fbpx

JÓLA-KÖBEN

AÐVENTAFERÐALÖGJÓLKAUPMANNAHÖFN

Dásamlega fallega Kaupmannahöfn.  Það er langt síðan ég hef verið þar svona rétt fyrir jólin.  Borgin er svo fallega skreytt,  það var fólk allstaðar, uppdúðað í kápur, trefla & lúffur með heitt kakó úr jólabásunum.  Mér leið á einhverjum tímapunkti eins og ég væri í miðju setti í bíómynd (jólamynd auðvitað) þar sem að allir ættu að ganga um glaðir.
Við Ísabella vorum þarna í tvær nætur og nýttum tímann vel.  Við gistum eina nótt út úr borginni í Frederiksborg á gömlu fallegu sveitahóteli rétt hjá þar sem vinir okkar búa.  Seinni nóttina vorum við á uppáhalds hótelinu mínu í Kaupmannahöfn Manon les suites, áhugasamir geta lesið meira um það hótel HÉR.

Við vorum að vinna og njóta en við áttum fund hjá okkar uppáhalds danska merki Notes Du Nord.  “Showroomið” þeirra er það fallegasta sem ég hef komið í.  Hvert einasta smáatriði er fallegt en það er staðsett við Nyhavn.  Ljósin, gluggarnir, speglarnir, loftið, nefndu það, það er allt fallegt þarna inni enda Sara eigandi Notes einn mesti fagurkeri sem ég veit um með svo ótrúlega næmt auga fyrir smáatriðum.  Línan þeirra fyrir haustið 2020 var eins og þeim einum er lagið alveg ótrúlega falleg og þvílíkur draumur að vinna við að kaupa inn og máta þessa fegurð.

Ég var heppin að hitta á tvær góðar vinkonur og eiga með þeim smá stund en Elísabet & Erna Hrund voru báðar í borginni á sama tíma.
Hér eru myndir …. Kjólarnir sem við erum að máta eru væntanlegir næsta sumar.  Vá hvað það er gaman að máta svona fallegt.

 

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

NORÐURBAKKINN/ ANDREAXOROBLU

AndreAbyAndreAOROBLUSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA & Oroblu

Myndataka fyrir AndreA & Oroblu.
Það getur verið heilmikið bras að skipuleggja eina myndatöku,  það þarf allt að ganga upp og allir þurfa að geta mætt á sama tíma.  Oft klikkar eitthvað og það erfiðasta er að stóla á veðrið ef við ætlum að taka myndirnar úti.  Þennan dag gekk allt upp og veðrið lék við okkur, nánast eins og það væri ennþá sumar.
Það var mæting í “AndreA” á Norðurbakka í Hafnarfirði, þar var hár & förðun en svo var ferðinni heitið til Reykjavíkur þar sem okkur langaði að mynda, en við enduðum óvænt á því að taka allar myndirnar fyrir utan eða í kringum búðina.  Magnað hvað það eru mörg sjónarhorn eða staðir sem við mynduðum á sem ég hafði ekki pælt mikið í fyrir þennan dag.  Stundum er fegurðin allt í kringum mann en maður tekur ekki eftir því eða er orðin of vanur umhverfinu og sér það ekki með sömu augum og aðrir sem koma sjaldnar eins og Aldís & Erna Hrund í þessu tilviki.  Ég var ekki jafn mikið á því að mynda þarna fyrir utan búðina en hafði heldur betur rangt fyrir mér & er búin að skipta um skoðun.
Mikið er Norðurbakkinn fallegur þar sem gamalt mætir nýju alveg við höfnina, elska þennan stað.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir 
Módel: Sigga Elefsen & Erna Hrund
Hár: Ingunn Sig 
Förðun: Heiður Ósk með NYX professional makeup.
Fatnaður & fylgihlutir: AndreA
Sokkabuxur & sokkar: Oroblu


Tökudagar eru yfirleitt frekar langir, við byrjum kl 09:00 og erum að klára fyrir kvöldmat.  Það fer mikill tími í hár og förðun, það þarf að græja neglur, gufa fötin, finna “location” vera með réttar græjur og lýsingu, skipta um föt, laga förðun, borða og hlæja mikið.  Oftast eru þessir dagar fullir af gleði og almennt bara mjög skemmtilegir.  Þreyttar förum við heim í lok dags, allar búnar í vinnunni eða með myndatökuna nema Aldís hún á eftir að fara á skrifstofuna, velja úr þúsundum mynda og vinna þær.
Svo skrollum við framhjá á Instagram eins og vindurinn, gerum okkur sennilega ekki grein fyrir því hvað liggur að baki hverrar myndar en myndir eru mitt uppáhald ekki endilega bara núna, heldur finnst mér svo gaman að eiga þær seinna í lífinu og eiga mómentin … “mannstu þegar við gerðum þetta”?  en við Aldís erum búnar að safna vel í þann banka og stefnum á að halda sýningu einhverntímann í lífinu, jafnel bara á elló :)
Hér eru nokkrar úr símanum mínum, svona bak við tjöldin sem ég læt fylgja með.

 

Sjáumst á Norðurbakkanum 
xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

 

AÐVENTUDAGATAL NOLA

AÐVENTASAMSTARFSNYRTIVÖRUR

*Dagatalið fékk að gjöf frá Nola

 

1. Desember.  Loksins fyrsti í aðventu og það má opna glugga eitt á dagatalinu.
VÁ !   Ég hef aldrei séð jafn mikið af fallegum, vel hönnuðum og flottum dagatölum eins og í ár.   Mig hefur ekki langað í dagatal sjálfri síðan ég var lítil stelpa en núna er ég búin að fá mér tvö og hálft :)   Með hálft á ég við Ísabellu dagatal, en hún fékk sér Essie dagatalið annað árið í röð sem við notum svo saman :)

Í raun er hægt að kíkja í pakkann, eða sjá innihaldið áður en maður velur dagatal en flest dagatölin eiga það sameiginlegt að vera vegleg og maður fær mikið peninginn.

NOLA  
Hversu fallegt er dagatalið frá Nola ? Íslenskar eldklárar konur gerðu þetta dagatal frá A-Z.
Í Nola bleikum lit með gylltri teikningu eftir Rakel Tomas listakonu framan á, svo ótrúlega fallegt.
Karin snillingur, eigandi Nola gerði dagatalið ásamt Bryndísi samstarfskonu sinni .  Þær stöllur völdu vandlega vörur inn í dagatalið fyrir hvern dag.  Á föstudegi má búast við augnhárum fyrir jólahlaðborðið og dekur leynist á réttum stöðum /dögum.   Þessar stelpur vita svo sannarlega hvað þær eru að gera og ég treysti því að það verður skemmtilegra að vakna á morgnanna fram að jólum.

Mér finnst þetta dagatal svo ótrúlega fallegt hjá Nola en ferlið hjá þeim byrjaði í apríl  ,,, þegar enginn annar var farinn að hugsa um jólin 2019 eða hvað ?

Hvað leynist í dagatalinu ? Það verður spennandi að vakna á hverjum morgni við lítinn glaðning.

 

Nú er maður bara eins og litlu börnin getur ekki beðið eftir því að opna :)
Ég ætla að hemja mig og opna hvern dag fyrir sig með morgunbollanum … lofa <3

Gleðilega aðventu
Andrea

Instagram @andreamagnus

 

DRAUMA SÓDAVATNSTÆKI

HEIMASAMSTARFSÓDAVATN

Drauma sódavatnstæki . . .
Uppáhalds drykkurinn minn framleiddur í mínu eigin eldhúsi úr heimsins besta vatni með ferskri sítrónu. Ég bið ekki um meira :)

Þar sem ég drekk bara vatn & kaffi í lífinu yfir höfuð, aldrei gos, djús, vín eða neitt annað þá er sódavatn með sítrónu eiginlega mitt “guilty pleasure” – mínus “guilty” auðvitað :)

Ég hef borið alltof mikið af sódavatni með mér heim úr búðinni í gegnum tíðina en mig hafði aldrei langað í sódavatnstæki af því að ég hafði hreinlega aldrei séð neitt sem ég gat hugsað mér að hafa uppi á borðum…  Þangað til að ég sá aarke, ég kolféll fyrir því og keypti með fyrstu tækjum sem komu til landsins, já ég lá nánast á húninum enda góðir vinir mínir með umboðið :) Meira hér & hér.

Sódavatnstækið er umhverfisvænt og fallega hannað úr ryðfríu stáli, litirnir eru hver öðrum fallegri þannig að það var erfitt að velja en ég valdi stál einfaldlega af því að það passar best inn hjá mér.

Ég er svo yfir mig ánægð með þessi kaup og finnst geggjað að geta búið mér til bubblandi ferskt sódavatn hvenær sem er með einu handtaki.

Myndin hér að neðan er af  síðunni HALBA.is en þar fæst þessi dýrð ásamt því að fást í HAF STORE.
Instagram aarke á íslandi er:  aarkeiceland


xxx

Andrea

Instagram @andreamagnus

JÓLA ANDREA

AndreAbyAndreAJÓLSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verlsun AndreA

JÓLA HVAÐ

Jóla Jóla þetta er að bresta á.  Það er ekki í boði að vera GRINCH þegar maður vinnur í verslun.  Ég viðurkenni alveg að mig langar það stundum en það varir oftast ekki lengi sem betur fer.  Jólin koma hvort sem okkur líkar það betur eða verr og það er miklu skemmtilegra að vera með og njóta heldur en að vera Skúli fúli / Grinch.

Þetta er skemmtilegasti tími ársins í búðinni, við fáum einhvernvegin að hitta alla og segja gleðileg jól við svo marga.  Hjálpum til við að velja gjafir og eða finna jólakjóla / jóladress.  Hljómar eins og draumadjobb í mínum eyrum.
Við þurfum að byrja að undirbúa jólin í maí, en þá þá leggjum við drög af jólakjólum & öllum jólafatnaði með mjög góðum fyrirvara svo allt sé komið  úr framleiðslu, á herðatré og inn í verslun á tilsettum tíma.

Jólaglugginn er kominn upp, við fáum nýjar vörur nánast daglega og höfum ekki undan að taka myndir, setja í “story”.  Margt sem kemur til okkar nær aldrei í vefbúðina af því að við gerum marga hluti í mjög takmörkuðu upplagi og þeir eiga það til að klárast áður en við náum að taka mynd.
Við mælum með að áhugasamir fylgi okkur á instagram.    þar ætlum við að vera duglegar að sýna það sem kemur upp úr kössunum og höldum að sjálfsögðu í hefð undanfarinna ára og gefum veglegar aðventugjafir alla sunnudaga á aðventunni.
Instagramið okkar finnur þú HÉR 


JÓLAKJÓLLINN er kominn í gluggann.  Í ár er hann risastóra tjullpilsið Dynjandi sem ég saumaði sem lokaverkefni þegar ég útskrifaðist,  á pilsið festum við svo 7 kassa af hvítum og silfruðum jólakúlum :).  Að ofan er hún í hvítri skyrtu með silfur teinum sem er væntanleg til okkar fyrir jólin en til að blinga skvísuna ennþá meira upp þá erum við að sauma á hana pallíettutopp sem hún fer í þegar nær dregur að jólum.
* Vegna fjölda fyrirspurna á Instagram um hvítu kúlurnar þá ætla ég að bæta því við hér að þær fást í Byko en silfruðu eru úr Ikea.

Jólastjörnurnar eru úr DIMM verslun.

Jólakransinn er kominn á sinn stað en hann er síðan í fyrra, það eina sem ég þurfti að gera var að kaupa ferskar greinar sem ilma dásamlega.
HÉR er bloggið um hvernig við gerðum jólakransinn.

 

hóhóhó
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

11.11 – SINGLES DAY

11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti eða þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar !

Singles Day er netsprengja þar sem margar netverslanir bjóða afslátt af vörum sínum í sólarhring.  Tilvalið fyrir þá sem vilja hafa það gott og klára jólainnkaupin uppi í sófa :)

Brynja Dan vinkona mín stendur á bakvið 1111 eða Singles Day en hún hrinti þessari netsprengju af stað hér á Íslandi fyrir fimm árum og hefur dregið vagninn síðan.  Núna hefur hún gert þetta afar einfalt fyrir okkur hin en á miðnætti í kvöld fer í loftið síðan 1111.is þar sem hægt er að sjá allar vefverslanir sem taka þátt og hvaða afslætti þær bjóða upp á.
Netsprengjan stendur svo yfir í 24 klst :)

Hér er hægt að lesa ýtarlegt viðtal við Brynju um 1111:  SINGLES DAY .
Eins fylgdi þetta kynningarblað hér á myndinni með fréttablaðinu í gær.

Mynd: Aldís Pálsdóttir 

 

Brynja dró okkur í AndreA á 1111 vagninn á síðasta ári og við tökum að sjálfsögðu þátt í ár líka.  Það eru fullt af flottum búðum og vefverslunum að taka þátt og ég mæli með að þið kíkið á síðuna hennar Brynju í kvöld kl 00:00 og skoðið úrvalið hér: 1111.is

 

Happy shopping & til hamingju Brynja <3

xxx
Andrea

ANDREA TÍU ÁRA !

AndreAbyAndreASAMSTARF

AndreA 10 ÁrA

Þegar ég var lítil stelpa dreymdi mig um að verða búðarkona og þegar ég varð eldri langaði mig að verða fatahönnuður.  Báðir þessir draumar rættust árið 2009 eða fyrir tíu árum síðan.

Planið okkar Óla var skýrt við vorum með allt tengt fyrirtækinu tilbúið áður en að ég útkrifaðist, við unnum í því samhliða náminu.
Við byrjuðum á því að framleiða tvær flíkur og ég var á haus við að sauma einhverjar inni í sauma/barnaherbergi í íbúðinni okkar í Kaupmannahöfn.  Ég var líka mikið að gera allskonar fylgihluti eins og  hárskraut, trefla & klúta.

Á myndinni hér að neðan er ég einmitt í fyrstu flíkinni sem við framleiddum með fyrstu útgáfu af logo-inu okkar á bak við mig.  En logo-ið er eitt af því sem ég er jafn ánægð með í dag ef ekki bara miklu ánægðari, það eldist ótrúlega vel.
Óli hannaði logo-ið eins og svo margt annað í fyrirtækinu.  Nafnið mitt er á merkinu og allir tengja það við mig en Óli er ekki síður maðurinn á bakvið merkið þó að hann sjáist minna.   Án Óla væri ekki AndreA.

Kaupmannahöfn 2008

                  Tískusýning AndreA í Hafnarborg 2014 (AndreA +Óli)

Fyrsta húsnæðið…. Strandgata 19
AndreA opnaði þar fljótlega eftir útskrift eða 24. Október 2009.
Okkur sárvantaði vinnuaðstöðu þannig að við tókum þetta húsnæði og Óli innréttaði rýmið 50% vinnustofu og 50% verlsun.  Ég sá fyrir mér að geta unnið þarna í ró og næði og afgreitt einn og einn.  Fyrstu jólin okkar voru þannig að ég og Erla stóðum brosandi inni í versluninni á þorláksmessu og buðum viðskiptavinum konfekt & drykk af því að það var allt uppselt :)
Síðan þá hefur þetta meira og minna verið ein löng rússíbanaferð og við verið að finna okkar festu og stöðugleika.
Saumastofan flutti fljótlega annað og við stækkuðum búðina og vorum á Strandgötu alveg þangað til við fluttum í núverandi húsnæði á Norðurbakka.

(Magnað að sjá muninn á húsnæðinu, fyrsta og síðasta mynd)

 

Hvernig get ég súmmerað upp 10 ár og sagt ykkur frá í stuttu máli ?
Ég get það ekki …. ÞÚSUND KJÓLUM SÍÐAR þá tók ég saman myndir, allt of margar en samt bara lítið brot …

2008-2010

 

2011-2013

2014-2015

2015-2016

2017-2018

2019

Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þessum tíu árum er það að vera opin fyrir öllu, ég er annars mjög vanaföst og finnst erfitt að breyta en er sem betur fer búin að átta mig á því að ég á ekki alltaf bestu hugmyndina :) Eins og þegar Óli stakk upp á því að flytja búðina á Norðurbakkann þá leist mér ekkert á það og það þurfti heldur betur að tala mig til en ég sé það í dag að það var eitt mesta gæfuspor sem við höfum tekið.
Sumt virkar annað ekki.  Það er engin skömm í því að prófa og segja nei þetta hentaði okkur ekki eða þetta gekk ekki.  Ef þú gerir ekki neitt þá gerist ekki neitt.

Ég útskrifast aldrei, hætti aldrei að læra og er aldrei búin.   Vinnan mín hefur breyst mjög mikið á þessum tíu árum og það er ýmislegt sem spilar þar inn í.  Ég hef gert milljón hluti í fyrsta sinn og oft verið skíthrædd.  Sumt heppnast annað ekki en galdurinn er að gefast ekki upp.

10 árum síðar höfum við áorkað ótúlega miklu en eigum ennþá mjög langt í land,  langt í land miðað við hvernig ég sé merkið fyrir mér í huganum, hvernig mig langar að hafa merkið, búðina & hverju mig langar að bæta við.
Ég ætla aldrei að hætta að láta mig dreyma því að ég veit að með dugnaði og elju þá geta draumarnir ræst hver af öðrum. Maður þarf að halda í þá, sjá þá fyrir sér, vera duglegur á hverjum degi, þrautseigur, þolinmóður og gera alltaf sitt besta.   Þá kemur þetta allt einn daginn.

Ég viðurkenni að það hefur gengið á ýmsu og mig hefur langað til að gefast upp, ég hef grátið í koddann en ég held að minn helsti styrkur sé þrjóskan og þrautsegjan, með það að vopni held ég áfram á meðan mér þykir þetta ennþá gaman.

Þegar ég skoða myndirnar sjálf þá er þakklæti efst í huga, fyrir fólkið sem ég vinn með, drauma teymi,  Erlu sem hefur verið partur af AndreA síðan áður en við opnuðum, Maddý, Sigga, Ósk, Heiður og allir sem hafa verið í draumateyminu á einhverjum tímapunkti.
Aldís mín “ljósmyndari”  sem hefur myndað öll verkefni með mér síðan 2008.  Hún á heiðurinn af flestum myndunum hér að ofan.
Allar vinkonur mínar sem ég hef dregið í allskonar myndatökur, labbað tískupallinn fyrir mig, unnið í búðinni, hjálpað mér með afmæli eða viðburði…  Alltaf fæ ég “JÁ EKKERT MÁL, ÉG KEM eða ÉG GET ÞAД. (Ég á æðislegar vinkonur).
Ekki síst er ég  þakklát fyrir heimsins bestu viðskiptavini sem hafa vaxið með okkur, mörgum höfum við kynnst mjög vel og þykir vænt um.   Ef við sjáum suma ekki lengi þá heyrist inn á kaffistofu.  “Hafið þið heyrt eitthvað í Röggu?”  því margir viðskiptavinir eru orðnir meira eins og vinir.

Ég er ein þakklát kona…. TAKK <3

PS…. Það verður auðvitað veisla,  þar sem við gefum ykkur afmælispakka :) 
Taktu frá föstudag, seinnipart 8 nóvember… meira síðar.  
Þá skálum við ! 

TAKK 
AndreA

@andreamagnus

@andreabyandrea

DRESS: “THE ONE THAT GOT AWAY”

AndreAbyAndreADRESS
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun/merki AndreA

DRESS… “The one that got away”

Eins og flestir vita þá vinn ég við að búa til föt.  Margt sem ég geri sjáið þið í búðinni minni en sumar flíkur ná aldrei alla leið þangað.
Þetta dress er í persónulegu uppáhaldi en hefur aldrei, amk ekki ennþá náð á slárnar þannig séð.
“Knot top”  blússan er þó til hjá okkur í öðrum efnum og buxurnar eru til í svörtu satín en dressið í heild í þessum lit og þessu efni náði ekki lengra en að vera bara sýnishorn og  koma með mér til Spánar.
Kannski breyti ég því fyrir vorið og set settið í framleiðslu ?


Buxur & bússa: AndreA (“sample”)
Toppur: OW  (fæst í AndreA)
Hálsmen: LoveLove & Baunin bæði AndreA
Belti: AndreA
FlipFlops: Havaianas
Hattur: H&M

LoveLove
AndreA

@andreamagnus 
@andreabyandrea

 

 

 

VÁ VALENCIA !

FERÐALÖGFRÍSPÁNNVALENCIA

VALENCIA …
VÁ borgin heillaði mig upp úr skónum á einum og hálfum degi.
Okkur langaði aðallega að skoða “Borg lista og vísinda” eða “City of Arts ans Science” eftir arkitektinn Santiago Calatrava.  Það er erfitt að koma því í orð hvernig þetta er, hönnun, magnaður arkitektúr og smáatriði glöddu augað hvert sem litið var.  Þarna er óperhúsið, kvikmyndahús, sædýrasafn og vísindasafn.
Borg lista og vísinda er eitt af 12 Treasures of Spain”. 
Ég leyfi myndunum að lýsa þessu en við vorum þarna við sólsetur og þá spegluðust byggingarnar í vatninu sem gerði þetta ennþá magnaðara.

Borgin sjálf kom líka nokkuð á óvart,  þrátt fyrir að hafa verið þarna stutt þá náði hún að heilla mig.  Þetta er klárlega borg sem ég heimæki fljótt aftur.
Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og er upprunalega byggð af rómverjum.  Valencia hefur allt fyrir þá sem eru að leita af öllum pakkanum, fallegar strendur, menningu og borgarlíf.
Við keyrðum frá Orihuela,  það tók 2,5 klst,  ég veit að Íslendingar eru duglegir að heimsækja það svæði og mæli með bíltúr til Valencia.


 

LoveLove
AndreA

 @andreamagnus
@andreabyandrea

 

 

BUENOS DÍAS

FERÐALÖGFRÍLÍFIÐSPÁNNVALENCIA

Góðan daginn frá Spáni eða Buenos días !

Hér er gott að vera,  lengja sumarið aðeins eða stytta veturinn.  Mér finnst æðsilegt að fara hingað á þessum tíma í síðbúið “sumarfrí ” en þetta er þriðja árið í röð sem ég geri það.  Slaka á og hlaða batteríin fyrir jólatörnina.
Veðrið er búið að vera la la pínu eins og íslenskt sumar með tilheyrandi rigningardögum :)


Þessi mynd er tekin í fallegu Valencia <3  meira síðar…

LoveLove
AndreA

@andreamagnus