JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANA

Fyrir heimiliðÓskalistinnVerslað

Jólagjafahugmyndir eru líklega ofarlega í hugum margra þessa dagana og þá er aldeilis skemmtileg tilviljun að ég hreinlega elska að setja saman svona lista fyrir ykkur. Fyrsti jólagjafahugmyndalistinn sem ætlar að hefja þessa gleði er “fyrir hana” mögulega svo minn maður fái sem lengstan tíma til að melta allar þessar hugmyndir og óskir;) Að sjálfsögðu er þetta ekkert bundið við konur þó titillinn beri það heiti, ég á einnig eftir að birta lista “fyrir hann”, “fyrir barnið” og “fyrir heimilið” svo það verður eitthvað fyrir alla.

Einnig reyni ég mitt besta að hafa hugmyndirnar á breiðu verðbili, og hér má finna gjafir frá 495 kr. – 95.000. Sumar hverjar eru í mínum uppáhalds lit, bleikum – en þá er nánast undantekningarlaust varan til í fleiri litum ♡ Og eins og alltaf þá vel ég þessar vörur eingöngu útfrá mínum persónulega smekk.

/1. Leðurveski frá AndreA, 22.500 kr. /2. TID no.1 leðurúr, HAF store, 29.900 kr. /3. IC ljós frá Flos, Lumex, 95.000 kr. /4. Rúmföt Semibasic, Snúran, 12.500 kr. /5. Iittala Toikka glerfugl, Iittala verslunin Kringlunni. /6. Essence glös frá iittala, 2pk, 9.400 kr. /7. 2019 Dagbók eftir Rakel Tómas, rakeltomas.com, 4.990 kr. /8. Gylltur blómavasi, Dimm, 6.490 kr. /9. New Wave veggljós, Snúran, 54.900 kr. /10. Stormur ilmstrá frá Urð, 5.490 kr. fæst t.d. hjá Dimm, Epal, Kokka og Snúrunni. /11. Stelton take away hitamál, Kokka og Epal, 3.450 kr. /12. Senso hælar, Apríl skór, 34.990 kr. /13. Vinter vasi og kertastjaki, Ikea, 695 kr. /14. Töfradropar Estée Lauder, t.d. Beautybox.is, 12.280 kr. /15. The Scent, Boss ilmvatn – það besta sem ég hef fundið lengi, t.d. Lyfja.is, 9.208 kr. /16. Wings teppi, Dimm, 20.990 kr. 

/1. Jólakertastjaki Reflections, Snúran, 31.900 kr. /2. Mortél frá Tom Dixon, Lumex. /3. Vertigo ljós, HAF store. /4. Vaðfuglar, teikning eftir Benedikt Gröndal, HAF store ásamt Borgarsögusafni Reykjavíkur, um 2.900 kr. /5. Iittala Vitriini krús, iittala verslunin Kringlunni, um 10.000 kr. /6. Reflections Brooklyn vasi, Snúran, 28.900 kr. /7. Angan saltskrúbbur fyrir líkamann, fæst t.d. í HAF store, Epal Hörpu og Geysir Heima, verð frá 5.700 kr. /8. Love Love hálsmen, AndreA, verð frá 6.900 kr. /9. Unisex hör sloppur, Dimm, 9.990 kr. /10. Love glas frá Design Letters, Epal, 2.950 kr. /11. Ljósbleik rúmföt, Dimm, 9.990 kr. /12. Gullfalleg teikning eftir Rakel Tómas, rakeltomas.com. /13. Afsteypa, Jónsmessunótt eftir Ásmund Sveinsson, Safnbúðir Listasafn Reykjavíkur. /14. Pappelina motta, Kokka, 29.500 kr. /15. Ro Pieces kertaglas, Kokka, Epal og AndreA, verð um 7.950 kr. /16. Plöntustandur, Ikea, 1.990 kr.

/1. Erró, svart hvítur bakki, Listasafn Reykjavíkur. /2. Kærleikskúlan 2018, til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. 4.900 kr. /3. Blómavasi, Ikea, 1.490 kr. /4. Angan baðsalt, fæst t.d. í HAF store, Epal Hörpu og Geysir Heima, verð um 3.900 kr. /5. SEB silfurhálsmen, íslensk hönnun, Safnbúðir Listasafns Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir. /6. PH5 ljós, 98.800 kr. Epal. /7. Stelton kokteilsett, Kokka og Epal 10.900 kr. /8. Marmarabakki, Dimm, 15.490 kr. /9. Finnsdóttir krús, Snúran, 11.900 kr. /10. OYOY röndóttur bakki, Snúran, 8.900 kr. /11. Koto glas gamaldags, Kokka, 1.980 kr. /12. Smart dyramotta, Dimm, 15.990 kr. /13. Vinter smákökufat, Ikea, 495 kr. /14. Tom Dixon ilmkerti, Lumex, 13.000 kr. /15. Pappelina motta í bleiku, Kokka, 19.500 kr. 

Ég vona svo innilega að þessi færsla hitti í mark ♡ Á næstu dögum kem ég svo til með að birta fleiri jólagjafahugmyndir – að ógleymdum jólagjafaleik ársins. Smellið endilega á hjartað eða like hnappinn ef þið eruð til í fleiri svona færslur.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

AFSLAPPAÐ & FALLEGT HEIMA HJÁ FATAHÖNNUÐI

Heimili

Innlit helgarinnar er þetta dásamlega fallega og notalega sænska heimili þar sem fatahönnuðurinn Elin Alemdar býr ásamt fjölskyldu sinni – þegar hún er ekki stödd í New York.

Elin stofnaði og rekur sænska lúxus fatamerkið Stylein sem mætti segja að einkennist af einfaldleika og hreinum skandinavískum stíl, það kemur þó smá á óvart hvað heimilið er í raun hlýlegt og klassískt. Allir litirnir, sérstaklega þessi mildi ljósgræni og ljósgrái parast svo fullkomnlega saman við innbúið, hvít marmaraborðin, grár sófinn og brúnar leður Sjöur, þetta er fullkomin blanda. Kíkjum í heimsókn,

Viðtalið má lesa í heild sinni hér hjá Elle Decoration-  

Myndir / Elle Decoration.se

Eigið góða helgi!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

PANTONE LITUR ÁRSINS 2019 : LIVING CORAL

Fyrir heimilið

Á hverju ári í byrjun desember gefur alþjóðlega litakerfið Pantone út hver litur ársins er og fyrir árið 2019 varð Living Coral, appelsínu bleikur fyrir valinu!

PANTONE 16-1546 Living Coral

2018 var fallegur fjólublár Ultra Violet sem vissulega náði aldrei mikilli hæð, árið 2017 var plöntugrænn Greenery og allt trylltist, árið 2016 var ljós bleikur Rose Quartz og svo núna erum við aftur komin í bleiku deildina sem ég hélt mig reyndar bara í allan tímann haha. Þannig að þið sem spáðuð fyrir endalokum bleika trendsins – bíðiði bara, þetta er rétt að byrja.

Hvernig lýst ykkur á þennan lit? Mér finnst hann GORDJÖSS! Liturinn á að sjálfsögðu ekki bara eftir að birtast á heimilum landsins, heldur einnig í snyrtivörum – geggjaður litur á varir og á neglur, og svo síðast en ekki síst á tískupöllunum. Ég er alveg til í Living Coral ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

H&M HOME OPNUÐ Í SMÁRALIND ♡

Fyrir heimiliðH&M homeSamstarfUppáhalds

Það er frábær dagur í dag fyrir fagurkera landsins, H&M HOME opnaði í morgun glæsilega verslun í Smáralind! Það er eitt að ég varð alveg extra hamingjusöm daginn sem H&M HOME opnaði loksins á Íslandi, en það er algjörlega önnur saga þegar ein uppáhalds verslunin mín opnar í 7 mínútna akstursfjarlægð frá mér – í Smáralind!

Ég man ennþá þegar ég fékk póstinn að þessi uppáhalds verslun mín væri að opna á Íslandi – eftir margra ára bið undirritaðrar. Ég var nefnilega farin að trúa að ég yrði líklega búin að leggja “bloggskóna” á hilluna þegar kæmi að því að H&M HOME kæmi til landsins því mér þótti það svo fjarlægt. Þið getið í alvöru ekki ímyndað ykkur viðbrögðin því mér fannst ég hafa unnið í lottói – eðlilegt ekki satt?

Hingað var ég því mætt í morgun á slaginu þegar H&M HOME opnaði glæsilega og stærðarinnar verslun sína í Smáralind, eins og alvöru aðdáanda sæmir. Sitthvað fylgdi með mér heim sem eignast stað á nýja heimilinu okkar á næstu dögum. Ég tók fullt af myndum í heimsókn minni og setti einnig inn á insta-stories @svana.svartahvitu kíkið endilega við.

“H&M HOME er húsbúnaðar- og hönnunarmerki, þar sem finna má eitthvað fyrir öll herbergi heimilisins. Verslunin býður upp á breitt vörurúrval á frábæru verði, allt frá hágæða rúmfatnaðar til hnífapara og ýmiskonar skrautmuna.

H&M Home í Smáralind er um 420 fermetrar og mætti því teljast sem eigin verslun inní stærri verslun eða shop-in-shop. Hún líkist þeim Home verslunum sem finna má um allan heim og býður upp á enn stærri vöruúrval, þar á meðal heimilisvörur fyrir barnaherbergi. Verslunin verður hin glæsilegasta, með plöntum og skemmtilegum ústillingum sem veita innblástur fyrir mismunandi hluta heimilisins, eins og dekkað borðstofuborð.”

Ég tók nokkrar myndir í versluninni til að sýna ykkur brot af úrvalinu, þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri.

Hér eru svo nokkrar af mínum uppáhaldsvörum, þarna má sjá lítið jólaskraut sem ég keypti – þið getið giskað hvaða;) Ásamt ótrúleg fallegum og einföldum glervasa sem ég borgaði 2.995 kr. fyrir.

Þá eru H&M HOME að finna á tveimur stöðum á Íslandi – á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og núna í Smáralind. Smá jóla H&M HOME innblástur í lokin ♡

Ég mæli svo sannarlega með heimsókn, ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÍSLENSKT HEIMILI // ÚTSÝNISÍBÚÐ HÖNNUÐ AF HAF STUDIO

HeimiliÍslensk hönnun

Heimilisinnblástur dagsins er þessi glæsilega útsýnisíbúð í Breiðholti sem HAF STUDIO sérhannaði allar innréttingar fyrir. Íbúðin er opin og björt og alveg einstaklega fallegt reykt fiskibeina eikargólfið ásamt sérhannaðri innréttingarlínu úr reyktri eik gefur hlýju og sjarma. Allar innréttingar voru hannaðar af HAF STUDIO og framleiddar af Parka en þaðan er eikargólfið einnig.

Húsgögnin eru sérlega smekkleg en þarna má einnig sjá nýtt sófaborð sem framleitt er af HAF STUDIO með marmaraplötu (Nero marquina flís), Y-stólar Hans Wegner eru klassískir ásamt gordjöss Beni Ourain ullarmottu frá HAF STORE sem hjartað mitt þráir. Glæsilegur leðursófinn er kunnuglegur, en hann höfum við einnig séð á heimili frú Elísabetar Gunnars, hann er frá Norr11. Kíkjum í heimsókn, 

// Ljósmyndari Gunnar Sverrisson

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

KUBBADAGATAL FRÁ SANÖ REYKJAVÍK

Íslensk hönnun

Þeir sem eru með skipulagið á hreinu eru líklega nú þegar byrjuð að skoða úrvalið af dagatölum og dagbókum fyrir næsta ár en úrvalið verður alltaf betra og fallegra með hverju árinu sem líður. SANÖ Reykjavík hefur slegið í gegn undanfarin tvö ár með skemmtilegu kubbadagatali sem sýnir nýtt heilræði á hverjum degi – ég er að klára mitt annað ár með þessu jákvæða dagatali, dag hvern. Ég er almennt alveg þokkalega jákvæð manneskja, stundum of og ég elska allar svona vörur sem geta stuðlað að smá gleði, tala nú ekki um á morganna.

Ásamt kubbadagatalinu kemur einnig út hefðbundið mánaðardagatal með jákvæðum skilaboðum fyrir hvern mánuð. Ég er persónulega mjög hrifin af þessari hugmynd, einfalt og jákvætt, og vildi þessvegna deila þessum myndum með ykkur.

Hvernig væri nú að byrja hvern dag eins og það sé afmælisdagurinn þinn?

Fyrir áhugasama þá eru sölustaðirnir Epal og vefverslun Krabbameinsfélagsins, krabb.is. Í samstarfi við Sanö Reykjavík ætla ég á næstu dögum einnig að gefa nokkrum heppnum dagatöl – fylgist endilega með.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÍSLENSKT HEIMILI // SMART HJÁ BJÖRT ÓLAFSDÓTTUR

HeimiliÍslensk hönnun

Falleg íslensk heimili eru það skemmtilegasta sem ég skoða. Hér er á ferðinni glæsilegt heimili Bjartar Ólafsdóttur fyrrum ráðherra – og einni smekklegustu konu sem setið hefur á Alþingi. Íbúðin er nú komin á sölu, staðsett í Hvassaleiti í húsi sem byggt var árið 1962 og hér ræður retro stíll ríkjum. Kíkjum í heimsókn en þessar fallegu myndir eru teknar af Gunnari Sverrissyni ljósmyndara.

Ljósmyndari : Snillingurinn Gunnar Sverrisson

Fyrir áhugasama þá má finna upplýsingar ásamt fleiri myndum af þessu fallega heimili hjá fasteignavef Mbl.is – sjá hér.

Það er ekki langt síðan að Hús & Híbýli kíkti í heimsókn og viðtalið við Björt má lesa hér. Virkilega fallegt heimili og húsráðendur augljóslega með góðan smekk!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÓLAINNLIT // STÍLHREINT & JÓLALEGT HJÁ BLOGGARA

HeimiliJóla

Þá er komið að fyrsta jólainnlitinu hér á Svartáhvítu og varð stílhreint danskt heimili fyrir valinu. Innlitið birtist upphaflega hjá uppáhalds tímaritinu mínu Bolig Magasinet. Hér eru jólaskreytingarnar lágstemmdar, falleg pappírsjólastjarna, grenigreinar og lítið jólatré sem fær að standa í körfu. Fyrsti í aðventu er runninn upp, ég vona að dagurinn ykkar verði góður.

  

Myndir via Bolig Magasinet // Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SKREYTINGAR // FYRSTI Í AÐVENTU

Fyrir heimiliðJóla

Fyrsti í aðventu er rétt handan við hornið og þá þarf enginn að afsaka sig lengur að vera byrjaður að jóla yfir sig, jibbý. Ætli það mætti þó ekki segja það nauðsynlegt fyrir jólabarnið í okkur öllum að setja upp a.m.k. aðventukrans eða aðventukerti núna um helgina og smá ljós í glugga, og þó svo það sé ekkert allra að skreyta með greni og könglum þá má aldeilis líka skreyta með stílhreinum aðventukertastjaka og jólakertum svona þegar desember er rétt að hefjast – æ skellum þó smá greni með, það er fátt jólalegra ♡ Ég elska þó að sjá hvað margir eru byrjaðir að skreyta og sumir hverjir komnir með tréð upp í fullum skrúða og að sjá öll ljósin í gluggunum þegar ég keyri heim seint á kvöldin gefur mér svo mikla gleði að það er vandræðalegt.

Ég tók saman nokkra stílhreina aðventu eða jólakertastjaka sem má jafnframt nota allan ársins hring. Ásamt tveimur sætum jóladagatölum til að hengja sjálf á glaðning – ég elska þannig dagatöl.

Design Letters espresso glös notuð undir kerti / þarf að kaupa aukalega kertahaldara. Fæst í Epal t.d. // Falleg og stílhrein jólastjarna sem mig dreymir um, Dimm. // Finnsdóttir jólakertastjaki fyrir mánaðarkerti, Snúran. // Krúttlegt jóladagatal fyrir barnið, Dimm. // Nappula kertastjaki frá iittala sem skreyta má fyrir aðventuna. Ég á einmitt einn svona sem ég skreytti með Eucalyptus greinum. Iittala verslunin Kringlunni. // Jólakertastjaki Reflections, Snúran. // Gylltur jólakrans sem mætti einnig bæta við greinum eða halda honum svona, ég fékk mér svona um síðustu jól. Snúran. // Minimalískur kertastjaki frá Ferm Living sem má einnig hengja upp. // Jóladagatal fyrir fjölskylduna frá Södahl, við erum með svona í ár sem ég á enn eftir að hengja eitthvað sniðugt á, ég ólst sjálf upp við svona dagatal sem mamma hengdi á sælgæti. Ég hafði hugsað mér að setja á miða með einhverskonar fjölskyldusamveru:) Þetta fæst m.a. hjá Bast Kringlunni.

Af okkur er hinsvegar allt gott að frétta, ég hafði séð fyrir mér flutninga á sunnudaginn og ég krossa fingur og tær að það takist. En það er þó mjög mikið óklárað sem Andrés vill ná að klára fyrst þar sem hann vill hafa hlutina pottþétta – en ég hinsvegar er ekki með vott af fullkomnunaráráttu og vil fara inn helst í gær með ókláraða veggi og ótengd ljós. Mögulega því það er að renna í garð besti tími ársins þar sem mig langar mest í öllum heiminum að vera að koma okkur vel fyrir og helst hafa föndurkassann minn við höndina til að skreyta aðventukertastjakann minn og hengja upp fallega hurðakransinn minn síðan í fyrra… En það styttist ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LITRÍKT & GEGGJAÐ HJÁ LJÓSMYNDARA

Heimili

Á vafri mínu á Instagram í morgun á meðan ég sat á hjólinu í ræktinni (þannig er best að nýta tímann), þá rakst ég á gudómlega fallega mynd frá Elle Decoration sem ég varð að sjá meira af. Stofuborðið mitt sem ég keypti mér í sumar og bíður eftir sínu nýja heimili var hér í aðalhlutverki í stofunni, Tavolo con Ruote, við röndóttann og gulann sófa, alveg geggjuð samsetning. Þetta lítur þó út fyrir að vera eftirlíking af Arco lampanum sem hangir svo fallega – en það er annað mál. Sjáið hvað þetta er lifandi og fallegt heimili!

Myndir : Johan Sellén // Lesið viðtalið í heild sinni – sjá hér.

Blátt, bleikt og fjólublátt eldhús! Þónokkuð óvenjuleg litapalletta en virkar vel á þessu heimili. Ég er aldeilis ánægð með þetta par sem fer sínar eigin leiðir þó ég hallist mest að stofunni sem er í lágstemmdari kantinum. Þau hljóta að vera ansi hamingjusöm, það sést á heimilinu!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu