fbpx

HUGMYNDIR // FALLEG JÓLAINNPÖKKUN & JÓLASKREYTINGAR

Jól

Í dag er tilvalið að deila með ykkur fallegum jólainnblæstri, jólainnpökkun og látlausum jólaskreytingum til að gefa góðar hugmyndir inn í þennan þriðja sunnudag aðventunnar. Myndirnar eru allar fengnar úr jóla albúminu mínu á Pinterest – sjá nánar hér ♡

 

Njótið dagsins!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANN

HugmyndirJólSamstarf

Jólagjafahugmyndir Svart á hvítu eru alltaf gífurlega vel lesnar – hér hef ég tekið saman brot af því besta úr nokkrum af fallegustu verslunum landsins og á breiðu verðbili. Jólagjafahugmyndir fyrir hann er eitthvað sem ég elska að taka saman og ég held að mér hafi tekist nokkuð vel til í þetta sinn, og margt á þessum listum á sæti á mínum óskalista. Þrátt fyrir að nafnið gefi til kynna að hér séu einungis herragjafir, þá henta þær allar að sjálfsögðu fyrir konur.

Nokkrir dýrir hlutir prýða þá lista sem ég tek saman, það má vissulega leyfa sér að dreyma. En einnig er gott að hafa það reglulega í huga að kaupa færri en vandaðri hluti sem endast lengur. Einnig má sameina gjöf fyrir pör og kaupa saman eina vandaðri gjöf fyrir heimilið. Það hentar líklega ekki öllum, en er þess virði að prófa.

Fyrir hann – fyrir listaverkaunnandann eða fyrir sælkerann, ég vona svo innilega að þessar hugmyndir komi ykkur að góðu gagni.

// 1. Gamaldags glas, 1.980 kr. Kokka. // 2. Beoplay heyrnatól H6, 43.000 kr. Ormsson. // 3. Veggstjaki mini, 17.900 kr. Haf Store. // 4. Blár emaléraður járnpottur, 34.900 kr. Kokka. // 5. Dásamleg rúmföt frá Semibasic, 12.500 kr. Snúran. // 6. Kortaveski f. 6 kort. 6.490 kr. Dimm. // 7. Glæsilegt áritað Erró verk í takmörkuðu upplagi, vönduð inkjet prentun. 105.500 kr. Listasafn Reykjavíkur. // 8. Pheonix kristalkertastjaki, 30.900 kr. Snúran. // 9. Stelton hitakanna, 9.500 kr. Kokka og Epal. // 10. Iittala bjórkanna, 2.450 kr. Casa. // 11. Vasapeli, 4.200 kr. Snúran. // 12. Skurðabretti, 7.990 kr. Dimm. // 13. Skóhorn sem svíkur engann, Normann Copenhagen, 5.900 kr. Epal. // 14. Aalto vasi í Seablue lit, 18.900 kr. Flestir söluaðilar iittala. // 15. Æðislegur rakspíri, Abercrombie & Fitch. Snyrtivöruverslanir og Hagkaup. // 16. Backgammon spil, 6.450 kr. Epal. // 17. Stormur ilmkerti, Urð, 5.990 kr. Fæst m.a. í Kokku, Dimm, Epal og Snúrunni. // 18. Blacklock járngrillpanna, 29.900 kr. Kokka. // 19. Aarke sódavatnstæki, 32.990 kr. Haf store og Aarke. //

 

// 1. Mirro vegglampi, Wever & Ducre, 30.000 kr. Lumex. // 2. Iittala Teema kaffibollar 380 ml. iittala verslunin Kringlunni. // 3. 2020 dagatal Genki Studios, verð frá 5.500 kr. Epal, Akkúrat, Geysir Heima og Hönnunarsafnið Gbæ. // 4. Sængurver Midnatt 9.990 kr. Koddaver 2stk 4.290 kr. Dimm. // 5. Beoplay E8, 43.900 kr. Ormsson. // 6. TID no. 1 úr, verð frá 26.500 kr. HAF store. // 7. Leður tölvutaska, 13.990 kr. Dimm. // 8. Bitz salt og piparstaukur, 7.690 kr. stk. Bast og Snúran. // 9. Glæsilegt áritað Erró verk í takmörkuðu upplagi, vönduð inkjet prentun. 105.500 kr. Listasafn Reykjavíkur. // 10. Bók, Ásmundur Sveinsson, 12.900 kr. Safnbúðir Listasafns Reykjavíkur. // 11. Grilláhöld, 3.790 kr. Kokka. // 12. Kjötsteikarmælir, 5.400 kr. Snúran. // 13. Eggið – klassísk hönnun, Epal. // 14. Iittala Ultima Thule skál, verð um 14.000 kr. t.d. Epal og Snúran. // 15. Lífræn svunta, 5.500 kr. Kokka. // 16. Wine breather, Menu, 9.850 kr. Epal. //

// 1. Design by us, Blue sky, 39.900 kr. Snúran. // 2. Lie Gourmet gjafaaskja, 5.990 kr. Dimm og Snúran. // 3. ByOn vasi, 11.990 kr. Snúran. // 4. Bók, Crafted Meat, 6.900 kr. HAF store. // 5. PH 3/2 Borðlampi, Epal. // 6. Náttsloppur, 9.990 kr. Dimm. // 7. Marmarabakki, 17.900 kr. Kokka. // 8. Bitz platti, 3.490 kr. Snúran og Bast. // 9. Vetur ilmkerti, 5.900 kr. HAF store. // 10. Karafla iittala, verð um 14.790 kr. Sölustaðir iittala. // 11. Stelton kokteilsett, 10.900 kr. Kokka. // 12. Ilmstrá Urð, 5.490 kr. Sölustaðir t.d. Dimm, Epal, Kokka og Snúran. // 13. Blátt sófateppi, Hay, 10.500 kr. Epal. // 14. Kjötbretti, 19.900 kr. Kokka. // 15. Gjafaaskja L:A Bruket, 6.990 kr. Dimm. // 16. Sjöstrand mjólkuflóari (fer vel með kaffikönnunni). 12.990 kr. Sjöstrand. // 17. Erró listaverkabók, 9.900 kr. Safnbúð Listasafns Reykjavíkur.

_______________

Eigið góða helgi ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

DANSKT & SMEKKLEGT JÓLASKREYTT HEIMILI

HeimiliJól

Þau gerast varla betri heimilin en þetta hér, persónulegur stíll, falleg hönnun og jólaskreytingar! Hér býr Louise ásamt fjölskyldu sinni en hún bloggar undir nafninu Mortilmernee og deilir þar myndum frá dásamlega fallegu heimili sínu, ég hef einmitt skrifað um þetta heimili áður sem sjá má – hér – ef þið viljið einnig kíkja á það án jólaskreytinga.

Njótið ♡

Myndir : My Scandinavian home.

Sjá alla þessa liti, algjört æði og jólatréð á veggnum er sérstaklega skemmtilegt. Ég elska að skoða svona lifandi heimili, þau veita mér yfirleitt mestan innblástur.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

SNILLDAR HEILRÆÐISKUBBADAGATAL 2020 FRÁ SANÖ REYKJAVÍK

Íslensk hönnunSamstarf

Kubbadagatölin frá SANÖ Reykjavík hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda skemmtileg tækifærisgjöf og góð leið til að byrja hvern dag á jákvæðum nótum.

2020 kubbadagatalið er hannað í samstarfi við Ihanna home sem hannaði bakgrunninn sem fylgir dagatalinu og er bakhliðin í svörtu. Dagatalið er núna hugsað á þann hátt að þú getur byrjað á því hvenær sem er ársins og því er hver dagur merktur sem “dagur 1”, “dagur 2” o.s.fr. í stað þess að vera merktur mánaðardegi. SANÖ dagatalið inniheldur 365 heilræði, eitt heilræði fyrir hvern dag, og inniheldur dagatalið yfir 150 ný heilræði sem hafa ekki verið áður.

Tilvalið í jólapakkann? Heilræðis kubbadagatölin fást í vefverslun Krabbameinsfélagsins ásamt verslunum Epal.

Ég hef rifið af mínu – næstum daglega – síðan kubbadagatölin komu fyrst á markað, og get svo sannarlega mælt með. Skemmtileg hefð að byrja daginn á! Dagatölin kosta um 3.900 kr.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANA & FYRIR VINKONUNA

JólÓskalistinn

Þá er loksins komin að árlegu jólagjafahugmyndunum Svart á hvítu sem njóta alltaf mikilla vinsælda. Ekki seinna vænna – með aðeins 14 daga til jóla og spurningin sem er ofarlega í huga okkar margra er “hvað á ég að gefa í jólagjöf”. Ég vonast til þess að þessar hugmyndir komi ykkur að góðum notum og komi ykkur á rétta sporið en á næstu dögum mun ég einnig sýna ykkur jólagjafahugmyndir “fyrir hann”, “fyrir barnið” og “fyrir heimilið” svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Að sjálfsögðu er þetta ekkert bundið við konur þó titillinn beri það heiti ♡ Njótið vel – ég naut þess svo sannarlega að setja saman þessa lista og veit núna akkúrat hvað mig langar í. Smellið svo endilega á vörurnar í textanum og þá lendið þið í viðkomandi verslun – viljið þið njóta þess að versla heima í stofu.

// 1. Flauelspúði, 12.990 kr. Dimm. // 2. Iittala Toikka glerfuglar eru klassísk eign, fást í iittala búðinni í Kringlunni. // 3. Eclipse lampi, 16.9o0 kr. Haf store. // 4. Grace eyrnalokkar, 22.000 kr. Hlín Reykdal. // 5. Paper Collective plakat 50×70, 11.800 kr. Epal. // 6. Reflection kristalskertastjaki, 19.900 kr. Snúran. // 7. Bang & Olufsen bluetooth drauma hátalari, 38.000 kr. Ormsson. // 8. Mýkjandi saltskrúbbur frá Angan, verð frá 1.950 – 5.400 kr. Fæst m.a. í Epal, Haf store, Angan og Hrím. // 9. Raawii skál, 7.200 kr. Epal. // 10. Ullartrefill ýmsir litir, 10.900 kr. Andrea. // 11. Leðursnyrtiveski, 15.900 kr. Andrea. // 12. Uppáhalds jólakertið, 5.990 kr. Fæst m.a. í Dimm, Epal, Snúrunni og Kokku. // 13. Hringur, 9.500 kr. Hlín Reykdal. // 14. Panthella mini lampi, 53.900 kr. Epal. // 15. Rúmföt, 6.990 kr. Dimm. // 16. Leðurstígvél Senso, 29.990 kr. Apríl Skór. // 17. Ultima Thule skál 37cm, 14.990 kr. Fæst m.a. í Snúrunni, Epal og öllum sölustöðum iittala. // 18. Tertudiskur, 7.990 kr. Dimm. // Kertaglas / vasi frá Ro, 15.900 kr. Kokka.

// 1. Bliss vasi, Anna Thorunn, 10.900 kr. Epal. // 2. Gullhúðaðir eyrnalokkar, 8.900 kr. Hlín Reykdal. // 3.  Tom Dixon Stone table lamp, 39.000 kr. Lumex. // 4. Senso opnir leðurskór, 14.995 kr. (tilboðsverð). Apríl skór. // 5. Jóla kristalskertastjaki Reflections, 36.900 kr. Snúran. // 6. Bitz diskur í stellið, margir litir –  verð frá 1.950 kr. Snúran og Bast. // 7.  Marmardiskur, 12.900 kr. Kokka. // 8. Morra silkislæða, 10.900 kr. Kjarvalsstaðir og Epal. // 9. Bleik karafla, 5.950 kr. Kokka. // 10. Bækur fyrir heimilið, Haf store, sjá betur úrval hér. // 11. New wave ljós, 74.900 kr. Snúran. // 12. Nappula kertastjaki, iittala, 19.900 kr. Sölustaðir iittala. // 13. Gyllt hnífapör 16 stk, 10.990 kr. Dimm. // 14. Bleikt teppi Loops, Ihanna home, 17.900 kr. Epal. // 15. Fólk Reykjavík kertastjaki / vasi. 9.900 kr. Kokka og Epal. // 16. Y stóll, eik, 104.900 kr. Epal.

 

// JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR VINKONUNA

// 1. Essence kampavínsglös 4stk, 7.990 kr. (Huggulegt að láta flösku fylgja með). Fæst m.a. í Snúrunni, Epal og öllum sölustöðum iittala. // 2. Urð ilmstrá, 5.490 kr. Fæst m.a. hjá Dimm, Snúrunni og Epal. // 3. Hárbókin eftir Theodóru Mjöll, fæst í flestum bókaverslunum. Verð um 5.000 kr. // 4. Hlébarðanáttsloppur, 4.990 kr. Vila. // 5. Blómaveggspjald A3, 5.990 kr. Dimm. // 6. Winter Stories frá Finnsdóttir, 8.990 kr. Snúran. // 7. Jólanaglalakk Essie, verð um 1.900 kr. Flestar snyrtivöruverslanir. // 8. Kærleikskúlan 2019, 4.900 kr. t.d. Epal og Kjarvalsstaðir, Sjá alla sölustaði hér. // 9. Pyropet einhyrningur, Safnbúð Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir. 5.650 kr. // 10. Jólaglerkúlur iittala, Epal og iittala verslunin Kringlunni. // 11. Hárspöng, 4.500 kr. Andrea. // 12. Marmaravínkælir (huggulegt að gefa flösku með), 16.900 kr. Kokka. // 13. Leðurmittisveski, 21.900 kr. Andrea. // 14. Black lava andlitsmaski, 5.900 kr. Epal og Haf store m.a. // 15. Bleikir marmara viskísteinar, 3.290 kr. Kokka. // 16. Rakel Tómas dagbók, 4.990 kr.

_______________

Á næstu dögum kem ég svo til með að birta fleiri jólagjafahugmyndir – að ógleymdum jólagjafaleik ársins. Smellið endilega á hjartað eða like hnappinn ef þið eruð til í fleiri svona færslur ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

GULLFALLEGT 2020 DAGATAL EFTIR HANDHAFA HÖNNUNARVERÐLAUNA ÍSLANDS

Íslensk hönnunÓskalistinn

Má bjóða ykkur að sjá splunkunýja – gullfallega – íslenska hönnunarsnilld! Ég er bálskotin og er þegar búin að leggja inn pöntun fyrir einu stykki.

Genki Studios er nýstofnað hönnunarstúdíó sem heyrir undir Genki Instruments, handhafa Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Fyrsta vara Genki Studios er fallegt hönnunardagatal fyrir árið 2020 hannað af þeim Þorleifi Gunnari Gíslasyni og Jóni Helga Hólmgeirssyni.

Endurtekning hins daglega amsturs varpar skugga á þá staðreynd að flest okkar skynjum við tíma sem línulegan — óstöðvandi taktfast slag. 2020 Artisan Calendar dagatalið sýnir þér lífið dag frá degi, mánuð til mánaðar, eina línu í einu.

Dagatalið kemur í tveim gerðum. Gyllt prentun á hvítan 170 gr. Munken pappír og Gyllt prentun á svartan 160 gr. Colorit pappír. Stærð prentsins er 50 x 70 cm og passar því í algenga stærð ramma. 

Dagatölin eru afhent upprúlluð í áprentaðri gjafaöskju. Hægt er að kaupa 2020 Artisan Calendar dagatalið á byGenki.com og kostar það 5900 krónur. Einnig er hægt að kaupa dagatalið í verslunum Akkúrat Aðalstræti og Laugavegi, Heima Market Laugavegi, Hönnunarsafnið Garðabæ og í Epal Skeifunni + netverslun. 

Eruð þið að sjá þessa fegurð, ég get ekki beðið eftir að setja mitt uppá vegg!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

PANTONE LITUR ÁRSINS 2020 // CLASSIC BLUE

Fyrir heimilið

Á hverju ári í byrjun desember gefur alþjóðlega litakerfið Pantone út hver litur ársins er og fyrir árið 2020 varð fyrir valinu Classic Blue eða Pantone litur no. 19-4052.

Árið 2019 var það bjartur Living Coral fyrir valinu, árið 2018 var fallegur fjólublár Ultra Violet sem vissulega náði aldrei mikilli hæð, árið 2017 var plöntugrænn Greenery og allt trylltist, árið 2016 var ljós bleikur Rose Quartz og núna er klassískur blár sem tekur við keflinu. Blár hefur þó vissulega spilað stórt hlutverk undanfarin nokkur ár í heimilistískunni, svo maður spyr sig… Er Pantone ekki ennþá með puttann á púlsinum þegar kemur að litaspádómum, eða er bláa heimilistrendið rétt að byrja?

Pantone litaspákortin ná þó lengra en aðeins inn á heimilin, við eigum eftir að sjá litinn ná inná tískupallana, í förðunarvörur, í bílaframleiðslu og svo má lengi áfram telja.

Liturinn er fallegur fyrir árið 2020 – því er ekki að neita! Hér að ofan tók ég saman falleg blá heimili sem veita innblástur, Classic Blue liturinn er dálítið bjartur og ekki alveg sá blái tónn sem hefur verið mest áberandi, þessir sem eru með smá gráum í.

Hvað finnst ykkur? Er Classic Blue málið?

// Sjáumst á Instagram @svana.svartahvitu

VINNUR ÞÚ GLÆSILEGAN VIRVA LAMPA FRÁ IITTALA?

HönnuniittalaSamstarf

Í samstarfi við iittala og Snúruna ætlum við að gefa einum heppnum fylgjanda gullfallegan Virva lampa að andvirði 60.000 kr. Virva lampinn er úr munnblásnu gleri og hannaður af Matti Klenell. Lampinn er stórkostlegur hvort sem það er slökkt á honum eða kveikt, mynstrað glerið endurkastar og dreifir birtunni mjúklega og hann er fullkominn viðbót á heimilið.

Leikurinn fer fram á instagram síðunni minni @svana.svartahvitu svo ég hvet ykkur að kíkja þangað yfir og taka þátt.

 

Fallegi Virva lampinn – algjör draumur!

// Sjáumst á Instagram @svana.svartahvitu

MÆLI MEÐ // JÓLADAGATAL LUMEX

HönnunSamstarf

Fyrir okkur sem fengum ekki súkkulaðidagatal fyrir desembermánuð þá er hönnunardagatal Lumex eitthvað sem heillar. Á hverjum degi fram að jólum birta þau nýja hönnun sem verður á afslætti þann dag í Lumex – í dag er mitt uppáhalds ljós, IC frá Flos á afslætti svo mér þótti tilvalið að benda áhugasömum á. Til að sjá tilboðin er best að fylgja @lumexlight á Instagram.

Hér að ofan má sjá þær vörur sem eru búnar að birtast í dagatalinu á 15-50% afslætti. Ég er með IC ljósin á ganginum heima og í forstofunni – s.s. loftljós ekki hangandi sem er þó draumur í dós. Ég sá einnig hjá þeim að í lok desember verður dregið úr nöfnum þeirra sem versla Arco lampann fræga og fær sá aðili hann endurgreiddann. Jólagjafatips?

Meðmæli dagsins frá mér!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

BÓKIN Á ÓSKALISTANUM // BÚSTAÐIR

BækurÍslensk heimili

Bókin á óskalistanum mínum er Bústaðir eftir smekkhjónin þau Höllu Báru Gestsdóttur innanhússhönnuð og Gunnar Sverrisson ljósmyndara og er bókin væntanleg í verslanir í lok vikunnar.

Í bókinn má finna yfir 200 myndir af 17 bústöðum allt í kringum Ísland og mun hún án efa veita mikinn innblástur. Á föstudaginn nk. verða þau Halla Bára og Gunnar stödd í Jólagleði í Haf Store frá kl. 17-20 og kynna bókina – ég mæli svo sannarlega með heimsókn og mögulega að blikka þau til að árita bókina ♡

Tilvalið í jólapakkann fyrir þau sem kunna vel að meta fallega heimili – og bústaði!

Myndir : Gunnar Sverrisson

Bókin kemur til með að fást hjá Epal, Eymundsson og Haf store ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu