AndreA

KONUR ERU KONUM BESTAR VIKAN !

Konur eru konum Bestar

Konur eru konum Bestar … pínulítil breyting á setningu en risastór breyting á hugafari <3

Verkefnið “Konur eru konum Bestar” á þessa viku, vonandi hefur það ekki farið framhjá neinum.
Við,  ég,  Elísabet Gunnars hér á Trendnet, Aldís Pásldóttir ljósmyndari & Rakel Tómasdóttir grafískur hönnuður og listamaður stöndum að verkefninu. // Þessir linkar eru á Instagram-ið okkar ef ykkur langar að vera með í beinni.
Þið getið lesið allt um “Konur eru konum Bestar”  verkefnið hér hjá Elísabetu Gunnars.
Vikan er búin að líða ótrúlega hratt enda í nógu að snúast.  Við höfum unnið að þessu verkefni í sitthvoru horninu lengi,  hver með sitt verkefni en allar sömu hugsjón.  Við hittumst svo loksins allar í gær  (Elísabet er komin heim frá útlöndum).  Það var ótrúlega gaman og við erum vel peppaðar fyrir föstudeginum.


Við erum svo óendanlega þakklátar fyrir allan stuðninginn, aðallega frá ykkur öllum sem viljið vera með okkur í liði <3
Við erum með #Konurerukonumbestar & getum ekki beðið eftir að sjá ykkur allar í ykkar bol.
INSTAGRAM LOVERS ATH… við erum með ótrúlega flott GIF á Instagram, sláðu inn “Konur” þá kemur það !
TAKK Sahara fyrir að gera það fyrir okkur ♡

Þið finnið okkur líka í nýjustu Vikunni sem kemur út í dag !  Þar sem engin önnur en Queen Camilla  prýðir forsíðuna … Hlakka til að lesa það viðtal við þessa frábæru konu.

Svona lítur bolurinn út í ár, ég eeeelska bakið á honum þar sem orðið KONA er skrifað á mörgum tungumálum.
Allir fá bolinn sinn í þessum fallega poka.
Bolurinn kemur í stærðum XS-S-M-L-XL og kostar 6.900 –
Í ár rennur allur ágóði af sölunni til menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar ♡

“Konur eru konum Bestar” // Basic hvítur stuttermabolur með þessari Bestu setningu að framan, rugl flottu baki & risastórri meiningu & breyttu á hugarfari.
Þetta er frábær og hvetjandi setning, hún minnir okkur á að styðja og hjálpa hver annari, vera góðar fyrirmyndir fyrir dætur okkar og komandi kynslóðir.


Við vonumst til að sjá sem flestar á viðburðinum //  Konur eru konum Bestar Vol2
AndreA – Norðurbakki 1 – 220 HFJ
Föstudaginn 21.09.2018
Kl 17:00 – 20:00
Bolurinn verður einnig fáanlegur á AndreA.is  – Hann fer í loftið á sama tíma í takmörkuðu upplagi kl 17:00
       

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus 
Instagram: @andreabyandrea

IGLO+INDI NÝ VERSLUN Á GARÐATORGI

IGLO+INDIÍSLENSKT

IGLO+INDI er eitt fallegasta íslenska barnafatamerki sem til er.   Iglo+Indi eru nú komin aftur “heim” eða í Garðabæinn, Garðatorg 4.
Verslunin er afar glæsileg og fatnaðurinn er þannig að mig langaði “næstum” í barn no #3 til að geta farið þangað að versla en mín börn eru komin í fullorðinsstærðir sem er smá skellur.

Ég geri ráð fyrir að allar mömmur með lítil kríli elski að það séu nóg af bílastæðum fyrir utan verlsunina :)
Það er kósý stemning inni í verlsuninni & fatalínan í ár er sturluð, geggjaðir kjólar og leopard pelsar … mjög Helguleg lína sem ég elska…  Mig langaði meira að segja í einn kjól á mig … passa næstum í hann enda einn&ellefu  haha (sem er stundum kostur) en Helga gerir eina & eina flík í fullorðinsstærðum þannig að það kemur fyrir að það er eitthvað til á okkur mömmurnar líka :)


 Hér finnið þið Iglo+Indi á Instagram …

Til hamingu elsku Helga & Co ….

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

PARÍS

FERÐALÖGPARISTRAVEL

París París París … Hvað get ég sagt ykkur um París?  Well ég hef sennilega aldrei komið jafn oft til nokkurar borgar en ég hef unnið mikið og oft þar í gegnum árin.  Ég var bara alls ekki að fíla borgina fyrstu árin en hef svo sannarlega lært að meta hana og finnst ég alltaf vera að sjá nýjar hliðar á henni enda risastór og síbreytileg.  Ég var í París um síðustu helgi í vinnuferð þar sem við fengum einn dag frí og skoðuðum okkur um, sigldum um Signu og borðuðum góðan mat.


Ég & þessir gaurar fyrir aftan mig að reyna ná góðu skoti með þessum fáránlega fallega bakgrunni ;)NOTRE DAME  …
Við fórum í bátinn eða ferjuna rétt hjá Notre Dame og sigldum niður Signu í 20 mínútur og fórum frá borði við Eiffel turninn og svo sömu leið til baka.  Bátarnir sigla þarna um eins og strætó þar sem að maður kaupir miða sem dugar allan daginn.  Mjög næs og sniðugur ferðamáti,  þeir koma á 12 mínútna fresti.

 


Þetta risastóra A – LoveLove it

Kjóllinn:  Ég fékk svo margar fyrirspurnir um hann … Hann er frá okkur í AndreA:  “MIAMI wrap dress”
MIAMI  er til í eldri útgáfunni núna í búðinni (þá ekki með pífu að neðan) í svörtu og dökkbláu  en nýja útgáfan með pífu eins og ég er í kemur í október.

MERCI er ótrúlega skemmtileg verslun sem ég mæli með að kíkja í,  þar fæst til dæmis okkar eigins 66°NORTH ásamt fallegum fatnaði, húsgögnum, skarti og öllu sem hugurinn girnist.  Virkilega gaman að skoða sig þarna um.


MOULIN ROUGE
Hér sjáið þið fullt af fólki reyna að ná hinni fullkomnu mynd með Rauðu millunni í bakgrunn :)

PINK MAMMA …. 
Ég verð að mæla með þessum ótrúlega flotta Ítalska stað sem opnaði nýlega í París.  Ég gerði tvær tilraunir til að fara þangað á þremur dögum, það tókst í seinna skiptið.  Það er ekki hægt að panta borð og löng röð myndast oft fyrir utan en biðin er alveg þess virði.  Staðurinn er ævintýralega flottur.  Ítalir kunna ekki bara að gera góðan mat heldur fékk ég loksins almennilegan cappucchino eða svona eins og við þekkjum hann hérna á Íslandi.  Annars lærði ég það í þessari ferð með hjálp Instagram vina að til að fá eitthvað sem líkist cappucchino þá er best að panta “Cafe Creme” annars þegar ég panta cappucchino í París fæ ég eitthvað sem líkist meira kakó með rjóma og það er meira að segja afgreitt með röri á mörgum stöðum (ég meina hver drekkur kaffi með röri?)  En aftur að PINK MAMMA eins og þið sjáið á myndunum er staðurinn sturlaður og stemmingin líka, það er upplifun að borða á svona stað. Ef þú fílar Ítalskan og ert í París… ekki missa af Pink mamma ♡

LoveLove
Andrea

Instagram: @andreamagnus 
Instagram: @andreabyandrea

PERSÓNULEGT SKART

SKART

Persónulegt skart hefur verið mjög vinsælt að undanförnu, stafamen & stjörnumerki hafa t.d verið ótrúlega vinsæl hjá okkur í AndreA.   Það er bæði gaman að bera persónulegt skart og svo er það virkilega falleg gjöf til þeirra sem manni þykir vænt um.

Vinkona mín Helga Sæunn tók þessa persónulegu nálgun á næsta level þegar hún gaf mér silfur armband sem hún bjó til.  Hún var búin að grafa nöfnin okkar á armbandið;  Óli – Andrea – Magnús Andri – Ísabella María. (ég, maðurinn minn og börnin okkar).   Hún hefði ekki getað hitt meira í mark hjá mér.    Armbandið er hrátt og ójafnt og stafirnir hamraðir í einn af öðrum, persónulegt, handgert & ótrúlega kúl, ég elska það <3

Hægt er að hafa samband við Helgu hér: Made by me og panta.

Helga er einnig að gera hringa og fleira í þessum dúr (með nöfnunum ykkar á).  Helga er líka opin fyrir sérpöntunum en hún gerði td fyrir mig hálsmen þegar ég átti brúðkaupsafmæli með setningu sem hefur meiningu fyrir okkur “LoveLove” og brúðkaupsdeginum okkar 02.09.2005.
Þegar að nöfn barnanna eða eitthvað svona rosalega persónulegt er komið á skartið þá þykir manni sérstaklega vænt um það og geymir eins og gull (er samt silfur) um aldur og ævi.

LoveLove
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

ÁSTIN & LÍFIÐ

BrúðkaupLÍFIÐ
Ástin & Lífið

Í dag 2. september eru þrettán ár síðan að ég giftist mínum heittelskaða en þar áður höfðum við verið kærustupar síðan ég var 18 ára eða samtals í 25 ár.  Fyrir 13 árum átti ég ekki Facebook, Instagram eða I phone, munið þið eftir því lífi ?  Myndirnar úr brúðkaupinu voru flestar teknar á filmu, eru framkallaðar og límdar í myndaalbúm… mér líður eins og risaeðlu hahaha


Við giftum okkur á Kúbu með okkar nánustu en það voru allir velkomnir sem langaði að skoða heiminn með okkur. Og áður en þú spyrð af hverju Kúba? þá veit ég það ekki, okkur langaði mikið að fara þangað, elskum tónlistina þaðan, vorum að læra salsa með kúbönskum kennara í Kramhúsinu (það hafði pottþétt áhrif) og bara almenn ævintýraþrá.

“Viltu giftast mér” ? Þessi stóra spurning og þetta risastóra “JÁ”

Það er allt fallegt við brúðkaup, en dagurinn verður einn eftirminnilegasti dagur í öllu lífinu, öllu er tjaldað til og undirbúningurinn er oft gríðarlegur og uppskeran eftir því.

En aftur að stóra JÁINU
Ég hef heyrt það svo ótal oft í gengum tíðina að það skipti ekki máli hvort maður sé giftur eða ekki en ég er ekki sammála því.  Það skiptir mig a.m.k máli og ég er ekki að tala um lagalegu praktísku hliðina, eða það að ganga með hringinn sem er algjört aukaatriði í stóra samhenginu, kjólinn, veisluna eða neitt slíkt. Heldur um skuldbindinguna og ákvörðunina, þegar þú færð þessa spurningu ertu tilbúin að segja JÁ ?  eða SÍ eins og ég gerði :)

Þetta stóra Já skipti mig miklu máli, ég þurfti ekki að hugsa mig um en ég tók risastóra ákvörðun innra með mér, eina bestu ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni, þetta risastóra JÁ með öllu hjartanu.  
En með JÁINU fylgir neflilega endalaus vinna & virðing því að hjónabandið gengur ekki að sjálfu sér.  Þú velur hvort þú vökvar garðinn þinn og ræktar hann heima hjá þér eða annarsstaðar og grasið er sjaldnast grænna hinum megin við lækinn.
Það koma erfiðir tímar,  lífið er bara þannig.  Þið þurfið að skiptast á að vera sterki aðilinn.  Svo þurfum við líka að fá að vaxa og þroskast í sitthvoru lagi, eiga okkar áhugamál og líf sem einstaklingar.

Við erum svo heppin að fá að velja hvað við ætlum að fókusera á í fari hvor annars,  hvort að við ætlum að eyða tímanum í að pirra okkur á göllum makans eða fókusera á kostina ?

Svo er það bara þannig að lífið líður ótrúlega hratt, litli strákurinn minn sem er 6 ára á myndinni hér fyrir neðan verður TVÍTUGUR næst þegar hann á afmæli & barnið í bumbunni er 12 ára.   Munum að njóta, búum til tilefni, höldum upp á brúðkaupsafmælið, afmælið eða hvað sem það er.  Ekki bíða eftir að einhver bjóði þér í partý, ef þig langar í partý haltu partý. Og umfram allt í amstri dagsins ekki gleyma hvort öðru.
Lífið er núna  ♡

Ég ætla að fagna ástinni og lífinu í dag !

Lovelove 
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

DRESS: LOVELOVE OVERALL

DRESSSAMFESTINGUR

DRESS …
Ég á það til að leggjast á sortir eða eiga svona “uppáhalds outfit” sem mig langar að fara í á hverjum einasta morgni þegar ég vakna.  Kannast þú við það ?
LoveLove samfestingurinn er einmitt þannig.  Hann er ekki bara cool heldur líka svo fáránlega þægilegur og ég elska að vera bara í einni flík, smá vesen þegar maður þarf að pissa en annars fullkomið dress.    Ég var í samfestingnum alla síðustu helgi og gott betur og  já ég hitti sama fólkið tvisvar, óvart haha :)  En ég er alltaf sáttust við mín kaup eða það sem ég hanna/sauma mér þegar ég nota fötin mín mikið, það eru bestu kaupin ;)

Planið var að vera með skvísulæti og fara út á rauðu pinnahælunum en ég skipti í hálfgerða “inniskó” áður en ég fór í afmæli til Mayu minnar (sem er með mér á myndinni hér fyrir neðan) Til hamingju með afmælið Maya.
Maya er í svörtum LoveLove samfesting og ég í grænum, hann er jafn flottur við hæla, inniskó & strigaskó … lovelove á það !

  LoveLove samfestingur: AndreA 
Rauðir hælar: Mads Norgaard
“Inniskór” : Steve Madden 
Strigaskór Mayu: ACNE (væntanlegir í GK Reykjavík)
Rauð taska: AndreA
Mayu taska: Gucci

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

DRAUMATASKA

AndreAbyAndreAÍSLENSKTTíska

Draumataska♡

Töskur eru einn mikilvægasti og mest áberandi fylgihlutur sem við berum og notum alla daga ALLTAF eða það er a.m.k þannig hjá mér.  Það virðist vera þannig að því stærri tösku sem ég er með því meira af dóti er ég með? Ég einhvern veginn fylli þær alltaf.
Fyrsta taskan sem við gerðum hjá AndreA er umslag sem ég elska og er búin að nota endalaust, ég enda alltaf með hana þó að ég eigi fullt af öðrum valkostum.  Ástæðan er að hún er þunn, létt og aldrei fyrir mér.  Umslagið fær samt að víkja pínu núna fyrir nýjasta barninu sem er pínu að stela athyglinni en við gerðum í sumar nýja tösku sem er einmitt hugsuð sérstaklega til að nota “kross yfir axlir” eða um mittið þannig að þú þurfir ekki að halda á neinu og sért alltaf með tvær hendur lausar. (ég tek hana ekki einu sinni af þegar ég set á mig bílbeltið).
Við erum afar stolt af nýjustu töskunni og ég er að gefa eina í lit að eigin vali á Instagram.   Komdu þangað ef þig langar að taka þátt, ég dreg  laugardaginn 25.ágúst ♡

Eldri týpurnar fást að sjálfsögðu allar líka hjá okkur, leyfi hér að fylgja myndum af nokkrum þeirra …

Hér er hægt að skoða úrvalið: Andrea.is (nýjasta taskan kemur inn á næstu dögum) 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

 

ÞRIÐJUDAGUR AF BESTU GERÐ

LÍFIÐSAMSTARF

Þriðjudagur er kannski ekki mest spennandi dagur vikunnar en fólk er oft mjög upptekið og búið að plana allar helgar langt fram í tímann, þá eru þriðjudagar fullkomnir til að hitta vinkonuhópinn og taka stöðuna.
Það er erfitt að finna tíma þar sem allir eru lausir, það varð þannig hjá okkur líka en það vantar tvær úr hópnum á myndina.

Síðdegiskaffi eða te er snilld, ekki á matmálstíma & ekki á vinnutíma.  Mér fannst ég sjálf varla ná þessu en fór samt og átti fáránlega gott síðdegi sem ég lifi á út vikuna.  Þetta er líka tímasetning sem ég mun klárlega nýta mér aftur, mér gekk óvenju vel að smala öllum saman.

Okkur var boðið á Apótekið í “Afternoon tea”,  þetta var upplifun, stemning, gaman og öðruvísi.  Teið sem við völdum var bleikt (sem er bónus) ávaxtate og ótrúlega gott (annars drekk ég ekki te eða jú núna) og maturinn upp á tíu, það voru bæði kökur sem voru ómótstæðilegar, brauð með laxi, vaffla með önd og fleira.

Æ hvað það er gott að brjóta upp rútínuna og hitta skemmtilegt fólk, hlæja og plana næstu partý.   Við gerum þetta nefnilega sjálf og enginn annar fyrir okkur, við verðum að vera dugleg að plana “hittinga”, leika og hafa gaman.  Ekki gleyma því  <3

Dagurinn minn endaði ekki hér,  ég fór í 4 ára afmæli hjá bróðurdóttur minni og þaðan á magnaða, sturlaða, ógleymanlega tónleika Arcade Fire í Laugardalshöllinni.  VÁ hvað þau eru góð.


Aldís Páls égErna HrundBrynja DanKolbrún Pálína (á myndina vantar Söru Regins & Hrefnu Dan ) = #Stjórnin


Já krakkar það þarf að æfa þetta líka #DELIALLICHALLENGE

Ein glöð kona á leiðinni heim eftir gott hláturskast og gleði með frábærum vinkonum.

Kimono: @andreabyandrea
Buxur: AndreA væntanlegar
Skór: Mads Norgaard

xxx
Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

KAUPMANNAHÖFN / MÆLI MEÐ …

FERÐALÖGFRÍKAUPMANNAHÖFN

Kaupmannahöfn er alltaf í uppáhaldi hjá mér, ég bjó þar þegar ég var að læra en þar fyrir utan er hún bara ein af þessum borgum sem mér líður vel í og finnst alltaf gaman að heimsækja.  Ég fer þangað alltaf a.m.k tvisvar á ári á tískuvikuna og væri alveg til í að fara oftar.   Eftir allar þessar heimsóknir var eitt sem ég átti alltaf eftir að gera en það var að heimsækja LOUISIANA listasafnið en ég lét verða af því í þessari ferð og mæli heilshugar með dagsferð þangað.

LOUISIANA Safnið er staðsett rétt fyrir utan Kaupmannahöfn.  Við tókum lest áleiðis en hjóluðum svo í ca 2 klst, veðrið var dásamlegt og hjólaleiðin ævintýralega falleg, meðfram ströndinni, í gengum skóga og út í sveit.
Safnið er ótrúlega fallegt, með ævintýralegum garði og kaffihúsi við sjóinn.  Inni á safninu er verslun sem selur rjómann af danskri hönnum, fatnað, hluti, bækur, plaköt og fl.
REFFEN er svo staður sem mig langaði að sjá en hann er tiltölulega nýr í Kaupmannahöfn en við hjóluðum þangað og fengum okkur að borða.  Hjólaleiðin þangað er líka mjög skemmtileg, það er reyndar bara skemmtilegt að hjóla í Köben og ég byrja alltaf á því að leigja mér hjól sérstaklega þegar vel viðrar.
REFFEN er staðsett á Refshaloen á Amager og er svona götu markaður með allskonar mat og drykk.  Mjög gaman að fara þangað að borða & hugga sig að hætti dana :)  …. mæli með


LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

GÖTUTÍSKAN Á TÍSKUVIKUNNI

AndreACPHFWKAUPMANNAHÖFNTískaTÍSKUVIKA

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er ótrúlega skemmtileg vika sem haldin er tvisvar sinnum á ári í janúar og ágúst.  Borgin iðar af lífi og það er allt morandi af  skvísum og stælgæjum sem koma allstaðar að til að vera þarna, vinna  á þessum tíma.  Innkaupafólk, hönnuðir, sölumenn og áhrifavaldar.  Samansafn af fólki úr tískubransanum.

Ég er búin að vera þarna tvisvar á ári meira og minna í mörg ár (ég er hætt að telja).  Tískuvikan var þó öðruvísi hjá mér í ár en vanalega þar sem ég eiginlega  millilenti í Köben á leiðinni til Austurríkis.  Ég hafði því lítinn tíma og pakkaða daga á fundum og hlaupum.  Ég tók dóttur mína með sem er 12 ára  “assistant buyer”  :) Það var gaman að sýna henni hvað við erum að gera í vinnunni og leyfa henni að vera með.  Ég hef tekið hana einu sinni með áður en þá var hún 6 mánaða. Frá 2-11 ára var hún í pössun,  Takk mamma!

Götutískan er sérstaklega skemmtileg á þessum tíma og gefur manni mikinn innblástur.
Ég tók hér saman myndir sem heilla mig og spyr: Hvað spottar þú marga Íslendinga á þessum myndum?

Myndir: skjáskot #Cphfw 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea