fbpx

STAFABOLLI, PERSÓNULEG JÓLAGJÖF FYRIR ROYAL COPENHAGEN UNNENDUR

JÓLAGJAFIRROYAL COPENHAGENSAMSTARF / ÁSBJÖRN ÓLAFSSON

Royal Copenhagen hóf framleiðslu á þessum fallegu, persónulegu bollum árið 2014. Stafalínan er einföld og elegant með handmáluðum bókstaf.  Fullkomin gjöf fyrir þá sem eru að safna Royal.

Það er svo gaman að geta gefið eitthvað persónulegt en ég fékk minn A bolla einmitt í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum frá vinkonu minni og Trendnetpartner Elísabetu Gunnars.  Einhvern veginn hugsa ég alltaf til hennar og sendi henni stundum “skál” 🥂 skilaboð þegar ég drekk morgunbollann úr stafabollanum. Þegar gjafir eru persónulegar þá þykir manni eitthvað extra vænt um þær.

Stafabollinn er 33cl, fullkominn fyrir kaffi og te.  Hver einasti stafur er handmálaður ásamt litlum Royal blómum, hann þolir bæði uppþvotta­vél og ör­bylgju­ofn. Bollinn kemur í kassa og hægt er að fá hann innpakkaðan í flestum verslunum.
Bollinn fæst t.d. í EPAL & KÚNÍGÚND.

LESTU LÍKA:
 ROYAL COPENHAGEN MEÐ TVEGGJA ÁRA BROTAÁBYRGÐ!
&

JÓLABORÐ DEKKAÐ MEÐ SVÖNU & ANDREU Í EPAL

 

xxx
AndreA
IG @andreamagnus

CHANEL HÁTÍÐARFÖRÐUN

Skrifa Innlegg