SNÚRAN STÆKKAR & BOLIA BÆTIST VIÐ

BúðirFyrir heimilið

Í gær opnaði ein af mínum uppáhalds verslunum, Snúran nýja og stærri verslun en þau kynntu einnig nýtt merki sem er eftir að spila stóran þátt í nýju versluninni en það er danska vörumerkið Bolia! Ég kíkti á þau snemma í gær á meðan þau voru á haus að klára að græja nýju verslunina og ég heillaðist alveg upp úr skónum. Verslunin er einstaklega falleg á alla vegu, vel er hugsað út í öll smáatriði og það er skemmtileg upplifun að ganga þarna um – þið munið mjög vel skilja mig þegar þið kíkið í heimsókn! Það var engin önnur en Rut Káradóttir sem hannaði rýmið sem er hið glæsilegasta, versluninni er síðan skipt upp í nokkrar fallegar stofur sem hver hefur sitt litaþema en bleika stofan er og kemur til með að vera mín uppáhalds. Ég tók þessar myndir þegar allt var ekki alveg 100% klárt svo ég kem mögulega til með að uppfæra þær þegar ég kíki næst við en í opnunarhófinu í gærkvöldi var varla hægt að þverfóta fyrir fólki svo engar myndir voru teknar þá:)

Fyrir áhugasama þá er nýja verslunin staðsett í Ármúla 38 og ég mæli svo sannarlega með að kíkja við! Til hamingju elsku Snúru vinir ♡

NÝTT UPPÁHALD: RÖKKURRÓS

BúðirFyrir heimiliðPlagöt

Ég reyni dálítið að hafa síðuna mína þannig uppbyggða að hún er einfaldlega gott mix af því sem mér þykir persónulega vera áhugavert, og eitt af því eru tips um nýjar og fallegar verslanir. Í dag kíkti ég í fyrsta skipti við hjá Rökkurrós en ég hafði fylgst með þeim á netinu í dálítinn tíma en þau opnuðu loksins verslun fyrir rúmlega viku síðan í Grímsbæ þar sem Petit var áður. Ég fór þangað til að sækja Andy Warhol plakat sem ég hafði pantað mér en ég dauðsá alltaf eftir mínu sem ég hafði selt í einhverju flýti í fyrra svo ég var ekki lengi að ákveða að skella mér á annað þegar þau loksins voru byrjuð að fást á Íslandi. Það verður að viðurkennast að eins gaman það er að versla á netinu þá er alltaf allt annað að geta líka snert og skoðað hlutina og séð þá í umhverfi, og nokkrir hlutir þarna komu mér skemmtilega á óvart sem ég hafði áður séð í annaðhvort innlitum eða á vefsíðunni þeirra.

12325622_10154358006688332_400861167_o 12315021_10154358006463332_396935635_o 12318453_10154358005973332_793729817_o 12318337_10154358007128332_1405420702_o

Love Warrior myndirnar heilla mig alveg uppúr skónum.

12315309_10154358007228332_1008577732_o

Það munaði mjög litlu að ég hafi nælt mér í nokkur svona jóla-hreindýraskraut en mundi svo að ég er að spara…

12318461_10154358006268332_953478123_o12318172_10154358005663332_526765257_o

 Hversu fínt?

P.s. ég er að undirbúa trylltasta gjafaleik sem hefur komið inn á þetta blogg… ég mæli með að fylgjast vel með:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VERSLUNARTIPS: MALMÖ MODERN

BúðirVerslaðVerslunarborgin

Verslunin Malmö Modern er algjört must see ef þú átt leið til Malmö á næstunni og átt pláss í töskunni fyrir einn til tvo fallega muni til að skreyta heimilið. Þetta er ein af fallegri verslunum sem ég hef séð, þó hef ég aldrei farið þangað en ég hef lesið um hana í tímaritum og fylgi þeim líka á Instagram, það fær að vera nóg í bili:) Einnig halda þeir úti ágætis vefverslun sem sjá má betur hér fyrir áhugasama. Það skýn alveg í gegn að þau sem reka þessa verslun hafa ástríðu fyrir hönnun, það sést langar leiðir og þannig verslanir er ekki annað hægt en að elska. Og mæla með!

Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.36Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.24 Screen Shot 2015-06-22 at 23.01.48 Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.05 Screen Shot 2015-06-22 at 22.58.19 Screen Shot 2015-06-22 at 22.58.04 Screen Shot 2015-06-22 at 22.57.47 Screen Shot 2015-06-22 at 22.57.00Screen Shot 2015-06-22 at 22.52.58 Screen Shot 2015-06-22 at 22.56.36 Screen Shot 2015-06-22 at 22.56.13 Screen Shot 2015-06-22 at 22.53.27

Algjört augnakonfekt þessi verslun, ég mæli svo sannarlega með að kíkja við hjá þeim við tækifæri. -Heimilisfangið er Skeppsbron 3.

Eigum við svo aðeins að ræða þennan fína gyllta ananas sem er að slá í gegn í innnahússtímaritum uppá síðkastið? Ægilega smart og skemmtilegt stofupunt, hann kostar um 9.000 kr. í Malmö Modern sem er svipað verð og hollenski framleiðandinn Pols Pottern selur hann á. En á Íslandi kostar hann 19.900 kr!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

VERSLAÐ ERLENDIS: LAGERHAUS

BúðirVerslaðVerslunarborgin

Ég var í heimsókn hjá Linneu í Petit þegar ég sá fína dagatalið sem hangir uppi í æðislegu versluninni hennar. Það er reyndar ekki til sölu hjá henni og fjölmargir sem spurja reglulega út í það, en hún sagði mér að það fengist í sænsku versluninni Lagerhaus. Þá mundi ég að þangað hef ég svo sannarlega komið og vá hvað þetta er æðisleg verslun og ódýr í þokkabót. Ég tók saman nokkrar flottar vörur frá Lagerhaus ef þið eigið leið til Svíþjóðar eða Noregs í sumar þá mæli ég með ferð í þessa verslun. Þarna er hægt að finna allskyns skrautmuni fyrir heimilið á oft alveg fáránlega góðu verði. Svo senda þeir til Danmörku fyrir áhugasama, en því miður ekki hingað heim.

 

Ekki slæmt úrval þarna, ég væri alveg til í að skella mér í helgarferð til Stokkhólms og fylla ferðatöskuna af fíneríi þaðan. Hver er til?:)

Hér má sjá staðsetningu Lagerhaus í Svíþjóð og Noregi.

-Svana

KVÖLDSTUND Í HAFNARFIRÐI♡

BúðirHönnun

Í dag er húllumhæ á Strandgötunni í Hafnarfirði en það er einmitt mín uppáhaldsgata. AndreA boutique , Litla Hönnunar Búðin , Stúdío Snilld, Baugar & Bein, Kailash, HB búðin og Eymundsson verða með langan fimmtudag og verður því opið til 21:00. Einstakt tækifæri til að eiga notalega kvöldstund í Hafnarfirðinum og rölta Strandgötuna í kvöldsólinni og skoða einstaka hönnun og list. Svo er hægt að enda kvöldið á einu af kaffihúsum bæjarins tjahh eða í ísbúð Vesturbæjar sem ég fer aðeins of oft í.

Ég heyrði svo skemmtilega samlíkingu um daginn en þá heyrði ég Strandgötunni líkt við Brooklyn í NY, sem er ekki leiðum að líkjast. Hér er nefnilega ótrúlega spennandi hönnunarsena að myndast, ég verð jú einnig að nefna uppáhaldið mitt Spark design space sem komið er með útibú í listasafninu Hafnarborg og svo opnaði einnig í vetur Íshús Hafnarfjarðar sem er algjörlega frábær viðbót við bæinn, en þar má finna samstarf skapandi hönnuða, iðn- og listamanna. Hjá þeim er einnig opið til 21 í kvöld. (Strandgata 90, við höfnina.)

11188183_409565235882554_4093304403451073155_n

 

11168561_409565172549227_8053101834315520573_n

Hér að neðan má sjá dagskrána:

Baugar&Bein:
Við erum 1/2 árs í vikunni og af tilefni þess bjóðum við upp á tilboð á ýmsum vörum, það verður rauðvín á boðstólum frá kl 18:00, tónlist og dulúðug stemning! Fullt af nýjum vörum! Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.

AndreA:
Við ætlum að fagna hækkandi sól, hlökkum til að sjá alla og eiga skemmtilega kvöldstund saman.
Erna Hrund tísku og förðunar bloggari á Trendned / Reykjavík fashion journal kemur og kynnir naglalakkið ESSIE sem er nú loksins fáanlegt á Íslandi og verður í sölu hjá okkur.
20% sumarafsláttur af öllum klútum.
Hvítt og sætt í boðinu !
Sjáumst.

Litla Hönnunar Búðin:
Festival fögnuður í búðinni með allskonar tilboðum, góðgæti og gosi. Hlakka til að sjá ykkur ♥

Stúdíó Snilld: Teiknarinn Heiðdís Helgad. Heiddddddinstagram opnar stúdíóið sitt upp á gátt. Næs músík og léttar veigar fyrir gesti og gangandi. Macrame plöntuhengi fylgir hverri seldri mynd (á meðan birgðir endast). Verið svo innilega hjartanlega velkomin í fagra Hafnarfjörðinn!

HB-búðin:
Undirfataverslun með miklu úrvali af stærðum bæði í nærfatnaði og náttfatnaði. HB – búðin býður gestum og gangandi 20% afslátt af öllum náttfötum.

Íshús Hafnarfjarðar: 

Í Verzlun Íshúss Hafnarfjarðar verða Bifurkolla.com, Þórdís Baldursdóttir keramik hönnuður, Sisters Redesign – Icelandic design, Hanna Greta ceramic-arts,Guðrún B – íslenskt handverk, 3D VERK, Bergdisg design, Embla Contemporary Ceramics og Margrét Ingólfsdóttir með handverk sitt. Beint frá hönnuði og milliliðalaust.

 

Ég mæli með þessu í kvöld:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

INNLIT Í HAY VERSLUN Í BATH

BúðirHönnun

Ég kíkti nýlega til fallegu borgarinnar Bath sem er í suður Englandi. Borgin sem er á heimsminjaskrá er ein af þeim fallegri sem ég hef heimsótt og þrátt fyrir að þetta hafi aðeins verið dagsferð náði ég að sjá fallegar fornminjar borgarinnar ásamt því að skoða miðbæinn vel. Í borginni voru nefnilega tvær af mínum uppáhaldsverslunum, HAY og Anthropologie og ég tók nokkrar myndir til að deila með ykkur. Ég elska að komast í sérverslanir og að geta séð allt vöruúrval merkjanna eins og t.d. er í tilfellinu með HAY sem ég held mikið upp á.
IMG_2655

Hér heima er Epal söluaðili HAY og hjá þeim má sjá brot af öllu vöruúrvalinu en svo er alltaf hægt að sérpanta vörur sem eru ekki til í búðinni. Ég var búin að hafa augastað á stofuborði/kaffiborði í smá tíma og fannst því æðislegt að fá að sjá það með eigin augum áður en ég færi út í það að leggja inn pöntun. Borðið sem um ræðir er þetta litla sexhyrnda úr brassi en ég myndi þá para það saman við annað borð. Verst er þó hvað lagið og efnið í borðinu er einstaklega óbarnvænt. IMG_2634

Alveg tjúllað borð að mínu mati.

IMG_2676

Borðin heita Split table og koma í nokkrum litum og eru til sexhyrnd, ferhyrnd og hringlaga.

IMG_2658

IMG_2637

Búðin var alveg einstaklega skemmtileg og lífleg sem er reyndar það sem ég myndi einnig segja um vörumerkið sjálft, algjört uppáhalds hjá mér!

IMG_2632 IMG_2648 IMG_2641 IMG_2640 IMG_2630 IMG_2626

Fallegustu herðatré sem ég veit um… hægt og rólega stækkar safnið mitt:)

IMG_2677IMG_2673IMG_2672IMG_2664IMG_2662IMG_2661

Ég er mjög hrifin af þessum staflanlegu geymsluboxum og svo standa rúmteppin alltaf fyrir sínu.

IMG_2657IMG_2620

Það sem mér þótti gaman að heimsækja þessa verslun og þvílík fegurð þarna inni, verst hvað óskalistinn lengdist um nokkra hluti. Þá er bara spurningin hvað ég eigi að gera varðandi þetta gyllta borð sem mig langar ó svo mikið í, en verandi með einn 7 mánaða gamlann, sófaborð með sex hornum hljómar nefnilega ekki svo barnvænt:)

Eigið góða helgi!

x Svana

Screen Shot 2015-04-23 at 22.38.42

SNÚRAN.IS OPNAR VERSLUN

Búðir

Ég er mjög spennt fyrir því að ein af mínum uppáhaldsvefverslunum, Snúran.is mun opna sína fyrstu verslun á morgun í Síðumúla 21. Ég hef dálítið verið að versla við hana Rakel hjá Snúrunni og við höfum hreinlega orðið hinar fínustu vinkonur, þú veist s.s. að þú ert að versla mikið þegar þú ert orðin vinur verslunareigandans;)

11046578_1084090061604982_7825400715675000107_n

Þetta rúmteppi frá OYOY er svo ofsalega fínt.

10980727_1071019569578698_7106949236754201719_n

Þessir lúxus “Ikea” pokar frá Herman Cph eru að gera mjög mikið fyrir mig, þeir ættu í rauninni að fá sérfærslu. Ég og bláu ljótu Ikea pokarnir eigum nefnilega langa sögu og mikið sem ég hefði elskað að svona fallegir pokar hefðu verið til þegar ég var nánast með þennan bláa límdann við öxlina á mér þegar ég var í námi í Hollandi. Þannig hjólaði ég reglulega í skólann með viðkvæm módel og annað skóladót í pokanum, svo fór ég þess á milli með pokann troðfullan af fötum í þvottahúsið. Þeir eru nefnilega algjör snilld, -sko Ikea pokarnir eins og þið mörg vitið mögulega, en liturinn, ó þessi litur hann er nefnilega engin heimilisprýði.

12879_1075673415779980_3645248008138093474_n

Bjartur var að biðja mig um að kaupa handa sér svona sveppapúða…

10390121_1080864775260844_816046510624985335_n

Og svo mögulega eini hluturinn sem mig vantar í rauninni að eignast, hitt allt er bara svona ef lottóvinningurinn langþráði birtist;) Það er nefnilega eldhúsrúllustandur, og þessi er einn af þeim flottari. 

Verslunin verður staðsett á Síðumúla 21 og á morgun verður smá opnunarhóf á milli kl.17-19. 

x Svana

EINSTÖK VEFVERSLUN

BúðirFyrir heimiliðVerslað

Rockett st. George er afskaplega falleg bresk vefverslun sem ég skoða af og til. Vöruúrvalið er ólíkt því sem við erum vön sem er afskaplega hressandi ef svo má segja, framandi og öðruvísi hlutir og aðrir draumkenndir eins t.d. og uppstoppaður einhyrningur á vegg. Ég hef verið að skoða margar vefverslanir síðustu daga þar sem að ég er að fara erlendis í næstu viku og finnst tilvalið að nýta tækifærið að panta nokkra hluti og fá að sleppa við tollinn og oft háann sendingarkostnað til Íslands. Rockett st. George hefur margoft verið kosin besta vefverslunin af ýmsum tímaritum og vefsíðum, svo þið ættuð að kynna ykkur þessa síðu, þarna er nefnilega fullt af fjársjóðum að finna.

Hvernig væri svo að skella sér á eins og einn einhyrning fyrir stofuna?

x Svana

HRÍM OPNAR Í KRINGLUNNI

Búðir

Það er eflaust eftir að gleðja mörg hönnunarhjörtu að heyra það að Hrím opni nýja verslun á næstu dögum í Kringlunni, nánar tiltekið þann 12.mars sem er einnig dagurinn sem HönnunarMars hefst. Ég heyrði aðeins í Tinnu sem á ótrúlega stuttum tíma er að opna sína þriðju verslun í Reykjavík frá árinu 2012, en fjórðu verslunina sína ef með er talin Hrím sem hóf upphaflega rekstur sinn á Akureyri vorið 2010.

“Við erum mjög spennt fyrir því að opna í Kringlunni en í nýju búðinni verður blanda af því besta úr Hrím búðunum okkar á Laugaveginum. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur þannig að við ákváðum að taka þetta skref og stækka við okkur. Við höfum alltaf lagt mikið uppúr hönnun verslana okkar og jákvæðri upplifun viðskiptavina okkar og við vonum innlega að okkur verði vel tekið, við lítum að minnsta kosti svo á að það sé mikið tækifæri fyrir Hrím að opna verslun í Kringlunni. Við flytjum inn nær allar okkar vörur sjálf og flestar þeirra fást ekki í Kringlunni eins og er. Margar þessara vara eru mjög vinsælar, bæði á Laugaveginum en einnig í  vefverslun okkar, www.hrim.is. Við höfum því mikla trú á þessum vörumerkjum okkar og teljum að þau muni standa sig mjög vel, þetta eru merki eins og Ferm Living, Kahler, Studio Arhoj, Chasseur og svona mætti lengi telja. Við munum svo fljótlega kynna ný merki sem munu fást í nýrri verslun okkar í Kringlunni.”

Frábærar fréttir, ég tók saman nokkra hluti sem heilla mig að þessu sinni frá Hrím:)

Nýja Hrím verslunin mun verða staðsett á móti Zöru og Boss búðinni þar sem útivistarverslunin Zo-on var áður og stefna á að opna fimmtudaginn 12. mars nk.

Það er skemmtilegur HönnunarMars framundan!

FALLEG VEGGFÓÐUR

BúðirFyrir heimiliðÓskalistinn

Þegar að ég mun eignast mitt eigið húsnæði (lesist hús) þá ætla ég að veggfóðra eitt herbergið. Falleg veggfóður geta skapað ævintýralega stemmingu en úrvalið af fallegum og einstökum veggfóðrum er alveg ótrúlega mikið, kannski ekki hér á landi, en það er nú ekki mikið vandamál fyrir okkur flest að versla á netinu. Verðin á þeim geta þó oft verið nokkuð há, en þá er tilvalið að velja bara minnsta herbergi heimilisins, t.d. gestabaðherbergið! Eitt fallegasta baðherbergi sem ég hef heimsótt, já ég hef heimsótt fjölmörg baðhergbergi haha, eitt þeirra var nefnilega veggfóðrað með skógarveggfóðri og mikið var það fallegt.
Ég tók saman nokkur falleg veggfóður af einni af uppáhaldsvefverslununum mínum Rockett st. George sem hefur jafnframt verið kosin besta vefverslunin af breska Elle Decoration.

Sjá meira hér, góða skemmtun að vafra!