fbpx

SÆNSKI DRAUMURINN

OUTFITPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Við litla fjölskyldan áttum dásamlegan dag í enn betri félagsskap fyrir stuttu. Arnór var í fríi og við ákváðum að fara í smá roadtrip, en suður Svíþjóð hefur að geyma endalaust af fallegum perlum sem við elskum að skoða og kynnast þegar tími gefst. Á austurströndinni hittum við Elísabetu og fjölskyldu, tókum picknick á ströndinni og enduðum í pizzu á litlum bóndabæ. Fullkominn dagur sem gaf mikla hlýju í hjartað. Ég mæli með færslunni hennar hér, stútfull af myndum og upplýsingum um sænsku sæluna.

Mesh toppur frá Hildi Yeoman, minni allra uppáhalds. Hann er úr nýju línunni hennar Cheer Up! og fæst hér og í Yeoman, Skólavörðustíg. Fullkominn fyrir helgina eða veislurnar á næsta leyti. Ég er by the way að elska þessa línu, svo sumarleg og skemmtileg og inniheldur fullt af fallegum gersemum.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 

OUTFIT

PERSÓNULEGT

Notaleg morgunstund hjá okkur litlu fjölskyldunni. Öll samveran síðustu mánuði hefur svo sannarlega verið dýrmæt og þó maður geti dottið í óþolinmæði og þreytu vegna veirunnar og þeim áhrifum sem hún hefur haft í för með sér, veit ég að maður mun líta til baka og þakka fyrir þennan tíma. Þegar maður er neyddur til að bregða út af vananum, ferðast minna og hitta færra fólk, lærir maður að finna fegurðina í litlu hlutunum. Mér finnst ég hafa lært fullt og skapað öðruvísi minningar en áður, en ekkert minna dýrmætar <3

Buxur: Acne Studios
Skyrta: Hope Stockholm
Peysa: & Other Stories
Skór: Nike Blazer Mid ’77
Sólgleraugu: Ray Ban

Ég minni á #BLACKLIVESMATTER færsluna mína síðan í gær – þið finnið hana hér.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

#BLACKLIVESMATTER

Góðan daginn elsku þið. Mótmælin í Bandaríkjunum og byltingin sem er að eiga sér stað í kjölfar andláts George Floyd hefur haft mikil áhrif á mig síðustu daga. Myndefnið sem flæðir í kjölfarið um samfélagsmiðla og fréttavefi er skelfilegt og sýnir skýrt og greinilega hversu rótgróinn rasismi er og hefur verið það í áraraðir. Ég hef nýtt tímann minn síðastliðna viku í að lesa og fræða mig um kynþáttahatur, forréttindi hvítra og þetta rótgróna og kerfisbundna samfélagsmein. Fyrir tilstilli tækninnar eru augu heimsins alls að opnast fyrir þessum raunveruleika sem verður að breytast. 

Fyrir nokkrum dögum leið mér eins ég hefði ekki rétt á því að tjá mig um þessi málefni, verandi hvít kona sem aldrei hefur mætt mótlæti í líkingu við það sem svartir og litaðir í Bandaríkjunum og um allan heim þurfa að horfast í augu við hvern einasta dag. Hins vegar áttaði ég mig fljótt á því að mér finnst það í  mínum verkahring að nota röddina mína og þennan vettvang sem ég hef til að miðla upplýsingum um það sem við getum gert til að læra um og uppræta rasisma. Ég viðurkenni forréttindi mín og þá staðreynd að ég gerði mér ekki grein fyrir því að rasismi er miklu algengari en við héldum, meira að segja í litla samfélaginu okkar á Íslandi.

Það er hafsjór af efni í boði sem útskýrir það sem er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, sögu svartra, forréttindi hvítra og hvers vegna hlutirnir hafa þróast í þann raunveruleika sem við sjáum í dag. Á samfélagsmiðlum er að finna tillögur um sjóði og undirskriftarlista til að leggja baráttunni lið. Einnig er mikið af upplýsingum um lesefni, sjónvarpsefni og hlaðvörp sem snúast um málefnið. Á þriðjudaginn var #blackouttuesday á samfélagsmiðlum. Fjölmargir tóku þátt og í kjölfarið heyrðust raddir um að það væri ekki nóg að birta eina mynd til að „vera með“ og halda síðan áfram með daginn sinn. Fólk yrði að opna augun og taka þetta lengra, læra, fræða aðra ásamt því að leggja baráttunni lið með fjárframlögum og undirskriftum. Tjá sig og nota rödd sína. Ég skil að mörgum líður mögulega ekki nógu upplýstum og treysta sér ekki til að tjá sig akkurat núna.  Við viljum eðlilega byrja hjá okkur sjálfum, líta inn á við og taka þetta svo lengra. En hvort sem það er online eða ekki, miðlum því sem við erum að læra þessa dagana á einn eða annan hátt. Það er undir okkur komið. Þetta er ekki bara bylgja á samfélagsmiðlum sem gengur síðan yfir. Ég ákvað að taka saman í eina færslu nokkra instagram posta sem hafa reynst mér vel og innihalda mikið magn af upplýsingum um rasisma, white privilege, fræðsluefni, sjóði og undirskriftalista. Ég á margt eftir ólært og þetta er bara brotabrot úr hafsjó af upplýsingum sem eru aðgengilegar á netinu – en ég hvet ykkur til að skoða þetta nánar. 

Fyrst langar mig að mæla með þessu viðtali við Brynju Danþessu viðtali við Kolfinnu og Sigurð og þessu viðtali við Chanel Björk ásamt story sem er í highlights hjá henni á instagram @chanelbjork.

View this post on Instagram

In an essay for the New York Times, acclaimed professor, award-winning author, and director of the Antiracist Research & Policy Center, @ibramxk dove into the topic of how to combat racism: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ “No one becomes “not racist,” despite a tendency by Americans to identify themselves that way. We can only strive to be “anti-racist” on a daily basis, to continually rededicate ourselves to the lifelong task of overcoming our country’s racist heritage. We learn early the racist notion that white people have more because they are more; that people of color have less because they are less. I had internalized this worldview by my high school graduation, seeing myself and my race as less than other people and blaming other blacks for racial inequities. To build a nation of equal opportunity for everyone, we need to dismantle this spurious legacy of our common upbringing.” ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ In order to do this, we have to educate ourselves. We can learn about covert white supremacy, follow organizations leading the way for racial equity and justice, watch films, listen to podcasts, and read books. This doesn’t need to be seen as a chore, but can instead be seen as an opportunity — an opportunity to better understand ourselves, love our neighbors, and become the change we wish to see. #AntiRacism #BecomeGoodNews @goodgoodgoodco ⠀⠀ — Link to resources in @goodgoodgoodco bio

A post shared by Good Good Good (@goodgoodgoodco) on

View this post on Instagram

Social media has been a bit overwhelming since I first put up this post so it has taken some time for me to post this. On Friday, I shared this content on Twitter after I felt the conversations online were like screaming into an echo chamber. I wanted to provide those who wanted to support and be an ally with practical tips to move forward and make a change in our society. I am still somewhat surprised and overwhelmed by the reception so please take patience with me at this time. — For a note on who I am to those who have followed me from Twitter, my name is Mireille. I'm an assistant editor and I do freelance writing, PR and sensitivity reading and other bits on the side. I am extremely passionate about diversity and inclusion, and everything I have shared is not new knowledge to me. From as far back as I can remember I've been campaigning, fighting for equality and supporting and working with black owned organisations. I have worked in the diversity and inclusion space for around four years and I have been equipped with knowledge, skills etc through that work as well as through wider, intensive reading and being raised by a Jamaican mother who has a degree in Women's Studies. I felt as a mixed race person who was emotionally capable despite the current situation that I could use my learned experience, skills and compassion to offer this advice to allies and anyone else who was seeking advice but didn't know where to turn. This is now on my stories as a highlight so please feel free to share from there or here. — A small reminder that this took emotional labour and POC, especially black people are not here to teach you everything. When I said ask how you can support, I meant on a personal level as a friend etc. I hope this toolkit provides you with the starter info you need but there are genuinely people more experienced than me who warrant your listening to – please go and follow @nowhitesaviors, @laylafsaad, @rachel.cargle, @ckyourprivilege, @iamrachelricketts, @thegreatunlearn, @renieddolodge, @ibramxk + a few more: @akalamusic, @katycatalyst + @roiannenedd who all have books or resources from many more years of experience. _

A post shared by Mireille Cassandra Harper (@mireillecharper) on

View this post on Instagram

I’m gonna be real – for me, racism makes me feel uncomfortable. It’s 2020 yet I’m baffled at why someone’s skin colour still makes a difference to how they’re treated. So many people are getting called out on here but I can understand that EVERYONE has their ways of dealing with things. Some people internalise, some people scream off the top of their lungs, some people punch things etc. I’ve had a few conversations with my friends and family and it’s almost sad because am I surprised that this shit is still happening? No not really. Someone asked me how I feel about this situation and so many POC are going to absolutely hate me for saying this but in all honesty, I feel slightly relieved. 50/60/70 years ago, we didn’t have social media, or cameras on our phones. We didn’t have platforms where regular people could speak up. Where regular people like me and you can educate others and be listened to and taken seriously. The bottom of the line is, our world is still racist but I feel that the world is more awake than ever before. Back then, do you think something like this would get so much coverage? Absolutely not. I know where I came from – my last name is Thomas ffs and come on, that definitely wouldn’t have been my original surname. Am I worried to bring a child of colour into this world? Yes. But I recognise that slavery happened for 400+ years, and radical change takes a long time. It’s been such a short time being out of that. I hate that people have to suffer for change to happen, of course it breaks my heart! No one can tell me different! But also, I’m just glad that I can see way more people of all races fighting for what’s right. Anyway, on a lighter note, for those who want to learn more but don’t know where to start, add a couple of these badboys to your @netflixuk list to watch. There are way more, these are just 5 of my must watches. Please like and share! Those of y’all that have more suggestions, feel free to drop these in the comments. I don’t want any hate on here, just love. 💖 ** EDIT – for those that can’t find the first recommendation, type in ‘Explained’ – season 1 episode 4 **

A post shared by TEE (@unity.celeste) on

Andrea Röfn

 

SAMSTÖÐUBOLUR CHILD REYKJAVÍK

OUTFIT

Samstöðubolur íslenska fatamerkisins CHILD Reykjavík fór í sölu á dögunum. Allur ágóði af sölu bolsins rennur óskiptur til Kvennaathvarfsins. „Samtökin um kvennaathvarf vinna það mikilvæga starf að hýsa og styðja við konur og börn sem geta ekki búið inná eigin heimili sökum ofbeldis. Töluverð aukning tilkynninga um heimilisofbeldi hefur orðið vegna aðstæðna í samfélaginu.“ Þetta er sorglegur raunveruleiki og ég hvet ykkur til að festa kaup á samstöðubolnum og styrkja í leiðinni það góða og mikilvæga starf sem Kvennaathvarfið stendur fyrir. Bolurinn fæst hér.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

MÍN UPPÁHALDS HLAÐVÖRP

ANDREA RÖFNHLAÐVARP

Góðan og gleðilegan föstudag. Föstudagar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér eins og ég hef oft nefnt hérna á blogginu. Á því er engin breyting á þessum tímum þrátt fyrir að flestir dagar geti verið frekar líkir. Mér finnst svo mikilvægt að gera greinarmun á því hvaða dagur er, þannig lærir maður að meta enn frekar litlu hlutina eins og pizzu á föstudögum, notalega sunnudagsmorgna og rútínu á mánudögum svo eitthvað sé nefnt.

Annars langaði mig til að deila með ykkur mínum uppáhalds hlaðvörpum. Ég hlusta mikið á þau úti á röltinu, meðan ég elda og þegar ég æfi. Mér finnst þau frábært meðal fyrir andlegu hliðina sem þarf reglulega á upplyftingu að halda þessa dagana.

Mín uppáhalds hlaðvörp, ekki í neinni sérstakri röð!

Normið 

The Snorri Björns podcast show

Í ljósi sögunnar

Hismið

Helgaspjallið

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins

Þarf alltaf að vera grín?

Skoðanabræður

Laugardagskvöld með Matta

Bara við

Þegar ég verð stór

Málið er

Grínland

Fæðingarcast

Þokan

Vonandi fáið þið innblástur frá þessum lista og hlustið á eitthvað skemmtilegt með helgarbakstrinum, æfingunni, tiltektinni eða bara uppi í sófa með góðan kaffibolla. Góða helgi!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

Á ÓSKALISTANUM

ÓSKALISTINN

Góðan daginn og gleðilegan föstudag. Ég elska föstudaga, það mikið að þó að flestir dagar séu eins á þessum tímum fer ég undantekningarlaust í sérstakan fíling og betra skap á föstudögum.

Ég tók saman óskalista yfir alls kyns hluti sem mér þykja fallegir. Hann er innblásinn af því sem ég væri til í að klæðast þegar lífið fer að ganga sinn vanagang á ný, heimilisvörum og húsgögnum, snyrtivörum og skartgripum. Mig klæjar í fingurna að breyta til hérna heima en það hefur staðið til í langan tíma að mála og skipta nokkrum húsgögnum út. Ég held að við vindum okkur í þetta sem fyrst, þangað til nýti ég tímann í hugleiðingar og leit að innblæstri. Allt á listanum fæst í íslenskum verslunum – að frátöldum Marni söndulunum. Nokkra hluti á ég sjálf en setti þá með, einfaldlega til að miðla því til ykkar hvað ég elska þá mikið og í leiðinni mæla með!

// 66 North Flot kápa – ég er svo hrifin af þessari kápu. Army grænn er einn af mínum uppáhalds litum og ég fíla sniðið í tætlur.
// Won Hundred – Húrra Reykjavík. Ég á þessar buxur sjálf og fíla þær svo mikið að ég varð að hafa þær með. Ekki týpískar svartar niðurþröngar heldur er smá grár tónn í þeim. Hef ofnotað mínar síðan ég eignaðist þær.
// AGUSTAV high mirror – íslenska hönnunarteymið AGUSTAV eiga meðal annars hönnunina að Alin mælieiningunni sem ég skrifaði um hér. Hönnunin þeirra höfðar mikið til mín og þessi spegill er ansi ofarlega á lista hjá mér.
// Chanel – Le Volume De Chanel maskari. Einn af mínum uppáhalds og alltaf til í minni snyrtitösku.
// Tekla fabrics – Rúmföt sem fást m.a. í Norr11 á Hverfisgötu.
// Marni Fussbett sandalar – svooo fallegir.
// Pallo vasi Skruf Glasfabrik – Haf Store – sænsk hönnun sem ég sé víða hérna úti. Fullkomlega stílhreinn og tímalaus.

// Maria Black – Húrra Reykjavík
// Adidas EQT – Húrra Reykjavík – þau ykkar sem hafa fylgt mér lengi vitið hvað ég er veik fyrir silfri og glimmeri. Og auðvitað sneakers, Helst stórum og „miklum“. Þessir kalla því á mig.
// Stussy – Húrra Reykjavík – aldrei of mikið af hvítum t-shirts.
// Simonett – Yeoman Reykjavík – sjúk í þennan topp frá Simonett sem fæst í Yeoman, Skólavörðustíg. Skal sko alveg klæðast honum við fyrsta tilefni að loknu kósýgallatímabilinu mikla.
// String – Epal – ég er mikið að pæla í stofunni okkar og hvernig hillur myndu passa vel inn. Núna erum við með svartar Ikea hillur sem áttu ekki að koma með frá Grikklandi en komust með í sendiferðabílinn og hafa í kjölfarið staðið í stofunni í tvö ár, haha. Ég er bæði hrifin af String systeminu en Montana hillur eru einnig ofarlega á listanum.
// Won Hundred – Húrra Reykjavík – fullkominn sumarkjóll.
// HUGG stjörnumerkjaplakat – við erum með plaköt uppi á vegg með stjörnumerkjum okkar Arnórs. Ég bloggaði um þau hérna – falleg hönnun og hugsjón HUGG er til fyrirmyndar en fyrir hvert selt plakat gróðursetja þau eitt tré.
// HAY crinkle rúmteppi – Epal

Góða helgi og farið vel með ykkur <3 

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

LÍFIÐ Í SVÍÞJÓÐ

HREYFINGPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Góðan daginn og gleðilegan sunnudag. Er ég ein um að finnast tíminn líða hratt þrátt fyrir ástand dagsins í dag? Við erum að vísu með eins árs orkubolta á heimilinu sem heldur okkur svo sannarlega á tánum frá morgni til kvölds, og lætur tímann bókstaflega fljúga. Eins og ég kom inn á í síðustu færslu eru aðgerðir sænska kerfisins við Covid-19 faraldrinum gjörólíkar aðgerðum annarra landa og eru skiptar skoðanir á þeim um allan heim. Allt er opið og úti á götu er varla að sjá að heimsfaraldur gangi yfir. Við Arnór tökum aðstæðunum að sjálfsögðu alvarlega og förum mjög varlega í einu og öllu.

Aþena Röfn er á svo skemmtilegu tímabili sem er á sama tíma það mest krefjandi hingað til. Hún hefur svo ótrúlega sterkar skoðanir á öllu án þess að geta tjáð þær með orðum og því eru skapsveiflurnar nokkuð miklar þessa dagana. Hún labbar um alla íbúð, ýtir á hvern einasta takka sem á vegi hennar verður og opnar allar skúffur sem hún kemst í. Svo er hún með radar á mömmu sinni sem má helst ekki vera of langt undan þessa dagana, og leitar bókstaflega að mér á heimilinu ef hún hefur ekki séð mig í smá tíma. Síðustu tvær vikur höfum við síðan notið þess að hafa Arnór heima á meðan æfingar hjá liðinu voru settar á hold.

Ég get ímyndað mér að þetta ástand reyni mikið á marga, það reynir allavega á okkur þrátt fyrir að við séum vön því að vera töluvert mikið heima fyrir. Hjá langflestum eru aðstæðurnar breyttar sem kallar á endurskipulagningu og aðlögun að deginum eins og hann er í dag. Það eru nokkur atriði sem ég hef tileinkað mér síðustu vikur og datt í hug að deila með ykkur.

Halda rútínu – Ég er með vekjaraklukku sem heitir Aþena Röfn og vekur mig alla morgna milli 6 og 6:30 með því að segja ‘HÆ’og brosa mjög skært til mín. Einhver ykkar hafa eflaust tekið eftir ‘HÆ’ þemanu á instagram hjá mér þessa dagana. Að vera með barn í rútínu gerir það töluvert einfaldara fyrir mig að halda henni sjálf, en önnur atriði eins og húðrútína og matarvenjur sitja ekki á hakanum þrátt fyrir breyttar aðstæður. Mér finnst mikilvægt að gera skil á dögunum, klæða mig á morgnanna (eins og Andrea talaði um hér) og reyna að halda hversdagsleikanum við þó að allir dagar séu svolítið eins og sunnudagar núna.

Heimaæfingar – Ég hef ekki æft neitt af viti síðan fyrir meðgöngu og var orðin ansi þyrst í hreyfingu þegar faraldurinn skall á. Þegar loka þurfti líkamsræktarstöðvunum heima hóf Indíana vinkona mín, sem er með GoMove Iceland, fjarþjálfun að heiman sex sinnum í viku fyrir hópana sem æfðu hjá henni í World Class. Allar æfingarnar eru settar þannig upp að auðvelt er að gera þær heima og án nokkurra áhalda. Ég æfi langoftast samferða live útsendingunni hennar og finnst mikil hvatning í því að vita á morgnanna klukkan hvað ég sé að fara að æfa og skipuleggja daginn þá í kringum æfinguna. Þessi veirufaraldur hefur allavega haft eitthvað jákvætt í för með sér fyrir mitt leyti, mér finnst loksins gaman að æfa aftur og ætla að lofa sjálfri mér að missa ekki dampinn þegar heimurinn kemst aftur í eðlilegt horf. Það er ennþá hægt að skrá sig hjá Indíönu fyrir áhugasama – sendið henni bara línu á instagram.

Útivera – langir göngutúrar og golf með Aþenu sofandi í vagninum var helst á dagskrá í síðustu viku sem gaf okkur mikla orku og gerði það að verkum að dagarnir flugu hjá. Þetta er auðvitað ekki í boði alls staðar og ég hugsa mikið til landanna þar sem er útgöngubann og einungis leyfilegt að fara í litla göngutúra innan 1 km radíuss frá heimilinu sínu. Við njótum á meðan þetta er í boði hjá okkur.

Andlega hliðin – Þessar aðstæður reyna töluvert á hjá flestum og mér finnst alveg jafn mikilvægt að huga að andlegu hliðinni eins og þeirri líkamlegu. Hjá mér er oft stutt í kvíðann yfir engu og öllu, en ég tek stuttar hugleiðslur reglulega yfir daginn þar sem ég stilli mig af, huga að önduninni og nefni í hljóði það sem ég er þakklát fyrir. Hugleiðsla þarf ekki að vera heilög eða taka langan tíma en getur gert svo mikið fyrir mann. Annað sem gerir mikið fyrir mig andlega er að heyra í fjölskyldu og vinum og þessa dagana er ég þakklátari en nokkru sinni áður fyrir tæknina.

Að lokum langar mig að minna ykkur á að detta ekki í samanburð við aðra á þessum tímum. Við sjáum svo lítinn part af heildinni hjá þeim sem við fylgjum á samfélagsmiðlum og þó að einn sé að baka, sá næsti að taka heimaæfingu og sá þriðji að taka til í geymslunni þýðir það ekki að þú verðir að gera slíkt hið sama! Öll erum við í mismunandi aðstæðum og með mismikla orku og tíma á höndum okkar. Margir tala um að nú sé tíminn til að gera það sem okkur hefur alltaf langað til en aldrei gefið okkur tíma í að gera, það er frábær áminning en á ekki við um alla akkurat núna, og það er líka bara allt í lagi.

Farið vel með ykkur!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Við litla fjölskyldan röltum niður í bæ um helgina, alls ekki til að umkringja okkur fólki (!), heldur til að kaupa almennilega skó á Aþenu Röfn sem er farin að ganga um allt! Miðbærinn var svipað mikið pakkaður af fólki og hvern annan laugardag, ótrúlegt en satt miðað við ástandið í heiminum í dag. Þarna sást skýrt og greinilega að Svíar eru að taka allt öðruvísi á Covid-19 faraldrinum en löndin í kringum okkur – en það er efni í heila færslu sem ég er ekkert viss um að þið hafið áhuga á að lesa! Eina sem við getum gert sjálf er að passa okkur vel og treysta því og vona að yfirvöldin hérna viti hvað þau eru að gera.

Kápa: Libertine Libertine // Húrra Reykjavík
Bolur og peysa: & Other Stories 
Buxur: gamlar Weekday
Skór: New Balance
Taska: Christian Dior

Farið vel með ykkur <3 // Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 

HEIMA: PERSÓNULEG ÍSLENSK-DÖNSK HÖNNUN

HEIMAINTERIOR
Færslan er unnin í samstarfi við HUGG

Við höfum verið búsett erlendis í nokkur ár og í þremur mismunandi löndum. Þrátt fyrir flutninga milli landa á þessum tíma og líklega fleiri á komandi árum finnst okkur ótrúlega mikilvægt að líða eins og heima hjá okkur, að eiga okkar eigin húsgögn og muni. Þegar ég bæti við nýjum hlutum og hönnun inn á heimilið finnst mér alltaf skemmtilegt ef það hefur persónulega merkingu eða tekur mig á heimaslóðir, líkt og íslensk hönnun gerir.

HUGG er glænýtt vörumerki sem fór í sölu fyrir helgi. HUGG selur stjörnumerkjaplaköt með íslenskum lýsingarorðum um hvert stjörnumerki, en hönnunin og hugverkið eru íslensk-dönsk. Vörumerkið leggur áherslu á sjálfbærni með því að gróðursetja eitt tré fyrir hvert selt plakat ásamt því að prenta plakötin innanlands í umhverfisvottaðri prentsmiðju.

HUGG teymið samanstendur af kærustuparinu Sunnevu og Oliver, sem búsett eru í Kaupmannahöfn. Þau skipta með sér verkum á þann hátt að Oliver er lærður multimedia designer og hefur mikinn áhuga á grafískri hönnun, á meðan Sunneva er meira á viðskipta-hliðinni með mastersgráðu frá CBS í strategic market creation. Einhver ykkar hafið örugglega fattað það nú þegar en um ræðir mína bestu vinkonu, sem hefur ósjaldan brugðið fyrir hér á blogginu og á instagram hjá mér. Hún hefur alltaf verið uppátækjasöm og frumleg, og lýsti fyrir mér hugmyndinni á bakvið HUGG:

Oliver hefur alltaf haft frekar mikinn áhuga á stjörnuspeki. Ég byrjaði á því að skissa upp plakat sem mig langaði að gefa honum sjálf í afmælisgjöf. Svo náði ég í Illustrator og fór á Youtube og lék mér eitthvað með þetta, sem á endanum kom svona vel út fannst mér og hann var ekkert smá glaður með gjöfina. Svo við pældum í því hvort þetta væri mögulega eitthvað sem aðrir hefðu líka áhuga á. Í kjölfarið varð þetta í rauninni verkefni hjá okkur tveim og hann gaf plakötunum flottara útlit og náði auðvitað að gera alla hönnunina á þessu mikið betri.

Við Arnór erum komin með okkar merki upp á vegg heima hjá okkur. Ég hef mjög gaman af stjörnuspeki og finnst hvert einasta orð á plakatinu eiga við um mig, vatnsberann, og það sama má segja um nautið hann Arnór. Mér finnst síðan mjög skemmtilegt lúkk að hafa annað plakatið hvítt og hitt svart.

HUGG er fáanlegt í vefversluninni – hér, og einnig í verslunum Epal.

Hér er svo hægt að lesa og hlusta á viðtal við Sunnevu!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn