SERÍAN ER KOMIN…

Fyrir heimilið

Ein af mörgum spurningum sem ég fæ reglulega er “hvar fékkstu seríuna þína”, en ég fékk hana fyrir um ári síðan í Bauhaus og lengi vel hefur hún verið ófáanleg og margir fengið svör frá þeim að hún kæmi ekki aftur. Ég þurfti að hringja þangað nýlega og ákvað í bjartsýni að prófa að spurja um seríuna og fékk svar að hún kæmi í 4.vikunni í maí. Jæja biðin er á enda, hún er nefnilega komin!

Innlit í Hafnarfirði

Ég mæli með að kíkja fljótlega á þetta til að missa ekki enn sinu sinni af þessum fínu seríum. Ég var búin að skrifa þetta í dagatalið mitt “kíkja á seríu”, svo ég brunaði uppí sveitina áðan og nældi mér í eina auka sem ég get sett á svalirnar í sumar. Ég á ekki að þurfa að taka það fram, en jú ég borgaði fullt verð fyrir mína seríu sem var 4.990 kr. ef ég man rétt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

MÁLUM!

Fyrir heimiliðHugmyndirRáð fyrir heimilið

Litir geta gjörbreytt andrúmsloftinu á heimilinu en hægt er að bæta við litum á svo ótalmarga vegu, með litríkum púðum, skálum, kertastjökum, mottum og húsgögnum. Þó ættum við einnig að íhuga að mála veggina á heimilinu, þó það sé jafnvel bara einn veggur eða eitt rými. Hér að neðan má sjá rými þar sem hálfur veggurinn hefur verið málaður í lit og VÁ hvað það kemur ótrúlega vel út. Klárlega hugmynd til að bæta á to do listann!

half-geschilderde-muur

Hversu góð hugmynd er það að mála bleikt? Mjög góð hugmynd!half-geverfde-muur

 Svo er hægt að mála í ýmsum öðrum litum, og alltaf virðist það koma hrikalega vel út.

muur-half-verf

helft-muur-verven muur-twee-kleuren verf-lambrisering

Rýmið hér að neðan slær svo allt út, fölbleikur á móti fölgrænum. Ótrúlega falleg útkoma.

twee-kleuren-muur

Að mála í lit er einnig góð lausn til að afmarka viss svæði á heimilinu, t.d. sem höfuðgafl við rúmið, og á bakvið fatahengið. Ég veit ekki afhverju maður er svona oft hikandi við það að mála, síðan hvenær er það svona hrikalega mikið mál að mála bara aftur hvítt ef allt klikkar?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

INNLIT HJÁ OFURSKVÍSU Í KAUPMANNAHÖFN

Heimili

Ég hef lengi ætlað að birta myndir af heimili Anniku Von Holdt, ég fylgist með henni á Instagram en hún er ein af þessum konum sem er bara “alveg meðetta”. Sum ykkar kannast eflaust við skvísuna en heimilið hennar birtist á forsíðu íslenska Home Magazine í haust, en síðan þá hefur ýmislegt breyst, heimilið er eitt hennar stærsta áhugamál og hefur hún einnig gert upp þrjár 100 ára gamlar íbúðir í Kaupmannahöfn og hefur heimilið hennar birst í ýmsum tímaritum. Fyrir utan áhuga sinn á hönnun og híbýlum þá starfar Annika sem rithöfundur og kann hún því mjög vel að koma fyrir sig orði, hún er í raun ótrúlega skemmtilegur penni, smá kaldhæðin og með húmor fyrir sjálfri sér. Ég mæli með að fylgja henni á Instragram @annikavonholdt.

Screen Shot 2015-05-19 at 19.22.43

Frá því að ég byrjaði að fylgjast með henni hefur þessi sófi fengið þrjú áklæði, bleiki er hrikalega flottur en lengi vel var hann hvítur eins og mikið á heimili Anniku.

x_morninglight_in_mordor Screen Shot 2015-05-19 at 19.23.16Screen Shot 2015-05-19 at 19.24.17

Hún er mjög dugleg að birta myndir af kettinum sínum, sem er mjög fyndinn karakter.

Screen Shot 2015-05-19 at 19.24.04 Screen Shot 2015-05-19 at 19.23.52 Screen Shot 2015-05-19 at 19.23.31

Algjör pæja með náttúrulegu gráu lokkana sína,

Screen Shot 2015-05-19 at 19.23.02 Screen Shot 2015-05-19 at 19.21.33 Screen Shot 2015-05-19 at 19.21.05 Screen Shot 2015-05-19 at 19.20.39 Screen Shot 2015-05-19 at 19.20.17 Screen Shot 2015-05-19 at 19.19.44

Screen Shot 2015-05-19 at 19.19.23 Screen Shot 2015-05-19 at 19.19.08 10832300_754305691314196_694953103_n 10249189_296096833918277_216323343_n

x_cf x_noc
10175314_1547219022181793_845272899_n

Það er eitthvað við fólk sem birtir myndir af gæludýrunum sínum, mér líkar alveg ofsalega vel við þannig fólk;)

Hrikalega fallegt heimili, eitt af mínum uppáhalds innlitum.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

NÝ BÓKAHILLA

Fyrir heimiliðPersónulegt

Þessi fína hilla fór loksins upp á vegg í dag og ég er alveg hrikalega sátt með hana ♡
20150516_17293820150516_172921

Nú er það að ákveða hvort ég eigi að flokka bækurnar… litaraða, hafa punt inná milli o.s.fr. Bókastaflinn minn var nefnilega orðinn of hár sem var orðið mjög ópraktískt, bæði til að ná í bækur sem voru neðarlega í bunkanum en líka ef lítið kríli skyldi fara að príla og fá bunkann á sig og svona hilla var því búin að sitja á óskalistanum mínum lengi. Upphaflega átti húsgagnasmiðurinn minn reyndar að smíða hana en ég gafst upp á biðinni;) Fyrir áhugasama þá fékk ég hilluna í Línunni og Legokassann fékk ég í Epal, en hann er orðinn staðalbúnaður undir allt dótið hans Bjarts sem er annars út og suður á stofugólfinu. Ég tek svo betri myndir í vikunni sem sýna hilluna betur.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

Í NÝJASTA GLAMOUR…

PersónulegtTímarit

Þið eruð vonandi flest búin að sjá nýjasta eintakið af Glamour sem kom út á dögunum, ég er búin að lesa mitt blað í ræmur, en þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef gerst áskrifandi af nokkru tímariti, enda finnst mér það algjörlega frábært. Reyndar lét ég svo vinkonu mína fá það eintak því ég fékk aukablað sent í pósti í þakklæti fyrir að hafa skrifað efni í þetta blað. Aftarlega í blaðinu undir lífstílskaflanum má nefnilega finna eina blaðsíðu þar sem ég fer yfir nokkur falleg ljós, skartgripi heimilisins eins og ég kýs að kalla þau. 20150514_114822 20150514_114855

Ef þessi fíni frídagur er ekki fullkominn fyrir kaffihús og tímarit!

Ég mæli með þessu;)

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42