fbpx

FRIYAY

LÍFIÐ

Góða helgi elsku lesendur.

ÞESSI DRAGT, ANDREA MAGNÚSDÓTTIR!!! Halló Hafnarfjörður sko ..

Laus úr sóttkví dagurinn minn var alveg pakkaður af dagskrá sem ég gat ekki sinnt aðra daga í vikunni. Við erum að taka myndir fyrir Konur Eru Konum Bestar vol 4  þessa dagana og ég get ekki beðið eftir því að sýna ykkur nýja bolinn og segja ykkur frá góðgerðafélaginu sem við völdum í ár.

Annars er ég SVO SPENNT fyrir frumsýningu dagsins hjá Ölbunni minni og Kardó fjölskyldunni hennar. Tel niður mínúturnar … með kitl í maganum af mömmu stolti.

Vonandi eigið þið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

SÓTTKVÍ, SÍÐASTI DAGUR

DRESSSAMSTARF
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við H verslun

Ég vona að þetta verði minn síðasti dagur í sóttkví en ég er á refresh á mailinu þegar þetta er skrifað, þar fæ ég svar úr seinni skimun. Ég vil nota tækifærið til að hvetja alla til að taka þessu alvarlega, fara eftir settum lögum, reglum og leiðbeiningum. Það er það minnsta sem við getum gert og þannig komumst við best undan þessu ástandi.

Spurning sem hefur í umræðunni er hvort tískan breytist með Covid. Fólk fer auðvitað mun minna útúr húsi, fundum hefur fækkað og heimavinna hefur aukist –  sem kannski verður til þess að fólk velji sér þægilegri klæðnað. Það var allavega algjörlega staðan hjá mér síðustu daga.

Vikan hefur verið alveg ágæt, ég hef getað unnið heima og farið í smá útiveru og hreyfingu alla dagana – fyrir mig er slikt svo mikilvægt til að halda bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég hef því eytt mínum dögum í þægilegum íþróttafatnaði sem hentar bæði til heimavinnu og hreyfingu – 

Derhúfa: Nike/Hverslun Toppur: Nike/Hverslun Buxur:  Nike/Hverslun

Mest djúsí galli ever!! Líka frá Hverslun. Peysa: Nike/Hverslun, Buxur: Nike/Hverslun

Stuttbuxur: Nike/Hverslun, Peysa: Nike/Hverslun, Sokkar: Nike/Hverslun

Farið vel með ykkur.

Það kemur eitthvað gott út úr svona inniveru .. til dæmis nýtt REEL á Instagram.

View this post on Instagram

Sóttkví, síðasti dagur 🤞🏻

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

TAKK FYRIR MIG KVENNAKRAFTUR

LÍFIÐ

@kvennakraftur er frábært framtak á Instagram sem ég er svo þakklát fyrir að hafa verið partur af. Takk fyrir að heyra í mér og horfa á mig sem góða fyrirmynd, það hlýnar í hjartanu að vita til þess að maður er að gera eitthvað gott með þessu öllu saman. Viðtalið var tekið í vor en birt núna í haust á besta tíma þegar við hjá Konur Eru Konum Bestar erum einmitt að leggja lokahönd á okkar fjórðu góðgerðaboli. KEKB snýst nefnilega smá um það sama og Kvennakrafturinn að því leiti að við viljum að konur standi saman og lyfti hvor annarri upp, Kvennakraftur er flott dæmi um slíkt. Hugmyndin er að setja konur í fókus og veita innblástur fyrir – sýna að það eru margar konur úti í samfélaginu að gera góða hluti sem mega fá klapp á bakið.

Mæli með að konur fylgi  þeim á Instagram til að kynnast conceptinu betur –

View this post on Instagram

Elísabet Gunnarsdóttir⠀ Frumkvöðull og eigandi @trendnetis ⠀ —⠀ @elgunnars fæddist 6. maí 1987 og ólst upp í Grafarvogi. Sem barn hafði hún mikinn áhuga á söng og leiklist og græddi hún þar góðan grunn sem nýtist henni vel í öllu sem hún gerir í dag.⠀ —⠀ Árið 2009 flutti Elísabet ásamt handboltamanni sínum til Svíþjóðar. Hún var í viðskiptafræðinámi en hugðist taka frí til að sinna ungbarni þeirra. Hún varð eirðarlaus og plön breyttust. Hún opnaði vefsíðu til að hjálpa Íslendingum að nálgast fatnað úr skandinavískum verslunum og byrjaði að blogga til að koma með hugmyndir af því besta úr búðunum. Vefsíðan fór á flug og mikil vinna í kringum hana. Árið 2012 tók næsta ævintýri við, þar sem hún og Álfrún Pálsdóttir söfnuðu saman vinsælustu íslensku bloggurunum. Trendnet varð til og er hún stolt af þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur skrifað.⠀ —⠀ Ferðalag fjölskyldunnar hélt áfram, þau fluttu til Frakklands, Þýskalands, Svíþjóðar og Danmerkur – og ávallt hefur hún sinnt vinnu með fartölvuna við hönd. Hún kláraði nám frá Bifröst og skrifaði BS ritgerð um blogg sem nýja leið í markaðsmálum, sem hjálpaði mikið við upphaf Trendnets. ⠀ —⠀ Elísabet sinnir ýmsum verkefnum. Þau hjónin eru umboðsaðilar Sjöstrand á Íslandi, hún bloggar, er virk á samfélagsmiðlum og reynir að gefa af sér á fleiri sviðum. Hún er hvað stoltust af verkefninu, Konur Eru Konum Bestar. Árlegu átaki þar sem minnt er á mikilvægan boðskap, að konur (og menn) eigi að vera í sama liði. Átakið stækkar með ári hverju og styrkir verkefnið góðgerðarstörf.⠀ —⠀ Elísabet telur mikilvægt að þora að láta vaða og ekki mikla hlutina fyrir sér, það gerir ekkert til að gera mistök. Það er hægt að byrja smátt og sjá fljótt hvort hugmyndin sé eitthvað sem mun virka. Hún hefur trú á sínu og telur að ef fólk trúir á eitthvað, þá trúir fólkið í kringum þig því líka. Elísabet vill fara eigin leiðir og gera frekar færri hluti og gera þá vel. Hún vill koma vel fram og kennir börnunum sínum það líka. Ekki baktala, lærðu að samgleðjast og svaraðu gagnrýni og leiðindum með góðmennsku – það er besta vopnið.⠀ —⠀ Skilaboð Elísabetar til annarra kvenna: Láttu vaða, það er ekkert víst að þetta klikki. Áfram þú!⠀ —⠀ #kvennakraftur

A post shared by Kvennakraftur (@kvennakraftur) on

Elísabet Gunnarsdóttir⠀
Frumkvöðull og eigandi @trendnetis
—⠀
@elgunnars fæddist 6. maí 1987 og ólst upp í Grafarvogi. Sem barn hafði hún mikinn áhuga á söng og leiklist og græddi hún þar góðan grunn sem nýtist henni vel í öllu sem hún gerir í dag.⠀
—⠀
Árið 2009 flutti Elísabet ásamt handboltamanni sínum til Svíþjóðar. Hún var í viðskiptafræðinámi en hugðist taka frí til að sinna ungbarni þeirra. Hún varð eirðarlaus og plön breyttust. Hún opnaði vefsíðu til að hjálpa Íslendingum að nálgast fatnað úr skandinavískum verslunum og byrjaði að blogga til að koma með hugmyndir af því besta úr búðunum. Vefsíðan fór á flug og mikil vinna í kringum hana. Árið 2012 tók næsta ævintýri við, þar sem hún og Álfrún Pálsdóttir söfnuðu saman vinsælustu íslensku bloggurunum. Trendnet varð til og er hún stolt af þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur skrifað.⠀
—⠀
Ferðalag fjölskyldunnar hélt áfram, þau fluttu til Frakklands, Þýskalands, Svíþjóðar og Danmerkur – og ávallt hefur hún sinnt vinnu með fartölvuna við hönd. Hún kláraði nám frá Bifröst og skrifaði BS ritgerð um blogg sem nýja leið í markaðsmálum, sem hjálpaði mikið við upphaf Trendnets. ⠀
—⠀
Elísabet sinnir ýmsum verkefnum. Þau hjónin eru umboðsaðilar Sjöstrand á Íslandi, hún bloggar, er virk á samfélagsmiðlum og reynir að gefa af sér á fleiri sviðum. Hún er hvað stoltust af verkefninu, Konur Eru Konum Bestar. Árlegu átaki þar sem minnt er á mikilvægan boðskap, að konur (og menn) eigi að vera í sama liði. Átakið stækkar með ári hverju og styrkir verkefnið góðgerðarstörf.⠀
—⠀
Elísabet telur mikilvægt að þora að láta vaða og ekki mikla hlutina fyrir sér, það gerir ekkert til að gera mistök. Það er hægt að byrja smátt og sjá fljótt hvort hugmyndin sé eitthvað sem mun virka. Hún hefur trú á sínu og telur að ef fólk trúir á eitthvað, þá trúir fólkið í kringum þig því líka. Elísabet vill fara eigin leiðir og gera frekar færri hluti og gera þá vel. Hún vill koma vel fram og kennir börnunum sínum það líka. Ekki baktala, lærðu að samgleðjast og svaraðu gagnrýni og leiðindum með góðmennsku – það er besta vopnið.⠀
—⠀
Skilaboð Elísabetar til annarra kvenna: Láttu vaða, það er ekkert víst að þetta klikki. Áfram þú!⠀

Takk fyrir mig @kvennakraftur

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: HALLÓ ÍSLAND

LÍFIÐ

View this post on Instagram

Bæ í bili beibí .. ✈️

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Halló Ísland. Ég lenti á klakanum um helgina og er í sóttkví eins og lög og reglur mæla með. Það er sorglegt að sjá hversu mörg smit eru að greinast þessa dagana og greinilegt að við eigum eitthvað í land með að ná tökum á þessari veiru. Það er svo vont hvað hún hefur mikil áhrif á margt og maður er kominn á þann stað að hætta að furða sig á öllum þeim leiðindum sem hún ber með sér.  Æ ég veit að þið hafið ekki áhuga á að lesa um Covid í þessari færslu og ætlaði ekki endilega þangað með þessa kveðju  en þetta er bara raunveruleikinn í dag.  Ég bíð og vona að Kardemommubærinn verði frumsýndur um næstu helgi þar sem Alban mín fer með hlutverk, eins er það vonin að Konur Eru Konum Bestar vol4 fari í sölu þann 4.október – það mikilvægasta er að ég haldi heilsunni svo að ég megi taka þátt í þeim stóru verkefnum auk annarra næstu vikurnar hér á Íslandi.

Það spurðu margir út í peysuna sem ég klæðist hér að neðan þegar ég birti  þessa mynd á Instagram í gær. Hún er frá Arket og þið finnið hana HÉR, bolurinn hans Gunnars Manuels er Molo.

Aftur á móti  .. sorry Arket fyrir það hversu heimilislega við fórum með verslunina –

Þegar GM finnur spennandi dót ..

Þangað til að hann fékk að velja sér þessa sætu grímu með sér í flugið ..

Pastel fegurð ..

Langar ..

Áfram við öll! Munum svo að fylgja almannavörnum.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: SÍÐDEGISSOPINN

DRESS

Síðdegissopinn var sérstaklega góður í gær þegar Gunni gaf mér hafra cappuccino til að drekka úti á tröppum hér heima. Þessi gula er búin að vera svo góð við okkur í vikunni en ég hef því miður ekki náð að nota hana jafn mikið og mig langar til. En einmitt þarna var september sopinn ljúfur. Berleggja, en í leiðinni að pakka úlpunni í ferðatöskuna, svo sannarleega tilbúin í íslenska haustið sem bíður mín handan við hornið.

View this post on Instagram

Síðdegissopinn 🤍 @sjostrandiceland

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Bolli: KER, Kaffi: Sjöstrand, Skór: Jodis by Andrea Röfn/Kaupfélagið, Skyrta: Levis Vintage, Stuttbuxur: Monki

Góðar stundir,

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: DATE NIGHT

DRESSLÍFIÐ

View this post on Instagram

Date night .. 🍟

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Við Gunni áttum langan en góðan vinnudag í Kaupmannahöfn fyrir Sjöstrand um helgina, dagur sem  sem við kláruðum á afterwork utandyra (!) .. ég er alltaf að bíða eftir haustinu en veðrið vill ekki ákveða sig, er á meðan er ..

Þegar við settumst niður þá föttuðum við að þetta er fyrsta stefnumótið okkar frá því að við fögnuðum brúðkaupsafmæli í júní, fyrir utan korter hér og þar sem við höfum verið barnlaus síðan þá. Þetta er ólíkt okkur því við erum vanalega mjög dugleg að fara á deit, enda er það svo mikilvægt í öllum samböndum,  líka þegar maður er orðinn mamma og pabbi.

Derhúfa: Acne, Bolur: Hildur Yeoman,  Jakki: H&M, Buxur: H&M

iloveyou GSJ ..

Skyrta og buxur: Won Hundred, Vesti: 66°Norður

 

Kaupmannahafnar tips:

Ég mæli með morgunmat á Atelier September .. við höfðum ekki tíma til að stoppa í  þetta sinn svo við keyptum okkur takeaway bolla, kaffið þar er mjög gott og þau bjóða upp á vegan mat.

Það kom mér á óvart hversu margir Íslendingar, margir sem eru búsettir í Kaupmannahöfn, sendu mér á IG og spurðu um þessa verslun sem ég elska. Hún heitir Paustian og er heimilisverslun sem staðsett er í  gömlum banka, ekkert smá falleg. Aarhus aðdáendur ættu að þekkja hana betur.

Við borðuðum óvænt á The Union Kitchen, bara afþví að það var nálægt þegar við kláruðum vinnu daginn. Þar er alltaf næs ..


Vel nýttur frídagur frá handboltanum. Atvinnumaðurinn fór þó líka á auka æfingu áður en við lögðum af stað, no days off þar. Og ég fékk að kaupa mér blóm, það er must á föstudögum :)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HVERNIG DRESSA ÉG KJÓL EFTIR ÁRSTÍÐ? 

DRESSSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við H&M

Vetur – sumar – vor og haust – þessi gengur endalaust ..


Eins og ég hef alltaf sagt þá reyni ég að kaupa mér fatnað sem ég sé fyrir mér að geta notað á marga vegu – fínt, hversdags, vetur, sumar .. ég er orðin ansi klár í því á fullorðinsaldri en ég var það alls ekki þegar ég var yngri og gerði þá mörg léleg kaupin. Þegar H&M hafði samband við mig og bað mig að hjálpa til við að kynna þessa tilteknu haustlínu þá skoðaði ég flíkurnar og sögurnar á bak við hverja þeirra. Kjóllinn sem ég klæðist í dag er unninn úr gömlum plast flöskum ! .. en haustlínan, sem kom út í dag, 10.september, inniheldur einungis flíkur úr endurunnum efnum.

SUMAR: Þetta er svolítið það lúkk sem ég er búin að vera að vinna með í all sumar, ég er ekki mikið búin að vera að flækja hlutina heldur hef valið flipflops við allt og hennt hárinu upp í klemmu. Líður vel þannig og finnst það passa vel í þessu tilviki.

VETUR:  Ég þurfti ekki annað en að henda yfir mig hlýrri kápu og grafa upp grófa skó til að gera lúkkið haustlegra. Hatturinn er svo punkturinn yfir i-ið. Æ hvað ég er tilbúin í þetta haust og öll lögin af fötum sem við hefjumst handa við að hlaða ofan á okkur á þessum tíma árs. Danmörk er þó ekki alveg búin að ákveða sig hvort það sé vetur eða sumar .. en ég finn að haustið er handan við hornið.

Haustlínan í heild sinni er stórt skref í áttina að sjálfbærari framleiðslu hjá verslunarkeðjunni. Endurunnið pólíester, nælon og ull eru gerð úr textílafgöngum, plasti sem fallið hefur til eða blöndu af báðu. Nýju lífi er því blásið í gamlar plastflöskur, gömul föt eða textílafganga. Mikilvæg þróun í rétta átt sem mér finnst frábært að fylgjast með ..

 SJÁIÐ MITT FYRSTA “REAL” Á INSTAGRAM MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Deit á leikdegi með mínum manni á mínum uppáhalds stað í Esbjerg, svo fallegt hérna –

 

Kjóllinn er úr haustlínu H&M og allur fatnaður í þesari færslu er frá H&M. 
Skórnir eru úr trylltu skólínunni hennar Andreu Rafnar minnar – svo stolt af henni. 

Vertu velkomið haust …
Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HREYFING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

HREYFINGLÍFIÐ

Namaste …

Ég hef verið að dugleg að minna á það í nokkur ár hvað hreyfing sé mikilvæg fyrir líkama og sálþ Bara hálftími skiptir sköpum og gefur svo mikla auka orku í verkefni dagsins.

Ég finn að með því að gefa mér þessa dýrmætu stund, sama hvað er mikið að gera, þá bæði næ ég að áorka meiru, hugsa skýrar, er þolinmóðari, verð betri mamma, eiginkona, fyrst og fremst betri útgáfa af sjálfri mér. Svona hleðsla er algjört must í minni rútínu og ég mæli með að þú reynir að koma því fyrir í þinni líka.

Ég er ekki með bakgrunn í íþróttum, þegar ég var barn stundaði ég leiklist og söng – fann mig meira á listræna sviðinu þó ég hafi prufað ýmislegt annað. Það var ekki fyrr en ég varð fullorðin að ég fann mig loksins á þessu sviði og þá var ekki aftur snúið, ég elska að hreyfa mig. Mér finnst mikilvægt að hafa hreyfingu allskonar og reyni að stunda jóga, fara í ræktina (sakna World Class þegar ég er úti, hér er ekki eins næs) og eins og þeir sem fylgja mér á Instagram vita þá eru útihlaup mitt go-to og gefur mér hvað mest. Útiveran er bara svo einstök og gefur mér miklu meira en æfingar inni.  Í því samhengi vil ég líka hvetja fólk til að ganga á milli staða sé það möguleiki, sérstaklega þeir sem búa á Íslandi og eru fastir í þeim vana að nota alltaf bílinn. Löbbum meira á milli staða – hreinsum hugann – öndum að okkur orku, hún er auðvitað hvergi betri en einmitt á elsku klakanum okkar.

Nýtt uppáhald hjá mér þetta haustið er WithSara, gömul skólasystir mín opnaði þessa síðu í vor og ég er svo ánægð  með að  hafa prufað æfingarnar hennar – búist samt við sviða í vöðvum og að geta mögulega ekki gengið daginn eftir haha .. það sýnir kannski líka ágætlega hvaða formi ég er í. Þó ég hreyfi mig reglulega þá er ég aldrei í neinni keppni eða ætla mér stóra hluti – ég hreyfi mig fyrir andlegu heilsuna númer  1 2 og 3 – líkamleg heilsan skiptir líka að sjálfsögðu máli og það kemur auðvitað samhliða, þetta helst í hendur.

Hálftími, bara hálftimi … þó það sé ekki nema rösk ganga, smá hlaup, yoga, bara eitthvað sem hentar þér  – ég skal lofa þér því að það á eftir að gera þér gott.

Koma svo <3 það er aldrei of seint að byrja.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: ALLT ER VÆNT SEM ER GRÆNT

DRESSSAMSTARF

Föstudagur eða flöskudagur? Það var vel í takt að klæðast flösku grænni dragt á þessum ágæta degi. Ég keypti hana inn með Andreu í Kaupmannahöfn í janúar og núna er hún loksins komin í sölu á Íslandi, vúhú.

Það sem er svo gott við dragtir er að það er að sjálfsögðu hægt að nota flíkurnar í sitthvoru lagi líka, og dressa upp og niður hverju sinni ..
Elska elska þessa .. lúkkið og litinn !

View this post on Instagram

Friday baby .. 🍾

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Soft Rebels/AndreA Norðurbakka

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Fallegri kauptips í boði UN WOMEN: Fokk Ofbeldi bolurinn kominn í sölu

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

 

UN Women á Íslandi hefja sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol í dag. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. Ég er nú þegar búin að fjárfesta í einum slíkum þegar þetta er skrifið, endilega hermið sem flest eftir þeim góðu kaupum með því að smella: HÉR

UN Women á Íslandi fengu söngkonuna GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins. Ótrúlega vel heppnað ..

Eins og áin.

Breytileg og kröftug.

Straumþung og flæðandi.

Hún tekur óvæntar stefnur.

Stundum er lítið í henni.

En sama hvað heldur hún áfram að streyma.

Saman stýrum við straumnum.

-gdrn

FO bolurinn er rjómalitaður í oversized sniði úr mjúkri bómull. Framan á er ljósmynd eftir Önnu Maggý sem sýnir FO á táknmáli. Aftan á er frumsamið ljóð eftir GDRN um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Aldís Alma Hamilton lagði einnig átakinu hjálparhönd og myndar FO á íslensku táknmáli.

Allur ágóði sölunnar rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon.Konur og stúlkur í neyð eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Líbanon, 4. ágúst síðastliðinn, Covid-19 faraldurinn og djúpstæð efnahagskreppa veikja einnig stöðu kvenna og stúlkna þar í landi. 

Með því að kaupa FO bolinn tekur þú þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar. 

Vodafone er bakhjarl átaksins og gerir okkur kleift að senda allan ágóða sölunnar til UN Women í Líbanon. 

FO bolurinn kostar 7.900 kr. og er framleiddur í takmörkuðu upplagi.
Mikið elska ég að gefa þessi fallegu kauptips ár hvert – smelltu hér!

 

xx,-EG-.

@elgunnars á  Instagram