fbpx

OUTFIT Í PARIS

FRANCEOUTFIT

Bonsoir frá Paris!
Ég er að heimsækja þessa yndisfögru borg í fyrsta skipti og er ég yfir mig ástfangin. Franski kúltúrinn, arkitekturinn og auðvitað tískan heillar ! Ég hlakka mikið til að eyða næstu dögum hér. Að þessu sinni ætla ég að deila því með ykkur sem ég klæddist í dag, ég fékk margar spurningar út í kjólinn sem ég klæddist en hann keypti ég fyrir brúðkaup í mars. Mér fannst því tilvalið að taka hann með til Parísar og dressa hann niður með strigaskóm.

Hér koma myndir frá því í dag –
Kjóll : ROTATE
Taska : Prada
Sólgleraugu : Mango
Skór : Yeezy 700

Ég á alltof marga kjóla sem ég hef keypt fyrir fín tilefni og einungis notaðir einu sinni, svo hanga þeir á fataslánni heima þangað til að ég gef þá frá mér eða sel þá. Ég þarf að vera mikið duglegri að nota þessa kjóla mína og dressa þá niður með strigaskóm og hversdags jakka, það kemur alltaf vel út.
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en ég mun svo koma til með að deila með ykkur færslu sem mun innihalda helling af fallegum myndum frá Paris!

Au revoir,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

MEÐFERÐ SEM EYKUR LJÓMA HÚÐARINNAR

ANNA MÆLIR MEÐHÚÐUMHIRÐASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Snyrtistofuna Ágústa,

Mér var boðið í þvílíkan lúxus þegar ég var á Íslandi í ágúst á Snyrtistofuna Ágústa. Þar fór ég í fótameðferð og ávaxtasýrumeðferð, þetta voru yndislegir klukkutímar sem voru vel þegnir í hinu daglegu amstri.
Mig langar að fjalla aðeins um ávaxtasýrumeðferðina, eins og hefur varla farið framhjá neinum þá er byrjað að hausta og þar að leiðandi byrjað að kólna. Það er aldrei hægt að hugsa of vel um húðina sína og á maður að tileinka sér það á hverjum degi, sérstaklega í kólnandi veðri. Húðin er okkar stærsta líffæri og ættum við því að huga að henni vel.

Meðferðin hófst á yfirborðshreinsun með hreinsimjólk og andlitsvatni. Síðan er komið að djúphreinsuninni sem er gerð með ávaxtasýrum. Þeirra helsti eiginleiki er að losa um dauðar húðfrumur sem verður til þess að aukning verður á heilbrigðri frumustarfsemi í húðinni. Því næst var andlitið nuddað með kremi sem jafnar sýrustig húðarinnar. Svo voru axlirnar, andlitið og höfuðið nuddað, á þessum tímapunkti var ég komin í algjöran draumaheim – vá hvað ég gæti vanist þessum lúxus. Í seinasta skrefinu var rakamaski settur á en eins og nafnið gefur til kynna gefur hann frá sér mikinn raka og róar húðina. Meðferðin jafnar húðlit, vinnur á hrukkum og gefur heilbrigðan og fallegan ljóma.


Hér fyrir neðan er myndband af meðferðinni sem ég tók upp á meðan meðferðinni stóð.

Ég var svo sannarlega ánægð eftir meðferðina og húðin mín ekki síður. Ég gekk út brosandi og svo sannarlega ljómandi!
Sjálf fór ég bara einu sinni í meðferðina en mælt er með að koma nokkrum sinnum, ég get rétt ímyndað mér hversu ljómandi og falleg húðin yrði þá!

Mig langar að nýta tækifærið og tilkynna ykkur gleðifréttir. Snyrtistofan Ágústa er með tilboð í september á ávaxtasýrumeðferðinni, 20% afsláttur af þremur skiptum. Lesið betur um það hér !

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

DAGSFERÐ TIL FENEYJA

ItalyLífið

Eitt af því sem ég elska við að búa hér á meginlandinu er hversu þægilegt það er að ferðast. Á Ítalíu eru fjölmargir fallegir staðir og hef ég ekki heimsótt helminginn af þeim! Því var ég ansi glöð þegar mér var boðið að fljóta með til Feneyja með einum af mínum besta vin og góðum vinum hans sem voru á leið til Króatíu frá Milano. Ég lifi fyrir svona skyndiákvarðanir og oftar en ekki eru það einmitt þær ákvarðanir sem skilja eftir sig skemmtilegar minningar.
Við keyrðum til Feneyja og vorum komin rétt eftir hádegi. Við fengum frábært veður í Feneyjum, sól og heiðskýrt, það er varla hægt að biðja um meir. Ég tók Emmu mína að sjálfsögðu með, hún er svo meðfærileg að það er yndislegt. Það er ekkert mál að ferðast með hana hvort sem það er í bíl, lest eða flugvél – algjör draumur.

Ég tók ekki jafn margar myndir og ég hefði viljað en stundum er það líka bara jákvætt!
Ég leyfi myndunum að tala sínu máli –

Pils : & Other Stories
Bolur : Victoria, Victoria Beckham
Taska : Prada
Sólgleraugu : Mango

Þetta var frábær dagur í alla staði. Við Emma tókum svo kvöldlestina aftur til Milano og vorum komnar heim rétt fyrir miðnætti. Þvílíkt þægilegur og skemmtilegur ferðamáti. Annars er margt á döfinni hjá mér en ég er m.a. að fara til Parísar næsta föstudag til þess að vinna að smá leyniverkefni – ég hlakka til að deila því með ykkur !

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

HVAÐA LITI MUNUM VIÐ SJÁ Í HAUST?

HAUSTTÍSKA

Jæja þá er mín uppáhalds árstíð að hefjast, haustið. Að mínu mati eru haustlitirnir þeir lang fallegustu og alltaf jafn klæðilegir.
Samkvæmt því sem var sýnt á tískupöllunum á fashion week fyrir haust / vetur 19-20 eru djarfir og sterkir litir ansi áberandi fyrir komandi árstíð. Við sjáum að sjálfsögðu brúna, gráa og kremaða liti en einnig svokallaða ríka ‘statement’ liti. Þrátt fyrir að litirnir séu margir ansi djarfir þá eiga þeir það allir sameiginlegt að vera auðveldir til samsetningar við þessa típísku haustliti, úr því verður til gott samræmi.

Verum tilbúin til þess að klæða okkur í djarfa en fágaða liti og tökum vel á móti haustinu!
Hér fyrir neðan má sjá helstu litina sem við eigum von á –


Liturinn sem ég er spenntust yfir er græni liturinn Eden en ég er nú þegar byrjuð að leita af fallegri yfirhöfn í þessum lit.
Ég læt ykkur vita ef ég verð svo heppin að finna flíkina sem mig dreymir um!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

HAUSTIÐ HJÁ ISABEL MARANT // MARANT POWER

ANNA MÆLIR MEÐ

Ég hef lengi verið skotin í frönsku Isabel Marant og öllum þeim flíkum sem ber nafnið. Það sem hefur einkennt Isabel Marant er blanda af minimalískum, rómantískum og ‘bohemian’ stíl með hinni klassísku Parísar konu í huga. Haustlínan er nákvæmlega eins og einkennist sérstaklega af ströngum öxlum, áreynslulausum sniðum og hlutlausum litatónum. Ég er ótrúlega hrifin af þessari línu og langar í nánast hverja einustu flík!

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli,


Þetta lookbook var myndað af ljósmyndaranum Phil Engelhardt og listrænn stjórnandi var CTJ Creative.
Ég er mjög skotin af þessari myndaseríu og finnst hún ná að endurspegla áreynslulausa vibe-ið sem línan einkennist af.

// Eftirfarandi myndir eru frá Isabel Marant Fall 2019 ready-to-wear


Loving it ! Það eru allavega nokkrar flíkur komnar á óskalistann hjá mér ..

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

HAUST OUTFIT

NÝTTOUTFIT

Ég býð haustið hjartanlega velkomið en það lítur allt út fyrir að það sé komið til að vera, allavega miðað við veðrið í gær og í dag. Ég persónulega er mjög hrifin af haustinu og lít alltaf á það sem nýjan kafla í lífi mínu. Ég fer aftur út til Milan eftir nokkra daga og get með glöðu geði sagt að ég sé mjög spennt fyrir komandi vetri. Seinasta árið í háskólanum er að byrja og býst ég við að þetta skólaár verði mjög skemmtilegt og lærdómsríkt.
En að haustinu .., það sem einkennir haustið fyrir mér er nýr skóbúnaður, chunky peysur og yfirhafnir. Ég sjálf er algjör kuldaskræfa og elska því að layer-a og klæðast hlýjum flíkum. Fyrr á dögunum klæddist ég neðangreindu outfitti, í nýjum boots sem ég er svo hrifin af, chunky peysu í þessum fallega gula lit og þægilegum gallabuxum sem hægt er að nota við allt og öll tilefni.

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli,


Peysa : Baum und Pferdgarten
Boots : Ilse Jacobsen
Gallabuxur : Weekday / Fit: Thursday
Sólgleraugu : Saint Laurent

Fyrir mér er þetta hið fullkomna haust outfit en það vantar reyndar yfirhöfnina. Ég mun að öllum líkindum ekki eiga kost á að klæðast þykkum peysum og kápum fyrr en í lok Október þar sem að það er ennþá svo heitt í Milan. En að sjálfsögðu kvarta ég ekki yfir því!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann
anna@trendnet.is

HELGARFRÍ Í LONDON

LífiðLONDONSUMMER

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur .. Ég vona að þið séuð að taka því rólega og hlaða batterýin fyrir komandi viku. Sjálf var ég að koma úr frábærri göngu í Paradísardal og ætla að taka því rólega fram að kvöldi. Ég hef verið önnum kafin síðan að ég kom til Íslands og hef eytt seinustu dögum í að hitta fjölskyldumeðlimi og vini ásamt því að borða mikið af góðum mat og anda að mér fersku íslensku lofti – það er ekki hægt að toppa það!
Ég skulda ykkur ennþá færslu um ferðina mína til London en hér deildi ég með ykkur outfitti sem ég klæddist á seinasta deginum mínum þar. Það eru kannski ekki margir hér sem vita það en ég bjó í London í rúm tvö ár og á ég því marga kæra vini og vinkonur þaðan sem ég sakna mikið. Því var yndislegt að geta kíkt í stutt helgarstopp til gamla ‘heima’.
Ég fór á kaffihús, borðaði ljúffengan mat, hitti gamla vini og hló mikið. Frábær ferð í alla staði sem ég mun geyma við hjartastað um ókomna tíð.

Ég ætla að deila með ykkur myndum frá ferðinni ..Fyrsta daginn var ég ein á ferð og nýtti ég því daginn á röltinu. Ég elska að vera ein að rölta með góða tónlist í eyrunum, ég get alveg gleymt mér og finnst oft eins og ég sé ein í heiminum – tengir einhver?
Eftir vinnu hjá vinkonum mínum hittumst við á mjög skemmtilegum underground bar sem heitir Tonight Josephine í Waterloo.Rölt um borgina með stelpunum mínum, Örnu og Sigurbjörgu. Áður en að við drifum okkur heim í kjóla fórum við á staðinn Sketch, þar er hægt að kíkja í drykk, eftirmiðdags-te og kvöldmat – ég mæli með.
‘Árshátíðarkvöldið’, þá dressuðum við vinkonurnar okkur upp og fórum út að borða og skemmtum okkur konunglega.
Við fórum á æðislegan veitingastað sem heitir Lucky Cat en hann er í eigu Gordon Ramsay.
Ég fékk mikið af spurningum varðandi kjólinn sem ég klæddist en hann er frá Zara og skórnir líka!


Dagur eyddur í Shoreditch, mínu uppáhalds hverfi í London. Ég vann í Shoreditch þegar ég bjó í London og þykir mér því ansi vænt um hverfið. Þar ríkir mikil hipster og listamanna menning sem ég elska, einnig er hægt að finna mikið af fallegum vintage búðum, skemmtilegum brunch stöðum og rooftop börum. Ég mæli með að kíkja ef þið eigið leið hjá!
Ég vona að þið hafið haft gaman af öllum þessum myndum!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

OUTFIT Í LONDON

NÝTTOUTFIT

Jæja núna er ég stödd á Íslandinu góða eftir frábæra helgi í London. Ég mun á næstu dögum fjalla um ferðina og hvað við stelpurnar gerðum en í þetta skipti ætla ég að sýna ykkur frá outfitti sem ég klæddist. Ég ætlaði mér ekki að kaupa neitt sérstakt en  að sjálfsögðu gerði ég mér ferð í Selfridges, Topshop, Boots og fleiri búðir. Ég nældi mér í fallegan silkikjól frá Topshop sem ég klæddist þegar við vinkonurnar gerðum okkur ferð í brunch í mitt uppáhalds hverfi, Shoreditch.Kjóll : Topshop
Taska : Prada
Sólgleraugu : Mango
Skór : Yeezy 700

Ég sé fram á að nota þennan kjól við mörg tilefni, bæði berleggja og við gallabuxur. Mér þykir það ansi hentugt með svona kjóla hvað hægt er að dressa þá upp og niður, bæði við flotta strigaskó sem og hæla – love it !

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

INDVERSKUR KARRÝRÉTTUR MEÐ RÆKJUM OG KJÚKLINGABAUNUM

ANNA MÆLIR MEÐMaturUPPSKRIFTIR


Þegar þessi færsla er skrifuð sit ég á flugvellinum í Milan og bíð spennt eftir að komast í mitt flug. Eins og nánast alltaf þegar ég flýg ein þá er ég komin alltof snemma og þarf núna að bíða .. En mér þykir það heldur betra en að hlaupa með stresshnút í maganum í gegnum völlinn, ég nefnilega verð svo stressuð að eitthvað fari úrskeiðis þegar ég flýg ein – tengir eitthver?
Í þetta skipti er ferðinni haldið til London, ég ætla að eyða helginni þar og fer svo til Íslands.
Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af inverskum karrýrétt sem ég matreiddi fyrir ekki svo löngu síðan. Það allra besta við karrýrétti er að það er hægt að nota nánast hvaða hráefni sem er, hvort sem það er grænmeti, baunir, tófú, kjöt, kjúklingur og jafnvel fiskur! Í þetta skipti notaði ég það sem átti til í ísskápnum og mikið sem ég var ánægð með útkomuna – algjört nammi !

Hráefni
1 dós kókosmjólk
4 sætar paprikur
1 bufftómatur
1 rauðlaukur
100 g rækjur
1 dós kjúklingabaunir
lúka af steinselju
2 tsk karrýkrydd
1 tsk garam masala
3 hvítlauksgeirar
1 lime
salt og pipar eftir smekk

Aðferð
1. Rækjur afþýddar ef frosnar og skolaðar vel.
2. Hita pönnu vel og byrja að steikja tómatana, hvítlauk bætt við og síðan rækjunum.
3. Leyfum tómötunum og rækjunum að malla saman á meðan við undirbúum restina af grænmetinu.
4. Bætum við lauknum, paprikunum og steinseljunni.
5. Kókosmjólkinni bætt við, blöndum öllu vel saman og bætum við kjúklingabaununum (við viljum ekki steikja kjúklingabaunirnar heldur leyfum þeim að mýkjast og eldast í sósunni).
6. Bætum við kryddunum og ekki spara karrýkryddið, því bragðmeira því betra. Kreistum hálfu lime yfir.
7. Til þess að þynna út karrýsósuna er hægt að bæta við aðeins af vatni eða eins og í mínu tilfelli kókosmjólk í fernu.
8. Indverskir réttir eru bestir ef þeir fá að malla í dágóða stund, því leyfum við þessu að malla saman við lágan hita í rúmar 20 – 30 mínútur.
–> Þessi réttur er góður bæði einn og sér eða með hrísgrjónum, quinoa, bygg eða hvað sem er.
–> Kreistum lime yfir aftur þegar rétturinn er kominn á diskaBuon appetito!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

MÍNIR UPPÁHALDS VEITINGASTAÐIR Í MILAN

ANNA MÆLIR MEÐItalyMaturMilan

Ég er oft beðin um meðmæli af góðum veitingastöðum hér í Milan og finnst mér því tilvalið að deila listanum hér.
Ég er mjög vanaföst og ef mér líkar við eitthvern stað þá mun ég fara á hann oftar en einu sinni. Því eru allir þessir staðir hér fyrir neðan veitingastaðir sem ég hef snætt oft á.

Canteen
Besti mexíkóski staður sem ég hef farið á. Hann er staðsettur í Porta Vittoria sem mér finnst vera mjög skemmtilegt og rólegt hverfi hér í Milan. Hverfið er stútfullt af æðislegum veitingastöðum og kaffihúsum. En að Canteen, staðurinn matreiðir ekki einungis ljúfengan mat heldur er stemningin  líka frábær. Fullkominn staður fyrir stóra hópa, skemmtileg tilefni og fjölskyldur.
Mínir uppáhalds réttir: Tostada de salmon, Ceviche tropical, Tacos tartare de atúnIl Salumaio Di Montenapoleone
Frábær ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar. Hann er í dýrari kantinum en algjörlega þess virði. Umhverfið er algjört augnkonfekt og maturinn ekki verri. Það er mikill elegance yfir staðnum en hann er staðsettur í einu fallegasta húsnæði sem ég hef farið í.
Mínir uppáhalds réttir: Insalata nizzarda, Tartare di salmonSTK
Frábært steikhús staðsett á æðislegu hóteli hér í Milan. Ég hef tekið gesti með mér á þennan stað og það hefur enginn gengið ósáttur út. ‘Besta steik sem ég hef smakkað’ er m.a. hrós sem ég hef heyrt um STK.
Þar sem að ég borða ekki kjöt þá hef ég bæði smakkað grænmetisborgarann og quinoa sítrónu risotto, algjört namm!
Svo mæli ég með að kíkja á rooftop barinn sem er á hótelinu en hann heitir Radio, fullkominn fyrir fordrykk eða jafnvel eftir mat.La Parrilla
Annar mexíkóskur staður sem ég dýrka og dái. Það sem skilur La Parrilla og Canteen frá hvor öðrum er að La Parilla er ekki jafn dýr og það er í rauninni allt öðruvísi stemning á stöðunum. La Parrilla er frekar hávær og með salsa dönsurum. Frábær stemning og fullkomin staður fyrir afmæli eða stóra hópa. Ég tók meirað segja ömmu mína og afa þangað og þau elskuðu staðinn, þrátt fyrir hávaðan. Maturinn er ljúfengur, allt sem ég hef smakkað hefur fengið tíu í einkunn!
Mínir uppáhalds réttir: Filetes de pescado, Tacos de atún, Fajitas de legumbres y gambasTemakinho
Ég er mikill sushi aðdáandi og þessi staður fær 1. sæti. Temakinho er japanskur staður með brasilísku ívafi og maturinn gjörsamlega leikur með bragðlaukana. Staðurinn er á nokkrum stöðum í Milan en minn ‘go-to’ er staðsettur í mínu uppáhalds hverfi, Brera.
Mínir uppáhalds réttir: Verde shisho roll, Mandioquinha frita


One Way
Uppáhalds staður okkur fjölskyldunnar. Við höfum farið á One Way ófáum sinnum og erum farin að þekkja fjölskylduna sem á hann ansi vel. Þau eru frá Egyptalandi og matreiða dásamlegan ítalskan mat. Að mínu mati eru bestu pizzurnar þarna, þunnbotna og léttar í magan, ekki þungar eins og svo margar pizzur geta verið. Það sem heillar mig mest við þennan stað er í fyrsta lagi staðsetningin, hann er í tveggja mínútna göngu frá íbúðinni minni sem er hjá Porta Venezia. Þar er allt fullt af frábærum veitingastöðum, kaffihúsum, börum og í rauninni allt sem er óskað eftir. Svo finnst mér ansi sjarmerandi að þessi veitingastaður er rekin af lítilli fjölskyldu, pabbinn er aðalþjónninn og knúsar mig og kyssir þegar ég kem til hans. Staðurinn er lítill og minnir mann helst á stofu hjá ítalskri fjölskyldu, róleg tónlist og borð með köflóttum dúkum – yndislegt andrúmsloft sem ekki hægt er að toppa.
Mín uppáhalds er: Pizza marinara (einungis með sósu, hvítlauk og origano)

Ég fann því miður engar góðar myndir af staðnum sjálfum svo að þessi mynd af pizzu frá One Way verður að duga

Da Regina
Og að lokum, Da Regina! Hann er staðsettur við Duomo og Galleria Vittorio Emanuele II og býður uppá æðislegan ítalskan mat. Góður matur og frábær staðsetning, fleira þarf ekki að biðja um.
Mínir uppáhalds réttir: Penna all’arrabbiata, MinestroneÉg vona að þessi meðmæli nýtist eitthverjum!
Ekki hika við að senda á mig línu varðandi borgina ef þú / þið eruð að koma til Milan eða eruð að skipuleggja ferð, ég er alltaf opin fyrir að svara spurningum og deila meðmælum um veitingastaði, staðsetningar ofl.

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann