PETIT X NIKE

Umfjöllun

Ég er búin að vera algjörlega á haus síðan að ég kom heim frá Tenerife og var fyrir nokkrum mínútum að skila af mér síðasta verkefninu í bili jibbý. Mig langaði til að deila með ykkur spennandi viðburð hjá Linneu í Petit í dag, en í samstarfi við Nike ætlar hún að bjóða í smá partý í versluninni sinni í tilefni þess að frumsýnd verður ný lína. Ég hafði hugsað mér að liggja á húninum til að ná að næla mér í “goodie bag”:)  Hér má sjá viðburðinn.

Screen Shot 2016-05-26 at 12.38.19

Ég birti þessa mynd á instagramminu mínu um daginn frá Petit þegar ég var að leita af sumarskóm á beibí, en þess má geta að þeir voru svo ekki til í hans stærð svo ég endaði á að kaupa á hann strigaskó á Tene, en þessir voru ansi kjút:)

 

13221109_478588945684639_2958188621477185828_n

Í dag frá 18:30 á Suðurlandsbraut 4. Mæli með að kíkja við ♥

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

AFMÆLISGJÖF KOKKU

UmfjöllunVerslað

Ég fór í morgun og hitti vinningshafann hana Margréti Rögnu Jónasardóttur í Kokku til að afhenda henni afmælisvinninginn úr geggjaða gjafaleiknum sem við héldum um daginn. Eins og von var á þá var hún Margrét alveg alsæl með vinninginn og var þegar búin að ákveða hvar mottan, karfan og tunnan ættu að fá stað á heimilinu. Ég samgleðst henni alveg innilega en það er ekkert grín hvað ég hefði mikið viljað vinna sjálf…

13199519_10154819027003332_1970578831_o

Hér er hún Margrét sæt og fín með vinninginn sinn sem er ekki af verri endanum:) Litirnir í mottunni sjást betur á myndinni hér að neðan, hrikalega fallegur bleikur litur.

leikur_logo13210976_10154819027098332_566591547_o

Haldið þið svo ekki að hún Ástríður Kokku vinkona mín hafi laumað að mér smá pakka á leiðinni út með orðunum “þú veist hvað þetta er”:) það hálf ískrar í mér af spenningi yfir innihaldinu en ég mun svo sannarlega sýna ykkur það mjög fljótlega:) Smá fyrirfram afmælisgjöf sem verður notuð í veislunni sjálfri. Takk fyrir mig Kokka!

Alveg fullkomin byrjun á góðri viku:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

LAGERSALA HJÁ SNÚRUNNI & FLEIRUM

Umfjöllun

Á morgun hefst æðisleg lagersala hjá verslununum Snúrunni, Bíum Bíum, Esja Dekor, Mena og Storkinum sem ég er spennt fyrir. Ég hef aðeins verið að fylgjast með Snúrunni á snapchat (snuran.is) þar sem stelpurnar hafa verið að sýna brot af vörunum sem verða til sölu og kom mér á óvart að sjá bæði Finnsdottir vasa og Pia Wallén krossteppin á miklum afslætti. Talandi um snapchat þá hef ég undanfarnar vikur farið fram og tilbaka hvort ég ætti að opna snapchat reikning fyrir bloggið mitt held það gæti verið skemmtilegt, ég læt ykkur vita ef af verður:)

12790921_1359711194042866_6303019866521747850_n 944075_1335606729786646_4370758147021109046_n

P.s. myndirnar að ofan tengjast lagersölunni ekki beint, heldur myndir úr versluninni Snúrunni, en lagersalan verður haldin í húsnæðinu við hliðina á henni:)

13087917_1419306078083377_2192264314247678738_n

Mæli með að kíkja x

VERSLAÐ HJÁ KRABB.IS

UmfjöllunVerslað

Stundum er alveg tilvalið að nýta þetta þetta fína blogg mitt undir jákvæðar fréttir og góð meðmæli. Ég er nefnilega á póstlista hjá Krabbameinsfélaginu og fékk rétt í þessu tölvupóst þar sem þau kynna netverslunina sína og ég ákvað því að taka saman nokkrar vörur frá þeim til að sýna ykkur hvað þau eru með fallegt vöruúrval. Því ef einhver á skilið umfjöllun þá eru það líklega þau:)

*Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram, en að sjálfsögðu er þessi færsla ekki kostuð á neinn hátt.

 Ég mæli með að skoða úrvalið hjá Krabb.is ef þú ert í gjafaleit og styrkja þá í leiðinni Krabbameinsfélagið :)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

LITUR ÁRSINS 2016

HönnunUmfjöllun

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur loksins gefið út hver litur ársins 2016 en í fyrsta skipti urðu fyrir valinu tveir litir. Það er alltaf á þessum tíma ársins sem litaspádómurinn er gefinn upp og ég hef beðið með eftirvæntingu eftir tilkynningunni en ég er ein af þeim sem hef afar gaman af svona tískuspádómum. Litir ársins 2016 eru þeir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz sem við fyrstu sýn eru það sem við köllum flest pastel-bleikan og baby-bláan sem er talsvert ólíkt litavali ársins 2015 sem var Marsala-rauðvínsbrúnn. Í tilkynningunni frá Pantone segja þeir litina eiga að færa okkur ró og innri frið, ekki slæmt það.

image003

 Fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki fara eftir þessum litaspádómum og við munum því verða nokkuð vör við aukningu í vöruúrvali með þessum litum en ég trúi því að bleiki liturinn verði mun meira áberandi. Ég fagna þessum litum ársins gífurlega vel en pastelbleikur er og verður alltaf minn uppáhalds litur. Hann er sérstaklega fallegur í innanhússhönnun og honum fylgir viss ró. Ég tók saman nokkrar myndir sem sýna notkun litanna fyrir heimili, en það kemur varla á óvart að ég velji fleiri bleikar myndir en bláar.

067e27edc4ed3d86dd40c922ba0bf802 8c3de8ca73676cf8715c89f9a617717cb4b80cad6528174df3bb27e244c7bd58

8dc303145811fb8fa4b457401837ba24 3b1cea2f9f92a1b0b81efcd3cf9ebdbe782189c2ec34cd735827799d442cac3f

Hér að neðan má sjá litaspádóma síðustu ára frá Pantone og hér má sjá frekari upplýsingar um litavalið. 

Screen Shot 2015-12-03 at 12.45.10

Hvernig lýst ykkur á liti ársins 2016? Erum við ekki bara nokkuð ánægð með þetta litaval? Ég er gífurlega ánægð og vona að ég nái núna að sannfæra minn mann að það er alveg málið að mála vegg í pastelbleikum, jafnvel forstofuna!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

SKRIFSTOFAN Í DAG & NÝ BÓK Í SAFNIÐ

BækurPersónulegtUmfjöllun

Það hefur verið heldur hljóðlegt hér á blogginu síðustu daga en þegar að mömmur eru aðframkomnar af svefnleysi þá virkar heilinn ekki endilega sem skyldi sem einmitt var í mínu tilfelli og þá spretta hugmyndirnar a.m.k. ekki fram varðandi bloggpósta. Ég hef einnig verið að íhuga hvernig einstæðar mæður fara að, nei án nokkurs gríns þá eiga þær skilið medalíu um hálsinn fyrir að ná að halda öllum boltum á lofti einar með krílin sín því mér er varla að takast það. Ég ákvað að vera í heilt ár í fæðingarorlofi til að geta verið lengur heima með stráknum mínum en í staðinn þarf ég að sinna smá vinnu á sama tíma sem ég hef sem betur fer mjög gaman af því annars hefði þessi ákvörðun alls ekki verið góð:) Í dag tók ég mig til og flokkaði vinnuaðstöðuna mína, pappíra og tímarit en það er ótrúlegt hversu miklu munar að vinna við hreint og vel skipulagt skrifborð.

Einnig langaði mig til þess að segja ykkur örlítið frá áhugaverðri bók sem ég fékk fyrir stuttu í gjöf og hef verið að glugga í en hún heitir Tækifærin.

IMG_0174

Ég er mikill aðdáandi HAY, en skipulagsboxin og appelsínugula mappan eru frá þeim, ég á möppuna einnig í stærri týpunni en ég elska að hafa hana opna því hún gefur vinnuaðstöðunni svo mikið líf. Þarna sést einnig í bókina góðu sem ég hef verið að fletta reglulega í síðan ég fékk hana fyrir stuttu.

IMG_0180

Tækifærin er bók sem hefur að geyma viðtöl við 50 íslenskar konur sem deila með okkur sinni reynslu og góðum ráðum úr atvinnulífinu. Þetta er svona bók sem ég hefði gjarnan viljað hafa lesið þegar ég var 19 ára gömul óviss um hvert ég stefndi í lífinu og við hvað ég ætlaði að vinna. Það þarf ekkert að lesa hana blaðsíðu fyrir blaðsíðu sem er góður kostur, ég hef þegar klárað fjölmörg viðtöl en þó byrjaði ég að sjálfsögðu að lesa viðtalið við flottu vinkonu mína hana Fatou sem starfar sem sérfræðingur á gæðasviði Nóa Siríus:)

IMG_0179

Þó að konurnar sem viðtölin eru við eiga það allar sameiginlegt að hafa lokið námi á sviði tækni eða raunvísinda, sem er augljóslega ekki mitt svið, þá gat ég þó tengt við svo margt sem þarna kom fram og svo finnst mér bara svo einstaklega jákvætt að svona bók sé til sem ungar stelpur geti sótt innblástur í og góð ráð. Að lesa viðtöl við konur sem hafa náð langt í sínu fagi, eru bæði frumkvöðlar, forstjórar eða sérfræðingar er ekkert nema hvetjandi, sama á hvaða sviði þú starfar:)

“Veljið eitthvað sem þið hafið gaman af því stór hluti vikunnar fer í vinnuna. Ekki hugsa bara um tekjumöguleikana, vinnuumhverfið skiptir svo miklu máli. Erfitt getur verið að komast að því hvað manni finnst um starfsvettvanginn áður en námi lýkur, en sumarvinna á sviðinu sem þig langar að læra um og starfa á, er góð leið ef kostur er. Anna Kristín Sigurpálsdóttir. Sérfræðingur í framkvæmdadeild.

“Hindranir eru alltaf fyrir hendi en ég held að við séum oft sjálfum okkur verst. Ég hef stundum talað mig niður og ekki þorað að taka áhættu, ekki þorað að segja: Já ég get þetta, jafvel þótt ég viti það vel með sjálfri mér. Eða ekki þorað að segja: Þetta er starfið sem ég á að fá. Það er eitt af því sem lærist með aldrinum. Með því að skilja sjálfan sig betur gerir hver og einn sér betur grein fyrir í hverju hann er raunverulega slakur og líka hvar hæfileikarnir liggja.” Auður Magnúsdóttir. Deildarstjóri próteintæknideildar.

“Númer eitt, tvö og þrjú er að fylgja eigin ástríðu ef hún er fyrir hendi. Ekki velta þá fyrir ykkur peningum eða vinnutíma. Við verjum einum þriðja af lífinu í vinnunni og því er svo mikilvægt að við fáumst við eitthvað sem við höfum áhuga á. Sjálfstraust skiptir líka mjög miklu máli – að trúa á sjálfan sig. Jafnvel þótt sjálfstraustið sé ef til vill ekki alltaf fyrir hendi, þá er bara málið að láta eins og svo sé!” Lóa Fatou Einarsdóttir. Sérfræðingur á gæðasviði.

Ég tók þessar setningar bara handahófskennt úr bókinni, en það er alltaf gott að lesa góð ráð. Ég er ekkert mikið í því að mæla með bókum svosem, en núna styttist í allar útskriftirnar og því langaði mig til að segja ykkur stuttlega frá þessari bók sem ég hafði gaman af og ég held að gæti mögulega hjálpað stelpum (líka strákum) að finna sinn farveg:) Sjá frekari upplýsingar um bókina á vefsíðu Tækifæranna –hér.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

HÖNNUNARMARS: MUST SEE

HönnunUmfjöllun

Á HönnunarMars verður sýnd heimildarmyndin Trend Beacons í Bíó Paradís um fólkið sem spáir fyrir um hvað gerist í hönnun og tísku tvö ár fram í tímann, það eru nefnilega miklir peningar í spilinu fyrir réttar upplýsingar. Í myndinni var þremur slíkum spámönnum, þeim Christine Boland, RAVAGE og David Shah sem eru mjög stór í bransanum, fylgt eftir í þeim tilgangi að sjá spárnar unnar. Þetta nær svo mikið lengra en bara í tískuheiminn, þessir spámenn selja jafnvel upplýsingar sínar til bílaframleiðanda, til aðila í matariðnaðinum og í hótelbransanum.

“Tíska og hönnun eru áhrifavaldar í okkar daglega lífi. Flestir hafa ekki hugmynd hvernig tískutrend vakna til lífsins og skapa auð fyrir þá sem eru með puttann á púlsinum. Trend Beacons er innlit í þennan dulda heim trend spámennskunnar eða hvernig heimurinn sannarlega virkar”

Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir áhugafólk um hönnun, ég fékk að sjá myndina áður en ég fór út og hún er frábær. Sjálf er ég mikil áhugakona um slíkt spáfólk og fylgist t.d. vel með Li Edelkoort sem er sú allra stærsta í þessum bransa, og hef sótt fjölmargar sýningar sem hún stjórnar.

Miðar fást HÉR. 

x Svana

WE LIVE HERE: ÍSLENSK & FINNSK HÖNNUN Í STOKKHÓLMI

Íslensk hönnunUmfjöllun

Á morgun opnar mjög spennandi hönnunarsýning í Stokkhólmi sem ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur ef þið eruð í borginni á næstu dögum. WE LIVE HERE kallast hún og stendur yfir á hönnunarvikunni í Stokkhólmi 1.- 8. febrúar.

“Íslenskir og finnskir hönnuðir rugla saman reytum og hefja sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem haldin er í byrjun febrúar 2015. Flutt verður í fallega íbúð í miðborg Stokkhólms, sem verður í senn sýningar- og viðburðarrými. Heimilið kemur til með að endurspegla norræna lifnaðarhætti, en allt innbú samanstendur af framúrskarandi hönnunarmunum frá báðum þjóðum. WE LIVE HERE er því hvor tveggja sýning á íslenskri og finnskri samtímahönnun sem og vettvangur fyrir hönnuði til þess að efla tengslanet sitt og kynnast norrænu hönnunarsenunni, en ýmsir viðburðir verða í gangi í íbúðinni á meðan sýningunni stendur.”

Sem dæmi um þátttakendur í verkefninu má nefna Harri Koskinen, Hanna Dís Whitehead, Katrin Olina, Scintilla, og Vík Prjónsdóttir.

Myndir fengnar í láni af facebook síðu WE LIVE HERE þar sem finna má nánari upplýsingar um sýninguna.

Hér má einnig sjá yfirlit yfir alla íslensku hönnuðina sem taka þátt: Katrin Olina, Þórunn Arnadóttir, Vík Prjónsdóttir, Brynjar Sigurðarson, Dora Hansen, Dögg Design, Garðar Eyjólfsson, Færið, Siggi Eggertsson, Tinna Gunnarsdóttir, Sigga Heimis, Hanna Dís Whitehead, HAF Studio, Hugdetta, Scintilla, Snæfrið & Hildigunnur, Ihanna, Sigga Rún, Anna Thorunn, Studio Bility, GO FORM, Berlinord, Marymary, Postulina, Umemi, Leynivopnið, Volki, Águsta Sveinsdóttir, TOS Designers, STAKA, Kría Jewelry and Fiona Cribben.

Áfram íslensk hönnun!

LITUR ÁRSINS 2015

Umfjöllun

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur tilkynnt lit ársins 2015 og er það Marsala 18-1438 eða öðru nafni rauðvínsbrúnn. Fjölmörg fyrirtæki fara eftir slíkum litaspádómum og eru mörg hver þegar farin að leggja línurnar að vörum í Marsala litatónum, snyrtivörumerkið Sephora gaf einmitt út tilkynningu að þeir muni gefa út innan skamms snyrtivörulínu innblásna af litnum, og munum við svo sannarlega sjá meira af þessum lit á komandi ári.

_660-1

Mér finnst liturinn vera fallegur, elegant og hlýlegur. Hann er sérstaklega flottur þegar kemur að snyrtivörum og fatnaði en ég er ennþá að melta hann fyrir heimilið, mögulega of þungur fyrir minn smekk. Ég sé þó fyrir mér fallega púða, teppi og glervörur sem kæmi vel út.

Í tilkynningu Pantone segir: “Sensual and bold, delicious Marsala is a daringly inviting tone that nurtures; exuding confidence and stability while feeding the body, mind and soul. Much like the fortified wine that gives Marsala its name, this robust shade incorporates the warmth and richness of a tastefully fulfilling meal, while its grounding red-brown roots point to a sophisticated, natural earthiness.”

Liturinn nærir s.s. líkama, huga og sál í stuttu máli.

Hvað finnst ykkur um þetta val?

POP UP MARKAÐUR HELGARINNAR

Umfjöllun

Ef að ykkur vantar eitthvað sniðugt að gera um helgina þá mæli ég með Pop Up markaði sem haldinn verður á morgun, laugardag á KEX Hosteli. Það eru íslensku vefverslanirnar Andarunginn.isEsja Dekornola.isPetit.is og Snúran sem munu þar sýna og selja sínar vörur:)

Screen Shot 2014-09-04 at 9.50.26 PM

Screen Shot 2014-09-04 at 9.53.03 PMScreen Shot 2014-09-04 at 9.49.36 PM10382151_260399520836917_2275624829258832655_n

Markaðurinn mun standa frá kl.12-18 á KEX Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.

Ég mæli með að kíkja við á stelpurnar og gera góð kaup:)