fbpx

KONFEKT FYRIR AUGUN FRÁ HELLE MARDAHL

HönnunKlassíkÓskalistinn

Litríku glermunirnir eftir Helle Mardahl eru með því allra fallegasta sem ég hef augum litið og ef það á einhvern tímann við að eitthvað sé eins og konfekt fyrir augun – þá er það núna! Helle Mardahl er dönsk glerlistakona og hönnuður sem skapar ótrúlega fallega og litríka muni eða öllu heldur listaverk sem eru gjörsamlega að slá í gegn um þessar mundir og það er varla gefið út tímarit í Danmörku í dag þar sem ekki sést í að minnsta kosti einn Helle Mardahl mun. Innblásin frá nostalgískum minningum úr barnæsku um m.a. ævintýri Lísu í Undralandi og heimsóknir í sælgætisverslanir hefur henni tekist að skapa litríkan heim þar sem hver vörulína er tilraun til að skapa upplifun sem hefur áhrif á öll skynfærin.

“It’s about tasting, feeling, seeing and smelling.”

Hver litur er nefndur eftir einhverju ljúffengu eins og sykurhúðuðum eplum, hindberjum og bláberjaís, með þá hugmynd að baki að hver eigi að geta fundið sinn lit eftir ákveðnum smekk mmmm. Ég  hef verið með augun á mun eftir Helle Mardahl í nokkur ár og ég er nokkuð viss um að eftir fyrsta hlutinn muni fljótlega sá næsti bætast við… eigum við að ræða þessa fegurð? Litrík dásemdarhönnun sem ég er með á heilanum.

Fyrir áhugasama þá fæst Helle Mardahl hjá Vest ♡

Úllen dúllen doff… þetta er allt jafn fallegt og girnilegt! Bon Bon og Bonbonniere vörulínurnar eru það sem Helle Mardahl er þekktust fyrir en ég mæli einnig með að skoða ótrúlega fallega espressóbolla, cocktail glös / skál á fæti, diskar og svo margt annað sem er ekkert nema dásamlega fallegt. Ég veit hvað er á óskalistanum mínum:)

HAUSTINNLIT & ÁRSTÍÐARSKIPTI

Skrifa Innlegg