fbpx

MEÐ BLÁTT LOFT & FLOTTA GALLERÝ MYNDAVEGGI

Heimili

Þetta danska heimili er svo dásamlega fallegt að ég á varla til orð. Stofan er máluð í hlýjum gráum lit og loftið og listar í ljósbláum og útkoman er ekkert nema gordjöss. Við sjáum mjög sjaldan heimili þar sem loftin eru máluð í öðrum lit en hvítum en með þessum myndum finnur vonandi einhver hvatningu til að láta vaða og prófa. Gallerý myndaveggirnir í stofunni og svefnherberginu ásamt stærðarinnar bókahillu í borðstofunni gerir heimilið einstakt og persónulegt. Það er alveg nauðsynlegt að mínu mati að leyfa persónulegum hlutum að njóta sín, eitthvað gamalt, frá ömmum og öfum, listaverk eftir börnin – og bækur. Það þurfa öll heimili að eiga bækur ♡

Kíkjum í heimsókn –

 

Myndir : My Scandinavian Home / Helene Katrine 

Það er hún Helene Katrine sem býr hér en hún er búsett í Álaborg og heldur einnig úti fallegum Instagram reikning sem ég mæli með að kíkja á @HeleneHoue

SNJÓSTORMUR ER MÆTTUR

Samstarf

Það er vel við hæfi á fyrsta degi vetrarfrís – hjá mínum dreng að minnsta kosti♡ og með storm úti að skoða nýju Moomin vetrarlínuna sem lenti í verslunum í dag, sem ber heitir Snow Blizzard!

“Myndefni vörulínunnar sýnir hvernig snjóstormur blæs af miklu afli á Múmínsnáðann og gerir hann alveg ringlaðan!

Í sögunni Vetrarundur í Múmíndal segir frá því þegar vindhviður ganga yfir ísinn og láta tréin á ströndinni skjálfa. Hið mikla óveður hefur orðið til þess að ýmsar persónur leita skjóls í Múmíndal. Þau safnast saman í strandhúsinu og fyllast áhyggjum vegna Múmínsnáðans og krílisins Salóme sem eru bæði týnd í storminum.

Allt í einu er eins og stór hurð fjúki upp og allt verður dimmt. Múmínsnáðinn missir jafnvægið og rúllar eins og lítil hvít tunna. Að lokum verður hann þreyttur, snýr bakinu í átt að snjóstorminum og hættir að berjast gegn honum. Hlýr vindur flytur Múmínsnáðann mjúklega áfram í miðjum snjóstorminum og honum líður sem hann fljúgi. Krílið Salóme finnst í snjóskafli þar sem hinn háværi Hemúll bjargar henni.”

Fallegt!

& NÚ ERT ÞAÐ SVART – VINSÆLASTA BARNARÚM ALLRA TÍMA

BarnaherbergiFréttir

Danska hönnunarmerkið Sebra Interiør kynnti nú í morgun glæsilega svarta og takmarkaða útgáfu af þekktasta barnarúmi heims – Sebra rúminu sjálfu! Nú í fyrsta sinn í umhverfisvænni útgáfu en rúmið er úr beyki úr FSC™ vottuðum skógi sem stendur fyrir sjálfbæra og umhverfisvæna skógrækt.

Einstaklega falleg útgáfa sem er án efa eftir að slá í gegn.

Sebra rúmið er í miklu uppáhaldi á okkar heimili, en við tókum aðra hliðina af og stilltum rúmið af uppvið vegg og svo okkar rúm þétt við þannig að ég sef alveg við hlið dóttur minnar og get sinnt henni liggjandi á næturnar sem er alveg frábært.

 

Fréttirnar sá ég hjá Epal sem segja rúmið væntanlegt – snemma næsta vor.

FALLEGUSTU JÓLASTJÖRNURNAR Í NÝJUM LITUM

Fyrir heimiliðJól

Það er erfitt að standast vandað og fallegt jólaskraut, sérstaklega þegar það getur skreytt heimilið örlítið lengur en aðeins yfir desembermánuð en það á einmitt við um þessar jólastjörnur. Pappírs jólastjörnurnar frá Watt & Weke eru guðdómlega fallegar og koma þær í ár í fyrsta sinn í svörtu og gylltu.

 

Og svo er einnig skemmtilegt að segja frá því að í ár bætist ný stjarna við úrvalið sem heitir Reykjavík og tilvalið að leyfa henni að skreyta íslenska jólaglugga. – Sjá mynd að neðan.

Undanfarin tvö ár hafa þessar fallegu pappírs jólastjörnur rokið út eins og heitar lummur fyrir hver jól og langaði mig því að benda ykkur á að nú er hægt að skrá sig á biðlista hjá Dimm til að missa ekki af þeim í ár.

Þessir nýju litir eru að heilla mig, sérstaklega þessi brúngyllti ♡ Hvað finnst ykkur?

MEGA JÓLIN KOMA SNEMMA Í ÁR?

H&M homeJól

Ef það er eitthvað sem við eigum skilið um þessar mundir þá er það helst að jólin komi snemma í ár. Núna er tíminn til að byrja að draga fram fallegar seríur í gluggana (krossa fingur að nágranninn geymi þó aðeins þessar blikkandi marglitu), kveikja á góðum ilmkertum og koma okkur vel fyrir undir mjúku teppi með spil í hönd. H&M home birti þessar fallegu myndir af jólastemmingunni sem þau bjóða uppá í ár og ég er svo meira en til í enn meiri jólainnblástur – bíðið bara ♡

Myndir // hm.com

Of snemmt nokkuð?:)

UMHVERFISVÆN & GULLFALLEG NORRÆN ELDHÚS

EldhúsHönnun

Norræn eldhús eða Nordisk Kök framleiðir með fallegustu eldhúsinnréttingum sem til eru á markaðnum. Innréttingarnar sem sérsmíðaðar eru í Gautaborg er hægt að fá smíðaðar eftir málum og óskum hvers og eins – sem að sjálfsögðu kostar nokkrar krónur en það má svo sannarlega sækja sér innblástur frá þessum glæsilegu eldhúsum hér að neðan. Innréttingarnar eru tímalausar og vandaðar og er lögð áhersla við framleiðsluna að skilja eftir sem minnsta vistfræðilega fótsporið. Þekktust eru þau fyrir viðareldhúsin sín en einnig eru í boði eldhúsinnréttingar í mínimalískum stíl eða klassískum Shaker stíl. Svo er punkturinn yfir i-ið að sjálfsögðu borðplata úr fallegum stein sem gerir heildarlúkkið svona extra næs.

Algjör æði þessi eldhús –

Myndir // Nordiska kök

ÓSKALISTINN // PAPPELINA MOTTA

EldhúsFyrir heimilið

Þessa dagana dreymir mig um að eignast klassíska Pappelina mottu í eldhúsið. Ég var aðeins að færa til hluti hér á heimilinu um síðustu helgi og ákvað að færa til mottu sem var alltaf undir sófaborðinu fram á ganginn, og ég finn núna á hverjum degi þegar ég geng um heimilið hvað það er mikill léttir fyrir fæturnar að standa á mottu. Ótrúlegar fréttir haha? Því er ég byrjuð að skoða hvernig mottu mig langar að velja í eldhúsið þar sem við stöndum oftast. Pappelina hefur lengi verið ofarlega á óskalistanum mínum, motturnar sem eru mjög vandaðar og slitsterkar eru ofnar í Svíþjóð og er fyrirtækið 20 ára gamalt. Við fjölskyldan erum með tvær Pappelina mottur í bústaðnum sem keyptar voru í Kokku og hafa reynst mjög vel, þær koma líka í mörgum útgáfum og litum svo það er auðvelt að finna eina sem hentar heimilinu vel. Eða kannski erfiðara fyrir þau okkar sem eru með valkvíða!

Motturnar eru ofnar úr PVC-plasti í pólýester – en hvort tveggja er sænsk framleiðsla – í hefðbundnum vefstólum. Þessi aðferð er þekkt og rótgróin í Svíþjóð þar sem er rík vefnaðarhefð. Motturnar henta vel þar sem er mikið álag, til dæmis í anddyrið, eldhúsið, baðherbergið eða á ganginn, enda er gott að þrífa þær og þær tapa ekki lit eða lögun.

Efsta myndin sýnir mottuna sem við erum með í bústaðnum, en þær eiga það margar sameiginlegt að hægt er að snúa þeim á báðar hliðar sem er þá í öðrum lit! Bústaðarmottan okkar er því hvít með svörtum röndum, eða svört með hvítum röndum! Brilliant:)

Fyrir áhugasama þá fást Pappelina motturnar hjá Kokku.

FALLEGT Á FÁUM FERMETRUM

Heimili

Hér er á ferð dásamlegt og lítið heimili, ég fæ reglulega fyrirspurnir hvort ég geti sýnt minni íbúðir til að gefa hugmyndir að góðu skipulagi. Stofan og svefnherbergið eru hér í sama herbergi en stúkað af með gólfsíðum gardínum sem er frábær lausn. Húsgögnin eru öll í léttum stíl og ljósir en þó hlýlegir litir eru einkennandi fyrir heimilið. Formakami pappírsljósið er flott í stofunni og svo vekur einnig athygli mína sjaldséðir T stólar Arne Jacobsen í eldhúsinu.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir // Alvhem