STÍLISERAÐ FRÁ A-Ö

Heimili

Pella Hedeby er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að innanhússstílistun, hún ber algjörlega höfuð og herðar yfir aðra sem eru í þessum bransa. Smekkurinn hennar er óaðfinnanlegur og það rokselst allt sem hún kemur nálægt, ekki slæmur hæfileiki það! Þessa íbúð hér að neðan stíliseraði hún frá a-ö og tók ljósmyndarinn Kristofer Johnsson myndirnar fyrir Plaza interior.

p18r455e90uc41ek41bq7sdg1fb51-1 p18r455e90uc41ek41bq7sdg1fb51-1-copy p18r455e901v3r11d660714sl1tri2-copy p18r455e901v3r11d660714sl1tri2 p18r455e904r93o910icsk4e444 p18r455e90u531r8b1rnn1un71fa13-copy

Þvílík fegurð og þetta heimili gefur einnig margar hugmyndir til að útfæra á sínu eigin heimili:)

Þvílík smekkkona hún Pella, ég gæti alveg hugsað mér að bjóða henni í kaffi hingað heim, fyrir áhugasama þá tók ég einmitt viðtal við hana fyrir Nude Magazine fyrir stuttu síðan sem lesa má -hér-.

-Svana

3 HUGMYNDIR Í BARNAHERBERGIÐ

BarnaherbergiHugmyndir

3 hugmyndir fyrir barnaherbergið, við fáum jú ekki nóg af slíkum pælingum er það nokkuð:) The Animal Print Shop by Sharon Montrose

Skrautlegir dúskar sem hægt er að föndra á mjög auðveldan hátt!

photo1 (11)

Veifur sem nafn barnsins er skrifað á,

Screen Shot 2014-09-04 at 3.24.31 PM

Svo er á listanum mínum að kaupa svona myndarammahillu í Ikea og raða á fallegu dóti og bókum.

Ég geri reyndar ráð fyrir að framkvæma allar þessar þrjár hugmyndir fyrir barnaherbergið, sjáum til hvenær framkvæmdargleðin hellist aftur yfir mig:)

DIY: KRISTALLAHÁLSMEN

DIYSkart

Ég rakst á þetta ótrúlega sniðuga DIY á vefsíðunni Fall for DIY, þar sem sýnt er hvernig hægt er að búa til falleg kristallahálsmen á mjög auðveldan hátt, -sumir kalla þetta mögulega orkusteina. Aðalvesenið væri að sjálfsögðu að komast yfir steinana, en það er til ógrynni af þeim á ebay t.d. og svo luma kannski sumir á fallegum stein ofan í skúffu sem núna getur fengið hlutverk:)
Fall-For-DIY-Raw-Stone-and-Silver-necklace Fall-For-DIY-tutorial-Raw-Stone-and-Silver-necklace3Screen Shot 2014-09-04 at 8.23.28 PM

Eins og þið sjáið þá þarf einungis fallegan stein, sterkt lím, tóma kókdós sem er klippt niður, teygjur og keðju.

Það væri mjög gaman að prófa þetta DIY:)

-Svana

POP UP MARKAÐUR HELGARINNAR

Umfjöllun

Ef að ykkur vantar eitthvað sniðugt að gera um helgina þá mæli ég með Pop Up markaði sem haldinn verður á morgun, laugardag á KEX Hosteli. Það eru íslensku vefverslanirnar Andarunginn.isEsja Dekornola.isPetit.is og Snúran sem munu þar sýna og selja sínar vörur:)

Screen Shot 2014-09-04 at 9.50.26 PM

Screen Shot 2014-09-04 at 9.53.03 PMScreen Shot 2014-09-04 at 9.49.36 PM10382151_260399520836917_2275624829258832655_n

Markaðurinn mun standa frá kl.12-18 á KEX Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.

Ég mæli með að kíkja við á stelpurnar og gera góð kaup:)