13 FLOTT ANDDYRI

Ráð fyrir heimilið

Hafið þið íhugað hversu miklu máli það skiptir að hafa anddyrið á heimilinu snyrtilegt? Þetta er jú fyrsta rýmið sem að gestirnir sjá og því skiptir “first impression” ansi miklu máli:) Ég hef alltaf jafn gaman af heimilum þar sem nostrað hefur verið við anddyrið en það er sko alls ekki á öllum heimilum og ég hef nú heimsótt þau ansi mörg. Flestir láta þetta rými liggja á hakanum og leyfa öðrum rýmum að ganga fyrir, sem er svosem skiljanlegt. Það þarf þó alls ekki að spreða miklum pening til að halda þessu fínu, smart ljós, spegill, snyrtileg motta og að hafa fallegu yfirhafnirnar og veskin sýnilegri en flíspeysurnar kemur þér ansi langt. Svo er hægt og rólega hægt að bæta við… myndir á veggi, smart körfur á gólfið og jafnvel uppáhaldshælarnir til sýnis.

Hér eru nokkur flott anddyri sem geta gefið ykkur hugmyndir:)

0abe3bda4a9aadd21f59bd34418657bc91a60673afb0bfdfbfd69da8da848995 993bb748ff47ac8a40e212c0da41f3003b8ed95126d983d3f4a6c5a6e7eda126 0071150675dcdaf41a711e94bd15caf0 a8bfaff1223355bcf693018cacf27714 af9a4387579d9271282258a8d016376ab6d3bc1d33bae586ef57b63b46426f49 b4344635635edbb8fc2e3a6564df9023cff46cf14912f456187599ab875c4b08Still life images of products designed by Therese Sennerholt0218562e825be3e626a76df914d5814cc3613a8a26108e4a32c7f61824b70327

Svo er anddyrið líka hið fullkomna rými til að leyfa sér smá flipp, t.d. hvað varðar val á gólfflísum eða jafnvel að mála gólfið í hressum lit! Rýmið er hæfilega lítið til að verða ekki yfirgnæfandi og þú færð seint leið á því þar sem að frekar litlum tíma er eytt þarna inni miðað við önnur herbergi heimilisins:)

PYROPET VINNINGSHAFINN

Hitt og þetta

Pyropet kisuleikurinn er án efa einn skemmtilegasti instagramleikurinn so far að mínu mati:) Ég skemmti mér mjög vel að fara í gegnum allar myndirnar og við Þórunn áttum mjög erfitt með að velja bara eina úr fjöldanum. Það bárust alveg fjölmargar myndir inn en ein varð að lokum kosin vinningsmyndin og það var…

Myndirnar hér að ofan eru bara brotabrot af þeim sem voru sendar inn:)

Screen Shot 2014-07-17 at 9.26.41 PM

 Stígvélaði kötturinn hennar Ingunnar Emblu og hlýtur hún í verðlaun Kisukerti hannað af Þórunni Árnadóttur:)

1GPC2QLAO-L-6d-uiwJSZQM1RnBAhZ9LZ5wVdQsiZ5o

Til hamingju Ingunn, sendu mér endilega póst á svartahvitu@trendnet.is til að vitja vinningsins.

Og takk allir fyrir þáttökuna, hún fór fram úr mínum björtustu vonum!

-Svana

SCINTILLA PLAKATIÐ MITT

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunPlagöt

Það er alveg ótrúlegt hversu margar fyrirspurnir ég hef fengið í gegnum árin varðandi bleika plakatið mitt frá Scintilla sem ég fékk í Spark. Alltaf hef ég þó þurft að segja fólki að það sé ekki hægt að eignast slíkt því það var aðeins prentað í takmörkuðu upplagi á sínum tíma. En núna get ég hinsvegar glatt ykkur með þeim fréttum að plakatið er aftur komið í sölu en þó með örlitum breytingum. -Þið sjáið nýju plakötin neðst í færslunni-

Ég fann í fljótu bragði þessar þrjár myndir frá mér þar sem plakatið hefur komið við sögu, en eftir hverja birtingu hef ég alltaf fengið ótal fyrirspurnir varðandi hvaðan það er:)

IMG_20140708_220626-620x620

:Austurgata

2012-09-16-21.00.54-400x600

:Vesturgata

heima-400x510

:Merkurgata

10552413_907261109302775_7141492273673744_n

Hér að ofan má svo sjá nýju plakötin, það verða aðeins prentuð 50 eintök af hverjum lit. Þau eru árituð af Lindu og númeruð og eru í stærð A0 (84×118 cm). Plakötin fást aðeins hjá Scintilla í Skipholti 25 og kosta 12.900 kr.

Vonandi gleðja þessar fréttir einhverja þarna úti:)

KOMMÓÐAN: FYRIR & EFTIR

DIYHugmyndir

Munið þið eftir þessari hér? Ég keypti þessa kommóðu á nokkra þúsundkalla í lok aprílmánaðar og hún vakti hreint ekki lukku hjá húsgagnasmiðnum mínum. Honum þótti hún heldur illa farin en ég náði þó að plata hann til að pússa hana fyrir mig í upprunarlegt ástand, fyrst var hún blá, svo rauð, gul, hvít og að lokum kom tekkliturinn í ljós:) Hún er búin að standa hálfkláruð inni í skúr í margar vikur en loksins fóru sumir í sumarfrí og þá var verkið klárað.
IMAG4926-620x826

Eins og þið sjáið þá var hún áður án fóta en ég var strax ákveðin í því að fá mér Prettypegs fætur undir hana með málmhringjum á sem fást á Snúran.is. Mér finnst þær gefa komóðunni smá “klassalúkk” og þær smellpassa við stílinn. -Sparaði líka heilmikla vinnu að þurfa ekki að renna nýjar fætur.

IMAG5366

Ég skal taka betri myndir eftir nokkra daga og sýna ykkur betur, þarna er lakkið líka ekki 100% orðið þurrt. Ég er einnig að setja í skúffurnar ofsalega fallegar marmarafilmur því að botninn í skúffunum er frekar sjúskaður, held það sé eftir að koma mjög vel út:)

Ég er alveg hrikalega ánægð með þetta, tók sinn tíma en falleg varð hún. Hún er það fyrsta sem er tilbúið fyrir barnaherbergið… núna fer þetta að smella:)

KISUKERTIÐ ER KOMIÐ: VILTU VINNA EINTAK?

HönnunÍslensk hönnunUppáhalds

Mikið er ég spennt að fá að tilkynna ykkur það að Kisukertið eina sanna sem mörg okkar erum búin að bíða lengi eftir kom loksins til landsins Í DAG og verður það komið til sölu í völdum verslunum á næstu dögum! Kertið hannaði vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir þegar hún var við nám við Royal College of Art í London fyrir nokkrum árum síðan. Kertið lítur út eins og saklaus kettlingur við fyrstu sýn en inni í vaxinu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu. Kisa er fyrsta dýrið sem fyrirtæki Þórunnar PyroPet gefur út og munu vonandi bætast við fleiri kerti í framtíðinni.

1GPC2QLAO-L-6d-uiwJSZQM1RnBAhZ9LZ5wVdQsiZ5o

Kisa hefur fengið gífurlega mikla umfjöllun þrátt fyrir að hafa ekki verið áður í almennri sölu, það hefur hreinlega rignt inn fyrirspurnum til Þórunnar hvenær kertið komi í verslanir og því er óhætt að segja að það verði margir mjög glaðir að loksins verði hægt að næla sér í eintak. Kisa verður seld í Aurum, Epal, Hrím, Kraum, Minju, Spark design space og Snúran.is og verður það komið til sölu á næstu dögum!

eijIyNoLRHoKmYcADe54n1lrH2sp97uoDBQno1Y-yTQHkABpUKderEBd-C2cNSLaqAwz5-2ZCXhLHwL_RsdOFk oKXYqAPVq64w0S4pkQHW68sKtO-6-YD1puVt5qO8Nt0 Plj-SBA3GCzAzEylJ0d4N-4piviL15Njz-I1UgXRVR4 xfkeJTKUQCeHWJbyBEq0K_uITYuQk1Tj3en2yirBRtI

 Þrátt fyrir að eiga ekki sjálf (enn sem komið er) Kisukerti er þetta þó orðið uppáhaldskertið mitt og ég er ein af þeim sem hef sent óteljandi skilaboð á Þórunni varðandi kisukertið undanfarið ár a.m.k.:)

Í tilefni þess að KISA sé loksins að koma í verslanir verður hægt að eiga möguleika á því að vinna sér inn eitt stykki af kisukertinu fræga í einstaklega skemmtilegum instagramleik!

Það er ýmislegt sem ég og Þórunn eigum sameiginlegt en eitt af því er að við deilum miklum áhuga á kisum. Það sem þú þarft því að gera til að eiga möguleika á að vinna Kisukerti er að merkja þína KISUMYND #TRENDNET & #PYROPET á Instagram.

Mikið hlakka ég til að sjá instagramsíðu Trendnets fyllast af kisumyndum og ég hvet ykkur til að taka þátt í þessum skemmtilega og auðvelda leik. Kisumyndir eru jú alveg hrikalega skemmtilegar:)

Kíkið einnig við á facebooksíðu Pyropet og smellið á like-takkann.

Góða skemmtun og munið að merkja myndirnar #TRENDNET & #PYROPET

Mjá!