fbpx

DIY // GLÆSILEGT FATAHERBERGI ÚR PAX SKÁPUM FRÁ IKEA

DIYIkea

Ef þig vantar gott verkefni fyrir heimilið til að ráðast í verandi í til dæmis sóttkví … þá er hér góð hugmynd frá Ikea Hackers! Um er að ræða glæsilegt fataherbergi sem húsráðendur útbjuggu úr vinsælu PAX skápunum frá Ikea og útkoman er ekkert síðri en sérsmíðaðir skápar sem eru ekki endilega á allra færi. Sjáið hvað það kemur einnig vel út að veggfóðra loftið sem rammar herbergið inn. Hér var notast við grunnskápaeiningar frá sænska risanum en með því að loka skápunum uppí loft með fallegum listum, bæta við nýjum framhliðum á skúffur til að loka bilinu sem annars einkennir þessa skápa, mála í djúsí lit og að lokum bæta við fallegum skápahöldum þá ertu komin með lúxus fataherbergi sem flestum dreymir um að eiga.

Sjáðu skref fyrir skref hvernig skápurinn var smíðaður – 

Myndir : Ikea Hackers

Brilliant verkefni sem gefur góðar hugmyndir hvernig hægt er að fegra fleiri fataskápa, þó svo að eina breytingin sem gerð hefði verið væri að bæta við loftlistum og loka bilinu… þá erum við strax að tala saman!

ÓHEFÐBUNDIN VEGGFÓÐUR SEM UMBREYTA HEIMILINU

Skrifa Innlegg