Um Svart Á Hvítu

Um mig:

Nafn: Svana Lovísa Kristjánsdóttir.

Hjúskaparstaða: Ég bý í Hafnarfirði með kærastanum mínum, Andrési sem er húsgagnasmiður og saman eigum við Bjart Elías (13.09.14) og köttinn Betúel.

Menntun: Ég er menntuð frá Design Academy Eindhoven og Listaháskóla Íslands með B.A. í vöruhönnun. Ég lauk Listnámsbraut í Iðnskóla Hafnarfjarðar og er með stúdentspróf frá Flensborgarskóla Hafnarfjarðar. Ég hef einnig lært uppstoppun á fuglum.

Starf: Ég vinn sem sjálfstætt starfandi hönnuður og blaðakona og tek að mér allskyns ólík verkefni, m.a. að vinna við samfélagsmiðla og fjölmiðlaráðgjöf fyrir fyrirtæki. Einnig starfa ég hjá íslenska tímaritinu Glamour þar sem ég skrifa um hönnunartengt efni. Fyrir utan það skrifa ég á Svart á hvítu bloggið mitt sem ég eyði dágóðum tíma í að hafa sem öflugast enda mest lesna íslenska hönnunarbloggið.

Fyrri störf: Ég ritstýrði hönnunarkafla í veftímaritinu Nude Magazine frá apríl – október 2014, eða þar til ég fór í fæðingarorlof. Starfaði í ritstjórn Húsa og Híbýla frá árinu 2012 til lok ársins 2013, og sem lausapenni hjá sama tímariti frá árinu 2010. Ég starfaði einnig í hlutastarfi í hönnunargalleríinu Spark Design space frá árinu 2010 – 2014.

 

Um Svart á Hvítu: 

Fyrsta færslan birtist þann 29.október árið 2009 en bloggið stofnaði ég þegar ég var við nám í Hollandi í vöruhönnun. Í dag er Svart á hvítu mest lesna hönnunar og -heimilisblogg á Íslandi og fer lesendahópurinn stækkandi með hverjum deginum sem gleður mig mikið. Stærsti lesendarhópurinn eru konur á aldrinum 18-44 ára og eiga þær það sameiginlegt að hafa áhuga á hönnun og fallegum heimilum.

Árið 2014 hóf ég að selja auglýsingar á Svart á hvítu bloggið, en þær má sjá í hægri hliðarborða bloggsins. Fyrirtæki sem mér líkar við geta því keypt sér auglýsingapláss, en ég býð ekki upp á keyptar umfjallanir. Hér eru einungis að finna færslur um það sem mér þykir persónulega vera áhugavert, fallegt eða veitir innblástur.

Takk fyrir að lesa, ég kann mjög vel að meta allar heimsóknirnar, póstinn og kommentin sem ég fæ.

Með bestu kveðju, Svana

 553131_10152212254908332_513147092_n