NÝTT Í FATASKÁPINN

PersónulegtUppáhalds

Þegar ég rakst á færsluna hjá Ernu Hrund í dag þar sem hún er að gefa kimono frá Andreu ákvað ég að sýna tvær flíkur sem hanga á fataslánni minni síðan um helgina -einmitt frá Andreu:) Hefði ég vitað af leiknum hefði ég mögulega seinkað skírninni og reynt að vinna flíkina haha, en mig vantaði einmitt flík til að klæðast í skírninni þegar ég fann þessar.

IMG_1527

Blái kimoinn var upphaflega flíkin sem ég vildi klæðast, en á skírnardaginn sjálfan fékk ég efasemdir því ég hafði ekki getað hætt að hugsa um pallíettujakka frá deginum áður. Ég rölti því niðureftir (ég bý u.þ.b. 30 skrefum frá versluninni) og fékk mér pallíettujakkann, -kom heim og mátaði fyrir mömmu og Andrés sem sannfærðu mig að blái væri samt málið. Hinn fær þá bara að njóta sín vel á jólunum:)

IMG_1529IMG_1532 IMG_1533

…svo ein mynd af okkur fjölskyldunni frá skírnardeginum. Það er algjör undantekning að heyra þetta barn gráta svo það er frekar óheppileg tilviljun að barnið sé grátandi á einu fjölskyldumyndinni. Hún fer allavega ekki á jólakortið í ár:)

Screen Shot 2014-10-19 at 10.37.49 PM

x svana

DRAUMUR Í DÓS

Hitt og þetta

2014.3

Eruð þið búin að smakka jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bulow… mig minnir reyndar að þetta sé sama bragð og í fyrra en örlítið öðruvísi gulllitur á kúlunum?

Nei ok, ég keypti mér tvær í fyrradag, eina fyrir mig og eina fyrir mág minn sem átti afmæli á dögunum og þær eru báðar búnar. ÚBBS.

Kveðja þessi í orlofinu;)

HAUST & VETUR HJÁ BLOOMINGVILLE

Fyrir heimiliðHönnun

Hafið þið séð haust/vetrarlínuna frá Bloomingville, ég rakst á bæklinginn á netvafri í kvöld og hann er mjög fallegur. Ég viðurkenni þó að ég á ekki einn hlut frá þeim en ég sá þónokkra í bækingnum sem ég gæti vel hugsað mér að eiga. Lituðu gærurnar eru sérstaklega skemmtilegar ásamt fullt af fallegum smáhlutum.

Bloomingville-catalog-2 Bloomingville-catalog-5 Bloomingville-catalog-6 Bloomingville-catalog-8 Bloomingville-catalog-11 Bloomingville-catalog-12 Bloomingville-catalog-13Screen Shot 2014-10-21 at 11.37.40 PMScreen Shot 2014-10-21 at 11.38.13 PM

Bæklinginn í heild sinni er hægt að skoða hér. 

Fyrsti snjódagurinn og þá er um að gera að kúra sig undir teppi og fletta (net)tímariti!

x Svana

…& ÞÁ SKAL FLOKKA

EldhúsPersónulegt

Þessi fíni “le sac en papier” pappírspoki sem ég bloggaði um daginn er komin á sinn stað -í eldhúsið mitt:) Ég tók mig til á sama degi og fór í gegnum nokkrar skúffur sem voru að fyllast af pappírsrusli, svo pokinn er nánast orðinn fullur.

IMG_1518 IMG_1516

Þetta er einn af hlutunum sem ég hef eignast sem Andrés hristir hausinn yfir, en ég mun sanna það að þetta er snilldareign:)

Núna verður sko flokkað!

Fyrir áhugasama þá er pokinn nýfarinn að fást í íslensku vefversluninni Reykjavík Butik!

♡ BJARTUR ELÍAS ♡

HugmyndirPersónulegt

Þessi gormur fékk nafn um helgina og heitir hann Bjartur Elías Andrésson:)

Screen Shot 2014-10-19 at 10.38.39 PM

Við vorum með veislu fyrir fjölskyldur okkar í gær og mikið sem við eigum góða að, Bjartur er nánast orðinn ríkari en foreldrarnir:) Núna taka því vonandi við rólegri dagar en undanfarin vika hefur verið og ég mun ná aftur sambandi við umheiminn, ég ætla mér t.d. að svara yfirfullu inboxi og sinna blogginu og vinkonum betur!:)

IMG_1483

Smá skraut úr veislunni…

IMAG5809-1

Ég fékk þessa hugmynd frá vinkonu minni, en þar sem að nafnaherferðin hjá Coke er yfirstaðin þá reddaði ég mér með Photoshop og prentaði miðana á venjulegan pappír sem var svo límdur á kókflöskur með Uhu lími, “Njóttu Coke með Bjarti.” Fannst þessar kókflöskur setja skemmtilegan svip á veisluborðið:)

Screen Shot 2014-10-19 at 10.35.51 PM

Dagurinn í dag fór svo í tiltekt og reynt að koma sem flestum gjöfunum fyrir. Þennan fína Trip Trap stól fékk Bjartur í skírnargjöf frá systur minni og fjölskyldunni hennar, hann mun koma sér mjög vel í framtíðinni.

Heyrumst á morgun, þá með fleiri myndir héðan heima!

Vonandi var helgin ykkar góð:)

-Svana