fbpx

DRAUMURINN

PersónulegtSkrifstofa

Við hjúin vorum að taka þá ákvörðun að flytja enn eina ferðina eftir að hafa dottið niður á hina fullkomnu íbúð handa okkur. Ég var búin að lofa sjálfri mér að staldra allavega við í smástund hérna, en það eru einungis komnir um 8 mánuðir frá síðustu flutningum og ég er ekki mjög spennt fyrir því að pakka aftur niður.

Næsta íbúð er þó með aukasvefnherbergi fyrir barnið, en það er ekki það besta! Með íbúðinni fylgir nefnilega 25 fm vinnustofa í garðinum svo við getum bæði loksins farið að vinna að okkar eigin verkefnum. Eitthvað sem mig hefur dreymt um alltof lengi. Það er ekki hægt að láta slíkt framhjá sér fara!

Það hljómar mögulega mjög væmið, en ég er eitthvað svo ótrúlega glöð í hjartanu yfir þessu öllu og hvað einn og einn draumur er að rætast í einu. Það tekur jú allt sinn tíma en það stefnir þó allt í rétta átt. Ég er svo ánægð að hafa hætt í vinnu sem hélt aftur af mér til að sinna mínum eigin draumum, og þvílíkt frelsi sem það er. Ég mæli svo sannarlega með að hlusta á sjálfan sig í einu og öllu hvað slíkt varðar.

Aðeins mánuður í nýja heimilið og flutninga númer 8 frá árinu 2008. Ég ætla reyndar að vera smá súkkulaðikleina í þetta skiptið og sé kannski bara um að raða upp úr kössum og passa að flutningarmaurarnir mínir hafi það sem best:)

-Svana

SUNNUDAGSBAKSTUR

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. sandra karls

  28. April 2014

  Yndislegt! Til hamingju með nýja heimilið og vinnustofuna… get ímyndað mér hvað það verður notalegt að gera unnið heima án þess að vera inni á heimilinu.

  • Svart á Hvítu

   28. April 2014

   Kærar þakkir, ég get ekki beðið eftir að prufa það, hlýtur að vera jafn næs og það hljómar:)

 2. Margrét

  29. April 2014

  En frábært og til hamingju!!! :D

 3. Áslaug Þ.

  29. April 2014

  Þú ert krútt! Ég skal sko bera alla þína kassa..

  Þetta verður draumur í bárujárnadós ;)

 4. Kristbjörg Tinna

  29. April 2014

  Ég er sjúklega ánægð með ykkur.. Hlakka til að vera flutningamaur!

 5. Hildur systir

  29. April 2014

  Hlakka til að flytja enn og aftur með þér;)
  Þetta var bara ment to be að ég og mamma löbbuðum fram hjá húsinu og sáum það;)