INSTAGRAM LATELY

ANDREA RÖFNINSTAGRAM

Instagram síðustu daga og vikur. Ég er yfirleitt mjög virk þar inni, bæði í að posta, fylgja öðrum og leita innblásturs. Svo er ég mega hrifin af Instagram stories og nota það mun meira en Snapchat þessa dagana. Ég setti einmitt inn ‘poll’ í gær um hvort ég ætti að blogga um heimilið okkar hérna úti. Það fékk mjög jákvæð viðbrögð þannig þið megið búast við bloggi á næstu dögum með myndum frá heimilinu!

Var módel á Becca Cosmetics kynningu sem Birgitta fjallaði einmitt um – er að bíða eftir myndum frá ljósmyndaranum til að blogga nánar um kynninguna og sýna ykkur þetta sturlaða look sem Harpa Kára hannaði og gerði svona meistaralega á mig

Á uppáhalds ströndinni okkar hérna úti, Astir Beach <3

Alltaf með of mikinn farangur

Prófaði Hlemm Mathöll í fyrsta skipti með þessum fallegu vinkonum, yndislegt kvöld og ótrúlega góður matur og vín!

Fékk þennan galla frá Einkaklúbbnum – síðan 1992, alveg eins og ég :-)

Klæddi mig upp í tilefni afmæli drottningarinnar í lífi mínu, mömmu. Við fjölskyldan fórum á Geira Smart í fordrykk, dinner á Kol og enduðum svo á Port 9 í kampavíni og kosyheitum. Ég elska Port 9, hann er á Veghúsastíg sem er lítil gata fyrir neðan Hverfisgötu. Mæli svo sannarlega með að setjast þar niður í vínglas og spjall.

Besta kona í heimi <3 Suit-ið sem ég er í er frá Mads Nørgaard og fæst í Húrra Reykjavík

Kvöldið sem landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Það var mikil gleði eins og ég skrifaði um hér.


Ég er komin með ný gleraugu sem ég er svo ánægð með. Gleraugun nota ég ekki á hverjum degi heldur meira random, þegar ég er til dæmis þreytt í augunum eða þarf að sjá langt frá mér eins og á fótboltaleikjum. Ég hef fengið fjölmargar spurningar út í gleraugun og þessi mynd ásamt einni annarri gleraugnamynd eru með mest skoðuðu myndunum á Instagram hjá mér. Þannig ég hugsa að ég setji inn blogg með upplýsingum um gleraugun og myndum á næstunni, ef þið hafið áhuga á slíku bloggi endilega setjið like við þessa færslu!

Endilega fylgið mér á instagram undir @andrearofn <3

Andrea Röfn 

ANDREA X ASICS X HÚRRA REYKJAVÍK

ANDREA RÖFNHÚRRA REYKJAVÍKWORK

Ég var síðast á Íslandi í byrjun september og nýtti tímann í alls kyns vinnu- og skólatengt. Þar sem ég er flutt út hefur starfið mitt hjá Húrra Reykjavík breyst og ég er ekki lengur verslunarstjóri eins og áður. Það er ansi skrýtið að vera minna í búðinni en blessunarlega er ég ennþá partur af ‘fjölskyldunni’! Ég tók að mér að sitja fyrir í nýrri sendingu af Asics og Onitsuka Tiger ásamt því að stílisera lúkkin. Allir skórnir og fötin eru úr Húrra.

Photos: Snorri Björns
Make-up: Kristín Erla Lína

Andrea Röfn

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Vorið er að stríða okkur enn eitt árið. Ég var heldur betur peppuð á mánudaginn síðasta þegar sólin skein og ég klæddi mig upp eftir að hafa verið í kósígallanum uppi í bústað alla helgina. Ég var handviss um að vorið væri komið og því var töluvert högg að vakna í gærmorgun og líta út um gluggann og sjá allt hvítt.

Þetta er allavega „vor í lofti“ outfittið sem ég klæddist í fermingu á mánudaginn!

Processed with VSCO with t1 presetProcessed with VSCO with t1 preset Processed with VSCO with t1 preset Processed with VSCO with t1 preset

Kjóll: ZARA
Jakki: ALLSAINTS
Buxur: H&M
Skór: ADIDAS ORIGINALS
Sólgleraugu: DIOR

Er ekki annars í lagi að klæðast strigaskóm í fermingu? ;-)

Myndir: mamma besta.

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn og snapchat: andrearofn

VIÐTAL: MBL.IS

FJÖLMIÐLARHÚRRA REYKJAVÍK

English below

Góðan daginn og gleðilegan mánudag!

Í gær birtist viðtal við mig á mbl.is en þar er ég spurð út í nýjasta verkefnið mitt, verslunarstjórastöðuna hjá Húrra Reykjavík.

viðtal1

Þið getið nálgast viðtalið HÉR.

Annars er undirbúningur í fullum gangi og ég hlakka til að geta sagt ykkur enn meira frá öllu, merkjunum, staðsetningu, opnunartíma o.s.frv.

// I was interviewed for Iceland’s national newspaper, concerning my new job at Húrra Reykjavík. You can find the interview HERE – and see if Google Translate can help! 

xx

Andrea Röfn

HÚRRA REYKJAVÍK 2.0

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGTWORK

 

English below!

8

Á árinu verður ný verslun HÚRRA REYKJAVÍK opnuð fyrir kvenþjóðina

Verslunarstjóri: yours truly!

Ég er sjúklega spennt fyrir komandi tímum og fyrir nýja starfinu mínu. Flest ykkar þekkið eflaust herrafataverslunina Húrra Reykjavík en hún hefur verið starfandi í rúmt eitt og hálft ár við góðan orðstír herramanna landsins. Seinna á árinu verða vörur á sama kaliberi loksins fáanlegar kvenþjóðinni. Sneakers, sneakers, sneakers.. og að sjálfsögðu fullt af fallegum fötum!

Síðustu helgi var ég stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn ásamt verslunareigendunum þeim Jóni Davíð og Sindra Jenssyni, og verslunarstjóranum Óla Alexander. Þar fóru innkaup fyrir Húrra Reykjavík fram.

3

2

4

1

7

IMG_0082

5

6

Stay tuned, þetta verður klikkað.

xx

Andrea Röfn

fylgist með mér á instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn
follow me on instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn

—-

English

This year a new HÚRRA REYKJAVÍK store will be opened for females.

Store manager: yours truly!

I’m super excited for the coming months and for my new job. A lot of you might know the menswear store Húrra Reykjavík, which has been active for almost two years. Later this year, similar products will finally be available for the women of Iceland. Sneakers, sneakers, sneakers.. and of course a lot of beautiful clothes!

I spent last weekend in Copenhagen, along with the store owners Jón Davíð and Sindri, and the men’s store manager Óli Alexander. There, we did our brand selections and orders for Húrra Reykjavík.Stay tuned.xxAndrea Röfn

WORK: ADL MUSIC VIDEO

ANDREA RÖFNSÆNSKTTÓNLISTWORK

English below!

Síðasta vor var ég bókuð í verkefni með sænska tónlistarmanninum ADL. Ég var fengin til að vera í nýju tónlistarmyndbandi hans sem tekið var upp hérna á Íslandi. Tökuliðið var sænskt og ég gat því æft sænskuna mína ágætlega þessa daga á meðan tökunum stóð. Við tókum upp víða um Suðurlandið og Suðurnesin þannig þetta var mjög skemmtilegt roadtrip í leiðinni.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Lagið er í miklu uppáhaldi hjá mér sjálfri og ég get hlustað endalaust á það. Adam Baptiste (ADL) er rappari, lagahöfundur og producer. Hann er mjög duglegur og metnaðarfullur og ég hef aldrei hitt mann með jafn mikla ástríðu fyrir tónlist. Söngvarinn í viðlaginu er Joakim Berg, aðalsöngvari hljómsveitarinnar KENT. Sú hljómsveit er ein frægasta hljómsveitin í Svíþjóð og eiga þeir stað í hjörtum margra Svía. Röddin í byrjun er svo mín eigin, ó hvað mér fannst erfitt að hlusta á hana þegar myndbandið kom út!

Í haust var ég í party-i í Rotterdam hjá sænskri vinkonu minni. Playlistinn hennar rúllaði og allt í einu heyri ég röddina mína í hátölurunum. Þá var lagið á listanum hennar og í miklu uppáhaldi hjá henni. Það sama gerðist í Århus á svipuðum tíma en þá náði Leifur vinur minn að greina röddina í byrjun og fatta að það var ég sem var að tala – hversu skarpur? Lítill heimur!

Þetta var ótrúlega skemmtilegt og öðruvísi verkefni og ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég vona að þið fílið lagið og myndbandið – endilega segið mér hvað ykkur finnst!

 

Director: Isak Lindberg
Dop: Erik Henriksson
1st-AC: Oscar Poulsen
Line producer: Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir
Actor: Andrea Röfn Jónasdóttir
Colorist: Oskar Larsson

IMG_1564

Processed with VSCOcam with f2 presetIMG_1601

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_1648

IMG_1635

ENGLISH:

Last spring I was booked for a job with the Swedish music artist ADL. I was booked for his music video which was filmed here in Iceland. The film crew was Swedish so I got the opportunity to practice my Swedish a little bit! We filmed the video in various places on the South coast and Southern peninsula, so it turned out to be a fun road trip too.

I really like the song myself and I listen to it a lot. Adam Baptiste (ADL), is a rapper, songwriter and producer. He is a hard worker and I’ve never met anyone with greater passion for music than him. The singer, Joakim Berg, is the lead singer of KENT, one of Sweden’s most loved music bands. The voice in the beginning is my own voice, oh how hard it was for me to listen to myself when I first saw the video!

A funny thing happened in Rotterdam last fall, I was at a party at my friend’s apartment and her playlist was on. Suddenly I hear my own voice in the speakers. Turned out she really liked the song and had it on her playlist. The same thing happened to my friend Leifur at a party in Århus, the song came on and he figured out the voice in the beginning was mine, without having heard the song before. How sharp? The world is so small!

I really hope you like the song and the video! It was a really fun and different job and I’m happy with the outcome.

xx

Andrea Röfn

♡ HFJ

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunPersónulegtPlagöt

Það er tvennt sem að ég þarf að sýna ykkur í þessari færslu, fyrst og fremst er það Hafnarfjarðar plakatið fína sem ég fékk mér reyndar í lok sumars en þar sem að ramminn brotnaði fljótlega er ekki svo langt síðan að það endaði uppi á vegg. En svo er það Montana hillan mín sem ég var búin að segja ykkur frá, ég hef verið í smá vandræðum hvar ég ætti að koma henni fyrir og er með hana núna inni í stofu ofan á tveimur kollum í mátun svo ég fari nú ekki að bora í veggi að óþörfu. Mér sýnist þetta þó vera staðurinn fyrir hana fyrir utan það að hún verður hengd upp í sömu hæð og sófinn er. Ég var síðan svo sannarlega ekki að ýkja þegar ég sagði ykkur frá krotinu á hillunni en ég hef haft tímarit ofan á þessari blessuðu eiginhandaáritun til þess að ég geti horft á hana á hverjum degi, ég er ekki alveg komin yfir áfallið en brosi þó alveg yfir þessum ósköpum. Áritunina má sjá á neðstu myndinni… *Þið ykkar sem vitið ekki hvað ég er að tala um verðið fyrst að lesa þessa færslu hér “Fyrsta Montana hillan mín”. 
12236572_10154320210743332_849918761_o

Horft úr eldhúsi inni í stofu, mér hefur þótt frekar erfitt að fá fallega blómapotta undir stórar plöntur eins og Monstera en ég er ennþá eftir að finna þann eina rétta. Ég er mjög hrifin af þessum í gluggakistunni en þeir eru úr Garðheimum og svo er svarti frá Postulínu. Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er ég bara að máta hilluna þarna og þessvegna er hún ofan á kollunum:)

12235643_10154320210628332_1383887469_o

Áritunin er vel falin undir nokkrum tímaritum… úff, ég lofa að ykkur mun bregða smá:)

12236663_10154320211018332_1051615015_o

Plakötin frá Reykjavík Poster eru seld víða, ég fékk mitt í gegnum síðuna þeirra því ég vildi láta sérmerkja mitt sem þau bjóða einmitt upp á. Sum plakötin eru þá með “Ég bý hér”, en vegna þess að við höfum flutt mjög oft og erum ennþá á leigumarkaðnum vildi ég geta átt plakatið lengur og fékk því hönnuðinn til að setja lítil bleik hjörtu við alla staðina sem við höfum búið saman á í Hafnarfirðinum. Ef þið horfið vel á neðri myndina þá ættuð þið að geta séð fjögur hjörtu öll í kringum miðbæinn. Efsta hjartað er reyndar heima hjá foreldrum mínum en þar sem við Andrés vorum bara 16 ára þegar við kynntumst þá eyddum við mörgum árum þar:)

12228159_10154320210943332_640671199_o 12250381_10154320211088332_748044737_o

Ég veit að Epal, Snúran og Hrím hafa verið að selja plakötin, en Hafnarfjarðar plakatið er líka hægt að kaupa í Litlu Hönnunarbúðinni á Strandgötunni.

12228124_10154320211223332_130003255_o

Hér bættist svo einn gordjöss leðurpúði við á dögunum en hann er frá Andreu og ég er alveg hrikalega skotin í honum:)

Svo er það aðalmálið sem ég veit að sum ykkar voru mjög forvitin að sjá.. úff ég veit varla hvort ég eigi að vera að sýna þetta! Hér er brot úr færslunni þar sem ég sagði ykkur frá þessu “ Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni…”

12236518_10154320210473332_2139248927_o

Hér má sjá þessa glæsilegu eiginhandaáritun frá Peter Lassen sjálfum og svona fín teikning líka, haha ég held að mér muni aldrei hætta að þykja þetta fyndið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

Á ÓSKALISTANUM: LEÐURPÚÐI FRÁ ANDREA

Íslensk hönnun

Haldið þið ekki að hún AndreA hafi verið að toppa sig enn og aftur en eins og sum ykkar hafið tekið eftir þá er hún afar góð vinkona Trendnets. Hún er nefnilega að byrja með afskaplega fallega heimilislínu og það fyrsta sem lítur dagsins ljós eru hrikalega fallegir leðurpúðar og ullarteppi til að kúra undir uppí sófa. Þessi púði fór beina leið á óskalistann en það er erfitt að standast svona töffaralegan púða og það sem hann mun líta vel út í stofunni minni.

ANDREA

12204862_10153681911747398_137657806_n

Myndir : AndreA

Púðinn og teppið munu án efa lenda undir einhverjum jólatrjám í ár!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

 

Ísak fer á kostum fyrir Hildi Yeoman!

BaksviðsFashionlorealmakeupMakeup Artist

Ó minn eini! Þvílíkt stuð og stemming var á sýningu Hildar Yeoman sem fór fram í Vörðuskóla í gærkvöldi. Staðsetningin var æðisleg ég hef aldrei komið inní þennan skóla en húsnæðið nýttist vel fyrir þessa flottu sýningu sem einkenndist af fallegum klæðum og mikilli listsköpun dansaranna, Hildar og hljómsveitarinnar Gosling sem spilaði undir á meðan fyrirsætur sýndu fallega fatnaðinn hennar Hildar. Mér finnst hún alveg dásamleg listakona og hver flík er einstök á sinn hátt og saman mynduðu þær virkilega flotta heild. Mér finnst svo gaman hvernig Hildur hefur verið að sýna flíkurnar sínar með hjálp dansara og fyrirsætna því maður sér flíkurnar á svo ólíkan og skemmtilegan hátt. Ég tók upp smá af sýningunni en þið getið séð brotið hér fyrir neðan.

En mín leið lá snemma í gær inní Vörðuskóla þar sem ég hitti minn yndislega vin Ísak Frey sem kom sérstaklega til landsins til að hanna förðun fyrir sýninguna og fara fyrir teymi förðunarfræðinga. Ísak notaði vörur frá L’Oreal til að skapa lúkkið sem var alveg tryllt en einnig notaði hann efni frá Hildi til að skreyta förðunina. Þessi tvö tala saman eitthvað magnað tungumál því Ísak sagði mér að þau hefðu spjallað aðeins saman – hann hefði gert eina prufuförðun og þá var þetta bara komið, það er ekki oft sem maður heyrir svoleiðis.

Ég fylgdist vel með baksviðs og reyndi að festa skemmtileg augnablik á mynd – njótið og skoðið vel förðunina sem er æðilseg ég skrifa aðeins meira um hana við myndirnar….

hildurrfj13

Meistari að störfum!

hildurrfj14

Andrea okkar Röfn nýtur sín í förðun hjá Steinunni Þórðar. Augnskugginn er í raun kolsvartur gel eyeliner sem er dreift vel úr yfir augnlokin með léttri smoky áferð.

hildurrfj9 hildurrfj7 hildurrfj18

Skin Perfection vörurnar frá L’Oreal hafa verið að slá í gegn – ég dýrka þær! Þær sköpuðu fullkominn grunn á andlitum fyrirsætanna fyrir förðunina.

hildurrfj6

Hér sjáið þið þegar efnisbútunum er komið fyrir undir augunum. Gerviaugnhárlím var notað til að festa þau vel.

hildurrfj4 hildurrfj11

Vera og Andrea Röfn flottar eins og alltaf!

hildurrfj16

Nýjasti maskarinn frá L’Oreal Miss Manga Punky gegndi lykilhlutverki í lúkkinu sagði Ísak mér. Þessi ýkir augnhárin svakalega og hann kom mér skemmtilega á óvart – ég var ekki með háar væntingar ;)

hildurrfj15 hildurrfj3 hildurrfj

Brynja fær touch up hjá Steinunni.

hildurrfj12 hildurrfj17

Hér sjáið þið það sem förðunarfræðingarnir notuðu undir augun á fyrirsætunum.

hildurrfj2

Þetta kemur virkilega vel út og förðunin fékk að njóta sín sjúklega vel á sviðinu!

hildurrfj5 hildurrfj10

Daman að störfum! Við vinkonurnar skemmtum okkur vel saman á sýningunni ;)

Hér sjáið þið svo brot af lokaatriði sýningarinnar – hvet ykkur til að stilla á HD upplausn!

Hárið var svo í höndum Trendnet snillingsins Theodóru Mjallar og label M – sú dama er sko on fire þessa dagana en hún fer fyrir einu af tveimur hárteymum á RFF og ég hlakka til að sjá hvað hún gerir næstu daga þar.

Takk kærlega fyrir mig Hildur, Ísak og allt ykkar snilldar fólk – þetta var stórkostleg sýning og ég er nú þegar orðin spennt fyrir næstu :)

EH