fbpx

LJÓSIR TÓNAR

SHOP

Ljósir litir, tímalausar línur, er þetta laugardagslúkkið? Hér að neðan tók ég saman vörur í ljósum tónum sem kalla á mig þessa dagana. Þegar við fjárfestum í vorinu þá er mikilvægt að hugsa lengra með því að velja vörur sem virka núna en líka áfram út árið, það er misskilningur að ljósir litir séu einungis ætlaðir sumrinu.

Sólgleraugu, hattar, hælar en líka samstæðu sett, stólar og undirföt.

Happy shopping.


Hinar vinsælu peysur sem fallegt er að nota á nokkra vegu. Fást: HÉR
Big Big Chair frá Norr11. Fæst: HÉR
Elska þessi nærföt frá Lindex, hef keypt í mörg ár og mæli með. Fást:  HÉR
Nýja Jodis línan hennar Andreu Rafnar  fór í sölu í vikunni. Denise er algjör draumur, prufið að para þá saman við sokka á meðan við bíðum eftir sumrinu. Fást: HÉR
Chanel sólgleraugu í hvítu? Ójá. Fást: HÉR
10 hringir í pakka. Fást: HÉR
Ljós Huskee bolli með loki, sá sami og ég geng með alla daga. Fæst: HÉR
Hvíta naglalakkið sem ég hef mælt oft með, frá Essie og fæst td í Hagkaup. Sjáið það á mínum nöglum: HÉR
Something blue? Drauma sett frá House of Sunny. Fæst: HÉR
Sloppur: HAY/Epal. Fæst: HÉR
Derhúfa: Nike. Fæst: HÉR
Baret frá Blanche, belissimo. Fæst: HÉR
Þetta sett, Frá Toppi Til Táar … undirituð kann vel að meta. Blazer í yfirstærð og buxur úr silki. Fást: H&M

Kunnið  þið að meta svona lista?
Skiljið endilega eftir ykkur komment hér að neðan eða
sendið mér skilaboð á Instagram @elgunnars

Góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

LÍFIÐ: VOR Í LOFTI

LÍFIÐ

Á einni nóttu breyttist vetur í vor og það var ótrúlegt til þess að hugsa að um febrúar sé að ræða hér í Esbjerg síðustu daga. Við nutum þess að vera úti í fríska loftinu og fá sólina í andlitið … er á meðan er .. ég man að svona snemmsumar tilfinning hefur komið yfir okkur á meginlandinu áður og svo kólnar aftur áður en við tökum við vorinu fyrir fullt og allt .. ég er því búin að læra af reynslunni og býst alveg eins við dúðuðum dönskum dögum næstu vikur.

Helgin –

Brunch a clock …

Blátt þema …

Einstöku útihlaup í blíðviðri eða skemmtiskokk eða hvað við viljum kalla hálftíma hringinn. Fyrir líkama og sál …

 Ég get ekki GM í þessum slopp. Kaffibolli (Sjöstrand að sjálfsögðu) í rúmið, hreint á sængurnar fyrir komandi viku …

Danskt ..

Hvítt á neglurnar? Minn uppáhalds er frá Essie og heitir blanc. Ullarteppi: As We Grow, Bolli: KER

Danska dúó – GM og Mamma …

Vinir skrifuðu undir nýjan samning, handboltalífið …

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: GENG GLÖÐ INN Í HELGINA

DRESS

Sól í hjarta, sól í sinni? Ég geng sérstaklega glöð inn í helgina á þessum fallega og bjarta degi. Gunni gaf mér dagsins dress í jólagjöf, settið er frá Tekla og er ætlað sem náttföt en þið þekkið mig og blæti mitt á nýtingu náttfata. Stígvélin keypti ég í Zöru um leið og ég rakst á þau, það voru önnur frá Gia Couture (sjá hér) sem voru búin að elta mig á samfélagsmiðlum í nokkra mánuði en ég týmdi ómögulega að eyða svo miklu í hvít leður stígvél sem ég svo sannarlega elska núna, en ég veit ekki hversu lengi það endist. Zöru skórnir fást HÉR og ég taldi það mun betri kaup fyrir mig að þessu sinni.

Náttsett: Tekla / Fæst í Norr11?, Stígvél: Zara

Eigið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GANNI X LEVI’S

FASHION

Ég byrjaði daginn í bolla með glæsilegu Guðný sem vinnur hjá Ganni í Kaupmannahöfn. Takk fyrir að sýna mér allt í gegnum FaceTime en VÁ hvað ég sakna þess að hitta fólk, heimsækja sýningarherbergi, fá að vera saman í raunheimum … staðan er ennþá slæm hérna megin við hafið og ég samgleðst svo öllu fólkinu mínu á Íslandi sem lifir heldur hefðbundnara lífi um þessar mundir. Njótið nú ! <3

GANNI x Levis kynnti samstarfsverkefni sitt á tískuvikunni í ágúst 2020 og í dag, 24.febrúar 2021, sjáum við það loksins í sölu. Ég heillaðist strax af samstarfinu og sagði frá því á mínum miðlum í beinni frá Kaupmannahöfn. Í tilefni þess að línan er komin í sölu ákvað ég að taka saman mínar uppáhalds flíkur til að sýna ykkur á blogginu.  Línuna í heild sinni getið þið skoðað: HÉR

Hugmynd samstarfsins var að hanna tímalausar flíkur úr gæða efnum sem við getum notað aftur og aftur og í mörg ár, mér sýnist það hafa tekist vel ..

HIGH-WAIST WIDE STRAIGHT JEANS
Gallabuxurnar verða án vafa uppáhalds flík margra úr línunni. Love love ..

TAILORED DENIM MIDI KJOLE
Passar vel við sandala og berar tær eins og fyrirsætan sýnir okkur vel ..

HIGH-WAIST CINCH DENIM SHORTS
Berleggja á sumrin og í sokkabuxum á veturnar ..

SNAP DENIM MIDI KJOLE
Ég nota svo reglulega Levis skyrtu af Gunna í sama efni, elska hugmyndina að lengja hana svo úr verður kjóll ..

DENIM MINI KJOLE JAKKE
2 fyrir 1. Myndir þú nota þennan sem mini kjól eða yfirhöfn? Að mínu mati er bæði betra.

“Working with Levi’s has been so much fun. From the moment we met, there was instant chemistry and we really felt aligned on our visions from the very beginning. We’ve learnt so much along the way about new fabrics and the craftsmanship of great denim. I remember stepping into the Levi’s HQ and seeing team members wearing GANNI and Levi’s together and thinking; this collaboration feels so right. The collection is all about timeless pieces that you want to wear over and over again. It’s classic denim with a few playful details that just get even better with time. We hope people will wear them forever.”
– Ditte Reffstrup, Creative Director, GANNI

 

Því miður fæst Ganni ekki á Íslandi eins og staðan er núna eftir að Geysir lokaði verslunum sínum en ég held að aðrar íslenskar  verslanir verði fljótar til og grípi merkið á lofti.  Ég veit að ég er ekki eini Íslendingurinn sem vonar það.

Happy shopping x

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNDAYS: MARGIR KAFFIBOLLAR & ÍSLENSKT HÚS Á DANSKRI FORSÍÐU

LÍFIÐMAGAZINE

Góðan daginn.

Gunnar Manuel hefur leikið sér stanslaust í tvo klukkutíma og á meðan hef ég setið og drukkið heldur marga kaffibolla (bara eins og það á að vera á sunnudögum) – en líka skoðað og lesið þrjú viðtöl í sérstaklega fallegu Bo Bedre.

Og þess vegna elska ég sunnudaga.

Ég kaupi mér af og til tímarit, kippi þeim með á kassanum í búðinni þegar forsíðurnar kalla á mig. Það var einmitt tilefnið þegar janúar útgáfa af danska hönnunartímaritinu Bo Bedre var keypt. Það er svo róandi að lesa á pappír til tilbreytingar frá greinum á netinu (í tölvu og síma). Ég hef beðið spennt eftir að eiga svona stund, metime, en þó með ,,Mamma mía…” með ítölskum hreim í bakgrunninn, GM er að leika sér með Mario Bros á hliðarlínunni haha.

Forsíðan á þessu Bo Bedre blaði er alveg einstök en um er að ræða íslensk sumarhús á Þingvöllum sem hannað var af KRADS arkitektum fyrir hjónin Tinu Dickow og Helga Hrafn. Tina er ein þekkt­asta tón­list­ar­kona Dan­merk­ur en hefur búið á Íslandi í mörg ár.

Algjör draumur, mæli með.  –

Myndir: Marino Thorlacius

Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: I need a huge cup of coffee

LÍFIÐ

I need a hug..e cup of coffee.
Já stundum er staðan bara þannig. Maður þarf knús og maður þarf kaffi. Gunni fór frá okkur í gær og ég vaknaði lítil í mér í morgun, sakna hans og sakna Ölbu en svona getur lítið verið furðulegt í þessu boltalífi. Meira: HÉR
Þakklát fyrir morgungöngu ein með sjálfum mér áður en ég byrjaði vinnudaginn. Líka mjög þakklát fyrir það að geta keyp takeway frá uppáhalds Kaffesmeden, nágrannakaffihúsið mitt sem ég vil alls ekki að loki vegna Covid. Mikilvægt að styrkja við litlu fyrirtækin sem maður heldur uppá.
Eigið góðan dag.

//

Yesterday Gunnar left for a new adventure and I feel sad about it even though I know it’s the right decision for his career. More: HERE
I woke up today trying to stay positive and took a long walk before I started work. I needed a hug (got it from my son) and a big cup of coffee that I bought on my way back home  – so glad that Kaffesmeden, my lokal coffee shop here in Esbjerg, is open for takeaway on this strange Covid times.
Have a nice day.

Húfa: H&M, Kápa: AndreA, Jakki: Baum und Pferdgarten, Stígvél: Zara

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagra

Fanø í febrúar

LÍFIÐ

Ég mun aldrei gleyma þessari rússíbana helgi, meira um það síðar.
Við heimsóttum Fanø í fyrsta sinn að vetri til og það var ekki síður dásamlegt.  Eins og þið sem lesið bloggið mitt þá er þetta mín uppáhalds eyja sem við heimsækjum svo reglulega á sumrin. Ég hef oft birt myndir og mælt með heimsókn þangað síðustu árin og það var gaman að njóta samveru vina þar að vetri til, þó það væri allt lokað og fámennt á götunum.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Hvað skiptir mestu máli þegar kemur að fatavali?

DAGSINSMAGAZINE

Takk lesendur Smartlands fyrir að hafa mig með í þessum smekklega hópi íslenskra kvenna sem þið teljið klæða sig vel. Listinn var birtur í sérblaði Morgunblaðsins og þið eruð nokkrar búnar að senda mér mynd af því í dag.

Vegna útgáfu greinarinnar þá fékk ég spurninguna, ,Hvað skiptir mestu máli þegar kemur að fatavali?´ inn á borð til mín. Hér að neðan kemur mitt svar, sem alltaf er í svipuðum dúr. Ágætis föstudags áminning til að birta hér á blogginu.
Tökum þetta með okkur inn í helgina.

 

Ólíkur hópur kvenna með skemmtileg svör við sömu spurningu: HÉR

Annars mæli ég með áhugaverðu forsíðuviðtali blaðsins við algjöra súper konu, Sigrúnu Guðjónsdóttur sem býr í Sviss en lætur ljós sitt skína um allan heim. GRL PWR grein sem veitir innblástur, lesið HÉR

Góða helgi xx

// Elísabet Gunnars

VALENTÍNUS FÉKK HJÁLP FRÁ HILDI

DAGSINSDRESSÍSLENSK HÖNNUN

Takk Hildur Yeoman fyrir að bjarga Gunna með Valíntínusargjöf? Getum við horft á dagsins dress þannig? Nærföt (sem þið fáið ekki mynd af mér í haha) og þessi dásamlegi sloppur sem ég klæðist strax í dag eftir að pósturinn bankaði upp á með hann í gær. Ég spottaði þessi fallegu íslensku nærföt á miðbæjarrölti í byrjun árs og keypti mér þau svo sjálf online núna eftir að ég kom heim. Ég hef alltaf elskað þetta kimono snið og var svo glöð að fá það aftur í sölu eftir smá pásu. Hildur hannar allskonar snið sem henta öllum líkamstýpum, ég hef einmitt oft komið inná það í mínum færslum síðustu árin og elska það.

Ég rakst á innlegg hjá Yeoman sem er með Valentínusar afslátt í tilefni degi ástarinnar – afþví að ég er í slopp í dag sem er á afslætti núna, þá fannst mér tilvalið að segja frá því hér til að styðja við vinkonur mínar í Yeoman sem ég hef unnið svo oft með í gegnum tíðina. Notið kóðann “VALENTINES” fyrir 15% afslátt af vissum vörum, en skoðið nánar: HÉR

Valentínusardagurinn er á næsta leiti og ég er að spá í að taka þátt í honum, þið líka? Ég tek glöð á móti öllum svona dögum og þá sérstaklega síðasta árið þegar allt óhefðbundið frá hversdagsleikanum gerir mann spenntan. Konudagurinn, Bóndadagurinn, Valíntínusardagurinn … æ afhverju ekki …

LESIÐ LÍKA: ÁST ER ..


Þegar ég tala um að “halda upp á daginn” þá á ég ekki endilega við að við þurfum að fara í óvissuferð í sólahring og gefa hvort öðru stórar gjafir, það má líka sjá fegurðina í litlu hlutunum. Ég er bara spennt að drekka góðan kaffibolla með eiginmanninum og kannski elda eitthvað meira næs og nota það sem afsökun að það sé nú einmitt ástardagur og því um að gera að halda upp á það <3 … ég mæli með að fólk sem er single geri sér líka glaðan dag. Ást er allstaðar ..

 In the mood for love? Íslenskt, já takk.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

WINTER WONDERLAND

LÍFIÐ

Síðustu 12 ár erlendis man ég eftir tveimur vetrum þar sem við fengum snjó, þeas svona snjó sem kallar ÚT AÐ LEIKA og allir hlýða. Síðast var það árið 2010 og 2011 svo biðin hefur verið ansi löng. En hér er hann mættur og við kunnum vel að meta.

Lífið hefur einkennst að sleðaferðum eftir leikskóla alla daga og það skín svo mikil gleði úr augum barnanna að fá þessa stund þegar allt er lokað. Takk veðurguðir, ég vona að snjórinn stoppi sem lengst, það hjálpar svo sannarlega þegar lífið er lokað að mestu.

 

iloveyou

Teygja: Sú lang besta í bransanum/AndreA, Úlpa: Askja/66°Norður, Skór: Zara

Danskar kveðjur úr snjónum xx

//Elísabet Gunnars.

@elgunnars á Instagram