Á FORSÍÐU HM.COM

LÍFIÐSHOP
H&M á Íslandi bauð mér á viðburðinn

Hluti af verkefni mínu í eyðimörkinni var að taka þátt í myndatöku sem var skipulögð fyrir alla áhrifavalda sem boðaðir voru í ferðina. Ég var svo heppin að vera ein af útvöldum sem fékk þann heiður að vera notuð á forsíðu HM.com – ótrúlega gaman að sjá.

Það er ekki allt eins og það sýnist á samfélagsmiðlum því það var ansi mikið stress fyrir mig að ná á réttum tíma í tökuna. Ég átti að mæta klukkan 12 í förðun og hár en var á þeim tíma stödd í jeppasafarí, ísköld og blaut eftir rigninguna. Það endaði síðan þannig ég fékk smá förðun en náði því miður ekki að fá yfirhalningu á hárinu sem hafði rignt niður rétt áður. Smá leiðinlegt en ég reyndi að láta það ekki á mig fá og myndirnar voru bara alveg ágætar. Dressin auðvitað svo afskaplega falleg en þau valdi ég sjálf og eru mín uppáhalds úr línunni. En svo ég endurtaki mig þá á ég mjög erfitt með að velja uppáhalds dress úr þessari línu sem er mín uppáhalds úr smiðju H&M, ever!

LESIÐ MEIRA UM FERÐALAGIÐ Í HEILD SINNI HÉR

Sjáið myndirnar úr tökunni hér að neðan:

Langar þig í þennan kjól? Hann getur orðið þinn ..

Suit it up


Eru ekki annars allir hressir?

Ég er svo þakklát fyrir tækifærið og það var svo gaman að leyfa ykkur að upplifa viðburðinn með mér í beinni. Stuðið heldur svo áfram þegar línan fer í sölu í verslun H&M í Smáralind þann 21.mars klukkan 11:00. Sjáumst þar!

PSST: Þið getið unnið flík úr línunni með því að mæta á viðburðinn á fimmtudag en líka á Instagram aðgangi mínum: HÉR
Ég dreg út á miðvikudagskvöld á IG og aðra vinningshafa í verslun á fimmtudag – allir vinningshafar geta nálgast flíkurnar strax á fimmtudaginn.

xx,-EG-.

DRESS: SUNDAYS ..

DRESS

Einhvernveginn svona lýtur sunnudagur í draumaheimi út fyrir mér …. auðvitað plús fjölskyldan og pönnukökur. Sedona kvaddi mig fallega og ég er enn með þessa mynd í höfðinu.

Peysa: H&M (frá því í byrjun febrúar en held hún sé ennþá til), Buxur: Nike, Hálsmen: LoveLove/AndreA, Sólgleraugu: H&M

 

Notalegt ferðadress sem var óvart í stíl við bláan himininn. Kaffibollinn fær líka sér umræðu því hann gerði mér svo gott eftir lítinn svefn næturnar á undan. Ég ber svo mikla viðringu fyrir flugfreyjum – þið eruð hetjur að geta ruglað svona í tímanum mörgum sinnum í mánuði, high five fyrir ykkur!

xx,-EG-.

ÍSLENSK Lagersala fyrir SMÁFÓLKIÐ

SMÁFÓLKIÐ

Ég rakst á áhugaverðann viðburð sem mig langar að deila með ykkur. Um er að ræða lagersölu hjá  iglo+indi, Tulipop og Fló sem stendur yfir, aðeins um helgina. Allt eru þetta verslanir og merki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina og því gæti ég ekki mælt meira með því að mömmur fjölmenni og geri góð kaup. Það munar svo um budduna að gera kjarakaup á smáfólkið okkar. Mikið úrval af vönduðum barnavörum, fatnaði og skóm á góðu verði.

 

HVAR: Garðatorg 4
HVENÆR:laugardag 12-17 & sunnudag 12-16
MEIRA HÉR

 

Happy shopping!

xx,-EG-.

 

GANNI x 66°NORÐUR FER Í SÖLU Í DAG

SAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við 66°Norður

Hej dejlige (en kalda) København!

 

Eins og þið vitið þá elska elska ég samstarf Ganni við íslenska 66°Norður sem kynnt var á tískuvikunni í ágúst í fyrra. Núna er loksins komið að því að fá að klæðast þessum gersemum og ég lét ekki bíða eftir mér og er mætt fyrst á gólfið í verslun þeirra á Sværtegade í dönsku höfuðborginni.

Þetta er fyrsta samstarfslína íslensku Sjóklæðagerðarinnar og danska fatamerkisins. Línan sameinar gildi og arfleifð beggja merkja í flíkum sem hannaðar eru til hversdagslegrar notkunar jafnt sem útivistar.

Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi GANNI hefur þetta að segja um samstarfið:

„Ég elska að vinna með andstæður, sem eru einmitt partur af arfleifð okkar. Það má því segja að þessi samstarfslína með 66°Norður, sem samanstendur af sérstökum flíkum með tæknilega eiginleika, sé skemmtilegur „kontrapunktur“ inn í sumarlínuna hjá okkur. Sumarlínan okkar „Paradis“ er óður til þess tímabils sem var og hét, þegar við vorum minna upptekin af hlutum nútímasamfélagsins. Að slá höndum saman með Norrænu útivistarmerki var því að mínu mati fullkomin leið til að leita aftur til upprunans.“

Þetta er það sem við getum verslað um helgina, hér úti í Kaupmannahöfn en að sjálfsögðu á Íslandi líka.

Flot Regn Jakki – Verð: 54.000 kr.

Kría Vatnsheldur Jakki – Verð: 63.000 kr.

Garðar Parka – Verð: 45.000 kr.

Tindur Krulluflísvesti – Verð: 27.000 kr.

66°Norður á Íslandi stendur fyrir viðburð á Laugarveginum seinna í dag og ég hvet ykkur til að fjölmenna.

HÉR GETIÐ ÞIÐ FUNDIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VIÐBURÐINN

Það hlakkar í Íslands stoltinu að sjá þetta loksins í sölu en upplagið er takmarkað og því gildir gamla góða setningin “fyrstur kemur, fyrstur fær”.

 

HAPPY SHOPPING!

xx,-EG-.

LÍFIÐ Í ARIZONA

LÍFIÐSAMSTARF
H&M á Íslandi bauð mér í ferðina ..

Kæra dagbók .. þannig held ég að sé best að byrja færsluna sem segir ykkur frá lífinu síðustu daga í Arizona.

PHEONIX
Eins og ég kom inná í fyrri færslu þá byrjuðum við dvöl okkar í sólríku Pheonix þar sem við náðum mestu flugþreytunni úr okkur. Ferðalagið var langt og tímamismunirinn mikill og því var það frábær ákvörðun að taka þennan hvíldardag og auka fríðindi sem elsku Susann frá H&M bauð mér og Ninu (norska ferðafélaganum mínum). H&M skrifstofan í Noregi sér semsagt um Íslensku verslanirnar og því var ég í umsjá þeirra. Ég vona að flestir af mínum lesendum séu að fylgja Ninu, hún er æðibiti, finnið hana undir @ninasandbech.

Phoenix kom mér á óvart (ég vissi reyndar ekki alveg við hverju ég ætti að búast) en á rölti okkar um miðbæinn voru fáir úti á götum og lítið um að vera en samt var allt svo sjarmerandi og fallegt. Hótelið benti okkur á að heimsækja ákveðinn hluta af borginni þar sem við gátum rölt á milli notalegra kaffihúsa og heimsótt lítil listagallerí – það var reyndar eins og þessi hluti borgarinnar væri eitt stórt listasafn því veggjalistaverkin voru engu lík á öllum hornum.

Veðrið hjálpaði svo sannarlega til þennan daginn því við fengum sumar og sól – ohh hvað ég elskaði það!

 SEDONA

Þá var komið að ferðadegi inn í eyðimörkina þar sem einstök upplifun beið okkar. H&M gaf okkur litlar upplýsingar fyrir brottför aðrar en þær að um væri að ræða ógleymanlegt ævintýri. Áfangastaðurinn var Sedona sem er gullfalleg náttúruperla í Arizona og tilgangurinn var að kynna Studio línu H&M fyrir SS19. Innblástur línunnar er sóttur frá þessu svæði þar sem lykilpersónan var hinn svokallað lúxus ferðalangur. Það passaði því vel að bjóða áhrifavöldum víðs vegar úr heiminum til að taka þátt í þessum herlegheitum – sannkallaðir lúxus ferðalangar þar á ferð :)

Við mættum strax inn í gagnvirkt þátttökuleikhús og fengum að upplifa einstök atriði þar sem línan var í aðalhlutverki. Ég þurfti svo sannarlega að klípa mig oftar en einu sinni til að fatta að þetta væri bara að gerast í alvörunni, þetta var draumi líkast og mér fannst ég stödd í einhverri bíómynd.

Aðalpersónur viðburðarins voru þrjár vinkonur sem tóku að sér hlutverk gestgjafa og leiddu okkur í gegnum lifandi leikhúsatriði studd með handriti í þrjá daga. Við Nina (norska) og Trine (danska) ákváðum frá upphafi að sýna mikinn áhuga og fá þannig að upplifa sem mest. Við tókum þátt með því að spyrja gestgjafana (leikarana) út í ýmislegt tengt veðri og vindum og sem dæmi þá fengum við handskrifaðann miða í morgunmatnum einn daginn um að við ættum að heimsækja herbergi númer xxx. Þegar við mættum þá hljóp rannsóknarblaðamaðurinn (leikari) út og sagðist því miður þurfa að hlaupa frá. Við vorum því bara þrjár inni í herbergi hjá ókunnugum sem líktist meira morðrannsóknarstað, mjög fyndið. Sjá mynd:

Upplifunin hélt síðan áfram eftir því sem dagarnir liðu og sagan kom betur í ljós í gegnum sérvalin atriði sem komu okkur á óvart hvað eftir annað. Það sem stóð uppúr var vatnaballett, fluttur var af hópnum Aqualilies, jeppa safarí inn í eyðimörkina með ímynduðum tjaldbúðum þar sem við stoppuðum á nokkrum stöðum og fengum ólíkar upplifanir. Má þar nefna hljóðverk sem The Staves fluttu,  BMX-sýningu með áhættuatriðum og svo margt margt fleira. Þið fylgdust líklega flest með á Instagram hjá mér @elgunnars eða undir merkingunni #HMSTUDIO? Vonandi …

Ekki má gleyma myndatökunni sem var ótrúlega skemmtileg – sérvalið lið ljósmyndara, förðunarfræðinga og stílista tók þátt í að gera upplifunina létta og þægilega að taka þátt í. Þannig tóku allir áhrifavaldar þátt í myndatöku þar sem þeir stíliseruðu sín eigin lúkk – skemmtileg leið til að sýna línuna hjá H&M.

Viðburðurinn endaði svo á galadinner og óvæntum atriðum – trylltu dansatriði og svo mætti hin hæfileikaríka Maggie Rogers með persónulega tónleika. 

Ég hef svo margt að segja frá eftir þessa ferð og gæti líklega setið hér við tölvuna langt fram á nótt en læt þetta duga í bili. Ég á þá eitthvað inni til að deila með ykkur eftir helgi – eða þangað til ég hitti ykkur öll í Smáralind á fimmtudaginn í næstu viku þegar línan fer í sölu. Ég vona að upplifunin skili sér til ykkar í gegnum tölvuna. HÉR finnið þið líka story highlights þar sem ég reyndi að fanga stemninguna.

 Hlýjar kveðjur heim á klakann <3

xx,-EG-.

DRESS: SUMAR Á SVÖLUNUM

DRESSSAMSTARF

Það er sumar á svölunum í Pheonix og ég náði svo sannarlega að njóta þess í nokkra klukkutíma. Það er allt að verða vitlaust á Instagram hjá mér útaf kjólnum sem ég klæddist og hér koma því loksins betri upplýsingar. Kjóllinn er væntanlegur í sölu hjá H&M og við munum finna hann í baðfatadeildinni. Ég myndi samt klárlega nota hann við sokkabuxur og grófari skó núna þegar veðrið býður ekki upp á annað, þið getið gjarnan leikið það eftir ;)

 Dressið er H&M frá toppi til táar ..

Þegar þetta er skrifað sit ég við tölvuna með útsýni yfir eldrauða kletta hér í Sedona. Þið sem eruð ekki að fylgja mér á Instagram getið enn verið með í ævintýrinu: HÉR

Mikið sem ég hlakka til að vera í betra neti og hlaða inn myndum og sögum um ferðina hér á bloggið. Fylgist með <3

xx,-EG-.

LAUGARDAGSLÚKK: FERÐADRESS

LÍFIÐ
Færslan er unnin í samstarfi við H&M á Íslandi

BILLUND – COPENHAGEN – CHICACO – PHOENIX …


.. nei þessi strumpur fylgdi mér ekki alla leið heldur knúsaði mömmu sína bless í bili á fyrsta flugvelli dagsins.


Mér líður alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég kem á Kastrup. Loksins skilja allir sænsku dönskuna mína.


Eina myndin sem ég tók í Chicago – á hlaupum á milli terminala.

Ahhh og hér er ég loksins núna eftir alltof marga klukkutíma!

Dress dagsins er: H&M frá toppi til táar

Loksins er ég lent á leiðarenda eftir
20 tíma ferðalag til PHOENIX. Ástæða ferðalagsins er ævintýri sem hefst á morgun (11.mars) með H&M sem kynnir Studio línu sína í eyðimörkinni hér í Arizona.

Studio lína H&M kemur út einu sinni á ári og hefur hingað til verið frumsýnd á tískuvikunni í París. Í ár ákvað H&M að fara aðra leið og bjóða áhrifavöldum að taka þátt í ógleymanlegri dagskrá í SEDONA, þaðan sem línan fékk sinn innblástur. Vogue skrifaði um málið: HÉR

Línan kemur í verslanir á Íslandi 21.mars, þar á meðal í H&M í Smáralind.
HÉR getið þið séð brot af því sem koma skal en ég mun sýna ykkur meira næstu daga.

Mikið hlakka ég til að leyfa ykkur að fylgjast með ferðalagi mínu í beinni á Instagram: HÉR … og þið megið gjarnan deila því til tísku vina sem gætu haft áhuga á að fygljast með. Þetta verður eitthvað!

Núna … svefn, eftir að hafa verið vakandi í sólahring.

Þið eruð líklega mörg að vakna í sunnudags bollann þegar þetta er skrifað. Njótið dagsins …

xx,-EG-.

 

KONUKVÖLD SMÁRALINDAR: KAUPHUGMYNDIR

FRÁ TOPPI TIL TÁARSAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind

Konukvöld Smáralindar og K100 verður haldið á morgun, fimmtudagskvöldið 7. mars kl. 19-23 í Smáralind. 

Eins og áður á svona kvöldum eigum við von á veglegum tilboðum í verslunum og á veitingastöðum allan daginn og líflegri stemningu frá kl. 19 og fram á kvöld. Haldið verður glæsilegt happdrætti þar sem aðalvinningurinn er helgarferð fyrir tvo til Varsjár, annað veglegt í pottinum er t.d. 50.000 kr. gjafabréf frá HAGKAUP, 30.000 kr. gjafakort frá SMÁRALIND og hátt í 100 glæsilegir aukavinningar. 

Sérstakt tónleikasvið verður sett upp þar sem fram koma:

Kl. 20.00 – Jóhanna Guðrún 
Kl. 21.00 – Gréta Salóme
Kl. 21.30 – Stjórnin
Kl. 22.00 – Páll Óskar
.. já einmitt, takið með dansskóna í poka!

Það verður margt spennandi um að vera á göngum verslunarmiðstöðvarinnar en ég hef þó mestan áhuga á að deila með ykkur því sem við eigum von á að sjá í búðunum.  Ég hef tekið saman fjögur dress – Frá toppi til táar, sem kauphugmyndir til ykkar. Þið rukkið mig reglulega um kauptips og því vona ég að þessi dress að neðan heilli ykkur jafn mikið og þau heilla mig. Að sjálfsögðu náði gúrmkonan að troða inn góðum kaffibolla og kleinuhringjum í gleðina, til að gera þetta aðeins meira djúsí.

Allar vörurnar eru að sjálfsögðu fáanlegar í verslunum Smáralindar.

DRESS 1:

Kjóll: H&M, Tískubók: Penninn, Kaffibolli: Te&Kaffi, Stígvél: BilliBi/GS skór,
Sólgleraugu: Selected Femme,  Peysa: H&M

DRESS 2:

 

 

Veski: Womens Secret, Samfestingur: Vero Moda, Gallajakki: H&M,
Kleinuhringir: Krispy Kreme, Eyrnalokkar: JENS, Skór: Zara

DRESS 3: 

Kápa: VILA, Sólgleraugu: VERCACE/Optical Studio, Dragt: Lindex, Skór: Kaupfélagið,
Highlight: BECCA/Hagkaup, Naglalakk: Essie/Hagkaup

 

DRESS 4: 

Bolur: Gallerí17, Varalitur: DIVA/MAC, Úlpa: Tindur/66°Norður,
Buxur: Zara, Skór: Vagabond/Kaupfélagið, Klemma: Lindex

 

Fleiri upplýsingar um viðburð morgundagsins má finna HÉR

HAPPY SHOPPING!
.. og almennt góða skemmtun í Kópavoginum.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

WOMAN – FEMME – DONNA

DAGSINSSAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Vero Moda á Íslandi

Alþjóðalegur baráttudagur kvenna (International Women’s Day) verður haldinn hátíðlegur í vikunni, þann 8. mars. Ég tók forskot á sæluna og klæðist nýrri peysu úr góðgerðarlínu Vero Moda sem fór í sölu á Íslandi í dag. Eins og þið vitið líklega þá er ég einn helsti talsmaður þess að konur eigi að standa saman og því tek ég þátt í þessari gleði með bros á vör. Bolirnir og peysurnar komu í takmörkuðu magni og bera printið “WOMAN – FEMME – DONNA” sem er ekki svo ósvipuð leið og við fórum í Konur Eru Konum Bestar verkefninu. Ætli innblásturinn komi frá okkur? ;)

Vörurnar eru gerðar úr lífrænni bómull og eru hluti af AWARE línunni þeirra sem er þeirra umhverfivænasta lína.

Ég er að fíla þennan eldrauða lit og klæðist minni með stolti.

Verkefnið er einnig að mínu skapi – en Vero Moda fer þessa leið núna í annað skiptið. Ágóðinn af sölu línunnar verður notaður til að styðja við konur í Norður Úganda. Verkefnið hefur hjálpað fleiri þúsundum kvenna að vera fjárhaglega sjálfstæðar og gefið þeim tækifæri á að stofna eigin fyrirtæki, hvetja þær til frumkvöðlastarfsemi og láta drauma sína rætast – semsagt góðgerðarmál sem ég kann sko að meta!

Meiri upplýsingar um verkefnið finnið þið í þessu skemmtilega myndbandi sem var skotið í Úganda.
Fleiri týpur af flíkum finnið þið: HÉR

Happy International Women’s Day kæru vinkonur sem lesið þetta blogg.

Happy shopping!

xx, -EG-

SMEKKFÓLK SELUR

HOME

Góðir vinir mínir hafa sett sína dásamlegu fyrstu eign á sölu. Um er að ræða sérstaklega vandaða og vel uppsetta íbúð á Kvisthaga í Vesturbænum. Eigendurnir hafa endurnýjað íbúðina frá A til Ö og ég get vottað fyrir það að hér er allt gert upp á 10..

Eins og segir í sölulýsingu á fasteignavef:

Mjög fallega, bjarta og mikið endurnýjaða efri hæð í fjórbýlishúsi á besta stað í Vesturbænum. Íbúðin er skráð 81,8 fm en gólfflötur er 94 fm, allir fm nýtanlegir. Mjög stórt geymsluloft er yfir íbúðinni. Sameiginlegur inngangur með einni annarri íbúð.
Búið er að endurnýja eignina að mestu leyti að innan; öll gólfefni, eldhús og baðherbergi, skápa að hluta og allar hurðir í íbúð. Að utan; gluggar málaðir, skipt um járn á þaki ásamt rennum, steingrindverk lagfært og málað.
Búið að skipta um rafmagnstöflu í íbúð og sameign. Granít borðplötur. Öll blöndunartæki endurnýjuð.

Þið getið slegist um þessa … ;)

Íbúðin er björt og opin

Það er svo sjarmerandi að hafa herbergin undir smá súð

Falleg lausn að raða Dots hönkunum upp á vegg í svefnherbergi

Innbúið fylgir því miður ekki með 

Parketið á gólfunum er fullkomið – gróft og lifandi

Við elskum íslensk innlit? Meira: HÉR

xx,-EG-.