fbpx

11.11 – SINGLES DAY

11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti eða þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar !

Singles Day er netsprengja þar sem margar netverslanir bjóða afslátt af vörum sínum í sólarhring.  Tilvalið fyrir þá sem vilja hafa það gott og klára jólainnkaupin uppi í sófa :)

Brynja Dan vinkona mín stendur á bakvið 1111 eða Singles Day en hún hrinti þessari netsprengju af stað hér á Íslandi fyrir fimm árum og hefur dregið vagninn síðan.  Núna hefur hún gert þetta afar einfalt fyrir okkur hin en á miðnætti í kvöld fer í loftið síðan 1111.is þar sem hægt er að sjá allar vefverslanir sem taka þátt og hvaða afslætti þær bjóða upp á.
Netsprengjan stendur svo yfir í 24 klst :)

Hér er hægt að lesa ýtarlegt viðtal við Brynju um 1111:  SINGLES DAY .
Eins fylgdi þetta kynningarblað hér á myndinni með fréttablaðinu í gær.

Mynd: Aldís Pálsdóttir 

 

Brynja dró okkur í AndreA á 1111 vagninn á síðasta ári og við tökum að sjálfsögðu þátt í ár líka.  Það eru fullt af flottum búðum og vefverslunum að taka þátt og ég mæli með að þið kíkið á síðuna hennar Brynju í kvöld kl 00:00 og skoðið úrvalið hér: 1111.is

 

Happy shopping & til hamingju Brynja <3

xxx
Andrea

ANDREA TÍU ÁRA !

AndreAbyAndreASAMSTARF

AndreA 10 ÁrA

Þegar ég var lítil stelpa dreymdi mig um að verða búðarkona og þegar ég varð eldri langaði mig að verða fatahönnuður.  Báðir þessir draumar rættust árið 2009 eða fyrir tíu árum síðan.

Planið okkar Óla var skýrt við vorum með allt tengt fyrirtækinu tilbúið áður en að ég útkrifaðist, við unnum í því samhliða náminu.
Við byrjuðum á því að framleiða tvær flíkur og ég var á haus við að sauma einhverjar inni í sauma/barnaherbergi í íbúðinni okkar í Kaupmannahöfn.  Ég var líka mikið að gera allskonar fylgihluti eins og  hárskraut, trefla & klúta.

Á myndinni hér að neðan er ég einmitt í fyrstu flíkinni sem við framleiddum með fyrstu útgáfu af logo-inu okkar á bak við mig.  En logo-ið er eitt af því sem ég er jafn ánægð með í dag ef ekki bara miklu ánægðari, það eldist ótrúlega vel.
Óli hannaði logo-ið eins og svo margt annað í fyrirtækinu.  Nafnið mitt er á merkinu og allir tengja það við mig en Óli er ekki síður maðurinn á bakvið merkið þó að hann sjáist minna.   Án Óla væri ekki AndreA.

Kaupmannahöfn 2008

                  Tískusýning AndreA í Hafnarborg 2014 (AndreA +Óli)

Fyrsta húsnæðið…. Strandgata 19
AndreA opnaði þar fljótlega eftir útskrift eða 24. Október 2009.
Okkur sárvantaði vinnuaðstöðu þannig að við tókum þetta húsnæði og Óli innréttaði rýmið 50% vinnustofu og 50% verlsun.  Ég sá fyrir mér að geta unnið þarna í ró og næði og afgreitt einn og einn.  Fyrstu jólin okkar voru þannig að ég og Erla stóðum brosandi inni í versluninni á þorláksmessu og buðum viðskiptavinum konfekt & drykk af því að það var allt uppselt :)
Síðan þá hefur þetta meira og minna verið ein löng rússíbanaferð og við verið að finna okkar festu og stöðugleika.
Saumastofan flutti fljótlega annað og við stækkuðum búðina og vorum á Strandgötu alveg þangað til við fluttum í núverandi húsnæði á Norðurbakka.

(Magnað að sjá muninn á húsnæðinu, fyrsta og síðasta mynd)

 

Hvernig get ég súmmerað upp 10 ár og sagt ykkur frá í stuttu máli ?
Ég get það ekki …. ÞÚSUND KJÓLUM SÍÐAR þá tók ég saman myndir, allt of margar en samt bara lítið brot …

2008-2010

 

2011-2013

2014-2015

2015-2016

2017-2018

2019

Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þessum tíu árum er það að vera opin fyrir öllu, ég er annars mjög vanaföst og finnst erfitt að breyta en er sem betur fer búin að átta mig á því að ég á ekki alltaf bestu hugmyndina :) Eins og þegar Óli stakk upp á því að flytja búðina á Norðurbakkann þá leist mér ekkert á það og það þurfti heldur betur að tala mig til en ég sé það í dag að það var eitt mesta gæfuspor sem við höfum tekið.
Sumt virkar annað ekki.  Það er engin skömm í því að prófa og segja nei þetta hentaði okkur ekki eða þetta gekk ekki.  Ef þú gerir ekki neitt þá gerist ekki neitt.

Ég útskrifast aldrei, hætti aldrei að læra og er aldrei búin.   Vinnan mín hefur breyst mjög mikið á þessum tíu árum og það er ýmislegt sem spilar þar inn í.  Ég hef gert milljón hluti í fyrsta sinn og oft verið skíthrædd.  Sumt heppnast annað ekki en galdurinn er að gefast ekki upp.

10 árum síðar höfum við áorkað ótúlega miklu en eigum ennþá mjög langt í land,  langt í land miðað við hvernig ég sé merkið fyrir mér í huganum, hvernig mig langar að hafa merkið, búðina & hverju mig langar að bæta við.
Ég ætla aldrei að hætta að láta mig dreyma því að ég veit að með dugnaði og elju þá geta draumarnir ræst hver af öðrum. Maður þarf að halda í þá, sjá þá fyrir sér, vera duglegur á hverjum degi, þrautseigur, þolinmóður og gera alltaf sitt besta.   Þá kemur þetta allt einn daginn.

Ég viðurkenni að það hefur gengið á ýmsu og mig hefur langað til að gefast upp, ég hef grátið í koddann en ég held að minn helsti styrkur sé þrjóskan og þrautsegjan, með það að vopni held ég áfram á meðan mér þykir þetta ennþá gaman.

Þegar ég skoða myndirnar sjálf þá er þakklæti efst í huga, fyrir fólkið sem ég vinn með, drauma teymi,  Erlu sem hefur verið partur af AndreA síðan áður en við opnuðum, Maddý, Sigga, Ósk, Heiður og allir sem hafa verið í draumateyminu á einhverjum tímapunkti.
Aldís mín “ljósmyndari”  sem hefur myndað öll verkefni með mér síðan 2008.  Hún á heiðurinn af flestum myndunum hér að ofan.
Allar vinkonur mínar sem ég hef dregið í allskonar myndatökur, labbað tískupallinn fyrir mig, unnið í búðinni, hjálpað mér með afmæli eða viðburði…  Alltaf fæ ég “JÁ EKKERT MÁL, ÉG KEM eða ÉG GET ÞAД. (Ég á æðislegar vinkonur).
Ekki síst er ég  þakklát fyrir heimsins bestu viðskiptavini sem hafa vaxið með okkur, mörgum höfum við kynnst mjög vel og þykir vænt um.   Ef við sjáum suma ekki lengi þá heyrist inn á kaffistofu.  “Hafið þið heyrt eitthvað í Röggu?”  því margir viðskiptavinir eru orðnir meira eins og vinir.

Ég er ein þakklát kona…. TAKK <3

PS…. Það verður auðvitað veisla,  þar sem við gefum ykkur afmælispakka :) 
Taktu frá föstudag, seinnipart 8 nóvember… meira síðar.  
Þá skálum við ! 

TAKK 
AndreA

@andreamagnus

@andreabyandrea

DRESS: “THE ONE THAT GOT AWAY”

AndreAbyAndreADRESS
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun/merki AndreA

DRESS… “The one that got away”

Eins og flestir vita þá vinn ég við að búa til föt.  Margt sem ég geri sjáið þið í búðinni minni en sumar flíkur ná aldrei alla leið þangað.
Þetta dress er í persónulegu uppáhaldi en hefur aldrei, amk ekki ennþá náð á slárnar þannig séð.
“Knot top”  blússan er þó til hjá okkur í öðrum efnum og buxurnar eru til í svörtu satín en dressið í heild í þessum lit og þessu efni náði ekki lengra en að vera bara sýnishorn og  koma með mér til Spánar.
Kannski breyti ég því fyrir vorið og set settið í framleiðslu ?


Buxur & bússa: AndreA (“sample”)
Toppur: OW  (fæst í AndreA)
Hálsmen: LoveLove & Baunin bæði AndreA
Belti: AndreA
FlipFlops: Havaianas
Hattur: H&M

LoveLove
AndreA

@andreamagnus 
@andreabyandrea

 

 

 

VÁ VALENCIA !

FERÐALÖGFRÍSPÁNNVALENCIA

VALENCIA …
VÁ borgin heillaði mig upp úr skónum á einum og hálfum degi.
Okkur langaði aðallega að skoða “Borg lista og vísinda” eða “City of Arts ans Science” eftir arkitektinn Santiago Calatrava.  Það er erfitt að koma því í orð hvernig þetta er, hönnun, magnaður arkitektúr og smáatriði glöddu augað hvert sem litið var.  Þarna er óperhúsið, kvikmyndahús, sædýrasafn og vísindasafn.
Borg lista og vísinda er eitt af 12 Treasures of Spain”. 
Ég leyfi myndunum að lýsa þessu en við vorum þarna við sólsetur og þá spegluðust byggingarnar í vatninu sem gerði þetta ennþá magnaðara.

Borgin sjálf kom líka nokkuð á óvart,  þrátt fyrir að hafa verið þarna stutt þá náði hún að heilla mig.  Þetta er klárlega borg sem ég heimæki fljótt aftur.
Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og er upprunalega byggð af rómverjum.  Valencia hefur allt fyrir þá sem eru að leita af öllum pakkanum, fallegar strendur, menningu og borgarlíf.
Við keyrðum frá Orihuela,  það tók 2,5 klst,  ég veit að Íslendingar eru duglegir að heimsækja það svæði og mæli með bíltúr til Valencia.


 

LoveLove
AndreA

 @andreamagnus
@andreabyandrea

 

 

BUENOS DÍAS

FERÐALÖGFRÍLÍFIÐSPÁNNVALENCIA

Góðan daginn frá Spáni eða Buenos días !

Hér er gott að vera,  lengja sumarið aðeins eða stytta veturinn.  Mér finnst æðsilegt að fara hingað á þessum tíma í síðbúið “sumarfrí ” en þetta er þriðja árið í röð sem ég geri það.  Slaka á og hlaða batteríin fyrir jólatörnina.
Veðrið er búið að vera la la pínu eins og íslenskt sumar með tilheyrandi rigningardögum :)


Þessi mynd er tekin í fallegu Valencia <3  meira síðar…

LoveLove
AndreA

@andreamagnus 

DRESS: LEÐUR

AndreAbyAndreADRESSJAKKAFÖTSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun/merki AndreA

DRESS….

Leðurjakkaföt !  Ég elska jakkaföt en leðurjakkaföt það er eitthvað “next level”.
Ég orða þetta svona en í sannleika sagt þá nota ég buxurnar meira stakar og jakkann við gallabuxur en mér finnst samt mjög skemmtilegt að nota þetta líka sem sett.

Jakki – Buxur – Belti:  AndreA
Toppur & samfella OW 
Sólgleraugu: Celine
Skór: Vintage Jean Paul Gaultier


Hér er ég í jakkafötunum & uppáhalds bolnum mínum :) Konur eru konum Bestar 2019 árgerð / Mynd: @paldis


Svona nota ég buxurnar oftast, stakar við einhvern jakka, peysu eða suttermabol :)

Ég fagna mjög nýjum sniðum á buxum, bæði víðum og sniði eins og þessu, hátt í mittið og laust.  Það er góð tilbreyting frá öllum þröngu buxunum sem eru búnar að vera í skápnum mínum undanfarin ár.  Hátt í mittið lætur okkur litlu konurnar líka lúkka með aðeins lengri leggi :)

 

LoveLove
AndreA

 @andreamagnus
@andreabyandrea

LITLA HÖNNUNARBÚÐIN – ÍSLENSK HUNDABÆLI & ALLSKONAR SNILLD

HUNDARLITLA HÖNNUNARBÚÐINSAMSTARF

Þegar ég finn fallega hluti eða hönnun reyni ég að deila gleðinni.

Ég á ekki hund sjálf en passa oft Ringo, hund sem mamma og dóttir mín eiga saman ;)
Við höfum þó átt hund og ég þekki það vel að vera í vandræðum með að finna fallegt hundabæli sem ég var ánægð með að hafa inni í húsinu,  já það þarf að vera smart & hundurinn þarf að elska það  :)

Sigga Magga vinkona mín er ein mesta hundakona sem ég þekki, hún á, ræktar, þjálfar, passar og sópar að sér verðlaunum fyrir hundana sína. Sigga Magga er líka eigandi  Litlu hönnunarbúðarinnar.  Hún selur þar allskonar hönnunarvörur, mikið eftir íslenska listamenn og handverksfólk.   Sigga Magga hannar líka ýmislegt sjálf, sennilega þekkja flestir Úlfinn hennar.  Síðast þegar ég var hjá henni rak ég augun í þessi fallegu hundabæli sem hún er að gera í mismunandi mynstrum og stærðum.


Þetta er Ringo alsæll á sínu bæli.  Stærðin sem ég tók er:  Medium
Bælið kemur i þremur stærðum, small 9.900, medium 13.900 og large 16.900 og er einnig væntanlegt í hringlóttu.
Bælið er í tveimur lögum og þess vegna er súper auðvelt að taka ytra lagið af og setja í þvottavél, innra lagið er fyllt með frauðkúlum sem aðlaga sig að líkama hundsins þegar hann hvílist og það er hægt að fá áfyllingu á frauðkúlurnar seinna ef þess þarf.


Litla hönnunarbúðin er á Strandgötu 19, þar sem búðin mín var áður en við fluttum á Norðurbakkann <3
Í búðinni má finna allskonar hluti, listmuni, gott kaffi, skart, & gjafavöru.  Þarna kaupi ég t.d alltaf “SHAKE IT BABY” kúluna sem svo margar vinkonur mínar hafa fengið að gjöf frá mér :)
Mæli með <3

 


xxx
AndreA

@andreamagnus

ROTATE Í GK REYKJAVÍK

GKROTATETíska

ROTATE by Birger Christensen er danskt fatamerki sem sérhæfir sig í kjólum og samfestingum fyrir öll tilefni. Listrænir stjórnendur merkisins eru þær Thora Valdimars og Jeanette Madsen.
Þóra er íslensk búsett í Kaupmannahöfn en þær vinkonurnar eru á meðal áhrifamestu kvenna í tísku.  Ef þú ert ekki að fylgja þeim á Instagram þá mæli ég með :)

ROTATE fæst nú í GK REYKJAVÍK og af því tilefni er blásið til veislu á morgun laugardag kl 17:00 í GK.GDRN tekur lagið.

Saga sig sem er ein af  hæfileikaríkustu ljósmyndurum landsins “ROTATE-aði” eða skipti um hlutverk og fór hinum megin við linsuna og sat fyrir.  Saga er stórglæsileg þarna megin við myndavélina.  Tinna Bergmann verslunarstýra GK smellti af á polaroid myndavél.

Sjáumst á morgun
xxx
Andrea

Instagram: @andreamagnus

CAMILLA PIHL Í ANDREA

AndreAAndreAbyAndreACAMILLA PIHLSAMSTARFTíska

*Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína AndreA 

 

Camillu Pihl ættu flestir að þekkja en hún er einn frægasti áhrifavaldur Noregs.  Camilla hefur haldið úti blogginu Camillaphil.no í nokkur ár, hún hefur hannað skart, skó svo eitthvað sé nefnt í samstarfi við stór fyrirtæki. Hún er með eigin húðvörulínu Camilla Pihl costmetics og nú fatamerki undir eigin nafni Camilla Pihl.
Camilla er ein af þessum ofur duglegu konum og magnað að sjá hvað hún hefur náð að byggja upp mikið síðustu árin
Hún stóð sjálf vaktina á tískuvikunni og seldi eigin föt, ég fíla það.  Hún tók vel á móti okkur vinkonunum (ég, Aldís og Elísabet) í febrúar síðastliðnum þegar við keyptum Camilla Pihl inn í fyrsta sinn.myndir hér að ofan: Aldís Páls 

Línan var ekki stór en mjög CAMILLU leg.  Mjúkar peysur, falleg kápa og þessi æðislega úlpa.
Við tókum inn okkar uppáhalds hluti og hlökkum til að sjá hvert þetta merki leiðir okkur.

Á morgun fimmtudaginn 3.Október er Konukvöld í miðbæ Hafnarfjarðar.  Það verður opið hjá okkur til kl 21:00
Þá ætlum við að sýna flíkurnar frá Camillu Pihl.  Allir sem versla fá “bambi eye” Loreal maskara að gjöf (á meðan birgðir endast) og þeir sem fá sér Essie naglalakk fá annað með í boði hússins.   Auðvitað bjóðum við öllum drykk og eitthvað sætt með því <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

MAGNAÐ KVÖLD MEÐ NOTES DU NORD

BIOEFFECTDANMÖRKNOTES DU NORDTÍSKUSÝNINGTÍSKUVIKA

* Allar myndirnar í færslunni eru teknar af Aldísi Páls ljósmyndara.


Notes Du Nord
er eitt af mínum uppáhalds merkjum og við erum afar stolt af því að selja þetta merki hjá okkur í AndreA.
Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn fór ég á magnaðan viðburð hjá merkinu í sýningarsalnum þeirra sem var ævintýralega fallegur.
Danska tímaritið ELLE var á staðnum en þau voru að vinna frétt um merkið og segja söguna á bakvið “hvernig maður setur upp sína fyrstu tískusýningu á tískuviku”.

Ég var heppin að fá að taka þátt í deginum, undirbúningi og var boðið á eventinn sjálfann ásamt 30 öðrum.  Viðburðurinn var mjög lokaður og fáum boðið.  Ég var hálf feimin við að sitja þarna innan um stórstjörnur eins og Helenu Christiansen og stóra áhrifavalda sem ég hef hingað til bara séð í símanum mínum og á tískuvikum.

Aldís Pálsdóttir vinkona mín og einn besti ljómyndari landsins var valin til að taka myndir þetta kvöld, af sýningunni og öllu.  Mér fannst svo magnað að sjá hana landa þessu verkefni og skemmtilegt fyrir okkur að fá að upplifa þetta saman :)

Sara og Rasmus eru eigendur Notes Du Nord, dásamlegir danir, vinir mínir sem mér þykir vænt um og ég var gjörsamlega að rifna úr stolti yfir þeim þetta kvöld.  Þau stofnuðu Notes Du Nord árið 2016 og ég hef verið með þeim frá fyrsta degi (þ.e.a.s með merkið í búðinni), það er búið að vera magnað að horfa á þau byggja upp þetta fallega og vandaða merki á methraða.


Sara (eigandi NdN) & ég að sjálfsögðu báðar í Notes Du Nord 

Undirbúningurinn fyrir svona kvöld er gríðalegur og það var ótrúlega gaman að fylgjast með öllu fæðast hægt og rólega.  Blómin, salurinn, tónlistarfólk, maturinn & loks að sjá allt smella saman í sýningunni.

Atvinnumennirnir eða hárgreiðslufólk, förðunarfræðingar, viðburðastjórnendur, fyrirsætur, tónlistarfólk komu hvert að fætur öðru og undirbjuggu sig fyrir kvöldið.  Aldís myndaði auðvitað allt ferlið í bak og fyrir :)
Listrænn stjórnandi yfir hári & förðun var Sidsel Marie Bog. Íslenska húðvörumerkið Bioeffect sá um að húð fyrirsætanna yrði vel undirbúin fyrir förðunina. Það var gaman að sjá hvað förðunarfræðingarnir voru spenntir að vinna með þetta magnaða íslenska merki.


Eftir að gestirnir voru komnir og sestir til borðs, var borinn fram glæsilegur þriggja rétta kvöldverður.  Danskt tónlistarfólk spilaði tónlist en enginn vissi að það væri að koma tískusýning. Fyrirsæturnar gengu um salinn, þetta var öðruvísi & persónulegri sýning en ég er von.  Gestirnir voru glaðir með þetta fyrirkomulag en flestar voru þær áhrifavaldar, innkaupafólk eða einhverskonar stjörnur, leikkonur, söngkonur eða eitthvað slíkt.  Þær voru búnar að fara á margar sýningar yfir daginn og voru svo innilega glaðar með að fá að sitja til borðs, fá góðan mat og tryllt show.  Ég myndi segja að þetta hafi verið með fallegri sýningum sem ég hef farið á og að mörgu leyti er skemmtilegra að gera þetta svona heldur en að hafa “venjulega” tískusýningu á tískupalli.

Línan sjálf fyrir SS 2020 er TRYLLT.  Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé ein fallegasta lína Notes Du Nord til þessa.  Dásamlega fallegir pastellitir og sniðin falleg….. “Get ekki beðið” sögðu allir alltaf sem vinna við tísku :)

 


TIL HAMINGJU NOTES DU NORD – Mikið hlakka ég til að fylgjast með þessu merki í framtíðinni <3


Módelin & Team Notes Du Nord:  Fyrir miðju…. Christina Guldberg fatahönnuður – Sara Sode eigandi og listrænn stjórnandi – Christina Pettersson innkaupastjóri  &  Isidora Zmiro  

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea