LITUR ÁRSINS HJÁ IITTALA : ULTRAMARINE

HönnunKlassík

Í ár fór Iittala ekki öruggu leiðina og valdi tískulit sem lit ársins heldur þennan klassíska og fallega Ultramarine bláa lit sem er jafnframt táknrænn fyrir Finnland sem í ár fagnar 100 ára sjálfstæði sínu. Finnland er land þúsund vatna og er það ein ástæða þess að Iittala valdi Ultramarine bláan sem lit ársins 2017. Að sjálfsögðu má finna klassíska Aalto vasann í Ultramarine litnum ásamt Kartio glösum, Kastehelmi, Kivi og Maribowl skálina frægu. Teema stellið klassíska verður einnig hægt að fá í ár í sérstakri Ultramarine útgáfu sem er dökkblá með örlitlum doppum sem gerir það mjög skemmtilegt og líflegt. Ég hef lengi verið hrifin af Teema stellinu sem hannað er af meistaranum Kaj Franck og ég fengi líklega aldrei nóg af því! Kíkjum á þessa fegurð:)

iit_table_reset_ii_shop_5

Lagt á borð með Iittala // Ég er mjög hrifin af svona mixuðu stelli og finnst blái liturinn njóta sín einstaklega vel á þessu líflega dekkaða borði. Þarna sjáið þið ef þið horfið vel doppóttu Teema diskana ásamt bláu Ultramarine Kastehelmi diskunum. Þessi mynd er svo sumarleg og fersk – hrikalega flott!

941748

Ultramarine liturinn fer mjög vel við ljósbláa Teema línuna, – þarna sést einnig fugl ársins hjá Iittala sem er sá eini sem gerður hefur verið með vængina úti. Ég fæ seint leið á því að ræða þessa fugla enda sitja þeir ofarlega á óskalistanum mínum. Hér að neðan má svo sjá Ultramarine fuglinn sjálfann sem gerður var í tilefni 100 ára sjálfstæðis Finna.

941749

iittala_teema_dotted_blue_scandia_2016_2

Enn meira doppótt Teema – ahhh pretty. Til að sjá Ultramarine línuna í heild sinni þá getið þið smellt hér.

iit_table_reset_ii_shop_6

Ég ræð ekki við mig – ein bleik fær að fylgja haha. Rakst í þessa fegurð á vafri mínu á heimasíðu Iittala og ég bráðnaði smá, mínir uppáhaldslitir ♡ Ég ætlaði svo sannarlega að vera búin að færa ykkur fréttirnar af Ultramarine fyrir nokkru síðan, ég var þó búin að sýna á snappinu mínu smávegis í janúar og þá rennur það stundum saman við hvað mér finnst ég vera búin að skrifa um á blogginu mínu:)

svartahvitu-snapp2-1

NÝTT FRÁ IITTALA: ULTIMA THULE KERTASTJAKI

HönnunKlassík

Ultima Thule er mín uppáhalds lína frá Iittala, svo dásamlega falleg og klassísk. Glösin úr línunni eru með því fyrsta sem ég keypti mér sjálf í búið í þáverandi uppáhalds búðinni minni Saltfélaginu og ég nota glösin daglega, ég kýs nefnilega að eiga ekki sparistell heldur nota það fallegasta að hverju sinni á hinum venjulega degi, líka á mygluðum mánudagsmorgnum og ég lofa ykkur því að það gerir daginn ögn betri. Þó það sé Iittala eða Ikea, ilmvatnið eða spariskórnir – við eigum að nota hlutina okkar en ekki geyma í skápum fyrir betri tilefni. Tilefnið á að vera dagurinn í dag.

Ultima Thule línan var hönnuð árið 1968 af glerlistamanninum Tapio Wirkkala sem sótti innblástur til Lapplands en línan vísar í bráðinn klaka. Ultima Thule línan er í dag ein þekktasta vörulínan frá finnska hönnunarrisanum Iittala og þið kannist líklega flest við hana og eigið jafnvel nokkra hluti. Ultima Thule er einstök fyrir þær sakir að á baki hennar liggja meira en þúsundir klukkustunda sem fóru í að fullkomna glerblásturaðferðina til að ná fram þessari sérstöku áferð sem einkennir línuna og minnir á bráðinn klaka. Ultima Thule línan hefur stækkað töluvert og árið 2015 í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Wirkkala bættust við diskar sem sitja hátt á mínum óskalista og ásamt þeim bættust einnig við lítil freyðivínsglös ásamt könnu.

Núna voru hinsvegar að koma út fallegir sprittkertastjakar sem ég veit að munu slá í gegn, einfaldlega klassísk hönnun sem stenst alla tískustrauma. Mér skylst þó að eins og er fáist þeir aðeins í Iittala versluninni, en frá 11. nóvember munu þeir fást hjá öllum söluaðilum Iittala.

14639776_1589801604662339_7085314757091237260_n

14639731_1586706894971810_4209494055734460661_n

Fallegir ekki satt? Hér að neðan tók ég saman nokkrar myndir frá Instagram síðu Iittala sem ég mæli með að fylgja ef þið hafið áhuga á að sjá fallegar myndir í ykkar fréttaveitu, sjá meira hér.

skrift2

HÖNNUN: NAGELSTAGER Í GYLLTU

HönnunKlassík

Klassísku Nagelstager kertastjakarnir voru að koma út í messing og eru alveg gullfallegir í þeirri útgáfu. Kertastjakarnir voru upphaflega hannaðir af Fritz Nagel árið 1965 en hætt var þó að framleiða þá í fjölmörg ár og var þá helst hægt að finna þá á antíkmörkuðum. Það eru aðeins örfá ár síðan að stjakarnir voru uppgötvaðir á ný og settir í endurframleiðslu og þá drógu margir sína gömlu stjaka fram úr skápum og hafa haldið áfram að safna. Nagelstager eru ofboðslega falleg hönnun sem ég gæti vel hugsað mér að safna einn daginn.

 nagel-stoff-ljusstake-massing-modul-5

13827216_1638001673179742_719941527_n

ef4073894ab95cf0e5c0332f488cea9f

Ég get þó ekki gert upp við mig hvort ég sé hrifnari af gulli eða silfri? Fyrir áhugasama þá er Snúran söluaðili Nagelstager á Íslandi.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

Á ÓSKALISTANUM: PANTHELLA MINI

HönnunKlassíkÓskalistinn

Panthella lampinn sem hannaður var árið 1971 af Verner Panton sem er jafnframt einn af mínum uppáhalds hönnuðum hefur lengi setið á óskalistanum mínum. Lampinn er einn af þeim allra fallegustu að mínu mati svo einfaldur og elegant en ég hef látið það vera að kaupa hann vegna þess hve dýr hann er og því ekki beint ofarlega á forgangslistanum okkar. Það var þó fyrir nokkru síðan sem ég fékk fréttir frá Louis Poulsen að þau eru að setja á markað mini Panthella lampa núna í september og skyndilega varð draumurinn um að eignast lampann allt í einu aðeins raunverulegri. Mini lampinn er 250 mm á hæð á meðan að hefðbundni borðlampinn er 400 mm. Ef það er eitt sem að mig skortir ekki þá eru það lampar og stólar ég veit það vel en ég hef alveg ótrúlega gaman af svona klassískri og fallegri hönnun og mun líklega safna henni alla tíð. Það eru jú til mörg verri áhugamál en þetta:)

Lamparnir koma í mörgum litum þó svo að hvíti heilli mig mest enda hefur Panthella hingað til bara verið til í hvítu, næst á listanum er þó svarti sem er mjög töff en mér finnst hann mögulega of svipaður Flowerpot lampanum mínum (Verner Panton) sem er líka svartur þó svo að ég skipti regulega um skoðun. Talandi um lampa eftir herra Panton þá má ég til með að nefna í leiðinni annað ljós eftir hann sem situr á óskalistanum en það er fallega Fun skeljaljósið sem er algjört bjútí en það er efni í aðra færslu…

media-1026468-tg-65

Myndin hér að ofan er af Panthella gólflampanum sem er líka draumur í dós.

14269219_566729220194270_1826225087_n

Hér má sjá mini Panthella lampann í svörtu, mjög klassískur og flottur.

Mig hlakkar dálítið til að sjá þá með eigin augum ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

VIÐTAL: HÖNNUÐUR OMAGGIO SPJALLAR UM VASANA FRÆGU

HönnunKlassík

Röndótti Omaggio vasinn hefur varla farið framhjá neinum og er sannkölluð hönnunarklassík. Vasinn er framleiddur af danska keramíkfyrirtækinu Kähler og var hannaður árið 2008 af þeim Ditte Reckweg and Jelena Schou Nordentoft. Þær stöllur reka einnig eina vinsælustu hönnunarverslunina í Kaupmannahöfn, Stilleben sem ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á ef þið eigið leið um borgina.

Fyrir stuttu síðan var Jelene stödd í Reykjavík í tilefni þess að eiginmaður hennar Ulrik Nordentoft tók þátt í HönnunarMars í Epal og hitti ég hana í smá spjall.

Segðu okkur söguna á bakvið fræga Omaggio vasann? Omaggio var okkar fyrsta hönnun og var vasinn kynntur til sögunnar árið 2008. Hugmyndin var að skapa nútímalegan og einfaldan vasa sem væri þó einstakur í útliti og með handverksyfirbragði.

13030-2

“Innblásturinn var sóttur í eldri hönnun frá Kähler, röndóttan handmálaðan vasa frá árunum 1930-1940 sem við túlkuðum yfir á okkar hönnun og eru allar rendurnar handmálaðar á Omaggio vösunum.”

Komu vinsældir Omaggio ykkar á óvart? Já, þær komu okkur mjög mikið á óvart, okkur hefði aldrei dreymt um að þessi vasi ætti svona mikla möguleika. Omaggio vakti strax mikla athygli á meðal skandinavískra hönnunaraðdáenda en varð síðan gífurlega frægur þegar fallega kopar útgáfan var kynnt til sögunnar vorið 2014 í tilefni 175 ára afmælis Kähler og aðeins í takmörkuðu upplagi.

Kähler-Omaggio-anniversary-vase

Áttu þér uppáhalds útgáfu af Omaggio vasanum? Ég mun alltaf elska klassíska vasann með svörtu röndunum afþví að það var okkar fyrsti vasi og mesta klassíkin. Við Ditte erum líka alltaf veikar fyrir þessum með rauðu röndunum sem var kynntur árið 2009. Stundum erum við hrifnastar af þeim sem við gerðum fyrir löngu síðan og eru ófáanlegir í dag.

Komið þið Ditte að öllum ákvörðunum um Omaggio vasana þegar kemur að sérstökum útgáfum eða nýjum litum? Já þetta er alltaf ákvörðun sem við tökum saman, stundum fáum við hugmynd að nýjum lit og stundum kemur Kähler með hugmyndina. En við þurfum alltaf að samþykkja litina áður en hann fer í framleiðslu.

omaggio-home-interior-5_high-resolution-jpg_132709

Hvað er það við Omaggio vasann sem gerir hann svona vinsælann? Ég held að það sé hversu einfaldur hann er ásamt grafíkinni sem að gerir hann frábrugðinn öllum öðrum. Þú sérð hann í fjarska “ já þetta er Omaggio vasi”. Stundum get ég spottað út vasann á heimilum fólks og úti í gluggum þegar ég keyri í bíl, lest eða strætó. Það gerir vasann mjög sérstakann!

Hvaðan sækir þú innblástur í verk þín? Það er helst á ferðalögum og á listasýningum. Í fyrra fórum við Ditte til Japan og ferðalagið veitir okkur ennþá innblástur bæði í hönnun okkar og í versluninni okkar Stilleben.

Bungalow5_Stilleben_1

Fer það vel saman að vera hönnuður og að reka verslun? Já það er mjög góð blanda að fá að vera bæði listræn og sinna einnig þessari markaðstengdu hlið.

251a6f53283674c7be985161e92904ac

Hafið þið hannað fleiri vörur fyrir Kähler? Já við höfum fengið tækifæri að hanna þónokkrar vörur fyrir Kähler, meðal annars Lovesong vasana og Bellino krukkurnar.

Hvert er leyndarmálið á bakvið svona góða hönnun? Það er mjög stór spurning;)

13047-1

Omaggio vasarnir eiga sér risa stóran aðdáenda hóp um allan heim, ótrúlegt hversu miklum vinsældum svona einfaldur blómavasi getur náð en fallegur er hann. Hver er þinn uppáhalds Omaggio vasi? Í dag er Omaggio línan þó mikið meira en aðeins sería af blómavösum, þær Ditte og Jelene hafa einnig hannað skálar, diska, bolla, ílát, kertastjaka og jafnvel jólalínu sem allt er að sjálfsögðu handmálað með Omaggio röndunum frægu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

AFMÆLISGJAFALEIKUR KOKKU ♡

Klassík

***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir. 

Í samstarfi við Kokku þá ætlum við að bjóða ykkur að taka þátt í einum glæsilegasta gjafaleik sem hefur verið haldinn hér á Svart á hvítu. Kokka fagnar nefnilega 15 ára afmæli sínu um þessar mundir og þá er sko tilefni til að fagna. Ég trúi því varla sjálf hvað vinningurinn er veglegur en andvirði hans eru 96.800 krónur! Já þið lásuð rétt, og ég lofa ykkur því að þið viljið lesa þessa færslu til enda:) Í Kokku búa nefnilega mörg af mínum uppáhalds vörumerkjum og eru margar vörur þarna sem lenda líklega á óskalista allra brúðhjóna, þar má nefna Vipp tunnur og Pappelina motturnar frægu, og ein nýjasta viðbótin (sem er þó frá árinu 1922) eru Korbo vírakörfurnar sem hafa slegið í gegn. Og viti menn allar þessar vörur er hægt að vinna í þessum æðislega gjafaleik sem fer einnig fram á Instagram síðu Kokku!

leikur_logo 2

Ég græt það að mega ekki taka þátt sjálf enda alveg bálskotin í þessum vörum ♡

e3ccbf5e15571e4aac7c297966b476dc

Byrjum á að skoða vöruna sem þið öll þekkið, jú það er Vipp tunnan sjálf sem var upphaflega hönnuð árið 1939 og er orðin ómissandi að margra mati fyrir eldhúsið og baðherbergið. Vipp tunnan sem var þó upphaflega hönnuð fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu hönnuðarins hefur þó sýnt það og sannað að hún er hið mesta heimilisprýði. Í vinningnum verður þessi fína Vipp 15 tunna í hvítu (14 lítra) að verðmæti 46.400 kr.-

Vipp15-white01

Korbo

Næst er það Korbo karfan, en körfurnar hafa verið handunnar frá árinu 1922 í heimalandi sínu, Svíþjóð. Körfurnar þóttu ómissandi fyrir bændur og sjómenn þar sem þær þola vel álag, veður og vind. Ástæðan fyrir þessum gæðum er að þær eru handhnýttar úr einum og sama vírnum. Þær eru hvergi soðnar saman og þannig eru engin samskeyti sem geta veikst eða brotnað. Körfurnar einfaldlega geta ekki farið í sundur!

Í dag eru Korbo körfur ekki síður stofustáss en verkfæri, sökum þess hversu fallegar þær eru. Minni körfurnar henta vel undir ýmislegt smálegt og eru vinsælar til dæmis í forstofuna. Stærsta karfan er tilvalin óhreinatauskarfa eða til að geyma púða og stærri hluti. Sjá meira hér á bloggsíðu Kokku.

Í vinningnum verður glæsileg Korbo karfa (galvaníseruð 80 lítra) að verðmæti 25.900 kr.-

Classic 80 & Bucket 20, laundry bag - Bathroom 2 Classic-80-Wood-1500x1125

Og síðast en alls ekki síst er það Pappelina mottan fræga sem ég veit að þið kannist mörg við! Pappelina eru litríkar, slitsterkar og fallegar mottur sem eru framleiddar í Svíþjóð. Motturnar eru ofnar úr PVC-plasti í pólýester – en hvort tveggja er sænsk framleiðsla – í hefðbundnum vefstólum. Þessi aðferð er þekkt og rótgróin í Svíþjóð þar sem er rík vefnaðarhefð. Motturnar henta því vel þar sem er mikið álag, til dæmis í anddyrið, eldhúsið, baðherbergið eða á ganginn, enda er gott að þrífa þær og þær tapa ekki lit eða lögun. Það er þó ekkert grín hvað það er mikið úrval til af mottunum og í allskyns litum og mynstrum, mottan sem leynist í vinningnum er Rex gólfmotta frá Pappelina (stærð 70×160 cm) að verðmæti 24.500 kr.- Það ætti ekki að koma á óvart að mottan sem leynist í vinningnum er fölbleik og falleg. Það sem ég gæfi fyrir eina slíka í mitt eldhús ♡

pappelina_rex_re7724 2 pappelina

// Gjafaleikurinn er í samstarfi við verslunina Kokku sem gefur vinninginn. 
 

Til þess að eiga möguleika á því að vinna þennan æðislega vinning sem er að verðmæti 96.800 kr.- þá þarft þú að,

1. Skilja eftir skemmtilega athugasemd með fullu nafni.

2. Deila færslunni. 

3. Líka við Kokku á facebook & Instagram. -Hægt er að auka möguleika sína með því að taka einnig þátt á Instagramsíðu Kokku og fara öll nöfnin í sama pott. Munið að Instagramsíðan ykkar þarf þá að vera opin á meðan leiknum stendur.

// Einn heppinn vinningshafi verður dreginn út í afmælisvikunni sjálfri, miðvikudaginn 27.apríl.

 

***UPPFÆRT*** Búið er að draga út vinningshafa og sú sem hafði heppnina með sér heitir Margrét Ragna Jónasardóttir. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

GJAFALEIKUR : BANG & OLUFSEN A2 HÁTALARI

HönnunKlassík

***BÚIÐ ER AÐ DRAGA ÚT VINNINGSHAFA***

Þegar ég fékk það tækifæri að vinna með einu af mínum uppáhalds vörumerkjum, Bang & Olufsen þá þurfti ég svo sannarlega ekki að hugsa mig tvisvar um, enda ekki hægt að finna betri gæði eða fallegri hönnun þegar kemur að raftækjum. Í dag á ég bæði A2 þráðlausa hátalarann og H8 heyrnatólin og það er óhætt að segja að betri hljóm hef ég ekki heyrt, ég hreinlega elska þessar vörur.

Þessvegna gleður það mig mikið að fá að gefa einn A2 hátalara frá Bang & Olufsen.

Fyrir stuttu síðan þá skrifaði ég um sögu Bang & Olufsen sem sjá má hér, en í stuttu máli fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Bang & Olufsen danskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir einstaklega falleg raftæki og er það þekktast fyrir frábært hljóð í hljómflutningstækjum, mjög skýra mynd í sjónvörpum og fyrir einstök gæði. Bang & Olufsen hefur rækilega fest sig í sessi á undanförnum áratugum en það var stofnað árið 1925 í Danmörku.

BeoPlay-A2-06

Hátalarann er auðveldlega hægt að ferðast með og það er mjög auðvelt að tengja hann við Spotify eða aðrar græjur. Minn hátalari ferðast daglega á milli eldhúss og svefnherbergis og ég tek hann líka með þegar ég fer í bað… mjög huggulegt, en þegar sumarið mætir á svæðið þá fær hátalarinn að koma með út í garð:)

BeoPlay-A2-03

BeoPlay-A2-04

BeoPlay-A2-07

Í tilefni þess að fermingartímabilið stendur sem hæst um þessar mundir og fjölmargir enn í leit af hinni fullkomnu fermingargjöf þá er þessi hátalari klárlega fermingargjöf ársins?:)

BeoPlay-A2-05

BeoPlay-A2-09

BeoPlay-A2-10

// Gjafaleikurinn er í samstarfi við Bang & Olufsen á Íslandi sem gefur hátalarann. 

Leikurinn er opinn öllum en til þess að eiga möguleika á því að vinna þennan glæsilega hátalara þá þarft þú að:

1. Skilja eftir athugasemd með fullu nafni og segðu mér afhverju þú átt að vinna hátalarann. Leikurinn var upphaflega aðeins hugsaður fyrir fermingarbörn en vegna gífurlegra margra fyrirspurna þá ákvað ég að leyfa öllum að taka þátt!

2. Deila færslunni. 

3. Extra karma stig eru gefin þeim sem líka við Bang & Olufsen, og Svart á hvítu á facebook.

// Dregið verður úr athugasemdum eftir páska, þann 29.mars.

 

Þá er ég búin að draga út einn ofur heppinn vinningshafa úr Bang & Olufsen gjafaleiknum. Takk fyrir frábæra þátttöku og takk Bang & Olufsen á Íslandi fyrir að gefa vinninginn.
Sú heppna sem var að sjálfsögðu dregin af handahófi heitir Sigríður Erla (SiggaErla) og skyldi hún eftir þetta skemmtilega komment:
“Þetta er draumahátalarinn minn, fyrir utan hljómgæðin þá er hann náttúrlega ótrúlega fallegur eins og allar vörur frá B&O. Þar sem ég hlusta á tónlist á nánast hverri einustu mínútu sólarhringsins þá myndi hann nýtast vel og njóta sín enn betur á mínu heimili.

 

 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ AALTO VASANN FRÁ IITTALA?

HönnunKlassíkPersónulegt

 

Aalto vasann frá Iittala þekkja flestir en Iittala vörur virðast vera staðalbúnaður á heimilum okkar sem höfum gaman af hönnun enda afar fallegar og vandaðar vörur. Ég ákvað að taka saman smá fróðleiksmola um þennan fagra vasa fyrir áhugasama, það er nefnilega ekki alveg að ástæðulausu að hann sé svona gífurlega vinsæll. Í ár fagnar hann einnig 80 ára afmæli sínu og í því tilefni verður hann framleiddur í nýjum lit, nostalgískum emerald grænum.

Saga finnska hönnunarfyrirtækisins Iittala hófst árið 1881 þegar glerverkstæðið var stofnað í litlu þorpi sem hét Iittala. Það var þó ekki fyrr en uppúr árinu 1920 sem fyrirtækið varð að því sem við þekkjum það í dag og hóf það þá framleiðslu á listrænum glermunum fyrir heimilið með listamenn eins og Alvar Aalto í fararbroddi. Aalvar Aalto hannaði vasann ásamt eiginkonu sinni Aino Aalto árið 1936 fyrir heimssýninguna í París. Tillagan sem Aalto sendi inn voru skissur af vösum og skálum í lífrænu formi sem hægt væri að nota á marga vegu, t.d. sem bakka, ávaxtaskálar eða ílát undir kaktusa og annað. Formin voru innblásin frá þeim fjölmörgu stöðuvötnum í Finnlandi, enda landið gjarnan kallað þúsund vatna landið og útlínur þess minna gjarnan á útlínur Aalto vasanna. Hugmyndin þótti mjög djörf á þessum tíma og sló aldeilis í gegn á heimssýningunni í París árið 1937 en þar voru sýndir 10 hlutir úr línunni, allt frá grunnum diskum til stærðarinnar vasa um meter háann. Árið 1937 sáu Aalto hjónin einnig um innanhússhönnun Savoy veitingarstaðarins í Helsinki og voru nokkrir hlutir frá heimssýningunni valdir fyrir staðinn, þar á meðal 16 cm hái Aalto vasinn sem var vinsælastur, fljótlega festist nafnið Savoy við vasann og þekkja margir hann undir því nafni enn í dag þrátt fyrir að Iittala tali um Aalto vasa.

Aalto vasarnir eru enn þann daginn í dag handgerðir af mjög færu handverksfólki í Iittala verksmiðjunni en það krefst margra ára þjálfunar að geta blásið Aalto vasann á fullnægjandi hátt. Það leit allt út fyrir að um 1960 yrði framleiðslu á vasanum hætt enda aðeins tveir litir ennþá í framleiðslu í einni stærð og salan gekk ekki nægilega vel. Aalto vasinn varð þó endurvakinn eftir að Aalvar Aalto lést í lok áttunda áratugarins (1976) og varð fljótlega gífurlega vinsæll og er í dag ein frægasta finnska hönnunin sem gerð hefur verið og hönnunartákn.

Aalto vasarnir eru munnblásnir á hverjum degi í Iittala verksmiðjunni, það tekur 7 handverksmenn, 12 ólík stig, 1100 °C og 10 klst til að búa til einn vasa.

Þar hafið þið það! Ég held ég kaupi mér blómvönd í minn vasa á morgun:)

Á STRING HILLUNNI MINNI

HönnunKlassíkPersónulegt

Ein af uppáhalds merkingunum mínum á Instagram er #stringshelfie en þar má sjá um þúsund myndir sem String hillueigendur hafa merkt af sínum uppstillingum. Þið ykkar sem eigið String hillur og þá sérstaklega Pocket hilluna hljótið að kannast við valkvíðann að raða hlutum á hilluna, en það getur aldeilis verið hausverkur. Hér er mín String hilla þessa vikuna…

IMG_0633

Mér datt í hug að segja ykkur í leiðinni að það er 20% afsláttur af öllum String hillum í Epal til 21.nóvember svo það er um að næla sér í eina hillu ef hún er á annað borð á óskalistanum þínum.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VILTU VINNA ANDY WARHOL PLAKAT?

Fyrir heimiliðKlassíkPlagöt

*BÚIÐ ER AÐ DRAGA ÚR ÞESSUM LEIK*
Einn af þeim hlutum sem ég hef fjallað hvað oftast um er án efa Andy Warhol plakötin frægu, upphaflega fengust þau aðeins í Moderna safninu en það er ekki langt síðan að þau létu loksins af þessum ströngu reglum sem gerðu mörgum aðdáendum hreinlega ómögulegt að næla sér í eintak. Það verða því líklega margir glaðir þegar ég segi ykkur það að þau núna fást á Íslandi hjá Rökkurrós sem hingað til hefur aðeins verið falleg vefverslun en á föstudaginn næstkomandi opnar hún verslun sína í Grímsbæ (þar sem Petit var). Í tilefni þess að þessi fallega verslun er loksins að opna þá ætla ég í samstarfi við Rökkurrós að gefa einum stálheppnum lesanda Andy Warhol plakat að eigin vali. Þá er það bara að velja, úllen dúllen doff…
2b37200fc7ba8bd0f112265ceb1ad98f19.4.2012-via-emmas-designblogg weekdaycarnival 3Andy-Warhol-posters_Moderna-Museet_N d-620x460 ashleigh-leech-someform-andy-warhol-poster-02-620x460il_570xN.536413967_fein

Það sem þarf að gera til að taka þátt er að …

1. Deila þessari færslu 

2. Skilja eftir athugasemd með hvaða plakat þú vilt en allt úrvalið má sjá hér.  

3. Extra stig eru gefin fyrir það að fylgja Rökkurrós & Svart á hvítu ef þú ert ekki þegar búin/n að því!

-Dregið verður út laugardaginn 21.nóvember-

Uppfært* Búið er að draga út vinningshafa úr þessum leik og var það hún Hólmfríður Birna Sigurðardóttir sem hafði heppnina með sér.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211