BEÐIÐ EFTIR…

Persónulegt

Ég er alveg hrikalega spennt að fá þessa hluti hér að neðan afhenta en það er dálítið síðan að ég keypti þá. Ég versla ekki mikið á netinu nema ég sé sjálf á leiðinni erlendis og get þá fengið sent á gististaðinn, mér nefnilega dauðleiðist að borga háan sendingarkostnað og svo oft toll ofan á það. Sumir af hlutunum koma þó beina leið til Íslands og sleppa vonandi í gegnum lúguna en aðrir eru á leið til Rakelar vinkonu minnar í Cardiff. Ég datt í smá netrúnt um daginn í leit af afmælisgjöf handa erfingjanum en ég mundi þá eftir að hafa séð þessar fallegu indíána fjaðrir þegar ég var ennþá ólétt og ekki í svona verslunarhugleiðingum svo ég var ekki lengi að skella þeim í körfuna núna. Ég sé þær alveg fyrir mér slá í gegn í framtíðinni í leik en eru á sama tíma líka fallegt skraut í barnaherbergið. Barnið byrjar kannski bara að smjatta á þeim, en með tímanum verður hann vonandi jafn skotinn í þeim og mamma sín!
24886426-origpic-cfe78f

Fjaðrirnar fást hjá sænsku vefversluninni Modelmini, hér. 

HTB1whU6IpXXXXapXpXXq6xXFXXXq

Ég er nýbúin að týna fallegu teppi sem Bjartur átti og þetta bjarnarteppi er því á leiðinni í pósti. Ég hef margoft rekist á það á bloggsíðum án þess að vita hvaðan það væri en datt svo á þetta á Aliexpress af öllum síðum. Ég leyfi mér að efast smá um gæðin en það fær þá bara að koma í ljós. Fæst hér.

da01da0143d0a148111dd3bc73c5d39c

Afmælisblöðrur voru líka pantaðar… þó tölustafurinn einn en ekki tveir. Fást hér. 

 

 

F-SL2608PJ00

 

Og svo síðast en ekki síst, reyndar ekki pantað af netinu því hefði ég aldrei þorað. En mér tókst loksins að finna draumabrillurnar og þessa hér að ofan urðu fyrir valinu. Ég var búin að segja ykkur áður frá gleraugnaleitinni minni og eftir að hafa þrætt allar búllur bæjarins þá valdi ég þessi hér frá Saint Laurent frá Ég C gleraugnabúðinni. Það tekur svo alltaf smá tíma að sérpanta glerin fyrir mig og því er ég búin að bíða í um tvær vikur og vá hvað ég er spennt að fá þau í hendurnar!

Screen Shot 2015-07-30 at 20.30.46

Ég verð líka að viðurkenna að ég hef verið að bíða eftir ágústmánuði enda búin að skipta um blað í dagatalinu fyrir nokkru síðan. Ég hlakka bæði til en er líka mjög stressuð, jú jú litla barnið mitt er nefnilega að byrja hjá dagmömmu eftir tæpan hálfan mánuð! Ætli ég verði ekki grenjandi fyrstu dagana og sæki hann alltaf töluvert fyrr en svo fer ég vonandi að koma einhverri vinnu í verk sem ætti að gleðja þolinmóðu vinnuveitendur mína:) Er þó fegin að dagmamman er sú besta sem völ er á að mínu mati, ekki bara mamma æskuvinkonu minnar heldur líka fyrrverandi vinnuveitandi til nokkra ára svo ég veit að Bjartur verður í góðum höndum. En það brýtur alveg hjartað í mér viðurkenni ég alveg, bara tilhugsunin að hafa hann ekki hjá mér alla daga, alltaf.

5 hlutir sem ég bíð eftir… spenntari fyrir sumum en öðrum;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

DIY KVÖLDSINS: KRYDDJURTUM PLANTAÐ

DIYIkeaPersónulegt

Ég datt í smá tiltekt um helgina og fann þá í einni eldhússkúffunni kryddjurtasett sem ég hafði keypt í Ikea fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég ákvað að planta fræjunum snöggvast en þau sem voru í pakkanum mínum voru fyrir kóríander, timían og basiliku. Þó truflaði græni liturinn á glösunum mig frekar mikið enda langt frá því að vera minn litur, ég ákvað því að smella bara á glösin smá marmarafilmu sem ég á alltaf ofan í skúffu. Það er líka til dálítið sem heitir blómapottar… en það er fínt að spara nokkra hundraðkalla og nýta þessi pappaglös. Að lokum notaði ég merkivélina mína góðu og bjó til litla límmiða til að sjá hvað er hvað. Núna er næsta skref að plasta glösin eftir leiðbeiningum og bíða í nokkrar vikur eftir ferskum kryddjurtum. Vá hvað mig hlakkar til mmmm.

20150728_214526

20150728_21460320150728_204435

Og svona leit þetta út fyrir, grænt og fagurt. Ég henti þessu upphaflega ofan í skúffu því ég átti eftir að kaupa mold, en svo komst ég að því í kvöld að það var allann tíman mold ofan í þessu en ekki hvað! Ég er strax búin að ákveða hvað ég ætla að malla úr ferska kóríandernum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

VILTU VINNA MUUTO STACKED HILLU?

Ég má til með að deila með ykkur þessum geggjaða gjafaleik hjá Epal sem ég geri þó ráð fyrir að mörg ykkar hafa nú þegar tekið þátt í. Stacked hillunni frá Muuto er hægt að raða saman á endalausa vegu og því með mikla notkunarmöguleika á heimilinu. Það væri ekki slæmt að fá eina svona gefins;)

Leiðbeiningar hvernig á að taka þátt má finna á Epal blogginu -hér. 

sx0016_ls1_3

 

 

muuto-hallway1 stacked-shelf-system-muuto2

Æj og svo má líka einhver gefa mér bleika Muuto sófann.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HEIMILIÐ Í VINNSLU…

HeimiliPersónulegt

Ég átti von á góðum gestum í gærkvöldi og þá að sjálfsögðu taka konur til en ekki hvað og þá er um að gera að nýta líka tækifærið og smella af myndum fyrir bloggið. Ég er hægt og rólega að græja heimilið, það liggur ekkert á þó svo að ég væri oft til í að vera örlítið hraðskreiðari þegar kemur að þessum málum. Enn er eftir að hengja upp ýmsar myndir og svo er það barnaherbergið sem hefur verið í smá vinnslu í vikunni. Ég var orðin kasólétt þegar við fluttum hingað inn síðasta sumar svo þá nennti ég litlu, svo þegar krílið kom nennti ég enn minna og svo þegar krílið stækkaði þá er enginn tími orðinn eftir til að dúlla sér mikið við heimilið. En góðir hlutir gerast hægt og ég er viss um að það styttist í að mér finnist allt vera orðið “klárt” hér heima.

20150725_19140620150725_084228

Gott að fá smá hjálp við tiltektina…

20150725_191424

Þessi fínu blóm týndi ég fyrir utan hjá mér korteri áður en gestirnir mættu, falleg og ókeypis skreyting.

20150726_131815

Hillurnar eru loksins komnar upp á vegginn og þá er næsta skref að hengja upp myndir í kring. Það er ekkert grín hvað barnið mitt hefur fengið mikið af plakötum gefins, ég held hann eigi um 7 stk á lager. Núna þarf ég að velja nokkur úr og hengja á vegginn. Kindina keypti ég fyrir nokkrum árum í Hollandi og ég veit því miður ekki hvar svona fæst í dag því ég fæ reglulega spurningar um hana. B-ið (teikningin) er eftir Heiðdísi Helgadóttur og það fæst í Petit.is.

20150726_131921

Þessa uglu teiknaði Heiðdís líka og gaf Bjarti þegar hann var í heimsókn á vinnustofunni hennar, en það er ótrúlegt hvað lítil börn verða heilluð af þessum stóru augum. Loftbelginn teiknaði einnig vinkona mín og teiknisnillinn Bergrún Íris og mér þykir ofsa vænt um hann. Fuglinn er eftir Kay Bojesen og sæti sveppalampinn er frá Tulipop svona fyrir áhugasama.

20150725_143246

Þessa tréperlufesti fann ég fyrir stuttu í Garðheimum og það var ekki fyrr en í gær að ég ákvað hvar ég vildi hafa hana. Svefnherbergið hafði verið smá tómlegt og því var tilvalið að skella henni fyrir ofan rúmið, kortin sem eru núna á festinni voru bara næst hendi en ég held ég setji frekar bara fjölskyldumóment þangað upp við tækifæri. Æj svona næst þegar ég fæ nennuna;)

Vonandi var helgin ykkar ljúf og góð!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HOME SWEET HOME : JELLYPARTY

Íslensk hönnunListPlagöt

Ég kíkti við í dag til vinkonu minnar og teiknisnilla Heiðdísar Helgadóttur, það er afar hentugt að það eru bara nokkur skref frá mér í stúdíóið hennar á Strandgötunni og því kíki ég af og til við og trufla hana í vinnunni. Ég fór reyndar í dag í öðrum tilgangi en að versla handa sjálfri mér en allt í einu er ég komin með þessa hrikalega fallegu Jellyparty mynd inn í stofu til mín í mátun. Þessi mynd hefur heillað mig í langan tíma en þær voru að koma úr innrömmun í dag og er sjúhúklega fallegar….

20150724_203434

Ég myndi þó líklega hafa hana á öðrum stað og þá upphengda, en fínt að máta aðeins við umhverfið:)

20150724_203445 20150724_203454

Og svo er blá líka mjög pretty…

11781600_862620283826276_5307810286135135486_n

Ég er alltaf jafn skotin í verkunum hennar og á sjálf nokkrar ugluteikningar sem eru nú orðnar ansi frægar. Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja í fjörðinn fagra á morgun því þá er 20% kynningarafsláttur af Jellyparty myndunum, en bara á morgun í Stúdíó Snilld – Strandgötu 29 HFJ.

Mæli með!

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421