ALBA FYRIR i+i

LOOKBOOKSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Mömmuhjartað bráðnaði niður í gólf þegar ég fékk sendar þessar myndir af Ölbunni – yndislegar með meiru.
Alba elskaði þennan dag og var orðin stórvinkona ljósmyndarans, Søs Uldall-Ekman, og stílistans, Ernu Bergmann.

Ég var auðvitað búin að tala heilan helling um þessa töku en afþví að SS17 vörurnar voru að koma í verslanir þá finnst mér tilvalið að deila þessum “nýju” myndum hér á bloggið.

iiss17-lupins-1 iiss17-lupins-2 iiss17-lupins-3 iiss17-lupins-4 iiss17-lupins-5 iiss17-lupins-6 iiss17-lupins-7 iiss17-lupins-8

CAT crew fæst: HÉR

iiss17-lupins-9 iiss17-lupins-10 iiss17-lupins-11 iiss17-lupins-12 iiss17-lupins-13 iiss17-lupins-14

 

CAT pants fást: HÉR

iiss17-lupins-15 iiss17-lupins-16 iiss17-yellowdoor-1 iiss17-yellowdoor-2

SPOTS pullover fæst: HÉR

iiss17-yellowdoor-5 iiss17-yellowdoor-6 iiss17-yellowdoor-8 iiss17-yellowdoor-12

 

iglo+indi SS17

Fæst: HÉR

//

I just got these beautiful photos on my mail this morning, from i+i photoshoot last summer. Alba had a great time in front of the camera as you can see – the crew was her new best friends after this day. They had a great atmosphere on the set – kids get to be kids.
The clothes just hit the stores in Iceland and online: HERE i+i SS17

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BALMAIN X H&M

FASHIONH&MLOOKBOOK

Hingað til hafa verið birtar ein og ein mynd af samstarfi H&M x Balmain til að “teasa” okkur viðskiptavinina. Það hefur virkað vel því netheimar hafa logað í hvert sinn sem við berum nýja flík augum. Nú styttist í að samstarfslínan mæti í búðir og því hefur lúkkbúkkið loksins verið sett í loftið. Hér að neðan tók ég saman dömulínuna eins og hún leggur sig –

Allt eru þetta flíkur sem aðdáendur hátískumerkisins verða þakklátir að sjá á hagstæðara verði –  90s glamúr tekinn á næsta level í boði Olivier Rousteing.

bxh19 bxh22 bxh17 bxh14 bxh12 bxh10 bxh11 bxh9 bxh7 bxh6 bxh5 bxh4 bxh3 bxh2 bxh1 bxh

Ég er spenntust fyrir perluflíkunum og tailor jökkunum sem eru mest í anda Balmain. Satin buxurnar og þessi tryllti leðurjakki á síðustu myndinni (!) mætti einnig verða mitt. Spurning hvort maður taki þátt í geðveikinni sem mun eiga sér stað  í verslunum H&M þann 5 nóvember þegar línan fer í sölu? Ætlar eitthver í það partý? Ég sé til …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

CARA & KATE X MANGO

LOOKBOOKSHOP

Haustherferð Mango skartar tveimur af stærstu fyrirsætunum í bransanum, Cara Delevingne og Kate Moss sitja fyrir í 70s klæðum sem heilla. Auglýsingarnar eru áberandi á hverju horni hér í þýska og mikið spilaðar í sjónvarpinu þess á milli. Herferðin er sett skemmtilega upp og það sjáið þið betur í myndbrotinu hér að neðan.

Ég kann að meta hvernig klæðin eru stíliseruð í meiri klassa en gengur og gerist með bohemian fatnað. Ég get vel hugsað mér margt.

slide_449450_6001682_compressed
2BEF74B300000578-3220851-image-a-2_1441276956330 2BEF74A900000578-3220851-image-a-1_1441276888566
slide_449450_6001678_compressed


Þær tvær, saman. Það getur bara ekki klikkað! Vel gert Mango!
HÉR
 g
etið þið skoðað línuna í heild sinni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FRIDA GUSTAVSSON FYRIR GINA TRICOT

LOOKBOOKSHOP

11
Ég hef endurvakið upp ást mína á sænsku Ginu Tricot eftir smá hlé. En ég sýndi ykkur og sagði frá þegar ég heimsótti verslunina í vor og gerði góð kaup. Nú halda þau áfram að gera vel því sænski töffarann og ofurmódelið Frida Gustavsson selur manni svo sannarlega haustfatnaðinn sem brátt má finna í búðum. En hún situr fyrir í lookbooki sem sýnir hverju við megum eiga von á.

 

1 2 3 4 5 6 7 8 9 101504_GINATRICOT_LOOKBOOK_05_016_RGB_low-1

Algjörlega með´etta!

Dásamlegu haustlitir og fallegu snið. Flíkur sem ég sé mig nota lengi … þetta þarf ég að skoða betur á næstu dögum. Ég er í það minnsta virkilega hrifin af einföldu myndunum sem sýna svo vel klæðin. Þið líka? Stílisering til fyrirmyndar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ENGINN ER EYLAND

FASHIONLOOKBOOK

 

eyland39

 Enginn er Eyland, eins og konan á bakvið fatamerkið orðar það. Ása Ninna er ein af sex hönnuðum sem taka þátt á Reykjavik Fashion Festival þetta árið og ein af þeim hönnuðum sem ég bíð hvað spenntust eftir að sjá meira frá. Eyland kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir jólin og ætlar hún sér greinilega stóra hluti með merkið. 

Teknar voru nýjar myndir á dögunum sem sýna klæðin betur en áður. Það var engin önnur en Saga Sig sem tók myndirnar í gamalli skemmu í Reykjavikurborg. Hrátt og heillandi. Línan er mjög töffaraleg, mikið svart og mikið leður. Hvítt og grátt fær að fylgja með og það eru mjög skemmtilegir detail-ar á flíkunum – rennilásar, rendur og tölur.

Ég fékk þann heiður að fá að frumsýna lookbook-ið hér á blogginu – Njótið !

eyland60 eyland40 eyland48 eyland13 eyland4 eyland15 eyland9 eyland50 eyland37 eyland23 eyland10 eyland54 eyland26 eyland34 eyland1 eyland6 eyland2 eyland41 eyland45 eyland8 eyland30 eyland55

 

 

Ljósmyndir: Saga Sig.
Stílisering og listræn stjórnun: Erna Bergmann
Make up & hár: Fríða María Harðardóttir
Módel: Stefanía Eysteins (hjá Eskimó)Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

NÝ HERFERÐ 66°NORÐUR

ÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

Talandi um fallegt Ísland á svona dögum. Þá finnst mér ekki síður fallegt Ísland eins og veðrið sýnd sig á tökudegi nýjustu herferðar 66°Norður.
Þetta er ástæða þess hvað ég elska landið mitt mikið. Á sólríku dögunum sýnir náttúran sína fegurstu mynd en í rigningu og roki birtist einhverskonar orka yfir landið sem er erfitt að lýsa – drauma. Skín ágætlega í gegn hér fyrir neðan.

_H9B9537 _H9B0007 _H9B0080 _H9B0104 _H9B0315 _H9B0491 _H9B0944 _H9B0997 _H9B9528 _H9B9789
Ég hef áður lýst yfir hrifningu minni á auglýsingum þeirra … og sú er raunin enn á ný.

Myndir: Daníel Freyr
Stílisti: Hulda Halldóra
Fyrirsætur: Jakob Jakobsson og Brynja Jónbjarnardóttir
Auglýsingastofa: J&L

_

Fyrirtækið hefur lengi selt fatnað erlendis en nú í fyrsta sinn ætla þau að opna sína eigin 66°Norður verslun utanhafs. Sú búð verður opnuð á Sværtegade 12 á besta stað í Kaupmannahöfn. Stefnt er að því að opna snemma í næsta mánuði samkvæmt myndinni hér að neðan.

OHY5hq6OWf25Xs5j4AoDtuM9nHREOtd5IzIuDRyYM2g,DvwErrKvTfz1JxCv4MeIHUMm5j92SQHwYhqT1g3k2zY
Sjálfur Baltasar Kormákur auglýsir í glugga verslunarinnar fram að opnun – kúl!

Áfram Ísland! Mér leiðist ekki að nota þau orð.

xx,-EG-.

HAUSTKLÆÐI JÖR LOFA GÓÐU

ÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

jor0a

Ég fæ þann heiður að frumsýna nýtt og glæsilegt lookbook frá Jör by Guðmundur Jörundsson. Dömulúkk fyrir haustið sem við höfum margar beðið eftir (!)

Allar vörurnar hér fyrir neðan eru nú þegar komnar í sölu og bíða eftir okkur á Laugavegi 89. Loksins alvöru úrval af kvenfatnaði innan um fallegu herrafötin.  LACAUSA er nýtt merki í versluninni sem er vel stíliserað saman við íslensku hönnun JÖR. Hattarnir eru síðan punkturinn yfir i-ið frá Janessa Leone.

Freistingar … F A L L E G T.

jor16 jor14 jor13a jor13 jor8 jor6 jor4 jor15 jor11 jor12 jor10a jor10 jor9 jor7 jor5 jor3 jor2 jor1

Saga Sig tók myndirnar af fallegri Eydísi Evensen. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir stíliseraði, Harpa Káradóttir sá um förðun og Steinunn Ósk um hár.

Efst á óskalista hjá mér er teinótta dragtin, rúllukragapeysan og að sjálfsögðu eitt stk hattur (!) takk fyrir – hann er musthave.

Spennandi tímar framundan hjá JÖR verslun. Hlakka til að koma í heimsókn og berja þessi notalegu haustklæði augum!

xx,-EG-.

TIABER BY TINNA

FASHIONFÓLKÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

Tiaber er nýtt íslenskt fatamerki hannað af Tinnu Bergmann sem búsett er í London. Ég féll fyrir flíkunum sem eru einfaldar í vönduðum efnum og fallegum sniðum – að mínu mati vel heppnuð fyrsta fatalína.

10708180_10152409020992568_673464257_n

Hver er Tinna Bergmann?

Ég er 28 ára fatahönnuður frá Reykjavík en er í dag búsett í London.

Hvað er Tiaber?

Tieber er íslenskt fatamerki sem var stofnað og starfar í London. Tieber er tískumerki fyrir konur þar sem áhersla er lögð á að skapa efni sem fanga skandinavískan nútíma – einfaldur, elegant og tímalaus andi sem auðvelt er að klæðast.

Tiaber er með stórt hjarta og eru siðferði, endurnýtanleiki og há gæði hornsteinar merkisins.

Innblástur við gerð línunnar?

Konseptið fyrir SS15 snýst um að grípa hrátt og einstætt íslenskt landslag með innblæstri frá gamalli japanskri Takumi (japanskur töframaður eða listamaður). Ég hef alltaf verði undir miklum áhrifum frá japönskum götustíl. Japönum hefur tekist að ná fullkomnu jafnvægi á milli sköpunargleði og þæginda í stíl sínum.

Ég trúi mikið á “easy to wear clothing” sem þú getur gengið í frá morgni til kvölds – from your sneakers to your heels! Og ég hafði það sterkt í huga þegar ég hannaði línuna.

Línan er öll framleidd í London og efnin búin til hérna í Englandi, það leyfði mér að stjórna vel framleiðslunni og ég gat séð til þess að varan var akkúrat eins og ég vil hafa hana. Það veitti mér sérstaka ánægju að vinna með íslenska fiskinn en ég hef unnið með hann mikið áður.

Framtíðarplön?

Að keyra áfram með Tiaber. Ég launchaði aðeins fyrir viku síðan og hef fengið frábærar móttökur sem ég er alveg í skýjunum yfir. Ég er í samræðum við fyrstu stokkistana hérna í London eins og er. Ég er mjög selective á það hvar ég vil sjá Tiaber. Það eina sem ég vil er að geta gert það sem ég elska og trúi á og að sjá sterkar alvöru konur ganga í línunni. Við vorum að ganga frá smá ferð á Paris Fashion Week svo ég er mjög spent fyrir framtíðinni.

Fatamerki sem vert er að fylgjast með í framtíðinni.
Ég verð að eignast þetta fagra silki samstæðudress!! Úllala.

Myndirnar tók Íris Björk

Til hamingju með línuna Tinna.

Áfram Ísland!

Meira: HÉR

xx,-EG-.

SHOP: GANNI Í GEYSI

FRÉTTIRLOOKBOOKSHOP

10653460_821723981191298_5355048603946878555_n
Danska tískuvörumerkið Ganni hefur gert það gott síðustu árin eða frá því að þeir hófu störf árið 2000. Merkið hefur ekki fengist í sölu á Íslandi þangað til nú, en Geysir á Skólavörðustíg hafa bætt við vöruúrval sitt með þessum hætti.  Af Facebook síðu þeirra að dæma eru þau þessa dagana að taka uppúr kössum fyrstu sendingu í hús. Því ber að fagna …. og deila með ykkur.

Haustlínan 2014 einkennir einstakar litríkar flíkur á móti meiri klassík sem lengur er hægt að nýta – rúllukragar og rómantík –  blanda sem ég heillast af.

Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-6-600x900img_8906 img_8918  Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-4-600x900 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-3-600x899 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-2-600x900 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-1-600x899
Ganni fw14/15.

Einstaklega fallegt ….. og margt strax komið á óskalista.
Ég á enga flík frá merkinu (ennþá) en margt hér að ofan kallar nafnið mitt. Ætli ég kíki ekki í heimsókn á Skólavörðustíginn næst þegar ég á leið hjá. Flott viðbót í íslensku flóruna. Örugglega einhverjar sammála mér.

xx,-EG-.

LOVE LINDEX

LANGARLOOKBOOK

Það er ekki að ástæðulausu hversu mikið ég elska vini mína hjá Lindex. Haustið lofar ansi góðu miðað við myndir sem sýna væntanlegar vörur. Það verður ekki bara Jean Paul Gaultier samstarfið sem mig dreymir um… þetta fyrir neðan má margt verða mitt.

Hver ætli hafi séð um stíleseringuna? Mér finnst hún til fyrirmyndar!

10534503_718845848181354_2723049382753986101_n
Peysa við leðurpils. – sniðið á pilsinu er geggjað.10534539_718846051514667_7367268639757151449_n
Þessar buxur. 10354666_718846074847998_7293974173933833130_n
Þetta lúkk.10514510_718845851514687_6963418644896900758_n
Á köldum haustdegi gæti þessi kápa hlýjað manni. 10250157_718845908181348_5178725642459227562_n
Hinar fullkomnu þvegnu gallabuxur? Sýnist það.10570307_718846131514659_2479126781693665796_n
Úllala.

10450767_718846124847993_5517282281695584927_n
Verð að eignast þessa dragt!

10464028_718845958181343_1790409336630769156_n
Sunday. 10494670_718845968181342_2265952277853987389_n
Það er alltaf veður fyrir (p)leður.  10456222_718846031514669_8648901567319747887_n
Þetta dress kallar: E L Í S A B E T. True story?


Það hafa svo sannarlega orðið breytingar í tískuvitund hönnunardeildarinnar síðan ég fór að fylgjast með fyrir 5 árum síðan. Ég hef lengi þekkt sænsku Lindex en aldrei líkað jafn vel við þeirra vinnu og í dag. Margt er á spilaborðinu hjá fyrirtækinu og ég er svo heppin að fá að vera örlítill partur hjá þeim á Íslandi.

Ég bíð spennt eftir nýjum vörum (!)

Norðanmenn bíða eflaust líka spenntir því verslun Lindex á Akureyri opnar á Glerártorgi 16 ágústþað styttist. 
Þetta eru þá þær vörur sem þið megið búast við.

Langar …

xx,-EG-.