fbpx

LONDON TIPS // SKETCH VEITINGARSTAÐURINN

Hönnun

Ég var stödd í London fyrir nokkrum dögum síðan og fékk ábendingu frá einni smekkkonu að ég yrði hreinlega að kíkja við á veitingarstaðinn Sketch sem er staddur rétt hjá verslunargötunni Regent street – að hann væri eitthvað fyrir mig. Eftir að hafa flett staðnum upp varð ég nánast orðlaus – þennan stað yrði ég að heimsækja. Þó ekki af sömu ástæðum og flestir heimsækja staðinn; fyrir hina fullkomnu “selfie” í fallegu umhverfi til að setja á Instagram. Heldur vegna þess að innanhússhönnunin á þessum stað er hreinlega út úr heiminum svo flott er hún. Sjáið hvað þessi staður er mikil upplifun og heildarhönnun frá a-ö eins og sælgæti fyrir augun, listaverkin sem fylla alla veggi, glæsilega bleik og bólstruð sætin og síðast en ekki síst sjáið hvað gólfið er geggjað. Þetta er himnaríki fyrir áhugasama um innanhússhönnun, sérstaklega mig þar sem minn uppáhalds litur er bleikur ♡

En á meðan netvafri mínu stóð í leit að myndum af þessum glæsilega stað rakst ég á áhugaverða grein “The worst thing about eating at Instagram famous Sketch, London”, þar sem farið er yfir hversu óþolandi það var að vera umkringdur fólki sem var svona upptekið af því að taka uppstilltar myndir af sjálfum sér haha.

Mikilvægt er þó að bóka borð tímanlega fyrir áhugasama en við fengum einmitt ekki borð þegar ég kíkti við því miður. Fallega bleika rýmið er líka vel falið á bakvið móttökuna svo ekkert er hægt að sjá nema eiga borð pantað. London tips dagsins fyrir áhugasama um fallega innanhússhönnun.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMILI MEÐ ELDHÚS SEM FÉKK VERÐLAUN FYRIR FEGURÐ SÍNA

Skrifa Innlegg