NÝ VERSLUN: WINSTON LIVING

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar bætist við verslunarflóruna okkar og hvað þá þegar að ný hönnunarverslun opnar. Á dögunum opnaði vefverslunin Winston Living  en þeir bjóða upp á úrval af allskyns fallegri gæðahönnun fyrir heimilið, ég tók saman 3 hluti sem mættu rata inn á heimilið mitt en þið getið séð allt úrvalið hér. 

WINSTON12

1. My guide to borgarplakötin eftir David Ehrenstråhle hafa verið mjög eftirsótt og sést víða í innlitum, það væri gaman að eiga eitt af New York enda er ég mjög heilluð af borginni. 2. Stál pottaplattar með Kaupmannahafnarþema, enn ein af mínum uppáhaldsborgum. 3. Ananasílát er hrikalega skemmtilegt skraut fyrir heimilið og eflaust hægt að geyma sitthvað ofan í honum…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

COS & HAY Í SAMSTARF

Hönnun

Þegar að tvö uppáhalds merkin manns hefja samstarf þá er von á einhverju hrikalega góðu. Línan COS X HAY sem stíluð er inn á nútímaleg heimili verður frumsýnd á netinu og í völdum verslunum föstudaginn, 4. september.  S P E N N Ó !

coshayAW15HAY01_12_0

Hversu skemmtilegt væri það nú ef stóru hönnunarmerkin myndu feta í fótspor H&M sem gefur reglulega út línur í samstarfi við heimsþekkta hönnuði, og gera þetta að reglulegum viðburði eins og það sem COS & HAY gera núna, ég er alveg viss um að slíkt myndi slá í gegn! Mitt hönnunarhjarta slær að minnsta kosti hraðar við svona fréttir. Ég býst við einhverju mjög töff frá þessu samstarfi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

FLJÓTFÆRNIN

DIYPersónulegtStofa

Stundum nenni ég hreinlega ekki að bíða eftir að fá aðstoð til að geta gert hlutina almennilega. Ég var heima í allan gærdag með strákinn minn vegna flensu en ég hef það sem mottó að vera ekki í tölvunni þegar hann er vakandi og því þurfti ég að finna mér eitt og annað að gera yfir daginn. Þá mundi ég eftir þessari frauðplast rósettu sem ég átti ofan í skúffu og ákvað að skella henni upp eins og skot. Svona þar sem að ég hef enga kunnáttu í að aftengja ljós þá ákvað ég bara að skera rósettuna inn að miðju og troða þannig rafmagnssnúrunni í gegn. Svona ekta “skítamix”. Ég er ægilega glöð með að vera loksins komin með rósettu í loftið, en þarf núna næst að finna bestu leiðina til að laga sárið:)

20150829_155824 20150829_160105

Og svo færði ég til og frá myndir á veggjum og leyfði þessum fugli að koma inní stofu og finnst hann bara koma nokkuð vel út:)

Svo vil ég endilega nýta mér aðstöðu mína hér á blogginu og hvetja ykkur til að leggja Unicef á Íslandi lið með því að leggja inná neyðarreikning þeirra. Hægt er að leggja inn á : 701-26-102040 Kt. 481203-2950 eða senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1.500 kr.

Eigið góða helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

INNLIT: PASTEL& EINTÓM GLEÐI

BarnaherbergiHeimili

Þetta er eitt af skemmtilegri innlitum sem ég hef sýnt og það kemur að sjálfsögðu frá uppáhalds tímaritinu mínu Bolig Magasinet. Hér býr húsgagnasmiðurinn Pär Ottosson ásamt konu sinni Lovisu Ovesen verslunarstýru í H&M ásamt tveimur börnum sínum. Pär er titlaður konungur DIY verkefna á vefsíðu Bolig en hann á þann titil svo sannarlega skilið en hann er stanslaust að breyta og bæta heimilið, “Að horfa á sama sófann og sama veggfóðrið veitir okkur engan innblástur, heimilið okkar á ekki að vera eins og safn frosið í tíma, heldur partur af okkur. Þessvegna erum við alltaf að breyta til.”  Kíkjum á þetta geggjaða heimili sem er stútfullt af góðum hugmyndum…

kokken-pastel-lejlighed-par-ottosson-ONBjzoruLU9x4sWTpIfMRw

Innréttinguna málaði Pär pastelbleika en eldhúsið er eitt af þeim smekklegri sem ég hef séð. Eins og hann segir sjálfur “Pastellitir gera mig hamingjusamann, þeir gera andrúmsloftið léttara í rýminu og skapa gleði.”

lejlighed-par-ottosson-spisestue-OhvxVI1qvqFeAwvham7udg

Borðstofuljósið er heimagert með því að líma heklaðar dúllur á blöðru sem er svo sprengd.

lejlighed-par-ottosson-hylde-kokken-aMPuQZQQdDCBLDipEm6fJw lejlighed-par-ottosson-stue-99s0QCRGLr627afubgI21g

Pär segir að stíllinn á heimilinu sé “litríkur, glaðlegur og tilgerðarlaus. Okkar eiginn stíll er meginþráðurinn, það er einnig mikilvægt að heimilið er líka fyrir börnin og þeirra þörfum þarf að vera mætt við hönnun rýmisins.”

lejlighed-par-ottosson-stue-sofa-_cCMH4O0-x7IWP0DXm_hTA lejlighed-par-ottosson-tv-wzsRjWJYNoJ1Wz-ZSmGV3Astue-lejlighed-par-ottosson-yksKSchCD8PzBBYUHGk48glejlighed-par-ottosson-bornevaerelse-OwLkV3g5BUUz_G8emPm0cA

Parið er mjög duglegt að prófa hugmyndirnar sínar á barnaherberginu sem er fyrir vikið mjög líflegt. Búðarglugginn í kústaskápnum er sérstaklega skemmtilegur.

pasteller-sovevaerelse-lejlighed-par-ottosson-ikuA6HFM7hNw677_yGKfKA

Hér vakna menn líklegast alltaf í góðu skapi?

planter-lejlighed-par-ottosson-oz2x4C9X_1_SSmH9I_eC_wlejlighed-par-ottosson-datter-nmoNQSsfBByg1RrGKKs0sQ lejlighed-par-ottosson-bornevaerelse-n46a8JIlAXLzJRCS3nU74Q

Heimasmíðaðar hillur og róla í barnaherberginu.

lejlighed-par-ottosson-sovevaerelse-qIaPgzBdd4XdXMfRW1giZw

Dóttirin fékk að sjálfsögðu heimatilbúið rúm í anda prinsessunnar á bauninni.

par-ottosson-TuooxOCRm71DppfKfNm9_g

Myndir via Bolig Magasinet

Viðtalið við hann er stórskemmtilegt en það er hægt að lesa hér, þar gefur hann einnig nokkur góð ráð fyrir heimaföndrara sem ég mæli með að kíkja á og fá góðar hugmyndir. Svo verð ég nú að nefna hversu frábært mér finnst að hann hafi málað eldhúsið sitt pastel bleikt. Meira svona!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

SVANA GOOGLE VOL.1

HönnunRáð fyrir heimilið

Það mætti stundum halda að Google væri mitt annað nafn, en ég hef oft ekki undan að svara fyrirspurnum varðandi hönnun og heimili frá fólki í kringum mig. Það eru eflaust ekki margir vinir mínir eftir sem hafa aldrei leitað til mín með spurningar hvaðan hitt og þetta er, eftir hvern það er, og svo mætti endalaust áfram telja. Ég hef haft mjög gaman af því að aðstoða og veita fólki upplýsingar, en stundum eru spurningarnar tímafrekar og því hef ég ekki náð á síðustu mánuðum að svara öllum vegna anna, þá eru það kannski ítarlegar spurningar um hönnunarnám og annað, en oft eru þetta líka spurningar sem auðveldlega má finna svar við á Google. Ég nota mikið Google image search, en þar hleður þú inn mynd úr tölvunni og færð þá oft niðurstöður hvaðan myndin er og jafnvel hver hannaði vöruna sem finna má á myndinni. En svo eðlilega hefur sitthvað síast inn í höfuðið á mér eftir að hafa legið yfir hönnunarbókum, blöðum og vefsíðum síðustu árin, sem betur fer myndi ég nú segja. Hér að neðan er svar við nýlegri spurningu varðandi eftir hvern hönnunin er, þið hafið eflaust flest rekist á þetta ljós í tímaritum eða á bloggsíðum enda afar vinsæl hönnun um þessar mundir.

Hönnunin sem um ræðir er Koushi ljósið, sem er einfalt og handgert ljós sem ameríski ljósmyndarinn Mark Eden Schooley hannaði.

img1

En síðan er það Z1 ljósið sem Mark Eden Schooley hannaði einnig ásamt Nelson Sepulveda, það er ekki svo ólíkt Koushi ljósinu í stíl þó að þetta sé örlítið fínlegra og höfðar því til fleiri.

img2

Koushi ljósið hefur verið sérstaklega vinsælt sem heimaföndur enda sést langar leiðir að það sé handgert, hér má jafnvel sjá DIY leiðbeiningar á vefsíðu Remodelista. Bæði ljósin fást í sænsku versluninni Artelleriet sjá hér fyrir áhugasama.

Ef þú ert með spurningu sem varðar hönnun og heimili þá er Svana Google með svarið;) Þó vil ég taka fram að þó að áhugasvið mitt nái yfir flest sem tengist hönnun þá er ég ekki sérfróð þegar kemur að vintage hlutum og antíkmunum. En það sem er í gangi í dag… þar erum við að tala saman!

Ertu svo búin/n að smella á facebooksíðu Svart á hvítu… stefnan er sett á 10.000 like og þá verður skemmtilegur gjafaleikur! Og ef þú hefur einhverntíman þurft að leita til mín með spurningu um hönnun og heimili þá á ég nú inni hjá þér að þú smellir á like hnappinn við þessa færslu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421