SMÁFÓLKIÐ: HAUST

ALBASMÁFÓLKIÐ

Það er mánudagur í dag og ég er ekki alveg tilbúin í nýja vinnuviku. Ég reyni þó að komast í gírinn með því að fletta í gegnum myndir frá stefnumóti helgarinnar við smáfólkið mitt. Við áttum ljúfar stundir þegar við heimsóttum gamlan hallargarð hér í nágrenni við heimili okkar. Ég var með myndivélina á lofti og náði að fanga falleg haustmóment sem ég deildi svo á Instagram í kjölfarið. Ég er í fyrsta sinn að gefa og gleðja á þeim ágæta miðli og er virkilega ánægð með þátttökuna. Kannski er þetta eitthvað sem maður á að gera meira af? Það er jú sælla að gefa en að þiggja og frábært að ég fái tækifæri á slíku.
Í þetta sinn eru það vinir okkar hjá iglo+indi sem gefa veglega inneign og það er greinilegt að ég er ekki ein um það að vera hrifin af þessu íslenska vörumerki sem gerir svo vel og stækkar hratt.

Ég elska að klæða mín börn í íslenskt þegar við búum erlendis. Ekki er það verra að flíkurnar frá iglo+indi eru framleiddar við bestu aðstæður með sjálfbærni að leiðarljósi. Allar flíkurnar eru úr lífrænni bómul sem börnin mín elska að klæðast – mjúkt og gott fyrir litla kroppa.
Kíkið endilega á Instagram myndina mína ef þið viljið taka þátt í leiknum. Ég dreg út heppinn fylgjanda á morgun, þriðjudag.

//

I had a weekend date with my kids while their dad was travelling with his teammates. I captured great autumn moments at a old castle garden close to our home which I shared with you on my Instagram account. I am, for the first time, hosting a give-away on my personal account and I am so pleased with all your comments – it’s always a pleasure to please others. The give-away is in cooperation with my friends at Iglo + Indi. It’s a big favourite in my children closet and I really love to dress them up in Icelandic design when living abroad. It’s also a big plus that their clothes are made from organic cotton and in their factories they ensure fair working conditions.

Please check out my Instagram account and leave a comment.

 

Alba er klædd í Black tulle dress og Lips sokka.
Manuel er í Caramel star samstæðudressi.
Fæst: HÉR
og frekari upplýsingar um leikinn: HÉR

Fallegi árstími og yndislegi staður.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GLEÐILEGA PÁSKA

ALBALÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Gleðilega páska kæru lesendur.
Ég er búin að eiga þá ósköp ljúfa með tærnar upp í loft þegar þannig liggur undir. Í dag klæddum við Alba okkur í stíl – páskasokkarnir í ár.
HÉR gaf ég gular kauphugmyndir þar sem ég leyfði sokkunum sætu að koma við sögu. Frá iglo+indi.

//

My and my daughter Alba are sock-sisters today, wearing these long ones from the Icelandic children brand iglo+indi. 
Happy Easter to all of you!

 

Vonandi hafið þið átt góðar stundir með ykkar fólki. Páskasunnudagur er betri en aðrir sunnudagar, það sannaðist hér í dag <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

ALBASMÁFÓLKIÐ

Processed with VSCO with b1 preset

Processed with VSCO with c1 preset
Ég hef átt 8 dásamleg ár sem mamma hennar Ölbu. Sú lukka sem það var að fá þessa óvæntu gleðisprengju inn í lífið okkar á sínum tíma. Um helgina fögnuðum við með íslensku íþróttafjölskyldunni og mín dama dressaði sig upp í íslenskt frá toppi til táar í sænsku veðurblíðunni.

//

8 years with our favorite Alba. We had birthday nr.1 with the Icelandic family in Kristianstad yesterday and birthday
nr.2 is scheduled tomorrow. Alba dressed up in Icelandic design (iglo+indi) for the big day – good choice :)

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset
Síðustu árin höfum við keypt hinar sívinsælu stafablöðrur, að þessu sinni valdi Alba 8 upplásnar hvítar blöðrur, sem “réðust á hana”  í myndatökunni fyrir mömmuna.

//

Happy.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TOPP15 hjá i+i

ALBASMÁFÓLKIÐ

Vinir mínir hjá iglo+indi báðu mig að velja mínar uppáhalds flíkur úr sumarlínu merkisins. Ég get með sönnu sagt að það var ekki auðvelt verk því það var um margt að velja. Við erum nokkuð tengd þessari línu eins og lesendur mínir vita en Alba okkar er ein af módelunum, sjá: HÉR

Topp 15 listinn inniheldur þær flíkur sem ég vil klæða mín börn í sumar. Allar eru þær frá SS17 línu merkisins. Þegar ég pæli í því þá er iglo+indi eina íslenska tískumerkið sem hannar vörulínur tímabilum – er það ekki rétt hjá mér? Þá meina ég vetur sumar vor og haust. Til fyrirmyndar á svo mörgum sviðum enda virkilega duglegar konur þar innanborðs.

//

One of my favorite brands in Iceland, iglo+indi, ask me to pick out my favorites. It was not a easy job but I decided to pick out the summer dress for my kids, 1 year old Manuel and 8 years old Alba. Hope you like it!

Finnið allar “mínar” vörur: HÉR

img_4158

 

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BAK VIÐ TJÖLDIN HJÁ ÍGLÓ+INDÍ

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég eyddi skemmtilegum degi með Ölbu um helgina þegar hún sat fyrir hjá igló+indi SS17. Myndatakan fór fram á tveimur stöðum, í 101 Reykjavík og í Heiðmörk. Það var hin danska Søs Uldall-Ekman sem tók myndirnar og ættu einhverjir að kannast við hana þar sem hún heldur úti einu vinsælasta barna vefriti í Danmörku um þessar mundir – The girls like rainbows. Stílisti var Erna Bergmann og Theodora Mjöll sá um hárið. Dásamlega Helga Ólafsdóttir lagði sitt af mörkum ásamt Karítas Pálsdóttir en saman mynda þær hönnunarteymi merkisins – toppfólk.

Ég lagði mitt af mörkum við að fanga stemninguna á bak við tjöldin hjá Ölbu Gunnars sem naut sín vel fyrir framan kameruna. Hér fáið þið að vera fluga á vegg –

DSCF9201 DSCF9204 DSCF9218 DSCF9221 DSCF9223 DSCF9178 DSCF9190 DSCF9192 DSCF9199 DSCF9153 DSCF9160 DSCF9173 DSCF9177 DSCF9142 DSCF9145 DSCF9147 DSCF9118 DSCF9119 DSCF9123 DSCF9124 DSCF9103 DSCF9109 DSCF9111 DSCF9112 DSCF9077 DSCF9080 DSCF9085 DSCF9098 DSCF9075 DSCF9076

Línan er ótrúlega vel heppnuð og ég er strax komin með nokkrar flíkur á minn musthave lista. Ég mun deila lookbook myndum þegar ég má en þar sjáum við betur hvað koma skal. Íslenskt fyrir smáfólkið okkar , eins og svo oft áður.

//

My daughter, Alba, had a photo shoot with one of my favorite children brand – iglo+indi. She was enjoying the day and having fun in front of the camera. That is also a point that I love about their brand, in their look books you can see that the children are having fun.
I look forward to show you the results. The photographer was the danish Søs Uldall-Ekman, she is running the most popular online magzine for children in Denmark  The girls like rainbows. Erna Bergmann was stylist and Theodora Mjoll did the hair.
If you like what you see – check out their website HERE.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #2

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

UPPFÆRT:

Takk allir fyrir frábæra þáttöku hér að neðan. Sem betur fer á ég eftir að gleðja tvisvar í viðbót! Ég vona að þið kíkið við næstu sunnudaga til að sjá hvað ég mun bjóða uppá í þau skiptin.

Hvar væri ég án random.org? Ég hefði aldrei getað valið sjálf úr öllum kommentunum. Úr hattinum komu þessar mæður hér að neðan.

Díana Gestsdóttir
7. December 2015
Fyrir hann, takk <3

&

Hólmfríður Magnúsdóttir
6. December 2015
Ég væri mikið til í pilsið og bolinn fyrir hana Apríl mína. :)

Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.
Takk allir sem tóku þátt að þessu sinni.

Gleðilegan annan í aðventu kæru lesendur …


Ég var tekin í danskennslu þennan morguninn þegar Alba mátaði fallegu nýju jólaslánna sem við fengum frá Ígló&Indí á dögunum. Það er ekki annað hægt en taka smá snúning í henni, eins og þið sjáið hér að ofan. Flíkin er gyllt og glansar og þið getið því ímyndað ykkur hvað hún hitti mikið í mark hjá heimasætunni. En mamman er ekki síður ánægð með flíkina sem setur punktinn yfir hvaða hátíðardress sem er.

image_2

 

Eins og kom fram fyrir viku síðan þá ætla ég að gefa gjafir á blogginu hvern sunnudag á aðventunni og í dag ætla ég að tileinka hana smáfólkinu með hjálp Ígló&Indí. Íslenska barnafatamerkið gaf út sérstaka hátíðarlínu eins og hefur tíðkast síðustu árin. Línan fór í sölu í nóvember og er því öll komin í verslanir eins og margir aðdáendur merkisins vita. Því miður er sláin að ofan uppseld en ég tók saman eitt jóladress fyrir dreng og eitt fyrir stúlku sem ég ætla að gefa eftir helgina. Ég veit og vona að margar mömmur gleðjast yfir því :)
Bolurinn og pilsið er komið í fataskáp Ölbunnar og bíður eftir jólunum en ég sé mikið notagildi í báðum þeim flíkum eftir hátíðirnar – það er tips sem er gott að hafa bakvið eyrað þegar við veljum jólaföt á börnin okkar.

jolig
Holiday collection 2015
_

Það eru sömu leikreglur :

1. Skrifa komment á þessa færslu: “Fyrir hann” eða “Fyrir hana” ?
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)

Ég dreg út 2 heppna vinningshafa á þriðjudagskvöld (08.12.15) –

Njótið dagsins –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SÆL Í SILFRI

ALBASMÁFÓLKIÐ

1376567600_811410-01anda_w0_h457_dope

Mín kona hefur verið sæl í silfri síðustu mánuði. En við keyptum þessa dásamlegu leðurskó í BíumBíum store á dögunum. Verslun sem bíður uppá fallega skandinavíska hönnun og er staðsett á Íslandinu góða.
Þeir eru frá danska merkinu En Fant sem gerir úrval af fallegum skóm á börn. Glæsilega silfurlitaðir sem sló svona líka í gegn !

DSCF7755DSCF7759image-4image-1

Kjóll: Ígló&Indí/gamall
Skór: En Fant, BíumBíum 

image-6image-2
Kjóll: H&M
Taska: Túlipop 
Skór: En Fant, BíumBíum

image-3image-5
Kjóll: Ígló&Indí
Leggings: H&M
Skór: En Fant, BíumBíum

photo 1-1photo 2-1
Bolur: Bob Reykjavik/Petit.is

Buxur: H&M
Skór: En Fant, BíumBíum


image
Bolur: Kenzo

Pils: F&F
Skór: En Fant, BíumBíum 

Það er alltaf jafn ljúft þegar við mæðgur erum sammála um klæðnað dagsins og með þessum skóm eru aldrei slagsmál á morgnanna. Allir sáttir, sælir og sætir.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BOB Á BÖRNIN

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSHOPSMÁFÓLKIÐ


bob111798528_10153151120537568_1489240642_nbob2

Jibbý! Þessu hafa margir beðið eftir. Bob bolirnir góðu eru loks komnir í sölu á börnin, þó í takmörkuðu upplagi svona fyrst um sinn. Bolirnir eru í sölu hjá henni Linneu á Petit.is og komu fram í búð um helgina.

Fyrstur kemur, fyrstur fær!

bob3photo
Þetta er Gunnar, 7 ára og Alba 6 ára. Þau eru bæði Bob-unnendur.

Bob-Barna-Bolirnir (hvað eru mörg B í því?) fást: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNDBOLUR Á SMÁFÓLKIÐ

ALBASHOPSMÁFÓLKIÐ

Ég keypti ekki mikið í Barcelona ferð okkar hjúa fyrr í sumar. En ég keypti smá pakka fyrir Ölbuna okkar + smávægilegt frá spænskum verslunum fyrir sjálfa mig. Eitt af þvi sem hefur verið mest notað er sundbolur fyrir heimasætuna sem keyptur var í barnadeild Mango. Ég var búin að leita að nýjum sundbol í langan tíma á Íslandi en án árangurs. Petit var með æðislegt úrval fyrr í vor en Linnea sagði mér að þeir hefðu selst upp á methraða. Ég fékk reyndar falleg bikini í Lindex en langði í sundbol á móti.
Sá sem ég keypti hefur vakið athygli en mér finnst hann sjálfri æðislegur. Myndin og litlirnir féllu í kramið hjá 6 ára snótinni og mamman er jafn glöð með útlið. Þá var markmiðinu náð …

image_3 image_26 imageimage_7
Ég finn hann ekki í sölu á netinu en hann var keytpur sem ný vara og ég heyrði af honum enn í sölu til dæmis á Spáni. Fyrir ykkur sem eigið leið þar hjá.

Frá: Mango

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: ZARA

ALBASHOPSMÁFÓLKIÐ

Eftir marga útsöludaga í verslununum þá fara haustvörurnar loksins að láta sjá sig. Zara hefur verið þekkt fyrir flotta tískuþætti sem sýna klæðin á betri veg tímabil fyrir tímabil. Að þessu sinni er engin breyting á en hér getið þið skoðað hverju við megum eiga von á á allra næstu dögum .. passið ykkur samt ef þið klikkið á linkinn. Það gæti orðið dýrt ;)

Ég var mjög hrifin af dömuklæðunum en þar hefur verslunin ekki tekið feilspor í lengri tíma.

.. Þó er ég eiginlega spenntari fyrir hautsinu í barnadeildinni en þessar myndir sýna hvað koma skal. Litir sem eru mér að skapi – blátt, orange og vínrautt í bland við svart og hvítt. Yfirhafnirnar eru æðislegar! Ég þarf að velja vel þegar ég skoða þær á slánnum fyrir mína stúlku. Þó er lítið komið nú þegar svo ég virðist þurfa að bíða örlítið lengur. Þessi er þó ansi fín og bætist aukalega við þær sem við sjáum að neðan. 

KIDS_08_1920 KIDS_07_1920 KIDS_06_1920 KIDS_05_1920 KIDS_04_1920 KIDS_03_1920 KIDS_02_1920 KIDS_01_1920

 

Ég veit að ágúst var bara að mæta á svæðið, en ég virðist þó strax vera reddý fyrir haustinu og þeirri ágætu rútínu sem því fylgir .. allavega mjög bráðlega. Þið líka?

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR