fbpx

AÐVENTUGJÖF 3: JÓLAKJÓLL FRÁ HILDI YEOMAN

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við Hildi Yeoman

Æ það var svo gaman að hitta ykkur öll í jólapartýii sem ég hélt með Yeoman í vikunni. Ég hef oft sagt frá því hér á blogginu hvað búðarkonan í mér saknar þess að standa á gólfinu á þessum tíma árs. Það er þar sem maður kemst í jólaskapið, innan um glaða viðskiptavini sem heimsækja verslanir í þeim tilgangi að finna drauma jólakjólinn eða fallegt í pakka undir tréð.

Ég var sjálf dugleg að máta úrvalið fyrr um daginn þegar ég gat ómögulega valið á milli lúkka. Þið getið  skoðað myndirnar af  ólíkum lúkkum hér að neðan  en ég hefði getað mátað allt kvöldið og á meira að segja einhverjar inni til að sína ykkur síðar ….

Aðventugjöf númer þrjú er jólakjóll fyrir þig, og kerti og spil fyrir þann sem þér þykir vænt um <3
Veldu nú  þann sem að þér þykir bestur ….

 

Leikurinn fór inn í gærkvöldi og hefur nú þegar fengið frábær viðbrögð. Ég hlakka til að draga út heppinn fylgjanda annaðkvöld (mánudag) … Megi heppnin vera með þér.

 

HÉR GETIÐ ÞIÐ SKOÐAÐ YEOMAN JÓLA-LÚKKBÚKKIÐ & HÉR ER HEIMASÍÐA VERSLUNARINNAR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SMÁFÓLKIÐ: AFTER SCOOL

SAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Ég held að þetta hafi verið eitt af uppáhalds “AFTER  SCHOOL” hjá mér mínu smáfólki þetta árið. Jólin eru svo  dásamlegur tími og það er magnað hvað heitt súkkulaði og notaleg samverustund  gefur manni mikla hlýju í hjartað. Ég vann skemmtilegt Holiday verkefni með H&M í síðustu viku, verkefni sem gaf mér tækifæri á taka börnin með mér í  “vinnuna”.  Þau völdu sjálf  fötin sem þau klæðast hér að neðan og voru  óvart í stíl  með því að bera hreindýrahorn á höfðinu. Spöngin hennar Ölbu passaði vel við pallíettujakkann sem við mæðgur elskum!! Hann er  hluti af hátíðarlínunni í eldri barnadeildinni en Alba er þarna einhverstaðar á milli barna og  unglingadeildarinnar, Devidid. Það kom mér ekki á óvart að Gunnar Manuel hafi heillast af munstraða jólasveina dressinu og ég var svo ánægð að  hann valdi nákvæmlega þetta því mér finnst það líka svo flott, við erum ekki alltaf sammála.

Pallíettu jakki: H&M barnadeild, Jólasveinadress:  H&M barnadeild, Spöng: H&M barnadeild, Gríma: H&M barnadeild

Munum að Aðventan snýst um samverustundir með fólkinu sem við elskum. Þegar þessi færsla  er skrifuð er ég með mömmuhnút í magnum eftir að hafa knúsað börnin mín bless og góða nótt áður en hélt í vinnu leiðangur til Íslands  –  þessar kveðjustundir virðast aldrei venjast sama hversu oft ég stekk frá heimilinu. Hlakka til að knúsa þau í DK um helgina þegar ég kem aftur (já þetta er mjög stutt stopp og enn styttra afþví að óveðrið setti strik í reikninginn) en hlakka til að sjá ykkur á ferðinni á Íslandi næstu daga. Þið eruð öll velkomin hingað annaðkvöld eða í showroom Sjöstrand á föstudaginn þar sem ég mun standa vaktina 12-19,

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

JÓLAPARTÝ YEOMAN

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Yeoman á Skólavörðustíg

Ég held í eina af mínum hátíðar hefðum þegar ég sýni ykkur glæsilega jólalínuna frá Hildi Yeoman ár hvert. Í ár ætla ég að gera gott betur og standa vaktina í versluninni á Skólavörðustíg þegar blásið verður til veislu í vikunni. Lesið lengra! …

Byrjum á því að skoða línuna sem nefnist Raven og er innblásin frá Vestfjörðum og galdramenningu Vestfjarða. Hildur sjálf hafði þetta að segja um línuna:

“Við fundum hrafnaþulu sem hafði þau áhrif að maður gat talað við Hrafna og þeir gátu þá vísað manni á gull og gersemar sem þeir höfðu sankað að sér. Sá partur línunnar sem kom í verslanir fyrir jólin er vísun í glisgirni hrafnsins, en þessar flíkur eru skreyttar með kristöllum og steinum eða gerðar úr pallíettum. Fatnaðurinn hentar því einstaklega vel fyrir hátíðarhöldin sem framundan eru.”

Glamúr er orðið  sem kemur  upp í huga minn þegar ég fletti í gegnum myndirnar sem teknar voru af Kára Sverriss á dögunum – vá vá ég hlakka til!

Módel: Hekla Elísabet, Rósa og Urður
Makeup: Salóme
Stílisering: Anna Clausen

Sjón er sögu ríkari og því blæs verslunin til veislu í vikunni og ég er svo lánssöm að fá að bjóða í partýið sem Co-host. Sjáumst við þar?

Um er að ræða jólaboð á fallegustu götu Reykjavíkur og spáin er svo dásamlega jólaleg –  þið megið eiga von á hvítri og stilltri síðdegisstund á Skólavörðustíg þegar sólin sest.

Það er ekkert alvöru hátíðar-partý nema að fyrstu gestir séu leystir út með veglegum gjafapoka, ekki satt? Það má eiginlega segja að okkar gjafapoki hringi inn jólin.  Pokinn inniheldur rauðann jóla varalit frá Loréal, jólasokka frá Oroblu, konfekt frá súkkulaðimeistara Hafliða, sykurlaust appelsín frá Ölgerðinni, Blómate frá Yeoman, spennur í hárið og óskasteina. Já ég mæli með að mæta á slaginu sex ;)


Yeoman stendur fyrir mjög veglegu happdrætti sem er nú þegar byrjað, bæði í verslun og í netverslun, HÉR, þar sem maður fer sjálfkrafa í pottinn ef maður verslar.  Ég mun draga út heppna vinningshafa á fimmtudagskvöldið. Myndirnar að ofan gefa ykkur smá innsýn í þá vinninga sem við megum eiga von á að eignast en úrval gjafavörunnar hefur aldrei verið meira í versluninni – tilvalið tips til ykkar sem eruð í jólagjafapælingum.

 

HVAR: YEOMAN STORE / Skólavörðustíg 22 B
HVENÆR: Fimmtudaginn 12.desember
KLUKKAN HVAÐ: 18:00  –  20:00
VIÐBURÐUR Á FACEBOOK: HÉR

 

Hlakka svo mikið til að sjá ykkur í jólaskapi ekki á morgun heldur hinn <3

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Heilsa og fegurð er þemað í aðventugjöf númer tvö

BEAUTYSAMSTARF

Heilsa og fegurð er þemað í  aðventugjöf númer tvö sem unnin er í samstarfi við Bláa Lónið.


💧ÍSLENSKT JÁ TAKK💧

Vegna gríðalegs áhuga á nýju íslensku húðolíunni frá Bláa Lóninu þá valdi ég hana sem næstu aðventugjöf á Instagram hjá mér. Mig langaði að gefa þér og þínum tækifæri á að prufa vöruna og bæti svo um betur með því að hleypa ykkur í slökun í lóninu, eitthvað sem undirituð elskar ó svo mikið sjálf, og hvernig sem viðrar  …
Ég vil að þið finnið fyrir orkunni og auðlindunum sem eru ástæðan fyrir því að varan er til. Ég er sjálf búin að bera olíuna á mig öll kvöld síðan að ég fékk hana að gjöf fyrir mánuði síðan og gef henni góð meðmæli.

Varan inniheldur einstaka örþörunga Bláa Lónsins í blöndu með lífrænum olíum. Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á virkum efnum Bláa Lónsins og þar er að finna þörunga sem eru ekki til neins staðar annarsstaðar í heiminum. Mér finnst við svo lánssöm að eiga allar þessar einstöku auðlindir á Íslandinu góða. TrendNÝTT sagði ýtarlega frá innihaldi og efnum hennar HÉR fyrir áhugasama.

TAKIÐ ÞÁTT Í LEIKNUM Á INSTAGRAM HMEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: ER ÞETTA LAUGARDAGSLÚKKIÐ?

DRESSLÍFIÐSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við H&M á Íslandi

Kannast þú við það að hafa of mikið fyrir stafni í desember? Sjálfri finnst mér ég stundum vera að kafna undan álagi og passa  mig þá að bakka eitt skref svo ég missi ekki af augnablikinu. Minnum okkur á hversu mikilvægt það er að njóta á aðventunni. Ef við þurfum að vera á hlaupum? Gerum það þá allavega með bros á vör!

Helgi Ómars spottaði þessa glöðu hátíðarkonu á dögunum, klædd í H&M – þessi samfella með púff öxlunum er til í verslunum þessa dagana og undirituð er sjúk í þetta lúkk, mæli með. Ég keypti mína í Danmörku en flíkin fæst auðvitað í öllum verslunum H&M á Íslandi.


Eyrnalokkar: H&M, Samfella: H&M, Buxur: H&M, Góða skapið: hugafar

Megum við klæðast gallabuxum í jólaboðin? Það má allt, hér paraði ég saman gallabuxur við glamúr samfellu, áberandi eyrnalokka og rauða lakkskó. Mér finnst útkoman ansi hátíðarleg. Það er um að gera að nota það sem við eigum fyrir inn í skáp við aðrar nýjar flíkur sem við leyfum okkur að eignast í desember. Það nægir oft að kaupa lítinn fylgihlut til að fullkomna hátíðar lúkkið.

 

PS. Ef ykkur líkar það sem ég deili á bloggið þá þætti mér vænt um að heyra frá ykkur undir “innlegg” af og til eða með því að smella á “líkar þetta” hér til hliðar. Það gleður mig alltaf að sjá hverjir fylgjast með.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SIENNA MILLER TJÁIR SKOÐANIR MEÐ KLÆÐNAÐI

FASHIONFÓLKTREND

Það hefur lengi verið vinsælt að tjá sínar skoðanir í gegnum klæðnað og þetta er nýjasta trendið á  götunni. Sienna Miller fékk mikla athygli í blárri hettupeysu sem hún bar á dögunum og fleira áhrifafólk í  tískubransanum hefur fylgt sterkt á eftir. En hvaða peysa er þetta?

Breska leikkonan sýndi sína afstöðu með því að klæðast peysu frá þýsku listasafni sem nefnist König Galerie og ber peysan nafnið ”EUnify hoodie” frá König Souvenir. Samkvæmt safninu á peysan að endurspegla þann óróleika sem ríkir í Evrópu og vilja þau með henni hvetja til meiri samstöðu. Peysan sýnir merki Evrópusambandsins og er hringurinn sem gerður er úr stjörnum ekki lokaður – síðustu stjörnuna má finna á bakinu með textanum ”Call EU hotline +809 768 910 11 free of charge”. Stjarnan er einnig talin tákna Bretland í sambandinu.

Það hafa fleiri fyglt í kjölfarið, m.a. heitasti hönnuðurinn í dag – Virgil Abloh.

Tískuhúsið Balenciaga virðist einnig vera að fara í þessa átt ef miðað er við vor 2020 línuna þeirra sem sýnd var á tískuvikunni í París. Fyrirsæturnar gengu tískupallana í jakkafötum sem minntu á fulltrúa Evrópuþingsins í bláum sal sem var sambærilegur lit Evrópusambandins, með Balenciaga bróderað á brjóstinu í merki sem minnti á Mastercard. Yfirhönnuður merkisins vildi ekki meina að verið væri að senda pólitísk skilaboð með línunni – þau hefðu skoðað pólitíska fulltrúa og þeirra klæðnað og reynt að gera klæðnaðinn kúl. Dæmi hver fyrir sig!

Einkennisklæðnaður Balenciagaþingsins:

Það má kannski bæta við þetta að oversized jakkar verða áfram málið í vor!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FYRSTA AÐVENTUGJÖFIN ER SÓDAVATNSTÆKI FRÁ AARKE

SAMSTARF

Ég held í jólahefðina á mínum miðlum og gef og gleð á Instagram alla sunnudaga á aðventunni. Ekki missa af stuðinu – HÉR. Mér þykir þetta falleg hefð að halda í og verð svo glöð í hvert sinn sem ég færi ykkur þessar veglegu jólagjafir. Það eru auðvitað fáir vinningshafar, fáir en mjög hamingjusamir. Ég reyni því að hafa þessa leiki eins einfalda og hægt er svo fólk geti tekið þátt án þess að þurfa að leggja mikið á sig.

View this post on Instagram

LEIK LOKIÐ💧AÐVENTUGJÖF💧 Það er skálað í AARKE í tilefni fyrsta í aðventu á þessum bænum. Ég held í hefð síðustu ára og gef og gleð fylgjendur mína alla sunnudaga á aðventunni. Það er við hæfi að byrja á sódavatnstækinu sem er að trylla lýðinn ✨ Aarke er sódavatnstæki í tímalausri og klassískri hönnun – sannkölluð heimilis prýði sem ég elska að hafa gefið stað í stofunni minni 😍 það gleður líka hvað það er mun minna af plasti í flöskuhorninu okkar í eldhúsinu 🙏🏻 LEIKREGLUR: 💧Settu ♥️ á þessa mynd 💧Merktu vin og segðu mér hvaða lit af Aarke tæki þú óskar þér? 💧Fylgdu mér @elgunnars og @aarkeiceland á Instagram Megi heppnin vera með þér. Psst. Það má skilja eftir margar athugasemdir, merkja fleiri en einn vin, það eykur vinningslíkur 🕯

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Það passaði vel að gefa Aarke sem fyrstu gjöf en sódavatnstækið er á óskalista margra fyrir jólin og það gleður okkur sem stöndum á bakvið merkið mikið að sjá hversu vel Íslendingar hafa tekið vörunni. Allar sendingar hafa selt upp hratt og þeir sem vilja tryggja sér tæki fyrir jólin ættu að skrá sig á biðlista – HÉR.

Einn stærsti kosturinn við Aarke tækið er að það er ekkert rafmagn eða snúrur sem fylgja því. Mitt tæki fékk því þennan fína stað í stofunni, langt frá öllum innstungum, og ég elska það.

Hvítt – Svart – Crome – Rósagull –  Silfur

Ég dreg á morgun, fimmtudag og fylgist svo spennt með þegar ég set inn næstu Aðventugjöf á sunnudaginn.

@elgunnars á Instagram 

xx,-EG-.

DRESS: SVARTUR FÖSTUDAGUR

DRESSSHOP

Svokallaður Svartur föstudagur var í loftinu þegar ég vaknaði í Kaupmannahöfn á síðasta vinnudegi nóvembermánaðar. Eins og flestir vita þá er dagurinn amerísk hefð sem við Skandínavar höfum leikið svona grimmt eftir síðustu ár – það var allt vitlaust hér í Danmörku og sömu sögu má segja um Íslendinga.

Eina hefðin sem ég hef skapað mér í gegnum árin á þessum degi er að klæðast svörtu frá toppi til táar, hef gert það viljandi og bara að gamni. Einhverjir vilja kannski meina að það sé gert í mótmælaskyni? Ég lagði ekki upp með það en mögulega er smá dass af mótmælum sem fylgir með. Ég er allavega með blendnar tilfinningar fyrir svona dögum og sérstaklega þessum tiltekna sem mér finnst vera að fara smá úr böndunum. Dagurinn færir okkur fjær þessum sjálfbæru gildum sem margir eru farnir að tileinka sér og svo stingur hann í stúf við heilbrigt samband verslana og viðskiptavina, enda finn ég það hér úti í Danmörku t.d. að mörg virt vörumerki hunsa daginn og lýsa yfir óánægju sinni með hann. Ég ætla ekkert að taka svo sterkt til orða en hef kannski mestar áhyggjur að dagurinn virðist taka meira og meira pláss með ári hverju.


Buxurnar, skórnir og kjóllinn sem ég klæðist innan undir eru allt flíkur sem ég hef notað mjög mikið og mjög lengi. Kápan er væntanleg til Andreu og ég er í proto-týpunni og er smá að tryllast – sem vissulega  gefur ykkur tækifæri á að dæma mig fyrir að tala um neysluhegðun hér að ofan á sama tíma og ég hef áhuga á tísku og hönnun.

Ekki kaupa afþvíbara ..

Með þessu vil ég kannski helst bara hvetja fólk til að íhuga vel kaupin og vanda valið – ekki kaupa afþvíbara þegar hlutir eru á útsölu. Síðan er auðvitað um að gera að nýta sér tilboð þegar þið eruð með einhver kaup í huga eða viljið klára jólagjafirnar á góðum tíma.

Á morgun er svokallaður Cyber Monday .. ég bið ykkur að hafa þessa pælingu mína í huga við kaup á afslætti þann daginn.

Myndir: Ísabella María

 

Sjáið þessa hamingjusömu konu, þetta er rétt eftir að ég sá fyrstu snjókornin falla í dejliga danska landinu þennan veturinn.

Ahhh – svindlaði smá, rauðir skór til að setja punktinn yfir i-ið.

Kápa: AndreA, Eyrnalokkar: H&M, Buxur: Weekday, Skór: Kalda

Góðar stundir.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

 

FJÖGUR FALLEG VETRARPÖR Á MÍNUM ÓSKALISTA

SHOP
Færslan er unnin í samstarfi við S4S

Skór.is hefur gefið út gjafahandbók á netinu þar sem ég fékk þann heiður að babla örlítið um vetrartrendin í skóm. Lesið gjarnan að neðan … og HÉR

 

Haustið er liðið og veturinn hefur tekið á móti okkur. Það kallar á góðan skóbúnað en vöndum valið. Hér að neðan hef ég tekið saman fjögur falleg vetrarpör sem ég vil klæðast þessa dagana.


Skótískan er fjölbreytt í vetur, sé tekið mið af tískuvikum og götustíl síðustu misserin. Það eru margir stílar í gangi og því líklegt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

STÍGVÉL

Ég byrjaði fyrst að pæla í vetrar skótískunni á heitum degi á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í ágúst. Sumarið sýndi að stígvélatrendið var komið til að vera en ég gat ómögulega tekið þátt í því að svitna í leðurskóm upp að hnjám þegar tölurnar á hitamælinum sýndu tvo stafi. Ég beið því spennt eftir haustinu.
Margir kalla þetta “statement stígvél” því þau eru gjarnan áberandi og maður þarf smá hugrekki til að bera þau. Það eru þó að sjálfsögðu látlausari valkostir í boði. Há stígvél eru gríðarlega vinsæl um þessar mundir og ég fagna því að geta loksins tekið þátt í stuðinum, enda orðið töluvert kaldara þessa dagana. Persónulega myndi ég velja einföld og látlaus há stígvél en ýktari kúrekalúkk ef ég tæki lág.

 

GÖNGUSKÓR

Grófir gönguskór hljóma kannski ekkert svo sexy – eða hvað? Þeir geta samt vel orðið það ef þú dressar þá við rétta lúkkið. Notaðu þá í göngu upp á Esju og skiptu svo í kjól eins og ég sýni hér að neðan. Steldu stílnum.

SANDALAR MEÐ HÆL

Ég mæli með að kaupa sér jólaskó sem nýtast einni næsta vor. Svokallaðir sandalar með hæl eru fallegir á fæti við sokka í desember en ganga svo alla daga við gallabuxur í vor. Notagildi í kaupum er svo mikilvægt og ég reyni að hafa þá ávallt í huga við mín skókaup. 

GRÓFIR STRIGASKÓR

Strigaskór í kulda og snjó – hljómar kannski ekki svo vel. Grófir strigaskór halda áfram í vetur eftir að Balenciaga startaði stuðin fyrir nokkrum árum síðan. Dad sneakers, eins og þeir eru kallaðir eru aðeins grófari með stærri og hærri sóla. Þó þeir séu grófir þá mæli ég þó ekki með að draga þá fram í slabbi eða snjó.

Þessi að neðan fást í Kaupfélaginu – fyrir hann og hana.

 

Ég vona að þessar hugmyndir hjálpi ykkur í skókaupum á næstunni.  Hvort sem það eru statement stígél, gönguskór, jólaskór eða grófir íþrótta skór þá er lykilatriðið að velja par sem ykkur líður vel að klæðast. Það er óþarfi að fylgja öllum trendum og mikilvægara að velja  þá sem þú sérð notagildi til að dressa bæði upp og niður eftir tilefnum – gleðileg skókaup!

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNDAYS: ÞEGAR ÓVEÐUR BREYTTIST Í LÚXUS STEFNUMÓT

BEAUTYSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við Bláa Lónið.

Sundays  ..

Óveður breyttist í lúxus stefnumót þegar ég þurfti hvað mest á því að halda. Um var að ræða boð í betri stofuna hjá Bláa Lóninu sem er besta SPA sem ég hef upplifað, segi ég og skrifa án þess að hika.

Gunni átti flug heim til Danmerkur í hádeginu þennan sunnudaginn og ég var búin að vinna yfir mig vikuna á undan. Ég gat ómögulega neitað því að fá að prufa Retreat Spa og pantaði því eldsnemma á sunnudagsmorgni með það í huga að Gunni myndi ná með mér í dekrið áður en ég þyrfti að skutla honum upp á flugvöll. Maður kaupir einn klefa og því geta tveir deilt kostnaði sem munar þegar farið er í svona dekur.

Það var lán í óláni að fluginu hans seinkaði og við gátum átt afslöppun án þess að fylgjast of mikið með tímanum, takk veðurguðir (og Icelandair) fyrir það!

 

 

Bláa Lónið hóf sölu á nýrri náttúrulegri andlitsolíu um miðjan mánuðinn og ég var svo heppin að fá að vera ein af þeim sem fékk sérstaka kynningu frá lyfjafræðingnum Ásu Brynjólfsdótturr, rannsóknar og þróunarstjóra Lónsins. Um er að ræða Algae Bioactive Concentrate sem má orða á íslensku með orðinu lífvirkni.

Húðlína Bláa Lónsins er öll unnin úr virkum efnum lónsins en fyrst um sinn fóru vörurnar í sölu sem lækningarvörur þó þær séu í dag seldar sem fyrsta flokks húðvörur.

Fyrsta húðvara Lónsins var hvíti maskinn sem við þekkjum svo mörg, fór í sölu árið 1995 og ég skrifaði um hann nokkrum sinnum á blogginu í denn, til dæmis hér  þegar ég gaf ykkur hann í desember gjöf árið 2015. Ég hef því talað um vörurnar frá þeim reglulega og lengi hér á mínum miðlum og þennan maska nota ég enn í dag, hann heitir Silica Mud mask.

Nýja olían er svo vara sem ég er enn að kynnast. Hún hefur hingað til verið í boði á Retreat svæði Lónsins en ástæðan fyrir því að hún var sett í sölu er sú mikla eftirspurn sem lónið fékk frá viðskiptavinum sem heilluðust af henni. Það var því ákveðið að svara eftirspurninni og í dag getum við keypt hana og notað heima fyrir. Ég er sjálf búin að taka vöruna inn í mína húðrútínu og hún lofar góðu. Ég hef verið að bera hana á mig fyrir á kvöldin fyrir svefn og svo blandað henni við andlitskremið mitt á morgnanna. Lesið allt um nýju vöruna á TrendNÝTT HÉR fyrir áhugasama.

Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á virkum efnum Bláa Lónsins og þar er að  finna þörunga sem eru ekki til neins staðar annarsstaðar í heiminum. Mér finnst við svo lánssöm að eiga allar þessar einstöku auðlindir.

 

Takk fyrir þessa flottu kynningu á nýju vörunni Bláa Lónið. Hlakka til að kynnast henni betur. Fæst HÉR fyrir áhugasama.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram