BARNAHERBERGI Í VINNSLU

BarnaherbergiPersónulegt

Ég er loksins byrjuð að gera barnaherbergið klárt, það tók mig ekki nema 10 vikur að finna “nennuna”:) Ég var nefnilega andvaka í nótt og eyddi ágætis tíma í símanum mínum að skrolla í gegnum Pinterest appið (mæli með því), og er komin með um 270 góðar hugmyndir í albúmið “Kids room”. Ef þið hafið áhuga á að fylgja mér á Pinterest þá getið þið gert það, hér. 

Þetta byrjaði á því að Bjartur var í dag í samfellu sem var svo fallega grænblá á litinn að ég ákvað að mála einn vegg í herberginu í þeim lit, því var skundað í Byko eftir smá sunnudagsstúss og keypt málning og komið við í A4 og keyptir litlir doppulímmiðar. Ætli það séu ekki að vera komin um tvö ár frá því að ég ætlaði mér að gera vegg á heimilinu doppóttan, það hlaut að koma að því á endanum!

Þið afsakið myndgæðin, þær eru fengnar af snapchatinu mínu,

Screenshot_2014-11-23-21-03-23Screenshot_2014-11-23-21-02-43

Þetta tók mig svo ekki nema nokkrar mínútur,

20141123_152026 20141123_155553

Það er langt síðan að þessi var uppá vegg síðast, en finnst hann alveg tilvalinn fyrir barnaherbergi, (keyptur í Hollandi).

20141123_155658

Svo ein draslmynd í lokin svo þið sjáið ástandið, það er enn heilmikið eftir!

Hugmyndin er að Andrés smíði hillur fyrir vegginn á móti kommóðunni, einnig er ég eftir að velja loftljós og hengja myndir upp á vegg.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með:)

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér 

FALLEGT BARNAHERBERGI

Barnaherbergi

Ég rakst á þetta einstaklega fallega barnaherbergi á pólska barnablogginu Skandikids.
tapeta-harlequin-w-romby-ferm-living

Þessi litasamsetning er algjört æði, myntugrænn í bland við svart&hvítt!

domek-ferm-living-dorm dorm-ferm-living-sklep-scandikids tapeta-harlequin-w-miętowe-romby-ferm-living-sklep-scandikids1

Fullt af góðum hugmyndum að finna hér!

x svana

Á ÓSKALISTANUM: COLORFUL

BækurÓskalistinn

Herregud draumabók heimilisperrans er að koma út… Stílistadrottningin Lotta Agaton og ljósmyndarinn Pia Ulin fagna 10 ára samstarfi sínu með því að gefa út bókina Colorful, nafnið á þó fátt sameiginlegt með innihaldi bókarinnar en litir eru eitt sem einkennir ekki stílinn hennar Lottu Agaton.

Þessi er væntanlega núna á næstu dögum en hana er hægt að kaupa í forsölu hér.

BOOKCOLORFUL

Ég elska Lottu Agaton og allt sem hún gerir, ég gerði því tilraun til að kaupa bókina en sænskukunnáttan mín gæti þó mögulega komið í veg fyrir að hún endi í lúgunni minni:)

VILTU VINNA 10 ÞÚSUND KRÓNA GJAFABRÉF Í LINDEX?

Verslað

*Uppfært* 

Búið er að draga út vinningshafa og þá má sjá neðst í færslunni, kærar þakkir fyrir frábæra þátttöku!

Hvað er betra en að byrja daginn á því að gefa 2x 10 þúsund króna gjafabréf í Lindex? Eins og þið tókuð líklega eftir þá var Lindex að opna nýja og glæsilega verslun í Kringlunni sem selur einungis kvenfatnað. Hún er þó bara örfáum skrefum frá minni uppáhaldsverslun sem er Lindex Kids (barna+meðgönguföt) mamman (ég) hefur aðeins fengið að sitja á hakanum undanfarnar 9 vikur því ég er búin að uppgötva hvað það er bilaðslega gaman að versla föt á lítil kríli! Ég “slysast” líka stundum inn í stelpudeildir og hef fundið þar föt á Bjart sem eiga jafn mikið erindi til stráka sem stelpna, Bjartur var síðast í gær í fallegum buxum myndskreyttum kettlingum og hvolpum sem ég fann í stelpudeild í einni verslun erlendis. Síðan hvenær eru kettlingar meira fyrir stelpur en stráka? Síðan voru skírnarbuxurnar hans úr stelpudeildinni í Lindex, þeim fylgdi reyndar bleikur kjóll sem ég er enn eftir að finna nýjan eiganda að, þið hefðuð átt að sjá svipinn á Andrési þegar ég kom heim með það dress haha.

Ég tók saman nokkrar flíkur sem mér þykja vera mjög flottar:)

Skildu endilega eftir athugasemd með fullu nafni ef þú vilt næla þér í 10 þúsund króna gjafabréf í Lindex!

Og ertu svo ekki pottþétt að fylgja Trendnet á Facebook?

Ég dreg út tvo heppna lesendur í kvöld.

Eigið góðan dag:)

*Uppfært*

Þær heppnu sem nældu sér í 10 þúsund króna gjafabréfin í Lindex eru:

Barbara Ann Howard og Hafdís Bjarnadóttir

Vinsamlega hafið samband á trendnet@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar:)

LÍTIL & HUGGULEG STOFA

Heimili

Hér er ein lítil og krúttleg stofa/borðstofa sem gefur nokkrar góðar hugmyndir,

SFDEF983528197243E19AA1F09409B0C449SFD107B8F05D9624C4198D4CE6714C2890A SFD6A8585A49DFD4D98BA3C15CB045D4942

Ég er sérstaklega hrifin af veggnum með boxhillunum í bland við innrammaðar myndir og röndótti gangurinn er líka töff! Alltaf ætlaði ég nú að mála einn vegg röndóttan á heimilinu, ætli það fari að koma að því:)