fbpx

Um Svart á Hvítu

Um mig:

Nafn: Svana Lovísa Kristjánsdóttir.

Hjúskaparstaða: Ég bý í Hafnarfirði með unnusta mínum, Andrési sem er húsgagna og innréttingasmiður og saman eigum við tvö börn, Bjart Elías (’14) og Birtu Katrínu (’20) ásamt kettinum Betúel (’13). Saman höfum við verið að gera upp heimilið okkar og má sjá ferlið hér á blogginu og á Instagram síðu minni @svana.svartahvitu.

Menntun: Ég sótti nám við Listaháskólann Design Academy Eindhoven (Hollandi) og Listaháskóla Íslands með B.A. í vöruhönnun. Ég lauk áður Listnámsbraut í Iðnskóla Hafnarfjarðar og stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum. Ég hef einnig sótt ýmis námskeið tengd innanhússhönnun og öðru skapandi.

Starf: Ég vinn sem sjálfstætt starfandi bloggari, samfélagsmiðlaráðgjafi og hönnuður og tek að mér allskyns ólík verkefni tengdum samfélagsmiðlum, efnisgerð og fjölmiðlaráðgjöf fyrir bæði fyrirtæki og verslanir. Ásamt því held ég úti Svart á hvítu blogginu, sem er í dag mitt helsta starf og áhugamál.

Blaðamennska: Glamour Magazine 2016-2018, Nude Magazine – ritstýrði hönnunarkaflanum – 2014. Hús og Híbýli ritstjórn 2012- 2014. Hús og Híbýli lausablaðamennska 2010-2012. Hef verið hluti af dásamlega Trendnet teyminu frá stofnun síðunnar árið 2012.

Um Svart á Hvítu: 

Fyrsta færslan birtist þann 29. október árið 2009 en bloggið stofnaði ég þegar ég var við nám í Hollandi í vöruhönnun. Í dag er Svart á hvítu mest lesna hönnunar- og heimilisblogg á Íslandi og fer lesendahópurinn stækkandi með hverjum deginum sem veitir mér mikla gleði. Stærsti lesendarhópurinn eru konur á aldrinum 18-44 ára og eiga þær það sameiginlegt að hafa áhuga á hönnun og fallegum heimilum.

Árið 2014 hóf ég að selja auglýsingar á Svart á hvítu bloggið, en þær má sjá í hægri hliðarborða bloggsins. Best er að hafa samband á svartahvitu (hjá) trendnet.is fyrir frekari upplýsingar varðandi samstarf.

Takk fyrir að lesa, ég kann mjög vel að meta allar heimsóknirnar og skilaboðin sem ég fæ send.

xx Svana,