fbpx

AFMÆLIN : BIRTA 1 ÁRS & BJARTUR 7 ÁRA

AfmæliPersónulegt

Það er sannkölluð afmælishelgi á heimilinu nýliðin hjá en Bjartur Elías minn varð 7 ára gamall í síðustu viku (halló hvert fór tíminn!?) og buðum við heim fjölskyldunni og vinum hans í sitthvora veisluna. Það rifjaðist upp fyrir mér í dag að ég setti ekki á bloggið myndir frá afmæli dóttur minnar frá því í sumar en Birta Katrín varð 1 árs gömul í júní. Það er því tilvalið að deila með ykkur nokkrum myndum úr báðum veislum en ég elska að halda afmæli og þau eru mjög ólík á milli ára, einnig hef ég gaman af því að rifja upp gamlar færslur frá mér með myndum úr afmælum.

Stundum hef ég nýtt þjónustu og verslað einhverjar tilbúnar vörur eins og í tilfelli 1 árs afmælisins í sumar þá bjargaði það veislunni að kaupa einstaklega fallega skreyttar kökur en núna fyrir 7 ára afmælið var ég með aðeins meiri tíma á lausu og bakaði allt og skreytti sjálf. Ég dæmi enga fyrir að kaupa tilbúið en það hefur svo sannarlega líka sinn sjarma að græja sjálf frá grunni og leyfa börnunum að hjálpa til.

Án þess að ákveða þema á nokkurn hátt þá er það augljóst þegar ég skoða myndirnar úr báðum afmælum að dóttir mín fékk bleika veislu og sonur minn fékk bláa – og mamman í stíl óafvitandi haha.

Byrjum á því að deila myndum úr bleika afmæli Birtu Katrínar sem var snemma sumars. Í 1 árs afmælisgjöf frá okkur fékk Birta fjólubláan og sætan dúkkuvagn sem hún hefur mikið leikið sér með.

Fallega marengskakan og geggjaða kisukakan er frá kökubúðinni Bake Me A Wish í Garðabæ og blöðruboginn er keyptur í sama húsnæði þar sem partýbúðin Confetti sisters er að finna. Mér finnst gott að bera líka fram ávexti og / eða grænmeti í barnaafmælum og bjó til skemmtilegt grænmetisljón með hummus til að dýfa og sló það í gegn.

Bjartur Elías fékk líka skemmtilegt afmæli, ég bjó til 7 ára afmælisköku úr tvöfaldri uppskrift af skúffuköku og setti á ljóst smjörkrem og skreytti með fullum poka frá nammibarnum – sérvalið eftir litum haha. Blöðrubogann keypti ég aftur hjá Confetti sisters og hafði svo mikið fyrir því að finna Pokémon diska og servíettur í öðrum verslunum þar sem Bjartur Elías heldur mikið uppá það í dag og var nánast uppselt á landinu. Fyrir bekkjarafmælið klipptum við út allskyns Pokémon skraut af netinu og límdum á flöskur og veggi fyrir skemmtilega leiki. Það var einnig boðið uppá mini pizzur, hrísköku og melónu.

Í 7 ára afmælisgjöf keypti ég segulkubba kúlubraut hjá Nine kids sem hann elskar að leika sér með og systir hans líka:) Hann átti einhverja segulkubba fyrir og þetta var frábær viðbót við það. Þessi segulleikföng eru frekar dýr að mínu mati en það er ótrúlega mikið leikið með þau og endast vel.

Andrés minn var greinilega á fullu í báðum veislum að græja kaffi og veitingar og því mjög fáar myndir af honum – sem er venjulega alltaf öfugt og á ég stútfullan síma af myndum með honum og krökkunum (eflaust margar mömmur sem tengja:) Það voru annars töluvert fleiri gestir í báðum veislum en á myndunum eru nánast aðeins systir mín, mamma og pabbi – það er bara afþví að ég hef ekki tíma til að afla leyfis fyrir myndbirtingum hjá öðrum gestum og hef greinilega ekki fyrir því að spurja mitt allra nánasta fólk haha ♡

Það síðasta sem ég vil bæta við er íslenski fáninn – hann er svo hátíðlegur að mér finnst hann eiga að vera í öllum afmælum. Ég elska að skreyta með honum og afmælisbarnið fær yfirleitt fánann um morguninn með afmælissöngnum. Þetta er gamall fáni síðan ég var barn og er alltaf dreginn fram á 17. júní og afmælum ásamt ódýri fánalengju sem fæst víða.

Takk fyrir að lesa ♡

Þú getur einnig fylgst með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMILI Í BLÓMA

Fyrir heimiliðSamstarf

Það hefur líklega farið framhjá fáum sem fylgjast hér með að ég elska blóm og er yfirleitt alltaf með fersk blóm á heimilinu og í bland við mínar uppáhalds plöntur verður heimilið litríkara og meira lifandi. Undanfarið hef ég verið í samstarfi við Blómstru og fæ send fersk afskorin blóm aðra hvora viku og þar sem blómin frá þeim lifa svo lengi er ég oft með blóm í tveimur vösum og get því stundum verið með blóm á bæði stofu og borðstofuborðinu, eða á eldhús og stofuborði. Vá hvað ég elska það ♡

Áskriftarleiðin mín er lítill vöndur sem er sendur heim að dyrum aðra hvora viku alltaf rétt fyrir helgi. Það er líka hægt að velja stærri vendi en ég hef verið virkilega ánægð með þann minni. Stundum sameina ég eldri vöndinn við þann nýja og við skemmtileg tilefni fæ ég nú stundum blómvönd í gjöf eða versla mér sjálf í búðinni þá hef ég stundum leikið mér að því að blanda þeim saman. Að útbúa blómvendi er svo sannarlega eitthvað sem ég gæti gert alla daga. Ég tók saman nokkrar myndir sem ég hef tekið undanfarið af heimilinu í blóma. Fyrir áhugasama þá getið þið lesið allt um áskriftarleiðina þeirra með því að smella hér.

Eigið góða helgi!

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HAUSTIÐ ER KOMÐ : FALLEGIR LAMPAR & KERTASTJAKAR FRÁ IITTALA

iittalaSamstarf

Finnst ykkur ekki notalegt hvað það er komið mikið myrkur á kvöldin. Ég elska þegar haustið gengur í garð og ég fyllist orðið meiri ró. Á kvöldin kveiki ég á lömpum og jafnvel á nokkrum kertum og kem mér vel fyrir uppí sófa með góðan þátt á eða skemmtilegt tímarit. Það verður ekki notalegra að mínu mati.

Ég tók saman nokkrar fallegar stemmingsmyndir frá Iittala sem mér finnst fanga svo vel þessa notalegu hauststemmingu. Fallegir lampar og kertastjakar sem fegra hvert heimili.

Núna standa yfir lampadagar í ibúðinni frá 3. – 30. september og eru allir lampar á 15% afslætti.

Iittala lamparnir eru gullfallegir og klassískir. Ég elska minn Virva lampa sem ég er með í svefnherberginu, svo þægileg birtan sem hann gefur frá sér. Leimu lampinn er einnig algjör hönnunarklassík og Lantern og nýjasti lampinn Putki er svo fallegur.

Iittala er einnig með alveg einstakt úrval af kertastjökum og það er sífellt að bætast við, nýjir litir eða vörulínur til að halda aðdáendum á tánum. Það eru til skemmtileg myndbönd sem ég mætti rifja upp á næstunni hér á blogginu sem sýna hvernig kemur vel út að para saman Iittala kertastjökum í ólíkum litum. Ég hef verið að safna glærum / möttum frá Iittala í ólíkum gerðum og finnst það koma svo vel út. Þið getið skoðað úrvalið af kertastjökum t.d. hér og Iittala lömpum hér hjá ibúðinni en þó má finna þetta uppáhalds finnska hönnunarmerki í mörgum betri verslunum ♡

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

EFTIRSÓTTUSTU BLÓMAVASARNIR Í DAG? ANISSA KERMICHE FAGNAR KVENLÍKAMANUM

HönnunÓskalistinn

Mjúkar línur kvenlíkamans í sinni fegurstu mynd einkenna einstaka blómavasa frá Anissa Kermiche sem hafa vakið mikla eftirtekt. Fjallað hefur verið um verk Anissa í helstu tískutímaritum heims á borð við Vogue, Elle og Harper’s Bazaar og verslanir sem selja hönnun hennar eru á heimsmælikvarða á við My Therese, Net-a-porter, Conran Shop og Liberty London.

Vasarnir hennar þykja mjög eftirsóttir og hefur verið margra mánaða bið eftir þeim í verslunum. Hér heima hefur Norr11 selt valdar vörur frá Anisse – uppseldar í bili sá ég en þó væntanlegar.

Anissa Kermiche lærði upphaflega verkfræði og tölvunarfræði áður en hún fékk sig fullsadda af því fagi og lagði leið sína í margrómaða listaháskólann Central Saint Martins í London þar sem hún lærði skartgripahönnun og náði miklum árangri í því fagi áður en hún leitaði enn á nýja braut og hóf að framleiða heimilisvörur sem eru engu líkar. Vasarnir hennar fagna svo sannarlega kvenlíkamanum í sínum fallegu formum. Love Handles er “one of a kind” þvílíkt listaverk og ekki að ástæðulausu hversu eftirsóttur vasinn er.

“Aðdáun Anissa Kermiche fyrir verkum myndhöggvarans Constantin Brancusi kemur bersýnilega fram í holduga formi þessa hvíta vasa Love Handles. Yfirborð vasans er slétt og áhersla lögð á vasann með tveimur litlum handföngum. Hægt er að fylla derrière-lagaða vasann með blómum eða einfaldlega njóta hans sem listverks.” Norr11.

Fyrir áhugasama þá er hægt að kynna sér nánar verk Anisse hér

Algjör draumur – ég gæti svo sannarlega hugsað mér að eignast svona listaverk.

Fylgstu með á instagram @svana.svartahvitu 

LAGERSALA DIMM ÞANN 1. & 2. SEPTEMBER

Fyrir heimiliðSamstarf

Lagersala hjá einni af minni uppáhalds verslunum Dimm er eitthvað sem við viljum ekki láta framhjá okkur fara en hún hefst í dag og stendur yfir dagana 1. og 2. september í Mörkinni frá 11-17. Þar má gera frábær kaup af þeirra vinsælustu vörumerkjum eins og Dbkd, Lina Johannson, Craft Studio, La Bruket, Lie Gourmet, Abigail Ahern, Chicura ásamt vinsælu barnavörumerkjunum Liewood, Gray Label og Garbo&Friends. 

HVAR: Mörkin

HVENÆR: 1.-2. september frá 11-17

UPPÁHALDS SNYRTIVÖRURNAR MÍNAR

PersónulegtUmfjöllun

Hvað er í snyrtibuddunni er tilvalin færsla til að koma í gang nýrri bloggrútínu fyrir haustið. Ég elska að heyra um uppáhalds snyrtivörur hjá vinkonum mínum og hvað þær eru að kaupa sér og einnig fylgist ég með skemmtilegum snyrtivörubloggurum þar sem ég fæ fréttir af nýjustu vörunum.

Ég er mjög vanaföst þegar kemur að snyrtivörum og því kaupi ég langflestar vörur sem mér líkar mjög vel við aftur og aftur en prófa líka inná milli nýjungar sérstaklega þegar kemur að möskurum – úff ég elska að prófa maskara!

Á listanum mínum sem ég deili með ykkur núna er allt frá húðumhirðu til hyljara. Mig langar að koma betri rútínu á húðumhirðuna mína og bæta við t.d. virkum vörum á borð við retinol og ávaxtasýrum. Ég átti eitthvað til fyrir síðustu meðgöngu sem ég hvíldi og því kominn tími að uppfæra þá deild. Ég er jú ekki að yngjast og er búin að lofa sjálfri mér að setja húðina framar á forgangslistann.

Snyrtitaska // Leðurbuddan frá Andreu er í uppáhaldi og hefur farið með mér víða.

Farði // Ég hef notað Double Wear frá Estée Lauder í nokkur ár og líkar mjög vel. Ég nota stundum ódýrari og léttari farða inná milli, en hef ekki fundið neinn sem ég elska – sú leit heldur áfram.

Hyljari // Ég hef áður talað um Under Eye Brightening frá Becca sem ég held mikið uppá. Formúlan er þó að hætta í framleiðslu og því set ég einnig með á listann arftaka hennar að mínu mati sem ég keypti tvisvar sinnum þegar Becca var ófáanlegt, það er Airbrush Conceilar frá Clinique, ljós hyljari með bleikum undirtón og lýsir upp svæðið undir augum.

Krem// Ég er nýlega búin að bæta dagkreminu frá Bio Effect* í mína rútínu og er á krukku númer tvö. Mjög létt og rakagefandi dagkrem sem hentar mér mjög vel. *Kremið var gjöf.  Næturkemið frá Estée Lauder Nightwear Plus hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi. Ég elska áferðina, lyktina og húðin fær mikinn raka.

Augu // Eins og fram kom hér ofar þá elska ég maskara og skipti þeim reglulega út. Ég er með frekar löng og ágætlega þykk augnhár og vil gera sem mest úr þeim bæði hvað varðar þykkingu og lengd. Núna er ég mjög hrifin af Sky High frá Maybelline þó hann endist ekki jafn vel og aðrir sem ég nota. En strax í upphafi er hann geggjaður! Hinsvegar finnst mér aðrir þurfa nokkra daga til að verða góðir. Bambi frá L’oréal er einnig góður sem þykkingarmaskari og hef notað til skiptis við aðra.

Ég nota nánast daglega eyeliner og dreg línu í spíss og er núna búin að nota vatnsheldan mattan frá L’oréal / Matte Signature eftir langa leit af einum sem smitast ekki á augnlokin! Ég hef lengi verið í veseni með að maskari eða eyeliner smitast þegar ég brosi og neðri augnhárin mín snerta húðina og eyelinerinn stimplaðist stundum á efra augnsvæðið (sem slappast víst með árunum haha). Ég átti til í skúffunni margrómað laust púður frá Laura Mercier keypt í Sephora sem ég hafði aldrei komist uppá lagið með að nota. Núna dúmpa ég smá púðri með förðunarbursta eða svampi á þessi svæði sem ég varð stundum svört á og hef ekki lent í miklum vandræðum síðan:)

Brúnir // Ég keypti mér í sumar Brow Freeze frá Anastasia og elska þessa vöru. Ég er með þykkar brúnir og ef ég er nýlega búin að lita þær þá þarf ég ekki aðra vöru, en um er að ræða einhverskonar blöndu af sápu (sem stífir hárin) og augnbrúnageli. Ég nota þessa vöru frekar pent, en hægt er að “flöffa” brúnirnar svakalega.

Með hef ég verið að nota Brow Blade frá Urban Decay, æðislegur mjór blíantur en hinum megin er túss sem ég nota lítið og því finnst mér varan ekki nýtast mér nógu vel. Ef þið notið túss til að bæta inn hárum þá er þetta geggjuð vara. Ég mun líklega næst kaupa mér í hundraðasta skiptið augabrúnablíantinn frá Sensai – þó þeir séu nýlega búnir að breyta litnum sem ég elskaði og þarf því að kynna mér þessa uppáhalds vöru mína upp á nýtt.

Kinnalitur // Þessi brúni kinnalitur frá Gosh er haustlegur og fínn, á einnig fleiri liti úr þessari línu og finnst þeir mjög góðir og á fínu verði.

Ilmvatn // Ég elska alla sæta og sumarlega ilmi, Perle de Coco frá & Other stories er æðislegur með vanillu og kókos. Ég þarf að finna mér sambærilegan ilm sem fæst hérlendis. Allar ábendingar vel þegnar:)

Neglur // Fyrr á þessu ári prófaði ég fyrst Nailberry merkið og er mjög hrifin, naglalakkahreinsirinn er frábær og þurrka ekki neglurnar mínar. Ég reyndar braut hann í vikunni sem var mjög óheppilegt! Lökkin leyfa nöglunum að anda sem er góður kostur. Þessi brúni litur er go to liturinn minn – þarf að bæta við safnið.

Hreinsir // Michellar vatnið frá Bio Effect er frábær vara og góð sem fyrsti hreinsir á kvöldin eða á morgnanna fyrir krem. Var einmitt að klára mitt og því komið á innkaupalistann:)

Seinni hreinsinn hef ég verið að nota lengi Brightening Cleansing gel frá Academie merkinu sem er á snyrtistofum. Vinkona mín sem er snyrtifræðingur gaf mér eitt sinn í afmælisgjöf og ég hef keypt hann síðan á Bonitu stofunni. Virkilega góð vara sem ég finn fyrir ef ég tek langt hlé frá.

Annað // Augnhárabrettari er algjört möst að mínu mati – alla daga. Minn er frá Shisheido og er sá besti sem ég hef átt. Keypti í Sephora eftir að hafa séð hann auglýstann sem ‘bestseller’.

Skyn Iceland – Nordic skin peel skífurnar eru frábærar til að fríska við húðina, og skrúbba húðina mjúklega. Nota ekkert mjög oft en finnst gott að grípa í.

Þarna vantar alveg nokkrar vörur sem ég nota án þess að eiga einhverjar sérstaklega uppáhalds:) T.d. ljóma og sólarpúður en mínar uppáhalds slíkar vörur eru núna hættar í framleiðslu og því er ég með augun opin fyrir nýjum.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessari óhefðbundnu færslu! ♡ Allar vörurnar sem ég nefni hef ég keypt ýmist í Nola, Cult Beauty, Beautybox, Hagkaup, Sephora, Apótekum og víðar.

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

HAUSTIÐ HJÁ H&M HOME 2021

Fyrir heimiliðH&M home

Haustvörulínan hjá H&M Home er notaleg með áherslu á textílvörur, keramík í jarðlitum og kertaljós. Blár áhersluliturinn tónar vel á móti mjúkum jarðlitunum sem fylgja alltaf haustinu. Það þarf alls ekki alltaf að kaupa nýtt en þó getur verið gaman að breyta örlítið til fyrir hverja nýja árstíð – fyrir haustið er tilvalið að bæta við kertaljósum, færa til lampa og bæta við púðum og notalegu teppi á sófann. Hafa það smá huggulegt.

Myndir: H&M home 

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

LOUISIANA x ferm LIVING

Hönnun

Danska hönnunarmerkið Ferm Living hefur hafið samstarf við nútímalistasafnið Louisiana og er afrakstur samstarfsins glæsilega Pico sófasettið í djörfu röndóttu áklæði. Louisiana safnið er svo sannarlega heimsóknarinnar virði ef þú átt leið til Kaupmannahafnar en safnið er staðsett rétt utan við borgina, nánar tiltekið í Humlebæk og er tilvalinn áfangastaður fyrir stutta dagsferð, til að fá sér einn kaffibolla og njóta þess að sjá framúrskarandi list, arkitektúr og svo er garðurinn ekki síðri en safnið.

Pico sófinn í röndóttu er geggjaður!

Myndir : Ferm Living 

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

ÍSLENSKUR OPAL ORÐINN AÐ SAMTÍMALIST Á HAY MAGS SÓFA EFTIR LOJA HÖSKULDSSON

List

Danska hönnunarmerkið HAY hefur nú sameinað krafta sína við íslenska samtímalistamanninn Loja Höskuldsson í tilefni þess að norræni listaviðburðurinn CHART art fair stendur yfir í Kaupmannahöfn um helgina.

Loji útbjó æðislegt útsaumað listaverk úr 10 metra löngum Mags sófa frá HAY og ber verkið heitið “The aftermath of a garden party”. Má þar meðal annars sjá  íslenskan Opal á sófaarminum ásamt dönskum klassíkum á borð við Faxe Konde og Gammel Dansk. Loji hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir listaverk sín sem einkennast af hefðbundum útsaumi á nútímalegan hátt.

Einstakt íslenskt – danskt listaverk!

SMART HEIMILI MEÐ BLÁUM & GRÆNUM VEGGJUM

Heimili

Hér er á ferð sjarmerandi sænsk íbúð þar sem allt alrýmið er málað í mildum og fallegum bláum lit sem fer vel við ljós húsgögnin. Flowerpot loftljós ásamt borðlampa skreytir heimilið ásamt svörtum klassískum Maurum sem setja sterkan svip á borðstofuna. Fallega hvíta stofuljósið heitir Prisma og er frá Watt & Veke (Dimm). Svefnherbergið er málað í mildum ljósgrænum lit sem fer virkilega vel við viðarrúmgaflinn og ljós. Frábært litaval á bæði bláa og græna litnum sem gerir heimilið auk þess meira persónulegt.

Myndir : Entrance fasteignasala