INSTAGRAM TIL AÐ KÍKJA Á : @MORTILMERNEE

Heimili

Instagram er einn langbesti miðillinn í dag til að sækja sér innblástur og fylgist ég þar með nokkrum uppáhalds. Ég hef reglulega deilt með ykkur fallegum instagram síðum sem ég mæli með og í dag er það @mortilmernees þar sem fylgjast má með lífi hinnar dönsku Louise þar sem hún deilir myndum af heimilinu, ferðalögum og fjölskyldunni. Heimilisstíllinn er æðislegur, litir, líf og persónulegir munir og útkoman er eitt fallegasta heimili sem ég veit um. Louise heldur einnig úti bloggsíðunni Mortilmernee þar sem hún skrifar um ferðalög, heimilið og fleira – allt á persónulegum nótum. Mæli með!

Kíkið endilega yfir á @mortilmernee en allar myndirnar eru þaðan. 

Ég var hinsvegar að koma heim eftir eina æðislegustu helgi sem ég hef átt, með ótrúlegum hóp af stelpum. Hún Elísabet Gunnars segir ykkur líklega meira frá því innan skamms!

Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

HELGARFRÍ ♡

Persónulegt

Ég ætla að skella mér í smá orlof um helgina! Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu & snapchat @svartahvitu. Ég vona annars að helgin ykkar verði góð!

Betúel letidýr verður líklega hér alla helgina miðað við veðurspána! En eruð þið að sjá stærðina á rúminu okkar haha… Okkar rúm passaði jú ekki í þennan enda herbergisins og erum við því á gömlu rúmi sem er 140 cm á breidd – og með 3 ára son sem skríður upp í allar nætur. Ljúfa líf og svefnlausar nætur…

Þangað til næst,

x Svana

MEÐ BLEIKA STOFU & PLÖNTUR Í HVERJU HORNI

Heimili

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf… með bleika stofu og plöntur í hverju horni þá hlýtur útkoman að vera spennandi. Heimilið er mjög persónulegt, með úrvali af listaverkum og litavalið sérstaklega flott, bleikur veggur með bláum hillum hljómar mögulega sem of mikið en kemur í raun og veru ótrúlega vel út. Ég á langt í land með að ná þessum fjölda af inniplöntum sem heimilið skartar en mögulega  verður það framtíðarmarkmiðið mitt, svona græn heimili eru nefnilega svo lifandi og falleg.

Takið eftir gróðurhúsinu sem er í borðstofunni ásamt æðislega kastalanum í barnaherberginu – hrikalega flott sem væri gaman að leika eftir!

Myndir via 

Hér býr Karolina Modig ásamt fjölskyldu sinni í vinsæla Söderhamn hverfinu í Stokkhólmi og hafa þau komið sér vel fyrir. Ef sonur minn sæi þessar myndir af kastalanum yrði ég samstundis beðin um að byggja einn slíkann enda líklegast draumur í dós fyrir börn að leika sér í.

Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

ÓSKALISTINN // MAÍ

Óskalistinn

Óskalistinn er á sínum stað þó svo það verði erfiðara með hverjum deginum að finna til hluti sem mig langar í fyrir heimilið. Þegar búið er smátt þá er ekkert mjög góð tilhugsun að bæta við sig enn fleiri hlutum þar sem það er einfaldlega ekkert pláss í boði eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir það þá leyfði ég mér að taka smá rúnt í verslanir í gær þar sem undirrituð var orðin óvenjulega ósmart undanfarið sökum mikils sparnaðar og fann sitthvað til að sjæna mig fyrir sumarið *hóst… ef það skyldi mæta. Og smá netrúntur í kvöld kynnti mig svo fyrir tveimur nýjungum sem fengu beint að rata á óskalistann góða en það er nýr bakpoki úr smiðju Marimekko í þessu fallega grafíska mynstri, ásamt fjölnota innkaupapoka – sem var líka til bleikur. Já takk – því ég get ekki sagt að margnota guli og hvíti pokinn minn sé rosa smart…

//1. Blómavasi er mögulega það síðasta sem mig vantar en ég er mjög skotin í þessum Kastehelmi fyrir einfaldleika sinn, varð aftur hugsað til hans á Mæðradaginn þegar ég leitaði af vasa undir stóra vöndinn minn sem ég fékk frá strákunum mínum. //2. Eldrauðir eyrnalokkar sem fylgdu mér heim úr Lindex í gær, ódýrir og sumarlegir. //3. Fjölnota og smart tauinnkaupapoki, líka til bleikur – Fæst í Kokku. //4. Hvítir stigaskór er möst fyrir hvert sumar að mínu mati og endurnýjaði ég mína í dag (önnur týpa þó). //5. Bakpoki frá Marimekko í mynstri sem mér finnst æðislegt – fæst hér. //6. Í litla herberginu okkar sakna ég mest að hafa stóra plöntu í “stofunni” og hugsa í hverri viku um að kaupa mér eina flotta… litlu sætu pottaplönturnar mínar eru bara ekki nóg fyrir mig. //7. Röndóttar og flottar servíettur – Snúran. //8. Georg Jensen klassíska HK karaflan sem er sérstaklega sæt í minnstu útgáfunni – fullkomið hillupunt í eldhúsið – Epal. //9. Bókina hennar Ashley Graham ætla ég næla mér í sem fyrst – sjá hér.

Það eru annars ótrúlega annarsamar vikur framundan hjá mér sem mig hlakkar til að geta sagt ykkur meira frá ♡

SUMARLEGT & SJARMERANDI DANSKT HEIMILI

Heimili

Bolig Magasinet er mitt uppáhalds tímarit og kemur þetta fallega heimili einmitt frá vefnum þeirra. Litríkur og persónulegur skandinavískur stíll er einmitt eins og ég vil hafa heimilið mitt og því hitta þessar myndir beint í mark hjá mér. Húsið sem byggt er í fúnkís stíl er 170fm á stærð og er staðsett rétt fyrir utan Kaupmannahöfn í bænum Snekkersten. Hér býr 5 manna fjölskylda sem hefur komið sér mjög vel fyrir og er heimilið skreytt með gersemum frá flóamörkuðum ásamt plöntum, listaverkum og geggjuðum lömpum í hverju horni. Hér gæti ég búið.

Via Bolig Magasinet // P.Wessel

Ég mæli sérstaklega með því fyrir ykkur sem lesið dönsku að lesa viðtalið sjálft þar sem húsfreyjan, Louise Buus Kaus situr fyrir svörum – skemmtilegar skoðanir sem hún hefur á innanhússhönnun sem mætti gjarnan taka til fyrirmyndar.

“Þetta snýst um að finna þinn eigin stíl og innrétta út frá hjartanu. Innanhússhönnun á að þýða eitthvað fyrir þig. Mitt besta ráð er að heimilið á að enduspegla hvað vekur áhuga þinn. Ef þú hefur áhuga á list, átt þú að búa með list. Ef þú elskar náttúruna, átt þú að skreyta heimilið með náttúrulegum elementum…. Ég heillast af öðruvísi, alþjóðlegum stílum sem koma mér á óvart. Ég hrífst af fólki sem hefur þor til að skreyta heimilið á annan hátt en með hvítum veggjum og leysa lausnir með dýrri hönnun.” segir Louise Buus Kaus. 

Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

GUÐDÓMLEGT SUMARHÚS RUTAR KÁRA

HeimiliÍslensk hönnun

Guðdómlega fallegt sumarhús Rutar Kára og fjölskyldu hefur ferðast víða í hönnunartímaritum og á vefnum en mig langaði til þess að rifja það upp í dag á þessum fallega sunnudegi. Vinkona mín sendi mér myndirnar eftir að hafa rekist á það á Airbnb í leit að gistingu fyrir erlenda vini en sumarhúsið sem staðsett er í Borgarfirði er draumi líkast. Ég leyfi mér að dreyma um huggulegar stundir í bústaði en það er þónokkuð langt í að ég komist í helgarfrí og heimsæki bústaðinn okkar ♡

Ljósmyndari : Gunnar Sverrisson 

Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

220 HFJ ♡ KRYDD VEITINGAHÚS

Mæli með

Um helgina gafst mér loksins tækifæri til að kíkja við á veitingastaðinn KRYDD sem opnaði fyrir stuttu síðan í Hafnarborg í miðbæ Hafnarfjarðar. Ég hafði fylgst spennt með framkvæmdum þeirra á samfélagsmiðlum en ég er sérstaklega áhugasöm um allt nýtt í firðinum fagra og fagna því að svona fallegur veitingastaður sé loksins kominn þar sem flott innanhússhönnun – góður matur og kokteilar haldast í hendur. Tilefnið var að skála fyrir brúðkaupi æskuvina okkar sem giftu sig fyrr um daginn ásamt því að ein uppáhalds vinkona var mætt á klakann alla leið frá L.A. Það er hreint út sagt lúxus í mínum huga að þurfa ekki alltaf að fara í miðbæ Reykjavíkur í leit að flottum veitingastað og það að skella sér á stefnumót með göngutúr og út að borða í leiðinni er frekar heillandi tilhugsun.

     

Ég og Inga mín í stuði eftir matinn … og þónokkra kokteila. 

Búið er að breyta staðnum töluvert frá því sem áður var og þið ykkar sem hafið borðað á matsölustöðunum sem áður voru í Hafnarborg munuð heillast upp úr skónum. Veggir og loft eru málaðir í dökkum litum sem gera andrúmsloftið hlýlegt ásamt því að þessi líka flotti kokteilabar var settur upp. Litrík og töff málverk skreyta veggi ásamt plöntum í hverju horni sem gera huggulega stemmingu. Gluggarnir í Hafnarborg eru með fallegri gluggum á landinu og ég er svo ánægð hvað þeir njóta sín núna vel innan um dökkmálaða veggina og útkoman er vægast sagt flott.

Barinn flotti og barþjónninn á stórt hrós skilið, drykkurinn Tiki er með betri kokteilum sem ég hef smakkað og hitti beint í mark eftir að ég lýsti fyrir þjóninum hvað mér þætti gott án þess að vita hvað ég vildi. – Mæli með!

Skála við uppáhalds L.A. búann minn hana Öglu – okkur var boðið upp á freyðivín fyrir að merkja KRYDD veitingahús á Instagram sem við þáðum að sjálfsögðu ♡

Ég mæli 100% með – næst á dagskrá hjá mér er að prófa brönsinn sem þau eru með um helgar mmmmm…

Áfram 220 HFJ & KRYDD veitingahús.

KRÚTTLEGT DIY Í BARNAHERBERGIÐ

BarnaherbergiDIY

Það er orðið ansi langt síðan ég fjallaði um sniðugt DIY verkefni en hér áður fyrr var það nánast það eina sem ég skrifaði um. Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá þennan  hrikalega krúttlega loftbelg sem gerður var í samstarfi við Ikea á blogginu Husligheter en hann er fullkominn fyrir barnaherbergið.

Það sem þarf er m.a. : Regolit skermurLjusnan karfa og Östernas leðurhöldur allt úr Ikea. Einnig þarf fingrabrúður eða önnur krúttleg leikföng, spotta, tréperlur og límdoppur sem fást í föndurverslun.

Ef þið kíkið yfir á bloggsíðu Husligheter sjáið þið nákvæmar leiðbeiningar hvernig útbúa á þennan fallega loftbelg – sjá hér.

Skemmtilegt og öðruvísi heimaföndur sem má jafnvel föndra með barninu sjálfu?

RÓMANTÍK Í PARÍS

BarnaherbergiHeimili

Í dag færi ég ykkur fallegt draumaheimili í París – hér búa eigendur frönsku barnafataverslunarinnar Frangin Frangine, og kemur því ekki á óvart að barnaherbergin sem eru þónokkur eru mjög falleg. Íbúðin sem er 200 fermetrar er innréttuð í rómantískum stíl og eru húsgögnin mörg hver gersemar af flóamörkuðum sem setja mikinn svip á heimilið. Íbúðin er björt með fallegum frönskum gluggum sem sumir hverjir snúa út að Eiffel turninum sjálfum samkvæmt Elle Decor – þvílíkur draumur.

Myndir via Elle

NÝTT FRÁ ROYAL COPENHAGEN : BLOMST

HönnunKlassík

Royal Copenhagen heimsfrumsýnir nú nýja línu af borðbúnaði sem ber heitið Blomst. Royal Copenhagen er gamalgróin dönsk postulínsverksmiðja sem stofnuð var árið 1775 og er borðbúnaður þeirra samofinn dönsku samfélagi og hafa heilu kynslóðirnar alist upp með “Blue Fluted” matarstelli sem þykir mjög eftirsótt í dag.

Það eru mikil tíðindi þegar svona klassískt og rótgróið hönnunarfyrirtæki kynnir nýja vörulínu, og var Blomst um fimm ár í vinnslu. Það var hollenski listamaðurinn Wouter Dolk sem túlkaði blómamynstrið í nýrri mynd en Blue Flower var annað mynstrið sem Royal Copenhagen kynnti árið 1779 og var það handmálað blómaskreytt stell innblásið af dönskum blómagörðum. Mikil nákvæmni var lögð í samsetningu forms, mynsturs, staðsetningu og stærð og er útkoman nútímaleg og klassísk í senn. Mikið afskaplega er þetta fallegt mynstur…

“With blomst, we have created something beautiful and meaningful.”

Wouter Dolk – Artist

Myndir via Royal Copenhagen