DRAUMAHEIMILI Í UNDRALANDI

HeimiliÍslensk hönnun

Undraland er mögulega fallegasta götuheiti landsins og er núna til sölu þar stórglæsilegt heimili mikils smekkfólks. Algjört draumaheimili að mínu mati og mikið lagt í innanhússhönnun þess með fallegum innréttingum og smekklegum lausnum. Hér hefur verið nostrað við hvert rými og hafa húsráðendur augljóslega góðan smekk og áhuga fyrir hönnun. Þrátt fyrir að húsið sé mjög stórt þá er mjög hlýlegur andi hér inni sem getur verið vandasamt verk í stóru húsi, allir hurða og gluggakarmar hafa verið málaðir svartir sem er hrikalega smart og ásamt dökkum innréttingum gerir það heimilið hlýlegra. Gömul tekk húsgögn með sál í blandi við vel valda hönnun og plöntur verður útkoman svona líka frábær, kíkjum í heimsókn!

0df4719a9926199990fb9f20d1290f5582d1dfc1 ed64b38dc8404b0130717e54e28da98785c5a6051e783c022deea89bfedb60e034c774b6b6c98a65 c5a6ef0b036eb02af1b22798d4d9fadcce4e67b155af49d4c9a67379994ec15278943ded778000f2a13185e56be8a44019db3d02695335a4036f29ca     85a87557a24b458de8360c1a074a1c7fb6403f23   742c1126acb1f30f2bb2d70d37ba77c7c220b376    d8a042d8515ecb8372eb91d0974f768458fc761e96568d4d512713af746d232a43da03a4d9014a23 4622411c48da555cef11aa340d9299c15f199edd

Baðherbergið er sérstaklega fallegt , með innréttingar í stíl við eldhúsið ásamt marmaraplötu. Takið eftir litlu smáatriðunum sem gera svo mikið fyrir heildar lúkkið, lítill vasi með blómum, ilmstangir og fallegar sápur.

57809492030f7cc325e3064bfee1321c52e658e1   618c0be244f4eea431ffe13b9f1308a143c4cffe   d3275219bf73bcf0436adb094e7a39fc496680ad

Hrikalega flott og skemmtileg barnaherbergi.

eeb958e8b7b98da7c86673e96cb8dfd907981fc789d01098451176f91a3c485658b8bf2a25d5594e

Myndir via Mbl.is/fasteignir

Fyrir áhugasama þá má finna fleiri myndir ásamt upplýsingum hér! Ég gæti hugsað mér að pakka niður strax í dag og flytja í þetta dásamlega hús, ég er alveg bálskotin.

svartahvitu-snapp2-1

VERSLAÐ Í KÖBEN: HUGMYNDIR

HönnunVerslunarborgin

Ég tel niður dagana þangað til að ég kemst í mína langþráðu Kaupmannahafnar ferð, ég ákvað reyndar að kíkja aðeins í stutt helgarstopp og fara svo þaðan yfir til Stokkhólms á hönnunarvikuna. Tvær af mínum uppáhalds vinkonum búa í Köben og Stokkhólmi og verður þetta því alvöru vinkonuferð, eitthvað sem ég mætti gera svo miklu meira af. Ég bókaði mig reyndar aðeins út með handfarangur svo ég geri ekki ráð fyrir að versla mikið og ég fæ mögulega að sjá eftir því ef ég rekst á margar gersemar. Mig langar dálítið til þess að heimsækja nokkrar hönnunarverslanir ásamt því að ofarlega á listanum er að kíkja á góðan loppumarkað. Ef þið lumið á tipsum hvar bestu markaðina er að finna þá endilega skiljið eftir línu!

Hér eru topp 3 verslanirnar sem ég get ekki beðið eftir að heimsækja!

Normann Copenhagen

Flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn var nýlega endurhönnuð og er útkoman mögulega ein fallegasta verslun í heiminum. Normann Copenhagen er eitt fremsta hönnunarmerki dana og er verslunin skylduheimsókn fyrir hönnunaráhugafólk. Húmor, litagleði og ferskar hugmyndir einkenna vöruúrval Normann Copenhagen sem inniheldur ýmsar smávörur fyrir heimilið ásamt húsgögnum.

Østerbrogade 70, 2100 København

norman-copenhagen-flagship-store-denmark-showroom_dezeen_2364_ss_1-852x609

Hay House

Eitt af mínum allra uppáhalds vörumerkjum fyrir heimilið er hið danska HAY, en þrátt fyrir það hefur mér ekki enn tekist að heimsækja stoltið þeirra – HAY á Strikinu. Staðsett í hjarta Kaupmannahafnar þá ætti Hay flaggskipsverslunin ekki að fara framhjá neinum. Hay er eitt vinsælasta innanhússhönnunarmerkið í dag og er þekkt fyrir litríka og fallega fylgihluti og húsgögn fyrir heimilið.

Østergade 61, 1100 København K

3

Stilleben

Lítil hönnunarverslun staðsett á hliðargötu frá Strikinu sem stofnuð var af hönnuðum Omaggio vasanna frægu og því má gera ráð fyrir smekklegu úrvali í versluninni. Hér má finna einstakt úrval af hönnunarvörum, skarti, prentverkum og keramík. Ég held að þessi verslun muni hitta mig beint í hjartastað.

Niels Hemmingsensgade 3, 1153 København K

stilleben

Ég óska einnig eftir hinum ýmsu Kaupmannahafnar tipsum! Hvað er möst do í Kóngsins Köben? Janfvel líka í Stokkhólmi ef út í það er farið:)

svartahvitu-snapp2-1

INNLIT: MEÐ TRYLLTAN MYNDAVEGG

Heimili

Innlit dagsins er í betri kantinum, dásamleg íbúð í Stokkhólmi uppfull af fallegum hlutum og góðum hugmyndum. Myndaveggurinn er sérstaklega flottur og glerhurðin sem aðskilur svefnherbergi og stofu er algjört æði – meira svona. Kíkjum í heimsókn!

rimage-1-php rimage-2-php rimage-3-php  rimage-5-php  rimage-php rimage-8-php rimage-9-php rimage-10-php rimage-11-php rimage-12-php rimage-13-php rimage-14-php rimage-15-php rimage-16-php

Myndir via BO-STHLM

Ég hef hinsvegar átt í mestu vandræðum með að halda einbeitingu að vinnu síðustu daga, nei eigum við eitthvað að ræða hvað SKAM er ávanabindandi haha?

svartahvitu-snapp2-1

JANÚAR SÆLGÆTIÐ : LAKKRÍSDÖÐLUR

Hugmyndir

Ég er mögulega síðasta manneskjan til að predika um hollt matarræði og hvað þá hollt sælgæti. En það vill þannig til að ég var að byrja í þjálfun eftir mjög langt frí frá hverskyns hreyfinu og hollum lífsstíl nema það er alls ekkert grín að berjast við sykurpúkann sem hefur komið sér svo vel fyrir á öxlinni minni. Ég einfaldlega elska að narta í eitthvað gott og stundum á kvöldin hellist yfir mig alveg sjúkleg löngun í eitthvað gott og þá eins gott að eiga eitthvað í skápnum. Ég er að fylgja nokkrum skemmtilegum snöppurum og tók eftir umfjöllun hjá einhverjum þeirra um lakkrísdöðlur sem þær kaupa tilbúnar í búðinni, þá mundi ég eftir að ég á alltaf til lakkrísduft frá Lakrids by Johan Bülow í skápnum frá því að ég fékk það í jóladagatalinu þeirra fyrir ári síðan og ákvað að prófa að setja það á ferskar döðlur sem ég á einnig oft til í ísskápnum.

15992129_10155656014203332_1993618446_o

Útkoman var ótrúlega góð og ég mæli svo sannarlega með því að prófa. Ég sýndi frá tilrauninni á Svartahvitu snappinu í dag og heyrði ég þar frá nokkrum sem hafa lengi gert svona lakkrísdöðlur heima hjá sér! Ég tek það fram að duftið sem er selt í Epal er stærra en þetta sem ég fékk úr dagatalinu en kostar þó ekki nema um 800 kr.

P.s. það má vel vera að döðlur séu stútfullar af ávaxtasykri en á meðan þetta heldur mér frá nammiskálinni eða bragðarefnum þá hlýtur þetta að vera einstaklega góður kostur:)

svartahvitu-snapp2-1

KARLMANNLEGT HEIMILI HJÁ KLINTDRUPP

Heimili

Ég vona að fyrirsögnin móðgi enga en það er einfaldlega staðreynd að konur ráða oftast útliti heimilins og eiga þau stundum til að verða því smá kvenleg. Ef ég tek mitt eigið heimili sem dæmi þá hefur minn maður mjög takmarkaðan áhuga fyrir heimilinu okkar eða a.m.k. útliti þess og hef ég því algjörlega frjálsar hendur til að koma heim með hvaða hluti sem er og mála veggi bleika ef mér hentar. Kostur ekki satt? En þegar ég finn heimili þar sem karlmaðurinn ræður öllu þá er útkoman mjög oft algjörlega frábær eins og innlitið hér að neðan sýnir. Hér býr Jesper Klintdrup Poulsen hönnunaraðdáandi með meiru og hefur hann haldið úti mjög vinsælum instagram aðgangi undir nafninu Klintdrupp og opnaði nýlega bloggsíðu. Litapallettan samanstendur af brúnum, gráum, hvítum, svörtum og bláum og má í hverju horni finna glæsilega hönnun sem er oftar en ekki norræn.

screen-shot-2017-01-12-at-11-40-37

Klintdrupp á glæsilegt safn af stelli frá Royal Copenhagen og myndirnar hans fá mig til að langa samstundis að rjúka út í Kúnígúnd og versla mér nokkra bolla. -Það er reyndar bara tímaspursmál.

screen-shot-2017-01-12-at-11-39-35 screen-shot-2017-01-12-at-11-39-52

Klassísk skandinavísk hönnun heillar hann og má sjá nokkra mjög verðmæta hluti á heimili hans.

screen-shot-2017-01-12-at-11-40-27 screen-shot-2017-01-12-at-11-41-14 screen-shot-2017-01-12-at-11-41-38

Hér er fallega búið um á hverjum degi en þessa mynd þyrfti ég líklega að sýna mínum manni sem sönnun til þess að karlmenn kunni svo sannarlega að búa fallega um rúmið haha.

screen-shot-2017-01-12-at-11-41-54 screen-shot-2017-01-12-at-11-42-17

Draumalampinn minn þessa stundina, Panthella!

screen-shot-2017-01-12-at-11-42-30

Nagelstjakarnir frægu sem fást í Snúrunni hér heima.

screen-shot-2017-01-12-at-11-42-41 screen-shot-2017-01-12-at-11-42-51

Klintdrupp blandar saman nokkrum seríum frá Royal Copenhagen en Mega Fluted er á mínum óskalista.

screen-shot-2017-01-12-at-11-43-07 screen-shot-2017-01-12-at-11-43-32 screen-shot-2017-01-12-at-11-43-46

screen-shot-2017-01-12-at-11-44-01 screen-shot-2017-01-12-at-11-44-24 screen-shot-2017-01-12-at-11-44-58 screen-shot-2017-01-12-at-11-45-20 screen-shot-2017-01-12-at-11-46-17 skaermbillede-2017-01-09-kl-23-23-56

Ég mæli með að fylgja þessum smekkmanni, hann veit aldeilis hvað hann syngur og ég er bálskotin í honum. @Klintdrupp. Eruð þið þó ekki smá sammála því sem ég nefndi hér að ofan með karlmannleg heimili vs. kvenleg heimili? Eða er þetta kannski alveg jafnt á ykkar heimili:)

svartahvitu-snapp2