fbpx

BESTU GALLABUXURNAR

DRESS

Bestu gallabuxurnar að mínu mati & mitt uppáhalds snið er frá LEVIS.

LEVIS 501 eru þær sem ég hef notað mest.  Þær eru háar í mittið og rassvasarnir eru 100% rétt staðsettir, flottir í laginu og gera afturendann x-tra flottann, hver er ekki til í það ;)

Levis 501 vintage (fást td. í Spúútnik & Wasteland).
Ath! ef þú kaupir þér 501 vintage þá gætir þú þurft aðra stærð en venjulega, ég mæli með að máta alltaf vintage.
Levis 501 cropped eru sennilega þær gallabuxur sem ég hef notað mest.  Þær eru svipaðar þessum sem ég er í á myndunum hér að neðan, nema niðurmjóar.
RIBCAGE STRAIGHT (þessar sem ég er í á myndunum).
RIBCAGE er nýtt snið frá Levis sem ég er að elska.  Þær eru mjög svipaðar Levis 501 að ofan nema aðeins hærri í mittið og skálmarnar eru víðari að neðan.  Þær eru líka stuttar, eða cropped.
Ég sá Mayu vinkonu mína í þessu sniði á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í janúar & fór beint í næstu búð og keypti mér eins :)
Hér heima veit ég að þetta snið var að koma í verslanir Gallerí 17.

Það sem ég er að elska við þessar gallabuxur er þetta cropped dæmi eða stuttar gallabuxur sem henta lágvöxnum konum eins og mér ótrúlega vel og það er bara frekar langt síðan að ég hef þurft að stytta gallabuxur :)

Gallabuxur: Levis Ribgace straight / Galleri 17
Hlýrabolur: AndreA (gamall) 
Golla: Soft Rebels 
Kápa: Notes du Nord
Hálsmen: AndreA
Skór: Zara
Sólgleraugu: Gucci

Buxurnar koma í nokkrum litum/þvottum,  hvítar eru á mínum óskalista <3

xxx
AndreA

IG: @andreamagnus

BLÓM & LUNCH Í HVERAGERÐI

BLÓM

BLÓM & LUNCH Í HVERAGERÐI !

Í vikunni fórum við Óli í Hveragerði til að kaupa blóm bæði hér heima og fyrir utan búðina.  Það var alls ekki planið að gera blogg um þessa stuttu ferð en okkur þótti þetta svo ótrúlega næs að mig langar að deila og mæla með.

Við stoppuðum á tveimur stöðum, fórum í Flóru garðyrkjustöð og á Matkrána í hádegismat.  Ég hafði aldrei komið á hvorugan staðinn en það eru margar blómabúðir þarna, við bara römbuðum á þessa og vorum alsæl með hana, fengum svo góða hjálp.
Matkráin er æðisleg, fallegur staður með frábæran mat.  Matkrána reka reynsluboltar í veitingargeiranum, Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, sem saman ráku Jómfrúna í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur í tæp tuttugu ár.  Háklassa smurbrauð & purusteik varð fyrir valinu hjá okkur, maturinn & staðurinn er þannig að það er vel þess virði að keyra þangað spes bara til að fara í lunch.
Við fórum rétt fyrir 11 og vorum komin í bæinn aftur um 13:30 með fullan pall af sumar & sígrænum blómum.Kápa: Notes du Nord
Taska: AndreA
Skór: Vagabond

Heima setti ég þessa Hortensíu, potturinn er gamall úr Garðheimum en svo stendur hann á útikertastjaka.


Í búðina valdi ég sígrænt í annan pottinn og Hortensíur í hinn. Pottana keypi ég líka í Flóru, mér finnst þeir svo fallegir á litinn.
Leðurjakki,leðurbuxur, taska & bolur: AndreA
Skór: Zara

xxx
AndreA
IG @andreamagnus

TAKK #TILFYRIRMYNDAR

ÍSLENSKT

TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.

Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.  Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

,,TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR” bréfin má finna víða um landið, á pósthúsum, í útibúum Landsbankans og í verslunum Nettó. Rafræn eintök af bréfinu á fjölmörgum tungumálum má nálgast á heimasíðunni www.tilfyrirmyndar.is.
Hvetjum við þig til að skrifa bréf til fjölskyldu, vina, vinnustaða og annarra sem þú vilt þakka fyrir að vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Bréfin má setja ófrímerkt í póst innanlands.  Það eru nokkrir mikilvægir einstaklingar á listanum mínum,  sem hafa verið frábærar fyrirmyndir fyrir mig og þau fá bréf í vikunni.  Smá spark í rassinn og gott að setjast niður og þakka þeim sem skipta mann máli fyrir allt.  Ég elska þetta framtak <3


TAKK VEGGIR:
Verið er að setja upp ,,TAKK veggi” víða um land, Þessi veggur er í Hafnarfirði beint á móti búðinni minni en þá má einnig finna við Gróttu vita, í Garðabæ, á Laugavegi og víðar.  Þú getur fylgst með á Instagram @tilfyrirmyndar & merkt myndina þína #tilfyrirmyndar

Kjóll: Helenu Christensen kjóllinn frá Notes Du Nord / AndreA


Myndir: Kristín Amalía (mjög skemmtileg eins og sést)

 

TAKK  fyrir þetta frábæra framtak & TAKK Vigdís
xxx

AndreA
IG @andreamagnus

DRESS: 17 JÚNÍ – SPARIFÖTIN

17.JÚNÍDRESS

17. Júní …
Dagurinn sem ég fer í sparifötin :)

Íslenskur upphlutur sem ég er svo heppin að fá að láni.  Ég reyni svo að breyta til ár frá ári með svuntunni, skyrtunni, skónum & fylgihlutum.
Í ár ákvað ég að vera í skyrtu frá Notes du Nord af því mig langaði svo til að fá þessar trylltu púffermar við.  Svuntuna plíseruðu gerði ég á síðasta ári og gæti alveg hugsað mér að eiga hana í hvítu líka, sjáum til.

Íslenskur upphlutur – belti & skotthúfa 
Skyrta: Notes du Nord
Skart & taska: AndreA
Skór: Zara

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

GEOSEA

FERÐALÖGÍSLAND

GEOSEA HÚSAVÍK

Við Íslendingar erum svo heppin með allar sundlaugarnar okkar, hver laugin á fætur annari, hver annari flottari,  VÁ GEOSEA !

Geosa sjóböðin eru á Húsavík og vel þess virði að gefa sér tíma og fara þangað sé maður á ferð um norðurland.  Magnað útsýni og einstök hönnun gerir upplifunina ógleymanlega.   Hér verða allir rúsínur, það langar engum upp úr :)
Vogue hefur þegar skrifað lofyrði um staðinn & TIME settu Geosea sjóböðin á lista yfir hundrað bestu áfangastaði heims eða  “TIME, GREATEST PLACES 2019”

Við heppin að “sitja uppi” með að ferðast innanlands, um eitt fallegasta land í heimi  <3

 

MYND: GEOSEA

 

VOGUE hafði meðal annars þetta að segja ….

 

GEOSEA á það sameiginlegt með minni uppáhalds sundlaug, Sundlauginni á Hofsósi að vera hönnuð af frábæru teymi arkitekta hjá BASALT.
Basalt arkitektar hafa haft mikil áhrif á baðmenningu á Íslandi en þeir hafa hannað mörg fallegustu náttúböð landsins, Bláa Lónið, Guðlaugu á Akranesi, Jarðböðin á Mývatni og VÖK BATHS fyrir austan svo eitthvað sé nefnt.

Basalt hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í baðmenningu á Íslandi.  Verðlaunin voru veitt fyrir Sjóböðin á Húsavík og Retreat Hotel í Bláa lóninu.

MYND: GEOSEA/BASALT

“GeoSea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Vatnið í sjóböðunum er hrein blanda af tæru bergvatni og jarðsjó sem inniheldur einstaka samsetningu endurnærandi steinefna fyrir húðina. Útsýnið yfir Skjálfandaflóa er stórkostlegt. Norðurheimskautsbaugurinn nemur við sjóndeildarhringinn í fjarska og góðum degi má jafnvel sjá hvali koma upp úr glitrandi sjónum. Hvar er betra að gleyma stund og stað?”

MYND: GEOSEA

Sundbolur: Speedo

 

Mæli með 
xxx
AndreA

IG: @andreamagnus

 

DRESS: YELLOW

DRESSSAMSTARFTíska

Kjóllinn er úr versluninni minni AndreA

YELLOW I LOVE YOU  
Hversu fallegur dagur ?  Ég elska daga þar sem maður þarf hvorki jakka né sokka ;) Ég notaði að sjálfsögðu tækifærið og fór í sumarkjól.
Þetta er kjóll sem væri fullkominn í brúðkaup eða við önnur hátíðleg tilefni en ég reyni að nota fötin mín oftar en það.  Ég dressa kjólana mína oftast niður með peysum & strigaskóm (hælar urðu þó fyrir valinu í dag).
Það er ótrúlega gaman að vera í síðkjól og ég reyni að nota þá eins oft og ég get, svo er bara eitthvað við það að vera í gulu…. ég mæli með að þið prófið.


Kjóll: NOTES DU NORD /AndreA
Peysa: Mango
Taska: AndreA
Skór: Vagabond
Sólgleraugu: Gucci
Skart: AndreA

 

xxx
AndreA

IG: @andreamagnus
IG: @andreabyandrea

THE GOLD BAR

BEAUTYSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við AndreA & Skin&Goods

 

“THE GOLD SCULPTING BAR” … 24 karata titrandi gullbar sem hannaður er til að nudda & móta andlitið,
(Þessi sem ég talaði svo mikið um  HÉR, þegar HI BEAUTY komu í heimsókn til mín).

Hann eykur blóðflæði og hámarkar virkni þeirra krema sem maður velur að nota og tilfinningin er eins og maður sé að koma úr lúxus andlitsnuddi.  Húðin verður stinnari og endurnærð eftir nuddið.   “The Gold bar” skerpir á andlitsdráttum og eykur ljóma húðarinnar.
Ég er vanaföst og ekkert mikið að rugga bátnum þegar það kemur að húðinni, held mér við það sem hentar mér best.  Það kemur mér því skemmtilega á óvart hvað ég er dugleg að nota barinn, ástæðan er ekki bara ávinningurinn heldur þykir mér þetta bara svo ótrúlega gott haha og hlakka oft til að nota hann (get stundum ekki beðið).  Ef hann heldur húðinni í góðu formi í leiðinni þá er ég í topp málum.

Mynd: Aldís Pásdóttir

SKIN & GOODS er staðsett í Kaupmannahöfn rekið af “SKINBOSS” drottningunni Hildi Ársælsdóttur.    Skin&Goods selja framúrskarandi húð & snyrtivörumerki.  Ég mæli með að þið fylgið Skin & goods HÉR. 
Svo er mjög gaman að fylgjast með Hildi sjálfri á hennar einka instagram  HÉR.  Hún er dugleg að sýna frá húðumhirðu og kenna okkur.  Hún á líka dásamlega fallegt heimili og er með fallegt auga fyrir smáatriðum þannig að það er mjög gaman að fylgja henni.

Ég er týpan sem fæ alltaf ráðleggingar hjá vinkonum mínum sem eru klárari en ég í snyrtivöruheiminum um hvað ég á að kaupa.  Ég hef ekki nógu mikinn áhuga til að prufa mig áfram með allskonar vörur en hef mikinn áhuga á líta vel út og nota það sem virkar.  Ég leita því mikið til þeirra og kaupi oft það sem þær eru búnar að prufukeyra.  …Heppin ég :)
Hildur eru pínu þannig.  Hún hefur endalausan áhuga og reynslu úr þessum bransa og prufar sig áfram með merki sem hún hefur trú á.  Þær vörur sem seldar eru að lokum hjá SKIN & GOODS eru prófaðar og samþykktar af Hildi.


 

GJAFALEIKUR …

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Við Hildur ákváðum að setja saman BADASS (eins og hún mundi orða það) gjafaleik  :)

Pakkinn er veglegur og inniheldur Þessar vörur hér að neðan að andvirði: 80.000.-
* THE GOLD BAR
* AndreA leður snyrtibuddu:  Snyrtibudduna sem mig vantaði alltaf, sem rúmar allt mitt snyrtidót á einum stað.  Taskan er reyndar úr svo fallegu leðri að ég nota hana oft líka bara sem tösku.
* BOLD VICTORY hálsmen & armband sem er nýtt frá okkur í AndreA.  Svo ótrúlega fallegt, stórt “statement” hálsmen og armband í stíl.  Við eigum þau bæði til í gull og silfurhúðuðu brassi svo vinningshafi getur valið.
Taktu þátt HÉR.

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

TREND: PÚFFERMAR

TískaTREND

Hver elskar ekki púffermar?

Púffermar koma reglulega í tísku í allskonar útfærslum.  Púffermar gera svo ótrúlega mikið fyrir einföld snið á kjólum og skyrtum.  Þessar ermar geta verið allt frá því að vera bara smá púff eða rykking á erminni sem gera svona punktinn yfir i-ið á flíkinni og upp í að vera risastórar ermar sem minna helst á skúlptúr.

Púffermar eru til í allskonar stærðum og gerðum, hér er smá púff innblástur …

 

 

xxx
AndreA

IG: @andreamagnus
IG: @andreabyandrea

ÍTALSKA VOGUE – AUÐ FORSÍÐA, ÓSKRIFAÐ BLAÐ

Tíska
Ítalska Vogue Apríl 2020 – Hvíta blaðið er loksins komið í mínar hendur.
Blaðið hefur vakið heimsathygli fyrir forsíðuna sem er auð eða alveg hvít.
Í fyrsta sinn í sögu Vogue skartar forsíðan ekki fyrirsætu eða fallegri mynd.
Blaðið er víða uppselt,  ég gladdist því mikið yfir síðasta eintakinu sem ég nældi mér í, í Pennanum/Eymundsson í Hafnarfirði.

Ástæðan fyrir þessari hvítu sögulegu forsíðu er auðvitað Covid, ástandið á Ítalíu og í heiminum öllum.
Ritstjóri Ítalska Vogue Emanuele Farneti segir ristjórnina hafa ákveðið að prenta fyrstu hvítu forsíðuna í sögu blaðsins.  Hann segir þau hafa reynt að ímynda sér heiminn eftir faraldurinn og fengið þrettán hönnuði/listamenn til að teikna upp mynd af nýjum veruleika.
Emanuele sagði að þau hefðu ekki getað hugsað sér að tala um eitthvað annað á sama tíma og fólk lætur lífið, læknar og hjúkrunafræðingar hætti lífi sínu daglega og heimurinn er að breytast til frambúðar.
Vogue Ítalía valdi hvítan lit á forsíðuna sem tákn um bjarta framtíð.
Hann segir meðal annars:
Hvítur litur táknar virðingu, von og endurfæðingu.
Heilbrigðisstarfsfólk sem hættir lífi sínu daglega til að bjarga öðrum klæða
st hvítu.
Hvíta forsíðan á að tákna autt blað sem er tilbúið til að skrifa sögu okkar, framtíðina.

Hér má sjá innleggið hans í heild:

View this post on Instagram

The Vogue Italia April Issue will be out next Friday 10th. 🤍🤍🤍 “In its long history stretching back over a hundred years, Vogue has come through wars, crises, acts of terrorism. Its noblest tradition is never to look the other way. Just under two weeks ago, we were about to print an issue that we had been planning for some time, and which also involved L’Uomo Vogue in a twin project. But to speak of anything else – while people are dying, doctors and nurses are risking their lives and the world is changing forever – is not the DNA of Vogue Italia. Accordingly, we shelved our project and started from scratch. The decision to print a completely white cover for the first time in our history is not because there was any lack of images – quite the opposite. We chose it because white signifies many things at the same time. 🤍🤍🤍 White is first of all respect. White is rebirth, the light after darkness, the sum of all colours. White is the colour of the uniforms worn by those who put their own lives on the line to save ours. It represents space and time to think, as well as to stay silent. White is for those who are filling this empty time and space with ideas, thoughts, stories, lines of verse, music and care for others. White recalls when, after the crisis of 1929, this immaculate colour was adopted for clothes as an expression of purity in the present, and of hope in the future. Above all: white is not surrender, but a blank sheet waiting to be written, the title page of a new story that is about to begin.” #EmanueleFarneti @EFarneti #imagine #FarAwaySoClose #WhiteCanvas — Read the full Editor’s letter via link in bio. Full credits: Editor in chief @Efarneti Creative director @FerdinandoVerderi

A post shared by Vogue Italia (@vogueitalia) on

 

Þessir þrettán hönnuðir/listamenn sem fengnir voru til að gera eina teikningu hver eru færustu hönnuðir samtímans, eða merki eins og MOSCHINO – GUCCI – DOLCE  & GABBANA – DIOR – PRADA & VERSACE.
Hver hönnuður er með sína túlkun en allar teikningarnar eru fullar af ást, von & sameiningu. “we´re in this together” !

 

Alessandro Michelle yfir hönnuður Gucci er með þessa fallegu setningu <3
“We will have a different understanding of everything around us. And maybe we’ll look more sincerely into each other’s eyes.”

LOVE kjóllinn frá DIOR, þar sem orðið ást eða LOVE er ritað á kjólinn á mörgum tungumálum.

 

LoveLove
Andrea

IG: @andreamagnus

KJÓLAR, KJÓLAR & KJÓLAR

AndreADRESSSAMSTARFTíska
*Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína AndreA

Sem betur fer er lífið að smella í sinn vanagang, búið að opna sundlaugarnar, útskriftir eru á dagskrá og mögulega fermingar fljótlega :)   Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir þessu og finnum fyrir því í búðinni að margir eru að leita sér af kjólum fyrir hin ýmsu tilefni.
Úrvalið hefur sennilega aldrei verið meira og litapallettan er einstaklega falleg.
Ég tók saman hér kjóla sem eru til hjá okkur í AndreA

xxx
AndreA

IG: @andreabyandrea
IG: @andreamagnus