fbpx

BLEIKI ELDHÚSBEKKUR DRAUMA MINNA ER REDDÝ!

DIYFyrir heimiliðPersónulegt

Sum verkefni taka lengri tíma en önnur og þetta er eitt af þeim ♡ Mig hafði lengi dreymt um fallegan eldhúskrók með bekk þar sem notalegt væri að sitja og fletta blöðum og drekka kaffi, borða morgunmatinn minn og geta horft á fallega útsýnið sem við erum með hér úr eldhúsinu. Mest langaði mig þó að bekkurinn væri bleikur og alveg í mínum anda. Þar sem ég elska að geta gert hlutina sjálf ákvað ég að skella mér í þetta verkefni og spara í leiðinni mikinn pening því það er mjög dýrt að láta sérsmíða fyrir sig og bólstra og hafði ég aðeins skoðað möguleikana í þeim efnum.

Það kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt er að bólstra en ég var vissulega með góðan grunn sem voru ódýrir veggpúðar úr Bauhaus (samstarf) sem ég breytti um lögun á með því að saga boga á annan endann og bólstraði svo upp á nýtt með bleiku efni (keypt í Epal). Bekkurinn sjálfur er gerður úr eldhússkápum frá Ikea (Metod) sem ég festi saman og málaði Svönubleika og setti á þá skrautlista úr Sérefni (samstarf) sem gefa bekknum mikinn sjarma. Sessurnar gerði ég með því bólstra spónarplötur með svampi (keypti í Vogue) og bólstaði með ljósbrúnu leðurlíki (keypt í Godda). Það er algjört lykilatriði að vera með góða heftibyssu en ég byrjaði verkefnið með eina gamla og fannst ég alls ekki góð að bólstra en um leið og ég fékk rafmagnsbyssu þá fyrst varð þetta gaman:)

Það er hægt að kaupa með veggpúðunum franskan rennilás til að smella þeim beint á vegg og fer það líklega eftir hvað þú ert að gera hvort það borgi sig að festa á annan hátt. Veggpúðarnir voru til í nokkrum litum og stærðum og þetta er í rauninni mjög skemmtileg leið til að fá þetta bólstraða útlit á minni pening og eins og þið sjáið hjá mér, þá er líka hægt að breyta og gera alveg að sínu:)

Ég er svo alsæl með útkomuna og um leið ótrúlega glöð að ég hafði getað gert þetta sjálf frá A-Ö. Við getum nefnilega gert svo miklu meira en við höldum oft ♡

Til að sjá enn meira um hvernig ég gerði þetta frá A-Ö mæli ég með að kíkja yfir á Instagram hjá mér þar sem ég sýni í reel og er með vistað í highlights allt um eldhúsbekkinn! @svana.svartahvitu

Takk fyrir lesturinn♡ Ég vona að þessi bloggfærsla komi til með að veita ykkur smá hvatningu!

SUMARFRÍ - CHECK!

Skrifa Innlegg