fbpx

SUNNUDAGS DEKUR

BEAUTYBIOEFFECTSAMSTARF

Er einhver með betri hugmynd í þessu veðri  ?
Eftir dásamlega fallegan vetrardag í gær ákváðu veðurguðirnir að hrista aðeins upp í þessu og bjóða upp á lægð númer ég veit ekki hvað í dag.  Svona dagar eru fullkomnir dekurdagar.
Ég er eins og margir vita mikill BIOEFFECT aðdáandi og sel þessar vörur í versluninni minni AndreA.  Þessar vörur henta húðinni minni 100 % og þar sem hún þolir ekki allt er ég lítið að rugga þeim bát.  Þessi rakagefandi gelmaski er nýleg vara frá BIOEFFECT en þetta er algjör rakabomba, ekki veitir af núna í janúar.

Ég ber á hreina húð mitt uppáhalds serum, ég notaði 30 DAY í dag, svo set ég maskann yfir.  Maskinn er í tvennu lagi, ég set neðri hlutann fyrst og svo þann efri og er með hann í ca 15 mínútur.
Maskann er hægt að kaupa stakan, hann kostar þá 1.700 en einnig er hægt að fá þá marga saman í kassa.
xxx
AndreA

@andreamagnus

JANÚAR & LÍFIÐ Í LÆGÐUM

LÍFIÐ

Janúar !!! Hvað er þetta með þig?

Ég er að upplagi jákvæð og frekar drífandi en janúar nær mér alltaf pínu niður.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er, hann er langur, dimmur, kaldur og öll jólaljósin að fara niður eða svona næstum.  Kannski er maður líka að koma niður af desember ef svo má segja eftir miklar annir í vinnu og veisluhöldum.
2020 leggst ótrúlega vel í mig og ég elska tímamót, áramót en ekki janúar :)

Janúar hjá mér byrjar sem betur fer með útsölu og endar með tískuviku það hjálpar mikið, bæði að hafa eitthvað spennandi á dagskrá og að vera upptekin þannig að hann líði hraðar.
Ég á það til að verða eitthvað andlaus & tóm á þessum tíma og bara frekar ólík sjálfri mér.  Ég man eftir því að hafa rætt þetta við vini í janúar í fyrra þar sem mér sýndist flestir vera að tengja þannig að þetta er kannski eitthvað sem margir upplifa?

Hvað gerir kona?
Jú ég á að kunna flest trixin í bókinni, hugsa jákvætt, rækta líkama og sál og geri skemmtilega hluti en ég er ég líka með hósta, hor og eitthvað fleira sem maður pantar víst hvorki né hugsar í burtu :)  Góðu fréttirnar eru að lægðirnar koma og fara og  við erum hálfnuð með þennan janúar.  Það kemur dagur eftir þennan dag og mánuður eftir þennan mánuð,  þetta líður víst jafn hratt og júlí þannig að ég ætla að spenna beltin og reyna að njóta.

Þangað til næst
A

@andreamagnus
@andreabyandrea

VINTAGE VERSLUN Í KAUPMANNAHÖFN

KAUPMANNAHÖFNSKÓRVINTAGE

VINTAGE LOVERS ATH !

Æðisleg Vintage verslun Kaupmannahöfn…. TIME´S UP VINTAGE
Ég fann þessa verslun óvart  á rölti mínu um borgina.  Þetta er lítil búð, stútfull af vel völdum gersemum.  Þarna er mikið til af fallegum fylgihlutum, skarti, skóm og fatnaði, allt merkjavörur.

Þegar ég settist niður til að deila þessu með ykkur þá fann ég þessa umfjöllun á Instagram.
Samkvæmt þessu eru Lady Gaga & Naomi Campell meðal viðskiptavina verslunarinnar :)

Það var svo margt í þessari búð sem ég hefði viljað eignast en skór voru það í þetta sinn eins og svo oft áður :)
Þegar þú sérð skó í hillu og veist að þú ert í Vintage búð, þú ert að horfa á eina parið sem til er og þeir passa eins og á öskubusku þá er erfitt að standast freistinguna :)   Skórnir eru frá Jean Paul Caultier og kostuðu um 1100 dk eða um 20 þús isk.

Time’s Up Vintage Krystalgade 4, Copenhagen K Mon-Thur 11-6 Fri 11-7 Sat 10-5 +45 33323930 @timesupvintage

 

Mæli með
xxx

AndreA

@andreamagnus

DRESS: ÁRAMÓT

AndreAÁRAMÓTDRESSGAMLÁRSSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA & Oroblu

Ég var að vinna í svo skemmtilegri myndatöku um daginn fyrir AndreA & Oroblu þar sem við þjófstörtuðum áramóta stemmningunni og það var næstum því jafn gaman og í alvörunni enda með frábæru teymi.  Það vantaði reyndar bæði skaupið og flugeldana enda tekið á venjulegum mánudegi í nóvember, engu að síður koma hér nokkrar hugmyndir af dressum fyrir áramótin.

Í hverju á ég að vera ?
Áramótin eru tími fyrir pallíettur, bling og allt sem glitrar.
Auðveldast og fljótlegast er að setja bara upp glamúrus grímu og þú ert fín :)
Pallíettur og allt sem glitrar virkar alveg sama hvort um er að ræða jakka, kjól, samfesting, bol eða sokkabuxur.
Ég get sjálf ekki ákveðið hvort ég eigi að vera í gullkjólnum sem ég er í hér að neðan eða í einlitum lillabláum kjól sem er kannski ekki mjög áramótalegur en ef ég verð í honum þá set ég upp stóra glitrandi eyrnalokka og auðvitað glamúrus grímu.

MYNDIR: Aldís Pálsdóttir / @Paldis // af:  @Erna Hrund @Helga Björg @Heiður Ósk @Lovísa

 

Gleðilega hátíð & skemmtið ykkur vel 

LoveLove
AndreA

 @andreamagnus
@andreabyandrea

 

NÚ ER ÞAÐ RAUTT

EssieSNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég veit ekki hvort það séu jólin sem gera þetta en ég er með rautt á nöglunum allan desember og gott betur :)
Fallegast þykir mér að hafa neglurnar stuttar og þverar með fallegum lit.
Fallegustu rauðu litirnir að mínu mati eru “Russian Roulette” & “Really red” og í vínrauðu eða dökk rauðu “Wicked” & “Bordeaux”  frá Essie.
Og fyrst að ég er að tala um rautt þá ætla ég að deila hér líka mínum uppáhalds rauða varalit.  Það er ótrúlega gott “trix” að setja á sig rauðan varalit þegar maður er þreyttur því rauði liturinn stelur athyglinni.   Mér þykir best að hafa rauða litinn skæran og bjartan og nota oftast þennan frá Loreal, en hann er nr 204.

Mynd: Aldís Páls @paldis

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

AndreAbyAndreAÍSLENSKTJÓLSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Það styttist hratt í blessuð jólin en eins og flestir vita er ég verslunareigandi og fatahönnuður.  Jólin hjá mér hafa verið á verslunargólfinu síðustu tuttuguogeitthvað ár og er óhætt að segja að ég hafi aðstoðað við að velja í nokkra jólapakka í gegnum tíðina :)
Að standa jólavaktina er orðin partur af minni jólahefð, ég þekki ekkert annað og á erfitt með að ímynda mér jól án þess að vera á verslunargólfinu. Ég sleit mig aðeins frá vinnu og settist niður við tölvuna og tók saman nokkrar jólagjafahugmyndir úr búðinni.

 


1.  “ALL IN”  // 31.900.

All in eða tankurinn er ný stór taska frá AndreA. Þetta er taskan sem mig vantaði verulega enda dreg ég með mér ótrúlegustu hluti til og frá vinnu á hverjum degi. Ég er alltaf með aðra litla tösku líka en þessi geymir t.d. tölvuna mína ásamt auka pari af skóm og svo enda ótrúlegustu hlutir þarna ofan í.

 

2. LEÐURJAKKI // 56.900

Þessi jakki er klassískur og er ein mest notaða flíkin í mínum skáp. Hann er tímalaus og passar við allt. Hann er rúnaður upp í bakið sem gerir það að verkum að hann er fullkominn yfir kjóla eða síða flíkur.
Hann er bæði til með gull og silfur rennilás.

 

3.  30 DAY TREATMENT frá Bioeffect. // 25.900

The best of the best of the best ef þú spyrð mig.
Lúxus meðferð & 30 daga dekur sem eru töfrum líkast. Ég sé aldrei eins mikinn mun á húðinni minni eins og þegar ég nota 30DAY.
Þetta er átaksmeðferð sem maður notar kvölds og morgna í 30 daga og ekkert annað á meðan.  Húðin verður unglegri, stinnari og ferskari.
Ég mæli með að taka mynd í svipuðum aðstæðum í upphafi og í lokin á meðferðinni til að sjá muninn.
Þetta er hátíðarkassi þar sem  OSA WATER MIST fylgir með í kaupbæti.
Þetta er ekta pakki sem manni langar í en tímir ekki að kaupa eða lætur annað ganga fyrir.  Klárlega á óskalistanum hjá mér.

 

4.  KJÓLL  // 29.900 – 32.900

Kjóll í fallegu sniði.  Ég setti HABANERA á listann af því að hann er einn af okkar bestu sniðum, bundinn eða “wrap around” kjóll með fallegum “detailum”.  Ég ákvað að leyfa HOLYMOLY kjólnum að fljóta með en það er allt öðruvísi snið en hann er hnepptur skyrtukjóll.  Báðir þessir kjólar eiga það þó sameiginlegt að vera til í tveimur síddum. (hnésíðir & ökklasíðir).

 

5. HÚFA // 3.900 

Húfan okkar er til í nokkrum litum núna … Svört, hvít, grá og ljósblá.  Hún er úr afar mjúkri viskós blöndu þannig að hún er mjúk og passlega hlý þegar við erum að snattast með hana innanbæjar.  Snilldar jólagjöf sem ég hef gefið held ég flestu mínu fólki bæði stelpum & strákum :)

 

6. PEYSA 24.90032.900 

Það er fátt betra en hlý peysa á veturna.  Peysurnar okkar eru prjónaðar á Ítalíu úr dásamlega mjúkri ull. (stingur ekki)
Þær eru til stuttar & síðar í þremur litum; svört, hvít & antík bleik.

7. LUCKY COIN //  4.900 

LUCKY COIN eða happapeningur er falleg gjöf.  Á peningnum er gömul rún sem sögð er breyta neikvæðri orku í jákvæða.
LUCKY kemur í silfri og gullhúðuðu silfri.  *Ath!  keðjan er seld sér við mælum með að taka frekar síða keðju 50 eða 55 cm þar sem peningurinn er það stór að hann er fallegri í aðeins lengri keðju.

 

8. FANNY // 21.900

FANNY er eiginlega ómissandi á ferðalagið og bara í lífið fyrir upptekið fólk á ferðinni, það er svo mikil snilld að hafa hana bara þarna og vera með báðar hendur lausar.  FANNY er til Svört – Rauð &  Camel sem er nýr litur.
Taskan fæst með tveimur lengdum af ól.  S & M
S er fyrir small/medium & M fyrir medium/large

9. BUDDA // 6.900

Þessi leðurbudda eða lyklaveski er alltaf ofan í minni tösku & geymir bæði klink, kort og lykla en það er lyklahringur ofan í henni. Til í svörtu, rauðu & camel.

 

10 TREFILL  // 10.900

7 litir… Svartur – dökk blár – dökk grár – ljós grár – ljósbleikur/nude – rauður – camel // 100% ull
Stór  & djúsí trefill sem heldur á manni hita í mesta kuldanum.

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

JÓLA-KÖBEN

AÐVENTAFERÐALÖGJÓLKAUPMANNAHÖFN

Dásamlega fallega Kaupmannahöfn.  Það er langt síðan ég hef verið þar svona rétt fyrir jólin.  Borgin er svo fallega skreytt,  það var fólk allstaðar, uppdúðað í kápur, trefla & lúffur með heitt kakó úr jólabásunum.  Mér leið á einhverjum tímapunkti eins og ég væri í miðju setti í bíómynd (jólamynd auðvitað) þar sem að allir ættu að ganga um glaðir.
Við Ísabella vorum þarna í tvær nætur og nýttum tímann vel.  Við gistum eina nótt út úr borginni í Frederiksborg á gömlu fallegu sveitahóteli rétt hjá þar sem vinir okkar búa.  Seinni nóttina vorum við á uppáhalds hótelinu mínu í Kaupmannahöfn Manon les suites, áhugasamir geta lesið meira um það hótel HÉR.

Við vorum að vinna og njóta en við áttum fund hjá okkar uppáhalds danska merki Notes Du Nord.  “Showroomið” þeirra er það fallegasta sem ég hef komið í.  Hvert einasta smáatriði er fallegt en það er staðsett við Nyhavn.  Ljósin, gluggarnir, speglarnir, loftið, nefndu það, það er allt fallegt þarna inni enda Sara eigandi Notes einn mesti fagurkeri sem ég veit um með svo ótrúlega næmt auga fyrir smáatriðum.  Línan þeirra fyrir haustið 2020 var eins og þeim einum er lagið alveg ótrúlega falleg og þvílíkur draumur að vinna við að kaupa inn og máta þessa fegurð.

Ég var heppin að hitta á tvær góðar vinkonur og eiga með þeim smá stund en Elísabet & Erna Hrund voru báðar í borginni á sama tíma.
Hér eru myndir …. Kjólarnir sem við erum að máta eru væntanlegir næsta sumar.  Vá hvað það er gaman að máta svona fallegt.

 

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

NORÐURBAKKINN/ ANDREAXOROBLU

AndreAbyAndreAOROBLUSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA & Oroblu

Myndataka fyrir AndreA & Oroblu.
Það getur verið heilmikið bras að skipuleggja eina myndatöku,  það þarf allt að ganga upp og allir þurfa að geta mætt á sama tíma.  Oft klikkar eitthvað og það erfiðasta er að stóla á veðrið ef við ætlum að taka myndirnar úti.  Þennan dag gekk allt upp og veðrið lék við okkur, nánast eins og það væri ennþá sumar.
Það var mæting í “AndreA” á Norðurbakka í Hafnarfirði, þar var hár & förðun en svo var ferðinni heitið til Reykjavíkur þar sem okkur langaði að mynda, en við enduðum óvænt á því að taka allar myndirnar fyrir utan eða í kringum búðina.  Magnað hvað það eru mörg sjónarhorn eða staðir sem við mynduðum á sem ég hafði ekki pælt mikið í fyrir þennan dag.  Stundum er fegurðin allt í kringum mann en maður tekur ekki eftir því eða er orðin of vanur umhverfinu og sér það ekki með sömu augum og aðrir sem koma sjaldnar eins og Aldís & Erna Hrund í þessu tilviki.  Ég var ekki jafn mikið á því að mynda þarna fyrir utan búðina en hafði heldur betur rangt fyrir mér & er búin að skipta um skoðun.
Mikið er Norðurbakkinn fallegur þar sem gamalt mætir nýju alveg við höfnina, elska þennan stað.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir 
Módel: Sigga Elefsen & Erna Hrund
Hár: Ingunn Sig 
Förðun: Heiður Ósk með NYX professional makeup.
Fatnaður & fylgihlutir: AndreA
Sokkabuxur & sokkar: Oroblu


Tökudagar eru yfirleitt frekar langir, við byrjum kl 09:00 og erum að klára fyrir kvöldmat.  Það fer mikill tími í hár og förðun, það þarf að græja neglur, gufa fötin, finna “location” vera með réttar græjur og lýsingu, skipta um föt, laga förðun, borða og hlæja mikið.  Oftast eru þessir dagar fullir af gleði og almennt bara mjög skemmtilegir.  Þreyttar förum við heim í lok dags, allar búnar í vinnunni eða með myndatökuna nema Aldís hún á eftir að fara á skrifstofuna, velja úr þúsundum mynda og vinna þær.
Svo skrollum við framhjá á Instagram eins og vindurinn, gerum okkur sennilega ekki grein fyrir því hvað liggur að baki hverrar myndar en myndir eru mitt uppáhald ekki endilega bara núna, heldur finnst mér svo gaman að eiga þær seinna í lífinu og eiga mómentin … “mannstu þegar við gerðum þetta”?  en við Aldís erum búnar að safna vel í þann banka og stefnum á að halda sýningu einhverntímann í lífinu, jafnel bara á elló :)
Hér eru nokkrar úr símanum mínum, svona bak við tjöldin sem ég læt fylgja með.

 

Sjáumst á Norðurbakkanum 
xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

 

AÐVENTUDAGATAL NOLA

AÐVENTASAMSTARFSNYRTIVÖRUR

*Dagatalið fékk að gjöf frá Nola

 

1. Desember.  Loksins fyrsti í aðventu og það má opna glugga eitt á dagatalinu.
VÁ !   Ég hef aldrei séð jafn mikið af fallegum, vel hönnuðum og flottum dagatölum eins og í ár.   Mig hefur ekki langað í dagatal sjálfri síðan ég var lítil stelpa en núna er ég búin að fá mér tvö og hálft :)   Með hálft á ég við Ísabellu dagatal, en hún fékk sér Essie dagatalið annað árið í röð sem við notum svo saman :)

Í raun er hægt að kíkja í pakkann, eða sjá innihaldið áður en maður velur dagatal en flest dagatölin eiga það sameiginlegt að vera vegleg og maður fær mikið peninginn.

NOLA  
Hversu fallegt er dagatalið frá Nola ? Íslenskar eldklárar konur gerðu þetta dagatal frá A-Z.
Í Nola bleikum lit með gylltri teikningu eftir Rakel Tomas listakonu framan á, svo ótrúlega fallegt.
Karin snillingur, eigandi Nola gerði dagatalið ásamt Bryndísi samstarfskonu sinni .  Þær stöllur völdu vandlega vörur inn í dagatalið fyrir hvern dag.  Á föstudegi má búast við augnhárum fyrir jólahlaðborðið og dekur leynist á réttum stöðum /dögum.   Þessar stelpur vita svo sannarlega hvað þær eru að gera og ég treysti því að það verður skemmtilegra að vakna á morgnanna fram að jólum.

Mér finnst þetta dagatal svo ótrúlega fallegt hjá Nola en ferlið hjá þeim byrjaði í apríl  ,,, þegar enginn annar var farinn að hugsa um jólin 2019 eða hvað ?

Hvað leynist í dagatalinu ? Það verður spennandi að vakna á hverjum morgni við lítinn glaðning.

 

Nú er maður bara eins og litlu börnin getur ekki beðið eftir því að opna :)
Ég ætla að hemja mig og opna hvern dag fyrir sig með morgunbollanum … lofa <3

Gleðilega aðventu
Andrea

Instagram @andreamagnus