AndreA

JÓLAKRANS … DIY

AndreADIYJÓLJÓLAKRANSJÓLASKRAUT

JÓLAKRANS …

Ég er í óvenju miklu jólaskapi þetta árið en hef ekki hugmynd um afhverju nema kannski að það sé smitandi og ég hafi smitast af jólabarninu mínu?
Það er langt síðan ég hef verið svona peppuð fyrir jólunum, ég reyndi að hrista þetta af mér (ekki spyrja mig af hverju) en ákvað svo bara að njóta og vera “all in”.
Við stelpurnar í vinnunni hittumst og gerðum okkur jólakrans úr afgangsefnum á saumastofunni, ég veit ekki hverju við störtuðum þarna en við erum a.m.k ekki hættar og ætlum að hittast aftur og gera eitthvað fleira.  Þær eru reyndar svo skemmtilegar að það er alveg sama hvað við gerum saman … það er alltaf gaman !
Ég setti eitthvað af ferlinu í story á Instagram // áhugasamir geta skoðað það í “Highlight” / JÓLA .Við keyptum kransana í FÖNDRU en þær selja líka “velour” efnið í allskonar litum, silki borða og allt sem til þarf (fyrir utan lifandi blóm og greinar).
Eitthvað af skrautinu er úr Garðheimum en allar lifandi greinar eru úr blómabúðinni BURKNA í Hafnarfirði.

Þetta er tiltölulega fljótlegt en maður byrjar á því að klippa efnið í 10 cm breiðar lengjur og vefja utan um kransinn // Við notuðum 6x lengjur á mann (60 cm af efni)  til að fá hann vel þykkann og veglegan.
Þegar að efnið er komið á allan hringinn þá er bara að skreyta eftir smekk og festa niður með blómavír.
Ég ákvað að hafa lifandi greinar og blóm á mínum, en það er líka hægt að setja gervi ;)


Hér er Ósk með kanilstangir sem hún fann heima hjá sér í jólaskrautskassa en þær runnu út árið 1997 … hahaha en þær komu vel út á kransinum :)
Ég gerði svartan krans fyrir búðina en gráan til að hafa heima hjá mér (set hann í story þegar hann er alveg til :))

Erla – Magndís – ég & Ósk alsælar með afraksturinn.


Þetta meistaraverk ;) tekur á móti ykkur um jólin í búðinni ….   Passar fullkomnlega á nýju hurðina sem ég er svo ánægð með <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

AÐ KLÆÐA SIG EFTIR VEÐRI …

AndreADRESSKIMONOSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Það getur verið snúið að klæða sig eftir veðri hér á Íslandi en ég tími alls ekki að leggja fallegum sumarkjólum og kimonoum þangað til í vor.

Ég hef mest verið að nota blazer jakka & leðurjakkann minn yfir  þessar flíkur til að halda á mér hita en undanfarið þá hef ég verið dugleg að nota líka allskonar prjónaðar hlýjar peysur yfir kimono og kjóla og finnst það æði.
Ég bindi kimonoinn í mittið og kræki svo peysunni undir beltið að framan þannig að hún sé stutt að framan en síðari & laus að aftan.

En það er ekki nóg að vera bara í hlýrri peysu hérna á Íslandi þannig að ég er oftast í gallabuxum undir kimono og í æfingabuxum undir kjólum, sem ná svona rétt fyrir neðan hné. Þannig lítur út eins og ég sé berleggja en er það samt alls ekki.

Yfir þetta alltsaman fer ég svo í stóra úlpu eða ullarfrakka.


Leðurjakki, kjóll: AndreA – Taska: LV – Skór: Nike
Kimono, taska & hálsmen: AndreA – Peysa Bershka -Gallabuxur H&M – Skór: Zara


Kimono: AndreA – Peysa Ganni – Skór: BilliBi / GS skórKimono, leðurjakki & taska: AndreA – Gallabuxur: H&M – Skór: Zara


Kimono: AndreA – Peysa: heimaprjónuð ala mamma. (prjónablaðið ÝR, blað nr 71 fyrir áhugasama)


Kimono, frakki & taska: AndreA

Og svo frakki yfir allt saman  (sem betur fer var ég með töskuna annars hefði ég farið upp með blöðrunum :)

LoveLove
Andrea

Instagram; @andreamagnus

Instagram; @andreabyandrea

 

ÞRÍR UPPÁHALDS HLUTIR // GJAFALEIKUR

AndreASAMSTARF

9  ÁRA AFMÆLI  // GJAFALEIKUR

AndreA fagnar 9 árum ! Magnað hvað tíminn líður.

Í tilefni afmælisins ætla ég í samstarfi við AndreA að gefa veglega gjöf  HÉR  
Ég valdi þá þrjá hluti sem ég nota hvað mest og ætla gefa vinningshafanum þá.
Kimono – FANNY  leðurtaska & stafamen.


KIMONO:  Í lit og  sídd að eigin vali.
Þessa flík nota ég óendanlega mikið við allskonar tækifæri.  Kimono passar einhvern veginn við allt og er líka flottasti náttsloppur sem maður kemst í.  Ég nota kimono hversdags, spari, á ströndina og á veturnar fer ég í peysu og jakka yfir hann.  Kimono lífgar upp á lífið það er bara þannig :)

 


FANNY   leðurtaska í lit að eigin vali ….
Þessi taska er bara sú allra allra besta.  Ég er alltaf með hana, ég þarf ekki einu sinni að taka hana af mér þegar ég fer í bílbeltið,  ég er alltaf með tvær hendur lausar og svo er hún bara ótrúlega falleg og setur pínu punktinn yfir i-ið á dressið sem ég er í hverju sinni.


STAFAMEN:   stafurinn þinn & keðja í silfri eða 16 K gullhúðuðu silfri.  Persónulegt og fallegt skart sem passar við allt.


AFMÆLI … 

Við blásum að sjálfsögðu til afmælisveislu í versluninni – Norðurbakka 1 – Föstudaginn 2 nóvember frá kl 18-21 og þér er boðið ♡
Léttar veitingar, afmælisafsláttur og uppáhalds húðumhirðumerkið okkar BIOEFFECT verður á staðnum með húðmælingartæki sem mælir rakastig húðarinnar og dýpt á línum.
Allir sem versla fá gjöf frá BIOEFFECT.
Við erum búnar að vera á fullu að taka upp nýjar vörur fyrir afmælið,  vorum að fá dásamlegan jólailm frá DOFTA og tryllta vasa/kertastjaka frá RO.

 

See you friday 
LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

 

 

 

 

STÖNDUM SAMAN

BLEIKUR OKTÓBERLÍFIÐ

Október er senn á enda…  Bleikur október!

Mér finnst svo frábært að hafa þennan ágæta mánuð bleikan.
Ég á það til að ýta á undan mér eða gleyma að panta mér tíma hjá krabbameinsfélaginu en þegar sá bleiki mætir á svæðið og er út um allt þá eru engar afsakanir eftir,  það er bleikur dagur í skólanum hjá börnunum, bleikar vörur í verslunum & bleika slaufan sem fer ekki framhjá neinum.  Þá er ekki annað hægt en að muna að panta sér tíma.
Í ár varð ég líka vör við auglýsingu frá krabbameinsfélaginu á Instagram, þau senda bréf heim, samt vantar fullt af stelpum sem eru ekki að skila sér & þátttaka kvenna í skimun hefur minnkað.

Krabbameinsfélagið kallaði í ár eftir hjálp vinkonuhópa “STELPUR STÖNDUM SAMAN & VIRKJUM VINÁTTUNA”  þar sem heilu saumaklúbbarnir geta pantað  í einu & kannski aðallega að við pössum upp á hvor aðra og minnum hvor aðra á að panta tíma <3

SÍÐUSTU DAGAR …

LÍFIÐ

Síðustu dagar hafa frussast áfram og október er alveg að verða búinn, ég meina það var sumar í gær.
En í minni vinnu koma jólin fyrst á saumastofunni/skrifstofunni og þegar við erum rétt að klára þau þá byrjar jólatörnin í búðinni.  En jólin eru sem sagt búin að vera á minni könnu undanfarna daga / vikur ásamt sumarkjólum & fötum fyrir næsta sumar… já stundum er ég bara ringlaður fatahönnuður :)
En í öllu kapphlaupinu þá næ ég samt einhvernvegin að leika líka við fólkið mitt, ég sé það vel þegar ég skoða myndirnar í símanum mínum, mis góðar myndir  og allt það en hverjum er ekki sama þegar það er gaman?


Á hlaupum náði ég sem betur fer að fara og fagna með Trendnet vinkonu minni Guðrúnu Sørtveit,  það er ekkert skemmtilegra en að fagna með duglegu fólki sem lætur verkin tala og draumana rætast <3 Til hamingju Guðrún með æðislegt kvöld.  Eins og sést á myndunum þá hélt Katla (Hörpu Káradóttir) uppi stuðinu, þvílíkt skemmtilegur krakki, hún fékk mynd af sér með öllum í veislunni held ég :)  Æðisleg.

Stelpurnar okkar Hrefnu Dan  Sara & Ísabella eru afmælissystur, fæddust á sama stað, á sama tíma á sama sjúkrahúsi, mögnuð saga út af fyrir sig sem ég segi kannski frá síðar en þessar 12 ára vinkonur eru búnar að vera að kynnast betur síðasta árið & falleg vinátta að myndast á milli þeirra 

Aldís mín & ég fastar á bekk eins og fínar frúr að bíða eftir að börnunum (okkur leiddist samt alls ekki) 

Ég gerði áramótaheit fyrir nokkrum árum að leika meira við vini mína og ég held að ég sé bara nokkuð dugleg að standa við það.  Ég er félagsvera og þarf að heyra í öllum reglulega, plana partý og leika.  En það er ekki hægt að koma öllu fyrir í sólarhringinn og maður þarf að velja vel í hvað maður ætlar að nota hann. Ég kann sem betur fer líka að slaka á, sofa og gera ekki neitt heima hjá mér, það þarf nefnilega að vera smá jafnvægi í þessu <3

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

GRÆNA SMIÐJA BIOEFFECT – MAGNAÐUR DAGUR

AndreABEAUTYBIOEFFECTÍSLENSKTSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Bioeffect //
Okkur var boðið að skoða Grænu smiðju Bioeffect í Grindavík .
Aldís Pálsdóttir tók myndirnar.

BIOEFFECT / GRÆNA SMIÐJAN

Okkur var boðið að koma og skoða Grænu smiðjuna, svona byrjar bloggið en í sannleika sagt þá hefur mig dreymt um að fara þangað síðan ég veit ekki hvenær og ég setti mig í samband við stelpurnar sem ég þekki  hjá BIOEFFECT og bað þær um að leyfa mér að koma.  Ég hef notað vörurnar frá þeim frá upphafi eða í um 8 ár.  Ég þekki vörurnar mjög vel og hélt að ég vissi nánast allt um þær en svo var ekki.   Ég var heilluð fyrir en er núna eitthvað miklu meira en það.
(Fyrir áhugasama skrifaði ég um það hvernig ég nota vörurnar HÉR.)

Grænu smiðjuna hafði ég bara séð á myndum en að skoða verksmiðjur og framleiðslustaði er bara eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.
Ég hef farið í verskmiðjur út um allan heim, þó aðallega tengdar fata, skó  og fylgihluta framleiðslu en þó nokkrar í Grasse í Frakklandi sem framleiða ilmvötn og fleira.
Það er langt síðan að ég fór að dást af framleiðslunni hjá Bioeffect, það sem heillaði mig  mest er hversu mikið (ef ekki allt)  er framleitt hér á Íslandi.  Mér finnst það svo heillandi á svo marga vegu,  bæði að við séum að skapa atvinnu fyrir okkar fólk og að notast við bestu mögulegu hráefnin.  Ísland spilar stóran sess í gæðum og velgengni Bioeffect með hreinu vatni og náttúrulegum jarðvarma.

Hér “in the middle of nowhere” eða í Grindavík gerast töfrarnir …. Þetta er GRÆNA SMIÐJAN.

 Mynd af síðu Bioeffect.com

Dagurinn byrjaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins þar sem við fengum að hitta “rokkstjörnuna” eða vísindamanninn Dr. Björn,  hann fræddi okkur um vöruna, hvernig hún er búin til og sagði okkur frá sögu fyrirtækisins.
Aldís Pálsdóttir ljósmyndari var með okkur í hópnum og tók allar þessar fallegu myndir,  minningar eru ómetanlegar TAKK Aldís ♡
Hópurinn … AndreaÁlfrún PálsRakel TómasdRósa María Inga RósaKolbrún Pálína Aldís Pálsdóttir – Bergljót & Dr. Björn meðstofnandi og framkvæmdarstjóri rannsókna & nýsköpunar.Þegar það eru tveir ljósmyndarar í hópnum þá gerast góðir hlutir :) Aldís að mynda & Begga að stilla upp #fagmenn

Rósa María, Kolbrún Pálína, Inga Rósa, Álfrún, Rakel Tómasd, Andrea, Bergljót & Aldís Páls


Það er svo magnað að allir töfrarnir verði til í svona litlu bygg fræi, við fengum meira að segja að smakka þau, bragðið kom á óvart en það var pínu sætt.
BI­OEF­FECT þróuðu fyrst allra aðferð til að framleiða EGF í byggi en EGF frumuvakar auka framleiðslu kollagens í húðinni og viðheldur þéttleika hennar og heilbrigði.
Í stuttu máli þá hægir EGF á öldrun húðarinnar.
Byggið sem notað er við fram­leiðsluna er ræktað í þessari há­tækni­legu og vistvænu gróðursmiðju.

já ég viðurkenni það ég er “starstrucked” – Þessi maður er snillingur.

Sjá hvað okkur þykir þetta áhugavert !

… Þegar maður nær myndavélinni af Aldísi og fær að smell af.

Ísland bauð upp á ókeypis hárblástur þennan daginn :)

Við vorum allar yfir okkur hrifnar og ótrúlega glaðar með daginn, eiginlega þannig að það er erfitt að koma því í orð …
Þetta var með skemmtilegri dögum í manna minnum, algjörlega magnað.
TAKK fyrir okkur BIOEFFECT

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

HELGIN… LITLU HLUTIRNIR

AndreAHELGINIGLO+INDILÍFIÐREYKJAVÍK

*Fatnaðurinn sem ég er í er að hluta til frá mínu eigin merki/verslun: AndreA

Helgin …
Þegar það koma helgar með engin plön, engin partý, engin afmæli, enga vinnu, engin fótboltamót og bara ekkert að frétta…. Ég elska að eiga svoleiðis helgar, alla vega svona inn á milli :)
Sunnudagurinn var fallegur, ég fór í miðbæinn og rölti um, ég fór meira að segja niður að tjörn barnlaus og brauðlaus :)
Þetta verður svona þegar börnin eru orðin of upptekin til að leika við mömmu og pabba.   Miðborgin okkar er svo falleg og magnað að sjá allar breytingarnar, þetta er í alvöru fyrir úthverfispíu eins og mig eins og að fara til útlanda í einn dag.


Ég sver það…  þær voru báðar með haus :)

Eftir miðbæinn var kominn tími á börn …  Ég heimsótti þessar sjúklega sætu frænkur mínar (dætur bróður míns) sem eru heimsins mestu dúllur.  Ég fékk þessa frábæru hugmynd að reyna ná flottri mynd af þeim systrum…. Tveggja og fjögurra ára, hvernig gekk ?  Well,  þær snéru aldrei eins, voru aldrei í fókus, brostu aldrei á sama tíma eeen það var ótrúlega gaman hjá okkur sem skiptir auðvitað öllu.  Þær hoppuðu, dönsuðu og snéru sér í hringi, þær voru ekki lengi að spotta skóna mína og fengu að sjálfsögðu að prófa þá ;)

Kjólarnir þeirra eru frá Igló+Indí, hversu sætir ?

Ég fékk góða hjálp samt frá foreldrum þeirra eins og sést :)

Hvað gerðir þú  um helgina? Ekki neitt og það var akkúrat það sem ég þurfti,  stundum eru litlu hlutirnir mikilvægastir, eyða tíma með sínum nánustu , hlæja smá, horfa á lélega bíómynd já eða góða og bara njóta.  Það hafa verið svo óteljandi helgar og tímabil þar sem við erum í framkvæmdum, prófum, verkefnaskilum eða einhverju álíka,  þá dreymdi mig um svona helgi, þar sem akkúrat ekkert væri á dagskrá,  þegar svoleiðis helgar koma svo loksins þarf maður að minna sig á að svona helgi var einmitt á óskalistanum.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

VIKAN 80 ÁRA

VIKAN

Vikan 80 ára ….

Ég var að koma heim úr áttræðisafmæli :)
Magnað að VIKAN sé orðin svona gömul en hún lítur bara nokkuð vel út miðað við aldur eins og Steingerður ritstjóri Vikunnar benti mér á í kvöld. Forsíðuna prýðir drottningin Birgitta Haukdal en myndin er tekin af vinkonu minni Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara í fallegasta stiga landsins í Safnahúsinu.

Mynd: Aldís Pálsdóttir / Vikan
Mynd: Aldís Pálsdóttir / Vikan

Þegar ég var komin heim var ég hugsi yfir því hvernig líf tímarita og ljósmynda hefur breyst með allri tækninni, stafrænum myndavélum símum, instagram og öllu hinu.  Ég elska að eiga stund og lesa blöð, skoða myndir og fá innblástur en upplýsingaflæðið og hraðinn sem er á öllu í dag er rosalegur.  Það fer ekkert framhjá manni, endlaus píp og ding og maður má ekki missa af neinu.
Hvernig ætli  þetta hafi verið fyrir 60 árum ?

Ég gramsaði aðeins í skápunum mínum af því að ég mundi eftir því að við áttum þar gömul VIKU blöð,  þau eru frá árinu 1959  eða 59 ára gömul og kostuðu heilar 10 krónur í þá daga.  Ég er samt enginn safnari en tengdapabbi kom með þessi blöð hingað um daginn,  það er gaman að skoða, lesa, og sjá  auglýsingarnar.  Og já það hefur svo sannarlega mikið breyst.


Auglýsingarnar hafa breyst mikið í gegnum tíðina, ég leyfi hér nokkrum að fylgja. Mjög gott verð á eldavélum og ég ætti kannski að prófa coca cola með saumaskapnum ?

 


Afmælið var æðislegt og ég óska VIKUNNI og öllum sem þar vinna innilega til hamingju með daginn og dáist að þeim að koma með nýja Viku í hverri viku með áhugaverðum viðtölum og fallegum myndum.   Ég er ekki hlutlaus þar sem ég fylgist extra vel með Aldísi “minni” sem er með mér á myndunum hér fyrir ofan eða “PALDIS  ljósmyndari” en hún tekur mikið af myndunum fyrir blaðið og ég ætla að láta Instagram-ið hennar fylgja hér með.

 

LoveLove
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

SUNNUDAGS

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Sunnudags dress  ♡

Já ég elska sunnudaga eins og sennilega allir…. Eftir að börnin mín urðu svona stór þá liggur við að ég þurfi að stilla klukku ef ég ætla að vakna snemma,  kona á mínum aldri þarf greinilega að hvíla lúin bein haha.   Sunnudagar eru eða ættu að vera heilagir eða a.m.k rólegir og notalegir, minn var akkúrat þannig…  Ég þurfti ekki að gera neitt sérstakt,  ég er þó aldrei lengi að finna mér verkefni og fór í að mynda nýja kjóla sem við vorum að fá frá París, hér er ég í einum þeirra en þetta er hnepptur skyrtukjóll í leopard printi.  Ég elska þessa afslöppuðu tísku, laus kjóll & strigaskór.  Til að mér verði ekki kalt þá fer ég í hjólabuxur (hnésíðar) undir kjóla og í úlpu eða kápu yfir leðurjakkann, ég gæti ekki hugsað mér þægilegra dress á þessum ágæta sunnudegi.

Kjóll & leðurjakki:  AndreA
Taska: Louis Vuitton, // pochette metis
Skór: Nike Air Max 97 (ég keypti mína í París en þeir fást bæði í Húrra Reykjavík  & í verslunum NTC  & Air hér á Íslandi.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

 

SVONA EIGA PARTÝ AÐ VERA … (myndir)

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

WHAT A DAY // WHAT A NIGHT // WHAT A PARTY !

Við erum í gleðikasti eins og kannski sést á þessum myndum. Vá hvað við erum þakklátar ♡
“Konur eru konum Bestar” dagurinn var gjörsamlega sturlaður í alla staði og í allri meiningu orðsins.  Þið létuð ykkar ekki eftir liggja og komuð svo ótrúlega margar að fagna með okkur, eins var risa party í netheimum eða á Andrea.is þar sem að kerfið fór nánast á hliðina.  Við erum búnar að standa í ströngu í að pakka og senda alla þessa viku.  Bolurinn er uppseldur og allar pantanir klárar hér hjá okkur eða á leiðinni í pósti fyrir þær sem það kusu.

Aldís “okkar” Pálsdóttir sem er ein af mínum uppáhaldskonum í lífinu og partner í “Konur eru konum Bestar” tók þessar geggjuðu myndir eins og henni einni er lagið ♡


Svona lúkkar gleðikast :) … Aldís PálsAndreaRakel Tómasdóttir & Elísabet Gunnars

En aftur að partýinu,,,  það voru einhvernvegin allir glaðir og allir til í að vera með.  Svo margir sem studdu okkur á svo margan hátt,  við það að gefa eða raða í gjafpokana, gefa okkur  drykki, blóm, ís til að halda drykkjunum köldum, Omnom súkkulaði , GLAMOUR , Sjöstrand kaffi  & ESSIE naglalakk og fleira til að bjóða ykkur uppá eða hjálpuðu til á einhvern hátt.    TAKK

VINÁTTAN & LÍFIÐ
Það er svo magnað hvað lífið lokkar mann áfram.  Ég á svo mikið af mögnuðum konum í mínu lífi, konur sem ég passa uppá, reyni að hafa samband reglulega við alla, þeir sem þekkja mig vel og lítið vita að þeir geta átt von á símtali frá mér hvenær sem er þar sem ég vil bara taka stöðuna og athuga hvort að það sé ekki allt eins og það á að vera eða mögulega bjóða þeim í einhverskonar gleðskap :)  Ég þarf að heyra í og sjá fólkið mitt reglulega.
Mörgum af mínum vinkonum kynntist ég einmitt í vinnunni, á árunum sem ég vann hjá “Mama fashion” eða Svövu í sautján (love you)  En þar kynntumst einmitt ég Aldís og Elísabet ásamt fullt af fleiri góðum konum.  Við höfum einhvernvegin alltaf náð að halda sambandi og vinnum flestar ennþá við tísku á einhvern hátt.  Ég elska þessar stelpur og þessa tengingu <3


sorry áfram með partýið ….
Þið getið líka séð meira hér: Smartland // undir yfirskriftinni “Svava, Andrea & Bergljót standa saman”  En það er alveg hárrétt ;)

TAKK

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea