TIPS & TRIX FYRIR ELDHÚSIÐ

EldhúsRáð fyrir heimiliðVerslað

Við sem búum í leiguhúsnæði erum oft að vandræðast hvernig eigi að flikka uppá heimilið án þess að vera að negla of mikið eða mála. Það er hinsvegar heilmikið hægt að gera en aðaláherslan er þá á skrautmuni í stað innréttinga og það að gera sem mest úr fallegu hlutunum og á meðan að geyma þreytta hluti inni í skáp. Þetta síðarnefnda er dálítið sem ég er að vinna í hægt og rólega og fór nú síðast um daginn í gegnum allar eldhússkúffur og tók í burtu allt sem hefur ekki verið notað lengi og fékk í staðinn fullt af nýju skúffuplássi sem vel má nýta. Það getur verið gott að renna reglulega í gegnum skrautmuni í eldhúsinu (á reyndar við allt heimilið) og hvíla sumt á smá tíma og þá getur reynst vel að tæma allar hillur og borð og endurraða en setja aðeins þá hluti aftur sem þú annað hvort notar reglulega eða eru virkilega fallegir. Hitt má einfaldlega fara ofan í skúffu eða í kassa sem fer svo í Góða Hirðirinn. Ég tók saman nokkur tips hvernig hægt er að fegra eldhúsið á einfaldan hátt og nokkra hluti sem myndu svo sannarlega fegra hvaða eldhús sem er.

eldhus

1.// Georg Jensen hnífur fyrir þá vandlátu. Epal. 2.// Falleg kopar pressukanna frá Bodum. Ormsson. 3.// Smart uppþvottalögur frá Meraki. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 4.// Brauðbox í fagurgrænum lit til að fela allt kexið og brauðpoka. Kokka. 5.// Smeg ristavél sem yrði seint stungið ofan í skúffu. Hrím. 6.// Kastehelmi krukkur frá iittala undir hafra, fræ og fleira. Sölustaðir Iittala. 7.// Gyllt hnífapör hljóma of vel. Maí & Fakó. 8.// Rivsalt er eitthvað sem mig langar til að prófa. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 9.// Fullkominn steypujárnspottur undir ljúffenga pottrétti. Ormsson.

Að stilla upp bestu hlutunum er gott trix.

Ég geng alltaf frá gömlu og lúnu brauðristinni og kaffivélinni ofan í skúffu eftir notkun en ef tækin væru örlítið fallegri mættu þau alveg vera uppivið. Í staðinn er ég með viðarbakka þar sem ég geymi saltflögur í fallegri krús og fræ sem fara í hafragrautinn í fallegum krukkum, einnig er ég með vel valin og fín áhöld í marmarastandi sem ég fann í Góða Hirðinum ásamt öðru punti eins og viðarbretti og skrautbakka.

Einnig getur breytt miklu fyrir lúkkið að bæta við fallegri plastmottu á eldhúsgólfið en það fást fallegar m.a. í Pipar & salt og Kokku. Ég mæli einnig með að bæta við eldhúsið plöntu eða kryddjurtum sem er sérstaklega sniðugt fyrir þá sem eru með græna fingur en það gefur eldhúsinu mikið líf. Það getur verið vandasamt að halda þessum elskum á lífi en æfingin skapar meistarann og ég mun halda ótrauð áfram að reyna að halda basilíkum á lífi en þær drepast undantekningarlaust hjá mér. Toppurinn er svo auðvitað að hafa þær í smart blómapotti en þessir gylltu frá Winston living eru sérstaklega flottir.

Ef þú ert eitthvað ósátt/ur við eldhúsinnréttingarnar í leiguhúsnæðinu má svo sannarlega skipta um höldur á hurðum og skápum til að aðlaga að þínum stíl, -passa bara vel upp á gömlu höldurnar til að skipta út þegar þú flytur burt.

Það sem ég hef fundið út er að það er hægt að gera gott úr nánast öllu með því að veita dálitla athygli að smáhlutunum, t.d. uppþvottalögur í fallegum umbúðum og smart viskastykki við vaskinn geta gert gæfumuninn í þreyttu eldhúsi. Ég hef jafnvel gerst sek að fylla á minn gamla L:A Bruket uppþvottalögurbrúsa í stað þess að kaupa strax nýjann því ég er svo hrifin af umbúðunum (líka mjög góð sápa).

Hægt er að fjárfesta í smáhlutahillum og stilla þar upp bestu kaffibollunum, uppáhalds te-inu og jafnvel litlum kaktusum en þá þarf að vísu að bora í veggi. Vinsælt val væri String hilla (sjá uppraðanir í hlekk), en þó er hægt að finna smáhlutahillur í Ikea og í fleiri verslunum. Fallegar matreiðslubækur er einnig gott að nýta sem skraut og koma jafnvel vel út í diskarekkum, ég elda ekkert alltof oft uppúr slíkum bókum en hef þó gaman af því að eiga nokkrar vel valdar og þessi hér er núna á óskalistanum.

Marni-kitchenwide

Þetta eldhús hér að ofan er einstaklega fallegt og kemur vel út að nota Rand mottuna undir borðið þó svo að þeir sem eigi börn hristi líklega hausinn núna. En takið eftir hvað plönturnar, litríku viskastykkin og matreiðslubækurnar gera mikið. P.s. það var ekki fyrr en að ég hafði birt þessa færslu að ég tók eftir að Elíasbet Gunnars hafði einnig birt þessa mynd í nýjustu færslunni sinni, -sjá hér:) Við erum greinilega með svipaðan smekk!

2d7e35f88ce3a919fc534919c56ca0aa

5b45a0f7e5f445d6ddcebcb5e605edda

 Myndir frá Pinterest síðu Svart á hvítu

Eldhúsið er hjarta heimilisins og þá er tilvalið að hafa það örlítið smart er það ekki?:) Ef ykkur líkar vel við svona færslur með ráðum fyrir heimilið þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan eða skilja eftir athugasemd.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HVERNIG Á AÐ GEYMA TÍMARITIN?

Ráð fyrir heimiliðTímarit

Það getur verið hausverkur hvernig geymi eigi tímarit en mörg okkar kannast líklega við það að hafa keypt aðeins of mörg tímarit í gegnum tíðina sem núna liggja í ósnert í stórum bunkum. Ég mæli þó með því að fara yfir mjög gömul blöð og halda aðeins eftir þeim sem eru virkilega góð og gefa restina t.d. á biðstofur eða í Góða Hirðirinn. Blöðin sem eftir standa er þó hægt að geyma á fjölmarga vegu og geta verið hin mesta heimilisprýði eins og sjá má hér að neðan!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

TIPS: AÐ BÚA UM RÚMIÐ EINS OG Á HÓTELI

Ráð fyrir heimiliðSvefnherbergi

Ég rakst á svo sniðuga mynd sem sýnir hvernig búa eigi um rúm eins og gert er á hótelum að ég verð hreinlega að deila henni með ykkur. Ég viðurkenni þó að ég bý alltof sjaldan um rúmið mitt en þó er ég mjög hrifin af þessum tipsum hér að neðan hvernig hægt er að raða koddum og skrautpúðum á marga vegu. Það er að sjálfsögðu engin ein rétt leið og þetta snýst bara um hvað þér þykir fallegast og hversu mörgum púðum þú munt nenna að raða á morgnanna! pillow-diagram-queen-574x680d061e80bafefd73d6f74a6ab0e01e682

Til að toppa lúkkið er síðan annað léttara teppi eða gæra lögð á rúmið til fóta, oftast ofan á rúmteppið sjálft en það kemur þó líka vel út sérstaklega þegar sængin er tvöföld að brjóta teppi saman til hálfs og leggja til fóta ofan á sængina. Kíkið á video-ið neðst í færslunni til að sjá hvernig.

405b49d66b8499e4c6d60f9644f75752 49538a13390f73f6d61b581e2ff7ad0bSFDA34E91B53897464BADFEBD487D7F1767 a752e66f60dd7fb54937bafa768fb9e5

Svo fyrir þá sem vilja fara alla leið þá eru líka sérstakar leiðir hvernig ganga eigi frá lakinu og ég fann heilann helling af video-um á Youtube sem kenna hvernig eigi að “búa um hið fullkomna rúm”. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt! Ég mun pottþétt nýta mér þessi tips… kannski þegar sonurinn flytur að heiman haha, ég mun þó a.m.k. nota einföldustu leiðina:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

PÍNULÍTIL & SJARMERANDI STÚDÍÓ ÍBÚÐ

HeimiliRáð fyrir heimiliðSvefnherbergi

Þessi pínulitla stúdíó íbúð er algjör draumur, hver fermeter er ofsalega vel nýttur og rúmið hengt upp í loft sem sparar heilmikið pláss. Uppsetningin minnir mig reyndar mjög mikið á herbergið sem ég bjó í þegar ég var við nám í Hollandi, en þar var rúmið einmitt hengt upp í loft og undir því var ég með litla stofu. Þetta er stórsniðug lausn sem væri gaman að sjá oftar nýtta, þó svo að kojur séu gjarnan vinsælar í barnaherbergi þá er líka hægt að nýta þetta í unglingaherbergi og háskólaíbúðir þar sem fermetrar eru af skornum skammti. Mitt herbergi var þó ekki svona smekklegt, allar innréttingar voru dökkbláar og brúnt teppi á gólfinu og ég deildi baðherbergi með einni hrikalegri konu sem bjó á sömu hæð og ég í húsinu… Hér hefði ég mikið frekar viljað búa:)

3 4 6 7 9 13 17 21

Vonandi verður helgin ykkar ljúf, minni helgi verður varið í smá sveitasælu með fjölskyldunni og vonandi kem ég endurnærð tilbaka.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TÖLUM UM MOTTUR…

Ráð fyrir heimiliðStofa

Það er mjög viðeigandi að tala um mottur á svona köldum degi eins og í dag og þar sem gólfkuldinn er líklega í hámarki á mörgum heimilum. Þá væri það nú draumur í dós að vera með fallega og hlýja mottu á gólfinu í staðinn fyrir kalt parketið. Mottur eru ekki bara skraut á gólfið en þær hafa þann eiginleika að vera hljóðdempandi sem er eitthvað sem þið sem eigið stór heimili þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts ættuð alvarlega að íhuga að fá ykkur. Ég hef heimsótt mörg stór heimili og oft eru húsráðendur í vandræðum með slæma hljóðvist á heimilinu þar sem bergmálar jafnvel, það eru til margskonar lausnir og eru mottur ein einfaldasta lausnin, en þar fyrir utan eru auðvitað gardínur, hljóðísogandi veggflekar, púðar og fleira. Það er þó eitthvað við motturnar sem gera heimili svo heimilisleg, þær virðast ná að binda rými saman í fallega heild og gefa því hlýlegt yfirbragð. Ég er með eina röndótta mottu á stofugólfinu sem ég gæti vel hugsað mér að skipta út fyrir aðra í örlítið dempaðri litum.

6e1968a0f543fb34875e3903eda4d3edbdf9315bdde78a629491fa5bf7e9adbf0d6ee4a542256211bff60a76c8377a87 605675c7684bcd7f47c58fc4633bd45e 049245cc0aec6bd8bfe125f912b5857e c961c3284dd2b4ab7f16fd6acacb044d f9f2af2a9175cb2ee49b8cdf17ad36c4

Mig langaði einnig til að benda ykkur á skemmtilegan mottumarkað, sjá viðburð hér, sem nú er í gangi fram á laugardag þann 5.desember, sem heildsalan Ásbjörn Ólafsson stendur fyrir, en þar er hægt að næla sér í fallegar handofnar indverskar mottur á góðu verði ásamt fleiri vörum t.d. pullum, púðum og fallegum skrautmunum. Ég hika oft við þegar ég les um handgerðar indverskar vörur, en fékk þó þær ánægjulegu upplýsingar að hjá The Rug Republic þaðan sem vörurnar eru þekkist ekki barnaþrælkun heldur þvert á móti því með hverri seldri mottu styrkir fyrirtækið börn til menntunar þar í landi. Ég tók saman nokkrar flottar mottur sem eru núna á markaðinum, en þið getið séð fleiri upplýsingar á facebook viðburðinum hér. Það er opið hjá þeim í dag frá 15-20 og á morgun, laugardag frá kl.11-16 í Bæjarlind 16 í Kópavogi. Mæli með því að kíkja:)

Ég gæti alveg hugsað mér eina af þessum hér að ofan, finnst alltaf dálítið skemmtilegt þegar talað er um mottur sem listaverk á gólfi það er nefnilega oft mikið til í því:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

SVANA GOOGLE VOL.1

HönnunRáð fyrir heimilið

Það mætti stundum halda að Google væri mitt annað nafn, en ég hef oft ekki undan að svara fyrirspurnum varðandi hönnun og heimili frá fólki í kringum mig. Það eru eflaust ekki margir vinir mínir eftir sem hafa aldrei leitað til mín með spurningar hvaðan hitt og þetta er, eftir hvern það er, og svo mætti endalaust áfram telja. Ég hef haft mjög gaman af því að aðstoða og veita fólki upplýsingar, en stundum eru spurningarnar tímafrekar og því hef ég ekki náð á síðustu mánuðum að svara öllum vegna anna, þá eru það kannski ítarlegar spurningar um hönnunarnám og annað, en oft eru þetta líka spurningar sem auðveldlega má finna svar við á Google. Ég nota mikið Google image search, en þar hleður þú inn mynd úr tölvunni og færð þá oft niðurstöður hvaðan myndin er og jafnvel hver hannaði vöruna sem finna má á myndinni. En svo eðlilega hefur sitthvað síast inn í höfuðið á mér eftir að hafa legið yfir hönnunarbókum, blöðum og vefsíðum síðustu árin, sem betur fer myndi ég nú segja. Hér að neðan er svar við nýlegri spurningu varðandi eftir hvern hönnunin er, þið hafið eflaust flest rekist á þetta ljós í tímaritum eða á bloggsíðum enda afar vinsæl hönnun um þessar mundir.

Hönnunin sem um ræðir er Koushi ljósið, sem er einfalt og handgert ljós sem ameríski ljósmyndarinn Mark Eden Schooley hannaði.

img1

En síðan er það Z1 ljósið sem Mark Eden Schooley hannaði einnig ásamt Nelson Sepulveda, það er ekki svo ólíkt Koushi ljósinu í stíl þó að þetta sé örlítið fínlegra og höfðar því til fleiri.

img2

Koushi ljósið hefur verið sérstaklega vinsælt sem heimaföndur enda sést langar leiðir að það sé handgert, hér má jafnvel sjá DIY leiðbeiningar á vefsíðu Remodelista. Bæði ljósin fást í sænsku versluninni Artelleriet sjá hér fyrir áhugasama.

Ef þú ert með spurningu sem varðar hönnun og heimili þá er Svana Google með svarið;) Þó vil ég taka fram að þó að áhugasvið mitt nái yfir flest sem tengist hönnun þá er ég ekki sérfróð þegar kemur að vintage hlutum og antíkmunum. En það sem er í gangi í dag… þar erum við að tala saman!

Ertu svo búin/n að smella á facebooksíðu Svart á hvítu… stefnan er sett á 10.000 like og þá verður skemmtilegur gjafaleikur! Og ef þú hefur einhverntíman þurft að leita til mín með spurningu um hönnun og heimili þá á ég nú inni hjá þér að þú smellir á like hnappinn við þessa færslu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

MÁLUM!

Fyrir heimiliðHugmyndirRáð fyrir heimilið

Litir geta gjörbreytt andrúmsloftinu á heimilinu en hægt er að bæta við litum á svo ótalmarga vegu, með litríkum púðum, skálum, kertastjökum, mottum og húsgögnum. Þó ættum við einnig að íhuga að mála veggina á heimilinu, þó það sé jafnvel bara einn veggur eða eitt rými. Hér að neðan má sjá rými þar sem hálfur veggurinn hefur verið málaður í lit og VÁ hvað það kemur ótrúlega vel út. Klárlega hugmynd til að bæta á to do listann!

half-geschilderde-muur

Hversu góð hugmynd er það að mála bleikt? Mjög góð hugmynd!half-geverfde-muur

 Svo er hægt að mála í ýmsum öðrum litum, og alltaf virðist það koma hrikalega vel út.

muur-half-verf

helft-muur-verven muur-twee-kleuren verf-lambrisering

Rýmið hér að neðan slær svo allt út, fölbleikur á móti fölgrænum. Ótrúlega falleg útkoma.

twee-kleuren-muur

Að mála í lit er einnig góð lausn til að afmarka viss svæði á heimilinu, t.d. sem höfuðgafl við rúmið, og á bakvið fatahengið. Ég veit ekki afhverju maður er svona oft hikandi við það að mála, síðan hvenær er það svona hrikalega mikið mál að mála bara aftur hvítt ef allt klikkar?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

BAÐHERBERGIÐ: FYRIR & EFTIR

BaðherbergiDIYPersónulegtRáð fyrir heimilið

Ég var aðeins að dúlla mér hér heima um daginn, en baðherbergið var búið að pirra mig í nokkurn tíma. Það er alveg ágætlega rúmgott og pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara þar inni, svo eru hillur þar fyrir ofan sem ég sá alltaf fyrir mér að nota sem skiptiaðstöðu þegar að því kæmi.

F-E

Eins og sjá má var ekkert mjög mikil prýði af þessu baðherbergi, hillurnar sem geyma ýmist þvottaefni og straujárn voru ekki mikið fyrir augað og þurftu þær því alveg á því að halda að fá smá make-over…

IMG_1033

IMG_1036

Ég gerði í rauninni mjög lítið þó að munurinn sé mikill.

Við mamma saumuðum og strengdum efni fyrir hillurnar úr doppóttu efni sem ég keypti í Virku og svo keypti ég nokkur skipulagsbox í Ikea undir bæði snyrtidót og ýmsa hluti sem þarf að nota fyrir skiptiaðstöðuna. Ég viðurkenni alveg að ég valdi mögulega ekki ódýrustu boxin í búðinni, en það virðist vera eitthvað sem fylgir mér bara:) En fín eru þau!

Ég mæli algjörlega með því að strengja efni fyrir svona hillur ef þið eruð með heima hjá ykkur, þetta léttir alveg ótrúlega mikið á rýminu og svo er vel hægt að kaupa ódýr skipulagsbox til að létta smá á draslinu.

Á myndinni má einnig sjá sjúkrahústöskurnar klárar fyrir komandi daga:)

Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna!

-Svana

13 FLOTT ANDDYRI

Ráð fyrir heimilið

Hafið þið íhugað hversu miklu máli það skiptir að hafa anddyrið á heimilinu snyrtilegt? Þetta er jú fyrsta rýmið sem að gestirnir sjá og því skiptir “first impression” ansi miklu máli:) Ég hef alltaf jafn gaman af heimilum þar sem nostrað hefur verið við anddyrið en það er sko alls ekki á öllum heimilum og ég hef nú heimsótt þau ansi mörg. Flestir láta þetta rými liggja á hakanum og leyfa öðrum rýmum að ganga fyrir, sem er svosem skiljanlegt. Það þarf þó alls ekki að spreða miklum pening til að halda þessu fínu, smart ljós, spegill, snyrtileg motta og að hafa fallegu yfirhafnirnar og veskin sýnilegri en flíspeysurnar kemur þér ansi langt. Svo er hægt og rólega hægt að bæta við… myndir á veggi, smart körfur á gólfið og jafnvel uppáhaldshælarnir til sýnis.

Hér eru nokkur flott anddyri sem geta gefið ykkur hugmyndir:)

0abe3bda4a9aadd21f59bd34418657bc91a60673afb0bfdfbfd69da8da848995 993bb748ff47ac8a40e212c0da41f3003b8ed95126d983d3f4a6c5a6e7eda126 0071150675dcdaf41a711e94bd15caf0 a8bfaff1223355bcf693018cacf27714 af9a4387579d9271282258a8d016376ab6d3bc1d33bae586ef57b63b46426f49 b4344635635edbb8fc2e3a6564df9023cff46cf14912f456187599ab875c4b08Still life images of products designed by Therese Sennerholt0218562e825be3e626a76df914d5814cc3613a8a26108e4a32c7f61824b70327

Svo er anddyrið líka hið fullkomna rými til að leyfa sér smá flipp, t.d. hvað varðar val á gólfflísum eða jafnvel að mála gólfið í hressum lit! Rýmið er hæfilega lítið til að verða ekki yfirgnæfandi og þú færð seint leið á því þar sem að frekar litlum tíma er eytt þarna inni miðað við önnur herbergi heimilisins:)