fbpx

ÍSLENSKT ÆVINTÝRI

ANDREA RÖFNÍSLANDPERSÓNULEGTTRAVEL

Mig langar svo að segja ykkur og sýna frá ferð sem við vinahópurinn fórum í á meðan ég var á Íslandi. Snillingarnir Ebba og Oddur sáu um að skipuleggja ferð á Iceland Bike Farm, bæ á Kirkjubæjarklaustri sem býður upp á skipulagðar fjallahjólaferðir um kindastíga á 11.000 hektara landsvæði þeirra. Á bænum er allur fjallahjólabúnaður til staðar og hægt að velja sér ólíka pakka eftir því hvað hentar hverjum hóp fyrir sig. Annan daginn fórum við í frábæra nokkurra klukkustunda göngu um svæðið ásamt Rannveigu, öðrum eigendanna, sem þekkir landið inn og út og leiddi okkur um þennan ævintýralega stað.

Hinn daginn fórum við í hellaskoðun ásamt Mumma, hinum eigandanum, og skoðuðum hella þar til við sátum öll innst inni í einum þeirra í kolniðamyrkri og grafarþögn. Þetta var mögnuð upplifun, að sjá og upplifa nánast ósnerta náttúru og að vera í algjöru myrkri um íslenskt sumar. Að hellaferðinni lokinni hjóluðum við um landið á fjallahjólum og hoppuðum í foss, borðuðum hjónabandssælu og lögðum okkur í íslenska mosann. Allt þetta í besta félagsskapnum – þvílíkur draumur!!

Á Bike Farm eru gistimöguleikar í tveimur uppábúnum kofum með gistipláss fyrir 3-4 einstaklinga. Við gistum þrjár í öðrum kofanum og sváfum eins og englar. Útsýnið úr kofanum yfir Geirlandsá setti punktinn yfir i-ið og ég get hreinlega ekki lýst fegurðinni nægilega vel, svo mikil var hún. Til viðbótar við gistikofana er innréttuð hlaða með eldhúsi, sófum, yoga aðstöðu, gufubaði, sturtum, og baðherbergjum. Andinn þarna er einstakur, svo afslappaður og fallegur.

Þetta er ekki auglýsing – mér finnst bara nauðsynlegt að þið vitið af þessum fallega og skemmtilega bæ sem bændurnir Rannveig og Mummi eiga og þjónustunni sem þau bjóða upp á! Meira hér.

Ég leigði bíl hjá Blue Car Rental meðan ég var á Íslandi og langar einnig að segja ykkur frá sumarleigunni þeirra, þar sem Íslendingum er boðið uppá góð leiguverð á bílum í sumar. Sumarleigan er kjörin fyrir þá sem langar í roadtrip á góðum bíl og svo finnst mér frábær hugmynd að leigja saman bíl ásamt vinum og splitta kostnaðinum sín á milli. Meira hér.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

HILDUR YEOMAN – CHEER UP!

OUTFITSAMSTARF

Samstarf við Hildi Yeoman

Ein af þeim verslunum sem ég heimsæki alltaf þegar ég er á Íslandi er Yeoman á Skólavörðustíg. Þessi fallega verslun er í miklu uppáhaldi hjá mér og merkið hennar Hildar Yeoman sérstaklega. Ég kíkti þangað í síðustu viku til að skoða nýjustu línuna hennar, Cheer Up! Fyrir átti ég þennan topp sem ég skartaði á strönd hér í Svíþjóð fyrr í sumar og skrifaði um hér, en mamma sendi mér hann í miðju covid volæðinu sem gladdi mig svo sannarlega. Algjört Cheer Up! Línan er gríðarlega skemmtileg og litrík og kemur manni hreinlega í gott skap. Um er að ræða línu sem er ekki eingöngu hugsuð sem sumarlína, hún heldur áfram og við hana munu bætast stílar þegar það fer að hausta. Þá megum við búast við dekkri litum og meira knitwear. Ég er að elska þessa hugsjón. Hérna eru nokkrar af mínum uppáhalds flíkum:

Yeoman er á Skólavörðustíg 22b en vöruúrval Hildar Yeoman er einnig hægt að skoða hér.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

MYNTO ÓSKALISTINN

MYNTO

Í vikunni var vefverslunarmiðstöðin Mynto sett á laggirnar. Mynto er miðstöð íslenskra netverslana og núna eru 40 verslanir í appinu. Ég fagna þessari nýjung þar sem netverslun hefur svo sannarlegra færst í aukana síðustu misseri og mér finnst frábært að hafa yfirsýn yfir alls kyns flottar íslenskar netverslanir. Mynto er mjög þægilegt í notkun og hægt er að setja saman í appinu óskalista úr mismunandi verslunum. Til stendur svo að opna Mynto.is þar sem hægt verður að versla í gegnum tölvu – fylgist með öllu hér.

Ég tók saman minn óskalista í Mynto appinu en hann er einnig sjáanlegur á forsíðunni í appinu undir Mynto listar.

Mynto nálgist þið í App Store!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

OUTFIT

OUTFITPERSÓNULEGT

Ég átti dásemdar vinkonustund á laugardagskvöld sem við framlengdum svo með brunch í gær. Þið sem fylgið mér á instagram hafið eflaust tekið eftir því að við mæðgurnar erum komnar til landsins og höfum verið hérna að njóta síðustu vikurnar eftir langan tíma í Svíþjóð án heimsókna eða hvers kyns ferðalaga. Það er yndislegt að vera heima og Aþena Röfn er sérstaklega að njóta þess að hitta alla, hafa nóg af fólki til að leika við og bræða með krúttheitunum sínum. Í fullkomnum heimi væri Arnór hérna með okkur en hann er einn duglegur vinnandi maður heima í Malmö. Ég segi ykkur miklu betur frá Íslandsheimsókninni  sem fyrst.

Kjóll: Acne Studios
Skór: Onitsuka Tiger
Taska: Dior
Peysa: &Other Stories
Sólgleraugu: Han Kjobenhavn

<3

Andrea Röfn

SÆNSKI DRAUMURINN

OUTFITPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Við litla fjölskyldan áttum dásamlegan dag í enn betri félagsskap fyrir stuttu. Arnór var í fríi og við ákváðum að fara í smá roadtrip, en suður Svíþjóð hefur að geyma endalaust af fallegum perlum sem við elskum að skoða og kynnast þegar tími gefst. Á austurströndinni hittum við Elísabetu og fjölskyldu, tókum picknick á ströndinni og enduðum í pizzu á litlum bóndabæ. Fullkominn dagur sem gaf mikla hlýju í hjartað. Ég mæli með færslunni hennar hér, stútfull af myndum og upplýsingum um sænsku sæluna.

Mesh toppur frá Hildi Yeoman, minni allra uppáhalds. Hann er úr nýju línunni hennar Cheer Up! og fæst hér og í Yeoman, Skólavörðustíg. Fullkominn fyrir helgina eða veislurnar á næsta leyti. Ég er by the way að elska þessa línu, svo sumarleg og skemmtileg og inniheldur fullt af fallegum gersemum.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 

OUTFIT

PERSÓNULEGT

Notaleg morgunstund hjá okkur litlu fjölskyldunni. Öll samveran síðustu mánuði hefur svo sannarlega verið dýrmæt og þó maður geti dottið í óþolinmæði og þreytu vegna veirunnar og þeim áhrifum sem hún hefur haft í för með sér, veit ég að maður mun líta til baka og þakka fyrir þennan tíma. Þegar maður er neyddur til að bregða út af vananum, ferðast minna og hitta færra fólk, lærir maður að finna fegurðina í litlu hlutunum. Mér finnst ég hafa lært fullt og skapað öðruvísi minningar en áður, en ekkert minna dýrmætar <3

Buxur: Acne Studios
Skyrta: Hope Stockholm
Peysa: & Other Stories
Skór: Nike Blazer Mid ’77
Sólgleraugu: Ray Ban

Ég minni á #BLACKLIVESMATTER færsluna mína síðan í gær – þið finnið hana hér.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

#BLACKLIVESMATTER

Góðan daginn elsku þið. Mótmælin í Bandaríkjunum og byltingin sem er að eiga sér stað í kjölfar andláts George Floyd hefur haft mikil áhrif á mig síðustu daga. Myndefnið sem flæðir í kjölfarið um samfélagsmiðla og fréttavefi er skelfilegt og sýnir skýrt og greinilega hversu rótgróinn rasismi er og hefur verið það í áraraðir. Ég hef nýtt tímann minn síðastliðna viku í að lesa og fræða mig um kynþáttahatur, forréttindi hvítra og þetta rótgróna og kerfisbundna samfélagsmein. Fyrir tilstilli tækninnar eru augu heimsins alls að opnast fyrir þessum raunveruleika sem verður að breytast. 

Fyrir nokkrum dögum leið mér eins ég hefði ekki rétt á því að tjá mig um þessi málefni, verandi hvít kona sem aldrei hefur mætt mótlæti í líkingu við það sem svartir og litaðir í Bandaríkjunum og um allan heim þurfa að horfast í augu við hvern einasta dag. Hins vegar áttaði ég mig fljótt á því að mér finnst það í  mínum verkahring að nota röddina mína og þennan vettvang sem ég hef til að miðla upplýsingum um það sem við getum gert til að læra um og uppræta rasisma. Ég viðurkenni forréttindi mín og þá staðreynd að ég gerði mér ekki grein fyrir því að rasismi er miklu algengari en við héldum, meira að segja í litla samfélaginu okkar á Íslandi.

Það er hafsjór af efni í boði sem útskýrir það sem er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, sögu svartra, forréttindi hvítra og hvers vegna hlutirnir hafa þróast í þann raunveruleika sem við sjáum í dag. Á samfélagsmiðlum er að finna tillögur um sjóði og undirskriftarlista til að leggja baráttunni lið. Einnig er mikið af upplýsingum um lesefni, sjónvarpsefni og hlaðvörp sem snúast um málefnið. Á þriðjudaginn var #blackouttuesday á samfélagsmiðlum. Fjölmargir tóku þátt og í kjölfarið heyrðust raddir um að það væri ekki nóg að birta eina mynd til að „vera með“ og halda síðan áfram með daginn sinn. Fólk yrði að opna augun og taka þetta lengra, læra, fræða aðra ásamt því að leggja baráttunni lið með fjárframlögum og undirskriftum. Tjá sig og nota rödd sína. Ég skil að mörgum líður mögulega ekki nógu upplýstum og treysta sér ekki til að tjá sig akkurat núna.  Við viljum eðlilega byrja hjá okkur sjálfum, líta inn á við og taka þetta svo lengra. En hvort sem það er online eða ekki, miðlum því sem við erum að læra þessa dagana á einn eða annan hátt. Það er undir okkur komið. Þetta er ekki bara bylgja á samfélagsmiðlum sem gengur síðan yfir. Ég ákvað að taka saman í eina færslu nokkra instagram posta sem hafa reynst mér vel og innihalda mikið magn af upplýsingum um rasisma, white privilege, fræðsluefni, sjóði og undirskriftalista. Ég á margt eftir ólært og þetta er bara brotabrot úr hafsjó af upplýsingum sem eru aðgengilegar á netinu – en ég hvet ykkur til að skoða þetta nánar. 

Fyrst langar mig að mæla með þessu viðtali við Brynju Danþessu viðtali við Kolfinnu og Sigurð og þessu viðtali við Chanel Björk ásamt story sem er í highlights hjá henni á instagram @chanelbjork.

View this post on Instagram

In an essay for the New York Times, acclaimed professor, award-winning author, and director of the Antiracist Research & Policy Center, @ibramxk dove into the topic of how to combat racism: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ “No one becomes “not racist,” despite a tendency by Americans to identify themselves that way. We can only strive to be “anti-racist” on a daily basis, to continually rededicate ourselves to the lifelong task of overcoming our country’s racist heritage. We learn early the racist notion that white people have more because they are more; that people of color have less because they are less. I had internalized this worldview by my high school graduation, seeing myself and my race as less than other people and blaming other blacks for racial inequities. To build a nation of equal opportunity for everyone, we need to dismantle this spurious legacy of our common upbringing.” ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ In order to do this, we have to educate ourselves. We can learn about covert white supremacy, follow organizations leading the way for racial equity and justice, watch films, listen to podcasts, and read books. This doesn’t need to be seen as a chore, but can instead be seen as an opportunity — an opportunity to better understand ourselves, love our neighbors, and become the change we wish to see. #AntiRacism #BecomeGoodNews @goodgoodgoodco ⠀⠀ — Link to resources in @goodgoodgoodco bio

A post shared by Good Good Good (@goodgoodgoodco) on

View this post on Instagram

Social media has been a bit overwhelming since I first put up this post so it has taken some time for me to post this. On Friday, I shared this content on Twitter after I felt the conversations online were like screaming into an echo chamber. I wanted to provide those who wanted to support and be an ally with practical tips to move forward and make a change in our society. I am still somewhat surprised and overwhelmed by the reception so please take patience with me at this time. — For a note on who I am to those who have followed me from Twitter, my name is Mireille. I'm an assistant editor and I do freelance writing, PR and sensitivity reading and other bits on the side. I am extremely passionate about diversity and inclusion, and everything I have shared is not new knowledge to me. From as far back as I can remember I've been campaigning, fighting for equality and supporting and working with black owned organisations. I have worked in the diversity and inclusion space for around four years and I have been equipped with knowledge, skills etc through that work as well as through wider, intensive reading and being raised by a Jamaican mother who has a degree in Women's Studies. I felt as a mixed race person who was emotionally capable despite the current situation that I could use my learned experience, skills and compassion to offer this advice to allies and anyone else who was seeking advice but didn't know where to turn. This is now on my stories as a highlight so please feel free to share from there or here. — A small reminder that this took emotional labour and POC, especially black people are not here to teach you everything. When I said ask how you can support, I meant on a personal level as a friend etc. I hope this toolkit provides you with the starter info you need but there are genuinely people more experienced than me who warrant your listening to – please go and follow @nowhitesaviors, @laylafsaad, @rachel.cargle, @ckyourprivilege, @iamrachelricketts, @thegreatunlearn, @renieddolodge, @ibramxk + a few more: @akalamusic, @katycatalyst + @roiannenedd who all have books or resources from many more years of experience. _

A post shared by Mireille Cassandra Harper (@mireillecharper) on

View this post on Instagram

I’m gonna be real – for me, racism makes me feel uncomfortable. It’s 2020 yet I’m baffled at why someone’s skin colour still makes a difference to how they’re treated. So many people are getting called out on here but I can understand that EVERYONE has their ways of dealing with things. Some people internalise, some people scream off the top of their lungs, some people punch things etc. I’ve had a few conversations with my friends and family and it’s almost sad because am I surprised that this shit is still happening? No not really. Someone asked me how I feel about this situation and so many people are going to absolutely hate me for saying this but in all honesty, I feel slightly relieved. 50/60/70 years ago, we didn’t have social media, or cameras on our phones. We didn’t have platforms where regular people could speak up. Where regular people like me and you can educate others and be listened to and taken seriously. The bottom of the line is, our world is still racist but I feel that the world is more awake than ever before. Back then, do you think something like this would get so much coverage? Absolutely not. I know where I came from – my last name is Thomas ffs and come on, that definitely wouldn’t have been my original surname. Am I worried to bring a child of colour into this world? Yes. But I recognise that slavery happened for 400+ years, and radical change takes a long time. It’s been such a short time being out of that. I hate that people have to suffer for change to happen, of course it breaks my heart! No one can tell me different! But also, I’m just glad that I can see way more people of all races fighting for what’s right. Anyway, on a lighter note, for those who want to learn more but don’t know where to start, add a couple of these badboys to your @netflixuk list to watch. There are way more, these are just 5 of my must watches. Please like and share! Those of y’all that have more suggestions, feel free to drop these in the comments. I don’t want any hate on here, just love. 💖 ** EDIT – for those that can’t find the first recommendation, type in ‘Explained’ – season 1 episode 4 **

A post shared by TEE (@unity.celeste) on

Andrea Röfn

 

SAMSTÖÐUBOLUR CHILD REYKJAVÍK

OUTFIT

Samstöðubolur íslenska fatamerkisins CHILD Reykjavík fór í sölu á dögunum. Allur ágóði af sölu bolsins rennur óskiptur til Kvennaathvarfsins. „Samtökin um kvennaathvarf vinna það mikilvæga starf að hýsa og styðja við konur og börn sem geta ekki búið inná eigin heimili sökum ofbeldis. Töluverð aukning tilkynninga um heimilisofbeldi hefur orðið vegna aðstæðna í samfélaginu.“ Þetta er sorglegur raunveruleiki og ég hvet ykkur til að festa kaup á samstöðubolnum og styrkja í leiðinni það góða og mikilvæga starf sem Kvennaathvarfið stendur fyrir. Bolurinn fæst hér.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

MÍN UPPÁHALDS HLAÐVÖRP

ANDREA RÖFNHLAÐVARP

Góðan og gleðilegan föstudag. Föstudagar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér eins og ég hef oft nefnt hérna á blogginu. Á því er engin breyting á þessum tímum þrátt fyrir að flestir dagar geti verið frekar líkir. Mér finnst svo mikilvægt að gera greinarmun á því hvaða dagur er, þannig lærir maður að meta enn frekar litlu hlutina eins og pizzu á föstudögum, notalega sunnudagsmorgna og rútínu á mánudögum svo eitthvað sé nefnt.

Annars langaði mig til að deila með ykkur mínum uppáhalds hlaðvörpum. Ég hlusta mikið á þau úti á röltinu, meðan ég elda og þegar ég æfi. Mér finnst þau frábært meðal fyrir andlegu hliðina sem þarf reglulega á upplyftingu að halda þessa dagana.

Mín uppáhalds hlaðvörp, ekki í neinni sérstakri röð!

Normið 

The Snorri Björns podcast show

Í ljósi sögunnar

Hismið

Helgaspjallið

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins

Þarf alltaf að vera grín?

Skoðanabræður

Laugardagskvöld með Matta

Bara við

Þegar ég verð stór

Málið er

Grínland

Fæðingarcast

Þokan

Vonandi fáið þið innblástur frá þessum lista og hlustið á eitthvað skemmtilegt með helgarbakstrinum, æfingunni, tiltektinni eða bara uppi í sófa með góðan kaffibolla. Góða helgi!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn