fbpx

VALENTÍNUS // OUTFIT

OUTFITTÍSKA

Ég átti mjög rólegan og góðan Valentínusardag með Atla mínum. Við fórum út að borða á Rok og ég skellti í speglamynd áður en við fórum út. Ég fékk svo margar spurningar varðandi blússuna sem ég klæddist að ég ákvað að svara öllum fyrirspurnunum hér. Ég fékk hann á útsölunni hjá Zara og var búin að geyma hann fyrir sérstakt tilefni. Ég er ótrúlega hrifin af þessu sniði og hvernig blússan er tekinn saman í miðjunni – mjög klæðilegt og rómantískt look.

Blússa – Zara
Gallabuxur – Weekday
Veski – Louis Vuitton

Það er núna markmiðið að vera duglegri að deila með ykkur tískutengdum færslum, þær virðast vera vinsælastar hjá mér. 🥰

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

LOKSINS ER HÚN MÍN & AFSLÁTTARKÓÐI FYRIR YKKUR

ANNA MÆLIR MEÐHEIMASAMSTARF

Ég er búin að bíða spennt eftir því að deila fréttum með ykkur. Ég fékk nefnilega daumagræju inná heimilið – sem er að breyta heimilislífinu. Ég er að sjálfsögðu að tala um ryksugu robot! Ég fékk Tesvor S6 sem er nýjasta og öflugasta vélin að gjöf frá Lautus. Hún ryksugar og moppar og er með 360° laser skynjara sem kortleggur svæðið sem hún þrífur á og leggur það á minnið. Hægt er að skilgreina svokallað bannsvæði í appinu og velja ákveðin svæði til að þrífa. Það fylgir vatnsbox með vélinni og hefur hún þrjár moppu stillingar sem hægt er að velja úr. Ég læt mína ryksuga parketið, flísarnar og þunnar mottur svo þegar ég hef látið hana moppa þá læt ég motturinar inná ‘bannsvæði’. Það er hægt að ákveða hvenær vélin fer af stað og hversu lengi hún á að þrífa svo fer hún sjálf í hleðslu þegar hún er búin. Algjör lúxus!

Mynd frá Lautus.is

Ég er rosalega ánægð með þessa viðbót inná heimilið og finnst mér að þessi græja eigi heima á öllum helstu heimilum. Það fer lítið fyrir henni, auðvelt að fara með hana á milli hæða og hægt er að breyta styrkleikastigi vélarinnar. Sem dæmi er ég oftast með stillt á ‘silence’ þá heyrist lítið í henni á meðan hún ryksugar. Þið getið lesiði ykkur betur um Tesvor S6 hér. Fyrir ódýrari kost þá er X500 ein vinsælasta vélin hjá Lautus. Þið getið skoðað hana betur hér.

Ég mæli með að horfa á myndbandið hér fyrir neðan en þar er sýnt frá vélinini sem ég á, Tesvor S6.

Í samstarfi við Lautus ætlum við að bjóða uppá 10% afslátt af öllum vörum með kóðanum “annabergmann” eða með því að fara inná þessa slóð hér. Með því að fara inná slóðina þá bætist afslátturinn sjálfkrafa við check out.

Ég vona að þið nýtið ykkur afsláttinn og fjárfestið í draumavél inná heimilið. Vélin mín hefur allavega hjálpað mér helling og get ég varla ímyndað mér að vera án hennar. Sem dæmi héldum við fjölskylduafamæli í lok síðustu viku, ég lét græjuna mína ryksuga og moppa eftir afmælið á meðan að ég drakk kaffi og fletti tímariti. Lúxus.

Happy robot shopping!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HÁDEGISDEIT Í MIÐBORGINNI // OUTFIT

LÍFIÐOUTFIT

Ég er búin að vera léleg að taka outfit myndir og deila þeim bæði hér og á Instagram, ástæðurnar eru einfaldlega þær að það hefur verið mikill skortur af tilefnum og svo á ég það til að gleyma að biðja um að smella mynd af mér. Ég ætla að taka mig á og vera duglegri að deila með ykkur.

Ég átti gott hádegisdeit með systur minni á föstudaginn í síðustu viku, við fórum á Austurlanda Hraðlestina og namm (!!) ég var búin að gleyma hvað maturinn þar er bragðgóður – ég nefnilega elska indverskan mat. Ég auðvitað nýtti tækfærið og lét systur mína smella nokkrum myndum af mér, þar sem að jú.. ég er oftar en ekki í joggingalla og er því nauðsynlegt að eiga sönnun á því að hafa dressað sig upp.

 

Kjóll – Zara
Faux fur vesti – Zara
Pleður blazer – H&M
Taska – Stella McCartney
Skór – JoDis by Andrea Röfn

Ég vona að ykkur finnst gaman að fletta í gegnum færslur af þessu tagi. Endilega setjið ‘like’ við færsluna ef þið viljið sjá meira svona. 🥰

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÞESSAR VÖRUR RÖTUÐU Í KÖRFUNA MÍNA Á CULT BEAUTY

HÚÐUMHIRÐA

Ég pantaði í fyrsta skipti frá Cult Beauty í síðustu viku, aðallega vörur sem fást ekki hér eða eru allavega ódýrari á Cult. Ég veit ekki af hverju en ég varð alveg extra spennt að fá þessa sendingu í hendurnar, það er svo gaman að prufa nýjar húðvörur – tengir einhver? Pakkinn kom heim eftir aðeins 2 daga, ótrúlega hröð og góð þjónusta. Mæli með!

Ég ætla að deila með ykkur þeim vörum sem ég pantaði mér.

Ég keypti þessar augnskífur í Sephora þegar ég bjó í Milano. Þær eru ótrúlega góðar og hjálpa við bólgu í kringum augu.

NARS hyljari. Mig vantaði hyljara og fékk ég góð meðmæli með þessum.

Nýr hárbursti! Þessi er strax kominn í algjört uppáhald. Hann er frá merkinu Wet Brush.

Hyaluronic acid frá The Ordinary. Ég nota þessa vöru daglega og elska hvað hún gefur húðinni mikinn raka.

Ég er búin að sjá mikið af þessari vöru bæði á Instagram og Tiktok, því var hún ein af fyrstu vörunum í körfuna hjá mér.. Ég er nýbyrjuð að nota hana en hlakka til að sjá hvort ég fíli hana.

Vantaði nýjan, græðandi varasalva. Þessi er með ferskjubragði og er æðislegur.

Varan sem ég var spenntust fyrir.. C-vítamín og EGF – algjör ofurbomba fyrir húðina. Ég spurði fylgjendur mína á Instagram hvaða c-vítamín húðvari góð, þessi fékk mörg atkvæði. Ég er líka nýbyrjuð að nota þessa vöru en ég mun láta ykkur vita hvernig mér líkar.

Þurrbursti fyrir líkamann, því húðin er okkar stærsta líffæri. Ég er búin að nota þennan bursta einu sinni og ég elska hann! Húðin varð svo dásamlega mjúk og ljómandi eftir notkun.

Fyrir augabrúnirnar – ég fer ekki í litun og plokkun og hef ekki gert síðan 2014. Ég vil hafa augabrúnirnar mínar eins náttúrulegar og hægt er og nota ég því engan fastann lit. Mér finnst aftur á móti frábært að grípa í þennan lit til þess að skerpa þær og láta þær haldast fallegar. Mæli með 🥰

Þessa vöru fékk ég í hárið síðast þegar ég fór í litun, fannst svo góð lykt af henni og heillast svo af Aveda. Hárið mitt hefur verið ansi þurrt og líflaust undanfarið og er ég því ánægð með að hafa fjárfest í smá hár-dekri.

Þetta voru vörurnar sem ég pantaði mér frá Cult Beauty en ég mæli eindregið með að skoða vefverslunina, þau bjóða uppá öll helstu merkin og er því úrvalið endalaust.

Ég vona að þið hafði haft gaman af því að lesa þessa færslu og sjá hvað ég pantaði mér frá Cult Beauty. 😊

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

GALLABUXNABLÆTI

ANNA MÆLIR MEÐOUTFITTÍSKA

Ég er komin með hálfgert blæti fyrir þægilegum og flottum gallabuxum, mér finnst allavega ekki leiðinlegt að finna fullkomnar buxur fyrir mig. Mér hefur alltaf þótt það erfitt að finna góðar gallabuxur, þær hafa flestar rifnað yfir rassinn og eru alls ekki langlífar. En ég datt í lukkupottinin fyrir jól þegar ég keypti mér gallabuxur frá Weekday sem ég elska og hef varla farið úr. Ég kaupi mér núna bara gallabuxur þaðan, mér finnst þær lang bestar og eru þær afar langlífar miðað við önnur merki. Uppáhalds sniðið mitt er MIKA, þær eru uppháar í mom sniði – algjört draumasnið að mínu mati. Ég tók mínar í litnum ‘poppy blue’ en ég væri alveg til í að eiga þessa týpu líka í svörtu.

Gallabuxur – MIKA frá Weekday
Faux fur – Monki (gamall)
Skór – JoDis by Andrea Röfn
Taska – Stella McCartney
Trefill – Acne Studios

Hér sjáiði sniðið vel ..

Elska þær!! Mæli með fyrir alla gallabuxnaperrana að gera sér ferð í Weekday og skoða úrvalið.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HEIMSÓKN Í MAGNOLIU

ANNA MÆLIR MEÐHEIMAHÖNNUNSAMSTARF

Ég heimsótti eina fallegustu húsgagna- og heimilisvörubúð landsins í síðustu viku, ég er að sjálfsögðu að tala um Magnoliu á Skólavörðustíg. Ég var með stjörnur í augunum þegar ég tók hring í búðinni, hún er svo dásamlega falleg og mig langar helst að skipta öllu því sem ég á út fyrir vörur frá Magnoliu. Fyrir ykkur sem vitið ekki þá var Magnolia staðsett á Skólavörðustíg 38 en flutti niður um nokkur númer í sumar, eða á Skólavörðustíg 18. Skylduheimsókn fyrir alla fagurkera og heimilisvöru-unnendur. Magnolia býður uppá merki eins og t.d. Tine K og Day Birger en úrvalið er vægast sagt frábært. Þar finnið þið húsgögn, lífsstílsvörur, gjafavörur og svo mætti lengi telja. Viðarbrettin þeirra eru ansi vinsæl en þegar ég kíkti í heimsókn þá voru aðeins fáein eftir. Ég mæli með að fylgja þeim á Instagram, þær eru duglegar að deila fallegum myndum af vörum sem hægt er að nálgast í Magnoliu. Þið getið fylgt þeim hér.

Myndir frá Magnoliu

Ég var svo heppin að fá að taka með mér skál og bretti sem fengu strax mikinn tilgang á heimilinu. Skálina nota ég undir ávexti og brettiði undir salt og pipar. Ég hlakka strax til þess að kíkja aftur en mig dreymir um fleiri skálar og fallega bastmottu frá Magnoliu.

Ég hlakka til að kíkja aftur í heimsókn, mjög fljótlega! Þangað til ætla ég að halda áfram að dást af úrvalinu þeirra á Instagram síðu Magnoliu.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

JANÚAR .. TIL SÆLU

HEILSALÍFIÐSJÁLFSVINNA

Ég er búin að eiga dásamlega helgi en ég keyrði til Hveragerðis með mömmu og við gistum á Inni Apartments – mæli með! Ég átti þessa 24ja tíma pásu vel inni og var hún svo velkomin. Ég keyrði mig alveg út í desesmber og náði ekkert að hvíla mig almennilega. Ég lofaði sjálfri mér að 2021 myndi fara í sjálfsvinnu og ætla ég virkilega að standa við það. Ég byrjaði árið með krafti og skráði mig í fjarþjálfun hjá Indíönu Nönnu og GoMove – skoðið betur hér. Ég hélt ég myndi aldrei fíla það að æfa heima en vá hvað það kemur mér á óvart – ég er að elska þetta! Ég keypti mér ketilbjöllu og átti teygjur, sippuband og mottu. Ég finn strax fyrir aukinni vellíðan, bæði andlega og líkamlega! Ég mæli með fyrir alla að taka smá tíma í hreyfingu á hverjum degi, það þarf ekki að vera lengur en 30-45 mínútur – við græðum bara af því! Janúar til sælu, það er mitt markmið og ætla ég að eyða góðum tíma í sjálfsvinnu – og sjálfsást! Sjá hér.

Ég tók ekki margar myndir um helgina en þið fáið að sjá tvær og vonandi finnið þið fyrir huggulegheitunum og hversu dásamlegt og friðsælt ör-fríið var.

Fyrir ári síðan deildi ég með ykkur færslu um nýtt ár og markmið, mér finnst færslan enn eiga við og er klárlega góð lesning fyrir nýja árið. Þið getið lesið færsluna “Nýtt ár, nýr kafli” hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

KVEÐJA TIL 2020

LÍFIÐPERSÓNULEGT

“Takk 2020 fyrir allt sem þú hefur kennt mér og það sem mikilvægara er, fært mér. Þrátt fyrir erfitt ár sem hefur tekið á andlegu hliðina þá get ég ekki verið annað en þakklát. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað 2021 mun færa mér. 2021 mun fara í sjálfsvinnu, rækta sambönd mín við fjölskyldu, vini og ástina í lífi mínu, Atla.”

Tekið af Instagram síðu minni. 2020 var svo sannarlega viðburðaríkt ár, ég held að ég hafi sjaldan verið í jafn miklu ójafnvægi – sem ég held að margir tengi við. Þrátt fyrir erfitt og skrýtið ár þá er ég samt þakklát fyrir það, ég tók mörg stór skref í rétta átt, fór langt fyrir utan þægindarammann og gerðist sterkari andlega fyrir vikið.

Ég tók saman highlights frá liðnu ári og ætla að deila með ykkur.

Árið byrjaði vel, ég fór snemma á árinu til Rómar með Júlíu systur.

Atli kom loksins í heimsókn til mín til Milano.

Við Emma á Milan Fashion Week í febrúar .. little did we know

Fáeinum dögum síðar var ég komin í flugvél, með grímu á leiðinni til Íslands – að flýja elsku Milano ..

Næstu vikurnar voru vægast sagt erfiðar. Emma mín var föst í Milano og ég komst ekki til baka að sækja hana.
Ég reyndi að dreifa huganum með útiveru og hreyfingu.

10 (!!!) vikum síðar náði ég að fljúga til Milano að sækja Emmu og pakka niður íbúðinni minni sem ég hafði búið í sl. 2 ár.
Ég var í Milano í u.þ.b 10 daga og náði á met tíma að undirbúa Emmu til flutnings til Íslands,
en það er ekkert grín að flytja dýr til landsins.

8 töskum og fjölda UPS kassa síðar ..

Komnar til Stokkhólms eftir svefnlausa nótt á flugvallargólfinu í Frankfurt.

Sameinaðar aftur eftir að Emma kláraði 2ja vika einangrun. Þvílík hetja sem hún er ..

Útivera og þessi björguðu geðheilsunni.

Ég ákvað að halda uppá útskriftina mína í lok júlí. Á þessum tíma var ég búin að skila lokaverkefninu mínu en enn var ekki vitað hvenær útskriftin myndi vera, og hvort hún myndi vera yfir höfuð. Ég bauð mínum nánustu og vá hvað það var gaman! Ég hef sjaldan brosað jafn mikið enda fékk ég strengi í brosvöðvana daginn eftir.

Mín stoð og stytta.

Okkur Atla var boðið að dvelja á Hótel Geysi, dásamleg ferð í alla staði. Ég mæli með fyrir alla að gera sér ferð á Hótel Geysi, ég ætla tvímælalaust að fara aftur á þessu ári.

Nýkomin úr búbblubaði, með sjöstrand bolla og friðsæld – draumur!

Við ákváðum að flýja til Mývatns í tvær nætur í ágúst.

.. svo gisting á GeoSea í september.
Ég held ég hafi aldrei gist jafn oft á hótelum á Íslandi á einu ári. Mjög dýrmætt í minningarbankann.

Ég tók smá þátt í Konur Eru Konum Bestar – elska þetta verkefni hjá ofurkonunum okkar.

Afmæliskona í lok nóvember – ég hef alltaf verið mikið afmælisbarn og þótti mér dásamlegt að geta haldið smá uppá það.

Og svo voru allt í einu komin jól. Við héldum uppá fyrstu jólin okkar saman, heima í 101.

Áramótin gengin í garð og 2020 kvatt, ekki með trega ;)

Lífið með þessum er einfaldlega best.

Ég er ansi sátt með árið 2020. Ég flutti með aleiguna til Íslands. Flutti inn til Atla. Útskrifaðist frá Istituto Marangoni með hæstu einkunn. Tók að mér allskyns skemmtileg verkefni. Tók ótalmörg skref út fyrir þægindarammann.

Skál fyrir 2021 – ég hlakka til að sjá hvað næstu 365 dagar munu færa mér.

Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

JÓLAMATURINN Í ÁR, SÁ SAMI OG Í FYRRA

MATURUPPSKRIFTIR

Ég er í mega bömmer, ég ætlaði að deila með ykkur gjafalista fyrir jólin en svo gafst enginn tími í það. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér og það hefur varla gefist tími til þess að setjast niður – en nú anda ég rólega því það er allt orðið tilbúið fyrir jólin. Við Atli ætlum að halda jólin heima hjá okkur í ár og foreldar mínir og systir koma til okkar. Er mjög spennt að fá að bjóða fólkinu mínu til okkar. Það fór ekki á milli mála hvað ég ætla að borða en í fyrra gerði ég sturlað góða vegan wellington steik – algjört gúrme en ég fékk meirað segja að heyra að hún væri betri en kjötið .. sem segir ansi mikið. Ég ætla því að fara eftir sömu uppskrift og ætla að deila henni með ykkur svo að þið getið hermt. Hún er dásamleg með sveppasósu og öllu því meðlæti sem ykkur finnst gott.

Vegan wellington steik
Hráefni

 • Vegan smjördeig (ég notaði 4 plötur)
 • 2 msk kínóa + 5 msk vatn
 • ½ laukur
 • 3 gulrætur
 • 200 gr blómkál
 • 3 sellerí stilkar
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk timían
 • 1 tsk salvía
 • 1 grein af rósmarín
 • 250 gr sveppir
 • 1.5 msk tamari sósa
 • 1 dós af kjúklingabaunum
 • ¾ bolli af valhnetukjörnum
 • ½ bolli af panko brauðmylsna (meira ef þarf)
 • 2 msk tómatpaste
 • 1.5 msk vegan worchestershire sósa
 • Salt
 • Pipar
 • 1 msk vegan smjör

Aðferð

 1. Forhita ofn við 200°C
 2. Hellið kínóa í skál og bætið vatninu við, leyfið því að standa í 15-20 mínútur þar til að kínóað hefur dregið í sig allt vatnið.
 3. Hitið olíu á pönnu og bætið við niðurskornum lauk, sellerí, gulrótum og blómkáli. Steikið í u.þ.b 6-8 mínútur eða þar til allt grænmetið er orðið mjúkt.
 4. Bætið við hvítlauk, timían, salvíu og rósmarín.
 5. Skerið sveppina smátt og bætið síðan við á pönnuna. Leyfið því að steikjast saman í 5-7 mínútur.
 6. Bætið við tamari sósunni og steikið í 1-2 mínútur. Slökkvið svo undir pönnunni og leyfið blöndunni að kólna í góðar 10 mínútur.
 7. Hellið kjúklingabaununum í skál og maukið með kartöflumaukara. Ég átti ekki maukara og notaði því kaffipressu sem virkaði fínt. Passið ykkur að yfir-mauka ekki, við viljum skilja eftir mikla áferð á kjúklingabaununum en ekki enda með hummus.
 8. Bætið öllu við baunirnar þ.e. blöndunni sem var verið að steikja, brauðmylsnu, valhnetukjörnum (skornum niður í smátt), kínóa, worchestershire sósu, tómat paste ásamt salt og pipar. Blandið vel saman, best er að gera það með höndunum eða góðri sleif. Við viljum ekki hafa blönduna of blauta, bætið við meiri brauðmylsnu ef þess þarf.
 9. Núna er kominn tími á að móta ‘steikina’. Mótið með höndunum í breiða lengju.
 10. Mótið smjördeigið þannig að steikin passi í miðjuna og hægt sé að breiða deigið vel yfir steikina.
 11. Penslið með bráðnuðu smjöri svo hægt sé að loka deiginu vel.
 12. Snúið steikinni við og penslið hliðarnar og ofaná steikinni með smjörinu.
 13. Ég notaði eina smjördeigsplötu í ‘skraut’ og skar það í þunnar lengjur og skreytti í X. Muna að pensla með smjöri.
 14. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til að deigið er orðið fallega ljósbrúnt. Leyfið steikinni að standa í 10 mínútur áður en byrjað er að skera í hana.

Gleðileg jól elsku Trendnet lesendur,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

REYKJAVÍK Í JÓLAPAKKANN & NÚ Á 20% AFSLÆTTI

AB DESIGNHÖNNUN

Mig langar að deila með ykkur verkefni sem ég hef verið að vinna í. Um er að ræða plakat sem ég bjó upprunalega til þegar ég var nýflutt til Milano, mig vantaði eitthvað sem minnti mig á Ísland og þess vegna fannst mér tilvalið að búa til REYKJAVÍK með hnitum af miðju borgarinnar. Ég byrjaði að selja plakötin sjálfsætt undir Anna Bergmann Design. en er núna að selja REYKJAVÍK hjá PosterMarket. Elísabet okkar fjallaði um PosterMarket fyrir stuttu síðan, þið getið lesið færsluna hér.

REYKJAVÍK kemur í tveimur litum, dökk gráu og kremuðu. Hægt er velja á milli tveggja stærða 50×70 og 30×40. Plakötin eru prentuð hjá umhverfisvottuðum prentsmiðjum á Íslandi og á hágæða pappír.

Heima hjá Hildi Rut, Trendnet vinkonu 🤍

REYKJAVÍK er nú á 20% afslætti. Kaupið REYKJAVÍK á vefsíðu PosterMarket. 

Fyrirfram þakkir til ykkar sem kaupið hönnunina mína 🤍
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann