fbpx

SKÓGARBÖÐ OG ORKUHLEÐSLA FYRIR NORÐAN

ANNA MÆLIR MEÐFERÐALÖGÍSLANDSUMAR

Við fjölskyldan vorum meira og minna á flakki allan júlí, við ætlum að taka águst í ró hér í Reykjavík en förum svo erlendis í lok mánaðarins. Eitt af því sem stóð upp úr á flakkinu okkar voru Skógarböðin á Akureyri. Þvílík dásemd! Við Atli vorum svo heppin að fá pössun fyrir strákana okkar og nýttum því tækifærið og gerðum okkur ferð þangað. Ég mæli tvímælalaust með, aðstaðan er ein sú flottasta sem ég hef séð. Það er ótrúlegt hvað smá foreldrafrí gerir mikið fyrir mann, bara fáeinir klukkutímar skipta sköpum!

Ég mun klárlega heimsækja Skógarböðin aftur. Þarna er gott að sækja sér orku og fyllast vellíðan.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

MÖMMUSPJALL Á MBL

Skrifa Innlegg