H&M X EYTYS

FRÉTTIRSHOP

Ég er mjög spennt fyrir samstarfi H&M við sænsku snillingana í Eytys sem fer í sölu í lok mánaðar. Eytys eru hvað þekktastir fyrir hönnun sína á skóm sem hafa hitt í mark hér á meginlandinu. Íslendingar eru einnig farnir að kynnast merkinu eftir að Húrra Reykjavík tók það í sölu rétt fyrir jólin – ánægjulegt! Ég komst að því eftir að ég bloggaði um skemmtilegt markaðsefni frá Eytys á blogginu HÉR. Í kjölfarið heyrðuð þið nokkur í mér og létuð mig vita af því að merkið væri væntanlegt á Hverfisgötuna.

Yfirhönnuður H&M, Ann-Sofie, ásamt hönnunarteymi Eytys

Eitt af aðal atriðum hjá Eytys er að þau hanna vörur sínar án þess að gera greinamun á kynjunum eða aldri. Samstarfið með H&M er sérstakt fyrir Eytys að því leitinu til að í fyrsta sinn hanna þau fatnað og skó á smáfólkið okkar. Mér finnst þeim takast vel til og mun reyna að næla mér í samstæða sneakers á drengina mína tvo – eiginmanninn og soninn. Skórnir eru með þessum þykku botnum sem einkenna Eytys. Annars inniheldur línan margar týpur af skóm á herra og dömu – strigaskó, leðurskó, mocka og canvas en líka yfirhafnir, stuttermaboli,  gallabuxur í stífum efnum og fleira sem sjá má hér neðar í færslunni. Lakkjakkinn og stuttermabolurinn sem Ann-Sofie klæðist á myndinni að ofan eru bæði á mínum óskalista auk alhvítu strigaskónna sem ég myndi nota mikið í sumar (ég veit að það snjóar í dag en vorið er nær en okkur grunar .. )

Línuna í heild sinni getið þið skoðað hér að neðan:

 

Línan fer í sölu þann 24.janúar í útvöldum verslunum og á netinu. Ég hef ekki fengið það staðfest hvort línan fara í sölu í H&M á Íslandi en þykir það ólíklegt, ég mun uppfæra bloggið þegar svör berast.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

JEG ER IKKE ROYAL COPENHAGEN TYPEN

HOMELÍFIÐ

English Version Below

… það er auðvitað algjör vitleysa. Ég hef safnað Royal Copenhagen í örugglega 10 ár núna og elska að drekka kaffið mitt úr þeirri dönsku fegurð alla morgna. Ég er þó líka alveg að dýrka nýja kaffibolla heimilisins sem hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli á Instagram hjá mér, sem er ástæðan fyrir því að ég gef honum sérstaka bloggfærslu.
Bollinn varð á vegi mínum nokkrum dögum fyrir jólin og ég setti hann með í jólagjöf til eiginmannsins sem hefur þó minna fengið að nota hann síðustu vikur.

Bollinn er samstarfsverkefni keramik hönnuðarins Lars Christian Rank og rithöfundarins og listamannsins Tomas Lagermand Lundme. Hugmyndin hjá þeim er að setja saman orð sem margir geta tengt við á léttu nótunum, flest tengt kynlífi, politík og daglegu lífi. Auk kaffibolla merkja þeir diska, blómapotta og vasa og aðra hluti fyrir heimilið.

//

JEG ER IKKE ROYAL COPENHAGEN TYPEN. It’s not true at all – actually I am used to drink my morning coffee in the Royal cups, which I love. But I also love this one and I have gotten so many comments about it so it deserves a special blog. It was part of my Christmas present to Gunnar this year, even though he doesn’t get to use it so much :)

About the design:

You Little Teapot is a collaboration between ceramic artist Lars Christian Rank and writer and artist Tomas Lagermand Lundme – a platform that examines an interdisciplinary togetherness where art and craft meets on a higher level. You Little Teapot has an agenda where a simple view of the world gives life to textual statements about sexuality, politics and daily life. We write on porcelain pots, dishes, cups, teapots and sugar bowls. 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

DRESSSHOP

Þið hafið margar sent á mig og spurt um hvíta kjólinn sem ég klæddist á laugardaginn. Flíkin er útsölukaup frá Zöru sem ég lét eftir mér rétt fyrir helgi þegar ég eyddi átta klukkustundum í Smáralind (Jess, Instagram verkefni hljómar kannski easy ;) .. en það er alltaf margra klukkustunda vinna sem liggur að baki).

En allavega, kjóllinn er algjör snilld þó svo að vinkona mín vildi meina að ég ætti nokkra “eins” …. ég er ekkert endilega sammála því.

//

My last Saturday outfit – dress on sale from Zara.

Buxur: Selected, Skór: Zara (gamlir/lán frá litlu systur minni), Jakki: H&M herradeild 


Eyrnalokkarnir eru frá Lindex.

xx-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NICELAND

DRESSLÍFIÐ
English Version Below

Úlpuna fékk ég að gjöf

Mánudagur og sá fyrsti á nýju ári sem ég næ að setjast almennilega við tölvuna. Ástæðan er sú að Ísland gleypti mig í dagskrá síðustu daga og ég hef ekki náð þeim stöðuleika sem ég er vön. Nú verður breyting á og ég mun vinna mig niður mail listann hægt og bítandi. Sorry sumir sem eru að fá sein svör frá mér.

Úlpa: 66°Norður // Askja


Ég ELSKA Ísland og það er fátt sem toppar fegurð þessa lands. Þegar maður býr erlendis lærir maður að meta það enn betur og þegar þessar myndir voru teknar var undirituð í hamingjukasti yfir hvíta kalda umhverfinu – engu líkt. HÉR eru fleiri myndir.

//

I will never get tired of the beauty of Iceland – here on a cold winter day, the last day of 2018. We had a parents date on Snæfellsnes which you can read more about HERE. Coat: 66°North


Bæ í bili Niceland – sjáumst mjög fljótlega aftur.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

BESTA Í BÚÐUNUM – ÚTSALA

SAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind

Fólk á í love/hate sambandi við búðirnar í janúarmánuði. Undirituð elskar að gera góð kaup á útsölum og fór all in í því stuði fyrir helgi þegar ég tók út það besta í búðunum í Smáralind. Þið fylgdust mörg með í beinni á Instagram aðgangi Smáralindar, HÉR en hér að neðan deili ég líka gleðinni með nokkrum góðum skjáskotum:

Þetta er þriðja árið í röð sem ég tek að mér þetta verkefni fyrir Smáralind á janúarútsölum og ég finn alltaf nóg af fínu til að deila með ykkur. Takk fyrir mig.

HÉR getið þið lesið skemmtilega grein um hvernig má gera góð kaup á útsölum.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VINSÆLAST ÁRIÐ 2018 – TOPP15

LÍFIÐTRENDNET

Það er hefð hjá mér að taka saman vinsælustu færslur ársins á blogginu og hér fáið þið topp15 listann árið 2018. Brúðkaup mitt og Gunna ásamt brúðkaupsferð var auðvitað hápunktur ársins og tók mikið pláss hér á blogginu. Þetta var frábært ár og ég elska að rifja það svona upp og þetta er einnig góð leið fyrir mig að sjá hvað þið viljið lesa hjá mér. Það gleður síðan mitt litla hjarta að sjá vinsælustu færslu ársins.

Ég ætla að byrja aftast og láta fylgja með smá brot úr færslunum – ef þið hafið áhuga á að lesa meira þá smellið þið á titilinn.

15. BRÚÐKAUPSFERÐ – FRÁ A TIL Ö

Brúðkaupsferðin var algjör draumur…

Þegar ég skoða myndir við gerð þessarar færslu þá fyllist ég þrá um að ferðast tilbaka í tímann og vakna upp í timburkofanum mínum á áhyggjulausu Gili Air. Það er því miður ekki að fara að gerast en minningarna lifa og ætla ég að festa þær enn betur í mína nútíma “dagbók” með þessari færslu.

Ég hef verið lengi með þessa færslu á to-do listanum og búin að lofa svo mörgum ykkar ýtarlegri færslu í einskaskilaboðum. Ég bloggaði vissulega í beinni frá Bali af og til en hér kemur brúðkaupsferðin frá A-Ö.

LESA MEIRA…

14. MOTTAN SEM TRYLLTI LÝÐINN

Það er ekki hægt að segja annað en að motta, sem ég keypti mér fyrir áramót, hafi gert allt vitlaust ! Um er að ræða handofna ullarmottu sem ég féll fyrir um leið og ég sá hana – motta sem mótar stofuna okkar betur, kósý með meiru. Það er oft þannig að það sem maður getur ekki eignast langar manni enn frekar í. Þannig var það með þessa ágætu vöru sem ég keypti í IKEA hér í Svíþjóð og komst síðar að því að hún væri því miður ekki til á Íslandi, þar sem flestir mínir fylgjendur búa.

Ég er hér á hlaupum í dag og náði að smella af mynd til að vera meira “í beinni”.

LESA MEIRA…

13. LÍFIÐ SEM GÆS

Hvar á ég að byrja!!? Bloggið hefur allavega setið á hakanum um helgina sökum óvæntrar stelpuferðar í Kaupmannahöfn með mínum bestu konum – gæsun par exellence!

Vinkonur mínar komu mér heldur betur á óvart þennan föstudaginn þegar ég lagði leið mína til Kaupmannahafnar í vinnuferð. Ferðinni var heitið í sýningarherbergi 66°Norður til að skoða sumarlínuna fyrir 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að leyna mig einhverju í svona langan tíma því þær hafa víst verið að plana þetta frá því í janúar (!) og aldrei grunaði mig neitt.

LESA MEIRA…

12. KONUR ERU KONUM BESTAR VOL2

Uppáhalds vinnuvika ársins er handan við hornið. Konur eru konum bestar vol2 fer í sölu á föstudaginn (21.september) og ég hlakka sko til.

Verkefnið er mér kærkomið en málefnið er eitthvað sem við Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður (og bloggari hér á Trendnet) höfum brunnið fyrir í langan tíma áður en við ákváðum loksins að gera eitthvað í málinu á síðasta ári. AndreAselur íslenskum konum föt hvern einasta dag og lesendur mínir eru að stærstum hluta konur. Það lá því beinast við að sameina kraftana og smita frá okkur með einhverjum hætti til kvenna í kringum okkur. Við fengum með okkur í lið Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara, og Rakel Tómasdóttur, grafískan hönnuð, sem hannaði letrið. Við státum okkur af því að í ár frumsýnir Rakel nýtt alíslenskt letur!

Þið sem ekki þekkið til þá snýst setningin Konur eru konur bestar um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.

Ég klæddist mínum bol í fyrsta sinn í dag .. svo mun ég spara hann þangað til á föstudaginn þegar ég ætla að klæðast honum í annað sinn með ykkur.

LESA MEIRA…

11. SÆNSKA SÆLAN

Þegar við fjölskyldan fluttum aftur til Svíþjóðar fyrir rúmum tveimur árum var planið að eiga þar aðeins lengra stopp. Þessvegna réðumst við í það að kaupa okkar fyrstu eign erlendis en hingað til höfðum við leigt þau heimili sem við höfum búið í. Það hefur farið ó svo vel um okkur í sænsku sælunni en nú fer að líða að kveðjustund.

LESA MEIRA…

10. HVERT FER ÉG Í BRÚÐKAUPSFERÐ

Í mörg ár höfum við Gunni reynt að finna hentugan tíma til að ganga upp að altarinu saman. Í sumar ætlum við loksins að láta verða af því og er undirbúningurinn því farinn á fullt. Við munum gifta okkur á Íslandi og planið er að stinga síðan strax af í brúðkaupsferð og njóta fyrstu daganna sem hjón, bara tvö.

LESA MEIRA…

9. ÓSKALISTINN: JANÚAR

Í þessum fyrsta mánuði ársins standa útsölur sem hæst og því mjög auðvelt að gera góð kaup á hlutum sem voru á óskalista fyrir áramót og eru nú á niðursettu verði, þó eru mínar óskir ekki endilega bundar við útsölurnar. Úr öllum áttum en allt sem mig langar í þessa dagana.

//

I will do “Wanted” list every month 2018. These are my wanted items for January.

LESA MEIRA…

8. SUMAR SAMFESTINGUR(INN)

JESS! Þessi sjúklega flotti samfestingur er loksins kominn í sölu. Ég fékk prufuna lánaða fyrir myndatöku um daginn og er búin að bíða spennt eftir að geta keypt mér hann hjá Andreu (Magnúsdóttur) minni. Ég þori að lofa því að þessi á eftir að rjúka út eins og heitar lummur – þið voruð allavega margar spenntar fyrir flíkinni þegar ég var í henni og ég veit að Andrea hefur líka verið að fá ótrúlega góð viðbrögð.
Ég á sambærilegan frá Mango sem ég notaði í afmælinu mínu í fyrra, hér, en þessi er úr þynnra efni og eiginlega miklu betri .. allavega fyrir mig.

LESA MEIRA…

7. DRESS: OROBLU

Ég er svo yfir mig ánægð með Oroblu föt sem ég hef notað mikið í brúðkaupsferð minni hér í Asíu. Á ferð og flugi um Bangkok í gær var ég nánast stoppuð á hverju einasta horni og spurð hvaðan fötin væru – ánægjulegt að fá hrós en leiðinlegt að gefa það svar að þau séu ekki fáanleg í nágrenninu. Um er að ræða ítalska hönnun frá Oroblu sem við þekkjum flest sem sokkabuxnamerki en er líka að hanna dásamleg gæða föt sem ég er nýlega búin að uppgötva. Kjóllinn og sloppurinn sem ég klæðist á myndunum hér að neðan eru úr efni sem krumpast ekki í ferðatöskunni (mjög mikill kostur).

LESA MEIRA…

6. VINTAGE GUCCI

Ég er mjög ánægð með ný kaup sem ég gerði í Köben einn ágætan föstudag fyrir stuttu. Um er að ræða þetta fína GUCCI veski (töskupoki) sem er vintage fjársjóður sem aðeins var í sölu í versluninni (á Strikinu) þessa helgina – heppnin því með mér. Ég elska að leita uppi hönnunar fjársjóði í vintage búðum en þar er maður aldrei 100% á að um ekta sé að ræða, það var ekkert vafaatriði að þessu sinni.

LESA MEIRA…

5. NÝGIFT

Nýgift og yfir mig hamingjusöm langar mig að henda inn línu hér á bloggið og þakka fyrir allar kveðjurnar og póstana sem þið eruð að senda mér. Ég lofa að svara ykkur öllum strax eftir helgi og vona að þið sýnið því skilning <3 ég mun svo að sjálfsögðu birta betra blogg og fullt af myndum mjög fljótlega.


Ástarorð til Gunna fá að fylgja með:

LESA MEIRA…

4. SKÝRARI REGLUR OG ÁFRAM GAKK

Hér sit ég í nýju dönsku vinnuumhverfi og dásama haustið sem ég er að taka í sátt, auðveldara á svona sólríkum dögum.

Í gær var mikið líf á Trendnet þegar tveir af bloggurum okkar voru nafngreindir á Vísi og “skammaðir” eins og vefsíðan orðaði það. Vísir vísar þar í niðurstöðu úr máli Neytendastofu sem birt var á heimasíðu þeirra í gær. Svana og Fanney voru svo óheppnar að lenda í þessum aðgerðum stofnunnarinnar, Svana hefur bloggað í milljón ár og er ein sú heiðarlegasta í bransanum, Fanney er persónulegur penni sem nýlega byrjaði að deila lífi sínu á Trendnet. Leiðindamál.

LESA MEIRA…

3. BRÚÐARKJÓLLINN // WEDDING DRESS

Loksins kemur þessi færsla sem svo margir hafa verið að rukka mig um…

Ég vildi bíða aðeins með að birtinguna þar til ég fengi myndir í betri gæðum og nú hef ég loks fengið þær í hendurnar frá snillingnum – Sögu Sig. Ég hef fengið heilt haf af spurningum og biðst afsökunar ef ég hef ekki verið nógu dugleg að svara einhverjum.

Hvar á ég að byrja? Ég er ekki endilega þessi týpíska brúður sem beið spennt eftir því að klæðast hvítum síðkjól og fara í prinsessuleik upp að altarinu. Ég vissi frá upphafi að kjóllinn minn yrði einfaldur í sniðum og ég lagði mikið uppúr því að hann yrði úr fallegu efni.

Mig langaði helst ekki að láta sauma hann heldur byrjaði á því að leita að draumakjólnum og vonaðist eftir því að finna hann annað hvort frá flottu tískuhúsi eða jafnvel notaðan á slá hér eða þar um heiminn. Ég fann einn eða tvo sem mér fannst algjör draumur en þeir kostuðu í kringum 1 milljón íslenskra króna (sem ég gat ekki hugsað mér að leggja út fyrir kjól, þó að þetta væri brúðarkjóllinn minn). Þá heimsótti ég vintage búðir í París, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn sem dæmi, en því miður fann ég enga gullmola sem kölluðu á mig.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

LESA MEIRA…

2. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA…

1. ÁSTARSAGA

Elsku hjartans frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Bjarki Már Sigvaldsson eiga saman fallegustu ástarsögu sem áhorfendur Ísland í dag fengu að kynnast í gærkvöldi. Bjarki greindist með krabbamein fyrir 6 árum síðan og þá voru honum gefin 2 ár ólifuð. Hann stendur þó enn uppréttur með þessa mögnuðu eiginkonu sér við hlið og dásamlega, nýfædda Emmu. Því miður er hann þó kominn með þær fréttir  að nú verði ekki meira hægt að gera fyrir hann og því styttist líf þeirra saman í annan endann. Hugarfarið og sterka ástin sem þau bera með sér lætur mann stoppa og hugsa um stund – þau minna mann á að njóta allra litlu “sjálfsögðu” hlutanna í lífinu. Það verður mér innblástur út lífið að hafa fengið að fylgjast með þessari vegferð ykkar.

Ég mæli með að allir horfi á þáttinn hér að neðan.

Megið þið eiga margar góðar stundir, daga, vikur, mánuði, ár – elsku litla fallega fjölskylda.

Tár niður kinnarnar.
Elsku hjartans Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason ♥️ ástin ykkar er svo sterk og hugarfarið svo magnað – þvílíkar fyrirmyndir og hetjur. Elsku Emma er heppin að eiga ykkur sem mömmu og pabba.


 

 

Hlakka til að deila meiri gleði með ykkur á mínu tíunda bloggári. Takk fyrir frábært 2o18 – megi 2019 verða ykkar besta! 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ÁRAMÓTAHEFÐ

LÍFIÐ

Á síðasta degi ársins vöknuðum við Gunni á hvítu Snæfellsnesi með útsýni sem ég féll fyrir. Við höfum lagt það í vana okkar að fá að stinga af út á land þegar við komum í janúarheimsókn á klakann. Það er svo mikilvægt að rækta sambandið og fá að vera kærustupar án barnanna af og til.


Að þessu sinni völdum við Hótel Búðir, eða þau völdu eiginlega okkur þegar hótelstjórinn sendi inn fyrirspurn um fallegu Sjöstrand kaffivélarnar sem við erum svo stolt af því að vera með umboð fyrir á Íslandi. Hótel Búðir er eitt fallegasta sveitahótel sem ég hef heimsótt. Ó hvað andrúmsloftið gaf okkur mikið innandyra og íslenska orkan úr öllum áttum þegar við gengum út fyrir hóteldyrnar með hraunið, fjöllin og sjóinn í kringum okkur. Við vorum svo stolt af því að vera Íslendingarnir úr hópi erlenda gesta sem voru ekki að spara fögru orðin um umhverfið og Ísland yfir höfuð.

Hótelið er í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og við mættum beint í late dinner í myrkinu. Ég get fullyrt að þarna fékk ég einn besta mat sem ég hef smakkað og ég veit að ég er að taka stórt til orða en ég var bara svo svakalega glöð með humarinn minn og rauðrófuréttinn. Ég smakkaði líka kjötið hjá Gunna og það bráðnaði í munninum.  Ég elska veitingastaði sem bjóða upp á fáa rétti á matseðli, þá veit maður að hráefnin eru fersk og þeir leggja áherslu á það sem þeir eru góðir í. Hér var aðeins einn kjötréttur, einn fiskréttur og einn grænmætisréttur á aðalréttaseðlinum (svo það komi fram, þá borguðum við að sjálfsögðu fyrir matinn).

Dásamlegur endir á annasömu ári. Pössum upp á að búa til stundir og stefnumót með fólkinu sem við elskum. Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur.

//

I love our new tradition – parents date in the countryside between Christmas and New Year. Our getaway this year was the lovely Hotel Budir on Snæfellsnes. A charming hotel in where you can enjoy so much of the Icelandic landscape.

The most important point is that the food was soooo good. Simple menu with few courses that they have mastered. Couldn’t recommend it more!

It was the perfect way to recharge the batteries before the new year.

Happy new year!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HAPPY 2019

LÍFIÐ

Skál fyrir 2018 þar sem hápunkturinn hjá undiritaðri var brúðkaup okkar Gunna, brúðkaupsferð til Bali, flutningar í nýtt land, börnin mín lærðu dönsku, Gunni blómstrar inná handboltavellinum og ég er bara sátt með tölvuna í fanginu.

Það eru margar góðar minningar sem við tökum með okkur inn í 2019 sem ég held að verði mjög gott ár.

Gleðilegt nýtt og gæfuríkt ár elsku þið !

Tvær myndir (úr fókus) frá gærkvöldinu .. 

Samfestingurinn er vintage.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT ÁRAMÓTADRESS

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við YEOMAN á Skólavörðustíg

Hildur Yeoman tók vel á móti mér í gær þegar ég heimsótti verslunina á Skólavörðustíg. Jii hvað ég skemmti mér vel að máta mína uppáhalds kjóla í versluninni. Hér að neðan fáið þið topp 10 lista með áramótin efst í huga:

Bleiki pallíettu toppurinn er á sérstöku 15% tilboði til áramóta ef þið segið nafnið mitt ;) nýtið það endilega.

DRESS 1

Galaxy Silki síðkjóll
Verð: 64.900isk

DRESS 2

Style Mafia blúndu og flaueliskjóll
Verð: 34.900isk

DRESS 3

Áramóta dress-ið (!) er on point hér. Einnig til dökkblár.

Verð: 45.900isk

DRESS 4

Hér mátaði ég undirkjól sem er dásamlegur einn og sér en svo tók ég myndir þegar ég var komin í Wrap top yfir og þannig fullkomnaði ég áramótalúkkið að mínu mati.

Verð: 25.900isk


DRESS 5

Silki breeze er snið sem margir þekkja frá Hildi. Hægt að dressa upp og niður eftir tilefnum. Þessi er með black pearl mynstri.

Verð: 49.900isk


DRESS 6

Blúndukjóll í sama sniði og pallíettukjóllinn hér að ofan.

Verð: 31.900isk
Lokkarnir frá Eyland eru á 12.900isk


DRESS 7

Þessi er í miklu uppáhaldi hjá undiritaðri, kominn á minn óskalista eftir að ég mátaði hann í gær. Einnig til skósíður.

Silki kjóll með juliet prenti …

Verð: 54.900isk


DRESS 8

Þessar möttu bleiku pallíettur eru dásamlegar.

Verð: 36.900isk
(EN 15% AFSLÁTTUR EF ÞIÐ SEGIST HAFA LESIÐ ÞENNAN PÓST  ;) )


DRESS 9

Ohhhh þesssi ! The sparkle dress.

Verð: 34.900iskDRESS 10 

Því miður gleymdum við að taka mynd af lúkki númer 10 en kjóllinn kom mér á óvart. Ég er aldrei í grænu en er orðin rosalega skotin í þessum sem hægt er að binda og breyta á marga vegu. Sjá betur: HÉR

Verð: 54.900isk

Takk fyrir mig YEOMAN. Heimsóknina í heild sinni getið þið skoðað í Highlights á Instagram hjá mér: HÉR

Happy shopping kæru lesendur!

Verslun Yeoman á Skólavörðustíg er opin sem hér segir fram að áramótum:
Laugardagur: 11:00 – 18:00
Sunnudagur: 13:00 – 16:00
Gamlársdagur: 10:00 – 15:00

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GLEÐILEG JÓL

LÍFIÐ

Góðan daginn Ísland og gleðileg jól …

Eftir annasaman desembermánuð fögnuðum við Aðfangadegi með stórfjölskyldunni. Jólin eru svo yndislegur tími! Eftir að hafa eytt þeim síðustu ár á heimili okkar í útlöndum þá gleður það okkur og börnin mín svo mikið að fá að eyða þeim með öllum ömmunum og öfunum og ríkidæminu sem við eigum hér á Íslandi í ár. Ég vona að þið séuð líka að njóta lífsins með fólkinu sem ykkur er kært.

Jii hvað var skemmtilegt að sjá svona margar stelpur á Instagram í jólakjólum úr færslunni sem ég birti nokkrum dögum fyrir jól, HÉR, það sýnir mér að kauphugmyndirnar sem ég tek saman á blogginu séu vel metnar af ykkur sem fylgist með, yndis.

Ég klæddist sjálf rauðum jólakjól frá Lindex sem var einn af nokkrum í færslunni en því miður tók ég svo fáar myndir í amstri kvöldsins. Hér sést djúpi rauði liturinn samt nokkuð vel …

Gunni græjaði litla Gucci gjöf – kortaveski með þremur heimatilbúnum kortum í. Eitt innihélt “10 x fótanudd”, annað innihélt “hjól” sem mig hefur virkilega vantað og ætlaði að kaupa mér sjálf og þriðja “nýja strigaskó” sem eru víst á leiðinni heim til DK þegar þetta er skrifað. Ég elska persónulegar gjafir og það að fótanuddkortið (ásamt fótanuddkremi) vinni litla Gucci veskið segir til um hvað jólin snúast um fyrir mér.

Eitt af plönum dagsins er að fara á stjá og afhenda jólagjafirnar frá Trendnet jólasveininum
Fjórir heppnir lesendur fá veglegar gjafir frá samstarfsaðilum okkar. Mikið hlakka ég til!

Haldið áfram að borða mikið og hvílast vel. Hlýjar hátíðarkveðjur frá mér xxxx

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR