fbpx

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 4

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Halló halló! Tíminn flýgur og allt í einu er komið að því að mín fjórða (!!) lína í samstarfi við JoDis shoes er tilbúin. Drop 4 verður fáanleg í verslunum Kaupfélagsins í fyrramálið og á skór.is. Einnig verða skórnir til sölu í hinum ýmsu verslunum víðsvegar um landið. Þessa línu væri líka hægt að kalla ‘boots for days’ enda skortir hana svo sannarlega ekki boots fyrir komandi árstíðir. Til viðbótar við nýju stílana í Drop 4 verða aftur fáanlegir vinsælir stílar sem ég er viss um að gleðji marga sem beðið hafa eftir þeim.

Ég er svo þakklát elsku JoDis draumateyminu mínu og okkar skemmtilegu samvinnu. Við erum hvergi nærri hætt þó að hafið sem skilji okkur að sé örlítið stærra en Eyrarsundið milli Malmö og Kaupmannahafnar!

Ef þið leggið leið ykkar í Kaupfélagið, fjárfestið í pari eða eigið þegar par af JoDis by Andrea Röfn, endilega sendið mér mynd eða merkið mig í story. Mér þykir alltaf jafn vænt um það, sérstaklega þar sem þetta er í fjórða skiptið sem ég sit heima í stofu á meðan skórnir fara í sölu!

DROP 4

DILJÁ

EBBA

Koma í september

ELÍSABET

GUÐRÚN

HERA

INDÍANA

KRISTÍN

PATTRA

RAGNA

TÓTA

VIGDÍS

Stílar sem koma aftur

UNA 

ÁSDÍS
svartir, brúnir og loðfóðraðir

<3

Andrea Röfn

instagram @andrearofn
JoDis á instagram @jodis_shoes

HÆ FRÁ BOSTON

BOSTONPERSÓNULEGT

Eftir langa bið eftir vegabréfsáritun komumst við mæðgur loksins til Boston og litla fjölskyldan þar með sameinuð á ný í nýrri borg! Síðustu 6 vikur hafa liðið hratt og farið að miklu leyti í að koma okkur almennilega fyrir og kynnast nýjum heimkynnum hérna í Boston. Það er allt mjög nýtt og ólíkt því sem við vorum vön í Svíþjóð en ég er að venja mig af því að bera þetta saman því það er svipað og að bera saman epli og appelsínur. Við Aþena Röfn erum komnar vel á veg með að heimsækja alla helstu rólóvelli borgarinnar eins og glöggir instagram fylgjendur mínir hafa eflaust tekið eftir. Leikskólakerfið hérna er allt öðruvísi við þekkjum en við erum að skoða þessi mál í rólegheitunum. Annars erum við ótrúlega heppin með það hversu vel er tekið á móti okkur og eigum yndislegar íslenskar fjölskyldur hérna úti. Guð hvað það verður svo gaman þegar landamærin opnast (hvenær svo sem það verður..) og við getum fengið GESTI! Við fengum síðast heimsókn til Malmö í byrjun mars í fyrra. Ég ætlaði að vera svo dugleg að sýna frá lífinu á nýja staðnum, en hef komist að því að ég á töluvert erfiðara með breytingar en ég hélt og mér finnst ég fyrst núna vera að njóta þess almennilega að búa hérna. Það tekur allt sinn tíma og það er í góðu lagi. Þið megið því búast við alls kyns öðru en rólómyndum á mínum miðlum á næstunni!

Risa myndasúpa frá síðustu vikum..

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

HILDUR YEOMAN – SPLASH!

ÍSLENSKTSAMSTARF

Góðan og gleðilegan fimmtudag. Ég heimsótti Hildi Yeoman og fallegu verslunina hennar Yeoman í síðustu viku. Nýjasta línan hennar SPLASH! er komin í sölu og hjálpi mér!! Ég elska hverja einustu flík í þessari línu. Litapallettan er svo innilega falleg og gleðileg, í anda elsku Hildar. Ég mæli með því að þið kíkið til Hildar og finnið ykkur eitthvað fallegt fyrir sumarið eða í pakka til einhvers sem ykkur þykir vænt um. Sjón er sögu ríkari!

Skór: JoDis by Andrea Röfn

Skoðið alla SPLASH! línuna hér.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN – DROP 3: MYNDIR

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Í síðustu viku kom ný sending af JoDis by Andrea Röfn: Drop 3. Í sendingunni voru einnig litir af stílunum Denise og Þórunn sem höfðu ekki áður komið til landsins. Við Kaupfélagið nýttum tækifærið og tókum myndir af nokkrum pörum úr línunni. Ljósmyndari: Hlín Arngríms // Make-Up: Kolbrún Anna // Stílisti: Sigrún Ásta // Bts: Nicholas Grange

Skórnir eru fáanlegir í verslunum Kaupfélagsins og á skór.is

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram @andrearofn

ÚTSKRIFTIR OG FERMINGAR: GJAFAHUGMYNDIR

Ekki samstarf

Nú er tími útskrifta og ferminga og éveit að allmargir eiga í vandræðum með að finna og velja gjöf fyrir útskriftarnemana eða fermingarbörnin. Mér datt þess vegna í hug að taka saman lista yfir alls kyns gjafahugmyndir yfir vörur sem fást á Íslandi og með því að ýta á nafnið á vörunni farið þið beint inn á viðeigandi vefverslun. Ég vona að hann nýtist ykkur vel í gjafaleitinni eða veiti ykkur að minnsta kosti innblástur.

1. La Sportiva gönguskór – 66°Norður, 46.000.- | 2. Apple Watch – Epli, 59.990.- | 3. Tindur dúnúlpa – 66°Norður, 130.000.- | 4. Canon Powershot G7 X MARK II – Origo, 119.900.- | 5. Porsche Design sólgleraugu – Gleraugað, 59.800.- | 6. Golfsett Cobra – Golfskálinn, 139.900.- | 7. Nike golfskór – Hverslun, 17.490.- | 8. Nike golfpeysa – Hverslun, 15.990.-

9. Scintilla rúmföt – Scintilla, 14.900.- | 10. Singulier Origine vasi – La Boutique Design, 21.990.- | 11. EGF Serum – BIOEFFECT, 14.900.- | 12. Hvisk snyrtitaska – Húrra Reykjavík, 9.990.- | 13. HK Living bollasett – Purkhús, 3.390.- | 14. Undir 1000 kr. fyrir tvo – 2.190.- | 15. Apple Homepod mini – Macland, 24.990.- |  16. STAUB pottur – La Boutique Design, 39.990.- | 17. Gripsholm baðsloppur – Dimm verslun, 11.990.- | 18. Fólk Reykjavík vasi/kertastjaki – Epal, 9.500.- | 19. Storytel gjafakort – frá 2.890.- eða Storytel lesbretti – 18.990.- | 20. Flowerpot borðlampi – Epal, 26.900.-

21. Hvisk taska – Húrra Reykjavík, 16.990.- | 22. The Waterflower Top – Hildur Yeoman, 34.900.- | Silfen taska – Yeoman Boutique, 11.900.- | 24. Suðureyri kápa – 66°Norður, 59.000.- | 25. Maria Black eyrnalokkur – Húrra Reykjavík, 22.990.- | 26. Crystal charm hálsmen – Hlín Reykdal, 6.500.- | 27. Le Specs sólgleraugu – Yeoman Boutique, 14.900.- | 28. Chanel le Volume maskari – Lyf og heilsa, 5.598.- | 29. JoDis by Andrea Röfn – Kaupfélagið og Andrea by Andrea, 17.990 | 30. Hoops eyrnalokkar – Hildur Hafstein, 12.900.-

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

BIOEFFECT EGF SERUM – GJAFASETT

SAMSTARF
Færslan er skrifuð í samstarfi við Bioeffect

Ég elska að vinna með vörumerkjum sem ég trúi á og hafa reynst mér vel. Það eru mörg ár síðan ég vann fyrst með BIOEFFECT og ég hef alltaf haldið upp á vörurnar þeirra. BIOEFFECT er íslenskt merki eins og ég vona að flestir viti, sem hefur unnið til fjölda verðlauna á heimsvísu fyrir byltingarkenndar húðvörur. EGF serumið er mín uppáhalds vara, en það inniheldur EGF prótínið sem er unnið úr plöntum í gróðurhúsi þeirra í Grindavík. Ef ég ætti að velja eina húðvöru sem ég væri alltaf með í minni snyrtitösku, þá væri það serumið. Micellar vatnið er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, það er einstaklega milt og hentar húðinni minni fullkomlega.

Nú er hægt að eignast þessar dásamlegu vörur og meira til EGF Serum gjafasettinu. EGF gjafasettið inniheldur 15ml flösku af EGF serum, gullfallegan BIOEFFECT taupoka ásamt lúxusprufum af Micellar vatni og Volcanic Exfoliator. Allt á verði einnar EGF serum flösku. Tilvalið sem síðbúin sumargjöf frá þér til þín.. eða einhvers sem þér þykir vænt um.

Ég get ekki lofað þessar vörur nógu mikið, en þær hafa reynst mér ótrúlega  vel í gegnum árin. Mér finnst svo skemmtilegt að BIOEFFECT sé íslenskt vörumerki og ég mæli stolt með vörunum þeirra. Gjafasettið fæst í BIOEFFECT Store á Hafnartorgi og í verslunum Hagkaupa.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

 

VIÐ ERUM AÐ FLYTJA…

PERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Til BOSTON!

Ég er búin að fresta því í marga daga að skrifa þessa færslu. Það skrifast 100% á þá staðreynd að ég er sjálf að átta mig á þessu – við erum að flytja frá Malmö og alla leið til Boston. Arnór var keyptur frá Malmö til New England Revolution. Það fylgja þessu miklar tilfinningar, við höfum búið í Malmö í rúmlega þrjú ár, eignast og alið upp okkar fyrsta barn þar og eignast fullt af vinum og minningum. Við kveðjum því Svíþjóð full þakklætis fyrir tímann okkar og allt fólkið sem við munum eiga þar og heimsækja eins oft og við getum. Ég mun alltaf vera með sænskt hjarta og líða eins og heima þegar ég kem þangað.

Þannig að!! Við Aþena Röfn „skutumst“ til Malmö eftir páskafrí á Íslandi og pökkuðum niður einu stykki búslóð á tveimur vikum. Ég var búin að skrifa þessa færslu áður en ég byrjaði að pakka en ó guð, nú þarf ég að laga hana aðeins til. Planið var þannig að Aþena Röfn fengi að njóta síðustu viknanna í leikskólanum á meðan ég væri að pakka í „rólegheitunum“. Þetta plan gekk ekki betur en svo að hún var veik alla seinni vikuna og það voru alls engin rólegheit að pakka niður. Ég misreiknaði heldur betur hversu mikið af dóti við höfum sankað að okkur síðustu ár og elsku veika barnið mitt þurfti að hanga með mér í staðinn fyrir að njóta með vinum sínum á leikskólanum. Tilfinningin þegar flutningabíllinn keyrði út götuna okkar var svo góð, næstum því jafn góð og þegar ég fékk Aþenu Röfn í fangið í fyrsta sinn.. næstum því. Búslóðina ætlum við að geyma á Íslandi og hafa hlutina eins einfalda og mögulegt er þarna í Boston.

Við seldum svo fallegu íbúðina okkar til sænskra vina okkar sem eru að flytja úr stigaganginum við hliðina á okkur. Aðeins einfaldari flutningar framundan hjá þeim en okkur! Planið þeirra er að gera töluverðar breytingar á íbúðinni og ég hlakka mikið til að fylgjast með því. Við kvöddum svo Svíþjóð á sunnudaginn og héldum til Íslands og verðum hérna þangað til við fáum vegabréfsáritun. Þá hoppum við rakleiðis upp í næstu vél til Arnórs og hefjumst handa við að koma okkur fyrir á nýjum stað. Boston er ein af mínum uppáhalds borgum, ég kom þangað fyrst átta ára og í hvert skipti sem ég hef komið þangað síðan þá hef ég hugsað með mér „hvernig ætli sé að búa hérna?“. Nú fæ ég loksins svar við þessari spurningu.

Nýtt ævintýri að hefjast og við hlökkum svo til.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 3

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Þriðja línan mín í samstarfi við JoDis Shoes hefur litið dagsins ljós! Hún er þegar komin í glænýja netverslun JoDis, sem opnaði í síðustu viku og eru skórnir nú fáanlegir þeim sem búa utan landsteinanna. Línan kemur svo í verslanir Kaupfélagsins og í netverslun Skór.is á morgun.

Drop 3 línan er innblásin af vorinu, sumrinu og bjartari tímum sem framundan eru. Ljósir tónar, smá party stemning og litir í bland við meiri klassík, en allt skór sem mér þykja tímalausir og sé fyrir mér að nota lengi. Um er að ræða fimm nýja stíla, en einnig nýja liti í tveimur stílum sem þegar eru orðnar ‘klassík’, það eru Ásdís og Anna. Eins og í fyrri línunum tveimur heita skórnir í höfuðið á mikilvægum konum í mínu lífi. Ég fer yfir þetta allt saman í story á instagram í dag og set umfjöllunina einnig í highlights.

Hér hún, þriðja skólínan mín!

MARÍA

DENISE

ÞÓRUNN

KATRÍN

ERLA

ANNA – nýr litur

ÁSDÍS – nýr litur

Til viðbótar við koma tvær vinsælar týpur aftur – AÞENA og MARGRÉT í bæði svörtu og ljósu.

Endilega sendið á mig myndir eða taggið mig í story ef þið fjárfestið í pari úr línunni. Það er svo gaman að sjá hvað þið veljið og fá að vera aðeins með, svona fyrst það hefur ekki ennþá verið mögulegt að halda viðburð og hitta ykkur þar. Vonandi kemur að því sem allra fyrst.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

VIÐTAL VIÐ LA BOUTIQUE DESIGN OG AFSLÁTTARKÓÐI

HEIMAINTERIORSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við La Boutique Design

Í lok síðasta árs hóf ég samstarf við hina dásamlegu netverslun La Boutique Design. Verslunin færir okkur Íslendinga nær frönskum og evrópskum heimilis- og hönnunarvörum í hæsta gæðaflokki. Það sem einkennir vöruúrval La Boutique Design er vistvæn hönnun frá merkjum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi, eitthvað sem ég hef gríðarlega mikinn áhuga á og finnst að allir ættu að kynna sér.

Í gær fór í loftið viðtal við mig um heimilið, innblástur og fleira. Viðtalið má finna hér – ásamt nokkrum af mínum uppáhalds vörum úr úrvali La Boutique Design. Nú standa einnig yfir grænir dagar, þar sem öll vistvæn hönnun er á 10% afslætti. Okkur langaði hins vegar að gleðja ykkur með 5% aukaafslætti, og getið þið því nálgast þessar dásamlegu vörur á 15% afslætti til 14. febrúar! Notið kóðann LBD5ANDREA 

Hér eru svo enn fleiri dæmi um vörur sem ég elska sem eru á afslætti – endilega skoðið bloggið og þær vörur sem ég held upp á frá La Boutique Design. Þarna er að finna glæsilegt úrval af dásamlega fallegum vörum fyrir heimilið og börnin.

 x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

PERSÓNULEGT

Gleðilega hátíð elsku Trendnet lesendur. Mig langaði að koma hérna inn og kasta smá kveðju á alla sem lesa bloggið. Þetta ár hefur verið endalaust en á sama tíma finnst mér tíminn líða svo hratt. Á árinu varð Aþena Röfn eins árs og pabbi sextugur. Við mæðgurnar áttum dásamlegt sumar á Íslandi, þegar landinn fékk smá pásu frá veirunni, því miður í fjarveru Arnórs sem vann eins og vitleysingur úti í Malmö allt árið. Ég kynnti til leiks tvær skólínur, JoDis by Andrea Röfn, sem hafa gengið framar vonum og gott betur en það. Við eyddum miklum tíma heima hjá okkur í Malmö og ég þrái ekkert heitar en að gera ALLT upp eftir það! Arnór og Malmö urðu sænskir meistarar. Að lokum fengum við covid, en ekki hvað, búandi í Svíþjóð. Við ljúkum svo árinu í faðmi fjölskyldu okkar hérna á Íslandi, sem er svo kærkomið eftir langt og krefjandi ár. Íslensk jól í fyrsta skipti í mörg ár.

Ég hlakka til 2021 og þess sem árið ber í skauti sér. Nýjar týpur af skóm munu líta dagsins ljós og ég hlakka svo til að kynna þær til leiks, á sama tíma og við vinnum í enn fleiri týpum af alls kyns stærðum og gerðum. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfri mér, rækta fjölskyldu- og vinasambönd og hafa gaman af lífinu. Svo á Arnór bara ár eftir af samningi þannig hver veit nema einhverjar breytingar muni eiga sér stað hjá okkur litlu fjölskyldunni. Við sjáum hvað setur…

Andrea Röfn

instagram @andrearofn