fbpx

Veglegur kaupauki frá Blue Lagoon Skincare og mínar uppáhalds vörur!

BeautyÍslensk hönnunMæli meðSamstarf
Ég má til með að mæla með ótrúlega veglegum kaupauka frá mínu uppáhalds húðvörumerki, Blue Lagoon Skincare. 
Ef þú hefur áhuga á að prófa margverðlaunaðar BL+ vörurnar þá er núna rétti tíminn því ef keyptar eru vörur fyrir 15.000 kr. eða meira fylgir með veglegur kaupauki, BL+ the serum, að andvirði 17.900 kr. í gjöf. Alveg tilvalin gjöf fyrir ástina þína ♡
Undanfarna mánuði hefur mín húðrútína einkennst af óvenjulega miklum lúxus, og er það heldur betur að skila árangri og langt síðan húðin á mér hefur verið í jafn góðu jafnvægi. Flesta daga nota ég BL+ serumið, BL+ andlitskremið, BL+ retinol og síðast bætti ég við rútínuna BL+ Eye serum og BL+ Eye cream og er því í dag komin með flestar af þeirra helstu snyrtivörum í snyrtiskápinn (*keypt sjálf og fengið í gjöf).
Augnserumið er í sérstöku uppáhaldi og það er alveg geggjað að geyma það í kæli og er því ótrúlega frískandi að rúlla ískaldri stálrúllunni yfir augnsvæðið á morgnanna sem gerir töfra ef þú vaknar eitthvað þreytuleg og þrútin um augun, en það gefur bæði góðan raka, frískar og vinnur á fínum línum! Já takk
Núna eru einnig öll gjafasett Blue Lagoon Skincare með frábærum afsláttum og fer þar fremst í flokki mitt uppáhald sem er The Eye Expert núna með 37 % afslætti!
“Endurvektu augnsvæðið á skotstundu með nýju húðvörusetti sem veitir góðan raka og vinnur á fínum línum, þrota og þreytumerkjum. Settið inniheldur: BL+ Eye Serum (10 ml), BL+ Eye Cream (15 ml) og svefnmaska úr 100% Mulberry silki.”  

Bláa Lónið er svo sannarlega íslensk perla en það eru líka snyrtivörurnar þeirra, en ekki allir vita að fyrstu fimm vörurnar þeirra – þar á meðal kísilmaskinn og baðsalt Bláa Lónsins – komu á markað árið 1995.

BL+ the serum

Öflug formúla sem vinnur gegn öldrun húðar og styður við heilbrigði hennar. Inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX, sem bætir kollagenbirgðir húðar og styrkir náttúrulegt varnarlag hennar, ásamt jarðsjó Bláa Lónsins, C vítamíns og þriggja tegunda hýalúrónsýra.

Virkni: The Serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu virkra efna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif.

Ávinningur: Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og hrukkum, húðin verður heilbrigðari og ljómandi.

Létt, silkimjúk áferð • Prófað af húðlæknum • Án ilmefna • Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð • Hentar öllum húðgerðum og grænkerum

 

Eye Expert gjafasett

BL+ EYE SERUM
Áhrifaríkt augnserum sem gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu.

BL+ EYE CREAM
Háþróað augnkrem sem nærir, þéttir og dregur úr fínum línum. Næringarríkt og silkimjúkt krem sem verndar viðkvæmt augnsvæðið, gefur slétta og bjarta ásýnd.

SILK EYE MASK
Glæsilegur svefnmaski úr silki sem gerir góðan svefn enn betri.

Þessu setti mæli ég svo innilega með ♡

Dekraðu við þá sem þú elskar (þar á meðal þig sjálfa!) með æðislegum lúxus húðvörum. Til að skoða úrvalið af BL+ skincare vöruúrvalið, smelltu þá hér. 

Moomin Love línan 2024

FréttirSamstarf

Nýja Moomin Love vörulínan er svo sæt, en þar má finna sængurföt, handklæði og fjölnota poka (weekend-bag) sem myndskreytt eru í stíl við minn uppáhalds Moomin bolla, ljósbleika Love sem jafnframt er einn sá vinsælasti í safninu. Bleikar nýjungar úr hönnunarheiminum ná alltaf minni athygli og eru Múmínálfarnir engin undantekning! Ég vildi þó óska þess að sængurfötin væru einnig til í barnastærðum og vonandi bætast fleiri stærðir við síðar. En hér er þó á ferð krúttleg gjöf fyrir þann sem þú ert skotin/n í ♡

“Fagurbleik sængurföt sem sýna hinar mörgu birtingarmyndir ástarinnar á milli Múmínsnáða og Snorkstelpunnar.”

Þessi bleiki poki mætti alveg rata heim til mín, ég er veik fyrir sætum taupokum og er yfirleitt með nokkra í notkun ♡ Fyrir áhugasama þá fást Love vörurnar í Iittala búðinni í Kringlunni.

Falleg íslensk heimili : Gordjöss hönnunarheimili í Urriðaholtinu sem eykur lífsgæðin!

Íslensk heimili

Hér er á ferð heimili sem segir VÁ! Það er ekki alltaf sem ég hef heimsótt þessi fallegu heimili sem ég sýni myndir frá, en hér hinsvegar býr ein uppáhalds vinkona mín ásamt fjölskyldu sinni og var húsið að koma á sölu og er opið hús núna um helgina, á sunnudaginn! Um er að ræða ótrúlega glæsilegt 6 herbergja Svansvottað raðhús í Urriðaholtinu á alveg frábærum stað í hverfinu, efst við Urriðaholtsstræti. Ég man þegar ég heimsótti hana fyrst í splunkunýtt húsið og hugsaði einmitt “VÁ þetta er næs hús”, það er smá skandinavískur fílingur yfir því, efnisvalið og allt umhverfið er svo sjarmerandi. Þið eiginlega verðið að kíkja á húsið, sjón er sögu ríkari ♡

„Í þessum húsum erum við að vinna með þætti sem hafa jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Þar á meðal má nefna áherslu á góða hljóðvist, sem dregur úr streitu og þreytu. Einnig náttúrulega lýsingu, því að við mannfólkið leggjum mikið upp úr dagsbirtunni.“

Það er svo falleg hugsun á bakvið alla hönnun hússins sem miðar að því að íbúum þess líði vel.

Hér er ansi áhugaverð lesning um húsið sem ég mæli með fyrir áhugasama:

„Svansvottuð raðhús fyrir aukin lífsgæði

Vistbyggð ehf hefur sett ný Svansvottuð raðhús í sölu, efst við Urriðaholtsstræti. Raðhúsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum og fylgja ströngum kröfum um efnisval og umhverfisspor til að standast kröfur Svansins, sem er umhverfismerki Norðurlandanna.

„Í þessum húsum erum við að vinna með þætti sem hafa jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Þar á meðal má nefna áherslu á góða hljóðvist, sem dregur úr streitu og þreytu. Einnig náttúrulega lýsingu, því að við mannfólkið leggjum mikið upp úr dagsbirtunni. Í húsunum er janframt loftskiptikerfi sem minnkar orkunotkun húsanna verulega og hindrar rakamyndun,“ segir Benedikt Ingi Tómasson, framkvæmdastjóri Vistbyggðar ehf.”

Heimild: Urriðaholt.is

„Áhersla á vellíðan

„Við Íslendingar verjum mjög miklum tíma innanhúss, um 65% af þeim tíma er á heimilinu og því skiptir miklu máli að húsakynnin láti okkur líða vel. Kröfur Svansvottunarinnar styðja afar vel við þau markmið og stuðla auðvitað um leið að umhverfisvænum byggingarmáta,“ segir Benedikt.

„Sem dæmi má nefna loftskiptikerfið. Þá er fersku lofti að utan blásið inn og svo sogað út aftur og varminn frá útsogsloftinu notaður til að hita loftið sem kemur inn. Þessi varmaendurvinnsla minnkar orkunotkunina verulega og þarmeð hitaveitureikninginn. Um leið draga þessi loftskipti úr rakamyndun innanhúss,“ bætir hann við.

„Við hönnun húsanna horfðum við til þess að skapa heilnæmt húsnæði fyrir alla fjölskylduna, að það yrði auðvelt að fá vini í heimsókn og geta verið saman, en líka sitt í hvoru lagi í ró og næði.“

Heimild: Urriðaholt.is

Myndir : Fasteignasíða Vísir.is / Pálsson fasteignasala     

Fyrir áhugasama þá hvet ég ykkur til að kíkja á opna húsið núna á sunnudaginn þann 18. febrúar. Smelltu svo hér til að lesa enn meira um þessi heillandi Svansvottuðu hús.

Hér gæti ég hugsað mér að búa ♡

40 dresshugmyndir með slæðu

BeautyHugmyndir
Það er eitthvað svo elegant og klassískt við silkislæður, og undanfarið hafa þær orðið að skemmtilegum fylgihlut sem hægt er að leika sér með á ýmsa vegu og það að vefja þeim um hálsinn er langt frá því það eina sem hægt er að gera með slæðu. Ég sjálf hef mjög lítið notað slæður þar sem ég hreinlega þóttist ekki kunna það, en með smá leit fann ég endalausar hugmyndir hvernig hægt er að vefja þær um hálsinn, flétta í hárið, vefja um töskubandið og svo mætti lengi telja áfram. Einföld og smart leið til að fríska við dressið!
Ég keypti mér mína fyrstu silkislæðu í gær sem vinkona mín, Signý hjá Morra hannar og fékk hana í leiðinni að sýna mér nokkrar leiðir til að binda slæðuna. Vá hvað það er auðvelt, og ég er frekar spennt að prófa mig áfram núna. Sjáið líka hvað það er smart að hafa slæðu í hárinu ♡

Myndir: Pinterest

Fyrir áhugasama þá fást íslensku silkislæðurnar frá Morra m.a. í Epal, Rammagerðinni, Hönnunarsafninu, Gerðarsafni og víðar. Ég valdi mér Ylju í bleikum lit og gæti vel hugsað mér að bæta í safnið síðar.

Takk fyrir lesturinn –

Falleg íslensk heimili: Með útsýni yfir sjóinn í Hafnarfirði

Íslensk heimili

Hver vill ekki búa í Hafnarfirði? Hér er á ferð 4 herbergja björt draumaíbúð á tveimur hæðum á frábærum stað í Hafnarfirði þar sem hægt er að ganga í alla þjónustu, t.d. í sund og matarbúðina og mjög stutt og falleg gönguleið meðfram sjónum að miðbænum. Algjör draumur og ekki skemmir fyrir hvað íbúðin hefur verið gerð upp á vandaðan hátt, enda mikil smekkkona sem hér býr og því auðveldlega hægt að flytja beint inn♡ Sjáið líka hvað gluggarnir eru gordjöss!

Fallegt málverk eftir Heiðdísi Helga má sjá hér á veggnum.

Fyrir áhugasama þá er opið hús í dag!

Myndir: Mbl.is Fasteignavefur / Pálsson fasteignasala

ÚTSALA Í IITTALA BÚÐINNI ♡ MÍN MEÐMÆLI

iittala

Útsalan í Iittala búðinni Kringlunni stendur nú yfir og má þar finna fallega hönnunarvöru á 20-50% afslætti. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum sem nú eru á afslætti en þið einnig getið skoðað allt úrvalið í vefverslun þeirra! Það er tilvalið að nýta afsláttinn meðal annars til að næla sér í flotta blómavasa, Aalto viðarbrettið eða koparbakkann sem er alveg gordjöss, fallegt páskaskraut eða glæsilegu Iittala jólakúlurnar sem nú eru á 50% afslætti. Svona til að stinga beint ofan í jólakassann svosem, en það mun gleðja ansi mikið næstu jól ♡

Það eru nokkrir fallegir litir á Aalto vasanum á 20% afslætti og má þar nefna Rio Brown litinn sem er glæsilegur.

Ég er alltaf með viðarbrettið uppivið í eldhúsinu, svo formfögur og falleg hönnun. Núna er Aalto brettið með 20% afslætti.

Iittala Tundra línan lofar góðu og er núna á 50% kynningarafslætti.

Rósagyllti bakkinn er í algjöru uppáhaldi hjá mér, ég nota hann til að bera fram mat í boðum og þess á milli skreytir hann eldhúsið stillt upp við vegg hjá viðarbrettum. Núna er bakkinn með 20% afslætti.

Fallegt jóla og páskaskraut er með 50% afslætti sem er tilvalið að nýta! Ég er alltaf jafn hrifin af glerjólakúlunum mínum sem ég tek upp um hver jól og skreyti tréð og greinar í vasa, og litrík glerpáskaegginn eru svo falleg. Ég tók einnig saman fleiri myndir sem sýna mínar uppáhalds vörur hér að neðan.

/ Færslan er unnin í samstarfi við ibúðina. 
  • Iittala Niva og Ultima Thule recycled glös 20cl eru með 50% afslætti.
  • Valdar Oiva Toikka vörur með 50% afslætti og góð tilboð á völdum Oiva Toikka glerfuglum sem ég elska.
  • Iittala lampar með 50% afslætti, Lantern copper og Putki í hvítum.
  • 20% kynningarafsláttur af nýju Aalto brass kertastjökunum sem eru alveg gordjöss!
  • Múmínbollar valdar tegundir með 25-33% afslætti.
  • 75% afsláttur af Iittala Ruutu vasa, clear og ultramarine blue.

 Þetta og svo miklu meira, ég mæli með að kíkja við ♡

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR SVARTÁHVÍTU

JólÓskalistinn

Ertu í jólagjafaleit? ♡ Það er gaman að gleðja með fallegri gjöf og eins og alltaf þá er það er hugurinn sem gildir. Ég hef undanfarna daga fengið sendar margar fyrirspurnir að sýna jólagjafahugmyndir eins og ég hef gert undanfarin ár og núna tók ég einungis saman hluti sem ég persónulega óska mér, eða vörur sem ég á nú þegar og elska ♡

1. Bókin Myndlist á heimilum, fæst í Eymundsson, Haf store og Epal m.a. 2. Æðislegur HAY sloppur í bleiku, Epal. 3. Steamery ferðagufutæki er snilld, Epal. 4. Ihanna home rúmföt eru alveg dásamleg, fást t.d. hjá Epal og Vogue fyrir heimilið. 5. Perlueyrnalokkar og perluarmband frá ByLovisa eru í miklu uppáhaldi hjá mér. 6. Mjúkir inniskór frá AndreA sem ég nota daglega og elska. 7. Stafabolli frá Royal Copenhagen sem vantar í mitt safn, Kúnígúnd og Epal. 8. Plakat frá Safnbúð Listasafna Reykjavíkur, góð leið til að eignast list á vegginn fyrir lítinn pening. 9. Jólanaglalakk frá Essie er nauðsynlegt. 10. Gordjöss sólgleraugu MiuMiu eru á mínum óskalista, fást hjá ÉgC í Hamraborg. 11. Húðvörur frá Blue Lagoon mæli ég með þar sem húðin mín hefur aldrei verið betri. Allskyns gjafaöskjur, andlitsmaskar og gæðahúðvörur. Blue Lagoon verslanir. 12. Fallega myndskreytt dagatal frá Heiðdísi Helgadóttur. Norðurbakka og í Epal. 13. Perluveski frá minni uppáhalds, AndreA.

1. Royal Copenhagen jólakúla, algjör klassík. Fæst hjá Kúnígúnd og Epal. 2. Hátíðarlokkar frá Hlín Reykdal, allt svo fallegt sem hún gerir. 3. Pale Rose borðlampi frá Louis Poulsen er draumur drauma minna. Epal. 4. Ullarteppi frá uppáhalds Ihanna home í bleikum fallegum lit, dreymir um þetta í stofuna. 5. Vafin peysa sem ég elska að vera í, frá AndreA. 6. Niva glös frá Iittala til að bæta í safnið, þessi eru svo falleg. Ibúðin, Kúnígúnd og Epal. 7. Mæðradagsplattinn í ár, Kúnígúnd. 8. Fallegt úr frá Micheal Kors, fæst í Klukkunni. 9. Íslensk list á vegginn, elska úrvalið hjá Listval og útsaumsverkin eftir Sísí Ingólfs eru uppáhalds. Listval Hverfisgötu. 10. Brass Aalto kertastjakar eru svo falleg nýjung frá Iittala. Fæst í Ibúðinni, Kúnígúnd og Epal. 11. Ultima Thule vasi er algjör klassík. Fæst í Iittala búðinni og Kúnígúnd. 13. Leðurveski/Snyrtiveski frá AndreA, ég nota mitt svona daglega og geymi í snyrtivörur. AndreA. 14. Æðisleg gjafaaskja frá Blue Lagoon Skincare með nokkrum best-seller vörum, kremið, serum og maski. Mæli með!Vonandi koma þessar hugmyndir að góðum notum ♡

Jólakveðja, Svana

60 ÁR AF DEKKUÐU JÓLABORÐI MEÐ ROYAL COPENHAGEN

Fyrir heimiliðJól

Ég er ein af þeim sem kann miklu betur við það að leggja á borðið en að elda matinn og hef hingað til fengið að halda mig í þeirri deild. Fallega dekkuð borð gera matarboðin og borðhaldið aðeins skemmtilegra og það má nota ýmislegt óhefðbundið til að skreyta borðið með og getur alveg verið hin besta skemmtun. Listinn er endalaus og stoppar aðeins við þitt eigið hugmyndaflug. Ég elska að leggja á borð um jólin með gömlum Royal Copenhagen jólaplöttum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og blanda þeim við klassískt Blue Elements stell og ýmislegt punt sem ég vel að hverju sinni, jólanammistafir, piparkökur, litlar batterísseríur, styttur í vetrarþema og að binda slaufu með fallegum borða á glösin, hnífapörin eða kertastjakana eru nokkrar hugmyndir af borðskrauti í fljótu bragði. Hér að neðan má sjá fallegar hugmyndir til að leggja á borðið fyrir jólin.

Á hverju ári síðan 1963 hefur Royal Copenhagen fagnað jólunum með glæsilegu jólaborði þar sem fallegt borðstellið fær sín notið á listrænan hátt. Í ár eru því komin 60 ár af Royal Copenhagen jólaborðum og í tilefni þess voru fimm ólík jólaborð kynnt sem voru dekkuð af sex skapandi aðilum, sem öll eiga þau sameiginlegt að hafa mikil áhrif á danska menningu – sum í nokkra áratugi, og önnur sem eru á uppleið.

Hvert og eitt þeirra fékk að túlka sín jól á sinn persónulega hátt og eins og alltaf eru jólaborðin staðsett í gullfallegri og sögulegri flaggskipsverslun Royal Copenhagen við Amagertorv 6 í Kaupmannahöfn fram að jólum.

Smelltu hér til að lesa meira um 60 ár af jólaborðum Royal Copenhagen. Hér að neðan tók ég saman fallegan innblástur af jólaborðum Royal Copenhagen.

Og fyrir áhugasama þá má skoða hér jólaborðið sem ég og Andrea gerðum í hittifyrra, þegar tveir Royal Copenhagen safnarar hittast og fá að dúlla sér við að leggja á borð er mjög gaman ♡ Fyrir áhugasama þá fæst þetta fallega stell hjá Kúnígúnd og í Epal.

JÓLATRENDIÐ? SLAUFUR

HugmyndirJól

Það gerist varla klassískara en rauð slaufa um jólin en um þessi jól erum við að sjá slaufur af öllum stærðum og gerðum skreyta bæði jólatréð og kransa, kertastjaka og glös, hárið og spariskóna og að ógleymdum pökkunum sjálfum. Ég er að ELSKA þessa ást á slaufum sem sjá má út um allt í dag ♡

Myndir : Pinterest

Og hér aðventustjakinn hjá bestu Andreu – með slaufum ♡

Og hér var minn í ár – líka slaufur en blómin tóku smá yfir…:) Kertastjakinn er Nappula frá Iittala.