fbpx

FIMM FALLEGAR FLÍKUR Á AFMÆLIS-AFSLÆTTI ANDREU

SAMSTARFSHOP

Til hamingju með 11 ára afmælið elsku vinkona mín og dugnaðarforkur AndreA Magnúsdóttir. Lásu ekki allir afmæli færsluna hennar HÉR … ég er sammála, finnst svo stutt síðan þú fagnaðir 10 árunum.

Það gleður mig að sjá hana fara óhefðbundna leið þegar hún fagnar 11 ára afmælinu núna um helgina. Hér að neðan hef ég tekið saman fimm fallega hluti sem ég mæli með úr vefverslun. Ó það eru sko sannarlega fleiri en þessar sem ég nefni og ég átti erfitt með að velja bara fimm til að mæla með. En hér hafið þið kauphugmyndir sem þið getið eignast á 20% afslætti ef þið verslið í dag, laugardag.

Til hamingju með afmælið AndreA mín. Þú ert til fyrirmyndar.

//

Þessi skyrtu frá Notes Du Nord, ó mig langar svo mikið í hana sjálf / fæst líka í gulu:

 

FÆST HÉR

Skjalataskan frá Andreu er dásamlegt clutch þegar við erum á leiðinni út á lífið en líka hin besta tölvutaska (sú fallegasta sem þið finnið) að mínu mati:

FÆST HER

Notes Du Nord blazer, einn til í 38 – fyrstur kemur fyrstur fær!! 

 

FÆST HÉR

Tían, skyrta sem AndreA hannaði í tilefni af 10 ára afmælinu í fyrra, hefur hitt í mark og fæst nú í nokkrum litum. Ég elska mína og blá er á óskalista:

FÆST HÉR

Leðurlúkk frá toppi til táar? Ójá! Dragt drauma minna sem hægt er að nota svo mikið saman eða í sitthvoru lagi:

FÆST HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Leit að ljósi hjá @kridola

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir stendur fyrir listasýningu í Boðefnagallerýi Systrasamlagsins um þessar mundir. Um er að ræða verk sem urðu til í samkomumanninu í vor – þau endurspegla hugarástand listakonu sem leitar að því fallega og góða þegar útlitið var dökkt. Það er við hæfi að fá að heyra í henni hljóðið á þessum tímapunkti og minna okkur í leiðinni á það að það birtir alltaf til. Við þurfum bara að leita að ljósinu …

Leit að ljósi er 6. einkasýning Kristínar Dóru – kristindora.com

 

Hver er Kridola?

Á instagram er glansmyndin @kridola blanda af listakonu, skvísu og mömmu. Ég er Kristín Dóra Ólafsdóttir, 28 ára gömul listakona og ég starfa líka með unglingum. Í fyrra eignaðist ég barn og er það mitt fallegasta listaverk. Ég nota samfélagsmiðla mikið til að koma listinni minni á framfæri, allt frá skissum til fullgerðra verka. Mest vinn ég með íslensku, málverk og skemmtileg orð.

 

Hvenær byrjaðir þú í bransanum og hvernig kom það til?

Ég lærði myndlist í Listaháskólanum og útskrifaðist með BA gráðu 2017 og MA gráðu í listkennslu 2019. Samhliða hef ég verið dugleg að halda sýningar og deila listinni minni á samfélagsmiðlum. Góð viðbrögð við skissum sem ég hef birt á instagram og twitter hafa hjálpað til, fólk virðist vera að tengja við orðin mín.

 

Framtíðarsýn?

Mér finnst gott að vera með marga hatta og vona að í framtíðinni finni ég jafnvægi milli hlutverkanna listakona, kennari, mamma, kærasta og vinkona. Allt í bland og nóg að gera.

Ég hvet fólk til að mæta á þessa litlu sýningu ef og þegar þið treystið ykkur til. En hugað er að öllum sóttvarnareglum í Systrasamfélaginu. Meira: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DAGSINS DRESS

DAGSINSDRESS

Hæ.

Blazer: Sérsaumur frá Tælandi, Derhúfa: Acne, Buxur: Nike, Stígvél: Vagabond/Kaupfélagið, Taska: Fendi

Ég man ekki hvenær ég hitti vinkonur úti í hádegismat síðast?  Í dag var það dásamlegur franskur staður í Aarhus, Juliette, sem ég heimsótti í fyrsta sinn. Mæli með Croque Monsieur, það var æði. Á þessum furðulegu tímum völdum við (eða Guðrún) greinilega vel því þarna var fámennt og auðvitað hugað að vel að öllum sóttvörnum. Glöð með danska daginn minn ..

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÍSLENSK ÚLPA ÚR ENDURUNNUM PLASTFLÖSKUM

ÍSLENSK HÖNNUNLANGARSAMSTARFSHOP

Beige er best? Það er allavega litur haustsins nú sem áður …

Munið þið þegar ég heimsótti sýningarherbergi 66°Norður í Kaupmannahöfn í janúar? Já, það er vissulega langt síðan og margt búið að gerast síðan þá. Nú eru þessar flíkur loksins að detta í sölu í verslunum og ég er sérstaklega skotin í nokkrum þeirra.

Í Århus finnið þið 66°Norður í versluninni STOY. Íslendingurinn í mér var voða stolt af því að sjá íslensku vetrarflíkurnar hangandi meðal vel valinna merkja í dönsku tískuvöruversluninni. Mæli með að gera sér ferð þangað þegar þið eigið næst leið hjá.

Mig langar að segja ykkur aðeins meira frá einni flík úr haustlínunni, úlpunni sem ber nafnið Dyngja. Sú sama og þið sjáið efst í færslunni og fann ég hana einnig á slánum í STOY. Sjóklæðagerðin hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni í sinni vinnu undanfarið og hluti af þeirri stefnu er efnisval í flíkum. Dyngja er búin til úr endurunnu pólýester sem er unnið úr notuðum PET plastflöskum. Úlpan gefur því flöskum nýtt líf og setur þær í hringrás í nátturunni í stað þess að þær endi t.d. í landfyllingu.

Ójá! Svona elskum við …. !!
Meira: HÉR

 

Áfram Ísland!

xx-EG-.

@elgunnars á Instagram

HVAR KAUPI ÉG ANDLITSGRÍMUR? HÉR FÁUM VIÐ KAUPHUGMYNDIR

SHOPTREND

Með hvaða grímum mæli ég? DV spurði mig um álit og ég tók saman nokkrar úr íslenskum verslunum, lesið greinina í heild sinni HÉR og flettið svo niður bloggið til að fá enn fleiri kauphugmyndir –

Spúútnik, Hildur Yeoman, Apótek

Ég vil byrja á að taka það fram að ég er enginn sérfræðingur um grímur og hvet því fólk til að kynna sér hvaða grímur skila þeim tilgangi sem ætlast er til. Umhverfisins vegna þá er auðvitað best að nota fjölnota grímur og eru þær einnig fallegri að mínu mati – það er þó mælst til þessa að þær séu þvegnar einu sinni á dag í það minnsta.

Eins og áður þá held ég með íslenskum aðilum sem hafa prófað sig áfram í grímugerð og nýtt t.d. gamla efnabúta í verkefnið. Það var einhver sem sagði mér að grímur þyrftu að vera saumaðar þriggja laga, eftir sérstökum aðferðum, svo þær skiluðu réttum tilgangi. Ég held að AndreA og Hildur Yeoman séu báðar að vinna með þannig saumaskap.

Gríman er líklega aukahlutur sem er kominn til að vera og því um að gera að velta þessu aðeins fyrir sér. Ég tók þó eftir því að þessi aukahlutur var ekki hluti að sýningum hátískunnar síðast og held ég að það sé með vilja gert – til að tengja ekki við eða minna fólk á þetta ömurlega ástand. Síðar meir held ég að þetta verði án efa hluti af vöruúrvali tískumerkjanna ..

Hér eru nokkrar sem ég mæli með. Tobba á DV bað mig einnig að gefa hugmyndir af grímum fyrir börnin en ég fór kannski svolítið sérstaka leið í því tipsi .. en hér að neðan hafið þið mitt babl –

VETRARGRÍMA

Hvernig verður grímunotkun þegar fer að kólna? Munum við öll bera gömlu góðu lambhúshettuna sem er þá auðvelt að setja fyrir muninn í vissum aðstæðum. Þessi er frá 66°Norður


HEIMATILBÚIN GRÍMA

Þegar dóttir mín (11 ára) ferðaðist ein til Íslands þá föndraði hún grímu úr gömlum Nike sokk af pabba sínum. Slíkar grímur virka ekki eins vel og þriggja laga en geta verið sniðugar fyrir börn og þá kannski á þeim aldri þar sem ekki er raunveruleg grímuskylda. Sonur minn sem er 4 ára fékk einnig að velja sér grímu en sú gerði ekki mikið gagn í sóttvörnum.

 

Alba með grímu úr gömlum sokk ..

GM með grímu, en aðeins öðruvísi grímu en við erum að spá í að þessu sinni ..

AndreA

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og vinkona mín gaf mér og Ölbu þessar grímur til að nota. Mér finnst þær æði og vona mikið að hún ætli sér að setja þær í sölu í verslun sinni í Hafnarfirði.

 

HILDUR YEOMAN


Íslenski hönnuðurinn Hildur Yeoman selur grímur úr efnum sem verða til spillis í saumaskap annarra flíka. Mæli með að skoða úrvalið hjá þeim á Skólavörðustíg en ég hef heyrt að þær seljist hratt upp.

APÓTEK

Ég hef kosið að nota þessar hefðbundnu apóteks grímur þegar ég þarf að ferðast milli heimilis míns í Danmörku og Íslands. Ég treysti þeim einhvernvegin best. Þarf að gæta ítrasta hreinlætis við notkun grímurnar, snerta þær sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á einhvern hátt. Fást td: HÉR

SPÚÚTNIK

Spúútnik á Laugarvegi selur úrval af grímum í allskonar efnum.

Hugum að heilsunni. Grímur eru snilldar fylgihlutur á sama tíma og þær vernda okkur og aðra.

 

Lesið líka: Færð þú bólur af andlitsgrímum

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

KEKB – þakkir til allra í klappliðinu

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

Takk allar konur sem hafa merkt okkur á Instagram á þessu ágæta góðgerðartímabili @konurerukonumbestar #konurerukonumbestar þetta árið. Undirrituð er svo svo þakklát fyrir hvað þetta hefur gengið vel – framar björtustu vonum.

Allra síðustu bolir, þriðja upplag, eru komnir í sölu HÉR … þess má geta að 170 bolir seldust á fyrstu 2 mínútunum og 750 bolir seldust upp á ca 2 tímum. Hvað er hægt annað en að vera mjög þakklát.

Lesið allt um okkar góða verkefni: HÉR

Takk allar góðu konur í kringum okkur sem komuð í myndatöku og tókuð þannig þátt í að búa til partý á netinu á þessum skrítnu tímum. Vá hvað Aldís var dugleg að ná svona mörgum myndum, og vá hvað ég kann að meta það þegar enn fleiri taka sjálfar myndir heima og birta þær á sínum miðlum.

Hér eru allar þær myndir sem ég fann undir okkar merkingum en þær eru örugglega enn fleiri.
Ég leyfi þeim að tala sínu máli –

*að birta mynd er sama og samþykki að ég megi birta hana hér á blogginu?
Sendið mér endilega fleiri ef ég er að gleyma einhverjum (elgunnars á Instagram)

 

Klappliðið stækkar svo hratt og örugglega. 

Verum næs.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GERA ALLT TIL AÐ LÁTA DRAUMINN RÆTAST

ALBASMÁFÓLKIÐ

Takk fyrir okkur Morgunblaðið <3 Við Alba svöruðum viðtali við MBL saman og það var gaman. Eins og ég hef oft sagt á blogginu þá reyni ég að birta persónulegar færslur sem þessar til að eiga auðvelt með að finna þær í framtíðinni. Kardemommubærinn og ævintýrið hennar Ölbu er það stærsta sem er að gerast í okkar lífi þessa dagana … lesið lengra –


Mynd: Aldís Páls

Alba Gunn­ar­dótt­ir fer með hlut­verk í Kar­demommu­bæn­um í Þjóðleik­hús­inu. Hún kom lengra að en marg­ir aðrir krakk­ar sem skráðu sig í prufu fyr­ir leik­ritið en hún á heima í Dan­mörku með for­eldr­um sín­um, þeim Elísa­betu Gunn­ars­dótt­ur og Gunn­ari Steini Jóns­syni. Elísa­bet flaug heim til Íslands ásamt litla bróður Ölbu til þess að sjá sýn­ing­una. Að missa af frum­sýn­ing­unni kom ekki til greina þrátt fyr­ir að heim­kom­unni fylgdi sótt­kví.

„Alba hef­ur fengið að heim­sækja ömm­ur og afa á Íslandi í haust­frí­um síðustu árin. Það hitti þannig á að það voru ein­mitt pruf­ur þegar hún var á land­inu og að gamni sínu sló hún til. Okk­ur for­eldr­un­um fannst þetta skemmti­leg reynsla fyr­ir hana en bjugg­umst ekk­ert endi­lega við að hand­bolta­stelp­an og „út­lend­ing­ur­inn“ fengi hlut­verk – þar sem aðsókn­in var ótrú­lega mik­il,“ seg­ir Elísa­bet um það hvernig það at­vikaðist að Alba fór í pruf­ur fyr­ir leik­ritið. 

„Við hefðum þó mátt vita bet­ur því hún er svo mik­ill snill­ing­ur, hef­ur sýnt okk­ur margoft hvað hún er sterk­ur per­sónu­leiki. Ég viður­kenni að við for­eldr­arn­ir vor­um að sjálf­sögðu með hnút í mag­an­um þegar hún fór alltaf lengra og lengra áfram í pruf­un­um og að lok­um þegar sím­talið kom að hún hefði kom­ist alla leið. Hvað vor­um við búin að koma okk­ur út í? Bú­sett í Dan­mörku en vild­um alls ekki taka svona ein­stakt tæki­færi frá Ölbu – við slóg­um til og tók­um þetta klass­íska ís­lenska hug­ar­far „þetta redd­ast“. 

Elísa­bet seg­ir að það hafi alltaf verið mikl­ir til­b­urðir í dótt­ur sinni og áhug­inn jókst þegar hún fékk kenn­ara í danska skól­an­um sem lagði mikið upp úr tónlist, söng og dansi.

„Þar var Alba kom­in í aðal­hlut­verk í leik­verki áður en hún lærði tungu­málið. Mér sýn­ist á öllu að litli bróðir muni ekk­ert gefa syst­ur sinni eft­ir – enda alltaf með stjörn­ur í aug­un­um yfir henni,“ seg­ir Elísa­bet.

 

Skemmti­legt frá upp­hafi til enda

Alba sem leik­ur barn og dans­andi frosk í leik­rit­inu legg­ur mikið upp úr því að njóta þess að vera á sviðinu frá því að dregið er frá og þangað til dregið er fyr­ir aft­ur.

Ég á erfitt með að gera upp á milli atriða,“ seg­ir Alba þegar hún er spurð hvað sé skemmti­leg­ast í sýn­ing­unni. „En mig lang­ar að segja að upp­hafs­atriðið þegar við erum með kitl í mag­an­um yfir spenn­ingi að nú sé leik­ritið að hefjast – mér finnst allt skemmti­leg­ast við þessa frá­bæru sýn­ingu. Hraðaskipt­ing­arn­ar eru smá erfiðar, þegar við erum að skipta um bún­inga baksviðs á mettíma.“

Hvað fannst mömmu skemmti­leg­ast við sýn­ing­una?

„Sýn­ing­in er al­gjör gleðisprengja frá upp­hafi til enda. Eitt­hvað sem al­menn­ing­ur þarf á þess­um furðulegu Covid-tím­um. Ég fór á for­sýn­ing­una þar sem ég sá ekk­ert nema Ölbu og náði svo að njóta mín bet­ur á frum­sýn­ing­unni þar sem ég hló af Soffíu frænku og ræn­ingj­un­um á milli þess sem ég dáðist af leik­mynd, bún­ing­um og öll­um flottu börn­un­um. Ég elska líka bara þessa fal­legu bygg­ingu – Þjóðleik­húsið, maður fær ein­hvern góðan anda yfir sig þar.“

Varst þú alltaf ákveðin í að koma heim fyr­ir frum­sýn­ing­una? Jafn­vel þrátt fyr­ir að þurfa að fara í smá sótt­kví?

„Já! Ég hefði aldrei misst af svona stóru mó­menti þó að ég hefð þurft að vera í sótt­kví í mánuð. Það var þó brostið pabbahjarta sem missti af sýn­ing­unni þar sem hann er fast­ur í bolta­leik í Dan­mörku. Von­andi nær hann þó sýn­ingu áður en Kar­demommu­bæn­um lýk­ur, ég er al­veg viss um það.“

Staðráðin í að láta þetta ganga upp

Ertu búin að ganga með þenn­an draum í mag­an­um lengi að fá að taka þátt í leik­riti?

„Ég hef alltaf haft gam­an af því að leika, en þetta var nú samt kannski ekk­ert sem ég var beint að stefna að. Þetta var allt sam­an smá til­vilj­un – frá­bær til­vilj­un! Það var æðis­leg til­finn­ing að fá hlut­verkið, við mamma felld­um nokk­ur gleðitár sam­an á meðan pabbi hristi haus­inn bros­andi og spurði hvað við vær­um nú búin að koma okk­ur út í. Mamma fór með mér í gegn­um pruf­urn­ar á FaceTime, held að hún hafi verið miklu stressaðri en ég en hún sýndi mér það aldrei en sagði við mig um það bil 100 sinn­um: „Alba, mundu bara að vera þú sjálf.“ Það hef­ur greini­lega virkað vel.

Ég var með lít­inn grunn í leik og dansi þó svo að ég hafi alltaf haft áhuga á því. Það er því um að gera fyr­ir alla sem dreym­ir um að vera á sviði að láta reyna á það og skella sér í pruf­ur – ekk­ert víst að það klikki.“

Það hlýt­ur að hafa verið ánægju­legt að sjá barnið sitt ná þess­um ár­angri en fylgdi þessu ein­hver tregi eða kvíði vegna bú­setu ykk­ar?

„Þetta voru blendn­ar til­finn­ing­ar, við vor­um ótrú­lega stolt af Ölbu og á sama tíma var þetta erfið ákvörðun fyr­ir fjöl­skyld­una. Það sem réð ákvörðun var að við hugsuðum að ef við tækj­um þetta frá henni þá gæti þetta verið atriði sem hún kannski myndi enn sjá eft­ir á full­orðins­ár­um – því maður veit aldrei hvort og hvenær svona tæki­færi koma. Við vor­um því alltaf staðráðin í að láta þetta ganga upp.

Í venju­legu ár­ferði er ég mikið á ferðinni þar sem hluti af minni vinnu er á Íslandi  en skyndi­lega stækkaði heim­ur­inn svaka­lega með þessu Covid-ástandi og þess­ar aðstæður urðu all­ar mikið erfiðari. Pabb­inn sem er hand­boltamaður hef­ur til dæm­is ekki færi á að ná sýn­ingu eins og staðan er núna og þá hef­ur þetta tíma­bil lengst til muna hjá okk­ur fjöl­skyld­unni.“

Alba er í fyrsta skipti skráð í ís­lensk­an skóla en þegar hún var yngri fékk hún stund­um að fara í heim­sókn í ís­lensk­an leik­skóla og í heim­sókn í Mela­skóla þegar hún varð eldri.

Í dag er ég í Álfta­mýra­skóla og í fyrsta sinn skráð í ís­lensk­an bekk. Fynd­in til­vilj­un að um­sjóna­kenn­ar­inn minn er ein­mitt leik­ari, sem lék einu sinni í Þjóðleik­hús­inu. Ég get því ekki verið heppn­ari með skiln­ing þegar ég þarf að fá frí fyr­ir æf­ing­ar og slíkt. Það er mjög gam­an!“

Alba seg­ir að hún eigi góðar ömmu og afa sem passa hana þegar hún er á Íslandi en auðvitað sakn­ar hún for­eldra sinna og bróður síns sem eru oft­ast í Dan­mörku.

„Í vor þegar það voru eng­in flug þá var mjög erfitt að kom­ast ekki til þeirra en að lok­um gekk það upp og þá kláraði ég skóla­árið í danska skól­an­um mín­um. FaceTime er mjög mikið notað í okk­ar fjöl­skyldu. Mamma hring­ir í mig mörg­um sinn­um á dag.“

Hvað hafi þið lært á því ferli að búa ekki í sama landi?

„Það mik­il­væg­asta sem við höf­um kannski lært er að við vilj­um alls ekki búa hvert í sínu land­inu og við sökn­um þess að hafa alla fjöl­skyld­una sam­an. Við lát­um þetta virka í þetta skiptið, þó svo að ástandið sé að gera okk­ur erfitt fyr­ir. Í fram­hald­inu sam­ein­umst við öll og reyn­um eft­ir fremsta megni að halda því þannig. Það er síðan spurn­ing hvort við höld­um áfram að elta pabb­ann í bolta­leik eða byrj­um að elta Ölbuna í leik­list í staðinn.“

//

Lífið …

Ég mæli með að allir skelli sér í leikhús þegar það má <3 viðtalið hér að ofan var tekið rétt eftir frumsýningu, þegar það var ekki búið að herða reglurnar.

Viðtalið í heild sinni: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: PEYSUVEÐUR

DRESSLÍFIÐSAMSTARF


Í samstarfi við H&M sýndi ég peysur frá verslununni á Instagram í gær – ég er alltaf að leika mér með reels, það er svo skemmtileg nýjung að nota. Sjáið þið td þessar notalegu flíkur í nokkrum litum HÉR  –

Þetta fallega peysuveður í október… 💗
Það er ekki annað hægt en að að fókusa á það jákvæða þessa dagana.

Frá toppi til táar: H&M

Höldum í hamingjuna í haust ..

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GRÁR GALLI FYRIR GRÁAN RAUNVERULEIKA

LÍFIÐSAMSTARF
Samstarf við Pennann Eymundsson
Grár galli, grátt veður, grár raunveruleiki .. en bjartsýn kaffikona heilsar ykkur frá Skólavörðustíg þennan daginn. Ég vona að ykkur líði öllum vel í þessum skrítna raunveruleika sem við erum að ganga í gegnum. Takk Penninn Eymundsson fyrir að huga svona vel að sóttvörnum á ykkar bóka-kaffihúsi – hér líður mér vel með marga metra á milli, sem er mikilvægt þegar ég vel mér staði þessa dagana.
Mjaðmameidda konan leitar uppi vinnuaðstöðu þar sem hægt er að standa við tölvuna. Hér er ég með útsýni yfir uppáhalds götuna mína, kunnuglegt vinnuhorn því ég var reglulega með tölvuna í fanginu einmitt á þessum stað þegar ég byrjaði að vinna sjálfstætt á sínum tíma. Bókakaffihúsið býður upp á Brikk bakkelsi og lífrænt kaffi – til og með 7.október er einnig 20% afsláttur fyrir þá sem fylgja Pennanum á Instagram – HÉR.


Elska þennan gráa galla svo afskaplega mikið en hann er væntanlegur hjá AndreA í fleiri litum. Sniðið er æði!!

Farið vel með ykkur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNDAYS: VERUM FYRIRMYND FYRIR NÆSTU KYNSLÓÐ

ALBAKONUR ERU KONUM BESTARLÍFIÐ

Í miðjum heimsfaraldri sit ég og skrifa til ykkar kveðju á meðan ég snæði mér af dýrindis kruðeríi og drekk bolla með mínum góðu samstarfskonum í góðgerðarverkefni KEKB. Það er vissulega öðruvísi viðburður að geta ekki fagnað með knúsum en mikið er gott að geta notað netið til að koma okkar skilaboðum á framfæri.


Þegar þetta er skrifað sit ég með tárin í augunum, svo þakklát fyrir ykkur öll sem eruð komin í mikilvæga klappliðið okkar KONUR ERU KONUM BESTAR. Það eru tvær klukkustundir síðan að við settum bolina í sölu og nú þegar höfum við selt upp fyrsta upplag. Það seldust 170 (!) bolir fyrstu tvær mínúturnar og ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa tilfinningunni sem kemur yfir mann á svoleiðis stundu. TAKK TAKK TAKK til ykkar allra. Allt er á netinu í ár og ég er mjög virk á Instagram story HÉR fyrir ykkur sem viljið vera sem mest með í online parýinu. Það er bara partý á netinu í ár, en jii minn eini hvað við finnum sterkt fyrir stuðningnum frá ykkur þar, samstaðan er engu öðru lík. Ég er að fylgja #konurerukonumbestar @konurerukonumbestar á IG og ég mun fletta í gegnum allar þær myndir sem safnast þar í dag og næstu daga, ykkar stuðningur skiptir sköpum.

LESIÐ LÍKA: Konur Eru Konum Bestar Vol 4

Sem móðir finnst mér þetta verkefni mikilvægt fyrir svo margar sakir, ég vil vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín, að tala vel um náungann er eitt af því sem ég vil kenna næstu kynslóð og með þessum hætti minnum við okkur á. Orð eru álög, vöndum okkur, lærum að samgleðjast, almennt verum næs! Þannig komumst við öll sem lengst í lífinu – ég er alveg viss um það ..

TAKK TAKK TAKK og áfram gakk! HÉR FÁST BOLIRNIR fyrir áhugasama

Alba veit um hvað verkefnið snýst, ég hvet aðrar mömmur til að kynna málefnið fyrir sínum börnum. Takk Aldís fyrir þessa fínu mynd af okkur <3

Magnea, Alba, Ísabella.

2017 – svo krúttlegt að sjá hvað þessar stelpur okkar hafa stækkað síðan við gáfum út fyrsta bolinn ..

KONUR ERU KONUM BESTAR.
Lítil breyting á gamalli setningu en risa breyting á hugarfari.

Takk Arna Petra fyrir þetta geggjaða video.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram