fbpx

DRESS: HVAR ER GUNNI?

DRESSLÍFIÐ

Instahusband fær að vera með á myndinni hér að ofan, alveg óvart. Hvar er Gunni?

Ég elska þessa haustblíðu þó hún sé að koma mér á óvart, að ég fari út úr húsi í engri yfirhöfn passar ekki alveg í Danmörku um miðjan októbermánuð …. en ég er þakklát.

Ég pantaði þessa peysu á andrea.is í síðustu viku og hún kom á góðum tíma inn um dyrnar í byrjun vikunnar. Ég er búin að vera í henni í nokkra daga í röð þegar þessi færsla er skrifuð.

Ég kaupi mér alltaf föt sem ég tel mig geta notað í langan tíma. Ég gerði það ekki alltaf  “í gamla daga” en með aldrinum hef ég lært mikilvægi þess að velja vel þegar ég bæti í fataskápinn. Þetta dress er sönnun þess en hér er ég klædd í vintage Wrangler gallabuxur sem þið hafið oft séð mig í (enda 100 ára) og H&M STUDIO skó frá því í vor, svo dæmi sé tekið.

Spöng: AndreA, Peysa: AndreA, Buxur: Wrangler Vintage, Skór: H&M Studio, Taska: Balenciaga

Gleðilega sólríka haustdaga … sá að sama staðan er í Reykjavik í dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK: SUIT UP

DRESSSAMSTARF

Er ekki löngu kominn tími á dresspóst?

Þegar ég hef bara nokkrar mínútur til að finna þá leita ég oft í samstæður, í þetta sinn var það hvíta flauelsdragtin mín frá H&M. Ég fékk dragtina að gjöf í verkefni í byrjun september og þó ég sé bara að nota flíkurnar saman í annað sinn þá hef ég notað buxurnar endalaust stakar og jakkann af og til líka – greinilega góð kaup inn í haustið, þó þau séu hvít á litinn ;)

//

White on white is always a good idea, dont you think? I got this beautiful velvet suit from H&M earlier this autumn. Wore it this weekend on a beautiful day.

Spöng: Zara, SUIT: H&M, Skór: Bianco

xx,-EG-.

ELLEN LOFTS FYRIR VIRGIL ABLOH LÍNU IKEA

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

Ég hef áður sagt ykkur frá samstarfslínu Virgil Abloh fyrir IKEA , MARKERAD, sem væntanleg er í verslanir í haust, þar á meðal á Íslandi, vúhú. Það ríkir mikil eftirvænting eftir línunni sem við fengum loksins að sjá í vikunni þegar lúkkbúkkið var klárt til birtingar.  Myndirnar voru teknar af hinum vinsæla Rasmus Weng Karlsen og það er hin íslenska (!) Ellen Lofts sem sá um stíliseringu með Sigríði okkar frá Trendnet sem aðstoðarmann. 

Ellen, sem búsett er í Kaupmannahöfn, hefur unnið fyrir stærsu merkin hér úti siðustu árin og rennur tíska og trend í blóði hennar. Mér lá því forvitni á að vita hvernig hún horfir á samstarfslínu sem þessa en líka hvernig og hvar myndatakan fór fram. Heyrið hennar svör hér að neðan –

@ellenlofts

Hvernig myndir þú lýsa samstarfslínunni?
Finnst hún mjög skemmtilegt samsbil af skemmtilegri hugmyndafræði Vigil Abloh og klassískum stíl IKEA. Persónulega finnst mér þetta afar vel heppnað samstarf í alla staði.

Er mikill Abloh fílingur í vörunum að þínu mati?
Já hans hugmyndafræði er mjög ríkjandi og ég veit að hann fékk að ráða ferðinni að miklu leyti í þessu samstarfi, en auðvita hefur hann haft til hliðsjónar hönnunarsögu IKEA sem er sterk blanda af notagildi viðskiptavinarins og ákveðnri skandinaviskri klassík sem er án efa styrkleiki fyrirtækisins. Mér finnst hann hafa tekist vel til og um leið borið mikla virðingu fyrir því í þessu samstarfi. 
 
Hvar voru myndirnar teknar?
Myndinar voru teknar í yfirgefnu vöruhúsi rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Mjög skemmtilegt rými. Hús sem átti að rífa en er núna að fara að fá nýtt líf sem einn flottasti veitingarstaður í borginni. 

Uppáhalds vara? 
Það er klárlega græna mottann og síðan er ég mjög hrifin af speglinum – en langar samt eiginlega í allt :) 

Abloh hafði þetta að segja um samstarfslínuna, Markerad:
“I’m really glad that MARKERAD is now ready to meet with people and I look forward to see how these everyday objects will enter people’s homes and hopefully add an emotional value to them,” Abloh said in a statement. ”Because that has been the ethos of the whole collection. In the same way you might hang a piece of art work on your wall, art can bleed into objects like a chair, table or rug. That was my initial problem to solve when creating this collection together with IKEA.”
 


Eigið þið ykkar uppáhalds vöru í línunni? Ég hugsa að ég muni gera mér ferð í IKEA 1.nóvember, finnst þetta virkilega vel heppnað samstarf hjá þessum einstaklega ólíku aðilum, IKEA og ameríska listamannsins. 
Vogue birti myndirnar HÉR 
en við getum fundið fréttir af samstarfinu víða á veraldsvefnum þessa dagana.
Ljósmyndarinn er Rasmus Weng Karlssen 
Model : Max  & Sophie frá Scoopmodels
Stílisti: Ellen Lofts
Aðstoðarmaður stílista: Sigríður
xx,-EG-.

DRESS: BLEIKA EÐA BLÁA LIÐIÐ?

DRESS

Þó ég sé vissulega í bláa liðinu …  Áfram Gunni! ;)
.. þá er ég í bleika liðinu í október .. Þið líka?

Ef þið eruð ekki fyrir bleikt .. þá bið ég ykkur samt um að finna til bleika sokka, fylgihlut, eitthvað smá bleikt, bara á morgun, föstudaginn 11. október. Þennan eina dag biður Krabbameinsfélagið um aðstoð við að lýsa upp skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við verðum nú að svara kallinu – það er það minnsta sem við getum gert.

Hér að neðan var ég óvart í bleiku, á handboltaleik hjá mínum manni og mínu liði í síðustu viku. Ég var nánast jafn sveitt og leikmennirnir þegar þessi mynd er tekin eftir mjög spennandi leik. Ég lifi mig svo sannarlega inn í þessa íþrótt og læt alveg í mér heyra í stúkunni – annars er þetta ekkert skemmtilegt ;)

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir um skyrtuna sem er ný frá Zöru og ég held hún komi í nokkrum litum. Hún er allaveg mjög góð í sniðinu og ég er strax búin að nota hana fullt. ? Get mælt með henni.

 

Buxur: Wrangler vintage, Skyrta: Zara, Taska: Balenciaga, Teygja: AndreA, Skór: Bianco (gamlir) 

Það eru vissulega til betri myndir af okkur hjónum …. en þessar verða að duga.

Ekki gleyma að fjárfesta í bleiku slaufunni: HÉR
Sjáumst í bleiku á morgun!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

ÞAÐ VAR VIRGIL ABLOH SEM HANNAÐI BRÚÐARKJÓL HAILEY BIEBER

FASHION

Trendnet sagði okkur frá brúðkaupi þeirra Hailey og Justin Bieber sem fram fór í síðustu viku. Það sem vantaði í þá frásögn var hverju hjónakornin klæddust? Ég beið spennt eftir þeim spennandi upplýsingum þangað til í gærkvöldi þegar þau leystu frá skjóðunni. Það var nýbakaða brúðurin Hailey Bieber sem birti myndir og upplýsingar um kjólinn á Instagram aðgandi sínum með þessum orðum:

@virgilabloh thank you for making my vision come to life and creating my dream dress. You and your @off____white team are incredible and I’m forever grateful I got to wear your beautiful creation. ❤️


Franski hönnuðurinn Virgil Abloh hjá OFF WHITE (!)
hannaði brúðarkjólinn í samstarfi við Haily sjálfa og útkoman er dásamleg. Bróderaði textinn setur punktinn yfir i-ið, “Till death do us part”  .. svo fallegt.

“Last Monday was the most special day of my life”

Solow & Co hringir á hjónunum

“9.30.19”

Virgil fylgdi fréttunum eftir á sínum Instagram miðli með teikningu af kjólnum áður en hann varð til – sjáið þið þessa fegurð!!

Æ ekkert er fallegra en ástfangin geislandi brúður og þessi kjóll gefur manni smá extra hlýtt í hjartað.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: HELGIN Í HNOTSKURN

LÍFIÐ

Ahh .. ég er svo endurnærð eftir þessa vel nýttu fríhelgi með drengjunum mínum. Gunni fékk óvænt helgarfrí eftir sætan sigurleik á fimmtudaginn og við vorum fljót að pakka ofan í tösku og koma okkur af stað í smá bíltúr. Fyrsta stopp var Kastrup þar sem Alban fékk að kveðja okkur og hoppa yfir til Kristianstad að hitta gömlu vinkonurnar í gamla heima – dýrmætt fyrir hana. 

Ég og mínir menn fullnýttum sólahring í Kaupmannahöfn með allskonar dagskrá og þaðan lá leiðin svo yfir til Malmö þar sem við sváfum seinni nóttina.

KÖBEN:

Albert og Lóa eigendur Lindex á Íslandi og í Danmörku

Það var svo ánægjulegt að ná að vera viðstödd þegar Ísland opnaði fyrstu Lindex verslunina í Danmörku. Það eru þau Lóa og Albert sem opnuðu dyrnar fyrir mjög kaupglöðum Dönum sem fylltu verslunarmiðstöðina tveimur tímum fyrir opnun (!) Ég hélt svo innilega að þetta væri eitthvað séríslenskt dæmi að það myndist raðir fyrir utan opnun á nýrri verslun … en svo er sko aldeilis ekki raunin miðað við þá sturlun sem var í gangi þennan föstudaginn í Fields. Þið sem fylgið mér á IG sáuð það í beinni á story.

Til hamingju með farsæla opnun kæra fjölskylda. Gaman að hafa fengið að fylgjast með ykkur blómstra frá fyrsta degi í þessu ævintýri, þá selduð þið barnaföt í gegnum netið frá Halmstad.

Ég fékk fjöldann allan af fyrirspurnum um þetta sæta Lindex dress sem GM klæddist. Ég hef keypt sambærileg samstæðudress á börnin mín frá því að Alba var lítil, þar verður engin breyting á.

Gunnar Manuel elskaði þetta partý og spjallaði við flest það fólk sem varð á vegi hans, til að mynda Beggu frá Sahara sem leyfði honum að munda linsuna, hann dansaði svo við DJ Dóru Júlíu eftir að hann fékk óskalagið Senorita í spilun. Bara alveg eins og maður á að haga sér á viðburðum sem þessum. ;)
Ég sýndi sóma minn í því að klæðast Lindex peysu og buxum í tilefni af opnuninni. Tók því miður engar betri myndir.

Kaupmannahöfn tók svo fallega á móti okkur að þessu sinni og það var svo gaman að upplifa hana með “ekkert plan” … þeas ég er oftast að heimsækja höfuðborgina í miklu vinnustressi en að þessu sinni vorum við eingöngu að njóta lífsins. Tölvurnar okkar beggja voru þó með í för en ég notaði mína mjög lítið og þá bara þannig að það truflaði ekki notalegheitin.

.. Í besta leðurjakka ever! ala mín kæra AndreA – uppáhalds flíkin mín í augnablikinu.

GM MYNDAR MÖMMU

Ég bað ykkur að hjálpa mér á Instagram, að gefa mér tips um pizza stað til að heimsækja á föstudagskvöldið. Takk kærlega fyrir öll tipsin sem hrönnuðust inn. Gunni vildi heimsæja CANTINA sem er staður sem kom nokkrum sinnum inn í inboxið hjá mér í könnuninni. Gunni hefur borðað þar og vildi endilega að ég fengi að upplifa það líka og því fékk hann að velja úr kommentunum að þessu sinni. Pizzurnar eru æðislegar og ég get mælt með. Ég fékk þó smá leiðinlega upplifun af starfsstúlkunni sem talaði mjög niðurlægandi til mín – ég skil ekki fólk sem velur sér þjónustustörf en getur ekki bara verið ligeglad yfir það heila. Æ kannski leið henni eitthvað illa þennan daginn en ég tók það inná mig og við vildum ekki láta það skemma stemninguna svo tókum pizzurnar bara með okkur heim, sem var voða næs líka.

Æ sá dásemdar sólríki laugardagur! Ekkert plan, margir kaffibollar, róló og rölt. 


Ekki má gleyma hamborgarastoppinu sem við elskuðum mjög. Hafið þið ekki öll smakkað þennan sveitta en mjög svo góða Gasoline? Ég fékk mér Green burger sem var ótrúlega góður.

Kápa: Notes Du Nord 

Tár á hvarmi
G fyrir Gasoline eða G fyrir Green?

 

MALMÖ:

 

Sundays .. kannski ekki eins og ég er vön að njóta sunnudagsins þegar ég er heima en þetta var svo sannlega ekki verra. Vá hvað við fullnýttum mínúturnar og náðum að hitta marga góða vini á nokkrum klukkutímum. Gunni borðaði með okkur brunch en varð svo að vinna á meðan við GM röltum í bænum á milli búða og drukkum kaffi með elsku mæðgunum, Andreu og Aþenu Röfn. Við áttum eftir að hitta fleiri góða vini síðar sama dag.

Luna <3 Manuel segja foreldrarnir… engin pressa samt.
Það er mikilvægt að vinir mínir á meginlandinu viti af Sjöstrand í H&M Home concept verslunum – ánægjuleg nýjung.
Þessi náttföt stálu athygli minni hjá afgreiðslukassanum –
… ég myndi nota þau við hæla og rauðar varir frekar en á nóttinni undir sæng. Líka frá H&M Home.

Þessi vinkona er svo sannarlega í klappliði Konur Eru Konum Bestar. Hún er ein af mínum helstu peppurum og maður finnur það svo sterkt hvað hún heldur mikið með manni. Sem dæmi er hún hér klædd í KEKB bol vol3 en hún hefur keypt þá alla þrátt fyrir að búa í útlöndum. Það ættu allir að eiga eina Tinnu ;)

 

Það besta við daginn var að ég náði stuttu intervali á hótelinu áður en drengirnir mínir vöknuðu. Þannig byrja allir dagar betur. Arnhildur Anna orðaði það líka svolítið vel í færslu gærdagsins, hér.

Ég fer endurnærð inn í nýja vinnuviku. Takk sólargeislar fyrir að gera helgina enn betri.

Náði einhver lesandi að lesa í gegnum alla þessa langloku? High five fyrir þér sem komst í gegnum hana ;)
Ég náði ekki einu sinni að koma öllu að í færslunni en samt er hún orðin alltof löng.

Takk fyrir að fyljast með. Vonandi áttuð þið góðar stundir með ykkar fólki.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BLEIKAR KAUPHUGMYNDIR ÚR ÍSLENSKUM VERSLUNUM

SHOP

Ég held í vana minn og deili með ykkur bleikum kauphugmyndum í bleikum október. Ég hef verið að fá beiðni um að lesendur vilji fá oftar kauphugmyndir frá mér á blogginu og ætla þessvegna að reyna að verða við þeirri bón.

Margir gætu ætlað að bleikt væri erfiður litur að klæðast þegar við verðum svolítið grá á þessum tíma, sumarljóminn hverfur vissulega þessar vikurnar en við megum ekki vera hrædd við að klæðast litum þrátt fyrir það. Ég myndi para bleikt við brúna tóna og reyna þannig að falla inn í fegurð haustlitanna. Prufið endilega að leika það eftir.

Allar vörurnar hér að neðan fást í íslenskum verslunum. 

 

 

 1. Sokkar: Nors Projects // Húrra Reykjavik
 2. Pallíettu bolur: Íslenskt já takk frá Hildi Yeoman // YEOMAN Skólavörðustíg
 3. Bleiki sæti “pungur”: Lindex
 4. ROTATE kjóll: GK Reykjavík
 5. 66°Norður setur bleiku húfuna í sölu árlega í október, 1000 krónur af sölu hennar fer til Krabbameinsfélags Íslands. Fæst: HÉR
 6. Veljum bleikar rósir í tilefni af bleikum október. Ég kaupi mín blóm hjá 4 árstíðum þegar ég er á Íslandi.
 7. Ég elska danska merkið STAND official og hef áður komið því til skila á mínum miðlum. Þessi bleika kápa frá merkinu er algjört æði og fæst í GEYSI
 8. TEKLA ullarteppi: Norr11
 9. Adidas strigaskór með bleiku ívafi: Kaupfélagið
 10. Bleikar neglur frá Essie. Þessi litur heitir Lovie dovie og rennur 30% af veltu hans í október til Krabbameinsfelagsins.
 11. Habanera kjóllinn hennar Andreu er svo bjútífúl. Mæli með að velja bleikan en hann kemur í nokkrum litum. Fæst: HÉR

 

Happy shopping og góða bleika helgi  🖤

xx,-EG-.

RÓMANS Í REYKJAVÍK

LÍFIÐSAMSTARFTRAVEL

Ég gisti á hóteli í tvær nætur í Reykjavík á dögunum. Fyrsta nóttin var vegna vinnu en svo bauð hótelið mér að vera aðra nótt mér að kostnaðarlausu, sem ég þáði. Um er að ræða KEA hótel keðjuna sem opnaði EXETER á Tryggvagötu fyrir ekki svo löngu síðan.

Ég er algjör hótel “perri” og hér á meginlandinu hoppa ég gjarnan til og bóka herbergi þegar við eigum frídaga eins og þið vitið sem fylgist með mér á Instagram. Mér finnst hótelkostnaður vera þess virði að leyfa sér til að komast í slökun frá heimilinu af og til og eitt það mikilvægasta við mitt val er alltaf morgunmaturinn og ég gef gæðastimpil eftir því hvort það fylgi sloppur með herberginu haha. Á Íslandi er þetta engin undantekning, þar eigum við fjöldan allan af notalegum hótelum. Ég hef heimsótt þau nokkur og á mín uppáhalds nú þegar.

Eins æðislegt og mér finnst að eyða nótt á hóteli með fjölskyldunni þá elska ég líka þegar við Gunni náum nótt án barnanna. Við höfum til dæmis nokkrum sinnum skilið krakkana eftir hjá ömmum og öfum í Reykjavík á meðan að við við förum á deit annaðhvort rétt fyrir utan Reykjavík eða bara í borginni þar sem við leyfum okkur að vera túristar í eigin landi. Ég hef gefið slík tips oft áður hér á blogginu og mun halda því áfram. Reykjavík er auðvitað algjör snilldar borg og því um að gera að gera vel við sig þar eins og annarsstaðar. Í þetta sinn naut ég verunnar með vinkonu en ekki maka, það má líka.

Í samstarfi við KEA Hótel er ég að gefa gjafabréf á Instagram. Um er að ræða nótt fyrir tvo á Exeter sem felur í sér morgunmat (mæli með að rista súrdeigsbrauðið og setja á það rjómaost og sultu … við Rósa vorum að vinna með það) ásamt máltíð fyrir tvo á Le Kock sem er veitingastaðurinn á neðstu hæð hótelsins. Svo ef þig langar ekki útaf hótelinu þá þarftu þess ekki einu sinni ;) .. gufa, rækt og dásamlegt útsýni fylgir snyrtilegum herbergjunum.

 

Takið þátt í Instagram leiknum HÉR.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

VINNU ÚTSÝNI DAGSINS, WEARING ..

SHOP

Þið finnið mig hér í dag. Úti á svölum með tölvuna í fanginu, klædd í slopp af Gunna (semsagt, nenni ekki að klæða mig) en svo að sjálfsögðu í þessum skóm (!) haha. Það er nú bara föstudagur einu sinni í viku .. ;)

Mér fannst viðeigandi að sýna ykkur vinnu-útsýni dagsins fyrir þær sakir að skórnir eru frá KALDA og það er föstudagur. Vitið þið hvað það þýðir? Á föstudögum og bara á föstudögum opnar KALDA dyrnar á bílskúrssölu sinni á Ægissíðu þar sem má gera virkilega góð kaup. Ég hoppaði inn og keypti mér tvö pör á hlaupum þegar ég var á Íslandi á dögunum og var svo glöð með góða þjónustu að ég ákvað að minna ykkur á þetta íslenska leyndamáli á blogginu hjá mér, þó það sé nýlega búið að birta færslu um bílsskúrssöluna hjá Andreu HÉR fyrir áhugasama.
Ég var það mikið á hlaupum að ég tók nánast engar myndir, sorry. En skoðið KALDA betur HÉR


KALDA er á Ægissíðu 74 RVK – Opið alla föstudag 14-18

Góða helgi .. og happy shopping!

 

// Todays office view, wearing KALDA.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

UPPÁHALDS INNISKÓRNIR MÍNIR FÁ PROENZA SCHOULER MEÐFERÐ

FASHIONLANGAR

Eftir að hafa notað Birkenstock inniskóna mína í yfir 10 ár og aldrei meira en í sumar (fór gjörsamlega ekki úr þeim eins og glöggir IG fylgjendur mínir vita ..) þá gat ég ekki annað en gripið augun í þessa ágætu afaskó á tískupalli Proenza Schouler í Mílanó í síðustu viku. Um er að ræða samstarf hjá ítalska hátískumerkinu við þýska rótgróna skómerkið, Birkenstock. Að mínu mati er það mjög vel heppnað! Þessir eru væntanlegir næsta vor, SS2020 –

Birkenstock og Valentino gerðu svipað samstarf núna í sumar en það par heillaði mig ekki, fást: HÉR
Mig grunar að þetta sé það sem koma skal næstu árin hjá Birkenstock og ég tek því fagnandi ef svo er. Svona samstörf gefa öllum tækifæri á að eignast hátísku merkjavöru sem oftast er mun dýrari annars. Undirituð mun standa fyrst í röð eftir þessu pari, það er á hreinu.

 

Ég hef bara átt svarta basic Birkenstock í gegnum árin og notaði sömu í örugglega 10 ár áður en ég keypti mér aðra í neyð núna í sumar. Þessir númer tvö eru miiiklu þægilegri en fyrstu og ég elska elska þá! Er í þeim inni á veturnar (td núna þegar þessi færsla er skrifuð) og úti á sumrin hvort sem það sé á róló með smáfólkið mitt eða á tískuvikum haha (það var í fyrsta sinn núna síðast reyndar ..)

 

Eru fleiri en ég spenntir fyrir samstarfinu? Finnst það líklegt! Þegar fegurð og þægindi koma saman, þá er gaman.
Skórnir koma í karla og kvenna stærðum.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram