fbpx

BAK VIÐ TJÖLDIN / KONUR ERU KONUM BESTAR

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

Það er búið að vera nóg um að vera hjá okkur sem stöndum á bakvið Konur eru konum Bestar undanfarna daga.
Við finnum fyrir ótrúlegum stuðningi og eru óendanlega þakklátar fyrir ykkur sem viljið leggja hönd á plóg á einn hátt eða annan.  Mig langar að þakka sérstaklega öllum vinkonum okkar og fyrirtækjum sem hafa opnað allar dyr og hjálpað okkur með allt milli himins og jarðar.  Án ykkar gætum við ekki gert þetta.

Mig langaði að leyfa ykkur að kíkja aðeins og bak við tjöldin hjá okkur :)

BOLURINN: KONUR ERU KONUM BESTAR NR#3

 

 

MYNDATAKAN: 
Aldís okkar tók myndirnar en Sara Dögg hjá Reykjavík maekup school sá um að farða okkur (þvílíkur snillingur).
Sara smellti líka af á hópmyndinni af okkur þar sem við þurftum nauðsynlega að hafa Aldísi með okkur á myndinni :)

Vikan er svo pökkuð og “ToDo” listinn langur en allt vel þess virði.  Á milli atriða í gær  hittum við Evu Laufey hjá Ísland í dag í Make-up studio Hörpu Kára (Takk Harpa).  Viðtalið verður sýnt á Stöð 2 í kvöld kl 19:00.


Nanna KristínAldís PálsRakel TomasAndrea Elísabet Gunnars & Eva Laufey 

NÝTT: Konurerukonumbestar.com
Viðburðurinn er hjá okkur í AndreA – Norðurbakka 1 – HFJ – Fimmtudaginn 12 sept frá kl 17-20
Kl 20:00 fer svo ný síða í loftið okkar Konurerukonumbestar.com …. Þar verður hægt að kaupa boli á meðan byrgðir endast.

 

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun :)
Ég set inn viðburðinn HÉR og ykkur sem langar að vita meira um verkefnið þá er greinagóður póstur HÉR frá Elísabetu Gunnars.

xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

FJÖRUTÍU & FJÖGURRA

AFMÆLIAndreALÍFIÐ

Ég átti afmæli í gær  ….  44 ára og hef aldrei verið betri : )

Jiiiiiiii hvað það er gaman að eiga afmæli ….

Fjörutíu og fjögurra, ég er svo glöð með það, stolt af því og svo óendanlega þakklát fyrir árin mín.

Ég viðurkenni að ég hef átt móment þar sem ég er þessi  týpa “Guð hvað ég er orðin gömul”  en ég sagði henni upp fyrir löngu síðan sem betur fer.  Ef þú myndir spyrja mig hvort ég vildi skipta og vera 24 þá er svarið stórt feitt NEI og smá hahaha með því :)
Ég segi það stundum við yngri vini mína sem óttast að eldast að lífið verður betra og betra með hverju árinu og ég meina það.  Ég verð sáttari, saddari og sælari með hverju árinu sem líður.  Kannski er það þroski ég veit það ekki en ég veit að það er gaman að eldast.

Ef ég er heppin þá fæ ég að eiga fleiri afmæli en ég verð aldrei yngri það er staðreynd.
Það eina sem ég fæ að ráða er hvernig ég lít á þetta.  Ég hef val um að elska að eldast eða hata það.  Ég hef líka val um hvað og hvernig ég held upp á afmælið mitt.

Ég ætla að velja að gera það svona eins og þessi mega sátta 1 árs Andrea ….
Nema aðeins minni kaka & aðeins meira hár <3

Ég hef oft gert lítið úr því að eiga afmæli og átt bara venjulegan dag í vinnunni en eftir að hafa horft á fjögurra ára frænkur mínar með kórónur úr leikskólanum gjörsamlega að KAFNA úr gleði með það að eiga afmæli ákvað ég að vera meira eins og þær.
Ég var með kórónu allan daginn & fór í fínasta kjólinn minn en aðallega sleppti ég mér bara, hleypti afmælisbarninu út og átti frábæran dag með vinkonum og fjölskyldu.
Ég brosti svo mikið að ég er smá aum á bakvið eyrun í dag :)


Lífið er bara of stutt …. farðu í fínasta kjólinn þinn, fagnaðu lífinu & leiktu við vini þína <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

 

HJÓLABUXUR

AndreADRESSHjólabuxurSAMSTARFTískaTREND
Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína: AndreA

Góðan daginn !
Eftir umræðu helgarinnar milli vinkvenna minna ákvað ég að gera blogg um þessar hjólabuxur sem við vorum að tala um.
Okkar eigins Elísabet Gunnars klæddist einum slíkum í ræktinni og útfrá hennar Instagram reikning skapaðist umræða um t.d hvar maður fær þær o.sv.frv.  HÉR er instagrammið hennar ef svo ólíklega vill til að þið séuð ekki að fylgja henni:)
Niðurstaðan er að þær fást út um allt frá mismunandi merkjum í mismunandi efnum og sniðum.

Ég sjálf hafði keypt mér tvennar sem hentuðu ekki þar til ég fann þessar sem ég nota allt of mikið.
Það sem truflar mig við hjólabuxur er þegar þær eru of þröngar að neðan eða um hnén.
Ég fann þessar svo þegar ég var að versla inn fyrir búðina, þær eru frá danska merkinu Soft Rebels og fást hjá okkur í AndreA.
Fyrst pantaði ég bara nokkrar til að prufa en við sáum strax að þessar voru akkúrat í því sniði sem okkur vantaði ég bað SR strax um meira en þær höfðu hætt frameiðslu á þeim fyrir haustið.  Mörgum e-mailum og suði seinna voru þær settar fyrir okkur aftur í framleiðslu og eru komnar til okkar í búðina….     “Thank me later” ;)


Ég nota mínar mest undir alla kjólana mína og pilsin.  Yfirleitt sést ekkert í þær en þær veita öryggistilfinningu og halda á manni hita.  Ég nota mikið kjóla sem eru “wrap” eða bundnir eða hneppta kjóla sem geta opnast í miðjunni þá finnst mér ómissandi að vera í hjólabuxum undir.

SR hjólabuxurnar fást HÉR.  þær koma í stærðum XS-XL og eru á 4.900
þær eru úr mjúkri bómull, alls ekki of stífar og eru mjög þægilegar.

Annars tók ég saman allskonar skvísur sem eru að rokka hjólabuxur…..

 

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

 

KALDA – EINSTAKIR, ÍSLENSKIR & ÆÐISLEGIR SKÓR

DRESSÍSLENSKTKALDASKÓR

Það er bara eitthvað við fallega skó sem fær hjartað til að slá aðeins örar & ég verð að deila með ykkur skó “leyndarmáli” í Reykjavík.  Allir skóunnendur ættu að þekkja KALDA sem er íslenskt skómerki hannað af Katrínu Öldu Rafnsdóttur.
KALDA skórnir eru sérstakir, ótrúlega fallegir og allir með smá öðruvísi twisti alveg eins og ég vil hafa þá.

Ég á eldri KALDA skó sem ég nota ótrúlega mikið og langaði mikið til að sjá nýju línuna.   KALDA fæst á mörgum stöðum erlendis en hérna á Íslandi er KALDA með opið hús eða “sample sale” alla föstudaga.

Í bílskúr á Ægissíðu 74 er eitt lítið himnaríki fyrir skóunnendur.  Fullur bílskúr af allskonar gullmolum, sýnishornum og skóm sem hafa bara verið framleiddir í einu eintaki/pari.
Ég ætlaði að skoða,  vissi reyndar að ég myndi örugglega kaupa eitt par en ég réði ekki við mig og fór út með þrjú þar sem þeir voru á góðu verði.
Já það er bara eitthvað við fallega skó.  Og svo er bara æðislegt að kaupa beint frá “bónda” eða hönnuðinum sjálfum og íslenskt… JÁ TAKK

KALDA er á Ægissíðu 74 RVK – Opið alla föstudag 14-18
GoGoGo

Myndirnar hér að neðan eru af Instagram síðu KALDA  

 þ

Þessi tvö pör komu með mér heim ásamt hvítum stígvélum.
Grænu skórnir voru ást við fyrstu sýn, ég elska litinn. Þeir eru ótrúlega þægilegir, stöðugir og haldast vel á fætinum.
Hælarnir hjá Kalda eru líka flestir í fullkominni hæð,  alls ekki of háir og ekki of lágir.  Ég féll fyrir litnum en þeir eru líka til ljós bleikir og svartir, mögulega í fleiri litum.

Svo þessir …. Þetta er akkúrat það sem ég elska við KALDA, pínu öðruvísi …
Þessi hæll og lagið á skónum….. elska svona, ég var á þessum í vinnunni í allan dag og þeir fá fullt hús stiga varðandi þægindi.

 

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

DRESS: LITASAMSETNING SEM ÉG ELSKA

DRESSNOTES DU NORDSAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína: AndreA

DRESS…
Þó sumarið sé minn uppáhalds tími þá elska ég haustvörurnar og viðurkenni að ég hlakka til að nota fallegar ullarkápur á haustin.  Það sem ég elska við haustískuna í ár eru allir þessir “beige” og “camel”  litir eða þessir brúnu tónar.

Um helgina klæddist ég Notes Du Nord frá toppi til táar og valdi allar flíkurnar í sama lit.
Mér finnst flott að hafa allt samlitt en ákvað þó að poppa þetta aðeins upp með dass af rauðu (það klikkar seint)
Ég valdi því rauða tösku og rauða skó.
Beige & rautt ég elska þessa samsetningu.

Skórnir eru frá Karen Millen  en miðað við það sem ég sá á tískuvikunni þá verðum við allar í einhvernvegin svona opnum sandölum næsta sumar. :)  Þessir hafa fylgt mér í örugglega 14 ár, þeir hafa fengið góða pásu en ég ætla að viðra þá aðeins aftur núna.


ÞESSI KÁPA …..  Hvar á ég að byrja? ….
Til að gera langa sögu stutta kom þessi kápa til okkar 2016 í dökkbláu.  Ég hef sjaldað notað eina flík jafn mikið.  Hún er ekki bara ullarkápa heldur er hún líka fóðruð með thinsulate og þess vegna ótrúlega hlý og fullkomin fyrir íslenskar aðstæður.
Þar sem ég nota bláu kápuna mína svona mikið hefur mig dreymt um að eiga hana í öðrum lit og varð þess vegna ótrúlega glöð að sjá þessa kápu aftur í FW 19 línunni í þessum fallega drappaða lit <3
Sniðið er æðislegt, síddin og beltið já þetta er bara ótrúlega vegleg og vel gerð kápa í drauma lit.


Skart:
1. Þyrna keðja frá SystrP /AndreA
2. LUCKY nr #32 / AndreA
3. LoveLove / AndreA
4. Baunin / The bean væntanleg @AndreA


Kápa – Bolur – buxur: Notes Du Nord / AndreA
AA taska / AndreA
Skór: / Karen Millen (gamlir)
Hringur: / & Other stories
Sólgleraugu: Gucci / Optical studio

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

GARÐURINN AÐ GEFA <3

BLÓMGARÐURINN

Garðurinn að gefa …
Þið finnið mig hjá blómunum:)
Ég elska blóm og var heppin með rósirnar sem fylgdu húsinu mínu en þær vaxa beint fyrir utan gluggann í borðstofunni  þannig að ég get notið þeirra bæði hérna inni og úti á palli.
Rósirnar blómstra einu sinni á ári, alltaf í júlí/ágúst í dásamlega fallegum bleikum lit.  Þær eru akkúrat núna í fullum blóma og ég í essinu mínu, það er bara eitthvað við blóm sem gleður hjartað. <3

  

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

TÍSKUVIKAN // GÖTUTÍSKAN

COPENHAGENCPHFWTÍSKUVIKA

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er haldin tvisvar sinnum á ári, í janúar og ágúst. Borgin iðar af lífi og vel klæddu fólki enda mikið af fólki úr tískubransanum saman komið á einum stað, innkaupafólk, hönnuðir, sölumenn, áhrifavaldar, fyrirsætur, bloggarar & ljósmyndarar.

Allir regnbogans litir, hattar, hárskraut, kjólar, strigaskór og sandalar er það sem koma skal.  Fallegir litir, þægileg og flott tíska, alveg að mínu skapi ;)

Ég tók saman myndir af götutískunni, ég reyndi að sjálfsögðu að hafa eins marga Íslendinga og ég gat.  Spottar þú þá ?


 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

FERÐASETT FYRIR FASHION WEEK

BEAUTYBIOEFFECTCOPENHAGENCPHFWFERÐALÖGSAMSTARF
*Vöruna fékk ég í eigin verslun “AndreA”

Strax eftir verslunarmannahelgi kemur “Fashion week” eða tískuvikan í Kaupmannahöfn, þannig hefur það verið hjá mér í mörg ár og engin breyting þar á.
Þessir tískudagar eru pakkaðir frá morgni til kvölds af innkaupum, viðburðum, tískusýningum og skemmtilegheitum.
Ég hlakka alltaf til og kvíði pínu fyrir líka af því að ég þarf að vinna hratt og mikið til að komast yfir allt sem ég þarf að gera.

Bioeffect heldur útlitinu þokkalegu í öllum látunum, ég elska að þessar frábæru vörur fáist nú líka í litlum einingum.  Ég er sérstaklega ánægð að sjá hreinsivatnið í ferðavænni stærð en ég hef sjálf fyllt nokrum sinnum á mína litlu flösku.  Það er hægt að opna og hella á milli úr stóru yfir í litlu og fylla þannig á.


Mynd: @bioeffectofficial by: @paldis 

Ferðasettið inniheldur:

1. Micellar cleansing water  / Til að hreinsa húðina á kvöldin.
2. Day serum  / Nota ég á morgnana.
3. Volcanic exfoliator / Djúphreinsir, ég nota þetta 1-2 sinnum í viku.
4. Serum  / “Næturkrem”

Mynd: @bioeffectofficial by: @paldis

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

VERSLUNARMANNAHELGAR TIPS MEÐ MORGUNKAFFINU

FERÐALÖGFRÉTTABLAÐIÐVERSLUNARMANNAHELGI

Fréttablaðið  spurði mig út í hvernig við ættum að klæða okkur um helgina?
Viðtalið fylgir hér að neðan (eða mynd af því),  mér sýnist þó á öllu að veðurguðirnir ætli að vera extra góðir við okkur í ár þannig að mögulega þurfum við bara stuttbuxur & sólgleraugu ?

Annars vona ég að þið eigið öll frábæra helgi, farið varlega & skemmtið ykkur vel
LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus

DRESS // DAGUR VS KVÖLD

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi verslunina mína AndreA

 

Þegar dagurinn er pakkaður og kvöldið líka, eins og gerist stundum,  þá finnst mér snilld að geta poppað dressið sem ég er búin að vera í allan daginn upp með því að skipta bara um skó og /eða topp.
Í síðustu viku átti ég svona pakkaðan dag/kvöld þar sem ég fór út að borða beint eftir vinnu.
Ég mætti í vinnuna með hælaskóna & toppinn í töskunni, hoppaði í það eftir vinnu, bætti aðeins á kinnalitinn og var tilbúin í kvöldið.


DAGUR

Pils: AndreA wrap pils (hjólabuxur undir)
Bolur: Notes Du Nord stuttermabolur
Skór: Adidas
Sólgleraugu: Gucci /Optical studio


KVÖLD

Pils: AndreA “Wrap pils” (hjólabuxur undir)
Blússa: AndreA “Knot top”
Toppur: OW / AndreA
Skór: Flattered /GK REYKJAVÍK 
Sólgleraugu: Gucci /Optical studio

 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea