fbpx

BARNAAFMÆLI AÐ HÆTTI ÞÓRUNNAR HÖGNA // LEAH MIST 3 ÁRA

AfmæliHugmyndir

Þegar kemur að skreytingarhæfileikum þá fer þar fremst í flokki skreytingardrottningin hún Þórunn Högna sem elskar að fara alla leið þegar kemur að veisluhöldum og föndri þar sem glimmerið og gleðin er aldrei langt undan. Nýlega átti dóttir hennar, Leah Mist 3 ára afmæli og var veislan sú allra glæsilegasta. Það er orðið fastur liður hér á Svart á hvítu að birta myndir frá ýmsum veisluhöldum frá fröken Þórunni Högna og hún ætti í raun skilið sinn eigin flokk hér á blogginu því svo mikill áhugi er alltaf fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur  – því við elskum að fylgjast með fagurkerum eins og Þórunni Högna ♡

“Það verður alltaf að vera smá glimmer.”

Til hamingju með dásamlegu 3 ára dóttur þína! Er Leah Mist byrjuð að hafa skoðanir á hvernig skreytingar hún vill? Takk fyrir það Svana! Þegar ég spurði hana hvernig afmæli hún vildi, þá sagði hún “ég vil bleikt afmæli”. Og þá var það ákveðið, bleikt prinsessu afmæli með smá glimmeri, það verður alltaf að vera smá glimmer.

Hvernig veitingar varstu með? Veitingarnar fyrir krakkana voru míní hamborgarar frá Fabrikkunni, litlar kokteilpylsur, bollakökur, ávextir í boxi,  popp, prinsessu kökupinnar, sykurpúða ballerínur og svo auðvitað afmæliskökur, ég gerði tvær, bara svona til öryggis, en þristurinn sem ég gerði er ennþá ósnertur! 

Fer mikill tími í svona undirbúning hjá þér? Það fór ekki svo mikill undirbúningur í þetta afmæli, ég var búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera og vildi ekki fara alveg “overboard” en svo fer ég stundum fram úr sjálfri mér. Ég föndraði eitthvað smá, en ég byrjaði aðeins viku fyrr að undirbúa bakgrunninn, hengja upp skraut o.fl. Svo þarf ég alltaf smá tíma til að skreyta bæði bollakökurnar, kökupinnana og kökurnar.

Myndir : Þórunn Högna 

Getur þú endurnotað mikið af skreytingunum sem þú átt? Já, ég nota skreytingarnar aftur og aftur, pakka þessu öllu í kassa og mun nota það aftur.

Núna átt þú líka unglinga, var jafn mikið lagt í afmælin þegar þau voru á yngri árum? Eða hefur skreytingaráhuginn hjá þér aukist með árunum? Já, ég gerði líka svona afmæli fyrir þau, pantaði einu sinni hoppukastala sem sló verulega í gegn, mér finnst þetta bara aðeins of gaman en jú kannski hefur áhuginn aukist.

Hvert er trixið að skreyta fallega veislu eða veisluborð? Það er mjög gott ráð, að vera skipulagður þegar kemur að því að halda barnaafmæli, vera búin að ákveða hvað á að gera bæði í skreytingum og veitingum. Og láta hugmyndaflugið ráða og hafa einfalt líka með eins og hvítan dúk og poppa uppá hann með litum og öðru fallegu afmælisskrauti.

Hvaðan eru skreytingarnar? Ég fékk meira og minna allt afmælisskraut, diska, glös, servíettur og hnífapör hjá Confetti systrum. Ég bjó til þristinn fyrir 3 ára afmælis myndatökuna og notaði hann svo á bakgrunninn. Fleiri skreytingar úr veislunni: Gull pappír – Ikea / Dúkur – H&M home / Flöskur – Ikea / Kóklímmiðar – Vörumerking / Glimmer jólatré – Søstrene Grene /

Takk fyrir spjallið og myndirnar elsku Þórunn ♡

Fyrir áhugasama þá mæli ég með að fylgja fagurkeranum Þórunni Högna á Instagram @thorunnh71

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

BARNABÓK SEM ÉG MÆLI MEÐ // NÆTURDÝRIN

Skrifa Innlegg