DRAUMUR Í DÓS: SEBRA KILI RÚMIÐ

BarnaherbergiÓskalistinn

Ég var aðeins að sniglast í Epal í dag og það kom mér á óvart hversu margar óléttar stelpur ég rakst á, -margar hverjar sem voru komnar til að forvitnast um Kili rúmið frá Sebra. Þetta er jú eitt fallegasta barnarúmið sem ég veit um og ég er svo sannarlega ekki ein um að dreyma um að eignast slíkt:)

Fyrir þau sem ekki vita þá hét rúmið upphaflega Junoseng og var teiknað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt árið 1942-1943. Rúmið seldist gífurlega vel til að byrja með en það var sérstakt fyrir það leyti að rúmið “vex með barninu”, byggingarefni var þó af skornum skammti í Danmörku á þessum tíma og erfitt var að anna eftirspurn (sem var mjög mikil) og hætti rúmið í framleiðslu uppúr árinu 1955 stuttu eftir andlát hönnuðarins.
7788797_orig

Danska hönnunarfyrirtækinu Sebra hóf þó endurframleiðslu á því mörgum árum síðar og framleiða þau rúmið í dag í fjölmörgum litum.

kili

picture_splash

161777811584423423_2vA03knS_f

140878294564067213_1I96PhmL_f

Draumarúm ekki satt! Núna er það bara að vinna lottóið um helgina;)

 

VINNINGSHAFI : KOPARVASI FRÁ SNÚRAN.IS

Hitt og þetta

…. Þá er instagram leik Snúrunnar.is & Trendnet lokið þar sem hægt var að næla sér í fallegt sett af koparvösum frá Skjalm P.

Sú heppna að þessu sinni er…

DSC05570_zps03244119-620x870 2471_1-620x618

Drífa Guðmundsdóttir

Til hamingju Drífa með þessa ofurfallegu vasa! Sendu endilega póst á snuran@snuran.is til að vitja vinningsins!

Takk allir fyrir þáttökuna, núna er það bara að reyna við lottóið annað kvöld;)

-Svana

NÝ VEFVERSLUN : HJARN.IS

Fyrir heimiliðVerslað

Ég hef ætlað í langan tíma að skrifa um vefverslunina Hjarn.is, hún bættist við flóru íslenskra vefverslanna fyrr í sumar mér til mikillar gleði, en ég hreinlega elska það hversu skemmtilegt það er orðið að versla á netinu hér heima:)

Verslunin býður upp á allskyns fallegar vörur fyrir heimilið og garðinn, púða, plaköt, keramík, kertastjaka, vegglímmiða og svo margt margt fleira. Ásamt því að halda úti vefverslun er einnig hægt að skoða vörurnar frá Hjarn í nýju versluninni UniKat sem opnaði nýlega á horni Frakkastígs og Laugavegs, -það er alveg efni í sérfærslu þó:)

Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum svo að þið gætuð séð úrvalið,

Kertin frá hollenska hönnunarteyminu Ontwerpduo eru á óskalistanum.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.26.05 PM

Púðar frá House of Rym, algjör draumur.

10446004_1669064186651092_8972553313930185096_n

Tímaritahillur frá Maz Interior, líka til í kopar.

10505384_1646274075596770_2300297582193423888_n

Þessar Babou vegghillur eru sérstaklega flottar, virka vel í svo mörg rými. Systir mín fékk sér um daginn bláa í barnaherbergið sem kemur mjög vel út:)

10524357_1653363581554486_5923000025007650048_n

Demantaljós, hver þarf ekki á slíku að halda?;)

Plaköt frá One must dash, þessi hefur maður rekist á svo oft á erlendum hönnunarbloggum.

Og svo síðast en ekki síst þessir fallegu vegglímmiðar frá Forest friends, -æði fyrir barnaherbergið!

hjarn

Og svo að lokum óskalistinn minn! Það má jú alltaf leyfa sér að dreyma:)

- Koparhilla fyrir tímarit – töff kerti – skál – marmarakökukefli – geómetrískur púði – vasi – kertastjaki -

Hjarn.is, -tékkit! – hér má svo finna facebook síðuna þeirra:)

 

BLEIKT GERIR ALLT BETRA…

Fyrir heimiliðHugmyndir

…það er að minnsta kosti mín skoðun! Þessi fallegi litur gerir allt örlítið betra, en það er ágæt regla að reyna að gæta smá hófs í notkun á bleika litnum, -eitthvað sem ég reyni að minna mig reglulega á sérstaklega í ljósi þess að ég verð í miklum minnihluta á næstunni haha (Andrés+Betúel+Lilli).

Það má þó lauma litnum inn á ýmsa vegu, það er mitt helsta vopn. Ég er kannski ekki að mála veggi bleika, en rúmföt, púðar, plaköt, kerti og annað punt má aldeilis vera bleikt á mínu heimili:)

color-888eee55de18b08758a5a9f563e055618 Country-Road-Spring-2014-7-Est-Magazine leizysbarslerier_tysk_keramik_vaser_indretning_stue 628b1bd0c93913fbdd12bf75b49cfe71 0d234a81fec25bfdb0df4430f7b94af9color-2a731949c9bdbf53e33f8bd02ad8a5876

Og jú lífið er ljúft:)

VILTU VINNA VASA FRÁ SNÚRAN.IS

Fyrir heimiliðVerslað

Í samstarfi við vefverslunina Snúran.is ætlum við að efna til smá gjafaleiks þar sem hægt er að vinna fallegt sett af koparvösum frá danska fyrirtækinu Skjalm P. Fyrirtækið sem er 60 ára gamalt hannar fallegar og skemmtilegar vörur fyrir heimilið og hafa þessir koparvasar notið mikilla vinsælda og eru einmitt væntanlegir aftur í lok vikunnar eftir að hafa verið uppseldir í smá tíma.

Kobber-urteskjuler-indretning_zps46e735d7 DSC05570_zps03244119 DSC05577_zps5dc3e58c
2471_1

Í verðlaun er sett af þessum fallegu vösum, s.s. einn stór og einn lítill vasi og verður einn heppinn lesandi dreginn út á fimmtudaginn:)

Leikurinn fer fram á Instagram og það eina sem þú þarft að gera er að deila áfram mynd af þessum vösum og merkja #snuranis / @snuranis 

P.S. síðan ykkar verður að vera opin á meðan að leiknum stendur svo hægt sé að sjá myndina hjá ykkur.

Auðveldur og skemmtilegur leikur, takið endilega þátt:)

-Svana