Anna Bergmann

OUTFIT POST

NÝTTOUTFITPRADASUMMERY.A.SZARA

Góða kvöldið kæru lesendur,

Mig langar að deila með ykkur outfitinu sem ég klæddist í kvöld. Mér hlotnaðist sá heiður að vera valin sem meðlimur af svokölluðum samfélagsmiðla hóp fyrir hönd Istituto Marangoni, sem er háskólinn minn hér í Milano. Það var haldin risastór tískusýning fyrir útskriftarnemendur af fatahönnunarbrautinni, sýningin var haldin í Teatro Del Verme sem er mjög fallegt leikhús í miðborginni. Leikhúsið var byggt árið 1872 og er ákaflega heillandi – eins og flest önnur gömul ítölsk húsnæði.

En að því sem ég klæddist, ég er nýbúin að kaupa mér þennan fína samfesting sem er fullkominn fyrir sumarið. Hann er frá merkinu Y.A.S. og býst ég við að nota hann heilan helling á næstu mánuðum!
Hér fylgja nokkrar myndir, þið verðið að afsaka sólargretturnar ..Samfestingur – Y.A.S.
Skór – ZARA
Taska – PRADA

Takk fyrir að lesa og þangað til næst,
Anna S. Bergmann x
Instagram: annasbergmann

 

NÝJAR STUTTBUXUR FYRIR SUMARIÐ

ANNA MÆLIR MEÐNÝTTSUMMERZARA

Góða kvöldið kæru lesendur,

Ég vil byrja á því að þakka Trendnet fjölskyldunni fyrir að bjóða mig velkomna og fyrir vægast sagt frábærar undantektir eftir að ég deildi minni fyrstu færslu í gær. Það er yndislegt þegar fólkið í kringum mann samgleðst og er stolt af manni – fyrir mér er það ansi dýrmætt.

Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur flík sem ég í rauninni keypti í algjöru flýti, ég var handviss um að ég myndi enda á því að skila þeim. Það lítur allt út fyrir að þetta sé ein bestu kaup sem ég hef gert og því finnst mér það vera skylda mín að deila með ykkur! Um er að ræða svokallaðar ‘tailored bermuda’ stuttbuxur. Sniðið á þeim er fallegt og síddin passleg, þær eru alls ekki of stuttar eins og svo margar stuttbuxur geta verið. Mér hefur aldrei þótt gallastuttbuxur þægilegar og eru þessar því fullkomnar fyrir komandi mánuði. Í lok maí fór hitinn hér í Milano upp úr öllum völdum og hef ég því ekki getað verið í síðbuxum síðan, en það er nú varla eitthvað til þess að kvarta yfir.. Einnig hefur það varla farið framhjá neinum hversu yndislegt veður er á Íslandi, ég held áfram að senda ykkur sól og hita yfir hafið!

Ég læt hér nokkrar myndir fylgja en ég sé fram á að geta notað þær ansi mikið í sumar, bæði við stuttermaboli og ‘poppa’ þær upp með sætri blússu eins og hér að neðan.


Stuttbuxur : Zara
Blússa :
Zara

Takk fyrir að lesa og þangað til næst x
Anna Bergmann

IG : annasbergmann

 

HALLÓ TRENDNET

Lífið

Kæru lesendur Trendnet,

Anna S. Bergmann heiti ég og er nýr bloggari hér á Trendnet. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu nýja ævintýri og þykir mér það vera mikill heiður að fá að vera hluti af þessu flotta teymi sem Trendnet saman stendur af. Mig langar hinsvegar að byrja á því að kynna mig. Ég er 23ja ára og er uppalin í Garðabænum, síðastliðinn ágúst flutti ég búslóðina mína til stórborgarinnar Milano á Ítalíu. Þar er ég að stunda nám við hinn þekkta listaháskóla, Istituto Marangoni. Ég er nýbúin með annað árið mitt og mun ég því næstkomandi haust byrja á 3ja og seinasta árinu mínu í Fashion Business, Communication and New Media. Eins og nafnið á kúrsinum gefur til kynna þá hef ég mikinn áhuga á tísku og heillast af öllum hliðum tískuiðnaðarins.


Hér á Trendnet mun ég fjalla um ansi fjölbreytt viðfangsefni, allt frá tískuheiminum yfir í mat og andlega heilsu.
Ég hef sérhæft mig í kjöt- og mjólkurlausri eldamennsku og mun ég því koma til með að deila fjölbreyttum, hollum og einföldum uppskriftum með ykkur. Einnig er ég dugleg að iðka allskyns æfingar sem stuðla að andlegu jafnvægi en ég hef verið að kljást við kvíða í mörg ár og þarf því að huga vel að andlegu hliðinni. Andlega heilsan á það til að gleymast en hún er ekki síður mikilvæg rétt eins og líkamlega heilsan okkar. Mér þykir því Trendnet vera fullkominn vettvangur til þess að deila með ykkur ráðum og frá persónulegri reynslu.

Þar sem að ég er svo lánsöm að búa erlendis þá mun ég nýta mér þau forréttindi og deila með ykkur mínum uppáhalds veitingastöðum hér í Milano, segja ykkur frá ítölsku tískunni og frá ýmsum földnum perlum hér í borginni. Ég er einnig dugleg að ferðast, bæði hér í kringum Milano og til annarra landa. Ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur þeim ævintýrum.
Fyrir ykkur sem viljið skoða mig betur þá bendi ég á Instagram aðganginn minn, en ég reyni mitt besta að vera virk þar.

Ég er full af innblæstri fyrir þessum nýja kafla hjá mér og hlakka ég til að deila með ykkur fjölbreyttu efni!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst,

Anna S. Bergmann x
Instagram: annasbergmann