Förðunarrútínan mín svona flest alla daga…
Ég elska að skoða svona reel og fá tips og trix frá öðrum. Hér fyrir neðan er mitt Reel…
HÚÐ: @guerlain – Abeille royale, double renew & repair serum
UNDIR AUGU: @guerlain – Abeille royale, double renew & repair eye serum.
VARASALVI: @chanel.beauty – Grunnur að fallegum vörum og undirstaða þess að varaliturinn verði fallegur (ekki þurr).
HYLJARI: @maybelline – Eraser.
Undir augu & á alla rauða fleti (kringum nef og á bólur)
@tartecosmetics: Shape Tape, á bauga, set hann í augnkrókinn næst nefi en passa að setja hann ekki í broslínur.
AUGNSKUGGI: @nyxcosmeticsnordics, Highlight & countour pallette (æðisleg palletta með alla liti sem ég þarf).
BRONZER: @chanel.beauty, Les beiges healthy glow bronzing cream.
CONTOUR: @nyxcosmeticsnordics, Born to glow.
EYELINER: @lorealparis , infallible flash cat eye waterproof liquid eyeliner.
CREAM BLUSH: @milkmakeup, Werk
BLUSH: @chanel.beauty , 170 Rose glacier
MASKARI: @lorealparis , volume million lashes So Couture.
VARIR: @nyxcosmeticsnordics , Matte lip liner SMLL37
@lorealparis , glow Paradise 642
@nyxcosmeticsnordics augnskuggapallettan, ljós litur settur í miðju, gerir ótrúlega mikið.
@guerlain , Honey glow 309
BRÚNIR: @lorealparis plump & set brow artist
@nyxcosmeticsnordics , líft & snatch brow tint pen / espresso
xxx
AndreA
Ég er örugglega ekki sú eina sem bíð spennt eftir sumrinu hér í höfuðborginni og er örugglega ekki heldur sú eina sem er að gefast upp á biðinni. Í gróðurhúsunum í Hveragerði fundum við “sumar” í eitt augnablik innan um stórar fallegar plöntur og bananatré. Tilefnið var myndataka AndreA x Speedo, þar sem við blönduðum saman retro sumarlínu Speedo við fatnað úr AndreA. Sundbolur nefnilega ekki bara sundbolur, það má líka nota hann við önnur tilefni. Ég elska það og held að ég noti hreinlega sundbolina mína meira við föt en í sundi þessa dagana. Kannski að það breytist þegar ég finn sólina ?
Teymið var frábært & dagurinn eftir því. Módelin voru ekki af verri endanum en það þarf varla að kynna Diljá okkar Pé fyrir neinum en auk hennar voru einar glæsilegustu mæðgur landsins Sæunn og Sylvía Friðjóns.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Stílisti/fatnaður: AndreA
Förðun: Lilja Dís Smáradóttir
Fyrirsætur: Diljá P og mæðgurnar Sylvía & Sæunn.
Verkefnastjóri: Kolbrún Pálína
Vörumerkjastjóri: Dögg Ívars
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
BAK VIÐ TJÖLDIN
Maður skrollar oft hratt yfir myndir á samfélagsmiðlum og hugsar sjaldan um hvernig þær urðu til. Á bak við eina svona myndatöku liggur lygilega mikil vinna, undirbúningur og eftirvinnsla.
Hér eru nokkrar bak við tjöldin myndir en þetta er það sumarlegasta í símanum mínum það sem af er sumri og það er kominn 19. júní…. Nú kemur þetta hjá okkur er það ekki?
xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus
Fullkomin sumar förðun með Chanel.
Í síðustu viku fór ég ásamt skemmtilegum konum á Chanel viðburð þar sem við fengum fræðslu og kennslu í helstu nýungum frá Chanel. LES BEIGES förðunarlínan heillaði mig upp úr skónum. Náttúruleg, fersk og heilbrigð. Ég elska þetta ,,no makeup – makeup” lúkk. Sumarlegt og sólkysst útlit, fáar vörur og falleg húð.
LES BEIGES línan er fáanleg núna í ferðastærðum sem er fullkomið fyrir ferðalög sumarsins en líka frábær leið til að prufa vöruna.

FARÐI: LES BEIGES WATER – FRESH TINT:
Ferskleiki í flösku, fallegur vatnskenndur “farði” eða litað vatnsgel sem gefur húðinni ótrúlega fallegan ljóma & sólkysst útlit. Ég var búin að heyra mikið lof um þessa vöru frá konum á ólíkum aldri í kringum mig. Formúlan er ofur létt og vatnskennd, gefur húðinni hraustlegt útlit og glow sem gerir okkur x-tra ferskar.
Berið formúluna á með bursta í hringlaga hreyfingum (en ekki með höndunum) til að fá sem ferskasta úgáfu.
BRONZER: LES BEIGES HEALTHY GLOW BRONZING CREAM
Bronzing kremið sem allir eru að tala um. Æðisleg vara sem gefur fullkomið sumarlúkk. Þessa vöru má nota á/undir kinnbein á T-svæði og í globus á augunum. Gefur húðinni heilbrigðan ljóma.
Vörurnar eru þekktar fyrir þetta vel skyggða og ljómandi lúkk, með fyrir sólkysst og náttúrulegt útlit.
AUGNSKUGGI: OMBRE PREMIÈRE LAQUE
Krem augnskuggi, fáanlegur í fjórum fallegum tónum. Áferðin er falleg og það er auðvelt að setja hann á. Augnskugginn er líka góður grunnur undir aðra augnskugga og ýkir upp litinn sem maður setur ofan á. Þessi setur punktinn yfir i-ið.
VARALITUR: ROUGE COCO FLASH
Formúlan í varalitnum inniheldur olíur og tilfinningin þegar maður ber hann á sig er eins og að nota varasalva, nærandi og mjúkur með smá lit og gljáa. Varaliturinn er til í nokkrum litum en sá sem heillaði mig mest heitir 174 DESTINATION (þessi á myndunum hér fyrir neðan).
LÍKAMINN: LES BEIGES
Þegar förðunin er orðin sumarleg og fersk þá má ekki gleyma bringunni og restinni af líkamanum. Þessi olía er æðisleg gefur instant glow og raka með fallegum glansandi blæ. Ég hef einnig notað þessa olíu í hárið í myndatökum fyrir “wet look” greiðslu. En það kemur ótrúlega vel út sérstaklega af því að glansinn er svo fallegur. Olían er hugsuð fyrir andlit – líkama & hár.
P.S. Það eru Tax free dagar 11-17 maí
xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus
Hönnunarmars er hafinn og stendur frá 3-7 maí. Hátíðin breiðir úr sér um alla borg með fjölbreytta og spennandi dagskrá. Það má segja að hátíðin sé nokkurn vegin hverfisskipt eftir dögum en það er frábært fyrir okkur sem langar að sjá sem mest.
Kynntu þér dagskrána í heild sinni hér: Hönnunarmars 2023
Ég mæli með rölti um borgina, Laugaveg, Hafnartorg & Grandann. Eins mæli ég með heimsókn í Epal þar sem sýningin “Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd” sýnir áhugaverða hönnun eftir hóp íslenskra hönnuða.

Hér fyrir neðan eru viðburðir sem mig langar að sjá í ár.
Miðvikudagur 3. maí:
Harpa, Design talk í Hörpu, þræða miðbæinn, kíkja í Fólk og samsýninguna Innsýni á Hafnartorgi, labba laugaveginn og enda í Ásmundasal.

Fimmtudagur 4. maí = GRANDAdagur
Sniðugt að koma eftir vinnu.. eða eftir kl.16
Tískupartý í Kiosk
Bespoke rugs í Sjöstrand
Sóley x Geysir í Sóley Organigs
Swimslow kynnir tímaritið „The Swimslow Wellness Guide“ og býður í innflutningspartý í nýtt stúdíó og showroom á Seljavegi 2 frá kl. 19-21.
Komdu í sjómann. Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp eða BAHNS frumsýnir glænýja peysu og býður gestum og gangandi að taka þátt í keppni (eða bara hvetja keppendur) í sjómann í Sjóminjasafninu.

Föstudagur 5. maí = Tískudagur
Yeoman Hildur Yeoman kynnir nýja sumarlínu, Breeze í verslun sinni Laugarvegi 7 frá kl 17-19.
Kormákur & Skjöldur og Farmers market eru með tískusýningu í kl. 19:30 í Listasafni Reykjavíkur.
ddea í GK: Fatahönnuðurinn Edda fagnar nýrri línu í GK reykjavík frá kl 17-19.
Helga Björnsson x Reykjavík Edition: Velkomin um borð í hugarheim hátískuhönnuðarins Helgu Björnsson og taktu flugið á vorfögnuði á The Roof á Reykjavik Edition Hotel frá kl 17-19

Laugardagur 6. maí, bland í poka.
Laugardagurinn er tilvalinn til að kíkja á staði eins Epal & Fólk, þar sem margir hönnuðir eru að sýna í einu.
MAGNEA kynnir nýja línu með upplifunarviðburði og tískuinnsetningu á Exeter Hotel en fatamerkið hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega og listræna nálgun sína á prjón og íslenska ull. Frá kl 15-17.
FLÉTTA & ÝRÚRARÍ munu opna pítsastað yfir HönnunarMars þar sem boðið verður upp á þæfðar pítsur úr ullarafgöngum frá íslenskum ullariðnaði. Hægt verður að kaupa ullarpítsur af matseðli sem verða svo þæfðar meðan beðið er.
Sunnudagur 7. maí
Elliðaárstöð
Þar er bæði leiðsögn um svæðið og útivera..

Ef þið veljið frekar að vera heima en eruð áhugasöm þá mæli ég með að fylgja Design March hér á Instagram

Mynd: Aldís Pálsdóttir
Gleðilegan hönnunarmars.
AndreA
Instagram @andreamagnus
Gjörsamlega tryllt sýning eftir fjöllistakonuna, dansarann, flugeldahönnuðinn og snillinginn Siggu Soffíu. Verkið er byggt á ljóðabók sem Sigga Soffía skrifaði á meðan hún gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð í miðjum heimsfaraldri með tvö ung börn.
Leikkonur sýningarinnar fara á kostum og skildu áhorfandann eftir með stútfullt hjarta af allskonar tilfinningum & tárvot augu.
Þær snertu hressilega við manni, við bæði hlógum og grétum. Maður gat svo innilega séð sig í þeirra sporum en aldrei hefði ég trúað því að það sé hægt að skila lyfjameðferð til áhorfenda á svona magnaðan hátt. Tilfinningalegt ferðalag niður djúpa dali, sorg, uppgjöf og svo í upprisu, gleði, hamingju og í óendanlegt þakklæti fyrir lífinu.
Aldrei áður hefur mig langað að hlaupa upp á svið allsber og dansa með hæfileikaríkustu leikkonum landsins áður, þið skiljið þegar þið sjáið verkið. Nína Dögg. Lovísa Ósk, Svandís Dóra, Díana Rut, Hallveig Kristín, Ellen Margrét og Sigga Soffía BRAVÓ fyrir ykkur.
Tónlist: Jónas Sen.

Fylgið Siggu Soffíu hér:
Ég mæli svo innilega og heilshugar með ferð í Þjóðleikhúsið, p.s… taktu tissjú með þér ;)
Aðeins örfár sýningar eru í boði, næsta sýning er 3. Maí
Tryggðu þér miða HÉR
AndreA
Samstarf AndreA
Okkar allra bestu og vinsælustu hælar heita TRINI og eru frá danska merkinu Anonymous Copenhagen.
Trini koma í þremur hæla hæðum: 4 cm sem er varla hæll, 5,5 cm meðal hæll og svo 7,5 cm sem er jafnframt vinsælasti hællinn en þetta er alvöru hæll;), akkúrat hæðin sem gerir allt fyrir okkur, lengir leggina og er sérlega fallegur á fæti.
Leðrið er afar mjúkt sem gerir það að verkum að þeir lagast hratt að fætinum. Þeir eru einnig leðurfóðraðir, með leður sóla (sem gerir þá að afbragðs dansskóm). Þetta eru að margra mati með þægilegri hælaskóm þó svo að þeir séu bæði támjóir og 7,5 cm háir.




Þegar okkar bestu hælar voru fundnir þá var næsta spurning hvaða liti viljið þið ? Þegar næstum allir litir eru í boði þá getur orðið erfitt að velja en ég var heppin að vera með landsliðið með mér ;) Mögulega erum við búnar að velja of marga liti en það er í lagi, þetta er þannig skór að maður getur auðveldlega átt alla liti eða kannski tvö – þrjú pör, ekkert að því.
Við eigum Trini í svörtu, brúnu, beige, bleiku, bláu, rauðu og grænu legg ekki meira á ykkur.
Takk fyrir hjálpina Aldís, Erna, Svana Lovísa og Elísabet <3
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
. Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Hér finnur þú TRINI á Andrea.is. TRINI 7,5 cm hæll – TINI 5,5cm hæll & TRINI 4 cm hæll.
Hér fyrir neðan er svo skemmtilegt REEL þar sem hægt er að sjá þá betur.
xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus
Tveir mjöööög spennandi fatamarkaðir þar sem auðvelt er að gera ótrúlega góð kaup á áður elskuðum flíkum.
Við stelpurnar í AndreA erum búnar að taka okkur saman og hreinsa rækilega til í skápunum okkar og ætlum að vera saman í BLEIKA HÚSINU (Vesturgötu 8 – HFJ) um og selja af okkur spjarirnar. Í boði eru fullt af flíkum frá AndreA – Notes Du Nord – Puma – Zara – Co couture – Custommade & fl merkjum. Við erum 8 saman á aldrinu 17 – 50 ára þannig að það er allskonar í boði. Við verðum duglegar að setja inn á Instagram story og sýna hvað er í boði HÉR…
@andreamagnus @erlabh @ernahrund @kristinamalia @oskjohannesdottir @isabella.maaria @valgerdurlara @kolbruneinars
ATH … Við erum ekki með posa, tökum við peningum & Aur 💸
OPIÐ…
Laugardaginn 1. Apríl 13-16
Sunnudaginn 2. Apríl 14-16
Mánudaginn 4. Apríl 16-18:30
Þriðjudaginn 5. Apríl 16-18:30
Miðvikudaginn 6. Apríl 13-19
Vesturgata 8 – HFJ (Bleika húsið)
FYLGSTU MEÐ Á INSTAGRAM HÉR: FATASALA
Eins eru tvær mestu skvísur landsins með fatamarkað á sunnudaginn en búningahönnuðurinn og listakonan Sylvía & ofurskvísan Tinna Aðalbjörns, annar eigandi Eskimo módels eru með fatamarkað í STUDIO LOVETANK.
Instagram: @Tinnaadalbjorsdottir @lovetank
Fatamarkaðurinn þeirra er Sunnudaginn 2 Apríl, frá kl 13-18 í STUDIO LOVETANK – Fiskislóð 31F RVK.
Ég ætla ekki að missa af honum.
Happy shopping
xxx
AndreA
Flottustu kjólarnir á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Að mínu mati stal Cara Delevingne senunni þegar hún mætti á kampavínslitaða dregilinn í þessum fallega rauða kjól frá Elie Saab. Annars eru þetta mínir uppáhalds kjólar, fallegir litir og rómantísk snið.
Sjáið þið drottningarnar Angelu Bassett og Jamie Lee Curtis, gordíossssss !
Samstarf AndreA
UPPFÆRT / AUKADAGAR …
Við ætlum að hafa opið hjá okkur eftirfarandi daga ….
Fimmtudaginn 16 mars 14-18
Föstudaginn 17 mars 14-18
Laugardaginn 18 mars 13-16
VESTURGÖTU 8 – HFJ (BLEIKA HÚSIÐ)
VERÐ: 5.000 – 15.000
Þar sem að lagersalan okkar er ekki á netinu að þessu sinni hef ég fengið ótal spurningar um hvað sé á lagersölunni. Það er ótrúlega mikið til af fallegum skóm og fatnaði. Við eigum auðvitað ekki til allar stærðir í öllum vöruflokkum og mjög er lítið til í sumu. Eins erum við líka að selja sýnishorn á lagersölunni sem hafa bara verið framleidd í einu eintaki.
Lagersalan verður opin í annað sinn á morgun sunnudag frá kl 13-16, hér er brot af því sem í boði er …
(Nánari upplýsingar neðst í færslunni)
Við setjum allar upplýsingar í story há okkur, þið finnið okkur hér: @andreabyandrea
Samstarf AndreA
LAGAERSALA
VESTURGÖTU 8 – HFJ (BLEIKA HÚSIÐ) – SUNNUD 5 MARS – FRÁ KL 13-17
VERÐ: 5.000 – 15.000


👠 Mikið úrval af fallegum skóm á frábæru verði!
👗 AndreA kjólar & sýnishorn
✨ Pallíettukjólar
🧥 Jakkar – buxur & jakkaföt
ATH❗️
• Lagersalan verður eingöngu á Vesturgötu, ekki á netinu.
• Mögulega höfum við opið annan dag, verður tilkynnt síðar.
• Það verður ekki hægt máta.
• Allar aðrar upplýsingar finnur þú í story hjá okkur HÉR