SUMARBÚSTAÐURINN!

Fyrir heimiliðPersónulegt

Fyrir stuttu síðan rættist mjög gamall draumur minn þegar fjölskyldan mín eignaðist lítinn og krúttlegann sumarbústað. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af þeirri hugmynd að eiga eitthvað athvarf þar sem ég get farið í smá frí út úr bænum með fjölskyldunni minni og haft það notalegt í nokkra daga, mér finnst í rauninni fátt vera jafn kósý. Við Andrés höfum reyndar verið mjög dugleg undanfarin ár að leigja okkur bústaði út og suður um landið og í gegnum hin ýmsu félög og hafa þeir aldeilis verið í misgóðu ástandi og fæstir þeirra hafa verið nálægt því huggulegir. Það hefur því verið mjög góð tilfinning að hugsa til þess að það styttist í að við getum farið í “okkar” bústað og haft það gott hvenær sem okkur hentar. Undanfarnar vikur hafa því farið í allskyns bústaðarpælingar og er þetta eftir að verða mjög skemmtilegt fjölskylduverkefni en þetta er bara mamma, pabbi, systir mín, ég ásamt mökum og börnum og það má alveg viðurkennast að við erum mjög náin fjölskylda. Núna er búið að rífa út parketið, eldhúsinnréttingu og búið að mála allan bústaðinn að innan í einum fallegasta lit sem ég hef séð. Mamma er frekar fyndin týpa þegar kemur að allskyns kaupákvörðunum og hún ákveður aldeilis ekkert í flýti (andstæða við dóttur sína) og vill helst hugsa um öll kaup í nokkra daga. En þegar við fórum í málningarleiðangur í Sérefni að skoða PRUFUR þá fundum við ótrúlega fallegan lit sem heitir Soft Sand og þá var ekki aftur snúið og engin þörf á að prófa hann neitt. Þessi litur skyldi fara á allan bústaðinn og hananú!

Og vá hvað hann kom vel út! Við ætluðum varla að trúa því ♡

17392240_10155897422288332_528364323_n

Ég leyfi einni krúttmynd að fylgja af þessum litla demant okkar, en hér er hann í allri sinni dýrð bara voða kósý eins og margir bústaðir eru og ég hef svosem ekkert út á hann að setja. En að sjálfsögðu er hægt að gera heilmikið og fyrsta skrefið var að mála!

17392080_10155897426073332_1947484196_n

Ein mynd af Svartahvitu snappinu sem ótrúlega margir tóku skjáskot af, enda erum við mamma ekki einar um að hafa heillast af Soft sand. Þetta er hinn fullkomni neautr

17392121_10155897418408332_266112151_n

Sjáið hvað bústaðurinn gjörbreytist þegar búið er að mála allt ljóst! P.s. hér er ekki búið að klára að mála.

17409989_10155897419588332_362356280_n 17410012_10155897417538332_1880533509_n

Hér er bara búið að grunna

17439478_10155897420433332_1032242325_n

Snillingarnir í Sérefni splæstu síðan svona fínum málningargalla á gamla

17439647_10155897418883332_1077284019_n

Hér sjáið þið litinn ágætlega þó svo að ég eigi eftir að taka mikið betri myndir þegar líður á allt ferlið. Og þarna átti einnig eftir að mála seinni umferðina!

Næsta verkefni er að parketleggja og flísaleggja ásamt því að skipta á út öllum gólflistum og gereftum, meira um það síðar. Ásamt því þá þarf að sjálfsögðu að mubbla upp allan kofann en bústaðir eiga að mínu mati að vera ofur kósý og erum við því eftir að finna til húsgögn og gersemar sem passa þeim stíl. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með framkvæmdunum og hef nú þegar sýnt frá tveimur heimsóknum í bústaðinn á Svartahvitu snappinu og kem til með að sýna meira þar þegar á líður. Þegar að helgarnar eru eini tíminn sem gefst í vinnu þá tekur svona verkefni að sjálfsögðu lengri tíma og ég hef varla séð foreldra mína síðan kaupin gengu í gegn haha.

Haldið þið ekki að þetta verði fínt hjá okkur?

svartahvitu-snapp2-1

FEBRÚAR : UPPÁHALDS

Persónulegt

Þið eruð líklega eftir að halda að þið séuð stödd á vitlausu bloggi miðað við færsluna – en nei þetta er ennþá bara ég en komin í örlítið annan gír svona uppá síðkastið. Ég hreinlega get ekki að því gert en heilsan og líkaminn hefur átt hug minn allan í febrúarmánuði og því er “uppáhalds” listinn minn að þessu sinni örlítið litaður af því. Ég vil ekki tala um þetta sem Meistaramánuð þó svo ég taki svo sannarlega þátt í því snilldar átaki en það sem ég er að gera nær töluvert lengra en einn mánuð, tjahh ég var svona að vona út lífið. Það eru nokkrir hlutir sem ég hef tekið ástfóstri við undanfarið og fá nokkrir af þeim hlutum að rata inn á listann.

februar

Ég er að vinna í því að koma mér upp hollari venjum og koma í leiðinni hreyfingu inn í mína daglegu rútínu eftir ótrúlega langt hlé – engar öfgar, bara hollur matur og hreyfing samkvæmt ráðleggingum þjálfara. Ég hef fallið nokkrum sinnum síðan ég byrjaði um miðjan janúar en þó tekst mér alltaf að standa upp aftur og það er það sem skiptir máli. Þrátt fyrir að ég ætli alls ekki út í neitt spjall hér og nú um kíló og slíkt þá get ég sagt að vá hvað ég finn mikinn mun á mér eftir að ég minnkaði sykurinn, þá á ég við andlegu heilsuna. Það sem ég er orkumeiri og léttari í lund – þvílík dásemd. – Vonandi meira um það síðar!

// 1. Ég hef varla tekið af mér trackerinn sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrum mínum. Svona trackerar/armbönd hafa hingað til ekkert heillað mig vegna of íþróttalegs útlits en ég er mjög skotin í þessu, bæði vegna þess að mér þykir það vera fallegt sem armband eitt og sér en einnig vegna þess að með því fylgist ég með hversu mikið ég geng og hvernig svefn ég fæ. Keypt í USA í Micheal Kors. 

// 2.  Ekki beint heilsutengt, en það að hafa sig til og eyða nokkrum auka mínútum á dag í að snyrta sig, lakka neglurnar, skrúbba húðina og hugsa um hárið – það skilar sér í betra sjálfstrausti. Síðan ég keypti mér þennan lit, Ladylike frá Essie hef ég ekki sett neitt annað á neglurnar og er bálskotin í þessum lit.

// 3. Það að skrúbba húðina er eitt besta dekrið og ég finn rosalegan mun á húðinni minni eftir að ég fór að mæta í ræktina og fer síðan beina leið heim í sturtu og skrúbba húðina vel til að koma blóðflæðinu af stað en einnig til að vinna á appelsínuhúð. Hún Theódóra mín hjá Angan gaf mér þennan saltskrúbb og mér finnst hann æðislegur. Fæst m.a. í Snúrunni. 

// 4. Þráðlausu heyrnatólin mín eignuðust nýtt líf eftir að ég byrjaði aftur í ræktinni og ég ætlaði varla að trúa því eftir æfingu hvað ég tók mikið betur á með mína uppáhalds tónlist í eyrunum algjörlega ein í mínum heimi. Áður voru þau aðeins notuð á ferðalögum ásamt því að vera svona líka fínt heimilispunt haha. H8 heyrnatól frá B&O fást á Íslandi í Ormsson. 

// 5. Skipulag, skipulag, skipulag. Eitt af mínum markmiðum í Meistaramánuðinum var að ná betri tökum á skipulagi og ég get ekki sagt annað en að ég sé að minnsta kost á réttri leið. Munum dagbókin mín er alltaf uppivið:)

// 6. Þið megið kalla þetta það sem þið viljið…  en ég viðurkenni alveg að mér líður vel með fallega hluti í kringum mig og það hefur alltaf verið þannig. Og það að hafa holl fræ, hafra, kókos og fleira í fallegum krukkum hefur mjög hvetjandi áhrif á mig til að borða það frekar en annað. Ég þarf meira að segja að bæta við fleiri glærum Iittala Kastehelmi en þær eru uppáhalds – láta allt líta svo girnilega út!

// 7. Ég keypti mér þessa Nike æfingarskó á klink í Boston fyrir jólin og hef verið í þeim síðan, það má líklega deila um það hvort þetta séu bestu æfingarskórnir en það er annað mál haha. Ég er sátt!

// 8. Og síðast en ekki síst þá verður þetta ilmvatn að rata á listann áður en ég klára síðustu dropana. Ég fæ æði fyrir ilmvötnum og vil helst bara nota þann ilm í nokkur ár helst og núna er það Bronze Goddess frá Estée Lauder. Þetta er mín önnur flaska sem ég er að klára og best er að lýsa ilminum eins og sumar í flösku mmmmm. Þarf að næla mér í þriðja glasið sem fyrst ♡

Svo langar mig til þess að bæta við einum auka uppáhalds “hlut” en það eru þessar elskur hjá Fitsuccess sem hafa tekið mig undir sinn væng. Ég þarf reyndar helst að eiga til eintak af þeim öllum ofan í vasa svona þegar ég þarf á smá sparki að halda, mikið sem það væri nú ljúft.

screen-shot-2017-02-21-at-15-34-27

En ég stend víst og fell með sjálfri mér þó svo ég sé töluvert öruggari með þessar mér við hlið. Mig langaði bara agalega mikið til að sýna ykkur nýju vinkonur mínar haha – fyrir áhugasama þá eru fleiri upplýsingar að finna hér. Áfram gakk!

svartahvitu-snapp2-1

LOKSINS MINN // B&G ÍSBJÖRNINN

PersónulegtUppáhalds

Lengi hefur mig langað að eignast ísbjörn frá Bing & Grøndahl / Royal Copenhagen en samkvæmt netvafri mínu þá voru þeir framleiddir á árunum 1970 til 1983. Bing & Grøndahl postulínverksmiðjan á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1853 og var svo sameinuð Royal Copenhagen árið 1987 en þó hafa t.d. jólalínur beggja merkja haldið áfram í öll þessi ár, sjá t.d. jólaplattana frægu sem koma út á hverju ári frá bæði B&G ásamt RC. Ég er mjög heilluð af nokkrum postulínfígúrum frá B&G og standa þar uppúr margir fuglar ásamt ísbjörnunum fallegu. Ég pantaði minn að utan en það er hægt að liggja á ýmsum sölusíðum klukkutímum saman að skoða uppboð og annað skemmtilegt þegar kemur að gamalli danskri hönnun.

16735171_10155771948523332_1701169395_o 16776387_10155771948473332_1490985671_o

Voruð þið síðan ekki búin að kíkja á nýjasta tölublað Glamour? Mæli með x

16735641_10155771944928332_1151149760_o

Núna bíð ég spennt eftir að Mæðraplattinn frá B&G komi til landsins en hann hefur mig langað í frá því að ég var ólétt 2014 og ég get ekki beðið eftir að hengja hann upp á vegg.

svartahvitu-snapp2-1

NÝTT: ROYAL COPENHAGEN

HönnunPersónulegt

Ég datt aldeilis í lukkupottinn í vikunni þegar ég fékk gefins þessa fallegu skál ásamt kertastjaka en lengi vel hef ég dásamað Royal Copenhagen vörur skreyttar fræga Blue Fluted mynstrinu fína. Sú sem að þetta átti var ekki alveg jafn hrifin af þessu punti og ég og vildi að einhver ætti þetta sem kynni betur að meta þessa fegurð, heppin ég!

16326771_10155707119133332_415658898_o

Einn daginn eignast ég mögulega fleiri hluti í safnið – en Blue Fluted Mega væri vel þegið en ég er mjög hrifin af Fluted og Fluted Mega mynstunum blönduðum saman. Hrikalega fallegt ♡

svartahvitu-snapp2-1

FALLEGASTI LITURINN ♡ DENIM DRIFT

PersónulegtSvefnherbergi

Lengi vel hefur mig dreymt um að mála svefnherbergið mitt í dökkum lit en aldrei látið það eftir mér, vinsælust er sú afsökun að við erum bara að leigja íbúðina og því tæki því varla að mála hér hvern krók og kima aðeins til þess að mála hvítt aftur. En hér líður okkur vel og vonandi munum við búa hér í nokkur ár til viðbótar og því sló ég til og málaði loksins!

Við tók heill frumskógur af litaprufum og litapælingum því liturinn átti að vera sá eini sanni fyrst ég var á annað borð að hafa fyrir því að mála. Að lokum valdi ég litinn Denim Drift frá Nordsjö og eftir ráðleggingar sérfræðinga hjá Sérefni tók ég litinn í almattri málningu frá Sikkens sem gefur litnum mjög mikla dýpt. Ég hef almennt mjög gaman af litapælingum og þarna gat ég alveg gleymt mér í að skoða myndir á netinu í leit minni af hinum eina rétta og hefði getað verið út allt árið að ákveða mig. Ein af ástæðum þess að ég leitaði til Sérefnis er sú að ég hef fylgst með þeim á samfélagsmiðlum og allt efni sem þau birtu talaði einhvernveginn til mín og var algjörlega “minn stíll” ef svo má segja, – þið munuð skilja hvað ég á við ef þið kíkið við á facebook síðuna þeirra. Dálítið eins og að fylgja hönnunartímariti nema það að allir veggir heimilanna eru í gordjöss litum. Mæli með!

Eftir að hafa búið núna með litnum í nokkrar vikur verð ég að segja að ég elska hann. Þessi blái litur er svo síbreytilegur að ég sé hann sífellt í nýju ljósi allt eftir því hvaða tími dags er og hvort ljósið sé kveikt eða aðeins dagsbirta sem skín inn um gluggann. Þið sjáið það á þessum mjög svo fínu símamyndum sem ég tók áðan að efsti partur myndarinnar er gjörólíkur þeim neðsta. Eitt það skemmtilega við þetta ferli, jú það er nefnilega heilt ferli að ætla að mála veggi heimilisins, er það að ég kynntist eiganda Sérefnis og við gátum rætt um liti fram og tilbaka og höfum síðan þá átt nokkur löng símtöl um liti og almennt um hönnun og heimili, ég nefnilega elska að vera í samstarfi við akkúrat svona fólk. Sem hefur þessa sömu ástríðu og ég fyrir heimilum og öllum þeim pælingum sem því fylgja. Ég mæli þó með því að biðja um litaprufur, það er alveg nauðsynlegt til þess að sjá hvernig liturinn verður heima hjá þér, hann verður ekki endilega eins og í svefnherberginu mínu – en ég lofa að fallegur verður hann.

15354298_10155495441318332_1344514565_o

Núna er byrjað að dimma svo snemma dags að hafið í huga að myndirnar eru því örlítið dökkar.
15368722_10155495441578332_1984765213_o15310783_10155495441488332_811092123_o15369897_10155495538353332_1273030898_o15388777_10155495538193332_1702610909_o15397620_10155495538168332_449820796_o

Fallegt, fallegt, fallegt ♡

Ég sé fyrir mér að þessi litur komi vel út í nánast öllum rýmum heimilisins, ég hvet ykkur til þess að prófa að mála í dökkum lit, ég er ekki frá því að ég sofi betur með svona dökka veggi.

skrift2

DEKKAÐ JÓLABORÐ

Persónulegt

Þá er uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu loksins genginn í garð jibbý!

Ég kom heim úr yndislegri mæðgnaferð frá Boston fyrr í vikunni og vá hvað það var æðislegt að fá smjörþefinn af amerískum jólum þar sem öllu er tjaldað til, með jólatónlist í öllum verslunum, jólakransar á hverjum ljósastaur og rauður jólasveinn í hásæti sínu bauð mér að setjast í kjöltuna á sér í myndatöku (sem ég að sjálfsögðu þáði). Ég elska fallegar jólaskreytingar og þarna mátti sjá nóg af þeim enda hver einasta verslun með glæsilegar jólaútstillingar og ég upplifði mig dálítið eins og í jólabíómyndunum sem ég man eftir úr æsku þegar ég horfði á stærsta jólatré lífs míns tendrað við jólatónlist og almáttugur hvað kaninn fer “all in” og ég elska þá fyrir það.

Að öðru, ég hef síðustu daga verið að undirbúa OFUR jólagjafaleik hér á blogginu sem fær í senn að vera afmælisgjafaleikur í tilefni þess að Svart á hvítu fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu sem hlýtur að teljast ansi merkilegur áfangi og vá hvað ég er stolt.

Ég hef því fengið til liðs við mig nokkrar af flottustu hönnunarverslunum landsins til að búa til flottasta gjafaleik sem þið hafið séð. – Mæli því með að fylgjast vel með til að missa ekki af neinu.

Í dag hafði ég hinsvegar tekið að mér að skreyta jólaborð í verslun Epal í Skeifunni, mögulega örlítið út fyrir minn þægindarramma þar sem að verð að viðurkenna að ég held aldrei svona fín matarborð þar sem allt stell er týnt til – en gaman var það. Ég vildi gera þetta í mínum anda, ekkert of jólalegt og ofhlaðið heldur stílhreint og létt og að sjálfsögðu er bleiki liturinn aldrei langt undan þegar ég kem nálægt. Bleiku Issey Miyake diskamotturnar og glasamottur frá Iittala voru það fyrsta sem ég ákvað að leggja á borðið og allt hitt kom út frá þeim, Iittala Taika og Tema diskar urðu fyrir valinu ásamt Arne Jacobsen hnífapörum frá Georg Jensen. Glösin eru einnig frá Iittala, Essence hvítvínsglas, Ultima Thule fyrir vatn en svo bætti ég við þriðja glasinu sem er frá Hay. Borðskrautið er einnig látlaust að mínu mati, String kertastjaki frá Ferm Living, postulíns jólatré frá Postulínu, glerbakki frá Menu ásamt nokkrum munum sem sjást ekki á þessari mynd m.a. glæsilega silfur kannan frá Georg Jensen. Ég viðurkenni að þetta var töluvert skemmtilegra en ég þorði að vona og hver veit nema ég vippi upp einu góðu matarboði sem fyrst þar sem ég dekka upp borðið frá a-ö.

15292611_10155483254958332_68416785_o 15302402_10155483232448332_1445994501_o

En hvað segið þið annars með gjafaleikinn… spennt?

skrift2

JÓLAMYNDATAKA: TAKA 1

Persónulegt

Ég lét loksins verða að því að fara með Bjart í (jóla) myndatöku fyrr í vikunni eftir að hafa slegið því á frest í rúmt ár. Upphaflega hugmyndin var að fara með Bjart í myndatöku á hverju ári, fyrst var það ungbarnamyndataka sem fæstir klikka á því þá er maður svo “pottþétt” foreldri en svo þegar að barnið eldist þá fækkar myndunum eða þannig er það a.m.k. í mínu tilfelli. Fyrstu 6 mánuðina var ég alveg meðetta og tók reglulega uppstilltar myndir af krílinu mínu en fjaraði þessi hefð hægt og rólega út.
Loksins dreif ég mig í að bóka tíma hjá Smára ljósmyndara eftir að vinkona mín var búin að vera dugleg að minna mig á það og ég ákvað að velja mánudaginn sem var skipulagsdagur í leikskólanum og Bjartur yrði hvort sem er heima. Jess þetta var að takast.

Við byrjuðum þó daginn á að kíkja á heilsugæsluna í einhverja sprautu sem hann átti að vera búinn að fá og rukum svo af stað í langþráða myndatöku. Ég hafði eytt dágóðum tíma í að skoða hugmyndir og mætti með úrval af jólaprops, – jólatré, jólapakkar, jólasleikjóar, lítil jólahreindýr ásamt sög til að saga niður mitt eigið jólatré í skóginum (!).

Ljósmyndarinn mætti reyndar með einn fallegasta eldrauða vintage Vilac bíl sem ég hef séð og þar með fölnaði allt mitt jólaprops í samanburði. Fyrstu 5 mínúturnar gengu vel en skyndilega varð minn maður smá súr ( ég var víst búin að gleyma að lítil börn verða mjög óhress eftir sprautur) svo ég fann fullkomið meðal við fílunni – rauðan og hvítan jólasleikjó til að múta barninu með. Flest eðlilegt fólk hefði getað sagt sér að það væri ekki góð hugmynd en haldið þið ekki að barnið hafi orðið bleikt í framan, bleikt! Mamman dreif sig í að þrífa barnið í framan og fjarlægði sleikjóinn en þar með tókst mér að skemma myndatökuna og barnið varð óhuggandi. Má ég hlægja núna?

Ég þakka reyndar smá fyrir að hann Smári elskan á tvo syni og annar þeirra er bara nokkrum vikum eldri en strákurinn minn svo hann gat sýnt þessu ástandi ótrúlega þolinmæði og skilning. Ástæðan fyrir því að ég var einmitt mætt til hans í myndatöku er sú að ég hef séð myndirnar sem hann tekur af strákunum sínum sem eru alltaf æðislega fallegar og á sama tíma eðlilegar (konan hans sem ég þekki btw er líklega eina mamman sem þarf ekki að vera með myndatökur barnanna á sínum to do lista -heppin!). Heppnin var þó með mér og Smári samþykkti að hitta mig og Bjart Elías beib aftur þrátt fyrir þetta vesen og núna krossa ég alla fingur og tær að sú myndataka gangi betur. Þrátt fyrir þetta allt saman náði hann þessari mynd af gullinu mínu sem mig langar til að sýna ykkur. Það verða því lokins send út jólakort frá okkar heimili í ár! Jibbý ♡

img_8676

Fyrir áhugasama þá finnið þið Smára ljósmyndara á facebook sjá hér.

skrift2

SAFAFASTAN MÍN

Persónulegt

Í dag er komin vika síðan að ég kláraði safaföstuna mína og því tilvalið að tjá sig örlítið um hana. Ég fékk þónokkrar spurningar í gegnum snapchat hvernig mér líkaði og hvernig gekk, en verð að viðurkenna að mér þykir betra að svara öllum í einu í einni færslu í stað þess að svara aftur og aftur sömu spurningum á snapchat (snapchat er frekar skrítinn miðill þegar kemur að samræðum því það eyðist allt út).

Til að byrja með þá fékk ég hugmyndina eftir að ein af bestu vinkonum mínum hafði klárað 5 daga safaföstu frá Gló og var alveg himinlifandi og er búin að halda sér á hollu brautinni síðan (eða hvað Kristbjörg?). Eftir það ákváðu tvær aðrar af mínum bestu að skella sér á sömu safaföstu og þá ákvað ég að skella mér með þeim því ég er ein af þeim að ég þarf smá aðhald eða félagsskap annars held ég mér ekki við efnið (þegar kemur að hollustu). Ég ákvað að setja mig í samband við Gló og óska eftir því að fá að prófa safana og segja frá minni reynslu hér á blogginu ef ég yrði ánægð.

Ég viðurkenni að ég var búin að gera mér vissar væntingar með föstuna en þetta var 100% það sem ég þurfti á að halda til að beina mér aftur yfir á réttu brautina eftir langt tímabil af sukki. Ég var nýlega byrjuð að fá verki í liði, var með óstjórnanlega sykurlöngun og almennt orkulaus sem er eitthvað sem heilbrigður einstaklingur á þrítugsaldri á ekki að þurfa að upplifa. Mér finnst ég þurfa að taka fram að safafasta er að sjálfsögðu engin lausn að mínu mati við líkamlegum kvillum eða aukakílóum en er þó frábært tól til að koma sér yfir á heilbrigðari braut og aðstoða líkamann við að hreinsa sig. Svo þarf að sjálfsögðu að viðhalda árangrinum með heilbrigðari ákvörðunum eftir föstuna, því annars má líklega sleppa þessu.

Ég var óákveðin með hvort ég ætti að taka 3 eða 5 daga og endaði á 3 daga safaföstu einfaldlega því ég treysti mér ekki í meira þegar það kom helgi. Eftir á að hyggja hefði ég viljað taka 5 daga þar sem minn líkami hefði þurfti lengri tíma til að hreinsa kerfið.

Yfir allt þá gekk mér mjög vel og ég svindlaði nánast ekki neitt. Komandi úr mjög sætu matarræði yfir í grænmetissafa er smá sjokk viðurkenni ég, og þurfti ég að pína ofan í mig fyrsta djús dagsins sem var grænn (agúrka, sellerí, engifer og fleira) og með því hollara sem ég hef drukkið yfir ævina haha. Dagur 1 gekk áfallalaus fyrir sig fyrir utan mikið orkuleysi og smá hungur í kringum hádegi en ég var hinsvegar alltaf góð á kvöldin og södd þegar ég fór að sofa, endaði daginn alltaf á bleika booztinu sem var uppáhalds. Strax eftir dag tvö fann ég mun á mér, sykurlöngun var minnkuð talsvert, og ég hafði losnað við mikinn bjúg ásamt því að magaummál minnkaði og húðin leit betur út. Á degi tvö tók ég líka eftir einu merkilegu! Ég vaknaði mjög fersk og reddý í daginn án þess að þurfa neitt til að keyra mig í gang sem hefur ekki gerst í ár og aldir.

Ég geri mér grein fyrir því að aðalvinnan hjá mér er samt eftir en þetta hjálpaði mér af stað í áttina að betri lífstíl. Ég er laus við sykurþörf á kvöldin sem var minn helsti óvinur ásamt þessari endalausu nartþörf og núna er skref númer tvö að koma mér í gang í ræktinni. Ég hef líka ekki fundið fyrir liðverkjum núna í viku en það var helst í höndunum sem ég fann fyrir þeim, ég gerði mér þó vonir um að vöðvabólgan myndi minnka eftir að hafa lesið umsagnir um að slíkt hyrfi, en það gerðist ekki í mínu tilfelli – mögulega því mín vöðvabólga þarf að fara til sjúkraþjálfara hmmm. Í heildina er ég mjög ánægð með þessa ákvörðun og hún gerði mér mjög gott, og ég mun mjög líklega prófa aftur síðar að fara á safaföstu og taka það þá alla leið, 5 daga! Það var líka gott að geta afsykrað sig áður en sykurhúðaðasti mánuður ársins rennur upp og með meiri sjálfstjórn í vasanum:)

15033780_10155412825563332_1551941022_n

x Svana

skrift2

SUNNUDAGS

Persónulegt

Sunnudagar eru bestir – það er bara þannig. Þrátt fyrir að ætla að slaka örlítið á í dag þá hef ég líka þurft að sinna vinnu, Bjartur er nefnilega með hlaupabólu sem þýðir að ég verð eitthvað föst heima næstu dagana með honum sem mér finnst nú ekki slæmt fyrir utan það að missa smá úr vinnu. Ég er einnig að undirbúa markað mjög soon sem þið fáið allar upplýsingar um mjög fljótlega, þá er tilvalið að vera föst heima og geta rennt í gegnum alla skápa og skúffur í leit að dýrgripum sem eiga skilið að fá nýtt líf. Vá hvað það verður mikill léttir að losa aðeins um allt dótið, fötin og skóna sem ég hef hlaðið inn á heimilið.

14803180_10155370137918332_1629296866_o

Vonandi verður dagurinn ykkar ljúfur x

skrift2

Í HVERJU Á BARNIÐ AÐ VERA?

Persónulegt

Ég er algjörlega óhæf um að skrifa um allt annað í kvöld, í hverju á barnið að vera? Ég er búin að vera með þessa pælingu á heilanum í allan dag en allt í einu stóð ég frammi fyrir því að listinn af hlutum sem ég þarf að kaupa á son minn er orðinn ansi langur. Úlpa, snjógalli, kuldaskór, inniskór, vetrarlúffur, flísföt, ullarföt og ég veit varla hvert listinn nær eftir að hafa lesið umræður um hvaða vetrarföt börn “þurfa” að eiga. Ég er búin að liggja yfir vefsíðum í allt kvöld í leit að vetrarfötum og búin að spurja vinkonur, systir og mömmuhópinn minn um ráð og myndi gjarnan þiggja tips frá ykkur líka um hvar bestu gallana og úlpur sé að finna og hvað hefur reynst ykkur best?

5w16n102_4443 5w16n103_4453

 

Læt fylgja með myndir af fallegustu snjógöllum sem ég hef séð en þessir eru frá Molo. Eitthvað þyrfti ég þó að snúa upp á hendina á Andrési ef við ætlum að kaupa svona veglegan galla. Þessi efri sem minnir á lítinn kóp er gullfallegur og ég gæti vel hugsað mér að Bjartur ætti slíkan, þessi að neðan er síðan alveg æðislegur fyrir stelpur. Síðan er ég að skoða þessa úlpu hjá H&M finnst hún ágæt en er mest hrifin af verðinu, hef hreinlega ekki fundið úlpu sem ég kolfell fyrir.
Ég er alltaf svo hrifin af því þegar barnavörumerki framleiða líka krúttleg föt á stráka en mér finnst það því miður frekar sjaldgæft, stelpurnar fá almennt alla sætu litina en strákar eitthvað allt annað – afhverju ætli það sé? En það er bara mín skoðun:)

Ein óhefðbundin færsla í kvöld, það má stundum.

skrift2