fbpx

BJART & LEIKANDI LÉTT

Heimili

Doppóttur sófi við litríka mottu í stofunni er ekki algeng sjón en er hér ansi skemmtilegt svona á móti klassísku ljósgráu eldhúsinu í næsta rými. Heimili sem koma smávegis á óvart eru yfirleitt þau fallegustu að mínu mati og einnig þau þar sem erfitt er að festa fingur á hvaðan hver og einn hlutur kemur.

Björt stofan heillar mig en sjáið einnig rúmgaflinn í svefnherberginu sem er ansi skemmtilegur – og dálítið í anda nýja bólstursverkefnisins míns – kannski verður þetta næsta verkefni;)

Myndir: Innerstadsspecialisten

FALLEG ÚTIFÖT FYRIR HAUSTIÐ Í DIMM

BörnSamstarf

Ætli haustið sé ekki í uppáhaldi hjá flestum okkar, þessi yndislegi árstími og rútínan sem fylgir því að börnin mæti aftur í skólann. Ég andaði örlítið léttar eftir langt og gott sumarfrí hjá mínum börnum sem brosa núna út að eyrum að fá að mæta í skólann og ég elska að fara inn í þessa nýju árstíð sem er yfirleitt stútfull af skemmtilegum viðburðum. Vá hvað þetta er skemmtilegur tími! Það sem var efst á mínum to-do lista eftir sumarfríið var að græja útiföt á krakkana mína sem allt í einu stækkuðu uppúr nánast öllum fötum sem þau áttu! Ég kíkti við hjá DIMM og skoðaði úrvalið sem hefur aldrei áður verið jafn mikið en þar fer fremst í flokki Liewood og Garbo&Friends sem eru svo falleg og vönduð barnavörumerki. Dóttir mín hefur aldrei áður verið jafn vel græjuð fyrir haustið með fallega blómamynstraðann pollagalla og krúttlegustu úlpu sem ég hef séð til að nefna fátt. Það kom mér einnig skemmtileg á óvart að ég fann einnig ýmislegt á strákinn minn sem er að verða 9 ára, ein hrikalega smart skærblá húfa og úlpa sem bæði hittu í mark ♡

Sjáið þessar fallegu myndir frá Liewood sem sýna þó aðeins brot af úrvalinu. Svo fallegir hlýjir og léttir flís og thermojakkar í mörgum litum og sumum þeirra hægt að snúa á báða vegu, húfur og úlpur með hrikalega sætum bangsaeyrum ásamt regnfötum og fleiru. Ég valdi á Birtu mína dúnmjúka dúnúlpu með bangsaeyrum og svo æðislegan léttan thermo jakka sem ég hef lengi haft augun á og er svo tilvalinn fyrir haustið. Bæði til í svo fallegum litum á bæði stelpur og stráka – smelltu hér til að skoða úrvalið.

Ég elska þegar útifötin sem ég vel á börnin mín eru falleg … en fyrst og fremst að þau séu úr gæðum og endast og eru hönnuð með börnin í huga, til dæmis má nefna að í fóðruðu pollagöllunum frá Garbo&Friends eru vasarnir ekki með fóðri því börn elska jú að setja í þá steina og köngla og annað náttúrudót. Einnig er kostur að kanturinn á rennilásnum er með fóðri yfir en ég man eftir að þetta atriði hefur mjög oft truflað Bjart minn síðastliðin ár að hafa rennilásinn uppvið hálsinn eða munninn eins og mörg útiföt eru og með engu fóðri yfir. Þessir litlu hlutir sem tikka í öll box þegar kemur að þægindum fyrir barnið.

Pollagallarnir frá Garbo&Friends voru síðan í svo hrikalega flottum mynstrum og eru fóðraðir með einstaklega mjúku flísefni sem einangrar vel í íslenska veðrinu. “Endurskin á jakka og buxum sem er ekki alltaf á pollafötum og  fullkomið fyrir íslenskar aðstæður. Allir saumar eru límdir og vatnsheldir og efnin laus við öll skaðleg efni.” Smelltu hér til að skoða betur.

Þessi blái litur er svo fallegur og valdi ég blómamynstrið á dóttur mína sem sló í gegn og með pollalúffur í stíl. Ullarhúfurnar frá Garbo&Friends voru svo smart og eru til í stærðum upp í 10 ára! Og svo var sá möguleiki að sérpanta dúnúlpu í stærri stærðum en þær sem voru til frá Liewood ♡

Núna er tíminn til að skoða öll fallegu útifötin fyrir haustið og ég mæli mjög mikið með að kíkja við á úrvalið hjá stelpunum í Dimm ♡

BLEIKI ELDHÚSBEKKUR DRAUMA MINNA ER REDDÝ!

DIYFyrir heimiliðPersónulegt

Sum verkefni taka lengri tíma en önnur og þetta er eitt af þeim ♡ Mig hafði lengi dreymt um fallegan eldhúskrók með bekk þar sem notalegt væri að sitja og fletta blöðum og drekka kaffi, borða morgunmatinn minn og geta horft á fallega útsýnið sem við erum með hér úr eldhúsinu. Mest langaði mig þó að bekkurinn væri bleikur og alveg í mínum anda. Þar sem ég elska að geta gert hlutina sjálf ákvað ég að skella mér í þetta verkefni og spara í leiðinni mikinn pening því það er mjög dýrt að láta sérsmíða fyrir sig og bólstra og hafði ég aðeins skoðað möguleikana í þeim efnum.

Það kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt er að bólstra en ég var vissulega með góðan grunn sem voru ódýrir veggpúðar úr Bauhaus (samstarf) sem ég breytti um lögun á með því að saga boga á annan endann og bólstraði svo upp á nýtt með bleiku efni (keypt í Epal). Bekkurinn sjálfur er gerður úr eldhússkápum frá Ikea (Metod) sem ég festi saman og málaði Svönubleika og setti á þá skrautlista úr Sérefni (samstarf) sem gefa bekknum mikinn sjarma. Sessurnar gerði ég með því bólstra spónarplötur með svampi (keypti í Vogue) og bólstaði með ljósbrúnu leðurlíki (keypt í Godda). Það er algjört lykilatriði að vera með góða heftibyssu en ég byrjaði verkefnið með eina gamla og fannst ég alls ekki góð að bólstra en um leið og ég fékk rafmagnsbyssu þá fyrst varð þetta gaman:)

Það er hægt að kaupa með veggpúðunum franskan rennilás til að smella þeim beint á vegg og fer það líklega eftir hvað þú ert að gera hvort það borgi sig að festa á annan hátt. Veggpúðarnir voru til í nokkrum litum og stærðum og þetta er í rauninni mjög skemmtileg leið til að fá þetta bólstraða útlit á minni pening og eins og þið sjáið hjá mér, þá er líka hægt að breyta og gera alveg að sínu:)

Ég er svo alsæl með útkomuna og um leið ótrúlega glöð að ég hafði getað gert þetta sjálf frá A-Ö. Við getum nefnilega gert svo miklu meira en við höldum oft ♡

Til að sjá enn meira um hvernig ég gerði þetta frá A-Ö mæli ég með að kíkja yfir á Instagram hjá mér þar sem ég sýni í reel og er með vistað í highlights allt um eldhúsbekkinn! @svana.svartahvitu

Takk fyrir lesturinn♡ Ég vona að þessi bloggfærsla komi til með að veita ykkur smá hvatningu!

SUMARFRÍ – CHECK!

Persónulegt

Góðan dag kæru lesendur og velkomin aftur eftir stutt sumarhlé sem fröken Svana ákvað að taka sér í fyrsta sinn í lífinu og jiminn hvað það var ljúft og þarft. Það hefur ýmislegt á daga mína drifið undanfarnar vikur og uppúr standa bæði skemmtileg ferðalög innan og utanlands sem ég kem inná á næstu dögum:) Allskyns verkefni innan veggja heimilisins urðu líka partur af sumarfríinu mínu, að mestu leyti vegna þess að ég hafði lofað að lána heimilið okkar erlendum gestum í nokkra daga í byrjun ágúst og jiminn ég verð að viðurkenna að þetta var mesta hvatning sem ég hef fengið að eiga von á fólki sem gæti opnað allar skúffur og skápa og séð “messið” sem ég hafði skapað á undanförnum annasömum mánuðum (jafnvel árum haha). Við erum að tala um að ég fór í gegnum hvern einasta hlut á heimilinu og hvert einasta ryk, leikskólateikningar 9 ára sonarins voru flokkaðar, lego kubbum var litaraðað og allar skúffur og skápar eru því komin í þokkalegt orden og lausar við matarleifar – og einnig búið að losa út heilu pokana af óþarfa og rusli ahhhh svo mikill léttir. Og toppurinn var svo þegar gestirnir tilkynntu mér daginn fyrir komuna að þau kæmu svo ekki hahaha.

Á meðal þeirra verkefna sem voru kláruð var fallegi eldhúsbekkurinn minn sem ég skrifaði einnig um í dag og þið getið séð hér. Vá hvað ég er ánægð með útkomuna en ánægðust er ég með að geta strikað þetta verkefni af listanum!

Ég vildi bara rétt kíkja hingað inn og skrifa nokkur orð og dusta rykið af lyklaborðinu. Ég er enn með brennandi áhuga á bloggi og efnissköpun og er því að koma aftur sterk til leiks og hlakka mikið til að deila með ykkur allskyns fallegu og áhugaverðu ♡

Þangað til næst,

x Svana

INNLIT Í BLEIKU HÖLLINA HENNAR BARBIE

Heimili

Hver á ekki góðar minningar um Barbie leik úr æsku? Það á að minnsta kosti við mig þar sem ég hélt mikið upp á Barbie dúkkurnar mínar og húsið var auðvitað í miklu uppáhaldi og að endurraða inni í því eins og hægt var. Núna er væntanleg bíómynd um Barbie sem ég er ansi spennt fyrir og hafa allskyns umfjallanir tengdar myndinni líklega ekki farið framhjá ykkur en Barbie dúkkan og Barbie bleikur liturinn eru að eiga sitt “moment” núna um allan heim! Og í anda þess að hér skoðum við saman falleg heimili og ég elska bleika litinn þá fannst mér tilvalið að deila með ykkur innliti í Barbie húsið sem Architectural Digest birtu fyrr í sumar þar sem aðalleikonan sjálf hún Margot Robbie tók á móti þeim og sýndi heim Barbie – þar sem allt er bleikt.

Þó ótrúlegt sé þá eru nokkrir hlutir þarna sem ég er mjög heilluð af og gæti hugsað mér á mitt heimili, þar má helst nefna bleika bólstraða rúmgaflinn sem væri fullkominn inn til dóttur minnar, póstkassann sem er bleikur flamingó fugl, ljósbleika sófann sem er í svefnherberginu ásamt ótrúlega flottum standlampa (eða hvað þetta nú er?) þessir sem eru eins og nammihálsmen í laginu. Og síðast en ekki síst er ég mjög skotin í röndóttu sólbekkjunum!

Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög spennt að sjá þessa bíómynd ♡

 

Ahh ég fæ smá kitl í magann að sjá þennan bleika draumaheim!

WILDRIDE – SNILLD FYRIR GÖNGUTÚRANA MEÐ BARNIÐ

BörnSamstarf

Það er langt síðan ég varð jafn spennt fyrir nýrri barnavöru og þegar ég rakst á Wildride göngupokann. Upphaflega hóf ég að fylgja þeim á Instagram og heillaðist af hrikalega smart mynstrum (*hóst… já hlébarðamynstrið náði mér alveg) og stuttu síðar sá ég að Nine Kids voru að taka inn Wildride göngupokana og þá stóðst ég ekki mátið að prófa!

Dóttir mín, Birta Katrín er nýorðin 3 ára gömul en pokarnir eru gerðir fyrir börn frá 9 mánaða til 4ra ára (20kg), en eftir að hafa prófað pokann með henni þá er ég ennþá meira heilluð og finnst alls ekki vera of seint að eignast hann svona í seinna fallinu (miðað við aldursviðmið). Okkur finnst nefnilega ótrúlega gaman í göngutúrum og sérstaklega í sveitinni en oftar en ekki var ég að ganga til baka með hana á mjöðminni eða hún á háhesti á pabba sínum vegna þreytu í fótum eftir mikið labb. Langflestir burðarpokar eru hannaðir útfrá ungbörnum en ekki sérstaklega sniðnir að börnum sem eru farin að ganga/hlaupa en þurfa þó hvíld eða knús inná milli og þessvegna er þessi poki svona mikil snilld. Wildride er hollenskt hugvit þeirra Britt Schoorl og Joost Hultink sem hafa áratuga reynslu úr tískubransanum og markaðssetningu ásamt því að eiga til samans 5 börn og er sú reynsla alveg að skila sér í þessari snilldarvöru.

Okkar poki fær að fljóta með í allskyns ferðir og fær 100% mín meðmæli. Viljiði giska hvaða mynstur ég valdi;)

– samstarf við Nine Kids – 

Smelltu hér til að skoða úrvalið frá Wildride 

Á ÓSKALISTANUM : PALE ROSE LAMPI FRÁ LOUIS POULSEN

HönnunÓskalistinn

Louis Poulsen kynnti Pale Rose ljósin í fyrsta skipti á árlegu Salone hönnunarsýningunni í Mílanó í fyrra og ég varð samstundis ástfangin! Þar mátti sjá nokkur af þeirra þekktustu ljósum í ljósbleikri útgáfu sem sló algjörlega í gegn en þó var aðeins hægt að versla ljósin beint frá vefsíðu Louis Poulsen þar til núna…

Á nýliðinni 3 days hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn fagnaði Louis Poulsen því að nú er Pale Rose vörulínan væntanleg í nokkrar sérvaldar verslanir… og þar má nefna Epal á Íslandi ♡ Núna er hægt að tryggja sér eintak í forsölu en Pale Rose ljósin eru væntanleg í byrjun júlí! Það er allt fallegra í bleiku er það ekki:)

Myndirnar fékk ég að láni á Instagram síðu @louispoulsen 

Sjá myndir hér að neðan frá fyrstu kynningu á Pale Rose í Mílanó 2022.

Svo ótrúlega falleg útgáfa og er svo sannarlega komin efst á minn heimilis-óskalista!

Smelltu hér til að sjá í vefverslun Epal.is

DRAUMAEIGN Í SÆNSKRI SVEIT – HÉR ER SUMARIÐ

Heimili

Er þetta ekki algjört draumahús? Lítið, fallegt og notalegt einbýli í sænskri sveit og staðsett við vatn þar sem þín eigin einkabryggja bíður. Þvílík lífsgæði það hljóta að vera að búa á svona stað með fjölskyldunni umkringd náttúrunni og minnir mig dálítið á sumarhús. Eins og klassísku sænsku húsi sæmir þá er það klætt panel að innan og málað í ljósum lit og að utan er húsið málað í ekta sænskum rauðum lit sem þekkist betur sem Falu rauður.

Kíkjum í heimsókn,

 

Myndir: Era Sweden fasteignasalan

FALLEGAR ÚTSKRIFTARGJAFIR

Íslensk hönnunÓskalistinnSkart

Það eru margar útskriftir um helgina og í tilefni þess tók ég saman nokkrar góðar gjafahugmyndir sem munu án efa hitta í mark hjá fagurkerum. Falleg íslensk hönnun er í meirihluta að þessu sinni þar sem að útskrift Listaháskólans er meðal annars núna um helgina, má þar nefna skartgripi frá – bylovisa-, bolur og kerti frá Yeoman, vasa eftir Önnu Þórunni, veski eftir Andreu og íslensk list frá Listval ♡

 

Ef þú smellir hér þá ferðu yfir á minn lista hjá -by lovisa- þar sem ég hef tekið saman mitt uppáhalds skart ♡ Óskalisti Svönu / Svart á hvítu

Hér að ofan má einnig sjá Panthella hleðslulampa úr Epal // Gordjöss bol frá Yeoman ásamt handgerðum kertum // Royal Copenhagen stafabolla og Frederik Bagger glös, bæði úr Epal. // Allt skartið er frá Bylovisa. 

Dolce keramíkvasinn eftir Önnu Þórunni er svo flott hönnun, fæst m.a. í Epal // Hér má einnig sjá allskyns vasa úr smiðju Iittala en blómavasar & blóm eru alltaf góð gjöf að mínu mati:) // Albúmabækurnar frá Printworks eru svo skemmtileg gjöf og hægt að vera búin að prenta út myndir og látið fylgja með – fást hér! //Íslensk list á veggina gleður fagurkera og er þetta prentverk frá Listval // Draumaveskið mitt er þetta í neðstu röðinni frá elsku Andreu, svo fallegt og perlubandið alveg einstakt. // Hleðslulampar eru skemmtileg gjöf og ótrúlega nytsamleg, þessi flotti gyllti heitir Como og er frá Epal // Skartgripirnir á myndinni eru frá –bylovisa- úr Fairy tale línunni og eru úr ekta gulli og eðalsteinum og alveg stórkostlega fallegir

Ég vona að þessar gjafahugmyndir komi ykkur að góðum notum ♡