fbpx

NÝTT HJÁ KARA RUGS – GULLFALLEGAR GARDÍNUR

B27SAMSTARF

Eitt skref í einu, og nú erum við með gardínur (!), bráðum tveimur árum síðar. Og ó hvað við erum hamingjusöm með útkomuna, punktur yfir i-ið þar sem þær ramma inn rýmin. Við settum upp gardínurnar inní stofu og það er ótrúlegur munur og líka uppi á efri hæðinni þar sem að ég bjó alveg óvart til hið fallegasta fataherbergi/space.

Ég hleypti Kara Rugs í heimsókn í tilefni þess að þau eru nú byrjuð að selja gardínur og það með frábærri nýjung sem þið verðið að heyra meira af. Það er fjárfesting að fá sér gardínur og því er þetta svo frábær ný leið til að gera þetta á viðráðanlegra verði.

 

Þeirra þjónusta er svohljóðandi:

Fallegar gardínur, þunnar og elegant. Með wave borða og 100% rykkingu. Gardínurnar eru sérsaumaðar að þinni lengd og koma í þremur stöðluðum breiddum. Við bjóðum upp á tvö mismunandi efni og nokkra liti. Allar pantarnir fara fram í gegnum heimasíðuna – www.kararugs.is – og málin sér viðskiptavinurinn um sjálfur um að skila inn.

Hægt er að skoða og nálgast prufur af efnum og litum í sýningarými okkar Askalind 4.

Smellið hér fyrir frekari leiðbeiningar á Kara Rugs.

Með þessari “sjálfsafgreiðslu og stöðluðum breiddum ná þau að bjóða betri verð á þessari fallegu vöru. Viðskiptavinurinn raðar því saman stærðum sem passa fyrir þeirra rými.

SJÁIÐ ÞESSA FEGURÐ !!

Minn litur heitir hvítur svanur og er í stíl við þann lit sem ég valdi á veggina.


Kara Rugs er staðsett í Askalind en svo er alltaf opið á vefsíðunni hjá þeim þar sem þið finnið allar helstu upplýsingar.

Haustið kallar svo sannarlega á gullfallegar gardínur og kósýheit.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ KYNNAST CONCEPTINU

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

CHANEL KLÆDDI LAUFEY

FASHIONFASHIONISTAMUSIC

Það hefur verið unun að fylgjast með hinni íslensku Laufey þjóta upp á stjörnuhimininn hratt og örugglega. Svo hæfileikarík en líka dugleg, það hefur maður séð frá fyrstu stundu. Ég hef hlustað á gömlu plötuna í heild sinni aftur og aftur en þau hafa ómað í eyrunum þegar ég fer út að hlaupa í sumarr, textarnir draga mann að sér og láta mann hugsa í allar áttir. Sem er svo gott á hlaupum. Nýja platan, Bewitched, ómar svo yfir matseldinni og kertaljósum núna þegar það er farið að hausta.

Ég var ein af þeim sem ætlaði mér að ná miða á tónleikana í Hörpu en náði því miður ekki, eins mikið og ég reyndi það. Það varð uppselt á mínútunni :(

Okkar skærasta stjarna var dressuð af Chanel fyrir síðustu tónleikana hennar með @laphil.

Óvá svo fallegt allt – eins og drottning – elska þessi lúkk og held með þessari Jazz drottningu. Kemst vonandi seinna á tónleika.

PRESSIÐ Á PLAY

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FERMING – UNDIRBÚNINGUR

ALBALÍFIÐPERSÓNULEGT

Við Gunni fermdum elsta barnið okkar í vor. Talað er um að börn gangi í fullorðinna manna tölu við fermingu, ég held að þetta sé þó misskilningur og þetta sé þannig að foreldrar verða loks fullorðnir þegar þeir ferma börn sín. Mér allavega leið eins og ég væri voðalega fullorðin þennan daginn.

Þegar við Gunni giftum okkur þá gerði ég færslu til að styðjast við þegar fólk undirbýr stóra daginn. Ég hef fengið ótal margar þakkir fyrir þá færslu, hún hefur lifað lengi og er alltaf á lista yfir mest lesnu færslur ársins hjá mér. Eftir margar bónir frá fylgjendum ætla ég að endurtaka leikinn fyrir annan stóran viðburð á lífsleiðinni – fermingu.

Við undirbúning ákváðum við um leið að hafa ferminguna hennar Ölbu með léttu yfirbragði, halda þó í hátíðleikann og hafa Ölbu í fókus. Við reyndum því að nútímavæða ferminguna aðeins og færðum okkur frá kransaköku og sitjandi borðhaldi. Þetta er auðvitað smekksatriði og engin rétt uppskrift þar.

LESTU LÍKA: BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Hér fer ég yfir stærstu atriðin í okkar fermingar undirbúningi –

SALUR

Líklega stærsti hausverkur margra er staðsetning eða salur. Við vorum ekki mjög tímanlega og lentum í smá veseni með þetta. Eins eru kostirnir ekki mjög margir sem bjóða uppá að koma með eigin veigar, það var lykilatriði fyrir okkur því kostnaður er fljótur að rjúka upp í stórri veislu ef kaupa á mat og drykki af umsjónaraðilum sala til viðbótar við leigu á salnum sjálfum.

Draumasalurinn okkar var Höfuðstöðin í Ártúnsbrekkunni, einmitt þessi létta stemning sem við vorum að leita af og fallegt útisvæði ef svo ólíklega vildi til að veður myndi leyfa. Salurinn var þó upptekinn og því hélt leitin áfram í aðrar áttir án árangurs. Við tókum loks ákvörðun um að halda bara veisluna helgina eftir ferminguna og sjáum bara alls ekkert eftir því. Þannig var sjálfur fermingardagurinn bara nokkuð rólegur og þægilegur, falleg athöfn kirkju með okkar nánustu og fórum við síðan í afternoon tea með fermingarbarninu á Apótekið þar sem við skáluðum við Ölbu áður en hún sjálf hélt í veislur hjá vinkonum sínum. 

Við fengum því draumsalinn, bara viku eftir fermingardaginn. Höfuðstöðin er staðsett í Ártúnsbrekku (gömlu kartöflugeymslurnar) og býður uppá bjartan og lifandi sal í einstökum stíl. Við skreyttum lítið sem ekkert og komum með eigin veitingar og drykki. Greitt er fyrir leigu á salnum og hægt er að bæta við starfsmönnum í þjónustu og frágang eftir veislu. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sýning Hrafnhildar/Shoplifter, Chromo Sapiens, listasýning sem hægt að bæta við, en það gaf æðislega upplifun fyrir gesti í veislunni og endalausar myndir. Við vorum síðan ótrúlega heppin með veður, sú gula lét sjá sig (Guði sé lof að við biðum eina viku, rigning og rok á fermingardaginn) og því fengu börnin sem mættu útrás á túninu með leikföng sem Höfuðstöðin býður uppá.

GESTIR

Þetta er alltaf erfiðasta verkið, að klára gestalistann. Við notuðum sömu aðferð og í brúðkaupinu og buðum vinum og fjölskyldu sem við hittum reglulega. Alba fékk líka að ráða för og bæta við ásamt því að bjóða vinkonum úr skólanum og handboltanum. Hér er mikilvægt að lágmarka alla meðvirkni og ekki ofpæla (ekki auðvelt verkefni fyrir undirritaða). Við takmörkuðum einnig aðeins barnafjölda og buðum bara börnum sem höfðu náð fermingaraldri, með nokkrum mjög nánum undantekningum.

SKREYTINGAR – EFNI – MYNDAKASSI
Skreytingar hjá okkur voru í algjöru lágmarki og leyfðum við salnum að njóta sín. Ég fékk þá smá aðstoð frá vinkonum mínum í rstíðum og við fengum einn fallegan “centerpiece” vönd ásamt 13 einföldum litlum vösum til að setja á borðin sem innihéldu einn túlípana og smá brúðarslör í stíl við fermingarbarnið sem hafði skreytingu í hárinu.

Við fengum hjálp frá okkar allra bestu Ólöfu hjá Reykavík Letterpress við að gera persónulegt efni fyrir ferminguna. Það er einhvern veginn skylda að gera servíettur fyrir fermingardaginn og við bættum síðan við smá myndabók af Ölbu og síðan miðum fyrir Hvatningaorð sem við dreifðum um salinn. Við slepptum þessari klassísku gestabók, en við sáum ekki alveg tilgang í því. Hvatningaorðin voru okkar útgáfa af gestabók, en við vorum með myndakassa frá Instamyndum og hvöttum gesti til að taka mynd, líma á Hvatninga-miðann og skrifa einhver skemmtileg skilaboð til Ölbu. Þannig gat fólk tekið sig saman og skrifað og mynd fylgdi. Mjög skemmtilegt fyrir Ölbu að eiga og hún skoðaði þetta strax um kvöldið eftir veisluna.

HÁR & FÖRÐUN

Alba fékk að fara í förðun báða dagana hjá vinkonu minni og förðunarfræðingnum Söru Dögg. Hárið sá Rósa María frænka okkar um, það var svo dýrmætt að fá hennar aðstoð á stóra deginum hennar Ölbu, heppin að eiga svona góða að. Alba fékk lágmarks förðun og mamman reyndi eins og hún gat að halda í náttúrulegt útlit hennar. Hárið var létt krullað og tekið frá augunum og fest með fallegum hvítum blómum. Svoo sæt!!


Alba tók þátt í frábæru verkefni með Beautyklúbbnum sem vert er að deila hér, en þar er fermingarbörnum kennt að farða sig á sem náttúrulegasta hátt – veit að margar mömmur kjósa það.

DRESS

Alba var svo heppin að fara í fermingarmyndatöku hjá Hildi Yeoman nokkrum vikum fyrir ferminguna og vann sér þar inn fyrir kjólnum sem hún klæddist í veislunni – hún var svo flott í íslenskri hönnun sem okkur finnst svo skemmtilegt. Á kirkjudeginum klæddist hún hvítu frá toppi til táar, buxum og topp frá Ginu Tricot, fallegt og látlaust við kirtilinn. Skóbúnaðurinn var mikilvægastur fyrir dömuna og hún var ákveðin í að vera í Nike Dunks sem hún fékk að kaupa sér en skórnir fást ekki á Íslandi. Þessi blessuðu skókaup eru saga að segja frá, en systir mín sem er flugfreyja var svo ljúf að kaupa skó í USA en þegar heim var komið þá kom í ljós að annar skórinn í kassanum var númeri stærri en hinn. Við fengum þá aðra flugfreyju til að fara í skiptileiðangur en þegar hún var kominn á réttan stað þá var búið að loka þessari verslun, alveg ótrúlegt. Skórnir hafa því farið í 3 flugferðir og að lokum fermdist Alba bara í sitthvorri stærðinni.
*uppfært nú fást Dunks í H verslun

Við Gunni fundum okkur föt í Húrra Reykjavík í bland við gamalt sem við áttum, ég keypti mér Opéra SPORT sett sem er voða fermingarmömmulegt og eitthvað sem ég get og hef notað áfram í framhaldinu. Á kirkjudeginum var ég í draumadragt sem ég fékk að láni hjá Andreu vinkonu minni, hún er frá Notes Du Nord.  Manuel var í fötum úr minni uppáhalds Arket sem selur “Basic er best” föt á alla fjölskylduna og litla Anna Magdalena var í As We Grow setti.

FERMINGARMYNDARTAKA

Þar sem Alba fór í myndatöku fyrir Hildi Yeoman og var svo ánægð með myndirnar þá létum við það bara nægja. Við prentuðum út þessar myndir í litla bók til að eiga líka heima, ekki bara í tölvunni þar sem þær gleymast kannski. Eftirá að hyggja þá hefði ég alveg viljað fara í myndatöku með Ölbu, og þá sérstaklega alla fjölskylduna, en þetta er fín “afsökun” til að fá mynd af öllum saman í sínu fínasta. Gerum það kannski næst – blessunarlega 7 ár í næstu fermingu :)

Myndir: Berglaug fyrir Yeoman

MATUR OG DRYKKIR

Maturinn var frá allra bestu Búllunni. Þeir komu á pallinn með grillið, smíðuðu bar á staðnum og buðu öllum gestum uppá burger, franskar og sósu. Algjört drauma setup í sólinni og það sem kom okkur kannski mest á óvart var að þeir gátu afgreitt alla gesti á mjög stuttum tíma, vel yfir 100 borgara og engin bið. Hrós á Búlluna fyrir það !

Gosdrykki keyptum við í Bónus, kók í gleri og kristal. Svo fórum við dönsku fermingarleiðina og buðum líka uppá bjór og bubblur. Við sluppum því nánast algjörlega við diska, glös og hnífapör í mat og drykk.

Eftir matinn var kaffi og meððí, það þarf vart að taka það fram að kaffið var að sjálsögðu lífrænt gæða kaffi frá Sjöstrand. Við tókum eina fyrirtækjavél með í salinn, en hún er með 2 kaffistöðvar og þolir meira álag. Kökukræsingarnar komu síðan frá listakonunum í Sætum syndum, sjáið þessa fegurð! Þær gerðu stórfenglega kremköku með nafni fermingarbarnsins og síðan voru blandaðir kræsingabakkar með því. Ég fékk mikið af kommentum frá gestum að kakan hefði verið einstaklega bragðgóð en við völdum normal súkkulaðiköku, ef þið viljið herma ;)

 

Við vorum ekki að flækja þetta of mikið í veitingum heldur völdum fátt en gott til að bjóða uppá í mat og drykk. Held að allir hafi verið glaðir, sáttir og gestir farið saddir heim.

AÐ LOKUM

Munið að njóta, ekki hugsa of stórt heldur einblínið á það hvað hentar hverju fermingarbarni fyrir sig. Þegar öllu er á botninn hvolft þá stendur mest uppúr falleg samvera með fjölkyldu og vinum. Og nú er Alba orðin fullorðin …. Gunni samdi svo fallega ræðu/ljóð sem ég hef sem lokorð í þessari færslu. Les yfir þessar línur með mömmustolti yfir unglingnum mínum sem fór heldur óhefðbundna leið í barnæsku.

 

Árið 2009 steig Alba á stokk.
Risa mistök foreldranna – hvað höfum við gert – ó fokk.
Gleðigjafinn – svo falleg og flott.
En fljótlega flutt af landi brott.

Þriggja mánaða til Svíþjóðar mætt.
Merkileg ákvörðun – var þetta aldrei rætt?
Ung og óreynd, ef foreldra skyldi kalla.
Alba á fyrsta degi byrjuð að heilla alla.

Frakkland var okkar næsti staður.
Þriggja ára á skólabekk, ekkert þvaður.
Foreldrarnir að farast úr stressi.
En  – Voila – hún ræður við allt þessi.

Förinni heitið í þýskan aga.
Mist var blótsyrði og Alba þurfti nafn sitt að laga.
Skjótt fór þýskan um varir að fljóta.
Handboltinn byrjaði, þeir skora sem skjóta.

Kristianstad var næsta heima.
Þýskunni var fljót að gleyma.
Húsið og garðurinn, allt í blóma.
Í IKEA landi eru allir til sóma.

Danmörk næst, jæja faðir góður.
Hvernig elur þú mig upp, ertu alveg óður?
Eftir þrjá mánuði lék leikrit á dönsku.
Til hvers var ég að læra þessa frönsku?

Nýjir vinir, nýtt tungumál, nýr skóli.
Þetta er komið gott, nú steypi ég pabba af stóli.
Alba tók stjórnina og til Íslands hélt ein.
Í Þjóðleikhúsinu skærasta stjarnan skein.

Alba fékk alla til Íslands að flytja.
Látum við þar við sitja?
Fermingarbarnið stýrir för.
Skutla – sækja – sör yes sör.

Valsari í húð og hár.
Yfir töpum verður hún extra sár.
Fræknir sigrar og háir sokkar.
Alba – þú ert uppáhaldið okkar!

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Kylie Minogue klæðist íslenskri hönnun Hildar Yeoman

FASHIONFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman heldur áfram að klæða stjörnurnar en hún hefur verið að meikaða með mörgum flottum stjörnum og fyrirmyndum síðustu árin. Að hin eina sanna Kylie Minogue sé mætt í íslenska hönnun er gjörsamlega tryllt að mati undirritaðrar og ég tek hattinn ofan af fyrir Yeoman teyminu að vera komin svona langt. Heimurinn minnkar og þarna er greinilega hugsað stórt – áfram íslensk hönnun!!  Sjáið þessa drottningu –

 

Þið sem viljið leika lúkkið eftir, þá fæst toppurinn sem Kylie klæðist: HÉR 
Yeoman Reykjavík býður upp á 10% afslátt af öllum kjólum í verslun þessa dagana, með kóðanum: DRESSUP

Annars bara fínt að enda þetta á næntís nostalgíu – Happy Monday!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HEITUSTU TRENDIN Á DÖNSKU TÍSKUVIKUNNI

FASHION WEEK

Danska tískuvikan var haldin í rigningu og roki í Kaupmannahöfn fyrr í ágúst. Mjög ólík því sem oftast er. Ég fylgdist með helstu merkjunum úr fjarlægð að þessu sinni og tók saman smá brot til að birta hér á blogginu fyrir ykkur. Það er svo frábært hvað við fáum mörg af þessum bröndum í búðunum hér á Íslandi. Svo stutt síðan að það var ekki raunin. Við þurfum því ekki að leita út fyrir landsteinana til að nálgast danska hátísku.

Gult, Ljósblátt eða Ljósbleikt eru allt litir sem við veljum næsta sumar, helst frá toppi til táar. Beige heldur líka áfram.
Ljósir litir, Lengri stuttbuxur, Kjólar við buxur, Samfestingar, Heklað …

Hér að neðan er örlítið brot af því besta –

Lovechild

Rotate // Á Íslandi fæst Rotate í GK Reykjavík

 

Opéra Sport // Á Íslandi fæst Opéra Sport í Húrra

Saks Potts // Á Íslandi fæst Saks í Andrá Reykjavík

The Garment

Skall Studio

Ganni // Ganni fæst í GK Reykjavík

Stine Goya // Stine fæst í Andrá Reykjavík

Baum und Pferdgarten // verslun Baum er á Garðatorgi

Opéra Sport og Saks eru sammála um að við notum fína kjóla við buxur. Ég er til í þetta.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: Á FERÐ OG FLUGI

FERÐALÖGLÍFIÐSAMSTARF

Ég hef mikið verið sólarmegin í lífinu síðustu vikur en það er eitthvað sem þið sem fylgið mér á Instagram vitið vel þar sem ég hef verið mjög virk þar að deila með ykkur lífinu. Í fyrsta sinn tók ég mér algjöra bloggpásu á meðan ég naut sumarfrísins með fjölskyldunni. Við fórum sömu leið og í fyrra þegar við völdum okkur sumarleyfisstað – afhverju að breyta þegar maður er alsæll og sáttur?

LESTU  LÍKA: ÖÐRUVÍSI ALICANTE

Ísland er gott en einhvernveginn þarf ég alltaf að eiga næsta miða út, til að kunna að búa á þessari eyju. Við Gunni heimsóttum Valencia í fyrra og það er nýr uppáhalds staður sem ég verð að mæla með við ykkur að heimsækja. Ég kom því vel að hér í fyrra en fékk það margar fyrirspurnir núna að það eru greinilega margir sem ekki enn vita hversu þægilegt er að komast þangað. ALICANTE, bara aðeins öðruvísi Alicante en Íslendingar sækja oftast. Í fyrra fórum við ein en núna tókum við börnin okkar með og í kjölfarið hittum við alla tengdafjölskylduna í spænsku sveitinni. Ó svo fullkomin ferð, held ég geti vel notað þá lýsingu.

PLAY flýgur beint til Alicante alla daga, skoðið ferðir hjá mínum mönnum: HÉR og svo þarf bílaleigubíl til að keyra beinustu leið í hreinar strendur, mannlíf og eitthvað fyrir alla í fallegu Valencia. Ég lýsti henni eins og lítilli Barcelona í fyrra og það má minna á það aftur.

Í Valencia verðið  þið að borða á San Tommaso, betri ítalskan mat hef ég ekki fengið, ekki einu sinni á Ítalíu. Takk fyrir tipsið á sínum tíma Þórhildur Þorkels <3

 


Xaló er lítill bær þar sem að þið fáið æðislegan markað á fyrsta laugardegi hvers mánaðar, ekki missa af því!

Myndirnar hér að neðan gefa  ykkur mögulega smá innblástur en heyrið endilega í mér ef einhverjar spurningar vakna.

Og eitt enn, þetta er lúxus sveita gistingin sem þið eruð öll að spyrja mig út í.

Takk í bili … nú þarf ég að fara að ákveða hvert leiðin liggur í næsta ferðalag.

Bloggið mitt hefur breyst með tíð og tíma og ég fæ reglulega spurninguna hvort ég sé hætt skrifum, sú er alls ekki raunin. Ég mun skifa blogg áfram en með breyttu sniði í flæði við lífið og það sem ég deili á Instagram. Fylgist endilega með mér þar ef þið eruð ekki nú þegar að því @elgunnars.

Sjáumst.

xx,-EG-.

SAUTJÁN KAUPTIPS FYRIR SUMARIÐ

SAMSTARFSHOP

Á þessum rigningardegi horfi ég á gulu vinkonu mína í kortunum eftir nokkra daga. Já hún er þarna, vitið þið til. Því er ekki úr vegi að taka saman nokkrar næs sumarvörur sem mættu svo sannarlega detta ofan í minn innkaupapoka. Eins og áður þá passa ég að þetta séu allt vörur sem fást í íslenskum verslunum.

 

Byrjum að sjálfsögðu á þessum úr skólínu minni með Jodis, blue blue baby!
EG N°4 fást: HÉR, og EG N°1 fást: HÉR

Hör buxur,  helst í öllum litum. Fást: HÉR

 

Mögulega stal ég stílnum frá dönsku tískudrottningunni Pernille Teisbaek þegar ég keypti mér þessi sólgleraugu á dögunum. Fást í Optical Studio og HÉR

Ef það er einhver flík sem undirrituð mælir með að kaupa fyrir ferðalög sumarsins þá er það þessi besta skyrta sem ég á sjálf í tveimur litum. Fullkomin í ferðatöskuna því hún krumpast ekki! AndreA, fæst HÉR

Allra bestu ferðamálin fást hjá okkur á Hólmaslóð, og HÉR .. ég á auðvitað að vera löngu búin að segja ykkur það!

Blóm um hálsinn, í hárið, eða um mittið er eitt af trendum sumarsins. Chanel kom fyrst með trendið en þessi fallegu fást í Andrá, HÉR

Water-Fresh Tint í Travel-Size – uppáhalds farðinn minn og ég hef sagt ykkur það svo oft. Fæst í Hagkaup og HÉR

 

Ó ég mæli svo með Swimslow fyrir sumarið, þessi að ofan eru sundföt sem ég er með góða reynslu af sjálf. Fást: HÉR

 

Þið vitið hversu vel ég kann að meta sólarvarnirnar frá La Roche Posay, þessi er í sértöku uppáhaldi en hún er sérstaklega góð fyrir andlit og augu.  Fæst: HÉR

Ég elska opið bak! Þessi kjóll úr Ginu Tricot. Fæst: HÉR

Hafið þið séð sumarlegri dragt? Þessi er íslensk hönnun Hildar Yeoman, fæst: HÉR

Bikini sem ég rakst á í Magasin í Kaupmannahöfn og var hrifin, fann svo í íslenskri verslun: HÉR

Augnmaskar í öll flug, algjört hax! Minn uppáhalds frá BioEffect fæst: HÉR

Birgitta Haukdal startaði trendinu 1995? Og nú er ég með þetta á heilanum, frá Opéra Sport/Húrra Reykjavik og HÉR

Ég mátaði þessar GANNI buxur í París fyrir nokkrum mánuðum. Þarf kannski að leyfa mér kaupin fyrir íslenska sumarið – svo gott snið. Fæst í GK Reykjavík.

HAPPY SHOPPING
& gleðilegt sumar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

50% AFSLÁTTUR AF LÍF- & HEILSUTRYGGINGUM HJÁ TM Í TAKMARKAÐAN TÍMA

FRÉTTIRLÍFIÐSAMSTARF

Tölum um tryggingar  VOL II … nánar tiltakið líf- og heilsutryggingar að þessu sinni.

Í samstarfi við TM ætla ég að bjóða ykkur frábært tækifæri á að tryggja það allra mikilvægasta – okkur sjálf og fjölskylduna. Við erum gjörn á að tryggja alla veraldlega hluti eins og hús, innbú, bíl og síma en gleymum kannski heilsunni þar sem við erum jú nokkuð ung, hress og frísk.

LESTU LÍKA: ER ÞETTA AUÐVELDASTA LEIÐIN TIL AÐ TRYGGJA ÞIG OG ÞÍNA

Ég er sjálf sek um að sleppa þessum flokk þar til nýlega og í hreinskilni sagt þá finnst mér þessi mál oft flókin og nokkuð kostnaðarsöm. Ég hef því lært mikið á samstarfi mínu við TM og reynt að setja upp góðan tryggingarpakka fyrir mig og mína sem veitir mér ákveðið öryggi. Ég gerði þetta sjálf á síðasta ári (því miður ekki á þessum góðu kjörum :) ) og nú leitaði TM til mín til að vekja athygli á þessu við ungt fólk og bjóða því þessi einstöku kjör gegnum vefsöluna í nokkra daga.

Lykilpunktur fyrir líf- og heilsutryggingar – Það er góð hugmynd að huga að þessum tryggingum fyrr en síðar – nokkrar góðar ástæður.

  1. Ég er að bjóða uppá 50% afslátt – já, rétt lesið – 50% (eingöngu í gegnum vefsöluna).
  2. Það er betra fyrir yngra fólk að kaupa þessar tryggingar, líkur á heilsubresti eru minni og því eru meiri líkur á að umsókn verði samþykkt og áhættumat sé gott.
  3. Við erum mörg hver með skuldbindingar á borð við rekstur heimilis, húsnæðislán og bílalán og má ekki mikið útaf bregða til að erfitt sé að ráða við það. Tryggingin á að veita öryggi á erfiðum tímum, við tekjutap eða sjúkdóma í fjölskyldu.

Mér finnst ég vera að upplifa þetta æ oftar, orðin 36 ára, að líf fólks í kringum mig breytist á einum degi við einhver áföll. Ég mæli því alfarið með því að þið nýtið ykkur þetta einstaka tilboð á þessum flokki af tryggingum. Ég veit einnig að þó svo að þið séuð með aðrar tryggingar í öðrum tryggingarfélugum þá getið þið nýtt ykkur þetta tilboð og haft einungis þennan flokk hjá TM.

FREKARI UPPLÝSINGAR FINNIÐ ÞIÐ HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

KÍKT Í POKANN MEÐ SMÁRALIND

SAMSTARFSHOP

Smáralind kíkti í innkaupapokann hjá mér þegar undirrituð var í vorgír. S in þrjú – sólgleraugu, sandalar og ný sumarskyrta urðu fyrir valinu en allt eru það vörur sem kölluðu á mig í Kópavoginum. Skemmtilegt gigg og svo sannarlega vörur sem ég mæli með –

Hvítar skyrtur

 

HÉR fæst sú sem fór í pokann minn, frá Lindex
HÉR að ofan er ég í henni í Stokkhólmi

Sólgleraugu

HÉR má finna úrval af RayBan en ég finn mín ekki í netverslun og mæli því með heimsókn í Optical Studio í Smáralind

Sandalar

Það var ekki annað hægt en að hafa skópar úr minni línu með í pokanum en þeir hrópuðu á mig í Kaupfélaginu. Fást: HÉR

 

Takk fyrir mig Smáralind og Helga hjá HÉRER – skemmtilegur nýr liður.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LISTAVERK Á GÓLFIÐ EFTIR LILY ERLU ADAMSDÓTTUR

Nú er Hönnunarmars handan við hornið og við í Sjöstrand Fam ætlum leggja okkar að mörkum og höldum sýningu í samstarfi við hæfileikaríku listakonuna Lily Erlu Adamsdóttur. Lily hefur verið þekktust fyrir sín loðnu veggverk en sýnir nú nýjan vinkil, handunnar gólfmottur úr íslenskri ull, sannkölluð listaverk á gólfið.

Verið velkomin á opnunargleði í verslun Sjöstrand, Hólmaslóð 4, fimmtudaginn 4. maí frá 17-19. Þar verða motturnar frumsýndar ásamt fleiri verkum eftir Lily. Boðið verður uppá drykki og góða stemningu.

Motturnar koma í 3 útfærslum og eru númeraðar, en aðeins eru framleidd 7 eintök af hverri mottu og í raun er engin alveg eins.

Motturnar eru að sjálfsögðu allar unnar með ilmandi Sjöstrand bolla við hönd :)

Annar hluti af sýningunni eru svokallaðir “Stepping stones”. Hugmyndin er að koma þessum mjúku steinum fyrir við rúmstokkinn og nýta þá til þessa að byrja og enda daginn á góðum nótum. Stíga á mjúka steinana og taka smá andartak til að anda og vera til staðar.

Okkar uppáhalds Sigríðurr setti einnig saman myndband frá vinnustofunni hjá Lily þar sem hægt er að sjá betur hvernig vörurnar verða til, en mikil vinna liggur á bakvið hverja mottu eins og þið sjáið.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest!

SMELLTU HÉR TIL AÐ VITA MEIRA UM VIÐBURÐ

xx,-EG-.