7 FALLEGAR KLUKKUR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Ég tók saman nokkrar fallegar klukkur sem allar eiga það sameiginlegt að fást á Íslandi. Ég hitti einmitt eina vinkonu í dag í hádegishitting sem var að leita sér af fallegri klukku og þá fékk ég þá hugmynd að skella í svona póst. Hún nefndi þó að hennar maður vildi helst fá klukku sem sýnir hvað klukkan er, s.s. með tölustöfum, svo að Sasa klukkan myndi seint ganga upp, og í rauninni engin af þessum lista mínum nema ein:) Ég fæ reglulega komment frá gestum sem skilja hreinlega ekki hvernig ég geti átt Sasa klukkuna mína vegna þess hve erfitt er að sjá tímann, en það er það góða við hana, þú veist bara gróflega hvað tímanum líður. Þó viðurkenni ég að mín er einungis til skrauts þessa stundina og með engum batteríum í því ég treysti ekki barninu mínu né kettinum sem færi að leika sér við perlufestina.

klukkur

 

Ég er mjög hrifin af öllum þessum klukkum og fer fram og tilbaka með það hver er flottust enda allar einstakar á sinn hátt, Vitra Sunflower væri líklega nú þegar orðin mín ef hún væri aðeins ódýrari og gyllta Cucu klukkan frá Diamantini&Domeniconi hefur nokkrum sinnum “næstum því” verið keypt. Þessar klassísku með gyllta og koparlitaða rammanum eru báðar mjög fallegar og myndu njóta sín á hvaða heimili, og svo toppar fátt fallegu smáklukkurnar frá Georg Jensen, þær koma í fleiri týpum en þessari bláu og eru hver annarri fallegri.

Vonandi gefur þetta einhverjum hugmyndir sem vantar klukku á heimilið:)

1. Gyllt Cucu klukka. Módern.
2. Sasa klukka eftir Þórunni Árnadóttur. Spark design space.
3. Marmaraklukka frá Menu. Epal.
4. Lítil veggklukka frá Georg Jensen. Epal.
5. Sunflower frá Vitra. Penninn Húsgögn.
6. Svört & kopar klukka frá Karlsson. Línan.
7. Gyllt og hvít klukka frá Bloomingville. Hrím.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

KRUMMI Á FLAKKI Á FALLEGUM HEIMILUM

Íslensk hönnunKlassík

Við þekkjum öll Krummann hennar Ingibjargar Hönnu, enda ein frægasta íslenska hönnunin. Á facebook síðu Ihanna home eru reglulega birtar myndir af fallegum heimilum þar sem Krumminn sést, hann hefur nefnilega ferðast víðsvegar um heiminn eftir að hafa komið fyrst á markað árið 2007. Ég fékk einn í jólagjöf frá systur minni stuttu eftir að hann lenti í verslunum og ég hef alltaf verið mjög hrifin af honum, þrátt fyrir það að þetta sé einn af hlutunum sem “allir eiga”, en það hlýtur að vera ástæða fyrir því. Þetta er einn af þessum hlutum sem erfitt er að fá nóg af, því hann er svo dásamlega einfaldur og flottur og eldist stórvel.

Ég fékk í láni nokkrar myndir af facebook síðu Ihanna home –
10491149_797397916976380_8197991112656448487_n

@foreverloveblog

scandinavian lovesons

//Scandinavian lovesong

hrefna dan

@hrefnadan

hafdis hilm

@hafdishilm

scandinavian lovesong

//Scandinavian lovesong

10983209_787721921277313_519923082731083249_n

@vestavinden

11118479_800612836654888_5343116802913174614_n

@apieceofcake82

Ég er þessa stundina að leita af hentugum stað fyrir Krummann minn á þessu heimili, hann hefur nefnilega ekki enn verið hengdur upp eftir síðustu flutninga ásamt svo mörgu öðru. Þessar myndir hér að ofan gefa góðar hugmyndir. Þið getið merkt instagram myndir frá ykkur af Krumma eða annari hönnun eftir Ingibjörgu með #ihannahome til að deila með okkur hinum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Í Mogganum um helgina birtust myndir af heimilinu mínu og ég má til með að deila þeim líka hingað inn, það er nefnilega ekki oft sem að heimilið manns er myndað af svona flinkum ljósmyndara. //Myndir:Golli hjá mbl.
Innlit í Hafnarfirði

Það var bara nokkuð gott að hafa sagt já við þessu innliti, þá kláraði ég to do listann minn og skellti t.d. upp myndum á vegginn fyrir ofan sófann. Einnig var nýji blómapotturinn frá Postulínu hengdur upp, en hann hafði verið lengi á óskalistanum.

Innlit í Hafnarfirði

Ég var beðin um að lýsa stílnum á heimilinu, það er alltaf dálítið erfið spurning en ég svaraði henni á þessa leið. “Ætli ég myndi ekki lýsa honum sem líflegum og ferskum. Þar sem ég hef starfað undanfarin ár við það að skrifa um allt það nýjasta í heimi hönnunar og heimila er því varla furða að mitt heimili sé dálítið undir áhrifum tískustrauma, því neita ég ekki. Í grunninn eru húsgögnin og ljósin klassísk hönnun en smáhlutirnir sem skreyta heimilið sem og plaköt á veggjum breytast með tímanum, það má einnig alltaf finna eitthvað bleikt á mínu heimili, það er svo fallegur litur.”

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði

Ég safna áhugaverðurm bókum, þessi er sú nýjasta í safnið ‘Taxidermy art’, alveg minn tebolli. Stólaplakatið er gefið út af Vitra, skenkinn smíðaði Andrés minn og stóllinn eftir Philippe Starck var mín fyrsta hönnunareign, ég fékk hann í útskriftargjöf frá foreldrum mínum og ég man að ég bjó ennþá hjá þeim þá. Stóllinn er reyndar glær en eftir að gæran var sett á hann þá hefur kötturinn minn eignað sér hann.

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði Innlit í Hafnarfirði

Ég hef alltaf allskyns myndir á ísskápnum, mér finnst það voðalega heimilislegt að hafa nokkrar fjölskyldumyndir og annað fallegt á ískápnum en það er kannski bara ég. Svo mætti alveg segja að ég sé safnari, en það er stundum alltof mikið af hlutum uppivið sem gjarnan mætti hvíla inni á milli og setja inní skáp. Þessi mynd er t.d. góð sönnun um það, spurning að létta smá á þessu svæði:)

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði Screen Shot 2015-04-28 at 23.50.00

Ég mun skipta þessari mynd út þegar ég fæ senda upprunarlegu myndina frá Golla. Æj ég er voðalega skotin í herberginu hans Bjarts:) Náttborðið kemur frá langömmu hans og langafa og kommóðuna gerði Andrés upp. Rúmið er gamalt og við lökkuðum það hvítt en stuðkantinn og teppið fékk ég hjá henni Linneu í Petit.

Innlit í Hafnarfirði

Ef þið eruð með einhverjar spurningar endilega skiljið eftir athugasemd,

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

ÆÐISLEGT UNGLINGAHERBERGI

HeimiliHugmyndir

Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um að skrifa um hugmyndir fyrir unglingaherbergi en það hefur verið hægara sagt en gert því úrvalið af slíku myndefni á netinu hefur verið af mjög skornum skammti. Hér er þó eitt alveg æðislegt sem ég á til með að deila með ykkur, það eru jú margar stelpur (og líka strákar) sem fylgjast með Trendnet sem búa enn í foreldrahúsum og vilja fá hugmyndir fyrir herbergin sín, en svo eru nefnilega líka fjölmargar mömmur sem lesa bloggið mitt og gætu fengið innblástur frá þessu fína herbergi fyrir unglingana sína. Það er hún Frederikke Kjær Wærens 19 ára gömul sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt foreldrum sínum sem á þetta herbergi, hún er mjög virk á Instagram en þar rakst ég einmitt á hana, @frederikkewaerens

Screen Shot 2015-04-25 at 15.18.08

Það er ekki hægt að segja annað en að stúlkan sé mjög smart og með puttann á púlsinum.

Screen Shot 2015-04-25 at 15.19.41

Frederikke hugsar mjög vel um herbergið sitt og er gjarnan með afskorin blóm í vasa, það eru eflaust mjög fáir unglingar sem kaupa sér vikulega ný blóm fyrir herbergið sitt…

frederikke-6

Screen Shot 2015-04-25 at 15.17.12

Fljótandi Lack hillur frá Ikea eru á veggjum, sem eru töluvert betri lausn en hillusamstæður frá gólfi fyrir lítil herbergi.

frederikke-2 frederikke-1 frederikke-4

Koparherðatré og flottur innblástursveggur.

frederikke-3

Náttborðið er úr bunka af tískutímaritum, sniðug og smart lausn.

frederikke-5

Herbergið og húsgögnin eru öll hvít sem gerir mikið fyrir þetta litla rými og svo er hún með stóran spegil á einum veggnum sem lætur herbergið virka stærra en það er. Það má svo sannarlega finna margar góðar hugmyndir hér á þessum fáu fermetrum, það er nefnilega alveg hægt að gera lítil herbergi & lítil heimili alveg æðislega smart.

Átt þú vinkonu sem vantar hugmyndir fyrir herbergið sitt? Deildu þá endilega færslunni;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

TREND: PLÖNTUR

Fyrir heimilið

Ég veit… old news hugsa sumir, en núna er komin helgi og því tilvalið að nýta hana meðal annars í það að kíkja í blómabúð og kippa með sér eins og einni fallegri pottaplöntu og sumarlegum afskornum blómum til að setja í vasa, það er svo ofsalega fallegt eins og sjá má á þessari mynd hér að neðan. Ég rakst til að mynda á mjög fallega Monstera plöntu í síðustu viku í bæði Garðheimum og Blómaval fyrir áhugasama. En svo bý ég svo vel að búa bara nokkrum skrefum frá Blómabúðinni Burkna hér í firðinum fagra og kannski maður rölti við og fái sér helgarblóm.

Untitled-2

Myndin hér að ofan kemur frá House Doctor, þeir eru svo oft með puttann á púlsinum þegar kemur að stíliseringu og þessi fær mig alveg til að hugsa um sumar. Ég er voða hrifin af þessum ljósum sem hanga yfir borðinu en ég var að skoða þau nýlega á búðarrápi um daginn en þau sá ég í Línunni.

Ég vona að þið hafið tekið eftir nýju sumarbloggurunum hjá okkur á Trendneti, ég er voðalega skotin í þeim báðum og eru þær snillingar á sínu sviði þær Eva Laufey og Linnea. Ég mæli með að kíkja við á þær:)

Ég ákvað svo að hressa örlítið við bloggið mitt svona í tilefni sumarsins og rifjaði upp gamla takta í Illustrator, vonandi lýst ykkur vel á.

Góða helgi x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42