fbpx

Mæli með // Sýningin skart:gripur opnar í Hafnarborg

Íslensk hönnunListMæli með

Ég kíkti við á svo glæsilega sýningu um helgina sem var að opna í Hafnarborg en það var sýningin skart:gripur þar sem sjá má einstaklega skapandi og fallegt skart. Sýningin er hluti af Hönnunarmars og mun standa til 26. maí og er því nægur tími til að kíkja við í Hafnarfjörðinn fagra og skoða fallega list og hönnun.

Um sýninguna: 

“Skart hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þörfin til að skreyta líkama og klæði með skarti er frumstæð og hefur djúpar rætur í menningarsögu allra þjóða. Skartgripir gegna stöðu tungumáls í menningu okkar og samfélagi. Þeir eru frásögn, tákna stöðu, miðla persónuleika og senda skilaboð.

Þá endurspeglar sýningin margbreytileika í efnistökum, aðferðum og nálgun í skartgripagerð hér á landi. Gripirnir á sýningunni eru eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.

Þátttakendur eru Anna María PittArna Gná GunnarsdóttirÁgústa ArnardóttirHelga MogensenHildur Ýr JónsdóttirJames MerryKatla KarlsdóttirMarta Staworowska og Orr (Kjartan Örn Kjartansson). Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir.”

Mynd frá undirbúningi sýningarinnar í Hafnarborg, hér má sjá tilkomumikla grímu eftir James Merry sem er hluti af sýningunni.

Og síðast fær að fylgja með mynd af blómaskreytingu sem ég fékk að setja saman fyrir safnið. Villtur og skapandi sumarvöndur í vasa ♡

Veglegur kaupauki frá Blue Lagoon Skincare og mínar uppáhalds vörur!

Skrifa Innlegg