NÝTT FRÁ HAY // 3 DAYS OF DESIGN

Fyrir heimiliðHönnun

Nú stendur yfir hönnunarhátíðin 3 days of design í Kaupmannahöfn sem mig dreymir um að vera stödd á. Ég er þó með í anda í sólinni í kóngsins Köben þar sem ég væri að drekka í mig fallega danska hönnun en með hjálp samfélagsmiðla verður það ögn bærilegra að missa af þessari frábæru hönnunarhátíð í ár! 3 days of design er hönnunarsýning sem á sér stað um alla Kaupmannahöfn þar sem fremstu hönnunarframleiðendur dana taka þátt og opna sýningarrýmin sín og kynna nýjungar ásamt því að veita klassískri danskri hönnun verðskulduga athygli.

HAY var lengi vel mitt uppáhalds danska hönnunarmerki en svo dró aðeins úr spenningnum að mínu hálfu en mér til mikillar gleði sýnist mér HAY ætla að koma “aftur” með krafti en sýningarrýmið þeirra á 3 days of design hátíðinni er algjör draumur! Í kjölfarið kíkti ég við á heimasíðuna þeirra til að kynna mér betur þessar nýjungar en það sem ber hæst eru nýjir lampar sem minna á eitthvað fínerí úr geymslunni frá ömmu, Matin hannaðir af Ingu Sempé, Bernard er svo klassískur leðurklæddur hægindarstóll í anda Børge Mogensen sem bætist við, heill heimur af litríkum og fallegum smávörum, en svo vakti það einnig athygli mína að HAY kynnir Bubble ljós George Nelson undir sínum merkjum en ljósin eru klassík frá árinu 1952 og hafa verið lengi í framleiðslu…

 

Myndir : HAY

Litagleðin er allsráðandi og svo eru þau auðvitað extra falleg sýningarrýmin sem þessi fyrirtæki eru með í Kaupmannahöfn og úr verður einhverskonar hönnunar draumaveröld. Ég er að minnsta kosti mjög ánægð með HAY þessa stundina, sjáið t.d. hvað þessi fjölnota gullrör eru pretty!

& ef einhver vill tengja þessa færslu við þá sem kom inn í gær varðandi það að vera umhverfisvænni þá minni ég á að ég legg mikla áherslu á gæði og vörur sem gætu gengið kynslóða á milli. Þess má einnig geta að HAY er með ábyrga umhverfisstefnu sem hægt er að kynna sér betur hér ♡

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HVAÐ HÖFUM VIÐ GERT?

Umfjöllun

Undanfarnar 10 vikur hef ég setið sem límd við skjáinn á mánudagskvöldum og horft á “Hvað höfum við gert” heimildarþættina á RÚV í stjórn Sævars Helga Bragasonar. Ég hef verið dugleg að minnast á þáttinn við mitt fólk og reynt að hvetja til áhorfs en þættirnir snertu svo sannarlega við mér og hef ég í kjölfarið orðið töluvert meðvitaðri um neysluhyggju, sóun og sjálfbærni. Þættirnir eru á mannamáli og ef þið hafið ekki kíkt á þá hingað til þá vil ég hvetja ykkur til þess – það ætti nánast að vera skylduáhorf. – Smellið hér til að finna þættina – 

Mér finnst áhugavert þegar bent er á að það þurfa ekki allir að vera fullkomnir þegar kemur að því að vera umhverfisvænir en það þurfa þó allir að gera eitthvað. 

Eftir hvern þátt höfum við rætt smá saman um hvað við getum gert til að leggja okkar að mörkum og það er svo sannarlega í mörg horn að líta. Hvort sem það kemur að matarsóun, flokkun á rusli, velja sjálfbærar og umhverfisvænar vörur framyfir aðrar þegar við á, laga hluti og föt í stað þess að kaupa alltaf nýtt, labba og hjóla meira, neyta ekki dýraafurða x daga í viku, velja gæði framyfir ódýra hluti með stuttan líftíma, minnka plastnotkun, og taka alltaf með poka í búðina?

Ég er langt frá því fullkomin í þessum málum en er þó vakandi núna og farin að horfa betur á mína lifnaðarhætti. Ég reyni mitt besta að leggja mikla áherslu á gæði og vandaðar vörur sem ég get átt helst í lífstíð, bestar eru að sjálfsögðu staðbundnar vörur þó það sé ekki alltaf möguleiki.

Hafið þið áhuga á að ég taki saman vörur fyrir heimilið sem uppfylla einhverjar af þessum kröfum, sjálfbærar, lífrænar, staðbundar og umhverfisvænar? Ég sjálf er orðin forvitin að kynna mér úrvalið:)

Ég gerði nefnilega könnun á Instagram hjá mér nýlega og bað um ráð varðandi vörumerki, verslanir eða slíkt sem væri betra fyrir umhverfið og það voru mjög litlar undirtektir, nánast eins og enginn af þeim nokkur þúsundum fylgjenda sem sáu spurninguna, hefðu hreinlega áhuga á umhverfisvænum vörum… en vonandi bara vegna þess að okkur vantar hugmyndir! 

Mér þætti gaman að heyra frá ykkur um ráð sem auðvelt er að tileinka sér hvað hægt er að gera betur, því við þurfum jú öll að gera eitthvað.

Þessir litlu hlutir sem ég hef verið að tileinka mér undanfarið er helst matarsóun (erum að prófa áskrift hjá Eldum Rétt), og ég er einnig orðin meistari í að flokka rusl hvort sem það sé heima, í bílnum eða í bústað. Einnig er ég farin að upplifa nýja tilfinningu sem ég kýs að kalla “umhverfissamviskubit” en það er ef ég gleymi fjölnota poka í búðinni. Þá er ekkert annað í stöðunni en að taka hlutina í fangið og labba pokalaus út í bíl.

Nýju nágrannarnir mínir eru ofur umhverfisvæn og hef ég fengið góðar hugmyndir frá þeim, t.d. með það að ef þú gleymir poka þá þarf bara að gjöra svo vel og skella vörunum aftur í kerru, keyra að bílnum og raða svo þar í fjölnota pokann haha. Því það gerir víst engum greiða að kaupa bara annan fjölnota poka -brilliant! Þið getið fylgst með henni Gunnellu á Instagram en hún heldur úti síðunni Hreinsum Hafnarfjörð @hreinsumhafnarfjord

Ýmislegt annað hefur týnst til hjá mér varðandi betri siði sem ég tek fagnandi á móti, en vil þó minna á að þessi færsla á ekki að vera um mig, því ég er aldeilis ekki fullkomin í þessum málum en hef þó núna áhuga á að gera betur sem ég vona að þið séuð sammála mér með.

Smellið endilega á hjartað eða líkar við hnappinn hér að neðan ef þú hefur áhuga á fleiri færslum í þessum anda ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT & FALLEGT FRÁ BITZ // GLERLÍNA TIL STYRKTAR BÖRNUM Í MALAVÍ

EldhúsFyrir heimiliðSamstarf

Borðbúnaðurinn frá Bitz er í miklu uppáhaldi hjá mér og er stellið mitt einmitt frá þessu fallega danska merki. Bitz hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og þykir mér því skemmtilegt að segja frá því að núna bætist við glerlínan Kusintha – sem er úr endurunnu gleri og styður sala á vörunum við börn í neyð í Malaví! Nýi borðbúnaðurinn kemur í mörgum fallegum litum sem passa vel við núverandi Bitz borðbúnað og hægt að leika sér með litasamsetningar.

“Kusintha þýðir breyting og mun salan á vörunum stuðla að breytingum fyrir börn í Malaví í samstarfi við Rauða krossinn í Danmörku. Markmiðið er að safna 1.000.000 DKK á 5 árum sem tryggir að minnsta kosti uppsetningu á 25 vatnsbrunnum í Malaví. Hér má finna nánari upplýsingar um verkefnið: www.kusintha.dk “

Kusintha glerið er framleitt á Spáni og er úr endurunnu gleri sem gefur vörunum einstakt og hrátt útlit. Glerið hefur grænan undirtón en öðrum litum er náð fram með úðun. Með hverri keyptri vöru úr Kusintha línunni styður þú við börn í neyð í Malaví.

 

Myndir : Bitz Living

Sjáið þessa fallegu liti – ljósbleiku diskarnir mínir sjást þarna á myndinni og ég hef einnig verið að safna svörtum Bitz matardiskum. Ég elska hvað vörulínan frá Bitz er fjölbreytt svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

EINN ÞEKKTASTI BLOGGARI SKANDINAVÍU SELUR HÚSIÐ – SJÁÐU MYNDIRNAR

Heimili

Ein þekktasta bloggdama í bransanum er án efa hin smekklega norska Nina Holst hjá Stylizimo blogginu sem ég hef fylgst með nánast frá upphafi, heimilið hennar er algjör draumur þar sem hönnunaríkon mæta hreinræktuðum skandinavískum stíl. Hún vinnur gjarnan með stærstu hönnunarframleiðendum á Norðurlöndunum, Fritz Hansen, Louis Poulsen og fleiri eðalmerkjum og heimilið hennar er uppspretta innblásturs fyrir þá sem elska stílhrein og fáguð skandinavísk heimili og er Nina jafnframt stílfyrirmynd margra.

Núna er komið að því að glæsilega heimilið hennar Ninu sem staðsett er í Drammen, Noregi er komið á sölu – og þrátt fyrir að hafa séð marga króka heimilisins oftar en hundrað sinnum þá komu fasteignamyndirnar mér þó á óvart og margt nýtt var að sjá.

Kíkjum í heimsókn á þetta glæsilega og vandaða heimili ♡

Myndir : Finn.no

Það er sérstaklega gaman að fá að sjá alla króka og kima á þessu fallega heimili, geymslu, þvottahús, skrifstofur og verönd þar sem allt er vandlega valið og fallega stillt upp. Heimilið er stílhreint og nánast allt er í annaðhvort hvítu, svörtu, gráu og brúnu svo heildin er mjög þægilega falleg ef svo má að orði komast. Hvað finnst ykkur?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

STÆKKAÐI ÍBÚÐINA MEÐ HJÁLP PINTEREST

Heimili

Litlar íbúðir bjóða oft upp á ótrúlega marga möguleika og litlar breytingar koma þér yfirleitt mjög langt. Hér býr Tomai Nordgren, sænskur smekksmaður sem sá mikla möguleika í þessari 40 fermetra íbúð. Það var algjört lykilatriði að brjóta vegg á milli svefnherbergis og eldhúss og útbúa þar glugga sem hleypir dagsbirtu inn – hugmyndina sá hann á Pinterest, ég hef einnig bloggað um nokkrar slíkar íbúðir, en þetta segir hann hafa skipt mestu máli og íbúðin samstundis “stækkað”. Hann Tomai talar einnig um það í nýlegu viðtali við Elle Decoration hversu miklu máli skiptir að blanda saman persónulegum munum við hönnunarvörur, t.d. Flos lampann og hluti frá H&M Home – það er lykillinn að fallegu heimili og gæti ég ekki verið meira sammála.

Kíkjum í heimsókn –

-Viðtalið má lesa í heild sinni á Elle Decoration með því að smella hér – 

Þetta heimili er algjört gull og ég elska hvernig hann færir inn liti í fallegum skrautmunum og vinnur með andstæður sem “poppa” heildina upp.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

BRÚÐARGJAFALEIKUR DIMM ♡

Samstarf

Dásamlega brúðkaupstímabilið er að ganga í garð og líklega mörg ykkar á fullu í undirbúningi fyrir stóra daginn. Það er líklega órjúfanlegur hluti af brúðkaupsundirbúningnum að setja saman gjafalista af þeim hlutum sem sitja á óskalistanum en slíkir listar koma gestum alveg gífurlega vel við að finna réttu gjöfina, þó svo að sumir gestir (líklega ömmurnar) munu aldeilis ekki fara eftir þeim haha.

Í samstarfi við verslunina Dimm kynni ég fyrir ykkur Brúðargjafaleikinn 2019 þar sem heppin brúðhjón fá í vinning 150.000 kr. inneign í versluninni en dregið verður úr leiknum þann 15. september.

Öll brúðhjón sem skrá gjafalistann sinn hjá Dimm fá gjafabréf að upphæð sem nemur 15% af öllu sem keypt er af listanum. Þar að auki fara öll brúðhjón sem gera lista í pott þar sem vinningurinn er hvorki meira né minna en 150.000 kr inneign í versluninni.

Ég tók saman lista af fallegum hlutum sem færu á minn gjafalista – ef ég væri að gifta mig ♡

– Smelltu hér til að fá upplýsingar um leikinn og leiðbeiningar hvernig á að búa til listann – 

Eigið góðan dag!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LÍFLEGT OG LJÓST HEIMILI Í MALMÖ

Heimili

Áberandi mottur eða svokallaðar “statement” mottur er heitasta trend ársins að mati sérfræðinga og ef þið eruð í vafa með hvað það hugtak stendur fyrir þá þurfið þið að kíkja í heimsókn hingað. Bjart og ljóst heimili í Malmö, það fer bráðum að vera undantekning að sjá hvítmálaða veggi en ég heillast alltaf jafn mikið af hvítum heimilum, sjáið þá hvað mottan gerir rosalega mikið fyrir heildina og lyftir því á hærra plan. Það er lítið um svokallaðar hönnunarvörur á þessu heimili sem gerir það svo persónulegt – kíkjum í heimsókn!

    

Myndir : Elle Decoration

Ég er alltaf með augun opin fyrir fallegum mottum, rakst á æðislega fallegar nýlega í London í Anthropology sem ég hefði mikið viljað taka með í heimlán og máta. Það er nefnilega vandasamt val að finna fallega mottu, sérstaklega ef þú ert í leit að einhverju einstöku – eins og ég ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MÆÐRADAGSGJAFIR ♡

Óskalistinn

Mæðradagurinn er á sunnudagin og í tilefni þess tók ég saman lista af fallegum gjafahugmyndum fyrir ykkar konu(r). Ég minni þó á að myndskreytt kort með kveðju eða falleg blóm er líka dýrmæt gjöf og það þarf ekki að kosta mikinn pening að gleðja. Þó vitið þið sem fylgist hér með að ég heillast af fallegum hlutum og hef einstaklega gaman að því að taka saman óskalista eins og þennan hér að neðan. Fyrir ykkur sem eruð að leita að fallegri gjöf fyrir Mæðradaginn – leitið ekki lengra.

Hér eru þeir hlutir sem rata á minn óskalista þessa stundina – íslensk hönnun, fallegt fyrir heimilið og smekklegir skór fylgihlutir ♡

 

// Blómavasi Narciso frá Haf store, 34.900 kr. // Bleik karafla frá Kokku, 5.950 kr. // Glow líkamsolía frá Angan, Haf store, Epal, Hrím (6.990 kr.) // Gordjöss eyrnalokkar frá Hlín Reykdal, fást í Epal og Hlín Reykdal á Granda, 22.000 kr. // Röndóttur púði OYOY frá Snúrunni, 11.500 kr. // Bjútífúl hringur, Soru Jewellery frá Hlín Reykdal, 25.000 kr. // Hlébarða mittisveski Faux fur, frá AndreA, 21.900 kr. // Ilmkerti Eucalyptus frá Dimm, 6.990 kr. // Marmarabakki undir fínerí, frá Dimm, 11.490 kr. // Geggjaður kollur (Pouf) sem til er í nokkrum litum, Snúran, 48.900 kr. //  Skór með gylltum hæl, frá Apríl skór, 29.990 kr. // Sætur Múmín sumarbolli, m.a. Kokka og Epal, 3.100 kr. //

Eigið góða helgi x

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

EKKI MISSA AF // SUMARMARKAÐUR NETVERSLANA ER UM HELGINA!

Samstarf

Ekki missa af Sumarmarkaði netverslana sem verður haldinn með pomp og pragt um helgina þar sem ótrúlegur fjöldi af íslenskum vefverslunum kynnir glæsilegt vöruúrval sitt fyrir gestum og gangandi.

Ég er spennt að kynna mér um helgina allar þessar verslanir en um er að ræða yfir 60 fjölbreyttar netverslanir sem taka þátt. Ég renndi yfir vefsíður verslananna í morgun og fann fjölmargt sem hugurinn girnist og aðrar nauðsynjavörur en þarna verður að finna allt frá skrautmunum fyrir heimilið, barnaföt og leikföng, íþróttavörur, snyrtivörur, fatnað og margt fleira. Úrval íslenskra verslana sem finna má á netinu er alveg frábært og er í dag hægt að versla nánast allt það sem okkur vantar á þægilegan hátt heima í stofu en núna gefst tækifæri að skoða vörurnar enn betur.

“Á staðnum verða um 60 fjölbreyttar netverslanir og fjölmörg tilboð í gangi. Á síðasta viðburð mættu um 14.000 gestir. Við munum fá heimsókn frá Latabæjar persónum kl. 13 bæði á laugardag og sunnudag sem munu heilsa uppá og skemmta börnunum.  Einnig verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin. Gastro Truck og Valdís verða á svæðinu svo enginn fer svangur heim.”

Ég tók saman lítið brot af úrvalinu og eins og sjá má þá verður það virkilega fjölbreytt ♡

 

Sumarmarkaður netverslana verður haldinn helgina 11. – 12. maí í Víkingsheimilinu, Fossvogi. Markaðurinn stendur frá kl. 11-17 bæði á laugardag og sunnudag.

Ekki láta þig vanta á þennan skemmtilega sumarmarkað!

Þær netverslanir sem verða á staðnum eru:
Von Verslun / Purkhús / Literal Streetart / Blómstra  / Emory / Ihanna Home / Fotia  / Kimiko / Bambi / Brandson / 24 Iceland / Prentsmiður  / Lítil í upphafi / OXO / Voxen Secret of Iceland / Cornelli kids / Hans og Gréta / HN gallery  / Minilist / MAR Jewelry / Model & Gjafahús / Krums / BRYN design / Óli prik / Befit / Heimilislíf / Agú Hrafnagull / Tropic / Regnboginn / Lineup / Keramík pottar / Ilmvörur / Nutcase / Lean body / Sierra wool / Mjöll / Belleza / Milano / Ice Korea / Ilmurinn / Black sand / Crystal nails / GUP design / The Rubz / Geo Silica / Zkrem Græn viska / JóGu búð / Káti fíllinn / Gríslingar / ENJO á Íslandi / Bára Atla Clothing / MetanoaDeLaRose / Innocent Youth Clothing / Svartar Fjaðrir / Markaðurinn er haldinn af POP mörkuðum.

Hlakka til að kíkja við! 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

INNLIT HJÁ TÍSKUSKVÍSU FRÁ KAUPMANNAHÖFN

Heimili

Litagleðin heldur áfram í fallegum heimilum sem við skoðum enda varla annað hægt en að vera opin fyrir litríkum og glaðlegum heimilum svona þegar veðurblíðan er farin að láta sjást til sín hér heima. Núna er rétti tíminn til að breyta aðeins til á heimilinu og koma því í sumarbúninginn, litríkir púðar á sófann og blóm í vösum, sumarleg veggspjöld í ramma og jafnvel hvíla aðeins nokkur kerti og kúruteppin á sófanum fara inn í skáp (eyða frekar tíma utandyra en uppí sófa).

Vorin eru oft tími breytinga sérstaklega hjá okkur sem fáum meiri orku við lengri dagsbirtu. Núna er ég einnig í pallahugleiðingum og við höfum verið að skoða aðeins hvernig megi gera pallinn okkar smá huggulegann fyrir sumarið þar sem sumrinu verður að mestu leyti eytt heima fyrir í framkvæmdum.

Kíkjum í heimsókn til Marie Jedig, tískuskvísu frá Kaupmannahöfn sem er með yfir 80 þúsund fylgjendur á Instagram. Þar birtir hún nánast bara tískutengt, en sænska tímaritið Elle Decoration tók saman þetta fallega innlit til Marie.

 

Myndir via Elle Decoration

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu