fbpx

TÖLUM UM MOTTUR…

Ráð fyrir heimiliðStofa

Það er mjög viðeigandi að tala um mottur á svona köldum degi eins og í dag og þar sem gólfkuldinn er líklega í hámarki á mörgum heimilum. Þá væri það nú draumur í dós að vera með fallega og hlýja mottu á gólfinu í staðinn fyrir kalt parketið. Mottur eru ekki bara skraut á gólfið en þær hafa þann eiginleika að vera hljóðdempandi sem er eitthvað sem þið sem eigið stór heimili þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts ættuð alvarlega að íhuga að fá ykkur. Ég hef heimsótt mörg stór heimili og oft eru húsráðendur í vandræðum með slæma hljóðvist á heimilinu þar sem bergmálar jafnvel, það eru til margskonar lausnir og eru mottur ein einfaldasta lausnin, en þar fyrir utan eru auðvitað gardínur, hljóðísogandi veggflekar, púðar og fleira. Það er þó eitthvað við motturnar sem gera heimili svo heimilisleg, þær virðast ná að binda rými saman í fallega heild og gefa því hlýlegt yfirbragð. Ég er með eina röndótta mottu á stofugólfinu sem ég gæti vel hugsað mér að skipta út fyrir aðra í örlítið dempaðri litum.

6e1968a0f543fb34875e3903eda4d3edbdf9315bdde78a629491fa5bf7e9adbf0d6ee4a542256211bff60a76c8377a87 605675c7684bcd7f47c58fc4633bd45e 049245cc0aec6bd8bfe125f912b5857e c961c3284dd2b4ab7f16fd6acacb044d f9f2af2a9175cb2ee49b8cdf17ad36c4

Mig langaði einnig til að benda ykkur á skemmtilegan mottumarkað, sjá viðburð hér, sem nú er í gangi fram á laugardag þann 5.desember, sem heildsalan Ásbjörn Ólafsson stendur fyrir, en þar er hægt að næla sér í fallegar handofnar indverskar mottur á góðu verði ásamt fleiri vörum t.d. pullum, púðum og fallegum skrautmunum. Ég hika oft við þegar ég les um handgerðar indverskar vörur, en fékk þó þær ánægjulegu upplýsingar að hjá The Rug Republic þaðan sem vörurnar eru þekkist ekki barnaþrælkun heldur þvert á móti því með hverri seldri mottu styrkir fyrirtækið börn til menntunar þar í landi. Ég tók saman nokkrar flottar mottur sem eru núna á markaðinum, en þið getið séð fleiri upplýsingar á facebook viðburðinum hér. Það er opið hjá þeim í dag frá 15-20 og á morgun, laugardag frá kl.11-16 í Bæjarlind 16 í Kópavogi. Mæli með því að kíkja:)

Ég gæti alveg hugsað mér eina af þessum hér að ofan, finnst alltaf dálítið skemmtilegt þegar talað er um mottur sem listaverk á gólfi það er nefnilega oft mikið til í því:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

LITUR ÁRSINS 2016

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  4. December 2015

  Ég er í mottuleit þessa dagana. Hvaðan eru þessar að ofan? Td gráa sem er síðust í röðinni?

 2. Anna

  4. December 2015

  linkurinn virkar ekki :/

 3. Þórlaug Einarsdóttir

  6. December 2015

  Ekki veistu hvar ég get fengið plakat eins og er á mynd 4 af Los Angeles ? Og takk fyrir frábærlega skemmtilegt blogg :)