fbpx

LOPPUKAUP

DIORDRESSTískaVINTAGE

Vintage eða notuð föt hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, ég elska að gramsa á mörkuðum eða fara í búðir eins og Spúútnik eða sambærilegar verslanir erlendis (hér er td ein frábær í Kaupmannahöfn).
Það er svo gaman að blanda gömlu við nýtt og oft eru gömlu hlutirnir ekkert síðri en þeir allra nýjustu.

Extraloppan er eins og flestir þekkja verslun í Smáralind þar sem einstaklingar leigja bása og selja vörur, flíkur, fylgihluti og húsmuni.  Þar er hægt að finna bókstaflega allt.
Snilldin við Extraloppuna er instagrammið þeirra, þær eru svo duglegar að setja inn þar nýjar vörur og þá er auðvelt að stökkva af stað ef maður sér eitthvað sem grípur augað eins og ég gerði þegar ég sá þetta veski.
Ef marka má það sem ég hef fundið um þetta veski á netinu þá er þetta  “Vintage 1970’s Christian Dior”.Skyrta: Notes Du Nord / AndreA
Pils:  tjullpils/ AndreA
Strigaskór: Acne / GK REYKJAVÍK 
Veski: DIOR /Extraloppa

LoveLove
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

DRESS: LEÐUR FRÁ TOPPI TIL TÁAR

AndreAbyAndreACPHFWDRESSSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við AndreA

NOTES DU NORD það fallega fallega merki er eitt af mínu uppáhalds.  Við höfum verið með það í AndreA frá upphafi og fylgt því eftir að vera byrjendur í bransanum og í það að vera á hraðferð ég veit ekki hvert ?  Sara & Rasmus eigendur merkisins eru svo miklir fagurkerar og snillingar að það er unun að fylgjast með þeim og þeirra teymi láta hvern stóra drauminn af fætur öðrum rætast.  Þau héldu magnaðan viðburð eða sýningu á tískuvikunni í síðustu viku sem ég deili með ykkur hér síðar.

Það getur verið vandasamt að pakka litlu, sérstaklega þegar ég þarf að gera mikið, fara á marga staði og viðburði, ég get það eiginlega ekki.  Taskan mín var ekkert voðalega lítil en samt fannst mér erfitt að púsla þessu saman.  Ég elska þó þegar ég get notað flíkurnar sem ég er með á marga vegu. T.d fór ég í þessum sömu leðurbuxum og ég er í hér að neðan í flugið en þá í strigaskóm og prjónapeysu við.  Þegar ég fór svo á NDN viðburðinn fór ég hinsvegar í leðurstígvél og í kápuna við.  Lúkkar alls ekkert svipað en virkar bæði svo vel.
Planið var að fara í blazer jakkanum við buxurnar og vera í jakkafötum en ég skipti jakkanum út fyrir leðurkápuna rétt áður en ég labbaði út & Aldís fór í  blazer jakkanum yfir kjólinn sinn :)

Sara eigandi NDN & ég.  Þemað var skotland eða HIGHLAND “FEVER” og var skoska hálendinu varpað um alla veggi (mega cool)


Lúkk sem ég er að elska núna er þegar buxurnar renna saman við skóna og maður sér varla hvar skórnir byrja eða buxurnar enda.

Aldís eða PALDÍS eins og svo margir kalla hana (það er instagram nafnið hennar) var fengin út til Kaupmannahafnar að mynda sýninguna, já ég rifna mögulega úr stolti <3

Aldís:
Kjóll: Habanera stuttur / AndreA
sokkabuxur: Oroblu
Skór: Billibi /GS SKÓR

Ég:
Leðurkápa, buxur & belti: AndreA
Bolur: Notes Du Nord (fæst í AndreA)
Skór: Vagabond
Taska: Dior

xxx
AndreA

@andreamagnus

TÍSKUVIKAN

Tískuvikan í Kaupmannahöfn = 4 dagar á hraðferð.
Dagarnir eru þétt bókaðir frá morgni og langt fram á kvöld og tíminn virðist líða miklu hraðar en venjulega, svo mikið skemmtilegt að gera og  svo lítill tími.  Við fórum á tískuviðburði, sýningar, “showroom” og vorum að kaupa inn fyrir búðina.  Þegar ég tala um við þá á ég við mig Aldísi & Elísabetu en allar erum við að vinna í tískugeiranum í sitthvorri greininni þó.  Ég var að kaupa inn fyrir búðina,  Aldís var að mynda eina af flottustu sýningunum fyrir danska merkið Notes Du Nord & Elísabet okkar hér á Trendnet átti marga mismunandi fundi og viðburði í borginni á sama tíma.  Við náðum þannig að vinna & leika saman sem er ómetanlegt og gaman.
Þreyttar konur komnar heim með fulla tösku af myndum og minningum.
Betri myndirnar hér að neðan koma úr myndavélinni hjá Aldísi en þær eru merktar,  hinar eru símamyndir <3

 

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

UPPÁHALDS Á ÚTSÖLUNNI

AndreASAMSTARFÚTSALA
*Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína AndreA

Um þessar mundir eru útsölur í flestum verslunum sem fer senn að ljúka.  Á útsölum er oft hægt að gera góð kaup, ég mæli sérstaklega með að skoða klassískar kápur, jakka og úlpur sem lifa lengi, en það eru oftast bestu útsölukaupin að mínu mati.
Ég tók saman nokkrar yfirhafnir frá okkur hér að neðan sem eru nú á 50% afslætti.

 

Eins ætla ég að láta fylgja hér nokkra af mínum uppáhalds flíkum á útsölunni en tek það fram að ekki eru til allar stærðir og aðeins mjög fá eintök af flestu.

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

SUNNUDAGS DEKUR

BEAUTYBIOEFFECTSAMSTARF

Er einhver með betri hugmynd í þessu veðri  ?
Eftir dásamlega fallegan vetrardag í gær ákváðu veðurguðirnir að hrista aðeins upp í þessu og bjóða upp á lægð númer ég veit ekki hvað í dag.  Svona dagar eru fullkomnir dekurdagar.
Ég er eins og margir vita mikill BIOEFFECT aðdáandi og sel þessar vörur í versluninni minni AndreA.  Þessar vörur henta húðinni minni 100 % og þar sem hún þolir ekki allt er ég lítið að rugga þeim bát.  Þessi rakagefandi gelmaski er nýleg vara frá BIOEFFECT en þetta er algjör rakabomba, ekki veitir af núna í janúar.

Ég ber á hreina húð mitt uppáhalds serum, ég notaði 30 DAY í dag, svo set ég maskann yfir.  Maskinn er í tvennu lagi, ég set neðri hlutann fyrst og svo þann efri og er með hann í ca 15 mínútur.
Maskann er hægt að kaupa stakan, hann kostar þá 1.700 en einnig er hægt að fá þá marga saman í kassa.
xxx
AndreA

@andreamagnus

JANÚAR & LÍFIÐ Í LÆGÐUM

LÍFIÐ

Janúar !!! Hvað er þetta með þig?

Ég er að upplagi jákvæð og frekar drífandi en janúar nær mér alltaf pínu niður.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er, hann er langur, dimmur, kaldur og öll jólaljósin að fara niður eða svona næstum.  Kannski er maður líka að koma niður af desember ef svo má segja eftir miklar annir í vinnu og veisluhöldum.
2020 leggst ótrúlega vel í mig og ég elska tímamót, áramót en ekki janúar :)

Janúar hjá mér byrjar sem betur fer með útsölu og endar með tískuviku það hjálpar mikið, bæði að hafa eitthvað spennandi á dagskrá og að vera upptekin þannig að hann líði hraðar.
Ég á það til að verða eitthvað andlaus & tóm á þessum tíma og bara frekar ólík sjálfri mér.  Ég man eftir því að hafa rætt þetta við vini í janúar í fyrra þar sem mér sýndist flestir vera að tengja þannig að þetta er kannski eitthvað sem margir upplifa?

Hvað gerir kona?
Jú ég á að kunna flest trixin í bókinni, hugsa jákvætt, rækta líkama og sál og geri skemmtilega hluti en ég er ég líka með hósta, hor og eitthvað fleira sem maður pantar víst hvorki né hugsar í burtu :)  Góðu fréttirnar eru að lægðirnar koma og fara og  við erum hálfnuð með þennan janúar.  Það kemur dagur eftir þennan dag og mánuður eftir þennan mánuð,  þetta líður víst jafn hratt og júlí þannig að ég ætla að spenna beltin og reyna að njóta.

Þangað til næst
A

@andreamagnus
@andreabyandrea

VINTAGE VERSLUN Í KAUPMANNAHÖFN

KAUPMANNAHÖFNSKÓRVINTAGE

VINTAGE LOVERS ATH !

Æðisleg Vintage verslun Kaupmannahöfn…. TIME´S UP VINTAGE
Ég fann þessa verslun óvart  á rölti mínu um borgina.  Þetta er lítil búð, stútfull af vel völdum gersemum.  Þarna er mikið til af fallegum fylgihlutum, skarti, skóm og fatnaði, allt merkjavörur.

Þegar ég settist niður til að deila þessu með ykkur þá fann ég þessa umfjöllun á Instagram.
Samkvæmt þessu eru Lady Gaga & Naomi Campell meðal viðskiptavina verslunarinnar :)

Það var svo margt í þessari búð sem ég hefði viljað eignast en skór voru það í þetta sinn eins og svo oft áður :)
Þegar þú sérð skó í hillu og veist að þú ert í Vintage búð, þú ert að horfa á eina parið sem til er og þeir passa eins og á öskubusku þá er erfitt að standast freistinguna :)   Skórnir eru frá Jean Paul Caultier og kostuðu um 1100 dk eða um 20 þús isk.

Time’s Up Vintage Krystalgade 4, Copenhagen K Mon-Thur 11-6 Fri 11-7 Sat 10-5 +45 33323930 @timesupvintage

 

Mæli með
xxx

AndreA

@andreamagnus

DRESS: ÁRAMÓT

AndreAÁRAMÓTDRESSGAMLÁRSSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA & Oroblu

Ég var að vinna í svo skemmtilegri myndatöku um daginn fyrir AndreA & Oroblu þar sem við þjófstörtuðum áramóta stemmningunni og það var næstum því jafn gaman og í alvörunni enda með frábæru teymi.  Það vantaði reyndar bæði skaupið og flugeldana enda tekið á venjulegum mánudegi í nóvember, engu að síður koma hér nokkrar hugmyndir af dressum fyrir áramótin.

Í hverju á ég að vera ?
Áramótin eru tími fyrir pallíettur, bling og allt sem glitrar.
Auðveldast og fljótlegast er að setja bara upp glamúrus grímu og þú ert fín :)
Pallíettur og allt sem glitrar virkar alveg sama hvort um er að ræða jakka, kjól, samfesting, bol eða sokkabuxur.
Ég get sjálf ekki ákveðið hvort ég eigi að vera í gullkjólnum sem ég er í hér að neðan eða í einlitum lillabláum kjól sem er kannski ekki mjög áramótalegur en ef ég verð í honum þá set ég upp stóra glitrandi eyrnalokka og auðvitað glamúrus grímu.

MYNDIR: Aldís Pálsdóttir / @Paldis // af:  @Erna Hrund @Helga Björg @Heiður Ósk @Lovísa

 

Gleðilega hátíð & skemmtið ykkur vel 

LoveLove
AndreA

 @andreamagnus
@andreabyandrea

 

NÚ ER ÞAÐ RAUTT

EssieSNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég veit ekki hvort það séu jólin sem gera þetta en ég er með rautt á nöglunum allan desember og gott betur :)
Fallegast þykir mér að hafa neglurnar stuttar og þverar með fallegum lit.
Fallegustu rauðu litirnir að mínu mati eru “Russian Roulette” & “Really red” og í vínrauðu eða dökk rauðu “Wicked” & “Bordeaux”  frá Essie.
Og fyrst að ég er að tala um rautt þá ætla ég að deila hér líka mínum uppáhalds rauða varalit.  Það er ótrúlega gott “trix” að setja á sig rauðan varalit þegar maður er þreyttur því rauði liturinn stelur athyglinni.   Mér þykir best að hafa rauða litinn skæran og bjartan og nota oftast þennan frá Loreal, en hann er nr 204.

Mynd: Aldís Páls @paldis

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea