GULLFALLEG LISTAVERK EFTIR ELVU DÖGG

Íslensk hönnunList

Fyrir stuttu síðan kíkti ég í heimsókn í Snúruna og rakst þar á ein fallegustu textíl listaverk sem ég hef séð. Listakonan á bakvið verkin heitir Elva Dögg og er menntuð sem textílhönnuður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún heillast af íslenskri náttúru og öllum einkennum hennar, til dæmis mosagrónum steinum, trjám og svörtum ströndum. Verkin eru unnin með blandaðri tækni, Elva byrjar á því að taka myndir af náttúrunni sem hún síðan vinnur og velur úr, næst eru þær prentaðar á bómullarefni í bestu gæðum sem hægt er og að lokum saumar hún út í myndina sem gefur verkunum svona Vá áhrif. Verkin hafa mikla dýpt og ég átti erfitt með að snerta þau ekki til að finna efnið, enda erfitt að átta sig á því fyrst hvernig verkin eru gerð. Það væri gaman að sjá myndir af verkunum hennar Elvu inni á heimili, en ég læt fylgja með nokkrar myndir frá facebook like síðu Elvu ásamt einni frá Snúrunni.

1 2 3 46

14606458_10154068818439506_6193289175902690708_n

skrift2

HOME SWEET HOME : JELLYPARTY

Íslensk hönnunListPlagöt

Ég kíkti við í dag til vinkonu minnar og teiknisnilla Heiðdísar Helgadóttur, það er afar hentugt að það eru bara nokkur skref frá mér í stúdíóið hennar á Strandgötunni og því kíki ég af og til við og trufla hana í vinnunni. Ég fór reyndar í dag í öðrum tilgangi en að versla handa sjálfri mér en allt í einu er ég komin með þessa hrikalega fallegu Jellyparty mynd inn í stofu til mín í mátun. Þessi mynd hefur heillað mig í langan tíma en þær voru að koma úr innrömmun í dag og er sjúhúklega fallegar….

20150724_203434

Ég myndi þó líklega hafa hana á öðrum stað og þá upphengda, en fínt að máta aðeins við umhverfið:)

20150724_203445 20150724_203454

Og svo er blá líka mjög pretty…

11781600_862620283826276_5307810286135135486_n

Ég er alltaf jafn skotin í verkunum hennar og á sjálf nokkrar ugluteikningar sem eru nú orðnar ansi frægar. Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja í fjörðinn fagra á morgun því þá er 20% kynningarafsláttur af Jellyparty myndunum, en bara á morgun í Stúdíó Snilld – Strandgötu 29 HFJ.

Mæli með!

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

INNBLÁSTUR: HEIMILI LISTAKONU

HeimiliListPersónulegt

Það eru nokkrar myndir í tölvunni minni og sem ég hef birt hér á blogginu sem ég leita alltaf aftur og aftur í. Í þetta skiptið er það heimili dönsku listakonunnar Tenku Gammelgaard sem ég hreinlega elska í ræmur. Heimilið hennar var notað í bækling Louis Poulsen árið 2012 (sjá á bakvið tjöldin hér) sem útskýrir þetta fallega úrval af ljósum. Það er helst myndin úr svefnherberginu sem þið hafið flest séð enda einstaklega fallegt og Köngullinn svo glæsilegur í öllu sínu veldi. -Vissuð þið að ef þú kaupir þér svona ljós þá kemur sérfræðingur Louis Poulsen frá Danmörku til að setja það saman fyrir þig… skemmtileg staðreynd dagsins:) 15babba85c5374381a17242343ef7c20

Það er þó meira en svefnherbergið sem er að veita mér innblástur í kvöld, en alvöru listamenn eiga að sjálfsögðu listastúdíó og hún Tenka á eitt afar glæsilegt…

Tenka_Gammelgaard-40594.new_ Tenka_Gammelgaard-40610 Tenka_Gammelgaard-405971 Tenka_Gammelgaard-40623

Atelier-Tenka-Gammelgaard-119450.XL

Ég er nefnilega farin að íhuga hvað ég ætla að gera í haust þegar fæðingarorlofinu (lesist: fæðingarvinnan) lýkur. Ég er nefnilega farin að sakna þess alveg hrikalega mikið að vinna með höndunum og skapa eitthvað. Það er jú það sem ég menntaði mig í en ekki að skrifa í tölvu. Svona áður en ég fer að skuldsetja mig uppfyrir haus þá ætla ég að taka nokkra mánuði og vinna að mínu eigin. En ég mun þó halda áfram tveimur verkefnum sem ég er þegar í sem tengjast því að skrifa um hönnun og ég hef mjög gaman af, það þarf jú eitthvað að borga reikningana, en ég ætla a.m.k. ekki að taka að mér fleiri verkefni sem ég hefði venjulega gert. Þegar Bjartur Elías fer til dagmömmu þá fæ ég dálítinn auka tíma sem ég ætla að nýta í mitt eigið. Vá hvað mér finnst það hljóma vel.

Þessvegna veitir þetta fallega stúdíó mér innblástur í kvöld.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

SAGAN Á BAKVIÐ ANDY WARHOL PLAKÖTIN

HönnunKlassíkListPlagöt

Ein algengasta spurningin sem ég fæ í pósthólfið mitt er hvar ég fékk Andy Warhol plakatið mitt. Ætli þetta séu ekki ein vinsælustu plaköt sem til eru í dag, eða að minnsta kosti í Skandinavíu. Þau fást í dag t.d. í vefverslun www.moderna.se, en lengi vel fengust þau aðeins á safninu sjálfu.

Langfæstir vita þó söguna á bakvið plakötin og fyrir flestum er þetta bara enn eitt “trendið” fyrir heimilið. Andy Warhol (1928-1987) var einn af frumkvöðlum popplistar í Bandaríkjunum og var einn áhugaverðasti listamaður sem uppi hefur verið. Hann hélt sýna fyrstu einkasýningu utan Bandaríkjanna árið 1968 í Moderna Museet í Stokkhólmi og var þessi sería af plakötum hönnuðum af John Melin með tilvitnunum eftir Andy Warhol gefin út í tilefni sýningarinnar. Andy Warhol var einstaklega áhugaverður og umdeildur listamaður, upphaflega lærði hann þó auglýsingateikningu en starfaði hann síðan við hina ýmsu miðla m.a. kvikmyndagerð, teikningu, listmálun, skúlptúrgerð, silkiþrykk, tónlist, ljósmyndun, stofnaði tímaritið Interview sem enn er gefið út í dag og var einnig frumkvöðull í tölvuteikningu. Þekktastur er hann fyrir litsterk málverk og silkiþrykktar myndir af hversdagslegum amerískum hlutum, hver kannast t.d. ekki við Campbells súpuverkið? Einnig er hann þekktur fyrir myndir af Marilyn Monroe, Elvis Presley og Coca Cola og komast listaverk eftir hann á lista yfir dýrustu seldu verk í heiminum.

Þegar unnið var við uppsetningu sýningarinnar í Moderna Museet var ákveðið að setja saman nokkrar fleygar setningar sem Andy Warhol hafði látið hafa eftir sér. Verkefnið tók nokkra daga og útkoman voru 10 skemmtilegar setningar en sú allra frægasta er án efa “In the future everybody will be world famous for fifteen minutes”, orðatiltækið “15 mínútna frægð” kemur nefnilega fyrst frá þessum meistara. Ef að þið lesið ykkur til um Warhol eða horfið á viðtöl við kappann sjáið þið fljótt hversu spennandi karakter hann var og hversu skemmtilegar skoðanir hann hafði á lífinu og að heyra hann tala er alveg dásamlegt.

“I love Los Angeles. I love Hollywood. They’re so beautiful. Everything’s plastic, but I love plastic. I want to be plastic.”

19.4.2012-via-emmas-designbloggashleigh-leech-someform-andy-warhol-poster-02 d DSC_0006warhol-poster-all-is-pretty

 Hér má lesa allt um uppsetningu sýningarinnar árið 1968 sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig:)

 Plakötin hafa hlotið heimsfrægð eftir að hafa birst á óteljandi hönnunarbloggum um heim allan og eru þau mjög eftirsótt í dag enda lengi vel nánast ófáanleg fyrir þá sem ekki áttu leið í safnið. Ég hef heimsótt Moderna Museet í Stokkhólmi sem er alveg einstaklega flott safn ásamt því að gönguleiðin sem liggur að því er mjög skemmtileg. Ég mæli vel með heimsókn í safnið, og geri ráð fyrir að safnið í Malmö sé ekki síðra:)

Ég vona að þið hafið haft gaman af því að heyra smá um tilvist þessara klassísku plakata, þau eru nefnilega svo miklu meira en bara trend.

x svana

TRYLLTAR TEIKNINGAR EFTIR ASI OF ICELAND

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunList

Þessar gullfallegu teikningar eftir Ása Má / Asi of Iceland eru að gera útaf við mig þessa stundina. Ég leyfi mér jafnvel að efast um hvort ég hafi séð jafn fallegar teikningar áður? Ég þjáist af valkvíða yfir því hvaða mynd ég ætla að næla mér í, en sú sem verður fyrir valinu mun svo sannarlega lífga upp á myndavegginn minn, -það er ég viss um:) Svo er líka extra gaman að eignast íslenskt verk.

Asi of Iceland eru hugarfóstur fatahönnuðarins og teiknarans Ásgríms Má. Í teikningum blandar hann saman nákvæmum blýantsteikningum við naívisma og hraðateikningar. Ásgrímur Már útskrifaðist frá LHÍ af fatahönnunarbraut. Hann hefur komið víða við í starfi og má þar með nefna yfirhönnuður hjá E-Label, einn af forsprökkum KIOSK og sem aðstoðartískustjórnandi hjá danska tímaritinu Cover.

Það besta við þetta er að það er hægt að næla sér í þessa dásemd á Popup Verzlun um helgina!!  Asi of Iceland mun selja og sýna teikningar og eftirprent á PopUp Verzlun á Hönnunarmars Laugardaginn 29. mars, á Loft Hostel:)

Ég þangað…

10157015_10152081029583087_759492479_n


10008348_10152081029718087_207682212_n 10002592_10152081029643087_1590620547_n 10154700_10152081029633087_1084613600_n 10157015_10152081029618087_776422005_n 10149886_10152081029613087_1875402546_n10149496_10152081029768087_1772044573_n

10154746_10152081029793087_909748484_n

“PopUp – Farands Verzlunin býður uppá glæsilega sölusýningu á Hönnunarmars Laugardaginn 29.

Þessi einstaka PopUp Verzlun opnar nú dyr sínar á Loft Hostel á 4 hæð að Bankastræti 7a og býður alla velkomna.”

Núna vitið þið hvert skal halda um helgina;)

Fyrir áhugasama þá eru fleiri verk eftir þennan snilling að finna á asiceland.com 

-Svana

UGLUÆÐI?

Íslensk hönnunListPlagöt

Nei sæl verið þið, ég er komin tilbaka úr smá fríi sem ég tók mér á meðan að ég skrapp til Eindhoven á hollensku hönnunarvikuna, -meira um það síðar. En núna er komið að máli málanna!

Flest ykkar kannist eflaust við fallegu ugluteikningarnar hennar Heiðdísar Helgadóttur / Heiddddddinstagram  sem slegið hafa rækilega í gegn á undanförnum mánuðum. Núna þekki ég Heiðdísi persónulega og hef fengið að fylgjast náið með velgengni hennar og þessvegna þykir mér einstaklega leiðinlegt þegar að aðrir byrja að teikna nákvæmlega sömu uglur og hún og selja. Þið vitið að ég er mikil áhugamanneskja um hönnunareftirlíkingar og það er ekki annað hægt en að benda ykkur öllum á hversu bilað þetta er.

600814_472271386194503_1624855518_n 942691_457959940958981_1696829422_n

Hér að ofan eru teikningar Heiðdísar, sjá facebook síðu Hér.

1379412_626228524085458_906163134_n

Hér er svo enn einn teiknarinn mættur á svæðið og selur í þetta skiptið ugluteikningar undir nafninu Ugla á kvisti, -sjá facebook síðu Hér. Ég segi enn einn teiknarinn afþví að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona mál kemur upp.

1391515_625384090836568_655240406_n

Hér að neðan má sjá Heiðdísar uglu til vinstri og Ugla á kvisti til hægri.

1378732_10153420575400083_386139978_n

Hér má sjá að uglurnar eru nánast þær sömu, því má gera ráð fyrir að þetta er 100% teiknað eftir teikningum Heiðdísar og 0% útaf því hversu mikla sköpunarþörf þessi einstaklingur hefur. Heimurinn er stútfullur af hugmyndum og það er hægt að gera ALLT sem þér dettur í hug, AFHVERJU þá að velja ugluteikningar sem eru ÞEGAR orðnar það vinsælar að það fer ekki á milli mála að hér er um eftirlíkingu að ræða.

Núna fann hún Heiðdís það aldeilis ekki upp að teikna uglur, það er ég ekki að segja. Það er öllum frjálst að teikna uglur ef að þeim langar, en þetta er sama uglan seld á helmingi lægra verði. Þessa ugla var upphaflega gerð í 25 eintökum en skyndilega er hún komin í endurútgáfu? Það er þó augljóslega eitthverskonar ugluæði að ganga yfir landann, en er ekki hægt að koma með nýja nálgun ef á að skapa eitthvað ugludót á annað borð? Í alvöru, þetta er bara ekki eðlilegt hversu ófrumlegt sumt fólk er.

Hvað finnst ykkur um svona?