Elísabet Gunnars

UPPÁHALDS HORNIÐ HEIMA

LÍFIÐMAGAZINE

Ég vona að flestir hafið lesið fylgiblað Morgunblaðsins um helgina – veglegt blað um heimili og hönnun sem ánægjulegt var að taka smá þátt í. Undirituð deildi þar uppáhalds horninu sínu – það kemur ykkur örugglega ekki á óvart að kaffihornið góða varð fyrir valinu. Sjöstrand sjúk!

Takk fyrir mig Smartland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: SUMARÁSTIN

DRESS

Það voru dregnir fram mjög háir hælar fyrir dinner með stuðningsmönnum daginn eftir SM gullið sem ég talaði um HÉR. Eins og þið vitið er ég lá í loftinu og finnst stundum gaman að hækka mig hliðiná betri helmingnum sem er annars örlítið stærri en ég ;)

//

When celebrating the Swedish champions, which I talked about HERE, I chose to wear higher heels than usual. Sometimes it just feels better to be higher, especially when you are celebrating with a bunch of athletes 😉

Bolur: AndreA Boutiqe
Buxur: Samsoe Samsoe
Veski: Vintage Gucci
Skór: Bianco

Sumarástin … best í heimi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MIKILVÆG MÖMMUKAUP

LÍFIÐSHOP

Í dag er Mæðradagurinn og það er einn af þeim dögum sem mér finnst svo ánægjulegt að sé til. Ég er mamma og á mömmu (og meira að segja fleiri en eina) og ég veit hversu krefjandi þetta dásamlega hlutverk þetta er. Börnin gráta, ég græt, börnin hlæja, ég hlæ … og svo framvegis … mömmur tengja.

Árlegt átak mæðrastyrksnefndar, mæðrablómið, hefur farið í sölu og í ár munu þær selja kerti með fimm mismunandi skilaboðum, hönnuð af Þórunni Árnadóttur. Kertin eru þannig að þú brennir kertið og þá koma skilaboð – mjög spennandi! 

“Ég skal mála allan heiminn elsku mamma”,
“Takk elsku mamma”,
“Þú ert best”,
“Þú ert ofurhetjan mín”,
“Fyrir heiminum ertu móðir,
“Fyrir mér ertu heimurinn”

Ég kveikti á mínu kerti fyrr í dag og hlakka til að sjá skilaboðin myndast. Mín verða “Ég skal mála allan heiminn elsku mamma” en það var forsetafrúin Eliza Reid sem kom með þá hugmynd að hafa þá fallegu línu með í herferðinni í ár.

Kertin verða til sölu í Kringlunni og Smáralind í dag en einnig má finna þau í öllum búðum Pennans Eymundssonar, í Epal Skeifunni, Hörpu og Kringlunni, Snúrunni og hjá Heimkaup.is, HÉR.

Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar sem stofnaður var árið 2012. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur til menntunar til að auka möguleika þeirra á góðu framtíðarstarfi. Frá því að hann var stofnaður hafa verið veittir 170 styrkir til 100 kvenna.

Gleðilegan mæðradag allar mæður!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: SM GULD

LÍFIÐ

Fjórða árið í röð urðu mínir menn sænskir meistarar og annað árið í röð tókum við þátt í herlegheitunum með IFK Kristianstad. Þetta hefur verið langt og oft á tíðum erfitt handboltatímabil hjá mínu manni, með meiðslum og öðrum hindrunum, en mikið er þetta alltaf skemmtilegt! Ég er svo þakklát fyrir þetta ævintýri sem við Gunni höfum valið okkur að lifa þó það sé ekki alltaf dans á rósum eins og það lítur út hér á blogginu og á Instagram ;) andlegi þáttur íþrótta getur tekið mikinn toll og ég veit að margir atvinnumenn og makar tengja við þau orð. EN svo eru svona móment eins og í gær þegar þú færð gullhjálm á hausinn og medalíu um hálsinn og hamingjukastið hellist yfir þig. Það er dásamlegt <3
Sólahringur í appelsínugulu þema fáið þið hér. Ég gleymdi svo viljandi að taka mynd af dressi gærkvöldsins sem var keypt last minute rétt fyrir lokahófið um kvöldið, þið fyrirgefið mér það og látið ykkur nægja þessi ágæta íþróttatreyja merkt IFK á brjóstinu.

//

IFK Kristianstad won the fourth title in a row on Thursday and it’s the second time that we are part of it. Some really orange days in Gothenburg – enjoy it in photos.

Ég er svo stolt af þér Gunni! Nú er það fullur fókus á aðra hluti í lífinu … Til dæmis brúðkaup *hóst* mikilvægt! En líka margt annað persónulegt.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐUR DAGUR MEÐ GOSH

BEAUTYLÍFIÐ

Ég er rétt að ná að koma mér niður á jörðina eftir virkilega vel heppnaðan viðburð í Kaupmannahöfn í gær. Okkur var boðið í höfuðstöðvar GOSH þar sem fór fram mjög þétt dagskrá yfir daginn. Ég viðurkenni að ég þekkti snyrtivörumerkið ekkert það vel áður en ég samþykkti að taka þátt í deginum en í dag er ég aldeilis fróðari.

GOSH er, ólíkt mörgum öðrum snyrtivörumerkjum, fjölskyldufyrirtæki sem hefur náð langt og er í dag selt í yfir 90 löndum. Allar vörur Gosh eru cruelty fríar sem er alltaf stór kostur að mínu mati. Gosh er ekki fáanlegt í Kína af þessum ástæðum því þar fara þeir fram á skjöl sem sýna að vörurnar hafi verið prófaðar á dýrum. Ótrúlegt!

GOSH þróar vörur sínar þannig að hægt sé að nota þær í fleiri en einum tilgangi. Sem dæmi má nefna Lumi dropana sem eru ekki einungis ætlaðir kynnbeinum heldur er einnig hægt að ,,dúbba” á augu og varir, setja á bringubein og blanda saman við annan farða eins og t.d. body lotion. Ég er spennt að prufa þessa vöru sem er ein af þeim vinsælli hjá merkinu.

Eins og þið vitið þá er ég engin expert þegar kemur að snyrtivörum en ég lærði svo sannarlega mikið í gær í mjög ýtarlegri kynningu. Hápunktur dagsins var þegar við fengum tækifæri á að gera okkar eigin varaliti – ég gerði minn sumar rauðan og er með hann á mér þegar þessi grein er skrifuð … algjör uppáhalds!

Ég lenti í óhappi kvöldið áður og það var ekki víst hvort að ég myndi ná að fara með rútunni um morguninn …. een ég lét það ganga upp og sé alls ekki eftir því. Myndir segja meira en 1000 orð –

Takk fyrir mig GOSH <3

//

I had a daytrip to Copenhagen yesterday to visit the GOSH headquarters. A really nice day with Gosh where they presented their brand, products and more. They really made it a great and interesting day which is not always the case in visits like that. 
Gosh is danish family business which has had great success. One important thing in their production is that they want their customers to be able to use their products for more than one thing – a big plus!
The highlight of the day was that we got to make our own lipstick, so much fun – mine was summer red.

Þessar taka ekki þátt í keppni nema að vinna hana!

Vertíð ;)

Vísindarmenn að störfum ..

Úllen dúllen doff ..

Við fengum að búa til okkar eigin varaliti – ótrúlega skemmtilegt!

Team Iceland ánægð með afraksturinn –

Team Trendnet <3 Andrea Röfn

Fallegasti hádegismatur sem ég hef fengið – allt vegan og það mátti borða blómin! Ég týmdi því samt ekki ..

 

Fræðsla um topp 10 best seldu Gosh vörurnar –

Þessi litur er númer 003 og heitir Matte Antique – mjög flottur!

Höfuðstöðvarnar eru staðsettar á dönskum draumastað í hálftíma fjarlægð frá miðbæ Kaupmannahafnar. Ég mæli með því að þið skoðið heismóknina í beinni á Trendnet Instagram Story til að fá upplifunina beint í æð.

Kaffitími –

Við vorum uppáhalds gestir eiganda fyrirtækisins sem tók okkur í persónulegan túr á skrifstofuna sína. Hann elskar Ísland og hefur heimsótt landið mjög oft. Á skrifstofunni hans má finna myndir af landinu okkar fallega, teknar af hirðljósmyndara dönsku drottingarinnar – ótrúlega skemmtilegt að sjá.
Hann var ekki eins hrifinn af Svíþjóð og skyldi ekkert í því afhverju ég byggi þar .. haha.

Sólarkveðjur yfir hafið <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

… og Trendnet á Instagram: HÉR (kíkið í highlights á GOSH heimsóknina)

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Ég held áfram á persónulegu nótunum og gef ykkur sænska lífið beint í æð hér á blogginu. Við Gunni höfum ætlað að halda garðpartý í lengri tíma og loksins létum við verða að því. Um helgina buðum við öllu handboltaliðinu ásamt mökum heim í mjög vel heppnað stuð..
Í mínu eigin partýi var reyndar farið illa með mig, verðandi brúður ;) haha .. nei þær náðu allavega að koma mér á óvart.

//

Svensk version:

Äntligen blev det trädgårdsfest hos Jonsson family! Hela laget kom med respektive och vi hade en trevlig kväll i det fina vädret inför den stora veckan – SM-final veckan. När du har så många handbolls killar som ska äta middag då är maten väldigt viktig! Maxi hjälpte oss med maten och det blev en succé, deras catering kan rekommenderas. Gunnar var kvällens grill-master på sin nya grill som han köpte på Wallgårds kvällen innan, en födelsedags present som han köpte till sig själv.

Som ni ser då fick jag lite överraskning av tjejerna – Bride To Be – Skål!

 

Skreytingar frá Hlín Reykdal sem ég átti “á lager” ;)

Buxur frá Ginu Tricot ..

Gunni varð líka árinu eldri þennan sama dag –

Nýja grillið testað … það virkaði!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÓSKALISTINN: APRÍL

LANGARSHOP

Óskalistinn fyrir apríl kemur heldur seint en það er ástæða fyrir því!! Vörurnar eru löngu tilbúnar í sér skjali á desktopinu en ég kunni ekki að raða þeim á sama blaðið sökum þess að Polyvore (forrit sem ég hef notað hingað til) ákvað að breytast í netverslun mér til ama. Þá kom Svana á Svart á Hvítu mér til bjargar (Team Trendnet hjálpast að <3 ) og ég er henni svo þakklá enda aldrei verið með eins fallegan óskalista og hér að neðan …. ég þarf að læra á photoshop og það strax!

Vörurnar sem sjást hér að neðan hafa lent í möppu hjá mér hægt og rólega yfir apríl mánuð. Nú birti ég þær hér á blogginu í von um að þær geti verið kauphugmyndir fyrir ykkur. Allar fást þær í íslenskum verslunum ..

 

1. Ég hef haft augastað á þessum drauma bekk frá Bolia í lengri tíma. Nú þegar ný týpa kom í sölu, Posea furry bench, þá get ég ekki hætt að hugsa um hann. Fæst: HÉR

2. Því ljótari, því betra? Haha .. ég er allavega með þessi Han Kjobenhavn sólgleraugu á óskalistanum inn í sumarið og ég veit að mörgum finnst þau flippuð. Þið verðið að prufa að máta áður en þið gerið upp hug ykkar. Þau heita Amber og fást: HÉR 

3. Þessir fóru í óskalista möppuna snemma í apríl og urðu svo loksins mínir í lok mánaðarins. Haldið þið að það sé nú … að nýja Crossfit daman sé orðin flott í hádegistímunum hér í sænska !! Ég hef sjaldan verið eins glöð með skó, og ég tek það aftur fram að þetta eru Crossfit skór ekki partý hælar … hvað er að gerast með mig! Fást: HÉR

4. Það eina sem ég á ekki frá uppáhalds SJÖSTRAND er þessi pressukanna sem er ný frá merkinu. Falleg á borði með meiru og ég verð að eignast hana fljótt. Fæst: HÉR

5. Munið þið þegar ég bloggaði sérstaklega um þennan serum penna frá Bio Effect? Nú er minn búinn og ég sakna þess svo mikið að geta borið kalt á baugana. Lesið meira um þessa snilldar vöru, HÉR, og fyrir áhugasama fæst penninn: HÉR

6. Allt sem er hvítt hvítt finnst mér vera fallegt, þessa dagana … og nei, ég er ekki búin að finna mér brúðarkjól (þetta reddast og allt það ;) ) ! En þessi bolur frá Style Mafia er draumur út í gegn og fæst í YEOMAN á Skólavörðustíg. Heppin þið!

7. Eyrnalokkar sem setja punktinn yfir i-ið á heildarlúkkið. Þeir þurfa ekki að vera svo stórir til að þeir séu eftirtektarverðir. Þessir fást hjá Hlín Reykdal úti á Granda – verslun sem ég mæli mikið með að heimsækja. Eyrnalokkarnir eru frá Paola og fást: HÉR

8. Þó ég sé vissulega ánægð með æfingaskóna þá er ég líka hrifin af þessum 90s sandölum frá BIANCO. Geggjaðir! Fást: HÉR

9. Stuttermabolir með skilaboðum er málið. “Every moment matters so do something good today”. Fæst: HÉR

10. Þessa dagana langar mig í hárklemmur í öllum litum. Þessi er frá Lindex og fæst: HÉR

11. Og síðast en ekki síst. Ég er ekki bara að plana brúðkaup þessa dagana … ég er líka að plana brúðkaupsferð og hugur minn leitar til Indonesíu sem er ástæðan fyrir því að þessi mynd fær að fljóta með – æ hvað ég er farin að hlakka til <3

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: KÖFLÓTT

DRESS

Mér fannst ég verða að fjárfesta í H&M flík fyrir H&M viðburð í Osló á dögunum. Þessi jakki beið eftir mér á útsöluslá og ég greip hann í flýti og notaði hann daginn eftir. Marta María (á Smartlandi) hafði orð á jakkanum og sagði mér heiti munstursins sem er ekki endilega skilgreint sem “köflótt” heldur kemur það frá dönsku frændum okkar og nefnist “Haneføde”  eða hænsnafótamunstur – áhugavert ..
Eins og þið vitið þá eru yfirhafnir sú flík sem ég kaupi lang mest af og ég held líka að það sé sú flík sem gerir hvað mest þegar litið er á heildarlúkkið. Þú getur klæðst sömu fötunum dag eftir dag en þegar þú skiptir um jakka þá tekur enginn eftir hinu sem er undir ;) ég vil meina það ..

//
When going to the H&M Conscious Event last month I wanted to wear something from their stores. Found this one on sale, last minute buy before the event in Oslo. 

Yfirhöfn: H&M trend
Buxur: H&M
Skór: Mango (ekki Chanel eins og ég hef fengið spurningar um ;) ) 

Ohh og sjáið þið svo hvað er fallegt í útjaðri Oslo! Takk fyrir mig. Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: HVAR ER VALLI?

LÍFIÐ

English Version Below

Ég elska elska elska Lund. Heimsæki þessa litlu borg reglulega og heimsæki mína uppáhalds staði eins og þið hafið tekið eftir á Instagram. Í gær var heimsóknin vel heppnuð í góðu veðri með handboltafrúnum sem allar voru mættar til að styðja við sína menn í undanúrslitum í sænsku deildinni. Við byrjuðum daginn í sushi og sælu og enduðum hann svo á sigri hjá réttu liði, sveittar í stúkunni. Áfram IFK Kristianstad alla leið!
Ég var óvart í stíl við dómkrikjuna (sú fagra bygging!) í samfellu frá OW (AndreA Boutiqe), Weekday skyrtu af Gunna og hvítum buxum úr Mango. Ofnotaðir Converse skór stóðu svo fyrir sínu á öllu röltinu um bæinn.

… og svo var skipt yfir í IFK treyju – white on white ;)

//

I had a “handballers wives”  roadtrip to Lund yesterday. I really love the city and already have my favorite places there as you maybe have noticed on my Instagram. It was a nice day that ended with a great IFK win and now there is only one game left – the FINAL.

..með þessum póst er ég að reyna að standa mig í að vera líka með persónulegri “LÍFIД pósta eins og þið eruð svo margar að óska eftir.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HÁR Á 5 MÍNÚTUM Í BOÐI SEBASTIAN

BEAUTYLÍFIÐ

 

Ég fékk að heimsækja og kynnast hárvörumerkinu Sebastian í Stokkhólmi núna í vikunni og heimsóknina getið þið fundið í “highlights” á Trendnet story á Instagram. Vörumerkið hefur verið í sölu í mörg ár og er eitt það þekktasta innan hárgreiðslubransans. Það var sænski snillingurinn Jonathan Strang sem tók á móti mér í flottu sýningarherbergi þeirra í höfuðborginni – maður með langa reynslu af merkinu og veitti mér innblástur með frásögn sinni.

Árið 1960 snérist allt um tilraunastarfsemi. Litir og form pössuðu það illa saman að fólki ofbauð, pilsin styttust, og kröfur fólks jukust. Þá hófst bylting sem virtist engan enda ætla að taka. Skrautlegasti áratugur sem heimsbyggðin hefur séð var að hefjast og hann átti síðan eftir að verða skemmtilegri og skemmtilegri. Hárstílisti frá LA Geri Cusenza kom inn í 8. áratuginn fullur af krafti og hugmyndum um að breyta hippatískunni yfir í djarfari hártísku. Sebastian var stofnað með dirfsku sem útgangspunkt og “að hugsa út fyrir boxið” hefur haldið sér allar stundir síðan.

Sebastian er því gamalgróið fyrirtæki. Það sem fólk kannski ekki veit er að þau voru ein þau fyrstu til að finna upp sléttu- og krullujárnið. Það er fræg sagan af því þegar Geri reyndi að style-a Barbra Streisand heilan dag án árangurs, það varð til þess að þau fundu upp “vöfflujárnið” sem sló heldur betur í gegn. Í kjölfarið unnu þau mikið með óskarsverðlaunahafanum vinsæla sem kom þeim á kortið og síðar gáfu þau út hárvörurnar sem þau eru svo þekkt fyrir í dag, Sebastian Professional.

Ég fann þessa með yfirskriftinni “Le Crimp C’est Chic” / Vöfflurnar eru kúl

Í heimsókninni var ég svo heppin að fá að setjast í stólinn í mýflugumynd þegar þau fengu að fikta í hárinu á mér og notuðu til þess tvær vörur sem geta frískað upp á lúkkið á fimm mínútum – þurrsjampó og Shine Define sem er silkigljái í spreyformi. Það heppnaðist svona líka vel og tók án gríns bara 5 mínútur (!)
Ég er með mikla liði í hárinu og fékk með mér heim allskonar efni sem eiga að hjálpa til við að ýkja þá .. spennandi.

//

I visited Sebastian in a one day trip to Stockholm. I was impressed by their story and didn’t really know that the brand was this big. Below you can see how they gave my hair fresh look in 5 minutes with dry shampoo and the Shine Define spray.

 

 

Ég fékk nokkrar vörur með mér heim til að prufa en ætla að byrja á því að nota þessar því að mér sýnist þær henta mér vel. Ég er strax heilluð af hárspreyinu og húkt á lyktinni af olíunni, sem er eina varan sem ég hef prufað áður frá merkinu.

Olíuna nota ég í blautt hárið strax eftir sturtu og shine spreyið er mesta snilld til að fá þetta ferska lúkk – sama hvernig hár þú ert með!

Takk fyrir mig Sebastian!

Ég mæli með því að lesendur Trendnet fylgist vel með á samskiptamiðlum um helgina þar sem við munum gefa og gleðja mjög marga heppna fylgjendur – vei!
Sebastian fæst á flestum betri hárgreiðslustofum.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR