fbpx

FULLKOMIÐ SUMMER GLOW MEÐ CHANEL

CHANELSAMSTARF

Fullkomin sumar förðun með Chanel.

Í síðustu viku fór ég ásamt skemmtilegum konum á Chanel viðburð þar sem við fengum fræðslu og kennslu í helstu nýungum frá Chanel.  LES BEIGES förðunarlínan heillaði mig upp úr skónum. Náttúruleg, fersk og heilbrigð. Ég elska þetta ,,no makeup – makeup” lúkk.  Sumarlegt og sólkysst útlit, fáar vörur og falleg húð.
LES BEIGES línan er fáanleg núna í ferðastærðum sem er fullkomið fyrir ferðalög sumarsins en líka frábær leið til að prufa vöruna.


FARÐI: LES BEIGES WATER – FRESH TINT:

Ferskleiki í flösku, fallegur vatnskenndur “farði” eða litað vatnsgel sem gefur húðinni ótrúlega fallegan ljóma & sólkysst útlit.  Ég var búin að heyra mikið lof um þessa vöru frá konum á ólíkum aldri í kringum mig. Formúlan er ofur létt og vatnskennd, gefur húðinni hraustlegt útlit og glow sem gerir okkur x-tra ferskar.
Berið formúluna á með bursta í hringlaga hreyfingum (en ekki með höndunum) til að fá sem ferskasta úgáfu.

 

 

BRONZER: LES BEIGES HEALTHY GLOW BRONZING CREAM
Bronzing kremið sem allir eru að tala um.  Æðisleg vara sem gefur fullkomið sumarlúkk. Þessa vöru má nota á/undir kinnbein á T-svæði og í globus á augunum. Gefur húðinni heilbrigðan ljóma.
Vörurnar eru þekktar fyrir þetta vel skyggða og ljómandi lúkk, með fyrir sólkysst og náttúrulegt útlit.


AUGNSKUGGI: OMBRE PREMIÈRE LAQUE
Krem augnskuggi, fáanlegur í fjórum fallegum tónum.  Áferðin er falleg og það er auðvelt að setja hann á.  Augnskugginn er líka góður grunnur undir aðra augnskugga og ýkir upp litinn sem maður setur ofan á.  Þessi setur punktinn yfir i-ið.

VARALITUR: ROUGE COCO FLASH
Formúlan í varalitnum inniheldur olíur og tilfinningin þegar maður ber hann á sig er eins og að nota varasalva, nærandi og mjúkur með smá lit og gljáa. Varaliturinn er til í nokkrum litum en sá sem heillaði mig mest heitir 174 DESTINATION (þessi á myndunum hér fyrir neðan).

LÍKAMINN: LES BEIGES
Þegar förðunin er orðin sumarleg og fersk þá má ekki gleyma bringunni og restinni af líkamanum.  Þessi olía er æðisleg gefur instant glow og raka með fallegum glansandi blæ.  Ég hef einnig notað þessa olíu í hárið í myndatökum fyrir “wet look” greiðslu.  En það kemur ótrúlega vel út sérstaklega af því að glansinn er svo fallegur. Olían er hugsuð fyrir andlit – líkama & hár.

 

P.S. Það eru Tax free dagar 11-17 maí
xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

HÖNNUNARMARS 2023

HÖNNUNARMARS

Hönnunarmars er hafinn og stendur frá 3-7 maí. Hátíðin breiðir úr sér um alla borg með fjölbreytta og spennandi dagskrá.  Það má segja að hátíðin sé nokkurn vegin hverfisskipt eftir dögum en það er frábært fyrir okkur sem langar að sjá sem mest.
Kynntu þér dagskrána í heild sinni hér: Hönnunarmars 2023 

Ég mæli með rölti um borgina, Laugaveg, Hafnartorg & Grandann.  Eins mæli ég með heimsókn í  Epal þar sem sýningin “Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd” sýnir áhugaverða hönnun eftir hóp íslenskra hönnuða.


Hér fyrir neðan eru viðburðir sem mig langar að sjá í ár.

 

Miðvikudagur 3. maí: 
Harpa, Design talk í Hörpu, þræða miðbæinn, kíkja í Fólk og samsýninguna Innsýni á Hafnartorgi,  labba laugaveginn og enda í Ásmundasal.


Fimmtudagur 4. maí = GRANDAdagur 

Sniðugt að koma eftir vinnu.. eða eftir kl.16
Tískupartý í Kiosk
Bespoke rugs í Sjöstrand
Sóley x Geysir í Sóley Organigs
Swimslow  kynnir tímaritið „The Swimslow Wellness Guide“ og býður í innflutningspartý í nýtt stúdíó og showroom á Seljavegi 2 frá kl. 19-21.
Komdu í sjómann. Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp eða BAHNS frumsýnir glænýja peysu og býður gestum og gangandi að taka þátt í keppni (eða bara hvetja keppendur) í sjómann í Sjóminjasafninu.

 Föstudagur 5. maí = Tískudagur
Yeoman Hildur Yeoman kynnir nýja sumarlínu, Breeze í verslun sinni Laugarvegi 7 frá kl 17-19.
Kormákur & Skjöldur og Farmers market eru með tískusýningu í kl. 19:30 í Listasafni Reykjavíkur.
ddea í GK: Fatahönnuðurinn Edda fagnar nýrri línu í GK reykjavík frá kl 17-19.
Helga Björnsson x Reykjavík Edition: Velkomin um borð í hugarheim hátískuhönnuðarins Helgu Björnsson og taktu flugið á vorfögnuði á The Roof á Reykjavik Edition Hotel frá kl 17-19

Laugardagur 6. maí, bland í poka.
Laugardagurinn er tilvalinn til að kíkja á staði eins Epal & Fólk, þar sem margir hönnuðir eru að sýna í einu.
MAGNEA kynnir nýja línu með upplifunarviðburði og tískuinnsetningu á Exeter Hotel en fatamerkið hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega og listræna nálgun sína á prjón og íslenska ull. Frá kl 15-17.
FLÉTTA & ÝRÚRARÍ munu opna pítsastað  yfir HönnunarMars þar sem boðið verður upp á þæfðar pítsur úr ullarafgöngum frá íslenskum ullariðnaði. Hægt verður að kaupa ullarpítsur af matseðli sem verða svo þæfðar meðan beðið er.

Sunnudagur 7. maí 
Elliðaárstöð
Þar er bæði leiðsögn um svæðið og útivera..

 

Ef þið veljið frekar að vera heima en eruð áhugasöm þá mæli ég með að fylgja Design March hér á Instagram


Mynd: Aldís Pálsdóttir

 

Gleðilegan hönnunarmars.
AndreA
Instagram @andreamagnus

TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA MANNLEG

LÍFIÐ

Gjörsamlega tryllt sýning eftir fjöllistakonuna, dansarann, flugeldahönnuðinn og snillinginn Siggu Soffíu.  Verkið er byggt á ljóðabók sem Sigga Soffía skrifaði á meðan hún gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð í miðjum heimsfaraldri með tvö ung börn.

Leikkonur sýningarinnar fara á kostum og skildu áhorfandann eftir með stútfullt hjarta af allskonar tilfinningum & tárvot augu.
Þær snertu hressilega við manni, við bæði hlógum og grétum. Maður gat svo innilega séð sig í þeirra sporum en aldrei hefði ég trúað því að það sé hægt að skila lyfjameðferð til áhorfenda á svona magnaðan hátt. Tilfinningalegt ferðalag niður djúpa dali, sorg, uppgjöf og svo í upprisu, gleði, hamingju og í óendanlegt þakklæti fyrir lífinu.

Aldrei áður hefur mig langað að hlaupa upp á svið allsber og dansa með hæfileikaríkustu leikkonum landsins áður,  þið skiljið þegar þið sjáið verkið.  Nína Dögg. Lovísa Ósk, Svandís Dóra, Díana Rut, Hallveig Kristín, Ellen Margrét og Sigga Soffía BRAVÓ fyrir ykkur.
Tónlist: Jónas Sen.

Fylgið Siggu Soffíu hér:

Ég mæli svo innilega og heilshugar með ferð í Þjóðleikhúsið, p.s… taktu tissjú með þér ;)
Aðeins örfár sýningar eru í boði, næsta sýning er 3. Maí
Tryggðu þér miða HÉR

 

AndreA

TRINI – HVAÐA LITUR ER FLOTTASTUR?

AndreASAMSTARFSKÓRTíska

Samstarf AndreA

Okkar allra bestu og vinsælustu hælar heita TRINI og eru frá danska merkinu Anonymous Copenhagen.

Trini koma í þremur hæla hæðum:  4 cm sem er varla hæll, 5,5 cm meðal hæll og svo 7,5 cm sem er jafnframt vinsælasti hællinn en þetta er alvöru hæll;), akkúrat hæðin sem gerir allt fyrir okkur, lengir leggina og er sérlega fallegur á fæti.
Leðrið er afar mjúkt sem gerir það að verkum að þeir lagast hratt að fætinum. Þeir eru einnig leðurfóðraðir, með leður sóla (sem gerir þá að afbragðs dansskóm).  Þetta eru að margra mati með þægilegri hælaskóm þó svo að þeir séu bæði támjóir og 7,5 cm háir.



Þegar okkar bestu hælar voru fundnir þá var næsta spurning hvaða liti viljið þið ?  Þegar næstum allir litir eru í boði þá getur orðið erfitt að velja en ég var heppin að vera með landsliðið með mér ;)  Mögulega erum við búnar að velja of marga liti en það er í lagi, þetta er þannig skór að maður getur auðveldlega átt alla liti eða kannski tvö – þrjú pör, ekkert að því.
Við eigum Trini í svörtu, brúnu, beige, bleiku, bláu, rauðu og grænu legg ekki meira á ykkur.
Takk fyrir hjálpina Aldís, Erna, Svana Lovísa og Elísabet <3

                               Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

                 Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

.                 Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Hér finnur þú TRINI á Andrea.is.  TRINI 7,5 cm hæll TINI 5,5cm hæll & TRINI 4 cm hæll.
Hér fyrir neðan er svo skemmtilegt REEL þar sem hægt er að sjá þá betur.

 xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

FATAMARKAÐIR SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF ♻️ (MYNDIR)

FATAMARKAÐUR

Tveir mjöööög spennandi fatamarkaðir þar sem auðvelt er að gera ótrúlega góð kaup á áður elskuðum flíkum.
Við stelpurnar í AndreA erum búnar að taka okkur saman og hreinsa rækilega til í skápunum okkar og ætlum að vera saman í BLEIKA HÚSINU (Vesturgötu 8 – HFJ) um og selja af okkur spjarirnar.  Í boði eru fullt af flíkum frá AndreA – Notes Du Nord – Puma – Zara – Co couture – Custommade & fl merkjum.  Við erum 8 saman á aldrinu 17 – 50 ára þannig að það er allskonar í boði.  Við verðum duglegar að setja inn á Instagram story og sýna hvað er í boði HÉR…

@andreamagnus @erlabh @ernahrund @kristinamalia @oskjohannesdottir @isabella.maaria @valgerdurlara @kolbruneinars

ATH … Við erum ekki með posa, tökum við peningum & Aur 💸
OPIÐ…
Laugardaginn 1. Apríl 13-16 
Sunnudaginn 2. Apríl 14-16
Mánudaginn 4. Apríl 16-18:30
Þriðjudaginn 5. Apríl 16-18:30 
Miðvikudaginn 6. Apríl 13-19

Vesturgata 8 – HFJ (Bleika húsið)

FYLGSTU MEÐ Á INSTAGRAM HÉR: FATASALA

 

 

Eins eru tvær mestu skvísur landsins með fatamarkað á sunnudaginn en búningahönnuðurinn og listakonan Sylvía & ofurskvísan Tinna Aðalbjörns, annar eigandi Eskimo módels eru með fatamarkað í STUDIO LOVETANK.
Instagram: @Tinnaadalbjorsdottir @lovetank
Fatamarkaðurinn þeirra er Sunnudaginn 2 Apríl, frá kl 13-18 í STUDIO LOVETANK – Fiskislóð 31F RVK.
Ég ætla ekki að missa af honum.

 

Happy shopping 
xxx
AndreA

ÞETTA ER Á LAGERSÖLUNNI + AUKA OPNUNARDAGAR

AndreASAMSTARF

Samstarf AndreA

UPPFÆRT / AUKADAGAR … 
Við ætlum að hafa opið hjá okkur eftirfarandi daga ….
Fimmtudaginn 16 mars 14-18
Föstudaginn 17 mars 14-18 
Laugardaginn 18 mars 13-16

VESTURGÖTU 8 – HFJ (BLEIKA HÚSIÐ) 
VERÐ: 5.000 – 15.000

Þar sem að lagersalan okkar er ekki á netinu að þessu sinni hef ég fengið ótal spurningar um hvað sé á lagersölunni.  Það er ótrúlega mikið til af fallegum skóm og fatnaði.  Við eigum auðvitað ekki til allar stærðir í öllum vöruflokkum og mjög er lítið til í sumu.  Eins erum við líka að selja sýnishorn á lagersölunni sem hafa bara verið framleidd í einu eintaki.
Lagersalan verður opin í annað sinn á morgun sunnudag frá kl 13-16, hér er brot af því sem í boði er …
(Nánari upplýsingar neðst í færslunni)

 

Við setjum allar upplýsingar í story há okkur, þið finnið okkur hér: @andreabyandrea

LAGERSALA ANDREA

AndreAbyAndreASAMSTARF

Samstarf AndreA

LAGAERSALA 

VESTURGÖTU 8 – HFJ (BLEIKA HÚSIÐ) – SUNNUD 5 MARS – FRÁ KL 13-17
VERÐ: 5.000 – 15.000

👠 Mikið úrval af fallegum skóm á frábæru verði!
👗 AndreA kjólar & sýnishorn
✨ Pallíettukjólar
🧥 Jakkar – buxur & jakkaföt

ATH❗️
• Lagersalan verður eingöngu á Vesturgötu, ekki á netinu.
• Mögulega höfum við opið annan dag, verður tilkynnt síðar.
• Það verður ekki hægt máta.
• Allar aðrar upplýsingar finnur þú í story hjá okkur HÉR  

NÝ HÁRVÖRULÍNA & POP UP HÁRGREIÐSLUSTOFA OPNUÐ Í KVÖLD Í SMÁRALIND, ÞÉR ER BOÐIÐ.

BEAUTYHÁRSAMSTARF

Samstarf L´oréal Paris 

L´ORÉAL BOND REPAIR 

Bond repair er öflug og virk hármeðferð sem inniheldur fjórar vörur sem umbreyta hárinu og gefa því heilbrigðara útlit.
Línan inniheldur sítrus sýru (citric acid) sem er virka innihaldsefnið í vörunni og með notkun fær hárið sinn upprunalega styrk aftur. Bond repair styrkir hárið, vinnur á skemmdum, byggir það upp, gefur næringu og aukin glans.

1. Forsjampó – 2. Sjampó 3. – Hárnæring – 4. Olíu serum 

RÚTÍNAN 

1. Forsjampó – nota 1x í viku og bera ríkulegt magn í rakt hárið og leyfa því að liggja í hárinu í 5 mínútur skola svo úr.

2. Sjampó  – notað í hárið, leggið áherslu á hársvörðinn og nuddið vel, skolið vel úr.

3. Hárnæring – borið í enda hársins og skolað vel úr.

4. Eftirmeðferð/serum – borið í enda hársins í handklæðaþurrt hár eða þurrt hár, má nota eins oft og þið viljið. Mælt er með x2 pumpum af vörunni í hvert skipti, það er gott að greiða í gegnum hárið eftir að þið serumið er sett í til að ná jafnri dreifingu.

FYRIR & EFTIR

Á Persónulegu nótunum þá hef ég verið svo heppin að fá að prufa þetta sjampó og það hentar mínu hári einstaklega vel.  Eitt sem skiptir mig líka miklu máli er lyktin og Bond repair ilmar dásamlega.  Mæli með að þið prufið.

POP UP BOND REPAIR HÁRGREIÐSLUSTOFA Í SMÁRALIND Í KVÖLD.

Beautyklúbburinn og ofurkonurnar í honum eru búnar að búa til  eitt stykki pop up hárgreiðslustofu svona eins og maður gerir bara sem staðsett er í smáralind.  Búðin verður opin í kvöld frá kl 17-22.
Heppnin gæti verið með þér en það verða 200 vinningar gefnir frá L´oréal Paris.

BEAUTYKLÚBBURINN Á INSTAGRAM
Fyrir ykkur sem ekki komist eða viljið klynna ykkur betur þá finnið þið Beautyklúbbinn hér!

 

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

DRESS: EIN JAKKAFÖT – NOKKUR OUTFIT

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF

Hverju á maður að pakka fyrir tískuviku eða stutta ferð? Svo margir viðburðir á þremur dögum en bara ein 20 kílóa taska. haha ! þegar ég þarf að búa mér til nokkur outfit en hef bara eina tösku þá eru jakkaföt að bjarga mér.  Ég ferðast t.d. í buxunum við strigaskó og hlýja peysu.  Nota þau einu sinni sem jakkaföt og nota svo jakkann bæði við gallabuxur og yfir kjóla.  Jakkaföt eru í senn mjög þægileg og áreynslulaus en á sama tíma töff og pínu valdeflandi, það er smá „business bitch“ bragur sem fylgir jakkafötum.
Ég elska líka hvað það er hægt að nota þau á marga vegu og mig langar að mæla sérstaklega með þessum jakkafötum sem ég er í fyrir smávaxnar konur eins og mig ;).  Það er ekki oft sem ég þarf ekki að stytta buxurnar en þetta sett er þannig og passar því stubbavinafélaginu einstaklega vel.

Mig langar líka að gefa þessum strigaskóm sérstakt “shoutout” af því að þetta eru bestu, bestu & bestu strigaskór sem að ég hef átt.  Þeir eru frá dansk/Þýska merkinu Copenhagen Studios.  Ég hef aldrei átt strigaskó sem ég hef notað jafn mikið og ég var í alvöru að kaupa mér annað par af sömu skóm af því að ég er húkkt.  Þeir voru að lenda hjá okkur líka í svörtu sem er fullkomið við svartar buxur, hentar eflasut mörgum í vinnuna.

 


Fatnaðurinn sem ég klæðist er úr eigin verslun & fæst hér:

SR JAKKAFÖT // JAKKI BUXUR.
COPENHAGEN STUDIOS // STRIGASKÓR 

AndreA // SPARKLE DRESS.
CUSTOMMAEDE // STÍGVÉL (uppseld en væntanleg)

CO´COUTURE // PEYSA 

AndreA // Leðurkápa (til í mörgum litum)

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus