DRAUMAHÚS FRÁ 1930

Það er eitthvað ótrúlega heillandi við þetta hús sem byggt var um 1930 og skartar ennþá mörgum upprunalegum einkennum. Það er vissulega ekki hægt að komast yfir sambærileg hús hér á landi og stundum vildi ég hreinlega óska þess að ég byggi í Danmörku svo ég gæti eignast gamalt hús sem gaman væri að gera upp, en stíllinn á þessum gömlu klassísku húsum er svo fallegur. Hér er einnig að finna risastórann draumagarð en það er líka innbúið sjálft sem gerir þetta heimili ennþá meira heillandi.

Stofan er sérstaklega falleg og hlýleg, takið eftir hvað kristalljósakrónurnar gera mikið fyrir herbergin.

Ég gæti vel hugsað mér að setja Rand mottuna mína undir borðstofuborðið en það er mögulega með því ópraktískara sem hægt er að gera með barn á heimilinu.

Myndir via Residence 

Þvílíkur draumur að búa í svona sveitasjarma höll ef svo má kalla, ég er sérstaklega hrifin af því hvernig gömlum hlutum er blandað við módernískari hluti. Rand mottan á móti gömlum viðarstólum, ljósasería á móti kristalskrónum og inniplöntur sem gefa heimilinu líf. Einstaklega vel heppnað heimili með sál.

Hvernig finnst ykkur þessi sveitarómans stíll?

SJARMERANDI HEIMILI MEÐ BLÁUM TÓNUM

Heimili

Þetta fallega heimili vakti athygli mína á netvafri kvöldsins. Litirnir eru sérstaklega fallegir, dökkmálað svefnherbergið og bláir tónar sem teygja anga sína um allt heimilið, bláar eldhúsinnréttingar, bláir púðar í stofunni og bláir skápar í forstofu. Heimilið er hlýlegt með úrvali af listaverkum og ljósmyndum á veggjum ásamt fallegum smáatriðum. Það er ekki erfitt að finna innblástur frá þessum myndum og ætla ég að vista nokkrar þeirra á Pinterest til að geta flett þeim upp síðar, svefnherberginu vil ég ekki gleyma enda algjör draumur. 

Myndir via Historiska Hem

HELGARINNLITIÐ : MEÐ ELEGANT ELDHÚS & TRYLLTAN PALL

Heimili

Ég veit að spáin um helgina lofar ekkert alltof góðu en ég varð svo bálskotin í þessu bjarta og opna heimili sem skartar stærðarinnar sólpalli sem hægt er að ganga út á beint frá stofunni. Undir venjulegum kringumstæðum ættum við auðvitað að vera úti núna að græja og undirbúa garðinn og pallinn fyrir komandi sólardaga – það er jú júní og allt það. En þess í stað fáum við að skoða fallegar myndir af smekklegum útisvæðum í útlöndum. Fyrir áhugasama þá hef ég áður skrifað um smekklegar svalir og má nálgast þá færslu HÉR. 

   

Myndir West East home

Ég vil annars þakka ykkur öll jákvæðu viðbrögðin sem ég fékk fyrir færslu gærdagsins, ég bráðnaði alveg yfir sumum skilaboðum sem ég fékk og það gleður mig að geta veitt einhverjum hvatningu.

Ég eyði minni helgi í bústað – ekki þessum eina sanna heldur ásamt öllum vinkonuhópnum mínum ásamt viðhengjum, 17 stykki takk. Eigið góða helgi!

HELGARINNLITIÐ: DÖKKMÁLAÐ & TÖFF

Heimili

Þetta heimili er sérstaklega fallegt með dökkmáluðum veggjum og húsgögnum í stíl. Fagurmáluð bleik skrifstofan sem virðist einnig vera fataherbergi vakti athygli mína ásamt dásamlegu dökkmáluðu svefnherbergi. Enn eina ferðina er ég minnt á drauma sófaborðið mitt sem ég hef verið með á heilanum í nokkur ár. En það er Gae Aulenti hjólaborðið fræga, ég var komin með tilboð í hert gler sem ég ætlaði að láta bora í fyrir dekkjum í svipuðum stíl en stoppa alltaf þegar ég sé fyrir mér annaðhvort stórslys eða að ég þurfi alltaf að vera með tuskuna á lofti. En hinsvegar langar mig í svona ferhyrnt sófaborð til að stilla upp blómum og bókum…

Aldrei tekst mér að búa svona fallega um rúmið…

Myndir via

Svefnherbergið er algjört æði, eruð þið ekki sammála því eða reyndar allt heimilið í heild sinni. Ég persónulega hefði þurft meira af litum í alrýmið á meðan að það skiptir minna máli í svefnherberginu. En þrátt fyrir það er ég alveg bálskotin og finnst koma einstaklega vel út að halda veggjum hvítum en mála alla lista, hurðar, gluggakarma og ofna í svörtum lit – mjög töff!

Eigið góða helgi!

IKEA ER INN

FASHIONFRÉTTIR

English Version Below

Það lítur út fyrir að allir ætli sér að fá smá bita af IKEA þetta seasonið. Úramerkið fræga, Triwa, sýndi fyrr í vikunni nýtt samstarfsverkefni með sænska húsgagnarisanum – Triwa x IKEA.

Eins og ég sagði og sýndi ykkur HÉR þá sjokkeraði hátískuhús Balenciaga okkur fyrr í vor þegar þeir settu í sölu tösku sem er virkilega álík hinum klassíska burðarpoka frá IKEA. Ef Balenciaga segir að það sé inn þá kemur ekki á óvart að aðrir fylgi í kjölfarið ;) Nú hefur Triwa sagt frá samstarfsverkefni við IKEA sem væntanlegt er frá merkinu. Úrið ber nafnið “Frakta watch” og fer í sölu innan skamms.

Fyndið, og skemmtilegt. Hlakka til að sjá hverjir verða næstir á IKEA vagninn.

//

First Balenciaga and now Triwa. IKEA seems to be IN right now. The Frakta Watch, which you can see on the photo above, will be availebe soon.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRAUMKENNT HEIMILI : ARTILLERIET

Heimili

Artilleriet er ein af fallegustu verslunum sem hægt er að finna en hún er staðsett í Gautaborg. Áður hefur verið fjallað um þessa glæsilegu verslun á Trendnet, Pattra hér, Ása Regins hér og nýlega kíkti Elísabet Gunnars í innlit til þeirra sem sjá mátti á Trendnet Instagram stories. Artilleriet stendur fyrir fjölbreyttu og fallegu úrvali af innanhússmunum, húsgögnum og smávörum. Þar má finna fullkomna blöndu af klassík, vintage og nútímalegri hönnun sumt frá vel þekktum merkjum sem standa fyrir mikil gæði en einnig frá óþekktari merkjum sem eru á uppleið.

Artilleriet birti hjá sér þessar myndir af heimili Lisu Robertz sem er ekki aðeins fyrrverandi starfsmaður verslunarinnar heldur mikill fagurkeri, það verður að segjast að það er ekki vitlaus hugmynd hjá verslun að auglýsa vörurnar sínar á þennan hátt, í innliti sem er ekki bara ótrúlega fallegt heldur gefur einnig góðar hugmyndir.

Ef þið smellið á innlitið hér, þá má sjá að verslunin hefur tekið saman nokkrar vörur svo auðveldlega er hægt að leika eftir þennan stíl! Virkilega fallegt og elegant heimili með persónulegum stíl ♡

BLEIKUR ER HINN NÝI SVARTI ♡

Það hlaut að koma að þessu og ég ætla hér með að leyfa mér að tilkynna ykkur að bleikur er hinn nýi svarti. Undanfarið hefur þessi dásamlegi uppáhaldslitur minn til margra ára verið að læðast inn á mörg heimili og í fataskápa, þetta gerðist svo hægt að við tókum varla eftir því. En nýlega hefur orðið algjör sprenging og bara núna á forsíðu Trendnets eru 9 færslur sem á einhvern hátt tengjast bleikum (ég á mögulega einhverjar þeirra…). Ég er glöð að sjá loksins svona marga kunna að meta þennan fallega lit sem á alla þessa athygli svo sannarlega skilið, ég bara vona að þið séuð komin í bleika liðið “for good” því bleikur er ekki bara litur – heldur lífstíll! Það kemur fáum á óvart að ég röfli um eitthvað bleikt og heimilið mitt er mögulega með of marga bleika hluti sem þó ert alltaf að bætast við. Best er þó að ég hafi fengið að mála anddyrið í Svönubleikum lit (já Sérefni selur í dag lit sem heitir Svönubleikur ♡) og núna er næsta baráttan mín að fá fölbleikan sófa í stofuna.

Þetta heimili sem ég ætla að sýna ykkur núna er alls ekki það bleikasta sem hægt er að finna en sófinn í stofunni er í æðislegum bleikum lit og prýðir þessa stundina forsíðu Maí tölublaðs breska Elle Decoration.

Myndir : Elle Decoration 

Það besta við þetta er að ég veit að flest ykkar sem hingað kíkið inn elskið líka bleikan – því annars mynduð þið varla nenna að lesa bloggin mín ♡ Hvað finnst ykkur svo um þessa þróun, er þetta bara enn ein tískubylgjan hjá þessum stóra hóp sem núna lýsir yfir ást sinni á bleikum?

Í dag var ég á smá stússi fyrir bústaðinn okkar og var virk á Snapchat en einnig á Instagram live hjá Trendnet (bara hægt að sjá það í síma). Ég er mögulega, en bara mögulega með nokkra bleika hluti sem fá að skreyta bústaðinn og ætla að sýna betur frá því um helgina á Snapchat. Eigið ljúfa helgi x

KATE MOSS & BLEIKUR SÓFI

Heimili

Það er alltaf dálítið erfitt að birta nýtt innlit á eftir því sem slær svona ótrúlega í gegn eins og það íslenska sem ég birti síðast, sjá hér. En því ákvað ég að sýna ykkur innlit í eina típíska sænska krúttlega stúdíó íbúð. Hér hefur allt verið opnað upp á gátt með glugga úr eldhúsi inn í svefnherbergi svo birtan flæðir inn ásamt því að stærðarinnar glerveggur aðskilur svefnherbergi og stofu sem gefur heimilinu mikinn karakter og birtu. Veggirnir eru málaðir í hlýjum ljósgráum lit sem fer vel með bleikum sófanum og gylltum smáatriðum. Gylltur eldhúsvaskur flokkast þó aldeilis ekki sem smáatriði heldur meira eins og drottningin á svæðinu. Ég meina hver væri ekki til í gylltan trylltan vask?

Í litlum íbúðum þarf að nýta allt geymslupláss vel og hér þarf að hafa skápana í stofunni.

Eldhúsið er ótrúlega fallegt, með marmaraplötu og gyllti vaskurinn er æði!

 

Sniðug lausn að opna svona rýmið með glervegg til að ná birtunni inn.

Hér hefðu þau vel getað haft fataskápinn en á sama tíma hefði eldhúsið verið töluvert lokaðra, þessi útkoma er töluvert skemmtilegri.

Myndir via Residence 

Núna ætla ég að stíga frá tölvunni og fara út í þetta dásamlega veður sem við erum svo heppin með! Krossum fingur og tær að það haldist svona fram á haust:)

HEIMILI SEM KEMUR MANNI Í SUMARGÍRINN

Heimili

Alltaf verður maður svo bjartsýnn þegar sú gula lætur sjá sig! En þetta heimili er einmitt það sem ég þurfti að skoða í dag, svo sumarlegt og fallegt. Stofan er sérstaklega falleg með grágrænum veggjum og Koushi ljósi sem eru sjaldséð hér á landi. Hér er búið að gera mikið úr litlu og ódýrar lausnir eins og viðarhillurnar og fatasláin í svefnherberginu. Þessi íbúð er lítil en þó algjört sjarmatröll!Myndir via Entrance

Ég get ekki beðið eftir að græja litlu “svalirnar” hjá okkur til að hafa það huggulegt í sumar, en svíarnir mega eiga það að þau kunna virkilega að meta þessi litlu útisvæði sín í þéttbyggðum borgum og oft á tíðum eru svalirnar nánast eins og önnur stofa. Þarna væri gott að sitja með hvítvínsglas:)

SUNNUDAGS HEIMILIÐ ♡

BarnaherbergiHeimili

Þessi sunnudagur hefur verið alveg frábær, við fjölskyldan byrjuðum daginn á góðum göngutúr um Hafnarfjörð sem endaði í sunnudagskaffi hjá tengdó, þar á eftir fékk ég boð frá systur minni sem kíkti með mér á æðislega bílskúrssölu (allt um það í dag á svartahvitu snapchat) en það mætti vera algengara að halda bílskúrssölu eða flóamarkað í heimahúsi – ég mæti glöð á allt slíkt. Verst að ég er að drepa Andrés minn lifandi á öllu þessu dóti sem ég kem með heim af skransölum haha og þarf mögulega sjálf að halda slíka sölu í sumar. Á meðan að Bjartur minn tekur lúr er fullkomið að mínu mati að setjast smá við tölvuna en ég reyni eins og ég get að halda bæði tölvu og símahangsi frá honum:) Smá út fyrir efnið… en hér að neðan er sænskt draumaheimili sem ég rakst á hjá Residence, þvílík smáatriði sem fanga augað og ólíkt því sem við erum vön að sjá. Barnaherbergið er algjört æði þó ég setji spurningarmerki við arininn þar inni? Kíkjum á þessa fegurð,

// Myndir via Residence

Hér gæti ég svo sannarlega búið, ótrúlega fallegt heimili og þessu upprunalegu smáatriði – rósettur og listar! Eigum við að ræða þessa fegurð? Ég vona hinsvegar að þið hafið átt alveg ótrúlega góða helgi, ég væri að minnsta kosti til í að endurtaka þennan sunnudag aftur og aftur…