ÚTSALA – ANDREA

AndreAbyAndreASAMSTARFÚTSALA
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

ÚTSALA  …

Ég tók saman nokkra hluti sem eru á útsölunni hjá okkur í AndreA , flestar vörurnar eru á 40 % afslætti en afslátturinn hækkar í 50% í næstu viku.
Í persónulegu uppáhaldi hjá mér er peysan með perlu ermunum og LoveLove buxurnar en ég hef notað þær mjög mikið og get ekki beðið eftir nýju útgáfunni af þeim í satíni sem er loksins að koma í búðina.
Eins eru til nokkrir sumarlegir og fallegir kjólar sem kæmu sér vel í brúðkaupum og veislum næsta sumar.
Undirfötin & samfellurnar  frá OW eru líka á ótrúlega góðu verði <3


Kápur – 20 % //
Þessi kápa hefur verið ótrúlega vinsæl og er í uppáhaldi hjá okkur öllum (starfsmönnum).
Hlý og góð, töffaralegt snið í æðislegri ítalskri ull.
Við eigum ekki til allar stærðir en hækkum afsláttinn í næstu viku upp í 30 %
Þessi kápa er tímalaus og flott við allt.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

DRAUMAR & MARKMIÐ

DRAUMARLÍFIÐMARKMIÐ

Gleðilegt nýtt ár ♡

Áramót, tímamót & 365 ný tækifæri eða 359 tækifæri þegar þetta er skrifað :)

Um áramót sest ég alltaf  niður og lít yfir farinn veg, gef mér tíma til að láta mig dreyma um framtíðina og set mér markmið.  Ég skrifa niður raunhæfa og óraunhæfa drauma, það má láta sig dreyma, það er gott fyrir hjartað og sálina og hver veit nema að draumarnir rætist?  Mér finnst a.m.k að þeir fái smá líf bara við það að tala um þá eða skrifa þá niður.  EN ég gef þeim alltaf góðan tíma, það er ekki víst að draumarnir rætist á morgun eða á þessu ári en kannski einhverntíman í lífinu.

Ég á bækur “dagbækur” sem ég hef skrifað í síðan ég var tvítug.  Ég skrifa alls ekki á hverjum degi og ekki í hverjum mánuði, en á hverju ári kemur þó alltaf eitthvað.  Aðallega markmið & draumar, hvað mig langar að gera, verða og hvernig mig langar að hafa hlutina í kringum mig og lífið sjálft.  Í bókunum eru líka allskonar hlutir sem ég elska að lesa og rifja upp, gullkorn frá börnunum og þessháttar.  Ég sé svo núna þegar að ég er nýbúin að lesa 20 ár aftur í tímann að ég skrifa reglulega um það sem ég er glöð og þakklát fyrir.  Ég held að það sé að einhverju leiti lykillinn að því að líða vel, að fókusera á góðu hlutina og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur,   ég held sem betur fer ekki mikið bókhald utan um leiðinlega og erfiða hluti :)

Það er svo magnað að sjá hversu mikið hefur ræst, sumt mörgum árum eftir að ég skrifaði það niður annað fljótlega.    T.d rak ég augun í búðardrauminn …. sem ég skrifaði niður 1999 eða fyrir 20 árum.

16 Nóvember 1999 … Skrifaði ég í dagbókina að mig langaði til að eiga eigin fataverslun, með  fylgdi svo lýsing hvernig búðin ætti að vera, lítil og kósý með vel völdum vörum og skrifaði svo niður hvernig ég sá þetta allt fyrir mér.
Þarna var ég nýbökuð móðir og við að kaupa okkar fyrstu íbúð.  Ég fór að vinna í tískubransanum í mörg ár sem ég sé svo eftirá að það var akkúrat skólinn sem ég þurfti að fara í til að geta látið þennan draum rætast.  Ég lærði líka fatahönnun sem var annar lykill í að láta þennan draum rætast.
24 Október 2009 … Opnaði verslunin AndreA á Strandötu 19 HFJ  … Nákvæmlega 10 árum síðar.

Þessi draumur hefur svo vaxið og dafnað hann er ennþá virkur, ég bæti reglulega við hann, langar að breyta búðinni, stækka eða flytja eins og við gerðum 2018, mig dreymir líka um að bætia við  línuna og að gera fleiri hluti eins og td skó svo að ég nefni eitthvað.   Ég hef lengi haft skýra sýn um það hvernig mig langar að hafa merkið mitt,  ég færist nær og nær í hænuskrefum en ég á ennþá langt í land.
Mig hefur oft langað að gefast upp, þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt og oft pirrandi að vita hvað þú vilt en komast ekki hraðar áfram. En þrautseigja er sennilega lykillinn og það að gefast aldrei aldrei aldrei upp.

Ég mæli með að þið leyfið ykkur að láta ykkur dreyma og skrifið draumana niður alveg sama hversu stórir eða klikkaðir þeir eru, kannski rætast ekki allir draumar en pottþétt sumir og einhverjir rætast jafnvel í aðeins öðruvísi útgáfu en þið sáuð fyrir ykkur.
Maður þarf auðvitað líka að vera tilbúinn að vinna vinnuna því að ekkert gerist að sjálfu sér og að láta draumana rætast er undir sjálfum okkur komið.
Aðalatriðið er að vita hvað þú vilt og hafa kjarkinn í að segja það upphátt eða skrifa það niður og leyfa aldrei öðrum  að dimma ljósið þitt.

Það eru margir aðrir draumar og markmið sem ég hef náð en ég á líka marga eftir.  Sem betur fer því að það væri lítið um að vera í lífinu ef það væri búið að haka í öll box.

Þessa litlu bók keypti ég mér á BALI … Ég elska það sem stendur utan á henni og reyni að fara eftir því.
VINNA ELSKA & DANSA

LoveLove
Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

GAMLÁRSPARTÝ – DRESS

AndreADRESSGAMLÁRSLÍFIÐ

 

GAMLÁRS DRESS – GAMLÁRSPARTÝ – GAMLÁRSKVÖLD

Þetta er kvöldið til að draga fram allt blingið, pallíettukjólinn, toppinn eða jakkann.  Ef þig langar ekki að vera í pallíettum en vilt samt vera glimrandi fín þá er sniðugt að skreyta sig við einlitan samfesting eða kjól með skarti, hálsmeni, eyrnalokkum eða bara flottum augnskugga.
Þetta kvöld er líka snilld að setja bara upp glitrandi fína grímu og málið er dautt, þú getur verið í hverju sem er við.

Ég er búin að safna grímum og höttum ár frá ári.  Grímurnar hef ég keypt út um allt, Hagkaup, partývörum, Tiger og erlendis  svo eitthvað sé nefnt.
Grímurnar setja mark sitt á kvöldið en þær eru allskonar, sumar rugl fyndnar og aðrar mega “fansí” eins eigum við glimmer hatta og allt tilheyrandi,  já ég er með jólakassa og áramótakassa :)  Við Ísabella hengjum svo að sjálfsögðu upp glimmervegginn og kveikjum á diskóljósi :)
Á hverju ári fer ég svo í minnstu & krúttlegustu búðina hér í bænum…  Partývörur og þær útbúa fyrir mig blöðruvönd og annað sem setur punktinn yfir i-ið í veislunni.

 

Gleðilega hátíð – Gangið hægt um gleðinnar dyr & skemmtið ykkur vel 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

SVONA ERU JÓLIN

JÓLLÍFIÐ

Svona eru jólin <3

Jólin geta verið strembin og við vinnum flest miklu meira en góðu hófi gegnir, sofum minna, leikum meira, þurfum að græja og gera svo miklu meira en vanalega fyrir blessuðu jólin, það eru jólasýningar, jólahittingar, jólaföndur, jólahlaðborð, jólapeysupartý og ég veit ekki hvað og hvað…. En sem betur fer kannski ?  þetta heldur okkur sennilega gangandi í svartasta skammdeginu og er að flestu leiti gaman og gleðilegt.

Að vinna í verslun eru pínu jólin fyrir mér, ég hef gert það frá því að ég man eftir mér og jólin koma ekki öðruvísi í mínum huga, það eru nefnilega  forréttindi og gaman að hjálpa glöðum viðskiptavinum að finna gjafir handa ástvinum og hjálpa til við að finna jóladressið.  Það er svo magnað að í desember í öllum látunum og umferðinni þá eru flest allir svo glaðir og extra skemmtilegt að vinna í verslun.

En maður grillast alveg eftir langar vaktir og kemst á það stig þar sem gjörsamlega allt er fyndið…. Svona eins og að vera með svefngalsa í viku :)
Það situr alltaf eitthvað á hakanum og það er bara allt í lagi  aðalatriðið er að gera alltaf sitt besta.

Jólin eru allskonar & þurfa ekki alltaf að vera eins.   Jólin hjá mér í ár  komu einhvernvegin á hraðferð, ég var bæði að vinna mikið og korter í jól útrskifaðist strákurinn okkar sem stúdent og við héldum að sjálfsögðu veislu að því tilefni.  Þessi áfangi í hans lífi er það  sem stendur uppúr hjá okkur þessi jól.   Það er ekkert skemmtilegra en að fylgja börnunum sínum í gegnum stóru stundirnar í lífinu og vá hvað það er gaman að eiga svona stóran strák eða mann :)

Ég “flippaði” líka þessi jól og fékk mér bleikt jólatré :)
Ég hef aldrei verið bleik og í mörg ár var það þannig að ég gat bara alls ekki bleikt.  Það er svo frábært að geta skipt um skoðun.  einu sinni vildi ég bara ekta tré, svo bara gervi tré og núna er ég með bleikt tré, haha.  Æ þetta þarf ekki alltaf að vera eins og það er gaman að prufa að breyta til á nokkura ára fresti. Hefðirnar eru dásamlegar en það er líka hollt og gott að breyta til.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla <3

Jólatréð keypti ég í Garðheimum. 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM @andreamagnus
INSTAGRAM @andreabyandrea

DASS AF RAUÐU !

AndreABEAUTYDRESSJÓL

Dass af rauðu setur punktinn yfir i-ið ….
Smá rautt getur gert svart og hversdagslegt dress sparilegt á núll einni ….

Ég sé að við vinkonurnar erum greinilega sammála um rauða litinn … @ElísabetGunnars en hún skrifaði einmitt um rautt í dag líka…

Desember er mánuðurinn sem allir vilja hittast.  það er jólagleði í vinnunni, vinahópum og saumaklúbbum.  Ég fer aldrei jafn mikið út að leika við vini og fjölskyldu eins og í desember en þá er einmitt svo mikið að gera líka, bæði í vinnu og auðvitað að græja allt sem þarf að græja í desember.  Mig langar ekki að missa af neinu en passa samt alltaf vel upp á mig (reyni allavega mitt besta),  þið vonandi líka.

Rauður varalitur er búinn að bjarga mér nokkrum sinnum undanfarið þar sem ég er á hlaupum eftir vinnu á leið að hitta fólk, þarf að vera fín en hef eiginlega ekki tíma til að skipta þá er rauður varalitur að gera ótrúlega mikið.
Rautt yfir höfuð gerir svart dress fínna, varalitur, rauðir skór, taska eða trefill.


MYND: Aldís Pálsdóttir …. @PALDIS  (Þegar þið sjáið svona vel teknar myndir eins og þessa hér að ofan þá er nokkuð víst að Aldís hafi tekið hana.. hinar sem eru minna pró og meira úr fókus eru símamyndir haha :)


Rauði varaliturinn minn er  frá LOREAL x ISABEL MARANT  // liturinn sem ég á heitir ” Saint Germain Road”   Þetta er bjartur, mjög fallega rauður litur.
Umbúðirnar eru líka skemmtilegar en á þeim fylgja falleg skilaboð <3
Ég tók þessa mynd um daginn þegar ég var að mála mig.  Þetta er ansi gott pepp þarna …. LOVE, SHINE, AMAZE, SMILE
Rauðar neglur…. Ég er reyndar 80% með rauðar neglur bæði á fingrum & tásum, elska þennan lit.


Rauðir fylgihlutir & skór ….


LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

AndreAbyAndreAÍSLENSKTJÓLJÓLAGJAFIRSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

16 dagar í jól þegar þegar þetta er skrifað….

Ég er eins og flestir lesendur vita “búðarkona” eða verslunareigandi & fatahönnuður,  ég vinn mikið í desember eins og allt verslunarfólk.  Ég elska þennan tíma í búðinni en þar nær maður að hitta svo marga, allir glaðir að finna eitthvað fallegt fyrir fólkið sitt.
Jólin hjá mér hafa verið á verslunargólfinu síðustu 20 ár (fyrir utan ein og það voru eiginlega skrítnustu jólin) …. ætli að þetta sér ekki bara orðinn partur af minni jólahefð.  Ég sleit mig aðeins frá vinnu og settist niður við tölvuna og tók saman jólagjafahugmyndir…

 

 

1.  AndreA taska … Þessi er nógu stór til að koma öllu fyrir og rúmlega það // 33.900

2. LoveLove hálsmen  … Æ ég er svo ótrúlega glöð að vera komin með þessi fallegu orð um hálsinn minn. Orðin eru mér afar kær, ég veit að þetta er eitt fallegasta og þekktasta orð í heimi en hér eru þau í öðru veldi og bara notuð í og fyrir eitthvað/ einhvern sem fær hjartað til að slá tvisvar.  Tvöfaldur skammtur af ást !
Við gerðum tvær stærðir (ég er með báðar stærðirnar á myndinni, aldrei nóg af ást!) en festarnar eru líka í tveimur lengdum ásamt því að hafa tvo stillingarmöguleika.
Menin koma í silfri & gullhúðuðu silfri. // stórt: 9.900 – Lítið: 6.900

3. RO vasi / kertastjaki // Stór 15.900 – Lítill: 7.900
Ég elska þennan vasa, eini vasinn minn sem er alltaf í notkun. Ég er oftar en ekki með kerti í honum en glerið er reyklitað og birtan sem kemur af kertinu fullkomin.  Vasarnir eru dönsk hönnun sem við kolféllum fyrir á sýningu fyrir nokkrum árum. Ro koma bæði með gull og platínum/silfur rönd.

4. AndreA budda // 6.900
Þessi leðurbudda eða lyklaveski er alltaf ofan í minni tösku & geymir bæði klink, kort og lykla en það er lyklahringur ofan í henni. Til í svörtu og rauðu.

5. KIMONO // Long: 18.900 – Maxi 22.900
Kimono er klárlega sú flík sem ég á í ég veit ekki hvað mörgum útgáfum og nota ótrúlega mikið við hin ólíkustu tilefni.  Þessi flík er ómissandi að mínu mati.  Við gerum kimono-a reglulega og fáum takmarkað magn í hverju printi. (við erum alltaf að fá ný munstur þannig að þessi hér á myndunum eru ekki endilega þau sem eru til)

 

6. FANNY // 21.900
Kemur í svörtu & rauðu leðri.  FANNY er eiginlega ómissandi á ferðalagið og bara í lífið fyrir upptekið fólk á ferðinni,  svo er hún bara svo ótrúlega vel heppnuð og flott þó að ég segi sjálf frá. FANNY sló rækilega í gegn og seldist upp á methraða.  Hún er þó væntanleg aftur um miðjan desember og ætti því að ná að gleðja einhverja fyrir jólin.

7. Húfa ..// 3.900

Húfan okkar er til í tveimur litum núna … Svört & grá.  Hún er úr afar mjúkri viskós blöndu þannig að hún er mjúk og passlega hlý þegar við erum að snattast með hana innanbæjar. Snilldar jólagjöf sem ég hef gefið held ég flestu mínu fólki :)


8. DOFTA ilmkerti // 5.500
DOFTA eru sænsk eðalkerti.  Ég á sjálf svo erfitt með að finna mér bæði ilmkerti og ilmvötn sem ég get notað, þau mega ekki vera of þungt eða of sterk.  Ég leitaði í nokkur ár af rétta merkinu til að hafa inni í búð hjá okkur.  Þegar við hittum svo Önnu hjá Dofta þá var ekki aftur snúið.  Við erum að tala um að allir ilmirnir eru góðir… Það er hreinlega bara mjög erfitt að velja einn. Í svörtu línunni, sem er aðeins þyngri og svona meira kvöld þá er “ORIENTAL NIGHTS” mín uppáhalds og í hvítu línunni er það “COOL COTTON” sem er mjög ferskur ilmur.  Umbúðirnar eru líka ótrúlega fallegar og vandaðar, silkiklæddar með slaufu. Það þarf eiginlega ekki að pakka þessu inn.

 

9. T-SHIRT  // 5.900

Stuttermabolur í pakkann handa þeim sem á allt, maður getur alltaf notað stuttermaboli.

10. BIOEFFECT 30 DAY treatment // 24.900
Lúxus meðferð, sú allra besta sem ég hef prófað. BIOEFFECT þekkja eflaust flestir en ég gjörsamlega elska þessar vörur, ég er líka svo alsæl að bjóða núna upp á þær í búðinni.  Ég er búin að nota þessar vörur í mörg ár, hef prófað allt og tek vel á móti ykkur og hjálpa ykkur við að finna eitthvað við ykkar hæfi :) En þó að ég noti BIOEFFECT vörurnar alla virka daga og nætur þá nota ég 30 DAY bara 3-4 sinnum á ári og þess vegna væri þetta drauma lúxus jólagjöf fyrir mig, perfect eftir jólatörnina.
30 DAY er átaksmeðferð sem maður notar í 30 daga, notar þá bara kvölds og morgna, ekkert annað á meðan. Ég segi það og skrifa það eru töfrar í þessum glösum, fínar línur minnka, húðin verður unglegri, stinnari og ferskari.

11. TREFILL //10.900
7 litir… Svartur – dökk blár – dökk grár – ljós grár – ljósbleikur/nude – rauður – camel // 100% ull
Stór  & djúsí trefill sem heldur á manni hita í mesta kuldanum.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

EINFALDUR AÐVENTUKRANS

AÐVENTUKRANSHOMEJÓL

Einfaldur aðventukrans.

Yfirleitt vil ég hafa allt stílhreint og einfalt heima hjá mér og aðventukransinn minn er einmitt þannig.
Ég keypti kertin og greinarnar í Hagkaup & blómabúðinni Burkna.  Tölustafina og könglana átti ég í jólakassanum,  ég veit þó að svona tölustafir fást t.d. í Föndru.
Ég hafði hugsað mér að festa tölustafina á með leðurreim eða satín borða en endaði svo með því að festa þá á kertið með kennaratyggjói.  Greinarnar og könglana lagði ég svo í kring, gerist ekki mikið einfaldara en það.
Fyrst setti ég allskonar á bakkann & svo fór ég að týna af …. því einfaldara því betra.
Nú er spurningin bara hvort ég hafi tölustafina á eða hreinlega hafi kertin bara hvít og stílhrein með engu á ?


LoveLove
AndreA

 

Instagram: @Andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

AÐVENTAN í “ANDREA”

AÐVENTAAndreAbyAndreAJÓLSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verlsun AndreA

AÐVENTAN …

Þetta er uppáhalds tíminn okkar í búðinni, við erum búnar að vera undirbúa hann síðan í maí, já jólin eru næstum því í 6 mánuði á ári hjá okku haha… Nei en án gríns þá leggjum við drög af jólakjólum & öllum jólafatnaði með mjög góðum fyrirvara svo að allt sé komið á herðatré og inn í verslun á tilsettum tíma.

Jólaglugginn er kominn upp, við fáum nýjar vörur nánast daglega og höfum ekki undan að taka myndir, setja í “story” og á netið.  Margt sem kemur til okkar nær aldrei þangað því að við gerum marga hluti í mjög takmörkuðu upplagi.

Við höldum í hefðina og  verðum með aðventu-gjafaleiki á Instagram,  drögum út heppnar konur alla sunnudaga á aðventunni.  Fylgist með hér @ANDREABYANDREA.


LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

FALLEG HÚÐ

BEAUTYBIOEFFECTSKIN CARESNYRTIVÖRUR

Falleg húð ….

Ég er oft spurð út í hvað ég nota á húðina mína og er búin að senda á margar persónulega þannig ég ákvað að deila því hér.
Ég hugsa mjög vel um húðina, þríf hana vel á hverju kvöldi og set á mig krem/serum kvölds og morgna.
Fyrir nokkrum árum tók ég ákvörðun að “fjárfesta” í húðinni eða hugsa mjög vel um hana, leyfa mér að nota vandaðar vörur & hreinsa húðina á hverjum degi “no days off”.

* BIOEFFECT DAY SERUM & EYE SERUM // Ég set það á mig fljótlega eftir að ég vakna,  ég leyfi því svo að fara vel inní húðina þ.e.a.s mála mig ekki alveg strax.
EYE serum-ið…  er kælandi og dregur úr þrota, gjörsamlega ómissandi í mína snyrtibuddu.
DAY serum-ið … Mér finnst best að lýsa því þannig að það setur hálfgerðan fílter eða filmu yfir húðina og gerir hana stinnari, sléttari og ferskari.  DAY serum-ið virkar kannski pínu “klístrað” þess vegna er mjög mikilvægt að leyfa því að fara vel inn í húðina áður en þú málar þig, ég læt alltaf líða a.m.k 15-20 mín.

MAYBELLINE  “Eraser concealer”  Ég set hann undir augu (á bauga) & ofan á augnlokið (til að augnskugginn haldist betur),  eins set ég hann annarstaðar ef ég þarf.   (t.d á bólu eða eitthvað annað sem þarf að hylja).

* SENSAI “púður”  Ég nota aldrei meik eða litað dagkrem … ég hef einhvernveginn aldrei komist upp á lagið með það.  En þetta púður er akkúrat passlegt.  Ég nota aldrei púðann sem fylgir heldur set þetta á mig með bursta, þannig finnst mér ég ná fullkomnari áferð en ef ég nota svamp-púðann sem fylgir með þá festist púðrið frekar í línum.

* NYX – LOVE CONTOURS ALL …  Þessi palletta er í algjöru uppáhaldi, ég hef bloggað um hana áður HÉR.  Það sem er best við hana er að hún er með allt sem ég þarf að nota bæði á augu og andlit þannig að þetta er eina pallettan sem ég þarf að vera með.   Ég nota einn lit undir kinnbeinin og annan ofan á (sjá mynd) restina nota ég svo á augun :)

* HOURGLASS  “Kinnalitur”  Ég enda á því að setja þennan kinnalit sem er vel bleikur bara smá beint framan á kinnbeinin til að fá smá eplakinnar :)


* BIOEFFECT … DAY SERUM & EYE SERUM // Ég set það á mig fljótlega eftir að ég vakna,  ég leyfi því svo að fara vel inní húðina þ.e.a.s mála mig ekki alveg strax.*  MAYBELLINE  “Eraser concealer”  Ég set hann undir augu (á bauga) & ofan á augnlokið (til að augnskugginn haldist betur),  eins set ég hann annarstaðar ef ég þarf.   (t.d á bólu eða eitthvað annað sem þarf að hylja).

* SENSAI “púður”  Ég nota aldrei meik eða litað dagkrem … ég hef einhvernveginn aldrei komist upp á lagið með það.  En þetta púður er akkúrat passlegt.  Ég nota aldrei púðann sem fylgir heldur set þetta á mig með bursta, þannig finnst mér ég ná fullkomnari áferð en ef ég nota svamp-púðann sem fylgir með þá festist púðrið frekar í línum.


* NYX – LOVE CONTOURS ALL …  Þessi palletta er í algjöru uppáhaldi.  Það sem er best við hana er að hún er með allt sem ég þarf að nota bæði á augu og andlit þannig að þetta er eina pallettan sem ég þarf að vera með.   Ég nota einn lit undir kinnbeinin og annan ofan á (sjá mynd) restina nota ég svo á augun :)


* HOURGLASS  “Kinnalitur”  Ég enda á því að setja þennan kinnalit sem er vel bleikur bara smá beint framan á kinnbeinin til að fá smá eplakinnar :)


Þetta er það sem ég nota á hverjum degi, húðin verður stinn og ljómandi með BIOEFFECT og ennþá ferskari þegar kinnalitirnir eru komnir á en að þessu sögðu þá er dagsformið misjafnt og húðin alltaf betri þegar maður hugsar vel um sig & sefur vel.  Ég eins og eflaust allir sé mjög mikin mun á mér þegar ég er undir miklu álagi eða þreytt.  Áhyggjurnar sjást framan í mér þegar þær eru að angra mig.  Þannig að jafnvægi og almenn vellíðan skiptir miklu máli og við erum alltaf fallegri þegar við erum glöð :)

LoveLove
AndreA

 

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

HVER BJÓ TIL ALLA ÞESSA FALLEGU HLUTI SEM VIÐ EIGUM ?

AndreADIYHEIMASAMSTARF

Mér ásamt frábærum konum var boðið að koma í Epal að mála okkar eigin útfærslu af hinum fræga Omaggio vasa frá Khaler.
Öllum var frjálst að mála það sem þeir vildu, hvort sem að það væru klassísku rendurnar eða eitthvað annað, en það kom virkilega á óvart hversu vandasamt það er að mála þessar rendur sem í raun virka svo einfaldar.

Ég er ekki mikið í að teikna & mála en er komin í þó nokkuð góða æfingu við að mála á egg fyrir páskana sem er fjölskylduhefð sem kom að góðum notum þetta kvöldið.
Ég málaði það sem ég kann og er vön að gera … kjóla :)
Þetta var rosalega gaman og ég fattaði hvað það er langt síðan ég settist síðast niður og leyfði mér bara að skapa eitthvað alveg óháð vinnunni.  Maður gefur sér einhvern veginn aldrei tíma.

Vasana skildum við svo eftir en þeir verða sendir aftur til Kaupmannahafnar þar sem þeir fara í brennslu ofninn eða glerjun og koma glansandi fínir til baka.
Það verður spennandi að sjá hvernig litirnir og áferðin eiga eftir að breytast.

Það er svo gott fyrir mann að skilja og sjá hvernig hlutirnir verða til.  Við skoðum bara í búðarglugga og lítum á verðmiðann án þess að gera okkur nokkra grein fyrir hvernig hluturinn varð til.  Hver gerði hann, hver sat og vandaði sig við að handmála á hann, hver sat og saumaði hvert einasta spor, hversu margir snertu hann, fóru höndum um hann áður en hann kom með mér eða þér heim ?

Ég taldi það einu sinni á einni peysu sem ég var að framleiða,  þegar ég hengdi hana upp í búðinni þá var ferðalag peysunnar búið að fara í gegnum hendurnar á a.m.k 10 manns (þessi peysa var framleidd hér á Íslandi).  10 manns sem mæta í vinnuna á hverjum degi og gera það sem þau eru góð í.
Þegar maður skilur betur hvaðan hlutirnir koma þá þykir manni ennþá vænna um þá.

Hversu margir hafa lagt hönd á plóg & vandað til verka til að við getum notið þess að setja blómin okkar glöð í fallegan vasa eða sposserað niður Laugaveginn í nýju peysunni okkar?
Ég mæli með því að næst þegar þú kaupir þér hlut eða flík, hugsaðu þá fallega til manneskjunnar sem bjó þetta til fyrir þig <3

 Þvílík einbeitnning ! Ótrúlega skemmtilegt kvöld og gaman að fá að prófa !

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea