FALLEGASTA SNYRTIVÖRUVERSLUNIN : NOLA

HönnunÍslensk hönnun

Ykkur gæti þótt það óvenjulegt að ég skrifi um snyrtivöruverslun en þessi fallega íslenska verslun er svo einstaklega vel hönnuð (og bleik) að ég hreinlega get ekki sleppt því að birta þessar myndir. Við erum að tala um NOLA sem er staðsett á Höfðatorgi en það voru þau Karitas og Hafsteinn hjá HAF sem hönnuðu verslunina í fyrra en þó voru þessar myndir aðeins teknar núna nýlega og eru þær alveg brakandi ferskar.

Þvílík draumaverslun og alveg er ég viss um að þessar myndir eigi eftir að flakka víða og veita mörgum innblástur. Ég fer alveg á flug þegar ég sé svona bleik og falleg rými. Enn ein fjöður í hatt HAF hjóna sem innan skamms opna sína fyrstu verslun – ég fæ að segja ykkur betur frá því sem fyrst. En þið getið byrjað að ímynda ykkur hversu falleg sú verslun verður!

Ljósmyndari: Gunnar Sverrisson 

Hversu dásamlega falleg er þessi verslun og hönnunin alveg á heimsmælikvarða ♡ Það er hún Karin Kristjana Hindborg sem á Nola og ef ykkur langar til að sjá vöruúrvalið þá mæli ég með Nola.is eða að kíkja hreinlega í heimsókn. Ef ykkur líkaði við þessa færslu megið þið gjarnan smella á like-hnappinn eða á hjartað hér að neðan. Eigið góða helgi!

22 BLEIK ELDHÚS

Fyrir heimiliðHugmyndir

Bleikur er án efa heitasti litur ársins og skal engan undra enda einn fallegasti liturinn að mínu mati, ég vissulega sæki meira í ljósbleika tóna en heitir bleikir litir eru líka afskaplega smart en skera sig þó meira úr. Ljósbleikir litir eru þægilegir og ganga við nánast allt, ég var ekki í vandræðum að finna til fjöldan allan af myndum af bleikum eldhúsum hvort sem það séu þá bleikir veggir, bleikar innréttingar, bleikar flísar eða jafnvel bleik borðplata. Ég á að sjálfsögðu uppáhaldsbleikan lit en það er Svönubleikur sem hún Árný hjá Sérefni nefndi eftir mér en þann lit notaði ég á forstofuna okkar.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stórar –

Ég vona að þessar myndir veiti ykkur innblástur, svo er gott að hafa í huga að það er alltaf hægt að mála aftur yfir ef liturinn hentar ekki þegar uppi er staðið. Það er mjög lítil áhætta falin í því að taka af skarið og prófa nýja liti á heimilinu og ekki svo kostnaðarsamt:)

 

DRAUMAHEIMILI : MEÐ LITI Á ÖLLUM VEGGJUM ♡

HeimiliHönnun

Ein uppáhalds síðan mín á Instagram er án efa hjá hinum hollenska Theo-Bert Pot sem heldur úti blogginu The Nice Stuff Collector en hann starfar sem grafískur hönnuður og er einnig innanhússbloggari en heimilið hans er engu líkt. Hér býr hann ásamt sambýlismanni sínum Jelle sem er innanhússhönnuður en heimilið er einhverskonar samblanda af því besta af hollenskum, frönskum og skandinavískum stíl og litapallettan er to die for, ég er að segja ykkur það – ykkur langar beint út að kaupa málningu eftir að hafa skoðað þessar myndir.

Theo-Bert Pot er safnari af guðs náð og heimilið er nánast eins og hönnunarsafn. Litagleðin er draumi líkust en takið eftir hvað herbergin öll eru gífurlega ólík, sum með dökkum veggjum og svörtu gólfi og önnur með ljósi gólfi og litríkum veggjum. Þetta er eitt af þessum heimilum sem ég get skoðað aftur og aftur enda heimilis innblástur eins og hann gerist bestur. Ég er ástfangin af þessu heimili ♡

Hvernig finnst ykkur?

P.s. Þið finnið Instagram-ið hjá vini mínum Theo-Bert Pot Hér og mitt Hér!

HELGARINNLITIÐ: DÖKKMÁLAÐ & TÖFF

Heimili

Þetta heimili er sérstaklega fallegt með dökkmáluðum veggjum og húsgögnum í stíl. Fagurmáluð bleik skrifstofan sem virðist einnig vera fataherbergi vakti athygli mína ásamt dásamlegu dökkmáluðu svefnherbergi. Enn eina ferðina er ég minnt á drauma sófaborðið mitt sem ég hef verið með á heilanum í nokkur ár. En það er Gae Aulenti hjólaborðið fræga, ég var komin með tilboð í hert gler sem ég ætlaði að láta bora í fyrir dekkjum í svipuðum stíl en stoppa alltaf þegar ég sé fyrir mér annaðhvort stórslys eða að ég þurfi alltaf að vera með tuskuna á lofti. En hinsvegar langar mig í svona ferhyrnt sófaborð til að stilla upp blómum og bókum…

Aldrei tekst mér að búa svona fallega um rúmið…

Myndir via

Svefnherbergið er algjört æði, eruð þið ekki sammála því eða reyndar allt heimilið í heild sinni. Ég persónulega hefði þurft meira af litum í alrýmið á meðan að það skiptir minna máli í svefnherberginu. En þrátt fyrir það er ég alveg bálskotin og finnst koma einstaklega vel út að halda veggjum hvítum en mála alla lista, hurðar, gluggakarma og ofna í svörtum lit – mjög töff!

Eigið góða helgi!

BLEIK & FALLEG STOFA

Heimili

Hér er það stofan sem heillar mest en þó er heimilið allt afskaplega fallegt. Stofan er bara eitthvað svo skemmtilega látlaus ef svo má kalla, ófrágenginn sófi og húsgögn úr öllum áttum. Toppurinn er líklega fallegi grábleiki liturinn sem prýðir veggina og gerir stofuna alveg extra djúsí og sæta. Ég sjálf fékk nú bara “leyfi” til að mála bleikt í anddyrinu á okkar heimili með Svönubleikum lit úr Sérefni en hefði ég haft þessar myndir mér til stuðnings hefði ég kannski fengið að mála stofuna alla? Söderhamn sófinn sem hættir aldrei að ásækja mig, hann hreinlega er að grábiðja mig um að kaupa sig. – Jú ég er nefnilega ennþá í sófaleit og ætla aldeilis að leyfa ykkur að fylgjast með þeirri góðu leit.

En að máli málanna, kíkjum á þessa fegurð –

Mikið er þetta skemmtileg stofa, með þrjú ólík stofuborð, púða úr öllum áttum, ólíkar plöntur og flott listaverk á veggjum.

Listaverkin á veggjunum á þessu heimili heilla mig mikið ásamt þessari góðu blöndu af antík við klassíska hönnun. Þungt viðarborðið kemur vel út með Ton armstólnum, HAY pinnastólum og Y stólnum. Allt gjörólíkir stólar en passa vel saman þar sem allir eru þeir viðarlitaðir.

Myndir via Bjurfors 

Skemmtilegt heimili hér á ferð, takið eftir að það eru um 14 pottaplöntur ásamt afskornum blómum á víð og dreif sem skapar svona fallegt yfirbragð. Litavalið er einnig sérstaklega fallegt og afslappað, ég gæti að minnsta kosti vel hugsað mér að búa hér.

STÍLISTI ÁRSINS 2016 : BOLIG MAGASINET

Heimili

Það er eitt tímarit sem ég skoða í hverjum mánuði og missi sjaldan af tölublaði en það er danska Bolig Magasinet, nýlega héldu þau kosningu um stílista ársins og sú sem sigraði keppnina var hin bleika Krea Pernille sem ég hef lengi fylgst með. Það eru fáir sem elska bleika litinn meira en Pernille og ég tók fyrir einhverju síðan viðtal við dömuna fyrir Nude Magazine þar sem mér þótti hún eiga svo áhugavert heimili sem er alveg smekkfullt af hönnunarvörum sem hún er dugleg að sýna fylgjendum sínum. Ég finn viðtalið þó ekki í fljótu bragði en ég samgleðst henni Pernille að hafa hlotið þennan fína titil, stílisti ársins.

screen-shot-2016-12-03-at-01-58-19 screen-shot-2016-12-03-at-02-00-24screen-shot-2016-12-03-at-01-45-30 screen-shot-2016-12-03-at-01-45-15 screen-shot-2016-12-03-at-01-46-49 screen-shot-2016-12-03-at-01-47-04 screen-shot-2016-12-03-at-01-49-41 screen-shot-2016-12-03-at-01-50-36 screen-shot-2016-12-03-at-01-50-56 screen-shot-2016-12-03-at-01-59-42

Myndir: Krea Pernille

Áhugasamir geta fylgt Kreu Pernille á Instagram, sjá hér.

skrift2

BLEIKT FYRIR UTAN BARNAHERBERGIÐ!

Fyrir heimiliðUppáhalds

Bleikur á svo sannarlega ekki aðeins heima í barnaherberginu og ef þið flettið í gegnum þessar myndir munuð þið 100% sannfærast ef þið efist um ágæti bleika litsins í dag. Pastelbleikur er fallegasti liturinn að mínu mati, ég fæ hreinlega ekki nóg af honum. Ég er alveg sannfærð um að bleikur færi mér smá hamingju og ég er dugleg að bæta smá bleiku við heimilið mitt þó svo að fataskápurinn sleppi nokkurn vegin. Ég var aðeins að skoða bleika litinn minn á Pinterest í kvöld en ég er enn að ákveða hvaða litatón ég vil fá í anddyrið sem ég stefni á að mála en ég endaði að sjálfsögðu með stútfullt desktop af bleikum innblæstri sem mig langar að deila með ykkur,

 Ef þið smellið á myndirnar þá stækka þær! Hvernig lýst ykkur annars á, er ekki málið að bæta við smá bleiku?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

BLEIKT INNLIT : SÆNSKUR DRAUMUR

Heimili

Þú vilt mögulega hætta að skoða hér ef bleikur er ekki þinn litur… en eins og þið vitið mörg nú þegar þá er bleikur alveg minn litur og þessi íbúð fær því fullt hús stiga frá mér. Liturinn er alveg dásamlegur og þó svo að íbúðin sé ekki nema 23 fermetrar þá vekur hún athygli á við stórt hús! Ég hef verið að leita af rétta bleika litnum til að mála ganginn með og ég held að þessi sé akkúrat það sem ég hef verið að leita að.

SFD6793D20D5CC141CBB56DC97AD2F68290_2000x SFDA8FB8766FD424EDC944A4699BFB3CC31_2000x SFDA44E41F818DA40AE9C7E3AE67BA251AF_2000xScreen Shot 2016-04-24 at 15.18.38SFDE5852A40D2734702AF9AE96C23F53FB2_2000xScreen Shot 2016-04-24 at 15.18.18Screen Shot 2016-04-24 at 15.17.52 Screen Shot 2016-04-24 at 15.17.30

 Myndir via Fantastic Frank

Jafnvel flísarnar á baðherberginu eru í bleikum lit. Einhverja hluta vegna þá ýminda ég mér að hér búi mjög hress og skemmtileg týpa, hver væri líka þunglyndur og óhress ef heimilið er pastel bleikt ég bara spyr?:) Hér gæti ég búið, en þú?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

UPPÁHALDS BLEIKIR HLUTIR

Fyrir heimiliðPersónulegtUppáhalds

Ég er eldheit talskona bleika litsins en það er eitthvað við þennan guðdómlega lit sem færir heimilið hreinlega upp á annað plan og gefur því svo mikla gleði. Það að bleikur sé litur ársins 2016 breytir auðvitað engu fyrir mig, ég hef alltaf vitað og viðurkennt að þetta sé geggjaður litur. Núna hefur verið skrifað í dagbókina mína undanfarna daga að mála forstofuna bleika svo það hlýtur að fara að styttast í að það gerist eða svona þegar heilsan á heimilinu skánar. Ég ákvað að taka saman nokkra af mínum uppáhalds bleiku hlutum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og mikið sem þessi mynd er hrikalega djúsí og lífleg sem sannar enn og aftur að það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta smá bleikum í líf sitt!

bleikt2

1. PH5 ljósið mitt er ekki alveg bleikt en þó er innri partur þess bleikur og sést liturinn frá mörgum sjónarhornum og gefur ljósinu mikinn karakter. // 2. Ég eignaðist mitt Scintilla plakat fyrir um 5 árum síðan en þá voru þau aðeins prentuð í 11 eintökum og merkið splunkunýtt. Eftir að hafa fengið óteljandi fyrirspurnir um plakatið var það sett í breyttri útgáfu aftur í framleiðslu og er því núna hægt að versla hjá Scintilla. -Myndin er tekin á gamla heimilinu okkar. // 3. HAY dots púðinn minn er líka uppáhalds, það er þó ekki gott að kúra með hann en fallegur er hann þó. Fyrir áhugasama þá heyrði ég að verið sé að hætta að framleiða Dots púðana og því um að gera að næla sér í einn ef það er annars á planinu. // 4. HAY dots bleikur dúkur var alveg lífsnauðsynlegur fyrir nokkru síðan að mínu mati. Hann lífgar við öll matarboð og er bara alveg hrikalega fallegur, klárlega einn uppáhalds hluturinn minn. // 5. Einn uppáhaldshönnuðurinn minn Hella Jongerius hannaði þennan vasa fyrir Ikea Ps fyrir nokkrum árum síðan og mikið sem ég vona að hann brotni aldrei því hann er ófáanlegur í dag og algjört uppáhald. // 6. Mín allra uppáhalds rúmföt eru þessi hér frá HAY sem er augljóslega líka eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum. Ég hef þvegið þau mjög oft og alltaf haldast þau jafn litrík og mjúk. // Þessi listi er ekki tæmandi og vantar þónokkra bleika hluti sem skreyta heimilið. Framtíðardraumurinn væri að eiga tvo fölbleika Svani en við skulum ræða það betur seinna!

Team bleikur alla leið…. eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Vorlitirnir frá YSL

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtLúkkmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtibuddan mínSS15YSL

Ég hef áður líst yfir hrifningu minni á bleikum tónum fyrir vorið. Bleikir tónar eru bara svo frísklegir og þeir fara svo vel við skemmtilegu birtuna sem umlykur okkur núna. Nýlega kom á markaðinn fallegt vorlúkk frá YSL, ég fékk sýnishorn af pallettunni sjálfri í lúkkinu sama dag og ég úlnliðsbrotnaði svo lúkkið tafðist um nokkrar vikur en er loks mætt nú á bloggið.

Mig langar að sýna ykkur hvað ég gerði og hver var svona pælingin með litablönduninni…

yslvor6

Ég legg yfirleitt alltaf áherslu á að blanda litum vel saman. Mér persónulega finnst það fara mér betur að vera með augnfarðanir sem eru með mjúkri áferð í kringum augun svo ég verði nú ekki of hvöss í framan.

Bleiku tónarnir hæfa vel mínum brúnu augum og litirnir í pallettunni myndu sannarlega verða æðislegir á konum með blá augu. Ég hef alla vega alltaf elskað að nota bleika tóna á konur með blá augu  það gerir þau svo tryllingslega blá og sérstaklega þegar það er létt sansering í litnum!

yslvor7

Hér sjáið þið pallettuna úr lúkkinu. Hún inniheldur marga virkilega flotta liti og þegar þeir eru allir settir saman kemur útkoman virkilega skemmtilega á óvart. Litirnir virðast við fyrstu sýn passa engan vegin saman en ég veit ekki með ykkur en ég er að fýla útkomuna í botn. Mér finnst merkið alltaf hitta naglann á höfuðið með litasamsetningum sínum og mér finnst því skrítnari litir því skemmtilegri er útkoman.

Hluti af lúkkinu eru líka olíu varalitaglossin sem ég hef aðeins kynnt fyrir ykkur HÉR. Ég þarf endilega að sýna ykkur þau betur en mig langar endilega að fjölga litum í safninu mínu. Auk þess komu virkilega skemmtileg glimmernaglalökk sem gefa nöglunum glimmer sandáferð og gera þær mjög töffaralegar vægast sagt!

yslvor

Ég blandaði saman öllum litunum í pallettunni. Ég var svona nokkurn vegin búin að sjá fyrir mér hvað ég ætlaði að gera en ég þurfti aðeins að breyta til þegar ég var byrjuð því mér fannst vanta eitthvað meira. En ég ætla nú að reyna að lýsa því svona nokkurn vegin fyrir ykkur hvað ég gerði…

Ég byrja á því að nota ljósasta litinn, ég set hann innst á augnlokið og utan um augnkrókinn og læt smá lit undir neðri augnhárin. Bleiki liturinn fer síðan yfir mitt augnlokið og alveg útað ytri helming þess. Ég mýkti litinn vel upp en náði samt að halda í þennan bjarta bleika lit. Svo skyggði ég yst á augnlokinu með dökka miðju litnum. Ég gerði bara svona létta bananaskyggingu sem kom bara þægilega mikið á óvart. Til að mýkja skygginguna þá set ég næst ljósasta tóninn í globuslínuna. Mér finnst sjálfri mjög sniðugt að nota svona liti í globusinn bara til að mýkja augnförðunina enn frekar og gefa svona létta smoky áferð. Svo setti ég bronslitinn meðfram neðri augnhárunum. Á þessum tímapunkti fannst mér eitthvað vanta, það vantaði einhverja heild þarna á augnlokið svo ég tók smá af bronslitnum og setti yfir skilin á milli bleika litsins og þess dökka, þá mýktist áferðin enn meir og ég varð mun sáttari með lúkkið.

yslvor8

Hér sjáið þið svo hvernig förðunin lítur út þegar ég er með lokuð augun….

yslvor9

Ég ákvað að móta augun þannig ég myndi ýkja hringlaga umgjörð þeirra, mér finnst það oft mjög skemmtilegt þar sem ég er með frekar möndlulaga augu og þá geri ég þetta til að breyta aðeins til.

Formúla augnskugganna er virkilega fín og það er mjög þægilegt að vinna með þá og blanda þeim saman. Ef ég hefði fundið hann hefði ég þó notað augnskuggaprimerinn frá merkinu undir förðunina það hefði auðveldað mér verkið ennþá meira.

yslvor5

Hér sjáið þið þrjár aðrar vörur frá merkinu sem gegndu lykilhlutverki í lúkkinu…

Mascara Volume Effet Faux Cils Shocking
Einn af mínum uppáhalds möskurum sem ég hef mikið notað og mikið skrifað um í gegnum tíðina. Ég elska hversu dramatísk augnhárin verða með honum. Svo er samt lítið mál að halda þeim einföldum en samt að fá mikla þykkingu eins og ég geri hér.

Blush Volupté í litnum Parisienne nr. 3
Á síðasta ári breyttust umbúðirnar fyrir augnskuggana frá merkinu í ár voru kinnalitirnir teknir í gegn og nýja útlitið er virkilega flott! Kinnalitirnir eru í raun tvískiptir og ég hef verið að blanda þessum tveimur bara saman. Áferðin er virkilega falleg og það er í raun mjög auðvelt að stjórna því hversu sterkur liturinn er í hvert sinn. Hér ákvað ég að tóna litinn aðeins í takt við förðunina sjálfa. Þar sem kinnaliturinn er í sama tón og augnskugginn þá langaði mig að passa að kinnarnar myndu kannski ekki alveg stela athyglinni.

Rouge Volupté í lit nr. 1 – Nude Beige
Upppáhalds uppáhalds varaliturinn minn frá YSL en ég nota hann í tíma og ótíma. Hann gefur vörunum virkilega fallegan og náttúrulegan lit með bleikum undirtóni. Hann nærir varirnar vel og endist mjög lengi. Ég elska líka umbúðirnar sem eru svo klassískar og elegant!

Þið getið smellt á myndirnar hér fyrir ofan til að sjá þær stærri ef þið viljið :)

yslvor10

Línan er virkilega falleg, skemmtileg og björt og ég er hugfangin af henni sérstaklega vegna þess hve nýjungarnar frá merkinu fá að njóta sín vel s.s. augnskuggapallettan og kinnalitirnir.

YSL hefur verið að koma virkilega sterkt inn undanfarið árið og miðað við nýjungarnar sem eru væntanlegar á þessu ári ætlar merkið hvergi að gefa eftir og ætlar að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi tískumerkjum í förðun. Mér líst virkilega vel á þessa þróun eins og ég hef áður sagt og hlakka bara til að fylgjast með framgangi mála…!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.