BABY SHOWER HJÁ ÞÓRUNNI HÖGNA

Hugmyndir

Ókrýnd skreytingardrottning Íslands, Þórunn Högna hélt baby shower fyrir tengdadóttur sína, Magneu Rún um helgina og var þá öllu tjaldað til. Ég stóðst ekki mátið að sýna ykkur myndir frá veislunni sem er afar glæsileg og er hver krókur og kimi fallega skreyttur. Ég hef áður sýnt ykkur myndir frá skreytingum eftir Þórunni Högna -sjá hér- og hafa færslurnar fengið svo ótrúleg viðbrögð að þið eruð líka eftir að elska þessar myndir. Þórunn er annáluð smekkkona og er veislan því að sjálfsögðu afar smart, með litaþema í veitingum og skreytingum, gjafaborð og sónarmyndir ásamt bumbumyndum eru hengdar á greinar. Alveg dásamlegt! Heppin tengdadóttir hér á ferð:)

14508685_10154591804004510_92118398_n

Þetta veisluborð er svo æðislegt!

14489653_10154591804064510_1986328270_o

Aðspurð hvort hún hafi fengið aðstoð með skreytingarnar segist hún hafa skreytt allt sjálf, henni þyki þetta einfaldlega “of gaman”:)

14446252_10154591804109510_1822824134_o

Ljósaboxið frá Petit er svo skemmtileg skreyting

14454087_10154591804119510_1280843590_o

Falleg hugmynd að hengja upp nokkrar bumbu og sónarmyndir og gerir skreytingarnar mjög persónulegar

14466225_10154591804174510_888751918_o

Hvaðan koma skreytingarnar? Ég föndraði eitthvað sjálf eins og hengið á bakvið borðið og síðan skreytti ég litlu flöskurnar með pelum og litlum tásu límmiðum sem Bros græjaði fyrir mig. Á greinina lét ég prenta svart hvítar litlar myndir í Pixel og hengdi þær á með borða og skreytti með litlum pela, annað skraut fékk ég í Söstrene, Allt í köku, og svo pantaði ég BOY blöðrurnar, pappadiskana, glösin og hengið frá Etsy.

14438870_10154591804159510_1463806413_o

Finnst þér baby shower búið að festa sig í sessi hér á Íslandi? Já algjörlega, maður er alltaf að heyra meira og meira um að þau séu haldin hér, en kannski meira hjá yngri konum!

14466417_10154582665249510_90708335_o

Hvað með þau okkar sem hafa ekki þessi “skreytingargen” í sér en vilja halda fallega veislu, hvaða ráð áttu handa þeim? Ég mæli með að byrja á því að skoða Instagram og Pinterest, þar eru ótrúlega mikið af flottum hugmyndum fyrir allskonar veislur. Einnig að finna sér eitthvað litaþema og vinna út frá því. Síðan finnst mér Etsy netverslunin algjör snilld, þar er hægt að fá allt fyrir veisluna í hvaða þema sem er meðal annars diska og glös með nafni, servíettur og margt fleira. Ég mæli einnig með að fá aðstoð eða ráð við að skreyta hjá fagfólki.

Takk fyrir okkur Þórunn, þvílík dásemdarveisla sem þú hélst fyrir tengdadótturina.

Ég vona að þessar hugmyndir komi ykkur að góðum notum. Þó svo að baby shower sé ekki endilega fyrir allar þá get ég sagt fyrir mína parta að það er ekkert nema dásamlegt að vinkonurnar taki sig saman og haldi eina veislu til heiðurs þeirri óléttu og eigi saman skemmtilega stund. Mæli svo sannarlega með x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

2 ÁRA AFMÆLIÐ ♡

Persónulegt

Í gær héldum við loksins upp á 2 ára afmælið hans Bjarts og buðum fjölskyldunni í kökuboð.

Ég var búin að hugsa um þessa veislu í langan tíma og var með mjög háleit markmið hversu fínt allt ætti að vera, núna er ég enginn reynslubolti í barnaafmælum og er viss um að með tíð og tíma masteri ég veisluundirbúning en ég mun núna útbúa lista með tipsum sem ég mun lesa yfir fyrir 3 ára afmælið, svona do’s and dont’s til að geta lært af mistökum:) Þegar fyrsti gesturinn mætti á svæðið þá var undirrituð á sokkabuxunum ómáluð og enn að skreyta veisluborðið, -það fer klárlega á don’t listann. Ég var búin að pinteresta yfir mig af hugmyndum og upphaflega átti afmælið að vera Mikka Mús þema sem fór síðan útum gluggann þegar ég sá svo sæta rebba-kisu köku sem mig dauðlangaði að gera. Eftir gærdaginn er ég þó búin að ákveða að ég hreinlega get ekki verið góð í öllu haha og ætla hér með að leyfa systur minni að eiga kökudeildina skuldlaust enda snillingur á því sviði. Verst að hún gat ekkert hjálpað mér í gær því hún var að keppa með landsliðinu í endurlífgun – já þú last rétt.

Skreytingarnar pantaði ég mjög tímalega, t.d. risa stóra silfraða blöðru sem var eins og 2 í laginu sem var sprengd í hamaganginum í barnaherberginu þegar rétt korter var liðið af veislunni. Ég þurfti svo að játa mig sigraða þegar ég setti loks á mig maskarann og veislan byrjuð og rétt náði að smella af mynd áður en ráðist yrði á veitingarnar.

Varðandi veitingarnar þá var ég með Mikka mús pizzur, ávaxtaprix, poppkorn og afmælisköku í boði fyrir krakkana. Ávaxtaprikin kláruðust fyrst en það voru einfaldlega melónur í Mikka mús formi ásamt vínberjum en kökuna rétt smökkuðu þau flest. Fleiri ávextir fer á do’s listann fyrir næsta afmæli!

Dagurinn var dásamlegur og Bjartur Elías afmælisstrákur naut sín í botn.

IMG_1626

Þessi er einfaldlega bestur:)

IMG_1631

Þá er það kakan eina sanna og óstraujaði dúkurinn haha

14489716_10155247213618332_1720820810_o

Flöskurnar skreytti ég með Mikka mús miðum sem ég útbjó

14466262_10155247214848332_1917684168_o

Ég tók þessar síðustu tvær myndir í dag rétt áður en afganga afmælispartýið hófst. Núna er mamman því vel þreytt eftir langa helgi en líka ofboðslega þakklát. Ég sýndi eitthvað frá undirbúningnum og veislunni sjálfri á snapchat: svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HUGMYNDIR FYRIR BARNAAFMÆLI

Hugmyndir

Ég hef verið með hugann við barnaafmæli síðustu daga en í dag höldum við loksins upp á 2 ára afmælið hans Bjarts fyrir fjölskylduna en hann átti afmæli 13.september. Ég verð þó að viðurkenna að ég er búin að vera með smá mömmusamviskubit þar sem að bakstur er ekki alveg mín sterka hlið og ég er að fá smá efasemdir um veitingarnar og skreytingarnar. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég er með til hliðsjónar, ég hreinlega elska þessar einföldu skreyttu kökur þar sem plastdýr eru sett á toppinn og voila! Tilbúið, -gæti ekki verið einfaldara og ég mun pottþétt nýta mér þá hugmynd. Ég ætla þó að gera tilraun að skreyta svona kisu/rebba köku sem átti að vera Betúel okkar og ég er mjög spennt að sjá hvernig það fer.

4573ca9d89bc4a14425afbeecafa7767

Heppin ég að Bjartur á einmitt nokkur svona dýr sem ég get notað.

3c005da0f79f8b01857e3a97abe020d5

 Myndin hér að ofan er úr 2. ára afmæli hjá Auði Guðmunds sem heppnaðist ótrúlega vel – sjá fleiri myndir hér. Ég mun nýta mér nokkrar hugmyndir þaðan:)

Ef allt fer vel þá get ég vonandi sýnt ykkur myndir úr veislunni í vikunni. Ég verð einnig á snapchat í dag og sýni frá undirbúningnum, hægt er að fylgjast með á svartahvitu.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

ALLT SEM ER GRÆNT GRÆNT….

HeimiliStofa

Það er svo mikið í gangi í þessari stofu að ég veit varla hvar skal byrja… fyrst þegar ég sá myndirnar varð ég alveg heilluð uppúr skónum og hugsaði bara vá þetta er nú eitthvað. En nördinn ég fór svo að skoða betur myndirnar og miðað við stílinn og stemminguna sem við sjáum þá hefði ég staðsett íbúðina í Svíþjóð og þá eru nokkrir hlutir sem hreinlega passa ekki þangað inn. Fyrsta lagi er það brúna köflótta teppið sem er fremst á myndinni og í öðru lagi þá er það skipsstýrið í eldhúsinu, þriðja lagi er það óvenjulegt val á gólfefni í stofu og í fjórða lagi er það ein plantan þarna í hægra horninu, stór þykkblöðungur sem ég hef hreinlega ekki séð í innliti áður.

Höldum áfram með nördasöguna. – þá kom að því að finna uppruna myndanna og komst ég þá að því að myndirnar eru tölvuteikningar gerðar af Hoang Long sem er búsettur í Víetnam og vinnur sem 3D listamaður. VÁ! 

green-living-room-2 green-living-room-3 green-living-room-4 green-living-room

AN5-1 AN7-1

Þessi er svo sannarlega hæfileikaríkur og á sama tíma með góðan smekk!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

PALLÍETTUR & HLÉBARÐAR

Persónulegt

Ef það er eitthvað sem ég get ekki fengið nóg af burtséð frá öllum trendum þá eru það pallíettur og hlébarðamynstur og á það bæði við heimilið og fataskápinn minn. Í rauninni held ég að helmingurinn af fataskápnum mínum samanstandi einmitt af þessu tvennu þó svo að ég sé ekki klædd eins og diskókúla alla daga en þá eru miklar líkur á að hitta mig einn daginn í flík með hlébarðamynstri hvort sem það séu sokkarnir, peysan, trefill eða yfirhöfn. Ég var reyndar að fletta upp í nýjasta tölublaði Glamour og sá að þessa stundina er ég í tísku en það er ekki svo langt síðan ég hefði ekki þótt jafn töff en það er líka í fínu lagi. Ég mun klæða mig svona þangað til ég verð níræð:)

Í vikunni skipti ég út tveimur pallíettupúðum í sófanum og setti á þá ný áklæði sem systir mín færði mér frá útlöndum, þessir nýju eru með enn fleiri og stærri pallíettum sem þýðir bara eitt, enn fleiri og stærri ljósdoppur sem endurkastast á veggi og loft. Stofan verður svo falleg þegar að sólin skín á þá að ég á ekki til orð.

Ég tók nokkrar myndir í morgun af þessari fegurð til að deila með ykkur ♡

14360275_10155223299803332_70940923_o 14408191_10155223298698332_1781644677_o 14408382_10155223300518332_161099831_o 14423870_10155223300748332_2123187986_o14375130_10155223299198332_1068732684_o

Instagram: svana.svartahvitu // Snapchat: svartahvitu

Hlébarðapúðar eru næstir á listanum mínum en ég ætla að panta þá þegar ég fer til Boston í vetur. Ég hef því miður ekki rekist á pallíettupúða í verslunum hér heima en það er mikið úrval á netinu ásamt því að þeir detta reglulega inn á H&M home þaðan sem mínir fyrri voru. Fínt ekki satt?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111