fbpx

GEGGJAÐ ELDHÚS MEÐ LIST OG DANSKRI HÖNNUN

EldhúsHeimiliHönnunList
The Darling er glæsilegt hönnunargistihús í hjarta sögulega miðbæjar Kaupmannahafnar. Ef þú elskar danska hönnun og danska samtímalist þá muntu elska The Darling. 
Ég gæti vel hugsað mér að búa hérna en eldhúsið er alveg guðdómlega fallegt með listaverk á veggjum og klassíska danska hönnun í hverju horni. Það væri nú notalegt að taka sunnudagsbollan í þessu eldhúshorni ekki satt? Sjáið líka hvað það gerir mikið að hengja upp list í eldhúsið, algjör draumur.
Myndirnar eru fengnar að láni frá Instagramsíðu The Darling sem ég mæli með að kíkja á @thedarlingcph
Það lítur svo sannarlega út fyrir að það væri gaman að prófa að gista hér í kóngsins Köben!

GULLFALLEGT HEIMILI MÖRTU MARÍU & FJÖLSKYLDU

Íslensk heimili

Ein smartasta kona landsins – Marta María býr hér ásamt fjölskyldu sinni í Fossvoginum og þvílík veisla sem þetta heimili er fyrir augun. Hér má sjá fallega hönnun í bland við íslenska list og antík muni, speglaklæddir efri skáparnir í opnu eldhúsinu setja mikinn svip á heimilið ásamt litríkum stólum eftir Arne Jacobsen í bleikum og bláum litum sem mætti segja að séu einkennandi litir fyrir stílinn hennar Mörtu Maríu sem þykir eftirsóttur. Heimilið er dásamlega vel innréttað, með auga fyrir smáatriðum og á sama tíma persónulegt, bækur fá sín hér notið með áhugamálum þeirra hjúa,  – myndir af börnunum og jafnvel skopmynd á veggnum ef vel er að gáð.

Fyrir áhugasama þá er þetta einstaka heimili nú til sölu og má hér finna allar frekari upplýsingar – 

Opið eldhúsið er vel hannað með veglegum vinnuskáp með rennihurðum þó svo mér sýnist lítið um ólekkera hluti sem betra væri að loka inni í skápum.

Alvöru borðstofuborð með snúningsdisk sem kemur sér vel í matarboðum – en Marta María er mikill ástríðukokkur og hefur gefið út ansi ljúffenga matreiðslubók.

Speglaklæddir skápar eru frábær lausn þegar eldhúsið er opið inní stofuna og kemur einnig inn með smá glamúr.

Það má vel sjá að húsráðendur eru með ansi gott auga fyrir smáatriðum og list.

Áhugaverðar bækur, falleg hönnun og plöntur – hér er án efa gott að sitja í lok dags.

Gullfallegt heimili þar sem allt er svo vandað og lekkert. Myndirnar tók enginn annar en Gunnar Sverrisson af sinni einskæru snilld. Ég get skoðað þessar myndir aftur og aftur og alltaf fundið til eitthvað nýtt sem heillar. Er það nokkuð bara ég eða eruð þið líka spennt að sjá hvernig fjölskyldan mun koma sér fyrir á sínu næsta heimili? Eitthvað verður það! ♡

KLASSÍSK HÖNNUN : MONTANA WIRE

Hönnun

Wire hillurnar frá Montana eru klassísk hönnun eftir danska hönnuðinn Verner Panton frá árinu 1971. Panton Wire er hægt að setja saman á ólíka vegu og hentar ekki aðeins sem bókahilla heldur einnig sem náttborð, hliðarborð, skilrými og hægt að raða nokkrum saman sem sófaborð. Ég sé alltaf dálítið eftir því að hafa ekki keypt mér á sínum tíma gylltu útgáfuna sem kom í takmörkuðu upplagi sem náttborð – en hægt er einnig að bæta við toppum á hillurnar í ólíkum útgáfum eins og gleri, marmara og í lituðu MDF.

Klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best.

  

Fyrir áhugasama þá fæst Montana vörumerkið og Panton Wire hjá Epal. Ég gæti vel hugsað mér Panton Wire fyrir náttborð, en ég hef einmitt verið með augun opin fyrir rétta náttborðinu undanfarið.

NOKKRAR FALLEGAR LJÓSAKRÓNUR TIL AÐ LÁTA OKKUR DREYMA UM

HönnunÓskalistinn

Það er eitthvað við fallegar ljósakrónur sem geta fengið hjartað til að taka auka kipp. Þær tróna yfir heimilinu eins og kórónur og geta umbreytt rýminu. Skoðum myndirnar hér að neðan til sönnunar, nokkrar dásamlega fallegar ljósakrónur –

Panthom frá Normann Copenhagen –  Mynd : Unikfast – Heimili Margaux Dietz  

PH Artichoke frá Louis Poulsen –

Carousel frá Lee Broom –

Mesh D86 frá Luceplan –

Apiales frá Nuura –

Fun eftir Verner Panton frá Verpan –

Tube eftir Michael Anastassiades –

Plane frá Tom Dixon –

Bouquet frá Le Klint –

Taraxacum eftir Castiglioni frá Flos –

Meshmatics frá Moooi –

Flos 2097/18 eftir Gino Sarfatti – einnig til enn stærri og veglegri.

Gæti hugsað mér að eiga þær allar! En þessi listi er aðeins til gamans gerður og margar af þessum ljósakrónum eru jafn dýrar og þær eru fallegar. Ég gæti haldið lengi áfram að sýna ykkur fleiri ljós …. fleiri svona færslur – það held ég nú?

– Svana

ÆVINTÝRALEGT HEIMILI MEÐ LITRÍKUM GARDÍNUM OG LOÐNUM MOTTUM

Heimili

Þetta er eitt af þessum heimilum sem við skoðum saman sem erfitt verður að gleyma – hér býr sænski súperstílistinn Marie Olsson Nylander en snemma á árinu 2020 sáum við nokkrar myndir af heimilinu hennar – hér á blogginu –  og það gladdi mig mikið að fá loksins að sjá restina af stórkostlega heimilinu hennar sem nú er til sölu.

Hér má sjá ótrúlega skemmtilegt úrval af innbúi, þekktar hönnunarvörur í bland við antík og listmuni, sófar frá Ligne Roset og Edra, ljós eftir Verner Panton, Ingo Maurer og Castiglioni til að nefna fáa. Nýtt í bland við gamalt, skínandi í bland við rustic og útkoman verður ekkert nema frábær – persónuleg – litrík og hrikalega djúsí.

Ellefu herbergi á fjórum hæðum, kíkjum í heimsókn!

Gult húsið er eins og klippt úr ævintýri en hér hafa verið banka og ræðisskrifstofur ásamt matvöruverslun áður en það varð að einkaheimili.

Myndir // Fastighetsbyran

Er þetta ekki algjört augnakonfekt!? Punktum nú niður nokkrar skemmtilegar hugmyndir í hugann sem hægt er að útfæra á okkar eigin heimili. Liti, áferð eða jafnvel draumahluti sem setja má á óskalistann.

FALLEGUR MYNDAVEGGUR Í NOTALEGRI STOFU

Stofa

Ég er mjög skotin í þessum einfalda myndavegg í stofunni – sjáið hvað það kemur vel út að hengja myndirnar upp bara rétt ofar en sófann, og hér tóna myndirnar líka ansi vel við heildarútlit stofunnar. Ljósin í stofunni eru svo ekkert slor, Viscontea ljósið frá Flos er án efa drottningin í rýminu og Taccia borðlampinn stendur alltaf fyrir sínu. Bollo hægindarstóllinn frá Fogia og Lato hliðarborðið frá &tradition kemur svo með smá tvist á annars klassískt útlit og litaval stofunnar.

Myndir // Bjurfors

Útkoman er dásamleg ekki satt!

DRAUMAVASINN KOMINN HEIM : PALLO KLASSÍSK SÆNSK HÖNNUN

Fyrir heimiliðHönnunKlassíkVerslað

Pallo vasinn hefur í langan tíma vermt óskalistann minn. Klassísk sænsk hönnun eftir hina þekktu Carina Seth Andersson sem seld er hér á landi hjá HAF store.

Pallo vasarnir eru handblásnir í Småland hjá Skrufs Glasbruk, með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem hver vasi er unninn eingöngu í höndunum og er því hver Pallo vasi einstakt handverk og er enginn þeirra því 100% eins.

Gler og keramík hönnun Carina Seth Andersson er eftirsótt og hefur hún meðan annars hannað Dagg vasann sem seldur er aðeins hjá Svenskt Tenn sem verður mögulega á mínum óskalista allt mitt líf. Hönnun hennar prýðir heimili og listasöfn um allan heim og það sem einkennir hana er tímalaust form og gott notagildi ásamt einstökum smáatriðum. Mínimalísk hönnun Pallo vasans heillar marga og eru einhverjar eftirlíkingar á markaðnum – en ég hvet ykkur að sjálfsögðu til þess að velja upprunalega hönnun þegar það á við. Vasinn er listaverk í sjálfu sér – og þú finnur og sérð gæðin þegar þú meðhöndlar hann.

Ég þarf líklega núna að venjast því að kaupa stærri blómavendi – en þetta fallega Amaryllis blóm frá Blómstru blómaáskriftinni minni kom eins og kallað þegar vasinn var nýkominn heim. Pallo vasinn minn er í miðstærð, en hann kemur í þremur stærðum ásamt svörtum lit.

Þú getur skoðað úrvalið af Pallo vösum í HAF store – með því að smella hér