Kynnumst Guðmundi betur hér að neðan ..
Ég hef verið svo lánssöm að fá að kynnast listakonunnin Rakel Tómasdóttur vel síðustu árin. Rakel hefur svo sannarlega slegið í gegn með ótrúlegum teikningum sínum – af kvenlíkamanum, andlitum, augum og fleiru sem hún nær að koma með svo fallegum, nákvæmum og listrænum hætti á blað.
Rakel hefur samhliða hannað og gefið út dagbækur sem hafa selst eins og heitar lummur. Eitthvað sem allir þurfa á að halda og kannski vara sem vantaði á okkar íslenska markað. Það er einhvern veginn svo miklu betra að skipuleggja sig í svo fallegri bók og hún er einnig frábær fylgihlutur í töskunni. Ég er að gera tilraun til að nota mína 2020 dagbók um þessar mundir en ég hef alltaf verið léleg með dagbækur, vel alltaf að skrifa í símann. Þetta árið skrifa ég fundi og viðburði inní símann en hef dagbókina klára fyrir ýmis verkefni og todo lista sem ég ætla að komast yfir.
Eftir að hafa þekkt Rakel í nokkurn tíma þá fer það ekki framhjá manni að hún klæðist eingöngu í svart. Það vakti áhuga minn og ég hef lengi ætlað að taka hana í spjall á blogginu og spyrja hana út í þetta þema – svarið hafið þið að neðan!

Það virðist vera frétt út af fyrir sig þegar konur nota ekki maskara dags daglega. Undirrituð hefur unnið með það lúkk lengi og kann vel að meta. Þó ég sé mjög oft án maskara (eiginlega alla virka daga, allt árið um kring) þá ákvað ég viljandi að sleppa því alveg í janúar og ég setti svo í fyrsta sinn maskara á augnhárin þegar ég tók þátt í myndatöku núna fyrir helgi, þá kominn febrúar. Mér fannst ég reyndar voða skvís og alveg sérstaklega þar sem ég hafði svelt mig af maskara svo lengi … hin svokallaða maskara fasta :)
Mig langar alveg endilega að mæla með því við ykkur að prufa, ef þið eruð vön að nota maskara alla daga –

ÁN MASKARA

MEÐ MASKARA
Þegar þetta er skrifað er ég alveg að tryllast úr spennu! Loksins loksins má ég segja frá nýrri uppáhalds vöru sem kemur í sölu á Íslandi um helgina. Um er að ræða AARKE sódavatnstæki sem hefur tryllt lýðinn í Danmörku og Svíþjóð og verður nú loksins fáanlegt á Íslandi. Það er HALBA sem tekur vörumerkið í sölu en við Gunni (betri helmingurinn) ásamt bestu partnerum, Álfrúnu Páls og Viktori Bjarka, stöndum á bakvið fyrirtækið.
Í tilefni þess að varan fer í sölu í HAF STORE þá munum við standa vaktina í versluninni með heitt á könnunni á laugardaginn, 10 nóvember. Boðið verður uppá frískandi sódavatn, kaffi og croissant. Sjáumst þar! Meir um það HÉR.
ÚT MEÐ EINNOTA PLAST – INN MEÐ AARKE!
Sjáiði þessa fegurð –

Hvað var ég að brasa í sóttkví? Ég var að græja elsku B4, íslensku íbúðina okkar í gamla Vesturbænum sem nú er farin á sölu. Þetta er fyrsta eign okkar fjölskyldunnar og því eru það blendnar tilfinningar að deila þessum fréttum með ykkur. Kannski er ég bara ekkert tilbúin að kveðja þennan skandinavíska draum? Björt og falleg íbúð, á besta stað (ef þið spyrjið mig) sem bíður upp á svo marga möguleika.
Þið getið kíkt í heimsókn á morgun þegar það verður opið hús, bókið tíma hjá yndislegu Erlu, HÉR

SKOÐIÐ EIGNINA HÉR
Þegar við tókum þá ákvörðun að leyfa Ölbu að vera á Íslandi í leikhúsalífi, þá byrjuðum við að plana hvernig við gætum gert það á sem bestan máta þannig að öllum liði eins vel og hægt var. Í samráði við ömmur og afa tókum við ákvörðun um það hvar væri best fyrir hana að búa, hvaða skóla hún færi í og svo framvegis. Vegna vinnu minnar þarf ég oft á ári að koma heim til Íslands og þessvegna sáum við það fyrir okkur að ég og litli bróðir gætum verið mikið hjá Ölbunni okkar (þessar ákvarðanir voru teknar fyrir covid) og þegar við værum úti í Danmörku þá væri hún í góðum höndum á Íslandi undir sama þakinu.
Brugðið var á það ráð að útbúa fyrir okkur auka aðstöðu í kjallaraíbúð tengdaforeldra minna svo að Alba væri alltaf að koma heim úr skóla á sama heimilið, hvort sem það væri til ömmu sinnar og afa eða til mín þegar ég væri á Íslandi. Það væri lang best fyrir hana og við erum svo þakklát fyrir að það gekk upp og þakklát tengdó fyrir þeirra þátt.
Það er svo magnað hvað lítið rými getur breyst mikið með því að velja “þinn” stíl og fylla það af fallegum hlutum. Fyrir mig skiptir öllu máli að ég finni að ég sé “heima” ef ég er lengi á sama staðnum, í litla hellinum höfum við reynt að gera voðlega kósý með einföldum hætti. Hlutir skapa svo sannarlega heimili.
Ég á ekki margar myndir og hann er kannski ekki alveg tilbúinn, hellirinn okkar, en mér datt í hug að það væri gaman að sýna ykkur fyrir/eftir af sama útsýninu með nokkra vikna millibili. Þegar ég var á Íslandi fékk ég töluvert af spurningum frá ykkur á Instagram story þegar ég opnaði mig um það að þarna værum við að búa okkur til íslenska aðstöðu, ég finn því sannarlega áhugann á því að koma þessu efni að á blogginu líka og deili þessum myndum með gleði.
FYRIR

EFTIR
4. október klukkan 12:00 – fjórði góðgerðabolur KEKB fer í sölu, ég hlakka svo til!
Uppáhalds verkefni ársins, Konur Eru Konum Bestar, er handan við hornið. Það er með mikilli gleði í hjarta sem ég skrifa um þetta verkefni sem við höfum svo mikla ástríðu fyrir. Ég er svo þakklát fyrir þessar viðtökur sem hvetja okkur til að halda áfram ár eftir ár – nú er komið að 4. útgáfu. Þegar fyrsti bolurinn fór í sölu árið 2017 óraði okkur ekki fyrir því að þetta myndi fara á svona svakalegt flug. Síðustu árin höfum við styrkt við mismunandi og mikilvæg málefni á sama tíma og við minnum konur á að standa sem þéttast saman og hvetja hvor aðra frekar en að draga niður. Þannig blómstrum við allar!
TAKK til ykkar sem eruð með okkur í klappliðinu – það mega allir vera með, nóg að lausum plássum!

LESA MEIRA…
Vissir þú að það eru næstum 280 verslanir í miðborginni? Í því ástandi sem nú stendur yfir þá hafa margar þeirra þurft að loka tímabundið og aðrar bjóða upp á skertan opnunartíma. Stjórnvöld krefjast þess að við höldum okkur hvað mest heima og þvi ber að taka alvarlega. Það þýðir samt ekki að við séum í kaupbanni, síður en svo – það heppilega við þetta sorglega ástand er að það er að eiga sér stað árið 2020 og við því erum við með netið til að nálgast verslun og þjónustu.
Í samstarfi við Miðborgina okkar hef ég tekið saman kauphugmyndir FYRIR HANN, FYRIR HANA, FYRIR SMÁFÓLKIÐ og FYRIR HEIMILIÐ. Undir myndunum getið þið séð hvar hver vara fæst og ég hef sett inn lendingarsíðu beint á réttan stað. Vonandi kunnið þið vel að meta.
FYRIR HANN

Peysa: Farmers Market, Snyrtitaska: Verslun Guðsteins, Síðermabolur: WoodWood/Húrra Reykjavik, Buxur: Won Hundred, Ermahnappar: Afi & ég/Kormákur & Skjöldur, Kaffibolli: Huskee/Sjöstrand, Ullartrefill: Suitup Reykjavík, Tækifæriskort: Reykjavík Letterpress, Burger: Búllan, Apple tv: Macland, Skór: Stan Smith/Húrra Reykjavík, Andlitsrúlla: Angan/Hrím, Jakki: SamsoeSamsoe/GK Reykjavik
FYRIR HANA

Gallabuxur: GEYSIR, Rakeserum: By Terry/Madison Ilmhús, Kápa: American Vintage/Yeoman, Naglalakk: Nailberry/Systrasamfélagið, Skyrta: AFTUR, Kjóll: Won Hundred/Húrra Reykjavík, Blómvöndur: Pastel Blómastúdíó, Peysa: Simonett/Hildur Yeoman, Leðurjakki: Spúútnik, Veski: Furla/38Þrep, Sundbolur: Swimslow, Hringir: Fríða Skart, Skór: Acne/GK Reykjavik
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann í nótt Óskarinn fyrst Íslendinga og þjóðin samgleðst svo innilega! TrendNÝTT sagði frá því HÉR.
… en svo er það þetta! Hverju klæddist hún?
Hildur geislaði í svörtum síðkjól með áfestum steinum, frá Chanel. Svo glæsileg!!
Með lúkkinu komst Hildur á topp20 lista VOGUE yfir best klæddu stjörnurnar á Rauða dreglinum, ekki að undra.

Hér er Hildur ásamt eiginmanni sínum Sam Slater
Ég var sammála topplista Vogue að einhverju leiti og birti því fleiri vel klæddast stjörnur hér að neðan, myndir teknar af sama lista –

Natalie Portman í DIOR
Natalie Portman notaði klæðnað sinn til þess að koma frá sér feminískri yfirlýsingu. Lesið meira: HÉR

Lily Aldridge í Ralph Lauren

Zazie Beetz í Thom Browne

Hildur okkar Guðnadóttir í Chanel

Laura Dern í Armani

Billie Eilish í Chanel

Janelle Monáe í Ralph Lauren

Olivia Colman í Stella McCartney

Renée Zellweger í Armani

Charlize Theron í Dior

Scarlett Johansson í Oscar de la Renta

Margot Robbie í Chanel

Brie Larson í Celine
Topp 20 listi VOGUE í heild sinni getið þið skoðað: HÉR
xx,-EG-.
@elgunnars á Instagram