fbpx

ÚTSKRIFTIR: FYRIR HANN & FYRIR HANA

SHOP

Útskriftir Háskólanna eru á næsta leiti og því ekki úr vegi að skoða úrval íslensku verslananna. Hér að neðan hef ég tekið saman hugmyndir í pakkann hennar og hans en flest á listunum á þó auðvitað við bæði kynin þó ég setji þetta svona upp. Ég mæli með að sameina í gjafir nokkrir saman og geta þannig gefið veglegri hlut, td fyrir heimilið, sem lifir lengur ..

FYRIR HANN

Basic er best. Hinir klassísku Superstar Adidas Originals skór fást í Húrra Reykjavík, HÉR
Ég er mjög hrifin af nýrri Dyngju, prjónaðri peysu frá 66°Norður, fæst HÉR
Sjöstrand kaffivélin góða er fullkomin útskriftagjöf fyrir bæði kynin. Fæst HÉR
Verk eftir Leif Ými sómar sér vel á hvaða heimili sem er. Fæst HÉR
Sápurnar frá Bláa Lóninu sóma sér vel í fallegu umbúðunum með íslenska innihaldinu. Fást: HÉR
Single Edge 2.0 rakvél. Fæst: HÉR
Kremhreinsir út mildum hvítum leir frá Aésop. Fæst: HÉR
Frederik Bagger glös fást í Norr11, Snúrunni og Epal, HÉR
Pizzaofn í garðinn, út á svalir? Þessi draumur margra frá OONI fæst: HÉR
STAUB gæða pottur er falleg gjöf sem lifir lengi með einstaklingnum. Fæst: HÉR í nokkrum litum
Listasaga um íslenska popplistamanninn Erró. Fæst í safnverslun Listasafns Reykjavíkur og HÉR
TEKLA handklæði, þau bestu í bænum, fást í NORR11 á Hverfisgötu
Baðsloppur frá HAY,  Fæst: HÉR
Sixpensari: Kormákur  & Skjöldur,  Fæst: HÉR
Íslensk skeggolía, Fæst: HÉR

 

 

FYRIR HANA

Ullarklútur frá Farmers Market hefur verið á mínum óskalista í svolítinn tíma. Íslenskur aukahlutur sem dettur ekki úr tísku heldur lifir með eiganda. Fæst td: HÉR (kemur í nokkrum litum)
Eins og ég hef oft komið inná þá eru sólgreraugun frá Le Specs góð hugmynd af gjöf að mínu mati. Þau sem ég vel í útskriftahugmyndir bera nafn með rentu, Oh Damn! Fást: HÉR
Kaffibollinn minn, sem ég fæ stanslaust fyrirspurnir um. Frá KER og fæst HÉR
Besta scrunchie í bransanum (eða af þeim sem ég hef prufað) fæst hjá Andreu í Hafnarfirði og HÉR
Fallegt fjöltengi fyrir þá sem eiga allt? Fæst í nokkrum litum hjá okkur í Sjöstrand á Fiskislóð 57 og í Epal HÉR
Hálfmána taskan frá Hvisk er falleg útskriftagjöf, Fæst: HÉR
Í hellinum mínum á Íslandi fæ ég oft spurningar um glerborðið okkar. Það tiltekna er keypt vintage en ó hvað þetta að ofan er dáasmlegt með sínum gylltu fótum (fæst líka í svörtu).  Fæst HÉR
Meira gyllt en núna armband eða hringir frá 1104  by Mar sem Helgi Ómars stendur á bakvið. Þessi HÉR er á óskalista undiritaðrar
Öll mín búsetu ár í Danmörku þá hafa þessi ágætu dönsku B&O heyrnatól verið á óskalista, tilvalin sem gjöf á stundum sem þessum. Fást: HÉR
Gufutæki drauma minna, mæli mikið með í pakkann hennar eða hans.  Fæst: HÉR
VOR, ilmkerti frá HAF, Fæst:  HÉR
Íslensk list. Málverk eftir Áslaugu Magnúsdóttir? Fæst: HÉR
Listabók eftir Rakel Tómasdóttur, Fæst: HÉR
Chanel varalitur í rauðu, góð gjöf fyrir hana .. Fæst í verslunum Hagkaupa
BilliBi – Polido Gold I love you! þetta eru skórnir sem við notum oft og mikið allt árið um kring. Fást: HÉR

Til hamingju allir sem útskrifast næstu helgi. Og happy shopping þið sem ætlið ykkur að finna gjöf í vikunni.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Í ÞYKJÓ Í PARÍS

DRESSLE MARCHÉLÍFIÐ

Mjög seint í hádegismat eða mjög snemma í dinner? Afterwork dagsins var hér og undirrituð mælir með heimsókn, when in CPH –

Ef þið pressið á myndina þá getið þið séð hvar Beau Marchée Café á Vins er staðsettur.

Það er ekki bara franski maturinn sem er góður heldur mæli ég líka með gramsi í second hand búðinni sem er hluti af conceptinu. Gullmolarnir liggja þar og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Ég sjálf náði lítið að skoða í dag, því miður.

 

Vegna hita fækkaði ég fötum og dró upp buxurnar og því er lúkkið heldur skrautlegt.
Skyrtan er H&M herradeild, Toppurinn Zara, Derhúfa Ganni og skór &Other Stories. 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HEJ HEJ STORMGADE

LÍFIÐ

English Version Below

Þið sem fylgið mér á Instagram hafið fengið smjörþefinn af flutningalífi mínu hér í danska síðustu vikurnar. Þetta hefur verið mikill tilfinninga rússíbani og þó ég hafi verið virk á Instagram þá sýni ég aðeins brotabrot af stöðunni.

Þessi færsla er sú síðasta sem ég skrifa á Stormgade. Ég sit á gólfinu, í stóra tóma húsinu mínu sem ég mun skila lyklunum af eftir klukkutíma. Mjög blendnar tilfinningar eftir dásamleg dönsk ár hér í gamla sjarmerandi miðbæjarhúsinu okkar, þessu með besta garðinum sem gaf okkur svo margar góðar minningar með dýrmætum vinum. Ég veit að hús er bara hús en einhvern vegin tengist ég heimili mínu svo sterkum böndum hverju sinni, á hverjum stað fyrir sig. Kannski smá kusk í augunum núna.

Við Gunnar Manuel ætlum að vera aðeins lengur í danskri rútínu og búa nálægt  húsinu okkar, í íbúð vina hér rétt hjá sem voru svo elskuleg við okkur á meðan þau eru á Íslandi. Svo þakklát fyrir það að fá að kveðja danska lífið í rólegheitunum – leikskólann og umhverfið. Svo miklu betra fyrir hann og þá á sama tíma fyrir mömmuhjartað mitt. Svo erum við líka spennt að sameinast pabba og Ölbu í Þýskalandi fljótlega.

Ég tók nokkrar myndir á meðan ég er hér í síðasta sinn, bara til að ég muni fegurðina og sjarmann sem umvafði okkur síðustu árin.

Hej hej og takk fyrir okkur danska dásamlega heimili!

Nokkrar fleiri myndir frá síðustu dögum –

Gunni kom heim til sín í tvo daga, stutt en svo mikilvæg heimsókn og hjálp með síðustu endana.

 

//

Here for the last time, empty house, and in an hour I don’t have a key to open the doors .. feels so sad at this exact moment, but at the same time looking forward to a family of four with my beloved family again after hard months apart from each other. 

12 years in Sweden, France,  Germany and Denmark now in a box on its way to Iceland ..

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

KAFFIÁST

LÍFIÐSHOP

Jóndís Inga er höfundur ljóðabókarinnar Kaffiást. Hún var svo elskuleg að senda mér eintak út og ég get með sanni sagt að kaffipásan, hér í miðju kassaflóði, var betri með bókina við hönd.

Að neðan birti ég nokkur vel valin ljóð úr bókinni  <3

Sjöstrand selur bókina HÉR fyrir áhugasama, en líka í sýningarherbergi okkar á Fiskislóð 57,  verið velkomin.
Fylgið Jóndísi á Instagram HÉR

Skál í kaffi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

W FYRIR WOLFORD

DRESSSAMSTARF

Sokkabuxur sem ég klæddist á dögunum voru gjöf frá versluninni COBRA á Garðatorgi. Mig var búið að langa í þær lengi enda hrifin af merkinu eins og áður hefur komið fram. Talaði ýtarlega um það á blogginu árið 2019 ..

LESIÐ LÍKA: VORIÐ Í WOLFORD

Logo sokkabuxur hafa verið vinsælar um nokkuð skeið en undirituð mælir með því að hver finni sinn takt í notkun þeirra. More is more vilja einhverjir meina en ég vel að klæðast þeim við einfaldar flíkur, eins og hér að neðan í svörtum wrap kjól: AndreA, Rykfrakka: Vintage Burberry, Skór: Billi Bi. Wolford  sokkabuxurnar fást: HÉR fyrir áhugasama

Trendnet heimsótti verslunina sem margir kannast við sem sokkabúðin í Kringlunni, nú er hún staðsett á Garðatorgi með mikið úrval, fylgihluta og gjafavöru. Meira um málið: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

RIGNINGARDAGUR Í RIBE

LÍFIÐ

Það var gjörsamlega grenjandi rigning þegar ég heimsótti Ribe fyrr í vikunni. Ribe er elsti (og krúttlegasti) bær í Danmörku og ég á mína uppáhalds staði þar.
Það getur verið svo hollt að skipta um vinnuumhverfi og hér var nokkuð næs –

*ath að ég þurfti að fara í covid test til að geta sest inn á kaffihúsið. Danir nota þessa leið að fólk verði að sýna fram á neikvætt próf til að fá að setjast niður. Frábær leið til að opna landið með öruggum hætti.

Quedens Gaard er uppáhalds, when in Ribe ..
Að labba göturnar er svo listaverk út af fyrir sig, eins og að rölta inn í gamla bíómynd. Verður ekki sætara –

LESIÐ LÍKA: GLEÐILEGT SUMAR (á sama stað í sól fyrir tveimur árum síðan)

Til hvers að flækja þetta .. ein litapalletta frá toppi til táar –


Frakki: Vintage Burberry, Stígvél: Zara, Derhúfa: Sporty&Rich

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: EXTRA SUNDAY

DRESSLÍFIÐ

Það var ljúft að fá auka sunnudag á mánudegi og við nýttum daginn vel. Brunch uppá 10 hjá íslensku fjölkyldunni okkar og útiverar á ströndinni í smá rigningu og smá roki = orka.

Ég segi það nú, hef sagt það áður og mun halda því áfram. Hamingjan er við hafið, hvernig sem viðrar. Sá staður sem ég næ mér í orku.

Hárklemma: Spúútnik, Blazer: H&M, Kjóll: Anita Hirlekar, Sneakers: Acne
GM: Skyrta: Lindex, Derhúfa: WoodWood, Buxur: Supreme

Ný vika, áfram gakk.

xx,-EG-.

COPY/PASTE: GÚMMÍSKÓ-TRENDIÐ

COPY/PASTE

Þessir ágætu gúmmískór fá að vera mitt input í “gúmmískó” trendið sem Bottega Veneta hefur náð í gegn. Ég man að mér fannst BV svo ljótir þegar ég sá þá fyrst en svo byrjaði mig að langa í þá með tímanum. Minna mest á hina umdeildu Crocs svona í fyrstu!
BV skórnir eru vissulega miklu flottari en mínir (miklu!). Bæði gæðalegri og pottþétt með betri endingu – en líka miklu dýrari. Mínir voru keyptir alveg óvart með kvöldmatnum rétt áður en ég rölti að kassanum í Fötex í gær. Þeir eru smá álíkir, er það ekki?

BOTTEGA VENETA

Sandalarnir: 3000 DKK
Bootsin: 3700 DKK
Fást: HÉR

VS

Føtex 

(fæst einnig í Bilka – sama fyrirtæki og sama vöruúrval)

 

40 DKK

Góðar stundir.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

MINN HÖNNUNARMARS

Gleðilegan HönnunarMars sem hefst í dag, 19 maí! Ó hvað ég vildi að ég væri á Íslandi til að taka þátt í þessari hönnunargleði en að þessu sinni fylgist ég með úr fjarlægð og sendi kveðjur heim.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs bað mig að velja fimm uppáhalds viðburði til að mæla með, það var alls ekki auðvelt þar sem að dagskráin telur um 80 sýningar sem breiða úr sér um bæinn. Njótið!

,,Ég bíð spennt eftir hönnunarmars ár hvert og í vali á mínu uppáhaldi þetta árið ákvað ég að leggja áherslu á fatahönnun. Það er heldur betur frábær dagskrá í ár – áfram íslensk hönnun! Ég hlakka til að sjá þetta – og miklu miklu meira…”

Splash! – ný fatalína Hildar Yeoman

Ég dáist af dugnaðinum í Hildi, ár eftir ár, og varð mjög spennt að sjá að ný fatalína væri væntanleg frá henni á HönnunarMars í ár. Hildur hefur hingað til dregið okkur inn í sinn einstaka ævintýraheim þar sem hún segir sögur og fær innblásturinn frá töfrum Íslands. Það má því má alls ekki missa af hennar ferska efni og andanum sem fylgir nýjum línum hverju sinni. Í ár frumsýnir hún klæðin í verslun sinni á Laugavegi, ég er spennt fyrir Splash!

BAHNS

Föstudaginn 21. maí ætlar BAHNS að kynna þriðju sundfatalínu sína í Vesturbæjarlaug. Ég er vissulega spennt að sjá sundfatnaðinn en finnst líka alveg frábært að það verði frítt í sund á sama tíma – tíska og frábær fjölskyldustund í leiðinni? Count me in! Sund er best í heimi, og ekki verra að hoppa út í laugina í íslenskum sundfatnaði.

MAGNEA

Ég er aðdáandi Magneu og þeirra gæða sem hún dregur fram úr erminni hverju sinni.  Hlakka til að sjá þær nýjungar sem hún hefur unnið að úr prjóni að þesssu sinni. Ég kann alltaf vel að meta þegar hönnuðir tjá íslenska arfleið og færa hana yfir í nútímann. Magnea leggur einnig mikla áherslu á sjálfbærni og íslenska framleiðslu, sem heillar.

ANITA HIRLEKAR x CUTLER AND GROSS

Úllala, ég er mjög spennt fyrir gleraugnalínu. Það er eitthvað nýtt og ferskt við þessa stefnu hjá Anítu Hirlekar sem ætlar að frumsýna fyrir okkur gleraugnalínu í samstarfi við Cutler and Gross í London, framleidd á Ítalíu úr hágæða efnum.

Sif Benedicta X Brynja Skjaldar

Halldóra, hönnuðurinn á bakvið merkið Sif Benedicta hefur hannað handtöskur, hálsmen og slæður með góðum árangri hingað til. Nú ætlar hún að sameina krafta sína með fatahönnuðinum Brynju Skjaldar og sýna okkur fatalínu á Hönnunarmars. Ég er með væntingar og býst við fallegum flíkum.

Hundrað hlutir sem við heyrðum

Þessi skemmtilega hugmynd heillar kaffikonuna. Ég hef ekki tölu á því hversu oft maður hefur sest niður á kaffihús og byrjar (alveg óvart) að hlusta á samtal á næsta borði.

Þetta og svo miklu miklu meira á HönnunarMars í maí – góða skemmtun! Skoðið dagskráina í heild sinni: HÉR
xx,-EG-.

UPPÁHALDS ÁRSTÍÐ

DRESSLÍFIÐ

Hamingjan er hér. Ár hvert þegar fallegu bleiku cherry blossom blómin birtast á hverju horni, sú fegurð fyrir augað og hlýja fyrir sálina ..

Jakkinn er The Frankie Shop, Derhúfan: Ganni, Buxurnar: Gina Tricot og skórnir: Acne

Ég fékk svo margar fyrirspurnir um jakkann svo ég set link HÉR
*uppfært: jakkinn er uppseldur