fbpx

HAUST Í MIÐBORGINNI // OUTFIT

HAUSTOUTFIT

Haustið hefur lagst yfir miðborgina og ég samsvaraði því fullkomnlega í gær .. í þremur lögum af fötum. Ég elska haustið með heitan bolla á rölti um miðborgina – dásamlegt. Annars er ég varla búin að fara úr skónnum sem ég fékk mér úr línu Andreu Rafnar í samstarfi við JoDis. Týpan sem ég valdi mér heitir UNA og ég er vægast sagt ánægð. Eins og ég sagði þá hef ég varla farið úr skónnum, þeir eru þægilegir, passa við allt og eru einfaldlega tímalausir. Love them. Línan í heild sinni fæst í Kaupfélaginu en ég veit að margar týpur eru uppseldar – ég hef aftur á móti heyrt að það muni koma ný sending fyrr en síðar.

Ég fékk margar spurningar varðandi outfittið sem ég klæddist í gær og deili ég því með ykkur hér.

Leðurskyrtujakki : Zara
Rúllukragabolur : Weekday
Ullarvesti : H&M
Gallabuxur : Weekday, týpan heitir Thursday
Skór : JoDis by Andrea Röfn, týpan heitir Una
Taska : Zara

Dress í miklu uppáhaldi, kannski svolítið svart en ég poppaði það upp með töskunni. Það mætti segja að taskan væri second hand en mamma keypti hana fyrir mörgum árum og ætlaði að gefa hana fyrr í sumar, ég ákvað aftur á móti að næla mér í hana en ég sá mikið notagildi í henni enda hef ég varla notað aðra tösku síðan.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

KÁPUR Á ÓSKALISTANUM FYRIR HAUSTIÐ

Á ÓSKALISTANUMHAUST

Jæja þá er uppáhalds árstíðin mín að ganga í garð, dásamlega haustið. Kertaljós og kápur – tvenna sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Eins og þið flest vitið þá flutti ég frá Milano í byrjun sumars, ég flutti vægast sagt í mikilli flýti og gaf þar af leiðandi mikið af fötunum mínum í góðgerðastarf. Sem er að sjálfsögðu frábært EN í flýti minni gaf ég frá mér kápu sem ég hélt mikið uppá. Ég er því búin að ákveða að ég ætla að kápa mér fallega kápu fyrir haustið og veturinn. Mig langar í hlýja og tímalausa kápu sem ég get notað í mörg ár. Ég setti saman smá óskalista sem mig langar að deila með ykkur og vonandi get ég hjálpað einhverjum í svipuðum pælingum.

Frá : Ganni
Frá : Arket
Frá : ZaraFrá : Zara
Frá : Weekday
Frá : COS
Frá : By Malene Birger

Ég er svo skotin í þessari army grænu frá By Malene Birger, sterkar axlir og stór kragi – bello bello bello ! Ég vona að þessi óskalisti hjálpi einhverjum sem er í kápu-hugleiðingum fyrir haustið.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

DÖKKT HÁR FYRIR VETURINN

HAUSTLÍFIÐ

Ég fór í langþráða ferð til elsku Tótu minnar á Stofuna, Hárstúdíó. Það var orðið ansi langt síðan að ég lét laga hárið, endarnir voru orðnir slitnir og ljótir og svo var ég með óvelkominn gulan tón í hárinu. Þessi guli tónn myndaðist eftir að ég lét taka svarta litinn úr hárinu mínu í Milano. Það var notað aflitunarefni þar sem að svarti liturinn var svo sterkur. Ég er því búin að vera í basli með hárið mitt og guli tónninn varð extra mikill eftir sólina í sumar. Ég treysti engum fyrir hárinu mínu nema elsku Tótu, hún er fagmaður fram í fingurgóma og veit nákvæmlega hvað hún er að gera. Þessi færsla er ekki borguð heldur langaði mig bara að deila með ykkur fagmanni í sínu fagi sem fær 10 af 10 frá mér.

Oftast þegar ég fer í klippingu þá geri ég risa breytingar en núna er ég að safna hári og langaði því einungis að dekkja litinn fyrir veturinn. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna, súkkulaði brúnt fyrir veturinn – love it. Ég ætla að deila með ykkur útkomunni.

Fyrir og eftir 

Er svo ánægð með lokaútkomuna! Svo er líka mikilvægt að dekra við sjálfan sig og þá er klipping / litun fullkomið tækifæri.

Knús til ykkar allra og eigið góða helgi,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VEGFERÐ AÐ RÚTÍNU

HEILSAHREYFINGLÍFIÐRÚTÍNA

Það eru líklega margir í sama ástandi og ég, að reyna að koma sér aftur í rútínu. Ég er mikil rútínukona og þrífst best í skipulögðu umhverfi, aftur á móti hafa seinustu mánuðir verið erfiðir og í raun nær ómögulegt að mynda einhverskonar rútínu. Ég finn mikinn mun á mér andlega ef ég er ekki í rútínu, ég verð kvíðin og eirðarlaus ef ég er ekki skipulögð. Ég hef líka verið að missa hvatninguna fyrir hreyfingu og hef varla verið að hreyfa mig af viti síðan í febrúar. Ég fer af og til í ræktina, út að labba eða hlaupa en ég mætti gera það 10x oftar. Því um leið og hreyfingin er komin í spilið þá kemst ég í betra andlegt jafnvægi. Ég hef því verið að velta fyrir mér hvernig hægt sé að finna hvatninguna sem vantar ..ætli svarið sé að kaupa ný ræktarföt? Eða búa til nýjan ræktar playlist á Spotify? Jafnvel draga eitthvern með sér í þetta mission? Svo hef ég líka verið að skoða allskonar námskeið sem gætu verið svarið við vandamálum mínum.

Ég ætla að deila með ykkur quotes .. eins væmið og það getur verið þá finnst mér svona orð og setningar oft hjálpa mér helling og hvetja mig áfram. Verkfærakistan er nefnilega endalaus og ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera til þess að líða vel, stundum þarf maður bara smá spark í rassinn ;)

Ég er ánægð að vera að skrifa þessa færslu með það í huga að rækta sjálfa mig bæði líkamlega og andlega. Um leið og ég ýti á ‘publish’ ætla ég að hoppa í ræktarföt og hreyfa mig, þótt það sé ekki nema í 30 mínútur – en Elísabet okkar Gunnars er svo hvetjandi á Instagram síðu sinni en þar undirstrikar hún mikilvægi hreyfingar þótt það sé ekki nema í hálftíma. Hálftími dagsins, þar sem við tökum tíma fyrir okkur og ræktum okkur – það hljómar eins og plan fyrir mér ! Hvað segið þið?

Ég er farin í ræktina, svo ætla ég að hugleiða en ég var að byrja á námskeiði hjá RVK Ritual sem ég er svo spennt fyrir. Svo finnst mér gott að skipuleggja vikuna á sunnudegi með góðan kaffibolla. Ah rútína ég hef saknað þín! Ég ætla að vera dugleg að deila með ykkur hvetjandi orðum og minni vegferð að rútínu á Instagram, fylgið mér hér.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

LJÓSIN HEIMA // NEÐRI HÆÐIN

HEIMASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lýsingu og Hönnun

Jæææja ég er búin að bíða spennt eftir að deila þessari færslu með ykkur. Ég og Atli höfum eytt seinustu vikum í miklar framkvæmdir heima og þ. á m. ljós. Í samstarfi við Lýsingu og Hönnun völdum við okkur ljós inn í íbúðina, við fengum ómetanlega aðstoð og ráðgjöf frá Erlu en hún er rekstrarstjóri og lýsingarráðgjafi fyrirtækisins. Við höfðum ákveðna hugmynd varðandi lýsingu en eftir mikla aðstoð og ráðgjöf frá Erlu þá erum við í skýjunum með útkomuna. Það er hreint út sagt ótrúlegt hvað falleg lýsing gerir mikið fyrir rými, ég elska að vera heima en ég elska enn meir að vera heima núna eftir að ljósin voru sett upp – það er einfaldlega besta tilfinning í heimi að líða vel heima hjá sér. Ég ætla að deila með ykkur neðri hæðinni hjá okkur og fara yfir hvert einasta ljós sem við erum með í þeim rýmum. Ég mun svo deila með ykkur efri hæðinni seinna.

Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur TUBE kastarana okkar. Við upprunalega vildum fá kastara í flest rými en ákváðum svo að hafa þá í forstofunni og á ganginum sem leiðir að stiganum. Ég er ótrúlega skotin í TUBE, þeir eru algjört augnkonfekt og koma vel út í öllum rýmum. Skoðið TUBE betur hér.

Við eru með tvo stigaganga, annar sem liggur frá sameigninni og upp á aðra hæð. Það var alltaf dimmt í þessum gangi og þurftum við því nauðsynlega að fá fallega lýsingu í því rými sem myndi birta það til og gera rýmið hlýlegra. Við fengum okkur því veggljósið LENNE sem er í sama stíl og borðstofuljósið okkar, meira um það hér fyrir neðan. Það er ótrúlegt að sjá muninn á stigaganginum sem er reyndar ekki tilbúinn en við erum eftir að fá okkur fallegt handrið. Þið getið skoðað fallegu veggljósin betur hér.

Næst er það stofuljósið, sem ég elska elska elska !! Það heitir CARVED PUMPKIN og kemur svo vel út sem loftljós. Lýsingin frá því er dásamleg og get ég ekki beðið eftir að sjá það yfir vetrartímann. Ég hélt í fyrstu að hangandi loftljós kæmi best út en ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér. Erla benti okkur á þetta ljós og það er að slá í gegn. Dásamlega fallegt .. sammála? Þið getið skoðað ljósið betur hér.

Við vorum búin að ákveða að fá okkur langa braut af kösturum fyrir framan eldhúsinnréttinguna, sem myndi setja ‘punktinn yfir i-ið’. Við tókum 4ja metra braut og 6 kastara, vá hvað þetta breytir miklu og gerir innréttinguna fallega. Kastararnir heita CORVUS, þið getið skoðað þá betur hér.

Síðast en ekki síst .. fallega fallega fallega 10 arma borðstofuljósið okkar. Það heitir LEANNE og er vægast sagt dásamlegt. Við fengum okkur Philips Hue Retro perur sem gerir það enn fallegra og meira grand. Þið getið skoðað fallega borðstofuljósið hér.

Ég er svo ánægð með neðri hæðina og hefði ekki getað þetta án elsku Erlu frá Lýsingu og Hönnun. Hún er með puttan á púlsinum og veit nákvæmlega hvað hún er að gera þegar kemur að lýsingu og ráðgjöf. Ég mæli með að hafa samband við hana og gera ykkur ferð á vefsíðuna hjá Lýsingu og Hönnun eða kíkja til þeirra í Skipholt 35. Ég er í skýjunum með þetta allt og hlakka til að sýna ykkur efri hæðina hjá okkur – sem er alls ekki síðri.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝTT FRÁ GANNI

NÝTTTÍSKA

Ég leyfði sjálfri mér að fjárfesta í fallegum flíkum frá Ganni á Farfetch. Það er mikilvægt að dekra við sig af og til og þá sérstaklega þegar vel gengur! Ég er líka að reyna að gera það að vana að fjárfesta frekar í fáum gæða flíkum frekar en mörgum flíkum sem eru það ekki. Það er auðvitað erfitt og dýrara en við verðum að vera meðvituð um hvað við erum að kaupa og reyna að gera betur – ég vona að þið séuð sammála! Ég ætla að deila með ykkur því sem ég keypti frá Ganni.

Ég var búin að hafa augastað á kjólnum í dágóðan tíma en ég fékk hann loksins á afslætti á Farfetch. Bolurinn var nýr frá Ganni. Ég hlakka til að nota þessar flíkur og deila með ykkur outfit hugmyndum. Ég t.d. sé fram á að nota bolinn við gallabuxur, leðurbuxur og pils – bæði við hæla og strigaskó. Kjólinn hlakka ég til að nota við sokkabuxur, há stígvél eða strigaskó. Ég vona að þið hafið gaman af svona færslum, endilega látið mig vita og skiljið eftir comment hér fyrir neðan!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HELGARFRÍ Á ÞRIÐJUDEGI // NÓTT Á HÓTEL GEYSI

ANNA MÆLIR MEÐFERÐALÖGÍSLANDSAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hótel Geysi

Okkur Atla var boðið að koma að gista á Hótel Geysi í byrjun seinustu viku, því pökkuðum við í töskur og flúðum frá höfuðborginni. Vá hvað ég þurfti þetta ör-frí .. þetta var dásamlegt í alla staði. Herbergið, maturinn, útsýnið – allt! Þetta var nauðsynlegt foreldrafrí fyrir okkur Atla en bónus-mömmuhlutverkið er yndislegast í heiminum en auðvitað verð ég þreytt og lúin líka. Svo eigum við líka eina að verða 2ja ára púðlu sem er ansi orkumikil og vill láta snúast í kringum sig allan daginn. Ég er samt heppnust í heimi með þetta allt og mun aldrei kvarta. EN að gistingunni á Hótel Geysi, ég er í sæluvímu eftir þetta 24 tíma. Gistingin var dásamleg í alla staði og ég gæti ekki mælt meira með Hótel Geysi. ‘Weekend getaway’, helgarfrí á virkum degi, hvað sem er – nótt á Hótel Geysi hljómar alltaf vel. Ég verð að deila með ykkur myndum sem ég tók.

Draumur í dós. Okkur var einnig boðið í kvöldmat á Geysir Restaurant, við völdum okkur sælkera matseðilinn sem samanstóð af fjórum réttum sem voru hver öðrum betri. Mæli með. Ég er búin að vera þreytt á bæði líkama og sál eftir seinustu mánuði, covid, skólinn, flutningar á milli landa .. ég held að það sé ekki skrýtið að ég sé búin að vera þreytt og búin á því. Ég er því mjög þakklát fyrir boðið á Hótel Geysi og náð að endurhlaða batterýin í kyrrð og ró. Ég er enn að hugsa um þessa draumaferð, Hótel Geysir má ég koma einu sinni í viku til ykkar? Jafnvel oftar.. Baðkar er allavega komið efst á óskalistann – þrái að fá eitt á Mýrargötuna.

Ég mæli með að fylgja Hótel Geysi á Instagram hér en þar eru þau dugleg að deila myndum af herbergjunum, hótelinu sjálfu og lífinu á Hótel Geysi. Svo auðvitað mæli ég með fyrir alla að gera sér ferð á þetta yndisfagra hótel og gista í eina nótt, jafnvel lengur.

Takk fyrir okkur Hótel Geysir, ég mun lifa á þessari ferð að eilífu og klárlega gera mér ferð til ykkar aftur.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÚTSKRIFTARKJÓLLINN

OUTFIT

Í síðustu færslu deildi ég með ykkur útskriftarveislunni minni sem við Atli héldum á laugardaginn. Fyrir ekki svo löngu síðan þá deildi ég með ykkur kjólum sem mig langaði í fyrir útskriftina en ég var svo heppin að finna kjól sem tikkaði í öll boxin, gulur dásamlegur kjóll frá Ganni sem ég keypti af MyTheresa. Ég lenti í smá vandræðum með kjólinn en vegna ástandsins í heiminum þá kom hann ekki til mín fyrr en deginum fyrir veislu – sem varð til þess að ég var auðvitað mjög kvíðin og var þegar byrjuð að leita mér af nýjum kjól. En sá guli lét sjá sig á hárréttum tíma – mér til mikillar gleði!

Kjóll : Ganni // Exclusive collection
Skór : H&M

 Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÚTSKRIFTARVEISLA

LÍFIÐPERSÓNULEGT

Ég er loksins búinn með háskólanám mitt við Istituto Marangoni. Háskólaævintýrið byrjaði samt sem áður í London College of Fashion en eftir ár þá ákvað ég að flytja heim til Íslands, það var erfið ákvörðun en nauðsynleg fyrir andlegu hliðina. Ég þurfti tíma til þess að vinna í sjálfri mér og leyfa sárum mínum að gróa. Það var heldur betur rétt ákvörðun því ég flaug svo inn á annað ár í Fashion Business, Communication and Media við Istituto Marangoni og útskrifaðist með hæstu einkunn í öllum fögum.

Ég og Atli buðum í útskriftarveislu seinasta laugardag. Við buðum okkar nánasta fólki og héldum uppá áfangann með pompi og prakt. Veitingarnar gerði pabbi minn að mestu leyti, en ef ég á að treysta einhverjum fyrir góðar veitingar þá er það pabbi. Við buðum uppá allskyns drykki og það var m.a. hægt að gera sinn eigin moscow mule með hjálp frá drykkurÉg er svo meyr og þakklát eftir þetta stórkostlega kvöld, fólkið mitt gerði það ógleymanlegt og ómetanlegt. Sjálf útskriftarathöfnin verður ekki fyrr en seint í haust vegna covid en mér fannst það mikilvægt að halda uppá þennan stóra áfanga sem fyrst. Við fengum dásamlegt veður og allir skemmtu sér svo vel. Mig langar að deila með ykkur myndum frá veislunni því myndir segja meira en þúsund orð.

Takk DRYKKUR fyrir engifer bjórinn og rósa límónaði – algjört uppáhalds !

Takk allir sem hafa sent mér skilaboð, ég hef fengið ótal mörg og þau gleðja mig svo. Takk takk takk !! Ég mun svo koma til með að deila með ykkur hvaðan kjóllinn og skórnir eru – ég veit um marga sem eru ansi forvitnir.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

RAUÐAR VARIR

FÖRÐUN

Ég má til með að deila með ykkur geggjuðu vara combo-i sem býr til hinar fullkomnu rauðu varir. Ég elska að vera með rauðan varalit en er alltaf mjög meðvituð um varalitinn þegar ég nota rautt. Mér finnst eins og margir rauðir varalitir eigi það til að smita frá sér og klínast útum allt, á allt .. sammála? Allavega, það sem mér finnst mikilvægt þegar ég ætla að vera með rauðar varir er fyrst og fremst undirbúningurinn. Ég skrúbba varirnar með varaskrúbb, nota góðan varablýant til þess að móta varirnar, púðra meðfram varalínunni og set svo frekar minna en meira magn af varalitnum á varirnar. Síðast en ekki síst þá mæli ég með að kíkja alltaf á tennurnar áður en út er haldið, það er fátt verra en að vera með rauðan varalit á tönnunum – trúið mér ég hef lent í því vandræðalega oft ..

Varablýantur : REDD frá MAC
Varalitur : SMART frá KIKO

Ég elska að vera með rauðar varir, hver er þinn uppáhalds varalitur?

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann