BURSTAR FYRIR BYRJENDUR

BURSTARSAMSTARF
*Greinahöfundur er andlit Real Techniques á Íslandi/samstarf

Halló!

Ég er oft spurð af því hvaða burstar eru góðir fyrir byrjendur eða hvaða bursta er gott að eiga. Það er mjög persónubundið og það er alls ekki nauðsynlegt að eiga endalaust af burstum nema að maður sé starfandi förðunarfræðingur eða eitthvað slíkt. Það er gott að eiga nokkra góða sem hægt er að nota í margt. Mig langar að deila með ykkur æðislegu setti frá Real Techniques sem heitir Everyday Essentials og inniheldur alla vinsælustu burstana frá Real Techniques. Mér finnst þetta sett vera fullkomið fyrir byrjendur og lengra komna. Það er hægt að nota burstana sem koma í settinu endalaust og skemmir ekki fyrir hvað þeir eru fallegir. Burstarnir frá Real Techniques eru þeir allra bestu að mínu mati, fyrstu burstanir sem ég lærði á og eru einu burstanir sem ég nota í dag. Real Techniques er vegan og cruelty free.

Burstarnir frá Real Techniques eru allir ákveðnum litum, það er gert til þess að auðvelda fyrir manni og segir manni hvað hver og einn bursti gerir. Einnig eru allir burstanir merktir á hliðinni sem segir okkur hvernig hægt sé að nota burstann. Þetta er þó ekkert heilagt og mæli ég með að prófa sig áfram en ég man hvað mér fannst þetta þægilegt þegar ég var að byrja að farða mig fyrst.

Appelsínugulur: Appelsínugulu burstanir tákna grunn eða sem sagt grunninn að förðun. Þannig að allir burstar sem eru appelsínugulir eru góðir fyrir grunninn að förðun, til dæmis farða, hyljara, púður og svo framvegis.

Fjólublár: Fjólubláu burstarnir tákna augnsvæði. Þannig allir fjólubláu burstanir eru einstaklega góðir fyrir augnsvæðið, hvort sem það er til að blanda augnskugga, hyljara eða augabrúnir.

Bleikur: Bleiku burstanir eru fyrir lokaskrefin í förðuninni. Þannig allir bleiku burstanir eru einstaklega góðir fyrir öll lokaskref þegar kemur að förðun. Til dæmis kinnalitir, ljómapúður, púður og svo framvegis.

Blush Brush: Eins og nafnið gefur til kynna þá er þessi bursti ætlaður í kinnaliti. Það er samt hægt að nota hann í hvað sem er og er sérstaklega góður í sólarpúður, kinnaliti eða púður.

Setting Brush: Þessi bursti er hægt að nota í nánast allt og er uppáhalds bursti förðunarfræðinga. Það er hægt að nota hann í púður, kinnalit, ljómapúður og fyrir öll smáatriði. Þessi bursti er mjög ómissandi fyrir mig!

Deluxe Crease Brush: Þéttur og smágerður bursti sem gott er að nota fyrir augnsvæðið. Það er hægt að nota hann til þess að blanda út hyljara, blanda augnskugga eða til þess að fela bólur.

Expert Face Brush: Farðabursti sem er einstaklega þéttur og gefur húðinni fallega áferð. Þetta er einn af langvinsælustu burstunum frá Real Techniques og búinn að vera það frá upphafi. Það er mjög skiljanlegt því hann er æðislegur í farða og allar kremvörur. Ég nota þennan bursta líka oft til að blanda út kremskyggingar eða krem kinnaliti.

Miracle Complexion Sponge: Svampur sem hægt er að nota þurrann eða rakann. Mér finnst svampur ómissandi þegar ég er að farða mig eða aðra. Ég nota hann oftast rakan til að fá létta og fallega áferð en ef maður vill meiri þekju þá mæli með að nota hann þurrann.

Vonandi hjálpaði þetta einhverjum en ég mæli með að prófa sig áfram með bursta og sjá hvað hentar sér. Síðan er mjög mikilvægt að hreinsa burstana sína einu sinni í viku ef þeir eru notaðir dagsdaglega og svampa þarf að endurnýja á þriggja mánaðafresti. Þetta sett er fullkomið fyrir byrjendur og einstaklega góð fermingargjöf að mínu mati!

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

OOTD

OOTD
*Allar vörurnar keypti greinahöfundur sjálf

Halló!

Ég kíkti aðeins á konukvöld Smáralindar á fimmtudaginn en þar var nóg um að vera og fullt af afsláttum. Mér finnst mjög gaman að kíkja í ZARA þegar ég er í Smáralindinni. Þar sá ég fallega og létta kápu. Síðan var kápan á 36% verðlækkun en hún var alls ekki dýr fyrir þannig ég gat ekki sleppt henni. Á föstudaginn póstaði ég mynd af mér á instagram í nýju kápunni minni og fékk margar fyrirspurnir hvaðan hún sé. Mig langar líka að vera duglegri að deila með ykkur OOTD eða semsagt “outfit of the day” hérna á blogginu en ég er eitthvað feimin við það haha. Ég reyni að kaupa flíkur sem ég veit að ég á eftir að nota mikið og passa við margt af því sem ég á nú þegar.

Ég ætla að deila með ykkur dressinu frá toppi til táar –

Kápa: ZARA

Bolur: H&M

Buxur: Vero Moda

Sokkar: NIKE

Skór: NIKE

Sólgleraugu: Rayban

Veski: Zara

Eyrnalokkar: Spútnik

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝ FALLEG LÍNA AF BORÐBÚNAÐI FRÁ MÚMÍN MEÐ FALLEGUM BOÐSKAP

HEIMALÍFIÐ
*Færslan er í samstarfi við Múmín á Íslandi

Halló!

Gleðilegan bolludag.. í gær og gleðilegan sprengjudag! Vonandi fenguð þið ykkur bollur og nutuð um helgina. Ég tók forskot á sæluna á laugardaginn, fékk mér bollur og notaði nýja fína borðbúnaðinn minn frá Múmín. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er ég mikill múmín aðdáandi og búin að vera það í mörg ár. Ég er búin að vera safna þeim lengi og mér var boðið að fá nýjustu línuna frá Múmín og vekja athygli á því flotta málefni sem Múmín er að gera í samstarfi við Barnaheill. Þetta er einstaklega falleg lína að mínu mati með enn fallegri sögu og boðskap.

Þessi nýja lína af Múmínborðbúnaði er myndskreytt með sögunni um ósýnilega barnið Ninny og Múmínsnáða. Ninny kemur fram í smásögunni The Invisible Child sem er hluti af sögusafninu Tales from Moominvalley eftir Tove Jansson og var fyrst gefið út árið 1962. Myndefnið af Múmínsnáðanum er úr myndasögu sem kallast Moomin and the Martians og er frá árinu 1957. Báðar línurnar innihalda krús, skál og disk, en ein Evra af hverjum seldum Ninny eða Múmínsnáðabolla hér á landi árið mun renna til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Herferðinni er ætlað að styðja við réttindi og velferð barna.

Sögur um mikilvægi umhyggjunnar

Í sögu Tove Jansson um ósýnilega barnið fær Múmínfjölskyldan gest í heimsókn, hana Ninny litlu. Ninny varð ósýnileg þar sem hún var svo hrædd við fyrrum umsjónaraðila sinn sem kom mjög illa fram við hana. Hún þorir ekki að tala, leika sér eða hlæja. Einu hljóðin sem koma frá henni eru í bjöllu á hálsinum á henni.

Múmínfjölskyldan býður stúlkunni inn á heimilið sitt og hugsar vel um hana þannig að Ninny fer smám saman að fá sjálfstraustið til baka og verða meira og meira sýnileg. Fljótlega sjá þau litlar tær birtast í stiganum og svo í kjölfarið fótleggina. Dagarnir líða og enn eru þau ekki farin að sjá andlit hennar.

Múmínsnáðinn forvitni og hugulsami reynir allt sem hann getur til að hjálpa Ninny. Hann hvetur hana áfram og reynir að kenna henni alla leiki sem hann kann. Smám saman fer litla andlitið hennar að birtast þegar hún fær hugrekki til að tjá tilfinningar sínar.

Ninny er ein af þeim Múmín persónum sem mest hefur verið óskað eftir að fái sína vörulínu. Sagan um barnið sem hefur verið misþyrmt á enn jafn vel við og er enn jafn áhrifamikil og þegar hún var skrifuð. Það er sérstök ástæða fyrir því að Ninny línan var sett á markað í ár, en samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna verður 30 ára á árinu.

Image result for ninny the invisible child

Image result for ninny the invisible child

Myndefnið í sögunni um Múmínsnáðann fjallar um Marsbúa sem er týndur. Múmínfjölskyldan heyrir viðvörun í útvarpinu um fljúgandi fyrirbæri sem nálgast jörðina og skyndilega lendir það í eldhúsgarði Múmínmömmu. Múmínsnáðinn ákveður að fela Marsbúann sem leitað er að, en meira að segja lögreglan er farin að leita að honum. Í sögunni tala Marsbúinn og Múmínsnáðin saman í gegnum einhverskonar galdrakassa.

Image result for ninny the invisible child

Mér finnst þessar báðar myndskreytingar svo ótrúlega fallegar og þá sérstaklega myndskreyting af ósýnilega barninu Ninny. Sagan af Ninny, ósýnilega barninu, hefur mikil áhrif á mig og þess vegna finnst mér mikilvægt að vekja athygli á þessu. Margt smátt gerir eitt stórt. Það er líka eitthvað við það að drekka kaffi úr múmínbolla og gaman að safna bollum sem koma í takmörkuðu upplagi sem gerir það að verkum að hver bolli verður verðmætari og verðmætari.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MIÐBÆJARRÖLT

LÍFIÐSAMSTARFTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Miðborgin okkar

Halló! Ég átti yndislegan dag um daginn í miðbæ Reykjavíkur með Völu vinkonu minni sem mig langar að deila með ykkur. Það er alltaf jafn skemmtilegt að rölta um miðbæinn og skoða. Nokkrar af mínum allra uppá verslunum eru í miðbænum og ætla ég að deila þeim með ykkur. Ef ég ætti að gefa eitt gott miðbæjartips fyrir þá sem eru á bíl en þá er algjör snilld að leggja í bílastæðahús sem eru að finna útum allt og rölta. Mér finnst stór partur af því að fara niður í bæ er að rölta, skoða og njóta.

Hérna er borgarferðin í máli og myndum –

 

Hlemmur Mathöll: Ég elska að byrja á þessum stað. Maturinn og stemningin er geggjuð.

Kíkti í Kjólar og konfekt og Gjafir jarðar, þar fann ég til dæmis gullfallega orkusteina.

MyConceptStore

Spútnik: Ein af mínum uppáhalds verslunum og alltaf gaman að skoða.

Hrím: Fullt af fallegri gjafavöru

66 norður

Systrasamlagið: Ég var í fyrsta skipti að fara þangað en vinkona mín mældi með þessum stað og vá hvað ég mæli! Það er ótrúlega hlýlegt og notanlegt að vera þarna. Það er allt heilsu tengt að fá á þessum stað og ætla ég klárlega þangað aftur!

Slippbarinn: Við enduðum síðan á Happy Hour á Slippbarnum og tókum svo strætó heim – góður endir á skemmtilegum degi.

Ég mæli með að fylgja @midborgin á instagram til að sjá hvað er um að vera – það er alltaf eitthvað skemmtileg að gerast, tilvalið að gera sér dagamun og kíkja niður í miðbæ með góðum vinum xx

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BRUTTA FACCIA

TÍSKA

Halló!

Ég hef ótrúlega gaman að því að sjá drífandi ungt fólk vera koma sér á framfæri og vera skapa eitthvað. Vinur minn Styrmir Erlendsson hefur verið að þróa fatalínu sem heitir Brutta Faccia og hef ég haft mjög gaman að því að fylgjast með. Ég keypti mér peysu hjá honum í fyrra og er hún mikið notuð. Ég fæ alltaf spurningar þegar ég er í henni hvaðan hún er og hvar hægt sé að kaupa hana. Mér finnst flíkurnar hans vera öðruvísi, þægilegar og flottar. Það er líka mjög gaman að segja frá því að flíkurnar verða bráðum seldar í CNTMP Store á Laugarvegi 12b. Ég ákvað að taka stutt viðtal við Styrmi, leyfa honum að segja ykkur betur frá merkinu og hvað sé framundan.

Hver er Styrmir?

Ég er 25 ára Árbæingur og hef spilað fótbolta frá því ég man eftir mér og stundað hjólabretti frá 13ára aldri, ég held að þar hafi áhugi minn kviknað á svokallaðri götutísku.

Afhverju ákvaðstu að byrja á þinni eigin fatalínu?

Hef verið með það í kollinum í mörg ár núna, ég fór á tvö saumanámskeið og langaði að læra meira tengt fötum. Ég er enn að læra að sauma og stefnan er sett á að geta saumað mín eigin föt með tímanum, allavega að kunna það. Í byrjun síðasta árs fór ég til Indónesíu með félögum mínum í hálft ár með það í huga að vinna í okkar verkefnum. Þar náði ég að kynna mér smá framleiðslu á fötum og byggja smá tengsl og upp úr því byrjaði þetta.

Hver er hugmyndin á bakvið merkið?

Vildi hafa merkið byggt sem streetwear, eitthvað sem ég myndi vilja ganga í sjálfur. Varðandi nafnið þá var ég fastur á því að vilja ítalskt nafn, það hefur alltaf heillað mig. Þótt það komi kannski skringilega út fyrir einhverja þá var mér alveg sama um það. Ég vildi hafa tvö orð og eftir smá leit og spurningar þá fann ég Brutta Faccia. Brutta Faccia merkir “Ugly Face” en er einnig ítalskt slangur fyrir að þér sé ekki treystandi, oft tengt skuggalegu fólki.

Hvað er framundan?

Núna á laugardaginn 2.mars verður release á minni fyrstu heilu fatalínu í CNTMP Store á Laugarvegi 12b. Og svo er það í raun bara að fikra mig áfram, hanna meira, prufa eitthvað nýtt og stækka merkið.

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd:@olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @swankthug_69 – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @swankthug_69 – mynd: @olafuralexander

model: @swankthug_69 – mynd: @olafuralexander

Takk fyrir viðtalið Styrmir, gangi þér vel og hlakka til fylgjast með Brutta Faccia! Það er hægt að fylgjast með merkinu á instagram @bruttafaccia_ og @stymmie 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NEW LOOK: GLERAUGU

LÍFIÐSAMSTARFTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Augað
Halló!
Ég hef lengi ætlað að fá mér gleraugu eða alveg síðan í menntaskóla. Ég fékk mín fyrstu gleraugu þegar ég var 12 ára en það voru lesgleraugu. Þetta var þó mjög erfiður tími til að byrja að nota gleraugu og langaði mig ekkert að vera með þau haha. Síðan í menntaskóla fór ég að finna fyrir því hvað mig vantaði gleraugu en frestaði því alltaf. Ég ákvað síðan loksins núna að láta verða að því og er ótrúlega ánægð með gleraugun sem ég valdi mér. Gleraugun mín sem ég valdi mér eru frá merkinu Barton Perreira og fást í Augað gleraugnaverslun sem er staðsett í Kringlunni. Þau eru með gríðalega flott úrval af gleraugum og er því auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi.
Barton Perreira er bandaríkst merki sem er handunnið í Japan. Patty Perreira er einn þekktasti gleraugnahönnuður samtímans og hefur meðal annars unnið fyrir stærstu tískumerki heims. Það er ótrúlegt að sjá öll smáatriðin á umgörðunum og eru gleraugun líka einstaklega létt, sem mér finnst frábær kostur og finn ég því varla fyrir þeim. Ég var lengi að ákveða hvort ég ætti að fá mér gyllta umgjörð eða glæra en ákvað síðan að fá mér glær með smá bleikum undirtón. Þetta eru lesgleruaugu en langar helst núna að vera með þau alltaf haha!
Elska smáatriðin xx
Ég er svo ánægð með þau!

 

Mig langaði líka að segja ykkur frá því að það eru Barton Perreira dagar í Auganu frá 21.febrúar til 28.febrúar og verður því 20% afsláttur af Barton Perreira gleraugum. Síðan er ég með afsláttarkóða fyrir ykkur sem virkar á öll gleraugu í Auganu og gefur ykkur 10% afslátt ef þið sýnið færsluna eða segist vera fylgja mér! 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÍSAK FREYR: RED CARPET MASTERCLASS

FÖRÐUNLÍFIÐ

Halló! Mig langar svo að deila með ykkur skemmtilegu námskeiði sem er eftir viku og verður haldið í  Make-up Studio Hörpu Kára, þar sem ég vinn sem stundakennari. Þetta er Red Carpet Masterclass sem Ísak Freyr, förðunarsnillingur, er að halda í samstarfi við Make-up Studio-ið.

Ísak Freyr er förðunarfræðingur sem er búsettur í London og hefur náð að skapa sér nafn innan alþjóðlega förðunarheimsins. Hann hefur unnið út um allan heim og hefur farðað stórstjörnur á borð við Katy Perry, Cara Delevingne, Cate Blanchett og Olgu Kurylenko í gegnum tíðina. Ísak leggur mikla áherslu á fullkominn grunn og fer oft óhefbundnar leiðir þegar kemur að förðun til að ná fram þeirri útkomu sem hann sækist eftir. Hann þekkir það vel hvernig er að vinna undir miklu álagi og hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum sem geta myndast í starfi förðunarfræðingsins.

Þetta er einungis brot af því sem Ísak hefur gert og ég mæli með að fylgja honum á instagram @isakfreyrhelgason –

Ég er sjálf að fara og er ótrúlega spennt! Það skemmtilega við förðun er að maður er alltaf að læra og maður er aldrei “búin” að læra allt. Ég hef farið á nokkur Masterclass hjá allskonar förðunarfræðingum og ég er alltaf jafn hissa hvað ég læri mikið. Þetta er líka mjög flott viðbót á ferilskrána en ég reyni alltaf að grípa öll svona tækifæri til þess að fá meiri reynslu og gera mig að verðmætari förðunarfræðingi. Þetta námskeið er þó ekki bara fyrir förðunarfræðinga heldur alla sem hafa áhuga á förðun og vilja læra eitthvað nýtt. Það verða veglegir gjafapokar í boði frá YSL sem inniheldur nokkrar af uppáhalds vörum Ísaks og einnig verður boðið uppá léttar veitingar.

Þið finnið allar upplýsingar inná makeupstudio.is og skráið ykkur þar, aðeins 20 sæti í boði – mæli með!

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

DIY: NÆRANDI VARASKRÚBBUR

DEKURSAMSTARFSNYRTIVÖRURVARIR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Ég bjó til ofur einfaldan varamaska um daginn. Það var nefnilega að koma ný vara frá The Body Shop sem er 100% shea butter og er gerð úr 192 shea hnetum. Þetta er ótrúlega hrein og nærandi vara sem hægt er að nota á marga vegu. Það er hægt að nota þessa vöru eina og sér, á húðina, í hárið og blanda við aðrar vörur, því þetta er algjörlega hrein vara. Það heillar mig mjög mikið hvað þessi vara er hrein og tær. Síðan er algjör snilld hvað hægt er að nota hana í mikið. Það er magnað að koma við þessa vöru og bera hana á húðina en þetta bráðnar við húðina, eins og smjör (eins og nafnið gefur til kynna haha).

Ég ákvað að prófa mig áfram með þessa undra vöru og bjó til varaskrúbb. Það eru einungis tvö hráefni í þessum varaskrúbb, sykur og shea butter. Það er oftast notaður sykur í varaskrúbba en sykurinn skrúbbar í burtu dauðar húðfrumur og shea butter-ið nærir varirnar vel. vara er 100% vegan og náttúruleg. Það er nánast engin lykt af henni og held ég því að þessi vara sé æðisleg fyrir viðkvæma húð.

 

Fallegar og stílhreinar umbúðir sem þægilegt er að geyma

Það er hægt að nota gróft salt eða sykur í varaskrúbbinn en ég myndi samt fara varlega í að nota gróft salt. Sykurinn er frekar mildur og góður fyrir varirnar. Ég myndi samt alltaf fara varlega með allt svona heimatilbúið en sykur er oft notaður í varaskrúbba og er shea butter-ið alveg hreint.

HOW TO: Þetta er ofur einfalt en maður blanda shea butter-inu og sykrinum saman. Ég blandaði bara þangað til ég var ánægð með útkomuna. Ég vildi hafa skrúbbinn svolítið grófan, þannig ég setti mikið af sykri.

Það er einnig hægt að búa til líkamsskrúbb og fleira en þá er eflaust betra að nota sjávarsalt eða kaffikorg.

Síðan tekur maður bara smá í einu og skrúbbar varirnar. Tekur síðan skrúbbinn af með volgun þvottapoka. Ótrúlega djúsí og góður! Síðan eftir að maður er búin að skrúbba varirnar þá er gott að setja shea butter yfir varirnar til þess að næra þær ennþá meira eftir skrúbbinn. Varaskrúbbur er ótrúlega góður undirbúningur fyrir varaliti.

Ég hvet ykkur til þess að prófa og hugsa að þetta sé líka mjög sniðug gjöf handa einhverjum. Það er alltaf svo gaman að fá eitthvað sem er persónulega búið til handa manni!

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SKIPULAG FYRIR LITLAR ÍBÚÐIR

HEIMALÍFIÐ
*Allar vörur keypti greinahöfundur sjálf

Halló!

Ég hef lengi ætlað að leyfa ykkur að sjá aðeins heimilið mitt. Mér finnst það samt mjög stórt skref að deila heimilinu mínu með öðrum en mér finnst sjálfri svo skemmtilegt að sjá önnur heimili. Við keyptum íbúðina okkar fyrir meira en ári síðan og vorum mjög heppin að það þurfti að gera mjög lítið, eða nánast ekki neitt. Það eina sem við erum búin að gera er að mála, nokkrar breytingar inná baði en annars bara voða lítið. Íbúðin er frekar lítil og þarf maður því að nýta vel hvern krók og kima vel.

Svefnherbergið er herbergi sem drógst mjög á langinn. Þetta er náttúrulega okkar fyrsta eign og fyrsta skipti sem við fluttum að heiman. Þannig íbúðin var mjög hrá fyrsta hálfa árið og þá sérstaklega svefnherbergið. Fyrstu 6 mánuðina var bara rúm og ekkert annað. Síðan smátt og smátt höfum við safnað okkur hlutum sem okkur langaði í. Við kláruðum síðan herbergið núna um helgina, okkur til mikillar gleði. Það er nokkur smáatriði sem á eftir að laga en ég er í skýjunum að það sé loksins tilbúið.

Mig langaði svo að deila með ykkur nokkrum sniðugum skipulagslausnum fyrir litlar íbúðir. Það getur verið mjög vandasamt að skipuleggja svona litla íbúð og læra að nýta hvern einasta stað.

Spegill: H&M

Hilla: IKEA

Rósetta: Sérefni

Ljós: VITA – Fæst í Casa

Teppi: Snúran

Garndínustöng

Festingar

Fyrst langar mig að sýna ykkur þessa gardínustöng sem ég keypti í IKEA. Svefnherbergið er frekar lítið og vorum við í smá vandræðum hvernig við æltuðum að geyma fötin okkar eða fallega rúmteppið okkar sem fengum að gjöf frá mömmu og pabba. Mamma mín (snillingur lífs míns) kom þá hugmynd að hengja gardínustöng á vegginn eftir rölt í IKEA og er þetta algjör snilld! Gardínustöngin tekur í fyrsta lagi lítið pláss, fer vel með teppið og aðrar flíkur. Síðan finnst mér hún passa einstaklega vel við allt.

Mjög þægilegt að hengja föt og annað

SKUBB Skipulagskassar

Þessi skápur er búinn að vera mjög mikill hausverkur í rúmlega ár. Við ætluðum fyrst að taka hann í burtu en ákváðum síðan að lakka hann hvítan í sumar. Það drógst samt mjög mikið á langinn og náðum við bara að lakka eina hurð en klárðum síðan restina núna. Stundum er þetta bara svona haha! Ástæðan afhverju þessir skápar hafa verið svona mikill hausverkur er vegna þess að fötin voru alltaf útum allt, sama hvað maður gerði eða braut þau saman öðruvísi. Skáparnir eru mjög djúpir og mér fannst allt “týnast” inn í skápunum. Ég var síðan í IKEA um helgina og sá þessa skipulagskassa. Þessir kassar smell passa inn í skápana. Það eru núna meira pláss og auðveldara aðgengi í fötin. Síðan finnst mér þetta koma ótrúlega vel út og mjög snyrtilegt.

SKUBB Skóhengi

Ég keypti líka þetta skóhengi, sem er algjör snilld og ótrúlega ódýr lausn. Það er mjög þægilegt að geyma skó sem maður notar kannski sjaldnar inn í skáp og hafa frekar skó sem maður notar oftar frammi.

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá þessar auðveldu og sniðugu skipulagslausnir heima hjá mér. Ég er allavega í skýjunum með þessar ódýru en nytsamlegu breytingar!

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HVAÐA SNYRTIVÖRUR ERU “MUST HAVE” Á TAX FREE?

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Vörurnar voru annaðhvort fegnar í gegnum samstarf, gjöf eða keypt af greinahöfundi

Halló! Fyrsta snyrtivöru Tax Free ársins er um helgina í Hagkaup. Af því tilefni langar mig að fara yfir nokkrar vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og sem ég mæli innilega með.

SOLEIL TAN DE CHANEL: 

Þetta sólarpúður er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og örugglega eitt besta sólarpúður sem ég hef prófað. Þetta er á milli þess að vera krem og púður vara en áferð er ótrúlega falleg.

UNLIMITED L’ORÉAL:

Þennan maskara frá L’Oréal hef ég talað um áður en hann lengir og þykkir. Burstinn er úr gúmmí og ásetjarinn er hreyfanlegur, sem gerir maskara ásetninguna mun auðveldari.

EVERYDAY ESSENTIALS REAL TECHNIQUES:

Burstasett sem inniheldur alla vinsælustu burstana frá Real Techniques og alla burstana sem maður ætti að þurfa fyrir dagsförðun. Þetta er frábært sett fyrir byrjendur og lengra komna. Mér finnst nýja útlitið burstunum líka svo fallegt!

GOOD GIRL BY CAROLINE HERRERA:

Ég er ekki mikil ilmvatnsstelpa og þið hafið kannski tekið eftir því hérna á blogginu að ég fjalla ekki oft um ilmvötn. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er mjög vanaföst þegar kemur að ilmum og á erfitt með að finna ilm sem ég fýla. Þessi ilmur kom mér þó algjörlega á óvart! Lyktin er fullkomlega krydduð og ekki of þung. Ég fæ líka alltaf hrós þegar ég er með þennan ilm. Kærasti minn tók meira að segja eftir því að ég væri með nýja lykt, þetta er uppáhalds lyktina hans núna og þá er mikið sagt. Fullkomin konudagsgjöf!

CLARINS INSTANT LIGHT BEAUTY PERFECTOR LIP OIL – HONEY SHIMMER

Gullfalleg varaolía sem nærir varirnar og gefur þeim fallegan glans. Það er hægt að nota þessa vöru eina og sér eða yfir aðrar vara vörur. Ég vildi óska að ég gæti sett inn myndband af þessari varaolíu á vörunum því hún er svo falleg. Þið sem fylgið mér á instagram hafið líklegast séð mig nota hana.

GLOW GLAZE BECCA COSMETICS:

Mér líður eins og bilaðri plötu en ég er alltaf að tala um þessa vöru. Þessi vara er bara algjör snilld og er orðin algjört “must” í mínu förðunarkitti. Þetta er ljómastifti sem gefur húðinni gullfallegan náttúrulegan ljóma. Það er ekkert glimmer í þessu heldur bara ljómi.

VEGAS BABY PIGMENT NYX PROFESSIONAL MAKEUP:

Þessi vara er alltaf í förðunarkittinu mínu og nota ég hana nánast alltaf þegar ég er að farða mig eða aðra. Þetta er fallegt pigment sem hægt er að nota yfir aðra augnskugga eða einan og sér. Fullkomið í innri augnkrókana!

MOONSTONE LIQUID HIGHLIGHTER BECCA COSMETICS:

Ég er algjörlega búin að taka U-beyju frá ljómapúðrum og er orðin mjög hrifin af því að nota bara ljómandi krem vörur fyrir “highlight”. Þessi vara er búin að vera í uppáhaldi hjá mér lengi og gefur hún frá sér gullfallegan ljóma.

ST. TROPEZ PURITY FACE MIST:

Brúnkukremsrakasprey? Já það er til og er algjör snilld! Ég var alltaf mjög efins með að prófa þessa vöru og er mjög sein að prófa þetta. Ég hafði fyrst bara enga trú á þessari vöru en sé núna eftir að hafa ekki prófað hana fyrr. Þetta er algjörlega glært sprey sem auðvelt er að spreyja á sig. Þetta smitast ekki í rúmfötin og það er ekki þessi sterka brúnkukremslykt heldur mildur blómailmur. Þetta er algjör snilld til þess að spreyja yfir andlitið og bringuna. Ég nota þetta líka til að brúnka á mér handarbakið og þannig forðast ég brúnkukremshendur (allir kannast við þær haha).

ST. TROPEZ SELF TAN PURITY BODY MOUSSE

Þetta er brúnkurkemið úr sömu línu og andlitsspreyið. Þetta brúnkukrem er gefur fallegan og náttúrulegan lit, smitast ekki í rúmfötin, rakagefandi og er með mildri blómalykt. Ég myndi segja að þetta væri tilvalið fyrir þá sem eru að fara setja á sig brúnkukrem í fyrsta skipti. Til þess að fá sem fallegustu áferðina þá mæli ég með skrúbba líkamann vel og nota velvet hanskann frá St. Tropez.

TROPICAL CLEANSE GLAMGLOW:

Mildur og góður skrúbbur sem hreinsar húðina vel. Þessi skrúbbur hentar öllum húðtegundum!

ROUGE COCO GLOSS NR. 166 CHANEL:

Fallegur ferskjulitaður gloss sem er ótrúlega rakagefandi fyrir varirnar. Þessi litur passar einstaklega vel við nude varablýanta og gefur svo fallegan glans!

GOOD IN BED GLAMGLOW:

Í fyrsta lagi er þetta nafn alltof fyndið en innhaldsefnið er ennþá betra! Þetta krem er nærandi næturmeðferð með þægilegum og mildum skrúbb sýrum og Hyaluronic sýrum sem þétta húðina. Inniheldur ástaraldin og AHA/ BHA/ PHA sýrur. Ég er búin að nota þetta núna í tæpar tvær vikur og hlakka til að sjá árangurinn en hingað til er ég ótrúlega sátt.

L’ESSENTIEL NATRUAL GLOW FOUNDATION GUERLAIN:

Farði sem gefur létta, fallega og ljómandi áferð. Ég er búin að prófa þennan farða nokkrum sinnum núna og er ótrúlega hrifin. Mér finnst farðinn blandast ótrúlega vel og gefur frá sér falleg áferð.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit