IKEA RASKOG Á MARGA VEGU

Fyrir heimiliðIkeaÓskalistinn

Það er eitthvað við margnota húsgögn sem heillar mig, og ég hef lengi verið með Raskog hjólaborðið frá Ikea í huganum, eða alveg frá því að það kom fyrst í verslunina. Ég hefði reyndar átt að vera fyrir löngu búin að skella mér á eitt stykki, en hef ekki náð að finna út hvað ég myndi nkl. nota það í? Mögulega á baðherbergið? Eða eldhúsið? Eða vinnustofuna?

a0218046_1571910

Hentugt við vinnuborðið…

ed220b306b63834cd3eb2f3a8f352230

eða á baðherbergið…

91964fc5c12a0e11be1b6d67f562d3f4

 eða í eldhúsið…

5fdf3b7d5bb26c8f7a1e2429c4d9d995

á ganginn…

Ejvor day 14-mia linnman

sem bar…

3528aaf99f7e6fde1c6a298b35c606f3

eða þessvegna í barnaherbergið?

Er ekki ágætis réttlæting fyrir kaupum þegar að eitt húsgagn er hægt að nota á 6 vegu? Já, 6!!

Já eða nei?;)

DOPPUÆÐI?

BarnaherbergiFyrir heimiliðHugmyndir

Ég hef margoft birt myndir af doppóttum herbergjum, enda ótrúlega skemmtileg, ódýr og flott lausn til að flikka upp á herbergi. Núna í dag sé ég þó varla mynd af íslenskum barnaherbergjum á netinu án þess að doppur komi við sögu, svo það mætti segja að það sé svo sannarlega doppuæði að ganga yfir landann:)

Hér eru nokkrar myndir til viðbótar til að veita enn meiri innblástur fyrir þau ykkar sem eruð ekki ennþá búin að meðtaka doppuæðið;)

1f6dcb7537418445072266bca28181de8541d2d112a14003f5af8ba14c83d437 fa3a7ccdb89ce355727c11a490482c0fd3be8243eb8804a2a88495ed11798ce3

00adc64fe0d8354487d69234e1108720polka dots all over

Svo er þessi hér að ofan fyrir þá sem vilja fara “all in”.

6d7f93387fd0041e901a91de33784248

spotted-bedding

3f39cf75a177991e8c8644ac68d547a7

Og ef þú fílar ekki að skella doppum á vegginn, þá er um að gera að hafa t.d. rúmfötin eða púða doppótta!

P.s. Ég rakst nýlega á sniðugt íslenskt límmiðafyrirtæki sem heitir FORM límmiðar, -áhugasamir geta nælt sér í svona fína doppulímmiða þar:)

DRAUMUR Í DÓS: SEBRA KILI RÚMIÐ

BarnaherbergiÓskalistinn

Ég var aðeins að sniglast í Epal í dag og það kom mér á óvart hversu margar óléttar stelpur ég rakst á, -margar hverjar sem voru komnar til að forvitnast um Kili rúmið frá Sebra. Þetta er jú eitt fallegasta barnarúmið sem ég veit um og ég er svo sannarlega ekki ein um að dreyma um að eignast slíkt:)

Fyrir þau sem ekki vita þá hét rúmið upphaflega Junoseng og var teiknað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt árið 1942-1943. Rúmið seldist gífurlega vel til að byrja með en það var sérstakt fyrir það leyti að rúmið “vex með barninu”, byggingarefni var þó af skornum skammti í Danmörku á þessum tíma og erfitt var að anna eftirspurn (sem var mjög mikil) og hætti rúmið í framleiðslu uppúr árinu 1955 stuttu eftir andlát hönnuðarins.
7788797_orig

Danska hönnunarfyrirtækinu Sebra hóf þó endurframleiðslu á því mörgum árum síðar og framleiða þau rúmið í dag í fjölmörgum litum.

kili

picture_splash

161777811584423423_2vA03knS_f

140878294564067213_1I96PhmL_f

Draumarúm ekki satt! Núna er það bara að vinna lottóið um helgina;)

 

VINNINGSHAFI : KOPARVASI FRÁ SNÚRAN.IS

Hitt og þetta

…. Þá er instagram leik Snúrunnar.is & Trendnet lokið þar sem hægt var að næla sér í fallegt sett af koparvösum frá Skjalm P.

Sú heppna að þessu sinni er…

DSC05570_zps03244119-620x870 2471_1-620x618

Drífa Guðmundsdóttir

Til hamingju Drífa með þessa ofurfallegu vasa! Sendu endilega póst á snuran@snuran.is til að vitja vinningsins!

Takk allir fyrir þáttökuna, núna er það bara að reyna við lottóið annað kvöld;)

-Svana

NÝ VEFVERSLUN : HJARN.IS

Fyrir heimiliðVerslað

Ég hef ætlað í langan tíma að skrifa um vefverslunina Hjarn.is, hún bættist við flóru íslenskra vefverslanna fyrr í sumar mér til mikillar gleði, en ég hreinlega elska það hversu skemmtilegt það er orðið að versla á netinu hér heima:)

Verslunin býður upp á allskyns fallegar vörur fyrir heimilið og garðinn, púða, plaköt, keramík, kertastjaka, vegglímmiða og svo margt margt fleira. Ásamt því að halda úti vefverslun er einnig hægt að skoða vörurnar frá Hjarn í nýju versluninni UniKat sem opnaði nýlega á horni Frakkastígs og Laugavegs, -það er alveg efni í sérfærslu þó:)

Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum svo að þið gætuð séð úrvalið,

Kertin frá hollenska hönnunarteyminu Ontwerpduo eru á óskalistanum.

Screen Shot 2014-08-28 at 2.26.05 PM

Púðar frá House of Rym, algjör draumur.

10446004_1669064186651092_8972553313930185096_n

Tímaritahillur frá Maz Interior, líka til í kopar.

10505384_1646274075596770_2300297582193423888_n

Þessar Babou vegghillur eru sérstaklega flottar, virka vel í svo mörg rými. Systir mín fékk sér um daginn bláa í barnaherbergið sem kemur mjög vel út:)

10524357_1653363581554486_5923000025007650048_n

Demantaljós, hver þarf ekki á slíku að halda?;)

Plaköt frá One must dash, þessi hefur maður rekist á svo oft á erlendum hönnunarbloggum.

Og svo síðast en ekki síst þessir fallegu vegglímmiðar frá Forest friends, -æði fyrir barnaherbergið!

hjarn

Og svo að lokum óskalistinn minn! Það má jú alltaf leyfa sér að dreyma:)

- Koparhilla fyrir tímarit – töff kerti – skál – marmarakökukefli – geómetrískur púði – vasi – kertastjaki -

Hjarn.is, -tékkit! – hér má svo finna facebook síðuna þeirra:)