FIMM DÖKKMÁLUÐ SVEFNHERBERGI

Svefnherbergi

Svefnherbergið er það rými sem er oft látið sitja á hakanum varðandi skreytingar heimilisins en engu að síður er mikilvægt að nostra við það. Hengja upp myndir, raða uppáhalds skarti og ilmkerti á bakka og hafa fallegt náttljós við rúmgaflinn gerir gæfumuninn og ég er viss um að við sofum betur fyrir vikið. Ég mæli líka með því að mála veggina í dökkum lit, það er dásamlegt.

Myndir via Pinterest

HEIMILI SEM GAMAN ER AÐ GRAMSA Á

BarnaherbergiHeimiliSvefnherbergi

Ég veit ekki með ykkur en ég elska að gramsa… og ég er mjög forvitin að eðlisfari. Þessvegna elska ég heimili sem eru stútfull af hlutum til að skoða og spá í og þetta hér að neðan er einmitt þannig. Eins mikið af stílhreinum og minimalískum heimilum ég birti hér á blogginu þá hentar sá stíll ekki beint mér sjálfri, enda er ég of mikill safnari til þess og vil helst hafa alla hluti uppivið. Ég get alveg sokkið mér inn í þessar myndir og skoða þær aftur og aftur og finnst þetta heimili algjörlega æðislegt!

bjurfors_malmo1bm9d

Akkúrat þessi mynd hún hittir mig beint í hjartastað – þarna langar mig að vera og fá að gramsa smá haha

bm2

Sjáið hvað það stækkar rýmið að hengja spegilinn fyrir ofan sófann

bm7

Fallegur litur á veggnum, ég veit að Nordsjö hefur verið í samstarfi við helstu bloggarana í Skandinavíu og stílista og þori ég að veðja að Árný vinkona mín hjá Sérefni þekki þennan lit! Ég ætla að giska á litinn Deep Paris.

bm9 bm9a-copy

348886-27_348886-17-jpg-792929992-rszww1170-80 348886-34_348886-46-jpg-784777752-rszww1170-80 348886-18-jpg-553360712-rszww1170-80 348886-52_348886-47-jpg-756531016-rszww1170-80 bm9b

Fallegt barnaherbergið í dálítið rómantískum stíl
bm9e

Svona má svefnherbergið mitt líta út ♡

bm9f

Sjá fleiri myndir hjá Bjurfors

Þetta heimili er algjör gullmoli – og ætla ég að vista nokkrar myndir á Pinterest til að geta leitað í innblástur seinna.

Ég man ennþá tilfinninguna þegar ég hef komið inn á svona falleg “grams” heimili og ég get eytt þar tímunum saman að skoða fallega hluti. Eitt uppáhalds “grams” heimilið mitt heimsótti ég eitt sinn þegar ég var að kaupa eitthvað notað af netinu og ég heillaðist alveg upp úr skónum. Það heimili endaði svo á forsíðu H&H enda varð ég að fá að komast aftur þangað í heimsókn og þá var gott að hafa þá afsökun að starfa sem blaðamaður haha.

Er ég nokkuð ein svona klikkuð?

svartahvitu-snapp2-1

EINSTAKLEGA FALLEGT SVEFNHERBERGI

Svefnherbergi

Þetta einstaklega fallega svefnherbergi hittir mig alveg beint í hjartastað, ég get varla ímyndað mér huggulegra svefnherbergi og litapallettan er fullkomin. Sjáið hvað grái liturinn á veggjunum passar vel við grá-fjólubláa litinn á gardínunum og rúmfötum, og motturnar á gólfinu gera herbergið ennþá hlýlegra. Þarna gæti ég svo sannarlega hugsað mér að sofa ♡

1 2 3 4

Litirnir draga mig alveg inn í herbergið, svo ótrúlega vel heppnuð samsetning. Grár, grá-fjólublár, svartur, hvítur ásamt náttúrulegum elementum eins og við, bast og plöntum. Þessi lagskipting á textíl í rýminu gefur síðan svo mikla dýpt og kemur mjög vel út ásamt því að mála ekki grátt upp í loftið – sem er mjög hátt, hjálpar einnig til við þessa notalegu stemmingu.

5

Myndir: Niki Brantmark / My Scandinavian Home. Stílisering : Genevieve Jorn.

Ég veit ekki hvað það er en þegar ég sit svona frameftir á kvöldin að skrifa þá dett ég alltaf í gírinn að sýna ykkur falleg svefnherbergi:) Það verður að viðurkennast að þetta hér að ofan er með þeim fallegri sem ég hef séð og mikið búið að nostra við hvert smáatriði, motturnar á gólfinu, djúsí rúmföt og gardínur. Allt eru þetta hlutir sem gera svefnherbergi mjög aðlaðandi og hlýleg. Og alveg er ég viss um að við sofum betur í fallegu svefnherbergi, er það ekki?

 svartahvitu-snapp2-1

HUGMYNDIR: 10 GRÆN SVEFNHERBERGI

HugmyndirSvefnherbergi

Grænn er ekki endilega fyrsti liturinn sem kemur upp í huga okkar þegar við erum í málningarhugleiðingum en myndirnar hér að neðan sýna vel hversu fjölbreyttur og fallegur grænn litur getur verið. Eitt sem ég mæli þó með að hafa í huga er að taka alveg matta málningu sem gefur litnum þá svo mikla dýpt og gefur rýminu smá elegans.

Myndir via Svart á hvítu á Pinterest

Greenery er jú litur ársins 2017 eftir allt að mati Pantone og hver veit nema núna sé að skella á grænt æði! Þessi svefnherbergi fá að minnsta kosti mitt samþykki – alveg hrikalega flott!

svartahvitu-snapp2-1

SKIPULAGIÐ !

Fyrir heimiliðSvefnherbergi

Ég veit ekki hvernig þið kjósið að eyða síðustu dögum ársins en ég er algjörlega með skipulag á heilanum þessa síðustu daga og finnst ég hálfpartinn ekki tilbúin til að taka á móti nýju ári með heimili í óreiðu og skápa í drasli. Ég hef einnig verið að sökkva mér í nokkrar greinar og TED fyrirlestra og sækja mér nýja þekkingu til að taka á móti nýju ári og getað tæklað nokkur góð markmið, eitt gott þema sem ég skoðaði í gær var hvernig er hægt að vinna minna en þó afkasta meira? Mér lýst ansi vel á þann kost og ætla mér aldeilis að láta á reyna:) Ekki misskilja mig samt með þetta skipulag, ég er svo innilega ekki öfga týpa í neinu og hvet ykkur alls ekki til þess að eyða síðustu dögum ársins í tiltekt – stundum er líka bara gott að ákveða hvar skuli byrja á nýju ári, flokka snyrtivörur og föt og losa okkur við það sem við notum ekki? Raða í skápa og fara með nokkra kassa í Kolaportið eða í Rauða Krossinn, þannig er gott að byrja nýtt ár ásamt því að það er góð leið til að fá smá auka pening.

6ccca1a63463d8d6bc062d6cf52d73f0

Á þessum þriðja síðasta degi ársins ætla ég einnig að næla mér í nýja dagbók fyrir nýja árið, ég ætla nefnilega að taka 2017 í nefið hvað varðar skipulag! Hvernig finnst ykkur best að klára árið / taka á móti nýju ári varðandi skipulag ?

FALLEGASTI LITURINN ♡ DENIM DRIFT

PersónulegtSvefnherbergi

Lengi vel hefur mig dreymt um að mála svefnherbergið mitt í dökkum lit en aldrei látið það eftir mér, vinsælust er sú afsökun að við erum bara að leigja íbúðina og því tæki því varla að mála hér hvern krók og kima aðeins til þess að mála hvítt aftur. En hér líður okkur vel og vonandi munum við búa hér í nokkur ár til viðbótar og því sló ég til og málaði loksins!

Við tók heill frumskógur af litaprufum og litapælingum því liturinn átti að vera sá eini sanni fyrst ég var á annað borð að hafa fyrir því að mála. Að lokum valdi ég litinn Denim Drift frá Nordsjö og eftir ráðleggingar sérfræðinga hjá Sérefni tók ég litinn í almattri málningu frá Sikkens sem gefur litnum mjög mikla dýpt. Ég hef almennt mjög gaman af litapælingum og þarna gat ég alveg gleymt mér í að skoða myndir á netinu í leit minni af hinum eina rétta og hefði getað verið út allt árið að ákveða mig. Ein af ástæðum þess að ég leitaði til Sérefnis er sú að ég hef fylgst með þeim á samfélagsmiðlum og allt efni sem þau birtu talaði einhvernveginn til mín og var algjörlega “minn stíll” ef svo má segja, – þið munuð skilja hvað ég á við ef þið kíkið við á facebook síðuna þeirra. Dálítið eins og að fylgja hönnunartímariti nema það að allir veggir heimilanna eru í gordjöss litum. Mæli með!

Eftir að hafa búið núna með litnum í nokkrar vikur verð ég að segja að ég elska hann. Þessi blái litur er svo síbreytilegur að ég sé hann sífellt í nýju ljósi allt eftir því hvaða tími dags er og hvort ljósið sé kveikt eða aðeins dagsbirta sem skín inn um gluggann. Þið sjáið það á þessum mjög svo fínu símamyndum sem ég tók áðan að efsti partur myndarinnar er gjörólíkur þeim neðsta. Eitt það skemmtilega við þetta ferli, jú það er nefnilega heilt ferli að ætla að mála veggi heimilisins, er það að ég kynntist eiganda Sérefnis og við gátum rætt um liti fram og tilbaka og höfum síðan þá átt nokkur löng símtöl um liti og almennt um hönnun og heimili, ég nefnilega elska að vera í samstarfi við akkúrat svona fólk. Sem hefur þessa sömu ástríðu og ég fyrir heimilum og öllum þeim pælingum sem því fylgja. Ég mæli þó með því að biðja um litaprufur, það er alveg nauðsynlegt til þess að sjá hvernig liturinn verður heima hjá þér, hann verður ekki endilega eins og í svefnherberginu mínu – en ég lofa að fallegur verður hann.

15354298_10155495441318332_1344514565_o

Núna er byrjað að dimma svo snemma dags að hafið í huga að myndirnar eru því örlítið dökkar.
15368722_10155495441578332_1984765213_o15310783_10155495441488332_811092123_o15369897_10155495538353332_1273030898_o15388777_10155495538193332_1702610909_o15397620_10155495538168332_449820796_o

Fallegt, fallegt, fallegt ♡

Ég sé fyrir mér að þessi litur komi vel út í nánast öllum rýmum heimilisins, ég hvet ykkur til þess að prófa að mála í dökkum lit, ég er ekki frá því að ég sofi betur með svona dökka veggi.

skrift2

SVEFNHERBERGISPÆLINGAR : NÚ SKAL MÁLA

Svefnherbergi

Það er eitt verkefni sem situr alltaf á to do listanum mínum sem ég hef ekki enn framkvæmt en það er að mála! Ég hef margoft bloggað um þessar pælingar mínar og talað um hvað mig langi sérstaklega til að mála einn vegg í svefnherberginu mínu í dökkum lit en það er þessi “ég er bara að leigja” dilemma sem stoppar mig alltaf af en fyrir utan svefnherbergið þá þráir anddyrið smá make-over. En núna hef ég sett mér tímaramma og þá skal bretta upp ermar og skella sér í verkið, ég hef hvort sem er hugsað mér að búa á þessum stað lengi. Upphaflega var hugmyndin að mála svart en í dag þykir mér það vera alltof dökkt, þá kom hugmyndin að mála dökkblátt eftir að hafa farið í blátt innlit fyrir Glamour í fyrra en núna er ég komin yfir í einhverkonar hugmynd um grá-bláan lit -svona gerist þegar maður ofhugsar hlutina þá fara hugmyndirnar í hringi. Ég tók saman nokkrar myndir af dökkmáluðum svefnherbergjum og þau eru hver öðru fallegri, þá er það bara úllen-dúllen-doff hvaða lit skal velja.

ee4160f55a8bd0299de99e500250b3379405276df0fe3991c439476ea0e0dbc92016-06-21-0934_5768ee0de087c370a1bb290e917be1b2230e2ac143dda326eb3c6770 bosthlm9c073f97f1c1e9b563e3a47747f3689167 ef6be72beb4df171fca9551b8c8490b504eb2a249035506795253fcea6706cf0758983f7796d8d9eae18f822fdc8e098872700a12dfce8838010203ccafd18b3899a7dcca9d5eb5735a1cd7b2b8b5fcba250d0adde68eae886bfd86e2d436b7b68e4d98db0be3d5f0ff378f45974157a

Myndir via Svartahvitu Pinterest

Tókuð þið ekki eftir hvað ég litaraðaði myndunum smekklega;) Hver er þinn uppáhalds litur af þessum hér að ofan?Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

ÓSKALISTINN: GRÓF RÚMFÖT

ÓskalistinnSvefnherbergi

Ef það er eitt sem ég ætla að næla mér í fyrir veturinn þá eru það ný rúmföt. Ég er með augun á rúmfötum úr einhverskonar hör og bómullarblöndu en hörið gefur efninu svona grófa og náttúrulega áferð og ég er virkilega hrifin af þessu útliti. Þau mega einnig alveg vera smá krumpuð í leiðinni til að toppa lúkkið, vá hvað ég held að maður sofi vel í þessum…

288c9b8db72023579041a9ca66c6dfb3ea971f58 SFDBFFAC0350ABC4F14826D41835A0806D5 SFD17AAFA979E5647B98442861893905239 SFD8F357976539F402A80E7C3EC78BC5F83rimage-9 5146373 01530cbf081e0bdd8a6fa6810ad9b528ea93d3e8

Ef þið mælið með einhverjum sérstökum rúmfötum eins og ég nefndi hér að ofan þá vil ég endilega heyra frá ykkur:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SKANDINAVÍSK LOFTÍBÚÐ

HeimiliSvefnherbergi

Hér er mjög skemmtilegt innlit á ferð með dásamlegu svefnlofti og frábærum lausnum. Svefnherbergið er alveg toppurinn á þessu heimili svo bjart og fallegt og sérstaklega flott hvernig glerveggurinn speglast í rennihurðunum á fataskápnum og láta rýmið virka tvöfalt stærra. Svart hvíti skandinavíski stíllinn ræður hér ríkjum og mikil lofthæð í stofunni gerir hana sérstaka. Innlitið er að vísu frá árinu 2015 en það er klassískt og afskaplega smart svo ég má til með að deila því.

Bo-LKV_www-1.bolkv_.fi-32-of-51

Stórar speglarennihurðir eru á fataskápunum á svefnloftinu ásamt glervegg með útsýni yfir stofuna sem láta rýmið virðast vera töluvert stærra en það er

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-30-of-51

Rúmið er haft lágt og náttborðið einnig og þá er lítið sem truflar þegar horft er upp á loft frá stofunni.

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-33-of-51 Bo-LKV_www.bolkv_.fi-2-of-51

Plássið undir stiganum uppá loft er einnig nýtt undir skápa sem dregnir eru út – mjög sniðugt.  Alveg nauðsynlegt að nýta vel allt pláss í litlum íbúðum.

Bo-LKV_www-1.bolkv_.fi-50-of-51

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-15-of-51

String hillurnar klassísku.

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-24-of-51

Það er orðið langt síðan ég sá innlit með trébúkkum sem stofuborð en það var mjög vinsælt trend fyrir nokkrum árum og skemmtilegt að sjá það aftur.

Bo-LKV_www.bolkv_.fi-26-of-51

 Hér bjó Jutta sem heldur úti finnsku síðunni Bo lkv

Hvernig finnst ykkur þetta heimili?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111