INNLIT: GULL & GRÆNAR PLÖNTUR

Heimili

Ég er flutt hingað inn í huganum♡ Þetta er akkúrat innlitið sem ég þurfti að sjá til að fá smá innblástur fyrir heimilið mitt, svo sumarlegt og fallegt. Þessi íbúð er stíliseruð af Alvhem fasteignasölunni en það sem er svo áhugavert við þau er að samhliða fasteignabransanum reka þau hönnunarverslun þar sem hægt er að kaupa flestar vörurnar sem þau nota til stíliseringar. Sniðug viðskiptahugmynd! Ég dey samt smá við tilhugsunina að flytja í hverri einustu viku svo þetta jobb gæti ég aldrei unnið við. Það er þó gaman að fylgjast stundum með framkvæmdunum á heimasíðunni þeirra, en sumar íbúðirnar eru teknar í nefið fyrir myndatöku -málað, veggfóðrað, múrað og skipt um krana svo eitthvað sé nefnt, s.s. þetta sem við hin nennum að gera á þriggja ára fresti;)

Svart hvíti stíllinn er ríkjandi á þessu heimili en með þessum gylltu (brass) detailum og öllum plöntunum þá er þetta alveg fullkomið heimili og svo fallegt fyrir augað líka.

Ég klippti nokkur villt blóm úti í garði í vikunni og setti í vasa og mikið sem það lífgar heimilið við, mæli með því!

SFD3AF4B37912F04C90AE39897797BB5496 SFD6CA2E80D38AE4EE486986F26B011592B SFD8AB68C9AE87C46639DA6A29BCB3B6EBE SFD9C9C529D202B4E88A484B9F8715886C9 SFD9FC769DDD76A44799A1EEE8CD677A464 SFD462D05261F314BB4BCC25597164A55F4 SFD700AC5EBF349475E816409474520FE24 SFD5548B2F4683644E48227F059B49E1374SFDF1DABD46869A49FAA4B862966436CE50 SFDAB72B894CD1B4E26A87E572C90414F9D SFDB2DA50A4189A4001B630AFFBA805E330 SFDE851C8BD77E14ED09CC851267695B093 SFDEBFEB48DB4294E1FBB61D89AAFA6612E

Þvílíkur draumur, hver væri ekki til í að búa þarna:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

IKEA PS VINNUR RED DOTS VERÐLAUN

HönnunIkea

Red dots hönnunarverðlaunin voru veitt fyrir tveimur dögum eða þann 29.júní en Red Dot er ein virtasta hönnunarkeppnin í heiminum og hefur verið haldin síðustu 60 ár. IKEA PS 2014 loftljósið hlaut Red Dot verðlaunin fyrir hönnun, ljósið fékk viðurkenningu fyrir vel framkvæmda hönnun og vel úthugsaða virkni. 38 manna dómnefnd mat ljósið ásamt 4.928 öðrum hönnunarvörum frá 56 löndum. Ekki slæmt að vinna slíka keppni!

Mér finnst þetta vera stórskemmtileg hönnun á ljósi en hefur það verið í sölu síðan í apríl á þessu ári í appelsínugulri og túrkís útgáfu, en það eru að koma nýjar útgáfur í ágúst sem ég er mjög spennt að sjá, en það eru silfur og kopar.

IKEAPSloftljos

“Innblásturinn fyrir IKEA PS 2014 loftljósið kemur úr vísindaskáldskap og frá tölvuleikjum. Einfaldur búnaður breytir útlínum ljóssins. Með því að toga í spotta breytist lögun skermsins og styrkur ljóssins breytist. Þegar skermurinn er lokaður kemst aðeins lítil ljósglæta út, en þegar hann er opinn skín bjart ljós sem varpar skemmtilegum skuggum á veggina.”

ikealjos
Screen Shot 2015-07-01 at 18.28.56

Það sem er auðvitað jákvæðast við þetta er að það er falleg hönnunarljós eru oft rándýr og ekki á allra færi, en verðmiðinn á þessum er bara nokkuð góður myndi ég segja, eða 7.690 og 13.950 kr (kopar og silfur verður dýrara). Ég er að fíla lúxusútgáfuna dálítið vel! Hvernig finnst ykkur þessi ljós vera?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

MÖMMULÍFIÐ VOL.1

Persónulegt

Ég vildi bara henda inn nokkrum línum svona rétt fyrir svefninn. Eftir að Bjartur fór á fullt skrið þá hefur það orðið erfiðara með hverjum deginum að sinna blogginu í fæðingar”orlofinu”, ég veit svosem ekki hvaða vitleysingur ákvað að kalla þetta orlof en þetta er svo sannarlega ekkert orlof eftir að barnið fer að hreyfa sig. Ég hef reyndar líka verið í vinnu frá fyrsta degi og núna er eini sénsinn að vinna til miðnættis eftir að allir eru farnir að sofa til að koma einhverju í verk. Eitt sem mér datt þó í hug til að auðvelda mér lífið var að birta hreinlega fleiri myndir héðan heima, I know… hversu oft hef ég skrifað þetta, en það gæti sparað mér tíma í netvafri í leit af efni. Eini mínusinn er að þá þarf ég að taka oftar til;)

Núna eru komnir 9 mánuðir með stuðboltanum mínum, og það er svo oft sem mig langar til að skrifa eitthvað hingað inn um mömmulífið en oftar en ekki strokað færslurnar út og hætt við. Finnst ég ekki hafa nógu gott efni til að skrifa um, ekki misskilja -mér finnst Bjartur það besta sem ég á, en ég er nefnilega ekki týpan sem er með allt mitt á hreinu og get því í rauninni ekki gefið mörg ráð hvernig eigi að gera hlutina. Ég hélt einhvernvegin að þessir eiginleikar kæmu bara með barninu, að loksins yrði ég með mitt á hreinu en ónei það fer frekar í hina áttina. Það gerast nefnilega ótrúlegustu hlutir fyrir heilann þegar maður fær ekki óslitinn nætursvefn í 9 mánuði.

Suma daga væri ég alveg til í að lesa reynslusögur frá mömmum sem eru ekki með allt sitt á hreinu… þeim sem stofnuðu ekki fyrirtæki í orlofinu sínu, þeim sem misstu helminginn af hárinu sínu og þeim sem þyngdust með brjóstagjöfinni, æj þið fattið;) Mér leiðist nefnilega oft að lesa sykurhúðaðar sögur af mömmum sem fljúga á bleiku skýi í orlofinu sínu og meðgöngu og þar sem allt er svo dásamlegt. Ég mun að minnsta kosti hætta að lesa fréttamiðla ef ég les enn eina söguna um mömmuna sem stofnaði fyrirtæki í fæðingarorlofinu haha:)

Jæja þetta röfl er komið gott, ég er búin að stroka svo oft út úr textanum og skrifa upp á nýtt. Það er s.s. ekki tímasparnaður fyrir mig að skrifa mjög persónulegt komst ég að. Læt nokkrar myndir fylgja af þessu óstöðvandi hressa barni mínu sem gerir lífið svo skemmtilegt.

Screen Shot 2015-06-29 at 23.14.39

Screen Shot 2015-06-30 at 23.56.59

Screen Shot 2015-06-29 at 23.37.18Screen Shot 2015-07-01 at 01.35.38Screen Shot 2015-07-01 at 01.35.28IMG_20150629_180312

Screen Shot 2015-06-29 at 23.14.19

Eigið góða nótt! Myndir via Instagram @svana_

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NJÓTUM!

Persónulegt

Njótum góða veðursins og njótum þess að leggja frá okkur tölvuna og símann og njótum augnabliksins. Ég er að njóta helgarinnar á fallegu Vestfjörðunum nánar tiltekið Costa del Bíldudal í bongó blíðu með strákunum mínum og vá hvað lífið er ljúft.

d6a132fac584fa433cb2b873b7d89f19SONY DSC d4db954bcf68552b45f36a661e577b7a-1 748fc0c80c81767b75eb7382c8b43496-1

 Myndir via

Eigið góða helgi, x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HEIMILI BLOGGARA Á 37 FERMETRUM

Heimili

Það er ekki auðvelt að koma sér vel fyrir á 37 fermetrum en með vel skipulagðri íbúð þá er allt hægt. Bloggarinn Fanny hjá Trettiosjukvm (37 fermetrar) er að selja þessa sætu litlu íbúð og birti myndir á blogginu hjá sér. Hún hefur komið sér ofsalega vel fyrir og það er varla að sjá hversu þröngt hún býr. Það kemur sér þó vel að hafa hvít húsgögn og hvíta veggi og svo hefur hún stillt upp stórum spegli við einn vegginn sem stækkar rýmið nokkuð. Þessi íbúð er fullkomin í stærð til að byrja að búa í eða sem stúdentaíbúð, þó til lengri tíma litið þá myndu fæstir vilja hafa rúmið sitt inni í stofu, æj það er nefnilega svo leiðinlegt að búa um;)

SFDAE62E8BC0B3D423A8442F86EE1D42DF4SFD4F056201C3A74B74893A2465DB1A2B9BSFDE5CDD3A61C9C467C95BD9C6013212C15

SFD3CF6FE23B73B4D25B171A0B3F0E98505 SFD480DC9E59128436FAB369DB7A04BE64A SFD872A3FA5B8ED4DF49E0F0E59F29FA2C8 SFDE80ABF6719044655BD94566E19030110 SFD6869200DEF2A43A4B8F1779656A4E20A SFD8499A408A3AD4AACBB2819681C3BE4EA

Hún Fanny er greinilega mikil smekkdama og hefur tekist að gera mikið úr litlu. Húsgögnin og allt innbúið er nokkuð ódýrt en það eru litlu hlutirnir sem gera íbúðina svo heillandi. Það þarf nefnilega alls ekki að kosta mikið að búa fínt og íbúðin hennar Fanny er gott dæmi um hvernig hægt er að gera það:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421