INNLIT: TÍSKUHÖNNUÐURINN & SMEKKPÍAN FILIPPA K

HeimiliHönnun

Ef ég þyrfti að lýsa sjálfri mér í nokkrum orðum þá væri eitt af orðunum án efa googlenörd. Ég get svoleiðis gleymt mér tímunum saman á google að skoða efni langt aftur í tímann og enda oftast á að uppgötva splunkunýjar vefsíður, spennandi hönnuði eða annað sem vekur áhuga minn. Ég var þó bara í sakleysi mínu að skoða stell í vefverslun Kokku í gærkvöldi sem hannað er af sænska tískuhönnuðinum Filippu K að ég varð hreinlega að vita hvernig væri heima hjá þessari ágætu konu. Ég fer nú ekki að íhuga stell eftir einhverja lummu (djók).

Ég endaði á því að finna gamlar fasteignamyndir frá íbúðinni hennar í Stokkhólmi frá árinu 2013 en íbúðina seldi hún ásamt öllum innanstokksmunum áður en hún flutti til Parísar. Eitthvað sem ég sjálf myndi aldrei gera, að kaupa heilt innbú frá öðrum en getur líklega hentað öðrum vel. Það er margt mjög skemmtilegt við þetta heimili en það sem einkennir það helst er dökkt viðarloftið og svartmálaðir fallegir gluggakarmar. Ég held ég segi ekkert of mikið um þessa rauðu múrsteinabita í loftinu en vá hvað ég hefði málað þá í sama lit og veggurinn, ég veit varla hvað hún Filippa var að spá?

4940933-1024x767 4940943-1024x767 4940953-1024x767 4940959-1024x767 4940965-1024x767 4940967-1024x767 4940975-1024x767

Og ég verð að stelast til að bæta við myndum frá höfuðstöðvum Filippa K í Stokkhólmi alveg ofsalega fallegt rými og greinilega mikil smekkkona á ferð.

About_Us_Sub_04 Start_Main_01-alt

Hér að neðan er hinsvegar stellið sem er svo pretty, kaffimál, diskar og skálar með svart hvítri grafík. Ég er ekki með á hreinu hver selur flíkurnar hér heima -megið endilega láta mig vita- en Kokka er a.m.k. með stellið fína, -sjá hér. Ég hef átt bol frá Filippu K og sjaldan fundið jafn mikil gæði í einni flík, seldi hann þó í einhverju óðagoti og dauðsé eftir. Þessar netsölur geta alveg farið með mig ég hef selt svo margar gersemar sem ég hefði aldrei átt að láta:) En það er nú efni í aðra færslu!

201827-2 filippa-k_autum2011_01

Er dálítið skotin ♡

P.s. ég er líka komin á Snapchat : svartahvitu & Instagram : svana.svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

IKEA BÆKLINGURINN ER KOMINN!

Ikea

Vúhú, núna má sko opna rauðvínsflöskuna og koma sér vel fyrir í sófanum því uppáhaldsbæklingur okkar allra er að detta inn um bréfalúgurnar, það er IKEA 2017.

Þessi elskulegi bæklingur sem ég fletti í aftur og aftur í leit af innblæstri og hugmyndum fyrir heimilið hefur verið gefinn út í 66 ár og er gefinn út í 211 milljón eintökum í 48 löndum. Það sem ég er spenntust fyrir í ár er þessi nýbreytni að bæta við greinum og viðtölum við fólk og því verður þessi sófastund í kvöld ennþá huggulegri. Ég veit ekki um neinn annan vörubækling sem gerir mig jafn spennta, en það er eitthvað við elsku IKEA sem lætur okkur hrífast svona með.

Ég fékk minn í dag en þeir hjá póstinum verða fram á föstudag að dreifa honum um landið, þ.e. þeir sem afþakka ekki fjölpóst!

Screen Shot 2016-08-24 at 21.04.42

“Þema ársins er, líkt og í fyrra, tengt eldhúsinu, en snýst nú um að fá fólk til að anda djúpt, slaka á og njóta þess að elda og eiga góðar samverustundir í eldhúsinu án himinhárra væntinga. Við lendum flest í því að ofsjóða pastað, fá salat milli tannanna eða gefa börnunum okkar eitthvað í matinn sem við vitum að er ekki til fyrirmyndar. Það er allt í lagi. Yfirskrift vörulistans í ár er Hannað fyrir fólk, ekki neytendur, sem þýðir einfaldlega að vörurnar okkar eru hannaðar fyrir venjulegt fólk sem er eins fjölbreytt og það er margt.”

Ert þú komin/n með þinn bækling í hendur? Kveðja, þessi ofurspennta:)

P.s. ég er líka komin á Snapchat : svartahvitu & Instagram : svana.svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BACK UP…

Persónulegt

Ég lenti í því óhappi í gær að hella drykk yfir tölvuna mína og ég hélt um stund að ég væri búin að tapa öllum gögnunum mínum og það er ansi vond tilfinning get ég sagt ykkur. Eftir að hafa tölvuna í þurrkun síðan í gær tókst mér sem betur fer að kveikja aftur á þessari elsku svo núna er tími til að taka back up af öllum myndum og gögnum. En það sem ég ætla líka núna að koma í framkvæmd er að framkalla myndirnir mínar sem ég hef ekki gert í mörg ár og ætlaði upphaflega að vera búin að því fyrir eins árs afmæli sonarins (í fyrra). Þvílík synd að sitja á öllum þessum minningum og geyma þær annaðhvort í síma, tölvu eða á hörðum disk, skýi eða á dropbox. Og enginn fær að njóta þeirra?

Þið ykkar sem hafið verið að prenta út myndir, með hverju mæliði? Ég sá jafnvel fyrir mér að raða myndunum inní prentaðar ljósmyndabækur, ein fyrir hvert ár? Eru einhverjar síður betri en aðrar fyrir slíkt?

Screen Shot 2016-08-23 at 10.00.01

Þessi mynd er síðan í gær… á mánudögum er fínt að vinna uppí sófa:) P.s. ég hef verið dugleg að setja inná snapchat ef þið hafið áhuga á að kíkja við, ég sker mig þó mögulega úr fjöldanum þar sem ég hef hingað til ekki sett inn neinar sjálfsmyndir, er aðalega að sýna brot úr degi, huti sem ég versla og annað. Þið finnið mig undir svartahvitu.

Ef þú lumar á tipsi hvernig er best að varðveita myndirnar skildu þá endilega eftir línu. Er kannski gamla aðferðin best, að raða inní albúm og handskrifa svo:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

INNLIT: BJART & HRIKALEGA FALLEGT SÆNSKT HEIMILI

BarnaherbergiHeimili

Ég elska þegar ég dett inná innlit sem eru nánast fullkomin og þetta er klárlega í þeim hópi. Ofsalega björt íbúð og innbúið alveg einstaklega fallegt með fullkominni blöndu af gömlu og nýju, klassík og trendum, ég tek sérstaklega eftir ljósunum sem er ansi veglegt safn af t.d. Eos fjaðraljósið, AJ lampi, Koushi ljós og fleiri. Ég mun koma til með að skoða þetta heimili aftur og aftur í leit að innblæstri…

SFDA1DEDEA8A5564FEB940870B14629C8C2 SFD7765AA252E774875B39A128072496581 SFDE9AED94AAAAD41AFB40F104F47318CE2

Fallegur viðarbekkur við borðstofuborðið, eitthvað sem við sjáum ekki mikið af og hrikalega flottur myndaveggur á bakvið.

SFD1B122A7B2EE14ABBAC987D5A47A9096E SFD4B20A69923E643818B33C1F87B18932E

Kristalsljósakróna yfir borðkróknum – hversu smart!

SFD5AE5AF9D862D417CB3365167094754BFSFDA8AC50B9762C445A8F51683B2A371F5B

Það er ekki oft sem ég verð upptekin af tækjum og græjum, en ég gæti alveg hugsað mér svona græjusett í mitt eldhús.

SFD33BEDA3C1402450ABA2AD87D39ED8E82

Ikea Sinnerlig ljósið er að koma sterkt inn,

SFD60C2577571F040BB96FA2DFE56BA936F

Eos fjaðraljósið frá Vita er líka guðdómlegt, gæti vel hugsað mér að eiga eitt stykki.

SFD7765AA252E774875B39A128072496581SFD9288960B19A64C4289CFFD59987C0A46 SFDE6D4F35B4DE74E51836D858662CEE413SFD76BE3083D02F4F3A99AD7B01E8F9ADEBSFDD8173C2474864F82B2A4D31734B25678

Góðan dag vel raðaði fataskápur!

SFD9AE859E7323D4A79807C6833A16D9E0BSFDD53A95DB7E6B430985A456A0BE8E8165SFD1CF2D6BF9BB44E8E85A819A5446B04CE SFDD2B5D6CF0DDE423FB20906BECB8D7D10

Og svo er það unglingaherbergið… algjör draumur!

SFD14D28113CDD7427E9D150DC224C82E63

Mikið sem það kemur vel út að stilla rúminu upp í miðju herbergisins, verður dálítill prinsessu fílingur á þessu og ljósið svo toppar þetta!

SFDDB29405BE852423FA6F6A8C6122D2095

Hér sést vel hversu góð blanda af gömlu og nýju er á þessu heimili, snyrtiborðið, stóllinn og borðlampinn virka alveg einstaklega vel í þessu umhverfi í bland við ljósari liti og meira módern hönnun. Of mikið af hvorum stíl getur alveg steindrepið stemminguna að mínu mati;)

SFDDB9661D28B7C41ADA8F036BCD836170F

Og þá er það barnaherbergið sem ég er mjög skotin í…

SFD8AD8891990BA42C9A8F0257E630E268ESFD6C2C31CE5B084E41802A7EC668E9E094SFD8D1E2776D0A847898D5E30EBB99A4B80SFD795B536F1A154B92B584332D491815AB

Ein mynd af baðherberginu fær að læðast með -

SFDE68F0B4CAB1F4590B8DD06BD687F1805SFDA343DB8006D8406B8C281BF08D3ED465SFD956297ECA671428383935B843576D3EBMyndir via Alvhem fasteignasala

Jiminn einasti hversu geggjað heimili? Ég er alveg bálskotin og er ekki frá því að nokkrir hlutir hafi ratað á óskalistann minn, -í fyrsta lagi er ég enn staðfastari á því nú að “ég verði” að eignast Eos ljósið í svefnherbergið eða í barnaherbergið og má ég líka biðja um að eignast eitt stykki unglingsstelpu til að geta græjað svona drauma unglingaherbergi fyrir?:)

Frá einum uppí tíu hversu fínt er þetta heimili að ykkar mati? I loooove it

P.s. varstu búin að sjá að ég er mætt á Snapchat? Er að prófa þann fína miðil og þér er velkomið að kíkja í heimsókn á svartahvitu ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SVARTAHVITU Á SNAPCHAT ♡

Persónulegt

Þá kom loksins að því að ég ákvað að opna snapchattið mitt svartahvitu eftir að hafa reglulega fengið fyrirspurnir um það undanfarna mánuði. Ykkur er öllum velkomið að fylgjast með ef þið eruð á snapchat:)

Myndirnar hér að ofan eru frá Trendnet snappinu sem ég var með í gær en við erum að keyra það í gang loksins svo ég mæli líka með að adda trendnetis. Fullt af stuði framundan þar!

♡♡♡

14037812_10155107952793332_1060965454_o

Hér verður sittlítið af hvoru, heimili, verslanir, tips & trix, daglegt líf og svo mögulega birtast eitthvað vinirnir Bjartur og Betúel:) Sjáumst á Snapchat x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111