fbpx

HINN ÍSLENSKI GUD

Guðmundur Árni Andrésson er ungur Íslendingur á uppleið í útlöndum. Guðmundur er kallaður GUD í bransanum sem hann er ennþá að kynnast. Fyrirsætuferillinn byrjaði fyrir tilviljun í London og í dag er hann með samning hjá Men Acemodels Agency í London, Boom í Mílanó og hjá Two Management í Barcelona.
Það er svo skemmtilegt að fá sögur af ungu fólki strax í fyrstu skrefum á nýju tímabili í lífi þess. Ég hef trú á að við eigum eftir að sjá mikið af þessum fl0tta strák næstu árin –  stay tuned.


Kynnumst Guðmundi betur hér að neðan ..

Hver er Guðmundur Árni?

Ég er 19 ára Siglfirðingur, útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri í júní og flutti strax til Svíþjóðar. Í dag bý ég þó í Reykjavík þar sem ég vinn á leikskóla á sama tíma og ég kynnist nýju vinnunni minni sem módel.

Hvað ertu búinn að vera lengi í bransanum?

Ég skrifaði undir fyrsta módelsamninginn minn í London í september og fyrsta verkefnið mitt var í nóvember fyrir Replica.

Hvar og hvernig byrjaði boltinn að rúlla?

Ég var uppgvötaður í byrjun september 2019 þegar ég var í fríi í London. Ég var stoppaður af ljósmyndaranum   Katrhyn Younger þegar ég var á rölti á Oxford Street rétt áður en við áttum flug heim til Íslands. Hún spurði mig hvort ég væri fyrirsæta sem ég svaraði að sjálfsögðu neitandi og hélt reyndar að þetta væri bara einhver svindlari. Í kjölfarið kemur partnerinn hennar, Patrick, að mér og segir mér betur frá. Patrick á módelskrifstofuna Men Acemodels Agency í London, sem ég skrifaði undir hjá síðar. Eftir þetta Oxford rölt fór ég nú bara til Íslands og vissi ekki meira fyrr en ég fékk símtal og var boðinn samningur stuttu síðar.

Fyrsta verkefni?

Fyrsta verkefnið mitt var í London í nóvember en svo var byrjunin aðalega “test shoots” sem eru ógreiddar tökur, samvinna myndatökumanns og módels fyrir “portofolio”. Í byrjun desember var mér svo boðinn næsti samningur, í þetta sinn í Mílanó hjá Boom, þá áttaði ég mig á því að það væri kominn alvara í þetta.

Ég fór út til Milan 4. janúar og fór þar í ótal áheyrnarprufur, fór út snemma á morgnanna og kom heim seint á kvöldin. Það tók oft á að mæta í casting og heyra “perfect, thank you” því það þýðir lang oftast “nei”, en það er partur af þessu öllu. Maður verður bara að halda haus og mæta með sjálfstraust í næsta casting og ég var kominn með það hugarfar að fá alltaf nei, en svo einn daginn kíki ég í tölvupóstinn minn og sé að það er búið að bóka mig í sýningu (runway) daginn eftir. Ég gekk runway hjá Numero 00, það var mjög gaman, flott sýning og málstaður – eldarnir í Ástralíu. Ég gekk með Kóala bangsa á bakinu á sýningunni.

View this post on Instagram

Fw2020 ❤️🐨

A post shared by NUMERO 00 (@numero00) on

Í Mílanó gerði ég líka lookbook með SELF MADE, skotið nálægt Flórens, fallegt umhverfi og flott föt.

Vivienne Weswood !! Hvernig kom það til?

Í byrjun febrúar átti ég ferð til London sem átti fyrst bara að vera nokkrir dagar, ég ákvað að vera lengur til að reyna við casting hjá henni einu sönnu Vivienne Westwood !  Ég fór þangað og mátaði 3 lúkk og var nokkuð bjartsýnn um að fá þetta verkefni, svo liðu nokkrir dagar og daginn fyrir sýningu klukkan 21:00 um kvöld staðfestu þeir loksins við mig sýninguna, þetta var geggjuð tilfinning! Ég var mættur klukkan 6:00 morguninn eftir í undirbúning – hár og makeup. Það voru teknar myndir af mér í þremur lúkkum og svo var “presentation” þar sem ég stóð á kolli í klukkutíma á meðan blaðamenn og fleiri, skoðuðu og tóku myndir, Vivienne sjálf var á staðnum, ég fór heim klukkan 20:00 um kvöld, langur dagur sem gekk vel.

Skemmtilegasta verkefnið hingað til?

Ég hef mjög gaman af þessu almennt og þó verkefnin séu ólík þá er alltaf stuð. Ég verð samt að nefna Viviennne Westwood sem það skemmtilegasta hingað til.

Hvað er á döfinni?

Næstu verkefni sem ég veit af er að fara til London, Milan og vonandi Parísar í byrjun maí fyrir tískuvikurnar þar. Á Íslandi vinn ég síðan á leikskóla sem er einnig mjög gaman og gefandi – tveir gjörólíkir heimar.

Framtíðarsýn? Hvar verður Guðmundur Árni eftir 5 ár?

Ég ætla að reyna að halda áfram að sitja fyrir, eins lengi og ég get en líka finna út í leiðinni hvað ég vill læra í háskóla samhliða. Ef ég gæti stundað fjarnám og unnið meðhliða væri það frábært. Svo ætli draumastaða eftir 5 ár væri þá ekki búseta í New York eða París að módelast nokkuð stöðugt og á loka ári í háskóla.

Takk fyrir að leyfa okkur að kynnast þér Guðmundur Árni.
Áfram þú!
Áhugasamir geta fylgt honum á Instagram HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

ER SJÓSUND BEST Í HEIMI?

HEILSAHEILSA

Eitt af markmiðum mínum 2020 var að byrja að stunda sjósund. Vinkonur mínar sem lesa þetta hrista örugglega hausinn yfir því að ég sé að mæla með slíku því ég er algjör skræfa og fer t.d. aldrei í kalda potta eða slíkt. En það er eiginlega þess vegna sem ég er að skrifa þennan póst, fyrir fólk eins og mig sem horfir á hina og hugsar “vá hvað hann/hún er geggjuð að láta sig hafa þetta og gera það reglulega!”.

Ég manaði mig upp í ískalda dýfu í Noregi í nóvember og ég hef smá verið með það á heilanum síðan, langar svo að fara að stunda þetta meira. Ég hefði aldrei trúað því hvað svona kuldi gerir mikið fyrir mann, ég fékk bæði andlega og líkamlega vellíðan eftir þetta og svo var þetta einhvers konar pepp fyrir sjálfstraustið. Ég hugsa þó að ég verði alltaf að hafa heita gufu í nálægð eins og var í Osló. Það sem hentaði líka svo vel þar var að það var ekki aftur snúið þegar ég loksins lét mig hafa það að hoppa af bryggjunni (komin með fullt að ókunngum aðdáendum sem hvöttu mann áfram í fjarlægð … svo ég bara varð). Þegar upp var komið og inn í hitann þá fann ég endurhleðslu líkamans fara á fullt og trúði þá á það sem svo margir segja, að þetta sér best í heimi. Þetta eru að sjálfsögðu engin vísindaleg skrif hjá mér – en ef ég fæ svona tilfinningu þá er það nóg og það virkar fyrir mig.

When in Oslo  … þá mæli ég með KOK – sjósund og gufa með Óperu húsið sem útsýni.
.. og auðvitað bara almennt þar sem það er í boði. Hvar er besta aðstaðan á Íslandi?

Ég fékk nýlega að heyra að þetta væri í boði hér í Esbjerg, gallinn hér er þó að sjórinn er mjög grunnur langa leið og því þarf maður að ganga mjög langt í kuldanum áður en hægt er að taka dýfu. Ég er mjög svartsýn á að það henti skræfunni mér, held ég verði að geta hoppað útí en aldrei að segja aldrei.

Eyrnalokkar: H&M, Bikini: Acne, Sólgleraugu: Celine

Splass ..

Góða helgi … sjósund á planinu? Aldrei að vita!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

STUDIO SS20: MITT UPPÁHALD

H&MSAMSTARFSHOP

Ég er svo stolt af hlutverki mínu sem svokallaður STUDIO ambassador hjá H&M á Íslandi. Það felur í sér að ég hjálpa til við að kynna línurnar með versluninni. STUDIO kemur út tvisvar á ári (FW & SS) og ég hef keypt þessa línu í mörg mörg ár, löngu áður en ég samþykkti samstarf við sænska móðurskipið. Línan hentar mínum stíl mjög vel og því hikaði ég ekki eina sekúndu við að taka verkefnið að mér á sínum tíma.

Línan kemur í mjög takmörkuðu upplagi og hér á meginlandinu bíða margir á “refresh” við tölvuskjáinn til að ná vöru þegar þær detta í sölu. STUDIO línan er mesta “fashion” línan frá H&M og er sérstak teymi sem vinnur með línuna sem endurspeglar trend og strauma sem H&M stendur fyrir á hverju tímabili. STUDIO flík er því kannski ekki þessi hefðbundna H&M flík ef svo má að orði komast. Ég hef tvívegis staðið vaktina í Smáralind þegar línan mætir í hús og það er svo gaman að sjá að sömu andlitin mæta með bros á vör í hvert sinn. Það er viss hópur sem virðist finna sig í línunni og sífellt fleiri að bætast við – enda hágæða tíska á mjög sanngjörnu verði.

 

Áður en ég held lengra þá langar mig að koma því að í nokkrum orðum hvað heilindi í samskiptum skipta mig miklu máli í svona samstörfum og öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er svo þakklát fyrir Susann og Önnu Margréti og allt fólkið sem ég hef kynnst síðustu ár í samstarfi mínu við H&M – heiðarlegt og jákvætt fólk með gott hjartalag. Takk fyrir mig!

Anna Margrét, Susann, Kolla ..

Þessir vitleysingar, aldrei dauð  stund ..

 

 

STUDIO SS20

Mantra SS20 línunnar er frelsi. Innblásturinn kemur frá Gotlandi sem er sænsk sjarmerandi eyja sem er til dæmis þekkt fyrir brimbretta menningu en líka fyrir góðar gönguleiðir og fallegt landslag. Línan er bæði grófgerð og elegant, náttúruleg efni í bland við sérstæð hráefni líkt og glansandi metal og nútímalega aukahluti.
Lykilflíkurnar eru rafbleikur endurunninn pólýester kjóll, stuttur kalksteinslitaður hörjakki, víðar buxur, heklaðar peysur ásamt grófum leður öklastígvélum. Litapallettan samanstendur af skærbleikum, skærgrænum, dökkbláum og kremuðum tónum. Sjón er sögu ríkari en línan fer í sölu í H&M Smáralind klukkan 11:00 í fyrramálið, 20.febrúar.

Það var Alvin Santos sem tók þessar myndir af mér í mínum uppáhalds STUDIO flíkum í höfuðstöðvum H&M í Noregi

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ENGINN MASKARI Í JANÚAR

BEAUTYLÍFIÐ

Það virðist vera frétt út af fyrir sig þegar konur nota ekki maskara dags daglega. Undirrituð hefur unnið með það lúkk lengi og kann vel að meta. Þó ég sé mjög oft án maskara (eiginlega alla virka daga, allt árið um kring) þá ákvað ég viljandi að sleppa því alveg í janúar og ég setti svo í fyrsta sinn maskara á augnhárin þegar ég tók þátt í myndatöku núna fyrir helgi, þá kominn febrúar. Mér fannst ég reyndar voða skvís og alveg sérstaklega þar sem ég hafði svelt mig af maskara svo lengi … hin svokallaða maskara fasta :)
Mig langar alveg endilega að mæla með því við ykkur að prufa, ef þið eruð vön að nota maskara alla daga –

2020 myndir, flestar teknar í janúar og margar hafið þið séð áður ..

Með vs. Án maskara – bæði betra:

Án maskara ..

Með maskara ..

Ég fékk maskarann sem ég nota hér að ofan í  jólagjöf frá Chanel – tók hann úr kassanum við þetta tilefni.
Hlakka mjög til að sýna ykkur myndirnar sem koma úr þessari töku, vei!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

DRESS: BEIGE FRÁ TOPPI TIL TÁAR

DRESSSAMSTARF

Ég fékk mjög mikil viðbrögð við einföldu dressi sem ég klæddist í Osló í gær. Beige var það frá toppi til táar og þessi vorfílingur á Instagram fékk að fylgja .. það er alltaf sól þegar ég heimsæki þessar svalir!

Eins og þið vitið þá finnst mér við hæfi að klæðast í takt við verkefni hverju sinni. Ég valdi því að vera í öllu frá H&M á viðburði á þeirra vegum.

Þessar flíkur eru til í búðum nú þegar, en ég var samt sem áður að virða fyrir mér STUDIO línu verslunarinnar sem fer í sölu 20.febrúar, meira um það síðar.

Fylgdist þú með á Instagram story?

Örlítið þreytt kona á þessum myndum? Ég hef sofið lítið þessa vikuna en ætla að bæta úr því um helgina ..

Pleður skyrta: H&M, Toppur: H&M Trend, Buxur: H&M  Trend, Skór: Loewe

Ég mæli ekkert endilega með því að þið leikið lúkkið eftir akkurat í dag, bið ykkur heldur að grafa upp ullarsokka, kveikja á kertum, setja hárið upp í heimasnúð og njóta þess að eiga notalegar stundir í óveðrinu – æ það getur sko alveg verið notalegt!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BAUM UND PFERGARDEN NÆSTA HAUST

FASHIONFASHION WEEKHEIMSÓKNSAMSTARFSHOP

Færslan er unnin í samstarfi við Baum und Pfergarden á Íslandi

Það var svo gaman hvað þið voruð spennt fyrir heimsókn minni í sýningarherbergi Baum und pfergarden í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Ég elska að heimsækja og skoða fallegar flíkur í beinni og það er ennþá skemmtilegra þegar þið takið svona virkan þátt með því að senda mér línur á IG á meðan dvöl minni stendur. Fyrir ykkur sem misstuð af mér máta þá getið þið fundið heimsóknina í highlights HÉR

Cindarella story?

Þetta var mín fyrsta heimsókn í sýningarherbergi Baum í Kaupmannahöfn og tímasetningin var einstaklega skemmtileg, daginn eftir frumsýningu fatanna á CPHFW. Ég hafði setið og séð fyrirsætur ganga tískupallana í sömu fötum daginn áður og fékk svo að máta mínar uppáhalds flíkur strax í kjölfarið. Svo er það alltaf þessi blessaða bið …. allar flíkurnar hér að neðan eru að koma í sölu í haust, ágúst –  október. Ég hlakka svo til!

Þetta bláa sett greip augu mín strax ..

Vesti í öllum gerðum og litum .. 

Þessi yfirhöfn er mjög mikið Baum und Pfergarden ..

.. og það er til hattur í stíl. Langar!

Æi þessi drauma kjóll, sjáið hann líka í bláum lit neðar í póstinum ..

Þetta sett er efst á óskalista undiritaðrar, kemur líka í svörtu ..

Hnepptar peysur í miklu úrvali .. 

Þessi blái kjóll var vinsæll af Instagram fylgjendum mínum, kemur líka í hlébarðamunstri ..

Okkur yrði ekki kalt í þessari ..

Þetta vesti kemur líka sem úlpa en ég heillaðist sjálf af ermalausa lúkkinu, myndi klæðast því yfir létta jakka ..

Þessi gallaskokkur!!

Baumf und pfergarden á Íslandi er staðsett á Garðartorgi og ég hef reynt að heimsækja verslunina reglulega þegar ég er heima.  Hér í DK finn ég merkið til sölu í fallegustu tískuvöruverslunum og það verður alltaf betra eftir árunum sem líða.

Í færslunni finnið þið aðeins brotabrot af því sem koma skal og ég skal minna ykkur á þegar þetta fer í sölu .. ætli ég verði ekki fremst í röð, jafn spennt og ég var í þessari heimsókn.

Takk fyrir mig Baum und Pfergarden, miikið hlakka ég til haustsins!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@Baum und Pfergarden Ísland á Instagram

 

 

 

 

HILDUR VAR BEST KLÆDD AÐ MATI VOGUE

FÓLK

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann í nótt Óskarinn fyrst Íslendinga og þjóðin samgleðst svo innilega! TrendNÝTT sagði frá því HÉR. 

… en svo er það þetta! Hverju klæddist hún?

Hildur geislaði í svörtum síðkjól með áfestum steinum, frá Chanel. Svo glæsileg!!
Með lúkkinu komst Hildur á topp20 lista VOGUE yfir best klæddu stjörnurnar á Rauða dreglinum, ekki að undra.

Hér er Hildur ásamt eiginmanni sínum Sam Slater 

Ég var sammála topplista Vogue að einhverju leiti og birti því fleiri vel klæddast stjörnur hér að neðan, myndir teknar af sama lista –

Natalie Portman í DIOR

Natalie Portman notaði klæðnað sinn til þess að koma frá sér feminískri yfirlýsingu. Lesið meira: HÉR 

LÍFIÐ: SKÁL FYRIR ÞÉR

LÍFIÐ

Við erum komin á ellefta árið okkar í útlöndum og enn skrifar Gunni undir nýjan samning. Að þessu sinni hjá sama klúbb, Ribe Esbjerg, hér í Danmörku þar sem hann hefur spilað vel síðustu tvö árin. Við hlökkum til að halda áfram ..

Þið sem fylgist reglulega með vitið hvað handbolti spilar stórt hlutverk í lífi mínu, ég vil helst ekki missa af leik og get orðið ansi æst á pöllunum þegar minn maður er inná vellinum. Ég held að þetta væri ekkert skemmtilegt ef maður myndi ekki taka þátt í þessu með honum og þetta gæti eiginlega ekki virkað með fjölskyldu í útlöndum ef við værum ekki öll sátt með lífið og í sama liði. Við tökum að sjálfsögðu svona stórar ákvarðanir í sameiningu og skoðum allar hliðar málsins. Það er því alltaf  góð tilfinning þegar samningar komast á hreint, ákveðinn léttir að vita hvað verður. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt líf að lifa, stundum í óvissu um hvað gerist næst og maður hefur ekki beint stjórn á framhaldinu þar sem það eru svo margir hlutir sem spila inn. Sérstakt þetta faraldslíf!

Það var því tilefni til að skála í gær þegar búið var að skrifa undir pappírana. Ég er alltaf svo  stolt af þessum boltakalli mínum – gamli kallinn, kapteinn Gunnar er alveg með þetta að mínu mati!

Veitingastaður: Den Blå í Kolding – mæli með !

Skál fyrir þér beibí!


Við erum bara mjög ánægð með þessa ákvörðun og Gunni hlakkar til að taka þátt í uppbyggingu liðsins áfram, það er dejligt í Danmark.

Eins og ég sagði hér þá er svona atvinnumannalíf ekkert dans á rósum öllum stundum,  maður verður að minna sig á það og ágætt að segja það upphátt af og til. Það eru auðvitað kostir og gallar en við erum mjög ánægð við þetta litla Evrópu ferðalag okkar með fjölskylduna og sjáum ekki eftir neinu.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

DRESS: BASIC ER BEST

DRESS

Ætli ég sé ekki með ca 1000 pósta frá því ég byrjaði að blogga fyrir 10 árum sem innihalda fyrirsögn sem segir okkur að basic er best, þar verður heldur engin breyting á.

Við byrjuðum síðasta daginn á tískuvikunni á sænskum brunch en eins og þið vitið þá er hjartað mitt svo sænskt eftir að hafa búið þar samtals í 5 ár af okkar handboltaárum. Það var hin yndislega Hanna Stefansson sem hóstaði viðburðinn í samstarfi við Migliorini …. Ég klæddist:

Toppur/Slá: Stylein
Buxur: Monki (gamlar) 
Skór: Shoebiz Copenhagen/Kaupfélagið
Veski: BaumundPfergarden
Spöng:  Zara
Eyrnalokkar: Hildur Yeoman

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SJÁLFBÆR TÍSKUVIKA – ÍSLENSKA SWIMSLOW TÓK ÞÁTT

FASHION WEEKÍSLENSK HÖNNUN

Takk fyrir mig CPHFW að þessu sinni. Ég á eftir gera svo mörgu góð skil hér á blogginu og vona að þið hafið gagn og gaman af.

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er með stórtæk plön og ætlar endurhanna hátíðina. Brotið var blað við opnun hátíðarinnar í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var um þriggja ára aðgerðaplan í átt að sjálfbærni þar sem fatamerkjum og hönnuðum var gefin skýr skilaboð að sjálbærni sjónarmið væru skilyrði fyrir þátttökurétti. Það er mikil vakning í tískuiðnaðinu og er þetta gott frumkvæði frá stjórn hátíðarinnar, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu. 

Mér finnst þetta frábært framtak og tók greinilega eftir því að flest merkin eru þegar farin að vinna eftir þessum gildum og áherslum. Auðvitað er ekki allt sjálfbært í tísku í dag og bransinn hefur hlotið mikla gagnrýni, en allir eru að gera sitt besta og stefna í rétta átt – ég finn mjög greinilega og sterkt fyrir breytingum, hjá bæði hönnuðum og framleiðendum sem og neytendum.

Umboðs- og PR skrifstofan Migliorini Agency stóð fyrir sjálfbærri sölusýningu á tískuvikunni og við kíktum að sjálfsögðu við. Þetta var í fyrsta sinn á dönsku tískuvikunni sem að sérstök sjálfbær sýning er haldin og vakti það mikla athygli og lof sýningargesta. Um var að ræða nokkur merki sýndu undir sama hatti og þar á meðal var eitt íslenskt sem við vorum auðvitað voða stolt af að sjá.

Íslenska sundfatamerkið Swimslow, sem er hannað af Ernu Bergmann, er eitt af þeim merkjum sem tók þátt í sýningunni ásamt öðrum alþjóðlegum merkjum sem eiga það sameinginlegt að hafa sjálfbærni að leiðarljósi við hönnun og framleiðslu.

Þegar það kemur að sundbolum Swimslow er hugað að hverju smáatriði í framleiðsluferlinu, lögð er áherslu á að lág­marka áhrif á um­hverfið. Þráður­inn í efni sund­bol­anna er unn­inn úr úr­gangi, meðal ann­ars úr notuðum tepp­um og fiskinet­um sem er bjargað úr sjónum. Er þráðurinn bú­inn til í Slóven­íu með áherslu á lág­marks­áhrif á um­hverfið. Efnið í sund­bol­un­um er svo gert á Norður-Ítal­íu og er OEKO-TEX® vottað. Sund­bol­irn­ir eru svo saumaðir og fram­leidd­ir hjá litlu frá­bæru fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem er nokkra kíló­metra frá efna­verk­smiðjunni og þar ráða gæðin ríkjum. Sundbolirnir eru seldir í fjölnota pokum úr endurunnu efni sem að nýtist síðar í baðferðirnar, en auk þess eru þvottaleiðbeiningar inni í bolunum þar sem neytendur eru hvattir til þess að hugsa vel um flíkina til þess að ná hámarks endingartíma. 

(texti tekinn af heimasíðu swimslow)

Ég hef átt Swimslow sundbol frá því 2017, sama ár og að merkið var stofnað og ég ber hann stolt.

Áfram Ísland! Til hamingju Erna fyrir að hafa verið með í þessu græna stuði.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram