fbpx

HÖNNUNARMARS 2024 – HVAÐ SKAL SJÁ?

HönnunÍslensk hönnun

HönnunarMars // DesignMarch er hafinn og stendur hátíðin yfir fram á sunnudag, svo helgin sem framundan er getur verið alveg pökkuð af innblæstri og fegurð. Hönnunarmars markar alltaf upphafið af sumrinu í mínum huga og er svo ótrúlega skemmtilegur tími og mikið líf í bænum. Ég tók saman fyrir ykkur nokkrar sýningar sem ég mæli með að kíkja á um helgina en fyrir þau ykkar sem viljið alveg baða ykkur í hönnun þá er hægt að skoða dagskrána í heild sinni hér.

Hér má sjá minn lista af þeim sýningum sem ég vil ekki missa af, en listinn er svo sannarlega ekki tæmandi enda ótrúlega margt skemmtilegt í boði.  

Sjáumst!

Laugavegi 27

Fjölbreyttur hópur hönnuða stendur fyrir metnaðarfullri og skemmtilegri sýningu undir yfirskriftinni “Sjáumst!”. IHANNA HOME og ANNA THORUNN munu sýna glænýja hönnun þar sem textíll, marmari ,viður og stál koma við sögu. URÐ sýnir hönnunarferlið við gerð nýrrar sápu tengda Mottumars 2025 fyrir Krabbameinsfélagið. PASTELPAPER frumsýnir nýja myndaseríu ásamt því að virkja skapandi flæði dagsins sem verður fest á striga myndlistarkonunnar Lindu Jóhannsdóttur.

Feik eða ekta?

Epal, Skeifunni 6

Hefur þú rekist á ótrúlega góðan díl á merkjavöru á netinu? Eða verið boðin ótrúlega ódýr myndavél til kaups á Tene? Vissir þú að feik vörur eru oft framleiddar og seldar af skipulögðum glæpasamtökum og sumar þeirra geta jafnvel valdið fólki skaða?

Hugverkastofan, Epal og React – alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum, bjóða til sýningar á HönnunarMars dagana 23.-27. apríl, í verslun Epal í Skeifunni 10, í tilefni af Alþjóðahugverkadeginum 26. apríl. Markmiðið er að vekja athygli á því af hverju við ættum að velja ekta vörur, virða hugverkaréttindi og forðast að kaupa eftirlíkingar. Hægt verður að skoða sýnishorn af fölsuðum vörum og bera saman við ekta fyrirmyndir og taka þátt í getraun um hvaða vörur eru ekta og hverjar ekki. Í verðlaun er ekta hönnunarvara í boði Epal.

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd

Epal, Skeifan 6

Verslunin EPAL sýnir úrval af áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu. Til sýnis er hlaðborð af nýrri og spennandi íslenskri hönnun ásamt því að Epal kynnir nýja vörulínu sem unnin er út frá baðmenningu Íslands.

Athugið að sýningunni í Epal líkur á laugardaginn.

Miklo x Pastel

Andrá Reykjavík

Studio Miklo og Pastel Blómastúdíó sameina krafta sína með líflegri innsetningu í Andrá Reykjavík. Kynntir verða skúlptúrískir blómavasar úr steinleir með óhefðbundnum og listrænum blómaskreytingum. Sýningin er innblásin af náttúrunni þar sem lífræn form, lifandi blóm og grófir eiginleikar leirs fá að njóta sín. Áhorfandanum er boðið upp á litríka sjónræna upplifun þar sem list og náttúra renna saman í eitt.

Reflections by Hildur Yeoman

Laugavegur 7

Við hjá Yeoman fögnum vorinu með nýrri línu frá Hildi Yeoman, Reflections. Hönnunarteymið sótti innblástur í leik sólar og vatns, glitrandi haf, hita í lofti og veröld sem er full eftirvæntingar og léttleika.

Hildur Yeoman hefur skapað sér sérstöðu á íslenskum markaði frá árinu 2014. Hildur Yeoman hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið Fatahönnuður ársins. Fyrirtæki Hildar Yeoman er rekið af konum og hefur kraftur kvenna verið órjúfanlegur þáttur í hönnun Hildar frá upphafi.

Eiginleikar – Hanna Dís Whitehead

Listasalur Mosfellsbæjar

Á sýningunni er leikið með ólíka eiginleika efniviða, forma og hluta. Þegar við búum okkur heimili mótum við veggi, gólf og loft í rýminu í landslag sem okkur líkar. Við fyllum það af litum, áferðum, formum og minningum. Húsnæðið þarf auk þess að hafa nokkurt notagildi. Til að mynda þarf að vera hægt að setjast þar niður, elda mat og sofa. Við þurfum líka rými fyrir hugann en flest kjósum við að heimilið sé líka fyrir hjartað og sálina. Heimili okkar getur verið nákvæmlega eins og við viljum.

Hlutir innan heimilisins hafa ákveðna eiginleika. Séu þeir fjöldaframleiddir eru eiginleikar þeirra búnir takmörkum þeim sem vélarnar sem framleiða þá hafa. Séu þeir handgerðir eru þeir háðir því valdi sem hendur og hugur hafa yfir efninu sem þeir eru búnir til úr. Á sýningunni mætast ólíkir eiginleikar. Handverk og stafræn tækni, list og hönnun, leir og strá, viður og ull.

66°Norður x Rammagerðin – Lopi Fur

Rammagerðin, Laugavegur 31

Lopi Fur er samstarf 66°Norður og Rammagerðarinnar. Vörurnar eru unnar úr 100% Lopi fur frá Ístex, sem er ólituð ofin íslensk ull með bómullarundirlagi. Efnið líkist feldi og því er ráðlagt að hugsa vel um hana og greiða hárin með breiðum kambi.

Fylgihlutirnir samanstanda af bakpoka, snyrtitösku og loðhúfu og koma vörurnar í takmörkuðu magni.

skart:gripur

Hafnarborg, Strandgata 34

Skart hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þörfin til að skreyta líkama og klæði með skarti er frumstæð og hefur djúpar rætur í menningarsögu allra þjóða. Skartgripir gegna stöðu tungumáls í menningu okkar og samfélagi. Þeir eru frásögn, tákna stöðu, miðla persónuleika og senda skilaboð.

Þá endurspeglar sýningin margbreytileika í efnistökum, aðferðum og nálgun í skartgripagerð hér á landi. Gripirnir á sýningunni eru eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.

26. apríl kl. 12:00, hádegisleiðsögn með listafólki. Sýningin stendur yfir til 26. maí.

Dýpi

VEST, Dalvegur 30

Í tilefni HönnunarMars hefur VEST boðið danska glerlistamanninum Anders Vange og Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttur, einum af okkar fremstu listamönnum, að sýna ný glerverk í glæsilegum sýningarsal VEST.

Snúningur

Reykjastræti 6, Hafnartorg

Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverk sínu í fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Nú er upprunalegu hlutverki fatnaðarins lokið – en við ætlum að taka á honum snúning og finna leið til að halda ferðalaginu áfram. 

Icelandair tók í notkun nýjan einkennisfatnað á síðasta ári sem þýðir að eldri fatnaður hefur verið lagður til hliðar. Í stað þess að farga honum ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting  og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair og því fengum við vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur hjá Stúdíó Fléttu með okkur í lið. Þær leggja sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun sem er um leið áhugaverð og lausnamiðuð.

Kintsugi: Japönsk viðgerðaraðferð

Listasafn Reykjavíkur-Hafnarhús

Kintsugi má gróflega þýða sem „samsetning með gulli“ og er aldagömul japönsk viðgerðartækni sem notar japanskt lakk (urushi) þakið með gulldufti eða öðrum dýrmætum efnum til að lagfæra brotin keramikílát.

Tæknin grundvallast í hugmyndafræðinni um að finna fegurð í hinu gallaða eða hinu ófullkomna. Í stað þess að hylja brot, þá dregur kintsugi athyglina að þeim til þess að segja sögu um munina.

Iku Nishikawa frá Kintsugi Oxford gefur kynningu á kintsugi listinni og merkingu hennar, áður en hann verður með sýnikennslu þar sem hann fer skref fyrir skref yfir það hvernig gestir geta notað kintsugi tæknina heima við, til þess að gera við sína eigin brotnu keramikmuni. Á meðan á viðburðinum stendur eru gestir hvattir til að spyrja spurninga.

Nýting og nægjusemi

Listasafn Reykjavíkur-Hafnarhús, Tryggvagata 17

Nýting og nægjusemi er yfirskrift sýningar níu nemenda keramikbrautar Myndlistaskólans í Reykjavík.

Hugtökin nýting og nægjusemi verða okkur æ mikilvægari í daglegu lífi, en tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á því hversu mikilvægt er að hægja á neysluhyggju og þeim hraða sem við lifum við í samtímanum. Áherslur verkanna endurspegla meðal annars hugtök á borð við margnýtanleika, fjölnota, hugarró, einfaldleika, hversdagleika, neytendamiðað, sjálfbærni og notendavæna hönnun.

Málað með silfri, litað með perlum

Spjara, Hallgerðargata 19-23

Ég mála með silfri, lita með perlum. Flæðandi línur, ófullkomleiki og organísk form, þar sem ferlið fær að ráða, eins og málverk sem fæðist á striga með hverri pensilstroku. Silfur sem mótast mjúklega eins og línur á blaði, sameinast við sjávar- og ferskvatnsperlur og mynda litasamsetningar og samtöl milli þessara tveggja efna. Í skartgripum Júlíönnu mætast tveir heimar sem hún þekkir vel; hönnun og list. Hún notar þannig gildi sín sem listamaður og setur þau í ferli til að skapa úr silfri og perlum lítil klæðanleg listaverk í formi skartgripa.

Júlíanna Ósk Hafberg er myndlistarkona og hönnuður sem með verkum sínum leggur áherslu á mýkt, kvenlægni og tilfinningar. Skartgripirnir vísa í abstrakt verk Júlíönnu, þar sem hún fæst við að fanga abstrakt hugtök eins og tilfinningar og hugsanir – en á sama tíma tjá þau einhverskonar náttúru.

Gullsmiður í vinnustofudvöl – Marta Staworowska

Hönnunarsafn Íslands

Marta er lærður landslagsarkitekt og gullsmiður. Áður en hún flutti til Íslands, fyrir 6 árum, starfaði hún fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan.

Hún útskrifaðist fyrr á þessu árið sem gullsmiður frá Tækniskólanum og starfar hjá Aurum við smíði skartgripa. Það var Dóra Jónsdóttir gullsmíðameistari sem kynnti Mörtu fyrir víravirki á sínum tíma og hvatti hana til að fara í nám í gullsmíði. Víravirkið er rauði þráðurinn í verkum Mörtu. Aðferðin er æva gömul og má rekja meðal annars til forn Egypta, Grikkja og Rómverja löngu fyrir Krist. Víravirki er einnig hluti af íslenska þjóðbúningnum. Mótífin sem gjarnan er unnið með í víravirki eru blóm og plöntur og tengjast þannig bakgrunni Mörtu í landslagsarkitektúr. Hönnuðir í dag halda áfram að finna þessu fínlega handverki farveg í nútíma skartgripum.

1+1+1 / Hugdetta

Ásmundarsalur, Freyjugata 41

1+1+1 er tilraunakennd hönnun þriggja hönnunarhúsa – Hugdettu frá Íslandi, Petra Lilju frá Svíþjóð og Aalto+Aalto frá Finnlandi. Saman skoða þau og endurhugsa hluti með þeirri aðferð að hver vinnustofa hannar hlut sem samanstendur af þremur aðskildum pörtum sem síðar púslast saman við hönnun hinna landanna. Hönnunin verður ófyrirsjáanleg og óvanaleg þar sem útkoman kemur bæði hönnuðunum og áhorfandanum á óvart.

Speglun

Rammagerðin, Laugavegur 31

Sýningin „Speglun“ sem arkitektinn Davíð Georg hannaði sérstaklega fyrir nýopnaða flaggskipsverslun Rammagerðarinnar í Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31, byggist á rýmisupplifun og virkri þátttöku gesta.

Innsetningin miðar að því að framkalla spennandi þverfagleika innan arkitektúrs, hönnunar, handverks og efnisnotkunar. Til sýnis verða handgerð Ilmker sem er afrakstur ríkulegs samstarfs Rammagerðarinnar, leirkerasmiðsins Aldísar Einarsdóttur, glerblásarans Anders Vange og ilmhússins Fischersund. Með þessari samþættingu ýmissa listrænna miðla og skynjunarþátta, miðar „Speglun“ að því að endurskilgreina hefðbundin sýningarviðmið og bjóða upp á öðruvísi leiðir til að upplifa handverk og ilm í rýmislegu samhengi.

Bylgjur

Bjarni Sigurdsson Gallery, Skólavörðustígur 41

Handgerðir vasar í mjúkum línum, með skörpum brúnum og grófum, glansandi glerungum.

Verk Bjarna einkennast af einföldum, hreinum formum og fjölbreyttum og kröftugum glerungum sem gerir hvert verk einstakt. Allir glerungar Bjarna eru unnir frá grunni og skipta þeir hundruðum. Bjarni lítur á glerungagerðina sem leik þar sem ýmsar hefðbundnar verklagsreglur um glerunga og meðferð þeirra eru brotnar í viðleitni hans til að fá fram nýstárleg litabrigði í glerungunum. Verkin eru oftast með mörg lög af glerungum sem krefst þess að brenna þarf þau mörgum sinnum.

Þetta og svo miklu miklu meira – sjá dagskrána í heild sinni hér.

Mæli með // Sýningin skart:gripur opnar í Hafnarborg

Íslensk hönnunListMæli með

Ég kíkti við á svo glæsilega sýningu um helgina sem var að opna í Hafnarborg en það var sýningin skart:gripur þar sem sjá má einstaklega skapandi og fallegt skart. Sýningin er hluti af Hönnunarmars og mun standa til 26. maí og er því nægur tími til að kíkja við í Hafnarfjörðinn fagra og skoða fallega list og hönnun.

Um sýninguna: 

“Skart hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þörfin til að skreyta líkama og klæði með skarti er frumstæð og hefur djúpar rætur í menningarsögu allra þjóða. Skartgripir gegna stöðu tungumáls í menningu okkar og samfélagi. Þeir eru frásögn, tákna stöðu, miðla persónuleika og senda skilaboð.

Þá endurspeglar sýningin margbreytileika í efnistökum, aðferðum og nálgun í skartgripagerð hér á landi. Gripirnir á sýningunni eru eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.

Þátttakendur eru Anna María PittArna Gná GunnarsdóttirÁgústa ArnardóttirHelga MogensenHildur Ýr JónsdóttirJames MerryKatla KarlsdóttirMarta Staworowska og Orr (Kjartan Örn Kjartansson). Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir.”

Mynd frá undirbúningi sýningarinnar í Hafnarborg, hér má sjá tilkomumikla grímu eftir James Merry sem er hluti af sýningunni.

Og síðast fær að fylgja með mynd af blómaskreytingu sem ég fékk að setja saman fyrir safnið. Villtur og skapandi sumarvöndur í vasa ♡

Veglegur kaupauki frá Blue Lagoon Skincare og mínar uppáhalds vörur!

BeautyÍslensk hönnunMæli meðSamstarf
Ég má til með að mæla með ótrúlega veglegum kaupauka frá mínu uppáhalds húðvörumerki, Blue Lagoon Skincare. 
Ef þú hefur áhuga á að prófa margverðlaunaðar BL+ vörurnar þá er núna rétti tíminn því ef keyptar eru vörur fyrir 15.000 kr. eða meira fylgir með veglegur kaupauki, BL+ the serum, að andvirði 17.900 kr. í gjöf. Alveg tilvalin gjöf fyrir ástina þína ♡
Undanfarna mánuði hefur mín húðrútína einkennst af óvenjulega miklum lúxus, og er það heldur betur að skila árangri og langt síðan húðin á mér hefur verið í jafn góðu jafnvægi. Flesta daga nota ég BL+ serumið, BL+ andlitskremið, BL+ retinol og síðast bætti ég við rútínuna BL+ Eye serum og BL+ Eye cream og er því í dag komin með flestar af þeirra helstu snyrtivörum í snyrtiskápinn (*keypt sjálf og fengið í gjöf).
Augnserumið er í sérstöku uppáhaldi og það er alveg geggjað að geyma það í kæli og er því ótrúlega frískandi að rúlla ískaldri stálrúllunni yfir augnsvæðið á morgnanna sem gerir töfra ef þú vaknar eitthvað þreytuleg og þrútin um augun, en það gefur bæði góðan raka, frískar og vinnur á fínum línum! Já takk
Núna eru einnig öll gjafasett Blue Lagoon Skincare með frábærum afsláttum og fer þar fremst í flokki mitt uppáhald sem er The Eye Expert núna með 37 % afslætti!
“Endurvektu augnsvæðið á skotstundu með nýju húðvörusetti sem veitir góðan raka og vinnur á fínum línum, þrota og þreytumerkjum. Settið inniheldur: BL+ Eye Serum (10 ml), BL+ Eye Cream (15 ml) og svefnmaska úr 100% Mulberry silki.”  

Bláa Lónið er svo sannarlega íslensk perla en það eru líka snyrtivörurnar þeirra, en ekki allir vita að fyrstu fimm vörurnar þeirra – þar á meðal kísilmaskinn og baðsalt Bláa Lónsins – komu á markað árið 1995.

BL+ the serum

Öflug formúla sem vinnur gegn öldrun húðar og styður við heilbrigði hennar. Inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX, sem bætir kollagenbirgðir húðar og styrkir náttúrulegt varnarlag hennar, ásamt jarðsjó Bláa Lónsins, C vítamíns og þriggja tegunda hýalúrónsýra.

Virkni: The Serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu virkra efna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif.

Ávinningur: Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og hrukkum, húðin verður heilbrigðari og ljómandi.

Létt, silkimjúk áferð • Prófað af húðlæknum • Án ilmefna • Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð • Hentar öllum húðgerðum og grænkerum

 

Eye Expert gjafasett

BL+ EYE SERUM
Áhrifaríkt augnserum sem gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu.

BL+ EYE CREAM
Háþróað augnkrem sem nærir, þéttir og dregur úr fínum línum. Næringarríkt og silkimjúkt krem sem verndar viðkvæmt augnsvæðið, gefur slétta og bjarta ásýnd.

SILK EYE MASK
Glæsilegur svefnmaski úr silki sem gerir góðan svefn enn betri.

Þessu setti mæli ég svo innilega með ♡

Dekraðu við þá sem þú elskar (þar á meðal þig sjálfa!) með æðislegum lúxus húðvörum. Til að skoða úrvalið af BL+ skincare vöruúrvalið, smelltu þá hér. 

Moomin Love línan 2024

FréttirSamstarf

Nýja Moomin Love vörulínan er svo sæt, en þar má finna sængurföt, handklæði og fjölnota poka (weekend-bag) sem myndskreytt eru í stíl við minn uppáhalds Moomin bolla, ljósbleika Love sem jafnframt er einn sá vinsælasti í safninu. Bleikar nýjungar úr hönnunarheiminum ná alltaf minni athygli og eru Múmínálfarnir engin undantekning! Ég vildi þó óska þess að sængurfötin væru einnig til í barnastærðum og vonandi bætast fleiri stærðir við síðar. En hér er þó á ferð krúttleg gjöf fyrir þann sem þú ert skotin/n í ♡

“Fagurbleik sængurföt sem sýna hinar mörgu birtingarmyndir ástarinnar á milli Múmínsnáða og Snorkstelpunnar.”

Þessi bleiki poki mætti alveg rata heim til mín, ég er veik fyrir sætum taupokum og er yfirleitt með nokkra í notkun ♡ Fyrir áhugasama þá fást Love vörurnar í Iittala búðinni í Kringlunni.

Falleg íslensk heimili : Gordjöss hönnunarheimili í Urriðaholtinu sem eykur lífsgæðin!

Íslensk heimili

Hér er á ferð heimili sem segir VÁ! Það er ekki alltaf sem ég hef heimsótt þessi fallegu heimili sem ég sýni myndir frá, en hér hinsvegar býr ein uppáhalds vinkona mín ásamt fjölskyldu sinni og var húsið að koma á sölu og er opið hús núna um helgina, á sunnudaginn! Um er að ræða ótrúlega glæsilegt 6 herbergja Svansvottað raðhús í Urriðaholtinu á alveg frábærum stað í hverfinu, efst við Urriðaholtsstræti. Ég man þegar ég heimsótti hana fyrst í splunkunýtt húsið og hugsaði einmitt “VÁ þetta er næs hús”, það er smá skandinavískur fílingur yfir því, efnisvalið og allt umhverfið er svo sjarmerandi. Þið eiginlega verðið að kíkja á húsið, sjón er sögu ríkari ♡

„Í þessum húsum erum við að vinna með þætti sem hafa jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Þar á meðal má nefna áherslu á góða hljóðvist, sem dregur úr streitu og þreytu. Einnig náttúrulega lýsingu, því að við mannfólkið leggjum mikið upp úr dagsbirtunni.“

Það er svo falleg hugsun á bakvið alla hönnun hússins sem miðar að því að íbúum þess líði vel.

Hér er ansi áhugaverð lesning um húsið sem ég mæli með fyrir áhugasama:

„Svansvottuð raðhús fyrir aukin lífsgæði

Vistbyggð ehf hefur sett ný Svansvottuð raðhús í sölu, efst við Urriðaholtsstræti. Raðhúsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum og fylgja ströngum kröfum um efnisval og umhverfisspor til að standast kröfur Svansins, sem er umhverfismerki Norðurlandanna.

„Í þessum húsum erum við að vinna með þætti sem hafa jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Þar á meðal má nefna áherslu á góða hljóðvist, sem dregur úr streitu og þreytu. Einnig náttúrulega lýsingu, því að við mannfólkið leggjum mikið upp úr dagsbirtunni. Í húsunum er janframt loftskiptikerfi sem minnkar orkunotkun húsanna verulega og hindrar rakamyndun,“ segir Benedikt Ingi Tómasson, framkvæmdastjóri Vistbyggðar ehf.”

Heimild: Urriðaholt.is

„Áhersla á vellíðan

„Við Íslendingar verjum mjög miklum tíma innanhúss, um 65% af þeim tíma er á heimilinu og því skiptir miklu máli að húsakynnin láti okkur líða vel. Kröfur Svansvottunarinnar styðja afar vel við þau markmið og stuðla auðvitað um leið að umhverfisvænum byggingarmáta,“ segir Benedikt.

„Sem dæmi má nefna loftskiptikerfið. Þá er fersku lofti að utan blásið inn og svo sogað út aftur og varminn frá útsogsloftinu notaður til að hita loftið sem kemur inn. Þessi varmaendurvinnsla minnkar orkunotkunina verulega og þarmeð hitaveitureikninginn. Um leið draga þessi loftskipti úr rakamyndun innanhúss,“ bætir hann við.

„Við hönnun húsanna horfðum við til þess að skapa heilnæmt húsnæði fyrir alla fjölskylduna, að það yrði auðvelt að fá vini í heimsókn og geta verið saman, en líka sitt í hvoru lagi í ró og næði.“

Heimild: Urriðaholt.is

Myndir : Fasteignasíða Vísir.is / Pálsson fasteignasala     

Fyrir áhugasama þá hvet ég ykkur til að kíkja á opna húsið núna á sunnudaginn þann 18. febrúar. Smelltu svo hér til að lesa enn meira um þessi heillandi Svansvottuðu hús.

Hér gæti ég hugsað mér að búa ♡

40 dresshugmyndir með slæðu

BeautyHugmyndir
Það er eitthvað svo elegant og klassískt við silkislæður, og undanfarið hafa þær orðið að skemmtilegum fylgihlut sem hægt er að leika sér með á ýmsa vegu og það að vefja þeim um hálsinn er langt frá því það eina sem hægt er að gera með slæðu. Ég sjálf hef mjög lítið notað slæður þar sem ég hreinlega þóttist ekki kunna það, en með smá leit fann ég endalausar hugmyndir hvernig hægt er að vefja þær um hálsinn, flétta í hárið, vefja um töskubandið og svo mætti lengi telja áfram. Einföld og smart leið til að fríska við dressið!
Ég keypti mér mína fyrstu silkislæðu í gær sem vinkona mín, Signý hjá Morra hannar og fékk hana í leiðinni að sýna mér nokkrar leiðir til að binda slæðuna. Vá hvað það er auðvelt, og ég er frekar spennt að prófa mig áfram núna. Sjáið líka hvað það er smart að hafa slæðu í hárinu ♡

Myndir: Pinterest

Fyrir áhugasama þá fást íslensku silkislæðurnar frá Morra m.a. í Epal, Rammagerðinni, Hönnunarsafninu, Gerðarsafni og víðar. Ég valdi mér Ylju í bleikum lit og gæti vel hugsað mér að bæta í safnið síðar.

Takk fyrir lesturinn –

Falleg íslensk heimili: Með útsýni yfir sjóinn í Hafnarfirði

Íslensk heimili

Hver vill ekki búa í Hafnarfirði? Hér er á ferð 4 herbergja björt draumaíbúð á tveimur hæðum á frábærum stað í Hafnarfirði þar sem hægt er að ganga í alla þjónustu, t.d. í sund og matarbúðina og mjög stutt og falleg gönguleið meðfram sjónum að miðbænum. Algjör draumur og ekki skemmir fyrir hvað íbúðin hefur verið gerð upp á vandaðan hátt, enda mikil smekkkona sem hér býr og því auðveldlega hægt að flytja beint inn♡ Sjáið líka hvað gluggarnir eru gordjöss!

Fallegt málverk eftir Heiðdísi Helga má sjá hér á veggnum.

Fyrir áhugasama þá er opið hús í dag!

Myndir: Mbl.is Fasteignavefur / Pálsson fasteignasala

ÚTSALA Í IITTALA BÚÐINNI ♡ MÍN MEÐMÆLI

iittala

Útsalan í Iittala búðinni Kringlunni stendur nú yfir og má þar finna fallega hönnunarvöru á 20-50% afslætti. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum sem nú eru á afslætti en þið einnig getið skoðað allt úrvalið í vefverslun þeirra! Það er tilvalið að nýta afsláttinn meðal annars til að næla sér í flotta blómavasa, Aalto viðarbrettið eða koparbakkann sem er alveg gordjöss, fallegt páskaskraut eða glæsilegu Iittala jólakúlurnar sem nú eru á 50% afslætti. Svona til að stinga beint ofan í jólakassann svosem, en það mun gleðja ansi mikið næstu jól ♡

Það eru nokkrir fallegir litir á Aalto vasanum á 20% afslætti og má þar nefna Rio Brown litinn sem er glæsilegur.

Ég er alltaf með viðarbrettið uppivið í eldhúsinu, svo formfögur og falleg hönnun. Núna er Aalto brettið með 20% afslætti.

Iittala Tundra línan lofar góðu og er núna á 50% kynningarafslætti.

Rósagyllti bakkinn er í algjöru uppáhaldi hjá mér, ég nota hann til að bera fram mat í boðum og þess á milli skreytir hann eldhúsið stillt upp við vegg hjá viðarbrettum. Núna er bakkinn með 20% afslætti.

Fallegt jóla og páskaskraut er með 50% afslætti sem er tilvalið að nýta! Ég er alltaf jafn hrifin af glerjólakúlunum mínum sem ég tek upp um hver jól og skreyti tréð og greinar í vasa, og litrík glerpáskaegginn eru svo falleg. Ég tók einnig saman fleiri myndir sem sýna mínar uppáhalds vörur hér að neðan.

/ Færslan er unnin í samstarfi við ibúðina. 
  • Iittala Niva og Ultima Thule recycled glös 20cl eru með 50% afslætti.
  • Valdar Oiva Toikka vörur með 50% afslætti og góð tilboð á völdum Oiva Toikka glerfuglum sem ég elska.
  • Iittala lampar með 50% afslætti, Lantern copper og Putki í hvítum.
  • 20% kynningarafsláttur af nýju Aalto brass kertastjökunum sem eru alveg gordjöss!
  • Múmínbollar valdar tegundir með 25-33% afslætti.
  • 75% afsláttur af Iittala Ruutu vasa, clear og ultramarine blue.

 Þetta og svo miklu meira, ég mæli með að kíkja við ♡

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR SVARTÁHVÍTU

JólÓskalistinn

Ertu í jólagjafaleit? ♡ Það er gaman að gleðja með fallegri gjöf og eins og alltaf þá er það er hugurinn sem gildir. Ég hef undanfarna daga fengið sendar margar fyrirspurnir að sýna jólagjafahugmyndir eins og ég hef gert undanfarin ár og núna tók ég einungis saman hluti sem ég persónulega óska mér, eða vörur sem ég á nú þegar og elska ♡

1. Bókin Myndlist á heimilum, fæst í Eymundsson, Haf store og Epal m.a. 2. Æðislegur HAY sloppur í bleiku, Epal. 3. Steamery ferðagufutæki er snilld, Epal. 4. Ihanna home rúmföt eru alveg dásamleg, fást t.d. hjá Epal og Vogue fyrir heimilið. 5. Perlueyrnalokkar og perluarmband frá ByLovisa eru í miklu uppáhaldi hjá mér. 6. Mjúkir inniskór frá AndreA sem ég nota daglega og elska. 7. Stafabolli frá Royal Copenhagen sem vantar í mitt safn, Kúnígúnd og Epal. 8. Plakat frá Safnbúð Listasafna Reykjavíkur, góð leið til að eignast list á vegginn fyrir lítinn pening. 9. Jólanaglalakk frá Essie er nauðsynlegt. 10. Gordjöss sólgleraugu MiuMiu eru á mínum óskalista, fást hjá ÉgC í Hamraborg. 11. Húðvörur frá Blue Lagoon mæli ég með þar sem húðin mín hefur aldrei verið betri. Allskyns gjafaöskjur, andlitsmaskar og gæðahúðvörur. Blue Lagoon verslanir. 12. Fallega myndskreytt dagatal frá Heiðdísi Helgadóttur. Norðurbakka og í Epal. 13. Perluveski frá minni uppáhalds, AndreA.

1. Royal Copenhagen jólakúla, algjör klassík. Fæst hjá Kúnígúnd og Epal. 2. Hátíðarlokkar frá Hlín Reykdal, allt svo fallegt sem hún gerir. 3. Pale Rose borðlampi frá Louis Poulsen er draumur drauma minna. Epal. 4. Ullarteppi frá uppáhalds Ihanna home í bleikum fallegum lit, dreymir um þetta í stofuna. 5. Vafin peysa sem ég elska að vera í, frá AndreA. 6. Niva glös frá Iittala til að bæta í safnið, þessi eru svo falleg. Ibúðin, Kúnígúnd og Epal. 7. Mæðradagsplattinn í ár, Kúnígúnd. 8. Fallegt úr frá Micheal Kors, fæst í Klukkunni. 9. Íslensk list á vegginn, elska úrvalið hjá Listval og útsaumsverkin eftir Sísí Ingólfs eru uppáhalds. Listval Hverfisgötu. 10. Brass Aalto kertastjakar eru svo falleg nýjung frá Iittala. Fæst í Ibúðinni, Kúnígúnd og Epal. 11. Ultima Thule vasi er algjör klassík. Fæst í Iittala búðinni og Kúnígúnd. 13. Leðurveski/Snyrtiveski frá AndreA, ég nota mitt svona daglega og geymi í snyrtivörur. AndreA. 14. Æðisleg gjafaaskja frá Blue Lagoon Skincare með nokkrum best-seller vörum, kremið, serum og maski. Mæli með!Vonandi koma þessar hugmyndir að góðum notum ♡

Jólakveðja, Svana