Andrea Röfn

STELPA EÐA STRÁKUR?

MEÐGANGANPERSÓNULEGT

English below

Við verðandi foreldrarnir vorum að koma úr 20 vikna sónar – & vitum kynið!

Frá því ég var yngri hefur tilhugsunin um að vita ekki kynið heillað mig mikið. Ástæðan fyrir því er sjálfsagt sú að foreldrar mínir vissu ekki kynið á okkur systkinunum og maður er gjarn á að herma eftir sínum nánustu. En Arnór hefur hins vegar alltaf langað til að vita og gæti ekki ímyndað sér að bíða alla meðgönguna. Þegar ég varð ólétt breyttist skoðun mín um leið og ég hlakkaði strax til að vita kynið. Við gátum þó auðveldlega beðið fram á 20 viku og vorum ekkert að flýta okkur í snemmsónar. Okkur finnst gott að brjóta meðgönguna svona upp og gera ekki allt á no time, en það er auðvitað bara okkar taktur sem hentar að sjálfsögðu ekki öllum.

En þrátt fyrir að við vitum kynið á barninu ætlum við ekki að segja neinum strax. Sorry þið sem lásuð áfram bara til að fá að vita það! Ástæðan er sú að við búum erlendis og nánast allt tengt meðgöngunni hefur farið fram á facetime. Við sögðum foreldrum okkar, systkinum, vinum, ömmum og öfum frá óléttunni á facetime. Því langar okkur að eiga persónulega stund með okkar nánustu þegar við tilkynnum kynið, kannski láta verðandi ömmurnar og afana sprengja blöðru eða skera köku eða eitthvað skemmtilegt. Eftir tæpan mánuð verðum við aftur á Íslandi og þá verður kjörinn tími til þess að segja frá. Það mun klárlega reyna á að segja ekki fólkinu sínu næstu vikurnar, en ég veit að þetta moment mun skipta okkur miklu máli og lifa lengi í minningunni ♡

Ég mun að sjálfsögðu uppfæra bloggið og instagram þegar að þessu kemur. Annars er ég mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hversu persónuleg ég vil vera í tengslum við meðgönguna hér á blogginu. Ef ykkur finnst gaman að fylgjast með og lesa svona færslur, endilega látið mig vita með like-i, hjarta eða commenti :-)

Today we had the 20 week ultrasound scan – and we know the gender of our little baby. So exciting! Now we’re gonna keep shut for a month, until we’re in Iceland again surrounded by our family. We want the moment to be personal since everything pregnancy related has been through facetime until now. It will be super hard to keep from our people for the time being but we know that this precious moment will be a dear memory to all of us 

Andrea Röfn

OUTFIT

MEÐGANGANOUTFITSAMSTARF

Um helgina fögnuðum við vinahópurinn nýútskrifaðri vinkonu úr meistaranámi við Copenhagen Business School. Við vorum báðar staddar á Íslandi en annars býr hún enn í Kaupmannahöfn. Mér finnst ég svo heppin að hafa bestu vinkonu mína hinum megin við brúna. Ég klæddist kjól frá Hildi Yeoman og paraði hann við skó frá íslenska merkinu Kalda. Það er eitthvað extra skemmtilegt við að klæðast íslenskri hönnun og hvað þá merkjum sem ég hef setið fyrir hjá í gegnum tíðina – fyrir mismörgum árum :-)

 

Annars fer bumban stækkandi og í dag er ég komin rúmlega 18 vikur. Ég get ekki mælt meira með rúllukragakjólunum frá Hildi og ég mun án efa nota þennan kjól fram að síðasta degi meðgöngunnar. Hann er líka til í þessu fallega fjólubláa printi:

Annars er ég líka yfir mig hrifin af þessum tveimur sniðum. Fyrri kjólinn er hægt að binda á þrjá vegu og stilla síddina sjálfur. Sá seinni er to die for – gerir mann eitthvað svo tignarlegan. Sammála? Kjólarnir fást allir í Yeoman, Skólavörðustíg.

Andrea Röfn

OSLO X H&M

H&MSAMSTARF

#samstarf

Í vikunni var mér boðið til Oslo á vegum H&M. Tilgangur ferðarinnar var að skoða Studio línu H&M sem kom í verslanir í gær, þar á meðal H&M Í Smáralind. Línan er innblásin af Twin Peaks þáttunum og inniheldur úthugsaða litapallettu og góðar haustflíkur. Ég heillaðist einna mest af brúnu rúllukragapeysunni, dökkbláa ullarjakkanum og stígvélunum sem margir biðu spenntir eftir. Á sama tíma gat ég ekki mátað buxurnar í línunni þar sem bumban er aðeins farin að stækka, en þær litu ótrúlega vel út á hinum sem komnir voru á eventinn til að skoða línuna!

Ferðafélaginn minn, elsku Álfrún Páls ritstjóri Glamour

Takk fyrir mig H&M

x

Andrea Röfn

WISHLIST

ÓSKALISTINN

English below

Óskalistinn þessa stundina. Mér finnst alltaf svo gaman að skoða sambærilegar færslur hjá öðrum á blogginu og ákvað því að skella í minn eigin lista, það er allt of langt síðan ég gerði það síðast. Að útbúa óskalista er líka góð aðferð til að lista það niður hvað það er sem mann langar í hverju sinni.

 1. Ganni Wrap Dress – ég mátaði þennan kjól í síðustu viku og er ótrúlega skotin í honum. Hann hentar líka einstaklega vel fyrir stækkandi óléttubumbu og ég sé mig fyrir mér í honum í sextugsafmæli mömmu í október. HÉR.
 2. Ferm Living Loop Cushion – þessi púði myndi passa vel í sófann okkar. HÉR.
 3. Emerald grænn er einn af mínum uppáhalds litum, sérstaklega þegar kemur að munum fyrir heimilið. Þessi vasi er frá danska hönnuðinum Louise Roe. HÉR.
 4. Hinir fullkomnu hring-eyrnalokkar? Mig „vantar“ svona týpu í silfri og þessir eru úr ekta silfri frá Maria BlackHÉR.
 5. Græn lakkstígvél frá Yuul Ye – ég elska hælinn og hæðina á honum, stundum þarf ekki nema smá hæl til að líða extra fínni. HÉR.
 6. Æ, bara fullkomin rúskinnstaska í fullkominni stærð og fullkomnum lit. Er sjúk í þessa. Frá Acne Studios. HÉR.
 7. Nokkrum númerum of krúttlegir merino ullarskór á litla krílið, sem kemur í heiminn í blússandi vetri í febrúar. HÉR.
 8. Ég rakst á þessa bók á bæjarrölti um daginn, ótrúlega falleg og full af fróðleik. Sniðug gjöf! HÉR.
 9. Wood Wood kjóll sem var að lenda í Húrra Reykjavík. Ég læt mig bara dreyma um þennan í bili.. eða prófa að máta hann hnepptan frá? HÉR.
 10. Sett frá uppáhalds undirfatamerkinu mínu Love Stories sem fæst í Yeoman, Skólavörðustíg. HÉR.
 11. Vatnskarafla frá HAY – mér finnst eitthvað mega skemmtilegt við hana. Við erum alltaf með kalt vatn í könnu inni í ísskáp sem mætti vel skipta út fyrir þessa. HÉR.
 12. Signet Ring frá Sif Jakobs, myndi passa vel við eyrnalokkana hér að ofan. HÉR.

My wishlist at the moment. I love reading similar posts from other bloggers so I decided to make one my own, for the first time in way too long.

1. Ganni Wrap Dress – here.  2. Ferm Living cushion – here. 3. Louise Roe vase – here. 4. Maria Black hoops – here. 5. Yuul Ye boots – here. 6. Acne Studios bag – here. 7. Baby merino boots – here. 8. Book – here. 9. Wood Wood dress – here. 10. Love Stories underwear – here. 11. Hay carafe – here. 12. Sif Jakobs ring – here.

Vonandi fenguð þið einhvern innblástur af óskalistanum

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

Þessi færsla er ekki kostuð.

OUTFIT

OUTFIT

Lúkkið mitt á fótboltaleik síðustu viku. Ég er ekki vön því að klæða mig upp fyrir leiki en ég sver það, það var svo heitt þennan dag að ég gat eiginlega ekki ímyndað mér að klæðast neinu öðru. Ég er alls ekki búin að kaupa mér mikið af kjólum eða sumarlegum flíkum þetta sumarið, en heimsótti elsku Hildi í búðina hennar Yeoman áður en ég fór til Rússlands á HM. Þar keypti ég mér meðal annars bæði samfestinginn og skóna, og ætlaði svo sannarlega að vera dugleg að klæða mig fínt í Rússlandi. Snemma í ferðinni tók síðan morgunógleðin yfir, sem varði allan daginn, alla dagana sem eftir voru af ferðinni. Það tók mig að minnsta kosti tvo klukkutíma bara að vakna, fara í sturtu og koma mér í föt. Þannig þið getið ímyndað ykkur hvað stemningin til að klæða sig upp fauk fljótt út um gluggan. Annars mun ég örugglega skrifa færslu um meðgönguna, hvenær sem það verður. En ég er allavega orðin mun betri í dag og get hlegið smá að fyrra ástandi, svona eftirá.

Samfestingur: Style Mafia // Yeoman
Hælar: Miista // Yeoman – ATH!! Það er bara eitt par eftir í 37 og það er á útsölu núna. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Taska: Chanel
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn

Andrea Röfn

BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT

SNYRTIVÖRUR

Færslan er unnin í samstarfi við BIOEFFECT

#samstarf

Fyrr á árinu heimsótti ég BIOEFFECT höfuðstöðvarnar á Íslandi. Þar fékk ég kynningu á vörum fyrirtækisins og vísindunum á bakvið þær. Flestir með áhuga á húðumhirðu ættu að þekkja merkið sem er íslenskt, þróað og framleitt á Íslandi og selt um heim allan. Fram að heimsókn minni hafði ég eingöngu notað hina margverðlaunu EGF serum dropa og hafði góða reynslu af þeim, en þeir áttu þó enn eftir að verða hluti af minni daglegu húðrútínu.

Fyrir kynninguna hafði ég gefið innihaldsefnum í húð- og snyrtivörum lítinn sem engan gaum, en vissi þó alltaf um nokkur efni sem bæri helst að forðast. BIOEFFECT vörurnar innihalda fá efni, til að mynda inniheldur EGF serumið einungis 7 efni. Vörurnar innihalda engin rotvarnar- eða fylliefni og engin ilmefni, alkóhól eða olíu.

Vísindin að baki BIOEFFECT þykja mér mjög heillandi;

BIOEFFECT var stofnað af þremur vísindamönnum á Íslandi sem beittu líftækni við þróun nýrra og sérvirkra próteina í plöntum til að nota við rannsóknir í lækningaskyni. Þessi sértæka líftækni byggir á skilningi okkar á táknmáli genanna. Genin búa t.d. yfir forskrift að því hvernig frumuvakinn EGF (Epidermal Growth Factor) er búinn til. Þessi forskrift er afrituð og táknin færð inn í erfðamengi byggplöntunnar og EGF þannig búið til inni í fræjum plöntunnar sem gegnir eiginlega hlutverki hýsils. Frumuvakinn verður þannig fullkomin eftirgerð af EGF vaxtarþættinum í mannshúðinni sem skynjar hann sem sinn eigin. Byggið er ræktað í vikri og vökvað með tæru, íslensku jökulvatni.

Þegar við eldumst dregur smám saman úr framleiðslu á kollageni, elastíni og EGF, próteininu sem mannslíkaminn myndar til að flýta fyrir endurnýjun húðfrumna. Húðin þynnist, yfirbragð hennar verður dauflegra og hrukkur byrja að myndast. BIOEFFECT húðvörurnar færa húðinni EGF. Þessi mikilvægi frumuvaki sem búinn er til í plöntum sendir húðfrumunum skilaboð um viðhald og endurnýjun húðarinnar og hvetur frumurnar til góðra verka. Útkoman er sú að húðin þykknar og mýkist, rakastigið hækkar en fíngerðu línunum fækkar.

Í dag eru vörur BIOEFFECT fáanlegar í 28 löndum allt frá Ástralíu, Japan, Kína og til Panama í Mið-Ameríku. Vörurnar eru dásamaðar af stórstjörnum líkt og Karl Lagerfeld, Jessica Alba, Taylor Swift, Sienna Miller, og Mick Jagger. Þar að auki er umfjöllun um vörumerkið fastur liður í stærstu tímaritum heims, til dæmis Vogue, Elle, Marie Claire og Porter Magazine. Að lokum hefur BIOEFFECT hlotið yfir 20 alþjóðleg verðlaun frá blöðum á borð við Madame Figaro, Harper’s Bazaar, inStyle, and Marie-Claire.

Fyrir sléttum 20 dögum byrjaði ég á 30 Day Treatment frá BIOEFFECT, en samsetning efnanna í dropunum er hugsuð sem átaksmeðferð ásamt venjulegri huðmeðhöndlun. Í 30 daga læt ég húðdropa á hreina húðina, kvölds og morgna. Ef planið er að farða sig er mikilvægt að bíða í 10 mínútur eftir að droparnir eru settir á, áður en aðrar vörur eru notaðar á andlitið.

Ég sé nú þegar mikinn mun á húðinni, fínu línurnar eru orðnar ennþá grynnri og áferð húðarinnar er mun sléttari og fallegri. Ég finn líka fyrir breyttu rakastigi, en hingað til hef ég verið með þurra húð, sem ég fékk staðfest við prófun húðarinnar sem var gerð í heimsókninni. 30 daga meðferðina er hægt að notast við 1-4 sinnum á ári. Þar sem húðin mín er nokkuð góð myndi ég vilja notast við hana tvisvar á ári, og prófa hana aftur að veturlagi. Þá er húðin mín mun þurrari og örlítið erfiðari en að sumri til.

Vörurnar frá BIOEFFECT fá mín allra bestu meðmæli – íslenskt já takk!

Andrea Röfn

SPA WEEKEND

PERSÓNULEGT

Helginni eyddum við hinum megin við brúna – á hóteli tæpum hálftíma frá Kaupmannahöfn. Sænska deildin fór strax aftur í gang meðan HM var ennþá í fullu fjöri og þar af leiðandi vorum við komin heim til Svíþjóðar innan við viku eftir síðasta leik Íslands. Um helgina var svo pínulítið frí sem við nýttum vel. Planið var að fara á hótel hér í suður Svíþjóð en þau voru bókstaflega öll uppbókuð og við enduðum í síðasta lausa herberginu á Kurhotel Skodsborg. Allir að njóta í botn hérna í skandinavíska sumrinu. Á hótelinu er spa sem við nýttum okkur og fórum í bæði nudd og andlitsmeðferð þar sem notaðar voru eingöngu BIOEFFECT vörur – íslendingnum til mikillar gleði.

Vonandi eruð þið öll að njóta verslunarmannahelgarinnar

Andrea Röfn

LÍFIÐ Í GEGNUM SONY LINSUNA

SAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við Origo

#samstarf

Á dögunum fékk ég glænýja myndavél að gjöf frá Origo. Mig hefur lengi langað í almennilega myndavél sem skilar betri gæðum en símamyndavélin, en er á sama tíma þægileg og einföld í notkun. Ég get ímyndað mér að mörg ykkar séu í svipuðum sporum enda fátt skemmtilegra en að festa dýrmæt augnablik, fallega staði eða jafnvel góð outfit á mynd. Þess vegna má ég til með að mæla með SONY myndavélinni sem ég fékk.

SONY A6000 er  einstaklega notendavæn myndavél með mjög professional gæðum. Stillingarnar á vélinni eru margar og fjölbreyttar og því hentar myndavélin vel fyrir alla sem vilja fanga hvers kyns augnablik á mynd eða myndband. Það sem skiptir mig mestu máli er að geta komið myndunum á símann minn á einfaldan hátt. A6000 er með innbyggðu Wifi og í gegnum app í símanum færi ég myndirnar á milli á nokkrum sekúndum.

Ég nota myndavélina mest í outfit myndir og á ferðalögum – sjón er sögu ríkari. Þessum myndum hefur ýmist ekkert eða örlítið verið breytt.            

Ég mæli eindregið með SONY A6000. Þið getið kynnt ykkur hana nánar HÉR.

Takk kærlega fyrir mig Origo.

Andrea Röfn

HM Í RÚSSLANDI – PART TWO

ÍSLANDPERSÓNULEGTTRAVEL

Þá er Rússlandsævintýrinu lokið og við komin aftur heim til elsku Malmö. Ég get ekki lýst því nógu vel hvað þetta var ótrúleg upplifun í alla staði. Eftir Moskvu var ferðinni heitið til Volgograd og síðar Rostov. Af borgunum þremur stóð Moskva klárlega upp úr. En félagsskapurinn var sá sem stóð allra mest upp úr og ég er strax farin að hlakka til næsta hittings hjá þessum dýrmæta hópi. Arnór kom svo inn á í síðasta leiknum og þið getið rétt ímyndað ykkur tilfinningarnar sem ég upplifði á því momenti. Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og klárlega persónulegi hápunktur ferðarinnar <3

Jæja – back to basics! & áfram Svíþjóð (og Frakkland) restina af mótinu

Andrea Röfn