fbpx

HEIMSÓKN: ANITA HIRLEKAR

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Trendnet sagði frá því þegar íslensku hönnuðarnir Anita Hirlekar og Magnea Einarsdóttir opnuðu nýtt sýningarrými í síðustu viku. Sú fyrrnefnda, Aníta, bauð mér í heimsókn á dögunum sem ég þáði með þökkum, enda fylgst spennt með henni blómstra síðustu misserin. Það var á Hönnunarmars á þessu ári sem hún heillaði mig með fallegum síðkjólum og heillandi tískusýningu sem ég vakti athygli á á mínum miðlum.

Hver er Aníta Hirlekar?

Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA gráðu í fatahönnun með áherslu á fataprint árið 2012 og MA í fatahönnun með áherslu á textíl 2014 úr Central Saint Martins í London. Aníta hlaut hin eftirsóttu verðlaun Fashion Special Prize fyrir fatalínu sína á International Talent Support hönnunarkeppninni á Ítalíu árið 2014. Árið 2016 frumsýndi Aníta næstu fatalínu, Vor/Sumar 2016 línu sína á London og París fashion week með Fashion Scout. Það tækifæri var mikill heiður en Aníta var kynnt sem ein af fjórum mest spennandi alþjóðlegum hönnuðum í dag. Fatalínur Anítu hafa vakið mikla athygli erlendis fyrir framúrskarandi hönnun og hefur m.a. verið fjallað um hana á Vogue Italia og style.com.
Aníta vann Reykjavik Grapevine verðaunin og Fashion design of the Year árið 2019.


Það er haust og vetrarlína 2019 sem hangir í sýningarými Anítu í Sundaborg. Línan inniheldur 10 kvenlega kjóla sem hægt er að dressa upp og niður. Náttúran er efniviðurinn en teikningar af blómum eru stílfærðar á abstrakt hátt, handteiknað og þróað yfir langan tíma af Anítu.

Flíkur Anítu eru allar framleiddar á Íslandi og aðeins lítið upplag af hverri flík –  hönnuðurinn reynir að fara umhverfivænar og sjálfbærar leiðir í hönnun sinni og það er alltaf markmið að gera hverja flík einstaka (engin print flík er alveg eins).

Ég mátaði mínar uppáhalds en myndirnar að neðan eru svolítið óskýrar svo ég mæli með að horfa á Instagram story innleggið mitt HÉR til að sjá mig betur í flíkunum.

Kynnist Anítu betur hér www.anita-hirlekar.com eða kíkið í heimsókn í sýningarherbergi hennar að Sundarborg.

Takk fyrir mig. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

KARL LAGERFELD X L’ORÉAL PARIS

BEAUTYSAMSTARF

Þegar tvö risa Parísar-nöfn sameina krafta sína þá hlakkar í undiritaðri. Ég talaði um það fyrir ári síðan á blogginu þegar snyrtivörumerkið L’Oréal vann með Isabel Marant, sem ég held svo mikið uppá. Í ár var er samstarfið einstakt því það var unnið með sjálfum Karl Lagerfeld. Karl, sem lést í febrúar á árinu, vann allt fram á síðasta dag og var þetta eitt af járnunum sem hann var með í eldinum.

Ég er svo lánsöm að fá þann heiður að vinna með L’Oréal á Íslandi við það að kynna þessa vörulínu fyrir mínum fylgjendum og fékk ég vörurnar í hendurnar í síðustu viku. Ég notaði einmitt einn af varalitunum nánast alla mína daga á Íslandi. Í dag notaði ég svo í fyrsta sinn augnskuggann og maskarann sem ég setti á augnhárin og greiddi líka úr augabrúnunum með burstanum – það kom ótrúlega vel út!

Línan samanstendur af fáum vörum sem koma í takmörkuðu upplagi – 6 varalitir, maskari, eyeliner, highlighter og augnskugga palletta. Línan er sögð endurspegla það sem Karl elskaði í förðun og notaði hann til að mynda oft augnskugga sem liti í skissum sínum.

Herferðin sem ber nafnið “WE ALL HAVE A TOUCH OF KARL” er áhugaverð og í henni eru tekin fyrir sum af hans frægustu setningum eða “quotes” og er leikkonan Helen Mirren eitt af andlitum herferðarinnar.

“FASHION IS A GAME THAT NEEDS TO BE PLAYED SERIOUSLY”

“SUNGLASSES ARE LIKE EYE SHADOW, THEY MAKE EVERYTHING LOOK PRETTY”

-Karl Lagerfeld

 

Ég er að gefa vörur úr línunni á Instagram hjá mér HÉR og ég hvet ykkur öll til þess að taka þátt.
Um er að ræða augnskuggapallettu, eyeliner, maskara og 2 varaliti – ekki missa af þeirri gleði.

Þið finnið vörurnar í sölu á öllum helstu sölustöðum L’Oréal á Íslandi og smá ábending til ykkar sem eruð strax orðin spennt – það eru Tax Free dagar í Hagkaup um þessar mundir og því má gera góð kaup á snyrtivörum þar um helgina fyrir áhugasama.

Happy FriYAY

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

H&M <3 ICELAND AIRWAVES

DRESS

H&M <3 Iceland  Airwaves … og ég tók þátt í því að sýna það á mínum miðlum.

Færslan er unnin í samstarfi við H&M á Íslandi

Það var alveg óvænt að ég var á Íslandi í vinnuviku þegar H&M blikkuðu mig með í verkefni sem búið var að undirbúa á þessum dögum.  Um var að ræða myndatöku í kringum Iceland Airwaves þar sem þau fengu nokkra íslenska áhrifavalda til að klæðast partýklæðum á götum Reykjavíkur. Ég setti saman tvö ólík dress sem ég gat hugsað mér að nota einmitt við slíkt tilefni sem tónlistarhátíðin er. Útkoman er þessi –

DRESS 1:

Ég elska elska elska þennan pels! Gæti verið fenginn að láni frá ömmu minni, flíkin kallaði svo sterkt á mig í verslun H&M í Smáralind fyrir helgi – mæli með.

Pels: H&M, Eyrnalokkar: Giambattista Valli x H&M, Hvítur stuttermabolur: H&M, Glimmer hlýrabolur: H&M, Gallabuxur: H&M

DRESS2: 

Það var annar pels í lúkki númer tvö enda gríp ég oft í þá flík á þessum árstíma. Gunni segir að rautt fari mér svo vel en ég klæðist litnum sjaldan þó mér finnist hann fallegur. Það sést smá í hvíta skyrtu innan undir en hún hefur verið mikið notuð alla vikuna, frá Giambattista Valli x H&M. Stígvélin eru gömul og ekki frá H&M.

Pels: H&M, Eyrnalokkar: Giambattista Valli x H&M, Skór: Gamlir

Ég verð að hrósa teyminu sem ég elskaði að vinna með þennan daginn. Yndislegu Susann hjá H&M, Önnu Margréti vinkonu sem ég hef verið svo lánsöm að fá að vinna mikið með síðasta árið. Elsku bestu Rósu Maríu sem er uppáhalds “múan”  mín í bransanum og svo fékk ég að vinna með Kára Sverriss í fyrsta sinn en ég hef þekkt hann í mjög mörg ár. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og frábært að fylgjast með honum blómstra í sínu fagi. Mæli með að fylgjast með honum HÉR á Instagram.

Allar flíkurnar valdi ég mér í H&M í Smáralind.

Takk fyrir mig H&M og Iceland Airwaves. Vonandi skemmtuð þið ykkur jafn vel og ég á þessari snilldar hátíð þetta árið!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Hildur Yeoman klæddi margar af skærustu stjörnum Airwaves

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er ný afstaðin þegar þetta er skrifað.  Sjálf naut ég þess að mæta þegar tækifæri gafst og ég pældi í ýmsu fleira en bara tónlistinni sem ómaði á ólíkum sýningarstöðum um borgina. Það vakti athygli mína að sjá allar (margar) af okkar skærustu tónlistar-stjörnum klæðast íslenskri hönnun frá Hildi Yeoman.

 

  GDRN & AUÐUR

Jófríður klæddist hlýralausum pallíettu kjól eftir Hildi Yeoman.

Sigríðu Thorlacius með hljómsveit sinni Hjaltalín í silkikjól frá Hildi Yeoman.

GDRN spilaði í hvítum prentuðum mesh bol og prentuðum pallíettu buxum.
Auður kom fram með henni í svörtum spell mesh bol og buxum sem Hildur sérgerði á hann. Sama snið fæst þó í sölu í kvennasniði.
 AUÐUR hélt svo sína eigin tónleika í Listasafninu þar sem hann var klæddur í silfur pallíettubuxur sem Hildur sérgerði á hann.

Að lokum voru það tónleikar Of Monsters And Men sem lokuðu Airwaves með stæl að mínu mati.

Þar klæddist Nanna nýju bronse pallíettusetti úr smiðju Hildar Yeoman. Ljósin voru geggjuð í Valsheimilinu og unnu vel með pallíettunni sem ég elskaði að fylgjast með glitra yfir æsta aðdáendur.

 

 

View this post on Instagram

 

Iceland!! Thank you so much for welcoming us home for @icelandairwaves and coming out to Fever Dream Day! 🖤

A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on

Hildur hefur unnið með ýmsum erlendum tónlistarmönnum svo sem Ellie Goulding nýlega sem ég sagði frá HÉR en líka Bebe Rexha, Taylor swift, khruangbin og fleiri.

Undiritaðri finnst æðislegt að sjá að íslenska tónlistarmenn velja sér íslenska hönnun að klæðast á sviði og finnst ekki annað hægt en að deila því með myndum hér á blogginu. Til hamingju Hildur með þessa flottu kynningu frá okkar íslensku stjörnum.

xx,-EG-.

HVAÐ NOTA ÉG Á VARIRNAR?

BEAUTY

Ég var ein af viðmælendum flottra kvenna sem svaraði spurningunni:

Hvað nota þær á varirnar?”

fyrir Fréttablaðið.

Ég var beðin um að deila með lesendum hvaða snyrtivörur ég nota og ég átti ekki erfitt með að skrifa niður tips í þeim málum. Varalitir og salvar eru örugglega sú snyrtivara sem ég nota hvað mest og því alveg rétt sem fyrirsögnin segir, ég er oft ómáluð, einungis með varalit eða gloss. Lesið mín svör hér að neðan –

„Ég er ein þeirra sem nota oft á tíðum eingöngu varalit eða gloss þegar ég fer út úr húsi. Það er á þeim dögum þegar ég hendi hárinu upp í snúð og fer ómáluð í notalegum gír frá heimilinu en nota samt smá lit á varirnar. Finnst það gera svo mikið. Nú er sá tími árs að ég er alltaf með varasalva á mér því kuldinn veldur varaþurrk, örugglega margir sem tengja við það. Það er líka sá tími árs að ég fer að færa mig yfir í rauðari varir og hlakka á sama tíma til jólanna, rauðar varir í desember er allavega trend sem fellur aldrei úr tísku. Við erum alveg að koma þangað, mikið finnst mér tíminn líða hratt!

Ég festist ekki beint við merki þegar kemur að varalitum og er alltaf að prufa eitthvað nýtt. En ef mér líkar vel við eitthvað, kaupi ég það aftur. Varasalvar aftur á móti er eitthvað sem ég kaupi alltaf frá sömu merkjum og ég sé, þegar ég fer að skoða málið, að ég er að velja íslenskt, sem er ekki verra.“

“Ég hef keypt sama varasalvann í örugglega 10 ár frá Bláa Lóninu, finnst hann alltaf bestur.”

“Ef ég er virkilega slæm af varaþurrk þá nota ég þetta töfrakrem frá Jöklamús sem er algjör nauðsyn á veturnar á mitt heimili. Við notum það öll í fjölskyldunni.”

“Ég tryllist smá yfir samstarfi Loréal við Karl Lagerfeld heitinn. Þetta er vörulína sem hann vann með snyrtivörurisanum rétt áður en hann lést og hún var að fara í sölu núna um mánaðarmótin. Ég myndi velja rauða varalitinn í tilefni þessa tímabils.”

“Ég á alltaf matta varaliti frá MAC í töskunni, þennan sem þú grípur í hversdags allt árið um kring. Ég get mælt með litunum „Velvet teddy” eða „Brave” sem ég á sjálf til þessa stundina.”

Takk fyrir spjallið Fréttablaðið og Björk <3
Lesið endilega hvað hinar dömurnar nota á sínar vörur, hér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AARKE KOMIÐ TIL ÍSLANDS!

SAMSTARFSHOP

Þegar þetta er skrifað er ég alveg að tryllast úr spennu! Loksins loksins má ég segja frá nýrri uppáhalds vöru sem kemur í sölu á Íslandi um helgina. Um er að ræða AARKE sódavatnstæki sem hefur tryllt lýðinn í Danmörku og Svíþjóð og verður nú loksins fáanlegt á Íslandi. Það er HALBA sem tekur vörumerkið í sölu en við Gunni (betri helmingurinn) ásamt bestu partnerum, Álfrúnu Páls og Viktori Bjarka, stöndum á bakvið fyrirtækið.

Í tilefni þess að varan fer í sölu í HAF STORE þá munum við standa vaktina í versluninni með heitt á könnunni á laugardaginn, 10 nóvember. Boðið verður uppá frískandi sódavatn, kaffi og croissant. Sjáumst þar! Meir um það HÉR.

ÚT MEÐ EINNOTA PLAST – INN MEÐ AARKE!

Sjáiði þessa fegurð –

Aarke er sódavatnstæki, hannað af tveimur sænskum vöruhönnuðum, sem tóku þetta klassíska eldhústæki sem margir þekkja og settu í nútímalegri búning. Útkoman er sannkölluð eldhúsprýði, tímalaus og falleg hönnun sem einnig er góð fyrir umhverfið.

KYNNINGARTILBOÐ
Þessa fyrstu daga verður 10% kynningarafsláttur af tækjunum. Þau verða til sölu í takmörkuðu magni og er tilboðið aðeins fáanlegt í HAF Store og á vefsíðu AARKE á Íslandi.

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn!

VIÐBURÐUR HÉR

&

AARKE vefsíða HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

REYKJAVÍKUR RÖLT

LÍFIÐ

Halló Ísland!


Ég er í vinnukeyrslu á Íslandi og það er stuð! Í þetta sinn fékk elsku GM minn að koma með og er aðalega í ömmu dekri þessa daga sem við erum hérna. Ég fékk samt smá Reykjavíkur rölt með mínum manni í gær, bæði dúðuð í íslenska kuldanum, brr ..

Fallega fallega borgin okkar á svona köldum björtum vetrardögum.

Sjáumst á ferðinni!


Ég: Úlpa: 66°Norður (tveggja ára gömul en fæst ennþá), Buxur: Vintage, Skór: Kaupfélagið
GM: Úlpa: 66°Norður, Húfa: Joha/Petit

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FRAM Á VIÐ

LÍFIÐ

Það var hann Jafet Máni sem náði mér í fyrsta hlaðvarps viðtalið þegar ég settist í stólinn hjá honum í Efstaleitinu. Jafet heldur úti þættinum Fram á við þar sem hann talar við unga frumkvöðla á ólíkum sviðum.
“Í Fram á við fær Jafet Máni til sín ungt fólk sem notið hefur velgengni í sínum geira, býr yfir leyndarmálum um lykilinn að góðu gengi í viðskiptum hefur með ævintýramennskuna að vopni stofnað fyrirtæki”

VIÐ HVAÐ VINNUR ÞÚ? Þetta er spurning sem ég fæ mjög reglulega.

Ég kom á hlaupum í Konur Eru Konum Bestar vikunni í september þegar hausinn á mér var á yfirsnúning. Ég sagði frá stofnun Trendnet ásamt því að útskýra hvað ég geri í mínum ólíku vinnutengdu verkefnum hverju sinni. Tímarnir eru vissulega breyttir og það er ekki skrítið að fólk velti því fyrir sér hvað ég geri. Alltaf við tölvuna eða á spani að “leika mér” eins og það lítur kannski út þegar maður fylgist með úr fjarlægð. Ég fer yfir lífið í útlöndum sem kona atvinnumanns í handbolta og tveggja barna móðir, en þó aðallega hvernig ég hef þróað bloggið síðustu 10 ár “í bransanum”.

Takk fyrir mig Jafet og RÚV.

Vonandi kom þetta ágætlega út. Ég er ekki búin að hlusta sjálf, þori ekki ;)

HÉR ER HÆGT AÐ HLUSTA Á VIÐTALIÐ

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MARKERAD EFTIR VIRGIL ABLOH FER Í SÖLU Á MORGUN – SVONA GETUR ÞÚ EIGNAST VÖRU

SAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við IKEA á Íslandi

Nú er komið að því – MARKERAD línan eftir Virgil Abloh fer í sölu í IKEA á morgun! Þið sem ætlið að næla ykkur í vörur úr línunni þurfið að vera á tánum – meiri upplýsingar um það neðst í færslu.

Virgil, sem hefur klifið hratt upp metorðastigann síðustu ár, er nú einn eftirsóttasti hönnuður heims og mikill áhrifavaldur í þessum heimi. Virgil hefur unnið með stærstu vörumerkjum heims og virðast hæfileikar hans og sköpun sér engin takmörk eiga. Hann notar vinnuna sína til að kanna samspil nútímasjónlista og hönnunarkúltúrs og notar bakgrunn sinn í tískuheiminum til að hræra saman hámenningar – og götulist. Ég birti áhugavert viðtal við Virgil um samstarf hann við húsgagnarisann fyrr í vikunni – HÉR.

Virgil hefur þetta að segja um MARKERAD línuna:

„Hverjum hlut á að fylgja stolt. Ég vill að góð hönnun sé aðalástæðan fyrir því að fólk velji MARKERAD.“

Hér að neðan sjáið þið allar vörur línunnar og með fylgir verð og umsögn um hverja þeirra frá hönnuðinum sjálfum.

Stóllinn – 19.950 kr:

„Línan snýst um að draga hversdagslega hluti fram í sviðsljósið og færa þeim aukið vægi. Þegar við bætum hurðastoppara við fót á venjulegum stól sköpum við eitthvað óvænt, einhverja truflun“  
– Virgil Abloh

Sófarúmið – 49.850 kr:

„Draumar rætast á meðan þú vakir“  – Virgil Abloh                                                                                                                                              

Borðið – 39.950 kr:

Hugmyndin er sprottin úr skandinavískum módernisma frá 1950. Uppsetning og hráefni gefa borðinu létt yfirbragð og auðvelda samsetningu. Innbyggðir blindnaglar auðvelda fólki að smella fótunum á – án annarra tækja eða tóla.  – Virgil Abloh                                                                                            

Hvíta mottan – 9.990 kr:

“Kvittunin er vörumerki í sjálfu sér sem hefur verið breytt í list. Mér finnst að mottan geti bæði verið á gólfi og vegg – hvort sem er þá vekur hún athygli á sögu IKEA.  – Virgil Abloh                                                                                            

Græna mottan – 19.990 kr:

„Það eru alltaf undirliggjandi skilaboð í því sem ég geri. Örlítil írónía – og mannlegt eðli.“ – Virgil Abloh

Spegillinn – 24.950 kr:

Einkennandi og slétt yfirborð spegilsins er afbakað – spegillinn öðlast nýtt hlutverk og vekur upp hughrif.  – Virgil Abloh

Glerskápurinn – 29.950 kr:

Hirslur eiga ekki bara að fela óreiðuna, heldur einnig sýna hver þú ert. Notaðu glerskápinn til að miðla þínum persónuleika.  – Virgil Abloh

Klukkan – 3.990 kr:

Klukkan varð óvart til  þegar hönnunarteymið var í vinnusmiðju. Hugmyndin spratt út frá þrívíddarprentaðri fyrirmynd fyrir væntanlega IKEA línu. – Virgil Abloh

Pokarnir – 1.690/1990 kr:

Með því að setja orðið í gæsalappir, tekur Virgil Abloh það úr samhengi og ögrar áhorfandanum. Hver er hinn raunverulegi munur á poka og listaverki? – Virgil Abloh

Myndin – 11.990 kr:

Virgil vottar Leonardo da Vinci virðingu sína með upplýstri mynd af Mona Lisa. Útkoman brúar bilið milli notagildis og listar. Myndin er með baklýsingu og usb tengi – er þá hægt að hlaða símann í myndinni? Áhugavert!

Fleiri vörur úr línunni eru síðan sængurverasett (3.990 kr), púðaver (1.690 kr) og verkfærakassi (1.490).

Ég ætla að enda færsluna á að velja mitt uppáhald – ég fékk smá valkvíða því það er margt sem kallar á mig og ég er vægast sagt mjög peppuð fyrir þessu samstarfi. Ég elska þessi samstörf hönnuða við stóru fyrirtækin sem gefa okkur færi á að nálgast þeirra vörur og handbragð á viðráðanlegu verði.

Svona eignist þið vöru úr línunni:

MARKERAD línan kemur í sölu þann 1. nóvember í takmörkuðu upplagi og verður staðsett á sjálfsafgreiðslulagernum. Fyrirkomulagið verður þannig að hver viðskiptavinur getur keypt þrjá hluti úr línunni, þar af aðeins eina mottu á meðan birgðir endast.

Ég myndi velja:
Pokarnir (must), Spegillinn (trylltur), Sófarúmið (æðislegt), Græna mottan (list) …. þrír hlutir, telur pokinn nokkuð? vona ekki.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PROJECT 🖤

LÍFIÐ
H&M á Íslandi bauð mér á viðburðinn

Þið sem fylgist með mér á Instagram vitið að ég er stödd í Oslo þar sem fram fór kynning á Giambattista Valli fatalínunni fyrir H&M, í gærkvöldi. Fatalína sem Trendnet skrifaði um HÉR  – þegar stórstjörnur sögðu frá fréttinni á Ítalíu. Ég hvet ykkur til að skoða þá færslu til að sjá draumaflíkur úr samstarfslínunni.
Nú er komið að því að línan fari í sölu – þann 7.nóvember, þar á meðal í H&M Smáralind.

Viðburðurinn var haldinn á Vigeland Museum þar sem gestir fengu túr í gegnum safnið með leikrænni tjáningu þekkts leikara. Flíkurnar úr línunni voru settar fallega upp hér og þar um safnið og listrænir dansarar dönsuðu í kringum okkur og náðu að gera upplifunina tilfinningaríka.

Túrinn endaði svo í þriggja rétta máltíð á drauma langborði þar sem ég fékk bestu sætisfélagana, en það voru þau Anna Margrét frá H&M,  Kolbrún Anna og Helgi okkar Ómars sem voru í íslensku mafíunni að þessu sinni – heppin ég.

Það hafa verið að hrynja inn spurningar um toppinn sem ég klæddist í kvöldmatnum en sá er úr Concious fatalínu H&M sem fór í sölu í haust. Mér finnst alltaf viðeigandi að velja fatnað frá þeirri verslun eða vörumerki sem bíður mér á viðburð hverju sinni þegar ég þigg svona boð og ég hélt því í þá hefð og klæddist H&M frá toppi til táar.

Toppur: H&M Concious, Eyrnalokkar: H&M, Buxur: H&M Trend (til núna), Skór: Manolo Blahnik

Takk fyrir mig, elsku H&M vinir og norsku snillingar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram