Elísabet Gunnars

SAGA SIG Á VEGGINA

FÓLKHOME

Ég heimsótti listakonuna Sögu Sig á heimili hennar í 107 Reykjavík fyrr í sumar. Um var að ræða fund vegna myndatöku í brúðkaupi okkar Gunna seinna í mánuðinum. Við ræddum þó meira um önnur verkefni því á móti mér tóku öll hennar dásemdar málverk sem hún hefur verið að vinna að síðustu árin og ég komst ekki hjá því að fá að vita meira um þessa nýju hlið ljósmyndarans. Ég heyrði á henni að hvert og eitt verk skiptir hana miklu máli og hún gefur sig greinilega alla í hverja mynd, eins og hún gerir líka sem ljósmyndari. Það er draumur minn að skreyta heimili mitt einhvern daginn með myndlist eftir Sögu á veggjunum. HÉR getið þið skoðað meira.

Mig langar að eignast stórt verk sem gæfi hvítum vegg litríkt líf. Ég setti svona verk á óskalistann minn fyrir brúðkaupið svo spurning hvort ég eyði peningagjöfum í eitt slíkt …. en þá verður erfitt að velja á milli. Eigið þið ykkar uppáhalds hér að ofan?

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GETAWAY: HRAUNSNEF

LÍFIÐ

Halló frá Akureyri.
Þið eruð mörg búin að senda mér síðustu daga og forvitnast um áfangastað okkar fjölskyldunnar í Borgarfirði, en við stoppuðum eina nótt á Hraunsnefi á leiðinni norður. Það er því ekki komist hjá því að segja ykkur meira frá þeirri heimsókn sem kom okkur svona skemmtilega á óvart.


Okkur vantaði samastað til að hitta vinnufélaga á fundi utan höfuðborgarsvæðis, en þó ekki of langt frá Reykjavík. Hransnef varð fyrir valinu en við Gunni stoppuðum þar á leiðinni heim frá Akureyri í fyrra í góðum burger sem pabbi minn hafði mælt með, þá fyrst kynntist ég þessum stað og langaði að heimsækja hann aftur. Það gerðum svo í þennan sólahring sem var vel heppnaður með meiru. Fullkominn staður að heimæskja fyrir fjölskyldur sem vilja fá mikið út úr stuttu stoppi. Litlu dýravinirnir mínir elskuðu að leika við hundana, kindurnar og svínin (!) (skítugu svínin, mér var ekki eins skemmt haha) ..

Þetta var myndin sem rak upp spurningarmerki fylgjenda minna hvar við værum á landinu. Mæðgin í faðmlögum eftir tveggja vikna aðskilnað – mjög langþráð knús.

Eins og áður verð ég að taka það fram að við borguðum fyrir gistinguna og mat en fengum þó gott verð (þau eru með Facebook tilboð í júlí). Þessi póstur er þó bara skrifaður vegna þess að við vorum svo ánægð með dvölina, ég var ekki beðin um að blogga um áfangastaðinn ;) Ég mæli allavega með þessum heimsókn – kjörið getaway út fyrir höfuðborgina og maturinn var frábær, bæði kvöld og morguns.

Ég er með tölvuna í fanginu í dag, fyrst í Fnjóskadal þar sem tengdafjölskyldan mín á bústað, og svo inná Akureyri þar sem við Gunni þurfum að vinna aðeins áður en við keyrum til Reykjavíkur á eftir. Vissuð þið að það fæst LOKSINS Sjöstrand kaffi í Hagkaup á Akurureyri? Jess!! Þannig að fyrir ykkur sem eigið Sjöstrand vél eða Nespresso vél hér fyrir norðan þá fæst loksins ljúffengt og umhverfisvænt kaffi í næsta nágrenni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ALLT TEKUR ENDA

BRÚÐKAUPLÍFIÐ

Ubud – Gili Air – Sanur – Canggu – Bangkok ….

Það var besta ákvörðun í heimi að stinga af beint eftir brúðkaup og eyða fyrstu dögunum sem hjón langt frá öllum, í öðru tímabelti, bara við tvö. Þó við Gunni séum búin að vera par forever, eignast börn, lifa í mörgum löndum, þroskast og upplifa allt milli himins og jarðar, þá er samt öðruvísi tilfinning að vera orðin HJÓN. Við elskum að geta loksins kallað hvort annað eiginmann og eiginkonu og gerðum það stolt hinu megin við hafið síðustu vikur.

Nú líður samt að heimför og ég er meira en spennt að koma í rigninguna á Íslandi þar sem uppáhalds smáfólkið mitt bíður mín með knús sem ég hef saknað svo rosalega uppá síðkastið. Ég verð líka að taka það fram og minna á að þó að draumabrúðkaupsferð sé auðvitað dásamlegt út í gegn þá væri svona líf ekkert skemmtilegt til lengdar. Hversdagsleikinn getur verið svo góður líka og ótrúlegt en satt þá sakna ég hans líka. Þegar þetta er skrifað sit ég í löngu flugi frá Bangkok til Kaupmannahafnar þar sem vaninn væri að fara út og komast heim í sænsku sæluna en ekki í þetta sinn því ég held áfram til Íslands í rúmar 2 vikur.

Ég sendi kveðjur úr háloftunum til ykkar (get að vísu ekki ýtt á publish fyrr en ég lendi) og vonast til að sjá ykkur öll hress og kát á Íslandi á næstu dögum. Ég ætla svo að sjálfsögðu að gera ýtarlegan póst um ferðina okkar þar sem ég fer yfir mína upplifun og segi ykkur frá hverjum áfangastað fyrir sig. Bíðið spennt ;)

//

The honeymoon is over now – two fantastic weeks as husband and wife. I couldn’t be happier about the decision to jump on this trip directly after the wedding. We have been relaxing, enjoying and recharging but now I can’t wait to get back to normal life and meet my two little kids.

I am writing this in a long flight from Bangkok to Copenhagen – I will write more detailed post about the trip later.


xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: OROBLU

DRESSLÍFIÐ

Ég er svo yfir mig ánægð með Oroblu föt sem ég hef notað mikið í brúðkaupsferð minni hér í Asíu. Á ferð og flugi um Bangkok í gær var ég nánast stoppuð á hverju einasta horni og spurð hvaðan fötin væru – ánægjulegt að fá hrós en leiðinlegt að gefa það svar að þau séu ekki fáanleg í nágrenninu. Um er að ræða ítalska hönnun frá Oroblu sem við þekkjum flest sem sokkabuxnamerki en er líka að hanna dásamleg gæða föt sem ég er nýlega búin að uppgötva. Kjóllinn og sloppurinn sem ég klæðist á myndunum hér að neðan eru úr efni sem krumpast ekki í ferðatöskunni (mjög mikill kostur). Þetta tiltekna dress kemur í tveimur litum og er selt sem buxur, kjóll og kimono. Ég fékk fyrsta settið mitt að gjöf þegar ég var gæsuð í Kaupmannahöfn og í Gæsunarpóstinum og í highlights á Instagram hjá mér  (EG GÆS) getið þið séð hinn litinn og hvernig ég para kimonoinn við buxur í það skiptið. Hagkaup í Kringlunni er eini staðurinn á Íslandi sem er með vörurnar í sölu en erlendis er merkið fáanlegt á mjög útvöldum stöðum, þar á meðal í Harrods en þó ekki í Harrods hér í Bangkok.
Skoðið highlights á Trendnet Instagram aðganginum ef þið hafið áhuga, þar fór ég í heimsókn og mátaði nokkrar vel valdar flíkur.

//

My favorite outfit on my honeymoon is this one from Oroblu (Italian brand) – the fabric never gets wrinkled in the bag. In Iceland you can only buy them in Hagkaup Kringlan and abroad they are in few stores and Harrods is one of them.

Bast taskan er Bali kaup sem ég er voða ánægð með.
Skór: Mango

PRADA logo veskið er keypt vintage í Svíþjóð fyrr í vor –

Það er kannski betra að taka það fram að Oroblu fötin mín eru gjöf.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

DRESS

Laugardagskvöldið var óhefðbundið með meiru. Hóteldúllurnar hérna í Sanur vildu fá að eiga sinn þátt í brúðkaupsferð okkar Gunna og við þáðum gott boð um að koma í kvöldmat í boði þeirra. Við rákum samt upp stór augu þegar við mættum stundvíslega klukkan 19:30 og þetta var útsýnið sem beið okkar – “rómantískur dinner” (eins og þau orðuðu það) stóð undir nafni.
Því miður náðum við ekki að njóta eins vel og við hefðum átt að gera sökum þess að Gunni er smá veikur og hafði litla lyst (stóri maðurinn sem borðar alltaf svo mikið .. ) En við gerðum gott úr þessu og mættum allavega uppstríluð á tíunda degi brúðkaupsferðarinnar og fyrsta degi sem ég setti á mig maskara! Já lífið hefur verið svo ótrúlega afslappað út í gegn … best í heimi að mati undiritaðrar.

//

Unusual Saturday night yesterday – the hotel was so kind to invite us out for dinner on our honeymoon. They called it “Romantic dinner” and we were surprise when we came to the restaurant and this table waited for us.
Unfortunately we couldn’t enjoy like we should because Gunnar got a little sick – but we made the best out of it and lots of kredit to the hotel for the setup.

Það hefur alltaf hentað mér ágætlega að klæðast náttfötum utandyra en á Bali passar það eiginlega enn betur.

Dress: Ella M // Lindex
Skór: Bianco
Eyrnalokkar: … það rigna inn fyrirspurnir á Instagram story hjá mér hvaðan þeir eru en þetta eru sömu eyrnalokkar og ég var með á brúðkaupsdaginn okkar. Keyptir hjá Hlín Reykdal úti á Granda og eru frá merkinu Soru Jewellry

Takk fyrir okkur Puri Santrian Resort.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: GUMMI

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Stíllinn á Instagram er liður á blogginu sem má ekki gleymast. Í þetta sinn heyrði ég í Gumma, ungum íslenskum tískuunnanda í Kaupmannahöfn sem ég hef fylgst með síðan að kærastan hans, Sigríðurr, byrjaði að blogga hjá okkur hér á Trendnet. Kynnumst honum betur hér að neðan.


Hver er GUMMI?

Gummi er 22 ára hönnunar – og markaðsfræði nemi í Kaupmannahöfn og er fæddur og uppalinn á Þingeyri. Hefur brennandi áhuga á sneakers, tísku og húsgögnum. 

Hefur þú alltaf spáð í tísku? Já, alveg síðan ég var í grunnskóla. 

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði? Myndi ekki segja útpældur en ég hugsa oft á kvöldin hvað ég er spenntur að vera í einhverri tiltekinni flík daginn eftir. 

Afhverju INSTAGRAM? Lang besti samfélagsmiðilinn til að deila myndum úr lífi sínu og að ná að miðla til jafningja sinna. 

Uppáhalds flíkin þín? Sneakers frá Saint Laurent. 

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Veskið mitt frá Louis Vuitton er eitthvað sem fylgir mér á hverjum degi. 

Uppáhalds trend sumarsins? Skærir og klikkaðir Neon litir sem maður kemst bara upp með að vera í á sumrinn. 

Hvað veitir þér innblástur? Maður að nafni Stefagram17 á Instagram, hann er með rosalega flottan high-end afslappaðann stíl. Kanye West er maður sem þorir þegar kemur að tísku og það veitir mér innblástur á hverjum degi. 

Framtíðarplan? Klára námið sem ég er í núna og mögulega læra eitthvað meira í fatahönnun!

Og að lokum, áttu einhver tískutips fyrir íslenska stráka að taka til sín? Ekki að gleyma sér í hype-i, ég er sjálfur oft sekur um þetta. Stundum hefur komið fyrir að ég kaupi eitthvað bara útaf hype-i og sjái síðan eftir því. 

 

 

Það verður áhugavert að fylgjast með framtíð þessa unga frambærilega pilts. Áfram Gummi, og íslenskt fólk í hönnun og tísku.

Meira: HÉR (@mundurr)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

POP UP PARTY

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

Swimslow og Therma Köta bjóða okkur í Pop Up Partý á morgun, fimmtudaginn 5 júlí í Ásmundarsal. Ég hef bloggað um bæði þessi merki sem eru ólík með öllu leiti. Swimslow sérhæfir sig í hágæða sundfatnaði á meðan Thema Köta selur yfirhafnir sem hafa verið á óskalista undiritaðarar í þónokkurn tíma. Meira HÉR og HÉR sjáið þið mig í Swimslow.
Á viðburðinum sýna merkin okkur nýjustu línurnar sem þau bjóða uppá – spennandi!

//

Swimslow and Therma Kōta invite you to join them for a pop-up party in beautiful Ásmundarsalur for one night only. See and shop latest styles and enjoy fresh cocktails.

 

 

Hvar: Ásmundarsal, Freyjugötu 41
Hvenær: Fimmtudaginn 5 júlí
Tími: 18:00 – 21:00
Viðburður á Facebook: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐ

Góðan daginn frá Gili Air <3 þetta hefur verið útsýnið með morgunmatnum síðustu daga.

Ég var svo óheppin að gleyma hleðslutækinu af tölvunni á hótelinu sem við gistum á í UBUD. Eða heppin? Einhverjir hafa verið að gera grín að mér að það væri bara gott á mig – nú þyrfti ég að taka smá pásu frá Trendnet. En hver gerir það! Ég vil alltaf vera virk á blogginu og aldrei taka pásur þó ég bloggi vissulega minna þegar ég er í fríi. Ég dó ekki ráðalaus og blikkaði ástralska stelpu sem ég spottaði með Apple tölvu á litlu kaffihúsi í gær. Heppnin var með mér því hún var öll að vilja gerð að vilja lána mér hleðslutækið sitt. Hér sit ég því með 96% batterí og skrifa þennan bloggpóst og svara e-mailum sem hafa hlaðist upp. Það er reyndar mjög lélegt net hérna á Gili eyjum en það virkar, með þolinmæði, að pósta smá kveðju.

Elska þetta dress frá Samsoe Samsoe sem Gunni keypti sér fyrr í sumar. Gleraugun eru frá Han / Húrra Reykjavik.

 

Við höfum það reyndar það gott á Gili Air að við ákváðum að franlengja dvölina hér um tvær nætur og vera frekar styttri stund á næsta stað. Gili Air er mesti draumur sem ég hef heimsótt – þetta er 100% réttur staður að velja sér ef maður þarf að fylla á tankinn. Hér kemst maður ekki upp með annað en afslöppun.

//

 

Hello from Gili Air. The island is a dream – the most relaxed environment I have been to. No cars, bad internet, no TV and almost no party. So I really recommend this place to recharge you batteries. We decided to prolong our stay here by 2 nights because we love it and will therefore stay shorter in Sanur instead.

Fylgist betur með mér HÉR á Instagram.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum því smekk-skvísurnar Þyri Huld og Berglind Festival hafa tæmt fataskápana og ætla að selja vel valdar flíkur á Kaffihúsi Vesturbæjar á þessum ágæta sunnudegi. Tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og skella sér í bröns og gera góð kaup á sama tíma  .. Ég verð sjálf fjarri góðu gamni en bið ykkur að skila kveðju frá Gili <3

Fyrir þá ykkar sem ekki vitið þá er Þyri Huld dansari hjá Íslenska dansflokknum og var á dögunum valin Dansari ársins á Grímunni. Hún er líka besta vinkona mín og ein af smekklegri konum sem ég þekki, með sinn persónulega stíl sem hún fylgir alltaf eftir. Þyri er líka meistarakokkur og opnaði Instagram sitt nýlega: HÉR

Berglind er líka dansari frá upphafi en er landsmönnum meira kunnug á Twitter þar sem hún fer á kostum. Ég fylgist líka alltaf með henni í Vikunni með Gísla Marteini þar sem hennar innslög eru eintaklega skemmtileg – þar nær hún einhverri skemmtilegri blöndu af einlægni og húmor. Meira: HÉR

Don’t miss it!

Hvar: Kaffi Vest
Hvenær: 11-18
Meira HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLOGGAÐ AF BAKKANUM

DRESSLÍFIÐ

Eftir gjörsamlega fullkominn brúðkaupsdag svifum við Gunni á bleika skýinu alla leið til Balí í brúðkaupsferð. Þar sendi ég ykkur sólarkveðjur inn í helgina af sundlaugarbakkanum í UBUD.

Ég hef verið mjög virk á Instagram story þannig að endilega fylgist með mér þar ef þið hafið áhuga: HÉR

//
After the perfect wedding day we jumped on our honeymoon right away. Bali was the destination and here I am writing this post from the amazing pool at the Bisma Eight hotel in Ubud.


Góða helgi langt yfir hafið til ykkar.

Sólgleraugu: SUPER // Húrra Reykjavik
Bikini: Womens Secret

Sólgleraugu Gunni: HAN Kjøbenhavn // Húrra Reykjavik

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR