ÍBÚÐ SEM HEILLAR ÞIG UPPÚR SKÓNUM

Heimili

Það er eitthvað við þessa íbúð sem heillar mig alveg uppúr skónum og ég er viss um að þið sjáið það líka. Hún er ekki nema 34 fm en þó ofsalega vel skipulögð sem skiptir miklu máli þegar búið er svona smátt. Eldhúsið er einstaklega fallegt með sjarmerandi blómaveggfóðri og Mirror ball ljósi Tom Dixon sem fer ekki framhjá neinum. Plönturnar í íbúðinni eru svo toppurinn yfir i-ið en þessi íbúð var stíliseruð fyrir fasteignasölu, þó svo að ég lifi í voninni að einhver sé svona ofsalega smekklegur því mér þykir þessi íbúð vera algjört  Æ Ð I …

ahre9aahre2ahre6 ahre54eia5gt1nnurphim.skanstorget3_mg_8536ahre3Screen Shot 2015-10-12 at 23.15.39 ahre7 ahre9Screen Shot 2015-10-12 at 23.15.29 ahre9c ahre9d4eia62cm5nurpi2a.skanstorget3_mg_8650Screen Shot 2015-10-12 at 23.47.23myndir via ahre.se

Ég verð líka að minnast á sófaborðin frá Hay sem eru to die for… sérstaklega þetta silfraða (líka til gyllt), verst hvað þau eru óbarnvæn því annars gæti ég vel hugsað mér eitt stykki. Og svo þessi plöntuskógur á gólfinu, mjög smart, en glætan að það búi krakki þarna!;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

MINIMALÍSKT Í KÓNGSINS KÖBEN

Heimili

Í dag ætla ég að deila með ykkur æðislegu heimili sem staðsett er í útjaðri Kaupmannahafnar. Í þessu fallega 5 hæða og um 200 fm húsi sem byggt var 1889 búa þau Sofie og Frank Christensen Egenlund ásamt fjórum börnum sínum. Húsið var upphaflega byggt til að hýsa fimm fjölskyldur í litlum íbúðum, en þau breyttu húsinu svo þau gætu búið á öllum hæðum. Sofie er engin önnur en barnabarn stofnanda VIPP og stjórna þau hjónin fyrirtækinu í dag, það kemur því ekki á óvart að ýmsar vörur frá þessu danska hönnunarfyrirtæki megi finna á heimilinu.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-02Vipp-Family-Home-via-Dwell-01

Vegghillurnar, keramíkið og glösin eru öll frá VIPP, ásamt ruslafötunum frægu að sjálfsögðu.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-03monochromatic_copenhagen_townhouse_kitchen

Eldhúsið er málað í dökkgráum litum, en það er óvanalegt að sjá loftin líka máluð svona dökk. En á svona stóru heimili eins og þessu þá er þetta góð lausn til að láta rýmið virka minna, og gerir það einnig mjög hlýlegt.

monochromatic_copenhagen_living_room

Eames lounge chair og Noguchi borðið sóma sér vel í einni af mörgum stofunum.

monochromatic_copenhagen_townhouse_master_bedroom

Svefnherbergið er hvítt og minimalískt, og Vipp óhreinataustunna að sjálfsögðu.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-04 Vipp-Family-Home-via-Dwell-05

Cherner stóll og viðarlampi frá Muuto. Þau eru smekkfólk þau Sofie og Frank.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-06

 

Myndir via Dwell

Vegghillurnar frá VIPP eru einstaklega smart, en þær eru einnig í eldhúsinu á heimilinu. Rúmið er gamalt frá Juno.

Það vekur athygli mína að þau safna hönnun úr öllum áttum, því það sem einkennir oft dönsk heimili er að mestmegnið af innbúinu er eftir danska hönnuði. En þarna má einnig sjá hönnun eftir bandaríska hönnuði og þýska, eins og t.d. Zettel ljósið í eldhúsinu, Nocuchi borðið og Eames stólinn ásamt fleiru.

Vonandi eigið þið ljúfan sunnudag! Mínum degi verður eitt í nokkur afmæli… ég kvarta ekki yfir því:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HEIMAFÖNDRIÐ: GEGGJAÐ PAPPÍRSLJÓS

DIYFyrir heimilið

Ég held að það sé vel viðeigandi að hafa þessa færslu um eitthvað sem hægt er að búa til sjálfur, enda síðustu tvær færslur frá mér sem einkennast að vissu leyti af smá kaupsýki (lesist: kaupgleði). Ég las nefnilega í morgun góða grein á Kjarnanum um kaupneyslu ungrar konu og mér leið eins og greininni væri beint til mín. Og ég skammaðist mín niður í tær. Ég hætti a.m.k. við að versla þessa stútfullu körfu á H&M, en ég er svosem ekkert frelsuð. Eitt skref áfram í dag og svo mögulega þrjú skref afturábak í næstu viku. En mikið væri nú gott að vera ekki svona kaupglöð kona, enda heimilið yfirfullt af drasli og úr skúffunum flæða fötin en þó “á ég ekkert til að vera í”. Þið skiljið mig pottþétt mörg hver.

En þetta ljós, það er alveg hreint geggjað og svo líka svona ódýrt. Hver segir að það megi ekki eignast nýtt dót þó svo að það maður sé ekki að eyða pening? Eða er ég þá kannski ekki að sjá hlutina í réttu ljósi?

1412237917923 Screen Shot 2015-10-08 at 11.08.24 Screen Shot 2015-10-08 at 11.09.02

 Myndir fengnar að láni frá tékknesta veftímaritinu Soffa Mag.

Nákvæmar leiðbeiningar má finna hér, en það sem þarf er 1 stk. karton í stærð A2 í lit að eigin vali, snið til að vita hvar eigi að brjóta upp á blaðið sjá hér, blíant, límstifti, gatara, límband, spotta, reglustiku, skæri, hringfara (ekki nauðsynlegt), rafmagnssnúru og u.þ.b. eina klukkustund aflögu ásamt dass af þolinmæði.

Greinina á Kjarnanum má svo lesa hér, en hún er ágætis spark í rassinn og því mæli ég með lestrinum.

Mikið væri þetta nú smart ljós við náttborðið:) Deilið endilega færslunni ef planið er að skella í svona ljós, en vinsamlega athugið að það ber að varast að setja of sterka peru í pappírsljós.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HAUSTLÆGÐIN & KAUPÆÐIÐ

ÓskalistinnVerslað

haustið

 

Rétt upp hönd sem kannast við það að hafa meiri verslunarþörf núna eftir að skammdegið skall á en undanfarna mánuði? Ég verð að viðurkenna að mig klæjar hreinlega í puttana í dag því mig langar svo mikið í eitthvað nýtt fyrir haustið þó svo að bankareikningurinn sé alls ekki sammála mér. Ég eyddi of mörgum klukkustundum í gær að þræða H&M vefsíðuna og hlóð endalaust í körfuna sem ég svo ætlaði að láta vinkonu mína koma með heim í næstu viku. En eftir að hafa prófað öll kortin sem ég gat, ásamt systur minnar og vinkonu minnar, eitt erlent kort ásamt því að reyna að setja körfuna á greiðsluseðil! En nei allt kom fyrir ekki, mér er ekki ætlað að eignast nýtt dót og H&M virðist hreinlega ekki vilja íslensk viðskipti. Ég held þó að þetta hafi hreinlega verið æðri máttur að vinsamlegast benda mér á að núna þurfi ég að spara. Ég hélt þó áfram að skoða á netinu og fann þá falleg stígvél sem Erna Hrund hefur áður dásamað (Bianco of course), en þá að sjálfsögðu er stærðin mín uppseld. Get the hint Svana!

Ég mun þó gera svaka vel við mig á morgun og kaupa ramma undir Reykjavík Poster plakatið mitt sem ég fékk mér fyrir löngu síðan en varð svo óheppin að brjóta ramman sem það var sett í. Plakatið mitt er þó að sjálfsögðu af Hafnarfirði, og ég lét sérmerkja inná alla staði þar sem við höfum búið á, -mjög skemmtilegt. Ætli nýr rammi nái að fullnæga kaupþörfinni, við skulum nú vona það. Svo er maður svo bilaður, það er ekki svo langt síðan ég eignaðist draumakertið mitt sem ég hef ekki einu sinni kveikt á, og tölum nú ekki um hillukaupin mín um helgina sem ég er enn að jafna mig á. Ætli ég nái að mana mig í að taka mynd af gripnum til að sýna ykkur eða mun ég skammast mín að eilífu haha?

Ég vil þó taka það fram að ég er ekki alltaf svona kaupsjúk, og ég þori að veðja að við göngum allar af og til í gegnum svona tímabil. Við bara viðurkennum það ekki allar:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

FYRSTA MONTANA HILLAN MÍN

HönnunKlassík

Síðasta vika hefur verið viðburðarík en meðal þess sem ég hef verið að gera var að taka viðtöl við nokkra mjög áhugaverða einstaklinga sem staddir voru hér á landi í tilefni 40 ára afmælis Epal sem haldið var hátíðlega á föstudagskvöld. Ég hef enn ekki náð að vinna úr viðtölunum en meðal þeirra sem ég ræddi við var Jacob Holm sem hefur verið forstjóri hjá Fritz Hansen í rúm 18 ár og býr hann yfir hafsjó af fróðleik um hönnun. Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni… Fyrst teiknar hann á hilluna stílabók og stóran blíant sem á að vera að skissa fyrstu Montana hilluna, (kassi 60*60*30), efst skrifar hann svo “SVANA” og undir teikninguna “Love Peter L.”

Ég er enn að jafna mig eftir áfallið svo þið fáið ekki mynd af hillunni sjálfri. Ég hlæ reyndar sem betur fer af þessu, en hillunni mun ég aldrei koma í verð. Hillan sem ég fékk mér var hvít og einföld grunneining (x2) sem ég svo er eftir að ákveða smá hvernig ég vil skipta hólfunum upp, það er nefnilega hægt að leika sér endalaust með þessar hillur.

81f452f78707bdd30afe7aea9249226f4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b1408558ccaca86debd3b10ad421e8a7dpeter_lassen_billede

Það er ekki hægt að vera svekktur út í þennan dásamlega og krúttlega mann.

Þetta fer bara í reynslubankann, aldrei að sleppa gömlum manni lausum með olíutúss á rándýra hillu.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211