17. JÚNÍ

17.JÚNÍDRESSÍSLANDÍSLENSKT

17. júní …
Dagurinn sem ég fer í sparifötin :)
Ég elska þessa hefð sem ég hef haldið í undanfarin ár.  Ég á hvorki peysuföt né upphlut ennþá (það er á fimm ára planinu) en ég fæ lánað hjá góðum konum í kringum mig.  Ég er samt aðeins farin að safna og á t.d skotthúfu og núna þessa æðislegu plíseruðu svuntu :)

Það sem er þó í mestu uppáhaldi hjá mér við þennan upphlut er þessi tryllta skyrta.  Ég talaði um hana HÉR fyrir akkúrat ári síðan en hún er 60 ára gömul, handgert meistaraverk frá Hafnarfirði.

Gleðilega þjóðhátíð
LoveLove

AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus

SUMARSALAT

MATURUPPSKRIFT

SUMARSALAT …
Þetta salat hefur fylgt okkur fjölskyldunni lengi, við gerum það allt árið en á sumrin er það sérstaklega vinsælt.  Þetta er líka sú uppskrift sem ég hef oftast sent vinkonum mínum þannig að hér er hún …


1 x haus kínakál
1 x búnt vorlaukur
1 x mangó (val)
1/2 poki möndluflögur
2 pakkar núðlur (mylja niður)
1 dl sesamfræ
(stundum bæti ég við chia fræjum, valhnetum eða pecan hnetum bara eftir því hvað ég á hverju sinni)
* Núðlur – möndlur og sesamfræ eru ristuð saman á pönnu.

DRESSING
1/4 bolli borðedik
3 msk sykur
1/2 bolli matarolía
2 msk soya sósa
(allt soðið saman og kælt)

Stundum hef ég bara salatið eitt og sér en það er mjög gott þannig en oftast ber ég það fram með nautakjöti (það er vinsælt hjá strákunum mínum) eða kjúkling.


Bon appétit

AndreA

Instagram @andreamagnus

 

GLJÁANDI HÚÐ VIÐ SUMARKJÓLANA

BEAUTYSAMSTARFÚTLIT
* vöruna fékk ég að gjöf

ANGAN Volcanic glow BODY OIL …
Þetta er akkúrat það sem mig vantaði við þetta endalausa pilsa & kjóla veður sem Ísland er að bjóða uppá þessa dagana.
Ég fékk vöruna að gjöf fyrir nokkru síðan, olían stóð hér á borðinu í nokkra daga áður en ég prófaði hana, þegar ég var búin að prófa einu sinni var ekki aftur snúið, þetta er snilld & íslensk snilld fyrir þá sem ekki vita.


Mig langaði svo að sýna ykkur litinn á olíunni en hún er svona gull/brons lituð.  Húðin fær ekki bara fallegan lit og  gljáa heldur líka mikla næringu & raka.  Þið getið lesið meira um þessa snilld HÉR .

Ég er aðallega að nota þetta á fæturnar þegar ég er í kjól eða pilsi en olían er líka mjög falleg á hendur & bringu.
Mæli með <3

ANGAN fæst t.d í Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði, HAF store og HÉR má sjá alla útsölustaði.

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus

SUMARDAGAR

ÍSLANDLÍFIÐSUMAR

Dásamlegir sumardagar alla daga hér á fróni…
Jahérna hvað þessi gula gerir manni gott … þó að mælirinn sýni bara 10 gráður þá erum við bara alsæl með það á meðan sólin lætur sjá sig. Ég elska þetta veður.
Allir úti að leika og allir glaðir, maður getur verið berfættur og berleggja bið ekki um meira.Ringó Ísabelluson er að elska þessa sól & fær stundum “bælið” sitt út á pall, hann var samt ekki að fíla gleraugun nema í tvær sek :)
Sigga Magga vinkona mín í Litlu hönnunarbúðinni hannar þessi bæli/púða í sjúklega flottum printum og í nokkrum stærðum. (fyrir áhugasama hundaeigendur ;)

Annars var helgin í stíl við veðrið = frábær.
Ég hitti næstum allar vinkonur mínar sem er gulls ígildi, átti frábæran tíma með fólkinu mínu, fór með öllum stelpunum mínum í RVK CITY, fór upp á Akranes í afmæli, vann og drakk kaffi á pallinum, já ég gerði bara fullt <3


Rose (mágkona mín) – Sara – Eva María & Ísabella María

LoveLove
Andrea

Instagram: @andreamagnus

ÍSLENSK SUMARKVÖLD & LÚPÍNUR Í VASA

BLÓMÍSLANDLÍFIÐ

Ókeypis blóm “all you can eat”  eða þannig :)
Ég elska lúpínur þær eru svo fallegar í vasa, ég elska þær reyndar líka í guðsgrænni náttúrunni.  Fyrir blómakonu eins og mig  finnst mér æðislegt að geta fengið þessi blóm hvar sem er og sett í vasa.


Ég tók þessar myndir við Hvaleyrarvatn í gær, þar er dásamlegt að vera, allt fallegt, fuglasöngur og ótrúlega góð orka.  Allt ilmar af sumri.  Við vinkonurnar nenntum varla út úr bílnum fyrst en létum okkur hafa það en þegar við vorum búnar að labba í ca 2 mínútur (eða minna) fyllti ilmurinn úr náttúrunni, útsýnið og sólsetrið hjarta og líkama af gleði.  Ég mæli með að þið farið þangað í kvöldgöngu, þið skiljið hvað ég meina eftir það :)

Ég var fljót að hverfa í lúpínuhrúgu og týndi mér blóm í vasa eða tvo…. love it.


Ég var frekar seint á ferðinni, en guð hvað við erum heppin með svona íslensk björt sumarkvöld.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus

DRESS: HVÍTT

AndreAbyAndreADRESSHELGINJAKKAFÖTSAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun/merki AndreA

Þetta fallega veður gerir allt betra, dásamleg helgi að baki. Útskriftarveislur, út að borða og útivera í góðum félagsskap.
Hvítt var þemað hjá mér, ég notaði tækifærið þar sem veðrið var svona gott.


Jakkaföt: AndreA  (buxurnar eru komnar en jakkinn er væntanlegur)
Hálsmen: LUCKY number & LoveLove / AndreA
Samfella: / OW (gömul)
Eyrnalokkar: PICO / AndreA
Belti: Vintage / Spúútnik
Skór: Flattered /GK REYKJAVÍK 
Hárteygja: “scrunchie”: PICO / AndreA

Þessir skór komu með mér heim á föstudaginn úr nýrri og glæsilegri GK REYKJAVÍK.  “They had me at hello”
Við Elísabet ætluðum bara rétt að kíkja og sjá nýju búðina, alls ekki að versla neitt en svona er þetta stundum, týpískt að maður finni eitthvað þegar maður er alls ekki að leita.  Elísabet deilir ást minni á þessum skóm og skrifaði um þá HÉR .
Skórnir eru frá Flattered sem er mögulega nýtt uppáhalds merki …

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

EÐAL HELGI HJÁ E&G

DANMÖRKFERÐALÖGFRÍLÍFIÐ

Dásamleg helgi að baki og gott betur en ég eyddi helginni hjá höfðingjunum Elísabetu Gunnars og Gunna í Esbjerg.
Ég þurfti að vinna í Kaupmannahöfn á mánudaginn og lengdi þá ferð með stoppi hjá þeim.
Á þessum tveimur dögum náðum við að gera svo fáranlega mikið, ég kom heim með fullan poka af minningum og sól í hjarta, mér sýnist reyndar sólin hafa komið með alla leið hingað heim.

Ég var að sjálfsögðu dregin út að hlaupa ala EL Gunnars en til að skemma ekki fyrir henni hjólaði ég á eftir henni haha (true story)  mjög skemmtilegur hringur í ótrúlega fallegu umhverfi.

Veðrið var dásamlegt og við notuðum fallega garðinn þeirra óspart.  Garðurinn er ævintýri líkastur, endalaus fuglasöngur og falleg blóm.
Okkur vantaði blóm í vasa og við Alba vorum fljótar að finna þau í garðinum (loooove it).

Hlaupahringurinn – Eurovison partý – handboltaleikur – uppáhalds kaffihúsið – …. Allt þetta sem ég sé reglulega í story hjá þeim hjónum, fannst kannski pínu eins og ég hafi verið þarna áður en samt ekki ….. Ótrúlega margt fallegt að sjá og gaman að upplifa.

Handboltafjölskyldan er greinilega samheldin en húsið fylltist af vinum & börnum, ég var svo heppin að “handbolta” vinir mínir Arnór og Guðrún komu líka, svo gaman að ná að hitta þau <3


Ég var mjög spennt að vakna á Sunnudegi í E&G húsi
Húsfrúin var búin að baka sínar “legendary” lummur sem ég hef hingað til bara séð í story :) Ég er mögulega búin að suða um brunch boð lengi en hver er að telja … Loksins dreif ég mig og þessar pönnukökur sem ég hafði aldrei smakkað eru svo ótrúlega góðar, þær verða klárlega gerðar hér næstu helgi.
Ég bað um uppskrift (eins og allir gera), hún er einföld og hrikalega góð.
Uppskriftina finnið þið hér:  SUNDAYS 


“My new best friend”   Gunnar Manuel …. Þessi bræddi sko hjartað mitt ….

Við skoðuðum RIBE sem er elsti bær Danmerkur, ótrúlega fallegur og góður dagur …


Takk fyrir mig E&G 
LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus

 

SUMARIÐ KOM Í KASSA

DRESSSAMSTARFSUMAR
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA.

Það var allt annað en sumarlegt í gær þegar ég var á leið í vinnuna, tilfinningin var meira eins og það væri vel “hressandi” haust.  Ég fór út í ullarpeysu, ullarkápu með ullartrefil en svo kom sumrið í kassa seinnipartinn :)
Við vorum að taka upp vörur í vinnunni, önnur hver flík sem ég tók upp úr kassanum var gul …. Love it

Ég fór heim með tvær gular peysur og gulan kjól, á leiðinni heim hitti ég svo vinkonu mína sem gaf mér gult naglalakk af algjörri tilviljun :)
Mér leið eins og lífið hafi hent í mig beini og ég þurfti að naga það haha! nei nei en ég mátaði samt gulu fötin og setti á mig gula naglalakkið og ég er ekki frá því að það hafi komið smá sumar í sálina með þessu  :)


Kjóllinn er frá danska merkinu Soft Rebles og kom í gulu og svörtu


Hneta vinkona mín kom aftur í heimsókn, ég reyndi að ná mynd af okkur saman en það gekk ekkert sérstaklega vel  :)


Skórnir eru frá Vagabond, keyptir í Kaupfélaginu.


Gula naglalakkið sem ég fékk í gjöf … Ég  var pínu óþolinmóð að leyfa því að þorna áður en að ég fór í kjólinn, læri það víst aldrei en liturinn fallegur.

Þessi peysa kom líka upp úr kössunum, ég prófaði hana yfir kjólinn og við strigaskó, annað lúkk sem virkar jafn vel og hitt <3

LoveLove
Mellow Yellow

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

MÆÐRADAGURINN

BIOEFFECTLÍFIÐMAMMAMÆÐRADAGURINNMOTHERSDAYSAMSTARF
Myndirnar voru teknar fyrir Bioeffect

Gleðilegan mæðradag allar mömmur.MAMMA er sennilega bara eitt fallegasta orð sem ég veit um, manni þykir svo vænt um þetta orð af svo mörgum ástæðum, ég er viss um að við tengjum allar/öll <3

Það er gott að nota þennan dag og staldra aðeins við og hugsa um það sem maður er þakklátur fyrir,  ég er óendanlega þakklát fyrir mömmu mína, svo ólýsanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera mamma barnanna minna og þakklát fyrir allar hinar mömmurnar í kringum mig.

Ég settist niður fyrir akkúrat ári síðan og skrifaði þennan póst hér:  “TIL MÖMMU FRÁ MÖMMU”  Ég las hann aftur með morgunbollanum í dag og mun sennilega gera það alla mæðradaga hér eftir.
Þið sem eruð með lítil börn notið tímann vel og njótið,  þau verða neflilega orðin unglingar eða fullorðin eftir nokkur ár, ár sem líða ótrúlega hratt.
Það kemur allt í einu að því að þið þurfið ekki pössun lengur og getið gert allt sem ykkur dettur í hug en þá saknar maður eða amk ég,  af því að vera mamma og hugsa um ungana sína er lífið.

Við Ísabella tókum þátt í verkefni fyrir Bioeffect en það var einmitt gert í tilefni mæðradagsins.  Við áttum góðan dag og fengum ómetanlegar myndir eftir meistarann, ljósmyndarann og vinkonu okkar hana Aldísi Páls eða @paldis eins og flestir þekkja hana.


Ég var spurð út í móðurhlutverkið og uppáhalds vörur en hér er þetta í heild …….
View this post on Instagram

Bakvið tjöldin …

 

Í morgun var ég svo vakin af fjölskyldunni sem var búin að útbúa dásamlegan morgunverð og fékk gjöf frá Ísabellu sem ég fékk “ryk” í augun af . . . En það eru einmitt svona gjafir sem mömmur ELSKA <3
 

 

Til hamingju með daginn allar mömmur 
xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus

MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT

BLÓMHEIMASUMAR

Góðan  daginn …
Ég blómaði yfir mig í gær, en eins og þið vitið þá er mæðradagurinn á morgun og ég nota hvert tækifæri sem gefst til að kaupa mér blóm :) Já mæðradagurinn er frábær afsökun til að fara í blómabúðina :)Ég keypti auðvitað brúðarslör en ég elska það blóm og finnst það svo fallegt bara eitt og sér í vasa og/eða með öðrum blómum.  Svo keypti ég Nellikur í tveimur mismunandi ferskjubleikum tónum, úr þessu bjó ég svo til nokkra vendi.  Auðvitað fór einn vöndur til mömmu og annar til tengdamömmu (mæðradagurinn munið þið).

Veðrið var fallegt eins og í dag þannig að ég fór með þetta út á pall og mixaði saman í vendi svo að þetta færi ekki út um allt eldhús hjá mér.
Pabbi minn kom svo akkúrat í heimsókn og tók þessar myndir <3

Þessi drottning kom líka í heimsókn….
Ég gat bara ekki hætt að taka myndir enda svo fallegt og fallegur dagur, ó hvað ég vildi að ég ætti bara alltaf svona mikið af blómum og  gæti bara alltaf haft þetta svona úti á palli… (in my dreams)Ég fékk margar spurningar í gær út í skóna & viðar drumbana …

Skórnir eru frá Vagabond en ég fékk þá að gjöf frá Kaupfélaginu.
Viðar drumbarnir eru úr garðinum okkar en maðurinn minn bjó þá til úr tréi sem við þurftum að fella, ótrúlega fallegir.Brúðarslörið er svo fallegt bara svona eitt og sér og það stendur fallega ótrúlega lengi,  ég var að skipta út en hitt var búið að standa í mánuð, þornað já, en ennþá mjög fallegt þegar ég henti því.
Svo set ég líka alltaf smá í minni vasa og set inn á bað.


& einn vöndur í búðina <3 <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea