FULLKOMINN SUMARBÚSTAÐUR

Fyrir heimilið

Ég kíkti uppí bústað um helgina með fjölskyldunni og er því í smá stuði að sýna ykkur fallegan sumarbústað þrátt fyrir að slíkar færslur séu almennt ekki vel lesnar – ótrúlegt en satt. Ég meina hverjum langar ekki að eiga fallegan sumarbústað? Það er að minnsta kosti minn draumur að eiga lítið athvarf í sveitinni, helst væri ég til í að fá að gera bústaðinn upp sjálf og dett reglulega á fasteignasölusíður og skoða úrvalið þrátt fyrir að þetta sé mjög fjarlægur draumur. Þessi draumabústaður er hinsvegar staðsettur í Svíþjóð, kíkjum á hann…

hallway.-glossy-concrete-floor-raw-wooden-wall kitchen-with-neutral-hues-and-contrasting-black-and-whitebedroom-with-open-window-and-summer-breeze open-space-kitchen-and-living.-textured-beige-walls outdoor-space- summer-feeling white-modern-kitchen-textured-warm-toned-walls

Myndir via Fantastic Frank

Ef þið viljið kíkja á fleiri fallega sumarbústaði sem ég hef bloggað um kíkið þá endilega á þessa tvo sem eru í miklu uppáhaldi:

Ofur töff sumarbústaður í Svíþjóð  – algjört uppáhalds

Sumarparadís með lúxusyfirbragði

Vonandi er helgin að fara vel með ykkur! Þvílíkur draumur að fá að upplifa Ísland í svona góðu veðri og í svona marga daga, finnst eins og það hafi ekki gerst síðan ég var barn. Yndislegt xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SKANDINAVÍSK LOFTÍBÚÐ

HeimiliSvefnherbergi

Hér er mjög skemmtilegt innlit á ferð með dásamlegu svefnlofti og frábærum lausnum. Svefnherbergið er alveg toppurinn á þessu heimili svo bjart og fallegt og sérstaklega flott hvernig glerveggurinn speglast í rennihurðunum á fataskápnum og láta rýmið virka tvöfalt stærra. Svart hvíti skandinavíski stíllinn ræður hér ríkjum og mikil lofthæð í stofunni gerir hana sérstaka. Innlitið er að vísu frá árinu 2015 en það er klassískt og afskaplega smart svo ég má til með að deila því.

Bo-LKV_www-1.bolkv_.fi-32-of-51

Stórar speglarennihurðir eru á fataskápunum á svefnloftinu ásamt glervegg með útsýni yfir stofuna sem láta rýmið virðast vera töluvert stærra en það er

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-30-of-51

Rúmið er haft lágt og náttborðið einnig og þá er lítið sem truflar þegar horft er upp á loft frá stofunni.

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-33-of-51 Bo-LKV_www.bolkv_.fi-2-of-51

Plássið undir stiganum uppá loft er einnig nýtt undir skápa sem dregnir eru út – mjög sniðugt.  Alveg nauðsynlegt að nýta vel allt pláss í litlum íbúðum.

Bo-LKV_www-1.bolkv_.fi-50-of-51

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-15-of-51

String hillurnar klassísku.

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-24-of-51

Það er orðið langt síðan ég sá innlit með trébúkkum sem stofuborð en það var mjög vinsælt trend fyrir nokkrum árum og skemmtilegt að sjá það aftur.

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-26-of-51

 Hér bjó Jutta sem heldur úti finnsku síðunni Bo lkv

Hvernig finnst ykkur þetta heimili?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

GORDJÖSS SVEFNHERBERGI

Svefnherbergi

Þvílíkur draumur í dós þetta svefnherbergi ♡

SFDB2FB1C4286914FDA925276C7FF963E0DSFDA60FF7B345FF45AB93E22CF99C0BC35D

Eitthvað svo heimilislegt og kósý við herbergi sem eru ekki alveg 100% tipp topp og það er eins og einhver sé hreinlega nýskriðin framúr þarna… sérstaklega skemmtileg fatasláin og alltaf jafn dásamlega fallegt fjaðraljósið frá Vita – fullkomið í svefnherbergi.

Ég fyllist löngun að skríða undir sæng eftir svona bloggpóst, ég er að innleiða góða venju að lesa alltaf dálítið í bók fyrir svefninn, ég er þessa stundina að lesa Skaraðu fram úr -markþjálfun. Já ég veit… ekki beint góð saga fyrir svefninn en þó hollt og gott efni að glugga í af og til. Ef þú ert að lesa góða bók þessa stundina sem þú mælir með máttu endilega skilja eftir línu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNBLÁSTUR FYRIR HEIMILIÐ

Fyrir heimilið

Ég leyfi mér að efast um að margir hafi hugsað sér að eyða deginum innandyra að spá í heimilinu í þessari bongó blíðu. Ég amk ætla mér að eyða hverri mínútu úti sem ég mögulega get og drekka í mig þetta æðislega veður með fjölskyldunni. Ég birti þó eina færslu sem inniheldur örlítinn innblástur fyrir heimilið, ég vona annars að þið eigið frábæran dag í sólinni, þangað til næst x

trendnet.is/svartahvitu SFD887FA9A86DED445B8A1D75BFA78C8378 Screen-Shot-2016-07-15-at-10.15.52 SFD3D87D03FD3D4473FA93224213C41A083 rasmus-4 Screen-Shot-2016-07-15-at-10.16.10xIMG_6532 640done SFDAB72B894CD1B4E26A87E572C90414F9Dscandinavian-loft-design-nide-leather-butterfly-chair-homey-oh-my

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SNÚRAN FÆR ANDLITSLYFTINGU

Fyrir heimiliðVerslað

Ég trúi því varla að ég sé ekki ennþá búin að birta hér myndir eftir að ein uppáhaldsbúðin mín Snúran stækkaði talsvert um daginn. Ég átti hinsvegar leið þangað í morgun að kaupa gjöf handa vinkonu minni sem er nýbökuð tveggja barna móðir og var þá að sjá verslunina í fyrsta sinn eftir andlitslyftinguna og vá þvílíkur munur! Búið að mála alla veggi í mjög hlýlegum tónum og leggja æðislegar teppaflísar og núna njóta vörurnar sín mikið betur. Það er svo skemmtilegt hvað þetta hverfi er í miklum blóma og margar spennandi verslanir þar að finna, mæli svo sannarlega með bíltúr í Síðumúlann.

13707769_1487656147915036_2267825696653659875_n 13716171_1487655371248447_5797850338945664413_n 13731644_1487655504581767_7802528469657456780_n 13770448_1487656164581701_6293428150668251699_n 13781715_1487656167915034_6238973207729052206_n13315341_1436994529647865_7870220048414113119_n

Myndirnar að ofan fékk ég lánaðar á facebook síðu Snúrunnar, ljósmyndari: Anna Kristín.

13838445_10155038940013332_1989336008_o

Við fórum í smá vinkonuleiðangur í morgun í gjafaleit, Kristbjörg og Inga mínar verða eflaust agalega glaðar að ég birti myndina af þeim:)

Verslunin er orðin algjör draumur í dós, ég er með augun á nokkrum vörum þarna inni og þá helst LA:Bruket sápunum og kremum sem ég þarf að fara að endurnýja ásamt einum gordjöss blómavasa sem er reyndar það allra síðasta sem ég þarf á að halda. Það helsta sem ég þyrfti á að halda er að halda góða bílskúrssölu og tæma úr skápunum hluti og föt sem ég er hætt að nota!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111