fbpx

BLACK LIVES MATTER

ALBAFÓLKLÍFIÐ

Ég elska þessa mikilvægu samstöðu sem hefur myndast á samfélagsmiðlum síðustu daga. Meira svona – í átt að betri heimi.
Mig langar til að byrja vikuna á því að deila einni af mínum uppáhalds myndum af Ölbu á Ítalíu. Tekin sumarið 2013 og það er svo margt fallegt við hana.

Alba er svo fljót að eignast vini og þegar þessi
mynd er tekin þá kunni hún frönsku sem hún notaði
í samskiptum við nýjan ítalskan vin. 

Barnslegt eðlið er án fordóma og ég kenni mínum börnum að halda í það eðlilega munstur út í lífið.

Eftir að hafa fylgst með átökum síðustu daga blöskrar mér sá raunveruleiki sem við lifum við árið 2020. Við höfum náð langt en eigum svo langt í land – árið er 2020 og það er í raun ótrúlegt að við séum að upplifa þetta óréttlæti og kynþáttaníð.

Hlutverk mitt sem móðir er ótrúlega mikilvægt í þessum efnum – að kenna og fræða börnin um stöðu mála og hvetja þau til að beita sér ef þau lenda í aðstæðum þar sem þörf er á því.

View this post on Instagram

🤍 #pleaseicantbreath

A post shared by TRENDNET (@trendnetis) on

View this post on Instagram

#blackouttuesday #bekind 🖤

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Lærum og lifum og gerum þannig heiminn að betri stað  .. eigið góðan dag 🖤

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK: ÍSLENSK HÖNNUN

DRESSÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐSAMSTARF

Hoppandi kát kona heilsar frá Svíþjóð, þar sem hjartað slær alltaf jafn fast og mikið úr hamingju, og ég er aldrei að fela það. Feels like home að vera hér.

Ég var að birta mynd á Instagram og fékk strax svo mikinn áhuga á kjólnum sem ég segi ykkur stolt frá hér á blogginu líka.
Um er að ræða íslenska hönnun frá Anítu Hirlekar sem mér fannst passa einkar vel við sænska sumarið.

Hlakka til að segja ykkur nánar frá ferðalaginu sem og deila með ykkur mörgum myndum sem teknar hafa verið um helgina  – draumadagar.

Happy kid.

Kjóll: Anita Hirlekar, Skór: Acne Studios

Þið munið kannski einhver eftir því þegar ég heimsótti Anítu í sýningarherbergið í Sundaborg?  … það er einmitt þá sem ég féll fyrir þessum hvíta blómakjól sem fæst þar á þriðjudögum en líka HÉR á netinu. Ég hlakka til að sjá hvað Aníta mun sýna okkur á Hönnunarmars í lok júní, ég veit að hún er að undirbúa nýjungar eins og margir íslenskir hönnuðir sem verða með á þessari mikilvægu íslensku hönnunarhátíð. Ég vona að ég mæti með læti, þá sjáumst við þar!

Vonandi eruð þið að njóta helgarinnar með ykkar fólki og haldið því áfram (elskum auka sunnudaga eins og við fáum á morgun)  .. knús og kveðjur frá Skåne.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GÓÐA HELGI

LÍFIÐ

Hæ héðan úr höfuðborginni, Kaupmannahöfn. Við erum á smá ferðalagi og bíðum spennt eftir að knúsa bróðir minn og Örnu hans hinu megin við brúnna seinnipartinn í dag. Ég hef ekki hitt hann svoo lengi og því verða þetta fagnaðarfundir. Við erum ekki bara með sömu gen – líka bæði með hálfsænskt hjarta …  love it.

En fyrst, smá vinna. Ég skutlaði Gunna af mér á smá fund en tek börnin með mér í mission.

Bring kids to work … allir sælir í sólinni.

K a f f e –  K i  d s –  K ö b e n

Trendnet setti í loftið nýtt blogg í dag – kynnumst HIbeauty HÉR – verið velkomnar í fjölskylduna kæru dömur!

Útsýnið núna:

Ég vona að þið eigið góða helgi. Ég verð virk á Instagram næstu daga, fylgið mér endilega @elgunnars

xx,-EG-.

LÍFIÐ: AARHUS C

LÍFIÐ

Ég átti svo góðar stundir á rölti með liðinu mínu um Aarhus sem nú hefur lifnað aftur við eftir erfiðar vikur.  Það að setjast á  kaffihús telst til tíðinda þegar maður hefur  þurft að pása slíkt í 10 vikur  (!)  ..

Ég spurði á Instagram: Hvað finnst mér skemmtilegast að gera? Og sagði svo að það væri nákvæmlega þetta. Að vera til. Setjast í gott sæti með gott kaffi og fylgjast með mannlífinu. Ég fæ innblástur frá allskonar fólki, Instagram er ekki nóg fyrir mig heldur vil ég líka sjá gamla fólkið, öll börnin, skapgerðirnar og minna mig á fegurðina í því hvað við erum öll ólík en samt falleg, hver á sinn hátt. Ég kunni sérstaklega vel að meta upplifunina að þessu sinni.

iloveyou


Latínska hverfið er uppáhalds.


Mæli með La Cabra Coffee ef þið eruð á röltinu á þessum slóðum. Kardemommu snúð með kaffinu – nammi.
Mæli með að kaupa súrdeigsbrauð til að og taka með heim í frystinn.

Ég fékk margar spurningar um skóna mína. Gunni gaf mér þá í afmælisgjöf og þeir eru frá Acne.

Vintage grams með Ölbunni minni.

Merki-legt.

Aarhus C.

Allt í blóma hér.

Hæ sæti.
Ef ég ætti hund þá væri hann alltaf með tóbaksklút.

Paustian fegurð.

Pabbastelpa.


Blóm í fallegri leðurtösku var afmælisgjöf dagsins fyrir vin.

Já það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið góður dagur.

Takk fyrir okkur Aarhus. Always að pleasure en eitthvað sérstaklega næs núna.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PERLUR ÍSLANDS

LÍFIÐ

Vísir tók mig á tal þar sem ég var beðin um að fara yfir mína uppáhalds staði á Íslandi. Ég verð að viðurkenna að ég átti mjög erfitt með að velja á milli staða og fór svolítið út um allt í svörum, alveg óvart  … En svona erum við bara heppin með perlur þessa lands og það er gott að minna sig á þær þegar sumarplönin verða ferðalög innanlands. Ég hlakka til –

Geysir góði

Gamla laugin


Við erum svo stoltir Íslendingar hér með alla Svíana okkar í Bláa Lóninu daginn eftir brúðkaupið okkar 2018.

Þjóðvegurinn, fjöllin, lækirnir og orkan sem umlykur landið er engu öðru líkt. Það er svo frábært  við Ísland er sú staðreynd að þú þarft ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna þessar perlur – hvort sem það eru Þingvellir eða Kjósin mín góða sem ég elska svo heitt.

Kjósin: 40 mín út fyrir borgina

Bíltúr á Þingvelli sem endar á ION – toppurinn! 

Ef ég á að mæla með fullkomnu fríi fyrir mitt leiti þá mæli ég með því að hóa í góða vini og finna svo sumarbústað, þennan týpiska íslenska sumarbústað, til að njóta í nokkra daga.

Íslenskur sumarbústaður með góðum vinum og engu plani er hápunktur ársins í sumarheimsóknum okkar til landsins.  Tengdafjölskyldan mín á bústað í Fnjóskadal og við höfum verið svo lánsöm að fá að fara þangað árlega með okkar góða gengi undanfarin ár. Maðurinn minn er fæddur á Akureyri og ég á fjölskyldu þar líka svo við náum oftast að slá nokkrar flugur í einu höggi. Njóta í kyrrðinni en líka hitta dýrmæta fólkið okkar.

Á leiðinni mæli ég með stoppi á nokkrum stöðum – sjáið hvar með því að SMELLA HÉR  og lesa viðtalið í heild sinni á Vísi.is


Íslenskur sumarbústaður með fólkinu sínu … ekkert í heiminum betra að mati undiritaðrar:

Góða ferð góða ferð góða ferð ..

MEIRA HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ NAOMI CAMPBELL

FÓLK

Súpermódelið og brautryðjandinn Naomi Calmpbell fagnar 50 (!) ára afmæli í dag. Í tilefni þess ákvað ég að birta Vogue myndband sem ég horfði á fyrr í vikunni. Ég hef áður sagt ykkur hvað ég kann vel að meta þessi viðtöl hjá Vogue, sem eru sett upp með svo þægilegum hætti. Að þessu sinni fer fyrirsætan yfir 30 ár af Met Gala lúkkum. Fínt föstudagsáhorf sem ég mæli með!

PRESSIÐ Á PLAY

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNDLAUGARNAR OPNA AFTUR – KLÆÐUMST SUNDFÖTUM DAGS OG NÆTUR

DRESSHEILSASAMSTARFSHOP

Í samstarfi við Speedo á Íslandi og í tilefni þess að sundlaugar landsins eru loksins að opna aftur þá dressaði ég saman nokkra sundboli frá merkinu við mín hversdags klæði. Ég reyni alltaf að hugsa um notagildi í kaupum og sundbolir eru þar engin undantekning. Veljið bol sem þið sjáið fram á að geta notað við gallabuxur á daginn og skipt yfir í hæla fyrir fínni kvöldstund og svo beint í sund.


Ég hef alltaf horft á Speedo sem voða sport merki en nýja sumarlínan þeirra er aðeins meira fasjón en við erum vön. Fallegir litir og snið sem ég kann vel að meta. Fáið kauphugmyndir hér að neðan, þetta eru mínir uppáhalds –

FÆST HÉR

 

FÆST HÉR

FÆST HÉR

 

Lokun sundlauganna hafa tekið á marga Íslendinga sem voru vanir að mæta oft í viku. Ég hef sagt það öll mín ár erlendis að  íslenskar sundlaugar séu það sem ég sakna mest við okkar einstaka land .. það er ekkert eins gott og að geta endað daginn í pottinum og búið þar til orku fyrir næsta dag á eftir –  lífsgæði með meiru.

Njótið nú!

Psst. Ég er að gefa nokkrum fylgjendum Speedo bol að eigin vali á Instagram hjá mér – ekki missa af því:

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MENNTUN Á MÍNUM HRAÐA

LÍFIÐSAMSTARF

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á minni menntagöngu þá útskrifaðist ég frá Háskólanum á Bifröst árið 2014. Ég byrjaði þó í HR eftir árs námspásu frá skóla eftir að ég kláraði Menntaskólann við Sund. Þegar við fluttum síðan óvænt til útlanda varð ég smá áttavillt um hvernig best væri að klára BS námið. Ég varð mjög glöð þegar ég áttaði mig á því að ég gæti lært í fjarnámi frá Íslandi og stjórnað hraðanum sjálf. Fjarnámið á Bifröst passaði fullkomlega fyrir fólk eins og mig. Þar gat ég tekið fög í lotum og valið hversu mikið hverju sinni.

Á útskriftadaginn árið 2014,  lítið kaffiboð í Kjósinni  

Á sama tíma og ég var í náminu var ég líka ung handboltakærasta í útlöndum með lítið barn og ekki með aðstoð frá fjölskyldu. Ég var líka að starta einhverskonar blogg byrjun í mínu lífi sem byrjaði alveg óvart sem personal shopper fyrir Íslendinga sem sóttust eftir því að eignast flíkur úr skandinavísku verslununum. Einhverjir þekkja eflaust þá sögu. Ég gekk frá búðunum yfir í að búa til bloggveröld ásamt vinkonu minni Álfrúnu Pálsdóttur þar sem við fengum frábært fólk til að sameina krafta sína undir einum og sama blogg hattinum. Úr varð heimasíðan Trendnet.is sem opnaði í ágúst fyrir bráðum 8 árum, það gleður mig svo mikið að þið kíkið stundum við.

Að stunda  nám meðhliða nýsköpun  gat ekki hentað betur í mínu tilviki því þar tvinnaði ég vinnuna við það sem ég var að læra  í viðskiptafærðinni með áherslu á markaðssamskipti.

Menntun er máttur og það má tvinna áhugamál, lærdóm og vinnu saman á svo marga vegu. Ég deildi minni upplifun með Bifröst hér að neðan.

PRESSIÐ Á  PLAY

Áhugasamir geta skoðað námið sem ég var í: HÉR
Námið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem starfa eða stefna að því að starfa að markaðsmálum.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DAGSINS DRESS

DRESS

Halló!

FRIYAY – mikið er ég spennt fyrir helginni, er samt ekki með nein plön nema það að eyða henni í hygge með fjölskyldunni minni.  Það er í rauninni það skemmtilegasta sem ég geri og ég er svo þakklát að við erum öll fjögur saman í danska kotinu.

Viljið þið heyra mest notaða brandarann hans Gunnars Manuels þessa dagana? Fáðu þér sæti, sæti. Ég stal brandaranum í Instagram caption í gær haha.

Myndir: Alba

Spöng:  AndreA,  Peysa og Buxur: Gina Tricot, Sundbolur: Speedo, Skór: Loewe/Net a porter

Ég ætla að fara í smá samstarf með Speedó á Íslandi á næstu dögum – hlakka til að sýna ykkur og segja ykkur betur frá því stuði.

Hlýjar kveðjur inn í helgina ykkar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HVER ER UPPÁHALDS BOLLINN MINN?

LÍFIÐ

 

Mbl spurði mig á dögunum hver minn uppáhalds bollinn væri?
Ég misskildi smá spurninguna og svaraði þeim að Sjöstrand hafra-cappuccino, mixað af manninum mínum, væri nýtt uppáhald. Það kom í ljós að spurningin snérist semsagt um það hvaða bolla ég nota þegar ég drekk kaffið mitt. Eins og þið vitið þá er ég Royal Copenhagen kona og kaupi mér reglulega nýja þegar ég ferðast í gegnum Kastrup. En þegar blaðamaðurinn hafði samband þá var ég nýorðin ástfangin af íslenskum bolla sem kom til mín á afmælisdaginn minn og ég ákvað því að nefna hann nýja uppáhalds því mér finnst hann æði og mér fannst ég geta talað meira í kringum hann í svona viðtali.


….

Takk fyrir mig matur á Mbl, viðtalið í heild sinni finnið þið HÉR og KER bollann eftir Guðbjörgu Káradóttur finnið þið HÉR og hjá HAF hjónum á Geirsgötu.

Skál í kaffi!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram