fbpx

STUÐNINGSBUXURNAR SEM ERU AÐ BJARGA MÉR Á MEÐGÖNGUNNI

ANNA MÆLIR MEÐMEÐGANGASAMSTARF

Ég hef lengi verið slæm í bakinu en ég hryggbrotnaði fyrir nokkrum árum síðan sem setti stórt strik í reikninginn hjá mér – ég mun líklega þurfa að lifa með smá verkjum af og til. Ég þarf að passa mig að sitja ekki lengi, vera dugleg að hreyfa mig og teygja á líkamanum annars fer bakið að segja til sín. Ég vissi að ég myndi finna fyrir verkjum á meðgöngu en datt ekki í hug að þeir myndu byrja svona snemma, ég var farin að finna til strax í kringum 12. viku.

Ég var svo heppin að fá sendingu sem hitti beint í mark, meðgöngu stuðningsbuxur frá merkinu Supacore sem fæst í versluninni Betra Sport. Supacore Coretech vörurnar eru viðurkenndar lækningavörur af evrópusambandinu. Meðgöngubuxurnar veita einstaklega góðan stuðning við grindina og undir bumbuna. Þær eru góðar við bakverkjum, verkjum í mjöðmum, grind og við grindargliðnun. Ég fann strax mun á bakinu þegar ég byrjaði að nota þær. Ég hef bæði verið í þeim undir önnur föt eins og buxur eða kjóla og svo er ég í þeim einum og sér þegar ég er heima. Ég hef undanfarið átt erfitt með svefn, aðallega vegna verkja og átt erfitt með að koma mér fyrir og þá finnst mér gott að fara í stuðningsbuxurnar og sofa í þeim. Þær eru tvímælalaust að bjarga bakinu mínu og ég gæti ekki mælt meira með þeim! Ég hvet allar verðandi mömmur sem finna fyrir verkjum eða vilja fyrirbyggja verki að kynna sér meðgöngu stuðningsbuxurnar hér.

Þær leka ekki niður og veita góðan stuðning undir bumbuna ásamt því að ná vel upp á bak. Þær eru saumlausar svo það er einstaklega þægilegt að vera í þeim undir öðrum klæðnaði. Ef þið viljið gera vel við ykkur á meðgöngunni og hjálpa líkamanum ykkar að fyrirbyggja verki þá mæli ég tvímælalaust með þessum dásamlegu stuðningsbuxum! Svo mæli ég enn og aftur með að þið lesið ykkur til um stuðningsbuxurnar og hvað þær hjálpa við hér. Ég má til með að bæta því við að Betra Sport er einnig með stuðningsbuxur sem henta einstaklega vel fyrir eftir meðgöngu. Sjá bæði hér og hér. Ég hlakka til að prófa þær þegar ég er búin að eiga!

Hamingjusöm mamma, hamingjusamt barn – er það ekki eitthvað?

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

MEÐ VOGUE Í ANNARRI OG KAFFIBOLLA Í HINNI

HAUSTLÍFIÐ

Góðan daginn gráa og haustlega Reykavík ☔️

Ég nældi með í fyrsta tölublað Vogue Scandinavia á dögunum, það fæst ekki í búðum heldur er einungis hægt að panta það á netinu hér en þar er líka hægt að kaupa sér net-áskrift. Mér finnst erfitt að lesa blöð og bækur í gegnum skjá-i og svo er það eitthvað svo frábær tilfinning að hafa glænýtt tölublað í höndunum.

Hlý prjónapeysa, nýtt Vogue og kaffibolli á mánudegi. Ansi góð byrjun af nýrri viku fyrir mér. Ég er búin að eiga erfitt samband við kaffi eftir að ég varð ólétt og hef undanfarið tengt lyktina og bragðið við morgunógleði sem er mjög leiðinlegt fyrir mikla kaffikonu eins og sjálfa mig. Ég er hægt og rólega að byrja að drekka kaffi aftur og ég finn að ég þarf einn bolla á dag, sérstaklega í þessu gráa veðri. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en vil að lokum minna ykkur á að vera góð við ykkur í haustlægðinni, ég mæli með góðum kaffibolla, kertaljósum og þykkri prjónapeysu ..

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

MINN FYRSTI ÞRIÐJUNGUR Á MEÐGÖNGU

HEILSALÍFIÐMEÐGANGAPERSÓNULEGTSJÁLFSVINNA

Ég ætlaði mér að skrifa um fyrsta þriðjung fyrir þónokkru síðan, en svo tók hversdagsleikinn við .. og þið vitið hvernig tíminn flýgur frá manni. Ég hef aldrei verið jafn glöð og þegar ég komst að því að ég væri ólétt, við vorum búin að óska eftir þessu kraftaverki í rúmt ár og loksins tókst það hjá okkur! Mér leið vel og í raun ekkert öðruvísi fram að 6. viku, þá breytist aftur á móti allt hjá mér. Yfir mig helltist morgunógleði, orkuleysi og andlega heilsan fór á hliðina. Mér hefur sjaldan liðið jafn illa, þetta var ótrúlega erfitt og tók á bæði líkamlega og andlega. Sem betur fer fékk ég allan þann stuðning sem ég þurfti og mikla ást og umhyggju – sem var einmitt það sem ég þurfti á þessum tímapunkti.

Ég prófaði öll morgunógleðis-trixin í bókinni, ógleðisarmband, borðaði litlar máltíðir, var alltaf með eitthvað til þess að narta í, vítamín, holl fæða, svo fátt eitt sé nefnt. Það virkaði klárlega í smá tíma en svo læddist ógleðin aftur að mér. Ég var það slæm á tímabili að ég gat ekki tannburstað mig án þess að kasta upp. Hvað varðar andlegu hliðina þá ætla ég ekkert að skafa af því, mér leið mjög illa. Það er erfitt að vera sífellt þreytt, orkulaus og kastandi upp. Þetta er ekkert grín.. Til að byrja með bældi ég tilfinningaflóðið niðri, mér leið eins og ég ætti ekki rétt á því að líða illa – ég var jú loksins orðin ólétt. Það hugarfar virkaði ekki lengi enda sprakk ég á endanum. Ég leitaði mér loksins aðstoðar, talaði við fólkið næst mér og fékk viðeigandi hjálp. Ég fann að mér fór að líða betur um leið og ég byrjaði að tala um tilfinningarnar mínar og fékk þar af leiðandi ráð hvernig ég gæti látið mér líða betur. Ég mæli með að tala opinskátt um tilfinningar og upplifanir við ljósmóður, maka eða fjölskyldumeðlim frá degi eitt.

Það var eitt ráð sem ég fékk frá flestum sem endaði með að virka best. “Hvíldu þig. Slakaðu á. Settu þig og bumbubúann í fyrsta sæti.” Mér fannst erfitt að viðurkenna og segja það upphátt að ég þyrfti að taka mér pásu frá hversdagsleikanum, vinnunni og áhugamálunum. En ég gerði það og það skilaði sér margfalt til baka. Ég vaknaði einn daginn, komin rúmar 12 vikur á leið og morgunógleðin var farin, orkan kom hægt og rólega til baka og andlega hliðin sömuleiðis. Ég komst loksins í jafnvægi eftir erfiðar vikur.

Það er ekki sjálfsagt að ganga með barn og er ég óendanlega þakklát að geta það. Það má aftur á móti ekki gleyma að þetta er erfitt og getur lagst misjafnt á konur. Ég var óheppin á fyrsta þriðjung en mér hefur sjaldan liðið jafn vel og núna, á öðrum þriðjung. Vonandi heldur þetta sér svona, annars mun ég minna sjálfa mig á að hlusta á líkamann, leyfa mér að hvílast, setja sjálfa mig í fyrsta sæti og tala opinskátt um hvernig mér líður hverju sinni. Það er víst besta ráðið. 🤍

Knús,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ERUM VIÐ AÐ EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?

LÍFIÐMEÐGANGAPERSÓNULEGT

Við fjölskyldan áttum skemmtilega viku en við fengum að vita kynið á litla krílinu okkar. Ég er svo óþolinmóð að ég gat ekki ímyndað mér að bíða eftir 20 vikna sónar svo við kíktum í 17 vikna sónar hjá 9 mánuðum. Við Atli fengum að vita kynið um leið en héldum því fyrir okkur í einn dag. Við buðum svo fáum fjölskyldumeðlimum í hamborgaraveislu og sprengdum svokallaða kynjablöðru. Mjög einfalt og skemmtilegt. Mér fannst ótrúlega gaman að koma fjölskyldunni svona á óvart, þau fengu öll að giska en aðeins einn aðili hafði rétt fyrir sér. Hvað heldur þú? Skrollaðu niður til að sjá hvort við eigum von á stelpu eða strák.

Það er drengur á leiðinni !! Við getum einfaldlega ekki beðið eftir janúar og litla prinsinum okkar. Ég er nú þegar byrjuð að versla aðeins af fötum og við erum búin að fá svo fallegar gjafir. Elsku litli prinsinn minn, mamma getur ekki beðið eftir þér 💙

Eins væri ég alveg til í að fá ráð varðandi föt, hvar fást fallegustu barnafötin? Ég er voðalega hrifin af unisex klæðnaði og litum. Ef þið lumið á ráðum þá væri það vel þegið að skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan eða senda mér skilaboð hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

GÓÐAN DAGINN

FERÐALÖGLÍFIÐMEÐGANGAOUTFIT

.. frá sólinni 🌞

Við Atli ákváðum að skella okkur í hita og sól og erum búin að lifa ansi áhyggjulausu lífi sl. viku. Ég finn hvað hitinn mýkir upp líkamann en allir bakverkir og aðrir verkir eru horfnir – ætli óléttum konum sé ætlað að njóta í sólinni á meðgöngu? Ég er allavega farin að halda það.

Ég var búin að lofa færslu um minn fyrsta þriðjung bæði hér og á Instagram en hún kemur inn von bráðar. Ég er núna komin 15 vikur + 3 daga og það er farið að sjást verulega á mér. Það fer ekki á milli mála að það sé lítið kríli á leiðinni enda fjárfesti ég í mínum fyrstu meðgöngugallabuxum hérna úti. Ég keypti þær í H&M en hérna úti er mjög gott úrval í Mama línunni, mér finnst ekki jafn gott úrval í H&M heima á Íslandi því miður. Annars er hægt að sjá allskyns uppástungur með meðgöngubuxum og leggings í highlights hjá mér undir ‘Baby AB‘. Ég fékk mikið af góðum ábendingum um hvar er hægt að fá góðar buxur fyrir meðgöngu bæði heima og á netinu.

Gallabuxur : H&M Mama
Bolur : H&M
Taska : Prada
Hálsmen : Weekday
Sandalar : Mango (ég minntist á þá hér)

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VIÐ GETUM EKKI BEÐIÐ EFTIR JANÚAR 2022

LÍFIÐPERSÓNULEGT

Fjölskyldan stækkar! Við getum ekki beðið eftir litla bumbubúanum okkar sem er væntanlegur í janúar. Settur dagur er 25. janúar en það er aldrei að vita hvenær litla krílið lætur sjá sig. Við Atli erum svo spennt að fara í gegnum þetta ferðalag saman og stækka fjölskylduna okkar. Svo get ég ekki beðið eftir því að deila allskonar pælingum næstu mánuði hér á Trendnet, þetta nýja topic er algjörlega nýtt fyrir mér og er því svo spennandi!

Ég kem betur inn á minn fyrsta þriðjung seinna, það er nóg til að segja frá!

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með næstu mánuði, þið getið fylgt mér á Instagram hér – ég ætla að reyna að vera eins dugleg og ég get að deila allskonar sniðugu með ykkur.

Þangað til næst!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NOTAR ÞÚ SÓLARVÖRN DAGLEGA?

ANNA MÆLIR MEÐHÚÐUMHIRÐA

Ég lofaði ykkur fyrir alltof löngu síðan að tala um sólarvarnir. Það tók mig smá tíma en ég hef loksins fundið sólarvörn sem ég elska! Um er að ræða hina vinsælu Sun Project Water Sun Cream frá Thank You Farmer. Hún er SPF50, létt, vatnskennd og algjörlega ósýnileg á húðinni. Ég hef prófað margar sólarvarnir en þessi er klárlega í uppáhaldi. Húðin klístrast ekki, það ‘kornar’ ekki af henni og eins og ég  nefndi hér fyrir ofan þá er hún svo létt og þægileg. Mér finnst best að setja vel af vörninni eftir að ég set á mig rakakrem en svo má ekki gleyma að bæta á yfir daginn. Ég hef pantað vörnina frá Thank You Farmer frá Cult Beauty en ég hef nokkrum sinnum pantað þaðan og hef ég m.a. deilt með ykkur kaupum þaðan hér. Hún á það til að seljast upp á Cult Beauty svo ég mæli með að hafa hraðar hendur ef ykkur langar að prófa, þið getið verslað sólarvörnina hér.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á slíku þá er sólarvörnin bæði cruelty free og vegan!
Eitt að lokum .. munið að nota sólarvörn allan ársins hring. Húðin er okkar stærsta líffæri og við þurfum að vernda hana gegn hættulegum geislum sólarinnar. Svo er sólarvörn hin besta forvörn gegn öldrun og skemmdum húðarinnar. ☀️

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SANDALAR Á ÓSKALISTANUM

Á ÓSKALISTANUMTÍSKA

Mér finnst fá outfit jafn falleg og sumarkjóll og sandalar, það er svo rómantískt og heillandi. Ég vona innilega að við munum fá marga góða daga í sumar þar sem hægt verður að klæðast sandölum og til þess að undirstrika þrá mína í sumar og sól þá ætla ég að deila með ykkur sandala óskalista. Ég á ansi dapurt sandala-safn sem er vert að uppfæra og aldrei að vita nema að ég velji mér par af sandölum hér fyrir neðan. Sandalarnir frá Marni eru efst á óskalistanum en þeir eru í dýrari kantinum svo ég ákvað að deila líka með ykkur sandölum á viðráðanlegu verði.

Eftir að hafa skrollað í gegnum margar mismunandi síður er augljóst að við munum sjá mikið af leðursandölum næstu mánuði. Sandalar og kjólar, sandalar og gallabuxur, stuttbuxur, pils .. Möguleikarnir eru endalausir! Ég er klárlega að selja sjálfri mér þessa hugmynd, það er augljóst að fallegir sandalar verða það næsta sem ég mun kaupa.

Þessir eru efst á óskalistanum, dásamlegir sandalar frá Marni

Zara


Jil Sander

Asos

Mango

ATP Atelier

Fæ hlýju í hjartað að skoða alla þessa fallegu sandala og dreymir um strönd á meðan ..💭
Ætlar þú að fá þér sandala fyrir sumarið?

Sólarkveðjur,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

HAIR, SKIN & NAILS FRÁ CHITOCARE BEAUTY

ANNA MÆLIR MEÐHEILSAHÚÐUMHIRÐASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við ChitoCare beauty

Ég má til með að segja ykkur frá tiltölulega nýrri vöru frá ChitoCare beauty. Ég sagði ykkur frá Anti Aging Repair Serum fyrir ekki svo löngu síðan en þið getið lesið þá færslu hér. Núna er aftur á móti kominn tími til þess að ég segi ykkur frá Hair, Skin & Nails. Varan inniheldur Kollagen týpu II complex sem veitir raka og hjálpar til við endurnýjun húðarinnar, hún inniheldur líka íslenskan kísil sem styrkir húð, hár og neglur. Í formúlunni eru einnig steinefnaríkir kalkþörungar og einstakar trefjar úr hafinu við Íslandsstrendur. Hair, Skin & Nails er stútfullt af náttúrulegum næringaefnum sem hjálpa til að viðhalda heilbrigðri húð, hári og nöglum. Meira um innihaldsefni hér.

Ég er ótrúlega spennt fyrir þessari vöru og finnst mér þessi setning frá ChitoCare beauty eiga ótrúlega vel við: “Góð umhirða húðarinnar byrjar á góðri heilsu, innan frá”, því þegar allt er á botninum hvolft þá skiptir það sköpum hvað við setjum ofan í okkur.

Það er hægt að kaupa Hair, Skin & Nails í 90 hylkja glasi en ChitoCare beauty er líka að bjóða upp á 30 daga andlitsmeðferð sem mér finnst dásamleg hugmynd af gjöf. Andlitsmeðferðin inniheldur ChitoCare beauty Hair, Skin & Nails, ChitoCare beauty Anti-Aging Repair Serum, ChitoCare beauty Face Cream og síðast en ekki síst ChitoCare beauty Serum Mask. Ég sé alveg fyrir mér að gefa þessa flottu andlitsmeðferð sem gjöf. Sjá betur hér.

Mikið sem ég er spennt fyrir þessari nýju vöru, þið getið lesið betur um hana hér. Fáum sterkari húð, hár og neglur og byrjum á góðri heilsu, innan frá með ChitoCare beauty. Elska þetta! Svo mæli ég enn og aftur með að lesa færsluna um Anti-Aging Repair Serum frá ChitoCare beauty, hægt er að lesa hana hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NAUÐSYNLEGUR FYLGIHLUTUR FYRIR SUMARIÐ

SUMMERTÍSKA

Mig er búið að langa að kaupa mér fína derhúfu í dágóðan tíma og sumarið er frábært tækifæri til þess! Síðustu dagar eru búnir að vera dásamlegir og sat ég úti í sólinni meira og minna alla helgina, ég er mjög dugleg að maka á mig sólarvörn en kollurinn gleymist oft. Derhúfa er því fullkomin í þetta veður og svo sakar ekki hvað derhúfa er flottur fylgihlutur. Ég gerði mér ferð í Húrra Reykjavík, þar er hægt að finna gott úrval af flottum derhúfum en keypti mér húfu frá Norse Projects. 

Ef þið hafið áhuga á að kaupa ykkur flotta derhúfu fyrir sumarið þá mæli ég líka með Farfetch, Selfridges og Net-a-porter. Þar er hægt að finna endalaust úrval af fallegum derhúfum frá flottum merkjum.

Love it! Hlakka til að nota þessa í sumar ☀️ Ég mun svo fljótlega deila með ykkur sólarvörnum sem ég mæli með, það er nauðsynlegt að nota góða andlitsvörn í sumar (og alla daga) – ekki gleyma því!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann