fbpx

8 ÁRA TRENDNET

LÍFIÐTRENDNET

Það er svo ánægjulegt en á sama tíma ótrúlegt að heil 8 ár séu liðin frá opnun Trendnet – þann 8.ágúst 2012. Þá hafði ég sjálf bloggað í önnur 3 ár á undan. Trendnet var fyrsta síðan, sinnar tegundar, á Íslandi á sínum tíma og í gegnum árin hafa nokkrar sambærilegar komið og farið. Ég er svo ótrúlega stolt af þessari löngu siglingu síðunnar og er það eingöngu mögulegt vegna ykkar, lesendanna sem kíkið stundum við – takk innilega fyrir samveruna öll þessi ár <3

Trendnet var stofnað þegar blogg voru að ná hámarki í Skandinavíu, fyrir vinsældir Instagram, sem hefur síðan tekið við hlutverki bloggsins að einhverju marki. Ég elska þó enn bloggið sem miðil og það gefur mér færi á að fara dýpra og nánar útí ákveðna hluti og í dag tvinna ég mína miðla saman með áherslu á Instagram myndir, story og síðan ítarlegri umfjallanir á blogginu á Trendnet.

Ég horfi að einhverju leiti á bloggið sem nútímadagbók þar sem ég safna mínum upplifunum, innblæstri, fólki sem veitir mér og þér innblástur, tísku og trendum. Ég hef lifað viðburðarríku lífi undanfarin ár með flakki um Evrópu með handboltamanninum mínum og þetta verða minningar sem gaman verður að fletta í gegnum í ellinni.

Bloggin lifa sínu lífi í gegnum árin og gott dæmi um það er ítarleg færsla sem ég gerði um brúðkaupið mitt – hún fær árlega fjölda heimsókna frá fólki sem skipuleggur stóra daginn.

Við erum fjögur, reynsluboltar sem hafa skrifað á Trendnet frá upphafi – Svana á Svart á Hvítu, Andrea Röfn, Helgi Ómars og ég sjálf – byrjuðum öll árið 2012. Þar fann ég vini fyrir lífstíð sem mér þykir svo afskaplega vænt um. Aðrir hafa hætt og nýir pennar hafa bæst í hópinn en allir eiga það sameiginlegt að vera alltaf í Trendnet fjölskyldunni, það finnur maður svo sterkt, samstaðan er svo mikil og við höldum með hvert öðru áfram og alltaf.

 

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, TRENDNET, sem ég kalla gjarnan miðju-barnið mitt.


Skyrta af Gunna: Libertine, Skart: AndreA, Skór: Mango

Laugardagslúkk …
í svitakasti í garðinum mínum. Danska sumarið ákvað að koma aftur. Hér skálum við í aarke – sódavatn er aðeins betra í fallegu glasi. Trendnet er einmitt að gefa slíkt eðal tæki í tilefni afmælisins – fylgist með afmælis-sunnudags-glaðningi á Trendnet miðlum. Eins og áður er glatt lesendur með afmælisgjöf ár hvert. Njótið vel!

Eigið góða helgi xx

xx,-EG-.

@elgunnars á  Instagram
@trendnetis á Instagram

DRESS: VERSLÓ

DRESSLÍFIÐ

Æi það er ekkert betra í heiminum en ferð yfir á Fanø á blíðviðrisdegi .. hápunktur Verslunarmannarhelgarinnar þetta árið.

Bikini: Gömul frá H&M, Hattur: 66°Norður, Hálsmen: AndreA

Vonandi áttuð þið góða helgi með ykkar fólki.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

TÍMAMÓTA FORSÍÐA BRESKA VOGUE

FÓLKFRÉTTIR

Fyrsti svarti maðurinn til að mynda forsíðu breska Vogue í 104 ára sögu hefur nú myndað fótboltastjörnuna Marcus Rashford fyrir sérstaka Black Lives Matter útgáfu af blaðinu. Hinn 22 ára Rashford deildi myndinni á Twitter.


Rashford hefur látið gott af sér leiða á Twitter sem hefur án efa leitt til breytinga. Til að mynda barðist hann fyrir því að börn sem minna mega sín fengu fríar skólamáltíðir sem varð til þess að ríkið tók U-beygju í þeim efnum. Þar tók Vogue eftir honum sem varð til þess að hann situr nú á forsíðu blaðsins í september, ásamt fyrirsætunni og baráttukonunni Adowa Aboah.

Samfélagsmiðlar geta svo sannarlega verið gott tól fyrir allskonar … Undirrituð ber virðingu fyrir þannig óumbeðnum og óeigingjörnum herferðum hjá fólki sem hefur völd til slíks.

Myndirnar eru teknar af Misan Harriman, fyrsta svarta manninum til að mynda breskt Vogue cover. Hin árlegu september issue eru ávallt titluð sem tískubiblíur en í ár verður sú biblía góð blanda af tísku og framtíðarvon.

Fleiri svartir aktívistar deila auka forsíðu sem fylgir með í þessu haustblaði.

Ég verð að taka það fram hér að Rashford var nýbúinn að ná athygli minni þegar hann gaf litlum íslenskum fótboltastrák mjög glaðan dag um helgina. Vel gert og klapp emoji fyrir ungum og efnilegum Jökli af Skaganum. Sjá HÉR

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HEIMA HJÁ DAKOTA JOHNSONS

FÓLKHOME

Ah ég elska svona innlit, og ég veit að þið gerið það líka. Sjáið hvað leikonan Dakota Johnson býr fallega. Áhorf sem er tilvalið að kíkja á á þessum auka sunnudegi verslunarmanna. Njótið dagsins vel!

PRESSIÐ Á PLAY

Það var hið fræga tímarit Architectural Digest sem fékk að kíkja í heimsókn til leikonunnar í vor þegar hún og húsið hennar príddu forsíðu blaðsins. Heimsóknin hér að ofan er svo dásamlegt áhorf því Dakota er svo skemmtilegur viðmælandi að kynnast. Heimilisstíllinn hennar er persónulegur með meiru og svolítið ólíkur því sem við eigum að venjast hjá Hollywood leikara. Hér er hlýlegt, grænt og gott.

AD April issue fæst: HÉR

 

SUMARNÆTUR, SUMAR NÆTUR

DRESSLÍFIÐ

Peysan í þessari færslu var gjöf

Það var góð ákvörðun að taka göngutúr við ströndina okkar seint í gærkvöldi. Dagurinn var svo skrítinn eftir að nýjar fréttir bárust í hádeginu af íslenska Covid ástandinu. Það snertir okkur eins og aðra afþví að Alban okkar er alltaf að bíða eftir því að komast á svið með Kardemommobænum og æ hvað ég vona að það verði frumsýning í lok ágúst eins og stendur til. Við erum svo spennt. Svo skrítnir tímar í mörgu og fyrir marga ..

Þó að reglurnar hafi verið hertar aftur þá eru einhverjir hlutir sem verða aldrei teknir af okkur, td þetta, útivera, göngutúr með fjölskyldunni, við hafið þar sem orkan er hvað mest.

Ef það er rigning,  þá klæðum við okkur bara eftir því … jafn mikil orka fyrir vikið. Mæli með að prufa.

Ölbu varð kalt og fékk lánaðann jakka af mér: H&M, Buxur: þessar hér, Skór: Nike

View this post on Instagram

Sumarnætur, sumar nætur .. ⛵️

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Ég elska þennan bláa lit á nýju 66°Norður peysunni minni. Fæst: HÉR
Ég tók hana stóra eins og þið sjáið – fílaða.

Sólgleraugu: Le Specs/Yeoman, Peysa: 66°Norður, Stuttbuxur: Monki, Hárklemma: Spútnik, Skór: Birkenstock

 

Eigið góða (en öðruvísi) Verslunarmannahelgi kæru lesendur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GÚMMÍSTÍGVÉL ERU GÓÐ KAUP UM ÞESSAR MUNDIR

SHOPTREND

Það verður án efa öðruvísi Verslunarmannahelgi í ár, án fjöldasamkoma. Samt sem áður hafa útileguhjörtu landans líklega aldrei slegið jafn mikið í takt. Það er því við hæfi að vekja athygli á heitasta trendi tískupallanna – gúmmístígvélum. Þau ganga bæði  heima sem og í útileguna og ef marka má hátískuna þá fáum við gullið tækifæri á að vera “in” við íslenskar aðstæður – þegar það fer að kólna þá má bæta ullarsokkunum við.

Það var ítalska merkið Bottega Veneta sem voru fyrstir á stjá í stígvélum þegar þau sýndu haustlínu sína í Mílanó. Vörumerkið kom á óvart með umhverfisvænum gúmmískóm, paraðir við pallíettu kjóla og dragtarbuxur, fáir höfðu séð það fyrir og rekin voru upp stór augu.

Daniel Lee, yfirhönnuður merkisins, sýndi stígvél úr niðurbrjótanlegu gúmmíi sem gert er úr sykurreyr og kaffi, efnum sem eyðast í náttúrunni eða í endurvinnslu á lífrænum úrgangi. Þessu þykku gúmmístígvél urðu fljótt að vinsælu umræðuefni.

Bottega Veneta AW20

Á eftir komu Prada, Versace, Boss og Dior svo eitthvað sé nefnt ..

Versace AW20

Boss AW20


Prada AW20

Eins og þið sjáið að ofan – allir grófir og góðir til að hoppa í pollum. Trend sem hentar einkar vel í íslenska haustinu.
Að neðan hef ég tekið saman kauptips á viðráðanlegra verði, flest frá íslenskum verslunum eða hjá netverslunum sem senda til Íslands. Happy shopping !
Ilse Jacobsen / Garðatorg
Setið endilega inn fleiri kauptips í kommenta dálkinn hér að neðan.
xx,-EG-.

DRESS: DAY OFF

DRESSLÍFIÐ

Ég hefði getað klæðst hverju sem og samt lúkkað alveg ágæt í þessu fallega herbergi  sem við fengum að láni í foreldrafríi fyrr í sumar. Hér er heimasnúllinn í hárinu á sínum stað, ekkert makeup eða glans heldur dugði það mér að vera með hamingju í hjarta þegar ég bað Gunna að smella af mér mynd með sídegisbolla í hönd.  Það er nefnilega þannig að maður þarf stundum frí frá börnunum sínum og það á ekki að vera neitt feimnismál að segja það upphátt. Ég elska ekkert meira en apakettina mína tvo en þegar þarna var  komið þá vorum við búin að vera saman í sérstöku dönsku Covid lífi, uppá dag, margar vikur á undan. Ég veit ekki hvort þau eða við vorum glaðari með smá aðskilnað hihi … það er gott að sakna og ég veit að margir foreldrar tengja við þá tilfinningu.

View this post on Instagram

Coffee or tea? .. Happy Weekend ☕️🍷

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Ég fékk nokkrar spurningar út í skyrtuna en það er ekki í fyrsta sinn sem ég klæðist skyrtu af Gunna og fæ athygli fyrir vikið. Eins var spurt mikið um skóna sem ég keypti mér í febrúar en hef notað mikið eftir að fór að vora. Að neðan sjáið þið betur hvaðan hver og ein flík er ..

Skyrta: HAN KJØBENHAVN (kannski til í Húrra?), Leggings: Weekday, Skór:  Loewe/Mytheresa,
Hálsmen: AndreA, Sólgleraugu: Le Specs/Yeoman

Góðar stundir.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HRINGUR Á FINGUR

SHOP

Ég kolféll fyrir þessum fléttuhring sem ég mátaði á þumalfingur á Revolver á tískuvikunni í janúar. Um er að ræða hring frá sænska merkinu Syster P sem AndreA selur í Hafnarfirði. Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram vitið að  ég ber alltaf hring á þumalfingri og þið spyrjið mig reglulega hvaðan hann er, sá var keyptur í random skartgripa verslun í Halmstad fyrir   örugglega 11 árum síðan. Gunni gaf mér hring í gjöf sem var alveg óvart of stór og ég elskaði þumal lúkkið sem varð til þess að ég skipti aldrei í minni. 

Nú er kannski kominn tími til að eiga til  skiptanna, þessi fléttu fyrir fínni tilefni? Ég er allavega ennþá að hugsa um hann.

FRIYAY – skál í bubblur. Má vera kampavín eða bara sódavatn? Bæði betra ..

Að sjálfsögðu mjög fallegur á þessum fingri líka, fyrir þá sem það kjósa.

Eigið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

COPY/PASTE

SHOP

Á útsölu ráfi mínu á netinu þá rakst ég á þessar ágætu Lindex húfur sem mig langaði að deila með ykkur. Þær minna mig strax á hinar sívinsælu frá Acne sem svo margir eiga eða dreymir um að eignast. Verðmunurinn er þó töluverður og því er þessi færsla titluð sem copy/paste .. ég veit að þið elskið ódýrar kauphugmyndir.

LINDEX

Verð: 1.500 isk

ACNE

Verð: 19.000 isk

Sitt sýnist hverjum en þær eru allavega mjög álíkar og því gaman að sýna þær saman ..

ACNE: 19.000 isk
VS
Lindex: 1.5oo isk

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

SUMARBORGIN 

LÍFIÐSAMSTARF

Borgarferð til London, Parísar eða Róm á dagskrá? Nei eflaust ekki …
Ég mæli mikið með borgarferð í okkar eigin Reykjavík þetta sumarið – þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Dagur í mínu lífi, í samstarfi við Sumarborgina 2020 – Reykjavík…

Ég elska Reykjavík, finnst við svo heppin að eiga þessa fallegu höfuðborg með útsýni yfir hafið og fjöllin sem gefa okkur orku alla daga. Miðbærinn okkar iðar af fjölbreyttri verslun og þjónustu sem við Íslendingar ættum að heimsækja reglulega. Eins og þið sem fylgið mér á Instagram vitið þá er ég dugleg að heimsækja miðbæinn og hef áður hvatt ykkur til að gera slíkt hið sama. Ég náði ekki að bóka mér hótelherbergi og fara þannig alla leið í minni upplifun á smá borgarferðar fíling en ég hef gert það nokkrum sinnum og það er æði!! Þó þið búið bara í Mosó, eða þessvegna í Hlíðunum.

Ég fagnaði samstarfi við Sumarborgina sem er uppfull af dagskrá þessar vikurnar, kynnið ykkur dagskrána í döðlur HÉR

Fyrir mína parta er hið fullkomna bæjarrölt að plana ekki of mikið heldur rölta á milli verslana, listasafna eða kaffihúsa, setjast á göngugötu og fylgjast með mannlífinu, enda svo daginn í góðum dinner.  Allt er síðan aðeins betra með góðri vinkonu, eins og í mínu tilviki.

SJÖSTRAND –

Fyrsti bollinn, og sá besti í bænum að mínu mati,  tekinn á Granda á mínum heimavelli hjá Sjöstrand Iceland ..
Stundum finnið þið mig þar á vaktinni. 

BÆJARINS BEZTU –

Hádegismaturinn verður ekki íslenskari. Ein með öllu með mínum manni ..

AS WE GROW –

Gunnar Manuel er í peysu frá As We Grow  –  eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið, þá mæli ég svo sannarlega með því íslenska eðal merki á smáfólkið okkar..

VERSLUM VINTAGE –

Spútnik:

 

Náttbuxur við allt? Leyfilegt í mínum bókum ..

Wasteland:

 

38 ÞREP –

Mínir uppáhalds hjá 38 Þrepum í  þessari heimsókn ..

HAF –

Fáðu þér sæti, sæti. Þessi stóll heitir því einfalda nafni, sæti og er hönnun HAF hjóna.

Bækur í úrvali ..

KER  fæst hjá HAF ..

TE&KAFFI –

2x cappuccino til að taka með, takk  !

LISTASAFN REYKJAVÍKUR –

Það fylltist innhólfið mitt á Instagram af fyrirspurnum út í safnarbúð Listasafns Reykjavíkur. Greinilega margir sem vita ekki af þeirri perlu en hér með vona ég að fleiri heimsæki bæði verslunina en líka söfnin sem borgin okkar hefur að geyma. Vissuð þið að það er frítt inn eftir klukkan 17 á söfn á fimmtudögum?

HÚRRA REYKJAVÍK –

Þið finnið WoodWood á börn hjá Húrra Reykjavík ..

 

HILDUR YEOMAN –

Ég heimsæki ekki miðborgina nema kíkja í YEOMAN, ég mæli með að skoða þar gjafavöruna fyrir þá sem eiga allt .. 

AGÚSTAV –

Verið velkomin á Skólavörðustíg Agustav.

RAKEL TOMAS –

Vissuð þið að listakonan Rakel Tómasdóttir hefur opnað STUDIO í miðbænum? Kynnist henni betur HÉR ..

EVA –

Billi Bi klassík, fæst hjá Evu ..

Blazer: Malene Birger  ..

 

DUCK & ROSE – 

AFTER WORK var góð hugmynd.
Og hér var aldeilis Instagram vænt .. ;)

Duck & Rose er nýr staður, staðsettur þar sem Kaffi París var til húsa. Ég mæli sérstaklega með ostinum á myndinni hér að neðan en risotto bollurnar voru líka dásamlegar .. Meira HÉR

 

Minn dagur í Sumarborginni spilaðist svona – HÉR finnið þið líka highlights á Instagram hjá mér. Mig langaði auðvitað að hafa  enn fleiri klukkustundir til að ná að heimsækja fleiri verslanir, þjónustu eða veitingastaði því Reykjavík er stútfull af slíku. En það verður bara meira næst ..

Takk fyrir mig Reykjavík, uppáhalds borgin mín. 

 

xx,-EG-.