SIÐAREGLUR

TRENDNET leggur áherslu á að halda í trúverðugleika síðunnar og þeirra blogga sem hún hýsir. Síðan var stofnuð árið 2012 og hefur frá upphafi lagt mikið upp úr traustu sambandi við lesendur.

TRENDNET hefur sett saman nokkra punkta sem mynda eins konar siðareglur síðunnar:

  • TRENDNET er ekki ritstýrður miðill. Bloggarar TRENDNET eru frjálsir, óháðir og skrifa um það sem þeim sýnist samkvæmt eigin sannfæringu.
  • Á TRENDNET er ekki að finna keyptar umfjallarnir eða innlegg.
  • Undantekning á þessu er ef um gjafaleiki í samstarfi við fyrirtæki er að ræða, þá er það tilgreint í færslunni og fer ekki framhjá lesanda.
  • Hjá hverjum bloggara er að finna auglýsingapláss, til hliðar og undir hverri færslu, sem þeir hafa sjálfir möguleika á að selja.
  • Fyrirtækið sem heldur utanum TRENDNET sér um að selja auglýsingaplássin á forsíðunni.
  • TRENDNET hvetur sína bloggara til að merkja vel og segja frá í þeim færslum þar sem bloggarar hafa notið einhverra fríðinda, á borð við gefins vöru eða afslátt. Það er á ábyrgð hvers og eins bloggara hvernig þeim upplýsingum er komið til skila.