fbpx

SKÓBÚÐ Í SMÍÐUM 👠🔨

AndreASKÓRTíska

Skóbúðardraumurinn … 👠🔨

Einhverjir vita af þessu og aðrir lásu mögulega um “leyndarmálið” HÉR  í gær.
Við erum að opna skóbúð !  Ég þarf alveg að lesa þessa setningu oft sjálf  👀 Ég trúi varla að það sé að gerast.

Við erum búin að vera á haus í framkvæmdum & þegar ég segi við þá meina ég Óli.  Ég er meira búin að vera á haus við að kaupa inn skó & vörur sem við ætlum að bjóða uppá í búðinni.
Verslunin verður bara rétt hjá AndreA, á Vesturgötu 8 í gömlu timburhúsi sem við erum að gera upp að innan núna en ætlum að taka það í gegn að utan með hækkandi sól.
Akkúrat núna er gólfefnið komið á & við erum byrjuð að mála …. þannig að það styttist í opnun.
Hvernær ætlum við að opna? Þegar við erum búin 😉

Það er óhætt að segja að við stelpurnar erum að kaaaafna úr spenningi ⚡
Við lofum litadýrð & fallegum skóm 🎀

Það erfiðasta í þessu ferli er að geta ekki farið á neinar skósýningar út af dottlu 🦠.
Við náðum þó sem betur fer að fara á tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst (myndirnar hér að neðan eru teknar þar) & svo erum við búin að fara á óteljandi fjarfundi (þið fattið hvaða mynd er þaðan).
Hlakka til að sýna ykkur meira 😘

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

DRESS: MILDIR LITIR

DRESS

Loksins snjór ⛄️
Það gladdi mig mjög að vakna í gærmorgun & sjá að loksins var allt hvítt úti.  Það verður allt svo ævintýralega fallegt þegar hvítu hamingjukornin (eins og Elísabet Gunnars vinkona mín kallar þau) þekja allt og lýsa upp skammdegið.

DRESS
Allir þessir mildu litir sem eru að koma fyrir vorið smella svo fallega hver við annan.  Ljósir tónar – jarðlitir & svo allir pastel litirnir sem við eigum eftir að sjá meira af.
Ég vaknaði með það í hausnum að mig langaði til að vera í ljósum víðum gallabuxum (sem ég á ekki til).  Ég hef þó augastað á hvítum  LEVIS Ribcage, mitt uppáhalds snið. Þið finnið blogg um þær  HÉR.

Ég fékk þessar fínu buxur því lánaðar hjá dóttur minni :)  Pínu gaman að geta deilt nokkrum flíkum með henni, þó að við séum með ólíkan stíl eru nokkrir hlutir sem við notum báðar en dressum upp á ólíkan hátt.
Leðurkápan er í miklu uppáhaldi sérstaklega í þessum fallega lit 🧡 70´s vibe alla leið.


Leðurkápa, húfa & taska:  AndreA
Peysa: Soft Rebels
Buxur: & other stories
skór: Billibli – GS Skór

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

RAFRÆN TÍSKUVIKA Í KAUPMANNAHÖFN

CPHFWTíska

 

Tískuvikan í Kaupmannahöfn var allt allt öðruvísi í ár eins og allt annað á Covid tímum.  Á meðan að borgin er  í “lockdown-i” þurftu hönnuðir & fyrirtæki að fara nýjar leiðir.  Tískuvikan var öll rafræn í ár, sölufundir, tískusýningar, tónlistaratriði ásamt allskonar viðtölum & viðburðum.
Innkaupafólk um allan heim situr því við skrifborð sennilega í jogginggallanum að panta inn fyrir haustið 2021.

Haust 2021 /FW 21
Herraleg snið, jakkaföt, gervipelsar, ljósir tónar & alpahúfur  voru áberandi.  Eins mátti sjá sterka liti eins og  fjólublátt & grænt en Ditte Reffstrup yfirhönnuður & einn eigandi GANNI sagði að grænn væri litur vonar og þess vegna varð hann sérstaklega fyrir valinu hjá þeim í FW 21 línunni.

Baum und Pferdgarten fengu fyrirsætur um allan heim til að sýna fötin sín í myndbandi sem var svo klippt saman. Línan ber nafnið  “The Lockdown show”.  Í myndbandinu eru fyrirsæturnar ýmist heima hjá sér eða á mannlausum götum stórborga eins og París & New York.  Áhugasamir geta séð sýninguna HÉR.

Hér má sjá brot af því sem koma skal:

 

Svona var tískuvikan mín…. við eldhúsborðið heima á rafrænum fundum 😒  Öll næsta vika er svo bókuð á fundum og við gerum okkar besta að vinna allt í gegnum netið en ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki að elska þetta & hlakka tvöfalt mikið til að fara á næstu tískuviku.

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea 

ORÐLAUS YFIR ÞEIM

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARFTíska

Ég er orðlaus yfir þeim 😍

Ég: “Hvernig tek ég myndir af nýju línunni minni, þremur konum í einu með tvo metra á milli eða grímu ?”
Aldís: “Við myndum fjölskylduna / jólakúluna þína”

Þetta er stutta útgáfan en eftir allskonar pælingar & eftir að hafa myndað mínar konur, fyrir Konur eru konum Bestar í september ákváðum við að gera þetta svona.  VÁ hvað það var gaman & halelúja hvað mér þykir vænt um þessar myndir & þennan dag. 🙏🏻

Ég sá nefnilega fyrir mér að mynda þennan draumakjól á þremur konum saman á mynd en það var einmitt þar sem tveggja metra reglan var að flækja málin já nema ef módelin væru öll úr sömu fjölskyldu/jólakúlu.
Mér fannst það æðisleg hugmynd í smá stund og svo varð ég efins svona eins og gengur & gerist þegar maður er að gera hlutina öðruvísi en vanalega.
Eftir að hafa svo fengið fyrstu myndirnar & sjá það sem ég sá fyrir mér í upphafi (Þrjár konur saman á einni mynd í þessum guðdómlega fallega kjól) er ég sannfærð um að hugmyndin er æðisleg & Vá hvað mér þykir extra vænt um þessar myndir af stelpunum mínum. 💘

Hér eru Rose & Taylor mágkonur mínar ásamt Ísabellu dóttur minni <3
MYNDIR: Aldís Pálsdóttir 
FÖRÐUN: Sara Dögg 


Kjólinn fæst HÉR
& hér er “BAKVIÐ TJÖLDIN” myndband 🎬

 

View this post on Instagram

 

A post shared by AndreA (@andreabyandrea)

//www.instagram.com/embed.js

 

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

DRESS: Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA Á MORGUN?

DRESSLÍFIÐOUTFITSAMSTARF

 

Laugardagur  & bröns á veitingastað með vinum …. Klárlega hápunktur ársins so far :)
Það þarf ekki mikið til að gleðja mann þessa dagana & vá hvað maður kann vel að meta þessar stundir <3

Það er auðvitað alltaf gaman að hitta vini en eftir þetta ár sem ég nenni ekki að tala um plús leeeeengsta mánuð ever,  (það er btw ennþá ein helgi eftir í janúar) þá var þetta svo innilega kærkomið.  Góður matur & hlátur með skemmtilegu fólki hlóð hamingju batteríið á methraða.

Kvöldið áður þegar ég lagðist á koddann, hugsaði ég í fyrsta sinn síðan ég man ekki hvenær “Í hverju á ég að vera á morgun”  Æ hvað ég er búin að sakna þess að velta því fyrir mér, sakna þess að fara bara eitthvað annað en í vinnuna.  Litlu hlutirnir sem áður voru svo sjálfsagðir og maður gerði aldrei ráð fyrir að maður ætti eftir að sakna.
Það eru töluverðar líkur á því að ég mæti í síðkjól í næsta barnaafmæli skal ég segja ykkur, mig er farið að vanta svo gildar ástæður til að dressa mig upp.

Okkur var boðið í bröns á Duck&Rose, æðislegur staður sem ég á klárlega eftir að heimsækja aftur & aftur.

DRESS:
Dressið er frá toppi til táar úr búðinni minni :)
Leðurjakki – Kápa – Húfa & Taska:  AndreA
Kápa: Notes Du Nord
Skór: Anonymous copenhagen
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

GJÖF SEM HITTI MIG Í HJARTASTAÐ

LÍFIÐ

Vinkonugjöf sem hitti mig í hjartastað …
Mig langar að deila þessari jólagjöf með ykkur en þetta er ekki síður falleg afmælisgjöf.  Erna Hrund vinkona mín fékk mig til að fá smá kusk í augun þegar ég opnaði jólapakkann frá henni.  En hún gaf mér myndaalbúm þar sem að hún var búin að prenta út af allskonar myndir af því sem við höfum brallað saman undanfarið.
Það er bara eitthvað annað við að eiga myndirnar hérna á borðinu en ekki bara í símanum.  Við erum orðin alltof löt við að prenta út eða framkalla.  Mér þykir óendanlega vænt um þessa gjöf og ætla mér að bæta fleiri myndum af okkur í minningarbankann.
Albúmið fæst í Epal. 
Leyfi hér að fylgja með nokkrum blaðsíðum úr bókinni <3
TAKK Erna Hrund

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

2020

LÍFIÐ

2020

Þegar þessi mynd var tekin í enda janúar 2020 var ég mjög upptekin að því hvað mér þótti janúar leiðinlegur mánuður og ég gat ekki beðið eftir því að hann væri búinn.  Little did I know…..  Hér sit ég ári síðar og það er ennþá janúar tólfta mánuðinn í röð :)

Aldís Pálsdóttir / JAN 2020

Ég er alltaf mjög peppuð um áramót og var þarna með allskonar plön fyrir 2020, þið vitið auðvitað öll hvernig það fór.  Í ár er fyrsta skipti síðan ég man eftir mér sem ég dreg ekki fram dagbækurnar og geri plön.  Ég veit ekki hvað það er,  mögulega þori ég ekki að plana of mikið eða finnst ég ekki geta það strax, ekki hægt fyrr en eftir bóluefni ?  Eða mögulega eru kröfurnar orðnar öðruvísi?

Árið 2020 finnst mér eins og ég sé búin að vera í sumarbústað með fjölskyldunni í marga mánuði.  Samveran er búin að vera miklu meiri en vanalega, allir miklu meira heima & þar sem ég elska að hafa alla mína í kringum mig get ég ekki kvartað yfir því.


EITT PARTÝ

Síðast þegar ég fór í partý  /FEB 2020 

KJÓLAÁSKORUN
Í fyrstu bylgju byrjaði ég að nota kjóla við hin ýmsu (engin) tækifæri, bara fór í kjól.  Átti betri dag, kaffið varð betra á bragðið og lífið hreinlega skemmtilegra.  Ég áttaði mig á því  að ég klæði mig fyrir mig! Ég þarf ekki endilega að vera á leið í veislu.

MÁTUNARKLEFINN
Mátunarklefinn varð að skrifstofunni minni í smá tíma, búðin lokuð & við afgreiddum alla rafrænt.  Það er pínu gott að vera búin að prófa það því núna veit ég hversu ótrúlega gaman mér þykir að vera í búðinni, hitta fólk & hjálpa þeim að velja dress fyrir tilefnið.  “Shop on line” dæmið er bara ekki það sama.  Heimaskrifstofa er líka ágæt en bara í takmarkaðan tíma,  ég vinn þannig vinnu að ég þarf alltaf að umturna öllu, draga fram spegla og er með svo mikið í eftirdragi að það er ekkert auðvelt að flytja mig á milli staða :)

TVEIR METRAR BEIBÍ !

SUMAR
Svo kom frábært sumar  <3

FERMD í ÞRIÐJU TILRAUN

HAUST
með tilheyrandi takmörkunum & grímuskyldu. Jogginggallinn varð staðalbúnaður.

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL 4
Verkefnið var öðruvísi eins og allt annað og við þurftum að hugsa allt upp á nýtt. Verkefnið var aðeins á vefnum að þessu sinni & við sátum fjórar saman í Make up studio Hörpu Kára.

20202020 endalausa árið ?

Mínar konur <3

COCO
Þessi litla, mjúka elska kom inn í lífið okkar og hefur gert alla daga betri.

STELPURNAR Í VINNUNNI
Fólkið sem ég hitti mest fyrir utan fjölskyldu voru stelpurnar í vinnunni.   VÁ hvað maður er heppinn að vinna með svona skemmtilegu fólki. Þær héldu í mér lífinu með hlátri & húmor :)

 

JÓLAKÚLAN / DISKÓKÚLAN /FJÖLSKYLDAN
Okkar eigins þjóðhátíð um verslunarmannahelgina – jólin – gamlárs & allt það.
Í enda dagsins er maður svo ótrúlega heppin með fólkið sitt, landið sitt & lífið <3

 

View this post on Instagram

 

A post shared by AndreA (@andreamagnus)

//www.instagram.com/embed.js

TAKK fyrir 2020 & gleðilegt nýtt ár, megi 2021 vera okkur öllum gott
xxx
Andrea

IG @andreamagnus

JÓLAGLUGGINN

AndreAbyAndreAJÓLSAMSTARF

Jólakjóllinn/glugginn 2020

Á hverju ári geri ég kjól í gluggann, jólakjól.  Ég elska að gera þessa kjóla þar sem ég geri bara nákvæmlega það sem mig langar til og þarf ekki að taka tillit til neins.  Hann má vera úr trjágreinum eða jólakúlum eins og á síðasta ári eða bara risastór og mjög þungur eins og þessi.
Hér höfum við 9 kíló & 19 metra af pallíettum <3


Sniðið er æði og er í grunninn kjóll sem ég gerði fyrir 12 árum þegar ég var í námi í Kaupmannahöfn en allt síðasta ár eða á tíunda afmælisárinu okkar skoðaði ég hvar ég byrjaði og endurgerði nokkrar flíkur.  Planið var að halda svo tískusýningu en það bíður betri tíma með öllum hinum veislunum.

Hér er upprunalegi kjóllinn, mynd tekin í Kaupmannahöfn 2008


Þessa gerði ég svo fyrir búðina en sniðið er það sama en efnið léttara :)  Þeir koma vonandi eftir helgi svona eina mín í jól & korter í gamlárs.
Síður kemur hvítur & svartur
Stutti svartur & beige

 

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by AndreA (@andreabyandrea)

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

LAGT Á BORÐ MEÐ ANDREU & SVÖNU Í EPAL

HEIMAHOMEHÖNNUN

Við Svana Lovísa tókum að okkur að leggja á borð í Epal en verslunin fær mismunandi hönnuði í hverri viku til að dekka upp hátíðarborð á aðventunni.  Okkur vinkonunum þótti þetta ekkert lítið skemmtilegt.  Við vorum mættar snemma í blómabúðina og það var eins og við hefðum aldrei gert neitt annað, svo hjartanlega sammála um allt, bæði litina, blómin & stellið.

Stellið sem við völdum er Blue fluted Mega frá Royal Copenhagen, stell sem ég hef safnað síðan ég bjó í Kaupmannahöfn, tímalaus klassík og mér þykir alltaf gaman að leggja það á borð.  Við ákváðum strax að hafa hvítan dúk en hann gerir allt svo hátíðlegt & fallegt.
Við Royal blönduðum við svo vel völdum hlutum frá Georg Jensen.  Við völdum marga hluti úr Bernadotte línunni en hún passar að mínu mati einstaklega vel við Royal stellið.

Við Svana deilum endalausum áhuga á blómum og ákváðum strax að gera stóran “centerpiece” en það var svo miklu auðveldara en ég hélt…. við verðum sennilega báðar með svona heima hjá okkur um jólin og oftar ;)
Við settum vöndinn í stóra Georg Jensen skál… kom ekkert smá vel út.

Stell: Royal Copenhagen / Blue fluted mega
Hnífapör: Georg Jensen / Bernadotte
Vínglös: iittala 
Glös: Frederik Bagger
Kanna, salt & pipar, kertastjakar, vasar & kökuspaði: Georg Jensen
Sparkling tea frá Tefélaginu
Lakkrískúlur: Lakrids
Tausérvettur: Ferm living
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

VON UM JÓLIN

JÓLLÍFIÐ
Það er von eru góðgerðarsamtök sem standa fyrir því að gefa fólki með fíknisjúkdóm annað tækifæri í lífinu.
Í ár gerðu samtökin þennan fallega jóla merkimiða í samstarfi við Reykjavík letterpress.
 

Stóra markmiðið hjá Það er von er að opna áfangaheimili sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi fyrir lok árs 2021.
Áfangaheimilið mun bjóða skjólstæðingum upp á þverfaglega aðstoð við að komast aftur út í samfélagið og verða virkir þjóðfélagsþegnar.
Eins styðja þau við aðstandendur þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Eru til staðar fyrir þá sem eru í neyslu með samtölum & hjálpa fólki í meðferðir.  Það er von heldur úti virkum samfélagsmiðlum þar sem þau birta batasögur og annað uppbyggjandi efni.  Áhugasamir finna Það er von á Instagram HÉR & Facebook HÉR.

Ég mæli með að styrkja þetta frábæra starf og kaupa fallega merkimiða á jólagjafirnar í leiðinni  <3
xxx
AndreA