Elísabet Gunnars

#konurerukonumbestar

FÓLKINSTAGRAMÍSLENSK HÖNNUN

Nú er mánuður liðinn frá því að við settum í sölu góðgerðabolina fínu. Við fengum ótrúlegar viðtökur og bolirnir sem aðeins áttu að seljast í 100 eintökum seldust margfalt upp !!! Við erum allar í sama liði og ég er svo þakklát fyrir það.

Það hefur verið svo ánægjulegt að sjá ykkur deila myndum á samskiptamiðla og hjálpa þannig til við að dreifa boðskapnum – klappliðið stækkar hratt og örugglega. Við kunnum svo vel að meta allar góðu heimsóknirnar sem við fengum á Laugaveginn, símtölin, snöppin, story og myndirnar á Instagram merktar #konurerukonumbestar.

Verkefnið stendur fyrir jákvæðni og ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari í samfélaginu okkar. Við viljum að konur (og karlar) standi saman og haldi með hvort öðru þegar vel gengur. Áfram við öll! Verum fyrirmynd fyrir okkur sjálf og næstu kynslóð á eftir.

Ég fékk að “stela” þessum Instagram mómentum hér að neðan – TAKK!

Áfram gakk.

xx,-Elísabet Gunnars & AndreA.-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ÍSLENSK ULLARDRESS

ÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Mér fannst það ekki alveg passa að skrifa um ullardress um hásumar, en þar sem veðrið á klakanum hefur verið frekar grátt þá er það kannski alveg viðeigandi.
Ég er með tvö dásamleg ullardress á óskalista og ekki skemmir fyrir að þau eru bæði íslensk hönnun. Þau eru hlý og góð en samt svolítið fasjón. Ég mátaði dressin í síðustu íslandsferð þar sem ég deildi þeim á story á Instagram og þið voruð margar jafn hrifnar.
Ég er svo stolt af íslensku hönnuðunum okkar þegar ég fæ fyrirspurnir frá útlendingum um íslenskar flíkur sem ég klæðist. Það segir mér að þeir eru að gera eitthvað töfrandi sem nær út fyrir landssteinana. Þess vegna er það alltaf uppáhaldið mitt að klæðast íslensku búsett erlendis, við erum nefnilega öll í sama liðinu :)

Fyrra dressið er þetta svarta fallega sett frá Hildi Yeoman. Útvíðar buxur og víð peysa sem hægt er að nota saman eða í sitthvoru lagi. Líklega flíkur sem þig langar að hoppa í alla daga? Rósa sem er með mér á myndinni klæðist fallega rauðum kjól frá Yeoman.

 

 

Seinna dressið heitir Valka Dress frá Geysi og er samsett af þremur flíkum – bolur, buxur og opin síð peysa. Þetta er sett sem hefur vakið mikla athygli enda fallegt út í gegn. Munstrið setur punktinn yfir i-ið.

 

Peysan varð mín en ég klæddist henni HÉR fyrir áhugasama.

//
The summer is maybe not the right time to write about wool outfits. But the Icelandic summer has been rather cold and gray so I decided to show you anyway.

The first outfit is from the Icelandic designer Yeoman, which recently opened her own shop on Skólavörðustígur. Matching black dress, but you can use it separated also and I think it would be used a lot, so comfortable and warm, but also fashion.

The second outfit is from the Icelandic Geysir and is called Valka Dress. Pants, t-shirt and a long sweater. Beautiful pattern which makes the dress. I bought the sweater which you can see here. The Geysir shops are really cool, they have a mix of great brands and their own design which is inspired by old Icelandic traditions.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: SPÁNN

DRESSLÍFIÐ

English version Below

Það var algjör draumur að fá að njóta lífsins í hitanum á Spáni í nokkra daga. Afslöppun var í hámarki og því lítið hugsað um útlitið eins og von er vís. Æ hvað það var næs!

Ég fór í síðbuxur eina kvöldstund og notaði þær við skvísu topp sem ég keypti á netinu í vor. Buxurnar voru skyndikaup sem ég gerði á útsölu í Smáralind daginn sem ég fór í sveitabrúðkaupið góða. Ég var búin að leita eftir þessu létta náttbuxna lúkki í mjög mörgum verslunum án árangurs áður en ég sá þessar í VILA. Þær kostuðu mig litlar 3000 krónur á 40% afslætti og ég er mjög ánægð með þær þó þær hafi ekki orðið fyrir valinu í brúðkaupið. Kannski eru þær enn til og þið getið gert sömu kjarakaup ;)

 

 

Blússa: Mango
Toppur: WoodWood Underwear

Buxur: Vila

Skór: Calvin Klein

Bleiku blóm: Dásemdin einÉg kveð Spán með trega en við tekur skemmtilegur tími heima í Svíþjóð.

//

Like many of you have probably noticed .. I stayed for the last couple of days in Spain with my family. Most of the time was really relaxed, by the pool or on the beach. Only one evening I put on a pair of long pants with a little lipstick.
The pants are from VILA and the top is from Mango, both SS17.

Now back to Sweden…

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BAST FATASALA

FATASALAFÓLK

Hafrún Karlsdóttir og Kristín Dahl Bast skvísur ásamt ljósmyndaranum Sögu Sig –

Ég á það til að segja ykkur frá fatasölum sem mér finnst spennandi og á morgun fer fram sú flottasta þetta sumarið. Það er tímaritið Bast sem stendur fyrir sölunni og að henni koma miklar smekkkonur sem við margar lítum upp til. Ljósmyndarinn Saga Sig er ein þeirra en hún hefur í gegnum árin sankað að sér draumaflíkum úr Second Hand verslunum og ég er í alvöru næstum því grátandi yfir því að komast ekki að næla mér í svoleiðis “písa”. 

Í bland við second hand gersemarnar verða mikið af merkjafatnaði á góðu verði.
Ásamt Sögu verða þær Anna Sóley, Eva Dögg, Hafrún Karls, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómas, Ylfa Geirs, Katrín Alda og Kristín Dahl. Ég gæti talið upp endalaust af því merkilega sem þessar konur eru að gera í lífinu en ég lofa allavega miklu og góðu úrvali af fallegum fatnaði og fylgihlutum.  Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa unnið í kringum tísku í mörg ár. Hafrún Karlsdóttir er til dæmis International Sales Manager hjá VALD agency sem sér um merki eins og sænska Hope sem við erum svo margar hrifnar af. 


Hér að neðan má sjá þær myndir sem finna má í viðburðinum á Facebook.

 

 

Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7

Hvenær: 15. júlí 

Tími: 13:00 – 17:00

Meira: HÉR


 

 

Skilið frá mér góðri kveðju!
Happy shopping!

xx,-EG-.

BIG 30

LÍFIÐ

Við hjúin héldum uppá tvöfalt þrítugsafmæli á dögunum. Við stoppuðum stutt á landinu og því var tilvalið að henda í eitt gott partý og ná saman vinum og vandamönnum á einn og sama staðinn. ODDSSON varð fyrir valinu þar sem við skreyttum með gasblöðrum og glimmeríi og bjuggum þannig til okkar eigin stemningu. Þið voruð mörg “í beinni” því fólk var almennt duglegt við að deila gleðinni í gegnum samskiptamiðla :)
Við skáluðum í íslenska sumarbjórinn VIKING White Ale sem var þá nýkominn úr bruggsmiðjunni – heppin við! Oddson útbjó dýrindis snittur og svo er það orðið á götunni að kleinuhringir og bjór séu nýjasta combóið, mörgum fannst það skrítin blanda að bjóða uppá Crispy Cream með bjór en okkur fannst það rosa gómsætt.
Snillingurinn Dóra Júlía þeytti skífum fram eftir kvöldi og ef þið hafið ekki farið í karíókí á Oddsson þá mæli ég svooo mikið með því að þið gerið það fyrr en síðar. Það var rólegt í herberginu framan af kvöldi en þar má segja að eftirpartýið hafi farið fram.  Þar myndast stemning sem erfitt er að lýsa í orðum. Hápunkturinn að mínu mati var síðan þegar söngvarinn Friðrik Dór mætti með míkrafóninn en hann er hér með orðinn uppáhalds íslenski tónlistamaðurinn okkar fjölskyldunnar. Ég fattaði ekki fyrr en þetta kvöld hvað hann á mörg góð lög og það besta er að allir virðast kunna textana því það var sungið hátt og örugglega með lögunum. Frikki verður með stórtónleika í Hörpu þann 9. september og ég hvet ykkur til að tryggja ykkur miða: HÉR.

Örugglega einhverjir sem gruna mann um spons, en ég fékk ekkert borgað fyrir að skrifa þetta. Ég fékk fínan díl á bjór og donuts, borgaði dj, ég fíla Frikka og vona bara mjög mikið að Harpa fyllist og allir hafi gaman. Hann er allavega hæfileikaríkur snillingur sem vert er að mæla með. (leiðinlegt að þurfa að hafa þessa málsgrein með)

Þegar ég byrjaði á póstinum þá ætlaði ég nú reyndar ekki að hafa svona mörg orð um þetta afmæli heldur leyfa frekar myndunum að tala sínu máli. Stemninginn skín vel í gegn og við erum svo þakklát fyrir þetta kvöld sem við fengum með öllu þessu skemmtilega fólki. Takk og skál!

//

Me and Gunnar celebrated our 2×30 year old birthday some weeks ago. We had a short stop in Iceland and it was the perfect way to throw a party and meet all our friends at the same time.
ODDSSON was the place and I really recommend you to pay a visit, for a drink or dinner or just to see the nice design.

At least we had a blast, like you can see on the photos. Beer, finger food and donuts – what do you need more?

Skál!

(smellið á myndirnar til að sjá þær stærri)

 

 

Ég hef fengið margar spurningar um samfestinginn sem ég klæddist í afmælinu. Hann var keyptur í Mango fyrr í sumar og var vígður þetta kvöld. Afslappandi lúkk varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir því. Gunni er í skyrtu og buxum frá Húrra Reykjavík, bæði keypt samdægurs.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR