DRESS: WEEKDAY PRE OPNUN

DRESSSHOP

Færslan er unnin í samstarfi við Weekday á Íslandi

Út á náttfötunum enn einu sinni? Neii .. bara ég í nýjum mátunarklefa í Weekday Smáralind í gærkvöldi. Ég mætti að sjálfsögðu í viðeigandi klæðnaði frá toppi til táar:


Skyrta: Weekday, Buxur: Weekday, Veski: Weekday, Skór: Vagabond/Kaupfélagið 

Persónulega kaupi ég mest af basic klæðnaði í Weekday. Verslunin er þekkt fyrir mjög gott gallabuxna úrval og þeir stuttermabolir sem ég hef keypt þar í gegnum tíðina eru í notkun í mörg mörg ár. Undirfataúrvalið hentar mér og ég mæli með að þið gerið ykkur ferð til að kanna hvort þið séuð sammála.

Þið sem ekki þekkið til verslunarinnar þá er hún sænsk undirkeðja H&M Group, tískumerki sem sækir innblástur sinn til ungmenna og götutísku. Í dag má finna verslanir Weekday í tíu löndum og á nítján markaðssvæðum en markmið Weekday er að bjóða upp á einstaka hönnun og framandi úrval af dömu – og herra fatnaði sem og fylgihlutum.

Þessar Trendnet stöllur voru hressar á Instagram story í gærkvöldi þegar þær tóku út búðina. Eru ekki allir að fylgja Trendnet á Instagram? HÉR 

AndreA – Elísabet – Hildur SifSigríðurr

Verslunin opnar dyrnar í Smáralind klukkan 11:00 í dag. Fyrstu 100 sem versla fá 40% afslátt af kaupum og 20% afsláttur verður veittur alla opnunarhelgina. Meira: HÉR

xx,-EG-.

STÍLLINN Á INSTAGRAM: WEEKDAY GIRLS

STÍLLINN Á INSTAGRAM
FÆRSLAN ER UNNIN Í SAMSTARFI VIÐ WEEKDAY Á ÍSLANDI

Ég er svo heiluð af þeirri hugmynd að Weekday hafi ákveðið að nota íslenska áhrifavalda, íslenskan ljósmyndara og almennt íslenskt tískuteymi í sínum fyrstu birtingum fyrir verslunina hérlendis. TrendNÝTT birti myndirnar HÉR í gærmorgun af ungum Instagram skvísum sem passa vel undir Weekday ímyndina.

Þær Alma Dögg, Eyrún Björk & Karitas Spano gripu auga mitt og ég fékk að kynnast þeim betur, eins og gefur að skilja eru þær allar mjög virkar á Instagram og passaði því vel að blikka þær í þann ágæta lið hér á blogginu.

Alma Dögg

Nafn: Alma Dögg Kristinsdóttir

Instagram: @almakristins

Aldur: 20 ára

Staða: Vinn í Trendporti þar sem ég sé um samfélagsmiðla. Einnig er ég stuðningsaðili á frístundaheimili. 

ALMA X WEEKDAY

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Það er erfitt að lýsa honum en myndi segja að hann væri mestmegnis blanda af vintage, grunge og street.

Áttu þér fyrirmynd?

@balencizara er í miklu uppáhaldi style-wise en annars er Vera systir mín helsta fyrirmyndin mín.

Mest notað í fataskápnum?

Líklegast leðurfrakki sem ég keypti í Hertex, passar við flest allt.

Á óskalistanum?

Verður að vera puffer jakki frá Jinu Kim eða @likeadrugg á Instagram.

Þín uppáhalds sumarflík frá Weekday?

Er mjög skotin í Minori leður jakkanum, góður fyrir sumarið á Íslandi.

Að lokum?

Mæli eindregið með að allir checki á Weekday, persónulega var ég mjög hrifin af swimwear campaigninu sem Sara S. Boljak sá um. 

Þau eru að gera svo góða hluti og hlakka til að fylgjast með framhaldinu.

______________

Eyrún Björk

Nafn: Eyrún Björk Jakobsdóttir

Instagram: @eyrunbjorkjakobs

Aldur: 20

Staða: Leikkona

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Svart og hvítt. 

Áttu þér fyrirmynd? Margot Robbie

Mest notað í fataskápnum? Tabi boots! 

Á óskalistanum? Heliot Emil Cross Body Bag

Þín uppáhalds sumarflík frá Weekday? Sundfötin

Að lokum? Takk fyrir mig

__________________________Karitas Spano

Nafn: Karitas Spano

Instagram: @karitasspano

Aldur: 21 árs

Staða: Var að koma heim frá París fyrir nokkrum dögum, þar var ég að læra Fashion Design, þannig núna er ég bara finna út hvað ég ætla að gera næst.

Hvernig myndiru lýsa stílnum þínum? 

Veit það í alvörunni ekki, 90% af fataskápnum mínum er vintage. Elska að mixa ólíkum hlutum saman. Myndi ekki segja að ég tileinkaði mér einhvern sérstakan stíl, bara klæði mig eftir því hvernig mér líður og vil alltaf vera þægileg. En ´at the moment´ er ég mikið ´inspired´ frá 2000s tísku. 

Fyrirmynd:

Á enga sérstaka fyrirmynd, eyði miklum tíma að skoða falleg föt og looks á Instagram og Pinterest og fæ hugmyndir út frá því. Reyni líka að búa eitthvað til og breyta fötum sem ég á, í staðin fyrir að kaupa alltaf nýtt. 

Mest notað í fataskápnum? 

Mjög breytilegt hvað ég held mest upp á, tek tösku, skó og jakka tímabil en einmitt núna er ég mikið fyrir að finna ódýr vintage boots í allskonar litum og týpum og nota þau hversdagslega við gallabuxur og hettupeysu eða oversized jakka

Á óskalistanum? 

Það hlýtur að vera nýja týpan af Maison Margiela Tabi boots.

________________________

Takk fyrir spjallið dömur – áfram þið! Hlakka til að hitta ykkur í Smáralind í vikunni.

WEEKDAY opnar dyrnar í Smáralind á fimmtudaginn, 22.maí klukkan 11:00 – sjáumst þar!

xx,-EG-.

HATRIÐ MUN SIGRA

Fötin í færslunni eru gjöf og lán frá merkinu “AndreA”.

Það var gaman að fylgjast með Eurovision lúkkum helgarinnar sem mörg hver innihéldu leður og keðjur í margskonar útfærslum. Hatarar kveiktu einhverskonar BDSM trend í Íslendinga sem tóku þemað alla leið á laugardaginn – #hatridmunsigra
Ég hélt mig niðrá jörðinni en klæddist samt svörtu frá toppi til táar, með smá rómantík á tánum. AndreA er í heimsókn hjá mér í Danmörku og ég rótaði í töskunni hennar (sorry Andrea) eftir nýjum topp við buxurnar mínar sem ég hef ofnotað í marga mánuði, líka úr hennar hönnun. Buxurnar eru ennþá til og toppurinn kemur í sölu, í nokkrum litum, núna í vikunni: HÉR

Sólgleraugu: WERA Stockholm
Glas: Frederik Bagger/Norr11
Toppur: AndreA
Buxur: AndreA
Belti: &OtherStories
Skór: H&M

Við buðum íslensku handboltafjölskyldunni í Eurovision partý, planað með engum fyrirvara og vá hvað var gaman! Veðrið hjálpaði helling en mikið sem það er yndislegt þegar hægt er að sitja úti svona langt fram á kvöld – allir nutu sín vel – börn og fullorðnir.

Það má eiginlega segja sem svo að hatrið hafi sigrað, ekki satt?

xx,-EG-.

ÁHRIFAVALDUR / FRÁHRIFAVALDUR

LÍFIÐ

Fráhrifavaldur? Er það eitthvað? Það er allavega orð sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og fók hefur verið að ræða á samfélagsmiðlum. Ég hef alltaf haft frekar sterkar skoðanir á orðinu áhrifavaldur og hlutverki þeirra og finnst því áhugavert að velta fyrir mér andstæðunni, fráhrifavaldur. Það gæti nefnilega alveg átt rétt á sér.

Mér finnst viðeigandi að koma með mína hlið á þessu máli nú þegar fólk er að velta þessu fyrir sér – bæði fyrir aðra áhrifavalda að lesa en líka fyrir lesendur að skilja. Ég gæti líklega skrifað langa bók en ætla bara rétt að fara inn á nokkur atriði á léttu nótunum.

Í dag eru margir sem falla undir orðið áhrifavaldurbloggarar, fyrirsætur, leikarar, íþróttafólk .. ég gæti talið endalaust. Mér finnst oft fráhrindandi, bæði á Íslandi og erlendis, þegar svokallaðir áhrifavaldar eru ekki samkvæmir sjálfum sér. Til að fá fólk til að trúa því sem þú segir verður þú að passa að fylgja eigin innsæi en falla ekki í gryfju gjafa og gulls ( munum að við erum á Íslandi – ekki mikið gull að finna í þessum bransa <3 )

Áhirfavaldar hafa svo sannarlega áhrif og það hefur margsinnis sýnt sig. Ég tek mark á þeim áhrifavöldum sem ég fylgi en ég vel mér líka fólk sem ég trúi og tengi við. Mér finnst neikvæðustu sögurnar um áhrifavalda koma upp þegar fylgjandinn fussar yfir því sem hann sá – við höfum öll val um hvað við horfum á, hverjum við fylgjum og það er mjög einfalt að setja bara unfollow ef þér líkar ekki lífið sem áhrifavaldurinn hefur valið sér.

Mér finnst líka mikilvægt hvernig auglýsingastofur og markaðsskrifstofur vinna. Gott dæmi er að ég sjálf fékk til dæmis þrjú mail í sömu vikunni (frá sömu markaðsskrifstofunni) um það að auglýsa þrjá ólíka drykki frá tveimur fyrirtækjum. Ég gat ekki hugsað mér að x væri uppáhalds drykkurinn minn einn daginn, y hinn daginn og svo z nokkrum dögum síðar – enginn græðir. Ég myndi missa trúverðuleika og fyrirtækið sömuleiðis. Ef ég væri að auglýsa drykk fyrir sjálfan mig þá væri það sódavatn (vann einmitt aðeins með Toppi á dögunum), kaffi (Sjöstrand að sjölfsögðu), rauðvín eða freyðivín (því það er nánast eina áfengið sem ég drekk, í hófi).

Þá er það líka mikilvægt að passa hvernig hlutirnir eru settir fram. Fara varlega í yfirlýsingar. það er ekki allt best í heiminum þó svo að við auðvitað tökum stundum þannig til mála. Ég man eftir því þegar ég fór í samstarf fyrir jólin með danska fyrirtækinu Tekla sem fæst í Norr11 – þar sparaði ég ekki stóru orðin en það kom virkilega frá hjartanu því ég hafði sjaldan verið eins ánægð með gjöfin sem var náttsloppur sem ég gaf líka einum fylgjanda. Ég hló að mér eftirá afþví að ég vissi upp á mig “sökina” að ég hefði kannski farið smá over the top með ánægjuna. En ég nota ennþá þennan slopp og elska hann ennþá jafn mikið, svo það er þá kannski í lagi ..

Ég hef alltaf verið meðvituð um það að með orðinu áhrifavaldur fylgir ábyrgð. Ég hef tamið mér nokkuð heilbrigðan lífstíl þó svo að ég fari ekki útí öfgar í neinu. Þá hef ég alltaf reynt að hvetja fólk til jákvæðni og að styðja sitt fólk, burt með öfundsýki og slæmt umtal. Síðan eru það litlu hlutirnir – t.d. tók ég snemma ákvörðun að birta aldrei myndir af sígarettum (hef aldrei reykt sjálf) eða “djammi” á bloggið mitt.

Hvað er þá fráhrifavaldur? Ég hef séð umræðuna um að ef viss manneskja auglýsir vöru þá sé það fráhrindandi fyrir vissa neytendur, ég er ekki endilega sammála því en dæmið sem ég nefni að ofan finnst mér geta verið fráhrindandi. Að sömu manneskjur lofi ólíkar vörur gegn greiðslu og fylgi ekki eigin sannfæringu.

Eins og ég sagði að ofan þá gæti ég haldið endalaust áfram…
Ég las t.d. grein um daginn sem fjallaði um að áhrifavaldar væru að eyðileggja tískuheiminn. Þannig væri tíska allt í einu byrjuð að snúast um hver gengi í dýrustu hettupeysunni með stærsta logo-inu. Þetta er stíll sem margir risa áhrifavaldar hafa komið á flug og má þar nefna frægasta tónlistarfólk og fótboltamenn heims (sem hafa gríðarleg áhrif á kauphegðun). Það er sko mikið til í þessu þó þetta sé kannski heldur hörð yfirlýsing.

Allavega … vangaveltur dagsins í boði mín.

Æ annars byrjaði ég vinnudaginn svo vel, annan daginn í röð, úti í garði með tölvuna í fanginu. Það eru þessir hlutir í lífnu sem veita manni ó svo mikla gleði í hjartað. Maður kemur samt færri hlutum í verk úti í sólinni sem er ástæðan fyrir þvi að ég er búin að færa mig inn þegar þessi færsla er skrifuð.

Góðar stundir.

xx,-EG-.

MAMMA

ALBALÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Til hamingju með daginn, allar mömmur.

Ég hef áður bloggað á mæðradaginn til dæmis HÉR og á dögunum skrifaði ég líka um það hvernig það er að vera mamma hennar Ölbu HÉR. Ég elska að það sé til dagur sem er tileinkaður þessu stóra hlutverki. Það er ekkert sterkara en mæðra ástin og ég þakka fyrir börnin mín á hverjum degi. Þetta er krefjandi hlutverk og stundum er erfitt að finna milliveginn í því að bera ábyrgð á þessum krílum á sama tíma og þig langar að sigra heiminn í einhverju allt öðru. Ég er ekki fullkomin mamma en ég geri mitt besta og reyni að leiðbeina rétt. Ég horfi upp til mömmu minnar, stjúpmömmu minnar og tengdamömmu minnar og tek það besta í þeirra uppeldi og nýti í mínu. Það er samt svo mikilvægt að minna sig á það að í uppeldi er enginn ein rétt leið og þú veist alltaf best hvað hentar þínu barni. Pössum okkur til dæmis á því að bera okkur ekki saman við aðrar mömmur á samfélagsmiðlum. Þó að börnin séu alltaf hrein og fín og prúð og góð á skjánum þá er það ekki raunin, alla daga, öllum stundum í daglega amstrinu. Ég tók þá ákvörðun að leyfa börnunum mínum að vera sýnileg á mínum miðlum en þar er ég ekki að mynda  þegar síðdegisþrotið kallar á okkur eða þegar það er matur út um allt og ég hef ekki komist í sturtu eftir ræktina … það er samt oft staðan hér, sem og annarsstaðar, ég stekk bara ekki til og næ í símann á þannig mómentum. Ég festi gullkorn á filmu því myndir eru minningar og það að hafa tækifæri á að skrifa litlar dagbækur hér eða á Instagram um lífið og tilveruna veitir mér ánægju. Mér finnst líka gaman hvað margir fylgjendur mínir virðast hafa gaman að því að komast svona nálægt persónulega lífi okkar – GM ofurkrútt á sína aðdáendur og það á Alba svo sannarlega líka.

Ó sú lífsins lukka að fá að bera titilinn, MAMMA.

 

Færslan átti upprunalega ekki að snúast um mikið annað en það hvað ég elska þessar myndir hér að neðan mikið, sem Saga Sig tók á brúðkaupsdaginn okkar Gunna síðasta sumar. Þetta eru eitt af sterkustu mömmu myndum sem ég á af mér sjálfri og mér þykir svo ótrúlega vænt um þær. Þetta er líka móment þar sem ég var næstum tilbúin (vissulega eftir að fara í kjólinn ..) og aðstoðardömurnar mínar báðu mig að slaka bara á og að þær myndu nú aldeilis sjá um að klæða drenginn. En þarna gat ég ekki hugsað mér að neinn annar nema ég fengi að klæða börnin mín. Ég var búin að hlakka svo til að leyfa þeim að taka þátt í deginum okkar. Alba var búin að vera með mér allan daginn en hann kom rétt í lokin, áður en að við héldum í kirkjuna.

 

Takk Saga, fyrir að fanga svona dýrmætt mömmu móment.

____

Gunni er ekki heima þessa helgina og við þrjú því búin að hafa það notalegt ein í danska kotinu. Að eiga sjálfstæða 10 ára dömu gerir heimilishaldið svo miklu einfaldara með einn kröfuharðann 3 ára snúð. Alba kann svo vel á bróðir sinn og er svo dugleg að hjálpa okkur pabba sínum í uppeldinu – við erum henni svo þakklát fyrir það. Auðvitað var ég, mamman, vakin með morgunmat á sunnudegi. Sundays .. er okkar uppáhalds hefð á heimilinu.

View this post on Instagram

 

Sundays .. ☕️ Mömmumolar græjuðu morgunmat fyrir mömmu sína á mæðradaginn. Heppin ég 🍀

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

 

Vonandi áttuð þið góðan dag <3 knús og kveðjur á allar mömmur dagsins. Þið eruð magnaðar, allar.

xx,-EG-.

SMÁFÓLKIÐ: ÞEGAR ÉG KLÆÐI ÞAU Í STÍL

ÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ
Fötin voru gjöf

Eins og þið flest vitið þá eru heil 7 ár á milli barnanna minna. Vegna aldursmunarins kemst ég sjaldan upp með að klæða þau í stíl. Alba (10) hefur sterkar skoðanir á sínu fatavali og ég reyni að leyfa henni það upp að vissu marki.  Við erum alls ekki alltaf sammála en það er partur af prógramminu held ég – mömmur tengja.

Ég var mjög glöð, að hún var glöð, með íslenska pocket kjólinn sem hún klæddist í stíl við bróður sinn í fermingarveislu fyrr í vor. Það er eitthvað svo sérstaklega sætt við það að klæða systkyni í stíl og þó að það séu mörg ár á milli minna barna þá kemst ég upp með það af og til.

Þessi samfestingur er auðvitað algjört æði!

Hattur: Petit (gamall), Sokkar: Petit, Skór GM: Vans, Skór Alba: Zara, Perluspenna: Glitter

Þið sem ekki þekkið brandið þá eru þetta föt sem stækka með börnunum – ég mæli með að kaupa stærra en minna og þá getið þið notað flíkurnar í mörg ár. Það er allavega reynslan á þessu heimili.

xx,-EG-.

 

AÐ FAGNA AFMÆLI Á MÁNUDEGI ..

LÍFIÐ

English Version Below

… er ekki alslæmt.

Blazer (uppáhalds flík í augnablikinu): H&M Trend, Buxur: Wrangler vintage, Skór: Zara

Ég vaknaði við börnin mín eldsnemma á mánudagsmorgni þegar þau færðu mér kaffibolla, afmælisgjöf og afmælissöng í rúmið áður en við héldum inn í daginn. Okkar leið lá í algjöra foreldra afslöppun og mikið dekur í boði betri helmingsins sem var óvænt í fríi frá æfingum á mínum degi. Það hefur verið á plani að heimsækja Comwell hótelið Kellers Park eftir að við keyrðum þar fram hjá fyrir nokkrum vikum síðan. Ég eyðilagði því smá “óvænta” bíltúrinn hjá Gunna þegar fyrsta spurningin mín var hvort við værum að fara þangað.


Það var að sjálfsögðu flaggað í morgunmatnum – mjög mikilvægur danskur siður.
Vinnudeit til hádegis – eftir að hafa borðað yfir sig var mjög ánægjulegt að sjá Mammoth stól frá Norr11 í betri stofunni – gæti vel vanist því að sitja í slíkum við vinnu alla daga.

Stuttur hádegishringur – mjög stuttur, við fundum þó brekkur sem gerði hann smá erfiðari. Gerist sjaldan í DK.

Wolford samfellan sést betur hér ..
Æi þetta var svo dásamlegur dagur. Við Gunni fullnýttum dekrið og hótelið bauð okkur í sérstaka slökunarmeðferð þegar ég sagði þeim að ég ætti afmæli (haha. um að gera að koma því að ;) )
Sundfötin voru afmælisgjöf sem ég opnaði fyrr um morguninn. Fást: HÉR í þremur litum. Frá Acne Studios.

//

Birthday on a Monday – not so bad. 
We went to Kellers Park spa located at Comwell hotel , about an hour drive from our home. Recommended!
Such a perfect start of the week. My swimsuit is from Acne Studios, find it HERE.

Takk fyrir mig elsku Gunni og takk öll kærlega fyrir kveðjurnar á mínum degi !! Þið eruð yndisleg.

xx,-EG-.

*ég tek það fram að við borguðum allt sjálf – hér er ekki um samstarf að ræða, annars hefði ég merkt það sem slíkt.
Þið spurðuð nokkrar að því á Instagram story. 

 

NÚMER TUTTUGU OG SJÖ

Hálsmenið var gjöf frá Andreu

#27

Gunni, betri helmingurinn minn á afmæli í dag, 4.maí. Þegar þetta er skrifað er ég nýkomin heim af hans síðasta leik á þessu tímabili. Leikurinn endaði með sigri með einu marki þegar minn maður skoraði úr vítakasti á síðustu sekúndunni. Ég snéri baki í völlinn þegar hann stóð á línunni, ég höndla ekki svona álag á meðan hann er hinn yfirvegasti inná vellinum.

Færslan átti þó ekki að snúast um leik dagsins heldur meira um hálsmenið sem ég hef borið síðustu vikurnar. Ég var nefnilega svo heppin að eignast lukkunúmerið mitt, 27, um hálsinn þegar AndreA byrjaði loksins að selja tölustafi á dögunum. Hún skyldi reyndar ekki alveg hvers vegna ég valdi þessar tvær tölur, 2 og 7, fyrr en að ég útskýrði fyrir henni að Gunni bæri þær á bakinu inná handboltavellinum. Gunni ákvað að taka upp númerið 27 þegar hann fór í landsliðið í fyrsta sinn því þá hafði hann spilað með 7 og síðar 20 á bakinu – við mixuðum því þeim tölum saman og tengjum sterkt við þáf síðustu – hún virðist virka vel.

 

Ég tel mig svo heppna að hafa tekið þátt í ferðalagi atvinnumannsins míns frá barnsaldri en það eru kannski ekki margir sem vita það að ég er mjög mjög inni í hans leik þó ég hafi sjálf aldrei spilað handbolta (smá skandall, hefði örugglega verið mjög góð ;) haha). Ég elska að mæta á alla leiki, sama hversu mikilvægir þeir eru, og mér finnst ég gera mjög mikið gagn – all in í hrópum og köllum “áfram mínir menn”!  Það er orðinn kækur hjá mér að halda um þau hálsmen sem ég ber hverju sinni – ég fikta í þeim af og til í þessar 60 mínútur. Það er því ennþá meira við hæfi að hálsmenið sem ég held um séu hans happatölur.

 

LOVE LOVE passar vel við nýju tölurnar mínar #27

Notes Du Nord sloppur & hálsmenin tvö

Wolford samfella & hálsmenin tvö

Til hamingju með afmælið elsku besti ferðafélagi, við erum saman í þessum boltaleik eins og öðru í þessu lífi.
Mæli með að tengja tölurnar við íþróttirnar sem þið eruð í eða makar ykkar. Meira HÉR

xx,-EG-.

DRESS x 3

DRESSMAGAZINE

Hún hlýtur að vera einstaklega hæfileikarík hin nýútskrifaða Berglaug sem tók myndirnar af mér fyrir Blæti, fyrir utan það hvað hún er líka bara yndisleg og þægileg að vinna með – mæli með henni. Myndirnar eru nefnilega æði þráttt fyrir að hafa verið teknar á mettíma rétt áður en ég átti flug frá Íslandi fyrr í vor. Það sem ég vissi ekki þegar á myndatökunni stóð var að ég var orðin veik af einhverri flensu. Ég skyldi ekki í því hvað mér var heitt og opnaði gluggana upp á gátt í stúdíóinu, eftir tökuna strönglaðist ég svo uppá flugvöll og í fluginu byrjaði ég í hita og kuldaköstum, heppin að vera með uppáhalds flugfreyjuna, hana systur mína innan handar. Ég verð svo sjaldan veik en ég man að ég hélt mér uppi á verkjatöflum útaf beinverkjum í þessari ferð … note to self, og ykkar: líkaminn vinnur að lokum!

Annars stíliseraði ég saman þrjú dress úr mínum fataskáp/ferðatösku og útkoman er þessi – ólík dress en öll svo næs að mínu mati og öll mjög mikið “Elísabet Gunnars”. Ég lagði þetta verkefni þannig upp vegna þess að blaðsíðurnar mínar voru undir kaflanum “karakter” í tímaritinu. Hér að neðan sjáið þið hvert dress fyrir sig.

Rósa María Árnadóttir er besti aðstoðamaður í heimi en ég vil helst ekkert auglýsa það neitt sérstaklega því ég þarf að halda í hana sjálf ;) auðvitað besta konan mín (margir halda að við séum systur) en líka klárasta mua, þó hún sé ekkert nema sjálflærð þá verð ég alltaf svo glöð þegar hún penslar á mér andlitið.

Jakki: Ganni x 66°Norður, Toppur: H&M Studio, Buxur: H&M Trend, Skór: Vagabond/Kaupfélagið

Blazer: Selected Femme, Buxur: Gamlar, Eyrnalokkar: Lindex, Skór: H&M 

Kimono: Notes du Nord / AndreA Hafnafirði, Hálsmen AndreA

Nóg af Blæti frá mér í bili en ég mæli með að allir skoði og tryggi sér eintak af tímaritinu þegar það fer í sölu strax eftir helgi. Þangað til getið þið “mætt” í útgáfuhófið með því að skoða myndir úr gleðskapnum HÉR og lesið mínar síður HÉR.

Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

BLÆTI TÍMARIT NR 3

DAGSINSLÍFIÐ

Ég er mikill aðdáandi tímaritisins Blæti sem ofurkonurnar Erna Bergmann og Saga Sig standa á bak við. Blæti kom út í fyrsta sinn árið 2016 og ég hef alltaf fylgst vel með, aðstoðað þær við að auglýsa verkefnið og svo auðvitað lesið það fram og tilbaka og geymi á stofuborðinu hjá mér (sjá fyrstu færsluna sem ég skrifaði um Blæti HÉR)

Mér þykir eiginlega ekki passa að kalla þetta tímarit því þetta er hin veglegasta bók. Tímarit/bók sem þú skoðar oftar en einu sinni, það samanstendur af tísku,list og menningu og þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi og kosturinn er að Blæti er líklega eins tímalaust og mögulegt er í svona útgáfu.

Það er nýja vinkona mín Kristín Lilja sem prýðir forsíðuna á þriðju útgáfunni sem inniheldur meðal annars viðtal við sjálfa Vigdísi Finnbogadóttur (næg ástæða til að fjárfesta!) sem settist niður með Álfrúnu Pálsdóttur. Í Blæti flettum við í gegnum nokkra flotta tískuþætti, íslenska og erlenda, lesum ljóð, fáum innblástur frá allskonar fólki og markaðsnördar (eins og ég) geta skoðað óhefðbundnar auglýsingar í allskonar listrænum formum. Undirliggjandi þema þriðja tölublaðsins er framtíðin og er tímaritið 400 blaðsíður.

Í gær beið ég spennt eftir mínu eintaki sem skilaði sér svo inn um lúguna hjá okkur í morgun – frábær tímasetning því það er íslenskur frídagur og ég ákvað að vinna heima í dag. Bolli og Blæti er útsýnið í augnablikinu og nei sko hver er hér .. ?

Myndir: Berglaug Petra (meira síðar)

Ég er stolt af því að hafa fengið að taka smá þátt í útgáfunni í ár undir síðunum “karakter”.  Lifum og lærum eftir orðunum hér að ofan, verum dugleg, jákvæð og góð! Þannig verða okkur allir vegir færir.

Ég vona að Blæti lifi að eilífu, held með þeim! Eigið góðan (verkalýðs)dag.

 

xx,-EG-.