fbpx

LJÓMANDI HÚÐ HEIMA

HÚÐUMHIRÐA
Vörurnar fékk ég að gjöf 

Þrátt fyrir skrýtna tíma þá finnst mér mikilvægt að halda mér við góða húðumhirðu. Að taka sér tíma í sjálfsvinnu og sjálfsást hefur aldrei verið jafn mikilvægt eins og núna, það er auðvelt að gleyma sér í depurð og kvíða á dögum sem þessum. Ég hef ekki nennt að mála mig mikið en læt að vísu á mig smá kinnalit og maskara ef ég er í stuði. Það sem ég hef verið að nota undanfarið er dásamlegt ljóma combo. Um er að ræða tvær vörur sem ég fékk að gjöf frá Maí fyrir nokkrum vikum. Ég hef verið að testa mig áfram og er ótrúlega ánægð með þær, húðin ljómar af frískleika.
Hér eru vörurnar tvær –Andlitskrem frá ChitoCare og ljómadropar frá NIOD. Ljóma combo sem ég kem til með að nota daglega það sem eftir er.
Ég hlakka til að segja ykkur betur frá ChitoCare en það íslenskt húðvörumerki sem ég er ótrúlega hrifin af. Stay tuned ..

Njótið helgarinnar,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

Á ÓSKALISTANUM : ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI

Eitt af því sem ég vildi að ég hefði pakkað niður þegar ég fór frá Milano er mjúki sloppurinn minn. Hann var það fyrsta sem ég fór í á morgnana og það jafnaðist ekkert á við það að fara í hann eftir langan dag í stórborginni. Það er bara einhvað við mjúka sloppa sem gerir allt meira huggulegt.
Ég bý í ferðatösku eins og er en það er klárlega lítið vandamál miðað við ástandið í heiminum. Ég mun ekki komast til Milano fyrr en eftir allavega 3 vikur svo að ég þarf að redda mér þangað til. Ég er meira og minna alltaf í kósýgallanum en reyni að gera mig smá til á morgnana, ég t.d. sleppi aldrei húðrútínunni – það er mikilvægt að reyna að halda í smá rútínu og hugsa vel um sig í leiðinni. Undanfarið hef ég verið að vafra um á netinu, aðallega til þess að skoða hvaðan ég get keypt kosy föt. Því fór ég að hugsa um sloppa og datt inná síðuna hjá TEKLA, en hún Elísabet okkar á einmitt slopp frá þeim.
Mér finnst þetta litacombo mjög heillandi og væri ég ekki á móti einum svona mjúkum. TEKLA fæst í Norr11 hérna á Íslandi. Náttsloppur frá mér til mín? Það hljómar vel ;)

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÞAKKLÆTI

Það er fallegur boðskapur sem fylgir mörgum af þessum áskorunum sem þið hafið líklega tekið eftir á samfélagsmiðlum. Ein af þeim snýst um þakklæti. Ég hef lengi skrifað í þakklætisdagbók þar sem að ég rifja upp á hverjum degi fyrir hvað ég er þakklát á þeim tíma. Sú æfing kemur mér niður á jörðina og svoleiðis iðka ég nútvitund. Ég mæli með fyrir alla að skrifa niður á blað hvað þið eruð þakklát fyrir, það skiptir ekki máli hvað það er heldur hvað kemur upp efst í huga ykkar. Lítið eða stórt, það má vera hvað sem er. Fólkið ykkar, þið sjálf, veðrið, hundurinn ykkar, matur, náttúran, Ísland .. og svo áfram mætti telja.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvað ég deildi með Instagram fylgjendum mínum í morgun –


Iðkum núvitund og komum okkur niður á jörðina, tökum einn dag í einu og hugsum ekki of mikið fram í tímann. Núna er komið að ykkur elsku Trendnet lesendur. Fyrir hvað ert þú þakklát/-ur í dag?

Ég sendi góða strauma til ykkar allra,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

Á ÓSKALISTANUM : ALLT LEOPARD FRÁ GANNI

Á ÓSKALISTANUMTÍSKA

Það er fátt hægt að gera um þessar mundir annað en að glápa á sjónvarpið, vafra um á netinu og njóta þess að vera í huggulegheitum. Svoleiðis hafa seinustu dagar verið hjá mér og ég verð að viðurkenna, mér finnst það alls ekki hræðilegt.. á meðan ég er ekki ein þá er ég glöð. Á netvafri mínu lenti ég inná vefsíðuna hjá Ganni og við mér blasti vægast sagt fegurð, leopard fegurð – sem ég að sjálfsögðu kolféll fyrir. Ég má því til með að deila nokkrum vörum með ykkur sem ég væri alveg til í að eignast fyrir vorið. Kjólar, pils, skyrtur, bolir og regnjakki (!!) í leopard – mamma mia !! Mig langar ..


A girl can dream .. 

Mér finnst þessar flíkur alveg trylltar, sérstaklega regnjakkinn – fullkominn fyrir íslenska vorið og mögulega útilegur í sumar?

Ég vona að þið séuð öll að taka því rólega innan dyra með ykkar nánustu, ekki gleyma að huga að andlegu heilsunni – hún á það til að gleymast. Ég skrifaði um cacao og kom inná andlegu hliðina í seinustu færslu frá mér en þið getið lesið hana hér.

Knús í gegnum skjáinn x,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

CACAO, ÁVINNINGUR OG UPPSKRIFT

ANNA MÆLIR MEÐHEILSASJÁLFSVINNAUPPSKRIFTIR

Ég kynntist cacao í desember 2018 þegar mamma dró mig með sér í ‘Kakó með Kamillu’. Þar sátum við öll saman og drukkum 100% hreint cacao og enduðum svo á djúpri hugleiðslu. Þetta voru yndislegir tímar og Kamilla er vægast sagt frábær – ég mæli með fyrir alla sem eru að taka fyrstu skrefin í cacao drykkju að kíkja til hennar. Meira um það hér.
Ég var svo heppin að mér var gefinn cacaoblokk frá góðum vini mínum, því tók við mikil cacao drykkja og ceremóníur. Ég er búin að vera að opna augun hjá mikilvægum einstaklingum í lífi mínu fyrir cacao, hugleiðslu og sjálfsvinnu og þykir mér ekkert skemmtilegra en að hafa jákvæð áhrif á fólkið í kringum mig.
Ég get ímyndað mér að margir séu að finna fyrir miklum kvíða á þessum erfiðu tímum í heimum. Ég, kvíðasjúklingurinn, hef verið að finna fyrir mikilli geðshræringu og kvíða. Það var erfitt fyrir mig að pakka í tösku og skilja hundinn minn eftir á Ítalíu, vitandi það að hafa ekki hugmynd um hvenær ég fæ að fara til baka og sækja hana. Núna er ég byrjuð í fjarnámi í skólanum og næ vonandi að útskrifast í vor. Úff seinustu vikur hafa verið ótrúlega skrýtnar og munu þær líklega verða enn skrýtnari og erfiðari. Því er það mjög mikilvægt fyrir mig að taka mér tíma til þess að vinna í sjálfri mér og huga að andlegu hliðinni. Það gleymist oft og hvað þá á skrýtnum tímum sem þessum. En hér kemur áminning frá mér til ykkar: Takið ykkur nokkrar mínútur til þess að huga að andlegu hlðinni, t.d. með bolla af hjartacacao

En hvað er cacao?
Cacaobaunir eru fræin af Theobroma Cacao trénnu og eru baunirnar oft kallaðar “food of the gods” eða “matur guðanna”. Cacaobauninn er ein af flóknustu fæðuuppsprettum heims enda eru þær fullar af leyndardómum. Rannsóknir hafa sýnt fram á töluverð jákvæð áhrif á bæði líkama og sál eftir neyslu baunanna. Ég hef verið að fá mér bolla þegar ég þarf aukna einbeitingu, orku eða er að fara að gera einhvað skapandi þar sem að cacao hefur jákvæð áhrif á listrænuhliðina ásamt því að hjálpa við jarðtengingu og núvitund.

Af hverju virkar það?
Það eru mörg virk efni í cacao og þar á meðal er þeóbrómín sem eykur bæði orku og einbeitingu en hefur langvarandi áhrif annað en koffín. Cacao hefur jákvæð áhrif á taugaboðefni eins og serótónín, dópamín, noradrenalín, anandamíð “the bliss chemical”, fenýletýlamín sem er efnið sem við framleiðum þegar við erum ástfangin og hamingju hormóninn endorfín. Cacao lækkar streituhormínið kortisól og er náttúrulyf gegn þunglyndi og kvíða.
Plantan er einnig ríkt af andoxunarefnum og steinefnum eins og t.d. magnesíum sem heilinn okkar þarf til þess að vinna vel. Engin planta er jafn magnesíumrík eins og cacao en hún er einnig stútfull af öðrum steinefnum. Þar á meðal járn, kalíum, sink, kopar, kalk, selen, fosfór og mangan ásamt sulfur sem styður við flutning á næringarefnum inn og út úr frumum. Það stuðlar einnig að viðgerðum á vefjum, ónæmiskerfinu ásamt því að byggja kollagen og keratín (hár, húð, neglur).
Plantan inniheldur einnig flóvanól sem er blóðflæðisaukandi, bólguminnkandi og stuðlar að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að inntaka flóvanóls getur bætt vikni heilans og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting og kólesteról.

Eins og þið sjáið eftir lesturinn hér að ofan þá er cacao stútfullt af mikilvægum efnum sem stuðlar að heilbrigðum líkama og sál í góðu jafnvægi. Mig langar að deila með ykkur uppskrift af algjörum hamingjubolla sem ég fékk leyfi til þess að deila með ykkur frá bestu vinkonu minni og einni af mínum allra uppáhalds konum henni Örnu Engilbertsdóttur. Hún leggur mikið uppúr heilbrigðu líferni og veit ég ekki um neinn sem borðar jafn hreinan og góðan mat eins og hún Arna mín. Hún er einmitt að fara að opna vefsíðuna fræ.com fljótlega en þar ætlar hún að deila allskyns uppskriftum sem eru bæði góðar fyrir líkama og sál. Þangað til getið þið fylgst með henni á Instagram hér.

HAMINGJUBOLLINN
1 bolli jurtamjólk
1,5-2 msk cacao
Pínu cayenne pipar
1 tsk kanill
1 tsk vanilla

Fyrir hvern bolla finnst mér gott að gera ráð fyrir 1,5-2 msk af söxuðu cacao. Hitaðu jurtamjólk og cacao í potti á vægum hita og reyndu að láta suðuna ekki koma upp. Hrærðu þangað til cacaoið leysist upp. Bættu við örlitlum cayenne pipar, það eykur áhrifin og gefur gott bragð. Ég nota alltaf smá kanil og hreina vanillu en hver og einn getur auðvitað kryddað sinn bolla eftir smekk.
Ef þú notar rætur eins og Ashwaganda eða Maca er tilvalið að bæta þeim út í lokin til að vanvirkja ekki mátt þeirra með hitanum.
Hreint ceremonial cacao er til dæmis stútfullt af magnesíum, járni, kalki og andoxunarefnum. Það er orkugefandi og hefur ótrúleg heilsubætandi áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Ég drekk einn bolla alla morgna í staðinn fyrir kaffi en eina sem þarf að hafa í huga er að drekka extra mikið vatn eftir á og/eða yfir daginn.

// Arna Engilbertsdóttir

Cacao ceremonia, sage og orkukristallar.
Uppskrift af fullkomu kvöldi fyrir mér.

Hreint cacao frá Guatemala fáið þið t.d. í Luna Flórens, Systrasamlaginu og Andagift.
Látið mig vita ef þið búið ykkur til bolla, ég lofa því að þið munuð finna fyrir aukinni hamingju, jafnvægi og ást.

Gleðilega cacaodrykkju,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÍSLENSKA NÁTTÚRAN, NÆRING FYRIR SÁLINA

HEILSAÍSLANDSJÁLFSVINNA

Það er fátt sem gleður mig jafn mikið eins og íslenska náttúran. Hún er einfaldlega óaðfinnanleg og gerir svo margt fyrir andlegu hliðina. Ég hef verið að finna fyrir ójafnvægi vegna ástandsins á Ítalíu og allri þeirri óvissu sem fylgir. Það er því mikilvægt fyrir mig að taka upp verkfærakistuna sem er stútfull af verkfærum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Ég er að sjálfsögðu að tala um verkfæri fyrir sjálfsvinnu. Eitt af þeim er hreyfing og útivera, helst saman. Það er nefnilega ótrúlegt hvað hreyfing í fallegu umhverfi gerir fyrir sálina, hún nærist af vellíðan og góðri orku.
Ég fór með systur minni og hundinum okkar Stormi í Paradísardal. Það er yndislegt hundasvæði hjá Rauðavatni þar sem Stormur gat hlaupið um frjáls í snjónum. Hringurinn sem við tökum vanalega er um 5 km og var það vægast sagt yndislegt að ganga um í snjónum með sól í augunum. Næring fyrir sálina.

Ég tók nokkrar myndir af fallega umhverfinu sem mig langar að deila með ykkur. Íslenska náttúran, breathtaking ..
Ég mæli með útiveru fyrir ykkur sem finnið fyrir ójafnvægi, kvíða, depurð eða einfaldlega líður vel en vantar smá orkuskot og vellíðan. Yndislega íslenska náttúra, nýtum okkur hana til fulls – sérstaklega á fallegum, sólríkum dögum!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

UPPÁHALDS VARACOMBO

FÖRÐUN

Ég nota nánast alltaf sömu vörurnar á varirnar þegar ég er að gera mig til fyrir fínni tilefni, annars er ég oftast með léttan gloss hversdags. Mig langar að sýna ykkur vörurnar sem ég nota en ég er eins og er mest fyrir varaliti og þá sérstaklega Pillow Talk frá Charlotte Tilbury sem margir kannast líklega við. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi en sá litur verður nánast alltaf fyrir valinu þegar ég vil vera með varalit. Ég nota alltaf sama varablýant til þess að skerpa varirnar og fylla inní þegar ég nota Pillow Talk en sá varablýantur heitir Spice og er frá MAC. Síðan nota ég gloss frá Clarins, hann er númer 19 og liturinn heitir Smoky Rose en ég nota hann líka mikið einn og sér.


  

Ég er mjög hrifin af þessum vörum og þá sérstaklega varalitnum frá Charlotte Tilbury, áferðin er silkimjúk og hann helst vel. Svo er ég mikill aðdáandi glossana frá Clarins, ég á tvo liti og nota þá nánast daglega.

Setjið LIKE hér fyrir neðan ef ykkur finnst gaman að lesa færslur frá mér sem fjalla um förðun og húðumhirði!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

TASKA TÍSKUVIKUNNAR

Á ÓSKALISTANUM

Prada er eitt af mínum allra uppáhalds merkjum í tískuheiminum og varð ég ennþá hrifnari af merkinu eftir tískuvikuna núna í febrúrar. Mér fannst Prada og Fendi vera með yfirburða flott collection með trylltum smáatriðum og aukahlutum sem mig dreymir um. Hægt er að sjá sýninguna hjá Prada hér og collection-ið í heild sinni hér.
Það var augljóst hvaða taska var vinsælust meðal gesta tískuvikunnar í Milano, það var svokallaða ‘bowling’ taskan frá Prada. Þau endurkynnti töskuna á tískuvikunni í september og veitti hún mikla athygli. Persónulega finnst mér þessi taska klassísk og tímalaus ásamt því að passa við hvaða tilefni sem er. Ég ætla að leyfa mér að dreyma um brúna bowling bag ..

Mynd : @thestylestalkercom
Mynd : @thestylestalkercom
Mynd : @thestylestalkercom

A girl can dream, ekki satt?
Þessar fallegu töskur koma í mörgum litum og mismunandi stærðum. Langar ..

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

THE ORDINARY GJAFALEIKUR

GJAFALEIKURHÚÐUMHIRÐASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Maí 

Ég er með veglegan gjafaleik í gangi á Instagram síðunni minni sem ég má til með að deila með ykkur. Í samstarfi við Maí ætla ég að gefa tveimur heppnum fylgjendum mínum mínar uppáhalds vörur frá vinsæla húðvörumerkinu The Ordinary.
Ég hef verið að nota vörur frá The Ordinary í dágóðan tíma núna og er ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Húðin mín er sléttari, mjúkari, ljómandi og nánast vandamálalaus vegna varanna. The Ordinary er framúrskarandi fyrirtæki á sínu sviði en eins og neytendur varanna vita þá eru þær mjög ódýrar og er það einhvað sem fyrirtækið leggur mikið upp úr. Fyrirtækið vill bjóða uppá ódýrar en gæðamiklar vörur sem krefjast lítillar markaðssetningar.

Vörurnar sem ég er að gefa í gjafaleiknum á Instagram síðunni minni eru eftirfarandi,
Buffet: Mitt uppáhalds peptíð serum sem er hannað til þess að vinna á öldrun og skemmdum húðarinnar ásamt því að jafna húðlit og eykur kollagen framleiðslu húðarinnar.
Caffein solution: Hannað til þess að vinna á ‘puffy’ og þreyttum augnsvæðum. Inniheldur koffín og grænt te.
100% cold pressed virgin marula oil: 100% kaldpressuð jómfrúarolía unnin úr marula trjám. Hún er full af andoxunarefnum og hentar bæði fyrir húð og hár. Rakabomba sem ég nota á kvöldin í stað næturkrems.
Peeling solution: Sýrumaski sem er sem er hannaður til þess að láta húðina endurnýja sig, jafnar áferð hennar og skilur hana eftir geislandi og fallega.
Glycolic acid toning solution: Tóner sem inniheldur aloe Vera, amino sýrur, ginseng og tasmaníu piparber. Hún tekur ysta lagið af húðinni ásamt því að hjálpa til við að birta, fríska upp húðina og að vinna vel á litabreytingum og örum.

Til þess að eiga völ á að vinna vörurnar hér að ofan ýtið hér eða á myndina hér fyrir neðan.
Ps. ég dreg út á morgun (sunnudag).

View this post on Instagram

❗️LEIK LOKIÐ❗️ — ✨GIVE AWAY í samstarfi við @mai_verslun ✨
—
Ég hef verið að nota vörurnar frá The Ordinary í dágóðan tíma núna og er vægast sagt ánægð með þær. Því langar mig að gleðja einn fylgjanda + vin/vinkonu sem er taggaður með öllum af mínum uppáhalds vörum frá The Ordinary 🥳 Vörurnar eru eftirfarandi:
 Buffet 🧖🏼‍♀️: Mitt uppáhalds peptíð serum sem er hannað til þess að vinna á öldrun og skemmdum húðarinnar ásamt því að jafna húðlit og eykur kollagen framleiðslu húðarinnar.
 Caffein solution 👁: Hannað til þess að vinna á ‘puffy’ og þreyttum augnsvæðum. Inniheldur koffín og grænt te. 100% cold pressed virgin marula oil 💧: 100% kaldpressuð jómfrúarolía unnin úr marula trjám. Hún er full af andoxunarefnum og hentar bæði fyrir húð og hár. Rakabomba sem ég nota á kvöldin í stað næturkrems. Peeling solution 💥: Sýrumaski sem er sem er hannaður til þess að láta húðina endurnýja sig, jafnar áferð hennar og skilur hana eftir geislandi og fallega. Það er mjög mikil virkni í þessum maska svo ekki láta ykkur bregða ef þið verðið smá rauð – það er bara sýran að vinna sína vinnu!
 Glycolic acid toning solution 🌶: Tóner sem inniheldur Aloe Vera, amino sýrur, ginseng og tasmaníu piparber. Hún tekur ysta lagið af húðinni ásamt því að hjálpa til við að birta, fríska upp húðina og að vinna vel á litabreytingum og örum.
— Á sunnudaginn mun ég draga út einn heppinn einstakling (+þann sem er taggaður) og munu viðkomandi fá vörurnar fyrir ofan 🤍
 Reglur: ❣️Fylgdu mér @annasbergmann og @mai_verslun á Instagram ❣️Merktu vin í athugasemd (því fleiri, því hærri eru vinningslíkurnar)

A post shared by 𝗔𝗡𝗡𝗔 𝗕𝗘𝗥𝗚𝗠𝗔𝗡𝗡 (@annasbergmann) on


Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

SLÖKUN Í MILANO

ANNA MÆLIR MEÐMILANO

Á sunnudaginn síðastliðinn fór ég í langþráða ferð í QC Terme hér í Milano. Um er að ræða yndisfagurt spa með öllu tilheyrandi. Mig hefur lengi langað að fara en aldrei látið verða að því en mér fannst þetta vera fullkomin leið til þess að eyða sunnudegi í stórborginni með kærastanum. Spa-ið er risastórt á tvemur hæðum en á útisvæðinu er hægt að finna bæði heita og kalda potta, setusvæði og saunu inní tram-inu sem þið sjáið á myndinni fyrir neðan. Inni er hægt að finna allskyns saunur, mismunandi potta og notalegheit. Svo er hægt að panta sér tíma í nudd og allskyns meðferðir. Við létum dagspassa inní spa-ið og andlitsmaska duga að þessu sinni. Ég tók ekki mikið af myndum en mig langar samt sem áður að deila þeim sem ég tók með ykkur.


Þetta var frábær upplifun og löbbuðum við bæði endurnærð og fersk út og að sjálfsögðu beint í hádegismat á Penelope a Casa með góðum vinum. Ég mæli með fyrir alla sem eru að skipuleggja ferð til Milano að heimsækja QC Terme, það er svo gott að ná að endurhlaða batterýin og dekra við sig, hvað þá í stórborg! Ég allavega skuldaði smá slökun og þurfti mikið á þessu að halda.

Núna er tískuvikan í Milano byrjuð og allt pakkað af ‘fashion fólki’. Ég ætla að reyna að deila einhverju skemmtilegu með ykkur frá næstu dögum!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann