AndreA

GÖTUTÍSKAN Á TÍSKUVIKUNNI

AndreACPHFWKAUPMANNAHÖFNTískaTÍSKUVIKA

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er ótrúlega skemmtileg vika sem haldin er tvisvar sinnum á ári í janúar og ágúst.  Borgin iðar af lífi og það er allt morandi af  skvísum og stælgæjum sem koma allstaðar að til að vera þarna, vinna  á þessum tíma.  Innkaupafólk, hönnuðir, sölumenn og áhrifavaldar.  Samansafn af fólki úr tískubransanum.

Ég er búin að vera þarna tvisvar á ári meira og minna í mörg ár (ég er hætt að telja).  Tískuvikan var þó öðruvísi hjá mér í ár en vanalega þar sem ég eiginlega  millilenti í Köben á leiðinni til Austurríkis.  Ég hafði því lítinn tíma og pakkaða daga á fundum og hlaupum.  Ég tók dóttur mína með sem er 12 ára  “assistant buyer”  :) Það var gaman að sýna henni hvað við erum að gera í vinnunni og leyfa henni að vera með.  Ég hef tekið hana einu sinni með áður en þá var hún 6 mánaða. Frá 2-11 ára var hún í pössun,  Takk mamma!

Götutískan er sérstaklega skemmtileg á þessum tíma og gefur manni mikinn innblástur.
Ég tók hér saman myndir sem heilla mig og spyr: Hvað spottar þú marga Íslendinga á þessum myndum?

Myndir: skjáskot #Cphfw 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

HEILÖG FRÍHELGI VERSLUNARMANNA

AndreAFRÍLÍFIÐVERSLUNARMANNAHELGI

Loksins fengum við dásemdar helgi og það um verslunarmannahelgi.
Magnað hvað veður getur gert mikið fyrir mann.  Mér líður eins og þetta sé í alvöru fyrsta helgin sem ég hef almennilega getað notað útihúsgögnin og ég meira að segja spennti upp sólhlífina.
Ástæðan fyrir gleðinni er líka kannski sú að það er heilög fríhelgi verslunarmanna, allir í fríi og tími til að nota pallinn og sleikja sólina og vera með fólkinu sínu.
Ég tek verslunarmannahelginni frekar alvarlega sem verslunarkona og vil meina að allir sem vinna í verslunum eigi að vera í fríi á morgun á frídegi verslunarmanna en það endar alltof oft þannig að verslunarfólk er það eina sem þarf að vinna þennan dag.  Verslunarmenn vinna ansi marga frídaga, helgar, jól og annað, þetta er okkar dagur til að vera í fríi.
HEILAGUR FRÍDAGUR VERSLUNARMANNA.  Já þannig að það eru eiginlega jólin hjá okkur núna haha :)

Já ég ætlaði sem sagt bara aðeins að hrósa veðrinu en enda hér á allt öðrum nótum :) 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

FERÐADRESS -ÍSLAND

AndreAAndreAbyAndreADRESSFERÐALÖGÍSLENSKT

Ég veit ekki með ykkur en ég nenni ekki að ferðast í hvaða fötum sem er,  ferðadressið verður að vera þægilegt.   Oftar en ekki tek ég of mikið með mér en þar sem ég virðist alltaf vera með annan fótinn ofan í ferðatösku þá er ég farin að verða ansi góð í að pakka.  Það er þó alltaf (finnst mér) erfiðara að pakka fyrir Ísland en útlönd, kannski af því að þegar maður ferðast um Ísland þá þarf maður að taka öll fötin sín með :) ….  Úlpu, húfu, kuldaskó og þið vitið,,,,  og það allt árið líka á sumrin :(

En svona “over all” þegar ég legg land undir fót þá er ég undantekningarlaust í “AndreA” jogging gallanum mínum (ég nota hann reyndar fáránlega mikið alla daga).  Hann er bara besta ferðadress ever svo mjúkur og góður.   Oftast er ég í svörtum buxum og grárri peysu ?!

Húfa – Peysa – Buxur: AndreA
Skór: Adidas – Húrra Reykjavík


Peysa: J.Davidsson (Íslenskt merki)
Army Jakki: Spúutnik
Stuttbuxur: Lee
Strigaskór: Nike / H-verslun
S
ólgleraugu: Gucci / Optical Studio 

Ullarpeysa… Þessi dásamlega peysa er frá meistara J.Davidsson.  Ég er búin að fá ótal fyrirspurnir um hana á Instagram þar sem ég var í henni í útilegu í vikunni.
Jan Davidsson var lengi hönnuður fyrir 66 og er einn stofnenda Cintamani.  Hann gaf mér þessa peysu sem er merkt hans nafni/merki  en hann hannar undir þessu merki ásamt dóttur sinni Freyju Andreu.
Peysan heitir BREKI og fæst í mjög fallegum litasamsetningum í Profil optic Laugavegi 24. (Mögulega á fleiri stöðum, ég er að finna út úr því hvar er hægt að kaupa þær og mun setja það hér inn.)
Peysan er úr merino ull og er dásamlega mjúk og hlý.


LOVELOVE samfestingur – Taska – Húfa:  AndreA
Skór: Adidas / Húrra Reykjavík

Þessi samfestingur virkar bæði við pinnahæla í partý og svona sem næs ferðadress…. Þetta er svona “all in one” mega flottur, kúl og þægilegur, hægt að nota spari og við strigaskó.
Þessi leðurtaska er svo mikil draumataska og ég er svo ótrúlega ánægð með hana.  Það er ekkert betra þegar þú ert að ferðast, skoða í búðir eða hvað sem þú ert að gera og njóta en að hafa veskið hangandi fast á sér og báðar hendur lausar.
Það eru greinilega margir sammála mér en taskan seldist upp á met tíma en er væntanleg aftur um miðjan ágúst.


Regnkápa: WONHUNDRED / GK REYKJAVÍK 
Æ ég vona samt að enginn þurfi að nota regnkápu um næstu helgi en ef svo er þá mæli ég 100% með þessari frá WONHUNDRED.

Tindur Úlpa: 66 North 
Jogginggalli & húfa: AndreA
Gönguskór: Viking

Úlpa með svefnpokaplássi og kennitölu :)  Ég elska þessa úlpu, hún fer með mér í öll ferðalög innanlands, vetur, sumar, vor og haust.  Hún er risastór og rosalega hlý, tekur hálft skottið en er fyrirgefið það með því að halda vel á manni hita.  Það er varla til hlýrri og betri úlpa.
En ég sé svo sem varla úlpuna fyrir þessu magnaða útsýni þessa fallega lands.  Myndin er tekin uppi á Múlakollu á Ólafsfirði.

 Húfa: AndreA
Góð húfa :) Já líka á sumrin
Þessar húfur frá okkur eru milli þykkar og þess vegna fullkomnar á sumrin líka,   fást hér:  Andrea.is 
hún er til í rauðu, svörtu, hvítu & gráu.

Gleðilega verlsunarmannahelgi elsku verslunarmenn & konur :) þetta er okkar fríhelgi – Njótið vel og þið öll hin líka <3
Ég vildi óska að ég væri á leið til Vestmannaeyja en verð að treysta á vini mína sem þar eru að vera dugleg að setja í story.
Næsta stopp hjá mér er tískuvikan í Kaupmannahöfn og þaðan fer ég beint í austurísku alpana, það verður áhugaverð taska sem ég þarf að pakka í fyrir þá tvennu :)

Love 
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyadrea

ROAD TRIP

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐSPÁNNTRAVEL

Road trip til Altea

Góðan daginn Ísland ! Alltaf er jafn gott að koma heim.  Hvað er það við þessa eyju sem við elskum svona mikið ? Ekki er það  veðrið en sennilega allt hitt.  Ég sé þó glitta aðeins í þessa gulu í dag vonandi að það haldist eitthvað, krossa putta.

Road trip er mitt “thing” eða okkar hjónanna, börnin hafa elskað það mismikið í gegnum tíðina en þegar við erum að ferðast þá finnst okkur við ná að kynnast landinu á allt annan hátt með því að keyra um og skoða mismunandi borgir, bæi og þorp.  Við plönum oft fríin okkar þannig að við fljúgum í eina borg og heim frá annari, þannig erum við búin að þræða td Ítalíu, Spán og Frakkland.   Yfirleitt situr Óli við stýrið og ég er á google og instagram að lesa mér til um staðina og skoða myndir. Það er líka  gaman að leigja bara bíl í 2 daga og skoða sig um í nánasta umhverfi.  Ég er þannig að mig þyrstir í að sjá nýja staði og skoða, það er svo skrítið að eftirminnilegustu staðirnir á mínum ferðalögum eru staðir sem ég var jafnvel ekkert spennt fyrir að sjá og besti matur sem ég hef smakkað er í litlu þorpi á Ítalíu uppi í fjöllunum á mjög óspennandi veitingastað þar sem ég fékk ítalska snilld á pappadisk  (já ég ennþá að hugsa um matinn 3 árum síðar)  þannig að ég mæli líka með opnum hug ;)

Hér kemur síðasta færslan frá Spáni í bili . . .

Við mæðgur skelltum okkur í  “road trip” í vikunni og fórum til Altea ,   ég var búin að heyra það frá vinkonum að þessi gamli bær væri svo fallegur að ég yrði að fara þangað.  Við vorum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Altea er svo dásamlega fallegur lítill bær norður af Alicante (ca 45 mínútna akstur frá Alicante).
Við byrjuðum niður við sjó og gengum upp upp upp allskonar tröppur þangað til við komum upp á topp en þar var torg og þessi fallega kirkja (sem þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan)

Uppi borðuðum við svo kvöldmat og gengum svo aftur niður.  Það var gjörsamlega ALLT fallegt þarna og ég veit hreinlega ekki hvað við tókum margar myndir, síminn var alltaf á lofti.

Ef þú ert á ferðalagi á þessu svæði þá mæli ég með að þú takir einn dag frá í Altea.

      

Takk fyrir okkur Altea

Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

LÍFIÐ Á SPÁNI

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐSPÁNNTRAVEL

Lífið á Spáni !

Þetta er ekki flókið hérna á Spáni, pínu svona “súrmjólk í hádeginu & cheerios á kvöldin” nema bara “granóla í hádeginu og spaghettí á kvöldin” :)
Ekkert stress, gerum bara það sem okkur dettur í hug og þurfum aldrei að flýta okkur.Við mæðgurnar ákváðum að koma hingað í sumarfrí eftir vinnuferð á Ítalíu.  Mamma mín kom svo og hitti okkur þannig að við erum hérna þrjár.
Það er ekkert að frétta, allir slakir.
Við erum búnar að keyra hérna út um allt, skoða fallega staði, máta allskonar strendur, hitta góða vini, borða ís og meira spaghettí, kafa, kafa & kafa (Ísabella sér um það).  Ég veiði hana nánast upp úr sundlauginni á kvöldin, magnað hvað krakkar geta gleymt sér tímunum saman í sundi.
Það er ljúft að fylla á D-vítamínið og eiga tíma með mikilvægustu konunum í mínu lífi  ♡

 

Love
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

LAGUNA ROSA – TORREVIEJA

AndreAFERÐALÖGLAGUNA ROSASPÁNNTORREVIEJATRAVEL

BLEIKA LÓNIÐ – LAGUNA ROSA – LAS SALINAS DE TORREVIEJA – “Parque Natural de las Lagunas de La Mata y Torrevieja”

Ég sá “Laguna Rosa” á  Instagram hjá vinkonu minni… Takk  Dagbjört.   Ég vissi ekki af þessum stað hérna á Torrevieja svæðinu fyrr en ég sá þetta hjá henni.
Við mæðgur vorum ekki lengi að henda okkur upp í bíl og kanna málið,  ég meina bleikt vatn “What´s not to love” ?

Laguna Rosa er pínu erfitt að finna, það er ekki inni á öllum kortum, þannig að ég keyrði þangað eftir hnitum:  37.996916, -0.700556
Þó að þetta sé risastórt saltvatn sem fer ekki framhjá neinum þá eru hnitin hér að ofan að þessari litlu “strönd” eða svæði þar sem að fólk getur baðað sig.

Saltvötnin á Torrevieja eru tvö,  Salinas de Torrevieja og Salinas de La Mata. Þau eru hluti af friðuðum þjóðgarði með miklu fuglalífi, þar eru m.a. bleikir Flamingo fuglar.  Þetta svæði er stærsta saltvinnslusvæði Spánar. 

Þetta minnir pínu á okkar Bláa lón en talið er að saltvatnið og leðjan/leirinn sem þarna er hafi ótrúlega góð áhrif á húð, liði og vöðva.  Helsti munurinn er að þetta vatn er bleikt saltvatn og leðjan/leirinn er kolsvartur.
Þetta er opið svæði, frítt inn & engin aðstaða.  Ég mæli með að þú takir með þér handklæði og stóran  vatnsbrúsa til að skola af þér (það er must).
Það eru engar sturtur eða nein aðstaða á staðnum.


  

Þegar við vorum komnar á áfangastað (eftir hnitunum) þá sáum við í raun ekkert sem sagði okkur til um hvert við ættum að fara, það eru engin skilti eða neitt slíkt  (sá þau a.m.k ekki).  Við eltum fólk sem var á staðnum of gengum á eftir þeim að háum stráum.  þar var göngustígur sem lá niður að saltvatninu.
Við enda göngustígsins blasti við okkur þetta ótrúlega fallega bleika vatn.  Ég las það þó einhverstaðar að sólin hafi mikil áhrif á lit vatnsins og að það skipti máli að fara á sólríkum degi til að sjá bleika litinn vel.


Leðjan eða leirinn er alveg svartur, fólk makar því á allan kroppinn og þetta á víst að gera húð og liðum gott.Eitt ráð… Ef þú ert með sár þá getur saltvatnið sviðið rækilega, farðu varlega ;)Okkur þótti ótrúlega gaman að heimsækja Bleika Lónið.  Það var ekki mikið af fólki þarna og við áttum ótrúlega fallegan dag.  Ég veit að það er mikið af Íslendingum á svæðinu og mæli klárlega með  LAGUNA ROSA 💕

 

 

AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

NAPOLI

AndreAFERÐALÖG

NAPOLI !

Ég eeeeeelska Ítalíu !

♡  Við vorum í vinnuferð á suður Ítalíu,  ég gæti ekki verið sáttari við að sauma fötin okkar þar. Ítalir eru fagmenn fram í fingurgóma, landið er æðislegt, fólkið frábært, maturinn svo ótrúlega góður & svo gera Ítalir líka besta cappuccino í heimi.   Af hverju er ekki cappuccino allstaðar eins  góður og á Ítalíu? Hann er meira að segja góður á bensínstöðvum þar.

Við byrjuðum ferðina í Napoli en  fórum beint upp í bíl og keyrðum niður til Puglia ( þar sem við vorum að vinna), en á leiðinni til baka stoppuðum við í Napoli og skoðuðum borgina en við höfðum 1,5 dag þar.

NAPOLI hvað get ég sagt ?  VÁ … Einstök borg,  ég er búin að ferðast um Ítalíu mörgum sinnum og koma á fullt af stöðum og það er ekkert eins og Napoli, hún kom skemmtilega á óvart.

Við vorum á bílaleigubíl en ákváðum að skila honum áður en við fórum inn í borgina,  við höfum einu sinni “reynt” að keyra í Róm (það gleymist seint) og af fenginni reynslu þá fannst okkur það góð hugmynd að skila bílnum og sem betur fer segi ég bara.  Ég veit ekki ennþá hvernig maðurinn fór að því að keyra þarna nánast á gangstéttum , göturnar voru svo mjóar og alls ekki hannaðar fyrir bíla.  Það var fótgangandi fólk allstaðar og ekki hefði mig langað að leita af bílastæði þarna sem við gistum alveg í gamla miðbænum.  Þarna er sko flautan notuð óspart!


Maður fer ekki  til Napoli án þess að fá sér pizzu að þeirra hætti en þeir fundu víst upp pizzuna.   Pizza Margherita á að hafa verið gerð í fánalitunum (rauð, tómatar græn, basilika og hvít, ostur) til heiðurs “Margherita” þáverandi drottningu Ítalíu.
Við vorum búin að fá tips um að fá okkur pizzu á stað sem heitir Sorbillo en það er einn frægasti pizzastaðurinn í borginni.  Það var röð ég veit ekki hvert, það var röð í hvert sinn sem við gengum framhjá.  Maður gaf upp nafnið sitt og fjölda gesta og  svo biðum við úti á götu þangað til við vörum kölluð upp  í hátalarakerfi.Okkur var sagt að panta alltaf Margherita pizzu, sem að við gerðum en okkur langaði að smakka þannig að við fórum að ráðum þjónsins og tókum eina Margheritu og eina Ronaldo ( fyrir Óla, með kjöti á).  Þetta gerðist allt mjög hratt þarna inni, fengum borð og pizzan var komin á borðið hjá okkur mjög fljótlega.  Mín pizza var æði, þunnbotna og osturinn var eithvað allt annað, svo ótrúlega góður.  Pizzan kostar 4-7  evrur, eða 500 – 800 kr pizzan, mjög sanngjarnt verð.

Það er eitthvað misjafnt hvað fólki finnst um pizzuna, bróðir minn sem var þarna á sama tíma og ég, á sama stað og ég en ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það í story hjá honum daginn eftir  (þá var ég komin til London) var ekki eins hrifinn og ég þannig að það er eins og með allt misjafnt hvað fólki finnst.  Ég hefði samt ekki viljað sleppa þessu, þetta var líka upplifun og gaman að prófa & þetta er uppáhalds pizzastaður Dolce & Gabbana ;) …það er eitthvað!

En Ítalskur matur er bara á öðru leveli, en ég á mér uppáhalds disk núna og það er þetta einfalda en fáránlega góða spaghettí, “Spaghetti Al pomodoro Fresco e basilico” það lúkkar kannski ekki eitthvað rosalegt á mynd en það er svo ómótstæðilega gott að ég borðaði það bæði í hádegismat og kvöldmat.


Mig langar svo að ná að gera þetta svona nákvæmlega eins og þetta er gert á Ítalíu.  Pastað þarf neflilega að vera “Al dente”og hráefnið gott..  Ég veit nákvælega við hvaða snilling ég þarf að tala til að ná þessu réttu, hver veit nema að það komi uppskrift hér þegar ég er búin að mastera þetta.  Og já þetta er betra en þetta lúkkar.

Ég mæli svo mikið með Napoli, mikil upplifun að koma þangað, ótrúlega margt að sjá og skoða.  Ég fer klárlega þangað aftur en draumafríið er að eyða tíma á Amalfi ströndinni, fara til Napolí og Capri.  Að ógleymdri Sikiley ég á hana eftir.

 

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyndrea

 

HALLÓ FRÁ ÍTALÍU

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐ
Halló frá Ítalíu !
Við þurftum að fara í vinnuferð til Ítalíu, heppin við.  En með “við” þá á ég við mig og Óla manninn minn &  meðeiganda (þetta er stutta útgáfan ;).
Við  tókum með okkur “nema” í þetta skiptið en það er dóttir okkar Ísabella (12. ára)

Við erum bæði með saumastofur og prjónaverskmiðju sem við vinnum með hér á suður Ítalíu þannig að hver dagur er pakkaður af skemmtilegum & krefjandi  verkefnum.

Dagarnir eða vikurnar á undan svona ferð virðast líka endalausir en við þurfum að mæta mjög skipulögð til leiks, með allt klárt sem við viljum gera og með nákvæmlega á hreinu hvað við viljum finna og fá út úr ferðinni.   Með ferðatöskuna fulla af sniðum og pródótýpum erum við mætt hingað aftur.

Það er dásamlegt að hitta reglulega fólkið sem við vinnum með og knúsa saumakonurnar okkar ( meira um það síðar )

Ég er virk á Instagram @andreabyandrea  ef það eru fleiri þarna úti eins og ég sem elska að sjá hvar fötin þeirra verða til og svo er ég á persónulegum nótum á mínu instagrami @andreamagnus .

Ferðinni er svo heitið til Napolí í einn dag á leiðinni heim en ég hef aldrei komið þangað,   þaðan til London og svo heim en  ég hætti við  LON-KEF á síðustu stundu fyrir okkur mæðgurnar en við tvær ætlum til Spánar í smá frí.

Ég ákvað að vera bara sultuslök og panta  “one way”  :) sjáum svo til hvað ég tóri en stefni á að ná amk viku fríi á spáni.CIAO
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus 
INSTAGRAM: @andreabyandrea

BRÚÐKAUP E&G – DRESS

BrúðkaupDRESSKIMONOOUTFIT

Þar sem síðasti póstur frá mér “BRÚÐKAUP ! Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA?” var fullur af hugmyndum af dressum fyrir brúðkaup sumarsins ákvað ég að setja inn færslu hér um í hverju ég fór sjálf í brúðkaupið hjá Elísabetu og Gunna um síðustu helgi.

Mig langaði auðvitað að vera extra fín og helst í lit, yfirleitt hefði ég valið mér síðkjól eða samfesting í fallegum lit en ég er svo skotin í þessum kimono að hann varð fyrir valinu.  Ég var með smá áhyggjur af því að ég væri ekki nógu fín þá aðallega vegna þess að ég nota kimonoa svo rosalega mikið alla daga og við svo margar aðstæður að mér fannst kannski pínu að ég væri ekkert fínni en vanalega. En ég dressaði hann allt öðruvísi upp en ég geri vanalega.  Ég var í samfesting undir sem sést svo sem ekki mikið í, svo batt ég kimonoinn saman að framan og notaði hann meira eins og kjól.
Kimonoinn er frá “AndreA” og er væntanlegur í byrjun júlí.
Skórnir eru úr GS Skóm frá einu af mínum uppáhalds merkjum “Billi Bi” en ég á þessa skó bæði í rauðu og svörtu og er búin að nota þá endalaust mikið.  Ég var búin að kaupa mér glænýja ótrúlega fallega skó fyrir veisluna en tók ekki sénsinn á að fara í svona nýjum skóm í veislu þar sem ég ætlaði mér að dansa í heilt kvöld.  Nýju skórnir fengu því að víkja fyrir gömlum en æðislegum skóm sem ég er svo sannarlega búin að ganga vel til.  Ég dansaði allt kvöldið og fann ekki fyrir því.

Hálsmenin eru þau sömu og alla aðra daga en þetta eru þau sem ég tek aldrei niður.
Stafamen og stjörnumerki úr 16K gullhúðuðu silfri frá SP. þið getið skoðað þau og lesið meira um þau HÉR.

Kápan er þessi klassíska frá Burberry.  Ég keypti hana notaða á Facebook, hún er aðeins of stór á mig en ég er einmitt að fíla það svo vel.
Ég mæli með því að fylgjast með á svona síðum því að það koma gullmolar þarna inn reglulega.Taskan er frá Louis Vuitton og heitir POCHETTE METIS

 

VAR GAMAN? Jáááá … Þetta var eitt skemmtilegasta og eftirminnilegasta partý sem ég hef farið í, þvílíkt flott veisla og bara taumlaus gleði.  Það eiga án efa eftir að koma fleiri póstar um þetta dásamlega brúðkaup.
Þið getið lesið meira Hér & Hér.


Aldís KarenHildur HelgiPattraErna Hrund Andrea & Svana Lovísa  

Ef þið viljið svo fá smjörþefinn af stemmingunni þetta ljúfa  kvöld í Perlunni þá “highlight-aði” ég story kvöldsins undir “E&G WEDDING” á Instagraminu mínu hér að neðan.

 

Endalaus ást til brúðhjónanna á Balí
Elísabet & Gunni

Lovelove
AndreA

BRÚÐKAUP! Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA ?

AndreABrúðkaupOUTFITTíska

Brúðkaup á morgun – Í hverju á ég að vera?

Brúðkaup eru án efa skemmtilegustu, hátíðlegustu og æðislegustu veislur sem maður fer í.  Allir glaðir, allir fínir og bara svo óendanlega gaman að gleðjast og fagna ástinni.

Í hverju á ég að vera?
Við reynum frekar að fara í liti þegar við erum að halda upp á hamingjuna og forðumst svart og alveg hvítt að mestu leyti, það er einhver óskrifuð regla.

Ég er búin að aðstoða nokkrar vinkonur fyrir veislu morgundagsins en drottning Trendnets “soon to be” Frú Elísabet Gunnarsdóttir  og Gunnar Steinn ganga í það heilaga á morgun.  Okkur hlakkar öllum óendanlega mikið til.

Ég ákvað að taka saman hér hugmyndir af dressum fyrir brúðkaup.  (Þið sjáið hvaðan fötin eru með því ýta á myndina)

 

Love
AndreA 

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGAM: @andreabyandrea