Elísabet Gunnars

DRESS: SÍÐSUMAR

DRESSLÍFIÐ
Kjóllinn er gjöf. Takk AndreA fyrir fallega sendingu ..

Haustið tók smá pásu og hefur gefið okkur hærri hitatölur á mælinum síðustu vikurnar. Eins og sönnum Íslending sæmir fór ég berleggja út úr húsi í 20 gráðum gærdagsins. Kjóllinn er nýr í mínum fataskáp, óvænt gjöf frá góðri vinkonu sem þekkir trendin en hlébarðamunstur er og verður algjörlega málið í vetur loksins þegar ég er að taka það í sátt aftur eftir. Þessi verður notaður fullt á næstu misserum, þó líklega í síðbuxum og lokuðum skóm. En er á meðan er …

//

Sweet Sunday, wearing new leopard dress eating Pad Thai at Esbjerg Street Food – reccomend it!


Kjóll: AndreA, Skór: Mango

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TIVOLI HEIMSÓKN

HEIMSÓKNHOMESAMSTARF
 Það var Epal á Íslandi sem bauð mér á viðburðinn.

Ég lagði leið mína í höfuðborgina, Kaupmannahöfn, á föstudaginn til að skella mér á kynningu á nýrri heimilslínu sem væntanleg er í Epal seinna í mánuðinum. Normann Copenhagen hefur hannað línu innblásna af Tívolíinu í Kaupmannahöfn sem ég hreyfst mjög af – TIVOLI by Normann Copenhagen.

Viðburðurinn fór fram í flagship verslun þeirra á Østerbro. Þetta var hin mesta skemmtun, pakkað útúr dyrum, enda tvö rótgróin dönsk vörumerki að taka höndum saman. Línan er hönnuð fyrir heimilið og inniheldur 300 mismunandi hluti sem eru innblásnir af Tivolínu fræga. Unnið verður með línuna áfram næstu árin og munu t.d. bætast við meira af húsgögnum miðað við orðið á götunni.

Hápunktur heimsóknarinnar var án efa þegar sinfoníuhljómsveit tívolísins mætti óvænt í rútu og kom undirritaðri í hamingjukast. Þið sem þekkið mig vel vitið hvernig svoleiðis skap lýsir sér.

 

Það var sérstaklega skemmtilegt að heimsækja þessa verslun því ég á góða minningu af okkur Gunna þar fyrir ca 14 árum síðan. Þá unnum við í Kaupmannahöfn yfir sumartímann við skúringar, 17 ára gömul. Cheap Monday buxurnar voru þá nýjung á markaðnum og við eltumst við að ná okkur í eintak um alla borg, þær voru uppseldar allstaðar. Við hjóluðum því þvert yfir borgina til að fara í Normann eftir að hafa heyrt að þau seldu buxurnar. Ég man ekki hvort að við fengum buxurnar en man hvað við vorum heilluð af versluninni, svo falleg! Við vorum þó litið byrjuð í heimilspælingum – þurftum bara lífsnauðsynlega að eignast þessar buxur .. haha.

Ég mæli allavega með heimsókn í verslunina ef þið eruð í höfuðborginni. Á Íslandi eru Normann vörurnar seldar í Epal en Tivoli línan er væntanleg seinna í október. Fylgist spennt með!

 

Eins og venjulega þá voru það basic vörurnar úr TIVOLI línunni sem heilluðu mig mest. Kaffibollarnir eru á óskalista og síðan voru ljósin einstaklega falleg. Þetta er mjög vel heppnað og skemmtilegt samstarf – það tengja einhvern vegin allir við Tivolíið en í línunni má finna tímalausa hágæða hönnun í fallegum formum. Ég veðja á að vörurnar verði vinsælar hjá breiðum markhóp en held einnig að Íslendingar eigi svolítið eftir að uppgötva merkið, Normann Copenhagen, upp á nýtt.

 

 

 

 

 

 

//

Last week I visited the Normann Copenhagen flagship store for their presentation on their new TIVOLI collection. The collection is inspired by the world famous Tivoli and I was really impressed, the idea is great and a good way to bring the Tivoli to your home but also timeless design made in Danmark.

I really don’t like souvenir shops and would not go into one in the Tivoli for example – but this is something else and a new way to look at it.

The highlight of the event was when the Tivoli band showed up in a buss – only good vibes.

Thank you Normann Copenhagen and Eplal.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ER BEST KLÆDDI MAÐUR DANMERKUR ÍSLENDINGUR?

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

Danska tískutímaritið Euroman birti í dag topp 10 lista yfir best klæddu menn Danmerkur. Lesendur fengu það hlutverk að senda inn tillögur og dómnefnd hjá tímaritinu sigtaði síðan út 10 best klæddu. Það vakti athygli mína að sjá þar Íslending meðal þessara smekkmanna og ég var auðvitað fljót að stökkva til og kjósa ;)

Eðalmennið sem um ræðir er kaffihúsaeigandinn og viðskiptamaðurinn Friðrik Weisshappel sem þekktastur er fyrir Laundromat café. Hann hefur alla tíð verið þekktur fyrir sinn persónulega stíl og er því vel að tilnefningunni kominn.

Sigurvegarinn verður tekinn í viðtal og myndaþátt sem birtast mun í blaðinu. Ég vona því innilega að ég geti lesið um Friðrik í einu af næstu tímaritum en Gunni er vanur að fjárfesta í Euroman, sem er líklega eitt best heppnaða herrablaðið í bransanum.

Áhugasamir geta skoðað fréttina: HÉR

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS: HAUSTFLÍK

DRESS
Yfirhöfnin í færslunni var gjöf ..

Þessi haustflík hljóp á eftir mér út úr Smáralindinni fyrr í haust, (í orðsins fyllstu merkingu!) .. Ég tók hana frá í VILA og ætlaði að koma daginn eftir en verslunarstjórinn hljóp á eftir mér gjafmildið uppmálað seinna um kvöldið þegar ég ætlaði að stinga af úr verslunarmiðstöðinni – takk fyrir mig. Ég hefði samt alveg komið og keypt hana daginn eftir, það mikið kallaði hún á mig.
Hún heillaði strax fyrir þær sakir hvað hún minnir mig á flík drauma minna sem GUDRUN vinkona mín hannar. Ég mun eignast yfirhöfn frá þeim uppáhalds fatahönnuð einn daginn … er að safna <3

Ég hef klæðst þessari haustflík mjög mikið síðustu vikurnar og það hefur ekki farið fram hjá ykkur sem fylgið mér á Instagram að hún er vel metin af undiritaðri.

Kápa: Vila, Buxur: Vila (margra ára gamlar), Skór: Bianco (margir spurðu mig um þá: HÉR

Afhverju þarf maður að eiga svona mikið af yfirhöfnum? Sú flík sem ég kaupi lang lang mest af, engin spurning.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: SUNDAYS

LÍFIÐ

English Version Below

Sunnudagur eins og hann á að vera – hvíldardagurinn var haldinn heilagur. Mikið sem þetta var langþráð frí, bæði ég og Gunni heima (hefur ekki gerst í margar vikur) með engin plön. Nokkrir kaffibollar, útivera, tiltekt og almennt fleiri knúsar en aðra daga. Og já sólin … og nýjir litir úti í garði, eitthvað sem gerir daginn minn á haustin. Það hjálpaði líka að nýja liðið hans Gunna, Ribe-Esbjerg unnu loksins í gær eftir nokkra leikja taprunu. Gunni var líka meiddur í upphafi tímabils svo handboltalífið hefur byrjað heldur sorglega en vonandi allt á réttri leið núna.

.. jú æi, ég var reyndar smá með tölvuna í fanginu þegar ég birti Sunnudags Glaðning á Trendnet Facebook. Elska þessa ágætu hefð sem lesendur okkar græða svo oft á í samstarfi við mismunandi fyrirtæki hverju sinni.

No makeup, hárið upp í snúð og klædd í margra ára Andreu dress sem þið spurðuð margar um á Instagram í dag. Þurfum að kanna hvort það sé enn í sölu því þetta efni helst svo vel. Ég hef notað þessi föt reglulega í 4 ár og það er alltaf eins og nýtt, þægindin uppmáluð.

Ég hlakka til að taka á móti nýjum mánudegi. Síðasta vika var mjög löng og leiðinleg, ef ég má nota það lýsingarorð. Næsta verður betri.

//

Long time no see … both me and Gunnar had day off on a Sunday. I can´t remember the last time that happened. We had no plans other than drinking a lot of coffee, having quality time and being lazy. It’s so good once in a while. 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NÆRIR VARIR OG HJARTAÐ

SHOP

Varasalvinn sem nærir varirnar á mér oft í viku er nú kominn í nýjan bleikan búning í tilefni af bleikum október, það gleður mig að sjá. Ég hef notað þennan varasalva í mörg ár og mæli alltaf með honum og finnst því tilvalið að mæla með honum á blogginu þegar 20% af ágóða sölunnar rennur til Krabbameinsfélagsins. Það nærir hjartað að styðja gott málefni og október er mánuður sem er mikilvægur með meiru hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Klæðumst bleiku og kaupum bleikt segir félagið sem finnur fyrir meðbyr frá íslenskum fyrirtækjum úr ólíkum áttum. Síðustu árin hef ég lagt það í vana minn að setja inn bleikar kauphugmyndir hér á bloggið og ég mun að sjálfsögðu halda í þá ágætu hefð og birta hér kauphugmyndir seinna í mánuðinum, tileinkuðum þessum ágæta lit.

 

Minn er orðinn ansi “útlifaður” ef svo má að orði komast.

Fæst: HÉR


Að gefnu tilefni: Þessi færsla er ekki kostuð né samstarf af neinu tagi, ég borgaði fyrir varasalvann í Hagkaup fyrir næstum ári síðan og Bláa Lónið bað mig ekki að skrifa um vöruna. Ég mun þó ekki leggja það í vana minn að setja inn svona upplýsingar en fannst ég knúinn vegna umræðu síðustu daga. Ég mun síðan að sjálfsögðu setja færslur sem innihalda einhvers konar samstarf í flokkinn “Samstarf” og birtist það beint undir heiti færslu.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HATA AÐ HAFA ÞIG EKKI HÉR

FÓLKMUSIC

Ný útgáfa af lagi Friðriks Dórs, Hata að hafa þig ekki hér, hefur verið á repeat síðasta sólarhringinn sem er ástæða þess að ég ákvað að birta lagið á blogginu.

Kæra Bríet, ég elska röddina þína, plís gerðu fullt af meiri tónlist, þú ert frábær. Og það þarf varla að nefna það hvað Frikki er flottur. Eru þið ekki öll að fara á tónleikana hans í Kaplakrika á laugardaginn? Mig (og Ölbu dóttir minni) langaði svoo að mæta, í síðasta sinn, eins og segir í auglýsingunni.

Þetta verður laugardagslagið okkar fjölskyldunnar. Góða skemmtun þið sem mætið á stórtónleikana.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SKÝRARI REGLUR OG ÁFRAM GAKK!

LÍFIÐWORK

Hér sit ég í nýju dönsku vinnuumhverfi og dásama haustið sem ég er að taka í sátt, auðveldara á svona sólríkum dögum.

Í gær var mikið líf á Trendnet þegar tveir af bloggurum okkar voru nafngreindir á Vísi og “skammaðir” eins og vefsíðan orðaði það. Vísir vísar þar í niðurstöðu úr máli Neytendastofu sem birt var á heimasíðu þeirra í gær. Svana og Fanney voru svo óheppnar að lenda í þessum aðgerðum stofnunnarinnar, Svana hefur bloggað í milljón ár og er ein sú heiðarlegasta í bransanum, Fanney er persónulegur penni sem nýlega byrjaði að deila lífi sínu á Trendnet. Leiðindamál ..

Ég hef sagt það í viðtölum og lengi langað að tjá mig um það á blogginu að ég vilji skýrari upplýsingar um hvernig Neytendastofa vill að við setjum fram færslur sem unnar eru í samstarfi við einhvern. Mér finnst það ekki við hæfi að vísað sé einfaldlega í lögin að við séum að feta vitlausa slóð heldur vil ég kalla eftir því að settar verði fram skýrar reglur sem hægt er að fylgja. Það er sjálfsagt mál að fylgja reglum en þær þurfa að vera til staðar, svart á hvítu, svo hægt sé að framfylgja þeim. Ég veit að t.d. í Svíþjóð, Danmörku og Noregi er þetta útskýrt fyrir áhrifavöldum á mjög skýran máta og allir að vilja gerðir (báðum meginn við borðið) til að takast á við breytt markaðsumhverfi. Þar hef ég séð framsetningu á þessu myndrænt sem auðvelt er að framfylgja, óháð aldri og fyrri störfum.

Trendnet er ekki ritstýrður miðill, bloggararnir eru alveg frjálsir í sinum skrifum og engar færslur krefjast samþykkis. Við útvegum þennan vettvang fyrir þau að blogga og lítum við á okkur meira sem síðu á borð við Blogcentral, eða jafnvel Instagram sem útvegar notendum sitt heimasvæði sem þau stjórna síðan sjálf.

Á Trendnet er að finna siðareglur (sjá HÉR) sem við, eigendur síðunnar, settum upp og hvetjum bloggara til að fara eftir. Og sömuleiðis ykkur lesendur til að lesa. Við stöndum fast á því  að við seljum engar beinar umfjallanir. Sem sagt er það ekki í boði fyrir auglýsendur að kaupa umfjöllun í formi færslu, sem við fáum fjölda fyrirspurna um. Það er þó algengt að fyrirtæki komi vörum beint á bloggara og líki þeim varan þá rata þær í færslur. Við lítum ekki á það sömu augum og að þiggja greiðslu fyrir að skrifa um vöru sem höfundar hafa annað hvort lítið vit á eða líkar jafnvel ekki við. Það er fín lína þar á milli, ég geri mér grein fyrir því. Í þessu tilfelli snýst málið um myndavél sem bloggarar mæla með eftir góða reynslu og taka fram að hún hafi verið gjöf. Óháð því hvort myndavélin sé gjöf eða ekki þá eru bloggararnir að mæla með henni vegna góðrar reynslu við notkun.

Við höfum nú þegar reynt að bæta um betur og merkja betur færslur sem innihalda einhverskonar samstarf á Trendnet. Þær verða þá settar í flokkinn “Samstarf” og það stendur skýrum stöfum fyrir neðan titil færslunnar. Það má síðan deila um það hvenær blogg er orðið samstarf en ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég bloggað af heiðarleika öll mín ár og aldrei vikið frá mínum gildum eða sannindum fyrir greiðslu eða gjöf. Ég hef heimsótt verslanir og veitingastaði, fengið snyrtivörur og annað en ávallt bara skrifað um eða mælt með því sem virkar fyrir mig.

Mér finnst frábært að blogg og áhrifavaldar séu að koma með nýjar leiðir þegar kemur að markaðssetningu. Og þar sem þetta er ört stækkandi er nauðsynlegt að setja fram skýrar reglur sem allir þurfa að fylgja, það er betra fyrir alla, okkur sem blogga og sömuleiðis lesendur.

Þetta er vandasamt verkefni fyrir Neytendastofu því hér er um að ræða mikinn frumskóg sem erfitt er að ráða við og aðgerð þeirra því liður í því að setja eitthvað ákveðið fordæmi. Við, eigendur Trendnet, höfum sent skeyti um að við séum öll að vilja gerð að vinna með Neytendastofu í þessum efnum, við viljum fara eftir reglum og vera fyrirmyndir.

Það var lítill samstarfsvilji hjá Neytendastofu þegar eftir því var leitað fyrr í sumar. Það særir mig og finnst mér þær Fanney og Svana hafa verið sigtaðar út til að búa til fordæmi fyrir aðra, án þess að gefa þeim færi á að svara fyrir sig eða leiðbeina þeim á réttar brautir.

Og hver eru svo næstu skref? Verða strákarnir í fótboltalandsliðinu næsta skotmark? eða Crossfit stelpurnar okkar? Hvar á að draga línuna þegar kemur að einstaklingum sem eru að markaðsetja vörur fyrirtækja á sínum persónulegu miðlum?
Þetta varð allt of langt hjá mér en ég vona innilega að íslenskur nútími geti unnið eins og skandinavísku vinir okkar í nánustu framtíð. Með skýrum relgum sem allir geta og verða að fylgja í sátt og samlyndi.
Áfram ég, áfram þið og við öll. Áfram gakk!  Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: “LJÓTIR” STRIGASKÓR

LÍFIÐSAMSTARF
Skóna fékk ég að gjöf.

Ég man þegar ég talaði um að “ljótir strigaskór” yrðu nýtt trend 2018. Því ljótara því betra … ;) Ég var svo ekki fyrr búin að sleppa orðinu þegar ég var sjálf byrjuð að klæðast slíku. Þeir nýjustu í mínum skóskáp eru gjöf frá Steinari Waage í Smáralind sem kom mér skemmtilega á óvart með fallegu vöruúrvali frá Calvin Klein. Ég vissi ekki að sú verslun væru að selja skó frá herra Klein en þarna fékk ég valkvíða þegar ég valdi á milli tveggja. Báðir minna heldur mikið á Balenciaga sem startaði stuðinu sem margir fylgdu fast á eftir.

Hér er komið haust og ég á í love/hate sambandi við árstíðina sem skall á mig með engu boði á undan sér. Vissulega finnst mér gaman að klæða mig í mörg lög af fötum og því ætla ég að vera jákvæð á komandi vikur. Áfram við!

Frakki: Burberry/Vintage ,Veski: LouisVuitton/Vintage, Skyrta: COS, Leðurbuxur: Selected, Skór: CK

xx,-EG-.

Þarf auðvitað ekki að taka það fram, en mér finnst skórnir mjög flottir.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HUGSAÐ UM HÚÐINA

BEAUTYSAMSTARF

Frá því í sumar hef ég loksins hugsað um húðina eins og hún á skilið. Það má alltaf gera betur en ég hef allavega þrifið húðina með Micellar hreinsivatni öll kvöld síðustu vikurnar og  borið á mig næturkrem strax á eftir. Ég hef líka reynt að nota Bioeffect volcanic ecfoliator x sinnum í viku (þegar ég er með farða). Ég skammast mín fyrir að segja það en ég hef því miður verið alltof löt við að þrífa húðina í gegnum tíðina, sama hversu mikið vinkonur mínar reyna að segja mér að það sé nauðsynlegt.
Það er algengur misskilningur, að ég held, að maður þurfi ekki að þvo andlitið ef þú ert ekki með makeup. Flesta daga er ég án andlitsfarða og þá finnst mér eins og ég geti bara tannburstað og hoppað upp í rúm. En það er svo aldeilis ekki þannig! Umhverfi okkar er óhreint og daglegt áreitið á húðina því mikið. Ég finn að ég er að gera eitthvað rétt upp á síðkastið, og finnst frábært að þrifin fari fram með íslenskum Bio Effect vörum sem gera mér svo gott. Eitt skref í einu .. ég stefni á að þrífa hana kvölds og morgna fyrr en seinna. Allt pepp vel þegið!

Sólargeislafilter! Hér er húðin nýbúin að fá EGF day serum.


Bio Effect kynnti nýja hreinsi línu í vor og ég hoppaði strax á vagninn. Ég hef verið að kynnast merkinu síðustu árin og veit hversu góðar vörur þetta eru. Ég notaði dropana (sem er þeirra vinsælasta vara) reglulega en þið sjáið á myndinni hér að neðan að ég þarf að fara að uppfæra mína (tómt glas) .. Einnig hef ég elskað EGF eye serum-ið sem hefur reglulega bjargað þreyttri mömmu. Ég skrifaði um þá vöru í fyrra: HÉR

Uppáhalds Bio Effect varan mín og Gunna (já þessar vörur eru líka fyrir stráka) er DAY serum-ið, vara sem ég set á mig daglega eftir sturtu. Hreinsivatnið fer svo að detta undir uppáhalds vöru líka, fáum ekki hreinni vöru á húðina – tandurhreint íslenskt vatn, mjög rakagefandi og dregur í sig óhreinindi húðarinnar.

Ég mæli með að horfa á Trendnet Instagram story frá því í gær þegar AndreA frá Trendnet fór ásamt fríðu föruneyti í heimsókn í gróðurhúsið þar framleiðslan á vörunum fer fram. Ég hefði svoo viljað fara með. Áhugavert með meiru að komast svona nálægt vörum sem þú notar dagsdaglega. Hlakka til að lesa bloggfærsluna sem mun örugglega birtast um heimsóknina á Trendnet fljótlega.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR