fbpx

JÓLAKRANS

DIYJÓL

Jólakransinn vinsæli.  Það er svo fljótlegt að gera hann og auðvelt að breyta honum ár frá ári.

Minn krans hefur undanfarin ár verið dökkgrár í sama lit og arininn.   Núna er ég búin að mála arininn í beige lit (hægt að sjá litinn HÉR) og langaði að hafa kransinn í svipuðum tón.  Ég fór í FÖNDRU, þar fæst allt í kransinn.  Það var ekki til velúr í litnum sem ég var að leita að þannig að ég valdi teygjanlegt kjólaefni  með fallegri áferð.

Greinarnar fást í flestum blómabúðum, vasarnir eru úr Garðheimum, kannan og kertastjakinn frá Georg Jensen úr Epal & bakkinn fallegi er úr RAMBA sem er æðisleg ný hafnfirsk verslun.

Ég keypti 50 cm af efninu og klippti það í þrjá renninga.  Ég vef efninu utan um kransinn, utan um grá velúrinn síðan í fyrra.  Ég nota engan blómavír eða títiprjóna,  ég sting efninu bara undir sjálft sig og strekki  þegar ég vef utan um.  Síðast set ég borðann og sting greinunum svo hver af annari undir borðann þangað til að ég er orðin sátt.  Stundum set ég kanilstangir eða jólakúlur fer bara eftir stemmningunni hverju sinni.
HÉR er hægt að sjá allskonar skemmtilega kransa sem við stelpurnar í AndreA gerðum eitt árið.

Gleðilega aðventu 
xxx
AndreA

IG: @andreamagnus

KJÓLADAGAR – SVARTUR FÖSTUDAGUR – SMALL BUSINESS SATURDAY – FYRSTI Í AÐVENTU & CYBER MONDAY

AndreAAndreAbyAndreASHOPPING

Svartur Föstudagur – Small business saturday – fyrsti í aðventu & Cyber monday ….

Þetta er staðan næstu daga…  Nóg um að vera & 46 dagar til jóla !
Það er aldeilis úrval af allskonar dögum til að gera góð kaup.  Í mörgum verslunum er hægt að versla með afslætti frá og með deginum í dag og út mánudaginn.

Til að skoða verslanir sem taka þátt & bjóða upp á afslætti er hægt að fara inn á 11.11.is og sjá alla söluaðila á einum stað.

Hjá okkur í AndreA eru kjóladagar 27-30 nóvember,  20% afsláttur af öllum kjólum.

Ég veit ekki með ykkur en ég get ekki beðið eftir fleiri tækifærum til að klæðast kjól.   Ég var eiginlega duglegri að dressa mig upp í fyrstu bylgjunni en ég er núna.  Maður er nú orðin pínu leiður á þessu og sveltur því að klæða sig upp og hitta vini & vandamenn.
Ég hef samt alltaf sagt að dagurinn verður öðruvísi & betri í fallegum kjól :)

 

Happy shopping & farið varlega
xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

LÁTUM FÖTIN OKKAR ENDAST

HEIMASAMSTARFTíska


Færslan er unnin í samstarfi við Epal

Hvernig hugsum við um fötin okkar ? Hvað viljum við að þau endist lengi ?

STEAMERY Stockholm heillaði mig upp úr skónum þegar ég sá merkið fyrst á tískuvikunni.  LOKSINS látlaus og falleg hönnun sem mig langar virkilega til að eignast.  Ég er að tala um hluti sem ég nota daglega bæði heima og í vinnunni.  Gufur – hnökravélar (þær bestu sem ég hef prófað), þvottaefni og margt fleira.
Það sem heillaði mig strax eru gufugræjurnar.  Þarna sá ég í fyrsta skipti gufu sem er falleg, ferðagufu sem virkar og auðvelt er að taka með sér í ferðalagið, í myndatöku eða hvert sem er og flotta hnökravél sem Guðrún Sortveit skrifaði um hér fyrir áhugasama.

Ferðagufan kemur í fallegum litum og í þessum poka.  Pokinn er ekki bara góð geymsla fyrir gufuna heldur er hann líka hitaþolinn.  Ég nota hann til að ýta á móti þegar ég vil t.d móta skyrtukragann.  Ég hef alltaf átt gufu en aldrei svona poka. VÁ hvað mig vantaði hann, algjör snilld.  Ferðagufan er lítil og það er auðvelt að taka hana með, hún hitnar á aðeins 20 sekúndum og er mjög einföld í notkun.

EN HVAÐ GUFA ÉG ? 
Ég gufa oftast stuttermaboli, þegar þeir þorna svona aðeins krumpaðir, skyrtur & kjóla.  Borðdúka þegar ég nota þá og svo það sem þið hefðuð kannski ekki giskað á en ég gufa gallabuxurnar mínar oft :)

GALLABUXUR…
Það fer sennilega ekkert ver með fötin okkar en að þvo þau of oft.  Gallabuxurnar mínar lentu sennilega hvað oftast að óþörfu í þvottakörfunni hér áður fyrr.  Það er langt síðan ég hætti að ofþvo fötin mín en stundum eru gallabuxur orðnar svona linar og lúnar en þá er oft nóg að gufa aðeins yfir þær.
Ef ég vill fá þær stökkar & ferskar eins og þær séu nýþvegnar þá spreyja ég Ilmspreyinu frá Steamery yfir & gufa svo.

PEYSUR… prjónapeysur reyni ég að þvo eins sjaldan og ég kemst upp með, til að þær haldist fallegar sem lengst.  Ef það kemur t.d. matarlykt eða eitthvað álíka í þær þá nota ég ilmspreyið, en það eyðir lykt og svo gufa ég yfir.  

Steamery Stockholm er fyrirtæki sem stofnað er af fólki sem hefur verið viðloðandi tískuiðnaðinn lengi.  Hugmyndafræðin er að bjóða upp á fallegar vörur sem hjálpa okkur á einfaldan & umhverfisvænan hátt að meðhöndla fötin okkar og eiga þau lengur.

“Flíkur sem missa lit eða lögun eru oftast ekki úr sér gengnar – þær eru ofþvegnar.  Föt sem vel er hugsað um, endast lengur. Verkefni okkar er að hvetja alla til að hugsa betur um fötin sín.”

Gufur eru ómissandi að mínu mati.  Eftir að hafa unnið í fataverslun síðan ég man eftir mér hef ég komist upp á lagið með að nota gufur og það er pínu…. “Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt”  :)  Ég hef verið með stóra gufu í þvottahúsinu mínu í mörg ár og tek aldrei upp straujárn.

STEAMERY vörurnar eru vandaðar og vel hannaðar á sanngjörnu verði.
Ferðagufan kostar 16.900 – Hnökravélin 5.700 & Ilmspreyið 3.500.  / Úrvalið er hægt að skoða hér:  EPAL

 


 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

 

11.11 SINGLES DAY – NETSPRENGJA, AFSLÁTTUR Í SÓLARHRING

SHOPPING

11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti, þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar !

Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða afslátt af vörum sínum í sólarhring.  Tilvalið fyrir þá sem vilja hafa það gott og klára jólainnkaupin uppi í sófa :)

Brynja Dan vinkona mín stendur á bakvið 1111 eða Singles Day en hún hrinti þessari netsprengju af stað hér á Íslandi fyrir nokkrum árum og hefur dregið vagninn síðan.  Núna hefur hún gert þetta afar einfalt fyrir okkur með síðunni síðan 1111.is þar sem hægt er að sjá allar vefverslanir sem taka þátt og hvaða afslætti þær bjóða upp á, þar er einnig hægt að leita af vörum eftir flokkum.
Netsprengjan stendur yfir í sólarhring.

Mynd: Aldís Páls

Brynja dró okkur í AndreA á 1111 vagninn á síðasta ári og við tökum að sjálfsögðu þátt í ár líka.
Við bjóðum 20% afslátt af öllu þennan eina sólarhring með kóðanum: 11.11 en SINGLES DAY er eini net/afsláttardagurinn sem við tökum þátt í.

Það eru mjög margar flottar verslanir sem taka þátt, ég mæli með að þið kíkið á síðuna1111.is  kvöld kl 00:00 og skoðið úrvalið. 
Tilvalið að klára eitthvað af jólagjöfunum er það ekki ?
Hér má sjá brot af þeim fyrirtækjum sem taka þátt…

 

Happy shopping 
xxx
Andrea

COCO

LÍFIÐ

Hæ þetta er Coco … Litli sæti, hvíti, mjúki, loðni hvolpurinn okkar.
Hún er Coton de tulear og já hún er systir hans Bósa hennar Örnu Petru, ótrúlega skemmtileg tilviljun.

Ég er svo kolfallin fyrir henni að ég kem sjálfri mér á óvart.  Ég hef áður átt hund og vissi alveg út í hvað ég var að fara en ég var smá búin að gleyma hvað þeir veita öllum á heimilinu mikla & ómælda gleði.
Ég elska að brasa með hana, baða & blása, ég elska að hún dregur mig frá vinnu 2x á dag í stutta göngu og ég nenni að horfa á hana sofa, haha true story :)

COCO BANKA gjörið svo vel ….
(pabbi hennar heitir Banki;)

 

xxx
AndreA
IG @andreamagnus

LÍFIÐ ER NÚNA

LÍFIÐ

LÍFIÐ ER NÚNA !
Þó að lífið sé skrýtið núna þá er lífið svona núna og við verðum öll að gera okkar besta í krefjandi aðstæðum. Það verður áhugavert að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvað við lærum og tökum með okkur eftir þetta allt saman.

KRAFTUR er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.   Kraftur er öflugt félag sem við stelpurnar í Konur eru konum Bestar fengum að kynnast ennþá betur þegar við seldum KEKB bolina 2019 til styrktar KRAFTS. 
Landsmenn eru löngu farnir að þekkja “LÍFIÐ ER NÚNA” armbandið en það hefur verið perlað með hjálp almennings um allt land. Armbandið fæst í mörgum verslunum og allur ágóði rennur óskert til Krafts.
Við seljum afmælisútgáfuna (armbandið í litunum eins og ég er með á myndunum hér að neðan) hjá okkur í AndreA.  Einnig er hægt að versla beint við Kraft á síðunni þeirra HÉR 

Kraftur gefur einnig út blað en í síðasta tölublaði sem kom út núna í Október var ég ásamt þessum flottu gaurum :) spurð út í armbandið.  Við svöruðum þessum spurningum í vor en ég hafði bara mjög gott af því að lesa svörin okkar með morgunkaffinu í dag og minna mig á að…. Lífið er núna !

Blaðið má lesa hér í heild sinni hér.

Mynd: Aldís Pálsdóttir @paldis

Mynd: Aldís Pálsdóttir @paldis 

Lífið er núna
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

AndreA 11 ÁRA

AFMÆLIAndreAbyAndreASAMSTARF

AndreA 11 ára ….  Mér finnst eins og ég hafi bloggað um 10 ára afmælið fyrir mánuði síðan,  það er svo magnað hvað tíminn líður hratt meira að segja árið 2020.

24. Október 2009 opnuðum við AndreA á Strandgötu í Hafnarfirði,  við buðum vinum okkar & fjölskyldu í litla opnun í lítilli búð/vinnustofu.  Á hverju einasta ári síðan höfum við haldið uppá afmælið nema náttúrúlega núna á þessu undarlega ári :(
VÁ hvað við söknum þess að hitta alla, skála, fá okkur hraun & appolo lakkrís, spjalla og máta falleg föt.

Myndir úr afmælum síðustu ára…


Hvað gera bændur nú ?   Við erum búnar að hugsa þetta fram og til baka en í stað þess að sleppa þessu alveg þá ætlum við að gera þetta eins rafrænt og hægt er.  Við erum að sjálfsögðu líka með opið í búðinni og tökum á móti öllum með grímu, sprittbrúsa og tveimur metrum en blásum ekki til veislu í þetta sinn en …

20% AFSLÁTTUR föstudag & laugardag.  Á Andrea.is með kóðanum AFMÆLI
GJAFALEIKIR. Veglegir gjafaleikir á Instagram einn HÉR og einn “Allskonar uppáhalds” HÉR hjá mér á föstudag.
GLAÐNINGUR fylgir kaupum fyrir þá sem versla fyrir 10 þúsund krónur eða meira, á meðan byrgðir endast.

Hér eru nokkrar kauphugmyndir af Andrea.is !

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

BLÓM SEM HÆGT ER AÐ SAFNA

AndreABLÓMHOME

Góðan daginn frá Hafnarfirði!
Blóm gleðja og fegra & ég elska að hafa mikið af blómum í kringum mig.
Breski hönnuðurinn Abigail Ahern *(geggjuð mæli með að þið kíkið á Instagrammið hennar fyrir inspo) hannar þessi dásamlega fallegu gerviblóm ásamt ótrúlega fallegri línu til heimilisins.

DIMM selur vörurnar hennar hér á Íslandi.  Áhugasamir geta skoðað úrvalið HÉR.
Ég hef lengi átt blóm í vasa frá þessu merki bæði heima og hér í búðinni en í gær bætti ég aðeins í safnið.  Það er neflilega gaman að safna ólíkum blómum og búa til mismunandi vendi úr þeim eftir árstíðum.
Anna Birna annar eigandi DIMM gerði sér lítið fyrir og mætti til mín með fulla kassa af blómum og hjálpaði mér að velja saman í vasa.  Sjáið þið þessa fegurð?

 

xxx
AndreA

IG: @andreamagnus
IG: @andreabyandrea

BLEIKUR FÖSTUDAGUR

AndreABLEIKUR OKTÓBERDRESS

BLEIKUR FÖSTUDAGUR . . .

Það þarf ekki mikið til að gleðja mann þessa dagana, bara eitthvað smá öðruvísi en alla aðra daga.
Bleiki dagurinn sá um það í dag.
Ég sá svo margar flott klæddar konur í dag í bleiku, ég sé pínu eftir að hafa ekki beðið um mynd af þeim.

Það var að sjálfsögðu bleikur dagur hjá okkur í vinnunni eins og hjá flestum, ég fór í bleika skyrtu frá Notes du Nord en átti ekki breik í Erlu sem mætti í bleiku pilsi og bleikum topp frá Soft Rebels. Hvíta skvísan sem er með mér á myndunum stal þó senunni með krúttheitum, skjannahvít með bleika bumbu.


 

Góða helgi
xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

ÞESSI FALLEGI DAGUR

DRESSÍSLANDLÍFIÐ

HALLÓ HAUST ♡

VÁ þessi fallegi dagur!
Magnað hvað svona dagar gera mikið fyrir sálina.   Dagurinn minn var óvenju rólegur miðað við undanfarnar vikur og ég naut hans líka extra vel.
Sjá alla þessa haustliti… vá vá vá !
Æ hvað við erum heppin með alla þessu fallegu staði allt í kringum okkur sem við getum notið og skoðað áhyggjulaus í rólegheitum með marga metra á milli.
Myndirnar eru teknar í Hellisgerði sem er dásamlegur garður í miðbæ Hafnarfjarðar (fyrir þá sem ekki vita).
Mæli með.


Kápa: Camilla pihl /AndreA
Húfa & Buxur: AndreA
Skór: Nike /Smash Urban

xxx
AndreA

IG @andreamagnus