3 ÁRA AFMÆLIÐ ♡

AfmæliPersónulegt

Fyrir stuttu síðan héldum við fjölskyldan upp á 3 ára afmæli Bjarts Elíasar sem heppnaðist vel eða svona miðað við hvað ég hafði lítinn tíma til undirbúnings. Í ár breytti ég því aðeins út af vana og í stað þess að föndra sjálf skreytingar og baka nokkrar sortir þá var boðið upp á Betty Crocker (ásamt nokkru öðru) og tilbúnar skreytingar sem Bjartur Elías valdi samdægurs. Halelúja þvílíkur léttir. Það hljóta einhverjir foreldrar hreinlega að hafa farið yfir um af stressi við að undibúa afmæli fyrir börnin sín.

Þetta var draumaafmælið hans Bjarts að minnsta kosti, hann hafði valið Spiderman þema og talaði um það í margar vikur. Það var því gleðistund þegar við fórum saman um morguninn í Partýbúðina og þar fékk hann að velja sér Spiderman diska, servíettur, borðskraut, glös ásamt blöðrum. Ég viðurkenni alveg að ég sjálf hefði alltaf valið eitthvað annað þema og eitthvað stílhreinna en gleðin hjá einu barni að mæta í Partýbúð og sjá allar blöðrurnar og Hvolpasveitarþemu og ég veit ekki hvað og hvað. Út við löbbuðum með Spiderman afmælisþema á sterum og fullt fang af blöðrum og einn ofur glaðann afmælisstrák. Ég er nokkuð viss um að þetta verði endurtekið að ári, en ég krossa fingur að það verði þá frekar Hvolpasveitin valin haha.

Ég náði annars ekki að taka margar myndir áður en gestirnir mættu, og af tillitsemi við gestina ætla ég að halda þeim myndum fyrir okkur sjálf ♡

Ég veit ekki alveg hvað þessi kökudiskur er að gera þarna fremst á myndinni, en þarna voru fyrstu gestirnir mættir og við enn að leggja á borð:)

Hérna ætlaði ég að mynda tölustafinn 3 með myndunum en þegar að gestirnir voru byrjaðir að mæta skellti ég þeim beint á vegginn með límbandi haha. Hitt er þó góð hugmynd fyrir ykkur sem hafið meiri tíma, þessar myndir hanga þó enn uppi á vegg mér þykir svo gaman að sjá þær á hverjum degi hvað gullmolinn minn hefur stækkað mikið. Næsta verkefni er að útbúa myndavegg, það er fátt heimilislegra en fjölskyldumyndir.

Hvítu veifurnar valdi ég reyndar sjálf en ekki sonurinn… Poppílátin eru dálítið skemmtileg og ég pakkaði þeim aftur inn í skáp til að nota síðar, þau eru líka úr Partýbúðinni eins og allt hitt skrautið:)

Blaðran lifir ennþá góðu lífi hálfum mánuði síðar (!) … ég tími ekki að klippa á hana sem ég gerði þó við allar hinar blöðrurnar. Ég var að vísu búin að kaupa svona stafablöðru á netinu fyrir löngu síðan en þegar hún kom var hún alltof lítil og því völdum við eina stóra og veglega til að hafa í veislunni:)

Takk fyrir að lesa – ég er annars að klára að græja allt fyrir Santorini ferð með vinkonum mínum sem er á eftir… ein af okkar bestu vinkonum er nefnilega að gifta sig. Ég verð eitthvað á Svartahvitu snappinu í ferðinni, en ég hef líka tímastillt nokkrar færslur sem munu birtast hér á blogginu:)

EINSTAKLEGA FALLEGT BARNAAFMÆLI

Afmæli

Ég er með hugann við barnaafmæli þessa dagana þar sem styttist (alltof hratt) í 2. ára afmæli sonarins. Ég virðist líka vera umkringd hugmyndaríku fólki sem gefa mér innblástur og ein þeirra er hún Auður Guðmundsdóttir sem ég var svo heppin að kynnast smá í gegnum mömmuhóp sem við vorum báðar í. Hún hélt upp á tveggja ára afmæli sonar síns á dögunum og það er ekki annað hægt að segja en  þegar myndirnar frá veislunni eru skoðaðar. Hún er þó alvön að henda upp slíkum veislum og baka kökur og mér heyrðist nú á henni að þessi veisla væri frekar “metnaðarlaus miðað við síðustu ár” en hún á líka einn eldri son. Í mínum augum fær þessi veisla þó fullt hús stiga svo ofsalega fallegt veisluborðið og dýrin sprengja alla krúttskala. Það má svo sannarlega fá hugmyndir frá þessu fallega afmæli.

13940061_10153791417696762_1824025223_o

Þessi súkkulaðikaka er nokkrum númerum of sæt ♡

13931643_10153791417601762_999162393_o

Segðu okkur aðeins frá veislunni og hvaða þema varstu með? Mér finnst virkilega skemmtilegt að halda veislur og tek mér alltaf góðan tíma í að safna hugmyndum og skipuleggja. Pinterest, Instagram og blogg eru það helsta sem ég skoða í leit af skemmtilegum hugmyndum. Oftast verður þemað til útfrá einhverri hugmynd sem ég sé og byggi svo útfrá henni. Í ár var það afmæliskakan en ég sá köku á Pinterest sem var svo einföld en samt svo falleg. Þar með var ákveðið að hafa dýraþema en strákurinn minn er mikill dýrakall svo að þetta átti vel við. Þemað var í raun dýr-blár-grár og silfur.

13931694_10153791417656762_1495899975_o 13931704_10153791417596762_1052754874_o

Hvernig veitingar varstu með? Veitingarnar voru svona nokkuð hefðbundnar, kökur og heitir réttir. Ég er mjög dugleg við að prufa nýjar uppskriftir í kringum afmælin og er dugleg að vista ef ég rekst á eitthvað sniðugt. Ég var með cupcakes með hvítsúkkulaðikremi skreytt með hvítu Oreo, Herseys og litlum sykurpúðum, súkkulaði cupcakes með súkkulaði rjómaostakremi, kökupinna, Babyruth, marengs, mjúka súkkulaðiköku með hvítsúkkulaðikremi og Herseys eins og cupcakes-ið, rice crispies með bananarjóma, heita rétti með snakki yfir, ostakúlu með papriku, rauðlauk og ristuðum hnetum, twixbita, Oreo sykurpúða, döðlugott með lakkrís, melónu ásamt möffins sem ég setti í ísform og með súkkulaðikremi sem vakti mikla lukku hjá krökkunum.

13939955_10153791417591762_657107343_o

Hvað finnst þér vera “möst have” á veisluborðinu fyrir krakka? Must have fyrir krakka finnst mér að hafa ávexti en svo er spurning með aldur, mér finnst alltaf gaman að gera eitthvað fyrir eldri krakkana, t.d. þessi ísmuffins og eins hef ég haft nammibar og fleira fyrir þau en fyrir litlu hef ég haft ávexti og svo er það misjafnt í fyrra var t.d. kalt pastasalat sem er þægilegt fyrir þessi yngstu.

13978239_10153791417606762_2047200549_o

Hvaðan eru öll dýrin sem skreyta borðið? Dýrin sem ég notaði á kökuna fékk ég hjá Krumma.is þar er mikið úrval af vönduðum dýrum. Hin dýrin sem ég notaði í skraut voru bara þau sem voru til í dótinu hjá strákunum.

13950691_10153791418486762_1464417431_o

Hvað bauðstu mörgum? Í heildina voru þetta um 40 manns en við skiptum afmælinu alltaf í tvennt, fjölskylda kl.13 og vinir kl.16 þar sem plássið bíður ekki upp á annað.

Sérðu sjálf um allar veitingar? Ég geri yfirleitt langflestar veitingarnar sjálf en plata mömmu stundum í að gera litaðar pönnsur og tengdó bakar alltaf fyrir okkur eina köku sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, jú mágkona mín kom og aðstoðaði mig líka aðeins.

13682623_10153791418491762_1750803308_o

Og svo tvær myndir hér að neðan frá 1. árs afmælinu í fyrra

13932175_10153791419691762_324888689_o13987969_10153791419686762_1792021707_o

Það hefur verið vinsælt að safna Froosh flöskum og hreinsa miðann af eins og Auður hefur gert hér að ofan. Einnig er hægt að búa til merkingar í sama þema og veislan og líma á flöskurnar. Þessa æðislegu poppvél keypti Auður á Barnalandi fyrir nokkrum árum og hefur hún slegið í gegn í veislum!

Ef þið viljið sjá fleiri hugmyndir fyrir barnaafmæli þá eru hér að neðan nokkrar færslur af blogginu sem ég held uppá og tvær þeirra úr veislum hjá góðum vinkonum mínum:)

1. árs afmælið hjá syni mínum, Bjarti Elíasi 

Mörgæsa afmæli hjá Rakel Rúnars 

Systraafmæli hjá Áslaugu Þorgeirs 

Krúttlegt pöndupartý 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111