fbpx

AÐVENTUSTJAKINN MINN Í ÁR – NAPPULA RJÓMABOMBA

HönnunJól

Ég elska að sjá hversu ótrúlega ólíkir aðventustjakar geta verið, sumir láta duga að skipta bara yfir í rauð kerti, aðrir bæta við nokkrum grænum greinum og könglum og svo erum það við þessi skreytingaróðu sem kunna okkur illa hóf sem breytum klassískum og einföldum kertastjaka yfir í rjómabombu á nokkrum mínútum. More is more – less is a bore var mottóið mitt í ár en ætli kertastjakinn í ár endurspegli ekki dálítið hugarfarið mitt þessar vikurnar, að gera bara það sem ég elska alveg sama hvað öðrum finnst ♡ Lífið á að vera litríkt og skemmtilegt, og stundum brýst það fram í aðventukertastjakanum ….

Ég skellti mínum í smá rjómabombubað og umlukti hann silkiblómum sem ég átti til (smellti þeim af stönglinum tímabundið), og batt svo bleika silkiborða á hvern stjaka. Kertastjakinn minn er Nappula frá Iittala. – Fæst m.a. í ibúðinni, Epal og Kúnígúnd.

Takk fyrir lesturinn ♡

LITUR ÁRSINS 2024 - PEACH FUZZ

Skrifa Innlegg