VERKEFNI Í VINNSLU…

IkeaPersónulegt

Screen Shot 2016-05-03 at 13.29.43

 

Mynd frá instagraminu mínu @svana_ 

Ég tók þessa krúttlegu mynd af þeim feðgum í gærkvöldi þegar þeir voru að klára að setja saman leikeldhúsið hans Bjarts. Sá litli er mjög spenntur fyrir því “að laga” allt og vekja skrúfjárn sérstakann áhuga hjá honum. Mamman ætlaði þó örlítið að fínisera eldhúsið sem er þó mjög fallegt fyrir, en marmarafilma var sett á plötuna ásamt því að ég ætla að setja örlitinn lit í skápana. Sýni ykkur myndir þegar allt er orðið klárt!:)

Við náðum að krossa út nokkra hluti af verkefnalistanum okkar um helgina, ekki bara leikeldhúsið heldur ýmislegt annað sem fór upp á veggi, ég hafði hugsað mér nefnilega að halda upp á afmælið mitt í júní og þá verður nú heimilið að vera í sínu besta standi;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VERSLAÐ HJÁ KRABB.IS

UmfjöllunVerslað

Stundum er alveg tilvalið að nýta þetta þetta fína blogg mitt undir jákvæðar fréttir og góð meðmæli. Ég er nefnilega á póstlista hjá Krabbameinsfélaginu og fékk rétt í þessu tölvupóst þar sem þau kynna netverslunina sína og ég ákvað því að taka saman nokkrar vörur frá þeim til að sýna ykkur hvað þau eru með fallegt vöruúrval. Því ef einhver á skilið umfjöllun þá eru það líklega þau:)

*Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram, en að sjálfsögðu er þessi færsla ekki kostuð á neinn hátt.

 Ég mæli með að skoða úrvalið hjá Krabb.is ef þú ert í gjafaleit og styrkja þá í leiðinni Krabbameinsfélagið :)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

APRÍL ÓSKIR //

Óskalistinn

Með maí rétt handan við hornið er tilvalið að ljúka mánuðinum með fallegum hlutum sem sitja á óskalistanum. “I think you should just go for it” er frekar gott mottó og sérstaklega með útborgunardag á næsta leiti hmmm. Sumir hlutir eiga það til að birtast oftar en einu sinni á óskalistunum mínum en þar má sérstaklega nefna bleiku afmælisútgáfuna af Sjöunni sem er nokkrum númerum of dásamleg. Ég er nú að verða þrítug eftir nokkrar vikur svo hún varð að vera með á myndinni þar sem að flestir mínir afmælisgestir vilja líklega gefa mér gjöf sem kostar tæpar hundrað þúsund krónur;)

april

 

//1. Pastelgrænn ananaslampi sem er í raun næturljós. Ég bind vonir við að sonur minn vilji sofa í sínu rúmi ef hann eignast svona sætt ananasljós. Petit. // 2. Sjöan eina sanna. Epal. // 3. Hversu fínir salt og pipar staukar? Sumarlegir og sætir flamingóar í eldhúsið. Hrím. // 4. Blómavasi sem mig dreymir um, fullkominn undir blómvendina sem ég fæ sirka tvisvar sinnum á ári;) Snúran. // 5. Marmarabakkinn sem ég hef áður talað er með þeim fallegri. Kokka. // 6. Föt, föt, föt, það er aldeilis kominn tími á að hressa aðeins við fataúrvalið og sandalar sitja ofarlega á listanum með hækkandi sól. // Eigið ljúfa helgi! Þangað til næst x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VIÐTAL: HÖNNUÐUR OMAGGIO SPJALLAR UM VASANA FRÆGU

HönnunKlassík

Röndótti Omaggio vasinn hefur varla farið framhjá neinum og er sannkölluð hönnunarklassík. Vasinn er framleiddur af danska keramíkfyrirtækinu Kähler og var hannaður árið 2008 af þeim Ditte Reckweg and Jelena Schou Nordentoft. Þær stöllur reka einnig eina vinsælustu hönnunarverslunina í Kaupmannahöfn, Stilleben sem ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á ef þið eigið leið um borgina.

Fyrir stuttu síðan var Jelene stödd í Reykjavík í tilefni þess að eiginmaður hennar Ulrik Nordentoft tók þátt í HönnunarMars í Epal og hitti ég hana í smá spjall.

Segðu okkur söguna á bakvið fræga Omaggio vasann? Omaggio var okkar fyrsta hönnun og var vasinn kynntur til sögunnar árið 2008. Hugmyndin var að skapa nútímalegan og einfaldan vasa sem væri þó einstakur í útliti og með handverksyfirbragði.

13030-2

“Innblásturinn var sóttur í eldri hönnun frá Kähler, röndóttan handmálaðan vasa frá árunum 1930-1940 sem við túlkuðum yfir á okkar hönnun og eru allar rendurnar handmálaðar á Omaggio vösunum.”

Komu vinsældir Omaggio ykkar á óvart? Já, þær komu okkur mjög mikið á óvart, okkur hefði aldrei dreymt um að þessi vasi ætti svona mikla möguleika. Omaggio vakti strax mikla athygli á meðal skandinavískra hönnunaraðdáenda en varð síðan gífurlega frægur þegar fallega kopar útgáfan var kynnt til sögunnar vorið 2014 í tilefni 175 ára afmælis Kähler og aðeins í takmörkuðu upplagi.

Kähler-Omaggio-anniversary-vase

Áttu þér uppáhalds útgáfu af Omaggio vasanum? Ég mun alltaf elska klassíska vasann með svörtu röndunum afþví að það var okkar fyrsti vasi og mesta klassíkin. Við Ditte erum líka alltaf veikar fyrir þessum með rauðu röndunum sem var kynntur árið 2009. Stundum erum við hrifnastar af þeim sem við gerðum fyrir löngu síðan og eru ófáanlegir í dag.

Komið þið Ditte að öllum ákvörðunum um Omaggio vasana þegar kemur að sérstökum útgáfum eða nýjum litum? Já þetta er alltaf ákvörðun sem við tökum saman, stundum fáum við hugmynd að nýjum lit og stundum kemur Kähler með hugmyndina. En við þurfum alltaf að samþykkja litina áður en hann fer í framleiðslu.

omaggio-home-interior-5_high-resolution-jpg_132709

Hvað er það við Omaggio vasann sem gerir hann svona vinsælann? Ég held að það sé hversu einfaldur hann er ásamt grafíkinni sem að gerir hann frábrugðinn öllum öðrum. Þú sérð hann í fjarska “ já þetta er Omaggio vasi”. Stundum get ég spottað út vasann á heimilum fólks og úti í gluggum þegar ég keyri í bíl, lest eða strætó. Það gerir vasann mjög sérstakann!

Hvaðan sækir þú innblástur í verk þín? Það er helst á ferðalögum og á listasýningum. Í fyrra fórum við Ditte til Japan og ferðalagið veitir okkur ennþá innblástur bæði í hönnun okkar og í versluninni okkar Stilleben.

Bungalow5_Stilleben_1

Fer það vel saman að vera hönnuður og að reka verslun? Já það er mjög góð blanda að fá að vera bæði listræn og sinna einnig þessari markaðstengdu hlið.

251a6f53283674c7be985161e92904ac

Hafið þið hannað fleiri vörur fyrir Kähler? Já við höfum fengið tækifæri að hanna þónokkrar vörur fyrir Kähler, meðal annars Lovesong vasana og Bellino krukkurnar.

Hvert er leyndarmálið á bakvið svona góða hönnun? Það er mjög stór spurning;)

13047-1

Omaggio vasarnir eiga sér risa stóran aðdáenda hóp um allan heim, ótrúlegt hversu miklum vinsældum svona einfaldur blómavasi getur náð en fallegur er hann. Hver er þinn uppáhalds Omaggio vasi? Í dag er Omaggio línan þó mikið meira en aðeins sería af blómavösum, þær Ditte og Jelene hafa einnig hannað skálar, diska, bolla, ílát, kertastjaka og jafnvel jólalínu sem allt er að sjálfsögðu handmálað með Omaggio röndunum frægu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BLEIKT INNLIT : SÆNSKUR DRAUMUR

Heimili

Þú vilt mögulega hætta að skoða hér ef bleikur er ekki þinn litur… en eins og þið vitið mörg nú þegar þá er bleikur alveg minn litur og þessi íbúð fær því fullt hús stiga frá mér. Liturinn er alveg dásamlegur og þó svo að íbúðin sé ekki nema 23 fermetrar þá vekur hún athygli á við stórt hús! Ég hef verið að leita af rétta bleika litnum til að mála ganginn með og ég held að þessi sé akkúrat það sem ég hef verið að leita að.

SFD6793D20D5CC141CBB56DC97AD2F68290_2000x SFDA8FB8766FD424EDC944A4699BFB3CC31_2000x SFDA44E41F818DA40AE9C7E3AE67BA251AF_2000xScreen Shot 2016-04-24 at 15.18.38SFDE5852A40D2734702AF9AE96C23F53FB2_2000xScreen Shot 2016-04-24 at 15.18.18Screen Shot 2016-04-24 at 15.17.52 Screen Shot 2016-04-24 at 15.17.30

 Myndir via Fantastic Frank

Jafnvel flísarnar á baðherberginu eru í bleikum lit. Einhverja hluta vegna þá ýminda ég mér að hér búi mjög hress og skemmtileg týpa, hver væri líka þunglyndur og óhress ef heimilið er pastel bleikt ég bara spyr?:) Hér gæti ég búið, en þú?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111