fbpx

AFMÆLISDAGURINN MINN

Lífið

Seinasta föstudag átti ég afmæli og var því fagnað vel og mikið með vinum mínum hérna úti. Ég byrjaði daginn rólega með æfingu og svo kíkti ég í kjólaleiðangur þar sem að kjólinn sem ég pantaði á netinu mætti því miður aldrei í hús. Mínar bestu vinkonur hér í Milano buðu mér svo á Cova sem er yndislegt pasticceria í hjarta borgarinnar. Þar fékk ég mér crostata ai frutta di bosca, sem er minn allra uppáhalds ítalski eftirréttur. Dagurinn samanstóð af vöndum af rósum í öllum litum regnbogans, faðmlögum og mikilli ást. Ég fór ásamt vinahópnum frá Marangoni út að borða á Penelope a Casa. Síðan var ég dregin út á lífið, sem var svo nákvæmlega það sem ég þurfti. Að dansa, syngja og ekki hugsa um neitt annað nema að vera í núinu.

English translation //
My birthday was last friday and I celebrated with my friends here in Milan. My day started slowly with a workout and dress shopping as the dress I ordered online never showed up. My best friends here in Milan invited me to Cova which is a wonderful pasticceria in the heart of the city. There I had crostata ai frutta di bosca, my all time favorite Italian dessert. My day consisted of bouquets of roses in all colours possible, hugs and lots of love. Me along with a group of friends from Marangoni had late dinner at Penelope a Casa. Then I got dragged to dance, which ended up being exactly what I needed. To dance, sing and not thinking about anything except being in the moment.

Outfit kvöldsins
English// Outfit of the night
Crostata ai frutta di bosca, rósavöndur, gjöf frá LV og ansi glöð afmæliskona.
English // Crostata ai frutta di bosca, punch of roses, a gift from LV and a very happy birthday girl.

Late dinner á mínum allra uppáhalds stað, Penelope a Casa.
English // Late dinner at my all time favourite restaurant, Penelope a Casa.

 
Eftirréttaturn fyrir afmæliskonuna .. annan daginn í röð.
English // Dessert tower for the birthday girl .. the second day in a row.

Ó það er svo gaman að eiga afmæli og enn skemmtilegra í góðra vina hópi.
Ég er heppin að hafa kynnst svona frábærum hóp af yndislegum einstaklingum sem stunda með mér nám.

English // Oh I love celebrating my birthday and even more with a group of friends. 
I’m so lucky that I met this amazing group of wonderful individuals that study with me. 

Þakklát, meyr, elskuð. Ég fann fyrir góðum tilfinningarússíbana eftir afmælið mitt. Það er alls ekki sjálfsagt að ég sé búin að umkringja mig af góðu fólki sem kemur frá öllum heimshlutum og heldur uppá daginn minn með mér, rétt eins og um afmælisdaginn þeirra sé að ræða. Mér finnst það alltaf erfitt að vera frá fjölskyldu og íslenskum vinum á svona dögum, ég verð alltaf smá lítil í mér – en þessi ítalski (en mjög alþjóðlegi) vinahópur minn gerir lífið svo sannarlega skemmtilegra og auðveldara. Takk.

Á döfinni hjá mér eru lokaskil og allskyns vinna. Annars er ég mjög spennt fyrir því að koma til Íslands í næstu viku, ég verð í heilan mánuð í þetta skipti og ætla svo sannarlega að njóta.

English translation //
Grateful, tender, loved. I was on an emotional rollercoaster after my birthday. It’s not granted that I have surrounded myself with good people from all around the world that celebrate my birthday with me, like its their own. I always find it hard to be away from my family and Icelandic friends on days like this, I get emotional – however this Italian (although very international) group of friends make life more enjoyable and easier. Thanks guys.

Currently I’m working on my hand in for this term along with all kinds of other work. I’m very excited to come to Iceland next week, I’m staying for a whole month this time and I’m certainly going to enjoy.

Þangað til næst // Until next time,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

MÍN HVERSDAGS FÖRÐUN

FÖRÐUN
Allar vörurnar að neðan keypti ég sjálf. 

Það eru komnar nokkrar vikur síðan að ég bar undir Instagram fylgjendur mína hvort það væri áhugi fyrir förðunarfærslu frá mér, undirtektirnar voru vægast sagt góðar. Hér kemur því færsla um mína hversdagsförðun en ég vil taka það fram strax að ég er ekki lærður förðunarfræðingur og hef lítið sem ekkert vit á förðun. Ég kann vel á mitt andlit og hvað hentar því og minni húð svo takið öllum mínum tipsum með fyrirvara. Mér finnst mjög skemmtilegt að prófa nýjar vörur en ég er oftast mjög vanaföst og hef því notað þessar vörur í langan tíma sem að ég mæli með hér fyrir neðan.
Grunnurinn á allri fallegri förðun er að sjálfsögðu húðrútínan, ég legg mikið uppúr minni rútínu og hefur það orðið til þess að húðin mín fór frá því að vera vandamála húð yfir í mjög góða og nánast vandamálalausa húð. Það er hægt að skoða húðrútínuna mína hér.

En að minni hversdagsförðun. Ég nota aldei farða nema fyrir fínni tilefni og nota ég því einungis hyljara og svo setting púður.
Sjáið vörurnar sem ég nota hér fyrir neðan –


Ég hef verið að nota þennan hyljara frá Maybelline í ágætan tíma og er mjög ánægð með hann.
Mér finnst hann bæði þekja vel og helst út daginn. Bursti frá Real Techniques.


Ég elska þetta glæra setting púður frá Lauru Mercier. Ég er búin að eiga það í allavega eitt ár og er ekki nálægt því að vera búin með það, þrátt fyrir að ég noti það á hverjum degi. Að mínu mati á þetta púður heima í öllum helstu snyrtibuddum.
Bursti frá Real Techniques.


Sólarpúður sem er varla þörf á að kynna, svo vinsælt er það.
En fyrir þá sem kannast ekki við þetta sólarpúður þá heitir það Hoola og er frá Benefit Cosmetics.
Bursti frá Real Techniques.

Og að mínu allra uppáhalds .. kinnalitur. Ég á nokkra kinnaliti sem ég flakka á milli en núverið hef ég verið að grípa mikið í þennan. Hann er frá MAC og heitir Style. Ég elska kinnaliti og spara alls ekki magnið, mér finnst svo fallegt að vera rjóður í kinnum. Það gerir mann svo líflegan og sætan.
Bursti frá Sephora. 


Highlighter frá Fenty Beauty í litnum Killawatt ofaná kinnbein.
Bursti frá Sephora.

Þar sem að ég er með mjög dökkar augabrúnir og að auki er ég með topp sem felur augabrúnirnar þá lita ég þær ekki. Þegar ég tek hárið upp þá nota ég þetta brúna augabrúnagel frá Benefit sem heitir Gimme Brow. Annars nota ég dagsdaglega augabrúnagelið Control Freak frá NYX, það er glært og lætur augabrúnirnar haldast á sínum stað í marga klukkutíma.

Ég skyggi alltaf augnlokin aðeins með þessum contour lit.
Hann heitir Harmony og er frá MAC.
Bursti frá MAC. 


Ég er alltaf með eyeliner og hef verið að nota þennan frá Kat Von D. Hann heitir Tattoo Liner í svörtum lit og er vægast sagt góður. Svo hef ég verið að nota maskarann, Great Lash frá Maybelline. Ég hef lengi verið í basli með maskara þar sem að flestir leka niður en þessi gerir það ekki!


Ég vona að einhverjir munu njóta góðs af þessari færslu, endilega látið mig vita ef ykkur líkar við þessar vörur!
Ps .. viljið þið sjá meira varðandi húðumhirðu og förðun frá mér á blogginu?
Skiljið eftir athugasemd hér fyrir neðan x

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

 

HYGGE, UPPÁHALDS BRUNCHSSTAÐUR Í MILANO

ANNA MÆLIR MEÐMaturMilan

Ég má til með að deila með ykkur æðislegum brunch stað í Milano. Það er alls ekki mikið um veitingastaði sem bjóða uppá brunch eins og við Íslendingar þekkjum hann en Ítalinn er meira í því að fá sér pasta í hádeginu, eins og í flest öll mál ;)
Ég, mikli brunch aðdáandinn var því ansi glöð þegar ég uppgötvaði Hygge í fyrra. Það er alltaf troðið á honum um helgar og er því must að bóka borð með góðum fyrirvara. Hygge, eins og nafnið gefur kannski til kynna býður uppá mjög skandinavískt umhverfi sem og matargerð með skandinavísku ívafi og er því lítil furða að ég hafi ratað þangað inn.

Ég dýrka conceptið sem Hygge býður uppá en helgarbruncinn þeirra er settur upp á mjög skemmtilegan máta. Ég borgaði fast verð sem er EUR23 og inniheldur það eins mikið kaffi og ég vildi, appelsínudjús og svo valdi ég ákveðinn menu. Þeir innihalda allir ‘aðalrétt’ sem inniheldur annað hvort eggjarétt eða veganrétt, svo fékk ég fasta þrjá minni rétti og einn sætan rétt. Ég valdi mér vegan menu og fékk brauð með avocado og rabbabara chutney, kartöflur með fennel, graskers veleoté með brauðteningum og rósmarínolíu, bygg risotto með grænmeti og svo gulrótaköku í eftirrétt. Ótrúlega skemmtileg og óhefðbundin brunchstemning sem ég er mjög hrifin af, spurning hvort að svona concept myndi virka á Íslandi ? hmm ..

En ég tók nokkrar myndir af staðnum og matnum sem við vinkonurnar fengum og ætla ég að deila þeim með ykkur –Rólegur laugardagur í notalegu andrúmslofti með mat sem kitlar bragðlaukana og notið hans í góðra vinahópi – það er einfaldlega ekki hægt að biðja um meir. Ljúfa líf ..

Njótið það sem eftir er af þessum kærkomna sunnudegi.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

AFMÆLIS ÓSKALISTI

Á ÓSKALISTANUM

Jæja þá er komið að tímabili Bogamanna en þar á ég einmitt heima. Ég á afmæli á föstudaginn og mun því fagna hækkandi aldri enn eitt árið langt frá mínum nánustu. Ég er voða mikil afmæliskona og finnst mér það því vera frekar erfitt að vera frá vinum og fjölskyldu á þessum degi, það einhvernveginn venst aldrei .. En ég er svo heppin að hafa umkringt mig af góðu fólki hérna í Milano sem ætlar að fagna með mér. Dinner, dans og skemmtilegheit – ég mun deila kvöldinu með ykkur ;)
Ég er ein af þeim sem á allt en dreymir um endalaust meir, ætli neysluhyggjan sé að tala? Mjög líklega já. En maður má alltaf láta sig dreyma, ekki satt? Talandi um drauma þá ákvað ég að setja saman smá óskalista af þeim hlutum sem ég væri til í að eignast einmitt núna. Vonandi getið þið nýtt þetta í hugmyndir fyrir afmælisgjafir eða jú, jólagjafir.

 


1. Hattur frá Dior sem mig hefur dreymt um síðan ég sá hann á tískupöllunum í febrúar .. þvílík fegurð sem ég væri sko aldeildis til í að skarta hérna í stórborginni.
2. Fallegur og basic stuttermabolur frá Ganni sem hægt er að nota við allt.
3. Hringur frá Fendi sem ég er búin að vera að skoða lengi.
4. Terracotta bronzing gel frá Guerlain, þetta á víst að vera ÆÐI – ég verð að prófa !
5. Faux shearling frá Stand Studio. Geysir er að selja flíkur frá Stand Studio en ég veit ekki hvort að þau séu með nákvæmlega þennan shearling ..
6. A-hálsmen frá MyLetra – fallegt, einfalt og klassískt. Fæst hér.
7. Tom Ford sólgleraugu sem ég get ekki hætt að hugsa um síðan að ég mátaði þau uppá Keflavíkurflugvelli um daginn ..
8. Falleg prjónapeysa frá Acne Studios.
9. Og síðast en alls ekki síst, sódastream frá AARKE – Must inná mitt heimili, takk fyrir! Fæst hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

LÖNG HELGI Á ÍSLANDI

Lífið

Í seinustu viku flaug ég til Íslands þar sem að Júlía systir var að útskrifast af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þá er að sjálfsögðu um mikinn fögnuð að ræða og gat ég ómögulega misst af því. Eins og allar heimsóknir mínar til Íslands hafa verið undanfarið þá samanstanda þær af hlaupum útum allan bæ, mikið af faðmlögum, hlátri og hamingju. Ég sakna þess mikið að búa á Íslandi, eins og það er yndislegt að búa hérna í Milano þá er ég heimakær og þarf að vera nálægt fólkinu mínu. Því erum við Emma að flytja heim í vor, eftir útskrift hjá mér – ég er svo spennt og glöð að hafa tekið þessa ákvörðun en hún var leyndarmál til að byrja með, núna mega allir vita :)

Ég ætla að leyfa þeim myndum sem ég tók sl. daga að tala sínu máli –


Fyrstu dagarnir fóru í stúss fyrir veisluna og í heimsóknir útum allan bæ ..


Ég fór í portrait töku til Hlínar Arngríms sem er algjör fagmaður þegar kemur að ljósmyndun.

Ég gæti ekki mælt meira með henni, hún hefur frábæra nærveru og lét mér líða vel.
Ég mæli með að fylgja henni á Instagram hér.


Preppað fyrir veisluna, þá er líkaminn skrúbbaður og bólgin augu löguð með Skyn Iceland. Vörurnar fékk ég að gjöf frá Maí

Svo fengum við mæðgurnar vinkonu okkar hana Lilju Dís til þess að mála okkur. Hún er ein besta MUA sem ég þekki og mæli eindregið með henni. Skoðið það sem hún hefur verið að gera hér.


Fallega, góða fjölskyldan mín.


Þrátt fyrir kalt kvöld þá tjölduðum við yfir pallinn svo að gestir gætu setið úti að vild.  

Við vorum með hitara og teppi sem héldu öllum heitum.Matinn gerðum við mestmegnis sjálf en við pöntuðum einnig frá Mandi.

Við fengum frá þeim allskyns vefjur, falafel, hummus og fleira.
Ég mæli með að skoða veisluþjónustuna sem þau bjóða uppá.Ég er svo rík af yndislegum, sterkum ofurkonum.

Þvílíkt sem ég er lukkuleg að hafa þær í lífi mínu.
Ps það vantar nokkrar xx

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

OUTFIT // ÍSLAND

OUTFITTÍSKA

Þið verðið að afsaka blogg lægðina hjá mér, hið daglega líf kom bankandi uppá og hefur verið ansi mikið að gera hjá mér. Núna er ég stödd á Íslandinu góða og er búin að vera á miklu spani og hlaupandi á milli staða að útrétta, en litla systir mín var að útskrifast frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í dag og mun hún halda veislu fyrir ættingja og vini annað kvöld.

Ég má til með að deila með ykkur outfitti sem ég klæddist einn kaldan dag hérna á klakanum. Eins mikið og ég elska sól og hita þá heillar veturinn mig líka, tími layera, pelsa og trefla – Love It.Pels : MONKI
Leopard kjóll : TOPSHOP
Leðurbuxur : ZARA
Skór : DIOR
Taska : GUCCI
Trefill : ACNE STUDIOS

Þetta er minn allra uppáhalds pels en ég var svo lukkuleg að finna hann á útsölu þegar ég var stödd í Helsinki árið 2012, fyrir 7 árum og ég nota hann ennþá daginn í dag!! Ég tel það vera ansi gott notagildi svo er hann faux fur í þokkabót.

Það verður ekki lengra að þessu sinni, er farin að preppa partý morgundagsins!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

AUKIN ORKA MEÐ GEOSILICA?

HEILSASAMSTARF
   Þessi færsla er unnin í samstarfi við GeoSilica

Ég má til með að segja ykkur frá mjög spennandi fyrirtæki sem ég kynntist fyrir ekki svo löngu. Um er að ræða íslenska fyrirtækið, GeoSilica. Frumkvöðullinn og ein af mínum fyrirmyndum, hún Fida Abu Libdeh stofnaði fyrirtækið ásamt teymi sínu og þróaði framleiðsluferlið GeoStep. Það er byltingarkennt ferli þar sem hreinn kísill er sóttur djúpt úr jarðveginum á íslensku jarðhitasvæði án þess að notast við skaðleg efni.

En af hverju kísill?

Jú því kísill er eitt algengasta steinefni jarðar og finnst bæði í jarðvegi og í mannslíkamanum. Hann getur auðveldað líkamanum upptöku á öðrum steinefnum og því geta bætiefni GeoSilica hjálpað líkamanum á óteljandi vegu. Allar vörur GeoSilica eru 100% náttúrulegar, hreinar og framleiddar á sjálfbæran hátt ásamt því að vera framleiddar á Íslandi og hafa þær allar hlotið vegan vottun. Þessar staðreyndir heilla mig og finnst mér það því vera á minni ábyrgð að kynna ykkur fyrir þessu íslenska, fyrirmyndar fyrirtæki og miðla minni reynslu af vörunum þeirra til ykkar, kæru lesendur.

Vörurnar þeirra eru PURE, RENEW, REPAIR, RECOVER og REFOCUS.
Ég fékk að velja mér vöru frá þeim og valdi ég mér nýjustu vöruna þeirra, REFOCUS sem inniheldur 100% náttúrulegan jarðhitakísil með viðbættu járni og D vítamíni. Varan á að stuðla að eðlilegri heilastarfsemi, vinna gegn langvarandi þreytu og gefa aukna orku ásamt því að stuðla að heilbrigðu ónæmiskerfi. Ég valdi mér REFOCUS því ég hef verið í vítahring varðandi þreytu lengi. Ég er alltaf á snúning í stórborginni, hlaupandi í tíma, á æfingu, hugsandi um Emmu og heimilið og vinn í tölvunni þess á milli. Dagarnir mínir geta því verið ansi þungir og á ég í þokkabót erfitt með nætursvefn, því hef ég safnað upp langvarandi þreytu.
Ég er því mjög spennt fyrir því að sjá hvort ég finni fyrir mun eftir reglulega inntöku REFOCUS. Ég fékk þriggja mánaða skammt frá GeoSilica og mun ég koma til með að deila með ykkur minni reynslu, hvort ég finni fyrir mun og í heildina minni reynslu af bæði vörunum og fyrirtækinu.


Fyrir ykkur sem langar að öðlast meiri þekkingu á þessu flotta, fyrirmyndar fyrirtæki þá er vefsíða GeoSilica hér.

Einnig ætla ég að bjóða ykkur uppá 10% afslátt með kóðanum anna10.
Þessi kóði gefur ykkur 10% afslátt af öllum vörum GeoSilica. Hægt er að nýta sér afsláttinn hér.

Styrkjum íslensk fyrirtæki !!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

EMMA WATSON PRÝÐIR FORSÍÐU DESEMBER ÚTGÁFU VOGUE

Leikkona, fyrirmynd og jafnréttissinni eru aðeins hluti af þeim fjölda orða sem mér dettur í hug við tilhugsunina um Emmu Watson. Hún er mikil fyrirmynd fyrir okkur kvenþjóðina og sjálf lít ég mikið upp til hennar, bæði vegna allra afreka hennar og starfa sem hún hefur gegnt t.d. fyrir UN Women. Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá prýðir fröken Watson forsíðu desember útgáfu breska Vogue, það er mikill heiður og finnst mér það sjálfsagt að afrekskona og fyrirmynd líkt og Emma prýði hana.


Ég vil benda á viðtal við hana sem ég hlustaði og horfði á en Paris Lees, aðgerðarsinni og dálkahöfundur hjá breska Vogue tók viðtalið við Emmu í tengslum við desember útgáfuna. Þar ræðir hún kvíða, kynjajafnrétti, að verða þrítug og að vera hamingjusöm og einhleyp. Ótrúlega skemmtilegt, áhugavert og hvetjandi viðtal sem ég mæli með að allir horfi á.

Svo að lokum vil ég benda á annað myndskeið sem margir hafa séð nú þegar en það er af Emmu Watson flytja frægu ræðuna sína á viðburði UN Women vegna herferðarinnar HeForShe. Ég fylltist innblæstri þegar ég horfði á þetta myndskeið og þrátt fyrir að vera frá 2014 þá finnst mér það enn viðeigandi og mun skipta máli, alltaf.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

DRAUMA YFIRHÖFN FRÁ GANNI

Á ÓSKALISTANUM

Ég má til með að deila með ykkur yfirhöfn sem ég er mjög skotin frá Ganni. Um er að ræða tech/ullarkápu sem hægt er að nota á tvenna vegu. Tveir fyrir einn, er það ekki frekar hagstætt..? ;)


Algjör draumur að mínu mati og fullkomin yfirhöfn fyrir komandi vetur. Ég er mjög hrifin af fallegum detail-um, líkt og á þessari kápu er beltið og kraginn algjörlega að gera punktinn yfir i-ið. Skoðið betur hér.
Ég hef aðeins verið að fylgjast með Ganni og þeirra þróun frá sumarlínunni yfir í vetrarlínuna og ég verð að segja, ég er mjög hrifin. Kápurnar, stígvélin og peysurnar frá merkinu eru algjör draumur og langar mig í allt frá þeim. Kannski verð ég svo heppin að næla mér í eitthvað fallegt frá þeim, það er aldrei að vita!

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

LÍFIÐ Í MILANO

LífiðMILANO

Ég vil byrja á því að afsaka skort á færslum frá mér en seinustu daga hef ég verið mjög upptekin. Ég hef loksins búið mér til góða rútínu og er nú þegar byrjuð að undirbúa lokaskil fyrir þessa önn í skólanum. Ég er að koma heim til Íslands eftir rúmar tvær vikur og finnst mér því mikilvægt að vinna mig upp til þess að geta verið róleg heima og notið þess að vera á klakanum góða.

En mig langar að deila með ykkur viðtali á MBL sem þau tóku við mig á dögunum fyrir ferðalaga dálkinn þeirra. Þar fjallaði ég um Milano, líf mitt og Emmu í borginni, mælti með veitingastöðum og öðrum stöðum sem er ómissandi að sjá.

Hægt er að lesa greinina hér.
Ég hef áður fjallað um mína uppáhalds veitingastaði í Milano hér á Trendnet en hægt er að lesa þá færslu hér

Mig langar svo að forvitnast og sjá hvort að það sé áhugi fyrir svipuðum færslum hér á Trendnet, t.d. segja frá leyndum perlum í Milano, mínum uppáhalds búðum, kaffihúsum, hvað er hægt að gera hér í kring o.s.frv. Endilega skiljið eftir athugasemd hér fyrir neðan eða gerið ‘like’ ef þið hafið áhuga á færslum frá mér í þeim dúr.

Hlakka til að heyra frá ykkur,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann