FÖSTUDAGSKAKAN OG DOPPÓTTUR DÚKUR

HönnunPersónulegt

Þessum fína degi verður eytt heima í smá vinnu og það sem ég er ánægð með að eiga svona ljúffenga afganga á slíkum degi. Fermingarveislan sem ég skellti upp hér í gær heppnaðist svo bara nokkuð vel og ég er spennt að sjá útkomuna á morgun. Ég notaði þennan fagra dúk í fyrsta sinn loksins, en hann keypti ég reyndar upphaflega til að gefa systir minni í jólagöf nema það að ég ákvað svo að eiga hann bara sjálf… eðlilegt að sjálfsögðu. Engar áhyggjur, hún fékk bara annað fallegt í staðinn:)

1484469_10153624829658332_7724358615474257872_n

35134

 Doppóttur bleikur dúkur? Nei ég bara trúi ekki að það séu til fallegri dúkar á þessari plánetu. Fyrir áhugasama þá er dúkurinn frá HAY og fæst því í Epal.

Svo vil ég koma því áleiðis að ég kann ekki að skreyta svona fallegar rósakökur (það er ekki hægt að vera góð í öllu;) En mín elskulega systir skreytti hana svona fallega, hún er nefnilega bökunarsnillingur með meiru og hefur t.d. verið að baka og skreyta fyrir Ásu Regins líka sem mér heyrist að vanti líka í þetta bökunargen eins og mig:)

Eigið góðan dag! x Svana

BJARTUR, BETÚEL & BLÓMIN

Persónulegt

Ég varð að smella af mynd inni í stofu í dag svona rétt áður en blómin mín drepast sem ég fékk í tilefni konudags. Eins skemmtilegt og það er að eiga falleg blóm í vasa þá virðist það vera mér alveg ómögulegt að halda lífi í svona blómum, ég reyndi að fara eftir öllum ráðum í þetta sinn, en það lítur út fyrir að þetta verði minn síðasti blómvöndur. Næst fæ ég líklega kaktus.

IMG_2358 copy

Letidýrið hann Betúel lét fara vel um sig inni í óveðrinu í dag.

IMG_2362

Haldið þið að það sé huggulegt?

IMG_2354

IMG_2367

“Brothers from another mother”… æj svona fallega rauðhærðir báðir tveir;)

Þetta er ekki uppstillt mynd hér að ofan, litli gormurinn vildi bara ekki vera kyrr í myndatökunni. Ég er hinsvegar á fullu hér heima að undirbúa fermingarveislu, veit ekki alveg hvað ég var að koma mér útí haha. En það kemur út fermingarblað með Fréttablaðinu um helgina og ég var beðin um að dekka upp borð og skreyta. Ég hefði alltaf sagt nei við slíku en ákvað að prófa að slá til uppá gamanið. Vonandi að þetta heppnist vel og þá set ég myndir af afrakstrinum hingað inn, ef ekki, tjahh þá getið þið hvort sem er séð þetta um helgina;) 

Þar til næst, Svana.

FALLEGASTA BAÐHERBERGI ÁRSINS

BaðherbergiHönnun

Sænska hönnunartímaritið Elle Decoration veitti í byrjun mánaðarins hönnunarverðlaun ársins í ýmsum flokkum eins og hönnuður ársins, ljós ársins en það sem vakti athygli mína var baðherbergi ársins. Þetta er jú ein óvenjulegasta baðherbergishönnun sem ég hef séð. Baðberbergið var hannað af Roger Persson fyrir Svedbergs og ber það heitið Front.

Årets_badrum

Einstaklega skemmtilega útfært baðherbergi, en augljóslega ekki fyrir alla. Þú þarft jú að kunna að meta það að raða og þurrka af reglulega:)

Ég væri alveg til í að fá að spreyta mig á að raða inní svona baðherbergi, það er eflaust bara nokkuð skemmtilegt. Ég sé samt fyrir mér að það gæti mjög fljótlega farið allt í drasl á svona hinu hefðbundna heimili og litlar hendur eflaust fljótar að týna allt út á gólf. Skemmtileg hönnun en ég leyfi mér að efast um praktíkina:)

Hvernig finnst ykkur þetta baðherbergi?

SMART HEIMA HJÁ MÖRTU MARÍU

Heimili

Þetta fallega heimili datt inn á fasteignavefinn í gær en þarna býr engin önnur en Marta María. Hrikalega flott íbúð þar sem hugsað hefur verið út í hvert smáatriði, eldhúsið er sérstaklega vel hannað og þaðan má svo sannarlega fá innblástur, en stofan er þó toppurinn að mínu mati.

ed4ee430157bb6e3af0e00c9f1892ab61ad09c8d

Stíllinn á heimilinu er “Glam chic” alla leið svona svo við slettum smá. Speglakommóðan og nokkrir fleiri hlutir setja síðan smá Carrie Bradshaw svip á heimilið (seinni íbúðin), ekki slæmt það:)

433ebbe82e8ad37d1ee19d5c74d8693169da2bc3

Eldhúsið er líka æðislegt, speglahillurnar fyrir ofan innréttinguna eru mjög flott lausn og létta mikið á rýminu sem er ekki stórt. Það sem er sérstakt við þetta eldhús er hversu hlýlegt það er, þá spila auðvitað saman litaval á veggjum og gólfsíðar gardínur en ekki síður smáhlutirnir eins og tímaritin og blómin í vösunum.

ec5a7951bd008d4927d003a8896aea890f61e912 47407d35e33d930b3c10223de0133b3a188095c0 32396dfa3d244f8bdd979380a8b6260cf71e4162 e07f4cdf54a4bafd65afd00a972b0d2fef50d1d6

Æðislegt heimili!

Fyrir áhugasama þá má finna frekari upplýsingar um þessa íbúð hér. 

FALLEG VEGGFÓÐUR

BúðirFyrir heimiliðÓskalistinn

Þegar að ég mun eignast mitt eigið húsnæði (lesist hús) þá ætla ég að veggfóðra eitt herbergið. Falleg veggfóður geta skapað ævintýralega stemmingu en úrvalið af fallegum og einstökum veggfóðrum er alveg ótrúlega mikið, kannski ekki hér á landi, en það er nú ekki mikið vandamál fyrir okkur flest að versla á netinu. Verðin á þeim geta þó oft verið nokkuð há, en þá er tilvalið að velja bara minnsta herbergi heimilisins, t.d. gestabaðherbergið! Eitt fallegasta baðherbergi sem ég hef heimsótt, já ég hef heimsótt fjölmörg baðhergbergi haha, eitt þeirra var nefnilega veggfóðrað með skógarveggfóðri og mikið var það fallegt.
Ég tók saman nokkur falleg veggfóður af einni af uppáhaldsvefverslununum mínum Rockett st. George sem hefur jafnframt verið kosin besta vefverslunin af breska Elle Decoration.

Sjá meira hér, góða skemmtun að vafra!