fbpx

DRAUMA AFMÆLISGJÖF

AFMÆLIFERÐALÖGÍSLANDLÍFIÐ

Munið þið eftir covid? Ekki ég. 😅  Þegar ég hélt upp á afmælið mitt á síðasta ári fékk ég ferð í Hveragerði & gistingu á Gróðurhúsinu í afmælisgjöf frá góðum vinkonum.  Síðan mátti ekki neitt í smá tíma út af doltlu, þið þekkið þetta og svo bara hélt lífið áfram, allir uppteknir í sínu og allt í einu átti ég bara afmæli aftur.  Allavegana drifum við okkur loksins af stað í afmælisferðina á sunnudaginn og áttum ógleymanlegan sólarhring.

HERRA GUÐ hvað þetta var æðislegt.  Við vorum mjög heppnar með veður, MJÖÖÖÖG ég meina það er miður september og þarna lágum við í heitum læk lengst inni í dal í sólbaði…. Hver hefði trúað því?


Æ ég er búin að hlæja svo mikið af þessari mynd 😂 ég er ekki ein á henni ef vel er að gáð … 🧐

En ég mæli svo mikið með þessu fyrir vinahópa, að taka þessa göngu í Reykjadal, svo ótrúlega fallegt þarna og tiltölulega auðveld ganga. Það tekur ca 1,5 klst að ganga aðra leið.  Við vorum með nesti og næsheit sem við fengum okkur & fórum svo í heita lækinn sem var dásamlegt og gengum svo aftur niður.


Við fórum svo á Gróðurhúsið þar sem við gistum, fengum okkur æðislegan mat og höfðum það gott.  Fórum svo upp á herbergi í dásamlega mjúk rúm og hvíldum lúin bein.  Vöknuðum snemma, fengum okkur kaffi & croisant og fórum svo heim.
Daumadagur, kvöld nótt & morgun.

 

 

 

Ein þakklát kona fyrir ógleymanlega ferð og frábærar vinkonur <3
Takk fyrir mig 
xxx
AndreA

NAGLA ÞRENNA FYRIR VETURINN

BEAUTYEssieSAMSTARF

Ég lendi alltaf í smá vandræðum með að vera með fínar hendur, neglur & naglabönd þegar það fer að kólna úti, ég verð mjög þurr í kringum neglurnar og á þá til að fara að kroppa og vesenast eitthvað í þeim.  😬   Naglabandaolía & handáburður er það sem bjargar mér hvað mest en þessa dagana er ég húkt á þessari þrennu… 💅

*BLANC eða hvítur er minn uppáhalds essie litur, ég veit ekki hvað ég er búin að klára mörg glös af honum, hann er bara svo ferskur og gengur við allt.
*HARD TO RESIST til að styrkja neglurnar.
*NAGLABANDAOLÍA til að halda naglaböndunum mjúkum & heilbrigðum.

Myndirnar hér að neðan tók Aldís Pálsdóttir fyrir sérstaklega skemmtilega herferð sem ég tók þátt í ásamt fullt af frábærum konum í sumar fyrir Beautyklúbbinn.

Lesa meira hér: “Dekurdagur með essie” & hér: “Really red”
Fyrir ykkur sem langar að prufa góðan handáburð þá mæli ég með þessum hér: “Húkt á handáburði”

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Mynd: Aldís Pálsdóttir

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnu

TÍSKUVIKAN

COPENHAGENCPHFWTískaTÍSKUVIKA
Tískuvikan í Kaupmannahöfn var haldin í síðustu viku með pompi og prakt eins og dönum einum er lagið.

Ég bæði elska þessa viku og hræðist hana smá,,,, því henni fylgir margra daga mikil vinna bæði á undan, á meðan & á eftir,  jafn mikið og mér þykir þetta gaman þá þýðir hún auka álag, það voru því kærkomnir frídagar sem við áttum á milli anna. Hægt að lesa meira Hér.

Við förum bæði á sýningar og í showroom og að þessu sinni vorum við að skoða vörur fyrir vor/sumar 2023 og erum afar spenntar fyrir því sem koma skal og hlökkum til að sýna ykkur ný merki sem við erum að taka inn.

Við megum búast við áframhaldandi jakkafata tísku, fíngerðu skarti, rauður litur verður mjög áberandi ásamt áframhaldandi litadýrð.  Há stígvél  & kúrekastígvél eru að koma í allskonar litum & gerðum eins eru stutt pils eru með endurkomu en þau eru einmitt fullkomin við stígvél og flottan blazer.

Hér eru nokkrar myndir frá okkar tískuviku…

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus 

VILLA & SUNNY CPH

HOTELKAUPMANNAHÖFNTÍSKUVIKA

Eftir þrjá laaaanga daga á hlaupum á tískuvikunni og virkilega pakkaða dagskrá áttum við dásamlegt helgarfrí á Villa þar sem við vorum með engin önnur plön en að njóta og bara go with the flow.  Vakna í mjúku rúmi, rölta niður í góðan morgunmat og svo hanga við sundlaugabakkann í 28 stigum & sól, gæti ekki hljómað betur.

Seinniparturinn var svo nýttur í rölti um borgina og að sjálfsögðu kíktum við í Tívolíið eins og sönnum Íslendingum sæmir.  Ég held reyndar að það hafi verið 80% íslendingar í tívolíinu þennan daginn.  Við hittumst þrjár vinkonur ég Elísabet okkar Gunnars og Guðrún Jóna með börnin okkar 3-16 ára og áttum dýrmætan tíma bæði fyrir mömmur & börn.

Ég mæli svo innilega með þessu fallega hóteli, ég hef skrifað um það áður hér:  VILLA COPENHAGEN .  Það hefur allt, fegurðina, söguna, sundlaugina, lúxusinn og gæti ekki verið betur staðsett í borginni.

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

CHANEL VARASALVI – DRAUMUR Í DÓS

BEAUTYCHANEL

 

Varasalvar eru nauðsynlegir, ég er ein af þeim sem er með þá í öllum vösum, töskum & á náttborðinu.  Það skiptir öllu að varirnar séu vel nærðar sérstaklega ef maður ætlar að vera með varalit og bara yfir höfuð þá skiptir það máli, þurrar varir eru bara óþægilegar punktur.
Ég sat á kaffihúsi með vinkonum mínum (algjörum skvísum) fyrr í sumar þegar önnur þeirra veiddi varasalvann sinn upp úr töskunni, setti á sig og smellti honum svo á borðið.  Það var þessi hér ….

Ég viðurkenni að ég féll fyrst fyrir umbúðunum, gat ekki hætt að hugsa um hann og var mætt með hann á kassann í Hagkaup daginn eftir.  CHANEL hydra beauty takk fyrir <3

Núna er ég skvís eins og Guðrún vinkona mín ;)
Varasalvinn er þunnur, mjög nærandi með mjög mildum sætum ilm (ekki mikil lykt), auðvelt að setja hann á og helst vel.  Hann er glær, góður einn og sér en ég hef líka sett hann yfir varaliti.
Mæli með 💋

xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

FERÐA OUTFIT

DRESSFERÐALÖGLÍFIÐSAMSTARF

Halló úr lestinni einhvers staðar á milli Kaupmannahafnar & Gautaborgar 👋

Mér finnst ekkert mál að pakka, geri það alltaf bara rétt áður en að ég fer að sofa, mögulega búin að hugsa nokkrar samsetningar og ákveða óljóst hvað fer í töskuna en pakka samt alltaf á síðustu stundu og kem svo við niðri í búð á leiðinni út á flugvöll í ca 95% tilfella 😅.  JÁ það er stundum næs að eiga búð og stundum mega næs að hún sé í HFJ á leiðinni til KEF.

Það er eitt sem ég stoppa samt alltaf við og á oft erfitt með að ákveða….. Í hverju á ég að vera á ferðalaginu /í fluginu? 
Í dag er ég t.d. að fara sitja í allan dag, fyrst í flugi til CPH og þaðan fer ég svo í 3,5 klst lestarferð til Gautaborgar að horfa á fótbolta ⚽.
Oft hef ég valið að ferðast í pilsi eða síðkjól og strigaskóm bara af því að það er svo ótrúlega þægilegt en í dag valdi ég mjúkan jogging galla & tók sénsinn á að vera í hvítum… æ mér finnst svart bara ekki gera neitt fyrir mig þessa dagana en anyway… Hvítur joggaristrigaskórderhúfa & trench coat = PERFECTO 👌
(Ég verð þó að taka það fram að derhúfan er uppseld en kemur aftur í águst/sept & strigaskórnir vinsælu er væntanlegir bara á næstu dögum aftur.)

Kápan var einmitt það sem ég sótti niður í búð í nótt, hún var nýkomin og mig langaði svoooo í hana enda búin að bíða spennt í ca 6 mánuði.  En það sem ég elska við þessa rykfrakka / trench coat er að þeir passa við nákvæmlega allt, bæði við jogging gallann og við meira glam tilefni, þegar ég ætla t.d. fínt út að borða.Flíkurnar, töskurnar (nema ferðataskan), og derhúfan eru allt frá AndreA, ég get næstum því sagt að ég sé í eigin merki frá toppi til táar, ég geri það vonandi einn daginn🤞
Daginn sem ég hanna skó, vonandi kannski, mögulega einhvern tímann 😉 aldrei að segja aldrei!


Skrifstofa dagsins & hvíti gallinn enn þá hreinn ♡
xxx
AndreAInstagram @andreamagnus

32 DRESS Á 3 DÖGUM

AndreAbyAndreADRESSWORK

32 dress ca about á þremur dögum 😅

Ég notaði tækifærið í gær þegar sú gula lét sjá sig og fór í sumarkjól & sandala, ég var þó ekki lengi í því dressi því að deginum eyddum við Ósk í að máta ég veit ekki hvað marga kjóla, alla jólalínuna, við vorum að leggja lokahönd á öll snið og lítil smáatriði sem þarf að laga áður en þeir fara í framleiðslu, sýni ykkur myndir af þeim gersemum síðar.

Um kvöldið testaði ég svo mexíkanska veislu á Tres Logos og fór þá í uppáhalds bolinn minn um þessar mundir VALENCIA sem er væntanlegur til okkar í ágúst og leðurkápu drauma minna.💭

Deginum í dag eyddum við Kristín Amalía svo í að mynda tryllta nýja kimonoa sem voru að lenda og perlutöskuna sem er ó svo falleg.
Ég elska svona oftast að máta út í eitt þó að hárið verði úfið og ég muni ekki í hverju ég mætti í vinnuna.

Hér er brot af dressum síðustu 36 tímana ;)

 

xxx
AndreA

BUENOS DÍAS – HVAÐ ER KLUKKAN?

FRÍLÍFIÐSPÁNN

Halló frá Spáni ☀️

Sumarfrí & sæla.  Við erum búnar að hafa það dásamlega gott á spáni, við mæðgurnar, ég, mamma, Ísabella og vinkona hennar Anna Emilía.  Við erum í Orihuela (50min frá Alicante). Við erum búnar að vera duglegar að keyra á mismunandi strendur hér í kring, fara á markaði & borða góðan mat.  Eins keyrðum við til Villajoyosa og skoðuðum litríka bæinn en þar eru öll húsin máluð í mismunandi litum.  Dásamlega rólegt og gott að ná sér niður eftir annasama tíma.  Hvaða dagur er og hvað klukkan er skiptir engu, bara njóta…. love it

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

HAMINGJUSKÁL

LÍFIÐMATUR

 

Hamingjuskál eða glas fullt af jógúrt, ávöxtum og fallegum litum er eitt það besta sem ég fæ.
Þetta er eitthvað sem ég geri mér reglulega og einmitt sérstaklega þegar ég er í fríi og hef meiri tíma til að njóta.  Oft set ég þetta í skál en þegar ég er með gesti þá finnst mér gaman að bera þetta fram í fallegu glasi, að þessu sinni í Vipp glasi.  Ég hef sjaldan notið mín jafn vel við morgunverkin eins og í þessu fullkomna eldhúsi, í þessu fallega húsi í Kaupmannahöfn sem ég gisti í um daginn með góðum vinkonum.  Sjá meira HÉR .

Uppskriftin er einföld: Grísk jógúrt – múslí -hnetur – ávextir & síróp.
Ég set yfirleitt bara þá ávexti sem er til í ísskápnum út í skálina en mér finnst þó appelsína breyta öllu, hún gefur svo ferskt bragð.  Eins mæli ég með að nota granóla múslí og vel af hnetum.
Einfalt fallegt & fáránlega gott!
xxx
AndreA
instagram @andreamagnus

BACH COPENHAGEN

KAUPMANNAHÖFNSHOPPINGVINTAGE

Á hlaupum milli funda í Kaupmannahöfn, allt of seinar á næsta stað, snar skrönsuðum við alveg óvart fyrir utan þessa fallegu vintage verslun, BACH COPENHAGEN…. Glugginn var þannig að við bara urðum að fara inn.  Við náðum alls ekki að skoða þessa verslun nógu vel en gull og gersemar voru út um allt, kjólar, fylgihlutir, skart, styttur & allskonar hlutir.  Heill heimur af guðdómlegu góssi.
Á hraðferð náði Aldís samt að smella nokkrum myndum …. Ég meina sjáiði bara afgreiðslustúlkuna 🌼🤩

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Myndirnar hér að neðan tók ég svo á símann minn, ég mun 100% fara aftur í BACH og þá með meiri tíma til að skoða betur en að þessu sinni náði ég þó að næla mér í þessa fögru perlulokka sem ég er að máta hér á myndunum.

Hér er instagram BACH COPENHAGEN en þar finnið þið einnig heimilisfangið.

 

 

xxx
AndreA
IG @andreamagnus