Elísabet Gunnars

LOVE LEE

SHOP

Hjá mér hafa gallabuxur haustsins verið þessar að neðan. Lee buxur í tvemur litum – svörtu og bláu. Svörtu voru keyptar í Geysi í vor (en eru alltaf í sölu) og hinar fást í Andrea Boutique. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi ykkur að það séu tveir stærstu sölustaðir Lee á Íslandi? Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. Bláu eru uppháar og svörtu aðeins lægri í mittið. Báðar góðar yfir rassinn … sem er alltaf kostur í gallabuxnakaupum ekki rétt?

//
My favorite jeans last couple of months are these from Lee – in black and blue.

Ég klæddist bláu fyrst hér … ó elsku París!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOPSTELDU STÍLNUM

Fyrsti snjórinn er fallinn og ég naut þess að skoða fallegu myndirnar sem þið deilduð á Instagram. Veturinn er greinilega mættur á klakann og því eins gott að fara að skipta um gír í klæðaburði ef þið eruð ekki nú þegar búin að gera það.
Hér í Svíþjóð er líka orðið kalt og því hefur undirrituð verið að vinna með mörg lög af fötum þegar hjólað (já hér er nefnilega hjólað í kuldanum) er til vinnu á morgnanna.
Ég tók saman dress Frá toppi til táar sem ég myndi vilja klæðast í dag – eins og áður eru vörurnar allar frá íslenskum verslunum og því kauptips sem auðvelt er að nálgast.

//

The winter has arrived and I love it! Now we pick out clothes to keep us warm and I do it with twist this time.
Here you have my “From top to toe” – my wishes from Icelandic stores. Of course you can find most of the products in stores worldwide or online.
Brr .. its getting so cold outside.

 

 1. Peysa: 66°Norður
  Mig hefur langað í þessa peysu lengi. Ég myndi kaupa hana í XL handa manninum mínum en stela henni svo til notkunar þegar ég þarf á því að halda.
 2. Buxur: Selected
  Mér finnst bootcut sniðið á buxunum svo næs og vona að þær séu ennþá til í Selected á Íslandi. Þær eru nefnilega búnar í minni stærð hérna úti.
 3. Húfa: Gallerí 17 – Moss by Kolbrún Vignis
  Nú skiptum við út glingri fyrir húfu og vettlinga sem fylgihluti. Ég á eina góða sem ég dreg fram á þessum tíma árs. Sjá: HÉR
 4. Kjóll: Gallerí 17 – Moss by Kolbrún Vignis. 
  Þessi er æðislegur í sniðinu og hægt að nota sem kjól eða opinn sem slopp. Ég myndi nota hann lokaðann og vera í þykkri peysu yfir. Smá flower en samt kósý feelingur.
 5. Skór: Dr.Martens – GS skór
  Grófir og góðir í íslenska slabbið ..
 6. Trefill: Acne
  Æ þessi trefill er bara bestur í heimi og því læt ég hann vera með þó ég haldi að hann sé því miður ekki fáanlegur á Íslandi. Leiðréttið mig ef ég fer með vitlaust mál. HÉR sjáið þið hann betur.
 7. Sólgleraugu: Gucci – Augað Kringlunni
  Þó það sé kominn vetur þá pökkum við ekki sólgleraugunum. Þessi tími árs getur verið hinn mikilvægasti fyrir sólbrillur á nefið. Sólin er lágt á lofti (þann stutta tíma sem hún sýnir sig yfir daginn) og því mikilvægur fylgihlutur, til dæmis við akstur. Mín nýjustu eru frá Auganu í Kringlunni.
 8. Jakki: Barbour – GEYSIR
  Mest langar mig í Barbour x Wood Wood útgáfuna sem fæst í Geysi. Þessi yfirhöfn er frábær og lifir lengi.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DAGS OG NÆTUR

INSTAGRAMÍSLENSK HÖNNUN

Föstudagslúkkið var samfestingur hannaður af hæfileikaríku vinkonu minni Andreu Magnúsdóttur. Ég klæddist honum við strigaskó og ullarkápu yfir daginn en skipti svo í hæla og rauðar varir seinna um kvöldið. Flík sem hægt er að poppa upp og niður og er mín uppáhalds úr vetrarlínu Andreu Boutiqe.
Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er ég að gefa heppnum fylgjendum flíkina á Instagram aðgangi mínum: HÉR – ótrúlegar viðtökur!! Ég dreg út á morgun, mánudag.

//

Friday look in my new icelandic jumpsuit designed by AndreA. First wearing with sneakers and than to a more fancy look with heels and red lips. 

 

Við sneakers og ullarkápu ..

Við hæla og rauðar varir ..

Áfram AndreA og íslensk hönnun almennt.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SILVER FACE

BEAUTYLÍFIÐ

English Version Below

Ég birti vikulegu sundays myndina mína á Instagram í óveðrinu síðustu helgi. Mér fannst við hæfi að bera á mig maska fyrir nýja viku og mældi með því að þið mynduð gera slíkt hið sama í útivistarbanninu. Ég prufaði í fyrsta sinn silfur maska sem Guðrún Sortveit seldi mér fyrir þær sakir hvað hann er fancy. Mínir fylgjendur eru greinilega sammála mér því þið voruð rosalega mörg sem spurðuð mig betur út í hann á story.

Maski: Glamglow

//

Mask time with silver Glam Glow. The most fancy mask I have put on my face …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VEL GERT – SIA !

Söngkonan og lagahöfundurinn Sia lenti í leiðinlegu atviki nú á dögunum. Hún er þekkt fyrir að hylja á sér andlitið og reyna að halda sínu einkalífi frá of mikilli athygli. Ég hef ekki lesið mig til um hvers vegna hún gerir þetta, eins og ég segi þá gæti það verið til þess að eiga einkalíf upp að einhverju marki og einnig að leyfa tónlistinni að njóta sín. Hún fær einnig mikla athygli fyrir þennan stíl sinn – verður kannski meiri artist fyrir vikið.

Hún lenti þó í leiðinlegu atviki sem hún leysti á hinn besta máta. Það var nefnilega einhver óprúttinn aðili (paparazzi) sem náði nektarmyndum af henni og vildi selja þær hæstbjóðanda. Hræðilegar aðstæður sem þessar stjörnur lifa við!

Sia hins vegar snéri vörn í sókn og setti sjálf myndina inná sitt Instagram – ókeypis! Caption-ið var eftirfarandi: ,,Someone is apparently trying to sell naked photos of me to my fans. Save your money, here it is for free. Everyday is Christmas!”

Hún fékk mikið lof fyrir þessi viðbrögð og vonandi gerði hún myndina verðlausa í kjölfarið.

Vel gert Sia! Þú fékkst mjög mörg töffarastig frá mér.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR