AndreA

BEAUTY TIPS Í GLAMOUR

AndreABEAUTYBIOEFFECTGLAMOURLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

BEAUTY TIPS Í GLAMOUR !

Góðan daginn Ísland !  Vá hvað það er gott að vakna heima við fuglasöng og sól.
Eins og það er gaman að sjá heiminn og ferðast þá er heima alltaf best.
Ég er búin að vera á ferð og flugi í maí en ég er nýlent frá Kaupmannahöfn eftir skemmtilegustu gæsun (hjá Elísabetu Gunnars)  sem ég hef farið í en það hefur eflaust ekki farið framjá neinum virkum notanda á Instagram :)  Þar áður var ég í æðislegri ferð með manninum mínum í San Francisco.  Í dag er sem betur fer auka frídagur og sólin skín LOKSINS á Íslandi.

Ég settist út á pall í morgun með nýjasta Glamour í annari  & kaffibolla í hinni, þar fann ég sjálfa mig ásamt þremur öðrum íslenskum konum ( Lilja Pálma, Svava Johansen & Svala Björgvins)  fara yfir snyrtivenjur okkar.  Þar að auki er blaðið fullt af allskonar fróðleik fyrir tískuunnendur….. mæli með <3

  

Þessi apaungi fær að fljóta með í þennan póst en hann kom með mér  heim frá Kaupmannahöfn.   Ég er ótrúlega glöð með hann en ég hefði sennilega ekki keypt hann ef að Svana hefði ekki dregið mig inn í Illum á flugvellinum.  Hann er frá Kay Bojesen, ég þennan stóra en hef aldrei séð þennan litla en hann er algjört krútt og ég er viss um að þið getið lesið allt um hann fljótlega hér: SVART Á HVÍTU .


Annars er ég að alveg komast upp á lagið með þetta blogg og hvað ég á að skrifa um en ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið sjá eða lesa um þá megið þið endilega senda mér línu á Facebook  ,
email: andrea@andrea.is eða á Instagram @andreamagnus ;)   Það er alltaf  gott að fá tips og hjálp  <3

Njótið dagsins
xxx

Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

DRESS

AndreADRESSKIMONOLÚKK

DRESS

Kimonoarnir mínir eru ekki bara náttsloppar þó að morgunkaffið bragðist mun betur þegar ég er í þeim ;)
Í sannleika sagt þá nota ég þá fáránlega mikið.  Ég er oft spurð um hvernig jakka ég nota yfir þá en ég nota í raun bara allskonar jakka, kápur, blazera og leðurjakka.  Ég leyfi kimonoinum bara að koma undan og finnst það flott.
Mæli þó með að þið dragið hann með ykkur inn í bílinn þegar þið setjist undir stýri en ég hef oftar en einu sinni rúntað um bæinn með kimonoinn hálfan úti. :)

Jakkinn er frá J.crew, ég keypti hann í Miami en J.crew er amerískt merki en fæst veit ég td í London líka.  Ég á nokkra blazerjakka frá merkinu en þeir eru mjög vandaðir með flottum “detailum”

LEVIS 501 gallabuxur “vintage” úr Spúútnik ! það er pínu öðruvísi að kaupa gömlu Levis en þær nýju, stærðirnar eru eitthvað öðruvísi þannig að ég mæli með að taka búnka í ca stærðinni sem þið notið vanalega og máta.  Fullkomið snið að mínu mati.

 

Kimono uppáhalds flíkin mín … Passar alltaf við allt!
Ég fæ oft spurninguna: Er ég ekki of lítil til að vera í síðu?  en mín skoðun er ( og ég er Einn&Ellefu / eða 162 cm)  að ef ég er í skósíðu þá virka ég lengri.

Hlýrabolurinn frá danska merkinu Notes Du Nord er æðislegur, efnið heitir modal og er það mýksta sem ég hef farið í, sniðið er beint (ekki þröngt) og hann er fullkominn til að girða ofan í buxurnar og láta púffa aðeins.


Pungurinn minn eða taskan er væntanleg í töskulínuna okkar innan skamms.  Ég hef ekki tekið hana af mér síðan ég fékk prufugerðina í hendurnar, fullkomin í ferðalög og bara alla daga <3


KIMONO: / AndreA
Blazer: / J.CREW
Gallabuxur: Levis 501 “vintage” / Spútnik
Hlýrabolur: Notes Du Nord / AndreA
Skór: /MaryPaz 
Taska: / AndreA (væntanleg)
Sílgleraugu: Gucci / Optical Studio 

 

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

TIL MÖMMU FRÁ MÖMMU

LÍFIÐMAMMA

MÆÐRADAGURINN …

Ég hef aldrei pælt mikið í mæðradeginum en varð virkilega vel vör við hann í dag á Instagram og bráðnaði við að sjá fallegar myndir af fólki sem ég þekki vel og fólki sem ég þekki lítið, fæðingarmyndir, mömmur með börnin sín, börn að senda mömmu sinni kveðju og þið vitið hvað ég er að meina.
Flest allir vinir mínir eiga “Bestu mömmu í heimi” alveg eins og ég  :)

Eftir kvöldmat helltist yfir mig löngun til að vera með, ég kíkti í símann minn og skoðaði myndir af börnunum mínum.  Sonur minn er 19 ára (sem er óskiljanlegt út af fyrir sig) og ég fæ ekki að mynda hann eins oft of systur hans sem er 12 ára.  Ég náði í gömul albúm og skoðaði myndir og sá lífið okkar renna framhjá á fallegum myndum og ég næ bara stundum ekki utan um það hvað þetta líf  líður ótrúlega hratt.

Börnin mín 2006

Fyrst er maður með lítil börn – andvökunætur, allar leikskóla & dagmömmupestar, þetta eru krúttilegustu og mest krefjandi árin, árin sem ég var með bók í vasanum til að muna alla snilldina sem kom út úr þeim þegar þau voru að læra að tala, fyrstu skrefin, fyrsta tönnin, klippa litlar táneglur & lesa bækur á kvöldin fyrir svefninn.

Svo fara tennurnar að detta og skólagangan að hefjast, lesa heima á hverjum degi, læra, taka hjálpardekkin af og allar klukkustundirnar á hliðarlínunni í fótboltanum og öðrum tómstundum.

Næst koma svo unglingsárin sem minna kannski örlítið á fyrstu árin hjá sumum að minnsta kosti, margir foreldrar upplifa þá ennþá erfiðari andvökunætur en þessum árum fylgir oft dass af hormónum með tilheyrandi skapsveiflum (allavega á mamma mín hrós skilið )

Svo eru allt í einu bara litlu börnin okkar orðin fullorðin, komin með bílpóf, orðin sjálfráða og jafnvel gengin út, hjá mörgum koma annasöm tímabil þar sem mamma og pabbi eru pínu látin sitja á hakanum (sorry).  Allt að gerast og lífið svo skemmtilegt og svo bara BÚMM … Barnið er að verða foreldri … Þá koma mamma og pabbi sterkt inn aftur stundum kannski aðeins of sterkt?

Mamma mín <3

Það að vera MAMMA er eilífðarstarf, þú ert aldrei búin sem betur fer en starfið breytist,  Það að vera móðir er eitt það dásamlegasta og innihaldsríkasta hlutverk sem við fáum lífinu,  það er oft flókið og snúið, oft ekki alveg eins og við sáum fyrir okkur.  Við vitum ekki alltaf alveg hvað við eigum að gera en gerum sennilega allar alltaf okkar besta og þegar á reynir þá hringjum við í mömmu eða aðrar mömmur.

Ég á 2 börn og hefur stundum fundist ég eiga í fullu fangi með það en amma mín & nafna  átti 14 börn FJÓRTÁN !  (I rest my case)
Í dag tek ég hattinn ofan fyrir þér amma og þér mamma.

xxx
MAMMA

INSTAGRAM: @andreamagnus

LOVE CONTOURS ALL

BEAUTYNYXSNYRTIVÖRURÚTLIT

LOVE CONTOURS ALL

Ég er búin að vera á leiðinni að tala um þessa pallettu hér lengi en þegar ég finn eitthvað sem mér finnst æðislegt þá langar mig að deila því svo að fleiri geti prófað en það er þannig með þessa pallettu. Það vita það kanski fáir en ég er förðunarfræðingur eða var það í það minnsta en í dag á ég ekkert of mikið í snyrtivörum og er týpan sem leggst á sortir eða þegar ég finn eithvað frábært þá er ég vís til að nota það að eilífu en vandinn er að snyrtivörumerki eru alltaf að breyta (eðlilega ) og koma með nýjungar sem hentar ekki vanaföstum en það er einmitt þannig með þessa pallettu og þess vegna á ég tvær  eina vel notaða og eina glænýja og er jafnvel að hugsa um að kaupa mér þá þriðju af því að ég veit að hún er að hætta í framleiðslu.

Auðvitað kemur einhver önnur í staðinn sem verður eflaust frábær líka en það sem ég elska við þessa er að allir litirnir eru allir flottir og ég þarf enga aðra pallettu í snyrtibudduna, en á þessari pallettu er gjörsamlega allt sem ég þarf á augun og kinnar/kinnbein, ég þarf enga aðra augnskuggapallettu né sólarbúður og þetta er í fyrsta sinn sem að það er gaman að leita í snyrtibuddunni.
Palletan heitir LOVE CONTOURS ALL og er frá NYX & kostar 3.995


Ég nota þetta þannig að ég set hyljara í kringum augun og svo fer ég beint í þessa pallettu nota augnskuggana litlu sem eru í miðjunni (allir flottir) svo set ég ljósan lit ofan á kinnbeinin og dekkri lit undir kinnbeinin. Dökkbrúna langa litinn nota ég svo í kringum augun alveg við augnhárin, þá vantar bara maskara, smá lit í augabrúnir og svo varalit.

Talandi um varalit þá er uppáhalds varaliturinn minn líka að hætta og ég er að prufa allskonar varaliti í þeirri von um að finna staðgengil,  ég er að leita af nude lit sem virkar eins og smá varasalvi, s.s má ekki vera þurr, hann má vera gloss en ekki of klístraður eða of  límkenndur ef þið vitið um eitthvað sem ég ætti að prufa þá megið þið endilega senda mér línu.

Love
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

KIMONO CLUB

AndreADRESSKIMONOLÚKKTíska

KIMONO ER ALLTAF GÓÐ HUGMYND !

Ef það er einhver flík sem á alltaf við þá er það kimono!
Kimono er án vafa ein mesta snilldar flík sem til er, ég hef notað mína svo mikið í svo mörg ár við allskonar mismunandi aðstæður.

Ég hef gert kimonoa í línunni okkar  alveg frá upphafi “AndreA”, við höfum gert þá stutta, síða, millisíða, þykka þunna og ég veit ekki hvað og hvað.

Spurningin sem ég fæ oftast í búðinni er:  Hvernig notar maður kimono?  Svarið mitt er næstum því hvenær notar þú hann ekki ?

  • Spari yfir kjól eða samfesting, kimonoar eru oftast litrikír og þess vegna fullkomnir yfir svart.
  • Hversdags við gallabuxur og hlýrabol.
  • Á ströndinni eða við sundlaugarbakkann yfir sundbol eða bikiní.
  • Við stuttbuxur og hlýrabol í góðu veðri
  • Það má líka loka honum að framan og binda og nota hann eins og kjól.
  • Sem náttslopp á morgnana þegar vel viðrar þá er góður kaffibolli í flottum kimono rándýr hugmynd … ég held í alvörunni að kaffið verði betra ;)

Það er bara eitthvað við það að vera í kimono, hann er úr léttu efni og fíkur upp þegar maður labbar “lIKE A QUEEN”.
Við gerum takmarkað magn í hverju printi en fáum ný print reglulega og eigum eiginlega alltaf til kimonoa í búðinni.

Ég segi það ekki nógu oft en kimono er algjört möst í allar sólarlandaferðir,,,,  ALGJÖRT MÖST.
Ég fer alltaf með nokkra, það fer ekkert fyrir þeim í tösku, þeir eru notaður á hverjum einasta degi, yfir gallabuxur, stuttbuxur, kjóla eða sundföt og þú er með “náttslopp” líka.

xxx
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

SHAKE IT BABY !

AndreAHEIMALÍFIÐ

SHAKE IT BABY !

Ég veit aldrei hvað ég á að gefa Söru vinkonu minni í afmælisgjöf eða júúú ég fer oftast bara og kaupi eithvað sem mig langar í þar sem að við deilum sama smekk en samt langar mig stundum að finna eithvað sniðugt og öðruvísi.

Ég fór í Litlu hönnunar búðina í Hafnarfirði nánar tiltekið á Strandgötu 19 (þar sem að búðin mín var áður en við fluttum á Norðurbakkann) og sá þessa “snjókúlu”.
Í kúlunni stóð: “NEVER UNDERESTIMADE A WOMAN WITH A YOGAMAT”  ( Hversu mikið Sara ?  Hún er alltaf í yoga :)  en það eru til allskonar kúlur með mismunandi myndum og setningum þannig verður gjöfin líka persónulegri.
Kúlurnar eru líka til  með frægum  tilvísunum eða “QUOTES”  frá t.d  Kate Moss, Coco Chanel, Karl Lagerfeld og fleirum – eeeeeen það sem ég vissi ekki var að það er hægt að taka botninn af og setja þína eigin mynd inn í staðinn…. OK  þegar hér var komið sögu var ég orðin virkilega spennt… ég elska svona (Mjög gott að eiga vini sem lesa leiðbeiningarnar, TAKK Sara).

Kúlan kostar 4.500 – Þið getið skoðað þær betur hér: “LITLA HÖNNUNAR BÚÐIN”


Sara sem er með mér hérna á myndinni og er afmælisbarn mánaðarins sem las sem sagt leiðbeiningarnar og fattaði að við gátum sett mynd af okkur inn í kúluna <3
ég setti þetta allt í story á Instagram, set það í HIGHLIGHT fyrir áhugasama ;)

En eftir þessa uppgvötun með myndirnar þá rauk ég aftur í Litlu hönnunar búðina og keypti aðra kúlu fyrir mig en ég valdi mér þessa “ATTITUDE IS EVERYTHING” /(Diana Von Furstenberg)


NR 1. Er auðvitað að velja myndina en ég prenta þessar myndir alltaf út hjá Prentagram.

Svo er að taka botnin af (bara tosa, ekki snúa) og setja þína mynd í.

<3

Þessi fær að vera í búðinni !

Vinkonugjöf – afmælisgjöf eða bara handa þér !

xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea 

BRANSASÖGUR

AndreALÍFIÐ

Bransasögur.

Ég fór vel út fyrir þægindarammann á dögunum þegar ég sló til og sagði Íslandsbanka frá því hvernig ævintýrið okkar Óla hófst, þegar við stofnuðum AndreA.
Það er nefnilega svo skrítið hvað lífið frussast áfram og maður gleymir að kíkja í baksýnisspegilinn og líta yfir farinn veg,  ég fókusera einhvernveginn alltaf fram veginn og sé fyrir mér hvað ég ætla að gera næst og pæli lítið í því sem gerðist í gær.   Við  höfum held ég öll gott af því að rifja upp það sem við erum búin að gera, gefa okkur eitt klapp á bakið, bretta svo upp ermarnar og halda ótrauð áfram.

Hér er sagan okkar …. (eða byrjunin á henni)

Svona hljóma 9 ár á 2,45 mínútum :)
En þessi ár eru ekki bara búin að vera gleði og glamour.  það er nefnilega þannig að allt sem er þess virði að eiga tekur tíma, þrautseigju og endalausa vinnu.
Ef ég ætti að gefa einhverjum ráð þá væru þau einhvernvegin svona …

1. HVAÐ VILTU GERA? mögulega mikilvægasta spurning sem þú munt nokkurn tímann spyrja þig að í lífinu.
2. ÞAÐ ER ALLT HÆGT: alveg sama hvað allir segja …. Ef þú vilt það nógu mikið þá getur þú það.
3. ÞRAUTSEIGJA / ALDREI GEFAST UPP:  þetta er eitthvað sem þú þarft að halda fast í því trúðu mér þig á eftir að langa til að gefast upp milljón sinnum…. ALDREI GEFAST UPP er lykillinn og það er pottþétt að eftir erfiða tíma koma betri tímar… þú verður bara halda í þér og halda áfram.
4. ELSKAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR: Það þýðir að þegar þú velur td nám… veldu það sem þú hefur áhuga á og brennur fyrir alveg sama hvað aðrir segja.  Þú verður að vinna við það sem þú elskar af því að staðreyndin er sú að við eyðum alltof miklum tíma í vinnunni þá er eins gott að það sé gaman.
5. SEGÐU JÁ:  … JÁ við öllum tækifærum sem bjóðast (líka þegar þú ert að ræpa í þig af því þú þorir ekki).
Ef þú prófar ekki þá veistu ekki & ef þér mistekst þá lærir þú af því.

Ég held að það sem dregur mig fyrst og fremst áfram er það ég er þrjóskari en andskotinn, ég GET ,ÆTLA  & SKAL.  Svo veit ég nákvæmlega hvað ég vil en hef svo sem ekki hugmynd um hvernig ég kemst þangað en ég vakna á hverjum degi og geri eithvað smá og einn daginn get ég vonandi litið um öxl og sagt  “WE DID IT”.
Svo er ég auðvitað með fáránlega góðan “partner” sem vegur mig upp þar sem ég er ekki góð, dregur mig upp þegar ég fer í kjallarann og peppar mig áfram og ég geri það sama við hann.  En maðurinn minn Óli er hinn helmingurinn af mér og hinn helmingurinn af fyrirtækinu okkar, þó að ég fari í öll viðtöl og sé fronturinn þá væri “AndreA” ekkert án hans.

Þegar ég á erfiða daga og langar að gefast upp, þá rígheld ég í að ég veit að það koma góðir dagar eftir þá slæmu.  Ég leyfi mér bara að vera leið eða svekkt eða hvað sem það er og græt hressilega (en það er svo mikil losun í því) svo held ég  áfram veginn.

En “no matter what” ALDREI GEFAST UPP!xxx
Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

DRESS: ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ FÖTIN LÁNUÐ HJÁ EIGINMANNI OG SYNI.

DRESSÍSLENSKTLÚKK

About last night !

Ég fór í svo  skemmtilega veislu í gær þar sem að allar konur áttu að mæta í karlmannsfötum.
Það fyrsta sem mig  langaði að gera var að fara til Kormáks og Skjaldar og dressa mig  upp frá toppi til táar þar sem  mér finnst þetta “look” bara sjúklega flott og væri til í að eiga virkilega flott og vandað jakkafatasett en ég lét mér nægja að gramsa í skápunum hjá karlmönnunum í fjölskyldunni og var mjög sátt við útkomuna ;)

Sonur minn sem er 19 ára á mjög spennandi fataskáp og það kemur oft fyrir að ég fái eitthvað lánað hjá honum en hann lánaði mér skyrtuna og jakkann, vestið á maðurinn minn & pabbi bindið (sem er reyndar ekki á myndunum)  <3

Útkoman varð svona eins og þið sjáið á myndunum og vá hvað ég var að fíla þetta ;)
Skyrtan af syni mínum er vel stór á mig enda hann orðin 184 cm (ég eitthvað minni) en mér finnst það einmitt svo cool og ekki skemmir íslenska “detailið” þarna á jakkanum, virkilega vel gert hjá team MAO sem er íslenskt merki og fæst í Gallerí 17.


Jakki: MAO – Gallerí 17
Skyrta: MAO – Gallerí 17
Buxur: S.Rebels – AndreA
Skór: BilliBi – GS Skór
Vesti & hattar: Vintage

Lovelove
Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

NÝTT LISTAVERK Á MINN VEGG!

HEIMAÍSLENSKT

Þessi vika sem er að líða hvarf  eiginlega bara frá mér.  Ég gerði ýmislegt sem er ekki vanalega á dagskrá og komst ekki í allt sem mig langaði en þið vitið hvernig þetta er, ekkert að frétta suma daga og svo tvær veislur sama daginn.  Afmæli, árshátíð, uppskeruhátíð, danssýning, fermingaveisla og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég þarf að vera á þremur stöðum í dag og settist hérna niður í flýti áður en ég hentist í Borgarleikhúsið að sjá dóttur mína dansa til að segja ykkur frá þessari flottu sýningu sem ég fór á í NORR 11 hjá   Rakel Tómasdóttur, þið hafið eflaust lesið um hana hér og hér og á fleiri stöðum.

Rakel er einn mesti snillingur sem ég þekki, hún er ung en búin að áorka ótrúlega mörgu,  Þetta var fyrsta sýningin hennar og ég ætlaði mér alls ekki að versla neitt enda nýbúin að kaupa af henni mynd en ég stóðst ekki mátið og keypti mér aðra.
Rakel er ein af Glamour teyminu en hún er grafískur hönnuður og galdrar fram fegurð og teikningar í hverju blaðinu á fætur öðru, hún á sitt eigið letur “Silktype” sem hún hannaði og var til dæmis á “Konur eru konum Bestar” bolunum.
Kalt mat: Þessi stelpa á eftir að verða eitthvað stórt svo fylgist með henni.

Myndirnar hennar hafa allar einhverja sögu að segja og sitt sýninst hverjum en eftir að hafa horft vel á þær þá finnst mér ég geta sagt að það er einhver dulúð, ást og losti í þeim öllum og ég get ekki beðið eftir að fá að heyra söguna á bakvið þær einn daginn ;)

“Augnablik” sýningin er opin áfram í NORR á Hverfisgötu, mæli með að þið kíkið þangað & nælið ykkur í eintak !

Þetta er myndin sem ég valdi mér <3


RAKEL TÓMASDÓTTIR / þið getið fylgst með henni hér á Instgram
 

Hversu fallegur gjafapoki ? Í honum leyndist eðal kaffi frá Sjöstrand, Loreal maskari , súkkulaði , GLAMOUR og svo var heppnin með mér í þetta sinn en í mínum poka leyndist líka vinningur en ég vann ótrúlega fallegan vasa frá NORR 11.

Þetta er BALI  vasinn úr NORR <3 Ekki amalegt að taka hann með sér óvænt heim.


Hér er svo önnur mynd eftir Rakel utan á nýjasta GLAMOUR.  Þið getið skoðað það hér: “BRÚÐKAUPSBLAÐ GLAMOUR” en þetta er brúðkaupsblað sem vert er að skoða fyrir alla sem eru á leið í brúðkaup í sumar <3 virkilega fallegt blað hjá þessu frábæra teymi <3

Annars segi ég bara góða helgi
Þangað til næst
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea 

ÁFRAM ÍSLAND !

ÍSLENSKTLÍFIÐ

ÁFRAM ÍSLAND !

Eru ekki allir peppaðir fyrir HM ?
Haha ekki beint blogg í mínum anda og ég ætla ekki að skrifa neitt af viti hér um fótbolta en strákurinn minn Magnús Andri ásamt Andra Má & Axel eru að læra frumkvöðlafræði í FG og hönnuðu leikdagstrefla fyrir HM.

Þeir eru að selja afurð annarinnar á morgun laugardaginn 7. apríl á Vörumessunni í Smáralind frá kl 11-18.
Treflarnir voru framleiddir í takmörkuðu upplagi og kosta 3.000 kr

Sjúklega cool ef þú spyrð mig !

Ef þið komist ekki á morgun í Smáralind þá getið þið haft samband við strákana hér:
Facebook: Leikdagstreflar
Instagram: afram.island

Kveðja
One proud mama