Elísabet Gunnars

ÁSTARSAGA

FÓLKLÍFIÐ

Elsku hjartans frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Bjarki Már Sigvaldsson eiga saman fallegustu ástarsögu sem áhorfendur Ísland í dag fengu að kynnast í gærkvöldi. Bjarki greindist með krabbamein fyrir 6 árum síðan og þá voru honum gefin 2 ár ólifuð. Hann stendur þó enn uppréttur með þessa mögnuðu eiginkonu sér við hlið og dásamlega, nýfædda Emmu. Því miður er hann þó kominn með þær fréttir  að nú verði ekki meira hægt að gera fyrir hann og því styttist líf þeirra saman í annan endann. Hugarfarið og sterka ástin sem þau bera með sér lætur mann stoppa og hugsa um stund – þau minna mann á að njóta allra litlu “sjálfsögðu” hlutanna í lífinu. Það verður mér innblástur út lífið að hafa fengið að fylgjast með þessari vegferð ykkar.

Ég mæli með að allir horfi á þáttinn hér að neðan.

Megið þið eiga margar góðar stundir, daga, vikur, mánuði, ár – elsku litla fallega fjölskylda.

Tár niður kinnarnar.
Elsku hjartans Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason ♥️ ástin ykkar er svo sterk og hugarfarið svo magnað – þvílíkar fyrirmyndir og hetjur. Elsku Emma er heppin að eiga ykkur sem mömmu og pabba.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AUGNAKONFEKT

LÍFIÐSAMSTARF

WOMEN eða KONUR er nýr ilmur frá Calvin Klein. Hann kom í sölu á Íslandi á sama tíma og við gáfum út “Konur eru konum bestar” bolina okkar í september – skemmtileg tilviljun. Í tilefni þess var okkur, sem stöndum á bakvið KEKB sendur hann að gjöf með þeim orðum að ilmurinn stæði fyrir sterkar “power” konur – takk!
Mér finnst flaskan svo ofsalega falleg og hef hana uppi við á heimili okkar hér í Danmörku og við hlið hennar er dásamleg teikning frá Rakel Tómasdóttur (sem er einmitt hluti af Konur eru konum bestar) af auganu mínu – persónulegt og dásamlegt.

Útsýnið í augnablikinu, inni á baðherbergi rétt fyrir svefninn. Það er greinilega mjög mikilvægt að hafa ilmvötn í fallegum umbúðum … svo þær fái að njóta sín eins og hér :


EGF dropar: Bio Effect
Vasi: Finnsdottir/Alba,
Teikning: Augað mitt eftir Rakel Tómas,
Spenna: AndreA,
Eyrnalokkar: Söru Jewerly / Hlín Reykdal,
Ilmvatn: Women/CalvinKlein

Æ svo eignaðist ég þriðja augað fyrr í dag, frá elsku listrænu Ölbunni minni – dýrmætustu gjafirnar. Takk Rakel fyrir að vera svona flott fyrirmynd.


Ilmvatn og teikning í jólapakkann í ár, hjá þeim sem eiga allt? Ekki vitlaus hugmynd .. Í ár kaupið þið af Rakel en eftir nokkur ár af Ölbu ;)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA HELGARINNAR

FATASALAFÓLK

Ég held áfram að mæla með áhugaverðum fatasölum hér á blogginu en það er bara svo mikilvægt að gefa fötum nýtt líf og ég elska sjálf að gera góð kaup second hand. Bæði laugardag og sunnudag (!) ætla nokkrar ofurskvísur að selja af sér spjarirnar og nú þegar eru margir orðnir spenntir. Instagram drottningin Kolbrún Anna er ein af þessum góða hóp og sendi mér myndirnar sem fylgja færslunni.

Hér leynast gersemar …

 

HVAR: Grófin 1, 101 Reykjavík
HVENÆR: 17 & 18.nóvember
Meira hér:

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GUNNARSDÓTTIR MEÐ GLOSS

BEAUTYSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Loréal á Íslandi

… það er nýtt!

Ég er alveg sjúk í þennan sem er einn af mörgum fallegum snyrtivörum úr samstarfi Isabel Marant x Loréal. Vörurnar duttu óvænt í hendurnar á mér um síðustu helgi (takk Erna Hrund) en ég hefði annars verið fyrst á svæðið í event sem fer fram í kvöld.
Franski hönnuðurinn hefur lengi verið eftirlæti undiritaðrar en ég kynntist henni þegar ég bjó í Frakklandi fyrir nokkrum árum.

Fatahönnuðurinn Isabel Marant er þekkt fyrir náttúrulegt útlit og er auðvitað mesti töffari í heimi, þess vegna var ég virkilega spennt þegar ég heyrði að Loréal hefði fengið hana með sér í lið. Hönnun hennar er klæðileg með smá bóhem ívafi, eins og hennar persónulegi stíll. Hún vill að konur séu þær sjálfar og tekur fagnandi á móti nýjum gráum hárum og hrukkum – það er eitthvað svo fallegt og þroskað við að heyra slík orð frá konu í tískubransanum, fyrirmynd!

Marant hannaði fyrir H&M þegar ég var búsett í Frakklandi og á þeim tíma kynnti ég lesendur mína fyrir henni hér á blogginu í fyrsta sinn. Að mínu mati var það fallegasta samstarf H&M við hátískuhönnuð. Ég heimsótti einmitt showroomið í París á þessum tíma en síðan eru liðin 5 (!) ár.  Sjá gamla færslu HÉR.

Glossinn sem ég hef notað síðustu daga heitir Canyon Avenue og er glær en með bleikum tón sem frískar upp á útlitið. Mjög fallegur einn og sér, án annarra förðunarvara. Þannig hef ég notað hann síðustu daga. Fyrir utan í gær þegar ég setti á mig maskara .. og það var líka alveg ágætt ;)

Takk fyrir mig Loréal á Íslandi – mikið er gaman að nota gloss á nýjan leik, en ég er líka spennt að nota þessa dásamlegu möttu jarðliti á næstunni … og auðvitað rauða litinn um jólin.

Marant var í viðtali við VOGUE þar sem hún fer yfir 6 franskar fegrunar reglur. Ég læt eina sem heillaði mig fylgja með hér að neðan og restina af viðtalinu getið þið lesið HÉR.

Eat with joy and integrity.
Beauty starts from the inside out. If you take good care of yourself, then all you need is a great lipstick or blush. You don’t need a lot of makeup when the base is good. For me, it starts with cooking—though not too much [laughs]—and taking pleasure in what I eat. It’s the simple things, really, like a salad with fresh vegetables, good olive oil, a nice vinaigrette with lemon juice, and a pinch of salt. You don’t need to spend so much on skin care. Put your money toward eating the right food. I also love drinking carrot juice. The vitamins are excellent for your tan—you don’t even need to spend time in the sun.

Mínir uppáhalds varalitir úr línunni eru La Seine Shadow og Palais Royal Field auk Canyon Avenue sem ég sýni hér að ofan. Uppáhaldið er þó líklega prentið á umbúðunum – SMILE, gott að minna sig reglulega á það.

Línan fer í sölu á Íslandi á morgun, föstudaginn 16. nóvember.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: BLÁA LIÐIÐ

DRESSLÍFIÐ

Ég setti saman lúkk gærdagsins eftir handboltaleik kvöldsins, útileik hjá mínum manni. Við erum komin í bláa liðið hér í Ribe Esbjerg í Danmörku. Það var samt hálf fyndið að við mæðgur skyldum mæta í mat með vinafólki fyrir leikinn því þar voru allir grænklæddir á sínum heimavelli og við skárum okkur því úr fjöldanum ;)

Spennandi leikur, vitlaus úrslit.

//

You have to dress blue when you support the blue team – Kom så Ribe-Esbjerg.


Jakki: Baum und Pferdgarten
Peysa: Geysir
Spennur: AndreA (mæli með!)

Buxur: AndreA (væntanlegt)
Skór: Gardenia/Skór.is

 

Elska þennan tíma árs þegar við klæðum okkur í mörg lög af klæðum .. þið líka?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

LÍFIÐSAMSTARF
Báðir dagarnir voru samstarf með fyrirtækjunum – igloindi og AndreA 

Tveir stútfullir dagar á Íslandi eru done. Ég er lent í rútínu aftur og sest við tölvuna eftir morgunæfingu OG SVEFN. Það er alveg skelfileg staða að ég bara get ekki sofið þegar ég er í vinnukeyrslum og ég svaf nánast ekkert um helgina. Það fer mér (og líklega fáum) ekki vel að vera svefnlaus, hvorki útlitslega en eins virðast heilasellurnar virka verr.
Eigið þið einhver ráð við svefnleysi fyrir mig? Hvernig fáið þið heilan til að hætta að hugsa þegar það er mikið að gera?

Annars átti ég mjög skemmtilega vinnudaga fyrir íslenska hönnuði um helgina.

Á laugardaginn í jólatöku fyrir AndreA – ég hlakka til að deila með ykkur myndunum sem Aldís Páls tók af jólalínunni sem er SVO FLOTT.

Sunnudeginum eyddi ég síðan á Garðatorgi þar sem ég stóð vaktina í iglo+indi með heitt á könnunni fyrir viðskiptavini. Takk allir fyrir komuna, mikið var gaman að sjá svona mörg kunnugleg andlit og fá að kynnast öðrum vinalegum. Ég tók því miður engar myndir af stemningunni þar sem við vorum allar á fullu að afgreiða og mingla, ánægjulegt hvað margir mættu og nýttu sér afsláttinn.

Mamma mín átti líka afmæli um helgina og það var svo dýrmætt að fá að fagna með henni á laugardagskvöldið. Við systur skáluðum fyrir fimmtugri frúnni.

Vonandi áttuð þið góða helgi kæru lesendur <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

HERFERÐIN SEM SELDI MÉR BODY LOTION

FASHIONFRÉTTIRSHOP

Ég er mikil áhugamanneskja um markaðssetningu fyrirtækja og er að elska hvað sænska merkið Eytys er að gera. Ég hef fylgst með merkinu í dágóðan tíma og er hrifin af því sem ég sé. Þau byrjuðu á skóm, skórnir eru nokkuð basic en hafa þó mikla sérstöðu og ég fíla lookið. Þau eru þekkt fyrir skó með þykkum hvítum sóla. Hef nokkrum sinnum heimsótt fallega verslun þeirra í Stokkhólmi en þó alltaf komið tómhent út. Nýlega byrjuðu þau einnig með “ready to wear” vörulínur og það var þessi herferð sem greip mig.

Í samstarfi við Björk and Berries framleiddu þeir vöru fyrir hið vinsæla snyrtivörumerki, Purple Velvet, sem er þó uppspuni.

Sænska ofurmódelið Frida Gustavsson er andlit herferðarinnar og ég elska þessar 80’s myndir af henni. Kremið er til sölu og hér er vörulýsingin:
“Expect an organic and vegan, smooth lotion with a lingering, sexy and soothing scent of violet, created as part of Eytys playful Purple Velvet capsule collection – a celebration of the best beauty company that never existed.”

Kremið er leið til að auglýsa þetta Capsule Collection frá Eytys og virkar allavega svona vel á mig – elska svona frumlegar leiðir. Fyrir ykkur sem viljið kremið þá fæst það hér og vörulínan er til sölu hér.

Eytys hefur farið skemmtilegar leiðir áður og læt ég fylgja með mynd þegar þau komu með gallabuxur á markað. Smellið á myndina til að sjá fleiri skemmtilegar myndir úr gallabuxnaherferðinni – það er must!

Er hægt að kaupa Eytys á Íslandi? Þetta er gott tips frá mér til verslunareigenda – vandaðar og tímalausar vörur. Skórnir poppa upp basic lúkk!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram – HÉR
&

Elisabetgunnars á Facebook – HÉR

i+i SUNDAY BRUNCH 11.11.18

SAMSTARFSMÁFÓLKIÐWORK

Ég er á leiðinni til landsins þegar þetta er skrifað og mun taka að mér ýmis skemmtileg verkefni næstu daga. Í samstafi við iglo+indi ætla ég að standa vaktina í flagship verslun barnafatamerkisins á Garðatorgi á sunnudaginn milli 13:00 og 15:00.

Boðið verður uppá rjúkandi heitt Sjöstrand kaffi og ilmandi snúðar frá Brauð og coalvöru sunnudags stemning!

 

Svona skyldi ég við börnin mín í morgun, það var viðeigandi að þau klæddust bæði íslenskum i+i flíkum á leiðinni í skóla/leikskóla.


HVAR: iglo+indi GARÐATORGI 4
HVENÆR: 11.11.18
KLUKKAN HVAÐ: 13:00 – 15:00
Skoðið úrval í verslun HÉR áður en þið mætið.

Verslum jólagjafirnar snemma á betra verði?  Boðið verður upp á 25% afslátt af öllu í versluninni bara á meðan ég stend vaktina. Ekki missa af því! Hér að neðan getið þið séð nokkrar af mínum uppáhalds vörum sem fást í i+i þessa dagana:

FYRIR HANA:

FYRIR HANN:


Hitti ég ykkur hér elsku íslensku mömmur sem eruð að fylgja mér á blogginu? Ég vona það! <3

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SKÁL

BRÚÐKAUPLÍFIÐSAMSTARF
Flaskan var gjöf frá Muré.

Skál…! Þetta er útsýnið og það er aaalveg að koma helgi. Við Gunni erum búin að vera rosalega upptekin síðustu vikurnar. Höfum reynt að halda öllum boltum á lofti á sama tíma og við komum okkur og börnunum inn í nýtt land, tungumál og almenna rútínu. Nú er þetta allt að smella eftir að sá stutti byrjaði loksins í leikskóla. Við opnuðum uppáhalds freyðivínið okkar fyrr í kvöld og skáluðum fyrir ýmsu, til dæmis því að við erum í fyrsta sinn að opna gestabókina frá brúðkaupi okkar hjóna fyrr í sumar. Það gefur hlýju í hjarta, mikilvægur punktur fyrir verðandi hjón, EKKI gleyma að hafa gestabók. Orð gestanna ylja löngu seinna og örugglega um ókomna tíð.

Okkar gestabók voru bundin blöð frá Reykjavik Letterpress með látlausri forsíðu, gestir límdu síðan inn myndir og létu vel valin orð fylgja með.

//

Afternoon delight – looking at the guest book from our wedding. Brings a lot of joy! Cheers.

Við völdum Muré bubblur í fordrykk í brúðkaupinu okkar og það hefur verið og verður eflaust okkar freyðivín í framtíðinni ..
Mæli heilshugar með þessu crémant sem bragðast svo afskaplega vel og ekki skemmir fyrir hvað verðið er gott.

Eitt glas í fordrykk við betri tilefni…

 

Sum síðdegi eru betri en önnur …

xx,-EG-.

CROWN BY HLÍN REYKDAL

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Hlín Reykdal er skartgripahönnuður sem er þekktust fyrir kúluhálsfestar og armbönd sem slegið hafa í gegn síðustu árin. Í síðustu viku frumsýndi hún nýja skartgripalínu, CROWN by Hlín Reykdal, sem fangaði athygli mína.
Ég var forvitin að heyra meira og lagði nokkrar spurningar undir hönnuðinn – kynnist Hlín og nýju línunni hér:

Hvenær hófst undirbúningur að nýju skartgripa línunni?

Ferlið að Crown línunni hófst í byrjun þessa árs. Ég sýndi á Hönnunarmars innblásturinn að línunni, teikningar, pælingar og tilraunir. Eins og gerist í svona hönnunarferli er margt sem breytist í ferlinu. Finna framleiðendur og fleira. En við látum sérgera mikið fyrir okkur erlendis. Síðan fer allur lokafrágangur fram á vinnustofunni út á Granda.

Sjáum við nýja hlið á Hlín Reykdal í línunni?

Já það má segja það að vissu leiti. Línan einkennist mikið af svörtum, gylltum og bleikum tónum. Skartið er frekar glitrandi og hátíðlegt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hanna og framleiði eyrnalokka. En það eru átta týpur af eyrnalokkum í þessari línu. Þetta er stærsta lína sem ég hef hannað hingað til.

Hvaðan kom innblásturinn?

Innblásturinn kemur frá kórónum. Ég skoðaði og rannsakaði kórónur langt aftur í tímann, út frá listasögunni og fleira. Það ferli eitt og sér var virkilega skemmtilegt.

Afhverju berum við fylgihluti?

Fyrir mér eru fylgihlutir oftast ómissandi fyrir heildar lúkkið.  Punkturinn yfir i-ið.
Fylgihlutir fegra oftast, geta verið stöðutákn, svo eru bara fylgihlutir svo skemmtilegir.
Þú getur verið í sama klæðilega kjólnum ár eftir ár en poppað hann upp með mismundandi fylgihlutum.
Tískan í dag er líka svo skemmtileg, stórt áberandi skart á móti hversdagslegum klæðnaði. Sérstaklega lokkar. Það þarf ekki lengur að vera neitt rosalegt tilefni til að bera áberandi glitrandi. skart.

Áttu sjálf uppáhalds skart í línunni?
Það er erfitt að segja. Það fer mjög eftir hvað ég er að gera en ég er virkilega ánægð með útkomuna á eyrnalokkunum.

Ég get verið sammála mörgum af þeim punktum sem Hlín nefnir. Línuna má skoða hér að neðan en einnig í verslun Hlín Reykdal að Fiskislóð 75, Granda.

Þessir lokkar eru á óskalista undiritaðrar –

.. og þessi gríma/hálsmen !

Ljósmyndari: Anna Maggý 
Módel:
Arna Ýr Jónsdóttir,
Dóra Júlía Agnarsdóttir
& Sunneva Einarsdóttir
Förðun:
Inga Dalberg
Hár
Bryndís Helgadóttir

Ég mæli með að fólk geri sér ferð í fallegu verslunina hennar úti á Granda sem bíður uppá dásamlegt úrval gjafavöru og fylgihluta. Til hamingju með vel heppnaða skartgripa línu, Hlín Reykdal!

Áfram Ísland. <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR