JÓLABLÓMIÐ: HÝASINTA

Fyrir heimiliðJóla

Eruð þið ekki öll orðin klár fyrir fyrsta sunnudag í aðventu sem er á morgun? Hér var jólakassinn dreginn fram í dag og ýmislegt týnt upp úr honum, ég fékk reyndar afar góða aðstoð frá syninum og kettinum mínum þar sem allt skraut endaði á gólfinu, -sjá hér. Aðventukertastjakinn er kominn á sinn stað og í dag keypti ég mér einnig hýasintur, jólablómið sjálft að margra mati. Það er dálítið gaman að því hvernig jólin leggjast misjafnt í fólk, sumir skreyta allt hátt og lágt á meðan að aðrir gætu látið hýasintur og nokkur kertaljós duga fyrir jólaandann. Ég uppgötvaði hýasintur ekki fyrr en í hittifyrra þegar ég vann í verslun um jólin og þetta blóm var í hverju horni og núna er það orðið ómissandi partur af jólunum og er bæði fallegt í borðskreytingu eða í litlum vasa uppi á hillu. Blómið fæst að sjálfsögðu í öllum blómaverslunum ásamt mörgum matarverslunum.

be82e1b257fe944c9cf5207d4c40a7009b903e3757a9732c7d913cedb82dd01d 328a04f4f74b8cbb5d48315263720002

Ert þú byrjuð/aður að skreyta?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HÉR EIGA TRENDIN HEIMA

Heimili

Alltaf verð ég jafn ánægð þegar ég rekst á svona fallegar íbúðir. Húsráðandinn virðist alveg vera með puttann á púlsinum þegar kemur að innanhússtrendnum en þau eru ófá í þessari litlu en smekklega innréttuðu íbúð. Þetta er akkúrat það sem ég þurfti á að halda svona í lok erfiðrar vinnuviku þar sem ég hef meira og minna verið veik, að fyllast innblæstri fyrir komandi helgi. Það eru nefnilega næg verkefni á dagskrá, bæði er framundan einn skemmtilegasti tími ársins en þá er jafnframt nóg að gera sem bloggari, allar jólagjafahugmyndirnar sem þarf að taka saman og það eru ófá jólainnlitin sem ég ætla að sýna ykkur. En fyrst af öllu þá er að jólaskreyta heimilið því gatan mín hefur fengið það hlutverk að vera jólagata í Hafnarfirðinum í samstarfi við Jólaþorpið sem opnar í kvöld kl.18:00 og þarf þá ekki að sýna smá lit og skella að minnsta kosti smá jólaljósum í glugga.

Byrjum á því að skoða þessu fallegu íbúð og svo meira um Hafnarfjörðinn minn neðst í færslunni…

dddd_zpsrinxvuuqcd_zpsea2pyrxicbv_zps1jydgz30 dc_zpsrtvmhy0w dd_zpsdvtgm4ih ddd_zps3mme2d4k dddddd_zps3vixq8a7 de_zpsfqbjbxuc ds_zpsputmv8tt fvf_zpsly3ectbq

Falleg íbúð ekki satt?

Ef ykkur vantar að fyllast smá jólaanda þá mæli ég með því að kíkja í Hafnarfjörðinn í kvöld þar sem jólaþorpið opnar kl.18:00 og kveikt verður á jólatrénu við hátíðlega athöfn við Thorsplan. Sumar verslanir eru með opið til 20:00, en meðal þeirra er teiknarinn hún Heiðdís Helgadóttir sem fagnar árs afmæli verslunarinnar sinnar og er með 10-50% afslátt af öllum teikningunum sínum. Það er því nóg um að vera, vonandi sjáumst við í firðinum fagra:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

UPPÁHALDS HLUTIRNIR MÍNIR

HeimiliPersónulegt

Ég fékk leyfi til að birta nokkrar myndir héðan heima sem teknar voru fyrir nýjasta tölublað Home Magazine, blaðið er reyndar orðið uppselt hjá útgefanda sem þýðir þó að örfá eintök gætu verið til hjá einhverjum söluaðilum en blaðið er þó hægt að skoða núna frítt á netinu, hér. Þátturinn sem ég var í heitir “uppáhalds hlutirnir” og því fékk ég að velja nokkra hluti sem ég held upp á til að láta mynda.

IMG_8126.

Ég á alltaf frekar erfitt með að velja mína uppáhalds hluti en hér á myndinni sjást þeir nokkrir. Þar má t.d. nefna fuglinn fljúgandi sem ég gerði sjálf, svo er annar “fugl” á stofuborðinu sem ég sútaði sjálf og gerði úr listmun. Ég held einnig upp á Y-stólinn og Pia Wallén teppið sem flakkar gjarnan á milli stofu og svefnherbergis. -Þjónar einmitt þeim tilgangi þessa dagana að vera sængin hans Andrésar míns. Ég gæti einnig nefnt Eros stólinn eftir Philippe Starck sem var mín fyrsta hönnunarmubla og startaði mögulega þessari stólasöfnun minni, en hann gáfu mamma og pabbi mér þegar ég bjó enn hjá þeim.IMG_8016

Sasa klukkuna hef ég margoft nefnt sem uppáhalds, hún er bæði eftir einn minn uppáhalds hönnuð hana Þórunni Árna og síðan fæst hún á gamla vinnustaðnum mínum dásamlega Spark Design Space þar sem allt er svo fagurt. Það var reyndar klippt á PH ljósið mitt á þessari mynd sem hafði verið ljós drauma minna þar til ég fékk mér það í haust.

IMG_8056.

Hella Jongerius-Ikea vasinn fær líka alltaf að vera með því ég á svo dásamlegar vinkonur sem lögðu mikið á sig til að koma þessum vasa til Íslands frá L.A. áður en Ikea tók hann til sölu hér heima, en ég hafði bloggað um það hvað ég væri skotin í þessum vasa.

IMG_8030

Reyndar er ekkert mikið í sérstöku uppáhaldi á þessari mynd, en ég gæti svosem nefnt það hvað ég er hræðilega veik fyrir hlébarðamynstri og það á alveg sæti á topp listanum mínum. Ég gæti dressað mig frá toppi til táar (ef ég hefði áhuga) í öllu hlébarðamynstri, þá meina ég skó, sokkabuxur, kjól, peysu, kimono, klút og veski….Hversu smart væri það nú haha?

IMG_8044..

Ljósaskiltið góða frá Petit og svo er ég mjög skotin í þráðlausa B&O hátalaranum mínum sem sést glitta þarna í, hann hefði reyndar átt skilið sérmynd enda afar mikið notuð græja á heimilinu:)

IMG_8123

Draslhillan í andyrinu okkar er hin eina sanna draslhilla -Uten Silo frá Vitra, ég get vel mælt með henni fyrir þá sem eru alltaf að týna lyklum og öðru mikilvægu!

IMG_8146

Barnaherbergið er alltaf uppáhalds, klárlega skemmtilegasta rými heimilisins og alltaf háleit markmið hvað eigi að gera næst við það rými.

IMG_8148

Ljósmyndarinn var Gróa Sigurðardóttir en henni er hægt að fylgjast með á facebook og á heimasíðu hennar.

Síðast en ekki síst, mitt allra mikilvægasta fyrir utan að sjálfsögðu þetta lífsnauðsynlega (fjölskylda, vinir o.sfr.), þá eru það brillurnar mínar fallegu sem ég hætti ekki að vera skotin í, þau eiga reyndar skilið sérfærslu líka. Þessi eru frá Saint Laurent og keypt í gleraugnaversluninni Ég C í Hamraborg, umgjörðin er úr gráglæru plasti og armarnir gylltir og ég hef sjaldan verið jafn sátt með brillurnar mínar. Svo er það tölvan góða þar sem öll mín vinna fer fram í, án hennar væri ég nokkuð handalaus:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HÖNNUN: HANDGERÐIR LEÐURFUGLAR

Hönnun

Ef það væri eitthvað sem ég gæti hugsað mér að safna þá væru það fuglar, í öllum stærðum og gerðum. Þá meina ég alla flóruna, uppstoppaða, postulíns, tréfugla og svo er þessi handgerði leðurfugl hér að neðan frekar heillandi líka. Hann er gerður úr ítölsku leðri og heitir PEO, algjört krútt finnst mér.

12235020_793489130760618_1535230136258065610_n

12250154_793489124093952_7081683525529136381_n

peo-lemur-leather-aprilandmay-2

Hann fæst hjá nágranna mínum í Litlu Hönnunarbúðinni á Strandgötunni í Hafnarfirði. Það er að sjálfsögðu skylda að taka reglulega rölt um miðbæ Hafnarfjarðar, og fyrir ykkur sem komið ekki oft hingað þá bættist jafnvel ný verslun við flóruna um daginn en hún heitir Útgerðin (líka í eyjum), ásamt því að glænýtt og hrikalega huggulegt kaffihús opnaði fyrir stuttu síðan á Norðurbakkanum (á móti Gamla Vínhúsinu). Ég hvet ykkur til að kíkja í bíltúr í fjörðinn fagra:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

ÞAÐ KOMA BRÁÐUM JÓL…

Fyrir heimiliðPersónulegt

12279651_10154340152263332_613754377_o 12281972_10154340151718332_1156900025_o

Flesta daga sé ég alfarið ein um allar skreytingar heimilisins og allar tillögur varðandi nýja hluti eða húsgögn eru samþykktar einróma af mér sjálfri. Þessvegna er stundum gaman þegar minn maður tekur örlítinn þátt, eins og það að dúlla sér að raða upp á nýtt ljósaskiltinu mínu fína sem var inni í barnaherbergi. Þetta er því nýja stofupuntið, en ljósaskiltið fékk ég fyrir nokkru síðan hjá henni Linneu okkar í Petit. Ég hef mjög gaman af svona hlutum sem hentar í nánast öll rými, það hefur t.d. hingað til flakkað á milli þess að vera í svefnherberginu, barnaherberginu og núna í stofunni. Mynd frá instagramminu mínu sem þið eruð velkomin að fylgja @svana_

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211