Andrea Röfn

OUTFIT

OUTFIT

Lúkkið mitt á fótboltaleik síðustu viku. Ég er ekki vön því að klæða mig upp fyrir leiki en ég sver það, það var svo heitt þennan dag að ég gat eiginlega ekki ímyndað mér að klæðast neinu öðru. Ég er alls ekki búin að kaupa mér mikið af kjólum eða sumarlegum flíkum þetta sumarið, en heimsótti elsku Hildi í búðina hennar Yeoman áður en ég fór til Rússlands á HM. Þar keypti ég mér meðal annars bæði samfestinginn og skóna, og ætlaði svo sannarlega að vera dugleg að klæða mig fínt í Rússlandi. Snemma í ferðinni tók síðan morgunógleðin yfir, sem varði allan daginn, alla dagana sem eftir voru af ferðinni. Það tók mig að minnsta kosti tvo klukkutíma bara að vakna, fara í sturtu og koma mér í föt. Þannig þið getið ímyndað ykkur hvað stemningin til að klæða sig upp fauk fljótt út um gluggan. Annars mun ég örugglega skrifa færslu um meðgönguna, hvenær sem það verður. En ég er allavega orðin mun betri í dag og get hlegið smá að fyrra ástandi, svona eftirá.

Samfestingur: Style Mafia // Yeoman
Hælar: Miista // Yeoman – ATH!! Það er bara eitt par eftir í 37 og það er á útsölu núna. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Taska: Chanel
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn

Andrea Röfn

BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT

SNYRTIVÖRUR

Færslan er unnin í samstarfi við BIOEFFECT

#samstarf

Fyrr á árinu heimsótti ég BIOEFFECT höfuðstöðvarnar á Íslandi. Þar fékk ég kynningu á vörum fyrirtækisins og vísindunum á bakvið þær. Flestir með áhuga á húðumhirðu ættu að þekkja merkið sem er íslenskt, þróað og framleitt á Íslandi og selt um heim allan. Fram að heimsókn minni hafði ég eingöngu notað hina margverðlaunu EGF serum dropa og hafði góða reynslu af þeim, en þeir áttu þó enn eftir að verða hluti af minni daglegu húðrútínu.

Fyrir kynninguna hafði ég gefið innihaldsefnum í húð- og snyrtivörum lítinn sem engan gaum, en vissi þó alltaf um nokkur efni sem bæri helst að forðast. BIOEFFECT vörurnar innihalda fá efni, til að mynda inniheldur EGF serumið einungis 7 efni. Vörurnar innihalda engin rotvarnar- eða fylliefni og engin ilmefni, alkóhól eða olíu.

Vísindin að baki BIOEFFECT þykja mér mjög heillandi;

BIOEFFECT var stofnað af þremur vísindamönnum á Íslandi sem beittu líftækni við þróun nýrra og sérvirkra próteina í plöntum til að nota við rannsóknir í lækningaskyni. Þessi sértæka líftækni byggir á skilningi okkar á táknmáli genanna. Genin búa t.d. yfir forskrift að því hvernig frumuvakinn EGF (Epidermal Growth Factor) er búinn til. Þessi forskrift er afrituð og táknin færð inn í erfðamengi byggplöntunnar og EGF þannig búið til inni í fræjum plöntunnar sem gegnir eiginlega hlutverki hýsils. Frumuvakinn verður þannig fullkomin eftirgerð af EGF vaxtarþættinum í mannshúðinni sem skynjar hann sem sinn eigin. Byggið er ræktað í vikri og vökvað með tæru, íslensku jökulvatni.

Þegar við eldumst dregur smám saman úr framleiðslu á kollageni, elastíni og EGF, próteininu sem mannslíkaminn myndar til að flýta fyrir endurnýjun húðfrumna. Húðin þynnist, yfirbragð hennar verður dauflegra og hrukkur byrja að myndast. BIOEFFECT húðvörurnar færa húðinni EGF. Þessi mikilvægi frumuvaki sem búinn er til í plöntum sendir húðfrumunum skilaboð um viðhald og endurnýjun húðarinnar og hvetur frumurnar til góðra verka. Útkoman er sú að húðin þykknar og mýkist, rakastigið hækkar en fíngerðu línunum fækkar.

Í dag eru vörur BIOEFFECT fáanlegar í 28 löndum allt frá Ástralíu, Japan, Kína og til Panama í Mið-Ameríku. Vörurnar eru dásamaðar af stórstjörnum líkt og Karl Lagerfeld, Jessica Alba, Taylor Swift, Sienna Miller, og Mick Jagger. Þar að auki er umfjöllun um vörumerkið fastur liður í stærstu tímaritum heims, til dæmis Vogue, Elle, Marie Claire og Porter Magazine. Að lokum hefur BIOEFFECT hlotið yfir 20 alþjóðleg verðlaun frá blöðum á borð við Madame Figaro, Harper’s Bazaar, inStyle, and Marie-Claire.

Fyrir sléttum 20 dögum byrjaði ég á 30 Day Treatment frá BIOEFFECT, en samsetning efnanna í dropunum er hugsuð sem átaksmeðferð ásamt venjulegri huðmeðhöndlun. Í 30 daga læt ég húðdropa á hreina húðina, kvölds og morgna. Ef planið er að farða sig er mikilvægt að bíða í 10 mínútur eftir að droparnir eru settir á, áður en aðrar vörur eru notaðar á andlitið.

Ég sé nú þegar mikinn mun á húðinni, fínu línurnar eru orðnar ennþá grynnri og áferð húðarinnar er mun sléttari og fallegri. Ég finn líka fyrir breyttu rakastigi, en hingað til hef ég verið með þurra húð, sem ég fékk staðfest við prófun húðarinnar sem var gerð í heimsókninni. 30 daga meðferðina er hægt að notast við 1-4 sinnum á ári. Þar sem húðin mín er nokkuð góð myndi ég vilja notast við hana tvisvar á ári, og prófa hana aftur að veturlagi. Þá er húðin mín mun þurrari og örlítið erfiðari en að sumri til.

Vörurnar frá BIOEFFECT fá mín allra bestu meðmæli – íslenskt já takk!

Andrea Röfn

SPA WEEKEND

PERSÓNULEGT

Helginni eyddum við hinum megin við brúna – á hóteli tæpum hálftíma frá Kaupmannahöfn. Sænska deildin fór strax aftur í gang meðan HM var ennþá í fullu fjöri og þar af leiðandi vorum við komin heim til Svíþjóðar innan við viku eftir síðasta leik Íslands. Um helgina var svo pínulítið frí sem við nýttum vel. Planið var að fara á hótel hér í suður Svíþjóð en þau voru bókstaflega öll uppbókuð og við enduðum í síðasta lausa herberginu á Kurhotel Skodsborg. Allir að njóta í botn hérna í skandinavíska sumrinu. Á hótelinu er spa sem við nýttum okkur og fórum í bæði nudd og andlitsmeðferð þar sem notaðar voru eingöngu BIOEFFECT vörur – íslendingnum til mikillar gleði.

Vonandi eruð þið öll að njóta verslunarmannahelgarinnar

Andrea Röfn

LÍFIÐ Í GEGNUM SONY LINSUNA

SAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við Origo

#samstarf

Á dögunum fékk ég glænýja myndavél að gjöf frá Origo. Mig hefur lengi langað í almennilega myndavél sem skilar betri gæðum en símamyndavélin, en er á sama tíma þægileg og einföld í notkun. Ég get ímyndað mér að mörg ykkar séu í svipuðum sporum enda fátt skemmtilegra en að festa dýrmæt augnablik, fallega staði eða jafnvel góð outfit á mynd. Þess vegna má ég til með að mæla með SONY myndavélinni sem ég fékk.

SONY A6000 er  einstaklega notendavæn myndavél með mjög professional gæðum. Stillingarnar á vélinni eru margar og fjölbreyttar og því hentar myndavélin vel fyrir alla sem vilja fanga hvers kyns augnablik á mynd eða myndband. Það sem skiptir mig mestu máli er að geta komið myndunum á símann minn á einfaldan hátt. A6000 er með innbyggðu Wifi og í gegnum app í símanum færi ég myndirnar á milli á nokkrum sekúndum.

Ég nota myndavélina mest í outfit myndir og á ferðalögum – sjón er sögu ríkari. Þessum myndum hefur ýmist ekkert eða örlítið verið breytt.            

Ég mæli eindregið með SONY A6000. Þið getið kynnt ykkur hana nánar HÉR.

Takk kærlega fyrir mig Origo.

Andrea Röfn

HM Í RÚSSLANDI – PART TWO

ÍSLANDPERSÓNULEGTTRAVEL

Þá er Rússlandsævintýrinu lokið og við komin aftur heim til elsku Malmö. Ég get ekki lýst því nógu vel hvað þetta var ótrúleg upplifun í alla staði. Eftir Moskvu var ferðinni heitið til Volgograd og síðar Rostov. Af borgunum þremur stóð Moskva klárlega upp úr. En félagsskapurinn var sá sem stóð allra mest upp úr og ég er strax farin að hlakka til næsta hittings hjá þessum dýrmæta hópi. Arnór kom svo inn á í síðasta leiknum og þið getið rétt ímyndað ykkur tilfinningarnar sem ég upplifði á því momenti. Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og klárlega persónulegi hápunktur ferðarinnar <3

Jæja – back to basics! & áfram Svíþjóð (og Frakkland) restina af mótinu

Andrea Röfn

HM Í RÚSSLANDI – PART ONE

PERSÓNULEGTTRAVEL

Góðan daginn frá HM í Rússlandi þar sem ég hef eytt síðustu 10 dögum í yndislegum félagsskap. Strax daginn eftir flugið til Moskvu var komið að fyrsta leik Íslands á HM, Argentína-Ísland. Þið ættuð öll að vita hversu spennuþrunginn og skemmtilegur leikurinn var! Við vorum alls 6 daga í Moskvu og náðum að sjá mikið af þessari stórkostlegu borg sem kom skemmtilega á óvart. Nú erum við á leið frá Volgograd eftir fjögurra daga dvöl til Rostov-on-Don þar sem síðasti leikurinn í riðlinum mun fara fram á morgun. Svo sjáum við hvert leiðin liggur eftir hann!

Ég læt myndirnar tala sínu máli og hlakka til að deila með ykkur fleiri myndum frá Rússlandsævintýrinu.

Andrea Röfn

ACAI SKÁLIN MÍN

MATUR

Fyrsta máltíð dagsins er mín uppáhalds máltíð og er oftar en ekki matarmikill smoothie eða acai skál. Mér finnst fátt betra en góð skál af Acai, en ég skellti í eina slíka í gær. Í skálina notað ég nýtt acai duft frá Ofurfæði.is. Í vefversluninni er gott úrval af heilsuvörum frá SunFood, sem er amerískt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsuvörum og ofurfæðu.

Acai duftið er unnið úr Acai berjum sem eiga uppruna sinn í Suður-Ameríku og eru í hópi næringarríkustu berja sem til eru. Acai er ofurfæða full af andoxunarefnum, omega fitusýrum og aminosýrum. Berin hafa góð áhrif á líkamann, að innan sem utan. Ég mæli með þessari grein til að lesa enn meira um Acai.

Duftið fæst HÉR Uppskriftin mín:

1 frosinn banani
1 bolli jarðarber
1/2 bolli hindber
2 teskeiðar Acai duft frá Ofurfæði.is
Sirka 1-1/2 dl af möndlumjólk

Lykillinn að góðri Acai skál er að vera með kraftmikinn blender og nota lítinn vökva til að áferðin verði eins lík ís og mögulegt er! Ég setti svo banana út á, jarðarber, bláber, hempfræ, chia fræ og goji ber. Mér finnst líka gott að setja haframjöl, aðrar berjategundir, kiwi og kókos út á.

Nammi!

Afsláttarkóðinn andrearofn gefur ykkur 10% afslátt af öllum vörum á Ofurfæði.is!

Andrea Röfn

OUTFIT

ÍSLANDOUTFIT
English version below

Ég er komin til Íslands, rétt í tæka tíð fyrir öll veisluhöldin sem eru um allan bæ á þessum tíma ársins. Á föstudaginn fórum við í stúdentsveisla til frænda Arnórs og laugardeginum var varið í fermingarveislu hjá Tönju frænku minni.

Outfittið á laugardaginn vakti athygli og ég fékk þónokkrar spurningar út í það. Gula dragtin er úr Zöru – ég hef ekki verslað mikið þar síðustu ár en rakst á buxurnar fyrr í vetur og varð ástfangin af sniðinu. Seinna meir sá ég svo jakkann paraðan við buxurnar og fannst það tilvalið veisludress. Loksins kom svo tilefnið fyrir dragtina, nokkrum mánuðum seinna. Skórnir eru frá Miista.

I’m in Iceland, just in time for all the spring festivities. On Friday we went to a graduation party and on Saturday my little cousin had her confirmation gathering. My outfit on Saturday caught the attention of some of my followers when I posted it on Instagram. The two piece set is from Zara, and finally there was an occasion for wearing it this weekend. The shoes are  from Miista.

Þessar myndir eru teknar með Sony A6000 frá Origo

Annars var Trendnet gleði í gærkvöldi þar sem var mikið hlegið. Dýrmætt að geta hitt þennan góða hóp loksins eftir allt of langan tíma!

Andrea Röfn

Instagram: @andrearofn 

GOSH COPENHAGEN VISIT & OUTFIT

MAKE UPSNYRTIVÖRUR

English version below

Í síðustu viku fengum við Elísabet skemmtilegt boð um að heimsækja höfuðstöðvar GOSH Copenhagen. Við vorum sóttar á hótelið okkar í Kaupmannahöfn og keyrðar, ásamt Glamour dömunum Rósu Maríu og Hörpu Kára og stelpum frá Dubai og Rússlandi, upp í höfuðstöðvarnar. Þar tók við dagskrá allan daginn sem innihélt kynningu á vörumerkinu, vegan hádegismat, varalitagerð, „treasure hunt“, heimsókn í verksmiðjuna og skál í kampavíni. Veðrið var eins og best verður á kosið og svæðið í kringum höfuðstöðvarnar er draumi líkast svo við nutum okkar í botn.

Last week Elísabet and I were invited to visit the GOSH Copenhagen HQ. The visit consisted of a presentation of the brand, vegan lunch, custom lipstick making, a treasure hunt, a visit to the factory and finally a champagne toast. The weather was perfect and the HQ area is extremely beautiful so we enjoyed the day to the fullest.

Fallegur vinnufélagi og fallegar móttökur!Dream team

..Þá sjáldan sem ég set á mig varalit! Þessi litur heitir 003 ANTIQUE frá Gosh og ég fíla hann í botn.

Outfit dagsins:

Toppur: Style Mafia // Yeoman
Buxur: Levis 501 vintage // Nørgaard på Strøget
Skór: Alexander McQueen
Eyrnalokkar: Sif Jakobs

Verksmiðjuheimsókn – GOSH framleiðir meirihluta varanna í eigin verksmiðju í Kaupmannahöfn. Sérstaða merkisins er að það er ekki selt í Kína, þar sem allar snyrtivörur sem selja á í Kína þarf að prófa á dýrum. Gosh hefur aldrei prófað á dýrum og tók því þann slag að fara ekki til Kína.

Hápunktur dagsins var klárlega að fá að mixa sinn eigin varalit! 

Skál fyrir GOSH <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn