Elísabet Gunnars

SÆNSKA SÆLAN

HOMELÍFIÐ

Þegar við fjölskyldan fluttum aftur til Svíþjóðar fyrir rúmum tveimur árum var planið að eiga þar aðeins lengra stopp. Þessvegna réðumst við í það að kaupa okkar fyrstu eign erlendis en hingað til höfðum við leigt þau heimili sem við höfum búið í. Það hefur farið ó svo vel um okkur í sænsku sælunni en nú fer að líða að kveðjustund.

Garðurinn er í mestu uppáhaldi en þar er mikill gróður, ræktun og friður fyrir áreiti, enginn sér þangað inn, algjör draumur og það sem ég mun sakna allra mest við þetta heimili.

Ég ákvað að taka nokkrar myndir um helgina (þó bara á símann) þegar fasteignasalinn mætti með sinn ljósmyndara til að undirbúa sölu á húsinu. Við höldum því enn opnu að leigja út húsið en viljum ekki hvern sem er undir þakið. Ég er alveg miður mín yfir því að þurfa að kveðja heimilið, þó ég hlakki til næsta kafla í Danmörku.

100 (!) ára gamla húsið er bara alveg ágætt <3 á mikið í mínu hjarta.

//

When we moved to Sweden our plan was to stay for a while. That’s why we bought our first house and we have been so happy in this 100 year old charming house in the middle of Kristianstad. The garden is my favorite and I will miss it so much.

I took some photos on my phone when the photographer from the real estate came last week. I will miss you Tvärstigen !

Ég hef oft sagt ykkur að ég horfi á bloggið sem einskonar dagbók. Það verður því gott að fletta upp þessum pósti seinna í lífinu – myndir eru minningar og á þessu heimili höfum við skapað margar slíkar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

CPHFW LÚKK

DRESSFASHION WEEKLÍFIÐ

English version below

Eins og aðrir tískuþyrstir einstaklingar þá fylgdist ég vel með tískuviku dönsku höfuðborgarinnar sem fram fór í síðustu viku. Það var algjör hápunktur stolta Íslendingsins að fylgjast með sýningu Ganni sem leysti frá stóru leyndarmáli um samstarf sitt við 66°Norður sem fer í sölu í vor. Ég bloggaði í beinni um samstarfið 5 mínútum eftir að sýningu lauk: HÉR
Það er svo gaman þegar Íslendingum gengur vel erlendis og sérstaklega þegar mikil vinna liggur að baki en ég hef fengið að fylgjast náið með dugnaðinum í starfsmönnum íslensku sjóklæðigerðarinnar síðustu árin.

 

Við Vala, yfirhönnuður 66°Norður vorum ánægðar eftir tískusýninguna þar sem íslensku flíkurnar opnuðu og lokuðu showinu. Það er stórt! Vala er í síðkjól frá Hildi Yeoman og ég er í vesti frá 66°Norður. 

Dags og nætur.
Það voru tæpar 30 gráður í Kaupmannahöfn þennan daginn og ég var klædd í:
Body: H&M, Pils: Monki, Skór: Balenciaga og skipti svo í Tshirt: GANNI, Vesti: 66°Norður fyrir sýninguna um kvöldið.
Veski: Bali kaup, Sólgleraugu: RayBan/Augað

//
I followed CPHFW like probably most of my fashion-thirsty readers. The highlight for a proud Icelander was with no doubt the Ganni show which revealed their collaboration with the Icelandic 66°North. The collab includes 4 items and 2 of them opened and closed the show – thats BIG!

You can see my day/night outfit from that day on the photos above.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TÍSKUFRÉTTIR DAGSINS

Í tískufréttum dagsins er þetta helst:

66°Norður heldur áfram að taka skref fram á við, svo gaman að fylgjast með þeim, smá eins og eitthvað landslið í íþróttum – maður heldur svo mikið með þeim. Núna tóku þau saman við danska tískuhúsið Ganni og eru með flíkur í SS19 línunni þeirra sem ber nafnið PARADIS. Þetta er rosalega spennandi samstarf og frábært skref hjá 66°Norður. Ganni er orðið virt í tískuheiminum og nær einhvern vegin að gera hátísku á nokkuð viðráðanlegu verði – alltaf mikill klassi yfir þeirra vörum.

Samstarfið mun samanstanda af þremur jökkum og einu vesti sem fáanleg verða bæði hjá Ganni og 66°Norður og verður verðbilið frá 209-479 Evrur.

Ditte Reffstrup. eigandi og listrænn stjórnandi Ganni, segist einstaklega spennt fyrir samstarfinu. Reynsla, rætur og sterk reynsla íslenska fyrirtækisins hafi heillað hana og með þeirra tæknilegu flíkum þá komi ákveðnar andtæður inní Paradis línunna þeirra.

Bloggað í beinni – fyrstu lúkkin voru að birtast á Instagram story hjá Trendnet – fylgist með @trendnetis.

 

Hér hafið þið íslenska SS19 lúkkið:


Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TRENDNET ER 6 ÁRA !

LÍFIÐ

Í dag á miðjubarnið mitt, Trendnet, afmæli. Ég er svo stolt af þessari síðu og hvernig hún hefur þróast síðustu árin. Ég er líka svo þakklát fyrir allt fólkið sem skrifar á henni og þá sem hafa skrifað á henni í gegnum tíðina – allt vinir mínir og svo frábært folk sem hafa náð langt, hver á sínu sviði. Mér finnst alltaf svo gaman að segja frá því að á Trendnet höfum við aldrei valið inn í hópinn eftir fylgjendum á samfélagsmiðlum eða öðru eins, það er alltaf tekið inn fólk sem okkur finnst passa í hópinn. Eins reynum við að hafa ólíka einstaklinga sem bæta hvort annað upp, frekar en að það sé keppni innanborðs. Hér eru allir í sama liði og það er svo dýrmætt að vera partur af svoleiðis hóp.

Með samfélagsmiðlum hefur conceptið sálfkrafa breyst örlítið frá því að Trendnet vefsíðan sé í aðalhlutverki. Nú eru samfélagsmiðlar eins og Instagram og story þar orðið eins konar blogg og því er Trendnet kannski svona hatturinn yfir alla samfélagsmiðlana.

Takk takk takk allir sem kíkja stundum við – þið eruð best!

Ég fagna afmælisdeginum á tískuvikunni í Kaupmannahöfn ásamt mínu fólki. Fylgist endilega með okkur í beinni: HÉR og HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

DRESSLÍFIÐ

Ég hef ekki sagt ykkur það áður hér á blogginu en við fjölskyldan munum kveðja sænsku sæluna á næstu vikum þegar við færum okkur yfir landamærin til Esbjerg í Danmörku. Gunni er nú þegar farinn frá okkur ég er því einstæð móðir með tvö börn í Kristianstad þessa dagana. Ekki óskastaða en svona getur lífið breyst snögglega þegar maður býr með atvinnumanni í íþróttum. Ég ætla mér auðvitað að tækla þetta verkefni eins og önnur en ég verð að viðurkenna að það hefur verið og verður áfram áskorun ofan á aðra vinnu. EN – jákvætt hugafar … þýðir ekkert annað!

Við vorum svo heppin að fá pabbann heim í helgarfrí um helgina, hér í Åhus á leið í dinner á Åhus Finest (mæli með) þegar Alba fangaði mómentin að neðan á mynd.

Þegar þetta er skrifað sit ég í garðinum með tölvuna í fanginu og kassa allt í kringum mig. Við ætlum að setja húsið á sölu en viljum helst leigja það ef við finnum gott fólk. Er einhver á leiðinni í nám eða vill gott sænskt líf í Svíþjóð? Heyrið þá í mér ;)

//

I haven’t told you yet on the blog that we are moving this month. We will be saying goodbye to our favourite Sweden and moving over to Esbjerg in Denmark. The life can change quickly when you are married to professional athlete. We are very excited even though it will be a lot of stress and work now for a month – but positive thinking is important!

Gunnar is already in Denmark but we were lucky to get him for a weekend visit last weekend. Here we are on our way to dinner at Åhus Finest, I can really recommend it. Alba captured the moments. below.

We will probably sell our house in Kristianstad but still hoping to find a good family to rent it – so if you have any tips, contact me :)

 

Gunni: Bolur: H&M, Buxur: Libertine, Skór: Birkenstock
Ég: Skyrta: Libertine, Samfella: H&M, Stuttbuxur: Levis, Skór: Bianco
GM: Samfestingur Zara

Það sést kannski ekki vel á þessum myndum en við Gunni erum klædd í stíl. Hann keypti sér þetta samstæðu dress frá Libertine Libertine á dögunum og ég var fljót að stela skyrtunni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BRANSASÖGUR

LÍFIÐTRENDNET

Það var ánægjulegt, stressandi en líka hollt að setjast í rauða stólinn hjá Íslandsbanka og rifja upp hvað ég hef áorkað síðustu 10 árin. Fyrst sem persónulegur ráðgjafi með þjónustu við Íslendinga í skandinavísku verslununum og síðar þegar við opnuðum Trendnet og hvernig hjólin hafa rúllað síðan þá.

Það er ekki gefið að blogg geti gengið vel og því er ég svo þakklát fyrir öll árin mín í þessum bransa, tækifærin, félagsskapinn og ólíku verkefnin sem hafa komið uppá borðið af því að ég leita eftir þeim og sinni að metnaði og dugnaði. Þegar ég er spurð að því hver lykillinn af vinsældum blogga sé, þá svara ég alltaf að það sé virkni númer 1 2 og 3, ég tala nú ekki um að ef maður ætli sér að gera smá buisness úr þessu líka. Að deila svæði með mörgum pennum undir sama hattinum er líka betra því þá get ég treyst á að þeir séu með eitthvað fram að færa ef ég verð t.d. veik eða kemst ómögulega í það að koma frá mér efni. Lesendur eru nefnilega fljótir að fælast frá ef það er ekki ferskleiki á síðum eins og þessari, bæði hérlendis og erlendis.

Trendnet á auðvitað alla velgengni að þakka því frábæra fólki sem skrifar á vefinn og hefur gert í gegnum tíðina – þau hafa skapað ímyndina og virðinguna sem miðillinn hefur hlotið. Síðan eru það auðvitað lesendurnir sem eru mikilvægastir þegar allt kemur til alls og það er svo frábært að þið gerið ykkur ferð á þennan uppáhalds vef minn – TAKK ÞÚ!

Það er mikilvægt að horfa út fyrir boxið í þessu eins og öðru og hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég hef alla tíð haft mjög gaman af því að vinna og vill vinna mikið og uppskera eftir því. Ég er því mjög heppin að þessi nýjung sé til í dag, núna þegar ég sinni líka því stóra hlutverki að vera kona atvinnumanns í íþróttum, búsett í útlöndum með tvö börn.

Það eru forréttindi að fá að upplifa bæði handboltalífið en líka eiga sinn eigin feril eða frama með fartölvuna í fanginu, óháð því hvar við búum í heiminum hverju sinni. Bráðum verður Trendnet 6 ára, pælið í því! Time flies when you are having fun.

Pressið endilega á PLAY hér að neðan til að heyra mína sögu í mýflugumynd, á rétt rúmum 3 mínútum.

Takk fyrir mig Íslandsbanki.

Áfram gakk … !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

DRESS

Laugardagur og ég var lent í sænsku sælunni og fór út úr húsi án yfirhafnar …

Ég veit ekki hversu margar eru búnar að senda mér línu og spyrja út í lúkk helgarinnar. Toppurinn er keyptur frá Nelly.com, sænsk netverslun sem ég verslaði mikið við þegar ég var yngri. Ég keypti svo smá frá þeim aftur núna í sumar og var mjög ánægð með td þessa flík en líka fleiri sem ég hef notað frá því í vor þegar kaupin fóru fram.
Þessi ágæti er ennþá til og fæst: HÉR … og á útsölu, heppnar þið!

Buxur: Levis Vintage, Skór: Bianco

//

I´ve got a lot of questions about my tube body that I wore last weekend. I bought it from Nelly.com earlier this summer and you can still find it online: HERE, and on sale, lucky you!

Jeans: Levis Vintage, Shoes: Bianco

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

TÍSKUFYRIRMYND GLAMOUR

DRESSFÓLK

Glamour stendur fyrir skemmtilegri kosningu þessa dagana þar sem þau spyrja um hver tískufyrirmynd Íslands sé. Ég er svo heppin að fá að vera 1 af 10 flottum einstaklingunum í lokavali. Það sem mér finnst líka fréttnæmt er að Trendnet á 3 af 10 á listanum og með 6 af 10 ef við tökum með fyrrverandi Trendnetara og þá á ég við mig, Helga Ómars, Andreu Magnúsdóttur, Irenu og Karin Sveins og Hrefnu Dan – skemmtileg staðreynd!

Ég mæli með að sem flestir taki þátt í kosningunni hvort sem þið kjósið mig eða einhvern annan <3 HÉR

 

Þið hafið svo ótrúlega margar spurt út í þessa trétösku eftir að ég birti mynd á Instagram í Bangkok.  Hún var keypt á götumarkaði í Bali og ég elska hana! Sambærileg fæst: HÉR frá Cult Gaia

Og takk fyrir þessi fallegu orð, þau hlýja.

„Elísabet Gunnars bloggari og eigandi á trendnet fyrir afslappaðan og kúl stíl.  Hún er fylgin sér og veit nákæmlega hvað hún vill.  Púllar ótrúlegustu dress í öllum stærðum þrátt fyrir að vera mjög lítil & grönn þá rokkar hún fötin af manninum sínum (sem slagar hátt í 2 metra) eins og ekkert sé. Áreynslulaus stíll – Flott kona.“

„Fer sínar leiðir í fatavali og er ekkert endilega að eltast við dýr merki.“

Hún er flott kona með sinn einstaka fatastíl. Hún blandar saman vintage fötum og nýjum fötum. Notar fallega fylgihluti.  Gefur mér góðar hugmyndir um hvernig hægt er að blanda saman grófum og fínum fötum og fylgihlutum.“

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: SUNDAYS

DRESSLÍFIÐ

Þessi vika leið sérstaklega hratt, eiginlega aðeins of hratt. Þetta er síðasta vikan mín á Íslandi í bili eftir mjög langa og eftirminnilega sumardvöl. Síðasti sunnudagur var æði en næsti verður betri, heima er alltaf best. Sjáumst í Svíþjóð! Það eru breytingar framundan á lífi okkar fjölskyldunnar og ég hlakka til næsta kafla. Ég leyfi ykkur auðvitað að fylgjast með ..

//

Goodbye Iceland for now.
See you in Sweden !

Samfestingur: AndreA by AndreA, Skór: Bianco

Gunnar Manuel sprengdi krúttskalann í þessu sæta dressi frá   // Petit.is – Fæst: HÉR

Ég elska Snaps! Hámaði svo hratt í mig matinn þegar hann kom að ég gleymdi að taka mynd af honum … sem er bara ágætt.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BRÚÐARKJÓLLINN // WEDDING DRESS

BRÚÐKAUP

English version below

Loksins kemur þessi færsla sem svo margir hafa verið að rukka mig um…

Ég vildi bíða aðeins með að birtinguna þar til ég fengi myndir í betri gæðum og nú hef ég loks fengið þær í hendurnar frá snillingnum – Sögu Sig. Ég hef fengið heilt haf af spurningum og biðst afsökunar ef ég hef ekki verið nógu dugleg að svara einhverjum.

Hvar á ég að byrja? Ég er ekki endilega þessi týpíska brúður sem beið spennt eftir því að klæðast hvítum síðkjól og fara í prinsessuleik upp að altarinu. Ég vissi frá upphafi að kjóllinn minn yrði einfaldur í sniðum og ég lagði mikið uppúr því að hann yrði úr fallegu efni.

Mig langaði helst ekki að láta sauma hann heldur byrjaði á því að leita að draumakjólnum og vonaðist eftir því að finna hann annað hvort frá flottu tískuhúsi eða jafnvel notaðan á slá hér eða þar um heiminn. Ég fann einn eða tvo sem mér fannst algjör draumur en þeir kostuðu í kringum 1 milljón íslenskra króna (sem ég gat ekki hugsað mér að leggja út fyrir kjól, þó að þetta væri brúðarkjóllinn minn). Þá heimsótti ég vintage búðir í París, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn sem dæmi, en því miður fann ég enga gullmola sem kölluðu á mig.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Það var einn kjóll sem ég var með á heilanum og sá kjóll gaf mér hugmyndir um hvernig ég vildi hafa minn. Ég tók því þá ákvörðun að hanna kjólinn sjálf í samstarfi við Andreu Magnúsdóttur vinkonu mína og fatahönnuð (og bloggara á Trendnet). Andrea vill reyndar ekki taka neinn heiður af hönnuninni þar sem ég var svo ákveðin á mínu. Hún hafði orð á því að ég væri fyrsta brúðurinn sem leyfði henni ekkert að komast að, ég vissi nefnilega nákvæmlega hvað ég vildi og það var bannað að fara út fyrir línuna og koma með nýjar hugmyndir ;) sorry elsku Andrea hvað ég var mögulega erfið út í gegn.

Verkefnið gekk ekki áfallalaust fyrir sig því fyrst prufaði ég að láta sauma kjólinn í Tælandi þegar bróðir minn og mágkona voru þar í heimsreisu. Þau voru snillingar að standa í því fyrir mig og ég er þeim svo þakklát. Rei, tælenski klæðskerinn, var samt ekki alveg að átta sig á pælingum okkar Andreu og því saumaði hann fyrst samfesting á ca. 10 ára barn og svo kjól í stærð XXL – ég hló svo mikið þegar ég fékk kjól númer tvö að ég vissi ekki hvert ég ætlaði.

Mynd: Saga Sig

Þar sem ég er búsett erlendis þá fóru fyrstu mælingar fram í gegnum FaceTime og síðar í gæsunarferð minni í Kaupmannahöfn þegar við Andrea vöknuðum á undan öðrum vinkonum mínum og mátuðum prufukjól sem þá hafði komið frá Indlandi. Þar stóðum við uppi á stól, læstar inná baðherbergi, í beinni við saumastofu og sýndum þeim hvað við vildum laga. Pælið þið í því hvað tæknin gerir manni gott, bjargaði mér algjörlega í mínum undirbúning.

Þegar ég lenti svo á Íslandi, tveimur vikum fyrir brúðkaup, var endanlegur kjóll lentur á klakanum og við vorum yfir okkur ánægðar með útkomuna. Það þurfti lítið að laga og efnið var fullkomið – stíft silki frá Indlandi.

Mynd: Saga Sig

Af því að ég gerði kjólinn sjálf þá leyfði ég mér að kaupa draumaskóna frá Manolo Blahnik. Þeir eru svo æðislegir og ég mun hafa þá uppi í hillu sem skraut það sem eftir er. Ást við fyrstu sýn! Þetta eru þeir sömu og vinkona okkar Carrie Bradshaw fékk frá Mr. Big sem bónorð á sínum tíma. En ég valdi að hafa mína í hvítu.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Kjóllinn er í beinum línum með djúpt V að framan og aftan. Það klæðir mig vel að vera í svona flegnu þar sem ég er brjóstalítil og get því sleppt því að vera í brjóstahaldara. Mér fannst algjört must að vera með mjög sítt slör en fann það ekki á Íslandi svona stuttu fyrir brúðakaup. Þá rákust við á myndir af Ásu Regins (gullmola og fyrrverandi bloggara hér á Trendnet) og prufuðum að hafa samband við hana. Ég verð henni ævinlega þakklát hvað hún tók vel í að lána mér það (Something Borrowed .. <3 ) því það slör var 100% fullkomið við kjólinn. Ég vildi leyfa bringunni að njóta sín og bar því enga hálsfesti en var með gullfallega eyrnalokka með blárri perlu (Something Blue ..) frá Soru Jewellery (Fæst hjá Hlín Reykdal úti á Granda). Handtaskan mín var perluveski frá langömmu minni heitinni, það sama og stjúpmamma mín bar í sínu brúðkaupi (farsælt hjónaband þar .. ) – svo gullfallegt! Undirfötin voru svo frá Ellu M / Lindex, en ég fór því miður aldrei í þau heldur var í mjög “ljótum” húðlituðm nærbuxum sem sáust ekki í gegnum kjólinn (tips að taka til sín fyrir verðandi brúður).

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Hár og makeup var í höndum landsliðsins, Harpa Kára og Theodóra Mjöll sáu um sína konu og þær kunna svo sannarlega sitt fag! Það má kannski taka það fram að ég var til dæmis búin að gráta helling í athöfninni þegar þessar myndir voru teknar og var ekki með neitt makeup til að laga mig á milli kirkju og myndatöku … og samt hélst förðunin svona vel.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Yfir það heila var ég rosalega glöð með lúkkið. Seinna um kvöldið skipti ég svo yfir í kjól frá Michael Lo Sordo/Net a Porter og betri dansskó frá Fruit/GS skóm til að geta notið mín betur á dansgólfinu. Það var góð ákvörðun.

Fljótlega mun ég birta ýtarlega færslu um brúðkaupið frá A – Z og þar skal ég reyna að svara öllum spurningum sem mér hafa verið að berast síðustu vikurnar. Mín hugmynd er að geta gert ákveðinn tékklista sem mig bráðvantaði fyrir mitt brúðkaup, þá getur fólk plokkað út það sem passar þeirra hugmyndum.

TAKK allir sem sýnið brúðkaupinu okkar svona mikinn áhuga <3 ég elska að deila því með ykkur. Þessar myndir gera mig líka mjög meyra og þessi póstur því skrifaður með gleðitár í augum. Að giftast ástinni sinni er það besta og skemmtilegasta sem til er. Mæli með fyrir alla, konur og karla!

OG TAKK ANDREA. Ég hefði aldrei getað þetta án þessarar frábæru vinkonu. Hún var svo þolinmóð og jákvæð á þetta verkefni og var í raun duglegri en ég að drífa það áfram. Ég verð henni ævinlega þakklát og veit ekki hvernig ég get endurgjaldað þennan greiða – Konur Eru Konum Bestar!

Mynd: Saga Sig

Fyrir áhugasama þá var Gunni í sérsaumuðum, klassískum svörtum smoking frá Suitup Reykjavík með flottum detailum. Skórnir voru klassískir frá Loake og síðan keypti hann ódýrari loafers frá Asos fyrir dansgólfið sem hann skipti þó aldrei í.

Psst:
Marta á Smartlandi birti samdægurs frétt og “paparazzi” myndir frá kirkjunni og ég hafði gefið henni upplýsingar um kjólinn sem að fylgdu með fréttinni, þið getið lesið þá frétt: HÉR og séð svo smekklegu gestina okkar HÉR <3

//

Finally the blog about my wedding dress that so many have been asking about.

The dress was designed by me in corporation with my great friend and fashion designer – Andrea. My idea from the beginning was to find the perfect dress from some fashion house or some hidden second hand treasure. I found two that I really liked but the price tag was not in my range so I had to find another way. 

I am maybe not the typical bride and didn’t want a princess dress. I wanted a simple dress with straight lines in a beautiful fabric. After some different attempts in Thailand, where I first got jumpsuit for a 10 year old and then a dress in XXL, I got the dress in a beautiful silk from India. Andrea was in charge of the process and thanks to her I got this perfect dress (in my opinion) 2 weeks before the wedding.

Because I didn’t find the designer dress I let myself buy the shoes of my dream, inspired by my friend – Carrie Bradshaw. The white Manolo Blahnik will be probably be decoration in my living room, I really love them. The earrings were from Soru Jewellery, the handbag and veil I loaned for the day from my great grandma and a good friend. 

Hair and make-up were done by talented friends and I couldn’t be more thankful for all the help and love I got this day. Thank you!

//

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR