðgöngu og fæðingu. Þegar ég heyrði það fyrst, fannst mér það ALLTOF langur tími en ég skil það núna. Það eru allir mismunandi og taka mislangan tíma. Stundum finnst mér þetta mjög erfitt og hef nánast ekki treyst mér í það að fara og máta föt. Það var því ótrúlega gaman að fara, máta föt hjá Yeoman og er ennþá smá hissa að þau vildu fá mig í myndatökuna haha. Hn Arngríms tók myndirnar og er fagmaður fram í fingurgóma og lét mér líða svo vel. Ég fékk aukið sjálfstraust eftir þessa myndatöku, takk Yeoman og Hlín xx

Ég var að byrja prófa mig áfram með húðvörurnar sem eru fáanlegar í Yeoman. Þetta er franskar og náttúrulegar húðvörur sem henta sérstaklega vel fyrir þurra og viðkvæma húð. Pakkningarnar eru líka ótrúlega fallegar!

Yeoman er núna með 15% afsláttarkóða með kóðanum VALENTINES af völdum vörum fyrir Valentínusardaginn! Mæli með að kíkja í heimsókn í þessa fallegu verslun á Laugarvegi 7 að á hilduryeoman.com xx

MUST HAVE SNYRTIVÖRUR FYRIR MÖMMUR

BURSTARFÖRÐUNSNYRTIVÖRUR
Halló!
Eftir að ég varð mamma þá hef ég mun minni tíma til að gera mig til. Ég gríp miklu oftar í vörur sem eru fljótlegar og þægilegar. Ég farða mig líka mun sjaldnar núna en það er líklegast fæðingarorlof+covid ástandið í bland en í þau skipti sem ég farða mig þá líður mér svo miklu meira vakandi og ferskari. Þannig ég mæli með að gera sig til þótt að maður sé ekki endilega að fara neitt. Mig langaði að deila með ykkur vörum sem eru must núna í minni snyrtibuddu eftir að ég varð mamma.
Litað dagkrem/léttur farði
Litað dagkrem/farði sem er auðvelt er að henda á sig og lítur vel út á húðinni.
Augabrúnablýantur og augabrúnagel
Algjört must hjá mér! Augabrúnirnar móta andlitið og oft hef ég hef engan tíma þá geri ég bara augabrúnir og sleppi öllu öðru.
Þurr sjampó
Ég var forfallinn þurrsjampósfíkill en núna er þetta orðið algjört must fyrir mig.
Hyljari
Góður hyljari gerir kraftaverk mömmubaugana.
Litaleiðréttari (corrector/brightener)
Þetta helst í hendur við góðan hyljara. Vara sem birtir undir augun og tekur í burtu bláma. Áður en ég eignaðist barn þá lét ég hyljara oftast duga en ef ég er virkilega þreytt þá finnst mér algjör snilld að nota litaleiðréttara.
Krem bronzer
Vá krem bronzer gerir allt betra. Húðin verður fersk, sólkysst og aðeins mótaðri.
Varasalvi
Góður varasalvi eða varaolía, sérstaklega í þessum kulda.
Augnháralengingar
Þetta er alls ekkert must en ég mæli svo innilega með augnháralengingum. Ég er bara nýlega búin að fá mér og vildi að ég hefði gert það miklu fyrr og sérstaklega fystu mánuðina. Ég fer til Tinnu á Stofunni, hún er algjör snillingur. Það er mjög þægilegt að vakna með fín augnhár og þurfa ekki að pæla í þeim.

30 DAGA HÚÐMEÐFERÐ

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/samstarf

Halló!

Mig langaði svo að deila með ykkur minni reynslu af 30 day treatment frá BIOEFFECT. Ég hef prófað þessa meðferð núna tvisvar og í bæði skiptin var ég smá í sjokki hvað þetta virkar vel. Ég hef talað um það á instagram og hér á blogginu að húðin mín breyttist eftir meðgöngu og fæðingu sem er mjög algengt. Hún varð alls ekkert mjög slæm en bara allt öðruvísi en ég er vön. Húðin mín er viðkvæmari núna, þarf meiri raka og næringu. Ég ákvað því að taka þessa 30 daga meðferð núna í haust og þetta hjálpaði húðinni minni ótrúlega mikið. Húðin mín varð ótrúlega fersk, þétt og ljómaði öll. Þetta er líka fullkomið fyrir uppteknar mömmur sem komast lítið í dekur og gott því að geta tekið það heima. Ég tók engar fyrir og eftir myndir en vildi að ég hefði gert það en mun klárlega gera næst.

Það sem BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT minnkar hrukkur, roða, gefur húðinni jafnara yfirbragð, eykur þéttleika og hámarkar rakastig húðarinnar. Varan inniheldur aðeins níu innihaldsefni sem er meðal annars öfluga EGF, hentar öllum húðgerðum og án ilmefna, alkóhóls og olíu.

Mögnuð fyrir og eftir mynd!

Hvað er EGF?

“EGF stendur fyrir Epidermal Growth Factor en það er prótín sem gegnir mikilvægu hlutverki í að viðhalda húðinni unglegri. Frá fæðingu og fram til fullorðinsára framleiða líkamar okkar ríkulegt magn af sértækum prótínum en þessi prótín tengjast frumum og senda þeim skilaboð um að gera við, endurnýja eða fjölga. EGF er eitt mikilvægasta prótínið í húðinni og hjálpar til við að auka framleiðslu á kollageni og elastíni til að viðhalda heilbrigðri, þéttri og unglegri húð.

Húð barna er þykk og þrýstin og mann langar mest til að klípa í hana – það er vegna þess að hún er full af prótíninu EGF. Þegar við náum fullum þroska dregst framleiðsla EGF saman og smám saman hægist á endurnýjun og viðgerð fruma sem hefur á endanum áhrif á útlit okkar. Þéttni húðar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn frekar, eða um allt að 30%, á breytingaskeiðinu. Húðin byrjar að síga auk þess sem fínar línur og hrukkur láta á sér kræla. Og það er þar sem EGF húðvörur koma inn. BIOEFFECT EGF-húðvörurnar endurnýja náttúrulegar birgðir líkamans af EGF og endurvekja húðfrumur – og hjálpa þannig til við að hægja á öldrun.”

BLESS 2020

ÁSLAUG RÚNLÍFIÐ

Halló!

Vá þetta ár er búið, besta en erfiðasta ár sem ég hef upplifað. Mig langaði að fara yfir árið með ykkur í máli og myndum.

Janúar

Janúar einkenndist af óléttubugun, loka hreiðurgerð og óveðri. Það var stormur eftir stormur og ég var mikið heima. Ég kláraði jólaprófin í Háskólanum og var því bara að vinna þangað til að stelpan mín myndi mæta á svæðið en hún lét aðeins (!) bíða eftir sér.

Febrúar

Helmingurinn af febrúar fór í að bíða eftir henni litlu Stomhildi Valentínu (Áslaugu Rún). Ég prófaði gjörsamlega allt en ekkert virkaði. Labbaði upp og niður Laugarveginn tvisvar, fór í IKEA og slakaði á. Ég var sett 1. febrúar og hún kom í heiminn 14.febrúar í rauðri viðvörun. Þvílíkur dagur, best í heimi.

Mars

Þessi mánuður er smá í þoku en við fórum í fyrsta göngutúrinn okkar og upplifðum margt “fyrst” með Áslaugu Rún. Við vorum í litlu búbblunni okkar á meðan Covid var að dreifa sér um heiminn. Við ákváðum að tilkynna nafnið en fyrir Covid var planið að halda nafnaveislu um páskana. Við vorum með mjög lítið boð fyrir aðeins foreldra og systkini. Þetta var mikil gleði fyrir alla á þessum skrítnu tímum.

Apríl

Þarna var allt orðið frekar alvarlegt í samfélaginu og við tókum ákvörðun um að hitta engan nema okkar allra nánustu fjölskyldu. Steinar fór aftur að vinna og að byrja að æfa á fullu, þannig við mæðgur vorum mikið einar.

Maí

Þarna var byrjuð að myndast aðeins meiri rútína og ég byrjuð að læra meira og meira inn á þennan litla einstakling. Mér fannst fyrstu mánuðirnir mjög erfiðir en þeir eru samt allir þoku. Ástandið var samt að verða aðeins skárra og maður gat kíkt aðeins út. Við fórum líka í smá framkvæmdir og skiptum um parket.

Júní

Sumarið kom og það birti til! Við fórum í fyrsta og eina ferðalag sumarsins. Við gátum haldið nafnaveislu og fagnað með öllum. Það sem þessi nafnaveisla gerði mikið fyrir alla en allir sem komu veisluna voru svo þakklát fyrir það að geta hitt aðra, engin hafði farið neitt í marga mánuði. Við byrjuðum einnig í ungbarnasundi sem var yndislegt.

Júlí

Sumarið var yndislegt. Við gátum hitt fólk, fórum í fyrsta foreldrafríið okkar og nutum þess að vera saman.

Ágúst

Það var mikil útivera í sumar og ég fór í göngutúr daglega. Ég gaf út mína eigin skartgripalínu í samstarfi við my letra! Verkefni sem ég var búin að vera vinna allt árið.

September

Ég átti afmæli og skartgripalínan mín fór í sölu, avúhú!

Október

Ég tók þátt í skemmtilegu verkefni á vegum Finnska sendiráðsins en ég tók þátt í 75 ára afmæli Moomin. Það var ótrúlega gaman að fá að taka þátt og ég gleymdi eiginlega alveg að deila því á samfélagsmiðla. Síðan hóf ég samstarf við John Frieda og gerði auglýsingu með þeim sem ég er ótrúlega stolt af. Við mæðgur vorum mest megnis heima, eins og reyndar allt árið. Ég fékk einnig hræðilegar fréttir að Sævar föðurbróðir minn, tók sitt eigið líf. Hann bjó erlendis og var því ekki hægt að fljúga út í jarðaförina. Þetta var mjög erfiður tími og erfitt að sjá alla fjölskylduna sína í sorg.

Nóvember

Okkar fannst vera komin tími til að stækka við okkur, enda orðið svolítið þröngt um okkur þrjú í 50 fermetrum og ákvaðum við að setja elsku litlu íbúðina okkar á sölu. Ég hætti í fæðingarorlofi en ég var búin að vera í 50% vinnu frá því að Áslaug Rún fæddist en það verður spennandi að sjá hvernig árið verður. Ég tók að mér allskonar skemmtileg verkefni, vorum mikið heima og ég fór í klippingu, sem var frásögu færandi árið 2020.

Desember

Fyrstu jólin hennar Áslaugar Rúnar. Yndislegur tími sem við nutum þeirra í botn. Það var mikið að gera hjá mér í allskonar verkefnum og ákvað ég að taka því rólega milli jól og nýars.

Vá þetta ár var svo sannarlega viðburðarríkt og er ég ótrúlega þakklát. Það er gaman að gera þessa upprifjun en mér fannst allt árið renna saman í eitt, sem er örugglega algengt þegar maður er í fæðingarolofi. Miðað við allt sem ég er búin að læra á þessu ári, um sjálfan mig, aðra og lífið en þá líður mér eins og þetta ár hafi verið svona 10 ár. Það reyndi þó mikið á andlegu heilsuna mína og mun ég kannski deila því með ykkur seinna. Þetta ár er búið að vera erfitt fyrir alla og það ættu allir að vera stoltir af sér að hafa farið í gegnum þetta ár. Ég er svo sannarlega spennt fyrir 2021 og hlakka til!

Takk innilega fyrir samfylgdina á liðnu ári, takk fyrir að lesa bloggið og fylgja mér á öðrum miðlum. Ég kann ótrúlega mikið að meta það xx

INNBLÁSTUR FYRIR GAMLÁRS

FÖRÐUNSNYRTIVÖRURTÍSKA

Halló!

Ég orðin mjög spennt, eins og flestir held ég, að kveðja þetta ár og gera það með stæl. Mér finnst svo gaman að gera mig til og hef lítið gert þá á þessu ári og án gríns búin að vera spennt fyrir því að gera mig um hátíðirnar. Mig langaði að deila með ykkur mínum innblæstri í förðun, hár og dressi.

Innblástur fyrir förðuninni var frá instagram skvísunni @emilisindlev. Ég rakst á þessa dökku en glitrandi förðun og hugsaði strax um gamlárs. Mér finnst alltaf við hæfi að fara aðeins út fyrir þægindarammann eða gera eitthvað aðeins útaf vananum á gamlárskvöld, eins og til dæmis að setja á sig glimmer.

Glimmer smokey

Ljómi: Til að ná fram fallegri og ljómandi húð þá finnst mér æðislegt að nota Becca Cosmetics Shimmering Skin Perfector liquid í litnum Champange Pop en það er til fullt af litum sem hentar öllum húðtónum.

Farði: Farði sem helst vel á húðinni er eitthvað sem er nauðsynlegt á gamlárs! Ég mæli með Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing. Nafnið á farðanum segir allt sem segja þarf en í stuttu máli er þetta farði sem helst ferskur á húðinni, aðlagast og hreyfir sig eftir þinni húð. Mögnuð formúla en þið getið lesið betur um hann hér.

Bronzer: Krem bronzer til þess að móta og gefa andlitinu hlýju. Les Beiges bronzer-inn frá Chanel gefur ótrúlega fallegan lit, ferskleika og endist lengi á húðinni.

Kinnalitur: Mér finnst oft fallegt að vera með látlausan kinnaliti við smokey. Augun njóta sín betur ef maður setur til dæmis látlausari kinnalit og nude varir, eins og sést á myndinni. Blossom Blush í litnum Hey Honey frá Nabla er einstaklega fallegur og frískar húðina.

Augnblýantur: Góður augnblýantur er algjört lykilatriði að mínu mati þegar kemur að klassískri smokey förðun. Það er hægt að nota svartan eða dökkbrúnan. Clarins waterproof eye pencil er ótrúlega góður en hann er mjúkur, blandast og helst vel á augunum.

Augnskuggapalletta: Það eina sem maður þarf í dökkt brúnt smokey eru fallegir brúnir tónar. Það er einnig hægt að nota svartan augnskugga en mér finnst oft ekki þurfa ef maður er með dökkbrúnan og getur oft verið erfitt að vinna með svarta augnskugga. Ég sá þessa pallettu frá Clarins sem inniheldur fjóra liti og alla sem henta fyrir smokey förðun.

Glimmer: Ef það er einhvertímann tími til að setja á sig glimmer þá er það á gamlárs! Nyx Professional Makeup er með ótrúlega gott úrval af glimmerum og pigmentum.

Varablýantur: Brúntóna varablýantur til þess að móta varirnar. Varablýantur sem ég valdi að þessu sinni er Naked frá Urban Decay.

Gloss: Síðan til að toppa förðunin þá setjum við gloss. Glossið sem ég valdi er úr hátíðarlínu Becca Cosmetics. Varirnar verða fallegar en hlutlausar og stela ekki athyglinni frá augunum.

Kjóll: Bronze Sprakle dress frá Yeoman er svo fallegur og hátíðlegur. Ég hef lengi verið hrifin af hennar hönnun og klæddist einmitt kjól frá henni seinustu jól.

Skart: Fallegt skart gerir svo mikið fyrir heildarlúkkið. Mér finnst gróft skart passa einstakalega vel á áramótunum og fæst það hjá my letra.

Skór: Fallegustu skórnir! JoDis by Andrea Röfn og þessir heita Aþena. Svo ótrúlega fallegir og passa við hvaða tilefni sem er að mínu mati. Ég á skó úr línunni hennar Andreu og verð ég að segja að þetta eru einir þægilegustu skór sem ég hef átt. Ég er með frekar breiða fætur og finnst oft erfitt að finna mér skó. Þannig ég mæli innilega með að skoða línuna hennar ef þið eruð í skó hugleiðingum!

Hár: Fallegir liðir til að toppa heildarlúkkið!

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

FÖRÐUNARTREND 2021: 80’S IS BACK!

FÖRÐUN

Halló!

Ég fer alltaf yfir nýjustu förðunartrendin á hverju ári og alltaf gaman að sjá hvaða förðunartrend verða vinsæl árið 2021. Mín spá er sú að 2000 tískan muni verða enn vinsælli árið 2021, bæði í hár, förðun og tísku. Náttúruleg förðun eða “no makeup” makeup haldi áfram að vera vinsælt.

LJÓMANDI HÚÐ

Ljómandi og fersk húð heldur áfram að vera vinsæl árið 2021. Það verður einnig lögð mikil áhersla á að draga fram það besta í þínu útliti.

80’s INNBLÁSIN FÖRÐUN

Þetta er ótrúlega skemmtilegt trend! Förðun innblásin af 80’s tímabilinu þar sem mikið var um liti og sterka kinnaliti. Ég hlakka mikið til að sjá 80’s förðun sett í nútíma búning.

LÖNG AUGNHÁR

Löng og náttúruleg augnhár munu vera áberandi. Þetta helst mikið í hendur við ljómandi húð en náttúruleg förðun heldur áfram að vera vinsæl. Þannig augnháralengingar gætu orðið vinsælar árið 2021.

LITAÐAR VARIR

Litaðar varir og náttúrulegar varir sem endast lengi á vörunum.

2000 INNBLÁSIN FÖRÐUN

 

 

2000 innblásin tíska hefur aukist mikið á þessu ári og mun það vera ennþá meira áberandi í förðun árið 2021. Brúntóna varir og þykkar augabrúnir.

Hvernig líst ykkur á, hvað er ykkar uppáhalds?

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx