ÓSKALISTINN: Í BARNAHERBERGIÐ

BarnaherbergiÓskalistinnPersónulegt

 

Barna

Þegar mér leiðist þá á ég það til að opna Photoshop og föndra svona óskalista. Í þetta skiptið var þemað barnaherbergið, ég er gengin tæpar 36 vikur svo það er mjög gaman að leyfa sér að dreyma um svona hluti. Ég á reyndar nú þegar tvennt á þessari mynd sem ég hef lengi ætlað að hafa í barnaherbergi en hefur hingað til verið í geymslu, það er Pinocchio teppið frá Hay og Svanaóróinn frá Flensted Mobiles.

Annað sem situr á óskalistanum er gullfallega Kili barnarúmið frá Sebra, Trip Trap stóll (ég ætla reyndar að eignast svartan en fannst þessi passa betur við litina á myndinni:) Rúmfötin frá By Nord eru dásamleg og dýraveggfóðrið sem fæst hjá Esja Dekor.is er líka draumur í dós. Heklaður skemill kæmi sér vel til að geta hvílt lúna fætur -þennan fann ég á google en ég hef ekki rekist á svona hér á landi nýlega. Ég er mjög skotin í loftbelgjunum sem fást í My Concept store og gæti vel hugsað mér einn í barnaherbergið, mér finnst þeir svo ævintýralegir og skemmtilegir. Og síðast en ekki síst þá þurfa öll börn að eiga eitt stykki Eames Elephant. -Nei smá grín, en hann er samt mjög flottur!

Það væri auðvitað draumur í dós að eignast alla þessa hluti, en ætli barnið taki nokkuð eftir því hvort að herbergið sé svona ofur fínt eða ekki?:)

Ég er annars í sæluvímu, það var haldið óvænt “babyshower” fyrir mig í kvöld af mínum bestu vinkonum og mikið var það yndislega dásamlega skemmtileg upplifun. Þið getið séð mjög svo hressandi köku á instagraminu mínu @svana_ en hún er mjög svo óviðeigandi til að birta hér. Einnig fékk ég alltof mikið af fallegum gjöfum svo það er orðið fátt sem mig skortir handa bumbubúanum mínum.

Vonandi áttuð þið gott kvöld!

-Svana

Á ÓSKALISTANUM: IKEA RANARP

IkeaÓskalistinn

Ég er dálítið mikið skotin í þessum Ranarp lömpum þó að nýr lampi sé algjörlega í síðasta sæti á forgangslistanum mínum þessa dagana. Ég get þó ómögulega ákveðið hvaða týpa yrði fyrir valinu, ég féll upphaflega fyrir gólflampanum þegar ég rakst á hann nýlega í heimsókn en mig vantar alls ekki nýtt ljós í stofuna mína svo hann er eiginlega off. Borðlampinn væri hinsvegar mjög flottur á vinnustofuna og vegglampinn mögulega sem lesljós í svefnherbergið.

dcfe66de5c74cb004ff42a6918c33943 4d716ac29590cb49aa955f90ad076b6d96e3c30c06c96b46beb071e248c6e0cf

079b25c6d36545d323da3f40a5790f9e

Ég ætlaði reyndar ekki að trúa því fyrst að þetta væri frá Ikea þegar ég sá lampann fyrst. Gylltu detailarnir og svart-hvíta rafmagnssnúran gera ótrúlega mikið fyrir heildarlúkkið og gerir hann örlítið meira “júník” þrátt fyrir að vera fjöldaframleidd vara.

Algjört bjútí, og svo er verðið alveg nokkuð fínt verð ég að segja:)

 

NÝTT STOFUSTÁSS

HeimiliPersónulegt

IMG_0745

Ég fann þessa fínu seríu um daginn í plöntuferðinni minni í Bauhaus, mér finnst hún setja dálítið skemmtilega stemmingu í stofuna. Hún kostaði alls ekki mikið, ég var með eina frá House Doctor á óskalistanum en þessi kostaði bara lítið brot af því sem hin kostar. -Gleymna ég man ekki nkl. verðið en ég myndi slumpa á u.þ.b. 5.000 kr.

Eins og þið sjáið þá eru ennþá engar myndir komnar upp á vegg en það hlýtur að koma á endanum!

Fín kaup held ég nú bara:)

NUDE MAGAZINE: THE HOT SUMMER ISSUE

Tímarit

Uppáhaldstímaritið mitt kom út í gær, Nude Magazine og ég mæli svo sannarlega með að fletta því. Það er kannski ekki mjög sumarlegt að sjá hér hjá okkur, en það má alltaf láta sig dreyma um sól og sumaryl:) Í blaðinu er m.a. að finna viðtöl við þrjár flottar konur um þeirra uppáhaldsáfangastaði, hvernig á að pakka niður í ferðalög til ólíkra borga, fallegir myndaþættir, leiðarvísir um L.A. og að sjálfsögðu er fíni lífstílskaflinn á sínum stað! Þar er að finna innlit og viðtöl við hönnuði ásamt því besta úr verslunum:)

Njótið!

Screen Shot 2014-07-27 at 8.22.08 AM Screen Shot 2014-07-27 at 8.21.30 AM Screen Shot 2014-07-27 at 8.21.08 AM

Deginum mínum ætla ég hinsvegar að eyða í faðmi vinkvenna minna, árlega höldum við nokkurskonar árshátíð og gerum vel við okkur. Ég get varla beðið eftir að byrja daginn, en smá dekur verður kærkomið eftir undanfarna daga sem hafa einkennst af miklum veikindum.

Njótið dagsins kæru lesendur:)

H&M ÓSKALISTINN

ÓskalistinnVerslað

Ein besta vinkona mín sem búsett er í Danmörku er að koma í heimsókn til Íslands í næstu viku, ég var ekki lengi að panta smá pláss í töskunni hennar og kíkti á H&M heimasíðuna í leit af nokkrum fallegum hlutum til að bæta í safnið:)

h&m

…og ef plássið er ekki nægilegt í töskunni hennar þá bý ég svo vel að mínir elskulegu Trendnetingar eru alltaf boðnir og búnir að versla smá handa okkur hinum í útlöndunum sínum.

Þessir hlutir lentu á óskalistanum mínum í þetta skiptið, smá handa mér, smá handa beibí og nokkrir fallegir hlutir fyrir heimilið:)

Eins og þið sjáið þá er litapallettan mín ekki flókin, ég virðist hreinlega dragast að þessari samsetningu:)

Eigið gott föstudagskvöld!

xx