FYRSTU -15 KG MEÐ FITSUCCESS

Persónulegt

Það er heldur betur kominn tími á smá stöðutékk á mér en ég fékk í gær send skilaboð frá lesanda hvort ég væri ennþá í fjarþjálfun hjá FitSuccess – og svarið er sko aldeilis JÁ. Einnig hafa nokkrar verið forvitnar hvernig þetta allt virkar.

Ég var frá upphafi búin að ákveða að leyfa ykkur að fylgjast með svona til þess að setja smá pressu á mig sjálfa í leiðinni, en engar áhyggjur ég ætla ekki að birta neinar fyrir myndir af mér í þessari færslu;) … en halelúja hvað ég sé mikinn mun þegar ég skoða myndirnar sjálf og það gefur mér ótrúlega mikla gleði. Í dag hefur mér tekist með aðstoð heimsins bestu þjálfara að ná af mér 15 kílóum sem mér þykir vera mikill sigur þó enn sé langt í land. Þetta er allt gert án öfga og ég borða mjög venjulegan mat sem ég held að sé galdurinn. Ég var nefnilega alltaf að leita að einhverri töfralausn og hlustaði á hvaða ráð frá nánast hverjum sem var til að léttast en aldrei gekk neitt upp, ég nennti ekki lengur að prófa enn einn kúrinn og að pína mig sjálfa því það er ávísun á stórslys hvað varðar matarræði hjá mér. Ég hef jú prófað þetta allt – nefndu það og ég lofa ykkur að ég hef prófað – en ekkert gengið til lengdar.

Ég upplifi ekki að ég sé á einhverjum “kúr” núna heldur smellpassar planið sem ég fæ frá stelpunum við mitt daglega líf og ég borða sama mat og aðrir á heimilinu, þetta er því bara heilbrigður lífstíll sem ég fylgi eftir bestu getu. Þetta er þó hörkuvinna en ég sem er algjör sykurfíkill hef nokkrum sinnum fallið ef svo má kalla, og þarf þá nokkra daga til að komast aftur á skrið. Ég hef átt stundir þar sem ég keyri í ræktina bara til þess eins að keyra beina leið aftur heim því mig langaði ekki inn og ég átti líka móment í byrjun árs þegar ég hreinlega grét þegar ég var komin í æfingarföt og kom mér að sjálfsögðu ekki á þá æfingu. En í stað þess að gefast upp þá reyni ég bara aftur daginn eftir eða þangað til að ég kem mér inn sem gerist alltaf að lokum. Það að breyta lífstílnum er eitt það erfiðasta andlega sem ég hef gert og suma daga þarf ég á öllum mínum innri krafti að halda til að halda áfram. Ég byrjaði í þjálfuninni í janúar á þessu ári svo þið sjáið að þetta er ekkert á neinum Biggest Looser hraða enda er það ekki það sem ég vil – því ég vil halda árangrinum og ég vil líka að húðin nái að jafna sig. Það hafa komið skipti þar sem ég skilaði inn nánast engum árangri ásamt ljósmyndum af mér á nærfötum alveg eins og mánuðinn á undan, gamla ég hefði hætt í þjálfuninni áður en kæmi að þessari myndatöku en núna bít ég bara á jaxlinn og fæ í staðinn extra gott pepp og jákvæðar athugasemdir frá stelpunum sem gefa auka kraft inn í næsta mánuð. Ég sjálf þrífst á jákvæðni og það að hafa svona gott stuðningsnet frá þremur þjálfurum er það besta sem hefur komið fyrir mig ♡

Ég hugsaði lengi hvaða mynd ég gæti látið fylgja með þessari færslu þar sem ég er langt því frá tilbúin að sýna fyrir & eftir myndir úr þjálfuninni og mundi þá eftir þessari frá nýliðinni Santorini ferð. Gamla ég hefði fengið áfall ef tekin væri af mér mynd á sundfötum en núna var mér alveg sama. Sem eru viss lífsgæði skal ég segja ykkur – það að vera bara alveg sama hvað öðrum gæti þótt.

Þið sem lásuð til enda, til hamingju haha. Núna er það bara að massa markmið ársins sem ég krossa fingur að ég nái svona með jólin handan við hornið. En ef það var ekki komið nógu skýrt fram þá gæti ég ekki mælt meira með stelpunum hjá FitSuccess og ef þið hafið áhuga þá mæli ég með að skoða heimasíðuna þeirra vandlega, annars verður þessi færsla mín alltof alltof löng. Ykkur er þó alltaf velkomið að senda á mig línu ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita. P.s. ég hef verið í stuttu snapchat fríi sökum anna – en mæti líkegast aftur á morgun víjj.

DRAUMA SAUMÓ & UPPSKRIFTIR

iittalaPersónulegt

Síðustu dagar hafa verið þéttbókaðir af skemmtilegum viðburðum og broshrukkunum hefur aldeilis fjölgað. Í síðustu viku var ein vinkonan gæsuð, ég hélt gúrmet matarboð fyrir mínar uppáhalds og síðan var brúðkaupspartý um helgina sem toppaði öll partý sem ég hef áður farið í. Svo á ég nú aldeilis eftir að skella í færslu um Santorini ævintýrið mikla, en ég ætla að byrja á að birta myndir frá matarboðinu en ég fékk ófáar fyrirspurnir um uppskriftir eftir að hafa birt nokkrar myndir á Snapchat. Ég bauð upp á Santorini salat, kjúklingarétt með döðlum og fleiru og heimabakað brauð sem ég mæli með að prófa.

Ég viðurkenni að mér þykir skemmtilegra að leggja á borð en elda. Ég gat loksins notað rósagylltu iittala skálarnar í boðinu sem ég hafði verið svo spennt að eignast og hafði í þeim Santorini salat. Diskamotturnar bleiku eru frá Södahl (fást í Bast), hnífapörin voru keypt í Fjarðarkaup, og svörtu matardiskarnir eru mjög svo langþráðir Bitz (fást í Snúrunni, Bast og Dúka).

Brauðið er kannski ekki fallegt en þetta er í alvörunni allra besta og einfaldasta brauð sem hægt er að baka! – Þið verðið að prófa!

LÚXUSBRAUÐ MEÐ FETAOST & SÓLÞURRKUÐUM TÓMÖTUM

600 gr. hveiti

1 bréf af þurrgeri

2 tsk. salt

500 ml. volgt vatn

– Öllu hrært saman , ekki hnoða því deigið á að vera blautt. Best er að hræra deigið kvöldið áður og passa að hafa skálina dálítið rúma. Setja skálina svo í ískáp í a.m.k. 8 klst.

Þegar deigið hefur hefast er það sett á bökunarpappír og rúmlega hálfri krukku af fetaosti bætt við ásamt u.þ.b. 5 sneiðum af sólþurrkuðum tómötum (best að kaupa þá sem eru niðursneiddir). Fetaosturinn og tómatarnir eiga að fara inn í deigið og þarf því að loka deiginu utan um. Gott að setja einnig feta ofan á deigið, og að lokum er olíunni af fetaostinum hellt yfir. Á þessu stigi lítur þetta mjög illa út en þá ertu líklega að gera þetta rétt. Settu svo vel af Maldon salti og smá af Gara Masala kryddi.

Bakað við 180″ í rúmar 45 mín. 

Og svo fengu bökunarhæfileikar mínir að njóta sín með einni beint úr kælinum úr búðinni haha, sænsk kladdkaka eins og þær gerast bestar. iittala þemað á mínu heimili er ekkert nýtt, þessu hef ég verið að safna jafnt og þétt síðan ég var unglingur ♡

– Matur á mbl.is – birti allar uppskriftir kvöldsins á vefnum sínum, ljúffengur kjúklingaréttur, brauðið góða og Santorini salatið sem við stelpurnar erum með á heilanum eftir stelpuferðina okkar. Ég var líka með þetta brauð í þrítugsafmælinu mínu en þá með allskyns ostum, hráskinku og öðru gúrmi og það sló alveg í gegn, ég var þó sjálf að baka það í fyrsta skipti núna og kom mér á óvart hversu hrikalega auðvelt það er, alveg fullkomið. Látið mig endilega vita ef þið prófið!

 

BLEIKUR DAGUR ♡

HeimiliPersónulegt

Bleiki dagurinn getur ekki verið annað en einn af mínum uppáhalds dögum. Bleiki dagurinn er vissulega gerður til þess að vekja athygli á bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini hjá konum og ótrúlegt að sjá hvað margir taka þátt í að vekja athygli á þessu fallega og góða málefni. Ég skellti mér í kimono skreyttum bleikum blómum og með bleikan trefil en gleymdi þó varalitnum og naglalakki sem var á planinu en það mætti þó segja að það sé bleiki dagurinn alla daga ársins á mínu heimili. Ég elska jú bleikann eins og þið mörg vitið nú þegar – ég deili því bleikum heimilismyndum í tilefni dagsins.

Ég er alltaf mikið spurð út í sófaborðið mitt, en það er úr Svartan línunni frá Ikea sem kom í takmörkuðu upplagi, sófinn Söderhamn er einnig frá Ikea og toppaði ást mína á bleikum.

Ég er fyrst núna að sjá hvað Finnsdóttir vasinn er skakkur í hillunni haha.. Hillan er hinsvegar Besta frá Ikea og ég sleppti að setja á hurð. Við skulum kalla þetta verkefni í vinnslu. Þessi gullfallegi spegill er eftir vinkonu mína Auði Gná sem hannar undir nafninu Further North – hægt að kaupa spegilinn hér. 

Blóm í vasa gera svo mikið fyrir heimilið, þessi komu með mér heim eftir heimsókn til ömmu í gær sem fagnaði 80 ára afmæli og þurfti að losna við nokkra blómvendi ♡

Þessi fallegu silkiblóm fékk ég nýlega í Byko og mér finnst þau æðisleg, ég er nefnilega að reyna að minnka óþarfa eyðslu og ég var farin að leyfa mér ansi oft blómvendi. Þessi uppfylla að miklu leyti þörf mína fyrir að hafa falleg blóm í vösunum mínum:)

Þið skiljið bara eftir línu ef það er eitthvað annað sem ykkur langar til að vita.

3 ÁRA AFMÆLIÐ ♡

AfmæliPersónulegt

Fyrir stuttu síðan héldum við fjölskyldan upp á 3 ára afmæli Bjarts Elíasar sem heppnaðist vel eða svona miðað við hvað ég hafði lítinn tíma til undirbúnings. Í ár breytti ég því aðeins út af vana og í stað þess að föndra sjálf skreytingar og baka nokkrar sortir þá var boðið upp á Betty Crocker (ásamt nokkru öðru) og tilbúnar skreytingar sem Bjartur Elías valdi samdægurs. Halelúja þvílíkur léttir. Það hljóta einhverjir foreldrar hreinlega að hafa farið yfir um af stressi við að undibúa afmæli fyrir börnin sín.

Þetta var draumaafmælið hans Bjarts að minnsta kosti, hann hafði valið Spiderman þema og talaði um það í margar vikur. Það var því gleðistund þegar við fórum saman um morguninn í Partýbúðina og þar fékk hann að velja sér Spiderman diska, servíettur, borðskraut, glös ásamt blöðrum. Ég viðurkenni alveg að ég sjálf hefði alltaf valið eitthvað annað þema og eitthvað stílhreinna en gleðin hjá einu barni að mæta í Partýbúð og sjá allar blöðrurnar og Hvolpasveitarþemu og ég veit ekki hvað og hvað. Út við löbbuðum með Spiderman afmælisþema á sterum og fullt fang af blöðrum og einn ofur glaðann afmælisstrák. Ég er nokkuð viss um að þetta verði endurtekið að ári, en ég krossa fingur að það verði þá frekar Hvolpasveitin valin haha.

Ég náði annars ekki að taka margar myndir áður en gestirnir mættu, og af tillitsemi við gestina ætla ég að halda þeim myndum fyrir okkur sjálf ♡

Ég veit ekki alveg hvað þessi kökudiskur er að gera þarna fremst á myndinni, en þarna voru fyrstu gestirnir mættir og við enn að leggja á borð:)

Hérna ætlaði ég að mynda tölustafinn 3 með myndunum en þegar að gestirnir voru byrjaðir að mæta skellti ég þeim beint á vegginn með límbandi haha. Hitt er þó góð hugmynd fyrir ykkur sem hafið meiri tíma, þessar myndir hanga þó enn uppi á vegg mér þykir svo gaman að sjá þær á hverjum degi hvað gullmolinn minn hefur stækkað mikið. Næsta verkefni er að útbúa myndavegg, það er fátt heimilislegra en fjölskyldumyndir.

Hvítu veifurnar valdi ég reyndar sjálf en ekki sonurinn… Poppílátin eru dálítið skemmtileg og ég pakkaði þeim aftur inn í skáp til að nota síðar, þau eru líka úr Partýbúðinni eins og allt hitt skrautið:)

Blaðran lifir ennþá góðu lífi hálfum mánuði síðar (!) … ég tími ekki að klippa á hana sem ég gerði þó við allar hinar blöðrurnar. Ég var að vísu búin að kaupa svona stafablöðru á netinu fyrir löngu síðan en þegar hún kom var hún alltof lítil og því völdum við eina stóra og veglega til að hafa í veislunni:)

Takk fyrir að lesa – ég er annars að klára að græja allt fyrir Santorini ferð með vinkonum mínum sem er á eftir… ein af okkar bestu vinkonum er nefnilega að gifta sig. Ég verð eitthvað á Svartahvitu snappinu í ferðinni, en ég hef líka tímastillt nokkrar færslur sem munu birtast hér á blogginu:)

SUMARGJÖFIN @SVANA.SVARTAHVITU

Persónulegt

Ég ákvað að leyfa mér nokkra daga í sumarfrí og náði að vinna mér inn fyrir því með tímastilltu efni og smá skipulagi. Lengi hefur mig langað til þess að gefa litla sumargjöf og núna finnst mér einmitt tilefnið. Í samstarfi við Epal ætla ég að gefa einum heppnum tvær af mínum uppáhaldsvörum, það er heimilisilmurinn BÆR frá Skandinavisk en hann hef ég sjálf átt lengi og á einnig ilmkertið því ég bókstaflega elska þennan ilm. Ásamt því er uppáhaldslakkrísinn minn frá Johan Bülow sem er einmitt sumarútgáfan og er hrikalega sætur og ljúffengur.

Ég ákvað þó að breyta útaf vana og hafa ekki leikinn á blogginu í þetta sinn og ákvað að prófa mig áfram með instagram og þessvegna er leikinn þar að finna. Það sem þarf að gera er að finna mig á instagram @svana.svartahvitu og merkja 2 vini í komment og þú ert komin/n í pottinn ♡ Ég dreg út í lok vikunnar ♡

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS

HeimiliPersónulegt

Þetta er aldeilis ekki í fyrsta sinn sem ég fjalla um vinkonu mína hana Rakel Rúnarsdóttur hér á blogginu og fær hún eflaust að vera fastagestur hér inná þar til ég segi skilið við bloggbransann – sem verður vonandi aldrei. Rakel mín er ekki bara ein af mínum allra bestu vinkonum en eins og ég hef áður sagt ykkur þá stofnuðum við bloggið saman fyrir um 8 árum síðan. Við deilum flestum áhugamálum saman en þar að auki höfum við mjög líkan smekk og ég hrífst af öllu sem hún kaupir sér og svo er það eins á móti. Í dag sýndi ég smá frá heimilinu hennar á Svartahvitu snapchat og verður heimsóknin aðgengileg þar til hádegis þann 13. júlí. Það er orðið ansi huggulegt hjá þeim í firðinum fagra en líka margt eftir að gera sem verður spennandi að fylgjast með.     

Ég sendi á Rakel nokkrar spurningar svo þið kynnist þessari elsku aðeins betur,

Hér búa?  Andri, Rakel, Emil Patrik og Evelyn Alba 

Er þetta draumaeignin ykkar? Húsið kemst ansi nálægt því að vera okkar draumaeign já. Passlega stórt, vel skipulagt, bjart og fallegt og fullkomin staðsetning í grónu og barnvænu hverfi.

Þurfti að gera eitthvað áður en þið fluttuð inn? Þar sem við vorum að flytja til landsins að utan þá þurftum við að flytja strax inn í húsið áður en við gerðum nokkuð. Við máluðum svo mest allt og höfum verið að vinna mikið í lóðinni, bæði að framan og aftan. Einnig voru nokkur viðhaldsverkefni sem þurfti að sinna.

Á eftir að klára mikið? Já mjög mikið, en við erum ekkert að flýta okkur og ætlum að taka nokkur ár í þetta allt saman, eiga fyrir hverju verkefni. Í sumar ætlum við að halda áfram að vinna í lóðinni, byggja pall að aftan o.fl. í þeim dúr. Einnig ætlum við taka efri hæðina alveg í gegn, skipta um gólfefni og mögulega hurðar. Svo á eftir að taka bæði baðherbergin í gegn, opna frá borðstofu og inn í eldhús og taka eldhúsið þá í gegn í leiðinni. Þá munum við líka skipta um öll gólfefni á neðri hæðinni.

Þessi stofa er algjör draumur, ég elska smáhlutahilluna sem er fyrir ofan ofninn þar sem nokkrir af uppáhaldshlutum fá að standa. Gluggarnir eru æðislegir og hleypa rosalega mikilli birtu inn og það er gott að sitja hér og geta horft á krakkana úti að leika. Á efri hæðinni er sjónvarpshol og því fær betri stofan að njóta sín enn betur án þess að sjónvarp trufli.

Ég er bálskotin í þessum lit og gæti vel hugsað mér að mála einn vegg í stofunni minni með honum, svo mildur og bjartur grár litur. Fyrir áhugasama (ég veit þið eruð mörg) þá heitir liturinn Hop Greige og er frá Sérefni eins og öll málningin á heimilinu.

Ikea Eket skápur á veggnum og uppáhalds hluturinn á heimilinu, Panthella lampinn góði. Þarna vantar að vísu Scintilla myndina góðu sem var fjarri góðu gamni í innrömmun.

Borðstofuborðið sem tengdapabbinn smíðaði og Rand mottan kemur hrikalega vel út undir borðinu en ekki sem stofumotta. Glerskápurinn var keyptur notaður á Bland og ljósið er frá Northern Lighting (fæst hér í Módern).

Hér eiga eftir að verða ansi mörg matarboðin!

Hvað er það besta við heimilið? Skipulagið og allir gluggarnir sem hleypa svo mikilli birtu inn.

Uppáhaldshlutur? Verner Panton Panthella lampinn minn og svo verð ég líka að nefna borðstofuborðið okkar sem tengdapabbi smíðaði fyrir mig.

Krúttherbergið hans Emils sem er á efri hæðinni. Blái liturinn heitir Clear Paris frá Sérefni, ég fékk margar fyrirspurnir um hann í dag enda alveg fullkominn mildur blár litur sem myndi einnig njóta sín vel í svefnherbergi. Tunglmyndin “til tunglsins og tilbaka” er eftir Fóu Feykirófu – sjá hér.

Svefnherbergið er fallegt og hugsað út í hvert smáatriði. Liturinn á veggjunum heitir Soft Stone og er frá Sérefni, en þessi litur kemur líka til með að prýða einn vegg í eldhúsinu við tækifæri.

Hvað kom til að þið fluttuð aftur til Íslands? Við erum búin að vera úti meira og minna síðan 2012 svo við vorum alveg tilbúin að koma heim og koma okkur fyrir hér. Svo var maðurinn minn að klára framhaldsnámið sitt og langaði til að koma heim og starfa við það svo við ákváðum bara að nú væri rétti tíminn.

Hvað er svo á döfinni? Ég verð í fæðingarorlofi út sumarið og stefni svo á að fara aftur út á vinnumarkaðinn.

Takk elsku Rakel fyrir að bjóða okkur í heimsókn ♡

Og ef það eru spurningar þá ekki hika við að skilja eftir skilaboð.

INSTAGRAM @SVANA.SVARTAHVITU

Persónulegt

Ótrúlegt en satt þá hef ég verið nokkuð virk á Instagram undanfarið, eða að minnsta kosti miðað við virkni mína undanfarin ár. Ég hef mjög gaman af þessum miðli þrátt fyrir að þetta sé einn versti tímaþjófur sem hægt er að finna og mér finnst orðið erfitt að gera upp á milli hvort Snapchat eða Instagram sé betri vettvangur? Ég ætla að halda mig eins og er við báða miðla og núna er næsta skref að koma Snapchat í rútínuna! Skemmtilegt að segja frá því að á mánudaginn verður einmitt smá innlit þar hjá einni smekkdömu ef þið viljið kíkja með ♡

Instagram @svana.svartahvitu

Ég vona að helgin ykkar verði góð, ég ætla að kíkja í heimsókn í bústaðinn ótrúlegt en satt… Ég er búin að vera eitthvað svo stressuð undanfarið að mig vantar smá ró og næði og það er hvergi betri staður til þess en sveitin. Góður matur, útivera og að lesa nokkur tímarit eða bók. Ég er alveg í gírnum til þess að lesa eitthvað sem væri geymt í “sjálfshjálpar” rekkanum haha, öll tips vel þegin en ég er algjör sökker þegar kemur að slíku lesefni.

FULLKOMIN VINKONUFERÐ ♡

Persónulegt

Fyrir nokkrum dögum síðan héldum við vinkonurnar í saumaklúbbnum upp á árlega árshátíð og fékk ég að koma að skipulagi hennar sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt. Það er alveg nauðsynlegt að lyfta sér upp reglulega og styrkja sambandið við vini sína. Ég er ekki frá því að ég hafi einnig lengt líf mitt um nokkur ár því það var svo mikið hlegið í ferðinni – algjörlega frábær dagur með skemmtilegum vinkonum.
Við erum með hefð fyrir því að ca. tvær úr hópnum skipuleggi allt og komum svo hinum á óvart en þó leggjum við allar jafnt út fyrir deginum. Ég vona að þetta geti komið ykkur að gagni sem eruð að skipuleggja vinkonu/vinaferðir:) 

Við byrjuðum daginn á því að hittast fyrir utan Sundhöllina á Selfossi þar sem við áttum bókaðan tíma í Trampolín fitness í World Class. Ég man eftir að hafa séð stelpurnar í RVK fit (snapchat) fara þangað nýlega og það virkaði svo hrikalega skemmtilega að við vildum einnig prófa. Við vorum einar með salinn og borguðum fyrir klukkustund með kennara sem var alveg frábær. Hún blandaði saman æfingum og hópeflisleikjum sem var hressandi að byrja árshátíðina okkar á. Ég mæli endilega með því að prófa!

Eftir það þá keyrðum við í bústaðinn minn þar sem við gistum í eina nótt og elduðum góðan mat og vorum í misgáfulegum leikjum langt fram á nótt. Við erum með smá steiktan húmor og ákváðum að hafa keppni okkar á milli varðandi klæðnað og fékk hver og ein þemalit sem hún átti að klæða sig eftir og voru haldnar kynningar. Sú sem gekk lengst með þemað sitt hlaut svo verðlaun – en einnig voru veitt aukaverðlaun fyrir besta fylgihlutinn í þemalitnum. Ég veit varla afhverju ég er að skrifa þetta hérna haha. En það er alveg nauðsynlegt að taka sig ekki of alvarlega og geta ennþá fíflast þó við séum ekki ennþá 16 ára. Við lögðum okkur allar mikið fram við þemað og það var mikið hlegið og myndirnar sem náðust af mér fá ekki að fara á alnetið – en verðlaunin komu heim með mér;)

Morguninn eftir var síðan vaknað snemma og haldið í bröns í Þrastarlundi þangað sem ég hef verið á leiðinni síðan að bústaðarævintýrið hófst en þetta er jú hverfisstaðurinn okkar fjölskyldunnar núna. Það sem kom mér svo á óvart að þrátt fyrir að hafa heyrt mjög marga tala um brönsinn þá er staðurinn sjálfur alveg einstaklega fallegur og vel hannaður en það hefur alveg gleymst í allri umræðunni. Stærðarinnar gylltar ljósakrónur og háir leðurbekkir setja sinn svip á staðinn og grófir og töffaralegir leðurstólar eru við borðin. Það voru þau Dóra Björk Magnúsdóttir og Leifur Welding sem hönnuðu staðinn og heppnaðist svona líka vel. Ég get ekki sleppt því að minnast síðan á brönsinn sjálfan sem var virkilega ljúffengur en það besta var líklega þjónninn okkar hann Marek sem dekraði við okkur. Við tókum nokkrar myndir af staðnum og gátum ekki sleppt því að taka klassísku -bloggari í bröns- myndina (haha) sem við skemmtum okkur mikið yfir. Við vorum mættar alveg við opnun sem mér þótti kostur því þá nýtur maður umhverfisins og útsýnisins sem er svo fallegt betur. Ég mæli því hiklaust með Þrastarlundi ef þið eruð á ferðinni og ég mun eiga næsta deit þarna með fjölskyldunni minni en við keyrum þarna framhjá um hverja helgi nánast.

Þessar fjórar sáu svo um að þrífa bústaðinn eftir partýlætin og fáum því að öllum líkindum að kíkja aftur!

Við saumaklúbburinn höfum haldið árshátíð í nokkur ár núna og er alltaf mjög fjölbreytt dagskrá en í fyrsta sinn núna gistum við saman. Ég tek fram að við erum fleiri í hópnum en sést á myndinni – mér yrði þó líklega ekki fyrirgefið ef ég birti myndir af þeim hér á Trendnet sveittum í leikfimifötum eða fullum um kvöldið. Núna krossa ég fingur að næsta árshátíð verði haldin í L.A. þar sem að ein kær vinkona úr hópnum er að flytja þangað.

x Svana

NÝJA STOFAN ♡

HeimiliPersónulegt

Þá er það loksins fyrsta myndin af stofunni eftir breytingar. Það er vissulega ekki allt alveg tilbúið og ég er enn eftir að raða á veggi og koma nokkrum hlutum betur fyrir, þessvegna fáið þið aðeins eitt sjónarhorn í dag. Ég geri mér mjög vel grein fyrir því að fyrr eða síðar munu koma blettir í sófann og ég er alveg pollróleg yfir því, þá fer ég einfaldlega með áklæðið í hreinsun. Ég er enn sem komið er mjög ánægð með sófann og það er allt mikið bjartara og fallegra í stofunni núna, bleiki liturinn er dásamlegur og ég svíf á bleiku skýi. Að sjálfsögðu er ég líka einstaklega hamingjusöm að minn maður setur sig ekkert á móti svona hlutum, ég held hreinlega að hann hafi lítið spáð í bleika litnum því hann er svo hamingjusamur að hafa eignast tungusófa. Ólíkar þarfir! Ég vona að sófinn komi til með að eldast ágætlega, en Karlstad sófinn okkar gerði það ekki. Púðarnir urðu fljótlega smá sjúskaðir og fyllinginn breytti um lögun. Ég tók eftir því að sama fylling er í þessum púðum svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um það þó svo að sófar séu vissulega til að kúra í og koma sér vel fyrir. Ásamt því að sonur minn er sérlega áhugasamur um allskyns sófabrölt. Þetta er að minnsta kosti fyrsta myndin – við tökum bara stöðuna aftur eftir nokkra mánuði.

instagram @ svana.svartahvitu

Þegar ég lít á stofuna mína í dag er ég mjög sátt en ég hafði ekki verið ánægð með hana í langan tíma, það var alltaf eitthvað sem truflaði mig. En af öllum þessum hlutum sem sjá má í stofunni þá nær aldrei neitt að toppa persónulegu hlutina, t.d. skenkinn sem Andrés smíðaði, fuglinn sem ég uppstoppaði og kertastjakana sem afi renndi. Eitthvað nýtt – eitthvað gamalt – eitthvað persónulegt er hin fullkomna blanda að heimili þar sem okkur líður vel á.

LOKSINS STOFUBREYTINGAR

HeimiliPersónulegt

Draumasófinn er loksins kominn heim og við erum nýbúin að klára að setja hann saman. Þið sem fylgst hafið lengi með kannist líklega við það að ég hef verið í sófaleit í nokkra mánuði ef ekki ár og að lokum ákvað ég að kaupa Söderhamn sófann frá Ikea með bleiku áklæði og tungu. Það kemur inn mynd af “nýju” stofunni minni innan skamms – en þangað til getið þið séð smá á bakvið tjöldin á Svartahvitu snappinu, hér að neðan tók ég saman stemminguna sem ég er að leitast eftir núna. Ég viðurkenni að ég hef lengi verið mjög þreytt á stofunni minni sem þarfnaðist alvarlega smá yfirhalningar.

Eins og fram hefur komið þá keypti ég mér bleika Söderhamn sófann sem er reyndar ekki þessi samsetning sem sjá má að ofan. Ég keypti mér einnig ljósbrúnt kýrskinn fyrir dálitlu síðan en vinkona mín sem var að flytja heim erlendis frá kom með skinnið í gær og það er gullfallegt. Mitt skinn er keypt frá Hiderugs í Englandi en ég vil þó benda á að kýrskinn fást hér heima hjá t.d. Sútaranum á Sauðárkróki og einnig til dökkbrúnt í Ikea. Ég er alltaf að koma mér í það að halda smá bílskúrssölu en ég hafði hugsað mér að losa mig við mikið af plakötunum mínum og gæti vel hugsað mér í staðinn nýtt frá elsku Kristinu Krogh sem er svo hæfileikarík, það ásamt draumaspeglinum frá Further North sem varð loksins minn nýlega og fær sinn stað í stofunni.

Ég þarf svo líklega að skipta út sófaborðinu mínu sem er gamalt Stockholm 60’s borð frá Ikea en nota þá Svartan borðið frá Ikea sem hefur nýst sem plöntustandur lengi vel og fær núna loksins að vera í aðalhlutverki. Ég lenti í smá tjóni nýlega með svarta Flowerpot lampann minn og eins óheppin og ég get verið þá er svarti lampinn hættur í framleiðslu svo ég skipti honum þá líklega út fyrir matt-gráann (ég er a.m.k. að vona að heimilistrygginging aðstoði hér).

Ég hlakka mikið til þess að raða upp á nýtt í stofunni en mikið sem ég hef verið löt við að breyta til á heimilinu mínu. Það kemur jafnvel til greina að mála!

Eigið annars góða helgi – hæ hó og jibbý jei.