LITASPRENGJA & BLEIKT ELDHÚS

Heimili

Þau eru sjaldséð svona litrík heimili en þegar þau birtast þá er erfitt að gleyma þeim – litadýrðin hér fyllir mann innblæstri og hugmyndum. Þetta eru ekki nýjar myndir og dásamlega bleika eldhúsið hef ég fjallað um áður, en ég má til með að deila heimilinu með ykkur í heild sinni núna. Hér býr einhver sem er óhrædd/ur við að fara ótroðnar slóðir. Það er ekkert svo langt síðan ég málaði vegg hér heima í ljósfjólubláum lit og ég er sannfærð að svona (litríkir) litir hressi – bæti og kæti. Það hlýtur hreinlega að vera stanslaust partý að búa svona!

Myndir via Elle Decoration

Hvert er ykkar uppáhalds rými? Mér finnst þau öll geggjuð á sinn hátt, en stigagangurinn er í uppáhaldi með þessum óvenjulegu litasamsetningum og brjáluðum myndavegg. Meira svona takk!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SKANDINAVÍSKUR EINFALDLEIKI Í GAUTABORG

Heimili

Hér er á ferð stórglæsilegt heimili í Gautaborg þar sem gæði og klassísk hönnun skipta eigendur miklu máli. Þegar Martin og My Ringqvist fluttu frá sólríku Santa Monica til Gautaborgar fundu þau þetta glæsilega klassíska heimili í miðbænum frá árinu 1888. Fyrir átján árum síðan gáfu þau hjónin hvort öðru loforð þegar þau byrjuðu að búa saman að kaupa aldrei inn á heimilið hluti nema þau héldu að þau gætu átt þá til æviloka. Í fimm ár var sjónvarpið því geymt ofan á pappakassa… og það tók þau svo fimm ár til viðbótar að finna borð til að leggja frá sér fjarstýringuna.

Enn í dag standa þau við loforðið – að kaupa ekkert nema það sé rétti hluturinn. Martin er listrænn stjórnandi og My er kennari. Hér búa þau ásamt tveimur börnum í 154 fm glæsilegu heimili í Gautaborg. Það er varla hægt að segja annað en að þetta loforð hafi aldeilis borgað sig, heimilið er klassískt og glæsilegt og það má segja að það sé gott sparnaðarráð að kaupa sjaldnar en betri hluti. Ætli það sé ástæðan hvernig þeim tókst að spara fyrir heimsins fallegasta eldhúsinu frá Vipp? Nei ég bara spyr – ég bráðna yfir þessu heimili ♡

Kíkjum í heimsókn –

    Ljósmyndari : Birgitta Wolfang

Innlitið hefur birst ásamt viðtali á heimasíðu VIPP ásamt Bolig Magasinet.

Hversu fallegt er þetta heimili!? Ég ætti dálítið erfitt með að standast það að kaupa ekki neitt sem ég ætla ekki að eiga til æviloka, en þessi hugmynd heillar mig þó. Það er jú töluvert betra bæði fyrir budduna og umhverfið að kaupa vandaða hluti sem endast “til æviloka”. Hvað finnst ykkur?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SUMARLEGT, SKANDINAVÍSKT & RÓMANTÍSKT

Heimili

Í dag kíkjum við í heimsókn á skandinavískt og rómantískt heimili, ég er sjálf stödd í sveitinni í dag og því vel við hæfi að skoða þetta fallega heimili sem er alveg sérstaklega hlýlegt. Stíllinn er ljós í grunninn eins og einkennir svo mörg skandinavísk heimili en dökk viðarhúsgögn skreyta svo heimilið sem gefur því þetta klassíska yfirbragð ásamt kristalljósakrónum. Veggfóður eru að koma mjög sterk inn og þetta blómamynstraða í svefnherberginu er mjög William Morris-legt en áhrif hans má sjá víða í dag. Þetta heimili heillar, klassískt sænskt með sérstaklega fallegum gluggum, loftlistum og sjáið arininn… draumur.

Kíkjum í heimsókn –

 

Myndir // Entrance Makleri

Njótið helgarinnar –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ELEGANT HEIMILI HJÁ SÆNSKUM ÁHRIFAVALDI

Heimili

Orðið áhrifavaldur hefur þann merkilega mátt að ótrúlegur fjöldi klikkar á allar fréttir sem innihalda þetta orð haha – en engar áhyggjur þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þetta heimili. Sænski áhrifavaldurinn Danijela Pavlica býr hér ásamt maka og nýfæddri dóttur þeirra, en hér aðeins neðar má sjá einstaklega fallegt barnaherbergi. Stíllinn er elegant og smá lúxus stemming í loftinu sem var einmitt það sem Danijela leitaðist eftir ásamt innanhússhönnuðinum sínum. Ég er hrifin af gráu litapallettunni sem einkennir heimilið og gefur því þetta yfirvegaða og glæsilega yfirbragð og fær hver hlutur að njóta sín vel.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir // Residence Magazine

Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgja skvísunni á Instagram þar sem hún nýtur mikilla vinsælda.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÞEGAR BRÆÐUR BYGGJA HÚS – FALLEGA VILLA GRÅ

Heimili

Villa Grå er spennandi hönnunarverkefni unnið af bræðrunum og athafnarmönnunum Martin Nygren og Henrik Nygren sem eiga það greinilega sameiginlegt að hafa góðan smekk. Þetta fallega hús er eitt af mörgum verkefnum sem þeir bræður hafa unnið saman en á meðan framkvæmdum stóð var haldið úti Instagram síðu fyrir húsið svo hægt er að skoða allt ferlið fyrir áhugasama @villa_gra. Martin sá um hönnun hússins og stíliseringu og Henrik tók að sér að byggja húsið – þvílík samvinna. Hvorugur þeirra ætlar sér þó að búa á þessu smekklega innréttaða heimili heldur er nú barist um hver fær að kaupa þessa fallegu eign þar sem hugsað var út í hvert smáatriði og allt efnisval tónar svo vel saman.

Myndir : Fantastic Frank

Sjarmerandi hús með ákaflega fallegu innbúi. Með öllum þessum við í innréttingum, kamínu ásamt stærðinni á húsinu fæ ég á tilfinninguna að húsið komi til með að vera einhverskonar eðal bústaður. En hvort sem það verður þá mun án efa vera gott að búa hér.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALINN DEMANTUR Í REYKJAVÍK : KASBAH CAFÉ

HönnunMæli með

Ég átti mjög notalega stund með vinkonum í lok síðustu viku en við hittumst á Kasbah Café Reykjavík sem er falinn demantur í miðborginni. VÁ þvílík fegurð sem þessi staður er ♡ Kasbah er alvöru marokkóskur staður sem býður upp á hádegismat, kvöldmat ásamt kaffi/te og kökusneiðum og er staðsettur við gömlu höfnina í Reykjavík. Kasbah er hannaður af snillingunum hjá HAF Studio og þrátt fyrir að ég sjálf hafi ekki komið til Marokkó þá líður mér eins og ég hafi fengið smá kynningu af þessu einstaka landi með heimsókn á Kasbah – maturinn var dásamlegur, bragðmikill og alveg ekta marokkóskur og umhverfið er með því fallegra. Litirnir, tilfinningin og öll umgjörð staðarins er upp á tíu – starfsfólkið er yndislegt og hér eru miklar líkur á því að eigandinn sjálfur beri fram matinn í sínum fallegu marokkósku klæðum. Ég hrífst mjög af litlum fjölskyldureknum stöðum þar sem þú finnur að hjartað og stolt var allt sett í verkið og þetta er einmitt þannig staður.

Eigandi Kasbah var svo góður að bjóða okkur Karitas og Hörpu í hádegisverð, en Karitas kom að hönnun staðarins ásamt teyminu hjá HAF Studio og rekur jafnframt verslun sína HAF Store við hlið Kasbah. Ég mæli svo sannarlega með heimsókn, þetta er einn af földu demöntum miðborgarinnar. Sjáið litina og hönnunina, það kemur varla á óvart að ég hafi bráðnað smá þegar ég kom þangað inn ♡

Myndirnar tók Gunnar Sverrisson – 

Hvernig var ykkar nálgun hjá HAF Studio að svona framandi veitingarstað? “Við lögðum upp með í hönnuninni að allt yrði handgert í Marrakech til að fanga stemninguna sem best. Áður en við tókum verkefnið að okkur höfðum við heimsótt Marrakech og vissum því hvað menningin og matargerðin hefur uppá að bjóða. 

Við fórum svo í ferð út þar sem við komum smíðateikningum á handverksmenn úti í Marrakech og handvöldum svo alla muni inn á mörkuðum í Medina. Litavalið hjá Kasbah einkennist svo af grunnlitum borgarinnar, þessi rústrauði og sandguli eru einkennislitir Marrakech og er það í lögum borgarinnar að öll hús séu máluð í þessum litatónum. 

Við erum mjög ánægð með útkomuna og margir gestir sem heimsækja staðinn segja að það sé eins og að fara frá Reykjavík til Marrakech, þá er markmiði okkar náð.” Segir Hafsteinn Júlíusson hjá HAF Studio. 

Sjáið hvað staðurinn er einstaklega myndvænn, eitthvað segir mér að við eigum eftir að sjá mikið af  heimsóknum frá þessum stað á Instagram:) Öll húsgögn og skrautmunir voru handvalin inn á mörkuðum í Medina og gaman að heyra að litavalið einkennist af grunnlitum borgarinnar. Þetta gerist ekki meira ekta – það eitt er víst, jafnvel vínið er sérinnflutt frá Marokkó. Ég get svo sannarlega mælt með heimsókn hingað. Takk fyrir mig Kasbah Café ♡ Og bravó HAF Studio fyrir hönnunina á þessum einstaklega fallega stað.

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT ÍSLENSKT & STÍLHREINT HEIMILI : BIRKIGRUND

Heimili

Þvílík veisla sem þetta heimili er – þessi glæsilega eign hefur farið víða á samfélagsmiðlum síðan hún fór á sölu enda dásamlega falleg og ég get ekki annað en deilt henni líka hér á blogginu ♡ Stíllinn hittir beint í mark, ljóst og stílhreint með persónulegum munum, listaverkum og fallegri hönnun í fullkomnu jafnvægi

Kíkjum í heimsókn á þetta dásamlega heimili –

 Sjá frekari upplýsingar á Fasteignasíðu Mbl.is

Algjört æði þetta hús og ótrúlega mikið af góðum hugmyndum að sjá.

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HARPA KÁRA SELUR GLÆSILEGT HEIMILI SITT Í GNOÐARVOGI

Heimili

Ein smekklegasta kona landsins er án efa fröken Harpa Káradóttir, stjörnu sminka og eigandi Make Up Studio Hörpu Kára. Núna er glæsilegt heimili hennar í Gnoðarvogi komið á sölu og kemur líklega engum á óvart að heimilið sé dásemd ein. Þessi bjarta og fallega íbúð í 104 Reykjavík hefur verið tekin í gegn frá grunni og var mikið vandað til verka.

Heimilið er elegant og ber þess merki að hér býr mikill fagurkeri sem kann að meta vandaða hluti og má sjá gott safn af fallegri list, hönnun, antík og plöntum sem skapar notalega stemmingu.

Hér er án efa gott að búa – kíkjum í heimsókn ♡

Eldhúsið er einstaklega fallegt með sérsmíðuðum innréttingum, vönduðum tækjum og sjáið svo hvað borðkrókurinn er smart.

Stíllinn hjá Hörpu er léttur, yfirvegaður og notalegur. En þannig lýsti hún stílnum sínum sjálf þegar ég fór í innlit til hennar fyrir nokkrum árum fyrir Glamour tímaritið. Polder sófinn frá Vitra er einstaklega flottur, Ton stólar við borðstofuborðið og Bubble lampi George Nelson yfir. Marokkóska gólfmottan rammar stofuna inn, en hún er frá góðvinum Hörpu í HAF store.

Gatið í veggnum setur sjarma á heimilið, skemmtileg hugmynd sem opnar á milli stofu og forstofu, en Harpa lét brjóta gatið í vegginn. Óvenjuleg hugmynd en kemur stórvel út!

Hér hafa ófá matarboðin verið haldin, borðstofan er björt og opin og hægt að ganga út á svalir.

Bjart og notalegt svefnherbergið með frábæru skápaplássi.

“Íbúðin og húsið hafa farið í gegn um miklar endurbætur á s.l. árum. Íbúðin var tekin í gegn árið 2015. Skipt var um öll gólfefni, baðherbergi og eldhús algerlega endurnýjað, skipt um raflagnir og sett ný rafmagnstafla. Gólfhiti settur í eldhús, baðherbergi og barnaherbergi. Allar innréttingar sérsmíðaðar. Húsið tekið í gegn að utan árið 2014, gert við allan múr og húsið málað að utan. Skipt var um glugga og gler í allri íbúðinni fyrir um 10 árum. Afar lítil viðhaldsþörf er á komandi árum…” 

Fallega heimili og þau verða heppin sem munu búa hér. Sjá frekari upplýsingar um íbúðina á Fasteignasíðu Mbl.is

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

EKKI MISSA AF WILLIAM MORRIS Á KJARVALSSTÖÐUM // ALRÆÐI FEGURÐAR

Mæli með

 

Sýning á verkum breska hönnuðarins William Morris, Alræði fegurðar – Let Beauty Rule, opnar sunnudaginn 30. júní á Kjarvalsstöðum kl. 16:00. Ég hef eytt dágóðum tíma undanfarna daga á Kjarvalsstöðum vegna skemmtilegs verkefnis sem ég tók að mér og hef því fengið að fylgjast með uppsetningunni á þessari merkilegu sýningu. Í fyrsta sinn sem ég gekk inn í sýningarsalinn fékk ég gæsahúð því fegurðin var svo mikil og yfirheiti sýningarinnar á alveg einstaklega vel við, Alræði fegurðar – Let Beauty Rule. 

Það er þvílíkt blómaþema á Kjarvalsstöðum í sumar en núna eru einnig yfirstandandi sýningar á verkum Sölva Helgasonar (Sólon Íslandus) Blómsturheimar, og að sjálfsögðu sýning á verkum Kjarvals, Get ekki teiknað bláklukku, þar sem listamaðurinn Eggert Pétursson hefur sett saman sýningu á blómaverkum Jóhannesar S. Kjarvals.

Safnbúðin á Kjarvalsstöðum er einnig flæðandi í fallegum gjafavörum í tengslum við William Morris sýninguna ásamt fallegri íslenskri hönnun og frábæru úrvali af barnavörum og leikföngum.

Um sýninguna // 

Listasafn Reykjavíkur kynnir með stolti fyrstu stóru sýninguna á Íslandi á verkum breska hönnuðarins William Morris. Sýningin gerir skil fjölbreyttu ævistarfi Morris en hann fékkst bæði við hönnun, skáldskap og var framúrskarandi handverksmaður. Hann var sósíalískur aktívisti og hugmyndir hans um samfélag iðnbyltingarinnar þóttu byltingakenndar.  Á sýningunni eru auk frumteikninga af munstrum Morris; útsaumsverk, húsgögn, fagurlegar skreyttar bækur, flísar auk verka eftir samferðamenn Morris á borð við Dante Gabriel Rossetti.

“Ég vil ekki list fyrir fáa fremur en menntun fyrir fáa eða frelsi fyrir fáa.” William Morris, 1877.

Þessi mynd er tekin í safnbúðinni í dag – ég er með augun á græna púðanum, hann er æði!

Mæli svo sannarlega með að kíkja við og fyllast innblæstri á þessum einstöku sýningum sem nú standa yfir á Kjarvalsstöðum.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

GLÆSILEGT HEIMILI MEÐ SVART & SEXÝ ELDHÚS

BarnaherbergiEldhús

Hér er á ferð afskaplega elegant og íburðarmikið heimili sem staðsett er í Gautaborg. Glæsilegt eldhúsið vakti sérstaklega athygli mína og vandlega hannaðar innréttingar og svo er borðplatan hrikalega flott. Hér má finna úrval af þekktri hönnun og nýtur Gubi vinsælda á þessu heimili en bæði borðstofu og eldhússtólarnir eru Gubi ásamt eldhúsljósinu. Flos loftljós og gólflampi skreyta borðstofuna ásamt Montana Wire hillum sem voru í takmörkuðu upplagi. Barnaherbergið er þó skemmtilegasta herbergið að mínu mati og sérlega vel heppnað.

Kíkjum í heimsókn –

Sjáið hvað bleika mottan gerir mikið fyrir borðstofuna –

Elska þetta barnaherbergi –

Eldhúsið er hrikalega smart – borðplatan er svo lifandi og falleg og tónar vel við gyllta litinn og svartar innréttingarnar.

VÁ!

Það er sjaldgæft að forstofa sé svona stór en þá er tilvalið að hafa mottu í miðju rýminu og borð með blómavasa eða fallegri skál og gerir rýmið notalegra.

Myndir : Bjurfors

Hvað finnst ykkur um þetta heimili? Of mikið af því góða eða hittir beint í mark? ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu