JÁ ♡

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGT

Ég svíf um á bleiku skýi þessa dagana. Við Arnór trúlofuðum okkur þann 22. desember eftir fullkomið bónorð í sólsetrinu. Auðveldasta JÁ lífs míns. Ég myndi segja já við hann á hverjum degi og hverja einustu stund svo lengi sem ég lifi. Framtíðin ber margt í skauti sér hjá okkur og við ætlum að byrja á nýju hlutverki strax í febrúar þegar dóttir okkar kemur í heiminn. Lífið er fallegt og ég er hálf orðlaus akkurat núna ♡

// We got engaged on Dec 22nd after the perfect proposal in the sunset. The easiest YES of my life. Next up is taking on a new role as parents when our daughter enters the world in February ♡

Annars er staðan svona núna. Hiti, sól og sólsetur í Florida með fjölskyldunni. Nóg af golfi en ég með 34 vikna bumbuna læt mér nægja að keyra golfbílinn þessa dagana!

// Status these days. Sun and sunsets in Florida with the family. A lot of golf, and a lot of driving the golf cart for me and the 34 week baby bump!

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur og takk fyrir þau gömlu. Njótið kvöldsins í faðmi fólksins ykkar!

Happy new year! 

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

NEW IN

NEW IN

Í samstarfi við 66° Norður

Ó hvað ég er glöð með nýju úlpuna mína. Askja er fullkomin vetrarflík og ég sé göngutúrana í sænska kuldanum í hyllingum núna þar sem ég verð svo sannarlega vel klædd við stýrið á barnavagninum. Ég á nokkrar vinkonur sem eiga þessa úlpu og þær eru allar svo ánægðar með hana að ég gat ekki annað en „hermt“ eftir þeim.

Þessa úlpu getið þið fengið í jólagjöf frá Trendnet! Ásamt fleiri sturluðum jólagjöfum – lesið meira um það hér. Nú og ef þið eruð í jólagjafareddingum handa mikilvægri manneskju á síðustu stundu mun þessi svo sannarlega slá í gegn. Fæst hér.

xx

Andrea Röfn

30 VIKUR

MEÐGANGAN

Ég er að vísu komin 31 viku og ætla ekkert að leyna því að ég er búin að vera alltof lengi að koma þessari færslu frá mér.
En síðustu vikur hafa einkennst af miklum gestagangi sem er alltaf gaman. Búandi í öðru landi þykir okkur svo dýrmætt þegar fólkið okkar gerir sér ferð til að heimsækja okkur. Stundum er mjög lítið um heimsóknir, allir uppteknir og á fullu að gera sitt, og þess vegna er svo mikilvægt að njóta þegar tækifærið gefst. Smá myndasyrpa af góðum gestum og góðum stundum:

Heilsan er mjög góð eins og er og litla stelpan okkar vex og vex. Við skelltum okkur í 3D sónar fyrir ekki svo löngu og það var magnað. Að sjá hana í (næstum) allri sinni dýrð gerði þetta allt mun raunverulegra og við tölum ekki um annað þessa dagana en hvað við erum full tilhlökkunar að fá hana í fangið. Þegar við verðum fjölskylda. Annars átti Arnór einn frídag í lok mánaðarins og við drifum okkur aðeins út úr bænum, á Ystad Saltsjöbad hótelið sem þið hafið alveg örugglega séð glitta í í einhverri af færslum Elísabetar. Flesta daga snýst lífið um fátt annað en fótbolta og stanslausar æfingar og þetta var því dýrmætur sólarhringur sem við áttum í fallegri náttúru og notalegu umhverfi.

Annars er ég komin til Íslands og ætla að njóta hér næstu daga áður en við höldum í sólina yfir jólin. Við fórum ekki í neitt frí á árinu og því er tilhlökkunin mikil. Stundirnar hérna á Íslandi gera mikið fyrir sálina og það er ótrúlega gott að hitta alla og eiga gæðastundir í jólastemningunni.

Ég verð að segja ykkur frá þessum kjól en hann er frá Mads Nørgaard og fæst í Húrra Reykjavík – fullkominn jólakjóll. Skórnir eru frá Eytys – nánar hér.

Happy Monday <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

CURRENT FAVORITES

MEÐGANGANSNYRTIVÖRUR

Mér datt í hug að taka saman smá lista yfir vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Margt byrjaði ég að nota á meðgöngunni en annað er staðalbúnaður og hefur verið í notkun hjá mér mun lengur. Hér er blanda af alls kyns hlutum sem hjálpa mér að líða ferskri um þessar mundir – ekki veitir af á 28. viku og í svartamyrkrinu sem hefur tekið yfir hérna í Svíþjóð líkt og á Íslandi.

BIOEFFECT EGF Eye Serum – heldur mér ferskri á augnsvæðinu og er sérstaklega gott á morgnanna að mínu mati til að fríska mig við. Fæst hér.

GOSH Boombastic Mascara – til að virka enn ferskari um augun nota ég þennan maskara, þegar ég er í stuði til að mála mig. Mér finnst hann svo góður þar sem auðvelt er að vinna með hann og ‘layer-a’ hann. Fæst til dæmis í Hagkaup og Lyf&Heilsu.

Heimasloppur – mjög mikið notaður á meðgöngunni. Fæst hér.

Doomoo gjafapúði – ég er búin að sofa með þennan púða frá því á 22. viku sirka og ó guð! Þetta er svo þægilegur púði, bæði til að sofa með og hafa uppi í sófa til að styðja við bakið og sitja uppréttur. Ég sef með púðann milli lappanna og set hann svo aðeins undir bumbuna þannig að hún fái stuðning þar sem ég sef á hlið. Fæst hér.

Embryolisse Lait-Creme Concentré – vel þykkt andlitskrem sem hentar fullkomlega í kuldanum, sérstaklega fyrir þurra húð eins og mína. Ég kynntist þessu kremi hjá Fríðu Maríu og Guðbjörgu Huldísi make-up drottningum fyrir mörgum árum og þegar húðin fór að stríða mér um daginn mundi ég eftir því og pantaði það samstundis. Kuldinn á ekki roð í húðina mína núna. Fæst til dæmis hjá Nola.is.

Maria Nila Ocean Spray – ég er með mjög fíngert hár og náttúrulega slétt. Þetta spray gefur hárinu gott volume og ég nota það bæði í blautt hár og þurrt. Fæst hér.

Clarins Instant Light gloss – þetta gloss gerir mikið fyrir mig þegar ég þarf aðeins að fríska mig við. Fæst til dæmis í Hagkaup.

Clarins Huile “Tonic” – húðolía sem ég fékk að gjöf frá Clarins á Íslandi um daginn. Ég setti hana í story hjá mér og fékk mörg svör frá konum með reynslu af henni þar sem olían var lofsungin af þeim öllum. Ég verð að vera sammála þeim, þessi olía er algjörlega málið og sérstaklega á bumbuna. Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að ég get borið á mig út í eitt en samt slitnað og það verður bara að koma í ljós – en að halda húðinni mjúkri og gefa henni raka lætur mér líða vel.

Andrea Röfn

NEW IN – THE PERFECT BOOTS

OUTFITSKÓR

English below

Aldrei hef ég fengið annan eins fjölda spurninga eins og út í nýjustu skóna mína sem ég hef skartað upp á síðkastið og hafa sést á myndum hér og á instagram! Ég spottaði þessi boots á bæjarrölti hér í Malmö fyrir sirka tveimur mánuðum. Eftir það gekk ég með mynd af þeim í kollinum í örugglega 3 vikur, ég var dolfallin fyrir þeim en verðið var þannig að ég splæsti ekki á stundinni. Svo var ég einfaldlega farin að sjá þau fyrir mér við öll outfit og tilefni, svo á endanum urðu þau mín.

Skórnir eru frá Eytys – tiltölulega ungu sænsku merki sem ég hef fylgst með í nokkuð langan tíma. Eytys er unisex merki, þekktast fyrir strigaskóna ‘the Mother’ sem Svíar hafa elskað frá fyrsta degi, og síðar chunky týpuna ‘Angel’ sem selst oft upp á fáeinum dögum. Merkið fer stækkandi og er vörulínan orðin miklu stærri. Gallabuxurnar frá Eytys hafa til dæmis vakið mikla lukku en öll sniðin eru unisex. Ég keypti mér Cypress týpuna í Stokkhólmi fyrr í vor og hlakka mikið til að geta klæðst þeim á ný.

Ortega leather heita skórnir og fást til dæmis hér.


I’ve never received as many questions about anything as the newest addition to my shoe wardrobe. I’ve been wearing these chunky leather boots in many of my recent photos here and on Instagram, boots I came across about two months ago but didn’t buy immediately. They needed consideration, so I kept a photo of them in my mind for at least three weeks. When all outfits I visualized included these boots, I took it as a clear sign that they had to be mine.
The boots are from Eytys, a Swedish brand I’ve followed for some time and really love.

Ortega leather – available here.Andrea Röfn

SUNDAY @ HOME

HEIMA

Sunnudagur heima ♡

Arnór er í útileik þannig ég ætla að njóta í uppáhalds horninu mínu hérna heima, horfa á leikinn og skipuleggja næstu vikur. Allt í einu er svo stutt í að við förum í frí (loksins!) og jólin eru ekki langt undan. En fyrst fáum við nokkrar heimsóknir frá góðum vinum sem verður ótrúlega gaman. Ég smellti nokkrum myndum af hérna heima í gær eftir tiltekt. Næsta mál á dagskrá er ný motta og ég er með augun á einni afar fallegri. Þarf bara að plata einhvern af væntanlegu gestunum okkar til að taka hana með sér hingað út þar sem hún er stödd á Íslandi. 

Takið eftir nýja stofustássinu, púttmottunni fyrir aftan mig. Skil ekki afhverju það eru ekki allir með svona í stofunni hjá sér, gerir svo mikið fyrir rýmið, hahaha.

Morgunverður fyrir 1.. eða eiginlega 2 :-)

Eigið ljúfan dag ♡

Andrea Röfn

AÐ KLÆÐA SIG Á MEÐGÖNGUNNI

MEÐGANGANOUTFIT

Ein af áskorunum þess að fylgjast með líkamanum sínum stækka með hverri vikunni er að á sama tíma fækkar þeim flíkum í fataskápnum sem passa. Það gefur auga leið að flestar ef ekki allar buxurnar manns þurfa að bíða betri tíma og margir bolir fara að líta hálf skringilega út á manni.

Hingað til hef ég keypt mér afar lítið af meðgöngufatnaði. Mér var bent á góðar meðgöngugallabuxur í Tvö Líf, eitthvað sem ég hélt að ég myndi mögulega aldrei kaupa mér, heldur bara vinna með teygju-trixið (hárteygju í gegnum tölugatið og svo teygja hana yfir töluna sjálfa, haha) á mínar eigin gallabuxur. En guð, ég er svo ánægð með þessar gallabuxur og eftir að ég keypti þær hef ég getað notað miklu meira af mínum ‘venjulegu’ flíkum sem passa ekki endilega við æfingabuxur eða leggings, eins og skyrtur og peysur. Til viðbótar við gallabuxurnar hef ég keypt mér sokkabuxur og gjafahaldara sem ég er þegar farin að nota. Þá eru öll meðgöngufötin upptalin.

Þessa ullarpeysu frá Hildi Yeoman hef ég notað mörgum sinnum í viku síðan ég fékk hana að gjöf frá Hildi. Hún er svo fallega sniðin og stækkar með bumbunni, ég mun nota hana fram á síðasta dag meðgöngunnar og að sjálfsögðu þegar barnið er komið í heiminn <3 Peysan fæst einnig í fleiri fallegum litum – meira hér. Gallabuxurnar fást síðan hér.

  1. Nike æfingabuxur – voru mjög góðar fram að sirka 20. viku eða þangað til þær fóru að þrengja of mikið að – fást hér en buxurnar fékk ég að gjöf frá H verslun. Dúnvestið er gjöf frá 66°North og er mikið notað þessa dagana – fæst hér.
  2. Blanche ss18 pils úr teygjanlegu gallaefni
  3. Meðgönguflík lífs míns, sem er samt ekki meðgönguflík, samfestingur frá uppáhalds Mads Nørgaard. Glöggir lesendur muna kannski eftir því þegar ég klæddist honum í opnun Húrra Reykjavík women 2016. Ég hef varla farið úr honum síðustu vikurnar!
  4. & 5.  Kjólinn fann ég í Lindex og hef notað hann óspart undir peysur, hettupeysur eða bara einan og sér – fæst hér. Ég bjóst við því að eignast fullt af svipuðum kjólum og nota þá mikið á meðgöngunni en ég hef ekki fundið marga sem ég fíla enn sem komið er.

Mér finnst engin nauðsyn að eignast of mikið af fötum sem ég get notað í svona takmarkaðan tíma. Að sjálfsögðu eru ákveðnar flíkur praktískari en aðrar og þá hef ég ekkert á móti því að kaupa mér þær, til dæmis ef þær gera það að verkum að ég get parað þær við meira af því sem ég átti áður. Svo finnst mér nú líklegt að þegar ég stækka enn meira og ef ég passa varla í neitt sem ég á muni ég kaupa mér nokkrar meðgönguflíkur. Ég ætla að taka saman smá óskalista og birta hérna á blogginu á næstu dögum sem mun innihalda bæði meðgönguföt og önnur föt sem gætu hentað vel á meðgöngunni.

Annars þótti mér ótrúlega vænt um viðbrögðin við síðustu færslu bæði hér og á instagram. Ég fékk fullt af skilaboðum og alls kyns hugmyndum og hvatningu sem mun klárlega skila sér á mína miðla hér eftir.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

25 VIKUR & PERSÓNULEGAR PÆLINGAR

MEÐGANGAN

Ég hef verið mikið fjarverandi bæði hér og á Instagram síðustu vikur. Við vorum með gesti alla síðustu viku, fyrst fjölskylduna hans Arnórs og svo kom pabbi í nokkra daga og auðvitað hefur það áhrif á rútínuna manns. En ég hef aðallega verið fjarverandi í huganum. Svona tímapunktur þar sem ég er algjörlega tóm af innblæstri, finnst ég „bara“ vera ólétt og ekkert annað vera í gangi hjá mér. Ég hef áður skrifað um tilfinninguna að vera ekki skóla eða fullri vinnu þar sem tíminn er „ákveðinn“ fyrir mann á einhvern hátt og örygginu sem því fylgir. Innst inni veit ég samt að það er hollt og þó mér finnist ekkert vera fyrir stafni akkurat núna, ef ég leyfi mér að taka þannig til orða, þá hefur örugglega aldrei verið meira fyrir mig að hugsa um og huga að. 

Mynd: Sara Björk Þorsteinsdóttir

Varðandi bloggið og Instagram er ég frá upphafi meðgöngunnar búin að passa mig á að vera ekki týpan sem fjallar eingöngu um hana. Það hefur algjörlega komið niður á efninu sem ég set inn og eru nokkrar ástæður fyrir því..

  • Ég er yfirleitt með föt á heilanum, fallega skó, fylgihluti og slíkt. Þegar maður er hins vegar hættur að passa í 90% af fötunum sínum er ekki næstum því jafn gaman að pæla í dressum, hvað er nýtt hverju sinni og svo framvegis. Þetta er líka það efni sem ég er duglegust að skrifa um hér og birta á mínum miðlum.
  • Eina sem ég skoða þessa dagana er barnadót. Barnaföt, barnarúm, barnabílstóll, barnavagn og ég gæti lengi haldið áfram.
  • Orkan mín er ekki sú sama og áður og þar af leiðandi er ég ekki á jafn miklu stangli og ég er vön, og í rauninni minna til að segja og sýna frá.

Við Arnór áttum mjög gott spjall um helgina, hann hugsar hlutina alltaf svo rökrétt og sleppir því að flækja þá. Hann benti mér á að það er stórkostlegur hlutur í gangi í lífi okkar beggja. Það er lítill einstaklingur er að vaxa inni í mér og eftir minna en 4 mánuði mætir hún á svæðið. Þetta er lífið í dag og það er engin ástæða til að rembast við að leita að öðru til að skrifa um eða sýna. Ég elska að deila hlutum hérna inni, vera persónuleg og leyfa þeim sem hafa áhuga að skyggnast inn í lífið okkar, upp að vissu marki að sjálfsögðu. Mér líður eins og ég sé nokkrum kílóum léttari eftir þetta spjall og er strax komin með ótal hugmyndir niður á blað.

Þannig að búið ykkur undir nóg af meðgöngu- og mömmuefni næstu mánuði – að sjálfsögðu í bland við öðruvísi posta. Ég vona að þið haldið áfram að lesa og þætti líka ótrúlega vænt um að heyra ykkar feedback hér í commentunum, hvað ykkur finnst gaman að lesa og sjá hérna inni.

Andrea Röfn

BOOTS BOOTS BOOTS

ÓSKALISTINNSHOPSKÓR

Með kólnandi veðri fer maður að huga að vetrargallanum og því sem honum tilheyrir. Eins og mörg ykkar vita hef ég í langan tíma verið hrifin af ‘chunky’ skóm, stórum og jafnvel breiðum. Hingað til hef ég aðallega átt sneakers í þeim stíl en síðustu mánuði hef ég orðið meira og meira skotin í íburðarmiklum ‘gönguskóm’. Þessir hér að neðan eru allir á mínum óskalista. Glisgjarna ég er lang hrifnust af Moncler skónum í þessum fallega silfurlit, en þeir eru líka til í fleiri flottum litum. Þar á eftir væri ég til í þessa frá Edited, bláu smáatriðin heilla mig mikið og svo finnst mér verðið fyrir þá mjög sanngjarnt.

 

  1. Off-White // 2. Chloé // 3. Won Hundred // 4. Moncler // 5. Gucci // 6. Ganni // 7. Timberland // 8. Edited x Blanca Miro

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn // Follow me on instagram: @andrearofn

 

IT’S A GIRL!

MEÐGANGANPERSÓNULEGT

English below

Hæ allir – ég er komin aftur heim eftir rúma viku á Íslandi. Það þekkja það eflaust flestir sem eru búsettir erlendis hversu lítið frí það getur verið að fara til Íslands í nokkra daga. Maður er á milljón, keyrandi út um allan bæ að passa upp á að hitta alla. Ég er samt alltaf að bæta mig í þessum stress factor og átti töluvert rólegri heimsókn í þetta skiptið en ég er vön. Þó það nú væri, komin 22-23 vikur. Þið munið eflaust mörg eftir kvikindislegu færslunni sem ég setti inn fyrir rúmum mánuði, þegar við Arnór vorum nýkomin úr 20 vikna sónar og fengum að vita kynið. Við héldum loksins kynjaveisluna á laugardaginn síðasta í faðmi nánustu fjölskyldu og vina! Það var svo sannarlega þess virði að bíða með að tilkynna kynið, þessi stund var einstök.

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna er STELPA á leiðinni og við hlökkum svo til að kynnast henni, elska hana og kenna henni helstu gildi lífsins.

I just came back to Malmö after a 10 day visit to Iceland. We finally had time for the gender reveal party and celebrated in the arms of friends and family last Saturday. There is a little girl on the way and we can’t wait to get to know her, love her and teach her the values of life.