fbpx

PASTELDRAUMUR // MONTANA BAÐHERBERGI

BaðherbergiHönnun

Danski húsgagnaframleiðandinn Montana sendi nýlega frá sér þessar dásamlegu og litríku myndir af baðherbergislínunni þeirra en hægt er að fá Montana innréttingar og hillur í 30 nýjum litum sérvöldum af heimsþekkta danska litasérfræðingnum Margrethe Odgaard.

Sjáið þessar æðislegu litasamsetningar, algjör baðherbergisdraumur!

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen. Montana hillurnar er hægt að sérsníða að smekk hvers og eins og er hægt að velja úr óteljandi litum. Montana fæst í versluninni Epal fyrir áhugasama.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

BLÓMIN HEIMA

Fyrir heimiliðPersónulegt

Það er fátt sem gleður mig jafn mikið og falleg blóm í vasa og reyni ég að eiga þau til sem oftast, þá bæði þurrkuð og fersk blóm. Núna yfir hásumarið er ég dugleg að týna villt blóm í göngutúrum og setja í vasa eða glös, hvort sem það séu lúpínur eða minni blóm sem ég finn í vegköntum eða útí móa og skreyta þau heimilið mitt yfir allt sumarið. Einnig hef ég verið svo heppin að vera í samstarfi við Blómstru undanfarna mánuði sem er blómaáskrift og fæ ég falleg og fersk afskorin blóm send heim aðra hvora viku sem ég algjörlega elska og gæti ekki mælt meira með. Stundum hafa gestir orð á því að heimilið sé eins og blómabúð… en það getur varla verið annað en jákvætt því blóm eru með því besta sem ég veit.

Hér eru nokkrar myndir af blómunum sem skreyta heimilið þessa dagana –

Nýjasti Blómstru vöndurinn er sérstaklega fallegur. Vöndur vikunnar inniheldur Flæmingjablóm, Lisianthus, Pittosporum og Tryggðablóm. Alveg gordjöss!

Lúpínutíminn er alltaf í smá uppáhaldi hjá mér en hann stendur hæst í júní sem er einmitt minn uppáhalds mánuður. Þessar bleiku fann ég nýlega í göngutúr svo fallegar en sjaldséð sjón nema þá í blómabeðum. Fjólubláu eru því algengari sjón á mínu heimili.

Þessi fallegi vöndur kemur úr jarðarför ömmu sem haldin var nýlega og skreytir núna heimilið – svo ótrúlega fallegur, rétt eins og amma var ♡

Ég vona að sumarfríið sé að fara vel með ykkur – þangað til næst!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FULLKOMIÐ HLÝLEGT ELDHÚS & BAÐHERBERGI

BaðherbergiEldhúsHeimili

Þetta glæsilega 360 fm heimili í Chicaco var endurhannað af breska innanhússhönnuðinum Pernille Lind og er staðsett í sögufrægu Frank Lloyd Wright hverfi – þar sem heimsþekkti ameríski arkitektinn bjó, starfaði og hannaði 25 byggingar.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Yellowtrace 

Til að sjá heimilið í heild sinni og lesa meira um hönnunina smellið þá hér –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

ÓSKALISTINN MINN // SUMARÚTSALA KRINGLUNNAR

ÓskalistinnSamstarf

// Færslan er unnin í samstarfi við Kringluna.

Núna um helgina stendur yfir sumarútsala í Kringlunni þar sem hægt er að gera frábær kaup! Í samstarfi við Kringluna tók ég saman nokkra fallega hluti fyrir heimilið sem sitja á mínum óskalista – og eins og alltaf þá stenst ég aldrei mátið að setja með sitthvað fallegt fyrir mig sjálfa, sumarkjól, hvíta strigaskó og hlébarða hliðartösku sem er alveg æðisleg. Það má alltaf bæta við fallegum hlutum fyrir heimilið og rakst ég m.a. á góð tilboð hjá Bast, Kúnígúnd, Casa, Epal og fleiri verslunum. Royal Copenhagen er til dæmis á 30% afslætti í Kúnígúnd, allar Bitz vörur eru á 20% afslætti hjá Bast og auk þessu eru iittala vörur á frábærum afslætti hjá iittala versluninni og Casa. En allt eru þetta vörur sem ég held mikið uppá ♡

Ég gæti hugsað mér að eiga alla þessa fallegu hluti hér að neðan ♡

1. Bitz glerflaska, tilvalin í sumarboðið á pallinum. 20% afsláttur í Bast. // 2. iittala rósagylltar skálar eru á 50% afslætti í Casa. // 3. Sætir söngfuglar Kay Bojesen, Epal. // 4. Royal Copenhagen, Blue Mega thermo bolli í safnið mitt, eru á 30% afslætti hjá Kúnígúnd. // 5. Dásamlegur heimilisilmur frá Voluspa, MAIA. // 6. Le Creuset steypujárnspottur er eilífðareign, er nú á 20% afslætti hjá Kúnígúnd. // 7. Lúpína á vegginn, fallegt veggspjald frá Hrím. // 8. Bleik skál frá Bitz sem nú er á 20% afslætti hjá Bast. // 9. DAY Gweneth taska, (hún er því miður ekki á afslætti – en er svo falleg að hún fær að vera með) Kúltúr. // 10. Iittala glerfugl, Bullfinch sem er á 50% afslætti hjá Epal og Casa. // 11. Sumarlegur kjóll frá Envii sem fæst hjá 17. // 12. Ecco strigaskór á 30% afslætti hjá Ecco og Steinar Waage. // 13. Blue Mega skál frá Royal Copenhagen á 30% afslætti hjá Kúnígúnd. // 14. iittala Leimu lampi á 30% afslætti hjá Casa. 

Eigið góða helgi kæru lesendur –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

ÓSKALISTINN // HEIN STUDIO PLAKAT

HönnunÓskalistinnVeggspjöld

Á óskalistanum þessa stundina situr fallegt plakat eftir Hein Studio sem gerð eru fyrir dásamlegu hönnunarverslunina Stilleben sem staðsett er í hjarta Kaupmannahafnar. Ef þið eigið leið til kóngsins Köben á næstunni þá hvet ég ykkur til þess að líta við hjá Stilleben, ég lofa ykkur því að það er erfitt að koma tómhent/ur þaðan út.

Hein Studio er danskt hönnunarmerki stofnað af Rebeccu Hein Hoffmann og skapar hún meðal annars einstaklega falleg plaköt sem fást í vel völdum hönnunarverslunum víða um heim þó ekki á Íslandi. En fyrir Stilleben hannaði hún sérstaklega plakötin sem sitja á mínum óskalista, sem eru eftirprentanir af handgerðum úrklippum af ýmsum plöntum. Nýlega bættust við fleiri úrklippur við Stilleben línuna svo af nógu er að velja.

Því miður þá sendir Stilleben ekki til Íslands – að minnsta kosti ekki veggspjöld svo ég krossa fingur að ég finni leið til að verða mér úti um eitt verk en ég á þó mjög erfitt með að ákveða hvaða litur yrði fyrir valinu, svo mörg falleg. Ég sé fyrir mér stórt plakat í eldhúskróknum mínum sem er bleikur, svo líklega yrði svart fyrir valinu þó svo að bláa, fjólubláa og gula gæti líka komið mjög vel út! Hvað finnst ykkur flottast?

Stærðirnar sem í boðu eru A5, A3 og 70×100 cm.

Myndir via Stilleben

// Til að skoða úrvalið smellið þá hér. 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

MEÐ PLÖNTU Í HVERJU HORNI

Heimili

Hér er á ferð stórkostlega smart heimili sem er vandlega skreytt með plöntum og fallegum húsgögnum. Eldhúsið er alveg æðislegt með marmaraklæddum innréttingum sem teygir sig svo upp vegginn og myndar þessa fallegu punthillu – algjör draumur. Sjáið líka hvað það kemur vel út að hafa gólfsíðar gardínur í eldhúsinu og gerir rýmið mikið hlýlegra. Hér spila plöntur stórt hlutverk og stærðarinnar Monstera trónir yfir borðstofuborðinu nánast eins og hálfgerður skúlptúr!

Kíkjum í heimsókn –

Vá vá vá þvílíkur heimilisdraumur!

Myndir via Bjurfors.se

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HEIMILI FYLLT MEÐ KLASSÍSKRI HÖNNUN

EldhúsHeimiliSvefnherbergi

Þið sem elskið klassíska skandinavíska hönnun eruð eftir að falla kylliflöt fyrir þessu dásamlega heimili. Ton stólar, String hillur, AJ lampar, Y stóll og Cuba stólar skreyta meðal annars heimilið svo fátt eitt sé nefnt. Hér má sjá margar virkilega fallegar lausnir og uppstillingar sem veita innblástur, sjáið bjart og fallegt barnaherbergið og sniðuga lausn hvernig vinnuaðstaðan er aðskilin frá svefnherberginu. Algjört bjútí!

Kíkjum í heimsókn –

Myndir // Entrance Makleri

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

VEL STÍLISERAÐ HEIMILI MEÐ FLOTTUM SMÁATRIÐUM

Heimili

Hér er á ferð hrikalega smart heimili þar sem smáatriðin leika stórt hlutverk, hverjum hlut hefur verið stillt vandlega upp og útkoman er töff. Ljós litapallettan í bland við svartan lit sem gefur heimilinu meiri dýpt, en ég er mjög hrifin af svarta eldhúsinu þar sem virðist við fyrstu sýn að innréttingin sé gömul og margir hefðu mögulega skipt henni út eða sett að minnsta kosti nýja borðplötu. Oftast er nefnilega lítið mál að gera huggulegt með smá málningu, huggulegum skrautmunum og gardínum.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir // Bjurfors

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

MEÐ BLÁTT ELDHÚS & SPEGLA BAÐKAR

Heimili

Sjá þetta dásamlega fallega heimili þar sem blár litur fær vel sín notið í eldhúsinu og í stofunni. Klassísk hönnun og gullfallegir loftlistar og rósettur skreyta heimilið sem staðsett er í Gautaborg og veitir svo sannarlega innblástur. Hér má sjá ótrúlega krúttlegt barnahorn inní svefnherberginu og spegla baðkar vekur einnig athygli mína – hrikalega smart.

Kíkjum í heimsókn –

 

Myndir // Bjurfors

Fallegt ekki satt?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu