NÆRANDI OG RAKAGEFANDI SÓLARVÖRN

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er gerð í samstarfi við Clarins

Halló! Það er sól og gott veður í dag og því mikilvægt að muna eftir sólarvörninni. Ég hef tamið mér það í gegnum árin að vera mjög meðvituð um að setja á mig sólarvörn og passa uppá húðina mína. Þótt að við búum á Íslandi þá er sólin mjög sterk og getur haft skaðleg áhrif. Mig langar að deila með ykkur sólarvörninni sem ég ætla að nota í sumar og sem ég hef verið að prófa mig áfram með þegar sólin hefur látið sjá sig.

Sólarvarnirnar koma í nokkrum tegundum til dæmis olíulaus, með olíu, sprey eða krem. Þannig það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dry Touch Facial Sunscreen – Gefur andlitinu raka og jafna þekju sem þornar vel og klístarast ekki – sem er geggjað! Þetta er líka vatnshelt og ver húðina gegn fjólubláum geislum.

Sun Care Oil Mist – Æðisleg olía fyrir líkama og hár sem inniheldur einnig sólarvörn. Olían er einnig mjög nærandi fyrir líkamann og er ekki klístruð, sem er stór plús. Það er mjög þægilegt að spreyja yfir líkama og hár.

Compact Solaire Minéral – Þetta er sólvörn sem gefur einnig smá lit og er fullkomið fyrir “no makeup, makeup” daga. Það er hægt að nota þetta eitt og sér eða nota sem grunn fyrir farða.

Soothing After Sun Balm Kælandi rakakrem fyrir húðina eftir langan dag í sólinni. Þessi vara viðheldur líka sólkysstri húð og brúnkan endist þá lengur. Gefur einnig 48 klst raka sem er nauðsynlegt eftir mikla sól.

Soothing After Sun Gel  Kælandi rakagel fyrir húðina eftir langan dag í sólinni. Þessi vara viðheldur líka sólkysstri húð og brúnkan endist þá lengur. Þetta er mjög svipað og After Sun balm nema þessi vara kemur í gel formi og gefur 24 klst raka.

Munum eftir sólarvörninni, við eigum bara eina húð og það er mikill misskilingur að maður verði ekki brúnn ef maður notar sólarvörn.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÁHRIFARÍK HERFERÐ

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Þessi færsla er gerð í samstarfi við The Body Shop

Halló! Mig langar svo að segja ykkur frá bilaðslegu flottu og áhrifaríku herferðinni hjá The Body Shop. Heimurinn er að drukkna í plasti og hefur The Body Shop ákveðið að tækla vandamálið á öðruvísi hátt en hefur verið gert. Það er til rosalega mikið magn af endurunnu plasti í heiminum nú þegar og þess vegna hefur The Body Shop ákveðið að byrja nota Community Trade plast frá Bengaluru, Indlandi.

Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað Community Trade er (ekki til íslenskt orð?), þá er það samvinnu verkefni The Body Shop við jarðarsamfélög sem gerir samfélögum kleyft að fá sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Þetta mun ekki einungis bara vinna á vandamálinu sem við erum að klást við heldur hjálpar þetta einnig þeim sem týna plastið í Bengaluru, gefur þeim þrifalegri vinnuskilyrði, sanngjörn laun og viðurkenninguna sem þau eiga skilið.

The Body Shop hefur alltaf verið mjög framanlega í öllum umhverfis og jafnréttismálum. Ég vona svo sannarlega að stærri og fleiri fyrirtæki taki The Body Shop til fyrirmyndar, því ef allir hjálpast að, getum við þetta saman :-)

 

Þið getið einnig séð íslenska myndbandið hér

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

2 ÁR Á TRENDNET

LÍFIÐ

Halló kæru lesendur, 236 bloggfærslum síðar og ég trúi ekki að það séu komin heil tvö ár síðan ég byrjaði að blogga hérna á Trendnet. Þessi ár eru búin að vera yndisleg, búið að vera nóg að gera í fullu námi í háskólanum og vinnu með blogginu. Það var alltaf stór draumur hjá mér að blogga á Trendnet en ég var búin að vera aðdáandi  í mörg ár áður en ég byrjaði að skrifa fyrir Trendnet.

Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá byrjaði ég á snapchat en það var fyrsti miðilinn sem ég byrjaði að vera virk á og var þar einungis að sýna farðanir, til þess að auglýsa mig sem förðunarfræðing, var eiginlega bara eins og like-síðurnar á Facebook voru. Ég ætlaði aldrei að gera neitt meira en síðan vatt þetta uppá sig, ég varð smátt og smátt virkari á öllum samfélagsmiðlum. Síðan ákvað ég loksins eftir mikla umhugsun að opna mitt eigið blogg sem hét þá einfaldlega gudrunsortveit.com og ætlaði ég að skrifa þar um allt sem tengist förðun en ég hafði verið að tala um snyrtivörur á snapchat og instagram í eitt ár. Eftir sex mánuði á mínu eigin bloggi var mér boðið að vera partur af þessu flotta teymi hérna á Trendnet. Ég trúði ekki að stóra markmiðinu mínu var náð og man ég táraðist af gleði (mjög dramatískt haha). Ég er svo ótrúlega stolt og þakklát að vera partur af þessu flotta teymi hérna á Trendnet.

Hérna er að brot af vinsælustu færslunum mínum og allskonar skemmtilegar færslur í bland

Getið lesið færsluna hér

Getið lesið færsluna hér

Getið lesið færsluna hér

Getið lesið færsluna hér

Getið lesið færsluna hér

Getið lesið færsluna hér

Getið lesið færsluna hér

Getið lesið færsluna hér

Takk Trendnet <3

Takk fyrir að lesa, alltaf!
Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit

LJÓMANDI TVENNA

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Becca Cosmetics

Halló!

Eins og þið vitið þá held ég mikið uppá Becca Cosmetics merkið. Það var að bætast við tvær nýjar vörur við Becca Skin Love vörulínuna þeirra en ég held sérstaklega mikið uppá þá línu. Það sem einkennir Becca Skin Love línuna er að þetta eru vörur sem hafa góð áhrif á húðina, eins og nafnið gefur til kynna, “skin love”. Vörurnar eiga að birta húðina, gefa raka og næra. Þetta eru förðunarvörur sem innihalda góð innihaldsefni fyrir húðina.

Hérna er Becca Skin Love línan í heild sinni

Mig langar að segja ykkur frá tveimur af nýjustu vörunum en ég er búin að bíða spennt eftir að prófa þær.

Skin Love Brighten & Blur Primer – Farðagrunnur sem mýkir, birtir yfirbragð húðarinnar og jafnar húðina. Dregur úr fínum línum og fyllir upp í húðholur. Gefur raka yfir daginn og birtir upp húðina með tímanum. Ásýnd húðarinnar verður sléttari og áferðin silkimjúk.

Glow Shield Prime & Set Mist – Rakasprey sem frískar upp á húðina og ver hana fyrir mengun. Vítamínríkt, sléttir úr yfirborði húðarinnar og gefur fallega áferð. Innihheldur náttúruleg innihaldsefni líkt og Goji ber.

Ég er strax byrjuð að of nota rakaspreyið en það er algjör snilld að spreyja rakaspreyi yfir förðun til að taka í burtu “púður áferð”. Það skemmir líka ekki fyrir hvað lyktin er góð! Síðan finnst mér farðagrunnurinn algjör snilld því hann gerir húðina slétta og fyllir inn í svitaholur en gefur raka sem er mjög mikilvægt því oft þurrka svona farðagrunnar upp húðina. Ég hef aldrei prófað slíkan farðagrunn.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT Í FATASKÁPINN: FALLEG TASKA

LÍFIÐTÍSKA
*Greinahöfundur keypti tösku sjálf

Halló!

Ég keypti mér svo fallega tösku um daginn af íslenskri síðu sem heitir Bisou sem mig langaði svo að deila með ykkur. Þessi taska er ótrúlega falleg, klassísk og mikið notagildi í henni. Það er nefnilega hægt að skipta um ólar á töskunni og er þetta því eiginlega “tveir fyrir einn” taska. Taskan er líka í mjög þægilegri stærð, það kemst allt í hana en hún er alls ekki of stór. Punkturinn yfir i-ið er síðan ólin sem gerir töskuna svona fallega og getur gert mikið fyrir venjulegt dress. Ég er strax búin að ákveða að ég ætla kaupa mér fleiri ólar til skiptana sem gefur töskunni fleiri útlit og manni líður eins og maður sé með nýja tösku. Sama taskan en nýjar ólar – algjör snilld!

Ólin er ótrúlega falleg og hægt að kaupa í nokkrum litum

Þetta er hin ólin sem fylgdi með og gaman að geta skipt eftir dressi

Ég er í skýjunum með þessa tösku og mæli innilega með, mjög ánægð með þessi kaup!

Taskan fæst hér

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TAX FREE MUST HAVES

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Halló! Það er Tax Free um helgina í Hagkaup og langaði mig því að taka saman nokkrar (margar) vörur sem ég mæli með.

Clinique ID Dramatically hydrating jelly – Rakagefandi gel sem hægt er að aðlaga að þinni húðtýpu. Ég er með venjulega út í olíumikla húð og þess vegna valdi ég mér gel með bláu hylki. Bláa hylkið minnar ásýnd húðhola, birtir og jafnar húðáferð.

Chanel Soleil Tan De Chanel – Eitt fallegasta krem sólarpúður sem ég hef átt og gefur fallegan lit. Ég mæli sérstaklega með Chanel vörunum á Tax Free en ég sá að það eru sérstakir Chanel dagar þannig það er tvöfaldur afsláttur.

Urban Decay Brow Endowed – Augabrúnablýantur með tveimur endum. Einn er með blýant og hinn með túss. Þetta er æðislegt combo og hægt að móta augabrúnir vel með þessu.

Real Techniques Enhanced Eye Set – Ef ykkur vantar augnskuggabursta þá mæli ég innilega með þessu setti. Þetta sett inniheldur fjóra bursta og eina greiðu.

BIOEFFECT EGF – 2A Daily Duo – Æðisleg vara frá BIOEFFECT sem gefur húðinni ótrúlega mikinn raka og heldur einnig rakanum vel í húðinni yfir daginn.

Chanel complexion-enhancing highlighter stick – Náttúrulegur highlighter sem gefur húðinni fallegan ljóma og fullkomið fyrir sumarið þegar sólin skín á hæstu staði andlitsins.

Becca Cosmetics Glow Shield Prime & Sit Mist – Þetta er nýtt sprey frá Becca Cosmetics og strax orðið uppáhalds. Spreyið gefur góðan raka og úðin er ótrúlega fínn, þannig það er fullkomið til að spreyja yfir förðun.

Swati – Sænskar litalinsur sem gefa manni þetta extra. Mér finnst þetta eiginlega það sama og að setja á sig augnhár, skemmtilegt og öðruvísi. Þessar linsur eru líka mjög náttúrulega og litirnir mjög flottir.

Urban Decay Brow Blade – Skemmtileg augabrúna vara en öðru megin er primer sem maður greiðir fyrst í gegnum augabrúnirnar og því næst lit sem er á hinum endanum.

Carolina Herrera Good Girl – Lyktin af þessu ilmvatni er svo góð. Hún er ekki of þung en ekki of létt haha, það er mjög erfit að lýsa ilmum en mæli með að fara og finna lyktina! Skemmir líka ekki fyrir hvað ilmvatnsglasið er “over the top” og flott.

Chanel Rouge Coco Flash Chicness – Minn uppáhalds hversdags nude varalitur. Gefur raka og maður getur bara hent honum á sig án þess að horfa.

Clarins Instant bright Concealer – Ég sagði ykkur frá þessum hyljara um daginn en þessi hyljari gefur raka, birtir, léttur á húðinni og þekur vel.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HYLJARI SEM BIRTIR OG ÞEKUR VEL

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Clarins 

Halló!

Ég byrjaði að nota nýjan hyljara fyrir nokkrum vikum. Ég var búin að vera leita af góðum hyljara, mér finnst oft erfitt að finna hyljara sem hentar mér. Góður hyljari fyrir mér er hyljari sem er léttur en þekur vel og að litatónarnir eru góðir, þó mér finnist að það megi alltaf bæta við litaúrvalið hjá flestum merkjum. Mér finnst þessi hyljari uppfylla allt þetta. Þessi stjörnu hyljari er frá Clarins og heitir Instant Bright Concealer.

“Fatigue-fighting, smoothing and long-wearing concealer – a hydrating corrector that serves as perfection makeup for toned and blemished skin.”

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta hyljari birtir undir augun en þekur líka mjög vel. Formúlan inniheldur aloe vera sem gerir það að verkum að hyljarinn gefur einnig góðan raka og er mjög frískandi undir augunum. Þegar hyljarar gefa raka þá eru líka minni líkur á að þeir fari í fínar línur. Þessi hyljari hentar öllum húðtýpum og er til dæmis líka mjög góður að hylja bólur eða roða.

Hyljarinn kemur í túpu sem mér finnst stór kostur og þá er minni hætta á bakteríumyndun, eins og til dæmis þegar það er ásetjari. Ég set yfirleitt bara smá hyljara á handarbakið og set síðan fyrst hyjarann undir augun með baugfingri. Með því að gera það þá hita ég upp hyljarann og þá blandast hann vel við húðina en síðan fer ég yfir með rökum Miracle Complexion Sponge frá Real Techniques. Þegar maður notar svamp til að blanda út farða eða hyljara þá fær maður léttari og meiri ljómandi áferð en það er líka gott að nota bursta ef maður vill meiri þekju.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HELGIN: FÖRÐUN OG DRESS

LÍFIÐOOTDTÍSKA

Halló!

Það var mikið sumar í loftinu um helgina og vona ég svo sannarlega að veðrið eigi eftir að vera svona í sumar. Ég deildi mynd á instagram (@gudrunsortveit) um helgina og fékk nokkrar spurningar um dressið og förðunina. Það var því tilvalið að skella bara í eina færslu og deila dressi og förðun helgarinnar með ykkur.

Ótrúlega þægilegt dress og elska ég hvað þessi tjull pils passa við allt. Ég á svona pils líka í bleik/nude tóna og eiga þau eftir að vera mikið notuð í sumar.

Dress:

Bolur: ZARA

Pils: AndreabyAndrea

Skór: Nike Air Force

Leðurjakki: Vintage – keyptur í London fyrir mörgum árum

Sólgleraugu: Ray Ban

Taska: Vintage Louis Vuitton

Hálsmen: AndreabyAndrea og MyLetra

Eyrnalokkar: Spútnik

Förðunin var ljómandi og fersk

Förðun:

Gunnur: Water Fresh Tint frá Chanel

Farði: Ysl Touche Eclat

Hyljari: Clarins Instant Light Concealer

Púður: Laura Mercier Translucent Powder

Augnskuggi: Chanel Les Beiges Palette

Eyeliner: Gosh Metal Eyes í litnum Moonstone

Augnhár: Duos & Trios frá Eylure

Augabrúnir: Urban Decay Brow Blade, Brow Finish og Brow Endowed

Krem bronzer: Chanel Soleil Tan De Chanel

Bronzer og kinnalitur: Khloé and Malika BFF Palette frá Becca Cosmetics

Highlight: Hollywood Flawless Filter nr, 3 og Chanel Multi Use Glow Stick

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MÖGNUÐ FORMÚLA FRÁ CHANEL

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Chanel

Halló og gleðilegt sumar! 

Það var að koma ný og sumarleg lína frá Chanel sem mig langar svo að segja ykkur frá. Þessi lína heitir LES BEIGES og innheldur augnskuggapallettu, litað vatnsgel, nærandi varalit og púður. Það var þó ein vara úr línunni sem stóð algjörlega uppúr hjá mér en það var Water Fresh Tint eða litaða vatnsgelið. Þessi vara er engu lík og hef ég aldrei prófað neitt í líkingu við þessa formúlu. Ég ákvað að prófa þessa vöru strax og ég fékk hana.. og vá hún stóðst allar væntingar. Mér finnst þessi vara mögnuð! Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast því þetta er svo skrítin vara en hún kom mér svo sannarlega skemmtilega á óvart.

Umbúðirnar eru alltaf svo ótrúlega fallegar frá Chanel

Nærandi varalitur

Klassískt púður sem gott er að hafa með sér í veskinu til að púðra yfir daginn eða til að setja farðan

Þessi palletta inniheldur bæði matta liti og shimmer. Ég myndi segja að þetta væri fullkomin palletta í snyrtibudduna því litirnir eru mjög klassískir og stærðin á pallettunni æði til að ferðast með. Það er hægt að gera allt frá dagförðun yfir í kvöldförðun. Ég hlakka til að prófa mig áfram með hana.

Hversu falleg palletta?!

Síðan er það stjarnan! Water Fresh Tint eða vatnsgel með lit. Eins og sagði fyrir ofan þá kom þessi vara svo skemmtilega á óvart og veit ég að þessi vara verður mikið notuð í sumar. Ég er strax búin að nota hana á hverjum degi síðan ég fékk hana.

Formúlan minnir helst á vatn og farða sem er búið að “reyna” blanda saman. Það er eins og formúlan sé ekki alveg blönduð en um leið hún kemst í snertingu við húðina þá blandast gelið fallega við húðin. Þetta gefur raka, jafnar út húðlitinn og gefur þetta “no makeup, makeup look”. Húðin verður svo fallega ljómandi og fersk. Þetta er fullkomið fyrir sumarið þegar maður vill vera með létta förðun á sólríkum degi.

 

Hérna eru myndir sem ég tók fyrir og eftir. Myndir eru alveg óbreyttar þannig þið sjáið vonandi vöruna vel.

Síðan kláraði ég förðunina með hyljara, sólarpúðri og ljóma. Þessar myndir eru líka alveg óbreyttar.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FULLKOMLEGA ÓFULLKOMIÐ HÁR Á 5 MÍN

HÁRSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Sebastian Professional

Halló! Mig langaði að deila með ykkur vöru sem ég er búin að vera nota til þess að ná fram “messy hair” eða þessu fullkomlega ófullkomna hár útliti. Þetta er nýtt endurmótanlegt texture sprey frá Sebastian Professional sem heitir SHAPER ID og er ótrúlega einfalt í notkun. Ég er með mjög fíngert og slétt hár og það helst nánast ekkert í hárinu mínu nema ég spreyi tonn of hárlakki. Mér fannst ég aldrei hafa náð þessu “messy hair” úliti eða þangað til ég prófaði þetta sprey. Það má nota það í bæði rakt eða þurrt hár til að ná fram þessu fullkomlega ófullkomna hár útliti. Síðan er algjör snilld að nota þetta til að endurmóta krullur gærdagsins.

HOW TO 

– Þurrt eða rakt hár

– Ég spreyja vörunni í lófann og nudda höndunum saman. Síðan set ég vöruna í hárið með því að klípa hárið upp. Með því að gera það kemur meira líf í hárið og myndast liðir. Eins og ég sagði þá er hárið mitt alveg renni slétt og því gaman að fá smá líf í það. Það kemur eflaust ennþá meiri liðir ef maður er með liðað hár eða krullur.

– Ég er ótrúlega hrifin af þessari vöru og fyrsta texture sprey sem helst vel í hárinu mínu.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit