fbpx

PUMPKIN LJÓS Í JÓLAGJÖF TIL ÞÍN? // GJAFALEIKUR

GJAFALEIKURHEIMASAMSTARF

Eins og þið sem fylgið mér vitið þá er ég búin að vera í samstarfi við Lýsingu og Hönnun en þau hafa hjálpað mér að velja rétt ljós inní íbúðina okkar Atla og við erum svo ánægð með útkomuna. Ég er búin að deila með ykkur bæði ljósunum á neðri hæðinni og núna nýverið á efri hæðinni. Ég er í skýjunum með þetta samstarf og mun hér með alltaf fá aðstoð frá fagmönnum eins og frá Lýsingu og Hönnun þegar kemur að lýsingu. En við vildum gera eitthvað skemmtilegt fyrir fylgjendur okkar og ákváðum við því að halda gjafaleik á minni Instagram síðu en þar getið þið unnið vinsæla pumpkin ljósið frá Lýsingu og Hönnun. Ég er sjálf með pumpkin inní stofu og ég elska það, ljósið setur punktinn yfir i-ið og gefur frá sér dásamlega og mjúka lýsingu. Það er hægt að nota ljósið bæði sem loft- og veggljós sem er algjör plús.

Þið getið tekið þátt á Instagram síðu minni  HÉR

Fallega ljós .. kannski í jólagjöf til þín frá mér og Lýsingu og Hönnun?

Gangi ykkur vel!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

LOKSINS!

ANNA MÆLIR MEÐFÖRÐUN

Ég er búin að vera í eilífðar basli með maskara, allir þeir sem ég prófa leka á endanum. Þetta hefur víst eitthvað með augnhárin mín að gera og að þau framleiði extra mikla olíu. Ég hef eitt mörgum þúsundköllum í að prufa nýja maskara, bæði vatnshelda og ekki en hingað til hefur enginn virkað nógu vel. Ég og systir mín höfum báðar verið að kljást við þetta vandamál og höfum við fengið ótal tips en aldrei verið nógu ánægðar. EN loksins eftir margra ára leit, fann systir mín maskara sem lekur ekki neitt. Ég átti erfitt með að trúa henni þegar hún sagði mér frá maskaranum og var alveg viss um að hann myndi leka hjá mér en nei við höfum loksins fundið maskara sem lekur ekki. Um er að ræða Telescopic frá L’oreal, ég er búin að vera að nota hann í nokkrar vikur núna og ég er ástfangin. Það er ótrúlegur léttir að geta sett á sig maskara og að þurfa ekki að kíkja í spegil á nokkurra mínútna fresti. LOVE IT!

Maskarinn lengir, gerir augnhárin náttúrulega falleg og ekkert svart undir augunum – þá er ég ánægð!

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

LJÓSIN HEIMA // EFRI HÆÐIN

HEIMASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lýsingu og Hönnun

Jæja það er löngu orðið tímabært að ég deili með ykkur ljósunum á efri hæðinni eins og ég lofaði ykkur lesendum í sumar, en þið getið séð neðri hæðina hér. Ég er í samstarfi við Lýsingu og Hönnun en þar fékk ég persónulega aðstoð varðandi mikilvægar ákvarðanir heima við. Efri hæðin hjá okkur er flóknari þegar kemur að ljósaákvörðunum þar sem að við erum undir súð, sem mér finnst reyndar dásamlegt – súðin gerir rýmið rómantískara finnst mér. Ég ætla að deila með ykkur þeim ljósum sem við fengum okkur á efri hæðina.

LEANNE
Við erum með þessi ljós meðfram báðum stigunum í íbúðinni. Það er ótrúlegt hvað þessi fallegu ljós gera mikið fyrir þetta rými sem var fyrir mjög dimmt og óspennandi.

XYRUS
Við erum með Xyrus kastarana bæði hér í ‘lounge-inu’ eins og ég vil kalla þetta rými og barnaherberginu sem ég tók ekki mynd af. En í barnaherberginu er tvöfaldur Xyrus kastari.

JANY
Við fengum svo þennan dásamlega fallega borðlampa, hann er nýkominn til þeirra í Lýsingu og Hönnun. Ég er svo ánægð með hann en fyrir algjöra tilviljun átti ég kertastjaka frá Ilvu sem passaði svona vel við. Mér finnst þessi borðlampi gera mikið fyrir rýmið þrátt fyrir að vera lítill.

 

WOLFRAM
Svefnherbergið okkar Atla. Við völdum okkur Wolfram inní herbergið en eins og þið sjáið þá erum við undir súð, því er bæði snúið að velja rétt ljós og að mynda herbergið svo að ég biðst afsökunar ef myndirnar eru ekki nægilega góðar. Við máluðum herbergið í sumar og ég er vægast sagt ánægð með útkomuna, herbergið er mýkra og notalegra fyrir vikið. Við mátuðum nokkur ljós inní herbergið en Wolfram kom lang best út, er ótrúlega ánægð með það og hvað það gerir mikið fyrir svefnherbergið.

GOSSE
Við komum bara einu náttborði inní svefnherbergið svo að mig langaði að fá fallegan lampa á það sem myndi lýsa upp súðina. Fyrir valinu var Gosse í stærri gerðinni, dásamlega fallegur lampi sem ég er svo skotin í. Hann gerir svo mikið fyrir rýmið og lýsingin af honum er svo mjúk og góð.

Ég mæli innilega með að gera sér ferð í Lýsingu og Hönnun, þau eru fagmenn fram í fingurgóma og vita uppá hár hvaða ljós hentar hverju rými. Ég og Lýsing og Hönnun ætlum að gera eitthvað spennandi saman fljótlega, stay tuned.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

PRJÓNAPEYSUR Í VETUR : ÓSKALISTI

Á ÓSKALISTANUM

Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að velja mér hlýja prjónapeysu til þess að vera í, þetta hefur orðið að ákveðinni hefð seinustu vikur. Ég er orðin vön því að hafa það huggulegt heima fyrir og mér finnst það eiginlega bara ótrúlega næs, það hefur kennt mér að koma mér niður á jörðina og virkilega meta litlu hlutina. Eins erfitt og þetta ástand er þá held ég að við verðum að reyna að líta á björtu hliðarnar og reyna að gera eins gott úr þessu og hægt er. Ég ætla t.d. að setja upp jólaljós um helgina og byrja að jólast aðeins, ég er auðvitað löngu byrjuð að hlusta á jólalög og byrjuð að borða piparkökur. Ég held að við þurfum öll smá tilhlökkun í lífið okkar og því mæli ég með að byrja að huga að jólunum, þótt það sé bara að skoða gamalt jóladót og hlusta á jólalög, kannski með kakóbolla í annarri og piparkökur í hinni.

Ég ætla að deila með ykkur fallegum prjónapeysum sem eru á óskalistanum hjá mér. Þær eru fullkomnar fyrir komandi vikur, kulda og huggulegheit ..

Mads Nørgaard


Mads Nørgaard

ZARA

ZARA

& Other Stories


Libertine Libertine

Ég vona að þið njótið helgarinnar x
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

EMMA ER 2JA ÁRA Í DAG

EMMALÍFIÐ

Þið sem eruð að fylgja mér ættuð að vita hver Emma er, en ef ekki þá er það hundurinn minn – ítalska prímadonnan eins og ég kalla hana. Litla prinsessan er 2ja ára í dag en ég setti mjög væminn póst á Instagram síðu mína um Emmu litlu, hún er nefnilega alveg ótrúleg og hefur gengið í gegnum ýmislegt sem flestir hundar munu aldrei þurfa að ganga í gegnum. Það er vægast sagt ótrúlegt hvað svona lítil kríli geta gert fyrir mann en hún hefur m.a. hjálpað mér mikið með kvíðann minn, veitt mér stuðning án þess að reyna og elskað mig skilyrðislaust – æ hundaeigendur þið skiljið hvað ég á við .. Mér finnst Emma eiga það skilið að fá færslu hér á Trendnet í tilefni dagsins, hún er stór hluti af lífi mínu og skiptir mig miklu máli – og hefur gert alveg frá því að ég gerði mér ferð fyrir rúmum tveimur árum í ítalska sveit til þess að skoða hana aðeins 10 daga gamla, það var ekki aftur snúið. Emma varð að verða mín enda fór ég rakleiðis í dýrabúð og keypti allskyns dót fyrir hana, sem beið hennar í 2 mánuði.

Myndina tók Helgi Ómars þegar hann kíkti í kaffi til okkar Emmu

Þið getið séð Instagram póstinn hér.
Emma mun fá bein í tilefni dagsins og mikið af knúsum frá sínum nánustu.

Eigið góða helgi,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HVERNIG ÉG NOTA THE ORDINARY VÖRURNAR

HÚÐUMHIRÐA

Ég var beðin um að deila því hér hvernig ég nota vörurnar frá The Ordinary. Ég fer eftir leiðbeiningum á vefsíðu Deciem sem er fyrirtækið yfir The Ordinary. Hér er hægt að sjá góðar leiðbeiningar en þar er líka farið vandlega yfir hvaða vörum má blanda saman og hvaða vörum er mælt með að blanda ekki saman.

Hér er mín rútína:

Á MORGNANA

 1. Þrífa húðina
 2. Buffet : Serum sem inniheldur 6 mismunandi peptíð, rakagefandi og vinnur á hrukkum
 3. Niacinamide 10% + Zinc 1% : Vinnur á ýmsum erfiðleikum húðarinnar, minnkar svitaholur og kemur olíuframleiðslu húðarinnar í jafnvægi
 4. Caffeine Solution 5% + EGCG : Augnserum sem vinnur á baugum og þreyttu augnsvæði
 5. Rakakrem
 6. Sólarvörn

Á KVÖLDIN

 1. Þrífa húðina
 2. Buffet : Serum sem inniheldur 6 mismunandi peptíð. Rakagefandi og vinnur á hrukkum
 3. Hyaluronic Acid 2% + B5 : Rakasýra sem minnkar myndun fínna lína og bindir raka í húðinni, extra raki fyrir veturinn
 4. Granactive Retinoid 2% in Squalane : Vinnur gegn öldrun húðarinnar ásamt því að vinna á örum og blettum.
 5. Rakakrem

1x í viku: AHA Peeling Solution og þá er mælt með að nota ekki sterkar sýrur né peptíð með.

Þessi rútína hentar mér vel en það er mikilvægt að hafa það hugfast að engin húð er eins og því er nauðsynlegt að fræða sig vel og velja vörur og rútínu sem hentar hverjum og einum.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HREYFING OG ÚTIVERA

HAUSTHEILSAHREYFINGLÍFIÐ

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur,

Ég er búin að vera fjarverandi seinustu daga og vikur, en ég hef verið að einbeita mér að sjálfri mér og fjölskyldu minni. Seinustu vikur og mánuðir hafa verið erfiðir og tekið á andlegu hliðina – ég er viss um að ég sé ekki sú eina sem finnur fyrir þessu. Samt sem áður er ekkert annað í stöðunni en að reyna að vera bjartsýnn og leita í hið jákvæða. Það skiptir mig öllu að komast út í náttúruna, hreyfa mig og anda að mér fersku súrefni. Haustið er nefnilega dásamleg árstíð, ein af mínum uppáhalds í rauninni. Því er um að gera að njóta hennar í fallegu íslensku náttúrunni, æfa djúpöndun og bara njóta. Þessi litlu skref hjálpa andlegu hliðinni og veita mér vellíðan, sem er svo mikilvægt á tímum sem þessum. Svo er um að gera að fókusa á það jákvæða en við fjölskyldan höfum verið að tala mikið um jólin og finnst okkur mikilvægt að hlakka til einhvers. Við erum byrjuð að hlusta á jólalög og horfa á jólamyndir, sumum finnst það eflaust alltof snemmt en ég finn rosalegan mun á mér eftir að við byrjuðum á þessu. Það er svo mikilvægt að hlakka til og reyna að leita í það jákvæða og skemmtilega, eitthvað sem veitir manni hlýju. Ég er byrjuð að skoða jóladót og plana jólagjafir – ó hvað ég er spennt! Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum frá gærdeginum en við litla fjölskyldan fórum í Heiðmörk og áttum dásamlega stund þar.

Úlpa: Dyngja frá 66°Norður 
Buxur: Nike 
Skór: Dr Martens

Ég vona að þið ætlið að drífa ykkur út og hreyfa ykkur í fallegu náttúrunni í dag, ég veit að ég ætla að gera það!

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

DVÖL Á ION

ANNA MÆLIR MEÐFERÐALÖGHAUSTÍSLANDLÍFIÐ

Atli minn átti afmæli þann 10. september og vegna óviðráðanlega aðstæðna gátum við ekki haldið almennilega uppá afmælið þann dag, því ákvað ég að plana smá surprise fyrir hann í staðinn. Ég er mikil afmæliskona og vil helst að allir bjóði í veislu þegar kemur að afmælum en þó allavega að halda smá uppá það. Ég bað því Atla um að taka seinustu helgi frá og svo byrjaði ég að plana.. Ég pantaði herbergi fyrir okkur á Ion hótelinu á Nesjavöllum, með 3ja rétta kvöldmat og morgunmat – Dásamlegur pakki sem ég mæli eindregið með! Ég sótti Atla í vinnuna á föstudegi, búin að pakka í töskur fyrir okkur og fá pössun fyrir Emmu. Atli greyið hafði ekki hugmynd um hvert við værum að fara en ég var búin að segja honum að við ætluðum að gista í tjaldi .. ég get ekki fyrir mitt litla líf tjaldað og hvað þá pakkað fyrir tjaldferðalag. Við tók ferðalag á Nesjavelli en hótelið er staðsett þar, aðeins í 45mín akstursfjarlægð frá Miðbænum sem er voðalega þægilegt. Ég ætla að deila með ykkur myndum frá dásamlegri dvöl á ION.

Vesti : H&M
Glimmerbolur : Weekday
Taska : Louis Vuitton

24 tímar í himnaríki .. yndislegt í alla staði. Ég mæli eindregið með að gera sér ferð á ION hótelið á Nesjavöllum sérstaklega núna þegar allt er grátt og rigningarlegt.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

FENDI SPRING 2021 READY-TO-WEAR

Tískuvika í Milano .. ó hvað ég sakna stórborgarinnar á þessum tíma árs. Borgin umturnast og fyllist af flottustu týpum í heimi, eða það finnst mér. Ég ætlaði að sýna ykkur mín uppáhalds look frá Prada en ég varð fyrir miklum vonbrigðum svo að ég ætla að sýna ykkur frá Fendi frekar. Fendi sýningin innihélt bæði womenswear og menswear vegna aðstæðna í heimunum, þið vitið covid og allt það. En ég var ótrúlega hrifin af sýningunni og þá sérstaklega hrifin af fallegu útsaumunum sem þið getið séð á flíkum hér fyrir neðan. Við sáum náttúruleg efni sem og hör, silki, bómul og að sjálfsögðu töskur og fylgihluti sem ég væri alveg til í að eignast. Litirnir voru dásamlegir og gæti ég vel hugsað mér að kaupa flík í ljósbláum eða appelsínugulu fyrir næsta vor. Litirnir sem við sáum sem mest voru off white, ljós blátt, appelsínugult, gult, svart .. elska það. Svo má ekki gleyma boðskortinu sem innihélt Rummo pasta nema það var Fendi-lagað, ég væri alveg til í að fá mér Fendi pasta í kvöldmat, en þið? ?

Hér fyrir neðan sjáiði mín uppáhalds look.

Myndir: Alessandro Lucioni / Gorunway.com 

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HAUST Í MIÐBORGINNI // OUTFIT

HAUSTOUTFIT

Haustið hefur lagst yfir miðborgina og ég samsvaraði því fullkomnlega í gær .. í þremur lögum af fötum. Ég elska haustið með heitan bolla á rölti um miðborgina – dásamlegt. Annars er ég varla búin að fara úr skónnum sem ég fékk mér úr línu Andreu Rafnar í samstarfi við JoDis. Týpan sem ég valdi mér heitir UNA og ég er vægast sagt ánægð. Eins og ég sagði þá hef ég varla farið úr skónnum, þeir eru þægilegir, passa við allt og eru einfaldlega tímalausir. Love them. Línan í heild sinni fæst í Kaupfélaginu en ég veit að margar týpur eru uppseldar – ég hef aftur á móti heyrt að það muni koma ný sending fyrr en síðar.

Ég fékk margar spurningar varðandi outfittið sem ég klæddist í gær og deili ég því með ykkur hér.

Leðurskyrtujakki : Zara
Rúllukragabolur : Weekday
Ullarvesti : H&M
Gallabuxur : Weekday, týpan heitir Thursday
Skór : JoDis by Andrea Röfn, týpan heitir Una
Taska : Zara

Dress í miklu uppáhaldi, kannski svolítið svart en ég poppaði það upp með töskunni. Það mætti segja að taskan væri second hand en mamma keypti hana fyrir mörgum árum og ætlaði að gefa hana fyrr í sumar, ég ákvað aftur á móti að næla mér í hana en ég sá mikið notagildi í henni enda hef ég varla notað aðra tösku síðan.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann