SKEMMTILEGUR STÍLL Á HEIMILI BLOGGARA

Heimili

Var ég ekki búin að lofa að sýna ykkur fullt af hollenskum heimilum, jú ég hélt það nefnilega! Hér er eitt æðislegt heimili en hér býr bloggarinn og hönnuðurinn Marij Hessel en hún heldur úti bloggsíðunni My Attic. Þar deilir hún reglulega myndum af heimilinu sínu sem er mjög skemmtilegt og þaðan má fá fullt að hugmyndum. Stíllinn er kvenlegur og smá krúttaður og hlutirnir virðast vera héðan og þaðan, bæði nýjir og notaðir sem hún hefur fundið á flóamörkuðum. Ég hef mjög gaman af svona heimilum þar sem gamalt og nýtt mætist, og hér finnst mér það hafa heppnast sérstaklega vel.

marij1dmarij1bDSC_5086marij9DSC_4478DSC_5684DSC_8534A marij3 DSC_3689DSC_5108marij7DSC_5113

 Myndir via My Attic / Marij Hessel

Ég er sérstaklega hrifin af fagurbláa litnum á einum vegg heimilisins, ekkert ósvipaður litnum sem við máluðum í herberginu hans Bjarts. Marij virðist svo hafa notað afgangsmálningu og málað einn koll í þessum fallega lit, sem kemur dálítið skemmtilega út. Stofan finnst mér líka æðisleg, litrík og hressandi með hlutum úr öllum áttum, svo skorar svefnherbergið reyndar mjög hátt en þessi myndaveggur er virkilega töff. Ef ég mætti breyta einhverju þá yrðu það eldhússtólarnir, mér finnst þeir vera of ‘heavy’ þegar borðið er líka í svipuðum stíl.

Hvaða rými er í uppáhaldi hjá þér?

x Svana

Ekki missa af neinu, fylgdu endilega Svart á hvítu á facebook, hér.  

PÁSKAFÖNDRIÐ

DIY

Núna er einn af mínum uppáhaldstímum ársins að renna upp…..  P Á S K A R N I R

Sumir myndu þó segja að það sé bara útaf súkkulaðinu, en ég vil halda því fram að það sé líka útaf vorinu sem liggur í loftinu, fríinu, hittingunum og jú allt í lagi…súkkulaðinu.

Hjá mörgum er árleg hefð að skreyta páskaegg og hengja á greinar til skrauts, þau má einnig nota sem borðskraut í páskaboðunum. Ég hef þó ekki skreytt svona egg í mörg ár eða frá því að ég var krakki en þá föndruðum við systurnar svona með mömmu og þau egg eru enn til í dag og hún dregur þau upp árlega og skreytir með. Ég hvet því ykkur sérstaklega sem eigið börn að föndra svona fyrir páskana og hengja svo á greinar, svo skemmtilegar minningar til að eiga. Ég stefni á svona föndur í vikunni og hver veit nema að ég plati vinkonur mínar í smá páskaföndur þar sem að mitt barn er aðeins of ungt fyrir föndur. Ég tek þó fram að páskaeggin sem ég föndraði sem barn myndu seint lenda á Pinterest, en þó er svo gaman af svona krakkaföndri, það er fullkomið á sinn ófullkomna hátt.

Ef þið viljið kíkja á enn fleiri hugmyndir þá má t.d. fletta upp á Pinterest ‘Easter egg decoration’ sjá -hér.

Svo var ég að búa til nýja möppu á Pinterestinu mínu sem er tileinkuð páskunum sjá hér, ef þú ert þegar að fylgja mér þá er ég líklega búin að fylla fréttaveituna þína af páskaföndri haha,

Vonandi var helgin ykkar góð. Bjartur minn er búinn að næla sér í flensu svo það hefur lítið verið sofið hér á bæ og mömmuhjartað aumt, það er svo erfitt að horfa á svona lítil kríli verða mikið veik. En ég krossa fingur að þetta gangi fljótt yfir, svo er aldeilis kominn tími á smá póst um hann, alltof langt síðan síðast!

Heyrumst á morgun,

x Svana

FALLEGT HEIMILI HÁSKÓLANEMA

Heimili

Ég veit að planið var að sýna ykkur nokkur hollensk heimili í röð en þetta smekklega danska heimili náði mér áður. Einnig finnst mér sérstaklega skemmtilegt að sýna ykkur svona ‘trendy’ heimili í framhaldi af síðasta pósti en það má nefnilega finna fjölmörg vinsæl trend á þessu heimili. Þar má helst nefna ljósaperuseríuna sívinsælu, koparljós, marmaraborðplötur, nóg af plöntum, String hillur og svo síðast en ekki síst Sjöan. Ahh gott kombó;)

Hér býr Julie Wittrup Pladsbjerg ásamt kærasta sínum í Álaborg þar sem hún stundar nám. Nýlega var hún í starfsnámi hjá danska tímaritinu BoligLiv en ég kannast einmitt dálítið við þetta heimili og get vel trúað að það hafi birst áður í því tímariti sem ég les einmitt mikið, það og Bolig Magasinet eru í algjöru uppáhaldi. Ef þið viljið fylgjast nánast með Julie þá má finna instagram-ið hennar hér.

Billede 8Billedee 4 Billede 6

Stólamixið er sérstaklega skemmtilegt, þarna má sjá Master chair, Eros stólinn, DAW Eames og Panton stóla.

billede 2 Billede 1 Billede 3 Billedee 2 Billede 5

Skemmtileg hugmynd að nota svona járngrind til að krækja á allskyns dóti.

Billede 7Billeede 8

- myndir via my scandinavian home -

Þessi skógrind er þó ein besta hugmyndin á heimilinu og mjög auðveld í framkvæmd! Borað er í tréplötu og teygja þrædd í gegn og svo bundin saman. Svo er skónum skellt í teygjuna!

Mikið er þetta nú fallegt heimili !

Eigið góða helgi, x Svana

HUGLEIÐINGAR UM HEIMILI & HÖNNUN

HeimiliPersónulegt

Ég átti dálítið áhugavert samtal við ömmu mína í dag, en hún var að furða sig á því afhverju við unga fólkið viljum búa á svona litlausum og líflausum heimilum. Svo gróf hún upp tímarit og sýndi mér dæmi um hvernig við unga fólkið sum búum. Ég svosem brosi bara yfir svona pælingum vitandi það að ég birti reglulega myndir af ægilega smart heimilum sem kalla mætti litlaus, en ég var svosem ekkert að minna hana á bloggið mitt í samræðu dagsins vonandi að hún ætti ekki við mig þegar hún talaði um okkur unga fólkið. Talandi um ömmu, þá á hún nefnilega eitt fallegasta heimili sem ég veit um, yfirfullt af fallegum hlutum sem hún hefur sankað að sér á ferðalögum um heim allan. Því myndi mér ekki detta í hug að miða okkar heimili saman, ég eignast vonandi einn daginn svona fallegt heimili þar sem úir og grúir af hlutum sem enginn nema ég á, heimili uppfullt af minjagripum, minningum og listaverkum, en það kemur bara með tímanum. Smekkur okkar þroskast með tímanum sem betur fer og hægt og rólega hættum við að kippa okkur upp yfir hinum og þessum trendum þegar kemur að hönnun og heimilum.

Ég er hinsvegar æ oftar að lenda í samræðum um hina og þessa stíla, hönnunarklisjur og það að mörg heimili séu bara “alveg eins”. Ég er nefnilega alls ekki sammála þessu, það má vel vera að ég hafi birt myndir af heimilum sem eru keimlík, en þessi heimili eru mörg hver staðsett í t.d. Svíþjóð og ég vona að sumir haldi þá ekki að ÖLL sænsk heimili hljóti þá að líta svona út. Mögulega vel ég þessar myndir á bloggið mitt því ég heillast af þeim stíl á þeirri stundu. En það eru til ótalmargar bloggsíður sem sína allt litrófið þegar kemur að heimilum og VÁ það er svo mikið til að sjá og njóta. Það eru til hundruðir bloggsíðna og jafnvel tímarita ef þú ert meira fyrir ‘shabby chic’ stíl, iðnaðarstíl, franskan sveitastíl, danskan sveitastíl, minimalískan stíl, miðaldarstíl og listinn heldur endalaust áfram, þú getur nefnilega valið það sem þú vilt sjá.

Einnig eru uppi þær hugmyndir að ALLIR eigi sömu hönnunarhlutina í dag, það er nefnilega heldur ekki rétt að mínu mati. Þetta fer frekar eftir því hvaða fólki þú ert að fylgja á Instagram og Facebook og hvaða bloggsíður og tímarit þú lest. Mín upplifun eftir að hafa heimsótt fjölmörg íslensk heimili í gegnum vinnu síðustu árin hefur frekar sýnt mér hvað það er mikil fjölbreytni í gangi og ég hef aldrei lent í því að heimsækja keimlík heimili. Ég hef þrátt fyrir það staðið mig að því að fá bakþanka yfir því að eiga stundum “alveg eins og allir”, en það er svo fáránleg hugsun að ég er fljót að ýta henni frá mér. Ég vel hlutina inn á mitt heimili af því að mér þykja þeir fallegir burtséð frá því hver á þannig líka. Þrátt fyrir að þú sjáir Kubus stjaka, Tablo sófaborð, POV veggkertastjaka, Ferm Living vírakörfu og álíka (fallega) hluti á mörgum heimilum á netvafri þínu þýðir ekki að allir eigi þannig. Teldu núna upp þá aðila í kringum þig sem eiga svona hluti líka? Eru það allir?

Varðandi Omaggio fjölmiðlaæðið sem reið hér yfir, jafnvel sá vasi er ekki til inni á öllum heimilum eins og margir halda fram. Ég á eitt stykki af þessum (fallega) vasa og ég ætla ekki að þurfa að skammast mín fyrir að hafa fallið fyrir honum þó svo að margir vilji kalla hann hönnunarklisju í dag vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar. Ef þér finnst hluturinn flottur þá er það nóg.

Ég ætlaði svosem ekkert að hafa þetta langt, en vildi koma þessu frá mér. Njótum þess að hafa heimilin okkar eins og við viljum, hvort sem það er eftir nýjustu tískustraumum eða ekki. Lífið er til að njóta, njótum þess á okkar hátt og hlustum ekki á neikvæðnisraddir:)

Og á meðan að ég er að þessu, þá vil ég einnig svara þeirri umfjöllun sem nú er í gangi um lífstílsblogg og keyptar umfjallanir, og vil minna ykkur á að þó að einhver sé að gera vissa hluti, þá þýðir það ekki að allir séu að því.

Góða nótt,

x Svana

FALLEGT HOLLENSKT HEIMILI

Heimili

Það er vel við hæfi að birta myndir af hollensku heimili í dag þar sem að ég var að dásama hollenskan stíl í gærkvöldi. Það er eitthvað við þennan stíl sem er svo æðislegt. Leyfum myndunum að tala…

12346

Tomado vegghillurnar sjást á mörgum hollenskum heimilum, klassísk hollensk hönnun frá 1950.

7

Það sem er oft einkennandi á hollenskum heimilum er endurnýting á gömlum við, eflaust innblásið frá einum af þeirra frægustu hönnuðum, Piet Hein Eek sem sló í gegn árið 1990 með útskriftarverkefni sitt frá Design Academy Eindhoven, það var skápur gerður úr bútum úr afgangsvið. Síðan þá hefur hann hannað heilu línurnar af mjög fallegum húsgögnum úr afgangsvið. Ég verð þó að fá að nefna að ég hefði valið aðra mynd á vegginn og sett þessa mynd á ganginn eða í svefnherbergið í staðinn.

10

Flott eldhúsinnrétting með góðu skipulagi.

811

Það er ótrúlegt að ég eigi ekki þessa grind því ég var lengi vel með hana á heilanum, hollensk hönnun -Dish bunny washing up rack. Ég gerði tilraun til að finna hana á netinu núna en hún virðist vera uppseld allsstaðar, mögulega þá hætt í framleiðslu?

1214 1315

9

Myndir frá vt wonen.

Mjög fallegt heimili og persónulegur stíll, hollendingarnir eru nefnilega alveg með þetta þegar kemur að hönnun og heimilum. Ég ætla að sýna ykkur nokkur hollensk heimili í viðbót á næstu dögum, við skulum aðeins hvíla þessi sænsku í bili;)

x Svana