SKÓARINN

SKÓR

 

Já ég elska skó, ég veit ekki hvað það er við skó en ég á mjög erfitt með að halda aftur af mér þegar ég sé fallega skó.
Ég reyni þó að vanda alltaf valið og  hugsa vel um skóna mína….  eða Davíð :) Það er  hann sem hugsar vel um skóna mína :)

Davíð er Skóarinn eða eigandi Skóarans. Ég hugsa það í hvert skipti sem ég kem með par eða tösku hvað hann er frábær, hvað hann gerir hlutina vel og hvað ég er glöð með að hafa Skóarann þarna í Hafnarfirði.  Hann gerir ekki bara við skóna mína, hann hefur líka lagað fyrir mig töskur, leðurbelti já og smíðað lykla.
Í alls engu samstarfi eða neinu slíku þá hefur mig lengi langað til að hrósa skóaranum og þakka fyrir mig.
Mér þykir vænt um svona lítil & persónuleg fyrirtæki og langar til að benda öllum á að nýta sér þessa þjónustu.


Þessir dásamlegu Billi bi hælar hafa farið mörgum sinnum til Skóarans en ég virðist spæna svona pinnahæla upp.  Davíð reddar því með bros á vör á mettíma.  Skórnir mínir eru alltaf eins og nýir þegar ég sæki þá nánast alveg sama í hvaða ástandi þeir voru þegar ég kom með þá (þetta eru snjóskórnir mínir og allt).


Óli hannaði þessa hillu alls ekki sérstaklega undir skóna mína en mér finnst þeir bara sóma sér vel þarna :)

Hér eru nokkrar myndir sem ég sá á facebook síðu Skóarans, hann gerir gamla eða mikið notaða skó eins og nýja .
Skóarinn er á Reykjavíkurvegi 68,  þið finnið hann HÉR.
Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið gefist upp á eða jafnvel hendið skónum ykkar næst.

 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus

GEGGJUÐ LYKKE LI Í GANNI

DRESSTíska

Ég er ennþá að syngja með …  Vá hvað Lykke Li var flott í Hörpu í gærkvöldi.


Umræða skapaðist eftir tónleikana á meðal tískuáhugafólks í hverju Lykke Li klæddist enda mikil “fashionista”, algjör töffari á sviði & rokkaði þetta dress.
Við gátum ekki betur séð en að Lykke væri í Ganni frá toppi til táar, a.m.k  eru jakkinn og stígvélin frá GANNI.
GANNI fæst í Geysi hér á Íslandi fyrir áhugasama & meira um Lykke hér 

Hér er hún í sama dressi á mynd sem hún birti á Instagram.

Takk fyrir okkur LYKKE LI 

xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus

 

ÚTSALA Í ANDREA OG ENGINN VEIT AF ÞVÍ

AndreASAMSTARFÚTSALA
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

ÚTSALA 

Jæja ég er búin að gefast upp á Facebook & Instagram í dag en eins og flestir vita er búin að vera einhver bilun hjá þeim.  Sumir geta sett inn myndir en aðrir ekki.  Ég get ekkert …. hvorki sett inn né séð myndir frá öðrum.
Þannig að það veit enginn af því nema Trendnet lesendur núna að útsalan okkar í AndreA byrjar á morgun fimmtudaginn 4. Júlí  kl 12:00.

Maður missir pínu öll verkfæri og leiðir til að láta viðskiptavini okkar vita, Þið megið endilega láta orðið berast ;)  blikk blikk 

Allar útsöluvörur eru á 30% Afslætti
Hér eru myndir sem áttu að fara á samskiptmiðlana okkar í dag, eitthvað af útsöluvörunum …

Ég valdi mér dress af útsöluslánum sem ég fíla og nota mikið.
Fyrsta val hefði þó verið Lovelove samfestingurinn hvíti en þetta er líka æði, sjúklega þægilegar buxur og peysa í lit sem ég elska, þessi litur gerir mig glaða svo einfalt er það :)
Peysan kostar núna 9.000 og buxurnar 8.300xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
(Þegar það kemst í lag ;)

ÍSLAND // VESTFIRÐIR

Við Ísabella fórum í mjög stutta en frábæra ferð á Vestfirði.
Við fórum á ættarmót með móðurfólkinu mínu og áttum frábæran sólarhring þar.  Við gistum bara eina nótt en náðum samt dýrmætum stundum með fólkinu okkar.


DYNJANDI …  er einn stórfenglegasti foss landsins, magnaður og ólýsanlega fallegur.  Það er frábært að stoppa þarna og labba um, njóta & hlusta.

KAFFI SÓL …
Leiðin var löng, félagsskapurinn góður & veðrið frábært.  Leiðin lá í Sveitina hennar mömmu, Breiðadal í Önundarfirði.
Ef þið eigið leið hjá þá verðið þið að stoppa þarna.  Í Neðri-Breiðadal er Kaffi Sól sem er dásamlegt kaffihús rekið af meistaranum Gunnu í Breiðadal.  Kaffihúsið er opið öllum og þar er hægt að fá heimsins bestu ostaköku, vöfflur og ýmislegt annað, sitja úti og horfa á fjöllin í kyrrðinni.  Ég elska að vita af svona stöðum og deili þessu hér því það er ekki bara gott að komast í svona góðar veitingar heldur er þetta líka æðisleg upplifun.  Uppáhalds kaffihúsið mitt <3Beint á móti Neðri Breiðadal & Kaffi Sól er Holt þar sem hægt er að fá gistingu, þar er líka hvít ótrúlega falleg strönd sem æðislegt er að fara á á góðum dögum.


(Myndirnar tvær af Ísabellu tók ég ekki í þessari ferð en þær eru teknar fyrir nokkrum árum.)Mæðgur <3 Ég mamma, Bella & Ringo

Ég var þreytt á heimleið enda allt of stutt stopp, ég ákvað að stoppa á einum stað sem mig langaði að sjá en það er Heydalur.
Stoppið var stutt í stíl við ferðina en ég á eftir að fara þangað aftur.  Í Heydal er bæði hægt að gista, fara í útreiðatúra, sund í gróðurhúsi og heita potta, þar er einnig veitngarstaður þannig að Þetta er gott og öðruvísi  stopp á langri leið.
Gaman fyrir krakka, þarna er talandi páfagaukur, hundar og ýmsilegt.

Hvert næst … ?
xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

EXTRALOPPAN OPNAR Á MORGUN Í SMÁRALIND

EXTRALOPPANFATAMARKAÐURSAMSTARF

EXTRALOPPAN OPNAR Á MORGUN Í SMÁRALIND! (neðri hæð við hliðina á Te&Kaffi)
Hurðin opnar kl 17:00 fimmtudagskvöldið 27 júní.  / opið til 21:00

Extraloppan er fyrir þá sem ekki vita verslun þar sem maður getur leigt bás í eina viku eða lengur og selt vel með farin notuð föt, merkjavöru, skó og húsbúnað.

Ég mæli með því að mæta tímanlega því það er mikið að gersemum til þarna, aðallega fatnaður en líka húsmunir, iittala, Royal copenhagen, Ro og allskonar.  Ég sýndi frá Extraloppunni á Instagram í dag, áhugasamir geta séð það í story  HÉR.

Miðað við instagram Exraloppunnar þá eru meðal annarra þessi með bás…  Erna Hrund (Bás nr 3),  Guðrún Veiga Kristín Péturs, Binni Löve,  Þórunn Ívars,  Sunneva Einars, Kolbrún Pálína, Erpur, Jennifer Berg, Salka Sól, Tinna Alavis, Birgitta Líf  & Svala Björgvins

Ég er með tvo bása þeir eru nr 48 & 84, ég verð með fullt af fötum aðallega frá AndreA og skóm í stærð 39
(set myndir af nokkrum hlutum hér neðar í bloggið)

Ef þig langar að vera með og selja þá er þetta ótrúlega þægilegt og einfalt.  Þú skráir þig HÉR.

“Í Extraloppunni  getur þú bæði keypt og selt notaðan vel með farinn fatnað, fylgihluti og húsbúnað. Sem seljandi leigir þú bás í eina viku að lágmarki og verðleggur sjálf/ur vörurnar þínar. Verðmiða með strikamerki, merkingar og þjófavarnir munum við svo útvega í verslun okkar og þegar vörurnar eru komnar í básinn sjáum við um að selja þær. Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og sjáum um söluna fyrir þig. Þú hefur möguleika á að fylgjast með sölunni þinni rafrænt og við greiðum þér svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt! Auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar, endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða bæði fyrir neytendur og umhverfið allt.”

Ég hlakka mikið til að prófa, ég hef alltaf verið dugleg að áframselja eða gefa fötin mín og finnst svo frábært að einhver geti notið þeirra í stað þess að þau séu ónotuð í skápnum mínum.  Ég elska líka að kaupa mér “vintage” eða notuð föt.
win win fyrir alla.

Hér er brot af því sem ég er með …

 

Sjáumst í Extraloppunni á morgun
xxx
AndreA

 

Instagram: @andreamagnus

ÍSLAND // NORÐURLAND

FERÐALÖGFRÍÍSLANDMÝVATN

Halló Ísland ….
Ísland er heldur betur að tríta landann vel með þessu dásemdar veðri hér alla daga, ég elska að vera hér og skoða landið okkar á sumrin.  Ég fór á vestfirði síðustu helgi (blogga um það næst) og skoðaði norðurlandið helgina þar á undan.

Við fórum með litlum eða engum fyrirvara í “road trip”.  Ferðinni var heitið á Mývatn sem er sæmileg keyrsla á einum degi, við ákváðum því að fara rólega yfir, stoppa á mörgum skemmtilegum stöðum á leiðinni, skoða & njóta.

Fyrsta stopp var hér GLANNI í Borgarbyggð

Næsta stopp er stopp sem ég klikka aldrei á þegar ég fer norður en það er sundlaugin á Hofsósi.
Ég mæli eindregið með stoppi á Hofsósi, bæði er sundlaugin og staðurinn æði.  Í góðu veðri er líka dásamlegt að borða þarna á litlum veitingastað Sólvík með útsýni yfir hafið.
Eins oft og ég hef farið í sundlaugina á Hofsósi þá fór ég í fyrsta skipti niður að fjörunni beint fyrir neðan sundlaugina en þar er þetta stórkostlega stuðlaberg….

Eftir Hofsós – skoðuðum við Siglufjörð, knúsuðum fólkið okkar á Ólafsfirði, borðuðum á Akureyri, stoppuðum við Goðafoss og enduðum svo daginn á Mývatni.

Eitt tips… Ef þið farið þessa leið og farið á Ólafsfjörð þá mæli ég með FARYTALE AT SEA.   Að fara þarna um á sæþotu er klikkað gaman, það var ekki laust fyrir okkur í þetta skiptið en þetta er upplifun sem er tryllt og situr eftir, mig langar alltaf aftur.

(sjáið þið brúðhjónin ?)

Mývatn er magnað, ótrúlega fallegt, við skoðuðum Dimmuborgir sem eru náttúru undur, listaverk úr hrauni, ótrúlega fallegt og gaman að ganga þar um.  Við fórum í jarðböðin á Mývatni, veðrið var svo sannarlega með okkur en mælirinn sýndi 24 gráður á Mývatni, ég klæddi mig bókstaflega úr samfestingnum á bílastæðinu fyrir utan Jarðböðin og skipti í léttari föt.

Mæli með Mæli með, það er ótrúlega gaman að vera túristi í eigin landi.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus

HEIMSINS BESTA “SCRUNCHIE”

AndreABEAUTYHÁRSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína AndreA

Heimsins besta “scrunchie”  ?
Já hún er til og ég er að gera heila bloggfærslu út af einni hárteygju :)
Ég keypti mér svona teygju í Kaupmannahöfn fyrir ári og hef notað hana óspart síðan, ég er mikið með hárið í hnút og þessi teygja gerir hnútinn þykkari og fallegri, hún heldur líka svo vel og er bara besta “scrunchie” sem ég hef prófað.  (þið skiljið mig þegar þið eruð búnar að prófa).

Ég á alveg aðrar svipaðar teygjur en það er eitthvað við efnið og áferðina í þessari sem gefur hnútnum extra flott lúkk.  Hún er líka flott í háa hnúta og tagl.

Ég var svo ákveðin og spennt  að finna þetta á tískuvikunni að Aldís vinkona mín spurði mig nokkrum sinnum “Erum við að leyta að hárteygju?” hún skildi þetta  ekki alveg, skiljanlega en skilur þetta betur núna þegar hún er búin að prófa og er komin á “schrunchie” vagninn.
Allavega mín uppáhalds hárteygja gjörið þið svo vel ….
Komin í öllum regnbogans litum í AndreA


   

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

17. JÚNÍ

17.JÚNÍDRESSÍSLANDÍSLENSKT

17. júní …
Dagurinn sem ég fer í sparifötin :)
Ég elska þessa hefð sem ég hef haldið í undanfarin ár.  Ég á hvorki peysuföt né upphlut ennþá (það er á fimm ára planinu) en ég fæ lánað hjá góðum konum í kringum mig.  Ég er samt aðeins farin að safna og á t.d skotthúfu og núna þessa æðislegu plíseruðu svuntu :)

Það sem er þó í mestu uppáhaldi hjá mér við þennan upphlut er þessi tryllta skyrta.  Ég talaði um hana HÉR fyrir akkúrat ári síðan en hún er 60 ára gömul, handgert meistaraverk frá Hafnarfirði.

Gleðilega þjóðhátíð
LoveLove

AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus

SUMARSALAT

MATURUPPSKRIFT

SUMARSALAT …
Þetta salat hefur fylgt okkur fjölskyldunni lengi, við gerum það allt árið en á sumrin er það sérstaklega vinsælt.  Þetta er líka sú uppskrift sem ég hef oftast sent vinkonum mínum þannig að hér er hún …


1 x haus kínakál
1 x búnt vorlaukur
1 x mangó (val)
1/2 poki möndluflögur
2 pakkar núðlur (mylja niður)
1 dl sesamfræ
(stundum bæti ég við chia fræjum, valhnetum eða pecan hnetum bara eftir því hvað ég á hverju sinni)
* Núðlur – möndlur og sesamfræ eru ristuð saman á pönnu.

DRESSING
1/4 bolli borðedik
3 msk sykur
1/2 bolli matarolía
2 msk soya sósa
(allt soðið saman og kælt)

Stundum hef ég bara salatið eitt og sér en það er mjög gott þannig en oftast ber ég það fram með nautakjöti (það er vinsælt hjá strákunum mínum) eða kjúkling.


Bon appétit

AndreA

Instagram @andreamagnus

 

GLJÁANDI HÚÐ VIÐ SUMARKJÓLANA

BEAUTYSAMSTARFÚTLIT
* vöruna fékk ég að gjöf

ANGAN Volcanic glow BODY OIL …
Þetta er akkúrat það sem mig vantaði við þetta endalausa pilsa & kjóla veður sem Ísland er að bjóða uppá þessa dagana.
Ég fékk vöruna að gjöf fyrir nokkru síðan, olían stóð hér á borðinu í nokkra daga áður en ég prófaði hana, þegar ég var búin að prófa einu sinni var ekki aftur snúið, þetta er snilld & íslensk snilld fyrir þá sem ekki vita.


Mig langaði svo að sýna ykkur litinn á olíunni en hún er svona gull/brons lituð.  Húðin fær ekki bara fallegan lit og  gljáa heldur líka mikla næringu & raka.  Þið getið lesið meira um þessa snilld HÉR .

Ég er aðallega að nota þetta á fæturnar þegar ég er í kjól eða pilsi en olían er líka mjög falleg á hendur & bringu.
Mæli með <3

ANGAN fæst t.d í Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði, HAF store og HÉR má sjá alla útsölustaði.

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus