fbpx

LÁTTU BAÐHERBERGIÐ LÚKKA BETUR MEÐ ÖRFÁUM TIPSUM

Baðherbergi

Ég hef tekið algjöru ástfóstri við danska vörumerkið Humdakin eftir að hafa tekið stutt viðtal við stofnanda merkisins, Camillu Schram fyrir nokkru síðan þegar hún var í heimsókn hér á Íslandi, hún er algjört yndi og svoleiðis dugnaðarforkur að það er ekki annað hægt en að heillast með hennar hugsjón og ástríðu fyrir Humdakin. Vörurnar hef ég þó keypt í nokkur ár, nánast frá upphafi þegar Epal hóf að flytja þær inn og er ég t.d. algjörlega háð þvottaefninu “01 Sea Buckthorn & Chamomile” en ég elska ilminn sem kemur af þvottinum mínum. Þó á ég enn eftir að prófa nýju ilmina í þvottalínunni sem komu út fyrr á árinu. Eftir viðtalið sendi Camilla mér glaðning sem innihélt nokkrar af mínum uppáhaldsvörum og hefur heimilið mitt ilmað dásamlega síðan þá, en eitt af hennar þrif “tipsum” var t.d. að vera alltaf með góð ilmstrá til að draga fram ef þú átt von á gestum með stuttum fyrirvara og heimilið mun ilma eins og nýþvegið – ég elska svona viðráðanleg tips haha:)

Það eru þónokkrir hlutir á óskalistanum mínum frá Humdakin en það hefur bæst mikið við vöruúrvalið frá því að ég kynntist vörunum fyrst. Núna má finna úrval af allskyns marmarabökkum, mjög smart og stílhrein sápuhengi sem ég algjörlega elska og svo eru einnig nýlega komnar æðislegar þvottakörfur sem rötuðu beina leið á óskalistann.

Oft þarf alveg ótrúlega lítið til að fríska upp á baðherbergið og láta það líta betur út…  – lestu áfram –

Einfalt er oft best þegar kemur að baðherberginu …

…og því best að hafa færri en góða hluti uppivið.  Handsápa og handáburður í stílhreinum umbúðum gera án efa gæfumuninn, og inn á milli má jafnvel fylla á þessar fínu umbúðir með annari sápu ef svo liggur á:) Ég mæli einnig með að reyna að fækka plastbrúsum í sturtunni, geyma þá ofan í skúffu þá sem sjaldnar eru notaðir og jafnvel hengja upp sjampó, næringu og sápu fyrir meira “hótel-lúkk”. Raðaðu svo nokkrum vel völdum hlutum á bakka, hvort sem það er ilmvatn og skartgripir eða einfaldlega handsápa og ilmkerti. Bættu svo við fallegu handklæði í lit sem passar við þinn stíl og þá er allt upptalið! Ef þú vilt gera smá extra – þá er alltaf jafn hlýlegt að heimsækja baðherbergi sem er með fallega gólfmottu og listaverk á veggnum.

Hér að ofan má sjá nokkrar fallegar vörur sem myndu láta hvaða baðherbergi sem er lúkka upp á 10!

Smelltu hér til að sjá úrvalið frá Humdakin

Næsta verkefni á dagskrá á okkar heimili er einmitt baðherbergið sem við ætlum að breyta á sem ódýrastan hátt! Hlakka mikið til að ráðast í það verkefni:)

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

SVEFNHERBERGIÐ GERT FÍNT & HVERNIG AUPING RÚMIÐ HEFUR REYNST OKKUR

PersónulegtSamstarfSvefnherbergi

Verkefni helgarinnar var að gera smá huggulegt hér heima en eftir langt sumarfrí hjá krökkunum (sem stendur enn) þá var nánast enginn hlutur enn á sínum stað og jafnvel ekki verið búið um rúmið frá því í byrjun júní. Ég er svo ótrúlega ánægð með svefnherbergið okkar í dag og loksins er allt að verða eins og það á sér að vera – þá meina ég m.a. að loksins settum við lista á gólfið og í kringum hurðina… góðir hlutir gerast hægt er tugga sem ég þarf reglulega að minna mig á:) Það væri þó gaman að hengja mynd/ir á vegginn fyrir ofan rúmið og er ég núna með augun opin í leit að þeirri einu réttu – sjáum hvað kemur úr þeirri leit!

Núna hef ég verið að prófa Essential rúmið frá Auping (samstarf) síðan í vor sem hefur svoleiðis farið langt fram úr öllum væntingum sem ég hafði. Það er ekki bara ótrúlega fallegt en það er einnig það umhverfisvænsta í öllum heiminum – og einstaklega þægilegt. Okkar rúm er í ljósum lit með höfðagafl í stíl, mér finnst gaman að hafa rúmið sjálft svona stílhreint og geta því leikið mér með stílinn á herberginu á einfaldan hátt með rúmfötum og púðum í mismunandi litum. Núna er smá bleikur fílingur eins og mér er einni lagið.  / Samstarf við Auping & Epal. 

Essential er fyrsta 100% endurvinnanlega rúmið í heiminum og hægt er að fá rúmið í 10 fallegum litum og hægt að bæta við hefðbundnum eða bólstruðum höfðagafli með val um 95 efni! Ég valdi Essential rúm í ljósum lit með bólstruðum höfðagafli og það er einnig stillanlegt svo ég gæti hreinlega hugsað mér að búa í því allan daginn, enda hef ég aldrei kynnst slíkum þægindum áður. Rúmið vekur mig á morganna (!) með því að reisa mig upp sem er ótrúlega flott viðbót við annars frábært rúm, en það er með Auping Smart base botninum sem hægt er að tengja í símann. Skal segja betur frá því næst!:) 

“Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt…”

Þar sem að börnin okkar eru enn á þeim aldri að koma oft uppí til okkar þá fékk ég þær ráðleggingar hjá Auping að prófa að samstilla rafmagnsbotnana svo þeir hækka og lækka samtímis, það hefur reynst okkur ótrúlega vel og því engin hætta að fari illa um það barn á meðan kúrt er á milli (sú yngri haha). Það er svo lítið mál að aftengja samstillinguna og þarf þá bara að setja nýja hlíf yfir dýnurnar tvær en núna erum við með þær inni í einni hlíf svo þetta er sem ein dýna en þó hvor um sig sérvalin eftir okkar líkama og þörfum. Ég mæli klárlega með að skoða þennan möguleika:)

Ég elska hvað hönnunin á Essential rúmunum er stílhrein og létt og fellur rúmið algjörlega inn í hvaða heimilisstíl sem er. En til að skoða alla litina sem í boði eru – smelltu þá hér – 

/ Samstarf við Auping og Epal

Það fylgja tvær fjarstýringar með rúminu en ég er einnig með Auping app í símanum sem ég nota oftast til að stilla rúmið og vekjaraklukkuna sem lætur rúmið vekja okkur.

/ Samstarf við Auping og Epal

/ Færslan er unnin í samstarfi við Auping

Hér eru svo svör við nokkrum algengum spurningum sem ég hef fengið:

Rúmið er Essential frá Auping keypt í Epal / Rúmteppið og bleiku púðarnir eru frá Ihanna home / Lampinn er frá Menu (þráðlaus) keyptur í Epal / Ljósið er frá Watt & Weke frá Dimm / Gardínurnar eru frá Z brautum / Samstarf (dimmanlegar yfir og hvítar Voal undir). Fataskápurinn er Pax frá Ikea og hurðirnar einnig – keyptar á útsölu. / Höldurnar eru vegghankar frá Muuto sem ég keypti í Epal. 

Hér að neðan má svo sjá lítið myndband sem ég gerði um helgina:)

Takk fyrir lesturinn ♡

UNDIRBÚÐU LEIKSKÓLATÖSKUNA Á ÚTSÖLUNNI HJÁ NINE KIDS

BörnMæli meðSamstarf

Jiminn ég trúi því varla að ég sé byrjuð að undirbúa haustið en þar sem dóttir mín byrjar á leikskóla í lok mánaðar (halelúja) er kominn tími á að undirbúa leikskólatöskuna hvað varðar útifatnað. Það er ekki verra að geta nælt sér í nokkrar flíkur á útsölu en núna stendur yfir útsala hjá Nine Kids í versluninni og í vefverslun þeirra þar sem 40% afsláttur er af völdum fatnaði og fylgihlutum. Hér eru nokkrar flíkur sem ég gæti hugsað mér að næla mér í fyrir mín börn, en ég sá einnig að nokkrar uppáhalds flíkur sem við eigum eru á útsölunni, t.d. hauskúpupeysa sem 7 ára sonur minn elskar og einnig fallegar bleikar blómamynstraðar leggings, bolur og stígvél sem ég keypti í vor á lilluna mína.

Ég get ekki annað en mælt með að kíkja við á þessa veglegu útsölu ♡ Smelltu hér til að skoða betur –

Eftir að ég er búin að undirbúa leikskólatöskuna hjá minni dömu þá skal ég sýna frá innihaldinu ♡

7 LITRÍKAR HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ

HugmyndirRáð fyrir heimilið

Sumarið kallar á fleiri liti inn á heimilið – hvort sem það sé einfaldlega með ferskum blómum í vasa, kertum í skemmtilegum litum, ferskum púðum á sófann eða einfaldlega sumarlegan kaffibolla í þínum uppáhalds lit. Eða að fara alla leið og mála veggina í lit – ég lofa ykkur því að það er gott fyrir sálina að bæta lit í lífið:)

Málaðu loftið í björtum lit, sjáið hvað ljósblátt loftið fer vel við beige/gul litaða veggina –

Mála í bleiku er alltaf góð hugmynd –

Gylltur krani og gylltar höldur við þennan fullkomna græna lit er mjög gott kombó –

Þessi bleiki litur stelur allri athygli og er svo sannarlega eitthvað til að leika eftir –

Málaðir listar í lit er ótrúlega góð hugmynd, sjáið hvað þetta er fallegt!

Litrík rúmföt gleðja á þreyttum morgnum og auðveld leið til að bæta lit við heimilið –

Myndir : Svartahvitu Pinterest 

Málað inn í skápa er góð hugmynd og frábær leið til að fríska upp á gömul húsgögn –

Fallegt ekki satt ♡

NÝTT UPPÁHALD! GRINDUR Í BLÓMAVASA

Fyrir heimiliðHönnunMæli meðSamstarf

Grind í blómavasa er án efa ein mesta snilldin sem ég hef eignast og ef þið bara vissuð hvað ég hef beðið lengi eftir svona vöru. Algjört möst have fyrir alla sem elska fallega blómvendi og gerir blómagrindin þá bústnari og mikið flottari.

InVase blómagrindurnar fékk ég að gjöf en ég gæti ekki mælt meira með þeim og fást þær m.a. í Iittala búðinni, Vogue fyrir heimilið og í Epal.

“InVase er lítið fyrirtæki sem er staðsett í Malmö í Svíþjóð. David Neckmar blómaskreytir og stofnandi fyrirtækisins fékk þá sniðugu hugmynd að framleiða glærar grindur sem lagðar eru í botn blómavasa þannig að vendirnir verði aðeins bústnari og njóti sín sem best.”

Blómin á myndunum eru frá Samasem blómaheildsölu (opin fyrir öllum).

Það sem ég mun nota þessar grindur mikið, þessi í stærri vasanum er sveigjanleg og passar í marga ólíka vasa (ekki iittala) og sú minni er sérsniðin fyrir klassísku Aalto vasana og kemur í 3 stærðum.

Á fyrri myndinni má sjá hvernig blómin leggjast uppvið kantinn á vasanum og svo má sjá hvað þau raðast töluvert betur á seinni myndinni þar sem grindin er komin í.

– Smelltu hér til að sjá úrvalið frá InVase –

Takk fyrir lesturinn og eigið góðan dag:)

HEIMA HJÁ STOFNENDUM GANNI ER LJÓSBLÁR Í UPPÁHALDI OG MYNSTUR

Heimili

Stofnendur Ganni búa mjög smart og eru þau algjörlega óhrædd við að feta ótroðnar slóðir þegar kemur að hönnun heimilisins sem á jú einnig við heimsþekkta fatamerkið þeirra. Kóngablár stiginn, litríkar gardínur í ólíkum mynstrum, ljósbláir veggir og einstök listaverk og persónulegur og sjarmerandi stíll einkenna heimilið. Ástralska Vogue birti þessar myndir ásamt áhugaverðu viðtali við þau Ditte og Nicolaj, en til að lesa viðtalið og sjá fleiri myndir – smelltu þá hér –  

Kíkjum í heimsókn,

Myndir :  Enok Holsegård / Vogue Living 

Svo einstaklega fallegt heimili.

SUMARFRÍ HEIMA MEÐ BÖRNIN – YFIR 40 HUGMYNDIR

DIYHugmyndirPersónulegt

Í sumarfríi með börnin þarf stundum að finna upp á skemmtilegri og nýrri afþreyingu til að hafa þetta dálítið spennandi þrátt fyrir að vera bara heima og reynir þá á hugmyndaflugið. Ég er með börn á aldrinum 2 og 7 ára svo þarfirnar þeirra eru ansi ólíkar en þó náum við þrjú oft saman í einhverskonar föndri eða skapandi dundi svo ég reyni að gera sem mest af því og mæli mikið með að skapa minningar á þann hátt.

Hvaða skemmtilega (heima) afþreying fyrir börn er í uppáhaldi hjá ykkur?

Hér má sjá pappakassahúsið sem við vorum að búa til við Bjartur og Birta, ótrúlega einfalt og skemmtilegt föndur sem hægt er að útfæra á milljón vegu. Jafnvel bara með einföldum skókassa og líka að gera hús fyrir dótakalla eða t.d. sveitabæ fyrir lítil plastdýr er góð hugmynd. Ég fékk stóran kassa gefins þegar ég átti leið í Epal í vikunni og spurði hvort þau ættu til utan af húsgagni… þau héldu það nú:)
Sjá video af húsagerðinni hér: www.instagram.com/svana.svartahvitu
Hér eru svo enn fleiri hugmyndir!

Oft þurfa þessi yngri þó ekkert meira en bara smá vatn, hér er mín skotta að þrífa fyrir mig ávextina og gat dundað sér heillengi yfir því alsæl. Það var líka mjög gaman hjá okkur að bleyta chia fræ og lita með matarlit og búa til umhverfi fyrir risaeðlur og playmokalla umlukið vatni og múslí steinum. Börnin mín gleymdu sér heillengi yfir því dúlleríi, en það má sjá mynd af svipuðum leik í myndasafninu hér að ofan.

Vona að þið eigið góða helgi!

HEILT ÁR SYKURLAUS !

Persónulegt

Jahérna… allt í einu er liðið heilt ár án sykurs og reyndar lengra þar sem það var í byrjun apríl 2021 þegar ég ákvað að taka út hvítan sykur og þessi færsla því verið lengi í fæðingu!

Fyrstu mánuðina var ég frekar upptekin af þessum nýja lífstíl og las vel utan á matarpakkningar og var reglulega að prófa nýjar uppskriftir en í dag er ég minna að spá í þessu enda löngu komið í vana. Og það er í rauninni ekkert sem ég sakna sem inniheldur sykur þar sem ég hef komist að því að það er til endalaust úrval af ljúffengu sykurlausu góðgæti. Og er ég mjög dugleg að smakka allt nýtt í búðinni án viðbætts sykurs sem er nýtt og skemmtilegt “hobbý” hjá mér haha.

Þið ykkar sem hafið áhuga að prófa þá lofa ég ykkur því að um leið og sykurinn er kominn úr kerfinu ykkar þá er þetta ótrúlega auðvelt. Og tekur ekki nema örfáa daga. Ég tek það þó fram að ég er ekki neinn sérfræðingur og er bara að deila því sem reynist mér vel. Lykillinn er að vera vel vopnuð af allskyns gúmmelaði án sykurs þegar nartþörfin bankar upp á fyrst um sinn. Ég skrifaði reyndar fína bloggfærslu um þetta sl. haust sem hægt er að lesa með því að smella hér og ég stend enn við hvert einasta orð sem þar stendur ♡ Ég hef einnig útbúið flokk hér á blogginu “Matur og bakstur” þar sem finna má nokkrar uppskriftir sem ég gríp oft í. Einnig er ég með highlights á Instagram þar sem ég deili stundum uppskriftum / Instagram @svana.svartahvitu

Ég elska að geta borðað allt það sem mig langar í hvort sem það séu pizzur, brauð, kökur, ís og súkkulaði án samviskubits (sem ég fékk oft áður – ps. auðvitað á engin/n að hugsa þannig.) En ástæða þess hve lengi ég var að fást til þess að skrifa þessa færslu er að ég vil ekki gefa neinum rangar hugmyndir og að einhver lesandi haldi að það þurfi að neita sér um eitthvað, hvað þá ef það er matur sem lætur þér líða vel ♡

Ég er ekkert í megrun og er nánast í fyrsta skipti í lífinu laus við allar slíkar pælingar og það eitt og sér er mesti sigurinn fyrir mig. Ég spái ekki í vigtinni og stíg helst aldrei á slíka en finn að mér líður betur á líkama og sál eftir undanfarna mánuði. Ég borða allskyns gúrme mat alla daga og eitthvað úr nammiflokknum oft í viku án þess að finnast ég nokkurn tíman vera að “svindla” eins og var búið að stimpla rækilega í hausinn á mér.

“Ég hef í gegnum tíðina verið voðalega holl inná milli og leyft mér um helgar þá bragðaref, snúð og álíka og svo mánudeginum eftir helgi átt erfitt með að “rétta mig af” eða jafnvel þyngst því líkaminn sækir ennþá í sykruð matvæli og blóðsykurinn í ójafnvægi með tilheyrandi þreytu. Það hentar mér því langbest hef ég fundið út að borða einfaldlega það sem ég vil (án sykurs), þegar ég vil.” // Tekið úr færslu frá ágúst 2021.

Ég viðurkenni vel að á sl. ári hef ég verið í þannig aðstæðum að ég hef fengið mér eitthvað örlítið með sykri í en þó teljandi á fingrum annarrar handar. T.d. kanilsnúð hjá ömmu minni… því lífið er alltof stutt til að missa af síðasta snúðnum hennar ömmu og engin matarkúr er þess virði. Enda á ég ekki ömmu á lífi í dag ♡ Einnig ákvað ég að ég myndi undanskilja áfengi frá þessum lífsstíl – tek það þó fram að það hentar mér þar sem ég drekk afskaplega sjaldan áfengi en þá við góð tilefni sem ég vil enn geta skálað fyrir. En hver og ein/n fer bara sína eigin leið.

En fyrir utan það að missa allan áhuga á megrun og megrunartali (þá lokast eyrun mín):) þá tók ég líka þá ákvörðun að hætta að segja nei við myndatökum sem var mjög frelsandi, og að vera bara… æ smá meira sama um útkomuna. Jiminn hvað það er mikið skemmtilegra þannig! Myndirnar hér að neðan eru svo þar sem ég er alsæl í nýjum kjólum sem ég leyfði mér í tilefni þess hvað það er gaman að vera til:)

Ég vona að þú lesandi góður gerir bara hreinlega bara það sem lætur þér líða vel – og ef þig vantar ráðleggingar með eitthvað þá er þér velkomið að skilja eftir athugasemd hér að neðan eða senda mér skilaboð. Ég fæ oft fyrirspurnir um hvað ég er að borða á daginn… það gæti verið forvitnilegt að taka það saman ef áhugi er fyrir slíku:)

Mynd : Aldís Pálsdóttir  

Bleikur kjóll: AndreA og fjólublár kjóll keyptur í Magasin du Nord.

Takk kærlega fyrir lesturinn ♡

Fylgstu endilega með á instagram @svana.svartahvitu

DRAUMAHEIMSÓKN TIL HELLE MARDAHL

HönnunPersónulegt

Danski hönnuðurinn og glerlistakonan Helle Mardahl er engum lík en hún skapar svo fallega og litríka muni sem eru nánast eins og konfekt fyrir augun. Ég kom við á sýningunni hennar Helle Mardahl á 3 days í Kaupmannahöfn og heillaðist alla leið upp úr skónum, þvílíkur draumaheimur sem hún hafði skapað þar sem glerlistin hennar flæddi um öll rými í stórkostlegum uppstillingum og fallegir litir og blóm gerðu þessa upplifun enn meiri.

Mig hefur lengi dreymt um að að eiga verk eftir Helle og bonbonniere skúlptúrinn er þar efst á lista. Svo fallegt – en fyrir áhugasama þá fæst Helle Mardahl hér heima hjá Vest. 

ORKIDEUR / TIPS TIL AÐ HALDA ÞEIM Á LÍFI

PersónulegtRáð fyrir heimilið

Orkideur eru einstaklega falleg blóm en hingað til hefur mér ekki tekist vel að halda þeim lengi á lífi. Ég leitaði því til fylgjenda á Instagram um ráð til að halda þeim lifandi og fékk send nokkur góð ráð varðandi hversu oft á að vökva þær.

/ Mynd tekin í Samasem

Til að byrja með þá gladdi það mig að mér var bannað í versluninni að kaupa hefðbundinn keramík blómapott undir Orkideurnar og var vinsamlegast bent á að kaupa glæran pott ef ég ætlaði að halda þeim á lífi. En Orkideurnar og glæru pottarnir eru frá Samasem (fékk í gjöf). Ég fékk augljóslega valkvíða hverja ætti að velja og tók 3 liti sem mér finnst gefa heilmikið líf á heimilið.

Það er þó víst ekki nóg að hafa rétta blómapottinn því það þarf að vökva þessar elskur rétt. Mælt var með því að fylgjast með rótunum í pottinum og plantan er þyrst þegar ræturnar eru grá/silfurlitar. “Aldrei á að hella vatni ofan frá heldur að láta pottinn sitja í vatni t.d. í klst 1x í viku eða eftir því hvernig ræturnar eru. Orkidean er sátt ef ræturnar eru grænar og bústnar og potturinn verður þyngri. Þegar blómin klárast má klippa stöngulinn niður að neðsta auga eða hnúð ef hann er farinn að gulna og fölna. Og nýjir stönglar koma aftur með reglulegu millibili.”

Ráð fengin undir Instagram mynd – smella hér til að sjá-