ÞORIR ÞÚ? INNLIT MEÐ SVÖRTU LOFTI

Heimili

Það eru ekki margir sem þora að mála veggina á heimilinu svarta en hvað þá að mála aðeins loftið svart! Útkoman er svo allt annað en við erum vön og alveg hrikalega flott. Takið líka eftir hvað háu gólflistarnir koma vel út, – það er að verða aftur mjög vinsælt að bæta við fallegum gólflistum sem gefa heimilum svo mikinn karakter og hlýju. Þessi gömlu, sérstaklega sænsku heimili sem við sjáum hafa mörg hver að geyma virkilega fallega og gamla lista og tala nú ekki um dásamlegu rósetturnar í loftum, en það er ekkert sem segir að við megum ekki bæta slíku við á okkar heimili þó það sé ekki “upprunalegt”. Ef þú ert að taka í gegn heimilið þá er þetta klárlega eitthvað sem ég mæli með að kíkja á.

4kjs14q1dumhopib4kjs14es7umhoph54kjs16k25umhopos4kk2r5plnl1oslaf4kjs13nqhumhopfs   4kjs15a8dumhopk4  4kjs55ltpphrlard 4kjs1494humhopgi 4kjs1726fumhopql

Fleiri myndir má sjá hjá Valvet.se

Þessar myndir eru akkúrat það sem ég þurfti í dag – heimilisinnblástur í betra lagi!

svartahvitu-snapp2-1

BÓHEM & BJÚTÍFÚL

Heimili

Rómantískt veggfóður, dökkur viður og bóhem fílingur er eitthvað sem ég skrifa ekki oft um, en almáttugur hvað þessi íbúð er falleg. Héðan má fá margar hugmyndir af fallegum myndaveggjum enda nóg af þeim á aðeins 58 fermetrum, takið eftir hvernig myndirnar eru einnig hengdar upp á ólíklegustu staði – fyrir ofan hurðarop, og á litlum bita sem staðsettur er fyrir ofan ísskápinn í eldhúsinu – hrikalega flott! Það eru líklega margir sem hefðu kosið ljósara gólfefni en mikið fer það vel við dökku húsgögnin og allt þarna inni passar svo fullkomnlega saman.

 12-paris-styling-700x1049

  24-paris-styling-700x46720-paris-styling-700x467

Takið hér eftir flottu loftljósunum í eldhúsinu, þessi einföldu! Þarna sést einnig hversu vel það kemur út að hengja upp myndir á ólíklegum stöðum.

   28-paris-styling-700x46709-paris-styling-700x104913-paris-styling-700x1049

  27-paris-styling-700x1049

Ég get alveg gleymt mér að horfa á þessa myndaveggi, og marokkósku flísarnar setja punktinn yfir i-ið.

07-paris-styling-700x104915-paris-styling-700x467

Dökk og stór viðarhúsgögn hafa ekki verið of áberandi undanfarið, en sjáið hvað svona klassísk húsgögn njóta sín vel í réttu umhverfi. Hringlaga spegillinn léttir örlítið á ásamt látlausri skreytingu ofan á skenknum.

16-paris-styling-700x467

– Bara passa að festa rammana vel ef það á að hengja upp fyrir ofan rúm! EOS ljósið er síðan alltaf jafn fallegt og er mögulega eitt vinsælasta svefnherbergja ljósið um þessar mundir:)

23-paris-styling-700x104904-paris-styling-700x104903-paris-styling-700x467

Myndir: Alice Johansson Stílisering: Pernilla Algede fyrir Alvhem

Það fallegasta sem ég hef séð í langan tíma ♡

// P.s. ég kíkti í dag í heimsókn á Snapchat á vinnustofuna hjá hönnuðinum Steinunni Völu – Hring eftir hring. Ef þið hafið áhuga þá er ykkur velkomið að fylgjast með þar.

svartahvitu-snapp2-1

GRÁI DEMANTURINN HENNAR LOTTU AGATON TIL SÖLU!

Heimili

Haldið þið ekki að elsku Lotta Agaton okkar hafi verið að setja íbúðina sína á sölu! Þetta er auðvitað algjörlega einstakt heimili og ég fæ ekki nóg af því að skoða þessar myndir, þvílík fegurð. Áður hefur birst innlit frá heimilinu hennar í sænska Residence sem ég lét sérstaklega senda mér frá Svíþjóð en þar var ekki sýnt jafn ítarlega frá heimilinu og fasteignarmyndirnar gera núna og því hlakkar smá í okkur innanhússperrunum að fá að sjá inn í alla króka og kima hjá drottningunni sjálfri. En heimilið er óaðfinnanlegt frá a-ö og sérstaklega gaman að fá að sjá líka í unglingaherbergið og baðherbergið. En dembum okkur í innlitið, ég veit að þið fáið heldur aldrei nóg af Lottu okkar…

6174429 6180225 61802276180231 6180233 6180235 6180237 61802396174363esny_lotta_agaton_3-740x494 esny_lotta_agaton_6-copy-740x1011 esny_lotta_agaton_7-740x1011esny_lotta_agaton_kitchen-740x4946180235 esny_lotta_agaton_bathroom-740x997 6174369 6180239

Ef þið viljið fá fleiri myndir og upplýsingar varðandi þessa geggjuðu íbúð þá smellið þið hér !

Ég er hinsvegar á leið til Kaupmannahafnar í nótt og ætla að kíkja smá yfir til Stokkhólms eftir helgina – kannski ég banki upp á hjá Lottu;) Ég ætla að vera virk á snappinu á þessu ferðalagi mínu og reyni einnig að kíkja aftur hingað inn eftir helgi!

Eigið ljúfa helgi x

svartahvitu-snapp2-1

INNLIT: MEÐ TRYLLTAN MYNDAVEGG

Heimili

Innlit dagsins er í betri kantinum, dásamleg íbúð í Stokkhólmi uppfull af fallegum hlutum og góðum hugmyndum. Myndaveggurinn er sérstaklega flottur og glerhurðin sem aðskilur svefnherbergi og stofu er algjört æði – meira svona. Kíkjum í heimsókn!

rimage-1-php rimage-2-php rimage-3-php  rimage-5-php  rimage-php rimage-8-php rimage-9-php rimage-10-php rimage-11-php rimage-12-php rimage-13-php rimage-14-php rimage-15-php rimage-16-php

Myndir via BO-STHLM

Ég hef hinsvegar átt í mestu vandræðum með að halda einbeitingu að vinnu síðustu daga, nei eigum við eitthvað að ræða hvað SKAM er ávanabindandi haha?

svartahvitu-snapp2-1

FALLEGT HEIMILI STÍLISTA Í GAUTABORG

Heimili

Þó svo að þetta innlit flokkist sem “gamalt” í bloggheimum þá á það svo sannarlega ennþá erindi. Hér bjó sænski stílistinn og smekkdaman Elin Kickén sem bloggar einnig hjá Recidense Magasine ásamt því að halda úti fallegu instagrami. Heimilið sem er aðeins 49 fermetrar er eins og kemur varla á óvart ansi smart og í þessum klassíska skandinavíska stíl með smá dramatísku ívafi þar sem veggir í stofunni eru svartmálaðir. Hér er hugsað út í öll smáatriði og virðist hver hlutur hafa verið vandlega valinn…

alvhem kitchen_alvhem sfd6eaf2bd77ee948d791d6c42662fbf955 sfd399e353de97145d29769f25d965b88fb sfd2810edb983db4d0e8e5b84a5ac01265e sfd3093ffd29cde4b1d99d8c5ae5930aad2 sfddfcf802e778849eea06576779087fd61 sfdf1aa17bdf6cd4373b813352dc89ba390 sfdf931c95e71844f939dee72e6fab411bd the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-03 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-05 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-06 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-07 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-09

Myndir via Alvhem Makleri

skrift2

BLÁTT SVEFNHERBERGI

Heimili

Þetta er að vísu ekki mitt bláa svefnherbergi en ég mun birta myndir af því um leið og ég er búin að klára að græja það! Þetta bláa svefnherbergi er hinsvegar gordjöss ef svo má segja. Ekki svo langt frá litnum sem ég valdi á mitt herbergi nema mögulega aðeins ljósari. Z1 ljósið ásamt Eos fjaðraljósinu eru alveg dásemdin ein og ég hefði ekkert á móti þeim báðum hingað heim til mín, þá fjaðraljósið inn í svefnherbergið og Z1 í stofuna sem er öfugt við innlitið hér að neðan. Kíkjum í heimsókn…

bjurfors1 bjurfors2 bjurfors3 bjurfors4

Eldhúsið er æðislegt og skemmtilegt stólamixið sem og háu listarnir á veggnum sem gefa rýminu svo notarlegt yfirbragð. Það er eitthvað við það að hafa eldhúsbekk og kemur vel út að leggja á hann gæru, svo “effortless” og flott lúkk.

bjurfors5

Ég elska veifur í barnaherbergjum, þessar eru mjög látlausar en það er einnig hægt að bæta við veifum sem keyra upp stuðið í allskyns litum! Ég keypti nýlega hvítar veifur í herbergið hans Bjarts á breska Amazon, sjá hér. Ég keypti bara eina en held ég muni panta aðra til viðbótar því þær eru heldur stuttar. (ath þessi seljandi sendir ekki til Íslands).

bjurfors6

Svo aðeins meira frá fallega svefnherberginu…

bjurfors8

Via My Scandinavian Home

 Æðislegt innlit og fær fullt hús stiga, hvernig lýst ykkur á?

skrift2

HELLIRINN HENNAR LOTTU

Heimili

Það er engin önnur en Lotta Agaton vinkona mín sem á þetta gullfallega heimili sem birtist á dögunum í sænska tímaritinu Residence. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá er hún fremsti sænski innanhússstílistinn í dag eða eins og þau segja á forsíðunni “Sveriges mesta stylist öppnar dörren” og ég fæ seint leið á því að birta myndir frá henni á blogginu mínu. Hún Lotta er nefnilega með alveg dásamlega fallegan stíl og hefur einstakann hæfileika að raða saman hlutum og skapa heimili sem hefur þetta heimilislega og hlýlega yfirbragð sem við sækjumst svo mörg eftir. Hún hefur hægt og rólega verið að færa sig frá þessum klassíska hvíta skandinavíska stíl en það er ekkert það langt síðan að heimilið hennar var alveg hvítt, og núna hefur hún tekið skrefið til fulls og málað alla veggi og loft heimilisins í dökkgráum lit! Ég bilast hvað útkoman er flott, dálítið eins og að vera komin inn í helli. Hún Lotta verður alltaf mín uppáhalds og fá því allar myndirnar að fljóta með – njótið!

piaulin-interiors-4848dce1_w1440

piaulin-interiors-3a9d048f_w1440

piaulin-interiors-5d79b8cb_w1440 piaulin-interiors-5e08fda2_w1440 piaulin-interiors-5f07f351_w1440 piaulin-interiors-7ab8ae2a_w1440 piaulin-interiors-45b30557_w1440 piaulin-interiors-055d57d3_w1440 piaulin-interiors-3603861f_w1440 piaulin-interiors-c7a64698_w1440 piaulin-interiors-cd3667f3_w1440 piaulin-interiors-d5f291ac_w1440

Screen Shot 2016-10-12 at 14.26.20

Screen Shot 2016-10-12 at 14.26.36Screen Shot 2016-10-12 at 14.28.32Screen Shot 2016-10-12 at 14.26.46Screen Shot 2016-10-12 at 14.27.15Screen Shot 2016-10-12 at 14.27.24Screen Shot 2016-10-12 at 14.27.39

Myndir Pia Ulin

Fullkomið er orðið til að lýsa þessu heimili, alveg sérstaklega fullkomið haustinnlit ♡

Ég er sjálf loksins búin að taka mitt fyrsta skref varðandi málningarpælingarnar mínar, – ég sótti mér nefnilega nokkrar prufur í gær í Sérefni og ég er hreinlega ekki frá því að grái liturinn sem ég heillaðist svona af sé svipaður þeim sem Lotta valdi sér:) Núna þarf að bretta upp ermar og drífa sig að velja litinn!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: PANT BÚA HÉR –

Heimili

Ég elska þetta heimili í ræmur, hvert og eitt einasta rými! Heimilið er fullkomið í sínum ófullkomnleika ef svo má kalla, persónulegar myndir á veggjum, listaverk barnanna, rammar í bunkum sem bíða þess að vera hengdir upp á vegg, krumpaður sófi og “bara” einföld vekjaraklukka ásamt bók á náttborðinu. Hið venjulega líf sem mætti alveg birtast okkur oftar, ekki stíliseraður heimur. Þó mega húsráðendur eiga það að þau hafa þó ansi góðan smekk.

5584127 5584129 5584133 5584135 5584137 5584139 5584141 5584145 5584149 5584153 55841555595925

Myndir via Esny.se 

Grái liturinn á svefnherberginu er æðislegur, en heitust er ég þó fyrir þessum gamla glerskáp í eldhúsinu – algjör draumur að eiga glerskáp undir allt fíneríið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: BLÁIR VEGGIR

Heimili

Þessi fína íbúð er frábært dæmi um hversu mikið það gerir fyrir heimilið að bæta við litum á veggina. Hér teygir blái liturinn sig á milli nokkurra rýma og breytir þó um tón, blágrænn í eldhúsinu, ljós gráblár í stofunni og djúpblár í svefnherberginu. Ofboðslega falleg útkoma!

SFD0A188BBAD58540F8A476248E8D88F36A SFD1BEAF2CE67AD493796CD84869A1103C2 SFD4ACD3F8990114D7D8B394A034EAB1E3F SFD12EF302F0AA94FBDB44C1F721AA844C4 SFD35CBD5A309E8489FA44D06B384052BB9 SFD90E26F7D24D74BC0B7E51F00C431FA2D SFD945A53A3D67B420389CD9E0C2703CEF0 SFD558515C603914C87A5A8539B50C8FB01 SFDB3E0C91357324464AD519A2CB1D2D50D

Myndir: Alvhem

Ég átti smá spjall við Andrés í gærkvöldi og var að spurja hann um álit hvernig lit hann myndi velja á svefnherbergið því ég ætla að fara eftir helgi í málningarleiðangur. Rautt var svarið og helst að skrifa “You will never walk alone” á vegginn…. fyrir ykkur sem kveikja ekki þá er þetta setning frá Liverpool. Ég mun hér eftir ekki biðja hann um álit á heimilistengdum pælingum.

Eigið góða helgi x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

STÍLISTINN LOTTA AGATON

HeimiliUppáhalds

Ein af mínum allra uppáhalds stílistum og fyrirmyndum í hönnunarheiminum væri hin sænska Lotta Agaton, ég hreinlega fæ ekki nóg af stílnum hennar og smekklegum uppröðunum hennar, hún er einfaldlega meðetta þegar kemur að heimilum. Hún notast mest við jarðliti og náttúruleg efni þegar kemur að stíliseringu sem gefa hennar verkum svo mikinn sjarma, eitt er víst að við erum ekki að fara að rekast á bleikan púða eða grænan kaktusvasa á hennar heimili -ónei. Stofan hennar er algjör draumur og galleríveggurinn, púðahrúgan á sófanum og Gae Aulenti glerborðið er svo sannarlega eitthvað til að láta sig dreyma yfir.

Stíllinn hennar Lottu er líka dálítið þroskaður ef svo má kalla og hún á marga einstaka hluti, listaverk og bækur sem setja sinn svip á heimilið og tala nú ekki um hvað dökkmáluðu veggirnir gera heimilið sjarmerandi. Hún er heldur ekkert mikið að elta trendin og er oftar í hópi þeirra sem leiðir trendin, -það sem ég kann að meta svona konur.

Fyrir áhugasama þá má finna hennar instagram hér. 

Screen Shot 2016-05-07 at 12.56.01Screen Shot 2016-05-07 at 12.56.17Screen Shot 2016-05-07 at 12.56.30Screen Shot 2016-05-07 at 12.57.17Screen Shot 2016-05-07 at 12.57.56Screen Shot 2016-05-07 at 12.58.31Screen Shot 2016-05-07 at 13.04.37 Screen Shot 2015-06-21 at 23.01.41 Screen Shot 2015-06-21 at 23.01.07 Screen Shot 2015-06-21 at 23.00.52Screen Shot 2015-06-21 at 23.03.13

Þetta er ein af mínum uppáhalds og ég veit að ég hef talað um hana margoft áður en það er líka í góðu lagi. Enda innblástur af bestu gerð!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111