fbpx

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 3

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Þriðja línan mín í samstarfi við JoDis Shoes hefur litið dagsins ljós! Hún er þegar komin í glænýja netverslun JoDis, sem opnaði í síðustu viku og eru skórnir nú fáanlegir þeim sem búa utan landsteinanna. Línan kemur svo í verslanir Kaupfélagsins og í netverslun Skór.is á morgun.

Drop 3 línan er innblásin af vorinu, sumrinu og bjartari tímum sem framundan eru. Ljósir tónar, smá party stemning og litir í bland við meiri klassík, en allt skór sem mér þykja tímalausir og sé fyrir mér að nota lengi. Um er að ræða fimm nýja stíla, en einnig nýja liti í tveimur stílum sem þegar eru orðnar ‘klassík’, það eru Ásdís og Anna. Eins og í fyrri línunum tveimur heita skórnir í höfuðið á mikilvægum konum í mínu lífi. Ég fer yfir þetta allt saman í story á instagram í dag og set umfjöllunina einnig í highlights.

Hér hún, þriðja skólínan mín!

MARÍA

DENISE

ÞÓRUNN

KATRÍN

ERLA

ANNA – nýr litur

ÁSDÍS – nýr litur

Til viðbótar við koma tvær vinsælar týpur aftur – AÞENA og MARGRÉT í bæði svörtu og ljósu.

Endilega sendið á mig myndir eða taggið mig í story ef þið fjárfestið í pari úr línunni. Það er svo gaman að sjá hvað þið veljið og fá að vera aðeins með, svona fyrst það hefur ekki ennþá verið mögulegt að halda viðburð og hitta ykkur þar. Vonandi kemur að því sem allra fyrst.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

VIÐTAL VIÐ LA BOUTIQUE DESIGN OG AFSLÁTTARKÓÐI

HEIMAINTERIORSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við La Boutique Design

Í lok síðasta árs hóf ég samstarf við hina dásamlegu netverslun La Boutique Design. Verslunin færir okkur Íslendinga nær frönskum og evrópskum heimilis- og hönnunarvörum í hæsta gæðaflokki. Það sem einkennir vöruúrval La Boutique Design er vistvæn hönnun frá merkjum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi, eitthvað sem ég hef gríðarlega mikinn áhuga á og finnst að allir ættu að kynna sér.

Í gær fór í loftið viðtal við mig um heimilið, innblástur og fleira. Viðtalið má finna hér – ásamt nokkrum af mínum uppáhalds vörum úr úrvali La Boutique Design. Nú standa einnig yfir grænir dagar, þar sem öll vistvæn hönnun er á 10% afslætti. Okkur langaði hins vegar að gleðja ykkur með 5% aukaafslætti, og getið þið því nálgast þessar dásamlegu vörur á 15% afslætti til 14. febrúar! Notið kóðann LBD5ANDREA 

Hér eru svo enn fleiri dæmi um vörur sem ég elska sem eru á afslætti – endilega skoðið bloggið og þær vörur sem ég held upp á frá La Boutique Design. Þarna er að finna glæsilegt úrval af dásamlega fallegum vörum fyrir heimilið og börnin.

 x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

PERSÓNULEGT

Gleðilega hátíð elsku Trendnet lesendur. Mig langaði að koma hérna inn og kasta smá kveðju á alla sem lesa bloggið. Þetta ár hefur verið endalaust en á sama tíma finnst mér tíminn líða svo hratt. Á árinu varð Aþena Röfn eins árs og pabbi sextugur. Við mæðgurnar áttum dásamlegt sumar á Íslandi, þegar landinn fékk smá pásu frá veirunni, því miður í fjarveru Arnórs sem vann eins og vitleysingur úti í Malmö allt árið. Ég kynnti til leiks tvær skólínur, JoDis by Andrea Röfn, sem hafa gengið framar vonum og gott betur en það. Við eyddum miklum tíma heima hjá okkur í Malmö og ég þrái ekkert heitar en að gera ALLT upp eftir það! Arnór og Malmö urðu sænskir meistarar. Að lokum fengum við covid, en ekki hvað, búandi í Svíþjóð. Við ljúkum svo árinu í faðmi fjölskyldu okkar hérna á Íslandi, sem er svo kærkomið eftir langt og krefjandi ár. Íslensk jól í fyrsta skipti í mörg ár.

Ég hlakka til 2021 og þess sem árið ber í skauti sér. Nýjar týpur af skóm munu líta dagsins ljós og ég hlakka svo til að kynna þær til leiks, á sama tíma og við vinnum í enn fleiri týpum af alls kyns stærðum og gerðum. Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfri mér, rækta fjölskyldu- og vinasambönd og hafa gaman af lífinu. Svo á Arnór bara ár eftir af samningi þannig hver veit nema einhverjar breytingar muni eiga sér stað hjá okkur litlu fjölskyldunni. Við sjáum hvað setur…

Andrea Röfn

instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 2

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Góðan og gleðilegan föstudag. Ég er búin að hafa sama aulabrosið í allan dag. Þannig er nefnilega mál með vexti að mín önnur samstarfslína með JoDis er orðin að veruleika. JoDis by Andrea Röfn: drop 2. Línan inniheldur 4 stíla, sem eru líkt og síðast innblásnir af og nefndir í höfuðið á mikilvægum konum í mínu lífi. Þessi lína varð til í sumar og haust og ég er svo ótrúlega sátt með hana og samstarf okkar JoDis <3ínan fer í sölu í verslunum Kaupfélagsins á mánudaginn og sem áður fyrr minni ég á hvað mér þykir vænt um það þegar þið sendið mér myndir eða ‘taggið’ mig á instagram. En annars ætla ég ekki að skrifa of mikið – bara sýna ykkur dýrðina!

ERNA

HILDUR

LÁRA

HJÖRDÍS

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

ÞEGAR COVID BÝÐUR SÉR Í HEIMSÓKN

PERSÓNULEGT

HALLÓ HEIMUR! Hljómar smá eins og ég hafi verið að eignast barn. En ég er bókstaflega búin að vera lokuð frá umheiminum síðustu vikurnar. COVID kom í heimsókn eins og eflaust einhver ykkar hafið séð á instagram hjá mér. En í stuttu máli þá greindist smit í liðinu hans Arnórs bókstaflega korteri eftir að þeir urðu sænskir meistarar. Daginn eftir átti minn maður svo að fara í landsliðsferð og hafði fengið neikvæðar niðurstöður úr prófi þrjá daga í röð, en það var ákveðið að hann yrði heima til öryggis, ef hann væri þá þegar smitaður af veirunni. Brjálað svekkelsi en sem betur fer vann skynsemin því nokkrum dögum síðar reyndist hann jákvæður. Halelujah að hann hafi ekki mætt og smitað hálft landsliðið. En við tók einangrun á hann og við Aþena Röfn vorum í sóttkví hérna heima. Arnór fór í einhvers konar skyndipróf sem sýndi niðurstöður samdægurs, sem var ekki í boði fyrir mig þannig að  daginn eftir fór ég á heilsugæslustöðina okkar og var testuð á hefðbundna mátann. Við tók síðan bið.. og bið.. og enn meiri bið. Ég beið eftir niðurstöðum frá kl. 15 á föstudegi til 18.30 á þriðjudegi!! Í sóttkví með Aþenu. Arnór inni í herbergi og kom fram með grímu og gula uppþvottahanska (ég legg ekki meira á ykkur, allir latexhanskar uppseldir) þegar hann þurfti að ná í eitthvað eða fara á klósettið. Auðvitað voru líkurnar alveg miklar á því að ég hefði smitast af honum þessa daga frá því smitið greindist í liðinu og þangað til Arnór var testaður aftur. Við vildum samt vera skynsöm, maður á ekkert að óska sér að fá þessa veiru því þó maður sé „ungur og hraustur“ þá veit maður aldrei hvernig hún fer í mann. Ég var með smá höfuðverk og þreytt í líkamanum þessa daga sem ég beið eftir niðurstöðu en aldrei það afgerandi einkenni að ég væri handviss um að ég væri líka smituð. Svo reyndist vera, ég fékk símtal á þriðjudeginum og mér tjáð að ég væri líka jákvæð. Það var örlítið spennufall, ég viðurkenni það. Þegar maður er að bíða eftir einhverju eins og þessum niðurstöðum er frekar erfitt að lifa í núinu. Þó maður stjórni aðstæðunum ekki baun, þá fannst mér samt frekar ómögulegt að hugsa um eitthvað annað. Jákvæða svarið mitt einfaldaði hlutina töluvert því þá gátum við loksins verið saman hérna heima og tekist á við þetta í sameiningu. Aþena Röfn var ekki testuð en mér þykir það afar líklegt að hún hafi líka smitast. En þrátt fyrir að vera heima í veikindabæli áttum við líka notalegar stundir inn á milli, fengum dásamlegar sendingar frá vinum okkar hérna úti og gerðum eins gott úr þessu og við gátum. Maður kemst ekki langt á neikvæðninni og tíminn líður helmingi hægar þannig.

Í stuttu máli varð að smá löngu máli. Við erum allavega komin aftur á ról, ég er sest við tölvuna og til í þessa vinnuviku, Arnór er kominn í vinnuna sína og Aþena komin á leikskólann. Back to basics. Ég finn samt ennþá fyrir mikilli þreytu inn á milli og býst ekkert við því að það hverfi á núll einni. Þessi veira er ótrúlega lúmsk og eiginlega bara óhugnanleg. Núna teljum við bara niður í jólafrí og notalegar stundir með fjölskyldunum okkar á Íslandi.

Smá update.. farið vel með ykkur.
Andrea Röfn

instagram @andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Ég er búin að byrja þessa færslu svona 12x en stroka alltaf allt út. Eina stundina finnst mér skrifin meika svo mikinn sense en klukkutíma síðar hugsa ég bara guð, en óspennandi. Annað hvort finnst mér skrifin mín alltof  niðurdrepandi eða alltof jákvæð. Og þannig hefur lífið verið síðustu daga, rosalega upp og niður. Einn daginn stendur maður í eldhúsinu með eitthvað geggjað á pönnunni, dansandi og jafnvel með kanilsnúða í ofninum. Daginn eftir er take away í matinn, allt í drasli og manni líður eins og ekkert sé að frétta. Eru fleiri sem tengja? Það bara hlýtur að vera! Ég held ég láti því allt pepp og covid tal til hliðar í dag. Hver veit samt nema ég skelli einhverju slíku hérna inn fljótlega, þegar ég er í stuði og áður en mér tekst að stroka það út.

Outfit gærdagsins. Ég er búin að eiga þennan jakka í tæp þrjú ár og ég held ég muni aldrei í lífinu þreytast á honum. Hinn fullkomni shearling jakki frá Norse Projects Women. Skórnir eru Ásdís úr línunni minni JoDis by Andrea Röfn sem kemur bráðum aftur í verslanir Kaupfélagsins og Skór.is á netinu! Fyrir ykkur sem búið erlendis eru JoDis að selja nokkrar týpur og senda milli landa – endilega kynnið ykkur það hér. Buxur: gamlar Weekday, trefill: Gucci, leðurskyrta: Levete room.

Farið vel með ykkur <3

Andrea Röfn

instagram @andrearofn

ÓSKALISTINN

ÓSKALISTINN

Mér finnst kominn tími á einn góðan óskalista. Gallabuxurnar sem ég klæddist í JoDis myndatökunni – draumakjóll – draumaskór – draumataska…. allt drauma! Ég elska að setja saman svona lista og vafra um fallegar vefverslanir. Vonandi fáið þið einhvern innblástur frá þessum!
Gallabuxur: GANNI // Taska: ATP Atelier // Kjóll: Han Kjobenhavn/Húrra Reykjavík // Skór: Diemme // Skyrta: A Part of The Art // Bucket hattur: 66°Norður

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

 

OUTFIT

ÍSLANDOUTFIT

Við mæðgurnar vorum varla komnar heim til Malmö þegar við vorum aftur á leiðinni til Íslands. Ástæðan eru landsliðsverkefni hjá Arnóri, og í staðinn fyrir að vera bara tvær heima þá skelltum við okkur aftur heim. Ég ákvað um daginn að á meðan við búum svona nálægt Íslandi að þá förum við heim þegar tækifæri gefst. Þannig fær fólkið okkar líka að njóta þess að vera með Aþenu Röfn og tengslin þeirra á milli styrkjast. Hún ELSKAR að vera hérna með öllum, kallar flesta með nafni og stjórnar (að sjálfsögðu) öllum frá A-Ö.

En þvílík tímasetning að koma heim núna – ég fór í sóttkví við heimkomu og hef haldið mig meira og minna heima síðan við komum. Ég mæli svo mikið með þessari færslu frá Örnu Petru þar sem hún stingur upp á alls kyns skemmtilegu og notalegu sem hægt er að gera heima. Einnig langar mig að hvetja ykkur til að halda áfram að versla við uppáhalds veitingastaðina ykkar og verslanir – sem róa þungan róður núna og þurfa á öllum sínum tryggustu viðskiptavinum að halda. Flestir veitingastaðir eru með take-away eða heimsendingar og verslanir gæta ítrustu sóttvarna.

Annars finnst mér nauðsynlegt að fara í göngutúr á hverjum degi. Þeir þurfa ekki að vera langir, bara að komast aðeins út, anda að sér fersku lofti og virða fyrir sér fallegu haustlitina. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að reyna að sjá fegurðina í litlu hlutunum :-)

Úlpa, vesti og buxur: 66°North
Skór: UNA – JoDis by Andrea Röfn  

Farið vel með ykkur!

 —

Andrea Röfn

instagram // @andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Outfit í vinkonudinner á Íslandi fyrr í mánuðinum. Allar flíkurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eiga því skilið sér post hérna á blogginu. Rúllukragapeysan er hönnuð af Bergi Guðnasyni hjá 66°Norður og heitir Torfajökull. Ég er búin að ofnota hana síðan ég fékk hana, fullkomin flík í minn fataskáp. 66°N á ermunum og aftan á rúllukraganum eru svo trylltir details. Buxurnar eru frá Holzweiler en ég fæ endalausar spurningar út í þær þegar þeim bregður fyrir á instagram hjá mér. Þær heita Skunk trouser og eru ongoing stíll hjá merkinu. Holzweiler er norskt merki sem ég held mikið upp á. Jakkinn er frá Won Hundred sem er fáanlegt í Húrra Reykjavík. Mér finnst algjört lykilatriði að eiga alltaf fullkominn blazer jakka í fataskápnum. Síðast en ekki síst eru það skórnir – stíllinn Aþena úr línunni minni JoDis by Andrea Röfn. Þessir skór seldust upp á fyrsta degi bæði í svörtu og ljósu – en ég get glatt ykkur, sem langar í þá, með þeim fréttum að þeir koma aftur í október eða nóvember. Ég læt að sjálfsögðu vita um leið og ég veit meira!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn – ég er með gjafaleik í gangi í samstarfi við GOSH!