JÓLABÆKURNAR Í ÁR : ANDLIT & KÖKUGLEÐI EVU

Óskalistinn

Það eru tvær bækur sem sitja á óskalistanum mínum um þessar mundir og þær eru ekki interior tengdar þótt ótrúlegt sé. Tvær af flottustu konum sem ég hef kynnst gáfu nefnilega út á dögunum sitthvora bókina og það er þó ólíklegt að þær hafi getað farið framhjá ykkur svo mikið eru þær lofsamaðar. Þetta eru bækurnar Andlit sem er förðunarbók eftir Hörpu Káradóttur og Kökugleði Evu eftir Evu Laufeyju Kjaran.

Bækur eru klassísk jólagjöf og ég vona svo sannarlega að a.m.k. önnur þeirra rati undir mitt jólatré … eða þitt jólatré í ár.

15032792_1797880470501125_7758405301511297721_n

Andlit er glæsileg íslensk förðunarbók sem fjallar um allt sem viðkemur förðun og er uppfull af gagnlegum fróðleik og ráðleggingum. Í henni er að finna fjölda uppskrifta að förðun fyrir hin ýmsu tilefni sem eru líflega myndskreyttar og útskýrðar í skrefum. Bókin er ætluð öllum konum, jafnt byrjendum í förðun sem lengra komnum. Andlit er jafnframt vegleg ljósmyndabók en á þriðja tug kvenna á öllum aldri sitja fyrir á stórglæsilegum myndum eftir Snorra Björnsson.

Harpa Káradóttir hefur á undanförnum áratug öðlast víðfeðma reynslu af förðun og hefur starfað fyrir sjónvarp, við auglýsingagerð og tískuljósmyndun, svo fátt eitt sé nefnt. Harpa lauk förðunarprófi frá Make-Up Designory í Los Angeles og gegnir nú stöðu skólastjóra Mood Make-Up School.

utgh9789935483171Kökugleði Evu hefur að geyma uppskriftir að rúmlega 80 ljúffengum kökum af öllum stærðum og gerðum. Í þessari girnilegu bók má finna kökur fyrir öll tilefni, allt frá smábitakökum að brúðartertum. Öruggt er að veisluborðin munu hreinlega svigna hjá eigendum bókarinnar! Eva Laufey er annálaður sælkeri og mikil kökukerling, eins og hún orðar það sjálf. Uppskriftirnar í bókinni eru fjölbreyttar, afar aðgengilegar og það er á allra færi að töfra fram dýrðlegu kræsingarnar í henni. Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Karl Petersson. Bollakökur – Súkkulaðikökur – Osta- og skyrkökur – Uppáhaldskökurnar mínar – Tilefniskökur – A Piece of Pie – Súkkulaðibitakökur og gómsætir bitar. 

Hrikalega flottar og spennandi bækur, til hamingju stelpur með útgáfuna.

skrift2

STÍLISTI ÁRSINS 2016 : BOLIG MAGASINET

Heimili

Það er eitt tímarit sem ég skoða í hverjum mánuði og missi sjaldan af tölublaði en það er danska Bolig Magasinet, nýlega héldu þau kosningu um stílista ársins og sú sem sigraði keppnina var hin bleika Krea Pernille sem ég hef lengi fylgst með. Það eru fáir sem elska bleika litinn meira en Krea og ég tók fyrir einhverju síðan viðtal við dömuna fyrir Nude Magazine þar sem mér þótti hún eiga svo áhugavert heimili sem er alveg smekkfullt af hönnunarvörum sem hún er dugleg að sýna fylgjendum sínum. Ég finn viðtalið þó ekki í fljótu bragði en ég samgleðst henni Kreu að hafa hlotið þennan fína titil, stílisti ársins.

screen-shot-2016-12-03-at-01-58-19 screen-shot-2016-12-03-at-02-00-24screen-shot-2016-12-03-at-01-45-30 screen-shot-2016-12-03-at-01-45-15 screen-shot-2016-12-03-at-01-46-49 screen-shot-2016-12-03-at-01-47-04 screen-shot-2016-12-03-at-01-49-41 screen-shot-2016-12-03-at-01-50-36 screen-shot-2016-12-03-at-01-50-56 screen-shot-2016-12-03-at-01-59-42

Myndir: Krea Pernille

Áhugasamir geta fylgt Kreu Pernille á Instagram, sjá hér.

skrift2

DEKKAÐ JÓLABORÐ

Persónulegt

Þá er uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu loksins genginn í garð jibbý!

Ég kom heim úr yndislegri mæðgnaferð frá Boston fyrr í vikunni og vá hvað það var æðislegt að fá smjörþefinn af amerískum jólum þar sem öllu er tjaldað til, með jólatónlist í öllum verslunum, jólakransar á hverjum ljósastaur og rauður jólasveinn í hásæti sínu bauð mér að setjast í kjöltuna á sér í myndatöku (sem ég að sjálfsögðu þáði). Ég elska fallegar jólaskreytingar og þarna mátti sjá nóg af þeim enda hver einasta verslun með glæsilegar jólaútstillingar og ég upplifði mig dálítið eins og í jólabíómyndunum sem ég man eftir úr æsku þegar ég horfði á stærsta jólatré lífs míns tendrað við jólatónlist og almáttugur hvað kaninn fer “all in” og ég elska þá fyrir það.

Að öðru, ég hef síðustu daga verið að undirbúa OFUR jólagjafaleik hér á blogginu sem fær í senn að vera afmælisgjafaleikur í tilefni þess að Svart á hvítu fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu sem hlýtur að teljast ansi merkilegur áfangi og vá hvað ég er stolt.

Ég hef því fengið til liðs við mig nokkrar af flottustu hönnunarverslunum landsins til að búa til flottasta gjafaleik sem þið hafið séð. – Mæli því með að fylgjast vel með til að missa ekki af neinu.

Í dag hafði ég hinsvegar tekið að mér að skreyta jólaborð í verslun Epal í Skeifunni, mögulega örlítið út fyrir minn þægindarramma þar sem að verð að viðurkenna að ég held aldrei svona fín matarborð þar sem allt stell er týnt til – en gaman var það. Ég vildi gera þetta í mínum anda, ekkert of jólalegt og ofhlaðið heldur stílhreint og létt og að sjálfsögðu er bleiki liturinn aldrei langt undan þegar ég kem nálægt. Bleiku Issey Miyake diskamotturnar og glasamottur frá Iittala voru það fyrsta sem ég ákvað að leggja á borðið og allt hitt kom út frá þeim, Iittala Taika og Tema diskar urðu fyrir valinu ásamt Arne Jacobsen hnífapörum frá Georg Jensen. Glösin eru einnig frá Iittala, Essence hvítvínsglas, Ultima Thule fyrir vatn en svo bætti ég við þriðja glasinu sem er frá Hay. Borðskrautið er einnig látlaust að mínu mati, String kertastjaki frá Ferm Living, postulíns jólatré frá Postulínu, glerbakki frá Menu ásamt nokkrum munum sem sjást ekki á þessari mynd m.a. glæsilega silfur kannan frá Georg Jensen. Ég viðurkenni að þetta var töluvert skemmtilegra en ég þorði að vona og hver veit nema ég vippi upp einu góðu matarboði sem fyrst þar sem ég dekka upp borðið frá a-ö.

15292611_10155483254958332_68416785_o 15302402_10155483232448332_1445994501_o

En hvað segið þið annars með gjafaleikinn… spennt?

skrift2

GRÁTT Á GRÁTT

Fyrir heimiliðHugmyndir

Voru sunnudagar annars ekki skapaðir til að taka því rólega eða jafnvel… til að gera og græja heima hjá sér eða að minnsta kosti til að dagdreyma yfir heimilisplönum og draumum? Ég er reyndar í þessum skrifuðu orðum stödd í Boston en ég er svo mikill bloggnördi (já ég viðurkenni það) að ég tímastilli alltaf færslur þegar ég fer í burtu frá tölvunni minni í nokkra daga:) Færsla dagsins er um aðal trendið í dag sem er að mála hillur og veggi í sömu litum eða að velja sama lit á húsgögn, mottur og veggi. Hér spila að sjálfsögðu smáhlutirnir stórt hlutverk til að brjóta upp á heildarútlitið og gefa því smá líf. Bækur, plöntur, plaköt eða listaverk eru nauðsynlegir fylgihlutir en þegar vel er gert er útkoman algjört æði.

Eigið annars alveg frábæran sunnudag x

skrift2

DIY : TRYLLTUR HÖFÐAGAFL

DIYHugmyndirIkea

Hún Pella vinkona mín Hedeby er sú allra smartasta ef ég hef ekki sagt ykkur það milljón sinnum áður. Hún starfar sem stílisti meðal annars fyrir sænska risann Ikea og gerir þar hverja snilldina á eftir annarri. Nýjasta verkið er heimatilbúinn höfðagafl sem er einfaldlega úr málaðri MDF plötu en mesta snilldin er að á bakvið gaflinn eru festar nokkrar myndarammahillur úr Ikea sem er fullkomin lausn fyrir bækur til að grípa í fyrir svefninn. Trixið er þó að mála höfðagaflinn í sama lit og vegginn til að ná fram þessari fallegu dýpt eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_1 ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_2_2

Ljósmyndir: Ragnar Ómarsson via Ikea 

Myndirnar birtust á Ikea blogginu / Ikea Livet Hemma sjá hér. Alveg fullkomið heimaföndur ekki satt? Hvað segið þið var ekki einhver hér að leita sér að næsta DIY verkefni:) Skiljið endilega eftir athugasemd eða smellið á like hnappinn ef ykkur líkaði færslan.

skrift2