TAKA TVÖ

HeimiliSkrifstofa

Í gær fékk ég loksins langþráðan pakka sendan frá Danmörku en í honum leyndust gögn fyrir námið mitt til að ég geti loksins byrjað, tollurinn er nefnilega svo dásamlegur að hann ákvað að sitja aðeins á þessu svakalega góssi mínu og leyfa mér að bíða bara örlítið lengur til að geta hafið lærdóminn. Það gerðist svo reyndar annað alveg stórmerkilegt í gær en það var að ungfrú Svana ákvað að byrja aftur í ræktinni eftir að hafa tekið pásu frá því að ég var gengin 39 vikur á leið… og reikniði nú hversu langt það er síðan ég hreyfði mig almennilega:) Þannig að í dag er ég sest aftur á skólabekk og byrjuð á enn einu áramótaheitinu sem var heilsan! Ég er ekki frá því að ég finni mun, (róleg ekki útaf ræktinni) heldur það að vera komin með smá tilbreytingu í hversdaginn, það er nefnilega ansi ljúf tilfinning, mæli svo sannarlega með því að breyta til, þó svo að það sé bara eitthvað örlítið. Ég hef nefnilega fundið fyrir örlitlu andleysi undanfarið (já það má viðurkenna það) sem ég þurfti að rífa mig uppúr. Kannski spilar reyndar þar inní að ég er í tvíburamerkinu og get ekki verið of lengi í sama farinu áður en ég kafna eða mögulega stress sem ég hef verið undir uppá síðkastið. Svo er ég ekki frá því að ég hafi fengið smá vorfíling í mig í morgun þegar ég opnaði út… er ég nokkuð orðin full bjartsýn?:)

Hér er annars eitt fallegt heimili í tilefni dagsins áður en ég sný mér aftur að vinnu, úr smiðju einnar afar smekklegrar hennar Pellu Hedeby.

caa40d69b415652aaab400adf0ec1803PH4

Þessi heimaskrifstofa hennar fær 5 stjörnur, ég ákvað að láta fylgja með restina af heimilinu þó svo að mig gruni það að ég hafi birt brot af því áður. Það er þó svo smart að svona heimili er hægt að skoða aftur og aftur.

Hemma-hos-Pella-Hedeby01-1024x682PH9e Hemma-hos-Pella-Hedeby14-682x1024 PH9dHemma-hos-Pella-Hedeby16-682x1024 PH5 PH6 PH8 PH9 PH9a

 Myndir via 

Ég er síðan að fara að byrja með mjög skemmtilegan og nýjan lið hér á blogginu, það var aldeilis kominn tími á eitthvað nýtt og ferskt. En ég ætla að fá að fylgjast með vinafólki okkar Andrésar taka í gegn sína fyrstu íbúð! Það er alltaf jafn gaman að skoða fyrir og eftir myndir en það er enn skemmtilegra að fá að fylgjast með öllu ferlinu frá A-Ö og fá góðar hugmyndir, ég er að minnsta kosti mjög spennt fyrir þessu og vona að þið fylgist með. Fyrsta færslan birtist í kvöld!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

NÆSTU DAGAR

Fyrir heimiliðIkeaSkrifstofa

Þá eru 10 dagar búnir af árinu og ég get ekki sagt annað en að þeir hafi verið mjög viðburðarríkir hjá mér. Við komum heim frá London um helgina og það sem það var gott að byrja árið á smá ferðalagi og mögulega smá búðarrápi þó svo að þetta hafi ekki beint verið verslunarferð. Eitt af mörgum markmiðum sem ég setti mér fyrir árið var þó að kaupa minna og kaupa betra en það stoppaði mig þó ekki að kíkja við í H&M Home og næla mér í nokkra hluti fyrir heimilið sem ég ætla að sýna ykkur í vikunni. Eftir að ég kom heim beið mín þó haugur af verkefnum sem ég er enn að grafa mig í gegnum en í vikunni fer allt aftur á fullt hér á blogginu eftir dálitla blogglægð af persónulegum ástæðum. Það sem er þó helst að frétta er að ég skráði mig í lok síðasta árs í námið sem ég var búin að segja ykkur frá, sjá hér, og er því að byrja í því núna í janúar og mikið sem ég er spennt fyrir að fá þetta nýja verkefni í hendurnar, það er varla til betri leið að byrja nýtt ár en að prófa eitthvað glænýtt og brjóta aðeins upp hversdagsleikann. Ég eignaðist einnig á dögunum draumadagbókina mína frá Munum Dagbók  og það sem ég held að ég muni komast yfir mörg verkefni með þessa dásemd í farteskinu, sýni ykkur hana betur í vikunni!

Þar sem að ég er að blaðra um nýja námið mitt er tilvalið að láta fljóta með myndir af fallegri skrifstofu stíliseraðri af vinkonu minni henni Pellu Hedeby fyrir Ikea livet Hemma, en ég þarf svo sannarlega að taka vinnustofuna mína aðeins í gegn til að geta komið mér vel fyrir þar með skólaverkefnin. Skrifborðið mitt er nefnilega inni í barnaherberginu og hefur það undanfarna mánuði aðeins týnt tilgangi sínum og er í þessum skrifuðu orðum á kafi í barnafötum:)

ikeahippaHINDOinspiration1-768x1024

Pella er alveg meðetta þegar kemur af smart uppstillingum og fallegu litavali.

ikeahippaHINDOinspiration2-768x1024

Hér að neðan eru einnig myndir stíliseraðar af Pellu Hedeby fyrir Ikea livet hemma síðuna, ekki beint skrifstofutengt en þó féll ég alveg fyrir myndaveggnum á bakvið eldhúsborðið. Það er alltaf góð hugmynd að hafa einhverskonar innblástursvegg í vinnurýminu okkar og fylla hann þá af myndum og setningum sem gefa okkur innblástur, gleði eða hugmyndir og um að gera að breyta uppsetningunni á myndunum reglulega til að fá sem mestu úr því.

ikealjusrosaDOCKSTAinspiration1-768x1024 ikealjusrosaDOCKSTAinspiration2-768x1024

 Myndir: Ikea livet hemma / Stílisti: Pella Hedeby

Þessar myndir veita mér svo sannarlega innblástur, núna er það bara að finna tímann til að koma öllum hugmyndunum mínum í verk. Ég vona að þetta nýja ár sé að leggjast vel í ykkur og að þið hafið eitthvað til að hlakka til á komandi mánuðum!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

SKYNDIÁKVARÐANIRNAR

PersónulegtSkrifstofa

Ég á það til að taka mjög oft skyndiákvarðanir, eiginlega of oft. Og jafnvel í málum sem skipta mig gífurlega miklu máli eins og þegar ég ákvað að flytja heim frá Hollandi, þá hringdi ég daginn eftir í fjölskylduna mína og tilkynnti þeim að ég væri hætt í skólanum og þá var mér ekkert haggað. Og ef mig langar í vinnu þá sendi ég einfaldlega póst á stjórnanda þess fyrirtækis á innan við hálftíma því annars gæti mér hreinlega snúist hugur. Ég ætla svo sem ekki að telja upp allar skyndiákvarðanir sem ég hef tekið því ég veit ekki hvað ykkur þætti um mig eftir þann lestur. En fjölskyldan mín er orðin vön þessu og stundum eru skyndiákvarðanir langbestar! Núna er ég að spá í að skrá mig aftur í skóla, en ég veit ekki hvort það sé sniðugt að taka slíka skyndiákvörðun? Ég hef nefnilega ekki almennilega fundið mig í því sem ég er að gera og er búin að vera leitandi í frekar langan tíma núna í fullri hreinskilni og ekki vitað hvert ég vilji stefna. Ég kláraði nám í vöruhönnun fyrir nokkrum árum en af og til hefur sú hugsun læðst að mér hvort að það nám hafi verið það rétta fyrir mig þó svo að námið nýtist mér ágætlega í dag. Ég hef nefnilega óbilandi áhuga á innanhússhönnun og fæ af og til fyrirspurnir að taka slík verkefni að mér, en mér finnst mér skorta upp á vissa fagþekkingu til að geta tekið slíkt að mér. Það er víst ekki nóg að hafa bara áhuga, það þarf líka að kunna til verka. Ég er þegar byrjuð að skoða skóla, en er að reyna að sitja á mér að drífa mig ekki að taka þessa ákvörðun, næsta önn hefst nefnilega 1.nóvember! En hversu gaman væri nú að fara aftur í skóla:)

Nokkrar flottar vinnuaðstöður í tilefni þess! Frá Pinterest síðu Svart á hvítu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

TÖFF SKRIFSTOFUR

Skrifstofa

Þrátt fyrir að það sé kominn fimmtudagur þá er algjör mánudagur í mér. Ætli það sé rigningin sem hefur þessi áhrif að erfitt er að koma sér í gang? Skólarnir eru byrjaðir og sumarfríin búin, þá er um að gera að hressa við skrifborðið sitt svona til að koma manni í gang:) Nokkrar flottar skrifstofumyndir á þessum fína fimmtudegi…

fc7c563e69870fd88ec612ca3cd62aa22bf78ce9eea4134faeeddf0c71714fa6 31c1db387ba7c4a5e0a9adc72ee755bc ad0798d0e39fdeba2af2907b19c574bb d3cf4f79f828e5e87f8ae2ae354d125fScandinavian-style-monochrome-workspace-inspiration

Svo þarf ég að sýna ykkur á næstu dögum útkomuna hjá mér á víragrindinni sem ég reddaði mér í síðustu viku, en á mynd no.4 má sjá eina svipaða.

Eigið góðan dag x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

DRAUMURINN UM VINNUSTOFU

PersónulegtSkrifstofa

…er hægt og rólega að verða að engu. Mér sýnist á öllu að minn maður ætli hreinlega að skipta um fag, planið var að koma fyrir vinnuaðstöðu fyrir okkur bæði en so far er þangað komið inn: æfingarhjól, crossfit “hoppukassi” og 4 stór lóð á stöng. Hrikalega lekkert alveg hreint, ég ætti hinsvegar að geta sagt upp kortinu mínu í World Class og skottast bara út í skúr. Er það ekki draumur allra sem eru heimavinnandi?:)

Þessar myndir leyfa mér þó að halda áfram að dreyma…

e6546ac842bed8d09c9e5c302b6318a945d0fdb30bfa64bf03db1c44ccc4f729c8dde064e17d5a2837a749ead666dc16bfb6da78fe4f520cece2cf80b295e673fa3f5dd736ac266c2a382394772bfcd8

Ég bíð bara eftir að fá smá aukaorku sem fær mig til að nenna að koma öllu á sinn stað í skúrnum okkar svo að draumurinn um vinnustofuna eigi ennþá séns. Þetta skal verða að veruleika:)

-Svana

FLOTTUR SCREENSAVER FYRIR MAC

HugmyndirSkrifstofa

Ég fékk nýlega senda fyrirspurn um nafnið á gamaldags klukku screensaver sem ég hafði skrifað um fyrir löngu síðan. Þessi screensaver nýtur mikilla vinsælda og þegar flett er í gegnum myndir í tímaritum eða bloggsíðum af fallegum vinnustofum -og það er opin tölva á skrifborðinu þá er þessi screensaver oftar en ekki til sýnis. Hann heitir Fliqlo og hægt er að ná í hann ókeypis hér og hér.

d17591f2b59d4e76c968020eee5936d0
3386e444e68ea693c04857636b964267b0c3f216628371e7f23a188cae8d739e

Minnir mig á það að ég var sjálf alltaf eftir að fá mér þennan aftur eftir að ég skipti um tölvu!

Eigið góðan dag:)

 

DRAUMURINN

PersónulegtSkrifstofa

Við hjúin vorum að taka þá ákvörðun að flytja enn eina ferðina eftir að hafa dottið niður á hina fullkomnu íbúð handa okkur. Ég var búin að lofa sjálfri mér að staldra allavega við í smástund hérna, en það eru einungis komnir um 8 mánuðir frá síðustu flutningum og ég er ekki mjög spennt fyrir því að pakka aftur niður.

Næsta íbúð er þó með aukasvefnherbergi fyrir barnið, en það er ekki það besta! Með íbúðinni fylgir nefnilega 25 fm vinnustofa í garðinum svo við getum bæði loksins farið að vinna að okkar eigin verkefnum. Eitthvað sem mig hefur dreymt um alltof lengi. Það er ekki hægt að láta slíkt framhjá sér fara!

Það hljómar mögulega mjög væmið, en ég er eitthvað svo ótrúlega glöð í hjartanu yfir þessu öllu og hvað einn og einn draumur er að rætast í einu. Það tekur jú allt sinn tíma en það stefnir þó allt í rétta átt. Ég er svo ánægð að hafa hætt í vinnu sem hélt aftur af mér til að sinna mínum eigin draumum, og þvílíkt frelsi sem það er. Ég mæli svo sannarlega með að hlusta á sjálfan sig í einu og öllu hvað slíkt varðar.

Aðeins mánuður í nýja heimilið og flutninga númer 8 frá árinu 2008. Ég ætla reyndar að vera smá súkkulaðikleina í þetta skiptið og sé kannski bara um að raða upp úr kössum og passa að flutningarmaurarnir mínir hafi það sem best:)

-Svana

WORKSPACE

Fyrir heimiliðSkrifstofa

Hér má sjá nokkur falleg vinnurými, ég virðist aldrei fá nóg af slíkum innblæstri:)

4e0fc9badddf4b553cb6bc6b99c09d27

4ceefada0cada48a70c8c3e3c915b3c0

e3f246743ef666a5237b2d9f55791e0d

f4dcd012298b62bca3fb1efb3c72873e

fa950dd35a036e639c5d44ff78b88225

6be916bc9bda3b7a517db4bd1b8ba168

47636c50071990f1b3e2b7f8091cb68d

83641c81395f48c6b865f18ee4249f13

a01cd14d0aa4ef5445790ea13c8e53a9

bfb6da78fe4f520cece2cf80b295e673

4b03197b2d6f1e54109d9d6a418f8017

Það fer nefnilega að koma að því að ég fái vinnupláss í bílskúrnum hjá pabba:) Það verður reyndar ekkert fansí eins og hér að ofan, þó má láta sig dreyma. Ég þarf helst að vera með vinnupláss þar sem má subba dálítið út svo ég geti farið að sinna áhugamálinu mínu af alvöru…en það eru fuglarnir:)

Fyrst þarf ég bara að ná þessu bölvaða sleni af mér, þetta fer að verða komið gott af slappleika!