fbpx

SVEFNHERBERGI Í FALLEGUM LITUM

Svefnherbergi

Þetta er einmitt svefnherbergið sem mig dreymir um… falleg litasamsetning af grænum og bleikum sem er svo mjúk og notaleg. Svefnherbergið okkar er einmitt í þessum lit eða mjög svipuðum að minnsta kosti. Hann heitir Deep Paris og er frá Sérefni, á rúminu okkar eru einnig antík bleik rúmföt og undanfarið hef ég látið mig dreyma um bleikar gardínur – ætli þetta sé merki um það að ég eigi að klára að græja svefnherbergið? Það sem vantar eru jú bara gardínur, skápahöldur og svo myndir á vegginn.

Ji hvað það verður pretty ef útkoman verður svona ♡

Myndir via Alvhem 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

NÝ & FALLEG BLÓM Í VASA FRÁ PASTEL

Skrifa Innlegg