fbpx

SÍÐUSTU VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGAPERSÓNULEGT

Gleðileg jól, gleðilegt nýtt ár og allt það .. Ég er búin að vera fjarverandi á öllum miðlum undanfarnar vikur en ég er sett 25. janúar svo það eru minna en tvær vikur í settan dag. Ég er vægast sagt orðin þreytt og buguð á bæði líkama og sál. Litli snúðurinn minn má koma í heiminn sem allra allra fyrst, guð hvað ég er orðin spennt að fá hann í hendurnar og klára þessa blessuðu meðgöngu! Eins og það er búið að vera dásamlegt að vera ófrísk þá hefur mér fundist það mjög erfitt líka. Við Atli erum búin að vera í hálfgerðri einangrun frá því um áramótin og leyfum okkur bara að skjótast út í búð og í meðgönguvernd. Ástandið á Íslandi er því miður það slæmt að það hefur áhrif á hvernig fæðingin gæti verið. Ef ég smitast og fer svo af stað þá þarf ég að fæða ein í einangrun og ef Atli smitast þá fær hann ekki að vera viðstaddur fæðinguna. Þetta ástand er þvert á móti gott fyrir kvíðapésa eins og sjálfa mig svo við ákváðum strax eftir jól að einangra okkur og erum búin að vera í 2ja manna búbblu síðan. Það er ansi erfitt að hitta ekki fólkið sitt en svona verður þetta að vera, heilsan og litli kútur í fyrsta sæti!

En nóg um þetta leiðindar topic.. Við fengum Ínu Maríu til okkar fyrir jól í smá meðgöngumyndatöku. Við erum vægast sagt ánægð með útkomuna, vá hvað það verður dýrmætt að eiga þessar myndir. Hún er fagmaður fram í fingurgóma og lét okkur líða svo vel á meðan myndatökunni stóð. Ég mæli eindregið með henni en mig langar líka að fá hana til okkar þegar snúðurinn okkar er kominn í heiminn. Ég er búin að deila nokkrum myndum á Instagram, sjá hér.

Þessi síðasti þriðjungur hefur gengið ágætlega, ég hef verið heilsuhraust og hef því við fáu að kvarta. Ég hætti að vinna um miðjan desember sem var á hárréttum tíma. Þreytan byrjaði að segja til sín fljótlega eftir að ég komst í orlof og ég náði að einbeita mér almennilega að jólunum og hreiðurgerðinni. Hér er því allt tilbúið og búið að vera það síðan í desember. Spítalataskan er tilbúin en ég hafði einmitt hugsað mér að deila með ykkur því sem ég setti í hana hér á Trendnet. Ég bíð með það þangað til að sá litli lætur sjá sig, þá hef ég betri yfirsýn yfir það sem mér fannst mikilvægt að vera með í töskunni fyrir mig, hann og Atla. En nú tekur alsherjar slökun við, ég ætla að reyna að vera eins úthvíld og hægt er þegar kemur að fæðingunni. Hlakka til að deila því með ykkur þegar prinsinn er kominn í heiminn!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANA : Á SÍÐUSTU STUNDU

ANNA MÆLIR MEÐJÓL

Ertu á síðasta snúning með jólagjafirnar og vantar hugmyndir? Hér koma nokkrar hugmyndir af gjöfum sem ég myndi elska að fá í jólagjöf. Um er að ræða föt, skó, fylgihluti og dekur. Allt fæst þetta í verslunum í Reykjavík en það er líklega of seint að versla þetta á netinu. Það er því um að gera að gera sér ferð í miðborgina, setja á sig grímu, spritta sig vel og klára jólagjafirnar!

Happy shopping 🎁

Eyrnalokkar : Hildur Yeoman
Rotate peysa
 : GK Reykjavík
Kiehl’s andlitsmaski : Hagkaup
Ganni stígvél : GK Reykjavík
Kiehl’s augnkrem : Hagkaup
Taska frá Hvisk : Húrra Reykjavík
Krafla dúnvesti : 66°Norður
Rotate trefill : GK Reykjavík
Strigaskór frá Filling Pieces : Húrra Reykjavík
Strigaskór frá Veja : Húrra Reykjavík
Ilmatn frá Le Labo : Mikado
Andlitsdekur : ChitoCare beauty, sjá sölustaði hér
Ganni húfa : GK Reykjavík

Gleðilega hátíð,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

DEKUR OG LJÓMANDI HÚÐ Í JÓLAPAKKANN

ANNA MÆLIR MEÐJÓLSAMSTARF

Ég verð að deila með ykkur hugmynd af frábærri jólagjöf, sérstaklega fyrir ykkur sem eruð á síðasta snúning hvað varðar jólagjafir. Dekur og ljómandi húð í jólapakkann? ChitoCare beauty býður upp á frábært úrval af gjafaöskjum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað sér við hæfi. Eins og ég nefndi hér þá býður ChitoCare upp á innpökkun á gjafaöskjunum í umhverfisvænan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Það er því lítið sem þarf að gera annað en skoða úrvalið af gjafaöskjunum á vefsíðu ChitoCare hér, smella við ‘Já takk! Ég vil fá gjafaöskjuna pakkaða inn í umhverfisvænan jólapappír!’, bæta við korti og voilà! Jólagjöfin er tilbúin. Mér finnst þetta svo sniðug gjöf, það elska allir dekur og að fá íslenskar, gæðamiklar húðvörur í jólapakkann er einfaldlega dásamlegt! Ég ætla að fara yfir mismunandi tegundir gjafaaskja frá ChitoCare beauty hér fyrir neðan.

Ferðasettið kemur í fallegri snyrtitösku og inniheldur ChitoCare beauty vörur í 50ml umbúðum;
Face Cream, Body Scrub, Hand Cream og Body Lotion. Sjá hér.

Gjafaaskja sem inniheldur Hand Cream í 50ml umbúðum og Serum Mask.
Sjá hér.

Dásamleg andlitstvenna sem ég nota daglega. Face Cream í 50ml umbúðum og Anti-Aging Repair Serum í 30ml umbúðum.
Sjá hér.

Face Cream í 50ml umbúðum og Serum Mask. Sjá hér.

30 daga andlitsmeðferð í jólapakkann? Ég fjallaði ítarlega um andlitsmeðferðina hér.
Þessi gjafaaskja inniheldur Anti-Aging Repair Serum, 4x Serum Mask , Face Cream og Hair Skin & Nails.
Sjá hér.

Gefum húðdekur með íslenskum vörum í jólagjöf, það mun tvímælalaust slá í gegn. Eins og  þið sjáið hér fyrir ofan þá er úrvalið af gjafaöskjunum frá ChitoCare beauty ekki af verri endanum og ættu því allir að geta fundið gjafaöskju sem hentar!🎁
Ég mæli með að skoða úrvalið hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

Á ÓSKALISTANUM FYRIR HANN

Á ÓSKALISTANUMHREIÐURGERÐ

Ég var svo heppin að fá babyshower um helgina en mínar bestu konur komu saman heima hjá mömmu minni og við eyddum dásamlegu síðdegi saman. Við litli snúður fengum m.a. Nomi barnastólinn að gjöf en hann var efst á óskalistanum. Núna er því allt að smella, rúmið er komið upp, bílstóllinn og vagninn tilbúinn og ég er aðeins byrjuð að setja þvott í vél ásamt því að huga að spítalatöskunni. Ég er ekki sett fyrr en 25. janúar en ég ákvað snemma að vera tilbúin með töskuna helst mánuði fyrir settan dag, kvíðapésinn í mér róast niður við gott skipulag. Það er lítið eftir á listanum af hlutum sem við þurfum að kaupa, aðallega smáhlutir og það sem er ekki jafn nauðsynlegt að eignast strax. Ég ætla samt sem áður að deila með ykkur því helsta sem er á óskalistanum fyrir prinsinn okkar. Ég er búin að taka út það sem við erum búin að eignast og það sem ég veit að við munum eignast um jólin.

1. Hreiður frá Liewood. Fæst m.a. í Dimm og á Boozt.
2. Blautþurrkubox frá Ubbi. Fæst í Móðurást.
3. Skipulagsvasi frá merkinu Main Sauvage. Fæst í Valhnetu.
4. Ullarskór frá Joha. Fást í Petit.
5. Ullargalli frá Joha. Fæst í Petit.
6. Náttljós frá Liewood. Fæst í Petit og Dimm.
7. Ferðaskiptidýna frá Main Sauvage. Fæst í Valhnetu.
8. Vagga og vöggustandur, fæst í Petit.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HÚÐIN MÍN EFTIR 30 DAGA HÚÐMEÐFERÐ CHITOCARE BEAUTY

ANNA MÆLIR MEÐJÓLSAMSTARF

Núna er ég búin að vera að nota 30 daga húðmeðferðina frá ChitoCare beauty markvisst í meira en mánuð og er vægast sagt ánægð með niðurstöðurnar. Húðin mín er silkimjúk, ljómandi og heilbrigð. Eins og ég sagði ykkur frá hér þá inniheldur meðferðin Anti-Aging Repair Serum, 4x Serum Mask, Face Cream og Hair, Skin & Nails. Mælt er með að nota húðmeðferðina í þessari röð (tekið frá vefsíðu ChitoCare beauty):

Á hverjum degi, bæði kvölds og morgna er borið ChitoCare beauty Anti-Aging Repair Serum á hreint andlit, því leyft að þorna og þar næst er borið ChitoCare beauty Face Cream á andlit. ChitoCare beauty Serum Mask er svo notaður með vikulega á meðan meðferðartíma stendur. Samhliða húðmeðferð er ChitoCare beauty Hair Skin & Nails tekið inn daglega.

Ég er búin að fara eftir þessum leiðbeiningum í meira en 30 daga en ég hef reyndar sleppt því að taka inn Hair, Skin & Nails þar sem að ekki er mælt með að taka inn auka fæðubótarefni á meðgöngu nema hafa leitað álits frá lækni eða annars sérfræðings. Ég tók þá ákvörðun strax að sleppa öllum auka fæðubótarefnum á þessari meðgöngu fyrir utan þau fjölvítamín sem mér var ráðlagt að taka inn. Ég hlakka samt sem áður mikið til að prófa Hair, Skin & Nails um leið og ég má! Ég hef því verið að nota serum-ið og andlitskremið bæði kvölds og morgna ásamt því að nota serum maskann vikulega. Húðin mín er LJÓMANDI! Ég var mjög stressuð að sjá hvernig húðin mín myndi breytast á meðgöngunni en hún hefur aldrei verið jafn góð. Ég tel ástæðuna vera góð húðrútína í bland við heilbrigt liferni og kannski smá meðgönguhormóna?

Ég hef verið að nota andlitskremið síðan 2020 og hef ég lofsungið það síðan ég prófaði það fyrst. Serum-ið sem er tiltöllulega nýkomið á markað er einfaldlega dásamlegt. Húðin verður silkimjúk um leið og droparnir snerta húðina enda er það stútfullt af lífvirka efninu kítósan og hýalúrunsýru sem dregur úr fínum línum og öldrunarmerkjum. Eins og ég hef margoft sagt ykkur frá þá er kítósan náttúrulegt undur úr hafinu sem ver húðina ásamt því að draga úr roða og pirringi. Það hjálpar einnig húðinni að viðhalda raka og gefur húðinni silkimjúka áferð í kaupbæti! Serum maskann hef ég verið að nota í dágóðan tíma en ég elska að taka mér dekurkvöld, setja á mig maska og gera vel við mig. Serum maskinn inniheldur einnig kítósan og hýalúrunsýru og er því einstaklega rakagefandi. Ég setti saman reels á Instagram um hvernig ég nota 30 daga andlitsmeðferðina, þið getið séð það hér.

Ég mæli eindregið með að prófa 30 daga húðmeðferðina frá ChitoCare beauty en eins og ég nefndi hér að ofan þá hefur húðin mín aldrei litið jafn vel út. Góð húðumhirða með enn betri húðvörum er uppskrift af ljómandi og heilbrigðri húð. Ég tel húðmeðferðina vera hina fullkomnu jólagjöf en það er klárlega pakki sem myndi slá í gegn á flestum heimilum! Þið getið skoðað húðmeðferðina betur hér. Húðmeðferðin er fáanleg í fallegri gjafaöskju en þar að auki er ChitoCare að bjóða upp á innpökkun á gjafaöskjunum í umhverfisvænan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu! ChitoCare beauty hefur einnig sett saman dásamlegar gjafaöskjur sem eru tilvaldnar í jólapakkann, þið getið skoðað úrvalið hér.

Ég mæli með að gera vel við sig og prófa 30 daga húðmeðferðina frá ChitoCare beauty, af hverju ekki að gefa sér smá dekur um jólin eða jafnvel byrja nýtt ár á húðdekri? Það hljómar dásamlega fyrir mér!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SÍÐBÚIN AFMÆLISFÆRSLA

LÍFIÐPERSÓNULEGT

Hér kemur síðbúin afmælisfærsla en ég átti afmæli sl. mánudag. Ég er mikil afmæliskona og finnst fátt skemmtilegra en að eiga afmæli. Dagurinn var yndislegur í alla staði en ég fékk góða áminningu um hvað ég er heppin með fólkið í kringum mig. Það er svo gott að finna fyrir mikilli ást í kringum sig og það að fólk taki sér tíma frá lífi sínu til þess að senda manni afmæliskveðju er einfaldlega dásamlegt. Mér fannst ansi magnað að fatta að þetta væri síðasti afmælisdagurinn minn barnlaus þar sem að litli prinsinn minn er væntanlegur eftir rúmar 7 vikur. Ég ákvað því að fara tvisvar út að borða með vel völdnu fólki og svo naut ég þess að vera ein að dúlla mér, sem verður mögulega smá erfitt þegar sá litli mætir á svæðið. Ég tók ekki margar myndir frá deginum heldur reyndi ég að njóta með mínum nánustu en það fengu nokkrar myndir að prýða Instagram feedið sem ég ætla að fá að deila með ykkur.

Kjóll : Baum und Pferdgarten
Pels : Monki
Taska : Prada

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

UPPÁHALDS OUTFIT ÞESSA DAGANA

OUTFITSKÓR

Meðgönguleggings, boots og stórar, mjúkar peysur – helst með rúllukraga. Það er það sem ég leitast í þegar kemur að klæðnaði þessa dagana, þægindi í fyrirrúmi. Ég var svo heppin að næla mér í dásamlega peysu frá Lindex, ég hef varla farið úr henni síðan ég keypti mér hana. Hún er stór og kósí með rúllukraga, fullkomin fyrir veturinn. Svo má ég til með að mæla með meðgönguleggings frá Wodbúð, þær eru frá merkinu Aim’n og ég er búin að vera að nota þær sömu síðan ég var komin rúmar 16 vikur á leið. Þær stækka vel með bumbunni og halda vel að. Þær eru dásamlegar á meðgöngu og eru eflaust ekki síðri eftir meðgöngu, ég er allavega orðin spennt að klæðast þeim eftir að sá litli er kominn í heiminn.

Peysa : Lindex
Meðgönguleggings : Wodbúð
Stígvél : JoDis by Andrea Röfn

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HREIÐURGERÐIN

HREIÐURGERÐLÍFIÐMEÐGANGA

Hreiðurgerðin er löngu hafin hjá mér en snemma í haust fékk ég sterka tilfinningu yfir mig að ég þyrfti nú að vera vel skipulögð og byrja snemma að undirbúa komu stráksins okkar. Við tók Excel skjala-gerð en þar er held ég yfirlit yfir föt og stærðir. Ég er ansi ánægð að hafa byrjað svona snemma og er þakklát fyrir þetta skipulag mitt. Það er nefnilega markmiðið að eiga eins róleg jól og ég get – og mögulega slaka loksins á. Við breyttum ‘lounge-inu’ í fallegt barnaherbergi en til að byrja með mun rúmið hans vera inni hjá okkur, enda myndi ég ekki vilja hafa það neitt öðruvísi. Við keyptum kommóðu frá Ikea sem er hægt og rólega að fyllast af fötum fyrir fyrsta árið hans litla. Ég er búin að vera dugleg að kaupa nýtt sem og smá notað í helstu barnafatabúðum landsins, svo höfum við fengið margar fallegar gjafir. Barnaloppan er algjör gullnáma þegar kemur að barnafötum, þau eru oftar en ekki ný eða lítið sem ekkert notuð! Ég mæli með að gera sér ferð þangað.

Fyrir ofan kommóðuna hengdum við upp fallega String hillu frá Epal ásamt myndum sem ég pantaði af vefsíðunni Postery. Ég er ansi hrifin af leikföngunum frá Main Sauvage en þau fást í versluninni Valhnetu en leikföngin í hillunni eru þaðan. Við vorum svo heppin að fá þessa dásamlegu regnboga, þeir eru handgerðir og eru frá PinuponsÞeir fást einnig í Valhnetu. Plast kassarnir eru frá Hay og fást í Epal. Mér finnst þeir vera svo sniðug lausn undir allskonar sem við þurfum að grípa í fyrir litla gaurinn okkar.

Það er allt að smella saman hjá okkur en við ætlum að bæta við skiptidýnu á kommóðuna og hafa skiptiaðstöðu þar. Mikið sem ég er orðin spennt fyrir þessu nýja hlutverki! Vonandi finnst ykkur gaman að fylgjast með undirbúningnum hjá okkur en ég reyni að vera dugleg að sýna frá á Instagram. Þið getið skoðað síðuna mína og fylgt mér hér. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með frekari undirbúning en það mun bara aukast næstu vikurnar. Ég stefni einnig á að deila með ykkur óskalista af því sem okkur vantar og langar í fyrir litla prinsinn.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VERTU VELKOMINN ÞRIÐJI ÞRIÐJUNGUR

LÍFIÐMEÐGANGAPERSÓNULEGT

Jæja núna eru minna en þrír mánuðir í settan dag, tíminn er búinn að líða hratt en samt hægt – ótrúlegt en satt .. Síðustu vikur hafa ekki verið auðveldar en ég er búin að vera rosalega kvalin af bakverkjum. Verkirnir byrjuðu í kringu 20. viku og voru aðallega í mjóbakinu en svo fóru þeir að dreifa sér. Fyrir rúmum tveimur vikum síðan átti ég erfitt með að standa upprétt og anda eðlilega vegna verkja í kringum herðablöðin. Ég sem betur fer hlustaði á líkamann og leitaði mér aðstoðar, fyrst hjá ljósmóður en sú heimsókn endaði upp á kvennadeild. Ég var send í rannsóknir og að lokum var ég greind með sýkingu í nýrunum, ég var lögð inn á meðgöngu- og sængurlegudeild og var þar í nokkra daga þangað til að mér fór að líða betur. Þetta kenndi mér heldur betur að hlusta á líkamann og gera greinarmun á ‘eðlilegum’ og óeðlilegum verkjum. Litli prinsinn kvartaði aldrei enda spriklaði hann og sýndi sig fyrir læknunum sem komu og skoðuðu mig. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég er því búin að eiga ansi skrautlegar vikur en ég vona að meðgangan haldist drama-frí þangað til að sá litli kemur í heiminn. 🙈

Eins og titillinn gefur til kynna þá erum við stödd á þriðja þriðjung eða third trimester. Ég er komin 28 vikur og þetta verður raunverulegra með hverjum deginum sem líður. Við erum byrjuð á fullu að undirbúa fyrir komu litla gæjans. Við erum komin með rúmið, nóg af fötum og erum að bíða eftir kerru og bílstól. Ég er búin að vera dugleg að kíkja í Barnaloppuna og hef fundið marga gullmola þar, bæði ný og nánast ónotuð falleg ungbarnaföt. Ég mæli tvímælalaust með að gera sér ferð þangað!

Er áhugi fyrir því að fylgjast með hreiðurgerðinni? Ég ætla að vera dugleg að deila bæði hér á Trendnet og á Instagram síðunni minni. Þið getið fylgt mér á Instagram hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝ KÁPA FYRIR VETURINN

NÝTTOUTFITVETUR

Núna er heldur betur byrjað að kólna og þá eru kápurnar og vetraryfirhafnirnar teknar fram. Mig skorti kápur enda er ég búin að selja margar sem mér fannst ég nota lítið og svo passa ekki allar yfirhafnirnar mínar yfir bumbuna. Ég fór því í kápuleit á netinu og var með það hugfast að finna army græna kápu – það er klárlega einn af mínum uppáhalds litum og sérstaklega fyrir haustið og veturinn. Ég vafraði inn á vefverslunina Boozt og datt heldur betur í lukkupottinn en þar fann ég dásamlega kápu á svo góðu verði. Sendingin var komin til landsins eftir fáeina daga og enginn tollur né önnur gjöld eftir komuna til landsins. Mæli með!

Kápa : B.young
Húfa : Hildur Yeoman
Stígvél : JoDis by Andrea Röfn
Sólgleraugu : Tom Ford
Taska : Prada

Er svo hrifin af þessari fallegu kápu, hún er hlý, mátulega síð og fer vel yfir bumbuna. Hún er frá merkinu b.young og ég er handviss um að hún verði notuð mikið í vetur. Ég er nú þegar búin að klæðast henni daglega síðan ég fékk hana í hendurnar. Ég held að það sé ágætis tákn um góða fjárfestingu. 🥰

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann