fbpx

BESTA B4 ER KOMIN Á SÖLU

HOME

Hvað var ég að brasa í sóttkví? Ég var að græja elsku B4, íslensku íbúðina okkar í gamla Vesturbænum sem nú er farin á sölu. Þetta er fyrsta eign okkar fjölskyldunnar og því eru það blendnar tilfinningar að deila þessum fréttum með ykkur. Kannski er ég bara ekkert tilbúin að kveðja þennan skandinavíska draum? Björt og falleg íbúð, á besta stað (ef þið spyrjið mig) sem bíður upp á svo marga möguleika.

Þið getið kíkt í heimsókn á morgun þegar það verður opið hús, bókið tíma hjá yndislegu Erlu, HÉR

SKOÐIÐ EIGNINA HÉR

Um er að ræða bjarta og rúmgóða 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í fallegu húsi við Brávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Sjarmerandi eign með aukinni lofthæð, loftlistum og stórum gluggum. Húsið hefur verið mikið endurbætt á árinu og má þar nefna múrviðgerðir, málun og skipti á öllum gluggum. Frábær staðsetning í fallegri götu – göngufæri við miðbæinn, stutt í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.

  

Myndir: Gunnar Sverrisson                 

Þegar þetta er skrifað, sit ég hér –

Bæ B4 (sagt með kökk í hálsinum) – get lofað góðu lífi hér.

Skoðið endilega highlights á Instagram hjá mér af td portinu sem býr yfir miklum sjarma, en líka af mér að þrífa, gera og græja í síðustu viku ;)  hihi … Highlights HÉR

BRÁVALLAGATA 4, TIL SÖLU HÉR FYRIR ÁHUGASAMA

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

VELDU NÚ ÞANN SEM AÐ ÞÉR ÞYKIR BESTUR: JÓLAKJÓLL FRÁ YEOMAN

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Hildi Yeoman

Það er þessi tími árs. Ótrúlegt alveg .. mikið líður tíminn hratt.

Það er allt pínulítið öðruvísi árið 2020, útaf þessari blessuðu veiru en ég ætla nú samt að halda í hefðina með því að gefa ykkur aðventugjafir á miðlunum mínum næstu vikurnar. Fyrsta gjöfin er ekki af verri endanum en við byrjum á því að gefa jólakjól frá Hildi Yeoman – eitthvað sem öllum íslenskum konum dreymir um að eignast ár hvert miðað við þáttöku síðustu ára. Hildur hefur einstakt lag á því að hanna snið sem henta hverjum og einum og í verslun hennar á Laugavegi 7 má finna mikið úrval af kjólum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég mátaði fjóra fallega til að sýna hér á blogginu  – veldu nú þann sem að þér þykir bestur.

Leikurinn fer fram á Instagram en það er ekkert verra ef þið hjálpið mér að dreifa bloggfærslunni svo enginn missi af stuðinu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

 

The Bronze Sparkle wrap dress // Fæst HÉR

Ég er sérstaklega hrifin af þessu sniði sem þú smellir sjálf saman – ó sjáið þið líka þetta fallega efni.
psst. Þessi er tilvalinn jólakjóll fyrir þær sem eru  með barn á brjósti? 

 

The Asymmetric Dress // Fæst HÉR

Svo léttur og dásamlegur með þessu djúpa V hálsmáli sem ég myndi nota bæði rétt en líka á röngunni – mæli með að prufa það. Asymmetric er snið sem ég held að flestar konur kunni að meta.

The Fireworks Dress // Fæst HÉR

Þessi þröngi see through kjóll greip athygli mína og ég varð ennþá skotnari í honum þegar ég sá hversu klæðilegur hann er.

Blue blue baby  // Væntanlegur HÉR

Síðar ermar, hálsmál með kvössum línum – blái draumurinn er algjört æði!!

Áttu þinn uppáhalds kjól? Taktu þátt í FYRSTA Í AÐVENTU-GJÖF á Instagram. Þar áttu möguleika á að vinna einn kjól af þessum ofantöldu og sá sem þú merkir fær kerti og spil, æ það er eitthvað svo fallegt við þá auka gjöf.
Megi heppnin vera með þér og þínum.

Trendnet sagði frá því þegar Hildur færði verslun sína nýlega af Skólavörðustíg yfir á Laugaveg 7  – um er að ræða hentugra húsnæði með meira plássi fyrir allar fallegu flíkurnar. Ég hlakka til að kíkja í heimsókn við fyrsta tækifæri. Yeoman er líka á netinu: HÉR <3

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

SAMPLE SALE SIF BENEDICTA – tískuunnendur vilja vita af þessu

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Ég rakst á áhugaverða sample sale sem fer fram um helgina og mig langar að segja ykkur frá. Um er að ræða pop up búð hjá hinni íslensku hæfileikaríku  Sif Benedicta – að mínu mati eitthvað sem tískuunnendur mega ekki láta fram hjá sér fara!

Um er að ræða íslenska hönnun Halldóru – hátísku tösku og skartgripamerki sem hefur slegið í gegn. Vörurnar hafa vakið mikla athygli erlendis og fjalla hefur verið um þær í breska Vogue og danska Elle svo að eitthvað sé nefnt.

Um helgina gefst Íslendingum tækifæri á að versla sýningareintök, prufur, prótótýpur og framleiðsluvörur á lægri verðum – frábært alveg.

Hálsmena-taskan er á óskalista margra ..

Íslenskt, já takk ..


Drauma box bag ..

Halldóra Sif er hönnuðurinn á bakvið Sif Benedicta ..

HVAR: Hverfisgata 115, 2.hæð (Gasstöðin)
HVENÆR:  29. Nóv -3 Des
KLUKKAN HVAÐ: 10:00 – 17:00
MEIRA: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GÓÐAN DAGINN ÚR ÍSLENSKA HELLINUM

HOMEÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Fyrir þá sem ekki vita þá flaug ég óvænt til Íslands fyrr í vikunni. Smá bras að mæta hingað nánast bara til að fara í sóttkví en ég hef mína ástæðu að þessu sinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)


Morgunstund og kveðjur til ykkar úr íslenska hygge hellinum okkar sem ég sagði ykkur frá HÉR á dögunum.

Er ég nokkuð ein um að þykja svolítið vænt um þessar lægðir? Það er einhver sérstök orka í rokinu fyrir utan gluggann minn sem ég kann svo ágætlega við, með kertaljós, heitan kaffibolla og nýja fallega bók til lesturs. Og tölvuna á kantinum, vissulega ..

heimili er ljósmyndabók með myndum af íslenskum heimilum. Svana á Svart á Hvítu sagði ykkur frá henni HÉR á dögunum.
Höfundar bókarinnar eru smekkhjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður og Gunnar Sverris ljósmyndari sem einhverjir kannast við sem Home And Delicious.

Takk fyrir að búa til þessa fallegu bók kæru Gunnar og Halla Bára og til hamingju með hana.
heimili er sóttkví gjöf sem mér barst í gærkvöldi og hún hefði ekki getað komið til mín á betri tíma.

Fæst td: HÉR & HÉR

Íslenska heimili(ð) mitt

Farið varlega í óðveðrinu, reynið að vinna heima, kveikið á kertum, passið upp á ykkur.
Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: BLUE BLUE BABY

DAGSINSDRESSSAMSTARF

Úti á náttfötunum? Kannski … og þá ekki í fyrsta sinn  … EN ÉG ELSKA ÞAÐ.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

 

Sunnudags dressið mitt vakti athygli ykkar á Instagram og hér fáið þið að heyra aðeins betur af því. Um er að ræða merki sem ég hef lengi fylgst með og dreymt um að eignast flík frá. Það er bara eitthvað við það að eignast flíkur sem ganga dags og nætur og að eilífu amen. Einmitt svona flíkur fylgja mér alltaf lengi og ég nota þær mikið.

Daily Sleeper er dásamlegt merki að fylgjast með en ég fylgt þeim og kynnst í gegnum Instagram í nokkur ár. Merkið var stofnað árið 2014 og komst fljótt á radarinn. Ítalska Vogue valdi þær merki mánaðarins stuttu eftir stofnun og þá var ekki aftur snúið. Síðan þá hafa helstu stjörnurnar klæðst Sleeper og því hefur merkið verið mjög sýnilegt yfir nokkurt skeið.

Ég var voða montin þegar þær höfðu samband og buðu mér samstarf á dögunum – hér að neðan klæðist ég því mínum fyrstu Sleeper flíkum –

Ein stærð fits all, mögulega smá of stórt á mig? það er þó ekki í fyrsta sinn sem ég klæðist stóru. Kann vel að meta eins og þið vitið vel.

  

Mitt dress fæst: HÉR

Gleðilega nýja vinnuviku. Næsta sunnudag fögnum við fyrsta í Aðventu, alveg magnað hvað tíminn flýgur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HRINGRÁS 66°NORÐUR

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Ég hef alltaf verið stoltur samstarfsaðili íslensku sjóklæðagerðarinnar. 66°Norður er vörumerki sem ég hef lengi haldið uppá  – fyrir utan það að blómstra á heimavelli þá eru þau eitt af fáum íslenskum vörumerkjum sem hafa náð árangri erlendis og ég verð alltaf svo glöð þegar ég sé Danina í íslensku fötunum “okkar”. Ég rakst á nýjustu Instagram færsluna þeirra í dag þar sem þau segja okkur frá viðgerðarþjónustunni sinni sem mér finnst algjörlega frábær.

View this post on Instagram

A post shared by 66°North (@66north)

Það minnti mig á ferð okkar Ölbu í Garðabæ um daginn þar sem við nýttum okkur þessa frábæru þjónustu. Alba á dúnúlpu frá þeim eins og svo margir aðrir íslenskir krakkar og … eins og svo margir krakkar þá er þetta smáfólk  “ungt og leikur sér” og Ölbu tókst að rífa gat á ermina á úlpunni. Úlpan kostar sitt og því vorum við fljót að fara með hana í viðgerð áður en það yrði of seint. Mér finnst þetta til fyrirmyndar hjá 66°Norður, þau taka á móti öllum flíkum vörumerkisins – “sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.”

Fyrirtækið er að fara alla leið í vinnu sinni að sjálfbærni og er til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í sama geira. Þau gera sér grein fyrir því að þetta er rétta leiðin til að uppfylla kröfur viðskiptavina á komandi tímum. Nýlega bættist við Hringrás hluti á heimasíðuna hjá  þeim þar sem þau upplýsa viðskiptavini um þessa vinnu. Ég hvet áhugasama til að skoða þennan hluta hjá þeim  og til að stikla á stóru þá er fyrirtækið kolefnishlutlaust frá árinu 2019 og eru umhverfis sjónarmið höfð að leiðarljósi í öllum ákvörðunum innan fyrirtækisins. Vel gert, áfram gakk og áfram Ísland!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

ÍSLENSKT FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOP

Þið hafið mörg talað um það við mig hvað það gleðji þegar ég skrifa um íslenska hönnun á mínum miðlum. Þetta er eitthvað sem ég tók meðvitaða ákvörðun um fyrir löngu síðan – ákveðin stefna sem ég vildi alltaf passa uppá á blogginu hjá mér. Ég elska að fylgjast með öllum þeim frábæru hönnuðum sem landið okkar elur af sér. Þar sem ég hef verið búsett erlendis nú í þónokkur ár þá finnst mér þetta vera enn sterkara í mér – ég elska að klæðast íslensku og segi frá því eins mikið og ég get með miklu stolti. Ég vel íslenskt á mig og börnin mín alltaf þegar ég hef tækifæri á því.

Hér að neðan hef ég tekið saman íslenskt úr ólíkum áttum, allt vörur sem ég  annaðhvort á sjálf eða langar til þess að eignast. Kauphugmyndir fyrir ykkur –

Úlpa: Tindur/66°Norður, Hetta: As We Grow,  Trefill: AndreA, Eyrnalokkar: Hlín Reykdal,
Kápa: Magnea (viðtal við Magneu, HÉR), Olía: Bláa Lónið,
Andlits maskar & augnpúðar:  BioEffect,
Hálsmen: Lukkuhringur+tölur/AndreA,
Partý toppur: Hildur Yeoman, Skór: JoDis by Andrea Röfn, Ilmvötn: Andrea Maack,
Blómatoppur: Aníta Hirlekar (skoðið meira frá Anítu HÉR), Hálsmen: Viðja/Epal, Satin buxur: AndreA

*Ef þið ýtið á vörutexta færist þið að réttri vöru hverju sinni
*Ekki er um #samstarf að ræða

Ef það er ekki íslensk hönnun þá hef ég til dæmis reynt að sýna kauphugmynda færslur sem innihalda nánast alltaf fatnað og vörur úr íslenskum verslunum. Slíkar færslur fara reglulega í loftið hjá mér og ég mun auðvitað birta allavega eina slíka fyrir jólin. Styðjum við íslenskt, verslum íslenskt og á Íslandi í þessu furðulega áferði.

Happy shopping!
Áfram Ísland.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

SUNDAYS MEÐ SJÖSTRAND – FYRSTA SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN

LÍFIÐWORK

Við eyddum rigningar sunnudegi í sjónvarpsupptöku fyrir Sjöstrand fyrr í haust. Skemmtilegur tökudagur sem heppnaðist vel og loksins fáum við að sjá útkomuna hér að neðan – PRESSIРá PLAY:

Takk Rósa, takk Egill og Jakob, takk HAF, takk Norr11, takk KER, takk dásamlegu hjón fyrir lánið á fallegu íbúðinni ykkar, takk 4árstíðir fyrir fallegu blómin og takk Sóli fyrir að tala inn á auglýsinguna síðar. Sjöstrand Family á svo marga góða að.

Ég tók nokkrar bak við tjöldin myndir sem ykkur gæti þótt skemmtilegt að fletta í gegnum.

Allt í blóma ..

 

Ég vona að flestir mínir lesendur séu farnir að þekkja Sjöstrand og fyrir hvað við stöndum.  Hér eru 5 punktar til áminningar um hvers vegna Sjöstrand er náttúrulega besti bollinn:

🌱 100% lífrænt kaffi
♻️ Niðurbrjótanleg hylki
🤝 Fair Trade vottað kaffi
🌎 Ekkert kolefnisspor
☕️ Bragðgóður bolli

 

Kannski eitt að lokum … við erum voða stolt af fyrstu sjónvarpsauglýsingunni okkar en svona framleiðsla kostar sitt og því náum við mögulega ekki að dreifa henni eins mikið og við myndum vilja. Því óska ég gjarnan eftir ykkar deilingu, ef þið eruð hrifin eins og við ;)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@sjöstrand á Instagram

 

 

VETRARHEIMSÓKN TIL ANITU HIRLEKAR

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Anitu Hirlekar

Það var ótrúlega skemmtilegt að heimsækja hina hæfileikaríku og yndislegu Anitu Hirlekar í Kiosk fyrr í haust. Tilefnið var nýja vetrarlínan, sem þá var ekki komin í sölu, en Trendnet sagði ítarlega frá henni HÉR á dögunum. Línan inniheldur kvenlega og litríka blómakjóla í anda Anítu, hver öðrum fallegri. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.

Silki blússa í léttu efni sem krumpast ekki – yfir buxur við strigaskó eða hæla þegar fínni tilefni.
Emi silk blouse, fæst: HÉR

Ég persónulega elska þennan og finnst frábært að Aníta velji svona bleikan lit í vetrarlínu sína. Ég myndi para hann við dökkbrúna tóna.
Malia dress, fæst: HÉR

Allt er vænt sem vel er grænt.
Alina dress, fæst: HÉR

Nýtt snið sem ég kunni strax vel við. Hálsmálið býður upp á svo marga möguleika.
Holly dress, fæst: HÉR

Kannast eflaust margir við þennan eftir að ég klæddist svipuðum í byrjun sumars?
Linsa dress, fæst: HÉR

Hvítur með svörtum blómum?
Kaja dress, fæst: HÉR

Allar flíkurnar eru hannaðar og framleiddar frá A-Ö á Íslandi. Þið getið skoðað línuna í heild sinni á heimasíðu Anítu – eða fylgt henni á Instagram HÉR. Aníta er ein af þeim íslensku hönnuðum sem selja vörur sínar í nýrrri og fallegri verslun KIOSK REYKJAVÍK sem staðsett er á Grandagarði 35.

Happy shopping.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

JÓHANNA GUÐRÚN GEFUR ÚT JÓLAPLÖTU: LÖNGU LIÐNIR DAGAR GEFUR HLÝJU Í HJARTAÐ

FÓLKMUSIC

Vei, loksins jólaplata frá Jóhönnu Guðrúnu, eitthvað sem margir hafa beðið eftir. Til hamingju Ísland.
Fyrsta lagið, Löngu liðnir dagar, kom út í dag: HÉR

Segðu okkur aðeins frá plötunni?
Það hefur lengi verið draumur hjá mér að gefa út nýtt efni og sérstaklega jólaplötu af því að ég ELSKA jólin. Þetta er semsagt 10 laga jólaplata. Það eru 5 ný lög eftir íslenska höfunda og 5 gömul og góð.

Er hún búin að vera lengi í vinnslu?
Hún tók okkur svona 3 mánuði í 150% vinnu. Enda ekkert sparað í útsetningum og dívustælum, hehe  ..

Hvenær fer hún í sölu og hvar getum við eignast hana?
Hún kemur út í heild sinni 19 nóvember, en fyrsta lagið “Löngu Liðnir Dagar”  kemur út í dag, 12 nóvember, á Spotify.
Það er hægt að panta plötuna í forsölu gegnum Alda Music: HÉR og svo verður hægt að fá árituð inntök í gegnum Heimkaup í takmörkuðu magni HÉR ..

Nafnið, Löngu liðnir dagar, heillar, hvað segir það okkur? Það er nafn á nýju lagi á plötunni eftir Jón Jónsson með gullfallegum texta eftir Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta lag sem að hitti mig beint í hjartastað þegar ég heyrði Jón spila það fyrir okkur hjónin í stofunni heima.

 

Þú ert æðisleg á bleiku forsíðumyndinni .. Hver tók myndirnar og stíliseraði? Hvaðan er sloppurinn?

Takk fyrir !
Saga Sig snillingur tók myndirnar og ég stíliseraði sjálf og keypti mér sloppinn í netverslun. Ég var líka með drauma teymið mitt í förðun og hári. Elín Reynis farðaði mig og Rakel María Hjaltadóttir gerði hár.

.. eitt að lokum, verða jólatónleikar?
Ég er búin að aflýsa tónleikunum mínum sem áttu að vera í Háskólabíói en er að íhuga hvort að það væri áhugi fyrir því að ég mundi streyma Þorláksmessutónleikunum mínum. Maður þarf að finna nýjar leiðir í þessu furðulega ástandi.

TAKK fyrir spjallið, Jóhanna –  gangi þér allt í haginn .. og er nokkuð of snemmt að segja Gleðileg jól? Leyfum okkur allavega að byrja að hlakka til.


LÖNGU LIÐNIR DAGAR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram