NÝTT // BLEIKT & FALLEGT FRÁ BITZ

Eldhús

Það voru að bætast við nýir og fallegir litir við stellið frá Bitz og þið megið giska á hvaða lit ég er með augastað á – ég á nú þegar svarta matardiska úr stellinu og kem til með að bæta við það morgunverðarskálum, eldföstum mótum og fleiru með tímanum. Það má jú lengi á sig bæta fallegum hlutum, hvað þá þegar notagildið er svona gott.

Christian Bitz er ekki bara hönnuður heldur státar hann einnig af meistaragráðu í næringarfræði og er hans ástríða sú að fá fólk til að borða hollann mat og stunda heilbrigðan lífstíl og er stellið hans hannað þannig að þú eigir auðveldara með að fá skilning á skammtastærðum og það að lifa hollum lífstíl eigi að vera skemmtilegt og auðvelt og augljóslega líka smart!

Þessi litadýrð er æðisleg, sjá hvað þetta myndi lífga við matarboðið! Ég er almennt mjög hrifin af því að blanda saman borðbúnaði úr mörgum áttum og er þessvegna mjög hrifin af þessum fjölbreyttu litum sem er jafnvel hægt að para við borðbúnað sem við eigum nú þegar. Þá held ég áfram að bæta við á óskalistann minn langa ♡

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HELGARINNBLÁSTUR –

Fyrir heimiliðPersónulegt

Helgarinnblástur í boði Pinterest – ég hef verið önnum kafin undanfarna daga, þið vitið líklega afhverju, en vá hvað það eru spennandi tímar framundan. Þið hafið mörg verið að spurja mig út í framkvæmdirnar og hvað við ætlum að gera mikið, staðan er sú að við ætlum að gera allt hægt og rólega en ég er sannfærð um að það verði gott að byrja á því að flytja inn – þegar loftið er komið – og þá sjáum við betur hvernig við viljum hafa hlutina. Breytingar á t.d. baðherbergi eru gífurlega kostnaðarsamar og ef þær eru ekki nauðsynlegar þá er vissulega fínt að spara pening fyrir þeim breytingum sem við ætlum að gera… Aðeins á nokkrum dögum fór kostnaðarhugmyndin mín langt út um gluggann, en efnið í loftið var u.þ.b. þrefalt dýrara en ég átti von á haha, en vinnumennirnir mínir voru ekkert hissa. Svo ég fæ kannski að spara nokkrar hugmyndir í kollinum fram á vor;)

Vonandi verður helgin ykkar góð!

Myndir via Pinterest / Svartahvitu 

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

H&M HOME KEMUR TIL ÍSLANDS // 12. OKTÓBER !!

Fyrir heimiliðH&M home

– TAKIÐ DAGINN FRÁ // 12. OKTÓBER –

Það var mikil gleðistund hjá mér í morgun þegar mér var tilkynnt að H&M HOME mun opna á Íslandi þann 12. október, nánar í væntanlegri þriðju verslun H&M sem staðsett verður í glænýjum verslunarkjarna á Hafnartorgi, við gömlu höfnina í hjarta borgarinnar.

Bænum mínum hefur verið svarað en ég er einn mesti H&M HOME aðdáandi sem þið finnið ég gjörsamlega dýrka þessa verslun – og ég verð því pottþétt á húninum þann 12. október þegar að verslunin verður formlega opnuð. Gaman að segja frá því að í fyrradag lét ég síðast sækja fyrir mig hlut í H&M HOME alla leið til Danmörku – verður aðeins styttra að fara næst.

„Við erum ótrúlega spennt yfir því að vera að opna verslun á glæsilegu nýju svæði í hjarta borgarinnar og kynna í leiðinni H&M Home fyrir Íslendingum. Síðan við opnuðum fyrstu verslun okkar á Íslandi hafa móttökurnar farið fram úr björtustu vonum og nú bætist H&M Home í flóruna. Við erum virkilega spennt fyrir framtíðinni og öllu því sem koma skal.” Dirk Roennefahrt, svæðisstjóri H&M á Íslandi og í Noregi

Í verslun H&M á Hafnartorgi verður fáanlegur dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði, skóm og aukahlutum og síðast en ekki síst Home-vörum. H&M Home býður upp á það allra nýjasta í innanhússhönnun og heimilisvörum og mun verslunin opna með glæsilega haustlínu. Geometrísk form eru eitt af aðal trendum haustsins, ásamt dramatískum og grípandi skreytingum og svokallaðri litablokkun, þar sem skærir litir ráða ríkjum.

Nú þegar fer að hausta er tilvalið að kveikja á kertum, sveipa um sig teppi og njóta þess að vera heimavið.

ÉG ER AÐ BILAST ÚR SPENNINGI! EN ÞIÐ?

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝJA HEIMA : STAÐAN

Persónulegt

Við fengum lyklana afhenta að íbúðinni okkar á fimmtudagskvöldið s.l. og höfum síðan þá haft nóg fyrir stafni – að minnsta kosti hann Andrés minn. Það voru nokkrir hlutir á lista sem við vissum að þyrfti að gera bæði innandyra og að utan og það verður gaman að tækla það verkefni saman. Það fyrsta sem þurfti að gera var að taka niður loftpanel og setja gifs í öll herbergi fyrir utan eldhús og baðherbergi sem voru tekin í gegn fyrir um tveimur árum síðan og því er búið að setja gifs þar. Núna er því búið að opna loftið alveg en við ákváðum að skipta líka um einangrunina, en húsið var byggt um 1963 og því var frauðplast og pappi sem rakavarnarlag sem þykir ekki fullnægjandi í dag, m.a. ef horft er til brunavarna, kyndingar og hljóðeingangrunar. Núna er staðan því sú að loftið er opið og verða settar nýjar dósir, dregið nýtt rafmagn í allt og því tilvalið að nýta tækifærið að endurhugsa ef þess þarf staðsetningu á tenglum.

 

Á þessum tveimur myndum að ofan sést hvernig loftið var áður, loftið í stofunni var upprunalegur panell sem var kominn tími á og í svefnherbergjum voru loftaplötur sem sjást ekki oft á heimilum.

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með! Þess má geta að það eru margir að mistúlka neðstu myndina að lofthæðin verði meiri eftir breytingu en svo er ekki, hér á eftir að setja upp einangrun ásamt gifsplötum svo lofthæðin kemur til með að vera sú sama.

// Ég hef sett mikið í story á Instagram frá ferlinu og kem til með að vera virk þar fyrir áhugasama @svana.svartahvitu

FALLEGT KAUPMANNAHAFNAR HEMILI

Heimili

Helgarinnlitið að þessu sinni er sjarmerandi heimili staðsett í hjarta Kaupmannahafnar, í byggingu sem er frá árinu 1790. Í viðtalinu sem finna má hjá Bolig Magasinet kemur fram að fjölskyldan leigir þessa íbúð en þrátt fyrir það hafa þau fengið að skipta um gólfefni og setja upp vegg til að fá herbergi fyrir börnin en hér ætla þau að búa í mörg ár enda um draumaheimilið þeirra að ræða. Hvítir veggir og ljósgrátt gólfið gera heimilið nánast að tómum striga svo mottur, veggspjöld, hönnun og pastellitir fá að spila stórt hlutverk.

  

Myndir via Bolig Magasinet / Ljósmyndari Anitta Behrend / Stílisti Julie Løwenstein

Það fylgir því vissulega einn ókostur að búa svona miðsvæðið í stórborg en frá fimmtudegi og fram á sunnudag sefur fjölskyldan með eyrnatappa…. fórn sem ég myndi vissulega taka fyrir þetta sjarmerandi heimili.

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT FRÁ IITTALA : VALKEA KERTASTJAKAR

Hönnuniittala

Ástkæra iittala kynnti fyrr í sumar nýja og glæsilega kertastjaka sem eiga eflaust eftir að skreyta mörg heimili með haustinu. Núna er tími kertaljósa að renna upp með dimmum haust og vetrarkvöldum, en það er fátt huggulegra en flöktandi kertaljós sem skapa notalega stemmingu.

Valkea sem hannaður var af Harri Koskinen árið 2018 kemur í verslanir á morgun þann 7. september og verður fáanlegur í 6 fallegum litum.

Ég er hrifin af því hversu látlaus Valkea línan er því ég á það til að gefa kertastjökum ný hlutverk við borðhald t.d., undir salt. Ég er að minnsta kosti líklega eftir að bæta glæra við í safnið mitt, en ég á ágætt safn af ólíkum glærum iittala kertastjökum sem er gaman að blanda saman.

Hvernig lýst ykkur á þessa?

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NORDSJÖ LITUR ÁRSINS 2019 // SPICED HONEY

Fyrir heimilið

Þá hefur sænski málningarframleiðandinn Nordsjö tilkynnt hver verður litur ársins 2019 og var það liturinn Spiced Honey, hlýlegur og ljósbrúngylltur litatónn sem varð fyrir valinu og megum við því eiga von á því að sjá meira af jarðlitum með haustinu. Spiced Honey fer þó vel með mörgum öðrum litum og parast sérstaklega vel við vínrauðan, svartan, ljósbláan og bleikan lit samkvæmt litasérfræðingum en Nordsjö er leiðandi á Norðurlöndunum í málningu og velur lit ársins í samráði við helstu litaspekúlanta, trend-spámenn, hönnuði og arkitekta. Núna verður því spennandi að sjá hvort við fáum að sjá falleg Spiced Honey máluð heimili með haustinu!

Hér að neðan má sjá litatóna sem fara vel með Spiced Honey,

/ Myndir via Nordsjö 

Hvernig er Spiced Honey að leggjast í ykkur? Ég persónulega átti von á öðrum lit sem lit ársins en er engu að síður spennt að sjá hvernig undirtektir þessi ljósbrúngyllti litur fær. Fyrir áhugasama þá er Sérefni umboðsaðili Nordsjö á Íslandi þó svo að þessi færsla sé einungis skrifuð af einskærum áhuga mínum fyrir litaspá hvers árs  – eins og þið hafið séð hér á blogginu undanfarin ár.

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT HEIMA HJÁ SÖGU SIG LJÓSMYNDARA & LISTAKONU

Heimili

Þið sem hafið fylgst með Sögu Sig ljósmyndara og listakonu í gegnum árin vitið að hún er fagurkeri fram í fingurgóma og alveg hreint ótrúlega hæfileikarík í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Nú síðast er hún að brillera með dásemdar listaverk sem hún töfrar fram og þið sem fylgist með henni á instagram @sagasig eða jafnvel hér á Trendnet hjá Elísabetu Gunnars hafið eflaust séð verkin hennar áður – sjá færslu hér. Þegar ég heyrði af því að selja eigi fallegu íbúðina sem hún hefur búið í stóðst ég ekki mátið að fá að deila með ykkur broti af heimili Sögu sem er ævintýralega fallegt og persónulegur stíll hennar nýtur sín vel, vintage húsgögn, listaverk og blóm einkenna stílinn sem er einstakur. Sjá fasteignamyndir og fleiri upplýsingar hér – og opið hús á morgun, mánudag, en íbúðin sjálf er staðsett á Tómasarhaga, 107 Reykjavík.

Stofan er ævintýralega falleg –

Blái bekkurinn er úr Snúrunni og hefur verið lengi á óskalistanum mínum – en bláa fallega mottan í stofunni ásamt stofuborðinu eru einnig úr Snúrunni.

   

Eitt sem við erum eflaust mörg að velta fyrir okkur – blómin segist hún hafa keypt flest í dásamlegu blómaversluninni 4 árstíðir en ég hef sjaldan séð jafn lifandi og grænt heimili og þetta.

Myndir frá fasteignasölunni ásamt af instagram síðu Sögu Sig. 

Listaverkin eru flest eftir Sögu sjálfa en hægt er að hafa beint samband við hana fyrir frekari upplýsingar en ég gæti mjög vel hugsað mér að eiga stórt verk.  ♡

Sjá frekari upplýsingar hér fyrir áhugasama í fasteignaleit.

HAUSTMARKAÐUR VEFVERSLANA // 1. – 2. SEPTEMBER

Umfjöllun

Um helgina mun eiga sér stað spennandi og risa stór haustmarkaður íslenskra vefverslana sem ég mæli með að kíkja á. Haustmarkaðurinn verður haldinn laugardag og sunnudag, 1. – 2. september í Víkingsheimilinu, Fossvogi frá kl. 11 – 16.

Um er að ræða stærsta netverslana markað sem haldinn hefur verið á Íslandi og verða um 70 fjölbreyttar netverslanir á staðnum og fjölmörg tilboð í gangi.

Ég hef áður skrifað um markaði vefverslana og það er skemmtilegt að sjá að í dag eru sumar verslanir sem einmitt byrjuðu svona orðnar að flottustu verslunum landsins. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum vefverslunum vaxa og dafna og ég tók saman lítið brot af því úrvali sem verður í boði um helgina og með áherslu á heimilistengt eins og mér er einni lagið. Það væri ómögulegt að taka saman allt úrvalið en ég renndi í gegnum flestar vefverslanirnar og fann ýmislegt sem hugurinn girnist… krem, fallegt fyrir heimilið, leikföng, partýskraut og annað skemmtilegt. Jafnvel að ég sé mögulega búin að finna afmælisgjöf sonarins sem verður 4 ára eftir nokkra daga!

Gastro truck, Humarvagninn og Valdís sjá svo um að enginn fari svangur heim. Ekki láta þig vanta á þennan skemmtilega markað – þær netverslanir sem verða á staðnum eru eftirfarandi:

Purkhús – www.purkhus.is
Von Verslun – www.vonverslun.is
Prentsmiður – www.prentsmidur.is
Lineup.is – www.lineup.is
24 Iceland & Blaqmask – www.24iceland.is
Reykjavík design – www.reykjavikdesign.is
Mía & Míó – www.miamio.is
Wagtail – www.wagtail.is
Lítil í upphafi – www.litiliupphafi.is
Græn viska – www.graenviska.is
Modibodi – www.modibodi.is
Hrísla – www.hrisla.is
Baby Brezza – www.babybrezza.is
Omnio – www.omnio.is
Como Reykjavík – www.comoreykjavik.is
UglanShop – www.uglanshop.is
Kreó – www.kreo.is
Bryn design – www.bryndesign.is
Magdashop.is – www.magdashop.is
Himalaya magic – www.himalayamagic.com
Nóna – www.nonaiceland.is
Brandson – www.brandson.is
Ilmvörur – www.ilmvorur.is
HN gallery – www.hngallery.is
Dóttir – www.dottir.net
Shine.is – www.shine.is
Sker – www.sker.is
Regalo Fagmenn- www.regalo.is
M fitness – www.mfitness.is
Aivaskart – www.aivaskart.is
Kátína – www.katina.is
Lóur – www.lour.is
Camelia – www.camelia.is
Eyjabörn – www.eyjaborn.is
Heima er gott – www.heimaergott.is
Systur og makar – www.systurogmakar.is
Málmlist – www.malmlist.com
JK design – www.jkdesign.is
Halldora – www.halldora.com
KRÓSK by Kristín Ósk – www.krosk.com
Taramy.is – www.taramy.is
SlaufHann – www.facebook.com/slaufhann
Hreiður.is – www.hreidur.is
Logalaus kerti Bismagg – www.bismagg.is
Hárvörur – www.harvorur.is
Pippa – www.pippa.is
Confetti Sisters – www.confettisisters.is
Sofðu rótt – www.sofdurott.is
Vonir – www.vonir.is
Fabia design – www.fabiadesign.com
Fjölnota – www.fjolnota.is
Emory – www.emory.is
Hans og Gréta – www.hansoggreta.is
Avocado – www.avocado.is
Gaxa – www.gaxa.is
My letra – www.myletra.is
Kiara Sky – www.kiarasky.is
Coral – www.coralverslun.is
Agú – www.agu.is
Nutcase – www.nutcase.is
Hulan – www.hulan.is
Mycountry – www.mycountry.is
Mín líðan – www.minlidan.is
Pei – www.pei.is

 // Verið velkomin að fylgjast einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

KARITAS & HAFSTEINN Í HAF STUDIO SELJA HEIMILIÐ!

HeimiliÍslensk hönnun

Eitt fallegasta heimili landsins er komið á sölu en það er heimili HAF hjóna, þeirra Karitas Sveinsdóttur og Hafsteins Júlíussonar. Heimilið er hið glæsilegasta þar sem nostrað hefur verið við hvern fermetra og einnig mikið verið endurnýjað frá því að hönnunar-ofurteymið flutti inn fyrir um tveimur árum. Á gólfum er fallegt og sjaldséð olíuborið eikar kubbaparket og baðherbergið er sérhannað og teiknað af HAF studio – en það er guðdómlega fallegt. Það mun hver sá sem kaupir þessa íbúð detta í lukkpottinn enda íbúðin í heild sinni algjör gullmoli.

Héðan má aldeilis fá hugmyndir og ég tala nú ekki um hvað það verður spennandi að fylgjast með Karitas og Hafsteini koma sér fyrir á nýja heimilinu ♡

Sjá fleiri upplýsingar á fasteignavef Mbl – sjá hér.

– Þvílíkur draumur að kaupa íbúð af svona fagurkerum –