AndreA

LÍFIÐ Á SPÁNI

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐSPÁNNTRAVEL

Lífið á Spáni !

Þetta er ekki flókið hérna á Spáni, pínu svona “súrmjólk í hádeginu & cheerios á kvöldin” nema bara “granóla í hádeginu og spaghettí á kvöldin” :)
Ekkert stress, gerum bara það sem okkur dettur í hug og þurfum aldrei að flýta okkur.Við mæðgurnar ákváðum að koma hingað í sumarfrí eftir vinnuferð á Ítalíu.  Mamma mín kom svo og hitti okkur þannig að við erum hérna þrjár.
Það er ekkert að frétta, allir slakir.
Við erum búnar að keyra hérna út um allt, skoða fallega staði, máta allskonar strendur, hitta góða vini, borða ís og meira spaghettí, kafa, kafa & kafa (Ísabella sér um það).  Ég veiði hana nánast upp úr sundlauginni á kvöldin, magnað hvað krakkar geta gleymt sér tímunum saman í sundi.
Það er ljúft að fylla á D-vítamínið og eiga tíma með mikilvægustu konunum í mínu lífi  ♡

 

Love
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

LAGUNA ROSA – TORREVIEJA

AndreAFERÐALÖGLAGUNA ROSASPÁNNTORREVIEJATRAVEL

BLEIKA LÓNIÐ – LAGUNA ROSA – LAS SALINAS DE TORREVIEJA – “Parque Natural de las Lagunas de La Mata y Torrevieja”

Ég sá “Laguna Rosa” á  Instagram hjá vinkonu minni… Takk  Dagbjört.   Ég vissi ekki af þessum stað hérna á Torrevieja svæðinu fyrr en ég sá þetta hjá henni.
Við mæðgur vorum ekki lengi að henda okkur upp í bíl og kanna málið,  ég meina bleikt vatn “What´s not to love” ?

Laguna Rosa er pínu erfitt að finna, það er ekki inni á öllum kortum, þannig að ég keyrði þangað eftir hnitum:  37.996916, -0.700556
Þó að þetta sé risastórt saltvatn sem fer ekki framhjá neinum þá eru hnitin hér að ofan að þessari litlu “strönd” eða svæði þar sem að fólk getur baðað sig.

Saltvötnin á Torrevieja eru tvö,  Salinas de Torrevieja og Salinas de La Mata. Þau eru hluti af friðuðum þjóðgarði með miklu fuglalífi, þar eru m.a. bleikir Flamingo fuglar.  Þetta svæði er stærsta saltvinnslusvæði Spánar. 

Þetta minnir pínu á okkar Bláa lón en talið er að saltvatnið og leðjan/leirinn sem þarna er hafi ótrúlega góð áhrif á húð, liði og vöðva.  Helsti munurinn er að þetta vatn er bleikt saltvatn og leðjan/leirinn er kolsvartur.
Þetta er opið svæði, frítt inn & engin aðstaða.  Ég mæli með að þú takir með þér handklæði og stóran  vatnsbrúsa til að skola af þér (það er must).
Það eru engar sturtur eða nein aðstaða á staðnum.


  

Þegar við vorum komnar á áfangastað (eftir hnitunum) þá sáum við í raun ekkert sem sagði okkur til um hvert við ættum að fara, það eru engin skilti eða neitt slíkt  (sá þau a.m.k ekki).  Við eltum fólk sem var á staðnum of gengum á eftir þeim að háum stráum.  þar var göngustígur sem lá niður að saltvatninu.
Við enda göngustígsins blasti við okkur þetta ótrúlega fallega bleika vatn.  Ég las það þó einhverstaðar að sólin hafi mikil áhrif á lit vatnsins og að það skipti máli að fara á sólríkum degi til að sjá bleika litinn vel.


Leðjan eða leirinn er alveg svartur, fólk makar því á allan kroppinn og þetta á víst að gera húð og liðum gott.Eitt ráð… Ef þú ert með sár þá getur saltvatnið sviðið rækilega, farðu varlega ;)Okkur þótti ótrúlega gaman að heimsækja Bleika Lónið.  Það var ekki mikið af fólki þarna og við áttum ótrúlega fallegan dag.  Ég veit að það er mikið af Íslendingum á svæðinu og mæli klárlega með  LAGUNA ROSA 💕

 

 

AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

NAPOLI

AndreAFERÐALÖG

NAPOLI !

Ég eeeeeelska Ítalíu !

♡  Við vorum í vinnuferð á suður Ítalíu,  ég gæti ekki verið sáttari við að sauma fötin okkar þar. Ítalir eru fagmenn fram í fingurgóma, landið er æðislegt, fólkið frábært, maturinn svo ótrúlega góður & svo gera Ítalir líka besta cappuccino í heimi.   Af hverju er ekki cappuccino allstaðar eins  góður og á Ítalíu? Hann er meira að segja góður á bensínstöðvum þar.

Við byrjuðum ferðina í Napoli en  fórum beint upp í bíl og keyrðum niður til Puglia ( þar sem við vorum að vinna), en á leiðinni til baka stoppuðum við í Napoli og skoðuðum borgina en við höfðum 1,5 dag þar.

NAPOLI hvað get ég sagt ?  VÁ … Einstök borg,  ég er búin að ferðast um Ítalíu mörgum sinnum og koma á fullt af stöðum og það er ekkert eins og Napoli, hún kom skemmtilega á óvart.

Við vorum á bílaleigubíl en ákváðum að skila honum áður en við fórum inn í borgina,  við höfum einu sinni “reynt” að keyra í Róm (það gleymist seint) og af fenginni reynslu þá fannst okkur það góð hugmynd að skila bílnum og sem betur fer segi ég bara.  Ég veit ekki ennþá hvernig maðurinn fór að því að keyra þarna nánast á gangstéttum , göturnar voru svo mjóar og alls ekki hannaðar fyrir bíla.  Það var fótgangandi fólk allstaðar og ekki hefði mig langað að leita af bílastæði þarna sem við gistum alveg í gamla miðbænum.  Þarna er sko flautan notuð óspart!


Maður fer ekki  til Napoli án þess að fá sér pizzu að þeirra hætti en þeir fundu víst upp pizzuna.   Pizza Margherita á að hafa verið gerð í fánalitunum (rauð, tómatar græn, basilika og hvít, ostur) til heiðurs “Margherita” þáverandi drottningu Ítalíu.
Við vorum búin að fá tips um að fá okkur pizzu á stað sem heitir Sorbillo en það er einn frægasti pizzastaðurinn í borginni.  Það var röð ég veit ekki hvert, það var röð í hvert sinn sem við gengum framhjá.  Maður gaf upp nafnið sitt og fjölda gesta og  svo biðum við úti á götu þangað til við vörum kölluð upp  í hátalarakerfi.Okkur var sagt að panta alltaf Margherita pizzu, sem að við gerðum en okkur langaði að smakka þannig að við fórum að ráðum þjónsins og tókum eina Margheritu og eina Ronaldo ( fyrir Óla, með kjöti á).  Þetta gerðist allt mjög hratt þarna inni, fengum borð og pizzan var komin á borðið hjá okkur mjög fljótlega.  Mín pizza var æði, þunnbotna og osturinn var eithvað allt annað, svo ótrúlega góður.  Pizzan kostar 4-7  evrur, eða 500 – 800 kr pizzan, mjög sanngjarnt verð.

Það er eitthvað misjafnt hvað fólki finnst um pizzuna, bróðir minn sem var þarna á sama tíma og ég, á sama stað og ég en ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það í story hjá honum daginn eftir  (þá var ég komin til London) var ekki eins hrifinn og ég þannig að það er eins og með allt misjafnt hvað fólki finnst.  Ég hefði samt ekki viljað sleppa þessu, þetta var líka upplifun og gaman að prófa & þetta er uppáhalds pizzastaður Dolce & Gabbana ;) …það er eitthvað!

En Ítalskur matur er bara á öðru leveli, en ég á mér uppáhalds disk núna og það er þetta einfalda en fáránlega góða spaghettí, “Spaghetti Al pomodoro Fresco e basilico” það lúkkar kannski ekki eitthvað rosalegt á mynd en það er svo ómótstæðilega gott að ég borðaði það bæði í hádegismat og kvöldmat.


Mig langar svo að ná að gera þetta svona nákvæmlega eins og þetta er gert á Ítalíu.  Pastað þarf neflilega að vera “Al dente”og hráefnið gott..  Ég veit nákvælega við hvaða snilling ég þarf að tala til að ná þessu réttu, hver veit nema að það komi uppskrift hér þegar ég er búin að mastera þetta.  Og já þetta er betra en þetta lúkkar.

Ég mæli svo mikið með Napoli, mikil upplifun að koma þangað, ótrúlega margt að sjá og skoða.  Ég fer klárlega þangað aftur en draumafríið er að eyða tíma á Amalfi ströndinni, fara til Napolí og Capri.  Að ógleymdri Sikiley ég á hana eftir.

 

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyndrea

 

HALLÓ FRÁ ÍTALÍU

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐ
Halló frá Ítalíu !
Við þurftum að fara í vinnuferð til Ítalíu, heppin við.  En með “við” þá á ég við mig og Óla manninn minn &  meðeiganda (þetta er stutta útgáfan ;).
Við  tókum með okkur “nema” í þetta skiptið en það er dóttir okkar Ísabella (12. ára)

Við erum bæði með saumastofur og prjónaverskmiðju sem við vinnum með hér á suður Ítalíu þannig að hver dagur er pakkaður af skemmtilegum & krefjandi  verkefnum.

Dagarnir eða vikurnar á undan svona ferð virðast líka endalausir en við þurfum að mæta mjög skipulögð til leiks, með allt klárt sem við viljum gera og með nákvæmlega á hreinu hvað við viljum finna og fá út úr ferðinni.   Með ferðatöskuna fulla af sniðum og pródótýpum erum við mætt hingað aftur.

Það er dásamlegt að hitta reglulega fólkið sem við vinnum með og knúsa saumakonurnar okkar ( meira um það síðar )

Ég er virk á Instagram @andreabyandrea  ef það eru fleiri þarna úti eins og ég sem elska að sjá hvar fötin þeirra verða til og svo er ég á persónulegum nótum á mínu instagrami @andreamagnus .

Ferðinni er svo heitið til Napolí í einn dag á leiðinni heim en ég hef aldrei komið þangað,   þaðan til London og svo heim en  ég hætti við  LON-KEF á síðustu stundu fyrir okkur mæðgurnar en við tvær ætlum til Spánar í smá frí.

Ég ákvað að vera bara sultuslök og panta  “one way”  :) sjáum svo til hvað ég tóri en stefni á að ná amk viku fríi á spáni.CIAO
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus 
INSTAGRAM: @andreabyandrea

BRÚÐKAUP E&G – DRESS

BrúðkaupDRESSKIMONOOUTFIT

Þar sem síðasti póstur frá mér “BRÚÐKAUP ! Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA?” var fullur af hugmyndum af dressum fyrir brúðkaup sumarsins ákvað ég að setja inn færslu hér um í hverju ég fór sjálf í brúðkaupið hjá Elísabetu og Gunna um síðustu helgi.

Mig langaði auðvitað að vera extra fín og helst í lit, yfirleitt hefði ég valið mér síðkjól eða samfesting í fallegum lit en ég er svo skotin í þessum kimono að hann varð fyrir valinu.  Ég var með smá áhyggjur af því að ég væri ekki nógu fín þá aðallega vegna þess að ég nota kimonoa svo rosalega mikið alla daga og við svo margar aðstæður að mér fannst kannski pínu að ég væri ekkert fínni en vanalega. En ég dressaði hann allt öðruvísi upp en ég geri vanalega.  Ég var í samfesting undir sem sést svo sem ekki mikið í, svo batt ég kimonoinn saman að framan og notaði hann meira eins og kjól.
Kimonoinn er frá “AndreA” og er væntanlegur í byrjun júlí.
Skórnir eru úr GS Skóm frá einu af mínum uppáhalds merkjum “Billi Bi” en ég á þessa skó bæði í rauðu og svörtu og er búin að nota þá endalaust mikið.  Ég var búin að kaupa mér glænýja ótrúlega fallega skó fyrir veisluna en tók ekki sénsinn á að fara í svona nýjum skóm í veislu þar sem ég ætlaði mér að dansa í heilt kvöld.  Nýju skórnir fengu því að víkja fyrir gömlum en æðislegum skóm sem ég er svo sannarlega búin að ganga vel til.  Ég dansaði allt kvöldið og fann ekki fyrir því.

Hálsmenin eru þau sömu og alla aðra daga en þetta eru þau sem ég tek aldrei niður.
Stafamen og stjörnumerki úr 16K gullhúðuðu silfri frá SP. þið getið skoðað þau og lesið meira um þau HÉR.

Kápan er þessi klassíska frá Burberry.  Ég keypti hana notaða á Facebook, hún er aðeins of stór á mig en ég er einmitt að fíla það svo vel.
Ég mæli með því að fylgjast með á svona síðum því að það koma gullmolar þarna inn reglulega.Taskan er frá Louis Vuitton og heitir POCHETTE METIS

 

VAR GAMAN? Jáááá … Þetta var eitt skemmtilegasta og eftirminnilegasta partý sem ég hef farið í, þvílíkt flott veisla og bara taumlaus gleði.  Það eiga án efa eftir að koma fleiri póstar um þetta dásamlega brúðkaup.
Þið getið lesið meira Hér & Hér.


Aldís KarenHildur HelgiPattraErna Hrund Andrea & Svana Lovísa  

Ef þið viljið svo fá smjörþefinn af stemmingunni þetta ljúfa  kvöld í Perlunni þá “highlight-aði” ég story kvöldsins undir “E&G WEDDING” á Instagraminu mínu hér að neðan.

 

Endalaus ást til brúðhjónanna á Balí
Elísabet & Gunni

Lovelove
AndreA

BRÚÐKAUP! Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA ?

AndreABrúðkaupOUTFITTíska

Brúðkaup á morgun – Í hverju á ég að vera?

Brúðkaup eru án efa skemmtilegustu, hátíðlegustu og æðislegustu veislur sem maður fer í.  Allir glaðir, allir fínir og bara svo óendanlega gaman að gleðjast og fagna ástinni.

Í hverju á ég að vera?
Við reynum frekar að fara í liti þegar við erum að halda upp á hamingjuna og forðumst svart og alveg hvítt að mestu leyti, það er einhver óskrifuð regla.

Ég er búin að aðstoða nokkrar vinkonur fyrir veislu morgundagsins en drottning Trendnets “soon to be” Frú Elísabet Gunnarsdóttir  og Gunnar Steinn ganga í það heilaga á morgun.  Okkur hlakkar öllum óendanlega mikið til.

Ég ákvað að taka saman hér hugmyndir af dressum fyrir brúðkaup.  (Þið sjáið hvaðan fötin eru með því ýta á myndina)

 

Love
AndreA 

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGAM: @andreabyandrea

DRESS – 17.JÚNÍ

AndreADRESSÍSLENSKT

HÆ HÓ JIBBÍ JEI ÞAÐ ER KOMIN 17.JÚNÍ !

Til hamingju með daginn kæru Íslendingar.  Þvílík helgi.  “Þjóðbúningur” bæði laugardag & sunnudag.

Ég hef undanfarin ár farið í “sparifötin” á 17.Júní og væri til í að sjá miklu fleiri konur gera það líka.  Í Hafnarfirði hefur skapast hefð fyrir því að konur /fólk  hittist í þjóðbúningunum sínum og labbi saman í skrúðgöngu að hátíðarhöldunum.  Mér finnst æðislegt að sjá þessa fallegu búninga fá að koma út og vera notaðir.  Það er þvílík fegurð og vinna í sumum þeirra og gaman að halda á lofti heiðri þeirra kvenna sem saumuðu þá.

Ég er heppin að passa í gömul peysuföt og upphlut sem geymst hefur í fjölskyldunni og fæ þau lánuð á dögum eins og í dag.

Í dag er ég í upphlut og dásamlega fallegri skyrtu sem var handsaumuð fyrir 60 árum.  Í dag fór ég ekki á nein hátíðarhöld af því að ég er búin að vera hálf slöpp, ég fór samt í upphlutinn og var í honum í dag og verð í honum fram á kvöld.  Ég læt ekki þetta eina tækifæri á ári fram hjá mér fara, ég eeeeeelska að klæða mig upp í þessi fallegu föt.


Þvílík fegurð ! Það hafa margir spurt mig út í skyrtuna en hún er 60 ára gömul, skyrtan og skrautið (snúru/vafningsmunstrið) er allt handgert í Hafnarfirði.


Maður er að sjálfsögðu í landsliðssokkunum undir herlegheitunum enda þjóðarstoltið í botni akkúrat núna :)

Skotthúfuna fékk ég í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum,  ég er mega montin af því að eiga mína eigin skotthúfu ♡

Það þarf að varðveita, lagfæra og passa vel upp á þessar fallegu flíkur.  Ég saumaði upp faldinn á pilsinu í gær þar sem að hann var aðeins byrjaður að losna, ég var að sjálfsögðu í landsliðstreyjunni & tilheyrandi.  Sennilega hef ég aldrei verið stoltari af því að vera Íslendingur og jafn peppuð í þessa búninga. HÚH

Landsliðstreyjan
Trefill: Ísland VS Argentína hannaður af syni mínum og vinum hans.
Jakki; J.Crew 
Stafamen: SP / AndreA
Skór: Billibi / Gs skór
Sólgleraugu: Gucci / Optical studio
Sokkar: MP / AndreA

Myndirnar hér að neðan eru svo frá 17. Júní síðustu ár.

Peysuföt 2016

Upphlutur 2017

2017

2017

2016

2015

17. júní í Hafnarfirði 2015

Hér sjáið þið alsæla Andreu í barna-upphlut sem elsku Anna Gotta, amma mín heitin  saumaði, en hún saumaði fötin á okkur öll frændsystkinin.

Ömmur eru bestar, ég sakna þess svo að eiga ekki ömmu, þið sem eigið ömmu nýtið tímann ykkar vel ♡

Gleðilegan þjóðhátíðardag
xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

“MUST HAVE” Í SÓLINA EÐA “MUST HAVE SÓL” ?

AndreAFERÐALÖG

MUST HAVE Í SÓLINA EÐA MUST HAVE SÓL ?

Hvar er sumarið ? Ég geri ráð fyrir því að margir séu orðnir leiðir á því að bíða eftir sumrinu eins og ég.  Í þessum töluðu orðum er ég stödd í Vestmannaeyjum á fótboltamóti og elsku sólin lét sjá sig hérna í smástund áðan og það gerði daginn minn, já mig vantar sennilega d-vítamín.  Margir eru sennilega á leiðinni út í sólina líka.

Ég er komin með annan fótinn einhvert út í sólina þó svo að ég sé ekki búin að kaupa flugmiða.  Ég tók saman það sem verður að fara með í sólina að mínu mati fyrir utan það augljósa… Vegabréf, tannbursta, hleðslutæki, sandala & sumarföt

  • Kimono helst fleiri en einn, snilld á ströndina, yfir sundfötin, á morgnana sem sloppur og á kvöldin til að nota fínt. Ég fer alltaf með fleiri en einn kimono og ferðafélagar mínir eru oftar en ekki komnar í kimono frá mér líka :)
  • Sólgleraugu, taktu öll með, það er gaman að vera með til skiptana.
  • Sólarvörn ALGJÖRT MÖST…. ég heyri alltof oft nei ég ætla að verða brún núna ,,,,það er gamalt og úrelt.  Við verðum að nota sólarvörn og við verðum brún þó að við berum hana á okkur en græðum færri hrukkur svo sólarvörn er algjörlega WIN WIN.
  • Sólarvörn á varirnar eða varasalvi með vörn … þetta er MUST HAVE og kemur í veg fyrir að þú brennir á vörunum. Eins fæ ég fæ síður t.d frunsur ef ég passa að nota svona varasalva.
  • Míní útgáfur af sjampói, hreinsivörum á andlit og dag/nætur krem.
  • Lítil taska, mittistaska eða pungur þannig að þú getir farið að versla og verið með tvær hendur lausar.
  • Strandtaska sem tekur mikið af dóti handklæði og allt sem fylgir því að fara á ströndina… Þessi taska er svo handfarangurstaskan í fluginu.
  • Hleðslubanki … Af því að að það er glatað að vera batteríslaus á framandi stað og missa kannski af því að festa góð móment á “filmu”.

 

 

Myndirnar eru teknar síðasta sumar á Miami og um páskana á Spáni ♡

Sumarkveðja
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

STAFAMEN & STJÖRNUMERKI / GJAFLEIKUR Á INSTAGRAM

AndreAAndreAbyAndreAHÁLSMENSKARTSTAFAMENSTJÖRNUMERKI

Stafurinn minn & stjörnumerkið er mitt allra allra uppáhalds skart.  Eins og allir vita sem umgangast mig þá tek ég þetta eiginlega aldrei niður.  Ég setti þetta upp fyrir 4 árum og sé ekki fram á að taka það niður neitt á næstunni.
Ég er búin að setja einhverjar tilfinningar í þetta og finnst ég hálf ber ef ég er ekki með þetta á mér.
Sennilega eru allir sem hafa boðið mér í afmæli, fermingu eða útskriftarveislu  búin að fá svona að gjöf frá mér en þessi gjöf virðist alltaf slá í gegn hjá öllum aldri og er vinsælasta gjafavaran hjá okkur í AndreA.
Stafirnir eru úr silfri og 16 k gullhúðuðu silfri.
Keðjurnar eru svo til í allskonar mismunandi lengdum en þær eru líka silfur & gullhúðað silfur.  Ég hef þetta oftast í þessari röð – Stafur – Stjörnumerki & svo OM merkið (en það er líka frá SP).
En stundum breyti ég til og færi jafnvel tvennt á eina keðju eða set þetta á grófa keðju.
Skartið er frá SP eða Syster P og er sænskt og það eru systur sem hanna það.

GJAFALEIKUR: Mig langar að gleðja vinkonur með sitthvoru hálsmeninu að eigin vali.   Leikurinn er á INSTAGRAM  @andreamagnus   Finndu þessa mynd hér fyrir neðan og megi heppnin vera með þér♡
Stafirnir eru til í tveimur stærðum stór og lítill.  Stóri hefur verið sá allra vinsælasti en þessi litli er sætur á litlar stelpur eða sem tákn fyrir börnin manns eða bara hvað sem er.  Margar mömmur kaupa stafinn sinn stóran og staf barnanna sinna í litlu.
Stafamenin og stjörnumerkin fást hjá okkur í versluninni AndreA – Norðurbakka 1 – S: 5513900 & koma einnig inn á heimasíðuna okkar Andrea.is mjög fljótlega.

xxx
AndreA 

INSTAGRAM @andreamagnus
INSTAGRAM @andreabyandrea

BAKVIÐ TJÖLDIN Í MYNDATÖKU !

AndreAAndreAbyAndreATískaTRAVEL

MYNDATAKA !

Reglulega myndum við nýjar vörur og línur  fyrir “AndreA”  – Það eru yfirleitt eðal dagar með eðal fólki.
Síðasta sunnudag fórum við í leiðangur með sumarlínuna sem er að mestu komin í búðina eða alveg að koma (eins og kimonoarnir).  Línan er  litrík og sumarleg en okkur langaði einmitt að hafa stemninguna í myndunum þannig ( sem er ekki alltaf auðvelt þegar maður á heima á Íslandi ).

Þetta leit ekki vel út í upphafi ferðar,  þegar við keyrðum út úr bænum var  mjög grár himinn og rigning.  Ferðin lá austur fyrir fjall en þegar þangað var komið var eins og einhver þarna uppi hafi verið með okkur í liði, dregið frá og sent okkur sól og sumar.

Dagurinn var draumi líkastur, mér leið í alvöru eins og ég hafi farið til útlanda í nokkra klukkutíma.
Sól,  blár himinn, gróðurhús og fullt af fallegum blómum og plöntum = Algjör draumur.
Þetta var í orðsins fyllstu eins og að vera á Balí enda mjööööög heitt inni í gróðurhúsinu.
Við vorum þrjár, ég Erna Hrund og Aldís Páls ljósmyndari.

Ég á eftir að fá myndirnar frá meistara Aldísi og hlakka mikið til að sjá þær en leyfi hér að fylgja með myndum sem ég tók á símann minn “bakvið tjöldin” eða “behind the scenes”.Það sem ég er þakklát fyrir svona daga ♡

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea