BAK VIÐ TJÖLDIN HJÁ ÍGLÓ+INDÍ

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég eyddi skemmtilegum degi með Ölbu um helgina þegar hún sat fyrir hjá igló+indi SS17. Myndatakan fór fram á tveimur stöðum, í 101 Reykjavík og í Heiðmörk. Það var hin danska Søs Uldall-Ekman sem tók myndirnar og ættu einhverjir að kannast við hana þar sem hún heldur úti einu vinsælasta barna vefriti í Danmörku um þessar mundir – The girls like rainbows. Stílisti var Erna Bergmann og Theodora Mjöll sá um hárið. Dásamlega Helga Ólafsdóttir lagði sitt af mörkum ásamt Karítas Pálsdóttir en saman mynda þær hönnunarteymi merkisins – toppfólk.

Ég lagði mitt af mörkum við að fanga stemninguna á bak við tjöldin hjá Ölbu Gunnars sem naut sín vel fyrir framan kameruna. Hér fáið þið að vera fluga á vegg –

DSCF9201 DSCF9204 DSCF9218 DSCF9221 DSCF9223 DSCF9178 DSCF9190 DSCF9192 DSCF9199 DSCF9153 DSCF9160 DSCF9173 DSCF9177 DSCF9142 DSCF9145 DSCF9147 DSCF9118 DSCF9119 DSCF9123 DSCF9124 DSCF9103 DSCF9109 DSCF9111 DSCF9112 DSCF9077 DSCF9080 DSCF9085 DSCF9098 DSCF9075 DSCF9076

Línan er ótrúlega vel heppnuð og ég er strax komin með nokkrar flíkur á minn musthave lista. Ég mun deila lookbook myndum þegar ég má en þar sjáum við betur hvað koma skal. Íslenskt fyrir smáfólkið okkar , eins og svo oft áður.

//

My daughter, Alba, had a photo shoot with one of my favorite children brand – iglo+indi. She was enjoying the day and having fun in front of the camera. That is also a point that I love about their brand, in their look books you can see that the children are having fun.
I look forward to show you the results. The photographer was the danish Søs Uldall-Ekman, she is running the most popular online magzine for children in Denmark  The girls like rainbows. Erna Bergmann was stylist and Theodora Mjoll did the hair.
If you like what you see – check out their website HERE.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #2

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

UPPFÆRT:

Takk allir fyrir frábæra þáttöku hér að neðan. Sem betur fer á ég eftir að gleðja tvisvar í viðbót! Ég vona að þið kíkið við næstu sunnudaga til að sjá hvað ég mun bjóða uppá í þau skiptin.

Hvar væri ég án random.org? Ég hefði aldrei getað valið sjálf úr öllum kommentunum. Úr hattinum komu þessar mæður hér að neðan.

Díana Gestsdóttir
7. December 2015
Fyrir hann, takk <3

&

Hólmfríður Magnúsdóttir
6. December 2015
Ég væri mikið til í pilsið og bolinn fyrir hana Apríl mína. :)

Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.
Takk allir sem tóku þátt að þessu sinni.

Gleðilegan annan í aðventu kæru lesendur …


Ég var tekin í danskennslu þennan morguninn þegar Alba mátaði fallegu nýju jólaslánna sem við fengum frá Ígló&Indí á dögunum. Það er ekki annað hægt en taka smá snúning í henni, eins og þið sjáið hér að ofan. Flíkin er gyllt og glansar og þið getið því ímyndað ykkur hvað hún hitti mikið í mark hjá heimasætunni. En mamman er ekki síður ánægð með flíkina sem setur punktinn yfir hvaða hátíðardress sem er.

image_2

 

Eins og kom fram fyrir viku síðan þá ætla ég að gefa gjafir á blogginu hvern sunnudag á aðventunni og í dag ætla ég að tileinka hana smáfólkinu með hjálp Ígló&Indí. Íslenska barnafatamerkið gaf út sérstaka hátíðarlínu eins og hefur tíðkast síðustu árin. Línan fór í sölu í nóvember og er því öll komin í verslanir eins og margir aðdáendur merkisins vita. Því miður er sláin að ofan uppseld en ég tók saman eitt jóladress fyrir dreng og eitt fyrir stúlku sem ég ætla að gefa eftir helgina. Ég veit og vona að margar mömmur gleðjast yfir því :)
Bolurinn og pilsið er komið í fataskáp Ölbunnar og bíður eftir jólunum en ég sé mikið notagildi í báðum þeim flíkum eftir hátíðirnar – það er tips sem er gott að hafa bakvið eyrað þegar við veljum jólaföt á börnin okkar.

jolig
Holiday collection 2015
_

Það eru sömu leikreglur :

1. Skrifa komment á þessa færslu: “Fyrir hann” eða “Fyrir hana” ?
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)

Ég dreg út 2 heppna vinningshafa á þriðjudagskvöld (08.12.15) –

Njótið dagsins –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SÆL Í SILFRI

ALBASMÁFÓLKIÐ

1376567600_811410-01anda_w0_h457_dope

Mín kona hefur verið sæl í silfri síðustu mánuði. En við keyptum þessa dásamlegu leðurskó í BíumBíum store á dögunum. Verslun sem bíður uppá fallega skandinavíska hönnun og er staðsett á Íslandinu góða.
Þeir eru frá danska merkinu En Fant sem gerir úrval af fallegum skóm á börn. Glæsilega silfurlitaðir sem sló svona líka í gegn !

DSCF7755DSCF7759image-4image-1

Kjóll: Ígló&Indí/gamall
Skór: En Fant, BíumBíum 

image-6image-2
Kjóll: H&M
Taska: Túlipop 
Skór: En Fant, BíumBíum

image-3image-5
Kjóll: Ígló&Indí
Leggings: H&M
Skór: En Fant, BíumBíum

photo 1-1photo 2-1
Bolur: Bob Reykjavik/Petit.is

Buxur: H&M
Skór: En Fant, BíumBíum


image
Bolur: Kenzo

Pils: F&F
Skór: En Fant, BíumBíum 

Það er alltaf jafn ljúft þegar við mæðgur erum sammála um klæðnað dagsins og með þessum skóm eru aldrei slagsmál á morgnanna. Allir sáttir, sælir og sætir.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BOB Á BÖRNIN

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSHOPSMÁFÓLKIÐ


bob111798528_10153151120537568_1489240642_nbob2

Jibbý! Þessu hafa margir beðið eftir. Bob bolirnir góðu eru loks komnir í sölu á börnin, þó í takmörkuðu upplagi svona fyrst um sinn. Bolirnir eru í sölu hjá henni Linneu á Petit.is og komu fram í búð um helgina.

Fyrstur kemur, fyrstur fær!

bob3photo
Þetta er Gunnar, 7 ára og Alba 6 ára. Þau eru bæði Bob-unnendur.

Bob-Barna-Bolirnir (hvað eru mörg B í því?) fást: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNDBOLUR Á SMÁFÓLKIÐ

ALBASHOPSMÁFÓLKIÐ

Ég keypti ekki mikið í Barcelona ferð okkar hjúa fyrr í sumar. En ég keypti smá pakka fyrir Ölbuna okkar + smávægilegt frá spænskum verslunum fyrir sjálfa mig. Eitt af þvi sem hefur verið mest notað er sundbolur fyrir heimasætuna sem keyptur var í barnadeild Mango. Ég var búin að leita að nýjum sundbol í langan tíma á Íslandi en án árangurs. Petit var með æðislegt úrval fyrr í vor en Linnea sagði mér að þeir hefðu selst upp á methraða. Ég fékk reyndar falleg bikini í Lindex en langði í sundbol á móti.
Sá sem ég keypti hefur vakið athygli en mér finnst hann sjálfri æðislegur. Myndin og litlirnir féllu í kramið hjá 6 ára snótinni og mamman er jafn glöð með útlið. Þá var markmiðinu náð …

image_3 image_26 imageimage_7
Ég finn hann ekki í sölu á netinu en hann var keytpur sem ný vara og ég heyrði af honum enn í sölu til dæmis á Spáni. Fyrir ykkur sem eigið leið þar hjá.

Frá: Mango

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: ZARA

ALBASHOPSMÁFÓLKIÐ

Eftir marga útsöludaga í verslununum þá fara haustvörurnar loksins að láta sjá sig. Zara hefur verið þekkt fyrir flotta tískuþætti sem sýna klæðin á betri veg tímabil fyrir tímabil. Að þessu sinni er engin breyting á en hér getið þið skoðað hverju við megum eiga von á á allra næstu dögum .. passið ykkur samt ef þið klikkið á linkinn. Það gæti orðið dýrt ;)

Ég var mjög hrifin af dömuklæðunum en þar hefur verslunin ekki tekið feilspor í lengri tíma.

.. Þó er ég eiginlega spenntari fyrir hautsinu í barnadeildinni en þessar myndir sýna hvað koma skal. Litir sem eru mér að skapi – blátt, orange og vínrautt í bland við svart og hvítt. Yfirhafnirnar eru æðislegar! Ég þarf að velja vel þegar ég skoða þær á slánnum fyrir mína stúlku. Þó er lítið komið nú þegar svo ég virðist þurfa að bíða örlítið lengur. Þessi er þó ansi fín og bætist aukalega við þær sem við sjáum að neðan. 

KIDS_08_1920 KIDS_07_1920 KIDS_06_1920 KIDS_05_1920 KIDS_04_1920 KIDS_03_1920 KIDS_02_1920 KIDS_01_1920

 

Ég veit að ágúst var bara að mæta á svæðið, en ég virðist þó strax vera reddý fyrir haustinu og þeirri ágætu rútínu sem því fylgir .. allavega mjög bráðlega. Þið líka?

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

GLEÐILEGAN MÆÐRADAG

ALBALÍFIÐ

11195255_10152878475912568_874894035_n

Gleðilegan mæðradag mömmur nær og fjær.
Ég er svo lánssöm að eiga tvær , það geta ekki allir státað sig af því.
Það er einnig mesta ríkidæmi í heimi að fá að vera mamma – besta hlutverk í heimi!

Ég var búin að finna til fullt af fallegum mæðgna myndum áður en ég rakst á þetta myndband sem þið sjáið hér að neðan. Afþví að það snerti við mér þá kannski snertir það við ykkur líka.

Pressið á Play !

Mömmur gera allt gott, betra. Vonandi áttuð þið góðan dag.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Happy Mother’s Day!

Posted by The Academy on 10. maí 2015

 

SMÁFÓLKIÐ: ORGANIC PANDA

ALBASMÁFÓLKIÐ

b1

Ný föt í fataskáp dótturinnar eru úr lífrænni línu uppáhalds íslenska fatamerkisins okkar, Ígló&Indí. En eins og áður sagði þá kom í fyrsta sinn út sérstök organic lína frá merkinu. Punkturinn yfir i-ið við þessa fatalínu er að hluti af andvirði organic flíkanna renna til LÍF, styrktarfélag kvennadeildar Landsspítalans. Það gleður konu að styrkja slíkt.

Ég er heilluð af samstæðudressum á smáfólkið. Þau lúkka vel á sama tíma og þau veita þægindiPöndumunstrið sló í gegn á mínu heimili, og ekki síður húðflúrið sem falið er á höndinni.

Fötin eru falleg og það var útsýnið líka þegar hún klæddist þeim á deitdegi okkar mæðgna í gær.

 b2image

 Ég er svo heppin að eiga eina Ölbu mér við hlið þegar pabbinn stingur af í handboltaferðir.

Þessa dagana erum við gjörsamlega blossom-blóma sjúkar. Leitum uppi þessi fallegu tré sem fara ekki fram hjá manni á meginlandinu á þessum tíma árs. Í gær fundum við það fallegasta hingað til, nokkur í röð í almenningsgarði sem við heimsækjum reglulega. Garður sem kenndur er við Rín því hann stendur við ánna með útsýni yfir miðborgina: Rheinpark – dás í dós.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: AFMÆLISVEISLA

ALBALÍFIÐ

Afmælis-Alban var í skýjunum með veislu helgarinnar! Ég tók nokkrar myndir og leyfi þeim að leka í persónulegri póst sem er viðeigandi af og til.

Stúlkan bað um bleikt þema, eins og áður sagði … mamman varð að ósk hennar.

Ég er lélegur bakari en bjargaði mér með einfaldari leiðum í veitingum. Besta ráð til þeirra sem eru í sömu stöðu er að huga enn betur að skreytingum, hitt kemur með kalda vatninu. Ég keypti diska, glös, rör, popp boxin og fánana allt frá Amazon. Eitthvað keypti ég síðan aukalega hér í bæ.

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli –

 

image-90 image-92
image-91image-93image-95 image-96photoimage-98 image-99 image-100image-94

Ég byrjaði á pulsupartýi. Fannst það ágætlega viðeigandi þar sem afmælið fór fram í Þýskalandi – allavega safe. IKEA eru svo sniðugir að selja partýpakka sem inniheldur 32 pylsur, pylsubrauð og allt meðlæti sem þarf til. Mjög sniðugt, mjög ódýrt og mjög vinsælt meðal smáfólksins. Þekki það ekki hvort sænski risinn bjóði uppá það á Íslandi?

Eftir pylsuát var skipt yfir í þau sætindi sem í boði voru.
Þær veitingar sem sjást á myndunum verða taldar upp hér að neðan – frá fyrra holli dagsins.

Afmæliskaka
Betty Crocker klikkar ekki. Smá rauður matarlitur settur út í smjörkremið sem bjó til ljósbleika litinn. Ég setti tvö röndótt rör sitthvoru megin og festi íslenska fánann á þau. Auðvitað var síðan  1 2 3 4 5 6 kertum bætt við.

Skreyttir sykurpúðar
Það hefur verið vinsælt í íslenskum afmælum að baka svokallaðar pinnakökur. Ég lagði ekki í slíkan bakstur þó hann sé mögulega einfaldur? Hér voru keyptir sykurpúðar og hvítt súkkulaði. Sykurpúðarnir settir á pinna og þeim dýpt í bráðið súkkulaði og velt uppúr skrauti. Bara nokkuð ágætt – það allavega lúkkaði ;)

Popp í skálar
Fékk þá hugmynd að láni einmitt héðan af Trendnet hjá vinkonum Svönu á Svart á hvítu. Það vakti lukku

Niðurskornir litríkir ávextir
Á myndunum sjáið þið melónur. Þær eru svo fallegar og hentuðu litaþemanu okkar vel.

Marens með rjóma og ferskum berjum
Aftur, fallegt fyrir augað.

image 3 image 5 image-2 DSCF6596image-4image image


Við settum upp stólaleik, stoppdans, grísaleik, limbó, pakkaleik og allt sem okkur datt í hug að vekja myndi lukku barnanna. Fyrir mig var afmælisveislan hin besta tungumálakennsla því börnin börðust um orðin. Ég þurfti oftar en ekki að kalla á “túlk” – mann eða dóttur. Ég er nefnilega alls ekki orðin flúent sjálf.
Í lok dags kvöddum við með pappírs páskaeggjum (líka keypt í IKEA) með glaðning, sem vinirnir fengu með sér heim. Gestir kvöddu glaðir í bragði og afmælisbarnið hamingjusamari sem aldrei fyrr. Þá var markmiðinu náð hjá okkur foreldrunum. … Og þá tók við Íslendingaboð – það var meira afslappað og notalegt.

Móðir til sex ára er eitthvað svo ótrúlegt, tíminn líður svo hratt! Ár hvert verð ég svo meir, Alba er auðvitað það sem ég er stoltust af í þessu lífi, eins og allar mæður þekkja. Þetta árið héldum við loksins partý – en það hefur ekki alltaf verið í boði. Menningin í Frakklandi (þar sem við bjuggum síðast) er til dæmis önnur en hér hjá Þjóðverjanum. Þetta var því sérstaklega góður dagur fyrir heimasætuna.

Á afmælisdeginum, í gær, var rólegri stemning og það var ósköp ljúft. Ég setti inn mynd á Instagram og fékk í kjölfarið spurningar hvaðan blaðran væri keypt – hún var auðvitað punkturinn yfir i-ið í skreytingum. Mig langar að eiga svona í herberginu hennar alllt árið um kring, en það yrði mögulega eitthvað vesen. Hún var keypt í sérstakri blöðrubúð hér í Köln – þar var brjálað að gera og mikið úrval í boði. Viðskiptahugmynd fyrir einhvern? Nee myndi kannski ekki standa undir sér á litla Íslandi. Hún fæst kannski í öðrum verslunum með gjafavöru. (uppfært: Blaðran er til sölu í partýbúðinni)

Blússan er frá einu af mínum uppáhalds barnafatamerkjum: How to Kiss a Frog … en hana fékk ég í Biumbium Store á Íslandi. Þar fást mjög mikið af fallegum skandinavískum klæðum á yngsta fólkið – mæli með!

10955638_10152820069457568_4803743241906723756_n-1

Jæja … ég man ekki hvenær ég skrifaði svona langan og persónulega færslu síðast. Þið eruð líklega löngu hætt að lesa ;)

Góðar stundir yfir hafið bláa !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

SMÁFÓLKIÐ: AMIE

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

1235184_632230890221752_8460578578161038211_n10679640_631523230292518_4146916871482498727_o

 

Alba er á þeim aldri þar sem hún vill annaðhvort fá að greiða sér sjálf, eða fá að hafa hárið slegið. Sjálfstæðið er mikið þessa dagana enda stúlkan að nálgast 6 ára aldurinn (og ég sem er ennþá 18 … hélt ég). Ég hef brugðið á það ráð að nota mikið spangir og hárbönd og leyfa henni þannig að stjórna ferðinni. Ég á nokkur hárbönd sem eru í uppáhaldi og eitt þeirra er íslensk hönnun frá AIMIE. Ég á til með að sýna ykkur það nánar.


photo 1
11016393_10152765847972568_2037444134_n11026551_10152765840887568_1319289505_n10968093_10152762297402568_778205026_nBöndin eru gerð úr þæfðum ullarkúlum og fást í mörgum litum: HÉR sem og í BíumBíum eftir helgi.

Íslenskt, já takk.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR