fbpx

KAUPTIPS HELGARINNAR %

Mæli meðSamstarf

Ég veit ekki með ykkur en ég verð alltaf smá ringluð þegar svona mörg tilboð eru í gangi á saman tíma eins og á við þessa helgi og enda oftast á því að kaupa ekki neitt. Ég tók því saman nokkur kauptips ef þið eruð í kauphugleiðingum eða jólagjafaleit (árlegu jólagjafahugmyndirnar mínar eru svo væntanlegar). Þau tilboð sem ég hef rekið augun í og gæti hugsað mér að nýta eru þessi hér að neðan:

20% afsláttur af öllum skóm hjá Andreu út mánudag. – Ég mæli sérstaklega mikið með loð inniskónum, ég elska mína. // 20% afsláttur af öllu í iittala búðinni út mánudag og einnig 50% afsláttur af klassísku Maribowl skálunum – ég nota mínar Mariskálar í öllum matarboðum eða undir sælgæti. // Epal er með 30% afslátt af t.d. Frederik Bagger glösum og 20% afslátt af jóladagatali – þessi bleiku glös á fæti eru gordjöss! // Nine Kids er með 20% afslátt af öllum fatnaði, skóm og fl. tilboð út mánudaginn. Ég er með augun á nokkrum flíkum sem yrðu tilvalin yfir hátíðarnar. // 30% afsláttur hjá Lín Design um helgina, ég get mælt mjög mikið með silkikoddaverunum, þau eru dásamleg. // 20% afsláttur af öllu veggfóðri hjá Sérefni alla helgina, Newbie veggfóðrið frá Borastapeter er dásamlegt. // 20% afsláttur út mánudag af m.a. mínu uppáhalds merki Estée Lauder hjá Beutybox og 20% afsláttur af Essie.

 

 Eigið góða helgi!

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI // BAKKAVÖR

Íslensk heimili

Hér er á ferð einstaklega fallegt íslenskt heimili við Bakkavör í Reykjavík, sem nú er komið á sölu fyrir áhugasama. Glæsilega innréttað og skreytt klassískri hönnun í hverju horni ásamt vandlega völdum listaverkum. Gestabaðherbergið er hannað af Berglindi Berndsen og er alveg einstaklega fallegt eins og von er á þegar kemur að Berglindi.

Kíkjum í heimsókn –

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is 

Myndir : Mbl.is / Fasteignaljósmyndun.is

NÝTT & FALLEGT FRÁ IITTALA

HönnuniittalaSamstarf

Iittala ó elsku iittala.. það hafa nokkrar spennandi nýjungar bæst við undanfarið og þar má helst nefna Essence kokteilaglös á fæti sem væru einnig sæt sem desertglös (sjá mynd neðst í færslu) ég elska hluti sem hafa meira en aðeins einn tilgang og mæta þessi glös því sterk til leiks. Þar að auki bættist við klassísku Teema línuna stílhreinn leirpottur í þremur litum sem sérfróðir segja vera hinn fullkomna pott til að baka í súrdeigsbrauð, en einnig þykir mér hann vera spennandi til að elda grjónagraut í ofni og bera svo beint fram í þessum huggulega potti ♡

Þessar nýju myndir eru svo ekkert nema gordjöss með hátíðlegum blæ, þar sem Rami matarstellið fær að njóta sín ásamt Nappula kertastjökum. Eins og þið hafið líklega flest tekið eftir þá eru allskyns afslættir nú í boði í tengslum við Black Friday og í tilefni þess verður 20% afsláttur af öllu í iittala búðinni, 50% afsláttur af Maribowl skálum ásamt fleiri tilboðum.

Hér að neðan má svo sjá leirpottinn fallega sem kom út í tilefni 70 ára afmælis Teema línunnar. Stílhrein og látlaus hönnun einkennir Teema línuna og er þessi leirpottur góð viðbót við stellið.

Nýju kokteilaglösin í Essence línunni má svo sjá hér að neðan, þau eru í dálítið skemmtilegri stærð sem býður upp á fleiri möguleika en bara undir drykki, en það er virkilega smart að bera fram desert í svona háu glasi á fæti.

Fyrir áhugasama þá getur þú smellt hér til að skoða afsláttinn í iittala búðinni – ég mæli með!

20 HUGMYNDIR AF AÐVENTUDAGATÖLUM // TIL AÐ GERA SJÁLF!

DIYJól

Þegar kemur að aðventunni er ágætt að hafa í huga að setja sér raunhæf markmið þegar kemur að hugmyndum um allskyns föndur og spennandi jóladúllerí því það er svo sannarlega af nægu að taka á næstu vikum. Ég ætla þó að bæta enn einu á to do listann okkar og það er sú fallega hugmynd að gera okkar eigið jóladagatal helst uppfullt af samverustundum og mögulega smá gotterí líka eða litlum leikföngum handa krökkunum. Ég er þó sú fyrsta að viðurkenna að ég hef sett mér þetta sama markmið fyrir desember ár hvert og alls ekki alltaf tekist ætlunarverkið haha. En hugmyndirnar eru of skemmtilegar til að deila þeim ekki áfram ♡

Það er enn nægur tími til stefnu til að sanka að sér föndurdóti, tómum klósettrúllum, litlum klemmum, pappírspokum, glimmeri og öllu tilheyrandi. Og til að einfalda okkur þetta þá er líka góð hugmynd að byrja á því að útbúa dagatalið en undirbúa bara fyrstu 1-3 daga og lauma restinni ofan í þegar nær dregur….

Hugmyndir fyrir samverudagatal gætu verið eftirfarandi:

Skreyta piparkökur eftir skóla // Heimsækja Jólaþorpið í Hafnarfirði og fara á skautasvellið

Baka smákökur // Búa til jólaskrautslengjur úr poppkorni á meðan horft er á bíómynd

Klippa út snjókorn og gera snjókalla kakó// Finna til gjafir til að gefa þeim sem minna mega sín 

Skoða jólaljósin í Hellisgerði og fara á kaffihús // Náttfatadagur og jólakaffiboð fyrir ömmur og afa

Pakka inn gjöfum og búa til heimatilbúna merkimiða // Búa til heimatilbúnar karamellur

Sund og kvöldmatur að vali barnanna // Bíómynd og popp uppí rúmi á virkum degi

Fjölskyldu kökuskreytingarkeppni // Sykurpúða”stríð”

Kaupa jólagjöf fyrir systkini & kaffihús með mömmu eða pabba

Fara á safn eða í bíó // pakka inn jólagjöfum með smákökur og tónlist

Hvaða fleiri hugmyndir væri sniðugt að hafa með? ♡

 

Myndir : Pinterest/svartahvitu

Fallegt ekki satt?

11.11. NETSPRENGJA HJÁ DIMM & 20% AFSLÁTTUR

BúðirSamstarf

Það styttist í netsprengjudaginn mikla 11.11. eða Singles day eins og margir þekkja hann. Þá setjast þau skipulögðu fyrir framan tölvuna með minnisblokk og byrja að versla fyrstu jólagjafirnar á meðan við hin kannski leyfum okkur eitthvað fallegt fyrir okkur sjálf og heimilið og fáum í leiðinni hugmyndir af jólagjöfum sem við verslum svo vikuna fyrir jólin …;)

Í samstarfi við Dimm sem tekur að sjálfsögðu þátt í afsláttarfjörinu með 20% afslætti af flestum vörumerkjum þá tók ég saman minn óskalista og eiga vörurnar allar það sameiginlegt að vera á afslætti í einn sólarhring, aðeins þann 11.11.

Mögulega leynast hér nokkrar góðar jólagjafahugmyndir,

Sitthvað fallegt fyrir fagurkera, sælkera og fyrir barnið ♡ smelltu á hlekkina til að fara yfir í vefverslun og sjá frekari upplýsingar.

// Rúmföt frá Midnatt home // Svartur vasi frá Dbkd // Plakat frá Poster & Frame // Marmarabakki frá Stoned Amsterdam // Snúin kerti frá Paia Copenhagen // Gerviblóm frá Abigail Ahern //

// Copenhagen sparkling tea til að skála ásamt súkkulaðismyrju mmm. // Sæt og bleik glerkanna frá Kodanska // Salatáhöld frá Be Home // Glerskál frá Kodanska // Made by Mama leðursvunta // Svo góður parmesan ostur frá Made by Mama og parmesanostahnífur //

// Liewood bakpoki // Sætar slaufur // Krúttlegt kanínu næturljós // Liewood búðarkassi // Glas með röri /Bakstursleikföng fyrir litla bakara //

 

// Vasi frá Cooee design // Plakat frá Poster & Frame  // Urð Jólailmkertið er dásamlegt // L:A Bruket handsápa, svo góður ilmur // Glervasi frá Kodanska //

Þess má geta að eftirfarandi vörumerki verða ekki á afslætti: Heymat, Watt&Veke, Jielde, Cappelen Dimyr, Vissevasse, MultibyMulti. 

SARA DÖGG INNANHÚSSHÖNNUÐUR SPJALLAR UM NÝJASTA VERKEFNIÐ // HÖNNUN NINE KIDS

BarnaherbergiÍslensk hönnunSamstarf

Innanhússhönnuðurinn Sara Dögg Guðjónsdóttir er þekkt fyrir einstakan stíl og nýlega tók hún að sér að hanna nýja verslun Nine Kids í Bæjarlind og er útkoman án efa ein af fallegri verslunum landsins. Stíllinn er einstaklega hlýlegur og það er notalegt að eiga stund þarna inni, fá sér kaffibolla og skoða fallegar barnavörur í ró og næði. Að ganga þarna inn í fyrsta sinn þá er VÁ fyrsta orðið sem kemur upp í hugann, á móti þér tekur glæsileg móttaka nánast eins og á hóteli. Ég heyrði aðeins í Söru Dögg og fékk að forvitnast um ferlið sem liggur á baki þess að hanna verslun og hvernig henni tókst að ná fram þessari notalegu umgjörð sem einkennir verslunina en fyrir þau ykkar sem ekki vita, þá var hér áður staðsettur skemmtistaðurinn Spot og því um heljarinnar breytingu að ræða.

Værir þú til í að deila með okkur smá hugmyndavinnu frá ferlinu eða „moodboard“?

„Við lögðum upp með það í byrjun að hanna heimilislega verslun, þ.e.a.s að notast við hlýja liti, dempaða lýsingu og bæta við textíl.“

Segðu okkur aðeins frá ferlinu við að hanna barnavöruverslun, og er þetta alveg gjörólíkt því þegar þú hannar heimili? Ferlið var ótrúlega skemmtilegt, það var í styttra lagi en þetta heppnaðist vel. Sigga, Helga og mennirnir þeirra eru greinilega vel að sér komin í verkstjórnun. Beinagrindin á rýminu var góð svo að við gátum nýtt okkur hana og byggt svo ofan á. Þarna vorum við að reyna að vinna með það sem var til staðar og það sem þær áttu í fyrra rými því að tíminn var naumur. Ég myndi segja að það sé á sama tíma líkt og ólíkt að hanna verslun og að hanna heimili. Við lögðum upp með það í byrjun að hanna heimilislega verslun, þ.e.a.s að notast við hlýja liti, dempaða lýsingu og bæta við textíl. En á sama tíma þurfum við að setja okkur í spor kúnnans og skoða hegðun hans. Þá þarf flæði, aðgengi og sýnileiki að vera upp á tíu. Þarna eru kerrur og sveiflandi bílstólar daglegt brauð. Það væri því leiðinlegt að vera reka sig í eða lenda í kerru umferð.

Hér má sjá tölvuteikningar Söru Daggar af versluninni. Ég elska að fá að fylgjast með því ferli sem liggur að baki þess að hanna heimili / verslanir og jafnvel ferlið á bakvið það að hanna vöru en það er oft mjög skemmtilegt og fræðandi að sjá meira en aðeins lokaútkomuna. Þessar teikningar veita mikinn innblástur, sjáið hvað þetta er allt saman fallegt og litavalið er alveg fullkomið.

„mín sýn var að skapa upplifun og nota þessa symmetrísku innkomu til að búa til eins konar hótel reception vibe“

Hverjar voru helstu óskir frá Nine Kids varðandi útlit verslunarinnar? Helstu óskir þeirra voru að halda í sama fílinginn og skapa þetta hlýja, notalega andrúmsloft sem þær byrjuðu með í Fellsmúlanum sem var svo einkennandi fyrir Nine Kids. Við héldum því í „mood-ið“ og unnum í kringum fallega litapallettu með skvettu af andstæðum eins og má finna í lógóinu þeirra. Við vildum búa til ákveðna upplifun fyrir kúnnann, við vildum að andrúmsloftið grípi þig aðeins og faðmi þig með hlýju sinni. Til að gefa henni þessa heimilislegu tilfinningu þá létum við sauma gólfsíðar gardínur úr mjúku hörlíki og notuðumst við lýsingu í nokkrum levelum ásamt því að skapa dýpt í búðinni með veggþiljum. Veggir og loft voru svo sprautuð með sama litnum sem gefur rýminu extra dýpt og býr til faðminn.

Grænn litur hefur einkennt innréttingar Nine Kids fyrir flutninga, hvernig er litapallettan á nýja staðnum? Nýji liturinn er aðeins reyktari en hann hefur verið. Við tókum græna litinn þeirra og dýpkuðum hann aðeins. Hann er þessi fullkomni hlýji brúngrái litur með grænum undirtón sem rífur í. Þær voru einmitt pínu hræddar að bregða út fyrir græna litinn og fannst þær vera hálfpartinn að svíkja þeirra einkenni. En eins og ég nefndi við þær, það var ekki endilega þessi græni litir sem einkenndi þær, það sem einkenndi þær var að þær fóru aðra leið og máluðu barnavöruverslun dökka og bjuggu því til þetta dempaða andrúmsloft. Kúnninn tengdi við það, hann tengdi við þessa upplifun og þessa tilfinningu þegar hann labbaði inn í Nine Kids, þarna var búið að búa til smá drama með dökkum lit, dökkum innréttingum og fallegri lýsingu.

Núna er nýja verslun Nine Kids staðsett þar sem áður var vinsæll bar, hverjar voru helstu áskoranirnar varðandi það? Við byrjuðum náttúrulega á því að rífa allt baksvæðið, það var mikið hólfað niður, stærðarinnar eldhús og klósettaðstaða fyrir heilan skemmtistað. Þetta svæði þurfti að vera einn geimur, einn stór lager. Salurinn frammi var líka að einhverju leiti hólfaður niður og barir upphækkaðir sem þýddi að gólfefnin voru svolítið köflótt. Við náðum samt að bæta í þessi sár án þess að þurfa leggja annað gólfefni. Að öðru leiti var grunnurinn nokkuð góður til að vinna með.

Hvernig er stíllinn sem einkennir nýju búðina? Ég myndi ekki endilega pinna þetta á einn stíl. Mín sýn var að skapa upplifun og nota þessa symmetrísku innkomu til að búa til eins konar hótel “reception vibe” með stóru afgreiðsluborði og fallegu bakdroppi. Súlurnar við innkomu eru burðarsúlur svo að ég hugsaði að taka eitthvað sem er hávært og plássfrekt í rýminu og gera það að einhverjum skartgripi í rýminu, sem að ég gerði með því að skipta upp veggþiljunum og bæta við skrautlýsingu. Hangandi ljósin við innkomu búa svo til þennan vá faktor og draga þetta allt saman. Þau voru eitt af því fyrsta sem þær nefndu við mig, þær vildu fá mörg ljós í mismunandi hæð sem minntu mann á ský, eitthvað draumkennt.

Hvað finnst þér vera mikilvægast við að skapa notalegt andrúmsloft í verslunum?Það er auðvelt að segja góð samsetning lita og efna – en það sem gerir þetta extra djúsí eru gardínur og lýsing í nokkrum levelum, eins þessi dýpt sem veggþiljur og vegglistar skapa.

Var eitthvað í ferlinu sem kom á óvart? Nei ekki beint, þetta gekk lygilega vel fyrir sig. Ég var alveg búin að búast við því að þær þyrfti að fresta opnun en svo varð ekki, dagurinn stóðst og allir skiluðu sínu.

Hvað er svo á döfinni hjá þér? Það er mjög margt skemmtilegt á teikniborðinu. Ég er að hanna veitingastað, bar og brugghús sem mun opna í vor – Einstaklega skemmtilegt og öðruvísi verkefni. Innanhússverkefnin er líka á sínum stað, eldhússhönnun, hjónasvítur og endurbætur á baðherbergi svo eitthvað sé nefnt. Ég er einnig að veita einstaka ráðgjafir þar sem ég mæti heim til fólks með hugmyndir, fróðleik og lausnir sem fanga augað. Ég er mjög fljót að fá tilfinningu fyrir rýminu og sjá bestu lausnirnar fyrir það. Það er mjög margt sem hægt er að fá út úr klukkustund, bara það að fá önnur augu getur hjálpað helling – maður verður óhjákvæmilega samdauna rýminu sínu. Þá er gott að fá einhvern utan aðkomandi sem þrífst í þessu til að aðstoða.

Takk kæra Sara Dögg fyrir spjallið, fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með henni á Instagram @sdgudjons

Hér að neðan má svo sjá myndir sem ég tók aðeins örfáum dögum fyrir opnun – en hér sést vel hversu stór verslunin er og fær hver hlutur sín vel notið, sérstakt horn fyrir kerrurnar og barnastóla í einum enda verslunarinnar og í hinum eru fötin og leikföngin.

Til hamingju team Nine Kids með glæsilega verslun og til hamingju Sara Dögg fyrir enn eitt frábærlega vel heppnað verkefni sem þú skilar af þér ♡

FAGURKERINN GUÐRÚN ANDREA SELUR HEIMILIÐ

Íslensk heimili
Fagurkerinn og vinkona mín hún Guðrún Andrea hefur sett heimili fjölskyldunnar á sölu og framundan eru svo sannarlega spennandi tímar hjá þeim á nýjum stað. Íbúðin sem um ræðir er staðsett á Línakri í Garðabæ og er ekkert nema gullfalleg og einstaklega notaleg.
“Það eru virkilega blendnar tilfinningar hjá okkur að fara úr þessari dásamlegustu íbúð sem Garðabær hefur upp á að bjóða! Við erum búin að eiga svo yndislega tíma hér enda er íbúðin staðsett á besta stað í Garðabæ og nálægt öllu og öllum! Stutt í allar áttir – bókstaflega.
Hér hafa verið ófá matarboð, afmæli og húllumhæ í Línakrinum góða og munum við svo sannarlega sakna þess að búa hér. Betri staðsetningu er erfitt að finna í Garðabæ, barnvænasta hverfi Garðabæjar og betri nágranna verður aldrei hægt að toppa – ég get sko lofað því!”
Jahá þar hafið þið það – opið hús verður þann 10. nóvember, á fimmtudaginn milli 17:00-17:30. Kíkjum í heimsókn 

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um íbúðina

Svo krossa ég fingur að fá að fylgjast með næsta ævintýri fjölskyldunnar, en allt sem hún Guðrún Andrea kemur nálægt verður fallegt.

HAUSTFÍLINGUR Á FALLEGU HEIMILI

Heimili

Á svona köldum dögum eins og í dag er freistandi að koma sér vel fyrir undir teppi í sófanum með kveikt á kerti og góða bók í hönd ahhh. Sem betur fer styttist í helgarfrí og það er akkúrat það sem ég ætla að gera, að slaka á. Skoðum fyrst saman þetta fallega heimili þar sem mildir litir fá að njóta sín og falleg haustskreyting í vasa setur punktinn yfir i-ið. Hér er sko notalegt.

Myndir Alvhem fasteignasala

Eigið góðan dag!

NINE KIDS OPNAR GLÆSILEGA & ENN STÆRRI VERSLUN Í DAG

Samstarf

Nine Kids er ein glæsilegasta barnavöruverslun landsins og frá deginum í dag er hún einnig ein sú stærsta þar sem ný og stærri verslun opnar með pomp og prakt í þeirra nýju heimkynnum, Bæjarlind 6. Það hefur verið gaman að fylgjast með versluninni stækka svo ört og ég get sko sagt ykkur það að nýja verslunin er alveg einstaklega falleg en ég hef aðeins verið að fylgjast með framkvæmdum síðustu daga. Þær Helga og Sigga eigendur Nine Kids eru sannkallaðir fagurkerar og sjá þær um að velja inn allar fallegu vörurnar í búðina sína en fengu þær með sér í lið hana Söru Dögg Guðjónsdóttur innanhússhönnuð til að hanna nýju verslunina. Ég kem til með að segja ykkur betur frá hönnuninni á næstu dögum ásamt því að fá Söru Dögg til að deila með okkur smá frá ferlinu.

Í tilefni opnunarinnar og í samstarfi við Nine Kids finnst mér gaman að segja ykkur frá glæsilegum tilboðum sem munu standa yfir dagana 1. – 5. nóvember en þar má nefna 40% afslátt af That’s Mine textílvörum (Leaves Stripe), 25% afslátt af öllum fatnaði, Little Dutch viðarleikföngum, Stuckies sokkum, Lansinoh brjóstagjafavörum og Scoot & Ride Blueberry+Peach hlaupahjólum og hjálmum. Ásamt 25% -40% afslætti af völdum Cybex bílstólum og 25% afslætti af Cybex Talor S Lux kerrum.  Hér má því aldeilis gera góð kaup!

Til hamingju með nýju og glæsilegu verslunina ykkar elsku Helga og Sigga!

Ég hvet ykkur til að kíkja við hjá þeim í Bæjarlind 6, sjón er sögu ríkari.

ÆÐISLEG ÞAKÍBÚÐ MEÐ SMART SKÁPALAUSNUM

Heimili

Byrjum þessa frábæru helgi á því að skoða þetta glæsilega heimili þar sem vandað innréttinga og efnisval ásamt smekklegri hönnun veita innblástur. Skáparnir í svefnherberginu koma ótrúlega vel út, í mildum ljósgrágrænum lit og umlykja rúmið alveg sem nokkurskonar höfðagafl en eru einnig fataskápar. Það er áberandi hversu vandað allt efnisval á heimilinu er sem skilar sér í mjög elegant heildar yfirbragði, í eldhúsinu má sjá sérsmíðaðar dökkar eldhúsinnréttingar sem ná upp í loft og falleg marmaraborðplata sem nær upp á vegg sem toppuð er með smart skrauthillu, einnig úr marmara, setur punktinn yfir i-ið.

Kíkjum í heimsókn,

Myndir via Historiska hem