fbpx

DENIM ON DENIM Á SÓLARDEGI

LÍFIÐOUTFIT

Þvílíka sólarveislan sem við erum að fá í sumar, að vakna við sólskin á hverjum einasta degi er einfaldlega að bjarga geðheilsunni. Það er alveg hreint dásamlegt og ég veit að þið eruð öll sammála um það! Það var vinkonubrunch hjá mér í gærmorgun sem endaði með rölti í bænum. Við búum bara nokkrum mínútum frá miðbænum svo það er stutt að fara. Ég klæddist denim on denim og var í skærappelsínugulum skóm sem vöktu miklar undirtektir og fékk ég mörg skilaboð varðandi þetta outfit. Ég ætla því að deila því með ykkur.Mom jeans : Zara
Gallaskyrta : Blitz London
Skór : COS
Taska : Zara
Sólgleraugu : Saint Laurent

Ps ég mæli með að tékka á þessu:

Njótið í sólinni xx
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÚTSKRIFTARKJÓLAR // ÓSKALISTI

Á ÓSKALISTANUMTÍSKA

Jæja þá er loksins komið að því, aðeins nokkrar vikur í langþráða útskriftarveislu. Ég átti upprunalega að útskrifast frá Istituto Marangoni í júní en athöfnin mun ekki vera fyrr en í byrjun haust. Ég hef því ákveðið að taka forskot á sæluna og bjóða í veislu rúmum tvemur mánuðum fyrir athöfnina sjálfa. Æ, mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli að ég haldi ekki veislu beint eftir athöfn. Aftur á móti finnst mér það mikilvægt að halda uppá þennan stóra áfanga með mínum nánustu!
Seinasta haust keypti ég mér dásamlegan kjól í Spúútnik fyrir útskriftina og mun ég vera í honum við athöfnina. Mig langar samt sem áður að vera í öðrum kjól í veislunni sem er núna í lok júlí. Ég hef verið að skoða kjóla og ég er ekki frá því að ég sé komin langleiðina með leitina. Ég hef tekið saman topp 4 af kjólum sem ég væri til í að klæðast í veislunni.

Ég er að hallast að bláu dásemdinni frá Stine Goya, hann er líka á útsölu .. hvað finnst ykkur? Annars finnst mér þeir allir æðislegir og svo fallegir fyrir sumarið .. og haustið .. og veturinn? ;)

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HELGIN MÍN

ÍSLANDPERSÓNULEGTSJÁLFSVINNA

Ég átti dásamlega helgi með Atla og fjölskyldu hans. Við buðum í brunch, fórum í fimmtugsafmæli og enduðum svo helgina á að ganga Móskarðshnjúka og Laufskörð. Mig langar að deila með ykkur myndum sem ég tók um helgina, ég tók nánast engar myndir á laugardaginn en þið fáið í staðinn að sjá dásamlegar landslagsmyndir frá fallegasta landi í heimi, Íslandinu okkar.

Laugardagur
Ég klæddist kjól frá Ganni og skóm frá Zara. 

Sunnudagur
Við Atli höfum ætlað að ganga Móskarðshnjúka í dágóðan tíma og ákváðum að nýta góða veðrið á sunnudaginn. Við gengum báða hnjúkana og Laufskörð í dásamlegu veðri, umkringd fallegri náttúru. Ég var mjög stressuð fyrir þessari göngu en ég hef ekki farið í fjallgöngu í nokkur ár. Ég er ekki í góðu gönguformi og er enn að jafna mig eftir álagsveikindi og var því ekki í besta ástandi í heimi. Þessi ganga var samt sem áður ótrúlega góður undirbúningur fyrir Laugarveginn, hann mun ég ganga seinna í sumar. Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér en ég deildi smá texta á Instagram sem mig langar að deila með ykkur.

Þetta snýst allt um hugarfar, hvernig við hugsum kemur okkur uppá topp. Þetta á ekki einungis við um fjallgöngur heldur öll þau verkefni sem okkur eru gefin í gegnum lífið. Reynum að vera jákvæð, líka í erfiðum aðstæðum sem taka á bæði andlega og líkamlega.Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

LOKASKIL OG ANDLEG UPPGJÖF

PERSÓNULEGTSJÁLFSVINNA

Halló halló halló !! Mér finnst eins og ég sé ekki búin að vera tengd umheiminum í alltof langan tíma, ég er loksins búin í lokaskilum – mínum seinustu við háskólann Istituto Marangoni. Síðastliðnar vikur hafa verið ansi strembnar og er ég í raun búin að vera undir brjáluðu álagi seinustu 4 mánuði. Ég þurfti að byrja með að flýja til Íslands vegna COVID á Ítalíu, bíða eftir að komast til baka til að pakka búslóðinni og flytja elsku Emmu heim – ofaná allt var ég í fullu námi, á mínu seinast ári. En ég er loksins búin. Álagið bankaði uppá og lét finna fyrir sér daginn sem að ég varði lokaritgerðina mína, ég vaknaði fárveik og máttlaus .. en ég náði að bruna í gegnum daginn með hor í nös og mikla verki í öllum líkamanum. Ég er öll að koma til en þetta var góð áminning um að hugsa vel um sig, sérstaklega þegar maður er undir miklu álagi.

Næstu dagar fara í algjöra slökun, sjálfsvinnu og aðlögun hjá Emmu. Hún er búin að standa sig eins og hetja en seinustu mánuðir hafa ekki síður verið erfiðir fyrir hana. Hún er smá óörugg eftir einangrunina en fólkið á Mósel (einangrunarstöðin) hugsaði samt sem áður ótrúlega vel um hana, þar var hún dekruð í döðlur. Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með henni uppgötva Ísland. Hún er m.a. að sjá ketti í fyrsta skipti, þar sem að það eru fáir sem engir útikettir í Milano. So far hefur henni líkað vel og sérstaklega veðrið, hitinn á Ítalíu fór ekki vel í mína dömu svo að ég hugsa að hún muni vera ansi sátt í rokinu hér ;)Prinsessan á bauninni hefur varla farið úr fanginu mínu .. algjör dásemd <3

Takk fyrir að lesa x
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HEIMAGERT GRANOLA

UPPSKRIFTIR

Gleðilegan mánudag kæru lesendur. Ég byrjaði daginn rólega og einblíndi á andlegu hliðina, mér finnst það hjálpa mér að móta vikuna og koma mér í gott jafnvægi. Núna eru einungis 3 vikur í lokaskil hjá mér og eftir það mun ég útskrifast – loksins ! Því þarf ég heldur betur á góðu jafnvægi að halda. Ég ákvað að búa mér til granola í hádegismat, það er svo gott með ferskum berjum og góðu jógúrti. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni.

Heimagert granola
Hafrar
Pistasíukjarnar
Kasjúhnetur
Valhnetukjarnar
Graskersfræ
Kókosflögur
Hunang & kanill

Bakað við 180°C í 20 mínútur.
Ps. ég notaði ekkert sérstakt magn heldur notaði ég bara það sem ég átti.
Borið fram með Oatly jarðaberja jógúrti og ferskum jarðaberjum.
Namm namm namm, dásamlegur hádegismatur!

Takk fyrir að lesa!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

RAKAKREMIÐ MITT FÆR GULLVERÐLAUN // GJAFALEIKUR

ANNA MÆLIR MEÐGJAFALEIKURHÚÐUMHIRÐA
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við ChitoCare. 

Ég má til með að deila með ykkur stórtíðindum, rakakremið sem ég nota daglega frá ChitoCare var að vinna gullverðlaun á Global Makeup Awards. Þetta er ótrúlegur sigur fyrir íslenskt fyrirtæki og er ég ótrúlega stolt að vera að vinna með svona flottu fyrirtæki.

Tekið af Golden Makeup Awards vefsíðunni

Þessar fréttir koma mér að vísu ekki á óvart þar sem að rakakremið frá ChitoCare er hreint út sagt dásamlegt. Það inniheldur kítósan sem myndar filmu á húðina sem ver hana. Kremið inniheldur einnig SPF 15 sólarvörn sem er einn mikilvægasti þátturinn að mínu mati. Rakakremið frá ChitoCare er góður rakagjafi, eykur teygjanleika húðarinnar og sléttir yfirborð hennar. Það inniheldur einnig nauðsynleg andoxunarefni sem verndar húðina gegn skaðlegum geislum og öðrum umhverfisþáttum. Ég hef verið að nota kremið daglega frá því í mars og ég finn og sé mikinn mun á húðinni. Hún er sléttari og ljómar mun meira. Rakakremið frá ChitoCare hentar öllum húðtýpum, einnig fyrir þá sem eru með exem og/eða viðkvæma húð.

Ég hef áður fjallað um vörurnar frá ChitoCare og þá frábæru eiginlega sem einkenna vörurnar en ég nota þær á hverjum degi. Þið getið lesið færsluna mína um vörurnar frá ChitoCare hér.

Að gefnu tilefni langar mig að deila með ykkur gjafaleik í samstarfi með ChitoCare. Ég ætla að gefa fylgjanda á Instagram + vin/vinkonu veglegan vinning frá ChitoCare. Um er að ræða ferðasett frá ChitoCare sem inniheldur rakakrem, líkamsskrúbb, handáburð og líkamskrem. Allar vörurnar innihalda kítósan sem er græðandi og öflugur andoxunar- og rakagjafi. Ferðasettið kemur í fallegri tösku sem passar fullkomnlega í ferðatöskuna. Ætlum við annars ekki öll að ferðast um Íslandið okkar í sumar? ;)

Þið getið tekið þátt í leiknum á Instagram síðunni minni hér eða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

✨LEIK LOKIÐ✨ 🧡SKINCARE GJAFALEIKUR🧡 ChitoCare var að vinna GULLverðlaun fyrir rakakremið sitt á Global Makeup Awards 🎉 Það kemur mér lítið á óvart þar sem að vörurnar frá ChitoCare eru dásamlegar. Þær innihalda allar efnið kítósan sem myndar filmu á húðina og ver hana gegn skaðlegum umhverfisþáttum. Vörurnar eru græðandi og rakagefandi. Ég nota þær á hverjum degi & I love them ✨ Ég og ChitoCare ætlum að gefa 1 heppnum + vin/vinkonu ferðasett sem inniheldur rakakremið, líkamskremið, handáburðinn & líkamsskrúbbinn frá ChitoCare. Veglegur og einstaklega dásamlegur pakki sem ég hlakka til að gefa 2 heppnum. Til þess að taka þátt þarft þú að: 🌸Fylgja mér og @chitocare 🌸Tagga vin / vinkonu (því fleiri því hærri eru vinningslíkurnar) —— 🌸Ég dreg út eftir viku🌸

A post shared by 𝗔𝗡𝗡𝗔 𝗕𝗘𝗥𝗚𝗠𝗔𝗡𝗡 (@annasbergmann) on

Takk fyrir að lesa!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÁMIÐ MITT VIÐ ISTITUTO MARANGONI Í MILANO

MILANO

Ég sá um Q&A á Trendnet Instagramminu í gær og fékk margar spurningar varðandi námið mitt. Mér fannst ég ekki geta komið því nógu vel frá mér með nokkra sekúnda spjalli svo að ég ákvað því að svara frekar spurningunum hér.
Ég er að klára 3ja ár við Istituto Marangoni í Milano, þar hef ég verið að læra Fashion Business, Communication and Media. Ég byrjaði námið mitt árið 2016 við London College of Fashion en ákvað að taka mér eitt ár í pásu og færði mig svo yfir til Istituto Marangoni. Það var besta ákvörðun sem ég hef tekið þar sem að námið í Milano og borgin sjálf hentaði mér betur en London.
Námið er 3 ár og jafngildir Bachelor gráðu, kennt er á ensku en það var mikið um ítölsku inn á milli. Við Marangoni er ekki notast við bækur heldur eru valdnir kennarar með reynslu í tískubransanum til þess að kenna áfangana. Þannig fengum við innsýn inní geirann beint í æð. Marangoni leggur uppúr því að þegar nemendur útskriftist frá skólanum þá eru þeir tilbúnir til þess að kljást við raunveruleg verkefni innan fyrirtækja. Það er nákvæmlega það sem kennslan hefur einblínt á, með því að blanda saman ‘theory and practice’ frá degi eitt þá erum við tilbúin til þess að takast á við hin daglegu verkefni innan stórra fyrirtækja. Þetta nám hentaði mér ótrúlega vel, ég á erfitt með að lesa og finnst mér þessi kennsluháttur mjög nútímavæddur. Mér finnst það í raun ótrúlegt að það séu ekki fleiri skólar sem hafa tekið þennan kennsluhátt upp. Það er mikið lagt uppúr hópaverkefnum sem og einstaklingsverkefnum. Öll þau verkefni sem við skiluðum inn voru gerð á þann hátt að þau gætu hafa verið gerð fyrir alvöru merki.


Ég var spurð að því hvernig vinnu ég gæti hugsað mér að fá eftir námið en í rauninni opnar námið margar dyr fyrir mig. Allt það sem ég lærði er hægt að nota innan hvaða fyrirtækis sem er, ekki bara tengt tísku. Í mínu námi er lögð áhersla á markaðssetningu og þá aðallega með samfélagsmiðlum og margmiðlun. Ég gæti því hugsað mér að vinna m.a. á auglýsingastofu, sem efnisskapari innan fyrirtækis, markaðsráðgjafi osfrv.

Ég var einnig spurð að því hvernig umsóknarferlið virkaði en það er auðvitað best að hafa samband við skólann og fá hjálp ef þess þarf. Í mínu tilfelli var nauðsynlegt að vera með reynslu innan tískugeirans og að hafa mikla ástríðu fyrir tískuheiminum. Það þarf að sýna fram á ensku kunnátttu, kunnáttu innan tískuheimsins og fleira.


Ég er að klára námið mitt við Istituto Marangoni eftir fáeinar vikur og mun ég kveðja með miklum söknuði. Ég dýrka þennan skóla og alla sem tengjast honum, ég kynntist ótrúlega mikið af skemmtilegu og fjölbreyttu fólki sem hafa breytt lífi mínu. Kennararnir eru hjálpsamir og vilja að öllum nemendum gangi vel. Svo er einnig haldið vel utan um nemendahópinn og það hefur  skólinn svo sannarlega sýnt og sannað í gegnum Covid-19.

Ef þú hefur áhuga á námi við Istituto Marangoni þá er þér velkomið að senda mér línu :)

Takk fyrir að lesa!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

MERKIÐ SEM HEFUR NÁÐ ALLRI MINNI ATHYGLI

ANNA MÆLIR MEÐÓSKALISTITÍSKA

Ég er tiltölulega nýbúin að uppgötva merki sem mér finnst afar spennandi. Það heitir The Pangaia og sérhæfir sig í þægilegum klæðnaði sem eru m.a. framleitt úr lífrænum bómul og öðrum sjálfbærum efnum. Fyrirtækið leggur uppúr því að vera framúrskarandi þegar kemur að sjálfbærni, tækni og endurvinnslu. Mér finnst þetta afar aðdáunarvert og langar mig klárlega að styrkja fyrirtæki eins og The Pangaia.
Tekið frá The Pangaia í tengslum við þeirra markmið og sýn:

“PANGAIA is a direct-to-consumer materials science company bringing breakthrough textile innovations and patents into the world through everyday lifestyle products. Every technology we work with aims to solve an environmental problem of the fashion/apparel & nature industry.
We hope to drive these solutions further by making technologies and materials available to companies across different industries. By introducing these innovations, we design materials, products and experiences for everyday and everyone. ”

The Pangaia hefur allavega náð minni athygli ..

Efst á óskalistanum er sweat suit frá þeim. Klassískt og hægt að nota endalaust. Góð hugmynd að tækifærisgjöf, eða jafnvel gjöf frá mér til mín – hmm .. spurning að láta verða að því við næsta dropp?
The Pangaia framleiðir aðeins vörurnar eftir því hversu margir nýta sér forsöluna, ótrúlega skynsamlegt og mér finnst að öll helstu tískufyrirtæki ættu að taka það til fyrirmyndar.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SEINUSTU DAGAR

MILANO

Seinustu dagar hafa verið ótrúlega skrýtnir. Ég hef verið að pakka búslóðinni niður, vinna í lokaritgerðinni minni, hugsa um Emmu mína og sótthreinsa allt sem ég snerti. Skrýtnir tímar .. Við Emma erum allavega mjög spenntar að flytja til Íslands og koma okkur fyrir í Vesturbænum hjá Atla okkar.
Mig langar að deila með ykkur myndum frá seinustu dögum, það eina sem við höfum verið að gera er að dúlla okkur heima við og fara út að labba með Emmu litlu. Garðarnir eru loksins opnir og við megum því fara með Emmu í garðinn okkar sem er aðeins nokkrum skrefum frá íbúðinni okkar.

Kaffi og knús frá Emmu, þá er ég sátt

    

Júlía og Emma

Prinsessan mín

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SAMEINAÐAR EFTIR TÍU VIKNA AÐSKILNAÐ

MILANO

Ég held að ég hafi aldrei verið jafn glöð, í fyrradag var nefnilega þungu fargi af mér létt. Ég komst loksins til borgarinnar minnar, Milano eftir að hafa verið föst á Íslandi í 10 vikur sem væri að sjálfsögðu ekkert vandamál nema að hundurinn minn hún Emma var eftir á Ítalíu. Eins og þið vitið líklega þá er það hægara sagt en gert að koma með hund til landsins og krefst þess mikils undirbúnings. Ég var því ekki búin að sjá Emmu mína í 10 vikur, þetta var svo erfitt – hundaeigendur þið skiljið .. Við erum litlar mæðgur, hún eltir mig útum allt og vill bara vera í fanginu mínu öllum stundum. Besta tilfinning í heimi að vera svona elskuð, skilyrðislaust. Ég deildi myndbandi á IGTV af því þegar ég fékk Emmuna mína í fangið, ég fékk ótrúlegar undirtektir – fylgjendur mínir voru greinilega að elska að sjá þetta moment og ég veit að ansi margir féngu rykkorn í augað ;)

Þið getið séð myndbandið hér:

Næstu dagar munu snúast um að undirbúa flutning til Íslands, loksins. Hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum okkar sem samanstóð af dýralæknaheimsókn og matarleiðangri. Við megum fara í garðinn okkar og gera það sem er nauðsynlegt.
Kjóll – ZARA , taska – MANGO , skór – TOMS.


Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann