MITT UPPÁHALDS // “GIVEAWAY”

AndreAbyAndreABIOEFFECTSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Mitt uppáhalds …
Ég tók saman nokkra hluti sem ég nota mjög mikið og ætla að gefa þá alla í veglegum gjafaleik á Instagram.

1. AndreA Húfa í lit að eigin vali
2. AndreA trefill í lit að eigin vali
3. AndreA LoveLove hálsmen í gull eða silfri
4. BIOEFFECT DAY SERUM
5. BIOEFFECT OSA WATER MIST
6. FANNY taska í lit/tegund að eigin vali.
7. ESSIE naglalakk …. mína tvo uppáhalds liti, Ballett slippers & Russian roulette1. Húfurnar okkar eru úr dásamlegri viskós blöndu og eru fullkomnar “borgar húfur” ekki of þykk – ekki of hlý – bara svona akkúrat.  Húfan kemur í 6 litum… þú getur skoðað litina hér!


2. Trefill … Þessi ullar trefill er ómissandi á köldum dögum,  ég er oft með hann sem sjal yfir axlirnar þegar ég er að vinna í tölvunni eins og akkúrat núna :) Hann kemur í nokkrum litum og er stór og hlýr.  Litina finnur þú hér!

3. LoveLove hálsmenið er í algjöru uppáhaldi, auðvitað elska ég það sem stendur á því en þar að auki elska ég lagið á meninu. LoveLove kemur í tveimur stærðum í silfri & gullhúðuðu silfri.   …meira hér!


4. BIOEFFECT DAY SERUM:  Ég veit ekki hvernig húðin mín kæmi undan vetri ef þessi rakabomba væri ekki svona mögnuð.  DAY serumið gefur húðinni mikinn raka og heldur húðinni stinnri og ferskri.  Ég elska þessar vörur og er svo ótrúlega glöð að geta nú boðið upp á hana í versluninni okkar.  Allar konur sem langar í BIOEFFECT spjall og ráðgjöf eru velkomnar til okkar á Norðurbakkann.

5. BIOEFFECT OSA WATER MIST:  Önnur snilld frá Bioeffect sem endurnærir húðina og veitir henni nauðsynlegan raka, þessu spreyja ég á mig í tíma og ótíma, bæði á hreina húð og yfir farða.  Ómissandi þegar að húðin er þurr.


6. FANNY: þessi taska er svo mikil snilld þó ég segi sjálf frá.  Fanny kom núna síðast í “leopard” munstri sem lífgar hressilega upp á dressið sérstaklega þegar maður er t.d í svartri kápu.  Taskan er líka til í svörtu & rauðu leðri.


7. ESSIE naglalakk, ég virðist aldrei geta valið á milli hvort mig langar að vera með ljósbleikt eða rautt, eins og það séu bara tveir litir til í heiminum. Eins og ég er litrík þá nota ég samt eiginlega bara alltaf þessa tvo, Russian roulette & ballett slippers þeir fylgja báðir með í pakkanum <3

Leikurinn er hér.  Megi heppnin vera með þér ;)

 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

KONUKVÖLD

AndreAbyAndreASAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verlsun AndreA.

Konukvöld í miðbæ Hafnarfjarðar – Föstudaginn 15 mars frá kl 18-21 !!!
Opið í verslunum og veitingastöðum í miðbænum til kl 21.

Við í AndreA ætlum að gera okkur glaðan dag og bjóða ykkur okkar uppáhalds vörur, við höfum safnað saman frábæru fólki til að vera með okkur þetta kvöld.

OLIFA verður á staðnum og kynnir olíurnar sínar í bland við prosecco frá Allegrini
OLIFA þarf varla að kynna fyrir Íslendingum en við erum allar löngu komnar á OLIFA vagninn og hlökkum til að leyfa ykkur að smakka þessa Ítölsku/Hafnfirsku snilld.
Ása Regins meistarinn á bakvið OLIFA ætlar að vera hjá okkur, leyfa okkur að smakka og kynna okkur fyrir þessum frábæru vörum.ESSIE við höfum valið tvo liti sem okkur finnst ómissandi, 50 fyrstu viðskiptavinir okkar sem versla fá ESSIE naglalakk að gjöf.  Ég sjálf er alltaf með annaðhvort rautt eða ljóst,  ég virðist alveg föst þarna :) En báðir þessir litir eru ótrúlega fallegir.  Ég fékk að velja úr risastóru og endalausu litaúrvali mína tvo uppáhalds liti…. Russian Roulette & Ballett slippers

Russian roulette
er þessi fullkomni rauði, ekki of dökkur heldur alveg tær, bjartur rauður litur.
Ballett slippers er svo þessi fullkomni hreini, náttúrulegi litur með smá bleiku í,  Elísabet Bretlands drottning notar ekkert annað þannig að það er vel við hæfi að við notum hann líka :)BIOEFFECT verður á staðnum með ráðgjöf, allir sem versla fá glaðning frá BIOEFFECT í pokann sinn (á meðan birgðir endast)
Allir sem þekkja mig vita að ég gjörsamlega elska þessar vörur en það er ekki af ástæðulausu, þær eru hreinar, tærar, al íslenskar og svínvirka :)  Við höfum tekið alla línuna frá Bioeffect inn í búðina og nú getið þið verslað hana hjá okkur.KRYDD Í TILVERUNA… Lólý kemur með heimsins bestu Biscotti og leyfir okkur að smakka.


AndreA -15% afsláttur af öllum vörum á konukvöldinu.

Egils kristall & hafnfirskt sælgæti eins og það gerist best <3


LUKKUPOTTUR
Settu kvittunina þína með nafni og símanúmeri í lukkupott og einn heppinn viðskiptavinur vinnur lúxus pakka að verðmæti 50.000 …
(Drögum mánudaginn 18 Mars)

*Gjafabréf í AndreA fyrir 25.000
*BIOEFFECT Day serum & BIOEFFECT Osa water mist
*ESSIE naglalakk
*OLIFA hágæða Olíu

Hlökkum til að sjá ykkur
LoveLove
Andrea&Co


Hér er EVENTINN okkar

Hér er EVENTINN fyrir miðbæ Hafnarfjarðar.

CAN´T STOP WON´T STOP

BEAUTYFörðunMakeupNYX PROFESSIONAL MAKEUPSNYRTIVÖRURÚTLIT

Can´t stop won´t stop!

Það er ekki á hverjum degi sem að maður er beðin um að koma í “full on” dekur dag og myndatöku, ég er fyrir löngu búin að temja mér það að reyna að stökkva sem oftast líka þegar ég verð feimin og langar til að segja nei.
Stelpan á hinni línunni er líka mesta “JÁ” vinkona mín :) En ég hef hringt í hana með ótal skrýtnar fyrirspurnir og beðið hana um að gera allskonar verkefni með mér og svarið er alltaf JÁ !  Ég hef reyndar þegar að ég hugsa til baka sagt oft JÁ við hana líka við allskonar verkefnum þannig að þetta er greinilega mjög peppað, jákvætt og gott vinasamband sem við eigum.

Vinkonan er Erna Hrund og tilefnið ný lína frá NYX professional makeup.

NYX professional makeup þekki ég vel og nota margar vörur frá þeim á hverjum degi (hér er mitt uppáhalds NYX) en farðana hafði ég ekki prófað aðallega vegna þess að ég hef aldrei komist upp á lagið með það að nota farða.  Ástæðan fyrir því að ég nota ekki farða er sú að mér finnst ég alltaf finna fyrir því að ég sé með eitthvað á húðinni en einmitt þess vegna var gaman að prófa.  Farðinn heitir CAN´T STOP WONT STOP, hann er mjög léttur, þunnur og ég fann sem sagt ekki fyrir honum.  Húðin fékk jafna og fallega áferð.  Lita úrvalið er magnað eða 45 litir þannig að allir ættu að geta fundið sinn rétta litartón.  HÉR má lesa meira um farðann.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið aðeins öðuvísi dagur en vanalega í höndum úrvals fagmanna í Reykjavík Makeup school.
Rakel María farðaði mig & Ingunn sá um hárið.  VÁ hvað það var gaman að fara í hár og förðun, en ég mála mig alltaf sjálf fyrir öll tilefni og myndatökur, satt best að segja var ég smá smeyk við að leyfa einhverjum öðrum að mála mig en ég var ekkert smá ánægð :)  Það sama má segja um hárið, nema að ég kann að mála mig en ég kann ekkert á hár þess vegna er ég eiginlega alltaf með tagl.  Ég hef séð ótrúlega fallegar greiðslur eftir Ingunni en við fórum samt ekki langt út fyrir boxið mitt en hún gerði samt mjög flotta útgáfu af skipt í miðju hnút :)


Hér er svo útkoman ….
Myndirnar tók Íris Dögg Einarsdóttir  ljósmyndari ♡

Þetta var frábær dagur með fullt af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki ♡

 

LoveLove
AndreA

Instagram: @Andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

KARL Í DAG

LÍFIÐ

Öskudagurinn er dagur sem börnin okkar elska … Litlar dúllur, prinsessur, hatarar, ofurhetjur og ég veit ekki hvað og hvað fylla Facebook, Instagram og götur bæjarins.  Þar sem að ég vinn í verslun heyri ég “Gulur, rauður grænn & blár” & “Gamla Nóa” aðeins of oft á einum degi haha!  En að sjá þessar elskur hlaupandi eins og fætur toga til að ná fá nammi áður en “nammið búið” miðinn er kominn í gluggann.
Við ákváðum að vera “All in” í ár… Ég og Erla vorum Karl Lagerfeld sem er mjög einfaldur og auðveldur búningur en við áttum bara mega góðan dag sem Kalli.  Ísabella og Anna Emilía voru M&M en þær komu til okkar eftir skóla og sáu um að gefa nammi. Við ákváðum að eiga nóg til allan daginn og pössuðum sérstaklega uppá að eiga líka fyrir litla fólkið sem kom eftir leikskóla.
Dagurinn var frábær og miklu skemmtilegri í búning en ekki :)

 

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

 

DRESS

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF

Dress dagsins var í stíl við veðrið.  Vor í lofti, +8 á mælinum, við kvörtum ekki yfir því.  Þegar maður býr á Íslandi þá getur einn svona dagur gert svo fáránlega mikið fyrir mann.
Ég dró fram ljósan rykfrakka og hvíta skó en gleymdi að vísu sólgleraugunum heima sem var skellur :)
Er á meðan er, hver veit nema að ég þurfi að draga fram kraftgallann í næstu viku?Kápa: Vintage Burberry 
Peysa, Buxur & taska: AndreA 
Skór: Billibi Gs skór
Skart & spenna: Ýmis merki: AndreA

 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

FLOTTASTI KJÓLLINN Á RAUÐA DREGLINUM

ÓSKARINN

Best klædda konan á Óskarnum að mínu mati var breska leikkonan Gemma Chan.
VÁÁÁ  …. konan -kjóllinn – liturinn – sniðið – skórnir – skartið – hárið & förðunin.

Gemma Chan er í Valentino kjól úr “Haute coture”  línunni ss 2019,  Jimmy choo skóm sem voru sérhannaðir fyrir hana við kjólinn, skartið er frá Bvulgari.
Förðunin var í höndum Moniku Blunder & hárið í höndum Clariss Anya Rubenstein.
S
tílistinn sem á heiðurinn af útliti Gemmu er Rebecca Corbin-Murray


LoveLove

AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

KONUDAGUR

AndreAKONUDAGURINNKONURKonur eru konum BestarLÍFIÐ

Konudagur  <3

Ég hef oft verið með einhvern dólg og ekki viljað halda uppá fyrirfram ákveðna daga,  “Mig langar ekki endilega að fá blóm á konudaginn af því að þá á að gefa blóm, mig langar að fá blóm þegar að manninum mínum langar að gefa mér blóm”  er eitthvað sem ég man eftir að hafa sagt :)   En það er svo gott að geta skipt um skoðun og svo mýkist maður víst með árunum og í dag er ég á því að við eigum að fagna ástinni og lífinu við hvert einasta tækifæri sem gefst.  Lífið er stutt og það er svo margt sem miður fer og við þurfum bara að eiga tillidaga, halda afmæli og nota allar stundir sem við getum til þess að gleðjast.

Konudagurinn 1999 er mér minnistæðastur af öllum (eða sá eini sem ég man almennilega eftir) af því að þá fæddist strákurinn okkar.  Einn erfiðasti og dásamlegasti dagur lífs míns.  Þegar ég var í þann mund að bugast, fæðinginn var löng og gekk mjög erfiðlega þá kom blómasending upp á spítala í tilefni konudagsins…. Risastór blómvöndur frá pabba mínum sem var úti á sjó.  Sennilega besti blómvöndur sem ég hef á ævinni fengið, þegar ég hugsa svo til baka þá get ég rétt ímyndað mér hvernig þetta var fyrir hann, einn úti á ballarhafi að eignast sitt fyrsta barnabarn og vera svona óralangt í burtu, þá var ekki facetime, snapchat eða story.  Takk pabbi

En í tilefni dagsins langar mig til að senda rafrænt knús á allar mínar konur,  ég veit stundum ekki hvort að ég sé bara svona heppin en konurnar í mínu lífi eru magnaðar.  #KONUR ERU KONUM BESTAR

Gleðilegan konudag konur

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

VETRARFRÍ Í LONDON

FERÐALÖGFRÍLONDON

Vetrarfrí ….
Nokkra daga frí um miðjan febrúar hljómar vel, frí í skólanum og tilvalið að gera eitthvað annað en vanalega.   Vetrarfríið hittir alltaf á afmæli strákanna minna en þeir eiga báðir afmæli í dag 21 febrúar & Ísabella eftir nokkra daga eða 1 mars.  Þessi vika er því afmælisvika í okkar fjölskyldu þar sem að allir eiga afmæli nema ég :)
Við áttum frábæra daga í London en samvera með mínu uppáhalds fólki er ómetanleg og gott að komast aðeins í burtu.  Við skoðuðum borgina, borðuðum góðan mat og gerðum þessa týpísku túrista hluti, við vorum þó ekkert með þetta of planað heldur bara mjög afslappað og rólegt.

Við gistum á  ACE Hotel Shoreditch  sem er í mjög skemmtilegu & artí hverfi í austur London.  Shoreditch liggur alveg við fjármálahverfið og andstæðurnar eru því miklar en þetta var eiginlega uppáhalds parturinn minn af London en þarna er fullt af skemmtilegum og öðruvísi búðum og mikið af flottum “vintage” búðum, list og skemmtilegir markaðir út um allt.  Ég mæli með heimsókn í þetta hverfi ef þú ert í London.

Við byrjuðum alla morgna á því að fara í gufu, fá okkur góðan kaffi og settum plötu á fóninn, topp næs !

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM @andreamagnus
INSTAFRAM @andreabyandrea

LOVELOVE

AndreAbyAndreALOVELOVESAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

LoveLove

Valentínusardagurinn er í dag … Ætlar þú  að halda upp á hann ?
Þetta er allavega dagur ástarinnar sem er tilvalinn í að segja ykkur frá LoveLove.
LoveLove er setning sem hefur fylgt mér og mínum lengi.  Ég nota Love x 2 um það sem á skilið extra mikla ást eða um einhvern eða eitthvað sem  er það  flott eða frábært að það á skilið tvöfaldan skammt af ást.
Þessi tvöföldun á annars þessu fallegasta og sennilega vinsælasta og einu mest notaða orði heims hljómar jafnvel helmingi betur í öðru veldi ;)

Hálsmenin litla Love & stóra Love eru í sérstöku uppáhaldi.
Á meðfylgjandi myndunum getið þið séð allt frá tilraunum og prufum af meninu að fullbúnum hálsmenum.
Helga Sæunn vinkona mín hjálpaði mér að hamra þessi orð í silfur  handa ástinni minni á sínum tíma.  Í dag ber ég alla daga stórt LoveLove í gulli, stundum er ég með það litla líka (suma daga þarf maður bara fjórfaldan skammt) !

Hvort að það sé svo tilviljun eða ekki þá hefur það þróast þannig að LoveLove línan er það sem ég nota mest sjálf alla daga um þessar mundir.
Hálsmenið tek ég aldrei niður & Lovelove samfestingana hef ég notað miklu meira en mig hefði grunað og núna eru það Lovelove buxurnar sem ég fer ekki úr og er að þróa þær í nokkrum útgáfum til viðbótar ….

Gleðilegan valentínusardag ♡
LoveLove

AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea