HÖNNUN: KARTELL METAL

HönnunKlassíkÓskalistinn

Það var fyrr á árinu eða á hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó sem Kartell kynnti fyrst til sögunnar Precious Kartell línuna. Nokkrar af best seldu vörum Kartell voru þá settar í lúxusbúning og voru málmhúðaðar með gull, silfri og koparlit. Vörurnar sem um ræðir eru t.d. Master chair, Componibili hirslan, Bourgie lampinn og fleiri þekktar vörur.

Árið 1943 varð Anna Castelli Ferrieri fyrsta konan til að útskrifast frá Milan Polytechnic Institute, hún var þekkt fyrir að nota plastefni í hönnun sína sem var mikil tæknibylting á þeim tíma. Nokkrum árum síðar stofnaði hún hönnunarfyrirtækið Kartell ásamt eiginmanni sínum, Giulio Castelli og varð fyrirtækið fljótt brautryðjandi í notkun plastefnis í nytjahluti og er heimsfrægt hönnunarfyrirtæki í dag.

d1c4b826331b98a4df9826d2a79ff7e0

Master chair hefur setið á óskalistanum mínum frá því að hann kom fyrst út árið 2010. Philippe Starck hannaði hann útfrá formum af þremur heimsfrægum stólum eða Sjöuna eftir Arne Jacobsen, Tulip armstólinn eftir Eero Saarinen og Eiffel (DSR) eftir Charles Eames. Gullhúðaður Master chair er líklega eitt það fallegasta sem ég hef séð.

MASTERS-DETT_1_300dpiMASTERS-GRUPPO-1_07OKMCCOMPONIBILI-METAL_02OKMC-1COMPONIBILE-GOLD_300dpi

Uppáhalds Kartell hluturinn minn eru svo Componibili hirslurnar en Anna Castelli Ferrieri hannaði þær árið 1969 og hafa þær því verið framleiddar í um 45 ár og eru þær t.d. partur af safni hönnunarvara MoMa safnins í New York.

BOURGIE_13OKMC

Bourgie lampann þarf vart að kynna en hann hefur notið gífulegra vinsældra enda stórskemmtileg hönnun, plastlampi í barrokkstíl! Hannaður árið 2003 af Ferruccio Laviani.

STONE_20OKMC8

Stone kollarnir eftir meistara Marcel Wanders koma hrikalega vel út í silfri, verða eins og demantar.

Er ég nokkuð hallærisleg að finnast þetta vera sjúklega flott! Ég er reyndar með mikinn veikleika fyrir öllu sem glitrar og er með smá glamúr:)

-Svana

HEIMA Í DAG

HeimiliPersónulegt

Koma jólin ekki pottþétt þó að ekki verði búið að skreyta mikið, baka nokkrar sortir, kaupa jóladress og komast í jólaklippingu, jú það held ég nú:) Þessa stundina er eina markmiðið mitt að ná að senda jólakortin sem þegar hafa verið prentuð, kaupa jólatré og pakka inn gjöfum sem ekki hafa allar verið keyptar. Heimilið er ekki komið í jólabúning þó að ég sé að reyna, Bjartur minn fékk hita í gær og við erum því frekar útbrunnin í dag og öll “dagskrá” verið sett til hliðar, ég tók því bara í staðinn nokkrar myndir hér heima á milli þess sem horft var á þætti:)

IMG_1736

Ég hengdi smá greni á seríuna til að gera hana smá hátíðlegri, hún er jú þarna allan ársins hring.

3

Æj ég stóðst ekki mátið þegar ég sá þessa krúttlegu ísbirni í blómabúð þegar ég stökk inn að kaupa hýasintur. Mér finnst þeir smá jólalegir:)IMG_1730

2 IMG_1728

Það er orðið dálítið síðan að þessi klukka þjónaði tilgangi sínum, fyrst var það kötturinn sem lét perlurnar ekki í friði og núna er það litli frændi minn hann Sveinn Rúnar sem er spenntur fyrir henni. Því fær hún að vera svona:) Litla jólatréð fékk ég í Litlu Garðbúðinni uppá Höfða.

1

 Svo ein í lokin af tímaritum mánaðarins sem ég mæli með, svo skemmir ekki fyrir að það fylgja merkispjöld frá bynord með Bolig.

BAUGAR & BEIN

Ég er mjög spennt fyrir litlu og fallegu lista og hönnunargallerý/verslun sem opnaði á dögunum á Strandgötunni í Hafnarfirði sem heitir Baugar og bein. Ég kíkti inn í flýti um daginn þegar ég var í göngutúr og smellti af nokkrum myndum á símann til að sýna ykkur, ég þarf þó að kíkja betur við á næstu dögum því ég er með augastað á einu verki þarna inni.
1

Falleg ljósmynd eftir Gígju Einarsdóttur. Þið ættuð sum að kannast við þennan fagra hest því ég veit ekki betur en að hann prýði jú rúmfötin frá bynord.

2

Hálsmen eftir Hildi Yeoman fást t.d. þarna.

3

Svo hef ég lengi verið hrifin af verkunum hennar Hörpu Einars listakonu, en hún er einmitt ein af þremur sem stendur á bakvið verslunina.

Ég tók þessar myndir hér að ofan af facebook síðu Baugar og bein, ótrúlega falleg print eftir Hörpu Einars.

4 5

Fatahönnun, listaverk, ljósmyndir og aðrir fjársjóðir. Svo er auðvitað svo margt annað frábært að sjá í Hafnarfirði, t.d. var Heiðdís Helgadóttir teiknari að opna vinnustofu fyrir stuttu síðan ská á móti Baugar og bein og hin yndislega Andrea með fataverslunina sína nokkrum skrefum frá. Ef þetta er ekki næg ástæða til þess að skella sér í bæjarferð “alla leiðina” inní Hafnarfjörð;)

-Svana

GYLLTUR HÁTÍÐARSPEGILL

Fyrir heimiliðÍslensk hönnun

Ég hef haft augastað á fallegum speglum frá íslenska hönnunarmerkinu Further North allt frá því að ég sá þá fyrst á Hönnunarmars fyrr á árinu, nema hvað að það var að koma út æðisleg hátíðarútgáfa af speglunum sem er minni en hinir eða um 35 cm í þvermál og er hann gylltur og trylltur. 

10849802_10152895721918011_2505294890051756677_n

Gullfallegur þessi ♡

10841583_10152896249283011_1059730620_n

Speglarnir voru áður til í silfur og koparlit og koma í tveimur stærðum eða 50 og 70 cm í þvermál.

10750138_770769126304545_355950421680231470_o10850025_770948672953257_2984422112345862441_n 10404506_770948609619930_7570902570609380235_n

Svo eru það auðvitað gærupúðarnir sem ég fæ heldur ekki nóg af, íslensk framleiðsla og sérlitaðir fyrir Further North.

Þetta mætti bæði rata undir jólatréð mitt:)

Myndirnar tók hin hæfileikaríka Íris Ann Sigurðardóttir og fyrir áhugasama þá fást Further North vörurnar í Insulu sem er lítill gimsteinn á Skólavörðustíg:)

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér