fbpx

OUTFIT

OUTFIT

Outfit í vinkonudinner á Íslandi fyrr í mánuðinum. Allar flíkurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eiga því skilið sér post hérna á blogginu. Rúllukragapeysan er hönnuð af Bergi Guðnasyni hjá 66°Norður og heitir Torfajökull. Ég er búin að ofnota hana síðan ég fékk hana, fullkomin flík í minn fataskáp. 66°N á ermunum og aftan á rúllukraganum eru svo trylltir details. Buxurnar eru frá Holzweiler en ég fæ endalausar spurningar út í þær þegar þeim bregður fyrir á instagram hjá mér. Þær heita Skunk trouser og eru ongoing stíll hjá merkinu. Holzweiler er norskt merki sem ég held mikið upp á. Jakkinn er frá Won Hundred sem er fáanlegt í Húrra Reykjavík. Mér finnst algjört lykilatriði að eiga alltaf fullkominn blazer jakka í fataskápnum. Síðast en ekki síst eru það skórnir – stíllinn Aþena úr línunni minni JoDis by Andrea Röfn. Þessir skór seldust upp á fyrsta degi bæði í svörtu og ljósu – en ég get glatt ykkur, sem langar í þá, með þeim fréttum að þeir koma aftur í október eða nóvember. Ég læt að sjálfsögðu vita um leið og ég veit meira!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn – ég er með gjafaleik í gangi í samstarfi við GOSH!

LÍFIÐ

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Góðan daginn! Línan mín í samstarfi við JoDis fór í sölu í Kaupfélaginu í gær við mjög góðar undirtektir. Það seldust margar týpur upp (!) og ljóst að ég þarf eitthvað að vinna í því að láta gera enn fleiri pör af einhverjum þeirra. Mig langaði bara til að koma hérna inn og þakka kærlega fyrir mig <3 Ég er með ógrynni ólesinna skilaboða sem ég mun svara hægt og rólega, en ég er búin að vinna svo mikið síðustu daga að ég þori ekki einu sinni inn í screen time í símanum til að sjá allar klukkustundirnar sem safnast hafa saman.

Annars er það helst í fréttum héðan frá Malmö að Aþena Röfn er byrjuð í leikskóla! Vá hvað þetta er kærkomið eftir langt fæðingarorlof þar sem síðasta hálfa ár reyndi verulega á vegna ferðatakmarkana, engra heimsókna og bara skrýtinna tíma yfir höfuð. Aþena elskar leikskólann sinn og náði að aðlagast mjög hratt. Við erum að tala um það að hún er farin að leggja sig á dýnu með hinum krökkunum og sofa lengst allra – eitthvað sem ég grínaðist oft með í orlofinu að yrði týpískt fyrir hana sem hefur alltaf viljað láta keyra sig um í vagninum til að sofna og aldrei á sínum 18 mánuðum sofið eitthvað sérstaklega lengi. En gott í hjartað fyrir foreldrana að vita og sjá hvað henni líkar leikskólinn vel. Hins vegar varð hún veik strax í viku tvö og við vorum heima í 6 daga – aldeilis sem manni var kippt niður á jörðina á núll einni þegar maður ætlaði loksins að demba sér í vinnugírinn! Við gleymdum alveg að taka inn í dæmið að þetta myndi gerast, og væri meira að segja mjög líklegt að myndi gerast snemma.

Ég ætla ekkert að skafa af því að ég er útkeyrð eftir vinnu síðustu daga með litla veika konu á kantinum. Arnór er nýfarinn í landsliðsferð og planið mitt var að vera hérna heima í Malmö á meðan, leyfa Aþenu að fara í leikskólann og vinna sjálf. Núna langar mig hins vegar aðeins heim til Íslands og ákvað að bóka flug fyrir okkur mæðgur á föstudaginn. Þó það þýði sóttkví, ég held ég hafi bara gott af því að hægja aðeins á mér og endurhlaða batteríin, og hún að fá ömmu – og afadekur.

Eigið yndislegan dag

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN – FER Í SÖLU Í DAG

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFNSKÓR

KÆRAR ÞAKKIR fyrir allar kveðjurnar síðustu daga. Línan mín í samstarfi við JoDis fer í sölu í dag í Kaupfélaginu, Kringlu og Smáralind, og á www.skor.is. Í dag verður 15% afsláttur af allri línunni og kaupauki frá GOSH fylgir með fyrstu kaupum dagsins! Ég er fjarri góðu gamni hérna heima í Malmö, enda ekki vinsælt að halda viðburði þessa dagana með samkomutakmörkunum og tveggja metra reglu. Þess vegna megið þið endilega senda mér myndir eða tagga mig ef þið leggið leið ykkar í Kaupfélagið í dag! <3

Ég sýndi alla skóna í instagram stories á dögunum og hvet ykkur til að skoða þá í highlights hjá mér – en hér eru svo allar myndirnar ásamt nöfnum á skónum.

EVA

MARGRÉT

Koma í ljósu, svörtu og grænu

TANJA

Koma í matt svörtu og svörtu lakki

SUNNEVA

ÓLAFÍA

AÞENA

ANNA

Koma alveg svartir, svartir með ljósri teygju og brúnir með svartri teygju

UNA

ÁSDÍS

 

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

LOKSINS GET ÉG SAGT YKKUR FRÁ VERKEFNI SÍÐUSTU MÁNAÐA

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Hæ! Vá hvað ég er búin að hlakka lengi til að skrifa þessa færslu. Ég get loksins sagt frá verkefni sem ég hef verið að vinna að síðan ég var ólétt – það gera tæplega tvö ár. Mín eigin SKÓLÍNA, JoDis by Andrea Röfn, fer í sölu þriðjudaginn 1. september í verslunum Kaupfélagsins og á Skór.is! Skóna vann ég í samvinnu við danska skómerkið JoDis og voru því bíltúrarnir yfir til Kaupmannahafnar fjölmargir á meðan að ferlinu stóð.

Ég elska að klæðast fallegum boots og hælum í bland við alla strigaskóna mína. Hins vegar er ég rosalega kröfuhörð á snið, efni og útlit þegar kemur að slíkum skóm og því naut ég þess í botn að leika lausum hala í þessu ferli. Útkoman er nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana, fjölbreytt snið, grófleiki í bland við fínleika, ljóst í bland við svart.

Skórnir eru framleiddir í litlum fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal sem JoDis hefur unnið með til fjölda ára. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og eðalfólkið sem stendur á bakvið JoDis, sem eru miklir reynsluboltar í skóbransanum.

JoDis by Andrea Röfn fer í sölu í verslunum Kaupfélagsins og á Skór.is þriðjudaginn 1. september. Fallegur kaupauki frá GOSH fylgir með fyrstu 20 kaupunum.

Hrærð, spennt, stressuð og stolt, allar tilfinningarnar. Ég er búin að vinna hart að þessu ásamt yndislega JoDis teyminu og get hreinlega ekki BEÐIÐ eftir að sjá skóna á fótum annarra og vona innilega að þið finnið eitthvað við ykkar hæfi í línunni.  Fylgist endilega betur með hér á Trendnet og á instagram hjá mér @andrearofn, JoDis @jodis_shoes og Kaupfélaginu @kaupfelagid á næstu dögum.

Hér er smá preview – en fleiri stíla er að finna í línunni sem ég ætla að sýna ykkur næstu daga!

Myndir: Hlín Arngríms
Styling: Hulda Halldóra
Make-up: Kolbrún Anna Vignis

// Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

ÍSLENSKT ÆVINTÝRI

ANDREA RÖFNÍSLANDPERSÓNULEGTTRAVEL

Mig langar svo að segja ykkur og sýna frá ferð sem við vinahópurinn fórum í á meðan ég var á Íslandi. Snillingarnir Ebba og Oddur sáu um að skipuleggja ferð á Iceland Bike Farm, bæ á Kirkjubæjarklaustri sem býður upp á skipulagðar fjallahjólaferðir um kindastíga á 11.000 hektara landsvæði þeirra. Á bænum er allur fjallahjólabúnaður til staðar og hægt að velja sér ólíka pakka eftir því hvað hentar hverjum hóp fyrir sig. Annan daginn fórum við í frábæra nokkurra klukkustunda göngu um svæðið ásamt Rannveigu, öðrum eigendanna, sem þekkir landið inn og út og leiddi okkur um þennan ævintýralega stað.

Hinn daginn fórum við í hellaskoðun ásamt Mumma, hinum eigandanum, og skoðuðum hella þar til við sátum öll innst inni í einum þeirra í kolniðamyrkri og grafarþögn. Þetta var mögnuð upplifun, að sjá og upplifa nánast ósnerta náttúru og að vera í algjöru myrkri um íslenskt sumar. Að hellaferðinni lokinni hjóluðum við um landið á fjallahjólum og hoppuðum í foss, borðuðum hjónabandssælu og lögðum okkur í íslenska mosann. Allt þetta í besta félagsskapnum – þvílíkur draumur!!

Á Bike Farm eru gistimöguleikar í tveimur uppábúnum kofum með gistipláss fyrir 3-4 einstaklinga. Við gistum þrjár í öðrum kofanum og sváfum eins og englar. Útsýnið úr kofanum yfir Geirlandsá setti punktinn yfir i-ið og ég get hreinlega ekki lýst fegurðinni nægilega vel, svo mikil var hún. Til viðbótar við gistikofana er innréttuð hlaða með eldhúsi, sófum, yoga aðstöðu, gufubaði, sturtum, og baðherbergjum. Andinn þarna er einstakur, svo afslappaður og fallegur.

Þetta er ekki auglýsing – mér finnst bara nauðsynlegt að þið vitið af þessum fallega og skemmtilega bæ sem bændurnir Rannveig og Mummi eiga og þjónustunni sem þau bjóða upp á! Meira hér.

Ég leigði bíl hjá Blue Car Rental meðan ég var á Íslandi og langar einnig að segja ykkur frá sumarleigunni þeirra, þar sem Íslendingum er boðið uppá góð leiguverð á bílum í sumar. Sumarleigan er kjörin fyrir þá sem langar í roadtrip á góðum bíl og svo finnst mér frábær hugmynd að leigja saman bíl ásamt vinum og splitta kostnaðinum sín á milli. Meira hér.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

HILDUR YEOMAN – CHEER UP!

OUTFITSAMSTARF

Samstarf við Hildi Yeoman

Ein af þeim verslunum sem ég heimsæki alltaf þegar ég er á Íslandi er Yeoman á Skólavörðustíg. Þessi fallega verslun er í miklu uppáhaldi hjá mér og merkið hennar Hildar Yeoman sérstaklega. Ég kíkti þangað í síðustu viku til að skoða nýjustu línuna hennar, Cheer Up! Fyrir átti ég þennan topp sem ég skartaði á strönd hér í Svíþjóð fyrr í sumar og skrifaði um hér, en mamma sendi mér hann í miðju covid volæðinu sem gladdi mig svo sannarlega. Algjört Cheer Up! Línan er gríðarlega skemmtileg og litrík og kemur manni hreinlega í gott skap. Um er að ræða línu sem er ekki eingöngu hugsuð sem sumarlína, hún heldur áfram og við hana munu bætast stílar þegar það fer að hausta. Þá megum við búast við dekkri litum og meira knitwear. Ég er að elska þessa hugsjón. Hérna eru nokkrar af mínum uppáhalds flíkum:

Yeoman er á Skólavörðustíg 22b en vöruúrval Hildar Yeoman er einnig hægt að skoða hér.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

MYNTO ÓSKALISTINN

MYNTO

Í vikunni var vefverslunarmiðstöðin Mynto sett á laggirnar. Mynto er miðstöð íslenskra netverslana og núna eru 40 verslanir í appinu. Ég fagna þessari nýjung þar sem netverslun hefur svo sannarlegra færst í aukana síðustu misseri og mér finnst frábært að hafa yfirsýn yfir alls kyns flottar íslenskar netverslanir. Mynto er mjög þægilegt í notkun og hægt er að setja saman í appinu óskalista úr mismunandi verslunum. Til stendur svo að opna Mynto.is þar sem hægt verður að versla í gegnum tölvu – fylgist með öllu hér.

Ég tók saman minn óskalista í Mynto appinu en hann er einnig sjáanlegur á forsíðunni í appinu undir Mynto listar.

Mynto nálgist þið í App Store!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

OUTFIT

OUTFITPERSÓNULEGT

Ég átti dásemdar vinkonustund á laugardagskvöld sem við framlengdum svo með brunch í gær. Þið sem fylgið mér á instagram hafið eflaust tekið eftir því að við mæðgurnar erum komnar til landsins og höfum verið hérna að njóta síðustu vikurnar eftir langan tíma í Svíþjóð án heimsókna eða hvers kyns ferðalaga. Það er yndislegt að vera heima og Aþena Röfn er sérstaklega að njóta þess að hitta alla, hafa nóg af fólki til að leika við og bræða með krúttheitunum sínum. Í fullkomnum heimi væri Arnór hérna með okkur en hann er einn duglegur vinnandi maður heima í Malmö. Ég segi ykkur miklu betur frá Íslandsheimsókninni  sem fyrst.

Kjóll: Acne Studios
Skór: Onitsuka Tiger
Taska: Dior
Peysa: &Other Stories
Sólgleraugu: Han Kjobenhavn

<3

Andrea Röfn

SÆNSKI DRAUMURINN

OUTFITPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Við litla fjölskyldan áttum dásamlegan dag í enn betri félagsskap fyrir stuttu. Arnór var í fríi og við ákváðum að fara í smá roadtrip, en suður Svíþjóð hefur að geyma endalaust af fallegum perlum sem við elskum að skoða og kynnast þegar tími gefst. Á austurströndinni hittum við Elísabetu og fjölskyldu, tókum picknick á ströndinni og enduðum í pizzu á litlum bóndabæ. Fullkominn dagur sem gaf mikla hlýju í hjartað. Ég mæli með færslunni hennar hér, stútfull af myndum og upplýsingum um sænsku sæluna.

Mesh toppur frá Hildi Yeoman, minni allra uppáhalds. Hann er úr nýju línunni hennar Cheer Up! og fæst hér og í Yeoman, Skólavörðustíg. Fullkominn fyrir helgina eða veislurnar á næsta leyti. Ég er by the way að elska þessa línu, svo sumarleg og skemmtileg og inniheldur fullt af fallegum gersemum.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 

OUTFIT

PERSÓNULEGT

Notaleg morgunstund hjá okkur litlu fjölskyldunni. Öll samveran síðustu mánuði hefur svo sannarlega verið dýrmæt og þó maður geti dottið í óþolinmæði og þreytu vegna veirunnar og þeim áhrifum sem hún hefur haft í för með sér, veit ég að maður mun líta til baka og þakka fyrir þennan tíma. Þegar maður er neyddur til að bregða út af vananum, ferðast minna og hitta færra fólk, lærir maður að finna fegurðina í litlu hlutunum. Mér finnst ég hafa lært fullt og skapað öðruvísi minningar en áður, en ekkert minna dýrmætar <3

Buxur: Acne Studios
Skyrta: Hope Stockholm
Peysa: & Other Stories
Skór: Nike Blazer Mid ’77
Sólgleraugu: Ray Ban

Ég minni á #BLACKLIVESMATTER færsluna mína síðan í gær – þið finnið hana hér.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn