fbpx

DRAUMAVASINN KOMINN HEIM : PALLO KLASSÍSK SÆNSK HÖNNUN

Fyrir heimiliðHönnunKlassíkVerslað

Pallo vasinn hefur í langan tíma vermt óskalistann minn. Klassísk sænsk hönnun eftir hina þekktu Carina Seth Andersson sem seld er hér á landi hjá HAF store.

Pallo vasarnir eru handblásnir í Småland hjá Skrufs Glasbruk, með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem hver vasi er unninn eingöngu í höndunum og er því hver Pallo vasi einstakt handverk og er enginn þeirra því 100% eins.

Gler og keramík hönnun Carina Seth Andersson er eftirsótt og hefur hún meðan annars hannað Dagg vasann sem seldur er aðeins hjá Svenskt Tenn sem verður mögulega á mínum óskalista allt mitt líf. Hönnun hennar prýðir heimili og listasöfn um allan heim og það sem einkennir hana er tímalaust form og gott notagildi ásamt einstökum smáatriðum. Mínimalísk hönnun Pallo vasans heillar marga og eru einhverjar eftirlíkingar á markaðnum – en ég hvet ykkur að sjálfsögðu til þess að velja upprunalega hönnun þegar það á við. Vasinn er listaverk í sjálfu sér – og þú finnur og sérð gæðin þegar þú meðhöndlar hann.

Ég þarf líklega núna að venjast því að kaupa stærri blómavendi – en þetta fallega Amaryllis blóm frá Blómstru blómaáskriftinni minni kom eins og kallað þegar vasinn var nýkominn heim. Pallo vasinn minn er í miðstærð, en hann kemur í þremur stærðum ásamt svörtum lit.

Þú getur skoðað úrvalið af Pallo vösum í HAF store – með því að smella hér 

MEÐ FALLEGUSTU BÓKUM ÁRSINS - RAKEL TOMAS LISTAVERKABÓK

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1