fbpx

ANDA INN ANDA ÚT

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

What a time to be alive !
Ég tek svo innilega undir með Elísabetu vinkonu minni (hér)…  Maður er hættur að kippa sér upp við að allt klikki, klúðrist og “kanselerist” / frestist.
Við erum öll að reyna finna okkar takt í þessum nýja veruleika.

Ég er búin að vera á hvolfi undanfarið við að klára framleiðsluna fyrir jólin.  Ég vona svo innilega að við fáum tækifæri til að skarta fögrum kjólum yfir hátíðarnar, vonandi verða einhverjir jólatónleikar og jólahlaðborð… plís!
Það hefur aldrei verið erfiðara að ákveða hvað ég á að gera marga kjóla og hvort ég eigi að gera hitt eða þetta.  Hvað ef við verðum svo bara öll heima í kósýgalla ?  Engar áhyggjur ég er búin að gera þannig líka en allar pallíetturnar heilla meira í augnablikinu ;)

Svo ég komi mér úr jólunum í núið þá er okkar hjartans verkefni Konur eru Konum Bestar vol4 næst á dagskrá, mjög spennandi!  Ég ætla að leyfa mér að segja að bolurinn hafi aldrei verið flottari… elskann <3
Hlakka til að sýna ykkur ;)

Sem sagt nóg að gera og hausinn á fullu að finna lausnir til að mæta þessum nýja veruleika = Anda inn anda  út & þvo hendurnar!

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

DRESS: DRAUMA KÁPA

DRESSSAMSTARF

Fatnaðurinn sem ég klæðist er úr eigin verslun

Ég vinn við að máta, kaupa, hanna & framleiða föt.  Dagarnir mínir eru oft litríkir og ég er sennilega búin að máta meira af fötum í gegnum tíðina en góðu hófi gegnir, en ég hef unnið við þetta síðan ég var tvítug.
Þegar við förum á tískuvikur þá kaupum við 6-8 mánuði fram í tímann.
Stundum kemur það fyrir að ég máta eitthvað sem ég gjörsamlega fell fyrir og get ekki hætt að hugsa um, fæ á heilann þið vitið hvað ég meina ….. Þessi kápa var þannig,,,, ég er sem sagt búin að vera að hugsa um hana síðan í janúar.

Ég meina þetta bak …HAD ME AT HELLO <3  Elska það en munstrið er innblásið af gömlum sófa heima hjá ömmu Söru, eigandi merkisins, einhverjum gæti því þótt munstrið kunnuglegt ;)

Annað geggjað “detail” er vestið innan undir en það fylgir með kápunni en er samt laust, snilld að geta notað það undir fleiri kápur líka.
Vestið er sítt að aftan en stutt að framan.


Svo til að toppa allt þá eru vasarnir eins og dúnmjúkar lúffur, hlýir og mjúkir sem verður snilld í vetur.

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

FERMING

LÍFIÐ

Ísabella fermdist loksins um síðustu helgi, mikill gleðidagur.
Við höfðum lítið kaffi þennan dag bara fyrir ömmur & afa,  veisluna sjálfa eigum við inni en þessi dagur varð eiginlega að bónusdegi, fullur af fallegum minningum.
Aldís ljósmyndari & vinkona mín kom og tók myndir, ég mæli svo innilega með því að taka nóg af myndum ALLTAF, það er ómetanlegt.

Við skreyttum tréð í garðinum og settum hvítan dúk á borðið úti á palli sem setti garðinn í veislubúning á svipstundu (mæli með).

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Fermingin er hálfi ári á eftir áætlun & ég var farin að hafa áhyggjur af því að við þyrftum að gera nýjan kjól en hann rétt slapp sem betur fer en hún er búin að stækka um marga sentimetra síðan að við tókum málin af henni og saumuðum kjólinn (ég hef ekki minnkað).

Í gær 02.09 áttum við Óli svo Kristalbrúðkaupsafmæli en við erum búin að vera gift í 15 ár en saman síðan ég man eftir mér <3 og morgun 04.09 á ég afmæli.
Þetta er eiginlega of mikið af því góða á einni viku haha, það er semí álag á manni bara :)

LoveLove
AndreA
IG @andreamagnus

 

 

FAGNAÐAR”FUNDUR”

AndreALÍFIÐ

Fagnaðar”fundur” í garðinum.
Við stelpurnar í vinnunni ákváðum að í næsta góða veðri ætluðum við að hittast & skála.  Það er ekki búið að vera erfitt að finna dag enda  bongóblíða hér alla daga.  Með litlum fyrirvara eða samdægurs ákváðum við tíma, þetta þarf ekki alltaf að vera flókið :)
Þar sem ég er búin að vinna mikið heima undanfarið var ég með fulla slá af nýjum kjólum hér sem ég setti út í garð ásamt allskonar litaprufum og hlutum sem við erum að vinna í.  Það sló í gegn og ég mun hundrað prósent halda fleiri fagnaðar”fundi” með fullan garð af fötum og brosandi skemmtilegum konum <3


xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

ÖÐRUVÍSI TÍSKUVIKA

CPHFWTískaTÍSKUVIKA

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er haldin tvisvar sinnum á ári í janúar & ágúst.  Þetta er vika þar sem allt iðar af lífi, tískusýningum og viðburðum.  Þessi tískuvika var auðvitað ekki þannig frekar en neitt annað 2020.  Meira hér: Tískuvika með öðru sniði.

Sýningarhallirnar stóðu að einhverju leiti tómar og við sóttum okkar fundi í staðinn í falleg einbýlishús, íbúðir og showroom.
Róleg & öðruvísi en samt sem áður vel heppnuð tískuvika að baki sem heldur áfram hér við eldhúsborðið mitt næstu daga þar sem ég vinn allt sem hægt er að heiman við tölvuna.

Við vorum að panta inn sumarið 2021 sem lítur ekkert smá vel út,  vonandi á það ekki bara við um fötin heldur lífið almennt <3


xxx
AndreA 

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

TREND: HÁRKLEMMUR

SAMSTARFTREND

TREND: Hárklemmur, já þessar gömlu góðu eins og við höfum eflaust allar átt einhverntímann :)   Það sem heillar núna eru allir þessir skemmtilegu litir.   Hárklemmur eru auðveldar í notkun og fljótlegt að henda í næs greiðslu á núll einni.
Klemmurnar fáið þið víða en flestar hér að neðan eru frá Pico og fást hér.

 

 

xxx
AndreA

IG: @andreamagnus
IG: @andreabyandrea

VERSLUNARMANNAHELGIN 2020

FRÍLÍFIÐ

Verslunarmannahelgin 2020, ekkert að gerast, flestir heima og lítið að frétta.  Verslunarmannahelgin mín hefur samt oftast verið einhvernvegin svona þar sem að tískuvikan í Kaupmannahöfn byrjar alltaf beint eftir þessa helgi og ég hef yfirleitt verið farin út á þessum tíma nema auðvitað núna, það er ekkert eins og það á að vera 2020 :)   Tískuvikan heldur sér þó í einhverri mynd en er viku seinna á ferðinni en vanalega.

Það er einhver hluti af mér sem kann samt smá að meta það að vera bara heima, knúsa frænkur mínar & eiga rólega daga með fólkinu mínu.  Þetta Covid dæmi kippir vel í og fær mann til að endurskoða allt.  Glatað að missa af mörgu en hvað fáum við í staðinn?
Ég er viss um að þetta ár & þessi verslunarmannahelgi eigi eftir að sitja lengi í minningunni og það er undir okkur sjálfum komið að skapa skemmtilegar minningar á skrýtnum tímum.
Ég ætla allavega að reyna, með smá hjálp frá verslunarmanna Helga  <3
Gleðilega verslunarmannahelgi 
AndreA

IG: @andreamagnus

HEIMA

HEIMA

HEIMA

Eftir að hafa verið óvenju mikið heima í vor eins og allir í Covid þá langaði mig allt í einu að breyta öllu hérna heima.  Meiri tími, meira heima og engin ferðalög kallaði á framkvæmdir.  Mig langaði allt í einu að mála, kaupa nýtt borðstofuborð, nýtt ljós skipta um borðplötunni í eldhúsinu og og og … Ég þurfti að hemja mig :)
Við gerðum þó tvennt, við máluðum arininn hjá okkur og skiptum um ljós yfir borðstofuborðinu.

Fyrir var arininn dökkgrár og ljósin svört ég var alltaf ánægð með það þannig en langaði að breyta til og létta litina.
Við völdum að mála arininn í beige lit, ég er að vinna mikið með þennan lit bæði í fötunum mínum & fylgihlutum eins og töskum og er núna komin með hann heim í stofu líka.  Liturinn er mjög margbreytilegur og virkar t.d ekki eins á daginn og á kvöldin, stundum er hann grár og stundum næstum brúnn.  Litinn keyptum við í Sérefni. (smá skellur, ég man ekki hvað liturinn heitir en reyni að finna fötuna og bæta við litanúmeri hér).
Hér kemur litanúmerið: Nordsjö FO.09.71

Ljósið keyptum við í Epal , það er frá LE KLINT,  ljósið fæst í mismunandi formum & stærðum en það sem við völdum heitir LA MELLA. 
Þetta er auðvitað dönsk hönnun eins og flest sem ég laðast að. Ég sá þetta ljós og kolféll fyrir því, einfalt & fallegt.
Ég er svo ánægð með það, formið, birtuna & lúkkið.

Áður en ég lagði af stað í ljósaleiðangur las ég nokkur vel valin blogg hjá Svönu eins og td þetta hér, mæli með því ef þið eruð í framkvæmdar hugleiðingum en hún er oftast búin að súmmera upp allt það helsta og gerir leiðangurinn töluvert auðveldari :) Takk Svanaxxx
AndreA

IG @andreamagnus

UPPÁHALDS Á ÚTSÖLUNNI

AndreASAMSTARFÚTSALA

 Samstarf við AndreA

Uppáhalds á útsölunni !

Útsölur eru í flestum verslunum um þessar mundir & tilvalið að gera góð kaup.
Hjá okkur er 40% afsláttur af öllum útsöluvörum.  Ég tók saman mínar uppáhalds flíkur á útsölunni…

LEO KÁPAN frá Notes Du Nord:
Ótrúlega fallegt snið og kápa sem ég hef notað mikið, þetta er svona flík sem ég skil ekki hvernig gat endað á útsölu :)


CUBA SKYRTAN:
Þetta er skyrta sem mér þykir sérstaklega vænt um en þetta er fyrsta skyrtan sem ég gerði.  Ég hannaði hana upprunalega þegar ég var í fatahönnunarnámi í Kaupmannahöfn.  Fyrsta útgáfan af skyrtunni var seld í AndreA daginn sem að búðin opnaði árið 2009 í takmörkuðu magni.  Við endurgerðum hana í ár í aðeins breyttri útgáfu í tilefni af 10 ára afmælinu.
Cuba er til í svörtu & hvítu, það eru mjög fá eintök eftir.GULI KJÓLLINN frá Notes Du Nord:
Ég elskann, maður er eins og sólin sjálf í honum :)
Hann er líka til í fallegum einlitum antík bleikum lit.

BLEIKI KJÓLLINN MEÐ STÉLINU líka frá Notes Du Nord.
Þessi kom í þremur eintökum í bleiku & svörtu.  Sjúklega flott & öðruvísi snið fyrir sérstök tilefni.SOFT REBELS SKYRTA:  Basic en mjög flott síð skyrta í þremur litum.


& Þetta …  Hlutir sem lítið er eftir af en þó eitthvað,,, leyfi þeim að fljóta með.

 

xxx
AndreA

IG: @andreamagnus
IG: @andreabyandrea