fbpx

EPAL – HEIMILI HAY

HeimiliHönnunSamstarfUppáhalds

Færslan er unnin í samstarfi við Epal // 

Eitt af mínum uppáhalds hönnunarmerkjum er HAY, ég elska hvað vöruúrvalið er litríkt og skemmtilegt og það geta líklega allir fundið sér smávöru eða húsgagn frá þeim sem hentar þeirra persónulega smekk. Í uppáhaldi hjá mér má nefna Mags sófana, Slit hliðarborðin, Bubble ljósin, Pallisade útihúsgögnin, Dots púðana, rúmteppin og núna nýlegast eru það litrík plastbox sem ég held uppá. HAY er líklega það vörumerki sem ég hef mest verslað af hjá Epal í gegnum tíðana og er það oftast smávaran sem hefur komið með mér heim í poka… verðið er gott svo það er auðvelt að leyfa sér nokkra skemmtilega smáhluti sem hressa við heimilið. Pennar, skipulagsbox og allskyns skrifborðspunt, bakkar, viskastykki, tannburstar og blómapottar eru á meðal minna bestu HAY kaupa:) Og það eru fleiri hlutir sem sitja enn á óskalistanum og ég eignast vonandi einn daginn.

Nýlega opnaði vefurinn HAY.is þar sem finna má allt vöruúrvalið, kíktu endilega við og heillastu með mér af HAY heiminum.

HAY er danskt hönnunarmerki sem slegið hefur í gegn á heimsvísu fyrir skemmtilegt úrval af hönnunarvörum, húsgögnum og smávörum fyrir heimilið og skrifstofuna. Markmið HAY er að framleiða einstaka gæða hönnun á góðu verði með virðingu fyrir danskri hönnunarsögu og hefðum. HAY fæst í verslunum Epal.

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

MUST HAVE BÓKIN : 140 ÁRA SAGA IITTALA FRÁ PHAIDON

HönnuniittalaKlassíkSamstarf

Frá því að ég heyrði fyrst af Iittala bókinni þá rataði hún efst á óskalistann minn. Ég elska hönnunarbækur og það vill svo til að ég elska líka Iittala svo þessi bók mun eiga fastan stað í mínum bókahillum næstu árin – eða nánar á stofuborðinu svona á meðan ég fletti mig í gegnum 140 ára sögu finnska hönnunarrisans.

Þessi bók er fullkomin gjöf fyrir fagurkera og alla þá sem hafa áhuga á hönnunarsögu, handverki og list. Rétt í þessu fékk ég þær fréttir að ibúðin var að fá bókina til sín – gleðifréttir ♡

Iittala bókin er skrifuð af Florencia Colombo og Ville Kokkonen. Bókin fjallar á heildstæðan hátt um 140 ára sögu þessa goðsagnarkennda Finnska hönnunarmerkis. Í bókinni má finna umfjallanir og myndir frá mismunandi áratugum sem sýna vöxt fyrirtækisins frá lítilli glerverksmiðju í finnskum smábæ til þess að verða heimsþekkt vörumerki. Bókin kom út árið 2021 í tilefni af stórafmælinu.

Sjá Iittala bókina í vefverslun ibúðin HÉR

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

NÝJUNGAR & FALLEGT GÓSS // JÚNÍ

Fyrir heimiliðHönnunVerslað

Hver elskar ekki að skoða fallegar og spennandi nýjungar – hér eru nokkur tips sem hafa fangað athygli mína nýlega. Hlakka til að deila með ykkur fleiri hugmyndum og tek glöð við öllum tipsum!

Mottan Pedersborg frá Ikea er spennandi og splunkuný.

Plíseraður lampi og veggljós frá H&M home – klassískt og fallegt.

Matin borðlamparnir frá Hay eru hannaðir af Ingu Sempé, eru einnig plíseraðir og mögulega fyrirmynd þeirra frá H&M og koma í nokkrum fallegum litum. Matin eru ekki spunkunýjir en þó nýlegir frá Hay/Epal:)

 

Blátt sófaborð frá Purkhús sem er sumarlegt og flott.

Oiva Toikka línan sem væntanleg er í haust frá Iittala er draumur – hlakka til að segja ykkur betur frá henni en mig dauðlangar í nokkra hluti úr henni.

Fog er ný lína af heimilisilmum frá uppáhalds herra Tom Dixon.

Ný og falleg blómalína frá Hlín Reykdal, hlakka til að segja ykkur betur frá þessari línu sem nú er komin í sölu í Kiosk.

Ellipse ljósið frá Watt & Veke er nýkomið í hörefni í Dimm.

Nýr litur frá Tekla Fabrics er sandlitur – svo fallegt! Fæst í Norr11.

HAF Studio kynnti á dögunum nýtt keri, VOR sem ilmar eins og fíkjutré og fíkjur. Brennslutími allt að 45 klst, kertið fæst í HAF Store.

Ein mest selda íslenska hönnunin eru án efa Vaðfuglarnir eftir Sigurjón Pálsson sem framleiddir eru af Normann Copenhagen. Nú eru þeir væntanlegir í 6 nýjum og litríkum litum!

Hlakka til að deila með ykkur fleiri nýjungum og fréttum ♡

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

LJÚFFENGT SYKURLAUST BANANABRAUÐ MEÐ SÚKKULAÐI

Matur & baksturSamstarf

Á þessum fallega degi og nýbúin að ljúka áttundu viku í sykurleysi á mínu heimili er tilvalið að deila með ykkur æðislegri uppskrift sem var bökuð um helgina og sló í gegn.

Ég hef fundið mikinn áhuga frá fylgjendum á Instagram fyrir því hvernig við fórum að því að taka út allan hvítan sykur úr matarræði og ég kem til með að skrifa um það. En fyrst og fremst er það sem virkar fyrir mig að geta líka leyft mér sykurlaus sætindi og það er nóg til af þeim. Það gefur jú lífinu smá lit að geta notið góðs matar og kræsinga – og ég mun aldrei hætta að njóta þess ♡

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Valor / Nóa Síríus

Þetta sykurlausa bananbrauð er byggt á uppskrift frá Sólrúnu Diego sem við höfum mjög oft bakað en við skiptum núna sykri út fyrir Sukrin og bættum við sykurlausu Valor súkkulaði sem ég á alltaf til. Ég notaði núna fyllt mjólkursúkkulaði, en það er án efa gott að nota allar hinar bragðtegundirnar og ég kem til með að prófa fleiri!

Uppskrift

2 egg
1 dl Sukrin (upprunaleg uppskrift segir 2 dl sykur).
3 dl hveiti

1/2 dl af olíu eða brætt smjör
1/2 dl mjólk
2 tsk vanilludropar
1-2 tsk. kanill
2 tsk. lyftiduft eða matarsódi
2 -3 vel þroskaðir bananar

Lykilhráefnið er sykurlaust og saxað súkkulaði frá Valor mmmm, við hrærðum því í deigið og settum einnig smá ofan á. Við bökuðum tvöfalda uppskrift og notuðum heila plötu í það.

Bakið brauðið á 180° á blæstri í ca 40-60 mín. Og best er að láta brauðið kólna í nokkrar mínútur svo það detti ekki í sundur. Berið fram með því áleggi sem þið kjósið – ég elska nýbakað bananabrauð með smjöri og osti.

Þið verðið ekki svikin af þessu brauði!

Hlakka til að deila með ykkur fleiri ljúffengum uppskriftum sem ég er safna saman, það er alveg nauðsynlegt að geta bakað um helgar án þess að fá samviskubit og það er hægt að borða nóg af þessu brauði og vera samt full/ur af orku fyrir daginn! En helsti kosturinn við sykurleysi er einmitt sá að blóðsykurinn helst í góðu jafnvægi og þreyta og slen hverfur ♡

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

LITRÍKUR PASTELHEIMUR Á LANGHOLTSVEGI

Íslensk heimili

Vá þetta dásamlega og litríka heimili er algjört sælgæti fyrir augun. Hér býr Ingunn Embla ásamt fjölskyldu sinni en hægt er að fylgjast með henni á Instagram @ingunnemblaa þar sem hún deilir fallegum innblæstri og nóg af litum! Þær mæðgur eru þekktar fyrir mjög mikil smekklegheit og hefur verið gaman að sjá inná nokkur heimili sem öll hafa borið af í stíl og einstakleika♡

Ég fæ ekki nóg af þessu heimili og það lífgar svo sannarlega við daginn. Nú er heimilið komið á sölu og áhugasamir geta lesið sér allt um það með því að smella hér! 

Myndir : Fasteignavefur Vísis.is 

Eigið góða helgi kæru lesendur, þangað til næst er hægt að fylgjast með á Instagram @svana.svartahvitu

ÓSKALISTINN MINN // MAÍ

Óskalistinn

Uppáhalds efnið sem ég bý til fyrir bloggið eru óskalistarnir þar sem ég tek saman fallegar vörur úr öllum áttum sem heilla augað. Það er orðið langt síðan ég birti síðast óskalistann minn og það hefur aldeilis safnast saman á honum – svo mikið að ég kem bráðlega með nýjan lista í júní sem er rétt handan við hornið ♡

Ég vona að þessi listi gefi ykkur góðar hugmyndir,

// 1. Kastehelmi er ein uppáhalds vörulínan frá iittala og á ég nokkrar svona krukkur sem ég nota undir ýmislegt t.d. bómull, minni krukku undir skart og fleira. Langar þó núna í fleiri til að hafa í eldhúsinu. 

// 2. Eldvarnarteppi og það er smart! Við eigum svona í bústaðnum en ég er svo heilluð af þessu merki sem býr til fallegar öryggisvörur. Þetta fæst hjá Fakó. 

// 3. Fallega Kimchi glerkannan sem ég held svo uppá. Ég gaf foreldrum mínum könnuna mína og langar alltaf að eiga eina sjálf. Bleika eða fjólubláa. Fæst hjá Purkhús.

// 4. Nýútgefin Iittala bók frá Phaidon – ég vona að hún komi í einhverjar verslanir hér heima á næstunni. Ég fylgist með! 

// 5. Blómapottur á fótum, þessi er dálítið skemmtilegur! Fæst hjá Ramba. 

// 6. Rúmteppi frá Ihanna home, falleg íslensk hönnun. Fæst m.a. hjá Epal, Ramba, Motivo Selfossi og Póley Vestmannaeyjar. 

// 7. Frederik Bagger glös til að skála í sumar! Þessi bleiku kristalsglös eru æði. Fást í Epal, Snúrunni og Módern. 

// 8. Ég fæ ekki nóg af fallegum plakötum og er alltaf að skoða nýjar leiðir til að skreyta veggina. Þetta er frá The Poster Club.com og er eftir Hönnu Peterson. 

// 9. Múmínbollinn sæti – finnst hann svo tilvalin tækifærisgjöf ásamt t.d. góðu kaffi eða mola. Fæst í ibúðinni og flestum verslunum sem selja iittala og víðar. 

// 10. Bio effect serum – það er jafn gott og sagt er. Ég gæti hugsað mér að eiga alla vörulínuna!

// 11. Sumarlegur kjóll er ofarlega á listanum mínum, þennan sá ég á vefsíðu Boohoo í vikunni.

// 12. Lantern lampinn frá Iittala er svo klassískur og fallegur. Fullkomin brúðkaupsgjöf finnst mér. Fæst t.d. í ibúðinni.

// 13. Vor er nýjasti ilmurinn hjá Haf store – er mjög spennt að prófa þetta kerti sem “ilmar eins og fíkjutré á sólríkum degi.”

// 14. Rúmföt frá Södahl með sumarlegu og fallegu mynstri. Þau fást hjá Bast Kringlunni.

// 15. Ég er mjög hrifin af veskjunum frá Stellu Mc Cartney og finnst þetta æðislegt. Fæst hjá Mytheresa.com.

// 16. Thermo bollar frá Royal Copenhagen eru svo fallegir, og mætti vel fjölga í mínu safni. Royal Copenhagen fæst núna í Epal.

// 17. Nailberry naglalakk í fallegum lit, en þessi lökk eru eiturefnalaus og anda. Er mjög spennt að prófa þau betur. Fæst t.d. í Hagkaup og Beautybox.

// 18. Vandaðir og flottir leðurskór úr nýju skóbúðinni hennar Andreu. Klassískir!

 

Ég vona að þessi listi veiti ykkur innblástur,

Góða helgi!

Fylgdu mér á Instagam @svana.svartahvitu

ÓSKALISTINN : STRING HILLUR Í BEIGE

KlassíkÓskalistinn

Efst á óskalistanum þessa stundina er String hillusamstæða í beige litnum sem kynntur var til sögunnar árið 2019 og ég hef verið með á heilanum síðan þá. String hillurnar eru hannaðar árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og er í dag eitt það fyrsta sem kemur upp í huga fólks þegar hugsað er um skandinavíska hönnun, – algjört hönnunartákn.

Hægt er að setja saman þína útgáfu á t.d. vefnum hjá Epal sjá hér en ég sé fyrir mér að hafa hillurnar á vegg sem liggur frá aðalrými inní eldhúsið og gæti því geymt spariglös í glerskápnum t.d. og fallegt punt á hillunum. Það er endalaust hægt að leika sér með samsetningu og ég viðurkenni að fá smá valkvíða hvernig samsetningu ég ætla að leggja inn pöntun fyrir, finnst þetta allt svo fallegt og svo er komið ágætis úrval af fylgihlutum til að setja á hillurnar.

Algjör draumur, ég elska þennan milda og ljósa lit.

Ég mæli með að prófa að teikna upp þína String samsetningu – það er ágætis skemmtun!

MÚMÍN SUMARLÍNAN ER SUMARLEG OG SÆT

EldhúsSamstarf

Sumarlína ársins frá Moomin er nýlent í verslunum og er æðislega falleg (og sumarleg) sem ég ætla svo sannarlega að bæta við safnið mitt! Ég elska þessar litasamsetningar og þær passa fullkomlega við bleika eldhúsið mitt.

“Sumarlína ársins 2021 hjá Moomin ber heitið Together og er myndefnið framhald af sumarleyfaþemanu sem hófst árið 2018, en teikningarnar byggja á myndasögunni ,,Moomin on the Riviera” eftir Tove Jansson.”

Múmínfjölskyldan fer í frí á frönsku rivíerunni. Þar sem Snorkstelpan vinnur pening í spilavíti getur fjölskyldan látið fara vel um sig á lúxushóteli. Þegar peningurinn klárast er fjölskyldan rekin af hótelinu og neyðist til að
tileinka sér bóhemískan lífsstíl og finna sér næturstað undir bátnum sínum.

Múmínpabbi kynnisti auðugum aðalsmanni sem dreymir um líf sem fátækur listamaður. Þau bjóða honum að gista með þeim undir bátnum en hann fær þó fljótt leið á fyrirkomulaginu. Múmínálfarnir geta ekki búið
að eilífu undir bát svo þau ákveða að sigla aftur heim í Múmíndal.

// Samstarf – ég er þó sjálf múmínaðdáandi og elska þessar fallegu myndskreytingar sem heilla bæði börn og fullorðna.

Sumarlínan er komin í verslanir frá deginum í dag ♡

HÖNNUNARMARS : ÞESSUM SÝNINGUM MÆLI ÉG MEÐ

Íslensk hönnun

Hönnunarmars í öllu sínu veldi er hafinn og ég er alveg ótrúlega spennt fyrir nokkrum sýningum í ár. Dóttir mín var aðeins nokkra daga gömul þegar hátíðin var haldin í júní í fyrra og ætla ég því vonandi að njóta núna tvöfalt. Hér má sjá nokkrar sýningar sem mig langar ekki til að missa af en dagskráin í ár er ótrúlega fjölbreytt og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Styðjum við okkar íslensku hönnuði og kíkjum á sýningarnar þeirra – ég lofa að það mun engum leiðast.

Gleðilegan Hönnunarmars – í maí!

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd //

Epal tekur alltaf þátt með glæsilegri samsýningu sem ég hef alltaf jafn gaman af, í ár er hún mjög fjölbreytt og má þar finna vöruhönnun, textíl, keramík, húsgögn, ljósmyndir og dásamlegan ilm. Minn Hönnunarmars hefst alltaf hér.

Epal Skeifan.

FÓLK

Fólk er eitt af mínu uppáhalds hönnunarmerkjum og ég er svo sannarlega með í þeirra klappliði. Hér má finna samansafn af nokkrum helstu vöruhönnuðum landsins og útkoman er glæsilegar nýjar vörur sem unnar voru útfrá hugmynd um að endurnýta og endurvinna hráefni sem falla til hérlendis.

Hafnartorg, Kolagata.

Splash

Hildur Yeoman, einn af okkar fremstu fatahönnuðum kynnir nýju línu, SPLASH, það er allt fallegt sem Hildur gerir. Ég ætla að nýta tækifærið og skoða nýja verslun hennar í leiðinni sem er víst hin glæsilegasta.

Laugavegur 7.

Norræna húsið

Norræna húsið býður upp á nokkrar áhugaverðar sýningar í ár meðal annars sýnir Arkitýpa tilraunastofu í hringrásarhönnun. Í Norræna húsinu sýnir einnig vinkona mín Hanna Dís Whitehead án efa eitthvað frumlegt og fallegt eins og henni er einni lagið, sýningin kallast Umskipti og veitir innsýn í ferðalag mynstra á milli efniviðar og þeirra umskipta sem eiga sér stað.

Norræna húsið.

Hönnunarsafn Íslands 

Sýning á verkum einum helsta brautryðjanda landsins á sviði grafískar hönnunar. Hversdagsleg og falleg listaverk myndlistarkonunnar Kristínar Þorkelsdóttur verður gert hátt undir höfði á Hönnunarsafni Íslands, sem svíkur engann með sýningum sínum.

Hönnunarsafn Íslands, Garðabær.

Hlutverk 

Ég missi ekki af sýningu á vegum Félags vöru-og iðnhönnuða sem valdi fjórtán hönnuði og hönnunarteymi sem sýna afrakstur af þriggja vikna hönnunarferli. Án efa margt frumlegt og skemmtilegt sem má sjá þar.

Ásmundarsalur.

Útskriftarsýning LHÍ – Af ásettu ráði 

Sem fyrrum nemandi við Listaháskólann er ég alltaf spennt að sjá útskriftarsýninguna. Býst sterklega við að sjá eitthvað mjög framúrstefnulegt og mikinn og fallegan innblástur.

Listasafn Reykjavíkur.

Grapíka

Grapíka – nafnið eitt og sér náði minni athygli, en hér má sjá samsýningu félagskvenna í Grapíku. Hvað eru konur í grafískri hönnun að gera og hvað veitir þeim innblástur? Þú færð svarið líklega hér.

Hafnartorg, Bryggjugata.

H4

Ágústa Arnardóttir vöruhönnuður og vinkona mín frumsýnir hér fyrstu vörulínu Studio Vikur en hún hefur síðastliðin ár unnið að því að skapa og þrófa vörulínu þar sem Heklu vikur er megin efniðviðurinn. Útkoman er falleg og verður kynnt í dásamlegu versluninni Mikado. Mæli með heimsókn.

Mikado, Hverfisgata 50.

 

Hundrað hlutir sem við heyrðum

Hundrað hlutir sem við heyrðum er sýning á bollum sem skreyttir eru setningum sem teknar eru úr samtölum ókunnugra á kaffihúsi. Skemmtileg nálgun á vöruhönnun og gæti ég vel hugsað mér að velja minn bolla.

Reykjavík Roasters, Kárastíg.

Útilykt

66 norður og Fischersund kynna upplifunarhönnun í ár en það er ilmvatnið Úti, þverfaglegt hönnunarverkefni og hægt verður að kynna sér heilan upplifunarheim í kringum ilminn. Óvenjulegt og spennandi!

66 norður Laugavegi.

Þessi listi er svo sannarlega ekki tæmandi og margt fleira sem ég mun án efa skoða og mæli ég með að áhugasamir skelli sér í betri fötin og skoði skemmtilega hönnun, tísku og fyllist af innblæstri á næstu dögum.

Ég kem til að með að sýna frá þeim sýningum sem ég skoða á Instagram @svana.svarahvitu

Sjáumst á Hönnunarmars?

BJART HEIMILI MEÐ FALLEGU BARNAHERBERGI

BarnaherbergiHeimili

Þetta fallega og bjarta heimili heillar en það er staðsett í Gautaborg í húsi sem byggt var árið 1896. Stíllinn er ljós og skandinavískur og falleg upprunaleg smáatriði sem skreyta húsið setja sinn svip á heimilið og gefa því smá grand yfirbragð. Stofan er í klassískum sænskum stíl mætti segja, með Söderhalm sófa frá Ikea, glæsilega Dagg vasann frá Svenskt Tenn ásamt String hillum sem er einnig sænsk hönnun – klassísk sænsk stofa mætti segja? Og smart er hún!

Kíkjum í heimsókn,

Eldhúsið er í klassískum stíl og innréttingar í mjúkum gráum lit með smá grænum undirtón, og marmaraplata ofan á. PH 3/2 loftljós yfir eldhúsinnréttingu og Semi Pendant frá Gubi yfir eldhúsborðinu ásamt Ton og Y stólum.

Þessi planta – akkúrat þessi er á óskalistanum mínum. Fíkus? Er það rétt hjá mér:)

Lítið “þvottahús”…

Svefnherbergið er draumur, en með þessa stórglæsilegu loftlista verður líklega allt fallegt.

Barnaherbergið vekur athygli mína, með notalegu leshorni og allskyns skemmtilegum hugmyndum.

Myndir via Alvhem

Hvaða barn hefði ekki gaman af því að eiga svona skemmtilegt leikherbergi? Það vekur einnig athygli mína spegillinn sem er hengdur upp í barnshæð, en oftast nær eru myndir og speglar sett á veggi í fullorðins hæð. Herbergið er óvenjulegt í lögun (sem á líka við hjónaherbergið) og því rúmið ekki uppvið vegg sem kemur þó mjög vel út og skapast skemmtilegt flæði í herberginu.

Eigið góðan dag kæru lesendur –