fbpx

UPPÁHALDS VERSLUN – SEM ÉG HEF ALDREI HEIMSÓTT

BúðirFyrir heimiliðUppáhalds

Hafið þið lent í því að eiga ykkur uppáhalds verslun án þess að hafa stigið fæti þangað inn? Ég á í slíku ástarsambandi við sænsku hönnunarverslunina Artelleriet sem ég hef fylgst með í mörg ár, verslunin er staðsett í Gautaborg og opnaði fyrst dyrnar árið 2011. Nýverið gekkst verslunin undir miklar breytingar og í tilefni þess birtist innlit í verslunina hjá sænska Elle Decoration og að venju fæ ég stjörnur í augun. Sjáið þessa fegurð – einn daginn mun ég heimsækja þessa paradís fyrir hönnunarunnandann –

Myndir // Elle Decoration

Hafið þið kannski heimsótt verslunina? Ég get varla ímyndað mér að hægt sé að ganga tómhentur þaðan út. Núna hef ég vissulega ekki heimsótt Artelleriet, en verslunin Nordiska Galleriet í Stokkhólmi er mögulega á sama “leveli” vá ég elskaði þá verslun, væri áhugavert að heyra frá einhverjum sem hefur heimsótt báðar verslanir? Eru þær sambærilegar? ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DJARFT LITAVAL Á FALLEGU HEIMILI Í DUBLIN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Andrea Röfn

  8. September 2019

  Ó ég elska þessa búð

 2. Thelma Benediktsdóttir

  8. September 2019

  Það er bara engin búð sem kemst nálægt því að vera eins guðdómleg og Artilleriet! Þau eru með eitthvað óútskýrt touch! Farið mjög oft í báðar búðir. Þau eru svo dugleg að hreyfa við búðinni og snúa öllu við svo það er endaulaus ný upplifun að koma þangað. Þegar þú ferð þarftu að koma við í Spinneriet sem er þarna rétt fyrir utan Gautaborg ?
  P.s þau eru líka með kitchen búð á Magazingatan sem er sjúk líka.

 3. sigridurr

  9. September 2019

  fallegt!