STÍGVÉL: JÁ EÐA NEI?

SHOP

Ég hef haft augastað á stívélum frá Arket frá því í lok janúar (!) og var að vonast eftir því að geta gert betri kaup á þeim þegar útsölurnar byrjuðu í sumar. Ég var ekki svo heppin því stígvélin voru eitt af fáum vörum sem ekki fer á útsölu … og þá eiginlega afskrifaði ég þau því ég var búin að ákveða að ég fengi þau á lækkuðu verði. EN ég er ennþá að hugsa um þau sem þýðir kannski að ég ætti að leyfa mér að fjárfesta í þeim? Mig “vantar” stígvél og finnst þessi svo góð í sniði.
Þau koma í rauðu, nude, brúnu og svörtu … og mig langar í rauð … væri örugglega búin að kaupa mér þau ef ég væri að pæla í svörtum.
Það hefur verið mikið á milli tannana á fólki að útsölur á Íslandi séu svo miklu lélegri en erlendis. Það má vel vera að eitthvað sé til í því en eins mikið og ég elska útsölur þá eru þær ekki endilega mér í hag, ekki heldur í útlöndum ;)

Maður þarf ekki að eiga allt sem maður girnist … Hmm, haaa …. Hjálp óskast.

JÁ EÐA NEI?
Fást: HÉR

xx,-EG-.

ANNA WINTOUR SVARAR FÓLKINU Á GÖTUNNI

FÓLKINSPIRATION
Ég elska svona … spurningar á léttu nótunum við áhugavert fólk … eitthvað sem Vogue hefur unnið svo skemmtilega.
Anna Wintour tók þátt í skemmtilegu verkefni þar sem þau leyfðu almenning í New York að spyrja tískudrottninguna spurninga um allt og ekkert tengt tísku. Eins og áður er Anna með allt á hreinu og sterkar skoðanir á því sem spurt er um. Henni finnst flip flops næs og segir að hreyfing og vatnsdrykkja sé það eina sem bjargi Jet Lag, hún er ekki hrifin af simple stíl og fyrirmyndirnar hennar eru pólitískar frekar en að þær klæði sig endilega vel. Meira hér –
Pressið endilega á PLAY yfir morgunbollanum.

xx,-EG-.

DRESS: AFTUR Í RÚTÍNU

LÍFIÐ
Eyrnalokkarnir í færslunni voru gjöf.

Eyrnalokkar er sá fylgihlutur sem mér finnst gera hvað mest fyrir lúkkið. Ég á nokkra til skiptanna og vel eftir hentisemi hvað ég hengi í eyrun hverju sinni. Ég er ekki alla daga með hangandi lokka í eyrunum en staðan er þannig í dag … kannski afþví að það er föstudagur og mér finnst það gera mikið fyrir einfalt lúkk? Þessa fékk ég að gjöf frá Hlín Reykdal eftir að ég rakst á þá á Instagram hjá henni. Þeir heita Gravity Gold Earrings og mér finnst þeir mjöög Elísabetarlegir! Fást: HÉR


Skór: Bianco/gamlir, Buxur: H&M

Ég hef nánast ekki málað mig síðasta mánuðinn – finnst það ekki þurfa þegar sólin skín skært. Ég leyfi frekar náttúrulegu pínulitlu freknunum að njóta sín og hendi hárinu upp í tagl. Þið sem fylgið mér á Instagram hafið orðið vör við það.
Eins og ég hef áður sagt ykkur á blogginu þá set ég þó gjarnan á mig varalit eða varasalva þó ég sé ekki með neitt annað í andlitinu. Það virkar fínt.

Hæ héðan –

Það er ótrúlegt að fyrsta vinnuvikan í Danmörku eftir sumar”frí” sé senn á enda. Mikið sem það var gott að komast aftur í rútínu – var með margt uppsafnað þó ég hafi vissulega unnið mikið á Íslandi og x klukkutíma á dag fyrir vinnu á Spáni. Maður kemst aldrei alveg í frí þegar maður vinnur fyrir sjálfa sig, en ég er orðin vön því og sætti mig vel við það.

Góða helgi yfir hafið til ykkar xx njótið þessarar dásemdar sælu sem Niceland er að bjóða uppá.

xx,-EG-.

 

FORELDRAFRÍ Í ALTEA FEGURÐ

LÍFIÐ

Ég sagði ykkur frá hótelinu sem við gistum á í Altea HÉR fyrir helgi. Eftir að ég setti inn póstinn fékk ég enn fleiri spurningar út í dvalarstaðinn – spurningar sem ég hef ekki endilega svör við en ég hef reynt að gera mitt besta við að veita upplýsingar. Best er þó að senda þeim bara póst eða hringja og heyra í þeim hljóðið.

Altea er einn af fallegri stöðum sem ég hef heimsótt á Spáni og ég tók nokkrar myndir því til sönnunar. Gamli bærinn upp í hlíðinni er dásamlegur að öllu leiti en mér leið meira eins og ég væri stödd á Grikklandi innan um öll hvít/bláu húsin sem búa til sjarmann sem festist í minninu. Litlar hönnunarbúðir, reknar af heimafólki, góðir veitingastaðir og notaleg (róleg) stemning er upplifunin sem ég fékk af heimsókninni. Ég mun pottþétt keyra þangað aftur við tækifæri og mæli með því fyrir alla sem eiga leið um svæðið.

Við hittum “elstu börnin okkar” Þóru og Arnar sem spilaði með Gunna í Svíþjóð í tvö ár, á virkilega heitum degi – ég held að við hefðum frekar átt að taka stefnumót með þeim við sjóinn og eiga inni rölt í 40 gráðum … það var aðeins of heitt!! Lak af okkur öllum, þó við hefðum elt upp skuggann.

Við Gunni heimsóttum gamla bæinn nokkrum sinnum og þó að allt sé í sama þema þá sáum við eitthvað nýtt í hvert sinn sem við gengum göturnar.

Kjóll: Notes Du Nord / AndreA, Skór: Birkenstock

Spöng: AndreA, Kjóll: H&M (sundfatadeild), Veski: COS, Skór: WonHundred/GK gamlir

Foreldrafrí af bestu gerð <3 mömmu og móðursystur að þakka …. TAKK.

xx,-EG-.

 

 

DRAUMAHÓTEL Í ALTEA Á SPÁNI

LÍFIÐ
English Version Below

MAISON CONDESA … leggið það á minnið ;)

Við Gunni vorum svo heppin að fá smá foreldrafrí frá börnunum þegar (m)amma mætti til okkar um helgina eftir tveggja vikna fjölskyldufrí í sumarhúsi á Spáni. Amma og Ömmusystir tóku því yfir fjölskyldufríið í sumarhúsinu og við hjónin stungum af í áhyggjuleysið.

Við völdum Altea sem áfangastað því bærinn var í þægilegri fjarlægð og við höfðum fengið fjölda meðmæla, frá t.d. Andreu sem bloggaði um þennan dásamlega bæ á dögunum. Ég á fullt af myndum frá gamla bænum sem ég ætla að deila með ykkur í næstu færslu en í dag verð ég að byrja á því að segja ykkur frá gistingunni sem við bókuðum algjörlega “last minute” og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef sjaldan fengið eins mikið af fyrirspurnum á Instagram um hótel og því fær það sér færslu, enda tók ég nokkrar fallegar myndir á meðan dvöl okkar stóð.

//

We found this hidden pearl in Altea – Maison Condesa B&B. We loved everything about it, the view is breathtaking and I love the style and details of this Bed and Breakfast. When visiting new destinations I always try to find some lovely boutique hotels because I think it’s such a big part of your experience. You get much better connection with the staff and you feel more welcome and taken care of. We had this really nice guy who served us breakfast and was so helpful about everything we needed. 

I was also charmed by their bar – Honesty Bar. They offer good selection and drinks, all with self service and you just write down what you take. Love the trust!

What we didn’t know is that they just opened this Friday so we were one of the first guests and almost had the hotel for ourselves – sooo nice! Alone in paradise – 

Til að byrja með er kannski skemmtilegt að segja frá því að þetta er ekki hótel heldur B&B. Um er að ræða Bed&Breakfest sem ber nafnið Maison Condesa og er algjör draumur. Hótelið er staðsett í hlíðunum (Altea Hills) alveg við sjóinn sem ég hef sjaldan séð tærari. Ég heillaðist að hönnuninni og smáatriðunum þegar ég leitaði á netinu en Gunni hafði orð á því að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi á hótel sem liti betur út í raunveruleikanum heldur en á myndum – það eru góð meðmæli fyrir þau að fá.

Ég elska að hafa hafið nálægt og því var þetta útsýni eins gott og það gerist –

Morgunmaturinn var þjónaður fram af indælum starfsmanni sem sá um okkur þessa daga og við kynntumst ágætlega. Þegar við mættum fengum við að heyra að við værum allra fyrstu gestirnir því þau opnuðu á föstudeginum, það kom skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um að þetta væri glænýtt.

Við vorum dekruð í döðlur og höfðum eiginlega hótelið útaf fyrir okkur.

Maison Condesa er lítið og persónulegt “adults only” hótel sem býður uppá nokkur herbergi og íbúðir. Þau bjóða uppá morgunmat og síðan er maður bara svolítið á eigin vegum eftir það. Það er honesty bar á hótelinu sem býður uppá gott úrval af drykkjum þar sem maður bjargar sér sjálfur og skráir síðan bara niður það sem maður tekur – elska þetta heiðarlega konsept.

Ég er svolítill hótel “perri”, ef maður má segja það, og hef síðustu árin valið mér falleg boutique hótel þegar ég hef tækifæri á því, finnst það gefa áfangastöðum auka upplifun. Það er með hótel eins og annað, ég kann alltaf mest og best að meta persónulegu nálgunina við starfsfólkið, frekar en að týnast í fjöldanum á stærri hótelum. Að Maison Condesa sér merkt B&B er ótrúlegt alveg, þarna leið mér eins og ég væri á hinu glæsilegasta hóteli en það er líklega þjónustustigið sem gerir þetta að B&B og mér fannst það einmitt henta mér mjög vel, góð þjónusta á morgnanna og þegar þörf var á en síðan fékk maður bara sitt rými eftir það.

Það tekur um 5-10 mínútur að keyra þaðan í miðbæinn sem ég hlakka til að kynna ykkur fyrir strax á morgun. Þangað til þá, takk fyrir öll skilaboðin og viðbrögðin á Instagram síðustu daga. Það gleður mig að vera virk fyrir ykkur þegar ég fæ svona mikla gleði til baka.

Tips til ykkar sem eigið leið hjá – það er hægt að fá góð verð núna á hótelinu á meðan það er svona nýtt en ég hef trú að það verði erfitt að fá herbergi þarna síðar meir.

Fleiri upplýsingar má nálgast: HÉR

p.s. ekkert samstarf hér eða þess háttar – bara elskaði upplifunina og deili því með ykkur.

xx,-EG-.

DRESS: SUNDBOLUR

DRESSÍSLENSK HÖNNUN
Sundbolurinn var gjöf/laun fyrir samstarf með Hildi Yeoman

Er þetta dresspóstur? Ég er ekki alveg viss …

Allavega, góðan daginn úr 30 gráðum, ég vil alls ekki sjá hærri tölu á mælinum en við fengum að finna fyrir hitabylgju fyrstu dagana hér á Spáni og það er bara alls ekkert næs. Eina sem hægt er að gera er að hanga í sundlauginni allan daginn og hvíla sig svo inni í loftkælingunni þess á milli. Svona var ég klædd, meira og minna, þegar það var sem heitast.

Vissuð þið að þetta er íslensk hönnun? Sumarlína Hildar Yeoman, Wanderer, innihélt einn sundbol og ég var fljót að kippa einum með mér í ferðatöskuna.

Ég sé fyrir mér að nota hann svona núna en svo við buxur í vetur – mikið notagildi.
Fæst: HÉR

xx,-EG-.

LYKKE LI Á ÍSLANDI

FÓLK

Það hefur verið ótrúlega ánægjulegt að fá að fylgjast með með sænsku söngkonunni Lykke Li síðustu 10 árin eða svo. Ég skrifaði fyrst um hana á blogginu hjá mér árið 2012 þar sem ég titlaði hana fashionistu vikunnar (gamall flokkur á blogginu). Ég birti svo aftur færslu um hana árið 2014 þegar hún fór í samstarf með &Otherstories. Mér finnst ég því knúin til tala um hana í dag þar sem hún mun stíga á svið í Hörpu fyrir aðra íslenska aðdáendur á morgun (4. júlí) – svooo mikil synd að ég fái ekki að njóta hennar með ykkur.

Ég elska lögin hennar, bæði gömlu og klassísku og líka þau nýju. Þó hún hafi þroskast og tónlistin breyst örlítið með árunum þá heldur hún í notalegheitin sem ég kann svo vel að meta, svo er röddin hennar bara svo einstök!! Ég hvet ykkur til að mæta á morgun – þið munuð ekki sjá eftir því!

Það sem er svo heillandi við Lykke er að hún er ekki bara góður tónlistamaður heldur heillar hún líka sem manneskja, þannig heldur hún fast í mann. Hún er afslöppuð, svöl og fashionista með eigin stíl og virðist hafa lítið fyrir því, enginn rembingur. Vogue og öll helstu og stærstu tískutímarit hafa notað hana í tískuþáttum og tekið hana í ófá viðtöl sem þið finnið örugglega ef þið “googlið” nafnið hennar.

Ef þið viljið kynnast henni betur þá mæli ég með að lesa viðtal við hana sem tekið var í haust, stuttu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Mjög persónulegt og gefur okkur góða mynd af lífinu hjá henni í dag: HÉR

Hér er smá upphitun fyrir morgundaginn:

Góða skemmtun á tónleikunum. Þið finnið ennþá lausa miða: HÉR

 

xx,-EG-.

LAUGARDAGSLÚKK

DRESS

Við erum komin í algjöra afslöppun annarstaðar á Spáni eftir ágæta dvöl í Madrid. Ég geri mig ekkert til að viti en fer allavega föt ef við kíkjum út að borða á kvöldin, sem var staðan um helgina þegar þessar myndir voru teknar. Eins og þið vitið þá er Gunni töluvert stærri en ég og þó ég hafi “stolið” yfirhöfnum og skyrtum af honum í lengri tíma þá fannst mér ólíklegt að ég myndi róta í buxna bunkanum hans … en aldrei að segja aldrei ;) hér er ég í nýjum stuttbuxum af honum sem hann greip með sér í COS á Íslandi rétt áður en við fórum út. Ég elska náttfatalúkkið og fannst það passa virkilega vel við Andreu crop skyrtuna mína og flipflops sem ég man ekkert hvar ég keypti.

Hvað segið þið, er þetta ekki bara allt í lagi? ;)

//

People that know me also know that my husband is a lot taller than me. Anyways – I have been using his shirts and jackets for years… and yes, of course really oversized. I never thought I would use his pants or shorts – but never say never! Here wearing his new shorts from COS, really love the pyjamas look.

.. annars elska ég líka eyrnalokkana og gef þeim sér bloggpóst síðar.

Bestu kveðjur yfir hafið x

xx,-EG-.

MÆTT TIL MADRID

LÍFIÐ

Loooksins sumarfrí! Eftir mikla keyrslu á Íslandi síðustu vikurnar þá var virkilega gott að vakna í Madrid í morgun. Við stoppum í nokkra daga hér áður en við höldum í algjöra afslöppun annarstaðar á Spáni. Planið er að leika mikið við börnin mín, borða góðan mat, vinna miklu minna en ég er vön … og slappa sem mest af. Ó hvað ég hlakka til!


Sjáumst á Instagram story en auðvitað mun ég blogga af og til úr sólinni.

xx,-EG-.

DRESS: ER KOMINN KAFFITÍMI?

DRESSLÍFIÐ

Sjöstrand sumar viðburðurinn með HAF gekk framar björtustu vonum. Það gleður mig mjög.

Ég var svo upptekin á föstudeginum, fyrst með Trendnet fjölskyldunni í morgunbolla, en svo við undirbúning á viðburðinum sem byrjaði seinna um daginn, að ég náði ekki fara heim á milli að skipta um föt. Því var bjargað með því að fjárfesta í nýjum skóm (úps) og maka á mig varalit (takk fyrir hjálpina Rósa) – virkaði aldeilis vel.


Spöng: AndreA (love!!), Jakki: Gamall Vero Moda, Samfella: OW/AndreA, Buxur: Weekday, Skór: GK, Veski: COS (útsala)

Gunni og Viktor eru geggjaðir kaffibræður og við Álfrún skiptum okkur að hlutum innanborðs þegar við getum. Það var hamingja við höfnina hjá þessu ágæta Sjöstrand teymi.

TAKK til allra sem komuð á höfnina í blíðviðrinu. Sjöstrand kaffið verður mætt í hillurnar í Hagkaup og á öðrum sölustöðum strax í vikunni en þangað til finnið þið það HÉR og hjá HAF hjónum á Geirsgötu 7.

xx,-EG-.