ÓSKALISTINN: VERSLAÐ Á NETINU

BúðirÓskalistinn

Það er alveg einstaklega skemmtilegt að versla inn fyrir heimilið á netinu þessa dagana en úrvalið af íslenskum vefverslunum hefur aldrei verið betra, ég tók saman nokkra fallega hluti.

mynd

 1. Ungbarnateppi, Mjólkurbuid.is. 7.900 kr. // 2. Finnsdottir keramík krús, Snúran.is. 15.500 kr. // 3. Jólaskraut, Hjarn.is. 2.490 kr. // 4. Ullarteppi, Hrím.is, 19.900 kr. // 5. Snug Studio dagatal, ReykjavikButik.is. 3.500 kr. // 6. By Lassen kertastjaki, Epal.is. 36.850 kr. // 7. Postulínsvasi, Hrím.is. 3.990 kr.  // 8. Bakkaborð, ReykjavikButik.is. 29.900 kr.

x Eigið góðan dag!

TIVOLI ÚTVARP, GÆÐI EÐA DRASL?

EldhúsHönnun

Það kom upp nokkuð áhugaverð umræða í gær í facebook hópnum “Notaðar hönnunarvörur“, þar óskaði ein eftir Tivoli útvarpi og útfrá því spannst umræða um gæði tækjanna eftir að ég benti á að mér þættu þetta vera ansi léleg tæki.

Það er nefnilega þannig að ef þú flettir “Tivoli útvarp” upp á Google þá kemur m.a. þessi klausa “Orð geta vart lýst hljómgæðunum sem koma úr þessum litlu útvörpum sem hönnuð eru af Henry Kloss”

Tjahh þetta hef ég allavega aldrei upplifað með mitt tæki frá því að ég fékk það fyrir nokkrum árum síðan, hljómurinn er í mesta falli ágætur en það er ef ég næ inná rás, ég hef t.d. aldrei náð K100 eða Létt Bylgjunni. Ef ég stend uppvið tækið nær það mögulega vel inná einhverja útvarpsrás en ef ég færi mig í burtu þá heyrast skruðningar. Þess má geta að tækið hefur verið úti í skúr í nokkra mánuði núna, ég gafst hreinlega upp á því. (Tek fram að ég hef búið á nokkrum stöðum með útvarpið svo þetta tengist ekki staðsetningu).

85aea1a4800244fd702c57a8fe607e1c

Þetta hefði verið hið fullkomna útvarpstæki í eldhúsið t.d., lítið og smekklegt.

Það væri áhugavert að heyra hvort að meirihluti fólks sé að upplifa þetta sama með sín tæki, sem eiga jú að vera með einstökum hljómgæðum. Við í fjölskyldunni minni (foreldrar, amma+afi og systir mín) eignuðumst  svona tæki á svipuðum tíma sem hafa verið jafn léleg, -og öll keypt á Íslandi.

Það kostar mikinn pening að gera við tækin, en ég spyr mig, á að þurfa að gera við þessi “frábæru gæðaútvörp”?

x svana

FYRIR FIMM ÁRUM SÍÐAN…

Persónulegt

…birtist fyrsta bloggfærslan á Svart á Hvítu.

Ég er þó ekki jafn skipulögð og í fyrra með tilbúinn gjafaleik en gefið mér smá tíma, hann kemur á næstu dögum, það er jú skemmtilegra að gefa en þiggja:) Lesturinn eykst með hverjum deginum og ég er ótrúlega þakklát fyrir allar heimsóknirnar og að þið nennið yfirhöfuð að fylgjast með því sem ég skrifa. Ég hef kynnst svo mörgu frábæru fólki í gegnum bloggsíðuna og fengið skemmtileg tækifæri, mér þykir vænt um allar athugasemdir sem þið skiljið eftir og lesendapóstinn sem ég ætla innan skamms að virkja meira (sem þýðir að ég ætla að ná að svara öllum). Það verða smávægilegar breytingar sem ég ætla að koma í gang í orlofinu mínu sem munu koma til með að gera bloggið enn skemmtilegra:)

Ég tók saman nokkrar af vinsælustu færslunum sem hafa birst hér inná síðan Trendnet opnaði, þar skoraði Iittala færslan mjög hátt ásamt færslum um hönnunareftirlíkingar, góðum hugmyndum fyrir heimilið og persónulegar færslur. Þetta er s.s. uppskriftin sem ég ætti að fara eftir til að fá lesturinn til að rjúka enn meira upp;)

1. Iittala límmiði, af eða á?

Alvar-Aalto-Vases-1-400x567

2. Hugmyndaríku vinkonu mínar

1779971_10152051722008043_551625268_n-620x620

3. Svart á hvítu ♥ Arne Jacobsen 

Arne-Jacobsen-4-Leg-Ant-Chair-www.swiveluk.com-323-400x670

4. Ugluæði?

600814_472271386194503_1624855518_n-620x620

4. Öðruvísi Iittala 

aalto-vase-green-2

Skemmtilegt hvað Iittala virðist vera eldheitt umræðuefni og margir sem hafa sterkar skoðanir á því, annaðhvort elskar þú þessar vörur eða þolir þær ekki (miðað við umræðuna á netinu nýlega).

Nóg um það, ég þakka fyrir lesturinn og vona að þið haldið áfram að fylgjast með!

5cadf3ff31374c2afe7d6e89b9fc159e58212a3ae619fe4b83c0e36b03606593

Rétt upp hönd sem hefur lesið frá byrjun;)

-Svana

JÓLIN

Jóla

Ég vona að ég gangi ekki fram af neinum ykkar en jólaskapið var að mæta á svæðið. Fyrsta jólaskrautið er komið í hús, ein jólagjöf hefur verið keypt og núna vantar bara Jóla Bylgjuna:) Ég datt ofan í svo æðislegt jólatímarit (Bolig Liv Jul) í Eymundsson í dag sem kom mér alveg í gírinn til að vilja byrja að græja og gera hér heima og koma heimilinu almennilega í kósígallann. Einnig er ég komin með nýtt albúm á Pinterest tileinkað jólunum fyrir áhugasama jólaálfa, það má finna -hér. P.s. það var að bætast við “Pin it” takki við hverja mynd fyrir ykkur sem notið Pinterest! 

d03c2497a574da83be9784bb5453ea95fc12bf87e5d8184b7c62eb26c3c3d8a9743bafd56e3a7c546cee9d7884eb3bad-1d9f0adf7af3896fc0f4d0be45e2af46a dfba1702c0307cf1431dcd3b9e7b95f4 e5a425c37b425042ee6673ecc4be7657Screen Shot 2014-10-27 at 11.03.34 PM Screen Shot 2014-10-27 at 11.04.53 PM

Ég er eitthvað svo spennt fyrir jólunum í ár og að fá að upplifa þau með lítið kríli, ég held það sé skemmtileg tilbreyting:)

Svo ef það eru einhverjir þarna úti sem ekki nenna að skoða jólamyndir í október, þá er ágætis áminnig að það frábæra við internetið er að við þurfum svo sannarlega ekki að skoða það sem okkur þykir leiðinlegt;)

x svana

Á STRING HILLUNNI

Fyrir heimiliðPersónulegt

Eins og ég kom inná í gær þá er ég búin að eyða smá tíma hér heima að raða í hillur og skúffur. Ætli helsta ástæðan sé ekki sú að Bjartur hefur sofið ansi mikið undanfarna daga og hvað gera mömmur þá annað en að taka til? Nei grín, þær horfa líka á Netflix;)

Ég komst reyndar að því að ég er haldin ansi leiðinlegum kaupvana, ég heillast mjög auðveldlega af nýjum og fallegum hlutum og virðist þ.a.l. aldrei eignast sett af neinu eða eins glös sem gætu dugað fyrir saumaklúbbinn minn. Þegar ég er búin að kaupa mér 2 stk af glösum þá er ég oftast strax búin að finna aðra tegund sem mig langar líka að safna sem er ekki mjög svo praktískt. Því eru einfaldir hlutir komnir á óskalistann minn, það að klára að safna glösunum sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum svo ég geti mögulega lagt fallega á borð einn daginn.

IMG_1552

IMG_1553

Uppáhaldshluturinn í þessari hillu haha, mjög eðlilegt hillustáss:) En hér má sjá tennurnar mínar (efri gómur) áður en ég fór í tannréttingar sem krakki!

IMG_1555

Svo fann ég fullt af fallegum fjöðrum ofan í kassa sem ég hafði keypt fyrir nokkru síðan í föndurbúð í Ameríku. Um að gera að nota þær til skrauts:)

IMG_1549

Þetta er s.s. hillan sem ég tók allt úr og endurraðaði í svo ekkert varð eftir af bleika litnum, það sló ekki í gegn og sumum finnst þetta heldur kuldarlegt núna!

Þá er kannski takmarkinu náð? Ég er jú að reyna að gera fínt fyrir veturinn:)