fbpx

HVÍTAR SKYRTUR DETTA ALDREI ÚR TÍSKU

SHOP

Ef það er einhver flík sem dettur ekki úr tísku þá eru það hinar ágætu hvítu skyrtur sem eiga sér farsælt líf til lengri tíma. Ég hef notað margar óspart og fullyrði að þetta sé það lúkk sem ég vinn mest með – hvort sem það sé aðsniðin, oversized, fengin að láni af betri helmingnum, gróf eða fín – bæði betra.

Afþví að ég klæðist þessari flík óspart þá ákvað ég að taka saman nokkrar sem kauptips fyrir ykkur hér á blogginu, allar sem ég hef klæðst upp á síðkastið og fengið fyrirspurnir um –

Ég elska þessa sem er hönnun Hildar Yeoman og var hluti af SPLASH. Fæst: HÉR

Fékk margar fyrirspurnir um þessa eftir síðasta blogg innlegg. Hún er frá merkinu Soft Rebel og fæst HÉR


Af honum .. þessa keypti ég í Spúútnik og hún var ætluð Gunna en ég vissi alltaf að ég myndi nota hana jafn mikið – 2 fyrir 1 :)
Vintage Ralph Lauren, Fæst svipuð: HÉR

Aðsniðin en með víðum ermum. Frá Lindex, fæst: HÉR

Aftur í herraskyrtu sem þið margar spurðuð mig út í á Instagram. Arket stendur fyrir sínu. Þessi fæst: HÉR

Íslensk, hvít og oversized úr efni sem krumpast ekki – æ hvað það er alltaf næs. Fæst: HÉR

Happy shopping.

(ath, hér er ekki um samstarf að ræða)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BACK TO BOOTS – HÉR ERU MÍN UPPÁHALDS

SAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Andreu Skóbúð


Back to boots
dagar standa nú yfir í verslun Andreu , og í netverslun um er að ræða 15%  afslátt af öllum haustskóm (boots) í dag 17.septetmber og á morgun þann 18. Í netverslun notið þið kóðann ”BOOTS” – mæli með!
Ég kíkti á vinkonur mínar í fallegustu skóbúð landsins og mátaði mína uppáhalds í hillunum þessa dagana en úrvalið er mikið og undirituð fékk vissan valkvíða, það verður að viðurkennast.

Merki eins og Billi Bi, JoDis, Anonymous CPH, Vagabond, Pavement, Cashott, Camilla Pihl taka á móti okkur – margir geggjaðir skór en líka þau gæði sem við viljum fá þegar við kaupum okkur skó. Happy shopping!

Ætli ég mæli ekki mest með þessum stígvélum? Þeir heita Elísabet og eru hönnun Andreu Rafnar fyrir JoDis – love love love!
Fást: HÉR

Billi Bi – Nappa // koma í ljósu og svörtu og ég er með þau á heilanum sem ´every day´ skó – elska hælinn.
Fást: HÉR

JoDis by Andrea Röfn fást í miklu úrvali á Vesturgötu 8. Þessir heita Hera – rennilásinn setur punktinn yfir i-ið.
Fást: HÉR

Bleiki draumurinn – HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR! //Anonymous fegurð sem gefa þetta vá móment.
Fást: HÉR

15 % afsl af öllum BOOTS … háum – làgum – grófum – fínum & hælum (ekki af strigaskóm & opnum skóm)
Bleika búðin á Vesturgötu í Hafnarfirði.
Happy Shopping.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: TAK FOR DENNE GANG

LÍFIÐ

Ég tók kannki gulu með mér yfir hafið (njótum nú), en ekki þessa ágætu derhúfu því hún datt af mér í rússíbana rétt eftir að þessi mynd var tekin, rip. Keypt í Húrra Reykjavík í vor og hefur svosem verið notuð heilan helling síðan þá.

Tak for denne gang CPH – alla bollana, blíðuna og bestu samverustundirnar með dejliga danska drengnum mínum ♥️ ég lagði upp með að ná andanum og ég held það hafi tekist vel. Fyrst í danskri rútínu í gamla heima og svo í óvæntri gleðihelgi með vinum í Kaupmannahöfn yfir helgina. Nú er ég til í flest .. uppfull af auka orku, stundum þarf maður bara aðeins að sækja sér hana sjálfur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FYRSTA NÓTTIN Í NÝJA HÚSINU

BETA BYGGIRHOME

… og það sem ég svaf vel!

Samasem merki um að þarna muni mér og okkur líða vel? Eða ætli það hafi alfarið verið nýja rúmið mitt? Sem ég er svo svo ástfangin af (*ekki ad) .. líklega bæði. Okkur hefur lengi dreymt um að eignast Jensen rúm sem ég hef heyrt svo góðar sögur af. Því ákváðum við að eyða brúðkaupspeningnum í þennan draum.

Ég verð að hrósa frábærri þjónustu frá Epal, við vorum alveg undrandi yfir því hversu vel var að þessu staðið. Raunin er sú að sami starfsmaður og hjálpaði okkur í búðinni kom keyrandi upp að dyrum með rúmið og setti það saman fyrir okkur. Ég hélt að ég væri á einhverjum sérsamning, en þetta er víst svona hjá þeim með öllum seldum rúmum.

Þegar ég segi “Fyrsta nóttin í nýja húsinu” þá á ég aðeins við brot af heimilinu, nú eigum við tvö nánast kláruð herbergi og smá sjónvarpshol með engu sjónvarpi. Restin er ókláruð og við berjumst við að losna við framkvæmdarykið. EN, góðir hlutir gerast hægt, er það ekki?

Við heyrðum fyrst af Jensen rúmunum frá eigendum Hótel Geysis, en við byggingu hótelsins þá eyddu þau miklum tíma í að prufa mismunandi rúm og fengu Jensen rúmin lang bestu einkunn þegar gæði og verð voru borin saman. Jensen rúmin eru þar að auki með Svansvottun.

Það hafa þónokkrir spurt mig um rúmið, en við völdum rafmagnsrúm. Munurinn á verðinu er ekki svakalegur og þeir vildu meina að það væri nauðsynlegt fyrir atvinnumanninn að geta sett fæturnar uppí loft. Við völdum svona ljóst áklæði á rúmið og viðarfætur, síðan er minn helmingur með medium stífleika og Gunna helmingur með firm stífleika.

BETA BYGGIR þarf svo að fara að setja inn stöðuuppfærslu sem allra fyrst :) Ég þarf m.a. að sýna ykkur spennandi hugmyndir og teikningar sem við fengum frá snillingunum í M Studio. Eftir fundinn með þeim varð allt miklu alvarlegra og nú erum við loksins komin með skýrara plan á aðalhæðinni.

Takk fyrir að fylgjast með!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MITT MAR

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

 

Það eru þau Helgi Ómarsson og Dagmar Myrdal sem standa á bakvið skartgripa merkið 1104bymar. Merkið var stofnað í desember í fyrra með það að markmiði að bjóða uppá klassískt skart sem lifir lengi. Nafnið 1104bymar var valið í minningu um faðir Dagmar, hjartaskurðlækni sem helgaði lífi sínu að hjálpa öðrum, sem lést um aldur fram. 11.apríl var afmælisdagurinn hans. Fallegt.

Ég hef fylgst með merkinu fóta sig og þótti ánægjulegt að fá að máta nokkrar uppáhalds vörur, Helgi Ómars var að sjálfsögðu á linsunni –

Hálsmen: HÉR

Every day keðja um hálsinn: HÉR

Hringir: HÉR

Eyrnalokkar: HÉR

Ég kann vel við margt frá MAR. Gangi ykkur áfram vel kæru vinir.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: Í FYRSTA SINN MEÐ HEIMÞRÁ

LÍFIÐ

Hæ úr háloftunum! Ég tók þá skyndiákvörðun að bóka flug til Danmerkur tveimur dögum síðar. Mér líður eins og það hafi verið rétt ákvörðun en eins og flestir vita þá erum við fjölskyldan nýflutt tll Íslands eftir 12 ár í útlöndum.Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur það bara verið svolítið erfitt, fyrir mig, sem er öðru vön. Ég hef kaffært mér í lífinu, vinn mikið, er að reyna að fóta mig með börnin í nýrri rútínu (mömmur skilja) … og stend í framkvæmdum. Þetta hefur bara tekið svolítið á og það má segja það upphátt. Ef ég útskýri tilfinninguna þá mætti kannski orða það sem svo að ég sé í fyrsta sinn með smá heimþrá .. í gamla lífið mitt í útlöndum, þar sem er ekki þetta auka áreiti sem fylgir með á Íslandi.

Hæ úr háloftunum ..

Hér erum við tvíeikið á leiðinni til gamla heima í smá danska tilveru, ég ætla leyfa Gunnari Manuel að hitta dönsku vini sína. Mér fannst tímasetningin góð því ég var hrædd um að ef of langur tími myndi líða væri hætta á að hann yrði feiminn að tala tungumálið. Æ ég held bara að þetta hafi verið hárrétt á þessum tímapunkti.

Þegar ég sagði Manuel frá áformunum í gær og fékk viðbrögðin: “Mamma ég fer bara næstum því að gráta, ég er svo glaður” þá fékk ég frekari staðfestingu á því. Mömmu molinn saknar líka þó hann sé líka afskaplega ánægður á Íslandi. Mér finnst svo gott að sýna honum strax að það sé hægt að fljúga yfir hafið og heimsækja. Hann er allavega voða ánægður með mömmu sína núna og mér finnst hann besti ferðafélaginn. Við hlökkum til að anda í meiri slökun en hefur verið síðustu misserin. Njóta samveru og fá smá sól í kinnarnar – og ekki síður í hjartað.

Sjáumst fljótt aftur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PRJÓNUÐ PILS

LANGARTREND

Prjónuð pils verða áberandi í vetur. Flík sem auðvelt er að dressa upp og niður eftir stað og stund. Ég er sjálf að leita mér að einu slíku sem ég myndi para saman við einfaldann stuttermabol og sneakers á daginn og skipta yfir í hæla þegar fer að myrkra.
Hér að neðan eru fjögur flott sem heilla mig í augnablikinu. Steldu stílnum –

Jacquemus 

Lindex (væntanlegt)

Fendi

Monki

Happy shopping.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LITAKORT BYKO – BASIC ER BEST

BETA BYGGIRHOMESAMSTARF

 

Ný og fersk málningadeild hefur opnað í Byko Breiddinni, ég  mæli með heimsókn! Þar má þessa dagana fá liti úr persónulegum litaspjöldum, meðal annars frá undirritaðri. Þetta verkefni kom til mín á hárréttum tíma og ferlið hefur verið einstaklega skemmtilegt.

LESIÐ LÍKA:  BETA BYGGIR

 

Þegar ég bjó til litaspjaldið fannst mér lykilatriði að búa eingöngu til liti sem ég myndi sjálf velja á mína veggi. Ég vann út frá setningunni Basic er best, mantra sem ég hef í gegnum tíðina miðlað til ykkar hér á blogginu. Ég hrærði því saman mína liti með áherslu á einfaldleikann og er afskaplega ánægð með útkomuna, hún er jú nokkuð basic, nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Hvítur eða Hvítur? 

Mig grunaði ekki hversu erfitt væri að velja hvítan lit þegar ég fór af stað að velja málningu fyrir nýja heimilið okkar. Fyrsta ferðin í litavali á veggina var því þrautinni þyngri, verkefnið var að finna hinn “fullkomna” hvíta lit með smá tón. Eftir ótal ferðir og litaprufur vonast ég til að hafa auðveldað ykkur þennan þátt. Með góðri hjálp frá Einari, frábærs starfsmanns Byko á Granda, fundum við tvo fallega hvíta liti, annar með brúnum tón og hinn gráum. Ég mæli því með að taka prufur af  Hvítur Svanur (brúnn tónn) eða Hvítur léttskýjaður (grár tónn) áður en þið prufið nokkuð annað ;)

Í litakortinu vann ég út frá skjannahvítum glans sem teygir sig í tvær áttir – brúna og gráa. Mildir og fallegir litir sem ég myndi velja á veggina heima hjá mér og tóna eintaklega vel við hvítan glans á t.d. gluggum eða listum. Út frá þessum hvítu tónuðu litum skapaði ég einnig sterkari á sömu nótum. Kaffi með klökum er uppáhalds blandan mín þar sem innblásturinn kemur að sjálfsögðu frá Sjöstrand morgunbollanum mínum. Grár hversdagsleikinn er síðan í sama takti en í grárri átt.

Fyrir þá sem vilja örlítið meiri liti í lífið þá náðum við að skapa hinn fullkomna ljósbláa lit úr uppáhalds vintage gallabuxunum mínum og kölluðum hann 501 Blár. Samhliða skapaði ég Fanø grænan, sem dregur nafn sitt af danskri eyju sem ég sakna svo – þar eru fallegir litir hvert sem auga eygir og ég er svo ánægð með þennan tón sem við náðum í græna litnum. Ég ætla að finna góðan stað fyrir litinn á mínu heimili.

 

EG LITASPJALD FYRIR BYKO

Hvítur hvítur (listar – gluggar – glans) – nafn á lit: Kópal perlulakk 80 

Hvítur svanur
Hvítt er ekki það sama og hvítt, ég komst að því þegar ég hófst handa við að velja hinn fullkomna hvíta lit á alrýmið heima hjá mér. Nafnið sem ég vel á litinn kemur frá svana fjölskyldu sem ég fylgdist svo vel með á hálftíma hringnum mínum á hlaupum í Danmörku. Fólk sem fylgir mér á IG veit vel um hvaða fjölskyldu ræðir.
Þetta er hvíti liturinn sem ég mæli með sem fyrstu prufu á vegginn heima hjá þér, ég held að þú verðir ekki svikin. Þó liturinn sé hvítur þegar heildin er skoðuð þá er smá hlýlegur tónn í honum sem ég er svo ánægð með.

Hvítur léttskýjaður
Klassískur hvítur litur með gráum og kaldari tón. Fyrir þá sem vilja leggja leið sína í átt að gráum lit frekar en brúnum.

Kaffi með klökum
Kaffi með klökum er innblásin af lit sem við vorum með í stofunni okkar í Danmörku og fylgjendur mínir spurðu endalaust um. Við fórum þó í aðeins dempaðri útgáfu af honum sem heppnaðist frábærlega. Við völdum hann á herbergin okkar á nýja íslenska heimilinu. Liturinn minnir á gott ískaffi með mjólk og klökum. Þó ég hafi valið að mála herbergin með honum þá er hann einnig kjörinn á stofu eða alrými.

Grár hversdagsleiki
Nafnið? Já ég veit, haha  .. en ég lofa að hann er æði og einmitt frískar upp á gráu dagana.
Grár hversdagsleikinn er tímalaus og klassískur litur sem passar einstaklega vel á móti hvítum léttskýjuðum. Liturinn gefur fallegan kaldan tón sem margir leita eftir í vali á veggi heimilisins. 
501 blár 
Liturinn er unnin út frá uppáhalds Levis vintage buxunum mínum. Þetta er ljósblár litur sem er ekki of væminn (mér fannst það mjög mikilvægt!) heldur nær dýpt sem lifir lengi – passar vel í barnaherbergið en líka í eldhúsið, það mun koma ykkur á óvart. Mér finnst 501 blár passa einkar vel á móti litnum Súkkulaði úr litalínu Andreu.

 

Fanø grænn 
Þeir sem hafa fylgst með mér lengi vita að ég tók ástfóstri við litlu rómantísku eyjuna Fanø sem var staðsett stutt frá danska heimilinu mínu. Litapallettan í náttúrunni þar var einstök og í rauninni efni í heilt litaspjald. Þessi græni var mikilvægur að mínu mati að hafa með. Ég er svo glöð hvað við náðum honum góðum – ólífugrænt en samt eins og íslenski mosinn.

HÉR MÁ FINNA ALLAR UPPLÝSINGAR UM LITAKORTIÐ MITT HJÁ BYKO

Hlakka til að fylgja þessu skemmtilega verkefni eftir. Merkið mig endilega á Instagram ef þið veljið liti úr kortinu á ykkar heimili, myndi gleðja mig mjög að fá að fylgjast með því. Léttir og réttir tónar fyrir mismunandi svæði heimilisins.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: FRIYAY

DRESS

Mér finnst rigningin góð? Hún er ágæt af og til en jahérna hvað Reykjavík er að bjóða okkur upp á grátt og gremjulegt veður þennan daginn og næstu  daga miðað við veðurspá. Þessu þarf ég að venjast, það er á hreinu.

Jakki: Vintage, Peysa: Lindex, Buxur: AndreA (væntanlegar), Skór: BilliBi/AndreA skóbúð

Á gráum dögum dreg ég  fram litrík klæði. Það gerir helling fyrir sálina.

Eigið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GRÁTT EN GEGGJAÐ GETAWAY

LÍFIÐPERSÓNULEGTSAMSTARFTRAVEL

Ég held áfram að elta ´úti á landi orkuna´ alltaf þegar ég kemst frá hraðanum í borginni. Mér finnst þetta snúast um að gefa sér tíma til að hlaða batteríin, líka þá daga þegar maður heldur að það sé ekki í boði. Ef maður lætur ekki verða af smá fríi af og til þá frekar lendir maður á vegg síðar – ég finn að ég kem ferskari til leiks þegar ég slekk aðeins á hausnum og endurhleð af og til. Það hefur verið mikil keyrsla á okkur í vinnu og framkvæmdum  síðustu vikurnar en þennan sólahring um helgina fullnýttum við vel í útiveru, góðan mat og dásamlega samveru með vinum. Mæli með að passa upp á sig með þessum hætti –

 

Check in ..

Takk fyrir að taka á móti okkur (samstarf) Seljalandsfoss Horizons, meðmælin um þennan stað fengum við frá fylgjendum mínum á Instagram sem greinilega eru með hlutina á hreinu. Þetta var fullkomið fyrir tvö pör í barnlausu fríi en ég væri líka til í að upplifa það að koma með krakkana – góð hönnun á litlu húsi sem rúmar fjóra mjög vel.

Fjögur sem dýrka að ferðast saman .. oftast eru blessuð börnin með í för en ekki í þetta sinn  ..

Seljalandsfoss og ekki var xxx síðri (staðsettur nokkrum metrum frá)

Elísabet the explorer ..

Late dinner – basic er best.
Rucola, avókató, kjöt, góð olía og góður parmesan

Sundays .. ☕️

Aftur, basic er best: Egg, beikon og hrein grísk jógúrt með ferskum jarðaberum – mmmm…

Sunnudags-sund-sprettur – fyrsta sinn hér og elska það  .. 

Niceland.

Bolli fyrir brottför ..

Tími til að kveðja. Herbergi með útsýni.

Orka. 


Mæli með að gefa sér sólarhring í svona – mitt G vítamín, engin spurning.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram