IKEA ART EVENT 2017: VELDU ÞÉR LISTAVERK AÐ EIGIN VALI

Ikea

*Uppfært* Búið er að draga út vinningshafa! Þær sem höfðu heppnina með sér og hljóta plakat/plaköt að eigin vali eru: Sigríður Helga Gunnarsdóttir, Ása Magnea, Sigríður Alla, Dagrún Íris, Helga M. Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sif, Anna F. Jónsdóttir og Gyða Lóa, 

Í samstarfi við IKEA ætla ég að gefa 12 heppnum lesendum plakat að eigin vali úr væntanlegri IKEA Art event línunni sem kemur í mjög takmörkuðu upplagi í sölu þann 31.mars.

Ikea Art event línan hefur komið út á hverju ári frá árinu 2015  með ólíku þema á hverju ári, fyrst var það götulist, svo nútímalist og núna í ár fengu þau til liðs við sig 12 ólíka listamenn sem allir eru þekktir á alþjóðlegum vettvangi og eiga það sameiginlegt að tjá sig með teikningum. Tilgangur Ikea art event er að gera list aðgengilega öllum og tekst það aldeilis vel því hvert verk kostar ekki nema 1.990 kr. og koma þau í veglegri stærð, 61 x 91 cm og eru prentuð á þykkan og fallegan pappír.
Ég fékk allt fyrsta upplagið (12 stk) með mér heim og skellti tveimur í ramma í morgun sem mér finnst vera æðisleg, þau eru reyndar nokkur þarna sem höfða vel til mín en ég er hrifin af því hversu fjölbreytt línan er svo það er eitthvað fyrir alla, fyrir stofuna en líka í barnaherbergið / unglingaherbergið.

17274451_10155875468363332_748561459_n

Þetta ævintýraplakat er teiknað af þeim Micha Payer og  Martin Gabriel, algjör draumur.

screen-shot-2017-03-14-at-15-26-19

 

ikea1

Seinna plakatið sem ég rammaði inn er teiknað af japanska listamanninum Yasuto Sasada og er þvílíkt flott, minnir mig örlítið á Erró en það gerir líka plakat númer 7 en ég er mikill Erró aðdáandi.

1

 

 

“Við erum með sterka og einfalda sýn varðandi list hér í Ikea, og það er að list á að vera á viðráðanlegu verði – hún á að vera aðgengileg fleira fólki – og list á heima á heimilum, ekki aðeins í galleríum og listasöfnum.” segir listrænn stjórnandi Ikea Art event 2017.

Plakötin verða aðeins fáanleg í nokkrar vikur eða á meðan birgðir endast, en þess má geta að það koma aðeins 12 myndir af hverri svo ég myndi hafa hraðar hendur ef þú ert með augun á sérstöku plakati.
// Ef þú vilt vera með þeim fyrstu sem eignast verk úr Ikea Art event línunni sem er ekki enn komin til landsins skildu þá eftir athugasemd hér að neðan með því númeri á plakati sem þú óskar þér. Ég dreg út 12 heppna sem hljóta plakat að eigin vali í lok vikunnar, föstudaginn 17.mars.
Ef þú vilt eitt í stofuna og annað í barnaherbergið veldu þá tvær! 
Fyrir áhugasama þá sýndi ég örlítið frá plakötunum á snapchat í dag þar sem ykkur er velkomið að fylgjast með!
svartahvitu-snapp2-1

SPENNANDI NÝJUNGAR FRÁ ELSKU IKEA

Ikea

Það er ekkert nema tilviljun sem ræður því að ég er að skrifa tvisvar sinnum á nokkrum dögum um elsku Ikea. Fyrri færslan – Sófadraumur: Ikea Söderhamn er færsla sem ég byrjaði á að skrifa fyrir mörgum mánuðum en týndist svo í pistlasafninu mínum  en færsla dagsins varð óvænt til þegar ég í sakleysi mínu fletti í gegnum væntanlegar vörur frá sænska risanum og kolféll fyrir nokkrum vörum sem ég núna get hreinlega ekki beðið eftir að komi í verslunina. Eins og áður þá eru Ikea færslurnar mínar allar eingöngu sprottnar út frá sjúklegum áhuga mínum og er ég því ekki með neinar dagsetningar varðandi hvenær vörurnar koma til landsins – ég mæli því með að fylgjast bara vel með.

screen-shot-2017-01-11-at-20-53-40screen-shot-2017-01-11-at-20-54-05

Endalausir möguleikar með Eket hillukerfi – einfalt og flott og koma í nokkrum litum. Klárlega Ikea útgáfan af Montana hillunum heimsfrægu.

screen-shot-2017-01-11-at-20-54-18

Ég er mjög hrifin af fylgihlutalínunni fyrir Kallax hillurnar og bráðlega verður því hægt að “sérsníða” þessar hillur algjörlega að okkar þörfum. Finnst æðislegt að bæta við textíl, leðri og brass við annars einfaldar hillur og verða þær töluvert meira sjarmerandi fyrir vikið. Þessi grunna smáhlutahilla sem stungið er inn í eitt boxið er síðan algjört æði!

screen-shot-2017-01-11-at-20-54-55screen-shot-2017-01-11-at-20-55-07

Nokkrar myndirnar vistaði ég þó eingöngu út frá fallegri stíliseringu – ljósbleikar flísar við svarta innréttingu! 10 stjörnur af 5 mögulegum.

screen-shot-2017-01-11-at-20-48-29

Fylgihlutir við Omar stálhillurnar, ég fékk fjölmargar fyrirspurnir varðandi innlitið hjá HAF hjónunum hvar hægt er að fá svona stál iðnaðarhillur. – Hér er svarið:)

screen-shot-2017-01-11-at-20-49-03 screen-shot-2017-01-11-at-20-49-19

Ég er mjög skotin í þessum grófu og náttúrulegu rúmfötum, vonandi koma þau líka einföld.

screen-shot-2017-01-11-at-20-50-25

Fyrir þá sem búa smátt er þessi baðherbergislína snilldin ein – auðvitað á að vera hægt að nýta betur plássið í kringum klósettið.  screen-shot-2017-01-11-at-20-51-07

Ég hef margoft leitað á netinu að blöðruljósi eftir að hafa kolfallið fyrir einu í innliti fyrir nokkrum árum síðan. Flest sem ég hef rekist á hafa kostað of mikið svo það gleður mig að Ikea skuli hafa hannað eitt, alveg fullkomið í barnaherbergið og núna krossa ég fingur að seinna verði boðið upp á fleiri liti.

screen-shot-2017-01-11-at-20-51-45

Stíliseringin er eins og úr góðu hönnunartímariti!

screen-shot-2017-01-11-at-20-52-32

Þetta hliðarborð er dálítið skemmtilegt, mér sýnist þó að ekki sé hægt að nota körfuna undir sem geymslu en fallegt er það.
screen-shot-2017-01-11-at-20-53-11

FJÄLLBO er ný lína sem er eflaust eftir að heilla þá sem kunna vel að meta svona hráan iðnaðarstíl.

screen-shot-2017-01-11-at-20-55-25

Postulínkaktusar eru trend sem er svo sannarlega komið til að vera, er ánægð með hversu raunverulegir þessir eru í lit og formi.

screen-shot-2017-01-11-at-20-55-48 screen-shot-2017-01-11-at-20-56-08

Á mínum óskalista situr fallegur skrifborðstóll sem er markmið sem erfitt er að uppfylla án þess að setja sig á hausinn. Þessi bólstraði hvíti er með þeim betri sem ég hef séð lengi.

screen-shot-2017-01-11-at-20-56-43

Myndir via Ikea   

Mjög fínt ekki satt, hvaða vörum eruð þið síðan spenntust fyrir? Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða allar væntanlegu vörurnar hér.

svartahvitu-snapp2-1

SÓFADRAUMUR : IKEA SÖDERHAMN

IkeaÓskalistinn

Þó svo að sófakaup séu ekki efst á forgangslistanum mínum í dag þá kemur það ekki í veg fyrir að ég spái í mínum næstu sófakaupum. Söderhamn frá Ikea hefur verið á óskalistanum mínum í nokkur ár en hann var að koma út rétt eftir að ég fékk mér minn Karlstad sófa sem er einnig frá Ikea, ég hefði annars mögulega valið þann fyrrnefnda enda afar flottur að mínu mati, minimalískur, stílhreinn og töff – ég tala nú ekki um þann möguleika að hægt er að kaupa fölbleikt áklæði á hann þrátt fyrir að ég fengi það seint í gegn. Söderhamn er einingasófi og því hægt að bæta við sófann að vild, sætum, legubekk, armpúða eða skemil. Ég sé fyrir mér þriggja sæta + legubekk í gráu áklæði þar sem hvítt er alltof ópraktískt fyrir mitt heimili.
Living-room_above_760

Living-room_stylizimo_760

Ég hef margoft skoðað þennan sófa og það kom fyrst á óvart hversu þægilegur hann er þrátt fyrir að sætispúðarnir séu þynnri en við erum vön að sjá. Þetta er nefnilega algjörlega sófi til að kúra í yfir bíómynd!Bunadspledd_Andreas-Engesvik_760

Nina hjá Stylizomo blogginu hefur átt sinn Söderhamn í smá tíma og hefur prófað bæði ljóst og dökkt áklæði og komu báðir mjög vel út, mér finnst góður kostur að geta skipt um áklæði á sófa þá bæði til að þrífa en einnig til að breyta til. Því hver veit nema ég fái einn daginn að splæsa í bleika áklæðið á okkar framtíðarsófa. Allar myndirnar eru fengnar frá Ninu hjá Stylizimo.
b2bc85a477a7f6386e8d5626c88a70ba Ég viðurkenni að allir mínir sófar hafa verið frá Ikea, sá fyrsti var Klippan þegar ég var unglingur, næst komu sófarnir á okkar fyrsta heimili en það voru sömu sófar og mamma og pabbi byrjuðu að búa með nema þremur áklæðum síðar, týpan á sófunum hét Tibro en þeir lifa enn góðu lífi í dag 35 árum síðar. Næst var svo Karlstad sófinn góði og ég krossa fingur að ég komist yfir Söderhamn sófa núna í vor en það eru nokkrir hlutir sem sitja á óskalistanum mínum fyrir stofuna og þeir eru allir í stærra lagi.

svartahvitu-snapp2-1

DIY : TRYLLTUR HÖFÐAGAFL

DIYHugmyndirIkea

Hún Pella vinkona mín Hedeby er sú allra smartasta ef ég hef ekki sagt ykkur það milljón sinnum áður. Hún starfar sem stílisti meðal annars fyrir sænska risann Ikea og gerir þar hverja snilldina á eftir annarri. Nýjasta verkið er heimatilbúinn höfðagafl sem er einfaldlega úr málaðri MDF plötu en mesta snilldin er að á bakvið gaflinn eru festar nokkrar myndarammahillur úr Ikea sem er fullkomin lausn fyrir bækur til að grípa í fyrir svefninn. Trixið er þó að mála höfðagaflinn í sama lit og vegginn til að ná fram þessari fallegu dýpt eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_1 ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_2_2

Ljósmyndir: Ragnar Ómarsson via Ikea 

Myndirnar birtust á Ikea blogginu / Ikea Livet Hemma sjá hér. Alveg fullkomið heimaföndur ekki satt? Hvað segið þið var ekki einhver hér að leita sér að næsta DIY verkefni:) Skiljið endilega eftir athugasemd eða smellið á like hnappinn ef ykkur líkaði færslan.

skrift2

IVAR FRÁ IKEA: HUGMYNDIR

DIYHeimiliIkea

Ivar skáparnir frá Ikea eru klassík en Ivar línan er þó miklu meira en bara þessir skápar sem við sjáum oftar, Ivar er nefnilega heilt hillukerfi þar sem hægt er að raða saman og bæta við hillum og skápum á óteljandi máta bæði upp og til hliðanna. Skáparnir hafa orðið æ meira áberandi undanfarið þrátt fyrir að vera vissulega ekki nýjung frá Ikea en einir og sér eru þeir mjög smart á meðan að hillurnar úr sömu línu eru ekki mikil stofuprýði að mínu mati (fínar í geymsluna). Besta skáparnir virðast fá meiri athygli hér á landi og þekkjum við þá líklega flest öll enda ótrúlega vinsælir skápar sem koma í nokkrum útgáfum á meðan að Ivar kemur aðeins í gegnheilli og ómeðhöndlaðri furu sem gæti verið ástæða þess að fleiri kjósi fyrri kostinn. Það tekur þó ekki langan tíma að finna nokkrar flottar myndir sem sýna Ivar í nýju ljósi – málaðann og ég er heilluð!

ivar_natural

Hér má sjá skápinn í sinni upprunalegu mynd, ég er reyndar mjög hrifin af honum svona náttúrulegum og ljósum. En með tíð og tíma þá gulnar furan svona ómeðhöndluð.

ivar_greyivar_petrol04069178de818170d2f63288bcbb25ad

Ég er hrifnust af þeim upphengdum en ekki á fótum,

6cacefa906d9afcdb6ba50acea1a2b6a 6ed00beef0dad1d933609772335d2522

Hrifnust er ég af Ivar svartmáluðum, ég gæti vel hugsað mér að skipta út mínum Besta skenk fyrir einn svona!

667ee80f5935961a8f56b80ed7d63a5e fe869e18a7f080dbbcfe41dc2cc8481dedf1fe81db591bb57543566b9741d143 Ein í mynd í lokin sem er í uppáhaldi af Besta skápum, en það er uppstillingin sem heillar mest ásamt ljósunum sem eru æði!

e311d2b004e3a9789a9ca39d802512ba

Myndir 1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 

skrift2

IKEA BÆKLINGURINN ER KOMINN!

Ikea

Vúhú, núna má sko opna rauðvínsflöskuna og koma sér vel fyrir í sófanum því uppáhaldsbæklingur okkar allra er að detta inn um bréfalúgurnar, það er IKEA 2017.

Þessi elskulegi bæklingur sem ég fletti í aftur og aftur í leit af innblæstri og hugmyndum fyrir heimilið hefur verið gefinn út í 66 ár og er gefinn út í 211 milljón eintökum í 48 löndum. Það sem ég er spenntust fyrir í ár er þessi nýbreytni að bæta við greinum og viðtölum við fólk og því verður þessi sófastund í kvöld ennþá huggulegri. Ég veit ekki um neinn annan vörubækling sem gerir mig jafn spennta, en það er eitthvað við elsku IKEA sem lætur okkur hrífast svona með.

Ég fékk minn í dag en þeir hjá póstinum verða fram á föstudag að dreifa honum um landið, þ.e. þeir sem afþakka ekki fjölpóst!

Screen Shot 2016-08-24 at 21.04.42

“Þema ársins er, líkt og í fyrra, tengt eldhúsinu, en snýst nú um að fá fólk til að anda djúpt, slaka á og njóta þess að elda og eiga góðar samverustundir í eldhúsinu án himinhárra væntinga. Við lendum flest í því að ofsjóða pastað, fá salat milli tannanna eða gefa börnunum okkar eitthvað í matinn sem við vitum að er ekki til fyrirmyndar. Það er allt í lagi. Yfirskrift vörulistans í ár er Hannað fyrir fólk, ekki neytendur, sem þýðir einfaldlega að vörurnar okkar eru hannaðar fyrir venjulegt fólk sem er eins fjölbreytt og það er margt.”

Ert þú komin/n með þinn bækling í hendur? Kveðja, þessi ofurspennta:)

P.s. ég er líka komin á Snapchat : svartahvitu & Instagram : svana.svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VÆNTANLEGT: 2017 IKEA BÆKLINGURINN

Ikea

Þessi tími ársins er í algjöru uppáhaldi hjá mér, ágúst markar endalok sumars og rútínan tekur við af aðeins frjálslegri sumardögum. Stuttbuxurnar fara aftur ofan í skúffu og verslanir fyllast af fallegum haustklæðnaði. En það er eitt sem ég bíð alltaf extra spennt eftir í ágúst á hverju ári dálítið eins og að bíða eftir jólunum en það er Ikea bæklingurinn sem hefur komið út síðustu 66 ár og lítur út fyrir að hafa aldrei verið jafn flottur og í ár. Eitt las ég frá þeim sem er mjög áhugavert er að það er örlítil breyting á bæklingnum í ár en það verða nokkur innlit á raunveruleg heimili þar sem Ikea vörur fá að njóta sín eins og í hverju öðru innanhússtímariti. Ég get að minnsta kosti ekki beðið eftir að bæklingurinn detti inn um mína lúgu!

PH136502PH136470 PH136477 PH136478 PH136505 PH136512 PH136570

 // Myndir: Ikea

Biðin styttist…. er ég nokkuð ein um það að vera spennt fyrir Ikea 2017 bæklingnum? Núna þarf ég bara að næla mér í límmiða í versluninni til að smella á lúguna að ég vilji bæklinginn. Ég afþakka nefnilega annars allan fjölpóst!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

IKEA SVARTAN: ÓSKALISTINN

Ikea

Ég verð reglulega spennt fyrir væntanlegum vörum hjá Ikea og þessa stundina bíð ég eftir SVARTAN línunni sem er afar smart. Það voru að detta inn nýjar myndir af vörunum og þá er hægt að byrja á því að raða niður á óskalistann, ég er búin að vera að leita að nýju stofuborði í langan tíma og borðið í Svartan línunni lúkkar virkilega vel þó svo að ég átti mig ekki nógu vel á stærðinni á því.

Línan er mjög gróf og að sjálfsögðu öll svört eins og nafnið gefur til kynna. Sængurfötin í línunni eru einnig komin á óskalistann minn, mjög töff. Línan kemur úti í verslanir í september en við gætum þurft að bíða aðeins lengur. P.s. svo rakst ég mjög óvænt á nýjung hjá þeim á netvafri mínu en það er Ikea hjól! Svört gjörðin með hvítum dekkjum og ljósum hnakki og stýri! Hversu smart! Ég get þó ekki staðfest hvað kemur til landsins, en ég krossa fingur xx

 

GubiBike1

 

Þú ert að standa þig vel elsku Ikea…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

IKEA Í SAMSTARF VIÐ HAY & TOM DIXON!

HönnunIkea

Risa fréttir úr hönnunarheiminum! Ikea tilkynnti fyrr í dag um samstarf þess við bæði HAY og Tom Dixon og á fyrri línan að koma í verslanir í ágúst 2017 (Hay) og seinni línan (Tom Dixon) kemur út í janúar/febrúar 2018. Mjög löng bið en hún verður pottþétt þess virði:) Ég er ekki frá því að þarna sé á ferð nokkur af mínum allra uppáhaldsmerkjum og á ég því von á æðislegri útkomu frá þessum samstörfum, annað er hreinlega ekki hægt. Eitt af nýjustu samstörfunum hjá Ikea er annars Sinnerlig línan frá Ilse Crawford sem heppnaðist einstaklega vel að mínu mati. Það er frábær þróun að fylgjast með öllum þessum spennandi samstörfum hjá hönnunarmerkjum í dag, hvort sem það sé H&M eða IKEA það er alveg sama hversu stór þú ert eða frægur, það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt af öðrum:)

tom-dixon-hay-ikea

02_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon 05_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon

Ég er ofur spennt! En þið?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

VERKEFNI Í VINNSLU…

IkeaPersónulegt

Screen Shot 2016-05-03 at 13.29.43

 

Mynd frá instagraminu mínu @svana_ 

Ég tók þessa krúttlegu mynd af þeim feðgum í gærkvöldi þegar þeir voru að klára að setja saman leikeldhúsið hans Bjarts. Sá litli er mjög spenntur fyrir því “að laga” allt og vekja skrúfjárn sérstakann áhuga hjá honum. Mamman ætlaði þó örlítið að fínisera eldhúsið sem er þó mjög fallegt fyrir, en marmarafilma var sett á plötuna ásamt því að ég ætla að setja örlitinn lit í skápana. Sýni ykkur myndir þegar allt er orðið klárt!:)

Við náðum að krossa út nokkra hluti af verkefnalistanum okkar um helgina, ekki bara leikeldhúsið heldur ýmislegt annað sem fór upp á veggi, ég hafði hugsað mér nefnilega að halda upp á afmælið mitt í júní og þá verður nú heimilið að vera í sínu besta standi;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111