10 BJÚTÍFÚL SKÁPAR & SKENKAR

Fyrir heimiliðHönnunVerslað

Ég fæ reglulega fyrirspurnir um stofuskápa og þá sérstaklega hvaðan skenkurinn minn er sem sést stundum glitta í á heimilinu mínu. Þann skenk smíðaði hann Andrés minn og fæst því hvergi. Ég ákvað því að taka saman 10 flotta skápa og skenka úr öllum áttum enda eitt af þeim húsgögnum sem fáir vilja vera án. Ég get dundað mér dögunum saman að raða á skenkinn okkar fallegum hlutum og er einnig alltaf með augun opin eftir hentugum skáp undir stellið okkar. Að sjálfsögðu eru 10 skápar/skenkar aðeins lítið brot af úrvalinu sem er í boði og ég tala nú ekki um alla þá tekk skápa sem eru í umferð á sölusíðum á netinu.

Það var að koma nýtt merki til landsins en það er sænska A2 sem einbeitir sér að hönnun á húsgögnum. Þessi fallegi skápur fæst í Dúka.

Þessir tveir eru líka frá A2 en hægt er að skoða allt úrvalið hér.

A2  

Þessi fallegi skenkur heitir Reflect og er frá Muuto sem fæst í Epal.

Fabrikor frá Ikea er nýkominn í stórri stærð en sá minni sem er einfaldur hefur notið vinsælda.

Berg skápurinn frá House Doctor er skemmtilegur með grafísku mynstri. House Doctor fæst m.a. í Fakó Húsgögn.

Það hefur lítið farið fyrir Bylassen húsgögnum en heldur betur meira farið fyrir smávörunum (Kubus). Frame eru mjög flottir skápar sem hægt er að raða saman að vild, litir, stærðir, upphengt eða með fótum. Bylassen fæst í Epal.

Hér er einn mjög klassískur og fallegur úr smiðju danska Bolia.

Superfront er snilldarmerki sem ég hef áður skrifað um en þar er hægt að sérsníða skápa frá Ikea og bæta við fótum, hurðum og höldum. Alls ekki ódýrt en þó skemmtilegur möguleiki.

Hér sést glitta í okkar fína skenk sem ég er svo hrifin af, hann er heldur styttri en margir skenkar eru sem gerir hann smá krúttlegan. Ég hef engan sambærilegan skenk fundið þegar ég er beðin um hugmyndir, en þessi hér frá Línunni er í svipuðum stíl fyrir utan gylltu höldurnar.

10 TRYLLT LJÓS

HönnunVerslað

Ljós og lampar eru skartgripir heimilisins – og eru einnig eitt það skemmtilegasta sem ég safna fyrir utan stólana mína. Ég á mér ekkert eitt uppáhalds ljós enda alveg ómögulegt að gera upp á milli þeirra allra enda úrvalið ótrúlega gott. Ný ljós bætast reglulega við óskalistann minn og gæti ég gert svona topp 10 lista vikulega. Hér eru 10 tryllt ljós í öllum mögulegum gerðum og fyrir hvaða rými sem er – veldu nú það sem þér þykir best!

//1. Kúluljós frá Hübsch – Línan. //2. Futura frá Ebb&Flow – Dúka. //3. Vertigo eftir Constanse Guisset. //4. Veggljós frá Design By Us – Snúran. //5. Semi frá Gubi – sérpöntun Epal. //6. 265 eftir Paolo Rizatto frá Flos – Lumex. //7. Töff vegglampi – Byko. //8. Leimu lampi frá Iittala – Iittala verslunin. //9. Borðlampi frá Ebb&Flow – Dúka. //10. Veggljós frá Design by Us – Snúran. //

Þið megið síðan alltaf láta mig vita ef það eru óskir varðandi svona topp 10 færslur:)

20 FERMINGARGJAFA HUGMYNDIR

HönnunHugmyndirVerslað

Þá er sá tími runninn upp, fermingar! Ég fæ á hverju ári mikið af pósti frá lesendum varðandi gjafahugmyndir fyrir ýmis tilefni t.d. brúðkaup, stórafmæli og fermingar en það getur reynst erfitt að vita hvað 14 ára unglingar óska sér. Ég man að sjálfsögðu ennþá eftir minni fermingu og ég man sérstaklega vel eftir gjöfunum sem voru allar mjög fallegar og sumar þeirra á ég enn í dag, ég er alveg á þeirri skoðun að það eigi að gefa gæði á svona tilefnum og eigulega hluti sem geta elst með fermingarbarninu. Það er kannski þessvegna sem ég hugsa nánast eingöngu um hluti til að fegra herbergið þegar kemur að fermingargjöfum!

Ég tók saman nokkrar hugmyndir sem veita ykkur vonandi innblástur ef þið eruð að vandræðast með fermingargjöf. Margir unglingar hafa alveg jafn mikinn áhuga og við að hafa fallegt í kringum sig og því um að gera að gefa þeim fín rúmföt, töff hliðarborð við rúmið, lampa, eitthvað undir skartið, töff skrifborðsstól og annað til að punta herbergið svo þau geti verið spennt að bjóða vinum sínum heim.

fermingar

//1. Smart hliðarborð sem bæði er hægt að nota þegar vinirnir koma í heimsókn en einnig sem náttborð. Bloomingville, fæst í A4. //2. Panthella mini er til í mörgum skemmtilegum litum sem henta vel í unglingaherbergi, fást í Epal. //3. Klassísk íslensk hönnun – það þekkja allir Krummann frá Ihanna home, sölustaðir eru m.a. Dúka og Epal. //4. Spegill sem hægt er að leggja skartið sitt á, Normann Copenhagen, fæst í Epal. //5. Rúmföt er mjög klassísk gjöf og allir unglingar ættu að eiga eitt fallegt sett. Dots frá Ihanna home, söluaðilar m.a. Dúka og Epal. //6. Sætur kertastjaki til að punta herbergið, þessi er flottur stakur en einnig í grúppu með fleirum. Jansen+co, fæst í Kokku. //7. Hnattlíkan með ljósi er hrikalega smart, þessi fæst í A4. //8. Pirouette armband frá Hring eftir hring er bæði fínt en einnig hægt að nota dagsdaglega. Fæst m.a. í Aurum og Epal. //9. Þessar vegghillur eru æðislegar og hægt að raða saman að vild og snúa hilluberunum á tvo vegu, Pythagoras hillur fást í Dúka. //10. Krúttlegt hliðarborð með geymslu, fullkomið sem náttborð í unglingaherbergi. Fæst í A4. //11.  Bleikur Kastehelmi kertastjaki frá iittala í sætum bleikum lit. Fæst á flestum sölustöðum iittala. //12. OH stóll hannaður af Karim Rashid fyrir Umbra er flottur við skrifborðið og sérstaklega smart að leggja á hann gæru. Kostar 9.900 kr. í A4. //

Hér að neðan má sjá OH stólinn líka í svörtum en hann kemur í 6 litum. En mig langaði til að segja ykkur að dagana 23. – 27. mars eru Tax free dagar í verslunum A4 en þar fást t.d. vörur frá merkjum á borð við Bloomingville og House Doctor sem ég elska ó svo mikið ♡ Alltaf gott að nýta sér afslætti!
0083a00608-6b

Hér að neðan má síðan sjá fermingargjafahugmyndir sem ég setti saman í fyrra en eiga ennþá mjög vel við.

ferming2-620x852

1. Plaköt til að skreyta vegginn eru tilvalin í unglingaherbergi, þetta er frá Reykjavík Posters, fæst m.a. í Epal, Hrím og Snúrunni.// 2. Vasi frá Finnsdóttir, Snúran. // 3. DIY stafalampi, Petit. // 4. Muuto Dots snagar, Epal. // 5. Töff demantaljós, Rökkurrós. // 6. Bleikur gærupúði frá Further North, Snúran. // 7. Þráðlaus heyrnatól frá Bang & Olufsen. // 8. Fallegt hálsmen frá Octagon. //

Ég vona að þessi listi komi að góðum notum fyrir einhverja og þú mátt endilega benda á þessa færslu sérstaklega ef þú þekkir einhvern sem er að fermast sem getur þá valið sér hluti á óskalistann sinn. Æj hversu gaman væri að fá að fermast aftur – viðurkennum það bara, það var að hluta til bara vegna gjafanna:)

svartahvitu-snapp2-1

JÓLAGJAFIR Á SÍÐUSTU STUNDU

JólaVerslað

Rétt upp hönd sem er ekki með allar gjafir tilbúnar undir jólatrénu innpakkaðar og fínar? Ég er ein af þeim óskipulögðu en hef þó verið furðulega róleg þessi jólin og ætla mér að eiga stresslaus jól, ég byrjaði daginn á að mæta fersk í viðtal í morgunútvarp Rásar 2 að ræða jólagjafirnar í ár. Ég gleymdi að sjálfsögðu að nefna ýmislegt sem ég ætlaði mér og því ákvað ég að skella í eina góða og stóra gjafahugmyndafærslu – sem er jafnframt sú síðasta í ár. 34 hugmyndir – gjörið svo vel.

jolagjafir1

Fyrir heimilið //

//1. Karafla er eitthvað sem má auðveldlega bæta við heimilið, Kokka. //2. Panthella mini lampi, Epal. //3. Spegill frá Further North, Snúran. //4. Leðurmotta á góðu verði, Línan. //5. Finnsdóttir hönnun klikkar seint, Snúran. //6. Kastehelmi krukka er dásamleg, til í nokkrum litum og 2 stærðum, söluaðilar iittala. //7. Marmarabakki sem ég á sjálf og elska, Kokka. //8. Kaktusvasi frá Serax til í nokkrum stærðum, Dúka. //9. LA Bruket vörurnar eru frábærar og er hægt að fá sápur, baðsölt, olíur og fleira, Snúran. //10. Dots rúmföt frá Ihanna home hafa verið lengi á óskalistanum mínum, Epal. //11. Snjódúfa frá iittala, fallegustu fuglar sem ég veit um eru hönnun Oiva Toikke. Iittala verslunin í Kringlunni. //12. Viðurkennum það, iittala slær í gegn hjá öllum. Aalto skál undir ýmislegt fallegt. Söluaðilar Iittala. //13. Svartur Aalto vasi í takmörkuðu upplagi, söluaðilar iittala. // 14. Dots púði frá Hay, til í mörgum litum. Epal. // 15. Velvet púði er fullkominn á sófann, Línan. // 16. Scintilla púðarnir fínu, fást í Scintilla Skipholti. //

jolagjafir3

Íslenskt já takk // 

//1. Þið ykkar sem sáuð innlitið til Auðar Gnáar hjá Further North á Svartahvitu snapchat rákuð eflaust augun í þessi fallegu ullar dúskateppi. Setja punktinn yfir i-ið í stofunni! Fást í Rammagerðinni og Mýrinni. // 2. Andlit er án efa jólabókin í ár og situr núna í 10. sæti yfir mest seldu bækurnar – vel gert! //3. Munum dagbókin situr á mínum óskalista, ég er að klára 2016 bókina frá þeim núna og er mjög ánægð. Snúran. // 4. Íslensku Angan vörurnar hafa slegið í gegn – mæli með að prófa. Snúran. // 5. Ilmkerti er líklega ein af jólagjöfum ársins, íslensku ilmkertin frá Erlu Gísla eru frábær – mæli með. Hrím, Hlín Reykdal, Litla Hönnunarbúðin og Snúran. //6. Blæti kom, sá og sigraði. Tímarita-bókverk sem er alveg hreinn unaður, mæli með fyrir þá sem kunna að meta ljósmyndir, tísku, list og annað fallegt. Eymundsson. //7. Trefill frá Andreu eða annað dásamlegt úr hennar smiðju, klikkar ekki. AndreA á Strandgötu eða á Laugavegi 70. //8. Kertastjaki ársins er Stjaki frá HAF, fullkominn yfir hátíðarnar en einnig flottur allan ársins hring. Epal og Rammagerðin. //

 

jolagjafir2

Fyrir barnaherbergið // 

//1. Design Letters bolli með upphafsstaf barnsins, Epal og Petit. //2. Stafaljós, Petit og Litla Hönnunarbúðin. //3. Ein dásamlegasta barnabók sem ég hef séð. Ég viðurkenni að ég er mikill aðdáandi Línu Rutar listakonu og er þetta önnur bókin sem hún gefur út. Boðskapur bókarinnar er mjög fallegur og var þessi nýjasta viðbót við töfraheim Núa&Níu til í kringum orðatiltækið “þegar næsta sól kemur” sem er uppfinning sonar Línu Rutar en hann sér oft hlutina í öðru ljósi. Fallega myndskreyttar og vandaðar barnabækur eru frábær gjöf fyrir börnin og ég mæli með að kíkja á þessa. //4. Besta bílabókin eftir vinkonu mína og snillinginn Bergrúnu Írisi er einnig á óskalista sonar míns, við eigum flestar hennar bækur og þær eru lesnar kvöld eftir kvöld, er þar Vinur minn vindurinn í uppáhaldi. Fallegar myndskreytingar og skemmtileg saga:) //5. Sætasti kollurinn sem til er? Bambakollur sem fæst í Epal. //6. Tulipop lampi ásamt flestum þeirra vörum eru dásamlegar og í uppáhaldi hjá syni mínum. Epal. //7. Falleg dótageymsla fyrir leikföng eða annað, til í 3 mynstrum og litum. Snúran. //8. Múmín vekjaraklukka, Snúran. //9. Loftbelgur sem til er í mörgum stærðum og gerðum. Myconceptstore. //19. Stafakall frá teiknisnillingnum Heiðdísi Helgadóttur. Fást hjá Heiðdísi á Strandgötu og á Laugavegi 70. //

 

Vonandi koma þessar hugmyndir að góðum notum:)

svartahvitu-snapp2

VITLEYSA DAGSINS: LEGO GEYMSLUHAUS

PersónulegtVerslað

Ég byrjaði daginn á góðu nótunum og kom við á pósthúsinu þar sem beið mín pakki sem ég hafði pantað fyrir nokkrum vikum, það var nefnilega langþráður Lego skull geymsluhaus sem ég hafði keypt til að setja í barnaherbergið til að geyma í litla Lego kubba eða annað smádót. En það er nefnilega þannig að herra Lego sjálfur var búinn að banna framleiðslu á þessum hausum fyrir stuttu síðan sem framleiddir voru af Room Copenhagen og nutu mikilla vinsælda og má sjá í ófáum barnaherbergjum. Skull var einn vinsælasti hausinn og er í dag uppseldur worldwide og þá er eina leiðin að leita hann uppi á netinu.

Sem ég gerði.

Þegar ég sótti pakkann hélt ég að ég væri hreinlega að ruglast miðað við stærðina á kassanum (stærðin var ca. 2 videospólur) þetta hlyti að vera eitthvað annað sem ég væri búin að panta en síðan gleymt sem væri svosem alveg típískt ég.

Þegar ég opnaði pakkann tók við eitt besta hláturskast í langan tíma, ég vildi hafa óskað þess að einhver hefði verið með mér því Lego hausinn sem ég hafði keypt er ekki stærri en nöglin á litla putta, ég er meira að segja búin að týna honum tvisvar í morgun og veit í augnablikinu ekki hvar hann er staddur á heimilinu.

Screen Shot 2016-08-29 at 14.15.33

Hér að ofan er hausinn sem ég pantaði mér og að neðan er hausinn sem enn situr á óskalistanum mínum.

c7459c0350f79f91f821f971aab243ef

Ég legg ekki meira á ykkur.

instagram/svana.svartahvitu & snapchat:svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TIPS & TRIX FYRIR ELDHÚSIÐ

EldhúsRáð fyrir heimiliðVerslað

Við sem búum í leiguhúsnæði erum oft að vandræðast hvernig eigi að flikka uppá heimilið án þess að vera að negla of mikið eða mála. Það er hinsvegar heilmikið hægt að gera en aðaláherslan er þá á skrautmuni í stað innréttinga og það að gera sem mest úr fallegu hlutunum og á meðan að geyma þreytta hluti inni í skáp. Þetta síðarnefnda er dálítið sem ég er að vinna í hægt og rólega og fór nú síðast um daginn í gegnum allar eldhússkúffur og tók í burtu allt sem hefur ekki verið notað lengi og fékk í staðinn fullt af nýju skúffuplássi sem vel má nýta. Það getur verið gott að renna reglulega í gegnum skrautmuni í eldhúsinu (á reyndar við allt heimilið) og hvíla sumt á smá tíma og þá getur reynst vel að tæma allar hillur og borð og endurraða en setja aðeins þá hluti aftur sem þú annað hvort notar reglulega eða eru virkilega fallegir. Hitt má einfaldlega fara ofan í skúffu eða í kassa sem fer svo í Góða Hirðirinn. Ég tók saman nokkur tips hvernig hægt er að fegra eldhúsið á einfaldan hátt og nokkra hluti sem myndu svo sannarlega fegra hvaða eldhús sem er.

eldhus

1.// Georg Jensen hnífur fyrir þá vandlátu. Epal. 2.// Falleg kopar pressukanna frá Bodum. Ormsson. 3.// Smart uppþvottalögur frá Meraki. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 4.// Brauðbox í fagurgrænum lit til að fela allt kexið og brauðpoka. Kokka. 5.// Smeg ristavél sem yrði seint stungið ofan í skúffu. Hrím. 6.// Kastehelmi krukkur frá iittala undir hafra, fræ og fleira. Sölustaðir Iittala. 7.// Gyllt hnífapör hljóma of vel. Maí & Fakó. 8.// Rivsalt er eitthvað sem mig langar til að prófa. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 9.// Fullkominn steypujárnspottur undir ljúffenga pottrétti. Ormsson.

Að stilla upp bestu hlutunum er gott trix.

Ég geng alltaf frá gömlu og lúnu brauðristinni og kaffivélinni ofan í skúffu eftir notkun en ef tækin væru örlítið fallegri mættu þau alveg vera uppivið. Í staðinn er ég með viðarbakka þar sem ég geymi saltflögur í fallegri krús og fræ sem fara í hafragrautinn í fallegum krukkum, einnig er ég með vel valin og fín áhöld í marmarastandi sem ég fann í Góða Hirðinum ásamt öðru punti eins og viðarbretti og skrautbakka.

Einnig getur breytt miklu fyrir lúkkið að bæta við fallegri plastmottu á eldhúsgólfið en það fást fallegar m.a. í Pipar & salt og Kokku. Ég mæli einnig með að bæta við eldhúsið plöntu eða kryddjurtum sem er sérstaklega sniðugt fyrir þá sem eru með græna fingur en það gefur eldhúsinu mikið líf. Það getur verið vandasamt að halda þessum elskum á lífi en æfingin skapar meistarann og ég mun halda ótrauð áfram að reyna að halda basilíkum á lífi en þær drepast undantekningarlaust hjá mér. Toppurinn er svo auðvitað að hafa þær í smart blómapotti en þessir gylltu frá Winston living eru sérstaklega flottir.

Ef þú ert eitthvað ósátt/ur við eldhúsinnréttingarnar í leiguhúsnæðinu má svo sannarlega skipta um höldur á hurðum og skápum til að aðlaga að þínum stíl, -passa bara vel upp á gömlu höldurnar til að skipta út þegar þú flytur burt.

Það sem ég hef fundið út er að það er hægt að gera gott úr nánast öllu með því að veita dálitla athygli að smáhlutunum, t.d. uppþvottalögur í fallegum umbúðum og smart viskastykki við vaskinn geta gert gæfumuninn í þreyttu eldhúsi. Ég hef jafnvel gerst sek að fylla á minn gamla L:A Bruket uppþvottalögurbrúsa í stað þess að kaupa strax nýjann því ég er svo hrifin af umbúðunum (líka mjög góð sápa).

Hægt er að fjárfesta í smáhlutahillum og stilla þar upp bestu kaffibollunum, uppáhalds te-inu og jafnvel litlum kaktusum en þá þarf að vísu að bora í veggi. Vinsælt val væri String hilla (sjá uppraðanir í hlekk), en þó er hægt að finna smáhlutahillur í Ikea og í fleiri verslunum. Fallegar matreiðslubækur er einnig gott að nýta sem skraut og koma jafnvel vel út í diskarekkum, ég elda ekkert alltof oft uppúr slíkum bókum en hef þó gaman af því að eiga nokkrar vel valdar og þessi hér er núna á óskalistanum.

Marni-kitchenwide

Þetta eldhús hér að ofan er einstaklega fallegt og kemur vel út að nota Rand mottuna undir borðið þó svo að þeir sem eigi börn hristi líklega hausinn núna. En takið eftir hvað plönturnar, litríku viskastykkin og matreiðslubækurnar gera mikið. P.s. það var ekki fyrr en að ég hafði birt þessa færslu að ég tók eftir að Elíasbet Gunnars hafði einnig birt þessa mynd í nýjustu færslunni sinni, -sjá hér:) Við erum greinilega með svipaðan smekk!

2d7e35f88ce3a919fc534919c56ca0aa

5b45a0f7e5f445d6ddcebcb5e605edda

 Myndir frá Pinterest síðu Svart á hvítu

Eldhúsið er hjarta heimilisins og þá er tilvalið að hafa það örlítið smart er það ekki?:) Ef ykkur líkar vel við svona færslur með ráðum fyrir heimilið þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan eða skilja eftir athugasemd.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SNÚRAN FÆR ANDLITSLYFTINGU

Fyrir heimiliðVerslað

Ég trúi því varla að ég sé ekki ennþá búin að birta hér myndir eftir að ein uppáhaldsbúðin mín Snúran stækkaði talsvert um daginn. Ég átti hinsvegar leið þangað í morgun að kaupa gjöf handa vinkonu minni sem er nýbökuð tveggja barna móðir og var þá að sjá verslunina í fyrsta sinn eftir andlitslyftinguna og vá þvílíkur munur! Búið að mála alla veggi í mjög hlýlegum tónum og leggja æðislegar teppaflísar og núna njóta vörurnar sín mikið betur. Það er svo skemmtilegt hvað þetta hverfi er í miklum blóma og margar spennandi verslanir þar að finna, mæli svo sannarlega með bíltúr í Síðumúlann.

13707769_1487656147915036_2267825696653659875_n 13716171_1487655371248447_5797850338945664413_n 13731644_1487655504581767_7802528469657456780_n 13770448_1487656164581701_6293428150668251699_n 13781715_1487656167915034_6238973207729052206_n13315341_1436994529647865_7870220048414113119_n

Myndirnar að ofan fékk ég lánaðar á facebook síðu Snúrunnar, ljósmyndari: Anna Kristín.

13838445_10155038940013332_1989336008_o

Við fórum í smá vinkonuleiðangur í morgun í gjafaleit, Kristbjörg og Inga mínar verða eflaust agalega glaðar að ég birti myndina af þeim:)

Verslunin er orðin algjör draumur í dós, ég er með augun á nokkrum vörum þarna inni og þá helst LA:Bruket sápunum og kremum sem ég þarf að fara að endurnýja ásamt einum gordjöss blómavasa sem er reyndar það allra síðasta sem ég þarf á að halda. Það helsta sem ég þyrfti á að halda er að halda góða bílskúrssölu og tæma úr skápunum hluti og föt sem ég er hætt að nota!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

AFMÆLISGJÖF KOKKU

UmfjöllunVerslað

Ég fór í morgun og hitti vinningshafann hana Margréti Rögnu Jónasardóttur í Kokku til að afhenda henni afmælisvinninginn úr geggjaða gjafaleiknum sem við héldum um daginn. Eins og von var á þá var hún Margrét alveg alsæl með vinninginn og var þegar búin að ákveða hvar mottan, karfan og tunnan ættu að fá stað á heimilinu. Ég samgleðst henni alveg innilega en það er ekkert grín hvað ég hefði mikið viljað vinna sjálf…

13199519_10154819027003332_1970578831_o

Hér er hún Margrét sæt og fín með vinninginn sinn sem er ekki af verri endanum:) Litirnir í mottunni sjást betur á myndinni hér að neðan, hrikalega fallegur bleikur litur.

leikur_logo13210976_10154819027098332_566591547_o

Haldið þið svo ekki að hún Ástríður Kokku vinkona mín hafi laumað að mér smá pakka á leiðinni út með orðunum “þú veist hvað þetta er”:) það hálf ískrar í mér af spenningi yfir innihaldinu en ég mun svo sannarlega sýna ykkur það mjög fljótlega:) Smá fyrirfram afmælisgjöf sem verður notuð í veislunni sjálfri. Takk fyrir mig Kokka!

Alveg fullkomin byrjun á góðri viku:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

VERSLAÐ HJÁ KRABB.IS

UmfjöllunVerslað

Stundum er alveg tilvalið að nýta þetta þetta fína blogg mitt undir jákvæðar fréttir og góð meðmæli. Ég er nefnilega á póstlista hjá Krabbameinsfélaginu og fékk rétt í þessu tölvupóst þar sem þau kynna netverslunina sína og ég ákvað því að taka saman nokkrar vörur frá þeim til að sýna ykkur hvað þau eru með fallegt vöruúrval. Því ef einhver á skilið umfjöllun þá eru það líklega þau:)

*Mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram, en að sjálfsögðu er þessi færsla ekki kostuð á neinn hátt.

 Ég mæli með að skoða úrvalið hjá Krabb.is ef þú ert í gjafaleit og styrkja þá í leiðinni Krabbameinsfélagið :)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

MÆLI MEÐ!

UppáhaldsVerslað

Í dag er merkilegur dagur hjá tveimur af mínum uppáhalds verslunum, jú ég á nokkrar sem eiga sér sinn sérstaka stað hjá mér þó svo að ég telji sjaldan upp allan listann:)

Í dag á Snúran 2 ára afmæli og heldur upp á það í dag og á morgun með flottum afsláttum, ég kynntist Rakel sem rekur verslunina fljótlega eftir að hún opnaði en ég kíkti þá í innlit til hennar fyrir tímarit sem ég vann hjá en þá var verslunin aðeins á netinu og í geymslunni heima hjá henni. Ég sá fljótt hvað það var mikið spunnið í þessa stelpu, 4 barna móðir (úff og bara rétt eldri en ég) og rekur núna eina vinsælustu hönnunarverslunina á landinu sem hefur stækkað alveg ótrúlega hratt. Ég ætla að minnsta kosti að kíkja við í tilefni afmælisins og gefa Rakel knús, það má sko alveg klappa svona ofurkonum á bakið af og til:)

Screen Shot 2016-04-01 at 13.32.29 Screen Shot 2016-04-01 at 13.33.05 Screen Shot 2016-04-01 at 13.34.03

Í morgun varð ég þó smá leið þegar ég fór í síðasta sinn í heimsókn í uppáhalds Spark design space en eftir daginn í dag þá lokar Spark, þó svo að ég krossi fingur að það opni seinna á öðrum stað. Þarna vann ég með náminu mínu og eignaðist góða vini og kynntist mjög mörgum úr hönnunarbransanum, enda var Spark aðalstaðurinn til að kíkja á fyrir hönnuðu og áhugafólk um hönnun. Ég mæli því með að kíkja við í dag fyrir kl.18:00 og segja bless!

12935209_10154712903568332_1840634483_n12921933_10154712903978332_89276846_o copy

Ég mæli með að kíkja við á báða staðina!:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111