fbpx

BIANCO ER ENNÞÁ Á ÍSLANDI

SAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við S42

Það eru töluvert margir sem sakna þess að heimsækja Bianco sem staðsett var í Kringlunni en lokaði fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það eru þó ekki allir sem vita að verslanir Kaupfélagsins tóku merkið yfir og bjóða nú upp á þetta ágæta danska merki í sínum verslunum. Ég fékk að vera með í innkaupum fyrir næsta sumar og verðin komu mér skemmtilega á óvart en því er haldið í lágmarki og það kunnum við öll að meta. Hlakka til þegar vorsendingin lendir í hús, en ég fékk að hafa mikið að segja um hvað kemur á klakann, ásamt Hlín Arngríms sem er sérlega hæf í sínu starfi sem innkaupamaður fyrir Kaupfélagið. Takk fyrir mig –Myndirnar að neðan eru teknar fyrir nokkrum dögum í Smáralind þar sem ég skoðaði hvað er í boði frá Bianco um þessar mundir –

Þessir koma líka í alveg svörtu: HÉR

Happy Shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: TAKK FYRIR KOMUNA

LÍFIÐ

Þúsund þakkir til allra sem lögðu leið sína inn í Hafnarfjörð í gærkvöldi. Við, konurnar sem stöndum á bakvið verkefnið Konur Eru Konum Bestar, svífum um á bleiku skýi þegar þetta er skrifað, eftir dásamlega vel heppnaðan viðburð í verslun Andreu á Norðurbakka.


Dream team: Paldís, Elísabet, AndreA, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín

Aldís okkar fangaði stemninguna á filmu þegar röð hafði myndast fyrir utan verslunina 45 mínútum áður en við opnuðum dyrnar, þannig var staðan í ca 2 klukkutíma (!) .. Allt gekk vel fyrir sig og allir sem mættu fengu bol og enn fleiri tryggðu sér eintak þegar við lokuðum dyrunum í búinni og opnuðum fyrir netsölu á konurerukonumbestar.com klukkan 20:00.

Enn er að hægt að tryggja sér bol: HÉR fyrir áhugasama.

Eins og áður sagði þá snýst verkefnið um samstöðu kvenna og að við séum allar saman í liði. Að orkan fari í að halda með hvor annarri – það á að vera nóg pláss fyrir okkur allar til að blómstra og með þessu móti þá komumst við allar lengra. Þetta er hlutur sem þarf bara stundum að minna sig á og við teljum að það sé rétt að gera það með þessum hætti. Stuðningsfélagið Kraftur nýtur góðs af í ár.

Klappliðið stækkar og fyrir það erum við svo þakklátar. TAKK.


Fyrstu 100 sem keyptu bol fengu veglega gjafapoka frá HA, Loréal, Essie og Rakel Tómasdóttir okkar gaf skissubækur í alla pokana, grand á því.Veigar voru í boði Ölgerðarinnar, Góu og Sjöstrand Iceland – takk.

Mér leið eins og algjörri prinsessu í hvítu tjull pilsi sem ég fékk að láni hjá Andreu, eyrnalokkarnir eru líka þaðan. Skórnir voru keyptir fyrr um daginn frá íslenska merkinu KALDA og bolurinn er að sjálfsögðu: Konur Eru Konum Bestar vol3. Armbandið er gjöf frá Kraft: Lífið er núna.

Allar myndir í færslunni eru teknar af snillingnum @paldis

Nú er ég í háloftunum á leiðinni heim til mín aftur eftir tvö vel heppnuð verkefni á Íslandi, fyrst með H&M studio og svo góðgerðaverkefnið KEKB.


Takk fyrir mig í bili. Ó hvað ég hlakka til að knúsa liðið mitt sem bíður spennt eftir mömmu sinni hinu megin við hafið. Langþráð fjölskylduhelgi framundan.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÞETTA ER ÍSLANDI Í DAG

Við nutum þeirrar lukku að fá að segja frá góðgerðaverkefni okkar, Konur Eru Konum Bestar, í Íslandi í dag í gærkvöldi. Verkefnið hefur örugglega ekki farið fram hjá ykkur sem fylgist með Trendnet eða mér á samfélagsmiðlum. Við finnum svo sannarlega fyrir samstöðunni úr öllum áttum og erum svo þakklátar fyrir það – við erum greinilega ekki bara fimm í þessu klappliði sem við viljum mynda með verkefninu.

Takk Eva fyrir að gefa þér tíma til að spjalla við okkur.

Þetta er Ísland í dag:

Fleiri þakkir til þeirra sem hafa sýnt verkefni okkar áhuga.
Takk @Fréttablaðið
Takk @Mannlíf
Takk @Vísir
Takk @Brennslan á FM957
… og fleiri miðlar. Takk líka til ykkar elsku lesendur. Mikið hlökkum við til að opna dyrnar og vera næs við náungann á Norðurbakka í Hafnafirði í kvöld – verslun AndreA.

Mætið snemma ef þið getið og tryggið ykkur þannig geggjaðan bol fyrir góðan málstað. Fyrstu 100 fá virkilega veglega gjafapoka, heitt á könnunni frá Sjöstrand, drykkir frá Ölgerðinni og allmenn gleði við völd.

Verslaðu bolinn: HÉR ef hann verður ennþá til eftir viðburðinn okkar.

Konur Eru Konum Bestar í Hafnarfirði: 17:00
Konur Eru Konum Bestar á netinu: 20:00

Hlakka til að hitta ykkur!

x,-EG-.

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL3

FÓLKLÍFIÐ

12. SEPTEMBER – TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Það er komið að skemmtilegasta tíma ársins, góðgerðaverkefnið okkar, sem mér þykir svo vænt um, KONUR ERU KONUM BESTAR VOL3 fer í sölu fimmtudaginn 12.september.

Bolurinn í ár er sá flottasti frá upphafi, ég get fullyrt það. Það er listakonan okkar hún Rakel Tómasdóttir sem á heiðurinn af myndinni á bakinu sem er svo vel heppnuð – KONUR !! 

Við ákváðum að hafa okkar mikilvægu skilaboð frekar lítil og látlaus í þetta skiptið, þrjár línur ofarlega fyrir miðju framaná bolnum. Með því móti er hægt að para hann vel saman með t.d. flottum blazer eða annarri yfirhöfn í vetur, en samt sjáum við alltaf setninguna sem skiptir okkur svo miklu máli – Konur Eru Konum Bestar.

Eins og síðustu ár er bolurinn samstarfsverkefni nokkurra kvenna. Ásamt mér þá eru það eins og áður fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir, ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir og grafíski hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir og í ár hefur ein ofurkonan bæst í okkar góða hóp – Nanna Kristín Tryggvadóttir.

KEKB: Paldís, Nanna, Elísabet, Andrea & Rakel.
Takk Sara Dögg fyrir að farða okkur svona fallega

Hvað er KONUR ERU KONUM BESTAR?

Afhverju stofnuðum við AndreA Konur eru Konum Bestar 2017 og fyrir hvað stendur þessi setning?

Þið sem ekki þekkið til þá snýst setningin Konur Eru Konur Bestar um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.

Góðgerðarverkefnið  hefur verið hugarfóstur okkar í mörg ár en við viljum sjá meiri samstöðu meðal íslenskra kvenna í okkar litla góða samfélagi. Neikvæðni og slæmt umtal er því miður daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganumAndreA selur íslenskum konum föt hvern einasta dag og lesendur Trendnet eru að stærstum hluta konur svo það lá beinast við að sameina kraftana okkar Andreu í upphafi en í dag er klappliðið orðið miklu stærra! Það er magnað að finna fyrir samstöðunni sem myndast í kringum þetta mikilvæga verkefni.

Bolurinn er góðgerðaverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til góðra málefna ár hvert.

2017 – 350 bolir – gáfum 1 milljón í Kvennaathvarfið
2018 – 
500 bolir – gáfum 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar
2019 – ?

Að þessu sinni kom ekkert annað til greina en að styrkja ungt fólk og aðstandendur þeirra í baráttu gegn krabbameini. Þessi barátta hefur verið sérstaklega áberandi undanfarna mánuði.

Í ár völdum við að styrkja KRAFT – félagið hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri alveg frá 16 ára og upp úr.

Við höfum alltaf viljað velja málefni sem hjálpar konum en þarna hjálpum við bæði konum og körlum. Málefnið stendur mér nærri en ég þekki til tveggja dásamlegra fjölskyldna sem þurftu að kveðja einn ástvin sökum þessa ömurlega sjúkdóms. Önnur þeirra er frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir, aðstandandi (kona) Bjarka Más og elsku Emma dóttir þeirra (kona). Hin var Fanney Eiríksdóttir vinkona (kona) sem kvaddi þennan heim og skildi eftir sig Ragnar Snæ, Emilý (kona) og kraftaverkadrenginn Erik Fjólar.

Bæði voru þau gestir í brúðkaupi okkar Gunna fyrir rúmu ári síðan, þá var Bjarki búinn að berjast fyrir lífi sínu í 6 ár á meðan Fanney geislaði með litla óléttu bumbu alveg ómeðvituð um hvað beið hennar, hún greindist í vikunni eftir brúðkaupið.

Bæði Bjarki og Fanney kvöddu í sumar, með viku millibili og við tekur erfitt líf fyrir aðstandendur sem sitja eftir. Elsku börnin sem kvöddu foreldra sína alltof snemma og þau eru ekki þau einu heldur er staðreyndin sú að ungt fólk er að greinast alltof oft.

 

Þessi færsla sýnir ykkur bolinn í fyrsta sinn og þið megið gjarnan deila henni fyrir mig svo sem flestir sjái hana. Það eru allir velkomnir að vera með í klappliði KONUR ERU KONUM BESTAR.

Það myndi skipta mig og mínar konur mjög miklu máli ef að sem flestir sjá sér fært að mæta á viðburðinn okkar, næsta fimmtudag eftir vinnu. Fyrstu 100 sem mæta fá veglegan gjafapoka, léttir drykkir í boði og ljúf stemning.  

HVAR: AndreA, Norðurbakk 1
HVENÆR: FIMMTUDAGINN 12.september
KLUKKAN HVAÐ: 17:00 – 20:00
HVERS VEGNA: AF ÞVÍ VIÐ ERUM ALLAR Í SAMA LIÐI ♥
Meira: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

EPLAKAKA – FORRÉTTINDI AÐ NOTA HRÁEFNI ÚR GARÐINUM

MATUR

Eins og þið vitið þá leyfi ég mér oft slow morning með fjölskyldunni minni á sunnudögum þegar ég er heima í Danmörku. Þið vitið, þar sem ég drekk nokkra kaffibolla og er ekkert að drífa mig úr náttfötunum. Um síðustu helgi þegar við Gunnar Manuel vöknuðum saman klukkan 7:00 (já það er ekkert verið að sofa út hér á bæ ..) fórum við mæðgin út í garð og týndum saman epli af trénu okkar til að nota í eplaköku bakstur áður en Gunni og Alba vöknuðu.

Ég fékk mikið af fyrirspurnum um hvaða uppskrift ég væri að nota og sagðist ætla að reyna að rissa hana niður á blað til að deila með ykkur á blogginu. Mig langaði að gera hana eins holla og ég kæmist upp með og samnýtti því nokkrar uppskriftir frá góðum konum eins og Evu Laufey, Röggu Nagla, Cafe Sigrún og GRGS – takk allar fyrir að vera snillingar, það hjálpar mér svo oft í eldhúsinu. Mín uppskrift er semsagt góð blanda af því sem ég átti til í eldhúsinu og því sem ég sá að þær voru að nota.

Ég er alls enginn bakari og því gladdi það mig mikið hvað þessi heppnaðist með eindæmum vel.

Hráefni:
4 græn epli
1 rautt epli (þarf ekki)
Afhýðuð og skorin í litla teninga og sett í form.
Hafrar – Dass (ég setti svolítið mikið því mér finnst hafrar svo góðir)
Heilhveiti – eða einhverskonar hveiti: 2 DL
Good Good brand sykur  – 2 matskeiðar
2 egg
2 eggjahvítur
Smá haframjólk (til að fá deigið í það fljótandi form sem við viljum)


Allt sett í skál og blandað vel saman
Inn í ofn á 175° í 40-45 mínútur …


Við borðuðum hana bara eina og sér enda borin fram sem morgunmatur í þetta sinn en hún er líka mjög góð með rjóma eða ís sem eftiréttur.

Mæli með! Gleðilegan sunnudag!

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: TAKK FYRIR KOMUNA

DRESSSAMSTARF

Það passaði vel að klæðast H&M Studio frá toppi til táar þegar ég tók á móti ykkur í morgunbolla í Smáralind fyrr í dag.

TAKK allir sem mættuð og nutuð morgunsins með okkur. 
Ég gæti alveg vanist því að byrja alla daga á góðum kaffibolla með yndislegu fólki að skoða fallegar flíkur. Eins og ég hef sagt áður á blogginu þá finnst mér líka bara svo gaman að standa svona á gólfinu í verslun, enda gerði ég það hjá verslunum NTC í mörg ár áður en ég flutti til útlanda. Fannst það gaman þá, og finnst það gaman ennþá í dag.

Kjóll: H&M STUDIO, Skyrta: H&M STUDIO, Skór: Flattered x Nina Sandbech

Þetta eru einu myndirnar sem voru teknar af mér í dag – lognið á undan storminum,
Takk fyrir mig H&M STUDIO. Strax orðin spennt fyrir vorinu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRAUMA HAUSTFLÍKUR FARA Í SÖLU Í FYRRAMÁLIÐ


LÍFIÐSAMSTARFSHOP

Halló Ísland! Ég er á leiðinni .. þessi færsla er skrifuð í háloftunum.

„Þessi lína hyllir nútímakonuna. Hún er frjáls, valdamikil og stendur fast á sínu.”

Ég þarf þessa skyrtu í líf mitt, það er á hreinu.

H&M STUDIO fer í sölu á morgun, fimmtudaginn 5.september klukkan 11:00 og ég get ekki beðið eftir að standa vaktina og taka á móti ykkur öllum þar. Síðast myndaðist röð fyrir utan og mér heyrist á öllu að það verði sama staðan í þetta sinn. Við Íslendingar elskum allt sem kemur í takmörkuðu upplagi …. ég er líka sek um það.

Það er einungis H&M í Smáralind sem fær Studio línuna í sölu og ég verð mætt þangað í fyrramálið til að taka á móti ykkur. Boðið verður upp á kaffi og með´ í en líka sódavatn fyrir þá sem kjósa það frekar. 

Fyrstu viðskiptavinir fá dásamlegan gjafapoka sem valinn er af mér en pokinn inniheldur hárspennur, sérhannað Omnom súkkulaði og íslenskt já takk fyrir húðina frá Bio Effect – vei!

Haustlínan frá H&M STUDIO ber nafnið Magical Realism sem vísar í dulúð og dramatík. Ég elska lýsinguna á línunni í ár frá yfirhönnuðinum, Angelica Grimborg:

„Við fengum innblástur fyrir línuna með því að skoða töfrana sem finna má í hversdagslífinu. Sérhver flík í línunni er hönnuð til að endurspegla innsæi hinnar nútímalegu framakonu, sem er að nánast allan sólarhringinn. Hún vill fatnað sem er langvarandi og tímalaus en samtímis með mjúklegt yfirbragð. Það eru margar flíkur og samsetningar í línunni sem eru sígildar og munu endast um ókomin ár.“

Kjóllinn er í sama sniði og sá sem ég elskaði úr vorlínunni og hef notað svo mikið. Finnst svo næs að kjólar haldi áfram að vera sýnilegir inn í veturinn og þá er svart og hvítt alltaf örugg samsetning að mínu mati.

Hér hafið þið Elísabetu Gunnars fyrir H&M STUDIO AW19:

Myndirnar voru teknar á götum Osló í 25°og sól …. og ég klæddist ullarfötum – leikið þetta ekki eftir heima, mér var mjööög heitt ;) Ljósmyndari var Ignat Wiig og um förðun sá Linda Nicolay og ekki má gleyma sérlegum aðstoðarmanni, Önnu Margréti Gunnarsdóttur.

Þessi er æææðiii og sjáiði líka skóna, bilast.
Rauða peysan er sú flík sem ég ákvað fyrst að mig langaði í, hún er stutt, flegin og með löngum ermum – hið fullkomna snið fyrir mig. Bíðið bara eftir að þið sjáið leðurbuxurnar betur (!) þær eru drauma.
Hér sést líka aðeins í nærfatnaðinn …

Skoðið línuna í heild sinni –  HÉR

Hlakka til að hitta ykkur.

xx,-EG-.

Viljið þið eiga möguleika á að vinna flík úr línunni? Fylgið mér á Instagram @elgunnars 

ALEXANDRA HELGA SELUR AF SÉR SPJARIRNAR FYRIR GOTT MÁLEFNI

SHOP

Fyrrum fegurðardrottningin og eiginkona fótboltamannsins Gylfa Sigurðssonar selur af sér spjarirnar í Trendport þessa vikuna. Trendport er staðsett á Nýbýlavegi 6 og er verslun sem selur notaðar flíkur í endursölu.

Ofurskvísan Alexandra Helga Ívarsdóttir er þekkt fyrir einstaklega mikil smekklegheit

Alexandra er þekkt fyrir að vera með góðan stíl og býður okkur því upp á virkilega gott úrval af merkjavöru sem eflaust verðuð rifist um. Ég er sjálf að hugsa um að kíkja í heimsókn og athuga hvort ég verði heppin að ná einhverjum næsheitum. Merki eins og Isabel Marant, Kenzo, Self Portrait, Gucci, Nike,  og miklu miklu fleiri mæta okkur á þessum góðgerðabás sem enginn má láta fram hjá sér fara.


Básinn verður uppi í 2 vikur og hefst salan í dag, 4.september. Allur ágóði af sölu flíkanna fer til Ljóssins sem er endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda.

Fallegt framtak sem vert er að segja ykkur frá.

Fylgið Alexöndru á Instagram HÉR og fáið að sjá uppfærslur á Instagram story þegar hún fyllir á básinn.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ELÍSABET GUNNARS – H&M STUDIO AMBASSADOR

LÍFIÐSAMSTARF

Eins og einhverjir tóku eftir þá fór ég í stutt stopp til Osló á dögunum þar sem finna má höfuðstöðvar H&M á Íslandi (og Noregi að sjálfsögðu) í gömlu sjarmerandi húsnæði alveg í miðbænum. Ég náði að slá margar flugur í einu höggi í þessari heimsókn en ég fór smá yfir dagskránna mína í bloggfærslu í beinni á þeim tíma.

Í stuttu máli – á einum sólarhring: Heimsókn í opnun nýs sýningarrýmis – H&M Studio myndataka – Kynningarfundur um Trendnet með markaðsdeild H&M.

H&M hafa beðið mig að vera einskonar ambassador fyrir STUDIO línunni þeirra og ég tek því verkefni með stolti og mikilli ánægju. Ég hef fylgst með og kunnað vel að meta STUDIO línu þeirra í mörg ár. Það er líklega sá hluti af H&M sem á hvað best við mig og bloggið mitt er sönnun þess því ég hef skrifað um línurnar í mörg ár, löngu áður en H&M opnaði á Íslandi ;) Rakst t.d. á þessa grein frá því árið 2015 (!) HÉR og þær eru fleiri í safninu.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið línuna þá er þetta tískulína sænska risans sem kemur út tvisvar á ári í mjög takmörkuðu upplagi í útvaldar verslanir H&M, þar á meðal H&M í Smáralind. Studio línan fylgir tímabilum stóru tískuhúsanna – vor/sumar og haust/vetur – og færri fanga flíkurnar en vilja. Síðastliðin ár hefur línan verið frumsýnd á tískuvikunni í París þar sem öllu hefur veirð til tjaldað, sem sýnir þann standard sem þau vilja ná á tískusviðinu. Þá reyndu þeir nýja leið í síðustu línu þegar haldið var með fjölda áhrifavalda í draumkennda ferð til SEDONA. Ég var þar fyrir Íslands hönd eins og þið tókuð líkega eftir á blogginu.

Fylgist með hér á blogginu á morgun þegar ég sýni ykkur fleiri myndir frá myndatökunni ásamt því að segja ykkur frá viðburðinum í Smáralind á fimmtudag, þar sem ég mun taka vel á móti ykkur.

psst. Ég er að gefa flíkur úr línunni í Instagram leik HÉR fyrir áhugasama, ekki missa af því.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: AARHUS

DRESS

Elska þessa kvöldsól .. 

Við höldum áfram að njóta lífsins á sunnudögum en í gær gerðum við okkur glaðan dag í elsku Århus. Gunni sagði að ég væri klædd eins og ég væri á leið í ræktina in the 8os. Það var vissulega þegar ég var einungis í hjólabuxum (gömlum úr Weekday) og uppáhalds samfellunni minni frá OW/AndreA og ég tók enga mynd af mér þannig en fannst kommentið of gott til að deila því ekki hér, sitt sýnist hverjum segi ég nú bara! haha. Hefði átt að taka mynd ..

Blazer: H&M STUDIO AW19, Samfella OW/AndreA, Hjólabuxur: Weekday eldgamlar, Skór: Zara

Gunni er í buxum Won Hundred og Bol Won Hundred, skórnir eru Húrra Reykjavík og sokkarnir COS.
Við vorum svo voða vel merkt með risa 66°Norður poka á öxlinni … eins sönnum Íslendingum sæmir ;)

Talandi um hjólabuxur þá bloggaði Andrea um það þægilega trend HÉR fyrir áhugasama.

Nú er hafin ný vinnuvika sem verður mjög löng en ótrúlega skemmtileg hjá undiritaðri – hlakka til að leyfa ykkur að vera með í beinni, @elgunnars á Instagram.

xx,-EG-.