fbpx

BLACK LIVES MATTER

ALBAFÓLKLÍFIÐ

Ég elska þessa mikilvægu samstöðu sem hefur myndast á samfélagsmiðlum síðustu daga. Meira svona – í átt að betri heimi.
Mig langar til að byrja vikuna á því að deila einni af mínum uppáhalds myndum af Ölbu á Ítalíu. Tekin sumarið 2013 og það er svo margt fallegt við hana.

Alba er svo fljót að eignast vini og þegar þessi
mynd er tekin þá kunni hún frönsku sem hún notaði
í samskiptum við nýjan ítalskan vin. 

Barnslegt eðlið er án fordóma og ég kenni mínum börnum að halda í það eðlilega munstur út í lífið.

Eftir að hafa fylgst með átökum síðustu daga blöskrar mér sá raunveruleiki sem við lifum við árið 2020. Við höfum náð langt en eigum svo langt í land – árið er 2020 og það er í raun ótrúlegt að við séum að upplifa þetta óréttlæti og kynþáttaníð.

Hlutverk mitt sem móðir er ótrúlega mikilvægt í þessum efnum – að kenna og fræða börnin um stöðu mála og hvetja þau til að beita sér ef þau lenda í aðstæðum þar sem þörf er á því.

Lærum og lifum og gerum þannig heiminn að betri stað  .. eigið góðan dag ?

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK: ÍSLENSK HÖNNUN

Skrifa Innlegg