GJAFALEIKUR: GLÆSILEG HÖNNUN FRÁ JANSEN+CO

HönnunVerslað

Í samstarfi við verslunina Kokku ætla ég að hafa hrikalega veglegan og flottan gjafaleik sem er jafnframt sá fyrsti á árinu hér á blogginu. Þið þekkið flest verslunina Kokku sem hefur verið stafrækt við Laugaveginn undanfarin 15 ár, jú verslunin á nefnilega stórafmæli í ár og þá skal fagna og ætlum við að byrja á einum góðum gjafaleik! Í Kokku fæst nánast allt sem þarf fyrir eldhúsið og til að leggja fallega á borð og eru allar vörurnar sérvaldar og mjög vandaðar. Í rauninni er ótrúlegt hversu mikið vöruúrval er til hjá þeim á þessum nokkru fermetrum en þið ykkar sem ekki hafið kíkt við í þessa perlu þá er það algjört möst, en þau reka einnig öfluga vefverslun, Kokka.is fyrir ykkur sem hafið ekki tök á að koma við. Jansen+co er eitt af fjölmörgum vörumerkjum sem þar fæst en það er ungt hollenskt hönnunarmerki sem er að vekja mikla athygli um þessar mundir með fersku vöruúrvali sínu. Nýlega komu á markað hrikalega flottir og litríkir kertastjakar sem meðal annars hafa birst í Vogue Living ásamt glæsilegum marmarabökkum en það eru einmitt vörurnar sem hægt verður að næla sér í.

 

Jansen_co_Serax_platter_medium_White_marble_handle_gold_JC1201_-canvas-64036JC119936JC1200

Það verður að segjast eins og er, þessir marmarabakkar eru með þeim allra fallegustu sem ég hef séð. Fersk hönnun með mikið notagildi og efnisvalið er eitthvað svo hrikalega elegant. Klárlega kominn efst á minn óskalista!

Copper-candleholder-Jansen-Co

12642517_10153813194724376_2642607388742595356_n-1

Svo eru það kertastjakarnir sem kynntir voru nýlega á hönnunarsýningunni Maison&Objet í París og rötuðu þeir beina leið í Vogue Living sem skapaði þvílíka eftirvæntingu. Þeir eru loksins komnir á klakann og eru alveg æðislegir, bæði stakir og nokkrir saman í hóp. Þeir koma í tveimur stærðum og í þessum litum sem sjást hér að neðan.

Kokka

Tveir heppnir lesendur verða dregnir út á föstudaginn og fær annar þeirra marmarabakka frá Jansen+co og hinn heppni fær tvo stóra kertastjaka frá Jansen+co, en báðir vinningarnir eru að andvirði 15.900 kr.

Til að skrá sig í pottinn þá þarft þú að: 

1. Setja like við þessa færslu og skilja eftir skemmtilega athugasemd þar sem fram kemur hvort þú viljir eignast kertastjaka eða marmarabakka

2. Setja like við Kokku á facebook – sjá hér

P.s. leikurinn er einnig í gangi á facebook síðu bloggsins og fara öll nöfnin í sama pott!

Tveir heppnir verða dregnir út á föstudaginn þann 12. febrúar.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

MÁNUDAGUR X 10

Persónulegt

Í dag er mánudagur í tíunda veldi á mínum bæ, í dag var nefnilega sjöundi dagur veikinda hjá mér og þá mega konur fá að kvarta, sérstaklega þar sem að sonurinn var meira og minna veikur allan síðasta mánuð. Á morgun er ég þó með plön og því skal blessuð flensan hafa yfirgefið mig þegar ég vakna fersk í fyrramálið. Á morgun verður einnig skemmtilegur gjafaleikur í samstarfi við Kokku svo ég mæli með að kíkja við og taka þátt, ásamt því að ég er komin með nýjar fréttir af íbúðinni hjá Örnu og Sigvalda sem ég ætla að deila með ykkur! Þið verðið því að afsaka mig í kvöld með innihaldslítilli færslu en þessi orð töluðu svo til mín á Pinterest flakki kvöldsins að ég ákvað að deila þeim.

8c29eeddd78ce9c7ecd279cefbe0f741 668e124a8bc19da868f854f86865b4501435aa1b26834633a438afed08621ae3 74540d5264e93bf8ab95cd2554ad5ab3-1b7494d3d902dd3c9d49b904e2485d6a4 3df665197d3eef77ec56a63d08875f43

f2c551c6f6e0085ac489bb94900a09c0

fabce0e02c52ced313047d8d72abb43c

075451d12ddc7b27514b470e0d403b463163cbfc9d491f17b4abed0c9b47d5a747e48f547c20308fcaf637ebdff2c553

6b0de1838eda66f8814fd817a739401f e0c1d6e5236718205d870908d5223e20

Stundum er Pinterest besta “þerapían” sem völ er á, þannig er það bara. Ég kem sterk aftur til leiks á morgun, búin með flensuna fyrir næstu árin eða það ætla ég að vona. Þangað til næst!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

MYNDAVEGGIR Á 7 ÓLÍKA VEGU

Fyrir heimiliðHugmyndir

Það getur gert töluvert mikið fyrir lúkkið á heimilinu að skella upp myndavegg og þá helst að blanda saman persónulegum myndum við plaköt, ljósmyndir eða önnur listaverk. Það eru þó til fjölmargar leiðir hvernig eigi að hengja myndirnar upp og um að gera að blanda saman nokkrum stærðum og týpum og prófa nýjar leiðir þetta er jú bara eitt lítið gat sem þarf þá að sparsla upp í ef útkoman klikkar. Góð leið til að stressa sig ekki of á uppröðuninni er að klippa út dagblöð í sömu stærð og rammarnir og hengja upp með límbandi til að finna réttan stað áður en neglt er í vegginn. Ég hef prófað þá leið og hún svínvirkar og minnkar höfuðverkinn töluvert!
970e1b82f8a785ce031affc188e48049

Skemmtilegust þykir mér hugmyndin hér að ofan þar sem rammarnir mætast á horni og nokkuð óvenjuleg uppröðun, sama má segja um myndina hér að neðan þar sem rammarnir ná nánast upp í loft sem stækkar rýmið töluvert þó svo að lofthæðin sé mikil fyrir.

4602a7c12ce223741e515b0c1e14d26d94fbda1c76e21a596223f827d783255e

Stílhrein útgáfa þar sem rammarnir og myndirnar eru í sama stíl og svefnherbergið.

c85e84f084b4ae3cba24e636cc17fdaa

Kemur líka vel út að láta rammana byrja á sömu línu, hvort sem það sé lóðrétt eða lárétt lína.

0d60f83118ddcabc1ae3a8fe2401314b

Þessi myndaveggur að ofan er sérstaklega flottur með frumlegri uppröðun.

2f70dc75cdad1092ad514b8ee5c1692d

Svo er alltaf gamla góða trixið að notast við myndarammahillur þar sem hægt er að breyta endalaust uppröðuninni án þess að fá móral yfir því að þurfa að bæta við fleiri nöglum.

7afb2bb761af6f3d589e4a179860f110
Myndir via Bolig Magasinet & Pinterest síðuna mína 

Ég get ekki sleppt uppröðuninni sem er mest notuð á mínu heimili en það er hreinlega að hengja myndirnar ekki upp heldur tilla þeim uppvið vegginn. Mögulega afþví að ég er með mikið af stórum plakötum og því standa þau á gólfinu uppvið veggi en það er auðvitað mjög óæskilegt með barn á heimilinu sem gæti auðveldlega fellt rammann og þyrfti ég því að koma þeim betur fyrir. Ég er með 5 plaköt sem eru yfir meter á hæð og því gefur að skilja að þau hanga ekki öll uppá vegg enda myndi íbúðin hreinlega hverfa við það:) Hinsvegar fíla ég svona dálítið afslappað lúkk og auðveldar töluvert að breyta til, en það kemur vel út að blanda þessu tvennu saman eins og sjá má á myndinni að ofan.

Hver er þín uppáhalds mynd? Skildu endilega eftir athugasemd:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DRAUMASPEGILLINN

Íslensk hönnunPersónulegt
Screen Shot 2016-02-03 at 22.40.57
 Mynd frá instagram: @svana_

Í dag rættist einn gamall draumur þegar ég eignaðist spegil sem mig hefur dreymt um að eiga í nokkur ár. Eins og ég hef komið inn á áður þá vann ég með náminu mínu í hönnunargalleríinu Spark design space sem staðsett er við Klapparstíg í miðbæ Reykjavíkur. Ég var með annan fótinn þar í um 4 ár eða nánast frá því að Spark hóf starfsemi sína og þessvegna þykir mér alltaf dálítið vænt um galleríið ásamt henni Siggu sem rekur það. Ég kynntist Scintilla einnig í Spark og hef síðan þá tekið ástfóstri við merkið en það var þriðja sýningin sem haldin var og þá í byrjun ársins 2011 sem var þegar ég eignaðist plakatið mitt fræga. Scintilla sýndi síðan aftur árið 2013 og þá speglalínu, nema það að ég fékk þá á heilann svo fallegir voru þeir. Ég íhugaði fram og tilbaka hvaða stærð ég skyldi fá mér en bleikur átti það að vera nema einhverja hluta vegna keypti ég aldrei spegilinn, enda mögulega of dýr fyrir mig á þeim tíma. Speglarnir komu í nokkrum litum og stærðum en þessi bleiki heillaði mig upp úr skónum og það kom svosem ekkert á óvart. Í dag hinsvegar eignaðist ég loksins þennan spegil sem endaði óvænt uppí höndunum á mér. Það borgar sig greinilega að fá góða hluti á heilann því þá rætast óskirnar stundum. Mikið sem ég hlakka til að hengja þessa dásemd upp þegar ég hef lokið við að laga ogguponsulítið hnjask sem þessi elska hafði orðið fyrir og ástæða þess að hann beið eftir mér allan þennan tíma!

Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða allar sýningar sem haldnar hafa verið í Spark -hér, ég mæli þó með að kíkja við tækifæri á úrvalið sem mun koma þér á óvart. Hönnun í allskyns skemmtilegum útgáfum, speglar, fallegustu sundbolir sem til eru, bækur, plaköt og margt fleira:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

UPPÁHALDS BLEIKIR HLUTIR

Fyrir heimiliðPersónulegtUppáhalds

Ég er eldheit talskona bleika litsins en það er eitthvað við þennan guðdómlega lit sem færir heimilið hreinlega upp á annað plan og gefur því svo mikla gleði. Það að bleikur sé litur ársins 2016 breytir auðvitað engu fyrir mig, ég hef alltaf vitað og viðurkennt að þetta sé geggjaður litur. Núna hefur verið skrifað í dagbókina mína undanfarna daga að mála forstofuna bleika svo það hlýtur að fara að styttast í að það gerist eða svona þegar heilsan á heimilinu skánar. Ég ákvað að taka saman nokkra af mínum uppáhalds bleiku hlutum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og mikið sem þessi mynd er hrikalega djúsí og lífleg sem sannar enn og aftur að það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta smá bleikum í líf sitt!

bleikt2

1. PH5 ljósið mitt er ekki alveg bleikt en þó er innri partur þess bleikur og sést liturinn frá mörgum sjónarhornum og gefur ljósinu mikinn karakter. // 2. Ég eignaðist mitt Scintilla plakat fyrir um 5 árum síðan en þá voru þau aðeins prentuð í 11 eintökum og merkið splunkunýtt. Eftir að hafa fengið óteljandi fyrirspurnir um plakatið var það sett í breyttri útgáfu aftur í framleiðslu og er því núna hægt að versla hjá Scintilla. -Myndin er tekin á gamla heimilinu okkar. // 3. HAY dots púðinn minn er líka uppáhalds, það er þó ekki gott að kúra með hann en fallegur er hann þó. Fyrir áhugasama þá heyrði ég að verið sé að hætta að framleiða Dots púðana og því um að gera að næla sér í einn ef það er annars á planinu. // 4. HAY dots bleikur dúkur var alveg lífsnauðsynlegur fyrir nokkru síðan að mínu mati. Hann lífgar við öll matarboð og er bara alveg hrikalega fallegur, klárlega einn uppáhalds hluturinn minn. // 5. Einn uppáhaldshönnuðurinn minn Hella Jongerius hannaði þennan vasa fyrir Ikea Ps fyrir nokkrum árum síðan og mikið sem ég vona að hann brotni aldrei því hann er ófáanlegur í dag og algjört uppáhald. // 6. Mín allra uppáhalds rúmföt eru þessi hér frá HAY sem er augljóslega líka eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum. Ég hef þvegið þau mjög oft og alltaf haldast þau jafn litrík og mjúk. // Þessi listi er ekki tæmandi og vantar þónokkra bleika hluti sem skreyta heimilið. Framtíðardraumurinn væri að eiga tvo fölbleika Svani en við skulum ræða það betur seinna!

Team bleikur alla leið…. eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111