fbpx

TVÆR NÝJAR MOOMIN LÍNUR Í SÖLU 15. MARS // PJAKKUR & MÍA

KlassíkUmfjöllun

Þriðjudaginn 15. mars koma í sölu tvær nýjar Múmín vörulínur sem munu án efa gleðja aðdáendur mikið.

Múmínbollana þekkjum við öll, þessa litríku og glaðlegu bolla sem gleðja bæði augað og ekki síður sálina og mörg okkar söfnum. Vörulínurnar innihalda bolla, skál og disk og gaman er að bæta við hægt og rólega þegar ný myndskreyting lítur dagsins ljós sem þig langar til að eignast. Ég á nokkra skemmtilega bolla sem ég hef safnað í gegnum tíðina og gæti núna einnig hugsað mér að bæta nokkrum glaðlegum diskum við safnið svona til að eiga til fyrir krakkana … og mig;)

Núna eru kynntar línurnar Stinky in Action og Little My and Meadow sem eru heillandi. Eins og áður þá eru myndirnar frá Moomin algjört sælgæti fyrir augun –

Stinky in Action 

Í sögunni sem veitti myndskreytingunni innblástur hefur Pjakkur stofnað samtökin Ræningjaklúbbur Pjakks & co. „Við tökum frá þeim ríku og gefum þeim fátæku“ útskýrir Pjakkur fyrir Múmínmömmu.

Dýrmæta handtaskan hennar Múmínmömmu er horfin og allir, þar á meðal sjálfur lögreglustjórinn, eru að leita að henni. Fljótlega tekur Múmínsnáði eftir því að hundur sem hefur elt hann daginn út og inn ber töskuna – en vill ekki gefa hana til baka.

Stinky stekkur til, grípur í skottið á hundinum og neyðir hann til að sleppa handtöskunni hennar Múmínmömmu. Múmínmamma segir þakklát „Nú átta ég mig á því að samtökin þín koma stundum að góðum notum“. Stinky svarar: „Auðvitað. Hins vegar ertu aldrei með neina peninga í töskunni þinni“

Little My and Meadow

Myndskreytingarnar eru unnar upp úr teiknimyndasögunni „Múmínálfarnir og halastjarnan“ sem kom fyrst út á ensku árið 1958. Í teiknimyndinni veltir Múmínsnáði fyrir sér hvers vegna íbúar Múmíndalsins eru að flýja úr dalnum og ákveður að komast að því í fylgd með Míu litlu og Snorkstelpunni.

Þríeykið leggur af stað í humátt á eftir öllum hinum. Brátt kemur í ljós að ógnin er halastjarna sem stefnir með hraði á Múmíndal. Múmínsnáði ákveður að þau verði að búa til björgunaráætlun. Mía litla er áhyggjulaus eins og venjulega og leggst á bakið í engið á meðan að þau átta sig á hvað skal gera.

Að lokum ákveða þau að fara heim, enda er það þegar öllu er á botninn hvolft öruggasti staðurinn til að vera á þegar halastjarnan skellur á. Þar bíða þau eftir að halastjarnan brotlendi. Sem betur fer fyrir Múmíndalinn kemur stór flóðbylgja á sama tíma og halastjarnan sem dregur úr styrk halastjörnunnar öllum til léttis. Snorkstelpan dregur þetta ævintýri saman með ánægju: „Sagði ég ekki að ekkert hræðilegt geti gerst í Múmíndalnum?

Fáanlegt frá og með 15. mars hjá söluaðilum Moomin 

Hlakka til að fá mér kaffisopa næst í nýjum bolla!

UMHVERFISVÆNSTA RÚMIÐ (& FALLEGASTA) Í HEIMINUM - VIÐ VÖLDUM ÞETTA

Skrifa Innlegg