Andrea Röfn

GOSH COPENHAGEN VISIT & OUTFIT

MAKE UPSNYRTIVÖRUR

English version below

Í síðustu viku fengum við Elísabet skemmtilegt boð um að heimsækja höfuðstöðvar GOSH Copenhagen. Við vorum sóttar á hótelið okkar í Kaupmannahöfn og keyrðar, ásamt Glamour dömunum Rósu Maríu og Hörpu Kára og stelpum frá Dubai og Rússlandi, upp í höfuðstöðvarnar. Þar tók við dagskrá allan daginn sem innihélt kynningu á vörumerkinu, vegan hádegismat, varalitagerð, „treasure hunt“, heimsókn í verksmiðjuna og skál í kampavíni. Veðrið var eins og best verður á kosið og svæðið í kringum höfuðstöðvarnar er draumi líkast svo við nutum okkar í botn.

Last week Elísabet and I were invited to visit the GOSH Copenhagen HQ. The visit consisted of a presentation of the brand, vegan lunch, custom lipstick making, a treasure hunt, a visit to the factory and finally a champagne toast. The weather was perfect and the HQ area is extremely beautiful so we enjoyed the day to the fullest.

Fallegur vinnufélagi og fallegar móttökur!Dream team

..Þá sjáldan sem ég set á mig varalit! Þessi litur heitir 003 ANTIQUE frá Gosh og ég fíla hann í botn.

Outfit dagsins:

Toppur: Style Mafia // Yeoman
Buxur: Levis 501 vintage // Nørgaard på Strøget
Skór: Alexander McQueen
Eyrnalokkar: Sif Jakobs

Verksmiðjuheimsókn – GOSH framleiðir meirihluta varanna í eigin verksmiðju í Kaupmannahöfn. Sérstaða merkisins er að það er ekki selt í Kína, þar sem allar snyrtivörur sem selja á í Kína þarf að prófa á dýrum. Gosh hefur aldrei prófað á dýrum og tók því þann slag að fara ekki til Kína.

Hápunktur dagsins var klárlega að fá að mixa sinn eigin varalit! 

Skál fyrir GOSH <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

OUTFIT

OUTFITPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐTRAVEL

Við Arnór skutumst til Kaupmannahafnar í gær. Hann átti afmæli og við ákváðum að kíkja yfir brúna, skelltum okkur í 66° Norður heimsókn og late lunch. Mig langar að skrifa betur um daginn en vildi skella inn outfitti gærdagsins þar sem ég var að birta mynd af því á Instagram. Eruð þið að fylgja mér þar? Ég poppaði aðeins upp á outfittið með chokernum frá Hildi Yeoman sem ég nota við allt, hann er einfaldlega of fallegur til að nota bara spari! Um kvöldið fórum við í smá heimaparty og ég rokkaði hann við hvítan T-shirt sem passaði líka mjög vel.

Kápa: Libertine Libertine / Húrra Reykjavík
Skyrta: Norse Projects Women
Choker: Hildur Yeoman
Buxur: Levi’s
Skór: Nike x Comme des Garçons
Taska: Chanel

XO..

Andrea Röfn 

Instagram: @andrearofn

WHEN IN STOCKHOLM VOL. 2

PERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐTRAVEL

Í vikunni átti mamma leið til Stokkhólms vegna vinnu og ég skellti mér með henni. Hún kom fyrst til Malmö í tæpan sólarhring áður en við hoppuðum upp í lest sem tók okkur á leiðarenda. Í Stokkhólmi sátum við í sólinni, borðuðum ótrúlega góðan mat, löbbuðum út um allt og kíktum á Fotografiska ljósmyndasafnið. Það er svo dýrmætt að geta knúsað mömmu svona oft þegar maður býr ekki í sama landinu – en við vorum líka í Stokkhólmi í janúar sem ég skrifaði um hér. Við gistum á Nobis Hotel í þetta skiptið sem er ótrúlega flott hótel og vel staðsett á Norrmalmstorg í miðbæ Stokkhólms. Hótelið er staðsett í húsi sem var áður Kreditbanken. Árið 1973 var fjórum starfsmönnum bankans haldið í gíslingu í bankahvelfingu í sex daga. Á meðan gíslatökunni stóð þróaðist jákvætt tilfinningasamband milli gíslanna og gíslatökumannsins og neituðu þau öll að bera vitni eftir að hafa losnað úr prísundinni. Þvert á móti stóðu þau þétt við bakið á manninum. Út frá þessu atviki varð Stokkhólmsheilkennið (e. Stockholm Syndrome) til sem við höfum flest lært eða heyrt um áður. Mér finnst þetta svo mögnuð staðreynd að ég varð að deila henni með ykkur.Ég pantaði mér nýtt par af Air Force 1 um daginn. Þetta eru skór sem ég nota meira en aðra og finnst nauðsynlegt að eiga ferskt par af þeim.Okkur hefur lengi langað að fara á Fotografiska og létum loks verða af því. Við tókum okkur eftirmiðdag í að rölta úr miðbænum og að safninu með smá kaffistoppi á Grand Hotel Stockholm. Fotografiska er ljósmyndasafn þar sem um 20-25 sýningar fara fram á hverju ári. Það voru fjórar sýningar í gangi í þetta skiptið sem voru allar gjörsamlega truflaðar. Hjá okkur mömmu var það sýning Ellen von Unwerth sem stóð upp úr – „Devotion! 30 years of photographing women“.

Hans Strand – „Manmade LandÉg tók mér langan göngutúr meðan mamma var á fundi og ómeðvitað labbaði ég í átt að Balettakademien, ballettskóla sem ég og Katrín vinkona vorum nemendur í sumarið 2008. Þvílíkt nostalgíukast sem ég fékk. Rútínan þá var alls ekki flókin, við tókum lestina á morgnanna í ballett, spiluðum skítakall milli æfinga, borðuðum óteljandi margar kókoskúlur og McDonald’s og spiluðum ennþá meiri skítakall. Svo fengum við að vita að við hefðum komist inn í Verzló. Yndislegar minningar sem rifjuðust upp!Morgunmatur á Pom och Flora

Ég er svo heppin að hafa þessa konu í lífinu mínu. Hún kennir mér endalaust af hlutum en eitt af því mikilvægasta sem hún hefur kennt mér er að njóta, við gerðum það svo sannarlega í þetta skiptið.

Myndavélin sem ég er að nota er SONY A6000 frá Origo Ísland. Ég segi ykkur betur frá henni fyrr en síðar!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

OUTFIT & NEW IN

OUTFITSVÍÞJÓÐ

Vorið er loksins komið eftir sögulega kaldan og langan vetur. Síðustu dögum hef ég varið á svölunum heima en ég leyfi mér að staðfesta að þær séu þær bestu í Malmö! Hér verða ófá grillin haldin í sumar, en þið ykkar sem fylgið mér á instagram hafið eflaust tekið eftir því að gillið hefur verið í stöðugri notkun síðan sólin byrjaði að skína hjá okkur.

Í síðustu Íslandsheimsókn eignaðist ég þessa draumakápu frá Libertine Libertine. Hún fæst í Húrra Reykjavík og þið getið skoðað hana nánar hér. Efnið í henni er alls ekki of þykkt þannig hún mun virka vel bæði í sumar og næsta vetur með góðri peysu undir og stórum trefli.

Kápa: Libertine Libertine
Bolur: Blanche 
Gallabuxur: Weekday
Skór: Common Projects
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn

Annars er ég í þessum skrifuðu orðum á leiðinni til Aberdeen að heimsækja eina af mínum allra bestu og ætla að vera þar í nokkra daga

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

WORK: NIKE OUTBURST OG

HÚRRA REYKJAVÍKWORK

Síðustu 10 dögum varði á Íslandi en flaug svo aftur til Malmö í gærmorgun. Ég var ekki með mikið planað fyrir þessa Íslandsheimsókn nema að hitta fólkið mitt og njóta. En óvænt læddust inn þrjár myndatökur, ein sem ég planaði með Höllu vinkonu fyrir bloggið, önnur fyrir Önnu Kristínu og sú þriðja fyrir Húrra Reykjavík. Eins og ég hef sagt áður á blogginu var alls ekki auðvelt að hætta í Húrra Reykjavík þar sem allir þar sem fyrirtækið og allir sem þar starfa eru mér sem fjölskylda. Það eru því forréttindi eða geta unnið aðeins með þeim þegar ég kem til landsins, þó á annan máta en áður. Í þetta skiptið voru það Nike Outburst OG sem ég klæddist, en skórinn kom fyrst út á 10. áratugnum og er í fyrsta skipti að koma út á ný. Ólafur Alexander tók myndirnar.

Skóna getið þið séð nánar hér

Andrea Röfn

OUTFIT

OUTFITSVÍÞJÓÐ

Bæjarrölt með betri helmingnum í vikunni. Ég var að sjálfsögðu allt of illa klædd, kuldinn í Malmö er ennþá svakalegur og ég viðurkenni alveg fúslega að gríska hitans er saknað. Ekki misskilja samt, við elskum Malmö og okkur líður svo vel þar. Get hreinlega ekki beðið eftir að sjá borgina í vor- og sumarbúningnum og kynnast henni betur.

Loðjakki: Armani Exchange
Suede jakki: AllSaints
Skyrta: ZARA
Buxur: Levi’s
Skór: Alexander McQueen

Annars er ég komin til Íslands og verð hér í tæplega tvær vikur. Ég ætlaði að koma á mánudaginn en þar sem Denise besta vinkona mín er á landinu yfir helgina, en hún býr í Hong Kong, ákvað ég að fljúga í gær og koma henni á óvart. Get ekki lýst því hvað það var gott að knúsa hana en við sáumst síðast í klukkutíma á nýársdag og það var í fyrsta skipti síðan í júlí síðasta sumar.

Eigið góða helgi

Andrea Röfn

LOKSINS HEIMA

HEIMAPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Við erum loksins flutt inn! Fyrir rúmri viku fengum við afhenta lykla að íbúðinni okkar hérna í Malmö. Samstundis mætti flutningabíll með allt dótið okkar og stuttu seinna mamma og pabbi sem bókuðu flug um leið og þau vissu hvenær við fengjum afhent. Þau hjálpuðu okkur líka að flytja inn í Grikklandi og vá, hvað það er gott að eiga góða að sem eru tilbúnir til að taka sér tíma í svona stúss. Með hjálp þeirra vorum við búin að koma okkur almennilega fyrir á einum sólarhring, allt komið upp úr kössum og á sinn stað a nýja heimilinu.

Síðasta hótelnóttin

Íbúðin okkar er bjart loft á efstu hæð í 5 hæða húsi. Við mættum á opið hús einn sunnudag í janúar og urðum strax ástfangin af henni. Það voru um það bil 30 aðrir að skoða hana og áhuginn greinilega mikill. Daginn eftir var aftur opið hús og þá sáum við íbúðina að kvöldi til. Það ýtti enn frekar undir aðdáun okkar á henni og seinna sömu viku var hún orðin okkar. Við tók heldur löng bið en hún gleymist um leið og maður hefur komið sér fyrir og er kominn aftur í heimilisrútínu.

Þó ég segi að við séum búin að koma okkur almennilega fyrir vantar ennþá ýmislegt, en góðir hlutir gerast hægt. Stærsta verkefnið verður eflaust að koma öllum skónum okkar fyrir. Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað pabbi taldi mörg skópör þegar við tókum upp úr kössunum.. jú kannski þegar ég sýni ykkur skógeymsluna og hvernig við leysum hana.

Að lokum má ég til með að segja ykkur frá einu allra mesta stússi sem ég hef nokkurn tímann vitað um. Við Arnór pökkuðum íbúðinni okkar í Aþenu niður í lok nóvember/byrjun desember og svo fórum við til London, og Íslands, ég til Suður Afríku, Arnór til Indónesíu og Florida og svo enduðum við saman hérna í Svíþjóð. Á meðan beið allt dótið í íbúðinni í Grikklandi. Í janúar flugu svo pabbi Arnórs og Biggi vinur hans til Munchen þar sem þeir sóttu sendiferðabíl og keyrðu alla leið niður til Ítalíu. Þaðan tóku þeir ferju í sólarhring yfir til Grikklands, keyrðu til Aþenu og sóttu allt dótið og lögðu svo af stað sömu leið til baka. Nema þeir keyrðu enn lengra, til Rostock í Þýskalandi, fóru í þriðju ferjuferðina sína til Trelleborg, sem er rétt fyrir utan Malmö. Þeir enduðu svo á því að vera hérna í Malmö í tvo daga áður en þeir skiluðu bílnum í Kiel í Þýskalandi (ennþá meiri akstur) og flugu svo loksins heim til Íslands. Ég veit ekki um meiri hetjur, að nenna öllum þessum akstri, nánar tiltekið 8 dögum á hraðbrautum og í ferjum, bara til að hjálpa okkur!

Alls kyns myndir frá síðustu dögum..

Heima er best og hérna líður okkur vel <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram – @andrearofn

 

#HUGUÐ

STUDIO HOLTUMFJÖLLUN

Í vikunni fór af stað herferðin #Huguð, á vegum Hugrúnar geðfræðslufélags. Í #Huguð deila sjö einstaklingar sínum upplifunum af ólíkum geðsjúkdómum og geðröskunum. Þannig er athygli vakin á geðheilbrigði, fjölbreytileika geðsjúkdóma og þeim úrræðum sem standa til boða. Frásagnir þessa einstaklinga hafa hrifið mig og aðra gríðarlega mikið, og tekst þeim öllum að útskýra upplifanir sínar á mannamáli.

Viðmælendurnir hafa allir mismunandi reynslu af geðsjúkdómum og geðröskunum, þ.á.m. geðhvarfasýki, átröskun, þunglyndi, kvíða, áráttu- og þráhyggjuröskun, fíknisjúkdóma og geðklofa. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa leitað sér hjálpar, vera komin í skilning við sig sjálf, geta sagt hreint og opinskátt frá, ásamt því að hvetja aðra til að leita sér hjálpar.

Á vefsíðu Hugrúnar má lesa viðtöl við einstaklingana sjö og þeim fylgja stutt myndbönd sem framleidd eru af Studio Holt og leikstýrt af Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur. Ég mæli hiklaust með þessum lestri og að þið horfið á myndböndin, #Huguð er mögnuð herferð.

Aron MárVala KristínHrefna Huld   Ragnar IðunnTryggviSonja Björg 

Verum #HUGUÐ

Andrea Röfn

 instagram – @andrearofn

NEW IN: ACNE STUDIOS

NEW INSVÍÞJÓÐ

Þau ykkar sem fylgið mér á Instagram hafið eflaust tekið eftir treflinum sem ég tek ekki af mér þessa dagana. Trefillinn er frá Acne Studios en ég hafði haft augastað á honum í nokkrar vikur áður en hann varð loksins minn. Hann er svo stór og góður, nánast eins og teppi, úr 80% ull og hlýjar svo vel í sænska kuldanum, sem hefur verið ótrúlegur síðustu daga og vikur. Einhvers konar Síberíukuldi og rakinn svakalegur. Trefillinn fæst til dæmis hér.

Annars er allt að gerast hérna í nýja landinu. Erum loksins flutt inn í íbúðina okkar og búin að koma okkur vel fyrir. Eigum mömmu og pabba mikið að þakka í þeim málum þar sem þau komu og hjálpuðu okkur að flytja inn! Hlakka til að segja ykkur meira og sýna ykkur myndir.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram – @andrearofn

SEPAI Í MADISON ILMHÚS

SNYRTIVÖRUR

              Færslan er unnin í samstarfi við Madison Ilmhús

Þegar ég var síðast á Íslandi fékk ég skemmtilegt boð frá Madison Ilmhúsi. Ég hef verið hrifin af Madison síðan það opnaði árið 2013, en mamma kynnti mig fyrir versluninni og er einn helsti aðdáandi hennar. Madison er sérverslun með gæðailmvötn og aðrar vörur líkt og sápur og kerti, allt frá sjálfstæðum ilmframleiðendum. Þar er einnig að finna snyrtivörur, húðumhirðu- og förðunarvörur, allt frá gæðamerkjum þar sem hver og einn framleiðandi lítur á vinnuna sína sem listgrein.

Meðal vörumerkjanna í Madison er spænska húðvörumerkið SEPAI. Paola Gugliotta stofnandi Sepai var stödd á Íslandi á dögunum og ég hitti á hana í Madison þar sem hún útskýrði fyrir mér helstu einkenni merkisins og varanna, nauðsynjar húðumhirðu og margt fleira. Að lokum fékk ég ótrúlega góða andlitsmeðferð á snyrtistofunni, sem staðsett er inn af versluninni.

Hugsunin á bakvið Sepai vörurnar er að sameina tæknilega og náttúrulega hugmyndafræði í vörur sem hafa það besta að bjóða af hvoru um sig. Vörunum er ætlað að hafa jafn góða virkni og vísindalega þróaðar vörur en vera jafn hreinar, jafnvel hreinni, en þær náttúrulegu. Paola leggur einnig áherslu á að vörurnar hafi áhrif á húðina til langs tíma og að árangurs sé ekki endilega að vænta á stundinni eða á morgun, heldur taki lengri tíma að sjá hann. Í kjölfarið er árangrinum svo ætlað að endast enn lengur. Vörurnar frá Sepai eru bæði standard vörur en einnig er hægt að sérútbúa vörur eftir þörfum hvers og eins með því að blanda mismunandi virkum efnum út í vörurnar. Val á rétt­um virk­um efn­um í húðvör­ur eru lyk­il­atriði til að ná góðum ár­angri í húðum­hirðu.

Til viðbótar við sínar hefðbundnu vörur hefur Sepai einnig þróað Gen-Decode, sem gengur út á að þróa og blanda hinar fullkomnu vörur fyrir hvern og einn notanda. Það er gert með DNA prófi og niðurstöður þess, sem eru nákvæmar upplýsingar um húðina og orsakir öldrunar hennar, eru notaðar til að blanda þau efni sem þarf í réttum hlutföllum.

Allar vörurnar eru þróaðar og framleiddar rétt fyrir utan Barcelona á Spáni, en þar er aragrúi af húðrannsóknum og vörumerkjum sem fæstir vita af, að sögn Paolu. Henni þótti því mikilvægt, við stofnun Sepai, að stofna merki sem ætlað var til sölu um allan heim. Ólíkt flestum merkjunum frá sama svæði er Sepai fáanlegt í fjölmörgum löndum og á lúxus hótelum á borð við Ritz Carlton.

Andlitsdekrið var algjört draumatrít eftir mikla dagskrá á Íslandi. Í dekrinu voru aðeins notaðar vörur frá Sepai og fékk ég yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornamaska og gufu, andlits- axla og höfuðnudd, maska og að lokum krem. Þarna lá ég og naut mín í rúman klukkutíma og sofnaði í endann. Eitt af því sem Paola nefndi sem mér þótti mjög merkilegt er að vöðvana í andlitinu þarf að virkja og æfa, líkt og við förum í líkamsrækt og borðum vel. Þetta er að eitthvað sem ég hef ekki hugsað um hingað til en virkar svo rökrétt um leið og maður heyrir það. Kannski er ég ein um að hafa ekki pælt í þessu fyrr en núna, hver veit.

Ég mæli hiklaust með Sepai andlitsdekrinu og vörunum, en ég finn ennþá 10 dögum síðar hvað meðferðin hafði góð áhrif á húðina mína. Svo verð ég að mæla með gjafabréfunum í Madison, en ég gef mömmu yfirleitt slíkt þegar hún á afmæli eða um jólin og það vekur ávallt lukku. Hægt er að nota gjafabréfin bæði í vörur úr versluninni eða í trít á snyrtistofunni.

Takk kærlega fyrir mig Madison.

Andrea Röfn

Endilega fylgdu mér á instagram undir @andrearofn