INSTAGRAM VIKUNNAR: MINIWILLA

HeimiliHönnun

Instagramsíða vikunnar er hjá Söndru sem er annar helmingur sænska hönnunardúósins Miniwilla en þau hanna skemmtileg veggspjöld. Hún er menntuð sem grafískur hönnuður og er einnig móðir tveggja barna, en þau spila einmitt stórt hlutverk á myndunum hennar sem gera þær persónulegar og skemmtilegar. Heimilið er mjög smart eins og flest sem kemur frá Miniwilla, flott grafík og mikið um svart&hvítt. -Fleiri myndir er hægt að skoða hér. 

Screen Shot 2015-01-25 at 18.00.25 Screen Shot 2015-01-25 at 17.59.52 Screen Shot 2015-01-25 at 17.50.19 Screen Shot 2015-01-25 at 17.48.38 Screen Shot 2015-01-25 at 17.47.24 Screen Shot 2015-01-25 at 17.46.51 Screen Shot 2015-01-25 at 17.46.34 Screen Shot 2015-01-25 at 17.45.49 Screen Shot 2015-01-25 at 17.45.25

Þau eru nú meiri krúttin þessi systkini:)

WE LIVE HERE: HANNA DÍS WHITEHEAD

Íslensk hönnunPlagötUppáhalds

Ein af mínum allra uppáhalds íslensku hönnuðum er vinkona mín hún Hanna Dís Whitehead. Hún er bæði alveg stórskemmtileg og hrikalega fyndin en svo er hún einnig mjög hæfileikaríkur hönnuður en þess má geta að hún dúxaði í náminu sínu í Design Academy Eindhoven sem verður nú að teljast alveg bilaðslega mikið afrek:)

Hún hefur verið að vinna undanfarið að flottum plakötum útfrá línu sem hún kynnti á Hönnunarmars í fyrra Past and present en sú lína var innblásin frá steinöld en hér að neðan má sjá skissur af fallegum steinaldarhristum. Þessi bleika kallar nafnið mitt, alveg ótrúlega falleg.

10702205_736727833076933_478438907279160556_n

10891538_897946180256198_5905623072105892709_n

“Fortíð í nútíð” er vörulína innblásin frá steinöld. Allar vörurnar eiga uppruna sinn að rekja til frumstæðra hluta og aðstæðna sem nú þegar hafa skeð. Þær eru þó ekki höggnar úr steini eins og áður var heldur unnar í leir. Leikið er með yfirborð hlutanna til að setja þá í nýtt samhengi fjær því sem við höldum að við vitum um þá. Nú þegar þekkingin til að nota þessa ævagömlu hluti er týnd og nýjar aðstæður komnar upp má hér sjá og spyrja sig hvernig þeir geta nýst okkur í nútíðinni.

10940991_897946186922864_8218102253440728766_n

tumblr_nefl01LZf31qdq5ano1_1280

Spennandi tilraunir með efni, en hún Hanna Dís er eftir að búa til einhverja snilld úr þessum skemmtilegu mynstrum.

10952066_10153004476836215_2052314886_n

tumblr_nd81jru52Q1qdq5ano3_500

Þetta plakat hér að ofan bíður eftir að komast heim til mín.

Þess má geta að Hanna Dís Whitehead er ein af fjölmörgum íslenskum hönnuðum sem eru á leið til Stokkhólms að sýna verk sín á samsýningunni WE LIVE HERE. Þar verða verk íslenskra og finnskra hönnuða sýnd saman á nýstárlegan hátt í íbúð sem hægt verður að heimsækja á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi sem stendur yfir þann 2.-8.febrúar.

Heimilisfangið er Regeringsgatan 86 fyrir áhugasama. Ég hvet ykkur til að kíkja við ef þið eigið leið til borgarinnar, þið verðið pottþétt ekki fyrir vonbriðgum.

Meira um sýninguna á næstu dögum, hún Hanna Dís þurfti að fá sérfærslu að mínu mati:)

LANGAR Í…

Óskalistinn

bm2014

Mig langar mjög mikið til að eignast 2014 mæðradagsplattann frá Bing & Grøndahl. Ég hefði átt að kaupa hann í vetur hjá Kúnígúnd en núna er 2015 bara í boði, því þarf ég líklegast að finna hann á e-bay.

Ég er búin að redda mér einum frá 1986 (ég+Andrés) og það væri gaman að eiga líka árið hans Bjarts.

Núna er þetta komið út í kosmósið og kannski að einhver sé að lesa þetta sem hugsar til mín ef hann rekst á plattann:)

-Svana

DRAUMURINN UM SVAN

HönnunKlassíkÓskalistinn

Það er alltaf pláss fyrir nokkra draumahluti á óskalistanum er það ekki? Þ.e. hluti sem maður kemst ekki svo auðveldlega yfir. Ég á allavega nokkra slíka drauma og einn af þeim er að eignast Svan(i), það mun takast einn daginn ég er bara ekki alveg komin með tímasetninguna á hreint;)

b3e3c9b9e486439ee542f1a801121b20

23c3dd73c84a787729e070373ae2b6f4

15c848e81d75ee021eac8d5663a0a471

Arne Jacobsen hannaði Svaninn (ásamt Egginu) upphaflega fyrir móttöku og setustofu Royal Hotel í Kaupmannahöfn í lok fimmta áratugarins. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. Svanurinn er einstaklega formfagur stóll og hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi.

3e79afeaa2b408a12822fe2ddc919555

Grár eða fölbleikur Svanur yrði fyrir valinu en ég hef oft legið yfir heimasíðu Fritz Hansen og prófað hina og þessa liti og skoðað öll áklæðin sem í boði eru. Svanurinn heillar mig meira en Eggið þó að það sé eitt glæsilegasta húsgagn sem hannað hefur verið en líklega hefur það mikið að segja að ég heiti Svana, jú nördalegri gæti ástæðan ekki verið!

Það er þó ekki bara stóllinn sem ég girnist, en mig hefur nefnilega lengi langað í uppstoppaðann Svan, já og ég þori alveg að viðurkenna það.

Annar af þessum draumur mun rætast, spurningin er bara hvor rætist fyrst:)

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS ♡

HeimiliHönnunPersónulegtStofa

Ætli þetta sé ekki eitt skemmtilegasta innlitið sem ég hef birt að mínu mati, hér býr ein af mínum allra bestu og frábærustu vinkonum, hún Rakel Rúnars. Ég hef sjálf bara séð brot af heimilinu af og til á Snapchat og suðaði svo í henni að fá fleiri myndir sendar, ég er því að sjá heimilið í fyrsta skipti núna og finnst það alveg ægilega gaman. Rakel flutti nefnilega til Cardiff í haust ásamt fjölskyldunni sinni þeim Andra Ford og syni þeirra honum Emil Patrik. Rakel sem er með masterpróf í tískustjórnun og markaðsfræði (æ nó spennandi!) vinnur hjá bresku fatakeðjunni Peacocks á meðan að Andri er að taka master í Kírópraktík. Við fjölskyldan erum á leið til þeirra í heimsókn í mars og það er talið niður hér á bæ og gaman að sjá hvað það mun fara vel um okkur á þessu fallega heimili.

DSC01542

Við Rakel deilum nánast alveg sama smekk eða u.þ.b. í 90% tilfella og því ekki furða að mér þyki þetta vera æðislega smart heimili. Sófann keyptu þau nýlega en hann er frá Ilva en Rand mottan gerir ofsa mikið fyrir stofuna sem var teppalögð fyrir (bretar eru víst sjúkir í að teppaleggja allt), mér finnst þetta vera ofsalega hlýlegt að hafa teppi á teppi:)

DSC01555

DSC01538

Það verða ófáar kósýstundirnar í þessum horni ♡ Fínu myndina á veggnum keypti Rakel fyrir nokkru og viðbrögðin hjá hennar manni voru svipuð og hjá Andrési þegar hann sá plakatið mitt hahaha. -Svo skemmtilegir þessir kærastar:)

DSC01674

DSC01561

DSC01612

Ég ætla að ræna þessum fluffy púða í mars.

DSC01668

DSC01637

Herbergið hans Emils er líka æðislega fínt.

DSC01640

DSC01633

DSC01569

Rakel var einmitt að minna mig á í kvöld hvað það er fyndið að við séum svona góðar vinkonur í dag því við vorum saman í bekk í unglingadeild og þoldum þá ekki hvor aðra, ef ég man rétt þá þótti henni ég tala of mikið í tímum og mér þótti hún vera frekar mikið snobb. Sem betur fer breyttist það þó fljótlega!

Mikið verður nú gaman að koma bráðlega í heimsókn þangað.

Þið finnið hana á instagram hér: rakelrunars

-Svana