fbpx

HEIMA : NÝTT & FALLEGT Á VEGGINA

Fyrir heimiliðPersónulegtSamstarf

Þá er tómi veggurinn í borðstofunni ekki lengur einmanna en loksins lét ég verða að því að velja mér plaköt á vegginn. The Poster Club er spennandi hönnunarfyrirtæki sem staðsett er í Kaupmannahöfn og framleiðir hágæða plaköt og prentverk eftir bæði upprennandi og virta listamenn með áherslu á norrænan stíl, tísku og innanhússhönnun. Mér þykir heiður að fá að vinna í samstarfi með þessu vandaða fyrirtæki og hlakka til vonandi áframhaldandi samstarfs.

Ég gæti auðveldlega hafa valið mér 10 verk svo fallegt er úrvalið en ákvað að byrja á tveimur skemmtilegum myndum sem passa vel í borðstofuna en veggurinn þar er fölgrænblár og litirnir í myndunum draga fram litinn á veggnum. Myndirnar heita Mellow og Contrasts en einnig valdi ég mér eina svarthvíta í minni stærð, Shells sem ég á eftir að finna endanlegan stað. En byrjum á því að kíkja á borðstofuna –

Svarthvíta myndin heitir Shells og kemur í stærðunum 30×40 / 50×70 / 70×100 /

Þetta tekk borðstofuborð er farið að láta á sjá eftir 10 ára notkun á okkar heimili að undanförnum líklega 40 árum á fyrra heimili. Eins og þið vitið líklega mörg nú þegar þá kýs ég að gera hlutina hægt og rólega og vanda valið, einn daginn kemur því hingað inn drauma borðstofuborð ♡

Myndin til vinstri, Contrasts kemur í stærðum 30×40 / 50×70 / 70×100. Myndin til hægri heitir Mellow og kemur í sömu stærðum. Þessar myndir eru báðar í 50×70 cm.

Ég er mjög ánægð með útkomuna og hlakka mikið til að bæta við fleiri fallegum myndum á veggina. Fyrir áhugasama þá sendir The Poster Club til Íslands og ég var aðeins nokkra daga að fá mínar myndir sendar heim.

Linkar yfir í vefverslun:

SHELLS 

CONSTRAST 

MELLOW 

VEL NÝTTIR OG SMART 54 FERMETRAR

Heimili

Sunnudagsheimilið að þessu sinni er stílhreint og smart. Mjúkir brúnir og gráir litatónar fá sín vel notið að undanskildu svefnherberginu sem skartar svörtum krítarvegg. Það er alltaf svo skemmtilegt að skoða myndir af heimilum í minna lagi, en þessi íbúð er ekki nema 54 fm og því þarf að nýta plássið vel – og helst ekki eiga of mikið af óþarfa hlutum. Það má t.d. sjá vel nýtt plássið hvernig skóhillur eru hengdar upp fyrir ofan útihurðina. Flott lausn!

Kíkjum í heimsókn –

Myndir: Lansfast fasteignasala / Karlbergsvägen 84

BÓHEMÍSKT & FALLEGT HJÁ SOFIU WOOD

Heimili

Sofia Wood er sænskur bloggari hjá Elle.se og matgæðingur mikill sem hefur jafnframt gefið út vinsæla matreiðslubók og sýnir reglulega frá spennandi uppskriftum á Instagram síðu sinni – sjá hér. Nú er fallega bóhemíska draumaheimilið hennar komið á sölu og deildi hún myndunum með fylgjendum sínum.

Svo heillandi og persónulegur stíll, kíkjum í heimsókn –

Myndir : Husman Hagberg

JÓLAINNBLÁSTUR FRÁ ARTILLERIET

Jól

Ég á mér eina uppáhalds verslun sem ég hef aldrei heimsótt. Það er mögulega dálítið skrítið, en Artilleriet verslunin í Gautaborg er hin fullkomna verslun fyrir þá sem kunna að meta fallega hönnun og heimili. Ég hef skrifað áður um verslunina – hér – með myndum úr búðinni sem heilluðu mig uppúr skónum, en núna deili ég með ykkur árlegum og notalegum jólainnblæstri frá Artilleriet.

Eigið góðan dag,

Myndir : Artilleriet 

JÓLIN 2020 HJÁ FERM LIVING

HönnunJól

Í dag deili ég með ykkur jólainnblæstri í boði Ferm Living sem er alltaf með fallegt úrval af jólavörum. Hér má sjá nokkrar vörur sem ég held uppá frá þeim sem má einnig nota allan ársins hring en eru einnig tilvaldar til að bæta á greinum eða borðum og nota sem jólaskraut. Þar fer fremstur í flokki t.d. Circle kertahringurinn, nýja kertastjakaskálin og gylltu stálformin. Bow marmarakertastjakinn hefur setið lengi á óskalistanum mínum en hann má sjá á síðustu myndinni – tilvalinn sem aðventukertastjaki og alla aðra daga ársins.

Skoðum þessar fallegu myndir.

Myndir : Ferm Living

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI MEÐ GRÆNT SVEFNHERBERGI

Íslensk heimili

Þetta fallega íslenska heimili varð á vegi mínum í gær og ég má til með að deila þessum myndum með ykkur. Hér býr án efa skapandi fjölskylda, það má sjá glöggt á heimilistílnum sem heillar mig mikið – ég þori nánast að veðja að hér búi hönnuður? Íslensk sjaldséð hönnun og góðar lausnir ásamt auga fyrir litum einkennir heimilið. Grænt svefnherbergi er ekki allra en vá hvað það kemur vel út og er upplífgandi. Sjáið líka sniðugan pinnavegg í eldhúsinu þar sem hægt er að færa til eldhúshillurnar eftir smekk – frábær lausn! Skatan eftir Halldór Hjálmarsson prýðir eldhúsið og Landslagsteppi Víkar Prjónsdóttur prýðir svefnherbergið svo fátt eitt sé nefnt.

Kíkjum í heimsókn –

     

Myndir : Fasteignaljósmyndun / Fasteignasíða Vísis.is

EITT OFURSMART & SJARMERANDI HÖNNUNARHEIMILI

BaðherbergiHeimiliSvefnherbergi

Þessi gimsteinn varð á vegi mínum á stuttu netflakki dagsins – um er að ræða ekki nema 38 fm íbúð sem er þó með þeim notalegri sem ég hef séð. Hér má einnig sjá sönnun þess hve mikilvægar mottur, gardínur og púðar geta verið. Íbúðin er í grunninn mjög hrá með steypta veggi og loft og sjáið hvað það gerir heimilið hlýlegt allur þessi textíll. Stofan er dásamlega falleg með æðislega mynstraða marokkóska ullarmottu sem afmarkar stofuna smá frá eldhúsinu þrátt fyrir að vera alveg ofan í hvoru öðru. Uppáhalds J39 stólarnir prýða eldhúsið og koma einnig inn með smá hlýju í grátt og svart eldhúsið.

Algjör draumur þessi íbúð.

Myndir : Bjurfors fasteignasala

Svefnherbergið er líka gullfallegt, með þykka ullarmottu á gólfinu, ljós rúmföt í stíl við gardínurnar og bast skilrúm – Útkoman er algjör draumur og lætur þessa steyptu og hráu veggi alveg fá að njóta sín.

DIANE VON FURSTENBERG X H&M HOME !

FréttirH&M home

Fréttir dagsins eru þessar! 

Eitt stærsta nafnið úr tískuheiminum, Diane von Furstenberg er nú í samstarfi við uppáhalds H&M Home og er samstarfslína þeirra væntanleg í byrjun 2021!

“I’m thrilled to be collaborating with H&M Home, especially since I have such a passion for interiors,” says the Belgium fashion designer. “The home is both a relaxing and empowering place where you can really ‘own’ a look or feel. With this collaboration, I want people to take charge of their home decor. The only rule I have is that your home should reflect who you are. The main point is to create a space that you’re incredibly comfortable in and is a true expression of your personality”.

Diane sem er 73 ára gömul er ein áhrifamesta kona í tískuheiminum og er þekkt fyrir framúrskarandi smekk þegar kemur að tísku og innanhússhönnun. Hún hefur áður komið að hönnun fyrir heimilið með heimilislínu sinni DVF homeware sem hefur þótt eftirsótt. Diane nýtur gífulegrar virðingar í tískuheiminum og er hennar helsta markmið að færa konum sjálfstraust, og vill hún að henni verði minnst á þann hátt.

Hversu spennt er ég að sjá útkomuna á þessu spennandi samstarfi!

Myndir : H&M Home 

11.11 // 20% AFSLÁTTUR HJÁ DIMM.IS

Fyrir heimiliðSamstarf

Í tilefni þess að á miðnætti í kvöld hefst stóri netverslunardagurinn / Singles day tók ég saman nokkrar fallegar vörur fyrir heimilið í samstarfi við Dimm. Allar þessar vörur eiga það sameiginlegt að vera á 20% afslætti þann 11.11. og því hægt að gera góð kaup á jólagjöfum. Á listann minn rötuðu m.a. uppáhalds jólailmurinn minn frá URÐ, falleg rúmföt, dásamlega falleg plaköt og sitthvað punt fyrir stofuna og eldhúsið.

Ég er ekki frá því að ég hafi líka fengið nokkrar góðar jólagjafahugmyndir við gerð á þessari færslu! Jibbý!

 

Ég gæti hugsað mér að eiga alla þessa hluti hér að ofan – svo fallegt allt saman ♡

Til að kíkja á úrvalið smelltu þá hér.

STÍLHREINT & FÁGAÐ Í GAUTABORG

Heimili

Þessi dásamlega fallega rúmlega 80 fm íbúð í Gautaborg veitir góðar hugmyndir. Stofan er afmörkuð frá borðstofu með smekklegum myndavegg og mottu á gólfinu og við borðstofuborðið er stærðarinnar spegill á veggnum sem lætur rýmið virka stærra. Veggirnir eru í hlýjum gráum lit og grábleikar gólfsíðar gardínur í öllum herbergjum setur alveg punktinn yfir i-ið.

Lítið en afskaplega smart, kíkjum í heimsókn –

Myndir : Bjurfors fasteignasala