fbpx

SUNNUDAGUR Á SEYÐISFIRÐI

LÍFIÐ

Æi ég elskaði svo mikið að vakna hér í dag.

View this post on Instagram

Sundays .. ⛰

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Sunnudagur á Seyðisfirði og hér drakk ég fyrsta bolla dagsins, ekki slæmt útsýnið og við tókum sólina með okkur. Hún er að reyna að brjótast í gegnum skýin þegar þessar myndir voru teknar. Þið sem fylgist með hér á Trendnet vitið hversu mikið Helgi okkar Ómars hefur dásamað uppeldis bæinn sinn, Seyðisfjörð, og ég var því mjög spennt að fá að koma hingað í fyrsta sinn. Við bókuðum gistingu á Hótel Aldan og vöknuðum mjög óvænt við fallegasta útsýni bæjarins, eða hvað? Ó sú fegurð.

Mjög stutt stopp hér að þessu sinni en við Gunni erum sammála um að koma hingað aftur sem allra fyrst. Þá mögulega með tölvurnar til að eiga hér langa vinnuhelgi eða viku … hér er orkan mikil.

HÆ FRÁ HÚSAVÍK

LÍFIÐ

Ó það hamingjukastið að labba upp úr sundi að þessu sinni. AndreA sagði að þetta væri algjörlega málið og mikið er ég sammála henni!

Íslenska hjartað mitt veit ekkert betra en að heimsækja íslenskar sundlaugar og það þarf ekkert alltaf að vera með svona útsýni …. en það sannarlega gerir það ekki verra.

Fyrsta heimsókn í GEOSEA perlu Húsavíkur. Ekki missa af því að heimsækja þennan stað ef þið eigið leið hjá.

Ísland ég elska þig.

Ég er á smá ferðalagi um langið. Fylgist endilega með ferðum mínum HÉR @elgunnars á Instagram

xx,-EG-.

SELF CARE SUNNUDAGUR

BEAUTYHEILSAÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við Bláa Lónið

Vinsælasta húðvara Bláa Lónsins, Silica Mud Mask, fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni þess er maskinn á 40% afslætti í netverslun, HÉR

 

Ef við flettum upp í eldgömlum bloggfærslum hjá mér þá finnum við einmitt  þennan maska sem var sá fyrsti sem ég notaði frá íslensku húðvörumerki. Hann er minn uppáhalds frá Bláa Lóninu því hann er ekki of kraftmikill fyrir mína húð. Hentar því eflaust flestum húðgerðum.

Eða eins og segir á vefsíðu Lónsins: 

Vissir þú að kísill Bláa Lónsins hjálpar til við að endurnýja ysta lag húðarinnar, styrkir hana, mýkir og þéttir?
Kísilmaskinn er fyrsta húðvara Bláa Lónsins sem kom á markað árið 1995 og er enn þann dag í dag ein vinsælasta húðvaran. 

Ég held að self care sunnudagur sé eitthvað sem við ættum öll að lifa eftir. Það er ekkert verra að upplifa slíkt heima hjá sér. Ég mæli með!  Fæst: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Minn HönnunarMars

ÍSLENSK HÖNNUN

Hönnunarmiðstöð tók mig tali og fékk að heyra hvaða sýningar ég ætla að sækja í ár. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel  við hæfi að fá smá leiðsögn.

ÍSLENSK FLÍK

Eins og ég sagði ykkur HÉR þá finnst mér verkefnið ÍSLENSK FLÍK passa einkar vel við ástandið þetta árið.

Verkefnið sem er unnið af félagi íslenskra fatahönnuða heillar mig. Hugmyndin er frábær og í anda nútímans að nota almenning með í verkið (ég elska allt með perrsónulega tengingu). Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að klæðast íslensku og merkja #íslenskflík á samfélagsmiðlum. Ég mun klárlega taka þátt og sem Íslendingur búsett erlendis þá reyni ég ávallt eftir fremsta megni að bera íslenska hönnun. Ég er alltaf svo ótrúlega stolt ef ég er spurð útí mínar flíkur ef ég get sagt frá íslenskum uppruna þeirra.

Farmers Market x Blue Lagoon

Þegar ég sagði ykkur frá #ÍSLENSKFLÍK þá klæddist ég einmitt Farmers Market x Blue Lagoon flík en þó ekki þeim sem eru til sýnis á Hönnunarmars. Hlakka til að skoða nánar það nýja.

Spennandi verkefni þessara tveggja áberandi íslensku fyrirtækja sem eru ekki að leiða saman hesta sína í fyrsta sinn. Samstarfslína þar sem áhersla er lögð á liti lónsins og svæðisins í kring. Ég held að við getum flest verið sammála um að litirnir eru einstaklega fallegir og á sama tíma svo íslenskir – hlakka til að sjá afraksturinn.

Hildur Yeoman – Cheer up

Ég elska Hildi Yeoman sem listamann og fatahönnuð og læt mig aldrei vanta á  hennar sýningar. Nýja línan hennar er litrík og sumarleg eins og hún hafi vitað að HönnunarMars yrði óvart í júní þetta árið.

Það sem það er ólíklegt að sólin leiki við okkur á Hönnuarmars (held samt ennþá í vonina) þá er hægt að sækja sumarið og sólina í klæðin og ég held að Hildur hjálpi okkur þar.

 

Gleðilega íslenska Hönnunarhelgi. Sjáumst á ferðinni!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Kynntu þér dagskrá HönnunarMars á heimasíðu hátíðarinnar hér

 

DAGSINS DRESS: ÍSLENSK FLÍK

DRESSLÍFIÐ

Gleðilegan HönnunarMars sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þessi mikilvæga íslenska hönnunarhátíð yfirleitt í mars en útaf svolitlu þá var hún færð þangað til núna. Það eru spennandi dagar framundan með um 80 sýningum og 100 viðburðum víða um höfuðborgarsvæðið. Ég hvet ykkur til að skoða dagskránna í heild sinni HÉR, á vefsíðu Hönnunarmars.

Eitt af fjölmörgum áhugavörðum verkefnum á hátíðinni í ár er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem hvetur okkur til þess að klæðast íslensku næstu daga og merkja dressið #íslenskflík á samfélagsmiðlum.

“#íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna.”

Lesið meira um málið á íslenskflík.is

Ég er stödd í smá foreldrafríi þegar þetta er skrifað og ákvað að taka þátt í verkefninu með því að fá þessa fallegu íslensku slá að  láni frá Farmers Market, heppin að þau láni gestum hótelisins því þetta var einmitt það sem gaf mér punktinn yfir i-ið í notalegheitunum hjá okkur hjónunum seinnipartinn í gær.

Svo kósý og passa vel inn í rýmið ..

Sjáumst vonandi á HönnunarMars, ég mun reyna að mæta eins mikið og ég get. Hlakka mikið til.

Áfram Ísland.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HALLÓ ÍSLAND

LÍFIÐ

Halló Ísland!

Mikið var það sérstakt að fara í gegnum Kastrup sem var eins og draugabær að þessu sinni. Í Danmörku var ég nánast búin að gleyma ástandinu – þar sem búið er opna veitingastaði og kaffihús og lífið hægt og rólega að komast á svipað ról og áður. Þetta ferðalag var þó heldur betur áminning og var smá eins og við værum dottin inní einhverja hamfara bíómynd. Fyrir ykkur sem eruð á ferðinni þá er ágætt að geta þess að það er bókstaflega ALLT lokað á Kastrup og því mikilvægt að undirbúa nóg af nesti.

Það er svo góð tilfinning að vera lent á klakanum eftir þetta sérstaka ferðalag til landsins, sem gekk þó mjög vel. Ísland er svo sannarlega til fyrirmyndar þegar kom að Covid skimun á Keflavíkurflugvelli og þetta gekk vel og hratt fyrir sig.

Það er dásamlegt að geta knúsað fólkið sitt loksins – þó það sé í rigningu og 10 gráðum eins og staðan er þegar þetta er skrifað.

Gunni: Skór: Stan Smith, Buxur: Han Kjøbenhavn, Bolur: Mr. Porter, Gríma: frá augnlækninum
Ég: Skór: Arket, Hjólabuxur: Weekday (mjög gamlar, allavega 10 ára) , Skyrta: Arket (af Gunna), Pungur: Prada (Ný kaup)

Sjáumst á ferðinni! Kannski HÉR í kaffi og Croissant í dag?

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐ

Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að koma okkur í flug til Íslands í kvöld. Svo þessi morgunbolli í garðinum verður sá síðasti í bili og ég er svo þakklát fyrir þessa stund, hér og nú.

Ég setti inn mynd á Instagram fyrr í dag en það vakti upp einhvern misskilning um það að við værum að flytja frá Danmörku –  það er ekki raunin svo því sé haldið til haga.

Ef allt gengur upp og við komumst að knúsa fólkið okkar, þá verður þetta hin árlega sumarheimsókn í eina handboltafríinu sem Gunni fær yfir árið.  Ég veit að hann er spenntastur fyrir því að komast loksins heim í kaffi-vinnuna en ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná honum í smá sumarfrí út á okkar einstaka land og ég hlakka svo til!

Kaffi og Croissant er það besta í heimi ef þið spyrjið mig! Ég mun standa vaktina með Sjöstrand í Epal á laugardaginn og við bjóðum upp á þetta combo, vei.
Betri upplýsingar HÉR fyrir áhugasama.

Sjáumst vonandi næst á Íslandi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

HÆHÓ&JIBBÝJEI

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Hversu lengi ætli hann muni liggja svona í faðmi mér  <3 besta byrjun á deginum.

Elska svo fast.

Í æskuminningum mínum er 17. júní heimsókn á Hverfisgötuna til Unnar (langa) ömmu minnar sem þar bjó, við röltum upp stiga upp á milli gömlu húsanna og Landsbankans og hoppuðum þar inn í skrúðgönguna á Laugarveginum sem byrjaði á Hlemmi. Með candy floss í annarri og upplásna blöðru í hinni var þetta einn af betri dögum ársins sem endaði svo hinum  löngu og langa (pabba megin) sem bæði áttu afmæli á þessum degi, hjónin, og því alltaf mikil fjölskylduveisla/sídegiskaffi.

Þegar ég upplifi 17. júní með börnunum mínum þá hefur þessi dagur oft snúist um svipað, bæjarferð og gleði, en ég held að við höfum aldrei náð skrúðgöngunni og oftast er rigning og þá hlaupum við inní Hörpu. Yfirleitt er þetta sá tími þegar við erum nýkomin til landsins í sumarfrí og því mjög spennt fyrir því að hitta fjölskyldu og vini.

Í ár fögnum við deginum í Danmörku og það var ánægjulegt að útskýra hvaða mikilvægu merkingu 17. júní hefur fyrir Ísland gagnvart einmitt Dönum. Krakkarnir  fóru með meiri visku með sér í skólann í morgun og sögðu stolt frá frelsinu sem Íslendingar fengu á þessum merka degi árið 1944. Til hamingju Ísland!

Þó að  það sé bara venjulegur rútínu dagur á okkur fjölskyldunni þá var alveg ok að leyfa GM að klæðast fínni klæðum í tilefni dagsins. Við erum búin að bíða eftir tiilefni til að nota skyrtuna við stuttbuxurnar sem hann hefur notað endalaust í mörg ár (þetta eru buxur númer 2).

As We Grow, Íslensk hönnun

Garðurinn okkar góði .. 

Ég vona að þið eigið öll góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FRAMKOMA Í MÍNUM HÖNDUM

FÓLKLÍFIÐ

Sundays ..

Oh ég naut uppáhalds vikudagsins í botn með mínu fólki. Við keyrðum á aðra strönd en við erum vön, Blåvand, strönd sem liggur um 30 mínútur frá Esbjerg og þar er næs. Höfum komið þangað áður og munum mæta þangað aftur .. mæli með.

View this post on Instagram

iloveyou.

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

View this post on Instagram

Sundays .. ⛱

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

FRAMKOMA í mínum höndum … framkoma er alltaf í okkar höndum en hér í orðsins fyllstu merkingu.

Lestrarefnið á ströndinni var ekki slæmt en ég var búin að bíða eftir þessari bók yfir hafið í smá tíma, hún kom svo loksins á dögunum. Um er að ræða skemmtilega og fræðandi efni eftir Eddu Hermannsdóttur sem skoðar ýtarlega framkomu á allskonar sviðum.  Til hamingju með þetta flotta framtak kæra Edda, og takk fyrir að leyfa mér að vera smá partur af henni þegar við spáum í því hvernig best er að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlum – fyrirtæki og fólk.


Ég las viðtöl við nokkra viðmælendur í  gær og ég get sagt að það er ánægjulegt að læra á mannamáli … eins og þið vitið þá veitir allskonar fólk mér innblástur og þetta er því einmitt bók fyrir mig.

Takk fyrir mig.

Áhugasamir geta kynnt sér bókina betur HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BARBADOS SANDALAR

LÍFIÐSHOPSTELDU STÍLNUM

English Version Below

Ég hef fengið óvenju margar spurningar um Barbados sandalana mína sem ég hef notað mikið síðustu vikurnar. Ég hef því ætlað að koma þeim að hér á blogginu enda lang þægilegast að senda ykkur svo bara link á færsluna þegar þið spyrjið mig á Instagram :)

Þessir eru góðir og ég mæli með inn í sumarið fyrir þá sem eru sandalasjúkir eins og undirituð. Skórnir eru handunnir úr þéttum þráðum sem verða að þessum köðlum sem lúkka svo fallega  á fæti.  Þeir eru líka vegan, sem er seller fyrir marga.
Fást: HÉR í þremur litum.

Ef þið eruð með tips um hvar má nálgast svipaða á Íslandi, þá bara látið þið mig vita …

 

Skál í kaffi (Kaffesmeden er næs á ferðinni) .. og góða helgi til ykkar allra!

//

New in, so comfortable so I can absolutely reccomend  for those of you loving sandals, as me. You can find them: HERE

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram