fbpx

SÍÐASTA COUTURE SÝNINGIN HJÁ JEAN PAUL

FASHION

Jean Paul Gaultier kvaddi tískupallana með sinni síðustu sýningu í París í gærkvöldi. Um er að ræða Spring/Summer 2020 Couture Show sem var algjörlega í hans anda. Gaultier er einn af fremstu og þekktustu hönnuðum heims og fyrir ykkur sem ekki þekkið til hans þá er þetta “gaurinn” sem breytti skipstjóra röndum í trend sem varð einkennandi fyrir merkið til framtíðar. Þá má geta þess að hann er einn af bestu vinum Madonnu og hefur klætt hana í áratugi – keilubrjóstarhaldarinn er þar líklega frægastur.

Madonna – 1990

Jean Paul Gaultier endaði síðustu sýningu sína með stæl en pallurinn var stútfullur af fólki. Hönnuðurinn hélt opnar prufur fyrir sýninguna og því voru ný andlit í bland við stærstu nöfnin í bransanum. Stórar stjörnur eins og Madonna, Dita von Tesse, Beth Ditto og fleiri fengu eins konar felu hlutverk og þá gengu pallana fyrirsætur eins og Karlie Kloss, Coco Rocha, Gigi og Bella Hadid, Paris Jackson og miklu fleiri.

Góðvinkona hans, Naomi  Campbell hefur gengið ófáar sýningar fyrir merkið og gærkvöldið var enginn undantekning. Hún birti fallega kveðju á Instagram í lok kvölds.

Ég er aðdáandi Jean Paul Gaultier fyrir svo margar sakir, ég elska dugnaðinn og gleðina sem hann veitir starfi  sínu og ég ber virðingu fyrir því að hann heldur alltaf sinni línu bæði í hönnun og þegar hann setur upp show. Hann hefur ástríðu fyrir því að allir séu allskonar og hannar föt á fólk í öllum stærðum og gerðum. Stundum hafa sýningar hans verið kallaðar  “Fashion Freak Show”  því hann reynir að koma sem flestum týpum og setti tóninn hvað það varðar inn í nútímann, áður en aðrir byrjuðu að þora.

Mér finnst við hæfi að sýna ykkur myndir frá hans síðasta showi hér á blogginu. Houte Couture sýningar eru auðvitað lang bestu tísku-sýningarnar – takk fyrir þig herra Gaultier.

Og endum þetta svo á mér og herra Gaultier á góðri stundu, í lélegum símagæðum.

Ég var svo heppin að fá að hitta og spjalla við Jean Paul í París fyrir hönd Lindex á Íslandi á þeim tíma þegar hann hannaði samstarfslínu fyrir sænsku verslanirnar. Ég viðurkenni að hafa verið svolítið stressuð þegar ég bankaði uppá í fallegum höfuðstöðvum hans í París, aðallega útaf því að ég bjóst við annarri manneskju vegna umfjallanna í  fréttum. Hann hefur alltaf verið  kallaður “óþekkur” í tískuheiminum og ég sá fyrir mér fúlann franskan karl … en þegar brosandi andlitið tók á móti mér í dyragættinni þá áttaði ég mig fljótt á því afhverju hann væri búinn að ná svona langt í sínu starfi – yndislegur með meiru. Það kemur manni ansi langt í lífinu.

Í kjölfarið stóð ég fyrir showroom viðburði sem heppnaðist með eindæmum vel og svo tók ég á móti viðskiptavinum á opnun í verslun Lindex í Smáralind. Við erum því þónokkrar íslenskar skvísurnar sem eigum hönnun eftir hann í fataskápnum. Ekkert smá skemmtilegt verkefni sem ég á í minningarbankanum. Þið getið lesið viðtal sem ég tók við hann HÉR fyrir þá sem ekki fylgdust með mér á þessum tíma.

Tískuiðnaðurinn virðist vera að breytast og mér sýnist á öllu að þessir stóru hönnuðir og tískuicon séu að hverfa smám saman. Í dag eru tímarnir aðrir þar sem street style hönnuðir virðast fá meiri athygli.

Ein af rokkstjörnum tískuiðnarins hefur því haldið sitt síðasta show – Au Revoir!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: RÖLT Í REYKJAVIK

DRESSLÍFIÐ

Bæ í bili elsku Ísland og dýrmætu samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Eins og ég hef  komið inná áður þá verður lífið 2020 öðruvísi, en með rétta hugafarinu er ég búin að ákveða að það verði bara spennandi og skemmtilegt. Ég verð mikið á flakki á milli landanna okkar og þó ég hafi kvatt Ísland eftir þessa dvöl þá kem ég aftur mjög fljótlega og ég er strax byrjuð að telja niður í Ölbu-knús.

Ég er lent í Danmörku þegar þetta er skrifað og pulsulandið tekur svo fallega á móti mér með smá vorfíling, eins og ég fékk á þessum myndum að neðan, eitt korterið á milli janúar lægða í Reykjavík.

Peysa: Baum und Pfergarden, Skyrta: H&M Studio, Spöng: Zara, Buxur: Monki, Stígvél: Vagabond/Kaupfélagið

Allt í einu á ég bara “ungling” sem heimtar alltof stóra úlpu og púllar svo bara lúkkið. Alba var heppin að hafa átt inni jólagjöf þegar hún byrjaði að suða um þessa í kuldanum á klakanum … Frá 66°Norður.

Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

DRESSLÍFIÐ

Dúllu drengurinn minn Gunnar Manuel fagnaði fjögurra ára afmæli sínu í gær. Hann var svo glaður að fá að fagna deginum sínum á Íslandi og fékk að bjóða nánasta fólkinu sínu í smá afmælisveislu í tilefni þess.

Þessi sæti stolti Íslendingur fæddist í Þýskalandi, bjó helming ævi sinnar í Svíþjóð og er í dag dönsk dúlla og það fer honum vel. Það er ekki hægt að segja að við séum að gefa börnunum okkar hið eðlilega uppeldi með því að flytja með þau á milli tungumála hverju sinni en ég tel það vera þrosakandi á svo margan hátt. Vissulega eru kostir og gallar við þetta eins og annað en sem betur fer höfum við Ísland og þar bjóðum við börnunum okkar stöðuleika, á klakanum með fólkinu sem hann og þau bæði elska svo mikið. Hann hljóp í fangið á gestum gærdagsins og var í skýjunum eftir daginn. Þið getið séð smá story á IG hjá mér HÉR fyrir áhugasama.

Mig langar svo að tala aðeins um þessa kórónu sem ég keypti í As We Grow fyrir helgi. Um er að ræða hönnun frá Sweet Salone sem er hjálparstarf í Afríku, skapað af Arora hönnunarsjóði í samstarfi við íslenska hönnuði. Verkefnið býr til vinnu fyrir heimamenn og gefur svo helming ágóðans (af hverri vöru) til handverkfólksins í Sierra Leone. Lesið allt um þetta fallega merki HÉR … ég elska að styrkja við svona.

Ég keypti mér þetta dress á Kastrup en ég elska að gera góð kaup á útsölunni þegar ég fer þar í gegn í janúar. Buxur og blússa: Malene Birger, Sokkar: Oroblu, Skór: Flattered/GK Reykjavik.

GM er í skyrtu sem ég keypti  á útsölu í Petit, Kóróna: As We Grow, Stuttbuxur: As We Grow, Sokkar: Petit, Skór: Zara

Góður dagur.

Til hamingju með daginn elsku besti drengurinn minn. Mamma elskar þig mest í þessum heimi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

RITSTJÓRI VOGUE MÆLIR MEÐ “WENGER” ÚLPUNNI FRÁ 66°NORÐUR

Eins og flestir hafa tekið eftir þá hafa dúnúlpur verið áberandi trend þennan veturinn og kannski sérstaklega stórar dúnúlpur. Á Íslandi eru 66°Norður úlpurnar heldur betur áberandi og virðist það teygja sig út fyrir landsteinana. Hér hjá mér í Danmörku fær merkið meiri og meiri athygli og nú rakst ég á grein úr breska blaðinu The Times þar sem Ellie Pithers, ritstýra breska Vouge mælir með “Arséne Wenger”úlpunni frá íslensku Sjóklæðagerðinni.

Greinin ber yfirskriftina – “The parka is over..” og að dúnúlpurnar séu búnar að taka við. Ég er nú ekkert endilega sammála því en dæmi hver fyrir sig.

View this post on Instagram

Arsene Wenger completes moon landing

A post shared by Ellie Pithers (@ellie_pithers) on

Ef ég þýði hennar meðmæli yfir á íslensku þá segir hún:

“Ég hef fallið fyrir ökkla síðu dúnúlpunni frá 66°Norður – til að byrja með var hún keypt til að heiðra Arséne Wenger en nú er hún orðin mikilvægur hluti af mínum fataskáp”

Ég á sjálf þessa úlpu og get staðfest það að hún hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.

Ég viðurkenni það fúslega að ég var ekki alveg að skilja þennan Arséne Wenger punkt hjá ritstýrunni en eftir smá googl og upplýsingar frá Gunna þá er ég með á nótunum. Fyrir þá sem eru ekki vel að sér í fótboltafræðum þá er maðurinn semsagt fyrrum þjálfari Arsenal til margra ára og var mikið gert grín af honum fyrir oversized síða dúnúlpu sem hann bar á hliðarlínunni. Vel gert Wenger segi ég bara – á undan öllum öðrum ! Læt fylgja með eina mynd af þessum huggulega Frakka í úlpunni.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@trendnetis á Instagram

ÚTSÖLU HEIMSÓKN

HEIMSÓKNSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind

Útsölur standa hvað hæst um þessar mundir eins og hefur líklega ekki farið fram hjá ykkur. Það voru mjög margir sem fylgdust með mér á Instagram story Trendnet þegar ég hljóp á milli  verslana í Smáralind um helgina en þar tók ég saman mínar uppáhalds flíkur og vörur hverju sinni. Hér að neðan getið þið séð brot af því besta –

ZARA

KAUPFÉLAGIÐ

VILA

WEEKDAY

H&M

AIR

MONKI

LINDEX

SELECTED

EXTRALOPPAN

GALLERI 17

Sjáið allar flíkurnar sem ég mátaði í heimsóknni með því að skoða highlights á Trendnet Instagram story HÉR

Munið að gera engin skyndikaup á útsölum heldur vandið frekar valið og kaupið hluti sem ykkur vantar. Mig td vantaði slabbskó í þessu íslenska stuð veðri og þeir fengu þess vegna að koma með mér heim í lok dags.

Happy shopping!
Takk fyrir mig Smáralind.  

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@trendnetis á Instagram

RAKEL TÓMAS: NÚ ER ÞAÐ SVART

FÓLK

Ég hef verið svo lánssöm að fá að kynnast listakonunnin Rakel Tómasdóttur vel síðustu árin. Rakel hefur svo sannarlega slegið í gegn með ótrúlegum teikningum sínum – af kvenlíkamanum, andlitum, augum og fleiru sem hún nær að koma með svo fallegum, nákvæmum og listrænum hætti á blað.

Rakel hefur samhliða hannað og gefið út dagbækur sem hafa selst eins og heitar lummur. Eitthvað sem allir þurfa á að halda og kannski vara sem vantaði á okkar íslenska markað. Það er einhvern veginn svo miklu betra að skipuleggja sig í svo fallegri bók og hún er einnig frábær fylgihlutur í töskunni. Ég er að gera tilraun til að nota mína 2020 dagbók um þessar mundir en ég hef alltaf verið léleg með dagbækur, vel alltaf að skrifa í símann. Þetta árið skrifa ég fundi og viðburði inní símann en hef dagbókina klára fyrir ýmis verkefni og todo lista sem ég ætla að komast yfir.

Eftir að hafa þekkt Rakel í nokkurn tíma þá fer það ekki framhjá manni að hún klæðist eingöngu í svart. Það vakti áhuga minn og ég hef lengi ætlað að taka hana í spjall á blogginu og spyrja hana út í þetta þema – svarið hafið þið að neðan!

Afhverju svart?

Ég finn svo mikið öryggi í svörtum, það er svona litur sem tekur utan um mann, ver mann einhvernveginn. Sérstaklega þegar ég nota svartan í myndirnar mínar, það er eitthvað svo þægilegt að gera hvítan pappír alveg svartan með kolum eða bleki.

Hefur það verið svoleiðis alla tíð?

Fatastíllinn hefur þróast í þessa átt í gegnum tíðina, ætli það séu ekki um það bil 4 ár síðan ég byrjaði að klæðast svörtu á hverjum einasta degi.

Er einhver ástæða sem liggur að baki?

Það eru allskonar ástæður fyrir þessu. Ég held að margir geti tengt við það að eiga risastóran fataskáp en standa samt fyrir framan spegilinn og „eiga ekkert til að vera í“ og jafnvel sleppa því að fara út af því einhvernveginn gengur ekkert upp. Ég fékk hægt og rólega ógeð af þessari tilfinningu og ákvað að losa mig við öll föt sem mér leið ekki fullkomlega vel í.

Eftir stóðu mjög fáar flíkur, allar svartar. Ég áttaði mig á því að mér líður lang best þegar ég er í öllu svörtu og þar af leiðandi ákvað ég að klæðast bara alltaf öllu svörtu, af því ég nenni ekki að eyða tíma eða áhyggjum í að líða ekki 100% vel í því sem ég klæðist. Það er örugglega einhverjum sem finnst þetta skrítið eða „leiðinlegt” en mér er alveg sama, ef mér liði best í öllu gulu þá væri ég alltaf í öllu gulu.

Á sama tíma og ég losaði mig við öll föt sem ég fílaði ekki losaði ég mig líka við allt á heimilinu mínu og í kringum mig sem þjónaði ekki tilgangi eða lét mér ekki líða vel. Ég fór mikið að pæla í minimalískum lífsstíl sem hentar mér mjög vel og í dag á ég mjög fáa hluti yfir höfuð … sem tengjast ekki myndlist þar að segja, blýantar og pappír fá undanþágu frá þessari reglu.

Langar þig aldrei að klæðast lituðum fötum?

Það gerist mjög sjaldan að mig langi til þess, vinkonum mínum langar það mun oftar, sem sagt að ég klæði mig í lituð föt, ekki þær.

Það þýðir samt ekki að mér finnist litrík föt ekki falleg. Mér finnst mjög gaman að sjá vinkonur mínar í lit og fylgjast með tískusýningum þar sem litir eru allsráðandi. Ég er bara búin að aðskilja sjálfa mig frá þessu, það er alveg hægt að finnast hlutir fallegir og kunna að meta þá án þess að þurfa að eignast þá.

Finnur þú mun á veskinu eftir að þú tókst þessa ákvörðun?

Þessi ákvörðun hefur klárlega sparað mér fullt af pening, en líka fullt af tíma, ef ég fer í búðir í dag þá er það yfirleitt af því mig vantar eitthvað ákveðið og þá er mjög auðvelt að finna það sem mig vantar af því svarti liturinn setur manni ákveðin ramma.

Í dag kaupi ég engöngu föt sem ég veit að ég get notað á hverjum einasta degi í mörg ár, líður vel í og mun ekki fá leið á. Þar af leiðandi nota ég líka fötin mín bókstaflega þangað til þau detta í sundur.

Þegar ég vel mér föt á morgnanna tekur það enga stund því ég gríp bara eitthvað úr skápnum og fer í það, því mér líður vel í öllu sem ég á og allt passar saman. Ég er yfirleitt í síðerma kjólum yfir gallabuxur eða sokkabuxur og háum stígvélum. Það skemmir líka ekki fyrir að geta farið t.d. beint úr vinnu í matarboð eða partí án þess að skipta um föt, maður er bara með varalit í veskinu. ;)

En á sumrin, verður þér ekki heitt?

Mér finnst ég án djóks vera sumarleg í svörtu ef efnin eru t.d. létt. Jú mér verður stundum heitt en ég tengi svarta litinn engan vegin við myrkur eða kulda, ég þoli ekki skammdegið og vildi óska þess að það að vera í svörtum, síðum, langerma, rúllukragakjól væri eitthvað sem gengi upp á sólarströnd. En svartur sundbolur og stuttbuxur virka mjög vel.

 

Vissulega eru Konur Eru Konum Bestar bolirnir okkar hvítir og því klæðist hún hvítu einu sinni á ári ;) við stelpurnar komum henni á óvart núna síðast og létum prenta einn svartann sem við gáfum henni í gjöf eftir viðburð. Það gladdi hana mjög.

En hvað er á döfinni hjá RakelTomas?

Ég er að fara að opna sýningu núna á fimmtudaginn (16.janúar) á The Coocoo’s Nest, til sýnis og sölu verða myndir sem eru í aðeins einfaldari stíl en ég geri vanalega, Myndirnar eru unnar út frá skissum sem ég gerði meðan ég var á Hawaii síðastliðið haust.  Svarti liturinn verður í aðalhlutverki, ótrúlegt en satt!

Svo er aldrei að vita nema maður fari að prófa sig áfram með liti, í myndlist þar að segja, það er aðeins ólíklegra að ég breyti fatastílnum.

 

Takk fyrir spjallið  Rakel <3 Ég mæli að sjálfsögðu með að fólk fjölmenni á Coocoos Nest á fimmtudaginn. Viðburður á Facebook, HÉR

xx,EG,-.

@elgunnars á Instagram

GÓÐAN DAGINN 2020

LÍFIÐ

Góðan daginn Ísland og góðan daginn tvöþúsundogtuttugu, dagur níu. Þið finnið mig hér –

Það er 9.janúar í dag og ég opnaði loksins nýju dagbókina mína og reyni með því að hefja almennilega nýtt vinnuár. Ég lenti á Íslandi fyrir nokkrum dögum og hoppaði inn í Sjöstrand gír fyrir mína menn en er núna að ná að vinna mig niður mail listann og koma mér í gírinn. Þú átt mail! Það er allavega líklegt miðað við hvað ég er búin að vera dugleg og svara mörgum í morgun.

Ég opnaði mig aðeins með tilfinningarnar sem báru mig yfirliði á nýársdag þegar ég vaknaði með hnút í maganum. Það verða breytingar sem bíða okkar fjölskyldunnar næstu mánuði og ég er með mjög blendnar tilfinningar fyrir því. Ég er svo mikil tilfinningavera og á það til að ofhugsa hlutina en ég veit að maður verður stundum að sleppa tökunum. Ég er svo stolt af mínu fólki sem blómstrar hvert á sínu sviði og ég hlakka til að takast á við verkefnin sem framundan eru.

Ég fór yfir bloggárið í sér færstu HÉR á dögunum og ætla mér að reyna að koma til móts við lesendur með því að halda dampi í færslum á árinu 2020. Þið viljið persónulegt, en líka tísku í bland, miðað við mest lesnu færslur síðasta árs. Ég er tveggja barna móðir, gift atvinnumanni í handbolta, business brasari, bloggari og nautnaseggur sem líður best í rútínu með mínum hálftíma daglegu hreyfingu sem gefur svo mikið fyrir líkama og sál. 2020 verður gott ár, ef við ákveðum það strax í dag. Þetta snýst allt um hugarfar, maður þarf bara stundum að minna sig á það <3

Sjáið þið ekki hvað ég er jákvæð .. svona líka yfir mig happy miðað við brosið hér að neðan haha.

Hvaðan er jakkinn?  GUDRUN

Ást og friður til ykkar.

xx,-EG-.

@elgunnars

HVAÐA VINTAGE MERKJATÖSKUR ERU BESTA FJÁRFESTINGIN?

FASHIONSHOP

Mér hefur þótt gaman að gramsa eftir gersemum í gegnum tíðina. Það eru enginn kaup skemmtilegri en þegar maður finnur flík eða fylgihlut sem lifir nýju lífi með mér eftir að hafa mögulega átt ágætt líf áður en ég fann hann.  Ég hef verið heppin oft á tíðum og verð betri með árunum að finna þessu týndu fjársjóði. Með tilkomu netverslana hefur orðið mun aðgengilegra að eignast vintage merkjavöru því við getum googlað okkur áfram í leit okkar að draumavöru. Það eru til verslanir sem sérhæfa sig í þessum málum, vintage verslanir sem selja aðeins gæðavöru. Þær eru að sjálfsögðu flestar utan landssteinanna, en þó ekki lengra frá en rétt bakvið tölvuskjáinn.

Ég fór yfir nokkrar fréttir úr ólíkum áttum sem hjálpuðu mér að finna topplista af töskum sem eru góð vintage kaup. Ég ákvað að deila topp 10 lista hér á blogginu sem kauptips til ykkar – frábær fjárfesting ef vel er hugsað um.

Ertu að leita eftir hinu fullkomna notaða merkjaveski? Þessi að neðan eru góð kaup að mínu mati –

1. CHANEL

Þessi fer aldrei úr tísku. Double flap bag frá Chanel í medium, þú finnur ekki meiri klassík. Taskan kostar mikið þó að maður finni hana vintage en það er líka hægt að selja hana aftur fyrir saman pening – fellur ekki í verði.

2. Ferðataska? Allavega hin fullkomna í helgarfrí – frá Louis Vuitton

Það eru eflaust margir sammála mér að þetta sé taska sem verður bara flottari eftir því sem hún verður meira notuð? Googlið Monogram canvas keepall badouliere 55 eða leitið eftir henni í virtum verslunum.

 

3. CÉLINE

Persónulega dreymir mig um að eignast þessa og vil hana bara vintage. Old Céline gersemi sem ég er ennþá að reyna að grafa eftir. Mjög modern og að mínu mati mjög góð kaup. Heitir: Macadam drawstring bucket bag.

4. PRADA

Ertu á leiðinni til Parísar? Ég man ennþá eftir því þegar ég sá þessa í vintage búð í þeirri bestu borg. Hef sjaldan séð meira eftir því að hafa ekki  keypt hana en ég var með Ölbu litla í kerru og hún nennti ekki búðarápi. Kannski er hún þar ennþá?  Ekki nema ca. 8 ár síðan … ;) Hún heitir Baguette ef þið eruð að leita.

5. SADDLE BAG, DIOR

Saddle bag frá Dior er mjög  vinsæl um þessar mundir. Allra mestu skvísurnar bera hana í nýjum litum en ég myndi velja hana í svörtu leðri eins og hér að ofan og í vintage, aðallega af því að buddan leyfir mér ekki annað.

6. Céline

Box bag frá Céline – verður ekki mikið klassískari. Sjáið þennan dökkbláa draum hér að ofan.

 

7. HERMÉS

Hermés taska sem þú notar alla daga vikunnar? Googlið Amazonia evelyne, þið gætuð fundið hana notaða á netinu og í fleiri litum en bara þessum brúna.

8. MULBERRY

Alexa leather satchel er ein af vinsælli töskum frá Mulberry. Ég myndi velja hana í ljósbrúnu leðri.

 9. PRADA

Fyrir hann og fyrir hana? Ég myndi örugglega geta selt Gunna hugmyndina að því að deila með mér notkun á þessari frá Prada í eðal leðri sem lifir lengi. Ég sé fyrir mér að nota hana í ræktina, en svo myndi ég kannski ekki tíma því, það er spurning.

10. Louis Vuitton

 

Hin vinsæla Monogram frá LV er taska sem dettur aldrei úr tísku.

Versla vintage meira á árinu? Það er eitt að mínum áramótaheitum.
Ég elska að gramsa eftir vintage gersemum og vona að svona færsla komi að góðum notum fyrir ykkur sem eruð sama sinnis.

Happy shopping!

psst. AndreA segir okkur frá vintage verslun sem hún var að uppgötva í Kaupmannahöfn á dögunum í  nýjasta bloggi sínu, hér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

VINSÆLAST ÁRIÐ 2019 – TOPP15

Gleðilegt nýtt ár kæru góðu lesendur. 2019 var 10 ára bloggár hjá mér og það hefur svo sannarlega margt breyst síðan að ég ritaði mínar fyrstu línur á haustmánuðum 2009. Takk þið sem að kíkið stundum við, ég kann svo sannarlega að meta það.

Það er hefð hjá mér að taka saman vinsælustu færslur ársins og hér fáið þið topp15 listann árið 2019. Þetta var viðburðaríkt ár hjá mér á blogginu og á Trendnet. Árið er það stærsta hjá mér hingað til – ég tók þátt í stórum og skemmtilegum verkefnum með samstarfsaðilum og lít stolt yfir öxl og hlakka til að takast á við nýtt og spennandi ár.

Ég elska að rifja árið svona upp og þetta er einnig góð leið fyrir mig að sjá hvað þið viljið lesa. Það gleður mig að sjá hvað bloggið lifir vel og þó svo að það sé farið að tvinnast meira og meira við mína samfélagsmiðla þá þykir mér alltaf mest vænt um bloggið – það er mun dýpra og persónulegra og færslurnar lifa svo lengi og vel. Sem dæmi um það er brúðkaupsfærslan mín frá 2018 á topp10 árið 2019 sem sýnir að hver færslan lifir vel og lengi og hefur blogg það framyfir t.d. tímarit og samskiptamiðla.

Það er með mikilli sorg í hjarta sem ég kynni mest lesnu færslu ársins og minnir hún okkur á að njóta allra augnablika á nýju ári.

Ég ætla að byrja aftast og láta fylgja með smá brot úr færslunum – ef þið hafið áhuga á að lesa meira þá smellið þið á titilinn.

 

15. Á FORSÍÐU HM.COM

Hluti af verkefni mínu í eyðimörkinni var að taka þátt í myndatöku sem var skipulögð fyrir alla áhrifavalda sem boðaðir voru í ferðina. Ég var svo heppin að vera ein af útvöldum sem fékk þann heiður að vera notuð á forsíðu HM.com – ótrúlega gaman að sjá.

LESA MEIRA

14.  10 ÁRA MAMMA

Ég átti yndislega helgi með mínu fólki hér heima í Esbjerg þegar við fögnuðum fyrsta tug frumburðarins. Ég er ekki alveg að trúa því að ég sé búin að vera mamma í 10 ár (!) … ótrúleg staðreynd.

Við komumst að því að ég væri ólétt þegar við bjuggum yfir sumartíma í Kaupmannahöfn árið 2008. Þá var alls ekki á planinu að verða mamma og pabbi enda var ég nýkomin með inngöngu í Háskóla þar sem ég byrjaði ólétt seinna um haustið og tók svo vorprófin 2009 með þriggja vikna barn á kantinum. Það gekk ..

Það má með sanni segja að við höfum dottið í lukkupottinn með hana Ölbu okkar sem fæddist á Íslandi en flutti með ungu foreldrum sínum til Svíþjóðar þremur mánuðum síðar. Á 10 ára ævi Ölbu hefur hún búið í Svíþjóð – Frakklandi – Þýskalandi – Svíþjóð – Danmörku. Hún hefur lært reiprennandi sænsku, settist kornung á skólabekk í Frakklandi og lærði þar frönsku, þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hún lærði þýsku svo aftur til Svíþjóðar þar sem hún breytti hreimnum í Skånsku og nú síðast er hún byrjuð að brillera á dönsku. Alba þekkir lífið ekkert öðruvísi og hefur svo sannarlega lært mikið á leiðinni.
Mér hefur þó alltaf þótt mikilvægt að finna henni stöðuleika á Íslandi þar sem hún á rætur sínar að rekja og hún finnur sterkt fyrir því. Þar á hún góða vini og fjölskyldu og við foreldrarnir höfum passað uppá að hún fái að eyða stórum hluta í rútínu þar þegar það hefur passað. Hennar stærsti draumur er að fá að búa þar einn daginn og vonandi verður hægt að uppfylla þá ósk á einhverjum tímapunkti.

Alba er svo sterkur karakter og veitir mér endalaust innblástur.
Ég er svo stolt af því að vera mamma hennar.

Til hamingju með fyrsta stór-afmælið klára, frábæra, fallega, sterka stelpan okkar.

LESA MEIRA…

13. JÓLAKVEÐJA

Við völdum að eiga öðruvísi jól í ár og ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun. Við héldum jólin á okkar hraða og vorum til  dæmis ekki mætt í fordrykk fyrr en um sjö leitið og borðuðum kvöldmat um klukkutíma síðar. Tímasetning jólahaldsins er ekki svo mikilvæg að mínu mati –  allt sem máli skiptir er samveran með þeim sem þú elskar og ég var svo sannarlega ástfangin að mínu fólki þessa kvöldstund. Við tókum með okkur nokkrar gjafir út og opnuðum þær í litlu stofunni okkar á meðan við borðuðum eftirétt í boði hússins, enginn íslenskur heimagerður ís þetta árið.

Hvaðan er kjóllinn?  Algeng spurning eftir að ég birti þessa væmnu jólamynd af mér og Gunna – jólakveðjan í ár.

LESA MEIRA…

12. ÁHRIFAVALDUR / FRÁHRIFAVALDUR

Fráhrifavaldur? Er það eitthvað? Það er allavega orð sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og fók hefur verið að ræða á samfélagsmiðlum. Ég hef alltaf haft frekar sterkar skoðanir á orðinu áhrifavaldur og hlutverki þeirra og finnst því áhugavert að velta fyrir mér andstæðunni, fráhrifavaldur. Það gæti nefnilega alveg átt rétt á sér.

LESA MEIRA…

11. VÁ LOKSINS

Vá loksins sest ég niður og skrifa um hápunkt helgarinnar á Íslandi. Elsku vinir okkar gengu “loksins” í það heilaga og við gátum ekki hugsað okkur að missa af því stuðinu. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel enda héldumst við hjónin á dansgólfinu langt fram á nótt, og harðsperrurnar eftir því daginn eftir ;)

Merkingin #VÁLOKSINS hefur þýðinguna V fyrir Viktor og Á fyrir Álfrúnu og loksins passar vel því þau eru búin að vera á leiðinni að festa heitin í nokkur ár en aldrei fundið tíma í annríkinu, ég kannast sjálf við slíkt.

LESA MEIRA…

10. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA…

9. TRENDTASKA SEM VIÐ HÖFUM EFNI Á

Það getur verið erfitt að taka þátt í “töskuleiknum” þessa dagana. Getum við réttlæt kaup á tösku sem kostar kannski nokkurra mánaða leigu? Það virðist þó orðinn nokkuð sjálfsagður hlutur að bera töskur frá stóru tískuhúsunum og þær rífa sko aldeilis í budduna. Auðvitað eru margir sem bara leyfa sér þetta alls ekki – eða bíða eftir tækifæri sem þessu.

Nú er von fyrir þá sem hafa beðið á hliðarlínunni – stjörnur eins og Kendall&Kylie Jenner og Gigi Hadid hafa verið áberandi með Rachel Bag frá ástralska/evrópska merkinu By Far. Taskan er einlit og einföld, án logo og því nokkuð tímalaus. Talað er um að hún sé kjörin fyrir varalitinn, kortaveskið og símann – þarf eitthvað meira?

LESA MEIRA…

8. DRAUMAHÓTEL Í ALTEA Á SPÁNI

MAISON CONDESA … leggið það á minnið ;)

Við Gunni vorum svo heppin að fá smá foreldrafrí frá börnunum þegar (m)amma mætti til okkar um helgina eftir tveggja vikna fjölskyldufrí í sumarhúsi á Spáni. Amma og Ömmusystir tóku því yfir fjölskyldufríið í sumarhúsinu og við hjónin stungum af í áhyggjuleysið.

Við völdum Altea sem áfangastað því bærinn var í þægilegri fjarlægð og við höfðum fengið fjölda meðmæla, frá t.d. Andreu sem bloggaði um þennan dásamlega bæ á dögunum. Ég á fullt af myndum frá gamla bænum sem ég ætla að deila með ykkur í næstu færslu en í dag verð ég að byrja á því að segja ykkur frá gistingunni sem við bókuðum algjörlega “last minute” og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef sjaldan fengið eins mikið af fyrirspurnum á Instagram um hótel og því fær það sér færslu, enda tók ég nokkrar fallegar myndir á meðan dvöl okkar stóð.

LESA MEIRA…

7. BEST KLÆDDU KONUR ÍSLANDS

En ánægjulegt hversu margar sendu mér svona mynd með morgunbollanum í dag … annars hefði þessi grein líklega farið fram hjá mér.
Takk Morgunblaðið og lesendur Smartlands fyrir að leyfa mér að vera með í þessum flotta hópi íslenskra kvenna.

Það er skemmtilegt að sjá hversu fjölbreyttur hópurinn er og það sannar að vel klædd kona getur verið allskonar – eitthvað sem ég er alltaf að reyna að impra á við mína fylgjendur á blogginu. Ekkert er rétt þegar kemur að klæðaburði heldur eigum við að klæðast eins og okkur líður best – allt er leyfilegt.

LESA MEIRA…

6. GULLFALLEGA BRÚÐUR, ALEXANDRA HELGA

Ooog þá kom mynd af kjólnum. Gullfallega Alexandra Helga valdi sér kjól frá hátísku­hús­inu Galia Lahav (omg!!) til að klæðast á brúðkaupsdaginn.
Það var vinkona brúðarinnar, Margrét Silja, sem sá um hárið og Harpa Káradóttir sá um förðun – hafið þið séð meiri fegurð? Ekki ég!

 

LESA MEIRA…

5. BESTSELLER HEILLAÐI MEÐ FÖGRUM FLÍKUM

Ég fékk þann heiður að fá að heimsækja höfuðstöðvar Bestseller í Kaupmannahöfn. Yfirleitt gef ég mér ekki tíma í heimsóknir af þessu tagi á tískuvikum (reyni að velja aðra daga á árinu í svoleiðis gigg) en að þessu sinni hentaði það fullkomlega. Höfuðstöðvarnar eru staðsettar í gullfallegu dönsku húsi þar sem er hátt til lofts, skreytt með rósettum í hverju horni – algjör draumur. Ég mátaði með þeim mínar uppáhalds flíkur sem eru væntanlegar í verslanir fyrir jólin – tímabilið á fötunum hér að neðan er ágúst – desember svo biðin er ekki löng.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til fyrirtækisins þá er Bestseller danskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í Danmörku árið 1975 með yfir 3000 verslanirnar í 38 löndum. Fyrsta Bestseller verslunin opnaði á Íslandi árið 1993 og í dag eru þær 10 talsins – Selected, Jack & Jones, Name it, Vero Moda og VILA.

Ég hefði getað mátað föt í heila viku því úrvalið var svo mikið en við ákváðum að einbeita okkur að VILA og merkinu Y.A.Ssem er í sölu hjá Selected Femme. Hér að neðan er minn topp 10 listi – njótið <3

LESA MEIRA…

4. STOLT STÓRA FRÆNKA

Elsku Ástrós, ég er svo stolt af þér. Það er eiginlega það eina sem ég þarf að segja þér.

Þið sem lesið bloggið mitt, ekki missa af þessu viðtali sem birtist í Íslandi í dag í gær. Ég skrifaði HÉR um ástarsögu Bjarka og Ástrósar þegar Bjarki átti lítið eftir í baráttunni sinni við krabbamein. Fyrir nokkrum mánuðum kvaddi hann svo stelpurnar sínar og nú heldur lífið áfram án pabba. Hvernig litla frænka mín, Ástrós Rut, hefur tæklað þetta risastóra lífs-verkefni og hvernig hún er fyrirmynd fyrir aðra í sömu sporum … ég á engin orð yfir það hvað ég er stolt af henni og þeim mæðgum.

Pressið á PLAY.

LESA MEIRA…

3. AARKE KOMIÐ TIL ÍSLANDS!

Þegar þetta er skrifað er ég alveg að tryllast úr spennu! Loksins loksins má ég segja frá nýrri uppáhalds vöru sem kemur í sölu á Íslandi um helgina. Um er að ræða AARKE sódavatnstæki sem hefur tryllt lýðinn í Danmörku og Svíþjóð og verður nú loksins fáanlegt á Íslandi. Það er HALBA sem tekur vörumerkið í sölu en við Gunni (betri helmingurinn) ásamt bestu partnerum, Álfrúnu Páls og Viktori Bjarka, stöndum á bakvið fyrirtækið.

Í tilefni þess að varan fer í sölu í HAF STORE þá munum við standa vaktina í versluninni með heitt á könnunni á laugardaginn, 10 nóvember. Boðið verður uppá frískandi sódavatn, kaffi og croissant. Sjáumst þar! Meir um það HÉR.

ÚT MEÐ EINNOTA PLAST – INN MEÐ AARKE!

Sjáiði þessa fegurð –

LESA MEIRA…

2. KONUR ERU KONUM BESTAR VOL3

12. SEPTEMBER – TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Það er komið að skemmtilegasta tíma ársins, góðgerðaverkefnið okkar, sem mér þykir svo vænt um, KONUR ERU KONUM BESTAR VOL3 fer í sölu fimmtudaginn 12.september.

Bolurinn í ár er sá flottasti frá upphafi, ég get fullyrt það. Það er listakonan okkar hún Rakel Tómasdóttir sem á heiðurinn af myndinni á bakinu sem er svo vel heppnuð – KONUR !! 

Við ákváðum að hafa okkar mikilvægu skilaboð frekar lítil og látlaus í þetta skiptið, þrjár línur ofarlega fyrir miðju framaná bolnum. Með því móti er hægt að para hann vel saman með t.d. flottum blazer eða annarri yfirhöfn í vetur, en samt sjáum við alltaf setninguna sem skiptir okkur svo miklu máli – Konur Eru Konum Bestar.

KEKB: Paldís, Nanna, Elísabet, Andrea & Rakel.
Takk Sara Dögg fyrir að farða okkur svona fallega

LESA MEIRA…

1. #FYRIRFANNEY

Kraftaverkadrengurinn Erik Fjólar bræddi hjarta mitt í morgun þegar ég hitti hann óvænt með ömmu sinni og föðursystur á Gló. Erik er sonur vina minna, Fanneyjar og Ragnars, sem þessa dagana glíma við erfitt verkefni sem áhorfendur Íslands í dag fengu að kynnast. Fanney greindist með krabbamein síðasta sumar og hefur síðan þá barist hetjulega við þennann ósanngjarna sjúkdóm sem því miður hefur tekið hratt yfir líkama hennar. Fanney er engri lík með sinn lífsvilja og orku sem smitar út frá sér. Ég get ekki annað en mælt með viðtalinu við þau og deili innslaginu hér að neðan. Hafið pappír við hönd þegar þið pressið á play.

LESA MEIRA…

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

 

 

 

DESEMBER DRESS Á TÁNUM

DRESSLÍFIÐ

Dress í desember og ég klæðist stuttbuxum á leiðinni út að borða .. ekki eins og maður er vanur en ég er byrjuð að kunna einkar vel við þetta.  Við erum að upplifa jól í sól í fyrsta sinn og ég mæli með fyrir alla að leika það eftir. Ég vildi endilega ná mynd af bleika fallega himninum sem mynaðist þegar sólin var að setjast í gær og þegar ég skoðaði myndina þá tók ég eftir því að ég var klædd í tvö af trendum 2019 og það er um að gera að segja frá því hér. Boyfriend blazer og spangir er tvennt sem hefur verið mjög áberandi á árinu. Bæði mun halda áfram árið 2020 svo þið getið endilega leikið lúkkið eftir inn í nýja árið sem bráðum heilsar okkur.

Jakki: H&M herradeild (eldgamall en það er alltaf hægt að finna sambærilega), Stuttbuxur: Klipptar Lindex gallabuxur, Skór: Bianco (gamlir), Spöng: Zara

Tölvan hefur verið lítið opnuð síðustu vikuna og ég er að reyna að halda því svoleiðis áfram á meðan ég er í fríi. Ég er samt nokkuð virk á Instagram og vona að þið séuð flest að fylgja mér þar @elgunnars

Mínar allra bestu hátíðarkveðjur yfir hafið.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram