HELGARINNLITIÐ: DÖKKMÁLAÐ & TÖFF

Heimili

Þetta heimili er sérstaklega fallegt með dökkmáluðum veggjum og húsgögnum í stíl. Fagurmáluð bleik skrifstofan sem virðist einnig vera fataherbergi vakti athygli mína ásamt dásamlegu dökkmáluðu svefnherbergi. Enn eina ferðina er ég minnt á drauma sófaborðið mitt sem ég hef verið með á heilanum í nokkur ár. En það er Gae Aulenti hjólaborðið fræga, ég var komin með tilboð í hert gler sem ég ætlaði að láta bora í fyrir dekkjum í svipuðum stíl en stoppa alltaf þegar ég sé fyrir mér annaðhvort stórslys eða að ég þurfi alltaf að vera með tuskuna á lofti. En hinsvegar langar mig í svona ferhyrnt sófaborð til að stilla upp blómum og bókum…

Aldrei tekst mér að búa svona fallega um rúmið…

Myndir via

Svefnherbergið er algjört æði, eruð þið ekki sammála því eða reyndar allt heimilið í heild sinni. Ég persónulega hefði þurft meira af litum í alrýmið á meðan að það skiptir minna máli í svefnherberginu. En þrátt fyrir það er ég alveg bálskotin og finnst koma einstaklega vel út að halda veggjum hvítum en mála alla lista, hurðar, gluggakarma og ofna í svörtum lit – mjög töff!

Eigið góða helgi!

EINSTAKLEGA FALLEGT SVEFNHERBERGI

Svefnherbergi

Þetta einstaklega fallega svefnherbergi hittir mig alveg beint í hjartastað, ég get varla ímyndað mér huggulegra svefnherbergi og litapallettan er fullkomin. Sjáið hvað grái liturinn á veggjunum passar vel við grá-fjólubláa litinn á gardínunum og rúmfötum, og motturnar á gólfinu gera herbergið ennþá hlýlegra. Þarna gæti ég svo sannarlega hugsað mér að sofa ♡

1 2 3 4

Litirnir draga mig alveg inn í herbergið, svo ótrúlega vel heppnuð samsetning. Grár, grá-fjólublár, svartur, hvítur ásamt náttúrulegum elementum eins og við, bast og plöntum. Þessi lagskipting á textíl í rýminu gefur síðan svo mikla dýpt og kemur mjög vel út ásamt því að mála ekki grátt upp í loftið – sem er mjög hátt, hjálpar einnig til við þessa notalegu stemmingu.

5

Myndir: Niki Brantmark / My Scandinavian Home. Stílisering : Genevieve Jorn.

Ég veit ekki hvað það er en þegar ég sit svona frameftir á kvöldin að skrifa þá dett ég alltaf í gírinn að sýna ykkur falleg svefnherbergi:) Það verður að viðurkennast að þetta hér að ofan er með þeim fallegri sem ég hef séð og mikið búið að nostra við hvert smáatriði, motturnar á gólfinu, djúsí rúmföt og gardínur. Allt eru þetta hlutir sem gera svefnherbergi mjög aðlaðandi og hlýleg. Og alveg er ég viss um að við sofum betur í fallegu svefnherbergi, er það ekki?

 svartahvitu-snapp2-1

HUGMYNDIR: 10 GRÆN SVEFNHERBERGI

HugmyndirSvefnherbergi

Grænn er ekki endilega fyrsti liturinn sem kemur upp í huga okkar þegar við erum í málningarhugleiðingum en myndirnar hér að neðan sýna vel hversu fjölbreyttur og fallegur grænn litur getur verið. Eitt sem ég mæli þó með að hafa í huga er að taka alveg matta málningu sem gefur litnum þá svo mikla dýpt og gefur rýminu smá elegans.

Myndir via Svart á hvítu á Pinterest

Greenery er jú litur ársins 2017 eftir allt að mati Pantone og hver veit nema núna sé að skella á grænt æði! Þessi svefnherbergi fá að minnsta kosti mitt samþykki – alveg hrikalega flott!

svartahvitu-snapp2-1

FALLEGASTI LITURINN ♡ DENIM DRIFT

PersónulegtSvefnherbergi

Lengi vel hefur mig dreymt um að mála svefnherbergið mitt í dökkum lit en aldrei látið það eftir mér, vinsælust er sú afsökun að við erum bara að leigja íbúðina og því tæki því varla að mála hér hvern krók og kima aðeins til þess að mála hvítt aftur. En hér líður okkur vel og vonandi munum við búa hér í nokkur ár til viðbótar og því sló ég til og málaði loksins!

Við tók heill frumskógur af litaprufum og litapælingum því liturinn átti að vera sá eini sanni fyrst ég var á annað borð að hafa fyrir því að mála. Að lokum valdi ég litinn Denim Drift frá Nordsjö og eftir ráðleggingar sérfræðinga hjá Sérefni tók ég litinn í almattri málningu frá Sikkens sem gefur litnum mjög mikla dýpt. Ég hef almennt mjög gaman af litapælingum og þarna gat ég alveg gleymt mér í að skoða myndir á netinu í leit minni af hinum eina rétta og hefði getað verið út allt árið að ákveða mig. Ein af ástæðum þess að ég leitaði til Sérefnis er sú að ég hef fylgst með þeim á samfélagsmiðlum og allt efni sem þau birtu talaði einhvernveginn til mín og var algjörlega “minn stíll” ef svo má segja, – þið munuð skilja hvað ég á við ef þið kíkið við á facebook síðuna þeirra. Dálítið eins og að fylgja hönnunartímariti nema það að allir veggir heimilanna eru í gordjöss litum. Mæli með!

Eftir að hafa búið núna með litnum í nokkrar vikur verð ég að segja að ég elska hann. Þessi blái litur er svo síbreytilegur að ég sé hann sífellt í nýju ljósi allt eftir því hvaða tími dags er og hvort ljósið sé kveikt eða aðeins dagsbirta sem skín inn um gluggann. Þið sjáið það á þessum mjög svo fínu símamyndum sem ég tók áðan að efsti partur myndarinnar er gjörólíkur þeim neðsta. Eitt það skemmtilega við þetta ferli, jú það er nefnilega heilt ferli að ætla að mála veggi heimilisins, er það að ég kynntist eiganda Sérefnis og við gátum rætt um liti fram og tilbaka og höfum síðan þá átt nokkur löng símtöl um liti og almennt um hönnun og heimili, ég nefnilega elska að vera í samstarfi við akkúrat svona fólk. Sem hefur þessa sömu ástríðu og ég fyrir heimilum og öllum þeim pælingum sem því fylgja. Ég mæli þó með því að biðja um litaprufur, það er alveg nauðsynlegt til þess að sjá hvernig liturinn verður heima hjá þér, hann verður ekki endilega eins og í svefnherberginu mínu – en ég lofa að fallegur verður hann.

15354298_10155495441318332_1344514565_o

Núna er byrjað að dimma svo snemma dags að hafið í huga að myndirnar eru því örlítið dökkar.
15368722_10155495441578332_1984765213_o15310783_10155495441488332_811092123_o15369897_10155495538353332_1273030898_o15388777_10155495538193332_1702610909_o15397620_10155495538168332_449820796_o

Fallegt, fallegt, fallegt ♡

Ég sé fyrir mér að þessi litur komi vel út í nánast öllum rýmum heimilisins, ég hvet ykkur til þess að prófa að mála í dökkum lit, ég er ekki frá því að ég sofi betur með svona dökka veggi.

skrift2

SVEFNHERBERGISPÆLINGAR : NÚ SKAL MÁLA

Svefnherbergi

Það er eitt verkefni sem situr alltaf á to do listanum mínum sem ég hef ekki enn framkvæmt en það er að mála! Ég hef margoft bloggað um þessar pælingar mínar og talað um hvað mig langi sérstaklega til að mála einn vegg í svefnherberginu mínu í dökkum lit en það er þessi “ég er bara að leigja” dilemma sem stoppar mig alltaf af en fyrir utan svefnherbergið þá þráir anddyrið smá make-over. En núna hef ég sett mér tímaramma og þá skal bretta upp ermar og skella sér í verkið, ég hef hvort sem er hugsað mér að búa á þessum stað lengi. Upphaflega var hugmyndin að mála svart en í dag þykir mér það vera alltof dökkt, þá kom hugmyndin að mála dökkblátt eftir að hafa farið í blátt innlit fyrir Glamour í fyrra en núna er ég komin yfir í einhverkonar hugmynd um grá-bláan lit -svona gerist þegar maður ofhugsar hlutina þá fara hugmyndirnar í hringi. Ég tók saman nokkrar myndir af dökkmáluðum svefnherbergjum og þau eru hver öðru fallegri, þá er það bara úllen-dúllen-doff hvaða lit skal velja.

ee4160f55a8bd0299de99e500250b3379405276df0fe3991c439476ea0e0dbc92016-06-21-0934_5768ee0de087c370a1bb290e917be1b2230e2ac143dda326eb3c6770 bosthlm9c073f97f1c1e9b563e3a47747f3689167 ef6be72beb4df171fca9551b8c8490b504eb2a249035506795253fcea6706cf0758983f7796d8d9eae18f822fdc8e098872700a12dfce8838010203ccafd18b3899a7dcca9d5eb5735a1cd7b2b8b5fcba250d0adde68eae886bfd86e2d436b7b68e4d98db0be3d5f0ff378f45974157a

Myndir via Svartahvitu Pinterest

Tókuð þið ekki eftir hvað ég litaraðaði myndunum smekklega;) Hver er þinn uppáhalds litur af þessum hér að ofan?Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: HOLLYWOOD GLAM

Heimili

Í dag ákvað ég að breyta aðeins útaf vananum og birta heimili ólíkt þeim sem birtast hér oftast. Við ætlum nefnilega að kíkja yfir til Bandaríkjanna! Hér ræður glamúrinn ríkjum og mikið um gull og það má einnig finna dýramynstur í öllum rýmum sem ég hrífst mikið af. Amerískur heimilisstíll er oft töluvert íburðarmeiri og með húsgögnum og skrautmunum sem við sjáum ekki mikið af hér heima sem er skemmtileg og góð tilbreyting.

Á þessu glæsileg heimili býr innanhússhönnuðurinn og bloggarinn Kristin Cadwallader ásamt fjölskyldu sinni, kíkjum í heimsókn!

The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-12(2) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-19_0 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-20(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-21_0 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-22(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-25_0 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-27(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-30_0The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-56_0The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-72The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-66The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-38(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-42 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-44 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-45 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-48 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-49 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-50_0

Heimild: The every girl

Svefnherbergið er í uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega hversu smart búið um rúmið er, fölbleika teppið á móti tropical púðunum er fullkomin tvenna ásamt því hvernig skartið og sólgleraugun fá að njóta sín vel. Í stofunni er loftljósið algjör draumur ásamt þessari æðislegu flauel pullu/borði og hlébarðapúðarnir eru geggjaðir. Eitt það sem ég er mest hrifin af við þennan ameríska stíl er að mér tekst ekki að geta bent á alla hluti og sagt til um hvaðan þeir eru sem ég geri á auðveldan hátt við þessi skandinavísku.

Hvernig litist ykkur á að sjá nokkrum sinnum í mánuði heimili fyrir utan Skandinavíu? Þetta hér að ofan lofar að minnsta kosti mjög góðu, ég er ekki frá því að ég sé byrjuð að leita mér að hlébarðapúðum á sófann. Ef svona efni leggst vel í ykkur mæli ég með því að smella á like-hnappinn hér að neðan svo ég sjái hvernig áhuginn er.

Eigið annars ljómandi góða helgi,

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

GORDJÖSS SVEFNHERBERGI

Svefnherbergi

Þvílíkur draumur í dós þetta svefnherbergi ♡

SFDB2FB1C4286914FDA925276C7FF963E0DSFDA60FF7B345FF45AB93E22CF99C0BC35D

Eitthvað svo heimilislegt og kósý við herbergi sem eru ekki alveg 100% tipp topp og það er eins og einhver sé hreinlega nýskriðin framúr þarna… sérstaklega skemmtileg fatasláin og alltaf jafn dásamlega fallegt fjaðraljósið frá Vita – fullkomið í svefnherbergi.

Ég fyllist löngun að skríða undir sæng eftir svona bloggpóst, ég er að innleiða góða venju að lesa alltaf dálítið í bók fyrir svefninn, ég er þessa stundina að lesa Skaraðu fram úr -markþjálfun. Já ég veit… ekki beint góð saga fyrir svefninn en þó hollt og gott efni að glugga í af og til. Ef þú ert að lesa góða bók þessa stundina sem þú mælir með máttu endilega skilja eftir línu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

NÝTT Í SVEFNHERBERGIÐ: MARMARI

Fyrir heimiliðSvefnherbergi

Ég fékk nýlega senda skemmtilega gjöf frá vefverslun sem opnar innan skamms Twins.is en í pakkanum var “marmara” bakki og kertastjaki. Ég er mjög hrifin af allskyns bökkum og finnst gott að geta flakkað með þá á milli herbergja fyrir ólíka notkun og ákvað að stilla nýja bakkanum upp í svefnherberginu undir skart og nokkrar snyrtivörur.

IMG_1500

IMG_1501

Á myndinni má einnig sjá fallega lampann minn sem amma gaf mér í 25 ára afmælisgjöf (og ég held að hafi aldrei sést áður á blogginu) ásamt Muuto Dots hönkum, Kate Moss plakatið ásamt allskyns öðru punti, meðal annars Chanel bréfpoka sem hún Erna Hrund bjútíséní gaf mér eitt sinn í gríni og hefur fengið það hlutverk að geyma skart. Það vantar ekki smápuntið á þessu heimili:)

IMG_1502

Bakkinn er úr akríl en með marmaraáferð, það er helst að það sjáist á samskeytunum að ekki er um ekta marmara að ræða.

IMG_1505

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

Á sunnudagskvöldi…

FallegtLífið Mitt

Dreymir mig um rúmið mitt. Ég fer að skríða uppí eftir smástund og vonandi mun mig dreyma um þessa yndislegu helgi sem er að baki okkar fjölskyldunnar. Ég nýt þess að vera mamma um helgar, þegar Tumi fæddist ákvað ég að reyna að komast hjá því sem mest að vinna um helgar og meirað segja er ég lítið sem ekkert að stressa mig á því að vera að blogga – vona að þið fyrirgefið ;) Það að fá að njóta mín sem mamma í frítímanum er að gera það að verkum að ég er miklu meira fókuseruð í vinnunni og set mér frekar markmið í hverri viku, þetta ætla ég að gera og klára, og það geri ég. Þá næ ég að slaka meira á og njóta – ég vona einmitt líka að þið munið eftir því núna þegar desember er að koma – NJÓTIÐ!

En eitt af því sem er skilyrði fyrir því að ég nái að nýta vikurnar vel er góður svefn. Ég veit ég er nú með einn lítinn sem vaknar enn á nóttunni til að drekka en á milli þess verð ég að ná að slaka á og vitið þið það gengur stundum ekkert alltof vel. Ég ákvað þó í dag í IKEA ferð dagsins að dekra aðeins við rúmið og gefa því ný sængurver sem eru nú komin á og bíða eftir mér og mínum. Ég held ég þurfi nú aðeins að eyða meiri tíma í að dekra við svefnherbergið mitt og gera það meira að griðarstað en nú inniheldur það bara óheyrilegt magn af snyrtivörum…

Ef ég ætti tíma núna í kvöld, já og orku ef útí það er farið, þá myndi ég vilja umbreyta mínu herbergi í takt við myndirnar hér sem fundust á Pinterest flakki dagsins…

af4fb3bb43a8c3a0a29ddb46b5626ed1 d3ff919f4cb730ced6ef35772e9bf362 be62d6c3b58819450e917427f5389015 080c95c5f8cf8ec154e96cb26b660edd 5c10f17e798f25180d247b957f29c75f 2340b1d030b4a256446eeb076a5b1dfb 62c90d3df79492d8ad8d73599e4e3cb1 da9456589ff82a1ac60ecaf3d070780f 3602f4f9c4b69b330b57c99c1bf3150b 451cec2e01eef7ec5a0c87c0d308fe84 ca0984892d5fbfee64947b4334ded7e1 a9734c1200aff430d1b782fd704063c8 d07078d0d556d8d77a838dc521ec4ca1 01ecc17adcfa2fd1a7028f3023eb974e caaeaada74b03377ba53d2da8fb33bdf 0d24859346312a5446e7052fd4e71cf6 e5b64bb29f5aa9fb7350ce95e252fdf3

Ég hef komist að því núna að ég er búin að vera að hugsa þetta allt vitlaust! Maður á að eyða peningunum í að gera svefnherbergið, þar endurhlöðum við batteríin og þar á að vera okkar umhverfi til að slaka á. Ég er alla vega búin að gera eitthvað rétt með kaupum á nýjum sængurverum. Nú lítur rúmið sirka svona út…

ab1357aa42ca5474bcc8a07974cda2ea

Fyrir áhugasama heita þessi ombre sængurver Smaldun og fást í þremur litum, mín eru grá og koddaverið er dökkgrátt en ekki hvítt eins og hér.

En það er greinilegt að ég er að breytast í einhvern sængurverasérvitring en á gjafalista fyrir brúðkaupið vorum við t.d. að setja sængurver.

Nú er það bara að skella sér í sturtu, fara tandurhrein að sofa í hreinu rúmi og hvílast vel því það er önnur löng vika framundan ;)

Erna Hrund