Guðrún Sørtveit

GLAMÚR & GLIMMER BURSTAR

BURSTARSAMSTARF
*Ambassador Real Techniques
*Samstarf

Er ekki loksins komin tími á að fókusa aðeins á jólin? Ég held að þetta sem mín fyrsta jólafærsla þetta árið og er orðin mjög spennt fyrir jólunum. Ég er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur, húðvörur og allt sem viðkemur förðun. Þannig ég myndi segja að þessi tími væri algjörlega minn tími þegar kemur að glimmeri og glamúr. Það er líka svo margt fallegt í verslunum núna og ég er alltaf mjög spennt að sjá hvaða hátíðarsett kemur frá Real Techniques. Ég var samt svo heppin prófa burstana mánuð áður en þeir komu í verslanir, einn af ávinningum þess að vera andlit Real Techniques á Íslandi haha :-) Real Techniques kemur alltaf með hátíðarsett sem kemur einungis í takmörkuðu upplagi og er yfirleitt mjög frábrugðið upprunalegu burstunum. Það leynast líka alltaf nokkrir nýir burstar í hátíðarsettunum.

Núna þetta árið ákvað Real Techniques að hafa hátíðar burstasettin litrík, skemmtileg og björt. Burstarnir eru með silfurlituðu og neon lituðu skafti. Burstahárin eru þau sömu og úr klassísku línunni. Burstasettin innihalda vinsæla bursta frá Real Techniques sem eru til nú þegar en einnig leynast nokkrir nýir.

Mér finnst burstar alltaf vera klassísk gjöf og gaman að gefa bursta sem koma einungis í takmörkuðu upplagi, það gerir gjöfina meira sérstaka. Mig langar að deila með ykkur þessum lítríku og fallegu settum.

JÓLASKRAUT Á PAKKAN EÐA LEYNIVINAGJÖF

Þetta er ótrúlega sniðugt til að setja á jólapakkan, jólagjöf fyrir vinkonu/vin eða í leynivinagjöf. Ég get lofað ykkur því að ég mun hengja Real Techniques jólaskraut á jólatréið mitt ;-) Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og æðislegt að nota þessa litlu bursta þegar maður er að ferðast.

 

SLEIGH IN IT

Þetta sett inniheldur þrjá bursta, burstaveski og einn svamp. Burstarnir í þessu setti eru einstaklega góðir fyrir grunnin í förðun og veskið er æðislegt til að geyma burstana í eða nota sem snyrtibuddu.

Buffing Brush: Þessi bursti er æðislegur til þess að blanda út farða eða aðrar krem vörur.

Fan Brush: Þunnur og þægilegur bursti til þess að setja highlighter. Ég nota þennan bursta alltaf í highlighter og finnst hann lang besti highlighter burstinn!

Base Shadow Brush: Kúptur bursti og frekar flatur sem er fullkominn í að blanda út augnskugga.

Miracle Complexion Sponge: Klassíski svampurinn frá Real Techniques og er einstaklega góður að blanda út farða og krem vörur. Það er hægt að nota hann annars vegar rakan eða þurran. Ef maður vill fá létta þekju, þá er gott að nota svampinn rakan en ef maður vill mikla þekju þá er betra að nota hann þurran.

NEON LIGHTS

Þetta burstasett er hægt að nota á marga vegu og inniheldur þrjá nýja bursta. Þetta er fullkomið sett fyrir þá sem vilja ná fram fallegum grunn í förðun.

Ultimate Buffing Brush: Þetta ótrúlega stór og djúsí farðabursti sem er einstaklega góður í að blanda út farða.

Large Smudge Brush: Þessi bursti er frábær í að blanda út augnblýant eða setja augnskugga á neðri augnháralínuna.

Domed Shadow Brush: Þéttur bursti sem hentar ótrúlega vel að blanda út hyljara eða blanda út krem augnskugga.

Contour Fan Brush: Ég er mjög spennt fyrir þessum bursta en þetta er alveg eins og upprunalegi Fan brush nema þéttari og hentar því fullkomlega fyrir krem highlighter eða krem skyggingar.

Miracle Complexion Sponge:  Klassíski svampurinn frá Real Techniques og er einstaklega góður að blanda út farða og krem vörur. Það er hægt að nota hann annars vegar rakan eða þurran. Ef maður vill fá létta þekju, þá er gott að nota svampinn rakan en ef maður vill mikla þekju þá er betra að nota hann þurran.

Vonandi eru þið jafn spennt og fyrir þessum fallegu settum. Mig langaði líka að minna á að Real Techniques er fyrir alla, hvort sem maður er byrjandi eða lengra komin í förðun. Burstahárin eru líka gerð úr gervihárum og eru því cruelty free :-)

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

KRULLUJÁRN SEM ÉG ER AÐ MISSA MIG YFIR

HÁRSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við GHD 

Ég er loksins búin að finna krullujárn sem er einfalt, fljótlegt og gerir hinar fullkomnu krullur eða liði að mínu mati. Ég er engin hársnillingur en þetta krullujárn er svo einfalt að það geta allir nota það. Þetta er krullujárnið frá GHD sem heitir Classic Wave Wand og er eitt það flottasta sem ég hef séð. Mér finnst krullurnar verða svo náttúrulega og fallegar en það er mikið hægt að leika sér með þetta járn. Mér finnst ég geta gert mikið af krullum og síðan líka náttúrulegri sem henta dagsdaglega. Þó ég sé ekki alltaf með krullur dagdaglega en þá tekur þetta án djóks 5 mín og gerir svo mikið!

GHD járnin eru þó hver önnur flottari og átti ég í erfiðleikum með að velja eitt en mér fannst Classic Wave Wand henta mér vel. Það tekur krullujárnið 25 sekúndur að hitna og er bara einn takki á járninu. Það er búið að háþróa hitan á járnunum og er þetta að þeirra mati hin fullkomni hiti fyrir hárið. Mér finnst það mjög þægilegt en oft var ég að stilla svona járn alltof hátt og skemmdi þar aðleiðandi hárið mitt mjög fljótt en ég mæli alltaf með að nota hitavörn.

Hérna er ég búin að krulla hárið mitt með GHD Classic Wave Wand

GHD merkið er algjört lúxus merki og hefur þetta merki unnið til margra verðlauna síðastliðin ár. Ég fór í greiðslu fyrir Real Techniques PowderBleu viðburðinn minn um daginn og var ég ekkert smá ánægð með hárið mitt. Ég er með frekar fíngert og slétt hár sem engar krullur haldast í eða ég þarf að nota svona heilan brúsa af hárlakki til að krullur haldist í hárinu. Ég furðaði mig samt allt kvöldið hvað hárið mitt hélst fínt og spurði ég hana hvaða járn hún notar alltaf, sem er GHD Gold Styler! Þetta gerði mig ennþá spenntari fyrir þessu merki og hlakka ég til að prófa mig áfram með þetta merki.

Hár eftir Ingunni Sig og notaði hún GHD Gold Styler – Mæli með að fylgja henni á instagram!

 

Hérna er síðan járnið mitt og þetta er algjör lúxus járn en eftir að maður eignast svona flottan grip þarf maður ekki að kaupa aftur. Ég man að ég safnaði mér fyrir fyrsta sléttujárninu mínu og átti það í mörg ár. GHD vörurnar eru seldar á ákveðnum hárgreiðslustofum en einnig hér.

 

Margir af flottasta hárgreiðslufólki heims notar þessi járn og er einstaklega gaman að fá loksins að vita hvaða krullujárn “Hollywood” stjörnurnar nota.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

KVEÐJA FRÁ VARSJÁ

LÍFIÐ

Halló! Ég heilsa ykkur frá Varsjá en ég er hérna með kærastanum mínum í smá fríi. Við erum búin að vera hérna í nokkra daga og er ég strax orðin ótrúlega hrifin af Varsjá. Það er svo margt hægt að skoða og sjá. Ég veit ekki afhverju Pólland varð fyrir valinu fyrir fríið en sjáum sko ekki eftir því. Það er allt svo fallegt hérna, ódýrt og fallegar byggingar. Hótelið okkar er líka á mjög góðum stað þannig við getum labbað í allt. Mæli innilega með að koma hingað í borgarferð. Það er skemmtilegt að segja frá því að við höfum ekki farið tvö saman til útlanda í 4 ár vegna íbúðarkaupa. Við ákváðum að safna fyrir íbúð og slepptum því að fara saman í utanlandsferðir. Þannig þetta frí er búið að vera langþráð og nauðsynlegt fyrir okkur.

 

 

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum sem ég mæli með að gera í Varsjá.

Mæli með:

Bubbles Resturant

Aioli Resturant

How u doin Cafe – Þetta er kaffihús sem er með Friends þema, fullkomið fyrir þá sem elska Friends þættina.. eins og mig! 

Fara í gamla bæinn

Sjá Menningarhöllina

Arkadia Shopping Mall

Síðan er bara yndislegt að labba og njóta!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SEPHORA ÓSKALISTI

SNYRTIVÖRUR

Ég er á leiðinni erlendis eftir nokkra daga og er farin að hlakka mikið til að komast í smá frí þótt að skólinn komi að vissu leyti með mér út. Þetta verður þó smá frí frá öllu og get ég hreinilega ekki beðið! Leiðinni er haldið til Varsjá og er ég mjög spennt að fara. Ég hef aldrei farið til Póllands en er bara búin að heyra góða hluti. Það á að vera nóg af flottum stöðum til að skoða, góðum veitingastöðum og gott að versla. Þetta er ekki verslunarferð en ætla ég samt að kíkja í búðir og skoða. Ég sá að Sephora væri í verslunarmiðstöð rétt hjá hótelinu og langaði mig því að deila með ykkur óskalistanum mínum. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er Sephora risa stór snyrtivörukeðja sem selur mörg flott snyrtivörumerki.

1. Charlotte Tilbury – Kim K.W. – Nude

Þennan varalit er mér búið að langa lengi í. Þetta er nude varalitur sem er innblásin frá Kim Kardashian West og er hann því nude eða brúntóna bleikur í anda Kim. Formúlan á að gefa vörunum fyllanlegri útlit segir Charlotte Tilbury eigandi Charlotte Tilbury.

2. Too Faced – Chocolate Soleil Matte Bronzer

Það er alltaf gaman að prófa nýtt sólarpúður. Too Faced merkið er þekkt fyrir sín góðu sólarpúður og kinnaliti en ég hef átt kinnalit frá þeim áður sem ég var mjög ánægð með. Þetta ákveðna sólarpúður kallar eitthvað á mig en það er alveg matt og frekar hlýr undirtónn en samt ekki appelsínugulur. Ég vil hafa sólarpúðrin mín alltaf mitt á milli að vera með heitan eða kaldan undirtón.

3. Charlotte Tilbury – Flawless Filter

Þessi vara er einnig búin að vera á óskalistanum lengi. Ég er mjög hrifin á vörum sem hægt er að nota á marga vegu en hægt er að nota þetta undir, yfir eða blanda við farða. Þetta á að gefa þennan “Flawless Filter” og fallegan ljóma.

4. Drunk Elephant – C-Firma Day Serum

Ég er búin að heyra mikið um þessar vörur frá tveimur blogg vinkonum mínum, Þórunni Ívars og Alexsöndru Benharð. Þær eru búnar að vera lofsyngja þessar vörur og margir aðrir erlendir bloggarar. Ég er því orðin mjög spennt fyrir þessu merki og verð eiginlega að fara prófa eitthvað frá þeim. Mér fannst þetta serum hljóma spennandi og öðruvísi.

5. Fenty Beauty – Killawatt Foil Freestyle Highlighter Palette

Gullfalleg palletta frá Fenty Beauty. Ég sé fyrir mér margar augnskuggafarðanir með henni og er einstaklega hátíðarleg!

6. Tatcha – Luminous Dewy Skin Mist

Þessi vara er í uppáhaldi hjá mörgum og þar á meðal förðunarfræðingunum þeirra Kylie Jenner og Kim Kardashian. Ég er mikil aðdáandi Ariels og Mario sem eru förðunarfræðingarnir þeirra. Þetta rakasprey á gefa fallega ljómandi áferð.

7. Jo Malone London – White Moss & Snowdrop Cologne

Ég kynntist þessu merki fyrir ekki svo löngu en varð strax mjög hrifin. Jo Malone London er einstaklega fágað lúxus merki sem sérhæfir sig í góðum ilmum. Þetta ilmvatn er jólailmurinn í ár frá þeim og er hann á óskalistanum.

8. BeautyBIO – Contouring + De-Puffing Rose Quartz Roller

Mér finnst ég hljóma eins og biluð plata en ég er alltaf að tala um andlitsnudd og ávinninga þess en það er ekki af ástæðulausu. Ég sá þessa andlitsrúllu á Sephora síðunni og langar ótrúlega mikið að prófa. Á sitthvorum endanum eru rúllur, stærri rúllan er fyrir andlitið en minni rúllan er fyrir augnsvæðið.

9. Laura Mercier – Translucent Loose Setting Powder

Þetta lausa púður hef ég prófað áður og er eitt það besta sem ég hef prófað. Þetta púður er tilvalið til að matta þau svæði sem eiga það til að glansa og láta förðunina endast lengur.

10. Charlotte Tilbury – Iconic Nude Lip Cheat Liner

Ég er mjög spennt fyrir Charlotte Tilbury merkinu eins og þið eruð eflaust búin að taka eftir. Varablýantar eru eitthvað sem ég nota mjög mikið á mig og aðra. Mér finnst þessi ákveðni litur líta mjög vel út og gæti passað við marga varaliti. Formúlan á líka að vera kremuð og létt en endast vel á vörunum.

11. IT Cosmetics Your Skin But Better CC+ Cream with SPF 50+

Þetta CC krem á að gefa húðinni góðan raka, ljóma og létta þekju. Ég er bara búin að heyra góða hluti um þetta CC krem og hlakka mikið til að prófa það einn daginn.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

6 GÓÐ RÁÐ FYRIR ÞURRA HÚÐ

DEKURGÓÐ RÁÐHÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR
*Vörurnar í þessari færslu voru fengnar að gjöf eða í gegnum samstarf

Veturinn er kominn með sitt kalda veður. Ég verð alltaf jafn hissa hvað er kalt á Íslandi þegar ég hoppa út á leðurjakkanum og bölva síðan hvað er kalt.. týpiskur Íslendingur? En það er á þessum tíma árs sem húðin manns fær virkilega að finna fyrir kuldanum og verða oft miklar breytingar á húðinni. Húðin verður oft viðkvæmari, varaþurrkur og þurr húð. Mig langar að deila með ykkur mínum ráðum þegar kemur að þurri húð eða bara hvaða húðtýpu sem er. Ég er sjálf með olíu mikla húð en fer samt eftir öllum þessum skrefum.

1. Drekka nóg af vatni

Þetta er ótrúlega basic en mjög mikilvægt. Líkaminn þarf vatn og það sést að innan, sem og utan ef við erum ekki að drekka nógu mikið vatn. Íslenska vatnið er líka langbest og erum við heppin að geta alltaf fengið okkur vatn.

2. Gott rakakrem og augnkrem

Það er mikilvægt allan ársins hring að nota gott rakakrem til þess að viðhalda raka í húðinni. Núna er það þó en mikilvægara að nota rakameiri krem og mæli ég með að nota krem sem eru aðeins feitari.

3. Nota olíur

Það eru margir oft hræddir við að nota olíur og var ég það einu sinni líka því að ég er með olíu mikla húð. Olíur eru einstaklega nærandi og getur bjargað húðinni.. þá sérstaklega á veturnar.

4. Nota rakamaska

Raki raki raki! Það er svo mikilvægt að húðin sé að fá nógu mikin raka. Maskar eru það öflugasta sem við getum gert fyrir húðina á stuttum tíma og heima fyrir. Ég mæli með að koma því í rútínu að setja á sig góðan rakamaska að minnsta kosti einu sinni í viku.

5. Andlitsnudd

Andlitsnudd getur gert ótrúlega mikið fyrir mann. Ég sjálf er búin að vera nudda á mér andlitið núna í nokkra mánuði og finn ótrúlegan mun á húðinni. Ávinningar andlitsnudds eru þeir að þetta eykur blóðflæði húðarinnar, húðin verður meira ljómandi og verður húðin stinnari.

6. Rakasprey

Ég nota rakasprey óspart á daginn og finnst það gera ótrúlega mikið. Rakasprey gefa raka, næra og taka í burt púðuráferð sem á það oft til að myndast á þurri húð. Það er gott ráð að vera alltaf með rakasprey í töskunni og spreyja í gegnum daginn.

Hérna eru síðan vörur sem ég persónulega nota

Allar þessar vörur eru ótrúlega nærandi og gefa góðan raka.

Laugar Spa olían – Nærandi olía sem hægt er að blanda við rakakrem eða rakamaska til þess að fá ennþá meiri raka. Fæst hér.

BiOEFFECT OSA WATER MIST – Þetta sprey gefur mikin raka og ég myndi segja að þetta eigi frekar heima í húðrútínunni heldur en förðunarrútínunni, þótt það sé auðvitað hægt að nota í bæði.

La Mer Moisturizing Cream – Ég hef sagt ykkur áður frá þessu kremi en þetta er algjört töfrakrem. Mér finnst það næra húðina einstaklega vel og halda rakanum í húðinni yfir daginn. Ég setti þetta á vinkonu mína um daginn sem er með mjög þurra húð og það var eins og hún væri komin með allt aðra húð, algjört töfra krem! Það er dýrt en mér finnst það vera þess virði ef maður er tilbúin að fjárfesta í húðinni sinni. Ég mæli þó algjörlega með þessu kremi fyrir 25 +. Ég heyrði einu sinni mjög góðan punkt, maður á að spara þegar kemur að förðunarvörum en ekki húðvörum.

Ethiopian Honey Mask frá The Body Shop – Mjög nærandi maski frá The Body shop sem inniheldur hunang og er einstaklega róandi fyrir húðina. Fæst hér.

Aloe Shooting Eye & Lips – Þetta augnkrem finnst mér æðislegt vegna þess að þetta er bara raki, ekkert annað. Þetta hentar vel fyrir viðkvæma og þurra húð vegna þess að það eru engin viðbætt rotvarnarefni, litarefni, ilmefni eða alkóhól. Fæst hér.

Twin-Ball Revitalising Facial Massager – Þetta er andlitsnuddtækið sem ég er búin að vera nota og mæli 100% með! Fyrir utan það hvað þetta er gott og notalegt fyrir húðina þá er þetta að hjálpa henni mikið. Ég mæli með að setja olíu fyrst á húðina og nudda síðan. Fæst hér.

Vonandi hjálpar þetta en ég ákvað deila með ykkur vörunum sem hafa virkað fyrir mig. Þið þurfið þó ekki að eignast þetta allt en kannski getur eitthvað af þessum punktum hjálpað ykkur og mér þætti líka gaman að heyra hvaða ráð þið eruð með fyrir þurra húð, því listinn er ekki tæmandi.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BREYTUM EKKI KONUM, BREYTUM SAMFÉLAGINU

LÍFIÐ

Í dag var Kvennafrídagurinn og fór ég á Arnhól til þess að sýna samstöðu. Árið 1975 24.október var fyrsti kvennafrídaguirnn lögðu þá 90% kvenna á Íslandi niður störfin sín til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði, til að krefjast sömu réttinda og launakjöra. Dagurinn í dag, 24. október 2018 var engin undartekning og var magnað að sjá fjöldan af konum sem mættu á Arnarhól. Það var ótrúlegt að sjá allar konurnar sem komu til þess að styðja við hvor aðra, berjast fyrir launamun, vekja sérstaka athygli á almennu öryggi kvenna á vinnustöðum og berjast fyrir þeim sem gátu ekki gengið útaf sínum vinnustað. Við erum magnaðar, áfram við!

 

“Breytum ekki konum, breytum samfélaginu”

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SPOOKY SEASON

DEKURSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er gerð í samstarfi við The Body Shop

Það fer að styttast í Hrekkjavöku og mér finnst gaman að sjá hvað Hrekkjavaka er farin að aukast á Íslandi. Mér finnst þetta lífga aðeins uppá skammdegið og ég alltaf hrifin af góðu þema. Ég er samt sem áður ekki að fara gera neitt sérstakt á Hrekkjavökunni í ár en kannski að ég geri eitthverja skemmtilega förðun. Mig langar að deila með ykkur vörum sem eiga sérstaklega við þennan árstíma.

Núna er byrjað að kólna í veðri og þá verður líkaminn oft mjög þurr. Ég hef lengi vel verið aðdáandi líkamskremanna frá The Body Shop og reyni að vera dugleg að bera á mig, sérstaklega á þessum árstíma. The Body Shop er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að árstíðar þemum og er Hrekkjavakan engin undartekning. Það er núna hægt að fá hjá þeim graskers vanillu líkamskrem og sturtusápu með sama ilm. Þessi ilmur er ótrúlega hlýr og minnir mjög mikið á haustið. Þetta er skemmtilegt og öðruvísi.

Líkamskremið frá The Body Shop er líkalegast ein vinsælasta varan hjá þeim en kremin næra líkamann einstaklega vel. Sturtusápan er kremuð og er ilmurinn yndislegur. Báðar vörurnar fást hér.

Síðan stóðst ég ekki mátið þegar ég var í Sostrene Grene og keypti svört kerti og auðvitað hrekkjavökunammi fyrir gesti og gangandi. Gleðilega Hrekkjavöku!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

RAKAGEL SEM HÆGT ER AÐ NOTA Á MARGA VEGU

SAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Clinique

Ég verð að segja ykkur frá einni vöru sem er búin að vera í mikilli notkun hjá mér seinustu vikur. Þetta er Dramatically Different Jelly frá Clinique en þessa vöru fékk ég að gjöf í Köben þegar ég var á Estée Lauder Companies degi. Þar fékk ég að heyra allt um gelið og var strax mjög spennt fyrir því en þetta gel er núna loksins komið til Íslands og langar mig að segja ykkur aðeins betur frá því.

Það sem gerir þetta rakagel svo sérstakt er það að þetta er háþróuð vara frá Clinique sem á að vernda húðina gegn óhreinindum og mengun sem kann að finnast í umhverfinu en á sama tíma gefur þetta húðinni 24 stunda raka. Þetta styrkir einnig varnir húðarinnar og fer strax inn í húðina.

Það er hægt að nota rakagelið á marga mismunandi vegu. Til dæmis er hægt að nota þetta eitt og sér sem rakakrem, ég myndi þá sérstaklega mæli með þessu fyrir olíumikla húð ef maður ætlar að nota þetta eitt og sér. Síðan ef maður er með þurra húð er hægt að nota þetta sem serum og setja þetta á undan rakakreminu til þess að fá ennþá meiri raka. Það er hægt að blanda þessu við farða, til þess að fá rakameiri og léttari áferð. Einnig er hægt að nota þetta sem farðagrunn en með því að nota þetta á undan farða ertu að gefa húðinni raka og vernda hana um leið.

Þetta gel er algjörlega þess virði að skoða og mér finnst ótrúlega stór kostur að hægt sé að nota það á marga mismunandi vegu. Mig langaði einnig að benda ykkur á það að dagana 18-24. október eru Clinique dagar í Hagkaup. Í tilefni þess er 15% afsláttur af öllu frá Clinique og það fylgir kaupauki með ef verslað er fyrir meira en 7.900kr.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

REAL TECHNIQUES POWDERBLEU X GUÐRÚN SØRTVEIT

BURSTARSAMSTARF
*Þessi færsla er gerð í samstarfi við Real Techniques

Seinasti miðvikudagur var mjög stór dagur fyrir mig en ég var að halda minn eigin viðburð í samstarfi við Real Techniques. Ástæða þess að við vorum halda viðburð saman er vegna þess að við vorum að fagna komu PowderBleu og fagna því að ég sé andlit Real Techniques á Íslandi. Ég er ennþá að ná mér niður eftir þennan dag og er svo þakklát fyrir að Real Techniques hafi leyft mér að halda svona flott partý. Viðburðurinn var mjög mikið í anda PowderBleu. Skreytingarnar voru dökkbláar og allt mjög klassískt. PowderBleu burstarnir eru einstaklega fallegir og skrifaði ég einmitt um þá hér. Þeir eru fágaðir og algjörir lúxus burstar sem mér fannst þessi viðburður einmitt endurspegla. PowderBleu burstarnir eru strax orðnir einir af mínum allra uppáhalds og nota ég þá daglega. Viðburðurinn var haldin í Vox Club salnum með öllu tilheyrandi.

Ég ætla deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum –

Ingunn Sig gerði hárið mitt og var í skýjunum með það! Ég er strax búin að ákveða að fara aftur til hennar fyrir næsta tilefni xx

Myndaveggurinn minn xx

Gyða vörumerkjastjóri Real Tecnhiques, er snillingurinn á bakvið þetta og er best xx 

 

Þakklát fyrir alla sem komu að fagna með mér xx

Það eru núna framstillingar í nokkrum verslunum og við mamma kíktum á framstillinguna í Hagkaup Kringlu í gær. Þetta var mjög skrítið og óraunverulegt en mjög gaman! Ég mæli innilega með að fara og kíkja á þessa bursta, eru einir þeir bestu sem ég hef prófað og koma einungis í takmörkuðu upplagi.

 

Mig langaði að þakka ykkur öllum fyrir að lesa færslurnar mínar og fylgjast með mér á mínum miðlum. Þetta hljómar eins og algjör klisja en ég væri ekki að gera neitt af þessu ef það væri ekki fyrir ykkur sem nennið að fylgjast með mér haha xx 

Takk fyrir að lesa, alltaf!
Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit

RANDOM FAVORITES

SNYRTIVÖRURTÍSKA
*Vörunar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf eða vegna samstarfs 

Það er komið svolítið síðan að ég fór yfir mínar uppáhalds vörur. Ég ákvað að taka saman nokkrar vörur sem eru búnar að standa uppúr síðustu vikur.

 

FIRST LIGHT PRIMING FILTER*

Þetta er farðagrunnur frá Becca Cosmetics sem birtir yfirborð húðarinnar. Fjólublár litur er þekktur fyrir að birta húðina. Formúlan er ótrúlega létt og rakagefandi, stíflar ekki svitaholur heldur skilur húðina eftir bjarta og ferska.

 

Posea Nude bekkur

Þessi bekkur var búinn að vera mjög lengi á óskalistanum mínum og var ég því mjög glöð þegar ég fékk hann í afmælisgjöf frá fjölskyldunni minni. Hann er gullfallegur og mér finnst hann passa fullkomlega heima hjá mér. Þessir bekkir eru til í nokkrum litum og er hver annar fallegri. Bekkurinn fæst hér.

 

BOURJOIS HEALTHY MIX BB CREAM*

Ég fékk þetta BB krem að gjöf fyrir nokkrum vikum en ákvað að prófa það í seinustu viku og sé eftir að hafa ekki prófað það fyrr! Þetta er ótrúlega létt og rakagefandi BB krem sem inniheldur vítamín. Mér finnst formúlan mjög þægileg á húðinni og jafnar húðlitinn. Ég fæ oft spurningar um hvaða BB krem eða létta farða ég mæli og mæli ég svo sannarlega með þessu! Hentar vel fyrir þurra húð. Þetta BB krem fæst hér

LIP MAXIMIZER Í LITNUM NR. 6

Þennan gloss frá Dior keypti ég á flugvellinum í Köben en Dior fæst því miður ekki á Íslandi. Þessi gloss gefur vörunum fallegan nude lit og  inniheldur collagen sem stækkar varirnar örlítið. Mér finnst flottast að nota þennan gloss við nude varablýant eins og til dæmis Stripdown frá Mac.

 

STRIPDOWN FRÁ MAC COSMETICS

Þennan varablýant er ég búin að eiga lengi og nota ég hann mjög mikið. Þessi litur er fullkomin fyrir mig, ekki of kaldur og ekki of heitur. Ég nota hann mjög mikið við nude glossa og varaliti.

 

GOGO FLOWER*

GOGO Flower er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu vikur. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er ég GOGO Partner. Ástæðan afhverju ég valdi að vera GOGO Partner er vegna þess að þessi drykkur inniheldur fullt af vítamínum, steinefnum, náttúrulegt koffín, enginn sykur og engin gerviefni.

 

NIKE WMNS AIR MAX 95 LEA

Ég keypti þessa skó fyrir nokkrum vikum og hef nánst ekki farið úr þeim. Þeir eru ótrúlega þægilegir og fullkomnir dagsdaglega. Skórnir fást hér.

M NSW DWN FILL JKT

Þessa úlpu keypti ég einnig um daginn og er ekki búin að fara úr henni. Þetta er án gríns eins og að vera í svefnpoka! Úlpan fæst hér.

POWDERBLEU FRÁ REAL TECHNIQUES*

Burstinn nr. B201 úr PowderBleu línunni frá Real Techniques er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og elska ég að nota hann í sólarpúður. Hárin eru fíngerð og sérstaklega hönnuð fyrir púðurvörur. Hárin taka því fullkomið magn af vöru og blanda ótrúlega vel við húðina. Síðan skemmir ekki fyrir hvað þeir eru bilaðslega fallegir!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit