ÓSKALISTINN: GORDJÖSS & SVART HOLLUSTU STELL

HönnunÓskalistinn

Það er reyndar orðið dálítið langt síðan að þessar elskur bættust á óskalistann minn langa en það er eitthvað ótrúlega heillandi við svart stell. Þegar ég var að leita af nokkrum myndum í færsluna endaði ég alveg óvart með nokkrar myndir af hönnuðinum sjálfum honum Christian Bitz en agalega er hann myndarlegur maðurinn! Hann er reyndar sjónvarpsstjarna í Danmörku, menntaður sem næringarfræðingur, er metsöluhöfundur og sendiherra Rauða Krossins – þarf ég eitthvað að segja meira? Hans ástríða er síðan sú að fá fólk til að borða hollann mat og stunda heilbrigðan lífstíl og ein leiðin hans virðist vera – að mér skilst þó svo ég skilji dönskuna ekkert alltof vel – að stellið hans er hannað þannig að þú eigir auðveldara með að fá skilning á skammtastærðum og það að lifa hollum lífstíl eigi að vera skemmtilegt og auðvelt og augljóslega líka smart! Ok ég var heilluð fyrir en núna er ég alveg seld.

325de14a6b0da8aaff333d09b59be211

Mikið agalega er þetta nú lekkert!

screen-shot-2016-10-12-at-14-28-32

Þessi hér að ofan er reyndar ekki Bitz en ég var búin að vista hana fyrir löngu, mér þykir hún svo smart.

Og bara nokkrar myndir með að herra myndarlegum – jiminn ég veit varla hvort er fallegra stellið eða hann? Ég er líka dálítið hrifin af því að blanda saman ljósa stellinu og halló gylltu hnífapör – be mine!

En þess má geta að þennan svarta óskalista hér að neðan setti ég saman á nóvember og það eru enn nokkrir hlutir þarna á óskalistanum mínum, þar með talið Bitz drauma stellið. Sjá færslu hér.

 

svart2

Varðandi Bitz stellið góða þá sýnist mér á öllu að það fáist núna í Borð fyrir tvo, Snúrunni, Álfagull (Hfj) og Motivo (Selfoss). Það að stellið fáist núna í næstu götu við mig (Strandgatan í Hafnarfirði) er það ekki merki um að ég þurfi að eignast það?

P.s. ef það er einhver sem fær mig til að minnka skammtastærðirnar þá er það þessi sjarmör haha.

svartahvitu-snapp2-1

20 FERMINGARGJAFA HUGMYNDIR

HönnunHugmyndirVerslað

Þá er sá tími runninn upp, fermingar! Ég fæ á hverju ári mikið af pósti frá lesendum varðandi gjafahugmyndir fyrir ýmis tilefni t.d. brúðkaup, stórafmæli og fermingar en það getur reynst erfitt að vita hvað 14 ára unglingar óska sér. Ég man að sjálfsögðu ennþá eftir minni fermingu og ég man sérstaklega vel eftir gjöfunum sem voru allar mjög fallegar og sumar þeirra á ég enn í dag, ég er alveg á þeirri skoðun að það eigi að gefa gæði á svona tilefnum og eigulega hluti sem geta elst með fermingarbarninu. Það er kannski þessvegna sem ég hugsa nánast eingöngu um hluti til að fegra herbergið þegar kemur að fermingargjöfum!

Ég tók saman nokkrar hugmyndir sem veita ykkur vonandi innblástur ef þið eruð að vandræðast með fermingargjöf. Margir unglingar hafa alveg jafn mikinn áhuga og við að hafa fallegt í kringum sig og því um að gera að gefa þeim fín rúmföt, töff hliðarborð við rúmið, lampa, eitthvað undir skartið, töff skrifborðsstól og annað til að punta herbergið svo þau geti verið spennt að bjóða vinum sínum heim.

fermingar

//1. Smart hliðarborð sem bæði er hægt að nota þegar vinirnir koma í heimsókn en einnig sem náttborð. Bloomingville, fæst í A4. //2. Panthella mini er til í mörgum skemmtilegum litum sem henta vel í unglingaherbergi, fást í Epal. //3. Klassísk íslensk hönnun – það þekkja allir Krummann frá Ihanna home, sölustaðir eru m.a. Dúka og Epal. //4. Spegill sem hægt er að leggja skartið sitt á, Normann Copenhagen, fæst í Epal. //5. Rúmföt er mjög klassísk gjöf og allir unglingar ættu að eiga eitt fallegt sett. Dots frá Ihanna home, söluaðilar m.a. Dúka og Epal. //6. Sætur kertastjaki til að punta herbergið, þessi er flottur stakur en einnig í grúppu með fleirum. Jansen+co, fæst í Kokku. //7. Hnattlíkan með ljósi er hrikalega smart, þessi fæst í A4. //8. Pirouette armband frá Hring eftir hring er bæði fínt en einnig hægt að nota dagsdaglega. Fæst m.a. í Aurum og Epal. //9. Þessar vegghillur eru æðislegar og hægt að raða saman að vild og snúa hilluberunum á tvo vegu, Pythagoras hillur fást í Dúka. //10. Krúttlegt hliðarborð með geymslu, fullkomið sem náttborð í unglingaherbergi. Fæst í A4. //11.  Bleikur Kastehelmi kertastjaki frá iittala í sætum bleikum lit. Fæst á flestum sölustöðum iittala. //12. OH stóll hannaður af Karim Rashid fyrir Umbra er flottur við skrifborðið og sérstaklega smart að leggja á hann gæru. Kostar 9.900 kr. í A4. //

Hér að neðan má sjá OH stólinn líka í svörtum en hann kemur í 6 litum. En mig langaði til að segja ykkur að dagana 23. – 27. mars eru Tax free dagar í verslunum A4 en þar fást t.d. vörur frá merkjum á borð við Bloomingville og House Doctor sem ég elska ó svo mikið ♡ Alltaf gott að nýta sér afslætti!
0083a00608-6b

Hér að neðan má síðan sjá fermingargjafahugmyndir sem ég setti saman í fyrra en eiga ennþá mjög vel við.

ferming2-620x852

1. Plaköt til að skreyta vegginn eru tilvalin í unglingaherbergi, þetta er frá Reykjavík Posters, fæst m.a. í Epal, Hrím og Snúrunni.// 2. Vasi frá Finnsdóttir, Snúran. // 3. DIY stafalampi, Petit. // 4. Muuto Dots snagar, Epal. // 5. Töff demantaljós, Rökkurrós. // 6. Bleikur gærupúði frá Further North, Snúran. // 7. Þráðlaus heyrnatól frá Bang & Olufsen. // 8. Fallegt hálsmen frá Octagon. //

Ég vona að þessi listi komi að góðum notum fyrir einhverja og þú mátt endilega benda á þessa færslu sérstaklega ef þú þekkir einhvern sem er að fermast sem getur þá valið sér hluti á óskalistann sinn. Æj hversu gaman væri að fá að fermast aftur – viðurkennum það bara, það var að hluta til bara vegna gjafanna:)

svartahvitu-snapp2-1

HÖNNUNARMARS: HVAÐ SKAL SJÁ?

Hönnun

Jú haldið þið ekki að HönnunarMars sé enn á ný mættur á svæðið í öllu sínu veldi. Það er því um að gera að reima á sig skóna því dagskráin sem ég var að skoða er stútfull af spennandi viðburðum fyrir hönnunarþyrsta. Mér tókst enn á ný að bóka mig til útlanda á sama tíma og hátíðin er og verð því fjarri góðu gamni en ætla þó að reyna að sjá sem mest áður en ég fer. Fyrir áhugasama þá má skoða dagskrána í ár hér.

Í kvöld opnar sýningin “Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd” í Epal Skeifunni sem mig langar til að sjá en þar eru nokkrar vinkonur mínar að sýna. Ég viðurkenni að ég hefði gjarnan viljað líka fara á Design Diplomacy Siggu Sigurjóns og Ingu Sempé sem er á sama tíma, sjá meira um það hér.

Ég er líka mjög spennt fyrir sýningunni á Kjarvalsstöðum sem opnaði fyrir stuttu sem heitir “Dæmisögur, vöruhönnun á 21. öld” en hún mun þó standa lengur en bara Hönnunarmars svo ég er róleg. Sýningin Roundabout Baltic PLUS Iceland í Norræna húsinu er einnig spennandi, en það er alþjóðleg hönnunarsýning með munum eftir um 50 hönnuði frá átta löndum sem eru sameinuð af strandlínu Eystrasaltsins, auk íslenskra hönnuða. Í Hörpu verður svo sýningin Íslensk húsgögn og hönnun, á sýningunni gefur að líta þversnið af því sem er nýjast í íslenskri hönnun og húsgagnaframleiðslu.

Ég er mjög spennt fyrir Ceci n’est pas un meuble í Ásmundarsal sem er á vegum elsku Auðar Gnáar snillings – Islanders fagnar ársafmæli og af því tilefni hefur verið efnt til samvinnu við valinn hóp myndlistarmanna. Hver og einn listamaður hefur fengið sama húsgagnið í hendur og fullt frelsi til að skapa úr því verk. Er hér verið að endurverkja samtal sem hefur víða um heim átt sér stað milli hönnunar og myndlistar.

Sýning Þórunnar Árna, Hljóðaform í Safnahúsinu hljómar áhugaverð, sem og Austurland: make it happen again sem haldin verður á KEX hostel. ANGAN upplifun er eitthvað sem ég væri til í að upplifa, og 1+1+1 óútreiknanleg hönnun og hugdetta er einnig áhugavert en þeirra fyrri samstörf hafa verið mjög flott. 1+1+1 er tilraunaverkefni þriggja hönnuða frá Íslandi (Hugdetta), Svíþjóð (Petra Lilja) og Finnlandi (Aalto+Aalto). Einnig langar mig að kíkja á Happical hjá Happie Furniture og MeeTing Þóru Finnsdóttur í Kirsuberjatrénu.

Swimslow Ernu Bergmann verður án efa flott, samstarf Hildar Yeoman+66 norður, og sýningin Stóll í Hönnunarsafninu er eitthvað sem ég vil sjá verandi mikill stólasafnari sjálf. Ég tek það fram að þessi listi sem ég er að taka saman er ekki tæmandi og það er svo ótalmargt annað frábært að sjá!

vasi_2_anna

Uppáhalds Anna Þórunn sýnir á samsýningunni í Epal nokkrar nýjar vörur.

screen-shot-2017-03-21-at-19-48-03

Spennandi lína frá Ernu Bergmann.

17352137_1621912144505066_3424281062312845147_n

Shapes of sound / Hljóðaform er spennó!

17352468_10155157276638011_8208681070033456281_n

screen-shot-2017-03-21-at-20-04-59

Skyldu endilega eftir athugasemd með þínum topp 3 sýningum sem þú vilt sjá! Við sjáumst svo kannski á HönnunarMars, eða þessa fáu daga sem ég næ að sjá:)

Gleðilegan HönnunarMars!

svartahvitu-snapp2-1

STÓRA SÓFAMÁLIÐ

Hönnun

Undanfarið hef ég verið að spá mikið í sófum, í fyrsta lagi því við þurfum að kaupa sófa fyrir bústaðinn góða sem við erum að taka í gegn, en einnig vegna þess að sófinn á heimilinu er orðin örlítið þreyttur og þarfnast hvíldar. Ég og mamma höfum verið að spá í sófum fyrir bústaðinn en hennar draumasófi er Stocksund frá Ikea sem var þó uppseldur, en minn er þessi hér að neðan. Ghost sófinn sem hannaður er af Paola Navone fyrir ítalska Gervasoni. Hann er einfaldur í útliti, kósý og toppurinn er sá að auðvelt er að skipta um áklæði á honum og gjörbreyta þannig rýminu.

1ced7e1fb05553e80fbc3701a33178fd

Þessar myndir eru allar frá heimili hennar Anniku Von Holdt sem er danskur rithöfundur og þvílík smekkdama. Hún heldur einnig úti gífurlega vinsælum instagram reikning sem ég mæli með. 

Bleikur, grár, blár eða hvítur? Þvílíkur draumasófi ekki satt! Fyrir áhugasama þá er Módern með umboðið fyrir Gervasoni.

Ég vil endilega heyra frá ykkur hvar flottir sófar fást – ég er einnig mjög hrifin af Söderhamn frá Ikea sem ég hef áður bloggað um. Klassískur, stílhreinn og töff. Það fer að minnsta kosti að koma tími á sófaskipti, ég hef nú þegar fjarlægt sófapúðana úr mínum því þeir voru orðnir of sjúskaðir og ég fyllti í staðinn sófann af skrautpúðunum mínum sem er mögulega ekki besta lausnin.

svartahvitu-snapp2-1

#EPALHOMMI

Hönnun

Það er fátt meira umtalað á samfélagsmiðlum núna eftir umræðu vikunnar þar sem óvænt kom fram nýyrðið Epalhommi, en fyrir ykkur sem hafið ekki fylgst með umræðunni þá getið þið lesið um hvað ég á við hér. Talandi um að grípa boltann á lofti en þessi auglýsing er með þeim betri sem ég hef séð og ég get ekki annað en brosað þegar ég sé hana og verð því að deila henni hingað inn.

Ég var stödd í Epal þegar umrædd myndataka átti sér stað og smellti af myndum á bakvið tjöldin og verð að viðurkenna að ég varð smá stjörnustjörf þegar Svavar Örn mætti á svæðið en ég er alveg bálskotin í honum – og hef verið mjög lengi. En þvílíkir herramenn og alveg glerfínir voru þeir!

epal_final_web_logo

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst #Epalhommi vera alveg frábært orð og ætti hreinlega að vera til í íslenskri orðabók sem lýsingarorð yfir einstaklega smekklega karlmenn haha. Eða hvað?

svartahvitu-snapp2-1

VEGGHENGI DRAUMA MINNA // MARR

HönnunUppáhalds

Í gær eignaðist ég drauma vegghengið mitt, eitthvað sem ég vissi ekki að mig vantaði en núna þegar það er komið upp á vegg í stofunni er það akkúrat pússlið sem vantaði uppá og skyndilega finnst mér stofan mín vera “tilbúin”. Þessi veggur hafði staðið auður í smá tíma en þarna var áður myndarammahilla og ef vel er gáð þá sést að ég er enn eftir að spartla í nokkur göt…. Vegghengið er handgert og kemur frá vefversluninni MARR, en að baki hennar standa hjónin Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson og undir vörumerkinu búa þau til fallegar vörur fyrir heimilið þar sem aldagamla macramé aðferðin er allsráðandi. Þau taka einnig að sér sérpantanir!

17204513_10155849244583332_1180215926_n

17204235_10155849216503332_1808995735_n17238359_10155849216003332_2049608764_n

Þvílíkur draumur í dós sem þessi fegurð er ♡

17199105_10155849217943332_1518041132_n

Hefði ég ekki fengið það sem gjöf í gær þá hefði það samt ratað samstundis á óskalistann minn, þetta er algjört listaverk og fullkomnar mína stofu. Það er einnig alveg einstakt sem er svo skemmtilegt og fer því  sérstaklega vel hliðina á Andy Warhol plakatinu – sem að allir eiga og er allt nema einstakt:) MARR býður einnig upp á úrval af handgerðum vegghillum og blómahengjum – mæli með að kíkja!  Sjá HÉR.

svartahvitu-snapp2-1

ENN EITT MEISTARAVERK JAMIE HAYON

Hönnun

Ég á mér nokkra uppáhaldshönnuði en þeir eru fáir sem ég elska jafn mikið og Jamie Hayon. En þessar myndir hér af Hótel Barceló Torre de Madrid eru með því allra fallegasta sem ég hef séð úr heimi innanhússhönnunar og ég ásamt eflaust mörgum öðrum eigum eftir að leita aftur og aftur í þessar myndir fyrir innblástur. Myndirnar segja allt sem segja þarf, þvílík fegurð ♡

f7_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzerp2_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzers6_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer  f3_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer f4_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer    f8_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer f9_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer   s1_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer  s4_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer s5_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer  s8_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer f1_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzerp1_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzerf6_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer

Myndir : KlunderBie via Yatzer

Hótelið er að sjálfsögðu uppfullt af hönnun Jamie Hayon og þar má meðal annars nefna húsgögn og smáhluti sem hönnuð voru fyrir Fritz Hansen og ófáa skúlptúra eftir meistarann sjálfann. Mig dreymir að sjálfsögðu um að eignast einn daginn hönnun eftir minn uppáhalds hönnuð og eru Showtime vasarnir þar efst á lista – þvílíkur draumur sem það væri.

Fyrir áhugasama þá má finna fleiri myndir ásamt grein um þetta glæsilega hótel hjá Yatzer. 

svartahvitu-snapp2-1

LITUR ÁRSINS HJÁ IITTALA : ULTRAMARINE

HönnunKlassík

Í ár fór Iittala ekki öruggu leiðina og valdi tískulit sem lit ársins heldur þennan klassíska og fallega Ultramarine bláa lit sem er jafnframt táknrænn fyrir Finnland sem í ár fagnar 100 ára sjálfstæði sínu. Finnland er land þúsund vatna og er það ein ástæða þess að Iittala valdi Ultramarine bláan sem lit ársins 2017. Að sjálfsögðu má finna klassíska Aalto vasann í Ultramarine litnum ásamt Kartio glösum, Kastehelmi, Kivi og Maribowl skálina frægu. Teema stellið klassíska verður einnig hægt að fá í ár í sérstakri Ultramarine útgáfu sem er dökkblá með örlitlum doppum sem gerir það mjög skemmtilegt og líflegt. Ég hef lengi verið hrifin af Teema stellinu sem hannað er af meistaranum Kaj Franck og ég fengi líklega aldrei nóg af því! Kíkjum á þessa fegurð:)

iit_table_reset_ii_shop_5

Lagt á borð með Iittala // Ég er mjög hrifin af svona mixuðu stelli og finnst blái liturinn njóta sín einstaklega vel á þessu líflega dekkaða borði. Þarna sjáið þið ef þið horfið vel doppóttu Teema diskana ásamt bláu Ultramarine Kastehelmi diskunum. Þessi mynd er svo sumarleg og fersk – hrikalega flott!

941748

Ultramarine liturinn fer mjög vel við ljósbláa Teema línuna, – þarna sést einnig fugl ársins hjá Iittala sem er sá eini sem gerður hefur verið með vængina úti. Ég fæ seint leið á því að ræða þessa fugla enda sitja þeir ofarlega á óskalistanum mínum. Hér að neðan má svo sjá Ultramarine fuglinn sjálfann sem gerður var í tilefni 100 ára sjálfstæðis Finna.

941749

iittala_teema_dotted_blue_scandia_2016_2

Enn meira doppótt Teema – ahhh pretty. Til að sjá Ultramarine línuna í heild sinni þá getið þið smellt hér.

iit_table_reset_ii_shop_6

Ég ræð ekki við mig – ein bleik fær að fylgja haha. Rakst í þessa fegurð á vafri mínu á heimasíðu Iittala og ég bráðnaði smá, mínir uppáhaldslitir ♡ Ég ætlaði svo sannarlega að vera búin að færa ykkur fréttirnar af Ultramarine fyrir nokkru síðan, ég var þó búin að sýna á snappinu mínu smávegis í janúar og þá rennur það stundum saman við hvað mér finnst ég vera búin að skrifa um á blogginu mínu:)

svartahvitu-snapp2-1

SJÖAN Í NÝJUM & TRYLLTUM LITUM

Hönnun

Fritz Hansen var að tilkynna nýja og spennandi liti á Sjöunni / 2017 edition, og verður núna hægt að fá stólinn í fallegum djúpum vínrauðum lit, og pastel ljósbleikum sem passa einstaklega vel við fæturnar sem eru sprautaðar í rósagulli. Þessi bleiki litur er ólíkur afmælisútgáfunni frá árinu 2015 en þið getið séð þá útgáfu hér.

Sjöan er mest seldi stóllinn í sögu Fritz Hansen og líklega einnig sá mest seldi í heiminum þegar litið er yfir sögu húsgagnahönnunar, þvílík gæðahönnun og alltaf jafn klassískur stóll.

ahr0ccuzqsuyriuyrnd3dy5zzxb0zw1izxjlzgl0lmnvbsuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgntcxmf9gcml0ei1iyw5zzw5fcy1dag9py2utmjaxny1tzxjpzxmtn18uanbn ahr0ccuzqsuyriuyrnd3dy5zzxb0zw1izxjlzgl0lmnvbsuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgntcwof9gcml0ei1iyw5zzw5fcy1dag9py2utmjaxny1tzxjpzxmtn18uanbn ahr0ccuzqsuyriuyrnd3dy5zzxb0zw1izxjlzgl0lmnvbsuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgntcwnv9gcml0ei1iyw5zzw5fcy1dag9py2utmjaxny1tzxjpzxmtn18uanbn

Hvernig lýst ykkur á þessa? Ég get ímyndað mér að verðið verði þó svipað og á afmælisútgáfunni en sá stóll var á tæpar 100 þúsund krónur – en fallegir eru þeir.

svartahvitu-snapp2-1

NÝTT: ROYAL COPENHAGEN

HönnunPersónulegt

Ég datt aldeilis í lukkupottinn í vikunni þegar ég fékk gefins þessa fallegu skál ásamt kertastjaka en lengi vel hef ég dásamað Royal Copenhagen vörur skreyttar fræga Blue Fluted mynstrinu fína. Sú sem að þetta átti var ekki alveg jafn hrifin af þessu punti og ég og vildi að einhver ætti þetta sem kynni betur að meta þessa fegurð, heppin ég!

16326771_10155707119133332_415658898_o

Einn daginn eignast ég mögulega fleiri hluti í safnið – en Blue Fluted Mega væri vel þegið en ég er mjög hrifin af Fluted og Fluted Mega mynstunum blönduðum saman. Hrikalega fallegt ♡

svartahvitu-snapp2-1