fbpx

BLEIKT VIPP ELDHÚS OG RUSLATUNNA Í STÍL : THE AMOUR EDITION

EldhúsHönnun

Ef þú ert í leit að óhefðbundnu eldhúsi þá þarftu ekki að leita lengra! Danska hönnunarmerkið Vipp kynnir nú Amour sem er skemmtilegt samstarfsverkefni við franska götulistamanninn André Saraiva. Útkoman er mjög svo bleikt Vipp eldhús og fræga Vipp ruslatunnan sem búið er að skreyta með graffití verkum André! Amour línan verður kynnt fram að Valentínusardegi þann 14. febrúar og er því talin vera tilvalin Valentínusargjöf – að minnsta kosti þessi geggjaða ruslatunna.

Vipp ruslatunna er á óskalistanum mínum – einn daginn! Og bleik væri auðvitað tilvalin ♡ Það eru væntanlegar ööörfáar tunnur á næstu dögum í Epal fyrir áhugasama sem vilja næla sér í þennan grip!

“Franski götulistamaðurinn André Saraiva og Vipp kynna nú einstakt samstarfsverkefni í takmörkuðu upplagi sem ber heitið Amour. Amour Edition samanstendur af Vipp eldhúsi og Vipp ruslatunnu sem dýft hefur verið í bleikan einkennislit André Saraiva og skreytt svörtum graffitímyndum eftir listamanninn. Amour samstarfið er sprottið út frá sérhönnuðum Vipp ruslatunnum sem hann valdi fyrir hótel sitt Amour í París og vakið hefur mikla athygli.” Texti frá Vipp / Epal.

Verðum við ekki að skoða líka nokkar myndir frá Amour Hótelinu hans í París sem hefur nú opnað á fleiri áfangastöðum. Þar má svo sannarlega finna sitthvað bleikt. Virkilega skemmtilegt!

“Allt sem er bleikt, bleikt, finnst mér vera fallegt”. Dálítið hressandi samstarf er það ekki:)

GUÐDÓMLEGA FALLEGT ELDHÚS Á GLÆSTU DÖNSKU HEIMILI

BarnaherbergiEldhúsHeimili

VÁ er besta orðið til að lýsa þessu dásamlega fallega og bjarta heimili sem staðsett er á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Eldhúsið vakti samstundis athygli mína, birtan flæðir inn um bogadregna gluggana og fallegir upprunalegir skrautlistar frá 1909 setja sinn sjarma á rýmið og útkoman er mjög glæsileg. Ljós blágráar eldhúsinnréttingar með fulningarhurðum og marmaraborðplötu setja hlýlegan svip á eldhúsið, og glerskápur fylltur með smekklegum eldhúsmunum í bland við þekkta hönnun gefur herberginu þennan persónulega blæ. Eldhúsborðið er frá Gubi og klassískir Y stólar frá Carl Hansen eru við það og guðdómlega falleg ljós frá Anour og Aqua Creations hanga yfir eldhúsborðinu og eyjunni.

Ljósið yfir eyjunni er frá spennandi hönnunarmerki sem heitir Aqua Creations – en fæst því miður ekki á Íslandi. Þetta er sami framleiðandi og hannar gólflampann í stofunni sem mun líka vekja athygli ykkar.

Þessi glerskápur og allt sem í honum er, er draumur! Borðið og stólarnir fást í Epal.

Glæsileg dönsk hönnun prýðir heimilið, en persónulegir munir eins og þessi púði setja sinn svip á munina.

Gangurinn er málaður í björtum ljósbláum lit sem er alveg æðislegur. Mun einnig komast að því hvaða litur þetta er!

Lato hliðarborðið frá &tradition er fallegt á marmarafæti (Epal) og 2097 ljósakrónan frá Flos (Lumex) trónir yfir miðju stofunnar.

Vá hvað það kemur vel út að mála einn vegg með gull málningu (fæst t.d. hjá Sérefni). Og Montana wire hillur í gylltu (voru í takmörkuðu upplagi) passa vel við.

Vertigo ljós (Haf store) skreytir borðstofuna og hér spilar glerskápur með persónulegum munum og bókum stórt hlutverk.

Þessi blái litur er dásamlegur, mér dettur helst í hug Krickelins dimblå (Sérefni), og ég mun uppfæra færsluna þegar ég kemst að niðurstöðu. Fer svo vel við hvíta listana og veggfóðrið á baðherberginu.

Drauma ljósbleikt barnaherbergi! Þessi litur er mjög líkur þeim sem við erum með á herbergi Birtu dóttur okkar. Og sjáið hvað kemur vel út að mála skápinn í sama lit og vegginn. Ro stóll frá Fritz Hansen hlýtur að vera sérlega þægilegur fyrir foreldrana að sitja í og lesa fyrir háttinn.

Þetta horn verður að fá að fylga með í færslunni, með útsjónarsemi hefur hér á smekklegan hátt verið falið líklega rafmagnstafla eða lagnir. Mæli með ferð í Sérefni fyrir svona pælingar – listar og rattan efni.

Guðdómlegt baðherbergi innaf hjónaherberginu.

Myndir : Anna Rewentlow fasteignasala

Dásamlegt ekki satt? Hér gæti ég búið ♡

DIY // GLÆSILEGT FATAHERBERGI ÚR PAX SKÁPUM FRÁ IKEA

DIYIkea

Ef þig vantar gott verkefni fyrir heimilið til að ráðast í verandi í til dæmis sóttkví … þá er hér góð hugmynd frá Ikea Hackers! Um er að ræða glæsilegt fataherbergi sem húsráðendur útbjuggu úr vinsælu PAX skápunum frá Ikea og útkoman er ekkert síðri en sérsmíðaðir skápar sem eru ekki endilega á allra færi. Sjáið hvað það kemur einnig vel út að veggfóðra loftið sem rammar herbergið inn. Hér var notast við grunnskápaeiningar frá sænska risanum en með því að loka skápunum uppí loft með fallegum listum, bæta við nýjum framhliðum á skúffur til að loka bilinu sem annars einkennir þessa skápa, mála í djúsí lit og að lokum bæta við fallegum skápahöldum þá ertu komin með lúxus fataherbergi sem flestum dreymir um að eiga.

Sjáðu skref fyrir skref hvernig skápurinn var smíðaður – 

Myndir : Ikea Hackers

Brilliant verkefni sem gefur góðar hugmyndir hvernig hægt er að fegra fleiri fataskápa, þó svo að eina breytingin sem gerð hefði verið væri að bæta við loftlistum og loka bilinu… þá erum við strax að tala saman!

ÓHEFÐBUNDIN VEGGFÓÐUR SEM UMBREYTA HEIMILINU

Fyrir heimilið

Veggfóður er án efa ein besta leiðin til að umbreyta heimilinu og gefa því samstundis mikinn karakter. Þú getur tjáð þinn persónulega smekk með stærðinnar bleikum blómum sem prýða veggi svefnherbergisins, horft á fallegt skógarútsýni á skrifstofunni, haft New York í stofunni eða frumskóg í barnaherberginu. Vá hvað þetta er skemmtilegt!

Efsta myndin er sú sem heillaði mig uppúr skónum, stjörnumerkja veggfóður í loftinu í stað rósettu – svo fallegt! Og í kjölfarið kynnti ég mér betur úrvalið hjá sænska framleiðandanum Perswall – sem ég komst að lokum að fáist hjá Sérefni ♡

Elska þessa fjölbreytni – eitthvað fyrir alla ♡

NÝTT FRÁ ROYAL COPENHAGEN Í TILEFNI DROTTNINGARAFMÆLIS : TAKMARKAÐ UPPLAG

FréttirHönnun

Í tilefni af 50 ára drottningarafmæli Margrétar danadrottningar þann 14. janúar nk. kynnir Royal Copenhagen fallega skartgripaskál / Bonbonniere. Þessi fallega krús heitir Daisy sem er uppáhalds blóm hennar hátignar ásamt því að vera hennar persónulega gælunafn. Daisy skálin er skreytt lágmynd af fagurfífli (Daisy). Ógljáða postulínið vekur samstundis athygli og hin margnota Daisy skál er tilvalin gjafavara og fullkomin til að skreyta heimilið og geyma í smáhluti og skartgripi.

Daisy Bonbonniere er aðeins framleidd í takmörkuðu upplagi árið 2022 og hægt er að versla í vefverslun þeirra eða Royal Copenhagen verslunum á meðan birgðir endast. Ef þú ert alvöru safnari – þá er þetta svo sannarlega hlutur til að bæta í safnið.

Að sjálfsögðu vel merkt safnvara eins og sjá má hér að ofan. 

Ég er algjör safnari inn að beini og á alltaf smá erfitt með mig þegar kemur að hlutum í takmörkuðu upplagi, þessi skál þykir mér afar falleg.

TOPP FÆRSLURNAR MÍNAR 2021

Umfjöllun

Það er viðeigandi að hefja nýtt bloggár að renna yfir liðið ár og skoða hvaða bloggfærslur hittu í mark … og hverjar ekki. En fyrst vil ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og vona svo sannarlega að árið verði okkur öllum ljúft og gott.

Ég tók mér óvænt frí frá samfélagsmiðlum á milli jóla og nýárs og dusta hér með rykið af lyklaborðinu og er spennt að hefja enn eitt bloggárið mitt sem er það þrettánda ef ég er að telja rétt!

Það er gaman að sjá að gamlar færslur frá árunum 2018-2019 detta enn eitt árið á topp listann sem sannar það að bloggmiðillinn stendur enn fyrir sínu. Mér þykir mikilvægt að halda virkni á blogginu mínu og leggja ekki allan minn tíma t.d. í Instagram þar sem lítið stendur eftir þegar árin líða og erfitt er að leita að gömlu efni sem höfum séð á þeim síðum sem við fylgjum þar. Blogg og fréttamiðlar hafa það fram yfir Instagram, Snapchat og Tik Tok að þegar kemur að því að okkur vantar að finna upplýsingar, hvort sem þú ert í leit að meðmælum um fallegt parket, góða súkkulaðiköku eða besta farðann – þá eru allar leitarvélar á netinu með okkur í liði ♡

Mikil fjölbreytni einkennir topp listann að þessu sinni sem er skemmtilegt, persónulegar færslur um sykurleysið mitt, kökuuppskriftir, meðmæli um parket og gardínur, falleg íslensk heimili og tips og trikk fyrir heimilið sitja í efstu sætunum ásamt að ógleymdum gjafahugmyndalistum sem slá alltaf í gegn.

2021 Topp listinn

Heimsins fallegustu gardínur er færsla frá 2018 þegar við bjuggum inná foreldrum mínum að safna fyrir fyrstu íbúðarkaupum og er enn mikið lesin í hverri viku. Gardínurnar eru enn hér og prýða nú barnaherbergin en við fengum okkur aftur sömu gardínur frá Z brautum í stofugluggana og ég get svo sannarlega mælt með. Þyrfti núna að gera sambærilega færslu um fínu gardínurnar í svefnherberginu.

Sjá hér einnig færslu frá 2019 um gardínurnar á núverandi heimili okkar. 

Fallegasta parketið okkar er færsla frá árinu 2019 sem enn nýtur mikilla vinsæld og veit ég um aðila sem hafa fjárfest í þessu parketi án þess að skoða eftir lestur á færslunni. Ansi skemmtileg áminning til mín um að vanda vel til verka þegar kemur að meðmælum. Í dag er ég í öðru spennandi samstarfi við Parka sem ég hlakka til að sýna ykkur meira frá, það er þá t.d. forstofan og svo er verið að græja borðstofuborð með risa marmaraflís. Stay tuned!

4 mánuðir sykurlaus og hvernig við tókum út allan sykur – það kom svo sannarlega ekki á óvart að þessi færsla var svona mikið lesin enda mikill áhugi sem ég fæ í hvert sinn sem ég nefni að ég sé sykurlaus. Sem er góð hugmynd að koma með uppfærslu svona korter eftir jól!

Sykurlausar uppskriftir slógu í gegn á árinu og þar sérstaklega sykurlausa súkkulaðikakan og sykurlausa döðlukakan sem ég hef bakað oft á árinu. Þetta er nýtt fyrir mér að deila áfram uppskriftum en virkilega ánægjulegt að sjá að það sé svona vel tekið í þennan nýja lið hér á blogginu. Matur & bakstur.

Gjafahugmyndir eru klassískt bloggefni sérstaklega fyrir jólahátíðirnar og margir í leit að góðum gjafahugmyndum. Því skal ekki undra að  jólagjafahugmyndir 2021 rötuðu á topp 10 listann.  Ég hef einnig ótrúlega gaman að gerð svona efnis og því gleðilegt að vinnan sem ég legg í þessar gjafahugmyndir skili sér vel.

Íslenskt – já takk

Íslenskt efni er alltaf vel metið sem er gleðilegt, íslensk heimili og smekklegir íslendingar í heimilisbreytingum var að sjálfsögðu á topp listanum. Má þar nefna innanhússhönnuðinn Sólveigu Andreu sem gerði stórkostlegar breytingar á íbúð í Sjálandi. 

Alma Ösp Arnórsdóttir innanhússráðgjafi og annar stofnanda StudioVOLT setti snemma árs 2021 fallegt heimili sitt á Búlandi á sölu. Eitt mest lesna íslenska innlitið á árinu og skal ekki undra enda ótrúlega glæsilegt heimili.

Bloggarinn Jóna María sagði okkur frá baðherbergis framkvæmdum og sýndi flottar fyrir og eftir myndir sem veittu góðar hugmyndir. Það er fátt skemmtilegra en að deila áfram svona vel heppnuðum fyrir og eftir myndum og ég er alltaf opin fyrir því að deila ykkar myndum áfram:)

Tvær vinkonur mínar seldu íbúðirnar sínar snemma árs 2021 og fasteignamyndirnar slógu í gegn og báðar bloggfærslurnar tróna á topp listanum.

Hulda vinkona mín seldi bjarta og fallega íbúð í Urriðaholti, og Fatou seldi einnig fallega heimilið sitt í Urriðaholti.

Litríkur pastelheimur á Langholtsvegi var sem sælgæti fyrir augun.

Erlend innlit eru líka alltaf vinsæl og þessi færsla var mest lesin af þeim erlendu og einnig í miklu uppáhaldi hjá mér. Geggjað eldhús með list og danskri hönnun.

Og að lokum var það Gerðu svefnherbergið þitt jafn kósý og á hótelum sem hitti einnig í mark.

Ætli þetta sé ekki ágætis samantekt af þeirri fjölbreytni sem ég reyni að bjóða uppá hér á blogginu. Og stefni ég ótrauð áfram á enn betra bloggár, með betra og metnaðarfyllra efni, fleiri nýjum liðum og viðtölum svo fátt eitt sé nefnt ♡ Takk fyrir samfylgdina á liðnum árum – ég væri ekki hér án ykkar.

Takk fyrir mig,

Kveðja, Svana 

LEGGÐU FALLEGA Á HÁTÍÐARBORÐIÐ // 25 HUGMYNDIR

Jól

Lagið Styttist í það ómar í höfðinu á mér alla daga þegar nú er kominn 22. desember … dálítið stressandi texti verð ég þó að segja þó ég syngi alltaf með. Til að rifja upp textann kíktu þá hér –

En raunverulega styttist í það að það verður lagt á jólaborðið og sparidressið dregið fram og þá er um að gera að skoða myndir sem veita innblástur af borðskreytingum.

Njótið njótið njótið.

SYKURLAUS UM JÓLIN & SÖRUR HINNA LÖTU

JólMatur & baksturSamstarf

Ég hef aldrei áður bakað Sörur, en ég hef líka aldrei verið sykurlaus yfir jólin svo nú var kominn tími til að prófa mig áfram í smákökubakstri. Ég fann nýlega virkilega góðar sykurlausar Sörur tilbúnar í verslun en þar sem þær voru alltaf uppseldar þegar jólin nálguðust þá ákvað ég að dusta rykið af baksturshæfileikum mínum og prófa sjálf. Ég googlaði og tók fyrstu uppskriftina sem kom upp “Sörur hinna lötu/uppteknu” og þarna var svarið. Ég komst þó að því að mér þótti útkoman afskaplega ljót svona bakað allt í einu formi og skorið í bita svo ég gerði líka nokkrar hefðbundnar og bakaði örlítið styttra en uppskriftin sagði til um. Og vá þær eru betri en þær sem ég hafði verið að kaupa!

Ég nota eins og svo oft áður Valor sykurlausa súkkulaðið, ég er búin að smakka að ég held allar tegundir sem í boði eru á landinu og enda alltaf með þetta. Valor Dark súkkulaðið finnst mér komast mjög nálægt klassíska suðusúkkulaðinu en það er einnig til í öðrum útgáfum ♡

Svo er konfektið eitthvað sem er möst að eiga um jólin – og oftar… Ég er algjör nartari og finnst gott að geta gripið einn og einn mola. Og það er eitthvað jólalegt við það að bera fram konfekt. Ég hef undanfarna mánuði verið alveg sykurlaus en það þýðir svo sannarlega ekki að það megi ekki leyfa sér það sem okkur þykir gott.

Jólin eru tími hefða á mörgum bæjum, og smákökur og konfekt eru líklega ofarlega á lista hjá mörgum. Ég hvet ykkur til að prófa!

Uppskriftin er upprunalega frá Dísukökur blogginu en ég fann hana hjá Vísir. 

Sörur hinna lötu/uppteknu

 • Botn:
 • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
 • 50 g Sukrin melis
 • 70 g möndlu­mjöl

Eggjahvítur og Sukrin melis þeytt saman þar til stíft. Bætið möndlumjölinu varlega við með sleif. Setjið í eldfast mót (um það bil 30×25 sentímetra) með bökunarpappír. Bakið botninn á 150 gráðum án blásturs í um það bil 40 mínútur.

 • Krem:
 • 100 g smjör
 • 50 g Sukrin melis
 • 3 eggjarauður
 • 2 tsk. kakó
 • 2 tsk. instant kaffi
 • 150 g Valor sykurlaust súkkulaði, brætt

Öllu blandað vel saman. Smyrjið kreminu á botninn þegar hann er orðinn kaldur. Dreifið jafnt og frystið. Bræðið súkkulaðið. Kælið aðeins og hellið yfir kælt kremið. Dreifið vel úr því og látið harðna. Skerið í litla bita, setjið í box og geymið í frysti.

 

Mmmmm svo gott!

Njótið vel ♡

VINNUR ÞÚ 550 ÞÚSUND KRÓNUR Í FALLEGUSTU VERSLUNUM ÍSLANDS

JólSamstarf

Jólin eru tími til að gefa og gleðja aðra og það er jólahefð hér á Svart á hvítu að fagna jólunum með glæsilegum og risastórum gjafaleik. Einn heppinn lesandi gæti dottið í lukkupottinn og unnið gjafabréf að upphæð 550.000 kr. í fallegustu verslunum landsins.

Svart á hvítu bloggið fagnaði nýlega 12 ára afmæli sínu og ég gæti hreinlega ekki verið þakklátari fyrir samfylgdina í gegnum árin ♡ Það var fyrir 7 árum síðan sem fyrsti jólagjafaleikurinn okkar leit dagsins ljós og þá var í vinning 100.000 kr. gjafabréf í nokkrum góðum verslunum. Síðan þá hefur þessi hefð aldeilis fest sig í sessi – að fagna jólunum með glæsilegum og risastórum gjafaleik.

Þessi jólin eru samankomnar mínar uppáhalds verslanir, sem eru jafnframt fallegustu verslanir landsins og gefa þær hver um sig 50.000 kr. gjafabréf. Einn heppinn lesandi á því von á að næla sér í 550.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum landsins, í þeim má finna það allra besta þegar kemur fallegum hlutum fyrir heimilið, barnaherbergið ásamt glæsilegum fatnaði og er þetta lúxusgjafabréf af bestu gerð sem öllum fagurkerum landsins dreymir um að eignast.

Verslanirnar sem um ræðir eru: AndreA, Epal, Dimm, Snúran, Iittala búðin, Nine Kids, Kokka, HAF store, Póley, vefverslunin Ramba ásamt Listval myndlistagallerí. 

Hér að neðan má finna glæsilegar hugmyndir af því vöruúrvali sem verslanirnar bjóða uppá og gefa ykkur jafnframt hugmynd um hvað þið gætuð keypt ykkur fyrir gjafabréfið ♡

// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur. En í gegnum færsluna mæli ég með að smella á hlekkina og fylgja viðkomandi verslun á Instagram. Einnig bendi ég á að þú getur líka skráð þig í pottinn á Instagram og tvöfaldað vinningslíkurnar – SMELLTU HÉR!

ANDREA

Til að lenda ekki í jólakettinum í ár er nauðsynlegt að uppáhalds fatabúðin mín sé með í leiknum, en verslunina AndreA Boutique rekur vinkona mín, Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður í hjarta Hafnarfjarðar. Andrea er ein af færustu fatahönnuðum landsins og í verslun sinni á Norðurbakkanum selur hún fatahönnun sína í bland við frábært úrval af fylgihlutum, skarti og síðast en ekki síst skóm. En fyrr á árinu opnaði Andrea bleika skóverslun hinum megin við götuna. Staðsett á Norðurbakka, Hafnarfirði. 

// AndreA Boutique er á Instagram (HÉR – @andreabyandrea)

 

DIMM

Verslunin Dimm býður upp á vandaðar og fallegar vörur fyrir heimilið og barnið frá hæfileikaríkum hönnuðum víðs vegar í Evrópu. Hér finnur þú dásamlega barnavörudeild, sælkeradeild, falleg ljós og skrautmuni, rúmföt, púða og fleira sem fegrar heimilið ásamt úrvali af gerviblómum frá breska innanhússhönnuðinum Abigail Ahern. Staðsett í Ármúla 44, 108 Reykjavík. 

// Dimm er á Instagram (HÉR – @dimmverslun)

 

EPAL

Verslunina Epal mætti kalla flaggskipsverslun Skandinavískrar hönnunar á Íslandi, en hér fást öll klassísku dönsku merkin sem njóta enn í dag gífurlegra vinsælda eins og Fritz Hansen, Louis Poulsen, Montana, ásamt  vinsælum merkjum eins og Menu, Ferm Living og Hay. Hér má einnig finna mikið úrval af íslenskri hönnun. Staðsett í Skeifunni, Smáralind, Kringlunni og á Laugavegi 7. 

// Epal er á Instagram (HÉR – @epaldesign)

 

HAF STORE

HAF store er einstök lífstílsverslun í miðbæ Reykjavíkur sem býður upp á glæsilega hönnun og vandað vöruúrval. Hér má finna úrval af hönnunar og lífstílsbókum, húðvörum, einstökum ljósum, ilmkertum og ilmvötnum, ásamt Bollo glervösunum eftirsóttu og þeirra eigin HAF vörulínu sem nýtur mikilla vinsælda. Staðsett á Geirsgötu 7, 101 Rvk.

// HAF store er á Instagram (HÉR – @hafstore.is)

 

IITTALA BÚÐIN 

Finnska hönnunarmerkið Iittala var stofnað árið 1881 og nýtur í dag gífurlegra vinsælda um allan heim og sérstaklega hér á Íslandi. Iittala verslunin í Kringlunni er draumaverslun fagurkerans og má þar finna besta úrval Iittala á landinu. Hér finnur þú Iittala safngripi eins og glerfuglana frægu og lampa ásamt klassískum borðbúnaði, kertastjökum og sívinsælu Aalto vörulínunni. Staðsett í Kringlunni 1. hæð. 

// Iittala búðin er á instagram (HÉR – @ibudin)

 

KOKKA

Kokka á Laugavegi er ein elsta og ástsælasta verslun miðborgarinnar með hreint út sagt frábært úrval af öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og fyrir borðhaldið. Hér er lögð mikil áhersla á vandaðar og vel hannaðar vörur enda er Kokka í miklu uppáhaldi hjá þeim sem kunna til verka í eldhúsinu, eða eru í leit að fallegum vörum til að leggja á borðið. Staðsett á Laugavegi 47. 

// Kokka er á Instagram (HÉR – @kokkarvk)

SNÚRAN

Snúran býður upp á spennandi og fallegar vörur til að prýða heimilið og hér má finna eitthvað fyrir alla, húsgögn, einstök ljós, sælkeravörur ásamt fallegum munum fyrir heimilið eins og kristalsvörur frá Reflections Copenhagen og keramík frá Dóttir ásamt vinsæla danska vörumerkinu Bolia. Snúran stækkaði nýlega og opnaði glæsilega stóra verslun í Smáralind.  Staðsett í Ármúla 38 og í Smáralind.

// Snúran er á Instagram (HÉR – @snuranis)

 

 

PÓLEY

Póley er íslensk gjafavöruverslun og vefverslun sem staðsett er í Vestmannaeyjum og býður upp á fallegar og sniðugar gjafavörur fyrir heimilið. Póley er einstaklega fallega hönnuð verslun sem er nauðsynlegt að kíkja á þegar við eigum leið til Vestmannaeyja, þar má finna úrval af vörum frá Lene Bjerre, Sebra, Iittala, Present Time, Snurk, Fuzzy og fleira. Póley var opnuð árið 1998 en síðan árið 2021 hefur Sara Sjöfn Grettisdóttir rekið verslunina. Staðsett í Vestmannaeyjum. 

// Póley er á Instagram (HÉR – @poleyverslun)

 

NINE KIDS

Nine Kids er glæsileg barnavöruverslun þar sem finna má úrval af fallegum barnavörum, leikföngum og fatnaði og síðast en ekki síst öryggisvörum. Nine Kids er stoltur söluaðili CYBEX sem hefur verið leiðandi á markaði þegar það kemur að öryggi barna í umferðinni og einnig framleiða þeir kerruvagna sem eru með þeim allra fallegustu. Í byrjun næsta árs mun Nine Kids breyta og stækka og verður spennandi að fylgjast með því. Staðsett í Fellsmúla 24, 108 Reykjavík

// Nine Kids er á Instagram (HÉR – @ninekids.is)

 

RAMBA

Ramba er nýleg vefverslun sem stofnuð var árið 2020 og er rekin af lítilli fjölskyldu hér í Hafnarfirði. Hjá Ramba má finna úrval af gjafavöru og vönduðum vörum fyrir heimilið frá vörumerkjum á borð við Bloomingville, Hübsch, House Doctor, Södahl, Aida og Kristina Dam Studio.

// Ramba er á Instagram (HÉR – @rambastore)

 

LISTVAL

Síðast en ekki síst er ListvalListval er myndlistarráðgjöf og gallerí með það að markmiði að færa myndlistina nær almenningi og gera fólki auðveldara fyrir að fjárfesta í myndlist. Í desember opnaði Listval til að mynda nýtt sýningarrými á fyrstu hæð í Hörpu þar sem yfir 200 verk eru til sýnis og sölu eftir um 85 listamenn. Þá heldur Listval úti heimasíðunni listval.is þar sem hægt er að skoða úrvalið af þeim verkum sem eru í boði hverju sinni og þar er einnig hægt að máta hvert og eitt verk á vegginn heima hjá sér með sérstakri „sjá í eigin rými“ virkni sem Listval setti upp nýverið. 

// Listval er á Instagram (HÉR – @listval_)

 

 

// LEIKREGLUR

 • Smelltu á like hnappinn hér undir og deildu færslunni á Facebook.
 • Skyldu eftir athugasemd hér að neðan með nafni.
 • Fylgstu svo með á Instagram (HÉR – @svana.svartahvitu) þar getur þú skráð þig aftur í pottinn og aukið vinningslíkur þínar! Ég mun draga út nöfn frá bæði bloggkommentum og á Instagram þar til eitt nafn stendur eftir.

Einn ofur heppinn vinningshafi verður tilkynntur fimmtudaginn 23. desember 2021.

Að gefnu tilefni minni ég á að varast falssíður sem spretta nú upp við flesta gjafaleiki. Ég mun undir engum kringumstæðum stofna nýja Instagram síðu og biðja þátttakendur að smella á neitt eða gefa upp persónuupplýsingar. Notið skynsemina og megi heppnin vera með ykkur ♡

Jólakveðja, Svana