Andrea Röfn

NEW IN – THE PERFECT BOOTS

OUTFITSKÓR

English below

Aldrei hef ég fengið annan eins fjölda spurninga eins og út í nýjustu skóna mína sem ég hef skartað upp á síðkastið og hafa sést á myndum hér og á instagram! Ég spottaði þessi boots á bæjarrölti hér í Malmö fyrir sirka tveimur mánuðum. Eftir það gekk ég með mynd af þeim í kollinum í örugglega 3 vikur, ég var dolfallin fyrir þeim en verðið var þannig að ég splæsti ekki á stundinni. Svo var ég einfaldlega farin að sjá þau fyrir mér við öll outfit og tilefni, svo á endanum urðu þau mín.

Skórnir eru frá Eytys – tiltölulega ungu sænsku merki sem ég hef fylgst með í nokkuð langan tíma. Eytys er unisex merki, þekktast fyrir strigaskóna ‘the Mother’ sem Svíar hafa elskað frá fyrsta degi, og síðar chunky týpuna ‘Angel’ sem selst oft upp á fáeinum dögum. Merkið fer stækkandi og er vörulínan orðin miklu stærri. Gallabuxurnar frá Eytys hafa til dæmis vakið mikla lukku en öll sniðin eru unisex. Ég keypti mér Cypress týpuna í Stokkhólmi fyrr í vor og hlakka mikið til að geta klæðst þeim á ný.

Ortega leather heita skórnir og fást til dæmis hér.


I’ve never received as many questions about anything as the newest addition to my shoe wardrobe. I’ve been wearing these chunky leather boots in many of my recent photos here and on Instagram, boots I came across about two months ago but didn’t buy immediately. They needed consideration, so I kept a photo of them in my mind for at least three weeks. When all outfits I visualized included these boots, I took it as a clear sign that they had to be mine.
The boots are from Eytys, a Swedish brand I’ve followed for some time and really love.

Ortega leather – available here.Andrea Röfn

SUNDAY @ HOME

HEIMA

Sunnudagur heima ♡

Arnór er í útileik þannig ég ætla að njóta í uppáhalds horninu mínu hérna heima, horfa á leikinn og skipuleggja næstu vikur. Allt í einu er svo stutt í að við förum í frí (loksins!) og jólin eru ekki langt undan. En fyrst fáum við nokkrar heimsóknir frá góðum vinum sem verður ótrúlega gaman. Ég smellti nokkrum myndum af hérna heima í gær eftir tiltekt. Næsta mál á dagskrá er ný motta og ég er með augun á einni afar fallegri. Þarf bara að plata einhvern af væntanlegu gestunum okkar til að taka hana með sér hingað út þar sem hún er stödd á Íslandi. 

Takið eftir nýja stofustássinu, púttmottunni fyrir aftan mig. Skil ekki afhverju það eru ekki allir með svona í stofunni hjá sér, gerir svo mikið fyrir rýmið, hahaha.

Morgunverður fyrir 1.. eða eiginlega 2 :-)

Eigið ljúfan dag ♡

Andrea Röfn

AÐ KLÆÐA SIG Á MEÐGÖNGUNNI

MEÐGANGANOUTFIT

Ein af áskorunum þess að fylgjast með líkamanum sínum stækka með hverri vikunni er að á sama tíma fækkar þeim flíkum í fataskápnum sem passa. Það gefur auga leið að flestar ef ekki allar buxurnar manns þurfa að bíða betri tíma og margir bolir fara að líta hálf skringilega út á manni.

Hingað til hef ég keypt mér afar lítið af meðgöngufatnaði. Mér var bent á góðar meðgöngugallabuxur í Tvö Líf, eitthvað sem ég hélt að ég myndi mögulega aldrei kaupa mér, heldur bara vinna með teygju-trixið (hárteygju í gegnum tölugatið og svo teygja hana yfir töluna sjálfa, haha) á mínar eigin gallabuxur. En guð, ég er svo ánægð með þessar gallabuxur og eftir að ég keypti þær hef ég getað notað miklu meira af mínum ‘venjulegu’ flíkum sem passa ekki endilega við æfingabuxur eða leggings, eins og skyrtur og peysur. Til viðbótar við gallabuxurnar hef ég keypt mér sokkabuxur og gjafahaldara sem ég er þegar farin að nota. Þá eru öll meðgöngufötin upptalin.

Þessa ullarpeysu frá Hildi Yeoman hef ég notað mörgum sinnum í viku síðan ég fékk hana að gjöf frá Hildi. Hún er svo fallega sniðin og stækkar með bumbunni, ég mun nota hana fram á síðasta dag meðgöngunnar og að sjálfsögðu þegar barnið er komið í heiminn <3 Peysan fæst einnig í fleiri fallegum litum – meira hér. Gallabuxurnar fást síðan hér.

  1. Nike æfingabuxur – voru mjög góðar fram að sirka 20. viku eða þangað til þær fóru að þrengja of mikið að – fást hér en buxurnar fékk ég að gjöf frá H verslun. Dúnvestið er gjöf frá 66°North og er mikið notað þessa dagana – fæst hér.
  2. Blanche ss18 pils úr teygjanlegu gallaefni
  3. Meðgönguflík lífs míns, sem er samt ekki meðgönguflík, samfestingur frá uppáhalds Mads Nørgaard. Glöggir lesendur muna kannski eftir því þegar ég klæddist honum í opnun Húrra Reykjavík women 2016. Ég hef varla farið úr honum síðustu vikurnar!
  4. & 5.  Kjólinn fann ég í Lindex og hef notað hann óspart undir peysur, hettupeysur eða bara einan og sér – fæst hér. Ég bjóst við því að eignast fullt af svipuðum kjólum og nota þá mikið á meðgöngunni en ég hef ekki fundið marga sem ég fíla enn sem komið er.

Mér finnst engin nauðsyn að eignast of mikið af fötum sem ég get notað í svona takmarkaðan tíma. Að sjálfsögðu eru ákveðnar flíkur praktískari en aðrar og þá hef ég ekkert á móti því að kaupa mér þær, til dæmis ef þær gera það að verkum að ég get parað þær við meira af því sem ég átti áður. Svo finnst mér nú líklegt að þegar ég stækka enn meira og ef ég passa varla í neitt sem ég á muni ég kaupa mér nokkrar meðgönguflíkur. Ég ætla að taka saman smá óskalista og birta hérna á blogginu á næstu dögum sem mun innihalda bæði meðgönguföt og önnur föt sem gætu hentað vel á meðgöngunni.

Annars þótti mér ótrúlega vænt um viðbrögðin við síðustu færslu bæði hér og á instagram. Ég fékk fullt af skilaboðum og alls kyns hugmyndum og hvatningu sem mun klárlega skila sér á mína miðla hér eftir.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

25 VIKUR & PERSÓNULEGAR PÆLINGAR

MEÐGANGAN

Ég hef verið mikið fjarverandi bæði hér og á Instagram síðustu vikur. Við vorum með gesti alla síðustu viku, fyrst fjölskylduna hans Arnórs og svo kom pabbi í nokkra daga og auðvitað hefur það áhrif á rútínuna manns. En ég hef aðallega verið fjarverandi í huganum. Svona tímapunktur þar sem ég er algjörlega tóm af innblæstri, finnst ég „bara“ vera ólétt og ekkert annað vera í gangi hjá mér. Ég hef áður skrifað um tilfinninguna að vera ekki skóla eða fullri vinnu þar sem tíminn er „ákveðinn“ fyrir mann á einhvern hátt og örygginu sem því fylgir. Innst inni veit ég samt að það er hollt og þó mér finnist ekkert vera fyrir stafni akkurat núna, ef ég leyfi mér að taka þannig til orða, þá hefur örugglega aldrei verið meira fyrir mig að hugsa um og huga að. 

Mynd: Sara Björk Þorsteinsdóttir

Varðandi bloggið og Instagram er ég frá upphafi meðgöngunnar búin að passa mig á að vera ekki týpan sem fjallar eingöngu um hana. Það hefur algjörlega komið niður á efninu sem ég set inn og eru nokkrar ástæður fyrir því..

  • Ég er yfirleitt með föt á heilanum, fallega skó, fylgihluti og slíkt. Þegar maður er hins vegar hættur að passa í 90% af fötunum sínum er ekki næstum því jafn gaman að pæla í dressum, hvað er nýtt hverju sinni og svo framvegis. Þetta er líka það efni sem ég er duglegust að skrifa um hér og birta á mínum miðlum.
  • Eina sem ég skoða þessa dagana er barnadót. Barnaföt, barnarúm, barnabílstóll, barnavagn og ég gæti lengi haldið áfram.
  • Orkan mín er ekki sú sama og áður og þar af leiðandi er ég ekki á jafn miklu stangli og ég er vön, og í rauninni minna til að segja og sýna frá.

Við Arnór áttum mjög gott spjall um helgina, hann hugsar hlutina alltaf svo rökrétt og sleppir því að flækja þá. Hann benti mér á að það er stórkostlegur hlutur í gangi í lífi okkar beggja. Það er lítill einstaklingur er að vaxa inni í mér og eftir minna en 4 mánuði mætir hún á svæðið. Þetta er lífið í dag og það er engin ástæða til að rembast við að leita að öðru til að skrifa um eða sýna. Ég elska að deila hlutum hérna inni, vera persónuleg og leyfa þeim sem hafa áhuga að skyggnast inn í lífið okkar, upp að vissu marki að sjálfsögðu. Mér líður eins og ég sé nokkrum kílóum léttari eftir þetta spjall og er strax komin með ótal hugmyndir niður á blað.

Þannig að búið ykkur undir nóg af meðgöngu- og mömmuefni næstu mánuði – að sjálfsögðu í bland við öðruvísi posta. Ég vona að þið haldið áfram að lesa og þætti líka ótrúlega vænt um að heyra ykkar feedback hér í commentunum, hvað ykkur finnst gaman að lesa og sjá hérna inni.

Andrea Röfn

BOOTS BOOTS BOOTS

ÓSKALISTINNSHOPSKÓR

Með kólnandi veðri fer maður að huga að vetrargallanum og því sem honum tilheyrir. Eins og mörg ykkar vita hef ég í langan tíma verið hrifin af ‘chunky’ skóm, stórum og jafnvel breiðum. Hingað til hef ég aðallega átt sneakers í þeim stíl en síðustu mánuði hef ég orðið meira og meira skotin í íburðarmiklum ‘gönguskóm’. Þessir hér að neðan eru allir á mínum óskalista. Glisgjarna ég er lang hrifnust af Moncler skónum í þessum fallega silfurlit, en þeir eru líka til í fleiri flottum litum. Þar á eftir væri ég til í þessa frá Edited, bláu smáatriðin heilla mig mikið og svo finnst mér verðið fyrir þá mjög sanngjarnt.

 

  1. Off-White // 2. Chloé // 3. Won Hundred // 4. Moncler // 5. Gucci // 6. Ganni // 7. Timberland // 8. Edited x Blanca Miro

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn // Follow me on instagram: @andrearofn

 

IT’S A GIRL!

MEÐGANGANPERSÓNULEGT

English below

Hæ allir – ég er komin aftur heim eftir rúma viku á Íslandi. Það þekkja það eflaust flestir sem eru búsettir erlendis hversu lítið frí það getur verið að fara til Íslands í nokkra daga. Maður er á milljón, keyrandi út um allan bæ að passa upp á að hitta alla. Ég er samt alltaf að bæta mig í þessum stress factor og átti töluvert rólegri heimsókn í þetta skiptið en ég er vön. Þó það nú væri, komin 22-23 vikur. Þið munið eflaust mörg eftir kvikindislegu færslunni sem ég setti inn fyrir rúmum mánuði, þegar við Arnór vorum nýkomin úr 20 vikna sónar og fengum að vita kynið. Við héldum loksins kynjaveisluna á laugardaginn síðasta í faðmi nánustu fjölskyldu og vina! Það var svo sannarlega þess virði að bíða með að tilkynna kynið, þessi stund var einstök.

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna er STELPA á leiðinni og við hlökkum svo til að kynnast henni, elska hana og kenna henni helstu gildi lífsins.

I just came back to Malmö after a 10 day visit to Iceland. We finally had time for the gender reveal party and celebrated in the arms of friends and family last Saturday. There is a little girl on the way and we can’t wait to get to know her, love her and teach her the values of life. 

LÍFIÐ Í HNOTSKURN

MEÐGANGANPERSÓNULEGT

Síðustu daga hefur kúlan tvöfaldast að stærð og ég er sífellt minnt á það af líkamanum mínum að ég er ólétt. Mér finnst það ekkert annað en yndislegt þar sem núna er þetta orðið ansi raunverulegt allt saman og hreyfingarnar aukast með hverjum deginum. En ég passa þar af leiðandi ekki lengur í meiri hlutann af fötunum mínum og er voðalega lítið að klæða mig upp, sem útskýrir minni virkni hér og á instagram, þar sem helsta efnið sem ég læt frá mér tengist yfirleitt því sem ég klæðist. Þessa dagana verða íþróttaföt oftast fyrir valinu áður við Arnór skellum okkur í golf. Hann er komin með golfdellu á hæsta stigi, ég hef aldrei séð annan eins viðsnúning. Fyrir tæpum 3 mánuðum hafði hann varla farið í golf í lífinu en núna nýtir hann alla frídagana sína í að æfa sig eða spila. Mér finnst það að sjálfsögðu ekkert nema frábært, þar sem mér finnst líka gaman að spila golf. Svo ég tali nú ekki um verðmætin í því að eiga áhugamál saman. Stundir þar sem við tölum ekki um fótbolta eða það sem við eigum eftir að gera heima fyrir, heldur njótum bara samveru hvers annars. Það er dýrmætt.

Annars er lífið rosalega rólegt þessa dagana. Ég er langt frá því að vera vön því og þarf að minna mig reglulega á að það er allt í lagi að hafa minna fyrir stafni í smá tíma. Eftir rúmlega 4 mánuði breytist allt og þangað til njótum við stundanna sem við erum tvö. Ég og Arnór. Besta manneskja í heimi sem ég hugsa á hverjum einasta degi hversu þakklát ég er fyrir. Svo læðist þarna inn dass af fótboltaleikjum og golfi.. og ein og ein ný flík á litla barnið okkar. Lífið í hnotskurn þessa stundina.

Þessar myndir voru teknar hér heima í vor af ljósmyndaranum Kyle John. Ég vann með honum á Íslandi fyrir nokkrum árum, en hann býr í Chicago og ferðast um heiminn til að taka myndir af brúðkaupum, pörum og ýmsu öðru. Þessi myndataka var ein sú allra þægilegasta sem ég hef farið í enda með besta vin minn við hlið mér. Við grínuðumst og spjölluðum og föðmuðumst heilan helling eins og þið sjáið. Mér finnst viðeigandi að birta þessar myndir með smá persónulegri færslu eins og þessari.

♡♡♡

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

SATURDAY OUTFIT

OUTFIT

English below

Laugardagsoutfit! Haustið kemur aðeins hægar hér en heima á Íslandi en maður finnur loftið kólna og það er (loksins) komið tilefni til að klæðast yfirhöfnum. Ég fékk þennan fullkomna kápujakka í Húrra Reykjavík í síðustu Íslandsheimsókn en hann er frá Blanche. Ungt, danskt merki sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Töskuna keypti ég í Osló fyrr í mánuðinum en hún er úr Acne Studios – Fjallräven samstarfinu sem kom út sama dag. Í línunni, sem er fyrsta samstarfsverkefni Fjällräven með öðru merki frá upphafi, er að finna fleiri litasamsetningar af töskunum, stærri töskur, guðdómlegar úlpur og annan fatnað.

Saturday outfit! Fall seems to be taking longer to arrive here in Malmö than in Iceland, but at least it’s (finally) weather that suits hoodies and jackets. I got my hands on this perfect coat at Húrra Reykjavík – from Blanche, one of my favorite brands at the moment. The bag is from the Acne Studios – Fjällräven collaboration that launched earlier this month.

Kápa/Coat: Blanche // Húrra Reykjavík
Hettupeysa/Hoodie: MSGM
Kjóll/Dress: Libertine Libertine
Sólgleraugu/Shades: Ray Ban
Skór/Sneakers: Yeezyboost
Taska/Bag: Acne Studios – Fjällräven

Andrea Röfn

STELPA EÐA STRÁKUR?

MEÐGANGANPERSÓNULEGT

English below

Við verðandi foreldrarnir vorum að koma úr 20 vikna sónar – & vitum kynið!

Frá því ég var yngri hefur tilhugsunin um að vita ekki kynið heillað mig mikið. Ástæðan fyrir því er sjálfsagt sú að foreldrar mínir vissu ekki kynið á okkur systkinunum og maður er gjarn á að herma eftir sínum nánustu. En Arnór hefur hins vegar alltaf langað til að vita og gæti ekki ímyndað sér að bíða alla meðgönguna. Þegar ég varð ólétt breyttist skoðun mín um leið og ég hlakkaði strax til að vita kynið. Við gátum þó auðveldlega beðið fram á 20 viku og vorum ekkert að flýta okkur í snemmsónar. Okkur finnst gott að brjóta meðgönguna svona upp og gera ekki allt á no time, en það er auðvitað bara okkar taktur sem hentar að sjálfsögðu ekki öllum.

En þrátt fyrir að við vitum kynið á barninu ætlum við ekki að segja neinum strax. Sorry þið sem lásuð áfram bara til að fá að vita það! Ástæðan er sú að við búum erlendis og nánast allt tengt meðgöngunni hefur farið fram á facetime. Við sögðum foreldrum okkar, systkinum, vinum, ömmum og öfum frá óléttunni á facetime. Því langar okkur að eiga persónulega stund með okkar nánustu þegar við tilkynnum kynið, kannski láta verðandi ömmurnar og afana sprengja blöðru eða skera köku eða eitthvað skemmtilegt. Eftir tæpan mánuð verðum við aftur á Íslandi og þá verður kjörinn tími til þess að segja frá. Það mun klárlega reyna á að segja ekki fólkinu sínu næstu vikurnar, en ég veit að þetta moment mun skipta okkur miklu máli og lifa lengi í minningunni ♡

Ég mun að sjálfsögðu uppfæra bloggið og instagram þegar að þessu kemur. Annars er ég mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hversu persónuleg ég vil vera í tengslum við meðgönguna hér á blogginu. Ef ykkur finnst gaman að fylgjast með og lesa svona færslur, endilega látið mig vita með like-i, hjarta eða commenti :-)

Today we had the 20 week ultrasound scan – and we know the gender of our little baby. So exciting! Now we’re gonna keep shut for a month, until we’re in Iceland again surrounded by our family. We want the moment to be personal since everything pregnancy related has been through facetime until now. It will be super hard to keep from our people for the time being but we know that this precious moment will be a dear memory to all of us 

Andrea Röfn

OUTFIT

MEÐGANGANOUTFITSAMSTARF

Um helgina fögnuðum við vinahópurinn nýútskrifaðri vinkonu úr meistaranámi við Copenhagen Business School. Við vorum báðar staddar á Íslandi en annars býr hún enn í Kaupmannahöfn. Mér finnst ég svo heppin að hafa bestu vinkonu mína hinum megin við brúna. Ég klæddist kjól frá Hildi Yeoman og paraði hann við skó frá íslenska merkinu Kalda. Það er eitthvað extra skemmtilegt við að klæðast íslenskri hönnun og hvað þá merkjum sem ég hef setið fyrir hjá í gegnum tíðina – fyrir mismörgum árum :-)

 

Annars fer bumban stækkandi og í dag er ég komin rúmlega 18 vikur. Ég get ekki mælt meira með rúllukragakjólunum frá Hildi og ég mun án efa nota þennan kjól fram að síðasta degi meðgöngunnar. Hann er líka til í þessu fallega fjólubláa printi:

Annars er ég líka yfir mig hrifin af þessum tveimur sniðum. Fyrri kjólinn er hægt að binda á þrjá vegu og stilla síddina sjálfur. Sá seinni er to die for – gerir mann eitthvað svo tignarlegan. Sammála? Kjólarnir fást allir í Yeoman, Skólavörðustíg.

Andrea Röfn