LEGO HAUSINN: FRAMHALD

BarnaherbergiPersónulegt

Ég þorði varla að segja ykkur það um daginn að ég hafi pantað mér aftur Lego geymsluhaus eftir grínið sem ég lenti í síðast, – sjá hér fyrir forvitna. Mér til mikillar gleði kom hausinn í réttri stærð í þetta sinn en ef þið horfið mjög vel á myndina þá má sjá litla hausinn þar líka;)

Screen Shot 2016-10-21 at 15.14.09

Litli hausinn er þó eftir að skemmta mér um ókomna tíð en þið gætuð ekki trúað því hvað það hafa margir gert grín af mér fyrir þessi kaup. Kaupin voru svo þess virði eftir allt saman…

skrift2

MÁLNINGARHUGLEIÐINGAR VOL.2

Fyrir heimiliðHugmyndir

Aldrei hefði mig grunað að það væri svona erfitt að ákveða liti á veggi en undanfarna viku hef ég verið að reyna að velja liti fyrir svefnherbergið og anddyrið og hef snúist í nokkra hringi með valið. Ég er búin að prófa núna fjóra liti og gat valið litinn fyrir anddyrið (ljósbleikur) en svefnherbergið ætlar að verða aðeins erfiðara, þar hélt ég að ég vildi einhverskonar gráan tón (sjá efstu tvær myndirnar hér að neðan) en eftir að hafa prófað tvo liti á svefnherbergið fannst mér það ekki nógu mikið ég, finnst ég þurfa aðeins hreinni lit og ferskari. Því er ég aftur komin yfir í bláu deildina og ætla að prófa tvo liti í viðbót sem ég er með í huga.

13903214_1023772241009559_3894887437111410816_n

Þessi hér að ofan var töluvert grænni en myndin gefur til kynna en þó virkilega fallegur. Heitir Intense le havre

piaulin-interiors-3a9d048f_w1440-620x826

Þessi hér að ofan er líka töff, litirnir sem ég prófaði hétu: Dusky Roubaix (dökkur) & Acomix Farver FN.02.37 (ljósari). Þið sem fylgdust með á Snapchat fattið muninn, skal birta aftur myndir af testunum þegar síðustu prufurnar mæta í hús:) Hér að neðan er mynd sem ég fann af Dusky Roubaix. Finnst hann mjög flottur en birtan í svefnherberginu gerði hann of brúnleitann sem ég var ekki nógu hrifin af.

1515379_857926664264914_416912898_n

14212195_1035973326456117_6853481256020411923_n

Liturinn hér að ofan heitir Grey Sparrow frá Nordsjö, í litakóða S 3502-Y.

14359057_1052110471509069_8173914631121245279_n

Síðan er það þessi litur sem ég er ansi heit fyrir, Denim Drift er litur ársins 2017 frá Nordsjö og er einstaklega fallegur.

14449959_1052109968175786_131675372508413055_n

Þetta er sami liturinn hér að ofan og að neðan, Denim Drift, liturinn er ólíkur eftir hvernig birtan er ásamt því að það getur spilað inní hvernig ljósmyndarinn hreinlega vinnur myndirnar sínar:) Hlakka til að sjá hvernig hann verður heima!

b25881c3bbdbc9afbdff95f8f8340d8f
Dulux-Colour-Futures-17-COTY-colour-palette-2

Hér að ofan má sjá lit ársins Denim Drift frá Nordsjö fyrir miðju ásamt fjölskyldu litapallettu hans sem tónar vel við.

Fyrir þau ykkar sem eruð í málningarhugleiðingum eins og ég þá prófaði ég í dag ókeypis forrit í símann sem leyfði mér að taka mynd hér heima í stofu og sjá hvernig ólíkir litir koma út í “raunveruleikanum”. Mamma benti mér á það eftir að hún heyrði af málningarhugleiðingunum mínum, en fyrir tilviljun var það frá sama fyrirtæki og ég hef verið að skoða málningu frá, Nordsjö sem fæst í Sérefni. Hér má sjá frekari upplýsingar um forritið. Þú getur einnig tekið mynd af uppáhaldshlutnum þínum, flík, listaverki eða öðru og fundið hvaða málning kemst næst þeim lit! Mæli með að prófa:)

Ég stefni á að sækja síðustu prufurnar á morgun og vonandi næ ég að blikka minn mann að mála með mér sem allra fyrst. Skal leyfa ykkur að fylgjast með á snappinu! x

skrift2

EINSTAKT HEIMILI KATRÍNAR ÓLÍNU

HeimiliÍslensk hönnun

Hafandi unnið við fjölmiðla í nokkur ár þá hef ég líklega haft samband við yfir hundrað manns og beðið um að fá að kíkja í heimsókn ásamt ljósmyndara fyrir tímarit eða annað. Ég hef því oft lista við höndina yfir aðila sem eru líkleg til að eiga mjög smart heimili og eitt nafn sem hefur lengi verið á listanum mínum er Katrín Ólína, sem er einn fremsti íslenski hönnuðurinn og þið kannist 100% við hennar verk (t.d. Tréð frá Swedese).

Það var svo í gær sem nýjasta innlitið hjá snillingunum á bakvið Islanders birtist og það er einmitt heima hjá Katrínu Ólínu, og það sem ég varð glöð að sjá þessar myndir. Heimili sem er ólíkt öllum öðrum, persónulegt, smá skrítið en alveg ofboðslega fallegt.

Stöllurnar á bakvið Islanders eru þær Auður Gná, innanhússhönnuður og Íris Ann ljósmyndari og fjalla þær um á vefnum sínum áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt. Ég mæli með að þið skellið ykkur yfir á Islanders og lesið greinina og flettið í gegnum þessar geggjuðu myndir. Þær eiga hrós skilið fyrir vandaðar umfjallanir, textinn (á ensku) sem Auður Gná skrifar er sérstaklega vel gerður og gaman að lesa, og myndirnar hennar Írisar Ann eru dásamlegar.


8-2

9-2 18-3 30

// Myndir Íris Ann via Islanders.is

Það eru nokkrir hlutir sem finna má á heimili Katrínar sem sitja á óskalistanum mínum, þar má m.a. nefna postulíns kanínuna sem Katrín skreytti fyrir Rosenthal árið 2005, ásamt Cross lyfjaskápnum frá Cappellini sem ég skal eignast einn daginn (sjáið hann inni á baðherberginu). Þú þarft svosem að vera alveg ekta hönnunarnördi til að yfir höfuð spá í svona hlutum haha. Katrín Ólína er án efa ein af mínum uppáhalds hönnuðum, verk hennar eru mörg hver á mörkum hönnunar, myndlistar og myndskreytinga og það er svo sannarlega hægt að gleyma sér yfir þeim.

Eigið góða helgi !

skrift2

BLEIKUR DAGUR Í DAG ♡

Það hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur að í dag er bleiki dagurinn. Bleiki dagurinn er liður í átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, og er átakið í ár tileinkað brjóstakrabbameini. Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði og í dag voru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Ég skellti mér í bleika blússu og Andrés minn mætti í bleikum bol í vinnuna, í tilefni dagsins tók ég síðan að sjálfsögðu saman nokkra bleika og fallega hluti. Þetta átaksverkefni Krabbameinsfélagsins er mikilvægt og vonandi styðjið þið við það á einn eða annan hátt. Fyrst og fremst er mánuðurinn tileinkaður bleiku slaufunni sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Fjáröflun Bleiku slaufunnar í ár rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjóstakrabbameinsleit en Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring.

 

bleikt

 

Pappelina motta – Kokka // Essie Go go geisha – væntanlegur // Reykjavík plakat – Spark design space // Bleikt vatnsglas – Kokka // Bleik kápa – Lindex sjá betur hjá Elísabetu Gunnars // Stelton Lavender hitakanna – Epal // Iittala vasi – ýmsir iittala söluaðilar // Bleik handklæði – Snúran // Flauel bleikur Svanur – Epal // Design by us ljós - Snúran

Njótið dagsins og kaupum bleiku slaufuna #fyrirmömmu 

skrift2

HELLIRINN HENNAR LOTTU

Heimili

Það er engin önnur en Lotta Agaton vinkona mín sem á þetta gullfallega heimili sem birtist á dögunum í sænska tímaritinu Residence. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá er hún fremsti sænski innanhússstílistinn í dag eða eins og þau segja á forsíðunni “Sveriges mesta stylist öppnar dörren” og ég fæ seint leið á því að birta myndir frá henni á blogginu mínu. Hún Lotta er nefnilega með alveg dásamlega fallegan stíl og hefur einstakann hæfileika að raða saman hlutum og skapa heimili sem hefur þetta heimilislega og hlýlega yfirbragð sem við sækjumst svo mörg eftir. Hún hefur hægt og rólega verið að færa sig frá þessum klassíska hvíta skandinavíska stíl en það er ekkert það langt síðan að heimilið hennar var alveg hvítt, og núna hefur hún tekið skrefið til fulls og málað alla veggi og loft heimilisins í dökkgráum lit! Ég bilast hvað útkoman er flott, dálítið eins og að vera komin inn í helli. Hún Lotta verður alltaf mín uppáhalds og fá því allar myndirnar að fljóta með – njótið!

piaulin-interiors-4848dce1_w1440

piaulin-interiors-3a9d048f_w1440

piaulin-interiors-5d79b8cb_w1440 piaulin-interiors-5e08fda2_w1440 piaulin-interiors-5f07f351_w1440 piaulin-interiors-7ab8ae2a_w1440 piaulin-interiors-45b30557_w1440 piaulin-interiors-055d57d3_w1440 piaulin-interiors-3603861f_w1440 piaulin-interiors-c7a64698_w1440 piaulin-interiors-cd3667f3_w1440 piaulin-interiors-d5f291ac_w1440

Screen Shot 2016-10-12 at 14.26.20

Screen Shot 2016-10-12 at 14.26.36Screen Shot 2016-10-12 at 14.28.32Screen Shot 2016-10-12 at 14.26.46Screen Shot 2016-10-12 at 14.27.15Screen Shot 2016-10-12 at 14.27.24Screen Shot 2016-10-12 at 14.27.39

Myndir Pia Ulin

Fullkomið er orðið til að lýsa þessu heimili, alveg sérstaklega fullkomið haustinnlit ♡

Ég er sjálf loksins búin að taka mitt fyrsta skref varðandi málningarpælingarnar mínar, – ég sótti mér nefnilega nokkrar prufur í gær í Sérefni og ég er hreinlega ekki frá því að grái liturinn sem ég heillaðist svona af sé svipaður þeim sem Lotta valdi sér:) Núna þarf að bretta upp ermar og drífa sig að velja litinn!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111