fbpx

PÁSKASKRAUT – DIY

DIYHOMEPÁSKAR

Páskaskrautshefðin sem hefur alltaf fylgt okkur verður á annan hátt en vanalega eins og allt annað þetta árið.
Við Ísabella sátum tvær að mála í gær en erum yfirleitt með allri stórfjölskyldunni.  Þetta er svo skemmtilegt fyrir börn og auðvitað okkur fullorðna fólkið líka.  Það eru margir meira heima núna og vantar örugglega eitthvað að gera, þetta er eitthvað sem allir geta gleymt sér í yfir góðri tónlist.

Það er allt undirlagt,  þannig verður það í nokkra daga.  Eldhúsborðið er núna eggjamálningarborð.  Eggin verða fá að þorna á milli, maður þarf pásur og það er gaman að hafa þetta uppi í smá stund þannig að maður geti gripið í þetta þegar maður fær andann yfir sig.  Svo þegar allt er tilbúið þá hengjum við eggin á greinarnar og njótum um páskana.

Þetta er “work in progress” hjá okkur ennþá en hér eru eldri blogg,  hér eru bæði allskonar hugmyndir og aðferðir.
PÁSKASKRAUT 18
PÁSKASKRAUT 19 Naglalakksegg….  þú velur liti – setur vatn í glas/skál (sem þú tímir) –  hellir litunum sem þú valdir hvern ofan á annan,  leggur eggið í og þá stimplast naglalakkið á eggið með svona marmara áferð.

Litirnir sem við notum… Það má nota allt, tréliti, tússliti en þessi akrýlmálning er úr Söstrene Grene.
Spottið þið Rakel Tomas eggin?  Ég skoraði á hana í fyrra, hún málaði tvö egg og gaf mér þau eru í sérstöku uppáhaldi. Takk Rakel <3


 

xxx
AndreA

@andreamagnus

Í SÍÐKJÓL Í SAMKOMUBANNI

AndreALÍFIÐ

Gærdagurinn átti að vera fermingardagur Ísabellu og í dag vorum við búin að bjóða öllum í fermingarveislu en eins og öllu öðru var þessu frestað.
Við gerðum okkur samt glaðan dag og skemmtum okkur konunglega og eigum veisluhöldin inni í ágúst.

 

Síminn minn er fullur af áskorunum og það er gaman að sjá fjölskyldur um allan bæ gera hluti saman sem við hefðum sennilega annars aldrei gert.   Við erum greinilega dugleg að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera
Fyrir mig virkar best að vakna á morgnana eins og venjulega og taka mig til eins og ég geri alla aðra daga.  Ég mála mig – klæði mig og held út í daginn eins og ég gerði fyrir Covid.  Ég fer í vinnuna á hverjum degi vitandi að ég hitti sennilega engan en ég klæði mig fyrir mig!  Dagurinn minn verður bara betri og mér líður betur.
Það er eitt en svo er annað að fara í fallegan kjól, helst síðkjól.   Ég fullyrði að það er allt skemmtilegra í fallegum kjól, alveg sama hvað þú ert að gera.
Ég skora á ykkur að fara úr kósý dressinu í smá stund og fara í kjól, dansa við eitt lag, fá þér einn kaffibolla eða bara ryksuga…. mæli með!
Þið sem nennið, þorið viljið og póstið endilega setjið #kjolaaskorun undir myndina. (það eru komnar 6 & ég á 3 af þeim haha, hlakka til að sjá meira :)


Annars er fallegur sunnudagur úti sem við ættum öll að nýta vel.   Gleðilegan sunnudag til ykkar <3

xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

DRESS: FYRIR MIG

DRESS

Góðan daginn !
Skrýtna lífið sem við erum að upplifa þessa dagana.  Ég eins og þið eflaust öll er að finna rétta taktinn í þessum breyttu aðstæðum og ná að koma lífinu í einhverskonar rútínu.
Það sem virkar best fyrir mig og eina rútínan sem ég held í þessa dagana er að dressa mig upp alla morgna eins og ég geri vanalega, jafnvel þó ég viti að ég hitti engan nema Erlu (í vinnunni) þá gerir það bara fullt fyrir geðheilsuna.  Þó að það sé kósý að vera í joggara eða náttbuxum þá verð ég bara svo slenuð og drusluleg allan daginn og dagurinn verður í sama stíl.
Ég klæði mig fyrir mig <3


Skyrtukjóll
: Soft Rebels 
Kápa: Notes Du Nord
Veski: AndreA
Trefill: AndreA
Hanskar: & Other stories
Stígvél: Zara
Scrunchie: Pico

xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

BREYTTIR TÍMAR TÍMABUNDIÐ

Öll plön út um gluggann og nýjir öðruvísi tímar framundan tímabundið.   TÍMABUNDIÐ er orðið sem ég hangi í.

Allt er öðruvísi.
Við lokuðum  búðinni okkar í vikunni en við aðstoðum alla á Andrea.is , facebookInstagram og í síma 5513900.
Við sendum frítt um allt land á meðan það er lokað.
Ég eða við öll sennilega erum búin að vera á haus að aðlagast nýjum aðstæðum og koma upp öðruvísi venjum og rútínum, það tekur allt sinn tíma.

Staðan er einhvernvegin svona hjá mér, eins og á myndinni, síma & samfélagsmiðla samband.

Vinnudagarnir eru skrýtnir, við hittum fáa eða enga en afgreiðum marga.  Magnað hvað það er hægt að gera margt á nýjan hátt í gegnum netið & samfélagsmiðla.
Núna þurfum við öll að hugsa út fyrir boxið og finna upp á nýjum leiðum til að leika okkur og hafa gaman.  Sem betur fer er tæknin með okkur í liði og við getum “hitt” alla og verið í góðum samskiptum í símanum <3

Ef leiðin til að  að sigra þetta er að vera heima og hitta engan þá gerum við það.
Þjálfarar og kennarar eru með snilldar lausnir og allir eru að leggja sitt af mörkum.  Krakkar eru hvattir til að gera æfingar og pósta á lokaða síðu í fótboltanum sem er t.d brilliant leið til að fá þau til að æfa sig og hreyfa á meðan æfingar falla niður.   Fjarnám, facetime, vinna að heiman, netverslun og sv.frv við getum gert ótal margt án þess að hittast.

Og pælið í því hvað það verður fáránlega gaman í næsta partýi þegar þetta er allt yfirstaðið.

Farin á pósthúsið – Farið varlega <3
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

VÁ ÍSLAND !

FERÐALÖGÍSLANDLÍFIÐ

VÁ Ísland, stundum á ég bara ekki orð yfir fegurð þessa lands!
Landið okkar  á svona dögum,  sól, snjór & allt svo dásamlega fallegt.  Ég heyrði sjálfa mig segja VÁ oft, ekki af því að ég hafði ekki séð þetta allt áður, það er bara eitthvað við Ísland, stórfenglegt, hrátt, kraftmikið & VÁ !  Þegar veðrið er svona eins og það var um helgina þá leggst einhver auka töfraljómi ofan á allt saman.

Ég gerði svo miklu meira þessa helgi en ég geri vanalega …. Hitti vinkonur, fór á Þingvelli, fór út að borða á “Food&Fun” á nýjum geggjuðum veitingarstað, Sjálandi í Garðabæ, fór í Borgarnes, á Akranes í matarboð hjá góðum vinum,  gaf öndunum brauð á  Reykjavíkurtjörn, fór á fótboltaleik og brasaði með Ísabellu í fermingarpreppi. (úff ég verð bara þreytt á að skirfa þetta haha).
Allt spontant ákvarðanir nema fótboltaleikurinn, svona hefur veðrið áhrif og þegar það skartar sínu fegursta þá er eins gott að grípa tækifærið og drífa sig út því að við vitum auðvitað ekkert hvað næstu dagar bjóða uppá …

101 RVK / ÁSMUNDARSALUR:  Morgunbolli & góð vinkona er nauðsynlegt kombó reglulega.

ÞINGVELLIR: Ég skil ekki afhverju maður fer ekki oftar á Þingvelli, ótrúlega næs rúntur og svo ótal margt fallegt að sjá. Við enduðum svo daginn á glænýjum stað, Sjálandi í Garðabæ sem ég hlakka til að heimsækja oftar en útsýnið út um gluggann þar sem við sátum (síðasta myndin) toppaði daginn ásamt frábærum mat.

KRAUMA & ENGLENDINGAVÍK

REYKJAVÍKURTJÖRN

 

TAKK FYRIR MIG ÍSLAND

INSTAGRAM:@andreamagnus

BRÚN VIÐVÖRUN !

TískaTREND

BRÚNT – CAMEL – BEIGE …. Allir brúntónar eru það sem koma skal.
Skór & fylgihlutir eins og töskur, belti og leðurhanskar eru ótrúlega falleg í þessum brúnu tónum og flott að blanda þeim saman við alla fallegu pastellitina sem við eigum von á með vorinu.
Á tískuvikunni voru þessir brúnu tónar allsráðandi.
Ég er að elska þessa liti <3

 

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

FERMING 2020

Tíska

Nú eru fermingar framundan og að mörgu að huga fyrir stóra daginn.  Gallerí 17 hefur í gegnum árin dregið fermingartískuvagninn og eru með gott úrval fyrir fermingarbörn.  Þau leggja mikið í þetta og skipuleggja stóra myndatöku ár hvert og hafa gert það svo lengi sem ég man.
Ísabella er að fermast í ár og var ein af fermingarmódelunum hjá Gallerí 17 þannig að ég fékk að fylgja henni eftir og skoða línuna vel.  Það sem mér þykir skemmtilegast að sjá er hvað úrvalið er fjölbreytt og bíður upp á að hver og einn getur púslað saman sínu dressi úr möguleikunum sem í boði eru og sett þannig sinn persónulega stíl á lúkkið.

Gallerí 17 fékk til liðs við sig úrvals fólk.
Ljósmyndari: Saga Sig
Hár: Katrín Sif Jónsdóttir
Förðun: Viktoría sól Birgisdóttir
Stílesering: Ragnheiður Ísdal & Hákon Helgi Bjarnason
Umsjón: Helena Gunnars Marteinsdóttir & María Einarsdóttir.
Til ykkar sem eruð að leita af kjól langar mig að benda á eitt sem Ísabella gerir við margar flíkur.  Ef henni finnst kjóllinn eða skyrtan eins og í þessu tilfelli of opinn eða fleginn þá snýr hún kjólnum við og hefur hann fleginn eða opinn í bakið en lokaðan að framan.  Hún gerði það einmitt við þessa skyrtu sem hún er í hér á myndunum og það kemur mjög vel út.Módel: Aníta Karen – Brynjar Orri – Fjölnir Kári – George Atli – Hrefna Lind – Ísak Máni – Ísabella María- Jón Arnór – Magnea – Magnús – María Svana – Saga – Salka Dögg – Sóley & Theodór.

Nú þarf fermingarmamman aldeilis að fara að bretta upp ermarnar og skipuleggja :)
xxx
Andrea

@andreamagnus

TREND: STÍGVÉL

SKÓRTískaTREND

STÍGVÉL …
Stígvél í öllum litum og gerðum eru mjög áberandi núna og það virðist vera alveg sama hvort að þau séu 80´s, kúreka, támjó eða gróf.
Þau eru flott við svo margt og auðvelt að breyta dressunum sem maður á fyrir í alveg nýtt lúkk með því að fara í stígvél við.
Stígvél virka vel við alla kjóla og pils bæði síð og stutt en það er líka mjög flott að gyrða buxurnar ofan í stígvélin.
Hér er smá innblástur af flottum dressum & stígvélum <3

 

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

LOPPUKAUP

DRESSTískaVINTAGE

Vintage eða notuð föt hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, ég elska að gramsa á mörkuðum eða fara í búðir eins og Spúútnik eða sambærilegar verslanir erlendis (hér er td ein frábær í Kaupmannahöfn).
Það er svo gaman að blanda gömlu við nýtt og oft eru gömlu hlutirnir ekkert síðri en þeir allra nýjustu.

Extraloppan er eins og flestir þekkja verslun í Smáralind þar sem einstaklingar leigja bása og selja vörur, flíkur, fylgihluti og húsmuni.  Þar er hægt að finna bókstaflega allt.
Snilldin við Extraloppuna er instagrammið þeirra, þær eru svo duglegar að setja inn þar nýjar vörur og þá er auðvelt að stökkva af stað ef maður sér eitthvað sem grípur augað eins og ég gerði þegar ég sá þetta veski.
Ef marka má það sem ég hef fundið um þetta veski á netinu þá er þetta  “Vintage 1970’s Christian Dior”.Skyrta: Notes Du Nord / AndreA
Pils:  tjullpils/ AndreA
Strigaskór: Acne / GK REYKJAVÍK 
Veski: DIOR /Extraloppa

LoveLove
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

DRESS: LEÐUR FRÁ TOPPI TIL TÁAR

AndreADRESSSAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við AndreA

NOTES DU NORD það fallega fallega merki er eitt af mínu uppáhalds.  Við höfum verið með það í AndreA frá upphafi og fylgt því eftir að vera byrjendur í bransanum og í það að vera á hraðferð ég veit ekki hvert ?  Sara & Rasmus eigendur merkisins eru svo miklir fagurkerar og snillingar að það er unun að fylgjast með þeim og þeirra teymi láta hvern stóra drauminn af fætur öðrum rætast.  Þau héldu magnaðan viðburð eða sýningu á tískuvikunni í síðustu viku sem ég deili með ykkur hér síðar.

Það getur verið vandasamt að pakka litlu, sérstaklega þegar ég þarf að gera mikið, fara á marga staði og viðburði, ég get það eiginlega ekki.  Taskan mín var ekkert voðalega lítil en samt fannst mér erfitt að púsla þessu saman.  Ég elska þó þegar ég get notað flíkurnar sem ég er með á marga vegu. T.d fór ég í þessum sömu leðurbuxum og ég er í hér að neðan í flugið en þá í strigaskóm og prjónapeysu við.  Þegar ég fór svo á NDN viðburðinn fór ég hinsvegar í leðurstígvél og í kápuna við.  Lúkkar alls ekkert svipað en virkar bæði svo vel.
Planið var að fara í blazer jakkanum við buxurnar og vera í jakkafötum en ég skipti jakkanum út fyrir leðurkápuna rétt áður en ég labbaði út & Aldís fór í  blazer jakkanum yfir kjólinn sinn :)

Sara eigandi NDN & ég.  Þemað var skotland eða HIGHLAND “FEVER” og var skoska hálendinu varpað um alla veggi (mega cool)


Lúkk sem ég er að elska núna er þegar buxurnar renna saman við skóna og maður sér varla hvar skórnir byrja eða buxurnar enda.

Aldís eða PALDÍS eins og svo margir kalla hana (það er instagram nafnið hennar) var fengin út til Kaupmannahafnar að mynda sýninguna, já ég rifna mögulega úr stolti <3

Aldís:
Kjóll: Habanera stuttur / AndreA
sokkabuxur: Oroblu
Skór: Billibi /GS SKÓR

Ég:
Leðurkápa, buxur & belti: AndreA
Bolur: Notes Du Nord (fæst í AndreA)
Skór: Vagabond
Taska: Dior

xxx
AndreA

@andreamagnus