FALLEGT ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Skemmtilegustu heimilin sem ég heimsæki eiga það öll sameiginlegt að þar má finna hluti úr öllum áttum og sitthvað sem vekur forvitni mína. Það er sagt að það taki aðeins nokkrar vikur að koma sér fyrir á nýju heimili en það tekur þó nokkur ár þar til heimilið er orðið tilbúið ef svo má segja. Mitt heimili er svo sannarlega ennþá í vinnslu og eins og svo oft áður þá get ég legið yfir svona óskalistum og leyft huganum að reika. Ég er sérstaklega ánægð með óskalistann að þessu sinni en hér má sjá hluti úr öllum áttum og ekki einn stíll sem ræður ríkjum. Það er líka skemmtilegast að hafa það þannig og það má að sjálfsögðu blanda öllu saman!

Falleg útskorin hauskúpa frá nýju RVK design netversluninni. // Postulínperlur undir heitt, Dúka. // Taika stell frá iittala sem er svo fallegt. // Scintilla púði í flottum litum, scintilla.is. // Handgerð ilmsápa frá íslenska URÐ. Fæst t.d. í Epal og Snúrunni. // Blár og klassískur Aalto vasi sem er tilvalinn undir sumarvöndinn. // Royal Copenhagen draumaskál á fæti, Kúnígúnd. // Dásamleg vatnskanna frá AYTM, Epal. // Skeljalampi eftir meistara Verner Panton – heitir Mother of Pearl.

Ég reyndi mitt besta að hafa ekkert bleikt með – en það gekk ekki betur en þetta ♡

 

 

LOKSINS MINN // B&G ÍSBJÖRNINN

PersónulegtUppáhalds

Lengi hefur mig langað að eignast ísbjörn frá Bing & Grøndahl / Royal Copenhagen en samkvæmt netvafri mínu þá voru þeir framleiddir á árunum 1970 til 1983. Bing & Grøndahl postulínverksmiðjan á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1853 og var svo sameinuð Royal Copenhagen árið 1987 en þó hafa t.d. jólalínur beggja merkja haldið áfram í öll þessi ár, sjá t.d. jólaplattana frægu sem koma út á hverju ári frá bæði B&G ásamt RC. Ég er mjög heilluð af nokkrum postulínfígúrum frá B&G og standa þar uppúr margir fuglar ásamt ísbjörnunum fallegu. Ég pantaði minn að utan en það er hægt að liggja á ýmsum sölusíðum klukkutímum saman að skoða uppboð og annað skemmtilegt þegar kemur að gamalli danskri hönnun.

16735171_10155771948523332_1701169395_o 16776387_10155771948473332_1490985671_o

Voruð þið síðan ekki búin að kíkja á nýjasta tölublað Glamour? Mæli með x

16735641_10155771944928332_1151149760_o

Núna bíð ég spennt eftir að Mæðraplattinn frá B&G komi til landsins en hann hefur mig langað í frá því að ég var ólétt 2014 og ég get ekki beðið eftir að hengja hann upp á vegg.

svartahvitu-snapp2-1

NÝTT: ROYAL COPENHAGEN

HönnunPersónulegt

Ég datt aldeilis í lukkupottinn í vikunni þegar ég fékk gefins þessa fallegu skál ásamt kertastjaka en lengi vel hef ég dásamað Royal Copenhagen vörur skreyttar fræga Blue Fluted mynstrinu fína. Sú sem að þetta átti var ekki alveg jafn hrifin af þessu punti og ég og vildi að einhver ætti þetta sem kynni betur að meta þessa fegurð, heppin ég!

16326771_10155707119133332_415658898_o

Einn daginn eignast ég mögulega fleiri hluti í safnið – en Blue Fluted Mega væri vel þegið en ég er mjög hrifin af Fluted og Fluted Mega mynstunum blönduðum saman. Hrikalega fallegt ♡

svartahvitu-snapp2-1

30 ÁRA ÓSKALISTINN //

Óskalistinn

Með 30 ára afmælið mitt rétt handan við hornið og í rauninni eru flestar mínar vinkonur einnig að verða þrítugar í ár þá er aldeilis tilefni að taka saman einn stóran og góðan gjafahugmyndalista. Nokkra hluti á listanum er þó örlítið erfitt að komast yfir en ég læt þá þó fylgja með, það er jú alltaf gott að koma hugsunum sínum út í kosmósið og hver veit nema þessir hlutir endi einn daginn heima hjá mér, jafnvel bara þegar ég verð fertug! Í næstu viku verður stóra afmælisvikan en tvær af mínum bestu vinkonum verða einnig þrítugar ásamt því að systir mín fagnar líka sínu afmæli. Ég stefni á að halda tvær veislur, eina í garðinum hjá foreldrum mínum fyrir ættingja og svo seinna djúsí kokteilboð fyrir vinkonurnar svo ég hef í nægu að snúast þessa dagana, planandi skemmtiatriði fyrir afmæli vinkvenna ásamt því að panta veitingar, skreytingar og partýdress, en VÁ hvað það er gaman!

Hér að neðan má sjá listann, ég vona að hann komi fleirum í afmælishugleiðingum að góðum notum,

 

oskalsiti

1. Ísbjörninn frá Bing og Grøndahl er dásamlega fallegur ásamt nokkrum fleiri dýrum frá sama merki. Þessi fæst helst í antíverslunum eða á uppboðssíðum. // 2. Sebrahestur Kay Bojesen, Epal. // 3. Dagg blómavasinn frægi frá Svenskt Tenn, eins klassískur og þeir gerast. Fæst m.a. í Svenskt Tenn sem er “möst see” í Stokkhólmi. // 4. Ég er skotin í Finnsdóttir vörunum, þessi litla krús er virkilega falleg, Snúran. // 5. Eitt af fáu sem ég er byrjuð að safna er Räsymatto morgunverðarstellið frá Marimekko, Epal. Þar fyrir utan eru Iittala Thule glösin klassík. // 6. Guðmundur frá Miðdal skapaði margar gersemar og er falleg stytta eftir hann á langtímalistanum mínum.  // 7. Mæðradagsplattinn frá Bing og Grøndahl þarf ég hreinlega að eignast, það er nýr gefinn út á hverju ári og mig vantar árið sem Bjartur minn fæddist. // 8. Loðlúffur frá Feldi eru draumi líkast. // 9. Glerfuglar Oiva Toikka frá Iittala eru gullfallegir safngripir, Iittala verslunin. // 10. Vegleg sólgleraugu eru alltaf góð gjöf, þessi eru frá Ray Ban – Great Gatsby, Optical. // 11. Tjúllaðar myndir sem eru væntanlegar hjá Heiðdísi Helgadóttur, Strandgötu í HFJ -sjá hér// 12. Ég geng nánast aldrei með skart nema þegar ég er að fara eitthvert út, dagsdaglegt skart þyrfti að hafa einhverja merkingu fyrir mér, eins og t.d. upphafsstaf Bjarts eða annað. // 13. Ilmkerti mmmm.. það er ekki hægt að eiga nóg af slíku, Völuspá og Skandinavisk kertin eru t.d. mjög góð og vegleg, MAIA, Aftur, Epal. // 14. Geggjuð bleik motta fyrir heimilið frá Pappelina, Kokka. // 15. Fallegt rúmfatasett er alltaf hægt að bæta við heimilið, þessi eru frá ihanna home, Epal.

*Listinn gæti einnig komið að góðum notum fyrir þá sem eru að fara að útskrifast eða halda brúðkaup, svo endilega deilið færslunni áfram ef þið kunnið að meta hana. x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

LANGAR Í…

Óskalistinn

bm2014

Mig langar mjög mikið til að eignast 2014 mæðradagsplattann frá Bing & Grøndahl. Ég hefði átt að kaupa hann í vetur hjá Kúnígúnd en núna er 2015 bara í boði, því þarf ég líklegast að finna hann á e-bay.

Ég er búin að redda mér einum frá 1986 (ég+Andrés) og það væri gaman að eiga líka árið hans Bjarts.

Núna er þetta komið út í kosmósið og kannski að einhver sé að lesa þetta sem hugsar til mín ef hann rekst á plattann:)

-Svana