fbpx

AÐ GERA SVEFNHERBERGIÐ JAFN NÆS OG Á HÓTELI

SamstarfSvefnherbergi

Í þau fáu skipti sem ég gisti á góðu hóteli þá hef ég alltaf setið eftir með þá hugsun afhverju það er svona mikið betra að sofa á hóteli en á sínu eigin heimili. Það er þetta notalega umhverfi sem hefur verið skapað á hótelum með það eina markmið að gestirnir fái sem bestu upplifunina og góðan nætursvefn. En hvað er að stoppa okkur að útbúa sama notalega umhverfið í okkar svefnherbergi? Þvottakarfan á gólfinu, bækur og óreiða í bunkum hér og þar, hvítir veggir, léleg eða of skær lýsing, getur allt haft sín áhrif og að ógleymdu rúminu eins og ég hef farið ítarlega yfir áður hér og hér.

Lykilatriðið að mínu mati er gott og fallegt rúm, góð myrkvunartjöld sérstaklega yfir sumarið hér á Íslandi, falleg rúmföt, og fáa en góða hluti á náttborðinu, t.d. lesljós og stundum á ég það til að skreyta einnig með blómum eða plöntu en þær eru sagðar bæta og hreinsa loftgæðin svo ég mæli mikið með að skoða það nánar. 

Einnig mætti ég bæta við huggulegum hanka fyrir náttsloppana og mjúka mottu til að stíga á með berar tásur á köldum dögum til að fullkomna notalegheitin. Ég er mjög ánægð með svefnherbergið okkar í dag og finnst það umlykja mig alveg og það kemur yfir mig ró hér inni, sérstaklega þegar ég bý um rúmið ahhhh það er best. Herbergið er ekki stórt en mig dreymir þó um að setja mjóann bekk fyrir framan rúmið til að geyma á vel valdar bækur og til að leggja á rúmteppi og púða, og sú leit stendur enn yfir. Á móti rúminu okkar er fataskápur sem þekur allann vegginn og er í raun mesta skápaplássið á öllu heimilinu þar að finna.

Samstarf við Auping & Epal 

Rúmið okkar heitir Essential og er fyrsta 100% endurvinnanlega rúmið í heiminum og hægt er að fá rúmið í 10  fallegum litum og hægt að bæta við hefðbundnum eða bólstruðum höfðagafli með val um 95 efni! Svo hver og einn ætti að eiga auðvelt að setja saman sitt draumarúm. Ég valdi litinn á rúmið og gaflinn í mildum sandlit sem fellur í dag vel að litnum á veggnum og passar við flesta aðra liti þegar ég kem til með að breyta um lit á veggjum eða rúmfötum.

Smelltu hér og prófaðu að setja saman þitt Essential rúm í litum að eigin vali

Hvert rúm er sérsniðið fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði, liti, aukahluti og allt útlit rúmsins og hefur Essential rúmið hlotið IF og Red Dot hönnunarverðlaunin sem er ein virtasta viðurkenningin sem hægt er að hljóta – dálítið eins og að vinna Óskarinn.

Svona er svefnherbergið okkar í dag og ég mun sýna ykkur þegar mér tekst að finna huggulegan bekk fyrir framan rúmið og eru allar ábendingar vel þegnar eins og alltaf ♡

 

Varðandi rúmið okkar þá heldur það áfram að toppa sig en ótrúlegt en satt þá vissi ég ekki þegar ég lagði inn pöntunina að ég gæti látið rúmið vekja mig bara eins og vekjaraklukka nema með því að lyfta mér upp í valda stöðu. En smartbase-ið frá Auping er einnig með ‘anti – snore’ möguleika með því að lyfta þeim aðila upp sem hrýtur, en þar sem við hjúin hrjótum hvorug þá pældi ég lítið í þessari græju fyrr en Garðar söluráðgjafi Epal í rúmadeildinni spurði mig nokkru síðar hvort ég væri ekki pottþétt með þessa græju líka. Ég mæli með að kynna ykkur þessa viðbót við annars dásamlegt rúm sem ég get mælt heilshugar með. Ég veit ekki um neitt annað rúm sem ég er jafn bálskotin í, jú Auronde og Noa eru einnig afskaplega falleg ef þið eruð í rúmaleit.

Hér má sjá svör við algengum spurningum sem ég fæ alltaf þegar ég birti myndir af svefnherberginu  Samstarf 

Liturinn á veggnum heitir Restful Roubaix og er frá Sérefni // Rúmfötum skipti ég reglulega út en þessi fallegu blómskreyttu eru íslensk hönnun frá Lín Design // Loftljósið er Watt&Weke frá Dimm // Gardínur eru frá Z brautum en þetta eru voal undir og myrkvunartjöld yfir // Kollurinn er keyptur í Fjarðarkaup fyrir löngu síðan // Bleikir púðar eru Ihanna frá Epal // Lampinn er þráðlaus hleðslulampi frá &tradition – ég keypti hann í Epal.

KRINGLUKAST 6. - 10. OKTÓBER // MÍN MEÐMÆLI ERU HÉR

Skrifa Innlegg