fbpx

HEJ CPHFW

FASHION WEEK

Hæ danska tískuvika. Ég er mætt til að svelgja tískuþorstanum að vana en í þetta sinn og í fyrsta sinn ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi og bætti börnunum mínum við flugmiðann á síðustu mínútu. Danski drengurinn minn þráði svo að koma til danska landsins og ég svosem líka að hann fengi tíma á leikvöllum borgarinnar til að halda tungumálinu við  – það er því plan helgarinnar – róló! Bara að vera til, og njóta þess að hafa ekkert plan. EN plan dagsins í dag og á morgun er tískuvinna og þar er ég heppin að eiga Ölbu, unglinginn minn sem passar fyrir mömmu sína á meðan. Við látum hlutina ganga upp – það er á hreinu. Þegar þessi færsla er skrifuð er klukkan miklu meira en miðnætti svo löngu kominn tími á svefn hjá óléttri hamingjusamri  konu.

Meira síðar, sjáumst –


 

Vi ses – 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FERÐAVINNINGUR FYRIR ÞIG

Ég er mjög þakklát PLAY fyrir afmælisgjöfina sem ég get gefið ykkur í tilefni 10 ára afmælis Trendnet. Mér finnst tímasetningin svo góð til þess að gefa flugmiða – haustið í  evrópsrki stórborg eins og London, París eða Madríd. Jafnvel Alicante til að lengja sumarið? Þið getið freistað gæfunnar og tekið þátt i leiknum hér að neðan –

LESTU LÍKA:
BABYMOON – ÖÐRUVÍSI ALICANTE

& NEW YORK MEÐ PLAY

Annars á ég til með að mæla sérstaklega með París og deila í leiðinni myndbandi sem að við Gunni tókum þátt í fyrr í vetur. Þar spjölluðum við um uppáhalds borgina mína í heiminum – PARÍS – sem við þekkjum ágætlega en höfðum ekki getað heimsótt lengi á þessum tímapunkti. Myndbandið var tekið upp í byrjun mars sem er ástæðan fyrir því að Gunni er með örlitla og hálf vandræðalega mottu haha – það var ekki partur af því að reyna að vera eitthvað franskur þó það passi vissulega vel. Ég er með að þykjast, með vatn í kaffibollanum mínum alveg að deyja úr ógleði vegna óléttunnar sem ég faldi á þessum tíma. Úff hvað ég man að mér leið illa …. En fake it till you makeit er viðeigandi hér –

@elgunnars á Instagram

TRENDNET ER TÍU ÁRA

LÍFIÐTRENDNET

Það er ótrúlegt að hugsa til þessa að Trendnet fagni í dag tíu árum. Það var viðeigandi að hefja daginn með góða genginu mínu, fjölskyldunni sem skrifar undir þennan ágæta hatt. Í gegnum tíðina hefur margt runnið til sjávar, fólk kemur og fólk kveður en þó er hópurinn víða í samfélaginu …. því eitt sinn í Trendnet fam, ávallt þar.

Árið 2012 þurftum við svo sannarlega að hafa fyrir því að útskýra þetta nýja concept fyrir Íslendingum, svo kom Instagram til sögunnar, fleiri sambærilegar síður og tískutímarit komu og fóru, en alltaf höfum við náð að halda lífi á Trendnet og miðillinn aðlagað sig að stað og stund hverju sinni. Ég get verið stolt bloggmamma í dag, þökk sé ykkur, lesendunum sem að kíkið stundum við.

HYGGE morgunstund, farið yfir málin – 

 

Fyrsti tugurinn – TAKK.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

FRÁ FJÖLLUM ÍTALÍU Á HEIMILI Á ÍSLANDI

BETA BYGGIRSAMSTARFSAMSTARF

Beta Byggir hefur verið í smá pásu undanfarið eftir létta framkvæmdakulnun. Eftir frí og ferðalög þá kemur hún fersk inn aftur. Heimilið er komið á ágætis stað núna – þó svo að það sé heill hellingur af smáatriðum eftir.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá fallegu borðplötunni sem við völdum. Við heimsóttum í raun bara einn stað og fengum frábæra þjónustu og fræðslu frá Granítsmiðjunni. Við vorum ákveðin í að velja nokkuð látlausan ljósan stein á móti eikar eldhúsinu, ég vildi hafa hann alveg basic á meðan Gunni vildi hafa smá líf í honum. Við enduðum einhvers staðar þarna mitt á milli –  og ég er í skýjunum með útkomuna!!

Fyrstu pælingar voru að fá kvarts stein, enda er hann kannski þægilegastur fyrir fjörugt fjölskyldulíf, auðveldur í viðhaldi og þolir vel hita og álag. Við fengum með heim nokkrar fallegar prufur sem okkur leist mjög vel á. Í næstu heimsókn fengum þó að fara baksviðs hjá þeim í Granítsmiðjunni og skoða alla náttúrusteinana sem þau höfðu uppá að bjóða. Þar var undirrituð algjörlega seld – það er svo mikil fegurð og saga í svona steinum, allir eru einstakir og maður getur ekkert stjórnað formi eða munstri. Steinarnir eru unnir úr fjöllum á Ítalíu og það var einhvern veginn ekki aftur snúið. Við vorum algjörlega heilluð af Kvartsít steini sem þau áttu til, ljós og líflegur, en ekki of mikið líf, það sem við leituðum eftir. Kvartsít er náttúrusteinn sem er ekki eins viðkvæmur og t.d. marmari. Hann þolir því hita vel og skilur ekki auðveldlega eftir för og rispur.

Ferðalag steinanna heillaði mig hvað mest og ég ætla því að segja ykkur aðeins betur frá því í máli og myndum.

Frá fjöllum Ítalíu inní eldhús í Skerjafirðinum

BYRJAR ALLT HÉR

ÁST VIÐ FYRSTU SÝN

OG SVO ERU ÞEIR SAGAÐIR OG UNNIR Í GRANÍTSMIÐJUNNI

STARFSMAÐUR Á PLANI

HEIMA Í SKERJAFIRÐINUM – Í DAG

Kvartssít er náttúrulegur steinn sem upprunalega er sandsteinn. Með hita og háum þrýsting í berginu breytist sandsteinninn í kvartssít með tímanum ..

Kvartsít steinninn okkar ber nafnið Matarazzo, hann er 3 cm breiður sem passaði svo vel við breiddina á lóðréttu listum eldhúsinnréttingarinnar. Glöggir lesendur sjá síðan að okkar steinn hefur nokkuð grófa áferð, semsagt ekki alveg pússaður og glansandi. Það var smá áhætta að velja það en við er mjög ánægð með niðurstöðuna, gólfin eru glansandi hvít og því er platan aðeins látlausari þegar hún glansar ekki líka. Við settum steininn á eldhúsinnréttinguna, inní lítinn tækjaskáp og svo einnig á eyju sem þið hafið eflaust séð hjá mér á mínum miðlum – einhvers konar blómaeyja eða kampavínseyja (á þannig dögum), sem tekur á móti gestum.

Ég er í skýjunum með þetta og hef síðustu vikurnar dásamað ítölsku fjalla-fegurðina sem núna býr heima hjá mér á Íslandi.

Mæli svo sannarlega með Granítsmiðjunni sem eru miklir fagaðilar og vanda til verka.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: BAD HAIR

LÍFIÐ

Ég pantaði mér þessa derhúfu af Farfetch fyrir einhverju síðan og hún hefur aldeilis verið viðeigandi fylgihlutur að skella á höfuðið á mér í þeim gír sem ég er þessa dagana. Mér líður smá eins og ég sé föst í mánudegi – tengir einhver við slíkt? Þurfi marga kaffibolla, nenni ekki að gera mig til og vill helst fá að vera löt í friði. Þetta er mjög ólíkt mér og því kann ég ekki endilega vel við stöðuna en ég hef að vísu lært það að þá borgar sig bara að leyfa sér að vera þarna, því á morgun kemur nýr dagur og þá vakna ég vonandi bara á föstudegi haha.

Ég gerði mitt besta við að hrista af mér letina, heimsótti blómabúð í miðri viku til að fegra heimilið mitt afþvíbara. Næst á dagskrá er göngutúr í sund því það hefur löngu sýnt sig að hreyfing (öll hreyfing – stundum er göngutúr bara nóg) er svo sannarlega góð fyrir líkama og sál. Hefur verið geðlyfið mitt síðustu árin og ég hlakka mikið til að ná að stunda hana meira reglulega og af aðeins meiri krafti eftir að lítil snúlla hefur fært mér líkamann minn aftur í haust.

Æ fallega verslun – 4 árstíðir


Viðeigandi kápa í blómakaup dagsins – gömul frá Notes Du Nord

KER vasar fást hér

Orka til allra sem eru að eiga “mánudag” í dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÍSLENSK ORKA OG HREYFING, ER EITTHVAÐ BETRA?

DRESSÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Þessi meðganga hefur tekið meira á en síðustu tvær. Ég hef þurft að hlusta á líkamann og stoppa þá hreyfingu sem ég hef verið vön að sinna. Hreyfing er geðlyfið mitt og það var erfitt fyrir mig að sætta mig við það að mega ekki stunda hana eins og ég er vön en ég tók þann pólinn í hæðina að vera jákvæð og minni mig reglulega á að þetta er tímabil sem varir í stutta stund og ég verð örugglega komin á fulla ferð í mínu áður en langt um líður. Dúllan í maganum fær að stjórna ferðinni aðeins lengur fyrst.

Að því sögðu …. þá labbaði ég á Úlfarsfell í vikunni og það var gerlegt, ferlega grátt en alveg GEGGJAÐ! Er eitthvað betra en íslensk útivera? Ólýsanleg orka og súrefni sem ég elska að anda að mér. Hamingjusamari konu hefðuð þið ekki getað hitt þetta kvöldið.

Ég veit að spáin fyrir Verslunarmannahelgina er ekki góð en mikið vona ég að þið njótið vel í útiálandiorku.

Nýtt cropped snið af BYL frá 66°Norður er líka næs þó að bumban sé út … Fæst: HÉR

Góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

BABYMOON – ÖÐRUVÍSI ALICANTE

FERÐALÖGLÍFIÐSAMSTARFTRAVEL

Ó hvað spontant getur verið best. Einn erfiðan sumardag þegar lægð skall á landið í byrjun mánaðar þá ákvað ég að við Gunni skyldum hoppa í foreldrafrí í sólina, líklega það síðasta í einhvern tíma þar sem von er á nýjum fjölskyldumeðlim í haust. Við sáum alls ekki eftir ákvörðuninni að hoppa í hitann og náðum að fullnýta vikuna okkar vel.

Við byrjuðum í Valencia, borg sem fylgjendur mínir á Instagram vildu vita meira um. Það voru fáir sem gerðu sér grein fyrir hversu nálægt Alicante borgin er. Strönd í borg er concept sem ég kann mjög vel að meta. Ef ég ætti að lýsa Valencia þá upplifði ég hana sem litla Barcelona nema einhvernvegin hreinni og rólegri. Ást við fyrstu kynni hjá undirritaðri. Ég mæli með heimsókn í haust og “framlengja” þannig sumarið.

Ég á einhver góð tips fyrir ykkur sem leggið leið ykkar til borgarinnar…

FRÁ REYKJAVÍK TIL ALICANTE

Frá Valencia keyrðum við svo upp í fjöllin nálægt litla bænum Xaló, þar duttum við óvænt inn á besta markað í heimi á laugardagsmorgni, mæli með bíltúr ef þið eruð í nágrenninu á næstunni – þar má gera góð kaup.

Lúxus sveitasetur með engri truflun í nærumhverfi, er mest nærandi frí sem við Gunni veljum okkur. Paradísar dagar, namaste með meiru.

Ertu að leita að öðruvísi Alicante? Þá er þetta ágætis uppskrift.

Takk fyrir okkur besta babymoon … stækkandi bumba þarf bráðum að taka pásu á ferðalögum, það verður furðulegt fyrir konu eins og mig sem elskar að skipta um umhverfi frá annars ágæta Íslandi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

VAKNAÐ Í VALENCIA

LÍFIÐ

Hola España !

Það var aldeilis spondant ákvörðun hjá okkur hjónum að hoppa í sól þessa vikuna. Planið var að elta veðrið á Íslandi en eftir að hafa skoðað veðurspánna um allt land sem sýndi okkur grátt og rigningu þá var þetta það besta í stöðunni, fyrir okkur að þessu sinni. Gunni byrjar bráðum í handboltanum aftur og það var búið að vera bakvið eyrað að ná að hoppa bara tvö án barna áður en boltaleikurinn byrjar aftur (og barn mætir í heiminn). Þessir boltastrákar fá nefnilega ekki mikið frí til að hoppa frá yfir árið og  því um að gera að nýta þá daga sem eru í boði.

Vaknað í Valencia varð ákvörðunin, borg sem svo margir hafa talað vel um við mig en við erum hér í fyrsta sinn. Við flugum til Alicante þaðan sem það tekur ekki nema einn og hálfan tíma að keyra hingað.  Hlakka til að kynnast borginni. Þið getið auðvitað fylgst með á Instagram @elgunnars – er oftast virk þar en það gæti líka vel verið að ég verði eitthvað löt í þessu fríi. Kemur í ljós, spila það eftir hendinni :)

Meira að segja fyrsti bollinn bjóst ekki við að sjá mig hér í dag haha.

Annars frétti ég af blíðskaparveðri í Reykjavík í dag, kannski þurfti borgin bara smá pásu frá okkur svo að sú gula myndi láta sjá sig- njótið ó svo vel :)

Nývöknuð með vinnuplan fram að hádegi en hjólaplan niðrá strönd eftir hádegi – kann svo vel við svoleiðis. Fæ hlýtt í hjartað. 

Hárband: StudioHeklaNina, Kjóll: SamsoeSamsoe/gamall, Skór: GIA/Andrá, Sundbolur: Swimslow

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUMARSALAT Í JÚLÍ HAUSTVEÐRI

LÍFIÐMATURSAMSTARF

Ég elska elska nýju fallegu skálina mína frá KER sem geymir ávextina dagsdaglega í nýja eldhúsinu mínu – en ég hef verið svo spennt fyrir að nota til sumarsalatgerðar. Búin að bíða eftir blíðskaparveðrinu en þar sem það er í felum þá læt ég þetta ganga upp án sólar.

Íslensku Lavala skálarnar koma í fimm stærðum og eru ýmist glerjaðar eða mattar að innanverðu. Þessi nýja og stærsta frá KER er ekki glerjuð að innan en má samt fara í uppþvottavél eins og allt handverk Guðbjargar Káradóttur, hönnuðar. Skálarnar eru gerðar úr blöndu af postulíni og eldfjallaösku þar sem form og áferð skapa fallega heild, hver hlutur er einstakur.

Jarðaber fyrir mér = sumar

Salatið sem ég gerði í gær inniheldur allt sem mér finnst gott

Uppskrift:

Ferskt salat
Jarðaber
Vínber
Agúrka
Örnu fetaostur
Brauðteningar
Döðlur

allt sett saman í skál ..

Með eða án kjöts, eftir smekk, en okkur fannst passa einstaklega vel að grilla með því kjúkling og beikon –

Dressing:

Grísk hrein jógúrt frá Örnu og grænt pestó .. líka borið fram í KER skál, minni stærð

 

Verði okkur að góðu. Og plís íslenska sumar, farðu nú að láta sjá þig.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: Elísabet Gunnars elskar íslenska sumarið

DRESS

Það var hálf fyndið að DV skyldi velja þá fyrirsögn á mynd af veðurbitrustu konu landsins. Gunni sendi mér þetta skjáskot og hló hátt. Hann er nefnilega sá sem tekur á móti öllu veður vælinu í mér og því var honum skemmt að sjá þessa kaldhæðni.

Þegar þessi dress færsla er skrifuð á fyrirsögnin aðeins betur við  því loksins hefur sú gula skinið skært, annað en var – það hefur verið heldur grátt veðrið í Reykjavík í júní að mati undirritaðrar.  En það er alltaf bjart í Reykjavík, sama hvað tímanum líður – það er auðvitað einstakt fyrir Ísland.

Jakki: Frankie Shop, Pils: Lindex (gamalt), Skór: Mango (gamlir), Veski: Balenciaga

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram