fbpx

GOSH COPENHAGEN

GOSHSAMSTARF

SAMSTARF

Ég er andlit og brand ambassador GOSH á Íslandi! Eins og einhver ykkar muna kannski eftir heimsótti ég ásamt fríðu föruneyti höfuðstöðvar GOSH í Kaupmannahöfn vorið í fyrra (meira hér). Merkið er rótgróið fjölskyldufyrirtæki frá árinu 1945 og er selt í yfir 90 löndum. Í heimsókn minni til GOSH sá ég það berum augum um hversu flott fyrirtæki var að ræða og heillaðist mikið af hugsjón þeirra.

GOSH..

Er cruelty free
Býður mikið úrval vegan snyrtivara
Sinnir allri vöruþróun og framleiðslu í höfuðstöðvum sínum í Kaupmannahöfn
Er annt um umhverfið en nýjustu umbúðir GOSH eru gerðar að hluta til úr endurunnu plasti úr sjónum.

Þessar myndir voru teknar þegar ég var rúmlega hálfnuð með meðgönguna!

Ég hlakka svo til að sýna ykkur myndbönd sem við tókum upp með nokkrum lykilvörum GOSH.

Förðun: Natalie Hamzehpour með vörum frá GOSH
Myndir: Sara Björk Þorsteinsdóttir

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

ÓSKALISTI: HÚRRA REYKJAVÍK 5 ÁRA

HÚRRA REYKJAVÍKÓSKALISTINN

Húrra Reykjavík fagnar um þessar mundir 5 ára afmæli sínu og í tilefni af því er 20% afsláttur af öllum vörum til miðnættis í kvöld. Kjörið tækifæri til að gera frábær kaup, sérstaklega í ljósi þess að það er september sem þýðir að nánast allar vörurnar eru nýkomnar í verslanirnar. Ég tók saman lista yfir flíkur sem ég elska – nokkrar sem ég á og aðrar sem ég gæti vel séð í mínum fataskáp.

Allar vörurnar hér að neðan eru fáanlegar á hurrareykjavik.is og nú á 20% afslætti!

Nike P6000 19.990 / 15.992 | Heron Preston 17.990 / 14.392 | Common Projects 54.990 / 43.992 | Wood Wood 15.992 / 12.792 | Eytys 69.990 / 55.992 | Maria Black 9.990 / 7.992 | Maria Black 21.990 / 17.592 | Super 27.990 / 22.392 | Filling Pieces 36.990 / 29.592

Won Hundred 35.990 / 28.792 | Mads Norgaard 8.990 / 7.192 | Blanche 15.990 / 12.792 | Norse Projects 12.990 / 10.392 | Blanche 15.990 / 12.792 | Eytys 33.990 / 27.192 | Wood Wood 27.990 / 22.392 | Maria Black 22.990 / 18.392

Í tilefni 5 ára afmælisins var ljósmyndabókin Húrra Reykjavík 2014-2019 gefin út – 350 blaðsíðna bók sem inniheldur alla helstu myndaþætti sem komið hafa út síðastliðin 5 ár. Bókin er einnig fáanleg í vefverslun Húrra Reykjavík – HÉR.

Hjartanlega til hamingju með afmælið @hurrareykjavik

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

Í UPPÁHALDI: NIKE P-6000

NIKESNEAKERSSNEAKERS OF THE DAY

Ég verð að segja ykkur frá uppáhalds götuskónum mínum þessa stundina, P-6000 frá Nike. Þeir eru mega þægilegir, sem skiptir mig öllu máli núna þar sem ég þramma marga kílómetra á dag með Aþenu Röfn í vagninum. Þar að auki elska ég hvað þeir eru íþróttalegir í útliti og koma í fallegum litasamsetningum. Ég pantaði mína skó frá Nike, en heima á Íslandi veit ég að þeir fást í þremur litasamsetningum í Húrra Reykjavík.

Svo verð ég líka að lofsyngja þessar buxur – frá Won Hundred / Húrra Reykjavík.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Við mæðgurnar erum nýkomnar heim eftir Íslandsheimsókn. Mamma og pabbi voru hjá okkur í nokkra daga og skutust í brúðkaup á Ítalíu yfir helgina og koma svo aftur. Á meðan náum við okkur niður eftir Íslandsbrjálæðið, það er aldrei rólegt á Íslandi!

Hér er ennþá sumar og kjólarnir því enn fremst í fataskápnum.
ÉG: Kjóll: Filippa K // Skór: Nike Vapormax – hér
AÞENA RÖFN: Samfella*: Petit.is – hér // Skór: Nike

Góða helgi!

Andrea Röfn 

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 * gjöf

OUTFIT

AÞENA RÖFNOUTFIT

Við litla fjölskyldan kíktum til Kaupmannahafnar í fyrradag. Þetta var þriðja skiptið okkar mæðgna þar á einni viku, það er bara svo auðvelt að fara á milli, meira að segja með barn og allt sem því fylgir. Við kíktum aðeins í búðir og á kaffihús og Aþena Röfn naut sín í botn í magapokanum framan á pabba sínum. Hún stefnir í ansi góðan heimsborgara enda alltaf á flakki með foreldrum sínum. Svo er þetta hennar uppáhaldssvipur þessa dagana:

Buxur: Won Hundred
Jakki: Libertine Libertine // Húrra Reykjavík
Skyrta: Norse Projects // Húrra Reykjavík
Skór: Nike
Taska: Chanel

Ég er svo heppin með þessi tvö að ég á erfitt með að koma því í orð <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

SKÍRN AÞENU RAFNAR

AÞENA RÖFNPERSÓNULEGT

Við foreldarnir nýttum tækifærið í nýliðinni Íslandsheimsókn til að skíra Aþenu Röfn. Sunnudaginn 9. júní gafst loksins tími milli landsleikja hjá Arnóri og við buðum fjölskyldu og vinum til veislu. Sólin skein hátt á himni og í samráði við prestinn ákváðum við á síðustu stundu að færa skírnina út á pall. Þetta var svo falleg stund, full af hamingju, gleði og sólargeislum. Aþena Röfn var svo róleg og afslöppuð og kærði sig að sjálfsögðu ekki um að vera haldið á eins og ungabarni, enda orðin 3 og hálfs mánaðar gömul og vildi fá að horfa á allt fólkið sem var mætt til að fagna henni. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir skírði og systkini okkar voru skírnarvottar.

Við vorum með veitingar og kökur.. fallegustu kökur sem ég hef á ævi minni séð. Ég hef fylgst með báðum bökurunum lengi og ég sver það, þetta eru þeirra fallegustu kökur hingað til!
Hvíta kakan er gerð af Unu Dögg @una_bakstur og blómin eru ekta! Svo stílhrein og falleg og dásamlega bragðgóð.
Bleika kakan er frá Brynju Bjarna @brynjabjarna og er algjört listaverk, nákvæmlega eins og ég hafði hugsað hana nema bara 100x fallegri.

Skírnarkjóllinn er saumaður af ömmu minni heitinni sem ég hefði svo innilega viljað að Aþena myndi kynnast. Hún mun í staðinn fá að heyra ófáar sögur af henni í framtíðinni.

Í lok veislunnar var mín dama svo komin í örlítið einfaldari föt, þennan guðdómlega kjól og sokka frá Petit.is og spariskó frá Minilux.is. Kjóllinn minn er frá Hildi Yeoman (minni allra bestu!) og Arnór var klæddur frá toppi til táar í Suitup Reykjavík, en ég fékk ófáar spurningar út í dressið hans. Hann hafði svo fataskipti og skartaði glæsilega landsliðsgallanum áður en hann hélt aftur til vinnu.

Þessi dagur var dásamlegur í alla staði – takk fyrir okkur elsku fjölskylda og vinir.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

SATURDAY

AÞENA RÖFNOUTFITPERSÓNULEGT

Sumarið er loksins mætt til Malmö og við fjölskyldan nutum veðurblíðunnar í dag. Við röltum niður í bæ – eða ég rölti með vagninn og Arnór leigði sér rafmagnshlaupahjól. Þessi hjól eru úti um alla borg, maður leigir þau með appi og skilur svo eftir hvar sem manni sýnist, fyrir utan heima hjá sér þess vegna. Algjör snilld, sérstaklega fyrir fótboltamann sem er að spila leik á morgun :-) Seinni partinn fór ég svo á æfingu með nokkrum kærustum og eiginkonum úr liðinu. Við æfum saman utandyra tvisvar í viku með styrktarþjálfara frá Malmö. Ég er að fara mjög rólega af stað en það gerir ekkert smá mikið fyrir mig að vera byrjuð að sprikla smá á ný.

Outfit dagsins:

Kápa: HOPE Stockholm
Kjóll: Ganni
Skór: Louis Vuitton
Sólgleraugu: Han Kjobenhavn Aþena Röfnin mín. Tjúllast yfir þessu dressi frá Petit.is <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

WISHLIST

ONLINE SHOPPINGÓSKALISTINNSNEAKERS

 

 

Ég tók saman lista af hlutum sem mér finnast fallegir þessa stundina. Það verður að viðurkennast að ég hef ekki verið sú metnaðarfyllsta í að setja saman outfit og stæla mig upp síðustu vikurnar, enda nóg að gera að hugsa um Aþenu Röfn og svo er líka skemmtilegra þessa dagana að dressa hana! En hérna eru nokkrir hlutir sem ég gæti hugsað mér að klæðast í sænska sumrinu.

Eyrnalokkar: Maria Black // Húrra Reykjavík – hér

Buxur: Acne Studioshér

T-shirt: Heron Preston // Húrra Reykjavík – hér

Gleraugu: Mig langar svo í ný gleraugu og þessi umgjörð er klassík frá Oliver Peoples. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún fari mér en eitthvað í þessum dúr heillar mig þessa stundina. – hér

Skór: JW Anderson x Converse. Ég elska glimmer, ég elska Converse og ég elska neon. Þessir skór eru eiginlega hannaðir fyrir mig! – hér

Töskur: Simon Miller bucket bag – hér

Andrea Röfn

AÞENA RÖFN

AÞENA RÖFN

Takk takk takk fyrir viðbrögðin við síðustu færslu. Fæðingarsagan er klárlega persónulegasta færslan sem ég hef sett hérna inn og það er yndislegt hvað ég hef fengið góð viðbrögð og fallegar kveðjur í kjölfarið!

Dóttir okkar hefur fengið nafnið Aþena Röfn Arnórsdóttir

Fljótlega eftir að við vissum kynið fórum við Arnór að hugsa um nafn á dóttur okkar. Ég vissi að mig langaði að halda Röfn nafninu í fjölskyldunni þar sem mér þykir óendanlega vænt um það nafn. Þegar ég var skírð Röfn voru aðeins tvær aðrar Rafnir, þar af ein þeirra náskyld frænka mín. Lengi vel vorum við þær einu sem báru nafnið, en dag eru 31 Rafnir samkvæmt Íslendingabók, og Aþena Röfn því sú 32. í röðinni. Þar sem nafnið er heldur óalgengt hafa því í gegnum tíðina fylgt margar spurningar út í hvaðan það kemur og hvaða merkingu það hefur. Nafnið er í höfuðið á afa mínum heitnum sem hét Hannes Rafn og í dag á hann þrjár afastelpur og eina langafastelpu sem heita Röfn.

Aþena var síðan nánast eina nafnið sem við ræddum og í hreinskilni sagt man ég varla önnur nöfn sem komu upp í umræðuna. Nafnið hefur mikla merkingu fyrir okkur bæði þar sem við bjuggum í Aþenu og við ræðum það reglulega hvað okkur leið vel þar. Minningarnar okkar frá þessum tíma eru svo góðar og dýrmætar. Nafnið Aþena kemur úr grískri goðafræði en Aþena var gyðja skynsemi og handiðnar, auk þess sem hún var stríðsgyðja. Daginn fyrir fæðinguna leitaði ég uppi merkingu nafnsins í fyrsta sinn og minnti mig svo á í gegnum fæðinguna að lítil stríðsgyðja væri á leiðinni í heiminn og við myndum gera þetta saman, ég og hún. Ég og Aþena Röfn.

Við fengum síðan ótrúlega fallega gjöf frá AGUSTAV eftir fæðinguna – ALIN, mælieiningu í fæðingarlengd. Alin er úr gegnheilum við, með áletruðu nafni, fæðingardegi, þyngd og fæðingartíma grafið í hliðina. Ég er svo ástfangin af þessari hönnun og finnst þetta fullkominn gripur til að varðveita þessar dýrmætu upplýsingar um Aþenu Röfn. Planið er svo að hengja Alin upp á vegg ásamt myndum af henni nýfæddri. Hér getið þið séð meira um Alin sem er falleg hugmynd að sængur- eða skírnargjöf. Á síðunni er svo að finna fleiri vörur frá AGUSTAV – ég er hrifin af svo miklu fleiru frá þeim og efst á mínum óskalista eru speglarnir þeirra og bekkur í anddyrið.    

Aþenan mín. Röfnin mín.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

HALLÓ HEIMUR – FÆÐINGARSAGA

AÞENA RÖFNPERSÓNULEGT

Dóttir okkar kom í heiminn í Malmö þann 20. febrúar eftir 41+5 daga meðgöngu. Hún vó 3585 grömm og var 50 cm. Hjörtun okkar hafa stækkað margfalt síðan þá og hún hefur fyllt líf okkar af eintómri hamingju og ást síðustu 6 vikurnar.

Ég er búin að byrja á þessari færslu allt of oft og hafa skjalið opið í næstum því tvær vikur án þess að ná að klára eða vera nógu sátt með textann. Hvernig nær maður að koma þessari upplifun í orð? Fæðingarsagan mín finnst mér vera svo miklu meira en bara það sem gerðist á fæðingardeildinni eftir að ég fór af stað. Aðdragandanum fylgdi mikil spenna og óvissa þar sem fótboltinn hjá Arnóri spilaði stóran sess.

Síðast þegar ég bloggaði, 8. febrúar, var settur dagur runninn upp. Daginn eftir kom Arnór heim frá Spáni þar sem hann hafði verið í æfingaferð í 10 daga. Á meðan hann var í burtu var mamma hjá mér, vafði mig í bómull og við pössuðum að gera ekki of mikið á hverjum degi svo ég færi nú ekki af stað. Þrátt fyrir að algengt sé að ganga lengra en 40 vikur með fyrsta barn gátum við með engu móti vitað hvernig það yrði í okkar tilfelli og til öryggis vorum við með tímasetningar á hverju einasta flugi frá Spáni á kristaltæru, þennan tíma sem hann var í burtu. Léttirinn við að fá Arnór heim var rosalegur. Þá vorum við svo handviss um að ég færi af stað hvað og hverju, fyrst okkur tókst að komast í gegnum þessa æfingaferð áfallalaust. Hérna í Svíþjóð eru konur helst ekki settar af stað fyrr en sléttum tveimur vikum eftir settan dag, ef allt er í standi og konunni líður vel. Mér leið ótrúlega vel undir lok meðgöngunnar og hefði þess vegna getað verið ólétt í nokkrar vikur til viðbótar (segi ég núna!). En tíminn leið og ekkert bólaði á dótturinni sem naut sín voðalega vel í móðurkviði. Arnór spilaði heimaleik við Chelsea í Evrópudeildinni 14. febrúar og á þeim tímapunkti voru báðir foreldrar okkar beggja öll hérna úti. Talandi um hentuga tímasetningu fyrir barnabarnið að koma í heiminn. En áfram lét hún bíða eftir sér, fram yfir afmælið mitt þann 15. febrúar, greinilega ekkert spennandi að deila afmælisdegi með mömmu sinni.

Seinni leikurinn gegn Chelsea átti svo að fara fram í London fimmtudaginn 21. febrúar og við höfðum ekki einu sinni pælt í möguleikanum að þurfa að hafa „áhyggjur“ af honum í sambandi hvenær fæðingin færi af stað. Að sjálfsögðu vorum við ákveðin í því að Arnór færi ekki í leikinn ef fæðingin myndi lenda á sama degi. Hins vegar vildum við bæði að hann spilaði leikinn ef hann gæti. Á sunnudeginum, 17. feb, fannst okkur við komin heldur nálægt þessari dagsetningu og ákváðum því að fara upp á fæðingardeild til að kanna stöðuna á mér. Þá var ekkert að frétta, útvíkkunin 1,5 og þeim fannst engin ástæða til að setja mig af stað miðað við mína líðan. Á þriðjudeginum tókum við aftur stöðuna uppi á deild en hún var óbreytt frá sunnudeginum.

Nóttina eftir, aðfararnótt miðvikudagsins 20. feb, vaknaði ég svo um kl. 2 með verki sem duttu niður um 7 leytið. Verkirnir voru frekar óþægilegir en sársaukafullir og komu á 5-6 mínútna fresti en ég náði að dorma í gegnum þá. Þegar við vöknuðum ákváðum við þó að fara upp á deild og athuga málið og vorum komin þangað 7:50. Líkt og kvöldið áður mældist ég með 1,5 í útvíkkun. Verkirnir hins vegar fóru að ágerast það hratt að við fórum ekkert aftur heim. Við komum okkur í staðinn fyrir á fæðingarstofunni, fengum morgunmat og kaffi og tókum því eins rólega og við gátum.

Klukkan 10 var ég komin með harðar hríðir og fór í bað til verkjastillingar. Baðið var ótrúlega gott til að byrja með en svo fóru verkirnir að versna og 90 mínútum síðar fannst mér það ekki virka lengur sem verkjastilling og var orðin þreytt á hitanum. Þegar ég fór upp úr um 11:50 mældist útvíkkunin 4. Þá fékk ég glaðloft og tók hverja hríð standandi og hallandi mér fram á rúmið. Í næstu mælingu, kl. 14, mældist útvíkkunin 8. Þetta hafði því gengið frekar hratt fyrir sig og verkirnir eftir því. Þarna var ég orðin þreytt á glaðloftinu sem var hætt að virka jafn vel fannst mér. Ég þáði mænurótardeyfingu eftir að ljósmóðirin bauð mér að fá annað hvort hana eða morfín. VÁ hvað það var góð ákvörðun, ég lofsyng þessa deyfingu sem gjörsamlega bjargaði mér á þessum tímapunkti. Ég gat aðeins slakað á, borðað, safnað orku og spjallað við Arnór. Mér fannst þessi ákvörðun líka ‘meant to be’ þegar það var íslenskur læknir sem kom og lagði deyfinguna. 14:45 eða 45 mínútum síðar var ég komin með fulla útvíkkun. Rembingurinn hófst rúmlega klukkutíma síðar eða kl. 16 og endaði með því að ég var klippt. Klukkan 16:50 kom hún í heiminn, dóttir okkar, litla fallega og guðdómlega dóttir okkar. 50 cm og 3585 grömm. Til í þetta líf, með langar neglur og fullt af hári. Fljótlega eftir að ég var saumuð og gat sest upp fann hún svo brjóstið, sem hefur síðan þá verið hennar uppáhalds staður. Á miðnætti vorum við litla fjölskyldan svo komin heim til okkar. Þakklát, hrærð og hamingjusöm með lífið eftir mögnuðustu upplifun lífs okkar.

Eftir fæðinguna höfðu ljósmæðurnar orð á því hversu gott teymi við Arnór mynduðum í fæðingunni. Ég gæti hreinlega ekki verið heppnari og þakklátari með hann og það sýndi sig svo sannarlega í öllu þessu ferli. Daginn eftir flaug hann svo til London, spilaði þennan risastóra leik og stóð sig eins og hetja. Um kvöldið var hann kominn heim til stelpnanna sinna. Mamma var hérna á meðan en hún hafði akkurat átt flug til okkar daginn sem ég átti. Ég var lengi að ákveða hvort ég ætti að láta þetta fótboltaævintýri fylgja fæðingarsögunni en svona var þetta hreinlega og mig langar ekkert að skafa af því hversu stóran sess fótboltinn spilar í okkar lífi. Það er að sjálfsögðu hægt að hlæja að þessu í dag og ég get ekki ímyndað mér ef Arnór hefði farið með liðinu þennan miðvikudagsmorgun. En hann var aldrei á leiðinni í það flug og við vitum það bæði undir niðri. Allt er gott sem endar vel.

Fyrstu 3 dagarnir..

<3

Andrea Röfn