fbpx

STÓRSTJARNAN LAUFEY TÓK VIÐ GRAMMY VERÐLAUNUNUM Í CHANEL SETTI

CHANELÍSLAND

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy verðlaun fyrir plötuna sína Bewitched í Los Angeles í gær. Stórkostlegur og verðskuldaður árangur hjá þessari hæfileikaríku stelpu. Við verðlaunaafhendinguna þakkaði hún  fjölskyldu sinni, sérstaklega þakkaði hún tvíburasystur sinni Júníu Lín, sem er hennar helsti stuðningsmaður og vinnur með henni alla daga.

Laufey var stórglæsileg þegar hún tók á móti verðlaununum, klædd í Chanel frá toppi til táar.  Hún var í ljósbleiku skósíðu silki pilsi og í topp úr sama efni með opnu baki. Settið er úr 2024 vor-sumar línu Chanel. Hún var einnig með fallegt skart frá tískuhúsinu, Coco Crush hringi & armbönd ásamt “Comète” eyrnalokkum sem eru stjörnur alsettar demöntum.  Laufey var einnig förðuð með Chanel.

LOS ANGELES, CALIFORNIA – FEBRUARY 04: Icelandic singer-songwriter Laufey, winner of the “Best Traditional Pop Vocal Album” award for “Bewitched” attends the 66th GRAMMY Awards at Peacock Theater on February 04, 2024 in Los Angeles, California. (Photo by Emma McIntyre/Getty Images for The Recording Academy)

 

Hér eru nokkrar myndir af heimasíðu Chanel, fyrir þá sem langar að sjá dressið betur. Bakið er ótrúlega fallegt, opið og bundið saman með slaufum. Sjáið líka öll smáatriðin sem Chanel gerir svo vel. Lógóið á öxlinni, litlu stafirnir inn á milli doppanna og tölurnar aftan á pilsinu. Fallegt!


Þið sem eruð svo heppin að eiga miða í Hörpuna þegar hún heldur þar þrenna tónleika í Eldborg getið látið ykkur hlakka til <3
Vá hvað þetta er gaman, til hamingju Laufey og áfram ísland.

 

 

HVERJU BYRJAR MAÐUR Á AÐ SAFNA Í ROYAL COPENHAGEN ?

HEIMAJÓLROYAL COPENHAGENSAMSTARF

Hverju byrjar maður á að safna þegar maður ætlar að safna Royal? Ég fengið þessa spurningu svo oft frá fólki sem er að byrja að safna Royal Copenhagen eða er að fara gefa fyrsta RC hlutinn.
Sjálf byrjaði ég að safna hvítum plain matardiskum, það er auðvelt að byrja á þeim, þeir eru ódýrari og það er fallegt að blanda þeim svo saman við blue mega.  Aðrir byrja t.d. á stóru hlutunum, skálum eða kökudisk og svo eru kaffibollarnir líka frábær byrjun og sennilega mest notaði Royal Copenhagen hlutur á mínu heimili.

HISTORY MIX er líka frábær leið fyrir þá sem eru að safna. En í þeim eru yfirleitt sett af þremur hlutum, ýmist bollar, skálar eða diskar.
Mest notaði RC hluturinn minn er klárlega thermo bollinn hér að neðan.  Hann er tvöfaldur þannig að hann hitnar ekki að utan þó að það sé rjúkandi heitt kaffi í honum. Thermo bollinn besti fæst HÉR.
Skálar þrjár saman í pakka. Fást HÉR.

Tveggja ára brotaábyrgð!
Royal Copenhagen býður upp á tveggja ára brotaábyrg með það að leiðarljósi að hvetja fólk til þess að nota borðbúnaðinn einnig við hversdagsleg tilefni. Með ábyrgðinni bætir Royal þér hlutinn þinn með nýjum eða sambærilegum hlut ef hann brotnar há þér. Alveg sama hvernig hann brotnar.
Fyrir áhugasama þá er allt um brotaábyrgðina og hvernig hún virkar hér: ROYAL COPENHAGEN MEÐ TVEGGJA ÁRA BROTAÁBYRGÐ!

 

Gleðileg jól
AndreA

JÓLAPAKKA INNPÖKKUN – HUGMYNDIR

DIYJÓL

Pinterestið mitt er að fyllast af jólapökkum og jólatrjám (næsta blogg ).  Hvernig á að pakka inn í ár?
Þar sem að slaufan er að taka yfir hjá mér hægt og rólega, fyrst á aðventukransinum, næst á jólatrénu og svo á ólíklegustu stöðum hérna í kringum mig þá hlýtur hún að enda á jólapökkunum líka. Sjá líka:AÐVENTUKRANS & JÓLATRENDIÐ? SLAUFUR:

Minimalískur jólapappír & dramatísk slaufa ?
Mig langar að hafa pakkana mína í ár einlita og leyfa slaufunni að vera aðalatriðið, hún verður helst að vera pínu stór og breið, helst úr mjúku satíni sem fellur vel. Ég keypti alveg hvítan jólapappír í Garðheimum og planið var að hafa slaufurnar hvítar líka. Hvítt á hvítu en því meira sem ég skoða þá verð ég alltaf skotnari og skotnari í rauðum slaufum, sjáum til hvernig þetta endar hjá mér.  Það verður a.m.k. hvítur pappír svo er spurning hvernig slaufurnar verða á litinn. Ég kaupi borðana/slaufurnar í Föndru, þar eru þær til í allskonar litum og breiddum.

Hér er smá pinterest jólapakka inspó.

 

xxx
AndreA

JÓLAKJÓLAR – ÁRAMÓTAKJÓLAR – AndreA

AndreAAndreAbyAndreAJÓLSAMSTARF

 

Það sem maður er alltaf til í gull, silfur, pallíettur og bling á þessum árstíma, margir eru reyndar alltaf til en manni langar samt eitthvað extra mikið svona í svartasta skammdeginu. Ef þig langar til að ná hátíðarlúkki á núll einni þá mæli ég með stórum eyrnalokkum & rauðum varalit en það er skotheld leið til að ná glamúr lúkki á augabragði.

Við mynduðum jólalínuna okkar á Hótel Holt, því fallega, fallega sögufræga hóteli & áttum þar frábæran dag með okkar besta fólki.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir 
Förðun: Heiður Ósk Eggertsdóttir & Hafdís Björg.
Módel: Magdalena Guðmundsdóttir, Kristín Amalía, Heiður Ósk & Ísabella María.

*Vörurnar eru komnar í verslun okkar, fyrir utan pallíettu flíkurnar en þær eru væntanæegar á næstu dögum. Hægt er að sjá úrvalið á Andrea.is og hjá okkur á Norðurbakka 1 – HFJ.

 

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus & @andreabyandrea

AÐVENTUKRANS

JÓLSAMSTARF

Hvernig líður tíminn svona hratt??? Ég fattaði að ég átti eftir að skreyta aðventukransinn minn þegar ég sá vinkonur mínar Ernu Hrund & Svönu Lovísu pósta mynd af sínum á instagram.  Við vinkonurnar eigum það greinilega allar sameiginlegt að eiga sama kertastjakann, Nappula frá Iittala.  Stjakinn er uppi hjá mér nánast allt árið en ég skreyti hann svo um hver jól á mismunandi vegu.  Stundum á hefðbundinn hátt en stundum finnst mér líka gaman að gera eitthvað allt annað og prufa eitthvað nýtt. Pínu gaman að sjá hvernig við þrjár skreyttum allar okkar stjaka á ólíkan hátt. Svana í litadýrðinni, Erna raðaði greni og grænu í oasis og ég þakti minn í ljósum satín slaufum.

INSPO . . .
Ég verð eiginlega að láta fylgja með hérna inspoið mitt…. elska þessar slaufur og þó ég aðhyllist oftast „less is more“ þá held ég að „more is more“ eigi vel við hér.

MINN . . .
Kertastjakinn Nappula fjögurra arma fæst t.d. í I búðinni í kringlunni, Kúnígúnd, Epal & Ramba.
Satín borðana keypti ég í Föndru dalvegi. (mæli með að hafa þá ekki of stífa).

 

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

 

CHANEL INNBLÁSTUR & NÝR FERSKUR ILMUR – CHANCE EAU FRAÎCHE

BEAUTYCHANELSAMSTARF

Árið 2002 kynnti franska tískuhúsið Chanel CHANCE, létta, ferska ilmi sem notið hafa mikilla vinsælda. Nú 2023 hefur ilmurinn CHANCE EAU FRAÎCHE litið dagsins ljós en ilmurinn er nú í nýrri og endurbættri útgáfu en byggður á sama góða grunninum.
Ilmurinn ber nafnið FRAÎCHE eða FERSKUR og er eins og nafnið gefur til kynna ferskur og léttur ilmur.  Hann er fullkomin blanda af sítrus og viðar nótum og þegar hann sest þá finnur maður léttan white musk keim.

Ilmurinn er mildur, frískandi og ferskur hversdags ilmur, með pínu svona “ég var að koma úr sturtu, sjampó” fíling en á sama tíma með þessu ríka, klassíska, kvenlega & fágaða Chanel yfirbragði.

Minna er meira í ilmum að mínu mati. Ég þarf eitt “sprey” yfir mig eða á hálsinn og dass á úlnliðinn þannig ég geti sjálf fundið ilminn. Það er svo gaman að finna hvernig hann breytist.  Í fyrstu er hann sterkur og maður finnur vel sítrónu, jasmín ilm en svo breytist hann þegar hann sest og skilur eftir sig meiri vanillu, white musk ilm sem ég elska. Í ilminum er einnig til hár mist sem svo frábær viðbót, hver elskar ekki að hafa ferskan ilm í hárinu?

Haft eftir Gabrielle Chanel eða Coco Chanel eins og hún var alltaf kölluð;
“Chance is a way of being” It is no coincidence, it must be created, honed. sought out. It is the product of effort and passion.
“I saw an opportunity, and I took it.” Gabrielle Chanel knew that her real chance was the one of her own creation, a state of mind, a way of being.

Skil þessi orð eftir hjá ykkur inn í daginn og tek þau til mín. Reynum að grípa þau tækifæri sem gefast og skapa sjálf útkomuna sem við óskum okkur.

Takk Chanel fyrir ilmin, orðin & innblásturinn eða
merci beaucoup, Chanel.
xxx
AndreA

 

1111 SINGLES DAY

SAMSTARFSHOPPING

11.11 eða Singles day er að bresta á. Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða upp á afslátt í sólarhring og mér sýnist margar verslanir jafnvel hafa afsláttinn lengur en í 24 klst. þetta árið. Þetta er frábært tækifæri til að kaupa jólagjafirnar á betra verði en í fljótu bragði sýnist mér flestar verslanir bjóða upp á 20 % afslátt.

1111.is
1111.is opnar eins og undanfarin ár á miðnætti í kvöld en þar er hægt að sjá fyrirtæki sem taka þátt og hvaða afslátt þau bjóða, allt undir einum hatt.
Okkar kona Brynja Dan heldur utan um verkefnið eins og undanfarin ár. Hún dró okkur í AndreA á vagninn í upphafi og við höfum fylgt henni síðan. Verkefnið hefur stækkað hratt og í dag taka yfir 400 fyrirtæki þátt.

Á 1111.is má finna fjöldann allan af fjölbreyttum fyrirtækjum og þar er auðvelt að fá skemmtilegar jólagjafahugmyndir. Þetta er í raun eins og stór jólagjafahandbók sem hægt er að leita í eftir flokkum. Vöruúrvalið er fjölbreytt og er frá yfir 400 verslunum.
Í ár lenda nokkrir heppnir viðskiptavinir 1111.is í lukkupott og geta unnið vinninga, sá stærsti er 100 þúsund króna gjafabréf með Play. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á listann.


Ég veit af fenginni reynslu að þessi dagur er risa stór og það er mikið álag á netsíðum verslana.  Mig langar að benda á að við og örugglega fleiri verslanir þurfum smá tíma til að taka til og ganga frá öllum pöntunum.  Verslunarfólk stendur vaktina nánast 24/7 og afgreiða allt eins hratt og hægt er en einhverjar tafir geta verið á afhendingarhraða á svona stórum dögum.


AndreA 
Við í AndreA erum með í þessum degi eins og undanfarin ár en þetta er eini svona dagurinn sem við tökum þátt í og því síðasti séns fyrir jól að fá nýjar vörur á afslætti.

* Við bjóðum 20% afslátt af öllum vörum bæði í vefverslun og í verslun.
* Það þarf engan kóða, afslátturinn reiknast sjálfkrafa í körfunni.
* Afslátturinn hefst í kvöld föstudaginn 10.11 kl 20:00.
* Allar nánari upplýsingar má finna hér: Allt sem þú þarft að vita um 11.11

Happy shopping 
xxx
AndreA

 

 

LAGERSÖLUR HELGARINNAR

AndreASAMSTARFSHOPPING

Það er greinilega hægt að gera góð kaup þessa helgina en við í AndreA erum ekki þau einu sem höldum lagersölu næstkomandi daga.  Lagersölur eru líflegar og skemmtilegar, þar er líka hægt að gera mjög góð kaup.  Um leið og ég mæli með minni eigin lagersölu þá má ég til með að benda á lagersölu Petit & 66 Norður.

AndreA – Lagersala

Við í AndreA ætlum að halda okkar vinsælu lagersölu um helgina, við bjóðum upp á mikið úrval af fatnaði, skóm & fylgihlutum á frábæru verði.  Einnig verðum við með þónokkuð af sýnishornum eða “samples” sem aðeins eru til í einu eintaki.

 Verð: 5.000 – 15.000

Norðurbakki 1 – HFJ í næsta rými við verslunina okkar. (Í stúdíóinu hjá Heiðdísi, við hliðina á Brikk)

Opið verður þessa þrjá daga…
LAUGARDAGUR 30. SEPT FRÁ KL: 12-16
SUNNUDAGUR 1. OKT FRÁ KL: 13-16
MÁNUDAGUR 2. OKT FRÁ KL: 14-17

ATH!  að lagersalan er eingöngu hjá okkur á Norðurbakkanum (ekki á netinu).

Allar nánari upplýsingar finnur þú á næstu dögum á Instagram story  @andreabyandrea.

Meira HÉR.

 


Petit – Lagersala

Við erum ekki þau einu sem eru með lagersölu þessa helgina en við bendum barnafólki á að missa ekki af legersölu Petit sem í Víkinni.

Gerðu kaup ársins á vönduðum vörum frá traustum framleiðendum á borð við Wheat, Konges Slojd, Bugaboo, Sebra, Flöss, Liewood, Nike, Camcam, Joha og fleirum!
Opið er frá
kl.12:00 – 17:00 Laugardag 30/9
kl.12:00 – 15:00 Sunnudag 1/10Meira HÉR.

 

Lagersala 66

Lagersala 66°Norður hófst miðvikudaginn og stendur út þriðjudaginn 3. október  í vefverslun og á útsölumörkuðum í Faxafeni 12 í Reykjavík og Skipagötu 9 á Akureyri.

Í boði verða flíkur á alla fjölskylduna á allt að 60% afslætti.

Meira HÉR

HAPPY SHOPPING

CHILLI IN JUNE 🌶 25.09.23 kl 20:00

BEAUTYSAMSTARF

Haldið ykkur fast CHILLI IN JUNE fer í sölu kl: 20:00 í kvöld.

Snillingarnir Heiður og Ingunn eigendur Reykjavík Makeup school og Hi beauty eru toppa sig enn eina ferðina, núna með eigin snyrtivörumerki, CHILLI IN JUNE.  Þær hafa lagt mikið á sig í undirbúningi og vöruþróun undanfarin fjögur ár. Í kvöld kl 20:00 er komið að því að þeirra fyrsta vara fer í sölu á Chilliinjune.com.

Fyrsta varan frá merkinu heitir Hot Bronzer og kemur í tveimur litum til að byrja með.  Bronzerinn er einstaklega áferðarfallegur, mjúkur og auðveldur í notkun.  Það er auðvelt að blanda honum og hann gefur húðinni ótrúlega fallegan ljóma.  Bronzerinn er einnig frábær í allar skyggingar og fullkominn augnskuggi.  Vörurnar eru framleiddar á Ítalíu eftir ströngum gæðakröfum.

Ég byrjaði daginn minn með Chilli in june og það er gaman að segja frá því að ég er gjörsamlega heilluð.  Ég er með létta mánudagsförðun en ég málaði mig nánast eingöngu með Hot Bronzer, notaði hann undir kinnbein, á enni og sem augnskugga og ég elska nei elska elska. Ótrúlega fljótleg en falleg förðun með fallegum lit og ljóma. STILLIÐ KLUKKUNA kl 20:00 ⏰ (ég veit að það er takmarkað magn í boði)

Nafnið – hönnunin – umbúðirnar og varan sjálf er upp á tíukommafimm. Til hamingju Heiður & Ingunn. 👏🏼

Ljósmyndir: Elísabet Blöndal 

Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. /Ljósmynd: Elísabet Blöndal

Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með Heiði og Ingunni láta drauma sína rætast.  Dugnaður og fagmennska einkennir þær og ég get ekki beðið eftir því að sjá hvert þær fara en ferðalagið er skemmtilegasti parturinn og ég er svo glöð að fá að vera ponsu partur af því.

Við fögnuðum komu CHILLI IN JUNE með glæsilegum kvöldverði á Tides á Edition hótelinu og fengum að kynnast merkinu, sögunni og vörunni.  Hér eru myndir sem ljósmyndarinn Elísabet Blöndal tók en hún er stór partur af Chilli teyminu.Ingunn & Heiður.


Tatiana Hallgrímsdóttir.

Ástrós Traustadóttir.

Kristín Ruth.

Kolbrún Anna.

Gerða (In shape queen) & Heiður.
Sigríður R & Sunneva Einars.


Andrea & Heiður.


Kristín Ruth, Marta María, Andrea & Gerða.


Chilli Team: Ingunn, Heiður & Elísabet Blöndal ljósmyndari. 

Þekkið þið módelið hennar mömmusín ?  Ísabella María frá Ey agenci & Kantika Kristína.

Fylgist líka með CHILLI IN JUNE á instagram:

 

xxx
AndreA
instagram @andreamagnus

MAKEUP ROUTINE

BEAUTYFörðunMakeupSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

 

Förðunarrútínan mín svona flest alla daga…
Ég elska að skoða svona reel og fá tips og trix frá öðrum.  Hér fyrir neðan er mitt Reel…


HÚÐ: @guerlain  – Abeille royale, double renew & repair serum

UNDIR AUGU: @guerlain – Abeille royale, double renew & repair eye serum.

VARASALVI: @chanel.beauty – Grunnur að fallegum vörum og undirstaða þess að varaliturinn verði fallegur (ekki þurr).

HYLJARI: @maybelline – Eraser.
Undir augu & á alla rauða fleti (kringum nef og á bólur)
@tartecosmetics: Shape Tape, á bauga, set hann í augnkrókinn næst nefi en passa að setja hann ekki í broslínur.

AUGNSKUGGI: @nyxcosmeticsnordics, Highlight & countour pallette (æðisleg palletta með alla liti sem ég þarf).

BRONZER: @chanel.beauty, Les beiges healthy glow bronzing cream.

CONTOUR: @nyxcosmeticsnordics, Born to glow.

EYELINER: @lorealparis , infallible flash cat eye waterproof liquid eyeliner.

CREAM BLUSH: @milkmakeup, Werk

BLUSH: @chanel.beauty , 170 Rose glacier

MASKARI: @lorealparis , volume million lashes So Couture.

VARIR: @nyxcosmeticsnordics , Matte lip liner SMLL37
@lorealparis , glow Paradise 642
@nyxcosmeticsnordics augnskuggapallettan, ljós litur settur í miðju, gerir ótrúlega mikið.
@guerlain , Honey glow 309

BRÚNIR: @lorealparis plump & set brow artist
@nyxcosmeticsnordics , líft & snatch brow tint pen / espresso

 

xxx
AndreA