fbpx

Í OKKAR FANGI Í FIMM ÁR

LÍFIÐ

Elsku Gunnar Manuel, eða Super Manu eins og hann er kallaður þessa dagana, fagnar fimm ára afmæli sínu í dag. Mamman verður alltaf meir á afmælisdögum, aðrar mömmur hljóta að tengja. Að hugsa sér að íslenski GM hafi fæðst í Gummersbach í Þýskalandi eldsnemma morguns, flutt til Svíþjóðar nokkurra mánuða, búi núna í Danmörku en auðvitað alltaf með annan fótinn á Íslandi og þetta allt á sinni stuttu ævi. Líf atvinnumanna barna er einstakt, stundum erfitt en alltaf lærdómsríkt – við þekkjum ekkert annað og erum því alltaf bara jákvæð þegar við fylgjum pabbanum á milli staða. Pabba sem við söknuðum mikið fjarri góðu afmælis gamni.

SUPER MANU bauð örfáum vinum sínum með sér á singalong Skoppu og Skrítlu í Sambíóunum Álfabakka í gær. Vá hvað var gaman og vá hvað Skoppa og Skrítla, Zúmmi og allir hinir krakkarnir í partý bíó sýningunni eru miklir snillingar!

Ég skellti í þessa Mario köku bara á hálftíma um morguninn …. einmitt haha. Konan sem kann ekki (eða nennir ekki) að baka elskar Sætar Syndir alveg afskaplega. Takk fyrir þessa drauma köku sem sló í gegn.

GM: Mario hattur, As We Grow Skyrta, Levis buxur og Zöru skór
Mamma: Ganni blazer, H&M buxur

Ég fann Mario glösin í Hagkaup og diskana í Partýbúðinni þar sem að við keyptum líka 5 blöðrur.

Í dag, á afmælisdaginn, nutum við okkar með ömmum og öfum sem kíktu í afganga í hygge hellinn – dýrmætt með meiru. Sjáið þessa sætu langa afa með barna barna barnið sitt í stuði á milli sín.

Stebbi langi afi, Gunnar Manuel, Siggi langi afi

Takk allir sem fögnuðu með okkur í gær og í dag og takk allir fyrir kveðjurnar!
Til hamingju með afmælið elsku GM – við elskum þig mest.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PEACE & QUIET

LÍFIÐ

Vinnudagurinn byrjar í ró og næði, það hefur ekki verið raunin hér á Íslandi fyrstu vikur ársins. Ég hef nefnilega verið með einn tæplega 5 ára gutta sem aðstoðarmann alla daga. GM er ekki með leikskólapláss á Íslandi og því lítil rútína á mínum manni, og þar með, lítil rútína á mömmunni líka. En hér byrjaði ég daginn án hans og kom aðeins meiru í verk en vanalega – algjörlega nauðsynleg morgunstund.

vel merkt, PEACE & QUIET

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

Derhúfan sem ég hef notað mikið síðustu vikur er gjöf frá Kertasníki/Gunna. Vel valið. Fæst: HÉR

 

Derhúfa er eitt af trendum 2021 eins og ég nefndi líka HÉR sem trend 2020.

xx,-EG-.

Sex And The City snýr aftur – AND JUST LIKE THAT

FASHIONFÓLK

Loksins fáum við orðróminn staðfestann ! Sex And The City snýr aftur og ég spring úr spennu.

Nýja serían hefur fengið nafnið And Just Like That … og inniheldur tíu hálftíma þætti sem verða sýndir á HBO. Að fá þessar góðu vinkonur okkar aftur á skjáinn, bara aðeins eldri útgáfur, verður eitthvað aðdáendur SATC hafa lengi vonast eftir. Þær Carrie (Sarah Jessica Parker), Miranda (Cynthia Nixon) och Charlotte (Kristin Davies) samþykktu að vera með en Samantha verður fjarri góðu gamni að þessu sinni – það kemur vonandi ekki að sök.

Besta tískufrétt ársins 2021 hingað til? Undirituð vill meina það –

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SJP (@sarahjessicaparker)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BESTU OG VERSTU TREND ÁRSINS 2020

FASHIONFÓLKMAGAZINETREND

Ég var einn af álitsgjöfum DV um bestu og verstu trend ársins 2020 … það passar vel að deila með ykkur svörunum hér á blogginu –

Hvað er besta trend ársins að þínu mati? 
 Sweatsuits (joggarar) náðu nýjum hæðum 2020 og það er svo sannarlega mitt uppáhalds trend á árinu. Trend sem heldur bara áfram því öll tískuhúsin virðast vera að vinna með notalegheitin inn í nýja árið.

JÓLIN, KAFFI OG KERTALJÓS

Joggari

Persónulega vann ég líka mikið með hárklemmur og derhúfur – bæði skemmtileg trend sem setja punktinn yfir i-ið.

Tvær af  mjög mörgum derhúfumyndum á árinu

 

Tvær af mjög mörgum klemmumyndum á árinu

Sérstakt íslenskt trend á árinu – fólk velur íslenska hönnun meira en áður. Að styðja við okkar hæfileikafólk í hönnun er einmitt málið að mati undiritaðrar!

Íslenskt, já takk

 

Svo kom spurningin ….. En versta trend ársins? .. og ég svaraði því sem kom fyrst upp í hugann.

Ég er ekki hlynnt öllum þessum lýtaaðgerðum sem virðast því miður vera einhvers konar trend hérlendis og erlendis.
 Við erum öll allskonar og ég vil frekar vona að þróun framtíðarinnar kenni okkur að vera ánægð í eigin skinni frekar en að þurfa að móta okkur öll í sama form.

Dýrar vörur frá hátískumerkjum fyrir ungt fólk sem á ekki fyrir því – hettupeysur fyrir handlegg. Mér finnst mikilvægt að impra á því við ungt fólk að eiga fyrir hlutunum sem þeir klæðast. Kenni minni (bráðum unglings) dóttir það.

Mitt mat þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar ;) en það var gaman að spá aðeins í spilin.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

*Lesið líka um best klæddu Íslendingana að mínu mati og annarra álitsgjafa DV, HÉR ..

 

BACK TO WORK

LÍFIÐ

Fyrsti dagur eftir jólafrí og ég er að upplifa mesta mánudag sögunnar, á mánudegi. Kannski er einhver sem tengir.
Það er vissulega gott að byrja nýtt ár en ég er ennþá að reyna að móta metnaðinn og setja mér markmið fyrir 2021. Mér finnst það svo erfitt, því það er ennþá töluverð óvissa í lífinu og því margt sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Ekki alveg fyrir mig sem vil alltaf hafa svo mikið skipulag og rútínu á lífinu.

En allavega, hér er ég með tölvuna fanginu og punkta niður markmiðslista. Snýst mikið um að hafa hugafarið rétt stillt? Við byrjum allavega þar og vonandi leiðir það okkur í rétta átt. Vonandi …

Áfram við öll!

Back to work.

 

Ullarföt: Föðurland frá 66°Norður / gamalt en Fæst: HÉR
Peysa: Varmahlíð. Fæst: HÉR
Peysan var jólagjöf til Gunna. Undirituð heldur áfram að velja föt sem ég get notað með honum –  2 fyrir 1 er svo næs….  
Skór: Jodis by Andrea Röfn. Fást: HÉR

Halló drauma vinnuhorn!!
Hótel Búðir getaway.

Áfram gakk … 2021, við getum þetta!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

VINSÆLAST ÁRIÐ 2020 – TOPP 15

LÍFIÐ

Síðasti dagur ársins – og hér sit ég og refresha tölvupóstinn minn og bíð eftir svari úr seinni covid skimun sem vonandi kemur neikvæð fyrr en síðar, við erum í sóttkví og ættum að losna fyrir gamlárskvöld ef allt fer vel. Þetta hefur svolítið verið staðan 2020, árið sem við ætlum svo að sprengja í loft upp eftir miðnætti í kvöld – held að við séum öll meira en til í það.

Eins og allir þá hef ég átt furðulegt ár 2020. Við gáfum grænt ljós á að Alba fengi að vera á Íslandi í Þjóleikhúsinu með Kardimommubænum en það hefur verið heldur sérstök reynsla og við þurft að fljúga á milli (þegar enginn er að ferðast) landa eftir því.

Þó ég sé persónuleg á mínum miðlum þá er heill hellingur sem er ekki sýnilegur og áföllin hafa átt sér stað bak við tjöldin. Það sem var erfiðast var þegar Ómar afi minn greindist með Covid á Kanarí í ágúst, rétt áður en þriðja bylgja skall á – það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Hann lá í margar vikur sofandi í öndunarvél og við hræddumst það mjög að missa hann úr þessum ömurlega sjúkdómi sem mætti allt í einu svo nálægt okkur. Þetta veitti okkur mikilvægan lærdóm sem ég hef reynt að bera áfram til minna fylgjenda í kjölfarið þegar ég bið alla að taka ástandinu alvarlega, passa upp á sig og sitt fólk og fara eftir settum sóttvörnarreglum og viðmiðum. Ómar afi er á batavegi (þó langt ferli fyrir höndum) þegar þetta er skrifað, besta gjöfin árið 2020.

Eins og síðustu áramót þá fer ég yfir árið og tek saman topplista á blogginu til að sjá hvað var að virka og hvað ekki. Það er alltaf ánægjulegt að sjá tísku í fyrsta sæti – þar liggur áhugi minn hvað mest í skrifum, þegar ég gef kauptips eða sýni nýjungar með öðru sniði. KEKB gekk framar björtustu vonum árið 2020 þrátt fyrir breyttar aðstæður, fyrir það er sérstaklega þakklát. Mér finnst sérstaklega skemmtilega að sjá eina færslu á listanum í ár – rúmlega tveggja ára brúðkaupsfærslu. Ég skrifaði ítarlega færslu um brúðkaupsundirbúning okkar og var það einmitt markmiðið að vanda mig og gera það vel svo að færslan gæti lifað lengi og verið góður vegvísir fyrir komandi brúðhjón – færslan sem mig vantaði sárlega í mínum undirbúningi.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en vona hafið gaman af þessum topplista og í leiðinni þakka ég innilega fyrir samfylgdina á árinu – án ykkar væri ég ekki að þessu.

Þakklæti til ykkar!

ást og friður. xx, Elísabet Gunnars.

15. FRÁ TOPPI TIL TÁAR: NÚ Á NETINU

Heimaveran árið 2020 þarf ekki endilega að þýða að við getum ekki “kíkt smá í búðir”  ;) .. Heimur netverslana stækkar hratt hér sem og annarsstaðar og í dag höfum við tækifæri á að versla nánast hvað sem er á netinu. Ég kýs að halda í mína hefð og vel eingöngu vörur frá íslenskum verslunum. Ef okkur vantar eitthvað þessa dagana, verslum þá við íslenskar verslanir svo þær lifi þetta erfiða tímabil af. Hér að neðan einblíni ég á íslenskar netverslanir.

Bland af því besta úr búðunum, héðan og þaðan. Ég vona að þið kunnið vel að meta –

LESA MEIRA…

14. MENNTUN Á MÍNUM HRAÐA

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á minni menntagöngu þá útskrifaðist ég frá Háskólanum á Bifröst árið 2014. Ég byrjaði þó í HR eftir árs námspásu frá skóla eftir að ég kláraði Menntaskólann við Sund. Þegar við fluttum síðan óvænt til útlanda varð ég smá áttavillt um hvernig best væri að klára BS námið. Ég varð mjög glöð þegar ég áttaði mig á því að ég gæti lært í fjarnámi frá Íslandi og stjórnað hraðanum sjálf. Fjarnámið á Bifröst passaði fullkomlega fyrir fólk eins og mig. Þar gat ég tekið fög í lotum og valið hversu mikið hverju sinni.

Menntun er máttur og það má tvinna áhugamál, lærdóm og vinnu saman á svo marga vegu. Ég deildi minni upplifun með Bifröst hér að neðan.

PRESSIÐ Á  PLAY

LESA MEIRA…

13. LÍFIÐ: HALLÓ ÍSLAND

Halló Ísland. Ég lenti á klakanum um helgina og er í sóttkví eins og lög og reglur mæla með. Það er sorglegt að sjá hversu mörg smit eru að greinast þessa dagana og greinilegt að við eigum eitthvað í land með að ná tökum á þessari veiru. Það er svo vont hvað hún hefur mikil áhrif á margt og maður er kominn á þann stað að hætta að furða sig á öllum þeim leiðindum sem hún ber með sér.  Æ ég veit að þið hafið ekki áhuga á að lesa um Covid í þessari færslu og ætlaði ekki endilega þangað með þessa kveðju  en þetta er bara raunveruleikinn í dag.  Ég bíð og vona að Kardemommubærinn verði frumsýndur um næstu helgi þar sem Alban mín fer með hlutverk, eins er það vonin að Konur Eru Konum Bestar vol4 fari í sölu þann 4.október – það mikilvægasta er að ég haldi heilsunni svo að ég megi taka þátt í þeim stóru verkefnum auk annarra næstu vikurnar hér á Íslandi.

LESA MEIRA…

12. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA…

11. LÍFIÐ: SKÁL FYRIR ÞÉR

Við erum komin á ellefta árið okkar í útlöndum og enn skrifar Gunni undir nýjan samning. Að þessu sinni hjá sama klúbb, Ribe Esbjerg, hér í Danmörku þar sem hann hefur spilað vel síðustu tvö árin. Við hlökkum til að halda áfram ..

Þið sem fylgist reglulega með vitið hvað handbolti spilar stórt hlutverk í lífi mínu, ég vil helst ekki missa af leik og get orðið ansi æst á pöllunum þegar minn maður er inná vellinum. Ég held að þetta væri ekkert skemmtilegt ef maður myndi ekki taka þátt í þessu með honum og þetta gæti eiginlega ekki virkað með fjölskyldu í útlöndum ef við værum ekki öll sátt með lífið og í sama liði. Við tökum að sjálfsögðu svona stórar ákvarðanir í sameiningu og skoðum allar hliðar málsins. Það er því alltaf  góð tilfinning þegar samningar komast á hreint, ákveðinn léttir að vita hvað verður. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt líf að lifa, stundum í óvissu um hvað gerist næst og maður hefur ekki beint stjórn á framhaldinu þar sem það eru svo margir hlutir sem spila inn. Sérstakt þetta faraldslíf!

Það var því tilefni til að skála í gær þegar búið var að skrifa undir pappírana. Ég er alltaf svo  stolt af þessum boltakalli mínum – gamli kallinn, kapteinn Gunnar er alveg með þetta að mínu mati!

LESA MEIRA…

10. HVAÐA VINTAGE MERKJATÖSKUR ERU BESTA FJÁRFESTINGIN?

Mér hefur þótt gaman að gramsa eftir gersemum í gegnum tíðina. Það eru enginn kaup skemmtilegri en þegar maður finnur flík eða fylgihlut sem lifir nýju lífi með mér eftir að hafa mögulega átt ágætt líf áður en ég fann hann.  Ég hef verið heppin oft á tíðum og verð betri með árunum að finna þessu týndu fjársjóði. Með tilkomu netverslana hefur orðið mun aðgengilegra að eignast vintage merkjavöru því við getum googlað okkur áfram í leit okkar að draumavöru. Það eru til verslanir sem sérhæfa sig í þessum málum, vintage verslanir sem selja aðeins gæðavöru. Þær eru að sjálfsögðu flestar utan landssteinanna, en þó ekki lengra frá en rétt bakvið tölvuskjáinn.

Ég fór yfir nokkrar fréttir úr ólíkum áttum sem hjálpuðu mér að finna topplista af töskum sem eru góð vintage kaup. Ég ákvað að deila topp 10 lista hér á blogginu sem kauptips til ykkar – frábær fjárfesting ef vel er hugsað um.

Ertu að leita eftir hinu fullkomna notaða merkjaveski? Þessi að neðan eru góð kaup að mínu mati –

1. CHANEL

Þessi fer aldrei úr tísku. Double flap bag frá Chanel í medium, þú finnur ekki meiri klassík. Taskan kostar mikið þó að maður finni hana vintage en það er líka hægt að selja hana aftur fyrir saman pening – fellur ekki í verði.

LESA MEIRA…

9. HINN ÍSLENSKI GUD

Guðmundur Árni Andrésson er ungur Íslendingur á uppleið í útlöndum. Guðmundur er kallaður GUD í bransanum sem hann er ennþá að kynnast. Fyrirsætuferillinn byrjaði fyrir tilviljun í London og í dag er hann með samning hjá Men Acemodels Agency í London, Boom í Mílanó og hjá Two Management í Barcelona.
Það er svo skemmtilegt að fá sögur af ungu fólki strax í fyrstu skrefum á nýju tímabili í lífi þess. Ég hef trú á að við eigum eftir að sjá mikið af þessum fl0tta strák næstu árin –  stay tuned.

HALLÓ ÚR SÓTTKVÍ, KLÆDD Í NÁTTFÖT VIÐ HÆLA

SAMSTARFSHOP

Halló Ísland … já, það var alls ekki planið að koma heim yfir hátíðirnar en hér erum við nú, vonandi á síðasta degi í sóttkví. Ákvörðunin var tekin í miklu flýti þegar ástandið varð virkilega slæmt hinu megin við hafið þar sem við búum. Okkur fannst ekkert vit í öðru en að reyna að ná áramótunum hér í staðin fyrir að vera ein í Danmörku þegar ástandið er svona slæmt og öllu búið að loka. Hér heilsa ég úr íslenska hygge hellinum okkar, þar sem vel hefur farið um okkur síðustu daga, þó við séum í sóttkví og höfum því ekki náð að hitta fjölskyldu (nema tengdó sem er búinn að fá veiruna) og vini.

Færslan er unnin í samstarfi við Lindex á Íslandi

Sóttkví klæðnaður einkennist af þægindum númer 1 2 og 3, reyndar svipað og ég hef unnið með stærstan hluta af árinu. Ég er því ekki mikið að breyta út af vananum og örugglega margir sem tengja þar 2020.

Samstarf Emmu Von Brömmsen við Lindex kom í verslanir hérlendis og erlendis í vikunni. Um er að ræða vetrarævintýri eftir hæfileikaríka hönnuðinn Emmu sem er þekkt fyrir sín einkennandi munstur og form og hefur fengið mikið lof fyrir vinnu sína síðustu árin. Þessi sænski snillingur rekur verslun í Gautaborg, heldur úti bloggsíðu og Instagram reikning og það heillaði mig mjög þegar ég sá útkomu vinnu hennar fyrir Lindex. Samstarfið var unnið af ást á sænsku skógunum, sérstaklega vandað til vals á efnum sem eiga að lifa lengi og búa í fataskápum okkar um ókomin ár. Til að bæta punktinunum yfir i-ið þá rennur 10% af allri sölu til WaterAid, sem eru samtök sem berjast m.a. fyrir því að allir hafi aðgang að hreinu vatni og viðunandi klósettum.

Ég er stolt af því að klæðast mínum náttfötum í dag. Eins og áður minni ég á að náttföt þurfa alls ekki að vera notuð bara á nóttinni. Dags og nætur í mínum bókum –

Bláa einlita settið var efst á mínum óskalista, ég mun nota það svo mikið. Fæst: HÉR

Drauma kimono með dásamlegu munstri. Fæst: HÉR

Fatnaðurinn kemur sem sett, kimono, stuttar buxur, síðar buxur, munstraðar flíkur, einlitar flíkur … og á börnin – ef þið viljið vera í stíl við smáfólkið okkar. Alba er æst í að eignast eins og mamma sín, kannski læt ég það eftir henni, sjáum til.

 

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÞÚ OG ÉG OG JÓL ..

LÍFIÐ

God jul ..

Ég eyddi aðfangadegi heima í Danmörku með uppáhalds fólkinu mínu, ég er svo þakklát fyrir mitt fólk á þessum tíma árs og mér fannst ég heppnasta kona í heimi í danska kotinu þessa kvöldstund.
Allt á okkar hraða – kertaljós, klæðin rauð, góður matur, meiri góður matur, allt pakkaflóðið og þakklætið í augum barnanna, öll ástin  og dass af æsingi!

Bið, endalaus bið ..

iloveyou

kids <3

 

Fjögurra ára fékk Fanta með matnum .. Alba var 7 ára þegar hún smakkaði í fyrsta sinn gos .. jájá.

Jól ..

 Kjóll: AndreA, Föt á GM: Zara
.. svo vorum við bara öll á tásunum, voða kósý.

Gleðileg jól til ykkar allra. Vona að þið séuð enn að njóta með ykkar jólakúlu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SÍÐUSTU KAUPHUGMYNDIRNAR FYRIR JÓL

SHOP

Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil? Eins og öll síðustu ár þá finnst mér ánægjulegt að veita jólagjafa kauptips til ykkar hér á blogginu. Ég hef gert það í samstarfi með vissum verslunum síðustu vikurnar en svo finnst mér líka mikilvægt að velja random vörur frá mismunandi verslunum.

Hér að neðan skiptast hugmyndirnar upp í fjóra flokka: FYRIR HANN, FYRIR HANA, FYRIR SMÁFÓLKIÐ & FYRIR HEIMILIÐ – allt vörur frá íslenskrum verslunum.

Ég lagði mikinn tíma og metnað í að velja vörur sem ég virkilega tel vera góðar gjafr. Vonandi kunnið þið vel að meta.

Bio Effect Day Serum, uppáhalds húðvaran hans Gunna. Fæst: HÉR
Fallegasta rakvél sem ég hef séð, fann hana í STORM netverslun: HÉR
Burstinn er frá sömu verslun, Fæst: HÉR
Basic er best? Acne tshirt fæst hjá GK Reykjavík, Fæst: HÉR
Tískutímarit í skóinn á Aðfangadag? Fæst í Pennanum: HÉR
Huskee ´taka með´ kaffimál: Halba, Fæst: HÉR
Sjöstrand kaffivél er fullkomin jólagjöf að mínu mati (ekki hlutlaus þar). Fæst td í HAF, Epal og HÉR
Hvað er ég búin að mæla oft með þessari úlpu? Tindur frá 66°Norður. *Það er ekkert vitlaust að kaupa gjafir sem við konurnar getum svo notað líka. Fæst: HÉR
Tweed sixpensari frá Rammagerðinni. Fæst: HÉR
Kertastjaki úr steinleir: KER Reykjavík. Fæst: HÉR
HAY inniskór: Epal, Fást: HÉR
Rúllukraga peysa með rennilás: Húrra Reykjavík, Fæst: HÉR
Frederik Bagger Gatsby glös:  Snúran & Norr11 Fæst: HÉR
Rúmföt: GEYSIR HEIMA. Fást: HÉR
Íslenskt gin fyrir Gunna? Fæst: HÉR
Peningabudda frá JÖR. Fæst: HÉR
Big Big chair: Norr11 Hverfisgötu, Fæst: HÉR

 

Alltaf rautt Essie á jólunum. Minn uppáhalds heitir ´Really Red´.. Þegar þetta er skrifað er undirituð þó með hvítt?
Báðir litir fást td HÉR
Ég elska undirfötin frá Ella M. Þessi samfella er æði: Lindex, Fæst: HÉR
AndreA er byrjuð að selja skó, heppin við. Þessir fást í Hafnarfirði og HÉR, sjáið þá betur á fæti: HÉR
Halló GULL ferðataska!! Langar …. Fæst: HÉR
Bottega Veneta sólgleraugu: Optical Studio, Fæst: HÉR
Vatnajökull bakpoki frá 66°Norður. Fæst: HÉR
Það er svo frábært að flotta merkið Opéra fáist nú á Íslandi. Hvítur toppur: HÚRRA, Fæst: HÉR
Það hefur aldrei verið eins mikilvægt að nota handáburð eins og nú. Þessi fallega gjafaaskja fæst: HÉR
Chanel N°5 – hátíðleg gjöf fyrir hana, Fæst: Hagkaup
Kortaveski: AndreA
Allt frá Anissa er svo næs. Þessi brjósta vasi fæst í Norr11: HÉR
Þurrkuð jólablóm frá Pastel blómastudio, fást HÉR
1104 perlu hringur eftir Helga, Fæst: HÉR
Oneshoulder toppur: Hildur Yeoman. Fæst: HÉR
Fallegasta gufuvél frá Steamery. Fæst: HÉR
Birkenstock inniskór fyrir hana en líka fyrir hann? Ég fæ mjög reglulega spurningu um hvar þessir ágætu inniskór fást á Íslandi: HÉR

Ég veit ekki hvað börnin mín hafa átt marga stuttermaboli frá WoodWood. Við erum aðdáendur danska merkisins sem fæst í Bium Bium og í HÚRRA á Íslandi: HÉR
Rúmföt: IKEA,  Fæst: HÉR
Ég tengi svo vel við þessa setningu, Við sjáum alltaf sama tunglið, fallegt Tara Tjörva. Fæst: HÉR
Nike sokkar eru á óskalista Ölbu, sem er ágætt því þá hættir hún kannski að stela mínum. Fást: HÉR
Esja peysa fyrir mig og Ölbu að nota saman? Fæst: HÉR og í verslunum 66°Norður
Skissubók fyrir lítið listafólk. Uppáhalds varan mín frá Rakel Tómas fæst td í Rammagerðinni, Epal & HÉR
Ó þessi fallegi svanur. Fæst: HÉR
Bestu ullarföt. Fást: HÉR
Háir sokkar: Petit
Fótbolti: Fæst, HÉR
Takkaskór: Fást, HÉR
Lego hyrsla fyrir dót: Epal, Fæst: HÉR
Töskumerki fyrir litla ferðalanga: Tulipop
Húfa: 66°Norður. Fæst: HÉR
Við elskum Krakkakviss. Nú er komið út sérstakt tileinkað jólunum. Fæst: HÉR
Hvít skvísu skyrta: Monki

 

Hvað er fallegra en mjúkar línur kvennlíkamans? Nakin póster fæst: HÉR
Veggstjakinn frá HAF hefur lengi verið á óskalista undiritaðrar. Hann fæst: HÉR
Sápa og eða handáburður frá Bláa Lóninu er frábær hugmynd að gjöf. Fæst: HÉR
Olifa hafa boðið upp á fallegar matargjafir fyrir jólin. Ég hef verið með vatn í munninum þegar ég fylgist með Ásu raða þeim fallega á Instagram hjá sér. Gómsæt gjöf sem ég mæli með að skoða nánar HÉR
Ég er  svo stolt af vinkonu minni og hennar gullfallegu listaverkabók sem hún gaf út fyrir jólin. Til hamingju Rakel, fæst: HÉR
Draumakanna frá Georg Jensen: Epal
Sloppur: HAY, Fæst: HÉR
Venus kerti á jólaborðið: Yeoman verslun, fæst: HÉR
TAKK þvottastykki sem ég mældi líka með HÉR
Elsku besta teppi frá As We Grow
Við getum pottþétt öll lært eitthvað af skipulagi Sólrúnar Diego. Til hamingju með bókina þína sem fæst: HÉR
Eldfast mót: ILVA. Fæst: HÉR
Þetta hlýtur að reddast … eða hvað? Jú ég er vongóð. Leifur Ýmir fæst HÉR
Royal Copenhagen fat, Fæst: HÉR
Langar svo svo svo í þennan AJ gólf lampa. Fæst: HÉR

 

 

 

Munum að sælla er að gefa en þiggja. Njótum elskum og verum góð hvort við annað.

Happy shopping kæru lesendur, gleðilega hátíð.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HEIMA UM JÓLIN: KAFFI, KERTALJÓS & KÓSÝGALLI

DRESSLÍFIÐ

Í fjórðu aðventugjöfinni langar mig að gleðja fylgjendur með hinum fullkomna kósý pakka – þetta verða svo sannarlega notaleg jól og auðvitað öðruvísi en við erum vön. Ég vona þó að við séum flest jákvæð og að þið eigið gleðileg jól með ykkar innsta hring.

Þessi gjöf er sú síðasta (en alls ekki sú síðsta) því í samstarfi við góða vini náði ég að búa til hinn fullkomna pakka að mínu mati.

Eru þetta ekki jólin þar sem við klæðumst kósý fötum, kveikjum á kertum, drekkum mjög marga kaffibolla og höfum það náðugt HEIMA hjá okkur? Ég hef allavega verið í þeim gírnum á Aðventunni og kann vel að meta.


FJÓRÐA Í AÐVENTUGJÖF inniheldur:

JOGGARI og teygja frá AndreA, ó hvað ég elska gallann minn – mest notaða flíkin mín í desember án vafa. Teygjan er líka algjör draumur.
100 (!!!) kaffibollar frá elsku SJÖSTRAND, 10×10 kaffihylki fyrir kaffikonur og karla.
KER bollar til að drekka allt góða kaffið úr & KER kertastjakar, bæði eru þetta vörur sem þið hafið séð mjög reglulega á mínum miðlum.

Hljómar þetta ekki bara nokkuð vel? Dreifið gjarnan orðinu og takið þátt hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

Megi heppnin vera með þér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram