HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ //

Fyrir heimilið

Ef að allar þessar myndir hér að neðan myndu sameina eitt og sama heimilið þá væri það fullkomið! Hinsvegar er þetta aðeins myndamix vikunnar hjá mér af Pinterest síðunni minni og það er vel hægt að leyfa sér að dagdreyma yfir þessum myndum. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er hvað það er létt yfir þeim t.d. blóm í vasa og mikil dagsbirta. Svona myndamix gerir mikið fyrir mig sjálfa, ég hef gaman af því að rýna í hverja og eina mynd og spá í smáatriðunum, efniviðurinn, hlutirnir og hvernig þeim er raðað saman, hvað ég hefði gert öðruvísi og annað slíkt. Veit ekki með ykkur en svona stakar myndir þó svo að þær séu ekki frá sama heimili gefa mér oft bestu hugmyndirnar fyrir heimilið, kíkjum á þennan innblástur svona fyrir helgina.

e2e476de85a2ebd127af26d3745c1630

Það er eitthvað við þessa stofu sem dregur mig inn, feiknastórir gluggarnir, hlutirnir og plantan á kollinum -æði.

0a3e6cab90b38937b1f09d0dcb3ba605

Fallega búið um rúm -

0ee6809137d6afed05a96e5d1d9fb03c

Lítið og einfalt baðherbergi -

2d7e35f88ce3a919fc534919c56ca0aa

Smá sveitasjarmi yfir þessu fallega eldhúsi -

5bf07e4ea396f95f7975420247ed4c68

Æðisleg lofthæðin og risastórir gluggar á þessu baðherbergi -

9f4aa163c82a305b9582e5c3878b57b2

Speglar stækka rýmin, um að gera að nota þá meira -

85d4c82a48b47ed659560a9074c57c9b

Ég fæ aldrei leið af mixi af ólíkum stólum við borð, tilvalið fyrir safnarann -

721e8e1cc42ee97ea314cb7d93ca9d05

Eins ónotalegt það er að kúra við leðurpúða þá eru þeir hrikalega töff -

917be1b2230e2ac143dda326eb3c6770

Hrátt en rómantískt svefnherbergi, sérstaklega falleg uppröðun á náttborðinu -

af75d80fcb8312f97eb5ec71b38bc1ff

Pínulítið baðherbergi undir súð, mjög smekkleg útfærsla og fallegt að hafa handklæðin svona upprúlluð -

b7e39b87b7164cfd1bd9a76b464abcdb

Ég elska heimili sem eru með nóg af hlutum uppivið til að skoða, þetta er eitt af þeim -

b534d7a053eafb72404f8d0d3b3dfb3c

Plöntur lífga hvaða rými við -

c63c130a33f754d205865b7b2c669abd

Eldhúshilla sem er mér að skapi, finnst best að hafa allt uppivið og með dass af skrauti -

f8d12f3101f018c19475b5008c3e9a02

Töff anddyri með Muuto Dots hönkum -

fb9dcb67609574d588340d1a6ca3a849

Nýtt og gamalt í góðu mixi, heimili með mikinn sjarma -

Þetta og mikið meira á Pinterest síðunni minni sem ykkur er velkomið að fylgja þó svo að ég birti mikið af myndunum hér á blogginu líka. Eigið góða helgi framundan og munið að kjósa á morgun, alveg sama hver verður fyrir valinu, bara að þið notið kosningarréttinn ykkar -það er mikilvægast:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

NÝTT & TJÚLLAÐ FRÁ HEIÐDÍSI HELGA

Íslensk hönnunPlagöt

Teiknisnillinn og vinkona mín hún Heiðdís Helgadóttir var að gefa út nýja línu sem ber heitið FEMME. Ég er alveg bálskotin í þessum teikningum eins og flestu öðru sem hún gerir og á þegar nokkrar myndir eftir hana. Í gær fékk ég í láni hjá henni tvær myndir til að máta heima og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur er  nefnilega með alveg brjálaðan valkvíða hvorri myndinni ég er hrifnari af, bleiku eða svart-hvítu. Myndin er þó einnig til með bláum bakgrunni en ég kunni ekki við að taka þá mynd í láni því það voru svo margar myndir fráteknar! Þær eru nefnilega að rjúka út…

13523719_10154942075163332_237418009_o13509374_10154942075288332_641936693_o

13509502_10154942075723332_92775312_o 13523870_10154942075593332_1131912904_o 13524045_10154942075348332_381343102_o 13524213_10154942075663332_349781573_o copy13493455_10154942075538332_9513933_o

Hér að neðan er bláa fína!

13407018_1036878313067138_4570153837033527071_n

Hversu fínt!! Sjá meira hér:
Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

30 ÁRA AFMÆLISVEISLAN

HugmyndirPersónulegt

Um helgina hélt ég upp á þrítugsafmælið mitt og heppnaðist veislan svo vel að ég á til með að gera færslu um hana. Ég var búin að ákveða þema nokkrum vikum áður en ég mæli með því fyrir ykkur í partýhugleiðingum til að geta séð fyrir ykkur veisluna sem þið viljið og ákveða stemminguna útfrá því, þá er líka auðveldara að finna til skreytingar og veitingar sem passa við heildina. Ég ákvað að hafa tropical þema sem er alveg tilvalið á sumrin og er svo skemmtilegt. Ég pantaði flest allt skrautið að utan til að spara mér smá pening en það er svakalegur verðmunur á t.d. blöðrum hér heima og ég mun láta alla linka fylgja með neðar í færslunni.

Veitingarnar gerði ég flestar sjálf en ég viðurkenni að eldamennska er ekki mín sterka hlið og ég var því búin að ákveða að vera með nóg af mojito og makrónum því þá myndi allt hitt líta vel út sem það svo gerði, veitingarnar slógu allar í gegn. -Tek þær líka allar saman neðar í færslunni.

Hér má sjá smá moodboard sem ég byrjaði að setja saman löngu áður, svona er ég bara gerð mér finnst alveg agalega skemmtilegt að spá í skreytingum og finnst þær oft vanmetinn partur í veislum.

Þegar ég skoða þessar myndir í dag þá er þetta nánast alveg sami fílingur og ég var svo með en hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr sjálfu boðinu. Það sem ég pantaði að utan var fyrst og fremst bleikur flamingófugl (!) mögulega óþarfi en ég hef alveg hrikalega gaman af svona dóti, svo gylltar “Happy birthday” blöðrur ásamt risastórum “30” ára blöðrum, bleikar blöðrur, hvítar veifur og tropical laufblöð. Ég tek það fram að ég sendi mitt á vinkonu í UK sem sameinaði alla pakkana og sendi mér sem gjöf.
IMG_1389

Þetta var ekki matarboð en þó er alltaf gaman að geta boðið upp á veitingar til að enginn verði svangur. Það sem ég bauð upp á voru makrónur frá Ellu, tómatcrostini með þeyttum fetaost, ofur ljúffengt brauð ala mamma -uppskrift síðar því það báðu allir gestirnir um hana, lakkrískubba, döðlu og ólífupestó, ofnbakaðan brie með mango chutney og ostadisk með vínberjum, melónu og parmaskinku. Ásamt því var Mojito bolla, hvítvín og óáfengt fyrir óléttu vinkonurnar:)IMG_1383

Servíetturnar eru úr Söstrene Grene, dúkurinn frá Hay og litlu bleiku flamingóarnir eru úr Tiger

13493694_10154933399528332_889573948_o.png

Ég er búin að fá margar fyrirspurnir varðandi glasaskrautið sem heitir Bongó blíða en þetta er íslensk hönnun sem er því miður hætt í framleiðslu. Þetta fékkst í Spark design space fyrir nokkrum árum og mér áskotnaðist heill bunki af þessu fyrir 25 ára afmælið mitt og á þetta því ennþá til ofan í skúfffu. Algjörlega æðisleg hönnun sem mætti vel vera enn í sölu:)

IMG_1387 IMG_1390 IMG_1392

Veitingarnar gerði ég flestar sjálf en leyfði mér þó að kaupa makrónur til að setja punktinn yfir i-ið, mér þykja þær vera guðdómlega góðar og svo eru þær svo hrikalega fallegar á veisluborðið. Ég fékk mínar hjá Ellu franskar makrónur -þið finnið hana á facebook, en hafði heyrt mjög gott af þeim látið og þær voru algjört æði, og ég má til með að mæla með þeim! Ég valdi saltkaramellu, lakkrís og hindberja makrónur og fékk líka að velja litina. Mmmm ég er í alvöru ennþá að hugsa um þessar makrónur. Þær eru í raun líka tilvalin tækifærisgjöf, t.d. til að taka nokkrar með í matarboð og færa gestgjafanum:)

IMG_1394

Þegar leið á kvöldið urðu 30 blöðrurnar hin besta skemmtun og mjög fínt myndaprops en ég er ekki ennþá búin að taka niður veifurnar né blöðrurnar, finnst óvenju skemmtilegt að vinna heima þessa dagana;)

IMG_1396

Fyrir áhugasama þá er þessi geggjaði marmarabakki úr Kokku… ég elska hann í tætlur:) P.s. ég vil taka það fram vegna fyrirspurna að það er aðeins loft í mínum blöðrum enda er helíum gas alltof verðmætt til að eyða í blöðrur:)

IMG_1386

Eitt veisluráð sem ég fékk frá mömmu eftir veisluna var að skrifa niður allar veitingarnar, vínið og fjölda á gestum til að eiga til fyrir næstu veislu sem ég kem til með að halda, þá veit ég hvað hefði mátt fara betur og hvað hefði mátt vera til meira eða minna af. Fínt ráð fyrir okkur sem erum ekki þaulvanir partýhaldarar en ég lenti í miklum tímaþröng því ég var alveg búin að vanmeta tímann sem fór í undirbúning og þurftu því fyrstu gestirnir að klára að græja með mér ýmislegt. Mun klárlega skrifa það niður að byrja fyrr á næstu veislu til að hafa þá tíma til að gera sjálfa mig reddý og klára allar skreytingarnar sem ég ætlaði að búa til en náði svo ekki. Er annars mjög sátt með útkomuna og átti alveg magnað kvöld♡

Ef þið höfðuð gaman af færslunni megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan eða skilja eftir nokkur orð, það er alltaf svo gaman að heyra í ykkur!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

TJÚLLUÐ ÚTSÝNISÍBÚÐ TIL SÖLU

Heimili

Vinir mínir voru að setja íbúðina sína á sölu í Sólheimum og ef þú ert í íbúðarhugleiðingum þá er þessi klárlega möst-see. Ég man ennþá svo vel eftir fyrstu heimsókninni minni til þeirra því annað eins útsýni hef ég ekki séð og tala nú ekki um hvað íbúðin er ofsalega björt og vel skipulögð, -hér eru sko miklir möguleikar! IMG_5862 IMG_5871 IMG_5838IMG_5848 IMG_5886

Þessar svalir eru alveg tjúllaðar.

IMG_5914

Þegar maður á flott hjól þá er ekki slæm hugmynd að hengja það upp á vegg;)

IMG_5820

Svalir útfrá svefnherberginu er draumur margra…

IMG_5815

IMG_5810IMG_5856IMG_5944 copy

Opið hús á morgun, mánudaginn 20. Júní kl. 17:30-18:00 – íbúð 10-04! Sjá nánar hér.

Mæli með x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

GRÁTT & STÍLISERAÐ

Heimili

Afmælisplön hafa átt hug minn allan undanfarnar 3 vikur og ég mun koma til með að gera góða færslu um veisluna sem ég hélt um helgina. Það er smá léttir að þetta sé núna allt yfirstaðið og ég get andað rólega og farið að sinna öðrum verkefnum en það kom mér á óvart hvað þarf að huga að mörgu en ég er alveg alsæl og þakklát fyrir helgina (mögulega ennþá þunn). Á meðan ég renndi yfir tölvupóstinn minn rétt í þessu þá rakst ég á þetta heimili sem nú er til sölu og það hefur ekkert verið til sparað þegar kom að stíliseringu, alveg típístk sænskt en agalega lekkert. Við erum þó ekki bara að tala um grámálaða veggi, heldur hafa hurðar einnig verið málaðar gráar ásamt gluggakörmum og svo er lúkkið toppað með allskyns gráum textíl og svarthvítum plakötum. Kannski of mikið? Skoðum þetta:)

1 2 3 4 5 05 06 006 09 010 12

16Myndir: BOSTHLM

Ég vona að þið hafið átt ljúfan þjóðhátíðardag í gær og eigið gott kvöld framundan, áfram Ísland og allt það;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111