fbpx

DRESS: GLEÐILEGT NÝTT ÁR

AndreAÁRAMÓTLÍFIÐSAMSTARF

*Fatnaður er úr eigin verslun/AndreA

GLEÐILEGT NÝTT ÁR !

12 NÝIR KAFLAR, 365 NÝ TÆKIFÆRI …. eða er ártalið bara tala & ekkert breytist?  Mögulega bæði, já eða hvorugt ?
Mér finnst ég þó alltaf loka einum kafla og byrja að setja mér lítil & stór markmið í huganum fyrir þann næsta.  Stundum finnst mér mjög erfitt að starta janúar og er oft pínu týnd í þessum laaaanga mánuði.  En það eru víst ekki alltaf jólin, áfram gakk, talning & útsala er næst á dagskrá hjá mér.

DRESS:
Gamlárskvöld er eitt skemmtilegasta kvöld ársins & það er sérstaklega gaman að klæða sig upp það kvöld, ég held að það sé af því að það má allt, of mikið er bara ekki til.  Nóg af blingi, pallíettum, grímum & skrauti sem gleðja.
Aldrei þessu vant klæddist ég í svörtu en ég á svört pallíettu jakkaföt sem eru “sample” eða prufur sem ég gerði en setti ekki í framleiðslu (a.m.k. ekki ennþá).  Við jakkafötin var ég í Tempo tube topp (en tók ermarnar af). Pallíettu jakkaföt eru fullkomin fyrir gamlárs, það truflaði mig þó smá að klæðast svörtu en ég leysti það með því að raða á mig góðum slatta af hvítum perlum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR
xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

DRESS TIPS FYRIR ÁRAMÓTIN, TÍMI TIL AÐ SKÍNA

AndreAbyAndreAÁRAMÓTDRESSSAMSTARF

*Fatnaður er úr eigin verslun/ AndreA

Dress tips fyrir áramót… Hvernig sem þau nú verða á þessum síðustu & verstu.

Stemningin er aðalatriðið (nema maður sé í einangrun, jesús) en hana er hægt að fá hratt & örugglega með pallíettum, grímum, stórum eyrnalokkum & jafnvel rauðum varalit :) eða svona circabout.
Mitt trix er að skreyta vel með glitri.  Það er komið glanskögur á jólatréð (eða kom í dag þegar ég var að máta kjóla fyrir þessa færslu).  Svo set ég upp kögurvegg í silfri á gamlárs og dreg upp grímurnar sem gera eiginlega bara rest.

Í hverju á ég að vera ???  Stutta svarið er: Í pallíettum, ef það er einhvern tímann tími til að skína þá er það á gamlárs.
Hér eru nokkrar hugmyndir…

PALLÍETTUR 
Pallíettukjóll eða toppur,,,, getur ekki klikkað!
Þessi toppur & kjóll kom í svörtu, gull, & grænu (kjóllinn er til í silfur líka) Fæst HÉR & toppurinn HÉR.
Sniðið er laust,,, elskum það og hálsmálið er þannig að það er hægt að snúa honum við,  hafa V-ið annaðhvort að framan eða aftan.

Þessi fallegi pallíettukjóll er frá Notes Du Nord en pallíetturnar þeirra eru alltaf extra fallegar.  Þær eru þrílitar í litum sem eru keimlíkir þannig að það glitrar alltaf extra mikið á þær.
Og þarna er jólatréð komið í áramótagallann, Takk Sara!

JAKKAFÖT
SuitUp er alltaf hægt að gera fancy fyrir utan að vera þæginlegt & töff á sama tíma.  Við eigum þetta satin sett í svörtu, brúnu & grænu, fæst HÉR.  Að ógleymdum leðurjakkafötunum okkar…. þau verða að fá að vera með.  Ekkert sett passar jafn mikið alltaf við allt & þau.  Svo auðvelt að gera þau fín og ekki.

TOPPUR
Fallegur toppur í fallegu efni getur verið mjög sparilegur.  Ef það vantar bling þá mæli ég með fallegu skarti, stórum eyrnalokkum eða rauðum varalit.

Mæli með færslunni hennar Elísabetar Gunnars / MiX&MatcH en þar sýnir hún toppana okkar og hvernig hægt er að para þá saman.  SJÁ HÉR 

SKÓR … Hælar, helst gull eða silfur.

GRÍMUR … 
Án gríns þá er hægt að setja grímuna við náttfötin og málið er dautt…. Mæli með ferð í partýbúðina eða einhverja álíka verslun.


 

Ég vona að sem flestir nái að njóta með sínum nánustu, hugsa til þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun.
Förum varlega sem aldrei fyrr, gleðilegt nýtt og vonandi betra ár fyrir okkur öll.
xxx
Andrea

Instagram @andreamagnus

SÚKKULAÐI & KAMPAVÍN

AndreABYKOSAMSTARF

Samstarf/BYKO

Súkkulaði ljóst & kampavín 2 % eru klárlega uppáhalds litirnir mínir úr litakortinu sem ég gerði í samstarfi við BYKO.
Lesið líka: LITAKORT ANDREU FYRIR BYKO.
Ég valdi einmitt þessa tvo liti þegar við vorum að taka búðina í gegn fyrir stuttu. Ég var alveg 100% viss með kampavín 2% en ég er búin að mála með honum áður og vissi nákvæmlega að það var liturinn sem ég vildi á stóra langa vegginn í búðinni.
Ég var aðeins hræddari við súkkulaði litinn, eðlilega kannski en VÁ hvað sá veggur heppnaðist vel.  Súkkulaðibrúnn er svo ríkur, djúpur & fallegur litur, hentar fullkomlega á myndvegginn okkar.

Klædd í stíl við vegg í fyrsta sinn ;)

Myndaveggurinn var áður grár, hér má sjá myndir: Fyrir & eftir …

“In the making”


Kampavín 2% … Er til fallegri litur?  Hlýr, hreinn & hlutlaus.  Litur sem ég held að passi nánast allstaðar.

xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

ROYAL JÓL

Gleðilega hátíð <3

Ég var með jólaboð í gær og er pínu farin að hugsa um mitt uppáhalds kvöld, gamlárskvöld.  Eldamennskan sjálf & maturinn er ekki alveg mitt sérsvið en það er þó eitt sem ég elska við allt þetta bras,  það er að leggja fallega á borð, skreyta, búa til skemmtilega stemmningu og eftirminnilegt kvöld.

Í desember fór ég til Kaupmannahafnar og skoðaði Royal heiminn í höfuðstöðvum Royal Copanhagen á Strikinu.  Þeir fá til liðs við sig ár hvert mismunandi hönnuði & listamenn sem dekka upp mismunandi borð.   Vel gott inspo gjörið þið svo vel.

Ef ykkur langar að skoða meira mæli ég með instagrammi Royal Copenhagen HÉR og skemmtilegri færslu frá Svonu HÉR.

GLEÐILEGA HÁTÍР
xxx
AndreA

Insragram @andreamagnus

JÓLADRESSIÐ…. Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA?

AndreADRESSÍSLENSKTSAMSTARF

Jólakjóll, jóladress, jólaskór, jólakötturinn og allt það ….. Í hverju á ég að vera?

Hátíðirnar eru mögulega frábær ástæða til að fjárfesta í fallegum kjól eða dressi.  Ég mæli með að velja eitthvað sem virkar jafn vel núna í svartasta skammdeginu & með vori, hækkandi sól.  Línan okkar samanstendur af kjólum í fallegum sniðum en við gerðum líka nokkrar “matching” flíkur sem við köllum Mix&Match en í henni er Blazer, tvær týpur af buxum & 5 mismunandi toppar, síðerma, með einni ermi & ermalausir þannig að hver og einn getur púslað saman sínu drauma dressi.  Þá er líka hægt að nota buxurnar við hlýja peysu og toppana við gallabuxur, sem sagt mjög gott notagildi.
Skoðaðu allar flíkurnar HÉR!

Hér fylgja nokkrar myndir…
Ljósmyndari: Aldís Páls
Módel: Brynja Bjarna & Kristín Amalía
Hár&Förðun: Sara Dögg Johansen

Verðum við ekki að hafa skó líka ?
Ég set hér nokkra fallega úr skóbúðinni.  Hér er blanda hælum & grófum skóm,  við komumst víst ekki í gegnum veturinn á pinnahælum einum saman…. Trust me, ég er búin að reyna!
Fyrir meira úrval >> AndreA Skór


Get samt ekki hætt hér verð að sýna ykkur nýjustu töskurnar okkar …
Við gerðum tvær nýjar töskur fyrir jólin, litríkar & fallegar úr efni (ekki leðri)
Önnur þeirra “Quilted bag”er komin en hin er væntanleg í næstu viku (sýni ykkur hana síðar).
Þessi nýja taska kemur í mörgum fallegum litum og er í fullkominni stærð.  Partý taska sem poppar upp dressið en líka í það stór að við getum troðið góðum slatta af “nauðsynjum” í hana.  Langt band fylgir líka þannig að það er hægt að hafa hana yfir öxlina líka.

Þangað til næst
xxx
AndreA

Insragram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

JÓLASKRAUT

AndreAJÓLSAMSTARF

JÓLA HAFnarfjörður er orðin mjög jólalegur …..  Jólaljós alls staðar, mæli svo innilega með ferð í fjörðinn, rölti um Hellisgerði sem er ævintýri líkastur, jólaþorpinu & hjarta skautasvellinu.


AndreA
Eins og á hverju ári gerði ég “jólaskraut” í gluggann eða jólakjól.  Oftast er þetta uppáhalds kjóllinn sem ég geri ár hvert af því ég má bara gera nákvæmlega það sem mig langar óháð því hvort að hann sé of síður, víður eða of mikið.  Í fyrra var hann 9 kíló af pallíettum en í ár er hann 300 metrar af kampavínslituðum pífum.
Jólastjarnan sem ég eeeeelska er úr DIMM verslun.

… ég varð að máta 💭

 

DOUBLE TROUBLE …
Skóbúðin þurfti líka smá jól.  Perluskórnir eru skraut út af fyrir sig en þessi stóra stjarna “Had me at HELLO”
Þetta er stór SNÖBLOMMA, hún er 100 cm í þvermál,  fæst HÉR.
Ég veit ekki hvað ég er búin að fá margar spurningar í búðinni & símtöl frá fólki sem keyrir fram hjá um stjörnuna, enda með fallegasta jólaskrauti sem til er.


HEIMA …
Já svo þarf ég auðvitað að skreyta heima líka…. Ég viðurkenni að ég þarf að grafa upp jólaandann eftir að vera búin að gera jólakjóla síðan í sumar.  Ég byrjaði t.d. á jólakjólnum í glugganum í ágúst (var sennilega ein af fáum sem spilaði “last christmas” í botni þá).  Þannig þegar hingað er komið sögu, svona eina mín í des þá er ég stundum orðin pínu leið á jólunum & þarf að bretta upp ermar og draga fram jólaandann.  Svana Lovísa reif mig í gang og við fórum í bæinn og keyptum allt í aðventukrans og áttum góðan dag saman.  Sjá meira HÉR .


xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

HVAÐA STÆRÐ Á ÉG AÐ TAKA ?

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

“Hvaða stærð á ég að taka?” er spurning sem ég heyri mikið í kringum mig þessa dagana hjá öllum þessu frábæru konum sem ætla að vera með okkur í “Konur eru konum Bestar” klappliðinu í ár.

Bolurinn kemur frá XS – 3XL
Sniðið á bolnum er beint & stærðirnar eru frekar stórar.
Þetta eru alveg eins bolir, sömu stærðir og síðustu ár fyrir ykkur sem eigið nú þegar KEKB bol.

Ég sjálf er oftast 36-38 eða Small og tek S í bolnum.
Small er stærðin sem ég fíla best en hann er þá smá laus og flottur til að gyrða ofan í og púffa aðeins upp (en ég er mest að vinna með það).
Ef ykkur langar að hafa hann meira lausan eða “oversized” þá mæli ég með að taka einni stærð stærri en vanalega.

Mynd: Aldís Páls

Mynd: Aldís Páls


Eða svona, fyrir þá sem þekkja þessar stærðir betur þá ætti þetta að vera c.a. svona…
XS – 34
S – 36
M – 38
L – 40
XL – 42
XXL – 44
3XL – 46

PS…  Mig langar líka að mæla með Instagrammi Konur eru konum Bestar, þar sem herferðin okkar fyrir bolinn í ár er í fullum gangi.  Herferðin virkar þannig að það eru nokkrir bolir í umferð sem ganga á milli fólks.  Sá sem fær bolinn velur hver fær hann næst.  Þannig ferðast bolurinn manna & kvenna á milli.  Við vitum sjálfar ekkert hver er næstur í röðinni og fylgjumst mjög spenntar með.
Það er svo gaman að sjá bolinn á mismunandi fólki & stíliseraðan á mismunandi hátt.
Ekki láta ykkur bregða ef einhver pikkar í ykkur og réttir ykkur bol & biður um mynd (muna bara að merkja @konurerukonumbestar)

Instagrammið finnið þið hér:

 

xxx
AndreA

Instagram: andreamagnus

11.11 SINGLES DAY, BESTU KAUP ÁRSINS, AFSLÁTTUR Í SÓLARHRING

SAMSTARFSHOPPING

11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti, þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar & stendur yfir í sólarhring.

Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða upp á afslátt í sólarhring.  Frábært tækifæri til að kaupa t.d. jólagjafirnar á betra veðri.  Í fljótu bragði sýnist mér flestar verslanir bjóða upp á 20 % afslátt.  (ATH! afslátturinn fæst einungis á netinu en ekki í verslun)

Í nóvember eru reyndar nokkrir svona dagar eða Singles day – Cyber monday – Black Friday & Small business Saturday en ekki taka öll fyrirtæki þátt í sama degi  og mörg velja bara einn dag eins og við í AndreA, en 11.11 eða Singles day er eini svona dagurinn sem við tökum þátt í.

Ég veit af fenginni reynslu að þessi dagur er RISA stór og það er mikið álag á netsíðum verlsana.  Mig langar að benda á að við og örugglega fleiri verslanir þurfum smá tíma til að taka til og ganga frá öllum pöntunum.  Við stöndum vaktina nánast 24/7 og gerum okkar allra besta eins hratt og auðið er.  Við byrjum að afhenda pantanir 12.11 (ekki er hægt að sækja  pantanir samdægurs)

Hjá okkur er þetta svona ….

Brynja Dan vinkona mín stendur á bak við 1111 eða Singles Day en hún hrinti þessari netsprengju af stað hér á Íslandi fyrir nokkrum árum.  Á 1111.is  er hægt er að sjá allar vefverslanir sem taka þátt og hvaða afslætti þær bjóða upp á, þar er einnig hægt að leita af vörum eftir flokkum.
Ég get ekki betur séð en að það sé met þátttaka í ár & mæli með að kíkja í fréttablaðið í dag og inn á 11.11.is þegar síðan opnar í á miðnætti.

Netsprengjan stendur yfir í sólarhring !
Happy shopping
AndreA

ERTU Í FRAMKVÆMDUM ? VILTU VINNA 100.000 KR GJAFABRÉF Í BYKO

BYKOSAMSTARF

Samstarf /Byko

Ertu í framkvæmdum? Langar þig að mála ? eða bara kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið?

Í samstarfi við Byko er ég með stóran og veglegan gjafaleik á Instagram, við gefum heppnum fylgjanda 100.000 króna gjafabréf í Byko & að auki  50.000 króna inneign fyrir vini/vinkonu sem þú merkir.

Taktu þátt hér:

LITAKORT FRÁ KJÓLUM Á VEGGI ….
Ég fékk það skemmtilega verkefni í haust að gera litakort með Byko.  Í litakortinu nota ég sömu liti og ég er með í haustlínunni minni.  Það getur verið svo mikil vinna að fara í gegnum allt litrófið og finna réttan tón.  Í Byko finnið þið litakort með mínum uppáhalds litum og eins litakortið hennar Elísabetar.
Lesið líka ….
LITAKORT  ANDREU 🌈  & LITAKORT BYKO – BASIC ER BEST

 

 

xxx
AndreA
IG @andreamagnus

ANDREA 12 ÁRA ! AFMÆLISPARTÝ, POP UP & GJAFALEIKUR

AFMÆLIAndreASAMSTARF

AndreA 12 ára & við fögnum.
Magnað að það séu tólf ár liðin frá því að við opnuðum dyrnar í fyrsta sinn á pínulítilli búð á Strandgötu.  Sú verslun átti aðallega að vera vinnustofa en ég varð fljótt farin að starfa meira við afgreiðslustörf en að sníða & sauma.
Síðan eru liðin 12 ár og ég veit ekki hvað margir kjólar ;)


PARTÝ & POP UP – FÖS 29. OKT.  FRÁ KL 16-19

Við blásum til veislu eins og við höfum gert öll þessi ár, núna í fyrsta sinn á tveimur stöðum eða bæði í fata & skóbúðinni.
Bubblur, sætt & pop up.  Tvær af okkar uppáhalds vefverslunum verða á staðnum.
MÓMAMA sem eflaust flest barnafólk þekkir verða í skóbúðinni frá kl. 16-19 með ó svo falleg barnaföt og sætustu húfur sem ég hef séð.
RAMBASTORE verður svo hjá okkur í fatabúðinni með vel valdar vörur til heimilisins.
AndreA býður upp á 20% afslátt af öllum vörum föstudag & laugardag í báðum verslunum, fata & skóbúð.
Við höfum sjaldan átt til meira af fallegum vörum og getum ekki beðið eftir því að taka á móti ykkur.

AFMÆLISGJAFALEIKUR Á INSTAGRAM
Við ætlum líka að gefa einum heppnum fylgjanda 50.000 kr inneign hjá okkur.  Taktu þátt hér…

Takk fyrir árin 12
Sjáumst á morgun
xxx
AndreA
IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea