fbpx

LIFE HACK

LÍFIÐ

Í heimi þar sem allir eru uppteknir, með alla daga planaða og lítinn tíma aflögu þá er þetta lita „life hack“ snilldin ein.
Maður á oft erfitt með að finna tíma til að taka bolla með góðri vinkonu sem er svo mögulega efni í sérstaka færslu? Af hverju erum við öll svona upptekin alla daga alltaf ?  Hver hefur ekki sagt „Við verðum að fara hittast“  hundrað sinnum áður en maður gerir það eða kemur því inn í prógrammið sem virðist alltaf smekkfullt.

Ég fer í klippingu eða litun á 6 vikna fresti. Hárgreiðslukonan mín, Ingigerður er ein af mínum bestu vinkonum sem sem er „life hack“út af fyrir sig því við náum alltaf góðu spjalli og ég elska að fara til hennar.  Einn daginn mætti svo Heiður í litun sama dag og ég óvart, sem þýðir að við erum að bíða með litinn í hárinu á sama tíma, litla veislan, þarna er ég með tvær klukkustundir plús með tveimur af mínum uppáhalds konum.  Síðan þá höfum við Heiður alltaf bókað okkur saman á sex vikna fresti, önnur okkar bókar alltaf tíma fyrir báðar.  Í bónus koma stundum fleiri sem við þekkjum eins og Helga og Heiður yngri.
„Life hack“ fyrir vinkonur, pantið ykkur tíma saman í klippingu reglulega og notið tímann í samveru, spjall og gott kaffi. <3
Thank me later!

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

ÁRAMÓTADRESS: GRÍMA, GLIMMER & DANSSKÓR.

ÁRAMÓTDRESSSAMSTARF/AndreA

GRÍMA, GLIMMER & DANSSKÓR.

Skemmtilegasta kvöld ársins er framundan og þá kemur alltaf upp spurningin… Í hverju á ég að vera?
Allt sem glitrar virkar, þetta kvöld er eina kvöldið á árinu sem of mikið er ekki til.  Grímur, glimmer og allt yfirdrifið er málið.
Ég set glitrandi kögur á jólatréð, set upp kögurvegg, kaupi blöðrur og legg grímu á hvern einasta disk.  Grímurnar setja stemminguna fyrir kvöldið og þessar fyndnu pappagrímur slá í gegn við matarborðið ár eftir ár.  Fást í Tiger.
Dress code-ið hjá okkur er einfalt: Gríma, glimmer og dansskór.

DRESSIÐ MITT – SPARKLE DRESS 
Ég var ekki lengi að hugsa mig um í ár en ég er ástfangin af þessum glimrandi steinakjól sem ég gerði fyrir jólin.  Efnið er það fegursta sem ég hef séð, netaefni sem alsett er í litlum glitrandi steinum.  Ég var lengi að velja efnið en ég gat valið úr mörgum mismunandi gerðum af steinum en þessir urðu fyrir valinu af því að þeir marglitir. Það stirnir extra mikið og fallega á kjólinn.  Í hreyfingu er eins og maður sé með KIRA KIRA appið á sér sem er náttúrulega draumur fyrir glimmer aðdáendur.
Ég framleiddi einnig síða undirkjóla sem hægt er að með kjólnum en sjálf er ég hér í æfingardressi sem ég keypti í Wodbúð en það er toppur og leggings í eins lit sem kemur líka ótrúlega vel út innan undir.

Það er bæði hægt að hafa V-hálsmálið að framan eða niður bakið, ég elska flíkur sem hægt er að nota á fleiri en eina vegu.  Eins finnst mér geggjað að geta breytt kjólnum svona með því hvað maður velur að vera í undir.  Sé t.d. fyrir mér að vera í gallabuxum og topp undir með hækkandi sól ;)
Kjóllinn eða SPARKLE DRESS eins og hann heitir fæst hér: Andrea.is


Hér eru nokkrar hugmyndir af dressum, elska þetta glaða reels sem Kristín Amalía gerði. Myndbandið er sett saman úr nokkrum skemmtilegum tökudögum í desember. Eins er hér smá DRESS INSPO. Fatnaður er allur frá @andreabyandrea.

 

 

 

 

Gleðilega hátíð.
xxx

Andrea
Instagram @andreamagnus

 

HÁTÍÐARBLAÐ ANDREA

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF

Hátíðarblað AndreA kom út fyrir stuttu en það er frumraun okkar í þessum bransa.  Ég viðurkenni fúslega að ég veit minna en ekkert hvernig á að gera svona blað en eldhuginn og dugnaðarforkurinn hún Erna Hrund vinkona mín á heiðurinn að þessu blaði frá A-Ö.  Ég bað hana aðeins um aðstoð mig með markaðsefni en þetta ásamt öðru er útkoman.  Hún er ekkert eðlilega dugleg, úrræðagóð og afkastamikil. Við lærðum allskonar á leiðinni og annaðhvort verða gefin út fullt af blöðum í viðbót eða bara þetta eina, það kemur í ljós.

Í blaðinu má finna jólagjafahugmyndir. – Óskalista frá mér, Ósk, Kristínu & Erlu. – Myndaþátt sem Aldís Pálsdóttir tók fyrir okkur. – Bak við tjöldin myndir úr myndatökum. – Opnunartímann í desember ásamt ýmsu öðru.

Gjörið þið svo vel … LESA HÉR 

 

 

Njótið vel 
xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

STÓRKOSTLEG SÝNING: LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL

CHANELSAMSTARF
Stórkostleg sýning Chanel LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL var opnuð í dag.  Sýningin er í París og stendur yfir frá 15 desember – 9 janúar.  Ef þú ert í París þessa daga, ekki láta þessa sýningu fram hjá þér fara.  Það er frítt inn fyrir alla og hægt að skrá sig HÉR.

Chanel er þekkt fyrir háklassa, gæði og framúrskarandi viðburði,  við áttum því alltaf von á góðu þegar boðskortið barst en guð minn góður, fegurðin, listin, sagan og íburðurinn var svo magnaður.

Sýningin segir okkur sögu ilma hátískuhússins sem spannar yfir 100 ár.  Ferðalagið byrjar í miðjunni á salnum undir glitrandi stjörnum, allan hringinn eru svo inngangar inn í mismunandi heima Chanel ilma, hver öðrum fegurri. Sýningin snertir við öllum skynfærum á svo margan hátt, stórkostleg upplifun og algjört augnayndi.

Myndir: Chanel
   

Myndir: Andrea

NO 5. 
Gabrielle Chanel var fyrsti fatahönnuðurinn til að gera sitt eigið ilmvatn.  No5 varð til árið 1921 og er frægasti ilmur allra tíma.

Myndir: Chanel

Myndir: Andrea 

CHANCE. Hamingju heimur fullur af litum og gleði.
Myndir: Chanel

COCO MADEMOISELLE.
Guð minn góður fegurðin, ljósakrónurnar og upplifunin.  Leyniskilaboð í símanum. Hér var öllu tjaldað til.
Myndir: Chanel

   

Myndir: Andrea

BLEU. Imurinn hans.
Mynd: Chanel

LES EXCLUSIFS
Hér eru sérfræðingar sem hjálpa þér við að finna rétta ilminn fyrir þig.
Að lokum er hægt að koma við í minjagripabúð og kaupa sér ýmislegt, ilmvötn, bækur, spilastokk og fleira skemmtilegt til að taka með sér heim.  Stórfengleg sýning sem snertir öll skilningarvit.

JÓLAGLUGGINN, AÐVENTUKRANSINN & NOKKUR ÞÚSUND PERLUR

AndreAJÓLSAMSTARF

Jólaglugginn 2022

Á hverju ári setjum við eitthvað fallegt í gluggann í tilefni jólanna.  Undanfarið hef ég verið með perlur á heilanum og ég var því ekki lengi að velja efnið sem ég vildi nota.  Mig langaði í perlur og nóg af þeim.  Við saumuðum hvítan kjól með beru baki og náðum okkur í nokkur þúsund perlur.  Fallegu fallegu litlu jólastjörnurnar og stjörnu serían í botninum á glugganum eru frá Auði blómaverslun á Garðatorgi.  Ég hef keypt mér eitthvað fallegt jólaskraut úr þessari línu á hverju ári undanfarin ár, mæli mikið með.  Fallegt skraut sem er tímalaust og endist í mörg mörg ár.
Pappastjarnan er frá DIMM verslun.

 

Bak við tjöldin …

Þegar ég var svo búin að perla yfir mig í vinnunni en ekki gera neitt heima hjá mér, nokkurn veginn búin að semja við sjálfa mig að bissí búðarkona þyrfti ekki alltaf að gera aðventukrans (sem er lygi).  Þá tók ég með mér heim restar af perlum og setti á bakka með Nappula stjakanum mínum sem er uppi allt árið en hann er líka einmitt fullkominn aðventukrans. Gæti ekki verið einfaldara, ég viðurkenni en perlur á bakka á einni mínútu er það sem ég gerði í ár ;)
Á meðan ég sit hér og skrifa þessi lokaorð þá skaust sú hugmynd upp í hausinn á mér að þekja jólatréð mitt í ár með perlum  ,,,, Gmg  send help.

Nappula stjakinn er frá iittala og fæst bæði í svörtu & hvítu HÉR.

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

STAFABOLLI, PERSÓNULEG JÓLAGJÖF FYRIR ROYAL COPENHAGEN UNNENDUR

JÓLAGJAFIRROYAL COPENHAGENSAMSTARF / ÁSBJÖRN ÓLAFSSON

Royal Copenhagen hóf framleiðslu á þessum fallegu, persónulegu bollum árið 2014. Stafalínan er einföld og elegant með handmáluðum bókstaf.  Fullkomin gjöf fyrir þá sem eru að safna Royal.

Það er svo gaman að geta gefið eitthvað persónulegt en ég fékk minn A bolla einmitt í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum frá vinkonu minni og Trendnetpartner Elísabetu Gunnars.  Einhvern veginn hugsa ég alltaf til hennar og sendi henni stundum “skál” 🥂 skilaboð þegar ég drekk morgunbollann úr stafabollanum. Þegar gjafir eru persónulegar þá þykir manni eitthvað extra vænt um þær.

Stafabollinn er 33cl, fullkominn fyrir kaffi og te.  Hver einasti stafur er handmálaður ásamt litlum Royal blómum, hann þolir bæði uppþvotta­vél og ör­bylgju­ofn. Bollinn kemur í kassa og hægt er að fá hann innpakkaðan í flestum verslunum.
Bollinn fæst t.d. í EPAL & KÚNÍGÚND.

LESTU LÍKA:
 ROYAL COPENHAGEN MEÐ TVEGGJA ÁRA BROTAÁBYRGÐ!
&

JÓLABORÐ DEKKAÐ MEÐ SVÖNU & ANDREU Í EPAL

 

xxx
AndreA
IG @andreamagnus

CHANEL HÁTÍÐARFÖRÐUN

BEAUTYSAMSTARF CHANEL

Chanel hátíðarförðun.

Hátíðarlína Chanel heitir DEMANDER LA LUNE og er gullfalleg. Vörurnar og umbúðirnar er það fyrsta sem grípur augað en hugsað er út í hvert einasta smáatriði.  Litapallettan er fullkomin og línan hefur að geyma hinn fullkomna rauða varalit.

Marine frá Chanel París og Stefanía tóku á móti okkur á Reykjavík Edition og kynntu fyrir okkur allar nýjungar frá merkinu. Hin hæfileikaríka Kolbrún Anna farðaði okkur svo með nýju vörunum, þvílíkur draumadagur.

Það var ansi ljúft að setjast í stólinn hjá Kolbrúnu og fá förðun og einkakennslu en við völdum í sameiningu litina sem hún notaði.  Augnskugga pallettan heillaði mig upp úr skónum, allir litirnir eru fallegir og ég hef notað hana óspart bæði fínt og hversdags enda litir sem auðvelt er að blanda saman.

Mín förðun:

Augnskuggapalletta:  937 OMBRES DE LUNE

Varalitur: Hinn fullkomni rauði litur: 834 ROUGE ALLURE L’EXRAIT
Eitt trix sem hjálpar til þegar maður er með rauðar varir er að vera með vel nærðar varir undir.  Ég sef alltaf með varasalva og reyni að halda vörunum sem mýkstum.  Einnig set ég oft varasalva áður en ég varalita mig til að fá sem besta útkomu.

LESTU LÍKA: CHANEL VARASALVI – DRAUMUR Í DÓS

Púður: ÉCLAT LUNAIRE litur 887- OR ROSE

Maskari: NOIR ALLURE – 10 
Maskarinn þykkir og lengir og er auðveldur í notkun.  Umbúðirnar eru líka augnayndi en maður þarf rétt að ýta á lokið til að það smellist upp og opnist.

 

Til að næra og gefa húðinni gyltan ljóma settum við svo CHANEL N5 The Gold Body Oil en það setti punktinn yfir i-ið.
Olíuna settum við á háls bringu og hendur.  Fullkomið til að setja á leggina þegar það sést í þá.

Allar vörurnar frá Chanel fást í Hagkaup og í snyrtivöruversluninni í Glæsibæ.

xxx
AndreA
IG@andreamagnus

JÓLABORÐ DEKKAÐ MEÐ SVÖNU & ANDREU Í EPAL

HEIMAJÓLROYAL COPENHAGENSAMSTARF EPAL

Draumaverkefni fyrir okkur Svönu Lovísu, blóm, postulín og leggja fallega á borð í einni fallegustu verslun landsins án þess að þurfa að elda.  Þetta er ótrúlega skemmtileg hefð hjá Epal en þau fá mismunandi hönnuði til að dekka borð í hverri viku fram að jólum.  Borðið okkar Svönu stendur til 29 nóvember en þá dekka Rebekka & Ellert frá Former næsta borð, hlakka til að sjá það.
Á instagram Epal er einnig hægt að sjá borð fyrri ára í highlights” en það er gott inspo fyrir ykkur sem hafið gaman af því að dekka borð.

Við byrjuðum daginn í Samasem blómaverslun en blóm er sameiginlegt áhugamál hjá okkur Svönu.  Eins og þið sjáið er nóg til og erfitt að velja.  Við ákváðum strax að hafa mikið af blómum og keyptum blöndu af greni, grænu og hvítum blómum.

Fullt af blómum & Royal Copenhagen er kombó sem eiginlega er ekki hægt að klúðra.

Við völdum langan disk frá Royal Copenhagen til að setja skreytinguna á, ég kalla þennan disk alltaf fisk fat, veit ekki hvort að það sé rétt nafn eða bara eitthvað sem festist við hann hjá mér.  Ég hef átt þennan disk í mörg ár en þó aldrei sett á hann fisk.  Ég nota hann mikið í veislum og þegar ég er með bröns undir allskonar ávexti og brauðmeti.  Hann er greinilega líka fullkominn undir blómaskreytingu enda langur og mjór og fer einstaklega vel á veisluborðinu.
Það er eiginlega miklu auðveldara að gera svona skreytingu en það lítur út fyrir að vera. Við einfaldlega röðuðum blautum oasis á diskinn og stungum svo blómunum í.

Við notuðum hvíta eða “hvid riffled” diska undir og “blue mega” minni diska ofan á. Skálar og allir fylgihlutir eru einnig Royal Copenhagen “blue mega.”


Glösin og hnífapörin eru frá iittala

Dúkurinn og tausérvetturnar eru frá Lovely linen.

LESTU LÍKA: LOVELY LINEN

Og þetta fallega aðventukerti og kertastjaki er frá Ferm living. Kertið fæst einnig í svörtu en ég féll fyrir og keypti mér einmitt þetta hvíta.

Takið eftir ljósunum fyrir ofan borðin. Ég féll fyrir þessu ljósi í vor eftir að hafa dvalið Vipp húsinu í Kaupmannahöfn í vor.  Ótrúlega fallegt og falleg lýsing af því.
LESTU LÍKA: DRAUMAVINKONUFRÍ TIL KÖBEN & FALLEGA VIPP CHIMNEY HOUSE

 

BEFORE & AFTER
Þetta fallega borð komið í hátiðarbúninginn.  Borðið er fallegt  sporöskjulaga frá Firm living en hér er það með tveimur stækkunarplötum.  Þegar þær eru ekki í er borðið hringlótt, hentar sennilega heima hjá mörgum.  Borðið fæst einnig í svörtu.

Hér má sjá okkur Svönu í ham ….

 

 

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

LOVELY LINEN

HEIMASAMSTARF / ÁSBJÖRN ÓLAFSSON

Lovely Linen.

Ef það er eitthvað sem setur heimilið í hátíðarbúning þá er það fallegur borðdúkur.  Það breytir ótrúlega miklu og mér finnst gaman að breyta til hjá mér með borðdúk.  Ég er með svart borðstofuborð og því kemur allt annar blær á rýmið þegar ég er búin að setja ljósan dúk á borðið.  Lovely Linen er með mikið úrval af fallegum hördúkum.  Litirnir hjá þeim eru hver öðrum fegurri.  Ég á tvo liti af þessum dúk annars vegar hvítan sem ég hef sennilega notað hvað mest og gerir borðið afar hátíðlegt, hins vegar þennan á myndunum hér fyrir neðan en sá litur heitir light grey.  Næstur á mínum lista er svo liturinn natural beige.

Eldamennskan er því miður ekki mitt uppáhald en að leggja fallega á borð og skreyta, ég elska það.  Síðustu helgi bauð ég stelpunum í vinnunni í mat.  Ég keypti borða sem ég batt utan um tausérvetturnar og stakk blómi og gjöf til þeirra á hvern disk.

Góðar fréttir fyrir ykkur sem eruð með hringborð.  Ég veit að það hefur reynst mörgum erfitt að finna fallegan dúk á hringborð en þeir eru einmitt til frá Lovely linen ;)

Lovely linen er hægt að fá í mörgum fallegum litum.  Efnið er hör, ótrúlega flott með fallegri áferð.  Efnið má fara í þvottavél.  Hér eru allskonar hugmyndir af fallegum borðum og mismunandi litum sem í boði eru.  Merkið býður einnig upp á dásamleg rúmföt og ýmislegt annað til heimilisins.  Lovely linen fæst meðal annars hjá: EPALBAST KRINGLUNNI & RAMBA í Hafnarfirði.

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

11.11.22 SINGLES DAY ! NETSPRENGJA – AFSLÁTTUR Í SÓLAHRING

SAMSTARF

Það er komið að þessu árlega, spennið beltin, opnið tölvuna, hlaðið símann, stillið klukkuna og klárið jólagjafirnar.
11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti, þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar & stendur yfir í sólarhring.

Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða upp á afslátt í sólarhring.  Frábært tækifæri til að kaupa t.d. jólagjafirnar á betra veðri.  Í fljótu bragði sýnist mér flestar verslanir bjóða upp á 20 % afslátt í 24 klst.
ATH! afslátturinn fæst einungis á netinu en ekki í verslun hjá flestum.

Ég veit af fenginni reynslu að þessi dagur er RISA stór og það er mikið álag á netsíðum verslana.  Mig langar að benda á að við og örugglega fleiri verslanir þurfum smá tíma til að taka til og ganga frá öllum pöntunum.  Verslunarfólk stendur vaktina nánast 24/7 og afgreiða allt eins hratt og hægt er.  Flestar verslanir senda fyrst pöntunarstaðfestingu og svo annan póst þegar varan er tilbúin til afhendingar, bíðið eftir þeim pósti áður en þið leggið af stað að sækja.

Singles day drottningin Brynja Dan hrinti 11.11 af stað hér á Íslandi fyrir nokkrum árum.  Hún gerir gott betra á hverju ári og ég mæli með að þið nýtið ykkur síðuna hennar 1111.is en þar er hægt að finna á einum stað öll þau fyrirtæki sem taka þátt og hvaða afslætti þau bjóða upp á. Þar er einnig hægt að leita af vörum eftir flokkum.  (síðan opnar á miðnætti).

Svo mæli ég með fréttablaðinu í dag en þar er okkar kona svona líka sjúklega sæt.  Mögulega góð fyrirsögn en ég get staðfest að hún er aldrei leiðinleg, ekki þessa vikuna og ekki einu sinni í dag þó ég hafi verið óþolandi vinkona og hringt í a.m.k. 5x 😉

Við í AndreA erum með í þessum degi eins og undanfarin ár en þetta er eini svona dagurinn sem við tökum þátt í.  Við bjóðum 20% afslátt af öllum vörum.
Það þarf engan kóða, afslátturinn reiknast sjálfkrafa.
ATH!!! Vegna stærðar þessa dags þá er LOKAÐ hjá okkur í verslunum okkar föstudaginn 11.11, afslátturinn er því einungis á netinu og við opnum fyrir hann kl 23:00 í kvöld 10.11.22.
Allar nánari upplýsingar má finna hér: Allt sem þú þarft að vita um 11.11

11.11 er ekki útsala heldur afsláttur af nýjum vörum og því frábært tækifæri til að gera góð kaup og klára jafnvel nokkrar jólagjafir, já eða bara gera vel við sig.  Ég er reddy við tölvuna með kaffi í annari og hleðslutæki í hinni.  Þessar búðir eru á mínum radar.

DIMM, allt fallegt fyrir heimilið
RAMBA, fallegt fyrir heimilið
NOLA, fyrir mig, snyrtivörur.
KÚNÍGÚND, Royal copenhagen.
I-BÚÐIN, iittala glös.
CINTAMANI, fyrir útivistarfatnað og hlýja úlpu.
SKINCARE.IS, dekur fyrir jólatörnina.
LITLA HÖNNUNARBÚÐIN, nokkrar jólagjafir sem ég ætla að kaupa þar.
H VERSLUN, allt fyrir ræktina.


Happy shopping

xxx
AndreA