fbpx

SKETCH Í LONDON HÆTTIR Í BLEIKA LIÐINU!

FréttirHönnun

Einn vinsælasti veitingarstaðurinn í London, Sketch sem vakið hefur heimsathygli síðustu ár fyrir sinn einstaka lita og hönnunarheim og jafnframt verið einn instagram-vænsti staðurinn þó víða væri leitað hefur nú undirgengist miklar breytingar. Jú, þeir sögðu upp bleika litnum!

Sketch var hannaður árið 2014 af engri annari en India Mahdavi, drottningu litanna sem er írönsk – frönsk og er ekki aðeins menntuð sem arkitekt heldur einnig með gráðu í iðnhönnun, grafískri hönnun og húsgagnahönnun. India Mahdavi er þó að sjálfsögðu sú sem hannaði breytingarnar og valdi nýjan einkennislit sem er nú “gylltur sólskinsgulur” en það eru skiptar skoðanir með útkomuna, því margir sakna nú þegar bleika rýmisins. Einkennandi bleiku stólarnir Charlotte sem India hannaði voru einnig skipt út fyrir nýja stóla í aðeins lágstemmdari stíl. Engar áhyggjur – staðurinn er enn fallegur! India hefur verið mjög áhrifamikil í hönnunarheiminum þegar kemur að hönnun á veitingarstöðum og hótelum og setti dálítið nýjan standard þegar kom að notkun lita og margir hönnuðir hafa fylgt í hennar fótspor. Ég mæli einnig með að skoða verkin hennar hér. 

Gamla hönnunin er þó varðveitt sem glæsilegt módel sem sjá má hér að neðan og nú verður framvegis til sýnis á Sketch.

Og hér má svo sjá nýja Sketch sem kynntur var á Instagram síðu þeirra rétt í þessu –

“A new era rises with the warm glow of sunshine yellow… sketch Gallery is transformed.⁠ In India Mahdavi’s copper-hued haven where texture transcends colour, Shoni Bare Studio‘s richly dyed fabrics and hand carved wooden masks greet and gaze upon all who enter…”

Myndir : Sketch

Ég er mjög hrifin af nýja útlitinu og staðurinn er ennþá stórglæsilegur. En þetta mun án efa hafa þau áhrif að þeir sem eru aðeins í leit að efni fyrir Instagram munu kannski fækka komum sínum. En það var einn helsti ókosturinn við staðinn, að þeir sem fóru þangað til að njóta matarins og upplifa þetta dásamlega rými voru iðulega trufluð af Instagram-óðum gestum … sem er smá skondið!

Hér má sjá færslu frá 2019 með fleiri myndum – þar sem ég hef áður fjallað um glæsilega bleika Sketch veitingarstaðinn.

Hvernig lýst ykkur á þessa breytingu, ertu í bleika liðinu eða því gyllta?

EKKI HEIMILI EINS OG "ALLIR EIGA" ...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð