EÐAL HELGI HJÁ E&G

DANMÖRKFERÐALÖGFRÍLÍFIÐ

Dásamleg helgi að baki og gott betur en ég eyddi helginni hjá höfðingjunum Elísabetu Gunnars og Gunna í Esbjerg.
Ég þurfti að vinna í Kaupmannahöfn á mánudaginn og lengdi þá ferð með stoppi hjá þeim.
Á þessum tveimur dögum náðum við að gera svo fáranlega mikið, ég kom heim með fullan poka af minningum og sól í hjarta, mér sýnist reyndar sólin hafa komið með alla leið hingað heim.

Ég var að sjálfsögðu dregin út að hlaupa ala EL Gunnars en til að skemma ekki fyrir henni hjólaði ég á eftir henni haha (true story)  mjög skemmtilegur hringur í ótrúlega fallegu umhverfi.

Veðrið var dásamlegt og við notuðum fallega garðinn þeirra óspart.  Garðurinn er ævintýri líkastur, endalaus fuglasöngur og falleg blóm.
Okkur vantaði blóm í vasa og við Alba vorum fljótar að finna þau í garðinum (loooove it).

Hlaupahringurinn – Eurovison partý – handboltaleikur – uppáhalds kaffihúsið – …. Allt þetta sem ég sé reglulega í story hjá þeim hjónum, fannst kannski pínu eins og ég hafi verið þarna áður en samt ekki ….. Ótrúlega margt fallegt að sjá og gaman að upplifa.

Handboltafjölskyldan er greinilega samheldin en húsið fylltist af vinum & börnum, ég var svo heppin að “handbolta” vinir mínir Arnór og Guðrún komu líka, svo gaman að ná að hitta þau <3


Ég var mjög spennt að vakna á Sunnudegi í E&G húsi
Húsfrúin var búin að baka sínar “legendary” lummur sem ég hef hingað til bara séð í story :) Ég er mögulega búin að suða um brunch boð lengi en hver er að telja … Loksins dreif ég mig og þessar pönnukökur sem ég hafði aldrei smakkað eru svo ótrúlega góðar, þær verða klárlega gerðar hér næstu helgi.
Ég bað um uppskrift (eins og allir gera), hún er einföld og hrikalega góð.
Uppskriftina finnið þið hér:  SUNDAYS 


“My new best friend”   Gunnar Manuel …. Þessi bræddi sko hjartað mitt ….

Við skoðuðum RIBE sem er elsti bær Danmerkur, ótrúlega fallegur og góður dagur …


Takk fyrir mig E&G 
LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus

 

SUMARIÐ KOM Í KASSA

DRESSSAMSTARFSUMAR
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA.

Það var allt annað en sumarlegt í gær þegar ég var á leið í vinnuna, tilfinningin var meira eins og það væri vel “hressandi” haust.  Ég fór út í ullarpeysu, ullarkápu með ullartrefil en svo kom sumrið í kassa seinnipartinn :)
Við vorum að taka upp vörur í vinnunni, önnur hver flík sem ég tók upp úr kassanum var gul …. Love it

Ég fór heim með tvær gular peysur og gulan kjól, á leiðinni heim hitti ég svo vinkonu mína sem gaf mér gult naglalakk af algjörri tilviljun :)
Mér leið eins og lífið hafi hent í mig beini og ég þurfti að naga það haha! nei nei en ég mátaði samt gulu fötin og setti á mig gula naglalakkið og ég er ekki frá því að það hafi komið smá sumar í sálina með þessu  :)


Kjóllinn er frá danska merkinu Soft Rebles og kom í gulu og svörtu


Hneta vinkona mín kom aftur í heimsókn, ég reyndi að ná mynd af okkur saman en það gekk ekkert sérstaklega vel  :)


Skórnir eru frá Vagabond, keyptir í Kaupfélaginu.


Gula naglalakkið sem ég fékk í gjöf … Ég  var pínu óþolinmóð að leyfa því að þorna áður en að ég fór í kjólinn, læri það víst aldrei en liturinn fallegur.

Þessi peysa kom líka upp úr kössunum, ég prófaði hana yfir kjólinn og við strigaskó, annað lúkk sem virkar jafn vel og hitt <3

LoveLove
Mellow Yellow

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

MÆÐRADAGURINN

BIOEFFECTLÍFIÐMAMMAMÆÐRADAGURINNMOTHERSDAYSAMSTARF
Myndirnar voru teknar fyrir Bioeffect

Gleðilegan mæðradag allar mömmur.MAMMA er sennilega bara eitt fallegasta orð sem ég veit um, manni þykir svo vænt um þetta orð af svo mörgum ástæðum, ég er viss um að við tengjum allar/öll <3

Það er gott að nota þennan dag og staldra aðeins við og hugsa um það sem maður er þakklátur fyrir,  ég er óendanlega þakklát fyrir mömmu mína, svo ólýsanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera mamma barnanna minna og þakklát fyrir allar hinar mömmurnar í kringum mig.

Ég settist niður fyrir akkúrat ári síðan og skrifaði þennan póst hér:  “TIL MÖMMU FRÁ MÖMMU”  Ég las hann aftur með morgunbollanum í dag og mun sennilega gera það alla mæðradaga hér eftir.
Þið sem eruð með lítil börn notið tímann vel og njótið,  þau verða neflilega orðin unglingar eða fullorðin eftir nokkur ár, ár sem líða ótrúlega hratt.
Það kemur allt í einu að því að þið þurfið ekki pössun lengur og getið gert allt sem ykkur dettur í hug en þá saknar maður eða amk ég,  af því að vera mamma og hugsa um ungana sína er lífið.

Við Ísabella tókum þátt í verkefni fyrir Bioeffect en það var einmitt gert í tilefni mæðradagsins.  Við áttum góðan dag og fengum ómetanlegar myndir eftir meistarann, ljósmyndarann og vinkonu okkar hana Aldísi Páls eða @paldis eins og flestir þekkja hana.


Ég var spurð út í móðurhlutverkið og uppáhalds vörur en hér er þetta í heild …….
View this post on Instagram

Bakvið tjöldin …

 

Í morgun var ég svo vakin af fjölskyldunni sem var búin að útbúa dásamlegan morgunverð og fékk gjöf frá Ísabellu sem ég fékk “ryk” í augun af . . . En það eru einmitt svona gjafir sem mömmur ELSKA <3
 

 

Til hamingju með daginn allar mömmur 
xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus

MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT

BLÓMHEIMASUMAR

Góðan  daginn …
Ég blómaði yfir mig í gær, en eins og þið vitið þá er mæðradagurinn á morgun og ég nota hvert tækifæri sem gefst til að kaupa mér blóm :) Já mæðradagurinn er frábær afsökun til að fara í blómabúðina :)Ég keypti auðvitað brúðarslör en ég elska það blóm og finnst það svo fallegt bara eitt og sér í vasa og/eða með öðrum blómum.  Svo keypti ég Nellikur í tveimur mismunandi ferskjubleikum tónum, úr þessu bjó ég svo til nokkra vendi.  Auðvitað fór einn vöndur til mömmu og annar til tengdamömmu (mæðradagurinn munið þið).

Veðrið var fallegt eins og í dag þannig að ég fór með þetta út á pall og mixaði saman í vendi svo að þetta færi ekki út um allt eldhús hjá mér.
Pabbi minn kom svo akkúrat í heimsókn og tók þessar myndir <3

Þessi drottning kom líka í heimsókn….
Ég gat bara ekki hætt að taka myndir enda svo fallegt og fallegur dagur, ó hvað ég vildi að ég ætti bara alltaf svona mikið af blómum og  gæti bara alltaf haft þetta svona úti á palli… (in my dreams)Ég fékk margar spurningar í gær út í skóna & viðar drumbana …

Skórnir eru frá Vagabond en ég fékk þá að gjöf frá Kaupfélaginu.
Viðar drumbarnir eru úr garðinum okkar en maðurinn minn bjó þá til úr tréi sem við þurftum að fella, ótrúlega fallegir.Brúðarslörið er svo fallegt bara svona eitt og sér og það stendur fallega ótrúlega lengi,  ég var að skipta út en hitt var búið að standa í mánuð, þornað já, en ennþá mjög fallegt þegar ég henti því.
Svo set ég líka alltaf smá í minni vasa og set inn á bað.


& einn vöndur í búðina <3 <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

TRYLLT HÓTEL Í KAUPMANNAHÖFN

COPENHAGENFERÐALÖGHOTELLÍFIÐTÍSKUVIKATRAVEL

*Myndirnar voru teknar af Aldís Páls fyrir merkið mitt AndreA.

Í hjarta Kaupmannahafnar er þessi “falda” perla,  hótel sem er ótrúlega gaman að vera á, þessi sundlaug er allt, stemmningin æðisleg, frábær upplifun og pínu öðruvísi.
Manon Les suites er partur af “Guldsmeden hotels” sem eru í Kaupmannahöfn og víðar.  Hótelið er miðsvæðis eða í ca 10-15 mínútna göngufjarlægð frá tívolíinu.


Við vinkonurnar, ég, Aldís og Elísabet gistum þarna í febrúar þegar við vorum á tískuvikunni.  Við völdum þetta hótel sérstaklega af því að við vorum að mynda vorlínuna fyrir AndreA .  Sundlaugin og þessi sumarlegi bragur um miðjan vetur var akkúrat það sem okkur vantaði.

Það var kalt og grátt í Kaupmannahöfn þessa daga en um leið og maður steig inn á hótelið gleymdist það og tilfinningin var meira eins og að maður væri á Balí.
Sundlaugin er miðja hótelsins og herbergin eru allan hringinn í kringum laugina, 6 hæðir.Í kjallaranum er líkamsræktarstöð sem hótelgestir hafa aðgang að.
Á efstu hæð er svo veitingastaður og “roof top” svalir sem geggjað er að nýta í góðu veðri, við fórum þangað og mynduðum en það var miklu kaldara en myndirnar gefa til kynna.


En á sumrin er þetta meira svona ….

Herbergin eru rúmgóð, öll með litlu eldhúsi.  Í öllum herbergjum eru svo auðvitað jógadínur, sloppar og inniskór, allt sem maður þarf.  Það fór mjög vel um okkur <3
Hótelið er 5 stjörnu hótel og verðið fyrir herbergið er í kringum 25.000 isk nóttin (eða við borguðum það, það gæti þó verið rokkandi eftir dagsetningum).

Fyrsta föstudag hvers mánaðar er svo sundlauga diskó en það var akkúrat þegar við vorum á svæðinu.  Þá voru sett upp diskóljós, barinn opinn og mega stuð.   Okkur fannst við verða kíkja niður fyrst við vorum þarna og dugðum í heilar 15 mínútur enda ótrúlega þreyttar eftir vel pakkaða daga á tískuvikunni :)

Myndirnar af okkur eru teknar af Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara @paldís.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

HÁRSKRAUT

FYLGIHLUTIRHÁRSKRAUT

Hárskraut …

Þar sem ég er eiginlega alltaf með tagl eða hnút í hárinu finnst mér gaman að skreyta taglið með t.d slæðu eða flottri “scrunchie”.   Þegar ég er  í öllu svörtu finnst mér flott að hafa slæðuna í lit eða í fallegu munstri, það gerir helling fyrir heildar lúkkið.
Resting bitch face ? sagði vinkona mín …. haha ég veit ekki með það en magnaður svipur samt þegar ég er í alvöru bara svona rosalega glöð að sjá blessuðu sólina.

Þessi svarta er svona, tilbúin á teygju, keypt í H&M (fæst í mörgum litum) – Hvíta er bara venjuleg slæða sem ég rúlla upp.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

RAKEL TOMAS – VATN

ARTLISTLISTASÝNINGRAKEL TOMAS

Rakel Tomas listakona opnar glæsilega sýningu í dag.

Sýningin ber nafnið VATN opnar í dag á Laugavegi 27 kl 17:30
Sýningin verður opin til 26. maí alla daga milli kl 11:00 – 19:00

Rakel er ung og eldklár listakona, grafískur hönnuður og snillingur.
Ég elska að fylgjast með henni á Instagram þar sem hún sýnir okkur hvernig listin hennar verður til, magnað að fá að horfa á í beinni og sjá andlitin, listaverkin fæðast á borðinu hjá henni.  Rakel er líka frábær innblástur fyrir ungu kynslóðina sem hefur áhuga á listum og að teikna.
Þið finnið hana HÉR 

Af hverju býrðu til list? 
Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að gera það ekki, ég veit í alvöru ekki hvað eg myndi gera ef t.d. eitthvað kæmi fyrir sjónina mína eða hendurnar mínar, ætli ég myndi ekki finna leið til að móta myndirnar mínar með höndunum eða mála með tánum.
Ég er ótrúlega heppin að það sem ég vinn við er eitthvað sem ég myndi gera hvort sem er þó svo enginn myndi kaupa myndirnar mínar eða jafnvel sjá þær, það gerir svo ótrúlega mikið fyrir mig bara að búa þær til. En auðvitað er miklu skemmtilegra að deila þeim með fólki, fá álit og vonandi getur fólk tengt við þær.

Af hverju vatn?
Innblásturinn á bak við þessa sýningu kemur í rauninni frá tilfinningunni að vera í kafi.
Þegar ég var á Bali lærði ég bæði á brimbretti og prófaði köfun þar sem maður kafar án köfunarbúnaðs þannig því lengur sem maður getur haldið niðrí sér andanum því betra. Það er eitthvað við þetta þyngdarleysi og tímaleysi sem fylgir því að vera í kafi. Það hægist á hjartslættinum og það er eins og tíminn stoppi í smá stund meðan maður heldur niðrí sér andanum. Húð verður allt öðruvísi viðkomu og maður upplifir hitabreytingar í vatninu næstum eins og snertingu. Svo á brimbrettinu ráða öldurnar ferðinni og þegar maður dettur er það eina sem maður getur gert er að leyfa þeim að fara yfir sig, henda sér til þangað til maður kemst aftur upp til að anda. Ég sakna þess hrikalega að vera í sjónum og er mjög spennt að komast aftur til Bali eða á nýja staði þar sem ég get haldið áfram að surfa, þangað til verða sundlaugarnar að duga, en það er líka yndislegt, það er bara eitthvað við vatn sem er svo róandi.
Innblástur?
Annars reyni ég að hugsa ekki of mikið um innblástur eða áhrif á meðan ég vinn myndirnar, ég sé þetta þannig að mitt hlutverk er að skoða sem mest, fara á söfn, lesa, ferðast, upplifa nýja hluti og leyfa svo líkamanum og undirmeðvitundinni að vinna úr upplýsingunum og koma þeim á blað. Í þessari sýningu er vatnið það sem bindur allar myndirnar saman, en ég er mjög spennt að sjá hvað mér finnst um myndirnar þegar aðeins lengri tími er liðinn. Mér finnst mjög gaman að fara í gegnum myndirnar mínar og setja þær í samhengi við það sem var að gerast í lífinu mínu á þeim tímapunkti. Það er alveg klárlega tenging þarna á milli og ég get næstum lesið í gegnum allt sem var í gangi með því að skoða myndirnar.STÓRA gluggamálið
Ég var í stökustu vandræðum með hvernig ég ætti að hanna útstillingarnar í gluggunum á sýningarrýminu. Ég geri það oft að leita til fylgjenda minna á instagram þegar ég er föst eða á erfitt með að taka ákvörðun, ég vinn mjög mikið ein, þannig það er gott að geta kastað hugmyndum fram og til baka og fengið álit í gegnum instagram. Fylgjendur fengu að fylgjast mjög náið með þessu verkefni, kjósa um hönnun og koma með hugmyndir og það má segja að við höfum leyst stóra gluggamálið í sameiningu.

Sýning sem ég mæli klárlega með.  Sjálf held ég að ég sé að safna Rakel :)  Ég elska það sem hún er að gera.

 

TIL HAMINGJU RAKEL

LoveLove
AndreAInstagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

GLEÐILEGT SUMAR – SUMARGJÖF

AndreAbyAndreALUCKYSAMSTARFSUMAR
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Gleðilegt sumar . . .

Sumarið er minn uppáhalds tími, allir litirnir, blómin og sólin að mæta á svæðið og við vonum bara að sumarið verði betra en sumarið sem aldrei kom 2018.

Ég elska kjóla, pils og liti. Ég er mega spennt yfir sumarlínunni okkar sem er að koma í búðina á næstu vikum.  Ef ég fengi að ráða þá væri alltaf sandala/berleggja + síðkjóla veður.

Sumardagurinn fyrsti er í dag og af því tilefni ætla ég að gefa sumargjöf á Instagram.

Mig langar til að gefa nokkra af nýjustu hlutunum frá AndreA

1.  SUMARKJÓLL, kjóll að eigin vali.
2. LUCKY COIN + keðju (silfur eða gullhúðað silfur)
3. LUCKY NUMBER x tvo tölustafi á keðju (silfur eða gullhúðað silfur)
4. LUCKY T-shirt (með gull eða silfur prenti)


Þú tekur þátt hér:

View this post on Instagram

UPPFÆRT – Til hamingju @ingibk 🎉 … vinningshafi 2 @fjolagudbjorg 🎉🎉 – 🌴SUMARGJÖF ☀️ – Sumarlínan okkar @andreabyandrea er að týnast inn þessa dagana, sumarkjólar, kimonoar, pils og fleira sem gleður. ☀️ Ég ætla að gefa hér einum heppnum fylgjanda veglega sumargjöf sem inniheldur ….. – 🌴☀️🌴☀️🌴☀️🌴☀️ 1. SUMARKJÓL, kjól að eigin vali. 2. LUCKY COIN, happa pening+ keðju (til í gulli og silfri) 3. LUCKY NUMBER x2 tölustafi á keðju ( til í gulli og silfri) 4. LUCKY T SHIRT ☀️🌴☀️🌴☀️🌴☀️🌴 – ↩️ SWIPE FYRIR MYNDIR – Leikreglur… 1. Settu ❤️ eða “like” á þessa mynd. 2. Follow @andreamagnus & @andreabyandrea 3. Merktu eða taggaðu vinkonur/vini (þú mátt merkja eins margar og þú vilt) – Ég dreg svo eina heppna konu á sunnudaginn 28. Apríl. – 🍀 – @andreabyandrea – #andreabyandrea #LUCKY

A post shared by AndreA (@andreamagnus) on

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

ÖÐRUVÍSI PÁSKAR

FERÐALÖGLÍFIÐPÁSKARSPÁNNTRAVEL

Þá er þessi páskagleði/páskafrí búið, rútínan reif hressilega í þennan morguninn þegar klukkan hringdi kl 07:00.
Páskarnir voru öðruvísi hjá okkur en vanalega, við vorum öll hingað og þangað um heiminn en allir glaðir að gera sitt.Við Ísabella áttum nokkra frábæra daga með foreldrum mínum á Spáni, Orihuela svo áttum við nokkra daga bara tvær saman, hittum Magnús (strákinn minn) hérna í mýflugumynd en hann var á svipuðum stað og við í æfingaferð með fótboltanum.  Við fengum svo frábæra gesti um páskana þegar Sara vinkona mín og Lea dóttir hennar komu til okkar.


Seinni vikan var mjög ó spænsk og skrítin. Það var kalt, grátt og stanslaus rigning.  Versta veður í 73 ár á þessu svæði takk fyrir pent.  Við tókum bara með okkur sumar kjóla og sandala en ekki gúmmístígvél og regnföt eins og við hefðum þurft þannig að við eyddum töluverðum tíma innandyra en okkur leiddist ekki í eina mínútu þar sem félagsskapurinn var frábær.  Listaverkin fæddust á færibandi hjá stelpunum og ég & Sara lærðum á Netflix haha…. Ég horfi mjög sjaldan á sjónvarp og Sara aldrei þannig að við áttum mikið af góðum myndum inni og skemmtum okkur konunglega.
Þetta verða klárlega mjög eftirminnilegir páskar þar sem við sköpuðum fullt af góðum minningum fyrir okkur og dætur okkar í vonda veðrinu á spáni með sól í hjarta & bros á vör (eða langt út á kinn) allan tímann.

Á meðan dröslaðist Óli & TEAM STRANGER THAN PARADISE á vasahjólum í Perú niður Andes fjöllin og inn í Amazon frumskóginn.   Þeim gekk vel og urðu í öðru sæti yfir hæsta styrkinn til Cool earth …. TAKK til ykkar sem hjálpuðu til þar. Þeir unnu líka fyrir leiðina sem þeir fóru.
Nú er hann kominn til Lima og fer þaðan til NYC og svo heim…..
Ég er mjööööög fegin að þetta er búið og allir eru heilir á húfi :)

Lovelove
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

LILLA LOVE

BEAUTYEssieÚTLIT
Naglalakkið fékk að gjöf 

Aldrei að segja aldrei …
Ég hef alltaf sagt að lillablár eða ljósfjólublár sé litur sem ég færi ekki í…. En það er svo gott að geta skipt um skoðun.  Þessi litur er búinn að vera að lauma sér inn og lita lífið mitt undanfarið.
Ég á orðið tvær peysur, buxur og naglalakk í þessum lit og stend sjálfa mig að því að skoða allt sem er fjólublátt eða lilla í blómabúðinni :)Þessir þrír litir eru allir úr vorlínu Essie. Erna Hrund vinkona mín var svo sæt að gefa mér þá um daginn, venjulega hefði ég alltaf sett þennan ljósa á mig fyrst en hann er svo mikið minn litur en í þetta skiptið féll ég mest fyriri þessum lillabláa :)


Naglalökk eru líka frábær í páskaeggjaskreytingar, áhugsamir geta sér aðferðina hér eða í story hjá mér.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea