fbpx

VILLA COPENHAGEN

COPENHAGENFERÐALÖGKAUPMANNAHÖFN

Villa Copenhagen er nýtt dásamlega fallegt hótel í hjarta Kaupmannahafnar.  Villa er staðsett við hliðina á tívolíinu í
sögulegri byggingu frá 1912 sem áður hýsti pósthús Kaupmannahafnar.  Endurbæturnar á húsinu eru virkilega vel gerðar þar sem fortíð, nútíð & framtíð er blandað listilega vel saman.
Það eru um 390 herbergi á hótelinu, veitingastaður, bar, gymsauna, sundlaug ásamt ráðstefnu & veislusal.

Þetta er hótel er einhvern veginn Kaupmannahöfn í hnotskurn, múrsteinar, saga, handverk & falleg hönnun.
Ég hlakka til að heimsækja Villa Copenhagen aftur & mæli mikið með.


 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

DRESS SUNDAYS 💭

DRESSSAMSTARF
Fatnaður úr eigin verlsun/AndreA

Þetta dress (peysa) er fullkomið sunnudags dress, reyndar er þetta frábært dress alla aðra daga líka.  Peysan er svona flík sem manni langar að fara í alla morgna alltaf. Mjúk, síð, hlý & kósí.  Ég er búin að nota hana heima við heimsins bestu inniskó, dressa hana við “boots” og vera í henni yfir gallabuxur, það virkar allt. 👌  Liturinn er líka í miklu uppáhaldi og smellpassar við litapallettuna sem ég er að vinna með þessa dagana.

Peysa: MbyM
Inniskór: EMU
Boots: BILLIBI
Taska: AndreA Skjalataska 

 

 

 

 

 

xxx
AndreA

IG @Andreamagnus

GANNI Í GK

GKTíska

Tískuunnendur hafa örugglega ekki látið það fram hjá sér fara að GANNI er nú fáanlegt í GK REYKJAVÍK.
Það er frábært að sjá þetta vinsæla danska merki komið í sölu í eina fallegustu verslun Reykjavíkur.
GK blés til veislu þegar drop 1 var tekið upp í síðustu viku en samkvæmt instagram reikningi GK er drop 2 nú þegar komið á slárnar líka.👏
GANNI aðdáendur þið ratið á Hafnartorg & þeir sem kjósa netverslun geta skoðað HÉR.

 

 

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

LIVE MEÐ RAKEL TOMAS – BRAUÐ-SMJÖR & RÝMI TIL AÐ SKAPA

Listakonan & vinkona mín Rakel Tomas bauð mér í live spjall á instagram um reksturinn, brauðið, smjörið & rýmið til að skapa.
Þetta var mitt fyrsta live ✔️ & hennar held ég líka en ég hlakka til að fylgjast með þessum lið hjá @Rakeltomas á næstunni.

Hér finnið þið spjallið:

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

1 AF 365

AFMÆLILÍFIÐ

4 september, uppáhalds dagurinn minn fertugasta&sjötta árið í röð 🎂

Ég er mikið afmælisbarn, ég er búin að reyna að hrista það af mér og segja “æ þetta er ekkert stórafmæli” eða “ég ætla ekki að gera neitt” en það virkar bara ekki fyrir mig.
Ég get ekki sofnað kvöldinu áður en ég á afmæli, er bara með fiðrildi í maganum þó að ég sé jafnvel ekki með neitt planað, vakna svo fyrir allar aldir (er samt smá B týpa) af því að ég er svo spennt og væri til í að vera með kórónu allan daginn. 👑

Þetta er bara 1 dagur af 365,  minn dagur.   Ég ákvað því fyrir nokkrum árum að leyfa honum bara alltaf að vera frábær, halda smá upp á hann, fara í kjól og strá smá gulli & glimmeri yfir daginn. ✨✨✨
Hinir 364 dagarnir eru misgóðir og margir bara grár hversdagsleikinn – því ekki að fagna þeim dögum sem eru sérstakir?

Dagurinn byrjaði á því að vera vakin með dýrindis morgunverði a la Ísabella en hún hefur einstakt lag á því að gera mómentin ógleymanleg.
Í hádeginu átti ég pantað borð á Finnsson í kringlunni, hitti þar dýrmætar vinkonur sem gerðu daginn minn æðislegan 💝
Um kvöldið kom svo fjölskyldan í kvöldkaffi.

Ég fór því alsæl á koddann, þakklát fyrir fólkið mitt, lífið og ómetanlegar vinkonur TAKK ❤️

Það voru margir sem spurðu mig út í dressið.
Kjóll: Notes Du Nord – Skór: BilliBi – Eyrnalokkar Custommade / AndreA

 

xxx
AndreA

IG@andreamagnus

LITAKORT ANDREU FYRIR BYKO

BYKOLITAKORTSAMSTARF

Samstarf / BYKO

LITAKORT  ANDREU 🌈

Ég fékk það skemmtilega verkefni að gera litakort með BYKO.  Ég ákvað að nota sömu liti og ég er að vinna með í haustlínunni minni en ég  er þar að vinna með fallega milda tóna, beige, kampavínsliti, brúna tóna og svo varð ég auðvitað að hafa dass af bleiku með & einn bláan.  Allt eru þetta litir sem fallegt er að blanda saman, bæði í fatnaði og á veggjum heimilisins.

Málningardeildin í verslun BYKO í Breidd hefur verið stækkuð og tekin algjörlega í gegn með það að markmiði að bæta til muna upplifun viðskiptavina þegar kemur að vali á litum.  Ég mæli sérstaklega með að prufa að breyta birtustiginu í sýningarrýminu en þannig að hægt er að sjá hvernig litirnir koma út í kvöld & dagsbirtu.

Síðustu daga hef ég farið ófáar ferðir í Breiddina.  Þangað mætti ég með kjóla & jakka og fékk sérfræðinga BYKO til að litaskanna flíkurnar og fá þannig liti sem líkjast efnunum.  Útkoman er æðisleg litapalletta sem ég get ekki beðið eftir að mála með hjá okkur í búðinni.  “Stay tuned”.

Nokkrar myndir af ferlinu undanfarnar vikur …
Verkefnið er unnið með Kvartz markaðsstofu.

 

Hér eru litirnir í litakortinu mínu.
ATH! Litirnir birtast ekki allir réttir á skjánum, þú getur séð málaðar prufur af öllum litunum í verslunum BYKO.

CCOC HVÍTUR
Coco hvítur er mildur hvítur með smá hinti af bleiku.  Hlýr, fallegur & mjúkur hvítur.

KAMPAVÍN 1%
KAMPAVÍN 2 %
Kampavín kemur í tveimur tónum en liturinn er fallegur beige/kampavíns litaður.   Minn uppáhalds litur í fatnaði & heima.

BRONS 1
BRONS 2
Brons kemur líka í tveimur tónum,  elska þá báða og gat bara alls ekki valið einn.

SÚKKULAÐI LJÓST
SÚKKULAÐI DÖKKT
Ég er nýlega farin að vinna með dökkbrúnt í línunni minni.  Það skemmtilegasta við alla þessa brúnu tóna er hvað það er flott að blanda þeim öllum saman.  Þessa dökku er ég að nota í staðin fyrir svart.


FLAMINGO LJÓS 
FLAMINGO DÖKKUR
Það verður alltaf að vera bleikt, ég er nýbúin að læra það.  Flamingo liturinn kemur í tveimur tónum ljós & dökkur.

 

CUBA BLÁR
Fallega gamaldags antik blár, aðeins ljósari en hér á myndinni.  Ég vildi hafa hann með af því að hann er í kjólalínunni og hugsaði með mér að hann væri fallegur t.d. í barnaherbergi en eftir að vera búin að mála endalausar prufur þá verð ég alltaf skotnari og skotnari í þessum lit.
CUBA er óvænt eiginlega komin efst á lista til að setja á einn vegg niðri í búð…. sjáum til.

 

 

Hlakka til að sýna ykkur meira og mæli með að þið fylgist vel með hér á Trendnet, því þetta er ekki eina litakortið sem þið munuð sjá hér !
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

TÍSKUVIKAN

KAUPMANNAHÖFNTÍSKUVIKA

Loksins tískuvika 🙏

Eftir að hafa verið heima & unnið að allt heiman síðastliðið ár var kærkomið að komast loksins á tískuvikuna í Kaupmannahöfn.
Það er ýmislegt sem maður hefur lært þetta síðasta ár, margt er hægt að vinna frá eldhúsborðinu heima og ekki eru allar ferðir nauðsynlegar.  Það er þó að mínu mati nauðsynlegt að komast á tískuviku 2x á ári til að kaupa inn fyrir búðina.  Það er ekki eins auðvelt og það hljómar að velja inn fatnað og skó fyrir heila verslun þegar öll innkaup fara fram á netinu. Það er nauðsynlegt að fá að snerta efnin og máta flíkurnar.  Við vorum því í essinu okkar á sýningunum og í “showroom- um” að fá loksins að sjá og máta það sem við erum að panta inn og vanda okkur þannig við að finna bestu sniðin.

Í þetta sinn vorum við að kaupa inn næsta vor/sumar eða SS 22.  Þið getið búið ykkur undir litadýrð … jarðtóna – pastel & mjög sterka liti.  Ef ég ætti að nefna einn lit sem stóð uppúr þá væri það gras-grænn en það voru mjög margir að nota þann lit í sinni línu.

Hér eru nokkrar myndir frá tískudögunum okkar en ég, Ósk, Erla & Erna þræddum tískuvikuna að þessu sinni.

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

LÍÐUR BETUR Í FALLEGUM FÖTUM

LÍFIÐ

“Líður betur í fallegum fötum” var fyrirsögnin á viðtalinu, það á vel við enda orð að sönnu.
Sjöfn Þórðardóttir hjá Fréttablaðinu hafði samband við mig og spurði mig út í starfið, innblásturinn, skó, kjóla & liti, hluti sem ég get talað endalaust um.
Það er mjög langt síðan ég fór í viðtal síðast en tók svo tvö í sömu vikunni þetta & Helgaspjallið. 
Viðtalið birtist í Fréttablaðinu sem ég hef ekki ennþá séð, óska eftir ef einhver vina minna á eintak af blaðinu 😉 og á vefnum en áhugasamir geta lesið viðtalið HÉR. 

Myndirnar tók uppáhalds ljómyndarinn minn Aldís Pálsdóttir – @paldis á insta 💖

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir| www.paldis.com

 

 

 

xxx
A
@andreamagnus

 

HELGASPJALLIÐ + DRESS/SKART

HÁLSMENLÍFIÐ

*gjöf  1104byMar

HELGASPJALLIÐ !

Helgaspjöll eru alltaf skemmtileg & það er mikið hlegið enda finnið þið ekki skemmtilegri gaur en Helga.   Ég viðurkenni þó að þegar ég mætti í sjálft hlaðvarpið hans, HELGASPJALLIÐ þá var ég smá stressuð en bara af því að við vorum “ON AIR”  & þetta var mitt fyrsta hlaðvarp.
Helgi er nefnlilega þannig að maður getur talað við hann endalaust um allt og ekkert.  Allar hömlur detta einhvern veginn niður & allt er látið flakka, mögulega er sumt betur geymt milli vina haha.
Þetta gekk þó áfallalaust fyrir sig og 1 klst og 20 min liðu eins og tíu mínútur max.
Viðtalið finnið þið HÉR

 

Helgi bauð ekki bara upp á gott spjall heldur gaf hann mér gott kaffi, croissant og fallegt skart úr eigin smiðju 1104byMAR.
Ég fékk margar spurningar þann daginn á instagram hvaðan skartið væri þannig að það er gaman að deila því einmitt hér með þessari fæsrlu.

*Perlufestar & hringir  1104byMAR
Fatnaður-  AndreA
Sólgleraugu – ultradior – DIOR 
Kaffibolli – HAV Royal Copenhagen

 

Takk fyrir mig Helgi 
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

TÖFRAR Á THORSPLANI

TÖFRAR Á THORSPLANI

Töfrar á Thorsplani verður haldið miðbæ Hafnarfjarðar um helgina, föstudag & laugardag – 23 & 24 júlí.
Búðirnar við Strandgötu verða opnar til 21:00 á föstudag (ath við í AndreA lokum þó kl 18)
Á laugardag eru verslanirnar svo opnar frá 11/12-16

Á Thorsplani verður alls konar spennandi fyrir alla, netverslanir með pop up markað, andlitsmálning í boði og sápukúlufjör fyrir börnin. Fyrir þá svöngu verða matarvagnar t.d. Gastro Truck á staðnum.  Sjálf mæli ég líka sérstaklega með blómamarkaði Burkna sem verður núna staðsettur fyrir framan blómabúðina.
Viðburðinn finnið þið HÉR.

 


Sjáumst í HFJ
xxx
AndreA