fbpx

HÁTÍÐARFÖRÐUN #1

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er unnin í samstarfi með Chanel á Íslandi

Halló!

Það fer að styttast í jólahlaðborðin, jólaboðin og hátíðarglamúrinn. Ég ætla að reyna vera dugleg að deila með ykkur sniðugum hugmyndum af förðunum fyrir hátíðirnar og þegar ég farða mig. Hátíðarlína Chanel var að koma í verslanir og ég varð að leika mér aðeins með þessar nýju fallegu vörur. Ég er gjörsamlega ástfangin af þessari línu. Mér finnst Chanel koma alltaf með svo vandaðar og úthugsaðar förðunarlínur. Það er hægt að nota allt saman eða í sitthvoru lagi. Litirnir eru hlýjir og er rauður áberandi, í stíl við hátíðirnar.

Hátíðarlínan inniheldur augnskuggapallettu með fjórum shimmer augnskuggum, stakan vínrauðan mattan augnskugga, tvo rauða varaliti, tvö naglökk, augnblýant og síðast enn alls ekki síst, gullfallegt ljómapúður (highlighter). Þessi förðunarlína er dásamleg og mæli ég innilega með einhverjum af þessum vörum í jólagjöf. Chanel er algjör klassík og gaman að eiga eitthvað sem kemur einungis í takmörkuðu upplagi. Mér finnst til dæmis sérstaklega falleg gjöf að gefa einn rauðan varalit og ljómapúðrið.

Gullfallegur djúpvínrauður mattur augnskuggi sem dregur fram hvaða augnlit sem er að mínu mati, sérstaklega fyrir þá sem eru með græn augu. Þessi augnskuggi er fullkominn til þess að skyggja með hinum shimmer augnskuggunum eða fyrir fallegt smokey. Chanel er líka alltaf með öll smáatriði á hreinu og má sjá litla chanel merkið í miðjunni á augnskugganum.

Þessi palletta er tryllt og er hægt að nota alla litina sér eða blanda þeim sama. Litaúrvalið er einstaklega fallegt og er hægt að gera hversdagsförðun en einnig kvöldförðun. Ég notaði ljósasta litinn sem er hefst til hægri yfir allt augnlokið, sem er til dæmis fallegur hversdags augnskuggi. Þetta er svo fallegur augnskuggi sem endurspeglast þegar skín á hann ljós. Þið getið séð augnskuggann á myndinni hér fyrir neðan.

Ég setti nýja ljómapúðrið yfir kinnbeinin, nefið og fyrir ofan vörina. Húðin var ótrúlega fersk og falleg!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

28 VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGA

Halló!

Tíminn líður ótrúlega hratt en mjög hægt á sama tíma þessa dagana. Skólinn hjá mér er að klárast eftir tvær vikur og þá byrja lokaprófin. Ég get hreinlega ekki líst því hvað ég er spennt að klára skólann og geta einbeitt mér að hreiðurgerðinni. Mig langar að nýta desember í að klára allt þetta helsta sem ég á eftir að gera fyrir komu barnsins. Þetta er mjög skrítin tilfinning, þessi hreiðurgerð en mig langar gjörsamlega að snúa öllu á hvolf og liggur við þrífa allt sentímeter fyrir sentímeter. Ég er að byrja smátt og smátt en hlakka til að geta gefið mér tíma í desember.

Núna er ég hinsvegar komin 28 vikur og trúi því varla. Það eru 12 vikur eftir og er ég mjög spennt að sjá hvort þessi tími verði jafn lengi að líða og þessar fyrstu 12 vikur. Ég er komin á þriðja og seinasta hluta meðgöngunnar og langar mig aðeins að fara yfir með ykkur hvernig vikurnar eru búnar að vera. Mér finnst sjálfri svo gaman að lesa svona og gaman að tengja við aðra sem eru að ganga í gegnum þetta ferli.

Fyrsti þriðjungur

Mér fannst fyrstu vikurnar mjög erfiðar. Ég var með ógleði en ældi sem betur fer sjaldan. Andlega hliðin var samt lang erfiðust og var ég mjög kvíðin allan tímann og alla daga. Þetta leið svo hægt í minningunni (maður er mjög fljótur að gleyma) en þetta tók mikið á og var líka skrítið að finna fyrir hvernig líkaminn væri að breytast.

Annar þriðjungur

Þessi annar þriðjungur var að ljúka og verð ég að segja að mér leið yfir heildina mjög vel. Það eru auðvitað alltaf einhverjir meðgöngukvillar sem maður upplifir en yfir heildina litið leið mér mjög vel. Ég er mjög heppin að geta verið í fullu námi, nánast fullri vinnu og ásamt því að sinna öllu hinu. Ég fór á æfingar og get gert nánast allt sem ég gat áður. Líkaminn er þó mun þreyttari sem er mjög skrítið fyrir mig. Ég var týpan sem gat sofið í 4 tíma og allt var í góðu, var full af orku en núna er ég alltaf þreytt. Ef það er mikið að gera hjá mér og passa mig ekki, þá fæ ég að finna fyrir því daginn eftir.

Núna er þriðji og seinasti hluti meðgöngunnar að byrja og er ég mjög spennt en samt smá kvíðin. Það er mikið að gera hjá mér þessa stundina og er ég alltaf að passa mig að hlusta á líkamann og á andlegu hliðina. Það sem ég finn kannski mest fyrir eftir að hafa verið ólétt núna í 28 vikur er hvað maður er ólíkur sjálfum sér, mjög erfitt að útskýra en mér líður ekki 100% ég sjálf. Ég held að margir tengi við þessa tilfinningu sama hvernig meðgangan er.

Ég verð líka að fá að deila með ykur að fyrir um það bil viku síðan fékk ég babyshower/barnasturtu/steypiboð, hvað sem maður nú segir en fékk þessa yndislegu óvæntu veislu frá fjölskyldu og vinum. Þetta var yndislegt og er ég ennþá hissa, það er eitthvað svo óraunverulegt við það að fá babyshower og er ég svo þakklát fyrir hvað allir tóku sér tíma í þetta og gerðu þetta allt fyrir okkur. Óendanlega þakklát!

Næst á dagskrá er síðan námskeið sem ég er búin að skrá mig á, annars vegar brjóstagjafanámskeið og fæðingarnámskeið. Ég er mjög spennt fyrir því og er búin að lesa mig mikið til um hvoru tveggja. Það hjálpar mér allavega mikið að lesa mig til um þessa hluti, því mér finnst ekkert verra en að vera í mikilli óvissu, sem þetta ferli er að miklu leyti.

Hlakka til að sjá hvernig síðasti þriðjungur verður!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GLIMMER & GLAMÚR

BURSTARFÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Halló! 

Nú fer að styttast í hátíðirnar, þessi tími einkennist oft af glamúr og glimmer. Mér finnst förðun oft breytast og maður er að gera aðeins meira úr klassískri förðun, setur glimmer eða áberandi varalit fyrir jólaboðin. Það er því tilvalið að deila með ykkur nokkrum snyrtuvörum sem mér finnst ótrúlega fallegar, annað hvort í gjöf eða fyrir mann sjálfan.

Becca Pop Goes The Glow Champange Pop Face & Eye Palette: Gullfalleg andlits ljómapalletta sem inniheldur fimm mismunandi ljómapúður. Það er hægt að nota þessa pallettu í margt, eins og til dæmis fyrir ljóma á kinnbeinin, ljómandi sólarpúður til að hlýja andlitið og gefa ljóma og síðan er hægt að nota sem kinnaliti. Becca er mjög framanlega þegar kemur að ljómapúðrum og finnst mér alltaf góð kaup að fjárfesta í pallettu frá þeim. Það skemmir síðan ekki hvað pakkningarnar eru fallegar!

Real Techniques Season Exclusive: Jólin í ár frá Real Techniques eru með þeim flottari sem ég hef séð frá þeim og er ég einstaklega spennt að segja ykkur betur frá því seinna hérna á Trendnet. Ég fékk þetta sett fyrir nokkrum mánuðum og búin að vita af þessu lengi, þannig ég er mjög spennt að geta loksins sagt ykkur betur frá því.

Þetta er æðislegt burstasett fyrir alla, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin í förðun. Settið inniheldur fjóra bursta, appelsínugulu burstarnir eru ætlaðir fyrir andlitið en fjólubláu fyrir augun. Síðan stjarnan að mínu mati í settinu er blöndunarpallettan, það er eitthvað sem æðislegt er að eiga til að blanda saman förðum eða blanda glimmer við glimmerfesti. Þetta er skyldueign allra förðunarfræðinga og því æðislegt að það sé loksins hægt að nálgast þetta auðveldlega.

Caroline Herrera Good Girl: Ef þið ætlið að gefa einhverjum ilmvatn í jólapakkann þá mæli ég með þessu frá Caroline Herrera. Atllaf þegar ég er með þetta ilmvatn þá fæ ég ótrúlega góð viðbrögð. Ilmvatnssmekkur fólks er samt ótrúlega mismunandi og finnst mér líka alltaf sterkur leikur að gefa einhverjum uppáhalds ilmvatnið þeirra í jólagjöf. Ef þið eruð í vafa þá mæli ég allavega með þessum ilm!

Gueralin Parure Gold foundation: Þetta er bókstaflega gullfarði eins og nafnið gefur til kynna en hann inniheldur 24 karta gull. Farðinn gefur góða þekju en viðheldur samt raka í húðinni og leyfir henni að anda. Formúlan inniheldur collagen sem hefur þéttandi áhrif á húðina. Ef þið eruð að leita ykkur af fallegum farða fyrir hátíðirnar þá mæli með að kíkja á þennan.

L’Oréal Paris x Karl Lagerfeld: Nýtt samstarf hjá L’Oréal og er það við einn þekktasta tískugúru okkar tíma en það er Karl Lagerfeld. L’Oréal gaf út heila línu í samstarfi við Karl Lagerfeld og eru vörurnar mjög mikið í anda hans. Allt er mjög einfalt en samt sem áður áberandi og fallegt. Mér finnst varalitirnir einstaklega fallegir, umbúðirnar eru kolsvartar og stílhreinar.

Urban Decay Naked Honey: Urban Decay er búin að endurtaka leikinn enn einu sinni og var að gefa út sína sjöttu NAKED pallettu. Þessar pallettur hafa verið vinsælar í mörg ár og mjög sterkur leikur að gefa eina svona í jólapakkann. Þessi palletta inniheldur gullfallega gyllta augnskuggatóna, sem eru bæði shimmer og mattir. Hún er komin á óskalistann minn!

Nyx professional makeup glitter liner: Mér finnst nóvember og desember alltaf einkenna glimmer og finnst mér því tilvalið að brjóta aðeins upp klassíska förðun með glimmer eyeliner. Það er ótrúlega þægilegt að nota glimmer eyeliner og gerir heil mikið fyrir heildarútlitið.

NIP+FAB Tan Glow Getter Oil: Fallegur líkamsljómi sem toppar heildarlúkkið!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÁRSPANGIR Í UPPÁHALDI

HÁR

Halló!

Ég er algjörlega dottin á “hárskrautsvagninn” ef svo má segja og eru hárspangir í sérstöku uppáhaldi. Mér finnst svo ótrúlega auðvelt að gera hárið extra fínt með hárspöng. Ég krulla yfirleitt fremstu lokkana mína og tilli síðan spönginni á höfuðið, þá lítur það út eins og maður hafi verið mjög lengi að stússast í hárinu sínu en í raun og veru tók það bara 5 mín – love it! Það eru margar verslanir sem selja fallegar spangir, ZARA og AndreA eru í sérstöku uppáhaldi.

Demantaspöngin mín er úr ZARA og er ég búin að nota hana ótrúlega mikið. Þessi spöng er tilvalin fyrir hátíðirnar sem eru framundan og það gerir svo mikið fyrir heildarútlitið að vera með áberandi hárskraut við kannski “basic” dress. Það er einstaklega fallegt úrval af demanta hárspöngum í öllum stærðum og gerðum í ZARA – mæli með!

Ég á tvær svona spangir sem eru eins og hárbönd en eru í raun hárspangir. Þessar hárspangir keypti ég í H&M.

Þykk fléttuspöng úr flauel sem ég held mikið uppá keypti ég í ZARA og minnir mig að hún sé líka til í bleiku. Ég er oft með þessa dagsdaglega og virkar líka þegar maður vill vera aðeins fínni.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FARÐI SEM AÐLAGAST ÞINNI HÚÐ

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Vöruna fékk greinahöfundur í gegnum samstarf/PR

Halló!

Shiseido var að gefa út nýjan farða sem heitir Synchro Skin Self Refreshing Foundation og mér finnst allir vera að tala um hann. Það er ekki af ástæðulausu, formúlan er sögð mögnuð! Þetta er fyrsti farðinn frá Shiseido sem nærir húðina allan daginn og inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn, hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Farðinn á að hreyfa og aðlaga sig eftir þinni húð, sem sagt ekki fara í fínar línur eða festast á einum stað.  Einnig er formúlan með “re-freshing” tækni sem á að halda húðinni þinni ferskri yfir allan daginn og sjá þess að endurvekja ferskleikann. Þetta er formúla sem Shisheido er búin að vera þróa í mörg ár.

Farðinn gefur miðlungsþekju en hægt að byggja upp. Endingin er allt að 24 klukkustundir og á því haldast vel á húðinni yfir daginn. Hentar öllum húðtýpum en farðinn veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en hann jafnar olíumyndun í olíumikilli húðgerð. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur. Einnig er gaman að segja frá því að farðinn er strax búin að vinna til verðlauna.

Shiseido. Sharing beauty since 1872

 

Ég var ótrúlega spennt að prófa þennan farða eftir að hafa lesið mig til um hann og horft á margar umsagnir á YouTube. Það sem heillaði mig mjög mikið er að Shiseido gefur það út að farðinn hreyfi og aðlagist þinni húð. Mér finnst það hljóma magnað og verð að segja að hann uppfyllir það. Mér finnst hann ekki fara í broslínurnar mínar. Hann myndast líka mjög vel og er einstaklega fallegur á húðinni. Ég hlakka til að prófa mig ennþá meira með þennan farða en hann lofar góðu!

Hér er ég með farðann og búin að vera prófa hann nokkrum sinnum síðan að ég fékk hann. Hann er allavega komin með pláss í snyrtibuddunni minni. Þetta er fullkominn “spari” farði að mínu mati eða dagsdaglegur farði fyrir þá sem fýla meiri þekju. Ég mæli allavega með að skoða hann ef þið eruð að leita ykkur af góðum farða.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FJÖLNOTA SKÍFUR Í STAÐ EINNOTA

HÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/PR

Halló!

Ég er búin að ætla gera þessa færslu lengi núna en mig hefur langað að vekja athygli á þessu. Ég veit að margir nota oft einnota bómularskífur til að þrífa andlitið sitt, taka farða af með bómul, setja tóner á húðina með bómul og svo fleira. Mig langar svo að hvetja alla að byrja að minnka notkun á bómularskífum og nota frekar fjölnota. Ég er sjálf alltaf að reyna bæta mig og vera meðvitaðri að velja frekar umhverfisvænni kostinn. Þetta er lítið skref en hefur mikil áhrif og tala nú ekki um hvað maður sparar mikið á því að nota fjölnota. Úrvalið í dag af fjölnota bómularskífum er orðið svo flott og meira segja hægt að búa til sjálfur skífur ef maður kann til dæmis að hekla.

Þetta er eitt af mörgum skrefum sem hægt er að taka til að vera umhverfisvænni. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki fullkomin og má bæta mig á mörgum sviðum en ég er þó allavega tilbúin og viljung til að gera betur, hvet ykkur til að vera með mér í þessu!

Það er eitt merki sem mig langar að deila með ykkur sem er nýlega komið til Íslands en ég er búin að fylgjast með því lengi á samfélagsmiðlum og hef alltaf verið á leiðinni að panta mér vöruna þeirra. Þessi vara heitir Face Halo og er stór skífa til að þrífa andlitið. Það þarf ekki neina sápu eða neitt, heldur bara vatn. Þetta er algjör snilld og sparar manni því helling. Ég nota þetta þó bara til að taka farða af mér og nota síðan andlitssápu til að þrífa andlitið. Ég fékk Beautybox að gjöf um daginn frá Beautybox og leyndist þessi vara í, ég var sjálf alltaf á leiðinni að kaupa mér hana þegar ég sá að hún væri komin til Íslands og ætla klárlega að fá mér fleiri. Mér finnst þetta svo mikil snilld og varð því að deila með ykkur!

 

Face Halo er ástralskt merki og var stofnað 2017 en á þeim stutta tíma hefur það unnið til fjölda verðlauna. Face Halo er hannað til að fjarlægja farða og/eða þrífa andlitið. Það þarf alls ekki að nudda fast andlitið með Face Halo heldur er þetta gert úr örtrefjum sem eru 100x minni en mannshár og fara því auðveldlega ofan í húðholur og djúphreinsar húðina. Það eru því engin efni sem koma við sögu sem er stór plús fyrir vandamála- og ofnæmishúð.

Ótrúlega mjúk og þægileg stærð á þessum skífum sem hægt er að þrífa andlitið með

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TOPP 5: MASKARAR

SNYRTIVÖRURTOPP 5

Halló!

Þið tókuð svo vel í síðustu færsluna sem ég gerði með mínum topp fimm hyljurnum og mig langar að reyna gera þessar “topp 5” færslur reglulega. Ég er alltaf að prófa nýjar snyrtivörur og finnst mér sjálfri svo gaman að sjá hvaða snyrtivörur eru mest notaðar hjá öðrum. Í þetta sinn ætla ég að taka fyrir maskara en þetta verður held ég mín fyrsta færsla um maskara.. svo það er alveg komin tími á hana! Mér finnst maskarar svo persónubundnir, eins og ilmvötn en einhver maskari sem þér finnst æði, gæti mér fundist glataður og öfugt. Við erum öll með svo mismunandi augnhár og viljum eitthvað mismunandi. Ég til dæmis fýla maskara sem þykkja vel, lengja og eru kolsvartir.

Chanel – Le Volume De Chanel: Maskari þykkir og gerir augnhárin kolsvört. Augnhárin virðast þykkari, gefur þetta gervi augnhára útlit og hægt að byggja hann upp. Greiðan er með litlum gúmmíhárum og greiðir augnhárin einstaklega vel.

YSL – Mascara Volume Effet Faux Cils: Þykkir, lengir og greiðir vel úr augnhárunum. Formúlan inniheldur B5 vítamín og nærir augnhárin sem gerir þau náttúrulega þykkari með tímanum. Mér finnst greiðan á þessum maskara svo þægileg en það er mikil vara á greiðunni, sem ég fýla.

L’Oréal – Paradise Extatic: Maskari sem þykkir, lengir og gefur augnhárunum þétt útlit. Greiðan er ótrúlega þægileg og greiðir vel í gegn.

Maybelline Lash Sensational: Maskari með gúmmígreiðu sem er í laginu eins og banani og nær því öllum litlu hárunum. Greiðir ótrúlega vel í gegn og þykkja augnhárin vel.

Bobbi Brown Eye Opening Mascara: Þétt maskaragreiða sem greiðir vel í gegnum augnhárin og þykkir þau vel. Þessi maskari opnar augun, eins og nafnið gefur til kynna.

Þið takið kannski eftir að allar maskaragreiðurnar eru mjög svipaðar en þetta er yfirleitt greiðan sem ég fýla og virkar fyrir mig. Ég er með frekar ljós og fíngerð augnhár og þarf því maskara sem þykkir þau. Þessir maskarar eiga það líka allt saman eiginlega að vera mjög svartir og haldast vel á, eru ekki að molna eða smitast mikið.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

MÆLI MEÐ Á MEÐGÖNGU

MEÐGANGA

Halló!

Meðgangan mín er meira en hálfnuð og mig langaði því að deila með ykkur nokkrum vörum sem hafa verið að nýtast mér vel seinustu mánuði. Sumar af þessum vörum er ég búin að vera nota frá byrjun.

Clarins Tonic Body Treatment Oil:

Ég er búin að nota þessa olíu frá byrjun og get því vel mælt með henni. Olían er nærandi, hefur gróandi eiginleika og á því að hjálpa húðinni að gróa fyrr, eins og til dæmis ör eða slit. Húðin er að teygjast mikið og því mikilvægt að hjálpa henni. Olían lokar inni raka, tónar og á að koma í veg fyrir slit. Síðan er þetta notaleg stund á kvöldin áður en maður fer að sofa sem hægt er að gera með maka eða einn, bera á bumbuna og njóta.

Tvö Líf meðgönguleggings

Ég er nánast bara búin að eiga heima í þessum leggings. Mér finnst þær ótrúleg þægilegar, fara vel yfir bumbuna og rúlla ekki niður. Ég mæli samt með að taka einni stærð minni en stærðirnar eru nefnilega stórar og þær teygjast vel.

Origins Drink up 10 minutues hydrating mask

Húðin breytist oft á meðgöngunni hjá mörgum og því þarf maður að hugsa vel um hana. Ég hef alltaf hugsað vel um húðina mína en ég er búin að finna fyrir því hvað hún er orðin aðeins þurrari. Ég hef því verið dugleg að setja á mig rakamaska og er þessi frá Origins alltaf í uppáhaldi, ásamt græna maskanum frá Origins. Það er hægt að setja þennan maska á sig á kvöldin yfir þætti eða sofa með maskann.

The Body Shop Peppermint Cooling Foot Spray

Kælandi fótasprey fyrir þreytta fætur. Ég notaði þetta mjög mikið þegar ég var að starfa sem flugfreyja og þetta er algjör “life saver”. Þetta er kælandi sprey og dregur úr þrota. Það er mjög þægilegt að ferðast með þetta og til dæmis að taka með sér í vinnuna ef maður er mikið sitjandi í vinnunni eða mikið á fótum.

BIOTHERM stretch marks prevention and reduction cream gel

Þetta krem nota ég alltaf eftir sturtu og finnst það mjög þægilegt. Það fer strax inn í húðina og á að koma í veg fyrir slit. Húðin teygist ótrúlega mikið og getur valdið miklum kláða þannig þetta hjálpar húðinni.

Mig langar samt að taka það fram að ég trúi því miður ekki að eitthvað krem geti komið í veg fyrir slit. Það fer held ég algjörlega eftir húðtýpu en hinsvegar trúi ég að ákveðin krem og olíur hjálpi húðinni við þetta ferli sem getur verið mikið álag fyrir húðina. Ég er ekki búin að finna fyrir neinum kláða og mér líður ótrúlega vel af þessum vörum sem ég er að mæla með. Síðan hef ég heyrt marga mæla með þessum vörum á bumbuna.

Ég fæ oft spurninguna um hver eru mest notuðu “öppin” í símanum mínum á meðgöngunni og það eru án efa þessi fimm.

Preglife

Preglife er mjög skemmtilegt app en það sýnir hversu langt þú ert komin og hversu langt þú átt eftir, í prósentum, vikum og mánuðum. Ég kíki alltaf í þetta app vikulega og oftar til að skoða hversu mörg prósent ég er búin með. Síðan er líka allskonar fróðleikur og annað inn í þessu app-i.

Pregnancy+

Þetta app sýnir stærðina á barninu í formi dýra, ávöxt/grænmeti og sætinda. Þetta er mjög skemmtilegt app og fær maður kannski meira á tilfinninguna hversu stórt barnið er í hverri viku, gerir þetta raunverulegra. Síðan er einnig allskonar fróðleikur og annað inn í þessu app-i.

Ljósan

Ég gæti ekki mælt nógu mikið með þessu app-i! Þetta er held ég eina íslenska meðgöngu app-ið og það sem ljósmæður mæla fyrst og fremst með. Það er hægt að sjá hvað gerist viku fyrir viku, einnig allt um meðgöngukvilla, ráð við brjóstagjöf og hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir fæðingu. Það er ótrúlega þægilegt að geta lesið í þessu app-i ef maður er í einhverjum vafa og þægilegt að þetta sé á íslensku.

Nefna

Nefna app-ið er einstaklega skemmtilegt til að skoða nöfn og fá hugmyndir. Það er hægt að sjá hvað nafnið merkir og mjög gott fyrir þá sem eru að “leita” af nafni.

Petit – The Petit Concept

Ég skoða oft þetta app til gamans en það er svo gaman að skoða falleg barnaföt og annað.

Síðan verð ég að mæla með þessari bók. Ég er ekki búin með þessa bók en hálfnuð og það er allt í þessari bók sem maður þarf að vita. Mér finnst ég vera læra svo mikið nýtt og á eftir að hjálpa mér mikið í framtíðinni. Það stendur til dæmis hvað gott sé að hafa í spítalatöskunni, brjóstagjöf, hvaða fatastærðir á að eiga og um heimsóknir, svo eitthvað sé nefnt en þetta er einungis brot af því sem hægt er að finna í þessari bók. Þessi bók er allavega búin að svara svo mörgum spurningum sem ég var með. Mæli innilega með!

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá þetta og fá aðeins að skyggnast inn í mína meðgöngu en mér finnst órúlega gaman að pæla í öllu sem við kemur meðgöngu þessa stundina og ef þið eruð með eitthver meðmæli megið þið endilega deila þeim með mér xx 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MÆLI MEÐ: NIKKI_MAKEUP Á INSTAGRAM

Halló!

Ég verð að deila með ykkur eitt af mínum allra uppáhalds förðunar instagrami, @nikki_makeupNikki sem heldur úti þessu förðunar instagrami er einstaklega hæfileikarík og gerir ótrúlega fallegar farðanir, auk þess hvað hún er góður kennari. Hún er alltaf með “sunday tutorial” alla sunnudaga og sýnir þar alltaf nýjar farðanir. Mér finnst ég hafa lært ótrúlega mikið af henni og gaman að sjá hvernig hún notar margar vörur. Þetta er ástæðan fyrir því hvað ég elska förðun, maður hættir aldrei að læra og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Mæli með að fylgja henni fyrir innblástur, fallegar farðanir og kennslur!

@nikki_makeup

Trylltar farðanir!

Það var líka einstaklega gaman að sjá að hún farðaði íslenska fyrirsætu um daginn og deildi á instagraminu sínu. Hún notaði engan farða heldur notaði bara hyljara þar sem þurfti. Hið fullkomna “No makeup, makeup” – Ótrúlega falleg förðun á fallegu Rósu Maríu xx

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TOPP 5 HYLJARAR

TOPP 5

Halló!

Það getur oft verið vandasamt að finna góðan hyljara en ég er búin að prófa þá nokkra í gegnum árin og langar að deila með ykkur í dag mínum Topp 5 hyljurum þessa stundina.

 

  • Tarte Shape Tape – Þekjandi hylari sem gefur matta áferð, þannig maður ætti ekki að þurfa púður og lyftir upp augnsvæðið. Ótrúlega auðvelt að blanda með honum og þarf bara pínulítið af vöru í einu. Hann inniheldur mangó fræ og shea butter sem gera hann ótrúlega mjúkan.

 

  • Maybelline Instant Eraser – Hyljari sem er búinn að vera uppáhaldi hjá mér í mörg og ár klikkar aldrei. Hyljarinn inniheldur goji ber og Haloxyl sýru sem draga úr þrota og kæla svæðið í kringum augun. Það má því segja að þetta sé algjör baugabani. Mér finnst líka mjög þægilegt að ásetjarinn sé svampur, sem gerir ásetninguna mjög auðvelda. Hann myndast líka mjög vel og endist lengi á húðinni.

 

  • Stay Naked Concealer – Hyljari sem gefur matta áferð og mikla þekju. Hann hefur þó teygjanleika í sér þannig hann fer minna í fínar línur og á að haldast á húðinni í allt að 24 klst. Mér finnst hann ótrúlega léttur á húðinni þótt að hann sé mjög þekjandi. Litavalið hjá Urban Decay er líka einstaklega gott.

 

  • Clarins Instant Concealer –  Formúlan inniheldur aloe vera sem gerir það að verkum að hyljarinn gefur góðan raka og er mjög frískandi undir augunum. Þegar hyljarar gefa raka þá eru líka minni líkur á að þeir fari í fínar línur. Þessi hyljari hentar öllum húðtýpum og er til dæmis líka mjög góður að hylja bólur eða roða.

 

  • Becca Cosmetics Brightening Concealer – Þessi vara er ekki beint hyljari heldur meira litaleiðréttandi. Ég varð samt að hafa hann með því þetta er algjör töfravara. Þetta er eins og 8 klst svefn í krukku, tekur í burtu þrota, bláma og dökka bauga. Formúlan inniheldur meðal annars vítamín E til þess að gefa raka og lyftingu, vitamín C to að þétta og birta húðina. Ótrúlega auðvelt að blanda vörunni og þarf lítið í einu.

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit