HAUSTIÐ 2019 MEÐ H&M HOME

H&M homeHönnun

Mjúkir litir og jarðtónar einkenna haustlínu H&M Home ásamt náttúrulegum efnum sem gefa heimilinu hlýju. Því ætti að vera auðvelt að para staka muni úr línunni við heimilið okkar. Plöntustandurinn vekur athygli mína, dökkur viðurinn og basthliðar sem gera útlitið dálítið gamaldags en þó er hann töff, og kæmi eflaust vel út stilltum upp með einhverju örlítið nútímalegra. Hingað til hafa lamparnir ekki komið í H&M Home verslanirnar hér heima en kannski breytist það einn daginn?

Skoðum myndirnar –

Myndir : H&M Press

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMSINS FALLEGASTA HEIMILIÐ? KÍKTU Í HEIMSÓKN

HeimiliUppáhalds

Þennan heimilisdraum verðið þið að sjá.

Ég ætla ekkert að spara stóru orðin í dag en þetta er með fallegri heimilum sem ég hef augum litið. Litavalið er stórkostlegt og heimilið er sem konfekt fyrir augun. Eldhúsið er málað í bleikum lit sem er náskyldur Svönubleika litnum mínum og dökkgrænn marmarinn og gyllt blöndunartæki ásamt höldum tóna fullkomlega á móti. Ljósmyndirnar sem prýða veggi heimilisins vekja athygli en flestar eru þær af kynþokkafullum konum sem er áhugavert val.

Öll loft, hurðar og listar eru máluð í sama lit og veggirnir sem gefa heimilinu mikla dýpt, elegans og skapar fallega heild. “Ef þú ætlar að gera eitthvað – farðu þá alla leið” er ráð sem hæfileikaríkur innanhússhönnuður gaf mér einu sinni – og hér hefur svo sannarlega verið farið eftir því ráði.

Heimili þar sem farið var alla leið til að ná fram þessu einstaklega fallega útliti – bravó!

Kíkjum í heimsókn og búðu þig undir að fá vatn í munninn og kitl í magann –

Myndir : Skeppsholmen

Barnaherbergið er málað í mjúkum grágrænum lit og teppalagt gólfið gerir þetta með notalegri barnaherbergjum sem við höfum skoðað saman. Himnasæng yfir rúmið og falleg smáatriði skreyta herbergið.

Ég get horft aftur og aftur yfir þessar dásamlega fallegu myndir – þvílíkur draumur að búa hér. Sjáið allar hugmyndirnar sem heimilið gefur okkur, þetta er sannkölluð perla.

Hvað stendur uppúr hjá ykkur? Er það bleika eldhúsið, dökkmáluð stofan eða spennandi myndaveggirnir. Hjá mér er það öll heildin og hvað litirnir spila ótrúlega vel saman þrátt fyrir að vera svona ólíkir.

Eigið góða helgi kæru lesendur –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

KLASSÍSK HÖNNUN: SJÖAN EFTIR ARNE JACOBSEN

Hönnun

Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í afmælisleik Trendnets þar sem einn heppinn lesandi fær Sjöu í vinning – smelltu hér til að skrá þig í pottinn en einnig er hægt að taka þátt á Instagram síðu Trendnets til að auka líkurnar.

Í tilefni 7 ára afmælis Trendnets gefum við heppnum lesanda veglega afmælisgjöf, Sjöu eftir Arne Jacobsen sem fæst í Epal.

Í tilefni þess þykir mér tilvalið að skrifa færslu um þessa klassísku hönnun sem er aldeilis eftirsótt hjá þeim sem kunna vel að meta fallega og klassíska hönnun. Sjöan er mest seldi stóll í sögu Fritz Hansen og hefur selst í fleiri en 7 milljónum eintaka sem gerir hann líklega einn mest selda stól í sögu húsgagnahönnunar.

Arne Jacobsen hannaði Sjöuna árið 1955 en á meðal hans þekktustu verka má nefna Eggið og Svaninn sem í dag eru álitin sem táknmynd skandinavískar hönnunar.

“Arne Jacobsen (1902-1971) er þekktur sem einn áhrifaríkasti arkitekt sem uppi hefur verið og meistaraverk hans sem arkitekt eru meðal annars SAS hótelið í Kaupmannahöfn þar sem hann hannaði einnig m.a. teppi hótelsins, lampa, gluggatjöld, borðbúnað og hnífapör. Hæst ber þó stólana Svaninn og Eggið, sem báðir voru sérstaklega hannaðir fyrir hótelið. Enn í dag má sjá húsgögn Arne Jacobsen víða í byggingunni og eitt herbergi hótelsins, nr. 606 er varðveitt með öllum upphaflegum búnaði.”

Arne Jacobsen er talinn hafa verið mikill fullkomnisti og afar háar væntingar hans til framleiðslufyrirtækja á húsgögnum sínum leiddi hann á fund með Fritz Hansen árið 1934. Sá fundur markaði upphaf af löngu og afar farsælu samstarfi, en enn þann dag í dag sér Fritz Hansen um að framleiða upphaflega hönnun Arne Jacobsen.

“Í verkum hans fléttast saman áhrif frá fagurfræði alþjóðlegs módernisma og danskri hefð. Hann teiknaði m.a. húsgögn, vefnað, veggfóður og borðbúnað en mörg af frægustu húsgögnum hans voru upphaflega hönnuð sem hluti af einstökum byggingarverkefnum. Áhugavert er að bera byggingar Arne saman við húsgagnahönnun hans, þar sem tilfinning höfundarins fyrir léttleika og ótrúlega næmt formskyn hans skín í gegn í hverjum hlut.

Arne Jacobsen fæddist í Kaupmannahöfn árið 1902. Hann ólst upp á yfirskreyttu heimili vel stæðra foreldra í Kaupmannahöfn og vakti snemma athygli fyrir góða teiknikunnáttu. Á unglingsárum komst hann í kynni við bræðurna Mogens og Flemming Lassen, sem báðir urðu þekkt nöfn í danskri byggingarlist. Þau kynni urðu til þess að Arne ákvað að hefja nám í arkitektúr en hugur hans hafði fremur staðið til myndlistarnáms. Á námsárunum hlaut Arne sína fyrstu viðurkenningu fyrir hönnun stóls fyrir danska sýningarskálann á Heimssýningunni í París árið 1925, sem kennari hans, Kay Fisker, teiknaði…”

Ég mæli með fyrir áhugasama hönnunarunnendur að lesa ítarlega grein um Arne Jacobsen hjá Listasafni Reykjavíkur sem tekin var saman í tilefni 100 ára fæðingarafmælis hönnuðarins árið 2002. 

Sjöuna þarf vart að kynna en það er áhugavert að lesa sér til um Arne Jacobsen sem var merkilegur hönnuður og hönnun hans heillar enn unga sem aldna. Sjöan er klassísk og stílhrein svo að hún hentar öllum heimilum og er einnig fáanleg í ótalmörgum útgáfum.

Til hamingju með 7 ára afmælið Trendnet !

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : ALLT DÖKKMÁLAÐ HJÁ FAGURKERA

Heimili

Þetta einstaklega fallega íslenska heimili var að koma á sölu – staðsett í Bjarkarási, 210 Garðabæ fyrir ykkur sem eruð í fasteignahugleiðingum. Íris Tara bloggari hjá Króm býr hér ásamt fjölskyldu sinni en hún er mikill fagurkeri sem sést vel á heimilinu hennar. Dökkmálaðir veggir og fallegir munir einkenna heimilið sem er hrikalega smart. Sjáið líka hvað barnaherbergin eru dásamleg!

Kíkjum í heimsókn –

Myndir og frekari upplýsingar um fasteignina má finna hjá Fasteignir.is

Ég elska litavalið hjá Írisi, mjúkir og grábleikir tónar við dökk húsgögn og dökkar innréttingar og útkoman er svo hlýleg og elegant. Hér ef eflaust gott að búa.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

20 FLOTTIR SÓFAR SEM OKKUR GETUR DREYMT UM

Fyrir heimiliðHönnun

Sófakaup eru á meðal stærstu fjárfestinganna sem við gerum fyrir heimilið og því þarf að vanda valið vel. Máta sófann við okkar eigin kröfur og svo að sjálfsögðu við heimilið og þegar sófinn er loks fundinn þá þarf einnig oft að ákveða áklæði og lit til að sá “eini sanni” endi á heimilinu.

Ég er sjálf ekki ennþá búin að finna minn “eina sanna” en er þó með ágætis sófa í dag þangað til það gerist. Gráir sófar eru líklega algengastir þó ég hvetji ykkur til þess að íhuga einnig sófa í lit, það gefur heimilinu mikið líf. Þó halda margir því fram að velja skuli sófa sem er sem klassískastur bæði í formi og lit en hressa frekar upp á hann með litríkum púðum eftir stemmingu að hverju sinni. Sem er ekkert svo vitlaus hugmynd þó svo ég kikni smá í hnjánum yfir litríkum sófum.

Það er eitthvað sem dregur mig alltaf að flauels áklæði, líklega þar sem sófinn hjá foreldrum mínum sem unglingur var úr slíku efni og það náðist alltaf allt úr honum með tusku að vopni en það sama get ég ekki sagt um bleika sófann okkar í dag sem grátbiður um þvott á nokkra vikna fresti (!) Það getur jú verið mjög smart að vera með ljósa sófa, hvíta eða t.d. fölbleikan eins og ég á – agalega lekkert þar til barnið er búið að klína smjöri og öðrum matarleifum á púðana. Það þarf sumsé að hugsa vel út í lifnaðarhætti og hverju sófinn eigi að þjóna áður en ráðist er í sófahugleiðingar.

Ég tók saman nokkra glæsilega sófa sem ég gæti hugsað mér að kúra í, þeir eiga það nánast allir sameiginlegt að vera fáanlegir í fleiri útgáfum, áklæðum og litum og því mæli ég með að kynna sér sófana betur sem heilla ykkur í verslununum. Einnig er gott að hafa á bakvið eyrað að þrátt fyrir að sófar kosti oft dálítinn pening, þá sparar enginn mikið til lengri tíma að kaupa sér oftar en einu sinni “tímabundinn” sófa þar til við splæsum í þann eina sanna sem fær svo að þjóna okkur næstu áratugi. Það ætla ég að minnsta kosti að hafa á bakvið eyrað næst.

Yfir 20 glæsilegir sófar – gjörið svo vel.

Bolia – Mr. Big sófi – Snúran

Muuto – Outline sófi – Epal

Gervasoni – Ghost sófi – Módern

Bolia – Caisa sófi – Snúran

  

Fogia – Tiki sófi – Epal

Vitra – Polder sófi – Penninn húsgögn

Buster – Tommy sófi – Heimahúsið

Lounge Montado sófi – Heimili & Hugmyndir

B&B – Diesis sófi – Casa húsgögn

Muuto – Connect sófi – Epal

Bolia – Orlando sófi – Snúran

Fritz Hansen – Favn sófi – Epal

Bolia – Zoe sófi – Snúran

Bolia – Cosima – Snúran 

Ikea – Söderhamn sófi

Sancal – Tip Toe sófi – Módern

Blade – Wendelbo sófi – Módern

Eilersen – Ash sófi – Epal

Eilersen – Ash sófi – Epal

Bolia – Jerome sófi – Snúran

Madonna sófi – NORR11

Edra – Cipria sófi – fæst aðeins erlendis. Ég elska að horfa á þennan sófa og svo er rosalega þægilegt að kúra í honum. Ég varð að hafa hann með!♡

Úllen dúllen doff – hvað sófa gætir þú hugsað þér að kúra í?

Ég vona innilega að þessi færsla komi ykkur að góðum notum og kynni örlítið fyrir ykkur þessu frábæra úrvali af sófum við getum nálgast hérlendis í verslunum. Ég minni einnig aftur á að flesta sófana hér að ofan má fá í fjölmörgum útgáfum, stærðum og áklæði. Love it!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

H&M HOME KYNNIR SPENNANDI SAMSTARFSLÍNU MEÐ POPPY DELEVIGNE

H&M homeHönnun

H&M HOME kynnir í dag samstarfslínu sem ber heitið „Heima hjá“ en fyrsta línan er hönnuð í samstarfi við leikkonuna og stílíkonið Poppy Delevingne. Litríkt heimili hennar þykir ákaflega smekklegt og er sannkallað himnaríki fyrir fagurkera. Það lá því vel við að heimili leikkonunnar bresku yrði innblásturinn fyrir hönnunarteymi H&M HOME og grunnurinn að þessari spennandi línu sem kemur í verslanir í lok mánaðarins, þar á meðal í H&M Smáralind.

Ég persónulega er mjög spennt að sjá afrakstur línunnar þar sem ég hrífst sérstaklega mikið af litríkum heimilum og stíllinn hennar Poppy er eftirtektarverður svo fátt sé sagt, en heimili hennar birtist núna í septemberblaði Architectural Digest og var hrikalega smart. (sjá myndir neðar í færslunni).

“Innanhússtíll Delevingne telst seint minimalískur og fær hún mikinn innblástur frá bæði kvikmynda-og tískuheiminum. Heimili hennar í vesturhluta Lundúna er samblanda af elegans, litríkum munstrum og mjúkum áferðum sem gerir heimilið persónulegt og hlýlegt. Dökkgrænn og jarðartónar H&M HOME pössuðu því fullkomnlega inn í rýmið hjá Delevingne, allt frá svefnherberginu til eldhússins og á baðherberginu. Koparlitað messing, antíkbleikur og fölgrátt má einnig sjá bregða fyrir í línunni en samblanda þessar efna og áferða gefa í senn klassískan og skemmtilega eklektískan stíl.”

„Að skapa sér heimili snýst um að umvefja sig hlutum sem þú elskar, og ég kolféll fyrir vörunum í línunni frá H&M HOME. Það er líka ótrúlega spennandi að fá tækifæri til að vinna með innanhússmerki sem er á uppleið og býður upp á breitt úrval af mismunandi stílum og hönnun, sérstaklega þar sem að ég elska að blanda saman mismunandi hlutum og skapa þannig minn eigin stíl“ segir Poppy Delevingne. 

„Það er alltaf ánægjulegt að sjá H&M HOME vörur inni á heimilum fólks og það var sérstaklega gaman að heimsækja heimili Poppy. Stíllinn hennar er svo skemmtilegur og heillandi – svo elskar hún að nota liti um allt hús“ segir Camilla Henriksson, yfirmaður markaðs-og samskiptamála hjá H&M HOME.

Myndir : H&M press 

Myndirnar hér að neðan eru svo úr innlitinu frá Architectural Digest sem sjá má – nánar hér –

Ég er mjög spennt fyrir þessu samstarfi H&M Home við Poppy Delevingne og hlakka til að sjá vörurnar með eigin augum. Samstarfslínan „Heima hjá“ gefur til kynna að við megum eiga von á fleiri samstarfslínum þar sem vörurnar eru kynntar inná heimilum þeirra fagurkera sem unnið er með að hverju sinni, hversu spennandi!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MEÐ FLOTTAN MYNDAVEGG & GÓÐAN SMEKK

Heimili

Uppröðun á myndarömmum á það til að vefjast fyrir mjög mörgum og þetta fallega heimili er tilvalið til að finna hugmyndir. Dempaðir litir einkenna heimilið sem er hlýlegt og þrátt fyrir að vera ekki nema 45 fm er það uppspretta innblásturs. Ég er að minnsta kostin farin í leiðangur að finna fleiri myndir á mína veggi!.. Bleikt Flowerpot ljósið hressir aðeins við litavalið og er smart við Aalto stólana og DCW vegglampinn í stofunni er klassískur, þó ég persónulega hrífist meira af veggútgáfunni♡ Ég elska hvernig heimilið er skreytt og nokkrir fallegir hlutir grúppaðir saman á borðum og hillum sem auðvelt er að leika eftir.

Kíkjum í heimsókn á þetta fallega heimili –

Myndir via Stadshem

Ég elska litavalið og er ekki frá því að ég sé með sama græn-gráa lit á forstofunni minni. Ég punkta niður nokkrar góðar hugmyndir héðan, sjáið líka hvað það er allt hlýlegt með öllum þessum textíl, motturnar, teppið á sófanum og allir púðarnir ásamt grófum gardínum í stofunni. Æði!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LITRÍKT HEIMILI HJÁ ERFINGJA MISSONI VELDISINS

Heimili

Litrík heimili veita mér alltaf innblástur og gefa einnig smá kitl í magann enda oft á tíðum ansi frumleg. Heimili Margherita Maccapani Missoni Amos er einmitt það, litríkt, frumlegt og fullt af innblæstri. Margherita er barnabarn stofnenda ítalska tískuveldisins Missoni sem er þekktast fyrir litrík ‘zik zak’ mynstur sín og kemur því ekki á óvart að Margherita hafi sótt mikinn innblástur frá fjölskylduveldinu sjálfu. Sebramynstraða mottan í stofunni og í svefnherberginu vekur sérstaklega athygli mína – sjáið hvað allt heimilið verður girnilegra í kjölfarið, sérstaklega með þessu gyllta á móti. Love it!

Kíkjum í heimsókn á þetta glæsilega og frumlega ítalska heimili –

Myndir : Elle Decoration

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DÖKKT & LJÓST Í BOÐI PELLU HEDEBY

IkeaSvefnherbergi

Pella Hedeby er ein af mínum uppáhalds stílistum & þessar myndir hér að neðan eru frá  nýlegu verkefni sem hún sá um að stílisera. Um er að ræða uppstillt svefnherbergi fyrir Ikea en þau eru svo heppin að njóta hennar krafta – þessi kona er nefnilega snillingur. Dökkt og ljóst, hvort heillar ykkur meira?

*Geisp. Ég væri til í að sofa hér í nótt.

Til að sjá lista með vörum sem sjást á myndinni – smelltu hér.   Til að sjá lista með vörum sem sjást á myndinni – smelltu hér.

Myndir : Ragnar Ómarsson fyrir Ikea

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FANTAFLOTT SKANDINAVÍSKT HEIMILI –

Heimili

Í dag skoðum við klassískt og ljóst skandinavískt heimili sem heillar. Mjúk og hlý litapallettan samanstendur af ljósgráum og brúnum tónum og hver hlutur fær sín notið. Svarti liturinn er notaður á skipulagðan hátt til að ná fram meiri dýpt og karakter í heildarlúkkið, má þar nefna Mantis lampann sem er klassískur ásamt fallegu stofuborðinu. Útkoman er yfirveguð og notaleg og alveg 100% skandinavísk.

Kíkjum í heimsókn,

Via My Scandinavian Home

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu