fbpx

BUENOS DÍAS – HVAÐ ER KLUKKAN?

FRÍLÍFIÐSPÁNN

Halló frá Spáni ☀️

Sumarfrí & sæla.  Við erum búnar að hafa það dásamlega gott á spáni, við mæðgurnar, ég, mamma, Ísabella og vinkona hennar Anna Emilía.  Við erum í Orihuela (50min frá Alicante). Við erum búnar að vera duglegar að keyra á mismunandi strendur hér í kring, fara á markaði & borða góðan mat.  Eins keyrðum við til Villajoyosa og skoðuðum litríka bæinn en þar eru öll húsin máluð í mismunandi litum.  Dásamlega rólegt og gott að ná sér niður eftir annasama tíma.  Hvaða dagur er og hvað klukkan er skiptir engu, bara njóta…. love it

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

HAMINGJUSKÁL

LÍFIÐMATUR

 

Hamingjuskál eða glas fullt af jógúrt, ávöxtum og fallegum litum er eitt það besta sem ég fæ.
Þetta er eitthvað sem ég geri mér reglulega og einmitt sérstaklega þegar ég er í fríi og hef meiri tíma til að njóta.  Oft set ég þetta í skál en þegar ég er með gesti þá finnst mér gaman að bera þetta fram í fallegu glasi, að þessu sinni í Vipp glasi.  Ég hef sjaldan notið mín jafn vel við morgunverkin eins og í þessu fullkomna eldhúsi, í þessu fallega húsi í Kaupmannahöfn sem ég gisti í um daginn með góðum vinkonum.  Sjá meira HÉR .

Uppskriftin er einföld: Grísk jógúrt – múslí -hnetur – ávextir & síróp.
Ég set yfirleitt bara þá ávexti sem er til í ísskápnum út í skálina en mér finnst þó appelsína breyta öllu, hún gefur svo ferskt bragð.  Eins mæli ég með að nota granóla múslí og vel af hnetum.
Einfalt fallegt & fáránlega gott!
xxx
AndreA
instagram @andreamagnus

BACH COPENHAGEN

KAUPMANNAHÖFNSHOPPINGVINTAGE

Á hlaupum milli funda í Kaupmannahöfn, allt of seinar á næsta stað, snar skrönsuðum við alveg óvart fyrir utan þessa fallegu vintage verslun, BACH COPENHAGEN…. Glugginn var þannig að við bara urðum að fara inn.  Við náðum alls ekki að skoða þessa verslun nógu vel en gull og gersemar voru út um allt, kjólar, fylgihlutir, skart, styttur & allskonar hlutir.  Heill heimur af guðdómlegu góssi.
Á hraðferð náði Aldís samt að smella nokkrum myndum …. Ég meina sjáiði bara afgreiðslustúlkuna 🌼🤩

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Myndirnar hér að neðan tók ég svo á símann minn, ég mun 100% fara aftur í BACH og þá með meiri tíma til að skoða betur en að þessu sinni náði ég þó að næla mér í þessa fögru perlulokka sem ég er að máta hér á myndunum.

Hér er instagram BACH COPENHAGEN en þar finnið þið einnig heimilisfangið.

 

 

xxx
AndreA
IG @andreamagnus

HENDRIKKA WAAGE POP UP MÁLVERKASÝNING Í ANDREA

AndreAARTLISTLISTASÝNING

 

Hendrikku Waage ættu flestir að kannast við en hún er alþjóðlega þekktur skartgripahönnuður og listamaður, hún er líka metsöluhöfundur barnabóka.

Ég hef fylgst með Hendrikku í mörg ár enda er hún alltaf að skapa eitthvað fallegt.  Núna er ég heilluð af málverkunum hennar sem eru af allskonar konum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera bara með eitt eyra, litríkar & bjartar.  Serían heitir “Dásamlegar verur” eða “Wonderful Beings” en Hendrikka byrjaði að mála seríuna fyrir 4 árum þegar hún stundaði nám í Listaháskólanum Art academy in London samhliða vinnunni sinni.  List hennar og hönnun eru undir áhrifum frá ríkum menningarhefðum þeirra landa sem hún hefur búið í.

 


“Dásamlega verur” eða “Wonderful beings” eru portrait myndir af konum með eitt eyra en í þeim er fólginn margræður og sterkur boðskapur.  “Þetta motif er opið fyrir túlkunum  en eins og heimurinn er í dag streyma að okkur upplýsingar úr öllum áttum og þú þarft ekki að að hlusta á allt sem er í gangi það er það sem ég túlka út úr þessu, en ég vil leyfa áhorfandanum að túlka verkin á þann hátt sem hann sér það.“ segir Hendrikka.

Ég mæli með að þið fylgið Hendrikku á Instagram: hendrikkawaagearts

Ég féll strax fyrir þessum verkum en þessar sterku konur kalla einhvernveginn á mann.  Hver og ein kona er með sinn eigin stíl en þær eiga það allar sameiginlegt að vera sterkar, litríkar & aðlaðandi.  Ég hitti Hendrikku í janúar þegar ég keypti mína fyrstu mynd.  Ég átti mjög erfitt með að velja en hver og ein kona segir einhvern veginn sína sögu, ein er með gleraugu, önnur í Chanel jakka og sú þriðja með íslenska skotthúfu en á endanum valdi ég þessa mynd eða  þessi kona valdi mig en verkið heitir “I will always protect you” sem ég elska.  Ég er líka að elska þetta eina eyra.  Eitt eyra til að hlusta & taka til þín það sem þú vilt & ekkert eyra til að loka á það sem ekki þjónar þér 🙏
Myndirnar koma allar í svona flúruðum gullramma sem gerir þær enn þá meira grand og öðruvísi.


HENDRIKKA WAAGE  POP UP MÁLVERKASÝNING Í ANDREA
Við Hendrikka ætlum að taka vel á móti gestum & gangandi fimmtudaginn 12 maí í AndreA – Norðurbakka 1 frá kl 17-19
Viðburðinn finnur þú HÉR 

 
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

 


 

HÖNNUNARMARS Í MYNDUM

HÖNNUNARMARSÍSLANDÍSLENSKT

HönnunarMars 2022 VÁ & takk fyrir mig !

Hönnunarmiðstöð á stórt hrós skilið fyrir einn skemmtilegasta HönnunarMars ever.
Viðburðir voru um alla borg og það má eiginlega segja að þetta sé uppskeruhátíð hönnuða.  Mjög mikið af spennandi verkefnum og nýjum vörum að koma á markað.  Við vinkonurnar (ég & Elísabet) brunuðum á milli staða til að missa ekki af neinu, við fórum bæði á viðburði, inn í verslanir, vinnustofur & á tískusýningar. Fimm daga veisla, gleði & gaman.
Hér er minn hönnunarmars í myndum…

 

 

Bara 365 dagar í næsta
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

HÖNNUNARMARS – ÞETTA LANGAR MIG AÐ SJÁ

HÖNNUNARMARS
HönnunarMars 4. – 8 maí.
Það er veisla framundan, ein skemmtilegasta hátíð ársins er að hefjast og borgin mun iða af lífi næstu daga.  Ég mæli með að þið kynnið ykkur vel hvað í boði er HÉR , en það verða rúmlega 100 sýningar & 200 viðburðir haldnir.Ég ætla að byrja á DesignTalks 2022  sem fer fram þann 4. maí í Silfurbergi Hörpu, opnunar- og lykilviðburður HönnunarMars sem hefst sama dag.  Hægt er að kaupa miða HÉR.

Margar verslanir eru með lengri opnunartíma og viðburðir eru víða.  Ég mæli með rölti um borgina, Laugaveg, Hafnartorg & Grandann.  Til að fá fíling fyrir stemmingunni framundan þá er hér blogg frá því í fyrra: HönnunarMars – tískuveisla í Rvk
Hér fyrir neðan eru svo viðburðir sem mig langar að sjá í ár. 

IN BLOOM

Föstudaginn 6. maí frá kl. 20:00 – 21:00 verður viðburður í Höfuðstöðinni þar sem IN BLOOM, nýja vor- og sumarlína Hildar Yeoman, verður sýnd og öllu verður til tjaldað. IN BLOOM verður til sölu í verslun Yeoman og í vefverslun frá og með 4. maí.

VALDÍS STEINARS X 66° NORTH

Valdís Steinarsdóttir hefur að undanförnu verið að rannsaka nýjar leiðir við framleiðslu á fatnaði þar sem hún hellir náttúrulegu fljótandi efni í tvívítt mót. Með þessari aðferð verða engar afklippur til.
66° Norður hefur gengið til liðs við verkefnið og munu þau kynna samstarfið á HönnunarMars

Fimmtudaginn 5. maí frá kl. 16:00 – 18:00 Opnunarpartý í verslun 66°Norður, Laugavegur 17-19

KALDA 

Skómerkið KALDA stækkar vörulínu sína og frumsýnir nýja töskulínu.
föstudaginn 6. maí frá kl. 16:00 – 18:00 í KALDA SHOWROOM, Grandagarði 79.

Epal tekur þátt í HönnunarMars fjórtánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun.

Fimmtudagur 5 mái opnunarhóf frá kl. 17:00 – 19:00 annars opið eins og stendur á myndinni hér að ofan.

 KIOSK GRANDI

Hönnuðir Kiosk Granda sýna það nýjasta úr sínum smiðjum á HönnunarMars. Kiosk Grandi er í eigu fimm íslenskra fatahönnuða, ANITA HIRLEKAR, BAHNS, EYGLO, HELICOPTER, HLÍN REYKDAL & MAGNEA.
Föstudaginn 6. maí frá kl. 17:00 – 20:00 verður blásið verður til til gleðskapar í versluninni.
KIOSK GRANDI

Sjöstrand x studio allsber.

Sjöstrand og studio allsber bjóða til kaffiboðs! Kaffiboð eru í grunninn alltaf eins, kaffið er nauðsynlegur fasti þó veitingarnar breytist með tíð og tíma. Kaffiboð er vettvangur fyrir samverustundir, gott spjall, slúður, veðratal eða bara sitja saman í þögninni og sötra kaffi.
Opnunarboð föstudaginn 6 maí frá kl 17:00-19:00 – Kaffiboðið mun standa áfram í einfaldari mynd alla helgina.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá LHÍ


Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun eru einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.
Fimmtudagur 5 maí 20:00-21:00 Hafnarþorpið, Tryggvagata 19

FÓLK 

Íslenska hönnunarmerkið FÓLK hefur sölu á tveimur nýjum vörulínum eftir íslenska hönnuði á HönnunarMars 2022.  Fallegt rými sem gaman er að kíkja í og skoða fallega hönnun.

Kolagata á Hafnartorgi, 101 Reykjavík

 

FLÆKJA eftir Svart & Minuit

 Svart & Minuit hafa skapað fatnað, fylgihluti og listaverk úr ónýtum fiskilínum, netum og reipum fyrir HönnunarMars 2022 sem sýnd verður í búðinni Svartbysvart, Týsgötu 1.
Opnunarhóf fer fram fimmtudaginn 6. maí frá kl. 18:00 – 21:00.

Sól Hansdóttir AW22 – Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum

 Fatalínan „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“ er frumraun Sólar Hansdóttur eftir útskrift úr Central Saint Martins. Llínan var frumsýnd á London Fashion Week í febrúar og kannar línan aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu, með áherslu á nýtingu auðlinda, hérlendis. Með haustlínu 2022 kannaði Sól Hansdóttir aðstæður á Íslandi til þróunar og framleiðslu á nútímafatalínu. Markmið er að efla textílþróun og framleiðslu fatnaðar á Íslandi ásamt því að nýta innlendar auðlindir. Sýningin er haldin í Ásmundarsal en sérstakt opnunarpartý fer fram miðvikudaginn 4. maí frá kl. 18:00 – 21:00. Sól verður einnig með leiðsögn um sýninguna föstudaginn 6. maí frá kl. 14:00 – 15:00. Gjörningurinn PERFORMANCE EXPERIMENTS ON REALITY fer fram laugardaginn 7. maí frá kl. 14:00 – 15:00.

AS WE GROW : Spor í söguna

 Saga AS WE GROW er spunnin í kring um hefðir og handverk. Í anda þess setur AS WE GROW upp sporastofu í verslun sinni þar sem hægt verður að fá sínar uppáhalds AS WE GROW flíkur áritaðar með útsaumi. Vor og sumarlína AS WE GROW er innblásin af bernskuminningum frá sumrum í íslenskum sjávarþorpum. Í tilefni af opnun nýrrar verslunar og vinnustofu AS WE GROW á Klapparstíg 29 og komu nýrrar fatalínu er gestum HönnunarMars boðið á tískusýningu laugardaginn 7. maí fram kl. 14:00 – 14:30.
Íslenska Tweedið og ilmlína Kormáks og Skjaldar

 Á HönnunarMars 2022 munu Kormákur & Skjöldur í kynna framþróun í framleiðslu og vöruþróun á „Icelandic Tweed“ eða „Íslenska Vaðmálinu“. Kynnt verða bæði ný mynstur í efninu sem og nýjungar í fatnaði og fylgihlutum.
Hluti af sýningu Kormáks & Skjaldar er viðburður laugardaginn 7. mars á Laugavegi 53 þar sem tónlist, hattar frá Sigzon hats og Tweed verða í forgrunni í samstarfi við Olafsson Gin.
ANNA THORUNN


ANNA THORUNN kynnir til leiks tvær nýjar vörur; bómullarteppið Embrace og flauelspúðann Three seasons. Einnig verður sýnd prótótýpa af keramíkvasanum Dolce, rólan Freeedom og nýr litur af Bliss vasa og skál.
4.maí: 18:00–20:00 – Stúdíó Austurhöfn, Bryggjugata 2a

 

Sjáumst á HönnunarMars
xxx
AndreA

PÁSKASKRAUTIÐ Í ÁR

HOMEPÁSKARSAMSTARF

Góðan daginn & gleðilega páska 🐣

Ég hef oft sagt ykkur frá okkar páskahefðum að mála á egg en HÉR, HÉR & HÉR finnið þið færslur um það.
Framleiðslan hjá okkur minnkar þó ár frá ári með hækkandi aldri barnanna en í ár blandaði ég okkar eggjunum við þessi fögru Iittala egg sem ég fékk að gjöf frá Ibúðinni í kringlunni.  Ég á orðið a.m.k. 12 fulla eggjabakka af handmáluðum eggjum síðustu ára en valdi að þessu sinni bara nokkur egg í svipuðum litatónum, milda pastelliti.  Vasarnir eru einnig iittala, fást HÉR. 
P.s. iittala eggin eru á páskaafslætti akkúrat núna!

Gleðilega Páska
AndreA

Instagam @andreamagnus

NORMIÐ “ÉG VERÐ ÞÁ BARA FÍNUST Í PARTÝINU”

LÍFIÐ

NORMIÐ “podcast” þekkið þið eflaust öll.  Ég elska að hlusta á þær Sylvíu & Evu þar sem þær fá til sín allskonar skemmtilega viðmælendur og spjalla.  Ég hlusta oftast þegar ég er úti að labba eða þegar ég er að keyra, mála mig eða taka til.  Það er svo gott, eflandi og frábært að kíkja í verkfærakistuna hjá öðrum og taka svo til sín það sem passar/þjónar manni.  Mannbætandi hlaðvarp.

Ég settist í stólinn hjá þeim í síðustu viku og við spjölluðum um allt og ekkert, þessi klukkutími og þrettán mínútur leið eins og korter.  Ég væri til í að mæta til þeirra alla föstudaga bara til að fá einn skammt af peppi.   Þær eru ÆÐISLEGAR Punktur ❤️

Hér er hægt að hlusta á þáttinn:
ÉG VERÐ ÞÁ BARA FÍNUST Í PARTÝINU 🎙️

 

 

XXX
AndreA

Instagram @andreamagnus

 

DEKURDAGUR MEÐ ESSIE

BEAUTYEssieMakeupSAMSTARF
Mér var boðið ásamt fullt af skemmtilegum konum að taka þátt í dekurdegi með Essie.
Vá hvað það var gaman að mæta í dekur í fallega Make-up studio Hörpu Kára, sem ég var búin að sakna mikið og bara svo gaman að hitta alla aftur, faðmast og hlæja.  Það er langt síðan að ég hef gert eitthvað í þessum dúr, fengið full glam make up & með því & það fyrir hádegi,,, þetta var ekkert eðlilega gott, bæði fyrir hjartað og sálina.
Við fengum förðun & naglalökkun með okkar uppáhalds essie lit.  Þegar það var búið að dekra við okkur þá tók minn uppáhalds ljósmyndari Aldís Páls myndir af okkur sem ég get ekki beðið eftir að sjá.
Flestir þekkja Essie vel og vita að það eru til allir litir regnbogans frá þeim en það sem færri kannski vita er að þau er 100% vegan.

Ég valdi hvíttt eða “BLANC” minn uppáhalds lit.  Ég veit ekki hvað ég er búin með mörg glös af honum en hann hefur verið minn mest notaði litur síðustu tvö ár.
Toppurinn sem ég var í er TEMPO TUBE TOP að sjálfsögðu frá AndreA & gallabuxurnar líka ;) en þær eru væntanlegar fljótlega til okkar.Hér eru nokkrar “bak við tjöldin” myndir frá þessum góða degi….

Erna Hrund vörumerkjastjóri & meistari sá um þennan flotta viðburð og Aldís Páls tók myndirnar sem ég get ekki beðið eftir að sjá & deila með ykkur.
Fylgstu með @beautyklubburinn til að sjá meira soon.

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

ÓSKARINN 2022

DRESSÓSKARINN

Fallegustu kjólarnir & dressin á Óskarnum 2022 !

Óskarinn hefur varla farið fram hjá neinum en hér eru mínir uppáhalds kjólar eða dress sem stjörnurnar klæddust á rauða dreglinum og í eftir partýinu.


Queen Kim í Balenciaga

Kendall Jenner var einnig í Balenciaga, förðunin hennar var líka mjög falleg.


Ariana De Bose í Valentino

Zoe Kravitz var glæsileg í Saint Laurent, hún klæddist bleika kjólnum við verðlaunaafhendinguna en þeim hvíta í eftir partýinu, báðir frá Saint Laurent.

Hailey Bieber í Saint Laurent.

Uma Thurman í Bottega Veneta

Zendya var í Maison Valentino pallíettupilsi & skyrtu en skipti svo yfir í Sportmax jakkaföt.

 


Dakota Johnson í Gucci

Penélope Cruz í Chanel

Queen B mætti í risastórum gulum kjól frá Valentino, glæsileg eins og alltaf.

 

 

xxx
AndreA